svalbarðsstrandarhreppur · svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í grænu...

16
Svalbarðsstrandarhreppur - Við hugsum áður en við hendum 2014

Upload: others

Post on 18-Jul-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í

Svalbarðsstrandarhreppur - Við hugsum áður en við hendum

2014

Page 2: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í

Þann 15. mars 2014 tók Íslenska Gámafélagið við

sorphirðu og umsjón með gámasvæðum í

Svalbarðsstrandarhreppi af Vegbúanum ehf. og

Gámaþjónustu Norðurlands. Í framhaldi af þeirri

breytingu verða gerðar nokkrar breytingar á

fyrirkomulagi sorphirðunnar.

Veigamesta breytingin er að tekin verður upp flokkun á

lífrænum úrgangi til moltugerðar. Þetta er lokaskrefið í

vegferð sem hófst árið 2010 þegar tekin var upp

flokkun endurvinnanlegs úrgangs í sveitarfélaginu.

Markmiðið er að minnka sem mest það magn úrgangs sem fer til urðunar

í samræmi við markmið lands- og svæðisáætlana um meðhöndlun

úrgangs. Við hættum jafnframt að nota ruslapoka undir sorpið og munum

framvegis leggja íbúum til sorptunnur í þeirra stað. Þjónustan verður

aukin þannig að tunnurnar verða sóttar heim að húsi, svo fremi sem þær

séu aðgengilegar. Mávar, mýs, hundar og hrafnar munu því eiga óhægara

um vik að gæða sér á sorpinu í sveitinni!

Sorpi verður hér eftir sem hingað til safnað á fimmtudögum og tíðni

tæminga verður sú sama. Endurvinnslutunnan verður tæmd mánaðarlega

og almennt og lífrænt sorp á fjórtán daga fresti. Sorphirðudagatalið helst

því óbreytt.

Íbúar Svalbarðsstrandarhrepps hafa staðið sig vel í flokkuninni

undanfarin ár. Þátttaka í flokkunarkerfinu er almenn, hlutfall

endurvinnanlegs úrgangs er í samræmi við áætlanir og sorpið er í flestum

tilfellum vel og rétt flokkað. Það er því ljóst að íbúar leggja bæði alúð

sína og metnað í verkið. Brotalamirnar er helst að finna á

gámasvæðunum, en með bættum merkingum og fjölgun gáma vonumst

við til að geta lagað þær.

Ég hvet íbúa eindregið til að vera duglegir að flokka sorpið hér eftir sem

hingað til, en vil jafnframt benda á að mikilvægi þess að takmarka

úrgangsframleiðsluna því það er besta leiðin til að ná markmiðinu.

Það er minnst fyrirhöfn að flokka ruslið sem aldrei varð til.

Kveðja,

Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri

Ávarp sveitarstjóra Inngangur

Svalbarðsstrandarhreppur2014

Page 3: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í

Mikilvægi sorpflokkunar á

heimilum og hjá fyrirtækjum í

landinu verður stöðugt

áþreifanlegri. Að undanförnu

hefur mikið farið fyrir umræðum

um úrgangsmál í fjölmiðlum.

Flokkun, endurvinnsla og

umhverfismál í heild sinni eiga

upp á pallborð íslenskra heimila í

dag. Með því að flokka erum við

ekki einungis að spara okkur fé með lægri förgunarkostnaði heldur gerum

við umhverfinu og framtíðinni greiða í leiðinni. Með flokkuninni drögum

við úr því magni sem endar í urðun, nýtum auðlindir betur og drögum úr

gróðurhúsaáhrifum, sem flestir vísindamenn eru sammála um að þurfi að

bregðast við með öllum tiltækum ráðum.

Almennu sorpi frá Svalbarðsstrandahrepp er ekið á Blönduós til urðunar.

Þau hráefni sem safnast í Grænu tunnuna (endurvinnsluhráefnin) eru

send í flokkunarmiðstöð Íslenska Gámafélagsins í Gufunesi, þar sem þau

eru flokkuð og gerð tilbúin til útflutnings. Lífræna úrganginum verður

ekið í móttökustöð Moltu ehf. þar sem hann fer til jarðgerðar.

Með góðri flokkun er hægt að draga úr urðun sem nemur um 70% af

heildarmagni. Almennt er talið að endurvinnanlegur hluti heimilissorps sé

30-35%, lífrænn úrgangur 30-35%. Almennt sorp sem sent er til urðunar

ætti því eingöngu að vera um 30-40%.

Í þessari handbók eru leiðbeiningar um flokkun og frágang heimilissorps í

Svalbarðsstrandarhreppi ásamt umfjöllun um endurvinnslu þeirra hráefna

sem íbúar sveitarfélagsins flokka í Grænu og brúnu tunnurnar.

Það er von okkar að handbókin nýtist íbúum vel. Ef spurningar vakna

varðandi sorpmál sveitarfélagsins sem bókin svarar ekki þá er hægt að

hafa samband við Íslenska Gámafélagið í síma 577 5757 eða fara á

heimasíðuna flokkarinn.is en þar má finna fróðleik um flokkun og

endurvinnslu.

Bestu kveðjur frá starfsfólki Íslenska Gámafélagsins.

Ávarp sveitarstjóra Inngangur

Svalbarðsstrandarhreppur 2014

Page 4: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í

Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni.

Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í hana fara eins og beðið er

um í leiðbeiningum. Plastumbúðir og málmar fara í gegnsæja plastpoka,

fernur í fernu en pappír og bylgjupappi fer beint í tunnuna. Einnig er

mikilvægt að endurvinnsluhráefnið sé laust við matarleifar og aðra

aðskotahluti.

Þegar Græna tunnan í Svalbarðsstrandarhrepp hefur verið losuð er

innihaldinu keyrt í flokkunarstöð Íslenska Gámafélagsins á Akureyri. Þar

er bylgjupappinn tekinn frá og sendur til endurvinnslu frá Akureyri. Hinu

hráefninu er ekið í flokkunarmiðstöð Íslenska Gámafélagsins í Gufunesi.

Hráefnið er sett á færiband og starfsmenn sjá um að flokka í sundur

mismunandi flokka:

fernur/sléttan pappa,

pappír, plast og

málma.

Þarna kemur í ljós

mikilvægi þess að

hafa pokana

gegnsæja. En sé

pokinn gegnsær er

auðveldara fyrir

flokkarana að sjá

innihald pokans og

flokka í réttan flokk.

Hvað verður um endurvinnsluhráefnin? Hvað verður um endurvinnsluhráefnin?

Svalbarðsstrandarhreppur2014

Page 5: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í

Þegar mismunandi flokkar hafa verið flokkaðir í sundur eru þeir settir í

gegnum baggapressu sem pressar hverja tegund fyrir sig í stóra bagga.

Böggunum er safnað saman og komið fyrir í útflutningsgámum sem

sendir eru til mismunandi endurvinnslufyrirtækja, eftir því um hvaða

flokk ræðir.

Endurvinnslufyrirtækin sjá um að leysa upp endurvinnsluhráefnin og

undirbúa þau sem framleiðsluhráefni. Þannig hefur skapast grundvöllur til

að nýta efnið til framleiðslu á nýjum umbúðum eða öðrum vörum úr sama

hráefni. T.d. getur kassi úr bylgjupappa orðið að nýjum kassa. Áldósir

geta haldið áfram hlutverki sínu eða jafnvel nýst sem reiðhjól eða felgur á

bíla eftir endurvinnslu. Plastumbúðir sem flíspeysur eða garðhúsgögn.

Svona mætti lengi telja og möguleikarnir eru óþrjótandi.

Það er augljóst að hægt er að nýta endurvinnsluhráefnið til ýmissa

nota eftir endurvinnslu. Að setja þetta hráefni í gráu tunnuna og

þaðan í urðun er mikil sóun á verðmætu hráefni og

náttúruauðlindum. Með vandaðri flokkun á heimilum og í

fyrirtækjum er hægt að nýta stóran hluta þeirra hráefna sem áður

var talið rusl.

Hvað verður um endurvinnsluhráefnin? Hvað verður um endurvinnsluhráefnin?

Svalbarðsstrandarhreppur 2014

Page 6: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í

Allir íbúar Svalbarðsstrandarhrepps eru með Græna

tunnu við heimili sitt undir þann hluta heimilisúrgangs

sem er endurvinnanlegur.

Mikilvægt er að gengið sé frá hráefninu samkvæmt

meðfylgjandi leiðbeiningum, annars er hætt við að

hráefnið verði óhæft til endurvinnslu og endi í urðun.

Nánari útskýringar á því sem fer í Grænu tunnuna er að

finna í leiðbeiningum á opnu handbókarinnar og á

flokkarinn.is.

Það sem fer í Grænu tunnuna skiptist í eftirfarandi flokka:

Dagblöð/tímarit — Beint í tunnuna

Bylgjupappi — Beint í tunnuna

Fernur/Sléttur pappi — Beint í tunnuna*

Plastumbúðir — Í glærum poka

Minni málmhlutir — Í glærum poka

Hreinsið umbúðir vel og skolið fernur

Með því að flokka heimilissorp minnkar þú rúmmál þess sorps sem þarf að

urða. Það sparar landrými á urðunarstöðum umtalsvert. Niðurbrot er afar

hægt við aðstæður eins og eru á Íslandi. Einnig er vert að líta til þess hversu

miklu munar í orkusparnaði, efniskostnaði o.fl. þáttum í endurvinnslu, t.d. á

málmum og pappír. Með því að flokka sorp leggur þú þitt af mörkum.

Þannig getum við skilað landinu hreinu og fallegu til komandi kynslóða.

* Gott er að fylla fernu með mörgum fernum/sléttum pappa og setja

þær þannig beint í tunnuna.

Græna tunnan - Endurvinnanlegt

- ATH -

Rafhlöður og gler má ekki setja í Grænu

tunnuna

heldur skila á gámasvæði.

Page 7: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í

Grípið hér og rífið

Á opnunni eru leiðbeiningar um flokkun

sem rífa má úr bókinni og hengja upp!

Rífið varlega svo bókin skemmist ekki

Page 8: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í
Page 9: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í
Page 10: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í

Grípið hér og rífið

Á opnunni eru leiðbeiningar um flokkun

sem rífa má úr bókinni og hengja upp!

Rífið varlega svo bókin skemmist ekki

Page 11: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í

Gráa tunnan - Almennt sorp

Almennt sorp er í raun blandaður úrgangur frá

fyrirtækjum og heimilum. Þetta er að mestu úrgangur

sem ekki getur flokkast í skilgreindan endurvinnsluferil

og er þar af leiðandi óendurvinnanlegt. Dæmi um

almennt sorp frá heimilum er t.d. gler, bleiur,

umbúðir úr blönduðu hráefni (t.d. plastumbúðir með

álfilmu sem ekki er hægt að skilja frá), umbúðir sem

ekki er hægt að hreinsa o.fl.

Almennt heimilissorp er sett í Gráu tunnuna en hún er

losuð einu sinni í mánuði. Nákvæmar dagsetningar má finna á

sorphirðudagatali aftar í þessu riti sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Innihaldið í Gráu tunnunum er eina sorpið sem sent er til urðunar.

Brúna tunnan - Lífrænn úrgangur

Brúna tunnan er í Gráu tunnunni og er ætluð undir

lífrænan eldhúsúrgang. Allir matarafgangar sem falla til

á heimilinu og annar lífrænn úrgangur má fara í þennan

flokk. Dæmi um lífrænan úrgang frá heimilum er t.d.

afskurður af ávöxtum, kjöti eða fisk. Brauðmeti,

kaffikorgur, tannstönglar, tepokar og þessháttar.

Best er að safna lífrænum úrgangi innandyra í maíspoka

sem brotna niður við jarðgerðina. Mjög mikilvægt er að

nota ekki poka úr plasti þar sem þeir brotna ekki niður

og geta valdið tjóni í jarðgerðarstöðinni. Molta ehf. mun

sjá um að jarðgera allan lífrænan heimilisúrgang sem safnast.

Ávexti

Hrísgrjón Kaffikorgur Ostur Brauð

Eggjaskurn Grænmeti Kjöt og fisk

Page 12: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í

Tvö gámasvæði eru staðsett í sveitarfélaginu. Eitt á Svalbarðseyri og hitt

í Kotabyggð. Hér að neðan eru tilgreindir flokkar sem hægt er að skila á

gámasvæðin. Athugið að á gámasvæðinu við Kotabyggð eru eingöngu

gámar fyrir almennt sorp og endurvinnanlegan úrgang (Græna tunnan)

fyrir sumarhúsabyggðina.

Gámasvæði sveitarfélagsins Að búa til hringrás hráefna

Svalbarðsstrandarhreppur2014

Flokkar sem tekið er við á Svalbarðseyri

Athugið að hægt er að koma með endurvinnsluhráefni

sem fara í Grænu tunnuna á gámasvæðin

Page 13: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í

Allar þær umbúðir og annað sem við notum við daglegt

heimilishald er unnið úr hráefnum sem eiga sér uppruna í

náttúrunni. Plast er t.d. unnið úr olíu, málmar grafnir úr jörðu

sem veldur oft miklu jarðraski og skemmdum á stórum svæðum.

Við framleiðslu á pappír og pappa eru notuð tré.

Markmiðið með endurvinnslu er að til verði hringrás. Hringrásin miðar

að því að frumvinnsla á hráefnum minnki. Með því að draga úr

frumvinnslu hráefna minnkar álag á auðlindir jarðar. Því til viðbótar

dregur úr því magni sorps sem þarf að urða.

Með því að endurvinna getum við nýtt hráefnið aftur og búið til hringrás.

Ef þú flokkar og skilar sorpinu til endurvinnslu stuðlar þú að aukinni

hringrás hráefna og minni auðlindanotkun. Sem dæmi má nefna að fyrir

hvert tonn af pappír sem fer í endurvinnslu sparast um 17 fullvaxin tré.

Árið 2013 sendi Íslenska Gámafélagið frá sér pappír til endurvinnslu sem

jafngildir því að fella þyrfti 150.000 fullvaxin tré ef frumvinna þyrfti

hráefnin. Á þessum tölum má sjá að til einhvers er að vinna með

endurvinnslu, bæði fyrir náttúruna og okkur sjálf.

Árið 2013 sendi Íslenska Gámafélagið frá sér pappír til endurvinnslu sem

jafngildir því að fella þyrfti 150.000 fullvaxin tré ef frumvinna þyrfti

hráefnið.

Gámasvæði sveitarfélagsins Að búa til hringrás hráefna

Svalbarðsstrandarhreppur 2014

Page 14: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í

Sorphirðudagatal 2014

Svalbarðsstrandarhreppur2014

Gráa tunnan - Brúna hólfið

Græna tunnan

Íslenska Gámafélagið áskilur sér rétt til að hliðra dögum á

dagatalinu ef upp koma óvæntar aðstæður vegna veðurs eða

annarra óviðráðanlegra þátta. Verður þá losað við fyrsta

mögulega tækifæri.

Góð ráð fyrir umhverfið

sun mán þri mið fim fös lau sun mán þri mið fim fös lau sun mán þri mið fim fös lau

1 2 3 4 5 1 2 1 2 3 4 5 6

6 7 8 9 10 11 12 3 4 5 6 7 8 9 7 8 9 10 11 12 13

13 14 15 16 17 18 19 10 11 12 13 14 15 16 14 15 16 17 18 19 20

20 21 22 23 24 25 26 17 18 19 20 21 22 23 21 22 23 24 25 26 27

27 28 29 30 31 24 25 26 27 28 29 30 28 29 30

31

sun mán þri mið fim fös lau sun mán þri mið fim fös lau sun mán þri mið fim fös lau

1 2 3 4 1 1 2 3 4 5 6

5 6 7 8 9 10 11 2 3 4 5 6 7 8 7 8 9 10 11 12 13

12 13 14 15 16 17 18 9 10 11 12 13 14 15 14 15 16 17 18 19 20

19 20 21 22 23 24 25 16 17 18 19 20 21 22 21 22 23 24 25 26 27

26 27 28 29 30 31 23 24 25 26 27 28 29 28 29 30 31

30

október nóvember desember

júlí ágúst september

Gráa tunnan og brúna hólfið er hreinsað á 14 daga fresti. Græna tunnan er

hreinsuð á 28 daga fresti.

Losunardagar 2014

Page 15: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í

Sorphirðudagatal 2014

Svalbarðsstrandarhreppur 2014

Eitt af þeim markmiðum sem hver og einn ætti að setja sér er að

minnka umfang heimilis– og/eða fyrirtækjasorps og flokka. Hér eru

nokkur góð ráð fyrir umhverfið:

Með flokkun má minnka rúmmál þess sorps sem fer til urðunar

um allt að 70%.

Endurunnir málmar Endurunnið plast Endurunnin dagblöð Landgræðsla með moltu

Að velja fjölnota vörur í stað einnota er liður í því að minnka

umfang þeirra hluta sem við hendum.

Að minnka umbúðanotkun eins og kostur er. Hægt er að kaupa

stærri umbúðir, hafa þær fjölnota o.s.frv.

Að endurvinna lífrænan úrgang með moltugerð. Allt að 30 - 35%

heimilissorps er lífrænn úrgangur sem má endurvinna með

moltugerð og nýta við uppgræðslu og gróðursetningu.

Rétt er að koma spilliefnum á rétta staði, t.d. með því að skila

útrunnum lyfjum til apóteka, skila rafhlöðum á söfnunarstaði og

skila öðrum spilliefnum á sorpstöðvar til eyðingar.

Minnkum pappírsflóðið með því að flokka og skila pappír svo hægt

sé að endurvinna hann.

Á undanförnum árum hefur hlutfall pappa sem sendur er til

endurvinnslu aukist gífurlega. Þetta hlutfall má auka enn frekar

með aukinni þekkingu íbúa landsins á mikilvægi flokkunar og

endurvinnslu.

Málmhlutir frá heimilum eru margvíslegir. Mikilvægt er að

endurvinna málma því minnka má rúmmál sorps með því að

endurnýta þennan verðmæta flokk.

Góð ráð fyrir umhverfið

Page 16: Svalbarðsstrandarhreppur · Svalbarðsstrandarhreppur 2014 Þeir flokkar sem fara í Grænu tunnuna er endurvinnanlegt hráefni. Mikilvægt er að ganga frá þeim flokkum sem í

www.gamur.is - [email protected] - 577-5757