sumar í reykjanesbæ 2012

29
20 12 SUMAR Í REYKJANESBÆ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Í SUMAR

Upload: reykjanesbaer-reyjanesi

Post on 07-Mar-2016

241 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Í þetta vefrit hefur verið safnað saman upplýsingum frá félögum og klúbbum í bæjarfélaginu um það sem í boði er fyrir börn og ungmenni sumarið 2012. Að auki er sagt frá því sem Reykjanesbær býður börnum og unglingum í sumar. Sem dæmi um það eru Listaskóli barna, Landnámsdýragarðurinn við Víkingaheima, Vatnaveröld, Hreystibrautin og körfuboltavellirnir.

TRANSCRIPT

Page 1: Sumar í Reykjanesbæ 2012

2012

SUMAR Í REYKJANESBÆ— HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Í SUMAR —

Page 2: Sumar í Reykjanesbæ 2012

2 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 3

MIKILVÆG SÍMANÚMER

24 7

SÍMI: 420 3200Þjónustuborð Reykjanesbæjar – opið allan sólarhringinn. Þjónustuborðið tekur við ábendingum íbúa um það sem betur má fara og heyrir undir þjónustu sveitarfélagsins.

Allar ábendingar eru skráðar og síðan metið hvort grípa þurfi til aðgerða.

Einnig er tekið við ábendingum um slysahættur í umhverfinu.

SÍMI: 112Tilkynningar til Barnaverndar Reykjanesbæjar.

Page 3: Sumar í Reykjanesbæ 2012

SKÓLABRAUT

MÁVATJÖRN

SÚLUTJÖRN

SVÖLUTJÖRN

ÞRASTARTJÖRN

URÐARBRAUT

SVÖLUTJÖRN

TJARNA

RBRAUT

TJARNARBRAUT

LÓMATJÖRNERLUTJÖRNBLIKATJÖRNÁLFTATJÖRN

VIKINGABRAUT

STAPABRAUT

TJARNABAKKI

STAPABRAUT

GRÓFIN

KEFLAVÍK

NJARÐVÍK

REYK

JAVÍK

MUNIÐ STRÆTÓ!

1

7

8

9

2

3

4

10

11

12

13

14

HAFNAVEGUR

AU

STU

RB

RA

UT

AUSTURBRAUT

VALH

ALLARG

ATA

HE

ST A

GA

T AHO

L TSG

ATA

ÞJÓ

ÐB

A UT

FLUGBRAUT

ÞJÓÐBAUT

FLUGVALLARBRAUT VESTURBRAUT

BREIÐGATA

BREI

ÐGAT

A

FERJUBRAUT

ÓÐINSVEGUR

SKEIFUVEGUR

TUNGUVEGURSTAPAVEG

UR

SUNNUVEGUR

ENGJAVEGUR

INGÓLFSVEGUR

FLUG

VAL

LAR

BR

AUT

VIRKISHLÍÐ

SKÓ

GA

RH

LÍÐ

BREKKUGATA

VESTURLAND

VES

TUR

BR A

UT

BREKKUGATA

6

10

9

11

12

13

ÁSBRÚ

5

Grunnskólar

1. Heiðarskóli2. Myllubakkaskóli3. Holtaskóli4. Njarðvíkurskóli 5. Akurskóli6. Háaleitisskóli

Spark- og körfuboltavellir

1. Heiðarskóli2. Myllubakkaskóli3. Holtaskóli4. Njarðvíkurskóli 5. Akurskóli6. Háaleitisskóli

Gönguhringir

3,7 km

7,5 km

3,0 km

2,6 km

2,5 km

26 km

Helstu gönguleiðir

Útsýnis- og gönguleið

l and

Víkingaheimar

Duushús

Útsýnispallurinn Innri Njarðvík Leiksvæði

7. Bergvegur 8. Nónvarða 9. Elliðavellir10. Fífumói 11. Holtsgata12. Klettás 13. Háseyla 14. Stapabraut 15- 19 Ásbrú

Skessuhellirinn

Vatnaveröld

Gæsluvellir

REyKjANESbÆR

Page 4: Sumar í Reykjanesbæ 2012

6 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 7

ÁVARp bÆjARStjóRAGLEÐILEGt SUMAR 2012Ágæti lesandi. Í þetta vefrit hefur verið safnað saman upplýsingum um hlestu íþrótta-, tóm-stunda- og menningarstarf sem er í boði fyrir börn og unglinga í Reykjanesbæ sumarið 2012.

Þannig geta íbúar bæjarins jafnt sem aðrir landsmenn auðveldlega nálgast upplýsinga um námskeið og tómstundastarf sem í boði er bæði á vegum Reykjanesbæjar og fjölmargra félaga og klúbba sem hér eru starfandi. Fram-boð á þjónustu fyrir börn og ungmenni hefur aukist hér ár frá ári, enda viljum við að þessi fríski hópur bæjarbúa fái góða, uppbyggilega og fjölbreytta þjónustu.

Uppbygging á leiksvæðum, körfuboltavöllum, gervigrasvöllum, vatnsleikjagarði, hreystibraut og 50 metra innisundlaug er einnig dæmi um þá þjónustu og árangurinn í íþróttum og Skóla-hreysti lætur ekki á sér standa.

Ég minni á að það er frítt í sundlaugar bæjarins fyrir grunnskólabörn og einnig í strætó. Kynnið ykkur vel þetta vefrit og annað sem í boði er í Reykjanesbæ fyrir alla fjölskylduna.

Ég hvet fjölskyldur til að njóta vel samvista í sumar hér í fallega og fjölbreytta bænum okkar. Allar nánari upplýsingar veitir Þjón-ustuver Reykjanesbæjar í síma 421 6700.

Gleðilegt sumar.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri.

Page 5: Sumar í Reykjanesbæ 2012

8 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 9

2 6

SUMARLoKANIR Í LEIKSKóLUM REyKjANESbÆjARSumarlokun leikskóla 2012. Sumarlokun stendur yfir í fimm vikur.

Holt og Tjarnasel 19 júní til 23. júlí. Börnin mæta 23. júlí.

Heiðarsel og Hjallatún 3.júlí til 7. ágúst. Börnin mæta 7. ágúst.

Háaleiti og Vesturberg 9. júlí til 13. ágúst. Börnin mæta 13. ágúst.

Garðasel9. júlí til 13. ágúst. Börnin mæta 14. ágúst.

Gimli 9.júlí til 7. ágúst. Börnin mæta 7. ágúst.

Akur og Völlur 16. júlí til 14. ágúst. Börnin mæta 14. ágúst.

Nánari upplýsingar um starfsemi leikskóla Reykjanesbæjar má finna á vefnum reykjanesbær.is

Page 6: Sumar í Reykjanesbæ 2012

10 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 11

2 12

SUMARSUND FyRIRKNÁA SEM SMÁA MEÐ ÍRbBoðið er upp á 2ja vikna námskeið, 5 skipti í viku, samtals 10 skipti í senn.

Námskeiðin eru fyrir 2 ára og eldri.Í hverri laug er leiðbeinandi og 3-4 aðstoðar-menn ofan í lauginni sem eru sundmenn ÍRB.

Leitast er við að kenna yngstu börnunum vatns- öryggi og grunnhreyfingar sundtakanna með og án hjálpartækja.

Markmið með kennslu eldri barnanna er að kenna þeim rétt sundtök án allra hjálpartækja.

NámskeiðNámskeið 1. er frá 11. til 22. júní. Skráningarfrestur til 8. júní.

Námskeið 2. er frá 25. júní til 6. júlí. Skráningarfrestur er til 22. júní.

TímabilHægt er að velja um tíma á morgnanna frá kl. 8:30, 9:30, 10:30, 11:30 og 12:30.

StaðsetningBoðið verður upp á námskeið í sundlaugum Akurskóla í Innri Njarðvík og Heiðarskóla í Kef- lavík en við áskiljum okkur rétt til að sameina hópa vegna fjölda ef nauðsyn er á því þegar skráning liggur fyrir.

LeiðbeinendurLeiðbeinendur verða Hjördís Ólafsdóttir sund-þjálfari hjá ÍRB, Jóna Helena Bjarnadóttir afrekssundkona og þjálfari hjá ÍRB og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson afrekssundmaður.

GjaldVerð á hverju námskeiði er kr. 6.000. Athugið að hægt er að skrá barn á fleiri en eitt námskeið.

SkráningHægt er að skrá sig á heimasíðum félaganna umfn.is og keflavik.is frá 25. maí.

Page 7: Sumar í Reykjanesbæ 2012

12 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 13

VAtNAVERöLD ERFyRIR ALLA FjöLSKyLDUNAVatnsleikjagarðurinnUpphitaður og yfirbyggður vatnsleikjagarður fyrir alla fjölskylduna. Vatnsleikja-garðurinn Vatnaveröld er yfirbyggður vatnsleikjagarður fyrir alla fjölskylduna.

Þar er boðið upp á fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, vatnið er upphitað og þægilegt.

Í Sundmiðstöðinni er 25 metra útilaug, 4 setlaugar og eimbað. Að auki er ein glæsilegasta 50 metra innilaug landsins. Sérklefi er boði fyrir þá sem það kjósa.

Opnunartími 6:45 – 20:00 virka daga, frá 8:00 – 18:00 laugardaga og sunnudaga.

SundmiðstöðinSunnubraut 31, 230 ReykjanesbærSími 421 1500

ÞAÐ ER FRÍTT Í SUND FYRIR ÖLL BÖRN Á GRUNNSKÓLAALDRI.

Page 8: Sumar í Reykjanesbæ 2012

14 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 15

Fimleikadeild Keflavíkur ætlar að bjóða upp á námskeiðið Fimleikar og fjör í júní og júlí. Námskeiðið er fimleika-, íþrótta og hreysti-námskeið fyrir alla krakka, stelpur og stráka á aldrinum 6 til 10 ára.

StaðsetningKennt verður í fimleikahúsi Fimleikadeildar Kef-lavíkur, Krossmóa 58 (ÍAK). Sími 421 6368.

NámskeiðNámskeið 1: 11. Júní til 29. júní Námskeið 2: 2.júlí til 20. júlí.

Tímabil Hægt er að velja að vera fyrir hádegi kl. 9:00 – 12:00 og eftir hádegi kl. 13:00 – 16:00.

SkráningSkráning fer fram á keflavik.is, (undir skráning iðkenda) frá og með 15.maí.

GjaldNámskeiðsgjald greiðist við skráningu og er 10.000 kr.

FIMLEIKAR oG FjöR MEÐFIMLEIKADEILD KEFLAVÍKUR

6 10

Ábyrgðarmaður Heiðbrá Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikadeildar Keflavíkur.

LeiðbeinandiBerglind Björk Sveinbjörnsdóttir nemi, ásamt fleirum.

UpplýsingarSími: 421 6368.

Leiðbeiningar má finna hér: keflavik.is/Leidbeingingar_Nori/

Page 9: Sumar í Reykjanesbæ 2012

16 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 17

Knattspyrnuæfingar hjá 8. flokki Kefla-víkur hefjast mánudaginn 4. júní.

StaðsetningÆfingasvæðið að Iðavöllum. Farið verður inn í Reykjaneshöll ef illa viðrar.

NámskeiðNámskeið 1: 4. júní til 26. júní (11 æfingar)Námskeið 2: 2. júlí til 24. júlí (11 æfingar)

Æfingatími Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:15 – 17:15.

TímabilÍ sumar verður boðið upp á 2 námskeið.

Aldur Piltar og stúlkur fædd 2006, 2007 og 2008.

Skráning Sendið skráningu á neðangreint netfang með upplýsingum um nafn og kennitölu barns.Staðfesting á skráningu verður send til baka.

KNAttSpyRNUÆFINGARFyRIR þAU yNGStU

4 6

GjaldNámskeiðsgjald kr. 5.000. Ef bæði námskeið eru sótt er gjaldið fyrir seinna námskeiðið kr. 3.000.

Systkinaafsláttur er veittur; annað barn greiðir hálft gjald, þriðja barn frítt.

Nánari upplý[email protected]

Sjáumst hress í fótbolta í sumar!

Page 10: Sumar í Reykjanesbæ 2012

18 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 19

LEIKUM oKKURÍ LEIRUNNI Í SUMARGolfklúbbur Suðurnesja heldur barnanámskeið í golfi fyrir börn á aldrinum 7 - 12 ára.

Staðsetning Hólmsvöllur Leiru. Mæting er í golfskálann.

MarkmiðAð börnin læri undirstöðuatriðin í golfi í gegnum æfingar- og leiki. Golf- og siðareglur er varðar framkomu og umgengi á golfvelli. Á föstudögum eru spiladagar á Jóelnum (litli völlur GS). Um leið og barn lýkur námskeiði er það velkomið á alla spiladaga sumarsins.

Námskeiðin• Vika 11. til 15. júní. • Vika 18. til 22. júní.• Vika 25. til 29. júní. • Vika 02. til 06. júlí. • Vika 09. til 13. júlí. • Vika 16. til 20. júlí. • Vika 23. til 27. júlí.

TímabilHægt er að velja að vera fyrir hádegi kl. 9.00-12.00 eða eftir hádegi kl. 13.00-16.00.

7 12

SkráningNánari upplýsingar og skráning er á [email protected] eða í síma 899 2955.

GjaldNámskeiðsgjald er kr. 9.000. Innifalið í gjaldinu er sumarkort á Jóelinn.

Yfirumsjón Erla Þorsteinsdóttir PGA kennari og Karen Guðnadóttir leiðbeinandi.

Page 11: Sumar í Reykjanesbæ 2012

20 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 21

Í sumar verða haldin reiðnámskeið á Mánagrund fyrir börn og unglinga, 7 ára og eldri.

BúnaðurBörnin fá allan almennan búnað tengdan út-reiðum, ss, reiðhjálma, reiðtygi o.fl. Mikilvægt er að klæðanaður sé í samræmi við veður. - Auðveldara er að fara úr hlífðarfötum en að sækja þau langar leiðir. - Góð aðstaða er við Mánagrund, bæði innanhúss og utan.

KennslaBörnunum er kennd almenn umgengni við hestinn, hvernig hægt er að nálgast hann og hvað eigi að varast. Þau læra að treysta hestinum. Þannig verða þau öruggari á baki. Lögð er áhersla á að byggja upp sjálfstraust nemenda. Reiknað er með einum hesti fyrir hvert barn.

Tekin eru fyrir atriði eins og áseta, taumhald, nöfn tengd reiðtygjum og umhirðu reiðtygja. Ýmsir hlutar líkamsbyggingar hestsins eru skoðaðir. Þá er nemendum gerð grein fyrir skilningarvitum hestsins t.d. sjón, heyrn og tilfinningu.

Kennslan er einstaklingsmiðuð, þar sem áhersla er lögð á færni hvers einstaklings. Nemendum er skipt í hópa miðað við kunnáttu og reynslu. Þá miðast kennsla hvers hóps við að sem flestir í hópnum fái góða þjálfun.

Markmiðið er að það sé skemmtilegt að læra og allir fái að njóta sín. Þeir sem hafa náð ákveðinni færni fara í leiki, leysa þrautir. Lengra komnir nemendur fá viðbótarnámsefni.

Skipulag námskeiðaBæði eins og tveggja vikna námskeið eru í boði. (Sjá námskeiðsáætlun hér til hliðar.)

Kennt er annað hvort fyrir hádegi eða eftir hádegi. þ.e. kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00 (ekki er mögulegt að breyta, nema undir sér-stökum kringumstæðum)

ATH. Bóka þarf í tíma. Nemendafjöldi í hverju námskeiði er takmarkaður (miðast við fjölda hesta). Sum námskeið fyllast fyrr en önnur. Þó upp séu sett tveggja vikna námskeið er möguleiki að kaupa eina viku ef það hentar betur.

Tímabil7 júni til 15 júni, 7. dagar.2. vikur** f.h. 2. vikur** e.h., verð kr. 17.500.

18 júni til 26 júni, 7. dagar. 2. vikur** f.h. 2. vikur** e.h. Kennt laugard 23 og sunnud 24. júní. Lokaðv/ landsmóts 25,26, 27, 28 og 29 júní, verð kr. 17.500.

2. júlí til 13. júlí, 10. dagar.2. vikur f.h. 2. vikur e.h., verð kr. 25.000.

16. júlí til 27. júlí, 10. dagar.2. vikur f.h. 2. vikur e.h., verð kr. 25.000.

30. júlí til 10. ágúst, 10. dagar.2. vikur** f.h. 2. vikur** e.h., verð kr. 22.500.

Hott Hott Á HEStIÍ REIÐSKóLA MÁNA Í ALLt SUMAR

7 16+

VerðVikunámskeið kr. 13.000. 2. vikur kr. 25.000,. Systkinaafsláttur er veittur 10%.

Ákveðinn sveigjanleiki er fyrir hendi. Áskilinn er réttur til breytinga miðað við þátttöku og aðrar aðstæður.

Upplýsingar og skráningSigurlaug Anna, sími: 891 8757.

Til greina kemur að hafa 2ja vikna námskeið f.h. og tvö vikunámskeið e.h. Fer eftir þátttöku.

**

Page 12: Sumar í Reykjanesbæ 2012

22 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 23

Leikjanámskeið KFUM og KFUK fyrir alla krakka á aldrinum 6 til 9 ára. Á leikjanám-skeiðunum er lögð áhersla á vináttu, kærleika og virðingu barnanna hvert fyrir öðru. Dag-skráin er fjölbreytt m.a. föndur, íþróttir, leikir, útivist, ferðir og fræðsla um lífið og tilveruna út frá kristilegu sjónarmiði.

StaðsetningAlla daga er mæting í félagsheimili KFUM og KFUK að hátúni 36.

NámskeiðinNámskeiðin standa frá kl. 9.00 – 16.00. Einnig er boðið upp á gæslu kl. 8.00 - 9.00 og 16.00 - 17.00 gegn aukagjaldi.

TímabilBoðið er upp á þrjú vikunámskeið í sumar.11. til 15. júní, 18. til 22. júní og 25. til 29. júní.

GjöldGjald fyrir vikuna er 8.400 kr. Gæsla á vik-unámskeiði kostar 1.500 kr. Veittur er 10% systkinaafsláttur. Ef barn er á meira en einu námskeiði fæst 10% afsláttur á seinni nám-skeið.

Nesti og búnaðurBörn þurfa að taka með sér nesti fyrir dag-inn. Nauðsynlegt er að nesti sé staðgott, þar sem mikið er um hreyfingu á námskeiðunum. Æskilegt er að merkja fatnað og annað með nafni og símanúmeri. Börnin skulu ávallt vera vel útbúin til útiveru og gönguferða.

Upplýsingar og skráningSkráning er á skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588 8899 og á heimasíðu KFUM og KFUK, kfum.is

LEIKjANÁMSKEIÐMEÐ KFUM oG KFUK

6 9

Page 13: Sumar í Reykjanesbæ 2012

24 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 25

Forstöðu- og ábyrgðarmaður Andrés Þórarinn Eyjólfsson, Íþróttafræðingur. Sími: 699 2345.

Netfang: [email protected]: umfn.is/sportskoli

*Greiðsla fer fram við skráningu.

Megin markmið skólans er að koma inn með nýja og ferska afþreyingu sem blandast saman við kynningu á helstu íþróttagreinum, óvissu-ferðum, leikjum og ævintýrum í allt sumar.

Námskeiðin verða með ólíkum hætti þannig að börn geta sótt fleiri en eitt námskeið en þó munum við halda okkur við nokkur föst atriði sem heppnast vel í fyrri námskeiðum.

AðseturFyrra námskeiðið verður haldið í Innri-Njarðvík og mun aðsetur skólans vera við íþróttahús Akurskóla. Seinna námskeiðið verður haldið í Ytri-Njarðvík og mun aðsetur skólans vera við íþróttahús Njarðvíkurskóla.

HóparÆvintýrahópur: 6 til 7 ára og 8 til 9 ára. Börn fædd 2003 til 2006.Sporthópur: 10 til 12 ára. Börn fædd 2000 til 2002.

TímabilNámskeið 1 er frá 11. júní til 29. júní.Námskeið 2 er frá 2. júlí til 20. júlí.

ÞátttökugjaldFyrir hádegi frá kl. 09:00 til 12:00. Verð 9000 kr. 20% systkinaafsláttur. Eftir hádegi frá kl. 13:00 til 16:00. Verð 9000 kr. 20% systkina afsláttur.

Skráning Skráning á námskeið 1. fer fram föstud. 8. júní og á námskeið 2. fer fram föstud. 29. júní. Skrán-ing fer fram eftirtalda daga í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur milli kl.11:00 - 14:00 og í Íþrótta-húsi Akurskóla milli kl.17:00 - 20:00.*

Þeir sem vilja skrá börn sín á námskeiðin raf-rænt geta gert það í gegnum heimasíðu Ung-mennafélagsins umfn.is (skráning iðkenda).

SpoRt- oG ÆVINtýRASKóLI NjARÐVÍKUR

6 12

Page 14: Sumar í Reykjanesbæ 2012

26 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 27

Bryn Ballett AkademíanVertu með frá byrjun og dönsum saman í sum-ar. Við bjóðum nýja nemendur ávallt velkomna í dansnám. Við bjóðum upp á frábæra aðstöðu og endalausa dansgleði!

Sumarnámskeið hefst 21. maí til 30. júní fyrir alla aldurshópa. Forskóli í ballett fyrir 3ja til 4 ára og 5 til 6 ára þar sem samvinna og ánægja er í fyrirrúmi. Grunnskólastig: 10 til 12 ára og 13 til 15 ára. Framhaldsskólastig: 16 ára og eldri. Klassískurballett, lyrical jazz, jazzballett, nú-tímalistdans og ýmsir aðrir dansstílar í boði fyrir grunnskólanemendur og framhaldsskóla-stig. Þar sem nemendur geta dansað af lífi og sál, sex daga vikunnar. Eða bara sem tómstund einu sinni í viku.

Á tÁNUM Í ALLt SUMAR Í LIStDANSSKóLA REyKjANESbÆjAR

3 16+

Markmið listdansskólansVeita nemendum þekkingu og sterka undirstöðu í klassískum ballett og nútímalistdansi og styðja við framþróun af kappi.

Hlúa að jákvæðni, sjálfstrausti og öryggi ne-menda, sem og efla samskipti, sjálfsaga og dansgleði.

Þekking, framþróun, sköpun og kraftur eru í há- vegum höfð.

UpplýsingarListdansskóli ReykjanesbæjarBryn Ballett AkademíanFlugvallarbraut 733, ÁsbrúSími: 426 5560

[email protected]

Nýir nemendur ávallt velkomnir!

Page 15: Sumar í Reykjanesbæ 2012

28 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 29

Listaskólinn í sumarSkapandi starf fyrir alla á aldrinum 7 til 13 ára. Spennandi þriggja vikna sumarnámskeið með áherslu á myndlist og leiklist í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur og Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ verður haldið á vegum Lista-skólans í sumar.

Okkar frábæru leiðbeinendur Jóna Guðrún Jóns- dóttir, leikkona og leiklistarkennari og Magnús Valur Pálsson, myndlistarmaður, myndlistar-kennari og grafískur hönnuður eru mætt aftur til leiks með fangið fullt af spennandi hug-myndum fyrir sumarið. Þau vinna með börn-unum að fjölbreyttum myndlistar- og leiklistar- verkefnum sem ná hápunkti á sérstakri lista- hátíð sem haldin verður í námskeiðslok.

NámskeiðNámskeiðið verður haldið frá 11. til 29. júní frá kl. 09:00 – 12:30. Þátttakendum verður skipt upp í hópa eftir aldri.

Athugið að fjöldi þátttakenda á námskeiðinu er takmarkaður til að hægt sé að sinna hverjum og einum eftir bestu getu.

LEIKUR- oG LISt Í LIStASKóLA REyKjANESbÆjAR

7 12

StaðsetningHöfuðstöðvar Listaskólans verða í Svarta pakk-húsinu að Hafnargötu 2 en jafnframt verður notuð aðstaða í Frumleikhúsinu að Vesturbraut 17. Þátttakendur hefja daginn og ljúka honum í Svarta pakkhúsinu.

GjaldNámskeiðsgjald er kr. 10.000 og er allt efni inni-falið í verðinu. Innritunargjald greiðist í Svarta pakkhúsinu fyrsta námskeiðsdag og er skilyrði fyrir þátttöku. Veittur er 20% systkinaafsláttur.

InnritunInnritun hefst 1. júní. Sendið tölvupóst á net-fangið [email protected]ýsingar sem þurfa að koma fram í pósti eru eftirfarandi: nafn og fæðingarár barns, nafn forráðamanns, símanúmer forráðamanns og gagnlegar upplýsingar um barnið ef við á, t.d. upplýsingar um ofnæmi eða sérþarfir ef slíkt á við.

UpplýsingarAllar nánari upplýsingar eru veittar í síma 863 4989.

Page 16: Sumar í Reykjanesbæ 2012

30 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 31

Í sumar verður starfræktur smíðavöllur fyrir börn fædd 2000 – 2004 á vegum skátafélagsins eins og undanfarin sumur og verður hann á svæði smíðavalla við Baugholt / Krossholt í Keflavíkurhverfi. Það er skátafélagið Heiðabúar sem sér um rekstur smíðavallarins í samstarfi við Reykjanesbæ.

Tímabil13. júní til 3. júlí frá mánudaögum til fimmtu-daga frá kl. 13:00 – 16:00.

InnritunInnritun fer fram dagana 11. til 12. júní frá kl. 13:00 – 16:00 á svæði smíðavalla við Baugholt / Krossholt.

GjaldVerð fyrir námskeiðið er kr. 6.000.Systkinaafsláttur kr. 500.Ekki er hægt að greiða með greiðslukorti.

UpplýsingarSkátafélagið Heiðabúar, Hringbraut 101Síminn er 421 3190, 860 4470.Netffang: [email protected]

þAÐ VANtAR SpýtURoG þAÐ VANtAR SöG...

8 12

Page 17: Sumar í Reykjanesbæ 2012

32 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 33

Sumarfjörið er fyrir nemendur sem eru að ljúka 7. bekk og er haldið af félagsmiðstöðinni Fjör-heimum í samvinnu við Vinnuskóla Reykjanes-bæjar. Tvö námskeið verða haldin.

Fyrra námskeiðið hefst mánudaginn 11. júní og lýkur 15. júní og síðara námskeiðið hefst 18. júní og stendur til 22.júní.

Þátttakendur mæta kl. 10:00 virka daga í Fjör-heima (Hafnargötu 88) og er námskeiðið til kl. 14:00.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá m.a. verður farið í veiði á bryggjunni, margvíslegir hópeflisleikir,skyndihjálp, hjóla- og sundferðir, og alls konar skoðunarferðir ásamt því að bryd- dað verður upp á óvæntum ævintýrum.

SUMARFjöR FyRIR NEMENDUR SEM ERU AÐ LjÚKA 7. bEKK

13

Markmið Sumarfjörs er að bjóða 13 ára ung-lingum í Reykjanesbæ upp á:

• markvisst tómstundastarf sem lið í auknu forvarnarstarfi. • fjölbreytilega starfsemi þannig að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. • tækifæri fyrir unglinga til að kynnast jafn-öldrum sínum frá öðrum hverfum bæjarins.• að unglingar kynnist fjölbreyttum mögu-leikum til útivistar á Suðurnesjum.

Skráning og greiðsla fer fram í Fjörheimum (Hafnargötu 88) 4. til 7.júní frá kl.14:00 - 16:00. Þátttökugjald er kr. 3.000 kr. og greið-ist það við skráningu.

UpplýsinagrNánari upplýsingar um námskeiðið veitir Haf-þór Birgisson tómstunda- og forvarnarfulltrúi Reykjanesbæjar á netfanginu [email protected]

Page 18: Sumar í Reykjanesbæ 2012

34 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 35

DansKompaní er vinsæll dansskóli sem er staðsettur í Grófinni 8 í Reykjanesbæ. Í til-efni þess að skólinn er að bjóða upp á nýja námsskrá fyrir komandi vetur þá ætlar Dans-Kompaní að bjóða ungmennum uppá frítt dansnámskeið í júní.

Þetta verða 100% danstímar og ekki gerð krafa um danstæknigrunn. Þetta verða skem-mtilegir danstímar fyrir stráka og stelpur þar sem kenndar verða flottar og skemmtilegar street dansrútínur í anda þess sem við sjáum oft í sjónvarpinu.

DANSAÐ Í ALLt SUMAR Í REyKjANESbÆ

6 15

Mikil orka í tímunum og skemmtilegir kenn-arar - eitthvað sem allir hafa gaman af. Það er takmarkað pláss í boði og þurfa áhugasamir því að skrá sig sem fyrst.

NámskeiðKennt verður mánudaga og miðvikudaga í þrjár vikur og hefst námskeiðið 11.júní.

• 6 til 7 ára (´05-´06) kl.13:15 – 14:15• 8 til 9 ára (´03-´04) kl.14:15 – 15:15• 10 til 12 ára (´00-´02) kl.15:15 – 16:15• 13 til 15 ára (´97-´99) kl.16:15 – 17:15

SkráningSkráning og nánari upplýsingar á danskompani.is

Hlökkum til að sjá ykkur öllsömul!

Page 19: Sumar í Reykjanesbæ 2012

36 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 37

Sumarlestur fyrir 6 – 16 ára.Sumarlestur Bókasafns Reykjanesbæjar hefst 1. júní og stendur til 31. ágúst.

Þátttakendur lesa það sem hugurinn girnist, óháð stað og stund en sýna afraksturinn í af-greiðslu safnsins og fá stimpil og límmiða í bókaskrána sína.

Verkefnið er unnið í samstarfi við grunnskólana í bænum, sem dreifa bókaskrám til allra grunn-skólabarna. Skrá er einnig hægt að fá á safn-inu, t.d. þegar ein hefur verið fyllt og löngun er til að halda áfram í sumarlestrinum.

Markmið sumarlesturs er að minna á mikil-vægi lesturs. Sýnt þykir að málskilningur og orðaforði eykst með lestri fjölbreyttra bóka og með lestri má bæta námsárangur og auka al-mennan skilning á samfélaginu sem við lifum í. Það er auðvelt að koma lestri að í daglegum venjum. Það eina sem þarf að gera er að taka bók í hönd einu sinni á dag, í 15 mínútur í senn.

VIÐ FISKUM EFtIR LEStRAHEStUM

6 16

Fyrirkomulag sumarlestursStarfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar ætlar að fiska eftir lestrarhestum í sumar. Hver sá sem tekur þátt í sumarlestrinum skrifar nafn sitt á litríkan fisk og setur í fjölskrúðugt fiskabúr. Við veiðum svo heppna fiska upp úr búrinu á uppskeruhátíð sumarlesturs sem haldin verður á degi læsis, 8. september og verðlaunum fyrir þátttöku.

Þátttakendur taka bókaskrárnar með sér á Bókasafnið í hvert sinn sem þeir skila bók eða bókum og fá stimpil eða límmiða í skrána fyrir hverja lesna bók. Skrána taka þátttakendur svo með sér í skólana sína að hausti og sýna kennurum afrakstur sumarsins.

Sem fyrr hvetur starfsfólk Bókasafnsins for-eldra til að aðstoða börnin sín í sumarlestrinum, t.d. við val á bókum sem hæfir lestrarkunnáttu hvers og eins. Lestur sem ekki reynir á huga og getu gerir lítið gagn fyrir barnið. Sama á við um of þungar bækur, barnið gefst upp. Hæfileg áreynsla er best, þá er lesið til gagns.

Öll börn fá bókasafnskort endurgjaldslaust til 18 ára aldurs gegn ábyrgð foreldris eða for-ráðamanns. Árgjald fullorðinna er 1.550 kr.en ellilífeyrisþegar, atvinnuleitendur og öryrkjar fá ókeypis bókasafnskort gegn framvísun skírt-einis eða vottorðs.

• Bókasafn Reykjanesbæjar er opið kl. 10:00 – 19:00 virka daga.

• Það er staðsett í Kjarna, Hafnargötu 57, 230 Reykjanesbæ. • Sumarsýningar leikskólabarna á Bókasafninu í allt sumar.

Vertu með í sumarlestrinum – það er bara ávinningur.

UpplýsingarNánari upplýsingar má nálgast á vef Bókasafn-sins, reykjanesbaer.is/bokasafn og fá svör við fyrirspurnum á [email protected] eða í síma 421 6770.

Page 20: Sumar í Reykjanesbæ 2012

38 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 39

Opnað var fyrir umsóknir föstudaginn 4. maí á síðu Reykjanesbæjar en einungis er hægt að sækja um rafrænt. Forráðamenn fá í kjölfarið tölvupóst með helstu upplýsingum og á hvaða tímabil unglingurinn fer. Fyrstu 250 sem sækja um á A-tímabil eru í forgang og eftir það er einungis hægt að sækja um á B-tímabil.

Vinnutímabil sumarið 20129. bekkur og 10. bekkur – fá vinnu í 4 vikur.• tímabil hefst 11. júní og er til 5. júlí.• tímabil hefst 9. júlí og er til 2. ágúst.

Unnið er frá 08:00 – 16:00 mánudag til fimm-tudags. Frí á föstudögum.

8. bekkur – fær vinnu í 3 vikur.• tímabil hefst 19. júní og er til 5. júlí.• tímabil hefst 16. júlí og er til 2. ágúst.

Unnið er frá 08:00 – 12:00 mánudag til fimm-tudags. Frí á föstudögum.

Við bjóðum alla unglinga velkomna í Vinnu-skólann í sumar.

VINNUSKóLI REyKjANESbÆjAR

15 16

Vinnuskólinn er á vegum Umhverfis- og skipu-lagssviðs Reykjanesbæjar.

UpplýsingarNánari upplýsingar er að nálgast á vefsíðu Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is

Page 21: Sumar í Reykjanesbæ 2012

40 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 41

INNILEIKjA-GARÐURINN

bARNA-HÁtÍÐ 2012Barnahátíð í Reykjanesbæ er haldin árlega að vori. Markmið hátíðarinnar er að skapa for-eldrum og börnum fjölbreytt tækifæri til frjórrar og gefandi samveru og stuðla þannig að fjöl-skylduvænum Reykjanesbæ.

Stór liður í barnahátíð er Listahátíð barna sem er samvinnuverkefni Listasafns Reykja-nesbæjar og allra leikskóla og grunnskóla í Reykjanesbæ.

Hátíðin hefur vaxið og eflst með hverju ári og segja má að hún hafi orðið kveikjan að barnahátíðinni þar sem virðing fyrir börnum og störfum þeirra er höfð að leiðarljósi.

Innileikjagarðurinn á ÁsbrúInnileikjagarðurinn verður opinn í júní um helgar frá kl. 14.30 – 16.30, Ókeypis aðgangur er að Innileikjagarðinum á opnunartíma.

Lokað á rauðum dögum í almanaki. Lokað verður í júlí og ágúst vegna sumarleyfa. Inni-leikjagarðurinn er leigður út virka daga (tíma-setning skiptir ekki máli).

Um helgar eru tveir möguleikar til staðar. Annarsvegar frá 11.00 – 14.00 og hinsvegar frá 16.30 og fram eftir degi.

Verð fyrir afmælisveislu er 5.000 krónur. Bókanir eru í síma 898 1394.

Ekki verður tekið við bókunum í afmælisveislur í júlí og ágúst.

Page 22: Sumar í Reykjanesbæ 2012

42 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 43

Hellirinn minn verður opinn í allt sumar.

Mér finnst fátt skemmtilegra en að fá bestu vini mína, börnin, í heimsókn. Þið getið líka litið við á vefsíðunni minni skessan.is og litað þar myndir af mér eða sent mér bréf.

Ef þið viljið lesa sögur um mig þá skuluð þið fara í heim-sókn á bókasafnið því þar er til fullt af sögum um þau ævintýri sem ég hef ratað í, skrifuð af henni Herdísi Egils-dóttur.

OpnunartímiHellirinn er opinn alla daga frá kl. 10:00 – 17:00.

UpplýsingarEf frekari upplýsinga er þörf er hægt er að hafa samband við Duushús,lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar í síma 421 3796 eða senda póst á netfangið [email protected].

Skessan er líka á facebook

SKESSANÁ HEIMA Í GRóFINNI

Page 23: Sumar í Reykjanesbæ 2012

44 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 45

GöNGUFERÐ MEÐ StRöNDINNIFáðu foreldra þína með í göngu- eða hjólaferð um strendur Reykjanesbæjar.

Þær hafa verið hreinsaðar og viðkvæm strand-lengja, sem sjórinn svarf stöðugt úr, er nú nánast öll varin með fallegum grjóthleðslum.

Á 10 km langri göngu- og hjólaleið getur þú líka lesið um fugla og fiska, sjómenn og jarðfræði, lesið ljóð og stuttar sögur á grjótskiltum við ströndina.

ListaverkinÍ Reykjanesbæ eru listaverk gerð úr grjóti, risa-stórt víkingasverð, geirfuglinn, Stjáni blái og tugir skemmtilegra listaverka til að skoða.

Ævintýri fyrir börninVatnaveröld, hreystivöllur, Skessan, Innileikjagarður, Víkingaheimar, Orkuverið Jörð, Landnámsdýragarður, álftir á tjörnum o.fl o.fl. mynda efni í ævintýraheim fyrir börnin.

UpplýsingarNánar má sjá upplýsingar um gönguleiðir bæjarinsá bæjarkorti framalega í blaðinu.

Page 24: Sumar í Reykjanesbæ 2012

46 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 47

Í vor kom út á vegum Listasafns Reykjanes-bæjar kort sem ber titilinn Styttur bæjarins og fleira skemmtilegt. Því er ætlað að veita íbúum og gestum upplýsingar um umhverfis- og útilistaverkin í bænum.

Myndir eru af öllum verkunum og staðsetning þeirra merkt inn auk þess sem ýmis fróðleikur er veittur um þau svo sem hvenær þau voru sett upp, hverjir höfundarnir eru og fleira í þeim dúr.

StyttUR bÆjARINS oG FLEIRA SKEMMtILEGt

Hvernig væri að hjóla saman um bæinn og leita verkin uppi? Börnin fá þannig æfingu í að lesa af korti auk þess sem fjölskyldan öll fræðist um verkin sjálf, sem mörg hafa skemmtilega sögu að segja.

Hvorki fleiri né færri en 47 staðir eru merktir inn á kortið og það væri verðugt verkefni að finna þá alla í sumar.

Kortið er að finna á skrifstofum Reykjanes-bæjar, Tjarnargötu 12 og í Duushúsum og er ókeypis að sjálfsögðu.

Nánari upplýsingar um verkin eru aðgengilegar á vef Reykjanesbæjar og hafa verið síðan 2002 en nú er unnið að því að uppfæra þær því mikið hefur bæst við af ýmis konar verkum á síðustu árum.

Page 25: Sumar í Reykjanesbæ 2012

48 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 49

BátasalurinnÞar eru til sýnis yfir 100 listilega gerð líkön af bátaflota landsmanna smíðuð af Grími Karls-syni. Einnig má þar sjá ýmsa muni og myndir sem tengjast sjávarútvegssögu Íslendinga.

ListasalurinnSýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar en þar eru 5 nýjar sýningar opnaðar á vegum safnsins á hverju ári. Bíósalurinn

Einn elsti bíósalur landsins í upprunalegri mynd og um leið gegnir hann hlutverki sem tónleika- og sýningasalur. Þar eru til sýnis verk úr safneign listasafnsins.

VetrarvertíðinNý sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar, Á vertíð, segir frá helstu áhrifaþáttum í sögu svæðisins fram til 1940.

UpplýsingarDuushús sími 421 [email protected]/listasafn

Ókeypis aðgangur er í Duushús.

Duushús eru lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar þar sem boðið er upp á fjölda sýninga og viðburða allt árið um kring.

Aðgangur er ókeypis. Opið frá kl. 12:00 – 17:00 virka daga og kl. 13:00 – 17:00 um helgar.

Sumarsýning Listasafns Reykjanes-bæjar, Úr afla skipstjórans.Í listasal má sjá íslensk og færeysk málverk úr einkasafni skipstjórans Matthíasar Matth-íassonar. Matthías var lengi skipstjóri á flut-ningaskipum á milli Íslands og Evrópu og kynntist mörgum listamönnunum í eigin pers-ónu. Hann gerðist brátt afkastamikill safnari og sýningin varpar ljósi á samskipti skipstjórans og listamannanna. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson.

DUUSHÚS MENNINGAR- oG LIStAMIÐStöÐGóÐ SKEMMtUN FyRIR FóLK Á öLLUM ALDRI

Page 26: Sumar í Reykjanesbæ 2012

50 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 51

Fyrst má telja Íslending, víkingaskipið sjálft sem sigldi til Ameríku árið 2000 og allt sem því fylgir.

Einnig má sjá endurnýjaða sýninguna Víkingar Norður-Atlantshafsins, sýningu um siglingar og landnám norrænna manna sem sett var upp í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Banda-ríkjunum.

Þriðja sýningin í húsinu er sýning á merkum fornleifum af Suðurnesjum og má þar nefna gripi bæði úr Hafurbjarnarkumlinu og úr nýj-ustu rannsókninni í Höfnum.

Fjórða sýningin er kynning á helstu söguslóð-um á Íslandi unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu.

Fimmta sýningin kallast svo Örlög guðanna og fjallar um norræna goðafræði. Þarna eru raktar ýmsar þekktar sögur af norrænu goðunum með aðstoð einstakra leikmynda eftir listakon-una Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, tónlist eftir Hilmar Örn allsherjargoða ásamt hljóðleiðsögn á fjórum tungumálum sem Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur hefur tekið saman.

Opnunartími og nánari upplýsingarVíkingaheimar eru opnir frá kl. 11:00 – 18:00 alla daga í sumar og ókeypis aðgangur er fyrir börn 14 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Sími 422 2000.

Nánari upplýsingar má finna á vikingaheimar.is og á Facebook.

Víkingaheimar hafa gengið í gegnum mikla endurnýjun síðustu vikur með það að markmiði að skapa skemmtilega og fræðandi upplifun í sögutengdri ferðaþjónustu. Víkingaheimar eru ekki bara eitt sýningarhús með einni sýningu heldur heilt svæði með margvíslegum sýningum og skemmtilegum upplifunum, bæði úti og inni.

Á útisvæðinu er t.d. ný útikennslustofa sem býður tækifæri til alls kyns fræðilegrar vinnu fyrir hópa. Landnámsdýragarður er rekinn á svæðinu yfir sumarmánuðina og nú er verið að leggja lokahönd á sérstakt leiksvæði þar sem leikir og íþróttir víkinga verða í fyrirrúmi. Þurra-búðin Stekkjarkot er tilgátuhús sem stendur í útjaðri svæðisins og tilvalið að kíkja þangað í heimsókn. Inni í sýningarhúsinu sjálfu eru fimm sýningar í gangi.

VÍKINGAHEIMARFRÆÐSLA FyRIR ALLA FjöLSKyLDUNA

Page 27: Sumar í Reykjanesbæ 2012

52 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 53

Vilt þú taka þátt?Allir geta tekið þátt í Ljósanótt. Ef þú hefur áhuga á að vera með í ár getur þú sent póst á [email protected].

Nánari upplýsingarValgerður Guðmundsdóttirsími 864 9190,[email protected].

Einnig er að finna upplýsingar á ljosanott.is

Verið velkomin á næstu ljósanótt!

Ljósanótt er fjölskylduhátíðLjósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar verður haldin í 13. sinn dag-ana 30. ágúst til 2. september n.k. Dagskrá Ljósanætur stendur frá fimmtudegi til sunnu-dags með hápunkti á laugardeginum.

Fjöldi manns kemur að undirbúningi Ljósanæt-ur á einn eða annan hátt, einstaklingar, hópar og fyrirtæki. Heimamenn eru í aðalhlutverki og sjá um flest atriðin en einnig hafa góðir gestir komið til bæjarins á Ljósanótt með ýmsar uppákomur. Markmið Ljósanætur er að gefa íbúum tækifæri til þess að njóta þess jákvæða í bæjarfélaginu og vekja löngun gesta til að sækja Reykjanesbæ heim.

LjóSANótt MENNINGAR- oG FjöLSKyLDUHÁtÍÐ REyKjANESbÆjAR

Page 28: Sumar í Reykjanesbæ 2012

54 — Sumar 2012 Sumar 2012 — 55

ÚtIVIStARtÍMINN FyRIR böRN oG UNGLINGA Í SUMARRULES FoR bEING oUtDooRS

REGULAMIN pRzEbywANIA pozA DoMEMpRAVILA o boRAVKU DEcE VAN KUcE

12 ára12 ára börn og yngri mega ekki vera úti eftir kl. 22:00.

13 til 16 ára13 til 16 ára börn mega ekki vera úti eftir kl. 24:00Foreldrar og forráðamenn hafa fullan rétt til að stytta þessa tíma.

Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum og mega börn ekki vera á almannafæri utan ofangreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum.

Bregða má út af reglunum þegar börn 13 til 16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingar ár.

12 yearsChildren of 13 years are allowed to be outdoors until 22:00 in winter, and until 24:00 in summer.

They are allowed to be outdoors longer if accompanied by adults, or if they are on the way home from a licensed school, sports or youth assembly.

13- 16 yearsChildren of 14 years are allowed to be outdoors until 22:00 in winter, and until 24:00 in summer.

They are allowed to be outdoors longer if accompanied by adults, or if they are on the way home from a licensed school, sports or youth assembly.

12-latkowieMlodziez w wieku 13 lat moze przebywac poza domem do godziny 22.00 zima i 00.00 latem.

Wyjatek stanowi sytuacja, kiedy maloletni jest pod opieka osoby doros-lej lub w drodze do domu z licencjonowanej szkoly, zajec sportowych lub zebrania mlodziezowego.

13- 16-latkowieMlodziez w wieku 14 lat moze przebywac poza domem do godziny 22.00 zima i 00.00 latem.

Wyjatek stanowi sytuacja, kiedy maloletni jest pod opieka osoby doros-lej lub w drodze do domu z licencjonowanej szkoly, zajec sportowych lub zebrania mlodziezowego.

12 godinaMogu da budu napolju do 22:00 tokom zimskog perioda, a do 24:00 leti.

Deca mogu da budu dulje napolju u pratnji odraslih ili ukoliko se vracaju kuci sa zabave koja je organizovana u školi, sprotskom društvu ili om-ladinskom klubu.

13- 16 godinaMogu da budu napolju do 22:00 tokom zimskog perioda, a do 24:00 leti.

Deca mogu da budu dulje napolju u pratnji odraslih ili ukoliko se vracaju kuci sa zabave koja je organizovana u školi, sprotskom društvu ili om-ladinskom klubu.

Page 29: Sumar í Reykjanesbæ 2012

GLEÐILEGt SUMAR!