stykkishólms-pósturinn 16. maí 2012

6
SÉRRIT - 19. tbl. 19. árg. 16. maí 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Árgangur 2011 Framhaldsprófstónleikar á píanó Berglind Gunnarsdóttir og Páll Gretarsson héldu framhaldsprófstónleika í Stykkishólmskirkju s.l. sunndag. Tónleikarnir voru hluti af lokaprófi þeirra á framhaldsstigi í Tónlistarskóla Stykkishólms. Þar með standa þeim dyrnar opnar tónlistarnámi á háskólastigi. Tónleikarnir voru vel sóttir og efnisskráin mjög fjölbreytt. Bæði stóðu þau sig með miklum sóma og sýndu mikla breidd í efnisvali og túlkun. Er þetta í fyrsta sinn sem nemendur við skólann ljúka framhaldsstigi á hljóðfæri og í öðrum þeim greinum sem tilheyra framhaldsstiginu. Hamingjuóskir til nemendanna og Tónlistarskólans í Stykkishólmi. am Hann er myndarlegur árgangur 2011 af nýjum Hólmurum: 7 stúlkur og 7 drengir! Efsta röð frá vinstri: Dóra Björk og Ylfa Elísabet, Steinunn María og Hákon Rúnar, Fríða og Elmar Alexander og Dominika og Norbert Kristian. Miðröð frá vinstri: Beata og Julia Kristna, Lára Björg og Björgvin, Violeta og Amelía og Erla og Arnar. Neðsta röð frá vinstri: Jóna og Jón Dagur, Ingibjörg og Telma Líf, Rebekka og Ása Valdís og María og Baltasar Kúld. Á myndina vantar Herdísi Teitsdóttur og Maríu Bryndísi og Teresu Komolska og Viktoríu Rós. am Þinn staður á netinu www.stykkisholmsposturinn.is Erum líka á Facebook Matís hefur tekið höndum saman með sveitarfélögum Snæfellsnesi og blásið til sóknar í matvælaframleiðslu á svæðinu. Fyrirtækið hefur ráðið tvo starfsmenn til starfa í nýrri starfsstöð fyrirtækisins á Snæfellsnesi og taka þeir til starfa á næstu dögum. Mikil tækifæri liggja í Breiðafirðinum. Sjávar- útvegur er þar sterkur en auk þess liggja sóknarfæri í nýtingu á öðrum og stundum vannýttum hráefnum á svæðinu. Til dæmis felast miklir möguleikar í betri nýtingu á slógi, þara og þangi. Starfsstöðin verður staðsett í Grundarfirði. am Matís opnar starfsstöð

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 27-Mar-2016

243 views

Category:

Documents


15 download

DESCRIPTION

19. tölublað 19. árgangs Stykkishólms-Póstsins Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær.

TRANSCRIPT

SÉRRIT - 19. tbl. 19. árg. 16. maí 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Árgangur 2011

Framhaldsprófstónleikar á píanóBerglind Gunnarsdóttir og Páll Gretarsson héldu framhaldsprófstónleika í Stykkishólmskirkju s.l. sunndag. Tónleikarnir voru hluti af lokaprófi þeirra á framhaldsstigi í Tónlistarskóla Stykkishólms. Þar með standa þeim dyrnar opnar að tónlistarnámi á háskólastigi. Tónleikarnir voru vel sóttir og efnisskráin mjög fjölbreytt. Bæði stóðu þau sig með miklum sóma og sýndu mikla breidd í efnisvali og túlkun. Er þetta í fyrsta sinn sem nemendur við skólann ljúka framhaldsstigi á hljóðfæri og í öðrum þeim greinum sem tilheyra framhaldsstiginu.Hamingjuóskir til nemendanna og Tónlistarskólans í Stykkishólmi. am

Hann er myndarlegur árgangur 2011 af nýjum Hólmurum: 7 stúlkur og 7 drengir!Efsta röð frá vinstri: Dóra Björk og Ylfa Elísabet, Steinunn María og Hákon Rúnar, Fríða og Elmar Alexander og Dominika og Norbert Kristian. Miðröð frá vinstri: Beata og Julia Kristna, Lára Björg og Björgvin, Violeta og Amelía og Erla og Arnar. Neðsta röð frá vinstri: Jóna og Jón Dagur, Ingibjörg og Telma Líf, Rebekka og Ása Valdís og María og Baltasar Kúld. Á myndina vantar Herdísi Teitsdóttur og Maríu Bryndísi og Teresu Komolska og Viktoríu Rós. am

Þinn staður á netinuwww.stykkisholmsposturinn.is

Erum líka á Facebook

Matís hefur tekið höndum saman með sveitarfélögum Snæfellsnesi og blásið til sóknar í matvælaframleiðslu á svæðinu. Fyrirtækið hefur ráðið tvo starfsmenn til starfa í nýrri starfsstöð fyrirtækisins á Snæfellsnesi og taka þeir til starfa á næstu dögum.Mikil tækifæri liggja í Breiðafirðinum. Sjávar-útvegur er þar sterkur en auk þess liggja sóknarfæri í nýtingu á öðrum og stundum vannýttum hráefnum á svæðinu. Til dæmis felast miklir möguleikar í betri nýtingu á slógi, þara og þangi.Starfsstöðin verður staðsett í Grundarfirði. am

Matís opnar starfsstöð

Stykkishólms-Pósturinn, 19. tbl. 19. árgangur 16.maí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Háskólanemar kynna sér umhverfisvottunina!Fimmtudaginn 10. maí kom í Ráðhús Stykkishólms hópur nemenda, ásamt prófessorum, frá Háskólanum í Quebec í Kanada. Heimsóknin er liður í námskeiði um sjálfbæra ferðaþjónustu og komu nemendurnir gagngert á Snæfellsnes til þess að kynna sér umhverfisvottun sveitarfélaganna, EarthCheck. Hópurinn gisti á Snæfellsnesi í tvær nætur og eyddi þar tveimur dögum. Eftir að hafa fengið kynningu á sögu og framkvæmd umhverfisvottunarinnar á Snæfellsnesi hélt hópurinn í skoðunarferð um Stykkishólm, þar sem hann heimsótti söfn bæjarins. Seinni daginn nýtti hópurinn í ferðalag hringinn í kringum Snæfellsnes og kynnti sér meðal annars Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Áhugi nemenda og kennara á umhverfisvottunarverkefninu var gríðarlegur og í kjölfar heimsóknarinnar var sú hugmynd rædd að sambærileg heimsókn í tengslum við námskeið þetta verði árlegur viðburður á Snæfellsnesi. Enn er þó ekki allt upptalið vegna þess að í næstu viku kemur á Snæfellsnesið annar erlendur háskólahópur í því skyni að kynna sér umhverfisvottun sveitarfélaganna. Vonandi verður sá hópur jafnáhugasamur og sá fyrri.

Theódóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfellsness ([email protected])

Punktar yfir Ferðafélag SnæfellsnessFjórða starfsár Ferðafélags Snæfellsness er hafið, en það var stofnað vorið 2009 og nær starfssvæði þess yfir allt Snæfellsness. Starf félagsins hefur gengið með ágætum og hefur það boðið upp á ferðaáætlun í formi gönguferða og ferðir þar sem rýnt er í gamla tíma og sagnaarf Snæfellinga.Ferðaþjónusta er sums staðar rótgróin á þéttbýlisstöðum og á bændabýlum og hefur tekið miklum framförum, enda Vesturland og Snæfellsnes æ betri kostur heim að sækja. Möguleikar svæðisins eru fjölmargir og áhugaverðir og ýmsir markhópar eru að sækja svæðið heim, sumar sem vetur. Það er einmitt þetta sem Ferðafélag Snæfellsness ætlar að nýta í uppbyggingu sinni. Eftir að ferðafélagið var stofnað hefur orðið vart við meiri aðsókn innlenda gönguhópa á Snæfellsnes. Talsvert hefur verið hringt til fólks tengt félaginu og spurt um áhugaverðar gönguleiðir, jafnt á láglendi sem í fjallgarðinum sjálfum. Gönguhópar hafa komið og gengið eftir áhugaverðum leiðum og margir eru að ganga upp í Ljósufjöll, Hólsfjöll, Tröllatinda og Helgrindur, ásamt því að ganga langar leiðir eftir fjallgarðinum. Þegar er byrjað að stika gönguleiðir upp í fjallgarðinn og ráðgert er að stika fleiri og til að mæta þessari aðsókn, er þess vegna enn meiri áhersla lögð á að skilgreina gönguleiðir eftir háfjallgarðinum til að auðvelda göngufólki för og til að koma til móts við öryggissjónarmið.Samkvæmt verkáætlun mun einnig verða rýnt í möguleika Snæfellsness á sviði gönguleiða, einnig í samráði við landeigendur og sveitarfélög, hvort sem er á láglendi og upp í fjallgarðinum. Ferðafélag Snæfellsness hefur fengið loforð um styrk frá Ferðamálastofu vegna hönnunar á gönguleið eftir Snæfellsnessfjallgarði. Hannað var gönguleiðakort fyrir gönguleiðina eftir fjallgarðinum og á kortinu má sjá nokkrar aðrar gönguleiðir ásamt ljósmyndum. Vinna við kortið heldur áfram og upplýsingar um gönguleiðir ásamt fleiru nytsamlegu fyrir ferðafólk mun bætast við á kortinu og á heimasíðu félagsins. . Kynningarfundur var haldinn nýlega þar sem farið var yfir starfið framundan og kom þar fram brýnasta verkefnið er að merkja allar gönguleiðir og GPS hnita þær flestar inn á hið nýja gönguleiðakort ferðafélagsins. Stjórn ferðafélagsins hefur skrifað öllum sveitarfélögum á nesinu um samstarf við þessar gönguleiðamerkingar og vonar að samstarf við það verkefni

skili góðum árangri. Hægt er að sjá hið nýja gönguleiðakort á vef ferðafélagsins sem er: www.ffsn.is Einnig mun kortið verða aðgengilegt á heimasíðum sveitarstjórna og fyrirtækja sem tengjast ferðamálum. Við í ferðafélaginu hvetjum alla sem una ferðamálum að setja kraft í gera Snæfellsnesið aðgengilegt og aðlaðandi heim að sækja og setja mikinn kraft í að merkja og skilgreina gönguleiðir. Það er mikilvægt að vera í góðu samstarfi við sveitarfélög á Snæfellsnesi um skilgreiningar og merkingar á gönguleiðum. Stykkishólmsbær og Grundarfjarðarbær hefur samþykkt að koma í samstarf með að merkja gönguleiðir innan síns sveitarfélags. Í Stykkishólmsbæ er þegar starfandi vinnuhópur sem vinnur að þessum málum. Halda skal áfram viðræðum við landeigendur á Snæfellsnesi um hvar hægt er að finna staði þar sem göngufólk og annað útivistarfólk gæti lagt bílum sínum. Tilvalið er að rýna í ferðaáætlun fyrir þetta ár. Þar getur að líta áhugaverðar ferðir í sumar. Sjá nánar á heimasíðu ferðafélagsins. www.ffsn.is Enn leitum við til áhugasamra, sem eru tilbúnir til að vera í fararstjórn í gönguferðum og í öðrum viðburðum á vegum félagsins á Snæfellsnesi. Við leitum eftir tillögum og ábendingum um starfið og það sem mætti betur fara. Á aðalfundi ferðafélagsins sem haldinn var 16. Apríl kom fram, að halda skyldi áfram því sem átti að vera aðalhlutverk þess við stofnum þess og kemur fram í lögum félagsins, 4. grein. Félagið er áhugamannafélag og vill stuðla að ferðalögum um starfssvæði sitt og greiða fyrir þeim. Tilgangi sínum hyggst félagið ná á eftirfarandi hátt: 1. Að halda úti áhugaverðu kynningar – og markaðsstarfi á ýmsu

er lítur að ferðamennsku og útivist, eins og að merkja og stika gönguleiðir.

2. Að bjóða upp á gönguferðir og leiðsögn, til að kynna mönnum náttúru landsins og sögu merkra staða.

3. Að stuðla að góðri umgengni ferðamanna og vernd náttúru landsins, m.a. í samstarfi við sveitarfélög og umhverfis- og náttúruverndaraðila.

Hafið gott og gleðilegt sumar.Kveðja

Stjórn Ferðafélags Snæfellsness

Stykkishólms-Pósturinn, 19. tbl. 19. árgangur 16.maí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Opið:Hádegi virka daga frá kl. 11:30Kvöldin virka daga frá kl. 18

Laugard. og sunnud. frá kl. 12

www.narfeyarstofa.is & FacebookSími 438-1119 [email protected]

Hlý og rómantísk alla helginaFöstudag og laugardag:

Fjögurra rétta seðill og John McAnger heldur uppi þægilegri stemningu

Minnum á hinn sívinsæla Sunnudagsdögurð í hádeginu sunnudag

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundarAtkvæðagreiðsla vegna kjörs forseta Íslands á að fara fram laugardaginn 30. júní 2012. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. Í umdæmi sýslumanns Snæfellinga fer hún fram á eftirtöldum stöðum:

• skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2 í Stykkishólmi, virka daga kl. 10.00 til 14.00• skrifstofu sýslumanns, Hrannarstíg 2 í Grundarfjarðarbæ, á mánudögum,

miðvikudögum og föstudögum kl. 17.00 til 18.00.• skrifstofu sýslumanns, Bankastræti 1a í Snæfellsbæ, á þriðjudögum, miðvikudögum og

fimmtudögum kl. 10.00 til 14.00• skrifstofu hreppsstjóra, Þverá í Eyja- og Miklaholtshreppi, virka daga kl. 12.00 til 13.00

Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra.

Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað

Stykkishólmi, 14. maí 2012 Sýslumaður Snæfellinga

Stykkishólms-Pósturinn, 19. tbl. 19. árgangur 16.maí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Eden hugmyndafræðinÁ vormánuðum 2011 sat starfsfólk Dvalarheimilisins kynningarfund um Eden hugmyndafræðina. Áhugi starfsfólks kviknaði á því að innleiða þessa stefnu hér á Dvalarheimilið og sátu þau þriggja daga námskeið um þessi fræði í þessari viku. Námskeiðshaldari er Rannveig Guðnadóttir. Hér ætlum við aðeins að stikla á stóru um hvað Eden hugmyndafræðin snýst.Upphafsmaður Eden hugmyndafræðinnar er bandaríkjamaðurinn, Bill Thomas, og er upphafið rakið til ársins 1992. Þá starfaði Bill sem yfirlæknir á hjúkrunarheimili í New York en fram að því hafði hann starfað á bráðadeild spítala.Hann sinnti sínu starfi af alúð og einn daginn þegar hann var á stofugangi urðu straumhvörf í þeim hugmyndum sem hann hafði um hjúkrunarheimili. Hann settist niður hjá roskinni konu sem var rúmföst og spurði hana hvernig henni liði. Hún var lítil og fíngerð en með stór augu. Hún hikaði andartak en horfði svo beint í augu hans og sagði: Ég er fjarska einmana.Við því átti læknirinn engin ráð og engin lyf. Orð gömlu konunnar fylgdu honum og einn daginn ákvað hann að setjast niður á setustofu öldrunarheimilisins og vera þar nokkra daga. Reyna á sjálfum sér hvernig það væri að vera heimilismaður á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Hann komst að því að þrennt amaði að hjá fólkinu fyrir utan alla krankleika. Þetta voru einmanaleiki, leiði og vanmáttarkennd. Bill fékk tækifæri til að stofna heimili skömmu eftir þennan eftirminnilega atburð og hefur nú í tvo áratugi verið að þróa þessa hugmyndafræði sem hann nefndir Eden. Heimilin sem fylgja hugmyndafræðinni eru orðin mörg hundruð, í Bandaríkjunum, Ástralíu og víða um Evrópu. Hér á landi eru nokkur hjúkrunarheimili farin að starfa eftir þessum fræðum.Eden hugmyndafræðin leggur m.a. áherslu á að ekki sé nóg að breyta byggingum heldur þurfi að vinna með breytingar á viðhorfum er stýra vinnuaðferðum og skapar umhverfi. Talið er ákjósanlegt að skapa umhverfi þar sem einstaklingurinn nær að njóta sín þrátt fyrir heilsubrest og skerta færni. Heimilisbragur, hlýlegt viðmót og virðing er höfð í fyrirrúmi þar sem færni einstaklingsins, áhugi og styrkleikar fá að njóta sín. Eden hugmyndafræðin leggur áherslu á að finna leiðir til að vinna gegn einmanaleika, vanmætti og leiða sem taldar eru megin ástæður vanlíðunar meðal fólks sem býr á hjúkrunarheimilum. Eden hugmyndafræðin hefur sýnt fram á að náinn félagsskapur og tækifæri til að að veita öðrum lifandi verum umhyggju skiptir máli fyrir fólk á hjúkrunarheimilum. Fjölbreytni og óvæntar uppákomur í daglegu lífi geta orðið til að efla og styrkja einstaklinga, gefur lífinu tilgang og gerir lífið þess virði að lifa því. Eden hjálparar svokallaðir eru börn, gæludýr og lifandi plöntur. Laugardaginn 28. apríl fór starfsfólk Dvalarheimilsins ásamt undirrituðum til Reykjavíkur til að skoða hjúkrunarheimilið Mörk sem starfar eftir Eden hugmyndafræðinni. Gísli Páll Pálsson forstjóri tók á móti okkur og fræddi okkur um sögu Grundar og um starfsemi Markarinnar. Við fengum að skoða heimilið ásamt þjónustuíbúðum og endaði heimsóknin á því að okkur var boðið í hádegismat. Í Mörkinni er hverri hæð skipt upp í þrjú heimili þar sem búa 10 heimilismenn. Hvert heimili bera brag af því fólki sem þar býr. Ákveðið starfsfólk er fast á hverju heimili fyrir sig. Eden hjálparar á þessu heimili eru hundar, fuglar og fiskar í búri. Einu sinni í viku koma leikskólabörn í heimsókn til að leika sér, skoða dýrin og spjalla við heimilismenn. Nemendur frá Menntaskólanum við Sund hafa verið með það verkefni í vetur að koma og spjalla við heimilismenn um íslensk ljóð og höfunda þeirra. Þetta verkefni hefur gefist mjög vel. Margt annað er líka í boði en þetta voru svona nokkur dæmi um starfið á heimilinu. Á fyrstu hæð heimilisins er

Fjölgun ferðamannaÞað er greinilegt að fjölgun ferðamanna fyrstu fjóra mánuði ársins hefur skilað sér til okkar á Vesturlandið. T.d. hefur gestum á sýningar Landnámssetursins í Borgarnesi fjölgað um 20 - 30% milli áranna 2011 og 2012 og maí hefur verið mjög líflegur það sem af er.Landnámssetrið er opið alla daga til kl. 17 en til að koma á móts við svanga ferðalanga höfum við ákveðið að frá 17. maí verði opið frá kl. 11 til kl. 21. 1. júní tekur sumaopnun við og þá er opið frá kl. 10 - 21. Við opnum fyrr á morgnana fyrir morgunhana sem vilja koma fyrrr og láta okkur vita.Í Landnámssetrinu eru ekki aðeins sýningar um Landnámið og Egilssögu heldur líka skemmtleg gjafavöruverlsun og veitingahús þar sem áherslan er á ferskt hráefni og mat úr héraði.Við bjóðum fjölskyldur sérstaklega velkomar með sérstökum fjölskylduafslætti. Fullorðnir í fylgd með börnum greiða barnaverð og aðeins er greitt fyrir eitt barn að því tilskyldu að börnin séu ekki fleiri en 5. (Fréttatilkynning)

leikrými fyrir börn, búð og kaffihús. Eftir þessa áhugaverðu og fróðlegu heimsókn í Mörkina lá leið okkar í Holtsbúð á Vífilsstöðum þar sem Kristín Blöndal starfar. Kristín og eiginmaður hennar buðu okkur að því loknu heim til sín þar sem við fengum höfðinglegar móttökur. Við vilju færa Gísla Páli, Kristínu og hennar manni kærar þakkir fyrir góðar móttökur. Erla forstöðukona Dvalarheimilisins

og Elín Guðrún formaður stjórnar Dvalarheimilisins.

ÍþróttirKeppnistímabilinu lauk formlega hjá körfuboltafólki s.l. s.l. laugardagskvöld, með árlegu lokahófi Körfuknattleikssambandsins. Að venju var þeim sem sköruðu framúr, á einn eða annan hátt, veittar viðurkenningar. Þrír leikmenn Snæfells fengu viðurkenningar að þessu sinni. Hildur Sigurðardóttir var valin í úrvalslið IE-deildar kvenna og Jón Ólafur Jónsson í úrvalslið IE-deildar karla. Síðast en ekki síst þá var Hildur Björg Kjartansdóttir valin prúðasti leikmaður IE-deildar kvenna og hefði, með fullri virðingu fyrir öðrum efnilegum leikmönnum, einnig átt skilið að vera kjörin efnilegust í IE-deildinni. Okkar besta körfuboltafólk er þó ekki enn komið í keppnisfrí því að venju er Norðurlandamótið haldið nú í maí í Svíþjóð og þar verða þær nöfnurnar báðar að keppa. Hildur Björg er í U18 ára liðinu en Norðurlandamótið hjá þeim er í þessari viku og fyrsti leikurinn í dag, þegar Ísland mætti Finnum. Hildur Sigurðardóttir er með A-landsliðinu en Norðurlandamótið hjá þeim er í næstu viku, dagana 23.-27.maí. Það má geta þess að annar Hólmari er líka í A-landsliðinu með Hildi Sig., það er Gunnhildur Gunnarsdóttir sem nú leikur með Haukum. (srb)

Stykkishólms-Pósturinn, 19. tbl. 19. árgangur 16.maí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Fyrirkomulag átaksins er:

• Einstaklingar, fyrirtæki og félög í bæjarfélaginu taka til í sínu nær-umhverfi

• Starfsmenn áhaldahúss fjarlægja garðaúrgang við gangstéttarbrún

• Snoppa opin laugardaginn 19. maí kl. 11-15

• Fjöru og göngufeð með líffræðingi sunnudaginn 20 maí kl. 11 Hist við endann á Borgarbraut við Víkursvæði

• Uppskeruhátíð í Grensásnum: Grill o.fl. miðvikudaginn 23. maí kl. 18

• Frítt í sund fyrir bæjarbúa miðvikudaginn 23. maí!

Gerum

bæinn okkar að

snyrtilegasta bæ

landsins!

StykkishólmsbærUmhverfisnefnd

VorhreinsunarátakTökum höndum saman og gerum bæinn okkar

að snyrtilegasta bæ landsins! Vorhreinsun í Stykkishólmi 18. til 23. maí

Sumarstarfsmann vantar í verslun Skipavíkur

Upplýsingar veitir Málfríður í síma 438 1415 eða í tölvupósti [email protected]

REIÐNÁMSKEIÐVið ætlum að bjóða uppá reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Hvert námskeið er 7 skipti, þar af er einn bóklegur tími. Við sköffum hesta og allt sem til þarf. Námskeiðið kostar 12.000 krónur en svo bjóðum við upp á systkinaafslátt.

Við endum öll námskeiðin með skemmtilegri sýningu fyrir foreldra þar sem matur og drykkur er í boði.

Upplýsingar og skráning:8676206 Sirrý og 6615828 Jói

Stykkishólms-Pósturinn, 19. tbl. 19. árgangur 16.maí 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Höfðagata -íbúð

Íbúð á tveimur hæðum í þríbýlishúsi við Höfðagötu.

Íbúðin er 157 fm og skiptist í forstofu, hol, tvöfalda stofu, eldhús, tvö baðherbergi, fjögur rúmgóð svefnherbergi, og í sameign er sameiginl. þvottahús og geymsla. Frábært útsýni. Gólfefni eru m.a. parket og flísar á. Nýtt plastparket og nýtt gler og gluggi í einu herbergjanna.

Óskað er eftir tilboðum í eignina.

Nánari upplýsingar veitir María Magnúsdóttir hdl. og löggiltur fasteignasali í síma 8995600 eða [email protected]

Ormurinn garðúðun & meindýraeyðing

Erum byrjaðir að taka niður pantanir í húsflugu og kóngulóareitrun.

Verðum á svæðinu 21.-25. maí.Vinsamlega pantið í síma 822-5207

Verðskrá fyrir árið 2012Íbúð að 80 fm 7.500Íbúð að 150 fm 12.000Íbúð 150 fm og stærra 15.000Íbúðir utandyra fyrir kónguló 7.500 – 10.000 eftir stærð.Fyrir eitrun á útihúsum (fjós,fjárhús,hesthús) frá 7.500 – 30.000Sumarbústaðir innan og utan að 50 fm 10.000Öll verð eru án vsk. Gerum tilboð í stærri verk.

Með ósk um gott sumar.Guðmundur Sigurbjörnsson Páll B. Guðmundsson

Sumaropnun á Sjávarpakkhúsinufrá og með laugardeginum 19.maí opnum við alla

daga kl 12 og fram á kvöld

Laugardaginn 19. maí Daði okkar er mættur í bingódressinu og ætlar að

taka í gítarinn ásamt góðum gestum

Svo eru bátarnir okkar á leiðinni !Svo eru bátarnir okkar á leiðinni !Fylgist með á www.oceansafari.is

og á facebook Sjávarpakkhúsið & Ocean safari

Sími: 4381800

Opið alla laugardaga frá kl 11:00 – 16:00

Mikið úrval af nýjum vörum!Verið velkomin

Verslun Skipavíkur s. 438 1415

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.