sóknarfæri

48
Sóknarfæri Frumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi Mars 2012 Nýsköpun og rann- sóknir Fólk og fram- kvæmdir Íslensk hönnun og framleiðsla

Upload: athygli

Post on 11-Mar-2016

281 views

Category:

Documents


39 download

DESCRIPTION

frumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi

TRANSCRIPT

Page 1: Sóknarfæri

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi

Mars 2012

Nýsköpunog rann-sóknir

Fólk og fram-

kvæmdirÍslensk hönnun og framleiðsla

Page 2: Sóknarfæri

Valþór Hlöðversson (ábm.), Svava Jónsdóttir,

Ragnhildur Hauksdóttir, Gunnar E. Kvaran,

Sigurður Sverrisson, Jóhann Ólafur Halldórsson

og Atli Rúnar Halldórsson.

Umsjón og umbrot: Athygli ehf.

Augl‡singar: Augljós miðlun ehf.

Prent un: Landsprent ehf.

Dreift me› Morg un bla› inu fimmtudaginn 22. mars 2012

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi

Spýtum í lófana2 | SÓKNARFÆRI

Þótt margt hafi áunnist í endurreisn efnahags-lífsins eftir hrun þarf að gera enn betur. Ríkis-sjóður er skuldsettur upp í rjáfur og þær skuld-ir þarf að borga eins fljótt og auðið er. Ef við gerum það ekki hrannast upp vaxtakostnaður sem lendir á óbornum kynslóðum með skert-um lífsgæðum til langrar framtíðar. Og þótt mikilvægt sé að draga þá til ábyrgðar sem bera sökina af því hvernig fór breytir það ekki stóru myndinni sem er sú að fólkið í landinu situr uppi með skaðann. Þessar skuldir þarf að greiða og það gera það engir nema við sjálf.

Mesta tjónið í hruninu varð þegar 12 þús-und störf í landinu töpuðust varanlega. Þau verður þjóðin að endurheimta. Beinn útlagður kostnaður samfélagsins vegna þessa, m.a. í formi atvinnuleysisbóta og tapaðra skatt-

greiðslna er hátt í 50 milljarðar á ári hverju. Þetta er of dýru verði keypt og ljóst að ef ekki tekst að bæta snarlega úr náum við seint og illa að koma okkur upp úr öldudalnum. Þjóðin þarf á öllum verkfærum höndum að halda við uppbyggingarstarfið.

Frá hruni hefur verið lítið um opinberar fjárfestingar. Allt of lítið. Vegaspotti hér og brúarsporður þar. Það er allt of sumt. Mestu hafa skipt fjárfestingar einkaaðila við endur-bætur á álverinu í Straumsvík og bygging kísil-vers í Helguvík. Með naumindum tókst Landsvirkjun að knýja í gegn orkufram-kvæmdir við Búðarhálsvirkjun en þá var ára-tugur liðinn frá því umhverfismat þar lá fyrir. Og sé horft fram á við ríkir veruleg óvissa um þau opinberu verkefni sem eru í farvatninu;

bygging nýs fangelsis á Hólms-heiði er ekki fjármögnuð og ekki heldur nýr Landspítali. Varðandi Vaðlaheiðargöng er enn beðið svara við því hvort ríkisábyrgð fáist á fjármögnun verkefnisins. Nýjustu tíðindin úr stjórnarráðinu er svo þau að nú á að fresta enn frekar áform-um um virkjanir og þar með frekari fjáfestingum í orkuöflun og stóriðju.

Það er þyngra en tárum taki að ekki skuli ganga betur en þetta með ákvarð-anir hins opinbera. Skortur á fjármagni er ekki næg afsökun því bankarnir eru fullir af pening-um og lífeyrissjóðirnir hafa margoft boðist til

að fjármagna stórframkvæmdir. Vissulega eru gjaldeyrishöftin til trafala en aðal vandamálið er krón-ískt ósætti innan þingsins og klass-ísk ákvarðanafælni stjórnmála-manna. Á hinn bóginn er full ástæða til bjartsýni þrátt fyrir allt því þjóðin er fús til verka og vinnu-söm að vanda eins og fram kemur í þessu Sóknarfæri. Fólkið í landinu vill vinna störfin sín og afla tekna til að greiða skuldir og koma sér á beinu brautina.

Þingmenn og ráðherrar: Spýtið í lófana – það er ekki eftir neinu að bíða.

Valþór Hlöðversson

Sýrusson er sex ára framsækið fyrir-tæki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á húsgögnum, innrétt-ingum, ljósum og öðru sem viðkem-ur fyrirtækjum, stofnunum og heim-ilum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun þess og í dag býð-ur það upp á landsins stærsta úrval íslenskra húsgagna í hönnunarhúsi sínu að Ármúla 34.

Að hlusta á viðskiptavininaReynir Sýrusson hönnuður er mað-urinn á bakvið fyrirtækið og má segja að hann sé oft réttur maður á réttum stað þegar kemur að heildar-lausnum því verkefnin hafa verið af-ar fjölbreytt og skapandi síðustu ár. Fyrirtækið sá um alla hönnun í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar má nefna bar og barstóla, kaffi-hús, fatahengi, borð, stóla, útibekki auk þess að hanna og útfæra allar merkingar hússins, innandyra sem utan. Einnig hannaði Reynir innan-stokksmuni í Guðríðarkirkju eins og predikunarstól, altari, skírnarfont og fleira. Aðrir stórir viðskiptavinir Sý-russon eru t.d. Háskóli Íslands, Matís og þá sá fyrirtæki Reynis einn-ig um hönnun á húsgögnum fyrir Hellisheiðavirkjun svo eitthvað sé nefnt.

Reynir segist vinna fyrst og fremst frá hjartanu hvort sem hann er að hanna út frá lausnum fyrst og fremst eða fagurfræði. „Hönnunin er margþætt, stundum sest ég niður og bara byrja að hanna eitthvað, í önn-ur skipti ákveð ég að hanna ákveð-inn hlut og svo eru skipti þar sem viðskiptavinur hefur samband og biður um eitthvað sérstakt eins og sjónvarpsskenk, borðstofuskáp, bað-innréttingu eða hvað sem er,“ segir

Reynir og bætir við að þörfin komi frá viðskiptavinunum og þá er að hlusta eftir hver hún er.

Slaki – nýr hægindastóllReynir mun taka þátt í Hönnunar-Mars, fjögurra daga hönnunarhátíð í Reykjavík sem hefst núna 22. mars. Þar verður meðal annars frumsýnd-ur stóllinn Slaki. „Ég settist niður til

að hanna mjög þægilegan stól þar sem maður slakar algerlega á, getur setið með tölvuna og jafnvel sofið í. Stóllinn Slaki varð útkoman og lagar hann sig að líkamanum þegar maður sest í hann. Fleira verður á hátíðinni eins og ný útfærsla af stól sem heitir Fannar, sjónvarpssófi sem kostar ekki mikið, blaðarekki auk fleiri vara.

Í upphafi voru það mest fyrirtæki sem leituðu til Reynis eftir hönnun en einstaklingar hafa í auknum mæli nýtt sér þjónustuna. „Það tekur lengri tíma að ná til heimilanna en eykst hægt og rólega og fleiri vita af fyrirtækinu eða hafa heyrt af því,“ segir Reynir. Sýrusson hannar nú í auknum mæli gjafavöru eins og vín-rekka, blaðastanda, klukkur, spegla

og fleira sem kostar frá 5.000 upp í 15.000 krónur. Það er því tilvalið að kíkja við hjá Sýrusson þegar fólk vill gefa vandaðar og skemmtilegar gjaf-ir. Sýrusson hefur fallega heimasíðu sem vert er að kíkja á.

syrusson.is

Sérsmíðaður skenkur.

Slaki hægindastóll.Kvart handmade.

Sýrusson – hönnun frá hjartanu

Reynir Sýrusson hönnuður.

HönnunarMars 2012

Page 3: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 3J

ón

ss

on

& L

e’m

ac

ks

JL

.is

sÍa

Landsbankinn hjálpar fyrirtæki þínu að vaxa

Landsbankinn 410 4000landsbankinn.is

Landsbankinn veitir fyrirtækjum víðtæka þjónustu og ráðgjöf um allt

land. Hjá okkur geta stærstu fyrirtæki landsins jafnt sem þau smæstu

fengið alhliða fjármálaþjónustu og greiðan aðgang að faglegri ráðgjöf.

Þarfir fyrirtækja breytast og þróast með tímanum. Landsbankinn getur veitt þínu fyrirtæki alhliða fjármálaþjónustu og hjálpað því að takast á við ný verkefni og breytilegar aðstæður.

Hvort sem það er fjármögnun, ávöxtun lausafjár, fjölbreyttar kortalausnir eða metnaðarfullur net-banki beintengdur við bókhald, þá er Landsbank-inn til þjónustu reiðubúinn.

Page 4: Sóknarfæri

4 | SÓKNARFÆRI

Fyrirtækið Geogreenhouse ehf. undirbýr nú að reisa stórt ylræktarver skammt vestan Hellis-heiðarvirkjunar og hefja þar stórfellda ræktun á tómötum fyrir enskan markað. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist í sumar, en það er 50 þúsund fermetra gróður-hús þar sem áformað er að framleiða um 3500 tonn af tómötum á ári. Stefnt er að því að ljúka smíði gróðurhússins á næsta ári og að fyrsta uppskera fari á markað á Bretlandseyjum í október 2013.

Í öðrum áfanga ylrætarversins, sem ráðgert er að ráðast í að þremur árum liðnum, verður stærðin tvöfölduð og framleiðslugetan verður þá liðlega 7000 tonn af tómötum á ári. Gert er ráð fyrir að um 40 manns starfi við umhirðu og tínslu í fyrsta áfanga versins en þeim mun fjölga í um 75 þegar annar áfangi verður tekin í notkun. Þegar fram líða stundir er miðað við að hægt verði að stækka stöðina enn frekar eða

í 200 þúsund fermetra sem er fjórföld upp-hafsstærð.

Ylrækt álitlegasti kosturinn„Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir frá því seint á árinu 2008 en strax eftir hrun hófum við að leita að tækifærum fyrir orkufrekan iðnað, annan en áliðnað, sem byggjast á íslenskri sér- og tækniþekkingu,“ segir Sigurður Kiernan, stjórnarformaður Geo-greenhouse. Fyrirtækið var stofnað sérstaklega um þetta verkefni en stærstu eigendur þess eru Sölufélag garðyrkjumanna, fjárfestingarfélagið Investum Holding og Nýsköpunarsjóður. Sig-urður segir að ylrækt hafi reynst álitlegasti kosturinn enda löng reynsla og mikil þekking á ylrækt hér á landi og Íslendingar verið braut-ryðjendur í að nota lýsingu í ylrækt.

Sigurður segir að með breytingu á tollalög-um árið 2002 hafi opnast raunhæfur mögu-

leiki á tollfrjálsum innflutningi á tómötum, gúrkum og papriku til Evrópulanda. „Við sáum þarna tækifæri sem er núna, þremur ár-um síðar er að verða að veruleika.“ Gerður hef-ur verið fimm ára samningur við breskt mark-aðsfyritæki um kaup á allri tómataframleiðslu Geogreenhouse næstu fimm árin en meðal við-skiptavina eru þekktar stórmarkaðskeðjur. Samið hefur verið við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á rafmagni og heitu og köldu vatni auk leigulóðar undir ylræktarverið um 1,5 km vestan við Hellisheiðarvirkjun. Sigurður segir samninginn við Orkuveituna með fyrirvara um að það takist að ljúka samningum um fjár-mögnun en það mun væntanlega skýrast á næstu vikum.

Gluggatjöld draga úr ljósmengunAð sögn Sigurðar Kiernan gerir samningurinn við Orkuveituna ráð fyrir að jafnri raforku-

notkun allan sólarhringinn og mun ylræktar-verið nota 9 megawött af raforku í fyrsta áfanga. Gróðurhúsin verða lýst upp í eining-um og verður lýsing á plöntum í hverri ein-ingu í 16 tíma á sólarhring en er slökkt á lýs-ingu og plönturnar hvíldar í 8 klukkustundir. „Til að nýta lýsinguna betur verða gróðurhús-in búin sérstökum gluggatjöldum sem hleypa aðeins um 1% af ljósi í gegnum sig hvort sem það er sólarljós inn í húsið eða raflýsing út úr húsinu. Með þessu komum við í veg fyrir að tap á geislun út úr húsinu um leið og við drög-um mjög úr ljósmengun frá verinu,“ segir Sig-urður Kiernan að lokum.

greenhouse.is

Framkvæmdastjóri Geogreenhouse er Sveinn Aðalsteinsson, doktor í plöntulífeðlisfræði og fyrrum skólastjóri Garðyrkjuskólans. Hann hefur um árabil starfað sem ráðgjafi við við-skiptaþróun í ylrækt. Sveinn segir að í stöðinni verði framleiddir bragðmiklir hágæða smátóm-atar, en tilraunir sem gerðar hafa verið undan-farið með framleiðslu og flutning lofa góðu.

Hagstæðar aðstæður„Við munum senda tómatana í stórum köss-um til til Bretlands þar sem viðtakandi okkar rekur pökkunarstöð sem mun pakka fram-leiðslunni í neytendapakkningar og dreifa í verslanir.“ Sveinn segir að Bretar neyti um 7 kg af tómötum á mann á ári og fari tómat-aneysla vaxandi. Á sama tíma er verið að loka gróðurhúsum í landinu vegna mikils orku-kostnaðar þannig að í dag framleiða Bretar

sjálfir einungis um 10% þeirra tómata sem neytt er í landinu. „Það eru því góðar aðstæður fyrir okkur að koma inn á markaðinn, en í byrjun verður magnið frá okkur undir hálfu prósenti af heildarneyslu tómata í Bretlandi. Við erum hins vegar með mjög sérstaka vöru sem er skortur á og verðum ekki í samkeppni við tómata frá Miðjarðhafslöndum því okkar framleiðsla er í allt öðrum og hærri gæðaflokki. Við munum aðallega vera í samkeppni við

bresku framleiðsluna og sérframleiðslu frá Hollandi.“

Binda koltvísýringSveinn segir að að íslensku tómatarnir muni hafa mjög skýra sérstöðu á markaðinum því þeir verði framleiddir á sjálfbæran hátt. Hiti og rafmagn til framleiðslunnar eru framleidd með jarðhita og þar af leiðandi verður svokallað kolefnisfótspor framleiðslunnar mjög lítið, þ.e.a.s. það magn af koltvísýringi sem þarf til að framleiða hvert kíló af tómötum. Sveinn bendir á að plönturnar þurfi kolefni til að lifa og að þær andi frá sér súrefni.

„Til að örva vöxtinn er koltvísýringi dælt inn í gróðurhúsið. Við munum hins vegar ekki brenna gasi til að búa til þennan koltvísýring eins og tíðkast mjög víða erlendis heldur fáum við koltvísýring sem verður til við framleiðslu Sorpu á metangasi. Í raun munum við binda um 700 gr. af koltvísýringi fyrir hvert kíló af tómötum sem við framleiðum sem er mun meira en þau 300 gr. sem verða til við flutning framleiðslunnar á markað.“ Sveinn segir að stórar verslanakeðjur í Bretlandi hafi sett sér mjög metnaðarfullar innkaupastefnur um sjálf-bæra þróun og þessi sérstaða íslensku fram-leiðslunnar hafi mikið gildi í markaðssetning-unni. Þá skipti líka miklu máli að framleiðsla þeirra verður án skordýraeiturs eins og hafi verið hjá öðrum íslenskum grænmetisbændum í gegnum árin.

Áætluð stærð fyrsta áfanga gróðurhússins á Hellisheiði er eins og helmingur gróðurhússins sem er fremst á myndinni en það er á Bretlandi, sambærilegt þeim sem Geogreenhouse mun reisa á Hellisheiði.

Gróðurhús Geogreenhouse á Hellisheiði verða búin sérstökum gluggatjöldum sem munu draga mjög úr ljósmengun frá ylverinu og stuðla að betri varmanýt-ingu.

Sjálf-bær

fram-leiðsla Stjórn Geogreenhouse, frá vinstri: Sigurður Kiernan, Gunnlaugur Karlsson, Sveinn Aðalsteinsson

framkvæmdastjóri og Bjarni Finnsson. Á myndina vantar Jón Steinar Valdimarsson.

Geogreenhouse á Hellisheiði:

Stórframleiðsla á tómötum

Page 5: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 5

Icelandair hótel Reykjavík Natura Nauthólsvegur 52 101 Reykjavík Sími 444 4050 [email protected] www.sattrestaurant.is

Hreint og beint eldhús

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

49

08

1

af hinu góðaPop-up veitingastaðurinn Goodness fæddist á tískuvikunni í New York og sló algjörlega í gegn. Goodness er helgaður hollum, endurnærandi og ljúffengum mat með ríka áherslu á staðbundið hráefni. Hann skýtur upp kollinum á Íslandi í örfáa daga og á að sjálfsögðu heima á Satt, enda er Goodness 100% í takt við hugmyndafræði okkar. Elettra Wiedemann og matreiðslumeistarar Satt framreiða nýstárlegan fjögurra rétta matseðil í hádeginu og á kvöldin á meðan á HönnunarMars stendur.

fimmtudaginn 22. marsföstudaginn 23. marslaugardaginn 24. marssunnudaginn 25. mars

Nýr matseðill á hverjum degi.Bókanir í síma 444 4050.

Elettra Wiedemann er stofnandi Goodness. Elettra er heimsfræg ofurfyrirsæta og andlit snyrtivörurisans Lancôme, líkt og móðir hennar var áður, Isabella Rossellini. Hún er líka með meistara gráðu á sviði næringar og heilsu frá London School of Economics. Elettra kemur með Goodness til okkar á Satt á HönnunarMars. Hópar geta pantað hádegis- eða kvöldverð í sér sal og fengið með matnum frábæran fyrirlestur Elettru um Goodness, tískuheiminn, baráttu hennar fyrir innleiðingu heilbrigðari lifnaðarhátta og góðgerðarstörf.

Goodness poppar upp

SATT KYNNIR SPENNANDI MATARVIÐBURÐ

Ljós

myn

dari:

Gon

zalo

Mac

hado

fyrir

Har

per‘s

Baz

aar S

pain

mag

azin

e

Page 6: Sóknarfæri

6 | SÓKNARFÆRI

Á. Guðmundsson í Kópavogi er eitt af leiðandi húsgagnaframleiðendum á Íslandi og fyrir löngu landsþekkt fyrir áherslu á hönnun og góða frmleiðslu. Nýverið kynnti fyrirtæk-ið framleiðsluvörur sínar á Stokk-hólmssýningunni ásamt þremur öðr-um íslenskum fyrirtækjum og nú á Hönnunarmarsi 2012 verður leikur-inn endurtekinn.

„Já, við erum einn þátttakenda á sýningunni Íslensk húsgögn í Vík-inni sjóminjasafni í Reykjavík en hún hefst um leið og Hönnunar-marsinn á morgun og stendur út alla helgina. Þar ætlum við að sýna nokkrar nýjungar, m.a. þær sem við kynntum á Stockholm Furniture Fa-ir nú í febrúar,“ segir framkvæmda-stjórinn Guðmundur Ásgeirsson.

Spuni og Flex„Okkur hefur gengið vel að þróa stólana Spuna og Sprota eftir Erlu Sólveigu Óskarsdóttur húsgagna-arkitekt en þeir vöktu verðskuldaða athygli í Svíþjóð á dögunum. Þessi vinsæla stólalína hennar hefur selst vel og hönnuðurinn er sífellt að koma fram með nýjungar og fleiri útfærslur. Hægt er að fá viðskipta-mannastóla, fundarstóla, stóla með snúningi og nú einnig með viðarfót-um en þessa stóla ætlum við að kynna nú á Hönnunarmars. Hér er um að ræða alíslenska hönnun og framleiðslu á vel samkeppnisfæru verði við þá innfluttu.“

Guðmundur nefnir einnig hús-gagnaarkitektana Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeir Þórðarson en þau hafa átt gott samstarf með Á. Guðmundssyni um langt skeið. „Þessir hönnuðir eiga heiðurinn af Flex-skrifstofulínununni sem við er-um stolt af að framleiða hér hjá okk-ur. Nú kynnum við nýjungar í skrif-

borðum þar sem sjást ný form og lit-ir, sýnum hljóðdempandi skilrúm sem eru afrakstur langrar þróunar-vinnu og einnig munum við kynna Flex sófann vinsæla sem kemur í eins, tveggja og þriggja sæta út-færslum og smellpassar í hvers kyns skrifstofurými þar sem léttleikinn ræður ríkjum.“

Stuðlar í leikskólaFramleiðsla á húsgögnum fyrir skóla og leikskóla hefur ávallt verið í fyrir-rúmi hjá Á. Guðmundssyni og nú á Hönnunarmars 2012 mun fyrirtæk-

ið kynna enn eina nýjungina á því sviði. „Um er að ræða sexstrendar leikskólapullur úr svampi með fjöl-breyttu áklæði eftir Guðrúnu Ing-varsdóttur arkitekt. Pullurnar kallast Stuðlar og eru hugsaðar fyrir börn á leikskólastigi og yngsta stigi grunn-skóla. Hægt er að raða þeim upp með ýmsu móti, klifra í þeim og hvílast, allt eftir eðli leikskólastarfs-ins. Við höfum þegar selt Stuðla í einn leikskóla og fleiri hafa sýnt kaupum á þessari nýju afurð áhuga.“

ag.is

Pylsumeistarinn að Hrísateigi 47 í Reykjavík er fyrsta og eina verslunin sem sérhæfir sig í sölu á pylsum og skinku hér á landi. Hjónin Sigurður Haraldsson kjötiðnaðarmeistari og Ewa Kromer opnuðu verslunina á síðasta ári en vörurnar í Pylsumeist-aranum eru allar framleiddar hjá fyr-irtækinu Kjötpól sem þau hjón stofnuðu árið 2004.

„Við framleiðum eingöngu úr ís-lenskum hráefnum og markmið okkar er að bjóða upp á fjölbreytt úrval af pylsum og skinkum sem eru án aukaefna,“ segir Sigurður. Hann segir að þau framleiði um 40 teg-undir af pylsum og skinkum sem séu gerðar eftir uppskriftum frá fjöl-

mörgum löndum, þar á meðal frá Ít-alíu, Spáni, Ameríku, Noregi, Dan-mörku, Svíþjóð, Bretlandi, Þýska-landi, Tékklandi, Ungverjalandi, Svartfjallalandi, Serbíu og Póllandi.

Góðar viðtökur„Við höfum fengið frábærar viðtök-ur við vörunum okkar enda er þetta allt önnur og öðruvísi vara en menn eiga að venjast í verslunum hér,“ segir Sigurður. Hann segir að 75-80% þeirra sem versli hjá þeim séu Íslendingar, þar á meðal fólk sem hefur búið erlendis og nýtur þess að smakka aftur pylsurnar sem það v<r var vant að borða erlendis. Sigurður segir að ástæða þess að þau Ewa byrjuðu á pylsuframleiðslunni sé sú að þau þekki mikið af útlendingum og hafi kynnst því hvað þeir sakni þess að fá ekki pylsur og skinkur að heiman. „Ég ákvað að prófa þetta og byrjaði framleiðsluna mjög smátt með litla hakkavél og hrærði nánast með höndunum. Síðan hefur þetta verið að vinda upp á sig og í dag er-um við fjögur sem vinnum við fram-leiðsluna í Kjötpól og þær eru tvær í versluninni.“

Meðal þess sem Sigurður hefur verið að þróa undanfarið eru pylsur sem eingöngu eru unnar úr lamba-kjöti en þær kallar hann Eyvind. Þrjár tegundir af slíkum pylsum eru komnar í sölu og er sú fjórða á leið-inni. Grillpylsurnar frá Kjötpól hafa einnig verið mjög vinsælar og þegar sólin hækkar á lofti hyggst Sigurður bæta við einni slíkri tegund til við-bótar sem er unnin eftir uppskrift frá Suður Afríku. Loks má geta þess að í Pylsumeistaranum eru einnig til sölu fjórar tegundir af skinkum sem allar uppfylla ströngustu kröfur sem hollustumerkið Skráargatið gerir til matvöru.

pylsumeistarinn.is

Á. Guðmundsson ehf.:

Ný form og litir

Danska fyrirtækið Universal Robots hefur einfaldað róbótatæknina þannig að nú er á flestra færi að nýta sér hana. Fyrirtækið hefur þróað mjög sveigjanlegan og hagstæðan ró-bóta UR5, sem nýtist við nánast alla iðnaðarframleiðslu þar sem hefð-bundnir róbótar eru ýmist of stórir, dýrir eða ekki nógu sveigjanlegir. Róbótinn er aðlagaður þeim verk-efnum sem við er að fást hverju sinni og með sérstökum eiginleikum hans er hægt að einfalda framleiðslu-ferla og nýta sjálfvirkni við einhæf verkefni. UR5 róbótinn vegur að-eins 18 kg og því er mjög auðvelt að færa hann til innan framleiðsluferils-ins. Ólíkt öðrum róbótum þá er ER5 þjarkurinn ódýr fjárfesting, mjög einfaldur í forritun og hann þarf ekki að girða af með öryggis-grindum sem gerir það að verkum að hann tekur mjög lítið pláss.

Að sögn Stefáns Benediktssonar sölustjóra hjá Plastco, sem er með umboð fyrir Universal Robots hér á landi, er armur UR5 róbótans með sex liðamótum og nær vinnusvæðið yfir 85 sentimetra radíus. Armurinn ræður við 5 kg í einu og geta liða-mótin snúist í allt að 180° á sek-úndu og er nákvæmni við endur-teknar hreyfingar +/- 0,1 mm. Ró-bótinn er nánast hljóðlaus og notar aðeins 200 wött við hefðbundin störf. Stefán segir að UR5 komi með öllum stjórntækjum, þar á meðal snertiskjá og nauðsynlegum stjórn-unarhugbúnaði sem fljótlegt er að setja upp og því er yfirleitt hægt að taka róbótann í notkun strax við af-hendingu. Að sögn Stefáns er Uni-versal Robots nú einnig komnir með stærri vinnuþjark sem getur lyft 10 kg og hefur vinnuradíus upp á 130 cm.

UR5 Róbótinn frá Universal Robots er ódýr og mjög einfaldur í uppsetningu og nýtist við nánast alla iðnaðarframleiðslu.

Sveigjanlegur og umhverfis-vænn iðnaðarróbóti

Marta Aftyka, starfsmaður Pylsumeistarans, með grillpylsurnar vinsælu.

Sérverslun með pylsur úr íslensku hráefni

Stóllinn Spuni hefur vakið athygli.Guðmundur Ásgeirsson framkvæmdastjóri.

Flex2 stóll og þriggja sæta sófi.

HönnunarMars 2012

Page 7: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 7

Nýtt meistaranám

í matvælafræði

www.framtidarnam.isHefur þú áhuga?

Page 8: Sóknarfæri

8 | SÓKNARFÆRI

Í tilefni af Hönnunarmars 2012 hef-ur í Spark Design Space við Klapp-arstíg í Reykjavík verið opnuð sýn-ing á afurðum úr verkefninu Stefnu-mót hönnuða og bænda. Það stóð yfir í fjögur ár og skilaði áhugaverð-um nýjum framleiðsluvörum. Þetta er í fyrsta sinn sem verkefnið er kynnt í heild sinni en auk sýningar-innar verður opnuð heimasíða verk-efnisins. Markmiðið með sýning-unni og heimasíðunni er að miðla þessu umfangsmikla verkefni svo að aðrir geti nýtt sér þá reynslu og þekkingu sem varð til á tímabilinu.

Stefnumót hönnuða og bænda er nýsköpunarverkefni Listaháskóla Ís-lands þar sem tveim starfsstéttum var teflt saman með það að mark-miði að að þróa matarafurðir í hæsta gæðaflokki þar sem hönnun og rekj-anleiki voru höfð að leiðarljósi. Upphaf verkefnisins má rekja til þess að Sigríður Sigurjónsdóttir, prófess-or í vöruhönnun við Listaháskóla Ís-lands, fékk vöruhönnuðina Bryn-hildi Pálsdóttur og Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur að verkefninu en ný-næmi þess fólst í að tefla saman einni elstu starfsstétt landsins, bænd-um, og einni yngstu starfsstétt landsins, vöruhönnuðum. Matís var samstarfsaðili Listaháskólans í verk-efninu.

Nýjar afurðir urðu tilStefnumót hönnuða og bænda stóð yfir í fjögur ár, frá 2007-2011, og skiptist í tvo hluta; námskeið og rannsókn. Á þessum fjórum árum var námskeið kennt þrisvar sinnum sem hluti af BA námi í vöruhönnun. Í þeim hluta tóku þátt 30 nemendur og 11 býli víðs vegar af landinu. Ár-ið 2008 fékk verkefnið styrk úr Tækniþróunarsjóði og Framleiðni-sjóði landbúnaðarins til að hefja sér-stakt rannsóknarverkefni Stefnu-móts hönnuða og bænda. Rann-sóknarverkefnið var þriggja mánaða ferli sem gerði kleift að þróa til fulls hugmyndir sem urðu til í námskeið-inu. Í þessum hluta var aðeins unnið með einu býli í hvert sinn og var býlinu afhent tilbúin afurð til fram-leiðslu í lok verkefnisins. Rannsókn-arverkefnið var þverfagleg samvinna þar sem sérfræðingar Matís, mat-reiðslumeistarar og Innovit unnu með hönnunarteymi Stefnumóts hönnuða og bænda. Þær afurðir sem hafa verið þróaðar í rannsóknarverk-efninu eru rabarbarakaramella Rab-arbíu frá Löngumýri á Skeiðum,

sláturtertan frá Möðrudal á Fjöllum, rúgbrauðsrúlluterta og snúðar fyrir veitingastaðinn á Hala í Suðursveit og skyrkonfekt Rjómabúsins á Erps-stöðum í Dölum.

Tækifæri í matarhönnunÞær Brynhildur og Guðfinna segja að Stefnumót hönnuða og bænda hafi verið hugsað sem gjöf til bændasamfélagsins í þeirri von að verkefnið gæti verið fordæmisgef-andi og skapað margföldunaráhrif út

í samfélagið. „Okkur fannst tæki-færin fyrir vöruhönnuði á Íslandi liggja í matarhönnun; hér höfðum við nóg af hráefni sem vantaði alveg að skapa sérstöðu. Við litum á býlin sem lítil fyrirtæki út um land allt og sáum ótal tækifæri. Við sáum tæki-færi til að skapa nýjar hefðir. Við vildum sjá matarafurðir byggðar á sérstöðu og góðri hönnun, okkur leiddist óöryggið og eftirlíkingarnar sem voru ríkjandi á markaði. Hér fannst okkur þörf á hönnuðum og

við höfðum trú á því að við gætum sýnt fram á ný tækifæri í matvæla-framleiðslu með aðkomu hönnunar. Það er vegna þessa sem Stefnumót hönnuða og bænda varð til,“ segja þær Guðfinna og Brynhildur.

Sýningin í Spark Design Space mun standa ti 19. maí.

designersandfarmers.com

Þrjár af þeim afurðum sem sjá má á sýningunni í Spark Design Spcace, þ.e. skyrkonfekt frá Erpsstöðum, snúðar af matseðli Þórbergsseturs í Suðursveit og rabarbarakaramella Rabarbíu frá Löngumýri.

Stefnumót hönnuða og bænda

HönnunarMars 2012

„Við höfum þegar fundið mikil við-brögð við ferðaáætlun okkar fyrir ár-ið í ár. Við settum í gang núna í árs-byrjun ýmsar skemmtilegar nýjung-ar sem greinilega hafa hitt í mark hjá áhugasömu göngufólki. Þar má nefna dagskrá sem við köllum Fjalla-refi og sniðin að þörfum þeirra sem eru að byrja því þar er samþættað göngudagskrá, þrekþjálfun og fræðslu. Þessi dagskrá varð fullbók-uð nánast strax og ferðaáætlunin kom út og komust færri að en vildu. Sama má segja um fjalladagskrá fyrir lengra komna sem við köllum Eve-rest, þó ekki sé á áætlun að klífa það ágæta fjall,“ segir Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri ferðafélagsins Útivistar.

Skúli segir að sumarið 2012 legg-ist vel í Útivistarfólk og að bókanir í sumarferðir hafi tekið vel við sér nú þegar. Síðustu tvö sumur hafi litast af eldsumbrotum við aðalferðasvæði félagsins að Fjallabaki og í Þórs-mörk. „Það er upplagt að skoða Fjallabak í sumar en þar erum við með okkar klassísku gönguleiðir frá Sveinstindi niður með Skaftá í Hólaskjól og svo Strútsstígurinn þar sem gengið er frá Hólaskjóli vestur um Hólmsárbotna og í Strút. Þessar leiðir eru alltaf skrautfjaðrir í dag-skrá Útivistar, enda dugar ekkert að bjóða þær einu sinni að sumri held-ur eru þær í boði flestar vikur sum-arsins. Þá byrjum við í sumar með nýja leið sem við köllum Dalastíg og ég spái því að hún eigi eftir að heilla marga á komandi árum; ótrúlega skemmtilegt landslag sem þar er far-ið um,“ segir Skúli.

Það er full ástæða til að benda ferðafólki á kosti þess að gerast

félagsmenn í Útivist, en því fylgja ýmis hlunnindi. Félagsmenn fá verulegan afslátt af skálagistingum í skálum félagsins sem og í allar ferðir. Auk þess fá þeir frítt tjaldsvæði þar sem Útivist býður slíkt eins og t.d. í Básum á Goðalandi. Félagsgjaldið getur verið fljótt að koma til baka hjá þeim sem eitthvað stunda ferða-lög og eitt félagsgjald gildir fyrir kjarnafjölskylduna, þ.e. maki og börn upp að 18 ára aldri njóta sömu afslátta. Loks má nefna að Útivist er með góða gönguskó til sölu á skrif-stofunni á Laugavegi 178 í Reykja-vík og að sjálfsögðu er afsláttur á þeim til félagsmanna.

utivist.is

Fjallarefir og Everest hjá Útivist

Það er full ástæða til að benda ferðafólki á kosti þess að gerast félagsmenn í Útivist.

Úr ferð á vegum Útivistar.

Page 9: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 9

Íslensk hönnuní heimsklassa

Verið velkomin í sýningarsal okkar í Hallarmúla 4 og Hafnarstræti 93 á Akureyri. Fáðu nánari upplýsingar og ráðgjöf í síma 540 2000 eða sendu fyrirspurn á netfangið [email protected]

Verið velkomin í nýja húsgagnaverslun okkar í Skeifunni – Glæsilegur sýningarsalur

Penninn | www.penninn.is | [email protected] | sími 540 2330

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 540 2330 eða sendu okkur póst á [email protected]

Valdimar Harðarson er hönnuður Fansa húsgagnalínunar og stafla­stólsins Magna.

Í S L E N S K T H U G V I T

Magni er staflastóll sem nýtist alls staðar þar sem margir koma saman. Stóllinn er samtengjanlegur á hliðum til að mynda beinar raðir/bekki. Magni er einstaklega þægilegur, léttur og fallegur.

Fansa skrifstofuhúsgögnin eru stílhrein, sveigjanleg og í takt við þarfir íslenskra fyrirtækja. Mikil áhersla er lögð á að allar einingar falli vel saman og þannig eru möguleikar á uppröðun ótalmargir, hvort sem skrifstofuhúsnæðið er lítið eða stórt.

Page 10: Sóknarfæri

10 | SÓKNARFÆRI

Rík áhersla er lögð á verkefni hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem rekja má með beinum eða óbeinum hætti til samfélagslegrar nýsköpunar. „Samfélagsleg nýsköpun eru hug-myndir og áform sem uppfylla sam-félagslegar þarfir og leiða til velferðar og bættra lífskjara í samfélaginu,“ segir Árdís Ármannsdóttir, markaðs-stjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Ís-lands. „Hugtakið á sér fjölmargar skilgreiningar innan fræðanna sem þó eiga það allar sameiginlegt að vera leið til lausnar á ákveðnum áskorunum þar sem meginhvatinn er myndun samfélagslegra verð-mæta. Ég myndi segja að skilgrein-ingin eigi að ná til allra þeirra at-hafna sem hafa samfélagslegan til-gang og leiða af sér samfélagslegt framtak, hvort heldur það er arð-semismiðað eða samfélagslegt.“

Aukinn stuðningur og athygliÁrdís segir að of lítil áhersla sé lögð á mikilvægi samfélagslegra verkefna á Íslandi og að samfélagslegir frum-kvöðlar þurfi meiri stuðning og at-hygli. „Ég er ekki bara að tala um fjárhagslegan stuðning heldur getur stuðningurinn einnig verið í formi samfélagslegra vitundar um þau málefni sem samfélagslegir frum-kvöðlar berjast fyrir. Ég gerði rann-sókn á þessu sviði fyrir rúmu ári í tengslum við meistaranám mitt í Viðskiptaháskólanum í Árósum og komst þá að því að margir sam-félagslegir frumkvöðlar vinna hver í sínu horni. Með því að tengja saman og styðja samfélagslegt frumkvöðla-starf, til dæmis í gegnum aukna menntun, jákvæða fjölmiðlaumfjöll-um eða virka upplýsingagjöf, mætti treysta starfsgrundvöll samfélagslegra frumkvöðla. Í sameiningu geta sam-félagslegt frumkvöðlastarf og sam-félagsleg nýsköpun orðið fólki hvatning til að axla meiri samfélags-lega ábyrgð.“

Árdís segir að samkvæmt GEM samanburðarrannsókn, sem fram-kvæmd var 2009, taki að meðaltali 1,8% fullorðinna þátt í samfélags-legu frumkvöðlastarfi. „Á Íslandi er hlutfallið vel ofan við meðaltalið eða 3,9%. Þar af hafa 1,6% nýlega sett eigin fyrirtæki á laggirnar og 2,3% eru virk í undirbúningsferlinu. Ís-land er eina þjóðin af þeim sem telj-ast rekin áfram af nýsköpun þar sem hlutfall kvenkyns samfélagslegra frumkvöðla er hærra en hlutfall karl-kyns frumkvöðla. Um 2,1% fullorð-inna íslenskra kvenna teljast sam-félagslegir frumkvöðlar í samanburði við 1,8% karla.“

Ísland SiðvistarNýsköpunarmiðstöð Íslands hefur þróað nafn og merki fyrir nýja hugs-un: Siðvist. „Með þessari nýju hugs-un sameinast siðferðisleg og vistvæn hugsun í atvinnulífinu þar sem fyrir-tæki landsins eru meðal annars hvött til grænkunar. Við veltum mikið fyrir okkur hvernig við sem stofnun getum lagt okkar að mörkum hvað varðar þær hnattrænu áskoranir sem heimurinn í heild stendur frammi fyrir. Hér á ég við áskoranir á sviði t.d. heilbrigðismála, orku, sjálfsbærs landbúnaðar og græns hagkerfis. Þessar áskoranir kalla á lausnir sem

krefjast samstarfs, samþættingu þekkingar, rannsókna og nýsköpun-ar. Í dag erum við að vinna m.a. að þróun á umhverfisvænustu stein-steypu heims ásamt fleiri grænum lausnum í byggingariðnaði. Við lít-

um á úrgang sem hráefni í nýjar lausnir og vinnum að verkefnum og rannsóknum á sviði matvæla þar sem öryggi og umhverfisvernd er höfð að leiðarljósi. Á frumkvöðla-setrum okkar starfar fjöldi fyrirtækja

sem vinnur að grænum lausnum, nýtir íslenskt hráefni, eflir menn-ingu og listir og hannar með endur-nýtingu í huga svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess tökum við á móti þúsund-um frumkvöðla og fyrirtækja á ári

hverju í handleiðslu og aðstoðum við framgang hugmynda sem í mörgum tilfellum má flokka sem samfélagslega nýsköpun.“

nmi.is

Ilmandi textíll úr náttúrunni

Linda Björk Árnadóttir fatahönnuð-ur á heiðurinn af Scintilla-vörunum og framleiðir fyrirtækið m.a. rúmföt, borðdúka, handklæði, teppi, rúmföt, náttföt og baðsloppa. Á sýningunni á Hönnunarmars, sem haldin er að Tryggvagötu 18, er áhersla lögð á nýja línu af símynstruðum rúmföt-um sem eru ýmist prentuð eða ofin. Þá kynnir Scintilla nýjar ilmitegund-ir sem þróaðar eru úr vestfirskri náttúru og eru hluti af rannsóknar-verkefninu Scintilla ilmandi textíll. Linda Björg hefur þróað ilm sem verður í textíl og sem heldst í hon-um þótt hann verði þveginn. Gestir geta fundið ilminn á sýningunni þótt ekki sé hann reyndar enn kom-inn í textíl. Þá verður sýnd Scintilla animation þá daga sem Hönnunar-mars stendur yfir.

Einföld og nútímalegMargra ára reynsla sem fatahönnuð-ur kom sér vel þegar Linda Björk setti Scintilla á stofn. Hún hafði töluverða reynslu af að hanna mynstur fyrir tískufatnað en hingað til hafa ýmiss konar mynstur ein-kennt Scintilla-vörurnar.

„Ég er að reyna að skapa stíl sem fólk geti þekkt á færi og svo það fari ekki á milli mála að þetta sé Scin-tilla. Mynstrin eru einhvers konar mótíf; bróderuð, ofin, prentuð eða „appelkeruð“. Litagleðin er nokkuð mikil sem má tengja við ákveðna skandinavíska ímynd og hönnun.

Einfaldleiki og nútímaleg form ein-kenna vörurnar og legg ég áherslu á að formin séu manngerð; þetta eru ekki form úr náttúrunni. Þá eru lit-irnir „industrial“ en ekki úr nátt-úrunni.“

Norræn fagurfræðiNú er líka önnur leið farin hvað varðar mynstrin þar sem vöruúrvalið þarf að vera fjölbreyttara til að það henti sem flestum en Linda Björg

hefur þróað breiða sængurfatalínu fyrir Bandaríkjamarkað.

„Fyrirtækið er komið í samstarf við bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu á heimilistext-íl. Þar er fólk að hjálpa okkur við að taka ákvarðanir um í hvaða verslun-um Scintilla-vörurnar eiga að fást og í hvaða verslunum þær eiga ekki að fást. Ef þær fást í röngum verslunum þá getur það eyðilagt aðra mögu-leika.“

Linda Björg segir að Scintilla-vörurnar verði skilgreindar sem ódýrasta línan í dýru verslununum eða það sem hún segir að Banda-ríkjamenn kalli „affordable luxury“.

„Við leggum áherslu á gæði og nýja strauma; fagurfræðin er norræn og tengist íslenskri náttúru og ís-lenskri ímynd.“

scintillalimited.com

Á ári hverju útskrifast fjöldi kvenna af Brautargengi sem er námskeið fyrir konur með viðskiptahugmynd. Stór hluti þessara kvenna eru samfélagslegir frumkvöðlar.

Árdís Ármannsdóttir. „Á frumkvöðlasetrum okkar starfar fjöldi fyrirtækja sem vinnur að grænum lausnum, nýtir íslenskt hráefni, eflir menningu og listir og hannar með endurnýtingu í huga svo fátt eitt sé nefnt.“

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Treysta má starfsgrundvöll samfélagslegra frumkvöðla

Linda Björg Árnadóttir. „Ég er að reyna að skapa stíl sem fólk geti þekkt á færi og svo það fari ekki á milli mála að þetta sé Scintilla.“

HönnunarMars 2012

Page 11: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 11

bmvalla.is

BM Vallá er þekkingar-, framleiðslu- og

þjónustufyrirtæki með áratuga reynslu.

Byggingarefnin eru sérhönnuð fyrir íslenskar

aðstæður. Í 65 ár hefur mikil reynsla og sér-

þekking innan fyrirtækisins skipað því í fremstu

röð framleiðslufyrirtækja í byggingariðnaði á

Íslandi.

Leitaðu til reynslumikilla fagaðila þegar

þú leggur í framkvæmdir.

Hellur og hleðsla

Smellinn hús

Steinsteypa

Garðeiningar

Smellinn+

Ál-/trégluggar

Flotefni Múrvörur

BM Vallá ehf.Breiðhöfða 3110 Reykjavík

BM Vallá ehf · AkureyriAustursíðu 2603 Akureyri

Sími: 412 [email protected]ð mán.–fös. kl. 8–18

Sími: 412 [email protected]ð mán.–fös. kl. 8–17

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

120

840

Við byggjum til framtíðar

Page 12: Sóknarfæri

12 | SÓKNARFÆRI

Icelandair hótelin hafa gengið í gegnum viðamiklar endurbætur á síðustu misserum og má fullyrða að þær hafi tekist ákaflega vel. Síðasta sumar opnaði Icelandair hótel Reykjavík Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir og einnig Icelandair hótel Akureyri, en það er nýtt heils-árshótel í höfuðstað Norðurlands. Þann 18 apríl n.k. opnar svo Ice-landair hótel Reykjavík Marina í gamla Slipphúsinu við Mýrargötu í Reykjavík. Hildur Ómarsdóttir er forstöðumaður sölu- og markaðs-deildar Icelandair hótelanna.

Tilvísun í náttúruna„Þetta er auðvitað búinn að vera annasamur tími en á hinn bóginn hefur mér fundist ómetanlegt að fá að vinna með frábæru fólki í já-kvæðu umhverfi þar sem verið er að skapa verðmæti til framtíðar. Þegar við unnum að umbreytingu Hótels Loftleiða í Reykjavík Natura þá völdum við ekki aðeins nafn sem vísar í náttúruna heldur vildum við skapa nýju nafni ákveðinn áþreifan-leika við alla hönnun og endurbætur á húsakynnum. Náttúrulitir og ís-lenskur efniviður varð fyrir valinu í innréttingar, íslensk húsgögn eru í fyrirrúmi og hér er Drápuhlíðargrjót í íslenskum jarðlitum notað í arin-hleðslur. Þá þematengjum við her-bergin þannig að gestir geta t.d. val-ið um mosa-, jökla-, eldgosa-, eða norðurljósaherbergi eða þá herbergi sem tengjast nöfnum íslenskra myndlistarmanna og skálda. Þá er hótelið með ISO 14001 umhverfis-vottun, auk þess sem veglegt vídeó-listaverkið Blik eftir Rúrí tekur á móti gestum í anddyri hótelsins en það endurspeglar upplifun lista-mannsins af hinum ólíku íslensku náttúrfyrirbrigðum. „Ferðamenn koma til Íslands til þess að upplifa einstæða náttúru landsins og hér hefur verið smekkfullt hús vel flesta

daga eftir breytingarnar og lítur sumarið vel út,“ segir Hildur.

Vetur jafnt sem sumarIcelandair hótel Akureyri er annað hótel sem keðjan opnaði á Akureyri sl. sumar en þá voru 63 herbergi tekin í notkun. Nú í sumar bætast önnur 37 herbergi við. „Þar er einn-ig lögð rík áhersla á hlýlegt og nota-legt andrúmsloft eftir að ferðamað-urinn hefur eytt góðum degi í ís-lenskri náttúru, hvort sem er að sumri eða vetri. Viðtökur í markaðs-setningu hafa verið frábærar og get ég nefnt að í vetur hafa um 800 manns komið gagngert frá Bretlandi og dvalið á Icelandair hótel Akureyri til að sjá norðurljósin sem þeim hef-ur auðvitað þótt stórkostleg sjón,“ segir Hildur. Hún nefnir einnig að hótelið nyrðra leggi áherslu á að laða til sín íslenska skíðaunnendur yfir veturinn en þar er afar skemmtilegur garður með útieldi og setuaðstöðu, þar er bar sem og upphituð skíða-geymsla í kjallara. Gestir hótelsins fá 10% afslátt af skíðapassa í Hlíðar-fjalli og skíðarútan stoppar fyrir utan aðalinngang hótelsins.

Gleðigjafi við SlippinnÍ næsta mánuði opnar svo Icelandair hótel nýtt hótel í sögufrægu húsi við Slippinn í Reykjavík en það hefur hlotið nafnið Icelandair hótel Reykjavík Marina. „Hönnun hússins einkennist af fjölbreytileika og lita-dýrð til að endurspegla þá margvís-legu starfsemi sem rekin hefur verið í þessu húsi gegnum árin. 108 ný-

stárleg herbergi, myndarlegur kok-teilbar sem nefnist Slippbarinn, óhefðbundinn fundarsalur og kaffi-sala á Kaffi Slipp og frábær lítill bíó-salur er meðal þess sem verður þar í boði. Staðsetning, steinsnar frá ið-andi mannlífi hafnar og miðbæjar, gerir svo Reykjavík Marina að frá-bærum vettvangi fyrir þá sem vilja upplifa hina ýmsu viðburði Reykja-víkurborgar, og samgleðjast með okkur Íslendingum sem vonandi sækja heim þessa kærkomnu nýjung hafnarsvæðisins,“ segir Hildur að lokum.

Auk hótelanna sem tilheyra Ice-landair hótelkeðjunni rekur fyrir-tækið einnig sumarhótelin lands-kunnu Hótel Eddu á alls 12 stöðum í kringum landið og Hilton Reykja-vík Nordica sem er eitt glæsilegasta hótel landsins eins og allir vita.

icelandairhotels.is

Smávörur og húsgögn

Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðsdeildar Icelandair hótela: „Góðum árangri endurbóta og opnun nýrra hótela þökkum við frábæru sam-starfi íslenskra fagaðila við það fólk sem svo hér starfar. Mismunandi áherslur fyrir hvert hús og ólíkar nálganir frábærra arkitekta skapa skemmtilega ímynd keðjunnar í heild sinni.“

Ólíkar áherslur hönnuða skapa skemmtilega heildarmynd keðjunnar

Rætt við Hildi Ómarsdóttur, forstöðumann sölu- og markaðsdeildar Icelandair hótela

Arkitektar Icelandair hótelanna

Reykjavík Natura: Björgvin Snæbjörnsson.

Reykjavík Marina: Freyr Frostason.

Akureyri: Fanney Hauksdóttir,

Sigurður Hallgrímsson og Guðbjörg Magnúsdóttir.

4000 manns í matvæla-

iðnaðiMatvælaiðnaður á Íslandi er

ein af stærstu undirgreinum

iðnaðarins með rúm 17% af

heildarveltu í iðnaði. Í mat-

vælaiðnaði störfuðu á síðasta

ári um 4000 manns sem

nemur 12,7% af störfum í iðnaði

eða 2,9% af heildarvinnuafli í

landinu. Fyrirtæki í matvæla-

iðnaði í Samtökum iðnaðarins

eru um 90 talsins. Þar á meðal

eru fyrirtæki í brauð- og

kökugerð, framleiðslu tilbúinna

rétta, kaffiframleiðslu, kjöt-

iðnaði, kornvöruvinnslu,

krydd- og bragðefnafram-

leiðslu, mjólkuriðnaði,

niðursuðuiðnaði, pasta- og

salatgerð, samlokugerð,

sultu- og smjörlíkisgerð,

sælgætis- og drykkjarvöruiðn-

aði, snakk- og kartöfluvinnslu.

Langstærsti hópurinn eru

bakarí sem eru um 40 talsins.

Vörur Chuck Mack eru til sýnis á þremur stöðum á Hönnunarmars. Þar má nefna handunnin eldhús-áhöld úr viði úr smávörulínunni Matur og vín sem eru til sýnis í verslununum Kokku og Epal. Þá eru húsgögn, sem hann hefur hannað, til sýnis í versluninni Karlmenn. Vörurnar í línunni „Matur og vín“ er það nýjasta frá Chuck. Þar má nefna tréáhöld og m.a. sleif sem kallast „Golíat“ eða „Stórasleif“ sem er af stærri gerðinni og á ekki að geta týnst í stórum gúllaspotti. Áhöldin eru handunnin í ýmsum viðarteg-undum. Vínrekkinn „Vinettan“ er einnig til sýnis.

Chuck, sem er hálfíslenskur og hálfbandarískur, setti sér einkunnar-orðin: Nýsköpun eða dauði (úr leið-indum). Hann leggur áherslu á að vera frumlegur, að hlutirnir hafi til-gang og að verkin gangi upp og end-ist. „Whatever it is it should look „Chuckish“.“ Hann hlaut árið 2008 alþjóðlegu RED DOT hönnunar-verðlaunin fyrir borðið „Borð 29“. Verðlaunin voru fyrir „græna hönn-un“ og nýjung í samsetningu.

Gíraffi og túlípaniChuck hefur í gegnum árin hannað og smíðað mikið af innréttingum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir og hefur hönnun og sérsmíði á hús-gögnum verið hluti af starfinu. Í dag einbeitir hann sér að bæði sérhönn-uðum og fjöldaframleiddum hlutum

og vinnur hann með flestar viðarteg-undir. Hann hannaði t.d. stólinn „Gíraffa“ sem hefur verið vinsæll hér á landi en stóllinn, sem fæst í versl-ununum Epal, Kokku og Kraumi, er framleiddur í Bandaríkjunum. Hann handsmíðar síðan fínni útgáfu af stólnum úr ýmsum viðartegund-um eftir beiðni. Þess má geta að Chuck hannaði blómakerin „Túlíp-anar“ sem eru víða í Reykjavík.

Í húsgagnalínunni „Fákar“ eru borð, skrifborð og sófaborð með glerplötu og eru búkkar undirstað-

an. Þá má fá búkkana sér. Þeir eru staflanlegir og væri tilvalið að nota þá þegar setja þarf upp auka matar-borð, sýningarborð eða borð fyrir kynningar. Þeir taka ekki mikið pláss og hafa verið seldir sem nokk-urs konar slár, t.d. undir rúmteppi í svefnherbergi.

Í húsgagnalínunni „Fákar“ eru borð, skrifborð og sófaborð með glerplötu og eru búkkar undirstaðan. Þá má fá búkkana sér.

Hönnuðurinn Chuck Mack er íslensk/bandarískur sem leggur áherslu á að hönnun hans gangi upp og endist.

HönnunarMars 2012

Page 13: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 13

Xylem er nýtt vvvvvööruuummmmmmeeeeerrrrrrkkkkkkkkkiiiiiiii sssssssssssssssseeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeemmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm bbbbbbbbyyyyyyyyyygggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggiiiiiirrrrrrr ááááááááááá mmmmmmmmjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjöööööööööööööööööögggggggggggggggggggggggggg

sssssssssssssssssssssstttttttttttttttttttttttteeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeerrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuummmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm gggggggggggggggggggggggrrrrrrrrrrrrruuuuuuuuuuuuuunnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnniiiiiiiiiiiiiiii.... DDDDDDDDDDDaaaaaaaannnnnnfffffffffffffffoooossssssssssssssss hhhhhhhhhhfffffffff hhhhhhheeffffffffuuuuurrrrrr í áraraðir fl utttttttttttt iiiiiiiiiiiiiiinnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn dddæælllluurr oogggggggggggggggg dddddæææææællluuuuubbbbbbbbúúúúúúúúnnnnaaðððððððð

ffrá ýmsum dæluframleiðenndddddduuuuummmm iinnaaaaaaaaaaaaaaaaaaannnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn ITT fyrriirrtækjasamsteypunnar. Nýýllega var ákveððiððððððððððððððððð að skkiippta ITT samstæðunni uppp í minni einingaar. SSSSSSSSSSSúúúúúúúúúúúúú

eiinniing sem dælufyrirtækin tillhheyra fékk nýja naffffnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiððððððððð XXyylem. Slagorðið “Let’s soollveee watttter”””””””””””””””” er tillllllllllllllbbbbbbbbbbooooooooooooooooooðððððððððððððððððððððððððð ttttttttttiiiiiiiiiiiiillllllllllllllll viiððskiptavina um samstarf een það er einnig mmeginnnnnnnnnn

mmaarkmið starfsmanna að leeyysa verkefni tengd vaaattttttnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnniiiiiiiiiiiiiii oogg vatnsnotkun. Xylem fyyrirtækin haaaaaaaafa í árarrrrrrraaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaððððððððððððððððððððððððððððððððððiiiiiiiiiiiiiiirr vverið fremst eða framarleegga í heiminum ííííííííííííííííííííííííí þþþþþþþþþþþþþþþþþþþrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrróóóóóóóóóóóóóóóóóóóóóóóóóuuuuuuuuuuuuuuuuuuunnnn

á dælubúnaði. Íslendinngaar þekkja þþþþþþþþþþþþþþþþessssssssssssssssaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrrrrrr dælur og nöfn framleiððendannnna mjjjjjjjjjjjög veeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeellllllllllllllllllllllllll...........

Nægir þar að nefnaa nöfn eins og Flygt, Lowara, VVogel og

Gouldss.

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veff ang: www.danfoss.is

Page 14: Sóknarfæri

14 | SÓKNARFÆRI

Steinsmiðja S. Helgasonar er elsta steinsmiðja landsins og verður 60 ára á næsta ári. Fyrirtækið er vafalít-ið best þekkt fyrir legsteina sem smíðaðir eru úr íslensku hráefni svo sem blágrýti, grágrýti, líparíti og gabbró auk þess að smíða úr inn-fluttum steintegundum á borð við granít og marmara.

Á síðustu tíu til tuttugu árum hefur það færst mikið í vöxt að fólk fái sér borðplötur úr steini í eldhús og á baðherbergi og er það stór þátt-

ur í framleiðslu steinsmiðjunnar. „Vaxtarsprotinn í vinnslu S. Helga-sonar hefur verið framleiðsla á flís-um og veggklæðningum úr íslensku grjóti,“ segir Ásgeir Nikulás Ásgeirs-son, sölustjóri hjá S. Helgasyni.

Á meðal verkefna sem S. Helga-son hefur komið að á undanförnum árum má nefna blágrýtisflísar á tón-listarhúsinu Hörpu, stuðlabergs-klæðning á menningarhúsinu Hofi á Akureyri og einnig eru húsin á brunareitnum svokallaða við Lækjar-

torg klædd blágrýti og á þaki hússins eru skífur sem unnar eru úr stuðla-bergi. Af stærri verkefnum má einn-ig nefna gabbróklæðningu á Seðla-banka Íslands, grágrýti á húsi Hæstaréttar og veggklæðningu úr líparíti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

„Við erum einnig mikið í hvers konar sérsmíði. Við höfum til að mynda komið að smíði minnisvarða, drykkjarfonta úr stuðlabergi, verð-launagripa til fyrirtækja og tækifær-isgjafa til einstaklinga. Hjá fyrirtæk-inu er mikil og góð verkþekking og má nefna að hjá okkur starfa þrír af fjórum menntuðum steinsmiðum á landinu og er oft leitað til þeirra með ýmis verkefni, flókin og ein-föld.“ Listamenn hafa einnig verið í samstarfi við starfsmenn S. Helga-sonar og hefur fyrirtækið komið að vinnslu verka fyrir Ólaf Elíasson og fleiri.

Tískusveiflur í borðplötumFyrir utan stór verk eins og þau sem hafa verið talin upp vinna starfs-menn Steinsmiðju S. Helgasonar með arkitektum og innréttingafyrir-tækjum þegar kemur að verkefnum fyrir heimili sem og fyrirtæki. Ásgeir segir að tískusveiflur ríki þegar kem-ur að borðplötum. Hins vegar séu Íslendingar íhaldssamari þegar kem-ur að legsteinum; margir velji leg-steina úr íslensku hráefni og þá oft-ast blágrýti en einnig eru legsteinar úr graníti ávallt mikið teknir.

Fjölbreytt starfsemi hefur tengst Steinsmiðju S. Helgasonar í gegnum tíðina. Má þar nefna námskeið í steinsmíði sem var hluti af námi nemenda við Tækniskólann. Þá stóð fyrirtækið fyrir hönnunarsamkeppni á legsteinum fyrir nokkrum árum. „Við leggjum mesta áherslu á að uppfylla fjölbreyttar óskir viðskipta-vina okkar og skila vönduðu og góðu verki sem við getum verið stolt af.“

shelgason.is

Ásgeir Nikulás Ásgeirsson. „Við leggjum mesta áherslu á að uppfylla fjölbreyttar óskir viðskiptavina okkar og skila vönd-uðu og góðu verki sem við getum verið stolt af.“

Fjölbreytt verkefni

Stór þáttur í framleiðslu S. Helgasonar eru borðplötur úr steini í eldhús og á baðherbergi.

Page 15: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 15

LOKSINS NÓA KROPP EGG!Ungarnir hjá Nóa Síríus fengu að leika sér og bættu alls konar góðgæti í súkkulaðið í eggjunum. Prófaðu þessi skemmtilegu páskaegg. Þau eru hreint út sagt ómótstæðilega góð.

Fíto

n /

SÍA

Page 16: Sóknarfæri

16 | SÓKNARFÆRI

Það er notalegt andrúmsloft sem rík-ir í Gluggum og Garðhúsum hf. Smiðsbúð 10 Garðabæ og móttöku-stjóri er Labradorhundurinn Gutti sem tekur vinalega á móti manni. Aðalsmerki fyrirtækisins eru sólskál-ar, svalalokanir og lyfti/rennihurðir. Fyrirtækið hefur starfað í 28 ár og hefur þróað og framleitt byggingar-einingar úr u-PVC plastefni sem kemur frá leiðandi fyrirtæki í slíkri framleiðslu í Þýskalandi. u-PVC er algerlega viðhaldsfrítt og alltaf sem nýtt.

Klæðskerasniðnar lausnir.Mikil reynsla hefur byggst upp í fyr-irtækinu og öll þjónusta er persónu-leg og klæðskerasniðin að þörfum hvers og eins. Þrívíddarteikningar af sólskálum eru svo nákvæmar að varla þekkist annað eins. Hægt er að skoða hvernig ljós og skuggar mynd-ast í rýminu á ákveðnum tímum dags á mismunandi árstímum. Val-geir Hallvarðsson tæknifræðingur er framkvæmdarstjóri. Hann segir það vera markmið fyrirtækisins að gera betur en allir aðrir. „Viðskiptavinur-inn kemur inn, sest niður með mér og ég teikna nákvæmlega það sem

hann biður um. Teikningin er svo áreiðanleg að fólk veit nokkuð vel hvað það er að fá,“ segir hann jafn-framt. Sérhæfðir starfsmenn fyrir-tækisins sjá svo um að setja skálann upp eftir að einingarnar hafa verið

smíðaðar í verksmiðju Glugga og Garðhúsa í Garðabænum. Í boði eru meira en 40 litir á u-PVC efninu, sem er algerlega viðhaldsfrítt, eins og fyrr segir.

Gluggar og hurðir – engin lekavandamál

Gluggarnir eru af öllum gerðum og hægt er að hafa ýmiskonar opnunar-möguleika, bæði inn- og útopnun. Öll opnanleg fög lokast í tvöfaldri gúmmíþéttingu sem eykur þéttleika

þeirra. Hurðir frá Gluggum og Garðhúsum hf. er lausn til að koma í veg fyrir lekavandamál. Þær eru þéttar, fallegar og 3ja punkta lokun tryggir öryggi.

Valgeir segir nokkuð um það að fólk sé að kaupa gallaða vöru frá öðrum aðilum. Dæmi eru um að fólk hafi keypt ónýta sólskála, sem enginn ber síðan ábyrgð á.

Gluggar og Garðhús hf. hefur smíðað sólskála frá árinu 1984 og hafa þeir nú orðnir ca. 2.000 talsins,

um allt land. Allir hafa staðist tím-ans tönn og eru sem nýjir í dag. „Við erum að bjóða upp á vandaða vöru, höfum haft sömu kennitölu öll þessi ár og segir það mikið um hvað við erum að bjóða upp á. Við höfum aldrei tekið þátt í ævintýra-mennsku, hér hafa sumir starfsmenn starfað í 20 ár og því vita menn ná-kvæmlega hvað þeir eru að gera,“ bætir Valgeir við.

solskalar.is

Þann 15. apríl næstkomandi rennur út umsóknarfrestur um nýtt meist-aranám í matvælafræði sem hleypt verður af stokkunum næsta haust. Að náminu standa Háskóli Íslands, aðrir ríkisháskólar, þ.e. Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskólinn, Háskólinn á Hólum og Matís, auk þess sem náið samstarf verður við fyrirtæki í matvæla- og líftækniiðn-aði. Námið verður hýst hjá Háskóla Íslands

„Þetta er að mínu mati mjög mikilvægt skref í frekari framþróun íslenskra matvælafyrirtækja enda áhersla lögð á framleiðslustjórnun, gæðastjórnun og líftækni. Nemend-um kemur til með að gefast kostur á því að að vinna að sínum verkefnum inni í matvælafyrirtækjunum sjálfum og þannig opnast þeim mikil tæki-færi til framtíðarstarfa í greininni. Fyrir matvælafyrirtækin er einnig mikill fengur að því að efla menntun á þessu sviði og er skemmst að minnast umræðunnar um iðnaðar-saltið sem sýnir að fyrirtækin bera fyrst og fremst ábyrgð á því sjálf hvernig þau standa að sinni fram-leiðslu og sínu innra eftirliti,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðs-

stjóri hjá Matís, um nýja námið. Hann bendir einnig á að nýsköpun á matvælasviðinu á allra síðustu ár-um hafi staðfest hversu mikil tæki-færi séu í greininni.

„Nýjasta dæmið um slíkt er sjáv-arskyrið, sem er á leiðinni á markað hér á landi, vara sem nemendur þróuðu í verkefni hér hjá okkur í Matís í samstarfi við Nýsköpunar-miðsstöð og Háskóla Íslands og keppti síðan fyrir Íslands hönd í Þýskalandi við aðrar evrópskar ný-sköpunarhugmyndir á matvælasvið-inu. Nýja námið mun opna nem-endum tækifæri til að þróa nýja hluti og ég er ekki í vafa um að við komum til með að sjá margar nýjar vörur koma frá þessum nemendum á næstu árum,“ segir Steinar.

Samstarfsfyrirtæki í meistaranám-inu eru Marel, FISK Seafood, Mjólkursamsalan, Vífilfell, Lýsi hf., Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Fjallalamb á Kópaskeri. Ekki er ólík-legt að fleiri samstarfsaðilar bætist við áður en nám hefst.

matis.is

Liður í Hönnunarmarsi að þessu sinni verður EcoTrophelia Iceland, sem er nemendakeppni í vistvænni nýsköpun matar- og drykkjarvara. Til þessarar keppni er stofnað af Ný-sköpunarmiðstöð Íslands, Matís og fimm íslenskum háskólum.

Meginmarkmið keppninnar er að stuðla að sköpun og þróun nýrra, umhverfisvænna matvara meðal þverfaglegra teyma nemenda á há-skólastigi. Þess utan mun keppnin laða nemendur að matvælasviðinu, samhliða því að þróa umhverfismeð-vitund og frumkvöðlahugsun í fram-tíðarvinnuafli fyrir íslenskt atvinnu-líf.

Sérstök áhersla er lögð á að nota meðvitaða hönnun á öllum stigum vöruþróunarinnar, ásamt umhverfis-mati, til að skapa hágæða, umhverf-isvænar og nýstárlegar mat- og drykkjarvörur.

Sýning verður í húsakynnum Listaháskóla Íslands dagana 22.-24. mars á öllum verkefnunum sem taka þátt í keppninni innan ramma Hönnunarmars. Gestir og gangandi geta þar kynnt sér vörurnar og hug-myndafræðina að baki þeim. Verð-launaafhending fer síðan fram laug-ardaginn 24. mars kl. 14:30 og það lið sem fer með sigur af hólmi mun taka þátt í Evrópukeppninni EcoT-

rophelia Europe í París, í október á þessu ári.

matis.is

Nemendur spreyta sig í húsnæði Matís á nýsköpun matvara.

Markaðsstjóri Matís segir mikil tækifæri felast í því atvinnulífstengda meistara-námi í matvælafræðum sem nú er að hefjast.

Keppni í nýsköpun matar- og drykkjarvara

HönnunarMars 2012

Nýtt meistaranám í matvælafræði

Úr verksmiðju Glugga og Garðhúsa: Fagmennska og örugg vinnubrögð í 28 ár.

Hér á mynd má sjá dæmi um teikningu þar sem sést hvernig birtuskilyrðin eru á hádegi í júní í þrívíddarteikningu Valgeirs.

Viðhaldsfrír gluggar - alltaf sem nýir

Page 17: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 17

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

512

24

Nú gefst þér kostur á að fjármagna kaup á allt að tíu ára gömlum bílum með Ergo.

Kynntu þér málið og reiknaðu með okkur á ergo.is

Nú fjármögnum við bíla með reynslu

Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > [email protected]

Page 18: Sóknarfæri

18 | SÓKNARFÆRI

„Við finnum fyrir ákveðnum við-snúningi í útlánamálum,“ segir Har-aldur Ólafsson, forstöðumaður fjár-mögnunar fyrirtækja hjá Ergo. Hann vísar til þess að fyrirtæki hafi á und-anförnum árum haldið að sér hönd-um í endurnýjun á tækjum og bílum vegna þeirrar óvissu sem ríkt hefur í rekstrarumhverfi þeirra.

„Mörg fyrirtæki hafa síðustu misseri farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og því hefur ríkt nokkur óvissa um efnahagsreikning þeirra. Á meðan hafa forsvarsmenn þeirra haldið að sér höndum og ekki farið út í endurfjárfestingar,“ segir Haraldur. Þá hafi önnur fyrirtæki sem hafi verið í ágætis rekstri einnig haldið að sér höndum vegna óvissu í umhverfinu. Ákveðinn viðsnúningur hafi nú orðið á þessu sem sjáist best í því að útlán hafa tvöfaldast milli ára. „Það er líka komin ákveðin endur-nýjunarþörf á tækjaflotann sem hef-ur enn frekar hvatt fyrirtækin til að fara út í nýjar fjárfestingar.“

Heildstæð fjármálaþjónustaErgo er fjármögnunarþjónusta Ís-landsbanka og sérhæfir sig í fjár-mögnun atvinnutækja og atvinnu-

húsnæðis fyrir rekstraraðila og fjár-mögnun bíla og ferðavagna fyrir ein-staklinga. Ergo býður fjármögnunar-leigu, kaupleigu og fjárfestingarlán til fjármögnunar á atvinnutækjum sem og kaupleigu til fjármögnunar á atvinnuhúsnæði. Samanburður á mismunandi leiðum er á vefsíðu

Ergo. „Þrátt fyrir að Ergo sé sjálfstæð eining innan Íslandsbanka bjóðum við upp á heildstæða fjármálaþjón-ustu sem nær til annarra eininga bankans. Við leitumst við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á pers-ónulega og góða þjónustu. Hafi við-skiptavinurinn einhverjar þarfir sem

ekki rúmast innan starfsemi Ergo leitum við leiða til að komast til móts við þær,“ segir Haraldur.

Kröfufjármögnun hjá ErgoErgo býður einnig upp á þjónustu í kröfufjármögnun eða „faktoring“ sem felst í því að Ergo fjármagnar

viðskiptakröfur viðskiptavina sinna og innheimtir svo á hefðbundinn hátt hjá greiðanda. Kröfufjármögnun nýtist fjölmörgum fyrirtækjum sem vilja stýra greiðsluflæði viðskipta-krafna sinna og úthýsa um leið inn-heimtu þeirra til þriðja aðila.

Grænar fjárfestingarMarkmið Ergo er að hjálpa við-skiptavinum að taka upplýsta ákvörðun við kaup á bílum og at-vinnutækjum og um leið að styðja fjölgun umhverfishæfari bíla á Ís-landi. Eldsneytiskostnaður hefur hækkað mikið á síðustu árum og því eru bílaframleiðendur í meira mæli farnir að framleiða sparneytnari bíla sem menga minna. Ergo hefur frá stofnun boðið sérkjör á bílalánum til kaupa á sparneytnum bílum með því að fella niður lántökukostnað á öll-um bílum, nýjum sem gömlum, sem losa 0 til 120 g af Co2 á hvern ekinn kílómetra. Um helmingur allra nýrra bílalána hjá Ergo eru græn lán. Har-aldur segir þetta bera merki um ákveðna hugafarsbreytingu. „Nú er kaupverð bíla ekki það eina sem fólk horfir til þegar það fjárfestir í nýjum bíl heldur er rekstrarkostnaður þeirra ekki síður mikilvægur.“ Ekki sé hægt að neita því að með hækkandi bens-ínverði séu fyrirtæki í auknum mæli farin að kaupa sparneytnari og um-hverfishæfari bíla. „Aukin umhverfis-vitund birtist ekki aðeins í bílalánum heldur er einnig aukin eftirspurn eft-ir fjármögnun á vistvænum verkefn-um,“ segir Haraldur að lokum.

ergo.is

Fyrirtækið Stólpi-Gámar hefur um árabil boðið ýmis konar gámaeining-ar til sölu eða leigu til aðila sem þurfa á tímabundnum afnotum af slíkum húsum að halda, m.a sem kaffistofur, skrifstofur eða gistirými fyrir verktaka og aðila í ferðarþjón-ustu. Einnig býður fyrirtækið WC gámahús sem koma með öllum tækjum og lögnum og eru tilbúin til notkunar. Stólpi Gámar selja og leigja allar gerðir flutnings- og geymslugáma í öllum stærðum og gerðum, s.s. þurrgáma, einangraða gáma, frystigáma og tankgáma.

„Nýlega hófum við sölu á 3ja metra breiðum skrifstofu- og gisti-gámum en sú stærð hentar ákaflega vel til slíkra nota. Við erum nú með á lager gáma sem hægt er að raða saman sem vinnubúðir eða svefn-pokapláss fyrir allt að 60 manns þannig að ef þörf er á slíku getum við leyst málin nánast samdægurs,“ segir Hilmar Hákonarson, sölustjóri fyrirtækisins í samtali.

Kosturinn við þessi gámahús eða herbergiseiningar er sá að þau koma algerlega tilbúin til notkunar og er ekkert annað eftir en að tengja þau við vatn og rafmagn. Hægt er að

raða saman mörgum gámum og mynda þar með stærri rými, einnig er hægt að stafla þeim upp og spara þar með pláss – möguleikarnir eru nánast ótæmandi.

Stólpi ehf. er gamalgróið fyrir-

tæki sem hóf starsemi sína 1974. Aðaleigandi fyrirtækisins í upphafi og allt til ársins 1999 var Þorlákur Ásgeirsson en núverandi aðaleigandi og framkvæmdastjóri er Ásgeir Þor-láksson. Hlutverk Stólpa í gegnum

árin hefur einkum snúist um við-hald, viðgerðir, leigu og sölu á vöru-flutningagámum og gámahúsum, m.a. fyrir verktaka. Sérstakt fyrir-tæki, Stólpi-Gámar sér um innflutn-ing þess þáttar rekstrarins sem snýr að innfluttu einingunum. Stólpi ehf. er til húsa að Klettagörðum 5 í Reykjavík.

stolpiehf.is

Gámahús fyrir verktaka

Stólpi-Gámar flytur gámaeiningar hvert á land sem er.

Gistigámarnir eru hinir vistlegustu.

Fjölskyldu- og menningarhátíðin Páskafjör verður haldin í Fjarða-byggð dagana 5.-9. apríl. Búið er að semja við náttúröflin um að hafa veðrið frábært og skíðafærið æðis-legt. Dagskráin hjá Dagfinni í aust-firsku ölpunum í Oddsskarði er til-búin og verður með hefðbundnum hætti; fjallið mun skarta alls konar þrautabrautum, stökkbrautum og hólum fyrir brettafólkið.

Á föstudaginn langa verður písl-arganga Ferðafélags Fjarðamanna á gönguskíðum ef aðstæður leyfa. Páskaeggjaleitin verður á laugardags-morgninum á Mjóeyri og eftir há-degið verður farið í snjósleðaferð undir leiðsögn um Hellisfjörð og Oddsdal og út á Gerpissvæðið. Týr-óla stemningin ræður ríkjum í aust-firsku ölpunum á laugardeginum og lýkur með glæsilegri flugeldasýningu kl. 23:00. Páskadagur hefst með

hefðbundinni göngu Ferðafélags Fjarðamanna kl. 06:00 út í Páska-helli en svo fara allir í sparifötunum á skíði og loks verður kjötsúpu-kveðjuhátíð í Oddsskarði á annan í páskum.

Í Neskaupstað verður tónlist og notaleg stemning í sundlauginni á laugardeginum; opið frá 11:00 til 19:00. Safnahúsið verður opið frá 17:00 til 19:00 og félagsmiðstöðin Atóm verður opin fyrir alla á sama tíma. Á páskadag verður sundlaugin á Eskifirði opin frá 13:00 til 19:00 og Sjóminjasafnið verður opið frá kl 17:00 til 19:00.

Páskadansleikur Matta Papa og Ingós veðurguðis verður í Egilsbúð eftir miðnætti á föstudaginn langa og ýmsir aðilar eru að skipuleggja spennandi uppákomur sem eru kynntar á www.fjardabyggd.is, www.east.is og www.oddskard.is.Skíðabrekkurnar fyrir austan svíkja engan – og ekki útsýnið heldur!

Páskafjör í austfirskum ölpum

Tvöföld útlánaaukning milli ára hjá ERGO

Haraldur Ólafsson, forstöðumaður fjármögnunar fyrirtækja hjá Ergo: Fyrirtækin eru farin að endurnýja tækjaflotann á ný eftir biðstöðu síðustu ára.

Ónógar fjárfestingar

Hér á landi eru fjárfestingar

minni en nokkru sinni frá

lokum seinni heimsstyrjaldar

sem hlutfall af vergri lands-

framleiðslu og voru þær á

árinu 2010 innan við helmingur

af meðaltali tímabilsins

1945-2010. Fjárfestingar hér á

landi eru nú mun minni en

gerist í helstu grann- og

samkeppnisríkjum. Að

meðaltali var fjárfesting í

ESB-ríkjunum 18,5% af VLF árið

2010 en 19,9% árin 2001-2010.

Í aðeins einu ríki, Írlandi, voru

fjárfestingar 2010 minni

hlutfallslega en á Íslandi.

Page 19: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 19

IÐNTRÉ

Frumkvæði og fagmennska

Draghálsi 10 | 110 Reykjavík | Sími 577 6530 | [email protected] | www.idntre.isVeljum íslensktVeljum íslenskt

Page 20: Sóknarfæri

20 | SÓKNARFÆRI

Hjá Pennanum er lögð áhersla á framsækni og vilja til að leysa þarfir viðskiptavina með þeim hætti að þeir njóti framúrskarandi þjónustu, hagstæðra viðskiptakjara og góðs vöruvals. Lagt er upp úr því að bjóða upp á gæðavörur eftir heimsþekkta hönnuði en jafnframt upp á innlenda hönnun og má þar nefna t.d. FANSA húsgagnalínuna og stólinn Magna.

Það má með sanni segja að FANSA hús-gagnalínan sé íslenskt hugvit alla leið og er hún afar stílhrein og hefur fengið fádæma góð-ar viðtökur hjá viðskiptavinum Pennans. FANSA línan er hönnuð af Valdimari Harðar-syni arkitekt og framleidd hjá GKS Trésmiðju. Fansa er hugsuð í takt við þarfir íslenskra fyrir-tækja í dag, bæði þeirra sem eru að endurnýja og bæta við búnað sinn og hinna sem eru að koma sér fyrir í fyrsta sinn. Hægt er að velja húsgögnin í ýmsum viðartegundum eins og úr eik, birki og hnotu auk þess sem hægt er að velja hvítsprautuð húsgögn.

Lof fyrir fallegt útlitIngibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Pennans, segir að þarfir fyrirtækja hafi nokkuð breyst að undanförnu. „Ýmislegt hefur breyst í búnaði fyritækja sem kallar á nýjar og ferskar lausnir. Tölvubúnaður er orðin nettari og svo er aukin þörf fyrir ódýrari lausnir.“ FANSA húsgagnalínan býður upp á lausnir sem upp-fylla grunnþarfir notandans fullkomlega. Möguleikarnir í uppröðun eru ótalmargir og hentugir, hvort heldur er fyrir lítið eða stórt

rými. Penninn leggur mikinn metnað í val á vörum sem hann býður viðskiptavinum sínum og með FANSA línunni er hægt að bjóða bæði upp á góða íslenska hönnun og framleiðslu.

Harpa valdi MagnaStóllinn Magni er einnig hönnun Valdimars Harðarsonar og er framleiddur hjá Stáliðjunni

í Kópavogi og Zenus bólstrun. Þessi stóll var valinn í ráðstefnusal tónlistarhússins Hörpu og ekki að ástæðulausu. Magni er einstaklega þægilegur, léttur og fallegur. Stóllinn er sam-tengjanlegur á hliðum til að mynda beinar rað-ir/bekki. Grind Magna er mjög sterk og áklæð-ið sérlega endingargott og hægt er að stafla stólunum á vagn sem fæst með.

Sýningarsalir húsgagna eru í verslunum Pennans á Grensásvegi 11 og Hafnarstræti 91-93 Akureyri. Starfsfólk Pennans er síðan boðið og búið að finna sérsniðnar lausnir fyrir við-skiptavini sem henta hverju sinni.

penninn.is

Stóllinn Magni er hönnun Valdimars Harðarsonar og framleiddur hjá Stáliðjunni í Kópavogi og Zenus bólstrun. Þessa uppröðun má sjá í Silfurbergi Hörpu.

FANSA er glæsileg húsgagnalína fyrir skrifstofur, hönnuð af Valdimar Harðarsyni og framleidd af GKS Trésmiðju.

Fansa er í takti við þarfiríslenskra fyrirtækja

- segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Pennans

Page 21: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 21

Alþjóðleg viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í framleiðslu í rúmum og springdýnum.

Úrval fylgihlutaRúmteppi, púðar, pífur, sængurverasett, dýnuhlífar, náttborð og fleira.

Eftir þínu höfði

RB-rúmin og gaflar eru

sérsmíðuð eftir þínum

óskum.

RB-rúm eru í heims-

samtökunum ISPA,

sem eru gæðasamtök

fyrirtækja sem sérhæfa

sig í framleiðslu og

hönnun springdýna.

Gjöfinfæst hjá RB

fERMinGAR

innBORGUn fYLGiR

hVERjU fERMinGARRÚMi

5.000 kR.

rB-rúm [email protected]

Opið alla virka daga frá 8 - 18 og á laugardögum frá 10 - 14

Dalshraun 8 220 hafnarfirði

Sími 555 0397www.rbrum.is

Page 22: Sóknarfæri

22 | SÓKNARFÆRI

„Þrátt fyrir erfiðar aðstæður undan-farin misseri höfum við trú á að landið taki fljótlega aftur að rísa og að hér verði mjög sterkur rekstur til framtíðar. Við höfum lagt mikla áherslu á rannsóknar- og þróunar-vinnu sem er að skila sér í fjölbreytt-ari framleiðslu og nýjum tækifærum. Við ætlum með öðrum orðum að þróa okkur út úr kreppunni,“ segir Hilmar Ágústsson, framkvæmda-stjóri BM Vallá ehf. en í dag vinna um 80 manns hjá fyrirtækinu.

Múrinn vaxtabroddur í útflutningi

BM Vallá framleiðir breytt úrval múrefna úr íslenskum fylliefnum og hefur framleiðslan verið þróuð í samkeppni við innflutning frá er-lendum stórframleiðendum. Í múr-verksmiðju fyrirtækisins í Garðabæ hefur farið fram mikil vöruþróun á undanförnum árum en aðalfram-leiðsluvörurnar eru múrhúðir, við-gerðarmúr og gólflagnir til nota bæði innan- og utanhúss. Lagt hefur verið í talsverðar fjárfestingar í þessu skyni bæði í sjálfu framleiðsluferl-inu, í bættri múrdælingu á verkstað en einnig hefur verið bætt við nýrri rannsóknarstofu. „Múrinn hefur verið vaxtarbroddurinn í útflutningi okkar. Við vinnum með stórum er-lendum samstarfsaðilum í útflutn-ingi á eldvarnarmúr, sem til dæmis er notaður við að einangra jarðgöng. Að sögn Hilmars framleiðir BM Vallá einnig eldvarnarhellur sem þurfa að þola tveggja klukkustunda 1.350°C eldálag án þess að hitinn á bakhlið fari yfir 280°C. Hann segir að útflutningurinn hafi verið stíg-andi um leið og vöruúrvalið hefur aukist. Eldvarnarefni þurfa að stan-dast mjög tímafrekar og kostnaðar-samar prófanir áður en hægt er að markaðssetja þær. BM Vallá hefur fengið þrjár slíkar framleiðsluvörur samþykktar í Evrópu og eina í Bandaríkjunum. „Vissulega finnum við fyrir efnahagsþrengingum í Evr-ópu þar sem sumum verkefnum sem voru í farvatninu hefur verið slegið á frest, en við höfum fulla trúa á vör-unum okkar og höfum sett okkur það markmið að með tíð og tíma verði útflutningur 25% af veltu félagsins.“

Smellinn+ hús fyrir ferðaþjónustu

Af öðrum nýjum framleiðsluvörum BM Vallá nefnir Hilmar ný 23 fer-metra hús úr forsteyptum einingum sem bæði er hægt að nota stök eða raða saman í stærri einingalausnir eins og hótel, veiðihús og sumarbú-staði. Að sögn Hilmars eru húsin þróuð til að koma til móts við þarfir ferðaþjónustunnar fyrir aukið gisti-rými. Húsin koma tilbúin til upp-setningar með lögnum og fullein-angruðum veggjum og þrátt fyrir að einingarnar séu steyptar eru þær það léttar að hægt er að setja húsin upp á einum degi með öflugum vörubíl-skrana. „Það hefur verið mikill vöxt-ur í ferðaþjónustunni á undanförn-

um árum og menn hafa brugðist við skorti á gistirými með alls konar lausnum eins og til dæmis tré- og gámahúsum sem ekki eru alltaf merkileg að gæðum auk þess að vera dýr í viðhaldi. Húsin sem við erum nú að kynna fyrir markaðnum sem lausn á þessum vanda köllum við Smellinn+ og þótt þau hafi ekki komið á markað fyrr en í byrjum þessa árs höfum við þegar fengið mjög góð viðbrögð við þeim enda eru þau í senn fljótleg og einföld í uppsetningu, viðhaldslítil og á sam-keppnishæfu verði,“ segir Hilmar Ágústsson að lokum.

bmvalla.is

Beint og óbeint framlag áliðnaðar til vergrar landsframleiðslu er um 90 milljarðar króna á ári hverju, sam-kvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Íslands sem unnin var fyrir Samál, Samtök álframleiðenda á Íslandi.

Samál gerði í febrúar 2011 samn-ing við Hagfræðistofnun um að stofnunin tæki að sér að rannsaka framlag áliðnaðar til þjóðarbúsins. Þar er gerð grein fyrir nokkrum nið-urstöðum úr fyrsta áfanga þessa verks, þ.e. mati á beinu og óbeinu framlagi áliðnaðar til landsfram-leiðslu.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að beint og óbeint framlag áliðnaðar til vergrar landsframleiðslu mældist u.þ.b. 85 til 96 milljarðar króna að jafnaði árin 2008-2010. Þetta sam-svarar u.þ.b. 6-6,8% af vergri lands-framleiðslu. Í þessu mati er ekki er tekið tillit til eftirspurnaráhrifa af tekjum sem myndast í álframleiðslu. Til samanburðar hefur beint og óbeint framlag sjávarútvegs til lands-framleiðslunnar, án eftirspurnar-áhrifa, á árinu 2010 verið áætlað um 17,5%. Af ofangreindu framlagi ál-iðnaðar er óbeint framlag, þ.e. virð-isauki sem myndast í tengdri starf-

semi, á bilinu 40-51 milljarðar króna. Það svarar til allt að 3,6% af landsframleiðslu.

Hlutdeild útflutnings á álafurð-um í vöruútflutningi landsmanna

hefur vaxið hröðum skrefum undan-farin ár og er nú í námunda við 40%. Er það svipað hlutfall af vöru-útflutningi og útflutningur sjávaraf-urða. Ætla má að um 4.800 manns

starfi í áliðnaði og tengdum greinum eða um 2,7% vinnuaflsins. Af þess-um fjölda starfa eru um 2.000 í ál-framleiðslu beint en um 2.800 í tengdum greinum.

Framlag áliðnaðar til landsframleiðslu er um um 90 milljarðar króna á ári. Myndin er tekin í verksmiðju Alcan.

Hilmar Ágústsson, framkvæmdastjóri BM Vallár fyrir framan Smellinn einingahús sem hann segir hafa fengið góðar viðtökur ferðaþjónustuaðila enda fljótleg og ein-föld í uppsetningu.

Hér má teikningu af því hvernig hægt er að raða fjórum Smellinn húsum saman í eina einingu.

Ál er um 40% af útflutningi landsmanna

Hátt í 5000 manns starfa í áliðn-aði og tengdum greinum

Ætlum að þróa okkur út úr kreppunniÞróunarvinna BM Vallá skilar fjölbreyttari framleiðslu og nýjum tækifærum

Það er vinn-andi vegur!

Vinnandi vegur er sameigin-

legt átak samtaka atvinnurek-

enda, sveitarfélaga, stéttar-

félaga og ríkisins en með

þátttöku í verkefninu eiga

atvinnurekendur kost á styrk

með ráðningu nýrra starfs-

manna úr hópi atvinnuleitenda.

Átakið beinir sjónum sérstak-

lega að einstaklingum sem

hafa verið án vinnu lengur en

12 mánuði. Tímalengd styrks er

óháð þeim tíma sem atvinnu-

leitandi getur fengið greiddar

atvinnuleysisbætur. Þannig

getur atvinnurekandi fengið

styrk vegna ráðningar

starfsmanns af atvinnuleysis-

skrá svo fremi sem starfs-

maðurinn hafi verið tryggður

innan atvinnuleysistrygginga-

kerfisins þegar hann var

ráðinn.

Page 23: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 23

Page 24: Sóknarfæri

24 | SÓKNARFÆRI

Fjöldi ferðamanna til Íslands tvö-faldaðist á árunum 2002-2011 en á sama tíma fjölgaði hótelherbergjum (gistiheimili ekki meðtalin) í höfuð-borginni um 75%. Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi þannig fjölgað hraðar en hótelherbergjum hefur nýting þeirra í Reykjavík dregist saman um 10% á síðustu árum. Erna Hauksdóttir, framkvæmda-stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, segist fyrst og fremst skrifa samdrátt í nýtingu hótelrýma á gríð-arlegan fjölda gististaða án nokkurra rekstrarleyfa, jafnt gistiheimila sem íbúða. Algjör sprenging hafi orðið í slíkum rekstri eftir bankahrunið.

„Það gefur auðvita auga leið að eitthvað lætur undan að þegar hér eru óskráð gistirými með fleiri rúm-um en svarar til þess sem tvö stærstu hótel borgarinnar bjóða upp á,“ seg-ir Erna og vísar til úttektar sem SAF stóð fyrir í fyrra. Sú könnun leiddi í ljós að á höfuðborginni voru 1.270 rúm til útleigu án nokkurra tilskil-inna leyfa. Þetta eru fleiri rúm en bæði Grand Hótel og Hilton Nor-dica Reykjavík bjóða til samans. Könnun á Akureyri og Suðurnesjum leiddi í ljós að 30% gistirýmis voru þar rekin án nokkurra leyfa.

Leggja ekkert til en njóta uppskerunnar

Erna segir stóran hluta þessara rekstraraðila nú komin með tilskilin leyfi en enn séu allt of margar gloppur í kerfinu. Þar bendi hver á annan og engu líkara sé en að eng-inn einn aðili sé ábyrgur fyrir þess-um málaflokki. Hún segir það óþol-andi fyrir þann yfirgnæfandi meiri-hluta ferðaþjónustuaðila sem er með allt sitt á hreinu að keppa við aðila sem komist upp með að stunda sam-keppnisrekstur án tilskilinna leyfa.

„Þetta eru ekki aðilarnir sem standa straum af sameiginlegu átaki ferðaþjónustunnar, Ísland allt árið, en njóta hins vegar uppskerunnar,“ segir Erna. Um 600 milljónum króna verður árlega varið til átaksins í þrjú ár og árangurinn er þegar far-inn að skila sér. Frá því í september 2011 og fram til loka febrúar í ár hefur ferðamönnum fjölgað um 28.000 til samanburðar við septem-ber 2010 til febrúar 2011.

Nýverið var greint frá því að hin

kunna Marriott-keðja muni reisa nýtt hótel á reitnum við hlið tónlist-ar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hugmyndir um stærð þess eru ekki fullmótaðar en rætt hefur verið um 250-400 herbergja hótel. Það verður þó ekki fullbyggt fyrr en 2014 til 2015. Á þessu ári er áætluð opnun eins hótels, hins 108 herbergja Reykjavík Marina niður við höfn, en það er hluti af keðju Icelandair Hot-els. Á síðasta ári voru opnuð tvö hótel í borginni; annars vegar Hótel Klettur með 86 herbergjum og hins vegar City Center hótel með 30 her-bergjum.

Uppbyggingin kemur í stökkum

Þegar Erna er spurð að því hvort uppbygging hótela í Reykjavík sé of hröð segir hún að alltaf sé spurning um hvort komi á undan, eggið eða hænan. Hún bætir því við að fjölgun hótelrýma komi alltaf í stórum skrefum enda verði stakt herbergi seint hótel. „Auðvitað er sígandi lukka alltaf best í öllu en eðli þessar-ar þjónustu er að vaxa í dálitlum stökkum, þannig er það einfaldlega.“

Erlendir ferðamenn sem fóru um Leifsstöð í fyrra voru um 565 þús-

und talsins, fleiri en nokkru sinni fyrr. Sem dæmi má nefna að árið 2002 voru þeir 278 þúsund talsins. Algjör sprenging varð í fyrra er ferðamönnum fjölgaði um 15,8% frá árinu áður og upphaf þessa árs lofar verulega góðu.

Fjölgun víða um landAðeins hefur borið á þeirri gagnrýni að erlendir ferðamenn skili sér ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið. Erna segir þróunina eðlilega mismunandi á milli einstakra svæða. Á sumum svæðum fjölgi gestum umtalsvert þótt önnur njóti þess síður. Þannig fjölgaði gistinóttum erlendra ferða-manna um 34% á höfuðborgarsvæð-inu í janúar, borið saman við sama mánuð í fyrra. Fjölgunin varð enn meiri á Norðurlandi eða 52% og 44% á Suðurlandi. „Ég var nú bara að heyra í einum ferðaþjónustuaðila sem er mjög afskekktur á SA-horni landsins og þar var meiri traffík í febrúar í ár en í maí í fyrra þannig að það er auðvitað allur gangur á þessu eins og annars staðar,“ segir hún.

saf.is

Erna Hauksdóttir: „Öllum nýjum hótelum fylgir markaðssetning og einhver röskun á því sem fyrir er, en reynslan segir okkur að með auknu gistirými fjölgar ferða-mönnum.“

Markaðsátakið „Ísland allt árið“ þegar farið að skila árangri:

Hótelherbergjum fjölgar í takt við fjölgun erlendra ferðamanna

„Gangi það eftir að væntanlegt Marriott-hótel við Hörpu verði í svo-kölluðum fimm stjörnu flokki má telja líklegt að það dragi til sín nýjan hóp ferðamanna, sem til þessa hefur ekki fundið gistirými hérlendis sem svarar kröfum þeirra,» segir Erna og vísar til þess að ákveðið hlutfall ferðamanna vilji aðeins gista á fimm stjörnu hótelum eða í svítum á hótelum sem flokkuð eru sem 4+ stjörnur.

Þegar hún er spurð að því hvort svo stórt hótel muni ekki hafa áhrif á nýtingu fyrirliggjandi hótelrýmis í borginni segir hún að ekki sé óeðli-legt að að eitthvað láti undan, a.m.k. tímabundið. „Öllum nýjum hótel-um fylgir markaðssetning og einhver röskun á því sem fyrir er, en reynslan segir okkur að með auknu gistirými fjölgar ferðamönnum. Fimm stjörnu hótel myndi væntanlega færa okkur nýjan markhóp fremur en nokkuð annað,“ bætir hún við.

Hún rifjar í þessu samhengi upp þá tíma er Hótel Saga og Hótel Loftleiðir voru bæði byggð á tiltölulega skömmum tíma í kringum 1960. Á þeim tíma var aðeins eitt alvöru hótel í borginni að heitið gat, Hótel Borg. „Þetta voru risahótel í þeirra tíma mælikvarða, en ferða-mönnum fjölgaði hratt,“ segir hún. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fór fjöldi ferðamanna úr tæplega 13 þúsundum árið 1960 í tæp 29 þús-und árið 1965.

Fimm stjörnu hótel myndi laða að nýjan

flokk ferðamanna

VeljumÍsland

www.utivist.is

Page 25: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 25

Við hjá Bláa Lóninu erum stolt af þeirri viðurkenningu semfelst í því að vera á lista National Geographic

yfir 25 undur veraldar.

Það er eitt spa á listanum yfir 25 undur veraldar

www.bluelagoon.is

Page 26: Sóknarfæri

26 | SÓKNARFÆRI

„Vaðlaheiðargöng skapa mörg tæki-færi fyrir Norðurland, sameina at-vinnu- og þjónustusvæði, eru til að mynda mikilvægt atriði í áformum um atvinnuuppbyggingu í Þingeyj-arsýslu, þau auka öryggi íbúa á norður- og austursvæðinu gagnvart sjúkrahúsþjónustu, flugvelli og þannig má telja áfram þær forsendur sem skýra áhuga sveitarfélaga og heimamanna á að hrinda göngunum í framkvæmd. Og það má líka minna á að göngin voru hluti af þeim stöðugleikasáttmála sem gerð-ur var hér á vinnumarkaði, enda

verkefni sem hægt er að hefjast handa við nú þegar,“ segir Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Ey-þings, sambands sveitarfélaga í Eyja-firði og Þingeyjarsýslum.

Sveitarfélögin, ásamt fyrirtækjum á Norðurlandi hafa unnið að fram-gangi þessa verkefnis í um 10 ár, fyrst í gegnum félagið Greiða leið ehf. og síðan með stofnun félagsins Vaðlaheiðarganga hf. árið 2010 þeg-ar Vegagerðin tók formlega meiri-hlutastöðu í verkefninu. Pétur Þór segir margra ára forathuganir, rann-sóknir og útreikninga liggja til

grundvallar en allt frá fyrsta degi hafi verið miðað við að gjaldtaka skapaði þessu verkefni tekjur til nið-urgreiðslu framkvæmdakostnaðar. Með öðrum orðum; notendur Vaðlaheiðarganga greiði þau.

„Þetta atriði er mikilvægt að und-irstrika og af þessari ástæðu hafa Vaðlaheiðargöng ekki áhrif á þau verkefni sem eru á samgönguáætlun og fjármögnuð af skattpeningum.

Hér er ekki verið að biðja um fé til framkvæmdarinnar heldur er þess beðið að svör fáist um ríkisábyrgð á fjármögnun verkefnisins. Lán til Vaðlaheiðarganga verða hins vegar greidd til baka með veggjaldatekjun-um,“ segir Pétur en hann segir tíma-rammann óðum að þrengjast.

„Tilboð í gangagerðina í heild liggur fyrir, sem og tilboð í fyrstu framkvæmdir við gangamunnana.

Við getum því hafist handa strax og Alþingi afgreiðir umrædda ábyrgð en gerist það ekki fyrir sumarið falla öll tilboð í verkið niður og þar með færist það aftur um marga reiti með tilheyrandi kostnaði. Vonandi kem-ur ekki til þess,“ segir Pétur Þór.

Vaðlaheiðargöng verða röskir 7 kílómetrar að lengd og verður gang-amunni Eyjafjarðarmegin gegnt Oddeyrartanga á Akureyri, nánast í sömu hæð og þjóðvegur liggur nú. Gangamunni í Fnjóskadal er um þremur kílómetrum innan þjóðvegar 1 og sem því nemur meiri vegagerð þeim megin. Gert er ráð fyrir að framkvæmdatími verði um 3 ár.

Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings, á hafnarsvæðinu á Akureyri. Handan fjarðarins verður gangamunni Vaðlaheiðarganga.

Guðbjörg Ingvarsdóttir skartgripa-hönnuður rekur verslunina Aurum í Bankastræti 4 í miðbæ Reykjavíkur. Þar selur hún skartgripi sem hún hannar og smíðar sjálf en auk skart-gripa er Aurum með hönnunar- og gjafavörudeild. Þess má geta að sænska tímaritið Elle interior valdi verslunina eina af fjörutíu og þrem-ur bestu verslunum heims í fyrra og nú í byrjun 2012 hlaut Aurum

Njarðarskjöldin fyrir að vera ferða-mannaverslun ársins 2011.

Guðbjörg hefur að undanförnu setið við að hanna og smíða tvær nýjar skartgripalínur sem munu líta dagsins ljós á næstu dögum. Reynd-ar hefur eitt sýningarstykki úr hvorri línu nú þegar verið sýnt en þau eru framlag Aurum á sýningunni Rætur sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Nýju línurnar heita Svanur og Fálki og eins og nöfnin gefa til kynna vinnur Guðbjörg með fjaðrir fuglanna við gerð skartgripanna.

„Hvað varðar Svaninn þá vinn ég með örfína þræði og sterkar línur sem myndar heildarsvip sem sóttur er í íslenska náttúru og í línunni mætast kvenlegar línur og karl-mannlegur styrkur sem mynda öflug en sveigjanleg form. Línan Fálki er miklu hrárri, þetta er hvasseygur og vængmikill fugl sem er eftirsóttur meðal safnara og veiðimanna víða um heim en er orðin sjaldgæf sjón í íslenskri náttúru í dag.

Guðbjörg hefur hannað margar skartgripalínur í gegnum árin en þetta er í fyrsta skipti sem hún hannar línu sem er hugsuð fyrir bæði konur og karla. Í báðum línun-um er að finna hálsmen, armbönd,

eyrnalokka og ermahnappa. Skartið í Svani er úr silfri en í Fálkanum er hægt að velja skart úr bæði silfri og bronsi.

„Við ætlum að gera verslunar-gluggana áberandi á Hönnunarmars; það verður hálfgert fjaðrafok í glugg-unum auk þess sem nýju skartgripa-línunum verður stillt út í gluggana. Einnig verður margt annað spenn-andi að gerast í Aurum í tilefni Hönnunarmars. Fleiri hönnuðir munu sýna hönnun sína hjá okkur og hvetjum við alla til að koma við, sérstaklega í dag, fimmtudaginn 22. mars en þá verður stuð í Aurum.“

aurum.is

Aurum kynnir skartgripalínurnar FÁLKA og SVAN sem ætlaðar eru báðum kynjum.

Fjaðrafok í Aurum

HönnunarMars 2012

Vaðlaheiðar-göng munu efla

Norðurland

Vaðlaheiðargöng verða röskir 7 kílómetrar.

Heill heimur af pylsum!

Hrísateig 47

Pylsur á pönnunaen einnig úrvals áleggs- og smápylsur á veisluborðiðað ógleymdri svínasultunni, beikoninu og ýmsu öðru góðgæti.

Gæðapylsur og skinkur án allra auka- og fylliefna og án MSG. Við notum sjávarsalt í flestar okkar vörur.Gott á grillið, í ferðalagið og veiðina.

PIPAR\TBW

A • SÍAUppfyllir kröfur

Skráargatsins

Page 27: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 27

Mannvit hf. I Grensásvegi 1 I 108 Reykjavík I s: 422 3000 I www.mannvit.is

Mannvit vinnur náið með iðnfyrirtækjum og aðilum sem koma að rannsóknum og nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þessir aðilar eru meðal annars í áliðnaði og öðrum orkufrekum iðnaði, jarðhita, vatnsafli, lífdísil, metangasi, metanól, ásamt rekstri gagnavera.

Mannvit er með um 400 starfsmenn sem sinna fjölbreyttum og

krefjandi verkefnum hér á landi og erlendis. Markmið Mannvits er

velferð á grunni þekkingar og vísinda en viðhorfum til verkefna

og viðskiptavina verður best lýst með gildum fyrirtækisins:

Traust, víðsýni, þekking og gleði.

Iðnaður mannvirki og orka

Iðnaðurmannvirki og orka

Page 28: Sóknarfæri

28 | SÓKNARFÆRI

Fríða telur menningu okkar mest spennandi áhrifavald að nýjum formum eins og er og á það sérstak-lega við um skartgripalínunar Fjöl-ina hennar ömmu og Slétt og brugð-ið. Fríða vann Skúlaverðlaunin árið 2009 fyrir skartgripalínuna Fjölin hennar ömmu en þau verðlaun eru veitt árlega á sýningunni Handverk og Hönnun í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir besta nýja hlutinn. Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem var frumkvöðull smáiðn-aðar í Reykjavík. Skartgripalínuna tengir Fríða við ömmur okkar Ís-lendinga því mynstrið er unnið upp úr gömlum rúmfjölum sem síðar voru notaðar sem skrautmunir á heimilum. „Mynstrið var skorið út um 1940 og kallast þessi útskurður akantus. Hann hefur trúlega borist hingað með kristnitöku og sennilega náð hámarki á Norðurlöndum um 1700,“ segir Fríða og segir jafnframt að hugmyndin hafi sprottið úr efna-hagshruninu. „Ég fór að hugsa til fyrri tíma um hvernig hlutirnir voru hérna áður.“ „Þessi gamli arfur á fullt erindi til okkar í dag því ungu stelpurnar vilja helst þessa línu þegar velja á skart,“ bætir Fríða við. Þegar óperudrottningin Kiri Te Kanawa kom til landsins í febrúar heiðraði Íslandsstofa söngkonuna og gaf henni skartgripasett úr þessari línu sem hún svo bar á tónleikum sínum í Hörpu. Á Hönnunarmars 2012 verða fyrrverandi Skúlaverðlauna-hafar með sýningu í Kringlunni og mun hluti þessarar skemmtilegu og fallegu skartgripalínu vera þar til sýnis.

Slétt og brugðið í HafnarborgSkartgripalínan Slétt og brugðið er sprottin úr eldri línu Fríðu, Akker-inu. „Þegar ég fór að smækka þau form sá ég prjónið í gegn og fór að vinna markvisst með það,“ segir Fríða. Í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði er skemmtileg sýning í gangi sem hluti af Hönnunarmars 2012 og ber heitið Rætur. Þar sýnir Fríða skartgripi úr Slétt og brugðið línunni. Þar eru hringar eins og körfur og og í þeim eru litlir hnyklar úr íslenskri ull og var þetta úrfært sérstaklega fyrir sýninguna. Mjög fjölbreytt verk eru á sýningunni og fjöldi íslenskra hönnuða sýnir glæ-

nýja skartgripi af öllu tagi. Sýningin er mjög hressileg og skemmtileg í alla staði. Þar má finna verk úr dýr-um málmum og gimsteinum eða jafnvel timbri og mosa. Sýningin

stendur yfir frá 10. mars til 15. apríl. Á meðan á sýningunni stendur verð-ur boðið upp á leiðsagnir í fylgd gullsmiða og hönnuða alla laugar-daga.

Fríða býður upp á mikla fjöl-breytni í verslun sinni. Þar má nefna fallega krossa fyrir fermingabörn, hvort heldur er fyrir stráka eða stelp-ur, ýmislegt fyrir karlmenn auk þess

sem boðið er upp á aðrar mjög vin-sælar skartgripalínur og gjafavöru frá Iittala.

fridaskart.is

Skyrkonfekt frá Rjómabúinu Erps-stöðum í Dölum hefur verið valið vara ársins af blaðinu Reykjavík Grapevine. Þróun þessarar vöru lauk á árinu 2010 og var hún kynnt formlega á Hönnunarmars í Reykja-vík fyrir réttu ári. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, mjólkurfræðingur og bóndi á Erpsstöðum, segir viðtökur neytenda við skyrkonfektinu hafa verið mjög góðar „enda er þetta góð vara og úr fyrsta flokks hráefni,“ seg-ir hann en konfektið er handgert og framleitt á Erpsstöðum. Þau hjón og ábúendur, Þorgrímur og Helga

Guðmundsdóttir, taka þar á móti gestum, kynna þeim búskapinn og bústörfin jafnframt því að bjóða til sölu skyrkonfektið, osta, ís og fleiri heimaframleiddar mjólkurafurðir. Þorgrímur segir að um 13 þúsund gestir hafi komið á síðasta ári og á ekki von á öðru en aðsókn verði með líku sniði í ár.

Kaupa má afurðir Rjómbúsins Erpsstaða beint á búinu en jafnframt eru þær allar til sölu hjá Frú Laugu í Reykjavík. Skyrkonfektið má fá hjá Vínberinu í Reykjavík og einnig hjá Spark Design Space. Þar er nú í

tengslum við Hönnunarmars hafin sýning þar sem skyrkonfektið og fleiri afurðir sem til urðu í hönnun-arsamstarfi bænda og Listaháskóla Íslands eru sýndar.

„Við höfum framleitt um 15.000 skyrkonfektmola á þessu fyrsta ári og við erum mjög ánægð með þær viðtökur. Að stærstum hluta seljum við molana í stykkjatali en einnig bjóðum við molana í sex stykkja pakkningu,“ segir Þorgrímur Einar.

erpsstadir.is

Skyrkonfektið er vara ársins

Fríða Jónsdóttir gullsmiður selur hönnun sína í fallegri verslun við Strandgötu í Hafnarfirði og hefur tengt gamlan arf við skartgripa-hönnun sína. Hún tekur núna þátt í tveimur sýningum í tengslum við Hönnunarmars 2012 og segir menn-inguna sjálfa mesta áhrifavald í hönnun sinni.Á sýningunni Rætur – íslensk skartgripahönnun í Hafnarborg í Hafnarfirði sýnir Fríða skart m.a. þessa skartgripi.

Byggt á gömlum arfi

HönnunarMars 2012

Þorgrímur Einar á Erpsstöðum kynnir vörur búsins. Skyrkonfektið frá Erpsstöðum hefur skemmtilega útlitstengingu við kúaspena, enda framleitt á kúabúi.

HönnunarMars 2012

Page 29: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 29

Purity Herbs á Akureyri er í mikilli sókn þessi misserin en fyrirtækið hefur verið brautryðandi frá stofnun árið 1994 í framleiðslu á snyrti-vörum úr íslenskum náttúrefnum. Á síðasta ári flutti Purity Herbs í nýtt og glæsilegt húsnæði við Freyjunes, hafinn var útflutningur á vörum úr barnalínunni til Kína og nú er í undirbúningi breyting á umbúða-merkingum og kynningarefni fyrir-tækisins sem líta mun dagsins ljós í sumar.

Ásta Sýrusdóttir, stofnandi Pu-rity Herbs og Eydís Elva Þórarins-dóttir, framleiðslutjóri fyrirtækisins, segja jafnan stíganda í innlendum markaði en erlendir ferðamenn kaupa umtalsvert af vörum Purity Herbs hér á landi.

Skýrari áherslur á vörulínurnar

„Við erum með framleiðslulínu sem telur um 60 vörutegundir í heild. Með breytingunni á útliti varanna erum við að skerpa enn frekar á sér-stöðu hverrar línu fyrir sig og gera viðskiptavinum þar með auðveldara um vik að skilja á milli þeirra. Við erum með sjö vörulínur í framleiðsl-unni, þ.e. andlitslínu, græðilínu, ást-arlínu, barnalínu, íþrótta- og líkams-línu, baðlínu og herralínu. Við höfðum því til mjög breiðs hóps við-skiptavina og af reynslunni vitum við að fólk kaupir okkar vörur aftur eftir að hafa prófað vöruna í fyrsta skipti því árangurninn lætur ekki á sér standa,“ segir Ásta en fyrirtækið framleiðir vörur, tilbúnar á neyt-endamarkað, bæði hér á Íslandi og til fjölmargra landa. Útflutningur-inn til Kína er hins vegar frábrugð-inn því þar er um að ræða magn-framleiðslu á vörum úr barnalínunni sem pakkað er í neytendaumbúðir í Kína. Ásta segir viðtökur á markaði í Kína góðar og horfur eru á að fleiri vörutegundir Purity Herbs fari á þennan markað í framhaldinu.

Eins og áður segir eru íslensk náttúruefni undirstaðan í fram-leiðslu Purity Herbs og þá sér í lagi íslensku jurtirnar með þeirra mikla lækningarmætti. Eydís Elva tók við starfi framleiðslustjóra síðastliðið haust en hún er menntuð líftækni-

fræðingur. „Það er mjög áhugavert að kynnast þessum hluta líftækni-nnar og nýta íslensku náttúrefnin og jurtirnar til að þróa góðar náttúru-legar snyrtivörur,“ segir Eydís Elva.

purityherbs.isEydís Elva Þórarinsdóttir, framleiðslustjóri og Ásta Sýrusdóttir, stofnandi Purity Herbs. Útlitsbreyting verður á vörulínum fyrirtækisins í sumar.

Vörur í nýju útliti Purity Herbs.

Lækningamáttur jurtannaPurity Herbs – brautryðjandi í framleiðslu á náttúrulegum snyrtivörum í 18 ár

Vaskurinn áfram endur-

greiddurAlþingi hefur samþykkt

ársframlenginu á heimild um

að endurgreiða megi allan

virðisaukaskatt af vinnu á

byggingarstað, bæði við

nýsmíði og viðhald á íbúðar-

húsnæði og sumarhúsum.

Lögin hafa nú verið framlengd

til loka þessa árs. Einfalt er að

sækja um endurgreiðslu

virðisaukaskattsins en

eyðublað má nálgast hjá

skattstjórum eða á vef

ríkisskattstjóra. Halda þarf til

haga frumritum af öllum

reikningum sem greiddir hafa

verið vegna vinnu á byggingar-

stað. Útfylltu eyðublaði og

reikningum þarf að koma til

skattstjóra í viðkomandi

umdæmi sem endurgreiðir

virðisaukaskattinn.

Page 30: Sóknarfæri

30 | SÓKNARFÆRI

Hönnunarmars hefst í dag og stend-ur yfir fram á sunnudag og er þetta í fjórða skipti sem efnt er til þessarar stórhátíðar íslenskra hönnuða. Boð-ið er upp á áhugaverðar sýningar og fyrirlestra sem endurspegla fjöl-breytileika íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.

„Um 100 viðburðir og sýningar verða á dagskránni og ég held að óhætt sé að segja að aldrei hafi jafn mörg spennandi verkefni verið kynnt á Hönnunarmars enda gæðin og fagmennskan alltaf að aukast,“ segir Halla Helgadóttir, fram-kvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar.

Félög hönnuða, einstakir hönn-uðir og fyrirtæki bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar, nokkur erlend verkefni eru á dagskrá í ár auk þess sem Hönnunarmiðstöð stendur fyrir verkefnum eins og al-þjóðlegum fyrirlestradegi og kaup-stefnu.

„Í ár erum við í samstarfi við World Design Capital Helsinki 2012,“ segir Halla en Hönnunar-mars í Reykjavík 2012 er á dagskrá

World Design Capital Helsinki 2012. „Skipuleggjendur horfa vítt yfir sviðið og langt út fyrir Finnland enda mun athygli heimsins á sviði hönnunar beinast að Finnlandi og öllum Norðurlöndunum í ár í gegn-um verkefni World Design Capital Helsinki 2012. Það er því finnskur fókus á Hönnunarmarsinum sem kemur t.d. fram á fyrirlestradeginum okkar í dag 22. mars sem kallast „Dregur til tíðinda“ en þá standa þrír erlendir fyrirlesarar og einn ís-lenskur fyrir umræðum um þverfag-legt samstarf.“

Sífellt fleiri vilja taka þátt„Annað áhugavert verkefni sem Hönnunarmiðstöð sér um er kaup-endastefnumót sem Norræna húsið styður en í ár koma hingað tvö finnsk stórfyrirtæki á sviði hönnun-ar, Artek og Ittala, og auk þess koma Design House Stockholm, DFTS Factory frá Svíðþjóð og danska fyrir-tækið One Collection á stefnumót við íslenska hönnuði.“

Halla segir að tvö norræn fyrir-tæki hafi gert samninga við íslenska hönnuði í tengslum við Hönnunar-

mars í fyrra: Danska hönnunarfyrir-tækið Normann Copenhagen og sænska fyrirtækið Design Torget.

Framkvæmdastjórar hönnunar-miðstöðvanna á Norðurlöndunum koma hingað til lands til fundar í tengslum við Hönnunarmars og seg-ir Halla að almennt finni starfsmenn Hönnunarmiðstöðvar fyrir verulegri aukningu á fjölda erlendra gesta sem koma hingað til að taka þátt í Hönnunarmars.

„Það er líka ánægjulegt að við sjáum að æ fleiri íslensk fyrirtæki vilja taka þátt í þessari hátíð.“

honnunarmars.is

„Slétt og brugðið“„Slétt og brugðið“

„Bóluþang“

„Fjölin hennar ömmu“

íslensk hönnun og handverk í gulli og silfri

Strandgötu 43Hafnar�rði

fridaskart.is

Garðyrkjufélag Íslands er félag áhug-manna um garðyrkju. Árbók félags-ins, Garðyrkjuritið, kemur út á hverju vori og er ritið jafnan stút-fullt af fróðlegum greinum um allt er lýtur að garðyrkju. Skrifstofa félagsins að Frakkastíg 9 í Reykjavík er opin alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00. Valborg Einarsdóttir garð-yrkjufræðingur er framkvæmdastjóri félagsins:

Síungur öldungur„Innan félagsins eru starfræktir fimm klúbbar: ávaxtaklúbbur, blómaskreytingaklúbbur, matjurta-klúbbur, sumarhúsaklúbbur og rósa-klúbbur. Deildir á vegum félagsins eru starfandi víða um land. Dagskrá félagsins er yfirleitt með nokkuð hefðbundnum hætti, sem snýst aðal-

lega um garðagöngur, garðaskoðun, fræðslufundi, námskeið, fræbanka, plöntuskiptidag o.s.frv. Undanfarin ár hefur verið mikill áhugi á hvers konar ræktun og hefur fjölgað tölu-vert í félaginu á undanförnum árum og eru félagsmenn nú tæplega 2500 talsins. Mest hefur þó borið á mat-jurtaræktun, berjaræktun og ávaxta-ræktun, enda felst mikil launahækk-un í því að rækta eigið grænmeti,“ segir Valborg í samtali.

Sáðpottar úr dagblöðumÞó að Garðyrkjufélagið sé orðið 127 ára, er það síungt og fylgist vel með. Það nýjasta í ár er pappírspottarinn. Pottarinn er áhald til að útbúa sáð-potta úr dagblöðum.

„Það er ekki eingöngu að þetta sé umhverfisvænt áhald sem endurnýtir gömul dagblöð, aðalatriðið er kost-urinn við að gróðursetja forræktuðu plöntuna í sjálfum pottinum, þann-ig að ekkert er hróflað við viðkvæmu rótarkerfi á ungri plöntu, sem hægir oft á vexti tímabundið. Einnig gefa dagblaðspottarnir mikla möguleika á að forrækta ýmislegt grænmeti svo sem rófur, gulrætur, rauðrófur, lauk og fleira sem flýtir fyrir og eykur verulega uppskeruna. Pappírspottar-inn er til sölu á skrifstofu félagsins á Frakkastíg 9, en einnig hefur félagið til sölu mikið úrval af garðyrkjubók-um. – Sjá nánar undir hnappnum verslun á heimasíðu félagsins.

gardurinn.is

Auðvelt er að útbúa sáðpotta úr gömlum dagblöðum. Plönturnar má síðan gróðursetja í pottinum.

Sáðplöntunum líður mjög vel í dag-blöðunum sem halda vel raka að plöntunum.

Pappírspottarinn slær í gegn!

Halla Helgadóttir. „Það er líka ánægjulegt að við sjáum að æ fleiri íslensk fyrir-tæki vilja taka þátt í þessari hátíð.“

Hönnunarmars

Heimur hönnunar

HönnunarMars 2012

Kynning á iðn- og verkgreinum170 nemendur í 19 iðn- og

verkgreinum kepptu á

Íslandsmóti iðn- og verkgreina

dagana 9. og 10. mars sl. Var

þetta í sjötta sinn sem

Íslandsmótið er haldið og hefur

keppnin aldrei verið stærri né

glæsilegri. Um 2.200 grunn-

skólanemar komu og skoðuðu

keppnina og kynntu sér

menntunartækifæri. Það er

Verkiðn sem stendur fyrir

Íslandsmótinu en markmið

þess er að auka sýnileika og

bæta ímynd iðn- og verk-

greina. Verkiðn skipuleggur

einnig þátttöku Íslendinga á

„World skills“ en næsta

alþjóðamót verður haldið í

Leipzig í Þýskalandi í júlí 2013.

Page 31: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 31

Iðntré hefur verið starfrækt í áratug en fyrirtækið sérhæfir sig í smíði innréttinga og húsgagna fyrir stofn-anir, veitingastaði, hótel, skrifstofur, mötuneyti, móttökur og heimili. Fyrirtækið býr yfir áratuga langri reynslu af smíði og einstaklega góð-um tækjakosti.

„Við erum í alls kyns verkefnum og höfum gaman af áskorunum. Við höfum til dæmis verið að smíða inn-réttingar á hótelherbergi og innrétt-

ingar í heimahúsum svo eitthvað sé nefnt en verkefnin eru af öllum stærðum og gerðum,“ segir Her-mann Gunnarsson, húsgagnasmiður og eigandi Iðntrés. Bæði er um að ræða staðlaðar innréttingar, þá oftast í tengslum við minni hótel, sem og sérsmíðaðar innréttingar og er þá unnið í samvinnu við arkitekta.

Vélakostur fyrirtækisins hefur verið endurnýjaður undanfarin ár og segir Hermann að hjá Iðntré sé mik-ið lagt upp úr vönduðu hráefni. „Það skiptir öllu máli að vera með gott hráefni. Við erum með mikla vídd í efnisúrvali og erum að bjóða upp á spónlagt, lakkað og plastlagt. Auk þess erum við með tækjakost í alla framleiðslu sem þarf við smíði innréttinga. Við leggjum gífurlega mikið upp úr vönduðum vinnu-brögðum og að hlutirnir séu vel gerðir. Við framleiðum húsgögn og innréttingar sem endast.“

Fimm fastir starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu auk þess sem verktakar vinna meðal annars við uppsetningu á innréttingum. Hópurinn hefur starfað saman í mörg ár, áður hjá Ingvari og Gylfa og er mikil og góð samvinna innan hópsins.

Eikin vinsælustHvað varðar heimilið sjá starfsmenn Iðntrés um smíði innréttinga svo sem eldhúsinnréttinga, baðherberg-

isinnréttinga og fataskápa. Boðið er upp á fjölbreytt úrval viðartegunda. „Við bjóðum upp á allt sem menn vilja fá; það er bara spurningin hvað menn vilja.“

Eikin er vinsælasti viðurinn að mati Hermanns, síðan hnotan og svo hefur tekkið verið að koma sterkt inn á undanförnum árum.

„Við höfum verið að vinna þó nokk-uð úr tekki upp á síðkastið. Það hef-ur ekki verið í mörg ár en það er mjög vinsælt um þessar mundir.“

Hermann segir margt hafa breyst eftir að kreppan skall á og fólk sé miklu varkárara en áður. „Það er ekki farið í allt í einu heldur einn hlutur tekinn fyrir í einu. Það tekur

kannski eldhúsið fyrst og síðan bað-herbergið og kannski einn og einn skáp. Það er farið varlega í þetta og tekið stig af stigi en ekki með nein-um látum.“

idntre.is

Að óskum hvers og eins

Iðntré framleiðir húsgögn og innréttingar sem endast

Starfsmenn Iðntrés. Hermann Gunnarsson, Gunnar S. Gunnarsson, Eyjólfur Ólafsson, Ragnar Guðsteinsson og Haraldur Baldursson.

Verkefnin er af ýmsu tagi. Glæsileg eldhúsinnrétting frá Iðntré.

Ársþörf ekki fullnægt

Samtök iðnaðarins stóðu

nýverið fyrir talningu íbúða í

byggingu á höfuðborgarsvæð-

inu. Niðurstaðan er að íbúðir

sem eru fokheldar eða lengra

komnar eru 1175 talsins og hafin

er bygging á 244 íbúðum til

viðbótar. Samtals eru þetta því

1419 íbúðir. Talið er að árlega

þurfi um 1500 nýjar íbúðir inn á

markaðinn og eru íbúðir í

byggingu því innan við áætlaða

ársþörf. Þá þarf að hafa í huga

að byggingartími íbúðar í fjölbýli

er 18-24 mánuðir þannig að ljóst

er að íbúðir í byggingu eru langt

frá því að fullnægja þörf

markaðarins.

21.7

35 m

aggi

@12

og3.

is/0

9.11

Risapokinn er spennandi nýjung frá Gámaþjónustunni hf. Hann er frábær

lausn fyrir úrgang sem víða fellur til, svo sem við húsabreytingar, garð-

vinnu og fleira. Á mörgum stöðum er erfitt að koma gámum við og þá er

Risapokinn nýr og ódýr valkostur!

Til að gæta ýtrustu hagkvæmni gerum við ráð fyrir að sala pokanna verði

á heimasíðu okkar risapokinn.is. Þar er líka pöntuð og greidd hirðing

pokanna ásamt eyðingargjöldum á öruggri síðu.

Í pokann má setja nánast allt nema spilliefni og lífrænan matarúrgang.

Til að byrja með er þessi þjónusta eingöngu á höfuðborgarsvæðinu.

RISAPOKINN

RISAPOKINNwww.gamar.is • Sími 535 2510

RISAPOKINNwww.gamar.is • Sími 535 2510

Léttur sterkur og risastór!

Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • [email protected] • www.gamar.is

XXLStærð: 90 cm x 180 cm x 70 cm

Burðarþol: 1.5 tonn.

XLStærð: 85 cm x 85 cm x 85 cm

Burðarþol: 1.0 tonn.

Page 32: Sóknarfæri

32 | SÓKNARFÆRI

Miklu skiptir hvernig rúm við velj-um okkur til að hvílast í og þá sér-staklega dýnurnar enda verjum við drjúgum hluta ævinnar í rúminu. Á markaðnum er nær eingöngu um innfluttar vörur að ræða nema hjá RB rúmum í Hafnarfirði þar sem úrvalið er mikið og auðvelt að gera við dýnur fyrir lítið ef þær skemmast eða láta á sjá.

Fyrirtæki í fremstu röðFyrirtækið RB rúm er í heimssam-tökunum ISPA, sem eru gæðasam-tök fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun á springdýn-um. Einnig sérhæfir fyrirtækið sig í hönnun á bólstruðum rúmgöflun, náttborðum og fleiri fylgihlutum, viðhaldi á springdýnum og eldri húsgögnum. RB rúm hlaut á síðasta ári alþjóðleg verðlaun á Internation-al Quality Crown Awards í London fyrir vandaða framleiðslu og mark-aðssetningu. Framkvæmdastjóri RB

rúma er Birna Katrín Ragnarsdóttir.„Hér hjá okkur eru margs konar

rúm í boði og hægt er að velja um fjórar tegundir af springdýnum: RB venjulegar, Ull-deluxe, Super-deluxe og Grand-deluxe. Fjórir stífleikar eru í boði á allar þessar tegundir; mjúk, medíum, stíf og extrastíf – allt eftir óskum hvers og eins. Fyrirtækið er eina þjónustufyrirtækið á sínu sviði sem býður endurhönnun á springdýnum eftir áralanga notkun. Springdýnurnar frá RB rúmum eru og hafa verið í fjöldamörgum rúm-um ánægðra og vel sofandi Íslend-inga í gegnum árin,“ segir Birna.

Vinsæl fermingargjöfGóð og vönduð rúm hafa alltaf þótt góð fermingjargjöf og það hefur

ekkert breyst þrátt fyrir tískusveiflur á þeim markaði. RB rúm bjóða fermingarrúm í öllum stærðum og gerðum en vinsælustu stærðirnar eru 80-140 cm. Hægt er að ráða stífleika á springdýnunni, velja um hæð á fótum frá gólfi, höfðagafla í margs konar útgáfum og glæsilegt úrval af alls kyns áklæðum. Þess má geta að

5.000 króna innborgun fylgir hverju fermingarrúmi.

Eins og áður sagði er íslensk framleiðsla í boði hjá RB rúmum og hefur fyrirtækið fyrir löngu getið sér gott orð en það var stofnað af Ragn-ari Björnssyni árið 1943. Hjá RB rúmum er auk rúma og dýna hægt að fá allt sem þarf í gott svefnher-

bergi, m.a. sængurverasett í úrvali, rúmteppi og púða, kistur og nátt-borð eftir málum, rúmgafla og vand-aða heilsukodda. Þá framleiða RB rúm einnig sérhannaðar sjúkradýnur.

rbrum.is

„Íslandsstofa hefur aðkomu að Hönnunarmarsinum fyrst og fremst til þess að stuðla að kynningu á ís-lenskri hönnun erlendis, aðstoða við að fá hingað erlenda fjölmiðlamenn, stuðla að viðskiptatengslum og kynna Ísland sem skapandi land,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðu-maður markaðssóknar hjá Íslands-stofu.

Auk þess segir Inga Hlín Hönn-unarmars vera einn af mörgum við-burðum sem Inspired by Iceland hefur aðkomu að til þess að vekja at-hygli á Íslandi og laða að erlenda gesti utan aðalferðamannatímans. Í febrúar var íslenskur matur í for-grunni í tengslum við Food & Fun sælkerahátíðina og nú í mars verður lögð áhersla á hönnun í samvinnu við Hönnunarmars.

„Það felast ákveðin sóknarfæri í því að nýta sér þau samlegðaráhrif sem röð viðburða af þessum toga

býður upp á,“ segir Inga Hlín og nefnir sem dæmi Eldhúsið. Það er lítið ferðahús á hjólum sem smíðað var og hugsað sem vettvangur til þess að kynna erlendum ferðamönn-um íslenska matarmenningu í stór-brotnu umhverfi íslenskrar náttúru.

„Þetta sama hús verður núna notað til þess að kynna íslenska hönnun,“ segir Inga Hlín. „Við munum halda áfram að ferðast með Eldhúsið um landið. Reynt verður að tengja þessa áherslu saman við

upphafið á Hönnunarmars og lengja það tímabil sem íslensk hönnun fær í erlendum fjölmiðlum. Íslenskir hönnuðir munu kynna sína hönnun í Eldhúsinu og ferðamönnum verð-ur boðið að koma og kynnast hönn-uðinum og verkum hans. Allt snýst þetta um að skapa umræðu um Ís-land og íslenska hönnun á erlendum vettvangi, okkur öllum til ávinn-ings.“

islandsstofa.is

Hönnunarmars mikilvægur til að vekja athygli á Íslandi og íslenskri hönnun

Birna Katrín Ragnarsdóttir segir dýnurnar frá RB rúmum fyrsta flokks, sniðnar að þörfum hvers og eins – og auðvitað alveg tilvalin fermingjargjöf!

Gott rúm – góð ferm-ingargjöf

Eldhúsið fær nýtt hlutverk sem vettvangur fyrir íslenska hönnun.

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar hjá Íslandsstofu.

HönnunarMars 2012

Rammaáætl-un í óvissu

Í ályktun aðalfundar Samorku

fyrir skömmu er lýst von-

brigðum með stöðuna og

ferlið við gerð rammaáætl-

unar. Þar segir að í drögum að

tillögu frá ágúst 2011 hafi verið

vikið frá faglegri forgangs-

röðun verkefnisstjórnar og nú

sé málið öðru sinni statt í

ógegnsæju samningaferli á

vettvangi stjórnvalda. Telur

Samorka vænlegast að

styðjast einfaldlega við

faglega röðun verkefnis-

stjórnar frá í júní 2011. Þá

ítrekar fundurinn andstöðu við

hugmyndir um að færa

auðlindamál undir umhverfis-

ráðuneytið.

Page 33: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 33

Verkís verkfræðistofa | Ármúla 4 | 108 Reykjavík | Sími 422 8000 | www.verkis.is

Hjá Verkís starfa útsjónar-

samir smiðir hugmynda

og lausna, reynsluboltar á

öllum sviðum verkfræði og

skyldra greina. Síðastliðin

80 ár hafa starfsmenn

fyrirtækisins átt þátt í

flestum stærri mannvirkjum

og framkvæmdum á Íslandi.

Saga Verkís er þannig

samofin sögu uppbygg-

ingar og atvinnulífs á

Íslandi eins og við

þekkjum það.

Öflug uppbygging í 80 ár

1972 Hitaveita á Reykjum, Mosfellsbæ

2010 Sundlaugin Hofsósi

1953 Laxárvatnsvirkjun 2011 Hörputorg 2008 Svartsengi

1958 Háspennumastur í Kollafirði

2003 Bláa lónið

1958 Grímsárvirkjun

1946-2011 Hallgrímskirkja

Verkís rekur uppruna

sinn til 1932 þegar fyrsta

íslenska verkfræðistofan

hóf starfsemi sína.

„Við erum hægt og bítandi að auka vöruframboð okkar í samræmi við kröfur og þarfir fyrirtækja- og stofn-anamarkaðarins, þar sem áhersla er lögð á að geta sótt sem flestar dag-legar hreinlætisvörur á einn og sama staðinn. Við erum stöðugt að leita tækifæra til að auka vöruframboðið og ætlum okkur að sækja enn frekar fram með aukinni fjárfestingu í tækjabúnaði,“ segir Þórður Kárason, framkvæmdastjóri Papco.

Samkeppnishæfur íslenskur kostur

Vörumerkið Papco er löngu orðið þekkt á meðan íslenskra neytenda. Þetta rótgróna íslenska fyrirtæki

kom inn á markaðinn eins og storm-sveipur fyrir aldarfjórðungi með sal-ernispappír á verði sem íslenskum neytendum hafði ekki boðist áður. Tryggð neytenda við Papco kom vel í ljós í kjölfar bankahrunsins, þar sem vitundarvakning varð um mikil-vægi þess að eiga samkeppnishæfan, íslenskan kost á neytendamarkaði. Þótt bankahrunið og gjaldeyrishöft-in í kjölfarið hafi á sínum tíma reynst Papco þung í skauti varð það til þess að stjórnendur fyrirtækisins komu auga á ný tækifæri í fram-

leiðslunni. Rykið var dustað af vél-um, sem staðið höfðu ónotaðar lengi og stóð ekki til að ræsa á ný. Úr þeim streymdu nýjar vörur sem hafa ásamt öðru stóraukið við vörulínu fyrirtækisins.

Tvöfaldur sigurPapco býður nú ekki aðeins upp á fjölbreytt úrval af pappírsvörum heldur einnig sápur og hreinsiefni, plastpoka og einnota plastáhöld fyrir eldhús og þannig mætti áfram telja. Þórður segir vaxtarmöguleika liggja

víða: „Okkur hefur miðað vel áfram á þessum markaði en stefnum eins og alltaf að því að gera enn betur. Papco hefur haft það að leiðarljósi frá upphafi að svara kalli markaðar-ins. Með því að sækja fram í sam-keppni við innfluttar vörur er hægt að vinna tvöfaldan sigur; færa neyt-endum vörur á betra verði og skapa störf innan íslensks iðnaðar,“ segir Þórður Kárason.

papco.isÞórður Kárason, framkvæmdastjóri Papco.

Leiðarljós Papco að svara kalli markaðarins

DEMO loftljósið - gamalt handverk

endurvakiðMeð DEMO loftljósinu er verið að endurvekja íslenskt handverk sem var nokkuð algengt á sjötta og sjö-unda áratug síðustu aldar. Það hafa ekki varðveist mörg eintök af þess-um fallegu ljósum en framleiðendur DEMO loftljóssins hafa sótt inn-blástur í þau.

„Við lífguðum upp á útlitið með litum, styrktum grindina með mess-inghringjum og einfölduðum út-færsluna án þess að missa sjónar á útliti fyrirmyndarinnar,“ segja fram-leiðendur DEMO loftljóssins, þau Dagný Elsa Einarsdóttir og Magnús Ólafsson, húsgagnasmíðameistari, en Dagný Elsa hefur lagt stund á nám í húsgagnasmíði ásamt námi við Hönnunar- og Handverksskól-ann.

Þetta er fyrsta samstarfsverkefni þeirra en bæði eru áhugafólk um varðveislu og endurvakningu á ís-lensku handverki og húsgögnum frá árunum 1940 til 1960 en þau voru oft hönnuð og unnin af iðnaðar-mönnum. Á þessum árum ríkti mjög sérstök verkstæðismenning, aðallega í Reykjavík og á Akureyri, sem þau Dagný Elsa og Magnús telja vert að gefa gaum.

DEMO loftljósið er fáanlegt í ýmsum litum en einnig ólitað. Efni-viðurinn er furugrind, furuspónn og messinghringir en perufesting er úr málmi. Perustæðið er hefðbundið og því úr harðplasti og fyrir að hámarki 60 watta peru. Snúran er tauklædd og fáanleg í mörgum litum, bæði einföld eða vafin.

DEMO loftljósið er handgert ef frá er talin hefðbundin vélavinna.

Page 34: Sóknarfæri

34 | SÓKNARFÆRI

Í ár fagnar verkfræðistofan Verkís 80 ára afmæli en hún rekur upphaf sitt til ársins 1932 þegar Sigurður Thor-oddsen verkfræðingur varð fyrstur til að stofna verkfræðistofu á Íslandi. Fyrstu árin átti Sigurður í mesta basli með að hafa fulla vinnu af rekstrinum en með árunum óx verk-fræðistofunni fiskur um hrygg. Árið 2008 sameinaðist hún fjórum öðr-um verkfræðistofum: Rafteikningu, Fjarhitun, Fjölhönnun og Rafagna-tækni og úr varð Verkís þar sem í dag starfa yfir 300 manns.

Sveinn Ingi Ólafsson fram-kvæmdastjóri segir að markmiðið með sameiningu verkfræðistofanna hafi verið að mynda sterkari einingu sem þjónaði betur þörfum stærri viðskiptavina, ásamt því að auka styrk og úthald til að sækja á erlenda markaði. Hann segir að það hafi sýnt sig í þeim samdrætti sem fylgdi í kjölfar efnahagshrunsins að ákvörðunin hafi verið skynsamleg. „Við höfum stundað markaðsstarf-

semi í útlöndum af krafti og vorum til dæmis með 14% af okkar veltu erlendis í fyrra og það munar um minna,“ segir Sveinn.

Viðhaldi frestaðHann segir að strax eftir hrun hafi dregið mjög úr verkefnum á al-mennum byggingarmarkaði og sömuleiðis hafi ríki og sveitarfélög kippt að sér höndum. „Við urðum fljótt áþreifanlega vör við hrun í fjár-festingum í innviðum landsins og er það enn viðvarandi. Maður veltir fyrir sér hve lengi sé hægt að fresta viðhaldi og endurbótum hjá hinu opinbera, það hlýtur að koma að því að menn þurfi að hefja að nýju fjár-festingu í vegum, veitum og öðrum innviðum.“ Sveinn segir að í erfiðu árferði síðustu ára hafi orkuiðnaður-inn haldið stóru verkfræðistofunum við efnið. „Stærstu verkefnin í verk-fræði og mannvirkjagerð á Íslandi í dag eru í orkuvinnslu og orkufrek-um iðnaði og þar er langstærsta verkefnið hjá álverinu í Straumsvík sem er að fjárfesta fyrir um 60 millj-arða króna í viðamiklu verkefni sem snýst um að endurnýja búnað og auka afköst.“

„Við gerum okkur að sjálfsögðu

vonir um að uppbygging í orkuiðn-aðinum haldi áfram í samræmi við stefnumótun orkufyrirtækjanna. Hins vegar hafa menn verið að bíða eftir að Alþingi samþykki ramma-áætlun um nýtingu vatnsafls og jarð-varma sem skapar nauðsynlegan ramma svo hægt verði að ná sátt um þessi mál til framtíðar.“ Sveinn segir að þrátt fyrir allt hafi Verkís tekist ágætlega að takast á við samdráttinn undanfarin ár. Það var samdráttur í rekstrinum árið 2009, síðan stóð hann í stað árið 2010 en árið 2011 tóku umsvif og tekjur aftur að aukast.

Virkjanir erlendisEins og áður sagði voru 14% af tekjum Verkís á síðasta ári vegna verkefna erlendis. Stærstu verkefnin undanfarin ár hafa verið á Græn-landi, í Kenía og í Kákasus. Á Græn-landi hefur Verkís unnið að hönnun virkjana í samvinnu við Ístak sem er að byggja vatnsaflsvirkjanir fyrir grænlensku landsstjórnina. Nú þegar

eru tvær virkjanir komnar í rekstur og er verið að vinna í þeirri þriðju sem áætlað er að taki til starfa á síð-ari hluta þessa árs. Undanfarin tvö ár hefur Verkís, í samvinnu við fleiri íslenska aðila, einnig unnið að kort-lagningu jarðhitasvæða fyrir ríkis-orkufyrirtækið í Kenía auk þess að vinna að hönnun og gangsetningu minni jarðgufustöðva fyrir norskan aðila. Þá er Verkís að hanna 108 megawatta vatnsaflsvirkjun í Káka-susfjöllum í Georgíu um þessar mundir og eru framkvæmdir við hana um það bil að hefjast. Sveinn telur að íslensku verkfræðistofurnar þurfi að horfa út fyrir landssteinana í ríkari mæli. Þær hafi byggt upp mikla reynslu og þekkingu á löngum tíma og nú sé tækifæri til að nýta hana. „Við vorum ekki vel sam-keppnisfær þegar evran kostaði 80 krónur, en það hefur breyst veru-lega,“ segir Sveinn Ingi Ólafsson að lokum.

verkis.is

Sveinn Ingi Ólafsson segir að íslenskar verkfræðistofur eigi að huga í ríkari mæli að verkefnum erlendis.

Orkuiðnaðurinn hefur haldið stóru verkfræði-

stofunum að verki -segir Sveinn Ingi Ólafsson framkvæmdastjóri Verkís

Snjóflóðavarnir fyrir röska tvo milljarða króna Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Neskaupstað vegna snjóflóðavarnamannvirkja. Annars vegar er uppsetning á stoðmannvirkjum í fjallinu ofan bæjarins þar sem komið er fyrir grindum sem ætlað er að hefta snjó í fjallinu. Þessum verkþætti á að ljúka í október á þessu ári en uppsetningu búnaðarins hefur Köfunarþjónustan með höndum. Hins vegar eru framkvæmdir við nýja varnargarða en því verki á að ljúka haustið 2014 en Héraðsverk annast þennan verk-hluta. Þvergarðurinn ofan byggðarinnar verður tæplega 700 metrar að lengd og ofan hans yfir 20 keilur sem ætlað er að brjóta snjóflóð.

Ein af þremur vatnsaflsvirkjunum sem Verkís hefur hannað á Grænlandi

Páskarúlla PAPCO fæst í búðinni þinni

Íslenskur iðnaður/framleiðsla

Allt til hreinlætis

Page 35: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 35

GK gluggar hafa framleitt glugga og hurðir úr timbri í mörg ár og er kjör-orð fyrirtækisins: Gluggar og hurðir í réttum gæðum. Þá hefur fyrirtækið mikla reynslu af viðgerðum og end-urbótum á eldra húsnæði. „Við leggj-um áherslu á að þetta sé gert vel og standist íslenskar kröfur,“ segir Gyða Árný Helgadóttir framkvæmdastjóri. Þess má geta að fyrirtækið er með vottun á glugga frá Nýsköpunarmið-stöð Íslands.

GK gluggar fluttu úr Mosfellsbæ í Þykkvabæ steinsnar frá Hellu fyrir rúmlega ári síðan. Gyða segir að stað-setningin skipti ekki máli við fram-leiðslu glugga og hurða. Viðskipta-vinir GK glugga eru að stærstum hluta einstaklingar og smærri iðnfyr-irtæki. „Við afhendum vörurnar í vöruflutningamiðstöð í Reykjavík viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Öll framleiðsla okkar byggist á því að við notum gott og vandað hráefni og eru allir íhlutir valdir af kostgæfni þannig að endingin á að vera góð.“

Gyða Árný segir að vélbúnaður fyrirtækisins sé sá besti sem mögu-legur er í dag sem tryggi gæði fram-leiðslunnar. „Öll yfirborðsmeðhöndl-un er einnig mjög vönduð. Ending er til að mynda betri ef gluggar og hurðir eru sprautaðar auk þess sem áferðin verður þá fallegri en þegar málað er með pensli. Við notum mjög vandaða málningu sem er með háan gæðastuðul. Það þurfa allir góð-ir hlutir viðhald en ef timbur er sprautað þegar það er nýunnið, þá þarf við venjulegar kringumstæður ekki að hugsa um viðhald í um það bil 8-10 ár.“

Vetrarafsláttur í marsHvað varðar glugga og hurðir segir Gyða Árný að hagstæðast sé að velja karmana úr furu en það er alltaf sett-ur harðviður í opnanlegu fögin og á móti furu er venjulega notað oregon pine. Ef harðviður er valinn í allt þá er hægt að velja um oregon pine, ma-hóní og tekk. Vinsælast í dag er heil-sprautuð fura og oregon pine. Hægt er að velja nánast hvaða lit sem er.

Gyða Árný segir tískusveiflur ríkja á þessum markaði að einhverju leyti. „Ég tók eftir því að í uppsveiflunni 2007 voru menn að færa sig yfir í fúnkísstíl en þetta settlega útlit er að aukast aftur. Hurðir og gluggar úr mahóní og jafnvel tekki voru mikið keyptar 2007 en tekk er svo dýrt í dag að það eru afar fáir sem vilja það.“

Hún segir að ef skipta eigi um glugga og hurðir í vor og sumar sé rétti tíminn að panta núna svo þetta verði þá tilbúið til ísetningar þegar á að fara af stað. „Við veitum vetraraf-slátt ef pantað er í mars,“ segir Gyða.

gkgluggar.is

„Sumir vilja gera allt á sama tíma en með vorinu aukast verkefnin þannig að afgreiðslufrestur lengist svo það er betra að vera með tímann fyrir sér í þessu. Við veitum vetrarafslátt ef pantað er í mars.“

Gyða Árný Helgadóttir framkvæmda-stjóri GK glugga.

Gluggar og hurðir í réttum gæðum

Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. i s | www.gahusgogn. i s

Við tökum málin í okkar hendur

Sérsmíðum húsgögn fyrir heimili og fyrirtæki

Geitir

Sýnum Sindrastóllinn á HönnunarMars.Stóllinn var hannaður árið 1962.Endurgerður í tilefni að 50 ár eru liðinn frá hönnun hans, í samstarfi við Sóló húsgögn, Ikan ehf og Sjávarleður. Hann verður til sýnis í Víkinni Sjóminjasafni Grandagarði, dagana 22-25. mars.

Page 36: Sóknarfæri

36 | SÓKNARFÆRI

Fjarðaál, álver Alcoa á Reyðarfirði er komið á fulla ferð. Þaðan streymir fullunnin vara til kaupenda vítt um heim og til baka kemur gjaldeyrir sem stendur undir hunduðum starfa vegna þessarar starfsemi. Fjarðaál áætlar að auka framleiðslu sína um 8000 tonn í ár í kjölfar þess að nýr afriðill var tekinn í notkun í stað þess sem brann á síðasta ári. Heild-arframleiðslan er því áætluð um 349.000 tonn í ár. Þó framleiðslan sé komin á fullt er uppbyggingunni hvergi nærri lokið. Nú í vor verður tekin í notkun kersmiðja Fjarðaáls og sú fjárfesting ein og sér er á fjórða milljarð króna. Hefur hún þegar skapað mikinn fjölda starfa á bygg-ingartímanum, auk þess sem til verða tugir nýrra framtíðarstarfa með þessum síðasta áfanga í bygg-ingu álversins. Sóknarfæri heimsótti Fjarðaál og heilsaði upp á starfs-menn í amstri dagsins.

Fjarðaál sneri þróuninni viðHeiðrún Finnbogadóttir, umsjónar-maður í kerskála, var á sínum tíma starfsmaður fyrirtækisins Bechtel við byggingu Fjarðaáls en hóf síðan störf í álverinu árið 2006. Hún hefur starfað í kerskála, var um tíma leið-togi en vinnur nú að umhverfismál-um. Heiðrún flutti ásamt fjölskyldu sinni úr Reykjavík til Eskifjarðar ár-ið 1980 og segir engan vafa leika á að Fjarðaál hafi snúið við þróun á Austurlandi sem hafi þegar verið far-in að leiða af sér brottflutning fólks. „Hnignun fylgdi samdrætti í sjávar-útveginum. Við horfðum upp á fólk

flytja á eftir börnum sínum suður – enda ekki líkur til að þau hefðu að miklu að hverfa hér að loknu námi. Þegar umræðan hófst um álversupp-bygginguna sáum við aukin tækifæri á svæðinu, að húsin okkar yrðu selj-anleg og einhvers virði og að hér yrði uppbygging á ný. Þetta hefur gengið eftir, við höfum fengið brott-fluttar fjölskyldur aftur til baka og börnin okkar sjá möguleika til að setjast hér að í framtíðinni og fá störf við hæfi. Álverið hefur því ekki kollvarpað öllu hér á svæðinu eins og stundum mætti ætla af um-

ræðunni. Þetta er gott fyrirtæki sem hugsar vel um starfsfólkið og nær-samfélagið,“ segir Heiðrún og að-spurð um núverandi starf hennar í kerskála Fjarðaáls segir hún það snú-ast um aðgerðir til að lágmarka flú-orlosun frá starfseminni.

„Með margvíslegum aðgerðum starfsfólks í kerskálunum hefur tek-ist að ná þeim árangri að vera með minnstu losun allra álvera innan Al-coa samstæðunnar. Það er mikill ár-angur hjá svona ungu fyrirtæki. Hluti skýringarinnar er tæknibúnað-ur okkar en fyrst og fremst markviss vinnubrögð með þátttöku fram-leiðslustarfsmannanna sjálfa. Upp-hafsins er því að leita á gólfinu – í áhuga og virkni starfsfólksins sjálfs um að gera vel og enn betur en í gær. Þannig er andinn hér,“ segir Heiðrún.

Fjölbreytt störf í boðiÍ stjórnherbergi steypuskála hittum við fyrir starfsmenn ofnasvæðis, þá Sigurð Jakob Guðjónsson leiðtoga og Níels Þorvaldsson. Segja má að steypuskálinn sé ákveðin endastöð framleiðslunnar, þar verða afurðirn-ar til; hvort heldur eru steyptir ál-

hleifar, álvírar eða álstangir. Hér er álið tekið, í sumum tilfellum bland-að í það efnum eftir því sem við-skiptavinir biðja um og síðan eru af-urðirnar steyptar. Af gólfi steypu-skálans fara þær síðan frágengnar niður á næstu hæð þar sem Eimskip tekur við þeim til útflutnings.

Þeir félagar eru báðir Austfirðing-ar og höfðu áður verið í fjölbreytt-um störfum. Sigurður Jakob hafði m.a. verið á sjó og síðast starfaði Níels sem rútubílstjóri á svæði Fjarðaáls á meðan verksmiðjan var í byggingu. „Ég sé ekki eftir því að hafa fært mig yfir í starf hér hjá fyr-irtækinu,“ segir Níels og Sigurður Jakob bætir við að vinnustaðurinn sé fjölbreyttur og bjóði upp á mikla möguleika fyrir starfsmenn.

„Hér getur fólk byrjað í fram-leiðslustörfum á gólfinu og fært sig milli starfsstöðva og starfa. Til að mynda eru hér í steypuskálunum fimm ólíkar starfsstöðvar þannig að bara í þessum afmarkaða hluta fyrir-tækisins geta starfsmenn reynt sig í mismunandi störfum. Starf í álveri er því alls ekki þannig að þú sért ár-um saman í því sama og á sama stað,“ segir Sigurður Jakob.

„Við vinnum að meðaltali 15 tólf tíma vaktir í mánuði. Eigum frí aðra hverja helgi auk vaktafría á virkum dögum. Þetta kemur vel út – góð laun miðað við vinnutíma. Fjarðaál gjörbreytti möguleikunum fyrir okk-ar kynslóð hér á svæðinu.“

Úr fangelsi í FjarðaálJens Hjelm, framleiðslustarfsmaður í skautsmiðju, flutti frá Svíþjóð árið 2005 með fjölskyldu sína til að vinna við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og hóf síðan störf í Fjarðaáli í fram-haldinu. Fjölskyldan býr á Fáskrúðs-firði en auk starfsins í skautsmiðj-unni er Jens yfirtrúnaðarmaður starfsmanna Fjarðaáls. Í Svíþjóð starfaði hann sem deildarstjóri í meðferðarfangelsi en hann segist kunna ágætlega við sig í Fjarðaáli.

„Mér fannst vera að skapast tæki-færi á Íslandi með uppbyggingunni á Austurlandi og margt mjög vænlegt að gerast í þjóðfélaginu. En auðvitað sá maður hins vegar ekki hrunið fyr-ir, frekar en aðrir og það breytti auð-vitað myndinni talsvert.

Það sem heillaði mig sérstaklega við Fjarðaál var þessi áhersla á örygg-ismálin og fjölskylduvænleikann. Sem sjö barna faðir er tel ég þetta af-ar mikils virði. Svipuðum áherslum hafði ég kynnst í starfi mínu fyrir sænska ríkið og þær skipta miklu máli. Fjarðaál er fyrirtæki sem inn-leiðir nýja hugsun í íslenskt atvinnu-líf og margt sem fyrirtækið gerir fyrir okkur starfsfólkið er til fyrirmyndar. Það er fyrir öllu að okkur starfs-mönnunum líði vel og að við kom-um heilir heim til okkar fjölskyldna.“

Á síðasta ári var gerður nýr kjara-samningur starfsmanna Fjarðaáls við Alcoa sem Jens segir að hafi verið í undirbúningi í yfir eitt ár áður en hann var gerður. „Að þessum samn-ingi unnu hátt í 40 fulltrúar starfs-manna og það skilaði markvissri vinnu og að mínu mati ávinningi

Heilsað upp á starfsmenn Fjarðaáls

Störfin í steypuskálanum eru fjölbreytt, segja þeir Níels Þorvaldsson (tv.) og Sigurður Jakob Guðjónsson.

Eygló Jóhannesdóttir leiðtogi (tv.) og Elín Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðs-treymi, vinna að ráðningum starfsmanna fyrir sumarið.

Page 37: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 37

fyrir starfsmenn. Þetta var nýbreytni í vinnulagi og minni starfsmanna-velta í fyrirtækinu er til marks um að starfsmenn eru ánægðir í starfi,“ segir Jens.

Fjöldinn á við heilt sjávarpláss!

Á skrifstofu Fjarðaáls eru þær Elín Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðs-teymi og Eygló Jóhannessdóttir, leiðtogi úr steypuskála, að vinna úr á sjötta hundrað starfsumsóknum, bæði vegna sumarstarfa og framtíð-arstarfa. „Við fengum mikil við-brögð við auglýsingum eftir starfs-fólki sem sýnir áhuga fólks á að koma hér til starfa,“ segir Elín en í úrvinnslu umsókna þarf að huga að mörgum atriðum. Eitt þeirra er að meta hvort viðkomandi einstakling-ar falli rétt að þeim starfsmannahóp-

um sem ráðið er inn í, reynt er að meta hvernig hæfni og reynsla við-komandi nýtist sem best og þannig má áfram telja. „Við skoðum líka hvernig aðstæður eru hjá viðkom-andi, hvort hann býr á svæðinu eða hefur leyst húsnæðismál og svo framvegis,“ segir Elín.

Fyrstu framleiðslustarfsmenn Fjarðaáls voru ráðnir á miðju ári 2006 en í dag er heildarfjöldi starfs-manna Fjarðaáls um 500. Og rúm-lega annar eins fjöldi af starfsmönn-um er hjá ýmsum verktaka- og þjón-ustufyrirtækjum sem tengjast starf-semi Fjarðaáls. Með öðrum orðum fjöldi á við gott sjávarpláss! „Eitt af okkar markmiðum er að bjóða starfsfólki möguleika til að þróa sig milli starfa, vinna sig þannig upp ef svo má segja en eftir því sem fólk þjálfar sig í fleiri störf hækka launin

í sama takti. Það er því eftir nokkru að slægjast,“ segja þær. Starfmenn í framleiðslu hjá Fjarðaáli hafa um 375 þúsund í byrjunarlaun á mán-uði miðað við 15 vaktir en mögu-leikar eru til hærri launa með starfs-þjálfun og starfsaldri. Ótalin eru þá ýmis fríðindi, svo sem niðurgreiðsla ferðakostnaðar og fleira.

„Starfsmenn hér í Fjarðaáli hafa að baki mjög fjölbreytta reynslu, menntun og þekkingu. Við höfum sérhæfð iðnaðarstörf sem krefjast starfsréttinda en í framleiðslustörf-unum höfum við allt frá fyrrum bæjarstjórum, múrurum og kennur-um yfir í fólk sem hefur unnið verkamannastörf. Þessi fjölbreytni er styrkur fyrir okkur,“ segja Elín Jóns-dóttir og Eygló Jóhannesdóttir.

alcoa.is

Kersmiðja Fjarðaáls verður tekin í notkun í maí. Kerin í skálunum verða endurbyggð og fóðruð upp á nýtt. Þetta er hluti af reglulegri starfsemi í álveri en bygging kersmiðjunnar kostar rösklega 3 milljarða króna.

„Fjarðaál breytti miklu hér á svæðinu,“ segir Heiðrún Finnbogadóttir, umsjónarmaður í kerskála.

Jens Hjelm á vinnusvæði sínu í skautsmiðjunni.

Rafdrifið skrifborð er framtíðarlausnTryggðu þér þægilegri vinnuaðstöðu

Hönnuðir Flex skrifborðs:Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson

Hönnuður Spuna stóls:Erla Sólveig Óskarsdóttir

Heildarlausnir í skrifstofuhúsgögnum

Rafdrifnu Flex skrifborðin fást í mörgum stærðum og gerðum. Stiglaus hæðarstilling frá 62 upp í 127 cm.

Á. GUÐMUNDSSON EHF. Bæjarlind 8–10 • 201 Kópavogur • Sími 510 7300 • www.ag.is

Page 38: Sóknarfæri

38 | SÓKNARFÆRI

Þeir sem ekki hafa farið í verslunina Kraum, Aðalstræti 10, eiga mikið eftir. Að koma þangað er eins og að ganga inn í ævintýraveröld þar sem augað nemur stöðugt nýja og fallega hluti.

Kraum er fyrsta verslunin sem sérhæfir sig alfarið í verkum íslenskra hönnuða og er til húsa í elsta húsi borgarinnar við Ingólfstorg. Í versl-uninni eru verk yfir 70 hönnuða, þar á meðal textílverk, skartgripir, hús-munir og fatnaður sem valinn er af sérlegri nefnd sem tryggir að úrvalið

endurspegli það besta sem íslensk hönnun hefur upp á að bjóða.

Pönnupökupanna í nýjum ham

Á Hönnunarmars 2012 verður gamla íslenska pönnukökupannan sýnd í nýjum búningi. Pönnukö-kupannan er hluti af okkar íslensku arfleið og fékk Halla Bogadóttir, framkvæmdstjóri Kraums, fimm hönnuði til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Hönnuðirnir fengu það viðfangsefni að hanna nýtt skaft á pönnukökupönnuna sem hefur verið framleidd í 60 ár á Íslandi. „Álið er íslenskt, hönnunin pönnunnar er íslensk og framleiðsl-an fer fram á Íslandi. Nú koma fimm ný sköft og pönnurnar verða til sýnis á Hönnunarmars og til sölu í verslun Kraums,“ segir Halla. Hún segir sköftin mjög mismunandi og að það verði forvitnilegt að sjá hvaða skaft muni njóta mestrar hylli.

Nýjungar í skyrtuhönnun Á Hönnunarmars 2012 verður fleira á boðstólnum í Kraumi, bæði til sýn-is og sölu. Tveir nýir fatahönnuðir munu sýna hönnun sína, einnig verða sýndir matardiskar frá ungum hönnuði nýútskrifðuðum frá Ítalíu, borðlampi/gólflampi, leirlistaverk og barnamatarstell sem hannað er eftir sögunni um Dimmalimm. Fyrirtæk-ið Huginn Muninn mun sýna nýja

hönnun í herraskyrtum. Þar er hönnunin íslensk en framleiðslan byggir á gamalli þekkingu frá verk-smiðju í Litháen. Þessi nýja hönnun er vert að kynna sér og skoða því þarna eru skemmtilegar nýungar á ferð.

Íslensk hönnun eftirsóttViðhorf til íslenskrar hönnunar hef-ur breyst mikið undanfarin ár og

segir Halla að áður hafi íslensk hönnun ekki þótt neitt sértaklega smart. Nú telst íslensk hönnun hins vegar mjög eftirsóknarverð og versl-anir, sem stofnaðar eru núna, sækjast eftir henni. Það er líka gaman að því að langstærsti viðskiptavinahópurinn í Kraumi eru Íslendingar enda mikið úrval af vörum til gjafa og eigin nota.

kraum.is

Gott úrval íslenskra hönnunarvara er að finna í Kraumi við Aðalstræti í Reykjavík.

Kraum – ævintýri líkast

HönnunarMars 2012

Leikjabransinn blómstrar

Á Íslandi starfa rúmlega 300 manns við þróun, markaðs-setningu og sölu á tölvu-leikjum. Mikill vöxtur hefur verið í þessum geira síðustu ár og stefna tekjur leikjafyrir-tækjanna fyrir þetta ár í rúmlega 10 milljarða króna. Flest þeirra eru að leita að starfsfólki til að mæta aukinni eftirspurn. Stærstu fyrirtækin á Íslandi í greininni eru CCP sem hefur byggt upp EVE-online netheiminn, Betware sem hefur sérhæft sig lausnum fyrir happdrættis-, talna- og getraunaleiki og Gogogic sem vinnur að leikjum og lausnum fyrir farsíma, auglýsendur o.fl.

Page 39: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 39

www.sagamedica.is

Úr heilsubrunni íslenskrar náttúru

Sæktu styrk í íslenska náttúru

SagaPro SagaMemo Angelica Voxisfærri salernisferðir fyrir minnið fyrir aukna orku fyrir sáran háls

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði hefur gert fimm ára samning við Sjúkratryggingar Íslands sem tryggir að hún mun halda áfram að veita skjólstæðingum ís-lenska sjúkratryggingakerfisins þverfaglega endurhæfingarþjónustu.

„Nýi samningurinn opnar okkur ný og spennandi tækifæri því hann gefur okkur svig-rúm til að horfa út fyrir rammann og bjóða til okkar nýjum hópum sem hingað til hafa ekki haft tækifæri til að nýta sér þjónustu Heilsu-stofnunar,“ segir Ingi Þór Jónsson, markaðs-stjóri Heilsustofnunar. Hann segir að fram-vegis geti fullgreiðandi gestir komist í hress-ingardvöl á Heilsustofnun án þess að þurfa að framvísa beiðni frá lækni. „Með þessu getum við mætt aukinni eftirspurn bæði frá Íslend-ingum og erlendum heilsuferðamönnum sem eru að leita að sérstakri upplifun á Íslandi.“ Hann segir fleiri hópa sýna staðnum vaxandi áhuga eins og til dæmis Íslendingar sem eru búsettir erlendis og fólk á aldrinum 35 til 60 ára sem vill komast í stutta hressingar- og af-slöppunardvöl með það fyrir augum að koma ef til vill síðar til lengri dvalar.

Sérstaða HeilsustofnunarHægt er að koma til styttri dvalar utan kerfis, allt frá einum degi og upp í nokkrar vikur. Þá er boðið upp á mismunandi heilsupakka sem eru sérsniðnir að þörfum hvers og eins. „Al-menningur er í auknum mæli að axla ábyrgð á eigin heilsu og vill nýta úrræði eins og það sem Heilsustofnun býður upp á þar sem hægt er að komast í faglega heilsueflingu í fallegu umhverfi. Við höfum mjög skýra sérstöðu sem gestir okkar sækjast eftir sem er grænmet-is- og heilsufæði, lífræn ræktun og einstakar meðferðir sem ekki eru fáanlegar annars stað-ar eins og til dæmis leirböðin.“ Ingi Þór segir að þrátt fyrir aukinn áhuga almennings verði ekki slakað á þeim faglegu kröfum sem gerðar eru til starfsins og haldið fast í þau gildi sem hafi skapað sérstöðu Heilsustofnunar.

Í fyrrasumar var rekið hótel í húsakynnum Heilsustofnunar í fyrsta sinn. „Tilraunin með hótelreksturinn í fyrra heppnaðist ótrúlega vel og veitti okkur dýrmæta reynslu sem við bú-um að til framtíðar,“ segir Ingi Þór Jónsson.

hnlfi.is

Lífrænt grænmeti ræktað á staðnum er meðal þess sem boðið er upp hjá Heilsustofnun.

„Við höfum mjög skýra sérstöðu sem gestir okkar sækjast eftir,“ segir Ingi Þór Jónsson, markaðsstjóri Heilsustofnunar.

Ný og spennandi tækifæri í Heilsu-

stofnun NLFÍ

Page 40: Sóknarfæri

40 | SÓKNARFÆRI

A k u r e y r i | E g i l s s t ö ð u m | H ú s a v í k | H ö f n | Í s a fi r ð i | R e y k j a v í k | S a u ð á r k r ó k i | V e s t m a n n a e y j u m

Við þökkum þér fyrir komuna!

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands þakkar öllum þeim sem fylltu sali Hilton Reykjavík Nordica á ársfundi Nýsköpunar- miðstöðvar �mmtudaginn 15. mars, kærlega fyrir komuna.

Ísland Siðvistar - vistvæn hugsun í atvinnulí�nu

sköpun snerpa samstarf mannauður

Skyrkonfekt er súkkulaði moli, gerðurúr gæða hvítu súkkulaði framleiddu afValrhona, með skyrfyllingu sem framleidder af Rjómabúinu Erpsstöðum.

Skyrkonfektið er handunnin vara og einstökí sinni röð, hvað varðar útlit og bragð!

Með gómsætri skyrfyllingu!

„Ótrúlega

vel heppnuð

samsetning

þar sem

súrt og sætt

mætist“

Skyrkonfektið er samvinnuverkefni

hönnuða og bænda undir handleiðslu

Listaháskóla Íslands.

Sími: 868 0357 www.erpsstadir.is

Þurfumað nýta

auðlindirnar„Sóknarfæri Íslendinga allra liggja í nýtingu auðlindanna og þar höfum við forskot sem við þurfum að nýta. Við eigum orkuna og fiskinn í sjón-um. Besta leiðin til að byggja upp

samfélagið til framtíðar er að nýta þessi verðmæti skynsamlega og skapa ný störf sem okkur sárvantar um þessar mundir,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits.

Stærsta verkfræðistofanMannvit er stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni og hjá fyrirtækinu og dóttur- og að-ildarfyrirtækjum þess starfa 420 starfsmenn með fjölþætta þekkingu og reynslu. Fyrirtækið er með starfs-stöðvar á sjö stöðum á Íslandi og þremur erlendis en höfuðstöðvarnar eru við Grensásveg 1 í Reykjavík. Stór hluti af starfsemi Mannvits tengist orkugeiranum og þjónustu við orkufrekan iðnað í gegnum dótt-urfyrirtæki félagsins HRV ehf. Mannvit kemur líka að margvísleg-um framkvæmdum eins og t.d. sam-göngumannvirkjum og byggingum á vegum ríkis, sveitarfélaga eða einka-aðila. Eyjólfur Árni segir að því mið-ur hafi verið dauft yfir þeim hluta starfseminnar eftir hrun.

Rjúfum kyrrstöðuna„Meginverkefni stjórnvalda ætti að-vera það að styrkja og hvetja at-vinnulífið með ráðum og dáð því þar verða jú flest störfin til. Vissu-lega ríkir víða skilningur á þörfum atvinnulífsins og ég þykist vita að

flestir stjórnmálamenn vilji hafa það umhverfi sem lífvænlegast. Hins vegar ná menn ekki nægjanlegri samstöðu um hvað komi fyrirtækj-unum best og of mikil ákvarðana-fælni er ríkjandi. Hlutirnir gerast hægt og óvissan er allt of mikil um það sem framtíðin ber í skauti sínu. Þetta veldur vantrausti og óöryggi sem aftur hefur í för með sér að fjár-festingar eru litlar sem engar. Á meðan ekki tekst að losa um þær hömlur mun hægt og illa ganga að veita því fólki vinnu sem nú fær ekki kröftum sínum viðnám. Þessa kyrr-stöðu þarf að rjúfa,“ segir Eyjólfur Árni ennfremur.

Notum orkuna straxEyjólfur Árni segir undarleg sú um-ræða sem oft skýtur upp kollinum að við Íslendingar eigum að hætta virkjun orkunnar og geyma hana, næstu kynslóðum til handa. „Við, sem höfum lengi starfað í þessum geira, gerum okkur fulla grein fyrir mikilvægi þess að auðlindirnar þarf að nýta með skynsamlegum hætti. En ég er ekki sammmála þeim sem telja hollráð að geyma orkuna, óbornum kynslóðum til handa. Það hefði ekki þótt skynsamlegt ef 19. aldar menn hefðu geymt nokkrar tunnur af grút á sínum tíma. Í dag kæmi sú fyrirhyggja ekki að neinum notum. Við vitum ekki hvort mikil spurn verður eftir þeirri orku, sem við ráðum yfir núna, þegar fram líða stundir. Dropinn sem nú rennur til sjávar verður ekki virkjaður eftir mörg ár. Miklu skynsamlegra er að nýta strax orku fallvatna og jarð-

varmann til að byggja upp og styrkja innviði samfélagsins. Þannig kom-um við komandi kynslóðum mest að gagni, m.a. með því að efla mennt-un sem er ein forsenda framfara.“

Sóknarfærin eru víðaÞegar góðærið margumtalaða ríkti á Íslandi var lítið um markaðsstarf er-lendis á vegum Mannvits, enda höfðu stjórnendur og starfsmenn í nógu að snúast hér heima. Eftir hrun var hins vegar horft markvisst til landvinninga erlendis með því að skilgreina og forgangsraða markaðs-svæðum. Mannvit hefur haslað sér völl í Mið-Evrópu, fyrst og fremst í Ungverjalandi og í Þýskalandi og er í harðri markaðssókn í Bretlandi.

„Okkar verkefni er fyrst og fremst það að verja afkomu þeirra sem hér starfa og byggja upp fram-sækið þekkingarfyrirtæki. Við leggj-um auðvitað ríka áherslu á að vinna fyrir íslensk fyrirtæki en þau eru flest að vinna sig í gegnum erfiðleikana og hafa endurskipulagt sinn rekstur og styrkt innviðina. En við horfum einnig erlendis eftir verkefnum, m.a. tengd jarðvarma. Græna orkan fær sífellt sterkari stöðu í heiminum og sú staðreynd skapar Mannviti tæki-færi. Þar kemur þekking okkar ís-lensku starfsmanna að notum, m.a. um að ná markmiðum ESB að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 20%, auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í 20% og bæta orkunýtni um 20%.“

mannvit.is

Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits: „Við megum ekki gleyma því að forsenda öflugs mannlífs á Íslandi er að við nýtum auðlindir okkar. Án útflutnings, og þar með gjaldeyristekna, væri hér fábrotið atvinnulíf og fátæklegri menningar-starfsemi.“

Stór hluti af starfsemi Mannvits tengist orkugeiranum og þjónustu við orku-frekan iðnað í gegnum dótturfyrirtæki félagsins HRV ehf.

Page 41: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 41

Landsbankinn er fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja til að bjóða upp á heildstæða þjónustu fyrir nýsköpun-ar- og sprotafyrirtæki. Með Nýsköp-unarþjónustu Landsbankans getur bankinn veitt þeim, sem eru með góða viðskiptahugmynd og vilja stofna eigið fyrirtæki, greiðan að-gang að þekkingu, faglegri ráðgjöf, fjármögnun og annarri fjármála-þjónustu. Nýsköpunarþjónustan var sett á laggirnar í framhaldi af loforð-um sem bankinn birti í upphafi síð-asta árs en þar á meðal var fyrirheit um aukna samfélagslega ábyrgð og stuðning við nýsköpun í landinu.

Frumkvæðinu vel tekiðMargrét Ormslev Ásgeirsdóttir sér-fræðingur Nýsköpunarþjónustu Landsbankans segir að þessu frum-kvæði bankans hafi verið mjög vel tekið. „Það er mikilvægt að hlúa að þessum vaxtarsprota og við viljum vera hluti af samstarfs- og stuðnings-neti nýsköpunar í landinu. Við er-um ekki að veita sömu þjónustu og

Nýsköpunarmiðstöð né ætlum við í samkeppni við hana eða aðra aðila sem hafa unnið mjög gott starf á þessum vettvangi, heldur viljum við eiga samstarfi við þá og koma á tengslum milli nýsköpunarumhverf-isins og viðskiptavina okkar,“ segir Margrét.

Stuðningur Landsbankans er margþættur. Auk almennrar fjár-mála- og rekstrarráðgjafar og ráð-gjafar um starfumhverfi nýsköpun-ar- og sprotafyrirtækja veitir bank-inn einnig fjárhagslegan stuðning. Í vetur hefur Landsbankinn staðið fyrir svokölluðum atvinnu- og ný-sköpunarhelgum með vinnusmiðj-um fyrir frumkvöðla víða um land. Þær hafa, að sögn Margrétar, verið haldnar fjórum sinnum í samvinnu við Innovit, sveitarfélög og fyrirtæki á hverju svæði og er ráðgert að halda tvær til viðbótar fram á sumar.

Nýsköpun tekur tímaFjárhagslegur stuðningur Lands-bankans við nýsköpun er einnig um-

talsverður. Þannig eru árlega veittar 15 milljónir króna í nýsköpunar-styrki úr samfélagssjóði bankans auk þess sem nýlega voru veittar tæplega 40 milljónir króna í styrki til 20 ný-sköpunarverkefna í ferðaþjónustu. Þeir styrkir voru veittir úr þróunar-sjóði sem settur var á laggirnar í samstarfi Landsbankans og iðnaðar-ráðuneytisins í tengslum við verk-efnið „Ísland allt árið“. Loks má nefna að hægt er að sækja um allt að 750 þúsund króna nýsköpunarlán á hagstæðum kjörum til að hrinda viðskiptahugmyndum í framkvæmd.

Margrét segir erfitt að mæla áþreifanlegan árangur af nýsköpun-arstarfi Landsbankans eftir svo stutt-an tíma. „Nýsköpun er ferli sem tek-ur mörg ár. Sumir tala um að það þurfi 7 ár eða jafnvel lengri tíma til áður en hægt er að meta árangur með einhverri vissu,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir.

landsbankinn.is

Landsbankinn efnir fyrirheit um stuðn-ing við nýsköpun

Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, sérfræðingur Nýsköpunarþjónustu Landsbank-ans, segir að stuðningi bankans við nýsköpun hafi verið mjög vel tekið.

Page 42: Sóknarfæri

42 | SÓKNARFÆRI

„Verktakastarfsemin er ekki nema svipur hjá sjón. Við vöruðum stjórn-völd við afleiðingum þess að stöðva nýframkvæmdir nánast alveg eftir hrun og nú blasir við að skaðinn er skeður að miklu leyti. Vandalítið er að fá aftur vélar og tæki í stað þess búnaðar sem hefur verið seldur úr landi, þó að það kosti samt eitthvað. Erfiðara er að fylla í skarð þeirra sem eru komnir í starf annars staðar og hverfa þar með úr faginu. Við héld-um að botninum yrði náð 2010 en ástandið var ekki betra 2011 og enn er kuldalegt nú þegar komið er fram á árið 2012,“ segir Kolbeinn Kol-beinsson, framkvæmdastjóri Ístaks hf.

Hann dregur upp dökka mynd af ástandinu meðal verktaka en tekur um leið fram að Ístak hafi þrátt fyrir allt fjölda starfsmanna í tveimur stærstu framkvæmdunum sem eru í gangi hérlendis: Búðarhálsvirkjun annars vegar og svokölluðu IPU-verkefni í Straumsvík hins vegar, þ.e. við að endurnýja, breyta og bæta tækni og framleiðsluferli í ál-veri Rio Tinto Alcan til að auka þar framleiðslu um 20%. Hlutur Ístaks í þessum tveimur verkefnum verður um 7 milljarðar króna á þessu ári.

Ístak var með um þúsund manns í vinnu þegar mest var um að vera hjá fyrirtækinu en nú eru þeir um 550 talsins, þar af um 300 hérlendis en samtals um 250 erlendis. Ístak vinnur við að reisa vatnsaflsvirkjun og tilheyrandi spennistöð og há-spennulínur í Ilulissat á Grænlandi, verkefni til þriggja ára upp á jafn-virði um 13 milljarða króna. Í norð-anverðum Noregi er fyrirtækið með mörg járn í eldinum á fjórum stöð-um, aðallega í vegagerð og veg-gangagerð en hefur líka byggt þar brimvarnargarða og dýpkað hafnir hér og þar, einkum á Lofotensvæð-inu. Velta Ístaks í Noregi var um 8 milljarðar króna í fyrra og mun verða svipuð upphæð á árinu 2012.

„Noregur er framtíðarmarkaður í okkar huga, hvað svo sem gerist á Ís-landi. Eðlilegt væri að um tveir þriðju hlutar starfseminnar væru hér heima en þriðjungur erlendis. Síð-ustu þrjú árin fyrir hrun var of mikil þensla í framkvæmdum og efnahags-

lífinu á Íslandi, óeðlilegt ástand sem við biðjum ekki um að verði endur-tekið. Það er samfélaginu hins vegar nauðsynlegt að koma fleiri stórum framkvæmdum í gang og nýta þá þekkingu og reynslu sem enn er eftir í verktakagreininni. Þá þarf að mennta mun fleiri til að starfa í iðn- og tæknigreinum, til að bæta upp fyrir brottfallið og tryggja lágmarks-endurnýjun. Þetta þykja víst ekki eftirsóknarverð störf fyrir ungt fólk í dag og slíku viðhorfi verður að breyta, annars blasir hér við skortur á iðn- og tæknimenntuðu fólki í framtíðinni.

Þegar á heildina er litið er búið að stórskaða þessa atvinnugrein. Þó að vinnuframlag verktaka sé þjóð-inni vissulega mjög mikilvægtá njót-um við ekki mikillar samúðar í sam-félaginu. Opinberum starfsmönnum fækkar ekkert í kreppunni og mörg-

um þykir rétt og eðlilegt að slá þar skjaldborg um öll störf. Hins vegar þykir varla fréttaefni að verktakafyr-

irtæki neyðist til að segja upp hundruðum manna!“

istak.is

Hópar hönnuða frá Egilsstöðum og Húsavík standa að sýningunni Norðaustan 10 í Epal og er um að ræða verkefni sem þessir hópar unnu í haust í samstarfi við fyrirtæki á Norður- og Austurlandi. Markmiðið var að stuðla að auknum möguleik-um í vöruþróun og framleiðslu á hverju svæði fyrir sig. Nýsköpunar-miðstöð Íslands og MAKE by Þorp-ið á Egilsstöðum standa að verk-efninu en það er samfélag á Austur-landi þar sem hönnuðir geta komið og unnið með austfirsk hráefni.

Fjölbreyttur hópur„Við vorum sjö í hópnum á Egils-stöðum og fjórir frá Húsavík,“ segir Sigrún Halla Unnarsdóttir fata-hönnuður á Egilsstöðum en auk hennar koma þaðan þau Agla Stef-ánsdóttir fatahönnuður, Garðar Eyj-ólfsson, hugmyndafræðilegur hönn-uður, vöruhönnuðirnir Karna Sig-urðardóttir og Thibaut Allgayer og

Viktor Sebastian samskiptahönnuð-ur. Hönnuðirnir frá Húsavík eru vöruhönnuðurnir Róshildur Jóns-dóttir, Snæbjörn Stefánsson og Stef-án Pétur Sólveigarsson og Brynhild-ur Guðlaugsdóttir arkitekt.

„Austurland er ríkt af náttúruleg-um og frábærum hráefnum og leyfð-um við því að njóta sín; fyrir okkur er hráefnið sjálft aðalatriðið,“ segir Sigrún Halla og unnu hönnuðurinir m.a. úr hreindýrsleðri, lerki, steini og áli s.s. tölvutöskur og bakpoka úr

hreindýrsleðri, smáhluti úr steinum og kolla og borð úr lerki og áli. „Hópurinn á Húsavík sýnir m.a. borðstofuborð og stóla, loftljós og vöggu.

Rík handverkshefð„Það er mikil handverkshefð á Aust-urlandi og við, sem höfum menntað okkur í hönnun, getum komið með vitneskju okkar inn í handverkið og notað þetta frábæra hráefni sem er á svæðinu. Það er mikil vitundarvakn-ing hjá neytendum um uppruna vörunnar sem það kaupir. Fólk vill vita hvaða hráefni er verið að nota og hvar varan er framleidd. Þetta er þróun sem er frábært mótvægi við fjöldaframleiðsluna í löndum þar sem vinnuskilyrði eru kannski ekki alltaf eins og best er á kosið. Þetta gerir vöruna einstaka og verður hún eigandanum kærari en ella.“

make.is

Viðvarandi sam-dráttarskeið ógnar tilveru verktaka-

starfseminnar

Krydd fyrir framandi matargerð

Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks hf.

Áhersla á hráefnið

Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður: „Fólk vill vita hvaða hráefni er verið að nota og hvar varan er framleidd.“ Ljósm. Glamour the concept boutique.

HönnunarMars 2012

Page 43: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 43

Versunin GÁ húsgögn er glæsileg húsgagnaversun að Ármúla 19. Þetta er samt engin venjuleg verslun því auk þess að vera björt og glæsileg eru GÁ húsgögn einnig fyrirtæki í hús-gagnaiðnaði sem sérhæfir sig í fram-leiðslu á húsgögnum og bólstrun fyrir heimili, stofnanir, hótel og veit-ingahús. Fyrirtækið var stofnað árið 1975 og hefur verið í eigu sama að-ila frá upphafi.

Hinn eini sanni Sindrastóllog sófinn Geitir

Það eru spennandi hlutir sem GÁ húsgögn verða með á Hönnunar-mars þetta árið en fyrirtækið hefur tekið þátt frá upphafi. Fyrst má nefna endurgerð á hinum alíslenska, klassíska Sindrastól sem framleiddur var fyrst 1962 og á því 50 ára af-mæli. Á sínum tíma þótti hann sam-eina á einstakan hátt þægindi og gæði og gerir það svo sannarlega ennþá. „Að fengnu leyfi frá ættingj-um hönnuðarins, Ásgeirs Einarsson-ar, var ákveðið að framleiða fimmtíu stóla, einn fyrir hvert ár,“ segir Grét-ar Árnason framkvæmdastjóri. Þessi endurgerð er samvinnuverkefni fjög-urra fyrirtækja. Sólóhúsgögn smíða stálgrindina undir stólinn, Ikan ehf. bátasmiðja og frumkvöðlasetur steypa skelina í stólnum, Sjávarleður framleiðir gærurnar og GÁ húsgögn sjá um bólstrunina. „Þetta er eins ís-lensk framleiðsla og hún getur ver-ið,“ segir Grétar. Meira að segja

tapparnir undir stólnum eru íslensk-ir og smíðaðir af Sólóhúsgögnum.

Eftir tveggja ára þróunarvinnu verður einnig frumsýndur nýr sófi sem hefur fengið nafnið Geitir en það er forníslenskt nafn.

Smíða húsgögn fyrir Hótel Marina

Nýtt hótel, Icelandair Hotel Marina, verður opnað við Mýrargötu 2-8 í Reykjavík nú í vor. Í húsinu verða 111 herbergi, líkamsræktaraðstaða ásamt bar og veitingaaðstöðu á jarð-hæð. GÁ húsgögn sér um stóran

hluta húsgagna í þetta glæsilega hót-el. Þar má nefna sófa og stól í hvert herbergi, öll húsgögn á veitingastað, glæsilega lúxusstóla í bíósal hótelsins og margt fleira.

Hægt að framleiða draumasófann þinn

GÁ húsgögn geta búið til það sem viðskiptavinurinn vill. „Fólk lætur gjarnan smíða allt eftir sínu höfði í eldhúsið hjá sér en hugsar minna um stofuna, hvað þá sjónvarpsher-bergið. Fólk er þá kannski með næstum því litinn eða sófa sem er

aðeins of stór, lítill, djúpur eða jafn-vel ekki góður að sitja í,“ segir Grét-ar. Hægt er að smíða nákvæmlega það sem hugurinn girnist í þeim efnum. Fólk hugsar ekki nógu oft um þá möguleika að hægt er að smíða húsgögn með nákvæmlega alla þá eiginleika sem hver og einn vill.

Mikill metnaður einkennir alla starfsemi fyrirtækisins sem hefur ver-ið þekkt fyrir vönduð vinnubrögð, góða þjónustu, gæði og endingu.

gahusgogn.is

Sófinn Geitir. GÁ húsgögn smíðar húsgögn með nákvæmlega alla þá eiginleika sem hver og einn vill. Sindrastóllinn. Í tilefni 50 ára afmælis stólsins á þessu ári eru nú framleidd 50 eintök.

GÁ húsgögn - engin venjuleg verslun

HönnunarMars 2012

Page 44: Sóknarfæri

44 | SÓKNARFÆRI

Bláa lónið er eitt af 25 undrum ver-aldar samkvæmt hinu virta tímariti National Geographic en ritið flokk-ar þau niður í þrjá flokka eftir því hvort þau tengjast vatni, himni eða landi. Bláa lónið er eitt af undrum vatnsins. Þar kemur jafnframt fram að hið rjúkandi Bláa lón á Íslandi standi fyrir ójarðneska sýn og að það sé paradís jarðvarmans, staðsett í umhverfi sem minni á tunglið. Margir af markverðustu stöðum og fyrirbærum heims eru á listanum eins og t.d. regnskógarnir í Borneó, norðurljósin við Norðurheimsskaut-ið, Sahara eyðimörkin og Kristal-hellarnir í Mexíkó.

Upplifunin skiptir mestu máli„Upplifun gesta Bláa lónsins er lykil-atriði og eitt af meginverkefnum okkar er að gera allt sem í okkar valdi stendur til að upplifun heim-sóknarinnar standist væntingar gesta okkar,“ segir Dagný Hrönn Péturs-dóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. „Fyrirtækið réð nýlega upp-lifunarstjóra til starfa en hlutverk

hans er að tryggja að allir starfsmenn vinni í takt að því að auka upplifun gesta. Þau störf sem verða til hjá fyr-irtækinu þessa dagana tengjast flest aukinni upplifun gesta. Þá er gaman að segja frá því að við höfum einnig ráðið til okkar leikara sem mun stýra skipulögðum ferðum um starfssvæði Bláa lónsins og verður hans hlutverk að koma upplýsingum áleiðis á líf-legan og skemmtilegan máta. Gest-ir okkar, sem margir eru meðvitað-ir um að National Geographic segi Bláa lónið vera eitt af 25 undrum veraldar, hafa án efa háar vænt-ingar til Bláa lónsins og markmið okkar er að standast þær vænt-ingar,“ segir Dagný í samtali við Sóknarfæri.

Inspired by Iceland„Markaðsverkefnið Inspired by Ice-land og heimboðin, sem hafa verið hluti þess verkefnis í vetur, hafa bor-ið gífurlega góðan árangur sem við sjáum í auknum fjölda erlendra ferðmanna sem sækja Ísland heim. Verkefnin hafa verið óvenjuleg og

veitt áhugaverða innsýn í land og þjóð. Eldhúsið, sem hefur ferðast um landið og var hjá okkur hér í Bláa lóninu í sl. viku, er skemmti-

legt dæmi um þetta.“Dagný segir að sam-

hliða þessum góða árangri og auknum fjölda ferða-manna til landsins þurfi að halda áfram að byggja upp innviðina og leggja áherslu á upplifun í ferðaþjónustu og aukinni fjárfestingu og metnaðarfullri uppbyggingu í afþreyingu. „Ferðaþjónust-an er ein af okkar mikilvæg-ustu gjaldeyrisskapandi at-vinnugreinum og aukin fjár-festing í innviðum greinarinn-ar mun einungis styrkja hana og auka jákvæð efnahagsleg áhrif hennar.“

bluelagoon.is

Mikilvægt að upplifunin standist væntingar ferðamannanna

Rætt við Dagnýju Hrönn Pétursdóttur, framkvæmdastjóra hjá Bláa lóninu

„Verkefnin hafa verið óvenjuleg og veitt áhugaverða innsýn í land og þjóð. Eldhúsið, sem hefur ferðast um landið og var hjá okkur hér í Bláa lóninu í sl. viku, er skemmtilegt dæmi um þetta.“

Velkomin í Garðyrkjufélag Íslands!

Skoðaðu kosti þessað vera félagi Öflug heimasíða www.gardurinn.is

Frakkastíg 9 - 101 Reykjavík - Sími 552 7721 og 896 9922 - [email protected]

Page 45: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 45

„Samtök iðnaðarins hafa ekki kynt undir væntingum að íslenskt olíuæv-intýri sé í sjónmáli en hins vegar teljum við að íslenskt atvinnulíf og íslensk stjórnvöld þurfi að hraða undirbúningi þess að vera í stakk búin til að þjónusta leit, tilraunir og rannsóknir með sómasamlegum hætti,“ segir Orri Hauksson, fram-kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Hann segir að þegar komi að hugsanlegri olíuvinnslu getum við yfirfært þekkingu úr jarðvarmaiðn-aði og verktækni okkar á því sviði. Eins getum við hratt komist yfir verðmæta verkþekkingu í virðis-keðju jarðefnaeldsneytis sé rétt hald-ið á spilum. Þegar Orri er inntur eft-ir því hver hugsanleg ruðningsáhrif slíkrar vinnslu kynnu að verða á samfélagið segir hann að drjúgur slaki sé í íslensku hagkerfi.

Langt í ruðningsáhrif„Það er því langt í að flöskuhálsar eða ruðningsáhrif myndist. Meint hætta vegna mögulegra uppgripa í jarðefnaeldsneyti myndi skapast með löngum fyrirvara, sem þá væri hægt að mæta tímanlega með skynsam-legri hagstjórn. Norðmenn og Kan-adamenn státa af velgengni á því sviði í gegnum tíðina, en hafa einnig gert mistök sem þeir vilja ekki end-urtaka. Við getum lært af þeim,“ segir framkvæmdastjóri SI. Hann er spurður um afstöðu Samtaka iðnað-arins til hugmynda um ríkisolíufélag eins og Statoil í Noregi þegar kemur að olíuvinnslu?

„Samtök iðnaðarins hafa ekki tekið neina afstöðu til þeirrar hug-myndar að stofnað verði ríkisolíufyr-irtæki. Reynsla Norðmanna verður klárlega höfð til hliðsjónar þegar kemur að mögulegri uppbyggingu og skipulagi þessa iðnaðar. Olíu- og gasvinnsla eru nýir möguleikar fyrir okkur. Nauðsynlegt er að gæta vel að hagsmunum þjóðarinnar bæði í lengd og bráð.“

Þýðir ekki að reisa múraÞegar talið berst að erlendri fjárfest-ingu, sem er í lágmarki um þessar mundir, segir Orri að stjórnvöld, hver sem þau eru hverju sinni, hljóti að átta sig á því að ef nýjar iðngrein-ar eigi að komast á legg, m.a. með því að nýta erlenda sérþekkingu,

þýði ekki að reisa hér múra. Orri segir landið rísa hægt eftir hrun og að ýmis tækifæri í kunni að vera í sjónmáli í heilbrigðistækni, orku- og umhverfistækni, sjávartækni og á ýmsum öðrum sviðum þegar losað verður um hömlur. En hver eru brýnustu verkefnin í dag?

„Til skamms tíma er lykilatriði að leysa fjárfestingarkrafta úr læð-ingi. Rammaáætlun þarf að koma fram og binda þarf endi á óvissu í

sjávarútvegi,“ segir framkvæmda-stjóri Samtaka iðnaðarins. „Það þarf að gefa leyfi fyrir arðbærum sam-gönguframkvæmdum, sem geta t.d. verið fjármagnaðar af lífeyrissjóðum og leggja þarf fram trúverðuga og markvissa áætlun um afnám gjald-eyrishafta. Banka- og fjármálakerfið þarf að styðja við endurreisn at-vinnulífsins en hátt eiginfjárhlutfall styður ekki við þá þróun. Eðlileg út-lánastarfssemi fer ekki í gang þegar

eiginfjárkröfur bankanna eru eins háar og raun ber vitni hér. Einnig er afar mikilvægt að koma á stöðuleika í skattkerfinu. Til langs tíma þarf svo að láta menntakerfið, allt frá fyrstu skólastigum, tengjast betur at-vinnulífinu, s.s. í raunvísindum, tækni og skapandi hugsun,“ segir Orri Hauksson.

si.is

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins:

Horfum til reynslu Norðmanna verði olíuvinnsla að veruleika

Orri Hauksson segir að þegar komi að hugsanlegri olíuvinnslu geti Íslend-ingar yfirfært þekkingu úr jarðvarma-iðnaði og verktækni á því sviði.

Landið að rísaÁ síðasta ári var hagvöxtur

3,1% og óx landsframleiðsla

sem því nemur. Þessi vöxtur

kemur í kjölfar mikils sam-

dráttar árin á undan. Þetta er

nokkuð meiri vöxtur en búist

var við og má rekja hann til

aukningar í einkaneyslu og

útflutningi. Að mati hagdeildar

ASÍ í endurskoðaðri hagspá

2012-2014 er áfram gert ráð

fyrir hægfara bata með vexti

landsframleiðslu á bilinu 1,4%

til 2% á ári næstu þrjú ár.

Staðan á vinnumarkaði batnar

hægt í takt við jákvæðari

horfur í efnahagsmálum og er

gert ráð fyrir að atvinnuleysið

verði komið niður í 4,9% árið

2014.

Gámahúsin frá Stólpa Gámum ehf eru góður kostur fyrir ferðaþjónustuaðila sem vilja

auka við gistirými á ódýran hátt. Húsin eru 24m að stærð með snyrtingu.

Vantar gistirými, snyrtingu eða bara meira pláss á vinnustaðnum?

Getum einnig útvegað allar gerðir vörugáma

Gistirými fyrir ferðaþjónustu

Björt og snyrtileg

SalernishúsSalernishús

Björt og snyrtileg

Gistirými fyrir ferðaþjónustu

Page 46: Sóknarfæri

46 | SÓKNARFÆRI

Vonir standa til að deiliskipulags-vinnu vegna stækkunar Landspítala við Hringbraut ljúki í sumar eða haust og þá gætu verklegar fram-kvæmdir hafist öðru hvoru megin við áramótin. Merkur áfangi í und-irbúningi verkefnisins náðist á dög-unum þegar formlega var gengið frá samkomulagi ríkis og borgar um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu spítalans og Háskóla Íslands norðan Hringbraut-ar.

Háð samþykkt nýs deiliskipulags

Í framhaldi af þeim tillögum hefur verið unnið að endurskoðun lóða-samninga Reykjavíkurborgar og rík-isins með það að markmiði að borg-in endurheimti byggingarétt á C og U-reit auk þess sem áhersla var lögð á að borgin fengi einnig í sinn hlut byggingarrétt að randbyggð við Hringbraut, sunnan sjúkrahússlóð-arinnar. Um er að ræða verðmætt byggingarland í hjarta Reykjavíkur. Í hlut ríkisins kemur aukið byggingar-magn á A og B-reit skv. núverandi tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Jafnframt komast aðilar að sam-komulagi um endurskoðun deili-skipulags á norðurhluta svæðisins, þ.e. núverandi athafnasvæði Land-spítalans. Samkomulagið er háð endanlegu samþykki og gildistöku deiliskipulags á svæðinu. Deiliskipu-lagstillagan hefur verið til umfjöll-unar hjá skipulagsráði Reykjavíkur-borgar í rúmt ár. Forkynning á verk-efninu fór fram síðsumars í fyrra en

við undirskrift lóðasamkomulagsins upplýsti Dagur B. Eggertsson, for-maður borgarráðs, að deiliskipulag-stillagan færi í kynningu meðal hags-munaaðila, væntanlega í þessari viku, og í framhaldi af því í deili-skipulagsferli.

Útboðsgögn tilbúin í vorFormaður byggingarnefndar Nýs Landspítala ohf., Gunnar Svavars-son, áréttaði fyrirvara lóðasamnings-ins um samþykkt borgaryfirvalda á

deiliskipulagstillögunni. Á meðan borgin ynni áfram að því máli héldi byggingarnefndin ótrauð áfram undirbúningi verkefnisins og vinnu við útboð, í samræmi við gildandi lög. Um er að ræða útboð á gatna-gerð, sjúkrahóteli, rannsóknarhúsi, meðferðarkjarna og bílastæðahúsi. Framkvæmdirnar verða boðnar út á Evrópska efnahagssvæðinu, hugsan-lega að gatnagerðinni undanskilinni, og geta útboðin farið fram með fyr-irvara um samþykki deiliskipulagins. Gunn ar undirstrikaði hins vegar að verkefnisstjórninni væri ekki heimilt að ganga til samninga við bjóðendur fyrr en Alþingi heimilaði slíkt.

„Þannig á þetta allt að geta hald-ist í hendur og gengið upp. For-hönnun og útboðsgerð er að ljúka hjá okkur og við verðum tilbúin til að sýna markaðnum útboðspakkana eftir nokkrar vikur. Ef deiliskipulag-

ið verður samþykkt af borgaryfir-völdum í sumar eða haust ættum við að geta byrjað að grafa fyrir götum í desember á þessu ári eða í janúar 2013, samkvæmt björtustu vonum miðað við stöðuna í dag.“

Mikilvægt að nýta mannaaflann

Velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, tók í sama streng og sagðist binda miklar vonir við að sjúkrahúsið risi. Verkefnið hafi átt sér langan aðdraganda og það væri útbreiddur misskilningur að hér stæði til að byggja stóra stofnun sem ætti að gína yfir allri heilbrigðisþjón-ustu á landinu.

„Hér er fyrst og fremst verið að færa saman á einn stað með bættri aðstöðu og aukinni þjónustu þá starfsemi sem er nú þegar dreifð um borgina,“ sagði ráðherra. Þetta þyrfti

að árétta því margir virtust halda að það ætti jafnframt að fara að leggja niður spítala á landsbyggðinni. „Það er ekki þannig,“ sagði velferðarráð-herra. Hann ítrekaði einnig mikil-vægi þess að fara af stað með bygg-ingaráform af þessu tagi á samdrátt-artímum þegar þörf væri á fram-kvæmdum.

„Því vona ég að þessu verði hrað-að og þá tala ég sem sá ráðherra sem með atvinnumálin hefur að gera. Það skiptir máli að koma svona verkefni í gang og nýta þann mannafla sem í dag hefur ekki vinnu en þar er byggingariðnaðurinn afar stór aðili,“ sagði ráðherra en áréttaði jafnframt að vel þyrfti að vanda til verka svo niðurstaðan yrði farsæl, bæði fyrir borgina og ekki síður fyrir heilbrigðiskerfið í landinu.

Jón Gnarr borgarstjóri, Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra undirrituðu samkomulagið um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu Landspítala og Háskóla Íslands norðan Hringbrautar. Vottar að undirrituninni voru Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, og Björn Zoëga, forstjóri Landspítala.

Undirbúningur stækkunar Landspítala þokast áfram:

Framkvæmdir gætu hafist í lok árs 2012

Í fyrirliggjandi tillögum að deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að það byggingarmagn, sem áður hafði verið gert ráð fyrir á A, B, C og U-reitum, verði nú haganlega fyrir komið á A og B reit.

Gangi nýundirritaður samningur ríkis og borgar um lóða- og skipulagsmál Landspítala og Háksóla Íslands eftir eignast borgin mjög verðmætt bygging-arland á svokölluðum C og U reitum. Heyrst hefur að borgaryfirvöld hafi hug á að byggja upp miðstöð strætisvagnaþjónustu á U reitnum, Umferðar-miðstöðvarreitnum svokallaða og staðfesti Jón Gnarr borgarstjóri þau áform í samtali við Sóknarfæri.

„Umferðarstöðvarreiturinn hentar mjög vel sem samgöngumiðstöð út af staðsetningunni,“ sagði borgarstjóri og bætti við að þar væri hægt að tengja saman strætósamgöngur og allar samgöngur inn í borgina.

„Menn sjá þarna tækifæri til að byggja Grand Central Station í Reykja-vík,“ sagði borgarstjóri og nefndi bæði mögulegar lestarsamgöngur frá Kefla-víkurflugvelli og rútur utan af landi, auk strætósamgangna á höfuðborgar-svæðinu. Staðsetning henti sérlega vel sagði borgarstjóri aðspurður, hver svo sem niðurstaðan verði varðandi fyrirhugaðan flutning Reykjavíkurflugvallar.

Verður BSÍ lestarstöð?

Í tilefni af undirskrift samkomulags ríkis og borgar um lóða- og skipulagsmál Landspítalalóðarinnar færði Gunnar Svarsson, formaður byggingarnefndar Nýs Landspítala ohf., Jóni Gnarr borgarstjóra að gjöf eintak af bókinni Leið 12, Hlemmur-Fell, sem hann taldi að ætti vel við vegna þeirra hugmynda sem uppi væru um að flytja „Hlemm“ á umferðarmiðstöðvarreitinn.

Page 47: Sóknarfæri

SÓKNARFÆRI | 47

Varma vörur eru framleiddar af fyr-irtækinu Glófa ehf., sem er stærsti framleiðandi prjónavöru á Íslandi. Aðalvörumerki fyrirtækisins er Varma - the warmth of Iceland, ásamt hönnunarlínunni Blik. Stefna fyrirtækisins er að framleiða vandað-ar íslenskar vörur, unnar á Íslandi úr íslenskum hráefnum og nú er kom-in ný lína sem sameinar íslenskt hugvit og hönnun og alíslenskt hrá-efni.

Í febrúar síðastliðnum kynnti Varma nýja mokkavörulínu fyrir-tækisins hjá Epal í Hörpunni. Í þessari nýju línu, sem hönnuð er af Sigríði Heimisdóttur iðnhönnuði, sameinast íslensk hönnun, hugvit, handbragð, hráefni og framleiðsla þannig að úr verður glæsileg vöru-lína úr íslensku mokkaskinni. Að þróun línunnar komu auk Sigríðar starfsmenn Varma á Akureyri og Loðskinns á Sauðárkróki, þaðan sem skinnin eru fengin. Impra ný-sköpunarmiðstöð á Akureyri og Ís-landsstofa veittu fyrirtækinu styrk til verkefnisins.

Eina mokkaframleiðslan Birgitta Ásgrímsdóttir, sölu- og markaðsstjóri segir að framleiðslan byggist á gamalli arfleifð frá því að mokkaiðnaðurinn var sem stærstur á Akureyri. „Við höfum framleitt mokkavörur í um 20 ár og erum í raun eina eftirlifandi mokkafram-leiðslufyrirtækið frá þessum gullald-artíma. Við nýtum íslensku lamba-gæruna og framleiðum alfarið hér-lendis. Við höfum þegar bætt við starfskrafti fyrir nýju línuna og það verður gaman að sjá þróunina í framhaldinu.“ Miklar vonir eru bundnar við að þessi nýja lína muni ylja kröfuhörðum neytendum hér-lendis og erlendis á næstu misserum.

Um er að ræða vörur eins og vesti, trefla, húfur, lúffur, veski og töskur, auk lítillar heimilislínu, sem samanstendur af púðum, teppum, gestabókum, inniskóm og eldhús-kollum og er stefnt að því að bæta við þessa línu í framtíðinni. Auk þessa fléttast inn í þetta vörur úr ull-arbandi svo sem húfur, treflar, sokk-ar o.fl. og einnig er íslenskt fiskroð notað í nokkrum vörum.

Birgitta segir að um 85% af ís-lenskum mokkaskinnu séu flutt út óunninn. „Það er synd að þetta hrá-efni hafi ekki verið nýtt betur und-anfarið þar sem lambaskinnið hefur fylgt okkur frá því land byggðist og yljað okkur og klætt í gegnum ald-irnar. Með nýju vörulínunni okkar hyggjumst við breyta þessu og áætl-um að nýta stærri hlut af íslensku mokkaskinni til vinnslu hér á landi.“

Mikill vöxtur Salan á Varma vörum hefur aukist mikið að undanförnu og í dag starfa hjá fyrirtækinu um 45 manns. Bæði er framleitt undir eigin vörumerki auk sérframleiðslu fyrir aðra íslenska hönnuði og vörumerki eins og t.d.

Cintamani, Farmers Market, Geysi Shops, Munda og Spakmannsspjar-ir. Áhugi neytenda, íslenskra og er-lendra, á íslenskum framleiðsluvör-

um er vaxandi. „Við erum líka stolt af því að vera fyrirtæki sem býr til störf, skapar gjaldeyri og sparar hann líka. Áhersla okkar er hönnun

og vöruþróun á afurðum úr íslenskri ull og íslenskum skinnum og að framleiða á Íslandi,“ segir Birgitta Ásgrímsdóttir.

Varma – íslenskt, já takkvarma.is

Page 48: Sóknarfæri

Syrusson Hönnunarhús

Slaki - hægindastóll Guss - púðastóll með snúningi

Hönnun húsgagna: Reynir Syrusson

Reykjavík - stóll

Hangover - vínrekkiStabbi Nostri