sýning félagsmanna í tjarnarsal ráðhúss reykjavíkur í ... › myndasafn › skaldad i tre...

8
FÉLAG TRÉRENNISMIÐA Á ÍSLANDI 12 félagsmenn tóku þátt í sýningunni og sýndu 52 list- muni sem ekki höfðu verið til sýnis áður. Gestasýnandi var Ólafur Sigurjónsson frá Forsæti. Fréttabréf FÉLAGS TRÉRENNISMIÐA Á ÍSLANDI. Ábm. Reynir Sveinsson Faxatúni 36, 210 Garðabæ. Sími 565 8588. Kt. félagsins 540395 2179. Banki 513 14 600515. Netfang: reyn@ mi.is. Veffang: trerennismidi.is. Fræðsluefni/myndbönd: Sigurjón 553 2367 og 869 6719 [email protected]. Netfang gjaldkera: Jón Guðmundsson (Plöntulífeðlisfr) [email protected] Endurprentun leyfð sé heimildar getið. Uppsetning RS. Fundarstaður Skipholt 37, 2. hæð. Prófarkalesari: Úlfar Sveinbjörnsson Ljósm. RS nema annars sé getið. Sýning félagsmanna í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í september 2007 Borgarstjóri og Úlfar Sveinbjörnsson skoða verk Inga B. Guðjónssonar

Upload: others

Post on 09-Feb-2021

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • FÉLAG TRÉRENNISMIÐA Á ÍSLANDI

    12 félagsmenn tóku þátt í sýningunni og sýndu 52 list-

    muni sem ekki höfðu verið til sýnis áður.

    Gestasýnandi var Ólafur Sigurjónsson frá Forsæti.

    Fréttabréf FÉLAGS TRÉRENNISMIÐA Á ÍSLANDI. Ábm. Reynir Sveinsson Faxatúni 36, 210 Garðabæ. Sími 565 8588.

    Kt. félagsins 540395 2179. Banki 513 14 600515.

    Netfang: reyn@ mi.is. Veffang: trerennismidi.is.

    Fræðsluefni/myndbönd: Sigurjón 553 2367 og 869 6719

    [email protected].

    Netfang gjaldkera: Jón Guðmundsson (Plöntulífeðlisfr) [email protected]

    Endurprentun leyfð sé heimildar getið. Uppsetning RS.

    Fundarstaður Skipholt 37, 2. hæð.

    Prófarkalesari: Úlfar Sveinbjörnsson

    Ljósm. RS nema annars sé getið.

    Sýning félagsmanna í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í

    september 2007

    Borgarstjóri og Úlfar Sveinbjörnsson skoða verk Inga B. Guðjónssonar

  • 2 15

    Frá ritstjóra

    Þá er sýningu félagsmanna í Ráðhúsi Reykjavíkur lokið. Sú þriðja í röð-

    inni í Ráðhúsinu. Þar áður hafði verið sýning í Perlunni og skógrækt-

    inni í Fosssvoginum. Þessar sýningar hafa allar verið frábærlega vel

    sóttar.

    Það voru 12 félagsmenn ásamt einum gestasýnenda sem tóku þátt. Að-

    sókn að sýningunni var góð og höfðu sýnendur og vonandi flestir gestir

    ánægju af. Sala á listmunum úr tré er hinsvegar ekki mikil og er það

    sennilega vegna lítillar kynningar og þar þurfum við að standa okkur

    betur.

    Karl Helgi, Guðrún Bjarnadóttir og Lýður Sigurðsson báru veg og

    vanda af öllu því stússi sem sýningunni fylgdi.

    Fyrst að hvetja félagsmenn til að sýna. Sýningarstalla þurfti að smíða

    sem þeir Karl Helgi, Lýður Sigurðsson sáu um og Kristján Heiðberg sá

    um sprautunina. Guðrún sá um uppsetningu og skipulag, prentun og

    merkingar. Öll þessi vinna er unnin í sjálfboðavinnu og þökkum við

    þeim mikið vel fyrir. Þá gáfu Bananar hf. / Aðalsteinn Guðmundsson

    okkur ávexti á stóra diskinn hans Kalla sem var við innganginn.

    Síðan skiptust þeir á að vakta sýninguna, Karl Helgi, Guðrún, Hrafn-

    kell, Úlfar, Ingi, Lýður og Gunnhildur. Þarna vantaði tilfinnanlega fleiri

    til að skiptast á.

    Borgarstjóri keypti fyrsta hlutinn á sýningunni fyrir borgina, hann upp-

    lýsti einnig að allar þær gjafir sem hann hefði þegið á norðurlöndunum

    í sínum heimsóknum væru úr tré. Nokkuð sem við þurfum að halda

    betur að ráðamönnum sem gefa fjölmargar gjafir á hverju ári. Höfða

    þar til ísl. hráefnis.

    Við höfum þegar bókað salinn í Ráðhúsinu eftir 3 ár. Ekki ráð nema í

    tíma sé tekið. Félagsmenn geta þá ekki sagt að undirbúningstíminn hafi

    ekki verið nægur.

    Með þessu fréttabréfi eru myndir frá þeim er sýndu að þessu sinni.

    Ekki komust allir félagsmenn á sýninguna, en með þessum myndum

    geta þeir séð nokkra af þeim gripum sem á sýningunni voru.

    Síðan er spurningin sem hver og einn verður að svara, hefur okkur farið

    fram frá síðustu sýningu? Vonandi er að svo sé. En nú er mikið kapp í

    listaheiminum á nýja hönnum og það gamla látið fyrir róða.

    Hrafnkell Gíslason

    Könguló rennd úr maghony

  • 3 14

    Könnur úr samlímdu

    maghony og fl. viðar-

    tegundum.

    Antonía Sveinsdóttir

    Bjöllur úr birki og reynivið hanga á stálþræði sem hvíla á birki-

    platta.

    Ólafur Sigurjónsson

  • 4 13

    Örn Sigurðsson Ingi B. Guðjónsson

    Lampi úr maghony og

    hlyn.

    Vasi úr birki frá Hallorms-

    stað

    Veiðihjól úr

    beyki og

    maghony.

    Vasi úr maghony orgon pine.

  • 12 5

    Jóhann Sigurjónsson Valgeir Benediktsson

    Skálar úr hvalbeini

    Vasi úr birki,

    olíuborinn.

    Svört tungl.

    Ýmsar viðar-

    tegundir.

  • 6 11

    Jón Guðmundsson Úlfar Sveinbjörnsson

    Lampar úr ösp og selju. Skál úr reynivið.

    Lampi úr maghony og birki.

    Strávasi og diskur samlímt

    birki. Merki Reykjavíkur-

    borgar leiserskorið og fellt í

    botninn.

  • 7 10

    Karl Helgi Gíslason Trausti B. Óskarsson

    Skál úr Coolabh.

    Neðri skálar úr bark marble burr.

    Stór skál úr grenitré. Vasi til vinstri úr gullregni. Skál á fæti til hægri

    sveppað birki. Skál neðri/hægra úr reynivið.

    Skál með glerhring /birki.

  • 8 9

    Lýður Sigurðsson Reynir Sveinsson

    Súla sem upphaflega var rennd

    sem fótur fyrir fugl.

    Vasi úr maghony.

    Skreyting unnin með slípirokk.

    Öll verkin úr birki