skýrsla - reykjavik.isreykjavÍkurborg janÚar 2014 starfshópur um kynjaða fjárhags- og...

14
REYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014 Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS. Skýrsla Skóla- og frístundasvið

Upload: others

Post on 20-Sep-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Skýrsla - reykjavik.isREYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014 Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS

REYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014

Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS.

Skýrsla

Skóla- og frístundasvið

Page 2: Skýrsla - reykjavik.isREYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014 Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS

1

Efnisyfirlit

Um verkefnið ........................................................................................................................................... 1

Lýsing á verkefni og afmörkun ............................................................................................................ 2

Helstu verkefni: ................................................................................................................................... 2

Utan greiningar: ................................................................................................................................... 2

Markmið verkefnisins .......................................................................................................................... 3

Jafnréttismarkmið verkefnisins ........................................................................................................... 3

Starfshópur .......................................................................................................................................... 3

Gagnagreining ......................................................................................................................................... 4

Leikskóli ............................................................................................................................................... 4

Grunnskóli ........................................................................................................................................... 7

Frístund ................................................................................................................................................ 8

Niðurstöður og umfjöllun ...................................................................................................................... 12

Aðgerðaráætlun .................................................................................................................................... 12

Myndir Mynd 1. Kynjaskipting úthlutana í leikskóla árið 2012. ........................................................................... 4

Mynd 2. Skipting fatlana / raskana í leikskóla árið 2012 út frá fyrstu greiningu. .................................... 4

Mynd 3. Skipting fatlana / raskana í leikskóla árið 2012 út frá fyrstu greiningu og kyni. ....................... 5

Mynd 4. Skipting fatlana / raskana í leikskóla árið 2012 út frá annarri greiningu. ................................. 5

Mynd 5. Skipting fatlana /raskana í leikskóla árið 2012 út frá annarri greiningu og kyni. ...................... 6

Mynd 6. Skipting fatlana / raskana í leikskóla árið 2012 út frá fyrstu greiningu, kyni og uppruna. ........ 6

Mynd 7. Kynjaskipting úthlutana í grunnskóla árið 2012. ....................................................................... 7

Mynd 8. Skipting fatlana/raskana í grunnskóla árið 2012. ...................................................................... 7

Mynd 9. Skipting fatlana / raskana í grunnskólum árið 2012 út frá fyrstu greiningu og kyni. ................ 8

Mynd 10. Skipting fatlana / raskana í grunnskólum árið 2012 út frá annarri greiningu og kyni. ............ 8

Mynd 11. Skipting fjármagns eftir kyni og meðaltalsúthlutun á kyn. ..................................................... 9

Mynd 12. Kynjaskipting úthlutana á almennum frístundaheimilum árið 2012. ..................................... 9

Mynd 13. Skipting milli greininga sem höfðu mest áhrif á úthl. stuðnings í frístundah. árið 2012. ..... 10

Mynd 14. Skipting fatlana / raskana í frístundaheimilum árið 2012 út frá greiningu og kyni............... 10

Mynd 15. Hlutfall drengja eftir mismunandi tegund úthlutunar í frístundaheimilum árið 2012. ........ 11

Mynd 16. Hlutfall stúlkna eftir mismunandi tegund úthlutunar í frístundaheimilum árið 2012. ........ 11

Page 3: Skýrsla - reykjavik.isREYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014 Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS

2

Um verkefnið

Lýsing á verkefni og afmörkun

Viðfangsefni verkefnisins var að vinna greiningar- og aðgerðaráætlun varðandi útdeilingu

fjármagns til stuðnings í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS með

aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar.

Markmiðið var að greina hvort núverandi staða, með tilliti til stefnu og útdeilingu fjármagns

Reykjavíkurborgar, stuðli að jafnrétti kynjanna eða ekki. Ef staðan, eins og hún er í dag, eykur

eða viðheldur kynjamisrétti þarf að leggja til aðgerðir.

Verkefnið afmarkaðist við fjármagn sem veitt er til leik-, grunnskóla og frístundaheimila til

stuðnings við einstaklinga með fatlanir og alvarlegar raskanir.

Gögn frá árinu 2012 voru greind.

Helstu verkefni:

Móta jafnréttismarkmið varðandi málaflokkinn.

Kortleggja hvernig útdeilingu fjármagns er háttað í leikskólum, grunnskólum og

frístundaheimilum. T.d. með tilliti til fatlana, kyns, aldurs, nemenda af erlendum

uppruna o.s.frv.

Greina niðurstöður út frá kynjasjónarmiðum.

Meta hvað þarf að skoða nánar og móta tillögu um frekari rýningu.

Móta tillögu um umfang, nálgun og verklag til að styðja við jafnrétti kynjanna og/eða

draga úr misrétti.

Móta tillögu um nánari greiningu á nýtingu fjármagnsins í þjónustunni á

starfsstöðvunum.

Utan greiningar:

Á þessu stigi er ekki skoðað hvernig fjármagn er nýtt í þjónustunni á vettvangi barna

og nemenda.

Á þessu stigi er ekki greint hvernig almennt fjármagn er nýtt út frá kynjasjónarmiðum,

eingöngu það sem er veitt vegna einstaklinga út frá greiningu.

Nýting fjármagns í sérskólum og sérdeildum er utan greiningar.

Page 4: Skýrsla - reykjavik.isREYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014 Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS

3

Markmið verkefnisins

Markmið verkefnisins er að greina fyrirliggjandi gögn um úthlutun fjármagns til stuðnings út

frá aðferðafræði KFS og leggja fram tillögur að nálgun, umfangi og sjónarhornum, verklagi

tímaáætlun og þörf fyrir frekari gögn og rýningu umfram það sem þegar liggur fyrir í

tölfræðigrunni SFS.

Jafnréttismarkmið verkefnisins

Jafnréttismarkmið verkefnisins er eftirfarandi:

Að útdeiling fjármagns Reykjavíkurborgar sé með þeim hætti að það styðji við drengi og

stúlkur þannig að þau hafi jafngild tækifæri til að þroskast og taka framförum í námi.

Starfshópur

Eigandi verkefnis: Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri SFS

Hópstjórar: Hrund Logadóttir og Elísabet Helga Pálmadóttir Starfshópur: Hrund Logadóttir,Elísabet Helga Pálmadóttir, Sigríður Rut Hilmarsdóttir, Sara

Björg Ólafsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Ásgeir Beinteinsson og Jónína Konráðsdóttir.

Samráð: Herdís Sólborg Haraldsdóttir og Stefán Kristján Gunnbjörnsson hjá fjármálaskrifstofu

Reykjavíkurborgar, Greiningarstöð ríkisins, BUGL, Þroska- og hegðunarstöð,

Rannsóknarstofnun í kvenna- og kynjafræðum, sérfræðiþjónusta Þjónustumiðstöðvanna og

aðrir aðilar sem starfshópurinn gæti þurft að leita til.

Page 5: Skýrsla - reykjavik.isREYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014 Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS

4

Gagnagreining

Um úrvinnslu sá Stefán Kristján Gunnbjörnsson, sérfræðingur á áætlunar- og greiningardeild

fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Á listunum kemur fram skóli/starfstöð, fæðingarár, kyn og

úthlutunarupphæðir. Auk þess koma fram á listum leik- og grunnskóla greiningaraðilar og

greiningarniðurstöður sem flokkaðar voru niður eftir því hvort um 1. 2. eða 3. greiningu væri að

ræða. Fyrsta greining er sú greining sem kemur fyrst fram á greiningargögnum frá greiningaraðilum.

Nöfn og kennitölur voru fjarlægðar af listunum.

Leikskóli

Skoðaður var úthlutunarlisti til allra leikskóla í Reykjavík vegna barna með sérúthlutun. Listinn er

vegna barna sem voru í leikskóla árið 2012 og telur þau börn sem fengu úthlutað allt árið eða hluta úr

ári.

Helstu niðurstöður

Heildafjöldi barna sem fengu úthlutun á árinu 2012 voru 499. Af þeim voru 378 drengir (76%) og 121

stúlka (24%). Hlutföllin má sjá mynd 1.

Mynd 1. Kynjaskipting úthlutana í leikskóla árið 2012.

Mynd 2 sýnir algengustu raskanir/fatlanir út frá 1. greiningu en hún er sú greining sem kemur fyrst

fram á greiningargögnum frá greiningaraðilum. Algengustu fatlanir/raskanir eru raskanir á

einhverfurófi (grunur um röskun á einhverfurófi, einhverfuróf, dæmigerð og ódæmigerð einhverfa)

sem eru samtals 32% fatlana/raskana. Næst á eftir koma málþroskaraskanir (25%), hegðunarraskanir

(14%) og almennar þroskaraskanir (12%).

Mynd 2. Skipting fatlana / raskana í leikskóla árið 2012 út frá fyrstu greiningu.

76%

24%

Drengir

Stúlkur

1%

1%

1%

1%

1%

2%

5%

6%

7%

11%

12%

14%

14%

25%

0% 5% 10% 15% 20% 25% 30%

Sjónskerðing

Downs heilkenni

Félagsaðstæður

Bráðger

Ódæmig. einhv.

Heyrnarskerðing

Frávik í hreyfiþroska

Einhverfuróf

Veikindi og einst.gr.

Grunur um einhverfu

Almenn þroskaröskun

Dæmig. einhv.

Hegðunarröskun, ADHD

Málþroskaröskun

Page 6: Skýrsla - reykjavik.isREYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014 Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS

5

Mynd 3 sýnir að í öllum fötlunarflokkum er hlutfall drengja um eða yfir 70% á móti 30% stúlkna,

nema í fötlunarflokknum veikindi og einstakar greiningar, þar er kynjahlutfallið jafnt.

Mynd 3. Skipting fatlana / raskana í leikskóla árið 2012 út frá fyrstu greiningu og kyni.

Mynd 4 sýnir hvernig skiptingin á fötlunarflokkum er þegar um er að ræða 2. greiningu.

Einhverfugreiningar eru nær alltaf fyrsta greining, og algengustu fylgiraskanir fyrstu greiningar eru

almenn þroskaröskun (28%), málþroskaröskun (24%) og hegðunarröskun (17%).

Mynd 4. Skipting fatlana / raskana í leikskóla árið 2012 út frá annarri greiningu.

Eins og sjá má á mynd 5 er kynjaskipting algengustu fötlunarflokka í annarri greiningu svipuð og við

fyrstu greiningu. Í öllum fötlunarflokkum er hlutfall drengja um og yfir 70%.

50%

68%

74%

76%

85%

86%

97%

50%

32%

26%

24%

15%

14%

3%

0% 20% 40% 60% 80% 100%

Veikindi og einst.gr.

Almenn þroskaröskun

Grunur um einhverfu

Málþroskaröskun

Dæmig. einhv.

Hegðunarröskun, ADHD

Einhverfuróf

Drengir

Stúlkur

0%

0%

0%

0%

0%

1%

2%

2%

3%

11%

11%

17%

24%

28%

0% 5% 10% 15% 20% 25% 30%

Ódæmig. einhv.

Heyrnarskerðing

Downs heilkenni

Dæmig. einhv.

Bráðger

Sjónskerðing

Einhverfuróf

Grunur um einhverfu

Veikindi og einst.gr.

Frávik í hreyfiþroska

Félagsaðstæður

Hegðunarröskun, ADHD

Málþroskaröskun

Almenn þroskaröskun

Page 7: Skýrsla - reykjavik.isREYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014 Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS

6

Mynd 5. Skipting fatlana /raskana í leikskóla árið 2012 út frá annarri greiningu og kyni.

Mynd 6 sýnir skiptingu tegunda fatlana/raskana út frá fyrstu greiningu, kyni og uppruna. Tvítyngd

börn í leikskólum Reykjavíkur er um 20%, það vekur því athygli að af öllum úthlutunum vegna

málþroskaraskana skuli 47% vera vegna tvítyngdra barna.

Mynd 6. Skipting fatlana / raskana í leikskóla árið 2012 út frá fyrstu greiningu, kyni og uppruna.

33%

40%

42%

43%

44%

45%

50%

52%

57%

57%

59%

63%

70%

75%

39%

30%

9%

9%

50%

21%

14%

24%

11%

11%

25%

50%

40%

8%

13%

32%

36%

16%

29%

17%

26%

23%

27%

17%

20%

11%

13%

15%

9%

11%

2%

4%

3%

3%

0% 20% 40% 60% 80% 100%

Bráðger

Félagsaðstæður

Veikindi og einst.gr.

Frávik í hreyfiþroska

Málþroskaröskun

Heyrnarskerðing

Downs heilkenni

Almenn þroskaröskun

Ódæmig. einhv.

Grunur um einhverfu

Dæmig. einhv.

Hegðunarröskun, ADHD

Einhverfurof

Sjónskerðing

Drengir af ísl. uppruna

Stúlkur af ísl. uppruna

Drengir tvítyngdir

Stúlkur tvítyngdar

69%

77%

78%

79%

85%

31%

23%

22%

21%

15%

0% 20% 40% 60% 80% 100%

Frávik í hreyfiþroska

Hegðunarröskun, ADHD

Félagsaðstæður

Málþroskaröskun

Almenn þroskaröskun

Drengir

Stúlkur

Page 8: Skýrsla - reykjavik.isREYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014 Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS

7

Grunnskóli Skoðaður var úthlutunarlisti til grunnskóla vegna nemenda með fatlanir og alvarlegar raskanir frá

október 2012. Listinn er vegna skólaársins 2012-2013 og eru á honum allir þeir nemendur sem sótt

hafði verið um vegna 1. október 2012.

Helstu niðurstöður

Heildarfjöldi nemenda á úthlutunarlistanum var 931 og eru drengir 686 (74%) og stúlkur 245 (26%).

Mynd 7. Kynjaskipting úthlutana í grunnskóla árið 2012.

Algengustu fatlanir/raskanir eru einhverfugreiningar (einhverfuróf, dæmigerð og ódæmigerð

einhverfa og asperger, samtals 31%) eins og sjá má á mynd 8. Síðan koma ADHD greiningar sem eru

21% og málhamlanir sem eru 16%.

Mynd 8. Skipting fatlana/raskana í grunnskóla árið 2012.

74%

26% Drengir

Stúlkur

1%

1%

3%

3%

4%

4%

6%

6%

8%

8%

9%

9%

16%

21%

0% 5% 10% 15% 20% 25%

Sjónskerðing

Bl. sért. þr.rask.

Heyrnaskerðing

Tourette

Hreyfihömlun (allar greiningar)

Tornæmi

Hegðun og/eða geðröskun

Asperger

Dæmigerð einhv.

Ódæmigerð einhv.

Einhverfuróf

Þroskahömlun (allar greiningar)

Málhömlun

ADHD, add

Page 9: Skýrsla - reykjavik.isREYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014 Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS

8

Á mynd 9 má sjá að drengir eru í meirihluta í öllum flokkum fatlana og raskana nema í flokki

sjónskertra og hreyfihamlaðra. Samkvæmt upplýsingum frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er

algengi allra einhverfugreininga 1,2% og eru 3 – 4 drengir fyrir hverja stúlku. Þetta er í samræmi við

það sem hér kemur fram en af þeim börnum sem hafa einhverfugreiningu af einhverju tagi eru

drengir 78% en stúlkur 22%. Varðandi algengi þroskahamlana er yfirleitt talað um 2,5 til 3% barna og

að drengir séu 1,5 á móti hverri stúlku. Hér kemur fram að drengir eru 65% á móti stúlkum 35% sem

er í samræmi við upplýsingar um algengi.

Mynd 9. Skipting fatlana / raskana í grunnskólum árið 2012 út frá fyrstu greiningu og kyni.

Á mynd 9 sést að einhverfugreiningar eru svo til alltaf fyrstu greiningar hjá nemendum með slíkar

fatlanir. Á mynd 10 má sjá að mun algengara er að hegðun og/eða geðröskun sé önnur greining hjá

nemendum með slíkar raskanir.

Mynd 10. Skipting fatlana / raskana í grunnskólum árið 2012 út frá annarri greiningu og kyni.

53%

53%

57%

67%

70%

71%

73%

76%

76%

83%

85%

100%

100%

100%

47%

47%

43%

33%

30%

29%

28%

24%

24%

17%

15%

0% 20% 40% 60% 80% 100%

Ódæmigerð-einhv.

Tornæmi

Hreyfihömlun

Sjónskerðing

Asperger

Þroskahömlun

Heyrnaskerðing

Bl. sért. þr.rask.

ADHD, add

Hegðun og/eða geðröskun

Einhverfuróf

Málhömlun

Dæmigerð-einhverfa

Tourette

Drengir

Stúlkur

35%

50%

61%

63%

65%

72%

75%

77%

78%

81%

82%

84%

85%

89%

65%

50%

39%

38%

35%

28%

25%

23%

22%

19%

18%

16%

15%

11%

0% 20% 40% 60% 80% 100%

Hreyfihömlun

Sjónskerðing

Ódæmigerð - einhv.

Bl. sért. þr.rask.

Þroskahömlun

ADHD, add

Tornæmi

Málhömlun

Hegðun og/eða geðröskun

Asperger

Heyrnaskerðing

Einhverfuróf

Dæmigerð-einhv.

Tourette

Drengir

Stúlkur

Page 10: Skýrsla - reykjavik.isREYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014 Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS

9

Á mynd 11 má sjá að heildarúthlutun vegna drengja er kr. 553.056.000- en vegna stúlkna kr.

198.349.000-. Einnig má sjá að meðaltalsúthlutun vegna drengja er kr. 1.445.247- og vegna stúlkna

kr. 1.441.944-. Af heildarfjármagni til úthlutunar var því úthlutað 73.6% vegna drengja og 26.4%

vegna stúlkna sem er í samræmi við kynjaskiptingu úthlutunar eins og sýnt er á mynd 1.

Mynd 11. Skipting fjármagns eftir kyni og meðaltalsúthlutun á kyn.

Frístund

Gögn varðandi úthlutun stuðnings voru skoðuð frá skólaárinu 2012-2013. Um var að ræða stuðning

sem veittur var til frístundaheimila í Reykjavík við alla almenna grunnskóla. Undanskilin voru gögn

vegna úthlutunar til sérskóla, sérdeilda og einkaskóla.

Helstu niðurstöður

Heildarfjöldi barna sem fengu úthlutaðan stuðning voru 283 börn. 216 drengir (76%) og 67 stúlkur

(24%) í 1. -4. bekk í almennum frístundaheimilum SFS sjá mynd 12.

Mynd 12. Kynjaskipting úthlutana á almennum frístundaheimilum árið 2012.

Skoðað var hversu mikinn stuðning börnin fengu með tilliti til kyns og þroskafráviks. Stuðningur í

frístundaheimilin er úthlutaður sem 25%, 50%, 75%, 100% eða 200% hlutfall. Barn með 100%

stuðning hefur stuðningsstarfsmann með sér allan viðverutímann á frístundaheimilinu á meðan að

barn með 50% stuðning hefur sértækan stuðning helming þess tíma sem það er á frístundaheimilinu.

Í flestum tilfellum eru aðstæður og viðfangsefni látin ráða því hvenær og hvernig stuðningurinn er

nýttur á hverjum stað.

Flest fengu börnin stuðning vegna einhverfu og/eða einkenna á einhverfurófi eða 84 talsins (30%)

eins og sést á mynd 13. Næststærsti hópurinn voru börn sem fengu stuðnings vegna adhd, tourette

1%

1%

1%

1%

4%

4%

4%

6%

10%

11%

28%

30%

0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35%

Sjónskerðing

Heyrnarskerðing

Annað

Félagslegar aðstæður

CP+hreyfifrávik

Málþroskaröskun

Geðræn frávik

Greiningarferli

Þroskahömlun, röskun

Án greiningar

ADHD, add, tourette

Einhverfa

Úthlutun

Drengir

upphæð

Stúlkur

upphæð

Samtals

upphæð

Drengir

hlutfall

Stúlkur

hlutfall

Drengir

meðalupphæð

Stúlkur

meðalupphæð

Námslegar þarfir 155.344.000 60.758.000 216.102.000 72% 28% 354.667 394.532

Félagslegar þarfir 39.857.000 14.899.000 54.756.000 73% 27% 133.748 131.850

Dagleg umönnun 357.855.000 122.692.000 480.547.000 74% 26% 956.832 915.612

Samtals 553.056.000 198.349.000 751.405.000 74% 26% 1.445.247 1.441.994

Skipting fjármagns og meðaltalsúthlutun eftir kyni

0,76

0,24

Drengir

Stúlkur

Page 11: Skýrsla - reykjavik.isREYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014 Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS

10

og/eða annarra hegðunarfrávika eða 79 talsins (28%). 32 börn án sértækrar greiningar fengu

stuðning, flest vegna félagslegrar einangrunar eða hegðunarfrávika (11%). 28 börn fengu úthlutun

vegna þroskahömlunar og/eða sértækra þroskafrávika (10%), 16 börn í greiningarferli voru með

úthlutaðan stuðning (6%), 11 börn fengu stuðning vegna málþroskaröskunar (4%), 11 vegna CP

og/eða hreyfifrávika (4%), 11 vegna geðrænna frávika (4%), 4 vegna félagslegra aðstæðna (1%), 2

vegna sjónskerðingar (1%), 2 vegna heyrnarskerðingar (1%) og 3 vegna sjúkdóma eins og t.d.

sykursýkis (1%).

Mynd 13. Skipting milli greininga sem höfðu mest áhrif á úthl. stuðnings í frístundah. árið 2012.

Í heildina var úthlutunin 76% til drengja og 24% til stúlkna. Úthlutunin var aðeins breytileg milli

þroskafrávika eins og sést á mynd 14. Jöfn kynjaskipting var varðandi úthlutun þegar kom að sjón-,

heyrnarskerðingu, geðrænna frávika og félagslegra aðstæðna. Vegna einhverfu fengu 81% drengja

stuðning og 19% stúlkna, varðandi málþroskaröskun, adhd/toruette og þroskahömlun var skipting ¾

strákar á móti ¼ stelpna en varðandi úthlutun vegna CP og/eða hreyfifrávika var munurinn eilítið

minni eða 64% til drengja og 36% til stúlkna.

Mynd 14. Skipting fatlana / raskana í frístundaheimilum árið 2012 út frá greiningu og kyni.

45%

50%

50%

50%

64%

67%

71%

73%

76%

81%

87%

87%

55%

50%

50%

50%

36%

33%

29%

27%

24%

19%

13%

13%

0% 20% 40% 60% 80% 100%

Geðræn frávik

Sjónskerðing

Heyrnarskerðing

Félagslegar aðstæður

CP+hreyfifrávik

Annað

Þroskahömlun, röskun

Málþroskaröskun

ADHD, add, tourette

Einhverfa

Greiningarferli

Án greiningar

Drengir

Stúlkur

1%

1%

1%

1%

4%

4%

4%

6%

10%

11%

28%

30%

0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35%

Sjónskerðing

Heyrnarskerðing

Annað

Félagslegar aðstæður

CP+hreyfifrávik

Málþroskaröskun

Geðræn frávik

Greiningarferli

Þroskahömlun, röskun

Án greiningar

ADHD, add, tourette

Einhverfa

Page 12: Skýrsla - reykjavik.isREYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014 Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS

11

Niðurstöður greiningarinnar komu í það heila ekki mikið á óvart. Töluvert fleiri drengir eru greindir

með fatlanir og þroskafrávik árlega á móts við stúlkur sbr. upplýsingar frá Greiningar- og

ráðgjafarstöð ríkisins. Faraldsfræðin styður þannig greiningu gagnanna. Það sem kom á óvart var að

hlutfall stuðnings var ívið minna til stúlkna heldur en drengja. Á myndum 15 og 16 sést að engin

stúlka er til að mynda með 200% stuðning og hlutfall drengja sem fá 100% stuðning er hærra en

hlutfall stúlkna.

Mynd 15. Hlutfall drengja eftir mismunandi tegund úthlutunar í frístundaheimilum árið 2012.

Mynd 16. Hlutfall stúlkna eftir mismunandi tegund úthlutunar í frístundaheimilum árið 2012.

Ástæða þess að drengir fá að meðaltali hærra hlutfall stuðnings er að öllum líkindum sú að

þjónustuþörf drengja er meiri og annars konar heldur en stúlkna á frístundaheimilunum. Mat á

stuðningi fer eftir þjónustuþörf hvers einstaklings og markmiðum í starfi og tekur heildarmatið mið af

einstaklingsáætlun viðkomandi og aðstæðum frístundaheimilisins. Ráðgjafarþroskaþjálfi ásamt

verkefnastjóra á skrifstofu frístundamála í málefnum fatlaðra fara yfir allar umsóknir um stuðning og

5% 12%

37%

8%

37%

1% 0% stuðningur

25% stuðningur

50% stuðningur

75% stuðningur

100% stuðningur

200% stuðningur

10%

16%

35%

15%

24%

0% stuðningur

25% stuðningur

50% stuðningur

75% stuðningur

100% stuðningur

200% stuðningur

Page 13: Skýrsla - reykjavik.isREYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014 Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS

12

bæði meta þær og þörf hvers frístundaheimilis varðandi stuðning. Við mat á stuðningsþörf

frístundaheimila eru teknar inn í heildarmyndina breytur eins og húsnæðiskostur, reynsla

starfsmanna, heildarfjöldi barna og þjónustuþörf barnahópsins.

Eftir að hafa rýnt vel í gögnin má t.d. sjá að drengir þurfa öðruvísi stuðning, þeir þurfa meira á

stuðningi að halda vegna óæskilegrar hegðunar en stúlkur vegna þess að þær ná ekki inn í hópinn og

verða útundan félagslega. Markmið stuðningsins fyrir flest börnin er að þau finni til vellíðunar á

frístundaheimilunum, geti tekið virkan þátt í starfinu og nái að tengjast einhverjum félagslega í

hópnum.

Skráningu upplýsinga varðandi umsóknir um stuðning og úthlutun hefur verið breytt nú frá og með

síðastliðnu hausti vegna KFS verkefnisins. Nú þegar er skráningu umsókna um stuðning háttað á þann

veg að auðvelt er að skoða úthlutun út frá þroskafrávikum og kyni hvenær sem er. Allar breytur eru

færðar inn í excel og því auðvelt að vinna með gögnin án nokkurrar sérstakrar undirbúningsvinnu.

Niðurstöður og umfjöllun

Þjónusta við börn og nemendur sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda er veitt samkvæmt lögum

um leikskóla nr. 90/2008, lögum um grunnskóla nr. 91/2008, reglugerð um nemendur með sérþarfir í

grunnskóla nr. 585/2010, reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og

nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 584/2010, Sérkennslustefnu Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar

og stefnu skóla- og frístundaráðs um skóla án aðgreiningar og sérstakan stuðning við nemendur í

grunnskólum. Lögð er áhersla á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og snemmtæka íhlutun þegar

stuðningsþörf er metin og þess alltaf gætt að barnið/nemandinn eigi fulla hlutdeild í starfi með

öðrum börnum.

Reglur og vinnulag vegna úthlutunar er með misjöfnum hætti í leik – grunnskólum og

frístundaheimilum eins og fram kemur í textanum hér að framan. Þrátt fyrir það má sjá á

skífuritunum að skipting á stuðningi milli kynja er er nánast sá sami í leik-, grunnskólum og á

frístundaheimilum, þ.e. 24% stúlkna og 76% drengja nutu sérstuðnings í leikskólum og

frístundaheimilum en 26% stúlkna og 74% drengja í grunnskólum.

Þessi niðurstaða úthlutunar er í samræmi við þær upplýsingar sem hópurinn fann um algengi fatlana

(sjá m.a. heimasíðu Greiningarstöðvar Ríkisins), samkvæmt því er ekki verið að mismuna í úthlutun

milli stúlkna og drengja hvað viðkemur fjölda. Sem dæmi má nefna að algengi einhverfugreininga

eftir kynjum eru 3 – 4 drengir fyrir hverja stúlku og þroskahamlana 1,5 drengur á móti hverri stúlku.

Þegar skoðuð er meðaltalsúthlutun á dreng og stúlku, kemur í ljós að tímafjöldi er jafn í leikskólum,

fjármagn jafnt í grunnskólum en í frístundaheimilum kemur fram nokkur munur milli kynja.

Aðgerðaráætlun

Lagt er til að sambærileg úttekt fari fram árlega í leik-, grunnskóla- og frístundastarfi og niðurstöður

kynntar fyrir hagsmunaaðilum, s.s. framkvæmdastjórn SFS, stjórnendum starfsstöðva og

sérfræðiþjónustu.

Auk úttektar á skiptingu fjármagns vegna fatlaðra barna/nemenda er lagt til að skoðað verði hvernig

framkvæmd stuðnings er háttað við þennan hóp á starfstöðvunum með reglulegum hætti.

Page 14: Skýrsla - reykjavik.isREYKJAVÍKURBORG JANÚAR 2014 Starfshópur um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun varðandi stuðning í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum SFS

13

Til viðbótar við skoðun stuðnings við fatlaða nemendur/börn er lagt til að framkvæmd almennrar

sérkennslu í grunnskólum verði skoðuð með tilliti til kynjaskiptingar. Í leikskólum verði skoðað hversu

mikla ráðgjöf ábyrgðarmenn sérkennslu veita með tilliti til kynja. Meðal annars verði litið til viðhorfa

og væntinga starfsfólks til drengja og stúlkna og val á leiðum og úrræðum.

Einnig er lagt til að skipulögð verði fræðsla til starfsfólks í tengslum við gerð jafnréttisáætlana

starfsstöðva SFS. Meðal annars verði fjallað um samspil kyns og fötlunar s.s. hvaða væntingar eru

gerðar til kynjanna, forsendur núverandi starfshátta og tillögur að úrbótum.

Unnið verði skipulag og verkferlar varðandi eftirlit með nýtingu fjármagns til sérkennslu/stuðnings á

öllum þremur fagskrifstofum sviðsins.