skólanámskrá lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús,...

23
Skólanámskrá Lönguhóla Leikskólinn Lönguhólar

Upload: others

Post on 18-Oct-2020

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

Skólanámskrá

Lönguhóla

Leikskólinn Lönguhólar

Page 2: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

2

Efnisyfirlit

INNGANGUR ............................................................................................................................................... 3

MARKMIÐ MEÐ STEFNU LÖNGUHÓLA ............................................................................................. 3

STEFNA LÖNGUHÓLA ............................................................................................................................. 3

ÚTIKENNSLA………………………………………………………………………………………………4

MARKMIÐ LÖNGUHÓLA ........................................................................................................................ 5

HVÍLD ........................................................................................................................................................... 5

FATAKLEFINN ........................................................................................................................................... 6

MATMÁLSTÍMAR ..................................................................................................................................... 7

HREINLÆTI OG SALERNISFERÐIR ..................................................................................................... 8

SÉRKENNSLA ............................................................................................................................................. 9

BÖRN AF ERLENDUM UPPRUNA .......................................................................................................... 9

NÁMSSVIÐ ................................................................................................................................................... 9

HREYFING .................................................................................................................................................10

MÁLRÆKT .................................................................................................................................................12

MYNDSKÖPUN ..........................................................................................................................................14

TÓNLIST .....................................................................................................................................................16

NÁTTÚRA OG UMHVERFI .....................................................................................................................18

MENNING OG SAMFÉLAG.....................................................................................................................18

LEIKUR OG LEIKFÖNG ..........................................................................................................................19

HÓPAVINNA ..............................................................................................................................................19

ÞEMAVINNA ..............................................................................................................................................20

VAL ..............................................................................................................................................................20

LÍFSLEIKNI ................................................................................................................................................20

ÚTIVERA...................................................................................................................................................... 5

SAMVERA ...................................................................................................................................................21

LOKAORÐ ..................................................................................................................................................22

ÞEIR SEM KOMU AÐ GERÐ SKÓLANÁMSKRÁRINNAR................................................................22

Page 3: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

3

Inngangur

Leikskólinn er fyrsta skólastig barnsins. Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla er öllum

leikskólum skylt að gera skólanámskrá með uppeldis- og námsáætlun sem stuðlar að

markvissara og betra skólastarfi, auk þess að vera leiðarvísir fyrir kennara. Ákveðið var

af kennurum leikskólans að hafa skólanámskrána þrískipta: Foreldra-handbók þar sem

er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra svo sem hvernig aðlögun fer fram,

dagskipulag, viðtöl/fundir, foreldrasamvinna o.fl. Starfsmanna-handbók þar sem

starfsfólk getur fundið ýmislegt sem viðkemur þeirra vinnu svo sem vinnufyrirkomulagi,

skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver

meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið og leiðir að því uppeldis- og

skólastarfi sem kennarar hafa sett sér. Eru þau að hluta til aldursmiðuð, fer eftir eðli þess

uppeldis og námsþáttar sem fjallað er um. Einnig er miðað við þroska og þarfir barnanna.

Í námskránni er einnig hægt að sjá stefnu skólans. Reynt hefur verið að setja námskrána

upp á aðgengilegan hátt fyrir kennara og foreldra.

Markmið með stefnu Lönguhóla

- allt starfsfólk vinni eftir sömu uppeldismarkmiðum og aðferðum

- að nýtt starfsfólk viti að hverju það gengur þegar það hefur starf í leikskólanum

- koma upplýsingum um uppeldishugmyndir skólans til foreldra leikskólabarna

Stefna Lönguhóla

- Stefna Lönguhóla er unnin upp úr Aðalnámskrá leikskóla sem gefin er út af

Menntamálaráðuneytinu árið 1999, hugmyndafræði sem liggur að baki

uppeldiskenningum sem kenndar eru við John Dewey (USA) og hugmyndum frá

kennurum leikskólans sem komu að gerð þessarar stefnu.

- Börnin fá að upplifa á sínum forsendum, við segjum þeim ekki hvað sé rétt og hvað

rangt.

- Börn eru misfljót að uppgötva og skilja. Gefum þeim hverju og einu þann tíma sem þau

þurfa.

- Við leyfum börnunum að prófa sig áfram í leik og starfi, leyfum hugmyndaflugi þeirra

að njóta sín.

- Við hvetjum þau til að vera ófeimin við að prófa ýmislegt fyrir framan speglana.

Speglar gefa barninu nýja vídd.

-Vinna með einstaklingsmiðað nám þar sem hver einstaklingur vinnur eftir sínum þroska

og getu.

- Börn læri að þekkja á eigin forsendum, læri að treysta sjálfum sér og öðrum og bera

virðingu fyrir sér og öðrum.

Page 4: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

4

- Börnin læri að koma fram og tjá sig eitt og sér og í hópi og hlusta á aðra.(Sjá nánar í

kafla um málrækt )

- Barnið hafi sjálft áhrif á þroska sinn.

- Vinna með alla þroskaþætti barnsins.

- Agi sem leiðir til lýðræðis og hugmyndir barnanna virtar.

- Hlutverk kennara er að leiða börnin áfram í starfi.

- Áhersla á góð samskipti við heimili barnanna.

- Tjá sig í gegnum leik, heimfæra þekkingu og samsama sig ýmsum hlutverkum.

- Þemavinna - hópastarf. Unnið að skipulögðum verkefnum sem tengjast öllum

þroskaþáttum barnsins. (Sjá nánar kafla um hópastarf)

- Heildstæð skólastefna, unnið er sameiginlega að mótun skólanámskrár þar sem deildir

vinna saman og heildstætt að markmiðum starfsins.

- Börnin geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir og að hver og einn leggi sitt að mörkum.

- Virðum verk barnanna, þau skapa á sinn hátt og sjá út úr myndunum allt annað en við.

- Teikna ekki fyrir börnin né inn á verk þeirra. Þroski þeirra í myndlist er ekki sá sami og

okkar, þau fara að bera sig saman við okkur og verða ósátt við sitt.

- Hvetjum börnin til að vinna sjálfstætt, færni þeirra, sjálfmynd verður jákvæðari. Ef

starfsfólk vinnur fyrir börn verður það oft þess valdandi að þau hætta að vinna sjálf og

vilja alltaf láta gera fyrir sig.

- Segjum aldrei við þau að þau geti ekki. Fá börnin frekar til að prófa, taka verður tillit til

þess að þroski þeirra er misjafn. Færni þeirra eykst ef þau gera sjálf.

- Hvetja börn til að gera hlutina, prófa. Það styrkir sjálfsmynd og sjálfstraust. Það er ekki

okkar hlutverk að þjóna börnunum, nýta frekar tíma og fylgjast með þeim, hvernig þroski

þeirra og geta eykst. Þegar börnin eru hvött til einhvers, þarf oft að vera með þeim en

alltaf út frá þeirra forsendum.

- Ekki segja að barn sé óþægt og leiðinlegt. Það er alltaf einhver ástæða fyrir neikvæðri

hegðun barna og tengist oft ekki hegðuninni sjálfri. Ástæðan er yfirleitt einhver önnur,

börn hafa svo takmarkaða færni til að tjá sig. En það er oft í lagi að láta vita að ákveðið

atferli er neikvætt og ekki æskilegt og benda þá á betri leið til betra atferlis. Alls ekki að

alhæfa (t.d. segum við ekki þú er alltaf svo óþægur, við segjum frekar, mér leiðist þegar

þú gerir þetta. Þá kemur fram að við eigum við viðkomandi hegðun sem er neikvæð). Unnið af starfsfólki Lönguhóla 1998 – 1999.

Útinám

Börn á eldri deildum leikskólans fara tvisvar í viku út fyrir leikskólalóðina og nýta sér

náttúruna í umhverfinu við nám og leik. Tveir yngstu árgangar skólans fara einu sinni í

viku í styttri vettvangsferðir utan leikskólalóðar. Með útinámi er markmiðið að börnin

öðlist:

- aukinn skilning á og virðingu fyrir náttúru, umhverfi, menningu og samfélagi

- aukna félagslega færni

- meiri og fjölbreyttari samskipti

- hreysti

- aukið hugmyndaflug

- fjölbreyttari orðaforða

- meira úthald og þor

Page 5: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

5

Útivera

Í útiveru fær barn útrás fyrir hreyfiþörf, hróp og köll. Útivera nýtist

vel til ýmissa grófhreyfinga og útileikja. Einnig eykst líkamsstyrkur

og þol barnanna. Barn notar hugmyndaflug sitt til að nýta sér

aðstæður sem úti eru, bæði með og án leiktækja. Í útiveru fá börn

tækifæri til að kynnast og upplifa mismunandi veðurfari, einnig læra

börn að klæða sig eftir veðri.

Í útiveru er hægt að vinna allflesta hluti sem unnið er með inni.

Áhersla lögð á að vera úti eins mikið og hægt er. Því getur hópavinna farið fram úti jafnt

sem inni. Beinist hópavinna t.d að byggingarleik er hægt að fara út og nota efnivið úr

náttúrunni til þeirrar vinnu. Ef mála á steina er bæði hægt að fara inn með steinana og

mála þá eða fara út með málninguna. Ef upp koma ákveðnar aðstæður í útiveru þá á að

vinna með þær eins og hægt er. T.d. ef við finnum dauða mús þá grípum við tækifærið og

fræðumst um músina og afdrif hennar.

Á Lönguhólum er mikil áhersla lögð á útiveru, (sjá kafla um útikennslu)

Markmið Lönguhóla

Að börnum, foreldrum og starfsfólki líði vel í skólanum og að traust ríki á milli aðila. Öll

börn fái notið sín sem einstaklingar, þau taki sjálfstæðar ákvarðanir, skoðanir þeirra séu

virtar og borin virðing fyrir þeim. Börnin læri að vinna í hópum og ein, vera kurteis og

taka tillit til annarra og umhverfisins. Fjölbreytt og skapandi nám fari fram sem örvi alla

þroskaþætti. Starfsfólk skólans líti á sig sem eina heild.

Hvíld

Markmið

- Nauðsynlegt er að börn sem eru með lengri skólatíma fái góða hvíld yfir

daginn. Það mun leiða til þess að þeim líður betur, starfið sem verið

er að vinna skilar sér til þeirra og þau verða tilbúnari til að taka þátt í

leik og starfi. Þau börn sem eru lengi á leikskólanum fái lengri hvíld

en þau sem eru styttri tíma.

Leiðir að markmiðum

- Skapa börnum öryggi – þau eigi sinn fasta samastað, sæng og kodda,

- skapa rólegt andrúmsloft,

- starfsmaður sé með í hvíld og hjálpi börnunum að slaka á

- börnin sofi,

- þau börn sem ekki sofa setjist niður eða leggist og nái slökun í rólegu umhverfi.

Eftir slökun er hægt að fara í róleg verkefni t.d. hlusta á sögur úr bókum, diskum, spólum

o.fl., tala saman, spila, skoða bækur, teygjuæfingar, slökunaræfingar o.fl.

Page 6: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

6

Fataklefinn

Markmið

Börn læri að þekkja fötin sín og að umgangast fötin með virðingu. Börnin eigi rólega og

notalega stund í fataklefanum og gangi vel um fataklefann. Börnin læri hjálpsemi og

tillitssemi. Í fataklefanum eflum við sjálfstæði, sjálfsöryggi og tillitssemi.

Undirmarkmið 1-2 ára

- Börnin þekki hólfin sín,

- börnin þekki nöfn á fatnaði,

- börnin reyni að klæða sig sjálf,

- börnin þekki líkamshluta og tengi við fatnað.

2-3 ára

- Börnin læri að klæða sig úr fötum og í, séu hvött áfram,

- börnin læri að ganga frá í hólfin sín

- börnin þekki fötin sín og viti hvað er hvað.

3-4 ára

- börn átti sig á tengslum á milli veðurs og klæðnaðar

- börnin nái í fötin sín,

- börnin klæði sig sjálf í nánast allt,

- börnin þekki fötin sín og liti á þeim,

- börnin gangi frá í hólfin sín eins og hægt er miðað við hæð þeirra.

- byrja að skoða með börnum tengsl á milli veðurs og fatnaðar

4-5 ára

- Börnin æfi sig í að hneppa, renna og smella,

- geti klætt sig í og úr öllum fötum,

- börnin gangi frá útifötum í hólfin sín,

- börnin æfi að hnýta hnút.

5-6 ára

- Börnin geti klætt sig eftir veðri,

- börnin geti hneppt tölum, rennt rennilás og smellt

- börnin geti hnýtt hnút

- börnin æfi sig í að gera slaufu

Leiðir að markmiðum

- Hafa fá börn í fataklefanum í einu. Einn hópur í einu og viðkomandi kennari fari með

sinn hóp út ef enginn annar er úti,

Page 7: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

7

- tala við börnin um hvað þau eigi að fara í, tengja við viðkomandi líkamshluta og

hvernig klæðnað þurfi í viðkomandi veðri,

- hvetja börnin og vera leiðandi í sambandi við hvað þau eigi að fara í,

- tala um flíkurnar og hvernig á að ganga frá,

- fá börnin til að hjálpa hvert öðru og læra að þiggja hjálp hvert frá öðru,

- hjálpa börnunum að þekkja fötin sín, ræða um liti og sérkenni og hvað fötin heiti,

- hrósa börnunum ef þau sýna áhuga og klæða sig, sama hvort það er krummafótur, öfug

föt og þess háttar. Ef börnin vilja vera í fötunum öfugum að leyfa þeim það.

Matmálstímar

Markmið

Boðið upp á fjölbreytta og næringarríka fæðu, sleppa sykri unnum kjötvörum og

tilbúnum mat eins og hægt er. Börn temji sér góða borðsiði og hreinlæti og einnig að

matartímar fari rólega og ánægjulega fram. Börnin hjálpi til við að leggja á borð og ná í

matinn, þau læri að bjarga sér sem mest sjálf.

Leiðir

1-2 ára

- Hvetja börnin til að smakka allt sem er í boði,

- setja ekki of mikið á diskana og í glösin,

- fá börnin til að sitja kyrr,

- starfsfólk sé afslappað og ræði við börnin,

- börnin læri að nota gaffal og skeið,

- starfsfólk segi við börnin “gerið svo vel” svo börnin læri að segja „takk fyrir“

- börnin þvoi sér um hendur fyrir máltíðir,

- starfsfólk þvoi börnunum eftir máltíðir,

- börn setji diska og glös á vagnana.

- börnin taki þátt í að ná í matinn

2-3 ára

- Hvetja börnin til að smakka allt sem er í boði,

- börn skammta sér sjálf eftir getu, passa að þau setji ekki of mikið á diskana og í glösin,

- börnin sitji kyrr,

- starfsfólk sé afslappað og ræði við börnin,

- börnin borði sjálf með gaffli og skeið og drekki sjálf úr glasi,

- börnin þakki fyrir sig,

- starfsfólk hjálpi börnunum að þvo sér eftir máltíðir,

- börnin þvoi sér um hendur fyrir máltíðir,

- ræða við börnin um hvað maturinn heitir,

- börn setji diska og glös á vagnana,

- börnin taki þátt í að ná í matinn og leggja á borð

Page 8: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

8

3-4 ára

- Hvetja þau til að smakka allt sem er í boði,

- börn skammti sér sjálf á diskana, passa að þau setji ekki of mikið á diskana og í glösin,

- starfsfólk sé afslappað og ræði við börnin til að fá þau til að sitja kyrr,

- þvo hendur fyrir mat og þvo sér sjálf eftir mat,

- börnin taki þátt í að ná í matinn og leggja á borð,

- börnin bíði eftir að allir séu komnir með á diskana og sagt sé “gerið svo vel”

- börnin þakki fyrir sig,

- börnin setji diska og glös á vagnana,

- börnin bíði eftir því að flestir séu búnir að borða (ekki við morgunmat),

- ræða við börnin um hvað maturinn heitir.

- smyrji brauð sjálf.

4-6 ára

- Börnin séu komin með það sem er að ofan auk,

- börnin geti hellt sjálf í glas,

- börnin læri að nota hnífapör t.d. skera kartöflur

Hreinlæti og salernisferðir

Markmið

Börnunum líði vel í bleiuskiptum og á salerninu, það sé ekki mikill asi og að umgengni sé

góð. Allir eiga að þvo sér eftir salernisferðir.

Leiðir

1-2 ára

- Farið með eitt barn í einu og skipt á því,

- ekki láta barni finnast það eitthvað ógeðslegt þótt það kúki á sig, það er eðlilegur hlutur.

2-3 ára

- Fara með eitt barn í einu og skipt á því,

- ekki láta barni finnast það eitthvað ógeðslegt þótt það kúki á sig, eðlilegur hlutur,

- bjóða börnunum reglulega á salernið (kopp), eitt til þrjú í einu,

- börnin sturti niður eftir salernisferðir og þvoi sér um hendur,

- starfsmaður er alltaf með börnunum á salerninu hvort sem þau eru eitt eða fleiri

3-4 ára

- Börn segi til um salernisferðir,

- bjóða börnunum á salerni fyrir útiveru og matartíma,

- að kúka er eðlilegur hlutur, ekki gera það ógeðslegt í þeirra augum,

- starfsmaður fer alltaf með börnunum á salernið hvort sem þau eru eitt eða fleiri og

skeinir börnunum,

Page 9: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

9

- börnin sturta niður sjálf,

- börnin þvo sér um hendur eftir salernisferð,

- fara með eitt til þrjú í einu.

4-6 ára

- starfsmaður fylgi börnum á salernið og aðstoði

- börn þvoi sér með sápu eftir salernisferðir

Sérkennsla

Markmið

Hjálpa barni að ná þeim þeim þroska sem mögulegur er hjá hverjum einstaklingi fyrir sig

og ná að greina barn sem fyrst, snemmtæk íhlutun. Virkja allt starfsfólk í vinnu með barni

með sérþarfir og að barninu líði vel.

Leiðir að markmiðum

- Barn fari í greiningu hjá viðeigandi sérfræðingi,

- gerð er vinnuáætlun fyrir barn í tengslum við umfang fráviks,

- unnið í hópi og/eða með barnið eitt,

- allt sem viðkemur barni er unnið í samráði við foreldra og skipulagt af

leikskólasérkennara og deildarstjóra í samráði við leikskólastjóra.

Börn af erlendum uppruna

Markmið

Hjálpa börnum af erlendum uppruna að öðlast sjálfstraust og öryggi í nýju umhverfi,

hjálpa þeim að samlagast íslensku samfélagi og íslenskri tungu. Virða menningu og tungu

þeirra.

Leiðir að markmiðum.

- Kynna fyrir öðrum börnum þeirra land, menningu og siði,

- kenna börnunum íslensku, í gegnum söng, bækur, spil, leiki og daglegt líf,

- nota hreyfisöngva, tákn með tali, stundaskrá o.fl.

- fá foreldra barnanna inn til að syngja og lesa sögur á þeirra móðurmáli,

- fá túlk fyrir foreldra á fundi, viðtöl, uppákomur og í tengslum við fréttabréf,

- passa að barn verði ekki útundan og upplifi sig sem öðruvísi.

Námssvið

Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla eru námssvið skólanna sex, það eru hreyfing,

málrækt, myndsköpun, tónlist, náttúra og umhverfi, menning og samfélag.

Page 10: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

10

Hreyfing

Markmið

Efla alhliða líkams- og hreyfiþroska, heilbrigði, þrek, líkamsvitund, hreyfa sig frjálst,

samhæfingu hreyfinga, öryggi, þor, þol, rýmisvitund, stöðu, slökun, spennu, sjálfstraust,

jafnvægi, viljastyrk, sjálfsbjörg, stjórn á gróf og fínhreyfifærni og samvinnu milli barna.

Hreyfing stuðlar að vellíðan, öryggi og gleði.

Í öllum hreyfistundum skal vera upphaf, meginmál og endir (slökun eða teygjur)

1-2 ára undirmarkmið

- Barn geti staðið óstutt,

- geti hlaupið á sléttu gólfi,

- hoppi flötum fótum,

- sé með samhæft skrið,

- geti gengið upp tröppur með stuðning,

- geti hent bolta,

- geti drukkið úr glasi,

- geti borðað sjálft,

- geti byggt turn úr 4 eða fleiri kubbum,

- geti reist sig upp úr sitjandi stöðu,

- geti velt sér af maga á bak og af baki á maga,

- geti gengið á ósléttu undirlagi,

- geti rúllað bolta á milli með öðru barni.

2-3 ára undirmarkmið

- Barn geti gengið upp og niður tröppur óstutt,

- geti hjólað á þríhjóli,

- geti gengið eftir línu,

- geti gripið stóran bolta,

- geti kastað bolta í ákveðna átt,

- geti hellt vökva á milli glasa,

- geti sparkað bolta,

- geti staðið á öðrum fæti óstutt,

- geti klætt sig úr og í útiföt að nokkru leyti,

- geti hoppað niður 20-30 cm,

- geti hoppað yfir línu,

- geti gengið aftur á bak,

- geti hlaupið frjálst,

Page 11: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

11

- geti gengið 20 mínútur í gönguferð,

- geti klifrað í rimlum,

- geti gengið á tám.

3-4 ára undirmarkmið

- Barn geti gripið lítinn bolta,

- geti gengið á tám og hæl,

- geti hoppað aftur á bak,

- geti hoppað á öðrum fæti,

- geti hent bolta og gripið,

- geti hlaupið í 2-3 mínútur án þess að stoppa,

- geti gengið í 30 mínútur í gönguferð,

- geti hellt vökva úr könnu í glas,

- geti gengið á lágri jafnvægisslá óstutt,

- geti hoppað niður 50 cm, með dýnu undir,

- geti klifrað í efstu rim í klifurgrind í garði,

- geti klætt sig að mest öllu leyti í og úr,

- geti sparkað bolta á milli með öðru barni,

- geti rólað sér sjálft.

4-5 ára undirmarkmið

- Barn geti hoppað á öðrum fæti áfram /hægri, vinstri,

- barn geti hoppað niður 80-100 cm, með dýnu undir,

- barn geti hlaupið 4-5 mínútur stanslaust,

- barn geti gengið í 60 mínútur/gönguferð,

- barn geti gengið á jörkunum,

- barn geti driplað bolta á staðnum,

- barn kunni einn til tvo dansa t.d kubbadans og fugladans,

- börn geti kastað bolta á milli sín,

- barn geti gengið óstutt á hliðum/köntum sandkassans,

- barn geti klifrað upp bratta brekku eða kletta.

5-6 ára undirmarkmið

- barn geti hoppað á einum fæti yfir línu/gjörð og standi á fætinum í 5 sek,

- barn geti sippað,

- barn geti kastað með armsveiflu,

- barn geti gripið tennisbolta,

- barn geti valhoppað, sporhoppað og sprellikallahopp,

- barn geti hlaupið og sparkað í bolta án þess að stoppa,

- barn kunni einfaldan dans með haldi,

- barn geti hlaupið í 5-6 mínútur stanslaust

- barn geti driplað bolta í ákveðna átt,

- barn geti rakið bolta með fótum í ákveðna átt,

Page 12: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

12

- barn geti gengið eftir línu/planka afturábak,

- barn geti staðið á öðrum fæti í kyrrstöðu í 10 sekúndur með opin eða lokuð augu,

- barn geti látið sig falla afturábak á dýnu í algjörri slökun.

Leiðir að markmiðum

- Hvetja börnin áfram í öllu starfi,

- fá börnin til að gera sjálf,

- nýta sér þær aðstæður sem koma upp hverju sinni og fjölbreytileika umhverfis og

áhalda,

- leggja fyrir verkefni sem örva börnin,

- miða allt við aldur þeirra og þroska.

Málrækt

Markmið

Markmið með málrækt er að efla orðaforða, málskilning, tjáningu og

framburð barnanna.

Málörvun á að flétta inn í alla þætti leikskólastarfsins.

Undirmarkmið 1-2 ára

- Geti sagt 2-3 orða setningar,

- geti sagt nafnið sitt,

- geti farið eftir einum fyrirmælum í einu,

- skilji einfaldar setningar, t.d.við erum að fara út, við erum að fara að borða o.s.frv.

- geti hlustað á bók með 1-2 orðum á blaðsíðu,

- geti lært einfalda hreyfisöngva,

- geti bent á augu, nef, munn enni, eyru o.fl

- kunni hugtökin opna-loka, úti-inni, týndur-fundinn, ýta-draga,

- kunni einn grunnlit.

Undirmarkmið 2-3 ára

- Geti sagt heilar setningar með tengiorðum,

- geti gert sig skiljanleg hvað þau vilja og hvað ekki,

- þekki hugtökin, blautt-þurrt, í- á, undir- yfir, uppi- niðri, ganga- hlaupa, ofaná,

- geti hlustað á einfaldar sögur með myndum, t.d. Depill, Lúlli og þess háttar,

- geti sagt nöfnin á foreldrum og öðrum í fjölskyldunni sinni,

- geti farið með t.d fingraþulu, Fagur fiskur o.fl.

Page 13: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

13

- geti farið eftir tveim fyrirmælum í einu,

- barn þekki heiti á nokkrum líkamshlutum t.d höfuð, hendur, fætur, rass, magi,

- geti sagt frá einföldum atriðum,

- barn sé búið að ná tökum á öllum sérhljóðum og einhverjum samhljóðum,

- barn þekki grunnlitina (gulur, rauður, blár).

Undirmarkmið 3-4 ára

- Barn sé búið að ná tökum á öllum samhljóðum,

- barn þekki minnst 6 liti, grunnlitina og 3 aðra,

- setningaruppbygging sé nokkuð rétt,

- barn geti hlustað á myndabækur með flóknari og lengri

texta,

- barn þekki flesta líkamshluta t.d. hné, hæl, tær, fingur, öxl,

háls, bak, höku, enni, kinnar o.fl.

- barn geti sagt til um aldur og kyn,

- geti farið með þulu, t.d Græn eru laufin

- syngi og læri texta af lögum,

- geti haldið uppi einföldum samræðum,

- barn geti sagt frá reynslu sinni,

- barn spyrji spurninga, noti orðin hvar, hvað, hver o.s.frv.

- barn sé farið að nota tvo samhljóða saman,

- barn byrjar að læra rím,

- barn fari eftir 3 eða fleiri fyrirmælum,

- barn þekki hugtökin fyrir framan- aftan, bakvið- ámóti, við hliðina, lítill- stór, vont-

gott.

- barn þekki persónufornöfn, hann, hún.........................

Undirmarkmið 4-5 ára

- barn þekki hugtökin frá- til, fyrstur- síðastur, í miðjunni- á milli, minni- stærri, dökkur-

ljós, fyrir ofan- fyrir neðan, létt- þungt, leiðinlegt- skemmtilegt,

- kunni að ríma

- þekki til vikudaganna

- geti talið 0-20, þekki í sjón 0-9

- geti farið með þulur, rímþulur og fleiri

- geti hlustað á sögu án mynda

- börn kunni að nota persónufornöfn bæði í eintölu og fleirtölu

Undirmarkmið 5-6 ára

- þekki hugtökin, margir- ekkert, langt frá- rétt hjá, erfitt- auðvelt, tígull- hjarta- spaði-

lauf, hægri- vinstri, hægt- hratt,

- þjálfist í hljóðgreiningu,samstöfum,orðhlutaeyðingu

Page 14: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

14

- þekki til tölustafi 0-20, nota punkta eða hluti til að skilgreina hvað stendur á bakvið

tölurnar,

- þekki vikudagana, mánuði og árstíðir,

- þekki hálfa og heila tímann á klukku,

- geti hlustað á framhaldssögu,

- kunni nöfnin yfir einingakubbana, formin í þeim,

- kunni fæðingardag sinn, ár, heimilisfang og símanúmer,

- geti greint frá hvað er undir yfirhugtökum t.d fjölskylda, grænmeti, húsgögn o.fl.

- geti búið til sögur,

- geti sett upp leikrit,

- geti farið með þulur t.d tólf eru synir tímans og talnaþuluna.

Leiðir að markmiðum

- gefa barninu góðan tíma til að tjá sig og tala út,

- hvetja börnin til að tjá sig og tala, nota opnar spurningar og heimspekilegar umræður,

- láta börnin koma fram fyrir aðra, segja frá, syngja o.fl.

- að tala við börnin, vera málfyrirmynd,

- koma af stað umræðum,

- tengja hugtök við allar hugsanlegar aðstæður,

- endurtekningar, alltaf af hinu góða,

- munn-og tunguæfingar,

- hlusta hvert á annað, sögur, spólur, hljóð og svo framvegis,

- lesa fyrir börnin og segja sögur,

- syngja og fara með þulur,

- tala skýrt við börnin og hreyfa varirnar,

- spila við börnin - leyfa börnunum að stjórna með,

- spyrja spurninga út í það sem þau voru að gera, út í hið daglega líf, út úr sögum o.fl.

- tengja saman orð og hluti,

- klappa takt og atkvæði,

- tákn með tali,

- hreyfi-og söngleikir,

- ríma. (bullurím)

Myndsköpun

Markmið

Myndlist er tjáningarleið barna, í gegnum myndlist eiga börn auðvelt

með að tjá tilfinningar sínar.

Búa þarf börnum aðstæður með fjölbreyttum efnivið sem ýtir

undir hugmyndarflug og ímyndunarafl. Kennara ber að ýta

Page 15: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

15

undir sjálfstæða myndsköpun og að forðast að láta öll börn vinna eins. Börn læra að nota

efnivið á ýmsa vegu. Mikilvægt er að börn fái sjálf að velja sér viðfangsefni og ekki sé

tekið fram fyrir hendurnar á þeim. Lærdómsríkt er fyrir börn að fara á myndlistasýningar,

söfn og að kynnast vinnu listamanna.

Kennari þarf að vera vakandi fyrir tækifærum í umhverfinu.

Undirmarkmið 1-2 ára

- Um eins árs aldur fer barn að sýna því áhuga þegar það sér aðra lita og vill prófa sjálft,

- á 18 mánaða aldri til 2 ára getur barn hreyft lit eftir blaði og haldið blaðinu kyrru,

- barn getur rifið í sundur þunn blöð,

- barn getur prófað að mála með einum lit.

Undirmarkmið 2-3 ára

- Barn geti klippt í sundur mjóa renninga,

- barn prófar sig áfram með liti, punkta, kommur, línur og fleira,

- barn lími á blað,

- barn læri að mála og blandi ekki saman litum,

- barn teikni lóðrétta og lárétta línu eftir fyrirmynd,

- hnoðar leirbolta og slítur í sundur, festir aftur saman.

Undirmarkmið 3-4 ára

- Flest 3 ára börn geta teiknað hring og ferning eftir fyrirmynd,

- börn klippa út einföld form, t.d hring, ferhyrning og þríhyrning,

- börn gera tilraunir með liti og málningu,

- rúlla leir í lengjur og fletja út með kefli.

Undirmarkmið 4-5 ára

- kunni rétt blýantsgrip,

- klippa út myndir í listum,

- barn teikni höfuðfætlur og eitthvað sem líkist hlutum,

- barn komið með vald á vatnslitum,

- geti teiknað þríhyrning,

- geti skrifað einn tölustaf á bilinu 0-9 og einstaka bókstaf eftir fyrir mynd,

- geti búið til kúlur úr leir.

Undirmarkmið 5-6 ára

- Kunni að blanda liti,

- barn teikni þekkjanlega hluti,

- grunn og loftlína farin að sjást í verkum barns,

Page 16: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

16

- geti litað innan ákveðins ramma, í eigin teikningu

- geti skrifað nafnið sitt,

- geti skrifað 1-3 tölustafi í talnaröðinni 0-9 án fyrirmyndar,

- geti teiknað sexhyrning,

- geti klippt í sundur efni,

- geti búið til mannsmynd og litlar krukkur úr leir

- kunni að vinna eftir fyrirmælum

Leiðir að markmiðum

Efniviður sé fjölbreyttur.

Börn fái að vinna sjálfstætt og ekki gripið inn í vinnu þeirra.

Börn finni sjálf efnivið og verkefni sem hæfa þeirra aldri og þroska.

Tónlist

Markmið

Að öll börn í leikskóla fái tækifæri til að njóta og kynnast

tónlist. Helstu tónlistar þættir í leikskóla eru, söngur,

hreyfing, hlustun og leikur með hljóðgjafa. Markmið með

tónlistaruppeldi er að börn verði næmari fyrir hljóðum,

hreyfingu og hrynjanda, þau öðlist frumkvæði og verði

skapandi í túlkun og tjáningu.

Undirmarkmið 1-2 ára

- geti sungið einföld lög og hreyfilög,

- hreyfi sig eftir tónlist

- hlusti eftir hljóðum og hermi eftir,

- myndi allskonar hljóð með líkamanum, t.d klappa, stappa, smella í góm og fleira,

- prófi hljóðfæri,

- áhersla lögð á endurtekningar,

- örva sjálfsprottinn söng, hjal, raul, og söngl barnanna.

Undirmarkmið 2-3 ára

- Hlusta á mismunandi hljóð og greina hvað er hvað,

- læra lög með og án hreyfinga,

- söng og hreyfileikir,

- spunasöng og sjálfsprottinn söng,

- klappa einfaldan takt 1,2,3,4 og 1,2,3,4

- spila takt á trommur og hristur,

- læri heiti á einföldum hljóðfærum t.d hristum, trommum og tréstöfum

Page 17: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

17

- kynnist fleiri hljóðgjöfum t.d. greinum,steinum ofl.

- mynda hljóð með höndum, fótum, munni og fleiru,

- hreyfa sig eftir tónlist.

Undirmarkmið 3-4 ára

- Klappa hljóðfall(hrynjanda í orðum,t.d Löng-u-hól-ar) og takt,

- læra heiti hljóðfæra og hvað heyrist í þeim t.d skrapa, þríhorn, flautur og tréstokkur

- hlusta á hljóðfæri, umhverfishljóð og geta upp á í hverju heyrist,

- hreyfing eftir tónlist bæði dans, leikur og sjálfsprottinn dans,

- söngur, spunasöngur og sjálfsprottinn söngur.

Undirmarkmið 4-5 ára

- Geri greinarmun á sterku og veiku hljóði,

- geri greinamun á hægu og hröðu,

- þekki mun á hljóðfærum( spilað er á hljóðfæri og barn á að segja í hverju heyrist)

- þekki göngu og hlaupanótu, (fjórðu og áttundupartsnótur)

- geti haldið rétt á tréstöfum og slegið takt og atkvæði,

- læri heiti á hljóðfærunum gítar, lúður, píanó,

- geti hlustað á mismunandi tónlist og greint í hvaða hljóðfærum heyrist,

- geti klappað takt með þegar þau eru að syngja.

Undirmarkmið 5-6 ára

- kunni heiti á heil og hálf nótum,

- barn klappi eftir heil og hálf nótum

- barn læri tónstigann

- barn sé kynnt fyrir skáldi og ljóðum þess(einnig hvað er skáld)

- læri heiti á mismunandi flautum, rennistokk og sílófón,

- barn geti samið ljóð eða þulur,

- geti samið eða spilað ákveðið stef eða lag á sílófón,

- barn geti greint í hvaða hljóðfæri heyrist í flóknari verkum en árið á undan.

Með aldrinum verða lög flóknari og erfiðari sem og allt annað.

Leiðir að markmiðum

- Kynna hljóðgjafa fyrir börnunum,

- syngja með þeim, fara í söng-og hreyfileiki,

- athygli barna á hljóðum í umhverfi og náttúru sé vakin,

- lögð áhersla á endurtekningar,

- hvetja börn til frjálsrar túlkunar, veita sjálfsprottnum söng eftirtekt og örvun,

- nota hljóð og hljóðgjafa við lestur á sögum og ævintýrum,

Page 18: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

18

- hvetja börn til að koma fram og tjá sig í gegnum söng, tónlist og spuna.

Náttúra og umhverfi

Markmið

Náttúran er stór þáttur í útiskólanum.

Að börnin þekki umhverfið í kringum sig og beri virðingu fyrir því.

Fræða börn um allt sem tengist náttúru og umhverfi svo sem árstíðir, veðurfar, dýr og

plöntur.

Börn læri að njóta og upplifa náttúru og umhverfi.

Leiðir að markmiðum

- Fara í útikennslu, vettvangsferðir, t.d. sveitaferð, fjöruferð, bæjarferð, skoða jólaljós,

náttúruskoðun o.fl. Fræða börnin um hvernig ganga skal um náttúru og umhverfi. Virkja

áhuga barns á náttúrunni með fræðslu. Vinna með hluti úr náttúrunni inni í leikskólanum

og gera tilraunir,

- nota veraldarvefinn, bækur og fleira til að fræða börnin um náttúruna og umhverfið,

nota skal öll tækifæri sem gefast til þess,

- ræða skal sérstaklega um allt líf og þær breytingar sem eiga sér stað í náttúrunni allan

ársins hring,

- gefa börnum góðan tíma og tækifæri til að njóta þess sem náttúran hefur upp á að bjóða.

(það er ekki málið að komast yfir sem mest heldur að staldra við og njóta, t.d finna

vindinn, skoða grasið horfa á himininn o.fl)

Menning og samfélag

Markmið

Börn kynnist því samfélagi og þeirri menningu sem er í því landi sem þau alast upp í. Að

ekki eru öll samfélög eins í landinu né í heiminum, t.d mismunandi stærðir, litarháttur

fólks, tungumál og fleira.

Mismunandi hefðir og hátíðir skapast í hverju samfélagi og ber að halda þeim við og

fræða börnin um þær, (þorrinn, bolludagur, sprengidagur, öskudagur, páskar,

sumardagurinn fyrsti, uppstigningardagur, sautjándi júní, jól og áramót)

Öll samfélög og menning eru jafnmerkileg.

Page 19: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

19

Leiðir að markmiðum

- Lesa bækur og fræða börnin um mismunandi menningu og samfélög,

- hlusta á tónlist frá mismunandi menningarsvæðum og samfélögum,

- fara á og vera með myndlistarsýningar, leiksýningar, danssýningar, tónleika og fleira

sem kennara dettur í hug,

- gera sér dagamun á tylli- hátíðis- og afmælisdögum,

- kynna fyrir börnunum siði og venjur annarra samfélaga (landa), sérstaklega ef börn frá

öðrum löndum eru í skólanum , að kynna þau lönd, siði og venjur,

- kennara ber skylda til að kenna börnum umferðarreglur sem gilda í okkar samfélagi.

Leikur og leikföng

Leikurinn er mikilvægasta þroskaleið barnsins.

Í leik felst mikið sjálfsnám, leiknum fylgir bæði gaman og

alvara. Reynsla barns endurspeglast í leik þess. Til þess að

leikur þróist þarf barn nýja upplifun, hugmyndaflug,

fjölbreyttan efnivið og leikföng. Einnig tíma án þessa eð

verða trufluð í leik sínum, ef börn eru trufluð í leik þurfa

þau alltaf að vera að byrja uppá nýtt og ná ekki að þróa leikinn.

Í gegnum leik tjáir barn tilfinningar sínar og fær útrás fyrir þær, einnig spretta upp nýjar

tilfinningar og þekking. Börn læra að taka tillit hvert til annars, vinna saman og virða rétt

annarra.

Mikilvægt er að kennari fylgist með leik barnanna, taki þátt í honum og örvi á forsendum

barnanna. Návist kennara veitir börnum öryggi og stuðning.

Í leikskóla þarf að vera fjölbreyttur efniviður og leikföng sem hæfa aldri og þroska

barnanna, einnig er mikilvægt að börn nýti hluti úr náttúru og umhverfi í stað tilbúinna

leikfanga.

Hópavinna

Í hóp eru 4 til 12 börn. Í hópavinnu læra börn að vinna með

öðrum börnum, vinna að sama verkefni, taka tillit til annarra og

hjálpast að. Börn læra að fara eftir fyrirmælum og eiga

frumkvæði. Í vinnu með hóp myndast náin tengsl á milli barna

og kennara.

Kennara ber að fylgjast með þroska hvers barns í þeim hópi sem

hann vinnur með.

Í hópavinnu er unnið skipulagt starf og með náms-og þroskaþætti.

Tvo daga í viku fer hópavinna fram úti í náttúrunni (sjá kafla útikennsla- útistarf).

Page 20: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

20

Þemavinna

Í þemavinnu er eitthvað ákveðið viðfangsefni tekið fyrir í lengri eða skemmri tíma. Það

hefur mikið verið unnið með líkamann á Lönguhólum síðustu ár. Þá eru allir líkamshlutar

teknir til umfjöllunar, fræðsla um þá fer fram og kannað hvað við getum gert með

hverjum þeirra. Vinnan hefst á umræðum með börnunum og kynningu á því sem á að

fræðast um. Þá er vettvangsskoðun, öflun gagna um viðfangsefnið,umræða og vinna í

hópum. Enginn ákveðinn tími er í hvert þema, tekinn er sá tími sem talinn er þurfa í hvert

verkefni. Skólaárið 2010-2011 hefur verið ákveðið að byrja að vinna með fast þema í

öllum árgöngum og er meiningin að það verði svo áfram ef vel gengur.

1 til 2 ára vinna með ég sjálfur

2 til 3 ára vinna með ég sjálfur og fjölskyldan mín

3 til 4 ára vinna með ég sjálfur og bærinn minn

4 til 5 ára vinna með ég sjálfur og landið mitt

5 til 6 ára vinna með ég sjálfur og heimurinn.

Val

Börnum gefst kostur á að velja sér viðfangsefni en ekki vini eins og oft gerist í frjálsum

leik. Í vali eiga börn að velja hvað þau vilja helst gera sjálf en ekki það sem hinir vilja

eins og oft vill gerast. Börn eiga að velja sér viðfangsefni sem þau sinna í ákveðinn tíma

áður en þau mega skipta og fara í annað.

Val ýtir undir sjálfstæði barnsins. Barn tekur sjálfstæðar ákvarðanir og lærir að standa við

þær ákvarðanir sem það tekur hverju sinni.

Börn skulu ekki vera eftirlitslaus á valsvæðum.

Börn á aldrinum 1 til 2 ára hafa ekki náð þroska til að gangast undir þær kröfur sem

fylgja þessu vali.

Í vali segja börn hvað þau vilja leika sér með og eru í því í ákveðinn tíma áður en þau fá

að skipta og fara í annað, börn fá að skipta ef þau óska þess sjálf. Í þessum stundum fá

þau alveg að ráða og leika með það sem þau hafa áhuga á í það og það skiptið. Börnin

þurfa að ákveða sjálf hvað þau vilja gera án þess að starfsmaður sýni þeim myndir eða

nefni einhver sérstök verkefni sem eru í boði.

Lífsleikni

Markmið

Að efla sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd, kenna börnum að leysa ágreiningsmál, bera

virðingu fyrir öðrum og skoðunum þeirra. Læra að sýna umburðarlyndi, taka tillit til

annarra og eiga góð samskipti við aðra.

Page 21: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

21

Gera börnum grein fyrir að eitthvað eitt er ekki endilega rétt, fleiri en ein hlið á hverju

máli. (Heimspeki)

Leiðir að markmiðum

- Hlusta og bera virðingu fyrir þörfum og skoðunum annarra

- börn leysi ágreiningsmál sjálf, ef það gengur ekki þá með aðstoð kennara

- börn geri sjálf, grípa ekki fram fyrir hendurnar á þeim, sama í hvaða starfi það er, t.d.

myndlist, fataklefa, matartíma o.fl.

- börn komi fram eitt og eitt í einu og tjái sig

- heimspekilegar umræður þar sem rætt er um hlutina frá öllum hliðum, börn leidd áfram

í umræðum og hvött til rökhugsunar

- engir tveir eru eins, allir hafa ólíkar þarfir og skoðanir, það ber að virða og taka tillit til.

Samvera

Samveru skal miða við aldur og þroska barna Efni samveru höfði til

þess aldurs og hóps sem verið er með hverju sinni. Í samveru læra

börn að sitja kyrr. Lengd samverustunda fyrir börn á aldrinum 1 árs

til 6 ára er fimm til tuttugu mínútur. Ef börn verða fljótt ókyrr í

samverustund er oft nóg að einfalda efni sem verið er með, ef efni

er of þungt þá missa börn fljótt af og hætta að fylgjast með. Hægt er

að lengja samveru og þyngja eftir því sem börnin verða eldri.

Í samveru læra börnin að syngja ný lög, þulur, hugtök, nöfn, tölustafi

og liti. Upplifa efni úr sögum og ævintýrum. Til að efni skili sér til

barnanna er nauðsynlegt að endurtaka nokkrum sinnum. (Sjá kafla um

málörvun.)

Í samverustund læra börn að trufla ekki og taka tillit til annarra.

Gott er að nýta samveru til að koma fram fyrir aðra og tjá sig. Nafnakall er nauðsynlegur

þáttur sem nýtist til að spyrja spurninga og skapa umræður, auk þess sem það í flestum

tilfellum er frumraun þeirra í framsögn.

Ýmsar munn-og tunguæfingar er gott að flétta inn í samveruna auk tjáningar ýmiskonar.

Mikilvægt er að hvetja þau á jákvæðan hátt með hrósi og viðurkenningu í allri tjáningu

og framsögn.

Nýta skal efni úr þemavinnu til umræðna og fræðslu.

Page 22: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

22

Lokaorð

Vinna við skólanámskrá hefur verið mjög lærdómsrík fyrir starfsfólk og ætti að gefa

starfsfólki betri innsýn inn í þá vinnu sem því ber að sinna. Kynningarrit fyrir foreldra

hefur verið til í leikskólanum svo að segja frá opnun hans og er yfirfarið á hverju sumri.

Ég vona að skólanámskráin megi veita foreldrum, starfsfólki og öðrum sem áhuga hafa á

starfi skólans innsýn yfir þá vinnu sem fram fer í leikskólanum.

Í lokin vill ég þakka öllu því starfsfólki sem að vinnu námskrárinnar kom kærlega fyrir

sína vinnu.

Margrét Ingólfsdóttir

Leikskólastjóri

Lönguhólum

Page 23: Skólanámskrá Lönguhóla · skipulagningu, verkaskiptingu, hvað gert er ef upp kemur lús, fyrstu viðbrögð ef einhver meiðir sig o.fl. Námskrá þar sem koma fram markmið

23

Þeir sem komu að gerð skólanámskrárinnar

Starfsfólk Lönguhóla sem var í vinnu í leikskólanum á árin 2001, 2002 og 2003; sem eru

Margrét Ingólfsdóttir, Eyrún Axelsdóttir, Maríanna Jónsdóttir, Harpa Þorgeirsdóttir,

Svala Axelsdóttir, Alma Þórisdóttir, Svandís G. Bogadóttir, Þórey Sigfúsdóttir, Íris Árný

Magnúsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Stefánsdóttir, Þóra Kristín Ludwigsdóttir, Ólöf

Ósk Garðarsdóttir, Bjarndís Axelsdóttir, Vilborg Þórólfsdóttir, Sonja Garðarsdóttir,

Kristín Óladóttir, Kolbrún Reynisdóttir, Elín Magnúsdóttir, Halldór Steinar Kristjánsson

og Þórveig Benediktsdóttir.

Námskráin er gefin út haustið 2003 .

Endurskoðuð síðast vor 2010.