skólamál í skagafirði skólastefna ed... · 2018. 10. 12. · hug- og félagsvísindadeild...

147
Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson Meistaraverkefni lagt til fullnaðar M.Ed. gráðu í uppeldis- og kennslufræði við Háskólann á Akureyri með áherslu á stjórnun menntastofnana. Júní 2010

Upload: others

Post on 18-May-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Hug- og félagsvísindadeild

Kennaraskor - framhaldsbraut

Skólamál í Skagafirði

Skólastefna

Jón Rúnar Hilmarsson

Meistaraverkefni lagt til fullnaðar M.Ed. gráðu í uppeldis- og kennslufræði við Háskólann

á Akureyri með áherslu á stjórnun menntastofnana.

Júní 2010

Page 2: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

ii

Yfirlýsingar

Ég lýsi því hér með yfir að ég er höfundur þessa verkefnis og að það er ágóði eigin

rannsókna

Jón Rúnar Hilmarsson, ha050090

Það staðfestist hér með að verkefni þetta fullnægir að mínum dómi kröfum til

sérsviðsritgerðar til meistaranáms í kennaradeild Háskólans á Akureyri.

Trausti Þorsteinsson, lektor við HA

Page 3: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

iii

Ágrip

Verkefni þetta lýtur að því að vinna að stefnumótun sveitarfélagsins Skagafjarðar í

fræðslu- og skólamálum á grundvelli tiltekinnar aðferðafræði og meta hvernig hún

nýtist við gerð skólastefnunnar. Rannsóknarspurningin er því: Á hvern hátt geta

hugmyndir um virkt stefnumótunarferli og árangursstjórnun gagnast við mótun

skólastefnu eins sveitarfélags?

Í verkefninu er unnið að stefnumótun Sveitarfélagsins Skagafjarðar í

skólamálum með þátttöku allra hagsmunaðila fræðslu- og skólamála með það fyrir

augum að móta heildstæða skólastefnu fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla.

Fræðilegi kaflinn leiðir lesandann í gegnum þau þrep sem þarf í aðdraganda og

undirbúningi fyrir stefnumótun sem leiðir til skilgreiningar á hlutverki skóla og

mótun framtíðarsýnar og stefnu sveitarfélagsins í skólamálum á grundvelli

aðferðarfræði um virkt stefnumótunarferli og með útfærslu í stefnu- og skorkort á

grundvelli árangursstjórnunar.

Aðferðafræði starfendarannsókna er nýtt til að leggja mat á einstaka þætti

stefnumótunarferlisins og með þeim hætti lagður grunnur að því að svara

rannsóknarspurningunni.

Þess er vænst að rannsóknin geti veitt öðrum sveitarfélögum upplýsingar um

hvernig standa megi sem best að stefnumótun í skólamálum og upplýsa um kosti og

galla einstakra þátta stefnumótunarferlisins.

Niðurstaða rannsakanda er að virkt stefnumótunarferli gagnast með víðtækri

þátttöku helstu hagsmunaðila skólasamfélagsins við mótun skólastefnu fyrir

sveitarfélagið Skagafjörð. Víðtæk gagnaöflun, stöðugt mat og ígrundun

rannsakanda á þróun verkefnis og eigin starfi á grundvelli starfsendarannsókna

leiðir af sér vinnuferli og afurð í formi metnaðarfullrar, gegnsærrar og raunhæfrar

skólastefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.

Page 4: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

iv

Abstract

This research essay is written for the school society in Skagafjörður and its purpose

is to work on and put forward a strategy policy for the educational committee based

on a certain ideology, and to evaluate how well that ideology works during the

process of making the policy. The research question is: In what way can ideas of

active strategy process and performance management help making a school policy

for a community like Skagafjörður?

This project deals with educational policy making for Skagafjörður with the

participation of all stakeholders. The final aim is to develop a comprehensive school

policy for kindergarten, compulsory and music schools.

The academic (theoretical?) chapter will lead the reader through those steps

necessary for the introduction and preparation for policy making leading to a

definition of the role of schools and formation of future vision and policy of the

local government. The project is based on the ideology of active strategy process

laid out in a Balance Scorecard with reference to the ideology of performance

management.

The methodology of action research will be laid out and used to asses and

evaluate individual aspects of the strategy process, thus laying the foundation for

answering the research question.

The goal of this research is to inform other communities and school committees

about how to perform and plan their own educational strategy process along with

informing them about benefits and disadvantages of individual aspects of this

school strategy policy process.

The results of this research essay will show that active strategy process and

performance management with broad participation of major stakeholders of the

educational society will benefit the development of school policy for the

Skagafjörður community. The gathering of broad data, constant evaluation and

reflection on one´s own studies, imagining a possible solution, trying it out,

evaluating it and changing practice in light of the evaluation based on action

research leads to a process and project in the form of an ambitious, transparent and

realistic school policy for the Skagafjörður community.

Page 5: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

v

Formáli

Þessi ritgerð er rannsóknarverkefni til fullnaðar meistaraprófs í menntunarfræðum

við Háskólann á Akureyri. Vægi ritgerðar er 30 einingar. Verkefni þetta lýtur að því

að vinna að stefnumótun skólastefnu sveitarfélagsins Skagafjarðar á grundvelli

tiltekinnar aðferðafræði og meta hvernig hún nýtist við gerð skólastefnunnar.

Þetta verkefni tengist bæði vinnunni minni og því sem að mér fannst

áhugaverðast í náminu. Jafnframt sem verkefnið er áhugavert þá á það eftir að koma

að góðum notum í sveitarfélaginu þar sem ég starfa og það er ekki síður mikilvægt.

Ég vil þakka leiðbeinandanum mínum Trausta Þorsteinssyni fyrir góðar ábendingar

meðan á vinnunni stóð. Einnig vil ég þakka eiginkonu minni fyrir þolinmæði og

skilning á námsáráttu minni.

Það er von mín að verkefni mitt verði til þess að efla annars gott skólastarf í

Skagafirði til framtíðar.

Hofsós, 8. maí 2010

Jón Rúnar Hilmarsson

Page 6: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

vi

Efnisyfirlit

1 INNGANGUR ........................................................................................................................................ 1

1.1 SKÓLASAMFÉLAGIÐ Í SKAGAFIRÐI ......................................................................................... 3 1.2 UPPBYGGING RITGERÐARINNAR ............................................................................................. 4

2 STEFNUMÓTUN .................................................................................................................................. 6

2.1 VIRKT STEFNUMÓTUNARFERLI ............................................................................................... 8 2.1.1 Greining á stöðu ......................................................................................................... 10 2.1.2 Mótun stefnu ............................................................................................................... 14 2.1.3 Breytingar og aðlögun ................................................................................................ 19 2.1.4 Innleiðsla stefnu ......................................................................................................... 19

3 ÁRANGURSSTJÓRNUN ................................................................................................................... 21

3.1 GRUNNFERLI ÁRANGURSSTJÓRNUNAR .................................................................................. 22 3.1.1 Ávinningur af árangursstjórnun ................................................................................. 23

3.2 ÁRANGURSMAT .................................................................................................................... 24 3.3 STEFNUMIÐAÐ ÁRANGURSMAT ............................................................................................. 25 3.4 VÍDD ..................................................................................................................................... 26

3.4.1 Þjónusta ...................................................................................................................... 26 3.4.2 Fjármál ....................................................................................................................... 26 3.4.3 Innra starf ................................................................................................................... 27 3.4.4 Starfsmenn .................................................................................................................. 27

3.5 HELSTI ÁVINNINGUR SÁ ....................................................................................................... 27 3.6 GRUNDVÖLLUR SÁ ............................................................................................................... 28 3.7 INNLEIÐING SÁ ..................................................................................................................... 29 3.8 MISTÖK VIÐ INNLEIÐINGU SÁ .............................................................................................. 29 3.9 STEFNUKORT ........................................................................................................................ 31

3.9.1 Orsaka- og afleiðingatengsl ....................................................................................... 31 3.10 SKORKORT ....................................................................................................................... 33

3.10.1 Árangursmælikvarðar ............................................................................................ 34 3.10.2 Viðmið ................................................................................................................... 35 3.10.3 Ábyrgðarmaður árangursmælinga ........................................................................ 37 3.10.4 Mat ......................................................................................................................... 37

3.11 SAMANTEKT .................................................................................................................... 37

4 AÐFERÐAFRÆÐI RANNSÓKNAR................................................................................................. 38

4.1 STARFENDARANNSÓKN ........................................................................................................ 38 4.2 FRAMKVÆMD ....................................................................................................................... 40 4.3 GREININGARFERLI ................................................................................................................ 40

4.3.1 Spurningalistakönnun ................................................................................................. 41 4.4 MÓTUN STEFNU .................................................................................................................... 43 4.5 ÞÁTTTAKENDUR Í STEFNUMÓTUNARFERLINU ....................................................................... 45 4.6 SIÐFRÆÐILEG ÁLITAMÁL OG STAÐA MÍN SEM RANNSAKANDI ............................................... 46 4.7 FRAMKVÆMDAÁÆTLUN STEFNUMÓTUNAR ........................................................................... 47

5 NIÐURSTÖÐUR ................................................................................................................................. 48

5.1 GREINING Á STÖÐU ............................................................................................................... 48 5.1.1 SVÓT-greining ........................................................................................................... 48 5.1.2 Fyrirliggjandi gögn .................................................................................................... 50 5.1.3 Spurningalistakönnun ................................................................................................. 52

5.2 STEFNUMÓTUN ..................................................................................................................... 67 5.2.1 Mótun hlutverks og framtíðarsýnar ............................................................................ 67 5.2.2 Mótun stefnuliða ......................................................................................................... 68

5.3 STEFNU- OG SKORKORT ........................................................................................................ 70 5.4 ÉG SEM RANNSAKANDI ......................................................................................................... 71

5.4.1 Framkvæmdaáætlun og stöðugreining ....................................................................... 71

Page 7: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

vii

5.4.2 Stefnumótun ................................................................................................................ 74

6 UMRÆÐA ............................................................................................................................................ 78

6.1 GREINING Á STÖÐU ............................................................................................................... 78 6.2 STEFNUMÓTUN ..................................................................................................................... 79 6.3 HLUTVERK OG FRAMTÍÐARSÝN ............................................................................................ 80 6.4 STEFNAN OG MARKMIÐSETNING ........................................................................................... 80 6.5 STEFNUMIÐAÐ ÁRANGURSMAT ............................................................................................. 82 6.6 AÐLÖGUN OG INNLEIÐING .................................................................................................... 83

7 LOKAORÐ .......................................................................................................................................... 84

8 HEIMILDASKRÁ ............................................................................................................................... 85

9 VIÐAUKI ............................................................................................................................................. 90

9.1 SPURNINGALISTI ................................................................................................................... 90 9.2 FRAMKVÆMDA- OG TÍMAÁÆTLUN, ÍTARLEG OG Í GANTT RITI ........................................... 115 9.3 SKILGREININGAR Á HUGTÖKUM .......................................................................................... 117 9.4 UPPLÝSINGAR UM SKÓLANA ............................................................................................... 120

9.4.1 Árskóli, Sauðárkróki ................................................................................................. 120 9.4.2 Varmahlíðarskóli ...................................................................................................... 121 9.4.3 Grunnskólinn Hofsósi og Sólgarðaskóli ................................................................... 122 9.4.4 Grunnskólinn að Hólum ........................................................................................... 125 9.4.5 Tónlistarskóli Skagafjarðar ...................................................................................... 126 9.4.6 Leikskólar ................................................................................................................. 127

9.5 SKÓLASTEFNA SVEITARFÉLAGSINS SKAGAFJARÐAR .......................................................... 129 9.6 STEFNUKORT SKÓLASTEFNUNNAR ...................................................................................... 136 9.7 SKORKORT SKÓLASTEFNUNNAR ......................................................................................... 137

Page 8: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

viii

Myndir

Mynd 1: Skagafjörður 3 Mynd 2: Stefnumótunarferlið (Magnús Ívar Guðfinnsson, 2003) 10

Mynd 3: Ferli stefnumótunar með svótgreiningu (Stjórnendavefur, 2004) 11 Mynd 4: Grunnferli árangursstjórnunar (Stjórnendavefur, 2006). 23 Mynd 5: Innleiðing á skorkorti (Kaplan og Norton, 1996). 29 Mynd 6: Dæmi um stefnukort (Fjarðabyggð, 2010) 32 Mynd 7: Skorkort (Kaplan og Norton, 1996) 33

Mynd 8: Skorkort, skilgreiningar á víddum (Kaplan og Norton, 1996). 35 Mynd 9: Tengsl markmiða, mælinga, viðmiða og aðgerða (Reykjavíkurb., 2003). 36 Mynd 10: Ferli Starfendarannsókna (Schmuck, 1997) 39

Töflur

Tafla 1: Skólar í Skagafirði, vorið 2006 ................................................................... 46

Tafla 2: Kostnaðarsamanburður á milli skóla ........................................................... 51

Tafla 3: Starf svarenda í spurningalistakönnun ........................................................ 53 Tafla 4: Stefna sveitarfélagsins í fræðslumálum ...................................................... 53 Tafla 5: Þekking sveitarstjórnarmanna á fræðslumálum .......................................... 54

Tafla 6: Þjónusta skólaskrifstofu .............................................................................. 54 Tafla 7: Leikskólafulltrúi til staðar hjá sveitarfélaginu ............................................ 55

Tafla 8: Sameiginleg innkaup skólanna ................................................................... 56 Tafla 9: Skólinn eftirsóttur vinnustaður sem hefur gæði starfsins að leiðarljósi ...... 56 Tafla 10: Þróunarstarf í skólum ................................................................................ 57

Tafla 11: Aðgangur nemenda að námstækifærum við hæfi hvers og eins ............... 58

Tafla 12: Starf foreldrafélaga í skólum ..................................................................... 58 Tafla 13: Fagmenntun kennara ................................................................................. 59 Tafla 14: Athygli vakin á góðum árangri kennara innan veggja skólans ................. 60

Tafla 15: Athygli vakin á góðum árangri kennara utan veggja skólans ................... 60 Tafla 16: Faglegt sjálfstæði skólans ......................................................................... 61

Tafla 17: Skólahúsnæði og þarfir nemenda ............................................................. 61 Tafla 18: Skólahúsnæði og nútímakröfur um skólastarf........................................... 62

Tafla 19: Námsgögn og –tæki skólans..................................................................... 63 Tafla 20: Skipulag skólalóðarinnar við hæfi nemenda ............................................ 63 Tafla 21: Leiktæki á skólalóð ................................................................................... 64 Tafla 22: Virkt samstarf við Farskólann ................................................................... 65 Tafla 23: Samstarf við KHÍ og HA? ......................................................................... 66

Tafla 24: Skólastarf sambærilegt við það besta á landinu ........................................ 66

Page 9: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

1

1 Inngangur

Sveitarfélagið Skagafjörður varð til við sameiningu allra sveitarfélaga í Skagafirði

árið 1998 að undanskildum Akrahreppi. Ýmsar tilfæringar og hagræðingar hafa átt

sér stað í fræðslumálum í hinu nýja sveitarfélagi, skólar m.a. sameinaðir eða lagðir

niður, en fram til þessa þá hefur ekki verið mótuð heildstæð skólastefna þess.

Mótun skólastefnu er viðleitni til að fjalla heildstætt um skólamálin, taka til

allra þátta í skólastarfi sveitrarfélagsins og skyggnast til framtíðar. Skólastefnunni

er ætlað að samræma og samþætta störf skólastiganna, -gerðanna og þeirra aðila

sem að þeim koma. Skólastefnan er því leiðarvísir um skólastarf í Skagafirði.

Markmið skólastefnu sveitarfélagsins Skagafjarðar er að draga fram þau

áhersluatriði í uppeldi og menntun sem samfélagið vill hafa í brennidepli á hverjum

tíma. Þessi atriði skírskota til sögulegrar arfleifðar, hugsunar til framtíðar og

varðveislu siðferðilegs gildismats samfélagsins. Skólastarf þarf að mæta þörfum

nemenda, stuðla að vellíðan þeirra og hamingju til að þau verði eins hæf og

mögulegt er til að takast á við framtíðarverkefni sín og skyldur í síbreytilegu

lýðræðislegu þjóðfélagi.

Eins og víðar eru fræðslu- og uppeldismál umfangsmesti og útgjaldafrekasti

liðurinn í rekstri sveitarfélagsins. Því er mikilvægt að vanda vel til verka á því sviði

og setja fram skýra stefnu þess í málaflokknum.

Allt frá því að sveitarfélögin voru sameinuð undir nafninu Sveitarfélagið

Skagafjörður hafa legið fyrir loforð í aðdraganda kosninga, tillögur og samþykktir í

ráðum og nefndum um gerð skólastefnu en framtaksleysi hefur hamlað gerð hennar

fram að þessu. Í samkomulagi um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins og

Vinstrihreyfingarinnar grænt framboð eftir sveitarstjórnarkosningar 2002 kom

eftirfarandi fram í samstarfssamningi:

„Rekstur og starfsemi skóla og skólaskrifstofu verður skoðuð í heild sinni og

endurmetin með það að markmiði að bæta og hagræða í skólastarfi í héraðinu.

Mörkuð verður skýr menntunar- og skólamálastefna“ (Sveitarfélagið Skagafjörður,

e.d.).

Page 10: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

2

Að afloknum síðustu sveitarstjórnarkosningum vorið 2006 var þetta orðað með

öðrum hætti í samkomulagi Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar um myndun

meirihluta í sveitarstjórn:

„Mótuð verður fjölskyldustefna með áherslu m.a. á skólamál, íþrótta- og

æskulýðsmál, málefni eldri borgara, fatlaðra, forvarnir o.fl. “(Sveitarfélagið

Skagafjörður, e.d.).

Aðkoma mín að þessari stefnumótun tengist starfi mínu en haustið 2005 réð ég

mig til starfa sem skólastjóri Grunnskólans Hofsósi og hóf um leið nám við

framhaldsbraut kennaradeildar HA. Ég hef reynt eftir bestu getu að tengja verkefni

námsins við starfið í sveitarfélaginu. Þegar mér varð ljóst að sveitarfélagið hafði

ekki mótað sér heildstæða stefnu í skólamálum þá sá ég augljósan möguleika á

efnisvali í meistararitgerð og afurð sem myndi nýtast sveitarfélaginu og til að auka

gæði skólastarfsins. Í fundargerð fræðslunefndar frá 8.03.2006 kemur fram að

fræðslunefnd samþykkti tilboð mitt og skuldbatt sig til að leggja sitt af mörkum til

að mótun skólastefnunnar gæti orðið að veruleika vorið 2008.

Í lögum um grunnskóla sem voru lögfest 12. júní árið 2008 segir m.a í 5. grein.

„ Rekstur almennra grunnskóla er á ábyrgð og kostnað sveitarfélaga.

Sveitarfélög bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í grunnskólum

sveitarfélagsins, þróun einstakra skóla, húsnæði og búnaði grunnskóla,

sérúrræðum grunnskóla, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun

upplýsinga og á framkvæmd grunnskólastarfs í sveitarfélaginu. Sveitarfélög

setja almenna stefnu um grunnskólahald í sveitarfélaginu og kynna fyrir íbúum

þess“.

Er því ljóst að verkefnið hafði fengið með þessari lagasetningu aukið gildi þar

sem að með henni var sveitarfélögum skylt að setja sér stefnu um skólahald.

Verkefni þetta lýtur að því að vinna að stefnumótun sveitarfélagsins

Skagafjarðar í skóla- og fræðslumálum á grundvelli tiltekinnar aðferðafræði og

meta hvernig hún nýtist við gerð skólastefnunnar. Rannsóknarspurningin er því: Á

hvern hátt geta hugmyndir um virkt stefnumótunarferli og árangursstjórnun

gagnast við mótun skólastefnu eins sveitarfélags? Í verkefninu verður unnið að

stefnumótun Sveitarfélagsins Skagafjarðar í skólamálum og aðferðafræði

starfendarannsókna nýtt til að leggja mat á einstaka þætti stefnumótunarferlisins og

með þeim hætti lagður grunnur að því að svara rannsóknarspurningunni. Þess er

vænst að rannsóknin geti veitt öðrum sveitarfélögum upplýsingar um hvernig standa

Page 11: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

3

megi sem best að stefnumótun sinni í skólamálum og upplýsa um kosti og galla

einstakra þátta stefnumótunarferlisins.

1.1 Skólasamfélagið í Skagafirði

Málefni skóla- og fræðslumála falla undir Fjölskyldu- og þjónustusvið

sveitarfélagsins Skagafjarðar. Um hlutverk fræðslunefndar segir m.a.:

Nefndin fer með verkefni grunnskóla skv.

lögum um grunnskóla nr. 66/1997,

verkefni leikskóla skv. lögum um leikskóla

nr. 78/1994, verkefni tónlistarskóla skv.

lögum um stuðning við tónlistarskóla nr.

75/1985, verkefni framhaldsskóla skv.

ákvæðum framhaldsskólalaga nr. 80/1996

auk samstarfs við menntastofnanir,

fullorðinsfræðslu og endurmenntun

(Sveitarfélagið Skagafjörður, 2006).

Mynd 1: Skagafjörður

Á vegum sveitarfélaga í Skagafirði er rekin skólaskrifstofa sem veitir leik-

grunn- og tónlistarskólum ráðgjöf og stuðlar að þróun í skólamálum. Á vegum

skólaskrifstofunnar er veitt ráðgjöf við að greina og leita úrræða vegna mál-

þroskavanda, námsvanda, hegðunarvanda og tilfinningavanda leik- og grunnskóla-

nemenda. Skólaþjónustan sér að hluta til um skipulagningu fræðslufunda og

námskeiða fyrir skólafólk, foreldrafélög og aðra áætlanagerð og þróunarstarf skóla í

Skagafirði.

Börn á leikskólaaldri (1-6 ára) í Skagafirði eru um 280, þar af 20 í Akrahreppi.

Leikskóla sækja um 220 börn. Í upphafi árs 2006 voru börn í grunnskólum

Skagafjarðar 670, þar af eru 30 frá Akrahreppi sem sækja skóla í Varmahlíð frá og

með haustinu 2006. Í Skagafirði eru reknir fjórir leikskólar:

Glaðheimar á Sauðárkróki

Furukot á Sauðárkróki

Birkilundur í Varmahlíð (samrekinn með Akrahreppi)

Tröllaborg á Hólum, í Hofsósi og í Fljótum, einn leikskólastjóri

Page 12: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

4

Samstarf leikskólastjóra er töluvert, fundir eru reglulega þar sem dagskrá er

samræmd, faglegir þættir ræddir, námskeið starfsmanna skipulögð og starfið rætt

almennt. Starfsmannavelta er töluverð í leikskólum og háir það frekari faglegri

þróun og gerð skólanámskráa. Ekki er neinn leikskólafulltrúi starfandi hjá

sveitarfélaginu.

Í Skagafirði eru einnig reknir þrír grunnskólar.

Árskóli á Sauðárkróki

Grunnskólinn austan Vatna (Hofsós, Hólar og Sólgarðar)

Varmahlíðarskóli (samrekinn með Akrahreppi)

Skólamál eru að mörgu leyti í góðu horfi í Skagafirði. Hagræðingar og

sameiningar hafa átt sér stað undanfarin ár, t.d. var Akraskóli í Akrahreppi lagður

niður 2006 og skólarnir „út að austan“ sameinaðir í eina stofnun, Grunnskólann

austan Vatna. Skólarnir hafa tileinkað sér og unnið faglega að ýmiskonar

þróunarvinnu, m.a. þýtt og þróað eigið sjálfsmatskerfi, byggt á hugmynd skoskra

skólamanna. Starfsmannavelta er almennt lítil og fagmenntun mikil. Samstarf er

mismikið milli skóla, skólastiga og skólagerða. Landfræðilegar fjarlægðir og

mislöng seta skólastjórnanda hefur stýrt samstarfi töluvert fram að þessu.

Tónlistarskólinn á Sauðárkróki og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu voru

sameinaðir í einn skóla undir nafninu Tónlistarskóli Skagafjarðar í kjölfar

sameiningar sveitarfélaganna 1998. Starfstími skólans eru 9 mánuðir og heildar-

fjöldi kennslustunda á viku 265 klukkustundir, lengd hverrar kennslustundar er 60

mín. Kennsla fer fram á sex stöðum, Sauðárkróki, Varmahlíð, Akraskóla, Hólum,

Hofsósi og Sólgörðum. Einn skólastjóri stýrir starfi skólans og tveir aðstoðar-

skólastjórar, staðsettir annars vegar í Varmahlíð og hins vegar á Hofsósi.

1.2 Uppbygging ritgerðarinnar

Verkefni þetta lýtur að því að móta stefnu sveitarfélagsins Skagafjarðar í skóla- og

fræðslumálum og nýta aðferðafræði starfendarannsókna til að leggja mat á einstaka

þætti stefnumótunarferlisins. Verkefnið skiptist upp í þrjá kafla auk formála,

inngangs, viðauka og heimildaskrár. Fyrsti kaflinn „Stefnumótun“ skiptist upp í tvo

kafla, annars vegar stefnumótun og hins vegar árangursstjórnun. Fræðilegi kaflinn

leiðir lesandann í gegnum þau þrep sem þarf að fara í aðdraganda og undirbúningi

fyrir stefnumótun sem leiðir síðan til skilgreiningar á hlutverki skóla og mótun

Page 13: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

5

framtíðarsýnar og stefnu sveitarfélagsins í skólamálum. Í árangursstjórnunar-

kaflanum er kynnt til sögunnar hugmyndafræði árangursstjórnunar byggð á

samhæfðu árangursmati (Balance Scorecard). Í aðferðafræðikaflanum er gerð grein

fyrir starfendarannsókn og þeim aðferðum sem eru beittar í þessu verkefni. Þriðji

kaflinn er síðan samantekt á niðurstöðum rannsóknar og stefnumótunar og í fjórða

kafla er þess freistað að svara rannsóknarspurningunni sem liggur til grundvallar

verkefni þessu.

Page 14: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Stefnumótun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

6

2 Stefnumótun

Í þessum kafla verður fjallað um stefnumótun og virkt stefnumótunarferli,

fræðilegan grunn þessara hugtaka og hvað þarf til við mótun stefnu hjá

skipulagsheild.

Stefnumótun er gjarnan líkt við list; listina að skapa verðmæti fyrir

skipulagsheild og hagsmunaaðila hennar. Skilgreining á stefnumótun er áætlun

stjórnenda um að ná árangri sem er í samræmi við hlutverk og markmið

skipulagsheildar og samræma aðgerðir í starfseminni gagnvart breytingum í

umhverfi. Uppskrift að árangursríkri stefnu skipulagsheildar er ekki einhlít heldur

ræðst hún m.a. af eiginleikum skipulagsheildar, breytum í innri starfsemi og

umhverfi og þeim vettvangi sem skipulagsheildin starfar á. Stöðugt þarf að meta

þetta samspil.

Samkvæmt kenningum Daft (2001) er skipulagsheild félagsleg heild,

varanlegur hópur manna, einstaklinga, til að framfylgja sameiginlegum markmiðum

og ná æskilegri frammistöðu t.d. í fyrirtæki, félagi, stofnun eða einhverju sem er

háð ákveðnu skipulagi. Skipulagsheildir starfa á ólíkum mörkuðum og við

mismunandi aðstæður og að öllu jöfnu eru stjórnunarhættir aðlagaðir að því

umhverfi sem starfað er í til að ná hámarksárangri. Atferli í skipulagsheildum fjallar

því um skipulag, virkni og árangur skipulagsheildarinnar. Skipulag skýrir dreifingu

verkefna, valds og ábyrgðar innan skipulagsheildar, það felur í sér hvernig staðið er

að stjórnun hennar (Runólfur S. Steinþórsson, 2003).

Hver er besta leiðin til að stjórna skipulagsheildum? Væntanlega sú sem

viðheldur og styrkir stöðu hennar á markaði. Stjórnunaraðferðir sem efla samheldni,

auka skilvirkni, skerpa sýn og móta aðgerðir í takt við umhverfið eru til þess fallnar

að halda lífi í skipulagsheildum og bæta frammistöðu þeirra. Fram til þessa hefur

stjórnun þeirra tekið mið af fjárhagsáætlunum og öðrum hefðbundnum aðferðum.

Nú er svo komið að slíkar aðferðir duga ekki einar til að mati Runólfs S.

Steinþórssonar (2003). Án nútímalegra stjórnunarhátta er hætta á að skipulagsheild

verði eftir og staðni.

Rúnar Sigþórsson o.fl. (2005) segja að skipulagsheild eins og skóli og

skólasamfélag standi á hverjum tíma frammi fyrir kröfum um hvort tveggja í senn:

Page 15: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Stefnumótun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

7

stöðugleika og þróun. Skólar geta augljóslega ekki staðið í stað. Þeir eru hluti af

samfélagi sem tekur sífelldum breytingum og verða að miða starf sitt við það.

Jafnframt eru gerðar vaxandi kröfur til skóla um nýja starfshætti og betri árangur.

Þrátt fyrir þetta er augljóst að skólar verða að búa að vissum stöðugleika.

Þróunarstarf miðar ekki að því að breyta öllu í einu; það verður að eiga rætur í

sterkum hliðum þess starfs sem fyrir er í skólanum og byggja á góðri skipulagningu

og markvissum vinnubrögðum. Stöðugleiki og þróun geta því virkað sem andstæð

öfl og því mikilvægt að nýta þau á uppbyggilegan hátt sem hvata að starfsháttum

sem miða að því að bregðast við hvoru tveggja og halda jafnvægi á milli.

Fjölmargar ólíkar skilgreiningar eru til um stefnu. Samkvæmt Lynch (2003) er

stefna skilgreing á tilgangi skipulagsheildar og þær áætlanir og leiðir sem eru farnar

til að ná þeim tilgangi. Samkvæmt Snjólfi Ólafssyni (2005) er stefna lýsing á þeim

árangri sem stefnt er að og hvernig honum skuli náð. Niven (2008) fjallar um stefnu

og stefnumótun og hjá honum kemur fram að stefna feli í sér hlutverk, gildi og

framtiðarsýn. Í handbók fjármálaráðuneytis (2004) er því haldið fram að stefna sé

skilgreind sem áætlun sem kveður á um með hvaða hætti skipulagsheild vill starfa

til að ná tilætluðum árangri. Til að gera sér grein fyrir því hvernig skipulagsheildin

vill starfa til að ná þeim árangri sem að er stefnt, er rétt að gera sér grein fyrir hver

tilætlaður árangur telst vera. Það er ljóst að skilgreiningar á hugtakinu stefna eru

margvíslegar þó að í grunninn séu þær líkar.

Samkvæmt Thompson (2001) er stefnumótun stöðugt ferli en ekki viðburður.

Skoða þarf reglulega stefnu skipulagsheildarinnar og laga starfsemina að

breytingum allt eftir mati skipulagsheildarinnar á stöðu sinni og umhverfinu sem

hún starfar í. Rúnar Sigþórssonar o.fl. (2005) segja að:

Stefna sveitarfélags í fræðslumálum og einstakra skóla mótast vissulega

af markmiðum og skólastefnu opinberra aðila sem sett eru fram í lögum

og reglugerðum. Engu að síður verður hvert sveitarfélag og hver skóli að

gæða þessi opinberu markmið lífi með því að setja fram sína eigin stefnu

ásamt áætlunum um hvernig það/hann hyggst framfylgja henni (Rúnar

Sigþórsson o.fl. 2005).

Skipulagsheildir verða að aðlagast nýjum aðstæðum og fyrir framsæknar

skipulagsheildir snýst aðlögunin um að nýta tækifærin en um leið að bregðast við

hættum sem steðja að.

Page 16: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Stefnumótun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

8

Spennandi og vel skilgreind framtíðarsýn getur virkað hvetjandi á starfsemina

og sameinað stjórnendur, starfsmenn og aðra hagsmunaaðila í aðgerðum sínum á

hverjum tíma. Allir sem tengjast skipulagsheildinni eiga að spyrja sig hvort þeir séu

að vinna heilshugar í takt við stefnu skipulagsheildarinnar. Stefnu skipulagsheildar

er ætlað að hvetja starfsmenn í að sjá heildina í starfseminni, byggja upp liðsheild

sem vinnur að sameiginlegum markmiðum og skapa um leið sterkari menningu

innan skipulagsheildarinnar. Erfitt er að meta mannauð í fastar fjárhæðir en ljóst er

að starfsfólk er megin auðlind flestra fyrirtækja og stofnana. Starfsfólk sækist eftir

að vinna hjá/fyrir vaxandi skipulagsheild sem stefnir hátt. Menningarblær sem

sprettur upp við slík skilyrði er lykilþáttur fyrir skipulagsheild sem vill ná árangri.

Samkvæmt Gunnari Helga Kristinssonar (2007) er opinber stefnumótun að

mörgu tilliti sundurlaust og tilviljanakennt ferli. Vísar hann til að stefnuyfirlýsingar

ríkisstjórnarinnar eru oft fremur almenns eðlis og frekar almenn leiðsögn um

áherslur á tilteknu kjörtímabili. Gunnar Helgi segir jafnframt að það sé oft strembið

fyrir stjórnvöld að framfylgja stefnunni sem mótuð er í upphafi, t.d. við

lagasetningu. Stefnuútfærslan er sjálfstæður þáttur opinberrar stefnumótunar sem

alls ekki endurspeglar í öllum atriðum aðdragandann (Gunnar Helgi Kristinsson,

2007).

Rannsóknir á árangri opinberrar stefnumótunar í Bandaríkjunum hafa sýnt

að hann er mjög takmarkaður þegar hún hríslast niður frá alríki til fylkja og þaðan

til sveitarstjórna (Pressman og Wildavsky, 1973). Í bók sinni sýna þeir Pressman

fram á að stefnuútfærslan er iðulega í litlu samræmi við þann ramma sem lagt var af

stað með í upphafi vegna þess misræmis sem er á milli þeirra krafna sem eru gerðar

samkvæmt lögum og öðrum fyrirmælum og þess svigrúms sem opinberir aðilar

raunverulega hafa til að sinna verkefnum sínum vegna vinnuálags og fjármagns

(Gunnar Helgi Kristinsson, 2007).

2.1 Virkt stefnumótunarferli

Samkvæmt Magnúsi Ívari Guðfinnssyni (2003) þá tekur lifandi skipulagsheild

breytingum sem miða að því að viðhalda hæfni hennar í gegnum formlegt ferli

annars vegar og með óformlegum hætti, eins og t.d. öflun þekkingar innan og utan

skipulagsheildar, hins vegar. Farvegur fyrir slíkar breytingar er nauðsynlegur til að

fyrirbyggja endurtekningar og stöðnun. Lifandi skipulagsheild þarf að virkja

Page 17: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Stefnumótun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

9

starfsmenn og hvetja þá til afreka. Með virku stefnumótunarferli er unnið markvisst

að því að svara spurningum varðandi stöðu skipulagsheildarinnar í dag og hvert hún

vill stefna í framtíðinni. Velja þarf ferli sem hentar viðkomandi skipulagsheild við

stefnumótunina. Með hugtakinu ferli er átt við þá leið sem skipulagsheildin velur til

að móta stefnu og framvæma hana. Mikilvægt er fyrir skipulagsheildir að gera sér

grein fyrir þeim meginþáttum sem mynda heildarferlið við stefnumótun hvort sem

þessir þættir eru aðgreindir eða unnir í samfellu.

Stefnumótun á sér stað í nokkrum þrepum, ramminn milli skipulagsheilda er

breytilegur en það er einmitt líka það sem skipulagsheildir eiga að leggja áherslu á,

þ.e. að skapa sér sérstöðu á markaði, taka mið af umhverfi, markhópi, vera ólík

öðrum. Hún felur í sér þær áherslur sem stjórnendur sækjast eftir í stjórnun og

rekstri. Með skýrri og aðgengilegri framtíðarsýn verður úrlausn daglegra verkefna

einfaldari og öll ákvörðunartaka markvissari (Runólfur Steinþórsson, 2003).

Í virku stefnumótunarferli er gengið út frá ákveðnum grundvallarþrepum við

stefnumótun, sem einnig má kalla stefnumótunarramma. Undirbúningur

stefnumótunar felur í sér greiningu á stöðu margvíslegra innri þátta en einnig er rýni

í ytri þætti og þróun þeirra, svo sem hagræna umhverfið, samkeppni, lagaleg

málefni og umhverfismál. Lykillinn að góðri stefnumótun er góð greining.

Greiningin leggur því grunninn að stefnumótunarferlinu og þeim þrepum sem tekin

eru þar, sjá mynd 2. Til grundvallar greiningarvinnunni eru tvær spurningar sem

hafðar eru að leiðarljósi í þeirri vinnu, þ.e. Hvernig stöndum við? Hvernig vitum við

það? (Sveitarfélagið Skagafjörður, e.d.-b) Spurningarnar eru leiðbeinandi fyrir þá

greiningarvinnu og gagnaöflun sem þarf að eiga sér stað áður en eiginleg

stefnumótunarvinna getur hafist, komið er betur að þeirri greiningarvinnu í

kaflanum „Greining á stöðu“.

Page 18: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Stefnumótun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

10

Mynd 2: Stefnumótunarferlið (Magnús Ívar Guðfinnsson, 2003)

2.1.1 Greining á stöðu

Með greiningu á stöðu og úrvinnslu gagna þá erum við að svara tveimur af

ofangreindum spurningum í einu, þ.e. hvernig við stöndum og hvernig við vitum

það. Magnús Ívar Guðfinnsson (2003) segir að beita megi fjölmörgum aðferðum við

að greina og meta stöðu skipulagsheildar. Stjórnendur skipulagsheilda þurfa að taka

púlsinn á stöðu hennar með markvissri greiningu. Greiningin þarf að gefa

nauðsynlegar upplýsingar um hvort að þróun eigi sér stað og í rétta átt. Sífellt þarf

að meta stöðuna miðað við breytingar í umhverfi og starfsvettvangi og bregðast við

þeim. Grundvallaratriði er að skipulagsheildir leggi mat á hvar styrkleikar og

veikleikar hennar liggja og hvernig hún getur viðhaldið hæfni sinni og uppfyllt

þarfir hagsmunaaðila á hverjum tíma.

Ýmsar aðferðir og efni er til að greina og meta skólastarf. Hér eru nefndar þær

aðferðir og það efni sem stuðst er við hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og nýttar verða

í þessari áætlun.

Skólaskrifstofa Skagafjarðar (1999) hefur þýtt og staðfært gæðakerfi frá

Skotlandi sem kallast „How good is our school” en nefnt á íslensku Gæðagreinar.

Heftinu er ætlað að vera starfsfólki skóla til stuðnings við að meta gæði starfsins.

Stuðst er við svonefnda gæðagreina sem notaðar eru til að finna veikar og sterkar

hliðar í skólastarfinu, gera áætlanir til úrbóta og finna viðmið fyrir matið.

Aukin gæði náms. Skólaþróun í þágu nemenda eftir Rúnar Sigþórsson o.fl.

(2005) er afrakstur þróunarverkefnis sem unnið var með fjórum skólum á

1. Hlutverk

Hvar viljum við vera eftir 5-10 ár? 2. Framtíðarsýn

Hvernig ætlum við þangað? 3. Markmið

Einu sinni á ári

Hverjir eru samkeppnisaðilar

okkar?

4. vinna við stefnumótun og

samkeppnisgreining

Ársfjórðungslega

5. Breytingar og aðlögun

Hvert er hlutverk okkar?

Hvernig gengur okkur að ná árangri?

Hver er styrkur okkar?

Hvaða þættir vinna með okkur og á móti

okkur?

Page 19: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Stefnumótun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

11

Norðurlandi eystra. Byggt er á ensku líkani um skólaumbætur og miðast við að

aðstoða skóla við að meta eigin störf og velja forgangsverkefni til umbóta á

grundvelli matsins.

Svót-greining er skammstöfun fyrir styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri.

Svót-greining felur í sér samantekt niðurstaðna úr innri og ytri greiningu.

Sérstaklega er lögð áhersla á þá þætti sem skilgreina má sem styrk eða veikleika

skipulagsheildar annars vegar og svo þá þætti sem skilgreina má sem tækifæri eða

ógnanir sem skipulagsheildin stendur frammi fyrir hins vegar. Hér skiptir máli að

greina þá þætti sem skipta máli og eru raunverulegur styrkur/veikleiki eða

tækifæri/ógnanir, sjá mynd 3 (Kotler, P., 1999 ; Jón Freyr Jóhannsson, 2004).

Mynd 3: Ferli stefnumótunar með svótgreiningu (Stjórnendavefur, 2004)

Að mati Helga Gestssonar (1998) er samanburðargreining (Benchmarking)

mikilvægt tæki í greiningarferli til að greina hvar er möguleiki til að bæta starfsemi

á einstaka stöðum. Samanburðarfræði eiga rót sína að rekja til umbóta í rekstri

einkafyrirtækja þar sem Rank Xerox var frumherji. Fræðin eru nátengd altækri

gæðastjórnun og eru liður í árangursstjórnun og árangursmiðari verkefnastjórnun.

Samanburðargreining gengur út á að bera saman sambærilegar einingar s.s.

stofnanir, deildir, verkferla o.fl. til að meta eigin árangur. Samanburður/hagnýt

viðmið auðveldar fræðslunefnd og skólastjórnendum að taka upp það sem best

þekkist annars staðar til að bæta eigin þjónustu eða rekstur. Viðmiðin geta verið

sértæk fyrir ákveðna þætti rekstrar, til dæmis samkeppnisviðmið, ferlisviðmið,

þjónustuviðmið og fjárhagsleg viðmið eða ná yfir allan málaflokkinn sbr. Heildar-

viðmið. Hagnýt viðmiðun er agað ferli. Skipuleggja þarf framkvæmdina og velja

Page 20: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Stefnumótun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

12

viðmið. Eftir samanburðinn er fundin besta lausnin og umbætur innleiddar. Að

lokum þarf að meta árangurinn (Fjármálaráðuneyti, 2004).

Í Handbók fjármálaráðuneytis um árangursstjórnun (2004) kemur fram að

nauðsynlegt er fyrir skipulagsheildir að stunda samanburð í þeim tilgangi að komast

að því hvort skipulagsheildin sé að standa sig og til að læra af reynslu annarra.

Samanburður er ferli sem felur í sér sjálfsskoðun og samanburð, greiningu á

frávikum og val á leiðum til úrbóta. Samanburðarfræði er samfellt kerfisbundið

lærdómsferli sem grundvallast á því að draga fram og læra af því sem „best“ gerist í

viðkomandi grein og yfirfæra það á starfsemi þess sem gerir samanburðinn. Þegar

átt er við það besta er kannski frekar verið að tala um skipulagsheild sem er talin

vera fyrirmynd í svipuðum þáttum og sú sem á að yfirfæra þekkinguna á.

Runólfur Steinþórsson (2003) segir að hér sé um að ræða samanburð til að bæta

fyrst og fremst innra starf. Samanburður getur virkað sem hvatning fyrir fræðslu-

nefnd og skólastjórnendur til að bæta eigin þjónustu eða rekstur, setja sér

metnaðarfull markmið, þróa starfshætti og leita nýrra leiða í starfi. Þetta er ferli

uppgötvunar og aðgerða til úrbóta og um leið til sífelldrar þróunar og eflingar á

þjónustugetu.

Tegundir viðmiða eru nokkrar og hafa þeim verið gefin mismunandi nöfn.

Þegar rætt er um frammistöðu atvinnulífsins eru atvinnugreinar gjarnan bornar

saman. Samanburðurinn á oftar en ekki bæði við innlendar og erlendar atvinnu-

greinar. Þessi samanburður þjónar ákveðnum tilgangi en hann svarar ekki

spurningum sem brenna á stjórnendum um hvernig megi ná lengra. Til þess þarf að

skoða viðmiðunina út frá forsendum hverrar skipulagsheildar og þess umhverfis

sem hún býr við.

Heildarviðmið eru viðmið sem taka mið af mörgum lykilþáttum

þjónustu/rekstrar samtímis. Viðmiðin eru oftar en ekki sótt í þar til gerða gagna-

banka sem hafa að geyma frammistöðu margra skipulagsheilda úr sömu grein og

annarra sem talið er áhugavert að bera saman við. Umbætur miðast við að skoða

helstu veikleika og styrkleika rekstrarins með því að skoða bilið milli þeirra og

skipulagsheilda sem eru í gagnabankanum (Karl Friðriksson o.fl., 2001).

Samanburð má gera með ýmsum hætti og hægt er að fylgja hugmyndafræði

Demings um ferlið að mati Karls Friðrikssonar (2001) „Skipuleggja, framkvæma,

rannsaka og bregðast við (Plan – Do – Study – Act).“ Í fyrsta skrefi er mikilvægt að

skipuleggja það sem á að bera saman og hugsanlega þær breytingar sem maður vill

Page 21: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Stefnumótun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

13

ná fram. Reynslan sýnir að nokkur grundvallaratriði verða að vera til staðar ef vel á

að takast til með samanburðarferlið. Karl Friðriksson (2001) segir að þessi

grundvallaratriði felist í eftirfarandi atriðum og vert sé að fara vel yfir þau meðan á

vinnunni stendur þannig að verkefnið skili því sem til var ætlast í upphafi.

Plan / Skipuleggja

Áður en vinna hefst þarf að liggja fyrir skuldbinding stjórnenda við verkefnið.

Til staðar þarf að vera þekking á hvað verkefnið getur gert og hvað það gerir ekki.

Gróf áætlun um umfang þarf að liggja fyrir og upplýsa þarf þá aðila sem einhverja

hagsmuni hafa af því að verkefnið sé unnið. Skipa þarf vinnuhóp til að móta

verkefnið og vinna það. Sá vinnuhópur þarf alls ekki að vera óbreyttur út

verkefnistímann heldur fer þátttaka í honum eftir því viðfangsefni sem tekið er fyrir

á hverjum tíma. Við breytingar á samsetningu verkefnishóps þarf skipting ábyrgðar

og valds innan hópsins alltaf að vera ljós. Ef um örar mannabreytingar er að ræða

þarf öflugan verkefnisstjóra til að leiða hópinn sem getur haldið starfinu samfelldu.

Hópurinn þarf að velja þá þætti í þjónustunni/rekstrinum sem á að taka fyrir.

Þetta er lykilþáttur til að ná árangri. Ef tekið er fyrir málefni sem hefur óveruleg

áhrif á þjónustuna/reksturinn eða er ekki talið forgangsmál mun verkefnið hvorki

njóta velvildar fræðslunefndar/skólastjórnenda né áhuga þeirra. Nauðsynlegt er að

skoða þau atriði sem gera útslag um samkeppnishæfni viðkomandi rekstrar og taka

þau atriði fyrir. Það getur verið að ná niður kostnaði, vera öflugastur í nýsköpun,

þjónustu eða markaðssetningu. Ákveðið getur verið að skoða einstaka ferla eða

deildir eða svið viðkomandi skipulagsheildar.

Do / Framkvæma

Á hvern hátt við beitum samanburðarfræði fer eftir því við hvern við ætlum

okkur að miða og á hvern hátt við getum safnað nauðsynlegum og samanburðar-

hæfum upplýsingum. Áður en hafist er handa þarf að liggja fyrir á hvern hátt vinna

eigi úr upplýsingunum. Of mikið af upplýsingum er sóun á tíma þeirra sem þurfa að

safna þeim og þeirra sem þurfa að greina þær.

Study / Rannsaka

Skoða þarf þær upplýsingar sem hægt er að ná í og meta á hvern hátt hægt sé að

greina þær, bæði hvað varðar magn og gæði. Gögnin þurfa að vera samanburðarhæf

þannig að hægt sé að bera þau saman tölfræðilega eins og í töfluformi eða með

aðstoð stöpla- eða línurits.

Act / Bregðast við

Page 22: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Stefnumótun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

14

Erfiðast í verkefninu er að velja bestu lausnina og innleiða hana. Oft sýnir

hagnýt viðmiðun fram á að hægt væri að gera hlutina betur, en síðan er ekkert gert í

málunum. Val lausna og prófun þeirra er lykilþáttur ásamt innleiðslu þess sem

stendur upp úr þeirri vinnu. Eftir að valið liggur fyrir er nauðsynlegt að áætla um

framkvæmdina og fá stjórnendur til að taka fullan þátt í verkefninu (Karl

Friðriksson, 2001).

Ef samanburður er stundaður rétt þá getur hann verið farvegur fyrir nýjungar og

nýskipan í starfsemi skipulagsheildar. Samanburðarfræði er aðferð sem gefur

tækifæri til að efla liðsvinnu, hún ýtir undir og skapar skilning á starfseminni og

gefur viðmið um kostnað og þjónustustig. Þetta er áhrifarík leið til að finna helstu

vankanta í þjónustu og benda á möguleika til úrbóta með samstilltu átaki. Að lokum

dregur samanburður fram mikilvægi einstakra starfsmanna í úrbótastarfi.

2.1.2 Mótun stefnu

Þegar greiningu á núverandi stöðu er lokið er unnt að hefja vinnu við

framtíðarstefnuna og svara spurningunni „Hvað gerum við næst?“. Framtíðarstefnan

byggir að miklu leyti á þeirri greiningarvinnu sem farið hefur fram og þeirri

framtíðarsýn sem stjórnendur hafa. Við ákvörðun á stefnu þarf að skoða þá valkosti

sem í boði eru, meta þá og velja síðan stefnu sem hentar viðkomandi skipulagsheild.

Nokkrir þættir hafa þarna áhrif að mati Karls Friðrikssonar (1999), en þeir eru m.a.:

Þróun, hvernig sveitarstjórn, fræðslunefnd og skólastjórnendur sjá fyrir sér þróun

næstu ára, lög og reglugerðir, lýðfræðilegar breytingar, möguleg þróunarverkefni og

tækifæri til sóknar.

Það er ekki nóg að móta stefnu sem á að skila árangri það þarf líka að

framkvæma hana. Þetta getur oft verið vandasamt verk ef breyta þarf stefnu.

Framkvæmd felur í sér þrjá þætti: Aðgerðaráætlun, mat á stjórnskipulagi og

eftirfylgni.

Karl Friðriksson (1999) segir að aðgerðaráætlun feli í sér að stilla upp

verkefnum, setja markmið, ákveða tímamörk og tilnefna ábyrgðaraðila. Með

aðgerðaráætlun geta stjórnendur fylgst með framkvæmd stefnunnar. Hentar

núverandi stjórnskipulag nýrri stefnu? Þetta er þáttur sem þarf að meta og aðlaga til

að árangur eigi að nást. Nauðsynlegt er að endurmat og eftirfylgni eigi sér stað í

stefnumótun skipulagsheildar, því sífellt eru að koma fram atriði og aðstæður sem

kalla á breytingar á stefnunni.

Page 23: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Stefnumótun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

15

Hlutverk

Hlutverk er almenn lýsing á tilgangi og verkefnum skipulagsheildar í nútíð og

framtíð, meginmarkmiðum og ástæðan fyrir því að hún sé til. Hlutverkið nær yfir

það sem skipulagsheildin er að vinna að fyrir hagsmunaaðila í dag

(Fjármálaráðuneyti, 2004). Í skólaumhverfi eru aðal hagsmunaaðilarnir

nemendurnir sjálfir. Oft einfaldar það vinnu við að skilgreina hlutverk

skipulagsheilda að setja sig í spor hagsmunaðilanna.

Hlutverk viðkomandi skipulagsheildar getur verið tilgreint í lögum er varða

hana eða reglum sem um hana eru settar. Skilgreining á hlutverki getur staðið til

nokkurra ára, þó má skilgreiningin ekki vera mjög þröng þannig að hún standi í vegi

fyrir þróun starfseminnar. Nauðsynlegt er að velta eftirfarandi spurningum fyrir sér

og hafa í huga þegar hlutverkið er skilgreint.

Hvaða hlutverki gegnir skipulagsheildin og hvaða tilgangi, samkvæmt

lögum og að öðru leyti?

Er hlutverk skipulagsheildar skilgreint nógu vítt?

Hver er starfsvettvangur og hvert er starfssvið starfseminnar?

Hvað þarf skipulagsheildin að gera í aðalatriðum og í þágu hverra til að

gegna hlutverki sínu?

Þetta eru spurningar segir Niven (2002) sem leita þarf svara við, þær segja til

um fyrir hvað skipulagsheildin stendur, innihald þjónustunnar og tilveru

skipulagsheildarinnar.

Einkunnarorð

Einkunnarorð eru hugtök sem skipulagsheildin hefur komið sér saman um og byggir

á þeim gildum og því leiðarljósi sem einkennir starfsemina. Gildi eru ótímabundnar

meginreglur sem starfsmenn skipulagsheildar fylgja í daglegum störfum

(Fjármálaráðuneyti, 2004). Í Íslenskri orðabók (2002) segir m.a. að hugtakið gildi

segi til um til hvers er ætlast af skipulagsheild, gildismat og siðferði, tilhneiging

einstaklings eða hóps til að gera það sem er rétt eða rangt í tilteknu samfélagi á

tilteknum tíma, sem lifað er eftir.

Þrátt fyrir að stjórnendur telji að gildi skipulagsheildarinnar séu þekkt, getur

verið gagnlegt að skrifa þau niður á blað og gera þau þannig sýnileg. Hver eru þau

gildi eða sá bragur sem er einkennandi fyrir skipulagsheildina? Að draga fram og

Page 24: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Stefnumótun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

16

auka meðvitund um gildi skipulagsheildar getur auðveldað stjórnendum vinnu sína,

meðal annars til að móta og hrinda í framkvæmd breytingum svo sem að innleiða

árangursstjórnun. Góð tilfinning fyrir gildum (gildismati) skipulagsheildar getur

auðveldað svör við spurningum eins og þessum: Er fólk opið fyrir nýjungum?

Hversu góð er samstaðan? Hvað þarf að vera til staðar svo þjónustuþegum

skipulagsheildarinnar líði vel? Hvaða hegðunar er ætlast til af starfsmönnum?

(Stjórnvísir, 2004)

Leiðarljós lýsir almennum grundvallarsjónarmiðum sem skipulagsheild vill

fylgja í starfi sínu og getur oftast staðið óbreytt í mörg ár. Leiðarljósið er grunntónn

eða boðorð sem skipulagsheildin fer eftir. Það tekur gjarnan á öllum sviðum

starfseminnar. Tilgangur þess er að skapa sameiginlega sýn stjórnenda, starfsmanna,

hagsmunaaðila og almennings á þróun skipulagsheildarinnar. Leiðarljós er oft

nátengt viðhorfi sem ríkir innan hennar. Í lýsingu á því þarf venjulega að koma

fram:

Hvernig skipulagsheildin kemur fram við starfsmenn og hagsmunaaðila.

Hvernig skipulagsheildinni er stjórnað, ákvarðanir teknar og þjónusta veitt.

Hvaða viðhorf ríkja gagnvart ábyrgð skipulagsheildar á verkefnum sínum

og gæðum þjónustu sem hún veitir (Fjármálaráðuneyti, 1999).

Framtíðarsýn

Framtíðarsýn á að segja til um hvar skipulagsheildin vill vera eftir 5-10 ár, þ.e.

huggerð mynd af æskilegri stöðu í framtíðinni (Fjármálaráðuneyti, 2004). Hún á að

vera metnaðarfull en um leið auðskiljanleg öllum sem vilja starfa eftir henni.

Tilgangur og hlutverk leggja grundvöll framtíðarsýnar. Framtíðarsýnin er skilgreind

út frá hlutverki, leiðarljósi og gildum samtakanna. Henni er ekki síst ætlað að blása

lífi í stefnuna og gera hana spennandi. Starfsmenn skipulagsheildarinnar þurfa að

vita til hvers hann sinnir starfinu, hverju hann er hluti af, að hann sé hlekkur í keðju

sem má ekki slitna. Það er mat Barkar Hansen og Smára Sigurðssonar (2003) að án

sameiginlegrar sýnar er ólíklegt að starfsmenn vinni sem ein heild við að ná mark-

miðum sem miða að því að uppfylla stefnuna.

Mortimore o.fl. (1988) halda því fram að skýr framtíðarsýn eigi að:

Auðvelda fræðslunefnd og starfsmönnum skólanna að velja forgangs-

verkefni til að bæta eða efla starfið innan skólans og milli skólastiga/-gerða.

Page 25: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Stefnumótun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

17

Auðvelda skólasamfélaginu að fást við sjálfsmat. Sjálfsmatið verður í þessu

samhengi mikilvægt og nauðsynlegt verkfæri til að átta sig á því hvort

skólastarfið hefur þokast í áttina að settu marki eða hversu langt hefur

miðað.

Gera fræðslunefnd og starfsmönnum skólanna auðveldar að átta sig á hvar

endurmenntunar er þörf. Af henni má draga ályktanir um þá þekkingu og

leikni sem starfsmenn þurfa að afla sér til að þoka störfum í þá átt sem

framtíðarsýnin gefur til kynna.

Gagnast kennurum í að takast á við dagleg álitamál í kennslu. Þegar

kennarar þurfa að ná samstöðu um kennsluhætti, vinnulag við

bekkjarstjórnun og samskipti við nemendur hafa þeir framtíðarsýnina til

hliðsjónar.

Auka innbyrðis samræmi milli kennara og annarra starfsmanna, en það er

einn af mikilvægustu þáttum árangursríks skólastarfs.

Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvað þarf að felast í lýsingu á framtíðarsýn

skólastefnu. Það ræðst af opinberum áherslum s.s. Aðalnámskrá og lögum um

skólana auk þeirra áherslna sem fræðslunefnd, skólastjórnendur og starfsmenn

leggja og einnig af aðstæðum og viðhorfum foreldra. Í skólastefnu KÍ (2002) er rætt

um fagmennsku kennara og skólastjórnenda og hvernig hún skuli endurskoðast með

tilliti til breytingar á þekkingu og kröfum um nám, kennslu og skólastarf. Ekki er

óeðlilegt að framtíðarsýn taki mið af þeim þáttum sem þar koma fram s.s.:

Hvað nemendur eigi að læra og hvernig þeim skuli kennt.

Félagslegur jöfnuður, s.s. ákvæði um jafnan rétt allra nemenda til náms við

hæfi hvers og eins.

Hvernig faglegt andrúmsloft skólasamfélagið vill skapa.

Hvernig skólasamfélagið vill tengjast umhverfi sínu (Kennarasamband

Íslands, 2002).

Að setja fram framtíðarsýn æfir stefnubundna hugsun um framtíð skipulags-

heildar. Með því er mótuð sýn á markhóp hennar í framtíð og vörðuð sú leið sem

skólasamfélagið getur farið eftir. Hún á að vera:

Leiðbeinandi

Skapandi

Áhrifamikil

Page 26: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Stefnumótun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

18

Framtíðarsýn er sértæk og þarf að vera sniðin að skipulagsheildinni, hún á að

greina hana frá öðrum. Hún leggur áherslur í starfseminni og varðar leiðina til

þróunar. Framtíðarsýnin þarf að vera orðuð þannig að ljóst er hvert er stefnt.

Orðalagið þarf að vera hnitmiðað svo auðvelt sé að muna hver sýnin er. Orðalagið

þarf að hvetja til dáða og gefa góða mynd af þjónustustigi skipulagsheildarinnar í

framtíðinni. Framtíðarsýnin er hugsjón, ímynd hins fullkomna. Hún þarf að höfða til

allra hagsmunaaðila. Þegar lýsing á framtíðarsýninni liggur fyrir er næsta skref að

skilgreina/umbreyta framtíðarsýninni í aðgerðaáætlun með framsetningu stefnu og

markmiða (Magnús Ívar Guðfinnsson, 2003).

Stefna

Þegar lýsing á hlutverki og framtíðarsýn liggur fyrir er hægt að skilgreina stefnuna.

Stefnan beinir sjónum manna að störfum, þjónustu, verkefnum og athafnasemi

skipulagsheildarinnar. Stefnan snýst um að velja leiðir í átt að framtíðarsýninni

(Fjármálaráðuneyti, 2004). Samkvæmt handbók fjármálaráðuneytis (1999-b) á hún

á að vera sundurgreindari en hlutverkið en ekki eins þröngt skilgreind og markmið.

Stefnan segir til um:

Forgangsröðun og áherslur skipulagsheildarinnar

Að hverju hún er að vinna í framtíðinni

Hvaða áhrifum eða útkomu starfi skipulagsheildar er ætlað að skila. Í

flestum tilvikum fer þetta tvennt saman.

Á hvaða grunni skýr markmið verða byggð

Stefnan er viðmið á leið til framtíðar og því þarf að orða hana rétt og tilgangur

hennar þarf að vera skýr.

Markmið

Samkvæmt íslenskri orðabók þýðir orðið markmið, eitthvað sem keppt er að,

tilgangur (Íslensk orðabók, 2002). Markmið eru byggð á grunni

framtíðarsýnarinnar. Þau eiga að vera skýr, auðveld að skilja og ótvíræð þannig að

ekki fari milli mála hvað er átt við. Gagnorðar setningar sem lýsa því sem gera

verður til að hrinda stefnunni í framkvæmd og framfylgja henni á árangursríkan

hátt, krefjandi en raunhæf og taka mið af getu skipulagsheildarinnar. Markmið eiga

að vera rökstudd, m.a. með augljósum tengslum við forsendur. Þau eru mælanlegt

Page 27: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Stefnumótun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

19

takmark sem lýsir lokaárangri sem þjónustu eða verkefni er ætlað að skila innan

tiltekins tíma. Þannig nýtast þau best sem stjórntæki (Rúnar Sigþórsson o.fl., 2005).

2.1.3 Breytingar og aðlögun

Hér kemur lærdómshlutinn í ferlinu til sögunnar. Skipulagsheildir verða að fylgja

kjarnanum í starfseminni til að ná árangri en engu að síður þurfa þau að breytast,

sýna aðlögun og sveigjanleika. Í þessu felst mótsögn sem þarf að meta hverju sinni,

þ.e. hvenær á að gera grundvallar stefnumótandi breytingar á starfseminni. Að mati

Magnúsar Ívars Guðfinnssonar (2003) er þetta þrep mjög mikilvægt í

stefnumótunarferlinu þar sem hér á sér stað uppfærsla og endurskoðun á stefnu

skipulagsheildarinnar. Til að viðhalda aðlögunarhæfni og til að koma í veg fyrir

stöðnun þarf að skoða allt í starfseminni upp á nýtt með reglulegu millibili.

Stjórnendur þurfa að horfa á skipulagsheildina úr fjarlægð til að sjá hvort breytingar

eru nauðsynlegar. Slík sýn og endurmat með nokkurra ára millibili er holl fyrir

hvaða stafsemi sem er, þ.e. ef viðhalda á hæfni, þróun og breyttum áherslum á

markaði.

Rúnar Sigþórsson o.fl. (2005) benda á að árangur skólastarfs ræðst af mörgum

samverkandi þáttum. Öðru fremur ræðst hann þó af faglegri yfirsýn fræðslunefndar,

hæfni kennara og stjórnenda. Árangur er aldrei fullkominn og um flesta þætti

skólastarfsins gildir að hægt er að gera betur. Hraðfara breytingar á

samfélagsháttum, betri þekking á forsendum og skilyrðum náms og ný tækni í

mörgum greinum gera það að verkum að sífellt þarf að endurskoða skólastarfið og

laga það að nýjum kröfum og þörfum. Þess vegna þarf að skapa skilyrði og koma á

vinnubrögðum sem miða að sífelldri viðleitni starfsmanna til að gera betur.

2.1.4 Innleiðsla stefnu

Árangursrík innleiðing stefnu byggir annars vegar á markvissri miðlun þannig að

hlutaðeigandi aðilar skilji innihald hennar og hins vegar skipulagi sem auðveldar

framgang stefnunnar.

Nokkur atriði þarf að hafa í huga þegar stefna er innleidd, m.a. þarf að vinna

áætlanagerð sem styður við stefnu og markmið, koma á verklagi og áherslum sem

styðja við stefnuna, ákveða ábyrgð starfsmanna á einstökum þáttum í ferlinu, styðja

við nýjar áherslur í stefnu og byggja upp starfsumhverfi til að móta menningarblæ

innan skipulagsheildarinnar (Magnús Ívar Guðfinnsson, 2003).

Page 28: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Stefnumótun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

20

Reynsla skipulagsheilda hefur verið sú að innleiðing nýrrar stefnu hefur verið

tímafrek og einn erfiðasti hluti stefnumótunarferlisins.

Í næsta kafla er kynnt til sögunnar árangursstjórnun byggð á samhæfðu

árangursmati. Samhæft árangursmat er aðferðafræði og verkfæri í árangursstjórnun

til að hrinda markaðri stefnu í framkvæmd á markvissan hátt með því að útfæra

stefnuna, tryggja innleiðslu og miðlun hennar til starfsmanna og fylgjast með

hvernig gengur að framkvæma hana (Snjólfur Ólafsson, 2005).

Page 29: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

21

3 Árangursstjórnun

Í þessum kafla verður fjallað um hvað árangursstjórnun feli í sér, hvert inntak

hennar er og hvernig innleiða skuli hana.

Orðinu árangurstjórnun er ætlað að ná yfir alla faglega stjórnun þar sem

markmið liggja fyrir og stuðst er við mælingar, bæði þegar unnið er að umbótum í

rekstri og þegar gerð er grein fyrir stöðu mála (Fjármálaráðuneyti, 1999).

Árangursstjórnun er samsafn nokkurra stjórnunaraðferða sem styðja hver aðra og

stuðla að betri árangri í rekstri. Árangursstjórnun er ekki stjórnunarkenning þótt hún

eigi rætur að rekja til kenninga sem studdar eru rannsóknum (Fjármálaráðuneyti,

2004).

Í handbók fjármálaráðuneytis (1999-b) segir að við árangursstjórnun sé

athyglinni beint að endanlegum árangri og leitað skilvirkustu leiða við að gera hann

sem mestan. Þetta er kerfisbundin vinna sem hefur það að markmiði að ná betri

árangri innan skipulagsheildar með stöðugum endurbótum. Stjórnendur tengja

saman áætlanagerð, gæða-, fjármálastjórnun, stefnumótun, árangursmælingar og

árangursmat, svo þessi tæki vinni vel saman. Aðferðin byggir á ákveðinni

heildarhugsun, sem felst í því að stjórnendur hugi að samhengi og gæti samræmis,

auk þess sem áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð. Jafnframt beinir

árangursstjórnunin sjónum að heildarárangri skipulagsheildarinnar

(Stjórnendavefur, 2004).

Síðasta áratuginn hefur árangursstjórnun byggð á samhæfðu árangursmati verið

að ryðja sér til rúms um allan heim í fyrirtækjarekstri og á allra síðustu árum í

opinbera geiranum. Samhæft árangursmat er aðferðafræði og verkfæri í árangurs-

stjórnun til að hrinda markaðri stefnu í framkvæmd á markvissan hátt með því að

útfæra stefnuna í stefnu- og skorkort, tryggja innleiðslu og miðlun hennar til starfs-

manna og fylgjast með hvernig gengur að framkvæma hana (Ríkisendurskoðun,

2003) (Snjólfur Ólafsson, 2005). Aðferðin hefur sannað gildi sitt í fjölmörgum

sveitarfélögum.

Sveitarfélag eins og Skagafjörður er stofnun en hægt er að beita árangurs-

stjórnun í starfi sveitarfélagsins eins og annarra stofnana og fyrirtækja.

Fræðslunefnd getur beitt sömu aðferðum við markmiðasetningu, mótun viðmiða,

Page 30: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

22

áætlanagerð og mat á árangri í heildstæðu skólastarfi. Að mati Gerðar G.

Óskarsdóttur (1999) getur fræðslunefnd með sama hætti og sérhver skóli nýtt sér

sömu matstæki við mat á skólastarfi og notuð eru við mat á starfi annars konar

stofnana og fyrirtækja.

Samhæft árangursmat hefur náð gríðarlegri útbreiðslu og er orðið lykilþáttur í

stjórnun margra fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Niven (2002) telur að með

markvissri innleiðingu samhæfðs árangursmats verði yfirsýn yfir framgang stefnu-

mótunar skýrari og framkvæmd stefnunnar markvissari. Aðferðin gerir ráð fyrir að

stefnan nái að seytla niður stjórnskipulagið til allra þátta starfseminnar og til allra

starfsmanna með formlegum og sýnilegum hætti. Útgangspunktur fyrir samhæft

árangursmat er sú stefna sem hefur verið mörkuð. Stefnan er útsett í nokkrum

víddum og brotin nánar niður með því að skilgreina markmið og mælikvarða á

árangurinn. Stefnukort eiga að lýsa stefnu skipulagsheildar, þeim árangri sem stefnt

er að og hvernig honum skuli náð, með því að sýna meginatriði stefnunnar og

orsakasamband þeirra. Á skorkortinu eru sett fram markmið sem koma fram í

stefnukortinu eða eru tengd atriðum á stefnukortinu. Fyrir hvert markmið er einn

mælikvarði eða fleiri sem segja til um hvernig gengur að ná markmiðinu. Segja má

að mælikvarðarnir séu burðarásar skorkortsins en markmiðin undirstaðan

(Reykjavíkurborg, 2003).

Samhæft árangursmat fellur sérstaklega vel að stefnumótun og styður þétt við

framkvæmd stefnunnar. Samhæft árangursmat er þannig mjög kvik aðferð til meta

árangur, vinna að og fylgjast með innleiðingu stefnumótunar (Haraldur Á.

Hjaltason, 2002).

3.1 Grunnferli árangursstjórnunar

Í handbók fjármálaráðuneytis (2004) er farið í grunnferli árangursstjórnunar og þau

útfærð í þremur skrefum. Fyrsta skref árangursstjórnunar er að útfæra stefnu og

markmið skipulagsheildar út frá þeim þáttum sem hafa áhrif á starfsemi hennar.

Stefnumótun og markmiðasetning eru forsendur þess að hægt sé að meta árangur

starfseminnar á raunhæfan hátt.

Annað skrefið eru kerfisbundnar mælingar. Skilgreina þarf árangursmælikvarða

sem tengjast markmiðum. Við val á þeim er mikilvægt að velja raunhæfa og

tölulega mælikvarða sem veita yfirsýn yfir starfið þannig að unnt sé að sannreyna

Page 31: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

23

hverju það skilar. Reynslan sýnir að mælingar auðvelda stjórnun verka og sýna fram

á árangur vegna þess að þá eru viðmiðanir skýrar.

Þriðja skrefið felst í framkvæmdaaðgerðum, þ.e. að velja leiðir til að ákveða

hvernig verk skulu unnin, og að nota þessar upplýsingar til að drífa áfram stöðugar

umbætur. Mikilvægt er að gefa starfsfólki og stjórnendum endurgjöf um hvernig

þeir sjálfir standa sig.

Með því að endurtaka þetta ferli er stöðugt leitast við að bæta árangur af starfi

skipulagsheildar. Festa þarf góð vinnubrögð í sessi og bæta stöðugt vinnuaðferðir.

Þannig felur þessi aðferðafræði í sér tækifæri fyrir stjórnendur og skipulagsheild að

fá upplýsingar og leiðbeiningar sem gerir þeim kleift að þróast í starfi með því að

bæta vinnubrögð og þjónustu.

Mynd 4: Grunnferli árangursstjórnunar (Stjórnendavefur, 2006).

Árangursstjórnun felur í sér hvatningu til að taka upp og þróa nýjungar í þeim

tilgangi að bæta árangur. Með því að taka upp árangursstjórnun er verið að innleiða

nýtt sjónarhorn á rekstur sem breytir venjum og viðhorfi innan skipulagsheildar.

Hér er ekki um skyndilausn að ræða, árangurstjórnun krefst breytts hugarfars og

slíkt tekur langan tíma (Fjármálaráðuneyti, 1999-b).

3.1.1 Ávinningur af árangursstjórnun

Aðferðafræðin getur þegar best lætur stuðlað að markvissri stjórnun og aukinni

hagkvæmni, en þegar verst lætur getur hún orðið tilgangslaus uppfylling formkrafna

sem þyngir skólastarfið. Mikilvægt er að vel sé staðið að innleiðingu hennar því

ávinningur getur m.a. verið að:

Page 32: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

24

árangursstjórnun og mælingar styrkja lýðræðið með umræðu um

forgangsröðun, setningu markmiða og hvernig þeim skuli náð. Með því að

að hafa skýr markmið og sýna hvernig til tekst að ná þeim stuðla stjórnendur

að upplýstari umræðu um starf skipulagsheildarinnar auk þess sem

markmiðin leiða í ljós hvað stofnuninni og fræðslugeiranum í heild er ætlað

að gera og hvað ekki.

markmið og mælingar miðla upplýsingum um fræðslumál og hverja stofnun

innan þess málaflokks. Upplýsingar um hvernig gengur geta verið hvatning

til starfsfólks og þjappað þeim enn meira saman að sameiginlegu markmiði.

árangursmælingar gefa mikilvæga innsýn í þjónustu/reksturinn og gefa

möguleika á því að bæta það sem úrskeiðis fer og endurtaka það sem vel er

gert.

árangursmarkmið og mælingar hvetja nefndarmenn og starfsmenn skólanna

til dáða. Með markmiðum og mælingum, sem gefa vísbendingu um hvernig

gengur, er hægt að laða það besta fram í starfsmönnum (Fjármálaráðuneyti,

2004).

3.2 Árangursmat

Niven (2003) segir að árangursmat sé hluti af markvissri eftirfylgni stefnumótunar

sem byggir á hugmyndafræði árangursstjórnunar. Árangursmatið segir til um hve

vel skipulagsheildin sinnir hlutverki sínu. Með því að mæla árangur er unnt að

breyta áherslum og vinna markvisst að framförum. Til að mæla árangurinn er

framkvæmd borin saman við sett markmið. Þetta tekur til ýmissa þátta

starfseminnar s.s. framfara í þjónustu og vinnubrögðum, skilvirkni, ánægju

hagsmunaaðila og starfsmanna, ávinnings í tíma, nákvæmni og áreiðanleika

úrlausna og lækkunar kostnaðar.

Árangursstjórnun og árangursmat eru tæki til að fylgjast með og tryggja að

skipulagsheildin sé að gera það sem að er stefnt og að unnið sé að stöðugum

umbótum. Þá mun árangursmatið auka ábyrgðarkennd og bæta nýtingu tíma og

fjármagns. Það mun stuðla að bættri þjónustu, betri upplýsingum til ákvörðunartöku

og markvissara starfi.

Page 33: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

25

3.3 Stefnumiðað árangursmat

Balanced Scorecard (BSC), hér eftir nefnt Stefnumiðað árangursmat (SÁ) er

stjórnunaraðferð sem grundvallast á heildarstefnu skipulagsheildar þar sem vel skil-

greind markmið og áreiðanlegir mælikvarðar eru með kerfisbundnum hætti samstillt

í átt að einni heildarstefnu.

Stefnumiðað árangursmat er aðferð sem var þróuð af Dr. Robert Kaplan og Dr.

David Norton. Upphafið má rekja til greinar sem þeir skrifuðu í Harvard Business

Review árið 1992 (Kaplan og Norton, 1992). SÁ er aðferðafræði um árangursríka

leið við að stjórna skipulagsheildum með öðrum hætti en einungis fjárhagslegum

viðmiðum. Á þessum árum voru stjórnendur sífellt að gera sér betur grein fyrir

mikilvægi hugvits og þekkingar og þeim framtíðarverðmætum sem fólust í

tengslum við viðskiptavini (Reykjavíkurborg, 2003).

SÁ er verkfæri í árangursstjórnun til að hrinda markaðri stefnu í framkvæmd og

skapa heildarsýn yfir starfsemina. Það er:

Stefnumiðað stjórntæki fyrir alla skipulagsheildina

Samskiptatæki til að miðla stefnu til allra starfsmanna og hagsmunaaðila

Aðferð til að finna jafnvægi á milli fjárhagslegra og efnislega mælikvarða

(Reykjavíkurborg, 2003).

Samkvæmt Niven (2003) eiga stjórnendur með þessum hætti að fá til baka

upplýsingar um hvernig framkvæmd hennar miðar svo að taka megi ákvarðanir

byggðar á þeim. Þetta hefur í för með sér samfellda rýni á starfsemina og stjórnun

hennar út frá lykiláherslum stefnunnar og getur einnig leitt til breytinga á stefnunni

ef ástæða er til. Aðferðin auðveldar skipulagsheildum að greina hvaða þáttum er

nauðsynlegt að fylgjast með og mæla og meta til þess að heildarmynd fáist af

starfseminni. Hefðbundnar fjármálalegar mælingar líta til fortíðar en segja lítið um

framtíðarhorfur. SÁ er mikilvægt lærdómsferli sem í raun lýkur aldrei. Það byggir á

fjórum lykilsjónarhornum, svokölluðum víddum, sem eru:

Fjármál

Þjónusta

Innra starf

Starfsmenn

Kaplan og Norton (1996) segja að stefnumiðað árangursmat sé stjórnunarkerfi,

ekki eingöngu mælingarkerfi, sem auðveldar skipulagsheildum að setja fram skýra

Page 34: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

26

framtíðarsýn og stefnumótun og tengja hana beint við þá starfsemi sem fer fram

daglega. Markmið eru sett út frá stefnumótuninni í öllum þáttum og hvert markmið

á sér mælikvarða. Þannig er unnt að fylgjast með því hvernig miðar. Þegar markmið

hafa verið sett fyrir alla skipulagsheildina er mögulegt að setja mælanleg markmið

fyrir sérhvern skóla, deildir, svið og einstaklinga, eftir því hvað á við og tengja

þannig stefnumótun stjórnenda við allt sem fram kemur í skipulagsheildinni.

SÁ er ólíkt öðrum árangurstjórnunarkerfum. Það breytir stjórnun og viðmiðum

um þjónustu, rekstur, aðferðir og samskipti innan skipulagsheildar.

SÁ nær utan um alla þætti í starfsemi skipulagsheildar. Það leiðir til agaðra

vinnubragða og styrkir innviði. Það tengir aðgerðir við fjárhagsáætlun og það

dregur fram virði starfseminnar hvort sem það er fjárhagslegt eða annars eðlis. Það

stuðlar að árangursríkum samskiptum innan skipulagsheildarinnar og annarra sem

tengjast henni.

3.4 Vídd

Eitt af lykilhugtökum stefnumiðaðs árangursmats eru víddir eða sjónarhorn. Víddir

eru þau lykilsjónarhorn sem valin eru til að lýsa megináherslum í stefnu

skipulagsheildar á heildrænan hátt. Þar þjóna þær þeim tilgangi að auðvelda yfirsýn

yfir mælikvarðana sem eru á skorkortinu í heild sinni. Algengt er að víddirnar séu

fjórar en þær geta verið fleiri eða færri (Reykjavíkurborg, 2003).

3.4.1 Þjónusta

Þjónusta er oft ein mikilvægasta víddin. Það er sú vídd sem þjónustuaðilar skynja

og upplifa. Með góðri frammistöðu miðað við rétt skilgreinda mælikvarða er hægt

að tryggja jákvætt viðhorf hagsmunaaðila, vera í takt við óskir þeirra og auka vöxt

og viðgang starfseminnar. Hagsmunaaðilar skipulagsheildar geta verið starfsmenn

skólanna, nemendur, foreldrar/forráðamenn, skilgreindur markhópur og almenn-

ingur (Niven, 2002).

3.4.2 Fjármál

Fjárhagslega víddin í SÁ tilgreinir þau fjárhagslegu markmið sem ætlunin er að ná.

Með því að setja árangur í þjónustu í samhengi við fjárhag er hægt að vinna

markvisst að betri nýtingu fjármuna. Árangursstjórnun býður upp á aðferðir sem

stuðla að því að skipulagsheildin fari sparlegar með fé og nýti það betur í

Page 35: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

27

rekstrinum. Niðurstöður gefa til kynna hvort að framkvæmd stefnunnar hafi skilað

tilætluðum árangri eða ekki. Hún segir til um hvort mælingar og markmið annarra

vídda hafi náðst (Niven, 2002).

3.4.3 Innra starf

Flestar skipulagsheildir miða að því að ná ákveðnum fjárhagslegum markmiðum

eða bættri þjónustu við viðskiptavini. Innri ferlar eru þættir sem snúa að

starfseminni í heild og hvernig verk eru unnin daglega. Einkum er hugað að gæðum

og skilvirkni. Þetta eru aðgerðir innan skipulagsheildarinnar sem vinna að þeim

málum og án þeirra er ekki hægt að ná markmiðum þjónustuvíddarinnar.

Í starfsemi geta verið mörg og flókin ferli sem þurfa að ganga upp til að tryggja

góða nýtingu fjármuna og góða þjónustu. Með greiningu lykilatriða til árangurs má

skilgreina hver mikilvægustu ferlin eru og hvernig má bæta þau. Með öflugu

gæðastarfi og endurnýjun ferla er starfsemin bætt sem aftur leiðir til betri þjónustu

við hagsmunaaðilana (Niven, 2002).

3.4.4 Starfsmenn

Lykilatriði í því að ná árangri í þjónustu, í stjórnun fjármála og að bæta innra starf

er mannauðurinn. Grunnur allra annarra vídda í SÁ er víddin sem skilgreinir þátt

starfsmanna, tækni og menningarblæ. Því er mikilvægt að vinna stöðugt að

starfsmannamálum, hafa vel skilgreinda starfsmannastefnu og hvetja og fræða

starfsfólk um mikilvæga þætti í starfseminni og með hvaða hætti ætlunin er að

standa að mælingum (Niven, 2002).

3.5 Helsti ávinningur SÁ

Í hefti Reykjavíkurborgar „Samhæft árangursmat“ (2003) kemur fram að SÁ veitir

markvissa upplýsingagjöf um markaða stefnu skipulagsheildar og tengir stefnuna

daglegri starfsemi á skýran hátt. Jafnframt stuðlar SÁ að auknum liðsanda meðal

starfsmanna, samstarfi og lærdómi. SÁ á að stuðla að því að kennsl séu borin á góð

vinnubrögð og þau fest í sessi. Samhliða á það að vekja athygli á vinnubrögðum

sem þarfnast úrbóta þannig að þau megi færa til betri vegar. Hægt verður að fylgjast

náið með framgangi stefnunnar þar sem markvissar mælingar gefa til kynna hvort

markmiðum sé náð eður ei. SÁ hefur bæði áhrif á og mótast af þeirri menningu sem

ríkir innan skipulagsheildarinnar. Mikilvægt er því að þekkja ríkjandi menningarblæ

Page 36: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

28

þegar SÁ er innleitt og huga að hvort framkalla þurfi breytingar á stefnunni

samhliða innleiðingunni. SÁ stuðlar að því að árangursmælingar séu nýttar til

ákvarðanatöku og gripið sé til skjótra aðgerða þegar þörf er á. Að lokum þá gefur

SÁ vísbendingar um framtíðarþróun og greinir vandamál og sóknarfæri í rekstri.

3.6 Grundvöllur SÁ

Kjarni SÁ er stefnan og framtíðarsýnin. Uppbygging þess tekur mið af því að allar

starfseiningar skipulagsheilda skili árangri fyrir heildarstefnuna. SÁ er kerfisbundin

aðferð til að setja fram stefnuna og innleiða hana. Vinnuferlinu er í stórum dráttum

hægt að skipta í tvo meginþætti:

Þáttur eitt: Uppbygging árangursstjórnunarkerfis

o Stöðumat

o Skilgreining á megin áherslum, skipulagsheildir móta skýra stefnu

og framtíðarsýn

o Markmið eru fundin en þar á að koma skýrt fram að hverju

skipulagsheildin stefnir, auk þess skilgreina þau stefnuna nánar

o Útlistun á orsakasamhengi skorkortsins

o Viðmið og árangursmælikvarðar skilgreind fyrir hvert markmið

o Mælingar gerðar til þess að fylgjast með hvort markmiðum hefur

verið náð eða hvort skipulagsheildin stefnir í rétta átt í samræmi við

markmiðasetningu.

Þáttur tvö: Innleiðing

o Úrvinnsla og miðlun tölulegra upplýsinga um árangur

o Markviss upplýsingamiðlun um skorkortið

o Eftirfylgni, endurmótun markmiða og leiða

o Upplýsingar úr skorkortinu notaðar til að meta og bæta árangur

Nauðsynlegt er að stjórn skipulagsheildar sem hyggst nota aðferðarfræði SÁ

styðji verkefnið og leggi sig fram um að nota þau tækifæri sem kerfið veitir, áður en

hafist er handa. Að öðrum kosti er hætt við að lítið verði um árangur (KPMG,

2001).

Page 37: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

29

3.7 Innleiðing SÁ

Mótun og innleiðing SÁ tekur alltaf nokkurn tíma. Annars vegar er um að ræða

skipulagningu á innleiðingarferlinu og hins vegar þróun stefnu- og skorkorta. Við

upphaf innleiðingar á SÁ er mikilvægt að skilgreina hvers vegna koma á kerfinu á.

Um er að ræða nýtt árangursmatskerfi sem skipulagsheildin er að taka upp og því

þarf tilgangur innleiðingarinnar að vera skýr. SÁ er heildstæð stjórnunaraðferð sem

umbreytir öllum verkferlum og starfsháttum skipulagsheildarinnar. Árangur hennar

byggir þar af leiðandi á því að tilgangur og réttir hvatar séu fyrir innleiðingunni.

Mynd 5: Innleiðing á skorkorti (Kaplan og Norton, 1996).

Ákveða þarf til hvaða starfseiningar innan skipulagsheildarinnar SÁ á að ná.

Safna þarf og dreifa bakgrunnsupplýsingum. Upplýsingar koma úr

upplýsingakerfum, könnunum eða á annan hátt. Áðurnefnd stefnumótunarvinna þarf

að liggja fyrir, m.a. skilgreint hlutverk, framtíðarsýn og stefna skipulagsheildar.

Hanna þarf stefnu- og skorkort fyrir víddirnar fjórar. Einnig þarf að ákveða viðmið

mælikvarðanna (Fjármálaráðuneyti, 2004).

Stuðningur fræðslunefndar og skólastjórnenda er mikilvægur til þess að öðlast

viðurkenningu á notkun þessarar aðferðar. Ákveða þarf fagteymi til að koma að

innleiðingunni og gera verkáætlun. Einnig þarf að hanna verkefna- og tímaáætlunin

fyrir SÁ. Það tekur 1–2 ár að innleiða SÁ fullkomlega en verkferlar fara strax í

gang.

3.8 Mistök við innleiðingu SÁ

Aukin krafa hefur verið á stjórnendur opinberra stofnana að nútímavæðast og bæta

frammistöðu og þjónustu. Stefnumiðað árangursmat hefur reynst góð leið til að

Page 38: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

30

mæta þeirri kröfu. Samkvæmt Kaplan og Norton (1996) gefur SÁ stofnunum kost á

að minnka bilið milli óljósra markmiða og hvaða aðferða eigi að beita til að ná þeim

markmiðum. Ef nýta á SÁ í opinberum stofnunum þarf að taka tillit til nokkurra

atriða. Meta þarf hvort víddirnar fjórar eigi allar jafn vel við í opinberum stofnunum

og líklegt er að mælingar verði flóknari og umdeildari í þeim en í einkageiranum.

Í grein sem Olafsson og Wisniewski (2004) skrifuðu um innleiðingu SÁ í

opinberum stofnunum á Íslandi og Skotlandi kom m.a. fram að ferlið sem leiði til

SÁ og afurða þess, t.d. stefnukortið er ekki síður mikilvæg en afurðin sjálf.

Stefnukortið er mjög mikilvægur þáttur í innleiðingu SÁ sem stjórntæki. Umræðan

meðal starfsmanna um hugtök, stefnumótun og stofnunina sjálfa hafi verið

lærdómsrík og gagnleg fyrir skilning á stefnumótuninni sjálfri. Þeir bentu einnig á

að greinilegur stuðningur þarf að vera frá stjórnendum og sömuleiðis þarf

ávinningur starfsmanna að vera það líka sem þróa og nýta SÁ í opinberum

stofnunum.

Ýmis mistök eru gerð við innleiðingu SÁ og helst að fyrirtæki og/eða

stofnanir nota of marga mælikvarða sem eiga við fjárhag og vísa til fortíðar í stað

framtíðar. Smith (2005) nefnir að SÁ falli of mikið að þörfum hagsmunaaðila og

tekur ekki nógu mikið tillit til framlags starfsmanna. SÁ gerir ráð fyrir að ferli,

lærdómur starfsmanna og samskipti við viðskiptavini geti haft jákvæð orsakatengsl

við fjárhagslega frammistöðu þrátt fyrir að fyrri rannsóknir hafi sýnt tengsl en ekki

endilega orsakatengsl. Sömuleiðis gagnrýnir Smith SÁ fyrir að vera byggt á

stigveldi sem gefi undirmönnum of lítil völd.

Ástæður fyrir mistökum við innleiðingu eða framkvæmd SÁ geta verið

ýmsar. Kaplan og Norton (2001) nefndu m.a. að framkvæmd getur mistekist ef

stórtækar skipulagsbreytingar koma fram í skipulagsheildinni t.d. við sameiningar

stofnana eða skiptingu skipulagsheildar. Skipulagsheild sem einblínir á niðurskurð

mistekst ef til vill framkvæmd SÁ þar sem aðaláherslur eru ekki á slíkt í fræðunum.

Flest mistök við innleiðingu á SÁ koma hins vegar fram í lélegri framkvæmd.

Þar eru taldar fram sjö mismunandi ástæður. Í fyrsta lagi er talað um skort á

stuðningi frá stjórnendum. Í öðru lagi að of fáir taki þátt í innleiðingu og

framkvæmd SÁ. Í þriðja lagi er talað um einangrun SÁ hjá stjórnendum

skipulagsheildarinnar og því sé ekki deilt með öllum starfsmönnum. Í fjórða lagi

þegar litið er á SÁ sem stjórntæki sem eigi að vera fullkomið frá upphafi og þarfnist

ekki stöðugrar endurskoðunar. Í fimmta lagi þegar stjórnendur kynna SÁ sem

Page 39: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

31

verkefni en ekki stjórnunarverkefni sem þeir beri ábyrgð á. Í sjötta lagi þegar

skipulagsheildir taka upp SÁ en fara ekki í gegnum stefnumótunarferlið heldur álíta

það og nota sem enn eitt mælingarkerfið.

Þrátt fyrir gagnrýnisraddir þá telja margir að SÁ sé ein áhrifamesta

stjórnunaraðferð sem fram hefur komið seinustu áratugina ef henni er beitt rétt.

3.9 Stefnukort

Í stefnukorti eiga að koma fram langtímamarkmið sem byggð eru á hlutverki og

framtíðarsýn. Stefnukortið er mjög árangursríkt til að miðla markaðri stefnu því það

veitir mikilvægar upplýsingar um lykiláherslur stefnunnar á einfaldan hátt.

Í stefnukorti er að finna áður skilgreindar víddir, markmið sem tilheyra hverri

vídd og tilgátur um orsaka- og afleiðingatengsl milli markmiðanna. Þar er hins

vegar ekki gerð grein fyrir árangursmælingum né viðmiðum þeirra.

Stefnukortið skýrir markaða stefnu á einfaldan, skiljanlegan hátt með mynd-

rænu formi. Það sýnir tilgátur um orsaka- og afleiðingasambönd sem má sanna og

afsanna með því að skoða fylgni árangursmælinganna. Kortið er sett upp með þeim

hætti að auðvelt er að sjá hvernig eitt leiðir af öðru í þá átt sem stefnt er. Stefnu-

kortið er mikilvægt greiningartæki sem gefur sterkar vísbendingar um orsaka-

samband einstakra mælinga, t.d. hvort starfsánægja hefur áhrif á þjónustustig

(Fjármálaráðuneyti, 2004 ; Snjólfur Ólafsson, 2005).

Niven (2002) segir að stefnukort gefi einfalda og skýra yfirsýn yfir

lykiláherslur markaðrar stefnu og skal rúmast á einni A4 síðu. Þannig þarf ekki að

lesa sig í gegnum þykka bunka af stefnumótandi skjölum til að átta sig á

mikilvægustu þáttum markaðrar stefnu.

3.9.1 Orsaka- og afleiðingatengsl

Mikilvægt er að skilgreina orsaka- og afleiðingasambönd markmiða og mælikvarða

þeirra skilmerkilega upp í gegnum allar víddirnar, þ.e. frá mannauði í gegnum innri

ferla og fjármál og upp í þjónustu. Eitt af því sem aðgreinir SÁ frá öðrum

stjórntækjum er áherslan á skilgreiningu orsaka- og afleiðingasambanda.

Árangursmælingatæki sem skilgreina ekki þessi tengsl sýna samansafn af

árangursmælingum en gefa ekki vísbendingar um orsakasamband einstakra þátta,

t.d. hvort starfsánægja hafi áhrif á þjónustustig. Árangursmælingar sanna síðan eða

afsanna, eftir atvikum, þær tilgátur sem gerðar hafa verið um orsaka- og

Page 40: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

32

afleiðingatengsl stefnukortsins. Tilgáturnar um orsaka- og afleiðingatengslin eru þá

aðlagaðar að raunverulegri fylgni milli mælinga. Á mynd 6 hér fyrir neðan er hægt

að sjá vel orsaka-/afleiðingasambandið í stefnukortinu. Skipulagsheildin verður að

standa sig vel á öllum sviðum rekstursins til að ná topp árangri (Niven, P., 2002).

Mynd 6: Dæmi um stefnukort (Fjarðabyggð, 2010)

Í stefnukorti, eins og á mynd 6, eru dregnir fram helstu þættir sem talið er að

þurfi að hafa áhrif á, til þess að skipulagsheildin ræki hlutverk sitt. Stefnukortið

lýsir á myndrænan hátt ,þar sem að örvar eru á milli einstakra markmiða, hvernig

markmið skipulagsheildarinnar tengjast innbyrðis, bæði innan sömu víddar og milli

vídda. Í sumum stefnukortum eru aðeins örvar á milli vídda og stundum er þessu

blandað saman. Gerð stefnukorta auðveldar starfsfólki skipulagsheilda að átta sig á

heildarmyndinni, staðsetja sig í henni og greina þætti sem þar gætu haft bein áhrif á

(Fjármálaráðuneyti, 2004).

Page 41: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

33

3.10 Skorkort

Þegar stefnukortið liggur fyrir er hægt að vinna árangursmælingar fyrir markmið

þess, ásamt viðmiðum o.fl. Með þessu vinnulagi er hægt að tryggja að árangurs-

mælingar séu í samræmi við markaða stefnu. Á skorkort eru sett fram markmið sem

koma fram í stefnukortinu eða eru tengd atriðum á stefnukortinu. Fyrir hvert

markmið er einn mælikvarði eða fleiri sem segja til um hvernig gengur að ná

markmiðinu. Segja má að mælikvarðarnir séu burðarásar skorkortanna en

markmiðin undirstaðan (Snjólfur Ólafsson, 2005).

Mynd 7: Skorkort (Kaplan og Norton, 1996)

Eins og sést á mynd 7 þá inniheldur skorkortið sömu víddir og velgengisþætti /

markmið og stefnukortið en jafnframt er þar að finna árangursmælingar, viðmið og

hvað er ásættanlegur/óásættanlegur árangur og aðgerðir sem grípa má til ef úrbóta

er þörf (Reykjavíkurborg, 2003).

Skorkort á að sýna hvað þarf að gera til að koma stefnunni í framkvæmd og er

frekari útfærsla á lykilþáttum í stefnukorti. Um er að ræða skammtímamarkmið sem

sett eru til eins árs í senn.

Með þessum kortum má fá yfirsýn yfir starfsemina, hvað er vel gert og hvað

má betur fara. Kortin eru einnig tæki í breytingarferlistjórnun því þau eiga að vera

öllum sýnileg.

Page 42: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

34

3.10.1 Árangursmælikvarðar

Þegar búið er að ákveða markmið, þarf augljóslega að hanna og þróa aðferð til að

finna út hvort tekst að ná þeim. Árangursmælikvarðar gefa vísbendingar um hvort

settum markmiðum hefur verið náð. Þeir eiga að vera lýsandi fyrir inntak

viðkomandi markmiðs, hvetja til æskilegra aðgerða, gefa nefndarmönnum og

starfsmönnum skólanna vísbendingu um hvað þeir geta lagt af mörkum til að

markmiðin nái fram að ganga og gefa fræðslunefnd möguleika á að meta hver

heildarárangur við framfylgni stefnunnar er (Reykjavíkurborg, 2003).

Að velja mælikvarða er vandasamt verk og þarf að svara mörgum erfiðum

spurningum og líklegt er að skoðanir verði skiptar. Ein vinnuaðferð er að útbúa

hugmyndabanka og hafa eftirfarandi spurningar til hliðsjónar:

Hvernig á að mæla hvernig við stöndum okkur?

Hvaða útkomu, lokaniðurstöðu, getum við mælt í ljósi þess að við getum

aðeins lagt takmarkaðan kostnað í mælingarnar?

Hvernig getum við mælt tiltekið markmið?

Eru þær tölur sem liggja fyrir vegna samanburðar síðar, nógu nákvæmar?

Erum við áreiðanlega að mæla það sem við teljum okkur vera að mæla?

Hvernig er brugðist við ef mælingarnar benda til að við séum víðs fjarri

markmiðum okkar? (Fjármálaráðuneyti, 1999).

Skráðir eru niður allir hugsanlegir mælikvarðar sem nota má og þeir flokkaðir

niður í rekstrar- og stefnumælikvarða. Rekstrarlegir mælikvarðar gefa til kynna

hvernig viðkomandi skipulagsheild hefur staðið sig í rekstri á ákveðnu tímabili.

Stefnumælikvarðar eru huglægari og ekki eins fastmótaðir í rekstrarlegu umhverfi

og rekstrarlegu mælikvarðarnir. Við innleiðingu á SÁ er val á mælikvörðum einna

mikilvægast til að stuðla að heildarvirkni árangursmatsins. Mælikvarðar er valdir

fyrir hverja vídd fyrir sig í samræmi við heildarstefnu skipulagsheildarinnar og þau

markmið sem sett hafa verið. Lögð er áhersla á að velja fáa, viðeigandi

árangursmælikvarða fyrir hvert markmið sem eru eins lýsandi fyrir framgang hans

og mögulegt er. Leitast er við að skilgreina áður flokkaða mælikvarða sem annars

vegar gefa upplýsingar um árangur í fortíð og hins vegar mælikvarða sem gefa

vísbendingar um framtíðina (Kaplan og Norton, 1996).

Page 43: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

35

Fortíðar mælikvarðar sýna stöðu í enda tímabils og eru afleiðingar af aðgerðum

sem búnar eru. Þeir segja frá því sem er lokið og hafa því ekki forspárgildi um

framtíðina. Kostir þeirra felast í því að yfirleitt er auðvelt að skilgreina og skilja þá.

Leiðandi mælikvarðar sýna það sem leiðir til árangursins sem

fortíðarmælingarnar mæla. Þeir sýna hvað það er sem leiðir til ákveðinnar

frammistöðu og mæla venjulega einhvers konar millistig eða verk í vinnslu. Þeir

gera það kleift að laga starfsemina og hafa því forspárgildi um framtíðina. Kostir

þeirra felast í því að þeir auðvelda skipulagsheildum að gera breytingar á tilteknum

atriðum svo hægt sé að komast að ákveðinni niðurstöðu (Fjármálaráðuneyti, 2004)

(Snjólfur Ólafsson, 2005).

Réttir mælikvarðar eru raunhæfir, réttmætir og áreiðanlegir. Þeir eru lýsandi

fyrir sett markmið, eru auðskiljanlegir og vel skilgreindir. Skorkortið þarf að svara

eftirfarandi spurningum á mynd 8.

Mynd 8: Skorkort, skilgreiningar á víddum (Kaplan og Norton, 1996).

Mynd 8 sýnir samspil þessara fjögurra vídda, hlutverks, stefnu og

framtíðarsýnar jafnframt því sem dregnar eru fram lykilspurningar í hverri vídd.

3.10.2 Viðmið

Skilgreina þarf viðmið fyrir árangursmælingarnar, þ.e. hvað telst góður árangur,

hvað viðunandi og hvað þarfnast úrbóta. Mikilvægt er að óttast ekki það sem

þarfnast úrbóta heldur líta á það sem tækifæri til að grípa í taumana og taka höndum

saman til að gera betur. Ef allar mælingar skorkortsins ná viðmiðum góðs árangurs

Page 44: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

36

má gera ráð fyrir að einhver viðmið séu tilgreind of lágt og því ekki leitast nægilega

vel við að hámarka mögulegan árangur. Gott er að hafa í huga að áður en hægt er að

skilgreina raunhæf viðmið er nauðsynlegt að greina raunverulega stöðu mála

(Reykjavíkurborg, 2003) (Snjólfur Ólafsson, 2005).

Ákvarða þarf tímalengd mælinga:

Langtímamæling á að vera breytileg , gæti tengst þjóðfélagsbreytingum. Ef

skipulagsheildin ætlar að hafa áhrif á þróun samfélagsins.

Millitímamæling eða stöðumat á langtímamælingu. Þar er verið að brjóta upp

langtímamælingarnar í styttri tíma.

Skammtímamæling fer aðallega fram í skorkortinu því þar er verið að mæla það

sem er verið að gera næstu 1-3 árin (Niven, 2003; Fjármálaráðuneyti, 2004).

Skilgreina þarf aðgerðaáætlun ef viðunandi árangur næst ekki. Aðgerðaáætlanir

geta m.a. innihaldið ábyrgðarmann, verkáætlun, aðföng, þ.e. það sem til þarf og

fjárhagsramma.

Mynd 9: Tengsl markmiða, mælinga, viðmiða og aðgerða (Reykjavíkurborg, 2003).

Á myndinni hér fyrir ofan er sýnishorn af velgengisþætti/markmiði skorkorts,

ásamt árangursmælingu hans, viðmiði fyrir mælingu, aðgerð til úrbóta ef árangur er

ekki sem skyldi og hver sé ábyrgðarmaður viðkomandi mælingar.

Page 45: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð - Árangursstjórnun Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

37

3.10.3 Ábyrgðarmaður árangursmælinga

Hver árangursmælikvarði verður að hafa ábyrgðarmann sem sér um að afla

mælinganna, birta þær á réttum tíma og vekja athygli á þeim ef ástæða er til.

3.10.4 Mat

Við notkun á SÁ á símat að vera í gangi. Stefnukort er endurskoðað einu sinni á ári,

en gert er ráð fyrir að stefnan sé sett til fjögurra ára í senn. Skorkortið er

endurskoðað nokkrum sinnum á ári eftir því hvernig markmiðin breytast. Með þessu

stöðuga endurmati og aðhaldi fæst yfirsýn yfir starfsemina og gefur hún

stjórnendum tækifæri til að fylgjast með rekstri og stjórnun skipulagsheildarinnar á

einfaldan og skýran hátt.

3.11 Samantekt

Í kafla 2 var farið ítarlega í gegnum stefnumótunarferli, þ.e. fræðilega bakgrunninn

fyrir mótun skólastefnu í Skagafirði. Eitt af grundvallarverkefnum þeirra sem hafa

yfirumsjón með eins fyrirferðarmiklum og fjárfrekum málalið í rekstri sveitarfélags

er að takast á við hið óþekkta, horfa til framtíðar og reyna að sjá fyrir þau verkefni

sem þeim er falið að sinna. Hafðar eru að leiðarljósi grunnspurningar

Gæðagreinanna sem taka m.a. á greiningarvinnu, val á kostum og útfærsla stefnu.

Meginspurningarnar er samt sem áður „Hvar viljum við vera eftir nokkur ár?“ og

„Hvernig ætlum við að komast þangað?“

Stefnumiðað árangursmat er aðferðafræði til að auðvelda framkvæmd stefnu á

markvissan hátt og skapa heildarsýn yfir reksturinn. Í kaflanum hér á undan hefur

verið dregið fram hvernig SÁ getur nýst við framkvæmd skólastefnunnar.

Í kaflanum hér á eftir er gerð grein fyrir aðferðafræði starfendarannsókna og

hvernig sú aðferðafræði nýtist við gerð skólastefnu Skagafjarðar.

Page 46: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

38

4 Aðferðafræði rannsóknar

Páll Skúlason (1987) kýs að kalla hverja rannsókn skipulega viðleitni til að leita

svara við spurningum sem miða að því að auka eða bæta skilning okkar eða

þekkingu á heiminum eða tilteknum hlutum hans, svo sem á sjálfum okkur eða

hugmyndaheimi okkar. Verkefni það sem hér hefur verið unnið lýtur að

stefnumótun sveitarfélagsins Skagafjarðar í skóla- og fræðslumálum. Ekki er vitað

til að að rannsóknir hafi verið gerðar á stefnumótun sveitarfélaga í einstökum

málaflokkum og af lestri ýmissa stefnuskjala má ljóst vera að ólík hugmyndafræði

liggur þeim til grundvallar. Í þessu verkefni verður litið á stefnumótun sem ákveðið

ferli og lýtur rannsóknin að því að leggja mat á það. Rannsóknarspurningin sem

liggur til grundvallar verkefninu er þessi: Á hvern hátt geta hugmyndir um virkt

stefnumótunarferli og árangursstjórnun gagnast við mótun skólastefnu eins

sveitarfélags?

4.1 Starfendarannsókn

Verkefni það sem hér er unnið er í sjálfu sér tvígilt, þ.e. það felur í sér aðferðir og

aðgerðir við mótun skólastefnu og jafnframt aðferðir við að leggja mat á þetta ferli

til að svara rannsóknarspurningunni. Til að svara rannsóknarspurningunni er lagt

upp með hugmyndafræði starfendarannsókna um leið og svarandi leitar svara við

rannsóknarspurningunni er hann jafnframt framkvæmdaaðili í stefnumótunarvinn-

unni.

Í hefðbundnum rannsóknum er rannsakandinn að skoða og rannsaka störf

annarra en í starfendarannsókn er rannsakandinn að rannsaka eigið starf. Hann er þá

í raun bæði rannsakandinn og viðfangsefnið. Starfendarannsókn er eins konar

sjálfsskoðun þar sem rannsakandinn skoðar eigin gildi og eigin viðhorf

(kennarasogur.is, 2009) með því augamiði að skilja það betur og þróa til betri vegar

(Hafþór Guðjónsson, 2008). Hún felur í sér að þú ert að hugsa um – ígrunda – eigið

starf, má einnig segja að hér sé um ákveðna sjálfsskoðun eða sjálfsgagnrýni að ræða

samkvæmt kenningum McNiff (2002). Starfendarannsókn miðar að því að lýsa,

túlka og skýra ferli eða atburði sem eiga sér stað á sama tíma og hún leitast við að

bæta viðkomandi ferli (McNiff o.fl., 1996).

Page 47: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

39

Starfendarannsókninni fylgir mat rannsakanda á eigin starfi og ígrundun sem

felur í sér sífellda leit að umbótum við gerð skólastefnunnar. Í eðli sínu hvetja

starfendarannsóknir til breytinga. Starfið er skoðað kerfisbundið til þess að fá sem

nákvæmasta mynd af því sem er að gerast. Niðurstöðurnar eru síðan notaðar til þess

að halda áfram, bæta starfið og koma með nýjar eða breyttar leiðir til að ná betri

árangri (McNiff, 2002). Gagnsemi starfendarannsókna felast í því

grundvallarmarkmiði þeirra, að bæta starfshætti með hagsmuni og þarfir

skjólstæðinga í huga (Elliot o.fl., 1991).

Hitchcock og Hughes (1995) lýsa vinnubrögðum starfendarannsókna sem

hringlaga ferlum. Hver ferill inniheldur fimm þrep sem eru: framkvæmd, athugun,

ígrundun, breytingar og áætlun. Megineinkenni starfendarannsókna og það sem við

höfum haft að leiðarljósi eru eftirfarandi þættir:

Rannsakandi rannsakar það sem hann er persónulega að gera

Rannsakandinn er jafnframt þátttakandi í því sem verið er að rannsaka

Athugun og mat sem byggir á gagnrýnni ígrundun

Meðan á rannsóknarferlinu stendur er stöðugt leitað eftir breytingum

Stöðugt er leitað eftir þróun og skipulögðum breytingum á skólastarfinu en

ekki staðreyndum eða staðfestingu á tilgátum

Verkefnin byggja á persónulegri reynslu

Tilgangurinn er að skilja betur og bæta starfið

Hægt er að líkja starfendarannsókn við spíral, (sjá mynd 10), þar sem ferlið er

síendurtekið og brugðist er við einstökum þáttum ferlisins eftir því hvernig

stefnumótunin þróast.

Mynd 10: Ferli Starfendarannsókna (Schmuck, 1997)

Á mynd 10 má sjá að byggt er á stöðugri þróun og breytingum sem sýna þá

staðreynd að ummyndandi ferli lýkur aldrei. Staðan er tekin, hún metin, áætlun gerð

Page 48: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

40

um næstu skref og hún framkvæmd og þannig gengur síendurtekið ferlið fyrir sig

(Schmuck, 1997).

4.2 Framkvæmd

Í stefnumótunarferlinu sem til grundvallar er í rannsókn þessari er tengt saman starf

og rannsóknir þannig að úr verði rannsóknarferli í höndum verkefnisstjóra og

rýnihóps fræðslunefndar Skagafjarðar. Rýnihópar eða hópaviðtöl eru eiginleg

rannsóknaraðferð sem notuð er til að öðlast betri skilning á viðhorfum og reynslu

tiltekins hóps fólks gagnvart ákveðnu viðfangsefni rannsóknar. Samkvæmt Krueger

(1994) á hugtakið rýni við um markvissa nálgun. Tilgangurinn er að skoða

mismunandi viðhorf og reynslu. Þetta er leið til að hlusta á fólk ræða saman og læra

af því (Sóley Bender, 2003). Þátttakendur í ferlinu skoða og ígrunda eigið starf og

þátttöku í gerð skólastefnunnar, þ.e. leggja mat á áætlunina/aðferðina og leita svara

við því hvernig hún nýtist í að móta metnaðarfulla og raunhæfa skólastefnu.

Ígrundun og mat þátttakenda fór fram með tvennum hætti, annars vegar með viðtali

verkefnisstjóra þar sem áherslan er lögð á að meta stefnumótunarferlið út frá

hugmyndum starfendarannsókna, þ.e. fimm þrepa ferlunum og hins vegar stuttu

sjálfsmati á eigin frammistöðu í ferlinu. Verkefnastjóri metur á sama hátt stefnu-

mótunarferlið og hefur til þess eftirfarandi gögn; framlagða stefnumótunaráætlun,

dagbók, fundargerðir og minnisblöð fræðslunefndar, framlögð drög að efnisþáttum

skólastefnunnar og netpóstssamskipti verkefnisstjóra við alla hluteigandi aðila þar

sem m.a. koma fram athugasemdir við innihald skólastefnunnar, framsetningu

efnisþátta og kosti og galla í vinnuferli stefnumótunarinnar. Með þessum gögnum

verður hægt að meta ferlið út frá hugmyndafræði starfendarannsókna, þ.e. mat á

eigin starfi, meta stefnumótunarferlið og þátttöku annarra hlutaðeigandi aðila s.s.

fræðslunefndar, starfsmanna skólanna, foreldra- og nemendaráða.

4.3 Greiningarferli

Til að vita stöðu skólamála í sveitarfélaginu Skagafirði í dag var lagt upp með

víðtæka innri og ytri greiningu, skoðun gagna skóla og sveitarfélags, spurningalista

meðal starfsfólks skólanna og samanburð við önnur sveitarfélög/skólasamfélög.

Greiningin var víðtæk, ýmsir hluteigandi aðilar komu að greiningunni ásamt

því að gögn skólanna og sveitarfélags voru skoðuð útfrá hugmyndafræði svót-

Page 49: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

41

greiningar. Svót-greining samkvæmt Philip Kotler (1999) er viðurkennd og gagnleg

til að vega og meta stöðuna eins og hún er í dag, fá menn til að taka þátt í hugflæði,

koma auga á atriði sem farið hafa fram hjá þeim og jafnframt því sjá svolítið inn í

framtíðina, hvernig menn vilja hafa málin öðruvísi (Skref.is, 2004). Svót-greining

var notuð meðal tveggja rýnihópa sem koma að vinnuferlinu allan tímann, þ.e.

fræðslunefndar og þverfaglegs hóps skólastjórnanda með það fyrir augum að kafa

dýpra í skólamál, átta sig á styrkleikum/veikleikum og tækifærum/ógnunum.

Greiningarferlið tekur á tveim fyrstu spurningum Gæðagreinanna, þ.e. Hvernig

stöndum við? og hvernig vitum við það? Greiningin var hugsuð sem grunnur að

spurningalista sem seinna var lagður fyrir alla kennara og foreldraráð allra skóla

sveitarfélagsins.

Sjálfsmat sem þetta var ein leið til þess að miðla þekkingu og upplýsingum um

skólastarf. Sjálfsmat kennara og leiðbeinenda skólastofnana Sveitarfélagsins

Skagafjarðar á að draga fram sterkar og veikar hliðar skólasamfélagsins og

jafnframt að gefa vísbendingar um tækifæri og ógnanir í ytra umhverfi

skólastarfsins (Skref.is, 2004). Megintilgangur þessarar greiningar, spurningalista

og samanburðar var að gera fræðslunefnd auðveldara að vinna að metnaðarfullri en

jafnframt raunhæfri skólastefnu samfélaginu til heilla. Þetta vinnuferli átti líka að

gefa sem flestum hagsmunaaðilum tækifæri á því að koma að skólastefnugerðinni,

hlutdeild og eignarhald skiptir miklu máli til að stefnan verði lifandi, gagnleg og

skólasamfélaginu til framdráttar.

Greiningarferlið var metið af verkefnastjóra út frá fræðum starfendarannsókna,

þ.e. fimm þrepa ferli sem gengur út á að rannsakandinn rannsakar það sem hann var

að vinna við, bregst við, þróar og breytir eftir því sem við á í ferlinu með það fyrir

augum að skilja það betur og bæta starfið og um leið afurðina. Ýmis gögn voru til

að meta þetta ferli, m.a. dagbókarfærslur verkefnastjóra, tölvupóstur á

samstarfsaðila, viðtal við fræðslunefnd eftir að verkefni lauk, greiningargögn, önnur

gögn og heimildir sem voru nýttar í verkið, speglun í fræðilegu efni og

framkvæmdaáætlunin.

4.3.1 Spurningalistakönnun

Í framhaldi af greiningunni var mótaður spurningalisti sem lagður var fyrir allt

starfsfólk leik-, grunn og tónlistarskóla sveitarfélagsins og foreldraráð hvers

Page 50: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

42

grunnskóla með það fyrir augum að fá fram viðhorf grasrótar og hagsmunaaðila um

margvíslega þætti í skólastarfinu og aðkomu sveitarfélagsins að þessum málaflokki.

Spurningarnar skiptust upp í nokkra flokka, í fyrsta lagi voru bakgrunnspurningar

sem gáfu upplýsingar hvort að það væri marktækur munur á milli ákveðinni breyta

t.d. með kyn, aldur, menntun, stöðu, skóla eða starfsaldurs og þyrfti að taka tillit til

við gerð skólastefnunnar. Síðan skiptist listinn upp í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum

voru spurningar um aðkomu sveitarfélagsins / fræðslunefndar / skólakrifstofu, í

öðrum hluta var spurt um stefnumótun, gæði skólastarfs og aðbúnað og að lokum

var spurt um samstarf skólastiga / -gerða. Spurningalistann er í heild sinni að finna í

viðauka.

Styrkur spurningakannana er fyrst og fremst sá að safna má fjölbreyttum

gögnum á skömmum tíma (Fitzpatrick, 2004). Þorlákur Karlsson (2003) segir að

sterk tengsl séu milli þess sem fólk segist ætla að gera og þess sem það gerir og

gefur það til kynna að spurningalistakönnun sé tiltölulega áreiðanleg

gagnasöfnunaraðferð. Stuðst var við fullyrðingar í spurningalistanum, flestar með

sama svarkvarða. Svarendur voru spurðir hversu sammála þeir eru tiltekinni

fullyrðingu og fimm svarmöguleikar gefnir: alveg sammála, sammála, ósammála,

alveg ósammála og óákveðinn. Reynt var að gæta þess að spurningarnar væru

þannig orðaðar að ekki gætti hneigðar til samþykkis umfram höfnunar og öfugt. Í

sumum spurningum voru svarmöguleikarnir já eða nei og einnig í sumum tilfellum

boðið upp á dýpkun á ofangreindum svarmöguleikum með textasvari (Þorlákur

Karlsson, 2003). Var það gert til að gefa frekari vísbendingar um ákveðin málefni

og til að vinna á einum af göllum megindlegra rannsókna, þ.e. þeirri dýpt sem næst

með eigindlegum aðferðum.

Spurningalistinn var forprófaður meðal kennara í öðru bæjarfélagi. Með því

móti var hægt að sníða af agnúa, skerpa orðalag og samræma spurningarnar. Þess

var einnig gætt að ekki væri hægt að rekja svörin til svarendanna.

Spurningakönnunin var tilkynnt eins og lög gera ráð fyrir til Persónuverndar.

Spurningalistinn var hafður rafrænn og fékk hver þátttakandi aðgangsorð til að

taka þátt. Það var gert til að spara vinnu við innsetningu gagna og minnka líkur á

mistökum við innsetningu. Notað var forritið/vefsvæðið Outcome. Úrvinnsla gagna

fór fram í SPSS forritinu, rafrænu gögnin lásust auðveldlega á milli þessara forrita.

Ætlast var til að svarhlutfall yrði ekki minna en 70%. Í nokkrum tilfellum voru

skólastjórar fengnir til að fylgja endurheimt spurninganna eftir.

Page 51: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

43

Annars konar greining átti sér stað samhliða spurningalistanum en með

hagnýtum samanburði voru ákveðnir þættir í rekstri og þjónustu skóla

sveitarfélagsins bornir saman við önnur sambærileg sveitarfélög og einnig það sem

fræðslunefndin taldi vera með því besta á landinu (Helgi Gestsson, 1998). Markmið

spurningalistans og samanburðarins var að fá góðar og marktækar upplýsingar sem

nýttust fræðslunefndinni við mótun skólastefnunnar og ávallt í takt við fræði

stefnumótunar.

Ástæðan fyrir því að leitað var með spurningarlistann til kennara í skólum

sveitarfélagsins er sú að þeir eru fagmennirnir, grasrótin og þekkja því best til í

þessum málaflokki. Með greiningunni og spurningalistanum átti að fá fagfólkið til

að líta í eigin barm, meta margvíslega þætti starfsins, aðkomu sveitarfélagsins og fá

það til að horfa fram á veginn og leggja sitt lóð á vogarskálarnar í mótun

sameiginlegrar framtíðarsýnar sveitarfélagins í fræðslumálum. Svör foreldraráða

voru síðan hugsuð til að auka dýptina, þ.e. að foreldrar sjá hlutina oft í öðru ljósi,

jafnvel aðra hluti og öðruvísi nálgun en starfsmenn skólanna. Nauðsynlegt var því

að fá viðhorf þeirra því skólastefnan á að vera stefna allra hlutaðeigandi aðila að

skólastarfi Skagafjarðar. Kynning á spurningalistanum og vinnuferli

skólastefnunnar var í hverjum skóla fyrir sig þar sem könnunin var lögð fyrir.

Stefnumótunarferlið og spurningalistinn var kynntur og mikilvægi þess og um leið

þátttaka starfsmanna og foreldraráða í henni. Með því að fylgja verkefninu eftir á

þennan hátt tengdust svarendur betur stefnumótuninni og um leið höfundi verksins

og fundu betur fyrir skuldbindingu um mikilvægi síns framlags.

Vonast var eftir sem minnstu brottfalli í könnuninni og var reynt að tryggja

þátttöku með nálægð/kynningu höfundar, mikilvægi verkefnisins fyrir svarendur og

eftirfylgni skólastjórnenda.

4.4 Mótun stefnu

Þegar greiningarvinnu var lokið, niðurstöður könnunar lágu fyrir, gögn sveitarfélags

og skólanna höfðu verið metin og samanburður hafði verið gerður á öðrum

skólasamfélögum þá var hægt að huga að þriðju spurningunni úr Gæðagreinunum –

Hvað gerum við næst? Það var hlutverk Fræðslunefndar að fara yfir gögnin og móta

skólastefnuna. Grant (2002) dregur fram mismunandi hlutverk stefnu sem vert var

fyrir fræðslunefnd að hafa í huga og er hann þá með þá hagsmunaaðila sem koma til

Page 52: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

44

með að vinna eftir stefnunni í huga, þ.e. skólasamfélagið og starfsmenn þess. Grant

(2002) segir að stefna geti þjónað þrenns konar tilgangi:

Stefna sem stuðningur við ákvarðanir. Grant bendir á að ákvarðanir geta

ekki allar byggst á fullkomnum upplýsingum og rökréttri úrvinnslu úr þeim.

Stefnan getur þá stuðlað að því að ákvarðanirnar séu samræmdar innbyrðis.

Miðlun upplýsinga. Með því að miðla upplýsingum um stefnuna til

starfsmanna er verið að miðla upplýsingum um áherslur stjórnenda.

Hvetjandi markmið. Í stefnunni koma fram markmið, stundum sett fram sem

framtíðarsýn, sem hvetja menn til dáða.

Aðferðafræði framsetningar skólastefnunnar tekur mið af

stefnumótunarkaflanum þar sem að hlutverk er skilgreint (Niven, 2002),

einkunnarorð fundin sem byggja á gildum og leiðarljósi sem eiga við framsækið og

metnaðarfullt skólasamfélag (Fjármálaráðuneyti, 1999), framtíðarsýn (Ólafur H.

Jóhannsson, 2003) og stefna (Fjármálaráðuneyti, 2004) sett fram og útlistuð síðan í

markmiðum (Rúnar Sigþórsson o.fl., 2005). Fræðslunefndin þarf að hafa í huga að

stefna er lýsing á þeim árangri sem sveitarfélagið stefnir á og hvernig þeim árangri

skuli náð (Snjólfur Ólafsson, 2005).

Árangursstjórn byggð á samhæfðu árangursmati var síðan sett upp til að

framkvæma skólastefnuna. Sett var upp stefnu- (Niven, 2002) og skorkort

(Reykjavíkurborg, 2003) fyrir sveitarfélagið út frá framtíðarsýn og stefnu þess í

skólamálum. Stefnukort eiga að lýsa stefnu skipulagsheildar, þeim árangri sem

stefnt er að og hvernig honum skuli náð, með því að sýna meginatriði stefnunnar og

orsakasamband þeirra (Niven, 2002). Á skorkortinu voru sett fram markmið sem

komu fram í stefnukortinu eða eru tengd atriðum á stefnukortinu. Fyrir hvert

markmið er einn mælikvarði eða fleiri sem segja til um hvernig gengur að ná

markmiðinu. Segja má að mælikvarðarnir séu burðarásar skorkortsins en markmiðin

undirstaðan (Reykjavíkurborg, 2003). Til að fræðslunefnd skilji til fullnustu

hugmyndafræðina og væri fær um að vinna stefnu- og skorkortið þá var boðið upp á

námskeið/kynningu á árangurstjórnun og stefnumiðuðu árangursmati. Við gerð

stefnu- og skorkorts þá þurfti fræðslunefnd að setja sér viðmið um gæði og árangur.

Gæðin þurfa að vera almenn, mega ekki binda starf eða sjálfstæði skólanna of mikið

en samt sem áður skýr, framsækin og metnaðarfull. Stefnumótun og útlistun

stefnunnar með þessum hætti kallaði á aðkomu byggðaráðs/sveitarstjórnar því með

Page 53: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

45

setningu framtíðarsýnar og stefnu þá er jafnframt verið að kalla á áætlun valdhafa í

skólamálum til næstu 5–10 ára (Fjármálaráðuneyti, 1999). Nauðsynlegt var því að

hafa stefnu sveitarstjórnar og áhersluþætti í skólamálum sem fræðslunefnd getur

síðan unnið inn í skólastefnuna.

Ákveðið hringferli átti sér stað með stefnumótunina sjálfa, þ.e. drög að

skólastefnunni voru lögð fyrir rýnihópana og alla skólana. Þessir aðilar komu síðan

með athugasemdir sem tekin var afstaða til í endurskoðuninni. Þetta hringferli átti

sér stað tvisvar sinnum, þ.e. allir aðilar gátu komið með athugasemdir, séð viðbrögð

við athugasemdunum og komið með frekari athugasemdir í næstu umferð og

jafnframt rökstuðning fyrir þeim. Til að tryggja hlutdeild almennings þá átti að boða

til íbúaþings þar sem að drög að skólastefnunni væru kynnt og rædd. Þetta ferli átti

að stuðla að því að sú skólastefna sem yrði mótuð í sveitarfélaginu Skagafirði yrði

stefna flestra sem hagsmuna og áhuga hafa á skólamálum og tryggði um leið

framgang hennar og innleiðslu, sbr. ferli stefnumótunar í stefnumótunarkaflanum.

Skólastefnan á að vera lifandi og metnaðarfull stefna sem markar leiðina til

framfara, nemendum til hagsbóta (Magnús Ívar Guðfinnsson, 2003; Rúnar

Sigþórsson o.fl., 2005).

4.5 Þátttakendur í stefnumótunarferlinu

Þátttakendur komu með ýmsum hætti að stefnumótuninni. Í fyrsta lagi rýnihóparnir

(Sóley S. Bender, 2003) tveir sem komu að greiningarvinnunni og faglegu

ráðgjöfinni í vinnuferli skólastefnunnar og í öðru lagi þátttakendurnir í könnuninni.

Fræðslunefnd og starfsmenn skólaskrifstofu, fræðslustjórinn og sérkennslu- og

kennsluráðgjafinn skipuðu annan rýnihópinn. Hinn rýnihópurinn var hópur

skólastjóra í sveitarfélaginu.

Þátttakendur í könnununum voru annars vegar allir kennarar, leiðbeinendur,

stuðningsfulltrúar, þroskaþjálfarar, húsverðir og skólaliðar í skólum sveitarfélagsins

Skagafjarðar, þ.e. leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla og hins vegar öll

foreldraráð skólanna. Ástæðan fyrir því að upplýsingar voru sóttar til allra þessara

aðila er sú að skólarnir eru misstórir og starfa við misjafnar aðstæður, þ.e. fámennur

sveitaskóli annars vegar með 12 nemendur og tveimur starfsmönnum og stór

bæjarskóli hins vegar með 460 nemendur og 44 kennara, miðað við tölur vorið

2006. Markmiðið með því að leggja spurningalistann fyrir allt starfsfólkið var að ná

eins vel og hægt var til allra, forðast marktæknivillur og aðrar skekkjur sem gætu

Page 54: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

46

tengst mismunandi búsetu og starfsaðstæðum, fá fram marktækar skoðanir þeirra og

væntingar um framtíðar skólastefnu Skagafjarðar. Þetta sést betur í töflu 1.

Tafla 1: Skólar í Skagafirði, vorið 2006

Skólar: Fj.nem.:

Hlutf.af

heild:

Fj.kenn. /

leiðb.:

Hlutf.af

heild:

Fámennir skólar * 85 6,9% 19 14,4%

Árskóli 460 37,3% 44 33,3%

Varmahlíðarskóli 123 10,0% 14 10,6%

Leikskólar, innan

Sauðárkróks 145 11,8% 24 18,2%

Leikskólar, utan

Sauðárkróks** 92 7,5% 16 12,1%

Tónlistarskóli 328 26,6% 15 11,4%

Samtals: 1233 100,0% 132 100,0%

*Fámennir skólar eru: Grunnskólinn Hofsósi (43 nem. og 13 kenn.),

Grunnskólinn að Hólum (29 nem. og 4 kenn.) og Sólgarðaskóli (12 nem. og 2

kenn.).

**Leikskólar utan Sauðárkróks eru á sömu stöðum og fámennu skólarnir auk

Varmahlíðar.

4.6 Siðfræðileg álitamál og staða mín sem

rannsakandi

Mótun skólastefnu er stórt verkefni og viðamikið þar sem beitt er ýmsum aðferðum

við mótun hennar, m.a. megindlegri spurningalistakönnun, eigindlegum aðferðum í

formi rýnihópa og starfendarannsókn rannsakanda. Sökum þessa koma upp ýmis

siðferðileg álitamál sem verkefnastjóri og um leið rannsakandi þarf að gera sér grein

fyrir.

Meginlega spurningalistakönnunin var kynnt ítarlega í hverri skólastofnun þar

sem hún var lögð fyrir og jafnframt kynnt til Persónuverndar. Ekki þurfti að sækja

um sérstakt leyfi fyrir könuninni.

Page 55: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

47

Hafa þarf í huga siðferðilegar grundvallarreglur þegar unnið er með fólki í

rýnihópum jafnt og með aðrar rannsóknaraðferðir. Þegar þátttakendur eru valdir í

hópinn þarf verður að sjá til þess að þeir viti hver sé tilgangur viðtalsins og hvers er

ætlast til að þeim í hópnum (Gibbs, 1997).

Í starfendarannsókn er rannsakandinn hluti af rannsókninni og því

endurspeglast viðhorf hans, þekking og reynsla í gögnunum. Þetta getur bæði

skapað takmarkanir og möguleika rannskóknarinnar, þar sem reynsla og gildi

rannsakandans hafa áhrif á ferlið (McNiff og Whitehead, 2006). Visslulega hefur

nærvera mín áhrif á ferlið og það að ég skuli vera virkur þátttakandi í mótun

skólastefnunnar. Líklega hefur það hamlandi áhrif fyrir einhverja þátttakendur að

einhverju leyti en þó tel ég að það hafi einnig verið flestum þátttakendum hvatning

að finna að við getum öll haft áhrif á mótun stefnunnar og að allir eigi hlutdeild í

henni.

Annað siðferðilegt álitamál er staða mín í rannsókninni og verkefninu í heild

sinni sem rannsakandi, ráðgjafi og þátttakandi. Ég var virkur þátttakandi allan

tímann en ekki hlutlaus áhorfandi. Mótun skólastefnu sveitarfélagsins Skagafjarðar

var lokaverkefni í meistaranámi mínu og hún tengdist starfi mínu mikið sem

skólastjóri eins grunnskóla í Skagafirði. Tengsl mín voru því mikil við

skólasamfélagið í Skagafirði en Helga Jónsdóttir (2003) segir ef rannsakandi gerir

sér grein fyrir eigin reynslu, bakgrunni og þeim hagsmunum sem hann hafi af

rannsókninni auki það á réttmæti rannsóknarinnar.

Ég lít á verkefnið sem hluta af mínu námi og hluta af mínu starfi og reyndi að

vinna það samkvæmt bestu samvisku. Ég hef lesið mér til um hvað fræðimenn hafa

að segja um umfjöllunarefni mín og borið saman við það sem ég hef gert og lýsi í

mínu verkefni. Þeir hagsmunir sem ég hef að þessu verkefni munu ekki einungis

koma mér til góða heldur vona ég að sveitarfélagið Skagafjörður hafi einnig hag af

því með mótun heildstæðrar skólastefnu.

4.7 Framkvæmdaáætlun stefnumótunar

Framkvæmdaáætlunin var lögð fyrir fræðslunefnd í upphafi vinnunar og samþykkt í

febrúar 2006. Áætlunin er jafnframt sýnd ítarlega útfærð og myndrænt í Gantt riti

(Chase, 2001) í viðauka

Page 56: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

48

5 Niðurstöður

Verkefni þetta lýtur að því að vinna að stefnumótun sveitarfélagsins Skagafjarðar í

skóla- og fræðslumálum á grundvelli aðferðafræði um virkt stefnumótunarferli og

meta hvernig hún nýtist við gerð skólastefnunnar.

Virkt stefnumótunarferli er kerfisbundin leið greininga með víðtækri

þátttöku hagsmunaaðila til að gefa okkur til kynna hvar við stöndum í dag og sem

eykur líkur á mótun skilvirkrar stefnu sem veitt getur greinagóða lýsingu á hlutverki

stofnunar eða tiltekins málaflokks hjá sveitarfélagi og hvert skipulagsheildin vill

stefna með þennan málaflokk. Mikilvægt er að greina ytra og innra umhverfið í

samhengi og móta síðan stefnu út frá þeim aðstæðum sem þar er að finna. Í

umhverfinu liggja mörg tækifæri, það þarf að velja þá leið sem er í bestu samhengi

við tilgang málaflokksins.

Á mynd 2 á bls 8 er stefnumótunarferlið sett upp í nokkur þrep og lagt til

grundvallar við mótun skólastefnu Skagafjarðar. Stefnumótunarferlinu þarf að vera

þannig fyrir komið í starfseminni að það sé í réttri orsaka og tímaröð yfir þær

aðgerðir sem unnið er að á hverju ári. (Magnús Ívar Guðfinnsson, 2003)

Rannsóknarspurningin er því: Á hvern hátt geta hugmyndir um virkt

stefnumótunarferli og árangursstjórnun gagnast við mótun skólastefnu eins

sveitarfélags?

5.1 Greining á stöðu

Í þessum kafla verður greint frá niðurstöðum þeirrar greiningar sem átti sér stað á

stöðu og um leið fyrstu Gæðagreinar spurningunni, „Hvar stöndum við?

5.1.1 SVÓT-greining

Svót-greining tveggja rýnihópa á skagfirsku skólasamfélagi, annars vegar pólitískt

skipaðri fræðslunefnd og hins vegar skólastjórnendum leik-, grunn- og

tónlistarskóla létu verkefnisstjóra í té haldgóð gögn.

Meginniðurstaða svót-greiningar var eftirfarandi.

Rýnihópar töldu meginstykleika skagfirsks skólastarfs felast almennri ánægju

með skólastarf í Skagafirði, hlutfall fagmenntaðra kennara í grunn- og tónlistarskóla

Page 57: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

49

væri hátt, þar væri lítil starfsmannavelta og góður starfsandi. Gott samstarf er á milli

allra skólastiga og -gerða á hverju starfssvæði. Ein félagsmiðstöð er fyrir alla

skólana og þá eru góð tengsl allra skólanna við nærsamfélagið. Fastir mánaðarlegir

fundir setja samstarf leikskólastjórnenda í ákjósanlegt form og samstarf skólanna

um endurmenntun og ákveðin verkefni. Að lokum töldu rýnihópar almenna vellíðan

ríkja meðal nemenda í skólum.

Að mati rýnihópa þá töldu þeir helstu veikleika skólastarfsins liggja í bágu

viðhaldi og ófullnægjandi húsakosti flestra skólanna, jafnframt fannst þeim skipulag

skólalóðanna lélegt og þær vanbúnar leiktækjum, þá vantar fullnægjandi aðstöðu

fyrir íþróttakennslu austan Vatna og starfsmannaaðstaða í leikskólum væri almennt

léleg en það væri helst Varmahlíðarskóli sem væri sáttur við sína aðstöðu. Samstarf

skólastjóra grunnskólanna er lítið og fundir óreglulegir og fáir, ekkert samstarf er á

milli leik- og tónlistarskóla og flestu óformlegu samstarfi skólagerðanna er stýrt af

grunnskólanum. Rýnihópar töldu tengingu og þekkingu sveitarstjórnarmanna litla á

fræðslumálum og léleg fjárhagsstaða sveitarfélagsins kæmi niður á starfi þeirra.

Leikskóla- og sérkennslufulltrúa vantar fyrir leikskólana á skólaskrifstofu og lítill

tími er fyrir faglegt starf hjá þeim, s.s. til að vinna að skólanámskrá. Að lokum töldu

rýnihópar stærð sveitarfélagsins og langar vegalengdir veikleika, gerðu skóladaginn

og tímann í skólabíl langan. Framfarir á efri stigum grunnskólans væru ekki sömu

og á neðri stigum hans, vöntun væri á karlmönnum í kennslu í leik- og grunnskóla

og lítið væri um sameiginleg innkaup hjá skólunum.

Rýnihópar töldu hins vegar að ýmis tækifæri væru ónýtt og væri gerð

skólastefnu tvímælalaust eitt af þeim, einnig nefndu þeir að margir væru í

réttindanámi í leikskólafræðum, efla mætti samstarf við Háskólann að Hólum, HA

og KHÍ og virkja mætti Farskólann betur í skipulagningu og framkvæmd á

endurmenntun kennara. Auka mætti fagnámskeið meðal kennara og samstarf og

samhæfingu skólanna og skólastiganna, þar sem gagn er að. Úttektir á

skólaumhverfi og leiktækjum ættu að nýtast skólunum í að þrýsta á sveitarfélagið í

að hafa umhverfi og tæki sem stæðust nútímakröfur um skólahald. Tækifæri fælust í

því að færa tónlistarskólann inn í Árskóla og bjóða upp á tónlistar- og danskennslu í

leikskólum. Að lokum var talið að frístundaskóli gerði skóladaginn samfelldari fyrir

nemendur.

Það sem rýnihópum fannst helst að ógnaði skólastarfi í Skagafirði væri almenn

fólksfækkun og ófullnægjandi viðhald skólamannvirkja og vöntun á nauðsynlegum

Page 58: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

50

nýframkvæmdum. Einnig var talið að stytting framhaldsskólans gæti ógnað starfinu

í grunnskólum og sömuleiðis hátt hlutfall vistunarbarna í sumum skólum. Mikil

starfsmannavelta í leikskólum, mismunandi starfsmannafélög ófagmenntaðra og

fagmenntaðra og lítil þekking yfirmanna og tenging fræðslunefndarmanna var talin

ógnun við leikskólastarfið. Fulltrúar tónlistarskólans töldu margar ferðir á milli

starfsstöðva og hugsanlegur niðurskurður ógna starfinu þar.

5.1.2 Fyrirliggjandi gögn

Þau fyrirliggjandi gögn sem lögð voru til grundvallar í stöðumati voru aðallega

niðurstöður viðhorfskönnunar sem IMG gerði í desember 2005 fyrir sveitarfélagið.

Tilgangur þeirrar könnunar var að kanna viðhorf íbúa í sveitarfélaginu Skagafirði til

þjónustu og aðstæðna í sveitarfélaginu, þátttakendur í þeirri könnun var 1200 manna

úrtak íbúa sveitarfélagsins 16-75 ára, og tók m.a. til skólamála (IMG, 2006), og

fjárhagsáætlana fræðslumála.

Í viðhorfskönnunni kom fram að almenn ánægja er með starf leikskólanna,

innihald starfseminnar, námsskrá og námsefni, líðan barna og fæði með tilliti til

hollustu í leikskólanum. Svarendum fannst þó tækifæri þeirra til að hafa áhrif á starf

skólanna ekki nema í meðallagi góð og þeim fannst umferðaröryggi við leikskólana

ábótavant svo og bílastæðum, leikaðstæðum barna og ástandi bygginganna. Hofsós

kom sínu verst út að þessu leyti og fékk töluvert lakari umsögn en hinir

leikskólarnir. Svarendum fannst lítill sveigjanleiki á vistunartíma og voru einnig í

meðallagi ánægðir með sumarlokanir og verð á þjónustunni.

Í könnuninni kemur fram að svarendur eru almennt ánægðir með grunnskólana,

námskrá og námsefni þeirra, samvinnu við umsjónarkennara, líðan nemenda, aga og

skipulag í bekkjum, upplýsingaflæði varðandi námsframvindu barnsins og almennar

upplýsingar frá skólanum til heimilisins. Þeir voru hins vegar síður ánægðir með

aðlögun kennslunnar að þörfum barna, tómstundastarf innan skólanna, möguleika

foreldra á að hafa áhrif á skólastarfið, viðbrögð við einelti eða áreitni, fjölbreytni

námsgagna, heimasíðu skólanna, þá hreyfingu sem barnið fær í skólanum og þau

sérúrræði sem skólinn býður upp á.

Það sem lakast kom út í könnuninni var samræming á starfsdögum milli leik-

og grunnskóla, mötuneytismál Árskóla á Sauðárkróki, gönguleiðir að skólunum,

leiksvæði við skólana, umferðaröryggi í kringum skólana og ástand skólabygginga.

Page 59: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

51

Varmahlíðarskóli skar sig þarna úr en svarendur þar voru mun ánægðari með

aðstæður skólans en á öðrum svæðum.

Almennt voru svarendur ánægðir með líðan nemenda í tónlistarskólanum og

framkomu kennara gagnvart nemendum en síður ánægðir með námsskrá og

námsefni, möguleika á að hafa áhrif á skólastarfið, upplýsingaflæði til heimilis og

heimasíðu.

Taka þarf tillit til þess að svarendur í könnuninni eru ekki alltaf þeir sem nýta

sér viðkomandi þjónustu, eiga ekki endilega börn í þessum skólum og getur það haft

áhrif á niðurstöðu hennar (IMG, 2006).

Fjárhagsáætlanir gefa upplýsingar um framlag sveitarfélagsins til fræðslumála.

Þar kemur fram að mikið aðhald er gagnvart öllum nýframkvæmdum og viðhaldi

skólabygginga. Skólarnir eru misjafnir að stærð og legu og er því kennslukostnaður

á hvern nemenda mjög misjafn – fjöldi nemenda skólanna er frá ca. 12 til rúmlega

400. Skólaakstur er stór þáttur í útgjöldum skólanna. Akrahreppur greiðir með

nemendum sínum til Varmahlíðarskóla en þeir eru u.þ.b. 40 af 130 nemendum. Í

Grunnskólanum austan Vatna er samkennsla árganga og síðan er Grunnskólinn á

Hofsósi safnskóli fyrir Fljót og Hóla, en nemendur í 8. til 10. bekk sækja skóla á

Hofsós. Skólarnir voru sameinaðir í eina stofnun haustið 2007. Síðari ár hafa

fjárframlög í ýmsum rekstrarliðum ekki fylgt verðlagi og nútíma kröfum um

skólastarf. Erfið fjárhagsstaða sveitarfélagins endurspeglast í fjárframlagi til

skólanna hvað varðar ofangreinda þætti.

Tafla 2: Kostnaðarsamanburður á milli skóla

Page 60: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

52

Önnur gögn sem lögð voru til grundvallar stöðumati voru frá grunnskólunum,

þ.e. sjálfsmatsskýrslur þeirra. Skýrslurnar gefa góða mynd af starfinu í skólunum,

hvað er gott og hvað þarf að laga.

Sjálfsmatsskýrslur skólanna, þ.e. Varmahlíðarskóla og Árskóla (þar hefur matið

farið fram undanfarin ár en er tiltölulega nýbyrjað í Grunnskólanum austan Vatna)

endurspegla að miklu leyti það sem kemur fram í svótgreiningunni enda tóku báðir

skólastjórarnir þátt í þeirri vinnu. Sjálfsmatið hefur verið þróað og aðlagað að

skólasamfélaginu í Skagafirði og teknir hafa verið inn þættir eins og viðburðir og

ferðalög, sem er nýtt af nálinni. Gögnin studdu því það sem fram kom hjá

rýnihópunum að öðru leyti.

Í síðasta lagi átti sér stað greining á skólastefnum annarra sveitarfélaga út frá

samanburðarfræðum. Samanburðargreing er mikilvægt tæki í greiningarferli til að

greina hvar er möguleiki að bæta eigin starfsemi út frá sambærilegum einingum eða

stefnum annars staðar. Niðurstaðan var sú að valdar voru fjórar stefnur til

viðmiðunar út frá mismunandi forsendum. Skólastefnur Akureyrar og Garðabæjar

vegna þess hversu aðgengilegar, skýrar í framsetningu og gegnsæjar þær voru í

framkvæmd, skólastefna Reykjanesbæjar var valin vegna þess að Reykjanesbær

hefur verð framarlega í ýmiskonar þróunarvinnu og að lokum var skólastefna

Ísafjarðar valin vegna svipaðrar samsetningar á sveitarfélagi og skólasamfélagi.

5.1.3 Spurningalistakönnun

Spurningalistakönnun var lögð fyrir alla starfsmenn grunn-, leik- og tónlistarskóla í

lok nóvember 2006. Í janúar 2007 var úrvinnslu könnunarinnar lokið og niðurstöður

lagðar fyrir fræðslunefnd. Notast var við SPSS forritið við úrvinnslu gagna, vonir

voru gerðar um 90% þátttöku þeirra 203 þátttakenda en reyndin varð 71% þátttaka

(144/203) sem verður að teljast gott miðað við það að um þýðiskönnun er að ræða.

Af 203 starfsmönnum eru 20% þeirra karlar en 80% konur. Af þeim sem svöruðu

var skiptingin 21 karl eða 16% en 123 konur eða 84% (tafla 3).

Page 61: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

53

Tafla 3: Starf svarenda í spurningalistakönnun

Á töflu 3 sést fjöldi þeirra sem tók þátt í könnunni og hvernig þeir skiptast á

ólík störf innan skólanna. Þess má geta að þessi skipting var nokkuð jöfn

hlutfallslega af starfsmannafjölda hverrar stofnunar.

Í könnuninni var spurt um hversu sammála eða ósammála viðkomandi væri því

að stefna sveitarfélagsins í fræðslumálum væri skýr (tafla 4).

Tafla 4: Stefna sveitarfélagsins í fræðslumálum

39,9% þátttakenda eru ósammála því að stefna sveitarfélagsins í fræðslumálum

sé skýr en fjórðungur svarenda kveðst sammála. Þriðjungur svarenda kveðst

óákveðinn í afstöðu sinni til fullyrðingarinnar. Hlutfallsleg dreifing svara milli skóla

er nokkuð jöfn.

Þáttakendur voru beðnir um að taka afstöðu til þess hversu sammála eða

ósammála þeir væru því að sveitarstjórnarmenn hefðu þekkingu á fræðslumálum

(tafla 5).

Page 62: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

54

Tafla 5: Þekking sveitarstjórnarmanna á fræðslumálum

39,4% svarenda er ósammála og 31,7% eru óákveðnir, þegar spurt er um

þekkingu sveitarstjórnarmanna á fræðslumálum. Þrátt fyrir það segir liðlega

helmingur svarenda þá hafa mikinn metnað í að byggja upp gott skólasamfélag í

Skagafirði.

41,8% svarenda er sammála um að fræðslunefnd sýni málefnum skólanna

mikinn áhuga. 65,7% svarenda telur að skólinn sinn hafi aðgang að skilvirkri

stoðþjónustu en rúmlega 71,6% vilja að skólaskrifstofan verði meira leiðandi í

skólaþróun. Svarendur vilja einnig að skólaskrifstofan veiti skólanum meira faglegt

aðhald, 78,2% eru sammála um það.

Í könnuninni var spurt um þjónustu skólaskrifstofunnar og hversu sammála

eða ósammála svarendur væru um hvort hún nýtist skólanum vel (tafla 6).

Tafla 6: Þjónusta skólaskrifstofu

Page 63: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

55

44,4% svarenda telur að þjónusta skólaskrifstofunnar nýtist vel, reyndar er hátt

hlutfall svarenda óákveðinn, eða 35,9%, (tafla 6).

Þátttakendur voru beðnir um að taka afstöðu til hversu sammála eða ósammála

þeir væru því að leikskólafulltrúi starfaði hjá sveitarfélaginu. Spurt var um þetta

sérstaklega af því að á skólaskrifstofunni starfar sérkennslu- og kennsluráðgjafi fyrir

grunnskólana en sú þjónusta hefur ekki verið í boði fyrir leikskólana (tafla 7).

Tafla 7: Leikskólafulltrúi til staðar hjá sveitarfélaginu

71,4% svarenda telja að þörf sé á sérstökum leikskólafulltrúa á skólaskrifstofu

og tæplega 90% leiksskólastarfsmanna eru sammála um það (tafla 7).

Starfsfólk vill sjá meiri hagræðingu í sameiginlegum innkaupum og þau fari í

gegnum innkaupastjóra þar sem því er viðkomið. Spurt var hversu sammála menn

væru eða ósammála því að sérstakur innkaupastjóri sjái um innkaup skólanna þar

sem því væri viðkomið (tafla 8).

Page 64: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

56

Tafla 8: Sameiginleg innkaup skólanna

Tæplega 50% svarenda eru sammála því að innkaup skólanna fari í gegnum

innkaupastjóra á meðan fjórungur er því ósammála (tafla 8).

Þátttakendur voru spurðir að því hversu sammála þeir væru eða ósammála að

skólinn þeirra væri eftirsóttur vinnustaður sem hefði gæði starfsins að leiðarljósi

(tafla 9).

Tafla 9: Skólinn eftirsóttur vinnustaður sem hefur gæði starfsins að leiðarljósi

Fjórir fimmtu hlutar starfsfólks telur að skólinn sinn sé eftirsóttur vinnustaður

sem hafi gæði starfsins að leiðarljósi, dreifing milli skólastiga – og skólagerða er

nokkuð jöfn. Um 84% svarenda telur að þeir fái tækifæri til að auka við þekkingu

sína og starfsþroska (tafla 9).

Page 65: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

57

Jafnframt kom fram í könnuninni að starfsfólk skólanna er mjög sammála um

að skólarnir séu lifandi miðstöð í sínu samfélagi, litlu færri eða tæplega 84% er

sammála um að skólarnir séu í góðum tengslum við samfélagið, en aðeins 65%

svarenda er sammála um að skólarnir séu í góðum tengslum við atvinnulíf

svæðisins.

Einnig kom fram að starfsfólk er mjög stolt af skólanum sínum og finnst

almennt að stjórnendur skólanna hafi skýra framtíðarsýn um nám og uppeldi, um

66% svarenda eru sammála um það, stefnu sem sömuleiðis einkennist af metnaði,

rúm 82% svarenda eru sammála um það.

Í könnunni var spurt hversu sammála eða ósammála menn væru um hvort

þróunarstarfi væri sinnt af metnaði í skólanum sínum (tafla 10).

Tafla 10: Þróunarstarf í skólum

Almennt telur starfsfólk að metnaður kennara sé mikill, en rúm 80% eru

sammála um það, og að þróunarstarfi sé sinnt af metnaði 60% sammála þar, sjá

töflu 10. Þegar niðurstöður voru skoðaðar milli stofnana kom í ljós að

Tónlistarskólinn sker sig aðeins úr en þeir hallast meira í það að vera óákveðnir eða

ósammála, 75%.

Í könuninni kom einnig fram að 68% starfsmanna telur að þeir hafi góða

möguleika á ráðgjöf og stuðningi innan síns skóla þegar þeir þurfa á því að halda.

Þátttakendur voru spurðir hversu sammála eða ósammála þeir um hvort

nemendur hefðu aðgang að námstækifærum við hæfi hvers og eins (tafla 11).

Page 66: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

58

Tafla 11: Aðgangur nemenda að námstækifærum við hæfi hvers og eins

Í töflu 11 kemur fram að tveir þriðju hlutar svarenda telur að nemendur í sínum

skóla hafi aðgang að námstækifærum við hæfi hvers og eins, dreifing nokkuð jöfn

milli skóla og skólagerða. Einnig kom fram að rúmlega 63% svarenda telur að

nemendur hafi aðgang að góðum og fjölbreyttum valgreinum í sínum skóla.

Í könnuninni kom einnig fram að rúmlega 84% svarenda telja að nemendur sýni

jafnar framfarir í námi á skólagöngu sinni, um 92% svarenda telur að þeim líði vel

og skólinn hvetji þá til að ná árangri, tæplega 76% svarenda sammála um það.

Í könnuninn var spurt út í starf foreldrafélaga og m.a. hversu sammála eða

ósammála menn væru því að starf foreldrafélaga í sínum skóla væri gott (tafla 12).

Tafla 12: Starf foreldrafélaga í skólum

Page 67: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

59

Í könnuninni kom fram að tæplega 78% þátttakenda voru sammála um að

samstarf heimilis og skóla sé virkt og um 68% svarenda telur að skólinn vinni

skipulega að því að auka þátttöku foreldra í skólastarfinu. Þó svo að um 61% telji að

starf foreldrafélaga í sínum skóla sé gott í dag þá er ekki starfandi foreldrafélag við

minnsta grunnskólann í Fljótum og tónlistarskólann (tafla 12).

Í könnuninni voru starfsmenn skólanna spurðir hversu sammála eða ósammála

þeir væru um hvort fagmenntun kennara í sínum skóla væri mikil (tafla 13).

Tafla 13: Fagmenntun kennara

80% starfsfólks telur að fagmenntun kennara sé mikil (tafla 13). Þegar

niðurstöður voru skoðaðar milli stofnanna kom í ljós að leikskólinn sker sig aðeins

úr þar en rúmlega þriðjungur svarenda telur að fagmenntun sé ekki mikil þar.

Þátttakendur voru spurðir annars vegar hversu sammála eða ósammála þeir

væru því að markvisst væri vakin athygli á góðum árangri kennara í sínum skóla

annars vegar innan veggja hans og hins vegar utan veggja hans (tafla 14 og 15).

Page 68: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

60

Tafla 14: Athygli vakin á góðum árangri kennara innan veggja skólans

Í könnuninni kom fram að rúmlega 78% starfsfólks telur að kennsluaðferðir séu

fjölbreyttar og 53% þátttakenda telur að námsmat sé fjölbreytt. Ekki er afgerandi

afstaða hjá svarendum þegar spurt var um hvort vakin sé athygli á góðum árangri

kennara innan sem utan veggja hans, skiptist það nokkuð jafnt á milli

svarmöguleika (tafla 14 og 15).

Tafla 15: Athygli vakin á góðum árangri kennara utan veggja skólans

Page 69: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

61

Í könnunni voru þátttakendur spurðir hversu sammála eða ósammála þeir því að

skólinn sinn hefði faglegt sjálfstæði (tafla 16).

Tafla 16: Faglegt sjálfstæði skólans

Þegar spurt eru um faglegt sjálfstæði skóla kemur fram að um 70% svarenda

telur að skólinn sinn hafi faglegt sjálfstæði og enginn ósammála (tafla 16). Þegar

niðurstöður milli stofnana voru skoðaðar kom í ljós að 50% svarenda hjá

tónlistarskólanum eru óákveðnir.

Þátttakendur voru spurðir hversu sammála eða ósammála þeir væru því hvort

skólahúsnæðið þeirra uppfyllti nútímakröfur og þarfir nemenda (tafla 17).

Tafla 17: Skólahúsnæði og þarfir nemenda

Í könnuninni kom fram að starfsfólk er ekki ánægt með skólahúsnæðið, um

tveir þriðjuhlutar svarenda telur að húsnæðið uppfylli ekki nútímakröfur og þarfir

Page 70: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

62

nemenda (tafla 17). Einungis starfsfólk Varmahlíðarskóla telur að skólahúsnæðið

sitt uppfylli þær.

Svarendur telja einnig almennt að skólinn nýti úthlutað fjármagn vel og 86,4%

svarenda telja að endurmenntunarstefna skólans sé metnaðarfull.

Þátttakendur voru einnig spurðir hversu sammála eða ósammála þeir væru því

hvort skólahúsnæðið sitt uppfyllti nútímakröfur um skólastarf (tafla 18).

Tafla 18: Skólahúsnæði og nútímakröfur um skólastarf

Svipað er upp á teningnum þegar spurt eru um hvort að skólahúsnæðið uppfylli

nútímakröfur um skólastarf (tafla 18). Einungis fjórðungur svarenda er sammála því

að svo sé en tæplega 60% ósammála. Við skoðun milli stofnana kom í ljós að

starfsfólk Varmahlíðarskóla er nokkuð sátt við sitt húsnæði en starfsfólk Árskóla og

leikskóla innan Sauðárkróks telur það ekki uppfylla nútímakröfur um skólastarf.

Starfsfólk leikskólanna telur að starfsmannaaðstaða sé í sumum tilfellum engin eða

mjög léleg, 67% svarenda er ekki sátt við starfsaðstöðu sína. Viðhaldi skólanna er

almennt ábótavant að mati svarenda, skortur á ýmiskonar rými til kennslu,

undirbúnings kennara og mötuneytis svo eitthvað sé nefnt.

Page 71: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

63

Í könnuninni er spurt hversu sammála eða ósammála menn eru því hvort að

skólinn sem viðkomandi starfar í er vel búinn námsgögnum og –tækjum.

Tafla 19: Námsgögn og –tæki skólans

Starfsfólk skólanna er almennt ánægt með hvernig skólinn er búinn

námsgögnum og –tækjum (tafla 19). Á milli stofnana kom í ljós að 43% svarenda

hjá leikskólum er ósammála því að skólinn sé vel búinn námsgögnum og –tækjum.

Spurt var um í könnuninni hversu sammála eða ósammála menn væru því að

skipulag skólalóðar síns skóla væri við hæfi nemenda (tafla 20).

Tafla 20: Skipulag skólalóðarinnar við hæfi nemenda

Page 72: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

64

Flest starfsfólk grunn- og leikskólanna á Sauðárkróki, eða 65% svarenda telur

að skipulag skólalóðarinnar sé ekki við hæfi nemenda (tafla 20). Svör frá

tónlistarskólanum áttu ekki við að þessu sinni.

Í könnuninni var spurt hversu sammála eða ósammála menn væru því að

leiktæki á skólalóð sinni uppfylltu nútímakröfur (tafla 21).

Tafla 21: Leiktæki á skólalóð

Svipað er upp á teningnum þegar þátttakendur eru spurðir hvort leiktæki á

skólalóð skólans þeirra uppfylli nútímakröfur (tafla 21). Starfsfólks Árskóla og

leikskóla innan Sauðárkróks eru almennt ósáttari en aðrir við stöðu mála hjá sér í

þessum efnum. Ekki er boðið upp á leiktæki á lóð tónlistarskólans.

Þátttakendur voru spurðir hversu sammála eða ósammála þeir væru því að

samstarf skólans væri virkt við Farskólann, miðstöð símenntunar á Norðurlandi

vestra (tafla 22).

Page 73: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

65

Tafla 22: Virkt samstarf við Farskólann

Svarendur eru ýmist óákveðnir eða sammála því að samstarf sé virkt við

Farskólann (tafla 22).

Starfsfólk er hins vegar almennt ánægt með samstarf skólastiganna,

skólagerðanna, félagsmiðstöðvar og íþróttafélaga þó að því sé að miklu leyti stýrt af

grunnskólanum. Sömuleiðis er starfsfólk ánægt með samstarf á milli leikskólanna

og á milli grunnskólanna. Það telur einnig að frístundaskóli sé til góða fyrir

nemendur. Í samstarfi skólanna eru 56,7% svarenda sammála því að skólarnir

samræmi endurmenntunaráætlanir sínar og 79% svarenda sammála því að þeir

samnýti fyrirlesara/kennara í endurmenntun þegar því er viðkomið. 65,5% svarenda

er sammála um að skólarnir eigi að samræma skóladagatöl sín.

Þeir sem eru sammála um virkt samstarf vilja að Farskólinn komi að

endurmenntun / fræðslustarfi / námskeiðahaldi hjá skólunum. Margir hafa ekki velt

þessu fyrir sér og eru því óákveðnir í afstöðu sinni.

Í könnuninni var einnig spurt hversu sammála eða ósammála menn væru um

hvort að auka ætti samstarf skólanna við KHÍ og HA (tafla 23).

Page 74: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

66

Tafla 23: Samstarf við KHÍ og HA?

Svarendur eru enn óákveðnari í afstöðu sinni gagnvart samstarfi við KHÍ eða HA

en rúmlega 43% svarenda er óákveðinn með afstöðu til samstarfs (tafla 23).

Að lokum voru þátttakendur spurðir hversu sammála eða ósammála þeir væru því

að skólastarf í þeirra skóla væri sambærilegt við það besta í landin (tafla 24).

Tafla 24: Skólastarf sambærilegt við það besta á landinu

Rúmlega helmingur svarenda telur að skólastarf í sínum skóla sé sambærilegt

við það besta á landinu (tafla 24). Þegar dreifing milli skóla var skoðuð kom í ljós

að hún var nokkuð jöfn.

Ástæður fyrir góðu skólastarfi nefnir starfsfólk m.a. að viðhorfakannanir

foreldra undanfarin ár sýni fram á að hér fer fram mjög gott skólastarf og almenn

ánægja er með skólann í samanburði við aðra skóla á landinu. Fagleg sjónarmið

Page 75: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

67

ráða ferðinni í skólastarfinu, þróunarverkefni eru mörg og breiður hópur kennara

kemur að þeim, sjálfsmat skólanna virkt og sömuleiðis endurmenntun þeirra. Vel

menntaðir kennarar og litil starfsmannavelta. Þó svo að ýmislegt vanti upp á með

húsnæði og skólalóðina þá er innra starfið mjög gott.

Greining á niðurstöðum spurningalistans ásamt öðrum fyrirliggjandi gögnum

hefur fært okkur skrefinu nær í stefnumótunarferlinu og um leið svarað spurningu

tvö í Gæðagreinunum, þ.e. „Hvernig vitum við það?“

5.2 Stefnumótun

Þegar niðurstöður úr greiningarvinnu voru fengnar lá fyrir að túlka þær og setja

niður drög að stefnu sveitarfélagsins. Fulltrúar í fræðslunefnd og starfsmenn

skólaskrifstofu fengu afhenta vinnumöppu með fræðilegri ritgerð um

stefnumótunaráætlun fyrir skólastefnuna, niðurstöðu spurningalistakönnunarinnar,

lög um grunnskóla og samantekt á greiningarvinnu rýnihópa skólastjórnenda og

samanburði valinna skólastefna. Fyrirkomulag stefnumótunarvinnunar var ávallt

þannig að verkefnastjóri kom með hugmyndir að uppsetningu og innihaldi hvers

þáttar sem var til umræðu hverju sinni. Þær hugmyndir voru síðan ræddar í rýnihóp

fræðslunefndar, þeim breytt eftir því sem við átti, bæði hvað varðar orðalag og

efnistök, og/eða óskað eftir viðbótar upplýsingum sem verkefnastjóri kom með á

næsta fund. Með þeim hætti var hver þáttur í ferlinu þróaður áfram þangað til sátt

var um að senda hann til umsagnar hagsmunaðila. Á grundvelli þessa voru lögð

fram til umræðu hjá rýnihópnum fyrstu drög að hlutverki og framtíðarsýn

skólastefnunnar.

5.2.1 Mótun hlutverks og framtíðarsýnar

Í byrjun mars voru fyrstu drög að stefnunni send út til formlegrar umsagnar, um var

að ræða hlutverk og framtíðarsýn. Drögin voru send út í nafni fræðslunefndar og

fræðslustjóra og var óskað eftir formlegum athugasemdum til baka innan tveggja

vikna. Með því að senda þennan hluta út til umsagnaraðila var verið að tryggja

hlutdeild og þátttöku allra hagsmunaaðila skólasamfélagsins og um leið að fylgja

fræðum í virku stefnumótunarferli þar sem þátttaka skipulagsheildarinnar skiptir

máli í stöðumati og hvert hún vill stefna í framtíðinni. Eins og áður hefur komið

Page 76: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

68

fram þá er uppskriftin að árangursríkri stefnu skipulagsheildar ekki einhlít, heldur

ræðst hún m.a. af eiginleikum skipulagsheildar, innri starfsemi og því umhverfi og

vettvangi sem hún starfar á. Umsagnaraðilar voru allar skólastofnanir sem stefnan

tók til, nemenda- og foreldraráð skólanna, sveitarstjórnarmenn Skagafjarðar og

Akrahrepps. Jafnframt voru drögin kynnt á heimasíðu Skagafjarðar ásamt fræðilegu

efni sem lá til grundvallar og tenglar á allar skólastefnur annarra sveitarfélaga. Var

þetta gert til að almenningur hefði einnig tækifæri á því að kynna sér og fylgjast

með vinnunni frá upphafi og hafa nauðsynleg gögn til að setja sig inn í verkefnið.

Sömuleiðis var sett upp sértakt netfang skó[email protected] sem fólk gæti

nýtt sér til að senda inn athugasemdir. Gefnar voru tvær vikur til að koma með

athugasemdir. Ekki bárust margar að þessu sinni en tekið var tillit til þeirra á fundi

fræðslunefndar og jafnframt var þessi hluti stefnunnar samþykktur frá fræðslunefnd.

Hlutverkakaflinn er að miklu leyti bundinn lögum og reglugerðum um starf-

semi og skyldur sveitarfélaga í fræðslumálum og hann því að miklu leyti hefð-

bundinn og lítt frábrugðinn öðrum skólastefnum.

Í framtíðarsýn kemur meira fram sérstaða og áhersla sveitarfélagsins

Skagafjarðar í fræðslumálum. Þar kemur helst fram að fræðslunefnd vill að skólar

séu framsæknir og metnaðargjarnir og eigi gott samstarf við heimili og grenndar-

samfélag sitt. Mikið er lagt upp úr vellíðan nemenda og að skólagangan sé heild-

stæð og samstarf skólastiga og -gerða sé góð og með hagsmuni nemenda að

leiðarljósi. Þessar áherslur komu fram í greiningarvinnu, bæði í svót-greiningu

rýnihópa og síðan í niðurstöðum spurningalistans. Hlutverk og framtíðarsýn

skólastefnu sveitarfélagsins Skagafjarðar er að finna í viðauka.

5.2.2 Mótun stefnuliða

Næsta þrep í verkefninu var að huga að stefnuliðum skólastefnunnar í framhaldi af

afgreiðslu á hlutverki og framtíðarsýn. Verkefnisstjóri lagði fram tillögur um

framsetningu stefnuliða, innihald þeirra og í hvaða þætti/þemu þeir skyldu skiptast.

Í fyrstu drögum verkefnisstjóra að stefnuþáttum var lagt upp með fimm meginþætti,

þ.e. nám og kennsla, samstarf við heimilin, starfsfólk / nemendur, húsnæði og

sveitarfélag / skólaskrifstofa. Á fyrstu fundum rýnishóps breyttust starfsfólk /

nemendur i bjargir og húsnæði í starfsumhverfi. Að lokum var ákveðið að hafa

megin stefnuþættina þrjá; Nám og kennsla, starfsumhverfi og samskipti. Töluverð

Page 77: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

69

vinna var í þessum þætti stefnumótunarinnar, bæði við það að finna hentugt orðalag,

halda textanum stuttum en jafnframt skýrum og kjarnyrtum og finna stefnu- og

markmiðsliði sem áttu við og hentuðu skagfirsku skólasamfélagi. Verkefnisstjóri

vann drög að stefnu og markmiðsliðum og leiðum að markmiðunum úr þeirri

fjölbreyttu greiningarvinnu sem átt hafði sér stað áður. Með þeim hætti var hægt að

ná fram markmiðum um heildstæða og jafnframt sérstæða skólastefnu fyrir

Sveitarfélagið Skagafjörð sem tók til allra þátta fræðslustarfsins og uppfyllti lög og

reglugerðir þar að lútandi. Á þessu stigi vinnunnar var verkefnisstjóri stöðugt að

endurskoða, meta og safna gögnum, greina þau og flokka og á móti kom

fræðslunefnd með tillögur að breytingum sem miðuðu að því að breyta og/eða bæta

texta og jafnvel að reyna að nýju með texta sem passaði betur. Gagnaöflun og/eða

frekari dýpkun á þeim texta sem fyrir var byggðist á áðurnefndum gögnum sem

verkefnastjóri hafði aflað og tekið saman í vinnumöppu. Fræðslunefnd vildi leggja

stefnuna fram í þremur liðum, þ.e. nám og kennsla, starfsumhverfi og samskipti,

eins og áður segir. Með því vildi fræðslunefnd hafa megin þættina fáa en skýra, til

grundvallar þessari ákvörðunar lá sá samanburður sem gerður hafði verið á

skólastefnum annarra sveitarfélaga auk áðurnefndra gagna. Í stefnunni er sett fram

markmið og hvaða leiðir á að fara til að ná fram áður settri framtíðarsýn. Áherslur

úr greiningarvinnu rýnihópa og niðurstöður úr spurningalista skiluðu sér í

skólastefnuna í flestum tilfellum. Yfirleitt voru menn sammála um það sem kom út

úr svót-greiningunni og styrktu niðurstöður spurningalistans þá greiningu. Í

mörgum tilfellum urðu styrkleikarnir þar að stefnuliðum í skólastefnunni, má þar

nefna; að hafa vellíðan nemenda og hamingju að leiðarljósi, að leggja áherslu á að

þar starfi áhugasamt, vel menntað starfsfólk, að unnið sé markvisst með foreldrum

og þeim veitt tækifæri til þátttöku í skólastarfinu og að skólarnir starfi saman á

forsendum allra skólagerða og -stiga.

Síðan má nefna stefnuliði sem komu frá rýnihópi fræðslunefndar og tengdist

beint sérstöðu og áherslum innan Skagafjarðar, má þar nefna; að lögð verði rækt við

sérstöðu skólaumhverfis hvers skóla, náttúrufar, sögu og menningu heimabyggðar

og að skólarnir séu eins vel búnir og öruggir og best verður á kosið, svo skólastarfið

og staðarblærinn geti blómstrað og nemendum og starfsfólki líði vel.

Athugasemdir rýnihópa úr öðrum þáttum svótgreiningarinnar komu síðan

margar hverjar fram í skólastefnunni sem markmið og/eða leið að markmiði með

einum eða öðrum hætti.

Page 78: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

70

Verkefnisstjóri vann upp úr þessum gögnum og lagði fram ítarlegar tillögur að

stefnuliðum, markmiðum og leiðum að þeim. Í meðförum fræðslunefndar var

sumum liðum hent út þar sem þeir áttu ekki við, aðrir settir saman þar sem þeir voru

líkir að innihaldi, sumir liðir færðust á milli þátta, þ.e. að verkefnastjóri hafði lagt

liði fram sem stefnulið en síðar kom í ljós að hann átti betur við sem markmið eða

leið að markmiði og öfugt.

Orðalag stefnunnar var líka töluvert til umræðu, verkefnastjóri lagði til

tvennskonar orðalag, annars vegar „Skólar í Skagafirði eiga að: eða Sveitarfélagið

Skagafjörður leggur áherslu á:“ Hvorugt orðalagið var notað. Í stað þess var sett

undir hvern megin þátt „Skagfirskir skólar“ og síðan komu stefnuliðirnir

málfarslega réttir út frá þeirri byrjun. Sömuleiðis var ákveðið að byrja

markmiðisliðina með orðalaginu „Markmið skagfirskra skóla eru:“ og síðan komu

markmiðin hver á eftir öðru málfarslega rétt miðað við gefið upphaf.

Í mars 2008 voru fyrstu drög að fullmótaðri skólastefnu útfærðri í hlutverk,

framtíðarsýn, stefnu, markmið og leiðir send út til umsagnaraðila. Umsagnaraðilar

voru allir skólar sveitarfélagsins, sveitarstjórnarmenn Skagafjarðar og Akrahrepps,

kennararáð, foreldrafélög, fulltrúar nemenda og sviðstjóra sem áttu hagsmuna að

gæta, frístunda- og íþróttastjóra, tæknistjóra, fjármálastjóra, markaðs- og

kynningarstjóra og félagsmálastjóra. Að auki var stefna sett inn á heimasíðu

sveitarfélagsins og auglýst í fréttamiðlinum Sjónhornið sem er borið út í öll hús í

Skagafirði. Gefnar voru þrjár vikur til að koma með athugasemdir. Í framhaldi af

því var farið yfir athugasemdir og stefna send aftur út til yfirferðar í seinni hluta

apríl og gefinn frestur til 9. maí til að koma með athugasemdir. Á fundi

fræðslunefndar í maí var farið yfir athugasemdir sem bárust og í framhaldi af því

var stefnan send í prófarkalestur.

20. júní var stefnan í heild sinni samþykkt á fundi fræðslunefndar og viku síðar

á fundi sveitarstjórnar sveitarfélagsins Skagafjarðar. Stefnuna í heild sinni er að

finna í viðauka.

5.3 Stefnu- og skorkort

Í framhaldi af fundi sveitarstjórnar 20. júní, þar sem skólastefnan var samþykkt,

hófu fræðslustjóri og verkefnisstjóri vinnu við útfærslu stefnunnar í stefnu- og

skorkort. Þeir áttu nokkar fundi saman yfir sumarið og lögðu línurnar að kortunum.

Page 79: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

71

Fræðslustjóri fór síðan í árs námsleyfi í ágúst og var það því verkefni

verkefnisstjóra að klára útfærslu stefnu- og skorkortsins á haustmánuðum 2008.

Vinnan fór fram með þeim hætti að stefnan var útfærð fyrst í stefnukort með

fræði greinarinnar til stuðnings og önnur stefnukort sem fyrirtæki og stofnanir í

fræðslumálum höfðu gert áður. Með þeim hætti var kortið þróað áfram þangað til

fyrirliggjandi kort var tilbúið. Skorkortið var unnið með svipuðum hætti. Þar voru

markmið stefnunnar sett upp í víddirnar þrjár og mælikvarðar, viðmið og aðgerðir

unnar fyrir hvert markmið stefnunnar. Stefnu- og skorkortið er að finna í viðauka.

5.4 Ég sem rannsakandi

Frá því að tillaga mín um gerð skólastefnu Skagafjarðar á fræðslunefndarfundi var

samþykkt í janúar 2006 hefur stefnumótunarvinnan staðið yfir í rúm þrjú ár og um

leið vinna mín sem rannsakanda á eigin vinnu. Fyrir mér var rannsóknin öll einn

starfshringur í rannsóknarferli starfendarannsókna. Starfshring rannsóknarinnar má

skipta í þrjá afmarkaða tíma- og verkþætti sem eru frekari einföldun á honum. Þeir

eru í samræmi við grunnlíkan starfendarannsóknarferlisins sem áður hefur verið

kynnt:

Skipulagið – undirbúningur fræðilegs efnis, áætlunargerð og greiningar-

vinna.

Mótun stefnu – stefnumótunarferlið, samvinna við fræðslunefnd og aðra

hagsmunaðila skólanna.

Ígrundunin – túlkun rannsóknargagna og ritgerðarvinna.

5.4.1 Framkvæmdaáætlun og stöðugreining

Undirbúningur og framkvæmd stefnumótunarvinnunnar tók mið af

Gæðagreinaspurningunum þremur, eins og áður hefur komið fram og þvert á það

ferli hefur síðan rannsakandi lagt mat á stefnumótunarferlið til að geta svarað

rannsóknarspurningunni „Á hvern hátt geta hugmyndir um virkt stefnumótunarferli

og árangursstjórnun gagnast við mótun skólastefnu eins sveitarfélags?“ Í anda

starfendarannsókna hef ég sem rannsakandi lagt mat á eigið starf, ígrundað það,

þróað og síðan nýtt umbætur til að halda áfram starfinu, bæta það og koma með

nýjar leiðir og/eða breyttar leiðir til að ná betri árangri. Sem rannsakandi þarf ég að

Page 80: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

72

rannsaka áhrif starfsins á mig sjálfan og um leið að átta mig á því að ég er hluti af

stærri heild og að gerðir mína hafa áhrif á þá sem að eru þátttakendur í verkefninu.

Þekkingin sem fæst við að rýna í eigið starf er mikilvæg þar sem slík vitneskja

eykur líkur á að efla fagmennsku og gæði sem skila sér í betri afurð.

Til grundvallar vinnunni lagði ég fram á fræðslunefndarfund í apríl 2006

framkvæmda- og tímaáætlun um mótun skólastefnu í Gantt riti, sjá fylgiskjal í

viðauka, og að auki ítarlegri áætlun þar sem hver verkþáttur er skilgreindur. Til að

halda utan um ferlið hélt ég dagbók þar sem ég skráði hvað var gert hverju sinni og

hvernig verkefnið þróaðist áfram miðað við fræði og framkvæmdaáætlun. McNiff

o.fl. (2003) ráðleggja rannsakendum snemma í rannsóknarferlinu að hafa strax í

byrjun gott skipulag á dagbókinni og ákveða með hvaða hætti eigi að nota

færslurnar. Fundargerðir og tölvusamskipti við fræðslunefnd, starfsfólk

skólaskrifstofu og aðra þátttakendur í stefnumótuninni voru einnig nýtt sem gögn í

eigin ígrundun.

Gögn sem þessi hafa þann kost að þar er að hægt að nálgast upplýsingarnar og

skoða þær hvenær sem er (McNiff o.fl., 2003).

Fyrsti hluti stöðugreiningarnar var svót-greining meðal tveggja rýnihópa, annars

vegar fræðslunefndar og hins vegar skólastjóra leik-, grunn- og tónlistarskóla.

Skólastjórahópurinn var tvískiptur, leikskólastjórar voru sér en grunn- og

tónlistarskólastjórar sér. Góðar umræður og athugasemdir komu frá fræðslunefnd og

leikskólastjórum en hins vegar var smá andstaða og lítill skilningur meðal annars

skólastjóra grunnskólanna á þessum hluta stefnumótunarinnar, vísað var í sjálfsmat

og skýrslur skólans á heimasíðu hans með viðeigandi gögn.

Þar sem að fyrirliggjandi gögn frá grunnskólum, m.a. sjálfsmatsskýrslur,

fjárhagsáætlanir og viðhorfakannanir nemenda og foreldra voru aðgengilegar og

nýttar kom áhugaleysi skólastjórans á svót-greiningunni ekki að sök. Síðar í

stefnumótunarferlinu hjá fræðslunefndinni og verkefnisstjóra kom í ljós að þekking

á grunnskólamálum var meiri en á leik- og tónlistarskóla. Þegar kom að gerð stefnu-

og markmiðsliða voru rýnihópar frá annars vegar leikskóla og hins vegar

tónlistarskóla fengnir til að fara sérstaklega yfir fyrirliggjandi drög og breyta og

bæta við ef þess þurfti. Ekki reyndist mikið vanta upp á þar en vegna tilfinningar

verkefnisstjóra og fræðslunefndar þótti rétt á þeim tímapunkti að fá viðbrögð á

framgangi stefnunnar.

Page 81: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

73

Samhliða svót-greiningunni vann ég samanburðargreiningu á völdum

skólastefnum með það fyrir augum; að fá fram ákveðna þætti til að spyrja um í

spurningalistanum, að sjá fyrir ákveðna framsetningu og útlit á eigin skólastefnu og

eins og Helgi Gestsson segir (1998) að greina hvar er möguleiki til að bæta eigin

starfsemi á einstaka stöðum. Þó svo að fjórar skólastefnur hafi verið valdar til

samanburðar að gefnum ákveðnum forsendum þá voru allar útgefnar skólastefnur

skoðaðar og hafðar til hliðsjónar að einhverju leyti.

Að mati rannsakanda þá kom samanburðargreiningin sem ágætis mótvægi gegn

þeirri greiningu sem átti sér stað í svót-greiningunni og áðurnefndum gögnum með

það fyrir augum að búa til fjölbreyttan, ítarlegan og áreiðanlegan spurningalista sem

lagður yrði fyrir allt starfsfólk skólanna.

Mér fannst mikilvægt í öllu þessu ferli að hagsmunaaðilar fræðslu- og

skólamála fengju góða kynningu á verkefninu og stefnumótunarferlinu. Þess vegna

fór ég að hausti 2006 og kynnti verkefnið í öllum skólastofnunum sveitarfélagsins,

fór yfir ferlið, mikilvægi þátttöku í væntanlegri viðhorfakönnun og hlutdeild í

mótun skólastefnunnar. Einnig fannst mér mikilvægt að kynna mig á hverjum stað

svo fólk ætti auðveldara með að tengja mig og sjálft sig við verkefnið og koma

þannig í veg fyrir hugsanlegar hindranir með samskipti síðar meir. Ein athugasemd

koma fram í þessu kynningarferli en það var að passa upp á að hreppsstjórn

Akrahrepps fengi sömu kynningu og að þeir yrðu þátttakendur í

stefnumótunarferlinu. Brugðist var við þessu og fékk hreppstjórn Akrahrepps

kynningu stefnumótunarvinnunni og upplýsingar og jafnframt tækifæri til að hafa

áhrif á mótun stefnunnar í ferlinu.

Að mínu mati tókst undirbúningsferlið fyrir mótun stefnunnar,

greiningarvinnan, spurningalistakönnunin og greining og flokkun þessara gagna vel

í heildina, tímaramminn hélst og greiningarvinnan var mjög fjölbreytt og víðtæk

með aðkomu flestra sem hagsmuna eiga að gæta í fræðslumálum í Skagafirði, sjá

Gantt rit í viðauka.

Í byrjun árs 2007 fengu allir fræðslunefndarfulltúar, fræðslustjóri og sérkennslu-

og kennsluráðgjafi afhenta vinnumöppu sem innihélt mikilvæg gögn fyrir

stefnumótunarvinnuna. Í möppunni var stefnumótunaráætlun verkefnisstjóra,

fræðileg umfjöllun um stefnumótun og árangursstjórnun, eintak af

spurningalistanum og helstu niðurstöður hans, viðhorfakönnun IMG sem gerð var í

des 2005 og samanburðargreining skólastefnanna fjögurra.

Page 82: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

74

Að mati rannsakanda var með þessu tryggt að allir þátttakendur í

stefnumótuninni hefðu sömu gögn til að byggja á við upphaf mótunar

skólastefnunnar. Að auki var fenginn sérfræðingur frá Háskólanum á Akureyri,

Helgi Gestsson á dagsnámskeið í stefnumótun og útfærslu stefnu í árangursstjórnun.

Námskeiðið var haldið í lok febrúar 2007 og var opið fyrir alla stjórnendur

skólanna, sveitarstjórnarmenn, fræðslunefndarfulltrúa og sviðsstjóra

sveitarfélagsins. Námskeiðið var einnig tekið upp á myndband og lánað til þeirra

sem komust ekki á það. Sem rannsakanda á eigin ferli fannst mér eftir námskeiðið

og með vinnugögnum fræðslunefndarfulltrúa að allir þátttakendur hefðu

sameiginlegan og ákveðinn grunn til að byggja á til að fara samstíga í mótun

skólastefnu fyrir sveitarfélagið.

Í viðtali mínu í lok verkefnisins við fræðslunefnd spurði ég út í hvernig þau

hefðu verið undirbúin fyrir mótun skólastefnunnar og hvernig vinnumappan hafi

nýst þeim í stefnumótunarvinnunni. Eftirfarandi kom fram hjá fulltrúum

fræðslunefndar;

„Mappan var yfirleitt lesin í upphafi vinnunar og höfð meðferðis á fundi,

fræðslunefndar fulltrúum fannst gott að hafa hana til að átta sig á

tilætluðum vinnubrögðum. Samanburður á skólastefnunum góður. Tveir

nýir fulltrúar bættust við fræðslunefnd síðar í ferlinu en fengu því miður

ekki möppuna, gleymdist“.

5.4.2 Stefnumótun

Í framkvæmda- og tímaáætlun útfærðri í Gantt riti var farið vel yfir ferli

stefnumótunarinnar hvað varðar efnisstök og eðlilega framvindu verkefnisins.

Sem verkefnastjóri og um leið skólastjóri eins grunnskólans í Skagafirði þá hef

ég þurft að passa upp á hlutleysi mitt við ákveðna þætti verksins og þurft að halda

mér til hlés sérstaklega við stefnumótunargerðina sjálfa, þar breytti ég áherslum og

lagði meiri ábyrgð á aðra þátttakendur í verkefninu. Sömuleiðis var ýmislegt í

stefnumótunarferlinu sem kallaði á breytingar og aðrar leiðir við framsetningu á

skólastefnunni, eins og komið hefur fram í stefnumótunarkaflanum, kannski eðlilegt

þegar verið er að móta stefnu sem þessa þar sem mikið af gögnum liggja til

grundvallar og margir aðilar koma að með mismunandi hugmyndir um innihald og

framsetningu.

Page 83: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

75

Þegar ég spurði fræðslunefndarfulltrúana út í stefnumótunarvinnuna sjálfa

og framlag og upplifun þeirra af vinnunni, kom eftirfarandi í ljós;

„Einum fannst erfitt að takast á við stefnumótunarvinnuna, ekki í stakk

búinn fyrir þetta og fannst ekki hafa kunnáttu á skólasamfélaginu til að

vinna að skólastefnunni. Undirbúningur hefði kannski átt að vera á hendi

fagmanna – annarra heldur en fræðslunefndar, hún hefði síðan komið að

þessari vinnu á seinni stigum. Kallar á djúpa og breiðari þekkingu á

skólunum og skólasamfélaginu, meira heldur en er hægt að ætlast af

venjulegum skólanefndarmanni. Annar nefndarmaður tók undir það sem

áður hefur komið fram, þó að menntun og reynsla af stefnumótun sé ekki

mikil þá kom til góða sú þekking sem maður hefur aflað sér í gegnum

nefndarstörf og sem foreldri nemenda og þeirra skoðana sem maður hefur

myndað sér í gegnum tíðina. Stefnumótunarvinna felst líka í því að koma

þessum skoðunum fram í skólastefnunni á ákveðnu formi“.

Samsetning rýnihópsins tókst vel, þ.e. nefndarmenn auk fræðslustjóra og

sérkennslufulltrúa. Menntun nefndarmanna er misjöfn, allt frá því að vera

prófessorar við Háskólann á Hólum, framhaldsskólakennarar, starfsmenn

Íbúðalánasjóðs og bændur. Bakgrunnur þeirra sem tóku þátt í þessari vinnu er bæði

fjölbreyttur, breiður og góður til vinnu sem þessarar.

Breytingar urðu á fræðslunefndinni í þessu verkferli, annars vegar voru

kosningar vorið 2006, breytingar urðu á meirihluta í sveitarstjórn eftir þær og þá um

leið á fræðslunefnd, sömuleiðis urðu mannabreytingar í nefndinni um veturinn

2006–2007 en þá fengu minnihlutaflokkarnir tveir sinn hvorn fulltúann í nefndina.

Eftir á að hyggja hefði ég átt að gefa mér tíma til að setja nýja fulltrúa inn í

verkefnið og láta þá fá nauðsynleg gögn, þ.e. vinnumöppuna sem

fræðslunefndarfulltrúar fengu í upphafi stefnumótunarvinnunnar. Reynt var að ræða

vel um þá hluti sem voru óljósir og góður tími var gefinn í stefnumótunarferli.

Reyndar voru öll gögn líka aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins þegar fyrstu

drög stefnunnar voru kynnt en það var ekki fyrr en í mars 2007.

Í lok febrúar 2007 hófst síðan vinna við stefnumótunina fyrir alvöru, ákveðið

var að fara fyrst í hlutverk og framtíðarsýn og vinna út frá gefnum tillögum

verkefnisstjóra. Tillögurnar voru komnar úr ýmsum áttum, m.a. lögum um hlutverk

skóla, frá öðrum skólastefnum og fyrirliggjandi gögnum úr greiningarvinnu. Í

byrjun mars voru fyrstu drög að stefnunni send út til umsagnar eins og áður hefur

komið fram og reynt var eftir fremsta megni að tryggja að allir hagsmunaaðilar um

skólamál og íbúar sveitarfélaganna tveggja í Skagafirði hefðu upplýsingar og

aðgang að öllum nauðsynlegum upplýsingum varðandi skólastefnugerðina. Ekki

Page 84: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

76

bárust margar athugasemdir að þessu sinni og fannst fólki erfitt að gagnrýna

eitthvað þegar það vantar kjöt á beinin eins og það var orðað, átti þá við að hlutverk

og framtíðarsýn væri kannski þess eðlis að ekki væri mikið hægt að gagnrýna þar.

Að mínu mati voru þetta eðlileg viðbrögð og í samræmi við væntingar á þessu stigi

verkefnisins.

Í framhaldi af þessu lagði ég fram tillögur um framsetningu stefnuliða, innihald

þeirra og í hvaða þætti þeir skyldu skiptast. Fræðslunefnd fannst þetta gott vinnulag

eins og fram kom hjá nefndinni:

„mataði verkefnisstjóri nefndina af gögnum. Hlutleysi verkefnisstjóra og

gagnaöflun var góð. Mikið unnið með þann texta og honum breytt töluvert,

aðlagaður skagfirsku skólasamfélagi. Þóra Björk kom líka sterk inn þegar laga

þurfti orðalag og útfærslumöguleika. Nefndin átti í erfiðleikum með

framsetningu texta og kom þekking Þóru Bjarkar að góðum notum þá“.

Mikil vinna átti sér stað með þennan hluta verkefnisins, tryggja þurfti að tekið

væri á öllum áhersluatriðum góðrar skólastefnu og jafnræðis gætti meðal allra

skólastiga og -gerða. Menntun og þekking Þóru Bjarka sérkennslufulltrúa á

skólaskrifstofunni kom að góðum notum við skólastefnugerðina og var gott

mótvægi gangvart fræðslufulltrúm annars vegar og verkefnisstjóra hins vegar. Hlé

var gert á vinnunni í júní hjá fræðslunefnd og nýtti ég tímann fram að hausti til að

fara í gegnum hvern einasta stefnulið með það fyrir augum að finna markmiðsliði

þar sem við átti fyrir hvert skólastig og skólagerð. Vinnufundir að hausti voru fáir

og stopulir og setti það að ýmsu leyti vinnuna í smá uppnám, erfitt að halda dampi

þegar langt er á milli funda.

Í mati fræðslunefndar á vinnuferli stefnumótunarinnar og þróun kemur fram:

„Unnið mikið í skorpum, tímaramminn leið fyrir það. Full stíft að sumu

leyti, erfitt að finna fundartíma á stundum. Mikilvægt að halda dampi,

einn fundur var á haustönninni 2007. Upprifjun var nauðsynleg. Vel

unnið úr athugasemdum hjá verkefnisstjóra. Gott að ýmsu leyti að geta

hvílt sig á vinnunni, gott að hreinsa hugann á milli. Í vinnutörnum verða

menn oft samdauna verkefninu og því gott að hvíla sig um stund. Farið

var faglega í gegnum framkvæmdina á stefnumótuninni og

framsetningunni á henni, flæðið gott“.

Í janúar 2008 fór vinnan aftur af stað af fullum krafti. Við yfirferð á texta

stefnunnar fannst fræðslunefndinni að textinn væri full grunnskólamiðaður og var

því leitað sérstaklega til leik- og tónlistarskóla með stefnuna eins og hún var á þeim

tímapunkti. Ég viðaði því að mér töluverðu efni úr öðrum stefnum og greiningarefni

til að aðstoða við innkomu þeirra. Viðbætur leik- og tónlistarskóla voru ekki miklar

Page 85: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

M.Ed. ritgerð – Niðurstöður Skólamál í Skagafirði - Skólastefna

77

en nauðsynlegt var að fá inn þeirra viðbrögð á innihaldi stefnunnar á þessum

tímapunkti.

Í mars 2008 voru fyrstu drög að fullmótaðri skólastefnu send út til áður nefndra

umsagnaraðila, hún auglýst og kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Að mati fræðslunefndar þá komu gagnlegustu athugasemdirnar frá almenningi

sem hafði áhuga á skólastefnunni og sendi inn athugasemdir. Vonbrigði voru með

viðbrögð frá nokkrum skólastofnunum þar sem litlar athugasemdir voru gerðar við

drögin í þau skipti sem þau voru send til umsagnar, sömuleiðis

sveitarstjórnarmönnum, af sömu ástæðu, þó svo að flokkarnir eigi fulltrúa í

fræðslunefnd. Aðspurð hvort leitað hefði verið til allra hagsmunaaðila sem hlutdeild

eigi að skólastefnunni fannst fræðslunefnd að síst hefði verið leitað til nemenda.

Leitað var til þeirra í gegnum stjórnendur hvers skóla en það virtist ekki hafa gengið

upp sem skyldi að fá umfjöllun og viðbrögð nemendanna, öllum var samt gefið

tækifæri á að koma með athugasemdir.

Mat fræðslunefndar á eigin framlagi og væntingum í upphafi vinnunar var að

allir þátttakendur hafi verið virkir, lesið vel og skoðað allan texta nákvæmlega:;

Hópurinn faglega sterkur, mjög ánægður. Hópurinn hafi styrkst í ferlinu.

Rúnar og Þóra Björk frá skólaskrifstofunni komu einnig sterk inn í þetta

starf. Skólastefnan er stutt plagg, raunhæf markmið sem hægt væri að

framkvæma. Rammi utanum það sem á að gera“.

Skólastefnan var síðan yfirfarin aftur og send til prófarkalesturs og síðan til

samþykktar í Fræðslunefnd. Sveitarstjórn samþykkti hana síðan á sveitarstjórnar-

fundi í lok júni 2008.

Að lokum tek ég undir orð Jean McNiff (2002), sérfræðings í

starfendarannsóknum, en hún segir að starfsendarannsóknir séu í raun nátengd

faglegum vinnbrögðum, að læra og þroskast í starfi.

Page 86: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

78

6 Umræða

Fjölmörg sveitarfélög hafa farið í gegnum stefnumótunarvinnu í skólamálum.

Aðferðafræðin hefur örugglega verið eins misjöfn og stefnurnar eru margar. Í þessu

verkefni var unnið að stefnumótun sveitarfélagsins Skagafjarðar í skólamálum á

grundvelli virks stefnumótunferlis og aðferðafræði starfendarannsókna beitt til að

svara rannsóknarspurningunni: Á hvern hátt geta hugmyndir um virkt

stefnumótunarferli og árangursstjórnun gagnast við mótun skólastefnu eins

sveitarfélags?

Þegar ég lagði fram tillögu mína á sínum tíma, janúar 2006, um gerð

skólastefnu sveitarfélagsins með þessum hætti þá var tvennt sem vakti fyrir mér, að

hagnýta meistaranám mitt fyrir vinnuveitandann minn og ljúka náminu með

verkefni sem ég hafði áhuga á.

Niðurstaða mín að loknum verkefninu er að virkt stefnumótunarferli og

árangursstjórnun getur gagnast við mótun skólastefnu eins sveitarfélags. Einn megin

þátturinn í virku stefnumótunarferli er sú markvissa greiningarvinna og sú víðtæka

þátttaka hagsmunaaðila sem á sér stað í þeirri viðleitni að svara spurningunni um

stöðu skipulagsheildarinnar á ákveðnum tímapunkti með því markmiði að geta

markað metnaðarfulla og raunhæfa stefnu til framtíðar (Runólfur Steinþórsson,

2003). Virkt stefnumótunarferli og árangursstjórnun gagnast því tvímælalaust við

mótun skólastefnu, eins og Magnús Ívar Guðfinnsson (2003) bendir á, til að tryggja

hlutdeild sem flestra sem hagsmuna eiga í eins stórum málaflokki eins og

fræðslumálum eins sveitarfélags og eignaraðild þeirra í skólastefnunni.

6.1 Greining á stöðu

Mikið var lagt í undirbúning og skipulagningu þessa verkefnis og skipti miklu máli

fyrir verkefnisstjóra að tryggja að hlutdeild og þátttaka væri sem mest meðal þeirra

sem hagsmuni eiga í fræðslumálum, þ.e. starfsfólk skólanna, nemendur og foreldra

og annarra sem tengjast fræðslustarfi með einum eða öðrum hætti. Hlutdeild var

tryggð með ýmsum hætti. Að mati Magnúsar Ívars Guðfinnssonar (2003) þá má

beita fjölmörgum aðferðum við að greina og meta stöðu skiplagsheildar og var það

haft að leiðarljósi í þessu verkefni. Farið var í ítarlega greiningarvinnu með víðtækri

Page 87: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

79

þátttöku hagsmunaðila eins og komið hefur fram í aðferðafræðikaflanum. Með

grunnspurningar Gæðagreinanna að leiðarljósi var gagna aflað og nauðsynleg

greining gerð til að hefja stefnumótunarferlið samkvæmt Magnúsi Ívari

Guðfinnssyni (2003).

Greiningin var viðtæk innri og ytri greining sem gaf góða mynd af stöðu

skólamála í dag. Ekkert misræmi kom fram í þeirri greiningarvinnu sem fór fram

milli rýnihópa sem fóru í svót-greiningu sem samkvæmt Philip Kotler (1999) er

viðurkennd og gagnleg aðferð til að meta stöðu skipulagsheildar eins og hún er í

dag, fyrirliggjandi gögnum skólanna og sveitarfélagsins og síðan niðurstöðum

spurningalistans sem var lagður fyrir starfsfólk allra skólanna.

Rýnihópar og starfsfólk skólanna telur almennt að skólastarf í Skagafirði sé

sambærilegt við það besta á landinu, fagleg sjónarmið ráði ferðinni í skólastarfinu,

þróunarverkefni séu mörg og fjölbreytt, sjálfsmat virkt og menntunarstig hátt og lítil

starfsmannavelta. Vankantana sá fólk helst í aðstöðu og viðhaldi

skólamannvirkjanna.

Samanburðargreiningin var síðan gott mótvægi og mikilvægt tæki í

greiningarferlinu til að greina hvaða möguleikar eru til að bæta eigin skipulagsheild

út frá sambærilegum einingum og/eða einingum sem eru til fyrirmyndar að mati

fræðslunefndar (Helgi Gestsson, 1998). Innri og ytri greiningin setti stöðu

fræðslumála í Skagafirði í gott samhengi við fræðslumál annars staðar á Íslandi og

gaf vel til kynna hvar sterku og veiku hliðarnar lágu og sömuleiðis hvaða tækifæri

og ógnarnir skipulagsheildin stóð frammi fyrir.

Þessi hluti verkefnisins gekk vel í heildina, áætlun stóðst hvað varðar

gagnaöflun, þátttöku og tímaramma. Það sem að helst mátti vera betra í

gagnöfluninni var mismikill áhugi skólastjórnenda á verkefninu. Hver skýringin er á

því veit ég ekki, kannski að það hafi haft áhrif að verkefnisstjóri var nýr skólastjóri í

sveitarfélaginu og því haft hamlandi áhrif á þátttöku annarra í greiningarferlinu.

Hvað þennan hluta verkefnisins varðar þá gagnast virkt stefnumótunarferli

mjög vel við gagnaöflun og stöðugreiningu við undirbúning stefnumótunar.

6.2 Stefnumótun

Umræðunni um stefnumótunina er skipt niður í þrep að fyrirmynd Magnúsar Ívars

Guðfinnssonar og stefnumótunarferlinu á mynd 2 á bls. 8.

Page 88: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

80

6.3 Hlutverk og framtíðarsýn

Fræðslunefnd fékk í hendur góðan grunn af fræðilegu efni, ítarleg og fjölbreytt

greiningargögn og raunhæfa framkvæmdaáætlun til að vinna eftir við upphaf

stefnumótunarvinnunnar.

Samkvæmt stefnumótunarferli Magnúsar Ívars Guðfinnssonar (2003) var

byrjað á því að skilgreina hlutverk skóla í Skagafirði, síðan var hoft fram á veginn

og hugað að því hvar við viljum vera eftir 5-10 ár og var það sett fram í

framtíðarsýn stefnunnar, því næst var skilgreint hvernig við ætlum að ná þeirri

framtíðarsýn í stefnuliðum, markmiðum og leiðum að þeim.

Til grundvallar hlutverki skóla í Skagafirði lágu lög og reglur hins opinbera og

þær áherslur sem sveitarfélagið vill að skólarnir starfi eftir. Þær áherslur sem komu

fram í greiningargögnum varðandi styrkleika og tækifæri og síðan í

samanburðargreiningum annarra skólastefna mótuðu að miklu leyti þá framtíðarsýn

sem fræðslunefndin lagði fram ásamt því að horfa til aðstæðna og sérstöðu í héraði.

Þegar drög að hlutverki og framtíðarsýn var send út til umsagnar komu ekki miklar

athugasemdir til baka sem gaf til kynna að hagsmunaaðilar voru sáttir við þessa

þætti stefnunnar. Framtíðarsýnin er sértæk og er sérlega sniðin að skólasamfélaginu

í Skagafirði, það er ljóst hvert er stefnt, orðalag er hnitmitað og hvetur til dáða og

höfðar til hagsmunaaðila stefnunnar (Magnús Ívar Guðfinnsson, 2003).

6.4 Stefnan og markmiðsetning

Í viðtölum við fræðslunefnd kom fram að fulltrúar hennar voru eðlilega ekki

sérfræðingar í stefnumótunargerð og höfðu einnig mismikla þekkingu á

fræðslumálum almennt. Aðkoma, þekking og framlag fræðslustjóra og sérkennslu-

og kennsluráðgjafa á skólaskrifstofu kom að miklu gagni og veitti um leið

fræðslunefnd ákveðið öryggi við stefnumótunina. Óneitanlega settu breytingar á

fræðslunefnd strik í reikninginn, tillaga kom um gerð stefnunnar í janúar 2006.

Síðan þá voru sveitarstjórnarkosningar um vorið þar sem breyting varð á nefndinni

og síðan aftur ári síðar þegar fulltrúi minnihlutaflokks fékk sæti í fræðslunefnd.

Fulltrúar fræðslunefndar voru því fæstir með frá upphafi vinnunnar og því mismikið

inn í vinnuferlinu og hugmyndafræðinni. Þrátt fyrir þessa breytingu á

Page 89: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

81

fræðslunefndinni og að hafa ekki komið öllum nefndarfulltrúum jafnvel inn í þá

vinnu sem hafði átt sér stað þá var flæðið á verkefninu nokkuð gott og með

ígrundun á eigið starf og viðbrögð annarra á það í samræmi við vinnubrögð

starfendarannsókna (Hitchcock og Hughes, 1995). Rannsakandi var stöðugt að

takast á það sem hann var að leggja til í verkefnið, praktísk leið til að rýna í eigin

starfshætti í því augnamiði að kanna hvort þeir séu eins og rannsakandi vill hafa þá

eins og McNiff (2002) bendir á og líka leið til að meta það og ígrunda ásamt því að

bregðast við þróun verkefnisins í heild sinni eftir því hvernig það vannst með

rýnihópi og öðrum hagsmunaaðilum sem fengu stefnumótunardrög til umsagnar á

hverjum tíma. Leitað var sérstaklega til leik- og tónlistarskóla þar sem þekking

verkefnisstjóra og rýnihóps var minnst á því sviði og á tímabili fannst mönnum

stefnan vera heldur mikið grunnskólamiðuð. Í því ljósi var óskað eftir frekari

umfjöllun úr þeirra röðum á stefnumótunardrögin eins og þau stóðu á þeim

tímapunkti með það að markmiði bæta afurðina (Hitchock og Hughes, 1995).

Ferli starfendarannsókna eins og Schmuck (1997) leggur það upp er

síendurtekið ferli þar sem að brugðist er við einstökum þáttum þess í

stefnumótunarferlinu á vel við innlegg og stýringu rannsakanda í ferlinu.

Framkvæmdaáætlun sem lögð var fram í upphafi vinnunnar og samþykkt á

fræðslunefndarfundi gekk að mestu leyti eftir nema hvað að tímaramminn stóðst

ekki. Getur verið að hann hafi ekki verið raunhæfur en vissulega settu óreglulegir

fundir í stefnumótunferlinu strik í reikninginn, betur hefði mátt gera í að halda

dampi með reglulegum fundum og um leið þekkingu og þeim takti sem er

nauðsynlegur í stefnumótunargerð. Að mati rannsakanda skorti svolítið á ábyrgð

fræðslunefndar í að halda framkvæmdaáætlun samkvæmt samþykktu skipulagi.

Að mínu mati sem verkefnisstjóri þá gekk vinnan og ferlið vel upp á heildina

séð, aðkoma hlutaaðeigandi aðila var yfirleitt góð og viðbrögð ágæt á meðan vinnu

stóð. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá að nokkrir foreldrar komu með góðar

athugasemdir við stefnudrögin í ferlinu, málefnalegar og þarfar athugasemdir sem

höfðu mikið með nemendur og líðan þeirra að gera. Eina sem mér fannst vanta en

var ekki vilji fyrir var að hafa íbúaþing en tilgangur þess var að skapa umræðu, fá

fram skoðanaskipti og auka áhuga almennings á skólastefnunni og skólamálum

almennt og um leið fá gagnlegar athugasemdir sem gætu hafa nýst í

skólastefnugerðinni. Eins og komið hefur fram í fræðunum þá er mótun hvers konar

stefnu lifandi og virkt ferli (Thompson, 2005) þar sem aðkoma allra hlutaðeigandi

Page 90: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

82

aðila skiptir máli, bæði til að stefnan verði árangursrík og góð og líka til að sem

flestir eigi hlutdeild og eignaraðild í henni. Veikleikinn í því að sleppa íbúaþinginu

var að missa af mikilvægum vettvangi til umræðu og skoðanaskipta sem koma ekki

endilega fram þegar einstaklingar senda inn athugasemdir bréfleiðis.

Hins vegar var stefnan send út nokkrum sinnum í ferlinu til umsagnar

hagsmunaaðila skólanna og óskað eftir athugasemdum, auk þess sem hún var ávallt

sýnileg á heimasíðu sveitarfélagsins og uppfærð eftir því sem breytingar áttu sér

stað á henni.

Stefnumótunin sem slík tókst mjög vel, afurðin er ítarleg, skýr og tekur til allra

þátta skólasamfélagsins í Skagafirði en það gefur henni minna vægi að hafa ekki

fengið umræðu og umfjöllun á íbúaþingi. Íbúaþing er mikilvægur vettvangur til að

ræða á opinskáan hátt málefni sveitarfélagsins og fá að hafa áhrif á stjórnun og

stefnu þess. Hins vegar kom aldrei fram nein gagnrýni á verkferlið, aðkomu eða

aðkomuleysi hagsmunaaðila né upplýsingaflæði í þessari stefnumótunarvinnu og

það styður líka niðurstöðu mína um að virkt stefnumótunarferli og árangurstjórnun

eins og þessum þáttum var stillt upp í þessu verkefni hafi gagnast við gerð

skólstefnunnar.

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur núna í höndum metnaðarfulla og raunhæfa

skólastefnu þar sem víðtækt samstarf var innan skólasamfélagsins og annarra

hagsmunaðila skólanna um gerð hennar.

6.5 Stefnumiðað árangursmat

Stefnan er vel sett fram, skýr og gegnsæ þar sem útskýrt er hvaða leiðir eigi að fara

til að ná hverjum markmiðslið. Fyrrverandi fræðslustjóri og verkefnisstjóri lögð

síðan grunninn að stefnu- og skortkort sem verkefnisstjóri lauk við, er að finna í

viðaukanum. Stefnu- og skorkortið sýnir og skýrir markaða stefnu á einfaldan og

skiljanlegan hátt með myndrænum hætti sem er mikilvægt að mati Niven (2002).

Með skólastefnunni er komin fagleg yfirsýn fyrir skólamál í Skagafirði sem

öðru fremur skiptir máli fyrir árangur í skólastarfi að mati Rúnars Sigþórssonar o.fl.

(2005). Skólastefnan útfærð í SÁ gefur fræðslunefnd tækifæri til að ná yfir alla

þætti fræðslustarfsins og með mælanlegum hætti er hægt að fylgjast með framgangi

stefnunnar (Niven, 2003).

Page 91: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

83

6.6 Aðlögun og innleiðing

Þess er vænst að rannsókn þessi og sú aðferðafræði sem viðhöfð var við þetta

verkefni geti veitt öðrum sveitarfélögum upplýsingar um hvernig standa megi sem

best að stefnumótun sinni í skólamálum og upplýsa um kosti og galla einstakra þátta

stefnumótunarferlisins. Jafnframt er lögð áhersla á það að stefnumótunarvinna er

ferli sem aldrei endar, það er ekki nóg að móta stefnu sem á að skila árangri það

þarf líka að framkvæma hana (Karl Friðriksson, 1999).

Til þess að árangur náist í vinnu sem þessari og viðhaldist er nauðsynlegt að

skoða þessa stefnumótun í víðara samhengi við aðra stefnumótun hjá viðkomandi

sveitarfélagi í öðrum málaflokkum og hvaða vinnubrögð hafa verið viðhöfð við þá

vinnu. Skólastefna eins og aðrar stefnur er lifandi skjal sem þarf að endurskoða

reglulega. Mikilvægt er þess vegna fyrir fræðslunefnd og fræðslustjóra að setja upp

verkáætlun sem tryggir innleiðingu hennar, endurmat stefnu og markmiða í

skólamálum, jafnframt aðkomu kennara, foreldra og almennings að henni mati. Að

mati Rúnars Sigþórssonar o.fl. (2005) þá skiptir yfirsýn þeirra sem stýra

málaflokknum höfuðmáli til að árangur náist í skólastarfi. Til þess að það sé hægt

verður að vera áhugi og þekking fyrir hendi hjá þessum aðilum til að stefnan virki

og þjóni sínum tilgangi (Magnús Ívar Guðfinnsson, 2003). Einnig þarf að samræma

stefnumótunargerð í heild sinni hjá sveitarfélaginu þannig að svipuð vinnubrögð séu

viðhöfð og framsetning stefna sé með svipuðum hætti. Slík vinnubrögð tryggja

þekkingu á ákveðnum vinnubrögðum og auðveldar íbúum sveitarfélagsins að skilja

stefnur mismunandi málaflokka sveitarfélagins.

Page 92: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

84

7 Lokaorð

Sú undirbúnings- og stefnumótunarvinna sem hófst í janúar 2006 hefur verið langt

og erfitt ferli en um leið lærdómsríkt. Stefnumótun þarf að vera þverfagleg og með

víðtækri þátttöku allra hagsmunaaðila þar sem mörg ólík sjónarhorn þurfa að koma

að. Boðskapur stefnumótunarfræðanna er að ekkert eitt sé endilega rétt og menn

eigi að vera opnir fyrir öllu því að aldrei er hægt að vita hvaðan gott kemur. Leggja

þarf áherslu á víðsýnin í stað þröngsýni. Menning sem dregur úr samskiptum kemur

í veg fyrir að reynsla nýtist. Ólík reynsla og fjölbreytt samspil fólks elur af sér

hugmyndir. Menning sem leyfir heilbrigðan ágreining og skoðanaskipti leiðir af sér

þekkingu og þróun. Samskipti, heilbrigður ágreiningur, víðtæk þátttaka og

lærdómur er hluti af virku stefnumótunarferli.

Markmið þessara rannsóknar var að komast að því hvort hugmyndir um

virkt stefnumótunarferli og árnangursstjórnun gagnist við mótun skólastefnu eins

sveitarfélags. Niðurstaða rannsakanda er að svo sé og byggist sú niðurstaðan á þeirri

framkvæmdaáætlun sem var sett upp, þeirri greiningarvinnu sem fór fram, þeim

fræðilegu gögnum sem lögð voru til grundvallar og víðtækri þátttöku

hagsmunaaðila fræðslumála í Skagafirði að gerð stefnunnar. Stöðugt mat og

ígrundun rannsakanda á þróun verkefnisins og eigin starfi á grundvelli

starfendarannsókna leiddi af sér vinnuferli og afurð sem sveitarfélagið getur verið

stolt af og haft að leiðarljósi við áframhaldandi góðu skólastarfi í héraðinu.

Það er von mín sem höfundur þessa verkefnis að núna hafi sveitarfélagið

Skagafjörður skólastefnu í höndunum sem flestir Skagfirðingar verða ánægðir með

og telja sig eiga hlutdeild í.

Virðingarfyllst

Jón Rúnar Hilmarsson

Page 93: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

8 Heimildaskrá

Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti. (1999). Reykjavík, Menntamálaráðuneytið.

Aðalnámskrá leikskóla, almennur hluti. (1999). Reykjavík, Menntamálaráðuneytið.

Alþingi. (1997). Þingskjal 1363 – 706. mál. Menntamálaráðherra til Alþingis um

nýja skólastefnu. Reykjavík, Alþingi. Sótt 7. júní 2006, frá

http://www.althingi.is/altext/122/s/1363.html

Amalía Björnsdóttir. (2003). Útskýringar á helstu tölfræðihugtökum. Handbók í

aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (ritstjóri Sigríður

Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson), bls. 117. Akureyri, Háskólinn á

Akureyri.

Börkur Hansen og Smári S. Sigurðsson. (1998). Skólastarf og gæðastjórnun.

Reykjavík, Rannsóknarstofnun KHÍ.

Börkur Hansen. (2003). Stofnanamenning og stjórnun. Fagmennska og forysta.

Þættir í skólastjórnun. (ritstj. Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson, Steinunn

Helga Lárusdóttir). Reykjavík, Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Chase, R.B., Aquilano, N.J. og Jacobs, F.R. (2001). Operations Management for

Competitive Advantage. (9. útg.). Boston: McGraw-Hill/Irwin.

Cohen L,, Manion. L. og Morrison K. (1994). A Guide to Teaching Practice (4.

útg.). London: Routhledge.

Daft, R. L. (2001). Organization Theory and Design. Cincinnati: South-Western

College Publishing.

Elliot J. (1991). Action Research for Educational Change. Developing Teachers

and Teaching. Buckingham: Open University Press.

Fitzpatrick, J.L., J.R. Sanders og B.R. Worthen. (2004). Program Evaluation, 3.

útgáfa. Boston, Pearson Education, Inc.

Fjarðabyggð (2010). Stefnukort Fjarðarbyggðar. Sótt 9.02.2010 frá

http://www.fjardabyggd.is/Frettir/Frettinoll/1384

Fjármálaráðuneyti. (1999). Árangursmælingar opinberra aðila. Hugtök og tækni.

Reykjavík: Fjármálaráðuneyti

Fjármálaráðuneyti. (1999). Árangursstjórnun í ríkisrekstri. Reykjavík:

Fjármálaráðuneyti

http://www3.fjarmalaraduneyti.is/media/Arangursstjornun/Vinnubokarangurs19

99.pdf

Fjármálaráðuneyti. (2004). Árangursstjórnun í ríkisrekstri. Handbók. Reykjavík:

Gutenberg.

Gerður G. Óskarsdóttir. (1999). Mat á skólastarfi. Hvað og hvernig? Reykjavík,

Fræðslumiðstöð Reykjavíkur.

Gibbs, A. (1997). Focus groups. Social Research Update 19.

Grant, R.M. (2002). Contemporary Strategy Analysis. Cornwall: Blackwell

Publishers.

Page 94: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Grunnskólinn Hofsósi. (2005). Skólanámskrá GSH. Sótt 2. júní 2006, frá www.gsh.is

Gunnar Helgi Kristinsson. (2007). Íslenska stjórnkerfið. 2. Útgáfa. Reykjavík,

Háskólaútgáfan

Haraldur Á. Hjaltason (2002). Stjórnunarlíkön á stefnumóti. Dropinn (1. tbl., 9.

árg.). Sótt 5. júní 2006, frá http://www.stjornvisi.is/dropinn/2002-

01/stjornunarlik.htm.

Helga Jónsdóttir (2003). Viðtöl sem gagnasöfnunaraðferð. Sigríður Halldórsdóttir

og Kristján Kristjánsson (Ritstj.), Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í

heilbrigðisvísindum (bls. 67–84). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Helgi Gestsson. (1998). Benchmarking - A Management Tool, Danmörk: The

Aarhus School of Business.

Hitchcock G. og Hughes D. (1985). Research and the Teacher. A Qualitative

Introduction to School-based Research. London: Routledge.

Hopkins D. (1989). Evalution for School Development. Open University Press.

IMG. (2006). Viðhorfsrannsókn 2005-2006, Reykjavík.

Íslensk orðabók. (2002). (Mörður Árnason, ritstj.) Reykjavík: Edda

Jón Freyr Jóhannsson (2004). Til betri árangurs. Stefnumótun og EFQM. Erindi

haldið á morgunverðarfundi Stjórnvísi 14.okt. 2003. Sótt 29. maí 2006, frá

http://www.ru.is/kennarar/jonfreyr/skrif/index.html.

Jón Þorvarðarson. (2004). Tölfræði. Reykjavík, Mál og menning

Kaplan, Robert S. & Norton, David P. (1992). The Balance Scorecard: Measure the

Drive Performance. Harward Business Review, janúar-febrúar, 71-79

Kaplan, Robert S. & Norton, David P.(1996). The Balance Scorecard.

Kaplan, Robert S. & Norton, David P.(1996). The Balance Scorecard: Translating

Strategy into Action. Boston: Hvarvard Buisness School Press.

Kaplan, Robert.S. & Norton, David P.(2001). The Strategy-Focused Organization:

How Balanced Scorecard Companies Thrive in the New Business Enviroment.

Boston: Harvard Business School Publishing Corportation.

Karl Friðriksson. (1999). Í mörg horn að líta. Handbók atvinnulífsins. Bls. 9.

Keldnaholt, Iðntæknistofnun Íslands.

Karl Friðriksson, Jón Hreinsson og Bryndís Haraldsdóttir. (2001). Benchmarking.

Hagnýt leiðsögn við að bæta rekstur. Bls. 10-12. Reykjavík, Iðntæknistofnun.

Kennarasamband Íslands. (2002). Skólastefna Kennarasambands Íslands 2002-

2005. Sótt 5. júní 2006, frá http://www.ki.is/main/view.jsp?branch=366349

Kennarasogur.is (e.d.) Sótt 10. febrúar 2009, frá

http://www.kennarasogur.is/index.htm

Kotler, Philip. (1999). Principles Of Marketing (2nd European Edition), Prentice

Hall, 1999.

KPMG. (2001). Kynningarglærur fyrir skorkort, Reykjavík

Krueger, R. A. (1994). Focus groups. A practical guide for applied research (2.

útg.). London: Sage.

Page 95: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Lynch, Richard. (2003). Corporate Strategy, 3ja útgáfa, Harlow: Prentice Hall

Lög um grunnskóla nr. 66/1995, 2.grein

Magnús Ívar Guðfinnsson. (2003). Horft til framtíðar, Reykjavík: Prentmet

McNiff, Jean, Pamela Lomax og Jack Whitehead. (1996). You and your action

research project. London, Routledge.

McNiff, Jean og Whitehead, Jack. 2002. Action research: principles and practice.

London og New York, Routlegde Falmer.

McNiff, J. (2002). Action research for professional development. Concise advice for new

action researchers. http://www.jeanmcniff.com/booklet1.html#2

McNiff, J., Lomax, P. og Whitehead, J. (2003). You and your action

researchproject. (2. útgáfa). London: Routledge Falmer.

McNiff, J. og Whitehead, J. (2006). All you need to know about action research.

London: Sage.

Menntamálaráðuneyti. (1997). Sjálfsmat skóla. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið.

Mortimore, P.o.fl. (1988). School matters. The junior years. Wells, Open Books.

Mörður Árnason (Ritstjóri). (2002). Íslensk orðabók, þriðja útgáfa. Reykjavík, Edda

Ólafsson, S. & Wisniewski, M. (2004). Developing balanced scorecards in local

authorities: a comparison of experience. International Journal of Productivity

and Performance Management, Vol. 53, No. 7

Ólafur H. Jóhannsson. (2003). Framtíðarsýn og forysta stjórnenda. Fagmennska og

forysta. Þættir í skólastjórnun. (ritstj. Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson,

Steinunn Helga Lárusdóttir). Bls. 63-80. Reykjavík, Rannsóknarstofnun

Kennaraháskóla Íslands.

Niven, Paul. (2002). Balanced Scorecard. Step-by-step: Maximizing Performance

and Maintaining Results. New York, John Wiley & Sons, Inc.

Niven, Paul R. (2003). Balanced Scorecard. Step-by-step for Government and

Nonprofit Agencies. New York, John Wiley & Sons, Inc.

Niven, Paul R. (2008). Balanced Scorecard. Step-by-step for Government and

Nonprofit Agencies. (2. Útgáfa). New Jersey, John Wiley & Sons, Inc.

Outcome.is. (e.d.) Sótt 22. ágúst 2006, frá: http://www.outcome.is/kannanir/

Páll Skúlason (1987). Pælingar. Safn erinda og greina. Reykjavík: ERGO sf.

Pressman, J. og Wildavsky, A. (1973). Implemention: how great expectations in

Washington are dashed in Oakland: or, why it‘s amazing that fedaral programs

work at all, this being a saga of the Economic Develepment Administraion as

told by two sympathetic observers who seek to build morals on a foundation of

ruined hopes. Berkley: University of California Press

Reykjavíkurborg. (2003). Fréttablað um samhæft árangursmat ( Balance

Scorecard) hjá Reykjavíkurborg. Skorkortið. Reykjavík

Reykjavíkurborg. (2003). Samhæft árangursmat (Hvað, hvers vegna og hvernig)

Stýrihópur vegna innleiðingar samhæfðs árangursmats hjá Reykjavíkurborg.

Bls. 4-6, 8, 9. Reykjavík

Page 96: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Ríkisendurskoðun (2003). Náðist árangur. Úttekt árangursstjórnun í ríkisrekstri.

Ríkisendurskoðun. Sótt 22.05.2007 frá

http://www.rikisend.althingi.is/index.php?module=news&action=show&news_i

d=17&language=is.

Runólfur Smári Steinþórsson. (2003). Lærum hvert af öðru. Ráðstefna um rekstur

og stjórnun ríkisstofnana. Reykjavík. Sótt 2. júní 2006, frá

http://brunnur.stjr.is/interpro/fjr/fjr.nsf/pages/fraedslaforstm

Rúnar Sigþórsson, Börkur Hansen, Jón Baldvin Hannesson, Ólafur H. Jóhannsson,

Rósa Eggertsdóttir og Mel West. (2005). Aukin gæði náms. Skólaþróun í þágu

nemenda. Reykjavík, Rannsóknarstofnun KHÍ.

Schmuck, R. A. (1997). Practical action reasearch for change. Arlington Heights:

IRI Skylight.

Skref.is. (2004). Til betri árangurs. Sótt 29. maí 2006, frá

http://www.skref.is/baekur_greinar_og_erindi/Til_betri_arangurs-

stefnumotun_og_EFQM-erindi_fyrir_Stjornvisi.pdf

Skagafjordur.is. (e.d. -b) sótt 6. júní 2006 frá.

http://skolar.skagafjordur.is/gaedagreinar/heim.html

Skagafjordur.is. (e.d.) sótt 10. júní 2006 frá.

(http://www.skagafjordur.is/displayer.asp?cat_id=165)

Skagafjordur.is. (e.d.) sótt 12. júní 2006 frá.

http://www.skagafjordur.is/displayer.asp?cat_id=71

http://www.skagafjordur.is/default.asp?cat_id=160&module_id=220&element_

id=17369

Skagafjordur.is. (e.d.) sótt 14. júní 2006 frá.

http://www.skagafjordur.is/displayer.asp?cat_id=165)

http://www.skagafjordur.is/displayer.asp?cat_id=77

Skólaskrifstofa Skagfirðinga. (1999). Gæðagreinar. Sjálfsmat skóla. Skagafjörður.

Snjólfur Ólafsson. (2005). Stefnumiðað árangursmat sem liður í að framkvæma

stefnu. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál. Bls. 10, 48, 56. Reykjavík.

Sóley S. Bender. (2003). Rýnihópar. Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í

heilbrigðisvísindum (ritstjóri Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson),

bls. 85-100. Akureyri, Háskólinn á Akureyri.

Smith, M. (2005). The Technical Matters: The Balanced Scorecard (Rafræn útgáfa).

Finicial Management, bls. 27-28

Steinunn Helga Lárusdóttir. (2002). Mat á skólastarfi. Reykjavík,

Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Stjórnendavefur.is. (2004). Handbók um árangursstjórnun. Sótt 5. júní 2006, frá

http://www.stjornendavefur.is/media/Utgefin_rit/Handbok-arangursstj2004.pdf

http://www.stjornendavefur.is/Stjornun/stjornunaradferdir/nr/1315

Page 97: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Thompson, Jr. og Strickland III, A.J. (2001). Crafting and Executing Stragegy, bls.

3. New York: McGraw-Hill Irwin

Trausti Þorsteinsson, Guðmundur Engilbertsson, Sigríður Síta Pétursdóttir, Rósa

Eggertsdóttir og Bragi Guðmundsson. (2005). Skóla- og æskulýðsmál í

Vestmannaeyjum. Matsskýrsla. Akureyri, Skólaþróunarsvið kennaradeildar HA.

Þorlákur Karlsson. (2003). Spurningalistakannanir. Uppbygging, orðalag og hættur.

Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (ritstjóri Sigríður

Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson), bls. 331-355. Akureyri, Háskólinn á

Akureyri.

Page 98: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

9 Viðauki

9.1 Spurningalisti

Gerð skólastefnu Skagafjarðar

2006-2007

Page 99: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Skilgreiningar á hugtökum sem koma fyrir í spurningalistanum

Aðalnámskrá grunnskóla: Aðalnámskrá byggir á lögum um leik- og grunnskóla

og hefur reglugerðarígildi. Hún skilgreinir og lýsir sameiginlegum

námsmarkmiðum sem leik- og grunnskólum ber að stefna að. Aðalnámskrá myndar

rammann utan um inntak námsins. Á grunni hennar og stefnumörkunar

sveitarfélagsins gera skólar starfsáætlanir sínar og/eða skólanámskrár. Aðalnámskrá

grunnskóla segir til um þann lágmarkstíma sem skólum ber að bjóða nemendum í

einstökum námsgreinum og námssviðum.1 Hún gerir ráð fyrir að þorri nemenda

eiga að geta náð flestum markmiðum námskrárinnar á sama tíma. Ljóst er þó að

einhver hluti nemenda ræður vel við fleira og flóknari markmið en aðrir þurfa lengri

tíma og laga þarf námið sérstaklega að þeim. Aðalnámskrá leikskóla byggist á

barnhverfri hugmyndafræði þar sem þroski barnsins og þarfir eru þungamiðja.

Einnig er hún ætluð til að tryggja gæði leikskóla og jafna uppeldisstöðu barna.

Markmið aðalnámskrár eiga því hvorki að skoðast sem hámark eða lágmark.

Skólaþróun: Markviss þróun skólastarfs, skólaumbóta og rannsókna. Markmið

skólaþróunar er að efla þátt virkra kennsluaðferða, sjálfstæðra viðfangsefna,

skapandi starfs, samkennslu, teymiskennslu, heildstæðrar kennslu,

einstaklingsmiðaðs náms og samvinnunáms.

Sjálfsmat skóla: Með sjálfsmati skóla er átt við faglegt, fjárhagslegt og

stjórnunarlegt sjálfstæði skóla til að útfæra þá stefnu sem mörkuð hefur verið af ríki

(lög, reglugerðir og aðalnámskrá), sveitarfélagi og með kjarasamningum. Skólinn

ber ábyrgð á framkvæmd ofannefndrar stefnumótunar. Sjálfsmat skóla er skipulagt

heildarmat á starfsemi skóla. Í lögum um grunnskóla nr. 66/1995 eru ákvæði um

sjálfsmat skóla. Upplýsingarnar er t.d. um framkvæmd, einkenni og útkomu.

Upplýsingarnar sem aflað er eru síðan nýttar, m.a. til að fá yfirsýn eða heildarmynd

af ríkjandi ástandi, dýpka skilning og draga úr óvissu og síðast en ekki síst til að

taka ákvarðanir um óbreytt ástand eða breytingar til að bæta árangur.2

1 Aðalnámskrá 1999:8

2 Gerður G. Óskarsdóttir 1999:6

Page 100: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Faglegt sjálfstæði skóla: Með faglegu sjálfstæði skóla er átt við að skóli móti

sjálfur faglegt starf sitt og sérstöðu innan ramma laga, þar með taldar reglugerðir og

aðalnámskrá, og stefnumörkun sveitarfélagsins.

Skólanámskrá: Í starfsáætlun skóla er birt stefna skólans og áætlun um

skólastarfið næsta skólaár sem byggir á leik- og grunnskólalögum, aðalnámskrá og

stefnumörkun sveitarfélagsins.

Framtíðarsýn: Framtíðarsýn á að segja til um hvar skipulagsheildin vill vera

eftir 5-10 ár, þ.e. huggerð mynd af æskilegri stöðu í framtíðinni. Hún á að vera

metnaðarfull en um leið auðskiljanleg öllum sem vilja starfa eftir henni. Tilgangur

og hlutverk skipulagsheildarinnar að leggja grundvöll framtíðarsýnar.

Framtíðarsýnin er skilgreind út frá hlutverki, leiðarljósi og gildum

skipulagsheildarinnar. Henni er ekki síst ætlað að blása lífi í stefnuna og gera hana

spennandi. Starfsmenn skipulagsheildarinnar þurfa að vita til hvers hann sinnir

starfinu, hverju hann er hluti af, að hann sé hlekkur í keðju sem má ekki slitna.

Farskólinn (FSNV): Markmið FSNV er að efla endur- og símenntun á

Norðurlandi vestra. Starfsemi skólans skal miðast við að auka starfshæfni og

vellíðan. FSNV skal leitast við að greina þarfir fyrir fræðslu á þjónustusvæði sínu

og einbeita sér jafnt að atvinnulífinu sem einstaklingum. FSNV skal, eftir fremsta

megni, koma á háskólanámi t.d. með fjarkennslusniði. Kennsluhættir skulu sniðnir

að þörfum nemenda hverju sinni. Til að ná markmiðum sínum skal skólinn sjálfur

standa fyrir námi eða gera um það samninga við aðrar fræðslustofnanir.

Page 101: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Bakgrunnsupplýsingar

Bakgrunnsupplýsingarnar eiga að gefa mér upplýsingar hvort að það sé marktækur

munur milli þessara breyta, eitthvað sem þyrfti að skoða sérstaklega og taka tillit til

í gerð skólastefnunnar.

Kyn:

Karlkyn

Kvenkyn

Aldur:

20-25

26-30

31-35

36-40

41-45

46-50

51-55

56-60

61-65

66-70

Staða:

Kennari

Leiðbeinandi

Skólaliði

Stjórnandi

Stuðningsfulltrúi

Page 102: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Menntun:

Grunnskólamenntun

Iðnmenntun

Stúdent

Er í réttindanámi

B.Ed.

Önnur háskólamenntun

Meistarapróf

Skóli:

Grunnskóli, færri nemendur en 100

Grunnskóli, fjöldi nemenda 100 til 200

Grunnskóli, fjöldi nemenda fleiri en 200

Leikskólar innan Sauðárkróks

Leikskólar utan Sauðárkróks

Tónlistarskóli Skagafjarðar

Starfsaldur í faginu:

0-5 ár

6-10

11-15

16-20

21 og meira

Page 103: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Spurningar

Sveitarfélagið / Fræðslunefnd / Skólaskrifstofa

1. Hve sammála eða ósammála ertu um að stefna sveitarfélagsins í fræðslumála

sé skýr?

2. Hve sammála eða ósammála ertu því að sveitarstjórnarmenn hafi þekkingu á

fræðslumála?

3. Hve sammála eða ósammála ertu því að metnaður sveitarfélagsins í að

byggja upp gott skólasamfélag sé mikill?

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 104: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

4. Hve sammála eða ósammála ertu því að það fjármagn sem varið er til

fræðslumála nýtist vel?

5. Hve sammála eða ósammála ertu því að Fræðslunefnd sýni mikinn áhuga á

málefnum skólans þíns?

6. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólinn þinn hafi aðgang að

skilvirkri stoðþjónustu?

7. Hve sammála eða ósammála ertu að skólaskrifstofan eigi að vera leiðandi í

skólaþróun?

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 105: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

8. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólaskrifstofan eigi að veita

skólunum þínum faglegt aðhald?

9. Hve sammála eða ósammála ertu því að þjónusta skólaskrifstofu við skólann

þinn nýtist vel?

10. Hve sammála eða ósammála ertu því að leikskólafulltrúi eigi að vera til

staðar hjá sveitarfélaginu?

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 106: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

11. Hve sammála eða ósammála ertu því að innkaup skólanna allra eigi að fara í

gegnum innkaupastjóra þar sem því er við komið?

12. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólinn þinn sé lifandi miðstöð í

sínu samfélagi?

Gæði skólastarfs

13. Hve sammála eða ósammála ertu því að stjórnendur og starfsmenn skólans

þíns hafi skýra framtíðarsýn um nám og uppeldi?

a. Ef ósammála, sleppa sp. 14

14. Hve sammála eða ósammála ertu því að framtíðarsýnin einkennist af

metnaði?

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 107: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

15. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólinn þinn sé eftirsóttur

vinnustaður sem hafi gæði starfsins að leiðarljósi?

16. Hve sammála eða ósammála ertu því að starfsfólk skólans þíns njóti

tækifæra til að auka við þekkingu sína og starfsþroska?

17. Hve sammála eða ósammála ertu því að nemendur í þínum skóla sýni jafnar

framfarir í námi á skólagöngu sinni?

a. Ef ósammála. Af hverju: (texti)

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 108: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

18. Hve sammála eða ósammála ertu því að starf foreldrafélaga í þínum skóla sé

gott í dag?

a. Ef ósammála. Af hverju: (texti)

19. Hve sammála eða ósammála ertu því að samstarf heimilis og skóla í þínum

skóla sé virkt í dag?

a. Ef ósammála. Af hverju: (texti)

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 109: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

20. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólinn þinn vinni skipulega að því

að auka þátttöku foreldra í skólastarfinu?

21. Hve sammála eða ósammála ertu því að fagmenntun kennara í skólanum

þínum sé mikil?

22. Hve sammála eða ósammála ertu því að kennsluaðferðir í skólanum þínum

séu fjölbreyttar?

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 110: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

23. Hve sammála eða ósammála ertu því að námsmat í skólanum þínum sé

fjölbreytt?

24. Hve sammála eða ósammála ertu því að markvisst sé vakin athygli á góðum

árangri kennara í skólanum þínum innan veggja hans?

25. Hve sammála eða ósammála ertu því að markvisst sé vakin athygli á góðum

árangri kennara í skólanum þínum utan veggja hans?

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 111: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

26. Hve sammála eða ósammála ertu því að metnaður kennara við skólann þinn

sé mikill?

27. Hve sammála eða ósammála ertu því að þróunarstarfi sé sinnt af metnaði í

skólanum þínum?

28. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólinn þinn sé í góðum tengslum

við samfélagið?

29. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólinn þinn sé í góðum tengslum

við atvinnulífið?

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 112: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

30. Hve sammála eða ósammála ertu því að nemendum líði vel í skólanum

þínum?

31. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólinn þinn hvetji nemendur til að

ná góðum árangri?

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 113: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

32. Hve sammála eða ósammála ertu því að þú hafir góða möguleika á ráðgjöf

og stuðningi innan skólans þíns þegar þú þarft á því að halda?

33. Hve sammála eða ósammála ertu því að nemendur í þínum skóla hafi

aðgang að námstækifærum við hæfi hvers?

34. Hve sammála eða ósammála ertu því að nemendur hafi aðgang að góðum og

fjölbreyttum valgreinum í þínum skóla?

a. Ef ósammála, af hverju (texti)

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 114: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

35. Hve sammála eða ósammála ertu því að metnaðarfull endurmenntunarstefna

sé í þínum skóla?

36. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólinn þinn hafi faglegt sjálfstæði?

37. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólahúsnæðið þitt uppfylli

nútímakröfur og þarfir nemenda?

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 115: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

38. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólahúsnæðið þitt uppfylli

nútímakröfur um skólastarf?

a. Ef “ósammála” , hvað þarf að bæta? (texti)

39. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólinn sem þú starfar í sé vel búinn

námsgögnum og -tækjum?

40. Hve sammála eða ósammála ertu því að aðstaða kennara sé góð í skólanum

þínum?

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 116: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

41. Hve sammála eða ósammála ertu því að skipulag skólalóðarinnar í þínum

skóla sé við hæfi nemenda?

a. Ef “ósammála”, hvað þarf að bæta? (texti)

42. Hve sammála eða ósammála ertu því að leiktæki á skólalóð í þínum skóla

uppfylli nútímakröfur?

43. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólastarfið í þínum skóla sé

sambærilegt við það besta á landinu?

a. Af hverju, hvort sem menn eru sammála eða ósammála: (texti)

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 117: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Samstarf skólastiga /-gerða

44. Hve sammála eða ósammála ertu að samstarf sé gott milli leikskóla og

grunnskólans?

45. Hve sammála eða ósammála ertu því að samstarf grunnskóla og leikskóla sé

stýrt af grunnskóla?

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 118: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

46. Hve sammála eða ósammála ertu því að samstarf sé gott milli skólans þíns

og framhaldsskóla?

47. Hve sammála eða ósammála ertu því að samstarf sé gott á milli skólans þíns

og Tónlistarskólans?

48. Hve sammála eða ósammála ertu því að samstarf sé gott á milli skólans þíns

og íþróttafélaganna?

49. Hve sammála eða ósammála ertu því að samstarf leikskólanna sé gott?

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 119: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

50. Hve sammála eða ósammála ertu því að samstarf grunnskólanna sé gott?

51. Hve sammála eða ósammála ertu því að frístundaskóli sé til góða fyrir

nemendur?

52. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólarnir samræmi

endurmenntunaráætlun sína?

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 120: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

53. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólarnir samnýti

fyrirlesara/kennara í endurmenntun þegar því er við komið?

54. Hve sammála eða ósammála ertu því að samstarf skólans sé virkt við

Farskólann?

55. Með hvaða hætti viltu sjá samstarf við Farskólann? (texti)

.

56. Hve sammála eða ósammála ertu því að auka eigi samstarf við KHÍ og HA?

a. Ef sammála – hvernig: (texti)

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 121: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

57. Hve sammála eða ósammála ertu því að samstarf sé gott á milli skólans og

félagsmiðstöðvarinnar?

58. Hve sammála eða ósammála ertu því að skólarnir eigi að samræma

skóladagatal skólanna?

a. Ef sammála, með hvaða hætti?

i. Vetrarfrí

ii. Starfsdaga

iii. Annakerfi

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Mjö

g ó

sam

mála

Ósam

mála

Óákveð

in / -in

n

Sam

mála

Mjö

g s

am

mála

Á e

kki v

Page 122: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

iv. Fleira: (texti)

.

Page 123: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

9.2 Framkvæmda- og tímaáætlun, ítarleg og í Gantt

riti

Maí/júní – 2006. Fræðslunefnd fer í greiningarvinnu, Svótgreiningu á

skólasamfélaginu og aðkomu sveitarfélagsins að því. Fundnir styrkleikar/veikleikar

og tækifæri/ógnanir. Sérstakur rýnihópur þverfaglegs fólks stofnaður (fulltrúar

skólastjórnanda grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla og skólaskrifstofu).

Rýnihópurinn fer í gegnum samskonar greiningarvinnu.

September 2006. Afrakstur greiningarvinnu nýttur í frekari þróun

spurningalistans ásamt öðrum gögnum, s.s. fyrirliggjandi gögn skóla, sveitarfélags

og úttekt Skólaþróunarsviðs HA á skóla og æskulýðsmálum í Vestmannaeyjum árið

2005 (Trausti Þorsteinsson o.fl. 2005).

Kynning á gerð og framkvæmd skólastefnugerðarinnar send öllum skólum.

Október. Spurningalistinn forprófaður, agnúar og aðrir vankantar lagaðir.

Tilkynnt til Persónuverndar að leggja eigi spurningalistann fyrir í leikskólum,

grunnskólum, tónlistarskóla Skagafjarðar og foreldraráðum skólanna.

Nóvember 2006. Kynning á spurningakönnuninni og fyrirlögn fer fram í

hverjum skóla. Höfundur fer á hverja starfsstöð til að kynna spurningalistann og

undirstrika mikilvægi þátttöku svarenda.

Desember 2006. Gert ráð fyrir því að úrvinnslu gagna ljúki mánuði eftir síðasta

skiladaga spurningalistans og niðurstöður afhentar Fræðslunefnd og rýnihópnum.

Með niðurstöður spurningalistans til hliðsjónar og fræði stefnumótunar að

leiðarljósi, athugasemdum fræðslunefndar, rýnihóps og hagnýtum samanburði

(Benchmarking) (Helgi Gestsson, 1998) á skólastefnum annarra sveitarfélaga og því

sem að sveitarfélagið Skagafjörður vill helst bera sig saman við eru lögð drög að

skólastefnu Skagafjarðar til fyrstu umræðu.

Janúar 2007. Drögin að skólastefnunni verða síðan lögð fyrir starfsfólk

skólanna og foreldraráð þar sem leitað verður eftir athugasemdum og ábendingum

og kallað eftir sjónarmiðum þeirra um í hvað það er sem einkennir góðan

skóla/skólasamfélag.

Febrúar. Teknar verða fyrir ábendingar og athugasemdir við endurskoðun

skólastefnunnar og hún aftur lögð fyrir fyrrgreinda aðila til frekari athugasemda og

ábendinga.

Page 124: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Mars. Skólastefnan kynnt á íbúaþingi í sveitarfélaginu. Tilgangur íbúaþings er

að skapa umræðu og auka áhuga almennings um skólastefnuna og skólamál almennt

og fá um leið gagnlegar athugasemdir sem gætu nýst í skólastefnugerðina.

Apríl. Skólastefnan lögð fyrir fræðslunefnd og sveitarstjórn til samþykktar.

Maí. Skólastefnan sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur gildi vor 2007.

Page 125: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

9.3 Skilgreiningar á hugtökum

Aðalnámskrá

Aðalnámskrá byggir á lögum um leik- og grunnskóla og hefur reglugerðarígildi.

Hún skilgreinir og lýsir sameiginlegum námsmarkmiðum sem leik- og grunnskólum

ber að stefna að. Aðalnámskrá myndar rammann utan um inntak námsins. Á grunni

hennar og stefnumörkunar sveitarfélagsins gera skólar starfsáætlanir sínar og/eða

skólanámskrár. Aðalnámskrá grunnskóla segir til um þann lágmarkstíma sem

skólum ber að bjóða nemendum í einstökum námsgreinum og námssviðum.3 Hún

gerir ráð fyrir að þorri nemenda eiga að geta náð flestum markmiðum

námskrárinnar á sama tíma. Ljóst er þó að einhver hluti nemenda ræður vel við

fleira og flóknari markmið en aðrir þurfa lengri tíma og laga þarf námið sérstaklega

að þeim. Aðalnámskrá leikskóla byggist á barnhverfri hugmyndafræði þar sem

þroski barnsins og þarfir eru þungamiðja. Einnig er hún ætluð til að tryggja gæði

leikskóla og jafna uppeldisstöðu barna.4 Markmið aðalnámskrár eiga því hvorki að

skoðast sem hámark eða lágmark.

Safnskóli

Safnskóli er skóli kallaður ef nemendur koma í hann á unglingastigi úr tveimur eða

fleiri yngri barna skólum.

Sjálfsmat skóla

Með sjálfsmati skóla er átt við faglegt, fjárhagslegt og stjórnunarlegt sjálfstæði

skóla til að útfæra þá stefnu sem mörkuð hefur verið af ríki (lög, reglugerðir og

aðalnámskrá), sveitarfélagi og með kjarasamningum. Skólinn ber ábyrgð á

framkvæmd ofannefndrar stefnumótunar. Sjálfsmat skóla er skipulagt heildarmat á

starfsemi skóla. Í lögum um grunnskóla nr. 66/1995 eru ákvæði um sjálfsmat skóla.

Upplýsingarnar er t.d. um framkvæmd, einkenni og útkomu. Upplýsingarnar sem

aflað er eru síðan nýttar, m.a. til að fá yfirsýn eða heildarmynd af ríkjandi ástandi,

3 Aðalnámskrá 1999:8

4 Aðalnámskrá leikskóla 1999:8

Page 126: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

dýpka skilning og draga út óvissu og síðast en ekki síst til að taka ákvarðanir um

óbreytt ástand eða breytingar til að bæta árangur.5

Með faglegu sjálfstæði skóla er átt við að skóli móti sjálfur faglegt starf sitt og

sérstöðu innan ramma laga, þar með taldar reglugerðir og aðalnámskrá, og

stefnumörkun sveitarfélagsins.

Með fjárhagslegu sjálfstæði er átt við að skóli ráðstafi því fjármagni sem hann

fær úthlutað við upphaf hvers almanaksárs innan ramma laga, kjarasamninga og

stefnumörkunar sveitarfélagsins (sjá rekstraráætlun skóla)

Með stjórnunarlegu sjálfstæði er átt við að skólar móti sjálfir skipulag og

stjórnun innan skólans og hafi ráðningu allra starfsmanna í höndum sínum.

Skólastefna

“Skólastefna er grundvöllur aðalnámskráa grunnskóla og framhaldsskóla. Með

hugtakinu skólastefna er því vísað til innra starfs í skólum, hins mikilvæga þáttar

sem snýr að hlutverki kennara og verkefnum nemenda. Í skólastefnu felst sá rammi

sem skólastarfi er settur af stjórnvöldum. Innan hennar rúmast aðalnámskrá,

skólanámskrár, stjórnarhættir í skólum og afstaða til prófa og inntökuskilyrða.

Lögum samkvæmt ber menntamálaráðherra að móta þennan þátt menntastefnunnar.

Skýr skólastefna er forsenda þess að góður árangur náist við gerð nýrrar námskrár

og að markmið skólastarfs séu skýr.”6

Skólanámskrá

Í starfsáætlun skóla er birt stefna skólans og áætlun um skólastarfið næsta skólaár

sem byggir á leik- og grunnskólalögum, aðalnámskrá og stefnumörkun

sveitarfélagsins.

Spurningalistar

Spurningalistar eru notaðir í spurningakönnunum (e. surveys) og skipulögðum

viðtölum (e. structured interviews). Mjög mikil vinna felst í því að búa til góðan

spurningalista. Á það m.a. við um uppröðun spurninga og orðun þeirra, fyrirmæli

um svörun og framsetningu alla. Því er sjálfsagt að nota fyrirliggjandi lista, annað

hvort innlenda lista eða þýdda erlenda lista. Ef saminn er nýr listi sem leggja á fyrir

5 Gerður G. Óskarsdóttir 1999:6

6 Alþingi 1997

Page 127: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

stóran hóp (t.d. 50 eða fleiri) þarf að forprófa hann einu sinni eða tvisvar á öðrum en

tilvonandi svarendum áður en hann fer í formlega notkun. Svarhlutfall þarf að vera

a.m.k. 75-80% ef útkoma á að gefa mynd af viðkomandi hópi.7

Rýnihópur

Rýnihópur er í raun viðtal við hóp í stað einstaklings. Þátttakendur, um 7 til 10 að

tölu, eru valdir vandlega með hliðsjón af markmiði og tilgangi matsins. Gæði þeirra

upplýsinga sem aflað er með rýnihópi eru mjög komin undir stjórnandanum sem

gegnir hlutverki spyrjanda og reynir að fá fram þekkingu, álit og reynslu aðila í

hópnum, auk þess sem hann greinir upplýsingarnar sem fram koma. Hópumræður

eru gjarnan endurteknar nokkrum sinnum.8

SPSS

Rannsóknargögn eru sett inní SPSS (Statistical Package of Social Sciences) tölfræði

úrvinnsluforrit.9

Úrtak og þýði

Hugtakið þýði sem dregið er af orðinu þjóð er skilgreint sem hópur einstaklinga eða

hluta með sameiginleg mælanleg einkenni. Úrtak er safn einstaklinga eða hluta sem

á kerfisbundinn hátt er valið úr skilgreindu þýði. Þessi hugtök geta verið afstæð.

Það sem í einu tilviki er þýði getur í öðru tilviki verið úrtak. Þannig eru t.d.

nemendur í tilteknum skóla úrtak úr þýðinu “íslensk skólabörn”. En nemendur þessa

sama skóla geta myndað þýði þar sem tiltekinn bekkur myndar úrtak.10

7 Gerður G. Óskarsdóttir 1999:12

8 Gerður G. Óskarsdóttir 1999:13

9 Kjartan Ólafsson 2003:131

10 Jón Þorvarðarson 2004:154

Page 128: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

9.4 Upplýsingar um skólana

9.4.1 Árskóli, Sauðárkróki

Fjöldi kennara: 44

Fjöldi nemenda: 460

Fyrsti barnaskóli á Sauðárkróki var stofnaður og hafin í honum kennsla 3. janúar

1882, en þá var tekið í notkun nýbyggt skólahús sem var á svipuðum slóðum og

Verslun Haraldar Júlíussonar er núna. Með auknum íbúafjölda varð skólahúsið brátt

of lítið og var þá ráðist í byggingu annars húss, sem tekið var í notkun í október

1908, og er það húsið sem Náttúrustofa Norðurlands vestra er í núna. Núverandi

húsnæði Árskóla við Freyjugötu var byggt 1947 og hýsti þá einnig

Gagnfræðaskólann og Iðnskóla Sauðárkróks allt til ársins 1968, er skólahúsið við

Skagfirðingabraut var tekið í notkun. Kennsla hófst í Gagnfræðaskólahúsinu við

Skagfirðingabraut haustið 1968. Fyrstu árin var kennsla gagnfræðastigsins og

Iðnskólans þar, en í dag fer þar fram kennsla 4. – 10. bekkjar. Barna- og

Gagnfræðaskólinn voru sameinaðir í einn skóla, Árskóla, vorið 1998. Haustið 2001

var tekin í notkun nýbygging við Árskóla við Skagfirðingabraut með 8 glæsilegum

kennslustofum og 3 litlum sérkennslustofum. Auk þess var miðrými skólans breytt

og útbúin ný og betri aðstaða fyrir starfsfólk og skrifstofu skólans. Nemendur

síðasta vetur voru 450 talsins.

Stefna og markmið Árskóla

Í Árskóla er unnið undir einkunnarorðunum lifa – leika – læra. Leitast er við að

hafa þau að leiðarljósi í öllu skólastarfinu, þar sem markmiðin eru:

· Að gefa öllum nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér

vinnubrögð, sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska.

Page 129: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Það gerum við með því að nota fjölbreyttar náms- og kennsluaðferðir sem höfða til

mismunandi þroska, áhuga og getu nemendanna. og með því að gera þá eins ábyrga

fyrir eigin námi og kostur er.

· Að auka sjálfstæði nemenda í námi og starfi, efla jákvæða sjálfsmynd þeirra og

auka hæfni þeirra í samskiptum við aðra.

Það gerum við með hvatningu og hrósi og með fjölbreyttri blöndu af einstaklings-

og hópverkefnum.

· Að búa nemendur undir virka þátttöku í þjóðfélagi okkar og vekja þá til

umhugsunar um það samfélag sem við búum í og hvernig þeir geta haft áhrif á

mótun framtíðar sinnar.

Það gerum við með yfirgripsmikilli lífsleiknikennslu og vel skipulagðri náms – og

starfsráðgjöf.

· Að koma til móts við nemandann á því þroskastigi, sem hann er á.

Það gerum við með stöðugu mati á árangri nemenda og viðbrögðum í samræmi við

það.

· Að gera skólann að aðlaðandi og hlýlegum vinnustað, þannig að nemendum líði

vel í skólanum og þeir öðlist þá tilfinningu að hann sé öruggur samastaður í leik og

starfi.

Það gerum við með vel skipulögðu neti umsjónarkennara, metnaðarfullum

skólaliðum, ítarlegri eineltisáætlun og öflugu samstarfi heimilis og skóla.

9.4.2 Varmahlíðarskóli

Fjöldi kennara: 14

Fjöldi nemenda: 123

Eins og nafnið gefur til kynna er skólinn í Varmahlíð í Skagafirði. Í Varmahlíð

búa um 150 manns og er þorpið þjónustukjarni fyrir sveitirnar í kring. Skólinn sem

slíkur var stofnaðu árið 1973. Þá gerðu 10 sveitarfélög í Skagafirði með sér

Page 130: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

samstarfssamning um uppbyggingu og rekstur heimavistarskóla í Varmahlíð. Þetta

voru allir dreifbýlishrepparnir í Skagafirði að Lýtingsstaða-, Rípur- og

Skefilsstaðahreppi undanskildum. Árið 1974 tók skólinn til starfa í samræmi við

grunnskólalögin sem þá voru í gildi. Hann starfar samkvæmt gildandi lögum um

barna- og unglingafræðslu í landinu og hefur tekið breytingum samfara breytingum

á þeim. Skólahald í Varmahlíð á sér lengri sögu. Þegar uppbygging

héraðsskólanna út um allt land stóð sem hæst, fengu Skagfirðingar úthlutun úr

ríkissjóði til byggingar héraðsskóla í Varmahlíð. En vegna óeiningar og

ósamkomulags heima fyrir misstu þeir fjárveitinguna úr greipum sér og ekkert varð

úr stofnun skólans. Barna- og unglingaskóli var starfandi í Varmahlíð frá árinu

1967, þangað til Varmahlíðarskóli tók til starfa. Barnaskólinn var fyrir Seyluhrepp

og unglingaskólinn að auki fyrir Akra-, Skarðs- og Staðarhrepp. Skólahaldið fór

fram í Félagsheimilinu Miðgarði fyrstu árin. Árið 1975 flutti skólinn í eigið

húsnæði sem hefur verið í stöðugri uppbyggingu og mótun síðan. Eftir sameiningu

sveitarfélaga í Skagafirði standa Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur að

rekstri skólans. Varmahlíðarskóli er fyrir nemendur 1. -10. bekk. Síðasta vetur voru

nemendur 130 talsins. Breytingar verða næsta vetur en þar sem að Akraskóli hefur

verið lagður niður þá koma allir nemendur hreppsins í Varmahlíðarskóla. Síðasta

vetur voru í Akraskóla 25 nemendur í 1. – 7. bekk.

Stefna skólans

Í Varmahlíðarskóla er þess vænst að nemendur sýni dugnað og samviskusemi í öllu

námi. Framganga þeirra einkennist af háttvísi, prúðmennsku og drenglyndi.

Nemendur leggi rækt við manngildi og mannkærleika, - sjálfum sér og samfélaginu

til heilla.

9.4.3 Grunnskólinn Hofsósi og Sólgarðaskóli

Fjöldi kennara, GSH: 13

Fjöldi nemenda, GSH: 43

Fjöldi kennara, Sólgarðaskóla: 2

Fjöldi nemenda, Sólgarðaskóla: 12

Grunnskólinn Hofsósi, GSH, er heildstæður skóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk.

Skólinn er safnskóli fyrir nemendur 9.-10. bekk frá Grunnskólanum að Hólum og

Page 131: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

8.- 10. bekk frá Sólgarðaskóla úr Fljótunum. Skólastjóri Grunnskóla Hofsóss hefur

einnig umsjón með rekstri Sólagarðaskóla. Nemendur voru 43 veturinn 2005-2006.

Hluti þeirra nemenda kemur frá sveitabæjum í nágrenni Hofsóss. Fjórir nemenda

skólans eru í vistun eða styrktu fóstri vegna vandamála heima fyrir. Þetta er hátt

hlutfall af nemendafjöldanum og kallar á sértækar aðgerðir. Sólgarðaskóli er í

Fljótunum. Hann er fyrir nemendur 1. – 7. bekkjar, eldri nemendur fara í

Grunnskólann Hofsósi. Síðasta vetur voru 12 nemendur og tveir kennarar. Þar sem

að nemendur GSH koma víða að þá kallar það á all flókinn skólaakstur sem um leið

bindur hendur þeirra sem vilja bjóða upp á eitthvað starf eftir skóla. Þó er boðið upp

á skipulagða starfsemi félagsmiðstöðvar alla miðvikudaga og tónlistarnám fléttast

inn í starf skólans. Allir kennarar sem kenna bóklegar greinar eru kennaramenntaðir

og hafa flestir nokkra reynslu að baki. Aðrir sem kenna eru mjög hæfir

leiðbeinendur. Enginn kennaranna hefur sérkennslumenntun og stendur það

skólanum fyrir þrifum, bæði vegna vistunarnemenda og einnig vegna fjölda

nemenda sem eiga við ýmiskonar námsörðugleika að stríða. Vegna fámennis er

samkennsla hjá 1.-4. bekk, 5.-6. bekk og 7.-8. bekk. 9. og 10. bekkur eru

fjölmennari og er þeim því kennt sjálfstætt fyrir utan valgreinar. Skólinn býr við

aðstöðuleysi hvað varðar íþróttaiðkun. Leikfimitímar fara fram í félagsheimilinu

Höfðaborg og sundnámskeið er haldið á haustin. Umhverfi Hofsóss er fallegt,

nálægðin við sjóinn og sveitirnar gefa ýmsa möguleika í skólastarfinu auk safna s.s.

Vesturfarasetursins og sögulegs vettvangs Skagafjarðar í sögu og menningu

landsins. 11

Framtíðarsýn

Grunnskólinn Hofsósi verði framsækið og metnaðargjarnt skólasamfélag, í góðu

samstarfi við heimilin, þar sem nemendur öðlast þroska og menntun við hæfi.

Grunnskólinn Hofsósi bjóði upp á kjörumhverfi til náms með hvetjandi

starfsumhverfi, hæfileikaríku og menntuðu starfsfólki og virkum tengslum við

grenndarsamfélagið.

Stefna

11

Grunnskólinn Hofsósi. 2005

Page 132: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Í aðalnámskrá segir:

Lög um grunnskóla gefa sveitarfélögum og skólum verulegt svigrúm

til að skipuleggja nám í samræmi við þarfir og aðstæður á hverjum

stað en meginstefnan, sem kemur fram í lögum og aðalnámskrá, er sú

að allir nemendur eigi þess kost að stunda nám í heimaskóla sínum.

Þannig fær skólinn svigrúm til þess að móta sína eigin stefnu, innan ramma

grunnskólalaganna, samkvæmt þeim hugmyndum sem starfsfólk stofnunarinnar

hefur um það hvaða kennsluhættir og skipulag henti best til að uppfylla þær kröfur

og væntingar sem til skólans eru gerðar. Þessa stefnu ber skólanum að vinna og

birta í skólanámskrá.

Stefna Grunnskólans Hofsósi er eftirfarandi:

Grunnskólinn Hofsósi er vinnustaður þar sem öllum á að líða vel og

gagnkvæmt traust og virðing á að ríkja milli manna.

Í skólanum er unnið að því að nemendur þroski með sér sjálfsöryggi og

sjálfsaga, skapandi og gagnrýna hugsun.

Lögð er áhersla á að hæfileikar og færni hvers og eins fái notið sín í leik og

starfi og að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð og ábyrga afstöðu

gagnvart námi sínu sem jafnframt stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar

og þroska.

Mikilvægt er að starfið mótist af metnaði og hvatningu til sjálfstæðra verka

og aukinnar víðsýni, þar sem hver og einn fær notið sín á eigin forsendum.

Í skólastarfi á að ríkja fjölbreytni í markmiðum og vinnubrögðum. Við val á

kennsluaðferðum og viðfangsefnum verður að taka tillit til markmiða sem

stefnt er að, aldurs, þroska og námsumhverfis.

Til að tryggja enn frekar farsælt nám og góða líðan telur skólinn afar

mikilvægt að eiga gott samstarf við heimili nemendanna. Foreldrar og

forráðamenn þekkja börnin sín betur en nokkur annar og eru í raun

sérfræðingar í eigin börnum. Með farsælu samstarfi heimilis og skóla þar

sem sérþekking foreldra á börnum sínum og sérþekking kennara á skipulagi

náms og kennslu fléttast saman í námi hvers barns sköpum við góðan skóla

þar sem börnin afla sér þekkingar og komast til aukins þroska í öruggu

umhverfi þar sem þeim líður vel.

Page 133: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Einkunnarorð

Í lögum um grunnskóla segir að grunnskólinn skuli leitast við að haga störfum

sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska,

heilbrigði og menntun hvers og eins. Þar er markmið grunnskóla að búa nemendur

undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Með framangreinda

stefnu að leiðarljósi auk þeirra gilda sem Grunnskólinn Hofsósi vill tileinka sér eru

einkunnarorð skólans og um leið hugmyndafræði hans mörkuð.

VÍÐSÝNI – SAMKENND – VIRÐING

Þessi þrjú orð eru einkunnarorð skólans, þau byggja á gildum og leiðarljósi

skipulagsheildarinnar og endurspegla stefnu hans og leiðir að helstu markmiðum.

9.4.4 Grunnskólinn að Hólum

Grunnskólinn að Hólum er með nemendur í 1.-8.bekk. Eldri nemendur fara í

Grunnskólann Hofsósi.

Fjöldi kennara: 4

Fjöldi nemenda: 35

Stefna skólans

Við viljum efla vellíðan, öryggi og sjálfstraust nemenda

m.a. með því að hafa umhverfið hvetjandi til leiks og starfs, innan húss sem utan.

Við reynum að hafa námsefni fjölbreytt og vinnubrögð sveigjanleg. Við

viðurkennum að einstaklingarnir eru misjafnir og við reynum að haga skólastarfinu

í samræmi við þarfir og hæfileika hvers og eins. Það er stefna okkar að nýta

umhverfi okkar í kennslunni, söguna, náttúruna og sveitina. Við viljum að kurteisi

og tillitsemi einkenni samskipti þeirra sem í skólanum eru við nám og störf.

Að því vinnum við m.a. með því

• að koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

Page 134: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

• að hlusta á nemendur og virða skoðanir þeirra.

• að umgangast nemendur af virðingu. Þá eru meiri líkur á, að nemendur beri

virðingu fyrir sjálfum sér og samnemendum sínum.

• að temja nemendum að hlusta á frásagnir annarra.

• að hvetja nemendur til að virða skoðanir annarra. Það gerir þá víðsýnni og

minnkar líkur á vandamálum.

Við viljum byggja nemendur upp til að axla ábyrgð

• á námi sínu

• á gerðum sínum

• á umgengni sinni

Að því vinnum við m.a. með því

• að hafa reglu á heimanámi.

• að treysta nemendum. Enginn getur borið ábyrgð, ef honum er aldrei treyst.

• að halda skólahúsnæðinu vel við og bjóða nemendum upp á snyrtilegan

vinnustað. Það er sjálfsögð virðing við nemendur og eykur líkur á, að þeir gangi

vel um.

• að fylgja skólareglum.

9.4.5 Tónlistarskóli Skagafjarðar

Fjöldi kennara: 15

Fjöldi nemenda: 328

Tónlistarskólinn á Sauðárkróki og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu voru sameinaðir

í einn skóla undir nafninu Tónlistarskóli Skagafjarðar í kjölfar sameiningar

sveitarfélaganna 1996.

Starfstími skólans eru 9 mánuðir og heildarfjöldi kennslustunda á viku 265 klukku-

stundir, lengd hverrar kennslustundar er 60 mín. Kennsla fer fram á sex stöðum,

Sauðárkróki, Varmahlíð, Akraskóla, Hólum, Hofsósi og Sólgörðum.

Page 135: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

9.4.6 Leikskólar

Fjöldi kennara: 40

Fjöldi nemenda: 137

Sveitarfélagið Skagafjörður rekur fjóra leikskóla og þar dvelja um 220 börn á

aldrinum 1 – 6 ára. Allir leikskólarnir byggja starf sitt á lögum um leikskóla,

reglugerð og Aðalnámskrá leikskóla sem tók gildi frá og með júlí 1999. Hver skóli

fer þó sína leið að settum markmiðum. Leikskólarnir nota flestir valkerfi sem

ramma utan um frjálsa leikinn og flestir vinna með ákveðið þema í lengri eða

skemmri tíma.

Leikskólinn Glaðheimar, Sauðárkróki

Markmið Glaðheima er að skapa börnunum fjölbreytar aðstæður við nám og

leik, sem eflir þau einstaklingslega og félagslega. Aðstæður sem örva alla

þroskaþætti, ýta undir sjálfstæði, sjálfsöryggi, frumkvæði, gleði og vellíðan

barnanna. Börn og starfsfólk komi glöð, séu ánægð og fari sátt.

Einkunnarorð leikskólans eru: GLEÐI - VINÁTTA – VELLÍÐAN

Árvist 5 ára deild (skólahópur Glaðheima og Furukots)

Leikskólinn Furukot, Sauðárkróki

Á Furukoti er lögð áhersla á:

Nám í gegnum leik.

Hlýlega og trausta umönnun.

Að gagnkvæm virðing ríki milli barna og starfsfólks.

Að starfsfólk leggi sig fram við að þekkja sérkenni hvers barns og komi til

móts við þarfir þess.

Að hafa fáar reglur og þeim sé fylgt eftir þannig að börnin viti að hverju þau

ganga á hverjum degi.

Að samvinnan við heimilið sé sem best.

Að börnin læri að vera saman og vinna saman.

Page 136: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Námssvið leikskólans

Með aðalnámsskrá fyrir leikskóla að leiðarljósi eru helstu áhersluþættir í

leikskólastarfinu:

LEIKUR - VINÁTTA - SKÖPUN

Krílakot - yngstu nemendur Furukots

Leikskólinn Birkilundur, Varmahlíð

Leikskólinn Birkilundur vinnur eftir aðalnámskrá leikskóla.

Helstu áhersluatriðin eru að styðja við frjálsa leikinn, skapandi starf og

félagslega færni.

Leikskólinn Tröllaborg er rekinn á þremur starfsstöðvum:

Leikskólinn Tröllaborg vinnur eftir aðalnámskrá leikskóla.

Aðaláhersla er á frjálsa leikinn, skapandi starf og félagsleg færni, með það

að markmiði að hver einstaklingur fái notið sín sem best.

Brúsabær

Hólum í Hjaltadal

Barnaborg

Hofsós

Leikskólinn Sólgörðum

Fljót

Page 137: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

9.5 Skólastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Hlutverk

Hlutverk skóla í Skagafirði er að búa nemendur undir líf og starf í

lýðræðisþjóðfélagi í samvinnu við heimilin. Skólar í Skagafirði skulu hafa lýðræði,

umburðarlyndi og víðsýni að leiðarljósi í öllum sínum störfum.

Skólar í Skagafirði eiga að stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun

hvers og eins. Skólastarf skal einkennast af gagnkvæmri virðingu og vellíðan allra.

Skólar í Skagafirði eiga að veita nemendum jafngild tækifæri til að afla sér

þekkingar og leikni. Skólastarf skal leggja grundvöll að sjálfstæðri, skapandi

hugsun og samstarfshæfni nemenda.

Framtíðarsýn

Skólar í Skagafirði verði framsækin og metnaðargjörn skólasamfélög. Þeir bjóði

upp á kjörumhverfi til náms í góðu samstarfi við heimilin og grenndarsamfélagið,

þar sem nemendur öðlist þroska og menntun við hæfi.

Nemendur séu vel undir framtíðina búnir, með góðan bóklegan, verklegan og

félagslegan grunn. Skólagangan sé heildstæð og skólastig og -gerðir tengist saman

með þarfir nemenda að leiðarljósi.

Nemendur hafi ánægju af námi, beri virðingu hver fyrir öðrum og séu öruggir í

heilbrigðu og hvetjandi skólaumhverfi.

Skólar í Skagafirði hafi yfir að ráða hæfileikaríku og vel menntuðu starfsfólki

og hvetjandi starfsumhverfi. Skagfirðingar séu stoltir af skólum sínum

Page 138: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

Nám og kennsla (A) Skagfirskir skólar

A1- hafi vellíðan nemenda og hamingju að leiðarljósi

Markmið skagfirskra skóla eru:

o að stuðla að heilbrigði skólabarna, jafnt andlegu, félagslegu sem

líkamlegu með því að:

vinna eftir heildstæðri lífsleikniáætlun sem allir taka þátt í

gefa nemendum og starfsfólki kost á hollri máltíð á starfstíma

skólans

fylgja leiðbeiningum Lýðheilsustöðvar

hafa markvissa stefnu þar sem almenn hreyfing og útivist er

hluti námskrár

o að nemendur finni fyrir öryggi í skólanum með því að:

vinna markvisst að vellíðan nemenda

eineltisáætlun sé fylgt

vináttutengsl innan hópa og milli aldursstiga séu ræktuð með

skipulegum hætti

forvarnarstefna sé mótuð og henni fylgt eftir

áfallaáætlun sé mótuð og henni fylgt eftir

A2 - bjóði upp á góða menntun við hæfi sérhvers nemanda

Markmið skagfirskra skóla eru:

o að stuðla að fjölbreytni í náms- og kennsluháttum sem leiði til

árangurs með því að:

beina sjónum að námi hvers nemanda og haga kennslu í

samræmi við það

skapa svigrúm til þess að nemendur geti stundað nám á eigin

hraða

stuðla að samstarfi við framhaldsskóla um nám í einstökum

áföngum

stuðla að samstarfi skóla um námslega og félagslega þætti

bjóða upp á fjölbreyttar valgreinar sem tengja nám, atvinnulíf

og samfélag

leggja áherslu á samvinnu, þemanám, fjölbreytt vinnubrögð,

sköpun og frumkvæði

þróa sveigjanlega kennsluhætti og fjölbreytt námsmat

kenna námstækni og þjálfa nemendur í að beita henni

o að börn og unglingar starfi án aðgreiningar með því að:

í skólunum sé þekking til að sinna öllum nemendum

jafnréttisstefna /-áætlun sé til í skólunum

starfsfólk skólanna tileinki sér fjölmenningarlegt viðhorf

nemendaverndarráð starfi við hvern skóla

Page 139: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

o að nemendur fái hvatningu til náms í samræmi við þroska og áhuga

með því að: einstaklingsnámskrá sé lögð til grundvallar námi og kennslu

nemenda með skilgreind frávik

viðfangsefni séu þróuð til að koma til móts við bráðgera

nemendur

námsframboð sé þróað í átt að verkefnum sem taki mið af

áhugasviði og stöðu einstaklinga

starfsfólk hvetji nemendur og sé vakandi yfir þörfum þeirra

o að nota fjölbreyttar leiðir við námsmat, sem nýtist markvisst til

leiðsagnar, með því að:

námsmarkmið séu nemendum og foreldrum ljós

kennarar nýti leiðsagnarmat

kennarar þekki leiðir til að meta stöðu og þroska nemenda

greinandi próf og mat á námsstöðu séu nýtt með markvissum

hætti

A3 - leggi áherslu á ástundun, námsárangur og vitneskju allra um eigin

ábyrgð og skyldur

Markmið skagfirskra skóla eru:

o að auka færni nemenda í ákvarðanatöku og, sjálfstæðri og skapandi

hugsun með því að:

nemendur setji sér markmið og árangursviðmið

ýta undir sjálfstæði nemenda og efla skapandi hugsun

nemendur meti eigin árangur

nemendur starfi samkvæmt einstaklingsáætlun sem þeir geri í

samstarfi við kennara og foreldra

o að árangur og vinnubrögð í námi og starfi, verði metin og

endurskoðuð reglulega með því að:

þeir móti sér stefnu um árangur þar sem lögð sé áhersla á að

námsframvinda hvers nemanda sé í samræmi við getu hans

og þroska

vinna nemenda sé metin reglulega

o að leggja áherslu á að rækta með nemendum sjálfstæð vinnubrögð og

félagslega færni með því að:

samskipta- og umgengnisreglur séu skýrar

nemendur beri ábyrgð á náminu og taki virkan þátt í mótun

skólastarfs

skilningur sé á ólíkum þroska og námsleiðum barna

A4 – leggi rækt við sérstöðu skólaumhverfis síns, náttúrufar, sögu og

menningu heimabyggðar

Markmið skagfirskra skóla eru:

Page 140: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

o að nemendur verði fróðir um náttúrufar, sögu og menningu

Skagafjarðar með því að:

grenndarkennsla sé tengd við almennt nám

leiða sé leitað til að nám fari að hluta til fram utan skólans

möguleikar samfélagsins, svo sem menningar-, lista- og

vísindastofnanir, séu nýttar til náms

o að sinna umhverfismálum á fjölbreyttan hátt með því að:

móta sér umhverfisstefnu

taka þátt í Grænfánaverkefni

Starfsumhverfi (B) Skagfirskir skólar

B1 - bjóði nemendum samfelldan vinnudag sem skiptist í frjálsan leik,

bóklegt nám, verklega þjálfun, iðkun lista og tómstundastarf

Markmið skagfirskra skóla eru:

o að samfella verði í starfsemi skóla, skólastiga, skólagerða og

æskulýðsfélaga með því að:

samráð verði haft um skipulag skólastarfs og frístundastarfs

séð verði um samgöngur frá skóla til frístundastarfs

yngri nemendur eigi kost á heilsdagsvistun alla virka daga

o að efla samvinnu og tengingu skóla við íþrótta- og æskulýðsfélög,

menningarstofnanir og atvinnulíf með því að:

nýta skólahúsnæði til frístundastarfsemi nemenda

bjóða listastofnunum, menningar- íþrótta- og

æskulýðsfélögum að kynna starfsemi sína í skólunum

skapa nemendum og eldri borgurum tækifæri til samstarfs

B2 - leggi áherslu á að þar starfi áhugasamt, vel menntað starfsfólk sem

hefi velferð nemenda að leiðarljósi

Markmið skagfirskra skóla eru:

o að hækka hlutfall fagmenntaðra starfsmanna með því að:

styðja og hvetja starfsmenn til menntunar

styðja markvisst við nýliða í starfi með leiðsögn og

handleiðslu

o að stuðla að starfsþróun og efla fagmennsku með því að:

hafa starfsmannaviðtöl reglulega

skipuleggja öfluga endurmenntun starfsmanna

skólar sveitarfélagsins hafi samráð um endurmenntun

starfsmanna

efla frumkvæði starfsmanna og hvetja til nýbreytni

Page 141: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

o að starfsmenn taki þátt í mótun starfs og stefnu skólanna með því að:

taka þátt í endurskoðun skólanámskrár

taka þátt í sjálfsmati skólanna

gera áætlanir um þá þætti sem þarf að efla

B3 – séu eins vel búnir og öruggir og best verður á kosið, svo

skólastarfið og staðblærinn geti blómstrað og nemendum og starfsfólki

líði vel

Markmið skagfirskra skóla eru:

o að stuðla að ánægju, öryggi og vellíðan starfsmanna í starfi með því

að: móta starfsmannastefnu hvers skóla í samræmi við

starfsmannastefnu sveitarfélagsins

skipurit sé til fyrir starfsemina

starfslýsingar séu til fyrir alla starfsmenn skólanna

styðja og hvetja starfsmenn til líkamsræktar

skapa sem bestan starfsanda

o að starfsmenn og nemendur hafi góða vinnuaðstöðu með því að:

skólarnir séu búnir góðum kennslutækjum og áhöldum og

tryggð sé eðlileg endurnýjun þeirra

skólarnir séu gerðir hlýlegir og vistlegir

o að tryggja að húsnæði, leiksvæði og tæki séu við hæfi nemenda og

starfsfólks með því að:

gera aðkomu að skólunum örugga

afmarka leiksvæði vel frá umferð ökutækja

hanna húsnæði og útileiksvæði með þarfir og aðgengi

nemenda og starfsmanna í huga

forgangsraða viðhaldsverkefnum til lengri tíma

uppfylla kröfur um öryggi húsnæðis og leiksvæða

o að stuðla að þvi að starfsmenn og nemendur starfi í öruggu umhverfi

með því að: gera rýmingaráætlanir fyrir skólana

þjálfa starfsfólk og nemendur í viðbrögðum við hættu og

fyrstu hjálp

Samskipti (C) Skagfirskir skólar

C1 – vinni markvisst með foreldrum og veiti þeim tækifæri til þátttöku í

skólastarfinu

Markmið skagfirskra skóla eru:

Page 142: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

o að virkja foreldra til þátttöku í námi og starfi barna sinna með því

að: starfa með foreldraráðum og skólaráðum

foreldrasamstarf sé skilgreint í skólanámskrám

leita markvisst eftir mati foreldra á skólastarfi

taka þátt í markmiðasetningu barna sinna og mati á árangri

styðja við heimanám

o að gagnkvæm og virk upplýsingamiðlun verði á milli heimila og

skóla með því að:

foreldrar séu upplýstir um skólastarfið

heimasíður skólanna séu upplýsandi og foreldraráð/skólaráð

geti nýtt þær til upplýsingagjafar

fjölbreyttar leiðir séu farnar í foreldrasamstarfi

C2 - leggi áherslu á að mat á skólastarfi nýtist til að tryggja þróun og

umbætur

Markmið skagfirskra skóla eru:

o að nota sjálfsmat og ytra mat til að greina, meta og þróa starf

skólanna með því að:

þeim standi til boða ráðgjöf og reglulegar ytri úttektir

nýta sjálfsmatsaðferðir sem meta alla starfsþætti

nýta niðurstöður matsins til leiðsagnar og þróunarstarfs

C3 – starfi saman á forsendum allra skólagerða og -stiga

Markmið skagfirskra skóla eru:

o að stuðla að öflugu samstarfi skólanna með því að:

tryggja upplýsingastreymi milli skólanna

huga sérstaklega að aðstæðum þegar nemendur flytjast milli

skóla og/eða skólastiga

virkja og nýta sérþekkingu starfsmanna

samræma faglega þætti í skólastarfinu

efla samstarf nemenda

skilgreina áherslur í samstarfi í skólanámskrám

leggja áherslu á samvinnu um símenntun

samræma skóladagatöl

stjórnendur skólanna hittist að minnsta kosti tvisvar á ári

C4 - veiti foreldrum, nemendum og starfsfólki stuðning og ráðgjöf

vegna skólastarfs

Markmið skagfirskra skóla og skólaskrifstofu eru:

o að styðja fjölskyldur nemenda við uppeldi og menntun þeirra með

því að:

gefa forráðamönnum nemenda kost á fræðslu, ráðgjöf og

stuðningi

greiður aðgangur sé að fagfólki og upplýsingum um úrræði

Page 143: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

taka þátt í samstarfi þeirra sem koma að málefnum einstakra

barna og málefnum barna almennt

o að styðja faglegt starf skólastjórnenda og starfsmanna með því að:

veita kennurum og öðru starfsfólki ráðgjöf

veita skólastjórnendum rekstrarlega ráðgjöf

tryggja skilvirkar greiningar og ráðgjöf viðeigandi

sérfræðinga

stuðla að þróun í skólastarfi með leiðsögn, námskeiðum og

fyrirlestrum

hafa yfirsýn yfir þá endur- og símenntun sem býðst

starfsmönnum skólanna heima í héraði og stuðla að því að

sem flestir geti nýtt sér fræðsluna

o að fylgjast með gæðum skólastarfs og stuðla að leiðum til að auka

þau með því að:

veita ráðgjöf vegna sjálfsmats og ytra mats

vinna markvisst úr upplýsingum svo sem sjálfsmati,

niðurstöðum samræmdra prófa og öðrum upplýsingum sem

nýtast til eflingar skólastarfs

Page 144: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

9.6 Stefnukort skólastefnunnar

Page 145: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson

9.7 Skorkort skólastefnunnar

Page 146: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson
Page 147: Skólamál í Skagafirði Skólastefna Ed... · 2018. 10. 12. · Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor - framhaldsbraut Skólamál í Skagafirði Skólastefna Jón Rúnar Hilmarsson