sigurbjörg sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

28
Haustfundur Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga með Umhverfisstofnun, Matvælastofnun, umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti 13. október 2010 Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Upload: calais

Post on 15-Jan-2016

36 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Haustfundur Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga með Umhverfisstofnun, Matvælastofnun, umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti 13. október 2010. Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti. Lagafrumvörp sem umhverfisráðherra hyggst flytja á 139. löggjafarþingi 2010 - 2011. - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Haustfundur Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga með Umhverfisstofnun, Matvælastofnun, umhverfisráðuneyti

og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti13. október 2010

Sigurbjörg Sæmundsdóttirumhverfisráðuneyti

Page 2: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Lagafrumvörp sem umhverfisráðherra hyggst flytja á 139. löggjafarþingi 2010 - 2011

Page 3: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Frumvarp til laga um mannvirki

Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á byggingarþætti skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir nr. 75/2000

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem gera þarf á lögum um brunavarnir til samræmis við frumvarp til laga um mannvirki auk annarra breytinga í ljósi reynslu af framkvæmd laganna.

Page 4: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Frumvarp til laga vegna innleiðingar á INSPIRE

Markmið frumvarpsins er að innleiða tilskipun 2007/2/EB, um stofnun innra skipulags fyrir staðbundnar landupplýsingar innan Evrópusambandsins (INSPIRE) í íslensk lög.

Page 5: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Frumvarp til laga um stjórn vatnamála

Markmið frumvarpsins er að innleiða tilskipun 2000/60/EB um aðgerðarramma bandalagsins um stefnu í vatnsmálum í íslensk lög.

Page 6: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 44/1999

Frumvarpið felur í sér breytingu á 17. gr., 37. gr. og 41. gr. laga um náttúruvernd sem varðar m.a. akstur utan vega, sérstaka vernd jarðmyndana og vistkerfa og

innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lífvera.

Frumvarp til laga um náttúruvernd

Heildarendurskoðun laganna.

Page 7: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Frumvarp til laga um fullgildingu Árósasamningsins

Með frumvarpinu er ætlunin að fullgilda Árósasamninginn, um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum frá 1998

Page 8: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002

Frumvarpið mælir fyrir um breytingar á upphæð úrvinnslugjalds á tiltekna vöruflokka.

Page 9: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni og lögum nr. 45/2008 um efni og efnablöndur

Innleiðing á reglugerð (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna. Reglugerðin gerir kröfur um samræmdar reglur um merkingu, flokkun og umbúðir efna á EES-svæðinu.

Page 10: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Frumvarp til laga um umhverfisábyrgð

Markmið frumvarpsins er að tryggja að sá sem ábyrgð ber á umhverfistjóni eða yfirvofandi hættu á umhverfistjóni komi í veg fyrir tjón ef tjón hefur orðið og beri kostnað af ráðstöfunum sem af því leiða.

Með frumvarpinu er ætlunina að innleiða tilskipun 2004/35/EB, um umhverfisábyrgð, í íslensk lög.

Page 11: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003 meðhöndlun úrgangs

Frumvarpið felur í sér innleiðingu nokkurra EB-gerða - tilskipun 2006/66/EB um rafhlöður og rafgeyma og tilskipun 2006/21/EB um námuúrgang.

Einnig mun í frumvarpinu vera mælt fyrir um framleiðendaábyrgð á

drykkjarvöruumbúðir með skilagjaldi og nauðsynlegar breytingar tengdar framkvæmd framleiðendaábyrgðar á raf- og rafeindatæki.

Page 12: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Frumvarp til breytingar á lögum um hollustuhætti og

mengunarvarnir nr. 7/1998

Frumvarpið varðar breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er varðar eftirlit með starfsleyfisskyldri starfsemi.

Page 13: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004

Frumvarpið er til innleiðingar á tilskipun 2005/35/EB um mengun frá skipum og samræmd refsiákvæði vegna brota. Jafnframt mælir frumvarpið fyrir um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda, um viðbragðsaðila og lágmarks mengunarvarnabúnað í höfnum.

Page 14: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Nýjar reglugerðir

Page 15: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Reglugerð um styrk brennisteinsvetni í andrúmslofti

Markmiðið að draga úr mengun frá jarðhitavirkjunum og mögulegum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks.

Vegna ríkra hagsmuna almennings er lögð áhersla á að setja hámarksreglur um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti.

Reglugerðin er fyrsta skrefið í að draga úr mengun frá jarðvarmavirkjunum. Í ráðuneytinu er nú verið að meta hvort setja þurfi fyrirtækjum sérstök losunarmörk sem yrðu strangari en mörk um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti.

Page 16: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Reglugerð um kjölfestuvatn

Markmið reglugerðarinnar að koma í veg fyrir að framandi lífverur og meinvaldar, svo sem veirur og sýklar, berist með kjölfestuvatni til hafsvæða og stranda umhverfis Ísland með því að takmarka losun þess.

Page 17: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum

Reglugerðin gildir um búnað, hreinlæti og þrif á sund- og baðstöðum og í nánasta umhverfi þeirra, hreinsun og sótthreinsun baðvatns, aðbúnað gesta, öryggi og mengunarvarnir.

Ákvæði reglugerðarinnar gilda um alla sund- og baðstaði sem almenningur hefur aðgang að. Reglugerðin gildir einnig um baðstofur og setlaugar sem reknar eru í tengslum við annan atvinnurekstur sem er eftirlitsskyldur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Undanskilin ákvæðum reglugerðarinnar eru sundlaugar og setlaugar við eða í heimahúsum og frístundahúsum, sem eingöngu eru ætlaðar til einkanota. Reglugerðin gildir ekki um sjóböð og náttúrulaugar.

Page 18: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Væntanlegar reglugerðir

Page 19: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Reglugerð um fráveitur sveitarfélaga

Reglugerðin á að gilda um uppbyggingu og rekstur fráveita í eigu sveitarfélaga.

Markmið verður að tryggja rekstraröryggi og auka sveigjanleika í uppbyggingu og rekstri fráveitna, stuðla að tæknilegum framförum og setja reglur um réttindi, skyldur og ábyrgð notenda annars vegar og þjónustu fráveitu við íbúa hins vegar.

Í framhaldi af því verður sett af stað vinna við endurskoðun á reglugerð um fráveitur og skólp.

Page 20: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Reglugerðir á grundvelli laga um stjórn vatnamála

Ráðherra er heimilt, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, að setja í reglugerð ákvæði um atriði er varða framkvæmd og útfærslu laganna ásamt viðmiðunarmörkum fyrir efni og umhverfi sem sett eru til að vernda og meta ástand vatns.

Annars vegar reglugerð/reglugerðir til innleiðingar á viðaukum tilskipunar 2000/60/EB og EB-gerðum tengdum tilskipuninni.

Hins vegar reglugerð um hlutverk og starfsemi vatnaráðs, skiptingu vatnaumdæmis í vatnasvæði, landfræðilega afmörkun vatnasvæða og samsetningu og hlutverk vatnasvæðanefnda, hlutverk ráðgjafanefnda, fulltrúa, fjölgun ráðgjafanefnda og nánari skiptingu þeirra og skipan starfs nefndanna.

Page 21: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Byggingarreglugerð - endurskoðun

Markmiðið er framsæknasta byggingarreglugerð á Norðurlöndum hvað varðar sjálfbæra þróun þar sem opin stjórnsýsla, gagnsæi og lýðræðisumbætur eru höfð að leiðarljósi.

Page 22: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Þættir sem sérstaklega tengjast heilbrigðiseftirliti:

Sjónarmið er lúta að neytendavernd.

Vistvænni byggð, með markmið sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi, þar með talið vistvænni samgöngumáta, til dæmis með því að huga vel að fjölda og staðsetningu bílastæða, reiðhjólastæða, hjólageymsla, sköpun betri aðstæðna til flokkunar úrgangs í íbúðar- og atvinnuhúsnæði og hagkvæmri orkunotkun í byggingum.

Hljóðvist, m.a. í skólum með tilliti til nýrra kennsluhátta með það að markmiði að tryggja vandaða hljóðhönnun í skólaumhverfi barna og ungmenna.

Byggingar sem eru ætlaðar börnum og ungmönnum s.s. skólar og íþróttamannvirki með það að markmiði að skapa örugg skilyrði fyrir börn til lífs og þroska, sbr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Page 23: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Annað

Hollustuháttareglugerðin

Náttúrulaugar

Geymsla, losun og notkun á skít frá þauleldi

Page 24: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Úrgangsmál

Innleiðing á úrgangstilskipun.

Endurskoðun á lögum og reglugerðum um meðhöndlun úrgangs með þarfir almennings og umhverfis að leiðarljósi, svo markmið um minni urðun og meiri endurvinnslu náist.

Page 25: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Öryggismál

Skilgreina hvað fellur undir öryggisþætti í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 7/1998 og hvort það þurfi að styrkja lagastoðina. Margþætt starfsemi – samráð og gagnkvæmar tilkynningar.

Merkingar.

Page 26: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Hollustuhættir

Inniloft – viðmiðunarreglur og mæliaðferðir.

Starfssvið heilbrigðisnefnda – samræmingarhlutverk UST.

Page 27: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Umhverfi barna

Innivist, hávaði, öryggismál og heilsa í tengslum við efni og efnamengun í umhverfi.

Leikvallatæki og leiksvæði – lagfæring á reglugerð.

Page 28: Sigurbjörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneyti

Kærar þakkir