samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33...

45
Fjárfestingarstefna Festu lífeyrissjóðs 2019 Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018

Upload: dotruc

Post on 02-Jan-2019

217 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu lífeyrissjóðs 2019

Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018

Page 2: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

1 FORSENDUR FJÁRFESTINGARSTEFNU 1

1.1 Umfjöllun um réttindakerfi samtryggingardeildar 1

1.2 Tryggingafræðilegt mat 1

1.3 Áætlað framtíðargreiðsluflæði 2

1.4 Áhrif lífeyrisbyrðar 3

1.5 Aldurssamsetning samtryggingardeildar 5

1.6 Siðferðisleg viðmið við fjárfestingar 5

1.7 Ferill ákvarðanatöku við fjárfestingar og heimildir 6

1.8 Áhættugreining eigna og skuldbindinga 7

1.9 Núverandi eignasamsetning 21

1.10 Áhætta og vænt ávöxtun einstakra eignaflokka 21

2 FJÁRFESTINGARSTEFNA SAMTRYGGINGARDEILDAR 25

2.1 Markmið um eignasamsetningu 25

2.2 Vænt ávöxtun eignasafns 25

2.3 Skipting fjárfestinga á eignaflokka 27

2.4 Fagfjárfestasjóðir 28

2.5 Viðmiðunarvísitala 29

2.6 Viðmið um notkun afleiða 29

2.7 Fjárfesting í fjármálagerningum og innlánum útgefnum af sama aðila 29

2.8 Fjárfesting í hlutafé félaga og hlutdeildarskírteinum fagfjárfestasjóða 29

2.9 Hámarkshlutdeild í hlutdeildarskírteinum 29

2.10 Fasteignaveðtryggð skuldabréf 29

2.11 Fyrirtæki sem sinna eingöngu þjónustuverkefnum fyrir lífeyrissjóðinn 30

2.12 Hlutfall eigna í virkri stýringu 30

2.13 Markmið um meðallíftíma skuldabréfa 30

2.14 Markmið um gjaldmiðlasamsetningu 31

Page 3: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

2.15 Markmið um atvinnugreinaskiptingu 31

2.16 Um hlutfall og ávöxtun lausafjár 32

2.17 Um beinar fjárfestingar í fasteignum 32

2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33

3 SÉREIGNARDEILDIR 35

3.1 Sameiginlegar forsendur sparnaðarleiða 35

3.2 Sparnaðarleið 1 – forsendur um áhættu og vænta ávöxtun 36

3.3 Fjárfestingarstefna sparnaðarleiðar 1 37

3.4 Viðmið sparnaðarleiðar 1 38

3.5 Sparnaðarleið 2 – forsendur um áhættu og vænta ávöxtun 38

3.6 Fjárfestingarstefna sparnaðarleiðar 2 40

3.7 Viðmið sparnaðarleiðar 2 40

4 UNDIRRITUN STJÓRNAR OG FRAMKVÆMDASTJÓRA 42

FYLGISKJAL I; SKIPTING FJÁRFESTINGA EFTIR TEGUNDAFLOKKUM, TRYGGINGARDEILD

FYLGISKJAL II; SKIPTING FJÁRFESTINGA EFTIR TEGUNDAFLOKKUM, SÉREIGNARDEILD, SPARNAÐARLEIÐ 1 FYLGISKJAL III; SKIPTING FJÁRFESTINGA EFTIR TEGUNDAFLOKKUM, SÉREIGARDEILD, SPARNAÐARLEIÐ 2

Page 4: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

1

1 FORSENDUR FJÁRFESTINGARSTEFNU

Eignir Festu lífeyrissjóðs skulu ávaxtaðar í samræmi við VII. kafla laga nr. 129/1997 um

skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, reglugerð nr. 916/2009 með

síðari breytingum, um fjárfestingarstefnu og samkvæmt samþykktum Festu lífeyrissjóðs.

Festa lífeyrissjóður skiptist í aldurstengda samtryggingardeild, tilgreinda séreignardeild

þar sem sjóðfélögum er heimilt að ráðstafa allt að 3,5% iðgjaldi af iðgjaldsstofni umfram

12% af iðgjaldsstofni í tilgreinda séreignardeild sjóðsins og séreignardeild. Eignir

tilgreindrar séreignardeildar og séreignardeildar eru ávaxtaðar sameiginlega.

Greiningar á eignasöfnum sem liggja til grundvallar fjárfestingarstefnu byggja á stöðu

sjóðsins í lok þriðja ársfjórðungs 2018.

Fjárfestingarstefnu þessa er að finna í samandregnu formi og í heild sinni á heimasíðu

sjóðsins; festa.is.

1.1 Umfjöllun um réttindakerfi samtryggingardeildar

Samtryggingardeildin er með eina fjárfestingarleið og tekur við lágmarksiðgjöldum sbr.

2. gr. laga 129/1997. Réttur til töku ellilífeyris hefst þegar sjóðfélagi er orðinn 60-80 ára.

Lágmarks iðgjald til samtryggingardeildar eru 12% af heildarlaunum, þar af 8% framlag

atvinnurekanda og 4% framlag launþega. Þeir sjóðfélagar sem ekki nýta heimild til

ráðstöfunar iðgjalds sem fer umfram lágmarksiðgjald, munu greiða hærra hlutfall til

samtryggingardeildar, eða 15,5%.

1.2 Tryggingafræðilegt mat

Þann 31. desember 2017 voru heildareignir Festu lífeyrissjóðs 0,3% lægri en

skuldbindingar (sem hlutfall af skuldbindingum), þar af voru eignir við lok desember

0,6% hærri en áfallnar skuldbindingar en framtíðareignir voru 1,1% lægri en

framtíðarskuldbindingar. Í tryggingafræðilegu uppgjöri er miðað við að skuldbindingar

aukist um 3,5% umfram vísitölu neysluverðs.

Mynd 1-1: Þróun tryggingafræðilegrar stöðu samtryggingardeildar

Samanber mynd 1-1 hafði tryggingafræðileg staða sjóðsins farið batnandi fram til ársins

2015, en versnar árið 2016. Meginástæða þess eru auknar lífslíkur en einnig slök ávöxtun

eigna árið 2016. Staðan batnar síðan aftur 2017 vegna góðrar ávöxtunar eigna. Staða

sjóðsins er vel innan þeirra vikmarka sem kveðið er á um í 2. mgr., 39. gr. laga nr.

129/1997. Tryggingafræðileg staða í árslok 2017 setur því ekki frekari skorður við mótun

fjárfestingarstefnu umfram ákvæði VII. kafla sömu laga.

-9,0% -7,8% -8,1%

-3,0%-1,3%

3,1%

-1,1%

0,60%

-9,9%-7,5% -6,6% -7,0%

-3,8% -2,6%

0,5%

-2,2%-0,30%

2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017

Hrein eign umfram áfallnar skuldbindingar Hrein eign umfram heildarskuldbindingar

Page 5: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

2

1.3 Áætlað framtíðargreiðsluflæði

Myndir 1-2 og 1-3 sýna áætlað framtíðargreiðsluflæði Festu lífeyrissjóðs miðað við

tryggingafræðilega stöðu í árslok 2017. Myndirnar sýna um leið niðurstöður

tryggingafræðilegrar athugunar í myndrænu formi þar sem útreikningar miðast við sömu

forsendur og við tryggingafræðilega athugun sjóðsins þar sem ekki er gert ráð fyrir

nýliðun sjóðfélaga.

Mynd 1-2: Áætlað framtíðargreiðsluflæði samtryggingardeildar

Áætlaðar útgreiðslur skv. mynd 1-2 verða hærri en áætluð iðgjöld og vextir í lok árs 2051.

Að gefnum forsendum mun sjóðurinn þá byrja að ganga á eignastöðu sína. Eignir ná

lágmarki í byrjun árs 2085, en þá verður sjóðsþurrð enda er tryggingafræðileg staða

lítillega neikvæð m.v. úttekt í lok árs 2017.

Mynd 1-3: Áætlað framtíðargreiðsluflæði, þróun tekjuliða og gjalda

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

300.000

350.000

0

2.000

4.000

6.000

8.000

10.000

12.000

14.000

16.000

18.000

20.000

22.000

24.000

Ár 2026 2036 2046 2056 2066 2076

Fjá

rhæ

ð í m

illj. k

r.E

ign

Fjá

rhæ

ð í m

illj. k

r.T

ekju

r / G

jöld

Gjöld Tekjur Eign

Page 6: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

3

Á mynd 1-3 er samsetning tekna og gjalda brotin upp frekar. Eins og sést á myndinni

lækka iðgjaldatekjur línulega, enda er ekki gert ráð fyrir nýliðun sjóðfélaga í úttektinni.

Gera má ráð fyrir að nýliðun verði hjá sjóðnum á komandi árum og því muni líða lengri

tími þar til sjóðurinn þarf að byrja að ganga á eignir sínar til þess að standa undir

áætluðum lífeyrisgreiðslum. Enn fremur er miðað við sömu ávöxtun eigna og í

tryggingafræðilegri athugun (3,5%).

Mynd 1-4 sýnir vænta þróun sjóðsstöðu yfir tímabilið samkvæmt forsendum

tryggingafræðilegrar úttektar og miðað við aðrar forsendur um raunávöxtun eigna. Eins

og myndin sýnir þarf raunávöxtun að verða um 3,532% á ári yfir viðmiðunartímabil svo

að eignir standi undir skuldbindingum. Byrjað er að ganga á eignir í lok árs 2050 og

ganga þær til þurrðar í lok árs 2109, en þá er jafnframt búið að greiða allar

skuldbindingar. Þetta dæmi sýnir hversu viðkvæm afkoma sjóðsins er fyrir forsendum

um ávöxtun eigna.

Mynd 1-4: Áætluð þróun sjóðsstöðu miðað við i forsendur um 3,532% raunávöxtun eigna

Framtíðargreiðsluflæði skv. tryggingafræðilegu uppgjöri 2017 gefur ekki tilefni til þess

að takmarka mögulega samsetningu fjárfestingarstefnu umfram ákvæði VII. kafla laga

129/1997, því væntanlegur fjárfestingartími er tiltölulega langur.

1.4 Áhrif lífeyrisbyrðar

Mynd 1-5 sýnir áætlaða þróun lífeyrisbyrðar1. Eins og sjá má er áætluð lífeyrisbyrði 43%

árið 2018. Þegar ekki er tekið tillit til nýliðunar er búist við að lífeyrisbyrði fari vaxandi

samhliða hækkandi meðalaldri sjóðfélaga og fjölgun lífeyrisþega. Árið 2030 verða

lífeyrisgreiðslur hærri en iðgjaldagreiðslur og það byrjar að draga úr vexti eigna þar til

lífeyrisgreiðslur verða hærri en iðgjöld og vextir árið 2051 (sbr. Mynd 1-2)

1 Hlutfall sem sýnir lífeyrisgreiðslur á móti iðgjöldum. Vextir og kostnaður ekki

meðtalið.

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

300.000

350.000

400.000

0

2.000

4.000

6.000

8.000

10.000

12.000

14.000

16.000

18.000

20.000

22.000

24.000

26.000

2018 2028 2038 2048 2058 2068 2078 2088 2098 2108 2118F

járh

æð í m

illj. k

r.E

ign

Fjá

rhæ

ð í m

illj. k

r.T

ekju

r / G

jöld

Gjöld Tekjur Eign

Page 7: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

4

Mynd 1-5: Áætluð þróun lífeyrisbyrðar skv. tryggingafræðilegri athugun í árslok 2017

Áætlað er að tæp 12 ár líði þangað til að lífeyrisbyrði verði komin yfir 100% miðað við

forsendur í tryggingafræðilegu mati. Í þessu sambandi er vert að skoða rauntölur um

þróun lífeyrisbyrðar. Mynd 1-6 sýnir þróunina undanfarin 19 ár2. Ljóst er að lífeyrisbyrði

sjóðsins þróast mjög í takt við hagsveiflur og fór minnkandi á árunum 2004 - 2007, en

jókst á árunum 2008 - 2012. Hún stóð síðan í stað næstu tvö árin en hefur farið lækkandi

frá árinu 2014 í takt við aukin hagvöxt og hærra atvinnustig. Líklegt er að vegna nýrra

sjóðfélaga muni líða lengri tími þar til lífeyrisgreiðslur verða hærri en iðgjöld og því

gefur áætluð þróun á lífeyrisbyrði ekki tilefni til þess að takmarka mögulega samsetningu

fjárfestingarstefnu umfram ákvæði VII. kafla laga 129/1997.

Mynd 1-6: Þróun lífeyrisbyrðar ( í rauntölum) yfir 19 ára tímabil.

2 Lífeyrisbyrði ársins 2018 byggist á iðgjöldum og lífeyrisgreiðslum fyrstu níu mánuði

ársins. Ekki er gert ráð fyrir framlagi til jöfnunar örorkubyrði í þessari áætlun.

0%

20%

40%

60%

80%

100%

20

18

20

19

20

20

20

21

20

22

20

23

20

24

20

25

20

26

20

27

20

28

20

29

20

30

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

20

00

20

01

20

02

20

03

20

04

20

05

20

06

20

07

20

08

20

09

20

10

20

11

20

12

20

13

20

14

20

15

20

16

20

17

20

18

*

Page 8: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

5

1.5 Aldurssamsetning samtryggingardeildar

Í árslok 2017 voru sjóðfélagar sem eiga réttindi hjá sjóðnum 92.429, þar af greiddu

19.068 iðgjöld á árinu og teljast því virkir sjóðfélagar á árinu. Sjóðfélagar sem fengu

greiddan lífeyri á árinu 2017 voru 8.972.

Meðalaldur virkra sjóðfélaga er 34 ár en meðalaldur óvirkra sjóðfélaga 45 ár. Á mynd 1-

7 má sjá aldursdreifingu virkra og óvirkra sjóðfélaga. Ljóst er að fjárfestingartími

sjóðsins er nokkuð langur og aldurssamsetning sjóðfélaga setur ekki frekari skorður á

fjárfestingarstefnu sjóðsins umfram ákvæði VII. kafla laga 129/1997.

Mynd 1-7: Aldursdreifing sjóðfélaga

1.6 Siðferðisleg viðmið við fjárfestingar

Stjórn Festu hefur sett sér stefnu um ábyrgar fjárfestingar. Þar setur sjóðurinn fram þau

atriði sem hann telur mikilvæg siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Að auki skal

hluthafastefna sjóðsins höfð til viðmiðunar við fjárfestingaákvarðanir. Samfara aukinni

áherslu á ábyrgar fjárfestingar er Festa stofnaðili að IcelandSIF, félags um aðferðarfræði

ábyrgra fjárfestinga.

Þegar fjallað er um ábyrgar fjárfestingar, er horft til þátta er taka til umhverfis- og

félagslegra viðmiða ásamt góðum stjórnarháttum félaga. Þessi viðmið geta varðað m.a.

eftirfarandi atriði: a) Umhverfisþættir (loftslag, mengun, orkunýting); b) Samfélagslegir

þættir (mannréttindi, aðbúnaður starfsfólks); c) Stjórnarhættir (samsetning stjórna,

launastefna, gagnsæi).

Festa lífeyrissjóður er tiltölulega stór fjárfestir á innlendum verðbréfamarkaði. Sjóðurinn

er hins vegar lítill í alþjóðlegum samanburði. Stefna þessi er því sett fram með innlendan

verðbréfamarkað í huga, þar sem sjóðurinn getur að einhverju leyti haft áhrif á

ofangreinda þætti í fjárfestingum sínum.

Erlendar fjárfestingar Festu fara að mestu fram í gegn um verðbréfa- og fagfjárfestasjóði.

Leitast er við að velja erlenda samstarfsaðila sem meðal annars hafa sett sér siðferðisleg

viðmið við fjárfestingar, áður en ákvörðun er tekin um að fjárfesta í erlendum sjóðum.

0

200

400

600

800

1.000

1.200

1.400

1.600

1.800

16

20

24

28

32

36

40

44

48

52

56

60

64

68

72

76

80

84

88

92

98

10

9

Fjö

ldi á

ald

urs

ári

Aldursár

Virkir Óvirkir

Page 9: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

6

Stefna Festu lífeyrissjóðs sem eiganda er að þau fyrirtæki sem sjóðurinn kemur að, starfi

í sátt við umhverfi sitt, fylgi lögum og reglum og hafi leiðbeiningar um góða stjórnarhætti

að leiðarljósi. Sjóðurinn mun sem eigandi, reyna að stuðla að því að fyrirtæki starfi eftir

almennum lögum og reglum, sinni upplýsingaskyldu, hafi umhverfismál að leiðarljósi og

leitist við að starfa í sátt við umhverfi sitt.

Ef upp koma tilvik þar sem fyrirtæki sem skráð eru á markaði og Festa er eigandi að,

verður uppvíst að broti á sviði umhverfismála, félagslegra mála eða stjórnhátta að mati

lögbærra aðila, mun sjóðurinn beita sér fyrir því að tafarlaust verði brugðist við slíku og

látið af broti. Jafnframt verði farið fram á að gripið verði til viðeigandi ráðstafana í því

skyni að tryggja að ekki komi til sambærilegra atvika aftur.

Ef ekki verður brugðist við með fullnægjandi hætti að mati Festu, mun sjóðurinn taka

það til skoðunar að selja viðkomandi eignarhlut að hluta eða heild ef svo ber undir. Einnig

getur sjóðurinn útilokað ákveðnar fjárfestingar þar til talið er að viðkomandi hafi látið af

broti og/eða gert fullnægjandi úrbætur.

Festa hefur væntingar til þess að eignastýringaraðilar sem sjóðurinn stofnar til samstarfs

við, setji sér stefnu um ábyrgar fjárfestingar. Slíkar stefnur eru einn þeirra þátta sem

sjóðurinn tekur tillit til við val á samstarfsaðilum.

1.7 Ferill ákvarðanatöku við fjárfestingar og heimildir

Sérfræðingar sjóðsins á sviði eignastýringar starfa innan ramma laga um

fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða. Jafnframt ber þeim að haga fjárfestingum þannig að

þær falli að þeim viðmiðum og vikmörkum sem stjórn sjóðsins hefur sett varðandi

hlutföll mismunandi eignaflokka í fjárfestingarstefnu sjóðsins.

Auk þess hefur stjórn sjóðsins sett fram áhættuviðmið og vikmörk varðandi einstök atriði

sem hafa ber í huga við fjárfestingarákvarðanir, s.s. er varða verðtryggingarhlutfall eigna,

meðallíftíma skuldabréfa, hlutfall gengisbundinna eigna, hlutfall skuldabréfa með

uppgreiðsluheimild og mótaðilaáhættu (hámarksfjárfesting í verðbréfum útgefnum af

sama aðila eða tengdum aðilum).

Starfsmenn starfa jafnframt samkvæmt starfsreglum þar sem ýtarlega er kveðið á um

heimildir þeirra til fjárfestinga. Þær heimildir taka mið af metinni áhættu einstakra

eignaflokka, þannig eru heimildir til fjárfestinga rýmri varðandi ríkisskuldabréf og

þrengjast síðan eftir því sem áhætta er metin meiri. Fjárfestingar í óskráðum verðbréfum

þarfnast ávallt samþykkis stjórnar sjóðsins.

Í störfum sínum byggja sérfræðingar sjóðsins m.a. á greiningum ytri aðila við skoðun

fjárfestingarkosta. Ávallt er þó lagt sjálfstætt mat á slíkar greiningar. Við skoðun

fjárfestingarkosta er jafnframt lagt mat á það hvort vænt arðsemi sé í eðlilegu samhengi

við metna áhættu.

Eins og komið hefur fram er vænt greiðsluflæði sjóðsins jákvætt til lengri tíma. Sjóðurinn

getur því þolað að hluti eignasafns hans sé í óskráðum eignum þar sem seljanleiki kann

að vera minni. Við fjárfestingar í skuldabréfum, lítur sjóðurinn til tryggingafræðilegra

þátta, þar sem markmiðið er að mæta meðallíftíma verðtryggra skuldbindinga að því

marki sem framboð fjárfestingarkosta leyfir og að teknu tilliti til mótaðilaáhættu. Við

skoðun stærri fjárfestingakosta ráðfæra sérfræðingar í eignastýringu sig við áhættueftirlit

Page 10: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

7

sjóðsins m.t.t. áhrifa viðkomandi fjárfestinga á vænta ávöxtun og áhættu eignasafns

sjóðsins í heild.

1.8 Áhættugreining eigna og skuldbindinga

Áhætta er skilgreind sem hættan á atburði sem eykur marktækt líkur á því að réttindi

sjóðfélaga skerðist til skemmri eða lengri tíma og nær sérílagi yfir hættuna á fjárhagslegu

tapi sem leiðir af atburði og fellur undir einn eða fleiri af þeim áhættuþáttum sem

sjóðurinn skilgreinir. Meginmarkmið sjóðsins er að greiða lífeyri samkvæmt

samþykktum. Áhætta er því öll þau atvik er geta haft áhrif á að lífeyrissjóðurinn geti ekki

staðið við skuldbindingar sínar, þ.e. að tryggingafræðileg staða verði neikvæð til

skemmri eða lengri tíma, sbr. 2. mgr. 39. gr. lag nr. 129/1997.

Áhættunni er skipt í 5 flokka; fjárhagsleg áhætta, lífeyristryggingaráhætta,

lausafjáráhætta, mótaðilaáhætta og rekstraráhætta. Skv. samþykktri áhættustefnu er farið

yfir alla áhættuþætti sjóðsins fyrir utan rekstraráhættu við gerð árlegrar

fjárfestingarstefnu.

Fjárhagsleg áhætta

Vaxta- og endurfjárfestingaráhætta

Hlutfall skuldabréfa og innlána er 59,1% af eignasafni sjóðsins. Þar af eru 23,4%

skuldabréf með ríkisábyrgð, og 9,7% skuldabréf sveitarfélaga. Meðallíftími

skuldabréfasafns er um 8,0 ár. Meðallíftími verðtryggðra skuldabréfa með ríkisábyrgð

er 9,1 ár og meðallíftími skuldabréfa sveitarfélaga er 8,8 ár. Á mynd 1-8 má sjá

vaxtanæmni skuldabréfasafns gagnvart verðtryggðum vöxtum, óverðtryggðum vöxtum

og USD vöxtum. Jafnframt er skoðaður mismunur á kaupkröfu skuldabréfasafns og

markaðskröfu verðtryggðra ríkisbréfa.

Mynd 1-8: Vaxta- og endurfjárfestingaráhætta sjóðsins

-5,0%

-4,0%

-3,0%

-2,0%

-1,0%

0,0%

1,0%

2,0%

3,0%

4,0%

5,0%

1m 3m 6m 1y 2y 3y 5y 7y 10y

Br.

eig

nas

afn

s

Líftími

Næmni eignasafns - Verðtryggðir vextir

Vextir upp um 100bp

Vextir niður um 100bp

-5,0%

-4,0%

-3,0%

-2,0%

-1,0%

0,0%

1,0%

2,0%

3,0%

4,0%

5,0%

1m 3m 6m 1y 2y 3y 5y 7y 10y

Br.

eig

nas

afn

s

Líftími

Næmni eignasafns - Óverðtryggðir vextir

Vextir upp um 100bp

Vextir niður um 100bp

-5,0%

-4,0%

-3,0%

-2,0%

-1,0%

0,0%

1,0%

2,0%

3,0%

4,0%

5,0%

1m 3m 6m 1y 2y 3y 5y 7y 10y

Br.

eig

nas

afn

s

Líftími

Næmni eignasafns - USD vextir

Vextir upp um 100bp

Vextir niður um 100bp

0,0

1,0

2,0

3,0

4,0

5,0

6,0

7,0

8,0

0,00 5,00 10,00 15,00

Kra

fa (

%)

Líftími (ár)

Verðtryggð krafa

Markaðskrafa

Kaupkrafa eignasafns

Skuldabréf með ríkisábyrgð

Page 11: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

8

Eins og sést á mynd 1-8 er næmni mest gagnvart verðtryggðum vöxtum með langan

meðallíftíma. Þannig sést til dæmis að 1% (100 bp) hækkun á vöxtum á verðtryggðum

ríkisbréfum með meðallíftíma 10 ár (t.d. HFF34) lækkar heildareignarsafn sjóðsins um

3,5%. Safnið hefur hins vegar litla næmni gagnvart breytingu á óverðtryggðum vöxtum

og USD vöxtum. Rétt er að taka fram að útreikningar þessir miðast við uppgjör á

markaðsvirði, en sjóðurinn gerir upp mestan hluta skuldabréfa á kaupkröfu. Hlutfall

skuldabréfa á markaðsvirði fer hratt vaxandi og því hafa slíkar mælingar aukna þýðingu

fyrir sjóðinn.

Jafnframt kemur fram á mynd 1-8 að töluverður munur er á meðalkaupkröfu

skuldabréfasafns og markaðskröfu. Endurfjárfestingaráhætta sjóðsins er því nokkur. Til

að mynda er kaupkrafa verðtryggðra skuldabréfa með 10 ára líftíma tæplega 3,8%, en

markaðskrafa verðtryggðra ríkisskuldabréfa með meðallíftíma 10 ár er um 1,7%.

Uppgreiðsluáhætta

21,2% af skuldabréfum sjóðsins eru innleysanleg, eða um 11,2% af hreinni eign sjóðsins.

Hlutfallið hefur hækkað nokkuð frá sama tíma fyrir ári en þá voru rúmlega 18% af

skuldabréfum sjóðsins innleysanleg.

Mynd 1-9 Hlutfall innleysanlegra skuldabréfa

Í langflestum tilvikum virkjast uppgreiðsluheimild að nokkrum árum liðnum auk þess

sem flest öll bréf hafa ákvæði um uppgreiðsluálag. Í mynd hér að neðan er gert ráð fyrir

að skuldabréf með viðvarandi uppgreiðsluheimild greiðist öll upp á árinu 2018, sem er

ólíklegt.

Mynd 1-10 Hlutfall af heildarupphæð innleysanlegra skuldabréfa

Markaðsáhætta

Til að meta markaðsáhættu sjóðsins er reiknað út 99% VaR fyrir sjóðinn, bæði miðað við

uppgjör á markaðsvirði og kaupkröfu. 99% VaR sýnir lægstu nafnávöxtun sem getur

orðið vegna breytinga á virði eigna m.v. 99% líkur, þ.e. 1% líkur eru á að nafnávöxtun

vegna breytinga á virði eigna verði lægri en sýnt er í töflunni. Útreikningar þessir byggja

Page 12: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

9

á sögulegum gögnum um flökt og væntri nafnávöxtun eignaflokka. Nánar er fjallað um

forsendur í kafla 1.10, „Áhætta og vænt ávöxtun einstakra eignaflokka“.

Eins og sést í töflu 1-1 eru 99% líkur á að nafnávöxtun safns verði betri en 0,6% miðað

við gefnar forsendur og uppgjör á kaupkröfu. Miðað við uppgjör á markaðsvirði er 99%

VaR -1,9%, sem túlka má þannig að 99% líkur eru á að tap safns verði ekki verra en

2.745.243.253 kr. Rétt er að hafa í huga að VaR útreikningar byggja á sögulegum

gögnum og eru mjög næmir gagnvart forsendum um vænta ávöxtun eignaflokka.

Jafnframt gera þeir ráð fyrir að ávöxtun sé normaldreifð. Á mynd 1-11 eru sömu

niðurstöður settar fram myndrænt.

Árs VaR - M.v. uppgjör á kaupkröfu Eignasafn

99,0% VaR (% af safni) 0,6%

99,0% VaR (ISK) 849.629.490

Staðalfrávik (% af safni) 3,3%

Árs VaR - M.v. uppgjör á markaðskröfu Eignasafn

99,0% VaR (% af safni) -1,9%

99,0% VaR (ISK) -2.745.243.253

Staðalfrávik (% af safni) 3,9%

Tafla 1-1: VaR útreikningar

Mynd 1-11: Vænt nafnávöxtun og versta mögulega niðurstaða m.v. gefnar líkur.

Gjaldmiðlaáhætta

Gjaldmiðlaáhætta sjóðsins felst í hættu á að sveiflur á gengi krónunnar annars vegar og

erlendra myntkrossa hins vegar geti haft neikvæð áhrif á eignastöðu sjóðsins. Þessari

áhættu er almennt hægt að stýra með framvirkum samningum og valréttum. Í lok

september 2018 var hlutfall erlendra eigna 28,8%. Eins og sést á mynd 1-12 þá er næmni

mest gagnvart EURISK og USDISK krossunum, 15% hækkun á þeim myndi hækka

eignasafn sjóðsins um nærri 2,2% í tilviki evru, en 2,1% í tilviki dollars.

Page 13: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

10

Mynd 1-102: Gjaldmiðlaáhætta sjóðsins

Ósamræmisáhætta

Hætta á ósamræmi eigna og skuldbindinga felst fyrst og fremst í verðbólguáhættu og

vaxtaáhættu. Nánar er fjallað um þessa þætti undir viðeigandi áhættuflokkum, en

jafnframt eru settar fram ýmsar sviðsmyndir undir skerðingaráhættu sem draga fram

helstu áhættuþætti.

Verðbólguáhætta

Verðbólguáhætta er skilgreind sem hætta á ósamræmi í breytingum á markaðsvirði eigna

annars vegar og skuldbindinga hins vegar. Lífeyrisréttindi eru að fullu verðtryggðar

skuldbindingar, en eignasafn er tæplega 51% verðtryggt. Á mynd 1-13 má sjá áhrif

verðbólguskots á tryggingafræðilega stöðu sjóðsins. Þannig sést t.d. að 10%

verðbólguskot veikir áætlaða tryggingafræðilega stöðu, sem í lok september er 0,0%, um

tæplega 2,1%.

Mynd 1-13: Verðbólguáhætta sjóðsins

Áhætta vegna eigna og skuldbindinga utan efnahagsreiknings

Sjóðurinn hefur skuldbundið sig til að fjárfesta í nokkrum innlendum og erlendum

fagfjárfestasjóðum. Slíkir sjóðir kalla inn fjármagn á u.þ.b. fjögurra ára tímabili. Ógreidd

fjárfestingarloforð 30.09.2018 nema 15,6 milljörðum króna sbr. töflu 1-2.

Tegund skuldbindinga Ógreidd áskriftarloforð (ma. kr.)

Erlendir framtakssjóðir 7,3

Innlendir framtakssjóðir 1,9

Erlendir fasteignasjóðir 3,3

Erlendir skuldabréfasjóðir 2,0

Innlendir skuldabréfasjóðir 1,1

Samtals 15,6

Tafla 1-2 Ógreidd fjárfestingaloforð m.v. 30.09.2018

-4,0%

1,0%

-15% -5% 5% 15%Bre

ytin

g á

eig

nas

afn

i

Breyting á gengiskrossi

USDISK

-4,0%

1,0%

-15% -5% 5% 15%Bre

ytin

g á

eig

nas

afn

i

Breyting á gengiskrossi

EURISK

-6%

-4%

-2%

0%

2%

4%

6%

8%

-5,0% -2,5% 0,0% 2,5% 5,0% 7,5% 10,0%

Tryg

gin

gafr

æð

ileg

stað

a

Breyting á vísitölu neysluverðs

Bein áhrif verðbólgu á tryggingafræðilega stöðu

-20.000

-10.000

0

10.000

20.000

-5% 0% 5% 10%

Bre

ytin

g á

tr.f

r. h

alla

(m

ISK

)

Breyting á vísitölu neysluverðs

Bein áhrif verðbólgu á tryggingafræðilegan halla(eignir - skuldbindingar)

Page 14: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

11

Sú hætta er fyrir hendi að sjóðurinn geti ekki staðið við einstaka innkallanir

áskriftarloforða. Venjan er þó að slíkar innkallanir eru gerðar með nokkrum fyrirvara

þannig að tími gefist til að búa í haginn fyrir greiðslu. Jafnframt er áætlað greiðsluflæði

sjóðsins jákvætt til lengri tíma litið. Sjóðurinn óskar árlega eftir innköllunaráætlun frá

samstarfsaðilum sínum. Hann hefur jafnframt gert ráðstafanir sem tryggja aðgang að

lausu fé til að mæta innköllun fjár.

Lífeyristryggingaráhætta

Skerðingaráhætta

Tafla 1-3 sýnir hvernig tryggingafræðileg staða sjóðsins breytist miðað við mismunandi

raunávöxtun eignasafns. Spágildi í töflu eru fengin með tölfræðilegri hermun, þar sem

byggt er á áætlaðri tryggingfræðilegri stöðu sjóðsins (0,0%), núverandi eignasafni,

forsendum um verðbólgu (3,5%) og vexti skuldbindinga og framtíðareigna (3,5%).

Breyting á tryggingafræðilegri stöðu (eftir fjölda ára)

Rau

náv

öxt

un

eig

nas

afn

s 1 2 3 4 5

6,0% 1,1% 2,2% 3,4% 4,5% 5,7%

4,0% 0,2% 0,4% 0,7% 0,9% 1,1%

3,5% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0%

2,0% -0,7% -1,3% -1,9% -2,6% -3,2%

0,0% -1,5% -3,0% -4,5% -5,9% -7,2%

-2,0% -2,4% -4,7% -6,9% -8,9% -10,9%

-4,0% -3,3% -6,4% -9,2% -11,8% -14,3%

Tafla 1-3 Áhrif raunávöxtunar á tryggingafræðilega stöðu

Lesa má úr töflunni að 6% raunávöxtun í 2 ár bætir tryggingafræðilega stöðu sjóðsins um

2,2%. Með öðrum orðum þarf árleg raunávöxtun að vera umtalsvert hærri en 3,5% til að

tryggingafræðileg staða sjóðsins batni marktækt.

Á mynd 1-14 sést þróun tryggingafræðilegrar stöðu sjóðsins. Jafnframt eru sýnd þau

lágmörk sem gilda samkvæmt lögum, þ.e. staðan má aldrei vera neikvæð um 5% eða

meira fimm ár samfellt og aldrei verða neikvæð um 10% eða meira eitt einstakt ár.

Mynd 1-14 Þróun áætlaðrar tryggingafræðilegrar stöðu (raunstaða um hver áramót)

-4,8

%

-4,7

%

-4,2

%

-3,8

%

-3,8

%

-3,9

%

-3,6

%

-3,5

%

-2,6

% -1,4

%

-1,0

%

-1,6

%

0,5

%

-0,1

%

-0,8

%

-1,4

%

-2,2

%

-1,7

%

-1,9

%

-1,9

%

-0,3

%

-0,9

%

0,0

%

0,0

%

-12%

-10%

-8%

-6%

-4%

-2%

0%

2%

Tryg

gin

gafr

æð

ileg

stað

a (á

ætl

)

Tryggingafræðileg staða Lágmark 1 ár Lágmark 5 ár

Page 15: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

12

Framkvæmt var álagspróf í samræmi við tilmæli FME um áhættustýringu lífeyrissjóða

og eru niðurstöður um helstu breytingar sýndar í mynd 1-15, þar sem miðað er við

tryggingafræðilega úttekt sjóðsins í árslok 2017. Álagsprófið staðfestir að breytingar á

forsendum um tryggingafræðilega ávöxtunarkröfu (þ.e. forsendan um 3,5% árlegan vöxt

eigna og skuldbindinga umfram verðlagsbreytingar) hefur veruleg áhrif á

tryggingafræðilega stöðu sjóðsins. Ef krafan lækkar um 0,5% versnar staðan um 6,8%,

þ.e. tryggingafræðileg staða m.v. 31.12.2017 fer úr -0,3% í -7,1%. Jafnframt er sjóðurinn

næmur gagnvart hærri lífaldri og aukinni tíðni örorku.

Mynd 1-15: Álagspróf í samræmi við tilmæli FME um áhættustýringu

Á mynd 1-16 má sjá líkur á tryggingafræðilegri stöðu m.v. mismunandi sviðsmyndir.

Sviðsmyndir eru byggðar á hermun er sýna vænta þróun tryggingafræðilegrar stöðu m.v.

mismunandi forsendur um þróun eignaflokka og hagstærða. Reikningar byggja meðal

annars á áætlaðri tryggingafræðilegri stöðu m.v. 30.09.2018 (0,0%) Grunnforsendur

hermunar eru:

• Vænt ávöxtun skuldabréfa miðast við meðalkaupkröfu í eignasafni

• Vænt ávöxtun verðbréfa með breytilegar tekjur tekur mið af umfjöllun í kafla 1.10

• Gengi krónu óbreytt

• Engar gengisvarnir á eignasafn

• Engar afskriftir

• Meðalársvöxtur (raunvöxtur) skuldbindinga og framtíðariðgjalda 4,0%3

• Meðalverðbólga tímabils 3,5%.

3 Yfir lengri tíma hafa skuldbindingar vaxið umfram lögbundna 3,5% kröfu, m.a. vegna

vaxandi lífaldurs og aukinnar örorku. Vísbendingar eru um að vöxtur skuldbindinga yfir

lengri tíma sé a.m.k. 4%.

1,2%

-7,1% -5,7%

-1,8%

-14%

-9%

-4%

1%

6%

Staðlaðar forsendurörorku

Núvirðisvextir lækkaðirum 0,5%

Líftöflur hliðrast um 2 ár Örorkulíkur auknar um10%

Tryggingafræðileg staða

Page 16: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

13

Grunnsviðsmynd með 3,5%

verðbólgu og 0% veikingu

krónunnar

Miðað við grunnsviðsmynd eru

um 0,1% líkur á að vera undir -

5% í tryggingafræðilegri stöðu

eftir eitt ár miðað við gefnar

forsendur.

Verðbólga 6,5%

Ef verðbólga er 6,5% í stað

3,5% í grunnforsendum eru

líkur á að vera undir -5% í

tryggingafræðilegri stöðu um

0,1% á einu ári. Haldist

verðbólga í 6,5% samfleytt í

fimm ár, aukast líkurnar í

18,5%.

Erlend hlutabréf lækka um

25%

Safnið er næmt gagnvart

breytingum á erlendum eignum

sjóðsins. Ef erlend hlutabréf

lækka um 25% eru 6,2% líkur á

að vera undir -5% í

tryggingafræðilegri stöðu eftir

eitt ár.

Gengi krónu styrkist um 10%

Í grunnforsendum er gert ráð

fyrir óbreyttu gengi krónu. Við

styrkingu krónunnar hins vegar

um 10% eru 0,2% líkur á að vera

undir -5% í tryggingafræðilegri

stöðu.

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

-10,

0%

-8,0

%

-6,0

%

-4,0

%

-2,0

%

0,0%

2,0%

4,0%

6,0%

8,0%

10,0

%

12,0

%

14,0

%

16,0

%

18,0

%

Tíð

ni

Tryggingafræðileg staða

Líkindadreifing:Tryggingafræðileg staða eftir 1 ár

Sviðsm. 0

Líkur á að verða undir -5,0%: 0,1%

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

-10,

0%

-8,0

%

-6,0

%

-4,0

%

-2,0

%

0,0%

2,0%

4,0%

6,0%

8,0%

10,0

%

12,0

%

14,0

%

16,0

%

18,0

%

Tíð

ni

Tryggingafræðileg staða

Líkindadreifing:Tryggingafræðileg staða eftir 1 ár

Sviðsm. 1

Líkur á að verða undir -5,0%: 0,1%

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

-10,

0%

-8,0

%

-6,0

%

-4,0

%

-2,0

%

0,0%

2,0%

4,0%

6,0%

8,0%

10,0

%

12,0

%

14,0

%

16,0

%

18,0

%

Tíð

ni

Tryggingafræðileg staða

Líkindadreifing:Tryggingafræðileg staða eftir 1 ár

Sviðsm. 2

Líkur á að verða undir -5,0%: 6,2%

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

-10,

0%

-8,0

%

-6,0

%

-4,0

%

-2,0

%

0,0%

2,0%

4,0%

6,0%

8,0%

10,0

%

12,0

%

14,0

%

16,0

%

18,0

%

Tíð

ni

Tryggingafræðileg staða

Líkindadreifing:Tryggingafræðileg staða eftir 1 ár

Sviðsm. 4

Líkur á að verða undir -5,0%: 0,2%

Page 17: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

14

Innlend hlutabréf lækka um

15%

Innlend hlutabréf eru um 17% af

eignasafni sjóðsins. Í

grunnforsendum er gert ráð fyrir

12% hækkun á innlendum

hlutabréfum, en ef ávöxtun

verður neikvæð um 15% þá eru

líkur á að vera undir -5% í

tryggingafræðilegri stöðu

orðnar 0,6%.

Verðbólga 6,5% og 10%

veiking krónunnar

Ef krónan veikist hækka

erlendar eignir sjóðsins (mælt í

ISK), en veiking krónu eykur

hins vegar verðbólguþrýsting.

Við 10% veikingu og 6%

verðbólgu eru líkur á að vera

undir -5% í tryggingafræðilegri

stöðu um 0,1%, og hafa batnað

lítillega m.v. grunnforsendur.

Það gerist þrátt fyrir að

skuldbindingar sjóðsins séu

allar verðtryggðar og

undirstrikar mikilvægi erlendra

eigna í safninu.

Mynd 1-16: Sviðsmyndir

Iðgjaldaáhætta

Iðgjaldaáhætta felst aðallega í snarpri breytingu á samsetningu iðgjaldagreiðenda.

Réttindakerfi Festu er blandað. Hluti sjóðfélaga sem kominn er yfir miðjan aldur hefur

rétt til jafnrar réttindaávinnslu á meðan aðrir, einkum yngri sjóðfélagar, greiða samkvæmt

aldursháðri réttindaávinnslu. Tryggingafræðilegur jöfnuður er á framtíðarstöðu núvirtra

iðgjalda og núvirtra skuldbindinga vegna aldursháðra réttinda. Svo er ekki varðandi

réttindi sem myndast hafa í jafnri réttindaávinnslu. Mikill efnahagssamdráttur getur leitt

til þess að atvinnuleysi yngri sjóðfélaga aukist hraðar en þeirra eldri. Hærra hlutfall

sjóðfélaga með rétt til jafnrar ávinnslu getur því leitt til þess að framtíðarskuldbinding

sjóðsins vex umfram núvirt framtíðar iðgjöld.

Iðgjaldaáhætta er jafnframt tengd lausafjáráhættu, þ.e. snörp lækkun iðgjalda eykur

lausafjáráhættu sjóðsins. Sjá nánari umfjöllun um útstreymisáhættu síðar.

Árlega eru iðgjöld sjóðfélaga eftir aldri borin saman við iðgjöld fyrra árs. Meðalaldur

virkra sjóðfélaga Festu er lágur, eða í kringum um 34 ár miðað við mælingar undanfarin

ár.

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

-10,

0%

-8,0

%

-6,0

%

-4,0

%

-2,0

%

0,0%

2,0%

4,0%

6,0%

8,0%

10,0

%

12,0

%

14,0

%

16,0

%

18,0

%

Tíð

ni

Tryggingafræðileg staða

Líkindadreifing:Tryggingafræðileg staða eftir 1 ár

Sviðsm. 6

Líkur á að verða undir -5,0%: 0,6%

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

-10,

0%

-8,0

%

-6,0

%

-4,0

%

-2,0

%

0,0%

2,0%

4,0%

6,0%

8,0%

10,0

%

12,0

%

14,0

%

16,0

%

18,0

%

Tíð

ni

Tryggingafræðileg staða

Líkindadreifing:Tryggingafræðileg staða eftir 1 ár

Sviðsm. 8

Líkur á að verða undir -5,0%: 0,1%

Page 18: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

15

Jafnframt er skoðað jafnvægið á milli framtíðariðgjalda og framtíðarskuldbindinga

sjóðsfélaga með aldursháða ávinnslu. Að sama skapi er skoðaður tryggingafræðilegur

mismunur vegna jafnarar ávinnslu eftir aldri sjóðfélaga.

Umhverfisáhætta

Umhverfisáhætta er hættan á að neikvæð þróun í ytra umhverfi sjóðsins, þ.á.m.

félagslegar og hagrænar breytingar, auki lífeyrisbyrði sjóðsins. Langvarandi atvinnuleysi

eykur til að mynda líkur á örorku, sem hefur áhrif á lýðfræðilega áhættu. Skv. spá

Seðlabanka Íslands er gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði 2,8% árið 2018, 3,0% árið 2019,

3,1% árið 2020 og 3,3% 2021. Skv. hagvaxtarspá Seðlabankans er gert ráð fyrir því að

hagvöxtur fyrir árið 2018 verði 4,4%, 2,7% fyrir árið 2019, 2,5% árið 2020 og 2,6%

2021.

Mynd 1-17 Þróun atvinnuleysis á starfssvæði sjóðsins

Atvinnuleysi hafði lækkað á öllum starfssvæðum sjóðsins á árunum 2012-2017 og er nú

undir landsmeðaltali á Suðurlandi og Vesturlandi en hefur aukist umfram landsmeðaltal

á Suðurnesjum undanfarið ár.

Mynd 1-18 Hlutfall langtímaatvinnuleysis á starfssvæði sjóðsins

0,0%

0,5%

1,0%

1,5%

2,0%

2,5%

3,0%

3,5%

4,0%

4,5%

Allir Suðurnes Vesturland Suðurland

0,0%10,0%20,0%30,0%40,0%50,0%60,0%70,0%80,0%

Suðurnes Vesturland Suðurland

12 per. Mov. Avg. (Suðurnes) 12 per. Mov. Avg. (Vesturland) 12 per. Mov. Avg. (Suðurland)

Page 19: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

16

Langtímaatvinnuleysi jókst mikið eftir bankahrun en hefur lækkað jafnt og þétt frá árinu

2012. Langtímaatvinnuleysi hefur hækkað á Suðurnesjum og Suðurlandi m.v. sama

tímabil í fyrra, en stendur í stað á Vesturlandi.

Lýðfræðileg áhætta

Í álagsprófi sem framkvæmt var í samræmi við leiðbeinandi tilmæli FME um

áhættustýringu lífeyrissjóða (sjá mynd 1-15) kemur fram að sjóðurinn er mjög næmur

gagnvart breytingu á forsendum um lífaldur sjóðfélaga. Ef líftöflum er hliðrað upp um

2 ár versnar tryggingafræðileg staða sjóðsins um 5,7%.

Undanfarin 45 ár hafa lífslíkur aukist umtalsvert. Hingað til hefur verið brugðist við

þessari þróun með því að breyta forsendum um lífslíkur í tryggingafræðilegri úttekt á

u.þ.b. fimm ára fresti. Við hverja breytingu er þá miðað við meðaltal lífslíkna

undanfarinna fimm ára. Þessar breytingar hafa ávallt aukið skuldbindingar lífeyrissjóða

almennt.

Mynd 1-19: Ólifuð meðalævi við fæðingu og við 67 ára aldur (Hagstofa Íslands 2018)

Líklegt er að lífslíkur fari áfram vaxandi og því er nauðsynlegt að bregðast við því. Fyrir

liggja tillögur frá Félagi íslenskra tryggingafræðinga er lúta að því að tekið verði tillit til

spár um auknar lífslíkur til framtíðar.

Ef gert er ráð fyrir spá hagstofunnar um þróun lífslíkna næstu 50 ár, mun það hafa mjög

neikvæð áhrif á tryggingafræðilega stöðu sjóðsins.

Mynd 1-20: Spá Hagstofu um þróun ólifaðrar meðalævi frá 2015

707274767880828486

Ólif

ár

Karlar við fæðingu Konur við fæðingu

10

12

14

16

18

20

22

Ólif

ár

Karlar 67 ára Konur 67 ára

78

80

82

84

86

88

90

2018 2023 2028 2033 2038 2043 2048 2053 2058 2063

Ólif

ár

Karlar við fæðingu Konur við fæðingu

Page 20: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

17

Tryggingarstærðfræðingur sjóðsins reiknaði áhrif þessara breyttu forsendna á stöðu

sjóðsins í árslok 2015 og var niðurstaða hans að þessi breytta aðferðarfræði veikti

tryggingafræðilega stöðu um 11,7%.

Meðal hugmynda sem ræddar hafa verið á vettvangi Landssamtaka lífeyrissjóða, er

seinkun töku lífeyris um þrjú ár sem framkvæmd yrði yfir 24 ára tímabil, um tvo mánuði

á ári í tólf ár og síðan um einn mánuð á ári næstu tólf ár þar á eftir. Talið er að þessi

aðgerð muni ná langt með að jafna þann tryggingafræðilega halla sem leiðir af nýjum

forsendum um þróun lífslíkna.

Sjóðurinn er jafnframt næmur gagnvart breytingum á örorkulíkum. Ef örorkulíkur aukast

um 10% þá versnar tryggingafræðileg staða um 1,5%.

Mynd 1-21: Nýgengi örorku – mánaðarlegt og 12 mánaða meðaltal

Eins og sést á ofangreindri mynd, eru miklar sveiflur í fjölda umsókna um örorkulífeyri

á hverju ári. Ef horft er yfir lengra tímabil, má hins vegar sjá nokkuð stöðuga aukningu.

Fjöldi umsókna virðist þó hafa náð ákveðnu hámarki árið 2014 og er heldur að draga úr

nýgengi á tímabilinu 2014 - 2018.

2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 30.9.2018

Barnalífeyrir 2% 2% 2% 2% 1% 1% 2% 1% 1% 1% 1%

Ellilífeyrir 58% 60% 62% 62% 62% 62% 60% 61% 62% 63% 65%

Makalífeyrir 7% 6% 6% 6% 5% 5% 4% 4% 4% 4% 4%

Örorkulífeyrir 34% 32% 30% 31% 31% 32% 34% 33% 33% 32% 31%

Tafla 1-4: Þróun hlutfalls mismunandi tegunda lífeyris

Hlutfall örorkulífeyris af heildarlífeyrisgreiðslum var 34% árið 2014, en síðan hefur þetta

hlutfall farið lítillega lækkandi, var 32,9% árið 2016 og er komið í 30,9% í lok september

2018.

Samkvæmt lögum um starfsendurhæfingarsjóð, er verið að leggja verulegar fjárhæðir í

endurhæfingarstarf. Það er afar mikilvægt fyrir sjóðinn að árangur hljótist af þessu starfi.

Þó er ljóst að samspil örorku og atvinnuleysis er ótvírætt.

05

101520253035404550

jan

jún

v

apr

sep

feb júl

de

s

maí

okt

mar

ágú

jan

jún

v

apr

sep

feb júl

de

s

maí

okt

mar

ágú

jan

jún

v

apr

sep

feb júl

2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018

Fjö

ldi u

msæ

kjen

da

Page 21: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

18

Pólitísk áhætta, lög og reglur

Einstaka aðgerðir eða aðgerðarleysi stjórnvalda kunna að auka lífeyrisbyrði sjóðsins.

Auk þess kann óvissa um mögulegar stjórnvaldsaðgerðir að valda öðrum neikvæðum

áhrifum. Undir þetta falla breytingar á lögum eða reglum um starfsemina eða túlkun

þeirra sem valda verulegum breytingum á starfseminni. Undir þessa áhættu flokkast

yfirleitt einnig tjón sem kann að verða vegna þrýstings frá stjórnvöldum,

félagasamtökum, þrýstihópum eða öðrum aðilum sem geta haft neikvæð áhrif á

starfsemina, t.d. orðspor hennar, eða dregið úr möguleikum sjóðsins á að haga sínum

málum eftir eigin stefnu. Erfitt er að setja mælikvarða á pólitíska áhættu.

Undanfarin ár hefur gætt aukinnar tilhneigingar af hálfu stjórnvalda til skattlagningar á

lífeyrissjóði. Dæmi um slíkt er gjaldtaka vegna reksturs skrifstofu umboðsmanns

skuldara og greiðsla sérstaks framlags í starfsendurhæfingarsjóð. Í töflu 1- 5 er lagt mat

á áhrif þessara aðgerða á tryggingafræðilega stöðu sjóðsins, m.v. þær upplýsingar sem

fyrir liggja.

Gjald 2018 (þús. kr.) Núvirt (þús. kr.) Áhrif á trf. stöðu

Umboðsmaður skuldara 435 10.561 -0,004%

Framlag til starfsendurhæfingarsjóðs 58.171 1.412.203 -0,52%

58.751 1.426.284 -0,52%

Tafla 1-5: Áhrif skattlagningar á tryggingafræðilega stöðu sjóðsins

Skv. lögum um starfsendurhæfingarsjóð og ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 129/1997,

skal ekki núvirða framlagið árin 2012-2017. Endurskoðun skal síðan fara fram á árangri

endurhæfingarstarfs að því tímabili loknu. Ofangreindar aðgerðir hafa ekki takmarkandi

áhrif á mögulega fjárfestingarstefnu, en þær auka líkur á skerðingu réttinda sjóðfélaga

sjóðsins.

Lausafjáráhætta

Seljanleikaáhætta

Sbr. niðurstöðu um tryggingafræðilega stöðu sjóðsins eru litlar líkur á að sjóðurinn

neyðist til að selja eignir til að mæta útstreymi sjóðsins á næstu árum. Miðað við veltu á

skráðum innlendum verðbréfum í kauphöllinni getur lífeyrissjóðurinn selt stóran hluta af

eignum sjóðsins án vandkvæða á nokkrum dögum/vikum í eðlilegu árferði. Stærsti hluti

erlendra eigna er jafnframt auðseljanlegur. Engu að síður er seljanleikaáhætta sjóðsins

töluverð þar sem innlendi markaðurinn er grunnur í samanburði við eignir

lífeyrissjóðakerfisins í heild sinni. Samkvæmt síðustu mælingu teljast 81,3% eigna

sjóðsins vera auðseljanlegar.

Útstreymisáhætta

Sbr. umfjöllun um tryggingafræðilega stöðu sjóðsins og lífeyrisbyrði í kafla 1.1-1.5 er

útstreymisáhætta ekki mikil hjá sjóðnum, þ.e. nettó innflæði næstu ár vegur upp mögulegt

óvænt útstreymi. Skylduaðild er að sjóðnum sem lágmarkar iðgjalda- og

réttindaflutningsáhættu. Jafnframt eru sjóðfélagar vel dreifðir milli landshluta og

atvinnugreina, en það dregur úr áhættu vegna staðbundins atvinnuleysis eða atvinnuleysis

í einstökum atvinnugreinum. Á mynd 1-6 kemur skýrt fram að þrátt fyrir aukningu í

kjölfar bankahruns, hefur lífeyrisbyrði sjóðsins farið lækkandi undanfarin ár og er nú

lægri en árið 2005. Mikill efnahagssamdráttur leiðir þó til þess að atvinnuleysi meðal

Page 22: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

19

yngri sjóðfélaga eykst meira en meðaltalið. Þetta hefur áhrif á samsetningu iðgjalda. Þar

sem sjóðurinn býður upp á blandað réttindakerfi, eykst hlutfall þeirra sem hafa rétt til

jafnrar ávinnslu réttinda (eldri sjóðfélagar) og leiðir það til þess að framtíðarskuldbinding

sjóðsins eykst. Þeim sjóðfélögum sem hafa rétt til jafnrar réttindaávinnslu fer þó hratt

fækkandi.

Mótaðilaáhætta

Útlána- og samþjöppunaráhætta

Stjórn sjóðsins hefur sett viðmið og vikmörk varðandi hámarkseign á sama útgefanda

verðbréfa og aðila honum tengdum. Fjallað er um viðmiðin í kafla 2.6. Í töflu 1-6 er

yfirlit yfir stærstu mótaðila í verðbréfasafni Festu lífeyrissjóðs fyrir utan skuldabréf með

ábyrgð ríkissjóðs.

Félag Eign alls Hlutfall

Reykjavíkurborg / ON / Tengdir aðilar 7.149.855.492 4,97%

Lánasjóður sveitarfélaga 5.810.431.820 4,04%

Marel/Eyrir 6.068.831.680 4,22%

Arion 4.492.384.445 3,12%

Reginn/Fast-1 2.682.137.000 1,86%

Eik 2.351.704.841 1,63%

Reitir 1.882.949.655 1,31%

Hagar hf 1.941.433.822 1,35%

Jarðvarmi/HS Orka 1.581.394.554 1,10%

Landsbankinn 1.309.671.635 0,91%

HS Veitur 1.143.219.136 0,79%

Samtals 36.414.014.080 25,31%

Tafla 1-6: Stærstu mótaðilar

Stærsti mótaðilinn er íslenska ríkið, en þar flokkast meðal annars skráð skuldabréf útgefin

af ríkinu sem og skuldabréf Íbúðalánasjóðs, sem eru með ríkisábyrgð. Skuldabréf með

ríkisábyrgð eru um 23,4% af eignasafni sjóðsins. Íslenska ríkið er metið sem A hjá

Standard & Poor´s (S&P) og horfur stöðugar. Skuldabréf sveitarfélaga nema tæplega

9,7% af eignasafni.

Sjóðurinn lætur vinna lánshæfismat fyrir stærstu mótaðila árlega. Í töflu 1-7 er samantekt

og helstu atriði fyrir hvern þessara útgefenda.

Page 23: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

20

Tafla 1-7: Lánshæfismat stærstu mótaðila

Arion banki og Landsbanki eru lánshæfismetnir af S&P. Samkvæmt nýjasta mati mælast

þeir BBB+ og horfur eru stöðugar í báðum tilvikum. Þess ber að geta að stærstur hluti

eigna sjóðsins sem útgefnar eru af Arion banka og Landsbanka eru jafnframt tryggðar

með undirliggjandi fasteignalánasöfnum þessara aðila.

Mynd 1-22: Myndræn framsetning á lánshæfismati stærstu mótaðila

Almennt batnar lánshæfi hjá fyrirtækjum í safninu og ekkert félag lækkar á milli ára.

Lánshæfi Reykjavíkurborgar A&B hluta batnar talsvert, sem stafar fyrst og fremst af

bættum hag Orkuveitu Reykjavíkur. Vegið meðallánshæfi stærstu mótaðila er A og

hækkar frá fyrra ári en þá var meðaltalið BBB+.

Fyrirtæki Lánshæfi 2018 Helstu atriði Heimildir

Marel BBB+Arðsemi hefur farið batnandi og veltufé frá rekstri hækkar milli ára. Eiginfjárhlutfall er lítið breytt, en

vægi skammtímaskulda hefur vaxið.Ársreikningur 2017

Arion banki* BBB+ Hér er stuðst við Lánshæfismat skv. Standard & Poor's. Bloomberg

Lánasjóður

sveitarfélaga

ohf.

AA-

Eiginfjárhlutfall sjóðsins er um 22% sem er hátt og hagnaður af rekstri hefur farið vaxandi. Eignasafn

er nær eingöngu útlán til sveitarfélaga en áhættugrunnur þeirra er lágur. Félagið hefur tryggingu í

tekjum sveitarfélags (>99%) sem setur sjóðinn framar öðrum í veðröð. Sjóðurinn er vel fjármagnaður

í krónum og aðgengi að fjármagni ágætt. Lausafjárstaða er góð.

Ársreikningur 2017

Reginn/FAST-1 AÞrátt fyrir mikinn vöxt hefur rekstur verið mjög stöðugur með góðri afkomu. Flestar kennitölur

breyttust lítið milli ára en þær breytingar sem urðu voru almennt til batnaðar.Ársreikningur 2017

HS Orka BBB+Hagnaður jókst töluvert milli ára og eiginfjárhlutfall hækkaði umtalsvert. Flestar kennitölur bötnuðu

milli ára.Ársreikningur 2017

Landsbankinn BBB+ Hér er stuðst við Lánshæfismat skv. Standard & Poor's. Bloomberg

EIK

fasteignafélag

hf.

A+Mjög stöðugur og vaxandi rekstur og góð afkoma síðustu ár. Eiginfjárhlutfall er um 32%, en lækkar

lítillega milli ára. Lausafjárstaða er góð.Ársreikningur 2017

Reitir A+ (nýtt á l ista)Mjög stöðugur rekstur og góð afkoma síðustu ár. Eiginfjárhlutfall er um 35% og hækkaði lítillega milli

ára. Lausafjárstaða er góð.Ársreikningur 2017

Hagar hf. ALausafjárstaða er þokkaleg. Eiginfjárhlutfall félagsins hækkar milli ára og er um 58%. Fyrirtækið

hefur brugðist við harðnandi samkeppni með markvissum aðgerðum, en óvissa er hver áhrifin verða

til lengri tíma og vegur óvissan til lækkunar á mati.

Ársreikningur 2018

(reikningsár er frá 1.3. til

28.2. hvers árs)

HS Veitur hf. A+Hagnaður jókst nokkuð milli ára og eiginfjárhlutfall hækkaði umtalsvert. Flestar kennitölur bötnuðu

milli ára.Ársreikningur 2017

Sveitarfélög Lánshæfi Helstu atriði Heimildir

Reykjavíkurborg A&B: A+Tekjur og rekstrarhagnaður jukust töluvert milli ára, flestar kennitölur bötnuðu og eiginfjárhlutfall

hækkaði um yfir 3 prósentustig.Ársreikningur 2017

* Lánshæfismat skv. Standard and Poor's

Lánshæft

Undir lánshæfi

0,8% 1,2% 1,6% 2,0% 2,4% 2,8% 3,2% 3,6% 4,0% 4,4% 4,8% ---- 20,0% 40,0%

Hlutfall af hreinni eign

BBB+

A+

A

A-

AA-

B

B-

C+

BBB

BBB-

BB+

BB

BB-

B+

Lánasjóður sveitarfélaga

Hagar

EIK

FAST-

HS Veitur

Arion MarelLandsbankinn

/ HS Orka

Reykjavíkurborg

sem bætir meðallánshæfi þeirra talsvert. Meðallánshæfi stærstu mótaðila er A.

Lán

shæ

fi

Reginn

Reitir

Page 24: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

21

Landsáhætta

Um 71,2% af eignum sjóðsins er í innlendum verðbréfum og er landsáhætta á Ísland því

mikil. Erlendar eignir eru um 28,8% og dreifast aðallega á Bandaríkin og lönd innan

Evrópu auk Japans og nýmarkaðsríkja. Eftir afnám gjaldeyrishafta, hefur sjóðurinn verið

að auka vægi erlendra eigna og þar með draga úr landsáhættu á Ísland.

Afhendingar- og uppgjörsáhætta

Afhendingar- og uppgjörsáhætta er sú áhætta að uppgjör viðskipta sé ekki í samræmi við

fyrirmæli, t.d. vegna þess að mótaðili afhendir ekki verðbréf eða greiðslu. Sjóðurinn

leggur því áherslu á að viðskipti með verðbréf og varsla þeirra séu vel aðgreind. Tryggt

er að eignir í vörslu eru fjárhagslega óháðar vörsluaðila verðbréfa. Innri eftirlitsferlar

sjóðsins varðandi uppgjör viðskipta eru virkir.

1.9 Núverandi eignasamsetning

Eignasamsetning sjóðsins er í meginatriðum samsvarandi markmiðum um

eignasamsetningu samkvæmt fjárfestingarstefnu. Eignasamsetning er innan vikmarka

fyrir alla eignaflokka og hefur því ekki takmarkandi áhrif á mögulega fjárfestingarstefnu

umfram ákvæði laga 129/1997.

1.10 Áhætta og vænt ávöxtun einstakra eignaflokka

Gengi íslensku krónunnar og verðbólga

Gengi íslensku krónunnar hefur mikil áhrif á verðbólgu, en síðasta árið hefur gengi

hennar verið nokkuð stöðugt (sjá mynd 1-23). Markaðsaðilar eru almennt sammála um

að þrátt fyrir minnkandi viðskiptajöfnuð verði hann jákvæður á næstu árum og að

Seðlabankinn muni vera virkur á markaði í því skyni að draga úr skammtímasveiflum.

Mynd 1-23: Gengisvísitala krónu síðustu 5 ár (heimild: Bloomberg)

Í stærra samhengi hefur hagvöxtur á Íslandi almennt áhrif á gengi krónunnar þ.e. með

auknum eða stöðugum hagvexti mun gengið hafa tilhneigingu til að haldast stöðugt eða

styrkjast. Þessu tengt er vaxtamunur milli Íslands og helstu viðskiptalanda, en hann hefur

Page 25: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

22

ekki breyst mikið að undanförnu, og viðskiptakjör við útlönd. Vextir hafa farið hækkandi

í Bandaríkjunum og dregið hefur verið úr peningalegum hvötum í Evrópu, en líklegt er

að Seðlabankinn muni viðhalda núverandi vaxtamun og ríflega það.

Ferðaþjónustan hefur verið ákveðinn drifkraftur hagvaxtar undanfarin ár, en vöxtur

hennar hefur minnkað verulega og útlit er fyrir að þar sé að nást ákveðið jafnvægi. Þrátt

fyrir nokkuð óhagstæðar ytri aðstæður, t.d. hækkandi olíuverð, er ekki líklegt að

samdráttur verði í greininni í bráð. Það er því líklegt að áfram verði ágætis gangur í

hagkerfinu og eru markaðsaðilar nokkuð sammála um að hagvöxtur verði ágætur á næsta

ári (á bilinu 2-3%), þótt leitnin sé niðurávið.

Verðbólga hefur farið hækkandi að undanförnu, en er þó ekki há í sögulegu samhengi

eða í samanburði við verðbólgumarkmið. Aðstæður gætu þó farið versnandi á næsta ári,

en þar veltur mikið á því hvernig kjarasamningar fara. Verðbólguálag á markaði er hærra

en það hefur verið um árabil (um 3,6% á styttri enda og upp í tæp 4% á lengri enda

vaxtarófsins) og töluvert umfram væntingar helstu markaðsaðila, en ekki er ólíklegt að

þessi munur skýrist af auknu áhættuálagi t.d. í ljósi aðstæðna á vinnumarkaði.

Ytri aðstæður hafa einnig farið versnandi m.t.t. innfluttrar verðbólgu, en hækkandi

olíuverð og vaxandi einangrunarstefna hefur t.d. valdið töluverðum hækkunum á

hrávörum að undanförnu.

Niðurstaða sjóðsins er að vænt verðbólga næsta árs verði 3,5%, en háð heldur meiri

óvissu nú en oft áður, og að gengi haldist stöðugt.

Innlend skuldabréf

Ávöxtunarkrafa íslenskra verðtryggðra ríkisskuldabréfa lækkaði talsvert á liðnu ári og er

nálægt 1,8% óháð líftíma (að undanskildu HFF 24, sem er í kringum 1,7%).

Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa hefur á sama tímabili hækkað töluvert,

sérstaklega á lengri endanum, og er ferillinn upphallandi frá u.þ.b. 4,5% upp í 5,9%.

Eins og áður sagði er verðbólguálag á markaði hærra en það hefur verið um árabil og

töluvert hærra en verðbólguspár helstu markaðsaðila og teljum við ekki líklegt að það

muni hækka mikið úr þessu.

Markaðsávöxtun skuldabréfa samanstendur annars vegar af þeirri kröfu sem þau eru

keypt á og hins vegar af vaxtabreytingum á markaði (ef vextir lækka á markaði leiðir það

til hækkunar á virði skuldabréfa og þar með hærri ávöxtunar og öfugt). Sjóðurinn telur

að óvenju mikil óvissa varðandi verðbólgu muni vara um nokkurt skeið og a.m.k. fram

yfir gerð kjarasamninga.

Í ljós ofangreinds er ekki líklegt að verðbólguálag á markaði minnki í bráð og sé ekki

líklegt til að minnka á næsta ári nema niðurstaða kjarasamninga verði hófstilltari en

markaðsaðilar gera ráð fyrir. Í ljósi þessa telur sjóðurinn engar sérstakar líkur á

gengistapi/gengishagnaði af skuldabréfum vegna vaxtabreytinga á markaði og þar með

að þau muni gefa ávöxtun sem svari til núverandi markaðskröfu (ásamt verðbólgu ársins

2019 í tilfelli verðtryggðra bréfa).

Erlend ríkisskuldabréf

Við mat á ávöxtun erlendra skuldabréfa er stuðst við vísitölu lánshæfra bréfa í USD með

sex ára líftíma og vísitölu hávaxtabréfa í USD með fjögurra ára líftíma. Í dag eru

Page 26: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

23

áhættulausir vextir til 6 ára í USD um 2,1% og meðal kredit álag á lánshæf bréf er u.þ.b.

0,6% (svipað í Evrópu) og á hávaxtabréf er það u.þ.b. 1,1% (u.þ.b. 2,4% í Evrópu).

Greiningaraðilar gera almennt ráð fyrir um 0,25-0,50% hækkun meðallangra USD vaxta

á næsta ári, en að kredit álag breytist lítið.

Sjóðurinn gerir ráð fyrir að vaxtahækkanir verði í takt við spár og gengishagnaður

skuldabréfa því óverulegur og að vænt ávöxtun lánshæfra skuldabréfa verði um 2,5% og

fyrir hávaxtabréf verði vænt ávöxtun um 3,5%. Sjóðurinn fjárfestir aðallega í óskráðum

skuldabréfasjóðum sem ætlað er að ná enn hærri ávöxtun en hér er gert ráð fyrir (um 6%).

Hann notar hinsvegar þessa vísitölu til viðmiðunar þar sem talið er að flökt þessara

eignaflokka sé sambærilegt.

Erlend hlutabréf

Viðmið fyrir erlend hlutabréf er heimsvísitala Morgan Stanley með arði (í USD), en

gagnaveitan Bloomberg safnar saman skoðunum greiningaraðila á væntri ávöxtun eftir

landsvæðum og birtir meðaltalsspá þeirra. Spá sjóðsins um vænta ávöxtun erlendra

hlutabréfa byggir annars vegar á ofangreindum meðaltalsspám greiningaraðila og

hinsvegar á vægi landsvæða í heimsvísitölu Morgan Stanley. Gert er ráð fyrir 10%

ávöxtun á næsta ári.

Vægi landsvæða í

heimsvísitölu Spá greiningaraðila

um ávöxtun Vænt ávöxtun heimsvísitölu

Bandaríkin 61,98% 10,04%

Japan 8,52% 8,61%

Bretland 6,07% 13,88%

Frakkland 3,89% 9,88%

Þýskaland 3,35% 11,89% 10,24%

Önnur lönd 16,20%

Tafla 1-8: Væntingar markaðsaðila um ávöxtun erlendra hlutabréfa

Innlend hlutabréf

Sé miðað við meginvísitölu innlendra hlutabréfa þá er staðan nokkurn veginn sú sama og

fyrir ári síðan eftir töluverða hækkun í upphafi árs og lækkun síðustu mánuði. Ávöxtun

meginvísitölu kauphallarinnar undanfarin 5 ár svarar til um 7% árlegrar ávöxtunar4, en

slök ávöxtun síðasta árið skýrist að miklu leyti af mikilli lækkun Icelandair og slakri

frammistöðu fasteignafélaganna.

Það er skoðun sjóðsins að lækkanir undanfarinna mánaða hafi líklega runnið sitt skeið

og að vöxtur næsta árið verði í takt við langtímaávöxtun, þ.e. að teknu tilliti til

arðgreiðslna verði vænt ávöxtun um 12%, sem svari til um 6% áhættuálags hlutabréfa á

áhættulausa vexti m.v. forsendur sjóðsins. Niðurstaða kjarasamninga gæti þó sett strik í

reikninginn leiði hún til mikilla kostnaðarhækkana hjá fyrirtækjum.

Innlendar fasteignir

Markaðsverð innlendra fasteigna hefur hækkað að jafnaði um c.a. 10,2% á ári síðustu 5

árin (mælt með heildarvísitölu FMR). Ávöxtunarkrafa á löng verðtryggð skuldabréf

4 Ath. að í hlutabréfavísitölu kauphallarinnar er ekki tekið tillit til arðgreiðslna.

Page 27: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

24

fasteignafélaga (Reginn og Reitir) er um 3,6%-3,9%, sem þýðir um 2% álag á löng

verðtryggð ríkisbréf, en það ber þó að hafa í huga að verðmyndun með þessi bréf er

takmörkuð.

Sjóðurinn gerir ráð fyrir að aðstæður á fasteignamarkaði breytist ekki mikið á milli ára,

en að þó muni heldur hægja á hækkunum. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa

fasteignafélaga gefur því, að mati sjóðsins, varfærna mynd af væntri ávöxtun á

fasteignamarkaði. Stafar það m.a. af því að framboðsskortur mun áfram styðja við verð

húsnæðis. Sjóðurinn gerir því ráð fyrir um 8,0% nafnávöxtun á innlendum

fasteignamarkaði.

Erlendar fasteignir

Eftir töluverðar hækkanir á undanförnum árum eru fasteignamarkaðir erlendis (m.v. Dow

Jones vísitölu fasteigna) nokkurn veginn á sama stað og fyrir ári síðan. Síðustu ár hafa

einkennst af almennt lágu vaxtastigi, sem hefur stutt við fasteignaverð, en þar eru

aðstæður að breytast og vextir hafa t.d. farið hækkandi í Bandaríkjunum þótt óljóst sé

hvenær Evrópa fylgir í kjölfarið.

Til lengri tíma er líklegt að fasteignaverð hafi mikla fylgni við verðbólgu, sem er víðast

hvar lág í vestrænum heimi, en auknar líkur eru á vaxandi verðbólgu, m.a. vegna hækkana

á hrávöru, aukins hagvaxtar í þróuðum ríkjum og viðskiptaátaka.

Söguleg ávöxtun fasteignasjóða síðust fimm árin hefur verið um 6,5%, en sjóðurinn gerir

ráð fyrir að þar hægi á og að á næsta ári megi búast við um 5% ávöxtun fasteigna. Þar

sem stærstur hluti fjárfestinga sjóðsins í þessum eignaflokki liggur í óskráðum

fasteignasjóðum (PRE) sem ætlað er að ná umframávöxtun er gert ráð fyrir 6% ávöxtun.

Í töflu 1-9 má sjá samantekt á spám um vænta ávöxtun eignaflokka.

Eignaflokkur Söguleg

ársávöxtun* (í heimamynt)

Vænt ársávöxtun* (í ISK)

Söguleg áhætta**

Vegin áhætta

***

Ísl. skuldabréf 3ja mán. óverðtryggð 3,63% 4,50% 0,36% 0,56% Ísl. skuldabréf 1 árs óverðtryggð 4,40% 5,00% 0,82% 0,77% Ísl. skuldabréf 5 ára óverðtryggð 6,37% 5,50% 4,53% 3,50%

Ísl. skuldabréf 5 ára verðtryggð 4,55% 5,50% 3,13% 2,62% Ísl. skuldabréf 10 ára verðtryggð 5,90% 5,50% 5,05% 4,17%

Íslensk hlutabréf (skráð og óskráð) 7,09% 12,00% 12,13% 11,70% Íslenskir fasteignasjóðir 10,24% 8,00% 2,47% 2,41%

Erlend hlutabréf (skráð og óskráð) 9,31% 10,00% 12,54% 12,60% Erlend lánshæf skuldabréf 2,15% 2,50% 10,23% 10,64% Erlend hávaxtaskuldabréf 4,83% 6,00% 10,10% 10,74%

Erlendir fasteignasjóðir 6,53% 6,00% 14,28% 13,42% Erlendir hrávörusjóðir -6,60% 5,00% 13,85% 14,62%

Erlendir vogunarsjóðir (aðrar fjárfestingar) 3,13% 3,00% 10,39% 10,87%

*Ávöxtun á ársgrundvelli

**Staðalfrávik mánaðarlegrar ávöxtunar á ársgrundvelli

*** Staðalfrávik vísisvigtaðrar mánaðarlegrar ávöxtunar á ársgrundvelli (nýrri mælingar vega þyngra en eldri)

Breyting

Verðbólga 3,5% Gengisvísitala ISK 0,0%

Tafla 1-9: Söguleg og vænt ávöxtun og áhætta eignaflokka (í heimamynt)

Page 28: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

25

Samfylgni vísitalna (e. correlation) Mikilvægt er að hafa mismunandi eignaflokka í verðbréfasöfnum til að draga úr áhættu.

Lítil eða neikvæð fylgni er milli innlendra skuldabréfa og innlendra og erlendra

hlutabréfa. Lítil eða neikvæð fylgni er milli erlendra skuldabréfa og annarra eignaflokka.

Með því að blanda þessum eignaflokkum saman má ná góðri áhættudreifingu.

Útreikningar á framfalli verðbréfavísitalnanna byggja á samfylgnistuðlum í töflu 1-10.

Gögnin byggja á mánaðarlegum vísisvigtuðum ávöxtunartölum (í krónum)

undangenginna 5 ára.

Tafla 1-10: Samfylgni vísitalna 1998-2017

Rétt er að hafa í huga að fylgni milli eignaflokka er mælikvarði á innbyrðis hreyfingar

þeirra í fortíð. Fylgni breytist og því er fylgni í fortíð ekki áreiðanlegur mælikvarði á

fylgni í framtíð. Jafnframt getur fylgni aukist mikið á óvissutímum á fjármálamörkuðum,

einmitt þegar fjárfestar myndu vilja njóta þess að eignaflokkar hreyfðust á mismunandi

hátt.

2 FJÁRFESTINGARSTEFNA SAMTRYGGINGARDEILDAR

2.1 Markmið um eignasamsetningu

Fjárfestingarstefna Festu lífeyrissjóðs er grundvölluð á samþykktum sjóðsins og lögum

um lífeyrissjóði. Sbr. 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda

hans í samræmi við eftirtaldar reglur og innan þeirra marka sem tilgreind eru í VII. kafla

sömu laga:

1. Lífeyrissjóður skal hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi.

2. Lífeyrissjóður skal horfa til aldurssamsetningar sjóðfélaga og annarra

tryggingafræðilegra þátta sem áhrif hafa á skuldbindingar.

3. Allar fjárfestingar skulu byggðar á viðeigandi greiningu á upplýsingum með öryggi,

gæði, lausafjárstöðu og arðsemi safnsins í heild í huga.

4. Lífeyrissjóður skal gæta þess að eignir sjóðsins séu nægilega fjölbreyttar til að komið sé

í veg fyrir samþjöppun og uppsöfnun áhættu í eignasafninu, m.a. með því að gæta að

fylgni áhættu einstakra eigna og eignaflokka.

5. Lífeyrissjóður skal setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum.

2.2 Vænt ávöxtun eignasafns

Verðbréf sveiflast alltaf í verði og þar með ríkir óvissa um ávöxtun eignasafns sjóðsins,

en mynd 2-1 sýnir líkindadreifingu ávöxtunar samtryggingadeildar. Rétt er að ítreka að

reikningar eru byggðir á sögulegri fylgni og flökti, væntri ávöxtun og væntri þróun

verðbólgu og gengis krónu.

Íslenskir ríkis-víxlar

3 mánaða

Íslensk

ríkisskuldabréf 5

ára verðtryggð

Íslensk ríkisskulda-

bréf 10 ára

verðtryggð

Íslensk

hlutabréf

Alþjóðleg

ríkisskuldabréf

3-7 ára í USD

Heimsvísitala

hlutabréfa í USD

Íslenskir ríkisvíxlar 3 mánaða 1

Íslensk ríkisskuldabréf 5 ára verðtryggð 0,33 1

Íslensk ríkisskuldabréf 10 ára verðtryggð 0,19 0,89 1

Íslensk hlutabréf -0,21 -0,02 0,03 1

Alþjóðl. ríkisskuldabr. 3-7 ára í USD -0,12 0,04 -0,05 0,23 1

Heimsvísitala hlutabréf í USD 0,13 0,22 0,08 0,2 -0,09 1

Page 29: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

26

Mynd 2-1: Líkindadreifing ávöxtunar m.v. vænta ávöxtun, sögulega fylgni og flökt ásamt væntri

gengisþróun og verðbólgu (3,5% verðbólgu og óbreytt gengi krónu)

Vænt framfall fjárfestingakosta Mynd 2-2 sýnir framfall fjárfestingakosta m.v. forsendur um vænta nafnávöxtun og

sögulega áhættu (staðalfrávik – sjá töflu 1-9) verðbréfaflokka undangengin 5 ár, þar sem

framfallslína fjárfestingakosta sýnir okkur hversu hárri nafnávöxtun hægt er að ná, að

teknu tilliti til áhættu (staðalfráviks), með því að blanda saman eignaflokkum.

Í framfallsreikningum er almennt gert ráð fyrir því að verðbréf með föstum tekjum

(skuldabréf) séu gerð upp á markaðskröfu, en á mynd 2-2 er einnig sýnt hvernig

fjárfestingastefnan birtist á framfallinu m.v. uppgjör á kaupkröfu (vænt ávöxtun/flökt

m.v. kaupkröfu).

Mynd 2-2: Framfall samtryggingadeildar

Enn er meginhluti skuldabréfa sjóðsins gerður upp miðað við ávöxtunarkröfu á kaupdegi.

Það er því mikilvægt að hafa það í huga við skoðun á væntri ávöxtun og flökti verðbréfa.

Jafnframt mun hlutfall skuldabréfa sem virt eru á gangvirði fara hækkandi á næstu árum.

0%

2%

4%

6%

8%

10%

12%

-1,0

%

0,0

%

1,0

%

2,0

%

3,0

%

4,0

%

5,0

%

6,0

%

7,0

%

8,0

%

9,0

%

10,

0%

11

,0%

12

,0%

13

,0%

14,

0%

15

,0%

16

,0%

17

,0%

18,

0%

19

,0%

Tíð

ni

Nafnávöxtun

Vænt nafnávöxtun: 8,0%

Fjárfestingastefna 2019Fjárfestingastefna 2018

Eignasafn

Safn 2Safn 3

Safn 4

Safn 5

Safn 6

100% Verðtryggð skuldabréf

Hámarksvægihlutabréfa

50% Skuldabréf og 50% innlán

Stefna 2019 m.v. kaupkröfu

4,00%

4,50%

5,00%

5,50%

6,00%

6,50%

7,00%

7,50%

8,00%

8,50%

1,50% 2,00% 2,50% 3,00% 3,50% 4,00% 4,50% 5,00%

nt

ávö

xtu

n

Flökt (% af virði eignasafns)

Page 30: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

27

Í fjárfestingarstefnu 2019 er gert ráð fyrir auknu vægi sérhæfðra fjárfestinga

(fagfjárfestingasjóðir) en einnig lítillega aukningu erlendra hlutabréfa. Í kjölfar afnáms

gjaldeyrishafta í mars 2017, hefur sjóðurinn verið að auka við erlent eignasafn sitt. Í lok

árs 2016 var hlutfall erlendra eigna 18,4% en er orðið 28,8% í lok september 2018. Þessi

þróun mun halda áfram, en viðmið stjórnar sjóðsins um hlutfall erlendra eigna er 35% og

neðri vikmörk 25%. Þessi breyting eykur vænta áhættu (flökt). Að sama skapi dregur úr

mótaðilaáhættu vegna aukinnar dreifingar eignasafns. Með því að dreifa eignum á

landssvæði, mun landsáhætta á Ísland jafnframt minnka.

Hlutföll eignasafna á framfallinu eru sýnd í töflu 2-1. Til einföldunar hefur eignum

sérhæfðra fjárfestinga (fagfjárfestasjóðir) verið dreift að hluta á innlend og erlend

hlutabréf, enda er þessum fjárfestingum ætlað að ná svipaðri eða betri ávöxtun en

hlutabréf.

Tafla 2-1: Eignasamsetning safna á framfallsmynd.

Eins og sést á mynd 2-2 er hægt að ná fram hærri væntri ávöxtun með svipuðu flökti með

því að velja safn 6. Samanber töflu 2-1, felur það í sér að auka vægi innlendra hlutabréfa

í 20%. Það felur jafnframt í sér aukna mótaðilaáhættu og jafnframt aukna landsáhættu

sem gengur gegn markmiði sjóðsins um eðlilega áhættudreifingu.

2.3 Skipting fjárfestinga á eignaflokka

Í samræmi við það sem að ofan greinir skal skipting verðbréfaeignar í grófum dráttum

miðuð við þau eignamörk sem tilgreind eru í töflu 2-2. Eignaskipting getur farið

tímabundið út fyrir tilgreind mörk, m.a. vegna skyndilegra breytinga á markaðsgengi

verðbréfa. Skal þá leitast við að lagfæra hlutföll í eignasafninu eins fljótt og mögulegt er.

Safn

Innlend vtr

skuldabréf

Innlend óvtr

skuldabréf

Innlend

hlutabréf

Erlend

skuldabréf

Erlend

hlutabréf

Aðrar

fjárfst.

Skammt.bréf

innlán Fasteign.

Aðrar

eignir

Stefna 2019 55,0% 1,9% 14,2% 1,8% 22,5% 0,9% 0,0% 3,7% 0,0%

Stefna 2018 53,7% 2,0% 18,0% 1,8% 21,0% 2,2% 0,0% 1,3% 0,0%

Eignasafn 50,9% 2,0% 14,5% 1,5% 21,4% 0,9% 4,3% 3,8% 0,8%

Safn 2 50,0% 8,0% 8,5% 17,0% 8,5% 0,0% 8,0% 0,0% 0,0%

Safn 3 50,0% 10,0% 9,0% 14,0% 11,0% 0,0% 6,0% 0,0% 0,0%

Safn 4 50,0% 13,0% 12,0% 10,0% 15,0% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0%

Safn 5 50,0% 10,0% 15,0% 5,0% 20,0% 1,0% 0,0% 0,0% 0,0%

Safn 6 50,0% 5,0% 20,0% 0,0% 25,0% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0%

100% vtr. skuldabréf 100,0% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0%

Hámarksv. hlutabréfa 50,0% 0,0% 20,0% 0,0% 30,0% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0%

50% skbr./50% innlán 50,0% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0% 50,0% 0,0% 0,0%

Page 31: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

28

Eignaflokkar 36.gr. a. laga 129/1997 Stefna Lágmark Hámark

Skuldabréf með ríkisábyrgð Aa, Cb 25% 15% 70%

Fasteignaveðtryggð skuldabréf Ab 5% 0% 15%

Skuldabréf sveitarfélaga Ba, Cb 9% 0% 20%

Innlán banka og sparisjóða Bb, Cb 0% 0% 20%

Sértryggð skuldabréf Bc, Cb 5% 0% 15%

Skuldabr lánastofnana og tryggingafélaga Ca, Cb 0% 0% 15%

Innlend hlutabréf Ea, Cb 12% 0% 30%

Erlend hlutabréf Ea, Cb 19% 0% 30%

Skuldabréf félaga Da, Cb 8% 0% 20%

Skuldabréf fagfjárfestasjóða Db 5% 0% 20%

Fasteignir innan ríkja OECD og EEA Ec, Cb 0% 0% 10%

Fagfjárfestasjóðir Eb 12% 0% 20%

Afleiður Fa 0% 0% 10%

Aðrir fjármálagerningar Fb 0% 0% 10%

Samtals 100%

Tafla 2-2: Skipting fjárfestinga á eignaflokka

Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar. Fjárfestingarstefna sjóðsins er því sett fram til lengri

tíma litið. Undanfarin ár hefur sjóðurinn verið innan vikmarka í öllum eignaflokkum utan

erlend verðbréf. Við afléttingu gjaldeyrishafta í mars 2017 var lögð mikil áhersla á að

bæta úr þessu. Í lok árs 2018 er sjóðurinn innan neðri vikmarka erlendra eigna, en

hlutfallið jókst úr 25% í 28,8% á árinu. Gert er ráð fyrir að markmiði um

eignasamsetningu verði í meginatriðum náð á árinu 2019.

Helstu breytingar á fjárfestingarstefnu sjóðsins fyrir árið 2019, er að dregið er úr vægi

innlendra hlutabréfa (-5%). Jafnframt er hlutfall fagfjárfestasjóða aukið (+2%) og einnig

hlutfall erlendra hlutabréfa (+1%). Dregið er lítillega úr hlutfalli skuldabréfa

sveitarfélaga (-1%) en hlutfall skuldabréfa félaga aukið (3%).

Samkvæmt lögum er lífeyrissjóðum gert að setja fram stefnu um fjárfestingar í

verðbréfasjóðum. Verðbréfasjóðir eru fjármálagerningar, en ekki eignaflokkur þar sem

þeir ná yfir afar breitt svið eigna (hlutabréf, skuldabréf, blanda hlutabréfa og skuldabréfa,

fasteignir o.s.frv.). Því er eðlilegra að skipta undirliggjandi eignum verðbréfasjóða

(UCITS) á viðeigandi eignaflokka sbr. hér að ofan. Nánar er kveðið á um skiptingu

eignaflokka, núverandi stöðu (sem sýnd er án skiptingar undirliggjandi eigna

verðbréfasjóða), skiptingu gengisbundinna og óskráðra eigna í fylgiskjali I, sem er hluti

fjárfestingarstefnu sjóðsins.

2.4 Fagfjárfestasjóðir

Undir þennan lið falla sérhæfðar fjárfestingar, sem í lögum er vísað til sem „Hlutir og

hlutdeildarskírteini annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu“. Helstu tegundir þeirra

eru: Framtaksfjárfestingar (e. Private Equity), vogunarsjóðir (e. Hedge Funds),

fasteignasjóðir (e. Private Real Estate Funds), óskráðir skuldabréfasjóðir (e. Private

Credit Funds) og hrávörusjóðir (e. Commodities Funds).

Page 32: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

29

2.5 Viðmiðunarvísitala

Gert er ráð fyrir að viðmiðunarvísitala sjóðsins sé samsett úr eftirfarandi vísitölum þar

sem vægi hverrar vísitölu miðast við fjárfestingarstefnu sjóðsins. Viðmið taka gildi

31.12.2018.

Tryggingardeild OMXI10YI – Verðtryggð vísitala (meðallíft. 10 ár) 53%

OMXI5YNI – Óverðtryggð vísitala (meðallíft. 5 ár) 4%

OMXIGI – Aðalvísitala innlendra hlutabréfa 16%

MSCI Total return – heimsvísitala hlutabréfa 27%

SAMTALS 100%

Tafla 2-3: Viðmiðunarvísitölur (viðmiðunarvísitölur fagfjárfestasj. þær sömu og skráðra hlutabréfa)

Þar sem ekki eru til haldbærar viðmiðunarvísitölur fyrir alla fagfjárfestasjóði, er til

einföldunar gert ráð fyrir að þeir eigi að skila samsvarandi eða betri ávöxtun en

viðeigandi vísitölur skráðra hlutabréfa. Þrátt fyrir að skuldabréf sjóðsins séu að mestu

gerð upp m.v. kaupávöxtunarkröfu, þykir rétt að setja fram viðmiðunarvísitölur til

hliðsjónar. Þær eru þó settar fram með þessum fyrirvara.

2.6 Viðmið um notkun afleiða

Einungis er heimilt að gera afleiðusamninga til að draga úr áhættu sjóðsins. Með

afleiðusamningum er átt við framvirka samninga, framtíðarsamninga, valréttarsamninga,

vaxtaskiptasamninga, skiptasamninga og samninga um endurhverf viðskipti, þ.e.

samninga þar sem uppgjörsákvæði byggjast á breytingu einhvers þáttar, s.s. vaxta, gengis

gjaldmiðla, verðbréfaverðs eða verðbréfavísitölu. Afleiðusamningar skulu á hverjum

tíma vera innan við 10% af heildareignum sjóðsins. Afleiðusamningar á einn og sama

mótaðila mega aldrei fara umfram 5% af heildareignum.

2.7 Fjárfesting í fjármálagerningum og innlánum útgefnum af sama aðila

Hámarksfjárfesting í fjármálagerningum útgefnum af sama aðila, tengdum aðilum eða

aðilum sem tilheyra sömu samstæðunni (samþjöppunaráhætta) miðast við hámark 5% af

hreinni eign (hámark 10% skv. lögum). Efri vikmörk miðast við 6% af hreinni eign, en

þá þarf sjóðurinn að bregðast við með sölu eigna (sjá þó 2.6 varðandi afleiður).

Samanlögð eign sjóðsins skv. ofangreindu og innlánum sama viðskiptabanka eða

sparisjóðs skal vera innan við 25% heildareigna.

2.8 Fjárfesting í hlutafé félaga og hlutdeildarskírteinum fagfjárfestasjóða

Hámarkshlutdeild í hlutabréfum einstakra félaga, eða hlutdeildarskírteinum einstakra

fagfjárfestasjóða miðast við 20%.

2.9 Hámarkshlutdeild í hlutdeildarskírteinum

Hámarkshlutdeild í hlutdeildarskírteinum útgefnum af verðbréfasjóði/fjárfestingarsjóði

eða deild þeirra miðast við 25% af hlutdeildarskírteinum útgefnum af sama

verðbréfasjóði/fjárfestingarsjóði.

2.10 Fasteignaveðtryggð skuldabréf

Fjárfest skal í skuldabréfum með veði í fasteignum íbúðarhúsnæðis að hámarki 75% af

metnu markaðsvirði. Ef um er að ræða aðrar fasteignir skal þetta hámark vera 50% af

metnu markaðsvirði. Veðandlög eru íbúðarhúsnæði, lögbýli og atvinnuhúsnæði.

Page 33: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

30

2.11 Fyrirtæki sem sinna eingöngu þjónustuverkefnum fyrir lífeyrissjóðinn

Til grundvallar fjárfestingum í félögum sem eingöngu sinna þjónustuverkefnum fyrir

sjóðinn skal liggja arðsemi og rekstrarhagsmunir hans. Markmið sjóðsins er að þessar

fjárfestingar lækki kostnað, séu fáar og fari ekki yfir 0,5% af heildarfjárfestingum hans.

2.12 Hlutfall eigna í virkri stýringu

Sjóðfélagalán og önnur veðskuldabréf nema 4,4% af hreinni eign sjóðsins í

tryggingardeild. Að þeim eignum undanskildum er seljanleiki eigna misjafn en telst vera

í virkri stýringu.

2.13 Markmið um meðallíftíma skuldabréfa

Tafla 2-4: Meðallíftími

Markmið um meðallíftíma skuldabréfasafns tekur mið af aldurssamsetningu sjóðfélaga.

Stefnt er að því að fjárfesta í skuldabréfum sem að jafnaði kæmu til greiðslu þegar

eftirlaunagreiðslur taka að þyngjast. Viðmið sjóðsins er að veginn meðallíftími (duration)

skuldabréfasafns sé 9,5 ár. Neðri vikmörk miðast við 7,5 ár.

Mynd 2-3: Þróun meðallíftíma skuldabréfasafns

Hlutfall

Meðal-

líftimi (ár) Hlutfall

Meðal-

líftími (ár)

Hlutfall af

eignasafni

Áfallnar skuldbindingar 100,0% 21,8 0,0% 0,0 97,9%

Framtíðariðgjöld 100,0% 12,7 0,0% 0,0 111,9%

Framtíðarskuldbindingar 100,0% 36,8 0,0% 0,0 113,1%

Innlán og skammtímabréf 0,0% 0,0 100,0% 0,00 4,2%

Skuldabréf með ríkisábyrgð 96,9% 9,1 3,1% 6,3 23,2%

Sjóðfélagalán 100,0% 14,6 0,0% 0,0 1,0%

Veðskuldabréf 100,0% 6,6 0,0% 0,0 3,3%

Skuldabréf sveitarfélaga 100,0% 8,8 0,0% 0,0 9,6%

Skuldabréf innlánsstofnana 99,8% 9,2 0,2% 0,2 4,4%

Skuldabréf fyrirtækja og sjóða 89,1% 8,7 10,9% 4,1 11,2%

Erlend skuldabréf - IG 0,0% 0,0 100,0% 3,0 1,5%

Erlend skuldabréf - HY 0,0% 0,0 100,0% 4,0 0,0%

Verðtryggt Óverðtryggt

Sam

t. 5

8,5

8%

0,0

2,0

4,0

6,0

8,0

10,0

12,0

des

20

12

mar

201

3

jún

20

13

sep

20

13

des

20

13

mar

201

4

jún

20

14

sep

20

14

des

20

14

mar

201

5

jún

20

15

sep

20

15

des

20

15

mar

201

6

jún

20

16

sep

20

16

des

20

16

mar

201

7

jún

20

17

sep

20

17

des

20

17

mar

201

8

jún

20

18

sep

20

18

Me

ðal

líftí

mi (

ár)

Meðallíftími skuldabréfasafns

Meðallíftími

Meðallíftimi: viðmið

Meðallíftimi: vikmörk

Page 34: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

31

2.14 Markmið um gjaldmiðlasamsetningu

Sjóðurinn setur sér viðmið um að hlutfall erlendra eigna verði 35% af heildareignum.

Stefnt skal að því að neðri vikmörk fari ekki undir 25% og efri vikmörk fari ekki yfir

50%. Eftir að gjaldeyrishöftum var aflétt hefur eign sjóðsins í erlendum eignum aukist

og er hlutfall erlendra eigna nú 28,8%. Áfram verður leitast við að færa hlutfallið nær

viðmiði. Markmið gjaldeyrisstýringar miðast við að gjaldmiðlasamsetning erlendra eigna

sé sem næst heimsvísitölu hlutabréfa, MSCI.

Mynd 2-4: Markmið um gjaldmiðlasamsetningu

Heimilt er að verja gjaldmiðlaáhættu. Við gengisvarnir er heimilt að nota framvirka

samninga (afleiður) á gengisvísitölu krónunnar á erlendar myntir á móti krónu og á

erlenda gjaldmiðlakrossa.

2.15 Markmið um atvinnugreinaskiptingu

Sjóðurinn hefur það almenna markmið að reyna að ná fram aukinni áhættudreifingu í

eignasafni sínu með því að fjárfesta í ólíkum atvinnugreinum.

Markmið stjórnar er að atvinnugreinaskipting hlutabréfasafnsins taki mið af

samsetningu viðmiðunarvísitalna. Erlend hlutabréfaeign skal taka mið af skiptingu

heimsvísitölu MSCI með arði, þó þannig að sjóðurinn hefur heimild til að undir- og

yfirvigta viðmið hverrar atvinnugreinar um -50%/+50%. M.v. samsetningu heimsvísitölu

að hausti 2018, munu vikmörk fara skv. eftirfarandi frá ársbyrjun 2019:

Atvinnugreinaskipting MSCI Staða safns Neðri mörk Efri mörk

Financials 16,5% 24,8% 8,3% 24,8%

Information Technology 15,4% 9,9% 9,2% 23,0%

Consumer Discretionary-RealEstate 13,2% 14,0% 9,2% 19,8%

Industrials 11,0% 8,7% 5,5% 16,5%

Consumer Staples-Health Care 21,7% 20,1% 5,5% 32,5%

Energy 6,4% 6,0% 3,1% 9,6%

Materials 4,6% 3,6% 2,8% 6,9%

Telecommunication Services 8,1% 10,9% 1,5% 12,1%

Utilities 3,1% 1,9% 1,4% 4,7%

Tafla 2-5: Atvinnugreinaskipting heimsvísitölu hlutabréfa

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

35%

40%

45%

50%

des

20

12

mar

20

13

jún

20

13

sep

20

13

des

20

13

mar

20

14

jún

20

14

sep

20

14

des

20

14

mar

20

15

jún

20

15

sep

20

15

des

20

15

mar

20

16

jún

20

16

sep

20

16

des

20

16

mar

20

17

jún

20

17

sep

20

17

des

20

17

mar

20

18

jún

20

18

sep

20

18

Erle

nt

hlt

ufa

ll

Erlent hlutfall Erlent hlutfall - viðmið

Erlent hlutfall - neðri vikmörk Erlent hlutfall - efri vikmörk

Page 35: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

32

Innlend hlutabréfaeign skal taka mið af atvinnugreinaskiptingu Nasdaq OMXI. Þar sem

afar fá félög eru skráð í kauphöllina á Íslandi er ástæða til að fara varlega. Sbr. töflu 2-6

eru örfá félög á bak við hverja undirvísitölu og því ljóst að litlar breytingar í fjölda geta

haft mikil áhrif á vægi einstakra undirvísitalna. Sökum þess hve félögin eru fá, er

jafnframt ljóst að flokkun kauphallar á atvinnugreinar er afar ómarkviss. Sjóðurinn mun

taka mið af neðangreindri skiptingu, en sökum smæðar markaðarins er ekki talið

skynsamlegt að setja vikmörk í þessu sambandi.

Undirvísitölur aðallista Fjöldi

félaga

Vægi í

vísitölu Vægi í safni Mismunur

Neysluvara 1 6,0% 0,0% 6,0%

Þjónusta 3 13,5% 19,8% -6,3%

Fjármál og tryggingar 8 38,3% 20,5% 17,8%

Iðnaður 2 33,8% 46,0% -12,2%

Olíudreifing 1 1,6% 4,5% -2,9%

Tæknifyrirtæki 1 1,0% 0,7% 0,3%

Fjarskipti 2 5,8% 8,4% -2,6%

Tafla 2-6: Atvinnugreinaskipting aðalvísitölu Kauphallar Íslands

Við fjárfestingar í skuldabréfum horfir sjóðurinn einkum til gæða og trygginga, en

jafnframt til atvinnugreinaskiptingar. Í þessu sambandi er vert að geta þess að Festa hefur

sett sér mjög ströng viðmið um mótaðilaáhættu, en samanlögð eign sjóðsins í

hlutabréfum og skuldabréfum útgefnum af sama aðila, eða tengdum aðilum, má ekki

nema meiru en 5% hreinnar eignar.

Við fjárfestingar í skuldabréfum er jafnframt leitast við að auka dreifingu eignasafnsins

enn frekar eftir atvinnugreinum. Sem dæmi hefur sjóðurinn lagt sig eftir því að fjárfesta

í skuldabréfum orku- og veitufyrirtækja sem ekki eru endurspegluð í

atvinnugreinaskiptingu Kauphallar Íslands.

2.16 Um hlutfall og ávöxtun lausafjár

Sjóðurinn hefur ekki sérstakt markmið um hlutfall lausafjár annað en að geta staðið við

skuldbindingar, s.s. greiðslur lífeyris, mánaðarlega. Sjóðstjóri skal leitast við að ávaxta

lausafé á sem hagkvæmastan hátt með tilliti til fjárþarfar hverju sinni. Skal þá tekið mið

af kjörum á skammtímamarkaði og væntri ávöxtun skammtímasjóða.

2.17 Um beinar fjárfestingar í fasteignum

Samkvæmt 5. tl. c., 2. mgr. 36. gr. a., l. nr. 129/1997, er lífeyrissjóðum heimilt að fjárfesta

beint í fasteignum. Sjóðurinn hefur fullnustað nokkrar eignir í gegn um tíðina sem allar

hafa verið í útleigu á eignarhaldstíma. Þær hafa samt sem áður ekki verið skilgreindar

sem fjárfesting í fasteignum, eða sem hluti fjárfestingarstefnu, hafa verið í stöðugu

söluferli og ávallt sótt um undanþágu til eignar sbr. 2. mgr. 38.gr. l. nr. 129/1997.

Page 36: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

33

2.18 Önnur viðmið og vikmörk

2.18.a Verðbreytingaráhætta (VaR)

Viðmiðunarhlutföll eignaflokka (fjárfestingarstefna), ásamt forsendum um vænta

ávöxtun þeirra, ákvarða verðbreytingaáhættu viðmiðunarsafnsins, þ.m.t. bæði flökt

(staðalfrávik) og VaR þess5.

Mynd 2-5: Verðbreytingaráhætta

Þegar mótuð er stefna um eftirlit með, og stýringu á, verðbreytingaáhættu er rétt að hafa

í huga að stjórn ákvarðar, með skilgreiningu viðmiðunarsafns, þá áhættu sem sjóðurinn

tekur að staðaldri. Viðmið og vikmörk fyrir þessa áhættu þjóna síðan þeim tilgangi að

takmarka áhættutöku langt umfram áhættu viðmiðunarsafns. M.ö.o. viðmiðunarsafnið

skilgreinir hlutlausa stöðu og viðmið/vikmörk takmarka hversu langt má víkja frá þeirri

stöðu hvað varðar verðbreytingaáhættu. Þau viðmið/vikmörk sem sett hafa verið um

verðbreytingaráhættu eru munur á VaR viðmiðs og safns, og hlutfallið milli flökts safns

og viðmiðs. Þau viðmið/vikmörk sem unnið er með eru:

VaR viðmiðs – VaR safns < 1,5%

(VaR safns ekki meira en 1,5% lægra en VaR viðmiðs – lægra VaR þýðir meiri áhættu)

2.18.b Verðbólguáhætta

Þegar söguleg árs verðbólga er borin saman við ársbreytingu gengis íslensku krónunnar

(mældu með gengisvísitölu) kemur í ljós að sterk tengsl eru á milli breytanna. Verðbólga

birtist ýmist samstundis eða með allt að 3-6 mánaða seinkun í kjölfar gengisbreytinga.

Sjóðurinn hefur sett sér stefnu um hlutfall erlendra eigna. Því er við hæfi að setja fram

viðmið um lágmarkshlutfall verðtryggðra eigna sem tekur tillit til þeirrar stefnu. Viðmið

sjóðsins er að samsett hlutfall erlendra eigna og verðtryggðra innlendra eigna verði aldrei

lægra en 60%.

Hlutfall erlendra eigna Lágmarkshlutfall

verðtryggðra eigna Lágmarks samsett viðmið

50% 10% 60%

45% 15% 60%

40% 20% 60%

35% 25% 60%

30% 30% 60%

25% 35% 60%

Tafla 2-7: Hlutfall verðtryggðra eigna

5 Við útreikning á flökti og VaR viðmiðunarsafns er nauðsynlegt að styðjast við söguleg

gögn um flökt og fylgni eignaflokka.

Page 37: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

34

Í lok september 2018 er samsett hlutfall verðtryggðra og gengisbundinna eigna tæplega

80%.

2.18.c Útlánaáhætta Framkvæmt er lánshæfismat á þá útgefendur sjóðsins sem vega meira en 1,0% af hreinni

eign, einu sinni á ári. Sjóðurinn reiknar vegið meðaltal lánshæfismats á þessa útgefendur.

Yfirlit þessa lánshæfismats sem og útreikningar sjóðsins á vegnu meðaltali koma fram í

fjárfestingarstefnu sjóðsins. Einstakir útgefendur verða settir á athugunarlista fari þeir

undir lágmarks lánshæfi, sem nú er skilgreint B-. Þegar útgefendur lenda á athugunarlista

er farið að skoða sölumöguleika.

2.18.d Uppgreiðsluáhætta

Uppgreiðsluáhætta er mæld með reglubundnu hætti sbr. dagskrá áhættustýringar í

áhættustefnu sjóðsins. Miða skal við að hlutfall uppgreiðanlegra bréfa fari ekki yfir

25% af heildarsafni skuldabréfa.

Stöðu uppgreiðanlegra bréfa má sjá í myndrænni framsetningu á myndum 1-9 og 1-10.

Page 38: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

35

3 Séreignardeildir Sjóðurinn rekur tvær séreignardeildir. Annarsvegar er um að ræða móttöku og ávöxtun

iðgjalda almenns séreignarsparnaðar rétthafa skv. 23. kafla samþykkta sjóðsins. Hins

vegar er um að ræða tilgreinda séreignardeild, þar sem sjóðfélögum er heimilt að ráðstafa

allt að 3,5% iðgjaldi af iðgjaldsstofni umfram 12% af iðgjaldsstofni í slíka deild, sbr. 22

kafla samþykkta sjóðsins. Eignir almennrar og tilgreindrar séreignardeildar eru ávaxtaðar

sameiginlega.

Um árabil var boðið upp á eina ávöxtunarleið fyrir séreignarsparnað, en frá og með árinu

2018 urðu þær tvær. Sparnaðarleið 1 er hugsuð sem varfærin ávöxtunarleið fyrir eldri

og/eða áhættufælna sjóðfélaga, en sparnaðarleið 2 samanstendur af vel dreifðu eignasafni

sem hentar tiltölulega breiðum hópi sjóðfélaga. Hægt er að velja um báðar leiðir fyrir

almennan séreignarsparnað og tilgreindan séreignarsparnað.

Eignir sparnaðarleiða eru virtar á markaðsvirði sem reiknað er daglega. Þetta er

nauðsynlegt, þar sem flutningsréttur er á slíkum sparnaði.

3.1 Sameiginlegar forsendur sparnaðarleiða

Fjárfestingarstefna sparnaðarleiða 1 og 2 tekur mið af þeim takmörkunum sem lög um

skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 setja. Samkvæmt

eðli máls, geta rétthafar óskað eftir flutningi innistæðna sinna til annarra vörsluaðila. Því

er brýnt að velja auðseljanlegar fjárfestingar með virka opinbera verðmyndun til að mæta

slíkum óskum. Fjárfestingarheimildir séreignardeildar eru því þrengri en

samtryggingardeildar. Stefnt skal að fjárfestingum í skráðum, auðseljanlegum eignum.

Þó er heimilt að eiga óskráðar eignir ef þær eru inni í sjóðum sem eru auðseljanlegir.

Lífeyrisgreiðslur úr séreignardeild voru óverulegar fram til ársins 2009. Þær fóru vaxandi

í kjölfar setningu laga um útgreiðslur og náðu hámarki árið 2014. Áhrifa sérlaganna gætir

í mun minna mæli undanfarin ár. Þó er eitthvað um að sjóðfélagar nýti heimild til greiðslu

inn á húsnæðislán, sbr. lög nr. 111/2016.

Mynd 3-1: Lífeyrisbyrði séreignardeildar (árið 2018 byggir á níu mánuðum)

Aldurssamsetning er tiltölulega hagstæð. Meðalaldur sjóðfélaga er 41 ár í almennri

séreignardeild og rúmlega 48 ár í tilgreindri séreignardeild. Meðalaldur sjóðfélaga beggja

deilda er rúmlega 46 ár, og því er gert ráð fyrir jákvæðu greiðsluflæði til lengri tíma litið.

Þetta er þó háð pólitískri óvissu þar sem tilhneiging hefur verið til að nota

0%

20%

40%

60%

80%

100%

120%

140%

160%

2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018

Page 39: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

36

séreignarsparnað til ýmissa félagslegra úrræða. Því er brýnt að leggja áherslu á

seljanleika eigna.

Útgreiðslureglur almennrar og tilgreindrar séreignar eru ekki þær sömu. Almenn séreign

er laus til útborgunar við 60 ára aldur. Tilgreind séreign er laus til útgreiðslu á fimm ára

tímabili fyrir hefðbundinn lífeyristökualdur (nú 67 ára). Reglur um útgreiðslu vegna

örorku eru þær sömu. Þessi mismunur kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að reka

sameiginlegt eignasafn fyrir þessar deildir.

Núverandi eignasamsetning er innan vikmarka fyrir alla eignaflokka og hefur því ekki

takmarkandi áhrif á mögulega fjárfestingarstefnu umfram ákvæði laga 129/1997. Gert er

ráð fyrir að markmiðum um eignasamsetningu verði að mestu náð á árinu 2018.

3.2 Sparnaðarleið 1 – forsendur um áhættu og vænta ávöxtun

Sparnaðarleið 1 hentar eldri og/eða áhættufælnum sjóðfélögum. Eignir hennar eru

eingöngu fjárfestar í ríkisskuldabréfum og innlánum eftir atvikum.

Forsendur um sögulega og vænta ávöxtun eru þær sömu og fyrir samtryggingardeild.

Allar eignir sparnaðarleiðar 1 eru bókfærðar á markaðsverði og því hentar

framfallsgreiningin hér að neðan vel fyrir eignasafn hennar. Þannig hafa breytingar á

ávöxtunarkröfu skuldabréfa á markaði strax áhrif á ávöxtun skuldabréfahluta safnsins.

Mynd 3.2 sýnir hvernig ávöxtun getur sveiflast einstök ár m.v. söguleg gögn um flökt og

vænta ávöxtun til framtíðar. Framfall fjárfestingarkosta er jafnframt sýnt á mynd 3.3. Þar

kemur fram að flökt ávöxtunar er tiltölulega lágt fyrir þessa sparnaðarleið.

Mynd 3-2: Líkindadreifing: Vænt ávöxtun fjárfestingastefnu sparnaðarleiðar 1

Mynd 3-3 sýnir framfall fjárfestingakosta m.v. forsendur um vænta ávöxtun samkvæmt

töflu 1-9 og sögulegt staðalfrávik verðbréfaflokka. Myndin sýnir einnig vænta ávöxtun

sparnaðarleiðar.

0%

2%

4%

6%

8%

10%

12%

14%

16%

-5,0

%

-4,0

%

-3,0

%

-2,0

%

-1,0

%

0,0

%

1,0

%

2,0

%

3,0

%

4,0

%

5,0

%

6,0

%

7,0

%

8,0

%

9,0

%

10

,0%

11

,0%

12

,0%

13

,0%

14

,0%

15

,0%

16

,0%

17

,0%

18

,0%

19

,0%

20

,0%

21

,0%

22

,0%

23

,0%

24

,0%

25

,0%

Tíð

ni

Nafnávöxtun

Líkindadreifing:Vænt ávöxtun fjárfestingastefnu

Vænt nafnávöxtun: 5,5%

Page 40: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

37

Mynd 3-3: Vænt ávöxtun og flökt fjárfestingakosta

3.3 Fjárfestingarstefna sparnaðarleiðar 1

Festa – sparnaðarleið 1 Markmið Vikmörk

Skuldabréf Íslensk skuldabréf með ábyrgð ríkis 100% 50-100%

Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga 0% 0-0%

Sértryggð skuldabréf 0% 0-0%

Skuldabréf og víxlar banka, sparisjóða og annarra lánastofnana 0% 0-0%

Skuldabréf félaga og fagfjárfestasjóða 0% 0-0%

Innlán 0% 0-50%

Samtals skuldabréf 100% 0-100% Hlutabréf - þ.a. erlend hlutabréf 0% 0-0%

- þ.a. innlend hlutabréf 0% 0-0%

Samtals hlutabréf 0% 0-0% Samtals 100%

Tafla 3-1: Fjárfestingastefna sparnaðarleiðar 1

Í ofangreindri skiptingu er undirliggjandi eignum verðbréfasjóða (UCITS) skipt á

viðeigandi eignaflokka. Nánar er kveðið á um skiptingu eignaflokka, núverandi stöðu

(sem sýnd er án skiptingar undirliggjandi eigna verðbréfasjóða), skiptingu

gengisbundinna og óskráðra eigna í fylgiskjali II, sem er hluti fjárfestingarstefnu

sjóðsins.

Fjárfestingastefna sparnaðarleiðar 1 fyrir árið 2019 er nánast óbreytt frá fyrra ári. Efri

vikmörk innlána hafa verið aukin úr 30% í 50% og neðri vikmörk ríkisskuldabréfa

lækkuð úr 70% í 50%.

Page 41: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

38

3.4 Viðmið sparnaðarleiðar 1

Þar sem viðmið og takmarkanir eru ekki tilgreindar sérstaklega fyrir sparnaðarleiðir, eru

þau eins og fyrir samtryggingardeild (sjá kafla 2.6 – 2.18), þó þannig að kafli 2.18 um

önnur viðmið og vikmörk á ekki við um sparnaðarleiðir séreignardeilda.

Hámarksfjárfesting í verðbréfum útgefnum af sama aðila Hámarksfjárfesting í verðbréfum útgefnum af sama aðila, tengdum aðilum eða aðilum

sem tilheyra sömu samstæðunni (samþjöppunaráhætta) miðast við 10% af hreinni eign.

Hlutfall eigna í virkri stýringu Hlutfall eigna í virkri stýringu skulu vera:

• Skuldabréf 100% virk stýring

• Innlán 100% virk stýring

Hámarkshlutdeild í verðbréfasjóði eða sjóðum hjá sama rekstrarfélagi Sbr. kafla 2.9, miðast hámarkshlutdeild í verðbréfasjóði eða fjárfestingarsjóði eða

einstakri deild þeirra við 25% af útgefnum hlutdeildarskírteinum viðkomandi sjóðs.

Samanlögð eign í sjóðum innan sama rekstrarfélags má að hámarki nema 50%.

Viðmið um meðallíftíma skuldabréfa Til lengri tíma er gert ráð fyrir að meðaltími skuldabréfa sparnaðarleiðar 1 sé nálægt 5

árum.

Viðmið um verðtryggingarhlutfall Safninu er ætlað að ná sem bestri ávöxtun með fjárfestingu í ríkisskuldabréfum og

innlánum eftir atvikum. Því eru engin neðri mörk á verðtryggingarhlutfalli. Safnið getur

fræðilega séð verið 100% verðtryggt og að sama skapi 100% óverðtryggt.

Viðmið um gjaldmiðlasamsetningu Gert er ráð fyrir að 100% eigna sé í íslenskri krónu.

Viðmiðunarvísitölur Gert er ráð fyrir að viðmiðunarvísitala sparnaðarleiðar 1 sé samsett úr eftirfarandi

vísitölum þar sem vægi hverrar vísitölu miðast við fjárfestingarstefnu sjóðsins. Viðmið

taka gildi 31.12.2018.

Sparnaðarleið 1

OMXI-5YNI - Ríkisskuldabréf fimm ár óverðtryggt 50%

OMXI-5YI - Ríkisskuldabréf fimm ár verðtryggt 50%

Meðallíftími skuldabréfa 5,0 ár

Tafla 3-2: Viðmiðunarvísitölur

3.5 Sparnaðarleið 2 – forsendur um áhættu og vænta ávöxtun

Sparnaðarleið 2 samanstendur af vel dreifðu eignasafni skuldabréfa, innlána, innlendra

og erlendra hlutabréfa. Hún er hugsuð fyrir breiðan hóp sjóðfélaga. Forsendur um

sögulega og vænta ávöxtun eru þær sömu og fyrir samtryggingardeild. Allar eignir

sparnaðarleiðar 2 eru bókfærðar á markaðsverði og því hentar framfallsgreining vel fyrir

eignasafn hennar. Þannig hafa breytingar á ávöxtunarkröfu skuldabréfa á markaði strax

áhrif á ávöxtun skuldabréfahluta safnsins.

Page 42: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

39

Mynd 3-4: Líkindadreifing: Vænt ávöxtun fjárfestingastefnu sparnaðarleiðar 2

Líkindadreifingin skv. mynd 3-4, sýnir líkur á tiltekinni ávöxtun. Myndin sýnir að mestar

líkur er á því að ávöxtun verði um 7,5% fyrir safnið. Rétt er að geta þess að ofangreindar

tölur eru byggðar á sögulegu flökti og spám um ávöxtun til framtíðar.

Mynd 3-5 sýnir framfall fjárfestingakosta m.v. forsendur um vænta ávöxtun skv. töflu 1-

9 og sögulegt staðalfrávik verðbréfaflokka. Myndin sýnir einnig vænta ávöxtun

sparnaðarleiðar 2.

Mynd 3-5: Vænt ávöxtun og flökt fjárfestingakosta

0%

2%

4%

6%

8%

10%

12%

14%

16%

-5,0

%

-4,0

%

-3,0

%

-2,0

%

-1,0

%

0,0

%

1,0

%

2,0

%

3,0

%

4,0

%

5,0

%

6,0

%

7,0

%

8,0

%

9,0

%

10

,0%

11

,0%

12

,0%

13

,0%

14

,0%

15

,0%

16

,0%

17

,0%

18,

0%

19

,0%

20

,0%

21

,0%

22

,0%

23

,0%

24

,0%

25

,0%

Tíð

ni

Nafnávöxtun

Líkindadreifing:Vænt ávöxtun fjárfestingastefnu

Vænt nafnávöxtun: 7,5%

Page 43: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

40

3.6 Fjárfestingarstefna sparnaðarleiðar 2

Festa – sparnaðarleið 2 Markmið Vikmörk

Skuldabréf Íslensk skuldabréf með ábyrgð ríkis 37% 20-80%

Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga 7% 0-20%

Sértryggð skuldabréf 9% 0-25%

Skuldabréf félaga 6% 0-20%

Skuldabréf fagfjárfestasjóða 0% 0-20%

Innlán 1% 0-30%

Erlend skuldabréf 0% 0-10%

Samtals skuldabréf 60% 40-100% Hlutabréf - þ.a. erlend hlutabréf 28% 0-40%

- þ.a. innlend hlutabréf 12% 0-20%

Samtals hlutabréf 40% 0-60% Samtals 100%

Tafla 3-3: Fjárfestingarstefna sparnaðarleiðar 2

Í ofangreindri skiptingu er undirliggjandi eignum verðbréfasjóða (UCITS) skipt á

viðeigandi eignaflokka. Nánar er kveðið á um skiptingu eignaflokka, núverandi stöðu

(sem sýnd er án skiptingar undirliggjandi eigna verðbréfasjóða), skiptingu

gengisbundinna og óskráðra eigna í fylgiskjali III, sem er hluti fjárfestingarstefnu

sjóðsins.

Fjárfestingarstefna sparnaðarleiðar 2 er nánast óbreytt frá fyrra ári. Efri vikmörk

sértryggðra skuldabréfa hafa verið aukin úr 20% í 25% og efri vikmörk erlendra

hlutabréfa úr 35% í 40%.

3.7 Viðmið sparnaðarleiðar 2

Þar sem viðmið og takmarkanir eru ekki tilgreindar sérstaklega fyrir sparnaðarleiðir, eru

þau eins og fyrir samtryggingardeild (sjá kafla 2.6 – 2.18), þó þannig að kafli 2.18 um

önnur viðmið og vikmörk á ekki við um sparnaðarleiðir séreignadeilda.

Hámarksfjárfesting í verðbréfum útgefnum af sama aðila Hámarksfjárfesting í verðbréfum útgefnum af sama aðila, tengdum aðilum eða aðilum

sem tilheyra sömu samstæðunni (samþjöppunaráhætta) miðast við 10% af hreinni eign.

Hlutfall eigna í virkri stýringu Hlutfall eigna í virkri stýringu skulu vera:

• Skuldabréf, 100% virk stýring

• Hlutabréf, innlend, 100% virk stýring

• Hlutabréf, erlend, 50-60% hlutlaus stýring (vísitölusjóðir), 40-50% virk stýring

Viðmið um meðaltíma skuldabréfa Til lengri tíma er gert ráð fyrir að meðaltími íslenskra skuldabréfa sparnaðarleiðar 2 sé

um 6,5 ár.

Page 44: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

41

Mynd 3-6: Meðallíftími íslenskra skuldabréfa fyrir Sparnaðarleið 2

Hámarkshlutdeild í verðbréfasjóði eða sjóðum hjá sama rekstrarfélagi Sbr. kafla 2.9, miðast hámarkshlutdeild í verðbréfasjóði eða fjárfestingarsjóði eða

einstakri deild þeirra við 25% af útgefnum hlutdeildarskírteinum viðkomandi sjóðs.

Samanlögð eign í sjóðum innan sama rekstrarfélags má að hámarki nema 50%.

Viðmið um gjaldmiðlasamsetningu Gert er ráð fyrir að 25-50% eigna sé í erlendri mynt en 50-75% í ISK hverju sinni. Erlend

gjaldmiðlasamsetning tekur mið af heimsvísitölu hlutabréfa (MSCI).

Viðmiðunarvísitölur Gert er ráð fyrir að viðmiðunarvísitala sparnaðarleiðar 2 sé samsett úr eftirfarandi

vísitölum þar sem vægi hverrar vísitölu miðast við fjárfestingarstefnu sjóðsins. Viðmið

taka gildi 31.12.2018.

Sparnaðarleið 2

OMXI-3MNI - Ríkisskuldabréf 3 mánuðir óverðtryggt 5%

OMXI-1YNI - Ríkisskuldabréf eitt ár óverðtryggt 6%

OMXI-5YNI - Ríkisskuldabréf fimm ár óverðtryggt 7%

OMXI-5YI - Ríkisskuldabréf fimm ár verðtryggt 15%

OMXI-10YI - Ríkisskuldabréf tíu ár verðtryggt 20%

OMXI-10YNI - Ríkisskuldabréf tíu ár óverðtryggt 7%

OMXIGI - Vísitala aðallista innlendra hlutabréfa 12%

MSCI World Total return - Heimsvísitala hlutabréfa 28%

Meðallíftími skuldabréfa 6,5 ár

Tafla 3-4: Viðmiðunarvísitölur

0

2

4

6

8

10

Ár

Page 45: Samþykkt á stjórnarfundi 28. nóvember 2018 - festa.is · 2.18 Önnur viðmið og vikmörk 33 ... 36. gr. laga nr. 129/1997, skal ávaxta fé sjóðsins og einstakra deilda hans

Fjárfestingarstefna Festu 2019

42

4 Undirritun stjórnar og framkvæmdastjóra

Reykjavík, _______________________2018

____________________________________

____________________________________

____________________________________

____________________________________

____________________________________

____________________________________

____________________________________