Öryggi byggt Á samstarfi - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í...

40
ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI

Upload: others

Post on 04-Oct-2019

7 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI

Page 2: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

Ö R Y G G I B Y G G T Á S A M S T A R F I

Page 3: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

1

Inngangsorð

Í þessari útgáfu er leitast við að útskýra grunnreglurnar sem liggja að baki Evró-Atlantshafs-

samstarfinu og meginþáttum þess. Því næst er fjallað um fimm meginsvið starfseminnar

– viðræður og samstarf um öryggi, friðargæslu, umbætur í varnarmálum, neyðarviðbúnað

og samstarf í vísindum og umhverfismálum – en allt þetta sýnir hvernig samstarf eflir Evró-

Atlantshafsöryggi og hve hagnýtt samstarf er í raun fyrir samstarfslöndin. Sjá má merki um

jákvæð áhrif samstarfsins á umbætur, þróun innviða lýðræðis og á aðild samstarfslandanna að

fjölþjóðlegu samstarfi sem þátttakendur í samfélagi þjóðanna.

Ekki er unnt í einu riti að gera fullnægjandi skil þeirri breidd og öllum þeim tegundum starfsemi

þar sem löndin starfa saman með NATO. Til þeirrar starfsemi telst ekki aðeins friðargæslan

á Balkanskaga og í Afganistan sem svo mikið hefur verið fjallað um, heldur einnig samstarf

á mörgum öðrum sviðum, svo sem baráttu gegn hryðjuverkum, umbótum í varnarmálum,

efnahagslegum þáttum öryggis, neyðarviðbúnaði, vopnaeftirliti, flutningum, loftvörnum,

stjórnun loftrýmis, hervæðingu, menntun og þjálfun, vísinda- og umhverfismálum og

kynningaráætlunum.

NATO hefur einnig komið á sérstökum tengslum við tvö samstarfslandanna, Rússland og

Úkraínu, og við sjö lönd sem eiga aðild að Miðjarðarhafssamráðinu. Ennfremur er bandalagið að

kanna möguleika á samstarfi við Miðausturlönd og nágrenni þeirra með frumkvæði sem hófst á

leiðtogafundinum í Istanbúl í júní 2004. Þótt ekki sé fjallað sérstaklega um þau tengsl í riti þessu

byggir núverandi og væntanlegt samstarf á mörgum af þeim aðgerðum og meginþáttum sem

skapaðir hafa verið innan ramma Evró-Atlantshafssamstarfsins.

Page 4: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

2

2

Athugasemd: Tilvísanir í riti þessu til fyrrum Júgóslavíulýðveldisins Makedóníu eru merktar með stjörnu (*), sem vísar til eftirfarandi neðanmálsgreinar: Tyrkland viðurkennir Lýðveldið Makedóníu eins og landið heitir samkvæmt stjórnarskrá þess.

Ljósmyndir: Allar ljósmyndir eru © NATO, nema að annað sé tekið fram.

Efnisyf ir l i t

4__Upphaf og þróun samstarfsins

8__Meginþættir

14__Viðræður og samstarf um öryggi

18__Kort afsamstarfs-löndum NATO

ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI

© u

llste

in b

ild-S

chnü

rer

Page 5: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

3 3

20__Aðgerðir til stuðnings friði

24__Umbætur í varnarmálum

29__Neyðar-viðbúnaður og viðbrögð

33__Öryggi, vísindi og umhverfi

ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI

36__ Raunverulegur samhugur um Evró-Atlantshafsöryggi

© F

inni

sh D

efen

ce F

orce

s

Page 6: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

Í nóvember árið 1989 hrundi Berlínarmúrinn en það merkti endalok kalda stríðsins. Innan skamms blöstu við NATO ný og breytt verkefni í öryggismálum vegna mjög örra breytinga í Mið- og Austur-Evrópu. Breytingar í stjórnmálum af umfangi sem aldrei höfðu áður þekkst opnuðu mikla möguleika til að styrkja öryggismál í Evrópu en fólu óhjákvæmilega í sér nýja óvissu og mögulegt pólitískt ójafnvægi.

Hvað var hægt að taka til bragðs til að nota tækifærið og beina öryggismálum Evrópu á nýja og jákvæðari braut eftir átök kalda stríðsins? Hvaða skref var hægt að taka til að endurheimta eðlileg samskipti allra landa Evrópu, í austri og í vestri? Hvaða aðstoð var hægt að veita löndum Mið- og Austur-Evrópu til að renna stoðum undir nýfengið sjálfstæði þeirra og gera að veruleika metnað þeirra til að taka fullan þátt sem lýðræðisríki, bæði svæðisbundið og í hinum stóra heimi með því að fást við alþjóðleg öryggismálefni?

Leiðtogar bandalagsins svöruðu þessum spurningum á leiðtogafundinum sem haldinn var í London í júlí 1990 með því að rétta „vináttuhönd“ yfir gömlu austur-

vestur gjána og leggja til nýtt samstarf við öll ríki Mið- og Austur-Evrópu. Í desember 1991 var lagður grunnur að stofnun Samstarfsráðs Norður-Atlantshafsins (NACC), vettvangs þar sem NATO og nýir samstarfsaðilar þess koma saman til að ræða sameiginleg málefni. (Hraði breytinga í Evrópu á þessum tíma var slíkur að fyrsti fundur NACC varð vettvangur sögulegra atburða: þegar samþykkja átti lokafréttatilkynninguna tilkynnti sovéski sendiherrann að Sovétríkin hefði liðið undir lok á meðan á fundinum stóð og að hann væri nú aðeins fulltrúi fyrir Rússneska sambandsríkið.)

Þessar þýðingamiklu viðhorfsbreytingar eru varðveittar í nýrri grundvallarstefnu bandalagsins sem var gefin út í nóvember 1991 þar sem tekið er upp víðtækara viðhorf til öryggis. Tækifærin til að ná markmiðum bandalagsins með pólitískum aðferðum voru nú betri en nokkru sinni fyrr. Þó að varnarmál væru enn órjúfanlegur þáttur samstarfsins var nú hægt að leggja meiri áherslu á efnahags-, félags- og umhverfismál til að stuðla að stöðugleika og öryggi á Evró-Atlantshafssvæðinu í heild sinni.

Upphaf og þróun samstarfsins

> Í lok kalda stríðsins

opnuðust ný tækifæri til

að styrkja öryggi og

þróa samvinnu.

4

© u

llste

in b

ild-S

chnü

rer

Page 7: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

5

Viðræður og samvinna skyldu verða meginþættir er tekist væri á við margvísleg krefjandi verkefni sem blöstu við bandalaginu. Nú þegar kalda stríðinu var lokið, voru meginmarkmiðin að draga úr hættunni á ágreiningi vegna misskilnings eða ásetnings og hafa betri tök á hættuástandi sem ógnaði öryggi bandalagsríkja, að bæta gagnkvæman skilning og traust á meðal Evrópuríkja og að fjölga tækifærum til raunverulegs samstarfs með því að taka á sameiginlegum öryggismálum.

Strax í lok kalda stríðsins einbeittu samráðsfundir Samstarfsráðs Norður-Atlantshafsins (NACC) sér að öryggismálum sem enn voru óleyst eftir kalda stríðið svo sem brotthvarf rússnesku hermannanna frá Eystrasaltsríkjunum. Pólitísku samstarfi um fjölda öryggis- og varnarmála var einnig hrundið af stað. Samstarfsráð Norður-Atlantshafsins vann frum-kvöðlastarf á mörgum sviðum. Á hinn bóginn var mest áhersla lögð á marghliða pólitískar viðræður en möguleikann skorti til að gera hverju aðildarríki kleift að þróa sérstakt samstarf við NATO.

Árið 1994 breyttist það með upphafi Samstarfs í þágu friðar (Partnership for Peace), áætlun um hagnýtt tvíhliða samstarf á milli NATO og einstakra samstarfs-ríkja, en í því fólst merkur áfangi í samstarfsferlinu. Síðan var Evró-Atlantshafssamstarfsráðið (EAPC) stofnað árið 1997 í stað NACC til þess að byggja á árangri þess síðarnefnda og leggja grunninn að þróun aukins og hagnýtara samstarfs.

„Stofnað var til þessa samstarfs vegna sameiginlegrar sannfæringar okkar um að stöðugleika og öryggi á Evró-Atlantshafs-svæðinu verði aðeins náð með samvinnu og samstilltum aðgerðum. Hin sameiginlegu gildi sem samstarfið byggir á, eru að vernda og stuðla að grundvallar-mannréttindum og að standa vörð um frelsi og réttlæti með lýðræðilegum stjórnarháttum.“

(Samstarf í þágu friðar: rammaskjal – leiðtogafundinum í Brussel, 10. janúar 1994)

Page 8: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

6

Kjarni fjölþjóðasamstarfs og samvinnu felst í reglulegu samráði og samstarfi sem hefur það að markmiði að auka gagnsæi og byggja upp traust á öllu Evró-Atlantshafssvæðinu. Tvíhliða samstarf kallar á að komið sé á fót hagnýtu sambandi á milli einstakra samstarfsríkja og NATO, sérsniðnu að sérstökum þörfum og aðstæðum hvers þeirra.

Í samstarfsferlinu felst að komið sé á fót samráði og skilningur aukinn á milli allra þátttökuríkjanna, en mörg þeirra eru fyrrverandi andstæðingar þar sem þau tilheyrðu áður stríðandi fylkingum eða hafa lengi eldað grátt silfur saman vegna svæðisbundinna deilna eða deilna vegna landssvæða, deilna af pólitískum toga, þjóðernis- eða trúardeilna. Samstilltar aðgerðir með það að markmiði að finna sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum og skerpa skilning á sameiginlegum hagsbótum samstarfsins.

Frá því að samstarfsferlið hófst hafa miklar framfarir orðið, jafnvel þótt á móti hafi blásið og ýmis ljón verið á veginum, en það hefur ef til vill verið óhjákvæmilegt í ljósi þeirra flóknu umbreytinga á sviði stjórnmála, efnahags- og félagsmála sem hafa átt sér stað í Mið- og Austur-Evrópu og Sovétríkjunum fyrrverandi. Evró-Atlantshafssamstarfsráðið og áætlunin um Samstarf í þágu friðar hafa þróast í að vera sjálfstætt afl eftir því sem NATO og samstarfslönd þess hafa stigið fleiri skref í áttina að aukinni öryggissamvinnu þar sem byggt er á þeim forsendum um samstarf sem löndin hafa sjálf sett. Í ljósi þess að NATO hefur breyst í áranna rás til að takast á við ný verkefni í síbreytilegu öryggisumhverfi hefur samstarfið þróast. Til að viðhalda athafnakrafti sínum og mikilvægi innan bandalagsins, hefur starfsemi og innviðum samstarfsins verið breytt til að takast á við ný forgangsmál NATO (sjá kaflann „Meginþættir“).

Að sama skapi hefur þurft að dýpka og víkka samstarfið til að koma til móts við vonir ólíkra samstarfslanda og vera áfram álitlegur kostur fyrir þau. Stækkun NATO í tveimur áföngum hefur breytt jafnvæginu á milli bandalagsríkjanna og samstarfsríkjanna (sjá ramma). Síðan í mars 2004 eru bandalagsríkin fleiri en samstarfsríkin – og þau samstarfsríki sem eru eftir eru afar sundurleitur hópur. Þeirra á meðal eru löndin á Balkanskaganum sem enn glíma við fortíðarvanda sinn, hin hernaðarlega

mikilvægu en lítt þróuðu lönd Kákasus og Mið-Asíu og hlutlausu ríkin í Vestur-Evrópu. Sum þessara ríkja eru að þróa eigin varnarinnviði og -hæfni en önnur geta lagt aðgerðum undir forystu NATO mikið lið og veitt öðrum samstarfsríkjum ráðgjöf, þjálfun og aðstoð á ýmsum sviðum.

Í dag taka 20 samstarfsríki þátt í reglulegum fundum Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins með bandalags-ríkjunum 26 til að vinna að samstarfi sem tekur til margra ólíkra þátta varnar- og öryggismála. Herir þeirra halda sameiginlegar æfingar og eiga tíð samskipti, hermenn þeirra sinna saman friðargæslu-verkefnum undir forystu NATO og bandalagsríki og samstarfsríki vinna að sameiginlegum hagsmunum gegn hryðjuverkaógninni. Þegar kalda stríðinu lauk hefði enginn getað séð fyrir þessa stórbrotnu þróun í hermálum á Evró-Atlantshafssvæðinu.

Upphaflegt markmið stefnu NATO um samstarf var að brjóta niður múra og byggja upp öryggi með viðræðum og samstarfi. Í dag bera markmiðin vott um meiri metnað því samstarfsríki taka þátt með NATO í því að glíma við áskoranir 21. aldarinnar í öryggismálum, þar með talin hryðjuverk, útbreiðsla gereyðingarvopna og fallvölt ríki.

Page 9: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

7

Í áranna rás hafa 30 lönd bæst í hóp samstarfsríkjanna – Albanía, Armenía, Austurríki, Aserbaídjan, Hvíta-Rússland, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Eistland, Finnland, Georgía, Ungverjaland, Írland, Kasakstan, Kirgisistan, Lettland, Litháen, Moldóva, Pólland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Slóvenía, Svíþjóð, Sviss, fyrrverandi Júgóslavíulýðveldið Makedónía,* Tadsjikistan, Túrkmenistan, Úkraína og Úsbekistan.

Síðan 1997 hefur verið þróað sérstakt samstarf við Rússland og Úkraínu með undirritun stofnsamnings NATO og Rússlands um gagnkvæm samskipti, samstarf og öryggi og sáttmála NATO og Úkraínu um sérstakt samstarf. Samskipti við Rússland hafa eflst með stofnun samstarfsráðs NATO og Rússlands árið 2002, en það er vettvangur þar sem bandalagsríkin og Rússland eiga viðræður á jafnræðisgrundvelli. Í nóvember 2002 var samstarf NATO og Úkraínu eflt með stofnun samstarfsnefndar NATO og Úkraínu til að styðja við átak Úkraínu til endurbóta í því skyni að fá fulla aðild að öryggisinnviðum Evró-Atlantshafssvæðisins.

Tíu samstarfsríki eru orðin bandalagsríki. Tékkland, Ungverjaland og Pólland gengu í bandalagið árið 1999, því næst bættust Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía við árið 2004. Þrjú lönd sem sótt hafa um eru að búa sig undir aðild, þau eru Albanía, Króatía og fyrrum Júgóslavíulýðveldið Makedónía.*

Bosnía og Hersegóvína og Serbía og Svartfjallaland vilja einnig gerast aðilar að áætluninni um Samstarf í þágu friðar og Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu. NATO styður ríkin í metnaði þeirra en hefur sett skilyrði sem þau verða að uppfylla áður. Meðal þeirra er fullt samstarf við alþjóðlega refsidómstólinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu, einkum kyrrsetningu Radovans Karadzics og Ratkos Mladics, þá illræmdustu meðal grunaðra stíðsglæpamanna. Á meðan hefur NATO nú þegar hafið stuðning við umbætur í varnarmálum í Bosníu og Hersegóvínu. Takmarkað samstarf við Serbíu og Svartfjallaland á sviði öryggismála er einnig í undirbúningi, þar með talin þátttaka yfirmanna í hernum og borgara í undirbúningsnámskeiðum NATO til að kynna fyrir þeim bandalagið, áætlanir til að takast á við hættuástand, aðgerðir til stuðnings friði og samstarf hers og borgara.

BANDALAGSRÍKI OG SAMSTARFSRÍKI

Page 10: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

8 8

1991 Fyrsti fundur Samstarfsráðs Norður-Atlantshafsins 1994 Upphaf áætlunarinnar um Samstarf í þágu friðar (PfP); Samstarfsríkin setja á fót skrifstofur fastafulltrúa

hjá NATO; Samræmingarstöð um samstarf sett upp í æðstu

höfuðstöðvum Evrópuherstjórnarinnar (SHAPE)1995 Alþjóðleg samræmingarstöð opnuð í SHAPE1996 Samstarfslönd eru þátttakendur í herafla undir

stjórn NATO sem komið var á fót til að framfylgja friðarsamkomulaginu í Bosníu

1997 Fyrsti fundur Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins (EAPC) í Sintra í Portúgal;

Á síðari leiðtogafundum með NATO og EAPC í Madríd á Spáni er hagnýtt hlutverk Samstarfs í þágu friðar (PfP) aukið

1998 Stofnun Evró-Atlantshafssamhæfingarstöðvarinnar um hamfaraviðbúnað

1999 Þrjú samstarfsríki – Tékkland, Ungverjaland og Pólland – ganga í NATO;

Viðræður og samstarf verða hluti af hernaðarstefnu bandalagsins sem hluti af grundvallarverkefnum þess í öryggismálum;

Á leiðtogafundinum í Washington er samþykkt að styrkja enn frekar Samstarfið í þágu friðar og hagnýtt hlutverk þess;

Samstarfslöndin senda hermenn til friðargæslu í Kósóvó undir forystu NATO

2001 Þann 12. september heldur EAPC fund og fordæmir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin og lýsir yfir ásetningi um að vinna gegn hryðjuverkaógninni

2002 Altæk endurskoðun á leiðtogafundinum í Prag leiðir til styrkingar EAPC og PfP;

Aðgerðaáætlun Samstarfsins í þágu friðar gegn hryðjuverkum er hrint af stokkunum

2003 Samstarfslönd leggja til hermenn í alþjóðlegar friðargæslusveitir í Afganistan undir forystu NATO

2004 Sjö samstarfsríki – Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía – ganga í NATO;

Á leiðtogafundinum í Istanbúl eru stigin fleiri skref til að styrkja samstarfið;

Aðgerðaáætlun Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins í þágu friðar um uppbyggingu varnarstofnana hrint af stað

MIKILVÆGIR ÁFANGAR Í SAMSTARFINU

MeginþættirNATO á reglulega í viðræðum við samstarfsríkin í gegnum Evró-Atlantshafssamstarfsráðið (EAPC) en það er helsti pólitíski vettvangurinn fyrir samskipti við þau. Hvert samstarfsríki getur einnig komið á sérstöku sambandi við bandalagið með verkefninu Samstarf í þágu friðar (PfP), áætlun um hagnýtar aðgerðir þar sem samstarfsríki geta valið eigin for-gangsverkefni til samvinnu. Þessir tveir meginþættir samstarfsins eru nú lykilatriði í öryggisskipulagi Evró-Atlantshafssvæðisins.

Undirbúningur var hafinn að því að auka enn frekar samstarf á milli bandalagsríkja og samstarfsríkja á leiðtogafundunum í Madríd (1997), Washington (1999), Prag (2002) og Istanbúl (2004). Frumkvæðið að þessum aðgerðum byggir á sameiginlegum gildum og grundvallarreglum sem liggja að baki samstarfinu og bera vitni um áframhaldandi skuldbindingu til að framfylgja meginmarkmiðum samstarfsins: að styrkja og breiða út frið og stöðugleika á Evró-Atlantshafs-svæðinu og út fyrir mörk þess.

Page 11: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

9 9

Evró-Atlantshafssamstarfsráð

Evró-Atlantshafssamstarfsráðið er vettvangur bandalagsríkja og samstarfsríkja NATO, sem eru nú samtals 46, fyrir marghliða og reglulegar viðræður og samráð um málefni er varða stjórnmál og öryggi. Það er einnig hinn pólitíski rammi fyrir tvíhliða tengsl sem þróast hafa á milli NATO og ríkja sem taka þátt í Samstarfi í þágu friðar.

Ákvörðunin um að stofna Evró-Atlantshafssamstarfs-ráðið árið 1997 endurspeglar vilja til að ganga lengra en gert var með Norður-Atlantshafssamstarfsráðinu til að byggja upp öryggisvettvang þar sem unnið yrði að auknu og hagnýtara samstarfi. Þessum nýja vettvangi var komið á til að takast á við sífellt flóknari tengsl sem þróuðust á milli samstarfsríkjanna á vettvangi Samstarfsins í þágu friðar og í sambandi við friðargæslustörf í Bosníu og Hersegóvínu. Þangað voru árið 1996 sendir hermenn frá 14 samstarfsríkjum til að starfa með herdeildum bandalagsríkjanna. Þetta var gert samhliða aðgerðum til að styrkja hlutverk Samstarfsins í þágu friðar með því að auka þátttöku samstarfsríkja í ákvarðanatöku og áætlanagerð í öllum aðgerðum á vegum samstarfsins. Stofnun Evró-Atlantshafs-samstarfsráðsins (EAPC) varð einnig til þess að opna samstarfsrammann, sem upphaflega var gerður til að fá fyrrum aðildarríki Varsjárbandalagsins til samvinnu, fyrir þátttöku hlutlausra ríkja Vestur-Evrópu.

Auk samráðs til skemmri tíma um stjórnmál og öryggismál sem á döfinni eru hverju sinni innan Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins fara fram viðræður og samvinna til lengri tíma um málefni á mörgum ólíkum sviðum. Til þeirra teljast meðal annars viðbrögð við neyðarástandi og aðgerðir til stuðnings friði, svæðisbundin málefni, vopnaeftirlit og málefni tengd útbreiðslu gereyðingarvopna, alþjóðleg hryðjuverka-starfsemi, varnarmál svo sem áætlanagerð, fjármögnun, stefna og aðferðir, áætlanir um skipulag almannavarna og neyðarviðbúnaður, samvinna um vopnabúnað, öryggi í kjarnorkumálum, samhæfing hers og borgarlegra stofnana við flugumferðastjórn og samvinna á sviði vísinda.

Evró-Atlantshafssamstarfsráðið hefur úr mörgum kostum að velja, allt eftir hvaða viðfangsefni er á dagskrá, þannig að hægt er að koma á fundum með bandalagsríkjum og samstarfsríkjum eða í smærri en opnum vinnuhópum. Þessi sveigjanleiki er lykilatriði í árangri þess.

Flest samstarfsríki hafa komið á fót fastafulltrúa-stöðum í höfuðstöðvum NATO í Brussel en það greiðir fyrir reglulegum samskiptum og gerir viðræður mögulegar hvenær sem þeirra er þörf. Fundir Evró- Atlantshafssamstarfsráðsins eru haldnir mánaðarlega á sendiherrastigi, árlega á utanríkis- og varnarmála-ráðherrastigi og auk þess stöku sinnum á leiðtogafundum. Frá og með árinu 2005 verður nýr árlegur fundur haldinn á öryggisvettvangi Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins til að ræða mikilvæg öryggismál og skoða hvernig NATO og samstarfsríki þess geti fengist við þau í sameiningu með sem bestum hætti.

> Framkvæmdastjóri NATO stýrir fundum Evró-

Atlantshafssamstarfsráðsins.

Page 12: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

10

Samstarf í þágu friðar

Á grundvelli hagnýts samstarfs og skuldbindingar um lýðræðislega stjórnarhætti sem eru grunnur að bandalaginu sjálfu, er tilgangur verkefnisins Samstarf í þágu friðar að auka stöðugleika, draga úr ógn við frið og að koma á styrkara samstarfi um öryggi á milli einstakra samstarfsríkja og NATO svo og á meðal samstarfsríkjanna.

Kjarni áætlunarinnar um Samstarf í þágu friðar er samstarfið sem verður til á milli einstakra samstarfsríkja og NATO, sérsniðið að þörfum hvers þeirra og hrint í framkvæmd sameiginlega á því stigi og þeim hraða sem viðkomandi ríkisstjórn telur henta. Með Samstarfinu í þágu friðar hefur verið sett saman vel búin verkfærakista til þess að koma stefnu og markmiðum samstarfsins í framkvæmd og breyta orðum í athafnir. Þau verkfæri og það frumkvæði að aðgerðum sem þróað hefur verið og er lýst hér fyrir neðan, mynda ramma fyrir bæði tvíhliða og marghliða aðgerðir þannig að samstarfsríkin geti notið skilvirkra og gagnsærra áætlana til stuðnings skuldbindinga sinna við NATO.

Hin formlegi grunnur að Samstarfinu í þágu friðar er svokallað rammaskjal (Framework Document) þar sem settar eru fram sértækar skuldbindingar fyrir hvert samstarfsríki. Hvert samstarfsríki setur sér nokkur pólitísk markmið til langs tíma um að varðveita lýðræðislegt samfélag, að virða alþjóðalög, að uppfylla kröfur sáttmála Sameinuðu þjóðanna, almennu mannréttindayfirlýsinguna, lokabókun Helsinki-fundarins og alþjóðlega samninga um afvopnun og vopnaeftirlit, að beita ekki ógn eða hervaldi gegn öðrum ríkjum, að virða núverandi landamæri og að leysa ágreiningsmál með friðsamlegum hætti. Sérstaklega er kveðið á um að stuðla að gagnsæi við skipulag og fjármögnun varnarmála ríkjanna til að koma á lýðræðislegri stjórn herafla og byggja upp getu til sameiginlegra aðgerða með NATO í friðargæslu og mannúðarmálum. Rammaskjalið hefur einnig að geyma skuldbindingu bandalagsríkjanna til að hafa samráð við hvert það samstarfsríki sem telur að yfirráðasvæði, pólitísku sjálfstæði eða öryggi þess sé ógnað – en þann vettvang notfærðu sér til dæmis Albanía og fyrrum Júgóslavíulýðveldið Makedónía* í Kósóvó-deilunni.

Samstarfsríki velja sér einstök verkefni eftir markmiðum sínum og getu. Þau eru kynnt fyrir bandalagsríkjunum í sérstöku kynningarskjali (Presentation Document). Síðan er gerður og samþykktur samningur um sérsniðið samstarf (Individual Partnership Programme) á milli NATO og hvers samstarfsríkis. Þessir samningar til tveggja ára snerta vítt svið aðgerða eftir sérstökum hagsmunum og þörfum hvers lands. Samvinnan beinist einkum að varnarmálatengdum verkefnum, umbótum í varnarmálum og viðbrögðum við afleiðingum umbóta í varnarmálum en snertir flest svið starfsemi NATO. Þar má nefna stefnu og stefnumótun í varnarmálum, samskipti hers og borgara, menntun og þjálfun, loftvarnir, fjarskipta- og upplýsingakerfi, viðbrögð við hættuástandi og áætlun um borgaraleg viðbrögð í neyðartilfellum.

> Króatía undirritar rammaskjal Samstarfsins í þágu

friðar í maí 2000.

10

Page 13: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

11 11

Leiðtogafundurinn í Washington í apríl 1999 var upphafið að mikilvægu framtaki til að beita Samstarfinu í þágu friðar á markvissari hátt og efla þátttöku ríkjanna í ákvarðanatöku og áætlanagerð. Í þessu skyni var meðal annars tekin upp starfs-hæfnisáætlun og aðgerðarammi á pólitískum og hernaðarlegum vettvangi. Einnig var sett á fót verkefni um eflingu þjálfunar og menntunar með það markmið að styrkja starfshæfni samstarfsríkjanna með þjálfun og fræðslu herja þeirra.

Starfshæfnisáætlunin var þróuð til að bæta hæfni herja bandlagsins og samstarfsríkja til að vinna saman í verkefnum um Samstarf í þágu friðar undir forystu NATO. Markmiðið er að auka sveigjanleika með því að setja á laggirnar sérsniðnar herdeildir sem geti hafið og haldið úti aðgerðum innan Samstarfs í þágu friðar undir forystu NATO. Áætlunin beinist að herafla og hæfni sem gætu verið tiltæk í slíkar aðgerðir. Aukin tengsl vegna samvinnu á friðartímum sem hafa þróast smám saman á milli samstarfsríkja og höfuðstöðva bandalagsins og starfsfólks þess sem og á milli bandalags- og samstarfsríkja hafa auðveldað samhæfingu þessara herja við herlið undir forystu NATO. Á leiðtogafundinum í Istanbúl var kveðið á um að staðlar fyrir samhæfingu og tengt mat verði samhæfðir við viðeigandi áætlanir NATO sem hluti af framkvæmd starfshæfnisáætlunarinnar (Operational Capabilities Concept).

Í pólitíska og hernaðarlega aðgerðarammanum (Political-Military Framework) eru tilgreindar meginreglur, úrræði og aðrar leiðbeiningar um þátttöku samstarfsríkja í pólitísku samráði og ákvarðanatöku, ásamt skipulagi aðgerða og herstjórn. Í Istanbúl var lögð áhersla á þörfina á því að samstarfsríkin kæmu fyrr inn í ferli ákvarðana-tökunnar. Ákvæðum rammaskjalsins er framfylgt í öllum aðgerðum með samstarfsríkjum undir forystu NATO. Ákvæði þess eru einnig almennt leiðbeinandi fyrir framlag samstarfsríkja til annarrar starfsemi á vegum NATO, svo sem æfinga og fjárvörslusjóða Samstarfsins í þágu friðar.

Til að samstarfsríkin séu betur í stakk búin að laga sig að daglegu starfi samstarfsins hafa starfsmannaeiningar Samstarfsins í þágu friðar, mannaðar starfsmönnum frá samstarfsríkjunum, verið settar upp í ýmsum höfuðstöðvum NATO. Sam-ræmingarhópur Samstarfsins, til húsa í hernaðarlegu

höfuðstöðvum NATO í Mons í Belgíu, aðstoðar við að samhæfa þjálfun og æfingar á vegum Samstarfsins í þágu friðar. Auk þess veitir alþjóðleg samhæfingar-miðstöð aðstöðu fyrir upplýsingaskipti og áætlanagerð til allra landa utan NATO sem leggja hermenn til friðargæslustarfa undir forystu NATO (sjá bls. 23).

Til að tryggja að herir samstarfsríkja geti starfað betur með herafla NATO við friðargæslustörf er veitt leiðsögn um kröfur um samhæfni eða vopnabúnað í áætlanagerðar- og endurskoðunarferli Samstarfsins í þágu friðar (PARP). Þetta ferli hefur stutt umtalsvert við nána samvinnu samstarfsríkja í aðgerðum til stuðnings friðar á vegum NATO á Balkanskaganum og í Afganistan. Áætlanagerðar- og endurskoðunar-ferlið er byggt á umbótaferli bandalagsins sjálfs í varnarmálum og stendur samstarfsríkjunum til boða. Samið er við hvert þátttökuríki um markmið með samstarfinu og víðtæk endurskoðun veitir mælistikur til að mæla árangur. Með tímanum hafa kröfurnar sem gerðar eru samkvæmt áætlanagerðar- og endurskoðunarferlinu orðið flóknari, strangari og þær standa nú í betra samhengi við þær vígbúnaðarumbætur sem bandalagsríkin hafa sjálf sett sér markmið um. Samstarfsríkin nota einnig áætlanagerðar- og endurskoðunarferlið til að koma sér upp skilvirkum vígbúnaði sem þau ráða við fjárhagslega og til að stuðla að víðtækari umbótum í varnarmálum. Þessi þáttur gegndi til dæmis lykilhlutverki í víðtækum umbótum í varnarmálum í Úkraínu (sjá bls. 25).

Margar aðgerðir Samstarfsins í þágu friðar styðja samstarfsríkin í að ráða við afleiðingar umbóta í varnarmálum. Þeirra hæst ber stefna samstarfsins um fjárvörslusjóð (Trust Fund) (sjá ramma bls. 28) sem veitir hagnýtan stuðning við eyðingu jarðsprengja og umframbirgða vopna svo og við endurþjálfun hermanna og aðlögun herstöðva.

Page 14: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

12 12

Samstarf dýpkað

Fleiri skref voru stigin á leiðtogafundinum í Prag í nóvember 2002 í átt að því að dýpka samstarfið á milli NATO og samstarfsríkja þess. Heildarendur-skoðun Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins og Samstarfsins í þágu friðar mælti með eflingu pólitísks samráðs við samstarfsríki og frekari þátttöku þeirra í áætlanagerð, framkvæmd og eftirliti með þeirri starfsemi sem þau taka þátt í.

Nýr samstarfsvettvangur, aðgerðaáætlun samstarfsins (Partnership Action Plan) var kynnt í Prag. Fyrsta áætlunin sem sett var á laggirnar var aðgerðaáætlun Samstarfsins í þágu friðar um hryðjuverk (sjá bls. 15). Önnur ný áætlun var aðgerðaáætlun Samstarfsins í þágu friðar fyrir einstök ríki (IPAP) sem í stað þess að bjóða úrval aðgerða, gerir bandalaginu kleift að sérsníða aðstoð sína við áhugasöm samstarfsríki sem hafa óskað eftir styrkari stuðningi við umbætur innanlands, einkum á sviði landvarna og öryggis, í samræmi við sérþarfir þeirra og aðstæður (sjá ramma).

Á grundvelli árangursins í Prag var gengið enn lengra á leiðtogafundinum í Istanbúl í júní 2004 til að styrkja Evró-Atlantshafssamstarfið og gera það betur í stakk búið að fást við lykilviðfangsefni og koma til móts við þarfir og getu einstakra samstarfsríkja. Aðgerða-áætlun samstarfsins um uppbyggingu varnarstofnana var ýtt úr vör til að stuðla að og styðja við samstarfs-ríkin í uppbyggingu skilvirkra og lýðræðislega ábyrgra varnarstofnana (sjá bls. 24).

Tækifæri samstarfsríkjanna til að efla frekar framlag sitt til aðgerða undir forystu NATO verða aukin með því að löndin sem leggja til hermenn taki fyrr þátt í ákvarðanatökuferlinu og með því að veita fleiri möguleika til pólitísks samráðs. Auk þess verður starfshæfnisáætlunin efld og samstarfsríkjum gefinn kostur á fulltrúum í yfirstjórn umbreytingarmála sem ber ábyrgð á því að stuðla að og stjórna stöðugri umbreytingu herafla og hernaðarmáttar. Það mun hjálpa til við að stuðla að betri hernaðarlegri samhæfingu herja NATO og samstarfsríkja og umbreytingu í varnarmálum í takt við þróun hagnýts hlutverks og hernaðargetu bandalagsins sjálfs.

> Svissnesk þyrla friðargæsluliðs

NATO í Kósóvó á flugi yfir Pristína

í Kósóvó. Meginviðfangsefni

samstarfsins er að stuðla að

samvinnu við friðargæslustörf undir

forystu NATO. © S

WIS

SIN

T

Page 15: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

13 13

Ákvörðun var einnig tekin um að leggja sérstaka áherslu á samvinnu við samstarfsríki á tveimur hernaðarlega mikilvægum landsvæðum, í Kákasus (Armeníu, Aserbaídjan og Georgíu) og Mið-Asíu (Kasakstan, Kirgisistan, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan). NATO hefur skipað sérstakan fulltrúa fyrir bæði landsvæðin svo og tvo tengifulltrúa. Hlutverk þeirra er aðstoð og ráðgjöf við framkvæmd viðkomandi þátta aðgerðaáætlana Samstarfsins í þágu friðar fyrir einstök ríki (IPAP) þar sem við á, svo og í aðgerðaáætlunum um uppbyggingu

varnarstofnana og hryðjuverkavarna og samstarf þar sem áherslan er á aðgerðir samkvæmt áætlanagerðar- og endurskoðunarferli Samstarfsins í þágu friðar (PARP).

Nánari upplýsingar:www.nato.int/issues/eapc/index.htmlwww.nato.int/issues/pfp/index.html

AÐGERÐAÁÆTLANIR SAMSTARFSINS Í ÞÁGU FRIÐAR FYRIR EINSTÖK RÍKI

Aðgerðaáætlunum Samstarfsins í þágu friðar fyrir einstök ríki (IPAP) var ýtt úr vör á leiðtogafundinum í Prag í nóvember 2002 og standa þeim löndum til boða sem hafa pólitískan vilja og getu til að dýpka tengsl sín við NATO. Áætlanirnar eru til tveggja ára og er ætlað að leiða saman alla samstarfsþætti í samskiptum samstarfsríkis við bandalagið, skýra áherslu starfseminnar til að styðja betur við umbætur hennar innanlands.

Í aðgerðaáætlun samstarfsins fyrir einstök ríki skulu markmið og forgangsmál samvinnunnar við einstök ríki vera skýrt tilgreind og tryggja að mismunandi þættir sem notaðir eru eigi sér beina samsvörun í þessum forgangsmálum. NATO mun veita hverju ríki fyrir sig sérstaka ráðgjöf um markmið í umbótum. Auknar pólitískar viðræður um mikilvæg málefni kunna að vera hluti af aðgerðaáætlanaferlinu fyrir einstök ríki. Aðgerðaáætlanir fyrir einstök ríki munu einnig greiða

fyrir tvíhliða aðstoð af hálfu einstakra bandalags- og samstarfsríkja svo og samhæfa aðgerðir við aðrar alþjóðlegar stofnanir sem í hlut eiga.

Markmiðin eru almenns eðlis svo sem varðandi stjórnmál og öryggismál, varnarmál, öryggi og hermál, upplýsingar til almennings, vísindi og umhverfismál, skipulag almannavarna, öryggi stjórnsýslu og varna og aðföng.

Í nóvember 2004 varð Georgía fyrst landa til að gera sérsniðna aðgerðaáætlun með NATO. Unnið er að aðgerðaáætlunum fyrir Aserbaídjan og Úsbekistan. Armenía hefur einnig látið í ljós áhuga á því að koma á slíkri áætlun.

> Evró-Atlantshafs-

samstarfið var

styrkt enn frekar á

leiðtogafundinum í

Istanbúl í júní 2004.

Page 16: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

14

Öryggisumhverfi okkar þróast og Evró-Atlantshafs-samstarfið tekur einnig breytingum til að glíma við margvísleg öryggismál sem eru bæði bandalags- og samstarfsríkjunum afar mikilvæg. Regluleg skoðanaskipti eru um þróun öryggismála á Balkanskaga og í Afganistan þar sem friðar-gæslusveitir bandamanna og samstarfsríkja vinna hlið við hlið. Framtaksverkefni eru til að greiða fyrir og samræma hagnýtt samstarf og miðlun sérþekkingar á lykilsviðum svo sem í baráttunni við hryðjuverk og varðandi málefni sem tengjast útbreiðslu gereyðingarvopna og handvopna og léttra vopna.

Besta leiðin til að fást við mörg ögrandi verkefni á sviði öryggismála er náin samvinna við nágrannalöndin. Evró-Atlantshafssamstarfsráðið og áætlunin um Samstarf í þágu friðar eru líka rammi til að stuðla að og styðja við samstarf um lykilmálefni á milli samstarfsríkja á svæðis- og staðbundnum vettvangi, einkum í Suðaustur-Evrópu, Kákasus og Mið-Asíu.

Baráttan gegn hryðjuverkum

Barátta gegn hryðjuverkum er nú eitt helsta forgangsmál NATO. Árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001 urðu til þess að NATO beitti í fyrsta sinn 5. grein stofnsamningsins um sameigin-legar varnir. Með afar litlum fyrirvara daginn eftir árásirnar, fordæmdu sendiherrar NATO og samstarfs-ríkjanna þær skilyrðislaust og skuldbundu sig til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að berjast gegn hryðjuverkaplágunni.

Viðræður og samstarf um öryggi

„Okkur blöskrar þessi voðaverk og við fordæmum þau skilyrðislaust. Þarna var ráðist á sameiginleg grunngildi okkar. Við munum ekki líða að þeir sem grípa til ofbeldis stofni þeim gildum í hættu. Við skuldbindum okkur til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að berjast gegn hryðjuverkaplágunni. Við stöndum saman í trú okkar á að hugsjón samstarfs og samvinnu muni sigra.“

(Yfirlýsing Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins,

12. september 2001)

Page 17: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

15

Samstaðan sem aðildarríki Evró-Atlantshafs-samstarfsráðsins sýndu þennan dag – allt frá Norður-Ameríku og Evrópu til Mið-Asíu – svo og samstarfið sem hefur verið síðan um herferðina gegn hryðjuverkum sýna glöggt hvernig samstarfs-frumkvæði NATO hefur sáð fræum raunverulegs öryggissamhugs á Evró-Atlantshafssvæðinu.

Einhugur um að sameina herstyrk gegn hryðju-verkaógninni birtist áþreifanlega með stofnun aðgerðaáætlunar Samstarfsins í þágu friðar um hryðjuverk á leiðtogafundinum í Prag. Sú aðgerðaáætlun myndar ramma fyrir samstarf og miðlun sérþekkingar á þessu sviði með pólitísku samráði og hagnýtum aðgerðum. Það leiðir til bættra upplýsingaskipta og samvinnu í málefnum eins og landamæraeftirliti, þjálfun og æfingar vegna hryðjuverkavarna og þróun viðbúnaðar í tengslum við hryðjuverkaárásir eða til að takast á við afleiðingarnar af slíkum árásum (sjá bls. 32). Hún styður einnig við aðgerðir til að tryggja öryggi og viðeigandi eyðingu umframbirgða skotfæra og handvopna og léttra vopna á borð við flugskeytabyssur og léttar sprengjuvörpur.

Glímt við útbreiðslu

Gereyðingarvopn

Baráttan gegn útbreiðslu gereyðingarvopna (WMD) er ein mikilvægasta áskorun 21. aldarinnar í öryg-gismálum. Samráð NATO við samstarfsríki gegnir sérstöku hlutverki í því að ná markmiðum bandalags-ins um að stemma stigu við útbreiðslu vopna. Forsenda þess að viðleitni til að stemma stigu við útbreiðslu vopna beri árangur er að tiltrú og traust ríki og árangur næst aðeins með opnum og gagnsæum samskiptum.

Með samráði við samstarfsríkin leitast bandalagið við að auka almennan skilning og upplýsingaskipti um málefni er varða útbreiðslu vopna. Þetta samráð tekur til bæði pólitískra aðgerða og varnaraðgerða með þátttöku bæði utanríkis- og varnarmálaráðuneyta og gegnir mikilvægu hlutverki við að byggja upp traust. Þar að auki hafa nokkur samstarfsríki sterkan bakgrunn hvað varðar viðbúnað til að takast á við gereyðingarvopn og geta þar af leiðandi komið með mikilvægt framlag til að styrkja sameiginlegt átak á þessu sviði.

Margar málstofur og vinnufundir hafa verið haldin um sértæk málefni. Meðal málefna sem fjallað var ítarlega um var „Miltisbrandur – lært af reynslunni“ á sam-nefndum vinnufundi þar sem fundnir voru nokkrir lykilþættir viðbúnaðar út frá reynslunni af atburðunum haustið 2001 í Bandaríkjunum og víðar. Annað viðfangsefni er vandinn sem tengist umhverfishættu vegna iðnaðarslysa og fleiri erfiðra verkefna þar sem veita þarf læknishjálp.

> Útbreiðsla gereyðingarvopna er alvarleg ögrun við

öryggi á 21. öld.

Page 18: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

16

Vinnufundir Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins um mögulega hættu af sýkla- og efnavopnum hafa gert samstarfsríkjum kleift að skiptast á upplýsingum og þróa bestu starfsvenjur. Fjallað er um rannsóknir og þróun nýrrar getu og búnaðar til varnar gereyðingar-vopnum (WMD) til að auka skilning á bestu aðferðum við að auka almenna viðbragðstöðu.

Afvopnunarsérfræðingar NATO og samstarfsríkja hafa fengið tækifæri til að ræða pólitískar hliðar útbreiðslu gereyðingarvopna og upplýsingaskipti. Umræðurnar hafa aðallega snúið að nokkrum meginstraumum útbreiðslu slíkra vopna. Meðal annars héldu sér-fræðingar frá löndum utan Evró-Atlantshafssamstarfs-ráðsins (svo sem Kína, Japan, Ísrael og Suður-Kóreu) fyrirlestra um svæðisbundin sjónarmið. Samstarfsríkin hafa skipst á upplýsingum um vinnulag við eftirlit með útflutningi og hvernig nýlegum ályktunum til að stemma stigu við útbreiðslu gereyðingarvopna er framfylgt, svo sem ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1540.

Bandamenn hafa einnig upplýst samstarfsríkin um varnarstarfsemi NATO gegn sýkla- og efnavopnum, gegn geisla- og kjarnavopnum (CBRN), einkum myndun og staðsetningu CBRN-herfylkis NATO.

Aðgerðir gegn jarðsprengjum og léttvopnum

Hætturnar sem fylgja útbreiðslu ódýrra stríðsvopna sem engu eira eru orðnar eitt helsta áhyggjuefnið á alþjóðlegum vettvangi. Léttvopn sem auðvelt er að komast yfir og beita kynda undir vopnuðum átökum og draga þau á langinn. Allt of oft eru almennir borgarar skotmörk og fórnarlömb stigvaxandi ofbeldis. Samkvæmt því sem fram kemur hjá SÞ og í öðrum heimildum voru 90 af hundraði þeirra fjögurra milljóna manna sem létu lífið í stríðsátökum tíunda áratugarins óbreyttir borgarar og af þeim voru 80 af hundraði konur og börn. Áætlað er að til sé rúmlega hálfur milljarður léttvopna og handvopna í heiminum – eitt vopn fyrir tólfta hvern einstakling. Þessum vopnum er beitt í yfir 1.000 dauðsföllum dag hvern. Hvað jarðsprengjur varðar er talið að heildarfjöldi þeirra sem grafinn er í jörðu um allan heim sé um 100 milljónir. Að meðaltali springur jarðsprengja á 22 mínútna fresti og drepur eða limlestir um það bil 26.000 manns árlega.

Hrint hefur verið af stað marghliða aðgerðum jafnt hnattrænt, svæðisbundið sem staðbundið til að stemma stigu við útbreiðslu léttvopna og til að taka á þörfinni fyrir jarðsprengjuhreinsun af mannúðará-stæðum. NATO og samstarfsríki þess leitast við að styrkja þetta átak með pólitískri og hernaðarlegri sérþekkingu til að fást við þessi krefjandi verkefni á Evró-Atlantshafssvæðinu.

> Alþjóðasamfélagið

hefur vaxandi áhyggjur

af útbreiðslu handvopna

og létts vopnabúnaðar.

Page 19: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

17

Evró-Atlantshafssamstarfsráðið hefur sett upp sérstakan vinnuhóp um léttvopn og jarðsprengju-hreinsun til að skapa vettvang fyrir upplýsingaskipti um hvernig best er að haga eftirliti með flutningum slíkra vopna, til dæmis með útflutningseftirliti ríkja og leiðum til að framfylgja reglum. Áætlun Samstarfsins í þágu friðar leitast einnig við að auka þjálfun í stjórnun varabirgða og öruggri geymslu, ráðstöfun og förgun umframbirgða svo og söfnun vopna og förgun við friðargæslustörf. Auk þess hefur sérsniðin aðstoð verið veitt einstökum ríkjum að beiðni þeirra.

Jarðsprengjur eru til umfjöllunar í þessum sama vinnuhópi auk þess sem áætlunin um Samstarf í þágu friðar fæst við það. Í málstofum og á vinnufundum hafa menn einbeitt sér að sértækum hliðum vandans. Ennfremur hafa hermenn NATO og samstarfsríkja við friðargæslustörf á Balkanskaga og í Afganistan aðstoðað borgaraleg samtök við mannúðaraðgerðir til að útrýma jarðsprengjum en jarðsprengjuleit SÞ ber höfuðábyrgð á mannúðar-aðgerðum á þessu sviði. Á Balkanskaga hafa 26 milljónir fermetra verið hreinsaðir af jarðsprengjum og í Afganistan eru alþjóðlegar öryggisveitir (ISAF) að aðstoða við jarðsprengjuhreinsun á alþjóðlega flugvellinum í Kabúl og víðar á aðgerðasvæði sínu.

Fjárvörslusjóður Samstarfsins í þágu friðar (sjá bls. 28) var stofnaður árið 2000 til að annast fjárframlög ríkja til stuðnings eyðingar jarðsprengja. Rúmlega tveimur milljónum jarðsprengja hafði verið eytt í desember 2004 og fleiri samskonar verkefni eru framundan. Verksvið fjárvörslusjóðsins hefur síðan verið víkkað og nær til eyðingar umframbirgða skotfæra, handvopna og léttvopna.

> NATO og friðargæslulið samstarfsríkjanna taka

iðulega þátt í jarðsprengjuhreinsun.

© S

HA

PE

Page 20: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

18

Belgía (1)

Búlgaría (2)

Kanada (3)

Tékkland (4)

Danmörk (5)

Eistland (6)

Frakkland (7)

Þýskaland (8)

Grikkland (9)

Ungverjaland (10)

Ísland (11)

Ítalía (12)

Lettland (13)

Litháen (14)

Lúxemborg (15)

Holland (16)

Noregur (17)

Pólland (18)

Portúgal (19)

Rúmenía (20)

Slóvakía (21)

Slóvenía (22)

Spánn (23)

Tyrkland (24)

Bretland (25)

Bandaríki Norður-Ameríku (26)

AÐILDARRÍKI NATO

116

7

2319

2535

11

815 4

18

14136

33

4017

39

36

37

42

46

4434

302824

2

9

4327

201021

222941

3212

3845

31

26

3

5

Page 21: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

19

Albanía (27)

Armenía (28)

Austurríki (29)

Azerbaídjan (30)

Hvíta-Rússland (31)

Króatía (32)

Finnland (33)

Georgía (34)

Írland (35)

Kasakstan (36)

Kirgisistan (37)

Moldóva (38)

Rússland (39)

Svíþjóð (40)

Sviss (41)

Tadsjikistan (42)

fyrrverandi Júgóslavíulýðveldið Makedónía* (43)

Túrkmenistan (44)

Úkraína (45)

Úsbekistan (46)

SAMSTARFSLÖND

* Tyrkland viðurkennir Lýðveldið Makedóníu eins og landið heitir samkvæmt stjórnarskrá þess.

116

7

2319

2535

11

815 4

18

14136

33

4017

39

36

37

42

46

4434

302824

2

9

4327

201021

222941

3212

3845

31

26

3

5

Page 22: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

20 20

Samstarfsríkin hafa gegnt lykilhlutverki í aðgerðum undir forystu NATO til stuðnings friði á Balkanskaga og þau veita nú einnig mikilvægt framlag til verkefnis NATO í Afganistan. Þátttaka samstarfsríkja í þessum aðgerðum styrkja öryggið á Evró-Atlantshafssvæðinu og út fyrir mörk þess. Hún gefur herafla samstarfs-ríkjanna tækifæri til að öðlast hagnýta reynslu af samstarfi við sveitir bandalagsins við að koma aftur á stöðugleika á hættusvæðum. Hún léttir líka undir við að leysa þau fjölmörgu verkefni sem hlaðist hafa á aðildarríki bandalagsins. Ennfremur kemur fram í þátttöku samstarfsríkja í verkefnum undir forystu NATO að alþjóðleg samstaða er um að aðstoða við stjórnun hættuástands og koma í veg fyrir að óstöðugleiki breiðist út.

Hermenn frá mörgum samstarfslöndum eru orðnir vanir að starfa með samstarfsaðilum í NATO þar sem þeir læra hvernig bandalagið starfar við flóknar og erfiðar aðstæður. Þetta, fremur en nokkur annar stakur þáttur, hefur verið lykilatriði í því að bæta samskipti og byggja upp traust og skilning á milli herja sem, þar til í lok kalda stríðsins, mynduðu óvinafylkingar sem stóðu hvor á móti annarri í klofinni heimsálfu. Í dag vinna NATO og samstarfslöndin saman á þessu sviði til að takast á við verkefni 21. aldarinnar.

Verkefnið í Afganistan

NATO hefur leitt Alþjóðlegu öryggissveitirnar (ISAF) í Afganistan síðan í ágúst 2003. Verkefni þess herliðs undir stjórn SÞ er að aðstoða afgönsk yfirvöld við að koma á friði og stöðugleika í landi sem er að jafna sig eftir tveggja áratuga borgarastyrjöld og að koma í veg fyrir að landið verði aftur notað sem bækistöð fyrir hryðjuverkamenn.

Upphaflega var umboð öryggissveitanna takmarkað við aðgerðir í Kabúl og nágrenni en síðan hefur það verið víkkað út fyrir höfuðborgina með nýju umboði SÞ. Athafnasvæði Alþjóðlegu öryggissveitanna færðist smám saman í norðurátt með svonefndum endurreisnarsveitum (PRT). Þessar sveitir eru vinnuhópar borgara og hermanna sem vinna úti í héruðunum til að færa út vald ríkisstjórnarinnar og við að greiða fyrir framþróun og enduruppbyggingu. Haustið 2004 var undirbúningur hafinn að því að færa þetta starf enn frekar inn á landsvæði vestur af Kabúl. Viðbótarherlið var í Afganistan í átta vikur til að styðja við undirbúning og framkvæmd forsetakosninga í október 2004.

Aðgerðir til stuðnings friði

> Framlag samstarfsríkja til Alþjóðlegu

öryggissveitanna í Afganistan er mikilvægt.

© F

inni

sh D

efen

ce F

orce

s

Page 23: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

21 21

Í september 2004 áttu tíu samstarfslönd aðild að Alþjóðlega öryggisliðinu. Sum þeirra lögðu til mikilvægt og sérhæft herlið svo sem herlögreglu og sprengjuleitarsveitir. Samstarfslönd í Mið-Asíu hafa einnig gegnt mikilvægu hlutverki við flutning hergagna fyrir alþjóðlegu öryggissveitirnar þar sem búnaðurinn þarf að fara um nokkur samstarfslandanna áður en hann kemst til Afganistan. Sambönd sem myndast hafa vegna Samstarfsins í þágu friðar auðveldar bandalagsríkjunum að semja tvíhliða um flutning búnaðar í gegnum þessi ríki og um staðsetningu herafla og hergagna á landsvæði þeirra. Sem dæmi má nefna að Þýskaland og Úsbekistan hafa gert með sér formlegan samning um notkun herflugvallarins í Termez, nálægt afgönsku landamærunum, til að tryggja loftbrú til Kabúl og norðurhluta Afganistans. Annað dæmi er samningur á milli Hollands og Kirgisistans um að hollensku F-16 orrustuflugvélarnar hafi bækistöð á flugvellinum í Bishkek. Þá hefur Frakkland gert samskonar samning í Tadsjikistan sem heimilar starfrækslu flutningamiðstöðvar í Dushanbe. Vegna þess hve mörg þjóðarbrotin eru í Afganistan geta nokkur samstarfslönd í Mið-Asíu haft áhrif á mikilvæga innlenda aðila og stutt þannig við markmið Alþjóðlegu öryggissveitanna.

Sú aðstoð sem samstarfsríkin veita Alþjóðlega öryggissveitunum í Afganistan, þar sem NATO starfar langt frá hefðbundnum slóðum, er ein ástæða þess að samstarf skiptir bandalagið svo miklu máli.

Aðgerðirnar á Balkanskaga

Allt frá því að lagt var í fyrstu friðargæsluaðgerðir bandalagsins í Bosníu og Hersegóvínu hafa samstarfslöndin verið óaðskiljanlegur hluti aðgerða til stuðnings friði á Balkanskaganum undir forystu NATO. Á þessum árum hefur allt að tíundi hver hermaður sem tekur þátt í aðgerðum undir forystu NATO til stuðnings friði í Bosníu og Hersegóvínu og 18 af hundraði friðargæsluliða í Kósóvó (KFOR) komið frá samstarfslöndum og öðrum löndum utan NATO.

Bosnía og Hersegóvína

Hermenn frá 14 samstarfslöndum voru í friðargæslu-sveitunum sem sendar voru til Bosníu og Hersegóvínu eftir að Dayton-friðarsamkomulagið var undirritað 14. desember 1995. Friðargæslusveitirnar höfðu umboð Sameinuðu þjóðanna til að framfylgja hernaðarlegum þáttum friðarsamkomulagsins og hlutverk þeirra var að binda enda á ófriðinn, að skilja í sundur hersveitir nýmyndaðra fylkinga í hinu stríðshrjáða landi (Sambandsríki Bosníu og Hersegóvínu og lýðveldi Bosníu-Serba, Republika Srpska) og að skipta landsvæðum á milli þeirra.

Í desember 1996 voru friðargæslusveitir NATO (IFOR) leystar af hólmi með smærri stöðugleikasveitum (SFOR). Hlutverk stöðugleikasveitanna var að koma í veg fyrir að ófriður brytist út á ný og stuðla að aðstæðum til að friðarferlinu miðaði áfram. Auk þess var hlutverk sveitanna aukið til að þær gætu stutt við borgaralegar stjórnsýslustofnanir sem taka þátt í störfum alþjóðasamfélagsins við að koma á

> Sænskur hermaður í Stöðugleikasveit NATO í

Bosníu og Hersegóvínu ásamt hundi sínum

við jarðsprengjuleit.

© S

FOR

Page 24: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

22 22

varanlegum friði í landinu. Hermenn í friðargæslunni aðstoðuðu flóttafólk og fólk sem flosnað hefur upp til við að snúa aftur til síns heima og lögðu umbótum í Bosníuher lið. Samfara batnandi öryggisástandi var smám saman dregið úr upphaflegum fjölda friðargæsluliða í landinu úr 60.000 hermönnum niður í 7.000 árið 2004.

Aðgerðum í Bosníu og Hersegóvínu undir forystu NATO var lokið í desember 2004 þegar gæsluliði á vegum Evrópusambandsins var falin ábyrgð á því halda áfram að viðhalda friði. Vel heppnað verkefni stöðugleikasveitanna ber vott um þá visku sem felst í því að nálgast friðargæslu og uppbyggingu frá víðu sjónarhorni og með langtímamarkmið í huga. Það réttlætir einnig þá þolinmæði og þrautseigju sem bandamenn og samstarfsríkin hafa sýnt á öllu Balkansvæðinu undanfarinn áratug og sýna áfram í Kósóvó.

Endalok stöðugleikasveitanna (SFOR) þýðir ekki að afskiptum NATO af Bosníu og Hersegóvínu sé lokið. NATO hefur haldið eigin herstöð í landinu sem sinnir aðallega því að aðstoða yfirvöld í Bosníu við umbætur í varnarmálum og að undirbúa landið fyrir aðild að Samstarfinu í þágu friðar. Bandalagið vinnur einnig að aðgerðum gegn hryðjuverkum, handtöku manna grunaða um stríðsglæpi og söfnun upplýsinga.

Kósóvó

Eitt lykilmarkmið Samstarfsins í þágu friðar er að þróa herafla samstarfsríkjanna Friðargæslusveitir undir forystu NATO sem staðsettar voru í serbneska héraðinu Kósóvó neyddu stjórn Milosevics, eftir 78 daga loftárásir bandamanna á skotmörk í lýðveldinu Júgóslavíu, til að samþykkja kröfur alþjóðasam-félagsins um að kalla herlið Serba frá Kósóvó og hætta að beita ofbeldi til að undiroka Kósóvó-Albana og leyfa flóttamönnum að snúa aftur heim.

Hertæknisamkomulag á milli NATO og stjórnenda Júgóslavíuhers gerði friðargæsluliði NATO í Kósóvó (KFOR) kleift að fara með sveitir sínar inn í héraðið í júní 1999 í umboði SÞ. Hlutverk þeirra er að hindra að ófriður brjótist út á ný, koma á öruggu umhverfi og styðja við alþjóðleg mannúðarstörf og starfsemi bráðabirgðarstjórnar SÞ í Kósóvó (UNMIK).

Í upphafi var fullsterkur herafli friðargæslulið NATO í Kósóvó um 43.000 hermenn. Smám saman hefur verið dregið úr fjölda hermanna og hefur hann nú minnkað um meira en helming. Í október 2004 samanstóð 18.000 manna heraflinn af hersveitum frá flestum aðildarríkjum NATO, níu samstarfsríkjum og tveimur löndum utan NATO, Argentínu og Marokkó.

Friðargæsluliðið í Kósóvó vinnur, í samvinnu við bráðabirgðastjórn SÞ í Kósóvó, að uppbyggingu öryggis í Kósóvó þar sem hægt er að hlúa að þróun lýðræðis með alþjóðlegri aðstoð. Borgararlegri uppbyggingu miðar áleiðis og tiltölulega öruggu og eðlilegu lífi hefur verið komið á aftur í héraðinu. Hins vegar, eins og ljóst var þegar ofbeldi þjóðernisdeilna braust út í mars 2004, er enn mikið verk óunnið og áfram er þörf fyrir sterka hernaðarlega íhlutun í Kósóvó.

Unnið saman

þannig að hann geti unnið með herliði NATO við friðargæslu (sjá einnig bls. 10-11). Tvíhliða áætlanir og heræfingar hjálpa samstarfsríkjunum að byggja upp her sem getur tekið þátt í aðgerðum í friðargæslu með herliði NATO. Þar skiptir höfuðmáli að læra að tala sama tungumálið, ensku, og þróa samhæfni. Heraflar þeirra eru í auknum mæli að laga sig að starfsvenjum bandalagsins til að stuðla að skilvirkni á vettvangi aðgerða og taka upp aðferðir og kerfi sem samrýmast þeim sem NATO notar. Starfshæfnisáætlunin gegnir lykilhlutverki í þessu sambandi. Samstarfssam-ræmingarstöð sem stofnuð var í æðstu stöðvum Evrópuherstjórnarinnar (SHAPE) árið 1994 er her-stjórnum NATO innan handar við samhæfingu þjálfunar og æfinga á vegum Samstarfsins í þágu friðar.

Page 25: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

23 23 23

Pólitíski og hernaðarlegi aðgerðaramminn (Political- Military Framework) er leiðbeinandi um þátttöku samstarfsríkja og annarra landa utan NATO í aðgerðum til stuðnings friði undir forystu NATO. Það nýtur fulltingis alþjóðlegu samræmingarstöðvarinnar sem stofnuð var í æðstu stöðvum Evrópuherstjórnar-innar (SHAPE) í október 1995 til að leggja til aðstöðu fyrir kynningu og skipulagningu fyrir öll ríki utan NATO sem leggja til hermenn. Þátttaka einstakra ríkja er háð samningi um tækniaðstoð og fjármögnun sem gerður er á milli hvers ríkis sem leggur til hermenn og NATO þegar mat á framlögðum herafla til slíkra aðgerða hefur farið fram. Hvert samstarfsríki ber ábyrgð á liðsafla sínum og á því að veita þann stuðning sem nauðsynlegur er til að gera þeim kleift að starfa með skilvirkum hætti. Í sumum tilfellum veitir bandalagsríki einnig tvíhliða stuðning.

Þó að flest ríki utan NATO sem taka þátt í friðargæslu-liði undir forystu NATO séu þátttakendur í Samstarfinu í þágu friðar og séu evrópsk, eru nokkrir aðilar sem leggja til herafla frá öðrum heimsálfum og sumir þeirra hafa engin formleg tengsl við bandalagið. Frá Suður-

Ameríku hefur Argentína lagt fram friðargæslulið bæði til stöðugleikasveita NATO í Bosníu-Hersegóvínu og til friðargæsluliðs NATO í Kósóvó og Síle hefur einnig lagt stöðugleikasveitum NATO í Bosníu-Hersegóvínu til liðstyrk. Á meðal ríkja sem taka þátt í Miðjarðarhafs-samráði NATO hafa Jórdanía og Marokkó lagt til friðargæslulið í stöðugleikasveitir NATO í Bosníu og Hersegóvínu og til friðargæsluliðs NATO í Kósóvó, egypskir friðargæsluliðar hafa verið í herafla undir forystu NATO í Bosníu og Hersegóvínu. Annað arabaríki, Sameinuðu arabísku furstadæmin, hafa einnig lagt til allfjölmennt herlið til friðargæslu í Kósóvó. Frá Suðaustur-Asíu hefur Malasía lagt bæði friðar-gæslusveitum og stöðugleikasveitum NATO í Kósóvó liðsstyrk. Að auki hafa Ástralía og Nýja-Sjáland samþykkt að hermenn þeirra færu til friðargæslustarfa á Balkanskaga, sem hluti af skiptiáætlunum þeirra og Bretlands. Lítill hópur nýsjálenskra hermanna þjónar einnig Alþjóðlegu öryggissveitunum í Afganistan.

Rússneskir friðargæsluliðar

Í rúmlega sjö ár var Rússland það land sem lagði til stærsta heraflann utan NATO til aðstoðar við friðargæslu á Balkanskaga, eða allt þar til það dró sig út úr friðargæslusveitum (SFOR) og stöðugleika-sveitum (KFOR) NATO í Bosníu og Hersegóvínu sumarið 2003. Þar störfuðu rússneskir hermenn við hlið félaga sinna frá bandalagsríkjunum og öðrum samstarfsríkjum til að styðja við aðgerðir alþjóðasamfélagsins við að koma á varanlegum friði og stöðugleika á svæðinu.

Rússneskir friðargæsluliðar voru fyrst sendir til Bosníu og Hersegóvínu í janúar 1996 þar sem þeir voru hluti af fjölþjóðlegri sveit á norðursvæðinu og sáu um daglega gæslu og öryggiseftirlit ásamt aðstoð við uppbyggingu og mannúðarstörf. Þrátt fyrir ágreining um loftárásir NATO árið 1999 gegndu rússnesku hersveitirnar sem sendar voru til Kósóvó í júní 1999 mikilvægu diplómatísku hlutverki við að binda endi á deiluna í Kósóvó þar sem þær störfuðu sem hluti fjölþjóðlegra sveita austur, norður og suður af héraðinu og veittu aðstoð við rekstur flugvallarins í Pristína og lögðu til lækningagögn og þjónustu.

Page 26: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

24

Þegar kalda stríðinu lauk hvarf hættan á átökum milli Austurs og Vesturs. Stórir herir og gríðarlegar varabirgðir vopna og skotfæra voru nú óþarfar. Töldu margir að nú mætti búast við friðararðgreiðslu þar sem dregið yrði úr kostnaði í varnarmálum. En umbætur í varnarmálum eru hvorki ódýrar né auðveldar. Auk þess blöstu brátt við NATO og samstarfsríkjunum ný öryggisverkefni sem glíma þurfti við auk þess sem laga þurfti herafla þeirra að breyttu öryggisumhverfi, en óhjákvæmilegt var að það hefði efnahagslegar afleiðingar í för með sér.

Aðildarríki NATO hafa smámsaman dregið úr fjölda hermanna, vígbúnaði og herstöðvum, auk þess að breyta herjunum þannig að þeir geti betur sinnt varnarþörfum nútímans. Mörg samstarfsríkjanna eru rétt að byrja á þessu langa og erfiða ferli, oft á tíðum af litlum efnum og með takmarkaða sérfræðiþekkingu. Við þeim blasir það mikla verk að umbreyta og endurþjálfa heri sem voru áður hluti af ákaflega hervæddu umhverfi, heri sem eru nú fjárhagsleg byrði eða eiga ekki lengur við þar sem lýðræðisbreytingar hafa orðið. Við umbreytingu heraflans er einnig forgangsmál að þróa virka hæfni til að bregðast við hættuástandi og sinna friðargæslu á Evró-Atlantshafssvæðinu. Annar mikilvægur þáttur í umbótum varnarmála er að tryggja að afleiðingum þeirra sé stjórnað með fullnægjandi hætti.

Eitt mikilvægasta framlag Samstarfsins í þágu friðar hefur verið áætlanagerðar- og endurskoðunarferlið (PARP, sjá bls. 11) sem felur í sér að sett eru markmið og endurskoðun fer fram, en við það bætast tvíhliða áætlanir á milli NATO og einstakra samstarfsríkja, en þær gera NATO-ríkjum og samstarfsríkjum þess í Vestur-Evrópu kleift að miðla sérfræðiþekkingu og veita aðstoð við að takast á við þann margþætta vanda sem fylgir umbótum í varnarmálum.

Stuðlað að heildstæðum umbótum í varnarmálum

Uppbygging virkra stofnana

Virkar og skilvirkar varnarstofnanir undir borgaralegri og lýðræðislegri stjórn eru forsenda stöðugleika á Evró-Atlantshafssvæðinu og nauðsynlegar fyrir alþjóðlegt samstarf um öryggi. Þessu til staðfestu var á leiðtogafundinum í Istanbúl í júní 2004 sett á fót ný aðgerðaáætlun Samstarfsins í þágu friðar um uppbyggingu varnarstofnana, sem nýtur stuðnings þjóðarleiðtoga og stjórnvalda EAPC ríkja.

Með þessu nýja tæki er ætlunin að styrkja viðleitni samstarfsríkja til að hafa frumkvæði að og hrinda í framkvæmd endurbótum og endurskipulagning varnarstofnana svo uppfylla megi þarfir innan ríkja sem og alþjóðlegar skuldbindingar. Þannig eru skilgreind sameiginleg markmið fyrir samstarf á þessu sviði, hvatt til að skipst sé á viðeigandi reynslu, og aðstoðað við að sníða og skerpa framkvæmdaáætlanir um tvíhliða varnar- og öryggisaðstoð.

Meðal markmiða aðgerðaráætlunarinnar eru: virkt og gagnsætt skipulag til að auðvelda lýðræðislega stjórn varnarstarfsemi, borgaraleg þátttaka við mótun varnar- og öryggisstefnu, virkt og gagnsætt eftirlit löggjafar- og dómsvalds með varnarmálum, bætt mat á öryggis-áhættu og varnarþörfum innanlands, ásamt því að þróa og viðhalda hernaðargetu sem er fjárhagslega viðráðanleg og samstarfshæf, hámarka stjórnsýslu varnarráðuneyta og annarra stofnanna með tengda liðsuppbyggingu, fylgt sé alþjóðlegum stöðlum og aðferðum í varnarmálum, þar með talið eftirlit með útflutningi, virkar og gagnsæar aðferðir við úthlutun fjármuna, áætlana og aðfanga á sviði varnarmála, virk stjórnun útgjalda vegna varnarmála sem og félagslegra og efnahagslegra afleiðinga endurskipu-lagningar varnarmála, virk og gagnsæ starfsmanna-skipan og vinnulag í varnarherafla, ásamt virku alþjóðlegu samstarfi og góðum tengslum við grannríki í varnar- og öryggismálum.

Umbætur í varnarmálum

Page 27: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

25

Með aðgerðaráætluninni næst hámarksnýting þeirra verkfæra og ferla Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins og Samstarfsins í þágu friðar sem fyrir eru. Áætlanagerðar- og endurskoðunarferlið (PARP) verður lykilverkfæri við að ná fram markmiðum aðgerðaráætlunarinnar og það verður lagað að hlutverki sínu. Til þess að hún beri árangur verður að koma á sameiginlegum skilningi á stöðlum og hugtökum sem tengjast varnarmálum, stjórnun þeirra og umbótum. Til að ná slíkri hugmyndafræðilegri samhæfni þarf að fjárfesta mikið í menntun og aukinni viðleitni til að deila viðeigandi þekkingu og reynslu á meðal bandamanna og samstarfsríkja. Skoðunardæmi: Úkraína

Samstarfsáætlunin sem NATO hefur þróað með Úkraínu á sviði umbóta í varnarmálum er víðtækari en með nokkru öðru samstarfsríki. Þar kemur fram það breiða svið samstarfsþátta sem samstarfsríkjum á þessu svæði stendur til boða.

Þegar Úkraína lýsti yfir sjálfstæði árið 1991 fékk það í arf hluta af hernaðarinnviðum og herafla Sovétríkjanna fyrrverandi. Úkraína bað NATO um aðstoð við að breyta arfi sínum eftir kalda stríðið í smærri, nútímalegri og skilvirkari herafla, sem gæti uppfyllt nýjar öryggisþarfir landsins og um leið stutt við það hlutverk sem Úkraína hefur kosið sér, að leggja sitt af mörkum með virkum hætti til stöðugleika og öryggis í Evrópu. Fyrir NATO er forgangsatriði í þessari viðleitni að styrkja lýðræðislega og borgaralega stjórn á herafla Úkraínu og bæta samhæfni hans við herafla NATO.

Eftir að Úkraína gerðist aðili að Samstarfinu í þágu friðar árið 1994, urðu aukin tengsl og samskipti við NATO til þess að ríkið gat nýtt til fulls ráðgjöf og hagnýta aðstoð. Samstarfið efldist við undirritun stofnsamnings um sérstakt samstarf á milli NATO og Úkraínu árið 1997. Ári síðar var búinn til samstarfs-hópur um umbætur í varnarmálum til að auðvelda ráðgjöf og hagnýtt samstarf um umbætur á sviði varnar- og öryggismála. Í apríl 1999 var síðan opnuð tengslaskrifstofa NATO í Kíev til stuðnings átakinu til umbóta í varnarmálum.

Þátttaka í Samstarfinu í þágu friðar styrkir átak Úkraínu til umbóta og betri samhæfni. Áætlanagerðar- og endurskoðunarferlið (PARP) er sérlega mikilvægt í þessu tilliti því það hefur verið notað til að skilgreina helstu þarfirnar við gerð varnaráætlana. Þýðingarmikill þáttur er tæknileg aðstoð og ráðgjöf sem veitt er við endurskoðun varnarmálanna, og hefur auðveldað Úkraínu að útbúa sér leiðarvísi að endurbótum í varnarmálum. Slík endurskoðun varnarmála er flókið, hlutlægt greiningarferli, sem beitt er til að skilgreina varnarþarfir landsins miðað við öryggisstefnu þess. Endurskoðunin leitast við að setja þær þarfir í samhengi við þau tilföng sem fyrir eru og setur fram tillögur um stærð og gerð herafla þannig að skattfé sé varið á sem skilvirkastan hátt. Niðurstaða endur-skoðunar myndar síðan hugmyndaramma að frekari umbótum en þeim mun, samkvæmt skilgreiningu, þurfa að sinna stöðugt í lengri tíma.

> Formaður hermálanefndar

NATO (fyrir miðju) í heimsókn í

Kíev í Úkraínu í febrúar 2004 til að

fara yfir árangur í samstarfi herja og

umbótum í varnarmálum.

Page 28: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

26

Til annarra lykilþátta samstarfsins má telja aðstoð við að þróa nýtt öryggishugtak og stefnu í hermálum, virkari og gagnsærri áætlanir og ráðstöfun fjármuna til varnarmála, styrkari tengsl hersins við borgarana, þar með talin vaxandi þátttaka borgara í varnarstofnunum Úkraínu. Átak Úkraínu við endurskipulagningu og umbreytingu nýtur einnig stuðnings skipulagðrar ráðgjafar við að draga úr herafla og auka atvinnu-mennsku í heraflanum, sem og að koma á fót hraðsveitum. Starfsemin er ekki takmörkuð við herinn eða varnarmálaráðuneytið, heldur tekur hún einnig til stuðnings við landamæraverði Úkraínu og hermanna sem tengjast innanríkisráðuneytinu.

Þjálfun og menntun eru lykilþættir í umbreytingarferli varnarmála. Yfirmenn í Úkraínuher taka reglulega þátt í námskeiðum sem opin eru samstarfsríkjum í varnarmálaháskóla NATO í Róm á Ítalíu og NATO-skólanum í Oberammergau í Þýskalandi. Hermenn öðlast líka beina reynslu af því að vinna með herafla frá aðildarlöndum NATO og öðrum samstarfsríkjum við margs konar störf og heræfingar.

Til að aðstoða Úkraínu við að hafa stjórn á afleiðingum umbóta í varnarmálum hefur NATO fjármagnað og haldið tungumála- og stjórnunarnámskeið í samvinnu við samræmingarstöð Úkraínu, en þar er haldið utan um félagslega aðlögun hermanna sem ekki er lengur þörf fyrir. Þar að auki berst aðstoð frá einstökum bandalagsríkjum við fækkun hermanna í gegnum fjárvörslusjóð samstarfsins (sjá bls. 28).

Stjórnun afleiðinga umbóta í varnarmálum

Þegar hafnar eru umbætur í varnarmálum er afar mikilvægt í upphafi að fullnægjandi skref séu stigin til að stjórna afleiðingum þeirra og draga úr neikvæðum hliðarverkunum. Hermenn sem missa vinnuna þurfa aðstoð við að laga sig aftur að borgaralegu lífi. Lokun herstöðva getur komið hart niður á nærliggjandi sveitarfélögum og efnahagi þeirra, og því er þörf á endurskipulagi þar. Varabirgðir af óþörfum og úreltum vopnum og skotfærum eru ógn við öryggi og umhverfi og þeim þarf að farga með öruggum hætti.

NATO hefur haft frumkvæði að allmörgum verkefnum til að veita samstarfsríkjum ráðgjöf og sérþekkingu á

þessum sviðum. NATO getur aðeins veitt takmarkað fjármagn til verkefna og áætlana en bandalagið aðstoðar við að afla viðbótarfjármagns með því að vinna og deila upplýsingum með öðrum alþjóðastofnunum og frjálsum félagasamtökum, sem og með öðrum ríkjum sem eru reiðubúin að veita tvíhliða aðstoð. Endurþjálfun hermanna

Rúmlega fimm milljónir hermanna hafa verið leystar frá störfum í herafla samstarfsríkja frá lokum kalda stríðsins. Áríðandi er að veita möguleika á endur-þjálfun og annarri atvinnu. Snemma árs 2000 bauðst NATO til að taka þátt í að aðstoða samstarfsríkin í viðleitni þeirra við að endurþjálfa hermenn og auðvelda enduraðlögun að borgaralegu lífi.

Á vegum NATO var sérfræðingateymi kallað saman til að veita yfirvöldum ríkja ráðgjöf, greiningu og leiðbeiningar um stefnu og áætlanir til endurþjálfunar hermanna. Meðal starfsemi sem stutt er við er ráðgjöf fyrir hermenn sem brátt verða leystir frá störfum um það hvernig eigi að finna vinnu eða hefja rekstur, tungumálakennsla og stofnun endurþjálfunarmiðstöðva.

Í Suðaustur-Evrópu er talsverður áhugi á slíkum áætlunum, en þar er búist við að 3.000 herstöðvum og bækistöðvum verði lokað og áætlað að 175.000 manns muni missa vinnuna fram til ársins 2010. Rúmenía og Búlgaría – þá enn samstarfsríki – voru fyrstu ríkin sem nutu aðstoðar af þessu tagi. Árið 2004 höfðu um 20.000 yfirmenn úr her hvors lands tekið þátt í endurþjálfunaráætlunum. Albanía, fyrrum Júgóslavíulýðveldið Makedónía* og Serbía og Svartfjallaland eru að kanna möguleika á samstarfi við NATO á þessu sviði. Þar að auki styður NATO endurþjálfunaráætlanir í Rússlandi og Úkraínu.

Page 29: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

27

Stuðningur við starfsmenn sem hafa verið leystir frá störfum

Miðstöð NATO og Rússlands til að hjálpa rússneskum hermönnum við að snúa til borgaralegra starfa var opnuð í mars 2002. Með henni hefur verið auðveldara að takast á við félagslega hlið þess að fækka í rússneska hernum með því að bjóða hermönnum sem leystir hafa verið frá störfum um allt Rússland upp á miðstöð þar sem þeir geta sótt sér aðstoð við endurþjálfun og enduraðlögun. Miðstöðin er í Moskvu en starfsemi hennar var færð út í héruðin árið 2003 er hún setti upp skrifstofur í Yaroslavl, St. Pétursborg, Chita, Perm, Kaliníngrad og Rostov við Don.

Miðstöðin hefur sett up vefsetur til að veita hagnýtar upplýsingar um endurþjálfun og atvinnumöguleika ásamt ráðgjöf um hvernig eigi að stofna lítil fyrirtæki. Einnig býður hún bein þjálfunarnámskeið, þjálfar atvinnuráðgjafa og skipuleggur ráðstefnur til að skiptast á upplýsingum um þessi málefni. Á fyrstu 18 mánuðum starfsins hefur miðstöðin þjálfað 210 leiðbeinendur sem starfa nú við atvinnuráðgjöf og hafa komið af stað þjálfun um 200 nemenda á sviðum eins og tölvutækni, stjórnun og bókhaldi.

Herstöðvum umbreytt

Sérfræðingateymi á vegum NATO veitir ráðgjöf um umbreytingu herstöðva í Suðaustur-Evrópu og er yfirvöldum á hverjum stað innan handar við að finna herstöðvum nýtt hlutverk sem umbreyta á til borgaralegra nota. Þessu frumkvæði er einnig ætlað að efla svæðisbundið samstarf og fá þátttökuríkin til að miðla upplýsingum sín á milli, en meðal þeirra eru nokkur samstarfsríki og tvö ný NATO ríki: Albanía, Búlgaría, Króatía, Moldóva, Rúmenía, Serbía og Svartfjallaland og fyrrum Júgóslavíulýðveldið Makedónía.*

Með nokkrum tilraunaverkefnum er verið að þróa aðferðir við að stjórna lokun herstöðva og endur-skipuleggja svæðin. Helstu forgangsmálin eru að tryggja hreinsun umhverfisins og efla sköpun nýrra starfa sem og að fjölþætta efnahag svæða þar sem herstöðvar eru einu stóru atvinnuveitendurnir. Sumum stöðvum er umbreytt til dæmis í íbúðarhverfi, skóla, heilsugæslustöðvar, fangelsi og almenningsgarða eða náttúruverndarsvæði.

Sprengjum, skotfærum og vopnum eytt

Fjárvörslusjóðir samstarfsins (sjá ramma bls. 28) aðstoða samstarfsríki við að eyða með öruggum hætti varabirgðum jarðsprengja, skotfæra og léttvopna. Sérsniðin verkefni eru þróuð með einstökum ríkjum til að tryggja að eyðingarferlið sé öruggt, umhverfisvænt og í samræmi við alþjóðlega staðla. Þar sem unnt er miðast verkefnin að því að nota tilföngin og aðstöðuna á staðnum til að draga úr kostnaði ásamt því að kenna íbúum eyðingarferlið, skapa störf og færa þeim nýja kunnáttu.

Með verkefnum af þessu tagi var búið, snemma árs 2005, að eyða 1,6 milljónum jarðsprengja í Albaníu, 12.000 jarðsprengjum og 7.000 tonnum af umframskotfærum og flugskeytaeldsneyti í Moldóvu, 400.000 jarðsprengjum í Úkraínu, 1.200 jarð-sprengjum í Tadsjikistan og ríflega 300 eldflaugar hafa verið teknar í sundur í Georgíu. Frekari verkefni við niðurskurð vígbúnaðar hafa verið skipulögð fyrir Albaníu, Aserbaídjan, Hvíta-Rússland, Serbíu og Svartfjallaland og Úkraínu.

Page 30: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

Stefnan um fjárvörslusjóð Samstarfsins í þágu friðar var sett í september 2000 sem tæki til að auðvelda samstarfsríkjum að eyða varabirgðum af jarðsprengjum. Með þessum hætti er ætlunin að aðstoða þau ríki sem hafa skrifað undir Ottawa-samninginn um bann við notkun, geymslu, framleiðslu og flutning jarðsprengja og eyðingu þeirra við að framfylgja honum.

Sjóðnum hefur gengið vel með allmörg verkefni við eyðingu jarðsprengja og hefur starfsvið hans því verið fært út til að ná til verkefna þar sem unnið er að því að eyða skotfærum og handvopnum og léttvopnum. Skemmra er síðan byrjað var að beita sjóðnum við að aðstoða samstarfsríki við að stjórna afleiðingum endurbóta í varnarmálum með verkefnum eins og endurþjálfun og umbreytingu herstöðva. Fjárvörlsusjóði er einnig hægt að stofna fyrir ríki í Miðjarðarhafssamráðinu.

Með tilstyrk sjóðsins starfa aðildarríki NATO með einstökum samstarfsríkjum að því að skilgreina ákveðin verkefni og leysa þau. Í hverju tilfelli getur NATO eða samstarfsríkið tekið forystu um að fjármagna og þróa tillöguna um verkefnið og finna aðila sem gætu viljað leggja því lið. Ætlast er til að samstarfsríkið sem nýtur góðs af verkefninu taki virkan þátt í þessari vinnu og veiti verkefninu allan þann stuðning sem því er kleift. Sérfræðingar NATO veita ráðgjöf og leiðbeiningar.

Fjárframlög aðildarríkja NATO og samstarfsríkja eru frjáls. Framlög geta einnig falist í búnaði eða þjónustu. Oft er það viðhalds- og birgðastofnun NATO í Lúxemborg sem sinnir framkvæmdastjórn verkefna og ber ábyrgð á tæknilegum og fjárhagslegum þáttum.

Nánari upplýsingar: www.nato.int/pfp/trust-fund.htm

FJÁRVÖRSLUSJÓÐIR SAMSTARFSINS Í ÞÁGU FRIÐAR

Gömlum flugskeytum eytt

Fyrir tilstilli Fjárvörslusjóðs Samstarfs í þágu friðar hefur um 300 gömlum loftvarnaflugskeytum verið eytt í Georgíu. Verkefninu var lokið snemma árs 2005. Flugskeyti sem geymd voru í herstöðvunum í Ponichala og Chaladid voru tekin í sundur, sprengihleðslurnar fjarlægðar og fluttar á annan stað þar sem þær voru síðan sprengdar með öruggum hætti.

Verkefnið jók marktækt öryggið á svæðunum þar sem flugskeytin voru geymd og komu líka í veg fyrir umhverfismengun sem þessi vopn hefðu annars getað valdið.

28

Page 31: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

29 29

Neyðarástand, hvort sem er af manna völdum eða náttúrulegum, getur komið upp hvenær sem er og hvaða land sem er gæti þurft að glíma við afleiðingar hamfara. Meiriháttar borgaralegt neyðarástand gæti einnig ógnað öryggi og stöðugleika. Þó hvert ríki beri ábyrgð á neyðarástandi sem upp kemur á yfirráða-svæði þess sem og umönnun fórnarlamba, getur umfang og lengd neyðarástands verið meira en svo að viðkomandi ríki ráði við það og geta afleiðingar þess náð langt út fyrir landamæri ríkisins. Því skiptir mjög miklu máli að alþjóðleg samvinna sé um að taka á neyðarástandi og styrkja viðbragðsgetu.

Samvinna með tilliti til neyðarviðbúnaðar og við-bragða, sem kallast „skipulag almannavarna“, hefur verið með NATO-ríkjum árum saman. Sú samvinna var látin ná til samstarfsríkja á tíunda áratugnum og er nú stærsti þáttur Samstarfsins í þágu friðar sem ekki er af hernaðarlegum toga. Árið 1998 var á grunni rússneskrar tillögu komið á fót Almannavarnamiðstöð Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins (EADRCC) til að samhæfa viðbrögð ríkja sem aðild eiga að Evró-Atlantshafssamstarfsráðinu við neyðarástandi á Evró-Atlantshafssvæðinu.

Unnið að virkri samhæfingu

Virk viðbrögð við neyðarástandi krefjast samhæfingar flutningaaðstöðu, lækningaúrræða, samskipta, getu til neyðarviðbragða og annarra borgaralegra tilfanga. Öll ríki bera ábyrgð á því að tryggja að til séu áætlanir innanlands til að bregðast við neyðarástandi. Engu að síður er alþjóðlegt samstarf og skipulag ómissandi vegna þess að neyðarástand getur náð yfir landamæri og nauðsynlegt er að geta brugðist með virkum hætti við beiðnum um alþjóðlega aðstoð.

Til samvinnu um skipulag almannavarna á milli NATO ríkja og samstarfsríkja telst starfsemi eins og málstofur, vinnufundir, æfingar og þjálfunarnámskeið, þar sem leiddir eru saman borgaralegir starfsmenn og hermenn frá mismunandi stjórnsýslustigum sveitar-félaga, héraðs- og ríkisstjórna. Aðrar alþjóðastofnanir, eins og mannúðarskrifstofa SÞ og skrifstofa flóttamannafulltrúa SÞ (UNHCR), Alþjóðakjarnorku-málastofnunin og Evrópusambandið eru einnig mikilvægir þátttakendur, ásamt óháðum hjálparsamtökum.

Vegna þess að búið er að koma á viðbúnaðar-áætlunum, viðeigandi aðferðum og nauðsynlegum búnaði, ásamt sameiginlegri þjálfun og æfingum, eru þess allmörg dæmi að NATO-ríki og samstarfsríki hafi í náttúruhamförum getað samhæft virka aðstoð í gegnum Almannavarnamiðstöð Evró-Atlantshafs-samstarfsráðsins. Meðal þeirra voru flóð í Albaníu, Aserbaídjan, Tékklandi, Ungverjalandi, Rúmeníu og Úkraínu, jarðskjálftar í Tyrklandi, skógareldar í fyrrverandi Júgóslavíulýðveldinu Makedóníu* og Portúgal, sem og ofsaveður í Moldóvu og Úkraínu.

Neyðarviðbúnaður og viðbrögð

> Starfsmenn Rauða hálfmánans taka þátt í æfingu á

vegum Samstarfsins í þágu friðar.

Page 32: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

30 30

Flóðahjálp

Í Vestur-Úkraínu hafa orðið 13 stórflóð á síðastliðinni öld. NATO og samstarfsríki aðstoðuðu Úkraínu eftir alvarleg flóð á árunum 1995, 1998 og 2001.

Samkvæmt samkomulagi frá 1997 um skipulag almanna-varna og neyðarviðbúnað, sem er mikilvæg samstarfsáætlun á þessu svæði, hefur Úkraína notið beinnar hagnýtrar aðstoðar. Þar sem oft koma flóð í vesturhluta landsins hefur verið lykilatriði að aðstoða Úkraínu við viðbúnað við slíku neyðarástandi og stjórna afleiðingunum með virkari hætti. Með æfingum Samstarfsins í þágu friðar, þar með talin ein sem haldin var í Trans-Karpatíu í september 2000, voru prófaðar aðferðir við neyðaraðstoð eins og könnunarferðir í lofti, brottflutningur fórnarlamba og notkun vatnshreinsi-búnaðar. Enn fremur voru kallaðir saman fleiri en 40 flóða- og

neyðarsérfræðingar frá tólf löndum í tilraunaverkefni, sem lokið var 2001, til að þróa hagnýtar ráðleggingar fyrir virkt flóðaviðvörunar- og viðbragðskerfi fyrir vatnasvið Tisza-árinnar.

Í júní 1998 var komið á fót Almannavarnamiðstöð Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins (EADRCC) í höfuðstöðvum NATO, að tillögu Rússlands. Miðstöðin, sem starfrækt er allan sólarhringinn, tekur við upplýsingum sem á að miðla og samhæfir viðbrögð NATO-ríkja og samstarfsríkja við neyðarástandi á Evró-Atlantshafssvæðinu. Í miðstöðinni eru einnig skipulagðar meiriháttar borgaralegar neyðaræfingar, þar sem æfð eru viðbrögð við sviðsettum náttúruhamförum og neyðarástandi af mannavöldum ásamt stjórnun afleiðinga hryðjuverka þar sem beitt er efna-, sýkla- eða geislavopnum.

Miðstöðin á í nánu samstarfi við alþjóðlegar stofnanir sem sinna lykilhlutverki í viðbrögðum við alþjóðlegu neyðarástandi og stjórnun afleiðinga, meðal annarra

Mannúðarskrifstofu SÞ og Efnavopnastofnunina (Organization for the Prohibition of Chemical Weapons).

Ríki eru hvött til að koma á tvíhliða eða marghliða samkomulagi til að taka á málefnum eins og reglugerðum um vegabréfaáritanir, ferðum yfir landamæri, samningum um gegnumferð, tollafgreiðslu og stöðu starfsmanna. Slíkar aðgerðir koma í veg fyrir tafir vegna skrifræðis þegar hjálpargögn og -lið eru send þangað sem neyðarástand ríkir í raun. Einnig hefur verið undirbúin neyðarsveit Evró-Atlantshafssvæðisins, sem samanstendur af blöndu innanlandseininga sem ríki eru reiðubúin að hafa tilbúnar með skömmum fyrirvara þegar neyðarástand verður.

Nánari upplýsingar: www.nato.int/eadrcc/home.htm

ALMANNAVARNAMIÐSTÖÐ EVRÓ-ATLANTSHAFSSAMSTARFSRÁÐSINS

Page 33: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

31 31 31

Aðstoð við flóttamenn

Almannavarnamiðstöð Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins (EADRCC) var komið á fót til að takast á við náttúruhamfarir og tæknilegt neyðarástand, en fyrst var kallað eftir aðstoð stöðvarinnar við að skipuleggja hjálparstarf fyrir flóttamenn þegar áhyggjur jukust á alþjóðlegum vettvangi árið 1998 vegna neyðarástands í mannnúðarmálum í Kósóvó og nágrenni. Í átökum serbneskra her- og lögreglusveita við liðsmenn Kósóvó-Albana féllu margir af albönsku þjóðerni og meira en 300.000 manns höfðu flúið heimili sín í lok ársins.

Almannavarnamiðstöð Evró-Atlantshafssamstarfs-ráðsins (EADRCC) varð aðili að málinu strax og hún var stofnuð snemma árs 1998 þegar Skrifstofa flótta-mannafulltrúa SÞ (UNHCR) óskaði eftir aðstoð við að flytja 165 tonn af hjálpargögnum sem flóttamenn í Albaníu höfðu brýna þörf fyrir. Eftir því sem neyðarástandið þróaðist á næstu mánuðum var komið á skilvirkum samstarfsgrunni Almannavarnarmið-stöðvar Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins og Skrifstofu flóttamannafulltrúa SÞ. Starfsmenn Almannavarnarmiðstöðvar Evró-Atlantshafssamstarfs-ráðsins fóru einnig margar ferðir til svæðisins til að öðlast betri skilning á stöðunni. Sú vettvangsvinna gerði kleift að auka og breikka þátttökuna í hjálparstarfinu vorið 1999 þegar neyðarástandið versnaði með loftárásum bandamanna og þegar serbneski herinn hrakti hundruð þúsunda manna af albönskum uppruna á brott.

Miðstöðin tók við upplýsingum sem deila átti meðal aðildarríkja Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins (EAPC) og aðstoðaði við að samræma viðbrögð við hjálparbeiðnum. Send voru hjálpargögn eins og lyf og búnaður, fjarskiptatæki, skór og fatnaður sem og tjöld fyrir rúmlega 20.000 manns. Almannavarnarmiðstöð Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins beindi líka aðstoð til svæðisins frá ríkjum sem ekki eru í samstarfinu eins og Ísrael sem lagði til vettvangssjúkrahús með starfsfólki og búnaði og Sameinuðu arabísku furstadæmin sem hjálpuðu við viðgerð Kukes-flugvallarins í Norðaustur-Albaníu.

Lagðar voru til flugvélar og þyrlur ásamt starfshópum sem sinna frakt og flutningaráðgjöf til að aðstoða við flutning og dreifingu aðstoðar. Miðstöðin tók einnig drjúgan þátt í samhæfingu forgangsflugs með mannúðargögn með því að ná saman lykilaðilum í flugumferðarstjórn til að þróa viðeigandi aðferðir og sjá til þess að tilnefndir voru sérfræðingar á sviði flugumferðarstjórnar í Flugsamræmingarstöð SÞ.

Almannvarnamiðstöðin kom líka fram sem milliliður við aðrar stofnanir NATO og stofnana utan NATO fyrir hönd ríkjanna tveggja sem mest urðu fyrir neyðarástandinu, Albaníu og fyrrverandi Júgóslavíu-lýðveldisins Makedóníu*, með því að setja fram og skýra tiltekin áhyggjuefni. Eitt slíkra mála var bráð þörf fyrir að koma á ferli sem gerði kleift að flytja fólk á brott til þriðja ríkis, að virka sem öryggisloki í mannúðarmálum eftir því sem flóttamanna-vandinn jókst.

> Almannavarnamiðstöð Evró-Atlantshafssamstarfs-

ráðsins aðstoðaði flóttamenn í Kósóvó-deilunni.

Page 34: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

32 32

Æfing fyrir „óhreina sprengju“

Haldin var æfing þar sem líkt var eftir alþjóða-viðbrögðum við hryðjuverkaárás með „óhreinni sprengju“ (búnaður til að dreifa geislavirkni) í október 2003 í Piteşti í Rúmeníu (þá samstarfsríki). Þátt töku um 1.300 Rúmenar og 350 alþjóðlegir starfsmenn.

Viðbúnaður fyrir hryðjuverkaárás

Atburðirnir 11. september 2001 sýndu mikilvægi samstarfs um viðbúnað vegna mögulegra hryðjuverkaárása á almenning með efna-, sýkla-, geisla- eða kjarnavopnum (CBRN). Aðgerðaáætlun Samstarfsins í þágu friðar um hryðjuverkavarnir (sjá bls. 15) hvetur til þess að miðla viðeigandi upplý-singum og taka þátt í skipulagi almannavarna til að meta áhættu og draga úr varnarleysi almennings gegn hryðjuverkum og gereyðingarvopnum.

Samþykkt hefur verið aðgerðaáætlun um skipulag almannavarna til að hjálpa ríkisstjórnum að bæta borgaralegan viðbúnað vegna mögulegra hryðjuverkaárása með efna-, sýkla-, geisla- eða kjarnavopnum. NATO og samstarfsríki þess hafa undirbúið og uppfæra stöðugt yfirlit um þá hæfni ríkjanna sem hægt væri að beita ef til slíkrar árásar kæmi. Til þess telst allt frá læknisaðstoð til geislamælinga, rannsóknastofur til sanngreininga og getatil sjúkrabrottflutninga í lofti. Verið er að mynda varabirgðir af mikilvægustu gögnum sem þörf gæti verið á. Markmið vinnu við að auðvelda ferðir yfir landamæri er að tryggja að aðstoð komist á áfangastað svo fljótt sem auðið er í neyðartilfelli.

Verið er að búa til lágmarksstaðla um þjálfun, skipulag og búnað. Vettvangsæfingar eru skipulagðar reglulega innan ramma Samstarfsins í þágu friðar til að tryggja að ríkin starfi eins skilvirkt saman og hægt er þegar þau bregðast við hryðjuverkaárás og stjórna afleiðingum hennar. Í því felst sérstaklega að bæta samhæfni ólíkra teyma sem myndu sinna hjúkrun og fyrstu hjálp og afmengun og hreinsun. Annað lykilatriði sem horft er til er hvernig best er farið með upp-lýsingar til almennings við svo erfiðar neyðaraðstæður.

Page 35: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

33 33

Tvær aðskildar NATO áætlanir kalla reglulega saman vísindamenn og sérfræðinga frá NATO og samstarfsríkjum til að vinna að sameiginlegum vandamálum. Meðal vísindamanna er hefð fyrir samstarfi og það er forsenda þróunar í vísindum. Með tengslanetunum sem til verða næst einnig pólitískt markmið um að byggja upp skilning og trúnað á milli samfélaga með ólíka menningu og hefðir.

Markmið áætlunar vísindanefndar NATO um öryggi byggt á vísindum er ætlað að vinna að öryggi, stöðugleika og samkenndar meðal ríkja með því að beita vísindum við lausn vandamála. Áætlunin styður samvinnu, tengslamyndun og uppbyggingu afkasta meðal starfandi vísindamanna í NATO, samstarfs-ríkjum og ríkjum sem aðild eiga að Miðjarðarhafs-samráðinu. Í áætluninni um öryggi byggt á vísindum er einkum horft til þess að styðja samstarf um rannsóknarefni sem tengjast vörnum gegn hryðjuverkum og mótvægi gegn öðrum ógnunum við öryggi. Annað markmið er að deila og flytja tækni til að aðstoða samstarfsríki við að taka á tilteknum forgangsmálum þeirra.

Áætlun nefndarinnar um viðfangsefni nútímaþjóð-félags (CCMS) tekur á vandamálum umhverfis og samfélags með því að leiða stofnanir ríkja til samstarfs um skammtíma- og langtímarannsóknir á þessum sviðum. Með því verður til einstakur vettvangur til að skiptast á þekkingu og reynslu um tækni, vísindi og stefnu í samfélags- og umhverfismálum á milli NATO ríkja og samstarfsríkja, bæði á borgaralegum sviðum og hernaðarlegum. Störf nefndarinnar beinast að nokkrum öryggistengdum markmiðum.

Vísindum beitt í þágu öryggis

Varnir gegn hryðjuverkum

Baráttan gegn hryðjuverkum er orðin megin-forgangsmál jafnt fyrir bandalagsríki sem samstarfs-ríki. NATO styður vísindalegar rannsóknir á þróun virkra aðferða við að finna efna-, sýkla-, geisla- og kjarnavopn eða geislavirk efni, og bæta varnir fólks gegn þeim. Einnig er stuðlað að rannsóknum á hvernig megi eyða slíkum vopnum með öruggum hætti, að afmengun og lækningaviðbrögðum, þar með talin efna- og bóluefnatækni.

Skipulagðir eru vinnufundir og málstofur til að leiða saman vísindamenn til að fjalla um málefni eins og að draga úr því hve berskjaldaðir mikilvægir samfélags-innviðir eru (m.a. orkukerfi, samskipti, flutningar og búnaður fyrir nauðsynleg lífsskilyrði), vörn gegn umhverfishryðjuverkum og hryðjuverkum á Netinu, bætt landamæraöryggi, baráttu gegn ólöglegum viðskiptum, og þróun skilvirkari leiða til að greina sprengiefni.

Einnig er fjallað um víðtækari málefni – eins og að skilja orsakir hryðjuverka, félagslegar og andlegar afleiðingar hryðjuverka, og hvernig styrkja má þol almennings gegn hryðjuverkahættunni – til þess að móta tillögur að stefnu.

Mótvægi gegn öðrum öryggisógnum

Þó þær séu ekki eins augljóslega hættulegar, eru aðrar orsakir mögulegrar ógnunar við öryggi og stöðugleika meðal annars skortur á óendurnýjanlegum tilföngum og hnignun umhverfisins – eins og eyðimerkurmyndun, landrof og mengun sameiginlegra vatnaleiða – sem geta valdið staðbundnum deilum eða deilum sem ná yfir landamæri. Lausn slíkra vandamála krefst oft ekki aðeins vísindalegrar þekkingar heldur einnig marghliða aðgerða. Til að fullnægja þeirri þörf hefur NATO stutt verkefni og rannsóknir sem ýta undir að beitt sé vísindalega bestu aðferðum og að helstu ríki sem málið snerta taki þátt.

Öryggi, vísindi og umhverfi

Page 36: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

34

Heimurinn væri öruggari ef hægt væri að spá fyrir um náttúruhamfarir, draga úr áhrifum þeirra eða, það sem væri enn betra, að koma í veg fyrir þær. Fyrir mörg samstarfsríki er þetta áhugaverðasta atriðið. NATO hefur staðið fyrir mörgum verkefnum sem ætlað er að draga úr áhrifum stórra jarðskjálfta, þ.e. dauðsföllum, tjóni á mannvirkjum og efnahagslegu og félagslegu uppnámi. Í slíkum verkefnum er leitað leiða til að auka jarðskjálftaþol bygginga, til dæmis með því að safna upplýsingum um jarðskjálfta og jarðfræðileg einkenni svæða til að búa til kort yfir jarðskjálftahættusvæði, til að aðstoða skipuleggjendur þéttbýlis við að ákveða hvernig byggingar skuli byggðar á hverjum stað. Einnig er stutt við verkefni sem ætlað er að þróa skilvirkari flóðaviðvörunar- og viðbragðskerfi.

Vegna þess hve nútímaþjóðfélag er háð öruggri dreifingu matvæla og öruggum og ábyggilegum upplýsingum verður að tryggja framboð þeirra. Þetta eru einnig lykilsvið fyrir frekari rannsóknir í þeirri viðleitni að bæta öryggi samfélagsins.

Jarðskjálftahjálp

Jarðskjálftar eru mikil ógnun á þéttbýlum svæðum í Mið-Asíu. Tyrkneskir jarð-skjálftafræðingar vinna nú með samstarfs-mönnum í Úsbekistan og Kirgisistan að verkefni sem NATO

fjármagnar við að búa til áhættukort fyrir höfuðborgirnar Tashkent og Bishkek. Þeim kortum verður beitt við ákvar-ðanatöku um skipulag þéttbýlis og styrkingu bygginga sem fyrir eru.

Sá eiginleiki umhverfismála að ná yfir landamæri hefur orðið til þess að alþjóðasamfélagið hefur tekið virkan þátt í að hafa frumkvæði að umhverfisverkefnum, ekki aðeins til að til að ýta undir félagslega og hagræna þróun heldur líka til að efla öryggi og stöðugleika. Slík verkefni eru á meginsviði nefndar um viðfangsefni nútímaþjóðfélags (CCMS) og mikilvægur hluti af áætluninni Öryggi byggt á vísindum.

Stigið var stórt skref til að tengja umhverfismál við öryggi og stöðugleika árið 2002 þegar sameiginlegt framtaksverkefni á sviðið umhverfis- og öryggismála (ENVSEC) var komið á fót af Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið tekur til berskjaldaðra svæða eins og Balkanlandanna, Kákasus og Mið-Asíu.

Þar sem áætlunin um öryggi byggt á vísindum og áætlanir nefndarinnar um viðfangsefni nútíma-þjóðfélags (CCMS) tengjast eflingu öryggis með samstarfi við samstarfsríkin á þessum svæðum í vísindum og umhverfismálum, eru þau nú tengd framtaksverkefninu á sviði umhverfis- og öryggismála. Aðgerðir eru samhæfðar, skipst er á upplýsingum og niðurstöðum dreift til viðkomandi yfirvalda á svæðunum, en þannig verða áhrifin af aðgerðunum mun meiri.

UMHVERFI OG ÖRYGGI

Eyðilegging íbúðarhúsa eftir jarðskjálfta í Bishkek.

Skurðir, ár VötnEyðilagðar byggingar, %

0‹ 10%10-20%20-30%30-40%40-50%50-70%70-85%85-95%› 95%

Page 37: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

35 35

Samtenging þjóða

Vísindamenn treysta á aðgang að upplýsingum til að fylgjast með nýjustu þróun og rannsóknum. Þó hafa ekki allir vísindamenn og háskólasamfélög fengið að njóta góðs af upplýsingaöldinni eða nýta möguleika internetsins. Þar að auki er oft sagt að það sé forsenda lýðræðis og að borgarlegt samfélag blómstri að ekkert einkaleyfi sé á upplýsingum.

Til að bæta úr þessu ástandi hefur vísindaáætlun NATO lagt mörgum rannsóknar- og menntastofnunum í samstarfsríkjum til nauðsynlega tengslainnviði til að fá aðgang að internetinu.

Netkerfi hafa verið sett upp í stórborgum til að bæta internetaðgang háskóla í austurhéruðum Rússlands og í Úkraínu sem og landsnetkerfi í Moldóvu, Rúmeníu og fyrrverandi Júgóslavíulýðveldinu Makedóníu.* Stærsta og metnaðarfyllsta verkefnið sem NATO veitir fjármagn til á þessu sviði er „sýndarsilkihraðbrautin“ sem veitir háskólum og vísindasamfélögum í Suður-Kákasus og Mið-Asíu aðgang að internetinu um gervihnetti.

Sýndarsilkihraðbrautin

Verkefnið sýndarsilkihraðbrautin var sett af stað í október 2001 (nafnið

vísar til silkileiðarinnar sem tengdi Evrópu við Austurlönd fjær og ýtti undir skipti á vörum, þekkingu og hug-myndum). Verkefnið veitir háskóla- og vísindasamfélögum átta samstarfsríkja í Suður-Kákasus og Mið-Asíu internetaðgang – Armeníu, Aserbaídjan, Georgíu, Kasakstan, Kirgisistan, Tadjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan – og Afganistan bættist við árið 2004.

Hagkvæm, fyrsta flokks gervihnattatækni tengir nú vísinda- og háskólafólk í þátttökuríkjunum við internetið um sameiginlegan gervihnattageisla. Styrkur NATO hefur fjármagnað gervihnattarbandbreidd og uppsetningu tíu gervihnattadiska. Aðrir kostunaraðilar verkefnisins leggja til þjónustu. Þetta er stærsta verkefni sem vísindaáætlun NATO hefur nokkurn tíma kostað, með fjárfestingu sem nemur 3,5 milljónum bandaríkjadala á fjögurra ára tímabili.

Page 38: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

36 36

Samstarfsnálgun bandalagsins sem hefur verið að þróast hefur skilað gríðarlegum árangri við að breyta hinu strategíska umhverfi á Evró-Atlantshafssvæðinu. Með því að hvetja til pólitískrar umræðu og samhæfni herja, auðveldar samstarfið að mynda raunverulegan samhug um Evró-Atlantshafsöryggi – einbeittan ásetning um að vinna saman að því að takast á við mikilvæg og ögrandi öryggismál bæði innan og utan samfélags þjóðanna á Evró-Atlantshafssvæðinu.

Þökk sé hagnýtri samvinnu sem miðar að því að undirbúa herafla bandalagsins og samstarfsríkjanna undir samstarf, standa hermenn NATO og frá samstarfsríkjunum nú vaktina saman á Balkanskaga og í Afganistan. Og samstarfið myndar rammann fyrir sameiginleg viðbrögð bandalagsríkja og samstarfsríkja gegn hryðjuverkaógninni og til að taka á mikilvægum þáttum eins og útbreiðslu.

Samstarfið eflir og styður við umbætur í varnarmálum í mörgum samstarfsríkjum og leggur þannig einnig sitt af mörkum til lýðræðislegra umbreytinga. Samstarfið auðveldar myndun nútímalegri, virkari og lýðræðislega ábyrgari herafla og annarra varnarstofnana. Þar að auki veitir það mörgum ríkjum stuðning við að stjórna félagslegum og efnislegum afleiðingum slíkra umbóta.

Beinn ábati borgara bæði NATO ríkja og samstarfs-ríkja verður einnig til með hagnýtri samvinnu á breiðu sviði annarra málefna. Meðal þeirra eru neyðarviðbúnaður og samstarf á sviði vísinda og umhverfismála.

Samstarfið hefur nú þegar hjálpað tíu ríkjum að undirbúa sig fyrir þá ábyrgð sem fylgir aðild að NATO og dyrnar þar á bæ eru áfram opnar fyrir nýjum aðilum. En samstarfið er líka einstakur rammi fyrir hlutlaus Vestur-Evrópuríki sem sækjast ekki eftir aðild, til að leggja sitt af mörkum til öryggis Evró-Atlantshafssvæðisins án þess að slaka á grunnreglum stefnu þeirra í utanríkis- og öryggismálum.

Viðfangsefni öryggismála á Evró-Atlantshafssvæðinu eru að breytast. Orsakir þeirra ógnana sem eru að þróast, þar með talin hryðjuverk og fallvölt ríki, eru bæði innanlands og utan og eru í eðli sínu fjölþjóðleg. Á meðan stöðugleika er enn ógnað á hernaðarlega mikilvægum svæðum á Balkanskaga, hafa atburðir í Afganistan sýnt að nýjar hættur steðja að sameiginlegu öryggi okkar frá jaðri Evró-Atlantshafssvæðisins. Við þessar aðstæður mun alþjóðlegur stöðugleiki og öryggi stöðugt vera komið undir endurbótum innan hvers lands annars vegar og hins vegar víðtækri alþjóðlegri samvinnu. Virk öryggissamvinna er óhugsandi án þess að byggt sé á kenningakerfi grunnþátta lýðræðis og stofnunum þess. Evró-Atlantshafssamstarfið leikur lykilhlutverk í hvoru tveggja.

Eftir því sem bandalagsríki og samstarfsríki færast nær hvert öðru munu þau auka hæfni sína til að takast á við sameiginleg ögrandi verkefni með samstilltum viðbrögðum og treysta öryggi fyrir komandi kynslóðir á grunni gagnkvæms skilnings og samvinnu.

Raunverulegur samhugur um Evró-Atlantshafsöryggi

Page 39: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

„Við þessi tímamót getum við horft til baka á tíu ára árangursríkan feril. Evró-Atlantshafssamtarfið hefur virkað sem hvati á umbreytingar innan ríkja og

til alþjóðlegrar öryggissamvinnu sem aldrei hefur fyrr sést í sögunni. NATO hefur ávallt verið þungamiðja þeirrar viðleitni. Samstarfið hefur einnig færst nær þungamiðju viðfangsefna NATO.

Það hefur þjónað bandalagsríkjunum. Það hefur þjónað samstarfsríkjunum. Það hefur þjónað lýðræði og friði.“

Framkvæmdastjóri NATO, Jaap de Hoop Scheffer, um 10 ára afmæli Samstarfsins í þágu friðar í ávarpi sínu

til Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins þann 14. janúar 2004.

Page 40: ÖRYGGI BYGGT Á SAMSTARFI - nato.int · sameiginlegar lausnir á sameiginlegum viðfangs-efnum í öryggismálum hafa borið mikinn árangur við að vinna bug á gömlum fordómum

NATO Public Diplomacy Division / Division Diplomatie publique de l’OTAN1110 Brussels, Belgium / 1110 Bruxelles, Belgique

Web site : www.nato.intSite web : www.otan.nato.int

E-mail / Courriel : [email protected]

© NATO / OTAN 2005

STPA

RT_IC

E0405

Þetta rit verður gefið út á öllum tungumálum aðildarríkja og samstarfsríkja NATO.

Vísað er á vefslóðina www.nato.int/docu/pub-form.htm um hvort það er fáanlegt eða hafið samband við útgáfudeild:

NATO Public Diplomacy Division – Distribution UnitDivision Diplomatie publique de l’OTAN – Unité de diffusion

1110 Brussels, Belgium / 1110 Bruxelles, BelgiqueTel : +32 2 707 5009Fax : +32 2 707 1252

E-mail / Courriel : [email protected]