rómantíska stefnan

7
Rómantíska stefnan Íslenska 403 Marta, Sigrún Ella, Harpa Dögg

Upload: marta-magnusdottir

Post on 10-Mar-2016

215 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Hópverkefni í íslensku 403. Fjölbrautaskóli Snæfellinga vor 2011

TRANSCRIPT

Rómantíska

stefnan Íslenska 403

Marta, Sigrún Ella, Harpa Dögg

2

Hjálmar fæddist 29.september 1796 að Hallandi á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð.

Foreldrar hans voru ógiftir og voru vinnuhjú í Eyjarfirði. Hann ólst fyrst upp hjá fóstru

sinni á Dálksstöðum á Svalbarðsströnd en síðan hjá föður sínum og konu hans.

Hjálmar kvæntist frænku sinni, henni Guðnýju Ólafsdóttur, mæður þeirra voru systur. ,

Hjónin bjuggu þau í Skagafirði, m.a. í hjálegu sem kallaðist Bólstaðargerði en Hjálmar

kallaði Bólu.

Hann flutti síðan að Minni-Ökrum í Akrahreppi og bjó þar í rúman aldarfjórðung. Þegar

eiginkona hans lést árið 1845 var hann þá bara einn með börnin sín. Hugurinn hans

var langt frá búskapi og orti hann þá búdrýgindi í ýmsum kveðskap sem hann orti fyrir

aðra, t.d. eftirmælum, brúðkaupskvæðum o.fl.

Hjálmar var alþýðuskáld, hann orti rímur og kviðlinga sem í var kerskni og ádeila á ná-

granna, menn og málefni. Vorið 1875 varð hann að flytja á ný og varð nú vegalaus.

Fátæk hjón sem bjuggu í beitarhúsum frá Brekku skammt frá Víðimýri í Skagafirði,

skutu yfir hann skjólshúsi um stundarsakir en hann átti ekki afturkvæmt þaðan.

Hjálmar andaðist í þessum beitarhúsum tæplega áttræður að aldri þann 25.

júlí 1875.

Bólu Hjálmar Jónsson

VÍÐA TIL ÞESS VOTT ÉG FANN

ÞÓ VENJIST TÍÐAR

HINU. AÐ GUÐ Á

MARGAN GIM-

STEIN ÞANN SEM GLÓIR Í

MANNSORPINU.

BÓLU-HJÁLMAR

ÞAÐ ER DAUÐI OG DJÖFULS NAUÐ

ER DYGGÐUM

SNAUÐIR FANTAR SAFNA AUÐ MEÐ

AUGUN RAUÐ

EN AÐRA BRAUÐIÐ VANTAR.

BÓLU-HJÁLMAR

Hópverkefni um rómantísku stefnuna

Íslenska 403

Kennari: Erna Guðmundsdóttir

Nemendur: Marta, Sigrún Ella og Harpa Dögg

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

3

Lausavísur

Augað mitt og augað þitt,

og þá fögru steina. Mitt er þitt, og þitt er mitt,

þú veist hvað ég meina.

Trega ég þig manna mest mædd af táraflóði.

Ó, að við hefðum aldrei sést, elsku vinurinn góði.

Langt er síðan sá ég hann,

sannlega fríður var hann. Allt sem prýða mátti einn mann

mest af lýðum bar hann.

Engan leit ég eins og þann

álma hreyti bjarta. Einn guð veit ég elskaði hann

af öllum reit míns hjarta.

Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber,

steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér.

Augað snart er tárum tært,

tryggð í partast mola, mitt er hjartað sárum sært,

svik er hart að þola.

Bestan veit ég blóma þinn,

blíðu innst í reitum. Far vel, Eyjafjörður minn,

fegri öllum sveitum.

Rósa Guðmundsdóttir

Vatnsenda-Rósa Guðmundsdóttir

Rósa er frægasta kvenskáld á Íslandi á 19.öld. Rósa fæddist á

Ásgerðarstöðum í Hörgárdal. Móðir Rósu dó þegar hún var

tólf ára gömul en svo nokkrum árum síðar var hún vistráðin

að amtmannssetrinu á Möðruvöllum. Þar er sagt að hún hafi

kynnst Páli Melsteð, skrifara amtmanns, og urðu þau ást-

fangin en hann giftist síðan amtmannsdóttur að konu. Árið

1817 varð Rósa vinnukona að Ketilsstöðum á Völlum hjá Páli

Melsteð sem var þá orðinn sýslumaður. Sama ári giftist hún

Ólafi Ásmundarsyni vefara, vinnumanni á Ketilsstöðum og

var Páll Melsteð svaramaður í brúðkaupinu.

Rósa og Ólafur fluttu í Húnaþing skömmu eftir giftinguna og

bjuggu síðan að Vatnsenda sem hún er stundum kennd við.

Ólafur og Rósa skildu um 1830. Rósa giftist Gísla Gíslasyni

sem var prestssonur og var hann 19 árum yngri en hún. Þau

bjuggu í Ólafsvík en síðustu árin að Óseyri við Hafnarfjörð.

Á sumrin vann Rósa við kaupvinnu á Norðurlandi og þegar

hún var á heimleið andaðist hún á Stóra-Núpi í Miðfirði og

var hún jarðsett þar.

4

Það er talið að Rósa hafi samið til Páls Melsted Vatnsenda-Rósu þegar þau áttu í leynilegu ástar-

sambandi. Einu sinni þegar hittust Rósa og Páll og þá kvað hún þessa vísu sem mörgum þykir

þessi vísa sanna að þau hafi átt í einhverjum ástarsambandi. En þá hefði Rósa verið um 14-16

ára gömul.

Man eg okkar fyrri fund,

forn þó ástin réni.

Nú er eins og hundur hund

hitti á tófugreni.

Rósa Guðmundsdóttir

Sálarskipið

Sálarskip mitt fer hallt á hlið

og hrekur til skaðsemdanna, af því það gengur illa við

andviðri freistinganna.

Sérhverjum undan sjó ég slæ,

svo að hann ekki fylli, en á hléborðið illa ræ,

áttina tæpast grilli.

Ónýtan knörinn upp á snýst, aldan þá kinnung skellir,

örvæntingar því ólgan víst inn sér um miðskip hellir.

***

Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur

brotnuðum sorgar öldum af upp renna vonar dagur.

Hjálmar Jónsson

Mér er orðið stirt um stef

Mér er orðið stirt um stef

og stílvopn laust í höndum, í langnættinu lítið sef,

ljós í myrkri ekkert hef, kaldur titra, krepptur gigtar

böndum.

Húmar að mér hinsta kvöld, horfi eg fram á veginn,

gröfin móti gapir köld, gref ég á minn vonarskjöld

rúnir þær er ráðast hinumegin.

Hjálmar Jónsson

5

● Rósa og þáverandi eiginmaður hennar Ólafur bjuggu saman í

Víðidal. Þangað kom maður í vinnu að nafni Natan Ketilsson.

Sá maður var mikið kvennamaður og hafði á sér misgott orð-

spor. Fljótt eftir að hann kom fóru Rósa og Natan að hittast

leynilega og gerðist það í framhaldinu að hún eignaðist son.

Þessi strákur var nefndur Rósant Berthold Ólafsson, þótt að

flestir vissu nú að þetta væri sonur hans Natans.

Hjónin Rósa og Ólafur fluttu síðan að Vatnsenda, þar sem Rósa f

ékk viðurnefnið, og fór Natan með þeim. Þá eignaðist hún stúlku

efnda Þóranna Rósa Ólafsdóttir, og svo seinna aðra sem var nefnd

Súsanna Natansdóttir, því tilgangslaust þótti að fela það augljósa,

semsagt að 3 seinni börnin væru Natans. Rósa játaði því á sig

hjúskaparbrot og sagðist Ólafur fyrirgefa henni, en þau skildu

þó stuttu seinna . ●

Natan flutt síðar að Vatnsnesi og fékk tvær vinnukonur til sín. Stuttu

seinna sendi hann bréf til Rósu þar sem hann ákvað að enda sam-

band þeirra. Þetta þóttir Rósu sárt og svaraði hún honum með ljóði

þar sem hún lýsir því hversu mikið hún elski hann, þrátt fyrir svik

hans. Seinna var svo Natan myrtur af Agnesi Magnúsdóttir, konu á

bæ hans og Friðrik Sigurðssyni, sem var auðvitað mikið áfall fyrir

hana Rósu.

6

Þjóðfundarsöngur 1851

Aldin móðir eðalborna,

Ísland, konan heiðarleg, ég í prýðifang þitt forna

fallast læt og kyssi þig, skrípislæti skapanorna

skulu ei frá þér villa mig.

Þér á brjósti barn þitt liggur, blóðfjaðrirnar sogið fær,

ég vil svarinn son þinn dyggur samur vera í dag og gær,

en hver þér amar alls ótryggur eitraður visni niðrí tær.

Ef synir móður svíkja þjáða sverð víkinga mýkra er,

foreyðslunnar bölvan bráða bylti þeim sem mýgjar þér,

himininn krefjumst heillaráða og hræðumst ei þótt kosti fjör.

Legg við, faðir, líknareyra,

leið oss einhvern hjálparstig, en viljirðu ekki orð mín heyra,

eilíf náðin guðdómleg, skal mitt hróp af heitum dreyra

himininn rjúfa kringum þig.

Móðir vor með fald og feldi

fannhvítum á kroppi sér, hnigin að ævi kalda kveldi,

karlæg nær og holdlaus er. Grípi hver sitt gjald í eldi

sem gengur frá að bjarga þér.

Sjáðu, faðir, konu klökkva sem kúrir öðrum þjóðum fjær.

Dimmir af skuggum dauðans rökkva, drottinn, til þín hrópum vér:

Líknaðu oss eða láttu sökkva í leg sitt aftur forna mær!

Hjálmar Jónsson

Kveðið á jólum 1871

Held ég nú loks mín hinstu jól,

hörmunga klæddur skugga, fýkur í gjörvöll frelsis skjól,

fjöll hylja sól, fárr má öreigann hugga.

Ég á þig eftir, Jesús minn,

jörðin þó öll mér hafni, í þér huggun og frelsi finn,

fróun hvert sinn flýtur af þínu nafni.

Allt er tapað, ef tapa ef þér,

tryggðavinurinn blíði,

aldrei brugðist í heimi hér

hefir þú mér,

hvers kyns í neyð og stríði.

Hjálmar Jónsson

7

Vissir þú að: Ragnheiður Gröndal og Björk Guðmundsdóttir eru meðal þeirra sem hafa flutt Lausavísur eftir Rósu. Bólu Hjálmar er kenndur við bæinn Bólu í

Blönduhlíð

Hvar fæddist Bólu-Hjálmar?

a. Norðurlandi

b. Suðurlandi

c. Austurlandi

d. Vesturlandi

Hvaðan kemur viðurnefnið

bóla?

a. Heimili Hjálmars

b. Föður Hjálmars

c. Frænda Hjálmars

d. Andlitsfalli Hjálmars

Hvernig byrja Lausavísur eftir

Rósu?

a. Augað mitt og augað þitt

b. Augun mín og augun þín

c. Augað þitt og augun þín

d. Augun mín og augað mitt

Rétt svör í öllum spurningum

er A liður