orð af orði skýrsla 2012 2013

14
SKÝRSLA verkefnisstjóra vegna þróunarverkefnisins Orð af orði í Salaskóla skólaárið 2012-2013 Sigrún Björk Cortes

Upload: hafsteinn-karlsson

Post on 10-Mar-2016

240 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Orð af orði skýrsla 2012 2013

SKÝRSLA

verkefnisstjóra vegna

þróunarverkefnisins

Orð af orði

í Salaskóla

skólaárið 2012-2013

Sigrún Björk Cortes

Page 2: Orð af orði skýrsla 2012 2013

Salaskóli Orð af orði Júní 2013

2

Efni:

Mat verkefnisstjóra á vinnu og árangri vetrarins í Orð af orði

Yfirlit yfir þá fundi sem haldnir voru yfir veturinn

Tillögur að vinnubrögðum í þróunarverkefninu næsta vetur

Samantekt úr mati rýnihópa

Matslistin (spurningarnar) og svör hópanna –orðrétt

Page 3: Orð af orði skýrsla 2012 2013

Salaskóli Orð af orði Júní 2013

3

Mat verkefnisstjóra á vinnu og árangri vetrarins í Orð af orði

Undirrituð telur að þróunarverkefnið hafi gengið vel þennan fyrri vetur innleiðingar

þess.

Kennarar voru áhugasamir strax í ágúst en þó voru einhverjir sem sáu ekki alveg

hvernig þeir ættu að nýta þetta í sinni kennslu eða voru ekki alveg tilbúnir að innleiða

vinnubrögðin. Hins vegar var það svo að allir kennarar í 3.-10. bekkjum reyndu eitt-

hvað af þeim verkfærum sem boðið var upp á, mismikið þó. Það er ekki nema eðlilegt

að verkefnið og vinnubrögðin höfði á misjafnan hátt til kennara, auk þess sem list- og

verkgreinakennarar og íþróttakennarar eru dálítill sérkapítuli þegar kemur að Orð af

orði. Komið verður að því nánar síðar.

Samkvæmt mati kennarahópsins á vetrinum hvað varðar Orð af orði þá er fólk já-

kvætt og sér tilgang með því að innlima þessi nýju vinnubrögð í kennsluna hjá sér til

framtíðar. Öllum finnst þeir hafi lært eitthvað og þróast faglega við þetta, auk þess

sem margir sjá beinlínis mun á vinnubrögðum og námsháttum nemenda. Á það

einkum við á eldri stigum.

Venjulegt skólaár í grunnskóla sem hefur á að skipa metnaðarfullum kennurum er

þéttskipað dagskrá sem er þaulhugsuð og ígrunduð í samræmi við þær áherslur sem

lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Þegar innleiða á ný/önnur/öðruvísi vinnubrögð hættir

kennurum stundum til að bæta slíku ofan á það sem þegar er verið að gera í stað

þess að rýma til og taka þessi nýju vinnubrögð inn í stað annarra. Þegar þetta gerist

eykst álagið á kennara, þeir verða fljótt þreyttir og jafnvel afhuga hinum nýju

áherslum. Það þarf því að minna á það reglulega að þær áherslur sem verið er að

innleiða með Orð af orði samrýmast fullkomlega því sem þegar er verið að vinna með

hvað varðar alla námsþætti, hvort heldur sem er í íslensku eða öðrum fögum, og á

ekki að koma ofan á annað efni eða vinnu. Orð af orði er hægt að nýta í öllum fögum

á fjölbreyttan hátt. Það sem stendur upp úr er svo það að með þeim fjölbreyttu að-

ferðum og verkfærum sem verkefnið býður upp á er áherslan á íslenskuna alltaf í for-

grunni jafnframt því sem unnið er til skilnings með þá námsþætti sem áherslan er á í

hverju fagi.

Til að tryggja það að álagið vegna nýrrar nálgunar og vinnubragða verði ekki óþarf-

lega mikið og beri verkefnið þá jafnvel ofurliði mætti koma til móts við óskir kennara

um að skipuleggja nokkurs konar „flæðipakka“ milli stiga. Ekki fyrirfram tilbúið efni

sem hver bekkur eða hvert stig tekur fyrir heldur fremur nokkurs konar gátlista yfir

þau vinnubrögð sem æskilegt væri að leggja áherslu á á hverju stigi. Þannig gætu t.d.

krossglímur verið áherslan á yngsta stigi, KVL verið í forgrunni á miðstigi og Er / Er

ekki á unglingastigi. Hér eru aðeins nefndar þrjár vinnuaðferðir en eðlilegast væri að

verkefnastjóri, ásamt vinnuhópi af öllum stigum (eða eftir ábendingu frá stigunum)

setti upp listann í upphafi næsta skólaárs og fylgdist með því hvernig gengi að fram-

fylgja honum. Að sjálfsögðu er hægt að nýta öll verkfæri á öllum stigum og aðlaga

áherslum hverju sinni en hafa ber í huga að þegar er t.d. með krossglímur oft á vetri í

Page 4: Orð af orði skýrsla 2012 2013

Salaskóli Orð af orði Júní 2013

4

fimm til átta skólaár þá þurfa krossglímurnar a.m.k. að þróast og stigþyngjast í takt

við þroska og námsferil nemenda, annars verða þær leiðigjarnar og hætta að veita

áskorun. Það sama á við um hugarkort, spilagerð, gagnvirkan lestur, hugtaka-

greiningu, orð dagsins, orðaskjóður… Leggur undirrituð því til að strax á fyrstu vikum

næsta skólaárs verði farið í vinnu sem gæti lagt línurnar að þessu leyti. Einnig að

kennarar/teymi/stig taki frá a.m.k. eitt verkefni fljótlega eftir skólabyrjun þar sem

undirbúningur nokkurra vikna kennslu í ákveðnu fagi er skipulagður út frá samvirka

líkaninu, líkt og gert var með Ísland áður fyrr hjá 3. og 4. bekkjar kennurum þetta

skólaár. Sjá skjal á SameignKen: S:\ORÐ AF ORÐI\Hugmyndabankinn okkar. Minnt

skal á það að á sameigninni eru fleiri verkefni og hugmyndir og form sem hægt er að

nýta sér í kennslunni og það er um að gera að hvetja kennara til að safna þarna

saman því sem verið er að vinna með, deila og miðla.

Fyrirkomulag ráðgjafafunda eins og það var í vetur var ágætt, eftirfylgnin góð og

nauðsynleg og efni fundanna oftast praktískt og lærdómsríkt. Það að verkefnastjóri

héldi fundi á milli ráðgjafafunda var líka snjallt, þannig var haldið uppi dampi í Orð af

orði vinnunni og ómögulegt að gleyma sér og falla í gróið far þó að sjálfsögðu væru

ýmis önnur fjölbreytt vinnubrögð og kennsluaðferðir viðhafðar á öllum stigum og

fögum líka.

Yfirlit yfir þá fundi sem haldnir voru yfir veturinn

Ráðgjafafundir og námskeið Verkefnisstjórafundir

15. ágúst -námskeið

19. september 2012

17. október

13. nóvember

3. janúar 2013 –námskeið ½ dagur

30. janúar –aukafundur með 6. og 7. b

6. febrúar

17. apríl

15. maí

3. október 2012: Skoðað hvað við erum að gera,

komið með sýnishorn. Umræða um Orðalykil og

fyrirlögn sem fara ætti fram fyrir áramót.

31. október: Fræðilestursfundur. Kennarar lásu í

hópum, glósuðu og drógu saman fyrir hópinn.

Farið yfir gátlistann á bls. 31 í fræðilesningu.

15. janúar 2013: Rætt um gagnsemi nám-

skeiðsins 3. jan. Alm. álitið of langdregið (hugar-

kortin).

27. febrúar

10. apríl: Um Orðalykil og fyrirlögn fyrir vorið.

Minnt á matskvarðann.

10. júní: Um niðurstöður Orðalykils, samanburð

tveggja fyrirlagna. Framfarir augljósar hjá þeim

sem höfðu lokið samanburði. Einnig reifaðar

niðurstöður rýnihópa (hér aftar í skýrslunni) um

verkefnið, frá síðasta ráðgjafafundi.

Page 5: Orð af orði skýrsla 2012 2013

Salaskóli Orð af orði Júní 2013

5

Tillögur að vinnubrögðum í þróunarverkefninu næsta vetur

1. Reynt verði að virkja betur list- og verkgreinakennara og íþróttakennara

a. Haldinn verði sérstakur ráðgjafafundur (-fundir) fyrir þessa kennara þar

sem skipulögð eru, og tímasett lauslega, afmörkuð verkefni í kennslu

greinanna, með tilliti til aðferða Orðs af orði, eitt til tvö hvora önn.

b. Þessir kennarar kynni Orð af orði-verkefnin sín fyrir öðrum kennurum á

verkefnisstjórafundi/um eða kennarafundi/um.

c. Ákveðið verði í upphafi, út frá a, hvenær þessir kennarar þurfa að mæta

á ráðgjafafundi og verkefnisstjórafundi og hvenær það er óþarfi, út frá

sérstöðu þessara kennara innan verkefnisins.

2. Útbúinn verði gátlisti með verkefnum og aðferðum (sjá hér að framan)

sem kynntar hafa verið í vetur í Orð af orði

a. Listanum verði skipt í þrennt eftir stigum (annars konar skipting kemur

auðvitað til greina líka) og e.t.v. fögum og þannig reynt að virkja vinnu-

brögðin inn í hvert fag (danska, líffræði, lífsleikni…)

b. Gert verði ráð fyrir að kennarar á hverju stigi (eða eftir annarri skiptingu)

beiti vinnubrögðum þeim sem eru á listanum í kennslu sinni í sem

flestum fögum.

c. Tekinn verði kennarafundur í nóvember og mars/apríl í markvissa

kynningu allra á því sem unnið hefur verið með í anda verkefnisins. Þar

verði bæði um að ræða umfjöllun kennara um verkhættina og beina

sýningu á verkefnum nemenda. Þetta verði kynnt strax að hausti og

tímasett nánar. Þetta þarf ekki endilega að fara fram í salnum, einnig er

hægt að skipuleggja „skoðunarferðir“ í stofur.

3. Skólastjórnendur verði sýnilegri í áhuga sínum á verkefninu, t.d. með því

að vera viðstaddir kennarafundakynningar

4. Verkefnisstjóri haldi umræðu um verkefnið lifandi og faglegri, lesi fræðin

vel og hafi fræðilestursfund með kennurum á haustönn, svipaðan þeim

sem var í október á síðasta ári. Bent er á að ekki var farið í allan fræði-

textann (Guðmundur Engilbertsson: Orð-af-orði, Þróunarverkefni, Fræðilegar forsendur, Kennsluhugmyndir, Að-

ferðir) á þeim fundi og það sem út af stendur eru eftirfarandi blaðsíður/kaflar:

17-19: Orðakennsla og samhengi / Merkingarleg tengsl og flokkun

20-23: Orðhlutakennsla / Val orða í orðakennslu

25: Líkan Orðs af orði

26: Orð af orði þróunarverkefni

Page 6: Orð af orði skýrsla 2012 2013

Salaskóli Orð af orði Júní 2013

6

27-30: Vinnuferlið í Orð af orði

47-50: Ýmsar aðferðir í orðaforðakennslu

Á blaðsíðum 32-46 og 51-74 eru gefin dæmi um kennsluhugmyndir og kennslu-

áætlanir unnar út frá fræðum Orðs af orði og gæti það nýst nýjum kennurum við

skólann vel. Auðvitað er ekkert sem mælir á móti því að hópurinn allur rifji upp þó

varast þurfi að endurtaka beint það sem áður hefur verið farið í gegnum.

Einnig er upplagt að fara í gegnum Skímugrein Guðmundar Engilbertssonar; Orð af

orði –markviss efling orðaforða.

Skímugreinin og fræðilesningin, ásamt öðru sem tilheyrir verkefninu, er

á SameignKen undir S:\ORÐ AF ORÐI\Fræðsluefni fyrir skóla 2012.

Eins og fram kemur hér aftar, í mati kennara á verkefninu, er nauðsynlegt að gott

utanumhald sé í svona verkefni. Mikilvægt er að öllum sé ljóst að ekki er um tveggja

ára verkefni að ræða heldur tekur innleiðing verkefnisins tvö ár en ætlunin er að

framkvæmdin festi rætur og verði virkur hluti af skólastarfi Salaskóla. Til þess að svo

megi verða er einnig mikilvægt að fylgst sé með árangrinum af þessum vinnu-

brögðum og að kennarar séu meðvitaðir um faglegar forsendur verkefnisins. Því þarf

að koma þeim vinnubrögðum á að á hverju skólaári séu tvær (eða þrjár) fyrirlagnir á

Orðalykli í hverjum árgangi frá 3. bekk -10. og niðurstöðurnar skoðaðar og greindar

(út frá þeim kvarða sem gefinn er en ekki eftir nefi hvers og eins) og fylgt eftir.

Á lokafundi Ragnheiðar Lilju, ráðgjafa Háskólans á Akureyri í verkefninu Orð af orði,

var kennurum skipt í hópa og þeir beðnir að svara spurningum varðandi þennan fyrri

vetur innleiðingar verkefnisins í Salaskóla. Hér á eftir fer samantekt verkefnisstjóra út

frá þeim atriðum sem þar komu fram, en þar á eftir eru spurningarnar og orðrétt svör

kennara.

Page 7: Orð af orði skýrsla 2012 2013

Salaskóli Orð af orði Júní 2013

7

Samantekt úr mati rýnihópa

Kennarar Salaskóla virðast við upphaf þróunarverkefnisins almennt hafa haft jákvæðar væntingar til þess og talið að það myndi gagnast þeim sem nýjar aðferðir við kennslu og til að auka orðaforða nemenda. Almennt finnst kennurum sér hafa gengið vel að tileinka sér þær aðferðir sem verkefnið býður upp á en svo virðist sem mat þeirra sé það að verkefnið henti betur á yngri stigum heldur en á unglingastigi. Besta leiðin til að ná góðum tökum á aðferðafræði verkefnisins telja kennarar vera með því að æfa sig í að nota þessi nýju vinnubrögð, góðu skipulagi og náinni samvinnu og stuðningi innan teyma. Að gæta þess að gefast ekki upp og falla aftur í gróið far (Dugur-Þor-Nenna). Nemendur voru yfirleitt jákvæðir og tóku verkefnum og nýjum aðferðum vel, auk þess sem þeir þjálfuðust í vinnubrögðunum eftir því sem leið á veturinn. Verkefnin gengu þó misjafnlega vel eftir stigum og aðferðum –hugarkortin eru nefnd sem dæmi um vel heppnaða kennsluaðferð í unglingadeild. Þar sem kennari var óöruggur í fyrirlögn verkefnis eða úrvinnslu urðu nemendur einnig óöruggir og verkefnin e.t.v. ekki eins vel heppnuð og ella. Yfir höfuð telja kennarar að nemendum þeirra hafi þótt aðferðir og vinnubrögð skemmtileg og gagnleg –sumt, s.s. krossglímur, jafnvel sem leikur. Það sama finnst kennurunum. Að auki er kærkomið fyrir alla aðila að kynnast fjölbreyttari vinnubrögðum og leggja áherslu á hið sjónræna í verkefnavinnunni. Kennurum ber flestum saman um að vinnan með Orð af orði hafi aukið vitund þeirra og árvekni hvað varðar orð, orðasambönd og orðaforða, bæði í námsefni og hjá nemendum. Aukin áhersla var á að skilja og skýra einstök orð eða orðasambönd í texta og þannig unnið á annan hátt með námsefni sem ekki flokkast á hefðbundinn hátt undir íslensku, s.s. í samfélagsfræði eða náttúrufræði. Þetta leiði til þess að nemendur séu sjálfir meðvitaðri um orðanotkun, kalla frekar eftir skýringum á orðum en áður og eru almennt meðvitaðri um það þegar þeir skilja ekki eitthvað í texta, auk þess sem í eldri árgöngum merkja sumir kennarar aukna fjölbreytni í orðavali nemenda í ritunarverkefnum. Kennarar hafa almennt reynt að beita fjölbreyttum kennsluháttum og tala um að þær aðferðir sem Orð af orði býður upp á falli mjög vel að áherslum þeirra á því sviði. Á yngri stigum telja kennarar vel hafa tekist að miða verkefni og aðferðir að námsgreinum, aldri nemenda og eigin kennsluháttum. Skiptar skoðanir eru um það hvort aðferðirnar nýtast jafn vel í kennslu allra greina og virðst frekar lítið hafa verið unnið í anda verkefnisins í tungumálakennslu, en mest í íslensku og samfélagsgreinum. Unglingastigskennarar tala um tímaskort –ekki er nægilegur tími innan kennslustunda og ekki nægilegt flæði milli greina til að hægt sé að nýta aðferðirnar eins og best verði á kosið. Að auki falla aðferðirnar að mörgu leyti ekki vel að fyrirfram tilbúnu námsefni sem notast er við, að mati sumra. Þó er sérstaklega talað um það að með þessum nýju vinnubrögðum hafi stærðfræðikennslan á unglingastigi tekið ákveðnum áherslubreytingum þar sem samvinna, orðræða og

Page 8: Orð af orði skýrsla 2012 2013

Salaskóli Orð af orði Júní 2013

8

samtal milli nemenda á meiri þátt í lausnaleit og úrlausnum en áður. Rætt var um það að sérgreinakennurum virðist ekki hafa tekist að innleiða aðferðafræðina hjá sér og laga að sinni kennslu og verkefnum. Kennarar eru sammála um að það sé nauðsynlegt að veita svona verkefni gott aðhald í upphafi á meðan verið er að festa það í sessi, og að það hafi einmitt verið gert. Gagnsemi dagsnámskeiðsins í ágúst var mikil að mati fólks en hins vegar eru margir þeirrar skoðunar að hálfsdagsnámskeiðið í janúar hafi verið of langt miðað við áherslurnar. Of margar tegundir hugarkorta hafi verið sýndar og nokkrum fannst jafnvel sem verið væri að teygja lopann og endurtaka. Fræðsla og innlögn á ráðgjafafundum utan þessara námskeiða hafi verið gagnleg og það að vera sjálf sett í að prófa ýmsar aðferðanna í kjölfar innlagna hafi verið mjög praktískt og gagnast beint inn í kennsluna eða undirbúning kennslu í kjölfarið. Slík vinnubrögð komi flestum að beinu gagni og kveiki í fólki, frekar en sýnikennsla og lengri fyrirlestrar. Ýmsar skoðanir eru á því hvernig fyrirkomulag nýttist best hvað varðar ráðgjafafundina. Blanda af fundum með stórum hópi og litlum hópum, eins og verið hefur í vetur, gagnist vel en e.t.v. mætti leggja meiri áherslu á að funda með minni hópum (stigum/teymum/greinum...) og nýta þá fundi jafnvel beint í ráðgjöf eða leiðsögn varðandi einstök verkefni sem hóparnir myndu síðan vinna að. Einhverjum fannst fundirnir stundum hefðu mátt vera styttri, eða praktískari, en upplifunin virðist misjöfn eftir áherslum kennara (umsjón/stig/greinar). Eins virðist það fara eftir áherslum kennara hvort stórir eða litlir fundir gagnist best og einhverjir vilja meina að stóru fundirnir séu gagnlegastir. Sé litið á umræðupunktana í heild er ekki hægt að komast að einni ákveðinni niðurstöðu um besta mögulega fyrirkomulag ráðgjafafundanna –sitt sýnist hverjum. Aftur koma athugasemdir sem varða list- og verkgreinakennara; þeir hafi verið afskiptir á ráðgjafafundunum og því er velt upp hvort virkja mætti þá betur í sinni kennslu með tilliti til verkefnisins ef þeim væri betur sinnt og fylgt eftir af ráðgjafa og hvort ekki væri styrkur fyrir verkefnið og framgang þess ef allir kennarar skólans ynnu markvisst í anda verkefnisins, líka „sérgreinakennar,“ þótt með ólíkum hætti eða áherslum væri. Kennarar upplifa þátt skólastjórnenda á misjafnan hátt. Sumir urðu ekki varir við neinn stuðning við verkefnið af þeirra hálfu en öðrum fannst stuðningur og áhugi stjórnenda hafa verið til fyrirmyndar. Verkefnastjóri þótti standa sig vel, var hvetjandi og jákvæður í sínu hlutverki og einnig hafi myndast góður stuðningur og aðhald innan kennarateymanna sjálfra. Fram kom að allir væru tilbúnir að sýna, miðla og hjálpa, en þó þyrfti fólk að vera duglegra við að kynna fyrir öllum hópnum það sem er í gangi hverju sinni. E.t.v. mætti setja upp einhvers konar skipulag fyrir bekki/teymi/stig/greinar bæði hvað varðar ákveðin verkefn, til að tryggja að ákveðin vinna sé í gangi, og til að tryggja að allir miðli til samstarfsfólks utan síns teymis einhverju af því sem verið er að vinna að í anda verkefnisins. Þannig haldist verkefnið lifandi og fagleg umræða eigi sér stað reglulega, einnig þegar ráðgjafinn sleppir af kennarahópnum hendinni við lok innleiðingar verkefnisins. Væntingar kennara til árangurs af verkefninu eru jákvæðar. Kennarar hafa mikla trú á aðferðafræði og vinnubrögðum í Orð af orði og finna fyrir ákveðnum áherslubreytingum hjá sér í kennslunni, sem lýtur að orðaforða, orðnotkun og fjölbreyttari kennsluháttum. Það leiði aftur til ákveðinnar hugsunar hjá nemendum sem spyrja meira út í orð og orðtök og dýpka þannig skilning sinn. Hversu mikill

Page 9: Orð af orði skýrsla 2012 2013

Salaskóli Orð af orði Júní 2013

9

ávinningurinn af verkefninu er á eftir að koma í ljós; enn er verið að leggja fyrir Orðalykil í nokkrum bekkjum og eftir á að skoða niðurstöðurnar með tillliti til samanburðar við fyrri fyrirlögn, auk þess sem frekari reynsla af verkefninu næsta vetur geti væntanlega svarað þessu betur. Til að festa verkefnið og vinnubrögðin í sessi telja sumir að þurfi jafnvel enn harðari leiðsögn að hálfu stjórnenda (skólastjórnenda og/eða verkefnisstjóra?). Einhverjir telja æskilegt að útbúinn yrði einhvers konar tékklisti fyrir hvert stig eins og fram kemur hér aðeins ofar og þannig skipulögð fram í tímann ákveðin verkefni þar sem aðferðirnar eru nýttar. Það yrði verkefninu og framhaldi þess til framdráttar ef meðvitaðra flæði væri milli stiga á þann hátt t.d. að áhersla á ákveðin vinnubrögð væru sterkari á einu stigi en öðru svo ekki væri of mikið um endurtekningu á vinnubrögðum að ræða eftir því sem nemendur færast upp um bekki. Kennarar eru almennt jákvæðir varðandi framhaldið og vilja gjarnan ná að tileinka sér aðferðafræði verkefnisins og dýpka þekkingu sína á því þar sem þeir telja það eiga eftir að skila árangri fyrir nemendur.

Page 10: Orð af orði skýrsla 2012 2013

Salaskóli Orð af orði Júní 2013

10

Matslistin (spurningarnar) og svör hópanna –orðrétt

1. Hverjar voru/eru væntingar ykkar til Orðs af orði? Betri tækni við að koma speki á framfæri –hugtakamyndun og hugtakasmíð Fjölbreyttari aðferðir í kennslu og nálgun á námsefni Kveikja meira í málhömluðum nemendum Læra eitthvað nýtt og gagnlegt Læra að nota ný „verkfæri“ í kennslu Forvitni Útbúa fjölbreyttari verkefni Engar væntingar Gæti hjálpað við að auka orðaforða og -skilning nemenda og bæta lestur Miklar væntingar í byrjun –stóðust ekki alveg, sérstaklega í unglingadeild

2. Áttuð þið í erfiðleikum með að tileinka ykkur aðferðir verkefnisins? Ef svo, hvernig?

Nei Nei, en það þarf að gefa sér tíma og jafnvel að skipuleggja kennsluna að

hausti út frá þessum vinnubrögðum Gekk vel á yngra stigi en erfiðara að innleiða á unglingastigi, nemendur lokuðu

svolítið á þetta sérstaklega í samfélagsfræði –gekk betur í bókmenntaþema. Var prófað í stærðfræði, en þó takmarkað Nei, ekki með að tileinka sér aðferðir verkefninsins; þær eru aðgengilegar og einfaldar. Frekar var erfitt að koma aðferðum að sem „mínum kennslustíl“ og „invikla“ þær í kennsluna í öllum greinum

Flest var mjög aðgengilegt og nýttist fljótt og vel. Sumt þurfti maður að ígrunda meira

3. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að þið getið náð góðum tökum á

aðferðunum? Með því að nota þær og prófa sig áfram Heyra hvernig aðrir hafa gert Með æfingu Með því að teymið sé samstíga, maður breytir sjálfum sér ekki einn, það þarf

samstarf, tíma og rými og hugrekki til að kasta gamalgrónum aðferðum. Dugur–Þor-Nenna

Með skipulagningu að hausti, góðu teymi til að bakka sig upp, og með því að prófa sig áfram

Vera dugleg við að nota aðferðirnar til að verða öruggur með vinnubrögðin Æfing Leita sér hjálpar þegar þarf

4. Áttu nemendur í erfiðleikum með að vinna eftir aðferðum verkefnisins?

Ef svo, hvernig sjáið þið fyrir ykkur að þeir geti náð betri tökum á aðferðunum?

Nei, nemendur eru líka jákvæðir í garð fjölbreytni –þurfum að vera dugleg að nota aðferðirnar

Misjafnt –hugarkortin gengu vel í unglingadeild

Page 11: Orð af orði skýrsla 2012 2013

Salaskóli Orð af orði Júní 2013

11

Gekk ekki alltaf vel, ef kennarinn er óöruggur skilar það sér oft til nemenda, þá verða nemendur óöruggir með sinn þátt. Spurning um æfingu

Þeir áttu ekki í erfiðleikum –æfingin skapar meistarann Nemendur taka aðferðunum vel og verkefnin höfða til nemenda

5. Þótti ykkur og nemendum ykkar aðferðirnar áhugaverðar og gagnlegar?

Af hverju/af hverju ekki? Þetta þarf að kanna betur meðal nemenda –spyrja þá Nemendur í 3. Og 5. bekkjum sýndu þessum nýju aðferðum áhuga og fannst

þær skemmtilegar, t.d. krossglíman og hugarkortin Áhugavert vegna þess að þetta voru öðruvísi vinnubrögð, mikið sjónrænt Misjafnt eftir kennurum. Sumar aðferðir hentuðu betur en aðrar, s.s. hugarkort,

orðaskjóður... Já, uppbrot á starfinu –ýmsir leikir og fjölbreytni Hugarkort hafa reynst vel og nemendur fíla þau Krossglíman er eins og leikur Nemendum hefur fundist verkefnin og aðferðirnar skemmtilegar –eða

kennararnir upplifa það þannig Það sem við höfum prófað hefur reynst vel og gaman að fá ný tæki og

fjölbreyttari aðferðir til að vinna með Við höldum að þetta nýtist betur eða meira svigrúm sé fyrir þessi vinnubrögð á

yngri stigum heldur en á unglingastigi Vakti okkur til umhugsunar um orðaforða nemenda og við fórum að hugsa

betur um orð og orðaforða í námsefninu Nemendur spyrja meira og vilja fá nánari útskýringar Aðferðirnar vekja áhuga. Gott innlegg í ritunina Sýnilegur árangur

6. Hvernig gekk ykkur að fella hugmyndir/aðferðir verkefnisins að

aðstæðum, aldri nemenda, eigin kennsluháttum, námsgreinum? Mjög vel Vel, þarf bara að æfa sig í verkefnunum –kannski erfiðara á unglingastigi T.d. gott að nota í þemavinnu á unglingastigi, þar samþættast námsgreinar Nýtist ekki eins vel á unglingastigi Sumt höfðum við verið með áður Hefur nýst mjög vel í bókmenntum, íslensku og náttúrufræði Aðlagast vel Sumt nýtt, annað verið áður Hentar mjög vel á miðstigi Í stærðfræði í unglingadeild: hentaði vel, kennari hefur verið að vinna að

breyttum áherslum þar sem nemendur tjá sig meira/áhersla á samræður og ólíkar lausnaleiðir/samvinnu

Tíminn oft naumur í unglingadeild Misjafnt eftir greinum; sérgreinakennurum gekk ekki að innleiða hugmyndirnar

–spurning um viðhorf Aðferðir samrýmast vel uppáhaldskennsluaðferðum okkar. Hentar vel í mörgum námsgreinum, t.d. náttúruvísindum, stærðfræði,

tungumálum o.fl. Þarf að minna sjálfan sig á að innlima aðferðirnar Fellur stundum ekki vel að fyrirfram tilbúnu námsefni

Page 12: Orð af orði skýrsla 2012 2013

Salaskóli Orð af orði Júní 2013

12

Gekk mjög vel að aðlaga aðferðirnar að aldri nemenda og mismunandi námsgreinum

7. Var fræðslan (dagsnámskeið í ágúst, hálfs dags námskeið í janúar og í

nokkrum tilvikum innlögn á ráðgjafafundum) gagnleg? Var hún of stutt eða of umfangsmikil? Var hún markviss eða ómarkviss? Hvernig fræðsla myndi gagnast best?

Gagnlegt í ágúst Verið að teygja lopann í janúar –eða fólk nýkomið úr jólafríi... Fínir fyrirlestrar Fyrsta námskeiðið í ágúst var mjög gagnlegt en svo hefði mátt þétta restina Gagnaðist vel að fá að prófa aðferðirnar –„learning by doing“ Já, mjög gagnlegt og nauðsynlegt að hittast og halda okkur við Janúarfundur um hugtakakortin allt of langur Nauðsynleg, en stundum mætti þetta vera annað hvort styttra eða með meiri

eigin vinnu kennara. Ekki endurtaka efni sem maður hefur áður fjallað um. Þarf samt mikið aðhald svona í byrjun

Námskeiðin oftast markviss og gagnleg Of mikil áhersla á hugarkort á einu námskeiðinu –sýna færri tegundir af

hugarkortum Þetta var mjög gagnlegt námskeið –mjög gagnlegt með þessum praktísku

æfingum Það væri gaman að sjá myndbönd af kennslu þar sem þessum aðferðum er

beitt Sumt skýrir sig sjálft, annað myndi þurfa meiri útskýringa við, til að auðvelda

undirbúning kennslunnar

8. Var ráðgjöfin (6 skipti) gagnleg og markviss? Er betra að funda í litlum hópum en stórum? Hvernig ráðgjöf myndi nýtast best?

Ágætt fyrirkomulag eins og það er Verklegar æfingar nýtast best Gott ef teymin gætu fengið ráðgjafann til sín í „einkatíma“ og fengju leiðsögn

með ákveðin verkefni –eða yngsta stig, miðstig og unglingastig í sitt hvoru lagi Nýtist vel fyrir bekkjarkennara –frábært að fá tíma til að vinna verkefnin í litlum

hópum og fá að prófa sjálfur og jafnvel skipuleggja kennsluna Sumir upplifðu að verið væri að teygja lopann, þrátt fyrir gagnsemi Misjöfn upplifun hjá kennurum á mismunandi stigum og faggreinakennurum Stórir fundir gagnlegri en litlu hópafundirnir Myndi nýtast best í minni hópum, til að fá hjálp við að koma verkefnum á

koppinn, eftir árgöngum eða teymum Bland af litlum hópum og stórum er best. Stundum styttra eða með meiri eigin vinnu kennara. Ekki endurtaka það sem

farið hefur verið í gegnum List- og verkgreinakennarar voru afskiptir á ráðgjafafundum. Myndi e.t.v. auka

áhuga þeirra og breyta viðhorfum ef þeim væri betur sinnt og fylgt eftir

9. Var stuðningur innan húss (frá stjórnendum, verkefnastjórum og samkennurum) gagnlegur/nægilegur? Mætti hugsa sér hann öðruvísi? Ef já, hvernig?

Verkefnastjórinn stóð sig mjög vel og góð samvinna var á milli kennara

Page 13: Orð af orði skýrsla 2012 2013

Salaskóli Orð af orði Júní 2013

13

Stuðningur og áhugi skólastjórnenda til fyrirmyndar. Mætti setja upp skipulag fyrir bekki, hópa og stig

Þurfum að vera duglegri að kynna verk okkar Verkefnastjórinn var duglegur að miðla og hvetja áfram Góð samvinna, gott að skoða hvað aðrir voru að gera Allir til í að sýna, miðla og hjálpa Stuðningur eins og þurfti Enginn stuðningur frá stjórnendum en góður frá hinum Sigrún stóð sig mjög vel með hvatningu, jákvæðni og eljusemi í jákvæðninni

10. Teljið þið að verkefnið hafi haft áhrif á viðhorf, orðaforða, lesskilning og

námsárangur nemenda? Já örugglega. Dýpkun, nemendur spyrja meira (yngsta stig) Við teljum að þetta hafi haft jákvæð áhrif á viðhorf til námsins, t.d. vegna

fjölbreyttra námsaðferða Viðhorf hafa breyst að einhverju leyti, en árangurinn á eftir að koma í ljós Eigum eftir að leggja prófið fyrir (Orðalykill). Við höldum það; fjölbreytt vinna, sérstaklega fyrir yngsta stig og miðstig.

Erfiðara á unglingastigi þar sem er minni samfella þar sem þetta byggir á samfellu við önnur fög. Unglingastigið var meira að troða þessu inn hjá sér

Það á eftir að koma betur í ljós með meiri reynslu af verkefninu Þegar aðferðirnar eru notaðar markvisst og af öryggi Höfum fulla trú á verkefninu Við vonum það en þurfum lengri tíma til að meta það

11. Teljið þið að verkefnið hafi haft áhrif á viðhorf ykkar og þekkingu? Ef já,

hvernig? Já, þetta hefur víkkað sjóndeildarhringinn. Maður hefur fengið meiri tilfinningu fyrir áhrifum tungumálsins í hinum ýmsu

námsgreinum Öðruvísi viðhorf til námsefnis (námsþátta) Gjarnan öðruvísi skipulag kennslunnar Hugsum meira út frá orðaforða Já, skemmtilegt að fá ný verkfæri, nýja nálgun á viðfangsefni og meiri

fjölbreytni Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og leika sér með orðin. Hefur því haft góð

áhrif á viðhorf og þekkingu. Prófa sig áfram Já, við erum opnari og móttækilegri fyrir fjölbreyttum aðferðum Það hefur bætt við þekkingu/hugmyndum Verkfærin gagnleg Breytt viðhorf t.d. til lestrarstunda –allur lestur er góður. Líka hugsun um

viðhorf gagnvart málfræði vs. textavinnu

12. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að nýta verkefnið til lengri tíma? Með því að skipuleggja fram í tímann ákveðin verkefni þar sem þessar aðferðir

eru nýttar Þurfum áfram harðari leiðsögn af hendi stjórnenda Útbúa tékklista fyrir hvert stig, sem aðhald og áminningu Hafa meira flæði frá yngsta til elsta stigs

Page 14: Orð af orði skýrsla 2012 2013

Salaskóli Orð af orði Júní 2013

14

Dýpka þekkingu sína og fínpússa –læra betur inn á verkefnin og með aukinni æfingu verður maður öruggari í að nota „verkfærin“ og með því læra nemendur líka inn á verkefnin og verða sjálfstæðari

Þessi verkfæri eiga eftir að auka áhuga á lestri og þ.a.l. auka lesskilning, orðaforða og bæta færni í ritun

Við lítum jákvætt á framhaldið og vonumst til að verða „Orðaforðakennarar“

Júní 2013

___________________________________ Sigrún Björk Cortes