mundilfari ok.t 2019.pdf · höf súrna, sjávarborð hækkar, sjávarstraumar munu breytast,...

4
MUNDILFARI Félagsblað Lífspekifélagins 3. tbl. 47. árg. okt. 2019 ábm. Birgir Bjarnason Lífspekifélag Íslands, Ingólfsstræti 22, pósthólf 1257. Reykjavík Sími Ganglera: 896 2070 Framtíð? Framfarir mannkyns á sviði tækni og vísinda eru undraverðar. Sífellt gengur betur að skilja al- heiminn, eðli efnisins og samhengi náttúrunnar. Stóstígar framfarir eru í læknisfræði og þróun matvæla. Þekking okkar á heilbrigðu líkamlegu lífi er aðgengileg öllum. Skilningur okkar á þeirri framtíð sem stefnir í er orðinn mjög góður. En hvað sýnir sá skilningur? Höf súrna, sjávarborð hækkar, sjávarstraumar munu breytast, ýmsar tegundir lífvera munu hverfa, skógarsvæði minnka, hiti mun enn aukast á jörðinni og meiri öfgar verða í veðurfari. Ólíft verður á mörgum þéttbýlum svæðum, þð- flutningar verða í meira mæli en við höfum áður ð í sögunni, nema fólk geti ekkert farið og deyi í hrönnum. Það stefnir í að skordýr hverfa, td. býflugur, með tilheyrandi afleiðingum. Það stefnir í sjöttu útrýmingaröldu í sögu lífsins, sú fyrsta af mannavöldum. Allt á þetta grunn í græðgi, firringu, valdafíkn og eigingirni mannsins. Verður þessi framtíð verkefni eða vandamál? Munu þessar hörmungar neyða okkur til að breyta hegðun okkar eða er okkur ómögulegt að breyta henni? Er ofbeldi eðlislægt manninum? Ef marka má mannkynssöguna þá verður þetta vandamál nema við breytum um takt. Er okkur það gerlegt? Geisa ekki enn hörmuleg stríðsátök? Við erum dýrategund með mikla tæknilega vitsmuni en um leið skelfilega litla skynsemi. 5000 stórar verksmiðjur eru til sem geta framleitt efni sem hægt er að nota í efnavopn. Byrjað er að framleiða lífeitur. Hvað erum við að gera með 10 þúsund kjarnorkuvopn? Ætlum við að kafna í hringrás ofneyslu og úrgangs? Hversu illa ætlum við að slíta okkur frá öllu sem er náttúrulegt? Höldum við að við séum óháð náttúrunni? Til eru meira en 23 milljarðar snjalltækja. Mun það hafa áhrif á siðferðiþroska og samkennd manna ef stór hluti mannkyns verður skjáfíklar? Þótt mikill meiri hluti fólks sé fremur gott fólk reynir á góðsemina þegar aðrir yfirtaka lönd þess, áhrif, störf, eignir og auðlindir eins og vatnið. Hvað verður um góðsemina þegar lífs- bjargir þrengjast? Þegar ólíkar menningarhefðir og trúar- eða lífssjónarmið rekast saman verður núningur. Þá fyrst reynir verulega á samkennd, umhyggju og velvilja. Þá reynir á mennskuna. Ekki fyrst og fremst velvilja eða skynsemi hins almenna manns heldur þeirra sem stjórna. Er von á góðu meðan almenningur velur eða hefur gölluð eintök manna til að ða yfir sér? Veruleika- og staðreyndafirtir þðarleiðtogar og valdasjúkir karlar eru stórhættuleg fyrirbæri. Í sannri mennsku felst að skilja aðra og umbera, að hlusta á aðra og leyfa þeim að njóta sín, að hafa gát á eigin hugsunum og gerðum og reyna að breyta þeim til góðs. Mennska er verkefni okkar hvers og eins. Má vera að við breytum heiminum í litlu en við getum reynt að breyta okkur. Við getum td. reynt að draga úr þessari þörf að eignast meira, flottara og nýrra. En hugann er erfitt að eiga við, hann vill ógjarnan sjá eigin sjálflægni. Viðfangsefnið þarf að dýpka. Það er hægt að gera nokkuð sem leiðir til breytinga á huganum. Þær breytingar koma frá „dýpri“ þáttum manneðlisins. Þær stafa frá vitundarlögum sem eru handan hugans. Að sjá, skilja og viðurkenna eðli hugans frá þeim sjónar- hóli getur leitt til breytinga. Að skynja heild mannkyns og jarðar kann að breyta framtíðinni til batnaðar. Birgir Bjarnason

Upload: others

Post on 19-Jul-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: MUNDILFARI ok.t 2019.pdf · Höf súrna, sjávarborð hækkar, sjávarstraumar munu breytast, ýmsar tegundir lífvera munu hverfa, skógarsvæði minnka, hiti mun enn aukast á jörðinni

MUNDILFARI Félagsblað Lífspekifélagins 3. tbl. 47. árg. okt. 2019

ábm. Birgir Bjarnason

Lífspekifélag Íslands, Ingólfsstræti 22, pósthólf 1257. Reykjavík Sími Ganglera: 896 2070

Framtíð? Framfarir mannkyns á sviði tækni og vísinda eru undraverðar. Sífellt gengur betur að skilja al-heiminn, eðli efnisins og samhengi náttúrunnar. Stóstígar framfarir eru í læknisfræði og þróun matvæla. Þekking okkar á heilbrigðu líkamlegu lífi er aðgengileg öllum. Skilningur okkar á þeirri framtíð sem stefnir í er orðinn mjög góður. En hvað sýnir sá skilningur? Höf súrna, sjávarborð hækkar, sjávarstraumar munu breytast, ýmsar tegundir lífvera munu hverfa, skógarsvæði minnka, hiti mun enn aukast á jörðinni og meiri öfgar verða í veðurfari. Ólíft verður á mörgum þéttbýlum svæðum, þjóð-flutningar verða í meira mæli en við höfum áður séð í sögunni, nema fólk geti ekkert farið og deyi í hrönnum. Það stefnir í að skordýr hverfa, td. býflugur, með tilheyrandi afleiðingum. Það stefnir í sjöttu útrýmingaröldu í sögu lífsins, sú fyrsta af mannavöldum. Allt á þetta grunn í græðgi, firringu, valdafíkn og eigingirni mannsins. Verður þessi framtíð verkefni eða vandamál? Munu þessar hörmungar neyða okkur til að breyta hegðun okkar eða er okkur ómögulegt að breyta henni? Er ofbeldi eðlislægt manninum? Ef marka má mannkynssöguna þá verður þetta vandamál nema við breytum um takt. Er okkur það gerlegt? Geisa ekki enn hörmuleg stríðsátök? Við erum dýrategund með mikla tæknilega vitsmuni en um leið skelfilega litla skynsemi. 5000 stórar verksmiðjur eru til sem geta framleitt efni sem hægt er að nota í efnavopn. Byrjað er að framleiða lífeitur. Hvað erum við að gera með 10 þúsund kjarnorkuvopn? Ætlum við að kafna í hringrás ofneyslu og úrgangs? Hversu illa ætlum við að slíta okkur frá öllu sem er náttúrulegt? Höldum við að við séum óháð náttúrunni? Til

eru meira en 23 milljarðar snjalltækja. Mun það hafa áhrif á siðferðiþroska og samkennd manna ef stór hluti mannkyns verður skjáfíklar? Þótt mikill meiri hluti fólks sé fremur gott fólk reynir á góðsemina þegar aðrir yfirtaka lönd þess, áhrif, störf, eignir og auðlindir eins og vatnið. Hvað verður um góðsemina þegar lífs-bjargir þrengjast? Þegar ólíkar menningarhefðir og trúar- eða lífssjónarmið rekast saman verður núningur. Þá fyrst reynir verulega á samkennd, umhyggju og velvilja. Þá reynir á mennskuna. Ekki fyrst og fremst velvilja eða skynsemi hins almenna manns heldur þeirra sem stjórna. Er von á góðu meðan almenningur velur eða hefur gölluð eintök manna til að ráða yfir sér? Veruleika- og staðreyndafirtir þjóðarleiðtogar og valdasjúkir karlar eru stórhættuleg fyrirbæri. Í sannri mennsku felst að skilja aðra og umbera, að hlusta á aðra og leyfa þeim að njóta sín, að hafa gát á eigin hugsunum og gerðum og reyna að breyta þeim til góðs. Mennska er verkefni okkar hvers og eins. Má vera að við breytum heiminum í litlu en við getum reynt að breyta okkur. Við getum td. reynt að draga úr þessari þörf að eignast meira, flottara og nýrra. En hugann er erfitt að eiga við, hann vill ógjarnan sjá eigin sjálflægni. Viðfangsefnið þarf að dýpka. Það er hægt að gera nokkuð sem leiðir til breytinga á huganum. Þær breytingar koma frá „dýpri“ þáttum manneðlisins. Þær stafa frá vitundarlögum sem eru handan hugans. Að sjá, skilja og viðurkenna eðli hugans frá þeim sjónar-hóli getur leitt til breytinga. Að skynja heild mannkyns og jarðar kann að breyta framtíðinni til batnaðar.

Birgir Bjarnason

Page 2: MUNDILFARI ok.t 2019.pdf · Höf súrna, sjávarborð hækkar, sjávarstraumar munu breytast, ýmsar tegundir lífvera munu hverfa, skógarsvæði minnka, hiti mun enn aukast á jörðinni

Mundilfari 2

Dagskrá föstudaga kl 20:00. Allir fundir félagsins eru öllum opnir og endurgjaldslaust. Félagið Blavatsky Baldur Martinus

11. okt. 18. okt. 25. okt. 1. nóv.

Kynningarfundur. Fjallað um eðli og starf félagsins, ætlað þeim sem ekki þekkja félagið. Jón E. Benediktsson: Lífshjólið. Mandala sem lýsir heimsmynd búddista. Friðrik Erlingsson: Njáluvellir með augum Marðar í Hofi. Tryggvi Guðmundsson: Hvað er lífið? Um innsta eðli hins eilífa lífs, eilífa þróun lífsins eða vitundar, og samskifti anda og efnis. Fyrirlesturinn byggir á heimsmynd Martínusar, sem kom fram við full þróaðan innsæishæfileika hans, eða alheimsvitund, sem gerði honum mögulegt að sjá inn í eilífðina og þar birtist tilveran honum í allri sinni kosmisku samsetningu, og eílífu lögmálum. Martinus sýnir hvernig vitund okkar, sál og siðferði þróast gegnum endurfæðingu og örlagalögmál eftir rökréttum náttúrulögmálum, sem valda því að öll lífsreynsla – þægileg sem óþægileg – verður af hinu góða fyrir hvern og einn þegar til lengri tíma er litið. Heimsmyndin eilífa myndar heildræn alheimsfræði eða andleg vísindi, sem gefa tilefni til bjartsýni og stuðla að umburðarlyndi og kærleika.

Rvíkd.

8. nóv.

Haraldur Erlendsson: Hilma af Klint myndlistarkona, musterið, Steiner og guðspekin.

Septíma 15. nóv. Dr. Margrét Gísladóttir: Uppruni, staða og boðskapur bahá´í trúar.

Mörk 22. nóv. Jón Pétur Þorsteinsson: Ahimsa fyrir 21.öldina. Hugmyndir um það hvernig forna hugmyndafræðin Ahimsa gæti hjálpað okkur að ná áttum á tímum neysluhyggju,verksmiðjubúskapar og hamfarahlýnunar.

Dögun 29. nóv.

Björn Hjálmarsson, barna- og unglinga geðlæknir: Uppljómun. Dulræn reynsla föður eftir lát sonar.

Martinus

10. jan.

Svanur B Annasson: Jarðarfarasiðir (líkbrennsla). Kenningar Martinusar á hvað gerist í míkró heiminum (smáheimi) við svokallaðan dauða.

Baldur Blavatsky Rvíkd.

17. jan. 24. jan. 31. jan.

Guðmundur G Þórarinsson: Gelísk nöfn og áhrif á Íslandi á landnámsöld (ofl.). Samantekt úr bók hans, Árdagar Íslendinga, 2016. Tinna Gunnlaugsdóttir flytur spjall er hún kallar Með Herdísi í duftinu til Indlands. Inga Bylinkina: Ummyndun í gegnum dans.

Sími deildarforseta er 6942532. Netfang: mailto:. [email protected] Netfang: mailto:[email protected] Lén: http://www.lifspekifelagid.is

Sími Ganglera: 8962070

Page 3: MUNDILFARI ok.t 2019.pdf · Höf súrna, sjávarborð hækkar, sjávarstraumar munu breytast, ýmsar tegundir lífvera munu hverfa, skógarsvæði minnka, hiti mun enn aukast á jörðinni

Mundilfari 3

Dagskrá laugardaga kl. 15 hugleiðing / íhugun, kl. 15:20 kaffi, síðan umræðuefni Félagið Blavatsky Baldur Martinus

12. okt. 19. okt. 26. okt. 2. nóv.

Hugleiðing og umræður um andleg mál í umsjá Jóns og Birgis. Sigríður Einarsdóttir leiðir hugleiðslu með tónlist. Les texta eftir Sigvalda Hjálmarsson: Hvað meinar Krishnamurti? og stýrir umræðum um efnið. Friðrik Erlingsson: Njáluvellir... umræður frá deginum áður. Tryggvi Guðmundsson: Hugleiðing um bænina og samræður á eftir.

Rvíkd.

9. nóv.

Umræður: Nýir tímar — ný sýn á framtíð félagsins. Lífspekifélagið sem lífskoðunarfélag og hvað svo?

Septíma 16. nóv. Birgir Bjarnason: Hugleiðing og síðan umfjöllun um fræðslubálk Sigvalda Hjálmarssonar.

Mörk Dögun

23. nóv. 30. nóv.

Leifur H. Leifsson leiðir hugleiðingu og fjallar um Núvitund í skólastarfi. Þórgunna Þórarinsdóttir leiðir hugleiðingu og verður með andlega sögustund eftir kaffið.

Martinus

11. jan.

Svanur B Annasson: Hugleiðing um lífseiningarlögmálið og samræður á eftir.

Baldur Blavatsky Rvíkd.

18. jan. 25. jan. 1. feb.

Guðmundur G Þórarinsson: Gelísk nöfn og áhrif... umræður frá deginum áður. Bjarni Kári Steinarsson: Meðvitund og áhrif hugsana á líkama okkar. Hóptími með hreyfingu til að skoða nánd og tengsl: Inga Bylinkina.

Ýmsir þættir starfsins

Lífspekifélagið á vefnum Á síðum félagsins lifspekifelagid.is og á face-book er hægt að sjá ýmislegt varðandi félagið m.a. dagskrána og greinar. Á netinu er hægt að horfa á nokkra fyrirlestra sem haldnir hafa verið í Lífspekifélaginu. Slóðin er: https://www.youtube.com/channel/UC3byri28eOfBMJowPOo6HOg

Mundilfari í tölvuna Þeir sem óska eftir Mundilfara rafrænt þurfa að senda netfang sitt til: [email protected]. Sendið fullt nafn með og helst símanúmer og heimilifang.

Mundilfari er nú eingöngu sendur út rafrænn en hann mun áfram eins og áður liggja frammi í félagshúsinu.

Leshópur á sunnudögum Leshópurinn heldur áfram kl. 11 á sunnudags-morgnum. Jón E Benediktsson stýrir honum.

Hugleiðing á mánudögum

Reykjavíkurstúkan verður áfram með vikulega hugleiðslufundi á mánudögum klukkan sex. Að-ferðin byggir á tantrahefð gyðjunnar Tripura-sundari og kallast Sri Vidya. Fundirnir eru lokaðir en við bjóðum nýja velkomna í hópinn 7. október til að kynnast aðferðinni sem notar bhakti, möntrur, nyasa og innri sýn. Hugrækt kl. 18 Á þriðjudögum kl. 18 verður Anna Bjarnadóttir með Spring Forest Qigong, yoga, hugrækt, slökun o.fl. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Önnu í síma 8944849.

Page 4: MUNDILFARI ok.t 2019.pdf · Höf súrna, sjávarborð hækkar, sjávarstraumar munu breytast, ýmsar tegundir lífvera munu hverfa, skógarsvæði minnka, hiti mun enn aukast á jörðinni

Mundilfari

4

Gangleri Þeir sem vilja gerast áskrifendur að Ganglera geta hringt í síma 8962070. Sama gildir um þá sem vilja láta breyta heimilisfangi eða öðru. Félagaskrá Tilkynningar vegna breytinga í félagaskrá berist til Birgis Bjarnasonar: [email protected] eða í síma 8962070

Fundartímar Fundartími á föstudögum er kl. 20. Á laugar-dögum er aðaláhersla á hugleiðingu (íhugun) og fræðslu tengdri henni eða annað efni. Hugleiðing hefst kl. 15. Síðan er kaffi um kl. 15:20 og fræðsla eftir það. Þessir fundir eru öllum opnir eins og aðrir.

Breytingar Ný stúka hefur verið stofnuð sem heitir Martinus, eru þar á ferð áhugfólk um fræði Martinusar. Stúkan Veda hverfur í starfinu. Birgir og Leifur hafa skipt um sæti í stjórn.

Veitingar i félagshúsinu Á eigin kostnað koma nokkrir félagar með allt bakkelsið sem er á boðstólunum eftir erindin á föstudögum og á opnu húsi á laugardögum. Kaffið og meðlætið er selt á kr. 1000 og rennur féð til félagsins. Þetta er önnur fjárhagsstoð fé-lagsins á eftir lágum árgjöldum. Þau eru nú kr. 5.500-.

Bókaþjónusta Reynt verður að hafa bókaþjónustuna opna á föstudögum kl. 19:00 til 20:00.

Efnisskrá Efnisskrá Ganglera frá upphafi er á vefnum og á pdf-formi: http://www.lifspekifelagid.is/gangleri/default.htm

Þrif Óskað er eftir manneskju til að þrífa fél-agshúsið vikulega í vetur. Hafið samband við Jón Ellert í síma 694 2532.

Ég var vanur að halda að megin umhverfisvandinn væri hrun líf- og vistkerfisins og loftlagsbreytingar. Ég hélt að með góðum vísindum myndum við ná tökum á þessum vanda á 30 árum. En ég hafði rangt fyrir mér. Megin umhverfisvandinn er sjálflægni, græðgi og kemur mér ekki við-viðhorfið... ... og til þess að fást við það þá þurfum við andlega og menningarlega umbreytingu — og við vísindamenn vitum ekki hvernig á að ná því fram.

— Gus Speth

Taktu tíma til að elska… Það er leyndarmálið að eilífri æsku! Taktu tíma til að hlæja… Það er músík hjartans! Taktu tíma til að gráta… Það er vísbending um hjartagæsku! Taktu tíma til að lesa… Það er undirstaða þekkingar! Taktu tíma til að hlusta… Það er kraftur skynseminnar! Taktu tíma til að hugsa… Það er lykill velfarnaðar! Taktu tíma til leika … Það er andvari æskunnar! Taktu tíma til að dreyma… Það er andvari hamingjunnar! Taktu tíma TIL AÐ LIFA… �Vegna þess að tíminn líður… HRATT �og kemur ALDREI aftur!