námsvísir farskólans vor 2013

32
1 náms vísir FARSKÓLINN MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA VOR 2013

Upload: johann-ingolfsson

Post on 24-Mar-2016

233 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Námsvísri Farskólans er að þessu sinni tileinkaður 20 ára afmæli Farskólans sem var 9. des 2012

TRANSCRIPT

Page 1: Námsvísir Farskólans vor 2013

1

námsvísir

FARSKÓLINN – MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA VOR 2013

Page 2: Námsvísir Farskólans vor 2013

2

Það sem ég vildi sagt hafa...

Námsvísir Farskólansfyrir vorið 2013

Útgefandi: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Samantekt efnis og myndir: Starfsfólk FarskólansHönnun & prentun: Nýprent ehf.

Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir eins og gerð eru ítarleg skil í þessu blaði. Þannig vill til að í ár eru einnig 20 ár síðan ég flutti frá Norðurlandi vestra, nánar tiltekið frá Sauðárkróki, þar sem ég er fæddur og uppalinn. Leið mín lá til náms við Háskólann á Akureyri og vinnu þegar námi lauk og síðar til Danmerkur þar sem ég bjó í fimm ár ásamt fjölskyldu minni við nám. Örlögin höguðu því þannig að ég snéri heim í Skagafjörðinn fyrir tæpum tveimur árum.

Mér var falið það verkefni að skrifa pistil í þennan Námsvísi. Verkefnið hefur gerjast í huga mínum og er ég búinn að skrifa ófáa pistlana. Sá fyrsti fjallaði um það sem ég vildi koma á framfæri um Farskólann og hvað mér þætti mikið til hans koma sem og annarra slíkra víðvegar um landið. Ég vildi segja frá því hversu mikið hefur breyst varðandi möguleika til náms og hversu mikil forréttindi það eru að geta stundað háskólanám í heimabyggð og umflúið það umrót sem því fylgir að flytja fjölskyldu landshorna eða landa á milli. Í öðrum freistaði ég þess að koma því á framfæri að Farskólinn væri fyrir samfélagið, að hann væri þjónustustofnun sem hefur það eina meginmarkmið að veita íbúum á Norðurlandi vestra góða þjónustu. Að tilgangur skólans og vilji starfsfólksins væri að hjálpa á hvern þann máta sem þeim er mögulegt; benda á námsmöguleika, undirbúa og hjálpa fólki af stað í nám hvort sem er í framhaldskóla eða háskóla. Segja frá því að skólinn væri einnig hér til að krydda tilveru samfélagsins með eins fjölbreyttu úrvali námskeiða og við starfsfólk hans höfum hugmyndaflug til. Þriðji fjallaði um praktíska hluti svo sem eins og réttindi fólks hjá stéttarfélögum, en fræðslusjóðir þeirra borga í flestum tilfellum 50-75% kostnaðar við hverskonar námskeið. Hvernig við getum hvatt fólk til

þess að skrá sig á námskeiðin sem það langar á um leið og það les námsvísinn, í stað þess að bíða eftir annarri auglýsingu eða áminningu. Eins ágætir og þessir pistlar hefðu getað orðið þá langar mig að nota þetta tækifæri til þess að segja frá því hvernig ég og fjölskylda mín upplifum það að flytja á Norðurland vestra og gerast þátttakendur í þessu samfélagi sem við erum öll hluti af. Það leynist engum sem fylgist með að það eru viðsjárverðir tímar vegna fækkunar íbúa og sérstaklega er það unga fólkið sem er að fara. Það er sérstakt áhyggjuefni, að það eru ungar konur sem kjósa að fara héðan og eiga fæstar afturkvæmt. Opinberum störfum fækkar hratt á svæðinu og lesa má um í fréttum að verið sé að færa til eða leggja niður bitastæðar stöður á svæðinu og svona mætti halda áfram. Reynsla mín er sú að hér er frábært að búa, samfélagið hefur tekið okkur opnum örmum, sveitarfélagið sem við búum í er styðjandi og hjálplegt á alla vegu, menningarlífið er í ótrúlega miklum blóma og mannlífið eins og best verður á kosið. Ég efast ekki um að þetta á líka við um aðra þéttbýlisstaði á Norðurlandi vestra. Hluta af þessu, þakka ég tilvist Farskólans sem var að verða til um það leiti sem ég fór héðan, þannig að ykkur sem komuð að stofnun hans og hafið haldið starfinu áfram, færi ég þakkir mínar sem íbúa í þessu samfélagi. Ég er sannarlega ekki í markhópi skólans, en sú flóra áhugaverðara námskeiða sem ég hef sjálfur sótt og ætla að sækja, hafa sannarlega kryddað tilveru mína og minna. Það er von mín að eins sé um ykkur farið og að ég og annað starfsfólk Farskólans sjáum ykkur sem flest á námskeiðum okkar nú á vorönninni. Nýr og veglegur námsvísir er nú kominn í ykkar hendur, vonandi finnið þið öll eitthvað við ykkar hæfi.

Með kærri kveðju, vinsemd og virðingu.Halldór Gunnlaugsson

Jóhann Ingólfsson verkefnastjóri

[email protected] & 455 6011 / 893 6011

Bryndís Kristín Þráinsdóttir framkvæmdastjóri

[email protected] & 455 6014 / 894 6012

Daglegur rekstur Farskólans, þróunarverkefni, samskipti og Markviss ráðgjöf. Greining á fræðsluþörfum innan fyrirtækja, umsjón nám-skeiða, kennsla o.fl.

Umsjón með námsveri á Faxatorgi, fjarfunda-búnaði og prófum háskólanema. Skipulagning og umsjón námskeiða, kennsla og fleira.

Starfsfólk

Gígja HrundSímonardóttirþjónustustjóri

[email protected] & 455 6010

Skráningar á námskeið, símsvörun, almenn skrif-stofustörf og umsjón með námskeiðum.

Halldór B. Gunnlaugssonverkefnastjóri

[email protected]& 455 6013

Umsjón með námskeiðum, háskólanámi, heim-sóknum í fyrirtæki og stofnanir, kennsla og fl.

Ólafur Bernódussonverkefnisstjóri og náms- og starfsráðgjafi á Skagaströnd [email protected] & 451 2210 / 899 3172

Hvatning til náms og umsjón með námskeiðum Farskólans og fl.

Stjórn Farskólans skipa:Ásgerður Pálsdóttir, formaður, Ingileif Oddsdóttir, Herdís Klausen, Erla Björk Örnólfsdóttir og Hörður Ríkharðsson.

Eftirtalin sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félög eru stofnaðilar að Farskólanum og eiga sína fulltrúa í fulltrúaráði Farskólans:Húnaþing vestra - Húnavatnshreppur -SkagahreppurAkrahreppur - Sveitarfélagið Skagafjörður - Aldan, stéttarfélag, SkagafirðiVerslunarmannafélag Skagfirðinga - Starfsmannafélag SkagafjarðarStéttarfélagið Samstaða, Húnavatnssýslum - Hólaskóli – Háskólinn á HólumHeilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki - Fisk Seafood, Sauðárkróki og SkagaströndFjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Page 3: Námsvísir Farskólans vor 2013

3

Styrkur þinn til náms

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.sveitamennt.is • [email protected]

Sveitamennt styrkir starfsmenntun innan sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinniSjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélagannaSjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggurSjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar

Náms- og starfsráðgjöf í Farskólanum eða á vinnustöðum á Norðurlandi vestra

Viltu ráðgjöf við val á námi eða til að efla þig í starfi?

Ráðgjöf & þjónusta

Samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins býður Farskólinn fullorðnu fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla upp á náms- og starfsráðgjöf, þeim að kostnaðarlausu. Ráðgjöfin er fjármögnuð af Fræðslusjóði.

Hjá náms- og starfsráðgjafa getur þú meðal annars:• rætt um möguleika þína á að styrkja stöðu þína á

vinnumarkaði• fengið aðstoð við að skipuleggja starfsleit• fengið leiðsögn við gerð ferilskrár (CV)• fengið upplýsingar um nám, störf og raunfærnimat• fengið aðstoð við að finna út hvaða nám eða starf

hentar þér best• farið í áhugasviðsgreiningu• fengið leiðsögn um hvaða vinnubrögð henta þér best

í námi• skoðað leiðir til að takast á við hindranir í námi

Náms- og starfsráðgjafinn fer í fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi vestra og býður upp á kynningarfundi um náms- og starfsráðgjöf. Hann tekur einnig á móti einstaklingum í Námsverunum á Norðurlandi vestra eða þar sem óskað er

eftir að hitta hann. Með öðrum orðum: „þjónustan kemur til þín“.

Ef þú tilheyrir markhópi Farskólans hafðu þá samband við Farskólann í síma 455 6010 til að fá frekari upplýsingar eða til að panta viðtal eða heimsókn. Einnig má senda tölvupóst á [email protected].

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Farskólans undir „þjónusta og ráðgjöf“.

Page 4: Námsvísir Farskólans vor 2013

4

Matur & vín

LýSInG & marKmIð: Á námskeiðinu upplifir þú spænska matar- og vínmenningu sem er spennandi viðfangsefni fyrir sælkera. Í spænskri matargerð er áhersla á fjölbreytni, ferskleika og gæði. Spænsk vín eru á meðal vinsælustu og þekktustu vína samtímans. StaðSetnInG: Á öllu Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 16 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.tIL atHuGunar: Tilvalið fyrir vinahópa og félagasamtök.

Spænsk vín og Tapas - námskeið fyrir sælkera

Kr. 7.900.-5-6 KESt.

LeIðBeInendur: Jón Daníel Jónsson, matreiðslu-meistari og Dominique Plédel Jónsson, vínsérfræðingur.

LýSInG & marKmIð: Námskeið fyrir ungt fólk á öllum aldri (15 - 99 ára) sem langar að læra undirstöðuatriðin í matargerð og brauð- og kökubakstri.Að loknu námskeiði getur þú bjargað þér í eldhúsinu hvort sem þú ætlar að búa til mat eða baka brauð og köku.StaðSetnInG: Á öllu Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 8 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.tIL atHuGunar: Þátttakendur hittast í þrjú skipti.

Viltu læra að elda?

Kr. 19.900,-12 KESt.

LeIðBeInendur: Heimilisfræðikennarar á hverjum stað.

LýSInG & marKmIð: Að loknu námskeiði getur þú gert góða tapasrétti. Farið í undirstöðu tapasgerðar, hvaða hráefni skal nota og hverjir eru möguleikarnir. Þátttakendur gera 15 rétti á námskeiðinu og snæða saman í lokin. StaðSetnInG: Á öllu Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.

Tapas réttir

Kr. 8.900,-4,5 KESt.

LeIðBeInandI: Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

LýSInG & marKmIð: Frá Ítalíu kemur fleira gott en bara pizzur og pasta. Þátttakendur elda saman nokkra rétti, miðla sín á milli eigin reynslu og hugmyndum og enda námskeiðið á að snæða saman af ítölsku hlaðborði.StaðSetnInG: Á öllu Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.

Ítölsk matargerð

Kr. 8.900,-4,5 KESt.

LeIðBeInandI: Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari.

LýSInG & marKmIð: Saltfiskur er sannkallaður veislumatur og fyrir þá sem búa við sjávarsíðuna er ekki langt að sækja hráefnið. Að loknu námskeiði hefur þú lært að matreiða saltfisk á nýstárlegan hátt á veisluborðið, t.d. djúpsteiktan, í forrétti og í suð-ræna saltfiskrétti. Þátttakendur miðla hugmyndum og enda námskeiðið á að snæða saman af saltfiskhlaðborði sem þeir útbúa.StaðSetnInG: Á öllu Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.

Seiðandi saltfiskur

Kr. 8.900,-4,5 KESt.

LeIðBeInandI: Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari.

Page 5: Námsvísir Farskólans vor 2013

5

LýSInG & marKmIð: Á námskeiðinu verður farið í einstaka þætti ostaframleiðslu. Framleiðsla einstakra osta-tegunda skoðuð til að fá tilfinningu fyrir hver er munur á vinnsluaðferðum á t.d. skyri, brauðosti, gráðaosti og smurostum. Sýnikennsla og verklegar tilraunir gerðar með einfalda framleiðslu. Farið yfir heimaframleiðslu í samanburð við hefðbundna mjólkurvinnslu. Rætt ýtarlega um tæki, tól og aðstöðu, sem þarf fyrir hverja ostategund. Tími gefinn í umræður um framleiðsluaðstæður og möguleika þátttakenda á heimavinnslu mjólkurafurða.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum.HVenær: Búið er að dagsetja fyrsta námskeiðið laugar-daginn 28. febrúar á Sauðárkróki.

Ostagerð- í samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri

Kr. 13.500.-8 KESt.

LeIðBeInandI: Þórarinn Egill Sveinsson, mjólkurverkfræðingur.

LýSInG & marKmIð: Námskeiðið er ætlað öllum sem eiga íslenskar hænur eða vilja hefja ræktun á þeim. Fjallað um ræktun á hænsnfuglum, egg, útungun, ungaeldi, atferli/ræktun, fóðrun, aðbúnað, sjúkdóma, daglega umhirðu og allt það helsta er viðkemur hænsnahaldi. Að loknu námskeiði getur þú hafið þína eigin hænsnarækt.StaðSetnInG: Á Norður-landi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum.HVenær: Búið er að dagsetja fyrsta námskeiðið laugar-daginn 23. mars á Sauðárkróki.

Íslenska Landnámshænan - í samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri

Kr. 14.200.-8 KESt.

LeIðBeInandI: Júlíus Már Baldursson, bóndi og ræktandi landnámshænsna.

LýSInG & marKmIð: Upplagt fyrir frístunda trillukarla og konur. Á námskeiðinu lærir þú að flaka mismunandi tegundir fiska og hvernig þú átt að halda hnífunum þínum flugbeittum. Mismunandi veiðarfæri og aðferðir við að ná í ýmiskonar hnossgæti á sjávarbotninn. StaðSetnInG: Í Skagafirði.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.

Flökun og hnífabrýningar

Kr. 4.900.-4-5 KESt.

LeIðBeInandI: Rúnar Kristjánsson, netagerðarmeistari.

LýSInG & marKmIð: Eldað yfir opnum eldi. Farið verður yfir nokkrar aðferðir sem hægt er að nota við útieldun. Þátttakendur elda sjálfir nokkra rétti sameiginlega og snæða saman í námskeiðslok. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í viðeigandi fatnaði með tilliti til útiveru.StaðSetnInG: Á öllu Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Síðla vors 2013.

Útieldun

Kr. 7.900,-5 KESt.

LeIðBeInandI: Þórhildur M Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

Gagn & gaman

LýSInG & marKmIð: Þátttakendur smíða hlut að eigin vali, til dæmis eldrós eða kertastjaka. Að loknu námskeiði hafa þátttakendur lært helstu aðferðir við að smíða úr málmi undir leiðsögn meistara. StaðSetnInG: Í Verknámshúsi FNV.ForKröFur: Engar.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 8 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.

Málmsmíði

Kr. 13.500,-8 KESt.

LeIðBeInandI: Björn Sighvatz, framhaldsskólakennari.

Page 6: Námsvísir Farskólans vor 2013

6

LýSInG & marKmIð: Blekkingaprjón (líka þekkt sem skuggaprjón) virkar eins og blekking, því séð beint framan á það sérðu ekkert nema rendur, en ef þú hallar efninu þá birtist þér mynd.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra.ForKröFur: Þátttakendur þurfa að kunna húsgangsfit, slétt og brugðið.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.tIL atHuGunar: Þátttakendur þurfa að koma með garn og prjóna. Sjá nánar á heimasíðu Farskólans.

Blekkingaprjón – sérðu það sérðu það ekki?

Kr. 10.900.-4,5 KESt.

LeIðBeInandI: Christine Einarsson, handverkskona og eigandi prjónasmiðju Tínu.

LýSInG & marKmIð: Að loknu námskeiði kanntu að beita verkfærum til að skera út einfaldar myndir í tré.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra.ForKröFur: Ekki er gerð krafa um neinn grunn.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 8 - 12 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.tIL atHuGunar: Efni í tvö stykki er innifalið í námskeiðinu og verkfæri.

Útskurður í tré með Jóni Adólf

Kr. 26.900.-14 KESt.

LeIðBeInandI: Jón Adólf Steinólfsson, listamaður.

LýSInG & marKmIð: Það er bæði smart og gaman að setja á kerti sömu myndir og eru á servíettunum sem á að nota í matarboðið, afmælið, ferminguna eða bara búa til sæta vinagjöf.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.tIL atHuGunar: Innifalið eitt kerti og það sem til þarf.

Kertaskreytingar

Kr. 8.500.-4,5 KESt.

LeIðBeInandI: Ásta Búadóttir, grunnskólakennari.

LýSInG & marKmIð: Farið verður yfir grundvallarlitun og litað með plöntum og innfluttum efnum.

• Undirbúningur • Suða á jurtum• Suða á bandi• Frágangur

StaðSetnInG: Á öllu Norðurlandi vestra.námSmat: Virkni þátttakenda.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 7 þátttakendum.HVenær: Sumarið 2013.tIL atHuGunar: Námsgögn, garn og efni til litunar eru innifalin.

Jurtalitun

Kr. 11.900.-6 KESt.

LeIðBeInandI: Guðrún Hadda Bjarnadóttir, listakona.

LýSInG & marKmIð: Að loknu námskeiði hefur þú lært um suðustellingar og helstu vírategundir, svo dæmi séu tekin. Námskeiðið verður kennt tvo til þrjá laugardaga.StaðSetnInG: Í Verknámshúsi FNV.ForKröFur: Engar.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.

Rafsuða

Kr. 33.400,-20 KESt.

LeIðBeInandI: Geir Eyjólfsson, framhaldsskólakennari.

Skráðu þig núna!Hringdu í síma 455 6010,sendu okkur póst á [email protected]ða skráðu þig á www.farskolinn.is

Page 7: Námsvísir Farskólans vor 2013

7

LýSInG & marKmIð: Að loknu ljósmyndanámskeiði hefur þú náð góðum tökum á myndavélinni þinni og þekkir helstu stillingar vélarinnar svo sem ljósop og hraða. Farið er í myndbyggingu og gefin góð ráð til að ná enn betri myndum við ýmsar aðstæður, t.d. landslag, nærmyndatökur og portrett.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 9 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.

Ljósmyndanámskeið - byrjendur

Kr. 14.900.-10 KESt.

LeIðBeInandI: Pétur Ingi Björnsson, ljósmyndari.

LýSInG & marKmIð: Að loknu námskeiði veltir þú fyrir þér myndbyggingu við myndatökur, hvernig lýsing á að vera í stúdíói; hvernig best er að geyma myndir og sérstakt gagnaflutningaforrit er kynnt. Þú kannt einnig að koma skipulagi á myndasafnið. Þú hefur einnig fengið innsýn í hvernig vinna á með Photoshop Lightroom til að laga myndir og fleira.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 9 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.

Ljósmyndir - framhald

Kr. 14.900.-10 KESt.

LeIðBeInandI: Pétur Ingi Björnsson, ljósmyndari.

LýSInG & marKmIð: Tvöfalt prjón er aðferð til að búa til prjónað efni með enga röngu en býður samt upp á að prjónað sé flókið myndprjón. Þetta er talsvert frábrugðið tví-bandaprjóni eða mynd-prjóni sem eru betur þekktar aðferðir. Á þessu námskeiði lærir þú að;

• fitja upp með tveimur litum fyrir tvöfalt prjón• að prjóna með þessari aðferð• tvöfalt myndprjón • fella af• lagfæra helstu mistök• ganga frá endum

StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra.ForKröFur: Þátttakendur þurfa að kunna húsgangsfit, slétt og brugðið.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.tIL atHuGunar: Þátttakendur þurfa að koma með garn og prjóna. Sjá nánar á heimasíðu Farskólans.

Tvöfalt prjón

Kr. 10.900.-4,5 KESt.

LeIðBeInandI: Christine Einarsson, handverkskona og eigandi prjónasmiðju Tínu.

LýSInG & marKmIð: Á námskeiðinu eru kennd grunnatriði í skrautskrift, hvernig textar eru settir upp og hvernig má skreyta þá. Farið í hvernig skrifa má á tertur og skreyta.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.tIL atHuGunar: Þátttakendur fá öll kennslugögn og penna.

Skrautskrift og tertuskreytingar

Kr. 17.900.-15 KESt.

LeIðBeInandI: Rúna Kristín Sigurðardóttir.

LýSInG & marKmIð: Þetta vinsæla námskeið eru ætluð byrjendum og lengra komnum. Þetta er einstaklingsmiðað námskeið , þar sem farið er yfir helstu atriðin varðandi saumaskap; hvernig á að taka upp snið og breyta þeim. Farið yfir nálar tvinna og annað sem gott er að vita. Hægt er að koma með föt að heiman sem þörf er á að breyta eða laga. Þátttakendur sníða eina flík og sauma. StaðSetnInG: Á öllu Norðurlandi vestra.ForKröFur: Engar.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 7 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.tIL atHuGunar: Þátttakendur þurfa að koma með sauma-vél, skriffæri, reglustiku, fatakrít, málband,skæri, títuprjóna og efni sem þeir ætla að nota .

Saumanámskeið

Kr. 25.900.-18 KESt.

LeIðBeInandI: Kristín Þöll Þórsdóttir, klæðskeri.

Page 8: Námsvísir Farskólans vor 2013

8

LýSInG & marKmIð: Fjallað um vísnagerð, ljóðstafi, hrynjandi og rím. Að námskeiði loknu getur þú vonandi þekkt og sett saman rétt kveðna ferskeytlu, braghendu og limru. Fyrir alla sem hafa gaman af tungumálinu, orðaleikjum, vísum og langar að leika sér og læra meira. StaðSetnInG: Sauðárkrókur.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum.HVenær: Á vorönn, fimm kvöld.

Vísnagerð

Kr. 14.900.-15 KESt.

LeIðBeInandI: Gunnar Sandholt, félagsráðgjafi.

LýSInG & marKmIð: Hárgreiðslunámskeið sem ætlað er fyrir feður og afa sem vilja getað verið sjálfbjarga og greitt prinsessunni sinni. Að loknu námskeiði munu pabbar geta greitt dætrum sínum og til dæmis fléttað hár þeirra. Innfalið í námskeiðsverði er hárkit; vatnsbrúsi, skaftgreiða og gúmmíteygjur.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum.HVenær: Á vorönn 2013.

Pabbar og prinsessur

Kr. 8.600.-4 KESt. / 2 SK.

LeIðBeInandI: Auður Björk Birgisdóttir, hársnyrtimeistari og fleiri.

LýSInG & marKmIð: Farið er í einkenni veðurlags á þeim stað sem námskeiðið er haldið. Hver eru áhrif fjalla og fjarða á hita, vind, úrkomu og snjóalög. Hversu ríkan þátt á sjórinn og sjávarhitinn á veðurfar og hvaða afleiðingar hefur hlýnandi veður fyrir Norðurland vestra. Fjallað um hvaða gagn má hafa af veðurspám og hvernig þekking fólks á staðbundnu veðri getur aukið gagnsemi spánna.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra þar sem óskað er eftir..FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.

Veðurfar og veðurfarsbreytingar á Norðurlandi vestra

Kr. 9.900.-4,5 KESt.

LeIðBeInandI: Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.

LýSInG & marKmIð: Sigríður fjallar um það sem konur þurfa að kunna skil á til að viðhalda góðri heilsu, vellíðan og eðlilegum þroska. Mataræði, ofnæmi/óþol, íslensk ofurfæða, fyrra og seinna breytingarskeið, börn með greiningu, aukaefni, eiturefni og mengun í umhverfi og mat, skjaldkirtilsvanvirkni týpa 2, vefjagigt, ofþyngd, þung-lyndi sem og viska, ábyrgð og áhrifamáttur kvenna á nýrri öld. StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.tIL atHuGunar: Smökkun á tveimur tegundum íslenskrar ofurfæðu beint frá býli og leiðbeiningar gefnar um tilbúning þeirra.

Það sem máli skiptir - námskeið fyrir konur

Kr. 12.400.-9 KESt.

LeIðBeInendur: Sigríður Ævarsdóttir, hómópati, bóndi, seiðkona, listakona og jarðmóðir.

LýSInG & marKmIð: Á námskeiðinu er greint frá því hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum til sápugerðar í föstu formi. Algeng aðferð verður kennd; gerðar verða sápur í lit og mismunandi lögun. Allir eiga að geta búið til sápu eftir eigin uppskriftum að loknu námskeiðinu. StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.tIL atHuGunar: Allt efni innifalið.Tvö skipti.

Sápugerð

Kr. 15.800.-10 KESt.

LeIðBeInandI: Ásta Búadóttir, grunnskólakennari.

LýSInG & marKmIð: Eftir námskeiðið kannt þú að splæsa kaðal og binda þá hnúta sem algengastir eru og gagnlegastir í daglegu lífi. Svo sem pelastikk, hálfbragð, hestahnút, áttuhnút, flagghnút o.fl. StaðSetnInG: Í Skagafirði.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 8 þátttakendum.HVenær: Á vorönn þegar þátttöku er náð.

Hnútagerð

Kr. 4.900.-4 - 5 KESt.

LeIðBeInandI: Rúnar Kristjánsson, netagerðarmeistari.

Page 9: Námsvísir Farskólans vor 2013

9

20áraFARSKÓLINN- MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

„Stofnfundur Farskóla Norðurlands vestra var haldinn á heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, 9. des.

1992“. Svona hljómar fyrsta málsgreinin á fyrsta bókaða fundinum í fundargerðarbók Farskólans. „Jón Hjartarson

bauð fundarmenn velkomna og rakti í stuttu máli aðdraganda fundarins. Lögð var fram tillaga að stofnskrá

sem unnin var á síðasta fundi undirbúningsnefndar“.

Það voru framsýnir menn og konur á Norðurlandi vestra sem tóku þátt í stofnun Farskólans á sínum tíma. Í tilefni af afmæli Farskólans er við hæfi að heyra í frumkvöðlunum og forstöðumönnum skólans frá upphafi. Viðmælendur

segja frá áherslum og verkefnum og koma einnig inn á sín hjartans mál í tengslum við menntun almennt.

viðtölÞorgrímur Þráinsson

Page 10: Námsvísir Farskólans vor 2013

10

20 áraFARSKÓLINN - MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Langafi Bryndísar Þráinsdóttur, fram-kvæmdastjóra Farskólans, hét Sigurður Þórólfsson og stofnaði fyrsta Lýðhá-skólann á Íslandi. Afi hennar, séra Þorgrímur Vídalín Sigurðsson, prestur á Grenjaðarstað og Staðastað, var enn-fremur mikill skólamaður og hjálpaði fjölmörgum, sem áttu erfitt með nám, í gegnum landspróf. „Það að starfa í þessu umhverfi er mér í blóð borið,“ segir Bryndís. „Ég kem úr mikilli kennarafjölskyldu. Mamma og þrjú systkini hennar lögðu fyrir sig kennslu. Ég útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 1981, kenndi í grunnskóla í þrettán ár og í þrjú ár á Bifröst; árin sem Sam-vinnuskólinn breyttist í háskóla. Ég hóf störf hjá Farskólanum sumarið 2001, fyrst sem verkefnastjóri og síðar sem framkvæmdastjóri.“ Bryndís er því á tíunda ári sem fram-kvæmdastjóri Farskólans, en hvernig ætli skólinn hafi þróast á þessum áratug hvað varðar fjölbreytileika námskeiða og nemendafjölda. „Þegar ég hóf störf hjá Farskólanum var Evrópuverkefnið „Breytum Byggð“ á Hofsósi nýhafið. Ég kom ekkert að því verkefni en fylgdist með úr fjarlægð og drakk í mig hugmyndafræðina sem það verkefni byggði á. Síðan þá hefur Farskólinn boðið íbúum í þremur byggðarkjörnum á Norðurlandi vestra að setjast á skólabekk, þeim að kostnaðar-lausu, þar sem markmiðið er að efla samfélagsandann og takast á við nýjar áskoranir vegna breyttra atvinnu-hátta. Þau byggðarlög sem um ræðir eru Blönduós, Skagaströnd og Húnaþing vestra. Segja má að Farskólinn sé orðinn sérfræðingur í að skipuleggja nám fyrir fólk sem vill starfa á skrifstofu. Árið 2001 hófst Skrifstofutækninám hjá skólanum sem kennt var til fimm staða samtímis með hjálp fjarmenntabúnaðar. Á þessum

Gefandi að sjá ein-staklingana blómstraBryndís Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Farskólans – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

tíma voru þessir búnaðir ansi frumlegir miðað við það hvernig þeir eru í dag. Síðan hafa mörg námskeið verið haldin fyrir þá sem vilja starfa í þessum geira. Fram til ársins 2006 skipulagði Far-skólinn námskeið af öllum stærðum og gerðum bæði fyrir einstaklinga og

fyrirtæki meðal annars í samstarfi við stéttarfélögin. Árið 2006 hófst formlegt samstarf við Fræðslumiðstöð atvinnulífs-ins og Farskólinn fór að bjóða upp á nám sem Fræðslumiðstöðin hannaði og niðurgreiddi fyrir markhópa Farskólans, sem er fullorðið fólk með stutta formlega

,,Að mínu mati má kennslufræðin í fullorðinsfræðslunni ná til annarra skólastiga eins og framhaldsskólans og háskólastigsins,“ segir Bryndís Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Farskólans.

Page 11: Námsvísir Farskólans vor 2013

11

skólagöngu. Á þessum tímapunkti má segja að það verði nokkurs konar vatna-skil því starfstengd námsúrræði jukust verulega fyrir markhópinn okkar ásamt því að Farskólinn hóf að bjóða upp á náms- og starfsráðgjöf, allt í samstarfi við Fræðslumiðstöðina. Þá má ekki gleyma háskólanáminu en Farskólinn hefur haft umsjón með háskólanámi í fjarnámi frá 2002 í samstarfi við sveitarfélögin á Norðurlandi vestra en þau reka námsver og námsstofur af miklum myndarskap sem standa háskólanemendum opin.“

Rennið þið ekki stundum blint í sjóinn með námskeið, endurmenntun hvað vinsældir (aðsókn) varðar? „Jú, það er óhætt að segja það. Við gefum út tvö blöð á ári þar sem við auglýsum okkar námskeið. Sum námskeið slá í gegn á meðan önnur eru ekki haldin. Við reynum að fara eftir óskum fólks hvað framboð varðar.“

Hvers konar endurmenntun/námskeið eru vinsælust? „Vinsælasta námskeiðið okkar þessi misserin er Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, sem er samtals 300 kennslustundir. Þetta skólaár er fimmta námskeiðið í gangi. Tugir manna og kvenna hafa sótt þetta námskeið og fengið það metið til eininga hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en samstarfið við Fjölbraut hefur verið gott. Helstu náms-greinar eru enska, danska, stærðfræði og íslenska. Tungumálanámskeið hafa líka verið vinsæl og í Farskólanum eru núna tvö tungumálanámskeið. Spænska er kennd á Skagaströnd og íslenska, fyrir fólk af erlendu bergi brotið, er kennd á Sauðárkróki. Af tómstundanámskeiðum hafa námskeið tengd matreiðslu verið vel sótt. Námskeið eins og tapasréttir, sushi, austurlenskir réttir, heitreyking og fleira.“ Bryndís segir að aðstæður séu þannig á starfssvæði Farskólans að byggðir séu dreifðar og þeim gangi stundum illa að manna námskeiðin vegna þess hversu fáir sækja um þau á hverjum stað. Stundum er hægt að kenna í fjarmenntabúnaði en hann hentar samt best í bóklegt nám.

Hvers vegna er fólk ásælnara í endur-menntun núna en fyrir áratug? „Eftir að Fræðslusjóðir stéttarfélaganna urðu svona sterkir og fólk varð meðvitað um að það gat sótt um styrki til að fara á námskeið þá fjölgaði þátttakendum. Krafa

tímans er að fólk fylgist vel með í sínu fagi. Tæknibreytingar eru hraðar og því þarf fólk að vera á tánum og duglegt að sækja endur- og símenntun. Þátttakendur á námskeiðum hafa farið yfir sex hundruð undanfarin tvö ár en það er tæp 10% íbúafjöldans á starfssvæði Farskólans.“

Eru til tölulegar staðreyndir yfir það, hvort endurmenntun hafi breytt miklu hjá fólki hvað starfsvettvang varðar – eða kemur fjöldinn fyrst og fremst á námskeið til að fá tilbreytingu í líf sitt? „Það er allur gangur á þessu geri ég ráð fyrir. Þegar kemur að starfstengdum nám-skeiðum eða tungumálanámskeiðum þá er markmið fólks að efla sig, til dæmis í starfi. Ég veit um fólk sem hefur komið í nám til Farskólans og haldið síðan áfram í Fjölbrautaskólanum og náð sér í starfs-réttindi. Ég veit líka nokkur dæmi um fólk sem lauk háskólanámi í fjarnámi í tengslum við Farskólann sem er komið í toppstöður. Hvort nám í Farskólanum hafi breytt stöðu fólks á vinnumarkaði þarf hins vegar að rannsaka. Það er að segja hvaða ávinningur er af starfi símenntunarmiðstöðvar eins og Far-skólans. Það yrði gríðarlega spennandi verkefni að fara í slíka rannsókn. Síðan fara auðvitað margir á námskeið til að læra nýja og skemmtilega hluti eins og silfursmíði. Þannig auðga þeir líf sitt og kynnast nýju fólki.“

Hefurðu orðið vitni að stakkaskiptum hjá einstaklingum sem hafa farið í nám á „fullorðinsárum“ og blómstrað í kjölfa þess? „Já, ég hef orðið vitni að því oftar en einu sinni. Ég þekki mörg dæmi um fólk sem hreinlega svitnaði við þá tilhugsun eina að setjast á skólabekk aftur. Sumir hafa bitra reynslu af fyrri skólagöngu meðal annars vegna námsörðugleika sem rekja má til lesblindu. Þegar þessir einstaklingar koma til Farskólans, í nám á eigin forsendum og vegna þess að þeir ákváðu sjálfir að fara í nám, þá blómstra þeir. Auðvitað er námið þeim oft erfitt en námsumhverfið, sem við bjóðum upp á, hentar fullorðnum vel og það er nú akkúrat þetta sem gerir starfið í Farskólanum svo gefandi og skemmtilegt; að sjá einstaklingana blómstra í skólanum.“

Hefur Farskólinn þróast í þá veru sem þú hefur óskað?„Já, ég held það. Farskólinn hefur, eins og aðrar símenntunarmiðstöðvar, þróast

í þá átt að bjóða meira upp á starfstengt nám sem er niðurgreitt af Fræðslusjóði og ætlað er til að efla fólk á vinnumarkaði eða til að vera fyrstu skrefin í áttina að frekara námi -- til dæmis eftir nokkurt hlé. Þetta finnst mér vera góð þróun og kemur til af þörf.“

Hvernig sérðu símenntun/fræðsluverk-efni þróast á næstu árum hvað varðar tækni og forgangsröðun? „Áherslan verður áfram á lengri nám-skeið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Farskólinn leggur sig fram um að hlusta á óskir atvinnulífsins á svæðinu og þar nefni ég bændur sem dæmi eða ferðaþjónustuna. Við sem störfum hjá Farskólanum þurfum að greina námsþarfirnar enn frekar á okkar svæði í framtíðinni. Samstarf á milli símenntunarmiðstöðva verður sífellt betra þannig að ég held að fjölbreytni í námsframboði eigi eftir að aukast. Samstarfið við framhaldsskólana mun líka aukast. Þegar kemur að tækninni þá verðum við að fylgjast vel með. Nú geta menn sótt námsefni í tölvuna eða símann þannig að möguleikar fullorðinna til náms eru alltaf að aukast.“

Varðandi menntun almennt – er breyt-inga þörf?„Tímarnir eru sem betur fer að breytast. Nú leggja menn áherslu á að meta fyrra nám fullorðinna með svokölluðu raunfærnimati og stytta þannig skóla-göngu þeirra til að auðvelda þeim að ná námsmarkmiðum sínum. Það á ekki að skipta máli lengur hvar, eða hvernig þú lærðir það sem þú kannt. Aðalmálið er að þú kunnir það sem þú átt að kunna og getir sýnt fram á það. Að mínu mati má kennslufræðin í fullorðinsfræðslunni ná til annarra skólastiga eins og framhalds-skólans og háskólastigsins.“

Að lokum – Farskólinn hefur fengið gæðavottun.„Já, við í Farskólanum höfum unnið heimavinnuna okkar þegar kemur að gæðamálunum. Farskólinn fékk formlegt skírteini um EQM gæðavottun fræðslu-aðila nú í upphafi ársins, eins og lesa má á heimasíðu Farskólans, en EQM stendur fyrir „European Quality Mark“. Síðan hefur Farskólinn sótt um formlega viðurkenningu sem fræðsluaðili til mennta- og menningarmálaráðuneytisins og ég á von á að það mál verði í höfn innan tíðar“, segir Bryndís að lokum.

Page 12: Námsvísir Farskólans vor 2013

12

„Kennsluþörfin sótti snemma að mér því ég var farinn að hjálpa fólki í gegnum stúdentspróf, sem átti í einhverjum örðugleikum með stærðfræðina,“ segir Jón F. Hjartarson aðspurður um hvers vegna hann hafi gengið í skóla allt sitt líf. „Ég fór fyrst í læknisfræði, hætti í miðhluta og söðlaði um í uppeldisfræði. Stundaði forfallakennslu fyrst og hóf kennslu hjá Jóni Böðvarssyni fyrsta skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1976. Var aðstoðarskólameistari við Fjölbrautaskóla Vesturlands um hríð áður en ég fór norður. Það var vegna áskorunar Jóns Böðvarssonar að ég sótti um að verða skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og var þar frá 1979 til 2011.“ Jón var viðloðandi símenntun þar til hann hætti sem skólameistari FNV. En ætli margar hindranir hafi verið á veginum á upphafsárum Farskólans? „Guðjón Ingimundarson hafði verð með námsflokkana á Sauðárkróki áður en Farskólinn var settur á fót og var okkur vel tekið strax frá upphafi. Í raun má segja að um uppsafnaða þörf fyrir námskeið-um hafi verið að ræða. Þess vegna gekk allt vonum framar. Möguleikar til framhaldsnáms á þessum tíma voru fáir, einungis samningsbundið iðnnám í boði á svæðinu. Það var gott námsfólk sem sótti iðnnámið þótt það hefði hæfileika til að fara í hvaða nám sem var enda hefur héraðið búið löngum að góðri verk-menningu. Farskólinn var að svara kalli tímans. Við stofnuðum til samstarfs við nokkra grunnskóla og fjöldinn allur sótti námskeið víðsvegar í kjördæminu. Við vorum með öldungadeild á Siglufirði, vélstjórnarnám. Ég varð þess líka áskynja að það styrkti Fjölbrautaskólann mikið þegar fullorðna fólkið fór að koma inn í dagskólann. Metnaður fólksins til náms var slíkur að það smitaði út frá sér.”

Það er fróðlegt að fletta í gegnum bæklinga Farskólans frá upphafsárunum en yfirskrift námskeiða var eftirfarandi:

Bifreiðar, bókhald, bókfærsla, bókmenntir, byggingatækni, danska, enska, fatasaumur, félagsfræði, franska, fundarsköp, heimilisfræði, híbýlafræði, hjálp í viðlögum, íslenska, latína, leiklist, ljósmyndun, myndmennt, námstækni, saga, skattaréttur, siglingafræði, spænska, stærðfræði, verkþáttagreining, vélritun, þýska.

„Þótt það hljómi undarlega þá stóð ég fyrir megrunarnámskeiði. Fólk viktaði sig og ræddi svo um ágæti heilsuræktar og holls mataræðis og margir náðu árangri.“ Jón segir að allt frá því Námsflokkarnir tóku til starfa árið 1979, og þar til Farskól-inn var settur á fót, hafi fullorðinsfræðslan alltaf átt sér samfellu en einungis tekið umbreytingum í forminu. Og hann vitnar í 5. grein laga um fullorðinsfræðslu:

Stefnt skal að því að framhaldsskólum verði gert kleift að sinna menntun fullorðinna á námsbrautum sem reglulegt starf skólanna tekur til. Í þessu skyni má heimila skóla að veita þeim sem eru orðnir 19 ára aðgang að einstökum námsáföngum ásamt reglulegum nemendum skólans sbr. lokamálsgrein 4. gr. Og stofna til sérstakra námskeiða þar á meðal kvöldskóla til að fullnægja óskum og þörfum þeirra sem komnir eru af venjulegum skólaaldri og hentar ekki að sækja reglulega kennslu skólans.

„Á upphafsárunum vorum við í sam-starfi við Guðmund Inga Leifsson á Hofsósi, Margréti Jónsdóttur Löngumýri og Pál Dagbjartsson Varmahlíð. Þau héldu utan um námskeið í sinni heimabyggð og við í Fjölbrautaskólanum fengum heimild til að móta námsefnið. Þegar við ákváðum síðan að færa út kvíarnar, opna

Farskólann, leituðum við eftir samstarfi við verkalýðsfélögin, atvinnurekendur og sveitarfélögin. Það veitti skólanum enn frekari sóknarfæri.“

Telurðu að það verði einhverjar stór-stígar breytingar í símenntun á næstu árum, eða kennslu almennt?„Ég held að Netið muni færa kennslu í auknum mæli heim í hérað og jafnvel inn á heimilin. Við byrjuðum reyndar á því fyrir löngu, að kenna með fjarfundbúnaði en núna bíð ég næstu byltingar. Hún mun felast í því að kennslugögn verða sett þannig inn að menn sjá færi á að opna textann í hinu ritaða máli þannig að hann verði kvikur. Þegar verið er að fara yfir stærfræðiformúlu munu menn geta séð tilfærslurnar í röksemdafærslunni á myndrænan hátt þegar ein stærð úr flókinni framsetningu einangrast og birtist. Við gerðum tilraunir með þetta í Hátæknisetrinu á Sauðárkróki en því miður flutti fólkið á brott til frekara náms. Ég er sannfærður um að tæknin muni breyta hlutverki kennarans. Þeir sem búa til kennsluefnið verða lykilaðilar. Kennslan mun færast nær fólkinu, skólarnir munu breytast, þróunin verður jákvæð. En samhliða þessari þróun, verður hið gamla áfram, eins og þegar vélvæðingin varð í sveitum landsins með tilkomu dráttar-véla. Eftir sem áður var notast við hesta og hestakerrur. Menn voru að keppa við dráttarvélarnar í sveitum.” Aðspurður um brottfall úr skólum segir Jón að slíkt sé ekki að öllu leyti neikvætt. „Við þurfum fyrst og fremst að breyta viðhorfum fólks til nokkurra þátta eins og sjálfsaga og opna ungu fólki skilning á því hversu mikið gagn er af góðri menntun. Þá þarf að breyta kennarastarfinu. Ég er hlynntur því að kennarar séu ráðnir í fullt starf og séu hluti liðsheildar, vinni frá átta til fjögur. Núna eru þeir að hluta

Eru háskólar með sama kerfi og Lykla-Pétur?Jón F. Hjartarson, fyrrverandi skólameistari Fjöbrautaskóla Norðurlands vestra

20 áraFARSKÓLINN - MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Page 13: Námsvísir Farskólans vor 2013

13

til verktakar, koma inn í skólann með þrönga verklýsingu, eru með sinn afkima og starfa ekki jafn vel og möguleiki er á, ef þeir kæmu inn í samfélag skólans sem gæti klæðskerasaumað verklýsingar og hlutverk fyrir þá eftir þörfum og hæfileikum því mannfólkið er svo mis-munandi. Þá myndu hæfileikar þeirra nýtast nemendum og skólunum betur. Stéttarfélögin standa í vegi fyrir þessu með tregðu sinni og mótþróa. Það þarf líka að gefa skólum meira sjálfræði og sjálfstæði. Starfsánægja innan skólanna er lykillinn að því að minnka brottfall. Þá væri hægt að hafa meiri sveigjanleika til að skilgreina störf kennaranna og opna fleiri kosti fyrir nemendur til að finna sig á réttri hillu í skólanum.” Jón segir að líta þurfi á skólagöngu sem samfellu, að meira flæði eigi að vera á milli skólastiga. „Ef nemendi í grunnskóla vill flýta sér, takast á við meira krefjandi verkefni, finnur hann sína gulrót með því að fá gægjast inn í nám framhaldsskóla. Og sama má segja um nemendur í framhaldsskóla. Í metnaðarfullu skóla-

starfi gætu þeir krækt sér í einingar í háskóla. Háskólar hafa tilhneigingu til að vera með sama kerfi og Lykla-Pétur. Þeir vilja að kennslan byggi á forsendum háskólans sjálfs í stað þess að nálgast nemandann þar sem hann er staddur. Þetta gildir líka um skilin á milli grunnskóla og framhalds-skóla. Þurfum að nálgast nemendur þar sem þeir eru staddir. Í fullkomnasta heimi allra heima þarf skólakerfið ekki síður en atvinnuvegirnir að taka mið af umhverfinu. Okkar bjarta sumar og okkar dimmu vetur eru þannig að við þurfum að taka tillit til þess. Og það er mikils virði að ná að þroskast líka í atvinnuþátttöku. Við eigum að nýta sumarið til margra hluta. Það er ekki nauðsynlegt að vera með sauðfé á fóðrum alla tíð og þess vegna er ég hlynntur því að nám í framhaldsskóla sé almennt fjögur ár og sumrin verði nýtt til atvinnuþátttöku. Menn þurfa líka á tilbreytingu að halda því lífið er ekki allt á sömu bókina lært. Gjarnan erum við Íslendingar að bera saman fjölda ára í framhaldsskóla. Gleymist þá oft að aðrar þjóðir verja

miklum tíma í að kenna hermennsku sem ég lít á sem hluta skólakerfisins. Við getum því leyft okkur að efla almenna menntun þess í stað til að gefa okkur forskot á þá. Útlendingarnir eru að kenna fjölbragðaglímu, hópgöngulög, misþyrmingafræði og limlestingar, vopna-burð og hlýðni. Við gætum í staðinn æft boltaleiki, sundmenntir og jafnvel dans. Við megum ekki gleyma okkar sérstöðu, hnattstöðu eða árstíðabundna margbreytileika ljóss og skugga. Ég vil síst sjá skólana okkar verða að einhæfum verksmiðjum, galeiðum fyrir þræla naum-hyggjunnar. Kerfið þarf að vera þannig að duglegir og áhugasamir nemendur njóti ávaxtanna af vinnusemi sinni og dugnaði. Hinir sem vilja horfa til fleiri átta en námsefnisins sjálfs geti þá rölt á sínum valda hraða. Sumir hinna síðarnefndu kynnu að verða efni í frumkvöðla sem standa að nýsköpun og auðgun samfélagsins á sinn frumlega hátt. Sumir Einsteinar þurfa að hafa sína hentisemi eða Fab-Lab.“

„Í fullkomnasta heimi allra heima þarf skólakerfið ekki síður en atvinnuvegirnir að taka mið af umhverfinu,” segir Jón Hjartarson.

Page 14: Námsvísir Farskólans vor 2013

14

20 áraFARSKÓLINN - MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Farskólinn var heillaspor!Ársæll Guðmundsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, var forstöðumaður Farskólans fyrstu árin

„Framhaldsskólarnir voru upphaflega með símenntunarnámskeið og farskólarnir urðu til upp úr kvöldskólum þeirra,“ segir Ársæll Guðmundsson fyrsti starfsmaður Farskóla Norðurlands vestra og núverandi skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði. „Formlegur stofnfundur Farskólans

var 14. júní 1993 en sumir tala um 9. desember 1992 sem stofndag. Þann dag var hinsvegar tekin ákvörðun um að stofna Farskólann.” Í kjölfar stofnfundar var hálft stöðugildi auglýst laust til umsóknar. Ársæll, sem kenndi við grunnskólann á Blönduósi,

sótti um og fékk starfið. „Mitt starf fólst í því að ýta Farskólanum úr vör og eini vegvísirinn var sá að ég átti að bjóða upp á fjölbreytt námskeið og halda utan um þau. Skrifstofa skólans var lítið herbergi heima hjá mér á Blönduósi en þar bjó ég þegar ég hóf störf við Farskólann og má

Ársæll Guðmundsson skólameistari ásamt kópnum Jóni Kristjáni sem Jón Drangeyjarjarl gaf honum en Jón hafið árangurslaust reynt að gefa ónefndri konu á Sauðárkróki kópinn. Hún vildi hins vegar ekkert með kópinn hafa þótt Jón segði að hann færi vel á náttborðinu og myndi ætíð minna frúna á sig þegar hún vaknaði og horfðist í falleg augu kópsins. Það varð úr að Ársæll, sem þá var sveitarstjóri Skagfirðinga, tók að sér kópinn og hefur hann fylgt honum síðan.

Page 15: Námsvísir Farskólans vor 2013

15

því með sanni rekja upphaf Farskólans til Blönduóss. Fyrsta námskeiðið var að mig minnir fyrir ófaglærða starfsmenn á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Námskeiðið fór fram á Sæmundargötu 7 hjá verkalýðsfélaginu Fram og ég hoppaði inn í húsgagnaverslunina Hátún, sem var í sama húsi, fékk að setjast við borð sem var til sölu til að undirrita viðurkenningarskjölin. Nokkru seinna tók ég við starfi aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og flutti á Sauðárkrók. Farskólinn fylgdi mér.” Ársæll telur að á þessum tímapunkti hafi fæsta órað fyrir því hversu um-fangsmikil starfsemi ætti eftir að vera í Farskólanum og sem ætti eftir að skipta miklu máli fyrir lítið sveitarfélag. Það hreyfði til að mynda enginn við mótmælum þegar Farskólinn fluttist frá Blönduósi til Sauðárkróks. Smátt og smátt óx starfið og dafn-aði og fleiri námskeið voru haldin, m.a. í samvinnu við ýmsa aðila. Tóm-stundanámskeið fóru af stað, t.d. flugu-hnýtingar og námskeið í samstarfi við verkalýðsfélög. „Það var mikið heillaspor fyrir símennt-unarmiðstöðvar á öllu landinu að MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu og verkalýðsfélögin, voru stofnaðilar að skólanum með hreppsnefndum og greiddu rekstrarfé til Farskólans. Þar með hafði myndast traustur fjárhagslegur bak-grunnur þegar símenntunarmiðstöðvar framhaldsskólanna voru nánast lagðar niður með nýju framhaldsskólalögunum árið 1996. Þessi lög gengu næstum að símenntunarmiðstöðvunum dauðum. Á þessum tíma var lenska að draga úr ríkisafskiptum og allt átti að einkavæða. Viðkvæði stjórnvalda var að ríkisreknir framhaldsskólar ættu ekki að vera í samkeppni við einkaaðila um að bjóða upp á námskeið. Þetta var bagalegt því á þessum tíma þurftum við að berjast í því að fá fólk til að endurmennta sig. Það var síður en svo einhver samkeppni um viðskiptavini við einkaaðila, allavega ekki á landsbyggðinni. Farskólinn var hugsaður sem farvegur fyrir menntunina, miðlari sem býr til aðstæður.“ Í þessu nýja umhverfi veiktust mjög margar símenntunarmiðstöðvar að Far-skóla Norðurlands vestra undanskildum vegna þess að hann hafði trausta bakhjarla og fjármagn. Farskólinn varð því sjálfstæð eining. Anna Kristín Gunnarsdóttir tók við af Ársæli árið 1995 en hann sagði þó ekki

skilið við Farskólann því hann sat í stjórn hans og um skeið sem formaður stjórnar. „Til allrar hamingju risu aðrir farskólar upp úr öskustónni, verkalýðsfélög stóðu þétt við bakið á símenntun og eftirspurn eftir námskeiðum og símenntun jókst stöðugt. Farskólinn hefur verið góður í að sækja sér verkefni en á bak við það liggur ætíð gríðarleg vinna. Núna er til net símenntunarmiðstöðva út um allt, og er dágóð samvinna þeirra á milli.”

Hefur símenntun þróast í þá veru sem þig dreymdi um á sínum tíma?„Mér þótti það bæði jákvætt og neikvætt þegar símenntunin var slitin frá framhaldsskólunum á sínum tíma. Í skólunum var þekkingarbrunnur, hent-ugt húsnæði, tækjabúnaður sem og vel menntaðir kennarar. Símenntun hefur verið gott og öflugt þjónustutæki en á síðustu árum hefur hún komið

inn á kennslu í framhaldsskólum að nýju. Ég verð hugsi yfir því þegar símenntunarmiðstöðvar eru farnar að bjóða upp á nám sem er einingabært í framhaldsskólum. Erum við þá komin í hring? Eru símenntunarmiðstöðvar þá aftur orðnar framhaldsskólar? Engu að síður er ég mjög hrifinn af starfsemi símenntunarmiðstöðvanna og þær eru almennt skipaðar öflugu starfs-fólki.” Ársæll er reynslumikill skólamaður, hefur verið skólameistari í þremur framhaldsskólum. Eftir að hafa verið aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í sjö ár leysti hann skólameistara af í eitt ár. Síðan var hann ráðinn til að byggja upp Menntaskóla Borgafjarðar, skapa hugmyndafræði skólans, byggja hann upp frá grunni. Í janúar 2011 tók hann síðan við sem skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði.

Ársæll fékk myndlistar-konuna Hjördísi Bergs-dóttur, „Dóslu”, sem bjó á Blönduósi, til að hanna merki skólans. „Hún bjó til merki sem sýndi Vatnsdalshólana og fugl fljúga yfir sem breyttist í bók. Ég fór stoltur með merkið á

stjórnarfund Farskólans sem var skipaður Jóni Hjartarsyni skólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Snorra Konráðssyni MFA og Baldri Valgarðssyni frá INVEST. Mér til mikilla vonbrigða var verkinu hafnað. Jón

hafði sterka skoðun á því og sá Vatnsdalshólana sem kvenmannsbrjóst og það þótti honum ekki gott. Merkið var því endurunnið og Vatnsdalshólarnir flattir út. En upprunalega merkið er varðveitt hjá Farskólanum.”

Merki Farskólans

Page 16: Námsvísir Farskólans vor 2013

16

20 áraFARSKÓLINN - MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Svipmyndir úr starfi Farskólans

Page 17: Námsvísir Farskólans vor 2013

17

Hugmyndafræði Farskólans Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskóla Íslands í Grindavík

Hugmyndafræðina á bak við Farskólann má rekja til Alberts Einarssonar og þeirra í Farskóla Austurlands sem var eiginlega „hliðarbúgrein“ Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað en Albert var þar skólameistari.

Ólafur Jón Arnbjörnsson, ásamt fleira góðu fólki á Norðulandi vestra, stóð fyrir því að „austfirska módelið“ var sett á laggirnar á Sauðárkróki. „Segja má að ástæðan fyrir velgengni Farskólahugmyndarinnar fyrir norðan hafi verið afar jákvæð afstaða og áhugi þáverandi skólameistara, sveitar-sjórnarmanna á norð-vestur svæðinu og virk aðkoma aðila vinnumarkaðar. Þessi breiða samstaða má einnig segja að hafi verið okkar viðbót við austfirska módelið.“ Ólafur Jón segir að hann og Albert hafi síðan ætlað að taka hugmyndafræðina skrefinu lengra árið 1994 þegar hann varð rektor Menntaskólans á Egilsstöðum og tengja allar mennta- og fræðslustofnanir á Austurlandi saman. Það tókst hins vegar ekki enda tók Ólafur Jón við skóla-

meistarastöðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík. „Að öðrum ólöstuðum var það síðan

17

Emil Björnsson, þá aðstoðarskólameistari ME, sem var aðal-driffjöðurin varðandi framhaldið þar ásamt þeim í Verkmennta-skólanum. Í Keflavík hélt ég áfram með hug-myndina góðu og við stofnuðum Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum þann 10. desember 1997. Hún var því sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi á grundvelli nýrra laga um framhaldsskóla frá 1996 – með heimild um stofnun laga um fram-haldsskóla.“ Ólafur Jón segir því að undirbúningur-inn að MSS hafi hafist 1995 á grundvelli vinnu þeirra Austfirðinga og Farskólans og tilurð MSS hafi því haft töluverð áhrif á mótun laganna. „Sú stofnskrá fór síðan út um land allt og varð fyrirmynd fjölmargra símennt-unarstöðva sem stofnaðar voru á árunum á eftir. Ég var síðan formaður stjórnar MSS alla tíð eða þar til ég lét af störfum skólameistara FS vorið 2012. Í dag er ég að byggja upp nýjan skóla í Grindavík - Fisktækniskóli Íslands - og titlaður skóla-stjóri.“

Page 18: Námsvísir Farskólans vor 2013

18

20 áraFARSKÓLINN - MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Þjóðin er að fara á mis við fjársjóðAnna Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri hjá Mími símenntun, framkvæmdastjóri Farskóla Norðurlands vestra í tæp átta ár

„Ég fór hefðbundna leið í námi og lauk stúdentsprófi frá MA,“ segir Anna Kristín aðspurð um hvað réði náms- og starfsvali. „Ég hafði áhuga á bókmenntum en vildi ekki læra það af því ég gat ekki hugsað mér að verða kennari. Ég hafði líka áhuga á hjúkrunarfræði. Fór síðan í Kennaraháskólann af því mig langaði að læra meira í handavinnu. Ég vildi velja mér starfsgrein sem var ekki bundin við höfuðborgarsvæðið og heldur ekki einskorða mig við framhaldsskóla.“ Anna Kristín Gunnarsdóttir er verk-efnastjóri hjá Mími – símenntun, en

hún tók við framkvæmdastjórastöðu Farskólans árið 1995 og gegndi starfinu fram á sumar 2003. Áður kenndi hún við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. „Mér hefur alltaf þótt fullorðinsfræðsla mjög spennandi og hún verður sífellt áhugaverðari. Farskólinn var rétt nýfarinn af stað þegar ég tók við en á þeim árum var markhópurinn sá sami og núna; fólk sem hefur stutta formlega menntun. Fyrst var ég í hálfu stöðugildi og með aðstöðu á aðalskrifstofu Fjölbrautaskólans sem lánaði borð, tölvu og örlítið rými. Þar var

gott og gaman að vera. Þegar skólinn stækkaði fékk ég aðstöðu í verknámshúsi Fjölbrautaskólans og samhliða auknum verkefnum gafst ráðrúm til að ráða mig í fullt starf og aðra í hálft starf. Stuttu seinna urðu stöðugildin tvö.“ Þar sem farskólar höfðu verið stofnaðir í tengslum við framhaldsskóla í öðrum landshlutum segist Anna Kristín hafa haft fjölda fyrirmynda sem hún gat leitað til á upphafsárunum. „Eitt af því sem var borðleggjandi var að halda fagnámskeið fyrir starfsstéttir. Á þessum tíma kom upp atvinnuleysishrina og þá var boðið

,,Varðandi Farskólann, hef ég mestar áhyggjur af fækkun fólks á Norðurlandi vestra og þar er meðalaldur að hækka,“ segir Anna Kristín.

Page 19: Námsvísir Farskólans vor 2013

19

upp á námskeið fyrir atvinnulausa og tómstundanámskeið voru alltaf vinsæl. Til að byrja með fólst stór hluti af mínu starfi í því að mynda tengsl við skólafólk, stéttarfélög og pólitíkusa svo dæmi séu nefnd. Við stofnun Farskólans var búin til sjálfseignarstofnun og stofn-skrá sem nokkrir voru aðilar að, t.d. Fjölbrautaskólinn, stéttarfélög, Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og nokkur sveitarféög. Sjálfstæði okkar og framsýni sveitarstjórnarfólks gerði það að verkum að við lifðum af lagabreytingarnar árið 1996 þegar framhaldsskólum var meinað að vera með kvöldnámskeið og rekstrarstyrkur ríkisins skorinn af. Þá lögðu sveitarfélögin fram rekstrarstyrk sem var frábært og ómetanlegt. Núna eru níu símenntunarmiðstöðvar starfandi hringinn í kringum landið, allar sjálfs-eignastofnanir.“ Anna Kristín segir það hafi ætíð verið ærið starf að stýra Farskólanum enda ekki sjálfgefið að fólk sæki þau námskeið sem eru í boði. „Ég þurfti að rækta svæðin vel, nær og fjær, því margir þurfa hvatningu til að drífa sig í endurmenntun. Miklar framfarir urðu fljótlega í tæknimálum, fjarkennsla varð að veruleika, sem var mikil bylting. Fjarfundabúnaður sparaði fólki ferðalög og þegar fjarkennsla var í bígerð ræddi ég við sveitarstjórnarmenn um aðstöðu fyrir nemendur sem vildu sækja námskeið í gegnum fjarfundabúnað. Þeir brugðust dásamlega vel við því, voru einstaklega framsýnir og verð ég að nefna Siglufjörð, Blönduós og Hvammstanga í því sambandi. Keypt voru ný húsgögn og tölvur og fjarfundabúnaður, allt gert huggulegt og lærdómsvænt. Enda hefur nýting á aðstöðunni sýnt að kostnaðurinn var þess virði.“

Í hverju fólst verkefnið „Learning Comm-unity“ sem sló í gegn á Hofsósi á sínum tíma og þú varst frumkvöðull að?„Ég fékk hugmyndina að þessu þegar atvinnuleysi var mikið og námskeið í boði fyrir atvinnuleitendur. Öll námskeið voru tuttugu tímar og mér fannst þörf á nýrri nálgun því atvinnulausir þurfi oftar en ekki fleiri en tuttugu tíma til að byggja sig upp. Þar fyrir utan vantaði enn fjölbreyttari námskeið. Ég hafði verið í góðum samskiptum við fólk á Hofsósi og þar vantaði fólki ný tækifæri, nýja áskorun. Ég hafði heyrt af Leonardo verkefnum og fékk þá hugmynd að sækja um fjármagn í langtímaverkefni, sem hægt væri að nota til að byggja upp einstaklinga og efla

samhug í samfélaginu því staðreyndin er sú að maður getur óskaplega lítið gert einn en ef margir leggjast á sveifina eru hlutirnir einfaldari. Stundum þarf líka að byggja fólk upp svo það geti farið og skapað sér nýtt líf annars staðar. Ég vil alls ekki að búa til átthagafjötra á fólk. Á þessum tíma átti ég oft erindi til Reykjavíkur og má segja að þetta verkefni hafi mótast þegar ég var ein í bíl á leið á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Ég talaði við Sigurð Guðmundsson hjá Raunvísindastofnun HÍ og bar hugmynd-ina undir hann. Hann þekkti til Leonardo verkefna og kveikti á þessu með mér. Í kjölfarið fékk ég leyfi hjá stjórnarformanni Farskólans til að vinna áfram að um-sókninni með því skilyrði að það kæmi ekki niður á öðrum störfum.“ Anna Kristín segist hafa verið marga mánuði að vinna að umsókninni og hitt fjölda fólks til að kanna grund-völlinn í samfélaginu, t.d. meðal sveitar-stjórnarfólks og verkalýðsfélaga. „Ég held að fæstir hafa búist við því að við fengjum styrk en að endingu fékk verkefnið hæsta styrk sem íslenskt verkefni hafði fengið frá Leonardo. Félagsvísindastofnun var samstarfsaðili, Háskólinn að Hólum sem og fimm aðilar í fjórum öðrum löndum en samstarf milli landa er skilyrði.“ Anna Kristín segir að kjarninn í verk-efninu á Hofsósi, sem var til þriggja ára, hafi verið stjálfsstyrking. „Ég kallaði þetta Lífsvefinn og hann fólst í tvennu. Að byggja upp fólk sem einstaklinga, kenna þeim að hugsa um hvað þeir vilja og kenna þeim að setja sér markmið og vinna að þeim. Í öðru lagi að vinna með öðrum, horfa á umhverfið sem þarf á því að halda að allir vinni saman. Agnið í þessu var tölvukennsla enda tölvukunnátta ekki eins algeng þá og nú. Síðan var það enska og ferðamála-fræði. Fæstir töldu sig hafa þörf fyrir sjálfsstyrkingu og alls ekki karlmenn. Hún mæltist þó vel fyrir og eftir ákveðinn tíma fór fólk þó að spyrja hvort ekki yrðu haldin fleiri námskeið í sjálfsstyrkingu. Allir í sveitinni voru einstaklega jákvæðir og um 120 manns tóku þátt. Börnin voru stolt yfir að mamma og pabbi væru að fara að læra og ánægð með að fá nýjan tölvubúnað í skólann. Fyrsta veturinn var mesta áherslan á sjálfsefli og tölvur. Annað árið var það enska og örlítið meira sjálfsefli og ferðamálafræði var tekin þriðja árið með ensku. Þegar þessu stóra verkefni lauk hélt

samheldnin í byggðalaginu áfram. M.a. í þá veru að Jónsmessuhátíð hefur verið haldin árlega og handverkshópurinn lifir enn. Þriðja hugmyndin náði ekki fram að ganga þótt hún væri skemmtileg. Hún var sú að búa til fánaborg með öllum fánum heimsins. Ég held að slík fánaborg sé hvergi til nema fyrir framan skrifstofu-byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York.“ Að sögn Önnu Kristínar hefur verkefnið verið endurtekið í Austur- og Vestur –Húnavatnssýslu, aðlagað að þörfum og áhuga fólksins þar. Hvaða möguleika sérðu á vettvangi símenntunar á næstu áratugum?„Það hefur heilmargt breyst á síðustu árum í þessum geira. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins varð til, sem og vottaðar námsleiðir og í sumum tilfellum er núna hægt að meta til eininga í framhaldsskólum það sem lært er á símenntunarstöðvum. Íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru vinsæl þannig að möguleikarnir eru miklir. Það er ómetanlegt að sjá tækifærin sem fólki bjóðast til að koma sér áfram í námi eða til að mennta sig betur í sínu starfi. Það er mjög margt í boði fyrir alla. Ef stjórnvöld ætla að standa við markmið sitt sem miðast við 2020, að koma þeim sem hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi niður fyrir 10%, þá má hvergi slaka á klónni. Núna eru um 30% fólks á vinnumarkaði án lokaprófs úr framhaldsskóla. Það er samfélagsleg skylda að skapa aðstæður til að fólk geti stundað námi með vinnu. Við sem störfum á símenntunarmið-stöðvunum höfum sérþekkinguna og bjóðum upp á aðra kennslufræði en á lægri skólastigum. Það fer mikið púður í að ræða við fólk, styðja við bakið á því og uppfræða það. Það eru ýmsir erfiðleikar í farteski margra, svo sem lesblinda, ADHD, lágt sjálfsmat eða annað. Margir hafa ekki haft aðstæður til að læra og aðrir ekki haft trú á því að þeir gætu lært. Við vitum að úti í samfélaginu er fjársjóður sem þjóðin er að fara á mis við af því fólk hefur ekki getað stundað nám við hæfi. Ég vona að stjórnvöld haldi sínu striki og efli framhaldsfræðslu. Varðandi Farskólann, hef ég mestar áhyggjur af fækkun fólks á Norður-landi vestra og þar er meðalaldur að hækka. Á svæðinu þarf að verða atvinnu-háttabreyting svo að yngra, menntað fólk geti notið þess að búa úti á landi.“

Page 20: Námsvísir Farskólans vor 2013

20

20 áraFARSKÓLINN - MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Hugmyndina að samstarfsverkefni um fjarkennslu á Norðurlandi vestra má rekja til Harðar Ríkharðssonar grunnskóla-kennara á Blönduósi sem vann hjá Atvinnuþróunarfélagi Norðurlands vestra á árunum 1997-2001. „Byggðabrú” var orðin að veruleika að frumkvæði Byggðastofnunar og Landssímans en um var að ræða tæki sem gerði það mögulegt að miðla hljóði og mynd í gegnum símalínur milli staða með því að nota ISDN línur eða sambönd. „Í þessum tækjum sáum við mögu-leika á að miðla kennslu milli staða og þannig koma á fjarkennslu með kennslustundasniði. Kennslustund gat farið fram með hefðbundnu sniði en nemendur gátu verið vítt og breytt um landið á þó nokkuð mörgum stöðum í einu og notið kennslu og tekið þátt í henni með gagnvirkum sjónvarpsbúnaði. Þetta var alveg nýtt á þessum tíma.“ Hörður segir að í ljósi stöðu sinnar hjá Atvinnuþróunarfélaginu hafi hann séð í hendi sér að búnaðurinn gæti nýst til menntunar á öllum skólastigum. „Ég hóaði saman fulltrúum frá Farskólanum, Fjölbrautaskóla Norður-lands vestra og Hólaskóla og við komum á laggirnar þessu samstarfsverkefni sem gekk út á að koma búnaðinum upp sem víðast á Norðurlandi vestra og hefja miðlun náms frá þessum skólastofnunum til allra þéttbýlisstaðanna þ.e. Skagastrandar, Siglufjarðar, Blönduóss, Hvammstanga og Sauðárkróks. Á hinn bóginn vann ég með sveitarfélögunum að því að fjárfesta í búnaðinum og koma honum upp á öllum stöðunum þannig að aðstaða væri viðunandi og nýtingarmöguleikar tryggðir því hugmyndin var að þetta nýttist til fleiri verkefna en náms og kennslu. Eitt fyrsta verkefnið var að kenna nemendum sem voru að afla sér meistararéttinda í sínu fagi. Þannig sátu

Við verðum að leggja áherslu á sveigjanleikaHörður Ríkharðsson stýrði samstarfsverkefninu um fjarkennslu á Norðurlandi vestra

bakarar, smiðir, rafvirkjar, bílgreinamenn, símvirkjar, málmiðnaðarmenn og fleiri á þéttbýlisstöðunum öllum og tóku þátt í kennslustundum sem voru kenndar frá Sauðárkróki og Blönduósi. Áður hefði

þessi mannskapur þurft að yfirgefa heima-byggð sína í það minnsta tímabundið til að afla sér þessara réttinda en þarna gátu menn búið og starfað heima hjá sér og aflað sér menntunar að vinnudegi

Page 21: Námsvísir Farskólans vor 2013

21

Við verðum að leggja áherslu á sveigjanleikaHörður Ríkharðsson stýrði samstarfsverkefninu um fjarkennslu á Norðurlandi vestra

loknum. Þetta var ákveðin bylting á þessum tíma. Seinna létum við svo samstarfsverkefnið renna inn í starfsemi Farskólans. Nú er fjarkennsla með mjög fjölbreyttu sniði og

yfirleitt á neti sem er allt annar hlutur en símalínur síðusta aldar þannig að þróunin varð mjög ör og breytingar miklar. Mér sýnist fjarnám þróast með fjölbreyttum hætti. Það fer eftir því námi sem um er að ræða, aldri, þroska og getustigi nemandans hvaða form hentar hverju sinni. Þá skiptir viðfangsefnið að sjálfsögðu miklu máli. Í sumum tilfellum skiptir máli að fleiri en einn séu saman þátttakendur á tilteknum stað og séu gagnvirkir þátttakendur með öðrum og þannig verður nám að fara fram á sama tíma með gagnvirkum samskiptum. Í öðrum tilfellum getur einstaklingur einn og sér numið og þannig séð „mætt í kennslustund“ enda þótt hún hafi þá fyrir einhverju síðan verið vistuð á neti eða send út á neti. Þá er ekki um gagnvirka þátttöku að ræða. Einnig getur fjarnám einkum falist í verkefnavinnu, lestri, próftöku á neti og svo framvegis, án kennslu í því formi sem við upplifum oftast sem kennslustund. Eins og áður sagði fer þetta mikið eftir aldri nemenda, getu, þroska og viðfangsefnum hvað aðferð hentar best. Fjarnám á grunnskólastigi er og verður með öðrum hætti en á háskólastigi.“

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að verða kennari? „Ég var æskulýðsfulltrúi Blönduóssbæjar, handboltaþjálfari, lögga, stundakennari og forfallakennari og sveitastjórnarmaður þegar Björgvin Þór Þórhallsson félagi minn tjáði mér að hann væri kominn í kennsluréttindanám á Akureyri og þyrfti að keyra til Akureyrar og vera þar eina helgi í mánuði í tvo vetur. Hann sagði að ég ætti að koma með honum svo hann hefði akstursfélaga og samstarfsaðila í náminu. Ég sá í hendi mér að þessar helgar í skólanum voru þær sem ekki voru handboltatúrneringar svo þarna náði ég að fylla endanlega upp í tíma minn ofaná hestamennskuna og dæturnar þrjár sem voru tíu, eins og tveggja ára á þessum tíma. Seinni veturinn í þessu námi var einmitt 1995 sem er mesti snjóavetur í manna minnum þannig að

þetta varð mjög sögulegur tími í ýmsum skilningi. Réttindin fékk ég og kenndi í eitt ár sem fullgildur kennari en þá fór ég til Atvinnuþróunarfélagsins og var þar í fjögur ár. Síðan fór ég alfarið í lögregluna í önnur fjögur en frá 2006 hef ég fyrst og fremst kennt við Grunnskólann á Blönduósi, síðar Blönduskóla.“ Hörður kenndi einnig tvo vetur við framhaldsdeild Fjöbrautaskóla Norðurlands vestra sem starfrækt var á Blönduósi í kringum 1994. „Ég kenndi einnig í fjarnámi Fjölbrautaskólans m.a. meistaranáminu áðurnefnda. Þá hef ég kennt íslensku fyrir útlendinga, annast um Landnemaskóla og kennt í Betri byggð á vegum Farskólans. Þegar ég var hjá Atvinnuþróunarfélaginu kenndi ég stundum á ýmsum námskeiðum sem við stóðum fyrir t.d. um stofnum og rekstur smáfyrirtækja og fleira.“

Ertu sáttur við þróun skólamála hér á landi og hverju myndirðu breyta ef þú værir ráðherra menntamála?„Menntamálin hafa þróast mjög hratt á undanförnum 20 árum. Eðli málsins samkvæmt erum við þó ekki alltaf að undirbúa framtíðina því hún kemur með fyrirbæri, viðburði, tækni og veruleika sem við sem betur fer sjáum ekki fyrir nema að hluta. Í auknum mæli verðum við í námi og kennslu að leggja áherslu á sveigjanleika, fjölbreytta samskiptafærni, sjálfstæði í vinnubrögðum og að allir geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu og skapað sér líf á eigin forsendum. Því miður finnst manni stundum of mikil mötun, tómleiki gagnvart umhverfi og lífsskilyrðum og ofuráhersla á afþreyingu og skemmtun tröllríða menntastofnunum og skólastarfi. Einnig verðum við Íslendingar að finna leið til þess að gera verk og tæknimenntun hærra undir höfði og draga úr vægi bóklegra greina. Til dæmis verðum við að draga úr áherslu á að allir læri eins mikið í íslenskri málfræði og dönsku tungumáli eins og nú er gert og auka verklega færni, tæknihugsun og nýsköpun í staðinn. Sem menntamálaráðherra mundi ég koma því í verk.“

Hörður Ríkharðsson ásamt konu sinni Sigríði Aadnegard á ferðalagi

í Austurárdal í Skagafirði.

Page 22: Námsvísir Farskólans vor 2013

22

20 áraFARSKÓLINN - MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Með fjarnáminu opnaðist nýr gluggiÁsgerður Pálsdóttir formaður stéttarfélagsins Samstöðu á Blönduósi og stjórnarformaður Farskólans

„Eins og margir af minni kynslóð hélt ég ekki áfram námi eftir gagnfræðapróf en hef síðan aflað mér aukinnar þekkingar á ýmsum sviðum á margvíslegan hátt,“ segir Ásgerður Pálsóttir stjórnarformaður Farskólans en hún starfar sem formaður stéttarfélagsins Samstöðu á Blönduósi.

Hvert ætli megi rekja þennan mikla áhuga hennar á símenntun? „Ég hef reynt það sjálf hvað var og er bæði gagnlegt og gaman að bæta við sig og auka þekkinguna. Það bætir líka kjör fólks og eykur möguleika á fjölbreyttari störfum.“

Hefur afstaða fullorðinna til símenntunar breyst mikið á síðustu tveimur ára-tugum?„Afstaðan hefur gjörbreyst. Með fjar-náminu opnaðist nýr gluggi og þá einkum fyrir okkur á landsbyggðinni. Fyrir 20-25 árum þýddi það brottflutning af svæðinu

,,Við Íslendingar höfum verið of uppteknir af námi í ,,latínuskólanum“ eins og bóknámið er stundum kallað," segir Ásgerður Pálsdóttir.

Page 23: Námsvísir Farskólans vor 2013

23

um lengri eða skemmri tíma ef fólk ætlaði í nám af einhverju tagi.“

-- Hverju ert þú stoltust af að hafa komið til leiðar á þessum vettvangi?„Ég er stolt af því að hafa verið starfandi í stjórn Farskólans nú í allmörg ár og að hafa fengið að vinna með starfsmönnum skólans og stjórnarmönnum að bættri aðstöðu fjarnemenda á svæðinu og auknu framboði á fjölbreyttu námi.“

Sem formaður stéttarfélags ertu þá sífellt að hvetja fólk til dáða, til símenntunar? „Ég reyni að vekja athygli fólks á mögu-leikunum og einnig að segja frá því að á vegum stéttarfélaganna eru starfandi fræðslusjóðir þar sem hægt er að sækja um styrki vegna náms og námskeiða.“ Ásgerður telur að helsta ástæða þess að fólk skrái sig ekki á námskeið til endur-menntunar sé sú að það vanti uppörvun eða hvatningu eða hreinlega það að fólk er sé ekki nógu meðvitað um þá möguleika sem eru í boði. „Ég hef margoft séð fólk breyta um starfsvettvang eftir að hafa farið í full-

orðinsfræðslu og/eða tekið að sér meira krefjandi verkefni á sama vinnustað. Dæmin eru fjölmörg en það er erfitt að nefna eitt öðru fremur. Farskólinn hefur að mínu mati þróast mjög vel og er sífellt að bæta við sig. Það er alltaf eitthvað nýtt á döfinni enda má fræðslustofnun eins og Farskólinn ekki staðna eða hjakka í sama farinu.“

Urðu ákveðin þáttaskil þegar fræðslu-sjóðir komu til sögunnar?„Það var samið um fræðslusjóðina í kjarasamningum um síðustu aldamót og má fullyrða að það urðu alger þáttaskil þegar launafólk fór að geta sótt í þessa sjóði vegna náms af margvíslegu tagi. Þarna er um að ræða nokkra sjóði eftir starfsgreinum og samningum. Ég vil nota tækifærið og hvetja alla til að leita sér upplýsinga um sjóðina hjá sínum stéttarfélögum.“ Ásgerður er þeirra skoðunar að vegur símenntunar og fullorðinsfræðslu muni aukast á næstu árum og áratugum. En hvað með almenna menntun, telur hún að breytinga sé þörf í skólakerfinu?

„Við Íslendingar höfum verið of upp-teknir af námi í „latínuskólanum“ eins og bóknámið er stundum kallað. Afleiðingin af því er sú að það vantar fólk í iðn- og tæknigreinar. Varðandi iðnnámið er ég sammála þeim sem telja að endurskoða þurfi meistaranámið. Og til að sporna gegn frekari brottfalli nemenda á framhaldsskólastigi þarf að ná til unga fólksins með öllum tiltækum ráðum. Nærumhverfið skiptir mestu máli í því sambandi. Það liggur í augum uppi að það þarf að leggja meiri áherslu á verklegt nám af ýmsu tagi, halda áfram að styrkja símenntun og fullorðinsfræðslu. Ég tel líka að endurskoða þurfi Lánasjóð íslenskra námsmanna. Hann stuðlaði lengi vel að jafnrétti til háskólanáms þótt of veikur væri en síðan var reglum sjóðsins breytt þannig að hann gerir það ekki lengur. Stjórnvöld hafa mikil og bein áhrif á menntun þjóðarinnar í nútíð og framtíð og því tel ég að breyta þurfi reglum um Lánasjóð íslenskra námsmanna svo hann stuðli að jafnrétti til náms og aukinni menntun þjóðarinnar.”

Svipmyndir úr starfi Farskólans

Page 24: Námsvísir Farskólans vor 2013

24

20 áraFARSKÓLINN - MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Svipmyndirúr starfi Farskólans

Page 25: Námsvísir Farskólans vor 2013

25

LýSInG & marKmIð: Að námskeiði loknu getur þú nýtt þér ýmsa möguleika Internetsins, eins og samskiptaforrit (Facebook), tölvupóst (Outlook, gmail og fl.) ásamt fleiru sem fellur að áhugasviði þínu. Námskeið fyrir byrjendur þar sem lögð verður áhersla á ýmsa þá þætti sem gera tölvuna að skemmtilegu tæki til afþreyingar.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi.ForKröFur: Engar.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn 2013.

Tölvan sem afþreying – byrjendur

Kr. 17.900.-15 KESt.

LeIðBeInendur: Jóhann Ingólfsson og Halldór Gunnlaugsson ásamt fleirum.

Tölvur

LýSInG & marKmIð: Þegar námskeiði er lokið getur þú meðhöndlað gögn á réttan hátt, búið til möppur, vistað þær og skipulagt gögnin í tölvunni. Þú getur skrifað formleg bréf í Word sem tengjast starfinu, sett upp fjárhagsáætlanir í Excel, gert tilboð í verk, haldið einfalt heimilisbókhald og fleira. Þú getur líka nýtt sér kosti Internetsins, leitað á skipulagðan hátt með leitarvélum, flokkað og metið upplýsingar, lært að versla á netinu og sinna bankamálum og fl.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi.ForKröFur: Engar.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn 2013. tIL atHuGunar: Kennslubók fylgir.

Tölvan og iðnaðarmaðurinn eða UTN 103

Kr. 58.000.-60 KESt.

LeIðBeInendur: Tölvukennarar skólanna.

LýSInG & marKmIð: Námskeiðið hentar vel fyrir grunnskóla-kennara og/eða foreldra sem vilja kynnast notkun á iPad í námi og gera iPad að náms-, leik-, og þroskatæki fyrir börn.

• Stutt kynning á iPad, grundvallatriði við notkun á iPad. – takkar og aðgerðir.

• Farið yfir helstu forrit sem fylgja tækinu.• iPad sem námstæki. • Kennt á App Store og hvernig á að finna og ná í

hentug forrit sem henta grunnskólabörnum.• Þátttakendur fá að skoða helstu forrit sem notuð eru

í námi barna í grunnskóla.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi.ForKröFur: Engar. FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn 2013.

iPad sem námstæki fyrir börn – námskeið fyrir kennara og foreldra

Kr. 9.900.-4,5 KESt.

LeIðBeInandI: Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari.

LýSInG & marKmIð: Skemmtilegt byrjendanámskeið sem hjálpar þér að finna gömlu vinina og skoða hvað börnin, barnabörnin og/eða vinir og ættingjar eru að gera. Hver og einn fær aðstoð við að búa til sína eigin facebook síðu og aðlaga hana að eigin óskum. Kennt verður að senda skilaboð, kveðjur, setja inn myndir, spjalla við vini og vandamenn. Ekki hræðast, allir geta lært að nota facebook auðveldlega. StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 8 þátttakendum.HVenær: Á vorönn 2013.

Facebook fyrir eldri borgara

Kr. 6.900.-6 KESt.

LeIðBeInendur: Tölvukennarar skólanna.

Page 26: Námsvísir Farskólans vor 2013

26

LýSInG & marKmIð: Í Íslensku fyrir útlendinga er boðið upp á þrjú þyngdarstig. Á öllum stigum er lögð mikil áhersla á talað mál.empHaSIS on SpoKen IceLandIc. Texts for beginners and the topics deal with the daily life in the community and Iceland. Three levels: Level 1 (60 lessons) is for complete beginners. Level 2 (60 lessons) and level 3 (60 lessons) are for more advanced students. Level 3 includes Icelandic grammar.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi.ForKröFur: Engar.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn 2013.

Íslenska fyrir útlendinga

Kr. 30.000.-60 KESt.

LeIðBeInendur: N/N.

Tungumál

LýSInG & marKmIð: Námskeiðið er sniðið að þörfum eldri borgara. Yfirferðin er hæg og reglulega rifjað upp. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendum kleyft að nota tölvuna sér til gagns og gamans, fara á Netið og taka á móti pósti og senda póst. Leita eftir gagnlegum upplýsingum á Netinu. StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi.ForKröFur: Engar.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 8 þátttakendum.HVenær: Á vorönn 2013. tIL atHuGunar: Kennslubók fylgir. Námskeið þetta er til-valið að halda á dagtíma.

Tölvunámskeið fyrir eldri borgara

Kr. 36.000.-30 KESt.

LeIðBeInendur: Tölvukennarar skólanna.

LýSInG & marKmIð: Að loknu þessu námskeiði hefur þú lært að kynna þig, segja til um aldur, fjölskyldu og búsetu og bjarga þér við einföld innkaup svo dæmi séu tekin. Þú hefur æft þig í að nota sagnirnar ser og estar.ForKröFur: Engar.námSmat: Virkni í tímum og 80% mæting.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi og næst í hóp.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum.HVenær: Á vorönn 2013.

Spænska fyrir algera byrjendur

Kr. 49.000.-40 KESt.

LeIðBeInandI: Magnús Örn Stefánsson, stofnerfða-fræðingur hjá Biopol og búsettur á Spáni til margra ára.

LýSInG & marKmIð: Hugkort (e. Mindmap) er aðferð sem nýst hefur vel sem glósutækni, í þankahríðarvinnu, ritgerðasmið og við skipulagningu ýmiskonar. Hugkort er myndræn framsetning hugmynda sem auðveldar fólki að muna það sem verið er að tala um. Hugkorta forrit skoðuð, þar sem hægt er að hengja við skjöl, tengla, myndir o.s.frv. Einnig munu þátttakendur læra að setja saman fyrirlestra og kynningar með hugkortum. Að loknu námskeiði getur þú nýtt þér hugkort og hefur kynnst forritum eins og Xmind og Prezi.námSmat: Virkni í tímum og 80% mæting.Staðsetning: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi.ForKröFur námS: Að þátttakendur séu nokkuð hagvanir tölvum.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn 2013.tIL atHuGunar: Þeir sem eiga fartölvur eru hvattir til að koma með sínar eigin tölvur.

Hugkort - Mindmap

Kr. 16.000.-9 KESt.

LeIðBeInandI: Helgi Þ. Svavarsson.

LýSInG & marKmIð: Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallar-atriði við notkun á iPad. – takkar og aðgerðir.

• Útskýrt hvernig iPad er öðruvísi en venjulegar tölvur.

• Farið yfir helstu forrit sem fylgja tækinu.• Kennt á App Store og hvernig á að finna og ná í

hentug forrit.• Farið yfir helstu stillingar.

StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi.ForKröFur: Engar. FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn 2013. tIL atHuGunar: Hægt er að koma klukkustund áður en námskeiðið hefst og fá aðstoð við að setja upp Apple ID, tengjast netinu og aðstoða við stillingar á iPad þátttakenda. Ekki er nauðsynlegt að eiga iPad, heldur getur námskeiðið nýst þeim sem íhuga kaup eða eru forvitnir um gagnsemi hans.

iPad fyrir byrjendur (notendur sjálfa)

Kr. 9.900.-4,5 KESt.

LeIðBeInandI: Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari.

Page 27: Námsvísir Farskólans vor 2013

27

Vornámskeið

LýSInG & marKmIð: Að loknu námskeiði þekkir þú til ræktunar helstu tegunda kryddjurta sem ræktaðar eru utandyra, í eldhúsglugganum eða undir ljósi. Hvernig ræktun þeirra er háttað; jarðveg, sáningu, forræktun, áburðargjöf og gróðursetningu. Umhirðu, meindýravarnir, geymslu og nýtingu.StaðSetnInG: Á öllu Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum.HVenær: Í apríl 2013.

Kryddjurtir – fyrirlestur

Kr. 7.900.-4,5 KESt.

LeIðBeInandI: Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur.

LýSInG & marKmIð: Að loknu þessu námskeiði hefur þú byggt upp orðaforða þannig að þú getur kynnt þig á ensku, sagt frá þér, starfi þínu og nánasta umhverfi. Megin-áhersla er lögð á talmálið; að byggja upp orðaforða og grunnatriði í málfræði. Lögð er áhersla á talæfingar og framburð. Stefnt er að því að námsmenn öðlist það sjálfstraust sem þarf til að tala ensku. Námsefni, möppur og kaffi er innifalið í verði.ForKröFur: Engar.námSmat: Virkni í tímum og 80% mæting.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi og næst í hóp.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum.HVenær: Á vorönn 2013.

Enska – talmál

Kr. 39.500.-40 KESt.

LeIðBeInendur: N/N.

Tengill er með mikið úrval af prenturum, flökkurum, hátölurum, töskum, borðtölvum, fartölvum, aukahlutum fyrir myndavélar, lyklaborð, mýs og margt fleira flott. Verslaðu í heimabyggð!

KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200

G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N

www.tengillehf.is

Þú færð réttu græjurnar í Græjubúð Tengils

Snilldar Tengils tvenna

Gildir frá 25. jan. til 22. feb. 2013 eða á meðan birgðir endast.

Lenovo IdeaCentre K410 i3Flott borðtölva fyrir heimiliIntel i3 2130 3.4GHz 3MB örgjörvi 4GB vinnsluminni · 1TB harður diskur Lyklaborð og mús fylgir Windows 8 64bit ·3 ára ábyrgð.

BenQ GL2450

24“ LED 16:9

Stórglæsilegur skjár frá BenQ Með 1920x1080 upplausn ásamt SensEye tækni sem tryggir ótrúlega skerpu og litadýpt.

P A K K A T I L B O Ð

kr. 149.990.-

Birt

með

fyr

irvar

a um

bre

ytin

gar,

pre

ntvi

llur

og m

yndb

reng

l.

Page 28: Námsvísir Farskólans vor 2013

28

Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrki til félagsins:

• starfstengtnámeðanámskeið• tómstundastyrkir• meirapróf• kaupáhjálpartækkjumvegna

lestrar-eðaritörðugleika

Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands standa að Sjómennt.

LýSInG & marKmIð: Að loknu námskeiði kannast þú við helstu fuglategundir á Norðurlandi og kannt að bera þig að við fuglaskoðun. Í fyrirlestri sem námskeiðið hefst á verður sagt frá helstu tegundum fugla, greiningareinkennum lýst sem og búsvæðum. Að loknum fyrirlestri verður farið í fuglaskoðunarferð um nágrenni með rútu. Reynt verður að sjá sem flestar tegundir.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum.HVenær: Búið er að dagsetja fyrsta námskeiðið laugar-daginn 18. maí á Sauðárkróki.

Fuglaskoðun – fyrirlestur og ferð

Kr. 18.900.-12 KESt.

LeIðBeInandI: Aðalsteinn Örn Snæþórssson, líffræðingur og fuglaáhugamaður

LýSInG & marKmIð: Að loknu námskeiði þekkir þú til ræktunar helstu berjarunna og ávaxtatrjáa, sem gefa æt ber og aldin hér á landi. Hvar best er að gróðursetja tré í garðinum. Fjallað er um jarðveg, áburðargjöf, klippingar og umhirðu, helstu meindýr og sjúkdóma í berjaræktun. Þátttakendur fá m.a. uppskriftir að berjahlaupi, berjasultu, marmelaði og réttum þar sem berin þjóna lykilhlutverki.StaðSetnInG: Á öllu Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum.HVenær: Í apríl 2013.

Ræktun berjarunna og ávaxtatrjáa – fyrirlestur

Kr. 7.900.-4,5 KESt.

LeIðBeInandI: Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur.

LýSInG & marKmIð: Farið er yfir ræktun skrautrunna, berja-runna, limgerðisplantna, lauftrjáa og sígræns gróðurs út frá gróðursetningu, jarðvegi, áburðagjöf og umhirðu. Að námskeiði loknu þekkir þú sérkenni og harðgerði tegunda út frá mismunandi notkun og getur valið fjölbreyttan trjágróður í sumarbústaðalandið þitt.StaðSetnInG: Á öllu Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum.HVenær: Í apríl 2013.

Gróður og tré við sumarbústaði – fyrirlestur

Kr. 7.900.-6 KESt.

LeIðBeInandI: Garðyrkjufræðingur á heimaslóð.

LýSInG & marKmIð: Að loknu þessu námskeiði hefur þú lært um sáningu, ræktun, umönnun í ræktun matjurta, jarðveg og áburðargjöf. Sýndar eru mismunandi gerðir ræktunarbeða, karma og skjólgjafa. Saga matjurtaræktar á Íslandi reifuð, skýrt frá uppruna tegundanna sem teknar eru til umfjöllunar, eðliseinkennum um 40 tegunda og yrkja ásamt því að fjalla lítillega um hollustu og lækningamátt matjurta. Farið er yfir sjúkdóma og lýst nokkrum aðferðum við geymslu og matreiðslu.StaðSetnInG: Á öllu Norðurlandi vestra.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum.HVenær: Í apríl 2013.

Matjurtagarðurinn þinn – fyrirlestur

Kr. 7.900.-4,5 KESt.

LeIðBeInandI: Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur.

Page 29: Námsvísir Farskólans vor 2013

29

BoRgARflöT 1 SAUÐÁRKRÓKI SíMI 453 5433

Félagsmenn stéttarfélaga eiga rétt á styrkjum vegna náms eða námskeiða sem þeir stunda. Aldan

stéttarfélag á aðild að eftirtöldum sjóðum: Landsmennt fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði, Sveitamennt fyrir starfsmenn sveitafélaga, Sjómennt fyrir

sjómenn og Ríkismennt fyrir ríkisstarfsmenn.

Nú er tækifæri til að skella sér í námið sem þig

hefur alltaf langað í!Kynntu þér málið á skrifstofu stéttarfélaganna

Menntun er málið

– átt þú rétt á styrk?

Viltu sækja þér aukna fræðslu, framhalds- og háskólanám, tungumálanám, tölvunámskeið,

aukin ökuréttindi tómstundanám og allt starfstengt nám,

auk ýmissa annarra námskeiða ?

Ef þú ert félagsmaður í Stéttarfélaginu Samstöðu og hefur greitt til félagsins í a.m.k.

sex mánuði af síðustu tólf áttu rétt á styrk úr starfsmenntasjóðum þeim

sem Samstaða er aðili að.

Leitaðu upplýsinga hjá félaginu um réttindi þín .

& 452 4932 og 451 2730

ns

so

n &

Le

’ma

ck

s

jl.i

s

sÍa

Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn,

16 ára og eldri. Lögð er áhersla á þjónustu sem

sniðin er að þörfum hvers og eins, betri kjör og

fjölbreytt fríðindi.

Það munar miklu að vera í Námunni

Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is,í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Page 30: Námsvísir Farskólans vor 2013

30

- kynntu þér möguleikana

Landsmennt er fræðslusjóðurSamtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni

Verkalýðsfélögin sjá um afgreiðslu einstakllingsstyrkja í umboði sjóðsins

Sjóðurinn styrkir starfsmenntun í fyrirtækjum

Menntun skapar tækifæri

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.landsmennt.is • [email protected]

Þín leið til fræðslu

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.rikismennt.is • [email protected]

Ríkismennt styrkir starfsmenntun innan stofnana ríkisins á landsbyggðinni

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna

Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar

Page 31: Námsvísir Farskólans vor 2013

31

Hagnýtar upplýsingar um FarskólannSkrifstofa á SauðárkrókiFarskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestraVið Faxatorg, 550 Sauðárkrókur & 455 6010

Heimasíða Farskólans: www.farskolinn.is

Markviss þarfagreining: http://markviss.hugverk.is/Kíkið á okkur á Facebook: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Námsver og námsstofur:Hvammstangi Höfðabraut 6 Umsjónarmaður: Sigríður Tryggvadóttir Sími 451 2607 / 692 8440Blönduós Grunnskólinn / Þverbraut 1 Þórhalla Guðbjartsdóttir & 452 4147 Ásgerður Pálsdóttir & 452 4932Skagaströnd Einbúastígur 2 Umsjónarmaður: Björn Ingi Óskarsson Sími 452 2747 / 868 8774Sauðárkrókur Við Faxatorg Farskólinn Sími 455 6010

Þjónusta Farskólans:· Náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum og í Farskólanum

· Námskeið af ýmsum toga

· Háskólanám heima í héraði

· Markviss ráðgjöf og sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir

· Greining og ráðgjöf vegna lestrar- og skriftarvanda fullorðinna

· Raunfærnimat

Skagafjörðurer spennandi valkostur!

Nálægð við náttúru, góðir skólar á öllum skólastigum, ein ódýrasta hitaveita á landinu,

fjölbreytt þjónusta, öflugt íþróttalíf, mikil veðursæld og kröftugt menningarlíf er meðal

þess sem gerir Skagafjörð að fýsilegumbúsetukosti, ekki síst fyrir fjölskyldufólk.

Íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði eru um 4200, þar af um 2600 á Sauðárkróki.

Sauðárkrókur er einn öflugasti byggðakjarni landsbyggðarinnar þar sem saman fer öflug

útgerð, úrvinnsla afurða af stóru land-búnaðarsvæði og þjónusta sem jafnast á við

það besta sem býðst á landsbyggðinni.

Það er alltaf pláss fyrir fleira gott fólk

í Skagafirði!

NÝP

REN

T eh

f

Kíktu á www.skagafjordur.is

Skagafjörðurbýður alla velkomna!

Nálægð við náttúru, góðir skólar allt frá leik-

skólum til háskóla, ein ódýrasta hitaveita á landinu, margþætt þjónusta, öflugt íþróttalíf,

fjölskrúðugt menningarlíf, mikil veðursæld og góðar samgöngur eru meðal þess sem gerir

Skagafjörð að fýsilegum búsetukosti, ekki síst fyrir fjölskyldufólk.

Í Sveitarfélaginu Skagafirði eru fjórir

þéttbýliskjarnar, Sauðákrókur, Hofsós, Hólar í Hjaltadal og Varmahlíð en að

auki býr um fjórðungur íbúa héraðsins í dreifbýli enda Skagafjörður eitt öflugasta

matvælaframleiðsluhérað landsins og margir sem kjósa búsetu í dreifbýli

þótt þeir sæki vinnu í þéttbýlið.

Atvinnulíf í Skagafirði er fjölbreytt og er þar að finna margbreytilega flóru öflugra fyrirtækja

og stofnana. Félagslíf í firðinum er blómlegt og afþreyingarmöguleikar margvíslegir enda löngum

verið haft á orði að Skagfirðingar kunni vel að skemmta sér. Þá er náttúran óvíða fegurri en í Skagafirði, menningararfurinn er ríkulegur og

sagan við hvert fótmál.

Það er alltaf pláss fyrir fleira gott fólk í Skagafirði!

Page 32: Námsvísir Farskólans vor 2013

32

LýSInG oG marKmIð: Langar þig til að vinna á skrifstofu? Viltu breyta til í starfi? Ef þú svara játandi er Skrifstofuskólinn fyrir þig. Að loknu námi getur þú unnið verkefni á nútíma skrifstofu.

• Enska• Verslunarreikningur• Bókhald• Tölvur• Sjálfstyrking og fleira.

StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi. Hægt er að kenna í fjarmenntabúnaði ef hópurinn er dreifður.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum.HVenær: Á vor- eða haustönn 2013.ForKröFur: Að þú sért orðin/n 20 ára og hafir verið á vinnumarkaði í einhvern tíma.mat á námI: Engin formleg próf eru tekin en verkefni eru unnin í tímum og metin af leiðbeinendum. Gerð er krafa um 80% mætingu í hvern námsþátt.tIL atHuGunar: Kennt er samkvæmt námsskrá Fræðslu- miðstöðvar atvinnulífsins. Mennta– og menningarmálaráðu-neytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 18 eininga á framhaldsskólastigi. Námsmenn geta sótt um fræðslustyrk hjá sínu stéttarfélagi ef þeir eiga rétt á því.Sjá nánar á www.farskolinn.is

Skrifstofuskólinn

Kr. 44.000.-240 KESt.

LeIðBeInendur: Kennarar á Norðurlandi vestra.

LýSInG oG marKmIð: Byrjaðir þú í framhaldsskóla en kláraðir ekki? Fórstu snemma út á vinnumark aðinn? Hefur þú starfað lengi í ákveðinni iðngrein og vilt ná þér í starfsréttindi? Ef þú svarar játandi þá er „Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“ fyrir þig. Lögð er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám.

„Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“ – fjarkennt að hluta

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins – námsskrár

Kr. 56.000.-300 KESt.

LeIðBeInendur: Kennarar á Norðurlandi vestra.

Færni í ferðaþjónustu

LýSInG & marKmIð: Ferðaþjónusta I er 60 kennslustunda nám sem meta má til 5 eininga náms í framhaldsskóla. Tilgangur námsins er að þátttakendur öðlist jákvæð viðhorf til starfsins, starfsgreinarinnar og eigin færni, undirbúi sig fyrir krefjandi viðfangsefni ferðaþjónustunnar og efli starfs-færni sína.Markmið námskeiðsins er að þátttakendur skilji hlutdeild starfsmanna í árangri ferðaþjónustu, verði færir um að veita gæðaþjónustu, verði úrræðagóðir, hafi yfirsýn yfir verkferla á vinnustöðum og hafi staðgóða samfélags– og staðarþekkingu.Helstu námsþættir eru þjónusta, gildi ferðþjónustu, þjón-ustulund og samskipti, samfélags og staðarþekking auk sér-hæfingar í þjónustu. Námskeiðið er styrkt af Fræðslusjóði.StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi. Hægt er að kenna í fjarmenntabúnaði ef hópurinn er dreifður.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum.HVenær: Á vor- eða haustönn 2013.ForKröFur: Engar.mat á námI: Engin formleg próf eru tekin en verkefni eru unnin, bæði í tímum og heima og eru þau metin af leiðbeinendum. Gerð er krafa um 80% mætingu í hvern námsþátt.tIL atHuGunar: Kennt er samkvæmt námsskrá Fræðslu mið-stöðvar atvinnulífsins. Mennta– og menningamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 18 eininga á framhaldsskólastigi. Fræðslumiðstöðin niðurgreiðir námið. Námsmenn geta sótt um fræðslustyrk hjá sínu stéttarfélagi ef þeir eiga rétt á því.

Sjá nánar á www.farskolinn.is.

LeIðBeInendur:Kennarar á Norðurlandi vestra.

Kr. 12.000.- 60 KESt.

Samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins býður Farskólinn fullorðnu fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla upp á námsleiðirnar Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, Skrifstofuskólann og Færni í ferðaþjónustu. Námsleiðirnar eru fjármagnaðar af Fræðslusjóði á móti nemendagjöldum.

Helstu námsgreinar eru: Íslenska, danska, enska, stærð-fræði, sjálfsstyrking og námstækni.Að loknu námskeiði:

• hefur þú lært grunnáfanga í íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði á framhaldsskólastigi.

• hefur þú öðlast meira sjálfstraust í námi.• hefur þú þjálfað sjálfstæði í námi.• hefur þú þjálfað leikni þína í tölvunotkun og

upplýsingaleit.• hefur þú styrkt stöðu þína á vinnumarkaði.

Sjá nánar á heimasíðu Farskólans og á http://frae.is/namsskrar/almennar-boklegar-greinar/StaðSetnInG: Á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi. Hægt er að kenna í fjarmenntabúnaði ef hópurinn er dreifður.FJöLdI: Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum.HVenær: Á vor- og haustönn 2013.ForKröFur: Að þú sért orðinn 23 ára, hafir lokið grunn-skóla eða Grunnmenntaskólanum.mat á námI: Enginn formleg próf eru tekin en verkefni eru unnin, bæði í tímum og heima og eru þau metin af leiðbeinendum. Gerð er krafa um 80 % mætingu í hvern námsþátt.tIL atHuGunar: Kennt er samkvæmt námsskrá Fræðslu -miðstöðvar atvinnulífsins. Mennta– og menningarmálaráðu-neytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 24 eininga á framhaldsskólastigi. Námsmenn geta sótt um fræðslustyrk hjá sínu stéttarfélagi ef þeir eiga rétt á því.

Sjá nánar á www.farskolinn.is.