námskeið fyrir kennara í vesturbyggð og á tálknafirði

12
Námskeið fyrir kennara í Vesturbyggð og á Tálknafirði Þuríður Jóhannsdóttir Um fjarkennslu og fjarnám með aðstoð upplýsinga og samskiptatækni

Upload: desirae-cardenas

Post on 30-Dec-2015

32 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Námskeið fyrir kennara í Vesturbyggð og á Tálknafirði. Þuríður Jóhannsdóttir Um fjarkennslu og fjarnám með aðstoð upplýsinga og samskiptatækni. Fjórir skólar sem tengja á saman með aðstoð upplýsinga- og samskiptatækni. Hvaða tækni stendur til boða? Fjarfundabúnaður Netskólinn - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Námskeið fyrir kennara í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Námskeið fyrir kennara í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Þuríður Jóhannsdóttir

Um fjarkennslu og fjarnám með aðstoð upplýsinga og samskiptatækni

Page 2: Námskeið fyrir kennara í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Fjórir skólar sem tengja á saman með aðstoð upplýsinga- og samskiptatækni Hvaða tækni stendur til boða?

Fjarfundabúnaður Netskólinn Umræðuvefir á netinu Netið almennt – opnir og lokaðir vefir Tölvuóstur Sími O.s.frv.

Og hvaða möguleika býður hún uppá?

Page 3: Námskeið fyrir kennara í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Spurningin er hvernig er hægt að nýta þau verkfæri sem standa til boða Hvernig og í hvaða tilgangi á að nota

fjarfundabúnaðinn? Til hvaða verka sem þarf að vinna nýtist

fjarfundabúnaður betur en önnur UST-verkfæri eins og t.d. Netskólinn eða tölvupóstur?

Væntanlega er hugsunin sú að nota eigi UST- verkfæri til að kenna með

Kennarar noti UST til að miðla kennslu?

Page 4: Námskeið fyrir kennara í Vesturbyggð og á Tálknafirði

En hvað er kennsla? Hvað gerist í kennslustofunni við hefðbundnar aðstæður? Kennari miðlar fróðleik Kennari heldur athygli nemenda Kennari vekur áhuga Kennari heldur aga Kennari skipuleggur verkefni og leggur fyrir

nemendur Kennari svarar spurningum nemenda Kennari leiðréttir misskilning O.s.frv.

Page 5: Námskeið fyrir kennara í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Hvernig er hægt að sinna öllum þessum hlutverkum ef nemendur eru ekki á sama stað og kennarinn? Það þarf að hugsa og undirbúa fyrirfram Nokkuð ljóst að einn kennari getur ekki haldið

aga á fjórum mismunandi stöðum hjálparlaust.

Velta þarf fyrir sér hvaða leiðir eru færar og hvaða aðstoð þarf að vera til staðar

Tæknin leysir ekki öll vandamálin Nemendur bíða ekki allir áhugasamir eftir því

að fá að læra – þeir eru í skyldunámi

Page 6: Námskeið fyrir kennara í Vesturbyggð og á Tálknafirði

En hvað með nemendur og nám ?Er UST verkfæri til náms? Hvað þurfa nemendur að gera til að læra? Nú er talað um nemendamiðað nám og einstaklingsmiðaða

námskrá og kennsluhætti Hvernig og í hvaða tilgangi eiga nemendur að nota UST sem

verkfæri til náms? Er hægt að nota fjarfundabúnað sem tæki til náms og þá

hvernig? Gætu nemendur t.d. unnið samvinnuverkefni í gegnum

fjarfundabúnað? Hvernig geta nemendur notað netið – Netskólann til að læra? –

huga að fjölbreyttum möguleikum. Má nota fjarfundabúnað fyrir félagsleg semskipti nemenda utan

kennslustunda?

Page 7: Námskeið fyrir kennara í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Gátlisti um kennslu sem athöfn og sýnilega virkni Hvaða kennsluaðferðum ætlar þú að beita í kennslunni? ætlar þú að aðstoða nemendur þína eða kenna þeim að meta

hvort það efni sem þeir finna á netinu er áreiðalegt og nýtilegt í náminu?

Sjá t.d. Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Litróf kennsluaðferðanna. Æskan. og 2002, 2003. Kennsluaðferðavefurinn. http://starfsfolk.khi.is/ingvar/kennsluadferdir/index.htm

Veltu fyrir þér hvaða kennsluaðferðum þú beitir í kennslustofunni og hvernig og hvort þú getur yfirfært þær á netið. Ef það er ómögulegt veltu þá fyrir þér hvað gæti komið í staðinn.

Gerðu þér og nemendum skýra grein fyrir hvert er hlutverk kennara í því námi sem verið er að skipuleggja

Á hvern hátt ætlar þú að gera virkni kennara (vinnu) sýnilega á vef námskeiðsins?

Veltu fyrir þér tiltækum tólum á netinu og/eða í kennslukerfinu og hvernig þau geta nýst til mismunandi kennsluathafna.

Page 8: Námskeið fyrir kennara í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Gátlisti um virkni kennara

Hvernig ætlar þú að skipuleggja námsefni og leiðsögn við nemendur?

Hvernig ætlar þú að koma á framfæri beinni kennslu í formi fræðslu?

Hverju getur þú bætt við lesefni sem nemendur eiga að lesa í kennslubók eða aðalkennsluefni?

Hvernig ætlar þú að leiðbeina nemendum við lestur námsbóka/námsefnis?

Hvernig ætlar þú að vekja áhuga nemenda á námsefninu? Hvernig ætlar þú að leggja verkefni fyrir nemendur? Hvernig ætlar þú að haga samskiptum þínum við nemendur um

námið? Hvernig ætlar þú að svara fyrirspurnum nemenda? Hvernig ætlar þú að sinna persónulegum erindum nemenda?

Page 9: Námskeið fyrir kennara í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Eru verkefnin sem þú leggur fyrir nemendur í samræmi við markmiðin? Gættu þess að það samræmi sé skýrt fyrir nemendum með því að árétta tilgang og samhengi verkefna.

Eru verkefnalýsingar skýrar þannig að reynt sé að fyrirbyggja misskilning?

Hugsaðu um reynslu af staðbundinni kennslu og hvaða misskilningur er algengur þegar þú hefur lagt fyrir tiltekna gerð af verkefnum.

Sendu verkefnalýsingar á vef námskeiðsins bæði í formi tals og texta ef því verður komið við og reyndu að lýsa verkefninu sem ákveðnu ferli sem nemendur eiga að vinna í tilteknum þrepum ef það er hægt. Misskilningur í fyrirmælum veldur mikilli streitu í fjarnámi.

Hugsaðu um hvernig þú getur sett textann upp þannig að hann verði læsilegur á skjánum og láttu fylgja prentvæna útgáfu ef líklegt er að nemendur vilji prenta út. Til dæmis gæti textinn verið settur upp í PowerPoint fyrir nemendur til að lesa á skjánum en sami texti, e.t.v. ögn fyllri settur upp í Word skjali til útprentunar.

Page 10: Námskeið fyrir kennara í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Notaðu töflur og áherslupunkta við uppsetninu texta og myndir – teikningar, kort eða ljósmyndir – ef þær eru til þess fallnar að skýra efnið.

Sendu nemendum fræðsluefni bæði í formi texta og tals s.s. Word og PowerPoint með tali eða aðrar hljóðskrár.

Veltu fyrir þér hvernig þú getur gefið persónulegan tón í því efni sem þú sendir nemendum.

Veltu fyrir þér hvernig þú getur gert kennsluna lifandi með því að tengja umfjöllun um námsefnið við atburði líðandi stundar.

Veltu fyrir þér hvernig þú ætlar að notfæra þér kosti bæði Internetsins og tölvutækninnar við kennsluna. Hvernig hyggstu nýta auðvelt og ódýrt aðgengi að netefni? Hvernig henta þau tölvuforrit sem þú hefur aðgang að við hinar ýmsu kennsluathafnir? Mundu að hófleg fjölbreytni í notkun aðferða getur verið kostur.

Ætlar þú að benda nemendum á íslenskt efni eða hafa þeir nægilega tungumálakunnáttu til að hægt sé að benda þeim á efni á erlendum málum?

Hvernig ætlar þú að aðstoða nemendur þína eða kenna þeim að meta hvort það efni sem þeir finna á netinu er áreiðalegt og nýtilegt í náminu?

Page 11: Námskeið fyrir kennara í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Gátlisti um virkni nemenda Hvert er hlutverk nemenda í því námi sem þú ert að

skipuleggja? Er skýrt hvaða verk nemandinn á að vinna? Eru verkefni sem þú leggur fyrir nemendur í samræmi við þau

markmið sem þú hefur sett upp fyrir námið? Eru verkefnin tengd raunveruleika nemenda og líkleg til að vera

áhugaverð og merkingarbær fyrir þá? Koma þau til móts við veruleika þeirra og þarfir?

Lestur er mikilvæg virkni í öllu námi. Hvað ætlar þú að láta nemendur gera sem hvetur þá til lestrar?

Hvaða stuðning ætlar þú að veita nemendum? Hvað ætlar þú að láta nemendur gera til að stuðla að því að

þeir hugsi um og íhugi námsefnið? Hvað ætlar þú að láta nemendur gera sem hvetur þá til að lesa

ítarefni umfram skyldulesefni? Hvað eiga nemendur að gera til að þjálfa minnisatriði?

Page 12: Námskeið fyrir kennara í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Gátlisti um virkni nemenda Hvað eiga nemendur að gera til að þjálfa leikni í vinnubrögðum? Hvað eiga nemendur að gera til að þjálfa framburð í

tungumálum? Hvað eiga nemendur að gera til að öðlast þá þekkingu og leikni

sem fagið gerir kröfur um hverju sinni – ólíkt eftir námsgreinum?

Hvað gerir þú til að koma til móts við ólíkar námsvenjur nemenda? Eru verkefnin sem nemendur eiga að vinna fjölbreytt og gera þau ólíkar kröfur? Er gott jafnvægi á milli einstaklingsverkefna, paraverkefna og hópverkefna?

Hvernig ætlar þú að nýta möguleika netsins til að birta verkefni nemenda á vef námskeiðsins? Slíkt getur verið námshvetjandi almennt.

Er mögulegt að beita verkaskiptingu meðal nemenda við úrvinnslu úr námsefni og birta niðurstöður á vefnum sem gætu gagnast samnemendum, t.d. fyrir próf?

Er mögulegt að nýta sér á einhvern hátt ef nemendahópurinn er misleitur hvað snertir t.d. aldur, búsetu, reynslu, menntun o.s.frv. í umræðum og verkaskiptingu í samvinnuverkefnum?