Ýmir Óskarsson

76
Afstaða til bólusetninga barna á Íslandi Ýmir Óskarsson Rannsóknarverkefni til B.Sc.-gráðu Læknadeild

Upload: others

Post on 05-Jun-2022

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Ýmir Óskarsson

Afstaða til bólusetninga barna á Íslandi

Ýmir Óskarsson

Rannsóknarverkefni til B.Sc.-gráðu Læknadeild

Page 2: Ýmir Óskarsson

Afstaða til bólusetninga barna á Íslandi

Ýmir Óskarsson

Rannsóknarverkefni til BSc prófs í læknisfræði

Leiðbeinendur: Ásgeir Haraldsson1,2

, Þórólfur Guðnason3, Haraldur Briem

3,

Karl G. Kristinsson1,4

og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir5.

1Læknadeild Háskóla Íslands,

2Barnaspítali Hringsins,

3Embætti Landlæknis,

4Sýklarannsóknardeild Landspítala,

5Félagsvísindastofnun HÍ.

Læknadeild

Námsbraut í læknisfræði

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Maí 2014

Page 3: Ýmir Óskarsson
Page 4: Ýmir Óskarsson

1

Efnisyfirlit

Ágrip - Afstaða til bólusetninga barna á Íslandi. ..................................................................................... 3

Listi yfir skammstafanir .......................................................................................................................... 4

1. Inngangur............................................................................................................................................. 5

1.1 Saga bólusetninga .......................................................................................................................... 5

1.2 Náttúrulegar sýkingar, bólusetningar og faraldsfræði. .................................................................. 6

1.2.1 Barnaveiki (diphtheria) ........................................................................................................... 6

1.2.2 Haemofilus influenzae hjúpgerð b (Hib) ................................................................................ 6

1.2.3 Hettusótt (mumps) .................................................................................................................. 7

1.2.4 HPV veiran (Human Papilloma Virus) ................................................................................... 7

1.2.5 Kíghósti (pertussis) ................................................................................................................. 8

1.2.6 Meningókokkar C ................................................................................................................... 9

1.2.7 Mislingar (measles) ................................................................................................................ 9

1.2.8 Mænusótt (poliomyelitis) ..................................................................................................... 10

1.2.9 Pneumókokkar ...................................................................................................................... 11

1.2.10 Rauðir hundar (rubella) ...................................................................................................... 12

1.2.11 Stífkrampi (tetanus) ............................................................................................................ 12

1.3 Gerðir bóluefna ............................................................................................................................ 13

1.3.1 Bóluefni með dauðar/óvirkjaðar örverur (e. killed inactivated vaccines). ........................... 13

1.3.2 Lifandi veikluð bóluefni (e. live attenuated vaccines). ........................................................ 13

1.3.3 Bóluefni með óvirk eiturefni örvera (e. toxoid vaccines). .................................................... 13

1.3.4 Undireininga bóluefni (e. subunit vaccines) ......................................................................... 14

1.4 Bólusetningar á Íslandi ................................................................................................................ 15

1.4.1 Þátttaka í bólusetningum á Íslandi. ....................................................................................... 16

1.5 Öryggi bóluefna ........................................................................................................................... 16

1.6 Aukaverkanir bólusetninga .......................................................................................................... 17

1.7 Frábendingar bólusetninga .......................................................................................................... 18

1.8 Árangur bólusetninga .................................................................................................................. 19

1.8.1 Hjarðónæmi (e. herd immunity) ........................................................................................... 19

1.9 Andstaða við bólusetningum ....................................................................................................... 20

1.10 Afstaða foreldra ......................................................................................................................... 21

1.11 Inngangur rannsóknar. ............................................................................................................... 22

2. Markmið rannsóknar ......................................................................................................................... 23

3. Efni og aðferðir ................................................................................................................................. 24

Page 5: Ýmir Óskarsson

2

4. Niðurstöður ........................................................................................................................................ 26

4.1 Bakgrunnsþættir þátttakenda. ...................................................................................................... 26

4.2 Afstaða til bólusetninga barna á Íslandi ...................................................................................... 28

4.3 Afstaða starfsmanna Landspítalans til bólusetninga barna á Íslandi. .......................................... 44

4.4 Afstaða starfsmanna og nema við Háskóla Íslands til bólusetninga barna á Íslandi. .................. 46

4.5 Niðurstöður – Samantekt. ............................................................................................................ 48

5. Umræður ............................................................................................................................................ 49

5.1 Bólusetning barna á fyrsta og öðru aldursári ............................................................................... 49

5.2 Nýjar bólusetningar ..................................................................................................................... 50

5.3 Bólusetning fullorðinna við inflúensu ......................................................................................... 51

5.4 Trú á virkni bóluefna og traust til heilbrigðisyfirvalda ............................................................... 52

5.5 Ótti við aukaverkanir ................................................................................................................... 53

5.6 Áhrif menntunar og kyns. ............................................................................................................ 54

5.7 Búseta .......................................................................................................................................... 56

5.8 Styrkleikar og veikleikar rannsóknar ........................................................................................... 57

5.9 Í framhaldinu ............................................................................................................................... 58

6. Lokaorð ............................................................................................................................................. 59

7. Þakkir ................................................................................................................................................ 60

8. Heimildir ........................................................................................................................................... 61

9. Viðaukar ............................................................................................................................................ 68

9.1 Viðauki A. ................................................................................................................................... 68

9.2 Viðauki B .................................................................................................................................... 72

Page 6: Ýmir Óskarsson

3

Ágrip - Afstaða til bólusetninga barna á Íslandi. Ýmir Óskarsson

1, Ásgeir Haraldsson

1,2, , Þórólfur Guðnason

3, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir

5,

Karl G. Kristinsson1,4

, Helga Erlendsdóttir1,4

og Haraldur Briem3.

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins,

3Embætti Landlæknis,

4Sýklarannsóknardeild Landspítala,

5Félagsvísindastofnun HÍ.

Inngangur: Bólusetningar hafa bjargað ótal mannslífum og dregið úr smitsjúkdómum og

sjúkdómsbyrði. Þegar nýgengi sjúkdóma lækkar er fólk síður kunnugt hættum þeirra og

beinist þá athyglin í auknum mæli að hugsanlegum áhættum og aukaverkunum tengdum

bólusetningum. Áhyggjur almennings um aukaverkanir bólusetninga hafa aukist og

vísbendingar eru erlendis um að foreldrar neiti eða fresti bólusetningu barna sinna í meira

mæli en áður. Lítið er vitað um viðhorf almennings og annara hópa til bólusetninga á

hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að kanna afstöðu til bólusetninga barna á Íslandi,

skoða afstöðu sérstakra hópa og áhrif bakgrunnsþátta á afstöðu.

Efni og aðferðir: Spurningalisti með 11 spurningum um afstöðu til bólusetninga auk

spurninga um bakgrunnsþætti var sendur á fjögur úrtök með tölvupósti (N = 20.641):

almenningsúrtak úr netpanel félagsvísindastofnunnar Háskóla Íslands (HÍ) (n = 4987),

starfsmenn Landspítalans (n = 4414), starfsmenn (n=1143) og nemendur (n = 10.097) HÍ.

Gögn voru flutt í SPSS þar sem gerð var tvíþátta fjölbreytu lógístísk aðhvarfsgreining.

Niðurstöður: Alls fengust svör frá 6501 einstaklingum: 3141 frá almenningi, 1883 frá

Landspítala, 917 frá háskólanemum og 560 frá starfsmönnum HÍ. Heildarsvarhlutfall var

31,5%. Minnst var svarhlutfall meðal háskólanema (9,1%) en hæst meðal almennings (63%).

Yfir 95% þátttakenda voru mjög eða frekar hlynntir bólusetningu barna á fyrsta og öðru

aldursári. Alls voru 79 manns (1,2%) mjög eða frekar andvígir bólusetningu barna á fyrsta

og/eða öðru ári. Þá voru 90% þátttakenda mjög eða frekar sammála því að bóluefni veiti vörn

gegn sýkingum, 92% treysta íslenskum heilbrigðisyfirvöldum til að ákveða fyrirkomulag

bólusetninga og 96% myndu bólusetja barn sitt skv. íslensku fyrirkomulagi. Rúmlega 9%

voru mjög eða frekar sammála því að óttast alvarlegar aukaverkanir bólusetninga og 15%

töldu náttúrulegar sýkingar séu heilbrigðari en bólusetning. Óvissa einkennir afstöðu til

upptöku bólusetninga barna gegn hlaupabólu og inflúensu en fáir voru þeim þó andvígir.

Ýmsir bakgrunnsþættir t.d kyn,búseta og menntun höfðu áhrif á afstöðuna. Nemar og

starfsmenn við heilbrigðisvísindasvið HÍ og læknar á Landspítala voru líklegri til að hafa

afgerandi jákvætt viðmót til bólusetninga.

Ályktun: Afstaða til bólusetninga barna á Íslandi er afgerandi jákvæð og gefur góð fyrirheit

um að áfram megi halda smitsjúkdómum hérlendis í skefjum. Andstaða við bólusetningar og

efasemdir um virkni þeirra eru til staðar, þó ekki í miklu mæli.

Page 7: Ýmir Óskarsson

4

Listi yfir skammstafanir

DTaP: Bóluefni gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta.

Hib: Bóluefni gegn Haemofilus influenzae hjúpgerð b

MMR: Bóluefni gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum.

VAPP: Lömunarveiki eftir bólusetningu með OPV bóluefni (vaccine associated paralytic

poliomyelitis)

VDPV: Meinvirk polioveira með uppruna í OPV bóluefni.

WHO: Alþjóðaheilbrigðimálasstofnunin

Page 8: Ýmir Óskarsson

5

1. Inngangur

1.1 Saga bólusetninga

Tilraunir manna til að hindra útbreiðslu sjúkdóma með notkun eitthvers konar bóluefna eru

aldagamlar. Fyrstu áreiðanlegu heimildirnar koma frá Kína á 17.öld (1). Kínverjar smituðu

heilbrigt fólk af bólusótt (e. smallpox) með því að setja efni unnið úr bóluvessa einstaklinga

sem þeir töldu vera með milt form af sjúkdómnum í nefslímhúð þeirra sem átti að verja(2).

Sambærilegar aðgerðir fóru fram í Mið-Austurlöndum og urðu síðar vinsælar í Evrópu á

18.öld fyrir tilstuðlan Lafði Mary Wortley Montague (3). Aðferðin var einnig notuð af

Bandaríska lækninum Zabdiel Boylston árið 1726 þegar bólusóttarfaraldur geisaði í Boston

(4). Fyrsta bólusetningin er þó eignuð Englendingnum Edward Jenner sem árið 1796 tók

vessa úr kúabólusári mjaltarkonu og kom vökvanum fyrir í húðsári á handlegg ungs drengs.

Sex vikum síðar var efni úr bólusóttar graftararkýli sett í sár á handlegg drengsins án þess að

bólusótt þróaðist í kjölfarið (3, 5).

Aðgerð Jenners fékk nafnið bólusetning (e. vaccination) og dregur nafn sitt af

kúabólunni sem virkaði gegn bólusóttinni (6). Jenner uppgötvaði ekki bólusetningar en var sá

fyrsti til að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að aðgerðin veitti áreiðanlega vörn gegn

bólusótt (3, 5). Innan tveggja ára frá fyrstu bólusetningu Jenners var farið í kerfisbundna

bólusetningarherferð gegn bólusótt og árið 1800 höfðu 100.000 manns verið bólusettir í

Evrópu og sama ár hófust bólusetningar í Norður-Ameríku (3, 5, 6). Tæp öld leið þar til

bóluefni gegn öðrum sjúkdóm kom á sjónarsviðið er Louis Pasteur framleiddi bóluefni gegn

hundaæði (e.rabies) árið 1885 (7). Bóluefni gegn taugaveiki (e. typhoid fever), kóleru (e.

cholera) og plágunni (e. bubonic plague) komu skömmu síðar (7).

Þróun bóluefna hefur ætíð verið takmörkuð við þekkingu og tækni þess tíma. Bóluefni

Jenners grundvallaðist einungis á þeirri athugun að mjaltarkonur sýktar af kúabólu (e.

cowpox) voru ónæmar gagnvart bólusóttarfaröldrum, fremur en skilningi á undirliggjandi

ónæmisfræðilegum ferlum (6). Samhliða vaxandi þekkingu í sýklafræði og ónæmisfræði kom

jarðvegur fyrir þróun nýrra bóluefna á skynsamlegum og rökvissum grundvelli. Framleiðsla

bóluefna úr dauðum eða veikluðum veirum varð þannig til dæmis möguleg eftir þróun aðferða

til að rækta veirur í eggjafóstrum og frumurækt. Þær aðferðir voru notaðar til hanna bóluefni

gegn kíghósta, inflúensu og mænusótt (e. polio) og síðar mislingum, hettusótt og rauðum

hundum (7, 8).

Page 9: Ýmir Óskarsson

6

Uppgötvanir á sviði erfðatækni leiddu til þróunar fyrsta splæsta bóluefnisins (e.

recombinant vaccine) gegn lifrararbólgu B árið 1984 (9). Framþróanir í erfðatækni hafa rutt

veginn fyrir ótal nýja möguleika við þróun bóluefna framtíðarinnar (8). Þær hindranir sem

þarf að yfirstíga við þróun nýrra bóluefna í dag eru ekki aðeins þekkingarlegs eðlis heldur

einnig á sviði tæknilegrar getu, framleiðslu og strangrar reglugerðar (10). Í dag eru til yfir 70

bóluefni gegn 30 örverum (11). Börn á Íslandi eru bólsett gegn 11 sjúkdómum (12).

1.2 Náttúrulegar sýkingar, bólusetningar og faraldsfræði.

1.2.1 Barnaveiki (diphtheria)

Barnaveiki er sjúkdómur af völdum eiturmyndandi bakteríunnar Corynebacterium

diphtheriae. Frumsýking er oftast í slímhúð efri öndunarvegar en eitur bakteríunnar getur

farið þaðan í blóðrás og valdið vefjaskemmdum í hjarta, taugum og öðrum líffærum.

Einkennandi fyrir sjúkdóminn er myndun bólgufalshimnu (e. inflammatory pseudomembrane)

(13). Sýklalyf drepa bakteríuna en koma ekki í veg fyrir eituráhrif hafi sýking náð fótfestu og

því er bólusetning eina vörnin gegn sjúkdómnum (12, 13).

Samhliða tilkomu bóluefnis hefur faraldsfræði sjúkdómsins gjörbreyst. Fyrir tíma

bóluefnis var barnaveiki algengur sjúkdómur, náttúrulegt ónæmi fékkst með náttúrulegum

sýkingum og nýburar fengu mótefni frá móður yfir fylgju (14). Í bólusettum samfélögum hafa

börn virkt ónæmi vegna bólusetningar í bernsku. Ónæmið minnkar með aldri og án

reglulegrar endurbólusetningar eða endurtekinnar útsetningar bakteríunnar verða fullorðnir

næmir fyrir barnaveiki (14). Afleiðingin er sú að flest tilfelli barnaveiki eru meðal fullorðinna

einstaklinga með dvínandi ónæmi fyrir bakteríunni. Færslu aldursdreifingar sjúkdómsins er

ekki hægt að skýra eingöngu með innleiðingu bóluefnis þar sem hún hófst fyrir tíma

fjöldabólusetningar. Félagslegir þættir skipta þar miklu máli líkt og faraldrar á 8. og 9. áratug

síðustu aldar í Bandaríkjunum og Svíþjóð undirstrika. (14)

1.2.2 Haemofilus influenzae hjúpgerð b (Hib)

Hib er baktería sem getur valdið alvarlegum sýkingum svo sem heilahimnubólgu,

lungnabólgu, barkabólgu, barkaspeldisbólgu, blóðsýkingu og lið- og beinasýkingum. (12, 15)

Bóluefni gegn Hib er samtengt bóluefni, þar sem það hefur verið tekið í notkun hefur

ífarandi sýkingum vegna Hib nánast verið útrýmt (15, 16). Bólusetning hófst hérlendis árið

1989 en fyrir þann tíma greindust um 10 börn árlega með heilahimnubólgu af völdum Hib

(12). Árangurinn var frábær og síðan þá hefur aðeins eitt tilfelli greinst af heilahimnubólgu

eða öðrum alvarlegum sýkingum vegna bakteríunnar, í óbólusettu barni (17).

Page 10: Ýmir Óskarsson

7

Þrátt fyrir árangur ónæmisaðgerða gegn Hib var áætlað að árið 2000 hafi Hib sýkingar

dregið um 370 þús börn í heiminum undir 5 ára aldri til dauða, meirihluta þeirra hefði mátt

koma í veg fyrir með bólusetningu (16).

1.2.3 Hettusótt (mumps)

Hettusótt er sjúkdómur af völdum paramyxoveiru. Sjúkdómurinn er yfirleitt vægur en um

þriðjungur sýkinga er einkennalaus. Bólga í parotis kirtli er einkennandi fyrir sjúkdóminn.

Sýking getur þó leitt til alvarlegra fylgikvilla á borð við eistnabólgu, eggjastokksbólgu,

gerlalausrar heilahimnubólgu (e. aseptic meningitis), heilabólgu, briskirtilsbólgu,

heyrnarleysi, fósturláts og dauða. (18)

Bóluefni gegn hettusótt innihalda lifandi veiklaða hettusóttarveiru gefið í tveimur

skömmtum. Gerlalaus heilahimnubólga getur verið afleiðing sumra hettusóttarbóluefna (18).

Um 94% barna mynda greinanleg mótefni gegn hettusótt eftir bólusetningu með MMR

bóluefni (19). Síðan bóluefnið kom á markað árið 1968 hefur hettusóttar tilfellum fækkað

verulega (18), þannig fækkaði tilfellum til að mynda um 99% í Bandaríkjunum á árunum

1968 til 1993 (20). Bólusetning gegn hettusótt var tekinn upp á Íslandi árið 1989 (12). Nánast

allir einstaklingar í óbólusettum samfélögum munu sýkjast á endanum. Bólusetning gegn

hettusótt er hagkvæm (e. cost-effective), sérstaklega í samsetningum í MMR bóluefni (18).

Fyrir tíma bólusetninga var hettusótt algengust meðal barna 5-9 ára (21). Eftir því sem

bólusetning gegn sjúkdómnum eykst hækkar meðalaldur við sýkingu þangað til hjarðónæmi

er náð en alvarlegir fylgikvillar hettusóttar eru algengari í eldri aldurshópum svo mikilvægt er

að þekjun bólusetninga nái þröskuldsgildi (18). Náttúruleg sýking virðist veita ævilangt

ónæmi en ónæmi eftir bólusetningu getur dvínað og því er möguleiki á faröldrum (21).

Faraldrar hafa gengið yfir í Bandaríkjunum þar sem flestir sjúklingar höfðu fengið tvo

skammta af MMR bóluefni (19). Hugsanlega verður tekinn upp þriðji skammtur MMR

bóluefnis til notkunar í hettusóttarfaröldrum í samfélögum með mikla þekjun bólusetningar

(19).

1.2.4 HPV veiran (Human Papilloma Virus)

HPV veiran er helsta orsök forstigsbreytinga og krabbameins í leghálsi (22, 23).

Leghálskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið í konum og fjórða algengasta orsök

krabbameinsdauða kvenna í heiminum (24). Hérlendis greinast árlega 14-17 konur með

leghálskrabbamein (22). HPV veiran hefur fjölda undirtegunda og 15-17 stofnar hennar eru

Page 11: Ýmir Óskarsson

8

tengdir við krabbamein (22). Engin meðferð er til við HPV sýkingum en mögulegt er að

greina forstigsbreytingar krabbameins með frumustroki frá leghálsi (22).

Tvö HPV bóluefni eru á markaði hérlendis, Cervarix® og Gardasil® (22). Veita þau

bæði vörn gegn tveimur tegundum veirunnar, HPV16 og 18, sem helst valda

leghálskrabbameini (22, 23). Auk þess ver Gardasil® gegn tveimur tegundum veirunnar,

HPV6 og HPV11 sem valda helst kynfæravörtum (22, 23).

Veiran smitast við kynmök og er sérstaklega algeng hjá ungu fólki. Hefja þarf

bólusetningu stúlkubarna áður en þær eiga fyrstu kynmök sín (22). Bólusetning hófst á Íslandi

haustið 2011 (22). Hún er fyrirbyggjandi en læknar ekki sýkingu sem hefur þegar átt sér stað

(23).

1.2.5 Kíghósti (pertussis)

Kíghósti er mjög smitandi, bráður öndunarfærasjúkdómur sem orsakast af bakteríunni

Bordetella pertussis og úteitri hennar og mitast með úðasmiti. Menn eru einu hýslar

bakteríunnar. Bakterían sýkir bifhærðar þekjufrumur í efri öndunarvegi (25). Sjúkdómurinn

einkennist í fyrstu af vægu kvefi, síðar vaxandi hósta, slímsöfnun og slæmum hóstaköstum

(26). Hann er langvarandi og lífshættulegur, en flest dánartilfelli eru meðal nýbura. Fyrir tíma

bólusetninga var sjúkdómurinn algeng orsök dauða (25).

Kíghósti er ennþá algengur á heimssvæðum þar sem þekjun bólusetninga er lítil og

dregur árlega til dauða um 300 þús manns (25). Bólusetning gegn kíghósta hefur dregið úr allt

að 95% tilfella (27). Eftir tilkomu bóluefnis eru nú flest tilfelli kíghósta meðal nýbura sem

enn hafa ekki fengið bólusetningu, unglinga og fullorðinna í bólusettum samfélögum en ekki

meðal barna 1-9 ára í óbólusettum samfélögum eins og áður var (25, 27). Unglingar og

fullorðnir eru uppspretta sýkinga í nýburum sem eru of ungir til að vera að fullu bólusettir

(27).

Flest tilfelli meðal unglinga og fullorðina hafa sögu um fyrri bólusetningu eða sýkingu

Bordetella pertussis. Hvorki náttúruleg sýking né bóluefni veitir langvarandi vörn gegn

kíghósta, með tímanum verður bólusettur einstaklingur næmari gagnvart endursýkingu (27).

Fyrstu bóluefnin gegn kíghósta innihéldu dauða heila B. pertussis bakteríu (e. whole

cell vaccine), vörn bólusetningar var í hlutfalli við fjölda lífvera í bóluefninu en það var

hlutfall aukaverkanna einnig. Frá 1947 hefur kíghósta bóluefni verið gefið með barnaveiki og

stífkrampa, dTP (25). Lengi höfðu menn áhyggjur af hugsanlegum tengslum dTP bóluefnis og

Page 12: Ýmir Óskarsson

9

alvarlegum taugakvillum og skyndidauða nýbura. Rannsóknir hafa sýnt að ekkert

orsakasamband er þar á milli (25). Í dag notast þróaðari ríki heimsins, þar á meðal Ísland, við

nýrri gerð bóluefnis gegn kíghósta – frumusnautt bóluefni (e. acellular vaccine), dTaP (12,

25). Sú gerð þykir öruggari með tilliti til stað- og kerfisbundinna aukaverkanna (25).

1.2.6 Meningókokkar C

Bakterían Neisseria meningitidis er algeng orsök heilahimnubólgu og blóðsýkinga (e. sepsis).

Sjúkdómur getur þróast hratt og dánarhlutfall farið yfir 20%. Mesta sjúkdómsbyrðin er í

þróunarlöndum (28). Sjúkdómurinn er algengastur í börnum, hann gengur í faröldrum en

seinasti faraldur hérlendis var árið 1976 (29).

Til eru 6 hjúpgerðir N.meningitidis. Hjúpgerð C er ein þeirra en samtengt bóluefni

gegn henni hefur verið í notkun á Íslandi síðan 2002 (12, 28). Fyrir tíma bólusetningar voru

árlega greind 10-15 tilfelli með alvarlegar sýkingar vegna meningókokka C (12) en síðan

2002 hefur aðeins eitt óbólusótt barn greinst á Íslandi (17) . Bóluefnið veitir töluvert

hjarðónæmi og verndar þar með jafnvel óbólusetta (30). Enn er ekki til bóluefni gegn

meningókokkum B en sú hjúpgerð hefur verið algengasta orsök meningókokkasjúkdóms á

Íslandi síðan 2002 (29).

1.2.7 Mislingar (measles)

Mislingar eru algengasta orsök dauða í bernsku sem koma má í veg fyrir með bólusetningum

(31). Mislingaveiran tilheyrir fjölskyldu paramyxoveira, sýkingarleið hennar er um

öndunarveg (31). Algengasta dánarörsök vegna mislinga er lungnabólga sem hefur tvöfalt

hærri dánartíðni en lungabólga ótengd mislingum. Mislingaveiran getur einnig valdið

sjúkdómum í miðtaugakerfi, sjaldgæf en alvarleg afleiðing sýkingar. Dánarhlutfall og hættan

á fjölkerfasjúkdómi er meiri meðal nýbura en eldri barna (31). Bóluefni gegn mislingum var

fyrst tekið í notkun árið 1963 og bólusetning hófst hérlendis árið 1979 (12, 32).

Ónæmisaðgerðin er mjög árangursríkt, 99% mynda ónæmi eftir tvo skammta (32). Ónæmi

fengið með bólusetningu er þó ekki jafn langvarandi og ónæmi eftir náttúrulega sýkingu (31).

Mislingar eru mjög smitandi og nánast allir næmir einstaklingar fá sjúkdóminn þar sem hann

er landlægur (32). Faraldrar geisa enn meðal óbólusettra barna, jafnvel í samfélögum með

mikla þekjun bólusetningar (33).

Page 13: Ýmir Óskarsson

10

Árið 2001 var alþjóðlegu samstarfsverkefni hrint af stað með það markmið að draga úr

dauðsföllum vegna mislinga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (e. WHO) áætlar að

dauðsföllum vegna mislinga hafi fækkað um 78% á árunum 2000 til 2012 og bólusetningar

gegn sjúkdómnum hafi bjargað tæpum 14 milljónum mannslífa á sama tímabili (34).

Hvorki fræðilegar né tæknilegar hömlur standa í veg fyrir útrýmingu mislinga í

heiminum. Tregða til fjárveitinga er til staðar vegna erfiðleika við útrýmingu mænusóttar

(32). Mislingar teljast ekki lengur landlægir í N og S-Ameríku og hafa ekki verið það síðan

2002 (35). Stefnt er að því að draga úr dauðföllum í heiminum vegna mislinga um 95% árið

2015 miðað við árið 2000 og útrýma sjúkdómnum í fimm af sex sóttvarnarsvæðum WHO árið

2020 (32, 36, 37)

Í marsmánuði 2014 var staðfest fyrsta mislingatilfellið á Íslandi síðan 1996. Það var

hjá 13 mánaða gömlu barni búsett á Íslandi sem hefur ekki náð bólusetningaraldri og dvaldist

erlendis þar sem mislingar ganga (38).

1.2.8 Mænusótt (poliomyelitis)

Þrjár gerðir polioveira af flokki enteroveira eru orsök mænusóttar eða lömunarveiki. Innan 1%

sýkinga veiranna leiðir til lömunarveiki en flestar sýkingar eru vægar eða einkennalausar (39).

Veiran sýkir taugafrumur í mænu eða mænukylfu. Lömun er oftast ósamhverf í

beinargrindarvöðvum, öndunarvöðvum eða bæði (39). Mænusótt herjar helst á nýbura og

börn, engin sértæk meðferð er til en hægt er að koma í veg fyrir sjúkdóminn með bólusetningu

(40).

Tvær gerðir bóluefna eru til gegn mænusótt (39, 40). IPV bóluefni (e. inactivated polio

vaccine) Salks var tekið í notkun 1955. Það er gefið í sprautu og inniheldur þrjá villta

meinvirka stofna sem hafa verið gerðir óvirkir með formalíni. Bólusetning með IPV leiðir til

öflugs mótefnasvars gegn öllum stofnum polioveira. Á Íslandi hefur IPV bóluefni verið notað

samfleytt frá 1955 (39). Árið 1961 var OPV bóluefni (e. oral polio vaccine) Sabins tekið í

notkun. Það inniheldur þrjá veiklaða stofna polioveira sem hafa farið í gegnum fjölda

veiruskiptinga í apafrumum (39). OPV er tekið um munn sem er náttúruleg sýkingarleið

polioveira (39). OPV bóluefni er ódýrara og auðveldara í inngjöf en IPV og stuðlar einnig að

myndun slímhúðarónæmis. Hópbólusetningar þess í þróunarlöndum hefur lagt grunninn að

eyðingu mænusóttar (39). Fáar RNA veirur hafa hins vegar hærri stökkbreytingartíðni en

polioveirur og erfðafræðilegur óstöðugleiki bóluefnisins hefur ávallt verið áhyggjuefni (39).

Þannig geta jafnvel veiklaðar veirur í bóluefninu stökkbreyst, orðið meinvirkar (VDPV) og

Page 14: Ýmir Óskarsson

11

valdið mænusótt eftir bólusetningu (VAPP) (41). Stökkbreyttar bóluefnaveirur (VDPV) geta

einar og sér valdið mænusóttarfaröldrum (40). Áhættan á VAPP eykst með fjölda

endurbólusetninga og er ólík milli landa, í Bandaríkjunum er 1 tilfelli per 750 þús OPV

bólusetningar í fyrsta skipti en 1 tilfelli per 143 þús í Indlandi (39, 41). Árið 2005 var fjöldi

mænusóttar tilfella vegna bóluefnaveira meiri en fjöldi tilfella vegna villtra polioveira (40).

Þar sem bóluefni hafa nánast útrýmt villtum polioveirum er áhættan tengd bólusetningu

vaxandi vandamál (41) og ljóst þykir að algjör útrýming sjúkdómsins er ómöguleg án

notkunar IPV (40, 41). Á meðan OPV er enn notað er áhættan á mænusóttarfaröldrum vegna

stökkbreyttra bóluefnaveira (VDPV) til staðar. Skilvirkasta leiðin til að hindra VAPP er að

hætta notkun OPV bóluefnis (39).

Alþjóðlegt átak á vegum WHO hófst árið 1988 til þess að útrýma mænusótt fyrir

árþúsundamótin 2000 (39). Árið 2004 hafði tilfellum síðan þá fækkað um meira en 99% og 9

milljónum barna verið bjargað frá lömun vegna mænusóttar (39). Mænusótt er nú landlæg í

þremur löndum: Afghanistan, Pakistan og Nígeríu (42) og tilkynnt hefur verið um nýleg

tilfelli í austur Afríku (43). Það er varla tilviljun að um er að ræða fátæk og stríðshrjáð lönd.

1.2.9 Pneumókokkar

Streptococcus pneumoniae er algengasta orsök bakteríu lungnabólgu, heilahimnubólgu og

blóðsýkinga í börnum (44). Auk þess veldur bakterían ýmsum öðrum sýkingum, þ.m.t.

eyrnabólgu og kinnholusýkingum (12). Árið 2005 áætlaði WHO að um 1 milljón barna yngri

en 5 ára hafi látist vegna pneumókokkasjúkdóms (45).

Bólusetning gegn pneumókokkum hófst hérlendis árið 2011. Notast er við samgilt

tígilt bóluefni, Synflorix®, sem veitir vörn gegn tíu hjúpgerðum bakteríunnar (12, 46). Árið

2013 var birt rannsókn sem sýndi fram á að bólusetning 47 þús ungbarna í Finnlandi með

Synflorix® veitti yfir 90% vörn gegn alvarlegum sýkingum af völdum pneumókokka með

sama bólusetningafyrirkomulagi og er hérlendis (47). Vaxandi sýklalyfjaónæmi bakteríunnar

er áhyggjuefni og undirstrikar mikilvægi bólusetningar (45). Fyrir tíma bólusetningar

greindust hérlendis um 11 börn árlega með heilahimnubólgu eða blóðsýkingu vegna

pneumókokka (12). Bólusetning gegn hættulegustu stofnum bakteríunnar kemur í veg fyrir

allt að 90% þessara sjúkdóma auk þess að draga úr miðeyrna- og lungnabólgum ungra barna

(48). Þá er áætlað að bólusetning dragi úr notkun sýklalyfja hjá þessum hópi um allt að

fjórðung og dragi þannig úr hættu á útbreiðslu sýklalyfjaónæmra pneumókokka (12, 48). Eftir

innleiðingu 7 gilds bóluefnis í Bandaríkjunum hefur tíðni sýkinga sýklalyfjaónæmra

pneumókokka lækkað (49).

Page 15: Ýmir Óskarsson

12

1.2.10 Rauðir hundar (rubella)

Rauðir hundar er veirusjúkdómur sem smitast með úðasmiti. Sjúkdómurinn er oftast vægur í

börnum. Helstu einkenni eru húðútbrot, eitlastækkanir, hiti og liðverkir (50). Klínísk greining

er óáreiðanleg en greining verður aðeins staðfest á tilraunastofu. Veiran fjölgar sér í eitilvef

nefkoks og öndunarfæra berst síðan í blóð og sýkir fjölda líffæra þar á meðal fylgju (50). Ef

þunguð kona sýkist er hætta á fæðingargöllum, sérstaklega ef sýking verður á fyrsta þriðjungi

meðgöngu (50). Fæðingargallarnir eru margvíslegir t.d heyrnarleysi, hjarta- og æðasjúkdómar,

augnsjúkdómar og miðtaugakerfissjúkdómar auk þess sykursýki og skjaldkirtilssjúkdómar

síðar á ævinni (50-52).

Bóluefni gegn rauðum hundum inniheldur lifandi veiklaða veiru. Meira en 95% mynda

mótefni eftir bólusetningu og þau eru greinanleg í meira en 21 ár (50). Bólusetning þungaðra

kvenna leiðir ekki til fæðingargalla þrátt fyrir að um veiklaða veiru sé að ræða. Allt að 40%

kvenna á barnseignaraldri fá liðeinkenni í kjölfar bólusetningar (50). Stefnt er að því að

útrýma rauðum hundum í Evrópu árið 2015 og í fimm af sex sóttvarnarsvæðum WHO fyrir

árið 2020 (53).

1.2.11 Stífkrampi (tetanus)

Stífkrampi orsakast af taugaeitri (e. neurotoxin) myndað af loftfirrtu bakteríunni Clostridium

tetani en gró hennar finnast víða í jarðvegi og meltingarfærum dýra, þar á meðal manna (54).

Gróin eru gríðarlega harðger og eyðilögð aðeins á tilraunastofu. Sýking byrjar á því að gró

fara í skemmdan vef, þau spírast og bakterían vex í súrefnissnauðu umhverfi sársins.

Stíframpaeitrið er eitt öflugasta eitur sem hefur fundist, það virkar sértækt á taugafrumur og

kemur í veg fyrir losun taugaboðefna og kemur þannig í veg fyrir starfsemi hindrandi

taugunga (54). Afleiðingin er að örvun hreyfitaugunga er óheft sem leiðir til vöðvastífleika og

sársaukafullra krampa sem eru einkennandi fyrir sjúkdóminn. Í alvarlegum tilfellum hefur

taugaeitrið áhrif á starfsemi sjálfvirka taugakerfisins með breytingum á blóðþrýstingi og

hjartsláttartíðni sem getur leitt til hjartaáfalls. Stífkrampi er alvarlegur sjúkdómur.

Dánarhlutfall er hæst meðal nýbura og aldraðra, með góðri heilbrigðisþjónustu er

dánarhlutfallið minna en 50% (54).

Eina áreiðanlega vörnin gegn stífkrampa er bólusetning mæðra og nýbura. Bóluefnið

gegn stífkrampa er eitt skilvirkasta, öruggasta og ódýrasta bóluefni sem hefur verið þróað. Þó

er áætlað að tæplega 300.000 manns deyi árlega vegna stífkrampa, nánast eingöngu í fátækum

löndum Afríku og Asíu en sjúkdómurinn er ákaflega sjaldgæfur í þróaðari löndum (54).

Page 16: Ýmir Óskarsson

13

1.3 Gerðir bóluefna

Bóluefni eru fjölbreytt að gerð. Þau geta innihaldið heilar dauðar eða óvirkar örverur, lifandi

en veiklaðar örverur, óvirk eiturefni örvera eða undireiningar örvera (55, 56).

1.3.1 Bóluefni með dauðar/óvirkjaðar örverur (e. killed inactivated vaccines).

Sýkillinn er gerður óvirkur með eðlis- eða efnafræðilegri meðhöndlun oft hita eða formalíni

(56). Örveran er síðan tekin upp (e. phagocytosed) af angafrumum (e. dendritic cells), melt,

hlutar hennar sýndir á MHCII prótíni sem leiðir til virkjunnar TH2 frumna og síðar B frumna

og leiðir til langvarandi ónæmissvars miðlað af IgG mótefnum og minnisfrumum (56). Þessi

gerð bóluefna þarfnast oft endurbólusetninga og óþægindi eða aukaverkanir við stungustað

eru algengar (56). Bóluefni gegn mænusótt (Salk bóluefni, IPV) og inflúensu eru dæmi um

bóluefni sem inniheldur dauðar eða óvirkjaðar örverur (56, 57). Ónæmissvar við dauðu

bóluefni er nánast eingöngu vessaónæmi og magn mótefna minnkar með tímanum (55).

1.3.2 Lifandi veikluð bóluefni (e. live attenuated vaccines).

Þessi bóluefni innihalda lifandi sýkil sem hefur hefur verið meðhöndlaður þannig að hann

hefur misst getuna til þess að valda sjúkdómi í mönnum (56, 57). Ein leið til að búa til slík

bóluefni er að rækta veiruna í endurteknum lotum í dýrafrumum, með hverri veiruskiptingu

eykst meinvirkni veirunnar innan dýrahýsilsins en minnkar á sama tíma fyrir mennskan hýsil.

Þessi aðferð er sérstaklega hentugt fyrir RNA veirur sem hafa háa stökkbreytingartíðni (56).

Bóluefni gegn mislingum, hettusótt, rauðum hundum og mænusótt (Sabin bóluefni, OPV)

innihalda lifandi veiklaðan sýkil. Lifandi veikluð bóluefni líkjast náttúrulegum sýkingum, þau

örva sterkt og varanlegt mótefnasvar og frumumiðlað ónæmissvar (55, 56). Fyrsti skammtur

bólusetningar veitir yfirleitt vörn, viðbótarskammtar eru gefnir til að tryggja mótefnamyndun

(55). Þeim fylgir þó lítil áhætta á sjúkdómum tengdum bólusetningunni, sérstaklega hjá

sjúklingum með alvarlega ónæmisbælingar (55, 56, 58).

1.3.3 Bóluefni með óvirk eiturefni örvera (e. toxoid vaccines).

Sumir bakteríusjúkdómar eru afleiðing eiturefnis myndað af bakteríunni, svokölluð úteitur (e.

exotoxin). Dæmi um bóluefni gegn slíkum sjúkdómum eru stífkrampi, barnaveiki og

kíghósti. Bóluefnin innihalda eiturefni sem hafa verið óvirkjuð með eðlis- og efnafræðilegum

aðferðum. Bóluefni gegn stífkrampa inniheldur til að mynda eiturefni bakteríunnar sem er

óvirkt eftir meðhöndlun formaldehýðs en er þó áfram ónæmishvetjandi (e. immunogenic)

gegn efninu. Óvirkjuðu eiturefnin eru mótefnavæki, sem eru tekinn upp og sýnd á MHCII

Page 17: Ýmir Óskarsson

14

prótíni annars vegar af óvirkjuðum angafrumum sem virkja TH2 frumur og hins vegar af B

frumum. Svarið er T-frumuháð. Afleiðingin er langvarandi ónæmissvar. Slík bóluefni eru

örugg í notkun og þolinn gagnvart breytingum í hitastigi, raka og ljósi. Þau þarfnast hins

vegar ónæmisglæða (e. adjuvant) og endurbólusetninga til að ná fram fullri virkni auk þess

sem staðbundnar aukaverkanir við stungustað eru algengar (56).

1.3.4 Undireininga bóluefni (e. subunit vaccines)

Örveran er ræktuð í frumurækt og síðan meðhöndluð til þess að einangra aðeins hluta hennar

sem á að vera í bóluefninu (55). Þessir ákveðnu hlutar eru virkir mótefnavakar og vekja því

upp ónæmissvar.

1.3.4.1 Prótein bóluefni (e. protein based vaccines).

Bóluefni gegn hepatitis B veiru er fengið með því að setja veirugen í sveppafrumu.

Próteinafurðin er nákvæm eftirmynd yfirborðs mótefnavaka veirunnar en inniheldur ekki

veiru DNA og veldur því ekki sýkingu. Frumusnautt bóluefni gegn kíghósta er annað dæmi

um prótein bóluefni (55).

1.3.4.2 Samtengd bóluefni (e. conjugated vaccines).

Margar bakteríur þar á meðal Neisseria meningitidis, Streptococcus pneumoniae og

Haemophilus influenzae hafa ytri hjúp úr fjölsykrum sem er tegundasérhæfður og ólíkur

meðal stofna sömu bakteríunnar (59). Hjúpfjölsykrur eru T-frumuóháð mótefnavæki og þar

sem börn undir tveggja ára aldri hafa ekki fullnægjandi mótefnasvar gegn T-frumuóháðum

mótefnavækjum eru fjölsykrubóluefni óhentug fyrir þann aldurshóp (59-61). Með

samtengingu fjölsykrunar við prótein má framkalla T-frumuháð mótefnasvar gegn

fjölsykrunni, jafnvel í börnum yngri en 24 mánaða (59-61) og stuðla þar með að langvarandi

ónæmissvari með IgG mótefnum (61). Samtengt bóluefni eru m.a. til gegn H.influenzae

hjúpgerð b (Hib), pneumókokkum og meningókokkum hjúpgerð C (60) og veita þau meiri

vörn hjá börnum gagnvart sjúkdómum heldur en sambærilegt ótengd bóluefni (62).

Page 18: Ýmir Óskarsson

15

1.4 Bólusetningar á Íslandi

Ísland var meðal fyrstu þjóða til að hefja bólusetningu gegn bólusótt með ákvörðun danskra

heilbrigðisyfirvalda árið 1802 (26). Sóttvarnalæknir er ábyrgur fyrir því að halda skrá um

bólusetningar auk þess að skipuleggja og samræma bólusetningar um land allt (63).

Bólusetningagrunnur sóttvarnalæknis er miðlæg skrá um bólusetningar á Íslandi og tengdist

öllum heilsugæslustöðvum landsins að einni undanskildri árið 2009 (64). Með

bólusetningagrunni má meta nákvæmlega þekjun bólusetninga hérlendis og hættuna á því að

faraldrar sjúkdóma komi upp (64).

Börn á Íslandi eru bólsett gegn 11 sjúkdómum: Barnaveiki (e. diphtheria), stífkrampi

(e. tetanus), kíghósta (e. pertussis), mænusótt (e. polio), haemofilus influenzae sjúkdómur af

gerð b (Hib), mislingum (e. measles), hettusótt (e. mumps), rauðum hundum (e. rubella),

meningókokkum C, pneumókokkum og HPV (e. human papilloma virus) (12)

Tafla 1: Bólusetningar barna á Íslandi, aldur við bólusetningu og hvaða bóluefni er notað (12, 26).

Aldur barns Bólusetning Bóluefni

3ja mánaða DTaP, Hib og mænusótt gefið saman í einni sprautu.

Pneumókokkar í annari sprautu.

Pentavac.

Synflorix.

5 mánaða DTaP, Hib og mænusótt gefið saman í einni sprautu.

Pneumókokkar í annari sprautu.

Pentavac.

Synflorix.

6 mánaða Meningókokkar C. Neisvac C.

8 mánaða Meningókokkar C. Neisvac C.

12 mánaða DTaP, Hib og mænusótt gefið saman í einni sprautu.

Pneumókokkar í annari sprautu.

Pentavac.

18 mánaða MMR gefið saman í einni sprautu MMRvaxPro.

4 ára DTaP gefið saman í einni sprautu. Boostrix.

12 ára MMR gefið saman í einni sprautu.

HPV í annari sprautu eingöngu fyrir stúlkur.

MMRvaxPro.

Cervarix.

14 ára DTaP og mænusótt gefið saman í einni sprautu. Boostrix polio.

Pentavac er fimmgilt, samsett bóluefni gegn barnaveiki, kíghósta, stífkrampa,

haemofilus influenzae hjúpgerð b og mænusótt. Fyrir hámarksárangur er mælt með 3

sprautum, við 3ja, 5, og 12 mánaða aldur barns (12).

Boostrix er þrígilt, samsett bóluefni gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta. Það er

gefið börnum við 4 ára aldur og við 14 ára aldur sem Boostrix Polio sem inniheldur einnig

bóluefni gegn mænusótt. Það má nota til 19 ára aldurs (12).

Synflorix® er bóluefni gegn pneumókokkum en bólusetningar gegn bakteríunni

hófust hér á landi 2011. Það þarf að gefa þrisvar sinnum (12). Synflorix® er samtengt

bóluefni og veitir vörn gegn tíu hjúpgerðum pneumókokka (46).

Page 19: Ýmir Óskarsson

16

Bólusetning gegn meningókokkum af hjúpgerð C hófst árið 2002 á Íslandi. Hjúpgerð

C hefur verið algengasta orsök alvarlegra meningókokka sýkinga hér á landi á undanförnum

árum. Bóluefnið kallast NeisVac C og er samtengt bóluefni gefið tvívegis með 2 mánaða

millibili á aldrinum 6-12 mánaða en börn eldri en 12 mánaða þurfa eina sprautu (12).

Bólusetningar með þrígildu bóluefni gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum

hófust árið 1989 á Íslandi. Bóluefnið, MMRvaxPro, er þurrfrosið og verður að geyma

óuppleyst í kæliskáp fjarri ljósi. Uppleyst bóluefni þarf að nota sem fyrst en þolir 8 klst

geymslu í kæli (12).

Cervarix bóluefni er gefið stúlkum við 12 ára aldur en það er bóluefni gegn tveimur

tegundum HPV veiru. Með bólusetningu er ætlað að koma megi í veg fyrir allt að 70%

krabbameina í leghálsi (12).

1.4.1 Þátttaka í bólusetningum á Íslandi.

Í febrúar 2014 birti sóttvarnalæknir lokaskýrslu um þátttöku í bólusetningum barna fyrir árið

2013. Þátttakan er ásættanlega nema bólusetning 12 mánaða og 4 ára barna er undir

væntingum þar sem grunnbólusetning 12 mánaða barna við pneumókokkum er 88% og

þáttaka í örvunarbólusetningu 4 ára með dTaP er 88% (65). Þátttaka í bólusetningum árið

2012 var sambærileg en það vekur ugg hversu lág þátttaka var í 4 ára bólusetningu með dTaP

en hún var 82% fyrir allt landið þar af 75% í Vestmannaeyjum (66)

1.5 Öryggi bóluefna

Þótt bóluefni teljist ákaflega örugg og áhrifarík er ekkert bóluefni fullkomið og aukaverkanir

geta sannarlega átt sér stað eftir bólusetningu (55). Öryggi bóluefna hefur ætíð verið mönnum

áhyggjuefni (67). Eftir því sem nýgengi þeirra sjúkdóma sjúkdóma sem bólusett er gegn

lækkar er fólk síður kunnugt áhrifum sjúkdómanna, fylgikvillum og sjúkdómsbyrði þeirra.

Athyglin beinist þar af leiðandi í auknum mæli að hugsanlegum áhættum og aukaverkunum

tengdum bólusetningum (68-72). Dvínandi trúverðugleiki og traust á nauðsyn og öryggi

bóluefna er því vandamál (68). Bóluefni hafa orðið fórnarlömb eigin árangurs (71, 72).

Áhyggjur almennings af aukaverkunum bólusetninga hafa aukist og leitt til þess að

sumir foreldrar neita eða fresta bólusetningu barna sinna í meira mæli en áður (73).

Page 20: Ýmir Óskarsson

17

Bóluefni eru ólík öðru lyfjafræðilegu inngripi þar sem þau eru gefin heilbrigðu fólki,

oft börnum, til að koma í veg fyrir sjúkdóm frekar en sjúkum einstaklingum til að meðhöndla

sjúkdóm. Það er því gerð enn meiri krafa varðandi öryggi bóluefna heldur en lyfja almennt (7,

10, 67, 70, 74). Árið 1955 mistókst einum framleiðanda mænusóttar bóluefnis að óvirkja

fullkomlega polioveiru með formaldehýði og 120 þús börn fengu því fyrir slysni bóluefni með

lifandi og meinvirkri polioveiru (70). Þessi atburður leiddi til þess að eftirlit með þróun og

framleiðslu bóluefna var endurskoðað og aukið (75). Framleiðsla, prófanir, stöðuleiki, öryggi

og áhrif bóluefna eru nú undir ströngu, árlegu eftirliti (67, 75). Ströng öryggis- og

framleiðsluskilyrði eru tvíeggja sverð og gera þróun nýrra bóluefna gríðarlega kostnaðarsamt

og tímafrekt ferli og fá lyfjafyrirtæki hafa mannafla og tækjabúnað til að þróa og framleiða ný

bóluefni (10). Flest lönd leggja kapp á að tryggja öryggi bólusetninga, einkum með eftirliti en

fjöldi rannsókna sem kanna öryggi bóluefna fer vaxandi (69).

Þrátt fyrir að áhyggjuraddir foreldra geti haft skaðlegar afleiðingar hafa þær haft

hlutverk í þróun öruggari bóluefna (74, 76). Heilbrigðisstarfsmenn þurfa að sýna

áhyggjufullum foreldrum skilning og þolinmæði því þegar þeir telja heilsu barna sinna

mögulega í hættu skiptir þá litlu máli hvort hugsanleg alvarleg aukaverkun er sjaldgæf eða

ekki.

1.6 Aukaverkanir bólusetninga

Aukaverkun eftir bólusetningu er sérhver óæskilegur líkamlegur atburður eða atvik (e.

medical occurence) sem kemur eftir bólusetningu en hann þarf ekki endilega að vera afleiðing

bólusetningarinnar (55). Margir slíkir atburðir hafa verið eignaðir bólusetningu þegar tengslin

eru í raun oft vegna tilviljunar (67). Umræða um hvort áhætta bólusetningar sé meiri en

áhætta náttúrulegar sýkingar hefur verið áberandi síðustu áratugi (71). Til að sýna fram á

orsakasamband bólusetningar og aukaverkunnar þarf að framkvæma stórar faraldsfræðilegar

rannsóknir eða einangra hluta bóluefnis úr sjúkum vef (67).

Bóluefni geta valdið aukaverkunum á mismunandi máta. Þannig getur aukaverkun átt

sér stað eftir mistök við ástungu, ófullkomna óvirkjun örveru, fjölgun lifandi örveru í

bóluefni, mengunar bóluefnis með annarri örveru, vegna áhrifa efnisþátta bóluefnis t.d

ónæmisglæða, eða vegna ónæmissvars gegn bóluefninu (67). Flokka má aukaverkanir

bólusetningar í algengar, minniháttar aukaverkanir og sjaldgæfar, alvarlegar aukaverkanir

(55). Alvarlegar aukaverkanir bóluefna eru sjaldgæfar (55, 71). Staðbundar aukaverkanir á

Page 21: Ýmir Óskarsson

18

stungustað t.d roði, hiti, þreyta og önnur kerfisbundin einkenni eru algengar aukaverkanir sem

útskýrast af eðlilegu ónæmissvari sem bóluefninu er ætlað að vekja til varnar sjúkdómi (55).

Þrátt fyrir að flestum bólusetningum fylgi litlar eða engar aukaverkanir geta alvarleg

veikindi átt sér stað í kjölfar bólusetningar og jafnvel dauði þegar verulega ónæmisbældum

sjúklingum er gefið lifandi veiklað bóluefni fyrir slysni (55, 74). Flestar sjaldgæfar og

alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningu leiða ekki til langvarandi vandamála t.d. floga eða

blóðflögufækkunar (e. thrombocytopenia) (55).

Líkt og önnur lyf geta bóluefni valdið ofnæmisviðbrögðum en prótein eru helstu

ofnæmisvakar í bóluefnum (77). Bóluefni gegn inflúensu er til að mynda framleitt í

eggjafrumum og getur vakið upp ofnæmisviðbrögð í næmum einstaklingum (77). Fyrir hverja

milljón skammta af bóluefni verða tæp tvö tilfelli af ofnæmislosti (e. anaphylaxis) (78) sem er

lífshættulegt en meðhöndlanlegt ástand án langvarandi afleiðinga (55).

Álhýdroxíð og álfosfat eru ónæmisglæðar sem efla mótefnasvar við bóluefni og valda

oft staðbundnum aukaverkunum við stungustað (67). Efnið thiomersal var lengi notað sem

rotvarnarefni í mörgum bóluefnum. Niðurbrotsafurð þess, metýlkvikasilfur getur valdið

taugaskemmdum í mjög stórum skömmtum (67, 79), margfalt hærri skömmtum en eru í

bóluefnum (79). Vaxandi áhyggjur almennings af tengslum einhverfu við thiomersal leiddu til

þess að árið 1999 fóru lyfjafyrirtæki að fjarlægja efnið úr bóluefnum sínum, þrátt fyrir skort á

fullnægjandi vísindalegum gögnum um sambandið milli þess og einhverfu (80). Frá og með

1.janúar 2007 inniheldur ekki bóluefni í notkun hérlendis efnið (81). Sýnt hefur nú verið fram

á að ekki eru tengsl milli thiomersal bóluefna og einhverfu (82) og nýgengi einhverfu hefur

ekki lækkað þrátt fyrir að thiomersal sé ekki lengur til staðar í bóluefnum fyrir börn (83).

Með auknum rannsóknum á aukaverkunum bóluefna er hægt að komast frekar að

mögulegri tilvist þeirra, eðli og tíðni, en fjöldi slíkra rannsókna er oft ófullnægjandi (71).

1.7 Frábendingar bólusetninga

Frábendingar bólusetninga eru ekki margar en mikilvægt að hafa þær í huga til að forðast

alvarlegar aukaverkanir (55). Lifandi veikluð bóluefni ætti aldrei að gefa ónæmisbældum

börnum (55). Saga um heilakvilla (e. encephalopathy) eða meðfæddan hrörnunarsjúkdóm í

miðtaugakerfi er frábending fyrir pentavac bóluefni (12). Aðrar frábendingar eru til að mynda

hiti eða sýkingar sem hafa áhrif á almenna heilsu barnsins og saga um bráðaofnæmi (12).

Page 22: Ýmir Óskarsson

19

1.8 Árangur bólusetninga

Bólusetningar hafa bjargað milljónum mannslífa og dregið verulega úr sjúkdómsbyrði og

þjáningu (11, 67, 84, 85). Ekkert annað inngrip í heilsu manna fyrir utan aðgengi að hreinu

vatni dregur meira úr tíðni smitsjúkdóma (85). Bólusetning er hagkvæmasta leiðin til að

bjarga mannslífum og viðhalda heilsu og lífsgæðum (11). Bólusetning eykur lífslíkur, stuðlar

að jafnrétti fátækra og auðugra auk þess að stuðla að friði á átakasvæðum (85).

Stærsti sigur bólusetninga hingað til er útrýming bólusóttar (84, 85). Bólusetning er

eina læknisfræðilega inngripið sem hefur tekist að útrýma sjúkdómi (84). Bólusótt var

alvarlegur sjúkdómur og dánarhlutfall var allt að 60%, áætlað er að um 10% dauða á 19.öld

megi rekja til bólusóttar (5) og á 20.öldinni er áætlað að sjúkdómurinn hafi dregið 375

milljónir manna til dauða (11). Tæp 200 ár liðu frá fyrstu bólusetningu Jenners til ársins 1980

þegar WHO úrskurðaði að bólusótt væri útrýmt (5) og enginn hefur dáið vegna sjúkdómsins

síðan 1978 (11).

Í Bandaríkjunum hafa bólusetningar leitt til þess að dauði vegna barnaveiki,

hettusóttar, kíghósta og stífkrampa hefur minnkað meira en 99% (86). Nánar er farið í árangur

einstakra bóluefna í umfjöllun um sjúkdóma sem bólusett er gegn á Íslandi. Með

bólusetningum hefur tekist að draga verulega úr fjölda tilfella tíu alvarlegra sjúkdóma

víðsvegar í heiminum (87). Þrátt fyrir árangur bóluefna er áætlað að 1,5 milljónir barna látist

hvert ár vegna sjúkdóma sem mætti koma í veg fyrir með bólusetningu (11).

1.8.1 Hjarðónæmi (e. herd immunity)

Hjarðónæmi vísar til þess að það þurfa ekki allir að vera bólusettir í samfélagi til að allir

íbúar þess séu verndaðir. Þróun allra bólusetningaáætlanna á landsvísu grundvallast á

hjarðónæmi (88). Notkun hugtaksins hefur aukist samhliða aukinni notkun bóluefna, umræðu

um útrýmingu sjúkdóma og greiningum á kostnaði og árangri bólusetningaherferða.

Mikilvægt er að skilja hjarðónæmi til átta sig á heildarárangri og áhrifum bólusetninga (89).

Innleiðing samtengds bóluefnis gegn H.influenzae (Hib) er gott dæmi um hjarðáhrif

bólusetninga (89). Bólusetningin verndar ekki aðeins gegn sýkingum bakteríunnar því hún

leiðir einnig til þess að hlutfall þeirra sem bera bakteríuna í nefkoki lækkar og eykur það

óbeint áhrif bólusetningarinnar (15, 89). Sambærilegt dæmi má nefna frá Japan þar sem sýnt

hefur verið fram á að bólusetning skólabarna gegn inflúensu dregur úr sjúkdómsbyrði og

dánarhlutfalli inflúensu meðal aldraða (90).

Page 23: Ýmir Óskarsson

20

Vegna hjarðónæmis er hægt að útrýma tilteknum sjúkdómum úr samfélögum þótt

þekjun bólusetninga sé ekki 100%. Nauðsynleg þekjun bólusetningar til að útrýma sjúkdómi

er ólík fyrir mismunandi sjúkdóma og er meðal annars háð smithæfni sýkilsins og

umhverfisþáttum (88). Þannig er áætlað að það þurfi meira en 95% þekjun til að halda

mislingum í skefjum í tilteknu samfélagi en minni þekjun þarf fyrir rauða hunda, mænusótt og

Hib (85, 88). Ef hlutfall bólusettra barna lækkar mikið í samfélagi geta ný tilfelli komið fram

og breiðst út og þannig stofnað öllum óbólusettum íbúum þess í hættu. Farsælt hjarðónæmi

byggir því á samvinnu foreldra og heilbrigðisstarfsmanna til að viðhalda nægilegri

bólusetningu barna (88).

1.9 Andstaða við bólusetningum

Andstaða gegn bólusetningum er ekki ný af nálinni. Lögbinding bólusetninga barna um miðja

19.öld í Englandi færði völd stjórnvalda inn á svið einstaklingsfrelsisins í nafni lýðheilsu (91)

og í kjölfarið voru stofnuð skipulögð mótmælasamtök gegn bólusetningum beggja vegna

Atlantshafsins (91, 92). Í dag er öldin önnur, andstæðingar bólusetninga einblína nú helst á

aukaverkanir þeirra þar sem fjölmiðlar, internetið og samfélagsmiðlar spila stórt hlutverk í

útbreiðslu upplýsinga og æsifréttamennsku (72, 83, 93). Aukin andstaða og ótti við

bólusetningar hefur leitt til þess að í vestrænum ríkjum er meiri áhersla lögð á að auka

upptöku bólusetninga, frekar en aðgengi að þeim (94).

Á internetinu er að finna gríðarlegt magn upplýsinga sem geta haft mikil áhrif á

afstöðu foreldra, bæði í jákvæðum og neikvæðum skilningi (69). Rangar upplýsingar fengnar

á netinu geta ýtt undir áhyggjur foreldra um hættur bóluefna og leitt til þess að þeir fresti eða

neiti bólusetningu barna sinna (69). Rannsókn frá árinu 2009 leiddi í ljós að allar vefsíður

gegn bólusetningum telja bóluefni skaðleg og margar draga getu þeirra til að stuðla að ónæmi

í efa (72). Innihald þeirra breytist að staðaldri samhliða breyttum lýðheilsustefnum (95).

Bólusetningar hafa af andstæðingum þeirra verið tengdar við fjölmargar alvarlegar

aukaverkanir (69, 96) sem ekki verða allar taldar upp hér. Sennilega þekktasta dæmið er grein

sem birtist árið 1998 í The Lancet eftir lækninn Andrew Wakefield sem lýsti tengslum MMR

bólusetningar við einhverfu og þarmabólgur (97). Í ljós komu verulegar villur og rangfærslu í

greininni auk hagsmunaárekstrar Wakefields og hefur greinin verið dregin til baka af

tímaritinu (98). Margar rannsóknir hafa reynt að endurframkalla niðurstöður greinarinnar án

árangurs (99). Sýnt hefur verið ítrekað fram á að það eru engin tengsl milli MMR

bólusetningar og einhverfu (100-102). Vantraust og tortryggni í garð MMR bólusetningar eftir

Page 24: Ýmir Óskarsson

21

grein Wakefields leiddi samt til þess að þekjun hennar minnkaði marktækt (103) með

tilheyrandi mislingafaröldrum í kjölfarið (104). Þessi ótti er enn til staðar en 25% þátttakanda

í bandarískri rannsókn frá árinu 2009 telja að bóluefni valdi einhverfu (105) sem endurspeglar

hversu lífseigt vandamálið er og hve djúpt það ristir í samfélagi nútímans. Sýnt hefur verið

fram á með reiknilíkönum að það getur verið erfitt að koma þekjun bólusetninga í fyrra horf

eftir slíkan ótta um bólusetningar (106).

Ljóst er að andstaða við bólusetningar getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar en

margar rannsóknir hafa sýnt að á þeim svæðum þar sem fólk neitar bólusetningu verður

staðbundinn aukning á sjúkdómum sem annars mætti koma í veg fyrir (73, 94). Óbólusett

börn eru margfalt líklegri til að fá mislinga og kíghósta samanborið við bólusett börn (107).

Óbólusettir einstaklingar setja ekki aðeins sjálfa sig í hættu því óbólusett börn auka líkur á

sjúkdómsfaröldrum (73, 94). Mikil þekjun bólusetninga er mikilvæg til að vernda börn sem

geta ekki verið bólusett af læknisfræðilegum ástæðum eða vegna aldurs (73).

Andstaða við bólusetningar hefur fylgt þeim frá upphafi og mun líklega ávallt gera

það. Ein lausn vandamálsins gæti verið að efla fræðslu opinberlega á landsvísu þar sem lögð

er áhersla á kosti bólusetninga á einfaldan og skilvirkan máta (98).

1.10 Afstaða foreldra

Nauðsynlegt er að foreldrar séu samþykkir bólusetningu barna sinna til að viðhalda mikilli

þekjun bólusetninga, hjarðónæmi og koma þannig í veg fyrir sjúkdóma (108, 109). Aukin

þekking foreldra um bólusetningar og mikil þekjun þeirra haldast í hendur (110). Helstu

ástæður þess að bólusetningu er synjað eru áhyggjur af öryggi bóluefna og litlar áhyggjur af

því að smitast af sjúkdómi sem bólusetningunni er ætlað að hindra (73). Efasemdir foreldra

um gagnsemi bólusetninga koma fram á mismunandi vegu. Þeir geta látið bólusetja börn sín

þrátt fyrir vafa, frestað bólusetningu eða synjað henni algjörlega (111).

Heilbrigðisstarfsmenn eru þeir sem mest áhrif hafa á endanlega ákvörðun foreldra um

bólusetningu. Þegar um er að ræða foreldra sem eru hikandi í afstöðu til bólusetningar er

nauðsynlegt að yfirveguð samræða eigi sér stað allt frá fyrstu samskiptum. Upplýsingum þarf

að koma til skila á ótvíræðan og skiljanlegan máta (112).Samþykki foreldra fyrir bólusetningu

barna sinna fer víða minnkandi (113). Hlutfall foreldra sem hafa engar áhyggjur varðandi

bólusetningar barna er undir 25% (108, 109, 113). Í rannsókn Kennedy et al. kemur fram að

tæp 80% foreldra telja bóluefni mikilvæg fyrir heilsu barna sinna og svipað hlutfall eru

fullviss um öryggi bóluefna (108).

Page 25: Ýmir Óskarsson

22

1.11 Inngangur rannsóknar.

Bólusetningar eru eitt mesta afrek læknisfræðinnar og eru gríðarlega mikilvægar fyrir

lýðheilsu í heiminum. Bólusetningar hafa dregið verulega úr sjúkdómsbyrði fjölda sjúkdóma

og bjargað milljónum mannslífa. Með bólusetningum hefur tekist að útrýma bólusótt og

útrýming lömunarveiki er innan seilingar. Aukið vantraust almennings í garð bólusetninga

getur stefnt þessum árangri í hættu.

Mikilvægt er að þekkja afstöðu fólks til bólusetninga barna hérlendis en þannig má

betur gera sér grein fyrir því hvaða þættir hafa áhrif á afstöðuna. Hvatinn til þess að skilja

viðhorf og skoðanir foreldra varðandi bólusetningar á rætur sínar að rekja til miðrar síðustu

aldar þegar heilbrigðisyfirvöld gerðu sér grein fyrir því að samþykki þeirra var nauðsynlegt til

þess að ná hámarks þekjun bólusetninga. Farsælt hjarðónæmi gegn sjúkdómum sem bólusett

er fyrir byggir á samvinnu foreldra og heilbrigðisstarfsmanna til að viðhalda nægilegri þekjun

bólusetninga barna.

Árið 2010 var unnið rannsóknarverkefni á Barnaspítala Hringsins og við Háskóla

Íslands til að meta afstöðu nýorðinna foreldra til bólusetninga barna. Niðurstöður voru ágætar

og afdráttarlausar.

Afar athyglisvert er að þekkja viðhorf annara þjóðfélagshópa hérlendis til

bólusetninga barna. Rannsóknin er gerð til að kanna viðhorf stærri hópa til bólusetninga barna

á Íslandi. Könnuð voru viðhorf meðal almennings í stóru úrtaki hjá Félagsvísindastofnun

Háskóla Íslands. Auk þess voru könnuð viðhorf starfsmanna Háskóla Íslands og Landspítala

og nemenda við Háskóla Íslands. Engar sambærilegar rannsóknir af þessari stærðargráðu hafa

verið gerðar hérlendis.

Það er nauðsynlegt fyrir heilbrigðisstarfsmenn að skilja ólíka eiginleika foreldra með

efasemdir varðandi bólusetningar og ástæðu efa þeirra, svo hægt sé að ávarpa þann efa á

áhrifaríkan hátt. Aukin þekking um ákvörðunarþætti og viðhorf til bólusetninga getur verið

hjálpleg til þess að efla fræðslu. Ágreiningsmál varðandi bólusetningar fá gjarnan mikla

athygli í fjölmiðlum. Niðurstöður rannsóknarinnar geta skapað grundvöll til þess að bregðast

megi við slíkum ágreiningsmálum af skynsemi.

Page 26: Ýmir Óskarsson

23

2. Markmið rannsóknar

Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka afstöðu til bólusetninga barna á Íslandi.

Einnig var markmiðið að rannsaka afstöðu sérstakra hópa til bólusetninga.

Loks var markmiðið að skoða hvort og þá hvaða bakgrunnsþættir kynnu að hafa áhrif á

afstöðuna.

Page 27: Ýmir Óskarsson

24

3. Efni og aðferðir

Könnunin var gerð í nóvember 2013 og í mars 2014. Spurningarlisti var saminn af aðilum

rannsóknarinnar. Spurningarlistinn var sendur með tölvupósti á 20.641 manns í fjórum

úrtökum:

1. Almenningsúrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands

2. Starfsmenn Landspítalans (LSH)

3. Kennarar og aðrir starfsmenn Háskóla Íslands (HÍ)

4. Nemendur Háskóla Íslands

Fyrsti hluti rannsóknarinnar (liður 1) fór fram í nóvember 2013. Félagsvísindastofnun

HÍ sendi könnunina á 4987 manna lagskipt tilviljunarúrtak úr netpanel stofnunarinnar.

Netpanell þessi byggist á tilvjunarúrtaki úr þjóðskrá. Hann samanstendur af fólki 18 ára og

eldra á landinu öllu sem hefur samþykkt að taka þátt í netkönnun á vegum stofnunarinnar.

Söfnun í netpanel á sér stað jafnt og þétt og fylgst er vel með samsetningu hans. Meðal

annars er þess gætt að dreifing kyns, aldurs, búsetu, menntunar og tekna sé sem líkust því

sem hún er meðal allra landsmanna, 18 ára og eldri. Með því að tryggja gæði netpanelsins

með framangreindum hætti er möguleiki á að alhæfa um niðurstöður rannsókna sem byggjast

á svörum úr honum. Gagnaöflun hófst 7.nóvember og lauk 20.nóvember 2013.

Aðrir þætti rannsóknarinnar (liður 2-4) voru framkvæmdir í marsmánuði 2014.

Spurningarlistinn var sendur út með kannanakerfi Landspítalans, LimeSurvey, á netföng

starfsmanna Landspítalans og netföng nemenda og starfsmanna við Háskóla Íslands.

Netföng starfsmanna Landspítalans fengust hjá Heilbrigðis- og upplýsingadeild

spítalans og voru 4414 talsins. Netföng kennara og annarra starfsmanna við HÍ fengust hjá

starfsmannasviði HÍ og voru 1143 talsins. Nemendaskrá HÍ sá um að senda út könnunina á

nemendur, 10.097 nemendum var sendur tölvupóstur með könnunnni. Spurningarlistinn var

því sendur á 15.654 netföng í þessum þáttum rannsóknarinnar. Tvær áminningar voru sendar

um könnunina.

Spurningarlistinn var tvískiptur. Hann samanstóð annars vegar af 11 spurningum sem

könnuðu viðhorf þátttakanda til bólusetninga barna og hinsvegar af bakgrunnsspurningum.

Page 28: Ýmir Óskarsson

25

Viðhorfspurningarnar voru eins fyrir þátttakendur innan Landspítala og HÍ. Þær

könnuðu hversu hlynntur þátttakandi var bólusetningum barna samkvæmt íslensku

fyrirkomulagi, viðhorf til bólusetninga sem eru ekki hluti af hefðbundinni bólusetningu barna

á Íslandi, traust hans til íslenskra heilbrigðisyfirvalda og almenna afstöðu til bólusetninga.

Spurningarlistann í heild sinni má sjá í viðauka A.

Bakgrunnsspurningar voru örlítið mismunandi fyrir þáttakendur innan Landspítalans

og HÍ. Báðir hópar voru spurðir um kyn, búsetu, aldur, menntun, hjúskaparstöðu, fjölda barna

og aldur yngsta barns. Þátttakendur á Landspítala voru frekar spurðir um starfsheiti innan

spítalans og við hvaða svið viðkomandi starfaði innan hans. Þátttakendur frá HÍ voru spurðir

við hvaða svið þeir stunduðu nám eða störfuðu, þeir sem svöruðu heilbrigðisvísindasvið voru

frekar spurðir um námsbraut innan þess sviðs.

Svör frá þáttakendum bárust rannsakendum nafnlaust og án nokkurra persónulegra

auðkenna. Svör þátttakenda voru ekki rakin til einstaklinga. Við úrvinnslu gagna var ekki

unnið með hópa er innihalda færri en 20 einstaklinga og slíkir hópar voru ekki frekar greindir,

yfirlýsing þess efnis var send til Vísindasiðanefndar.

Gögn af spurningarlistum voru flutt úr LimeSurvey í Excel til frekari úrvinnslu og

gerð grafa. Gögnin voru flutt í tölfræðiforritið SPSS þar sem unnið var að tölfræðiprófunum.

Gerð var tvíþátta fjölbreytu lógístísk aðhvarfsgreining (e. binary multivariable logistic

regression) á spurningum könnunarinnar til þess að ákvarða þætti sem hafa áhrif á afstöðu

þátttakenda. Hún var notuð til þess að kanna hvaða bakgrunnsþættir höfðu áhrif á afstöðu allra

þáttakenda og afstöðu þátttakenda í almenningsúrtaki sérstaklega. Þá var aðferðinni einnig

beitt til þess að athuga hvort munur væri á afstöðu lækna, ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga

innan Landspítalans. Að lokum var tvíþátta fjölbreytu lógístísk aðhvarfsgreining notuð til að

athuga hvort munur væri á afstöðu til bólusetninga milli deilda innan Háskóla Íslands. Þær

breytur sem voru ávallt til staðar í fjölbreytu aðhvarfsgreiningunni voru aldur, kyn, menntun,

búseta eftir sóttvarnarumdæmum, hjúskaparstaða og hvort viðkomandi væri foreldri eða ekki.

Leyfi voru fengin frá Vísindasiðanefnd (leyfi 14-004), Landspítala og rektor Háskóla

Íslands. Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar.

Rannsóknin var unnin í samstarfi Læknadeildar Háskóla Íslands, Barnaspítala

Hringsins, Sýklarannsóknardeild Landspítalans, Sóttvarnalæknis og Félagsvísindastofununnar

Háskóla Íslands. Rannsóknin var unnin á Barnaspítala Hringsins.

Page 29: Ýmir Óskarsson

26

4. Niðurstöður

4.1 Bakgrunnsþættir þátttakenda.

Alls tóku 6501 manns þátt í rannsókninni af þeim 20.641 sem fengu boð um þátttöku.

Heildarsvarhlutfall var því 31,5% en svarhlutfall var mjög breytilegt eftir úrtökum. Þannig

fengust 3141 svör frá almenningi sem gefur 63% svarhlutfall, 1883 svör frá starfsmönnum

Landspítalans sem gefur 42,7% svarhlutfall, 917 svör frá nemendum Háskóla Íslands sem

gefur 9,1% svarhlutfall og loks 560 svör frá starfsmönnum Háskóla Íslands sem gefur 49,0%

svarhlutfall.

Kynjaskipting var einnig breytileg milli úrtaka en alls tóku 2205 karlar og 4295 konur

afstöðu. Í töflu 2 og á mynd 1 má sjá nánar kynjaskiptingu milli úrtaka.

Mynd 1. Kynjaskipting þátttakenda í fjórum úrtökum. Tölur fyrir ofan hverja súlu tákna fjölda þeirra þátttakenda

sem liggja að baki viðkomandi hlutfalli.

Meðalaldur þátttakenda í öllum úrtökum var 45,6 ár. Meðalaldur í almenningsúrtaki

var 48,4 ár, hjá starfsmönnum Landspítalans 47,0 ár, 30,7 ár hjá nemendum Háskóla Íslands

og 49,6 ár hjá starfsmönnum HÍ. Aldursdreifingu þáttakenda og meðalaldur má sjá í töflu 2 og

mynd 1.

1527

320 159

199

1614

1562 758

361

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

Almenningur LSH Starfsmenn HÍ Nemendur HÍ Starfsmenn

Hlu

tfa

ll (

%)

Kynjaskipting þátttakenda

Karlkyn

Kvenkyn

Page 30: Ýmir Óskarsson

27

Mynd 2. Aldursdreifing og meðalaldur þátttakenda í fjórum úrtökum.

Þátttakendur voru spurðir um hæsta menntunarstig sem þeir hefðu lokið. Alls höfðu

446 (6,9%) manns lokið grunnskólaprófi, 1937 (29,8%) manns lokið prófi á

framhaldsskólastigi og 3939 (60,6%) manns lokið háskólaprófi. 179 (2,8%) þátttakendur vildu

ekki svara spurningunni. Dreifingu menntunarstigs milli úrtaka má sjá í töflu 2.

Þátttakendur voru spurðir um barneignir og hversu mörg börn þeir ættu. Alls voru

4028 (62,0%) þáttakendur foreldrar en 2367 (36,4%) ekki foreldrar. 106 manns (1,6%) vildu

ekki svara spurningunni. Tafla 2 sýnir fjölda þáttakenda sem eru foreldrar eða ekki í

úrtökunum fjórum.

Í heildina gáfu þátttakendur upp 118 póstnúmer víðsvegar um landið. Þar af voru 5163

(79,4%) þátttakendur búsettir á höfuðborgarsvæðinu og 1312 (20,2%) á landsbyggðinni, 26

(0,4%) þátttakendur gáfu upp ógild póstnúmer. Póstnúmer voru flokkuð eftir

sóttvarnarumdæmum Landlæknis sem eru átta talsins: Höfuðborgarsvæðið, Suðurnes,

Suðurland, Austurland, Norðurland, Vesturland, Vestfirðir og Vestmannaeyjar. Tafla 2 sýnir

búsetu þátttakenda í úrtökunum fjórum.

0

10

20

30

40

50

60

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

Almenningur LSH Starfsmenn HÍ Nemendur HÍ Starfsmenn

Með

ala

ldu

r (á

r)

Hlu

tfa

ll (

%)

Aldursdreifing þátttakenda

18-24 ára

25-34 ára

35-44 ára

45-54 ára

55-64 ára

65 ára og eldri

Meðalaldur

Page 31: Ýmir Óskarsson

28

Tafla 2: Afstaða til bólusetninga barna á Íslandi. Bakgrunnsþættir þátttakanda í rannsókn í öllum úrtökum.

Bakgrunnsþættir þáttakenda í rannsókn í öllum úrtökum Almenningsúrtak

(n = 3140)

Landspítali –

Starfsmenn

(n = 1883)

Háskóli Íslands –

Nemendur (n = 917)

Háskóli Íslands –

Starfsmenn (n = 560)

Aldur, ár

Meðalaldur 48,4 47,0 30,7 49,6

Spönn 18-89 19-79 18-72 24-71

Aldursbil 18-24 ára, n (%) 149 (4.7) 24 (1.3) 317 (34.6) 2 (0.4)

25-34 ára 474 (15.1) 347 (18.4) 350 (38.2) 56 (10.0)

35-44 ára 643 (20.5) 396 (21.0) 142 (15.5) 128 (22.9)

45-54 ára 744 (23.7) 497 (26.4) 79 (8.6) 154 (27.5)

55-64 ára 693 (22.1) 525 (27.9) 22 (2.4) 179 (32.0)

65 ára og eldri 438 (13.9) 90 (4.8) 6 (0.7) 41 (7.3)

Kyn, n (%)

Kvenkyn 1614 (51.4) 1562 (83.0) 758 (82.7) 361 (64.5)

Karlkyn 1527 (48.6) 320 (17.0) 159 (17.3) 199 (35.5)

Hæsta menntunarstig, n (%)

Grunnskóli 387 (12.3) 50 (2.7) 4 (0.4) 5 (0.9)

Framhaldsskóli 1128 (35.9) 331 (17.6) 443 (48.3) 35 (6.3)

Háskóli 1447 (46.1) 1502 (79.8) 470 (51.3) 520 (92.9)

Vantar upplýsingar 179 (5.7) 0 (0.0) 0 (0.0) 0 (0.0)

Foreldri, n (%)

Já 1658 (52.8) 226 (12.0) 433 (47.2) 50 (8.9)

Nei 1378 (43.9) 1656 (88.0) 484 (52.8) 510 (91.1)

Vantar upplýsingar 105 (3.3) 0 (0.0) 0 (0.0) 0 (0.0)

Búseta, n (%)

Höfuðborgarsvæðið 1987 (63.3) 1837 (97.6) 807 (88.0) 532 (95.0)

Landsbyggð 1139 (36.2) 41 (2.1) 107 (11.7) 25(4.5)

Vantar upplýsingar 15 (0.5) 5 (0.3) 3 (0.3) 3 (0.5)

4.2 Afstaða til bólusetninga barna á Íslandi

4.2.1 Bólusetning barna á fyrsta aldurs ári eins og íslenska bólusetningakerfið gerir ráð

fyrir

Alls voru 5763 (88,6%) einstaklingar mjög hlynntir, 511 frekar hlynntir (7,9%), 89 (1,4%)

hvorki hlynntir né andvígir. Þá voru 31 (0,5%) einstaklingar frekar andvígir og 28 (0,4%)

mjög andvígir. 62 (1.0%) svöruðu „veit ekki“ og 17 einstaklingar (0,3%) vildu ekki svara.

Page 32: Ýmir Óskarsson

29

Mynd 3. Afstaða allra þátttakenda í rannsókn (N=6501) til bólusetninga barna á fyrsta aldursári samkvæmt

íslensku fyrirkomulagi. Almenningsúrtak (n=3141), starfsmenn Landspítala (n=1883), nemendur (n=917) og

starfsmenn Háskóla Íslands (n=560). Tölur fyrir ofan hverja súlu tákna fjölda þeirra þátttakenda sem svöruðu

viðkomandi svarmöguleika.

4.2.1.1 Allir þátttakendur

Karlar voru frekar mjög hlynntir bólusetningu barna á fyrsta aldursári en konur (OR = 1.48,

CI95 = 1.23-1.77, p < 0,001). Þeir sem eru í hjónabandi eða í sambúð voru 44% líklegri til

þess að vera mjög hlynntir (OR = 1.44, CI95 = 1.18-1.76, p < 0,001). Einstaklingar í

almenningsúrtaki voru marktækt minna líklegri til þess að vera mjög hlynntir samanborið við

hin úrtökin (p < 0,05,). Miðað við almenning voru starfsmenn Landspítalans margfalt líklegri

til þess að vera mjög hlynntir (OR = 3.60, CI95 = 2.78-4.67, p < 0,001), sömuleiðis

háskólanemar (OR = 2.82, CI95 = 2.06-3.80, p < 0,001) og starfsmenn HÍ (OR = 2.05, CI95 =

1.45-2.98, p < 0,001).

Alls voru 59 manns mjög eða frekar andvígir bólusetningu barna á fyrsta aldursári.

Háskólanemar voru meira en þrefalt líklegri en önnur úrtök til þess að vera andvígir (n = 16)

(OR = 3,15, CI95 = 1.50-6.63, p = 0,002). Þátttakendur frá Landspítala voru ekki eins líklegir

og almenningur til þess að vera mjög eða frekar andvígir (OR = 0.38, CI95 = 0.15-0.93, p =

0,035). Þá voru einstaklingar á aldrinum 30 til 44 ára líklegri en aðrir til þess að vera mjög

eða frekar andvígir (OR = 1.37, CI95 = 1.13-1.67, p = 0,001) en 60 ára og eldri minna líklegri

(OR = 0.68, CI95 = 0.52- 0.88, p = 0,004).

2615

1783 853 512

362 74 42 33

67 15 4 3 15 4 7 5 13 4 9 2 55 3 1 3 0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Almenningur LSH - Starfsmenn HÍ - Nemendur HÍ - Starfsmenn

Hlu

tfa

ll (

%)

Afstaða til bólusetninga barna á 1. aldursári skv. íslensku

fyrirkomulagi

Mjög hlynnt/ur

Frekar hlynnt/ur

Hvorki hlynnt/ur né andvíg/ur

Frekar andvíg/ur

Mjög andvíg/ur

Veit ekki

Page 33: Ýmir Óskarsson

30

4.2.1.2 Almenningsúrtak

Karlar (OR = 1.81, CI95 = 1.47-2.23, p < 0,001) og einstaklingar með tekjur yfir 600 þús á

mánuði (OR = 1.54, CI95 = 1.12-2.13, p = 0,008) voru líklegri til þess að vera mjög hlynntir

bólusetningu barna á fyrsta aldursári. Einstaklingar með tekjur undir 300 þús á mánuði voru

rúmlega þrefalt líklegri til þess að vera mjög eða frekar andvígir (OR = 3.54, CI95 = 1.34-

9,34, p = 0,011).

4.2.2 Bólusetning barna á öðru aldursári eins og íslenska bólusetningakerfið gerir ráð

fyrir

Heildarfjöldi mjög hlynntra einstaklinga var 5741 (88,3%), frekar hlynntra 519 (8,0%) og 99

einstaklingar (1,5%) voru hvorki hlynntir né andvígir. Þá voru 35 (0,5%) frekar andvígir og

30 (0,5%) mjög andvígir. Alls svöruðu 60 þátttakendur (0,9%) „veit ekki“ og 17 (0,3%) vildu

ekki svara spurningunni.

Mynd 4. Afstaða allra þátttakenda í rannsókn (N=6501) til bólusetninga barna á öðru aldursári samkvæmt

íslensku fyrirkomulagi. Almenningsúrtak (n=3141), starfsmenn Landspítala (n=1883), nemendur (n=917) og

starfsmenn Háskóla Íslands (n=560). Tölur fyrir ofan hverja súlu tákna fjölda þeirra þátttakenda sem svöruðu

viðkomandi svarmöguleika.

4.2.2.1 Allir þátttakendur

Karlar (OR = 1.38, CI95 = 1.16-1.65, p = 0,001) og þeir sem eru í sambúð eða hjónabandi

(OR = 1.44, CI95 = 1.18-1.75, p = 0,001) voru líklegri til þess að vera mjög hlynntir

bólusetningu barna á öðru aldursári. Marktækur munur var á milli afstöðu almenningsúrtaks

og annara úrtaka (p < 0,05). Samanborið við hin úrtökin var almenningur minna líklegur til

2600

1770 857 514

374 76 35 34

66 21 9 3 17 8 6 4 16 4 8 2 54 3 1 2 0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Almenningur LSH - Starfsmenn HÍ - Nemendur HÍ - Starfsmenn

Hlu

tfa

ll (

%)

Afstaða til bólusetninga barna á 2.aldursári skv. íslensku

fyrirkomulagi

Mjög hlynnt/ur

Frekar hlynnt/ur

Hvorki hlynnt/ur né andvíg/ur

Frekar andvíg/ur

Mjög andvíg/ur

Veit ekki

Page 34: Ýmir Óskarsson

31

þess að vera mjög hlynntir bólusetningu barna á öðru aldursári (OR = 0.35, CI95 = 0.28-0.43,

p < 0,001).

Alls voru 61 manns mjög eða frekar andvígir bólusetningunni. Háskólanemar voru

líklegri til þess að vera andvígir miðað við önnur úrtök (n = 14) (OR = 3.05, CI95 = 1.45-

6.40, p = 0,003).

4.2.2.2 Almenningsúrtak

Karlar (OR = 1,790, CI95 = 1,447-2,213, P < 0,001), þátttakendur með tekjur meira en 600

þús á mánuði (OR = 1,532, CI95 = 1,113-2,107, P = 0,009) og í hjónbandi eða sambúð (OR =

1,380, CI95 = 1,074-1,773, P = 0,012) voru líklegri til þess að vera mjög hlynntir

bólusetningu barna á öðru aldursári. Einstaklingar á aldrinum 45-59 ára voru líklegri en aðrir

aldurshópar til þess að vera mjög eða frekar andvígir (n = 17) (OR = 2,502, CI95 = 1,177-

5,316, p = 0,017).

4.2.3 Andstæðingar bólusetninga barna á fyrsta og/eða öðru aldursári

Alls voru 79 einstaklingar sem sögðust vera andvígir bólusetningu barna á fyrsta og/eða öðru

aldursári. Þeir voru skoðaðir sérstaklega og bornir saman við 5801 einstaklinga sem sögðust

vera mjög sammála sömu bólusetningum. Engir bakgrunnsþættir voru marktækt mismunandi

milli hópanna. Hins vegar kom í ljós að andstæðingar bólusetninga barna voru margfalt

líklegri til þess að vera mjög ósammála því að treysta heilbrigðisyfirvöldum (OR = 184.8,

CI95 = 90.3-378.3, p < 0,001), vilja síður bólusetja samkvæmt íslensku fyrirkomulagi (OR =

237.7, CI95 = 106.7-529.8, p < 0,001) og telja ekki að bólusetningar veiti vörn gegn

sýkingum (OR = 30.4, CI95 = 15.1-60.9, p < 0,001). Þeir voru einnig líklegri til þess að vera

mjög sammála því að óttast aukaverkanir (OR = 33.0, CI95 = 19.7-55.3, p < 0,001) og telja

náttúrlega sýkingu heilbrigðari en bólusetning (OR = 14.6, CI95 = 8.7-24.6, p < 0,001).

Sökum þess hve fáir svara þessum valmöguleikum og hversu fáir eru andvígir bólusetningum

barna verða líkindahlutföllin mjög há. Hrátt líkindahlutfall má sjá í töflu 1 í viðauka B.

Page 35: Ýmir Óskarsson

32

4.2.3 Að tekin verði upp bólusetning barna gegn hlaupabólu.

Alls voru 2950 (45,4%) einstaklingar mjög hlynntir, 1273 (19,6%) mjög hlynntir, 1414

(21,8%) hvorki hlynntir né andvígir, 308 (4,7%) frekar andvígir og 147 (2,3%) mjög andvígir.

Þá svöruðu 385 (5,9%) einstaklingar „veit ekki“ og 24 (0,4%) vildu ekki svara spurningunni.

Mynd 5. Afstaða allra þátttakenda í rannsókn (N=6501) til þess að tekin verði upp bólusetning barna gegn

hlaupabólu. Almenningsúrtak (n=3141), starfsmenn Landspítala (n=1883), nemendur (n=917) og starfsmenn

Háskóla Íslands (n=560). Tölur fyrir ofan hverja súlu tákna fjölda þeirra þátttakenda sem svöruðu viðkomandi

svarmöguleika.

4.2.3.1 Allir þátttakendur

Ómarktækur munur var á milli kynja (p = 0,485). Háskólamenntaðir voru ólíklegri til þess að

vera mjög hlynntir að tekin verði upp bólusetning barna gegn hlaupabólu (OR = 0.78, CI95 =

0.80-0,84, p < 0,001). Almenningur var frekar mjög hlynntur (OR = 1.26, CI95 = 1.11-1.44,

p < 0,001) miðað við hin úrtökin. Starfsmenn Landspítalans (OR = 0.81, CI95 = 0.69-0.93,

p = 0,004) og Háskóla Íslands (OR = 0.67, CI95 = 0.54-0.82, p < 0,001) voru minna líklegri

til þess að vera mjög hlynntir miðað við almenning. Fólk eldra en 60 ára var helmingi líklegra

en aðrir til að vera mjög hlynnt upptöku bóluefnisins (OR = 1.52, CI95 = 1.33-1,74,

p < 0,001).

Fólk eldra en 60 ára var ólíklegra til að vera mjög andvígt miðað við aðra aldurshópa

(OR = 0.39, CI95 = 0.20-0.77, p = 0,006). Alls voru 455 þátttakendur mjög eða frekar

1536 844

341 229

563 426

167 117 609 420

259

126

133 84 65

26 70 33

36 8

211 75 49

50

0

10

20

30

40

50

60

Almenningur LSH - Starfsmenn HÍ - Nemendur HÍ - Starfsmenn

Hlu

tfa

ll (

%)

Afstaða til þess að tekin verði upp bólusetning barna gegn

hlaupabólu

Mjög hlynnt/ur

Frekar hlynnt/ur

Hvorki hlynnt/ur né andvíg/ur

Frekar andvíg/ur

Mjög andvíg/ur

Veit ekki

Page 36: Ýmir Óskarsson

33

andvígir upptöku bólusetningar gegn hlaupabólu. Meðal þeirra eru foreldrar líklegri til að vera

mjög eða frekar andvígir (OR = 1.29, CI95 = 1.03-1.63, p = 0,030)

4.2.3.2 Almenningsúrtak

Háskólamenntaðir voru 30% ólíklegri til þess að vera mjög hlynntir (OR = 0.69, CI95 = 0.59-

0.81, p < 0,001). Einstaklingar með tekjur hærri en 600 þús á mánuði voru líklegri til þess að

vera mjög hlynntir (OR = 1.54, CI95 = 1.23-1.92, p < 0,001) og þeir sem eru með tekjur undir

300 þús voru minna líklegri (OR = 0.82, CI95 = 0.68-0.99, p = 0,038). Á Austurlandi voru 16

(14,0%) þáttakendur mjög eða frekar andvígir upptöku bóluefnis barna gegn hlaupabólu en

112 (5,7%) einstaklingar höfðuborgarsvæðinu. Íbúar á Austurlandi voru líklegri til þess að

vera andvígir miðað við höfuðborgarsvæðið (OR = 3.06, CI95 = 1.69-5,55, p < 0,001).

Einstaklingar með tekjur minni en 300 þús á mánuði voru líklegri til þess að vera mjög

ósammála (OR = 1.82, CI95 = 1.01-3.26, p = 0,045).

4.2.4 Að tekin verði upp bólusetning barna gegn inflúensu.

Það voru alls 1760 (27,1%) einstaklingar mjög hlynntir, 1318 (20,3%) frekar hlynntir, 2093

(32,2%) hvorki hlynntir né andvígir, 722 (11,1%) voru frekar andvígir og 260 (4,0%) mjög

andvígir. Þá svöruðu 314 (4,8%) einstaklingar „veit ekki“ og 34 (0,5%) vildu ekki svara

spurningunni.

Mynd 6. Afstaða allra þátttakenda í rannsókn (N=6501) til þess að tekin verði upp bólusetning barna gegn

inflúensu. Almenningsúrtak (n=3141), starfsmenn Landspítala (n=1883), nemendur (n=917) og starfsmenn

Háskóla Íslands (n=560). Tölur fyrir ofan hverja súlu tákna fjölda þeirra þátttakenda sem svöruðu viðkomandi

svarmöguleika.

1105

378 195

82

686

364 172 96

900

682 327 184

258

251 110

103

76 88

61 35

95

114 50

55

0

5

10

15

20

25

30

35

40

Almenningur LSH - Starfsmenn HÍ - Nemendur HÍ - Starfsmenn

Hlu

tfa

ll (

%)

Afstaða til þess að tekin verði upp bólusetning barna gegn inflúensu?

Mjög hlynnt/ur

Frekar hlynnt/ur

Hvorki hlynnt/ur né andvíg/ur

Frekar andvíg/ur

Mjög andvíg/ur

Veit ekki

Page 37: Ýmir Óskarsson

34

4.2.4.1 Allir þátttakendur

Ekki var marktækur munur á milli kynja (p = 0,485). Háskólamenntaðir voru marktækt minna

líklegri til þess að vera mjög hlynntir (OR = 0.65, CI95 = 0.57-0.74, p < 0,001). Einstaklingar

eldri en 60 ára voru tæplega 30% líklegri til þess að vera mjög hlynntir samanborið við aðra

aldurshópa (OR = 1.29, CI95 = 1.10-1.50, p = 0,001). Þátttakendur á aldrinum 18-29 ára voru

25% líklegri að vera mjög hlynntir (OR = 1.25, CI95 = 1.04-1.51, p = 0,016). Þá voru

einstaklingar á aldrinum 30-44 ára minna líklegri til þess að vera mjög hlynntir miðað við

aðra aldurshópa (OR = 0.77, CI95 = 0.66-0.89, p < 0,001). Miðað við önnur úrtök

rannsóknarinnar var almenningur rúmlega helmingi líklegri til þess að vera mjög hlynntur

upptöku bólusetningu barna gegn inflúensu (OR = 1.54, CI95 = 1.33-1,78, p < 0,001).

Foreldrar voru 65% líklegri til þess að vera mjög andvígir upptöku bólusetningar barna

gegn inflúensu (OR = 1.65, CI95 = 1.23-2.214, p = 0,001). Háskólanemar voru 75% líklegri

en aðrir til þess að vera mjög andvígir (OR = 1.75, CI95 = 1.25-2.45, p = 0,001).

Alls voru 982 þátttakendur mjög eða frekar andvígir upptöku bólusetningar gegn

inflúensu. Háskólamenntaðir voru 23% líklegri til þess að vera andvígir (OR = 1.23, CI95 =

1.04-1.45, p = 0,014) og foreldrar tæplega 40% líklegri (OR = 1.37, CI95 = 1.15-1.64, p <

0,001). Samanborið við önnur úrtök var almenningur ólíklegri til þess að vera andvígur (OR =

0,570, CI=0.47-0.68, p < 0,001). Einstaklingar á aldrinum 60 ára og eldri voru marktækt

minna líklegri til þess að vera andvígir samanborið við aðra aldurshópa (OR = 0.65, CI95 =

0.52-0.80, p < 0,001).

4.2.4.2 Almenningsúrtak

Konur (OR = 1.52, CI95 = 1.28-1.82, p < 0,001) og einstaklingar með tekjur minni en 300 þús

á mánuði (OR = 1.35, CI95 = 1.10-1.65, p = 0,004) voru líklegri til þess að vera mjög hlynnt

upptöku bólusetningar barna gegn inflúensu. Háskólamenntaðir voru minna líklegir til að vera

mjög hlynntir (OR = 0.65, CI95 = 0.54-0.77, p < 0,001). Einstaklingar á aldrinum 45-59 ára

voru líklegri en aðrir til þess að vera mjög andvígir (OR = 1,74, CI95 = 1,20-2,52, p = 0,003).

Page 38: Ýmir Óskarsson

35

4.2.5 Bólusetningu fullorðinna gegn inflúensu.

Í heildina voru 1861 (28,6%) einstaklingar mjög hlynntir, 1459 (22,4%) frekar hlynntir, 1997

(30,7%) hvorki hlynntir né andvígir, frekar andvígir voru 628 (9,7%) einstaklingar og mjög

andvígir 248 (3,8%). Þá svöruðu 277 manns „veit ekki“ og 31 vildu ekki svara spurningunni.

Mynd 7. Afstaða allra þátttakenda í rannsókn (N=6501) til bólusetninga fullorðinna við inflúensu.

Almenningsúrtak (n=3141), starfsmenn Landspítala (n=1883), nemendur (n=917) og starfsmenn Háskóla Íslands

(n=560). Tölur fyrir ofan hverja súlu tákna fjölda þeirra þátttakenda sem svöruðu viðkomandi svarmöguleika.

4.2.5.1 Allir þátttakendur

Ómarktækur munur var á milli kynja (p = 0,061). Vestfirðingar (OR = 0.49, CI95 = 0.28-

0.86, p = 0,014) og háskólamenntaðir (OR = 0.78, CI95 = 0.69-0.88, p < 0,001) voru minna

líklegir til þess að vera mjög hlynntir bólusetningu fullorðinna við inflúensu. Einstaklingar 60

ára og eldri voru tæplega tvöfalt líklegri til þess að vera mjög hlynntir samanborið aðra

aldurshópa (OR = 1.97, CI95 = 1.72-2.27, P < 0,001).

Konur voru tæplega helmingi líklegri til þess að vera mjög andvígar (OR = 1.46, CI95

= 1.014-2.097, p = 0,042). Háskólanemar voru þá tvöfalt líklegri til þess að vera mjög

andvígir samanborið við almenningsúrtak (OR = 1.98, CI95 = 1.23-3.19, p = 0,005).

Einstaklingar á aldrinum 45-59 ára voru líklegri en aðrir aldurshópar til þess að vera mjög

andvígir (OR = 1.47, CI95 = 1.08-2.01, p = 0,015) og 60 ára og eldri minna líklegri (OR =

0.36, CI95 = 0.20-0.66, p = 0,001).

893

622

218 128

596

516

211 136

981

503

314 199

331

142

93 62

130 56

42 20 187

41 36

13

0

5

10

15

20

25

30

35

40

Almenningur LSH - Starfsmenn HÍ - Nemendur HÍ - Starfsmenn

Hlu

tfa

ll (

%)

Afstaða til bólusetningar fullorðinna við inflúensu

Mjög hlynnt/ur

Frekar hlynnt/ur

Hvorki hlynnt/ur né andvíg/ur

Frekar andvíg/ur

Mjög andvíg/ur

Veit ekki

Page 39: Ýmir Óskarsson

36

4.2.5.2 Almenningsúrtak

Háskólamenntaðir voru minna líklegri til þess að vera mjög hlynntir (OR = 0.74, CI95 = 0.62-

0.87, p < 0,001). Einstaklingar eldri en 60 ára voru tæplega tvöfalt líklegri til að vera mjög

hlynntir (OR = 1.91, CI95 = 1.56-2.35, p < 0,001). Íbúar Suðurnesja voru líklegri til þess að

vera mjög andvígir (OR = 3.04, CI95 = 1.37-6.77, p = 0,006). Einstaklingar á aldrinum 45-59

ára voru líklegri til þess að vera með mjög andvígir (OR = 1.76, CI95 = 1.07-2.86, p = 0,024)

og 60 ára og eldri minna líklegri (OR = 0.29, CI95 = 0.12-0.73, p = 0,008).

4.2.6 Ég tel að bólusetningar veiti vörn gegn sýkingum.

Alls voru 4387 (67,5%) einstaklingar mjög sammála fullyrðingunni, 1481 (22,8%) frekar

sammála, 319 (4,9%) hvorki sammála né ósammála, 81 (1,2%) frekar ósammála og 82 (1,3%)

mjög ósammála. Þá svöruðu 108 (1,7%) manns „veit ekki“ og 43 vildu ekki svara

spurningunni.

Mynd 8. Hversu hlynnt/ur eða andvíg/ur ertu eftirfarandi fullyrðingu. Afstaða allra þátttakenda í rannsókn

(N=6501). Almenningsúrtak (n=3141), starfsmenn Landspítala (n=1883), nemendur (n=917) og starfsmenn

Háskóla Íslands (n=560). Tölur fyrir ofan hverja súlu tákna fjölda þeirra þátttakenda sem svöruðu viðkomandi

svarmöguleika.

1818

1427 726

416

856

376

132

117

248 40 20 11 50 14 10 7 54 14 12 2 80 8 14 6

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

Almenningur LSH - Starfsmenn HÍ - Nemendur HÍ - Starfsmenn

Hlu

tfa

ll (

%)

Ég tel að bólusetningar veiti vörn gegn sýkingum

Mjög sammála

Frekar sammála

Hvorki sammála né ósammála

Frekar ósammála

Mjög ósammála

Veit ekki

Page 40: Ýmir Óskarsson

37

4.6.2.1 Allir þátttakendur

Karlar (OR = 1.23, CI95 = 1.09-1.39, p = 0,001) og einstaklingar í sambúð eða hjónabandi

(OR = 1.17, CI95 = 1.013-1.343, p = 0,032) voru líklegri til að vera mjög sammála

fullyrðingunni. Háskólamenntaðir voru tæplega 40% líklegri til þess að vera mjög sammála

(OR = 1.38, CI95 = 1.22-1.569, p < 0,001). Þá voru þátttakendur í almenningsúrtaki marktækt

minna líklegri til þess að vera mjög sammála samanborið við önnur úrtök (OR = 0.50, CI95 =

0.44-0.58, p < 0,001). Einstaklingar á aldrinum 18-29 ára voru frekar mjög sammála miðað

við aðra aldurshópa (OR = 1.76, CI95 = 1.45-2.13, p < 0,001) og einstaklingar á aldrinum 45-

54 ára minna líklegri (OR = 0.77, CI95 = 0.69-0.86, p < 0,001).

Engir bakgrunnsþættir höfðu marktæk áhrif á það hvort þátttakendur voru mjög

ósammála fullyrðingunni að bólusetningar veiti vörn gegn sýkingum. Þó voru einstaklingar í

almenningsúrtaki rúmlega tvöfalt líklegri til þess að vera mjög ósammála samanborið við

önnur úrtök (OR = 2.18, CI95 = 1.23-3.85, p = 0,008).

4.2.6.2 Almenningsúrtak

Karlar (OR = 1.25, CI95 = 1.06-1.46, p = 0,007) og háskólamenntaðir (OR = 1.19, CI95 =

1.013-1.408, p = 0,034) voru líklegri til þess að vera mjög sammála. Einstaklingar á aldrinum

45-59 ára voru síður mjög sammála (OR = 0.78, CI95 = 0.67-0.91, p = 0,002) en 60 ára og

eldri eru frekar mjög sammála (OR = 1.44, CI95 = 1.17-1.77, p < 0,001).

Þátttakendur á aldrinum 45-59 ára voru líklegri til þess að vera mjög ósammála (OR =

1.81, CI95 = 1.018-3.225, p = 0,043).

Page 41: Ýmir Óskarsson

38

4.2.7 Ég myndi láta bólusetja barnið mitt samkvæmt íslensku fyrirkomulagi.

Alls voru 5408 (83,2%) þátttakenda mjög sammála fullyrðingunni, 804 frekar sammála

(12,4%), 128 (2,0%) hvorki sammála né ósammála, 36 (0,6%) frekar ósammála og 47 (0,7%)

mjög ósammála. Þá svöruðu 45 (0,7%) einstaklingar „veit ekki“ og 33 (0,5%) vildu ekki svara

spurningunni.

Mynd 9. Hversu hlynnt/ur eða andvíg/ur ertu eftirfarandi fullyrðingu. Afstaða allra þátttakenda í rannsókn

(N=6501). Almenningsúrtak (n=3141), starfsmenn Landspítala (n=1883), nemendur (n=917) og starfsmenn

Háskóla Íslands (n=560). Tölur fyrir ofan hverja súlu tákna fjölda þeirra þátttakenda sem svöruðu viðkomandi

svarmöguleika.

4.2.7.1 Allir þátttakendur

Karlar (OR = 1.67, CI95 = 1.42-1.95, p < 0,001) og þátttakendur í sambúð eða hjónabandi OR

= 1.26, CI95 = 1.056-1.502, p = 0,01) voru líklegri til þess að vera mjög sammála

Háskólamenntaðir voru frekar mjög sammála (OR = 1.26, CI95 = 1.076-1.470, p = 0,004).

Marktækur munur var á milli úrtaka rannsóknarinnar (p < 0,05). Samanborið við önnur úrtök

var almenningur rúmlega 60% minna líklegur til þess að vera mjög sammála (OR = 0.37,

CI95 = 0.31-0.44, p < 0,001).

Engir bakgrunnsþættir höfðu marktæk áhrif á það hvort þátttakendur voru mjög eða

frekar ósammála því að bólusetja börnin sín samkvæmt íslensku fyrirkomulagi.

2384

1703 832 489

540

149 56 59

95 15 13 5 18 8 6 4 33 3 9 2 40 3 1 1 0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

Almenningur LSH - Starfsmenn HÍ - Nemendur HÍ - Starfsmenn

Hlu

tfa

ll (

%)

Ég myndi láta bólusetja barnið mitt skv íslensku fyrirkomulagi

Mjög sammála

Frekar sammála

Hvorki sammála né ósammála

Frekar ósammála

Mjög ósammála

Veit ekki

Page 42: Ýmir Óskarsson

39

4.2.7.2 Almenningsúrtak

Karlar voru tvöfalt líklegri en konur til þess að vera mjög sammála (OR = 2.08, CI95 = 1.72-

2.52, p < 0,001). Þátttakendur á aldrinum 30-44 ára voru minna líklegir til að vera mjög

sammála (OR = 0.79, CI95 = 0.63-0.989, p = 0,04) en 60 ára og eldri líklegri (OR = 1.64,

CI95 = 1.28-2.10, p < 0,001).

4.2.8 Ég treysti íslenskum heilbrigðisyfirvöldum til að ákveða fyrirkomulag bólusetninga

á Íslandi.

Í heildina voru 4641 (71,4%) einstaklingar mjög sammála fullyrðingunni, 1344 (20,7%)

frekar sammála, 291 (4,5%) hvorki sammála né ósammála (4,5%), 93 (1,4%) frekar

ósammála og 66 (1,0%) mjög ósammála. Alls svöruðu 33 (0,5%) þátttakendur „veit ekki“ og

33 (0,5%) vildu ekki svara spurningunni.

Mynd 10. Hversu hlynnt/ur eða andvíg/ur ertu eftirfarandi fullyrðingu. Afstaða allra þátttakenda í rannsókn

(N=6501). Almenningsúrtak (n=3141), starfsmenn Landspítala (n=1883), nemendur (n=917) og starfsmenn

Háskóla Íslands (n=560). Tölur fyrir ofan hverja súlu tákna fjölda þeirra þátttakenda sem svöruðu viðkomandi

svarmöguleika.

2001

1514 709

417

791

295 142 116

199 45 33 14 56 13 14 10 40 10 15 1 26 4 2 1

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

Almenningur LSH - Starfsmenn HÍ - Nemendur HÍ - Starfsmenn

Hlu

tfa

ll (

%)

Ég treysti íslenskum heilbrigðisyfirvöldum/læknum til að

ákvarða fyrirkomulag bólusetninga á Íslandi

Mjög sammála

Frekar sammála

Hvorki sammála né ósammála

Frekar ósammála

Mjög ósammála

Veit ekki

Page 43: Ýmir Óskarsson

40

4.2.8.1 Allir þátttakendur

Karlar voru frekar mjög sammála en konur (OR = 1.28, CI95 = 1.13-1.46, p < 0,001).

Foreldrar voru 25% minna líklegri til þess að vera mjög sammála (OR = 0.75, CI95 = 0.65-

0.86, p < 0,001). Marktækur munur var á skoðunum almennings og annara úrtaka í

rannsókninni (p < 0,05). Þá var almenningur tæplega 60% minna líklegri til þess að vera mjög

sammála samanborið við önnur úrtök (OR = 0.42, CI95 = 0.37-0.48, p <0,001). Mestur munur

er á afstöðu almennings og starfsmanna Landspítalans sem eru rúmlega 160% líklegri til þess

að vera mjög sammála miðað við almenning (OR = 2.64, CI95 = 2.24-3.11, p < 0,001).

Aldurshópurinn 60 ára og eldri var tæplega helmingi líklegri til þess að vera mjög sammála

borið saman við aðra aldurshópa (OR = 1.46, CI95 = 1.24-1.72, p < 0,001).

Þeir sem eru ekki í sambúð eða hjónabandi voru tvöfalt líklegri til þess að vera mjög

ósammála því að treysta íslenskum heilbrigðisyfirvöldum til að ákveða fyrirkomulag

bólusetninga (OR = 2.08, CI95 = 1.18-3.64, p = 0,011). Einstaklingar á aldrinum 45 til 59 ára

voru 160% líklegri til þess að vera mjög ósammála samanborið við aðra aldurshópa (OR =

2.63, CI95 = 1.54-4.50, p < 0,001).

Alls voru 159 einstaklingar frekar eða mjög ósammála. Alls voru 7% þátttakenda (n =

8) á Austurlandi og 2,3% þátttakenda (n = 121) á höfuðborgarsvæðinu mjög eða frekar

ósammála. Íbúar á Austurlandi voru líklegri til að vera mótfallnir, samanborið við

höfuðborgarsvæðið (OR = 2.32, CI95 = 1.08-5.00, p = 0,031). Starfsmenn Landspítalans voru

rúmlega 60% minna líklegri til þess að vera frekar eða mjög ósammála samanborið við önnur

úrtök (OR = 0.38, CI95 = 0.24-0.62, p < 0,001).

4.2.8.2 Almenningsúrtak

Karlar voru líklegri en konur til að vera mjög sammála (OR = 1.53, CI95 = 1.29-1.81, p <

0,001).Einstaklingar á aldrinum 30-44 ára voru minna líklegri til að vera mjög sammála (OR

= 0.72, CI95 = 0.59-0.87, p = 0,001) en 60 ára og eldri líklegri (OR = 1.94, CI95 = 1.55-2.41,

p < 0,001). Fólk búsett á Austurlandi var tæplega þrefalt líklegra en íbúar

höfuðborgarsvæðisins til að vera mjög eða frekar ósammála (OR = 2.75, CI95 = 1.26-6.03, p

= 0,011). Einstaklingar á aldrinum 45-59 ára voru tvöfalt líklegri til þess að vera mjög eða

frekar andvígir (OR = 1.94, CI95 = 1.25-3.03, p = 0,003).

Page 44: Ýmir Óskarsson

41

4.2.9. Ég óttast að bólusetningar geti valdið alvarlegum aukaverkunum.

Það voru alls 172 (2,6%) þátttakendur mjög sammála, 425 (6,5%) frekar sammála, 1047

(16,1%) hvorki sammála né ósammála, 2189 (33,7%) frekar ósammála og 2229 (34,3%) mjög

ósammála. Alls svöruðu 364 (5,6%) manns „veit ekki“ og 75 (1,2%) vildu ekki svara

spurningunni.

Mynd 11. Hversu hlynnt/ur eða andvíg/ur ertu eftirfarandi fullyrðingu. Afstaða allra þátttakenda í rannsókn

(N=6501). Almenningsúrtak (n=3141), starfsmenn Landspítala (n=1883), nemendur (n=917) og starfsmenn

Háskóla Íslands (n=560). Tölur fyrir ofan hverja súlu tákna fjölda þeirra þátttakenda sem svöruðu viðkomandi

svarmöguleika.

4.2.9.1 Allir þátttakendur

Engin marktæk tengsl voru milli bakgrunnsþátta þátttakenda og þess að vera mjög sammála

því að óttast alvarlegar aukaverkanir bólusetninga. Á Austurlandi var 21 einstaklingur

(16,8%) mjög eða frekar sammála því að óttasta aukaverkanir, en 467 einstaklingar á

höfuðborgarsvæðinu (9%). Íbúar á Austurlandi voru líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins til

þess að vera mjög eða frekar sammála því að óttast alvarlegar aukaverkanir bólusetninga (OR

= 1.72, CI95 = 1.015-2.90, p = 0.044). Borið saman við aðra aldurshópa voru einstaklingar á

aldrinum 60 ára og eldri minna líklegir til þess að vera mjög eða frekar sammála (OR = 0.68,

CI95 = 0.52-0.88, p = 0,004) og þeir sem eru á aldrinum 30 til 44 ára líklegri til þess að vera

mjög eða frekar sammála (OR = 1.37, CI95 = 1.13-1.67, p = 0,001).

85 43 28 16

223 113 56 33

614

262

84

87

973

691

302

223

960

670

423

176

231 92

18 23

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

50

Almenningur LSH - Starfsmenn HÍ - Nemendur HÍ - Starfsmenn

Hlu

tfa

ll (

%)

Ég óttast að bólusetningar geti valdið alvarlegum aukaverkunum

Mjög sammála

Frekar sammála

Hvorki sammála né ósammála

Frekar ósammála

Mjög ósammála

Veit ekki

Page 45: Ýmir Óskarsson

42

Háskólamenntaðir voru 45% líklegri til þess að vera mjög ósammála því að óttast

alvarlegar aukaverkanir bólusetninga (OR = 1.45, CI95 = 1.29-1.64, p < 0,001). Karlar voru

líklegri en konur til þess að vera mjög ósammála (OR = 1.22, CI95 = 1.087-1.379, p = 0,001).

Starfsmenn Landspítalans (OR = 1.18, CI95 = 1.017-1.375, p = 0,030) og háskólanemar (OR

= 1.76, CI95= 1.47-2.10, p < 0,001) voru líklegri til þess að vera mjög ósammála en

þátttakendur í almenningsúrtaki.

4.2.9.2 Almenningsúrtak

Þátttakendur á aldrinum 30-44 ára voru líklegri til að vera sammála (OR = 1.42, CI95 = 1.04-

1.93, p = 0,027) en 60 ára og eldri minna líklegri (OR = 0.64, CI95 = 0,45-0.92, p = 0,015).

Karlar (OR = 1.25, CI95 = 1.06-1.48, p = 0,009) og háskólamenntaðir (OR = 1.43, CI95 =

1.20-1.70, p < 0,001) voru frekar mjög ósammála.

4.2.10 Ég tel að brjóstamjólk fyrstu mánuðina í lífi barns sé mikilvæg fyrir barnið.

Alls voru 5073 (78,0%) einstaklingar mjög sammála fullyrðingunni, 1032 (15,9%) frekar

sammála, 250 (3,8%) hvorki sammála né ósammála, 33 (0,5%) frekar ósammála og 40 (0,6%)

mjög ósammála. Þá svöruðu 45 (0,7%) „veit ekki“ og 28 (0,4%) manns vildu ekki svara

spurningunni.

Mynd 12. Hversu hlynnt/ur eða andvíg/ur ertu eftirfarandi fullyrðingu. Afstaða allra þátttakenda í rannsókn

(N=6501). Almenningsúrtak (n=3141), starfsmenn Landspítala (n=1883), nemendur (n=917) og starfsmenn

Háskóla Íslands (n=560). Tölur fyrir ofan hverja súlu tákna fjölda þeirra þátttakenda sem svöruðu viðkomandi

svarmöguleika.

2461 1515

662 435

460 292 187 93

127 57 42 24 16 4 12 3 19 10 8 1 30 5 6 4

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

Almenningur LSH - Starfsmenn HÍ - Nemendur HÍ - Starfsmenn

Hlu

tfa

ll (

%)

Ég tel að brjóstamjólk fyrstu mánuðina í lífi barns sé mikilvæg

fyrir barnið

Mjög sammála

Frekar sammála

Hvorki sammála né ósammála

Frekar ósammála

Mjög ósammála

Veit ekki

Page 46: Ýmir Óskarsson

43

4.2.10.1 Allir þátttakendur

Þátttakendur á aldrinum 45 til 54 ára (OR = 1.22, CI95 = 1.07-1.39, p = 0,004) og 60 ára og

eldri (OR = 1.35, CI95 = 1.14-1.61, p = 0,001) voru marktækt líklegri samanborið við önnur

aldursbil til þess að vera mjög sammála því að brjóstamjólk sé mikilvæg fyrir barnið fyrstu

mánuðina í lífi þess. Einstaklingar í hjónabandi eða sambúð voru líklegri til þess að vera mjög

sammála fullyrðingunni (OR = 1.28, CI95 = 1.10-1.49, p = 0,001).

Engir bakgrunnsþættir höfðu marktæk áhrif á það hvort þátttakendur voru mjög ósammála

fullyrðingunni.

4.2.11 Ég tel að náttúrulegar sýkingar geri barnið hraustara en bólusetningar.

Í heildina voru 285 (4,4%) þátttakendur mjög sammála fullyrðingunni, 737 (11,3%) frekar

sammála, 1737 (26,7%) hvorki sammála né ósammála, 1653 (25,4%) frekar ósammála og

1555 (23,9%) einstaklingar mjög ósammála. Þá svöruðu alls 438 (6,7%) manns „veit ekki“ og

96 (1,5%) vildu ekki svara spurningunni.

Mynd 13. Hversu hlynnt/ur eða andvíg/ur ertu eftirfarandi fullyrðingu. Afstaða allra þátttakenda í rannsókn

(N=6501). Almenningsúrtak (n=3141), starfsmenn Landspítala (n=1883), nemendur (n=917) og starfsmenn

Háskóla Íslands (n=560). Tölur fyrir ofan hverja súlu tákna fjölda þeirra þátttakenda sem svöruðu viðkomandi

svarmöguleika.

202

46 25 12

494

149 57 37

921

444 217

155

603

601

259

190

583

535

311

126

274

92 41 31

0

5

10

15

20

25

30

35

40

Almenningur LSH - Starfsmenn HÍ - Nemendur HÍ - Starfsmenn

Hlu

tfa

ll (

%)

Ég tel að náttúrulegar sýkingar geri barnið hraustara en

bólusetningar

Mjög sammála

Frekar sammála

Hvorki sammála né ósammála

Frekar ósammála

Mjög ósammála

Veit ekki

Page 47: Ýmir Óskarsson

44

4.2.11.1 Allir þátttakendur

Háskólamenntaðir voru minna líklegri til þess að vera mjög sammála fullyrðingunni (OR =

0.67, CI95 = 0.51-0.88, p = 0,004). Samanborið við höfuðborgarsvæðið voru íbúar á

Suðurnesjum rúmlega tvöfalt líklegri til þess að vera mjög sammála (OR = 2.16, CI95 = 1.31-

3.54, p = 0,002). Einstaklingar í almenningsúrtaki voru rúmlega tvöfalt líklegri til þess að

vera mjög sammála miðað við önnur úrtök (OR = 2.32, CI95 = 1.68-3.18, p < 0,001).

Þeir sem eru háskólamenntaðir voru 66% líklegri til þess að vera mjög ósammála (OR

= 1.66, CI95 = 1.44-1.906, p < 0,001). Samanborið við almenning voru starfsmenn

Landspítalans (OR = 1.54, CI95 = 1.30-1.82, p < 0,001) og háskólanemar (OR = 1.74, CI95 =

1.42-2.12, p < 0,001) líklegri til þess að vera mjög ósammála. Þátttakendur á aldrinum 18

til 29 ára voru rúmlega tvöfalt líklegri til þess að vera mjög ósammála samanborið við aðra

aldurshópa (OR = 2.12, CI95 = 1.778-2.536, p < 0,001).

4.2.11.2 Almenningsúrtak

Íbúar Suðurnesja voru frekar mjög sammála (OR = 2.57, CI95 = 1.53-4.32, p < 0,001).

Einstaklingar á aldrinum 18-29 ára voru minna líklegri til að vera mjög sammála (OR = 0.44,

CI95 = 0.23-0.87, p = 0,018).

Háskólamenntaðir voru líklegri til þess að vera mjög ósammála (OR = 1.66, CI95 =

1.35-2.04, p < 0,001). Einstaklingar á aldrinum 18-29 ára voru tvöfalt líklegri til að vera mjög

ósammála (OR = 1.97, CI95 = 1.47-2.63, p < 0,001). 30-44 ára minna líklegri (OR = 0.68,

CI95 = 0.54-0.87, p = 0,002).

4.3 Afstaða starfsmanna Landspítalans til bólusetninga barna á Íslandi.

Kannað var hvort munur væri til staðar á afstöðu lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra og

hvaða bakgrunnsþættir höfðu áhrif á þá afstöðu. Afstöðu þátttakenda eftir starfstéttum á

Landspítala má sjá á mynd 14 og mynd 15

Page 48: Ýmir Óskarsson

45

Mynd 14. Sjá má afstöðu starfsmanna Landspítalans (N=1883) til bólusetninga eftir starfsheitum.

Hjúkrunarfræðingur (n = 639), læknir (n = 316), ljósmóðir (n = 58) og aðrir starfsmenn (n = 870).

Mynd 15. Sjá má afstöðu starfsmanna Landspítalans (N=1883) til bólusetninga eftir starfsheitum.

Hjúkrunarfræðingur (n = 639), læknir (n = 316), ljósmóðir (n = 58) og aðrir starfsmenn (n = 870).

Page 49: Ýmir Óskarsson

46

Læknar voru líklegri til þess að vera mjög hlynntir bólusetningu barna á fyrsta

aldursári (OR = 5.13, CI95 = 1.017-25.932, p = 0,048) og öðru aldursári (OR = 7.22, CI95 =

1.63- 31.99, p = 0,009) samanborið við hjúkrunarfræðinga.

Læknar voru líklegri en hjúkrunarfræðingar (OR = 5.35, CI95 = 2.72-10.53, p < 0,001)

og ljósmæður (OR = 5.56, CI95 = 2.26-13.68, p < 0,001) til þess að vera mjög sammála því

að bólusetningar veiti vörn gegn sýkingum.

Læknar voru líklegri en hjúkrunarfræðingar til þess að vera mjög ósammála því að

óttast alvarlegar aukaverkanir bólusetninga (OR = 1.63, CI95 = 1.135-2.35, p < 0,008).

Læknar voru líklegri en hjúkrunarfræðingar til þess að vera mjög ósammála því að

náttúrulegar sýkingar geri barnið hraustari en bólusetning (OR = 1.65, CI95 = 1.32-2.38, p =

0,008) og tæplega þrefalt líklegri en ljósmæður (OR = 2.95, CI95 = 1.45-6.00, p = 0,003).

Ljósmæður voru líklegri til þess að vera mjög sammála því að tekin verði upp

bólusetning barna gegn inflúensu samanborið við hjúkrunarfræðinga (OR = 1.91, CI95 =

1.025-3.551, p = 0,041).

Ljósmæður voru líklegri en hjúkrunarfræðingar til þess að vera mjög ósammála

bólusetningu fullorðinna við inflúensu (OR = 4.02, CI95 = 1.035-15.608, p = 0,044).

Ljósmæður voru líklegri en læknar til þess að vera mjög sammála þeirri fullyrðingu að

brjóstamjólk sé mikilvæg fyrir heilsu barns (OR = 3.014, CI95 = 1.002-9.067, p = 0,05).

4.4 Afstaða starfsmanna og nema við Háskóla Íslands til bólusetninga barna á

Íslandi.

Kannað var hvort munur væri til staðar á afstöðu starfsmanna og nema við Háskóla Íslands til

bólusetninga barna eftir því á hvaða sviði þátttakendur störfuðu eða stunduðu nám við. Alls

fengust 1477 svör frá nemendum (n = 917) og starfsmönnum (n = 560) háskólans. Afstöðu

þátttakenda eftir sviðum í Háskóla Íslands má sjá á mynd 16 og mynd 17.

Page 50: Ýmir Óskarsson

47

Mynd 16. Afstaða nemenda (n=917) og starfsmanna (n=560) Háskóla Íslands eftir sviðum háskólans.

Heilbrigðisvísindasvið (n=394) og önnur svið (n=1083).

Mynd 17. Afstaða nemenda (n=917) og starfsmanna (n=560) Háskóla Íslands eftir sviðum háskólans.

Heilbrigðisvísindasvið (n=394) og önnur svið (n=1083).

Page 51: Ýmir Óskarsson

48

Samanborið við önnur svið (n = 1083) háskólans voru einstaklingar á

heilbrigðisvísindasviði (n = 394) marktækt líklegri til þess að vera mjög hlynntir

bólusetningum barna á fyrsta aldursári (OR = 1.77, CI95 = 1.046-3.000, p = 0,033) og öðru

aldursári (OR = 1.81, CI95 = 1.052-3.098, p = 0,032). Þá voru þeir líklegri til þess að vera

mjög sammála því að bólusetningar veiti vörn gegn sýkingum (OR = 1.66, CI95 = 1.22-2.27,

p = 0,001). Líklegri til þess að vera mjög sammála því að bólusetja börn sín samkvæmt

íslensku fyrirkomulagi (OR = 1.92, CI95 = 1.21-3.03, p = 0,005) og treysta íslenskum

heilbrigðisyfirvöldum til þess að ákveða það fyrirkomulag (OR = 1,46, CI95 = 1.09-1.97, p =

0,011). Að lokum voru þeir líklegri til þess að vera mjög ósammála því að óttast alvarlegar

aukaverkanir bólusetninga (OR = 1.88, CI95 = 1.48-2.40, p < 0,001) og að náttúrulegar

sýkingar geri barnið hraustara en bólusetning (OR = 1.75, CI95 = 1.35-2.24, p < 0,001).

4.5 Niðurstöður – Samantekt.

Yfir 95% þátttakenda voru mjög eða frekar hlynntir bólusetningu barna á fyrsta og öðru

aldursári. Alls voru 79 manns (1,2%) mjög eða frekar andvígir bólusetningu barna á fyrsta

og/eða öðru ári. Óvissa einkennir afstöðu til upptöku bólusetninga barna gegn hlaupabólu og

inflúensu en fáir voru þeim þó andvígir. Þá voru 90% þátttakenda mjög eða frekar sammála

því að bóluefni veiti vörn gegn sýkingum, 92% treysta íslenskum heilbrigðisyfirvöldum til að

ákveða fyrirkomulag bólusetninga og 96% myndu bólusetja barn sitt skv. íslensku

fyrirkomulagi. Rúmlega 9% voru mjög eða frekar sammála því að óttast alvarlegar

aukaverkanir bólusetninga og 15% töldu náttúrulegar sýkingar heilbrigðari en bólusetningu.

Bakgrunnsþættir svo sem kyn,búseta og menntun höfðu áhrif á afstöðuna. Læknar á

Landspítala og nemar og starfsmenn við heilbrigðisvísindasvið HÍ og voru líklegri til að hafa

afgerandi jákvætt viðmót til bólusetninga.

Page 52: Ýmir Óskarsson

49

5. Umræður

Ljóst er að afstaða til bólusetninga barna á Íslandi er afgerandi jákvæð. Niðurstöður

rannsóknarinnar gefa góð fyrirheit um að áfram megi halda smitsjúkdómum hérlendis í

skefjum.

5.1 Bólusetning barna á fyrsta og öðru aldursári

Nær allir þátttakendur, meira en 96%, eru mjög eða frekar hlynntir bólusetningu barna á fyrsta

og öðru aldursári. Þá eru aðeins 79 einstaklingar (1,2%) í öllum úrtökum mjög eða frekar

andvígir annarri hvorri bólusetningunni eða þeim báðum. Örlítið fleiri eru andvígir

bólusetningu barna á öðru aldursári (n = 65) en fyrsta aldursári (n = 59). Börn á öðru aldursári

fá MMR bóluefni. Rannsókn frá árinu 2010 sýndi að 9,6% foreldra í Noregi og 5,8% foreldra

í Svíþjóð hafa áhyggjur af öryggi MMR bólusetningar (114). Miðað við hversu fáir eru

andvígir bólusetningunni má álykta að hlutfallið sé lægra hérlendis.

Karlar voru líklegri en konur til þess að vera mjög hlynntir bólusetningum barna. Þó

voru konur ekki líklegri til þess að vera þeim andvígar, hugsanlega skýrist það vegna þess hve

fáir þátttakendur voru andvígir.

Almenningsúrtak var eina úrtakið þar sem var spurt um tekjur. Árið 2012 voru

meðallaun á Íslandi 402 þúsund krónur (115). Einstaklingar með tekjur meira en 600 þús á

mánuði voru líklegri til þess að vera mjög hlynntir bólusetningu barna á fyrsta og öðru

aldursári. Þá voru þátttakendur með tekjur undir 300 þús á mánuði líklegri til þess að vera

mjög andvígir bólusetningu barna á fyrsta aldursári. Rannsóknir hafa sýnt að foreldrar sem

hafna bólusetningu barna sinna eru líklegri til þess að búa í tekjuháum og vel menntuðum

hverfum (116, 117) en foreldrar undirbólusettra (e. undervaccinated) barna eru líklegri til þess

að vera minna menntaðir og með lægri tekjur (117, 118). Niðurstöður okkar gefa til kynna

hið gagnstæða, tekjuháir eru líklegri til þess að vera hlynntir en tekjulágir andvígir.

Þeir 79 einstaklingar sem sögðust vera andvígir bólusetningu barna voru bornir saman

við 5801 einstaklinga sem sögðust vera mjög sammála sömu bólusetningum. Engir

bakgrunnsþættir voru marktækt ólíkir milli hópanna. Þó kom í ljós að andstæðingar

bólusetninga barna voru margfalt líklegri til þess að treysta síður heilbrigðisyfirvöldum, vilja

síður bólusetja samkvæmt íslensku fyrirkomulagi og telja ekki að bólusetningar veiti vörn

gegn sýkingum. Þeir voru einnig líklegri til þess að vera mjög sammála því að óttast

aukaverkanir og telja náttúrlega sýkingu heilbrigðari en bólusetning.

Page 53: Ýmir Óskarsson

50

Erlendar rannsóknir hafa sýnt að foreldrar sem hafna bólusetningu telja bóluefni

árangurslaus og sjúkdóma sem þeim er ætlað að hindra milda og sjaldgæfa (119). Þeir

vantreysta heilbrigðisstarfsmönnum, stjórnvöldum og opinberum rannsóknum á bóluefnum og

treysta frekar fjölmiðlum, óopinberum upplýsingamiðlum (119, 120) og óhefðbundnum

lækningum (116). Þetta er í samræmi við okkar niðurstöður og gefur til kynna að

andstæðingar bólusetninga barna á Íslandi hafi sambærileg viðhorf til heilbrigðisyfirvalda og

bóluefna og skoðanabræður þeirra erlendis. Hins vegar verður að hafa í hug hversu fáir

einstaklingar eru í þessum hópi og margir í hópnum sem þeir eru bornir saman við.

Tölfræðileg gildi úr þessum samanburð verður að taka með fyrirvara.

5.2 Nýjar bólusetningar

Óvissa er einkennandi fyrir afstöðu til þess að tekinn verði upp ný bólusetning barna gegn

hlaupabólu og inflúensu, þó eru fáir þeim andvígir. Þannig svöruðu 27,7% þátttakanda veit

ekki eða hvorki né varðandi upptöku bóluefnis gegn hlaupabólu og 37% þátttakanda svöruðu

hinu sama varðandi upptöku bóluefnis barna gegn inflúensu. Þá voru 455 þátttakendur (7,0%)

andvígir upptöku hlaupabólu bóluefnis og 982 (15,2%) andvígir inflúensu bólusetningu barna.

Aðrar rannsóknir hafa sýnt að meiri tortryggni er í garð nýrra bólusetninga þar sem

ósamhljóða ráðleggingar lækna og trú foreldra að þau séu þróuð í gróðraskyni ýtir undir

efahyggju (121).

Háskólamenntaðir eru síður mjög hlynntir upptöku hlaupabólu bóluefnis og líklegri til

að vera andvígir upptöku bóluefnis fyrir börn gegn inflúensu. Athygli vekur að foreldrar eru

líklegri til þess að vera andvígir bólusetningunum, hugsanlega vegna þess að þeim finnst börn

sín nú þegar fá nógu mikið af bólusetningum. Nærri fjórðungur þátttakenda í bandarískri

rannsókn var því sammála að börn fái fleiri bólusetningar en æskilegt sé fyrir heilsu þeirra

(122). Almenningsúrtak er þá helst hlynnt nýjum bólusetningum og sömuleiðis þátttakendur

60 ára og eldri. Í almenningsúrtaki voru einstaklingar á miðjum aldri, frá 45-59 ára líklegastir

til þess að vera mjög andvígir inflúensu bólusetningu barna. Í Hollenskri rannsókn kemur

fram að hærra menntunarstig er tengt auknum líkum á að vera mótfallin nýjum bólusetningum

(123), sambærilegt við niðurstöður í þessari rannsókn.

Efasemdir í garð hlaupabólu bólusetningar eru ekki einskorðaðar við Ísland. Það var

sú bólusetning sem flestir bandarískir foreldrar myndu sleppa (122). Í rannsókn Gust et al

kom fram að það var sú bólusetning sem flestir foreldrar höfðu efasemdir um (111) Áhyggjur

um öryggi og aukaverkanir var helsta ástæða efasemda (111).

Page 54: Ýmir Óskarsson

51

Inflúensa er algeng ástæða komu barna á bráðamóttöku yfir vetrarmánuðina í mörgum

löndum (124). Í aukinni hættu eru börn með langvinna undirliggjandi sjúkdóma (125), en á

Íslandi er mælt með því að slík börn séu bólusett gegn inflúensu (126). Virkni og áhrif

bólusetningar heilbrigðra barna gegn inflúensu eru umdeild (127). Sýnt hefur verið fram á að

bólusetning barna og fullorðinna með óvirkjuðu inflúensu bóluefni verndi einnig óbólusetta

gegn inflúensu (128). Bandarískar rannsókn hafa sýnt að sumir foreldrar telja ólíklegt að barn

þeirra fái inflúensu, að inflúensu bóluefni séu óörugg fyrir börn og að bóluefnið sjálft gæti

valdið inflúensu (129, 130).

Hugsanlegt er að þátttakendur sem eru óvissir eða andvígir nýrri bólusetningu gegn

hlaupabólu og inflúensu séu sjálfir að leggja mat á áhættu/ávinnings hlutfall (e. risk/benefit

ratio) bólusetningarinnar. Þeir vilja því ekki útsetja barn sitt fyrir nýju bóluefni þar sem þeir

telja sjúkdómanna ekki vera alvarlega, og áhættuna á aukaverkunum bólusetningar vega

þyngra en áhættan tengd því að fá sjúkdóm. Það gæti útskýrt hvers vegna fleiri þátttakendur

eru andvígir upptöku bóluefnis gegn inflúensu en hlaupabólu, þeir telja inflúensu vægari

sjúkdóm. Alvarleiki sjúkdóms hefur áhrif á það hversu samþykkir foreldrar eru nýrri

bólusetningu (131).

Ef taka skal upp reglubundna bólusetningu barna á Íslandi gegn inflúensu þarf að meta

faraldsfræði og sjúkdómsbyrði sjúkdómsins hérlendis ítarlega og ákvarða út frá því hver væri

ávinningurinn af því umfram núverandi bólusetningaskipulag. Bólusetning í skólum gæti

verið hagkvæm leið til þess að ná fullnægjandi þekjun bólusetningar gegn inflúensu (132).

Erfitt getur þó verið að meta faraldsfræði inflúensu þar sem sjúkdómurinn er árstíðabundinn

og breytilegur í eðli sínu.

5.3 Bólusetning fullorðinna við inflúensu

Þátttakendur 60 ára og eldri voru líklegastir til þess að vera mjög hlynntir bólusetningunni,

tvöfalt líklegri en aðrir aldurshópar. Mjög jákvætt er að þessi aldurshópur sé hlynntur

bólusetningunni en samkvæmt ráðleggingum Landlæknis er öllum eldri en 60 ára ráðlagt að

bólusetja sig gegn inflúensu (126). Niðurstöðurnar gefa til kynna að viðhorf þessa aldurshóps

sé jákvætt og þeir séu líklegir til þess að þiggja bóluefnið. Helsta markmið bólusetningar

aldraðra er að minnka líkur á alvarlegum fylgikvillum inflúensu meðal þeirra sem eru

veikastir. Því markmiði er fullnægt, að minnsta kosti að hluta til, meðal aldraðra sem lifa á

hjúkrunarheimilunum og öðrum stofnunum (133).

Page 55: Ýmir Óskarsson

52

5.4 Trú á virkni bóluefna og traust til heilbrigðisyfirvalda

Efasemdir í garð bólusetninga eru ekki sjaldgæfar og geta átt sér margar orsakir, lítil trú á

gagnsemi og virkni bóluefna og vantraust til heilbrigðisyfirvalda eru þar á meðal. Meira en

fimmtungur foreldra í Englandi, Póllandi og Svíþjóð hafa eitthvern tíman haft efasemdir um

bólusetningu barna sinna (114). Þá sögðust 13% foreldra óbólusettra barna í bandarískri

rannsókn ekki hafa bólusett börn sín því þeir töldu bóluefni ekki virka (134).

Þátttakendur í okkar rannsókn hafa mikla trú á virkni bóluefna en yfir 90% þátttakenda

eru sammála því að bólusetningar veiti vörn gegn sýkingum og aðeins 2,5% eru ósammála. Þá

eru 50% þátttakenda ósammála því að náttúruleg sýking geri barnið hraustara en

bólusetningar en 15,7% sammála. Hugsanlegt er að þessi spurning sé illa orðuð og hún

misskilin miðað við hversu margir voru óvissir en 33,4% svara veit ekki eða hvorki né.

Markmið hennar var að kanna hvort þátttakendur teldu það heilbrigðara fyrir barn að fá

náttúrulega sýkingu frekar en bóluefni, hugsanlega komst það illa til skila með því orðalagi

sem var notað. Í grískri rannsókn töldu rúm 19% þáttakenda það ákjósanlegra fyrir barn að fá

náttúrulega sýkingu en bóluefni (121). Er það nokkuð svipað hlutfall og í okkar rannsókn en

16% þátttakanda voru því sammála að náttúruleg sýking væri heilbrigðari en bólusetning.

Háskólamenntaðir eru líklegri til þess að hafa trú á virkni bóluefna og vera ósammála

því að það sé heilbrigðara fyrir barn að fá sýkingu en bóluefni. Það gefur til kynna að með

aukinni menntun og þekkingu eykst traust um virkni og gagnsemi bóluefna.

Afgerandi jákvætt viðmót er til skipulags bólusetninga hérlendis og traust til

heilbrigðisyfirvalda til að ákveða það fyrirkomulag er mikið. Um 96% þátttakenda eru

sammála því að láta bólusetja barn sitt samkvæmt íslensku fyrirkomulagi og rúm 92% treysta

heilbrigðisyfirvöldum til að skipuleggja bólusetningaráætlun hérlendis. Mjög mikilvægt er að

slíkt traust sé til staðar og haldist áfram. Margar rannsóknir hafa sýnt að

heilbrigðisstarfssmenn spili mjög stórt hlutverk í ákvarðanatöku foreldra því þeir eru bæði

algengasta og áhrifamesta upplýsingaveita þeirra um bólusetningar (73, 108, 114). Traust

foreldra til heilbrigðisyfirvalda er forsenda þess. Það gæti þó reynst erfitt að ná til þeirra sem

eru andvígir bólusetningum en í rannsókn frá 2004 kemur fram að 71% foreldra óbólusettra

barna sögðu að læknir hafi ekki haft áhrif á skoðun þeirra varðandi bólusetningar (117).

Page 56: Ýmir Óskarsson

53

Bandarísk rannsókn frá 2011 sýndi að 13% foreldra fylgja eitthvers konar

óhefðbundinni bólusetningaráætlun (e. alternative vaccination schedule) fyrir barn sitt, það er

neita eða fresta eitthverjum bólusetningum eftir sínu höfði (135). Slík börn eru marktækt

líklegri til þess að sýkjast og smita aðra með sjúkdómum sem koma mætti í veg fyrir með

bólusetningu (107, 136). Tímanleg og fullnægjandi bólusetning barna er háð fylgni við

bólusetningaráætlun. Niðurstöður okkar rannsóknar gefa til kynna að lítil ástæða sé til að

halda að foreldrar á Íslandi fylgi óhefðbundinni bólusetningaráætlun í miklum mæli, en aðeins

eru 83 einstaklingar (1,3%) ósammála því að þeir myndu láta bólusetja barna sitt samkvæmt

íslensku fyrirkomulagi. Þetta eru mikilvægar niðurstöður. Þær gefa von um að fá börn

hérlendis séu óbólusett eða undirbólusett og þar af leiðandi líklegri til þess að smitast sjálf eða

smita aðra af sjúkdómum sem koma mætti í veg fyrir.

5.5 Ótti við aukaverkanir

Alls voru 597 manns (9,2%) mjög eða frekar sammála fullyrðingunni að óttast alvarlegar

aukaverkanir bólusetninga. Einstaklingar á aldrinum 30-44 ára eru líklegastir til þess að óttast

aukaverkanir en þátttakendur eldri en 60 ára hafa minnstar áhyggjur. Háskólamenntun eykur

líkurnar á því að vera mjög ósammála um tæplega helming. Konur voru líklegri en karlar til

þess að óttast aukaverkanir.

Fjölmargir þættir hafa ýtt undir áhyggjuraddir foreldra varðandi bólusetningar meðal

annars aukinn fjöldi bólusettra sjúkdóma, ósamhljóða upplýsingar um öryggi þeirra og

villandi upplýsingar á internetinu og annars staðar (108). Margar rannsóknir hafa sýnt að ótti

við aukaverkanir eru foreldrum ofarlega í huga og þeir sem bólusetja ekki börn sín hafa frekar

áhyggjur af aukaverkunum (120). Rannsókn frá árinu 2010 sýndi að konur eru líklegri til þess

að óttast aukaverkanir bólusetninga (105), sambærilegt við okkar niðurstöður. Rannsókn frá

árinu 2005 leiddi í ljós að algengasta ástæða þess að foreldrar bólusetja ekki börn sín eru

áhyggjur að bóluefni geti valdið þeim skaða (134). Meðal Svía og Norðmanna eru ótti við

aukaverkanir helsta ástæða efasemda varðandi bólusetningar (114).

Hvort sem hún er raunveruleg, meint, eða röng þá getur ætluð hætta af bólusetningu

vegið þyngra en áhyggjur af sjúkdómnum sem bólusetningunni er ætlað að hindra. Hegðun

getur stjórnast af mati okkar á hættu, hvort sem hún er raunveruleg eða ekki (76). Því til

stuðnings má nefna að er fram komu áhyggjuraddir um hugsanlegar alvarlegar aukaverkanir

kíghósta bóluefnis þar á meðal flog og skyndidauði ungbarna, minnkaði notkun bóluefnisins

Page 57: Ýmir Óskarsson

54

og sjúkdómurinn kom aftur fram í nokkrum löndum (76, 137). Síðan þá hafa komið fram

rannsóknir sem sýna að bóluefnið veldur ekki þessum meintu aukaverkunum (76).

Niðurstöður í okkar rannsókn sýna að ótti við aukaverkanir hérlendis er ekki víðtækur,

innan við 10%. Í nýlegri rannsókn kom fram að tæp 58% foreldra hafa áhyggjur að barnið sitt

muni upplifa alvarlega aukverkun í kjölfar bólusetningar og rúm 30% eru fremur eða mikið

hikandi varðandi bólusetningu barna (113). Þar sem háskólamenntun eykur líkurnar á því að

óttast síður aukaverkanir, gefur það til kynna að ef til vill mætti lækka hlutfall áhyggjufullra

með aukinni fræðslu og menntun. Þar eru læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn í lykilaðstöðu

en helsta ástæða þess að foreldrar hætta við að sleppa bólusetningu barns síns eru upplýsingar

fengnar frá heilbrigðisstarfsfólki (111).

Það er athyglisvert að 9,1% þáttakenda eru sammála því að óttast aukaverkanir

bólusetninga en 95,6% myndu bólusetja samkvæmt íslensku fyrirkomulagi og 96% eru

hlynntir bólusetningum barna á fyrsta og öðru aldursári. Þetta gefur til kynna að minnsta kosti

hluti þeirra einstaklinga sem óttast aukaverkanir, láti sannarlega bólusetja börn sín og séu

samþykkir bólusetningunni þrátt fyrir að efi sé til staðar. Það er mjög skiljanlegt að foreldrar

hafi áhyggjur af hvers kyns inngripi í heilsu barna sinna. Teljast verður jákvætt að þessar

áhyggjur hindri ekki foreldra til þess að bólusetja börn sín. Bandarísk rannsókn gaf til kynna

að traust foreldra til barnalæknis væri mikilvægasti hvatinn til þess að samþykkja

bólusetningu, en vantraust hefði neikvæð áhrif á samþykki (138). Yfirveguð samræða læknis

við foreldra með efasemdir um öryggi bólusetninga gæti leitt til þess að þeir myndu frekar

bólusetja barn sitt.

5.6 Áhrif menntunar og kyns.

Marktækur munur var á milli kynja til ýmissa spurninga í rannsókninni. Karlar voru líklegri til

þess að hafa almennt jákvæðara viðhorf til bólusetninga en konur. Þeir voru líklegri til að

vera hlynntari bólusetningu barna á fyrsta og öðru aldursári, sammála því að bólusetningar

veiti vörn gegn sýkingum, bólusetja samkvæmt íslensku fyrirkomulagi og bera traust til

heilbrigðisyfirvalda til að ákveða það fyrirkomulag hérlendis og að lokum óttast síður

aukaverkanir. Konur í almenningsúrtaki voru þó líklegri til þess að vera hlynntar upptöku

bólusetningar barna gegn inflúensu. Þá voru háskólamenntaðir marktækt líklegri til þess að

hafa sama viðmót til bólusetninga og karlar hér fyrir ofan, borið saman við þá sem hafa

menntun á grunnskóla eða framhaldsskólastigi. Auk þess voru háskólamenntaðir líklegri til

þess að vera andvígir nýjum bólusetningum.

Page 58: Ýmir Óskarsson

55

Í töflu 2 í viðauka B má sjá menntunarstig eftir kynjum. Ekki var marktækur munur á

menntunarstigi eftir kynjum þegar allir þátttakendur voru teknir saman. Það er hins vegar

marktækur munur á menntun eftir kynjum í almenningsúrtaki þar sem karlar eru frekar

háskólamenntaðir. Munur á afstöðu eftir kynjum var greinanlegur í lógistískri

aðhvarfsgreiningu bæði þegar allir þátttakendur voru skoðaðir og þegar almenningsúrtakið var

skoðað eingöngu. Því má álykta að munur á milli kynja stafi ekki af því að annað kynið er

frekar menntaðara en hitt.

Áhrif menntunar á afstöðu til bólusetninga eru margslungin og breytileg. Menntaðir

foreldrar á Spáni (110), Tyrklandi (139) og í Bandaríkjunum (140) bera meira traust til

heilbrigðisyfirvalda og bólusetninga miðað við þá sem eru minna menntaðir. Aukin menntun

er einnig tengd við minni líkur á því að óttast aukaverkanir bólusetninga (122). Í annarri

rannsókn kom fram að ekki er munur á andstæðingum og stuðningsmönnum bólusetninga

með tilliti til kyns eða menntunar (141). Loks eru foreldrar barna sem sækja um undanþágu

frá lögbundinni bólusetningu í Bandaríkjunum eru líklegri til þess að vera með meiri menntun

en foreldrar barna sem eru bólusett að fullu (134). Út frá þessum dæmum má ætla að áhrif

menntunar séu ekki einsleit og jafnvel ólík milli landa. Í okkar rannsókn voru áhrif menntunar

skýr þar sem háskólamenntaðir voru með almennt jákvæðara viðhorf til bólusetninga, en eru

þó andvígir nýjum bólusetningum. Þessi viðhorf menntaðra eru athyglisverð og endurspegla

traust þeirra til bólusetninga sem hafa sannað gildi sitt en jafnframt efasemdir um bóluefni

sem þeir telja ef til vill ekki nauðsynleg eða fullreynd.

Sérstaklega áhugaverð eru áhrif menntunar á sviði heilbrigðisvísinda en þau var hægt

að kanna sérstaklega með því að bera saman starfstéttir á Landspítala og

heilbrigðisvísindasvið við önnur svið í úrtökum innan Háskóla Íslands.

Afstaða allra stétta innan Landspítala var afar jákvæð en þó má greina nokkrun mun.

Læknar voru líklegri en hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og aðrar starfstéttir til þess að taka

afgerandi afstöðu til ýmissa spurninga. Þannig eru læknar samanborið við hjúkrunarfræðinga

líklegri til þess að vera mjög hlynntir bólusetningu barna, mjög sammála því að bólusetningar

veiti vörn gegn sýkingum og mjög ósammála því að óttast aukaverkanir og náttúruleg sýking

sé heilbrigðari en bólusetning. Samanborið við ljósmæður eru læknar líklegri til þess að vera

mjög sammála því að bólusetning veiti vörn gegn sýkingum og mjög ósammála því að

náttúruleg sýking sé barninu betri en bólusetning. Hafa ber í hug að í heildina er afstaða

Page 59: Ýmir Óskarsson

56

lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra mjög svipuð. Læknar eru eingöngu líklegri til þess að

taka afgerandi afstöðu og vera ákveðnir í sínum svörum.

Svipaða sögu er að segja þegar þátttakendur á heilbrigðisvísindasviði HÍ, nemendur og

starfsmenn, eru bornir saman við önnur svið. Einstaklingar á heilbrigðisvísindasviði eru

marktækt líklegri til þess að taka afgerandi jákvæða afstöðu til ýmissa þátta tengdum

bólusetningum.

Niðurstöður í okkar rannsókn gefa til kynna að aukin menntun og þekking, sérstaklega

í heilbrigðisvísindum, er tengd við aukna trú á bólusetningum barna og virkni þeirra, aukið

traust til heilbrigðisyfirvalda og minni tortryggni í garð aukaverkanna. Þetta gefur góð

fyrirheit að efla megi traust í garð bólusetninga með aukinni fræðslu um virkni, áhrif og

árangur þeirra.

5.7 Búseta

Póstnúmer þátttakenda voru flokkuð eftir sóttvarnarumdæmum. Svör þátttakenda á

landsbyggðinni voru borinn saman við svör frá höfuðborgarsvæðinu. Alls voru 125 (1,9%)

þátttakendur frá Austurlandi, þar af 114 í almenningsúrtaki. Niðurstöður okkur gefa til kynna

að íbúar á Austurlandi séu líklegri til þess að hafa neikvætt viðhorf til bólusetninga

samanborið við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Hafa ber í huga að hér er um að ræða afar fáa

einstaklinga og ber að taka tölfræðileg gildi með fyrirvara. Þeir voru líklegri til þess að vera

andvígir upptöku bóluefnis gegn hlaupabólu (n = 16, 14.0%), óttast frekar aukaverkanir (n =

21, 16.8%) og líklegri til að vera ósammála því að treysta íslenskum heilbrigðisyfirvöldum til

að ákveða fyrirkomulag bólusetninga (n = 8, 7.0%). Ekki er nein haldbær skýring á þessum

mun á afstöðu eftir búsetu. Þó er tölfræðilega marktækur munur milli þátttakenda í svæðunum

tveimur með tilliti til menntunar og kynjaskiptingar, sjá töflu 3 í viðauka B. Á Austurlandi eru

marktækt færri með háskólapróf en á höfuðborgarsvæðinu en áður hefur verið fjallað um að

háskólamenntun tengt við jákvæðara viðhorf gagnvart bólusetningum. Lítill munur er á

þátttöku í bólusetningum barna eftir búsetu, sjá töflu 4 í viðauka B. Rétt ber að nefna að

hugsanlega er þátttakan ennþá meiri en tölur gefa til kynna en skráning þátttöku er ábótavant.

Bandarísk rannsókn gaf til kynna að foreldrar sem sækja um undanþágu frá skyldubundinni

bólusetningu barna sinna þar í landi hafi tilhneigingu til þess að þyrpast saman á tilteknum

landsvæðum (136). Hugsanlegt er að slíkt eigi við á Austurlandi þar sem einstaklingar með

svipaðar og neikvæðar skoðanir gagnvart bólusetningum séu saman komnir. Að lokum er

mögulegt að þátttakendur á Austurlandi búi í meiri dreifbýli en annars staðar, en þekjun

Page 60: Ýmir Óskarsson

57

bólusetninga er lægri hjá börnum foreldra sem telja mikla fjarlægð að bólusetningarstað

hindrun fyrir bólusetningu (121). Afar áhugavert væri að rannsaka nánar með stærra úrtaki

mun á skoðunum til bólusetninga á Austurlandi miðað við höfuðborgarsvæðið.

5.8 Styrkleikar og veikleikar rannsóknar

Helsti styrkleiki rannsóknarinnar er mjög mikill fjöldi þáttakenda, en svör fengust frá 6501

einstaklingum. Þar af fengust 3141 svör frá almennings en boð um þáttöku var sent á 4987

manna lagskipt tilviljunarúrtak Félagsvísindastofnunnar. Það úrtak er lagskipt eftir kyni, aldri,

menntun og búsetu til þess að það endurspegli sem best samsetningu landsmanna. Með því

tryggja gæði úrtaksins með þessum hætti er mögulegt að alhæfa um niðurstöður rannsókna

sem byggjast á svörum úr honum. Þess vegna voru svör úr almenningsúrtaki sérstaklega

greind með aðhvarfsgreiningu. Spurningin varðandi brjóstamjólk var hugsuð til þess að meta

gæði svörunar þátttakenda. Nær allir telja brjóstamjólk mikilvæga sem gefur til kynna að

þátttakendur hafi gefið sér tíma til þess að svara listanum af athygli. Einnig má benda á að

orðalag spurninga er breytilegt, þannig endurspeglar valmöguleikinn „mjög sammála“ ekki

alltaf jákvætt viðhorf. Breytilegt orðalag hafði áhrif á það hvernig spurningunum var svarað

og gefur það aftur til kynna að þáttakendur hafi svarað listanum vandlega.

Þrátt fyrir mikinn fjölda þáttakenda voru fáir andvígir bólusetningum og ekki voru

neinir sértækir bakgrunnsþættir marktækt greinanlegir fyrir þann hóp. Hugsanlega myndi það

nást með fleiri þáttakendum. Eitt markmið rannsóknarinnar var að greina bakgrunnsþætti sem

kynnu að hafa áhrif á afstöðu. Áhugavert kann að vera að vita hvort þeir sem eru andvígir

bólusetningum hafa sameiginlega bakgrunnsþætti.

Þá var svarhlutfall mjög breytilegt milli úrtaka og ásættanlegt í öllum úrtökum nema

einu. Hæsta svarhlutfallið var í almenningsúrtaki eða 63%. Svarhlutfall var áberandi verst

meðal háskólanema eða 9,1%. Það var eina úrtakið þar sem rannsakendur fengu ekki afhent

netföng einstaklinga innan úrtaksins. Því þurfti að senda út boð um þátttöku í gegnum

nemendaskrá HÍ í stað þess að nota kannanakerfi Landspítalans, LimeSurvey. Tölvupósturinn

sem nemendur fengu kom frá netfanginu „[email protected]“. Margar kannanir, mis merkilegar,

berast daglega til nemenda frá þessu netfangi og margir nemendur hunsa slíka tölvupósta eða

gefa þeim lítinn gaum. Líklegt er að svarhlutfall meðal háskólanema hefði verið mun betra

hefðu rannsakendur fengið afhent netföng þeirra og boð um þáttöku hefði verið sent með öðru

netfangi, líkt og var gert fyrir starfsmenn Landspítala og HÍ þar sem svarhlutföll voru talsvert

betri.

Page 61: Ýmir Óskarsson

58

Rétt eins og með allar spurningakannanir er hætta á svarbjögun (e. response bias) og

hugsanlegt er að einstaklingar sem svara könnuninni hafi eitthverjar ólíkar skoðanir en þeir

sem svöruðu henni ekki. Í almenningsúrtaki var þátttaka góð og ólíklegt verður að teljast að

þeir sem gáfu upp svör hafi eingöngu verið einstaklingar með sterkar skoðanir á málefninu. Í

úrtaki háskólanema þar sem svarhlutfall er mjög ábótavant er meiri hætta á að það eigi sér

stað. Þrátt fyrir lágt svarhlutfall eru svör háskólanema áþekk svörum þáttakenda í öðrum

úrtökum. Því má ætla að einstaklingar með sterkar skoðanir hafi ekki eingöngu svarað. Sama

á við um úrtak starfsmanna Landspítala og HÍ þar sem svarhlutfall var minna en í

almenningsúrtaki, en svör þáttakenda í þeim úrtökum eru áþekk svörum annara þátttakenda.

Kynjahlutfall var einnig breytilegt milli úrtaka og æskilegt að það væri jafnara. Konur

voru meirihluta þáttakenda eða 66%. Þá voru konur í miklum meirihluta meðal starfsmanna

Landspítalans og háskólanema, 83% í báðum úrtökum. Kynjahlutfall var þó nánast jafnt í

almenningsúrtaki. Ekki er nein áreiðanleg skýring hvers vegna konur eru líklegri til þess að

láta sig málið varða, en í öðrum rannsóknum tengdum bólusetningum eru konur líklegri til

þess að vera meðal svarenda (110, 121, 122).

5.9 Í framhaldinu

Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að Íslendingar eru mjög jákvæðir í garð

bólusetninga. Gríðarlega spennandi væri að framkvæma sambærilega rannsókn að nokkrum

árum liðnum með ennþá stærra úrtaki almennings og ítarlegri spurningarlista. Frekari

rannsóknarmöguleikar eru óteljandi. Áhugavert væri að kanna nánar afstöðu þátttekenda til

dæmis með því að spurja sérstaklega um einstök bóluefni, hvaða bóluefni vekur upp mestar

og minnstar efasemdir, hvaða aukaverkanir hefur fólk áhyggjur af, er sú skoðun lífseig

hérlendis að bóluefni geti valdið einhverfu osfrv. Sérstaklega væri athyglisvert að kanna

hvaðan fólk sækir mest þekkingu sína varðandi bólusetningar og hver áhrif

heilbrigðisstarfsmanna eru á afstöðuna hérlendis.

Page 62: Ýmir Óskarsson

59

6. Lokaorð

Bóluefni eru eitt mesta afrek vísindasögunnar og lýðheilsu. Bólusetningar hafa dregið

verulega úr sjúkdómsbyrði fjölda sjúkdóma og bjargað milljónum mannslífa. Aukið vantraust

almennings í garð bólusetninga getur stefnt þessum árangri í hættu. Nauðsynlegt er að nýta

vísindalegar framfarir til þróunnar ennþá áhrifaríkari og öruggari bóluefna.

Heilbrigðisstarfsmenn og yfirvöld þurfa að ávarpa vandamálið opinberlega með aukinni og

hreinskilinni umræðu beint að foreldrum þar sem staðreyndir eru útskýrðar, farið yfir hvað

þarfnast aukinna rannsókna og hvað er ekki vitað um bóluefni. Lokaorð um öryggi og áhrif

bóluefna skal ávallt vera í höndum vísindanna. Nauðsynlegt er að útskýra vísindalega

þekkingu greinilega til almennings hvers efasemdir endurspegla hversu erfitt það getur verið

að meta gæði upplýsinga frá misáreiðanlegum miðlum. Bólusetning hefur ekki aðeins áhrif á

heilsu þeirra sem sem þiggja bóluefnið heldur einnig allt samfélagið í heild sinni. Til þess að

bólusetningar virki þarf fólk að skilja mikilvægi þeirra ekki aðeins þegar sjúkdómur er

algengur og sjáanlegur heldur líka þegar hann er orðinn sjaldgæfur. Það er sennilega stærsta

áskorunin sem bólusetningar standa fyrir á 21.öldinni.

Með aukinni þekkingu fæst betri skilningur á þeim þáttum sem hafa áhrif á afstöðu og

með því má vonandi auka traust í garð bólusetninga og stuðla að frekari velferð barna á

Íslandi.

Page 63: Ýmir Óskarsson

60

7. Þakkir

Ég vil þakka leiðbeinendum mínum kærlega fyrir lærdómsríkt og skemmtilegt samstarf:

Ásgeir Haraldsson, Þórólfur Guðnason, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Karl G. Kristinsson og

Haraldur Briem.

Sérstakir þakkir fær aðalleiðbeinandi minn Ásgeir Haraldsson fyrir endurtekinn yfirlestur

ritgerðar og frammúrskarandi hjálpsemi við gerð rannsóknar.

Innilegar þakkir fyrir hjálp við tölfræði úrvinnslu fá Þórólfur Guðnason og Sigrún Helga

Lund.

Ég vil þakka samnemendum mínum í hinum margrómaða Föstudagshóp fyrir ánægjulegar

stundir og ómetanlegan stuðning síðastliðnar vikur og mánuði. Einnig langar mig að þakka

hjálparhellum Föstudagshópsins sem veittu mér og öðrum dýrmæta hjálp: Birta Dögg

Ingudóttir Andrésardóttir, Elías Sæbjörn Eyþórsson og Samúel Sigurðsson.

Ég vil þakka móður minni, Þórhöllu Steinþórsdóttir fyrir hjálp við þýðingar og Unni

Sverrisdóttur fyrir hjálp og stuðning.

Síðast en ekki síst vil ég þakka öllum þátttekendum fyrir að leggja rannsókninni lið.

Mynd 18: Föstudagshópurinn á góðri stund.

Page 64: Ýmir Óskarsson

61

8. Heimildir

1. Leung A. “Variolation” and Vaccination in Late Imperial China, Ca 1570–1911. In: Plotkin

SA, editor. History of Vaccine Development: Springer New York; 2011. p. 5-12.

2. Haraldsson Á. Immunoglobulin light chain ratios in health and disease: a paediatric study:

Pasmans; 1993.

3. Morgan AJ, Parker S. Translational Mini-Review Series on Vaccines: The Edward Jenner

Museum and the history of vaccination. Clinical & Experimental Immunology. 2007;147(3):389-94.

4. Smith PJ, Wood D, Darden PM. Highlights of historical events leading to national

surveillance of vaccination coverage in the United States. Public health reports (Washington, DC :

1974). 2011;126 Suppl 2:3-12.

5. Barquet N, Domingo P. Smallpox: the triumph over the most terrible of the ministers of death.

Annals of internal medicine. 1997;127(8 Pt 1):635-42.

6. Stern AM, Markel H. The history of vaccines and immunization: familiar patterns, new

challenges. Health affairs. 2005;24(3):611-21.

7. Makela PH. Vaccines, coming of age after 200 years. Fems Microbiol Rev. 2000;24(1):9-20.

8. Plotkin SA, Plotkin SL. The development of vaccines: how the past led to the future. Nature

reviews Microbiology. 2011;9(12):889-93.

9. McAleer WJ, Buynak EB, Maigetter RZ, Wampler DE, Miller WJ, Hilleman MR. Human

hepatitis B vaccine from recombinant yeast. Nature. 1984;307(5947):178-80.

10. Buckland BC. The process development challenge for a new vaccine. Nature medicine.

2005;11(4 Suppl):S16-9.

11. Nabel GJ. Designing tomorrow's vaccines. The New England journal of medicine.

2013;368(6):551-60.

12. Landlæknisembættið. Ung- og smábarnavernd. Leiðbeiningar um heilsuvernd barna 0-5 ára,

3.útgáfa. Reykjavík: Landlæknisembættið; 2013. p. 105-119.

13. Hadfield TL, McEvoy P, Polotsky Y, Tzinserling VA, Yakovlev AA. The pathology of

diphtheria. The Journal of infectious diseases. 2000;181 Suppl 1:S116-20.

14. Galazka A. The changing epidemiology of diphtheria in the vaccine era. The Journal of

infectious diseases. 2000;181 Suppl 1:S2-9.

15. Agrawal A, Murphy TF. Haemophilus influenzae infections in the H. influenzae type b

conjugate vaccine era. Journal of clinical microbiology. 2011;49(11):3728-32.

16. Watt JP, Wolfson LJ, O'Brien KL, Henkle E, Deloria-Knoll M, McCall N, et al. Burden of

disease caused by Haemophilus influenzae type b in children younger than 5 years: global estimates.

Lancet. 2009;374(9693):903-11.

17. Snaebjarnardottir K, Erlendsdottir H, Reynisson IK, Kristinsson K, Halldorsdottir S,

Hardardottir H, et al. Bacterial meningitis in children in Iceland, 1975-2010: A nationwide

epidemiological study. Scand J Infect Dis. 2013;45(11):819-24.

18. Hviid A, Rubin S, Muhlemann K. Mumps. Lancet. 2008;371(9616):932-44.

19. McLean HQ, Fiebelkorn AP, Temte JL, Wallace GS. Prevention of measles, rubella,

congenital rubella syndrome, and mumps, 2013: summary recommendations of the Advisory

Committee on Immunization Practices (ACIP). MMWR Recommendations and reports : Morbidity

and mortality weekly report Recommendations and reports / Centers for Disease Control. 2013;62(Rr-

04):1-34.

20. van Loon FP, Holmes SJ, Sirotkin BI, Williams WW, Cochi SL, Hadler SC, et al. Mumps

surveillance--United States, 1988-1993. MMWR CDC surveillance summaries : Morbidity and

mortality weekly report CDC surveillance summaries / Centers for Disease Control. 1995;44(3):1-14.

21. Vandermeulen C, Roelants M, Vermoere M, Roseeuw K, Goubau P, Hoppenbrouwers K.

Outbreak of mumps in a vaccinated child population: a question of vaccine failure? Vaccine.

2004;22(21-22):2713-6.

22. Landlæknisembættið. HPV veiran (Human Papilloma Virus): Landlæknisembættið; 2014

[Skoðað 5.5.2014]. Sótt af: http://www.landlaeknir.is/smit-og-

sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item17727/HPV-veiran-(Human-Papilloma-Virus).

23. Schiffman M, Castle PE, Jeronimo J, Rodriguez AC, Wacholder S. Human papillomavirus

and cervical cancer. Lancet. 2007;370(9590):890-907.

Page 65: Ýmir Óskarsson

62

24. Jemal A, Bray F, Center MM, Ferlay J, Ward E, Forman D. Global cancer statistics. CA: a

cancer journal for clinicians. 2011;61(2):69-90.

25. Mattoo S, Cherry JD. Molecular pathogenesis, epidemiology, and clinical manifestations of

respiratory infections due to Bordetella pertussis and other Bordetella subspecies. Clinical

microbiology reviews. 2005;18(2):326-82.

26. Landlæknisembættið. Upplýsingar um bólusetningar barna fyrir foreldra og aðstandendur.

Landlæknisembættið; 2011. [Skoðað 5.5.2014]. Sótt af :

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item2815/4872.pdf

27. von Konig CH, Halperin S, Riffelmann M, Guiso N. Pertussis of adults and infants. Lancet

Infect Dis. 2002;2(12):744-50.

28. Tan LK, Carlone GM, Borrow R. Advances in the development of vaccines against Neisseria

meningitidis. The New England journal of medicine. 2010;362(16):1511-20.

29. Landlæknir. Meningókokkar. Landlæknir; 2014 [Skoðað 5.5.14]. Sótt af:

http://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13087/Meningokokkar.

30. Ramsay ME, Andrews NJ, Trotter CL, Kaczmarski EB, Miller E. Herd immunity from

meningococcal serogroup C conjugate vaccination in England: database analysis. BMJ (Clinical

research ed). 2003;326(7385):365-6.

31. Duke T, Mgone CS. Measles: not just another viral exanthem. Lancet. 2003;361(9359):763-

73.

32. Christie AS, Gay A. The Measles Initiative: moving toward measles eradication. The Journal

of infectious diseases. 2011;204 Suppl 1:S14-7.

33. Sugerman DE, Barskey AE, Delea MG, Ortega-Sanchez IR, Bi D, Ralston KJ, et al. Measles

outbreak in a highly vaccinated population, San Diego, 2008: role of the intentionally

undervaccinated. Pediatrics. 2010;125(4):747-55.

34. Perry RT, Gacic-Dobo M, Dabbagh A, Mulders MN, Strebel PM, Okwo-Bele JM, et al.

Global control and regional elimination of measles, 2000-2012. MMWR Morb Mortal Wkly Rep.

2014;63(5):103-7.

35. Castillo-Solorzano CC, Matus CR, Flannery B, Marsigli C, Tambini G, Andrus JK. The

Americas: paving the road toward global measles eradication. The Journal of infectious diseases.

2011;204 Suppl 1:S270-8.

36. Strebel PM, Cochi SL, Hoekstra E, Rota PA, Featherstone D, Bellini WJ, et al. A world

without measles. The Journal of infectious diseases. 2011;204 Suppl 1:S1-3.

37. American Red Cross. The Measles And Rubella Initiatve - About the Initiative. 2014 [Skoðað

5.5.2014]. Sótt af: http://www.measlesrubellainitiative.org/learn/about-us/.

38. Landlæknisembættið. Mislingar greinast á Íslandi. Landlæknisembættið; 2014 [Skoðað

5.5.2014]. Sótt af: http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item22621/Mislingar-greinast-

a-Islandi.

39. Kew OM, Sutter RW, de Gourville EM, Dowdle WR, Pallansch MA. Vaccine-derived

polioviruses and the endgame strategy for global polio eradication. Annual review of microbiology.

2005;59:587-635.

40. Dutta A. Epidemiology of poliomyelitis--options and update. Vaccine. 2008;26(45):5767-73.

41. Minor P. Vaccine-derived poliovirus (VDPV): Impact on poliomyelitis eradication. Vaccine.

2009;27(20):2649-52.

42. The Global Polio Eradication Initiative. Polio cases worldwide. The Global Polio Eradication

Initiative; 2014 [Skoðað 5.5.2014]. Sótt af:

http://www.polioeradication.org/Dataandmonitoring/Poliothisweek/Poliocasesworldwide.aspx.

43. Editorial. Polio eradication: where are we now? Lancet. 2013;382(9902):1381.

44. O'Brien KL, Wolfson LJ, Watt JP, Henkle E, Deloria-Knoll M, McCall N, et al. Burden of

disease caused by Streptococcus pneumoniae in children younger than 5 years: global estimates.

Lancet. 2009;374(9693):893-902.

45. Pneumococcal conjugate vaccine for childhood immunization--WHO position paper. Releve

epidemiologique hebdomadaire / Section d'hygiene du Secretariat de la Societe des Nations = Weekly

epidemiological record / Health Section of the Secretariat of the League of Nations. 2007;82(12):93-

104.

Page 66: Ýmir Óskarsson

63

46. Prymula R, Schuerman L. 10-valent pneumococcal nontypeable Haemophilus influenzae PD

conjugate vaccine: Synflorix. Expert review of vaccines. 2009;8(11):1479-500.

47. Palmu AA, Jokinen J, Borys D, Nieminen H, Ruokokoski E, Siira L, et al. Effectiveness of the

ten-valent pneumococcal Haemophilus influenzae protein D conjugate vaccine (PHiD-CV10) against

invasive pneumococcal disease: a cluster randomised trial. Lancet. 2013;381(9862):214-22.

48. Landlæknisembættið. Pneumokokkar. Landlæknisembættið, 2014 [Skoðað 5.5.2014]. Sótt af:

http://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13098/Pneumokokkar.

49. Kyaw MH, Lynfield R, Schaffner W, Craig AS, Hadler J, Reingold A, et al. Effect of

introduction of the pneumococcal conjugate vaccine on drug-resistant Streptococcus pneumoniae. The

New England journal of medicine. 2006;354(14):1455-63.

50. Banatvala JE, Brown DW. Rubella. Lancet. 2004;363(9415):1127-37.

51. Sever JL, South MA, Shaver KA. Delayed manifestations of congenital rubella. Reviews of

infectious diseases. 1985;7 Suppl 1:S164-9.

52. Miller E, Cradock-Watson JE, Pollock TM. Consequences of confirmed maternal rubella at

successive stages of pregnancy. Lancet. 1982;2(8302):781-4.

53. Centers for Disease C, Prevention. Rubella and congenital rubella syndrome control and

elimination - global progress, 2000-2012. MMWR Morbidity and mortality weekly report.

2013;62(48):983-6.

54. Roper MH, Vandelaer JH, Gasse FL. Maternal and neonatal tetanus. Lancet.

2007;370(9603):1947-59.

55. WHO. Immunization Safety Surveillance. Guidelines for immunization programme managers

on surveillance of adverse events following immunization. Geneva: 2013.

56. Baxter D. Active and passive immunity, vaccine types, excipients and licensing. Occupational

medicine (Oxford, England). 2007;57(8):552-6.

57. Rappuoli R, Black S, Lambert PH. Vaccine discovery and translation of new vaccine

technology. Lancet. 2011;378(9788):360-8.

58. Zepp F. Principles of vaccine design-Lessons from nature. Vaccine. 2010;28 Suppl 3:C14-24.

59. Kenneth M. Murphy PT, Mark Walport. Janeway's Immunobiology. 8th ed. New York:

Garland Science; 2012. 697-711 p.

60. Trotter CL, McVernon J, Ramsay ME, Whitney CG, Mulholland EK, Goldblatt D, et al.

Optimising the use of conjugate vaccines to prevent disease caused by Haemophilus influenzae type b,

Neisseria meningitidis and Streptococcus pneumoniae. Vaccine. 2008;26(35):4434-45.

61. Lai Z, Schreiber JR. Antigen processing of glycoconjugate vaccines; the polysaccharide

portion of the pneumococcal CRM(197) conjugate vaccine co-localizes with MHC II on the antigen

processing cell surface. Vaccine. 2009;27(24):3137-44.

62. Rashid H, Khandaker G, Booy R. Vaccination and herd immunity: what more do we know?

Current opinion in infectious diseases. 2012;25(3):243-9.

63. Pálmadóttir I. Reglugerð um bólusetningar á Íslandi. Heilbrigðis- og

tryggingamálaráðuneytið, 2001 [Skoðað 5.5.2014]. Sótt af:

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/221-2001.

64. Landlæknisembættið. Bólusetningagrunnur tengist heilsugæslunni á öllu landinu.

Landlæknisembættið, 2009 [Skoðað 5.5.2014]. Sótt af: http://www.landlaeknir.is/um-

embaettid/frettir/frett/item16007/Bolusetningagrunnur-tengist-heilsugaeslunni-a-ollu-landinu.

65. Landlæknisembættið. Endanlegt uppgjör bólusetninga barna fyrir 2013 er nú tilbúið.

Landlæknisembættið, 2014 [Skoðað 5.5.2014]. Sótt af: http://www.landlaeknir.is/um-

embaettid/frettir/frett/item22578/Endanlegt-uppgjor-bolusetninga-barna-fyrir-2013-er-nu-tilbuid/.

66. Landlæknisembættið. Skýrsla um þátttöku í almennum bólusetningum 2012 er komin út:

Landlæknisembættið, 2013 [Skoðað 5.5.2014]. Sótt af: http://www.landlaeknir.is/um-

embaettid/frettir/frett/item21329.

67. Halsey NA. The science of evaluation of adverse events associated with vaccination. Seminars

in pediatric infectious diseases. 2002;13(3):205-14.

68. Heininger U. The success of immunization-shovelling its own grave? Vaccine. 2004;22(15-

16):2071-2.

Page 67: Ýmir Óskarsson

64

69. Francois G, Duclos P, Margolis H, Lavanchy D, Siegrist CA, Meheus A, et al. Vaccine safety

controversies and the future of vaccination programs. The Pediatric infectious disease journal.

2005;24(11):953-61.

70. Offit PA, DeStefano F. Vaccine safety. In: Plotkin SA, Orenstein WA, Offit PA, editors.

Vaccines (Sixth Edition). London: W.B. Saunders; 2013. p. 1464-80.

71. Giffin R, Stratton K, Chalk R. Childhood vaccine finance and safety issues. Health affairs.

2004;23(5):98-111.

72. Kata A. A postmodern Pandora's box: anti-vaccination misinformation on the Internet.

Vaccine. 2010;28(7):1709-16.

73. Omer SB, Salmon DA, Orenstein WA, deHart MP, Halsey N. Vaccine refusal, mandatory

immunization, and the risks of vaccine-preventable diseases. The New England journal of medicine.

2009;360(19):1981-8.

74. Wharton M. Vaccine safety: current systems and recent findings. Current opinion in

pediatrics. 2010;22(1):88-93.

75. Crawford NW, Buttery JP. Adverse events following immunizations: fact and fiction.

Paediatrics and Child Health. 2013;23(3):121-4.

76. Wilson CB, Marcuse EK. Vaccine safety--vaccine benefits: science and the public's

perception. Nature reviews Immunology. 2001;1(2):160-5.

77. Chung EH. Vaccine allergies. Clinical and experimental vaccine research. 2014;3(1):50-7.

78. Bohlke K, Davis RL, Marcy SM, Braun MM, DeStefano F, Black SB, et al. Risk of

anaphylaxis after vaccination of children and adolescents. Pediatrics. 2003;112(4):815-20.

79. Freed GL, Andreae MC, Cowan AE, Katz SL. The process of public policy formulation: the

case of thimerosal in vaccines. Pediatrics. 2002;109(6):1153-9.

80. Siva N. Thiomersal vaccines debate continues ahead of UN meeting. Lancet.

2012;379(9834):2328.

81. Landlæknisembættið. Öryggi bóluefna - Thiomersal. Landlæknisembættið, 2011 [Skoðað

5.5.2014]. Sótt af : http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item17670/Oryggi-boluefna-

--Thiomersal.

82. Parker SK, Schwartz B, Todd J, Pickering LK. Thimerosal-containing vaccines and autistic

spectrum disorder: A critical review of published original data. Pediatrics. 2004;114(3):793-804.

83. Larson HJ, Cooper LZ, Eskola J, Katz SL, Ratzan S. Addressing the vaccine confidence gap.

Lancet. 2011;378(9790):526-35.

84. Ulmer JB, Liu MA. Ethical issues for vaccines and immunization. Nature reviews

Immunology. 2002;2(4):291-6.

85. Andre FE, Booy R, Bock HL, Clemens J, Datta SK, John TJ, et al. Vaccination greatly

reduces disease, disability, death and inequity worldwide. Bull World Health Organ. 2008;86(2):140-

6.

86. Roush SW, Murphy TV. Historical comparisons of morbidity and mortality for vaccine-

preventable diseases in the United States. JAMA : the journal of the American Medical Association.

2007;298(18):2155-63.

87. Stanley A. Plotkin M, Walter A. Orenstein, MD and Paul A. Offit, MD. Vaccines. 5th ed. New

York: Elsevier; 2008. 1-16 p.

88. Berger A. How does herd immunity work? BMJ (Clinical research ed). 1999;319(7223):1466-

7.

89. Fine P, Eames K, Heymann DL. "Herd immunity": a rough guide. Clinical infectious diseases

: an official publication of the Infectious Diseases Society of America. 2011;52(7):911-6.

90. Reichert TA, Sugaya N, Fedson DS, Glezen WP, Simonsen L, Tashiro M. The Japanese

experience with vaccinating schoolchildren against influenza. The New England journal of medicine.

2001;344(12):889-96.

91. Porter D, Porter R. The politics of prevention: Anti-vaccinationism and public health in

nineteenth-century England. Medical History. 1988;32(03):231-52.

92. Wolfe RM, Sharp LK. Anti-vaccinationists past and present. BMJ (Clinical research ed).

2002;325(7361):430-2.

93. Brunson EK. The impact of social networks on parents' vaccination decisions. Pediatrics.

2013;131(5):e1397-404.

Page 68: Ýmir Óskarsson

65

94. Sadaf A, Richards JL, Glanz J, Salmon DA, Omer SB. A systematic review of interventions for

reducing parental vaccine refusal and vaccine hesitancy. Vaccine. 2013;31(40):4293-304.

95. Bean SJ. Emerging and continuing trends in vaccine opposition website content. Vaccine.

2011;29(10):1874-80.

96. Chatterjee A, O'Keefe C. Current controversies in the USA regarding vaccine safety. Expert

review of vaccines. 2010;9(5):497-502.

97. Wakefield AJ, Murch SH, Anthony A, Linnell J, Casson DM, Malik M, et al. RETRACTED:

Ileal-lymphoid-nodular hyperplasia, non-specific colitis, and pervasive developmental disorder in

children. The Lancet. 1998;351(9103):637-41.

98. Editorial. A case of junk science, conflict and hype. Nat Immunol. 2008;9(12):1317.

99. Medicine Io. Immunization Safety Review: Vaccines and Autism. Washington, DC: The

National Academies Press; 2004.

100. Taylor B, Miller E, Farrington CP, Petropoulos MC, Favot-Mayaud I, Li J, et al. Autism and

measles, mumps, and rubella vaccine: no epidemiological evidence for a causal association. Lancet.

1999;353(9169):2026-9.

101. Madsen KM, Hviid A, Vestergaard M, Schendel D, Wohlfahrt J, Thorsen P, et al. A

population-based study of measles, mumps, and rubella vaccination and autism. N Engl J Med.

2002;347(19):1477-82.

102. Dales L, Hammer SJ, Smith NJ. Time trends in autism and in MMR immunization coverage in

California. JAMA-J Am Med Assoc. 2001;285(9):1183-5.

103. Wright JA, Polack C. Understanding variation in measles-mumps-rubella immunization

coverage--a population-based study. European journal of public health. 2006;16(2):137-42.

104. McBrien J, Murphy J, Gill D, Cronin M, O'Donovan C, Cafferkey MT. Measles outbreak in

Dublin, 2000. Pediatr Infect Dis J. 2003;22(7):580-4.

105. Freed GL, Clark SJ, Butchart AT, Singer DC, Davis MM. Parental Vaccine Safety Concerns

in 2009. Pediatrics. 2010;125(4):654-9.

106. Bauch CT, Earn DJD. Vaccination and the theory of games. Proc Natl Acad Sci U S A.

2004;101(36):13391-4.

107. Feikin DR, Lezotte DC, Hamman RF, Salmon DA, Chen RT, Hoffman RE. Individual and

community risks of measles and pertussis associated with personal exemptions to immunization.

JAMA : the journal of the American Medical Association. 2000;284(24):3145-50.

108. Kennedy A, Basket M, Sheedy K. Vaccine attitudes, concerns, and information sources

reported by parents of young children: results from the 2009 HealthStyles survey. Pediatrics. 2011;127

Suppl 1:S92-9.

109. Kennedy A, LaVail K, Nowak G, Basket M, Landry S. Confidence About Vaccines In The

United States: Understanding Parents' Perceptions. Health affairs. 2011;30(6):1151-9.

110. Borras E, Dominguez A, Fuentes M, Batalla J, Cardenosa N, Plasencia A. Parental knowledge

of paediatric vaccination. BMC public health. 2009;9:7.

111. Gust DA, Darling N, Kennedy A, Schwartz B. Parents with doubts about vaccines: Which

vaccines and reasons why. Pediatrics. 2008;122(4):718-25.

112. Healy CM, Pickering LK. How to communicate with vaccine-hesitant parents. Pediatrics.

2011;127 Suppl 1:S127-33.

113. Opel DJ, Taylor JA, Zhou C, Catz S, Myaing M, Mangione-Smith R. The relationship

between parent attitudes about childhood vaccines survey scores and future child immunization status:

a validation study. JAMA pediatrics. 2013;167(11):1065-71.

114. Stefanoff P, Mamelund SE, Robinson M, Netterlid E, Tuells J, Bergsaker MAR, et al.

Tracking parental attitudes on vaccination across European countries: The Vaccine Safety, Attitudes,

Training and Communication Project (VACSATC). Vaccine. 2010;28(35):5731-7.

115. Hagstofa Íslands. Regluleg laun fullvinnandi launamanna voru 402 þús krónur á mánuði

2012: Hagstofa Íslands, 2013 [Skoðað 5.5.2014]. Sótt af:

http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=9946.

116. Wei F, Mullooly JP, Goodman M, McCarty MC, Hanson AM, Crane B, et al. Identification

and characteristics of vaccine refusers. BMC pediatrics. 2009;9:18.

117. Smith PJ, Chu SY, Barker LE. Children who have received no vaccines: who are they and

where do they live? Pediatrics. 2004;114(1):187-95.

Page 69: Ýmir Óskarsson

66

118. Luman ET, McCauley MM, Shefer A, Chu SY. Maternal characteristics associated with

vaccination of young children. Pediatrics. 2003;111(5 Pt 2):1215-8.

119. Brown KF, Kroll JS, Hudson MJ, Ramsay M, Green J, Long SJ, et al. Factors underlying

parental decisions about combination childhood vaccinations including MMR: A systematic review.

Vaccine. 2010;28(26):4235-48.

120. Mills E, Jadad AR, Ross C, Wilson K. Systematic review of qualitative studies exploring

parental beliefs and attitudes toward childhood vaccination identifies common barriers to vaccination.

J Clin Epidemiol. 2005;58(11):1081-8.

121. Danis K, Georgakopoulou T, Stavrou T, Laggas D, Panagiotopoulos T. Socioeconomic factors

play a more important role in childhood vaccination coverage than parental perceptions: a cross-

sectional study in Greece. Vaccine. 2010;28(7):1861-9.

122. Gellin BG, Maibach EW, Marcuse EK, Natl Network Immunization I. Do parents understand

immunizations? A national telephone survey. Pediatrics. 2000;106(5):1097-102.

123. Hak E, Schönbeck Y, Melker HD, Essen GAV, Sanders EAM. Negative attitude of highly

educated parents and health care workers towards future vaccinations in the Dutch childhood

vaccination program. Vaccine. 2005;23(24):3103-7.

124. Esposito S, Marchisio P, Principi N. The Global State of Influenza in Children. Pediatr Infect

Dis J. 2008;27(11):S149-S53.

125. Izurieta HS, Thompson WW, Kramarz P, Shay DK, Davis RL, DeStefano F, et al. Influenza

and the rates of hospitalization for respiratory disease among infants and young children. N Engl J

Med. 2000;342(4):232-9.

126. Landlæknisembættið. Bólusetningar fullorðinna. Landlæknisembættið, 2012 [Skoðað

5.5.2014]. Sótt af : http://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/bolusetningar/bolusetningar-

fullordinna/.

127. Jefferson T, Smith S, Demicheli V, Harnden A, Rivetti A, Di Pietrantonj C. Assessment of the

efficacy and effectiveness of influenza vaccines in healthy children: systematic review. Lancet.

2005;365(9461):773-80.

128. Loeb M, Russell ML, Moss L, Fonseca K, Fox J, Earn DJ, et al. Effect of influenza vaccination

of children on infection rates in Hutterite communities: a randomized trial. JAMA : the journal of the

American Medical Association. 2010;303(10):943-50.

129. Daley MF, Crane LA, Chandramouli V, Beaty BL, Barrow J, Allred N, et al. Misperceptions

about influenza vaccination among parents of healthy young children. Clin Pediatr. 2007;46(5):408-

17.

130. Flood EM, Rousculp MD, Ryan KJ, Beusterien KM, Divino VM, Toback SL, et al. Parents'

Decision-Making Regarding Vaccinating Their Children Against Influenza: A Web-Based Survey. Clin

Ther. 2010;32(8):1448-67.

131. Bedford H, Lansley M. More vaccines for children? Parents' views. Vaccine.

2007;25(45):7818-23.

132. Allison MA, Reyes M, Young P, Calame L, Sheng XM, Weng HYC, et al. Parental Attitudes

About Influenza Immunization and School-Based Immunization for School-Aged Children. Pediatr

Infect Dis J. 2010;29(8):751-5.

133. Jefferson T, Rivetti D, Rivetti A, Rudin M, Di Pietrantonj C, Demicheli V. Efficacy and

effectiveness of influenza vaccines in elderly people: a systematic review. Lancet.

2005;366(9492):1165-74.

134. Salmon DA, Moulton LH, Omer SB, DeHart MP, Stokley S, Halsey NA. Factors associated

with refusal of childhood vaccines among parents of school-aged children: a case-control study.

Archives of pediatrics & adolescent medicine. 2005;159(5):470-6.

135. Dempsey AF, Schaffer S, Singer D, Butchart A, Davis M, Freed GL. Alternative vaccination

schedule preferences among parents of young children. Pediatrics. 2011;128(5):848-56.

136. Salmon DA, Haber M, Gangarosa EJ, Phillips L, Smith NJ, Chen RT. Health consequences of

religious and philosophical exemptions from immunization laws - Individual and societal risk of

measles. JAMA-J Am Med Assoc. 1999;282(1):47-53.

137. Gangarosa EJ, Galazka AM, Wolfe CR, Phillips LM, Gangarosa RE, Miller E, et al. Impact of

anti-vaccine movements on pertussis control: the untold story. Lancet. 1998;351(9099):356-61.

Page 70: Ýmir Óskarsson

67

138. Benin AL, Wisler-Scher DJ, Colson E, Shapiro ED, Holmboe ES. Qualitative analysis of

mothers' decision-making about vaccines for infants: The importance of trust. Pediatrics.

2006;117(5):1532-41.

139. Torun SD, Bakirci N. Vaccination coverage and reasons for non-vaccination in a district of

Istanbul. BMC public health. 2006;6:8.

140. Prislin R, Dyer JA, Blakely CH, Johnson CD. Immunization status and sociodemographic

characteristics: The mediating role of beliefs, attitudes, and perceived control. Am J Public Health.

1998;88(12):1821-6.

141. Kennedy AM, Brown CJ, Gust DA. Vaccine beliefs of parents who oppose compulsory

vaccination. Public Health Rep. 2005;120(3):252-8.

142. Landlæknismbættið. Skýrsla um bólusetningar á árinu 2012. Landlæknisembættið, 2013.

[Skoðað 5.5.2014]. Sótt af:

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item21327/b%C3%B3lusetningar-2012.pdf

Page 71: Ýmir Óskarsson

68

9. Viðaukar

9.1 Viðauki A.

Afstaða til bólusetninga barna á Íslandi – Spurningalisti

Fyrsti hluti - Viðhorfsspurningar

Hversu hlynnt/ur eða andvíg/ur ert þú eftirfarandi:

1. Bólusetningum barna á fyrsta aldursári eins og íslenska bólusetningakerfið gerir ráð

fyrir (gegn barnaveiki, kíghósta, mænusótt og bakteríunni hemofilus influensa,

pneumókokkum og meningókokkum C)?

Mjög hlynnt/ur □ Frekar hlynnt/ur □ Hvorki hlynnt/ur né andvígur □

Frekar andvíg/ur □ Frekar andvíg/ur □ Mjög andvíg/ur □ Veit ekki □

Vil ekki svara□

2. Bólusetningum barna á öðru aldursári eins og íslenska bólusetningakerfið gerir ráð

fyrir (gegn mislingum hettusótt og rauðum hundum)?

Mjög hlynnt/ur □ Frekar hlynnt/ur □ Hvorki hlynnt/ur né andvígur □

Frekar andvíg/ur □ Frekar andvíg/ur □ Mjög andvíg/ur □ Veit ekki □

Vil ekki svara□

3. Að tekin verði upp bólusetning barna gegn hlaupabólu?

Mjög hlynnt/ur □ Frekar hlynnt/ur □ Hvorki hlynnt/ur né andvígur □

Frekar andvíg/ur □ Frekar andvíg/ur □ Mjög andvíg/ur □ Veit ekki □

Vil ekki svara□

4. Að tekin verði upp bólusetning barna gegn inflúensu?

Mjög hlynnt/ur □ Frekar hlynnt/ur □ Hvorki hlynnt/ur né andvígur □

Frekar andvíg/ur □ Frekar andvíg/ur □ Mjög andvíg/ur □ Veit ekki □

Vil ekki svara□

5. Bólusetningu fullorðinna gegn inflúensu?

Mjög hlynnt/ur □ Frekar hlynnt/ur □ Hvorki hlynnt/ur né andvígur □

Frekar andvíg/ur □ Frekar andvíg/ur □ Mjög andvíg/ur □ Veit ekki □

Vil ekki svara□

Page 72: Ýmir Óskarsson

69

Ertu sammála eða ósammála eftirfarandi fullyrðingum

6. Ég tel að bólusetningar veiti vörn gegn sýkingum.

Mjög sammála □ Frekar sammála □ Hvorki sammála né ósammála □

Frekar Ósammála □ Mjög ósammála □ Veit ekki □ Vil ekki svara □

7. Ég myndi láta bólusetja barnið mitt samkvæmt íslensku fyrirkomulagi.

Mjög sammála □ Frekar sammála □ Hvorki sammála né ósammála □

Frekar ósammála □ Mjög ósammála □ Veit ekki □ Vil ekki svara □

8. Ég treysti íslenskum heilbrigðisyfirvöldum til að ákveða fyrirkomulag bólusetninga á

Íslandi.

Mjög sammála □ Frekar sammála □ Hvorki sammála né ósammála □

Frekar ósammála □ Mjög ósammála □ Veit ekki □ Vil ekki svara □

9. Ég óttast að bólusetningar geti valdið alvarlegum aukaverkunum.

Mjög sammála □ Frekar sammála □ Hvorki sammála né ósammála □

Frekar ósammála □ Mjög ósammála □ Veit ekki □ Vil ekki svara □

10. Ég tel að brjóstamjólk fyrstu mánuðina í lífi barns sé mikilvæg fyrir barnið.

Mjög sammála □ Frekar sammála □ Hvorki sammála né ósammála □

Frekar ósammála □ Mjög ósammála □ Veit ekki □ Vil ekki svara □

11. Ég tel að náttúrulegar sýkingar geri barnið hraustara en bólusetningar.

Mjög sammála □ Frekar sammála □ Hvorki sammála né ósammála □

Frekar ósammála □ Mjög ósammála □ Veit ekki □ Vil ekki svara □

Page 73: Ýmir Óskarsson

70

Afstaða til bólusetninga barna á Íslandi – Spurningalisti

Annar hluti - Bakgrunnsspurningar

Landspítali

Kyn:

Karlkyn □ Kvenkyn □

Í hvaða póstnúmeri ert þú búsett/ur? _____

Aldur: _____

Menntun sem þú hefur lokið (merktu aðeins við hæsta skólastig)

Grunnskóli □ Menntaskóli □ Háskóli □

Hvaða háskólagráða (aðeins ef merkt var við háskóla í spurningu fyrir ofan)

Grunnnám □ Meistaranám □ Doktorsnám □

Hjúskaparstaða

Einhleyp/ur □ Gift/Kvæntur □ Í sambúð □

Hvað átt þú mörg börn? _____

Aldur yngsta barns? _____

Hvert er starfsheiti þitt innan Landspítalans

Félagsliði □ Félagsráðgjafi □ Geislafræðingur □ Hjúkrunarfræðingur □

Iðjuþjálfi □ Lífeindafræðingur □ Ljósmóðir□ Lyfjafræðingur □ Lyfjatæknir □

Læknaritari/Skrifstofumaður □ Læknir □ Matráðsmaður □ Náttúrufræðingur □

Ráðgjafi/Stuðningsfulltrúi □ Sálfræðingur □ Sérhæfður starfsmaður □

Sjúkraliði □ Sjúkraþjálfari □ Starfsmaður □ Viðskipta-/Hagfræðingur □

Öryggisvörður □ Annað □

Við hvaða svið Landspítalans starfar þú

Bráðasvið □ Geðsvið □ Kvenna- og barnasvið □ Lyflækningasvið □

Skurðlækningasvið □ Stjórnsýsla LSH □ Annað □

Page 74: Ýmir Óskarsson

71

Háskóli Íslands

Hvort ert þú nemandi eða starfsmaður við Háskóla Íslands?

Nemandi □ Starfsmaður □

Kyn:

Karlkyn □ Kvenkyn □

Í hvaða póstnúmeri ert þú búsett/ur? _____

Aldur: _____

Menntun sem þú hefur lokið (merktu aðeins við hæsta skólastig)

Grunnskóli □ Menntaskóli □ Háskóli □

Hvaða háskólagráða (aðeins ef merkt va rvið Háskóla í spurningu fyrir ofan)

Grunnnám □ Meistaranám □ Doktorsnám □

Hjúskaparstaða

Einhleyp/ur □ Gift/Kvæntur □ Í sambúð □

Hvað átt þú mörg börn? _____

Aldur yngsta barns? _____

Við hvaða við stundar þú nám/starfar þú?

Félagsvísindasvið □ Hugvísindasvið □ Heilbrigðisvísindasvið □ Menntavísindasvið □

Verkfræði og náttúrufræðivísindasvið □ Miðlæg stjórnsýsla □ Annað □

Hvaða námsbraut innan heilbriðisvísindasviðs (aðeins ef merkt var við

heilbrigðisvísindasvið í spurningu fyrir ofan)?

Geislafræði □ Hjúkrunarfræði □ Lífeindafræði □ Lyfjafræði □ Læknisfræði □

Matvælafræði/næringarfræði □ Sálfræði □ Sjúkraþjálfun □

Tannlæknisfræði/Tannsmíði □

Page 75: Ýmir Óskarsson

72

9.2 Viðauki B

Tafla 1: Hrátt líkindahlutfall fyrir þá sem eru mjög/frekar andvígir (n = 79) bólusetningu barna á fyrsta og/eða

öðru aldursári skv. íslensku fyrirkomulagi samanborið við þá sem eru mjög hlynntir (n = 5801).

Spurning Svarmöguleiki Þar af einnig

mjög/frekar

andvígir

bólusetningu

barna (n = 79)

Þar af einnig mjög

hlynntir bólusetningu

barna (n = 5801)

Hrátt

líkindahlutfall

Ég treysti íslenskum

heilbrigðisyfirvöldum

til að ákvarða

fyrirkomulag

bólusetninga á Íslandi

Mjög ósammála

(n= 66)

30 23 (30/79)/(23/5801)

= 95,78

Ég myndi láta

bólusetja barnið mitt

skv íslensku

fyrirkomulagi

Mjög ósammála

(n = 47)

25 19 (25/79)/(19/5801)

= 96,61

Ég tel að

bólusetningar veiti

vörn gegn sýkingum

Mjög ósammála

(n = 82)

15 57 (15/79)/(57/5801)

= 19,32

Ég tel að náttúrlegar

sýkingar geri barnið

hraustara en

bólusetningar

Mjög sammála

(n = 285)

29 215 (29/79)/(215/5801)

= 9,90

Ég óttast að

bólusetningar geti

valdið alvarlegum

aukaverkunum

Mjög sammála

(n = 172)

31 119 (31/79)/(119/5801)

= 19,13

Page 76: Ýmir Óskarsson

73

Tafla 2. Menntunarstig eftir kynjum. Stjörnumerkt p gildi eru tölfræðilega marktæk. 179 einstaklingar (2,8%)

gáfu ekki upp menntun og voru ekki reiknaðir með í hlutföllum.

Allir þátttakendur

Karlkyn Kvenkyn p gildi

Háskólamenntun, n (%) 1344 (61.5) 2594 (62.7) p > 0,05

Ekki Háskólamenntun, n (%) 841 (38.5) 1542 (37.3) p > 0,05

Almenningsúrtak

Háskólamenntun, n (%) 817 (54.2) 630 (43.3) p < 0,05*

Ekki Háskólamenntun, n (%) 690 (45.8) 825 (56.7) p < 0,05*

Tafla 3. Bakgrunnsþættir þáttakenda á Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Menntunarstig og kynjaskipting.

Stjörnumerkt p gildi eru tölfræðilega marktæk.

Bakgrunnsþættir þátttakenda á Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu

Austurland (n = 125) Höfuðborgarsvæðið (n = 5163) p gildi

Menntun, n (%)

Grunnskóli 25 (21.0) 222 (4.4) p < 0.05*

Framhaldsskóli 55 (46.2) 1385 (27.4) p < 0.05*

Háskóli 39 (32.8) 3445 (68.2) p < 0.05*

Kyn, n (%)

Karlkyn 56 (44.8) 1699 (32.9) p < 0.05*

Kvenkyn 69 (55.2) 3463 (67.1) p < 0.05*

Tafla 4. Þátttaka í bólusetningum barna á fyrsta og öðru aldursári eftir landshlutum. Á fyrsta aldursári fá börn

grunnbólusetningu við 3 mánaða, 5 mánaða og 12 mánaða aldur. Á öðru aldursári fá börn grunnbólusetningu við

18 mánaða aldur og endurbólusetningu við 12 ára aldur (142).

Þátttaka í bólusetningum árið 2012

Bólusetning barna á

fyrsta aldursári

Þátttaka meðal 3 mán (%) Þátttaka meðal 5 mán (%) Þátttaka meðal 12 mán (%)

Landið allt 96 95 88

Austurland 95 95 88

Höfuðborgarsvæðið 96 95 89

Bólusetning barna á

öðru aldursári

Þátttaka meðal 18 mán (%) Þáttaka meðal 12 ára (%)

Landið allt 89 94

Austurland 89 91

Höfuðborgarsvæðið 89 94