málþing orators 181115 copy

20
Þarf breytt lagaumhverfi í kynferðisbrotamálum? Málþing Orators 18. nóvember 2015 Björg Valgeirsdóttir hdl.

Upload: bjoerg-valgeirsdottir

Post on 14-Apr-2017

68 views

Category:

Documents


1 download

TRANSCRIPT

Page 1: Málþing Orators 181115 copy

Þarf breytt lagaumhverfi í kynferðisbrotamálum?

Málþing Orators18. nóvember 2015

Björg Valgeirsdóttir hdl.

Page 2: Málþing Orators 181115 copy

Aðkoma lögmanna að kynferðisbrotamálum getur verið af tvennum toga: – Réttargæslumenn brotaþola.

– Verjendur sakborninga/ákærðu.

Page 3: Málþing Orators 181115 copy

• Allir eiga rétt á bestu vörn sem möguleg er hverju sinni.

• Er of langt gengið með fram komnum kærum um rangar sakargiftir í upphafi rannsóknar sakamáls?

• Eru vinnubrögð lögmannsins hugsanlega skyld í rótgrónum vanda innan réttarvörslukerfisins?

Page 4: Málþing Orators 181115 copy

• Löng hefð fyrir smánun í garð brotaþola nauðgunar: – Fyrr á tímum var nauðgun ekki brot gegn konunni sjálfri,

heldur gegn föður hennar eða eiginmanni.

– Kallað var á vegsummerki eftir ofbeldi. Væri ekki unnt að sýna fram á slíkt átti kona á hættu að vera dæmd fyrir skírlífsbrot sem varðaði dauðarefsingu hérlendis á árunum 1590 - 1749.

– Almenn hegningarlög fyrir Ísland frá 1869 takmörkuðu fulla refsivernd við konur sem höfðu ekkert „óorð“ á sér. Ef því skilyrði var ekki fullnægt, skyldi beita vægari hegningu.

Page 5: Málþing Orators 181115 copy

• Erum við enn föst í úreltum sjónarmiðum sem eiga ekkert skylt við nútímann?

– Samkvæmt orðalagi 194. gr. alm. hgl. skiptir verknaðaraðferðin mestu máli.

– Andlegum áverkum gefinn lítill gaumur í rannsókn og meðferð nauðgunarmála.

Page 6: Málþing Orators 181115 copy

Fá mál fara „alla leið“• Hvert leita brotaþolar?

– Í kringum 10% þeirra sem leita á neyðarmóttökuna kæra kynferðisbrot til lögreglu.

– 13,2% þeirra sem leituðu til Stígamóta árið 2014 kærðu kynferðisbrot til lögreglu.

• Skýrsla frá apríl 2013 (bls. 38-39): – Lögregla hætti rannsókn í 26% mála og vísaði 74% mála áfram til

ríkissaksóknara. – Þar af felldi ríkissaksóknari niður 65% mála og ákærði í 35% mála. – Þar af var fyrir dómi sýknað í 26% mála en sakfellt var í 74% mála.

Page 7: Málþing Orators 181115 copy

Meðferð nauðgunarmála sætir reglulega harðri gagnrýni:– Refsiramminn ekki nýttur. – Sönnunarbyrði of þung.– Enn eimi eftir því viðhorfi að konur kalli yfir sig

nauðganir með klæðaburði, hegðun eða öðru.

Page 8: Málþing Orators 181115 copy

Á sú gagnrýni rétt á sér? - Dæmi nú hver fyrir sig.

Page 9: Málþing Orators 181115 copy

Háttalag brotaþola

Aðferðir lögreglu við skýrslutöku á rannsóknarstigi gagnrýndar í skýrslu starfshóps ríkissaksóknara um meðferð nauðgunarmála hjá ákæruvaldi, maí 2007 (bls. 6):

– „Í einu máli var vinkona brotaþola spurð hvort brotaþoli ætti til að vera lauslát undir áhrifum áfengis.“

Page 10: Málþing Orators 181115 copy

Háttalag brotaþola

• „Einkenni og meðferð nauðgunarmála sem bárust lögreglu á árunum 2008-2009“, skýrsla gefin út í apríl 2013 (bls. 36):

– „Marktækur munur var á afgreiðslu mála þar sem brotaþolar voru undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa þegar brotið var framið, en þau mál voru oftar felld niður.“

Page 11: Málþing Orators 181115 copy

Viðbrögð brotaþola og áverkar

• „Einkenni og meðferð nauðgunarmála sem bárust lögreglu á árunum 2008-2009“, skýrsla gefin út í apríl 2013 (bls. 28-29):

– „Munur var jafnframt á afgreiðslu mála eftir því

hvort brotaþolar lýstu því að hafa streist á móti sakborningi eða að hafa veitt líkamlega mótspyrnu en þeim málum var marktækt oftar vísað til ríkissaksóknara en málum þar sem brotaþoli lýsti engri líkamlegri mótspyrnu.“

Page 12: Málþing Orators 181115 copy

Viðbrögð brotaþola og áverkar

• Samkvæmt þessu virðist viðbrögðum við áfallastjarfa ekki vera gefinn gaumur við rannsókn lögreglu.

• Aukin þekking segir okkur hins vegar að andlegir áverkar séu alvarlegustu afleiðingar nauðgana.

Page 13: Málþing Orators 181115 copy

Hvatir að baki verknaði

• Dómur meirihluta Hæstaréttar frá 31. janúar 2013 í máli nr. 521/2012 (Hell’s Angels):– Ákært fyrir brot gegn 194. gr. „með því að ákærði

[E] hafi stungið fingrum upp í endaþarm og leggöng brotaþola og klemmt þar á milli,“

– „Fram er komið að þessi háttsemi þeirra hafði þann tilgang að meiða brotaþola og þegar litið er til atvika málsins telst hún ekki til samræðis eða annarra kynferðismaka í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“

Page 14: Málþing Orators 181115 copy

Hvati að baki verknaði

• Á ekki að hafa áhrif við mat á refsinæmi verknaðar.

• Koma fyrst og fremst til skoðunar við ákvörðun refsingar.

Page 15: Málþing Orators 181115 copy

Tilraunir til þöggunar?

• Lögreglan í Vestmannaeyjum gaf út að ekki yrðu veittar upplýsingar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 2015.

• Kærur á hendur brotaþolum fyrir rangar sakargiftir.

Page 16: Málþing Orators 181115 copy

Sönnunarbyrði þung

• Úr forsendum dóms meirihluta Hæstaréttar frá 19. júní 2013 í máli nr. 215/2013: – „Fram er komið í málinu að ákærði X kom 21.

nóvember 2011 í [...] þar sem A starfaði og að ósk hans gaf hún honum upp símanúmer sitt.“

– „Rétt fyrir klukkan 4.30 sendi A ákærða skilaboð þar sem hún bað hann um að skutla sér heim“

– „Ekkert kom fram við rannsókn á fötum og líkama hennar til stuðnings því að henni hafi verið haldið niðri eða hár hennar reitt.“

Page 17: Málþing Orators 181115 copy

Sönnunarbyrði þung• Hrd. 215/2013 frh.:

• Meirihluti Hæstaréttar sýknaði með vísan til þess að sekt væri ósönnuð: – „verulegs misræmis gætir um ýmis mikilvæg atriði í skýrslum sem A

hefur gefið hjá lögreglu og fyrir dómi. Um önnur slík atriði stangast framburður hennar á við það sem sýnileg sönnunargögn taka af tvímæli um.“

• Minnihluti Hæstaréttar vildi sakfella og taldi það „hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um það brot sem þeir eru ákærðir fyrir“

Page 18: Málþing Orators 181115 copy

Sönnunarbyrði þung

• Tilhugsun um að saklaus manneskja sé dæmd og jafnvel rúin frelsi sínu er ógnvekjandi.

• Ekki er þó síður ógnvekjandi til þess að hugsa að einstaklingur sem framið hefur kynferðisbrot komist upp með það refsilaust.

Page 19: Málþing Orators 181115 copy

• Hvernig má draga úr vandanum án þess að slaka á sönnunarbyrðinni?

– Leitast við að eyða fordómum?• Munur á nálgun á milli ólíkra brotaflokka.

– Styrkja verkferla rannsakenda?– Leggja meiri áherslu á það sem styrkt getur framburð þolenda

kynferðisofbeldis?– Með því að styðjast í ríkari mæli við sérfræðinga við rannsókn

kynferðisbrotamála?– Leitast við að gera alla þá sem koma að meðferð kynferðisbrotamála

upplýstari?• Með aukinni fræðslu lögreglu og dómara.

Page 20: Málþing Orators 181115 copy

• Ég sé ekki knýjandi þörf á því að breyta nauðgunarákvæði almennra hegningarlaga.

• Það þarf hins vegar aukna fræðslu, breytt

viðhorf og skýrari verkferla.

Takk fyrir.