landbúnaður í þróun eða stöðnun? · 2 myndaskrá mynd 1, kort af vatnsdal teiknað 1721...

57
Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Landbúnaður í þróun eða stöðnun? Byggð og búfé í Vatnsdal 1785-1852 Ritgerð til B.A.-prófs Hafdís Líndal Kt.: 150593-3799 Leiðbeinandi: Hrefna Róbertsdóttir Maí 2018

Upload: others

Post on 25-Jan-2021

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Háskóli Íslands

    Hugvísindasvið

    Sagnfræði

    Landbúnaður í þróun eða stöðnun?

    Byggð og búfé í Vatnsdal 1785-1852

    Ritgerð til B.A.-prófs

    Hafdís Líndal

    Kt.: 150593-3799

    Leiðbeinandi: Hrefna Róbertsdóttir

    Maí 2018

  • Ágrip

    Landbúnaður var undirstaða íslensks samfélags á 18. og 19. öld. Hér verður

    landbúnaður í Húnavatnssýslu tekinn til skoðunnar. Skoðað verður hvort breytingar

    hafi orðið á landbúnaði með því að rannsaka búfjáreign og fólksfjölda. Tímabilið sem

    verður tekið fyrir er frá árinu 1785 til 1852 og verður Vatnsdalur í Austur-

    Húnavatnssýslu meginsvið ritgerðar. Hann verður skoðaður í tengslum við það sem

    var að gerast í Húnavatnssýslu og landinu öllu ásamt því að skoða það sem aðrir

    fræðimenn hafa rannsakað á sömu sviðum og tímabilum.

    Áherslan verður lögð á að kanna hvort landbúnaður í Vatnsdal hafi verið í

    þróun eða stöðnun. Þá er mikilvægt að athuga hvort fólki og búfénaði var að fjölga

    eða fækka, hvort náttúruhamfarir og veður voru áhrifavaldar. Einnig verður tekið til

    skoðunar hvers konar land bændur voru að nýta.

    Frumheimildir sem voru notaðar við skrifin voru búnaðarskýrslur frá 1875-

    1852, prestsþjónustubækur frá Grímstungu-, Undirfells- og Þingeyrarsókn frá sama

    tíma, jarðamat sem gert var 1849, jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem

    gerð var í upphafi 18. aldar, túnakort frá 1920 sem dæmi. Rannsóknir sem notaðar

    voru við skrifin voru til dæmis landbúnaðarsaga sem Árni Daníel Júlíusson skrifaði,

    Saving the child, bók Ólöfu Garðarsdóttur um dánartíðni ungabarna, auk ýmissa

    tímaritsgreina.

    Niðurstöður rannsóknarinnar voru að landbúnaður var að breytast og fólki var

    að fjölga í Vatnsdal, bæði þeim sem fæddust og vegna fólksflutninga til Vatnsdals.

    Búfénaði fjölgaði einnig þá sérstaklega sauðfé. Það var vegna þeirra afurða sem

    bændur fengu og gátu selt í kaupstað. Verslun fór að skipta miklu máli fyrir bændur í

    Húnavatnssýslu. Veðurfar og náttúruhamfarir í upphafi tímabilsins sem var rannsakað

    hafði áhrif á bændur í Húnavatnssýslu og afkomu þeirra. Matjurtagarðar urðu

    algengari því nær sem dró að 20. öld og menn fóru í ver til að afla fiskjar. Bændur í

    Vatnsdal notuðu allt það land sem þeir höfðu að ráða yfir bæði fyrir beit búpenings og

    til að heyja fyrir veturinn. Landbúnaður í Vatnsdal 1785-1852 , þróaðist í átt að

    markaðsbúskap og fólksfjölgunar á tímabilinu.

  • 1

    Efnisyfirlit

    1. Inngangur ............................................................................................................................ 3

    2. Saga Vatnsdals, þjóðsöguleg og vísindaleg ........................................................................ 6

    3. Fólksfjöldi í Vatnsdal, 1785-1852 .................................................................................... 12

    3.1. Fræðimenn og embættismenn fjalla um fólksfjölda .................................................. 12

    3.2. Fæðast fleiri en deyja? .................................................................................................. 14

    3.2. Fermingar og giftingar í Vatnsdal ................................................................................. 19

    3.3. Innkomnir og brottfluttir í Vatnsdal .............................................................................. 21

    4. Ræktað og óræktað land ................................................................................................... 25

    4.1. Matjurtarækt í Vatnsdal ................................................................................................ 26

    4.2. Bændur í Vatnsdal nota landið ...................................................................................... 28

    4.3. Kvaðir, bátaeign og verferðir bænda í Vatnsdal ........................................................... 29

    5. Ábúð og búfjáreign .............................................................................................................. 34

    5.1. Breyting á búfjáreign .................................................................................................... 34

    5.2. Náttúruhamfarir og áhrif á búskap í Vatnsdal ............................................................... 39

    5.3. Kostnaður við að reka meðalbú .................................................................................... 42

    6. Landbúnaðarsamfélag í þróun eða stöðnun?........................................................................ 46

    7. Niðurstöður .......................................................................................................................... 49

    8. Heimildaskrá ........................................................................................................................ 53

    8.1. Óprentaðar heimildir ..................................................................................................... 53

    8.2. Prentaðar heimildir........................................................................................................ 53

    8.3.Vefheimildir ................................................................................................................... 55

    8.4. Munnlegar heimildir ..................................................................................................... 55

  • 2

    Myndaskrá

    Mynd 1, Kort af Vatnsdal teiknað 1721 eftir að skriða féll á Bjarnastaði

    Mynd 2, Vegakort af Vatnsdal

    Mynd 3, Fjöldi ábúða og íbúa í Vatnsdal, 1785-1852

    Mynd 4, Íbúafjöldi eftir sóknum í Húnavatnssýslu og Vatnsdal 1769-1850

    Mynd 5, Fæðingartíðni í Vatnsdal 1785-1852

    Mynd 6, Aldur látinna í Vatnsdal 1785-1852

    Mynd 7, Dánartíðni í Vatnsdal 1785-1852

    Mynd 8, Fermd börn í Vatnsdal 1785-1852

    Mynd 9, Giftingar í Vatnsdal 1785-1852

    Mynd 10, Innkomnir á móti brottfluttum í Vatnsdal 1785-1852

    Mynd 11, Eignarhald og kvaðir á jörðum í Vatnsdal um 1700

    Mynd 12, Búfjárfjöldi í Vatnsdal 1785-1852

    Mynd 13, Íbúafjöldi og búfénaður í Hvammi 1785-1852

    Mynd 14, Íbúafjöldi og búfénaður í Saurbæ 1785-1852

  • 3

    1. Inngangur

    Fólk á ferð sinni um Ísland ekur í gegnum Austur-Húnavatnssýslu. Þar má finna ýmsa

    söguna, eins og vettvang síðustu aftökuna á Íslandi, söguslóðir Grettissögu sem margir voru

    látnir lesa á sinni skólagöngu og þjóðsögu um hvernig hinir óteljandi hólar Vatnsdals urðu til.

    Allt þetta hefur verið notað til að vekja athygli á litlu svæði í Húnavatnssýslu, þ.e. Vatnsdal.

    Uppeldi höfundar var í Vatnsdal og ávallt hefur hugur hans verið á heimaslóðum, þá

    sérstaklega um það hvernig lífið var þar fyrr á öldum. Þá kemur upp eyða í rituðum

    frásögnum, það eru engar sögur né rit fyrir almenning um hvernig lífið var, tökum sem dæmi

    á 18. og 19. öld. Það eru til fullt af skjölum um ýmislegt frá þessum tíma en lítið sem ekkert

    hefur verið tekið saman og gefið út, a.m.k. ekki um landbúnað og fólksfjölda. Nýlega hefur

    verið gefin út bók þar sem fjallað er um vinnuhjú og samband þeirra við húsbændur sína og

    þar eru mörg dæmin úr Húnavatnssýslum1 en höfundur bókarinnar er Húnvetningur líkt og

    höfundur ritgerðar.

    Landbúnaður er það sem fólk í Vatnsdal hefur lifað á frá landnámi en í seinni tíð

    hefur ferðaþjónusta bæst við og þar kemur notkun sögunnar til skjalanna.2 Sagan sem er

    notuð í ferðaþjónustunni til að hrífa erlenda ferðamenn er goðsagnakennd og enginn veit með

    vissu hvort ákveðnir atburðir séu sannir. Markmið höfundar er þó ekki að reyna að staðfesta

    þá atburði heldur bæta við söguna, með því að rannsaka skjöl frá 18. og 19. öld um líf fólks í

    Vatnsdal og sýna fram á að það sé ekki einungis fornöldin sem er áhugaverð. Annað sem

    hefur mikið verið talað um í æsku höfundar er ævi langaafa og langalangaafa hans, sem í

    rómantískri hefð er upphafin af ættingjum og vinafólki. Þessir tveir menn, þeir Björn

    Eysteinsson og Lárus Björnsson3, voru uppi eftir miðja 19. öld og langt fram á 20. öldina. Til

    þess að lenda eigi í gryfju huglægninnar þá er sjónum beint að tímabili sem er áður en þeir

    hefja sína sögu í Vatnsdal.

    Skjöl sem verða notuð í rannsókninni eru frumheimildir frá þeim tíma sem verður

    rannsakaður, ásamt rannsóknum fræðimanna á tengdum sviðum. Þau svið sem verða tekin

    fyrir í ritgerðinni eru landbúnaður, fólksfjöldaþróun og byggðaþróun. Vitnað verður í

    1 Vilhelm Vilhelmsson, Sjálfstætt fólk Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld 2 Vef. Ferðaþjónusta bænda -> gisting -> Norðurland -> Hof í Vatnsdal; Vef. Hestar og ferðir 3 Sjálfsævisaga Björns Eysteinssonar; Gylfi Ásmundsson, Lárus í Grímstungu

  • 4

    fræðimenn eins og Guðmund Hálfdanarson, Helga Skúla Kjartansson, Árna Daníel Júlíusson,

    Ólöfu Garðarsdóttur og Jóhönnu Þ. Guðmundsdóttur.4

    Aðrar frumheimildir sem verða notaðar við rannsóknina eru jarðabók Páls Vídalíns og

    Árna Magnússonar til að sjá jarðadýrleika og kosta jarða í Vatnsdal. Páll Vídalín og Árni

    Magnússon tóku saman jarðadýrleika í byrjun 18. aldar en umrædd heimild var nýtt af

    embættismönnum á 18. og 19. öld. Einnig verður jarðamat frá árinu 1849 notað til að sjá

    nánari lýsingar á því landi sem hver jörð hefur haft fyrir sig til notkunar til beitar og

    heyskapar. Búnaðarskýrslur verða einnig nýttar en þær ná frá árinu 1784 og frameftir en

    höfundur mun setja mörkin við árið 1852. Í búnaðarskýrslum koma fram ýmsar upplýsingar

    eins og um fjölda heimilismanna, búfé og túnastærð. Túnakort voru gerð fyrir allt landið um

    1920 og sýna landstærð bæja, landnýtingu, ásamt því hvaða hús voru staðsett á landareign og

    verða þau nýtt til að sjá mun á ræktuðu og óræktuðu landi sem og matjurtagörðum og bera

    saman við eldri tíma.5 Brandsstaðaannáll sem var ritaður á 19. öld af Birni Bjarnasyni, hefur

    miklar veðurlýsingar og einnig hvernig hvert ár leið eins og hvort fjölgun væri á búpening,

    mannfjölda, skipakomur og verslun og svo hvernig aflaðist af fiski.6

    Til að sjá þróun fólksfjölda verða sálnaregistur Grímstungu-, Undirfells- og

    Þingeyrarsókna notuð til að sjá fæðingar- og dánartíðni á svæðinu. Manntöl frá 1703, 1801,

    1816, 1835, 1840, 1845 og 1850 verða notuð til að sjá hvort að sé fólksfjölgun eða

    fólksfækkun í Vatnsdal og finna prestsþjónustubækur (ministerialbækur) frá sama tíma til að

    sjá hvaða orsakir séu fyrir slíku.7 Landsnefndarskjöl frá landsnefndinni fyrri sem var á Íslandi

    árunum 1770-1771 verða skoðuð. Sérstaklega verða notuð svör Bjarna Halldórssonar

    sýslumanns í Húnavatnssýslu og Magnúsar Ketilssonar sýslumanns í Dalasýslu, sem þeir

    sendu til nefndarinnar. Nefndin kom til landsins til að sjá hvernig hagir landsmanna voru og

    hvernig vinna ætti úr þeim. Grein eftir Skúla Magnússon landfógeta frá árinu 1783 er einnig

    4 Guðmundur Hálfdanarson, „Íslenskar fjölskyldur undir lok 18. aldar“; Helgi Skúli Kjartansson, „Þenkt um þak“; Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga I. – II. bindi og „Kvaðirnar kvaddar“; Ólöf Garðarsdóttir,

    Saving the child; Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, „Viðreisn garðræktar á síðari hluta 18. aldar. Viðbrögð og viðhorf

    almennings á Íslandi“ 5 Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók VIII. bindi; ÞÍ. PA-sýslunefnd, Sýslumaðurinn á Blönduósi; ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, II. skrifstofa, Túnakort; Vef. Jarðavefur Þjóðskjalasfns Íslands, jardavefur.skjalasafn.is ->

    Fasteigna- og jarðamat -> Jarðamat 1849-50 Húnavatnssýsla 6 Björn Bjarnason, Brandsstaðaannáll 7 ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1785-1816; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1785-1818; ÞÍ. Ministerialbækur Þingeyraklausturs Hún. 1784-1816; ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1817-75; ÞÍ.

    Ministerialbækur Undirfells Hún. 1816-75; ÞÍ. Ministerialbækur Þingeyra Hún. 1816-54

  • 5

    höfð með til að sjá hvaða álit æðstu embættismenn höfðu á því sem er að gerast Norðanlands

    en Skúli skrifaði grein í Rit Hins íslenzka lærdómslistafélags.8

    Rannsóknin felst í því að sjá hvort að breyting hafi orðið á fólksfjölda og byggð í

    Vatnsdal 1785-1852 í samanburði við það sem er að gerast í landbúnaði á sama tíma á

    landinu. Var landbúnaður í þróun eða stöðnun í Vatnsdal? Höfðu breytingar í landbúnaði

    áhrif á fólksfjölda- og byggðaþróun í Vatnsdal á tímabilinu? Ef svo er, hvers konar

    breytingar? Var fólki að fjölga eða fækka eftir því sem á leið? Fækkaði bæjum í byggð?

    Höfðu áföll í landbúnaði áhrif? Eins og ýmsar náttúruhamfarir og veðurfar. Gætu verið aðrar

    breytur sem stuðluðu að breytingum? Eru einhver dæmi á landsvísu eða úr Húnavatnssýslu

    sem sýna hvort Vatnsdalur hafi á sama tíma verið í takt við sýsluna eða landið í heild

    varðandi fólksfjölda, búfé o.fl.?

    Þetta er það sem höfundi þykir áhugaverðast að rannsaka vegna þeirrar hnignunar í

    byggð Vatnsdals sem hefur orðið á síðastliðnum 30-50 árum og vegna uppvaxtar þar í

    dalnum, þar sem sveitin hefur ávallt verið sveipuð rómantískum blæ. Áhugavert er að sjá

    hvort að sú hnignum hafi orðið fyrr og þá af öðrum völdum en að dýrt sé að hefja búskap og

    minni áhugi sé á landbúnaði eins og er í íslensku samfélagi nútímans.

    8 Landsnefndin fyrri 1770-1771 Bréf frá almenningi I. bind;.Landsnefndin fyrri 1770-1771. Bréf frá embættismönnum III. bindi; Skúli Magnússon, „Sveitabóndi“

  • 6

    2. Saga Vatnsdals, þjóðsöguleg og vísindaleg

    Í þjóðsögum Jóns Árnasonar má lesa um tilurð Vatnsdalshóla, þessi saga hefur verið mikið

    notuð til að útskýra fyrir börnum og ferðamönnum hvernig þeir urðu til þó að

    jarðfræðirannsóknir leiði annað í ljós en það sem þjóðsagan segir. Þessi saga er gjarnan notuð

    til að útskýra hvernig vatn sem kallast Flóðið myndaðist. Þessi saga hefur verið sögð börnum

    sem og ferðamönnum. Mynd 1 sýnir kort teiknað árið 1721 eftir skriðufall úr Vatnsdalsfjalli.

    Mynd 1: Kort af Vatnsdal teiknað 1721 eftir að skriða féll á Bjarnastaði. Heimild: ÞÍ. Teikn 5/31

  • 7

    ÞJÓÐSAGA ÚR VATNSDAL

    Skíðastaðir hefur verið bær sem var næsti bær fyrir sunnan Öxl og undir vestanverðu Vatnsdalsfjalli. Þar bjó í

    fornöld flugríkur bóndi og hafði mörg hjú, hann hélt þeim fast við vinnu vor, sumar og vetur, hann gekk mjög

    hart að þeim. Bóndinn átti gott og mikið engi sem lá í útsuður frá bænum. Einn árla sunnudag sást af bæjunum

    að vestanverðu Þinginu og utarlega í Vatnsdal, maður í hvítum klæðum sem gekk í norður eftir Vatnsdalsfjalli.

    Með sprota í hendi og nam hann staðar upp undan Skíðastöðum og laust sprotanum á fjallið og við það tók

    gríðarstór skriða að myndast.

    Stúlka ein hafði verið lengi á Skíðastöðum þó henni þætti bæjarbragurinn ekki góður. Hún var bæði

    góðlynd og viljug til allra verka og því hafði hún hylli húsbænda sinna og samlagsþjóna. Hún hafði oftast verið í

    eldhúsinu um helgar en hafði hún ekki neina þóknun fyrir því en það að hún mátti ráða skófnapottinum.

    Veturinn áður en skriðan féll var mjög harður og féllu bæði menn og búfénaður almennt af hungri.

    Skíðastaðabóndinn skarst undan liðsinni við sveitunga sína sem sóttu til hans auk þess rak hann nauðleitarmenn

    með harðri hendi burt án þess að gefa þeim neitt. Heldur voru veitingarnar ekki svo miklar fyrir heimilisfólk á

    Skíðastöðum þó nóg væri aflögufært. En þessi stúlka gekk mjög nærri sér til að geta hjálpað þeim sem voru í

    mestri nauð og til þess notaði hún bæði sinn mat og skófir sem til voru. Margt búfé drapst þennan vetur og

    flokkuðust hrafnar heim að bæjum og tíndu úr sorpinu. Stúlkan reyndi að taka sem mest úr eldhúsinu, svo hún

    gæti haldið lífi í hröfnunum. Það tókst henni og einn hrafninn varð svo elskur að henni og þess vegna elti hann

    hana út um allt sem hún fór utanbæjar. Um vorið og sumarið eftir kom hann á hverjum morgni að Skíðastöðum

    til að fá sér árbita hjá stúlkunni því hún geymdi ávallt eitthvað fyrir hann.

    Sunnudagsmorgun einn hafði stúlkan farið snemma á fætur og eldað graut, var hún að keppast við að ná

    skófunum áður en hrafninn kæmi að sækja skófirnar hjá henni. Hún var að ljúka við pottinn þegar hann kom,

    stúlkan gengur út með skófirnar í ausu og setur út á hlaðið þar sem hún er vön að gefa honum. Hrafninn vappar í

    kringum ausuna og flýgur svo spottakorn út á túnið. Stúlkan fer á eftir honum og leikurinn er endurtekinn.

    Hrafninn neitar að þiggja af henni skófirnar og flýgur smá spotta við og við en stúlkan fylgir honum alltaf eftir.

    Þau eru komin langt suður fyrir tún og stúlkan hyggst snúa við en þá heyrir hún miklar drunur úr fjallinu undan

    skriðunni og vatnsflóðinu sem henni fylgdi, sér stúlkan að skriðan er komin yfir bæinn. Hún lofar guði fyrir

    lausn sína sem hefði sent sér hrafninn til frelsis.

    Skriðan nam þó ekki staðar við bæinn þó að hann grandaðist heldur fór yfir dalinn þveran og nam staðar loksins

    vestur í Vatnsdalshólum. Stíflaðist Vatnsdalsá og varð af því vatn fyrir sunnan skriðuna sem er þar enn og

    kallast Vatnsdalsflóð. Undir vatninu varð allt engið frá Skíðastöðum og túnum hjá fleiri bæjum í Vatnsdal og

    hafa aldrei komið upp síðan.9

    9 Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri bindi II, bls. 45-47

  • 8

    Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar til að finna út hvernig Vatnsdalshólar mynduðust

    og margir fræðimenn hafa komist að sömu niðurstöðu að um að skriðuföll hafi verið að ræða.

    Í tímariti hins íslenska náttúrufræðifélags er varpað fram þeirri kenningu af þeim Höskuldi

    Búa Jónssyni, Hreggviði Norðdahl og Halldóri G. Péturssyni að berghlaup (e. Rock slide)

    hafi myndað Vatnsdalshóla. Skriðuföll sem urðu á 16. og 18. öld hafi verið þau sem

    mynduðu hólana. Skriðurnar eru nefndar eftir bæjunum sem þær grönduðu, Skíðastaðaskriða

    (eins og bærinn í þjóðsögunni) og svo Bjarnastaðaskriða (kortið frá 1721 sýnir hvar skriðan

    fór yfir dalinn, mynd 1). Niðurstöður höfunda greinarinnar eru að stórt bergstykki hafi

    hlaupið fram úr Vatnsdalsfjalli og vegna massa og fallhæðar efnisins hafi náðst nógu mikill

    hraði svo bergið hafi náð að renna yfir þveran dalinn.10

    Eftir að hafa rætt við bónda í

    Vatnsdal og spurt um hversu stórt

    Flóðið, sem var afleiðing skriðanna

    beggja, þá er núverandi stærð þess um

    2.6 hektarar en það hefur verið að fara

    minnkandi.11 Hægt er að giska á að

    Flóðið hafi verið rúmlega 3 hektarar á

    tímabilinu 1785-1852, sem er töluverður

    landmissir fyrir bændur sem hafa átt það

    land sem undir varð, þegar tímabilið

    1785-1852 er skoðað með heyskap og

    beitarland í huga.

    Stærð túna í Vatnsdal og missir

    vegna náttúruhamfara er ekki það eina

    sem verður til umfjöllunar. Byrjað

    verður að fjalla um fólksfjölda. Fyrst

    skal nefna hvernig fólksfjölgun var á

    öllu landinu ásamt giftingum á

    landsvísu. Fjöldi giftinga gegnir því hlutverki hvort fólk hafi náð fullorðinsárum sem og

    hvort fólk hafi getað gengið í hjónaband ásamt því að sjá hvort fólksfjölgun sé áhrifaþáttur í

    framþróun landbúnaðar.

    10 Höskuldur Búi Jónsson, Hreggviður Norðdahl og Halldór G. Pétursson, „Myndaði berghlaup

    Vatnsdalshóla?“, bls. 129-136 11 Hjálmar Ólafsson (munnleg heimild, 20.febrúar 2018)

    Mynd 2: Vegakort af Vatnsdal sem stendur við vegamót austan megin í dalnum, myndin er tekin af Wikimedia Commons

  • 9

    Í byrjun 18. aldar voru landsmenn um 50 þúsund talsins og fór fjölgandi nema árin

    1762 og 1785. Í byrjun 19. aldar voru landsmenn 47.240 og var fjölgun þeirra frá 0.95% til

    0.24% frá 1801 til 1850. Fjöldi kvenna var allan tímann meiri en fjöldi karla. Árið 1703 voru

    giftingar 5.833 á landinu öllu, 1801 voru þær 7.671, 1835 voru þær 8.421 en fækkaði árið

    1840 niður í 8.302 giftingar. Þeim fjölgaði aftur árið 1845 og voru þá 8.365 giftingar, árið

    1850 voru svo 8.644 giftingar. Sé þetta lagt saman þá eru að meðaltali á tímabilinu 1703 -

    1850, 321 gifting á ári.12 Fólksfjölgun var á Íslandi sem og voru fleiri giftingar því nær sem

    dró árinu 1850 og gæti það verið hluti af skýringu í breytingum í landbúnaði 1785-1852. Sem

    sagt hvort fólksfjölgun hafi leitt til þess að breytingar urðu í landbúnaði á tímabilinu 1785-

    1852.

    Þegar fjölgun fólks verður þá þarf það að hafa húsaskjól hvort sem fólk var gift eður

    ei. En 38 ábúðir í Vatnsdal voru að meðaltali á tímabilinu og íbúafjöldinn 293 að meðaltali

    miðað við þær tölur sem fengust úr búnaðarskýrslum frá árunum 1785-1852, svo það voru að

    meðaltali 8 manns á hverjum bæ. Bæir eins og Hjallaland, Marðanúpur, Undirfell,

    Helgavatn, Hnausar, Hvammur og Guðrúnarstaðir voru með fleira fólk en meðaltalið, en bæir

    eins og Gilá, Kötlustaðir og Dalkot voru með fjölda íbúa undir meðaltali.13

    Ábúðafjölgun var ekki mikil miðað við hvað fólki fjölgaði á tímabilinu. Fjöldi heimila

    á landsvísu voru 8.191 árið 1703 en einungis 458 í Húnavatnssýslu. Árið 1760 fækkaði

    heimilum á landinu niður í 6.983 en fjölgaði í Húnavatnssýslu og voru þá 500 talsins. Þetta

    snýst svo árið 1801 við þegar heimili á landsvísu urðu 7.401 en heimili í Húnavatnssýslu

    urðu 433. Árið 1832 var enn fjölgun heimila og á landsvísu voru 7.709 en í Húnavatnssýslu

    513. Árið 1840 var hröð fjölgun heimila á landsvísu (8.387 heimili) en hún var ekki eins hröð

    í Húnavatnssýslu (579 heimili). Í lok tímabilsins eða árið 1850 voru 8.750 heimili á landsvísu

    en einungis 556 í Húnavatnssýslu.14 Heimilum í Húnavatnssýslu voru flest ár að fjölga á

    sama tíma og heimilum á landinu öllu fjölgaði. Reykjavík var helsti þéttbýlisstaðurinn í

    byrjun 19.aldar. Landbúnaður var aðalatvinnuvegur landsins en hins vegar voru flestir

    bændur leiguliðar og það á einnig við Húnavatnssýslu og Vatnsdal. 15

    Þjóðsagan um skriðufallið á Skíðastöðum gefur yfirnáttúrulega ástæðu fyrir hvers

    vegna skriðan fór af stað en jarðfræðirannsóknir hafa leitt það í ljós að náttúran ein sá til þess

    12 Hagskinna, bls. 49, 128 13 ÞÍ. PA-sýslunefnd, Sýslumaðurinn á Blönduósi 14 Hagskinna, bls. 138 15 Saga Íslands IX, bls. 8.

  • 10

    að skriðan fór af stað. Kortið sem var teiknað 1721 þegar skriða fór yfir bæinn Bjarnastaði,

    sýnir eins og jarðfræðirannsókn Höskulds Búa og félaga, að tvær skriður hafi fallið úr

    Vatnsdalsfjalli og að ekkert yfirnáttúrulegt sé um að ræða. Þjóðsagan hefur verið meira notuð

    til að útskýra myndun Vatnsdalshóla og Flóðsins enda skemmtilegri saga fyrir ferðamenn að

    heyra heldur en þær niðurstöður sem komu úr jarðfræðirannsóknum. Bæði þjóðsagan og

    jarðfræðirannsóknin greina frá að vatn hafi komið með skriðunni og skriða hafi stíflað

    Vatnsdalsá og þar með hafi mikið land farið undir vatn og er enn þann dag í dag undir

    vatninu. Landmissir er skaði fyrir bændur, afkomu þeirra og atvinnuveg þeirra, landbúnað

    sem verður aðalefni rannsóknarinnar.

    Á Íslandi var fólki að fjölga og einnig heimilum. Fleiri voru að ganga í hjónaband á

    landinu og spurning hvort fjölgun á fólki, heimilum og giftingum hafi haft áhrif á hvaða

    þróun yrði í landbúnaði. Þá sérstaklega á því litla svæði sem Vatnsdalur er miðað við stærð

    Íslands. Rannsókn á litlu svæði gæti orðið til þess að niðurstöður verði ekki eins og þær sem

    eru fyrir landið í heild eða Húnavatnssýslu, hvort sem það sé fólksfjöldi, heimili, giftingar

    eða annað.

    Kaflaskipting ritgerðar er sú að fyrst verður tekið á fólksfjölda í Vatnsdal, hvort fleiri

    séu að fæðast en deyja, hversu mörg börn séu að fermast svo hægt sé að sjá hvort börn séu að

    ná fullorðinsaldri. Einnig verða giftingar teknar fyrir til að sjá hvort fólk sé að ganga í

    hjónaband í Vatnsdal sem og hvort heimilum og fólki hafi verið að fjölga. Einnig verður

    tekið á hvort fólk sé að flytjast til Vatnsdals eða flytjast burt úr Vatnsdal. Fólksfjöldi í

    Vatnsdal verður skoðaður til að sjá hvort fólksfjöldi hafi áhrif í tengslum framþróun sé í

    landbúnaði í Vatnsdal.

    Annar hluti ritgerðar mun felast í að skoða landnotkun bænda í Vatnsdal, hvers konar

    land þeir notuðu til að heyja og beita búpeningi, hvernig rækt landsins hefur verið og einnig

    verður fjallað um hvort bændur í Vatnsdal hafi haft kvaðir sem þurfti að sinna og hvort þeir

    hafi farið í ver. Þriðji hluti ritgerðar mun fjalla um ábúðir og búfjáreign, skoðað verður hvort

    náttúruhamfarir og veður hafi haft áhrif á búskapinn. Skoðað verður hvað kosti að reka

    meðalbú samkvæmt embættismönnum og hvaða hlunnindi bændur í Vatnsdal gátu nýtt sér.

    Fjórði hluti mun taka á hvort landbúnaðarsamfélagið í heild hafi verið í þróun og stöðnun og

    hvort Vatnsdalur hafi verið í sömu þróun.

  • 11

    0

    50

    100

    150

    200

    250

    300

    350

    400

    1785 1787 1788 1790 1803 1814 1847 1848 1849 1850 1851

    Fjöldi ábúða í Vatnsdal og íbúa 1785-1852

    Ábúðir Íbúafjöldi

    Mynd 3: Þ Í. PA-Sýslunefnd, Sýslumaðurinn á Blönduósi

  • 12

    3. Fólksfjöldi í Vatnsdal, 1785-1852

    Áður en verður farið í greiningu og túlkun á heimildum, verður skoðað hvaða hugmyndir

    fræðimenn hafa haldið uppi til að útskýra fólksfjöldaþróun á Íslandi á fyrri tímum. Þegar

    greiningu og túlkun er lokið skal skoðað hvort þessar hugmyndir séu líkar þeim niðurstöðum

    sem heimildirnar um Vatnsdal gefa.

    3.1. Fræðimenn og embættismenn fjalla um fólksfjölda

    Í grein Helga Skúla Kjartanssonar sagnfræðings kemur fram að Lýður Björnsson og Páll

    Bergþórsson töldu að á 18. öld gæti landið einungis brauðfætt ákveðinn fjölda manna, í

    kringum 50 þúsund, miðað við atvinnuhætti, tækni og náttúrugæði. Færi fólksfjöldinn mikið

    yfir þá tölu og kæmu harðindi þá myndu margir falla vegna loftslags en yngri sagnfræðingar

    (eins og Guðmundur Hálfdanarson og Árni Daníel Júlíusson) eru ekki á sömu skoðun, þeir

    eru fráhverfir hugmyndinni um fólksfjöldaþak sem skýringarþátts. Þeir hafa notað sambandið

    milli fólksfjölda og framleiðslu, auk þess að benda á að fólksfjölgun kalli á aðlögun í

    samfélaginu sem og breyttra framleiðsluhátta sem lyfti „fólksfjöldaþakinu” upp. Það segir sig

    sjálft ef fólksfjölgun verður þá minnkar plássið og þar með verði ákveðin landþrengsli í

    landbúnaðarsamfélagi. En landþrengsli eru talin auka líkur á mannfalli og er önnur skýringin

    að farsóttir ganga ekki eins greiðlega þar sem er mikið strjálbýli miðað við þéttbýli, þ.e. því

    lengra sem sé á milli manna því minni líkur séu á að smitast. Hin skýringin er að þröngbýli

    hafi valdið skerðingu á lífskjörum fólks og dregið þar með úr lífskjörum. Fólk hafi farið að

    nýta arðminni náttúrugæði þegar fjölgun var til að komast af, en það hafi komið niður á

    nytjum bústofnsins. Þegar fólksfjölgun fór vaxandi þurftu landsmenn að fara að nýta sér

    náttúrugæði sem gáfu minna af sér til að bregðast við fjölguninni. Helgi Skúli Kjartansson

    talar svo um að þegar fólksfjölgun verði, þá sé lágt hjúskaparhlutfall, þrátt fyrir að frjósemi

    kvenna væri í rauninni mikil þá kæmust konur svo seint í hjónaband (ef þær giftust yfirhöfuð)

    vegna þess hve erfitt var að fjölga heimilum í landinu.16

    Í greiningu sinni á fjölskyldustærð hefur Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur

    notast við flokkunarkerfi Cambridgemanna um fjölskyldur, sem skiptist í 5 flokka,

    einstaklingsfjölskyldur (einstaklingur), sambýli (ógift fólk, skyldmenni), einfaldar fjölskyldur

    (gift fólk, kjarnafjölskylda), auknar fjölskyldur (fjölskylda með hjúskaparfjölskyldu) og

    16 Helgi Skúli Kjartansson, „Þenkt um þak”, bls. 257-260

  • 13

    margfaldar fjölskyldur (tvær eða fleiri hjúskaparfjölskyldi, ættmenni). Einfalda

    fjölskylduformið var algengast á Íslandi en einnig var mikið um auknar fjölskyldur.

    Giftingaraldur kvenna hafði einnig mikil áhrif, vegna þess að í samfélaginu var lítið um

    óskilgetni og frjósemi kvenna var líka mikilvæg. Því lengur sem konur biðu með að ganga í

    hjónaband því styttri varð barneignatími þeirra. Á Íslandi var miseldri foreldra 7,5 ár og þá

    var það konan sem var eldri en maðurinn. Íslensk heimili voru með að meðaltali 6 manns í

    heimili og vinnufólk var fleira en í Englandi sem Guðmundur ber saman við.

    Fátækrarframfærslan hefur verið með öðru móti í Englandi heldur en hér því það er ekki

    minnst á ómaga né tökubörn. Vinnuhjúastéttin á Íslandi var fjölmennari en í

    nágrannalöndunum.17

    Áður en verður farið í Vatnsdalinn sjálfan verður athugað hvað 18. aldar

    embættismenn höfðu að segja um ástandið sem var fyrir 1785. Bjarni Halldórsson

    sýslumaður í Húnavatnssýslu skrifar til Landsnefndarinnar fyrri, árið 1771, um stöðuna sem

    komin var upp í sambandi við fólksfjölda í sýslunni um það sé svo mikill skortur á fólki að

    helmingur þess heys sem hægt væri að afla náist ekki og jarðir séu einungis hálfnýttar.

    Bændur séu með fáa vinnumenn sem séu eldri en 20 ára. Hinir þurfa að gera alla vinnuna á

    bænum og sjá um heimilishald. Mikið af léttadrengjum og vinnumönnum (Bjarni gæti einnig

    verið að minnast á þjónustudrengi og menn) flytjast annað hvort úr sýslunni eða af landi brott

    og þó virðist Bjarna fólksfækkunin ekki sýnileg. Bjarni segir að það sem hindri fólksfjölgun

    sé mikil fátækt og erfiðir lifnaðarhættir (búvenjur) en hræðir samt ekki ungt fólk frá því að

    gifta sig. Í sýslunni sé skortur á giftu fólki og ennþá meiri skortur á ógiftu fólki sem getur

    verið í þjónustu annarra.18

    Skúli Magnússon landfógeti skrifar grein í Rit Lærdómslistafélagsins, árið 1783, um

    að það væri skortur á fólki svo allar þær jarðir sem væru í landinu yrðu sæmilega ræktaðar,

    hann talar um í greininni að 13 manns ættu að vera á hverjum bæ til að þær yrðu sæmilega

    ræktaðar og það væru 5000 jarðir og þá þyrfti að vera 65000 manns lifandi til þess en í

    landinu væru einungis 46000 íbúar og þar með þurfi 19000 einstaklinga í viðbót svo hægt sé

    að rækta allar jarðir til meðallags.19 Bjarni Halldórsson og Skúli Magnússon eru sammála um

    að fólk vanti til þess að yrkja jarðir á landinu. Bjarni kemur með þá hugmynd að flytja inn

    17 Guðmundur Hálfdanarson, „Íslenskar fjölskyldur undir lok 18.aldar”, bls. 274-283 18 Landsnefndin 1770-1771. Bréf frá embættismönnum III.bindi, án bls.tals (Bjarni Halldórsson) 19 Skúli Magnússon, „Sveitabóndi“, bls. 177

  • 14

    bændur og þjónustufólk frá Noregi til að fjölga fólki en Skúli var ekki með ákveðna lausn á

    því hvernig væri hægt að bæta vandann.20

    Í lok 18. aldar hefur embættismönnum þess tíma þótt vanta fólk til að hægt væri að

    sinna bústörfum, sérstaklega vinnufólk. Skúla Magnússyni og Bjarna Halldórssyni þótti

    báðum að eitthvað þyrfti að gera til að bæta landbúnaðinn og báðir voru sammála að fólki

    þyrfti að fjölga til að landbúnaður kæmist í blóma.

    Kenningar fræðimanna um fólksfjöldaþróun eru mismunandi en til að byrja með voru

    þær kenningar að Ísland hefði fólksfjöldaþak sem væri um 50.000 manns sem er mun minna

    en það sem Skúli Magnússon reiknaði með til að hægt væri að yrkja landið. Yngri

    sagnfræðingar segja að samband sé milli fólksfjölda og framleiðslu, samfélag kalli á

    breytingar þegar fólki fjölgar. En á sama tíma ef það verða landþrengsli þá verði meira

    mannfall þar sem farsóttir ættu auðveldar með að ganga á milli. Embættismennirnir tveir frá

    18. öld minnast ekki á að landþrengsli séu á Íslandi svo það má ganga út frá því að jarðnæði

    hafi ekki verið vandamál sem þyrfti að leysa til að fólksfjölgun ætti sér stað. Miðað við það

    að hafi vantað fólk og kenningar um að fólk þurfi að búa þétt saman til að sjúkdómar smitist

    á milli, þá þurfti að verða meiri fólksfjölgun til að smit ætti sér mögulega stað. Þar sem

    embættismennirnir tveir minnast ekki á að sjúkdómar séu að fara á milli (aðrir en fjárpestin,

    sem lagðist ekki á fólk) svo sjúkdómar voru ekki að hamla fólksfjölgun þarna á þessum tíma.

    Var fólksfækkun eða fjölgun í Vatnsdal? Í næsta kafla verður fjallað um fæðingartíðni og

    dánartíðni fólks í Vatnsdal á tímabilinu 1785-1852 til að leita svara við þeirri spurningu.

    3.2. Fæðast fleiri en deyja?

    Fólksfjöldi á Íslandi hefur verið fræðimönnum mikið rannsóknarefni, sérstaklega hvernig

    hann hefur þróast eftir áföll eins og eldgos og sjúkdóma. Embættismenn sem voru við völd í

    lok 18. aldar höfðu miklar áhyggjur af hversu lítið væri af fólki í landinu til að sinna búskap

    þannig að hann næði meðallagi eða jafnvel að hann myndi eflast. Var fólksfjölgun í

    Húnavatnssýslu á tímabilinu 1785-1852? Var Vatnsdalur í takt við sýsluna? Var þróun á

    fólksfjölda öðruvísi í Vatnsdal? Til að svara þessum spurningum verður notast við

    ministerialbækur, búnaðarskýrslur og Hagskinnu til að sjá hvort fjölgun eða fækkun var á

    fólki í Húnavatnssýslu og Vatnsdal. Ástæðan fyrir að fólksfjöldi er tekinn fyrir er vegna þess

    20 Skúli Magnússon, „Sveitabóndi“, bls. 177 og Landsnefndin 1770-1771. Bréf til embættismanna III.bindi, án bls.tals (Bjarni Halldórsson)

  • 15

    að í grein Helga Skúla minnist hann á að fólksfjöldi og framleiðsla sé samofinn

    skýringarþáttur og þess vegna mikilvægt að skoða til að sjá hvort þróun hafi verið í

    landbúnaði í Vatnsdal 1785-1852.

    Árið 1769 var fólksfjöldi í Húnavatnssýslu, 2.689 þar af 98 í Grímstungusókn, 128 í

    Undirfellssókn og 194 í Þingeyrasókn (sem hluti bæja í Vatnsdal tilheyrir). Árið 1801 höfðu

    íbúum Húnavatnssýslu fjölgað lítillega eða upp í 2.850. Í Grímstungusókn hafði

    sóknarbörnum fækkað niður í 86, hins vegar hafði bæði fjölgað í Undirfellssókn (168 manns)

    og Þingeyrasókn (223 manns). Það má álykta að fólki í Vatnsdal hafi fjölgað hlutfallslega

    meira en fólki í sýslunni í heild.21 Þessar tölur má sjá í töflu í mynd 4.

    Samkvæmt manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands þá voru 2.907 manns í

    Húnavatnssýslu árið 1816. Af þessum fjölda voru 110 manns í Grímstungusókn, 167 í

    Undirfellssókn og 239 í Þingeyrarsókn.22 Aftur að þeim tölum sem eru í Hagskinnu, þá hafði

    árið 1835 hafði hins vegar fjölgað mikið í talningu í Húnavatnssýslu en þá var íbúafjöldinn

    3.874, Grímstungusókn hafði þá 121 sóknarbarn, Undirfellssókn 190 sóknarbörn og

    Þingeyrasókn 325 sóknarbörn. Í talningu, árið 1840, hafði íbúafjöldinn minnkað lítillega í

    Húnavatnssýslu eða í 3.809, þá voru Grímstungu- og Undirfellssókn saman með 316

    sóknarbörn en Þingeyrasókn með 291 sóknarbarn. Á mynd 4 er reiturinn fyrir

    Grímstungusókn árið 1840 auður vegna þess að talan í reit sem fellur undir Undirfellssókn

    sama ár er samtala af fyrrnefndum sóknum. 10 árum síðar eða árið 1850 þá hafði íbúum aftur

    fjölgað og voru þá 4.117 talsins í Húnavatnssýslu, 127 í Grímstungusókn, 205 í

    Undirfellssókn og 322 í Þingeyrasókn.23 Fólksfjöldaþróun í Vatnsdal var nokkuð í takt við

    það sem var í Húnavatnssýslu en þó aðeins meiri í Vatnsdal.

    Þórður Vilberg Guðmundsson BA-nemi í sagnfræði skrifaði grein í tímaritið

    Húnavöku árið 2017. Þar fjallar hann um fjölmennasta hrepp Húnavatnssýslu,

    Skagastrandarhrepp. Hann segir að þar hafi verið mikið um smábýli og lakari jarðir sem kom

    niður á lífsgæðum fólks í hreppnum á 18. öld. Margar jarðir í Skagastrandarhrepp voru

    sjávarútvegsjarðir og Þórður heldur því fram að flökkufólk og fátæklingar hafi sóst í byggðir

    við sjóinn þegar illa áraði í landbúnaði. En flökkufólk og fátæklingar féllu margir í

    Skagastrandarhreppi 1755-1756, vegna hungurs því aflabrestur varð á þeim tíma. Einnig

    21 Hagskinna, bls. 70 22 Vef. Manntalsvefur Þjóðskjalasafns Íslands, manntal.is -> 1816, Húnavatnssýsla, Grímstungusókn, Undirfellssókn, Þingeyrarsókn 23 Hagskinna, bls. 70

  • 16

    bætir Þórður við að jarðir í Skagastrandarhrepp gátu ekki staðið undir þeim fólksfjölda sem

    þurfti að brauðfæða, sérstaklega þegar árferði var slæmt.24 Þannig að fyrir árið 1785 var fólk

    að deyja í Skagastrandarhreppi vegna slæms árferðis 1755-1756 en möguleiki var að í

    Vatnsdal væri fólki að fjölga á sama tíma en nú skal skoða dánar- og fæðingartíðni í Vatnsdal

    1785-1852 og kanna hvaða ljósi það varpar á fólksfjöldaþróunina í Vatnsdal.

    Íbúafjöldi eftir sóknum í Húnavatnssýslu og Vatnsdal 1769-1850

    Mynd 4: Hagskinna bls. 70. Tafla 2.3. Mannfjöldi eftir sóknum, kaupstöðum og sýslum 1769-1990

    Í búnaðarskýrslum frá árinu 1784 sem sýslumenn gerðu, eru einungis gögn um 24 bæi

    í Vatnsdal og þá voru íbúar 165 talsins. Einhverja bæi vantar inn í skýrslurnar frá árinu 1784

    svo það má reikna með að íbúar dalsins hafi verið fleiri en 165 árið 1784.25 Á tímabilinu

    1785-1852 fæddust 727 börn, 333 þeirra voru stúlkur en 394 voru drengir, að meðaltali

    fæddust 20 börn á ári í Vatnsdal á þessum tíma. Hins vegar var árlegur fjöldi fæddra

    sveiflukenndur.

    24 Þórður Vilberg Guðmundsson, „Af hungri og megurd útaf dáid þari hrepp“, bls. 136-137 25 ÞÍ. PA-sýslunefnd, Sýslumaðurinn á Blönduósi

    Ár Húnavatnssýsla Þingeyrasókn Undirfellssókn Grímstungusókn

    1769 2689 194 128 98

    1801 2850 223 168 86

    1816 2907 239 167 110

    1835 3874 325 190 121

    1840 3809 291 316 ––

    1850 4117 322 205 127

    Mynd 5: Þ.Í. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1785 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1785 – 1818; ÞÍ Ministerialbækur Þingeyrarklausurs Hún. 1784 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1817 – 75; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1816 – 75; ÞÍ. Ministerialbækur Þingeyra Hún. 1816 – 54

    0

    5

    10

    15

    20

    25

    30

    17

    85

    17

    87

    17

    89

    17

    91

    17

    93

    17

    95

    17

    97

    17

    99

    18

    01

    18

    03

    18

    05

    18

    07

    18

    09

    18

    11

    18

    13

    18

    15

    18

    17

    18

    19

    18

    21

    18

    23

    18

    25

    18

    27

    18

    29

    18

    31

    18

    33

    18

    35

    18

    37

    18

    39

    18

    41

    18

    43

    18

    45

    18

    47

    18

    49

    18

    51

    Fæðingartíðni í Vatnsdal 1785-1852

    Fæddir Kvenkyn Karlkyn

  • 17

    Dánartíðnin í Vatnsdal virðist vera mjög svipuð fæðingartíðninni, það koma einstaka

    toppar þar sem fleiri deyja en fæðast. Á tímabilinu 1785-1852 deyja 582 manns, 319 konur en

    263 karlar.26 Þetta var öfugt miðað við kynjahlutfall í manntölum, þar sem konur voru í

    meirihluta lifandi fólks.27 Þegar aldur dáinna er skoðaður þá deyja flestir áður en þeir ná

    fyrsta ári eða þegar komið er yfir sextugt. Dánartíðnin var lægst hjá fólki á aldrinum 20 – 50

    ára og því má setja fram tilgátu að þeir sem lifðu af fyrsta árið voru líklegir til að vaxa úr

    grasi og gætu lifað fram yfir sextugt, af þeim sem fæddust í Vatnsdal. Meðaltal þeirra sem

    létust árlega var 16 manns.28

    Ólöf

    Garðarsdóttir

    sagnfræðingur

    hefur

    rannsakað

    dánartíðni

    ungbarna og í

    bókinni Saving

    the child, og

    kemur hún

    með kenningar

    hvers vegna

    ungbarnadauði

    var svona hár

    á Íslandi. Ólöf segir að ólíkir þættir hafi stjórnað dánartíðni og þessir mismunandi þættir geta

    valdið því að dánartíðnin væri misjöfn milli svæða. Þessir þættir voru mismunandi að hluta til

    vegna umhverfisskilyrða, eins og þéttbýlis (svipað því sem kemur fram í grein Helga Skúla

    Kjartanssonar hér á undan), ásamt möguleikanum á hreinu vatni og ferskri mjólk. Annar

    þáttur er mismunur á menningu og tengist mjög aðferðum til að fæða ungabörn. Það að börn

    26 ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1785 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1785 – 1818; ÞÍ Ministerialbækur Þingeyrarklausurs Hún. 1784 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1817 – 75; ÞÍ.

    Ministerialbækur Undirfells Hún. 1816 – 75; ÞÍ. Ministerialbækur Þingeyra Hún. 1816 – 54 27 Hagskinna, bls. 124 28 ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1785 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1785 – 1818; ÞÍ Ministerialbækur Þingeyrarklausurs Hún. 1784 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1817 – 75; ÞÍ.

    Ministerialbækur Undirfells Hún. 1816 – 75; ÞÍ. Ministerialbækur Þingeyra Hún. 1816 – 54

    0

    20

    40

    60

    80

    100

    120

    >1 2 til 10 11 til 20 21-30 31-40 41-50 51-60 61+

    Aldur látinna í Vatnsdal 1785-1852

    1785-1816/18 1817/19-1852

    Mynd 6: ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1785 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1785 – 1818; ÞÍ Ministerialbækur Þingeyrarklausurs Hún. 1784 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1817 – 75; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1816 – 75; ÞÍ. Ministerialbækur Þingeyra Hún. 1816 – 54

  • 18

    væru höfð á brjósti sem og hversu lengi þeim var gefið brjóst spilaði mikilvægan þátt í

    lífslíkum ungabarna. Dánartíðni barna lækkaði á undan dánartíðni ungabarna samkvæmt

    rannsóknum Ólafar.29 Ólöf vitnar í rannsókn sinni í Peter A. Schleisner sem var danskur

    læknir sendur til Íslands, árið 1847 samkvæmt konunglegri tilskipun.30 Schleisner segir frá

    hvernig ungabörnum var gefin fæða, að þau fengu einungis kalda mjólk þá helst blandaða

    með rjóma eða þau fái súrmjólk sem var sett í öskur sem var aldrei þrifin (ílát sem Ólöf

    minnist á í sinni rannsókn).31 Ólöf segir um dánartíðnina að hún hafi verið mjög há hjá

    ungabörnum (þeirra sem höfðu ekki náð tveggja ára aldri) sem og annarra ungra barna

    (tveggja ára til 5 ára barna), allt til ársins 1850. Hún segir að drengir hafi verið líklegri til að

    deyja áður en 1 árs aldri var náð og voru einnig líklegri til að deyja en stúlkur fram til 4 ára

    aldurs.32

    Í Vatnsdal var dánartíðni ungabarna há og mörg börn létust áður en þau náðu öðru ári

    eins og sést á mynd 6 en hlutfall karla sem létust árlega á tímabilinu 1785-1852 sést á mynd

    7. Þegar öðru ári hafði verið náð, þá jukust lífslíkur þeirra barna miðað við hversu lág

    dánartíðnin var hjá 2-10 ára börnum. Miðað við að Ólöf segir að dánartíðni ungabarna (börn

    29 Ólöf Garðarsdóttir, Saving the child, bls. 49 30 Vef. Heimaslóð, http://www.heimaslod.is/index.php/Peter_Anton_Schleisner 31 Ólöf Garðarsdóttir, Saving the child, bls. 57 32 Ólöf Garðarsdóttir, Saving the child, bls. 60-61

    Mynd 7: ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1785 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1785 – 1818; ÞÍ Ministerialbækur Þingeyrarklausurs Hún. 1784 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1817 – 75; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1816 – 75; ÞÍ. Ministerialbækur Þingeyra Hún. 1816 – 54

    0

    5

    10

    15

    20

    25

    30

    17

    85

    17

    87

    17

    89

    17

    91

    17

    93

    17

    95

    17

    97

    17

    99

    18

    01

    18

    03

    18

    05

    18

    07

    18

    09

    18

    11

    18

    13

    18

    15

    18

    17

    18

    19

    18

    21

    18

    23

    18

    25

    18

    27

    18

    29

    18

    31

    18

    33

    18

    35

    18

    37

    18

    39

    18

    41

    18

    43

    18

    45

    18

    47

    18

    49

    18

    51

    Dánartíðni í Vatnsdal 1785-1852

    Dánir Kvenkyns Karlkyns

  • 19

    sem ekki höfðu náð tveggja ára aldri) og ungra barna ( tveggja til 5 ára börn) héldist í hendur

    allt til ársins 1850 þá er dánartíðni ungra barna í Vatnsdal byrjuð að lækka til muna fyrir

    1850. Hins vegar samræmist það kenningu hennar að dánartíðni ungra barna lækkaði áður en

    dánartíðni ungabarna lækkaði þó svo að dánartíðni ungabarna hafi ekki sjáanlega farið

    lækkandi í Vatnsdal á tímabilinu 1785-1852. Hægt er að álykta að fólksfjölgun hafi verið í

    Vatnsdal 1785-1852 vegna lágrar dánartíðni ungra barna (tveggja til 5 ára).

    Samkvæmt því sem Helgi Skúli Kjartansson segir að þegar fólki fjölgi þá breytist

    framleiðslan.33 Í Vatnsdal var fólki að fjölga, fleiri voru að fæðast en deyja og aldur þeirra

    sem létust var annað hvort langt undir tveggja ára aldri eða yfir sextugt. Miðað við það, þá er

    möguleiki á að framleiðsla bænda í Vatnsdal hafi verið að breytast til að koma á móts við þá

    fólksfjölgun sem var á tímabilinu 1785-1852. Þá er spurning hvort einungis framleiðslan var

    að breytast eða var landbúnaður í framþróun vegna þess? Annað sem verður að athuga áður

    en landbúnaðurinn verður sérstaklega skoðaður er að skoða hvort börn hafi fermst og hvort

    fólk hafi verið að giftast í Vatnsdal. Til að sjá hver fjöldi þeirra sem fermdust var og hvort

    það hafi verið áhrifaþáttur í fólksfjölgun. Einnig hversu margar giftingar voru 1785-1852 og

    á hvaða aldri fólk var að gifta sig.

    3.2. Fermingar og giftingar í Vatnsdal Fermingar hafa ávalt verið ákveðinn áfangi hjá börnum, sérstaklega þar sem áður fyrr

    þurftu börn að kunna að lesa til að geta fermst. Annað sem fermingar geta varpað ljósi á er að

    hvort aldur dáninna á mynd 6 gefi rétta mynd. Að fá börn á aldrinum 11-20 ára hafi látist á

    tímabilinu 1785-1852, einnig verður að taka með í reikninginn að börn hafi flutt úr Vatnsdal.

    Á tímabilinu 1785-1852 voru 380 börn fermd, 187 stúlkur og 193 drengir, að meðaltali voru

    árlega fermd 5-6 börn.34 Þetta þýðir miðað við hversu mörg börn lifa af fram á annað ár að

    einhver börn hafi aldrei lært að lesa eða flutningur úr Vatnsdal hafi verið mikill.

    33 Helgi Skúli Kjartansson, „Þemkt um þak“, bls. 259

    34 ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1785 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1785 – 1818; ÞÍ

    Ministerialbækur Þingeyrarklausurs Hún. 1784 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1817 – 75; ÞÍ.

    Ministerialbækur Undirfells Hún. 1816 – 75; ÞÍ. Ministerialbækur Þingeyra Hún. 1816 – 54

  • 20

    Árið 1703 voru giftingar 5.833 á landinu öllu, 1801 voru þær 7.671, 1835 voru þær

    8.421 en fækkaði árið 1840 í 8.302 giftingar. Þeim fjölgar aftur árið 1845 og voru þá 8.365

    giftingar, árið 1850 voru 8.644 giftingar.35 Sé þetta lagt saman þá eru að meðaltali á

    tímabilinu 1703 -1850, 321 gifting á ári yfir allt landið. Hins vegar voru í Vatnsdal 119

    giftingar á tímabilinu 1785-1852, sem gerði 3 giftingar að meðaltali árlega.36 Þetta þýðir að

    um það bil 3 jarðir eða hluti af jörðum gætu hafa losnað árlega þannig að fólk gæti búið eftir

    að hafa gift sig, ef það er reiknað með breytunni að par þurfi að finna ábúð til að mega ganga

    í hjónaband eins og Helgi Skúli tekur fram í sinni grein.37 En eins og sést á mynd 9, var þetta

    mismunandi eftir árum.

    35 Hagskinna, bls 128. Athuga verður að tölurnar í Hagskinnu eiga við fjölda fólks sem gifti sig 1703-1850 og því þurfti höfundur að deila með 2 til að fá fjölda giftinga, t.d. samkvæmt Hagskinnu giftist 11.666 manns árið

    1703 og sé deilt með 2 kemur út 5.833 sem eru þá fjöldi giftinga

    36 ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1785 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1785 – 1818; ÞÍ

    Ministerialbækur Þingeyrarklausurs Hún. 1784 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1817 – 75; ÞÍ.

    Ministerialbækur Undirfells Hún. 1816 – 75; ÞÍ. Ministerialbækur Þingeyra Hún. 1816 – 54

    37 Helgi Skúli Kjartansson, „Þenkt um þak“, bls. 257-260

    Mynd 8: ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1785 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1785 – 1818; ÞÍ Ministerialbækur Þingeyrarklausurs Hún. 1784 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1817 – 75; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1816 – 75; ÞÍ. Ministerialbækur Þingeyra Hún. 1816 – 54

    0

    2

    4

    6

    8

    10

    12

    14

    16

    18

    20

    1780 1790 1800 1810 1820 1830 1840 1850 1860

    Fermd börn í Vatnsdal 1785-1852

    Fermingar Kvenkyn Karlkyn

  • 21

    Annað sem hægt er að nota til rökstuðnings um að fólk sé að komast upp til búskapar

    er það fæðast fleiri en deyja, fjölgunin er um 4-5 manns að meðaltali árlega. Þrátt fyrir að um

    helmingur dáinna séu börn sem hafa ekki náð öðru ári er nánast helmingur fólk sem hefur náð

    60 árum eða fleirum. Auk þess voru fleiri innkomnir á svæðið en brottfluttir svo þar kemur

    inn meiri fjölgun á fólki, sem verður fjallað nánar um í kafla 3.3.. Einnig voru mörg börn

    fermd á þessu litla svæði á tímabilinu, 5-6 börn árlega á aldursbilinu 11-17 ára og einnig var

    dánartíðnin lág í Vatnsdal hjá fólki á aldursbilinu 20-60 ára. Miðað við hversu mörg börn

    fermdust á tímabilinu 1785-1852 þá var dánartíðni lág hjá fólki í Vatnsdal. Fólk var að gifta

    sig ungt og því voru auknar líkur á fjölgun. Fjölgun á fólki í Vatnsdal hefur kallað á

    breytingar í framleiðslu og þá einnig á landbúnaði í Vatnsdal en spurning hvers konar

    breytingar. Einnig er áhugavert hvort breytingar séu á neysluháttum, hvað fólk hafi verið að

    nota til að drýgja matinn.

    3.3. Innkomnir og brottfluttir í Vatnsdal

    Fjölgun var á fólki í Vatnsdal en dánartíðni og fæðingartíðni var ekki eina breytan sem hefur

    þurft að reikna með til að sjá hversu mikil fjölgunin var. Umfjöllun hefur verið mikil um að

    fólk flytjist búferlum, hvort sem það séu einstaklingar eða fjölskyldur. Í fræðiritum og

    samtímaumræðu er oft talað um flakk fólks, hér verður fjallað um hvort fólk sé að flytjast frá

    eða til Vatnsdals. Mikið var um innkomna og brottflutta í Grímstungu-, Undirfells- og

    Mynd 9: ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1785 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1785 – 1818; ÞÍ Ministerialbækur Þingeyrarklausurs Hún. 1784 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1817 – 75Þ.Í. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1816 – 75; ÞÍ. Ministerialbækur Þingeyra Hún. 1816 – 54

    1

    3

    2

    1 1

    2 2

    5

    4

    1

    4

    3

    1

    2

    3

    2

    1 1 1 1

    5

    1

    2 2

    1 1

    3

    1 1

    2

    3

    2

    1 1

    3

    1 1

    4

    2 2

    3

    1

    2

    1

    4

    1 1

    6

    3 3

    2

    4

    8

    0

    1

    2

    3

    4

    5

    6

    7

    8

    9

    Giftingar í Vatnsdal 1785-1852

  • 22

    Þingeyrarsókn að hluta til, en þar af um helmingur sem einungis var að flytjast á milli sókna.

    Þeir eru þar með skráðir brottfluttir í einni sókn (t.d. Grímstungusókn) og innkomnir í aðra

    (t.d. Undirfellssókn). Í heild voru fleiri innkomnir í Vatnsdal en brottfluttir á tímabilinu 1816-

    1852 (75 manns fleiri). Sé reiknað með að helmingur innkominna og brottfluttra hafi verið að

    flytjast innan svæðis þá eru um 12 manns árlega sem eru að flytjast til Vatnsdals annars

    staðar að en um 10 manns sem flytjast frá Vatnsdal árlega. Konur voru í meirihluta þeirra

    sem voru innkomnir eða 791, karlmenn voru hins vegar 725 talsins. Einnig voru konur í

    meirihluta þeirra sem voru brottfluttir en færri en þær sem voru innkomnar, þær brottfluttu

    voru 736 en brottfluttir karlmenn voru 702 á tímabilinu. Þegar staða þessa fólks er skoðuð þá

    er mjög mikið um að vinnukonur væru að flytjast milli bæja í Vatnsdal sem og frá bæjum

    sem ekki tilheyra Vatnsdal. Vinnumenn voru einnig margir, fleiri fluttust til Vatnsdals heldur

    en á milli bæja en hjá vinnukonum var fjöldinn svipaður. Þetta er öðruvísi en niðurstöður í

    grein Þórðar Vilbergs Guðmundssonar þar sem hann talar um fólksfækkun í

    Skagastrandarhrepp 1755-1756.38 Sú grein rímar meira við það sem Bjarni Halldórsson

    sýslumaður í Húnavatnssýslu skrifaði í bréfi sínu til landsnefndarinnar 1770-1771 og fjallað

    hefur verið um í kafla 3.1.39 Þegar kemur að bændum eða þeim sem voru giftir, þá var

    algengara að þeir fluttust milli bæja í Vatnsdal með fjölskyldu sína en það voru einhverjir

    sem fluttu með þær til Vatnsdals. Algengt var að börn væru flutt til Vatnsdals, þá sem

    tökubörn, fósturbörn og svo sem börn vinnufólks og bænda, einnig var mikið um að börn

    væru flutt milli bæja í Vatnsdal. Mikið var um að fólk undir 20 ára aldri skráði sig sem

    léttadrengi, smala og léttastúlkur, fleiri komu til Vatnsdals með þá stöðu heldur en þeir sem

    fluttu sig milli bæja í Vatnsdal. Minnst var um húsmenn, húskonur, niðursetninga og önnur

    starfsheiti í búferlaflutningum á milli bæja í Vatnsdal og til Vatnsdals.40

    Giftingar í Vatnsdal á tímabilinu 1785-1852 voru að meðaltali 3 á ári og því var

    varpað fram hér að framan að á hverju ári gætu þá hafa losnað 3 jarðir eða jarðapartar til

    ábúðar. Þegar er skoðað hverjir það voru sem voru að gifta sig, þ.e. aldur og staða. Þá var í 1

    af hverjum í 3 giftingum þá var það annað hvort eiginmaðurinn eða eiginkonan sem var þegar

    með bú. Árið 1842 þá giftist Jón Ketilsson bóndi í Grundarkoti, Katrínu Oddsdóttur

    vinnukonu á Marðanúpi. Jón var þá þegar með ábúð svo hann þurfti einungis að giftast.

    Margrét Guðmundsdóttir gekk í hjónaband með Eggerti Jónssyni árið 1818, hann var

    38 Þórður Vilberg Guðmundsson, „Af hungri og megurd útaf dáid þari hrepp“, bls. 136-137 39 Landsnefndin 1770-1771. Bréf frá embættismönnum III.bindi, án bls.tals (Bjarni Halldórsson) 40 ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1817-75; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1816-75; ÞÍ. Ministerialbækur Þingeyra Hún. 1817-54

  • 23

    vinnumaður en hún líklegast ekkja þar sem þetta var hennar annað hjónaband þrátt fyrir að

    hafa verið einungis 27 ára. Tökum dæmi um giftingu þar sem fólk var af annarri stöðu, árið

    1817 þá giftust Hjálmar Guðmundsson og Rófa Gunnlaugsdóttir, bæði voru þau vinnufólk í

    Grímstungu og hafa því þurft að finna sér ábúð til að geta gengið í hjónaband. Lúðvík

    Blöndahl snikkari frá Hvammi giftist Kristínu Jónsdóttur sem var þjónustustúlka á sama bæ

    árið 1845. Spurning er hvort þau hafi gert sér ábúð í Hvammi eða hvort hann hafi verið

    álitinn sjálfseignamaður vegna stöðu sinnar og þar með hæfur til að giftast. Aldur þeirra sem

    giftust var oftast undir 30 ára, einstaka konur voru yfir þrítugu en algengara var að karlmenn

    væru yfir þrítugu og þá voru þeir oftast að giftast í annað sinn.41 Samkvæmt þeim tölum sem

    finnast í Hagskinnu frá svipuðum tíma þá var meðalaldur karlmanna sem giftust í byrjun 18.

    aldar, 35-49 ára en kvenna 35-45 ára. Þegar leið á 18. öld og í byrjun 19. aldar lækkaði þessi

    meðalaldur í 30-40 ára hjá körlum og konum en meðalaldurinn fór svo hækkandi aftur um

    árið 1850. Fólk sem var yngra en 30 ára giftist einnig. Hins vegar voru þau aldursbil sem hafa

    verið nefnd haft fleiri einstaklinga sem giftust á tímabilinu 1785-1852.42

    Miðað við þau dæmi sem hafa verið tekin um stöðu og aldur þeirra sem giftu sig í

    Vatnsdal þá var fólk að gifta sig yngra, en sá aldur sem var algengasti giftingaraldurinn

    samkvæmt Hagskinnu. Svo virðist sem fólk sé að setjast að í flestum tilfellum í Vatnsdal,

    miðað við þær stöður sem einstaklingar sem ganga í hjónaband gegna. Einnig verður að taka

    með í reikninginn að einstaklingar voru mikið að fara á milli sókna og gerast vinnufólk, sem

    dæmi dætur Semings Semingssonar bónda á Mársstöðum, fóru um fermingaraldur og gerðust

    vinnukonur á öðrum bæjum.43

    41 ÞÍ. Ministerialbók Grímstungu Hún. 1816-75 og ÞÍ. Ministerialbók Undirfells Hún. 1816-75 42 Hagskinna, bls. 131-132 43 ÞÍ. Ministerialbók Þingeyra Hún. 1816-54

  • 24

    Á tímabilinu 1785-1852 voru 5-6 börn sem fermdust árlega. Algengt var að þau börn

    sem náðu að verða tveggja ára, náðu að verða fullorðin og náðu jafnvel að verða eldri en 60

    ára. Vinnukonur fluttust mest á milli bæja í Vatnsdal sem og til Vatnsdals, vinnumenn fluttust

    mikið minna milli bæja en margir vinnumenn fluttust til Vatnsdals. Bændur fluttu frekar á

    milli bæja í Vatnsdal heldur til Vatnsdals, þá með fjölskyldur sínar. Börn voru stór hluti

    þeirra sem fluttust á milli bæja í Vatnsdal sem og til Vatnsdals, þau voru oftast skráð sem

    tökubörn, fósturbörn eða börn hjóna. Til að svara spurningunni hvort algengara væri að fólk

    settist að í Vatnsdal heldur en að flytjast frá Vatnsdal á tímabilinu 1785-1852. Þá var algengt

    að fólk fluttist mjög mikið milli bæja til að vera í dalnum sem og fólk var í miklum mæli að

    flytjast til Vatnsdals þá virðist sem Vatnsdalur hafi verið staður sem fólk sóttist eftir að búa á.

    Fólksfjölgun var greinileg í Vatnsdal á tímabilinu 1785-1852, sem var jákvætt fyrir

    eflingu landbúnaðarins. En fólksfjöldi er ekki einungis það sem þarf til að komast að því

    hvort landbúnaður hafi verið í þróun eða stöðnun. Líta þarf á hvers konar land bændur voru

    að nýta sér sem og ef einhver þróun væri hvert landbúnaður stefndi í Vatnsdal, þá varðandi

    ræktun og búpening. Næsti hluti ritgerðar mun einblína á það land sem bændur í Vatnsdal

    voru að vinna með á jörðum til að lifa.

    Mynd 10: ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1785 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1785 – 1818; ÞÍ Ministerialbækur Þingeyrarklausurs Hún. 1784 – 1816; ÞÍ. Ministerialbækur Grímstungu Hún. 1817 – 75; ÞÍ. Ministerialbækur Undirfells Hún. 1816 – 75; ÞÍ. Ministerialbækur Þingeyra Hún. 1816 – 54

    0

    10

    20

    30

    40

    50

    60

    70

    80

    90

    100

    18

    16

    18

    17

    18

    18

    18

    19

    18

    20

    18

    21

    18

    22

    18

    23

    18

    24

    18

    25

    18

    26

    18

    27

    18

    28

    18

    29

    18

    30

    18

    31

    18

    32

    18

    33

    18

    34

    18

    35

    18

    36

    18

    37

    18

    38

    18

    39

    18

    40

    18

    41

    18

    42

    18

    43

    18

    44

    18

    45

    18

    46

    18

    47

    18

    48

    18

    49

    18

    50

    18

    51

    18

    52

    Innkomnir á móti brottfluttum í Vatnsdal 1785-1852

    Innkomnir Bottviknir

  • 25

    4. Ræktað og óræktað land

    Bændur á Íslandi þurftu auðvitað að hafa land fyrir búpening sinn en hvers konar land var

    það? Var það ræktað eða óræktað land? Hvort var meira um ræktað eða óræktað land innan

    þeirra jarða? Búnaðarskýrslur frá tímabilinu gefa ekki upp hvort það land sem tilheyrir býlum

    sé óræktað. Það er ekki fyrr en 1851 sem fleiri en á einum bæ er gefið upp fermetrastærð á

    ræktuðu landi en oftast eru engar tölur.44 Björn Bjarnason sá er ritaði Brandsstaðaannál á 19.

    öld, lýsir því að hálsar, innsveitir og uppsveitir og fleiri svæði höfðu verið auð til að beita

    búpeningi yfir vetrartímann.45

    Samkvæmt jarðamati sem var gert 1849, er ekki svo mikið um ræktað land innan

    jarðanna, sumir bæir voru með illa ræktað land (eins og Ás og Marðanúpur) eða land í góðri

    rækt (eins og Grímstunga, Hvammur, Brúsastaðir, Þórormstunga, Forsæludalur og Haukagil)

    en ekki var getið til um aðra bæi. Minnst var mikið á tún, slægjur, engi og vallendi ásamt

    sumarhögum og vetrarbeit. Reikna má með að mest af landinu sé ekki sléttað af fólki miðað

    við hversu oft er minnst á að þau svæði sem eru heyjuð eða nýtt undir búpening sögð þýfð,

    ógreiðfær, í meðallagi, kostalétt, lítil, nærtæk eða langsótt.46 Á tímabilinu 1785-1852 er því

    hægt að reikna með þrátt fyrir litlar upplýsingar að lítið hafi verið um ræktað land og bændur

    heyjað eins og landið bauð upp á að hverju sinni. Á túnakortum frá um 1920 er skrifað neðst í

    hægra horn hversu margir hektarar voru ræktaðir og hversu margir fermetrar hver

    matjurtagarður var. Einnig er gefið upp hversu stór hluti af landi er sléttað, eins og 1/5 af

    landi svo dæmi sé tekið.47 Miðað við hversu margir hektarar eru í rækt þegar túnakortin eru

    gerð þá eru bændur líklegast að rækta til að gera bústörfin léttari og/eða fjölga búpeningi.

    Greinilegt er að minna hefur verið um ræktað land sem og sléttað land áður en túnakortin eru

    gerð 1918-1919 þar sem í jarðamati 1849 er lítið minnst á ræktað land og sléttað land.

    Bændur voru meira að nýta landið eins og það var heldur en að móta það eftir eigin þörfum.

    Það að hafa þurft að heyja í þýfi og bleytu gæti hafað kostað meiri tíma og mannskap til að

    geta náð góðum og miklum heyjum fyrir búpeninginn.

    Land var ekki einungis nýtanlegt fyrir beit og hey, bændur gætu hafa haft smá skika

    til að gera sér matjurtagarð til að geta drýgt matinn þegar hart var í ári en þá er spurning hvort

    44 ÞÍ. PA-sýslunefnd, Sýslumaðurinn á Blönduósi 45 Björn Bjarnason, Brandsstaðaannáll, bls. 21-181 46 Vef. Jarðavefur Þjóðskjalasafns Íslands, jardavefur.skjalasafn.is -> Fasteigna- og jarðamat -> Jarðamat 1849-

    50 Húnavatnssýsla 47 ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, II. skrifstofa, Túnakort

  • 26

    matjurtagarðar hafi verið í Vatnsdal á tímabilinu 1785-1852. Þar sem flestir bændur voru

    leiguliðar þá hafa fylgt einhverjar kvaðir sem þeir þurftu að sinna auk þess að borga leiguna.

    En hvers konar kvöðum þurftu bændur í Vatnsdal að sinna?48 Þegar hefur verið talað um líf

    fólks á fyrri tímum þá hefur oft verið talað um að fólk fari í ver, fóru Vatnsdælingar í ver?

    Áttu þeir kannski sína eigin báta? Matjurtarækt, kvaðir, bátaeign og frekari notkun lands

    verður skoðað til að sjá hvort landbúnaður hafi verið þróast eða staðna í Vatnsdal.

    4.1. Matjurtarækt í Vatnsdal

    Í búnaðarskýrslum þá er fyrst árið 1788 sem er merkt inn að einn bær hafi matjurtagarð. Það

    var bærinn Hvammur sem fyrstur hafði skráðan matjurtagarð á tímabilinu 1785-1852 en hann

    var 52 danskir faðmar. Ekki er vitað hvort matjurtagarður hafi verið í Hvammi árin 1803 og

    1814 þar sem ekkert er skráð fyrir bæi en svo hefur staðan á matjurtagörðum í Vatnsdal

    breyst árið 1847. Það ár voru 16 bæir af 38 með matjurtagarð og árið eftir voru 18 af 40

    heimilum með matjurtagarð. Matjurtagörðum fjölgaði áfram því 20 af 43 heimilum voru með

    matjurtagarð árið 1849. Árið 1850 var sami fjöldi matjurtagarða eða 44 heimili. 1851 var 21

    matjurtagarður en 41 heimili svo það var helmingur heimila með matjurtagarð, sá minnsti 8

    fm en sá stærsti 371 fm. Einnig voru menn farnir að slétta tún í litlum mæli en sjaldan eru

    tölur um það á tímabilinu.49

    Túnakort voru teiknuð af Vatnsdal á tímabilinu 1918-1919. Þar er hægt að sjá tún,

    vegi, hús og fleira. Það sem er einkennandi við alla bæi er að hafa fjós (helst með hlöðu), 1-2

    fjárhús og hesthús. Allir bæir nema 5 eru skráðir með matjurtagarð sem er mikil breyting eftir

    1852 miðað við það sem er hægt að lesa úr búnaðarskýrslum 1785-1852, það hefur verið

    betra fyrir bændur að hafa matjurtagarð heldur en ekki. Minnsti matjurtagarðurinn er 56 fm

    en sá stærsti er 1096 fm eða rúmlega hektari. 11 bæir eru skráðir með skemmu en

    Marðanúpur er sérstaklega skráður með rétt, sundlaug og myllu. Undirfell er einnig skráð

    með rétt en líka kirkju.50

    Minnsti matjurtagarðurinn árið 1851 var að stærð 1/7 af þeim sem var minnstur 1918-

    1919 en sá stærsti sama ár, 1/3 af þeim stærsta 1918-1919. Fyrir miðja 19. öld voru íbúar

    Vatnsdals því farnir að gera sér matjurtagarða og eftir því sem leið lengra á öldina og fram á

    20. öld þegar túnakortin voru gerð, stækkuðu matjurtagarðarnir. En á tímabilinu sem hér er til

    48 Saga Íslands IX. bindi, bls. 8 49 ÞÍ. PA-sýslunefnd, Sýslumaðurinn á Blönduósi 50 ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, II. skrifstofa, Túnakort

  • 27

    rannsóknar á fyrri hluta 19. aldar voru þeir að byrja að koma, en voru aðeins á tæplega

    helmingi bæja um 1850.

    Í rannsókn Jóhönnu Þ. Guðmundsdóttur á matjurtagörðum á 18. öld, kemur fram að í

    byrjun 18. aldar hafi verið lítið um matjurtagarða á Norðurlandi og eini matjurtagarðurinn

    sem skráður var í Húnavatnssýslum var á Þingeyrum þar sem fyrrnefndur Lauritz Gottrup

    bjó. Um miðja 18. öld skrifuðu þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ferðabók sína eftir að

    hafa farið um allt landið. Þá hafði görðum í Húnavatnssýslum lítillega fjölgað en tveir voru í

    Vatnsdal á bæjunum Marðanúpi og Ási. Í lok 18. aldarinnar voru 2,3% heimila í

    Húnavatnssýslum með matjurtagarða en nánast helmingur þeirra garða voru hjá prestum.

    Mikið meira var um matjurtagarða á Suðurlandi þá helst í Vestur-Skaftafellssýslu. Svo

    virðist sem að í Vestur-Skaftafellssýslu hafi garðar haldist í rækt þrátt fyrir að kæmu

    kuldaköst þar sem annars staðar á landinu hafi garðrækt leggjast af á tímabili þegar kuldaköst

    komu. Einnig var algengt að fræ til matjurtaræktar kæmu seinna á Norðurland heldur en

    Suðurland og líklegt að þegar fræ kæmu að bændur höfðu ekki tíma til að sinna garðrækt

    vegna annarra verka sem og að of langt væri liðið á sáningartímann. Það sem virtist halda

    mikið aftur af bændum að gera sér garð var óvissan um hversu lengi þeir myndu búa á

    jörðinni og þarf með ekki lagt í að gera garð.51

    Í búnaðarskýrslum er lítið getið um matjurtagarða í lok 18. aldar sem styður við það

    sem Jóhanna segir um Norðurlandið í heild en þegar fór að líða á 19. öldina er greinilegt að

    bændur hafi farið að gera sér garða eftir að stólsjarðirnar hafi verið seldar. Miðað við hvenær

    heimildir í búnaðarskýrslum segja að séu matjurtagarðar í Vatnsdal og hvenær stólsjarðir

    voru seldar. Matjurtagarðar voru hins vegar ekki það eina sem þeir hafa þurft að nýta sér

    þegar kemur að notkun lands, þeir þurftu að ná heyjum fyrir búpeninginn sem og hafa beit

    fyrir hann einhvern tíma úr ári. Matjurtagarðar hafa verið þáttur í framleiðslubreytingu í

    landbúnaðarsamfélagi vegna fólksfjölgunar. Þar sem fólki fjölgar meira sem nær dró 20. öld

    því stærri urðu garðarnir svo bændur hafa gert þá til að geta haft fleira fólk á bæjum sem og

    geta átt aukalega mat ef árferði yrði óhagstætt.

    51 Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, „Viðreisn garðræktar á síðari hluta 18.aldar. Viðbrögð og viðhorf almennings á Íslandi“, bls. 10-42

  • 28

    4.2. Bændur í Vatnsdal nota landið

    Í jarðamati sem var gert 1849 og hefur verið gert greint fyrir þá voru bændur að nýta sér

    allskonar land, bæði til að heyja og til að beita búpeningi. Það sem er oftast nefnt eru

    sumarhagar, vetrarbeit og bithagar til að setja þann búpening sem ekki þarf nauðsynlega að

    hafa heima við. Sá sem gerði matið minnist mjög oft á að betra sé að vera með selstöðu þegar

    beitilandið var langt í burtu eða illgreiðfært þangað vegna bratta eða foræðis. En það virðist

    sem bændur í Vatnsdal séu ekki að nota selstöðu þar sem einungis er bent á að selstaða

    búsmala væri góð til að hægt sé að nýta beitiland betur. Tún, engjar, valllendi og slægjur eru

    þau svæði sem bændur voru að heyja, þessi svæði voru misþurr og misgreiðfær. Einnig er

    nefnt að vegna grýtis, sands, flóa og mýra að lítið fáist af svæðunum vegna þess hve

    reitingslega grasið vex eða hversu greiðlega gekk að flytja hey heim að bæ. Þónokkrir bæir

    höfðu afrétt og þeir voru Þórormstunga, Forsæludalur, Grímstunga, Haukagil, Marðanúpur,

    Hnjúkur, Helgavatn, Gilsstaðir og Flaga. Flestir þessara bæja voru með 8 manns eða fleiri í

    heimili nema Flaga og Forsæludalur.52 Ábúendur á bæjunum Breiðabólstað og Miðhúsum

    vildu komast yfir meira land en þessir bæir eru með sameiginlegt beitiland en vildu eignast

    land fram að „Borðsteinum“ (örnefni). Ábúendur á Marðanúpi nýttu sér ekki sinn afrétt

    heldur leigja þeim bæ sem stóð næst honum. Í matinu eru til dæmi um að bændur á jörð nýti

    sér land annarrar jarðar, eins og bærinn Kot nýtir sér land Grímstungu sem er beint hinu

    megin við Vatnsdalsá. En hins vegar nýtir Grímstunga land sem tilheyrir Koti sem er norðar

    en það sem Kot nýtir sér af Grímstungulandi.53

    Bændur í Vatnsdal hafa nýtt sér það sem landið hafði upp á að bjóða. Nokkrir bæir

    höfðu afrétt sem þeir hafa getað nýtt til beitar og því getað nýtt meira jörðina. Sumir bændur

    vildu komast yfir meira land til að geta fjölgað búpening sínum eða geta nýtt landið betur.

    Það land sem fylgir jörðunum var misjafnt, sumstaðar var mikið um bleytu á meðan annars

    staðar var þurrt. Þó svo að landið hefi verið misjafnt gæti það ekki haft mikil áhrif á hvort

    aukning væri á eign bænda á búpeningi sem gæti hafa verið þegar leið á 19. öldina, en rýnt

    verður í búfjáreign í 5. kafla. Það þarf þá að skoða annað sem mögulega gat haft áhrif eins og

    kvaðir, hverjir áttu jarðirnar í Vatnsdal, veðurfar og búbætur.

    52 ÞÍ. PA-sýslunefnd, Sýslumaðurinn á Blönduósi 53 Vef. Jarðavefur Þjóðskjalasafns Íslands, jardavefur.skjalasafn.is -> Fasteigna- og jarðamat -> Jarðamat 1849-50, Húnavatnssýsla

  • 29

    4.3. Kvaðir, bátaeign og verferðir bænda í Vatnsdal

    Bændur sem voru leiguliðar þurftu sumir að sinna ákveðnum kvöðum sem stundum var hluti

    af því að greiða fyrir landnot á jörðunum sem þeir leigðu. Út frá því verður að spyrja, hvaða

    jarðir í Vatnsdal voru með kvaðir? Skipti eignarhald á jörðum máli í sambandi við hvort það

    væru kvaðir á þeim? Hverjar voru þær kvaðir sem voru á jörðum í Vatnsdal? Í Jarðabók frá

    um 1700 er tekið fram hvort jörð hafi einhverjar kvaðir og hverjar þær voru.

    Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín þá voru 13 jarðir í Vatnsdal

    með kvaðir. Þessar kvaðir voru dagsláttur og hestlán. Þessar jarðir voru Bjarnastaðir,

    Hjallaland, Helgavatn, Miðhús, Hvammur, Eyjólfsstaðir, Bakki, Saurbær, Ás, Brúsastaðir,

    Kornsá, Flaga og Breiðabólstaður. Bændur á Brúsastöðum áttu einnig að fæða einn

    verkamann ásamt dagslætti og hestláni. Allar þessar jarðir áttu það sameiginlegt að vera í

    eigu konungs. Konungur átti einnig 5 jarðir í viðbót við þessar jarðir, sem engar kvaðir voru

    á.

    Það voru 5 jarðir töldust vera Vatnsdalsjarðir, þær voru í eigu Þingeyraklausturs en

    Lauritz Gottrup leigði þær af klaustrinu sjálfu en Kristofer Heidemann sem þá var

    umboðsmaður stiftamtsmanns árið 1683. Kristofer lét Lauritz Gottrup einnig hafa

    Strandasýslujarðir og Þingeyraklaustur.54 Þær jarðir sem töldust sem Vatnsdalsjarðir voru

    Saurbær, Ás, Forsæludalur, Eyjólfsstaðir og Bakki.

    Alls voru 9 jarðir í einkaeign, þær voru Grundarkot, Marðanúpur, Guðrúnarstaðir,

    Hof, Kötlustaðir, Þórormstunga, Vaglir, Haukagil og Gilá. Ein kona átti 3 af þessum jörðum,

    ekkjan Sigríður Þorvarðsdóttir. Lögréttumaður Grímur Jónsson átti 2 jarðir, sýslumaður Ari

    Thorkelsson átti 1 jörð, Páll Vídalín átti sjálfur 1 jörð, 1 jörð átti Jón Jónsson og sr. Arnbjörn

    Jónsson átti 1 jörð. 6 jarðir voru eign Undirfells- eða Grímstungukirkju, þær voru

    Grímstunga, Undirfell, Kot, Kárdalstunga, Mársstaðir og Grímstungukot. Að lokum voru 2

    jarðir sem ekki eru með skráð eignarhald (Snæringsstaðir og Vatnsdalshólar). Engar af þeim

    jörðum sem voru í einkaeign eða í eigu Undirfells- eða Grímstungukirkju höfðu kvaðir í

    upphafi 18. aldar.55

    54 Gunnar Hannesson og Þóra Kristjánsdóttir, „Málverkið af Lauritz Gottrup“, bls. 7 55 Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók VIII. bindi, bls. 256-302

  • 30

    Árið 1787 kom fram í búnaðarskýrslum um kvaðir bæja og þá höfðu eingöngu 5 bæir

    kvaðir, Hvammur, Brúsastaðir, Kornsá, Gilstaðir og Flaga. Enginn dagsláttur var lengur

    heldur einungis hestlán á Skaga eða Skagalán eins og er skrifað í búnaðarskýrslunum, þar

    sem menn frá bæjum þurftu að fara út á Skaga í kaupstað fyrir kirkjuna.56

    Til samanburðar við kvaðir í öðrum landshluta þá voru í Árnessýslu hlutfall jarða með

    kvöðum mjög hátt miðað við landið í heild sinni og það hæsta miðað við landbúnaðarsýslur á

    18. öld. Kvöðum þar í sýslu fór fækkandi eftir því sem leið en meirihluti lögbýla sem

    Skálholtsstóll átti hafði kvaðir. Jarðir sem stóðu næst sjó voru með róðrarkvaðir sem og jarðir

    sem stóðu nálægt Skálholtsstól voru einnig með kvaðir.57

    Árni Daníel Júlíusson segir í grein sinni „Kvaðirnar kvaddar“ að ný félagsgerð hafi

    verið að koma upp á 19. öld. Nýsköpunartilraunir eins og Innréttingarnar, föst búseta

    kaupmanna og flutningur opinberra stofnana til Reykjavíkur hafi haft áhrif á hvernig búseta

    þróaðist á 19. öld. Bæjum í Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu fjölgaði en einnig voru margir

    sem settust að við sjóinn um allt land. Heimili við sjóinn fóru að mynda þorp vegna nálægðar

    sem líktist sveit. Því mörg heimili voru með húsdýr og matjurtagarða. Vegna félagslegra

    breytinga þá hafi upp úr 1700 kvaðir minnkað mjög mikið eða þær jafnvel lagst á sumum

    stöðum.58 Eins og fram kemur í búnaðarskýrslum um Vatnsdal þá hefur kvöðum fækkað

    mikið á seinni hluta 18. aldar, miðað við hversu margir bæir höfðu kvaðir þegar jarðabókin

    1703 var skrifuð. Hins vegar hefur þeim fækkað síðar í Árnessýslu miðað við það sem

    Arnfríður Inga Arnmundsdóttir fjallar um í sinni ritgerð. Margir bæir í Árnessýslu höfðu

    kvaðir á 18. öld en á sama tíma einungis 5 bæir í Vatnsdal.

    56 ÞÍ. PA-sýslunefnd, Sýslumaðurinn á Blönduósi 57 Arnfríður Inga Arnmundsdóttir, „...og þó tekinn sjötti hvör fiskur...“, bls. 29 58 Árni Daníel Júlíusson, „Kvaðirnar kvaddar“, bls 253-254

  • 31

    Eignarhald og kvaðir á jörðum í Vatnsdal um 1703

    Mynd 11: Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók VIII. Bindi, bls. 256 - 302

    Vatnsdalur féll undir Hólabiskupsstól og var hann töluvert langt frá Vatnsdal.

    Vatnsdalur liggur heldur ekki að sjó eins og margir bæir sem höfðu kvaðir í Árnessýslu. Hins

    vegar voru bæir eins og Brúsastaðir og Kornsá nálægt kirkjustað með kvaðir, en Forsæludalur

    og Kot voru einnig nálægt kirkjustað en ekki með neinar kvaðir og enginn þeirra var í

    einkaeign. Svo það virðist sem hafi ekki þótt þörf á að leggja kvaðir á bændur í Vatnsdal

    vegna fjarlægðar frá ýmsu sem kirkjur og embættismenn sóttust eftir til eigin hagnaðar, nema

    að fá menn til að fara á hesti út á Skaga. Ástæðan fyrir afhverju menn þurftu að fara á hesti út

    á Skaga var vegna þess að þar var Höfðakaupstaður, eini nálægi kaupstaðurinn fyrir

    Húnvetninga ef menn vildu kaupa vörur.

    Þó jarðir í Vatnsdal hafi haft lítið af kvöðum, þá þurfti að sinna ýmsum verkum og

    mismunandi voru þau voru eftir árstímum. Skúli Magnússon landfógeti tímasetur í sinni grein

    frá 1783 hvenær væri best að ákveðin verk séu unnin eftir árstíðum. Sláttur byrjaði um 12.

    júlí og stóð til 15. sept. Eftir það var að koma féi á hús eða fram til 16. okt. Eftir þann tíma

    var jörð oftast frosin og snjór mikill alls staðar og fram til 24. maí sem fór að hlána og

    bændur gátu stundað jarðyrkju og sinnt öðrum bústörfum eins og grasaferðum til 12. júlí.59

    59 Skúli Magnússon, „Sveitabóndi“, bls. 148

    Konungsjarðir Vatnsdalsjarðir Jarðir í einkaeigu Eign kirkna Ekki vitað

    Bjarnastaðir* Saurbær* Hof Grímstunga Snæringsstaðir

    Hnausar Ás* Gilá Undirfell Vatnsdalshólar

    Miðhús* Forsæludalur Guðrúnarstaðir Kot

    Breiðabólstaður* Eyjólfsstaðir* Kötlustaðir Kárdalstunga

    Hnjúkur Bakki* Marðanúpur Mársstaðir

    Helgavatn* Haukagil Grímstungukot

    Hjallaland* Grundarkot

    Hvammur* Þórormstunga

    Brúsastaðir* Vaglir

    Flaga*

    Gilsstaðir

    Dalkot *= kvaðir á jörð

    Kornsá*

  • 32

    Einnig var annað sem bætist við þegar þarf að huga að búi og það er vinnufólk. Eins og

    Bjarni Halldórsson sýslumaður hefur sagt að það hafi verið skortur á fólki. Margir

    einstaklingar höfðu gerst kaupafólk til að fá hærra kaup en hinn almenni vinnumaður eða

    vinnukona.60

    Annað sem var einnig hægt að stunda tímabundið var fiskveiði. Vatnsdalur er inni í

    landi svo langt var að sækja sjó, sem er annað en sumar jarðir sunnanlands bjuggu við. Þá

    þarf að kann hvort bændur í Vatnsdal ættu báta á tímabilinu 1785-1852? Ef svo er, hvernig

    báta? Hvar var líklegast að þeir sem ættu báta geymdu þá?

    Mjög sjaldgæft var að bændur í Vatnsdal ættu báta. Árið 1788 átti annar ábúandi á

    Mársstöðum 6 eða 4 manna bát, en ekki er skráð nákvæmlega hvort bátarnir hafi verið 6 eða

    4 manna bátar þar sem þeir eru settir í sama dálk. Sá maður hét Halldór Halldórsson en

    tveimur árum seinna var hann ekki búsettur lengur þar og þar með enginn bátur í Vatnsdal

    skráður fyrr en árið 1847. Þá átti bóndinn Jón Sigurðarson á Flögu 6 eða 4 manna bát. Þar var

    hann til 1850 en þá kom nýr ábúandi sem ekki átti bát. Árið 1851 var svo Jón Skúlason bóndi

    á Haukagili skráður með 6 eða 4 manna bát.61 Ekki var bátaeign Vatnsdælinga mikil en það

    merkir ekki það sama og þeir hafi ekki stundað sjóinn. Það sem þykir áhugavert er að því

    lengra sem leið á 19. öldina því innar í dalnum var báteigandi. Samkvæmt því sem Björn

    Bjarnason segir í Brandsstaðaannál þá hafi þeir sem áttu bát verið með þá á Hafnarbúðum,

    sem var nyrst úti á Skaga, en oftast voru það Skagastrandarmenn sem áttu bátana.62 Því miður

    hefur ekki verið nákvæmlega tekið saman fyrir Vatnsdal hver kaupir hvaða jörð en í

    Hólastifti keyptu 83 leiguliðar þær jarðir sem þeir bjuggu á en 63 keyptu 91 jörð sem þeir

    voru ekki búsettir á.63 64

    Dæmi um að fólk úr Vatnsdal hafi farið í ver kemur fram í bréfi Sveinbjarnar

    Þorlákssonar bónda á Gilá til Landsnefndarinnar árið 1771. Hann segir frá því að hann hafi

    farið í ver gangandi og 3 vikum síðar þegar hann kom heim var búið að bæta auka

    leigukúgildi á jörðina sem hann gat ekki séð um vegna bágrar stöðu sinnar.65 Bág staða hans

    er líklegasta útskýringin fyrir að hann hafi farið í ver.

    Bjarni Guðmarsson s