kyngervi og skólastarf

24
Kyngervi og skólastarf

Upload: keona

Post on 12-Jan-2016

60 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Kyngervi og skólastarf. Jafnréttisfræðsla - lagaskylda. 19. gr. laga um jafna stöðu kvenna og karla - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Kyngervi og skólastarf

Kyngervi og skólastarf

Page 2: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 2

Jafnréttisfræðsla - lagaskylda

19. gr. laga um jafna stöðu kvenna og karlaMenntun og skólastarf.

Á öllum skólastigum skal veita fræðslu um jafnréttismál, m.a. með því að leggja áherslu á að búa bæði kynin jafnt undir virka þátttöku í samfélaginu, fjölskyldulífi og atvinnulífi. Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skal leitast við að kynna bæði piltum og stúlkum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf. Gæta skal þess sérstaklega að kennslu- og námsgögn séu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað. Efla skal rannsóknir á stöðu kynjanna í íslensku samfélagi, jafnt fræðilegar grunnrannsóknir sem hagnýtar rannsóknir, og miðla niðurstöðum þeirra markvisst innan skólastarfsins og til fjölmiðla. Menntamálaráðuneytið skal fylgjast með þróun jafnréttismála í skóla- og uppeldisstarfi og að jafnréttis kynja sé gætt í íþrótta- og tómstundastarfi. Einnig skal ráðuneytið fylgjast með rannsóknum á sviði jafnréttismála, sbr. 4. mgr.

(Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla 2000 nr. 96 22. maí )

Page 3: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 3

Gagnleg hugtök fyrir kyngervi og skólastarf I Kyngervi (félagsleg mótun um hvað felst í að tilheyra ákveðnu

kyni)

Kyn vísar til líffræðilegs kyns en kyngervi er notað um þá menningarbundnu merkingu sem samfélagið leggur í hið líffræðilega kyn, það er væntingar um karlmennsku og kvenleika. Hvert samfélag hefur ákveðnar væntingar um hvað það felur í sér að vera karl eða kona, um verksvið og skyldur kynjanna og hvernig konur og karlar eiga að líta út og hegða sér. Kyngervi lærist í félagslegum samskiptum

Page 4: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 4

Gagnleg hugtök fyrir kyngervi og skólastarf II

Kynjun Getur þýtt ýmislegt en er einkum notað sem

mælikvarði á hugtök, viðmið og gildi sem á einhvern hátt eru kynbundin. Þjóðfélagið hefur kynjaðan mælikvarða á hvaða störf henta hvoru kyni um sig og gildismat þjóðfélagsins metur karlastörf hærra en kvennastörf.

Page 5: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 5

Gagnleg hugtök fyrir kyngervi og skólastarf III

Kvenleiki (staðalmyndir) Algengt er líta á kvenleikann sem

einhverskonar vöntun eða skort t.d. Freud sem skilgreinir kvenleika sem vöntun á lim. (Þorgerður Þorvaldsd, vísindavefurinn ).

Kvenleikinn er venjulega skilgreindur sem andstæða karlmennskunnar og nýtur minni virðingar en karlmennska, t.d. blíða, hlédrægni og umburðarlyndi.

Page 6: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 6

Gagnleg hugtök fyrir kyngervi og skólastarf IV

Karlmennska (staðalmyndir) Karlmennska og kvenleiki eru ekki fastar

óbreytanlegar stærðir. Karlmennska felur í sér kraft, t.d. þátttöku í

kraftmiklum leikjum og athöfnum. Dirfska og þor. Freud taldi kynhvöt karla vera birtingarmynd

lífskraftsins en að kynhvöt kvenna væri knúin áfram af löngun í getnaðarlim (Sæunn Kjartansdótti, 2004).

Page 7: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 7

Gagnleg hugtök fyrir kyngervi og skólastarf V

Kynímynd Algengara að tala um kynjaímyndir. En þær

vísa til ríkjandi gilda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera kona eða karl og hvernig kynin eiga að hegða sér.

Kynjaímyndir eru hvarvetna sýnilegar t.d. í fjölmiðlum, þar sem ,,eðlileg” kynhlutverk eru sett á svið.

Page 8: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 8

Gagnleg hugtök fyrir kyngervi og skólastarf VI

Eðlishyggja Kenning sem skýrir kynjamismun með því að

hann sé áskapaður og eðlislægur. Kynin séu andstæður sem búi yfir ólíkum tilfinningum og sálfræðilegum eiginleikum. Þetta eru ævafornar hugmyndir.

Page 9: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 9

Gagnleg hugtök fyrir kyngervi og skólastarf VII

Félagsleg mótunarhyggja Gerir ráð fyrir að kyngervi og kynhlutverk

mótist af menningu, samfélagslegum gildum og lífsstíl sem hópar í samfélagi tileinka sér.

Page 10: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 10

Gagnleg hugtök fyrir kyngervi og skólastarf VIII

Mótunarhyggja, byggð á félagslegum mótunarkenningum (e. social construction theory)

Gert ráð fyrir að kyngervi og kynhlutverk ráðist af menningu og samfélagslegum lífsstíl. Fyrirbæri eins og kynþættir, kyngervi og stétt séu félagslega mótaðir og háðir upplifunum fólks

Page 11: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 11

Gagnleg hugtök fyrir kyngervi og skólastarf IX

Veruháttur (e. habitus) Veruháttur er hugsanaformgerð. Veruháttur

mótast af félagslegri stöðu sérhvers einstaklings og mótar hvernig hann eða hún vinnur úr veruleikanum. Ef ég er kona þá læri ég að hegða mér sem slík, ef ég er barn þá læri ég að hegða mér sem slíkt, ef ég er í lágstétt þá læri ég að hegða mér í samræmi við það, o.s.frv.

Page 12: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 12

Erfðir og umhverfi Maðurinn er ekki hnútur á DNA streng. Við hugsum,

eygjum möguleika, lærum nýja færni og tökum ákvarðanir um líf okkar. Þrátt fyrir það höfum við meðferðis farangur fortíðarinnar sem er menning okkar þar sem ýmis hlutverk eru flokkuð sem viðeigandi fyrir annaðhvort kynið. Umhverfið hefur áhrif á taugaboð og hormónaflutning, jafnvel virkni genanna og þetta getur haft lúmsk áhrif á líffræðilega þætti og atferli á æviskeið hvers manns (Fisher,1999, bls.xix)

Page 13: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 13

Menningarsvið, veruháttur og menningarauður

MenningarsviðHugmyndirÍmyndirSmekkur, (stétt, trúEtnískur hópur (o.fl)

Menningarauður,Þekking, merking(merkingarbær heimur)Einstaklingsbundin hegðun, hugsun, áhugi, ákvarðanatakavrðingarsess o.fl

VeruhátturTengsl innri og ytri áhrifsþátta

Ómeðvituð leikni

Uppeldi mótar viðbrögð manneskju við aðstæðum. Það hefur í för með sér að fólk geymir í sér félagslegar athafnir sem verða að veruháttum. Veruháttur er m.a. hugtak yfir það sem maður telur að manni beri að gera, hverju manni geðjast að og hvernig maður öðlast skilning á sjálfum sér (Bourdieu,1997).

Smekkur- ómeðvituð leikni – áhugi-hegðun

Page 14: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 14

Kynjaveruháttur (íslensk leikskólabörn)

Útlit kynjannaKonur; eru síðhærðar, klæðast fallegum fötum, nota

glimmer og háhælaða skó, “Hún (prinsessan í Svanavatninu) var svo falleg að allir urðu ástfangnir af henni” (5 ára stelpa)

Karlar; fremur óljós mynd en þeir eru sterkir, eru í dökkbláum, fjólubláum, grænum og svörtum fötum. Góðu karlarnir og vondu karlarnir eru líkir. ,,Ég veit það ekki þeir eru í alveg eins fötum” ( 5 ára strákur) ,,kannski eru vondu karlarnir svartir í framan” (4 ára strákur)

Page 15: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 15

Kynjaveruháttur (íslensk leikskólabörn)

Athafnir kynjanna

Konur; elda, baka, gefa börnum að borða, vinna mikið, kaupa inn fyrir heimilið, dansa, fara í líkamsrækt, mála myndir, reyna að fá karla til að taka þátt í húsverkum.

Karlar , spila fótbolta, handbolta og körfubolta, fara út á hverjum degi, vinna, bjarga fólki, klifra í trjám og veggjum og leita að fjársjóðum.

Page 16: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 16

Drengjaorðræðan (sbr.Ingólfur Ásgeir Jóhannesson)

Ingólfur á við orðræðuna um: ,,að drengjum gangi sérstaklega illa í skólum,skólamenningin sé ekki

sniðin fyrir drengi, kvennamenning sé ríkjandi og fleira í þeim dúr” (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2004, Fléttur II bls. 218)

Rannsókn Ingólfs: Kennslukonum finnst stelpur vandvirkari, færari í ritun og eigi auðveldara með nákvæmnisvinnubrögð. Þær eru ekki nógu forvitnar til að fara út fyrir námsefnið, týna sér í vandvirkni og spyrja minna en drengir.

Vandinn með strákana er að þeim eru yfirleitt ekki falin verkefni heima fyrir, er ekki kennt að taka ábyrgð, hafa engin sérstök hlutverk. Þeir eru fríir og frjálsir og mamma gerir allt fyrir þá (kennslukona í viðtölum Ingólfs)

Page 17: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 17

Kynjamismunur í skólum I Frammistaða stráka og karlmennskan Strákar og stelpur eru jafnhá í efsta fjórðungi

einkunna en strákar fleiri í lægsta fjórðungnum. Ýmsar rannsóknir t.d. Whitelow o.fl. 2000 sýna að rekja má

lakari frammistöðu stráka til karlmennskuviðhorfa. T.d viðhorf um að vinna (nám) í skólum sé ókarlmannlegt. Strákar virðast einnig hafa háar og óraunhæfar hugmyndir um námsgetu sína (t.d. Pisa á Ísl. og Berglind Rós Magnúsdóttir)

Þrýstingur í félagahóp stráka og andúð á kvenleika virðist ýta undir að strákar leggja sig ekki fram í skóla

Page 18: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 18

Kynjamismunur í skólum II Frammistaða stelpna og kvenleiki

Hafa þarf í huga þjóðfélagsbreytingar og baráttu kvenna fyrir jöfnum aðgangi kynjanna að skólum.

Orðræðan einkennist af því að það sé vandamál að stelpur standi sig betur í skóla en strákar.

Litið er framhjá því að iðjusemi, vandvirkni o.fl. er forsenda árangurs í námi og lítið gert úr námsarangri stelpna þar sem hann er kenndur við vinnusemi, samviskusemi og dugnað

Page 19: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 19

Kynjamismunur í skólum III Hærri einkunnir stelpna voru einnig staðreynd meðan að

karlar voru í meiri hluta í kennarastétt (Berglind Rós Magnúsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, 2005, Þórdís Þórðardóttir 2005)

Meðaleinkunn drengja sem fá sérkennslu er hærri en

meðaleinkunn telpna sem fá hana (Berglind Rós Magnúsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, 2005)

Samkennsla í handavinnu hefur leitt til þess að hefðbundnar kvennahannyrðir eins og listprjón verða fremur útundan í skólastarfi (Berglind Rós Magnúsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, 2005)

Page 20: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 20

Kynjamismunur í skólum IV Fjöldi rannsókna sýnir að strákar fá meiri athygli en stelpur í

skólum Strákar eru skammaðir oftar en stelpur (t.d. ísl. rannsókn í

leikskóla Þórdís Þórðardóttir 1993) Strákar fá hrós fyrir að vera klárir en stelpur fá hrós fyrir

dugnað Erfiðara þykir að kenna strákum en stelpum (Berglind Rós

Magnúsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, 2005, Þórdís Þórðardóttir, 2005)

Strákar virðast koma ver undirbúnir í skóla og þeim virðist semja ver við kennara en stelpur (Berglind Rós Magnúsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, 2005)

Page 21: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 21

Kynjamismunur í skólum V Stéttamismunur er tengdur kynjamismuni Fyrirmyndarnemandinn er úr millistétt Lágstéttarbörn eru ósáttari í skólum en millistéttarbörn Lágstéttardrengir (Bretland, Ástralía) draga niður

meðaleinkunn drengja í skólum Hvað með landsbyggðarstrákana á Íslandi? Lítill munur er á

frammistöðu stelpna og stráka í stærðfræði í Reykjavík . Þar fá, stelpur ögn hærri einkunnir í stærðfræði en það er ekki tölfræðilega marktækur munur

Íslenskir strákar hafa almennt betra sjálfsöryggi og minni kvíða gagnvart stærðfræði en stelpur (Júlíus K. Björnsson o.fl. 2004)

Page 22: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 22

Valdatengsl kynjanna og formgerð skólanna

Valddreifingin sem blasir við börnum í skólaLíklega er skólastjórinn karl. Karlar kenna

fremur á unglingastigi en í yngri bekkjum. Kennsla karla tengist oftar fræðigreinum og kennsla kvenna umönnun t.d. í yngstu bekkjunum. Skólaliðar eru oftast konur og neðst í virðingarstiganum eru ræstingakonur af erlendu bergi brotnar.

Valdastiginn er báðum kynjum ljós

Page 23: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 23

Vinnubrögð kennara; eru þau kynjabundin eða persónubundin eða hvorutveggja

Flestir kennarar ( í rannsókn Ingólfs) telja að vinnubrögðin séu fremur persónubundin en kynjabundin

Viðhorf kennara virðast fremur tengd fagmennsku (sérfræðiþekkingu) en kyni þeirra

Kennslukonur ( í rannsókn Ingólfs) telja ekki að strákar þurfi endilega fleiri karla til að kenna sér en telja mikilvægt fyrir vinnustaðinn að jafna kynjahlutföllin í kennaraliðinu. Bæði stelpur og strákar þurfa kven- og karlfyrirmyndir

Page 24: Kyngervi og skólastarf

Þórdís Þórðardóttir 24

Áhugi íslenskra kennaranema á að bregðast við ólíkri stöðu kynja í skólum (nokkur dæmi úr könnun í KHÍ 2004,)

Vita hvaða áhrif staðalmyndir hafa á börn Sjá hvaða áhrif kyn hefur á börn Telja að leggja þurfi áherslu á kynjamál í skólastarfi Vilja fræðast um áhrif kynjaskiptra og

kynjablandaðra bekkja Vilja vita hvort það sé rétt að skólinn sé miðaðaur

við þarfir stelpna og að strákar fari halloka í skólum