Ákvörðun nr. 35/2015 samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan … · 2015-12-30 · 1...

12
1 Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar I. Erindi Íslandspósts ohf. Með bréfi, dags. 4. desember 2015, sendi Íslandspóstur ohf. (hér eftir ÍSP) inn erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar (hér eftir PFS) með kröfu um hækkun á gjaldskrá innan einkaréttar (0- 50 gr.). ÍSP fór fram á samþykki PFS á hækkun á þeim gjaldskrám sem tilheyra einkarétti sem hér segir: A: hækkar úr 159 kr. í 170 kr. B: hækkar úr 137 kr. í 155 kr. AM: hækkar úr 121 kr. í 125 kr. BM: hækkar úr 100 kr. í 110 kr. ÍSP áformaði að breytingin tæki gildi þann 1. janúar 2016 og reiknaði félagið með að tekjuauki yrði 281 millj. kr. á árinu 2016 næði hækkunin fram að ganga. Til stuðnings erindi fyrirtækisins um hækkun á gjaldskrá innan einkaréttar vísaði ÍSP í eftirfarandi gögn og skýringar: 1. Ársreikningur (samstæða) fyrir árið 2014. 2. Kostnaðarbókhald fyrir árið 2014. 3. Árshlutauppgjör (samstæða) fyrir janúar til september 2015. 4. Útkomuspá ársins (samstæða). Í skýringum með útkomuspá ársins sagði ÍSP að tekið hafi verið tillit til nýgerðra kjarasamninga, breytinga vegna fyrri verðhækkana ársins innan einkaréttar miðað við upphaflegu áætlunina og þess að ekki er gert ráð fyrir að kostnaðarlækkunar vegna fækkunar dreifingardaga gæti á árinu. 5. Umfjöllun Íslandspósts um helstu breytingar frá síðasta hækkunarerindi.

Upload: others

Post on 17-Jul-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan … · 2015-12-30 · 1 Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar

1

Ákvörðun nr. 35/2015

Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar

I.

Erindi Íslandspósts ohf.

Með bréfi, dags. 4. desember 2015, sendi Íslandspóstur ohf. (hér eftir ÍSP) inn erindi til Póst-

og fjarskiptastofnunar (hér eftir PFS) með kröfu um hækkun á gjaldskrá innan einkaréttar (0-

50 gr.). ÍSP fór fram á samþykki PFS á hækkun á þeim gjaldskrám sem tilheyra einkarétti sem

hér segir:

A: hækkar úr 159 kr. í 170 kr.

B: hækkar úr 137 kr. í 155 kr.

AM: hækkar úr 121 kr. í 125 kr.

BM: hækkar úr 100 kr. í 110 kr.

ÍSP áformaði að breytingin tæki gildi þann 1. janúar 2016 og reiknaði félagið með að tekjuauki

yrði 281 millj. kr. á árinu 2016 næði hækkunin fram að ganga.

Til stuðnings erindi fyrirtækisins um hækkun á gjaldskrá innan einkaréttar vísaði ÍSP í

eftirfarandi gögn og skýringar:

1. Ársreikningur (samstæða) fyrir árið 2014.

2. Kostnaðarbókhald fyrir árið 2014.

3. Árshlutauppgjör (samstæða) fyrir janúar til september 2015.

4. Útkomuspá ársins (samstæða).

Í skýringum með útkomuspá ársins sagði ÍSP að tekið hafi verið tillit til nýgerðra

kjarasamninga, breytinga vegna fyrri verðhækkana ársins innan einkaréttar miðað við

upphaflegu áætlunina og þess að ekki er gert ráð fyrir að kostnaðarlækkunar vegna fækkunar

dreifingardaga gæti á árinu.

5. Umfjöllun Íslandspósts um helstu breytingar frá síðasta hækkunarerindi.

Page 2: Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan … · 2015-12-30 · 1 Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar

2

Við gerð áætlana fyrir árið 2015 hafi verið gert ráð fyrir um 10% magnminnkun bréfa innan

einkaréttar. Þar sem af er ári er magnminnkun hins vegar um 7% og er gert ráð fyrir að það sé

niðurstaða ársins. Gert er ráð fyrir að magnminnkunin milli áranna 2015 og 2016 verði um 6%

og er gert ráð fyrir að magn innan einkaréttar verði um 24,7 millj. stk. á árinu 2016.

Gera má ráð fyrir að aukinn kostnaður vegna áhrifa kjarasamninga sem gerðir voru á árinu 2015

verði um 242 millj. kr. hærri á árinu 2016 miðað við árið 2015.

Þá er tiltekið að gert sé ráð fyrir kostnaðarlækkun að fjárhæð 125 millj. vegna fækkunar

dreifingardaga í sveitum en gert er ráð fyrir að breytt fyrirkomulag hafi að mestu náð fram að

ganga í apríl nk. Auk þess lagði ÍSP fram eftirfarandi gögn:

6. Sérgreindur rekstrarreikningur fyrir árið 2014.

7. Sérgreindur rekstrarreikningur fyrir útkomuspá ársins 2015.

8. Yfirlit yfir afkomu einstakra þjónustuflokka fyrir árið 2014.

9. Yfirlit yfir afkomu einstakra þjónustuflokka fyrir útkomuspá ársins 2015.

10. Yfirlit yfir magn og tekjur.

11. Spá um magn og tekjuþróun einkaréttar 2015 og 2016.

12. Hagræðing í rekstri við gerð áætlana fyrir 2016.

Við gerð rekstraráætlana fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir að hagræðing í rekstri og

kostnaðarlækkanir náist m.a. með aukinni dreifingu með rafhjólum, breytingum á samstarfi í

Bolungarvík, breytingum á fyrirkomulagi landpóstadreifingar á Suðurlandi og á flutningum í

kringum Húsavík. Jafnframt er gert ráð fyrir að hagræðingaraðgerðir sem innleiddar voru á

árinu 2015 skili sér að fullu í kostnaðarlækkunum á árinu 2016, s.s. vegna húsnæði

aðalskrifstofu, fækkunar dreifingarstöðva á höfuðborgarsvæðinu o.fl. Auk þess er gert ráð fyrir

kostnaðarlækkunum vegna fækkunar dreifingardaga í sveitum, sbr. lið nr. 5 hér að framan.

Sífellt er horft til möguleika til hagræðingaraðgerða og kostnaðarlækkana og gera má ráð fyrir

að einhver tækifæri skapist til þess á árinu 2016 auk þess sem hér er talið upp. En ljóst má vera

að hagræðingarmöguleikum innan þess þjónusturamma sem Íslandspóstur býr við fer fækkandi.

13. Hækkun tekna utan einkaréttar við gerð áætlana fyrir árið 2016.

Við gerð rekstraráætlana ársins 2016 er gert ráð fyrir að tekjur utan einkaréttar hækki að

meðaltali um [...]1 vegna verðbreytinga. Tekjuauki vegna magnaukningar og breytts

fyrirkomulags er að auki áætlaður að jafnaði um [...] en allt að [...] vegna smærri liða en gert er

ráð fyrir að heildartekjur ÍSP aukist um [...] milli áranna 2015 og 2016.

Í erindi ÍSP kom fram að gert sé ráð fyrir að tekjuauki á árinu 2016 verði um 281 millj. kr. nái

breytingar vegna erindis þessa fram að ganga. Gert sé ráð fyrir um 169 millj. kr. þurfi vegna

tekjutaps tengdu magnminnkun á árinu 2016, að um 137 millj. kr. séu vegna launabreytinga og

að um 25 millj. kr. kostnaðarlækkun vegna annarra liða. Eingöngu sé farið fram á

verðbreytingar sem stafa af tekjutapi tengdu magnminnkun og kostnaðarbreytinga og því ættu

önnur mál og óvissa tengd starfsumhverfi ÍSP ekki að hafa áhrif á niðurstöður PFS varðandi

erindi þetta.

ÍSP tók einnig fram að í ljósi þess að PFS hefur í fyrri ákvörðunum sínum tengdum erindum

Íslandspósts um verðbreytingar innan einkaréttar tekið þá afstöðu að verðbreytingar eigi ekki

að mæta þeim kostnaðarbreytingum sem þegar hafa orðið innan ársins þegar verðbreyting tekur

gildi og varða efni verðbreytingarinnar, þ.e. að tekjuaukningin nái ekki til þess kostnaðar sem

1 Fellt út vegna trúnaðar.

Page 3: Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan … · 2015-12-30 · 1 Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar

3

hækka þarf vegna og er þegar kominn fram þegar verðbreytingin tekur gildi, er nauðsynlegt að

stofnunin taki afstöðu til erindis þessa þannig að hægt sé að breyta verði strax í upphafi ársins

2016 í samræmi við áætlanir ársins. Þannig er ljóst að ekki er hægt að bíða með verðákvarðanir

innan einkaréttar þar til niðurstöður ársins 2015 liggja fyrir því þá væri ekki hægt að mæta

kostnaðar- og eða tekjubreytingum tengdum einkarétti í upphafi árs með verðbreytingum og

þeim hluta kostnaðarauka eða tekjutaps vegna magnminnkunar verður þá ekki mætt með

auknum tekjum. Slíkt fyrirkomulag gengur augljóslega ekki upp í rekstrarlegu tilliti.

II.

Málsmeðferð

1.

Beiðni um viðbótarupplýsingar

Með bréfi, dags 9. desember 2015 óskaði PFS eftir viðbótarupplýsingum frá ÍSP. Var það mat

stofnunarinnar að beiðni fyrirtækisins væri ekki studd nægjanlega greinargóðum gögnum

og/eða skýringum, til að PFS gæti afgreitt erindi ÍSP um hækkun núgildandi gjaldskrá innan

einkaréttar. Fór PFS því fram á að fyrirtækið sendi nánari upplýsingar til stofnunarinnar.

ÍSP sendi PFS svör þann 14. og 17. desember sl., en þar komu fram í samræmi við beiðni

stofnunarinnar:

Forsendur og útreikningar á áætluðum tekjuauka innan einkaréttar á árinu 2016.

Forsendur og útreikningar á tekjulækkun vegna magnminnkunar.

Forsendur og útreikningar á hækkun launaliðar einkaréttar.

Forsendur og útreikningar vegna kostnaðarlækkun.

Sérgreindur rekstrarreikningur; m.v. útkomuspá ársins 2015.

Sérgreindur rekstrarreikningur; m.v. áætlun ársins 2016.

Yfirlit yfir verðbreytingar í samkeppnisrekstri innan alþjónustu á árinu 2015.

Í svari ÍSP kom fram að fjárhæðir breytast frá upphaflegu erindi félagsins, dags. 4. desember

sl., þannig að tekjuauki á árinu 2016 verði um 259 millj. kr. nái hækkunin fram að ganga.

Tekjutap tengdu magnminnkun á árinu 2016 verði 171 millj. kr., hækkun launakostnaðar 138

millj. kr. og um 30 millj. kr. kostnaðarlækkun vegna annarra liða.

Jafnframt koma fram leiðrétting frá upphaflega erindinu vegna AM pósts, þ.e. er að AM

hækki úr 121 kr. í 130 kr. (í stað 112 kr. í 125 kr.).

Page 4: Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan … · 2015-12-30 · 1 Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar

4

III.

Forsendur og niðurstaða

1.

Almennt

Eins og fram kemur í kafla I sendi ÍSP inn erindi þann 4. desember sl. um 10% hækkun á

gjaldskrá innan einkaréttar sem byggði í megindráttum á forsendum um magnminnkun og

hækkun launakostnaðar.

Við yfirferð PFS á beiðnum ÍSP um hækkun á gjaldskrá fyrir einkarétt þá byggir PFS á

forsendum og niðurstöðum í ákvörðun sinni nr. 16/2012 og vísar þá sérstaklega til viðauka C

með ákvörðuninni. Jafnframt er byggt á ákvörðun PFS nr. 18/2013, um úttekt á bókhaldslegum

aðskilnaði og kostnaðarbókhaldi Íslandspósts. Fram kemur í ákvörðun PFS nr. 16/20122 að í

útreikningi á einingarverðum innan einkaréttar skuli ÍSP byggja á kostnaðarbókhaldi félagsins

hverju sinni. Byggja skuli á afkomu síðast liðins árs, en heimilt er að taka tillit til áætlunar um

magnþróun og fyrirsjáanlegra breytinga á kostnaði, s.s. vegna kjarasamninga.

Í ljósi þess að gjaldskrá fyrir alþjónustu, en einkaréttur fellur þar undir, skuli taka mið af

raunkostnaði við að veita þjónustuna, að viðbættum hæfilegum hagnaði, að þá telur PFS rétt að

rekja í stuttum máli hvernig regluverkið ætlast til að ÍSP geri grein fyrir kostnaðargrundvelli

gjaldskrár félagsins innan einkaréttar. Slíkt er grundvöllur fyrir því að PFS sé tækt að

samþykkja þær beiðnir sem félagið leggur fram um hækkun gjaldskrár innan einkaréttar, sbr.

6. mgr. 16. gr. laga um póstþjónustu. Eðli málsins samkvæmt að þá getur PFS ekki fallist á

beiðnir félagsins um hækkun, nema að tiltekin skilyrði hafi verið uppfyllt. Undirliggjandi er

það sjónarmið að gjaldskrá félagsins innan einkaréttar skal grundvallast á kostnaðarbókhaldi

félagsins.

Samkvæmt 18. gr. reglugerðar nr. 313/2005 um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í

rekstri póstrekenda bar póstrekendum að hefja færslu bókhaldsgagna í samræmi við ákvæði

reglugerðarinnar eigi síðar en hinn 1. janúar 2006.

Við ákvörðun gjaldskrár ÍSP innan einkaréttar er m.a. byggt á eftirfarandi forsendum:

Kostnaðarbókhaldi sem félagið færir, sbr. 18. gr. laga nr. 19/2012 um póstþjónustu og

reglugerð um bókhaldslega aðgreiningu nr. 313/2005, sbr. ákvörðun PFS nr. 18/2013

þar sem þessi skylda var útskýrð og útfærð með nákvæmum hætti.

Fjölda bréfa innan einkaréttar á hverjum tíma, sem og áætlana um magnþróun innan

einkaréttar.

Fyrirsjáanlegum breytingum á kostnaði, s.s. vegna kjarasamninga.

Eins og fram kemur í rökstuðningi ÍSP er krafa félagsins um hækkun á gjaldskrá einkaréttar

sem hér er til umfjöllunar er fyrst og fremst byggð á áætlun um magnminnkun á árinu 2016

ásamt hækkun launakostnaðar í samræmi við gildandi kjarasamninga.

PFS byggir afstöðu sína til kröfu ÍSP um hækkunar á gjaldskrá einkaréttar á þeim forsendum

sem fram koma í erindi félagsins.

2 Sjá einnig úrskurð úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála nr. 5/2012.

Page 5: Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan … · 2015-12-30 · 1 Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar

5

2.

Bókhaldslegur aðskilnaður og kostnaðarbókhald

Samkvæmt 3. tl. 18. gr. laga um póstþjónustu, nr. 19/2002, skal PFS tryggja að bókhald

rekstrarleyfishafa samræmist reglugerð nr. 313/2005 og skal það staðfest opinberlega.

Jafnframt kemur fram í 1. tl. sömu lagagreinar að:

„Rekstrarleyfishafar skulu í bókhaldi greina kostnað og tekjur vegna alþjónustu frá

annarri þjónustu. Rekstrarleyfishafi, sem falinn er einkaréttur ríkisins, sbr. 11. gr.,

skal í bókhaldi sínu aðgreina annars vegar tekjur og kostnað fyrir sérhverja tegund

þjónustu sem fellur undir einkaréttinn og hins vegar aðra alþjónustu. Póstrekendur

sem stunda einnig leyfisskylda starfsemi á öðru sviði skulu greina kostnað og tekjur

vegna póststarfsemi sinnar frá öðrum kostnaði og tekjum.“

Nánar er gerð grein fyrir kostnaðarbókhaldi og bókhaldslegum aðskilnaði ÍSP í ákvörðun PFS

nr. 18/2013 um bókhaldslegan aðskilnað og kostnaðarbókhald Íslandspósts.

Þegar PFS yfirfer beiðni ÍSP um hækkun á gjaldskrá fyrir einkarétt, nú eins og áður, byggir

stofnunin á forsendum sem m.a. komu fram í ákvörðun stofnunarinnar nr. 16/2012 og bendir

þá einkum á viðauka C með ákvörðuninni. Fram kom í ákvörðun PFS að í útreikningi á

einingarverðum innan einkaréttar skyldi ÍSP byggja á kostnaðarbókhaldi félagsins hverju sinni.

Byggja skyldi á afkomu síðast liðins árs, en heimilt væri að taka tillit til áætlunar um magnþróun

og fyrirsjáanlegra breytinga á kostnaði, s.s. vegna kjarasamninga.

Eins og fram kemur í ákvörðun PFS nr. 18/2013 „Úttekt á bókhaldslegum aðskilnaði og

kostnaðarbókhaldi Íslandspóst ohf.“ að þá taldi PFS að kostnaðarbókhald ÍSP byggði í

megindráttum á viðurkenndri aðferðarfræði í samræmi við ákvæði laga nr. 19/2002 um

póstþjónustu og reglugerð nr. 313/2005 um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri

póstrekenda.

PFS leitast við í ákvörðunum um hámarksverð að jafna tekjum á móti gjöldum hverju sinni. Í

því skyni er miðað við nýjustu raunupplýsingar um tekjur, kostnað, magn o.fl. ásamt áætlun

viðkomandi árs. Á sama tíma þarf að hafa í huga ákvæði póstlaga um að gjaldskrá skuli taka

mið af raunkostnaði hverju sinni ásamt hæfilegum hagnaði. Ákvarðanir PFS taka mið af þeim

upplýsingum og gæðum þeirra sem ÍSP leggur fram og ber ábyrgð á hverju sinni, svo og

tímasetningum umsókna.

Í ákvörðun PFS nr. 18/2013, kom m.a. fram að kostnaðarbókhald og bókhaldslegur aðskilnaður

ÍSP byggði í meginatriðum á viðurkenndri aðferðarfræði í samræmi við ákvæði 18. gr. laga nr.

19/2002 og reglugerð nr. 313/2005 um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri

póstrekanda. Framangreint var staðfest með sérstakri yfirlýsingu þann 30. júní 20153 þar sem

byggt var á ABC kostnaðarlíkani. Tók yfirlýsingin til kostnaðarbókhalds félagsins til ársins

2012. Samsvarandi yfirlýsing hefur hins vegar ekki verið gefin út af hálfu PFS varðandi hið

nýja LRAIC líkan félagsins, sem ÍSP lagði fram vegna kostnaðargreiningar og bókhaldslegs

aðskilnaðar fyrir árin 2013 og 2014, sem PFS hefur enn ekki samþykkt. Eitt af þeim málum

sem tengjast hinu nýja líkani er mat á hinni svokölluðu alþjónustubyrði sem hvílir á fyrirtækinu,

sbr. ákvörðun PFS nr. 17/2015, en það mál er nú til meðferðar hjá úrskurðarnefnd fjarskipta-

og póstmála.

3 https://www.pfs.is/um-pfs/frettir/frett/2015/06/30/Yfirlit-PFS-vegna-bokhaldslegs-adskilnadar-hja-Islandsposti/

Page 6: Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan … · 2015-12-30 · 1 Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar

6

Niðurstaða á bókhaldslegum aðskilnaði félagsins og samþykki PFS fyrir honum, sbr. 18. gr.

laga um póstþjónustu nr. 19/2012, sbr. 5. gr. reglugerðar um bókhaldslega aðgreiningu nr.

313/2005, mun leiða fram endanlega afkomu einkaréttar á þeim árum sem ekki hefur verið lokið

við úttekt á. Að mati PFS er vandkvæðum bundið að ljúka þessari ákvörðunartöku og þar með

endanlegu samþykki PFS á bókhaldslegum aðskilnaði ÍSP fyrr en úrskurðarnefnd fjarskipta- og

póstmála lýkur meðferð á kæru ÍSP á ákvörðun PFS nr. 17/2015.

Þrátt fyrir þetta telur PFS að rök standi til þess að nauðsynlegt sé að hækka gjaldskrá félagsins

innan einkaréttar, í samræmi við þá beiðni sem nú liggur fyrir. Er þá byggt á fyrirsjáanlegri

magnminnkun og hækkun launakostnaðar í samræmi við það sem fram kemur í fyrirliggjandi

erindi ÍSP, auk þess sem tekið er tillit til nettó lækkunar á öðrum rekstrarkostnaði einkaréttar.

3.

Magnþróun

Eins og fram kemur í erindi ÍSP þá áætlar félagið að magn ársins 2016 minnki í 24,7 milljón

bréf innan einkaréttar eða sem nemur um 1,6 milljónum bréfa frá árinu 2015, sem samsvarar

6% minnkun á magni á milli ára. Magnminnkun ársins 2015 nemur um 6% sem er í samræmi

við endurskoðaðar áætlanir um magnþróun, sbr. ákvörðun PFS nr. 27/2015.

Myndin hér að neðan sýnir hvernig þróunin hefur verið í fjölda bréfa innan einkaréttar frá árinu

2006, en magn ársins 2015 er byggt á útkomuspá ársins og 2016 byggir á áætlun ársins.

Mynd 1 - Fjöldi bréfa 0 - 50 gr., árin 2006 – 2016

Heimild: Íslandspóstur.

0

10.000.000

20.000.000

30.000.000

40.000.000

50.000.000

60.000.000

2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015útk. spá

2016áætlun

Page 7: Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan … · 2015-12-30 · 1 Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar

7

4.

Launakostnaður

Fram kemur í ársáætlun ÍSP fyrir árið 2016 að reiknað er með að launakostnaður einkaréttar

hækki um 138 millj. kr. á milli áranna 2015 og 2016 eða um 7%, en laun og launatengd gjöld

eru nálægt 70% af rekstrargjöldum einkaréttar. Hækkunin skýrist af 6,3% hækkun launataxta í

maí 2016 vegna gildandi kjarasamninga, auk þess sem áhrifa af hækkun kjarasamninga á árinu

2015 koma fram af fullum þunga á árinu 2016. Samkvæmt kjarasamningum er einnig gert ráð

fyrir hækkunum á launatöxtum á árunum 2017-2018.

5.

Annar rekstrarkostnaður

Gert er ráð fyrir að lækkun annars rekstrarkostnaðar innan einkaréttar nemi um 30 millj. kr. á

milli áranna 2015 og 2016. Ýmsir kostnaðarliðir hækka á milli áranna en á móti komi sparnaður

vegna hagræðingaraðgerða.

Þar vegur þyngst reglugerð nr. 868/2015 um breytingu á reglugerð um alþjónustu og

framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003 skapar tækifæri fyrir ÍSP að ná fram sparnaði í

landpóstadreifingu með fækkun útburðardaga. Með ákvörðun PFS nr. 34/2015 heimilaði

stofnunin ÍSP að breyta dreifingu pósts úr daglegum útburði í annan hvern dag í dreifbýli sem

dreift er til með landpóstum hjá 6.931 heimilum. Eftir breytinguna munu um 5% heimila

landsins ekki fá dreifingu alla virka daga. ÍSP áætlar að heildar sparnaður vegna þessara

breytinga nemi um 125 millj. kr. í heild á árinu 2016, þar af vegna einkaréttar um 90 millj. kr.

Gert er ráð fyrir að breytt fyrirkomulag útburðar í dreifbýli hafi að mestu náð fram að ganga í

apríl 2016.

Jafnframt eru væntingar um að ýmsar hagræðingaraðgerðir lækki annan rekstrarkostnað enn

frekar á árinu 2016, umfram það sem fram kemur hér að framan.

6.

Niðurstaða PFS um kröfu ÍSP um hækkun gjaldskrár innan einkaréttar

Í erindi sínu, dags. 4. desember sl. ásamt viðbótarupplýsingum og leiðréttingu, dags. 14. og 17.

desember sl., fór ÍSP fram á samþykki PFS fyrir eftirfarandi hækkunum á gjaldskrá einkaréttar

sem félagið áformaði að tækju gildi 1. janúar 2016:

A: hækkar úr 159 kr. í 170 kr.

B: hækkar úr 137 kr. í 155 kr.

AM: hækkar úr 121 kr. í 130 kr.

BM: hækkar úr 100 kr. í 110 kr.

Samtals nema framangreindar hækkanir tæplega 10% miðað við vegið meðaltal eða sem

samsvarar um 259 millj. kr. á ársgrundvelli að teknu tilliti til áætlaðar magnminnkunar á árinu

2016.

PFS byggir á þeim upplýsingum og forsendum sem koma fram í erindi ÍSP, auk frekari skýringa

og gagna sem stofnun hefur aflað samhliða yfirferð á erindi ÍSP. Jafnframt er litið til fyrri

Page 8: Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan … · 2015-12-30 · 1 Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar

8

ákvarðana PFS, sérstaklega ákvarðana nr. 2/2015 og 27/2015 um þróun helstu magn og

kostnaðarliða.

Eftirfarandi eru meginþættir sem PFS leggur til grundvallar við mat á erindi ÍSP um hækkun

gjaldskrár einkaréttar:

Þegar litið er á áætlun ÍSP um að magn ársins 2016 og raunþróunar á síðast liðnum árum

þá telur PFS að áætlun félagsins um 6% magnminnkun á árinu 2016 vera raunhæfa. Um

er að ræða 171 millj. kr. lækkun tekna m.v. óbreytta gjaldskrá.

Í samræmi við gildandi kjarasamninga hækkar launakostnaður almennt um 7% hjá ÍSP

á árinu 2016 frá fyrra ári. Reiknað er með því að launakostnaður einkaréttar hækki

samsvarandi eða sem nemur 138 millj. kr. á milli áranna 2015 og 2016.

Á móti vegur að gert er ráð fyrir að annar kostnaðar innan einkaréttar lækki um rúmlega

30 millj. kr. á árinu 2016 þegar tekið hefur verið tillit til fyrirhugaðra

hagræðingaraðgerða. Þar vegur þyngst áætlaður sparnaður vegna fækkunar

útburðardaga í sveitum.

Þegar ofangreindir liðir eru metnir heildstætt þá eru að mati PFS forsendur fyrir tæplega 10%

hækkun á gjaldskrá innan einkaréttar á árinu 2016, eins og ÍSP fer fram á.

7.

Samanburður gjaldskráa á Norðurlöndum4

Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga um póstþjónustu eiga gjöld fyrir alþjónustu að vera almenningi

viðráðanleg.

Tilefni er til þess að bera gjaldskrá ÍSP eftir framangreinda hækkun saman við sambærilegar

gjaldskrár á Norðurlöndunum, sem verða í gildi þann 1. janúar 2016.

Við samanburð á viðkomandi gjaldskrám þarf m.a. að hafa í huga að á Íslandi er

alþjónustuskylda um 5 daga útburð í viku eins og í Svíþjóð og Finnlandi, en skyldan er 6 dagar

í Noregi og Danmörku, sem leiðir til meiri dreifingarkostnaðar í viðkomandi löndum. Einnig

að innifalið í verðum í Svíþjóð og Noregi er 25% vsk., en enginn vsk. er lagður á 0-50 gr. póst

á Íslandi, í Danmörku og í Finnlandi.

Mynd 2 sýnir samanburð í krónum talið sem leiðir fram að ÍSP er næst dýrastur í verðlagningu

á A pósti, en dýrastur í B pósti á Norðurlöndum.

4 Í samanburðinum miðar PFS við ódýrasta þyngdarflokk sem neytendum stendur til boða, en um getur verið að

ræða 0-20 gr. eða 0-50 gr. í einstökum löndum. Einnig er horft til þess að um 90% af einkaréttarpósti á Íslandi var

undir 20 gr. áður en 0-20 gr. og 21-50 gr. þyngdarflokkarnir voru sameinaðir í einn 0-50 gr. flokk þann 1. mars

2010.

Page 9: Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan … · 2015-12-30 · 1 Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar

9

Mynd 2 – Norrænn verðsamanburður5

Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun.

Mynd 3 sýnir að ef gjaldskrá ÍSP er borin saman við sömu gjaldskrár miðað við jafnvirðisígildi,

kemur í ljós að fyrirtækið er næst dýrast hvað varðar verðlagningu á A póst og dýrast í B pósti.

Mynd 3 - Norrænn verðsamanburður í US m.v. jafnvirðisígildi (PPP)6

Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun/Teligen.

Eftir hækkun á gjaldskrá ÍSP þá sýnir framangreindur samanburður að verð fyrir bæði A og B

póst eru með þeim hæstu í samanburði við önnur norræn lönd hvort sem horft er til samanburðar

5 Miðað er við meðaltal miðgengis viðkomandi gjaldmiðla fyrir mánuðina september til nóvember 2015 skv.

Seðlabanka Íslands. 6 Jafnvirðisgildi (PPP), sýnir hve mikið þarf til að kaupa sama magn vöru og þjónustu í einstökum löndum.

106

156168 170

362

99

142

153 155 153

0

50

100

150

200

250

300

350

400

Svíþjóð Finnland Noregur Ísland Danmörk

Ve

rð í

kr.

A - póstur B - póstur

0,78

1,091,12 1,13

2,20

0,72

0,99 1,02 1,030,93

0,00

0,50

1,00

1,50

2,00

2,50

Svíþjóð Finnland Noregur Ísland Danmörk

USD

/PP

P

A - póstur B - póstur

Page 10: Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan … · 2015-12-30 · 1 Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar

10

sem byggir á jafnvirðisígildi eða krónutölum. Hafa verður þó í huga að litlu munar í

verðlagningu á milli Íslands, Noregs og Finnlands.

8.

Verðþróun 2004 - 2016

Á mynd 4 má sjá yfirlit yfir verðþróun bréfa innan einkaréttar á tímabilinu 2004 til og með 1.

janúar 2016.

Mynd 4 - Verðþróun bréfa í einkarétti 0-50 gr.7 2004-2016

Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun.

Ef litið er til verðþróunar á burðargjöldum á bréfum innan einkaréttar á tímabilinu frá 2007 til

2016, samanborið við vísitölu neysluverðs og vísitölu launa, sbr. mynd 5, þá kemur í ljós að

lengst af er hækkun burðargjalda í takt við hækkun á vísitölu launa og neysluverðsvísitölu, eða

allt til ársins 2010. Frá þeim tíma hefur ekki verið fylgni milli hækkunar bréfa og þróunar

verðlags þar sem verð bréfa hefur hækkað talsvert umfram hækkun framangreindra vísitalna,

en á árunum 2007 til 2015 hækkaði gjaldskrá A pósts um 161% og B pósts um 125%. (Hér

gætir m.a. áhrifa hinnar miklu magnminnkunar innan einkaréttar, en magnið minnkaði um 48%

á árunum 2007 til 2015).

7 Þar sem þyngdarflokkar fyrir 0-20 gr. og 0-50 gr. voru sameinaðir í einn flokk 0-50 gr., frá og með 1. mars 2010

er ekki um eiginlegt verð fyrir sameiginlegan flokk að ræða fyrr en eftir þann tíma. Verð fyrir 0-50 gr. fyrir árin

2003 - 2010 byggir því á útreikningi þar sem vegið meðaltal magn bréfa í sitt hvorum þyngdarflokknum er

margfaldað við verð á hverjum tíma.

45 kr. 50 kr.

55 kr. 60 kr.

70 kr. 55 kr. 60 kr.

65 kr. 70 kr.

80 kr. 75 kr.

90 kr.

97 kr.

120 kr.

130 kr.

145 kr.

153 kr. 159 kr.

170 kr.

103 kr.

112 kr.

125 kr.

132 kr. 137 kr.

155 kr.

- kr.

20 kr.

40 kr.

60 kr.

80 kr.

100 kr.

120 kr.

140 kr.

160 kr.

180 kr.

2004 1.apr..05 1.maí.06 1.feb..07 1.jan..08 1.mar..10 1.jún..11 1.okt..11 1.júl..12 1.jan..14 1.ágú..14 1.apr..15 1.okt..15 1.jan..16

0-20 g 21-50 g 0-50 g 0-50 g A-póstur 0-50 g B-póstur

Page 11: Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan … · 2015-12-30 · 1 Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar

11

Mynd 5 - Verðþróun bréfa í einkarétti 0-50 gr. m.v. vísitölu neysluverðs og launa 2007-2015

Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun.

9.

Niðurstaða

PFS samþykkir kröfu ÍSP sem fram kemur í erindi félagsins, dags. 4. desember 2015 ásamt

viðbótarupplýsingum, dags. 17. desember sl., um hækkunar á gjaldskrá innan einkaréttar á árinu

2016.

PFS telur nauðsynlegt að gripið verði til ráðstafana sem falið geta í sér hækkun gjaldskrár

og/eða hagræðingu í rekstri, til að mæta fyrirsjáanlegri magnminnkun, auknum launakostnaði

og öðrum kostnaði, en á móti er gert ráð fyrir hagræðingu vegna reglugerðarbreytingar um

alþjónustu muni koma fram á árinu 2016.

Með vísan til alls framangreinds, sbr. 6. mgr. 16. gr. laga um póstþjónustu nr. 19/2002, telur

PFS forsendur fyrir hækkun á gjaldskrá innan einkaréttar um allt að 10% miðað við vegið

meðaltal á grundvelli þeirra meginforsendna sem ÍSP lagði til grundvallar í erindi sínu. Gert er

ráð fyrir að tekjuauki fyrirtækisins vegna hækkunarinnar verði um 259 millj. kr. á ársgrundvelli

og á árinu 2016 miðað við áætlaða magn ársins 2016 og að hækkunin taki gildi 1. janúar nk.

PFS bendir á að hinar öru hækkanir undanfarin misseri á einkaréttarpósti geta haft neikvæð

áhrif á eftirspurn eftir viðkomandi þjónustu og hraðað magnminnkun með tilheyrandi

óhagkvæmni í rekstri félagsins.

Það er mat PFS að gjöld innan einkaréttar sem tekin eru fyrir póstþjónustu séu innan

viðráðanlegra marka hér á landi ef litið er til kaupmáttar og samanburðar við sambærilegar

gjaldskrár í öðrum norrænum löndum, sbr. áskilnað 16. gr. laga um póstþjónustu að gjöld fyrir

alþjónustu skuli vera almenningi viðráðanleg. Jafnframt er almenningi tryggt aðgengi að

þjónustunni.

PFS byggir samþykki sitt á framlögðum gögnum ÍSP og öðrum upplýsingum sem fyrirtækið

hefur lagt fram sem rökstuðning fyrir hækkun gjaldskrár innan einkaréttar, s.s. reikningsskilum

og sundurliðunum á einstökum tekju- og kostnaðarþáttum.

0%

20%

40%

60%

80%

100%

120%

140%

160%

180%

1.feb..07 1.jan..08 1.ágú..08 1.mar..10 1.jún..11 1.okt..11 1.júl..12 1.jan..14 1.ágú..14 1.apr..15 1.okt..15

Einkaréttur 0-50 gr. A póstur Einkaréttur 0-50 gr. B póstur Vísitala neysluverðs Vísitala launa

Page 12: Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan … · 2015-12-30 · 1 Ákvörðun nr. 35/2015 Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar

12

Á k v ö r ð u n a r o r ð

Með vísun til 6. mgr. 16. gr. laga um póstþjónustu nr. 19/2002 samþykkir Póst- og

fjarskiptastofnun erindi Íslandspósts ohf. um hækkun gjaldskrár innan einkaréttar, sbr.

erindi félagsins, dags. 4. desember 2015, eins og því var breytt með bréfi, dags. 17.

desember 2015.

Samkvæmt samþykktri beiðni Íslandspósts ohf. hækkar gjaldskrá félagsins innan

einkaréttar á eftirfarandi hátt:

A: hækkar úr 159 kr. 170 kr.

B: hækkar úr 137 kr. í 155 kr.

AM: hækkar úr 121 kr. í 130 kr.

BM: hækkar úr 100 kr. í 110 kr.

Ákvörðun þessi er kæranleg til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, sbr. 13. gr. laga

nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun. Kæran skal berast úrskurðarnefnd innan

fjögurra vikna frá því viðkomandi var kunnugt um ákvörðun Póst- og

fjarskiptastofnunar. Um kostnað vegna málskots fer samkvæmt 5. mgr. 13. gr. sömu laga,

auk þess sem greiða ber sérstakt málskotsgjald að upphæð kr. 150.000, skv. 6. gr.

reglugerðar nr. 36/2009 um úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála.

Reykjavík, 30. desember 2015

___________________________________

Hrafnkell V. Gíslason

___________________________________

Friðrik Pétursson