kr football mag 2009 europe

8
BLAÐIÐ EVRÓPUDEILDIN 2009 EVRÓPUDEILDIN •16. JÚLÍ 2009 • KR-VÖLLUR KR - FC LARISSA

Upload: media-group-ehf

Post on 12-Mar-2016

233 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

KR football mag 2009 Europe

TRANSCRIPT

Page 1: KR football mag 2009 Europe

BLAÐIÐEVRÓPUDEILDIN 2009

EVRÓPUDEILDIN •16. JÚLÍ 2009 • KR-VÖLLURKR - FC LARISSA

Page 2: KR football mag 2009 Europe

2

Geirsgötu 1, 101 ReykjavíkSími: 511 1888

Þú hringir og pöntunin er tilbúin þegar þú kemur!Tilboðin gilda einnig í veitingasal.

Fjölskyldutilboð2 stórir ostborgarar, 2 litlir ostborgarar

Stór skammtur af frönskum, 2 lítra gos & 2 kokteilsósur3.290 kr.

(bættu við stórum ostborgara - 690 kr.)(bættu við litlum ostborgara - 580 kr.)

Tilboð aldarinnar!!Stór ostborgari, franskar og gos

1.190 kr.

Matseðill

Kveðja Öddi og TommiOpið 11:30 – 21:00 alla daga.

HAPPY HAPPY!!!

Hard Rock Grísasamloka m/hrásalati 920 kr.Ost og skinku samloka 650 kr.Lítill franskar 350 kr.Stór franskar 650 kr.Búllu milkshake 550 kr

Stór Búlluborgari m/osti 750 kr.Lítill Búlluborgari m/osti 590 kr.Tvöfaldur ostborgari 890 kr.Grænmetisborgari (chillibaunabuff) 650 kr.Kokteil/Bernaise 110/190 kr.

Page 3: KR football mag 2009 Europe

3

Kæru KR-ingar!Það er draumur hvers knattspyrnumanns að spila Evrópuleiki. Það er einnig krydd í tilveru allra stuðningsmanna. Spennan í kringum dráttinn, hvort að menn detti í hinn gamalkunna lukkupott, fái stórlið eða “veikari” andstæðing gerir þátttökuna í Evrópukeppninni svo skemmtilega.

Evrópukeppnin er fyrst og fremst staðfesting á því að góður árangur hafi náðst og þetta árið njótum við góðs að því að hafa landað bikarmeistaratitilinum í fyrra. Það mun aldrei gleymast að fyrsta viðureign sigursælustu liða Íslands og Englands, frumraun tveggja fornfrægra “klúbba” í Evrópukeppninni var einmitt viðureign KR og Liverpool FC.

Við KR-ingar bjóðum velkomna í Frostaskjólið leikmenn og forráðamenn Larissa frá Grikklandi. Ég vonast eftir því að við sýnum þá gestrisni sem við KR-ingar stöndum fyrir en ætla mönnum það inná leikvellinum að strákarnir okkar sýni þeim þar í tvo heimana. Evrópukeppnin er og getur verið mikil og góð tekjulynd fyrir félagið okkar og góður árangur reynst dýrmætur. Það er ljóst að andstæðingur okkur, Larissa er ekki einungis

verðugur keppinautur heldur einnig mjög gott lið. Við KR-ingar ættum að mínu mati að geta nýtt okkur það að það er sumarfrí í grísku deildinni og leikmenn Larissa í raun nýbyrjaðir að æfa aftur eftir langt og strembið tímabil í heimalandinu. Öflugur stuðningur, skynsöm spilamennska og það að okkar menn láti finna vel fyrir sér getur fleytt okkur nær draumnum um frekara áframhald í keppnninni.

Góða skemmtun og munið.... Áfram KR.Kristinn KjærnestedFormaður knattspyrnudeildar KR

Dear friends from Larissa FC,On behalf of KR Reykjavik FC, I would like to welcome you to Iceland and KR. We do hope that you’ll enjoy your stay here and look forward to see you in Greece next week. It’s our wish that both clubs will play good football in the course of the two legs and may the better team qualify for the next round. Good luck and have a nice trip back home.

Best regards,Kristinn KjaernestedPresident of KR Reykjavik FC

ÁFRAM KR! Meðal efnis:Bls. 3 Áfram KR

Bls. 5 Logi Ólafsson

Bls. 6 Larissa FC

Bls. 7 Evrópusaga KR

Umsjón og ábyrgð:Útgefandi: Media Group ehfUmsjón: Guðmundur M. Ingvarsson Róbert Jóhannsson Snorri Sturluson Ljósmyndun: Media Group ehf Umbrot: Media Group ehfPrentun: Prentheimar ehf

410

40

00

| l

and

sban

kin

n.is

Kakan þín er komin í Einkabankann

Heimilisbókhaldið er í Einkabankanum þér að kostnaðarlausu. Kynntu þér málið á landsbankinn.is.

• Fyrsta sjálfvirka heimilisbókhaldið• Enginn innsláttur í Excel og engir útreikningar• Þú velur hvaða reikningar og kort mynda kökuritið• Færslurnar eru flokkaðar fyrir þig• Hægt er að endurnefna og endurflokka færslur

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

37

67

5N

BI

hf.

(L

an

ds

ba

nk

inn

), k

t. 4

710

08

-20

80

.

Einkabankinn | SJÁLFViRkT HEimiLiSbókHaLd

Page 4: KR football mag 2009 Europe

4

Skrúður / Radisson SAS Hótel Saga / Sími: 525 9900 / www.skrudur.is

Alvöru steikarstaður í næsta nágrenni

PIP

AR

• SÍA

• 90

43

6

Nýr steikarmatseðill

Yngsti fjölskyldumeðlimurinn borðar frítt af barnamatseðli og í brunch á sunnudögum. Öll börn fá íspinna og glaðning þegar þau koma á Skrúð.

Fyrir alla fjölskylduna

Meira á www.skrudur.is

Alvöru, sérvaldar steikur og steikarhamborgarar. Njóttu fullkominnar kvöldstundar í hverfinu þínu.

Skrúður á Hótel Sögu

Page 5: KR football mag 2009 Europe

5

Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir úrslitin í fyrri leiknum gegn gríska liðinu Larissa í forkeppni Evrópudeildar UEFA á heimavelli geta ráðið úrslitum í viðureign liðanna.

„Fyrirfram lítur þetta út fyrir að vera erfitt verkefni því gríska deildin er sterk og þetta lið varð í fjórða sæti. Að auki hafa þeir verið að styrkja sig mikið í sumar. Þetta verður erfitt verkefni fyrir okkur. Við þekkjum sterk grísk lið úr Meistaradeildinni sem standa sig vel,“ sagði Logi.

„Svo er annað sem er kannski verra fyrir okkur. Okkur gefst ekki kostur að fylgjast með þeim og sjá hvað þeir geta. Þeir eru að æfa, deildin er í fríi en það fylgja því bæði kostir og gallar. Gallarnir eru að við vitum ekkert um þá. Við vitum ekki hvaða leikstíl þeir nota, hvernig þeir spila og hverjir eru í hvaða stöðum. Á móti kemur að þeir eru ekki í þeirri leikæfingu sem þeir væru í ef tímabilið væri í gangi og við ættum kannski að geta nýtt okkur það. Með þeim leikur Stelios Giannakopoulos sem lék með Bolton og við vitum að í þessu liði eru góðir knattspyrnumenn.“

„Þeir hafa fylgst vel með okkur. Þeir sendu mann hingað sem sá okkur spila tvo leiki og

var mikið með Rúnari Kristins. Það var maður sem þjálfar hjá félaginu og er með UEFA pro þjálfara gráðu og þeir vita allt sem þarf að vita um okkur en við gátum lítið fengið upp úr honum. Hann lofaði að senda okkur spólu eftir góðar móttökur hér heima en hana höfum við ekki fengið. Við rennum blint í sjóinn en erum mjög spenntir og hlökkum mikið til verkefnisins og undirbúum okkur vel fyrir leikina.“

„Það er gríðarlega mikill fjárhagslegur ávinningur fyrir félagið að komast áfram og þó fyrirfram séum við ekki sigurstranglegri þá er alltaf möguleiki í fótbolta og í svona keppnum byggist árangurinn á því hversu góðum úrslitum þú nærð á heimavelli og ef við náum góðum úrslitum hér heima getur allt gerst.“

„Ég er með menn sem hafa ágætis reynslu og vilja sýna sig í þessari keppni. Það eru menn innan okkar vébanda sem hafa á einhvern hátt tekið þátt í keppnum gegn erlendum liðum, bæði gegn landsliðum og félagsliðum. Við göngum óhræddir til verkefnisins en gerum okkur grein fyrir að það getur verið getumunur á liðunum.“

Þurfum að sigra okkar leiki„Við erum súrir yfir þessum tapleikjum okkar. Við lékum vel gegn FH en töpuðum samt og vorum með góða stöðu lengi vel.

Við erum líka súrir yfir að hafa ekki sigrað Þrótt á heimavelli og svo sitja leikirnir gegn Fram og Val í okkur en þar fyrir utan höfum við leikið marga mjög góða fótboltaleiki og erum á réttri leið. Við höfum átt við það vandamál að stríða að stíga skrefið til fulls og klára leikina með sæmd og sóma þar sem við höfum yfirspilað mótherjann og skapað okkur fullt af færum. Við þyrftum að nýta þau betur,“ sagði Logi um gengið á tímabilinu til þessa.

„Við getum ekki gert annað en að reyna að vinna okkar leiki og getum ekki að því gert ef FH vinnur alla sína leiki. Við verðum að vinna þá þegar við mætum þeim og það liggur ekkert annað fyrir hjá okkur en að vinna þá leiki sem við leikum og það er stefnan.“

Flestir leikmenn KR verða klárir í slaginn gegn Larissa. „Mark Rutgers er enn tæpur. Hann meiddist á hálsi og spilar þannig stöðu að hann þarf að skalla boltann mikið og það kemur í ljós á leikdag með hann. Aðrir eru heilir að mestu fyrir utan að Atli Jóhannsson er smávægilega meiddur og Gunnar Kristjánsson líka. Svo vitum við ekki hvort okkur tekst að kæra Guðmund Reyni Gunnarsson inn á kjörskrá ef svo má að orði komast. Hann verður löglegur með okkur en hann var ekki í þeim hópi sem við tilkynntum til UEFA á sínum tíma, við eigum eftir að fá svör við því,“ sagði Logi að lokum.

Rennum blint í sjóinn

Page 6: KR football mag 2009 Europe

6

Knattspyrnufélagið Larissa, sem heitir réttu nafni AEL 1964, var stofnað árið 1964 undir nafninu Atlitiki Enosi Larissas 1964 (Íþróttabandalag Larissa) þegar fjögur minni félög í borginni Larissa og næsta nágrenni hennar voru sameinuð.

Félagið hefur alla tíð gengið undir nafninu Larissa og það vann sér fljótlega sæti í efstu deild í Grikklandi. Þar sigldi Larissa yfirleitt lygnan sjó, varð reyndar grískur bikarmeistari árið 1985 með því að leggja PAOK í úrslitaleik 4-1 og þremur árum síðar brutu Larissa-menn blað í sögu grískrar knattspyrnu. Larissa varð grískur meistari

og er fyrsta og eina liðið utan Aþenu sem hampað hefur gríska meistaratitlinum.

Þessum meistaratitli fylgdu hins vegar ansi hressilegir timburmenn. Liðið hreinlega hrundi, féll niður um deild og árið 2000 var Larissa dæmt niður í þriðju deild og lýst gjaldþrota. Árið 2003 var opinberu nafni félagsins breytt í AEL 1964, þar sem gamla félagið var gjaldþrota, félagið rataði aftur inn á gæfubrautina og endurheimti sæti sitt í efstu deild árið 2005. Þar hefur félaginu vegnað bærilega og árið 2007 vann Larissa gríska bikarinn öðru sinni, lagði þá stórveldið Panathinaikos nokkuð óvænt í úrslitaleik 2-1.

Þjálfari Larissas er Marinos Ouzounidis, fertugur fyrrverandi varnarjaxl sem m.a. lék með Panathinaikos, þar sem hann varð tvisvar grískur meistari, og Le Havre

í Frakklandi. Ouzounidis stýrði m.a. liði APOEL til meistaratignar á Kýpur áður en hann tók við Larissa fyrir rúmu ári.Larissa leikur heimaleiki sína á Alkazar-vellinum, sem var byggður árið 1964 og rúmar liðlega 13 þúsund áhorfendur. Félagið tekur nýjan völl, AEL Arena, í notkun síðar á þessu ári ef allt gengur eftir, en nýi völlurinn stendur í úthverfi Larissa og rúmar 16 þúsund áhorfendur.

Larissa FC

Page 7: KR football mag 2009 Europe

77

Sem sigursælasta lið Íslands eiga KR-ingar lengstri sögu að fagna í Evrópukeppnum af íslenskum félögum. Fyrsti Evrópuleikur þeirra var gegn enska stórliðinu Liverpool og var það jafnframt fyrsti Evrópuleikur Rauða hersins. Í ár eru fjörutíu og fimm ár liðin frá þessum fyrstu Evrópuleikjum félagsins og fagnar KR því vonandi með góðum árangri í Evrópudeildinni.

Tvisvar mætt liði frá LiverpoolSaga KR í Evrópukeppni hefst árið 1964 gegn Liverpool eins og áður segir í Evrópukeppni Meistaraliða og fór enska liðið með stórsigur af hólmi, 11-1 samanlagt. Næstu ár, eða allt fram til ársins 1969, lék KR í Evrópukeppnum en komst aldrei áfram úr fyrstu umferðinni sem þeir tóku þátt í. Sömu sögu var að

segja árin 1984, 1991 og 1993 þegar liðið lék í Evrópukeppni félagsliða, UEFA-bikarnum, en árið 1995 komst liðið loks úr fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa þar sem liðið sló út Grevenmacher frá Lúxemborg en í annarri umferðinni kom lið frá sömu borg og fyrsta liðið sem KR mætti í Evrópukeppni, það lið er jafnan bláklætt og heitir Everton.

Stórleikur á LaugardalsvelliÍ liði Everton á þessum árum voru leikmenn eins og Neville Southall, sem leit alltaf út fyrir að vera of gamall í starfið sitt, David Unsworth, Gary Ablett, Andy Hinchcliffe, Daniel Amokachi og Anders Limpar svo einhverjir séu nefndir. Fyrri leikur liðanna sem fram fór á Laugardalsvelli 14. september 1995 er sérlega eftirminnilegur en þar áttu KR-ingar mikla möguleika gegn þessu sterka enska liði. Staðan í hálfleik var jöfn 1-1 eftir að John Ebbrell hafði komið Everton yfir en Mihajlo Bibercic jafnað metin fyrir KR úr vítaspyrnu. Gestirnir fengu vítaspyrnu

í síðari hálfleik og kom David Unsworth þeim aftur yfir, en Bibercic svaraði fyrir KR með marki úr þriðju vítaspyrnu leiksins. Leikurinn var svo í járnum allt þar til Daniel Amokachi skoraði sigurmark þeirra bláklæddu tveimur mínútum fyrir leikslok. Everton vann svo leikinn á Goodison Park með þremur mörkum gegn einu.

Naum töpNæstu tvö tímabil komust KR-ingar í gegnum fyrstu umferðina en töpuðu í bæði skiptin naumlega fyrir andstæðingi sínum í annarri umferðinni, annars vegar AIK frá Svíþjóð og hins vegar OFI Kreta frá Grikklandi. Árið 1999 féll KR úr leik í fyrstu umferð U E F A - b i k a r s i n s eftir framlengingu

í síðari leik liðsins gegn Kilmarnock frá Skotlandi. Árið 2000 tók KR svo þátt í Meistaradeildinni í fyrsta sinn og komst þá framhjá Birkirkara í fyrstu umferð undankeppninnar en tapaði naumlega fyrir Bröndby í annarri umferðinni. Árin 2001, 2003 og 2004 féll svo KR alltaf fyrir andstæðingi sínum í fyrstu umferð forkeppninnar naumlega, tvisvar á útivallarmarki. KR lék síðast í Evrópukeppni árið 2007 þar sem andstæðingurinn var Häcken frá Svíþjóð og gerðu liðin 1-1 jafntefli í fyrri leiknum en Häcken fór með 1-0 sigur af hólmi í síðari leiknum.

Einstök Evrópusaga

Page 8: KR football mag 2009 Europe

8

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA -

12

03

- A

cta

vis

80

60

31

Íbúfen®– Bólgueyðandi og verkjastillandiNotkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- og nýrnasjúkdóm ætti ekki að nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki mælt með stærri skammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Júlí 2004.

Höfuð, herðar…