kosningablað mr 2015

39
KOSNINGAR MR 2015 #XMR2015

Upload: kjoerstjorn-menntaskolans-i-reykjavik

Post on 21-Jul-2016

257 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Hér má finna upplýsingar um frambjóðendur til embætta Skólafélagsins og Framtíðarinnar fyrir skólaárið 2015 - 2016. Kosningarnar fara fram föstudaginn 10. apríl.

TRANSCRIPT

Page 1: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 1

KOSNINGARMR

2015

#XMR2015

Page 2: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 20152

Kæri MR-ingur!

Hanna María Geirdal heiti ég og gef kost á mér í embætti inspector scholae fyrir skólaárið 2015-2016. Ástæðan fyrir því er einföld; ég elska félagslífið í MR og ég elska Skólafélagið. Það er fátt jafngefandi og að sjá afrakstur erfiðis síns og það er ótrúlegt hvað hægt er að keyra hluti áfram á jákvæðni. Ég hef brennandi áhuga á því að viðhalda þeirri staðreynd að félagslífið í MR er það fjölbreyttasta og öflugasta á landinu öllu.

ReynslaSíðasta árið hef ég gegnt embætti collegu og sem slík setið í stjórn Skólafélagsins. Á skólaárinu sem er að líða hef ég lært óendanlega margt og öðlast reynslu sem ég tel mig muna búa að fyrir lífstíð, auk

þess sem ég hef haft ótrúlega gaman af því í leiðinni. Áður hef ég setið í árshátíðarnefnd Skólafélagsins 2013, kynningarnefnd Herranætur 2014 og í Skrallfélagi Framtíðarinnar á vorönn 2014. Reyndar sat ég einnig í stjórn nemendafélags Réttarholtsskóla í tvö ár, 2009-2011, það seinna sem formaður þess. Ég er heimkominn skiptinemi (2012-2013) og fékkst við fræðarastörf með Jafningjafræðslu Hins Hússins síðasta sumar.

ViðburðirSkólafélagið stendur ár hvert fyrir fjöldanum öllum af stórglæsilegum viðburðum, en til dæmis má nefna BusaRAVE, Árshátíð Skólafélagsins, Orrinn, Jóladansleikinn, Söngkeppni Skólafélagsins og margt, margt

fleira. Nái ég kjöri verður mitt helsta verkefni að sjá til þess að þessir viðburðir og allt annað sem Skólafélagið stendur fyrir verði sem glæsilegast. Ég hyggst ná því markmiði með því að byrja undirbúning með miklum fyrirvara. Varðandi árshátíðina tel ég réttast að endurskoða skreytingar í cösukjallara. Mér finnst mikilvægara að leggja áherslu á skemmtilega viðburði heldur en að kaupa pappa og málningu. Það fer gríðarlega mikill peningur í Skreytó á hverju ári, en ég tel þeim pening betur varið t.d. í veglegri viðburði í Cösu. Það er auðvitað gaman að skreyta eitthvað, eins og í nýliðinni Nördaviku, og ég væri til í að halda að hluta til í hefðina með skreytingar en leggja meiri áherslu að gera Cösu þægilegri og heimilislegri, til dæmis kaupa púða og teppi. Þó má ekki gleyma að ef áhugi og vilji er á meðal nemenda til þess að skreyta Cösu áfram mun ég að sjálfsögðu opna mig fyrir því. Einnig vil ég endurskoða hugmyndina á bakvið opnun Cösu, ég er ekki mikill aðdáandi troðningsins sem myndast á þeim viðburði og mig langar til þess að leitast við að finna aðra lausn í samstarfi við Skólafélagsstjórn, nái ég kjöri.

UndirfélögÖll flóran er til af undirfélögum sem hvert fyrir sig leggur mikið upp úr fjölbreytni og að gera vel og það er gríðarlega mikilvægt að styðja við bakið á þeim. Til þess að það megi vera verður starf undirfélaganna að vera sterkt. Það sem þarf að gera er að negla niður allar undirfélagavikur um sumarið og hefja undirbúning og fjármögnun þeirra með góðum fyrirvara.

Inspector scholaeHanna María Geirdal, 5.U

Page 3: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 3

Hlutverk stjórnarinnar gagnvart undirfélögum er að hjálpa þeim af stað, styðja við bakið á þeim og skilgreina fyrir þeim hlutverk sitt ef einhver vandræði koma upp. Í sumar vil ég leggja línurnar fyrir komandi skólaár. Ég vil að Skólafélagsstjórn veiti undirfélögum mikið aðhald, verði dugleg að athuga stöðu og hjálpa þegar þess er óskað. Það er ekki bara stjórn Skólafélagsins sem þarf að leggja hart að sér yfir sumartímann, en mikilvægt er að undirfélögin vinni jafnt og þétt til þess að verða ekki á seinasta snúning þegar korter er í útgáfu eða framkvæmd viðburða. Mörg spennandi undirfélög hafa verið stofnuð í MR síðustu ár, en þar má helst nefna Aþenu, femínistafélag MR, og Catamitus, hinseginfélag MR. Þetta eru félög sem þarf að hlúa sérstaklega vel að í ljósi þess hve ný þau eru. Útgáfa SkólafélagsinsÚtgáfa blaða, bæklinga, tímarita og myndefnis frá Skólafélaginu á að vera til fyrirmyndar. Innihald útgáfuefnis skiptir miklu máli, en það er svo miklu meira gaman að eiga blöð þar sem áhersla hefur verið lögð á að skrifa skemmtilegar og áhugaverðar greinar. Við verðum líka að athuga að allt sem við sendum frá okkur hefur áhrif á ímynd okkar út á við og það sama á við um myndir úr félagslífinu og öll myndbönd. Þetta er það sem tilvonandi nýnemar eru að skoða þegar þeir velja sér framhaldsskóla og það er mikilvægt að þau fái ekki neikvæða eða ranga mynd af félagslífi skólans í gegnum óvandað kynningarefni. Til þess að ímynd okkar verði sem jákvæðust hyggst ég, eins og ég kom að í

undirfélagakaflanum, halda mjög vel utan um þau félög sem gefa frá sér efni.

Markaðs- og fjármálMarkaðssetning Skólafélagsins var góð á líðandi skólaári en það er alltaf hægt að gera betur. Það er nauðsynlegt að kynna okkar viðburði vel og vekja um þá umtal utan skólans til þess að auka aðsókn og bæta sölu, en að passa að gleyma ekki eigin nemendum þegar kemur að markaðssetningu. Varðandi fjármál tel ég réttast að gefa í. Þá meina ég að eyða peningum. Þetta hljómar eflaust frekar undarlega í eyrum margra þar sem sparnaður er eitthvað sem okkur er alltaf kennt að leggja áherslu á. Mín skoðun er sú að nemendafélög eiga ekki að koma út í gróða, þau eiga að koma út á núlli, eiga að taka allan peninginn sem safnast í nemendasjóð og nýta hann til þess að bæta félagslífið og aðstöðu nemenda í skólanum. Mér finnst að nemendafélög eigi að eyða peningunum í t.d. að gera flott kynningarmyndbönd fyrir viðburði, setja upp fallega og aðgengilega heimasíðu og prenta skólaskírteinin á plast því að ég tel það borga sig margfalt. Svo er það líka skemmtilegt! Varðandi skólaskírteinin langar mig að athuga hvort jarðvegur væri fyrir því hjá Framtíðarstjórn að gefa út sameiginleg skírteini. Sú staðreynd að um 20 nemendur hafi setið við tölvur og sent tölvupósta á sömu fyrirtækin að safna afsláttum síðasta sumar er eiginlega alveg fáránleg. Við ættum að besta þetta betur og nýta kraft nemenda í annað og meira en hringingar og tölvupóstsendingar.

SkólafélagssíðanHeimasíða nemendafélaganna var mikið á milli tanna MR-inga síðasta haust, enda kom hún mjög seint í loftið. Ég vil finna utanaðkomandi aðila, þ.e. ekki MR-ing, til þess að setja síðuna upp og endurbyggja hana frá grunni. Það yrði þá launað starf og viðkomandi gæti sett síðuna fallega upp, gert hana aðgengilega og lagt áherslu á að farsímasnið vefsíðunnar væri nothæft og þægilegt. Hann gæti einnig sinnt uppfærslu hennar samviskusamlega. Ég vil einnig setja saman teymi sem ynni að flokkun og skipulagninu glósa á heimasíðunni. Teymið myndi vinna yfir sumarið og markmiðið væri að klára fyrir skólasetningu. Allt þetta vil ég gera í miklu samstarfi við Framtíðarstjórn.

Þetta eru nokkur af þeim málum sem ég vil leggja áherslu á og þróa áfram með nýkjörinni stjórn, nái ég kjöri. Það eru auðvitað fullt af fleiri hugmyndum sem ég hef en þær verða að fá að bíða betri tíma.

Ég er jákvæð, lausnamiðuð, metnaðarfull og tel mig vel starfinu vaxin. Fái ég atkvæði þitt mun ég nýta mér reynslu mína og sýna virkilega hvað í mér býr. Til þess að ég fái tækifæri til að hrinda mínum hugmyndum í framkvæmd þá þarfnast ég atkvæðis þíns. Ég hvet þig, kæri kjósandi, til þess að kynna þér áherslumál mín og mótframbjóðanda míns til þess að taka upplýsta ákvörðun þegar þú sest í kjörklefa þann 10. apríl næstkomandi.

Kær kveðja,Hanna María Geirdal

Page 4: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 20154

Kæri MR-ingur.

Ég heiti Leifur Þorbjarnarson og býð mig fram til embættis inspector scholae fyrir skólaárið 2015-2016. Ég veit að það hljómar klisjukennt en ég hef brennandi áhuga á félagslífinu og það sést vel þegar litið er á árin mín í MR. Öll árin mín í MR hef ég tekið virkan þátt í félagslífinu. Í 3. bekk var ég í markaðsnefndum. Í 4. bekk var ég í ritstjórn Loka Laufeyjarsonar. Ég hef verið í MORFÍs-liði skólans undanfarin tvö ár og síðastliðið skólaár gegndi ég svo embætti gjaldkera Framtíðarinnar. Auk þess hef ég lagt mig fram við að mæta á sem flesta viðburði á vegum nemendafélaganna. Við MR-ingar búum að öflugara og fjölbreyttara félagslífi en nokkur annar framhaldsskóli

landsins og ég vil gera allt sem ég get til að gera það enn betra því slíkt gerist ekki að sjálfu sér. Sumarferðin, busaballið, árshátíðin, jólaballið, söngkeppnin og allt hitt. Allt krefst þetta skipulagningar og vinnu frá fólki sem hefur virkilegan áhuga á því sem það er að gera. Þetta er ástæðan fyrir því að ég býð mig fram. Ég hef áhugann og tel að ég hafi alla þá eiginleika sem eru nauðsynlegir til að standa mig vel í embætti inspectors. Að vera gjaldkeri í Framtíðarstjórn og hafa yfirráð yfir þeim miklu fjármunum sem því fylgdi var gríðarlega krefjandi verkefni en um leið ótrúlega skemmtileg, gefandi og lærdómsrík reynsla sem ég tel að muni nýtast einstaklega vel í embætti inspectors. Nú gætu einhverjir spurt sig, í ljósi liðins skólaárs, hvers vegna

Inspector scholaeLeifur Þorbjarnarson

ekki Framtíðin? Ástæðan er einföld. Ég vil halda áfram að taka beinan þátt í mótun félagslífsins en á sama tíma stíga út fyrir kassann og prófa eitthvað nýtt. Þess vegna býð ég mig fram til starfa innan Skólafélagsins. Þess vegna býð ég mig fram til embættis inspector scholae.

Böll

Eins og allir vita eru böllin stærstu og best sóttu viðburðir framhaldsskólanna. Því er afar mikilvægt að allt í kringum þau gangi smurt fyrir sig. BUSARAVE MR er stærsta og skemmtilegasta ball landsins. Undanfarin ár hefur það farið fram í Vodafone-höllinni – og hefur heppnast einstaklega vel. Ég vil halda áfram að þróa þá pælingu og lofa ykkur að ballið í haust verður geðveikt. ÁRSHÁTÍÐ Skólafélagsins vil ég halda með hefðbundnu sniði. Ég er fylgjandi því að Casa verði skreytt í tilefni árshátíðarinnar – en vil að nemendur ráði för í þeim efnum. Því væri ég til í að gera eins konar skoðanakönnun hvað þetta varðar meðal nemenda og fara eftir niðurstöðum hennar.JÓLABALLIÐ vil ég halda eins og áður, þ.e. að halda í skipulag síðustu ára. Ég vona að veðurguðirnir verði aðeins betri við okkur næsta vetur.Nái ég kjöri mun ég um leið bera það undir skólastjórnendur að fá að halda lokaball líkt og leyfi hefur fengist fyrir undanfarin ár og ég vil að það verði samstarfsverkefni milli Skólafélagsins og Framtíðarinnar. Lokaballið gerir það að verkum að nýjar stjórnir fá strax stórt verkefni sem þær geta unnið að saman og um leið fengið góð ráð frá fráfarandi stjórnum um hvernig best sé að framkvæma hlutina. Þetta finnst mér mikilvægt og kemur til með að hjálpa tilvonandi

Page 5: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 5

stjórnum við skipulagningu næsta skólaárs. Viðburðir

Aðra viðburði, t.d. Orrann, Söngkeppnina, Herranótt, femínistaviku, hinseginviku og alla hina vil ég að sjálfsögðu hafa sem glæsilegasta. Þarna skiptir dugnaður, elja og skipulag ásamt auknum og betri samskiptum við skipulagsnefndir þessara viðburða miklu máli. Í ár tókst mjög vel til. Orrinn var til fyrirmyndar, Söngkeppnin var glæsileg, Herranótt var framúrskarandi og femínista- og hinseginvikurnar heppnuðust vel. Lengi má gott bæta sem er nákvæmlega það sem ég hyggst gera. Bæði vil ég gefa í hvað varðar viðburði liðins skólaárs sem og að endurvekja gamla og góða viðburði eins og Skólafélagið vs. Framtíðin vikuna og fleira skemmtilegt.

Fjármál

Ég þekki það af eigin raun að fjárhagur nemendafélagsins skiptir öllu máli. Án fjármagns væri ekkert félagslíf og þess vegna er mjög mikilvægt að ráðstafa peningunum vel. Reynsla mín sem gjaldkeri Framtíðarinnar myndi hjálpa mikið til við skipulagningu fjármála og auðvelda quaestor til muna að ná tökum á embættinu. Ég vil setjast niður með nýkjörinni stjórn strax í sumar, setja saman skýra fjárhagsáætlun fyrir komandi skólaár og fylgja henni eftir. Gangi það eftir verður eftirleikurinn þægilegur og auðvelt að upplýsa félagsmenn um allt sem tengist rekstri félagsins. Þetta þykir mér mikilvægt. Gagnsæi í fjármálum Skólafélagsins á að vera sjálfsagður hlutur.

Markaðs- og útgáfumál

Markaðsmál félagsins eru eitthvað sem ég vil endurskoða frá grunni. Það er alveg ljóst að núverandi skipulag virkar ekki. Útgáfa á árinu hefði getað orðið mun öflugri og ég er sannfærður um að við getum gert betur. Aukin samskipti milli Skólafélagsstjórnar, ritstjórna og markaðsnefnda skiptir þar öllu máli. Það er hægt að gefa út tvö til þrjú vegleg eintök af MT á hvoru misseri og glæsilegan Skinfaxa án þess að fjárskortur verði vandamál. Ég hef séð þetta gert og vil að þetta verði gert aftur. Drifkraftur er lykilorð í þessari umræðu. Það þarf að hvetja markaðsnefndirnar áfram og styðja við bakið á þeim. Hjálpa til þegar illa gengur og hrósa þegar vel gengur. Inspector á ekki bara að fylgjast með. Hann á að taka virkan þátt. Ég lofa að það mun ég gera, nái ég kjöri.

Auglýsinga- og kynningarmál

Við nemendurnir búum til félagslífið. Án okkar er ekkert félagslíf. Þess vegna gefur auga leið að auglýsinga- og kynningarstarfsemi þarf að vera öflug. Það þurfa allir að vita hvenær eitthvað er að gerast. Því ef við mætum ekki, hver gerir það þá? En það er ekki bara mikilvægt að allir innan skólans séu meðvitaðir um hvað er að gerast heldur er líka mikilvægt að fólk utan hans geti fylgst með. Ímynd skólans út á við er gríðarlega mikilvæg. Sé ímyndin góð og umfjöllunin mikil mun það auðvelda hluti eins og sölu auglýsinga og annars slíks mikið. Ég sé fyrir mér að hægt sé að bæta kynningarstarfsemina mikið. Lengi hefur verið talað um að gera kynningarmyndband um MR. Þetta er eitthvað sem ég vil hrinda í framkvæmd. Auk þess má prenta út fleiri og flottari plaköt fyrir alls kyns viðburði. MR er fullur af flottu og hæfileikaríku fólki. Nýtum

hæfileika þessa fólks þegar kemur að uppsetningu og hönnun auglýsinga.

Cösukjallari

Stjórnirnar í vetur ræddu um að reyna að koma upp upplýsingaskjá, svipuðum þeim sem skólinn sjálfur er með, í Cösu. Hugmyndin var rædd en sett á ís vegna anna. Ég er spenntur fyrir þessari hugmynd og held að hún muni auðvelda marga hluti. Nái ég kjöri mun ég gera hvað ég get til að gera þetta að veruleika strax í sumar. Netið í Cösu hefur virkað vel í vetur, sem það gerði ekki undanfarin ár. Ég mun sjá til þess að það muni haldast í lagi.

Fulltrúi nemenda

Þegar öllu er á botninn hvolft er inspector í senn fulltrúi og umboðsmaður nemenda. Hann stendur vörð um hagsmuni þeirra og er málsvari þeirra gagnvart rektor og starfsfólki skólans. Ég heiti því að gera allt sem ég get til að gera lífið innan veggja menntaskólans sem einfaldast og skemmtilegast.

Að lokum

Nú hef ég kynnt ykkur nokkur helstu stefnumál mín fyrir komandi skólaár. Hugmyndirnar eru margar og ég vona að ég fái tækifærið til að framkvæma þær með öllu því frábæra fólki sem kemur að skipulagningu félagslífsins. Hafið þó í huga að ekkert af þessu er hægt án ykkar. Líkt og ég kom inn á hér áðan þá er félagslífið ekkert án nemendanna. Ég tel að ég geti leitt Skólafélagið áfram og vona að þið gerið það líka.

Njótið kosningavikunnar.

Ykkar,Leifur Þorbjarnarson

Page 6: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 20156

Scriba scholarisEgill Ástráðsson, 4.AKæru samnemendur

Fyrir næstum tveimur árum tók líf mitt skemmtilega beygju. Ég hætti við umsókn mína í Verzlunarskólann og kaus frekar að stunda nám hér í MR. Ég vona þó að kennararnir mínir reiðist ekki þegar ég segi að námið hefur ekki alltaf átt hug minn allan. Félagslífið í MR er mitt helsta áhugamál, það vita allir sem mig þekkja. Ég hef mikla ástríðu og mikinn metnað fyrir starfi Skólafélagsins og því gef ég kost á mér til embættis scribu scholaris á komandi skólaári.

Reynsla Það var í 10. bekk sem áhugi minn á félagsstörfum kviknaði. Það ár bauð ég mig fram til og sinnti embætti formanns nemendaráðs Hagaskóla, það var þar sem ég fékk fyrst reynslu af skipulagningu viðburða. Ég og góðir vinir gáfum svo út skólablaðið Doðrantinn. Það var afar dýrmæt reynsla, þá sérstaklega vegna þess að við fjármögnuðum blaðið með auglýsingum, sem á sínum tíma var mjög krefjandi og lærdómsríkt ferli sem hefur nýst mér vel.

Er í MR var komið hafði ég mikinn áhuga á því að taka þátt í félagslífinu. Ég var það lánsamur að verða fyrir valinu sem busi Skemmtinefndar.

Ég var því strax farinn að vinna náið með Skólafélagsstjórn. Í raun tel ég mig ekki hafa getað stigið meira gæfuspor en að sækjast eftir nefndarsetu í Skemmtinefnd þetta ár. Ég fékk lítinn sem engan afslátt á ábyrgð þrátt fyrir að vera busi og mikið svigrúm til þess að láta til mín taka í stórum verkefnum innan félagsins sem og að læra af færu og góðu fólki. Reynslan sem ég hlaut á þessu ári er eitthvað sem ég bý klárlega að í dag. Ég sóttist svo eftir áframhaldandi setu í nefndinni árið á eftir, en nú sem formaður. Ég hlaut brautargengi í þá stöðu ásamt félögum mínum í Humps. Við tók annað gífurlega lærdómsríkt ár, með enn meiri ábyrgð og nánari afskiptum af öllum helstu viðburðum Skólafélagsins. Mér þykir ég hafa leyst verkefnið vel úr hendi sl. ár en tel mig eiga nóg inni.

Framboðið mittEftir ansi margar klukkustundir á Amtmannsstíg og enn fleiri í Skólafélagstengdar hugsanir í eigin frítíma eru augljóslega fjölmargir hlutir sem mig langar að framkvæma. Að koma þeim fyrir í grein sem þessari væri ekki einungis erfitt heldur hrein refsing á moi og toi. Þó ætla ég að koma inn á nokkra hluti hér, en geyma aðra fyrir komandi stjórn en einnig mun

ég setja mikið af stefnumálum mínum fram í vikunni á einn eða annan máta. Þau munu vonandi ekki fara framhjá neinum. Einnig er ég með facebook síðu tileinkaða framboðinu en þar er auðvelt að finna t.d. bæklinginn minn, stefnumál, meðmæli og fleira góðgæti. Besta leiðin til að kynnast mér og mínum stefnumálum og gildum er þó vafalaust að spjalla við mig og vonandi næ ég að standa mig í því að gefa sem flestum tækifæri á því.

MorkinskinnaEitt af aðalverkefnum scribu er að hafa yfirumsjón með útgáfu Morkinskinnu, dagbók okkar MR-inga. Morkinskinna er eitt af þeim verkefnum scribu sem ég er hvað spenntastur fyrir. Að fá tækifæri til að móta eitthvað sem allir MR-ingar fá í hendurnar er mjög áhugavert og mikil ábyrgð. Ég stefni á að fá með mér í lið færan grafískan hönnuð og í samvinnu við Skólafélagsstjórn búa til fallega bók sem nýtist MR-ingum allt skólaárið. Ákjósanlegast þykir mér að ráða utanaðkomandi aðila til uppsetningar bókarinnar, enda er verkefnið gífurlega umfangsmikið og brýnt tilefni til þess að ráða fagaðila í verkið. Það er skýrt markmið mitt að fyrsta skóladag haustsins bíði ný, fallegri, gagnlegri Morkinskinna öllum MR-ingum.

Önnur verkefniSíðustu ár hefur Skólafélagið gefið í hvað varðar myndbanda- og auglýsingagerð. Það er bersýnilegt að þar er fjármunum vel varið enda stuðlar þetta bæði að aukinni stemningu innan skólans sem og góðri umfjöllun út á við. Þessu vil ég halda áfram enda hefur þetta gengið mjög vel, sérstaklega í tengslum við dansleiki, sem á síðasta ári gengu vel, þrátt fyrir misgott veður. Að vinna að þeim var mjög lærdómsríkt og hægt að læra af fjölmörgum mismunandi hlutum á hverjum þeirra. Skólafélagið á að gefa í hvað varðar framkvæmd þeirra og mikilvægt er að gera sífellt betur. Hættulegt er að gefa loforð um t.d. erlenda listamenn, en þó þykir mér tilefni til þess að taka það fram að Skólafélagið býr að góðum nemendasjóð í upphafi hvers árs sem er ekki ástæða til neins annars en að nýta til fulls. Erlendir listamenn á böll, sem og aðrar stærri fjárfestingar Skólafélagsins

Page 7: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 7

Scriba scholarisSnædís Sunna Thorlacius, 4.M

ættu ekki alltaf að vera svo fjarlægir draumar, sé haldið rétt á fjármálum félagsins.

Söngkeppnin var afar vegleg í ár en gífurleg sóknartækifæri eru fyrir hendi í framkvæmd hennar, t.d. með húsakost. Einnig vil ég gjörbreyta Skólafélagssíðunni en ég tel hana geta tekið sér betra og meira hlutverk en hún hefur nú. Ýmislegt í Skólafélaginu mætti einnig nútímavæða ennfremur og skulum við reyna að eyða sem minnstum tíma af næsta skólaári í röð fyrir utan Amtmannsstíg.

Léttleikinn í fyrirrúmiEn fyrst og fremst hef ég mestan áhuga á því að við MR-ingar höldum partýinu gangandi, höldum áfram að skemmta okkur. Ég vil hlúa að besta félagslífi landsins og

gera það enn betra. Ég átti ekki í neinum vandræðum með að ákveða það að bjóða mig fram til scribu scholaris. Ég hef gífurlega mikinn áhuga á embættinu og tel það henta hæfileikum mínum vel. Reynsla mín af starfi Skólafélagsins sl. tvö ár mun nýtast til fulls og er ég fullviss um að ég geti leyst þetta flókna og krefjandi starf vel. Þess vegna bið ég ykkur, kæru kjósendur, um að kynna ykkur framboð mitt og mótframbjóðenda minna vel og þá hef ég fulla trú á því að við munum að komast að sömu niðurstöðu föstudaginn næstkomandi.

Hlýjustu kveðjur,Egill Ástráðsson

Kæru samnemendur,

Ég heiti Snædís Sunna Thorlacius og er að bjóða mig fram í embætti scribu scholaris. Ég er í 4. M á náttúrufræðibraut I en í haust mun ég fara á náttúrufræðideild II. Ég vinn á kaffihúsinu Svarta Kaffið á Laugavegi og er að æfa fótbolta en mun hætta í öðru hvoru eða báðu verði ég kosin. Ég hef aldrei boðið mig fram í embætti áður en nú tel ég mig tilbúna til að taka á mig þá ábyrgð sem fylgir þessu spennandi en jafnframt krefjandi embætti og er loks í stöðu til þess að geta sinnt því af krafti. Helsta markmið mitt sem scriba scholaris er að gera nemendum skólans kleift að hafa meiri áhrif á viðburði félagslífsins. Ég vil að nemendur fái að kjósa um fleiri hluti sem snerta félagslífið og þannig stuðla að auknu lýðræði innan skólans.

Morkinskinna er sá hlutur sem enginn MR-ingur getur verið án og umfjöllun um hugmyndir mínar að umbótum á Morkinskinnu er að finna á facebook síðu minni, Snædís í scribu, og á skjalinu sem ég mun dreifa í hádeginu á miðvikudag og fimmtudag. Skólafélagsskírteinin og vefsíða Skólafélagsins og Framtíðarinnar hafa komið vel út síðustu ár. Þó mun ég tryggja að þau verði tilbúin sem allra fyrst og að glósubankinn verði með bættu sniði. Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á ljósmyndun og verður Sveinbjargarmyndatakan verkefni sem ég mun hafa mjög gaman af. Ég mun tryggja það að hún verði vel skipulögð og stílhrein. Einnig vil ég virkja ljósmyndafélagið og fá það með mér í lið til að gera umgjörð Sveinbjargarmyndatökunnar veglegri. Böll skólans eru ávallt skemmtileg en þó finnst mér að nemendur eigi að fá af og til að kjósa listamenn sem þeir vilja sjá á böllum. Þetta hefur verið gert áður og reynst vel. Einnig hef ég lent í því að þurfa að bíða í nokkra klukkutíma utandyra eftir því að fá miða fyrir vini mína á böll. Ég vil koma í veg fyrir að nemendur þurfi nokkurn tíma að lenda í því aftur því að það er að mínu mati einfaldlega ekki fólki sæmandi. Gott væri að bæta samstarf stjórnar og undirfélaga

og vil ég að þau hjálpist betur að við skipulagningu og kynningu viðburða. Verði ég kosin scriba mun ég strax í byrjun sumars negla niður helstu dagsetningar komandi skólaárs svo að viðburðir skarist ekki. Þegar ég hóf göngu mína í Menntaskólanum kom það mér í opna skjöldu að ekki var nein flokkun né endurvinnsla á sorpi. Þessu vil ég kippa í lag og koma fyrir sérstökum tunnum fyrir dósir, flöskur og pappír á fleiri stöðum í skólanum. Ég vil blása nýju lífi í Skólafélagsstjórn og stuðla að því að allir nemendur skólans geti haft samband við stjórnina og komið með hugmyndir að umbótum og tilbreytingum og auka þar með áhrif hins almenna nemanda. Til þess að gera þetta að veruleika er besta lausnin að koma fyrir hugmyndaboxi í Cösu eða hafa netkosningar. Ég vil að allir séu óhræddir við að hafa samband við mig í gegnum tölvupóstinn minn [email protected] eða þá bara á göngum skólans, í gegnum síma eða facebook. Embættið er stórt og mikið verkefni og tel ég mig algjörlega hæfa til þess að standa undir væntingum allra. Ég mun nýta alla mína krafta í þau störf sem fylgja embættinu og stuðla að því að Skólafélagsstjórn og jafnframt félagslíf skólans verði öflugra en nokkru sinni fyrr.

Snædís Sunna Thorlacius

Page 8: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 20158

Scriba scholarisJakob Birgisson, 3.AKæru samnemendur.Ég heiti Jakob Birgisson og gef kost á mér í embætti scriba scholaris fyrir skólaárið 2015-2016. Undanfarið hef ég fundið fyrir þónokkuð miklum þrýstingi frá vinum og samstarfsfélögum, ef svo má að orði komast, til að bjóða mig fram í umrætt embætti. Ég var augljóslega tregur til, vitandi hve mikil ábyrgð fylgir embættinu. Ástæðan fyrir því að ég sló til er sú að ég vil viðhalda, og betrumbæta, félagslíf Menntaskólans í Reykjavík og hlusta á raddir lýðsins.Ég held ég yrði góð scriba - ég er nefnilega skipulagssjúkur og glósa allt. Það væri afskaplega þægilegt fyrir Skólafélagsstjórn að hafa einn svona skipulagðan eins og mig, ég sé þetta alveg fyrir mér:Þarna sitjum við, Skólafélagsstjórnin, og ég held á stílabók með bic crystal penna í hönd og sjö yfirstrikunarpenna á borðinu; alla í mismunandi litum.

KurteisiÉg legg mikið upp úr kurteisi og vil smá samheldni í þennan skóla. Það var til dæmis gaur að baktala mig í Cösu um daginn, hvað er það eiginlega? respect your school mates bro. Ég vinn til dæmis vel í hóp og sýni viðleitni og kem til dyra eins og ég er klæddur. Ég er líka fáránlega hreinskilinn. Getum við sameinast um að þetta séu eiginleikar sem við viljum tileinka okkur í sameiningu?

Málefni sem Jakob scriba mun berjast fyrir Fyrir mér er samheldni númer eitt, tvö og þrjú þegar kemur að félagslífi Menntaskólans. Ég mun berjast fyrir auknum samskiptum á milli Skólafélagsstjórnar og nemenda skólans. Eitt af því sem ég mun gera til að koma því í verk er að ganga um með tvo gsm-síma. Annað númerið yrði tileinkað stjórnarmeðlimum, hitt tileinkað lýðnum. Með þessu fyrirkomulagi gæti ég komið mikilvægum fyrirspurnum, upplýsingum, tilskipunum o.s.frv. til Skólafélagsstjórnar.

Framkoma scribuMér finnst að scriba eigi að vera í skyrtu. Og líka vera með gel.

MEGAVIKA SCRIBUMér finnst að Skólafélagið eigi að halda fleiri Megavikur. Hér kem ég sterkur inn þar sem ég elska Megavikur. Mig langar til dæmis að vera með Megaviku Jakobs scribu í samstarfi við Domino’s. Svo vil ég líka fá Megamanninn í Cösu. Já kæru samnemendur, ég veit hvað þið eruð að hugsa. PEPP.

Forfallist inspector og ég verð inspectorFari svo að ég gegni embætti inspectors verður alltaf voðalega gaman. Ég mun alltaf halda veislu á Amtmannsstíg þegar ég gegni embætti inspectors. Það verður heitt á könnunni og bakkelsi á boðstólum. Einnig verður hægt að fá sjálfu með mér og hver veit nema sjálfustöng verði á staðnum.

Loforð mín eru eftirfarandifroðuballMR-appHot Chipnýárspartý, jafnvel flugeldasýning

FroðuballÉg, Jakob scriba, lofa froðuballi.

Jakob tekur Jakob scriba í hraðaspurningarnafn: jakob scribauppáhalds matur: ee semi chia grautur a morgnana, sussi i kvoldmatuppáhalds drykkur: aaaa get ekki akveðið, annaðhvort kaffi latte eða frappó ;Dáhugamál: mjög mikið en hér kemur top 5 áhugamál:1. crossfit - ketilbjöllurnar eru my little babies2. kaffitár3. rúnta með emil örn4. kringlan þegar það er kringlukast5. allt sem tengist félagslífinu - ég bókstaflega elska fólk

MorkinskinnaMorkinskinna er frábær harðspjalda dagbók. Persónulega þykir mér hún góð eins og hún er, en það má alltaf betrumbæta. Ég vil búa til dálk sem heitir „Glósuaðferðir scribu,” það slægi eflaust í gegn og létti ekki aðeins nemendum lífið heldur einnig kennurum; nemendur fengju betri einkunnir. Allir sigra, enginn tapar.

SveinbjörgTaki maður sig til og skoðar gamlar Sveinbjargarmyndir eru þær margar með, svo ég segi það hreint út, hroðalegum bakgrunni - því var þó kippt í lag í fyrra og mun ég viðhalda því. Ég vil að myndirnar verði teknar strax í byrjun skólaárs og komi inn á Skóló á viðunandi tíma. Einnig vil ég leggja bann á ömurlegar, svokallaðar, „flippmyndir“. Þær eru dæmi um hina íslensku meðvirkni; aðeins eyðsla á vorum dýrmæta tíma. Til viðbótar vil ég að fyrir aftan símanúmer standi (nova, call me!) sé viðkomandi í

Page 9: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 9

Scriba scholarisValtýr Örn Kjartansson, 4.Y

Nova.

SkólaskírteiniÉg mun sjá til þess að skólaskírteinin verði afhent nemendum í byrjun skólaárs, en ekki rétt fyrir jól.

Tapi ég þessum kosningumTapi ég þessum kosningum vil ég að minnsta kosti fá að vera meðlimur Skemmtinefndar eða Skrallfélagsins eða

bara í einhverri nefnd þar sem ég stjórna einhverju.

Já, kæru samnemendur, við erum sokkin djúpt í félagslífið… en ég vil sökkva dýpra!

Með kveðju,Jakob Birgisson

#jakobscriba

Kæri skólafélagi!

Ég heiti Valtýr Örn Kjartansson og hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti scribu scholaris.

Markmið: Öflugt og fjölbreytt félagslífHvers vegna býð ég mig fram? Jú, vegna þess að ég hef brennandi áhuga á að félagslífið í MR haldi áfram að vera eins öflugt og fjölbreytt og kostur er á, eins vil ég auðvelda MR-ingum lífið og þannig bæta skólasamfélagið okkar. Til þess þarf scribu sem annars vegar hefur hugmyndir og getur hrint þeim í framkvæmd, og hins vegar getur unnið sem hluti af skólastjórninni og hjálpað til við að halda hjólum félagslífins gangandi.

Reynsla: Félagsstörf, forritun og útvarpUndanfarin ár hef ég þvælt mér inn í allskonar störf, svo sem dagskrárgerð í Ríkisútvarpinu og forritunarvinnu fyrir fyrirtæki um allan bæ. Í

Hagaskóla var ég bæði í skólastjórn og nemendaráði, og í MR hef ég verið í stjórn Spilafélagsins og hef unnið ýmis störf fyrir bæði Skólafélagið og Framtíðina; meðal annars séð um vefsíðu félaganna, hannað nemendaskírteini Skólafélagsins og aðstoðað við gerð nokkurra skólablaða. Þannig má segja að ég hafi talsverða reynslu af mörgum þeim störfum sem skilgreind eru á verksviði scribu.

Loforð: Minni orð, meiri athafnir!Mér finnst ekkert svakalega kúl að lofa meiru í kosningabaráttu en maður getur staðið við. Á þann hátt er ég ólíkur mörgum... t.d. gamla MR-ingnum Sigmundi Davíð, en það er annað mál. Mín loforð og fyrirheit eru þessi:• MR-app; þar sem hver og einn getur séð stundatöfluna sína, tilkynningar um veika kennara og flett upp kontakt-upplýsingum um alla MR-inga.• Beint lýðræði; þegar kemur

að stórum ákvörðunum Skólafélagsins • Efla tengsl milli skóla; með fleiri sameiginlegum viðburðum.• Burt með biðraðir; með því að tölvuvæða miðasölu á skólaböll.• Gatara í hverja stofu; Skólafélagið gefur gatara í hverja einustu skólastofu.

Athafnir: Kosningaloforð uppfyllt fyrir kosningar?Til að undirstrika að ég er ekki aðeins maður orða heldur athafna þá hef ég nú þegar græjað fyrsta hluta MR-appsins og verður það vonandi orðið aðgengilegt bæði í App Store og í Google Play Store þegar þetta blað kemur út. Við getum sagt að hér sé á ferðinni fyrsta útgáfa MR-appsins, þar sem hægt er að sjá stundatöflu sína og upplýsingar um veika kennara. Gagnagrunnur með kontakt-upplýsingum MR-inga er aftur á móti í eigu Skólafélagsins, og sem scriba mun ég opna á þær upplýsingar svo Sveinbjörg verði í símanum þínum, eins og hún leggur sig. Hver veit nema að targetlista-fítus læðist með í haust og fleira skemmtilegt.

Mundu að kjósa!Til viðbótar við þetta langar mig að finna út úr ýmsu t.d. tölvuaðstöðu í Gamla skóla og opnu WiFi um allan skóla, en þess konar málum er ekki hægt að lofa því þau velta einnig á mörgum öðrum. Almennt er hægt að segja að markmið mitt sé að sinna hagsmunagæslu fyrir MR-inga, gera félagslífið skemmtilegra og lífið almennt þægilegra. Er hægt að fara fram á meira við eina scribu?

Kosningakveðjur,Valli

P.S. Sæktu MR-appið strax í dag með því að fara á: app.valtyr.isFjör og gleði. Yfir og út.

Page 10: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 201510

Quaestor scholarisAnton Emil Albertsson, 4.A “I work all night, I work all day, to pay the bills I have to pay.”

Já, þetta söng hljómsveitin ABBA á sínum tíma í laginu Money money money (uppáhaldslagið mitt) og ef allt gengur að óskum þá gætu þessar laglínur átt við um mig næsta vetur. Ástæðan er einföld: Ég ákvað fyrir nokkru síðan að bjóða mig fram í embætti questor scholaris enda hef ég nú þegar öðlast góða reynslu af því að taka þátt í félagsstarfinu í MR.

Í vetur var ég meðlimur í Skemmtinefnd Skólafélagsins og lærði ég heil ósköp á því. Nefndin starfaði náið með stjórninni og tók þátt í skipulagningu

allra viðburða Skólafélagsins. Eyddum við ófáum tímunum saman, við skipulagningu og undirbúning þessara viðburða. Nefndin sá einnig ein um stelpu- og strákakvöld. Við þetta lærði ég hvernig störf stjórnarinnar ganga fyrir sig og þessi reynsla varð til þess að ég hef fengið áhuga á frekari félagsstörfum. Mig langar að láta til mín taka á nýjum sviðum, þ.e. ef ég fæ atkvæði ykkar, nemendur góðir, í kosningunum framundan.

Þegar kemur að fjármálum öðlaðist ég góða grunnþekkingu í fjármálakennslu í Hagaskóla. Þar skyggndumst við inn í heimabanka kennarans og

lærðum helstu hluti þegar kemur að fjármálum einstaklinga. Ég tel mig því ekki renna blint í sjóinn með þá ákvörðun mína að bjóða mig fram í embætti questor scholaris. Ég tel mig vera mjög ábyrgan og traustan einstakling og ef ég tek mér eitthvað fyrir hendur þá klára ég málin af samviskusemi. Ég hef tamið mér góða skipulagningu og held ég að þessir kostir nýtist vel í embætti quaestors scholaris.

Ef ég næ kjöri er eitt og annað sem mig langar að bæta, þó ég telji að margt sé nú þegar mjög gott. Eitt af því er að bæta sýnileika skólans út á við. Það hefur komið í ljós að það skiptir ótrúlega miklu máli gagnvart þeim sem eru að velja menntaskóla enda mótast hugmyndir þeirra talsvert mikið af myndböndunum sem þau sjá frá viðkomandi skóla.

Að lokum langar mig að hvetja ykkur, samnemendur mína, til að gefa mér ykkar atkvæði í embætti questors scholaris. Ég lofa því að ef ég næ kjöri í embættið mun ég leggja mig allan fram til þess að gera góðan skóla, enn betri.

-Anton Emil Albertsson

Page 11: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 11

Ég. Ég er það orð sem flestar greinarnar hér hefjast á. Ég er einnig það hugtak sem flestar greinarnar fjalla um. Ég hef gert þetta og ég hef gert hitt. Ég vil gera þetta og ég vil gera hitt. Ég, ég, ég, ég og aftur ég.Er það ekki það sem félagslífið snýst um? Mig. Nei, það gerir það ekki. Félagslífið snýst nefnilega um þig, kæri lesandi, og aðra nemendur í þessum skóla. Nemendafélögin eru ekki byggð á stoðum embættismanna og framapotara heldur okkur öllum, MR-ingunum, samankomnum til þess að gera þessi æskuár okkar ógleymanleg.Nú er ég hef lagt tóninn fyrir þessa einræðu mína vil ég lista hér upp nokkrum stefnumálum mínum sem eiga að gera lífið skemmtilegra fyrir, já, þig.

1) Til þess að þessi ár verði sem eftirminnilegust þarf eitthvað að vera í gangi, alltaf. Helst hver vika skipuð einhverju undirfélagi eða nefnd og skipulögð samkvæmt þeirra stefnu, líkt og verið hefur. Margt hefur gengið mæta vel í ár svo sem mannréttindavikurnar sem hefur fjölgað og má styrkja enn betur.

2) Það er nauðsynlegt að öllum, og þá meina ég öllum, sé boðið á alla viðburði, t.d. vikurnar og tebó, á facebook. Það er

ekkert leiðinlegra en að sitja heima við sögulestur eða stærðfræðireikninga, nær bugaður af námsleiðanum, og komast svo að því í skólanum daginn eftir að það hafi verið bíókvöld í cösu. Það, kæri vinur, er ömurlegt. Ég tala af biturri reynslu.

3) Ég lofa, öllum þeim sem kjósa mig, meðvind allan Tjarnarhringinn í næsta hlaupaprófi.

4)Undirfélögunum má gera hærra undir höfuð, styrkja böndin og halda góðri samvinnu við þau.

5)Skoða má hvort tebó í hverri viku sé of oft. Önnur hver vika tryggir betri mætingu og þar með stemningu. Við erum hópverur.

6)Casa Cristi gæti orðið brilliant mini-vatnsrennibrautagarður.Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram í collegu, fyrir þig. Af því að ég, ásamt fjölmörgum öðrum(sjá facebook-síðu), tel mig geta auðgað þetta göfga nemendafélg, sem Skólafélagið er. En

ásamt þér, að sjálfsögðu. Til þess að við getum unnið saman að frábærum minningum og skemmtilegra lífi vil ég hvetja þig til þess að setja X-ið þitt á viturlegan stað. Sem sagt við Margréti. Því MARGRÉT ELSKAR MR & MARGRÉT ELSKAR ÞIG <3

Margrét Andrésdóttir, 4. Y

CollegaeMargrét Andrésdóttir

Page 12: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 201512

CollegaeVala Jóhannsdóttir Roff, 4.RKæru MR-ingar,

Ég, Vala Jóhannsdóttir Roff, hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis collegu fyrir skólaárið 2015-2016. Ástæða þess er sú að ég hef brennandi áhuga á félagsstörfum og vil fá að leggja mitt af mörkum á komandi skólaári. Ég get sagt með vissu að þessi tvö ár sem ég hef verið í MR hafa verið ein lærdómsríkustu og skemmtilegustu ár lífs míns og ég hef getað látið ýmislegt gott af mér leiða.

Þegar ég var í 3. bekk var ég í Markaðsnefnd Skólafélagsins,

ég sinnti því sem skyldi og hafði mjög gaman af. Nú á liðnu skólaári var ég í Bingó á haustönn, árshátíðarnefnd Skólafélagsins og einnig var ég kynnir á Söngkeppni Skólafélagsins og hjálpaði til við undirbúning hennar. Áhugi minn á félagsstörfum vaknaði þó löngu áður en ég byrjaði í MR. Ég var mikið inni í félagslífinu í grunnskóla og sat meðal annars í Ungmennaráði Miðborgar og Hlíða.

Sem collega langar mig að gera ýmislegt. Til að nefna nokkra tiltekna hluti þá legg ég fyrst til

að innan Skólafélagsins verði stofnað hagsmunaráð. Hlutverk þess yrði að standa vörð um hagsmuni nemenda skólans, meðal annars líta yfir próftöflur fyrir birtingu og fleira sem snýr að hagsmunum nemenda. Í hagsmunaráði myndu sitja fulltrúar nemenda úr hverjum árgangi.

Ég vil halda vel utan um allt útgefið efni undir nafni Skólafélagsins og leggja meira upp úr gæðum þess efnis sem gefið er út en magni þess. Quality over quantity eins og skáldið sagði.

En fyrst og fremst vil ég halda áfram á þeirri framfarabraut sem á er komið og vinna vel að því að bæta og stækka viðburði sem Skólafélagið stendur fyrir nú þegar.

Ég tel mig mjög hæfa til að gegna þessu embætti. Ég er jákvæð, góð í mannlegum samskiptum og hef mikinn metnað fyrir þessu starfi, en til þess að ég geti lagt mitt af mörkum bið ég þig, kæri samnemandi, um að treysta á mig og veita mér atkvæði þitt til embættis collegu.Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að gera veturinn 2015-2016 að þeim bjartasta hingað til.

Bestu kveðjur, Vala Jóhannsdóttir Roff

Kæru MR-ingar!

Ég heiti Þórður Ingi og hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti Collegu starfsárið 2015-2016. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á félagslífi og hef þess vegna reynt að taka sem mestan þátt í að móta það og gera það skemmtilegra fyrir mig og jafnaldra mína. Ég hef setið í hinum ýmsu nefndum og ráðum í gegnum tíðina en þar má nefna Nemendaráð Langholtsskóla, Ungmennaráð Samfés og Ungmennaráð Kringlumýrar. Síðan ég byrjaði í MR hef ég reynt að vera sem virkastur í félagslífinu enda er það ekkert nema skemmtilegt. Sem busi

CollegaeÞórður Ingi Oddgeirsson, 4.A

Page 13: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 13

var ég tekinn inn í Skrallfélag Framtíðarinnar og árið eftir var ég kosinn í félagið ásamt þremur yndislegum stúlkum. Ég hef kynnst starfsemi Framtíðarinnar mjög vel og skipulagt ýmsa viðburði og skemmtilegar vikur. Mig langar mikið að halda áfram að starfa í þágu MR-inga, kynnast betur

félagslífinu Skólafélagsmegin og fá þannig að upplifa allan fjölbreytileika félagslífins sem við höfum hér í MR. Mig langar að halda áfram því frábæra starfi sem hefur átt sér stað innan Skólafélagsins, reyna að virkja betur öll frábæru undirfélögin okkar, hafa betra samráð við nemendur

um val á tónlistarmönnum fyrir viðburði og ennfremur gera þetta frábæra félagslíf sem við höfum í MR enn betra. Ég vona að þið kæru MR-ingar treystið mér í þetta starf og setjið X við Þórð Inga í Collegu.

Ég Sigurður Bjartmar og ég ætla að og im going gefa kost á mér til collega…Mig hefur lengi langað að vera rektor. nú sigmar aron ómarso eina manneskjan hindrar mitt markmið. Eftirfarendi listi lýsir mínum hugarfari til Collegu / Rektor fullkomlega ;1.alltaf velkomið að koam inn á mína skrifstofu í spjall og kóladrykk

2.langar smá að hafa frítt dót cösu?

3.ég skal veðja á það að enginn sá að ég sleppti punkti númer 3

4.hafa allar byggingar mr alltaf opið 24/7 fyrir alla mr--inga

5.sameining framtíðar og skóló.? Nei? ég veit ekki? ætti ég að hafa þennan punkt hérna? af hverju ekki? sendið á [email protected]

Nú . þegar þig llangar að fara að kjósa. Hvern velurðu? Mig? Sigmar Nei. Þú velur mig. Hvern viltu í hádegishléum? Auðun Blöndal eða krakkinn sem vann island got talent í ár? Dans,krakkinn? Já hann vann og vill meira en meira koma í cösu ég verð collega /rektor. Hinir frambjóðendurnir vilja auðun blöndal NEI við AÐRA.! JÁ SIGURÐ BJARTMAR (er þetta góður-punktur?)

CollegaeSigurður Bjartmar Magnússon

Frábæru MR-ingar!

Ég heiti Hildur og hef ákveðið að bjóða mig fram í embætti Collegu.Ég hef brennandi áhuga og mikinn metnað fyrir því að leggja mitt af mörkum til þess að bæta enn frekar það frábæra starf sem fer fram innan Skólafélagsins.Á mínum tveimur árum í MR hef ég tekið virkan þátt í félagsstarfi skólans og séð hvernig tekist hefur til með skipulagningu viðburða út frá sjónarhorni hins almenna nemanda. Nái ég kjöri vil ég virkja enn fleiri nemendur og auðvelda þeim sem

hafa áhuga að taka þátt í starfi Skólafélagsins. Ég vil heyra frá nemendum hvað þeim finnst að þurfi að breyta og bæta, til dæmis með því að hafa hugmyndakassa í Cösu og nýta samskiptamiðla eins og Facebook. Einnig er hægt að gefa nemendum kost á að hafa áhrif á skipulagningu viðburða, til dæmis með því að byggja val á tónlistamönnum og staðsetningu dansleikja á rafrænum könnunum þar sem allir nemendur geta sagt sína skoðun. Það fyrirkomulag sem hefur verið á utanskólamiðasölu þarf að laga. Það að bíða fyrir utan Amtmannsstíg í brjáluðu

CollegaeHildur Sveinsdóttir

Page 14: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 201514veðri og frosti í lengri tíma er fyrir neðan allar hellur og gengur ekki lengur. Bílastæðamál er einnig eitthvað sem nauðsynlegt er að bæta. Í ár fannst mér takast vel til með margar af þemavikunum sem voru haldnar, eins og til dæmis hinsegin-, kvenréttinda- og nördavikuna. Á næsta ári væri gaman að hafa fleiri slíkar þemavikur fyrir áramót, með hjálp undirfélaga og allra nemenda sem hefðu áhuga á að taka þátt. Kæri MR-ingur, settu X við Hildur í Collegu og ég mun gera allt til að gera félagslífið innan skólans enn betra á næsta ári.

Inspector instrumentorumSigurbjörn MarkússonHver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri? Bjössi á tækjabílnum?Skólaráðsfulltrúi

Aðalbjörg Egilsdóttir

Kæru MR-ingar

Því að vera skólaráðsfulltrúi fylgir mikil ábyrgð. Mæta þarf á fundi einu sinni í viku með skólastjórnendum, kennurum og inspector scholae, passa upp á að fólk fái leyfin sem það á skilið, beita sér fyrir réttindum nemenda o.fl. Mig hefur alltaf langað að prófa þetta en ekki lagt í það fyrr en nú. Ég hef reynslu af því að starfa með skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans og sitja fundi með þeim. Við Yngvi erum líka bara ágætir vinir. Ég ber hag nemenda og skólans fyrir brjósti og tel því að ég geti verið góður og hæfur fulltrúi nemenda í skólaráði.xoxo

-Aðalbjörg Egilsdóttir SkólaráðsfulltrúiSólon Guðmundsson

Starf skólaráðsfulltrúa snýst að miklu leyti um að sinna málefnum nemenda, nokkuð sem ég hef haft áhuga á lengi. Hingað til hef ég helst sinnt þessu sem bekkjarráðsmaður til tveggja ára sem og gjaldkeri bekkjarráðanna í fyrra og í ár. Ég vona því kjósandi góður að þú sjáir þér fært að treysta mér fyrir starfi skólaráðsfulltrúa veturinn 2015-2016 og veita mér þitt atkvæði !

SkólaráðsfulltrúiIndía Bríet BöðvarsdóttirÉg hef mikinn áhuga á að verða kosin tengiliður milli nemenda og stjórnar skólans varðandi málefni, ferðalög og margt annað sem tengist skólastarfinu, bæði vegna náms eða annarra viðburða tengdum skólanum. Ég tel mig vera skipulagða og ábyrga og því tilbúna til þess að takast á við þessi vandasömu verkefni.

Bestu kveðjur og von um þitt atkvæði,

India Bríet Böðvarsdóttir, 4. U

Page 15: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 15

Inspector platearumSigurbjörn Markússon

Ég lofa að hringja bjöllunni alltaf á réttum tíma.

Inspector platearumNatalia Lopez

Þar sem ég verð líklegast í 6. bekk á næsta ári og er ALLTAF á réttum tíma hef ég ákveðið að bjóða mig fram í Inspector platearum. Á næsta ári þurfið þið ekki að vera hrædd um að bjallan hringi ekki út meðan þið eruð í efnafræði hjá Má eða að hún hringi ekki inn svo þið verðið sein til Lindu Rósar og hún hleypir ykkur ekki inn.

Inspector platearumMarín Elvarsdóttir

Hver kannast ekki við það að bjallan hringir ekki þegar tíminn á að vera búinn og kennarinn heldur ykkur út allar frímínúturnar og þið fáið ekki 5 mínúturnar sem við þurfum öll á að halda til þess að undarbúa okkur fyrir næsta tíma. Ef þið kjósið mig þá skal ég sjá til þess að þið fáið öll að hlaða batteríin fyrir hven einasta tíma! Ég er mjög stundvís og hef alltaf verið með a.m.k. 99% mætingu frá því að ég byrjaði í MR. Kjósið Marín í hringjara og þið munuð ekki sjá eftir því! Ég hef lagt mikla vinnu í að undirbúa mig og kynna mér starfið og hef einmitt farið í vettvangsferð til að skoða mig um þar sem frægasti hringjari sögunnar, Hringjarinn í Notredame var við störf.

-Marín Elvarsdóttir 5. U

Inspector platearumAri Brynjarsson

Halló. Ég heiti Ari. Ég gæti verið Hringj-Ari á næsta ári. Mér fannst það bara of fyndið til sleppa því að bjóða mig fram. Annars er ég mjög stundvís ef þið eruð eitthvað að pæla í því.

SkólanefndarfulltrúiDagmar Óladóttir, 4.A

Í ár býð ég mig fram í embætti skólanefndarfulltrúa. Það er mikilvægt fyrir nemendur Menntaskólans að hafa ábyrgan einstakling sem vinnur fyrir þeirra hönd með skólastjórnendum. Embætti skólanefndarfulltrúa er mikilvægara en margir halda og ég tel mig vera nógu ábyrga til að sinna því starfi vel. Ég hef mikinn áhuga þessu starfi og ég vil berjast fyrir bættum hagsmunum okkar allra, við eigum það skilið.

Page 16: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 201516

SkólanefndarfulltrúiSigurður Bjartmar Magnússon, 5.Y

Sæl, öll! Ég hef ákveðið að gefa kost á mér sem fulltrúa skólanefndar. Ástæðan fyrir því er sú að ég hef mikinn áhuga á starfinu. Fjármál skólans og starfsemi hans liggja á mínu áhugasvæði. Ég vonast til þess að ég fái að sinna þessu starfi samviskusamlega og af miklum áhuga. Einnig hef ég mikil ítök í stjórnmálaheiminum (sjá mynd). Að öllu gríni slepptu þá vonast ég til að þið sjáið ykkur fært um að leyfa mér að sinna þessu embætti.

Sigurður Bjartmar

SkólanefndarfulltrúiÞóra Lóa Pálsdóttir, 4.YSæl öll! Ég heiti Þóra og býð mig fram sem skólanefndarfulltrúi. Flest ykkar munu lesa þessa fyrstu setningu, horfa á myndina, lesa titil embættis og fara síðan að lesa framboðsgrein hjá forseta Framtíðarinnar eða Inspector scholae. Það er auðvitað mjög skiljanlegt því að lesa um framtíð félagslífsins og alla þá skemmtilegu viðburði og breytingar sem þau vilja gera er mjög skemmtilegt. Ég get núna byrjað að tala um fjárframlög til skólans okkar eða skýrslu frá ríkisendurskoðun um rekstrarstöðu og reiknilíkan framhaldsskóla en ég held að það sé best að byrja á því að útskýra hvert hlutverk skólanefndarfulltrúa er. Skólanefndarfulltrúi situr fyrir hönd

nemenda í skólanefnd ásamt rektor, fulltrúum kennara og foreldraráð þar sem rætt er meðal annars um húsnæðis- og fjármáls skólans. Fjármál er eitthvað sem ég hef áhuga á og fjárframlög til skólans undan farin ár hafa verið í lægri kantinum og nauðsynlegt er að leysa úr því. Ég gæti beðið ykkur að kjósa mig í þessa stöðu því ég er klár, traust og er góð í mannlegum samskiptum en það er hreinlega bara lýsing á nemenda í MR. Í staðinn vil ég að biðja ykkur að kjósa mig í þessa stöðu því ég er venjulegur nemandi með áhuga á fjármálum sem þurfti að googla hvernig maður skrifar Inspector scholae.

SÍF-ariÞóra Lóa Pálsdóttir, 4.YVerið blessuð og sæl kæru samnemendur. Ég er að bjóða mig fram sem SÍF-ara. Í sannleika sagt þá vissi ég ekki hvað SÍF-ari var eða hvað Samband Íslenskra Framhaldsskólanema er fyrr en um daginn þegar ég var að horfa á fréttirnar. Það var verið að tala um styttingu framhaldsskólana og tekið var viðtal við formann SÍF sem talaði fyrir hönd framhaldsskólanema. Ég hafði aldrei heyrt um þetta félag áður og fannst það merkilegt því formaðurinn var að tala fyrir mína hönd sem framhaldsskólanemi svo ég googlaði það

og komst að ýmsu. SÍF eða Samband Íslenskra Framhaldskólanema er rosalega flott og öflugt hagsmunasamband. SÍF er samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og hefur því tækifæri til að taka þátt í málefnum strax í undirbúningsferlinu. Já, þetta er mjög öflugt samband. Því er mikilvægt að við verðum með fulltrúa þar sem lætur rödd MR heyrast. Ég hef mikinn áhuga á þessum hagsmuna samböndum og væri það mér mikill heiður að láta rödd ykkar heyrast.

Page 17: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 17

ListafélagiðSalome Lilja Sigurdardottir, 5.AKaeru samnemendur.

Eg, Salome Lilja, aetla ad gefa kost a mer i Listafelagid fyrir skolaarid 2015-2016. Undanfarid skolaar hef eg setid i stjorn felagsins og er engan veginn komin med nog. Thess vegna hef eg akvedid ad bjoda mig fram i annad sinn og gera enn betur en adur. Eg hef fulla tru a thvi ad reynsla sidasta ars muni koma ad godum notum vid skipulagningu arlegra vidburda likt og Orrans og listavikunnar sjalfrar. Med von um gott og vidburdarikt skolaar,

Salome Lilja Sigurdardottir, 5. A.

ListafélagiðÞórdís Rafnsdóttir, 4.UKæru samnemendur, ég heiti Þórdís Rafnsdóttir og ég ætla að bjóða mig fram í hið stórbrotna Listafélag Menntaskólans. Sjálf hef ég mikinn áhuga á öllum birtingarmyndum sem list felur i sér: tónlist, hönnun og kvikmyndir og svo lengi mætti telja. List er eitt af mikilvægustu tjáningaraðferðum mannkynsins. Án lista væri lífið einsleitt og dapurlegt. Því er mikilvægt að list fái að vera í fyrirrúmi í hinu daglega lifi MR-ingsins. Með hinum ýmsum leiðum ætla ég að auka og bæta starfsemi Listafélagsins, til dæmis að hafa

hópferð í Listasafn Íslands á einstakar sýningar, segulmagnað MR-airwaves sem minnir á MRi, fræðandi fyrirlestra um listnám í hádeginu annan hvern mánuð ásamt því að halda áfram því góða starfi sem listafélagið hefur staðið fyrir. Ég stefni á að efla listræna starfsemi í skólanum á sem fjölbreyttastan hátt og hafa félagslífið sem eftirminnilegast næsta ár.Með von um stuðning og baráttuanda i brjósti,

Þórdís Rafnsdóttir

ListafélagiðSalka Hauksdóttir, 5.BSæl öll! Listafélagið í ár hefur gert marga góða hluti og hef ég ýmsar hugmyndir um hvernig mætti gera félagið enn líflegra. Ég myndi t.d. vilja hafa eina listaviku á hvorri önn og hafa fleiri viðburði bæði innan hennar og utan. Það væri hægt að hafa fleiri jam-session og útvega liti og málningu svo fólk geti látið sköpunargleðina njóta sín í háde-gishléum og götum. Það væri hægt að efna til myndasögukeppni og fá sögurnar síðan birtar í samstarfi við

blöð skólans. Mér þætti líka gaman að sjá facebook síðu félagsins betur nýtta þar sem fólk gæti t.d. stungið upp á listtengdum viðburðum. Einnig væri gaman að sjá meira gert úr Orranum og hafa keppnina betur auglýsta svo sem flestir taki þátt. Ég vonast eftir stuðningi þínum, kæri MR-ingur. Ég vil bæta orðspor MR sem skapandi skóla því ég veit að skólann skortir ekki skapandi nemendur.

Page 18: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 201518

LagatúlkunarnefndÁrni Freyr Magnússon, 4.MKæru samnemendur,

Ég býð mig fram í þessa nefnd vegna þess að ég tel mig vera sanngjarnan og heiðarlegan mann. Eins konar blanda af Salómon konungi og Lady Justice. Ég get fullvissað ykkur um það kæru MR-ingar að ég mun gera Lagatúlkunarnefnd eins heiðarlega og sanngjarna og ég mögulega get.

LjósmyndafélagiðVédís Mist Agnadóttir, 3.F

Ég á ágætis myndavél og hef gaman að ljósmyndun. Ég lofa að mæta á sem flesta viðburði og vera dugleg að taka myndir.

Védís Mist Agnadóttir

LjósmyndafélagiðArnór Jóhannsson, 5.M

Ég hef áhuga á fegurð, náttúrufegurð, fegurð mannskepnunar og allri annari fegurð, ef þú vilt sjá fallegar myndir (með nokkrum sveittum á milli) þá vilt þú kjósa mig.

Eques scholaeSif Björnsdóttir, 4.Z

Ég, Sif Björnsdóttir í 4. Z, hef ákveðið að bjóða mig fram í embætti Eques scholae þar sem ég hef mikinn áhuga á hestum og öllu sem tengist hestamennsku. Foreldrar mínir búa í sveit á Suðurlandi og rækta hross. Sjálf er ég með hesta á húsi í Fáki. Ég hef sjálf lítið keppt en fylgist með mótum og afreksfólki í hestaíþróttum. Mín hestamennska snýst annars mest um að umgangast og annast hesta og hafa gaman af því að ríða út í íslenskri náttúru og njóta samvista við hestinn og skemmtilegt fólk. Ég er annars sérlega góð í hindrunarstökki og alger sérfræðingur í að láta hesta fara í kollhnís með mér.

MarkaðsstjóriÞóranna Dís Bender, 4.Y

Komið sæl MR-ingar!

Ég heiti Þóranna Dís og hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti Markaðsstjóra Skólafélagsins veturinn 2015-2016. Ástæða þess er fyrst og fremst áhugi. Ég elska svona dót. Án alls gríns samt. Síðastliðið ár sat ég í Skemmtinefnd og fékk að kynnast störfum Skólafélagsins nokkuð vel. Í starfi mínu í nefndinni kom ég m.a. að markaðsmálum fyrir Söngkeppni Skólafélagsins. Sem busi sat ég í ritstjórn Skinfaxa og fékk mikla reynslu við það starf að afla fjármagns í það umfangsmikla verkefni. Í blaðinu var mikið af auglýsingum sem ég ásamt öðrum í

hópnum hafði umsjón með að safna. Í ár fannst mér markaðsnefndin sterk. Ég kom á Amtmannsstíg seinasta sumar og þar voru strax komnir metnaðarfullir nýnemar með símann á lofti að hringja í fyrirtæki. Ég hef fylgst með starfi nefndarinnar síðan og verið hrifin af. Mig langar að efla markaðsnefndina enn meira og gera hana m.a. að góðum stökkpalli fyrir busa út í félagslífið. Það skiptir mjög miklu máli að markaðsstörfin séu í lagi. Ég hef mikinn metnað til að gera þetta af mjög öflugri nefnd.

Vetur

Ekkert framboð barst kjörstjórn

Page 19: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 19

Forseti FerðafélagsinsMaríanna Björk Ásmundsdóttir, 5.B

Sumarferðin á síðasta ári gekk mjög vel og því engin ástæða til þess að hafa hana ekki með svipuðu sniði í ár. Þó með slatta af Belvita og nóg af klósettpappír (hann varð uppiskroppa snemma í fyrra, slæmt). Hins vegar var ekki farið í

neina skíðaferð í ár þrátt fyrir kjörnar aðstæður. Ef ég verð forseti ferðafélagsins 2015-2016 mun ég sjá til þess að farið verði í skíðaferð til Akureyrar á skólaárinu.

Margmiðlunarnefnd

Ekkert framboð barst kjörstjórn

Þú getur ekki farið í rúmið án tebolla. Kannski er það ástæðan fyrir því að þú talar í svefni. Og öll okkar samtöl eru leyndarmálin sem ég geymi. Þó ég skilji ekkert í því.Við erum hópurinn Ratatat og erum í framboði fyrir

MenntaskólatíðindiRATATAT

Menntaskólatíðindi á skólaárinu 2015-16. Við erum duglegur og sterkur hópur sem vinnur mjög vel saman og erum við stútfull af frábærum hugmyndum.Við munum leggja allt okkar fram til að hafa blaðið fjölbreytt, fyndið og sem skemmtilegasta lesefni fyrir ykkur, kæru

MR-ingar. Öll erum við ólík og með mismunandi áhugasvið en saman verðum við einstök blanda sem getur ekki leitt neitt af sér nema góða uppskeru.#bringZaynback

X við Ratatat í Menntaskólatíðindi

Ragnheiður Björk, 4.AIngibjörg Rún, 4.ARóbert Ingi, 4.AVera Björg, 3.GÁstrún Helga , 3.CMarta María, 4.T

Stjórn HerranæturBara vinirArna Ýr Karelsdóttir, 5.SKatla Ómarsdóttir, 3.BTelma Jóhannesdóttir, 3.ETumi Torfason, 5.TSara Líf Sigsteinsdóttir, 4.MVictor Karl Magnússon, 5.YÞorsteinn Markússon, 5.S

Kæru MR-ingar!

Við, Bara vinir, bjóðum okkur fram í Herranæturstjórn fyrir skólaárið 2015-2016. Herranótt er ótrúlegt fyrirbæri. Þeir sem hafa kynnst starfi félagsins þekkja þá gífurlegu orku sem býr þar að baki. Krafturinn, sköpunarmátturinn og gleðin í Herranótt er engu líkt. Rekstur slíks gæðafélags er mikil og krefjandi vinna. Þar gætum við komið inn í spilið.Öll eigum við í hópnum það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á leiklist og óendanlega mikinn metnað fyrir því að gera næsta ári að stærsta Herranæturárinu til þessa. Við komum öll að síðustu uppsetningu félagsins, Vorið Vaknar. Hún heppnaðist frábærlega og aðkoma okkar að ferlinu veitir

okkur gott veganesti fyrir stjórnarstörf. Við komum úr öllum áttum því í okkar hóp eru fulltrúar úr leik- og danshóp, kynningarnefnd og hljómsveit sýningarinnar til viðbótar við sýningarstjóra. Að því ógleymdu að á meðal vor er fyrrverandi formaður leikfélags MA!Fráfarandi Herranæturstjórn stóð sig með eindæmum vel. Aukin áhersla á markaðs- og kynningarmál skiluðu sér vel, námskeiðin voru vel sótt og umfang sýningarinnar mikið. Náum við kjöri ætlum við að halda þessum bolta rúllandi og gera gott betur.Herranótt er oft sagt vera þriðja nemendafélag Menntaskólans í Reykjavík. Við viljum efla þá ímynd með því að skipuleggja fleiri viðburði á vegum félagsins, t.d. leikhúsferðir, spunanámskeið, fyrirlestra frá þekktum leikurum og námskeið sem tengjast búningahönnun og leikmyndasmíði. Samskipti við leikhópa erlendra

framhaldsskóla væru líka spennandi möguleiki.Herranæturnámskeiðin sjálf verða að vera vel auglýst og skipulögð. Það er mikilvægt að fá sem flesta á þau og sérstaklega væri gaman að fá marga nýnema til þess að þeir fengju snemma að kynnast undraheimi Herranætur.Við í Bara vinum erum meira en tilbúin í þetta verkefni. Metnaðurinn, reynslan og hugmyndirnar eru til staðar. Það eina sem okkur vantar, kæri samnemandi, er atkvæðið þitt. Treystu okkur fyrir því og Herranótt mun verða með glæsilegra móti en nokkru sinni fyrr!

Page 20: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 201520

BingóGamalt fólk

Við ætlum að taka Bingó á næsta stig, með betri framleiðslugæðum og fleiri tugi hugmynda í pokahorninu. Við höfum safnað að okkur hugmyndum síðustu tvö árin og okkur langar að deila þeim með heiminum.

Ásamt því vita allir að Gamalt fólk er á heimavelli í Bingó.

Aðalsteinn Dalmann Gylfason, 5. MAndrea Urður Hafsteinsdóttir, 5. UEmil Örn Kristjánsson, 5. UHilmir Gestsson, 5. MKristjana Ósk Kristinsdóttir, 4. YMarinó Örn Ólafsson, 5. XSigurður Bjartmar Magnússon, 5. YTeitur Helgi Skúlason, 5. MTómas Viðar Sverrisson, 5. M

SkemmtinefndKaffi

Ágætu MR-ingar, komið er að kosningum og gefum við í Kaffi kost á okkur í Skemmtinefnd Skólafélagsins í ár. Kaffi er nefnd skipuð af Sólveigu Maríu, Snorra Mássyni, Júlíu Sif og Viktori Erni. Sólveig María sat í Skemmtinefnd í ár og ekkert er nema frábært að segja af hennar störfum þar. Þá stakkaði hún einnig og staflaði peningunum í Markaðsnefnd Skólafélagsins. Snorri fór í skiptinám í ár en á busaári sínu sat hann til að mynda í fyrsta Skrallfélagi Framtíðarinnar og gegndi fjölda annarra starfa innan nemendafélaganna. Júlía Sif kom sterk inn í Herranótt eftir langa sögu nemendafélagsstarfa úr grunnskóla og var einnig tekin inn í Bingó eftir áramót. Í Herranótt mun hún hafa gert allt vitlaust sýningu eftir sýningu. Viktor Örn var á fullu í markaðsnefnd Loka. Hann kom, sá og sigraði Orrann, enda meira en leikinn á píanóið.

Við myndum sterka heild og teljum okkur fullbúin þeim kostum sem til þarf en þeir eru ekki fáir. Reynsla, áhugi, markaðsstörf, vilji til framfara, hugmyndavinna og svona mætti lengi halda áfram. Fyrst og fremst er það áhuginn sem drífur okkur áfram. Við höfum áhuga á skólanum, á stanslausu lífi og fjöri, á

Júlía Sif Ólafsdóttir, 3.ESólveig María Gunnarsdóttir, 3.GSnorri Másson, 4.RViktor Örn Ásgeirsson, 3.F

að gera alltaf betur. Stefnumál okkar eru fjölmörg og ekkert bull – þau eru framkvæmandi.

Söngkeppni Skólafélagsins var frábær í ár og er hún eitt verkefna Skemmtinefndarinnar. Við hyggjumst halda hana á nýjum stað í ár og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Stelpu- og strákakvöld verða enn haldin hátíðlega en aðeins hvað varðar nöfnin, bæði kvöldin verða héðan af fyrir bæði kynin. Með þessu viljum við halda í hefðina en á sama tíma binda endi á tímaskekkjuna sem kynjaskipt skemmtanahöld eru. Við ætlum að taka auglýsingastörf föstum tökum og vinna náið með myndbandanefnd í þeim málum. Böll eru uppáhald okkar allra og

þau munum við gera betri og betri. Eitt hlutverka skemmtinefndar er að brúa bilið milli nemenda og stjórnar. Við viljum halda uppi stanslausu flæði hugmynda og gera mikið úr uppbyggjandi samvinnu.

Þegar uppi er staðið, viljum við öll bara skemmta okkur vel. Við sjáum til að það verði ekki vandi fyrir MR-inga. Við erum öll tilbúin til að bera ábyrgð á störfum Skemmtinefndar í ár og við vonumst eftir þínum stuðningi. Svo hefur kaffi líka alltaf haldið lífi í MR-ingum, leyfðu Kaffi að gera það í ár.

X-Kaffi

Page 21: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 21

ÍþróttaráðVíkingar

X-Víkingar

Vígalegir víkingarvilja'í ráðið faraTelja'að frækni finnist þarframúr vilja skara

Viljir frækni og frama þúfrekar skalt þá veljaEf þú ekki kýst þá núeinatt munt til helja

Víkingalegar gjörðir vorarÞrekmót ✓Esjuhlaupsmeistari ✓Glíma í Cösu ✓Just dance í Cösu ✓Mörg víkingaleg Cösuhádegi ✓Bubble bolti ✓MR-deild ✓Íþróttavika ✓Pepp ✓

Skorum á ALLA andstæðinga vora í þrekeinvígi!

Guðrún Höskuldsdóttir, 5.XDóra Sóldís Ásmundardóttir, 5.SSindri Ingólfsson, 5.SHalldór Karlsson, 5.TBenedikt Karlsson, 4.RHafdís Erla Gunnarsdóttir, 4.Z

Skólablaðið SkinfaxiAndvari

Kæru samnemendur,

við erum hópurinn Andvari og bjóðum okkur fram til ritstjórnar Skólablaðsins Skinfaxa fyrir skólaárið 2015-2016. Lista Andvara skipa (í stafrófsröð): Björg Þorláksdóttir (5. M), Elín Þóra Helgadóttir (5. X), Gunnar Reynir Einarsson (5. U), Kristborg Sóley Þráinsdóttir (5. S), Sindri Engilbertsson (5. U), Sonja Jóhannsdóttir (5. R) og Steinunn Helgadóttir (5. S). Því fylgir heilmikil ábyrgð að sitja í ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa. Við erum öll meðvituð um hve krefjandi þessi vinna er en erum jafnframt reiðubúin að leggja okkur öll fram til þess að útkoman verði eins vegleg og glæsileg og mögulegt er. Skólablaðið Skinfaxi hefur þá sérstöðu innan MR að blaðið er aðeins gefið út einu sinni á ári og þá sameiginlega á vegum Framtíðarinnar og Skólafélagsins. Skólablaðið Skinfaxi er ekki slúðurtímarit sem maður fær í hendurnar, blaðar í gegnum og fleygir síðan út í horn. Skólablaðið Skinfaxi skal vera eign. Árlega skráir það sögu skólans, lýsir markverðum atburðum og segir frá hæfileikum og afrekum þeirra ungu lista- og afreksmanna og kvenna sem leynast innan veggja Menntaskólans í Reykjavík. Við í Andvara stefnum að því að gera Skólablaðið Skinfaxa að blaði sem verður þess vert að geyma. Við stefnum að því að gefa blaðið einnig út á netinu til að þeir sem, af einhverjum ástæðum, fá ekki eintak, geti notið jafnt og aðrir. Við stefnum einfaldlega að því að þegar þið, eftir 30 ár, rekist á blaðið uppi í hillu, þá getið þið dustað af því rykið og liðið inn í hugljúft nostalgíukast.

-Björg, Elín, Gunnar, Kristborg, Sindri, Sonja og Steinunn

Björg Þorláksdóttir, 5.RElín Þóra Helgadóttir, 5.XGunnar Reynir Einarsson, 5.UKristborg Sóley Þráinsdóttir, 5.SSindri Engilbertsson, 5.USonja Jóhannsdóttir, 5.RSteinunn Helgadóttir, 5.S

Page 22: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 201522

Skólablaðið SkinfaxiFenja

Kæru samnemendur.

Við í Fenju gefum kost á okkur í ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa 2015-2016. Okkar markmið er að gefa út vandað og vel unnið blað þar sem áherslan er lögð á gæði mynda og textasmíða. Blaðið mun samanstanda af yfirliti yfir árið, áhugaverðum viðtölum, skemmtilegum myndaþáttum auk ýmissa nýjunga, sem við erum strax byrjuð að fá hugmyndir um hvernig skal framkvæma. Umfram allt ætlum við að gera blað fyrir ykkur, kæru MR-ingar, sem þið getið notið og átt til minningar um viðburðaríka skólagöngu ykkar.

Hlynur Snær Andrason, 4.AHólmfríður Benediktsdóttir, 3.CHörður Tryggvi Bragason, 4.RJóhannes Helgason, 4.RSaga Ólafsdóttir, 4.YÞórdís Kara Valsdóttir, 4.B

MyndbandsnefndEkkert framboð barst kjörstjórn

FélagsheimilisnefndKakóboizBenedikt Karlsson, 4.RBjarni Páll Linnet Runólfsson, 5.BHalldór Karlsson, 5.TJón Kristinn Einarsson, 5.BSigurður Darri Björnsson, 5.RViðar Þór Sigurðsson, 5.XKæru MR-ingar. Kakóland er besta mötuneyti á landinu og máttarstólpi alls þess góða starfs sem er unnið innan veggja Menntaskólans í Reykjavík. Flest eigum við það sameiginlegt að okkur þykir einstaklega vænt um starfsfólk þess. Guð má vita hvar við værum án Laufeyjar, Rögnu, og Margrétar. Þess vegna er nauðsynlegt að vanda valið þegar kosið er um það hverjir fá þann heiður að aðstoða þær næsta vetur.

Sex ungir menn á besta aldri hafa ákveðið að taka sig saman og bjóða krafta sína til þess að starfa í ykkar þágu í félagsheimilisnefnd

næsta skólaár. Un-danfarin ár og áratugi höfum við sótt okkur reynslu og þekkingu um allan heim. Til að mynda í mekka croissantsins, París, fæðingarstað kebobsins, Marmaris í Tyrklandi (#Marmarisvagninn) og í haust munum við svo ferðast til Marokkó þar sem við sitjum námskeið í norður-afrískri matargerð með áherslu á cous cous. Nokkrir meðlimir framboðsins hafa einnig síðustu mánuði heimsótt úrval nokkurra grunnskóla landsins og setið kennslustundir í samlagningu á þriggja

stafa tölum, eins og 360+270=630. Þessir útreikningar eru einmitt mjög mikilvægir í starfi félagsheimilisnefndar.

Við vonum því að þú hugsir vel og vandlega til allra þeirra góðu stunda, sem við getum átt saman fengjum við að starfa í Kakólandi á næsta ári. Ég meina hugsið ykkur að detta í cösu í kakólandskaffi x ostaslaufu hjá Kakóboiz!?!? UUUUUUUNAÐUR

-Aðeins meira en bara Kakóboiz

BílastæðavörðurAtli Þór HelgasonÉg hef mikla reynslu af því að hneykslast á bílastæðamálum í þjóðfélaginu. Þetta hefur orsakað margar andvökunætur og martraðir hjá mér. Ég er harður í horn að taka og mun enginn þora að leggja illa ef ég fæ einhverju um það ráðið. Reynsla mín af nemendabílastæðinu er almennt góð en þó má alltaf gera betur. Saman getum við unnið að því að gera nemendabílastæðið að besta framhaldsskólabílastæðinu í miðbænum!

Page 23: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 23

KOSNINGARMR

2015

EMBÆTTI FRAMTÍÐARINNAR

#XMR2015

Page 24: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 201524

Kæri MR-ingur,

Flest eigum við það sameiginlegt að þykja vænt um skólann okkar og nemendafélögin sem starfa innan hans. Það er því mikil ábyrgð sem fylgir því að vera í forsvari nemendafélaganna. Einstaklingarnir þurfa að vera opnir fyrir hugmyndum, sýnilegir, traustir og skipulagðir. Ég tel mikilvægt að lögð sé áhersla á skipulag, upplýsingaflæði og góða samvinnu.Ég heiti Snærós Axelsdóttir, er í 5.R og gef kost á mér í embætti forseta Framtíðarinnar skólaárið 2015-2016. Ástæða framboðs míns er sú að ég tel mig hafa alla þá eiginleika sem góður forseti þarf að hafa en einnig hef ég gífurlegan áhuga á starfi Framtíðarinnar og

félagsstörfum í heild sinni.Áhugi minn á félagsstörfum kviknaði í raun löngu áður en ég byrjaði í MR. Í grunnskóla sat í nemendaráði Vogaskóla í 8. - 10. bekk og gegndi ég formannsstöðu í 10. bekk. Eftir 10. bekk þurfti ég svo að velja menntaskóla og byggði ég ákvörðun mína á félagsslífinu í skólunum svo MR var því frekar augljóst val. Á skólagöngu minni í MR hef ég verið í Skreytó, setið í ritsjórn Loka Laufeyjarsonar og nú síðastliðið skólaár starfað sem kynningarstjóri í stjórn Framtíðarinnar. Þetta skólaár hefur ekki bara verið ótrúlega skemmtilegt heldur einnig lærdómsríkt. Ég öðlaðist mikla reynslu á þessu ári sem mun án efa nýtast mér vel, nái ég kjöri.Framtíðin er einstök og stendur

hún fyrir fjölbreyttu og viðamiklu starfi sem er jafn einstakt og hún sjálf. Mín helstu stefnumál eru:

Viðburðir:

Framtíðin heldur tvö böll á vormisseri og er fyrra ballið árshátíðin sjálf. Árshátíðina vil ég hafa sem vikulanga hátíð. Hún byrjar á mánudeginum með opnun Cösu og svo er vegleg dagskrá alla vikuna sem nær hápunkti á fimmtudagskvöldinu þegar ballið sjálft er. Þegar kemur að skreytingum finnst mér að vilji og áhugi nemenda eigi að stjórna því hvernig þeim verði háttað. Mér finnst skreytingarnar mjög skemmtilegar en ef vilji nemenda og/eða sjórnar er annar þá er hægt að nota það fjármagn sem hefði verið sett í skreytingar í eitthvað annað sem tengist árshátíðinni og til að gera vikuna enn sérstakari. Seinna ball Framtíðarinnar hefur verið, svo lengi sem ég veit, grímuball. Grímuböll eru virkilega skemmtileg en eru þau það sem meirihluti nemenda vill? Ég vil leggja fyrir nemendur skoðanakönnun sem sýnir hvernig ball flesta langar til að mæta á. Kannski verður niðurstaðan grímuball, kannski eitthvað annað en það verður forvitnilegt að sjá.Framtíðin stendur svo fyrir fullt af öðrum frábærum viðburðum s.s. MR-ví deginum, tegurkvöldum, MORFÍs og ekki má gleyma Sólbjarti og Ratatoski. Mun ég leggja mig alla fram svo að þessir viðburðir verði sem allra flottastir og legg ég mikið upp úr því að þeir verði vel auglýstir því enginn á að missa af viðburði vegna þess að hann var ekki nógu vel auglýstur.

Framtíðarstílabækur:

Forseti FramtíðarinnarSnærós Axelsdóttir, 5.R

Page 25: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 25

Nú í haust gerði Framtíðin eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður. Við prentuðum út 2000 eintök af stílabókum handa nemendum sem kostuðu Framtíðina ekki krónu. Mig langar að framkvæma þetta verkefni aftur en gera það stærra. Nú hefur þetta verið gert einu sinni og er ekkert sem hamlar því að þetta verkefni geti verið stærra og betra. Mig langar að gefa út sílabækur sem og reikningsbækur og prenta þær í fleiri eintökum. Draumurinn væri að bækurnar yrðu aðgengilegar nemendum allt skólaárið. Með öflugu markaðsstarfi sem myndi hefjast strax í byrjun sumars væri þetta framkvæmanlegt.

Megavikur:

Megavikur Framtíðarinnar eru fjórar yfir skólaárið. Tvær á haustmisseri og tvær á vormisseri. Mig langar að prufa að hafa einhverja þeirra þematengdar og virkja undirfélögin í þær því þau hafa svo margt upp á að bjóða. Skráningarvikan gæti jafnvel verið svokölluð undirfélagsvika því ef þú ætlar að skrá þig í Framtíðina er eins gott að þú fáir allt það frábæra starf sem hún stendur fyrir beint í æð.

Framtíðin og Skólafélagið:

Félagslífi MR er kannski stjórnað af tveimur nemendafélögum en það er þó ein heild. Mig langar að bæta samvinnu milli nemendafélaganna en um leið halda í sérstöðu þeirra beggja. Heimasíðan er dæmi um gott samvinnuverkefni. Hún verður sífellt flottari en alltaf má gera betur. Mig langar að setja á hana aðgengilegt dagatal þar sem hægt er að sjá auðveldlega hvað er

framundan.

Fjár- og markaðsmál:

Til að reka gott nemendafélag er mikilvægt að hafa góð tök og gott skipulag á fjármálum. Mikilvægt er að í byrjun sumars setjist nýkjörin stjórn Framtíðarinnar niður og skipuleggi hvernig og hvar fjármagni skuli úthlutað yfir skólaárið.Markaðsmálum Framtíðarinnar þarf að koma á hreint. Þau þarf að skipuleggja og koma á einhvers konar kerfi milli nemendafélagana svo þetta gangi allt upp. Í sumar var fyrsti markaðsstjóri Framtíðarinnar skipaður sem var skref í rétta átt í því að koma markaðsmálunum í lag. Sú hugmynd hefur komið upp að auka samvinnu milli nemendafélaganna í markaðsmálum. Þá hugmynd styð ég og væri gaman að ráðast í framkvæmd hennar. Markaðsstjórar nemendafélaganna væru einhvers konar teymi eða embættin væru jafnvel sameinuð. Á bak við markaðsstjórana þyrftu svo að starfa öflugar og skipulagðar nefndir. Útfærsla á þessari samvinnu getur verið margskonar en eitt er víst að þessi samvinna myndi gera góða hluti fyrir markaðsstarf beggja félaga.. Skipulag og opið félagslíf:

Skipulag er ótrúlega mikilvægt þegar kemur að svona viðamiklu starfi. Ég vil leggja línurnar fyrir stjórnina og öll undirfélög í byrjun tímabils og setja upp skýrt skipulag í samráði við þau sem stuðlar að því að allt komi út og gerist á réttum tíma. Þetta kemur líka í veg fyrir síðustu stundar stress.Félagslífið á að vera opið og eiga

allir að geta komið með sitt í það. Það eiga ekki bara fimm manns sem sitja í stjórn að hafa einræðisvöld yfir þessu öllu. Opnum félagslífið með því að hafa stjórnarmeðlimi sýnilega og virkilega opna fyrir skoðunum nemenda.

Kosningarloforð mín eru kannski ekki þau nýjustu af nálinni en ég er stútfull hugmynda sem ég tel mikilvægt að ræða fyrst við hina nýkjörnu stjórn Framtíðarinnar, samræma okkur og mynda þannig skýra stefnu Framtíðarinnar fyrir komandi skólaár.Að lokum vil ég segja að mitt aðalmarkmið er Framtíðin, að gera hana eins flotta og mögulegt er. Halda henni á þeirri frábæru braut sem hún er á og jafnvel fara með hana lengra. Mynda öfluga, skipulagða og samheldna stjórn sem mun gera allt í sínu valdi til að viðhalda og betrumbæta magnaðasta félagslíf menntskælinga sem finnst hérlendis.En til að ég geti gert mitt besta til að stuðla að sem bestu félagslífi innan skólans þarf ég þinn stuðning kæri lesandi. Því vona ég að þú kynnir þér málin vel og takir svo upplýsta ákvörðun þann 10. apríl næstkomandi.

Bestu kveðjur,Snærós Axelsdóttir

Page 26: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 201526

Kæru framtíðarmeðlimir!

Skólaárið sem er að líða hefur verið það besta í mínu lífi. Að fá að taka þátt í félagslífinu af hörku er það sem ég er þakklátastur fyrir á skólagöngu minni. Ég hef fengið að stinga mér á bólakaf í það í ár og gæti ekki hugsað mér betri nýtingu á tíma í menntaskóla. En mig langar að gera meira og gefa til baka. Mig langar að leggja mitt af mörkum við að bæta og styrkja félagslífið í skólanum.Til þess að leiða þennan þátt skólans þarf öflugt fólk við stjórnvöllinn. Ég tel mig gráupplagðan mann í það verkefni. Ég hugmyndaríkur og duglegur nítján ára strákur sem vill gera allt í sínu valdi til að þjóna Framtíðinni og nemendum hennar. Ég geri mér fulla grein fyrir þeim krefjandi verkefnum

sem liggja fyrir og get varla beðið eftir að takast á við þau. Það fallega við Framtíðina er sérstaða hennar. Hún hefur frjálsar hendur varðandi allt sem hún gerir og eru því möguleikarnir fyrir viðbætur og aukningu endalausir. Á nýju skólaári þarf ferska strauma og nýjar hugmyndir til að þróa félagið.

Framtíðin gegn Skólafélaginu vika

Þessi vika var ekki í ár og finnst mér það mikill missir. Við státum okkur af tveimur flottum nemendafélögum og viðburðir sem þessi ýta undir þá jákvæðu samkeppni sem skerpir félagslífið í skólanum. Ég sæi fyrir mér troðfulla viku af flottum viðburðum sem

félögin tvö myndu keppast að við gera sem glæsilegasta.Samstarf milli félaganna er auk þess gríðarmikilvægt. Má þar nefna hið gríðarstóra margmiðlunar- og auglýsingabatterí sem þau reka í sameiningu. Þörfin á réttum búnaði til þessa er sjálfsögð. Mikið af þeim búnaði sem þau nota er leigður eftir þörfum. Það má skoða möguleika þess að auka jafnt og þétt við tækjakost félaganna en það gæti sparað drjúgan pening til langs tíma.Þetta eru svipuð félög en þau hafa hvort sína sérstöðu. Að halda þeim aðgreindum er mikilvægt. Framtíðin hefur svigrúm til að bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu og að bæta við sína starfsemi. Þá kemur helst í hugann:

Listalíf Framtíðarinnar

Með formlegu upphafi starfs Frúardags er nú annað leikfélag skólans virkt. Þessum stórkostlega árangri verður að viðhalda og styrkja til að tryggja lifandi leikhúslíf fyrir alla þá MR-inga, sem hafa áhuga á því. Þar gætu rétt markaðsmál og hagstæðir samningar við fyrirtæki aðstoðað mjög. Mætavel gekk að fá fólk í allt sem Frúardegi tengdist og var enginn skortur á áhorfendum. Þetta segir okkur einfaldlega að nóg sé til af listþenkjandi fólki í skólanum og er því nóg pláss fyrir viðbætur. Vegna þessa langar mig að stofna söng- og danshóp innan Framtíðarinnar. Sá hópur myndi æfa reglulega eitthvað atriði sem myndi enda á lokasýningu, eða mögulega keppni í samstarfi við aðra skóla. Nú þegar hef ég fundið fyrir miklum áhuga á þessari hugmynd bæði innan MR sem og í MH. Ef rétt er að farið gæti þetta orðið góð viðbót við félagslífið og

Forseti FramtíðarinnarÞórður Atlason, 5.X

Page 27: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 27

þá jákvæðu samkeppni sem ríkir milli skólanna.En það má beturumbæta stóra viðburði jafn auðveldlega:

Árshátíðin

Einn veglegasti viðburður skólaársins. Hún var flott í ár og má þar þakka þrotlausu starfi allra þeirra sem komu að henni. Að sjá Cösu í nýjum búning troðfyllta af kræsingum er biðinnar virði. Skreytingarnar hafa minnkað undanfarin ár og er umfang þeirra nú mjög viðráðanlegt. Ég sé litla ástæðu fyrir því að breyta því fyrirkomulagi en hins vegar mætti krydda upp á vikuna: Einn dag í árshátíðarvikunni vil ég fella niður kennslu en halda mætingarskyldu. Þá vil ég bjóða nemendum upp á gestafyrirlestra, ferðir, vinnustofur eða aðra uppbyggjandi dægrastyttingu í staðinn, sem fólk gæti skráð sig í eftir áhuga. Þetta bryti ennfremur upp þessa spennandi viku og gæfi nemendum kost á að spá í öðru en náminu í miðri árshátíð.En auðvitað á námið rétt á sér og langar mig að beita mér fyrir bættum námsárangri. Þar kæmi vefsíðan í góðar notur.

Netið

Sameiginlega vefsíða Framtíðarinnar og Skólafélagsins er flott og nytsamleg. Samt sem áður mætti endurhanna glósubankann til að gera nemendum auðveldara fyrir að vafra hann og bæta í hann. Sömuleiðis vil ég bæta við prófabanka á síðuna þar sem lokapróf og jafnvel kaflapróf fyrri ára væru aðgengileg. Þetta væri ekki flókin viðbót en gæti samt gert okkur lífið léttara og bætt námsárangur okkar allra.

Auglýsingastarf - breyttir viðburðir

Það má með sanni segja að fráfarandi stjórn hafi staðið sig með mikilli prýði að auglýsa viðburði. Ekkert gerðist á vegum Framtíðarinnar án þess að allur skólinn vissi af því - þrisvar! Samt sem áður var dræm mæting á marga skemmtilega viðburði hennar. Viðburðir eftir skóla draga færri að en í hádegi. Þetta er ákveðið eðlisvandamál viðburða innan skólans sem erfitt er að tækla með betri auglýsingu. Auðvitað er nauðsynlegt að auglýsa vel en það kann að vera að sú nálgun dugi ekki. Þess í stað finnst mér upplagt að þaulnýta hvert hádegishlé og færa viðburði sem oft hafa verið eftir skóla þangað. Sólbjartskeppnir og rataroskur, kannski í breyttri gerð til að komast fyrir í hádegishléi, orator minor, fyndasti MR-ingurinn, hæfileikakeppni MR, hackathon eða fljúgandi teppagerð í Cösu eða hvað sem mætti framkvæma í einu af 175 hádegishléum skólaársins. Þannig mætti skapa stórskemmtilega stemningu í Cösu ódýrt. Mér þætti gaman að sjá hádegishléin fullnýtt áður en við brjótumst út fyrir ramma skóladagsins. Þannig komum við betur til móts við vilja nemenda og svo væri líka auðveldara að vekja áhuga nemenda á Sólbjarti þannig og að halda þá lokakeppnina á einhverjum stærri stað en í skólanum.

Skýr markmið - skipulagning undirfélaga

Hafandi fengið að stjórna Akademíunni í ár veit ég að nauðsynlegt er að setja skýr markmið strax í upphafi og að skipulagning félagslífsins er grunnur að vel heppnuðu ári. Ég vil funda með öllum undirfélögum og kortleggja með þeim næsta ár strax í sumar svo skipuleggja megi árið áður en það hefst. Þannig væru markmið hverrar viku skýr og greinileg í allan vetur.

Böll

Framtíðin heldur tvö böll á ári, Árshátíðina og Grímuballið. Þau gengu frábærlega í ár en staðarvalið lagðist ekki vel í alla. Tel ég raunhæft að bjóða fjölbreytni í þeim efnum. Í ár byrjaði t.d. Harpan að bjóða upp á aðstöðu fyrir menntaskólaböll og mældist það vel fyrir. Ég er sannfærður um að fleiri slíkir staðir leynast einhvers staðar – það þarf bara að finna þá.

Svona liggja mínar helstu áherslur fyrir næsta ár en ég hvet þig til að kynna þér betur stefnumál mín á www.Þórður.is og taka upplýsta ákvörðun á föstudaginn þegar þú spyrð þig:Hvern vil ég í forseta?

Með kærri kveðju

Þórður Atlason

Page 28: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 201528

FramtíðarstjórnGréta Sóley Arngríms-Kæri skólafélagi.

Vertu velkominn úr súkkulaðifríi og á vígvöll kosningavikunnar! Þú hefur augljóslega ekki þolað hamaganginn niðri í Cösu og ákveðið því að kynna þér framboðin í friði yfir kosningablaðinu. Til þess að aðstoða þig við valið ætla ég að segja þér aðeins frá mér og mínum helstu stefnumálum. Ég heiti Gréta Sóley og er í 4. U. Síðastliðið ár hef ég verið í skiptinámi í Brasilíu en annars þá bý ég í Laugardalnum og tek tólfuna í skólann. Allt frá því að ég byrjaði í MR hefur Framtíðin heillað mig upp úr skónum fyrir fjölbreytta dagskrá allan veturinn sem öllum nemendum gefst kostur á að taka þátt í. Allt frá Ratatoski til andavina, góðgerða til Frúardags, ritsnilli til ræðumennsku, hún bókstaflega býður upp á allt. Á þessu skólaári hefur Framtíðarstjórn ásamt undirfélögum staðið sig einstaklega vel við að halda uppi miklu og fjölbreyttu félagslífi og eiga þau mikið hrós skilið. Næsta ár gæti þó orðið enn betra og langar mig að segja ykkur hvernig ég hugsa mér að sjá það gerast;Skólaárið þarf að opna með pompi og prakt. Í fyrstu megaviku ársins þætti mér gaman að sjá meira af

undirfélögum kynna starfsemi sína. Þá fengju busar félagslífið beint í æð og væri frábært ef undirfélögin væru tilbúin að taka sem flest inn busa. Ég tel mikilvægt að busar séu strax virkjaðir inní félagslífið, sérstaklega ef þriggja ára kerfið á að ganga í gegn. Þá verður auðveldara að sníða félagslífið að skólanum (Ég er þó fullkomlega mótfallin þriggja ára kerfinu og tel það hlutverk okkar sem nemendur að berjast fyrir okkar hagsmunum).Strax í upphafi ársins verður að gæta vel að allri kynningastarfsemi. Innanskólaræðukeppnin Sólbjartur og spurningakeppnina okkar Ratatoskur verður að kynna vel til þess að ná hámarksþátttöku, það má gera t.d. með prufukeppnum í hádegishléum, keppnum milli nemenda og kennara eða jafnvel að fá þjóðþekkta einstaklinga til þátttöku. Í vetur var báðum keppnum sinnt einstaklega vel. Þetta á ekki að vera einsdæmi, okkur hefur verið sýnt að þetta er hægt með góðri skipulagningu og tel ég mikilvægt að við viðhöldum þessum keppnum sem hafa verið í mikilli lægð síðustu ár.Auglýsinganefnd er í raun peppnefnd, hlutverk hennar er einfaldlega að peppa nemendur fyrir viðburðum og þætti mér því gaman að stíga út fyrir rammann með þeim næsta vetur og fara aðrar leiðir. Plaggöt eru flott en það má alltaf prófa eitthvað nýtt, t.d. í samstarfi með Myndbandanefnd og Lúdó.Ljósmyndarar Framtíðarinnar hafa staðið sig ótrúlega vel í vetur og tekið ógrynni mynda. Gaman þætti mér að sjá þessar myndir nýttar í fleira en bara eitt albúm á facebook. Framkalla mætti bestu myndir hvers viðburðar og hengja upp í Cösu og birta eitthvað af þeim á prenti, t.d. í Loka eða í Skólablaðinu Skinfaxa.Loki Laufeyjarson er mér afar dýrmætur. Sjálf hef ég setið í ritstjórn blaðsins tvisvar og veit því

hversu ótrúleg vinna hann er. Strax í sumar mætti ákveða í samstarfi við ritstjórnir útgáfudag hvers blaðs. Með því auðveldast starf þeirra til muna, auðveldara verður að setja tímaramma fyrir markaðsstörf og uppsetningu blaðsins. Einnig tel ég mikilvægt að ritstjórnir finni sér hönnuð tímanlega fyrir hvert blað svo allt lendi ekki á uppsetjaranum nóttina fyrir prent, en það hefur oft einkennt störf ritstjórna.Frúardagur er ein stærsta nýjung Framtíðarinnar, þrátt fyrir háan aldur, og langar mig að styðja sérstaklega við bakið á uppsetningu næsta leikverks. Móta þarf stefnu félagsins betur og veita starfinu aukið aðhald. Það er augljóst mál að við MR-ingar erum listunnendur og er því mikilvægt að við höldum uppi heilbrigðu og góðu listalífi fyrir okkur sjálf.Síðast vil ég svo nefna það sem einkennir Framtíðina hvað best, en það er MORFÍs. Það er algengur misskilningur meðal áhorfenda ræðukeppna að ríkja eigi þögn milli allra ræða, það er fáranlegt. Róðrarfélagið hefur það hlutverk að uppfylla þessar þagnir með baráttusöngvum og fleiru. Félagið þarf svo auðvitað að vera peppaðara en allt peppað og með því peppa nemendur með sér á keppnir. Við það skapast bæði betri stemning og útrýmum við þannig leiðindastimplinum sem hefur verið settur á MORFÍs.Að lokum vil ég þakka þér kæri lesandi fyrir lesturinn og vona að þú sért einhverju nær í vali þínu á Framtíðarstjórn næsta skólaárs.

Page 29: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 29

Kæru samnemendur,

Ég heiti Haraldur Orri og hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn Framtíðarinnar næstkomandi skólaár.Ástæðan fyrir framboði mínu er mjög einföld. Félagslífið í ár hefur verið frábært, það hefur verið nóg af viðburðum og skemmtilegum þemavikum og ég vil halda þessu áfram næstkomandi ár.Ég hef setið í stjórn Akademíunnar þetta ár og eftir frábæra Nördaviku og gott ár hef ég ákveðið að gera eitthvað meira en bara það. Ég hef þess vegna ákveðið að bjóða mig fram í Framtíðarstjórn næsta ár ekki bara til þess að halda félagslífinu eins og það hefur verið heldur til að efla það og gera næstkomandi ár enn betra.

FramtíðarstjórnHaraldur Orri Hauksson

Framtíðin hefur allt frá stofnun átt gríðarlega stóran þátt í félagslífi skólans. Sér félagið um MORFÍS, Ratatosk, Sólbjart og svo auðvitað marga aðara viðburði. Ég vil auðvitað halda öllum þessum viðburðum áfram og auka við umfang þeirra, enda hefur farið lítið fyrir Sólbjarti þetta skólaár. Tebó eru meðal vinsælustu viðburða Framtíðarinnar. Þau hafa verið haldin oft og frábær mæting hefur verið. Mig langar að halda áfram á sömu braut og auka umfang þeirra til muna. Mér finnst vanta fjölbreytnina í þeim og mætti því halda fleiri þematengd tebó. Tebó eru ekki viðburðir sem eiga að koma út í gróða og er ég algjörlega á móti því. Finnst mér að allur gróði eigi að fara beint í það næsta sem er haldið. Að lokum má líka ekki gleyma að halda tebó yfir sumarið enda eru MR-ingar líka djammþyrstir yfir sumartímann. Eitt það mikilvægasta sem skólafélög halda eru böllin! Framtíðin heldur alltaf a.m.k tvö böll, árshátíð Framtíðarinnar og svo grímuballið en jafnvel mætti bæta við einu í viðbót. Svo er það auðvitað í höndum komandi stjórnar í samstarfi við Skólafélagið að halda lokaballið sem ég vil auðvitað að verði gert svo við getum fagnað próflokunum með stæl.

Megavikurnar í ár hafa gengið frábærlega og sýna að það er vel þess virði að skrá sig í Framtíðina. Ég vil halda þeim stútfullum af skemmtilegum viðburðum í Cösu, nóg af gjöfum til ofurbekkja og ofurárganga og svo klára þær með stæl með tebói í lok vikunnar.. Góðgerðarvikan í ár heppnaðist algjörlega frábærlega og er það merki um hvað undirfélögin geta afrekað. Ég vil virkja öll undirfélögin meira og hafa a.m.k einn viðburð ef ekki fleiri vikulega á vegum undirfélaganna. Til dæmis mætti halda fleiri spilakvöld, skemmtilegar keppnir meðal nemenda og fleira. Frúardagur braut blað í sögu félagsins í ár með sinni fyrstu stórsýningu í Gaflaraleikhúsinu. Ég vil tryggja góða samvinnu milli stjórnar Frúardags og Framtíðarstjórnar til að halda þessu áfram og gera Frúardag að sterku og öflugu leikfélagi með árlegar sýningar í leikhúsum.

Þetta er aðeins brot af þeim hugmyndum sem mig langar að koma í gang næsta ár en ég get það ekki nema að fá stuðning ykkar. Þess vegna vona ég að þið, kæru MR-ingar, munið eftir að setja X við Harald í Framtíðarstjórn

Haraldur Orri Hauksson

Halló halló halló, félagar, samnemendur og aðrir lesendur. Ég heiti Nikulás Yamamoto Barkarsson og gef kost á mér í Framtíðarstjórn. Á mínum tveimur árum í Menntaskólanum hef ég öðlast góða innsýn í starfsemi nemendafélaganna. Í 3. bekk var ég meðlimur markaðsstjórnar Menntaskólatíðinda, eftir það jókst skilningur minn á hvað þarf til þess að efla fjár fyrir útgefið efni á vegum nemendafélaganna. Nú í 4. bekk sat ég í ritstjórn Loka Laufeyjarssonar fyrir áramót og í gegnum það starfaði ég náið með núverandi Framtíðarstjórn. Síðan má ekki gleyma að ég var kosinn í nemendafélag Vesturbæjarskóla árið 2008 og stóð mig prýðilega (skv. góðum heimildum).

FramtíðarstjórnNikulás Yamamoto Barkarson

Mér er mjög annt um félagslífið innan MR og mun ég að sjálfsögðu gera allt það sem ég get til þess að gera viðburði Framtíðarinnar glæsilegri. Ég vil auka áherslu á innanskólaviðburði á borð við Sólbjart og Ratatosk, enda mikill aðdáandi þeirra. Auðvitað eru mun fleiri hlutir sem ég stefni á að gera kæmist ég í stjórn, en mér finnst ekki nauðsynlegt að taka fram ákveðna hluti (afslættir, tebó, Belvita í Kakóland o.s.frv.) Nánari upplýsingar um framboð mitt má finna á Facebook síðunni minni: X-Nikki í Framtíðarstjórn.

Með von í hjarta. Nikulás Yamamoto Barkarsson

P.s. ef þið kjósið mig ekki gætuð þið verið ásökuð um rasisma

Page 30: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 201530

FramtíðarstjórnEster Elísabet Gunnarsdóttir

Kæru MR-ingar!

Ég heiti Ester Elísabet og býð mig fram í stjórn Framtíðarinnar. Frá því ég man eftir mér hef ég alltaf haft mikinn áhuga á félagsstörfum. Í grunnskóla sat ég í nemendaráði í 8.-10. bekk og þekki því nokkuð til þeirrar vinnu sem þarf til að gegna þessu embætti. Ég var einnig bekkjarráðsmaður á þessu ári og hafði af því mikla ánægju.Stjórn Framtíðarinnar stóð sig frábærlega þetta árið og eiga þau hrós

skilið. Hins vegar er alltaf hægt að gera gott starf betra. Til að viðhalda þessu frábæra félagslífi þarf mikla vinnu. Ég myndi leggja mikinn metnað í megavikurnar og allar uppákomur og böll á vegum Framtíðarinnar. Ég tel mig vera góðan og hugmyndaríkan stjórnanda en er jafnframt opin fyrir öllum skoðunum. Framtíðin er ekkert án undirfélaganna og því langar mig að virkja starfsemi þeirra enn betur. Það væri hægt með því að byrja undirbúningsvinnu strax í sumar og setja skýr markmið fyrir veturinn. Tegurkvöldin þetta árið heppnuðust flest öll mjög vel og voru mikið sótt. Ég vil halda því áfram en mögulega skipuleggja tímasetningarnar á þeim aðeins betur. Það gæti verið skemmtilegt að hafa þemu af og til og leyfa tónlistarmönnum innan skólans að spreyta sig. Einnig fannst mér sumartebóið algjör snilld á síðasta ári og langar að halda annað þetta sumar.Árshátíð Framtíðarinnar er í febrúar. Mig langar til þess að hafa árshátíðarvikuna fjölbreytta, þar á meðal með lifandi tónlist, masa nova, uppistandi og bíókvöldum. Allir eiga

að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Skráning í Framtíðina var ótrúlega góð þetta árið. Ég stefni að því að sem flestir skrái sig í Framtíðina á næsta ári og mikilli skráningu er hægt að ná með góðri kynningu, sérstaklega fyrir nýnema. Mikilvægt er að allir geti látið í sér heyra og því væri skemmtilegt að koma upp einhvers konar kerfi þar sem hver og einn getur sett fram sínar hugmyndir. Hugmyndakassi í Cösu væri góð lausn. MR-ingar eru ótrúlega duglegir. Þennan dugnað þarf að verðlauna með tegurkvöldum, góðum böllum og skemmtilegum uppákomum í Cösu. Nái ég kjöri mun ég gera mitt allra besta til að gera veg Framtíðarinnar sem mestan á komandi skólaári. Ég tel að ég geti gert gott starf betra og vil að þið gefið mér tækifæri til að halda þessu frábæra starfi áfram. Því bið ég ykkur um að gefa mér ykkar atkvæði í komandi kosningum og ég lofa að þið munuð ekki sjá eftir því!

Með bestu kveðju, Ester Elísabet Gunnarsdóttir, 4. Z

FramtíðarstjórnBjartur Örn Bachmann

Kæru samnemendur, Bjartur heiti ég og hef ákveðið að gefa kost á mér í Framtíðarstjórn 2015-

2016.

Nú fer vægast sagt frábæru og mikið peppuðu skólaári senn að ljúka. Núverandi Framtíðarstjórn hefur staðið sig með mikilli prýði og lagt mikinn metnað í allt það sem félagið hefur tekið sér fyrir hendur þetta skólaár. Ég býð mig fram því ég vil leggja mitt af mörkum til viðhalds á þessu frábæra starfi en trú mín er jafnframt sú að alltaf sé hægt að gera betur.

Lykillinn að góðu starfi Framtíðarinnar er að ná sem bestri skráningu í upphafi skólaárs. Ég er sannfærður um að það sé hægt að ná enn betri skráningu en síðasta vetur. Því má til dæmis ná fram með betri kynningu á þeim fríðindum sem fylgja því að vera í félaginu og láta

það borga sig margfalt að vera skráður.

Ég vil hafa félagslíf skólans opið og aðgengilegt og gefa nemendum kost á því að móta sitt eigið félagslíf og hafa bein áhrif á það. Það á að vera sem auðveldast fyrir nemendur að koma sínum hugmyndum á framfæri.

Undirfélög Framtíðarinnar eru grunnstoðin í byggingu þess frábæra félagslífs sem skólinn hefur upp á að bjóða. Hjá þeim ættu allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Mig langar til að styrkja og styðja við undirfélögin enn frekar og gera þau öflugri sem aldrei fyrr. Það er mikilvægt að funda og fara yfir stefnumál og markmið félaganna og einnig að halda sem allra bestum tengslum milli stjórnarinnar og undirfélaganna.

Page 31: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 31

Frábærum þemavikum var bætt við í ár, t.d. femínistavikunni og vil ég gera enn meira úr þemavikunum næsta vetur. Frúardagur setti upp sýna fyrstu sýningu í vetur og var afar vel að verki staðið. Þetta er félag sem ég hlakka til að sjá enn stærra næsta vetur. Það er brýnt að Róðrafélagið sé sem sterkast og öflugast á næsta skólaári til að auka enn á skólaandann. Önnur félög, á borð við Femínistafélagið, gætu síðan jafnvel farið í samstarf við aðra skóla.

Það er afar mikilvægt að auglýsa alla viðburði vel og virkja auglýsinganefnd

til fulls í þeim tilgangi að auka tilhlökkun fyrir dansleikjum og öðrum tilteknum viðburðum. Þannig getum við skapað enn meiri stemmingu og fengið fleiri til að taka þátt í viðburðum á borð við Ratatosk og Sólbjart, sem eru viðburðir sem ég vil sjá stærri. Allmargir MR-ingar elska að lyfta sér upp eftir erfiðar skólavikur og skella sér á Tebó. Tebóin í ár hafa verið mikil skemmtun og vil ég reyna að hafa þau sem oftast. Ég vil einnig sjá til þess að netviðburðir fyrir þau séu gerðir tímanlega svo fólk viti hvænær þau eru og hve margir hafi í huga að fara og geti

þannig áætlað fram í tímann.

Þetta er aðeins brot af því sem ég hef í huga fyrir næsta skólaár. Ég mun koma til með að beita mér af öllum krafti í þágu Framtiðarinnar á næsta skóláár fái ég kjör. Ég tel mig hafa allan þann metnað og vilja sem þarf til þess. Það gerist þó ekki án ykkar og því vona ég að þessi lesning hafi sannfært ykkur um að veita mér stuðning næsta föstudag.

Með von um bjarta framtíð,

Bjartur Örn Bachmann

FramtíðarstjórnMargrét Ósk Gunnarsdóttir

Kæru samnemendur,

Ég heiti Margrét Ósk og gef kost á mér til Framtíðarstjórnar skólaárið 2015-16. Við MR-ingar höfum margt til þess að vera stolt af en okkar kraftmikla félagslíf er eitt af því. Brennandi áhugi minn á samskiptum, fólki og viðburðaskipulagningu hvatti mig til þess að hefja þáttöku mína í störfum innan félagslífsins. Í 3. bekk var ég í Árshátíðarnefnd Framtíðarinnar og markaðsnefnd Skólafélagsins.Í ár sat ég sem formaður Skrallfélagsins, skemmtinefndar Framtíðarinnar. Ég fékk í gegnum það að kynnast störfum stjórnar Framtíðarinnar náið. Ég sá hvað gekk vel en einnig það sem hefði mátt fara á annan veg, breyta og bæta.

Ég hef aflað mér mikillar reynslu og mun hún nýtast mér í störfum innan stjórnarinnar á komandi skólaári, skyldi ég ná kjöri.

Allir þeir sem við koma skipulagningu félagslífsins í MR hafa jú sama markmið: Að gera félagslíf MR eins kröftugt, fjölbreytt og skemmtilegt og hægt er. Lykillinn að því að ná þessu markmiði er samvinna. Samvinna milli Framtíðarinnar og Skólafélagsins mætti að mínu mati auka á vissum sviðum s.s. innan markaðssviðs og viðburða á vegum undirfélaga sem tilheyra báðum félögum. Sérstöðu nemendafélaganna tveggja verður þó auðvitað að halda.Ef ég næ kjöri mun ég sjá til þess að núverandi viðburðir Framtíðarinnar verði enn mikilfenglegri og myndarlegri. Á það við um Árshátíðina, Grímuballið, Megavikurnar o.s.frv. Ég vil leggja mikla áherslu á skipulag og að viðburðir séu auglýstir fyrr. Allt til þess að sem mest stemning myndist! Verkaskipting og hlutverk undirfélaga þurfa að vera enn skýrari og náið samstarf milli félaganna og stjórnarinnar. Mikilvægt er að opin umræða sé við alla nemendur skólans. Þetta væri hægt að framkvæma með því að hafa vefsíðu þar sem að nemendur geta sent inn tillögur að nýjum spennandi viðburðum eða listamönnum til að fá í Cösu.

Almenn efling alls starfs Framtíðarinnar og betra skipulag er auðvitað eitthvað sem þarf að vinna að. Eftirfarandi eru þau atriði sem mér þætti mikilvægast að vinna með og bæta.

MarkaðsstarfMikil þörf er á eflingu í markaðsmálum innan Framtíðarinnar. Á þessu sviði er t.d. mikil þörf á auknu skipulagi til að ná hámarks nýtingu á mannafli. Embætti markaðsstjóra skal gera að kjörnu embætti. Mig langar til þess að skoða aukið samstarf við Skólafélagið í markaðsstörfum og myndi ég vilja opna þá umræðu með verðandi stjórnarmeðlimum. Með betra markaðsstarfi opnast svo margar dyr og gæti Framtíðin þá t.d. dekrað betur við ofurbekki.

ÚtgáfaÉg vil að lögð verði áhersla á gæði umfram magn í útgáfu Framtíðarinnar en um leið sjá til þess að myndbandagerð á vegum Framtíðarinnar verði meira áberandi. Ég vil sjá fagmannlegt, vandað og skemmtilegt efni.

SkallfélagiðMig langar til þess að samstarf stjórnar og Skallfélagsins verði enn meira. Skrallfélagið ætti að vera hægri hönd stjórnarinnar og þykir mér viðeigandi að fulltrúi félagsins sæti

Page 32: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 201532

á öllum helstu fundum stjórnarinnar. Hlutverk félagsins verða einnig að verða skýrari.

Viðburðir og annað

Megavikur og Tebó-Megavikur Framtíðarinnar hressa verulega upp á tilveruna yfir skólaárið. Þær vil ég halda áfram að stækka og gera skemmtilegri. Hvort sem að vikurnar eru þematengdar eða ekki vil ég sjá til þess að alltaf Tebó í lok þeirra.

K v e n r é t t i n d a v i k a n , Hinseginvikan og LGBTQ+ -vikan

-Í ár voru haldnar þrjár gríðarlega flottar málefnatengdar vikur. Ég hef sjálf sjaldan verið jafn stolt og á meðan að þessum vikum stóð. Ég vil að þessar vikur verði fastir liðir í félagslífinu á skólaári hverju. Tilvalið væri að dreifa þeim yfir árið til þess að halda umræðunni uppi. Þessar vikur bjóða líka upp á náið samstarf skólafélaganna tveggja. Þessi málefni snerta alla og báðar stjórnir ættu að

koma að skipulagningu viknanna.

Ég vona, kæru samnemendur, að þessi litla grein hafi gefið ykkur grófa hugmynd um hvað ég stefni á skyldi ég ná kjöri. Ég hef mikla trú á því að komandi skólaár geti orðið glæsilegt ár í sögu Framtíðarinnar. Mér þætti mikill heiður að fá að vinna fyrir ykkur og skólann okkar.

Með von um ykkar stuðning,Margrét Ósk Gunnarsdóttir

FramtíðarstjórnLeon Arnar Heitmann

Kæru samnemendur,

Þessa viku gef ég, Leon Arnar, kost á mér til stjórnar nemendafélags Framtíðarinnar fyrir næstkomandi skólaár. Ástæða fyrir framboði mínu í ár er ekki flókin. Ég er vinnufús og mikil keppnismanneskja sem gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og tel mig geta lagt hönd á plóg til að viðhalda því frábæra starfi sem unnið hefur verið innan Framtíðarinnar á líðandi skólaári. Stefna mín er fyrst og fremst sú að byggja ofan á gott starf vetrarins til að gera enn betur á næsta vetri.Eins og við vitum hefur þetta ár

verið litríkt og tilkomumikið í félagslífinu. Haldnar hafa verið skemmtilegar þemavikur sem hafa bæði eflt félagslífið og vakið mikla athygli á skólanum, þ.á.m. Hinseginvikan, Feministavikan og Nördavikan. Ég vil leggja aukna áherslu á þemavikur, bæta þær og gera enn skemmtilegri, en einnig fjölga þeim. Einnig vil ég auka fjölda utanskólaatburða, t.d. MR-Deildin, Spilakvöld, Skákmót og aðrar minni samkomur á vegum undirfélaga.Að mínu viti skráðu sig ekki nægilega margir í Framtíðina síðastliðið haust og því þarf að breyta. Leiðir til þessu gætu til dæmis verið að auka magn gjafa fyrir ofurbekki, fjölga afsláttum sem nemendur geta nýtt sér eða fjölga Megavikum. Markmiðið, að sjálfsögðu, er að hver og einn einasti MR-ingur sé skráður í Framtíðina.

Tegrunarkvöld hafa án efa verið einn af hápunktum síðasta skólaárs og eru þau einnig vinsælustu viðburðir Framtíðarinnar. Ég vil leggja mikla áherslu á aukningu í fjölbreytni þeirra, t.d. fleiri þematengd tebó, sameiginleg tebó milli annara skóla, fleiri tebó á vegum undirfélaga með

meðfylgjandi þema, fjölbreytnari staðsetningar og breytingu á rekstri þeirra svo eitthvað sé nefnt. Augljóslega er alltaf hægt að gera betur og bæta það sem bæta má.

Hér að ofan hef ég einungis reifað á mínum helstu hugmyndum til eflingar á starfsemi Framtíðarinnar. Því óska ég eftir ykkar atkvæði sem til að þess að koma mínum hugmyndum í framkvæmd.

Kæru MR-ingar, kjósum betri framtíð, setjum X við Leon í Framtíðarstjórn.

- Leon Arnar Heitmann.

FramtíðarstjórnGuðjón Bergmann

Page 33: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 33

Gjaldkeri FramtíðarinnarKristján Geir Sigurgeirsson

Ágætu samnemendur!

Kristján Geir heiti ég og mun ég gefa kost á mér í embætti gjaldkera Framtíðarinnar. Við gerum okkur eflaust öll grein fyrir því að efnahagur Framtíðarinnar er undirstaða allrar starfsemi hennar – því er Framtíðinni og í raun félagslífi skólans nauðsynlegt að haldið sé vel utan um fjármál félagsins. Það er lítill tilgangur í því að halda uppi tveimur nemendafélögum til þess eins að

geta stært sig af því að hafa tvö nemendafélög. Framtíðin verður að geta staðið sterkum fótum inn í framtíðina (pun intended) með vel skipulögðum atburðum á skólaárinu.

Ég mun, í umboði kjósenda minna, verða sá sem halda mun utan um ýmsar góðar hugmyndir sem okkar yndislega skólalýðræði mun bjóða upp á. Það er gjaldkeri sem er að miklu leyti ábyrgur fyrir veltu félagsins. Í því tilliti má auðvitað ekki gleyma tekjulindum félagsins.

Helstu stefnumál mín eru eftirfarandi:•Að tryggja gagnsæi í fjármálum félagsins•Að ná hagkvæmum samningum við fyrirtæki um ýmsa

útgáfu•Að takmarka útgjöld Framtíðarinnar

Varðandi gagnsæið legg ég til birtingu ársreikninga, og ef til vill hálfsársreikninga. Einnig stefni ég að því að svara öllum spurningum nemenda um stöðu fjármála félagsins, enda eru það nemendur skólans sem afla félaginu fjár.

Ég mun auðvitað skoða alla valmöguleika til fjáröflunar verði ég kjörinn. Síðasta Framtíðarstjórn gaf í byrjun þessa vetrar stílabækur – en hvað kostaði það? Sennilega einhverjar krónur sem síðan hafa falið í sér aukin skráningargjöld í félagið, ballmiðaverð o.s.frv. Það er deginum ljósara að Framtíðin

þarf að fjármagna sig á mismunandi vegu. Mér finnst eðlilegra að námsgögn eins og stílabækur merktar Framtíðinni verði seld á lágmarksverði en þó þannig að Framtíðin standi fjárhagslega undir því. Hvernig sem starf Framtíðarinnar verður fjármagnað, þá mun sá peningur sem aflað verður að sjálfsögðu fara í að gera starf hennar sem glæsilegast. Framtíðin er ekki eins og Skólafélagið, hvað varðar fjáröflun. Það þarf samt ekki að vera neikvætt, heldur verður að líta á það sem styrk félagsins að geta boðið nemendum upp á mismunandi leiðir til þess að efla starf þess.

Gjaldkeri FramtíðarinnarEyþór Ingi Guðmundsson, 5.R

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram sem gjaldkera Framtíðarinnar næsta skólaár þar sem ég tel mig hæfan til að gegna starfinu með sóma. Ég er metnaðargjarn og legg mig allan fram við að leysa vel þau verkefni sem mér eru falin og óhræddur við axla ábyrgð og takast á við krefjandi verkefni. Þar að auki er ég ábyrgur, stundvís, skipulagður og vinn vel undir pressu.Mér er gjarnan lýst sem hressum, skemmtilegum og einstöku sinnum skítsæmilegum einstaklingi og tel ég það vera einkenni sem henta vel í stjórn.Vissulega hef ég ekki mikla reynslu í svona störfum en ég tel það ekki hamla getu minni til að vera frábær gjaldkeri þar sem ég hef kynnt mér starfið og er fullviss um að ég geti sinnt því frábærlega. Ég er með fullt af frábærum hugmyndum fyrir næsta skólaár eins og til dæmis að setja vefmyndavél í stóra gluggann í Casa Nova yfir nemendabílastæðið þar sem hver og einn getur athugað á netinu hver staðan á bílastæðinu er. Undanfarin ár hefur félagslífið í MR verið alveg hreint æðislegt og mig langar að halda því frábæra starfi áfram sem framtíðarstjórnin hefur gegnt. Ég sé fram á klikkað skólaár 2015-2016 og ég lofa því að sem gjaldkeri mun ég gera það sem ég get til að gera félagslífið sem best. Og munið að hjá Eyþóri er framtíðin björt.

Page 34: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 201534

HeimspekifélagiðÁlfheiður Edda Sigurðardóttir

Góðir hálsar og aðrir hálsarÉg, Álfheiður Edda hyggst greiða leið fyrir spaklegar umræðu innan veggja skólans nái ég kjöri sem Magister Philosophiae. Þá skal næsta heimspekifélag halda opna heimspekifundi og margt fleira, t.d. ýmsa vísinda/heimspekitengda viðburðum í samstarfi við Vísindafélagið. Auk þess hyggst ég færa helstu virkni heimspekifélagsins af facebook og yfir á Twitter, enda þykir það ákaflega spaklegur samfélagsmiðill og því hentugur til útvörpunar á heimspekilegum pælingum. Á komandi ári skal enginn vera í fílu, bara fílósófíu!

Ljósmyndarar Framtíðarinnar

Ari Brynjarsson

Hi kidz. Ég heiti Ari og er að klára 5.bekk í MR núna í vor. Þetta skólaár hef ég gegnt embætti ljósmynd-Ara Framtíðarinnar og hef ég gert fátt annað jafn skemmtilegt. Þótti mér svo gaman að sinna þessum skyldum mínum að mig langar til að halda þeim áfram. Ég vona að þið treystið mér til þessa verkefnis á komandi skólaári.

TímavörðurEkkert framboð barst kjörstjórn

Umsjónarmaður fiskabúrsEkkert framboð barst kjörstjórn

BlóraböggullOrri Jónsson• Er mjög góður í að taka sökina á ýmsum hlutum, hvort sem hún er í raun mín• Hef mikla reynslu byggða á mínum fyrri raunum• Er algjör dugnaðarforkur þegar kemur að ásökunum• Er mjög undirgefinn og tek sök allra að kostnaðarlausu• Hef mikla reynslu í blórabögglun

BlóraböggullBjargey Þóra Þórarinsdóttir

Þetta er allt mér að kenna.

BlóraböggullKarólína JóhannsdóttirBlóraðu böggulinn minn.

Page 35: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 35

Zéra ZkáldskaparfélagsinsMatthías Már Kristjánsson

Orð eru ónýt.

Zéra ZkáldskaparfélagsinsVera R. Jónsdóttir

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram sem Zéra Zkáldzkaparfélagzinz vegna þess að ég hef áhuga á skáldskap og ritlist og vil eindregið endurvekja bókstafinn ,,Z‘‘ í íslensku máli! Ég mun leggja mig alla fram við að sinna mínu starfi samviskusamlega og sem best ég get.

Zéra ZkáldskaparfélagsinsBolli Magnússon, 4.a

Ztefnumál-Ztytta ztundir með ztuðlum, ztafzetningu og ztílum.-Ztofna til zamztarfz við Nizza zúkkulaði.-Ztjórna með harðri h… zjá til þezz að zkáldzkapur zkipi ztærri zezz innan zkólanz og að ljóð, zögur og annar zkáldzkapur nemenda fái að njóta zín í árzriti Zkáldzkaparfélagzinz, Yggdrazil.

Hamingjuzöm mun ég ykkur gera,

verð ég Zkáldzkaparfélagzinz Zéra.

Zéra ZkáldskaparfélagsinsOrri Úlfarsson

Framboðssonnetta

Í hjarta borgar stendur skóli forn,sem geislar kveðskap, fögrum orðum.

Yrki ég um Lærða skóla vorn,eins glæstan og hann er og var og forðum.

Vil ég halda uppi stundarkornljóðahefðum þessa glæsta skóla.

Að skáldin skólans eignist gjallarhorn,að geti látið á sér loksins bóla.

Vernduð skal list ljóðsins ævaforní ritum félags zkáldskaparins góða.

Lát þetta vera aðeins sýnishornum þá fögru ljóðlist, eilífra óða.

Ljóðlist skólans lif ’í hjörtum allra,Í vorum skóla og um jörð gervalla.

Meðfylgajndi ljóð endurspeglar að ég er nördafífl sem á enga vini og hefur ekkert betra að gera með tíma sinn heldur en að

sitja heima hjá sér að yrkja sonnettu.

Kæru MR-ingar,Við í Nýfæddum börnum höfum ákveðið að bjóða okkur fram í stjórn Frúardags. Nú hugsar þú kannski ,,Afhverju ætti ég að kjósa þau?” Góð spurning kæri kjósandi en við getum svarað því. Við í Nýfæddum börnum tókum öll þátt í fyrstu stórsýningu Frúardags og höfum fullt af góðum hugmyndum sem okkur langar mikið að hrinda í framkvæmd, náum við kjöri. Þar sem við tókum öll þátt í fyrra þá vitum við hvað má betur fara og hvað heppnaðist vel. Við lofum ykkur frábærri sýningu næsta haust sem verður stútfull af söng, dansi og leikgleði.

Með von um þitt atkvæði,Nýfædd börn

FrúardagurNýfædd börn

Andrea Urður Hafsteinsdóttir, 5. UKristjana Ósk Kristinsdóttir, 4. YElín Gunnarsdóttir, 5. UDagmar Óladóttir, 4. ABaldvin Flóki Bjarnason, 4. YSteinunn Helgadóttir, 5. S

Page 36: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 201536

Loki LaufeyjarsonSex í bílÁsa Bergný Tómasdóttir, 4.BBergmundur Bolli H Thoroddsen, 4.YBjarni Ólafsson, 4.YÓlafur Óskar Ómarsson, 4.YSóley Anna Benónýsdóttir, 4.BSólveig Hrönn Hilmarsdóttir, 4.B

Ágæti Menntskælingur! Hér eftir þarft þú ekki að örvænta, því ef allt gengur eftir mun framboðið SEX Í BÍL ráða ríkjum í blaðaútgáfu Loka Laufeyjarsonar hálfan næsta vetur. Athugaðu þó, að það verður ekki að veruleika án þinnar hjálpar! Því biðlum við til þín, ágæti lesandi, að líta á helstu hugmyndir okkar. Í fyrsta lagi viljum við tryggja vandaða blaðamennsku og áhugavert efni. Við hyggjumst taka viðtöl við fjölbreytta einstaklinga, þekkta sem óþekkta; birta efni eftir meðlimi ritstjórnar sem og nemendur skólans, svo sem ljóð og smásögur; heilaörvandi þrautir og margt fleira. Meðlimir ritstjórnarinnar er fjölbreyttur hópur og ættu því blöðin að ná til breiðs hóps. Einnig viljum við auka þáttöku nemenda í blaðinu og mundu þeir geta sent inn smáauglýsingar, greinar eða ljóð og ef einmanaleikinn sækti á Menntskælinginn tækjum við glöð að okkur að auglýsa eftir pennavinum. Ef SEX Í BÍL verður þín Lokaákvörðun lofum við að atkvæði þínu verður ekki sóað.

SpilafélagiðTrivial í suitKristófer Óttar Úlfarsson, 5.RHans Linnet, 5.RDagur Fannar Jóhannesson, 4.U

Borðspil hafa alltaf átt sérstakan stað í hjarta okkar. Á köldum vetrarnóttum þegar glasið er tómt er fátt betra en að glugga yfir matador, síðan í twister og hver veit hvar kvöldið endar. Við ábyrgjumst það að enginn útskrifast án þess að kunna helstu drykkjuleiki þorrans og spilakvöldin munu ná nýjum hæðum. Ekkert tebó á þig kútur, það er spilakvöld og þú veist það. Það freistar okkur að halda skrautleg spilakvöld á undan tebó auk nokkurra vinalegra kvölda sem munu seint gleymast.„når en mand spiller, spiller de alle“Sólbjartsnefnd

Ekkert framboð barst kjörstjórn

MyndbandanefndEkkert framboð barst kjörstjórn

AuglýsinganefndEkkert framboð barst kjörstjórn

SpáfélagiðEkkert framboð barst kjörstjórn

GjörningafélagiðEkkert framboð barst kjörstjórn

GóðgerðafélagiðCharisElín Þóra Helgadóttir, 5.XKristín Sól Ólafsdóttir, 5.XGuðrún Höskuldsdóttir, 5.XDóra Sóldís Ásmundardóttir, 5.SKristborg Sóley Þráinsdóttir, 5.SBjörg Þorláksdóttir, 5.MNína Sigrún Kristjánsdóttir,

Við erum Charis, hópur af sjomlum í 5. bekk sem vilja láta gott af sér leiða. Goðgerðarvikan í ár tókst frábærlega, það hefur aldrei safnast eins mikið og við stefnum á að gera enn betur! Við höfum allar reynslu úr félagslífinu og erum allar mjög góðar.

Page 37: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 37

Jó kidz. Við erum þrír ferlega skemmtilegir og hressir krakkar í MR. Við erum búin að vera mislengi í skólanum en öll erum við sammála um að Framtíðin og allt sem hún stendur fyrir sé frábært. Við vitum af eigin reynslu að það er mikil vinna að skipuleggja alla þá fjölmörgu viðburði í félagslífinu sem Framtíðin kemur að. Þetta er mjög mikil vinna fyrir fimm manna stjórn. Þess vegna er fjöldinn allur af undirfélögum til staðar til að létta á byrðinni hjá stjórninni. Eitt

mikilvægasta af þessum undirfélögum er Skrallfélagið. Skrallfélagið aðstoðar Framtíðarstjórnina við margt. Skrallararnir eru alltaf til taks og við hvaða tækifæri sem er, hvort sem það er spilakvöld í Cösu eða hið víðfræga grímuball. Það er mikil vinna, ábyrgð og stress sem fylgir því að vera skrallari. Teljum við okkur vera vel undirbúin og hæf til að gegna þessu starfi þar sem við höfum öll komið að skipulagi félagslífsins, að einhverju leiti, á undanförnum árum. Við

elskum Framtíðina og sjáum fram á mjög gott skólaár á næsta ári og viljum við vera hluti af batteríinu sem heldur uppi staðlinum sem fráfarandi stjórn setti á liðnu skólaári.

Við erum:Ari Brynjarsson, 5.R, Anna Margrét Stefánsdóttir, 3.C India Bríet Böðvarsdóttir, 4.U.

Gó Animals. Pepp.

SkrallfélagiðAnimals

Ari Brynjarsson, 5.RAnna Margrét Stefánsdóttir, 3.CIndia Bríet Böðvarsdóttir, 4.U

Í ár höfum við, Arnar Haukur, Aron Jóhanns, Hlökk Þrastar, Una María og Vera Björg, ákveðið að gefa kost á okkur í Skrallfélag Framtíðarinnar. Við höfum reynslu, metnað og ferskar hugmyndir og höfum í raun aðeins eitt markmið: félagslíf MR skal verða enn meira og betra. Við erum reiðubúin að fórna öllu fyrir ógleymanlegt ár.

Við leggjum mikla áherslu á að allir hafi afsökun til að flýja skólabækurnar. Árshátið Framtíðarinnar, önnur böll

og skemmtanahald mun svo sannarlega ekki verða af verri gerðinni. Með góðri samvinnu við stjórn Framtíðarinnar og samstarfi við önnur undirfélög um sameiginlega viðburði verður næsta skólaár sprengja. Ekkert mun hindra okkur í að skemmta þér, þó að það muni kosta okkur blóð, svita og tár.

Því UNO er hér fyrir ÞIG.

SkrallfélagiðUNO

Hlökk Þrastardóttir, 3.AUna María Magnúsdóttir, 3.AVera Björg Rögnvaldsdóttir, 3.GArnar Haukur Rúnarsson, 3.IAron Jóhannsson, 3.I

AfþreyingarnefndLúdócrisArnór Jóhannsson, Eiríkur Andri Þormar, 5.MHafsteinn Atli Stefánsson, 5.YEmil Snorri Árnason, 5.YNatalia Lopez Peralta, 5.RAri Brynjarsson, 5.RFriðrik Þjálfi Stefánsson, 5.YHildigunnur Hermannsdóttir

Sidl.Við erum fjölbreyttur hópur fimmtubekkinga sem kallar sig Lúdócris. Lúdó er nýleg nefnd og er það markmið okkar að kynda í henni. Lúdócris mun færa ykkur myndbönd á silfurfati. Myndbönd sem kveikja munu aragrúa tilfinninga í brjósti ykkar: sælu, sorg, hneykslun og jafnvel losta. Einnig munum við gerast svo djörf að búa til dagatal fyrir næsta ár (2016) og mun það innihalda ýmiss konar myndir, sumar hverjar æsandi. Þið getið treyst á samnemendur ykkar í Lúdócris til að færa ykkur stærsta Lúdó frá örófi alda.Eina sem þið þurfið að gera er að kjósa okkur!ATH! meðlimir hópsins eru þaulreyndir í myndabandagerð og öllu sem að því snýr og búa yfir gríðarlegri sköpunargáfu.Lúdócris í Lúdó!

Page 38: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 201538

Forseti vísindafélagsinsDagur Tómas Ásgeirsson

Ágætu samnemendur.

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í forseta Vísindafélagsins vegna þess að ég hef gríðarlegan áhuga á vísindum og vil því vekja félagið úr þeim dvala sem það hefur verið í á liðnu skólaári.

H l u t v e r k Ví s i n d a f é l a g s Framtíðarinnar er að efla áhuga á alls kyns vísindum hjá nemendum og ég tel mig hafa metnaðinn og getuna til að sinna því hlutverki. Ég hef tvö meginmarkmið. Hið fyrra er að

gefa út tímaritið De rerum natura sem ekki hefur verið gefið út í tvö ár. Þetta mjög raunhæft markmið því að ég veit að margir MR-ingar hafa sama brennandi áhuga og ég á vísindum og væru til í að koma að útgáfu blaðsins á einn eða annan hátt. Seinna markmiðið er stærra og erfiðara, en þó vel gerlegt ef rétt er staðið að því. Ég vil kanna hvort hægt sé að halda einhvers konar vísindaviku. Ég veit

um nóg af fólki sem hefði áhuga á því að taka þátt í skipulagningu þessarar viku, en nóg af fólki og gott skipulag er einmitt það sem þarf til að slík vika heppnist vel. Þar sem nútímavísindi eiga rætur sínar að rekja til heimspekinnar væri tilvalið að skipuleggja þessa viku í samstarfi við Heimspekifélagið. Þetta er alls ekki óraunhæft markmið því að eins og við höfum séð á þessu skólaári hefur fjöldi undirfélaga bæði Skólafélagsins og Framtíðarinnar haldið gríðarlega velheppnaðar þemavikur. Ég vil að Vísindafélagið bætist í þennan hóp og lofa hér með að leggja mig allan fram við að gera vísindavikuna að veruleika ef þið kjósið mig á föstudaginn!

Dagur Tómas Ásgeirsson, 5. X.

Forseti vísindafélagsinsMargrét Dagmar Loftsdóttir

Kæru samnemendur,

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti forseta Vísindafélagsins á næsta skólaári. Það væri mér sönn ánægja að taka þetta verkefni að

mér. Ég hef g r í ð a r l e g a n áhuga á f j ö l m ö r g u m vísindagreinum og tel mig vera hæfa til þess að sinna störfum þessa embættis. Aðalmarkmið mitt væri að gefa út De rerum natura á vormisseri og

hafa það sem veglegast. Ég hef einnig áhuga á því að efla áhuga nemenda á hinum ýmsu vísindagreinum, og vekja athygli á fjölbreytileika vísindanna. Ef nægur áhugi er fyrir hendi væri skemmtilegt að fara í jarðfræðiferð og halda ýmsa vísindatengda atburði út skólaárið.

Föndurfélagið LykkjufallStefanía Þórhildur Hauksdóttir

Ég býð mig hér með fram í Föndurfélagið Lykkjufall vegan þess að ég er sannfærð um að þetta sé stór skemmtilegt og ábyrgðarmikið embætti. Ég heillaðist að þessu embætti í fyrra þegar Föndurfélagið hélt utan um Skreytó og tókst að peppa hæfileikaríkt fólk til að taka höndum saman og gera Kösu kjallara hinn glæsilegasta. Fátt þykir mér skemmtilegra en að föndra, mála og teikna í góðum félagsskap og tel ég því Föndurfélagið kjörið embætti fyrir mig.

Page 39: Kosningablað MR 2015

KOSNINGAR MR 2015 39

Ég heiti Sara Húnfjörð og er í 4.U. Áhugi minn á Föndurfélaginu kviknaði þegar ég tók þátt í skreytinganefnd fyrir Árshátíð Framtíðarinnar 2015. Ég er mjög skipulögð og vinnusöm, hef mikinn áhuga á föndri og öllu slíku. Ég tel mig vera mjög góðan stjórnanda, stundvís og opin fyrir mismunandi skoðunum. Ég hef tekið þátt í að skipuleggja þema á böllum og öðrum viðburðum síðan ég var í grunnskóla en þar var ég formaður skreytinganefndar.

Föndurfélagið LykkjufallSara Húnfjörð

Jó kidz. Okei. Andavinafélagið. Hvað er það eiginlega? Er þetta ekki bara eitthvað djókfélag sem gerir bara fleira fólki kleyft að komast í embó. Nefnilega ekki. Það halda allir að þetta félag sé bara eitthvað, en það er það ekki. Seinasta skólaár vorum við fimm í félaginu sem sinntum skyldum þess eins vel og kostur var á. Við fórum í hverjum mánuði, að minnsta kosti, einu sinni á tjörnina til þess að gefa öndunum brauð. Við ræddum oft um hvað við gætum gert til að bæta félagið og fræða samnem”endur” okkar um fiðraða vini okkar. En ekkert varð úr þessari fræðslu. Ég

Stjórn AndavinafélagsinsAri Brynjarsson

Ég sækist eftir þessu embætti andalega vegna þess að endur eru andskoti kúl. Ég mun gera mitt besta til að vernda endurnar gegn ágangi gráðugu mávanna svo þær fái líkama Jesú Krists.

Stjórn AndavinafélagsinsAtli Þór Helgason

hef ákveðið að ef ég næ kjöri sem Svanur á næsta ári, muni verða breyting á. Ef ég fengi að ráða myndi Andavinafélagið skipuleggja hópferðir á tjörnina, vera með fyrirlestra í Cösu og jafnvel gefa út lítið fræðirit. Þetta eru hlutir sem væri svo létt að gera ef bara einhvern sinnti því. Ég er þessi manneskja. Ég nenni að gera þessa hluti af því að ég elska endunar og allt fiðurféð á tjörninni (ekki mávana samt).

SkákfélagiðSigurður Bjartmar Magnússon

Heil og sæl drottningar og kóngar. Eitt sinn tefldi ég við gamlan mann sem angaði af brennivíni. Eftir ágætlega harða baráttu brotnaði hann niður og viðurkenndi ósigur. Eftir það var ég staðráðinn í því að sýna manninum (Huga Hólm) að ég væri betri en hann í öllu sem einu. Hjálpið mér, kjósið mig.

Le préOddur Örn Ólafsson, 3.D

Ég heiti Oddur Örn Ólafsson og er að bjóða mig fram sem Le Pré á næsta skólaári. Ég er að bjóða mig fram vegna þess að mig hefur alltaf langað til að vera gæjinn á fremsta bekk sem syngur hástöfum og æpir í hvert einasta skipti þegar MR fær stig í Gettu Betur: MR! MR! MR! Á næsta ári ætla ég að sjá fyrir: Peppi, stemningu og góða skapinu á öllum stórum MR-viðburðum á komandi skólaári, svosem Morfís, Gettu Betur og MR-VÍ deginum. Kjósið mig fyrir PEPP!