jólablað 2012

40
41. árgangur Jólin 2012 Jólablað Keflavíkur Fyrirmyndarfélagið Keflavík

Upload: keflavik

Post on 11-Mar-2016

250 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Jólablað 2012

41. árgangur

Jólin 2012J ó l a b l a ð K e f l a v í k u r

Fyrirmyndarfélagið Kefl avík

Page 2: Jólablað 2012

2 Jólablað 2012

Íþrótta- og leikjaskóli Kefl avíkurÍþrótta- og leikjaskóli Kefl avíkur fyrir börn á aldrinum 6 – 10 ára var nú á forræði fi mleikadeildar Kefl avíkur. Styrkur kom frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar. Um-sjónarmaður skólans var Heiðbrá Björnsdóttir.

Viðurkenningar veittar á aðalfundi félagsins 2012Veittar voru viðurkenningar (starfsmerki) fyrir stjórn-arsetu.

Gullmerki var veit Guðjóni Axelssyni aðalstjórn. Gull-merki Kefl avíkur er veitt fyrir 15 ára stjórnarsetu.

Tvö silfurmerki voru veitt þeim Ólafi Birgi Bjarnasyni og Hjörleifi Stefánssyni knattspyrnudeild. Silfurmerki Kefl avíkur er veitt fyrir 10 ára stjórnarsetu.

Fimm bronsmerki voru veitt þeim Ágústi Pedersen og Kjartani Steinarssyni knattspyrnudeild, Sigurbjörgu Ró-bertsdóttur sunddeild, Ingvari Gissurarsyni skotdeild og Erni Garðarssyni taekwondódeild. Bronsmerki Kefl avík-ur er veitt fyrir 5 ára stjórnarsetu.

Starfb ikar félagsins var veittur Sigmari Björnssyni.Eitt heiðursmerki úr gulli var veitt Helga Hólm.Tvö heiðursmerki úr silfri voru veitt þeim Jóni Ben

Einarssyni unglingaráði körfuknattleiksdeildar og Smára Helgasyni unglingaráði knattspyrnudeildar.Starfsmerki UMFÍ var veitt þeim Ólafíu Ólafsdóttur og Sigrúnu Sig-valdadóttur knattspyrnudeild.

15. Unglingalandsmót UMFÍ Selfossi 2012Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Selfossi um versl-unarmannahelgina. Mikill hugur var hjá mótshöldurum og margar uppákomur í gangi.

Mótið heppnaðist vel í alla staði. Keppnishópur okk-ar hefur aldrei verið svona stór eða 112 og stóðu þeir sig allir vel. Kefl avík átti næstfj ölmennasta liðið á mótinu, en heimamenn voru fj ölmennastir. Kefl avík var útnefnt sem fyrirmyndarfélag mótsins sem er mikill heiður fyrir okkur sem félag. Aðalstjórn vill þakka keppendum og sér-staklega unglingalandsmótsnefnd fyrir hennar framlag. Vel að verki staðið.

38. Sambandsráðsfundur UMFÍ á Klaustri 2012Sambandsráðsfundur UMFÍ var haldinn á Kirkjubæjar-klaustri 12. til 13. október 2012. Sambandsráðið er skipað stjórn og varastjórn UMFÍ ásamt formönnum sambands-aðila eða varamönnum þeirra. Einar Haraldsson sótti fundinn af hálfu Kefl avíkur.

27. Landsmót UMFÍ á Selfossi 2013Landsmót UMFÍ er klárlega stærsti viðburður hreyfi ng-arinnar hverju sinni, en þau eru haldin á fj ögurra ára fresti. Mótið verður haldið á Selfossi 4. – 7. júlí 2013. Á Landsmótum er keppt í mörgum greinum íþrótta auk ým-issa starfsíþrótta eins og dráttarvélarakstri, starfshlaupi, línubeitingu auk annarra greina. Fjöldi keppenda er um 2000 og þeir sem koma og fylgjast með eru frá 12.000 til 20.000, en hefur mest farið upp í 25.000 manns árið 1965 á Laugarvatni. Það sem gerir þetta mót að stórviðburði á Íslandi er hinn mikli fj öldi keppenda og áhorfenda auk mikillar fj ölbreytni í keppnisgreinum. Þeim sem kunna að hafa áhuga að taka þátt fyrir hönd Kefl avíkur íþrótta- og ungmennafélags er bent á að setja sig í samband við fram-kvæmdastjóra félagsins. Allir á landsmót UMFÍ 2013.

16. Unglingalandsmót á Höfn 2013Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn um versl-unarmannhelgina 2013.

Unglingalandsmótin, sem eru ein af skrautfj öðrum Ungmennafélagshreyfi ngarinnar eru haldin árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmótin eru fyrst og síðast íþrótta- og fj ölskylduhátíð þar sem ung-lingarnir eru í fyrirrúmi en þátttakendur eru á aldrinum 11 – 18 ára. Ýmiskonar verkefni eru einnig í boði fyrir yngri sem eldri þannig að engum á að leiðast á unglinga-landsmóti. Fyrir þá sem velja unglingalandsmótið er það tryggt að þeir koma í vímuefnalaust umhverfi . Aðalstjórn

félagsins hvetur okkar fólk til að taka þátt í mótinu. Und-anfarin ár hefur aðalstjórn greitt þátttökugjöldin fyrir okkar iðkendur.

3. Landsmót UMFÍ 50+ Vík í Mýrdal3. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið dagana 7.–9. júní 2013 í Vík í Mýrdal. Fyrsta mótið var haldið á Hvamms-tanga 2011 og í sumar sem leið var annað mótið haldið í Mosfellsbæ og tókst einstaklega vel.

Mótið er sérstaklega ætlað fólki 50 ára og eldra. Fram-kvæmd mótsins er í höndum Ungmennafélags Íslands og Ungmennasambands Vestur Skaft afellssýslu í samstarfi við Mýrdalshrepp.

Landsmót UMFÍ 50+ er tilvalinn vettvangur til að hitt-ast, etja kappi og eiga góða stund saman.

Fjölskyldan á fj alliðKefl avík stóð fyrir göngu á Keili 15. september. Það voru átta vaskir aðilar sem gengu á Keili í fallegu veðri. Gangan er liður í verkefninu Fjölskyldan á fj allið sem UMFÍ stend-ur fyrir og sambandsaðilar taka þátt í. Minnum á vefi nn ganga.is, en þar er hægt að sjá gönguleiðir víðsvegar um landið og annan fróðleik.

Íþróttamaður Kefl avíkur 2011Íþróttamenn Kefl avíkur voru heiðraðir og íþróttamaður Kefl avíkur 2011 útnefndur í hófi þann 28. desember 2011 í félagsheimili félagsins. Pálína María Gunnlaugsdóttir er Íþróttamaður Kefl avíkur 2011. Hver verður það í ár ?????

ForvarnardagurinnForvarnardagurinn er haldin í 9. bekk í grunnskólum landsins að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusam-band Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af Actavís. Kefl avík hefur tekið fullan þátt í þessu verkefni frá upphafi . Fulltrúar Kefl avíkur fóru í grunnskólana í Kefl avíkurhverfi . Einar Haraldsson fór í Heiðarskóla og Sigurvin Guðfi nnsson í Myllubakkaskóla, en þar heiðruðu forsetahjónin auk for-seta ÍSÍ nemendur og aðra með nærveru sinni.

Blakdeild innan Kefl avíkurÁhugasamar ungar konur hafa sýnt því áhuga að stofna blakdeild innan félagsins. Stefnt er að stofnfundi á þessu ári og að deildin fari á fulla ferð á næsta ári. Með tilkomu blakdeildar eru deildir félagsins orðnar átta.

Betra félag / Betri deildKefl avík íþrótta- og ungmennafélag varð fyrst allra fj öl-greinafélaga til að hljóta viðurkenningu ÍSÍ sem fyr-irmyndarfélag. Allar deildir félagsins hafa hlotið gæðavið-

urkenningu ÍSÍ. Þessi viðurkenning er mikils virði fyrir hverja deild og félagið í heild sinni. Það fullvissar foreldra, styrktaraðila og bæjaryfi rvöld um að íþróttastarfi ð inn-an Kefl avíkur sé rekið eft ir ákveðnum gæðakröfum, sem er gott fyrir okkur foreldra sem eigum börn sem stunda íþróttir innan Kefl avíkur. Okkar deildir hafa verið að end-urnýja handbókina og fá nýja vottun frá ÍSÍ, en vottunin er til fj ögurra ára í senn.

Innheimtu og skráningarkerfi Aðalstjórn gerði samning við Dynax um afnot af inn-heimtu- og skráningarkerfi Nóra. Öllum deildum félags-ins stendur til boða að nýta sér kerfi ð og eru fl estar deildir að nota Nórakerfi ð. Með tilkomu þessa nýja innheimtu- og skráningarkerfi s þá eru skil á greiðslum og skráningum betri.

Heimasíða Kefl avíkurKefl avík heldur úti heimasíðu í samstarfi við Dacoda. Í júlí á þessu ári fór ný uppfærð síða í loft ið. Á síðunni er dagatal og þar getur fólk fylgst með því sem er að ger-ast í félaginu hverju sinni. Einnig er að fi nna allar deild-ir félagsins og upplýsingar um þær. Fréttir frá deildum birtast á forsíðunni og einnig inni á svæði viðkomandi deildar. Undir aðalstjórn er hægt að fylgjast með starfi að-alstjórnar. Fundargerðir eru settar þar inn ásamt öðrum upplýsingum. Slóðin er www.kefl avik.is. Tölvupósturinn er vistaður hjá Netsamskipti og póstfangið er kefl avik@kefl avik.is.

Breytt þjóðfélag og forsendur til reksturs íþróttafélaga og deilda

Skjótt skipast veður í loft i og á það við um efnahags-ástandið hér á landi. Þessar breytingar koma við okkur sem erum að halda úti íþróttastarfi hér í bæ. Minni tekjur frá okkar stuðningsaðilum og minni aðgang að fj ármagni. Deildir okkar hafa tekið á þessum málum með því að skera niður. Ekki stendur til að skera niður í yngrifl okka starf-inu því það er mikilvægt að halda því úti og jafnvel að efl a það enn frekar. Nú skiptir máli að standa saman og standa með sínu félagi. Í raun er undravert hversu sjálfb oðaliðum í stjórnum deilda félagsins hefur tekist vel að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi á undanförnum árum. Almennt er mjög vel staðið að reksri einstakra deilda félagsins sem hafa sjálfstæðan fj árhag undir yfi rstjórn aðalstjórnar. Að-alstjórn félagsins leggur sig fram við að halda fj ármálum alls félagsins í góðu horfi og reynir að hindra að eytt sé umfram tekjur.

Aðalstjórn Kefl avíkur íþrótta- og ungmennafélags sendir öllum bæjarbúum, félagsmönnum og öðrum vel-unnurum félagsins óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum öllum sem lagt hafa félaginu lið á liðnum árum.

Áfram Kefl avíkEinar Haraldsson formaður Kefl avíkur

Stjórn Keflavíkur íþrótta- og ungmennfélags 2012. Efri röð frá vinstri: Sveinn Adólfsson, Þórður M. Kjart-ansson, Guðjón Axelsson, Bjarney S. Snævarsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Birgir Ingibergsson, Kári Gunn-laugsson, Einar Haraldsson og Sigurvin Guðfinnsson.

Ú t g e f a n d i : K e f l a v í k í þ ró t t a - o g u n g m e n n a f é l a g Á b y r g ð a r m a ð u r : E i n a r H a r a l d s s o n • k e f l a v i k @ k e f l a v i k . i s , 4 2 1 3 0 4 4 U m b r o t o g p r e n t u n : S t a p a p r e n t e h f . • s t a p a p r e n t @ s i m n e t . i s , 4 2 1 4 3 8 8

Aðalstjórn

Page 3: Jólablað 2012

Jólablað 2012 3MJÓDD SALAVEGUR HVERAFOLD AKUREYRI HÖFN SELFOSS GRINDAVÍK REYKJANESBÆR BORGARNES EGILSSTAÐIR

Page 4: Jólablað 2012

4 Jólablað 2012

Vetrarstarfi ð fer af stað eins og undarfarin ár með for-eldrafundum og dags fót-

boltamótum fyrir alla fl okka bæði stúlkna og drengja. Áhugi á þessum mótum er mjög mikill og er biðlisti á öll mótin sem eru haldin á laug-ardögum í Reykjaneshöllinni frá lok október fram í miðjan desember.

Faxafl óamót í fl estum fl okkum eru haf-in og eru leikir bæði fyrir og eft ir áramót.

Þjálfarar þetta tímabilið verða þeir sömu og á síðasta tímabili og eru þeir átta talsins.

Uppskeruhátíð barna- og ungling-aráðs knattspyrnudeildar Kefl avíkur var haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut, laugardaginn 22. september. Á hátíðinni var farið yfi r knattspyrnuárið og voru veittar viðurkenningar til fj ölmargra efnilegra knattspyrnumanna. Einnig voru veitt verðlaun til þeirra sem voru með bestu mætingu og sköruðu fram úr í hverjum fl okki fyrir sig. Verðlaun voru einnig veitt til þeirra sem sköruðu fram úr yfi r alla yngri fl okkana.

Góður árangur náðist í mörgum fl okkum og áttum við mörg lið í úrslit-um og ber þar hæst að 3. fl okkur C og 5. fl okkur D varð Íslandsmeistari, þá voru fj ölmargir leikmenn bæði strákar og stelpur kallaðir til æfi nga og keppni með yngri landsliðum Íslands.

Á síðasta ári æfðu um 450 strákar og stelpur í 10 fl okkum með Kefl avík og hvetjum við alla unga knattspyrnumenn bæði stúlkur og stráka að koma og æfa knattspyrnu.

Hér að neðan má sjá lista yfi r alla verðlaunahafa þetta sumarið.

VERÐLAUNAHAFAR STRÁKAR

7. fl okkur yngriBesta mæting: Helgi Thor Jóhannesson, 93.33%

7. fl okkur eldriBesta mæting: Axel Ingi Jóhannesson og Stefán Jón Friðriksson, 97.79%

6. fl okkur yngriBesta mæting: Birkir Freyr Andrason, 100%

6. fl okkur eldriBesta mæting: Fannar Freyr Einarsson, 100%

5. fl okkur yngriMestu framfarir: Ólafur Þór GunnarssonBesta mæting: Óli Þór Örlygsson, 100%Besti félaginn: Róbert Andri Andrésson Leikmaður ársins: Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson

5. fl okkur eldriMestu framfarir: Hreggviður Hermannsson og Snorri ÞorsteinssonBesta mæting: Axel Fannar Sævarsson, 100%Besti félaginn: Guðni Ívar GuðmundssonLeikmaður ársins: Eyþór Atli Aðalsteinsson

4. fl okkur yngri Mestu framfarir: Eggert GunnarssonBesta mæting: Ólafur Ingi Jóhannsson, 91%Besti félaginn: Ársæll BjörnssonLeikmaður ársins: Ingimundur Aron Guðnason og Sigurbergur Bjarnason

4. fl okkur eldri Mestu framfarir: Andri Snær SölvasonBesta mæting: Andri Már Ingvarsson og Tómas Óskarsson, 91%Besti félaginn: Jón Arnór SverrissonLeikmaður ársins: Samúel Þór Traustason og Tómas Óskarsson

3. fl okkur yngri Mestu framfarir: Benedikt JónssonBesta mæting: Guðmundur Marinó Jónsson og Hermann Snorri Hermannson, 97%Besti félaginn: Eiður Snær UnnarssonLeikmaður ársins: Anton Freyr Hauksson

3. fl okkur eldri Mestu framfarir: Arnór Smári FriðrikssonBesta mæting: Patrekur Örn Friðriksson, 97%Besti félaginn: Aron Freyr RóbertssonLeikmaður ársins: Leonard Sigurðsson

ALLIR FLOKKAR Mestu framfarir: Fannar Orri Sævarsson Besti félaginn: Adam SigurðssonBesti markvörður: Sindri Kristinn ÓlafssonBesti varnarmaður: Jón Tómas RúnarssonBesti miðjumaður: Einar Þór KjartanssonBesti sóknarmaður: Guðmundur Juanito ÓlafssonBesti leikmaðurinn: Samúel Kári FriðjónssonLandsliðsviðurkenning: Samúel Kári Friðjónsson

VERÐLAUNAHAFARSTELPUR

7. fl okkurBesta mæting: Anna Lára Vignisdóttir og Kamilla Ósk Jensdóttir, 96%

6. fl okkurBesta mæting: Berglind Rún Þorsteinsdóttir og Bríet Björk Sigurðardóttir, 93%

5. fl okkurMestu framfarir: Dominika Inga Klimaszewska og Lovísa Rós SamúelsdóttirBesta mæting: Álfrún Marta Árnadóttir, 97%Besti félaginn: Viktoría Sól Sævarsdóttir og Elva Margrét SverrisdóttirLeikmaður ársins: Árdís Inga Þórðardóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir

4. fl okkurMestu framfarir: Hafdís Fanney GuðlaugsdóttirBesta mæting: Sigríður Eva Tryggvadóttir, Stella Björk Einarsdóttir og Þóra Kristín Klemensdóttir, 96%Besti félaginn: Lilja Björk ÓlafsdóttirLeikmaður ársins: Marín Veiga Guðbjörnsdóttir

3. fl okkurMestu framfarir: Guðný Hanna SigurðardóttirBesta mæting: Guðný Hanna Sigurðardóttir, 90.44%Besti félaginn: Thelma Rún MatthíasdóttirLeikmaður ársins: Marín Rún Guðmundsdóttir

ALLIR FLOKKAR Mestu framfarir: Sigríður Eva TryggvadóttirBesti félaginn: Tinna Björg GunnarsdóttirBesti markvörður: Auður Erla GuðmundsdóttirBesti varnarmaður: Þóra Kristín KlemensdóttirBesti miðjumaður: Berta SvansdóttirBesti sóknarmaður: Birgitta HallgrímsdóttirBesti leikmaðurinn: Sólveig Lind Magnúsdóttir

Iðkendur á lokahófi.

Lokahóf Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar 2012

Page 5: Jólablað 2012

Jólablað 2012 5

Óskum viðskiptavinumgleðilegra jóla og

farsæls komandi árs.Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

TSAehf.Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

Óskum viðskiptavinumgleðilegra jóla og

farsæls komandi árs.Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Getraunir 1x2Stöndum vörð um Íslenskar Getraunir!

Munum að styðja við okkar félag með að merkja við 230 Þeir sem tippa hjá Íslenskum Getraunum og merkja við 230 eru um leið

að styðja við bakið á barna og unglingastarfi Knattspyrnudeildar Kefl avíkur.

Tippað á netinuMestur hluti seldra raða fer fram á netinu. Slóðin er 1x2.is. Þar spila fjölmargir,

annaðhvort einir eða sem hópur. Við hvetjum þá auðvitað til að merkja við 230.

Barna & unglingaráð Knattspyrnudeildar Kefl avíkur

TOYOTAReykjanesbæNjarðarbraut 19 • 260 Reykjanesbær

Sími 420 6600 • Fax 421 1488

Íslandsmeistarar 5c-3c.

Verðlaunahafar stúlkna á lokahófi.

Verðlaunahafar drengir á lokahófi.

Njarðarbraut 11a - 260 Njarðvík

Page 6: Jólablað 2012

6 Jólablað 2012

Árið 2012 telst vera eitt besta ár í 12 ára sögu taekwondodeildar Kefl avíkur. Deildin er handhafi allra Íslandsmeistaratitla liða og

iðkendur innan hennar eru handhafar langfl estra einstaklingstitla. Einnig komst deildin í langþráð framtíðarhúsnæði og því má með sanni segja að hún hafi blómstrað þetta árið.

Í byrjun janúar var haldið annað bikarmótið í bik-armótaröð TKÍ . Í fyrsta mótinu sem haldið var í nóv-ember 2011 var Kefl avík stigahæsta liðið og var ann-að mótið framhald af því. Liðið fékk 23 gull, 13 silfur og 15 brons og áttum við 3 af 4 stigahæstu keppend-unum í samanlögðu, þ.e. bæði formum og bardaga.

Þriðja og seinasta bikarmótið var svo haldið í apríl og hélt Kefl avík sigurgöngu sinni áfram. Þar áttum við stigahæstu keppendurna í samanlögðu í bæði drengja- og stúlknafl okki. Stóðum við síðan uppi sem heildarsigurvegarar á bikarmótaröðinni og erum því bikarmeistarar félaga. Þetta er þriðja árið í röð sem Kefl avík hreppir þennan titil.

Íslandsmótið í bardaga var haldið á Ásbrú í mars og tókst það með eindæmum vel. Yfi rdómari Alþjóða taekwondosambandsins (WTF) var með námskeið fyrir keppendur og dómara fyrir mótið og var svo yfi rdómari mótsins. Reyndist þetta dýrmæt reynsla fyrir alla þá sem tóku þátt, hvort sem það voru kepp-endur eða aðrir sem komu að mótinu.

Keppnin var hörð en svo fór að lokum að Kefl avík stóð uppi sem sigurvegari og voru því Íslandsmeist-arar í bardaga 2012. Einnig áttum við keppanda móts-ins í karlafl okki, en það var Jón Steinar Brynjarsson, en hann átti líka bardaga mótsins. Þetta var einnig þriðja árið í röð sem Kefl avík vinnur þennan titil.

Í maí var haldið svartabeltispróf og var meistari okkar, Paul Voigt ( 5.dan), fenginn til að gráða iðkend-ur sem tóku prófi ð. Í ár voru það 5 iðkendur; Ástrós Brynjarsdóttir, Karel Bergmann Gunnarsson, Svan-ur Þór Mikaelsson, Sverrir Örvar Elefsen og Þröst-ur Ingi Smárason sem þreyttu prófi ð og stóðust það

með prýði og fengu 1. poom, en það er svartabeltið fyrir iðkendur undir 16 ára aldri. Það má til gamans geta að allir þessir iðkendur eru ungir að aldri, en sá yngsti er 12 ára og sá elsti 14 ára. Því er hægt að segja að framtíðin sé mjög björt hjá félaginu.

Samhliða svartabeltisprófi nu voru haldnar æfi nga-búðir sem voru fj ölsóttar af öðrum taekwondodeild-um og þóttust heppnast mjög vel.

Kefl avík átti eina fulltrúa Íslands, Kristmund Gíslason, á heimsmeistaramóti unglinga sem haldið var í Egyptalandi í apríl. Stóð hann sig frábærlega og lenti í 5.-8. sæti í sínum fl okki. Erum við mjög stolt af honum og á hann möguleika á að gera enn betur í framtíðinni, þar sem hann er einungis 17 ára.

Norðurlandamót var haldið í Svíþjóð í maí og fóru

7 keppendur á vegum félagsins. Stóðu þau sig öll með stakri prýði og komu heim með 2 silfur og 5 brons.

Í lok maí var svo uppskeruhátíð þar sem hið öfl -uga foreldrafélag sá um veitingar. Veitt voru verðlaun í hverjum hópi fyrir sig og voru það Helgi Rúnar Þór-arinsson, Klara Davíðsdóttir, Bjarni Júlíus Jónsson, Sverrir Örvar Elefsen, Jónas Guðjón Óskarsson og Helgi Nikulás Vestmann sem hlutu þau. Nemandi ársins í öllum hópum var svo valinn Ágúst Kristinn Eðvarðsson.

Keppt var í taekwondo í fyrsta sinn á Unglinga-landsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina og sendu Kefl víkingar nokkra keppendur til leiks. Stóðu þau sig vel að vanda og hlutu 4 gull, 3 silfur og 5 brons.

2012 telst vera eitt besta ár í 12 ára sögu Taekwondodeildar Kefl avíkur

Á Norðurlandamóti í Svíþjóð.

Ungir iðkendur.

Armbeygjuáskorun.

Page 7: Jólablað 2012

Jólablað 2012 7

Á Sandgerðisdögum og Ljósanótt var deildin með fj áröfl un og nokkrir iðkendur voru með sýningar. Gengu bæði sýningarnar og fj áröfl unin vel og meg-um við vera stolt af bæði iðkendum og foreldrum þeirra fyrir áhuga og fórnfýsi í þágu félagsins.

Í október rættist svo langþráður draumur deild-arinnar að komast í sitt eigið húsnæði. Umræður hafa staðið yfi r í nokkur ár en á haustmánuðum komst loksins skrið á málið og í október var skrifað undir samning um leigu á húsnæði við Iðavelli 12, en því deilum við með Júdódeild Njarðvíkur. Hlökkum við mikið til að halda áfram okkar góða starfi á nýjum stað þar sem hægt er að búa til þá aðstöðu sem okkur hefur lengi vantað.

Í byrjun nóvember fór svo seinasta stórmót ársins fram, Íslandsmótið í formum. Kefl avík stóð uppi sem sigurvegari á því móti í fyrsta sinn, en liðið var með jafn mörg stig og Ármann sem lenti í öðru sæti, en Kefl víkingar voru með fl eiri gullverðlaun. Í heildina fékk félagið 10 gull, 8 silfur og 5 brons. Sannarlega glæsilegur árangur.

Um miðjan nóvember fer svo fram sterkt alþjóðlegt mót, Scottish Open, og sendir Kefl avík 7 keppendur á það mót, en þau munu keppa fyrir hönd Íslands. Er það mikill heiður að eiga svona marga í landsliðinu sem keppa á alþjóðlegu móti.

Seinasta mót ársins mun svo fara fram í lok nóv-ember, en það er fyrsta bikarmót Taekwondosam-bands Íslands og mun það vera haldið hjá okkur Kefl víkingum. Þar stefnum við á sigur eins og á öllum þeim mótum sem við tökum þátt í.

Taekwondodeild Kefl avíkur hefur því átt gott ár og má með sanni segja að deildin sé sú besta á landinu. Með tilkomu nýs húsnæðis er hægt að gera enn betur og stefna margir keppendur á okkar vegum á góðan árangur erlendis sem hérlendis og því hlökkum við til ársins 2013.

Stjórn Taekwondodeildar Keflavíkur.

Óskum viðskiptavinumokkar, sem og

Suðurnesjamönnumöllum gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári

Þökkum viðskiptiná árinu sem er að líða

Vinur við veginn

Óskum viðskiptavinumgleðilegra jóla og

farsæls komandi árs.Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær

ÓskumSuðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Sími 420 2500 www.skolamatur.is

DY

NA

MO

RE

YK

JAV

ÍK

Á Norðurlandamóti í Svíþjóð.

Æfingabúðir með Master Paul Voigt.

Page 8: Jólablað 2012

8 Jólablað 2012

Eldvarnarpakki 1Tilboðsverð í vefverslun

14.668 kr.Listaverð 22.741 kr.

Sími 570 2400 · oryggi.isStöndum vaktina allan sólarhringinn

Vefverslun með öryggisvörur á oryggi.is

Tilvalið í bílinn eða ferðavagninn

Eldvarnarpakki 2Tilboðsverð í vefverslun

20.937 kr.Listaverð 32.460 kr.

Eldvarnarpakki 3Tilboðsverð í vefverslun

13.398 kr.Listaverð 20.772 kr.

Eldvarnarpakki 4Tilboðsverð í vefverslun

7.205 kr.Listaverð 11.171 kr.

Eldvarnarpakki 5Tilboðsverð í vefverslun

14.177 kr.Listaverð 21.980 kr.

Eldvarnarpakki 1 Eldvarnarpakki 3Eldvarnarpakki 2 Eldvarnarpakki 4

Tilvalið í bílinn eða ferðavagninnferðavagninn

Eldvarnarpakki 5

Kertaljós og skreytingar þarf að umgangast með varúðTryggið eldvarnir heimilisins, reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarpakkar í miklu úrvali.

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

123

247

Um leið og við þökkum viðskiptavinum okkar samfylgdina á árinu óskum við öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Sýnum alúð og aðgát um hátíðirnarog pössum vel hvert upp á annað.

VÍS - þar sem tryggingar snúast um fólk.

Hátíð ljóss og friðar

VÍS | Hafnargötu 57 | 230 REYKJANESBÆ | SÍMI 560 5390 | VIS.IS

VÍS ÓSKAR LANDSMÖNNUM GLEÐILEGRA JÓLA

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

55

40

8

Page 9: Jólablað 2012

Jólablað 2012 9

Óskum viðskiptavinumgleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Iðavöllum 6 • Sími 421 4700 • www.vikuras.is

Sendum öllum Suðurnesjamönnumokkar bestu óskir um

gleðileg jól ogfarsælt komandi ár

Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða

Drengirnir í 4. fl okk fóru í ferð til Noregs og tóku þar þátt í móti sem heitir Norway-cup, sem haldið er í

Osló. Farið var með 3 lið á mótið (2 U-13 og 1 U-14 Lið) og voru 40 drengir með í ferð-inni ásamt 4 fararstjórum og 2 þjálfurum sem sáu um drengina á milli leikja og í leikj-um. Farið var af stað föstudaginn 27. júlí og komið heim sunnudaginn 5. ágúst. Mót-ið sjálft byrjaði á sunnudeginum 29. júlí og fengum við því smá tíma til að kanna um-hverfi ð í kringum okkur og skólann sem gist var í (Nordseter skole). Flest liðin spiluðu einn leik á dag svo var tíminn notaður til að skoða sig um í Oslo. Síðustu tveir dagarnir voru svo notaðir til að fara í miðbæinn að skoða sig þar um, ásamt því að farið var út í eina eyjuna fyrir utan Osló á sólarstönd.

Öll liðin okkar stóðu sig frábærlega og drengirnir voru stilltir og prúðir utan vallar sem innan og voru klúbbnum okkar Kefl avík til sóma.

Kefl avík U-14 liðið okkar fór taplaust í gegn-um fyrsta riðilinn og með markatöluna 8-1 og fóru þar af leiðandi í A-úrslit en duttu út í 64 liða úrslitum (af 128 liðum) eft ir ósanngjarnt 1-0 tap á móti Langesund IF.

Kefl avík U-13 -1 Lenti í erfi ðum riðli og endaði í 3ja sæti í riðlinum og fóru í B-úr-slit. Þar komust þeir í 32ja liða úrslit (af 64 liðum)og duttu út eft ir tap á móti Vestre FK.

Kefl avík U-13-2 fór taplaust í gegnum rið-ilinn sinn með markatöluna 15-2 og fóru í A-úrslit. Þeir enduðu á að detta út í 16 liða úrslitum (af 128 liðum) eft ir 2-1 tap á móti Fjellhamar FK1 þar sem skorað var gullmark þegar 1 mín. var eft ir af framlengingu í mögn-uðum leik sem fer í sögubækurnar. Einnig var Arnór Breki Atlason næstmarkahæsti maður mótsins í þessum aldursfl okki með 8 mörk skoruð.

Með kveðju Jói, Addi og Óskar.

4. fl okkur drengja Norway-Cup

Keflavík U-13-1

Keflavík U-14

Keflavík U-13-2

Page 10: Jólablað 2012

Sumarið 2012 var kvennalið Kefl avíkur skipað tiltölulega ungum leikmönnum, fl estum upp-öldum í Kefl avík. Meistarafl okkur lék í B-riðli

1. deildar og 2. fl okkur í A-riðli. Í Lengjubikar komst meistarafl okkur í fj ögurra liða úrslit og í bik-arkeppninni féll liðið út í 2. umferð eft ir mjög góðan leik á heimavelli og naumt tap gegn Þór/KA, núver-andi Íslandsmeisturum. 2. fl okkur komst í 8 liða úr-slit í bikar og tapaði þar naumlega fyrir Breiðablik.

Íslandsmótið raðaðist einkennilega upp því júní var undirlagður af ferðalögum v/útileikja en síðan fór liðið varla af bæ það sem eft ir lifði sumars.

Ekki var úr stórum hópi að spila í sumar og t.d. voru lykilleikmenn mikið frá vegna veikinda og meiðsla. Því varð raunin sú að oft ast var meirihluti liðsins leikmenn úr 2. fl okki og því hópur af yngri leikmönnum með mikið leikjaálag þetta sumarið.

Þrátt fyrir góða baráttu var árangur sumarsins ekki eins og vonast var til. Það var mikil markaþurrð hjá liðinu en af sama skapi varðist liðið vel og einungis 2 efstu liðin í riðlinum fengu á sig færri mörk. Jafnt-

efl in fóru illa með okkur og meistarafl okkur lauk leik í 6. sæti B-riðils með 15 stig og markatöluna 17-21. 3 sigrar, 6 jafntefl i og 5 töp.

2. fl okkur sem sigraði B-riðil með yfi rburðum í fyrra mátti hinsvegar sætta sig við að lenda á botni A-riðils þetta árið eft ir að Þróttur dró sig úr keppni.

Æfi ngaferðin þetta árið var mjög vel heppnuð en dvalið var í sumarbústað eina helgi. Hafa m.a. bor-ist sögur af stórkostlegu skemmtiatriði þjálfara sem vakti mikla kátínu. Það voru þjálfarinn Snorri Már Jónsson og aðstoðarþjálfarinn Sigurður Guðnason sem sýndu á sér nýjar hliðar við mikil hlátrasköll. Snorri og Siggi hafa staðið sig vel með hópinn í sumar og einnig hefur Örn Sævar Júlíusson þjálfað mark-mennina okkar með góðum árangri.

Það var mjög gaman að fylgjast með liðinu og bar-áttunni í sumar. Stelpurnar lögðu sig allar fram fyr-ir liðið og félagið og við erum stolt af stelpunum og hlökkum til næsta sumars.

f.h. kvennaráðsHrafnhildur Ólafsdóttir

Kvennafótboltinn- meistarafl okkur og 2. fl okkur

Hættuleg hornspyrna á móti BÍ/Bolungarvík.

Liðsmynd fyrir leik á móti Tindastól

10 Jólablað 2012

Þjálfarinn og aðstoðarþjálfarinn.

Page 11: Jólablað 2012

Jólablað 2012 11

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Kristín Geirmundsdóttir og Kristín Erla Ólafsdóttir, tannlæknar og starfsfólk

Hafnargata 45 • Sími 421 8686

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

Hafnargata 20 • Sími 420 4000 • studlaberg. i s

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

KJG KEÓ

LÖGFRÆÐISTOFASUÐURNESJALÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA SÍÐAN 1960

Hafnargötu 35 - Sími 421-6816

Hafdís skorar glæsilegt mark á móti Þór/KA.

Karítas fyrirliði heilsar fyrirliða Þór/KA fyrir bikarleik.

Fanney í leik á móti Grindavík.

Page 12: Jólablað 2012

7. og 6. fl . drengja og 3.fl . kvenna7. fl okkur á Sauðárkróki.

7.fl . drengja.Um 40 drengir æfðu í 7. flokki. Fyrir áramót var farið í heimsóknir til annarra liða og þá var Kefla-víkurmótið haldið í Reykjaneshöll. Eftir áramót var byrjað á Njarðvíkurmótinu og síðan rak hvert mótið á fætur öðru eins og KFC mótið hjá Víking.R og VÍS mótið hjá Þrótt.R.. Stærsta mót sumarsins hjá 7.fl. ár hvert er Norðurálsmótið sem haldið er á Akranesi, það mót er spilað frá föstudegi til sunnu-dags. Einnig var farið á Króksmótið á Sauðárkróki sem tók einnig eina helgi. Drengirnir gistu ýmist í skóla eða á tjaldstæðinu hjá foreldrum og voru félagi sínu til mikils sóma bæði innan sem utan vallar. Mjög góður árangur var á þessum tveimur síðast töldu mótum eins og öllum öðrum mótum sem drengirnir tóku þátt í.

6.fl . drengja.Það voru 45 drengir í þessum aldursflokki, byrj-að var á Keflavíkurmótinu í nóvember. Hvað mótahald varðar þá er aðeins minna um þau en hjá 7.fl.,mótin eru þó mun stærri um sig. Stærsta mótið er þó Shellmótið í Vestmannaeyjum. Liðin mæta út í eyjar á miðvikudegi og er byrjað að spila á fimmtudegi og mótinu lýkur með verðlaunaaf-hendingu á laugardeginum,haldið var af stað upp á land með Herjólfi um kvöldið. Heilt yfir var mjög

góður árangur hjá okkar liðum, hæst bar þó sigur A-liðs sem vann sína deild og hampaði Heimaeyj-arbikarnum. Riðlakeppni pollamóts KSÍ var haldin og náðum við að koma 3 liðum í úrslitakeppnina sem fram fór á nýja æfingasvæðinu okkar fyrir aftan Reykjaneshöll. Þó svo að þetta sé mót á veg-um KSÍ þá eru ekki neinir sigurvegarar ,heldur fá allir keppendur þátttökupening. Suðurnesjamót-ið var svo haldið í lok sumars þar sem við urðum

sigurvegarar í öllum liðum. Eins og alltaf þá voru þessir drengir til mikillar fyrirmyndar hvar sem þeir voru.

3.fl . kvenna.Ekki nema 15 stelpur voru í 3.flokki. Tímabilið hófst með Haust-Faxaflóamótinu sem er spilað bæði fyrir og eftir áramót. Annað Faxaflóamót hefst svo aftur í apríl og stendur yfir fram að Ís-landsmótinu sjálfu sem byrjar í júní. Það var vitað fyrir að erfitt gæti verið að manna lið þegar Ís-landsmótið hæfist, nema að fá stuðning frá stelp-um í 4.fl., og þetta gæti reynst okkur erfitt mót. Það reyndist líka rétt þegar mótið hófst, stelpurnar eiga þó skilið mikið hrós fyrir og gáfu sig alla í hvern leik. Þá eiga stelpurnar í 4.fl. skilið mikið hrós fyrir að spila með 3.fl. þó svo að þær hafi kannski verið að spila með sínum flokki deginum áður en 3.fl. átti leik. Stelpurnar geta verið stoltar af sjálfum sér með hvernig til tókst. Nokkrar stelpur fóru í æfinga- og keppnisferð til Spánar í byrjun júní og var það mjög skemmtileg ferð (nánar um ferðina í blaðinu).

Elís Kristjánsson: þjálfari 7.,6. fl . dr. og 3. fl . kv.Einar Lars Jónsson: Aðstoðarþjálfari 7. og 6. fl . dr.

12 Jólablað 2012

Heimeyjameistarar.

6. fl okkur.

Page 13: Jólablað 2012

1. dagurVið Guðný, Marta, Telma, Kara, Marín og Sigga mættum allar spenntar á Keflavíkurflugvöll þann 6. júní á leið til Spánar.

Við áttum að fara kl. 6 að morgni en það varð töf á að flugvélin færi í loftið og fengum við frítt baguette í skaðabót.

Lentum um hádegið á Alicante og tókum rútu til Albir.

Þegar við komum á hótelið var herbergjum út-hlutað og við komum okkur fyrir og skelltum okk-ur í hádegismat og hoppuðum svo í laugina.

Eftir það kom Elli og sagði að við værum að fara í göngutúr um svæðið. Það var ansi gaman sáum fullt af búðum og allskonar sniðugt dót. Við kíkt-um líka á grasvöllinn, hann var ansi flottur. Hann sýndi okkur hvar gervigrasvöllurinn var og sagði að við myndum æfa þarna. Það tók um 5 mínútur að labba á völlinn frá hótelinu. Við kíktum í mat-vöruverslun og keyptum 8 lítra af vatni á hvern haus. Fórum með birgðirnar upp á hótel í inn-kaupakerru alveg týpiskir túristar. Á hverju kvöldi var dagskrá og alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera á hótelinu.

2. dagurVöknuðum og kíktum í morgunmatinn og fórum síðan að tana. Skottuðumst á æfingu, hún reyndist vera rosalega erfið enda 1. æfingin og við vorum ekkert búnar að venjast hitanum í loftinu. Þessi dagur var rólegur og þægilegur og við fengum að gera það sem við vildum sem eftir var dagsins. Sumar kíktu á ströndina og aðrar sóluðu sig við laugarbakkann.

3. dagurMorgunæfing sem var fín og svo seinni partinn kepptum við á móti Haukum. Fengum svo leyfi til að skoða okkur í bænum.

4. dagurMorgunæfing og skelltum okkur svo í smá göngut-úr og lentum þá á mjög skemmtilegum flóamark-aði sem var rosalega gaman. Um 5 leytið var aftur æfing og svo um kvöldið var karaoke keppni og hann Elís Kristjánsson tók auðvitað lagið ‚you’ll never walk alone‘.

Það var skorað á okkur í fótbolta af mörgum strákum á öllum aldri alveg frá 6 til 13 ára. Þeir voru rosalega skemmtilegir og við kenndum þeim nokkur orð í íslensku.

5. dagurElli leyfði okkur að sleppa æfingu og við fórum strax eftir morgunmatinn með strætó á Benidorm og fórum í Terra Mitica skemmtigarðinn. Það var mjög gaman. Það var ákveðið að fara í La Marina mollið en sú ferð reyndist erfið.

Við vissum ekki alveg hvernig við áttum að komast þangað, þannig að við spurðum til vegar og komumst að því að fljótasta leiðin til La Mar-ina væri að fara með lest,en þar sem enginn skyldi ensku í Terra Mitica né í lestinni þá misskildi kon-an okkur og hélt að við værum að fara í bæinn La Marina þar sem við enduðum. Þetta var eins og maður getur kallað týpískur spænskur bær. Við löbbuðum um allan bæinn og reyndum að spyrja hvernig best væri að komast til Albir, en eins og fyrr þá virtist engin skilja ensku. Við fundum loks-ins neðanjarðarlestarstöð og vorum allar að deyja úr hungri en sjálfssalarnir komu okkur til bjargar. Þegar við vorum komnar aftur til Albir þá áttum við eftir að labba upp á hótel en eina leiðin sem við kunnum var frá McDonalds og samkvæmt henni þurftum við að labba meðfram hraðbrautinni og

framhjá fullt af stöðum sem bannaðir eru undir 20 ára og fólk veitti okkur mikla athygli. Í tæka tíð komumst við samt á leiðarenda.

6. dagurVið byrjuðum daginn á morgunæfingu. Seinni partinn tókum við lest í La Marina „mollið“ og sumar misstu sig aðeins í búðunum. Síðan fórum við til baka og enduðum á McDonalds.

7. dagurFórum í morgunmat og settum lokahönd á frágang og sameinuðum farangurinn í eitt herbergi. Síðan

fórum við allar í kínabúðir og versluðum svolítið þar. Eftir það fórum við aftur á hótelið, náðum í farangurinn okkar og fengum nesti. Rútan kom svo að sækja okkur og stefnan tekin flugvöllinn. Flugið var kl. 13:00 og vorum við lent í Keflavík kl. 17:00 á íslenskum tíma.

Þessi ferð var æðisleg og munum við stelpurnar alltaf muna eftir þessari ferð.

Viljum við þakka Ella, Hafdísi og Jónínu fyrir að taka ábyrgð á okkur og fyrir skemmtilega ferð.

f.h. 3.fl.Marta Hrönn Magnúsdóttir

og Guðný Hanna Sigurðardóttir

SÖLUUBOÐ ÖSKJUÁ REYKJANESISími 420 5000

Óskum viðskipavinum okkar, sem og Suðurnesjamönnum öllum

gleðilegra jóla ogfarsældar á komandi ári.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Æfi nga og skemmtiferð til Albir

Jólablað 2012 13

Sigga, Marín, Guðný, Marta, Telma og Kara.

Page 14: Jólablað 2012

14 Jólablað 2012

Skotdeild Kefl avíkurSigurvegarar úr Vís Skeet mótinu.

Árið 2012 hefur verið með svipuðu sniði og vanalega fyrir utan geysilegan kraft sem við settum í mótahald. Unglinga-

starfsemin fór smátt af stað og eru uppi vænting-ar um að efla það til muna á næsta ári. Æfingar eru búnar að vera á laugardögum frá 10:00 til 12:00 allt árið í Skeet en svo bættust við æfing-ar á mánudögum og fimmtudögum frá kl 18:00 til 20:00 eða lengur ef til þurfti frá apríl fram í október. Mótadagskráin tók heldur betur kipp frá því sem verið hefur undanfarið ár og held ég að það hafi verið haldin fleiri mót á þessu ári en á síðustu 6 árum samanlagt sem voru á undan þessu ári.

Mjög góð ásókn var í þessi mót og höfum við ýtt við STÍ og ætla þeir sér að halda Íslandsmeistara-mót í 300 metra markrifflagreininni næsta sumar á skotsvæðinu okkar og sóttum við um mót í Skeet líka en haglabyssumótaskráin hefur ekki verið gef-in út í þessum rituðu orðum. Sex mót voru haldin í Skeet þetta árið fyrir utan áramótamótið sem verð-ur á sínum stað um áramótin. Þrjú Benchrest mót voru haldin og eitt 22cal lr Sillhuette mót, eitt 100 metra Rimfire mót var líka á dagskránni og auðvit-að þrjú 300 metra markrifflamót. Félagsgjöldin eru 8.000 kr og 2.000 kr lykilgjald, sem er mjög gott verð fyrir frábæra aðstöðu til riffils- og haglabyssuskot-fimi. Slaufað var af að setja niður gáminn góða sem við áttum og hefur þess í stað verið ákveðið að bæta við riffilhúsið okkar verulega til að bæta aðstöðuna

fyrir frístandandi skotfimi og auðvitað liggjandi skotfimi. Ætti grunnurinn að vera kominn núna fyrir áramót og byrjað verður að reisa húsið von-andi fljótlega eftir áramót. Nú vitna ég í jólagrein-ina frá því í fyrra þar sem ég lagði áherslu á að fá félagsmenn til að keppa fyrir félagið og er ánægður með þessi innanfélagsmót sem margir tóku þátt í og svo tveir keppendur skotdeildarinnar sem fóru að keppa á tveimur utanfélagsmótum líka og unnu

báðir sína flokka og stefnan er svo að fá fleiri til að keppa útávið fyrir hönd Skotdeildar Keflavíkur. Mjög gaman var að taka þátt í þessari vinnu í ár og vil ég þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg, hvort sem það var að taka þátt í móti sem kepp-andi eða dómari, gerast æfingarstjóri, vinna við viðhald á skotsvæðinu okkar eða veita ráðgjöf eða einhverskonar hjálparhönd því við erum „stór“ lítil deild sem erum endalaust að blómstra og dafna. Ég sé fyrir mér að við eigum eftir að ala af okkur topp íþróttaskotmenn sem verða í fremstu röð eftir nokkur ár ef við höldum þessari stefnu áfram. Við tókum 100 metra bakstoppin og breikkuðum þau og bættum markhaldarana til muna og er áætlunin að setja samskonar markhaldara á 200 og 300 metr-ana. Svo má auðvitað ekki gleyma að í febrúar þá gerðist skotdeildin fyrirmyndarfélag ÍSÍ fyrst allra skot-deilda/-félaga á landinu sem er stór og mikil viðurkenning fyrir skotdeildina og ekki síður fyr-ir félagið okkar Keflavík sem er þá með allar sínar deildir viðurkenndar sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er í fararbroddi með það á landsvísu. Ég hlakka til næsta árs og vil ég fyrir hönd Skotdeildar Keflavík-ur þakka félagsmönnum fyrir árið sem er að líða og hlakka til að sjá ykkur á æfingum og keppnum á næsta ári og minni á áramótamótið í Skeet á gaml-ársdag. Gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár.

F.h. Skotdeildar Keflavíkur Bjarni Sigurðsson Formaður Skotdeildar Keflavíkur.

22. cal. Benchrest mót.

Theodór Kjartansson einbeittur!

Sigurvegarar úr K-Steinarsson Skeet mótinu.

Page 15: Jólablað 2012

Jólablað 2012 15

Sigurvegarar úr Vís Skeet mótinu.

Þitt vefumsjónarker�www.dacoda.is

Komdu og líttu við í verslun okkar í Reykjanesbæ og skoðaðu fjölbreytt úrval af tilvöldum jólagjöfum, hvort sem þú ert að leita að smáum, stórum, mjúkum eða hörðum.

Starfsfólk okkar aðstoða þig við að finna það sem þér hentar.

- frá öllum helstu framleiðendum

- frá LG, Samsung, Nokia og Apple- með Android eða Apple iOs stýrikerfi

- í öllum stærðum og gerðum - frá Canon, Sony og Nikon- frá HP og Canon - frá Canon, Sony og Nikon- frá Canon, Sony og Nikon- frá Canon, Sony og Nikon- frá Canon, Sony og Nikon- frá Canon, Sony og Nikon- frá Canon, Sony og Nikon- frá Canon, Sony og Nikon

Page 16: Jólablað 2012

16 Jólablað 2012

Það má segja að fótboltasumarið 2012 hafi byrjað

í nóvember 2011 þegar æfingar hófust. Með nýja menn í brúnni lögðum við af stað inn í undirbúnings-tímabilið. Það þurfti enga frekari kynningu á nýju þjálfurunum en flestir ef ekki allir Kefl-víkingar þekktu þá vel. Zoran Daníel Ljubicic og Gunnar Oddsson eiga ófáa leiki að baki fyrir Keflavík auk þess að hafa sinnt þjálfun fyrir félagið. Miklir reynsluboltar þar á ferð sem komu með nýjar áherslur inn í liðið frá síðustu árum. Þeim til halds og trausts var svo hinn síungi Sævar Júlíusson. Sinnti hann, eins og árið á undan, því öfundsverða hlutverk að þjálfa markmennina. Annars var fótboltinn hafður í fyrirrúmi á æfingum fram að jólum og nokkuð létt yfir öllu.

Hópurinn var ekki mikið breittur frá því á tíma-bilinu á undan. Ákveðið var að gefa yngri upp-öldum leikmönnum aukin tækifæri, í það minnsta á undirbúningstímabilinu. Þeir nýttu það ekki verr en svo að nokkrir af þeim spiluðu lykilhlutverk í liðinu í sumar. Getum við Keflvíkingar verið stoltir

af því að við vorum eitt af þeim liðum á landinu sem spilaði með hvað flesta uppalda leikmenn í sumar. Vonandi virkar það hvetjandi fyrir alla þá ungu leikmenn sem eru á leið upp yngri flokka

Keflavíkur, sem og allt það góða fólk sem stendur að þjálfun og öðrum þáttum yngri flokkanna.

Má segja að þetta ár hafi verið mikilvægt að því leiti að gefa yngri leikmönnum reynslu en töluverð

Knattspyrna - Meistarafl okkur karla

Leikmannahópur Keflavíkur 2012 ásamt þjálfurum og aðstoðarmönnum.

Fótboltasumarið 2012

Ómar Jóhannsson.

Leikmenn ársins, Eydís Ösp Haraldsdóttir og Jóhann Birnir Guðmundsson.

Breiðablik - Keflavík Guðmundur Steinarsson á Laugardalsvelli.

Page 17: Jólablað 2012

Jólablað 2012 17

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

Gróf in 2 - 4 • Sími 420 6000 • www.sbk. is

h ó p f e r ð i r • á æ t l u n

Hafnargata 36 • 230 Reykjanesbæ • Sími 440 2450

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

kynslóðaskipti eru í gangi um þessar mundir. Liðið er frekar tvískipt en annars vegar sam-anstendur það af ungum og efnilegum leik-mönnum í kringum tvítugt og yngri. Hins-vegar eru það svo leikmenn um þrítugt og eldri. Þrátt fyrir að nú sé mikið talað um þrí-tugt sem hið nýja tvítugt er það hugsanlega mikil bjartsýni að vona að þessir þrítugu eigi enn 15 ár eftir af ferlinum.

Eftir áramót var svo farið á fullt. Æfingar fimm til sex sinnum í viku með hinum sí-vinsælu útihlaupum og styrktaræfingum. Þó var fótboltinn alltaf í aðalhlutverki og mikið lagt upp úr því að bæta spil liðsins. Svo voru menn mjög metnaðarfullir þegar talið barst að æfingaferð. Áttu menn erfitt með að ák-veða hvert skyldi halda. Spánn, Tyrkland og Portúgal voru vinsælar uppástungur og þeir allra metnaðarfyllstu minntust á Bandarík-in. Það fór síðan þannig að farið var á Vík í Mýrdal síðustu helgina fyrir mót, söfnunin hafði ekki gengið sem skyldi. Er skemmst frá því að segja að aðstaðan og allt viðmót þar var til fyrirmyndar þó að nokkrar gráður hafi vantað upp á Spánarhitann.

Ekki er hægt að tala um vorið sem leið án þess að minnast eins merkasta manns í knattspyrnusögu Keflavíkur. Hafsteinn Guð-mundsson, oft nefndur faðir knattspyrnunn-ar í Keflavík og ekki að ósekju, féll frá í apríl sem leið. Hann sinnti nánast öllum hlutverk-um innan liðsins allt frá því að koma að stofnun ÍBK til þess að þjálfa, spila og sinna formennsku. Þá var hann dyggur stuðnings-maður liðsins allt til æviloka. Hafsteinn var sannur Keflvíkingur og nafn hans mun aldrei gleymast.

Lengjubikarinn var spilaður um vorið og var gengið þar ágætt. Þrátt fyrir að falla út í átta liða úrslitum í framlengdum leik gegn Breiðablik voru menn nokkuð sáttir með

spilamennskuna. Það var því svolítið skrítið að okkur fannst að vera spáð falli í nánast öllum íþróttamiðlum landsins. Virtist lítið mark tekið á spilamennskunni um vorið en meira horft í kristalskúlu sem sagði til um úrslit sumarsins. Við settum okkur nokkuð raunhæf markmið að eigin mati sem engu að síður voru nokkuð metnaðarfyllri en að rétt sleppa við fall. Í raun má segja að slæmt gengi á heimavelli hafi verið það eina sem kom í veg fyrir að þau markmið hefðu náðst og gott betur. Það ætti að vera eðlileg krafa hjá öllum þeim sem koma að fótboltanum að gera betur á heimavelli á næsta ári. Ef við hinsvegar snúum dæminu við hlýtur árang-urinn á útivelli að vera ákveðið gleðiefni sem byggja má á.

Við hófum sumarið ágætlega þar sem frá-bær sigur á grönnum okkar í Grindavík stóð uppúr í fyrstu leikjunum. Gengið var svolítið upp og niður, góðir sigrar unnust en slæm töp sáust einnig. Nokkrum sinnum vorum við komnir í góða stöðu í deildinni til þess að blanda okkur af alvöru í efri hlutann en náðum ekki að fylgja því eftir. Það gladdi hinsvegar að sjá unga leikmenn springa út og voru þeir meðal annars verðlaunaðir fyrir með pepsíkössum í gríð og erg. Þá hélt Arn-ór Ingvi, einn af okkar efnilegri leikmönnum til Noregs á lán snemma í ágúst. Hann var síðan kosinn efnilegasti leikmaður liðsins á lokahófi Keflavíkur að tímabilinu loknu.

Yngri leikmenn liðsins voru ekki þeir einu sem létu ljós sitt skína í sumar. Jóhann Guð-mundsson fór fyrir hópi þeirra eldri og spil-aði eitt sitt besta tímabil fyrir Keflavík. End-aði sumarið á því að hann var valinn besti leikmaður tímabilsins á lokahófi Keflavík-ur. Þá lofaði hann einnig skemmtilegustu afmælisveislu allra tíma og er öllum boðið. Guðmundur Steinarsson, markahæsti leik-maður Keflavíkur allra tíma, skoraði að sjálf-sögðu mark ársins þegar hann nennti ekki að hlaupa með boltann nær markinu og skaut frá miðju á útivelli gegn Fram. Hann liggur nú undir felld og ákveður framtíð sína í bolt-anum en vona ég eins og allir Keflvíkingar að hann haldi áfram að spila fyrir okkur.

Að lokum er vert að minnast alls þess frá-bæra fólks sem kom að liðinu í sumar með einum eða öðrum hætti. Fólk sem vann óeig-ingjarnt starf fyrir klúbbinn oftar en ekki í sjálfboðavinnu, áhorfendur, styrktaraðilar, fjölskyldur og vinir. Þrátt fyrir að allir hafi vonast eftir betra lokasæti í deildinni, ekki síst við leikmenn, erum við þakklátir öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn. Ef ekki er gott fólk í kringum liðið næst aldrei neinn árangur. Með því að byggja á því góða frá því í sumar mun það næsta verða enn betra.

Með jólakveðju fyrir hönd meistaraflokks Keflavíkur,

Ómar Jóhannsson.

Hafsteinn Guðmundsson.

Guðmundur Steinarsson á Laugardalsvelli.

Liðið þakkar stuðninginn.

Page 18: Jólablað 2012

18 Jólablað 2012

Óskum félagsmönnum ogfjölskyldum þeirra gleðilegra jóla

og farsæls komandi árs

Krossmóa 4a - Sími 535 6025

Óskum félagsmönnum ogfjölskyldum þeirra gleðilegra jóla

og farsæls komandi árs

Verkalýðs- og sjómannafélag Kefl avíkur og nágrennis

Njarðarbraut 15 • www.nysprautun. is

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Óskum íþróttafólkisvo og öðru Suðurnesjafólki

gleðilegra jólaog farsældar á nýju ári

V ERÐ L AUNAGR I P I R

ÍS-SPOR

FlugeldasalaKnattspyrnudeildar Kefl avíkur

Hringbraut 108, K-húsið

Nýjar og

spennandi

vörur

Opnum 28. desemberOpið 28., 29. og 30 desembermilli kl. 10:00 og 22:00

Opið gamlársdag milli 10:00 og 16:00

Við teystum á Íbúa Reykjanesbæjar að styðja vel við bakið á okkur

Flugeldasala Knattspyrnudeildar Kefl avíkurHringbraut 108, K-húsið

Krossmóa 4a - Sími 421 5777

Sími 588 3244 - isspor. is

Page 19: Jólablað 2012

Jólablað 2012 19

Magnús TorfasonGleðileg jól

Áfram Keflavík

VERKFRÆÐISTOFA SUÐURNESJA

Verkfræðistofa Suðurnesja

óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla

og farsæls komandi árs

Bestu óskir um

GLEÐILEG JÓL

Með von um hamingju og velsældá nýju ári

Starfsfólk HS Orku hf

Page 20: Jólablað 2012

Við náðum nýlega tali af þeim Birni og Guðfinni og báðum þá að rifja upp með okkur nokkra stór-viðburði í sögu íþróttaiðkunar í Keflavík. Guðfinn-ur ríður á vaðið og segir okkur frá því hvernig allt byrjaði.

“Við Björn fórum að stunda íþróttir þrettán ára gamlir. Þetta var haustið 1949 þegar við vorum í fyrsta bekk í gagnfræðaskóla. Þá um haustið skipu-lögðum við keppni milli fyrsta og annars bekkjar í gaggó, 13 og 14 ára gamalla unglinga. Björn sá um

skipulagninguna og skráði allt skilmerkilega niður. Tvö mót voru haldin á skólaárinu, haustmót og vor-mót. Keppt var í ýmsum greinum frjálsíþrótta og þrír keppendur úr hvorum bekk. Þarna kom margt ágætra manna við sögu. Í 60 m hlaupi var Guðjón Ólafsson fyrstur, Sigurður Egilsson annar en Björn í þriðja. Guðjón var afburða íþróttamaður og hefði getað náð langt en hann vildi ekki leggja íþrótt-ir fyrir sig. Við kepptum líka í 100 metra hlaupi, langstökki, spjótkasti, þrístökki og kúluvarpi. Í

spjótkastinu varð Páll Jónsson, betur þekktur sem Palli Gústu, fyrstur. Björn komst í annað sæti og Páll Axelsson í þriðja. Í kúluvarpi vann Sigurður Egilsson en Björn vann í þrístökki, stökk 10.24. Þetta var ótrúlega fínn árangur hjá 13 ára strák-um. Eldri bekkurinn sigraði þarna um haustið en á vormótinu snerist dæmið alveg við og yngri bekk-urinn náði betri árangri. Þessi mót urðu kveikjan að frjálsíþróttum í Keflavík. Síðan komu hingað menn sem urðu landskunnir íþróttamenn, flestir 10 árum eldri en við. Meðal þeirra voru kappar eins og Hólmgeir Guðmundsson, Böðvar Pálsson, Einar Ingimundarson, Þorvarður Arinbjarnarson, Vilhjálmur Þórhallsson, Högni Oddsson og fleiri.”

Teygja betur á fótunum!Björn tekur nú við: „Það gekk allt út á vinnu á þess-um árum og við æfðum aldrei fyrir mót. Það voru engir venjulegir unglingar sem stóðu í þessu, ýmist í skóla eða fullri vinnu. Það stóð aldrei neinn yfir okkur og sagði hvað við ættum að gera. Leiðsögn-in var engin. Ég fékk einu sinni tilsögn á móti í Hafnarfirði frá Sigurði Friðrikssyni. “Þú átt að teygja betur á fótunum!” sagði hann við mig þegar við vorum í langstökkinu. Þetta er eina leiðsögn-in sem ég hef fengið á mínum íþróttaferli sem er reyndar heldur gloppóttur. Ég fór að ráðum Sig-urðar í næsta stökki og stökk þá lengra en allir hin-ir. Valdimar Örnólfsson kom síðan í næsta stökki og bætti það um sex sentimetra.“

Keflvísku frjálsíþróttamennirnir Björn Jóhannsson og Guðfinnur Sigurvinsson:

Fengu enga þjálfun en unnu afrek í flestum greinum frjálsíþrótta

Þegar skyggnst er um öxl í sögu frjálsíþrótta í Keflavík vekur það furðu og aðdáun hversu marga og góða íþróttamenn bærinn átti, ekki síst þegar litið er til þeirra aðstæðna sem menn bjuggu við varðandi keppnisvelli og æfingasvæði. Fjöldi ungra manna æfði af kappi og fjöldi íþrótta-

móta voru haldin. Sem dæmi má nefna að árið 1953 hélt UMFK tíu íþróttamót sem 22 félagar tóku þátt í og þar sem þeir settu nær jafnmörg Suðurnesjamet í flestum greinum frjálsíþrótta. Keflvískir frjálsíþróttamenn tóku þátt í flestum opinberum stórmótum og stóðu sig ávallt með prýði. Á meist-aramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri í ágúst 1953 voru átta keppendur á vegum UMFK og Keflvíkingar fengu þar sinn fyrsta Íslandsmeistara í kringlukasti, Þorstein Löwe. Á árunum frá 1955 til 1960 voru frjálsíþróttamenn úr Keflavík og Njarðvík vel þekktir á landsvísu. Ekki brugð-ust unglingarnir heldur. Á meistaramóti Íslands fyrir unglinga 16-20 ára unnu Keflvíkingar þrjá Íslandsmeistaratitla. Valbjörn Þorláksson vann tvær greinar, hástökk og stangarstökk, og Gunnar Sveinbjörnsson vann í kúluvarpi og varð auk þess annar í þríþraut. Í hópi unglinganna sem gerðu garðinn frægan á þessum tíma voru m.a. Björn Jóhannsson og Guðfinnur Sigurvinsson. Guðfinnur varð síðar bæjarstjóri í Keflavík 1988-90 og tók þá við af Vilhjálmi Ketilssyni. Í bæjarstjóratíð þeirra náðist stórmerkir áfangar í íþróttamálum bæjarins með tilkomu sundmiðstöðvarinnar og B-sal-arins. Hvorutveggja olli byltingu í íþróttalífi bæjarins. Sundmiðstöð Keflavíkur var tekin í notkun 3. mars 1990 og þá fór í hönd viðburðaríkt og glæsilegt tímabil í sundlífi Keflvíkinga. Jafnframt gáfu bæjaryfirvöld íþróttahreyfingunni í Keflavík íþróttavallarhúsið við Hringbraut. Körfuboltinn fékk einnig góðan stuðning bæjaryfirvalda á þessum tíma.

20 Jólablað 2012

Page 21: Jólablað 2012

Jólablað 2012 21

Við Suðurnesjamenn í Rafholti óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

ELDVARNIR EHF.Slökkvitækjaþjónusta SuðurnesjaIðavöllum 3 • 230 Keflavík • Sími 421 4676

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Jón Björn Sigtryggsson,Sturla Þórðarson,Benedikt Jónsson,

Kolbeinn Viðar Jónssonog starfsfólk tannlækningastofunnar

Tjarnargötu 2, 230 Keflavík

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls árs.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Og Björn heldur áfram:„Árið 1951 komumst við í samband við

Íþróttabandalag drengja sem var stofnað í nóvember 1948. Við gengum í bandalagið og margir kornungir íþróttamenn úr Keflavík, sumir rétt yfir fermingu, tóku þátt í mótum á vegum þess. Bandalagið hélt tvö mót á ári og keflvísku drengirnir kepptu þar í flest-um greinum frjálsíþrótta. Þeir voru reyndar víðar að af Suðurnesjum, þarna var t.d. Sig-urður Þorbergsson úr Leirunni. Keppendum var skipt í flokka, A., B. og C. eftir aldri. í A-flokknum eru 16 ára drengir, 15 ára í B-flokknum og 14 ára og yngri í C-flokknum. Eftir 16 ára aldur voru menn ekki lengur gjaldgengir í bandalaginu. Þarna kepptu þó nokkuð margir úr Keflavík og árangurinn var yfirleitt frábær. Íþróttabandalag drengja samanstóð af mörgum félögum, öll af Suður- og Suðvesturlandi. Starfsemin var mjög víð-tæk, og þeim sem að því stóðu til sóma. Einn maður var okkur mjög innanhandar um stofnun félagsins. Það var Eðvald Hinriksson Mixon, frægur og síðar umdeildur maður. Hann byggði upp félagið með ströngum aga líkt og tíðkaðist í þýska æskulýðsssamband-inu fyrir stríð. Mixon var drengjum innan handar um alla skipulagningu. Hann var ákveðinn og þeir báru virðingu fyrir hon-

um. Bandalagið hélt tvö frjálsíþróttamót á ári í Reykjavík í frjálsum og keppendur voru á annað hundrað. Við stofnuðum sunddeild hér í bandalaginu, héldum sundmót og fengum keppendur úr Reykjavík. Síðan var hafist handa að stofna knattspyrnudeild og skákdeild hér í bænum en þessu var öllu al-gjörlega haldið utan við ÍSÍ.“

Fínn árangur Kefl avíkurdrengjaGuðfinnur segir okkur að skipulagningin á mótum hjá fyrrnefndu íþróttabandalagi hafi verið góð. Gefin var út afrekaskrá og upplýsingarit. “Afrekaskráin frá 1951, þeg-ar við vorum 15 ára, sýnir hver árangurinn hjá okkur var samanborið við Reykvíkinga. Keflvíkingar komust í sex efstu sætin, m.a. Sigurður Eyjólfsson og Eiríkur Ólafsson. Björn Jóhannsson var efstur í 12 greinum, þ.á.m. langstökki, hástökki, 100, 400 og 800 metra hlaupum, þrístökki og kúluvarpi. Hann náði öðru sæti í kringlukasti. Ég náði sjálfur ágætum árangri. Á meistaramótinu 1951 tók systir Björns, Sigríður Jóhannsdótt-ir, einnig þátt. Bjössi var þá 15 ára og hún 14. Hún keppti í hástökki kvenna og komst í annað sæti.”

“Allt er þetta rétt og satt,”skýtur Björn inn í. “Ég hljóp þarna 400 m grindahlaup og hafði

Bæjarstjórnin sem sat á árunum 1986-1990 reyndist íþróttahreyfingunni hér ómetanlegur bakhjarl. Á þessum

árum var B-salurinn, nýr íþróttasalur við Sunnubraut tekin í notkun, og glæsileg 2000 fermetra Sundmiðstöð Keflavíkur var vígð 3. mars 1990. Hún var kostuð að langmestu leyti af Keflavíkurbæ. Byrjað var að steypa sundmiðstöðina upp 1986 og var henni lok-ið á fjórum árum. Guðfinnur Sigurvinsson var bæjarstjóri á þessum tíma og sagði okk-ur nánar frá þessu merku atburðum.

„Hér var gott og notalegt samfélag, það heyrðum við á fólki sem flutti hingað og undi sér vel. Mikið var að gerast á íþróttasviðinu. Körfuknattleikslið ÍBK hafði nýlega unnið frækilegan sigur á KR-ingum í Íslandsmeist-aramótinu. Stúlkurnar létu sitt ekki eftir liggja og urðu Íslands- og bikarmeistarar annað árið í röð. Auk þess náðist afbragðs góður árangur í flestum yngri flokkum félagsins. Mér þótti ánægjulegt að geta afhent körfuknattleiks-deildinni 200 þúsund krónur að gjöf fyrir hönd bæjarstjórnar í viðurkenningarskyni fyrir góðan árangur á keppnistímabilinu. Búið var að hanna sundmiðstöðina þegar við tókum við bæjarstjórninni með hreinum meirihluta 1986 en engin framkvæmdaáætlun lá fyrir .

Við settum kraft í að ljúka þessu og það tókst ágætlega. Hafsteinn okkar Guðmundsson var tillögugóður að vanda og starfaði þétt með meirihlutanum að þessum málum. Hannes Einarsson, byggingarmeistari, var formaður bæjarráðs og studdi allar þessar framkvæmdir dyggilega. Gamli íþróttasalurinn var svo vel nýttur að ákveðið var að fara í að byggja B-salinn og það tókst ágætlega líka. Hann var formlega tekinn í notkun við hátíðlega athöfn 4. september í nýbyggðri viðbyggingu 650 fermetrum auk geymslu við íþróttahúsið við Sunnubraut. Með honum vænkaðist hagur íþróttafólks í Keflavík verulega því erfitt var orðið að fá tíma í gamla salnum og dæmi um að menn færu til Sandgerðis til æfinga. Helgi Hólm var formaður bygginganefndar og dreif verkið áfram af krafti þannig að salurinn var tilbúinn á einu ári. Salurinn kostaði rúmlega 30 milljónir kr. og lagði Keflavíkurbær fram tæpan helming þeirrar fjárhæðar. Annarra tekna til byggingarinnar var aflað m.a. með fjárframlögum frá Íþróttabandalagi Keflavík-ur með lottótekjum. Framlag bæjarins vóg þyngst og segir Helgi Hólm að ævintýrið hefði ekki verið framkvæmanlegt með þess-um hætti hefði ekki komið til góð samvinna við bæinn.”

Hér var gott og notalegt samfélagAfreksfólk Keflvíkinga í sundi á sjötta og sjöunda áratugnum.

Page 22: Jólablað 2012

22 Jólablað 2012

aldrei séð grindur áður. Þeim var raðað þarna upp og ég bara lagði af stað og hélt áfram. Við vorum þrír keppendur og ég náði öðru sæti. Við komum heim með sitt hvorn silfurpeninginn, ég og hún systir mín.”

“Við fórum á landsmótið á Eiðum 1952,” segir Guðfinnur. “Það var full rúta, við vorum um 30 manns frá Keflavík. Á leiðinni austur stoppuðum við á Grímstöðum á Fjöllum og fengum okkur

snæðing. Þetta var ægilegt kalt sumar og þeir voru búnir að byggja útilaug á Eiðum þar sem sund-fólkið átti að keppa. Þarna voru Inga Árnadóttir, sunddrottning Suðurnesja til margra ára, Guðbjörg Árnadóttir og fleiri sundfólk frá okkur. Austfjarð-arhitinn frægi og umtalaði átti að velgja laugina en það klikkaði illilega. Það var 4-5 stiga hiti í lauginni og þegar þær voru að stinga sér heyrði maður öskr-in í þeim langar leiðir og þær voru strax komnar

upp á bakkann. Við fundum ekki eins mikið fyrir þessu sem vorum að hlaupa, gátum alltaf hlaupið okkur til hita. Þetta mót tókst samt ágætlega og töluvert af fólki að keppa. Í minningunni standa þó upp úr drengjahlaup Ármanns og víðavangshlaup ÍR sem við tókum þátt í. Ég fór í Samvinnuskólann og var þar að æfa allan tímann, náði ágætum ár-angri, varð annar eftir Svavari Markússyni sem var yfirburða hlaupari. Eftir skólann fór ég að vinna hjá kaupfélaginu hérna og síðan fórum við Sig-urður Eyjólfsson að stunda verslunarrekstur, að-eins 19 ára gamlir. Þá datt ég út úr íþróttunum því það gríðarmikið að gera hjá okkur, ekki síst vegna þess að við vorum mjög hógværir í allri álagningu á vörum, lögðum t.d. ekki flutningsgjald á vörur og seldum þarafleiðandi miklu meira en hinar búðirn-ar. Það var enginn tími fyrir íþróttir lengur. Björn hefði hins vegar orðið tugþrautarmaður hefði hann haldið áfram.”

Taldir fullorðnir um fermingu„Við vorum bara ósköp venjulegir menn,“ segir Björn. „Á þessum tímum voru menn taldir full-orðnir um fermingu og fóru bara að vinna. Ég sá í Faxa einu sinni að það var fundið að því við mig að ég gæfi mér ekki nógu mikinn tíma til æfinga. Þetta var árið 1954 á sama tíma og ég var að steypa upp þetta hús frá grunni hér við Hringbrautina og uppi á velli í fullu starfi. Allar mínar frístundir fóru í húsið. Það var fundið að því að unglingar gæfu sér lítinn tíma til æfinga, en á sama tíma var litið á íþróttir sem dundur fyrir fullorðið fólk. Clausen bræður og fleiri íþróttamenn á heimsmælikvarða urðu að hætta í íþróttum rétt rúmlega tvítugir. Svona var hugsunin gagnvart þessu, þetta var bara leikur meðan þú hafðir tíma til að leika þér.“

„Við vorum góðir félagarnir í flestum greinum,“ segir Guðfinnur. „Sextán ára gamlir fórum við á sveinameistaramóti Íslands þar var keppt í 6 grein-um og einu boðhlaupi. Bjössi varð hlutskarpastur í fjórum greinum af sex. Ein grein varð útundan hér með tímanum og það var stangarstökkið. Ástæðan var alvarlegt slys sem hafði orðið úti í Garði þegar Ágúst Hallmann Matthíasson, seinna landsþekkt-ur sem „lamaði íþróttamaðurinn“, fjölhæfur og efnilegur íþróttamaður, varð fyrir alvarlegu slysi á æfingu sem batt enda á feril hans. Við vorum svo heppnir í Keflavík að fá liðsstyrk utanfrá, Valbjörn Þorláksson og Högni Gunnlaugsson gerðu garðinn frægan hér, urðu báðir Íslandsmeistarar í stang-arstökki fyrir Keflavík.“

Kirkjuvegi 25 • 230 Ke� avík • Sími 420 4300 • Fax 420 4305 • www.ke� avikurkirkja.is

Minnum á dagskrá kirkjunnar um aðventu og jól.

Sjá nánar www.kefl avikurkirkja.is

þar sem einnig eru upplýsingar um annað starf í kirkjunni.

Sendir öllum bæjarbúum hugheilar óskir um gleðileg jól, gott og farsælt nýtt ár

REYKJANESBÆR

Átta keflvískir íþróttamenn kepptu í fjögurra héraða keppninni á Akureyri 1958.

Sigríður Jóhannsdóttir hástökkvari.

Erna Sigurbergsdóttir í langstökki.

Page 23: Jólablað 2012

Jólablað 2012 23

Stærsti dagurinnOg Björn heldur áfram: „Valbjörn var mikill fót-boltamaður en frekar latur. Við skoruðum á hann að fara frekar í frjálsar en fótboltann því í fótbolta ertu hálfgert „nóboddí“ nema þú sért stjarna. Báðir þessi stangastökkvarar voru þannig að þeir máttu ekki sjá bolta fara framhjá nema sparka í hann. Valbjörn vandist af því en Högni aldrei. Hann fór í boltann og varð mjög góður þar. Svo náðu KR-ing-arnir í Valbjörn og buðu honum vinnu í Sundhöll Reykjavíkur. Við fórum aldrei í fótbolta, fannst það ekki gaman, líklega of miklir einstaklingshyggju-menn. Þjálfarar voru ekki til á þessum tíma.

Stærsti dagurinn var þegar við fórum á drengja-meistaramótið 1954. Okkur gekk vel þar, unnum fjórar greinar. Ég keppti við Dagbjart Stígsson, sem var einn af okkar bestu íþróttamönnum, en hann hljópst seinna undan merkjum blessaður og fór frá okkur til annars félags. Reykjavíkurfélögin gerðu í því að draga til sín þá sem þeim leist vel á með atvinnutilboðum, þar á meðal Dagbjart. Á mótinu 54 var ég aðeins á undan honum. Árið eftir sner-ist dæmið við og Dagbjartur varð fyrstur en síðan skaut ég honum aftur ref fyrir rass 1956. Á ung-lingamótinu 1955 náðum við Guðfinnur góðum árangri og árið eftir unnum við margar greinar.

Ég hef aldrei byrjað í íþróttum og aldrei hætt vegna þess að ég hef aldrei stundað þetta af ein-hverju viti, myndi nútíminn segja. Enginn sagði okkur til í gamla daga, vinnan var látin ganga fyrir öllu á sjó og í landi. Maður kom þarna stundum við og kastaði kúlu en fór svo að byggja. Á árunum 1957-58 var byrjað að ganga á æfingasvæðið og farið að gera þar skrúðgarð. Að komast á Melavöll-inn var eins og að komast á Ólympíuleikvanginn. Ég hélt samt áfram, fór á landsmót á Laugum 1961 og keppti 1966 á meistaramóti í sleggjukasti og komst í þriðja sæti. Þann dag fékk mér frí í vinnu. Ég keppti síðan aftur 1975 og komst í annað sæti í sleggjukasti. Árið 1982 byrjuðum við með íþróttir fyrir eldri menn. Þá var ég farinn að eldast nokkuð en síðan hef ég tekið þátt í meistaramótum og vor-móti öldunga sem eru haldin árlega í Reykjavík og Hafnarfirði. Ég er búinn að kasta sleggjunni þris-var á þessu ári og get fylgst með því hvað dregur af manni með hverju árinu. Ég kasta bara á mót-um, en æfi þetta ekki. Ég náði öðru sæti í sleggju á þessu ár og er býsna ánægður með það.

Fótboltinn verður allsráðandi„Eins og Bjössi benti á fengum við enga þjálfun,“ segir Guðfinnur. „Við hættum að verða verulega virkir þegar við vorum að komast á besta aldur því þá var aðstaðan nánast horfin. Það var ekki einu til gryfja. Það var gaman að fylgjast með landsmóti UMFÍ hér í Keflavík 1984. Keppendur á mótinu voru 1235 talsins og komu frá 26 héraðssamtökum og ungmennafélögum. Keppt var í 11 íþróttagrein-um: blaki, borðtennis, frjálsum íþróttum, glímu, handknattleik, júdó, knattspyrnu, körfuknattleik, skák, starfsíþróttum og sundi. Auk þess var keppt í þremur sýningargreinum, íþróttum fatlaðra, sigl-ingum og golfi. En síðan hnignar frjálsíþróttum hér í bænum, körfuboltinn kom inn, handboltinn var stundaður um hríð en lifði ekki lengi og fót-boltinn varð loks allsráðandi.“

„Það var gerður ágætis völlur fyrir landsmótið 1984,“ segir Björn. „Því miður varð það þó ekki til að efla frjálsíþróttalífið. En sundið var í stöðugri sókn og get sagt þér litla sögu af því. Ég var sjálfur töluvert mikið í kringum sundið með Guðmundi Sigurðssyni. Guðmundur var svo brattur að hann fór í Olíusamlagið fyrir jólin og fékk því framgengt að með þeirra tilstyrk að þrír verðlaunapeningar voru veittir fyrir hverja grein. Sundvallarforstjór-anum var ekki mjög hress með þetta því þá var búið að taka möguleikann frá fótboltanum að fá þessa peninga. Svona var nú sviðið! Þeir áttu það sem þeir vildu, þessir fótboltahlunkar. Það fékk

aðeins ákveðin grein að þrífast og vantaði sárlega forystumenn fyrir frjálsar íþróttir. Forystan logn-aðist út adf þegar aðstaðan fór. Gömlu jassarnir sem höfðu verið í fararbroddi fóru bara í golfið í staðinn.“

Eðvarð T. Jónsson.

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Með gjafakorti Íslandsbanka getur þú verið viss um að gjöfin þín hitti í mark. Eins og önnur greiðslukort gildir það jafnt í verslunum um allan heim og á netinu. Þú færð kortið í fallegum gjafaumbúðum og þarft ekki að gera annað en að velja upphæðina.

Gjafakortið færðu í öllum útibúum Íslandsbanka

Gjafakort Íslandsbanka

Björn Jóhannsson var einn af fremstu frjálsíþróttamönnum Suðurnesja á sjötta áratugnum.

Guðfinnur Sigurvinsson í startholunum. Myndin er tekin á landsmóti UMFÍ á Akureyri 1955.

Page 24: Jólablað 2012

Gleðileg jólfarsælt komandi ár, þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

SÆVAR REYNISSONVIÐSKIPTAFRÆÐINGUR

BÓKHALDSÞJÓNUSTANHafnargötu 25 - 230 Reykjanesbæ

Sími 421 3322Hafnargötu 27 - Sími 421 1420

Rafverk tak i

BrautarnestiHringbraut 93b Guesthouse www.alex.is

VÍSIRFélag skipstjórnarmannaá Suðurnesjum Tækniþjónusta SÁ ehf.

Keflvískir afreksmenn í 80 ár

Fáanleg í Félagsheimili Keflavíkur

Sunnubraut 34 - Sími 421 3044 & 897 5204

Ítarleg umfjöllun um íþróttalífið

í Keflavík prýdd fjölda mynda

Jólagjöf íþrót tamannsins

G r ó f i n 1 3 c • 2 3 0 R e y k j a n e s b æ r • S í m i 4 2 1 4 3 8 8 • N e t f a n g s t a p a p r e n t @ s i m n e t . i s

stapaprent Prentþjónusta í 27 ár

Iðkendur Keflavíkur munu ganga í hús og bjóða bókina til sölu.

Takið vel á móti sölufólki okkar, verð aðeins kr 2000,-

TRÉSMIÐJA

Iðavöllum 12 • 230 KeflavíkSími 421 4445 • Fax 421 2442

EHF

24 Jólablað 2012

Page 25: Jólablað 2012

Sælir kæru Keflvíkingar. Ég er strax farin að hlakka til næsta

tímabils hjá okkur í boltanum því það er svo mikið af jákvæðum hlutum að gerast í kringum félagið og liðið okkar. Ég skemmti mér vel á síðasta tímabili og mér fannst liðið spila almennt mjög skemmtilegan fótbolta. Allir leikmenn að uppskera eftir æfingar um veturinn og margir að eiga sitt besta tímabil, enda alltaf að koma meiri reynsla í hópinn. Við vorum ekki langt frá því að vera í baráttu um evrópusæti meiri hlutann af tímabilinu. Það er óhætt að segja að spennandi tímar séu framund-an hjá okkur í boltanum. Svo mikið af ungum og efnilegum leikmönnum að skila sér upp úr góðu yngri flokka starfi Keflavíkur sem eru mikil verðmæti fyr-ir félagið. Ánægjulegt að sjá okkar leik-menn valda í landslið en það hefur ver-ið töluvert um það undanfarið. Er samt alltaf jafn hissa að sjá ekki fleiri og sér-staklega úr meistaraflokki, en kannski er ég aðeins hlutdræg þar en þó ekki. Við erum með skemmtilega bland-aðan leikmannahóp af bæði ungum og reynslumiklum leikmönnum sem eru tilbúnir að klæðast Keflavíkurbúningi með merki Keflavíkur á hjartanu. Ég

er allavegana mjög stolt af öllum leik-mönnum sem spila í okkar búningi, hversu ungir, gamlir, litlir, stórir, kven-kyns eða karlkyns þeir eru.

Það er nú bara þannig að félagið rek-ur sig ekki á neinu og það fer gríðarlega mikill tími stjórnar í að afla peninga til rekstursins. Auðvitað vill maður alltaf sjá meira til að geta gert betur svo að við getum líka varið tíma okkar í skemmti-legri hluti. Mörg fyrirtæki hér í bæj-arfélaginu hafa verið einstaklega liðleg og öflug að létta undir með ýmsum hætti og erum við óendanlega þakklát þeim fyrirtækjum. Knattspyrnudeild-in er aðeins farin að sjá til sólar eftir hrunið, en við höfum stigið varlega til jarðar og verið skynsöm í mörgum málum. Það er gríðarlega óeigingjarnt og ómetanlegt það sjálfboðastarf sem margir einstaklingar leggja á sig með störfum fyrir knattspyrnuna í Keflavík. Þetta er fólk sem starfar í stjórnum, ráðum, kringum liðin, á leikjum, mót-um og við mörg önnur verkefni sem koma til. Þetta góða fólk getur borið höfuðið hátt og verið gríðarlega stolt af sér. Það leggur svo sannarlega af sér til samfélagsins með þessu starfi. Þetta starf má alls ekki vanmeta.

Eitt af því skemmtilegra sem gerðist þetta sumarið er stofnun á Pumasveit-inni Jr. og endurkoma Kela Keflvíkings. Þarna eru á ferðinni aldeilis flottir ung-ir drengir sem eru tilbúnir að styðja lið-ið sitt fram í súrt og sætt. Þeir uxu með hverjum leik og var gaman að heyra trommurnar, sönginn og klöppin aft-ur. Það er bara þannig að það er alltaf skemmtilegra á leikjum þegar áhorfend-ur eru duglegir að mynda stemmingu

og hvetja liðið sitt áfram. Við megum ekki gleyma því að fótbolti er skemmt-un og það er svo miklu skemmtilegra að taka þátt í leiknum og vera jákvæð-ur á allan hátt. Það skilar sér alltaf til leikmanna á vellinum. Leikmenn eru mjög ánægðir með tilkomu Pumasveit-arinnar Jr og það er enginn spurning að þeir verða öflugir næsta sumar. Þess vegna vil ég hvetja alla stuðningsmenn að fjölmenna á sem flesta leiki á næsta tímabili og taka undir með Pumasveit-inni í þeim tilgangi að styðja við liðið okkar á vellinum. Við erum öll hluti af uppbyggingunni sem er í gangi. Það er eitthvað stórkostlegt að fara að gerast í knattspyrnunni í Keflavík, vilt þú ekki örugglega vera með?? Stuðningur þinn skiptir öllu máli !

Bestu kveðjur Hjördís Baldursdóttir.

Stuðningur skiptir öllu máli

Það er óhætt að segja að keppn-istímabilið 2012,

skilji eft ir sig blendnar tilfi nningar. Fyrir mótið misstum við frá okkur einn af okkar betri fót-boltamönnum, Guðjón Árna, í raðir FH – inga. Við bættust, Jói Ben, Grétar Atli, Gregor Moh-ar og Denis Selemovic, við nokkuð þéttan hóp sem að mestu er skipaður uppöldum drengjum í bland við öndvegis pilta úr öðrum landshlutum.

Aldurssamsetning hópsins var sérstök að því leitinu til að stórhluti hans var skipaður mönnum í kringum 20 ára aldurinn og svo vorum við með á hinum endanum annan hóp sem samanstóð af mönnum um og yfi r þrí-tugt. Fáir á hinum svokallaða „prime“ aldri en nokkrir þó.

Stóra markmiðið var að bæta einstaklingana fótbolta-lega, auka liðsheildina og fá menn til að hafa gaman að því að spila. Hópurinn svaraði kallinu með sóma, fl estir bættu leik sinn á árinu, liðsheildin varð öfl ugri og á köfl -um var þetta feykilega gaman.

Undirbúningstímabilið gekk stóráfallalaust fyrir sig, lítið um meiðsli og menn æfðu vel. Við tókum þátt í Fótbolti.net mótinu og Lengjubikarkeppninni. Vorleik-irnir gáfu ákveðna mynd af liðinu sem gat á góðum degi unnið hvaða andstæðing sem var en gat líka tapað fyrir öllum, stöðugleikan vantaði.

Hópurinn fór um miðjan apríl í stutta æfi ngaferð austur að Vík í Mýrdal og dvaldi hópurinn þar í góðu yfi rlæti. Æft var á grasi og hópurinn hristur saman enda skammt í mót. Þessi ferð okkar á slóðir eldfj alla og jökla skilaði tilætluðum árangri og má segja að Pepsídeildin

2012 hjá okkur hafi spilast í takt við andstæður nátt-úruafl ana. Á köfl um vorum við funheitir og spiluðum frábæran fótbolta en svo komu líka kafl ar þar allt var pikk-frosið og lítið gekk upp.

Hvað stóð upp úr í sumar? Frábærir útisigrar gegn Grindavík, Fram, Breiðablik, Stjörnunni og ÍBV.....stór-glæsileg mörk a´la Gummi Steinars.....hvernig getur það verið að sá frábæri leikmaður sé að hætta í boltanum, Gumminn á nóg eft ir? Arnór Ingvi var í hörku formi .......Sammi og Elías héldu áfram að bæta á sig unglinga-landsleikjum. Sigurbergur Elísson komst aft ur inn á knattspyrnuvöllinn, meiðslalaus og sýndi góð tilþrif. Hornafj arðar Fransi lét til sín taka á miðjunni. Jói Guð-munds var á köfl um hreint magnaður. Stríðsmaðurinn Einar Orri spilaði sitt besta tímabil. Við héldum hreinu í 6 leikjum.

Hver voru vonbrigðin? Slök spilamennska á heima-velli situr í manni, við misstum af of mörgum stigum átakalaust. Síðustu 3 umferðirnar, hafandi það í huga að við vorum í sömu stöðu og Blikarnir á þeim tíma-punkti. Eins voru það vonbrigði að fá ekki að njóta Arn-órs og Gregors í seinni hlutanum. Að mínu mati voru þeir fremstir á meðal jafningja hjá okkur í fyrri umferð-inni. Arnór vakti athygli erlendra liða og var verðskuld-að boðinn lánssamningur í norsku úrvalsdeildinni en Gregor, hinn grjótharði, meiddist og fór til síns heima í kjölfarið. Valsleikirnir, Selfoss leikurinn úti, Fylkir heima, KR úti, voru allt leikir sem fara rakleiðis hólfi ð í minnisbankanum sem ber nafnið „svona á ekki að gera hlutina“.

Þegar til baka er litið þá er ljóst að það eru miklu fl eiri jákvæðir en neikvæðir punktar í þessu hjá okkur. Við gengum hálf súrir frá borði í haust með 27 stig í vas-anum. Við erum reynslunni ríkari og árinu eldri sem er gott fyrir yngri hópinn en kannski pínulítið verra fyrir þann eldri. Við erum með mikið af hæfi leikum í ungu mönnunum, erum jafnframt með heilmikla reynslu og

knattspyrnulega getu í eldri mönnunum. Fyrir fótbolta-manninn er mikilvægt að hafa í huga „þú ert aldrei betri en síðasti leikur sem þú spilaðir“. Þessi staðreynd á að vera mönnum hvatning til þess að leggja sig ávallt fram, fótbolta tungumálið er talað inn á vellinum en ekki utan hans.

Stuðningsmenn Kefl avíkur eru með þeim bestu á landinu, þeir gera kröfur en þeir standa líka með sínum mönnum þegar í harðbakkann slær. Takk fyrir stuðning-inn í sumar! Puma jr. komu skemmtilega inn í restina og glæddu leikina miklu lífi . Ég vill jafnframt þakka stjórn knattspyrnudeildarinnar sem og samstarfsmönnum fyr-ir skemmtilegt og lærdómsríkt sumar. Á næsta ári eru 40 ári síðan Íslandsbikarinn kom til Kefl avíkur síðast. Hver veit nema að nýtt fótboltavor sé á næsta leiti í Kefl avík.

Gunnar Oddsson.

Takk fyrir stuðninginn í sumar!

Gunnar Oddsson.

Jólablað 2012 25

Keli Keflvíkingur og Þorsteinn Magnússon formaður.

Góður stuðningur.

Áfram Keflavík.

Page 26: Jólablað 2012

Það er ávallt við hæfi þegar körfuknattleikstímabilinu lýkur að renna aðeins yfir ár-

angur og stöðu yngri flokka deild-arinnar og veita iðkendum félagsins viðurkenningar fyrir góða frammi-stöðu og árangur og ljóst að víða leynast efnilegir afreksmenn innan deildarinnar.

Stærsta einstaka verkefni Barna- og unglingaráðs KKDK á hverju tímabili er framkvæmd Nettómótsins sem við höldum ávallt í góðu samstarfi við UMFN og er stærsta körfuboltamót sem haldið er á Íslandi ár hvert. Þetta mót halda félögin síðan í góðri sam-vinnu við stærstu bakhjarla mótsins sem eru Reykjanesbær og Samkaup. Auðvitað koma síðan fjölmörg önnur fyrirtæki að þessu með dýrmætum stuðningi og velvilja við okkur. Mót-ið hefur stækkað hratt á undanförn-um tveimur árum og aldrei verið stærra en í ár þegar við héldum 21. mótið á jafnmörgum árum.

1.200 þátttakendur - 24 félög - 188 keppnislið - 447 leikir - 5 íþróttahús - 13 vellir - 10 bíósýningar - 430 pizzur - 1000 næturgestir á 7 stöðum

Á Ljósanótt höfum við einnig tekið þátt í fjáröflun s.l. þrjú ár með UMFN og mun það samstarf halda áfram, en þessi sameiginlegu verkefni vinnum við undir nafninu KarfaN sem er sameiginlegt fjáröflunar- og hags-munafélag barna- og unglingaráða Körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur.

Barna- og unglingaráð KKDK hefur einnig séð um miðasölu og veitingasölu á heimaleikjum meist-araflokks karla og kvenna og hefur það starf verið ánægjulegt og mynd-að mikla samheldni og stemmingu innan raða unglingaráðs þó vissulega hafi það aukið álagið.

Meðal nýjunga á tímabilinu voru morgunæfingar sem við buðum uppá fyrir áhugasama iðkendur í 8. bekk og eldri, tvisar í viku og stjórnaði Einar Einarsson æfingunum. Voru þær vel sóttar og nokkuð ljóst að framhald mun verða á þessum valkosti næsta vetur.

Við í unglingaráði viljum færa öll-um þjálfurum bestu þakkir fyrir tíma-bilið auk þess fá allir þeir áhugasömu foreldrar sem lögðu hönd á plóginn með ýmsum hætti miklar þakkir.

Alls sendi barna- og unglingaráð KKDK 15 lið til keppni á Íslandsmót-ið tímabilið 2011-2012 og 9 lið í bik-arkeppni yngri flokka.

Krakkar í 1. – 5. bekk keppa ekki á Íslandsmóti en þau hafa verið dugleg við að sækja önnur mót sem í boði eru fyrir þennan aldurshóp. Flest

fóru þau á Orkumót KR og Actav-ismót Hauka. Mörg fóru á Sambíó-mót Fjölnis, Jólamót Nettó&ÍR og Póstmót Breiðabliks og öll fóru þau að sjálfsögðu á Nettómótið sem er mót mótanna.

Þjálfarar1.-4. bekkur stúlkna – Þjálfari Helena Jónsdóttir 1.-4. bekkur drengja – Þjálfari Elentínus Margeirsson5.-bekkur stúlkna

– Þjálfari Rannveig Kristín Randversdóttir5. bekkur drengja – Þjálfari Björn Einarsson

Í mb 11 ára (6.b) 7. og 8. bekk er keppt í fjórum umferðum, eða fjór-um helgarmótum þar er fjórða um-ferð A-liða úrslitamót þar sem efsta liðið verður Íslandsmeistari. Þau mót eru haldin á heimavelli þess liðs sem bestum árangri hefur náð í fyrstu þremur umferðunum.

Minnibolti 11 ára drengjaHófu leik í A-riðli og t.d.var keppnin svo jöfn í riðlinum að KRingar sem unnu fyrsta mótið, töpuðu öllum í 2. umferð og féllu í B-riðil. Keflvíkingar unnu þrjá og töpuðu einum í öllum fjórum mótum vetrarins og sá ár-angur dugði peyjunum heldur betur í lokamótinu og tryggði þeim þar með Íslandsmeistaratitilinn í þessum ald-ursflokki. Glæsilegt hjá strákunum sem voru 8. flokkurinn hjá Keflavík til að verða Íslandsmeistarar í þessum aldursflokki en Keflavík varð síðast Íslandsmeistarar í mb. 11. ára drengja fyrir 12 árum. Strákarnir kepptu einnig á Nettómótinu, Orkumóti KR, Actavismóti Hauka og enduðu vet-urinn á að fara á mót hjá Þórsurum á Akureyri nú á dögunum.

Þjálfari Björn EinarssonMestar framfarir: Elvar Snær GuðjónssonBesti varnarmaðurinn: Arnór SveinssonBesti leikmaðurinn: Arnór Sveinsson

Minnibolti 11 ára stúlknaA-liðHófu leik í A-riðli og náðu að vinna alla leikina örugglega í fyrsta mótinu nema Grindavík sem þær unnu með einu stigi. Þær skáru sig þó enn frek-ar frá hinum liðunum þegar leið á mótið og fóru taplausar í gegnum allt tímabilið og urðu Ísandsmeist-arar með glæsibrag þegar þær unnu Grindavík í lokaleik mótsins 40-16.

Stelpurnar kepptu einnig á Nettó-

Annáll þessi er fyrir tímabilið 2011 – 2012 - en tímabilinu lauk með lokahófi í maí síðastliðnum

MB ll ára drengja

MB 11 ára stúlkna.

7. flokkur drengja. 7. flokkur stúlkna.

26 Jólablað 2012

Page 27: Jólablað 2012

mótinu, Orkumóti KR, Actavismóti Hauka og Jólamóti ÍR og Nettó.

Þjálfari Rannveig Kristín RandversdóttirMestar framfarir: Eva María LúðvíksdóttirBesti varnarmaðurinn: Kamilla Sól ViktorsdóttirBesti leikmaðurinn: Elsa Albertsdóttir

7. fl okkur drengjaHófu leik í A-riðli og voru m.a. í hörku baráttu við tvö KR lið allt mótið. Unnu alla leiki í 1. umferð en unnu síðan tvo af fjórum í hinum mótunum. Þeir enduðu í öðru sæti í lokamótinu sem tryggðu þeim silf-urverðlaunin á Íslandsmótinu eftir mikla baráttu.

Þjálfari Björn EinarssonMestar framfarir: Arnar Þór ÞrastarsonBesti varnarmaðurinn: Stefán LjubicicBesti leikmaðurinn: Þorbjörn Arnmundsson

7. fl okkur stúlknaHófu leik í A-riðli og áttu glæsilegt tímabil. Töpuðu ekki leik og urðu verðskuldaðir Íslandsmeistarar í sín-um flokki. Einnig léku þær sem b-lið Keflavíkur í 8. flokki og enduðu á að fara á methraða upp úr c-riðli í a og enduðu þar með silfurverðlaun um hálsin.

Þjálfari Björn EinarssonMestar framfarir: Þóranna Kika Hodge-CarrBesti varnarmaðurinn: Birta Rós Davíðsdóttir Besti leikmaðurinn: Katla Rún Garðarsdóttir

8. fl okkur drengjaHófu leik í A-riðli og léku þar í öllum mótunum. Keppnin var nokkuð jöfn í riðlinum að KR liðinu undanskildu sem fór taplaust í gegnum veturinn en okkar drengir voru yfirleitt að vinna tvo leiki af fjórum í hverju móti. Í lokaumferðinni enduðu þeir í 3. sæti þannig að segja má að bronsið hefði verið þeirra, væri það yfir höf-uð veitt.

Þjálfari Björn EinarssonMestar framfarir: Arnór Ingi IngvasonBesti varnarmaðurinn: Andri Már IngvarssonBesti leikmaðurinn: Marvin Harrý Guðmundsson

8. fl okkur stúlknaHófu leik í A-riðli og höfðu mikla yf-irburði í sínum aldursfl okki á tíma-bilinu. Einnig sendum við 7. fl okk stúlkna sem b-lið í mótið hjá 8. fl okki en þær hófu leik í c-riðli og voru tap-lausar þar til þær mættu a-liðinu í úr-slitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokamótinu. A-liðið steig ekki feilspor í þeim leik og landaði sannfærandi sigri og félagið fór heim með allar me-dalíurnar sem í boði voru þetta árið.

ÞjálfariBjörn EinarssonMestar framfarir: Kristrós Björk JóhannsdóttirBesti varnarmaðurinn: Elfa FalsdóttirBesti leikmaðurinn: Thelma Dís ÁgústsdóttirÍ 9. flokki og eldri (þ.e.a.s. fyrir

utan dr.fl og ul.fl þar sem keppt er í deildarkeppni) er einnig keppt í fjórum umferðum, eða fjórum helg-armótum, þar sem fjórða umferðin er haldin á heimavelli þess liðs sem bestum árangri hefur náð í fyrstu þremur umferðunum. Fjögur efstu liðin í þeirri umferð komast síðan í undanúrslit og sigurvegarar þar leika til úrslita. Þessir leikir eru leiknir á tveimur helgarmótum sem KKÍ held-ur í lok leiktíðar og er umgjörð og stemming þessara móta jafnan stór-glæsileg. Fyrri úrslitahelgin í ár var leikin í Njarðvík og sú seinni í DHL höll þeirra KRinga. Bikarúrslit yngri flokka voru síðan leikin í Vodafone höllinni í umsjón Vals, en einungis 9. flokkur og eldri eru gjaldgeng í bikarkeppnina.

9. fl okkur drengjaHófu leik í B-riðli og höfnuðu í öðru sæti, unnu þrjá og töpuðu einum. Í annari umferð unnu þeir alla og prjónuðu sig aftur á nýjan leik upp í A-riðil. Stoppið þar var stutt því ekki

náðu drengirnir að vinna leik í 3. umferð A-riðils þannig að þeir léku 4. og síðustu umferðina í B- riðli þar sem þeir unnu og enduðu í 2. sæti og þurfa því að hefja næstu leiktíð í B-riðli.

Í bikarkeppninni gerðu drengirn-ir sér lítið fyrir og komust alla leið í úrslitaleikinn gegn liði Grindvíkinga. Úrslitaleikurinn var vel leikinn hjá strákunum þó svo færi að lokum að Grindvíkingar hefðu sigur 54-60, en þeir urðu jafnframt Íslandsmeistarar í þessum flokki.

Þjálfari Guðbrandur StefánssonMestar framfarir: Guðmundur ÓlafssonBesti varnarmaðurinn: Eiður Snær UnnarssonBesti leikmaðurinn: Sigurþór Ingi Sigurþórsson

9. fl okkur stúlknaHófu leik í A-riðli og áttu frábært tíma-bil þar sem þær töpuðu ekki leik og urðu Íslands- og bikarmeistarar með miklum yfi rburðum í sínum fl okki.

Fimm stúlkur úr þessum fl okki hafa verið valdar til að keppa með U15 á al-þjóðlegu móti í byrjun júní. Þetta eru þær:

Elfa Falsdóttir, Irena Sól Jónsdóttir, Kristrún Björgvinsdóttir, Laufey Rún Harðardóttir og Telma Dís Ágústs-dóttir.

ÞjálfariJón GuðmundssonMestar framfarir: Ásta Sóllilja JónsdóttirBesti varnarmaðurinn: Irena Sól JónsdóttirBesti leikmaðurinn: Kristrún Björgvinsdóttir

10. fl okkur karlaEkki var sent lið til leiks í 10. flokki drengja þetta tímabilið þar sem þótti sýnt fram á að ekki yrði nægjanlegur fjöldi iðkenda til staðar til að halda úti keppnisliði í þessum flokki, en aðeins einn virkur iðkandi tilheyrði þessum aldurslokki í vetur og lék hann með 11. flokki.

10. fl okkur stúlknaHófu leik í A-riðli og áttu frábært tímabil þar sem þær töpuðu ekki leik og urðu Íslands- og Bikarmeistarar með miklum yfirburðum í sínum flokki.

Fjórar stúlkur úr þessum flokki voru valdar til að keppa með U16 á Norðurlandamóti yngri landsliða sem fer fram í Solna í Svíþjóð í maí:

Bríet Sif Hinriksdótti, Elínóra Guð-laug Einarsdóttir, Sandra Lind Þrast-ardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir.

ÞjálfariJón GuðmundssonMestar framfarir: Elínóra Guðlaug EinarsdóttirBesti varnarmaðurinn: Sandra Lind ÞrastardóttirBesti leikmaðurinn: Sara Rún Hinriksdóttir

11. fl okkur drengjaHófu leik í B-riðli og léku þar 3 af fjórum mótum vetrarins þar sem þeir álpuðust niður í C riðil í 2. umferð.

Í bikarkeppni yngri flokka töpuðu þeir gegn Haukum í 2. umferð 60-78.

Pétur Guðmundsson hóf leik með flokkinn í vetur en varð frá að hverfa þegar hann var ráðinn þjálfari mei-starflokks Hauka. Þá tók Jón Norðdal við og kláraði tímabilið með strák-unum.

Mestu framfarir:Aron Ingi AlbertssonBesti varnarmaðurinn: Birkir Örn SkúlasonBesti leikmaðurinn: Aron Freyr Kristjánsson

Stúlknafl okkurEr skipaður nokkrum stúlkum úr ´94 og ´95 árgangnum og auk þess léku nokkrar stelpur úr 10. flokki stórt hlutverk þar í vetur.

Hófu leik í A-riðli og töpuðu ekki leik í öllum fjórum fjölliðamótum vetrarins. Í undanúrslitum mættu þær liði Grindavíkur og sigruðu 67-49. Í úrslitaleiknum mættu þær síðan liði UMFN og eftir mikla dramatík og eina framlengingu þurftu okkar stúlkur að játa sig sigraðar þrátt fyr-ir að vera taplausar í Íslandsmótinu fram að þessum leik en lokatölur urðu 75-81.

Í bikarkeppninni féllu stelpurnar úr leik í 1. umferð gegn liði Vals á útivelli, 60-72.

8. flokkur stúlkna A og B lið.

9. flokkur drengja.

Jólablað 2012 27

Page 28: Jólablað 2012

Óskum Suðurnesjabúumgleðilegra jóla og farsælldar á komandi ári.

Þökkum viðskiptin á líðandi ári.

ViðskiptalausnirHólmgarði2c • 230 Keflavík • Sími 420 9000

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Unglingafl okkur kvennaÍ ul.fl .kv. var leikið í einni 7 liða deild og unnu stelpurnar 8 leiki og töpuðu 4 sem skilaði þeim 2. sæti. Í undanúr-slitum léku þær gegn Haukum sem urðu í 3. sæti með sama vinningshlut-fall og sigruðu 73-63. Í úrslitum léku þær gegn sterku liði Snæfells sem varð í efsta sæti deildarinnar og svo fór að lokum að Kefl avík hafði sigur í úrslita-leiknum 105-94 og þar með Íslands-meistaratitil, eft ir hreint ótrúlegan leik sem var tvíframlengdur með til-heyrandi sárum, tárum og dramatík í hæsta gæðafl okki.

Í bikarkeppninni féllu stelpurnar úr leik í undanúrslitum á útivelli gegn liði Vals líkt og stúlknafl okkur, 49-58.

Þrjár stúlkur úr þessum fl okki voru valdar til að keppa með U18 á Norð-urlandamóti yngri landsliða sem fór fram í Solna í Svíþjóð í maí:

Anita Eva Viðarsdóttir, Lovísa Fals-dóttir og Ingunn Embla Kristínardótt-ir sem hefur verið í körfuboltaaka-demíu í Danmörku í vetur.

Pétur Guðmundsson hóf leik með stelpurnar í vetur en varð frá að hverfa þegar hann var ráðinn þjálfari mei-starfl okks Hauka. Þá tók Rannveig Randversdóttir við með Fal Harðarson til halds og trausts og saman stýrðu þau liði stúlkna- og ul.fl . út tímabilið.

Mestu framfarir:Bríet Sif HinriksdóttirBesti varnarmaðurinn: Soffía Rún SkúladóttirBesti leikmaðurinn: Lovísa Falsdóttir

Drengjafl okkurÍ drengjaflokki var leikið í tveimur öflugum 9 liða riðlum og lék Keflavík í B-riðli. Þeir léku 16 leiki og unnu 15 og töpuðu 1 sem tryggði þeim 1. sæti riðilsins, einum sigri fyrir ofan lið KR. Í 8 liða úrslitum léku þeir á heimavelli gegn 4. efsta liði A-riðils, Fjölni sem þeir gersigruðu 112-61. Í undanúrslitum léku þeir gegn liði Breiðabliks sem höfðu orðið í 2. sæti B-riðils og unnið lið Hamars/Þórs í 8 lið úrslitum. Eftir ágætan fyrri hálf-leik þar sem drengirnir leiddu 46-35 í hálfleik, hrundi leikur liðsins í þeim síðari þar sem Breiðablik tók öll völd á vellinum og fór með sigur 85-78. Keflavík hafnaði því ásamt Njarðvík í 3.-4. sæti af 18 liðum þar sem KR ingar urðu Íslandsmeistarar.

Í bikarkeppni yngri flokka féllu drengirnir úr leik í undanúrslitum gegn KR á útivelli, 101-92.

Unglingafl okkur karlaÍ Ul.fl.ka. voru sömu drengir í lykil-

hlutverkum að viðbættum 4 drengum í þeim aldurflokki. Leikið var í einni 10 liða deild og höfnuðu drengirnir í 6. sæti með 5 sigra í 15 leikjum. Ein-ungis 4 efstu liðin í deildinni komust í úrslitakeppni.

Í bikarkeppninni féllu drengirn-ir út í 1. umferð þegar þeir lágu líkt og drengjaflokkur fyrir liði KR á útivelli.

Einn piltur úr þessum hópi var valinn í U18 ára sem leikur á NM yngri landsliða sem fór fram í Solna

í Svíþjóð í maí, en það er Valur Orri Valsson

Einar Einarsson stýrði liði drengja- og ul.fl. í vetur

Mestu framfarir: Andri DaníelssonBesti varnarmaðurinn: Ragnar Gerald AlbertssonBesti leikmaðurinn: Valur Orri Valsson

Fh. Barna – og unglingaráðs.Skúli Jónsson, ritari.

9. flokkur stúlkna. 10. flokkur stúlkna.

11. flokkur drengja.

28 Jólablað 2012

Page 29: Jólablað 2012

Jólablað 2012 29

Sendum öllum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól

og farsælt komandi ár

Smiðjuvöllum 6 • 230 Keflavík • Sími 421 3500 • www.bilasp.is

Í Keflavík hefur skapast sú hefð í körfuboltanum að fara til út-landa með iðkendur, árið sem

þeir verða 15 ára. Brottfall er mikið í íþróttum á þessum árum og með því að hafa gulrót haldast iðkend-urnir lengur í iðkunn íþrótta. Mikil fjáröflun er að baki þegar farið er erlendis með íþróttamenn og voru krakkarnir hetjur að safna á ýmsan hátt. Foreldrar og krakkarnir unnu til dæmis á Ljósanótt og á Nettó-mótinu, og ennig með ýmis kon-ar sölu. Eftir miklar pælingar og marga fundi ákváðum við að sam-eina sól, keppni í körfu og falleg-ustu borg Evrópu í einn pakka. Við flugum til Barcelona þann 15. júní og þaðan fórum við í strandbæinn Lloret de Mar. Hann er um það bil klukkutíma fyrir utan borgina.

Þar kepptu 12 strákar og 7 stelpur fyrir hönd Keflavíkur á Eurobasket körfuboltamóti. Með hópnum voru tveir þjálfarar.Guðbrandur Stef-ánsson var með strákana og Jón Guðmundsson var með stelpurnar.Foreldrar voru alls 10 auk annarra

fjölskyldumeðlima. Sumir lengdu fríið um nokkra daga í þessari sól-arparadís sem Spánn er. Við vorum á alveg frábæru hóteli, Hótel Cleo-patra. Góður matur og stutt í allt í þessum vinalega smábæ. Við fórum

í vatnagarð, þar misstu tveir strákar gleraugun sín og við gerðum rólyndu spánverjana brjálaða þegar við fórum út í lendingarlaug rennibrautarinnar að leita að gleraugunum. Gleraugu annars stráksins fundust strax en hin

voru týnd í tvo tíma og allir orðnir áhyggjufullir þar sem drengurinn gat ekki verið án gleraugna. Við fórum oft á ströndina og að sjálfsögðu var spilaður körfubolti í íþróttahúsi án loftkælingar –prófið það. Bara það að geta klárað leikinn var afrek hjá Íslendingum sem ekki eru vanir að spila í steikjandi hita. Það var upp-lifun fyrir krakkana okkar. Einnig kepptu strákarnir einn leik úti og unnu krakkarnir okkar gullið að sjálfsögðu. Við héldum heim þann 23.júní (strákarnir) með viðkomu í Barcelóna. Stelpurnar ásamt fjöl-mennum hóp aðallega súperhressra mæðra voru nokkrum dögum lengur. Í Barcelóna skoðuðum við nokkra fræga staði og versluðum að sið Ís-lendiga á Römblunni en það er að-alverslunargatan. Margir voru á því að fara aftur í þessa fallegustu borg Evrópu að margra mati.

Álfheiður Jónsdóttir körfuboltamamma

Hvers vegna að safna fyrir mótum erlendis fyrir unglinga í íþróttum?

Stúlkurnar með bikarinn. Þær urði í fyrsta sæti. Frá vinstri: Kristrún, Elva Lísa, Karen, Laufey Rún, Irena Sól, Ásta og Nína Karen.

Hópurinn með gullverðlaunin.

Einn pabbinn að láta fiska snyrta á sér fæturnar.

Mömmurnar í bleiku.

Á bæjarrölti.

Drengirnir á leið í keppni.

Page 30: Jólablað 2012

Saga körfubolta sem keppnisíþróttar er ekki löng í Keflavík. Skipulagðar æfingar hafa verið stundaðar hjá Keflavík í tæpa þrjá

áratugi. Árangur félagsins á þessum stutta tíma verður að teljast stórkostlegur. Keflavík hefur þannig unnið fleiri Íslands- og bikarmeistaratitla en nokkuð annað félag í íslenskum körfubolta frá upphafi, ef litið er til allra yngri flokka og meistaraflokka félagsins. Í meistaraflokki karla er Keflavík í fjórða sæti yfir landið en í meist-araflokki kvenna og í yngri flokkum karla- og kvenna er Keflavík í efsta sæti.

Fyrir tímabilið 2011-2012 var ljóst að bæði karla- og kvennalið Keflavíkur stóðu á tímamótum. Mikil endurnýjun hafði átt sér stað og því voru ungir upp-aldir leikmenn farnir að banka á dyrnar og jafnvel spila stóra rullu. Þrátt fyrir þessar miklu breyting-ar þótti ekkert sjálfsagðara en að setja stefnuna á toppinn. Sagan, sigurhefðin, sjálfstraustið og dass af keflvískum hroka leyfði ekki annað. Með þetta að leiðarljósi héldu karla- og kvennalið Keflavík-ur inn í tímabilið. Uppskeran var þó ef til vill ekki eins og lagt var upp með, og þó. Karlaliðið endaði uppi sem bikarmeistari eftir sigur á Tindastól 97-95 í úrslitaleik Powerade-bikarsins í Laugardals-höll þar sem liðið leiddi frá upphafi til enda. Sjötti bikarmeistaratitill karlaliðsins staðreynd. Liðið þurfti hins vegar að sætta sig við tap í 8-liða úrslit-um Iceland Express deildarinnar gegn Stjörnunni. Árangur karlaliðsins má því teljast viðunandi, sér í lagi, í ljósi þeirrar miklu blóðtöku sem liðið varð fyrir milli ára, þar sem m.a. fimm fastamenn í lið-inu annað hvort hættu eða fóru annað. Kvennalið-ið, sem unnið hafði tvöfalt árið áður, og spáð var góðu gengi olli hins vegar nokkrum vonbrigðum. Liðið náði ekki að verja bikarmeistaratitilinn frá því árinu áður og þrátt fyrir að enda uppi sem deildarmeistari í Iceland Express deildinni, féll lið-ið úr leik gegn Haukum í 4-liða úrslitum. Ýmislegt jákvætt var þó að gerast hjá kvennaliðinu þar sem hver ung stjarnan á fætur annarri virtist vera að spretta fram.

Gulli safnað á bikarhillu körfuboltaparsinsLeikmenn Keflavíkur söfnuðu að sér einstaklings-verðlaunum á tímabilinu 2011 til 2012. Þar ber

auðvitað hæst þegar Pálína Gunnlaugsdóttir hlaut nafnbótina Íþróttamaður Keflavíkur og Íþrótta-maður Reykjanesbæjar fyrir árið 2011. Síðastliðið vor, að tímabilinu loknu, var hið árlega lokahóf körfuknattleiksdeildar Keflavíkur haldið þar sem Magnús Þór Gunnarsson og Pálína Gunnlaugs-dóttir hlutu nafnbótina bestu leikmennirnir og Valur Orri Valsson og Sara Rún Hinriksdóttir voru valin efnilegust. Þessi fjögur ásamt hinum stóra og stæðilega Almari Guðbrandssyni skipuðu þann-ig úrvalslið Keflavíkur tímabilið 2011-2012. Þetta voru þó ekki einu einstaklingsverðlaunin sem fóru á bikarahilluna hjá hinu myndarlega körfuboltapari Pálínu Gunnlaugsdóttur og Magnúsi Þór Gunnars-syni á tímabilinu. Á lokahófi Körfuknattleikssam-bands Íslands var

Pálína einnig valin besti leikmaðurinn auk þess að vera í úrvalsliði tímabilsins. Þá var Magnús Þór valinn í úrvalslið tímabilsins karlamegin og ljóst að smíðakunnátta kappans mun nýtast vel við hillu-smíð undir allt þetta gull sem safnast hefur.

Uppaldir leikmenn reynslunni ríkari og útlitið bjartÞegar þessi orð eru rituð er tímabilið 2012 til 2013 hafi ð. Markmiðið fyrir núverandi tímabil var að gera betur en á síðasta tímabili. Stefnan nú sem endranær var sett á toppinn! Kefl avíkurliðin í ár eru að mestu skipuð sömu leikmönnum og á tímabilinu áður, að útlendingum undanskildum. Ungu uppöldu leikmennirnir eru árinu eldri og reynslunni ríkari. Karlaliðinu barst liðstyrkur í ungum leikmanni frá Breiðablik að nafni Snorri Hrafnkelsson og Darrel Lewis, reynslumiklum leikmanni frá Bandaríkj-unum með íslenskt ríkisfang. Kvennaliðinu barst einnig mikill liðstyrkur í Bryndísi Guðmundsdóttur landsliðskonu og uppalinni Kefl avíkurstúlku og Ing-unni Emblu Kristínardóttur, sem farið hefur mik-inn í upphafi tímabilsins og virðist rísandi stjarna í íslenskum körfubolta. Þegar hér er komið við sögu er karlalið Kefl avíkur á uppleið eft ir erfi ða byrjun og kvennaliðið taplaust á toppi deildarinnar. Útlitið ætti því að vera nokkuð bjart og ágætt tilefni til að fólk sé bjartsýnt á framhaldið.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur

Saga, hefð, sjálfstraust og hrokiKeflavíkurdrengir glaðbeittir á svip eftir sigur á Tindastól í Poweradebikarnum í Laugardalshöll. Ljósmynd: Sport.is

Fyrirliðinn Magnús Þór Gunnarsson og aðstoðarfyrirliðinn Gunnar Hafsteinn Stefánsson smelltu blautum kossi á bik-arinn við afhendingu í Laugardalshöll. Ljósmynd: Sport.is

Svipurinn á Magnúsi Þór Gunnarssyni segir ef-laust allt sem segja þarf um þær tilfinningar sem brutust út í leikslok þegar ljóst var að Keflavík hafði farið með sigur af hólmi í Poweradebik-arnum.

30 Jólablað 2012

Page 31: Jólablað 2012

Jólablað 2012 31

Sími 421 4777

Enginn árangur næst án aðstoðar bakvið tjöldinÁður en fingurnir eru teknir af lyklaborðinu má ég til með að minnast á þá aðila sem sjaldnast fá um-fjöllun eða klapp á bakið. Hér á ég við styrktarað-ilana. Ljóst er að Keflavík hefði aldrei náð þeim árangri sem náðst hefur undanfarin ár án aðkomu góðra og dyggra styrktaraðila. Á það jafnt við um einstaklinga sem og fyrirtæki, stór sem smá. Körfu-knattleiksdeild Keflavíkur er þakklát fyrir alla þá styrktaraðila sem hafa veitt félaginu hjálparhönd og hefur ríkt mikil ánægja með alla þá, sem með einum eða öðrum hætti, hafa lagt hönd á plóginn. Í kjölfar bankahruns varð körfuknattleiksdeild Keflavíkur fyrir gríðarlegu

tekjutapi líkt og önnur íþróttafélög landsins. Fyr-irtæki drógu saman í styrkveitingum og þá minnk-aði bæjarfélagið einnig fjárframlög til körfunnar. Nú virðist sem horfurnar séu að verða betri og höfum við orðið vör við meiri jákvæðni. Má í raun segja að vindurinn sé að snúast í meðvind eftir að hafa verið í fangið um hríð. Tækifærin eru því að myndast til að snúa vörn í sókn!

Sigursælasta körfuboltalið á ÍslandiKörfuknattleiksdeild Keflavíkur bindur vonir við að sem flestir leggist á árarnar með liðinu í vetur og á komandi árum. Mikilvægt er að sem flestir aðstoði við að standa vörð um og bæta við þann árangur sem Keflavík hefur náð í gegnum tíð-ina. Árangur sem talar sínu máli hjá sigursælasta körfuboltafélagi á Íslandi. Já, við skulum ekkert vera að fela það neitt – Keflavík

er sigursælasta körfuboltalið á Íslandi! Við eig-um rétt á því að benda á söguna. Við eigum rétt á því að tala um sigurhefðina. Við eigum rétt á því að bera höfuðið hátt og vera með sjálfstraust. Já, og við eigum rétt á því að vera með smá keflvísk-an hroka. Af hverju? Jú, því við erum sigursælasta körfuboltalið á Íslandi!

F.h. stjórnar KKDKSævar Sævarsson

MARTA EIRÍKSDÓTTIR

Æskuminningarúr bítlabænum Keflavík

Mei míbeibísitt?

MARTA EIRÍKSDÓTTIRMARTA EIRÍKSDÓTTIRMARTA EIRÍKSDÓTTIRMARTA EIRÍKSDÓTTIRMARTA EIRÍKSDÓTTIRMARTA EIRÍKSDÓTTIRMARTA EIRÍKSDÓTTIRMARTA EIRÍKSDÓTTIRMARTA EIRÍKSDÓTTIRMARTA EIRÍKSDÓTTIRMARTA EIRÍKSDÓTTIR

Mei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míMei míbeibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?beibísitt?

MARTA EIRÍKSDÓTTIRMARTA EIRÍKSDÓTTIR

Mei míMei míMei míMei míMei míMei mí

Geggjuð bók!

Lífleg og hnitmiðuð frásögn.

- Þorsteinn Eggertsson

Mei m

í beibísitt?Mei mí

beibísitt?

JÓLABÓKIN

JÓLABÓKIN

JÓLABÓKIN

2012201220122012201220122012

Pálína María Gunnlaugsdóttir við afhendingu á íþróttamanni Reykjanesbæjar en hún hefur svo sannarlega sankað að sér gulli síðastliðið ár.

Sara Rún Hinriksdóttir skorar hér úr sniðskoti í leik gegn Snæfelli en Sara Rún er ein hinna ungu og stórgóðu leikmanna Keflavíkur.

Úrvalslið Kefl avíkur 2011-2012 ásamt Hermanni Helgasyni formanni og Birgi Má Bragsyni varaformanni.

Page 32: Jólablað 2012

Fimleikadeild Keflavíkur fékk glæsilegt húsnæði afhent í janúar 2010. Fyrir þann tíma hafði deildin aðstöðu í svokölluðum

B -sal íþróttahússins við Sunnubraut. Á þeim

tíma þurfti í byrjun hvers æfingatíma að taka út hvert einasta áhald og stilla því upp í salnum og í lok dags þurfti að taka allt saman aftur og setja í geymsluna.

Þetta hafði mikil áhrif á starf deildarinnar og einnig í sambandi við fj ölda iðkenda, því ekki var hægt að taka inn alla sem vildu æfa fi m-leika þar sem plássið var af skornum skammti.

Eft ir að við fengum aðstöðuna í Íþróttakademíunni afh enta hefur

margt gerst. Iðkendafj öldi hefur margfaldast, fl eiri námskeið verið í boði, fj ölbreyttari þjálfun, aukinn árangur og margt fl eira.

Fullorðinsfi mleikar eru sívinsælir þar sem gamlir iðkendur, foreldrar og aðrir sem hafa áhuga á fi m-leikum koma og æfa undir stjórn reyndra þjálfara.

Strákafimleikar, þar sem strákar leggja stund á áhaldafimleika, hafa verið mjög vinsælir. Fyrsti hópurinn sem hóf æfingar hjá okkur er byrjaður að keppa og stóðu sig þar með ágætum. Það eina sem okkur vantar eru 3 áhöld til þess að geta boðið strákunum upp á viðeigandi þjálfun. Þegar þessi áhöld eru komin í hús getum við farið að halda FSÍ mót.

Parkour eða „götufimleikar“ er nýjasta æðið meðal unglingsstráka hér í bænum. Þeir koma hingað og læra að gera ýmis konar hopp, stökk og brellur sem erfitt er að lýsa með orðum.

Krakkafimleikarnir standa alltaf fyrir sínu, þar sem 2ja, 3ja og 4 ára börn stíga sín fyrstu skref í fimleikum á laugardagsmorgnum.

Við erum með tvo erlenda þjálfara þá Ardalan Nik Sima sem er áhaldaþjálfari frá Nýja Sjálandi og Henrik frá Danmörku sem er hópfimleikaþjálf-ari. Þeir, ásamt okkar frábæru íslensku þjálfurum, mynda stöðuga heild sem sækir ákaft fram á við. Eftir að við fluttumst yfir í Íþróttaakademíuna hefur árangur iðkenda ekki látið standa á sér. Við erum orðin samkeppnishæf við stóru félögin á landinu. Fleiri iðkendur frá okkur eru að komast upp um þrep og eins og staðan er í dag erum við með nokkrar stelpur í hverju þrepi, þ.e. nokkrar í 1., 2. og 3. þrepi og svo fjölmargar í 4. og 5. þrepi.

Nýjung hjá okkur í ár er að stelpurnar í afreks-hópunum okkar fara í ballettíma hjá Brynballet. Það mun án efa hjálpa stelpunum okkar mikið í æfingum þeirra.

Fimleikadeildin hefur framkvæmdarstjóra í fullu starfi. Það hefur haft mikil áhrif á metnað og faglegt starf hjá deildinni. Nýr framkvæmdarstjóri var ráðinn hjá Fimleikadeild Keflavíkur nú í ágúst, en það er Eva Berglind Magnúsdóttir. Stjórn Fim-leikadeildar Keflavíkur hlakkar mikið til samstarfs við Evu Berglindi, en hún hefur alist upp með fimleikadeildinni og hefur þetta sanna Keflavík-urhjarta.

Við stefnum hærra, bæði í áhaldafimleikum og hópfimleikum.

Þó nokkuð er um það að hópar utan af landi nýta húsið til æfinga, en einnig koma hópar erlendis frá enda þykir Íþróttaakademían í Reykjanesbæ með betri fimleikahúsum á landinu. Landsliðið okkar í fimleikum kemur einnig reglulega til æfinga í okk-ar glæsilegu fimleikaaðstöðu.

Undanfarin 2 ár hefur menntahelgi hópfimleik-ana verið í okkar aðstöðu, þar sem það þykir svo frábært að geta verið með bóklegt og verklegt nám-skeið á sama staðnum. Ráðstefnusalurinn nýtist vel á þessum menntahelgum.

Í ljósi umræðna og frétta nýlega um að bæjaryf-irvöld víða um land hafi ekki staðið sig nógu vel þegar kemur að uppbyggingu fimleikaaðstöðu, langaði okkur að vekja athygli á þeirri frábæru aðstöðu sem Fimleikadeild Keflavíkur hefur í Íþróttaakademíunni. Við erum öll þakklát fyrir þetta framtak Reykjanesbæjar og munum sýna það m.a. með því að nýta aðstöðuna eins og best verð-ur á kosið og efla fimleikastarfið til muna á næstu árum.

F.h. Fimleikadeildar KeflavíkurHalldóra Björk Guðmundsdóttir

Glæsileg aðstaða Fimleikadeildar Kefl avíkur

deildarinnar og einnig í sambandi við fj ölda iðkenda, því ekki var hægt að taka inn alla sem vildu æfa fi m-

margt gerst. Iðkendafj öldi hefur margfaldast, fl eiri

Laugardaginn 10. nóvember fór fram vina-mót í Íþróttaakademíunni. Mótið kallast Möggumót og er haldið til heiðurs stofn-

anda deildarinnar, Margréti Einarsdóttur. Fim-leikadeild Keflavíkur hefur ekki haldið þetta mót síðan flutt var í nýtt húsnæði. Hingað til hefur þetta mót verið fyrir keppendur í 6. þrepi en nú í ár ákvað deildin að bjóða upp á 5. þrep og 5. þrep létt.

Að þessu sinni var einungis hægt að bjóða stúlk-um á þetta mót. Ástæðan fyrir því er að deildin á ekki keppnisáhöld fyrir stráka. Stefnt er að því að halda Möggumótið árlega og vonir eru bundnar við að hægt verði að bjóða strákum á Möggumót-ið að ári liðnu. Hins vegar var haldið keyrslumót á föstudeginum fyrir þá stráka sem eru að æfa hjá Fimleikadeild Keflavíkur og eru að stíga sín fyrstu skref í keppnisæfingum. Foreldrum og vinum var

boðið að horfa á og gerðu þeir sínar æfingar eins og um keppni væri að ræða. Að móti loknu fengu allir strákarnir viðurkenningar.

Möggumótið hófst klukkan 8:00 um laugardags-morguninn og því var lokið um kl: 18:00 en mótið skiptist í þrjá hluta. Keppt var í 6-7 manna liðum þar sem 5 hæstu einkunnir úr hverju liði töldu til úrslita. Einungis voru gefin verðlaun fyrir fyrsta sætið en allir keppendur fengu viðurkenningar fyrir þátttökuna. Í fyrsta hluta var keppt í 6. þrepi, í öðrum hluta var keppt í 6. þrepi og 5. þrepi létt og í síðasta hlutanum var keppt í 5. þrepi og var því þrepi aldurskipt í yngri og eldri. Í 5. þrepinu voru svo krýndir Möggumeistarar 2012 úr báðum aldurshópunum.

Fjöldi keppanda var í kringum 260. Þau lið sem tóku þátt í mótinu voru Grótta, Gerpla, Ármann, Fjölnir, Stjarnan og Björk.

Möggumótið 2012

Keflavíkurstúlkurnar að taka við bikar á Möggumótinu.

32 Jólablað 2012

Page 33: Jólablað 2012

Jólablað 2012 33

Aðdragandinn að stofnun Fimleikafélags Kefl avíkur var sú að ein stjórnarkona ÍBK Ragnhildur Ragnarsdóttir fór að

keyra dóttur sína og vinkonu hennar á fi mleika-æfi ngar í Reykjavík. Ragnhildur kynnist síðan Lovísu Einarsdóttur formanni Fimleikasam-bands Íslands á ársþingi ÍSÍ og ber það undir hana að gaman væri að stofna fi mleikafélag í Kefl avík. Lovísa þekkti Margréti Einarsdóttur frá fyrri tíð en þær æfðu saman fi mleika. Ragn-hildur hafði samband við Margréti og var hún strax til . Þá var farið af stað með að aðlaga lög og reglur að smærra fi mleikafélagi með dyggri aðstoð Lovísu. Haft var samband við frábærar konur sem vildu leggja hönd á plóg og stofn-fundur var haldinn haustið 1985.

Það mæddi mikið á Margréti sem var bæði fyrsti formaður og aðalþjálfari félagsins. Á þess-um árum vann hún á vöktum og á milli þess sem hún þjálfaði fi mleikahópana og restin af stjórninni skiptist á að aðstoða hana á æfi ngum. Einnig nýtti Margrét sambönd sín inni í fi mleikafélög á stór Reykjavíkursvæðinu og fékk t.d. Hlín Árnadóttur þjálfara frá Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfi rði og dóttur hennar til að koma og þjálfa hjá FK.

Bæjarfélagið styrkti félagið til að byrja með, með því að bjóða upp á frítt æfi ngahúsnæði en enga fj árstyrki. Til að geta rekið félagið varð stjórnin að halda vel á spilunum, því að einu fj ármunirnir sem félagið hafði, var það sem kom inn af æfi ngagjöld-um. Fyrstu árin fóru æfi ngarnar fram í íþróttahúsi Myllubakkaskóla og var notast við þau íþróttaáhöld sem voru til í húsinu. Þrátt fyrir skort á fj ármagni var fi mleikafélagið vel rekið af hagsýnum konum og var fj árfest í fi mleikaáhöldum eft ir efnum og aðstæðum. Fyrsta fi mleikaáhaldið sem félagið fj ár-festi í var jafnvægisslá, klædd með svampi, sem Sig-urbjörn Sigurðsson (Bói í Duus) smíðaði. Það tók félagið nokkur ár að safna fyrir dýnum og tækjum

sem þurft i til fi mleikaiðkunnar.Margrét var driffj öður félagsins og með sinni

bjartsýni og áhuga komst það klakklaust yfi r erf-iðasta hjallann og lagði grunninn að því stórkost-lega starfi sem er hjá Fimleikadeildinni í dag. Til að byggja upp sjálfstraust félagsins og fi mleikastúlkn-anna lét Margrét þær taka þátt í fi mleikamótum sem hún vissi að þær gætu staðið sig með reisn. Á fyrsta mótinu mættu stúlkurnar okkar í mislitum leikfi misklæðnaði sem þær áttu sjálfar. Stjórnin lagði áherslu á að láta hanna fi mleikabúninga og merki fyrir félagið og fyrstu árin kepptu iðkendur í fallegum rauðum og hvítum búningum.

Stjórnin lagði áherslu á að kynna það starf sem fram fór í félaginu og bauð foreldrum iðkenda og bæjarbúum á æfi ngar. Þetta var undanfari jólsýn-inga FK, sem fl estir þekkja í dag. Til að sýning-arnar yrðu sem glæsilegastar lagði stjórnin dag við nótt að sauma búninga á fi mleikastúlkurnar til að lífga upp atriðin á sýningunum og erum við stoltar af því að rauðu og hvítu jólapilsin sem við saum-uðum eru enn í notkun hjá deildinni eft ir öll þessi ár.

Fimleikadeild Kefl avíkur hélt boðsmót þann 10. nóvember s.l.. Mótið kallast Möggumót og er haldið til heiðurs einum af stofnendum og að-aldriffj öðrum félagsins. Fimleikadeildin hefur ekki haldið þetta mót síðan fl utt var í nýtt húsnæði og erum við spenntar yfi r því að þessi hefð hefur verið endurvakin.

Stjórnin lagði mikla áherslu á hópfi mleika til að halda stúlkunum lengur í fi mleikum og mikil ánægja að Heiðrún Rós Þórðardóttir „okkar“ er Evrópumeistari í hópfi mleikum í ár, en hún fædd-ist 1985 sama ár og Fimleikafélag Kefl avíkur var stofnað.

Fyrir hönd fyrstu stjórnar:Inga María Ingvarsdóttir

Laufey Kristjánsdóttir

Stofnun Fimleikafélags Kefl avíkur

Viðtal við Heiðrúnu Rós Þórðardóttur:

Evrópumeistara í hópfi mleikum 2012Hvað varst þú gömul þegar þú byrjaðir að æfa fim-leika?

Ég var 5 ára þegar ég byrjaði fyrst í fimleikum. Hætti svo 18 ára en byrjaði aftur þegar ég var 23 ára og þá fóru hlutirnir að gerast. Náði miklum fram-förum á stuttum tíma þar sem ég hafði mjög mikinn metnaðað til að ná langt.

Hvað var til þess að þú byrjaðir að æfa fimleika?Jane Petra frænka var alltaf að passa mig, hún var

í fimleikum sem varð til þess að ég valdi fimleika.

Hvernig var aðstaðan þegar þú byrjaðir að æfa fim-leika?

Aðstaðan var allt allt önnur en hún er í dag. Fim-leikarnir voru inni í b-sal á Sunnubrautinni, það var engin gryfja og öll áhöld mjög gamaldags. Lærði t.d arabastökk flikk á grænni dýnu sem er mikið notuð í skólaleikfiminni.

Hvernig stóð á því að þú fórst í fimleikaskóla í Danmörk?

Hafði heyrt um Ollerup fimleikalýðháskólann áður þar sem stelpur úr bænum höfðu farið í hann og voru mjög ánægðar með sína dvöl þar. Svo eft-ir að við fengum íþróttaakademíuna urðu miklar framfarir hjá mér í fimleikum og mig langaði bara til að prufa einhvað nýtt. Hafði mjög gott af því að fara ein út, þroskast, læra nýtt tungumál, kynnst fullt af nýju fólki og læra meira um fimleika og þjálfun.

Hvernig fannst þér að vera í Danmörk í fimleikum og hvernig standa Danir sig miðað við okkur?

Mér fannst bara mjög gaman að fimleikunum úti í Danmörku. Danirnir æfa ekki eins mikið og við hér heima. Það eru færri æfingar og æfingarnar eru styttri, eða ég var allavega vön því að æfa í 3 klst. í senn áður en ég fór út en þarna úti voru æfingarnar í 1 1/2 -2 klst. Danirnir standa sig nokkuð vel í fim-leikum. Dönsku strákarnir eru ROSALEGA góðir enda unnu þeir Evrópumótið 2012 en stelpurnar eru ekki eins góðar, þær lenntu í 5. sæti á Evpróp-umótinu og voru ekki mjög sannfærandi. Enda æfa þær ekki jafn stíft og við hér heima og gera mun minna þrek. Fimleikar eru meira svona “for sjov” (til gamans) þarna úti. Hér er miklu meiri vilji til að ná lengra og vinna stórmót ;)

Keflavíkurstúlkur á fyrstu árum félagsins.

Laufey og Gulla með flottar fimleikastelpur.

Page 34: Jólablað 2012

34 Jólablað 2012

Árið 2012 var gott ár hjá Sunddeild Kefla-víkur. Eins og undanfarin ár vorum við í samstarfi með vinum okkar í Sunddeild

umfn og hefur það samstarf gengið vel og sam-an erum við með eitt besta sundlið landsins sem skilaði okkur yfirburðarsigri á Aldursflokka-meistaramóti Íslands (AMÍ) 2012. Við höfum náð að snúa við rekstri deildarinnar og í fyrsta skipti í nokkur ár komum við út á sléttu. Mikið aðhald hefur þó verið hjá okkur og þurftum við að sameina hópa og fækka aðeins í okkar annars frábæra þjálfaraliði, sem að ég fullyrði að ekkert lið á landinu getur státað sig af eins góðum þjálf-urum og við gerum í dag.

Sundárið hefur verið með svipuðu sniði og und-anfarin tvö ár. Við héldum lokahóf annað árið í röð þar sem veitt voru verðlaun fyrir mætingu og árangur ársins 2011 og tókst það mjög vel. Við gefum út fréttabréf einu sinni í mánuði þar sem sundmenn mánaðarins eru valdir í öllum flokkum og í öllum laugum og kemur það út á heimasíðu okkar www.keflavik.is/sund. Að gefa út svona blað er mikil vinna og vil ég þakka þeim sem koma að því kærlega fyrir því þarna er góð leið fyrir foreldra og sundmenn að fylgjast með því mikla starfi sem við höldum úti. Æfingardagarnir voru á sínum stað en þá koma okkar yngstu sundmenn og fá að æfa í Vatnaveröld. Þar fá þau að sjá aðra þjálfara og að

kynnast því að æfa í stóru lauginni okkar því oft hefur það verið þeim erfitt að koma úr litlu hverf-islaugunum okkar og byrja að æfa í stóru lauginni og hafa þessir æfingardagar mælst virkilega vel fyrir.

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson var útnefndur sundmaður Keflavíkur 2011. Davíð Hildiberg átti frábært sundár. Hann æfir núna í Arizona í Banda-ríkjunum og stundar nám við háskóla þar. Hæstu FINA stigin sín hlaut hann fyrir 100m baksund í 50m laug á Íslandsmeistaramótinu í apríl. Hann fékk 736 stig fyrir þá grein, þar sem 1000 stig eru heimsmetið. Hann fékk einnig yfir 700 FINA stig í bæði 50m og 200m baksundi og í því síðarnefnda setti hann nýtt ÍRB met í karlaflokki. Hæstu stig-um í 25m laug náði hann á metamóti ÍRB en þar fékk hann 668 stig fyrir 100m baksund. Davíð var hluti af landsliði Íslands sem fór á Smáþjóðaleik-ana. Davíð vann silfur í 100m baksundi á Smá-þjóðaleikunum og brons í 200m baksundi. Hann var einnig baksundsmaðurinn í sveitinni sem fékk gull á leikunum í 4x100m fjórsundi og var einnig í sveitunum sem fengu silfur fyrir 4x100m skrið-sund og 4x200m skriðsund. Davíð var einnig hluti af hópnum sem vann AMÍ í ár. Hann vann einnig bikar á Landsbankamóti ÍRB fyrir stigahæsta 200m sundið. Í lok janúar var farið með okkar elsta hóp, afrekshópinn, í keppnisferð til Sheffield á Eng-

landi til að keppa á Meistaramóti N-Bretlands (Great Britain Northern Region Championships). Sundmenn okkar stóðu sig mjög vel og voru flestir okkar sundmenn að bæta tímana sína og margir náðu að komast í úrslit í sínum sundum. Ferðalag-ið gekk í alla staði vel og var góð stemning í hóp-num okkar.

Í apríl var svo komið að Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Mjög góður árangur náðist á mótinu þó svo að Davíð Hildiberg Aðalsteinsson hafi verið eini Keflvíkingurinn sem varð Íslandsmeistari en hann vann til þrennra gullverðlauna og hann fékk einnig brons í einni grein. Jóna Helena Bjarnadóttir fékk ein bronsverðlaun, Jóhanna Júlía Júlíussdóttir fékk tvö silfur og Íris Ósk Hilmarsdóttir fékk tvenn bronsverðlaun. Birta María Falsdóttir setti svo nýtt Íslandsmet í Telpnaflokki í 800 metra skriðsundi. Sundmaður mótsins hjá okkur var Árni Már (æfir í U.S.A.) en hann sýndi frábæra vinnu og jákvæðan liðsanda á mótinu. Árni var aðeins 0.01 frá sínu eigin Íslandsmeti sem hann setti í Beijing í 50 skrið og bætti hann ÍRB metið í bæði 50 og 100 bringu og náði boðstíma á Ólympíuleikana. Annar sund-maður sem æfir hér heima hjá okkur á einnig skilið sérstakt hrós fyrir frammistöðu sína en það er Birta María. Birta María bætti alla sína tíma en Íslands-metið hennar í 800 skrið var meiriháttar og með því náði hún lágmörkum á Mare Nostrum, NÆM

Sundárið 2012 Sigurlið ÍRB á AMÍ

Jóhanna Júlía. Birta María með Ólafsbikar. Anthony. Unglingaþjálfari ársins.

Page 35: Jólablað 2012

Jólablað 2012 35

og Andorra-fyrstu landsliðsverkefnin hennar. Strax daginn eftir mótið héldum við langsund-

mót ÍRB til þess að nýta til fulls alla þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í æfingar fyrir ÍM50 síðustu vikur og það borgaði sig svo sannarlega. Birta María náði öðru Íslandsmeti í Telpnaflokki í 1500 skrið og bætti tíma sinn um næstum því 30 sekúndur og Sunneva Dögg var nálægt gamla met-inu. Aleksandra Wasilewska bætti sitt eigið ÍRB Stúlknamet aftur og Kristófer Sigurðsson synti vel í 800 skrið og náði að bæta eldra ÍRB met í Pilta-flokki sem liðsfélagi hans, Jón Ágúst átti. Hin unga Eydís Ósk stóð sig vel og bætti Njarðvíkurmet.

Í byrjun maí keppti svo Sigmar Björnsson á Garpamótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum. Sigmar Björnsson, dómari ársins á síðasta ári, hélt áfram að sýna styrk sinn á Garpamótinu. Sigmar vann gull í 50, 100 og 200 bringu í flokki 50-54 ára og silfur í 100 fjórsundi, til hamingju Sigmar.

Um miðjan maí héldum við hið árlega Lands-bankamót ÍRB. Mótið tókst í alla staði vel. Mótið byrjaði á föstudegi en þá fá okkar yngstu sundmenn að njóta sín og er jafnan mikið fjör í lauginni. Í lok dags var svo farið í hinn sívinsæla sjóræningjaleik sem ávallt vekur mikla lukku. Á laugardeginum og sunnudeginum taka svo eldri sundmenn við en í aldursflokknum 12 ára og yngri er keppt í 25 metra laug en 13 ára og eldri keppa í 50 metra laug. Mörg mótsmet féllu í ár og nokkur aldursflokkamet voru einnig sett á mótinu. Í lok móts hjá 13 ára og eldri vorum veitt verðlaun fyrir stigahæstu sund en í kvennaflokki var Íris Ósk með stigahæsta sundið í 200 metra baksundi. Mikil stemning var á mótinu í ár eins og undanfarin ár og er þetta mót gríðarlega vinsælt þar sem yfir 500 sundmenn voru þarna samankomnir frá alls 14 félögum. Eins og áður fóru yngri hóparnir í bíó á milli hluta og hefur það mælst vel fyrir.

Til að halda mót af þessari stærðargráðu er nauðsynlegt að hafa samstilltan hóp foreldra en við hjá sunddeildinni eru heppin að hafa frábært fólk sem skilar þessari vinnu ár eftir ár með mikl-um sóma. Við viljum þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn; foreldrum, starfsfólki Vatnaveraldar, starfsfólki Myllubakkaskóla og okkar helstu styrkt-araðilum, Landsbankanum, Reykjanesbæ, Nettó og Sigurjóni í Sigurjónsbakarí.

Eftir að móti lauk var svo glæsilegt lokahóf og uppskeruhátíð ÍRB í hátíðarsal FS. Þangað mættu yfir 200 manns til kvöldverðar og fjölmargar við-urkenningar og verðlaun voru afhent. Veitt voru verðlaun eftir hvatningarkerfi ÍRB og einnig voru verðlaunaðir sundmenn hvers aldursflokks fyrir sig.

Í lok maí var haldið Lágmarkamót ÍRB og setti Jóhanna Júlía Júlíusdóttir þar nýtt glæsilegt íslenskt met í flokki stúlkna 15-17 ára en hún er sjálf aðeins 16 ára. Hún synti 200m flugsund á 2.16,90 sem er aðeins 0,18 sek frá Íslandsmetinu í opnum flokki.

Fyrstu helgina í júní fóru fimm sundmenn frá okkur á þriðja Smáþjóðameistaramót sem haldnir voru í Andorra. Þar sem mótið fór fram í 1500 m hæð yfir sjó þurftu sundmennirnir að glíma við það að hafa minna súrefni en þeir eru vanir, svipað og þeir sem fara og æfa í mikilli hæð til þess að auka flutningsgetu blóðsins á súrefni. Þrátt fyrir þetta stóð okkar fólk sig vel og skilaði góðum úrslitum. Jóhanna Júlía vann gull í hópi yngri sundmanna í 100 flug og vann silfur í 200 fjór, 400 fjór og 200 flug og vann einnig silfur með boðssundsveitinni í 4x100 fjórsundi. Baldvin vann gull í flokki yngri sundmanna í 100 og 200 flug og í 400 fjór. Íris Ósk vann gull í flokki yngri sundmanna í 100 bak. Hún vann einnig silfur í 50 og 200 bak. Birta María vann brons í flokki yngri sundmanna í 800 skrið og var fjórða í 200m og 400m skrið og sjötta 400m fjór. Sunneva Dögg sem átti 4 frábæra bestu tíma vann brons í flokki yngri sundmanna fyrir 400 skrið og var fjórða í 800 skrið og fimmta í 200 skrið

og 400 fjór. Það var flottur árangur sem krakkarnir voru að ná og mikil og góð reynsla sem krakkarnir fengu þarna. Jóhann Júlía hélt svo áfram ferðalag-inu og keppti á Marin Nostrum mótaröðinni sem var haldin í Canet og stóð hún sig mjög vel þar sem hún synti í 200 metra flugsundi.

Í ár héldum við AMÍ í Reykjanesbæ. Mótið tókst í alla staði vel. Það er skemmst frá því að segja að liðið okkar var með mikla yfirburði á mótinu og vann yfirburðarsigur. Við hlutum 1749 stig en gef-in eru stig fyrir fyrstu 8 sætin í hverri grein og vor-um við með 790 fleiri stig en það lið sem endaði í 2. sæti. Þessi árangur kom í sjálfu sér ekki á óvart því eins og áður sagði þá erum við með mjög hæfa þjálfara í öllum flokkum og er sú mikla vinna sem búin er að vera undanfarin ár að skila sér. Ég ætla ekki að fara yfir alla þá Aldursflokkameistara sem við eignuðumst þar sem það tæki langan tíma.

Á lokahófinu sem við héldum í Stapa fengum við nokkur einstaklingsverðlaun. Íris Ósk Hilm-arsdóttir var stigahæsta Telpan í flokki 13-14 ára og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir var stigahæsta Meyj-an í flokki 12 ára og yngri. Birta María Falsdóttir hlaut Ólafsbikarinn sem veittur er fyrir besta afrek í ákveðnum greinum þegar tekið er tillit til ald-urs en þessi bikar er gefinn í minningu Ólafs Þórs Gunnlaugssonar sundmanns og sundþjálfara.

Í lok Júní fóru þrjár sundkonur frá okkur í æfing-arferð með landsliðinu og var farið til Bath í Eng-landi. Þetta voru þær Jóhanna Júlía, Birta María og Íris Ósk. Þarna æfðu þær í 10 daga með A-landslið-inu sem var að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana og var þetta frábær reynsla sem þær fengu þarna.

Í kjölfarið á þessum æfingarbúðum fór Jóhanna Júlía til Antwerpen í Belgíu þar sem hún keppti á Evrópumeistaramóti unglinga. Jóhanna stóð sig

mjög vel og synti á mjög góðum tíma í 200 metra flugsundi. Jóhanna átti mjög gott ár þar sem hún keppti fyrir hönd Íslands á fjórum alþjóðlegum mótum og stóð sig allsstaðar vel. Til hamingju Jóhanna Júlía.

Birta María og Íris fóru á Norðurlandamót Æsk-unnar í byrjun júlí. Íris Ósk átti frábært mót en hún synti í 50 m, 100 m og 200 metra baksundi. Það er skemmst frá því að segja að Íris Ósk varð Norð-urlandameistari Æskunnar í 200 metra baksundi þegar hún synti á 2.23.22 sem er hennar besti tími. Glæsilegt Íris og til hamingju. Birta María stóð sig einnig vel en hún synti í 200 m, 400m og 800m skriðsundi og voru þær báðar að synda á sínum bestu tímum.

Meirihluti sundmanna í afrekshópum ÍRB ferða-ðist til Danmerkur í byrjun ágúst í 7 daga æfinga-búðir. Hópurinn sem samanstóð af 31 sundmanni og 5 starfsmönnum flaug til Billund áleiðis til Esb-jerg þar sem gist var á Dan Hostel og fóru æfing-ar fram í 50 m sundlaug sem var tveimur húsum neðar við sömu götu. Hostelið, maturinn og laugin voru frábær og hentuðu algjörlega okkar þörfum. Tvær sundæfingar voru á dag fyrir utan fyrsta dag-inn og daginn sem við fórum í Legoland en þá daga var ein æfing. Áherslan í æfingabúðunum var sett á tækni og var unnið með öll sundtök, snúninga og start. Hverri æfingu fylgdi DVD mynd þar sem far-ið var yfir allt sem yrði gert á næstu æfingu. Þetta var gríðarlega árangursrík og skemmtileg æfing-arferð og við sáum mjög miklar framfarir á þessari viku.

Erla Sigurjónsdóttir var valin í landslið fyrir Ísland-Færeyjar keppnina sem fór fram í október. Hún synti bæði í boðsundi og 100m flugsundi og synti mjög vel. Ísland vann keppnina og er gaman að sjá hve mikið af okkar fólki er að komast í hin ýmsu landsliðsverkefni.

Íslandsmótið í 25 metra laug var haldið í Hafn-arfirði 16.-18. nóvember þar sem sundmenn okkar stóðu sig mjög vel. Íris Ósk Hilmarsdóttir stóð sig mjög vel og byrjaði á að tvíbæta telpnametið í 200 metra baksundi. Hún jafnframt endaði í öðru sæti í því sundi. Fyrir það sund fékk hún 692 FINA stig sem er mjög gott. Hún varð einnig Íslandsmeistari í 100 metra baksundi. Glæsilegt Íris Ósk. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir varð Íslandsmeistari í 200 metra flugsundi og í öðru sæti var Erla Sigurjónsdóttir, glæsilegt hjá þeim. Kristófer Sigurðsson átti mjög góð sund á þessu móti og náði hann yfir 700 FINA stigum í 400 metra skriðsundi. Frábært hjá hon-um. Telpnasveitin okkar stóð sig einnig vel og sló tvö íslensk telpnamet á mótinu, bæði í 4 x 100 metra skriðsundi og svo einnig í 4 x 100 metra fjórsundi.0Sveitina skipa Þær Íris Ósk, Birta María, Sunneva Dögg og Laufey Jóna. Það er of langt mál að telja upp alla þá sem komust á pall og fengu verðlaun á mótinu en heilt yfir var frábær árangur á þessu móti og mega sundmenn og þjálfarar vera stoltir af árangri þeirra. Fjöldi sundmanna náði að tryggja sér í landsliðsverkefni eftir mótið og munu þau synda fyrir Íslands hönd á NMU í Finnlandi nú í desember.

Anthony Kattan yfirþjálfari var svo á lokahófi SSÍ eftir mótið kosinn unglingaþjálfari ársins og er hann vel að því kominn. Til hamingju Anthony.

Við tókum einnig þátt í mörgum smærri mótum eins og Gullmóti KR, Stórmóti SH, Ármansmóti og fleiri mótum þar sem sundmenn okkar komu all-staðar vel fyrir, stóðu sig vel og voru sjálfum sér og félagi okkar til mikillar sóma. Hægt er að sjá úrslit þessara móta hér http://keflavik.is/sund/keppni/urslit/.

Með sundkveðju Falur Helgi Daðason formaður

Sunddeildar Keflavíkur.

Sigurlið ÍRB á AMÍ

Davíð Hildiberg. Sundmaður Keflavíkur.

Íris Ósk.

Page 36: Jólablað 2012

36 Jólablað 2012

Meirihluti sundmanna í af-rekshópum ÍRB ferðaðist til Danmerkur nú síðsum-

ars í 7 daga æfingabúðir. Hópurinn sem samanstóð af 31 sundmanni og 5 starfsmönnum flaug til Billund áleiðis til Esbjerg þar sem gist var á Dan Hostel og fóru æfingar fram í 50 m sundlaug sem var tveim-ur húsum neðar við sömu götu. Hostelið, maturinn og laugin voru frábær og hentuðu algjörlega okkar þörfum. Æfingabúðirnar voru und-irbúnar með 5 daga æfingabúðum í Vatnaveröld þar sem sundmenn voru gerðir klárir fyrir vikuna sem var framundan.

Tvær sundæfingar voru á dag fyr-ir utan fyrsta daginn og daginn sem við fórum í Legoland en þá daga var ein æfing. Áherslan í æfingabúð-unum var sett á tækni og var unnið með öll sundtök, snúninga og start. Hverri æfingu fylgdi DVD mynd þar sem farið var yfir allt sem yrði gert á næstu æfingu. Þetta skipulag hámarkaði þær framfarir sem við sáum þessa viku og lögðu sundmenn mikla vinnu í alla þá þætti sem farið var yfir. Þetta var gríðarlega árang-ursríkt og skemmtilegt og við sáum mjög miklar framfarir á þessari viku. Hamingjuóskir til ykkar allra sund-menn.

Hvað skemmtun varðar voru búð-irnar frábærar, ég held ég hafi aldrei verið hluti af búðum þar sem hlegið var eins mikið og keppnin eins áköf. Krakkarnir skemmtu sér ekki aðeins vel í frítímanum í lauginni á stökk-brettum og fljótandi þrautabraut heldur líka utan laugar. Krökkunum var skipt í þrjú lið, Vínrautt, Hvítt og Blátt. Hver hópur var með sinn far-arstjóra, Hörpu, Önnu eða Sigurþór og svo var hvert lið með tvo liðsstjóra sem voru Jóhanna Júlía og Krist-ófer, Jón Ágúst og Berglind og svo Erla og Sveinn Ólafur. Liðsstjórarnir lögðu heilmikið á sig og fengu stuðn-ing frá öðrum eldri sundmönnum í hópunum. Fararstjórarnir voru einfaldlega yndislegir og ánægjulegt að vinna með þeim. Sú mikla vinna sem þeir lögðu á sig, rósemi þeirra, hversu mikið þeir nutu þess að taka þátt í upplifuninni og öruggur stuðn-ingur þeirra skipti sköpum í því að

gera þessa viku árangursríka. Bestu þakkir til þeirra!

Þegar vikan var hálfnuð fórum við til Billund í Legoland. Dagurinn byrjaði með úrhellisrigning sem í fyrstu dró aðeins kjarkinn úr okkur en þegar allir voru komnir í gular regnslár vorum við tilbúin að njóta dagsins. Sólin braust svo fram úr skýjunum um klukkutíma síðar og allir skemmtu sér konunglega. Flest-ir í hópnum eyddu einhverjum tíma með öllum hinum í hópnum á ein-hverjum tímapunkti, eignuðust nýja vini og kynntust hvert öðru betur. Starfsfólkið var ekki skilið útund-an og það var frábært að vera með þessu skemmtilega unga fólki. Ísinn frá Ben and Jerry´s sló sérstaklega í gegn!!!

Fimm áskoranir voru lagðar fyr-ir liðin þrjú. Í tveimur áskorunum, ÍRB Idol og ÍRB so you think you can dance, fengu liðin æfingatíma til þess að undirbúa tvö atriði og náðu þau að gera ótrúlega sniðug og frumleg atriði eftir aðeins þriggja tíma undirbún-ing. Hinar þrjár áskoranirnar voru ÍRB Fear Factor, Weetabix áskorunin og Berrocca (froðu) áskorunin. Hörð keppni var í þeim öllum og vann hver hópur a.m.k. eina áskorun og sást vel hve miklir keppnismenn krakkarnir allir eru.

Á kvöldin horfði liðið á sund-keppni Ólympíuleikanna í flottu her-bergi með stóru tjaldi og skjávarpa. Þar urðum við vitni að einhverjum af bestu sundum sem synt hafa verið.

Ég vil nota tækifærið og þakka aðstoðarþjálfaranum mínum henni Hjördísi fyrir þessa ótrúlegu viku. Hjördís skildi algjörlega markmið búðanna og hellti sér út í þessa áskor-un að fullu. Stöðuglyndi hennar og áhugi er dýrmætur og ég met framlag hennar til liðsins mikils.

Þetta eru sennilega bestu æfinga-búðir sem ég hef fengið þá ánægju að vera hluti af. Tæknilegar framfarir voru gríðarlegar. Sundmenn víkkuðu út sinn þægindaramma bæði í laug-inni og utan hennar þar sem margir „feimnir“ sundmenn slógu til og voru með í áskorununum og sigruðust á sumu því sem þeir óttuðust. Krakk-arnir voru glaðir langmestan hluta ferðarinnar og þó þreyta orsakaði einstaka smá árekstra var fljótt unn-ið úr þeim málum og þau gleymd og grafin. Þetta er nú allt hluti af því að þroskast.

Bestu þakkir til allra sem komu að þessari ferð. Ég get ekki beðið eftir nýja tímabilinu með þessum frábæra hópi sundmanna.

Anthony Kattan.

Æfi ngaferð til Danmerkur

óskar íþróttafólki svo og öðru Suðurnesjafólkigleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Íþrótta- og ungmennafélag

Page 37: Jólablað 2012

Jólablað 2012 37

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

EME I N A R M A G N Ú S S O N

Þ O R V A L D U R H . B R A G A S O NT A N N L Æ K N A R O G S T A R F S F Ó L K

S KÓ L AV E G I 10 • 2 3 0 K E F L AV Í K

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum árið sem er að líða.

Stofnað 1971Verktakar • Ráðgjöf

Sími 421 2884 • [email protected]

Fimmtánda Unglingalandsmót Ung-mennafélags Íslands var haldið um verslunarmannahelgina á Selfossi

þann 3. - 5. ágúst 2012. Keflavík átti 112 keppendur en þátttakendur á mótinu voru á þriðja þúsund og hafa aldrei verið fleiri. Á föstudeginum var mótið formlega sett og gekk undirritaður stoltur inn á leikvanginn með keppendum sem allir voru klæddir í Keflavíkurpeysu. Unglingalandsmótseld-urinn var tendraður af Marín Laufey Dav-íðsdóttur, glímudrottningu, en ávörp fluttu Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Tjaldsvæði Keflavíkur var orðið sneisafullt á föstudeg-inum af húsakynnum keppenda, foreldra og einnig afa og ömmu sem létu sig ekki vanta í stuðningshópinn en allt var þetta undir stjórn Ólafs Ásmundssonar sem sá um að allt gengi vel fyrir sig.

Fjölmargar greinar voru í boði á mótinu og gátu keppendur skráð sig í hvaða grein sem var hvort sem um var að ræða liða- eða einstaklingsgreinar. Dagarnir byrjuðu snemma en voru fljótir að líða því margt var að gera fyrir utan að taka þátt í keppninni sjálfri. Dagarnir enduðu svo með kvöldvök-um, með hinum ýmsum uppákomum fyrir ungu kynslóðina. Mótshaldarar eiga mikið hrós skilið fyrir skipulagningu, allt gekk upp meira að segja veðrið. Mitt hlutverk var að fylgja syni mínum, sem spilaði með 6. flokk í körfubolta, á þessu móti og náðu þeir að verða unglingalandsmótsmeistarar. Einnig vorum við í stuðningsliði hjá frænkum okkar sem spiluðu í körfubolta fyrir Keflavík. Allir voru mjög ánægðir með mótið og sumir voru á sínu þriðja móti í röð sem ég skil vel því þeir sem eiga unglinga ættu að prufa að fara á unglingalandsmót þó það sé ekki verið að keppa, það eru aldrei of margir í stuðnings-liðinu.

Á sunnudagskvöldinu var marserað ásamt öllum ungmennafélögum frá tjaldsvæði og inn á leikvang til að slíta mótinu. Eftir góða skemmtidagskrá var Keflavík útnefnt fyr-irmyndafélag mótsins sem er mikill heiður

fyrir alla Keflvíkinga sem komu að þessu móti. Þessa viðurkenningu fékk félagið fyrir að sína góða hegðun innan sem utan vallar á mótinu og megum við vera stolt af okkar krökkum sem stóðu sig afburðar vel í öllum keppnisgreinum og einnig okkur sem fylgd-um þeim eftir. Það var eftir því tekið að þeir sem stóðu fyrir utan völlinn og hvöttu krakk-ana áfram en voru ekki með neina neikvæðni þó ekki hafi allt gengið upp hjá þeim. Ólafur Ásmundsson tók við veglegum bikar fyrir hönd Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags undir lófaklappi allra viðstaddra á svæðinu. Mótið endaði síðan á svakalegri flugeldasýn-ingu sem ætlaði engan endi að taka. Ég vona að við í Keflavík höldum áfram á þessari braut og fjölmennum á næsta mót sem haldið verður á Höfn í Hornafirði verslunarmanna-helgina 2013.

Guðjón M. Axelsson.

Unglingalandsmót UMFÍ 2012

Keflavík valið fyrirmyndarfélag á 15. Unglingalandsmóti UMFÍ.

Page 38: Jólablað 2012

38 Jólablað 2012

Okkar óskir um meiri velgengni og aukin fjölda iðkenda á nýju ári gengu því mið-ur ekki eftir og heldur fækkaði í okkar

röðum frekar en hitt. En auðvitað er þetta eitt-hvað sem er nú ekki alveg óþekkt í rekstri svona jaðaríþróttar. Þar sem maður finnur tilfinnan-lega fyrir minnstu sveiflum og hver og einn þátt-takandi vegur svo þungt. Við héldum þó okkar striki og vorum með æfingafjölda eins og við höfum verið með til þessa. Þjálfarar voru þeir sömu og áður þær Karen og Margrét með Stef-án sér við hlið. Á aðalfundi deildarinnar varð sú breyting á að Jónas Þorsteinsson sem verið hefur formaður deildarinnar síðastliðin ár óskaði eft-ir að láta af formennsku sökum annarra starfa, en lýsti samt vilja til að halda sæti í stjórninni. Ekki fór nú embættið langt því sonur hans Stefán tók við keflinu, aðrar breytingar urðu nú ekki í deildinni.

Fjöldi iðkenda var nú kominn í sögulegt lágmark og eina sem hægt var að gera var að vona að haust-ið mundi verða líflegra. Með þetta var farið í sum-arfrí í lok apríl. Haustið kom en án þess að í okkar raðir bættust iðkendur, eins og við hefðum vonað. Ekki var hægt að hefja æfingar í byrjun september eins og venja hefur verið, því ekki vantaði bara iðk-endur, því núna vantaði líka þjálfara. Stjórn deild-arinnar sá á þessum tímapunkti ekki fram á annað en að deildin þyrfti að taka sér frí, alla vega þessa haustmánuði. Og var nánast komin að því að kasta inn handklæðinu, þegar í ljós kom að vilji var hjá nokkrum eldri iðkendum að hefja æfingar. Var nú allt sett á fullt við að finna tíma, því við höfðum lát-ið þá frá okkur tímabundið fram að áramótum. Við

fengum tíma í Heiðarskóla á laugardögum, og það sem af er hausti hefur þátttaka verið framar von-um, alla laugardaga allir vellir fullnýttir. Þó ekki hafi verið hægt að bjóða uppá þjálfun eins og við hefðum helst viljað, hafa þær mæðgur Stefanía og Ýr séð um tilsögn til þeirra sem þarna hafa mætt. Þess má geta að Stefanía hefur réttindi til þjálfunar og hefur áður gripið inní fyrir deildina.

Nú er heldur bjartara yfir þó betur megi ganga. Þetta haust var allt reynt til þess að við gætum haldið okkar venjubundna byrjendamót, sem verið hefur akkerið í okkar starfi árum saman því mikill fjöldi þátttakenda hefur sótt okkur heim svo skipt hefur ekki bara tugum heldur hundruðum þegar best lét. Og var einna fjölmennast í þessum geira. Þetta haust fór þó svo að við náðum ekki að höfða til þessa hóps og urðum að fella þetta niður, þetta þótti okkur mjög miður, við bindum vonir við að

það verði bara þetta haust sem svo muni vera að ekki sé stór hópur sem hér spilar badminton. Það er enn okkar trú sem að þessari íþrótt stöndum að hún eigi erindi inní þá flóru íþrótta sem hér er iðk-uð í Reykjanesbæ og sendum hér með ákall til allra sem leitt hafa hugann að því að hefja æfingar, að láta nú vita af sér svo hægt verði á vormánuðum að keyra af stað enn á ný með öflugu starfi svo ekki tapist þessi íþrótt alveg niður.

Við í stjórn Badmintondeildarinnar viljum svo senda þakkir til allra sem stutt hafa við bakið á okkur í gegnum tíðina og sendum öllum bæjarbú-um okkar bestu jóla- og nýjársóskir.

Æfingatími:Laugardaga: 12:30-14:30 í Heiðarskóla.

F.h. badmintondeilar KeflavíkurDagbjört Ýr Gylfadóttir.

Badmintondeild:

Ekki gengur allt eftir eins og maður hefði helst viljað

og landsmönnum öllum bestu óskir um

GLEÐILEG JÓL !

Megi nýja árið færa ykkur

HS Veitur hf

Page 39: Jólablað 2012

Jólablað 2012 39

fjölskyldusundlaug

Skemmtun fyrir alla fjölskyldunaOPIÐ: 6:45 - 20:00 virka daga, 8:00 - 18:00 um helgar

frítt fyrir börn

Aðalskoðun - Holtsgötu 52 - Reykjanesbæ - sími 590 6970 - www.adalskodun.is

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

2-23

55

Gleðileg jólVið þökkum íbúum Reykjanesbæjar fyrir viðskiptin á árinu. Óskum bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Jólakveðjur,Linda og Pálmi,Aðalskoðun Reykjanesbæ.

Page 40: Jólablað 2012

Jólagjöf semhentar öllum

Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál

að gefa réttu jólagjöfi na. Þú ákveður upphæðina

og viðtakandinn velur gjöfi na. Gjafakortið fæst

í næsta útibúi.

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn