jÓhannes og sigrÍÐur Á narfastÖÐum · hefur líklega tekið þann hátt eftir jóni á...

57
JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM ÆVI AFKOMENDUR ÁAR HALLDÓR ÁRMANN SIGURÐSSON tók saman 2013

Upload: others

Post on 05-Jan-2020

27 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM

ÆVI – AFKOMENDUR – ÁAR

HALLDÓR ÁRMANN SIGURÐSSON

tók saman 2013

Page 2: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

1

ÆVI

Jóhannes „Helgason“ fæddist 1824 í Kalmanstungu og var móðir hans Ragnhildur

Þorbjarnardóttir, f. 1795, vinnukona þar, sem síðar átti Þorlák Gestsson bónda á

Kaðalsstöðum og víðar. Kirkjubækur segja föður Jóhannesar hafa verið Helga Guðmundsson

frá Háafell, vinnumann í Kalmanstungu en síðar bónda m.a. í Lundi í Þverárhlíð og Melkoti í

Leirársveit. ,,Hinn rétti faðir var þó talinn Jón Árnason b. í Kalmanstungu“ (Borgf. æviskrár

IV:339). Þetta er áreiðanlega alveg rétt. Jón hafði áður gerst sekur um hjúskaparbrot og því

reið honum á að annað slíkt sannaðist ekki á hann. Ragnhildur móðir Jóhannesar og Helgi sá

Guðmundsson sem hann var kenndur voru vinnuhjú í Kalmanstungu 1825, Ragnhildur

reyndar til 1827, en þau áttu ekkert saman að sælda eftir því sem séð verður. Ragnhildur var

að sjálfsögðu í Kalmanstungu 1824, þegar Jóhannes fæddist, og fullvíst má telja að Helgi

hafi þá einnig verið þar (sóknarmannatal í Gilsbakkasókn er ekki til frá því ári). Jóhannes er

hinsvegar ekki í Kalmanstungu á fyrstu æviárum sínum en er 11 ára tökubarn á Hvassafelli í

Norðurárdal í manntalinu 1835, hjá Þorsteini Jósepssyni og Guðrúnu Einarsdóttur (Guðrún og

Ragnhildur móðir Jóhannesar voru þremenningar). Hann kemur síðan til Jóns í Kalmanstungu

1838, 14 vetra, og er 16 ára „tökupiltur“ hjá Jóni á Leirá 1840 og er þar enn 1845, og þá segir

Jón sjálfur að hann sé fóstursonur sinn (Jón skráði manntalið í sókninni). Þótt Jón hafi viljað

þessum syni fyrrverandi vinnuhjúa sinna vel virðist naumast ástæða fyrir hann að fara að taka

upp á því að kalla hann fósturson nema eitthvað hafi legið undir. Þess má og geta að Helgi

Guðmundsson varð síðar landseti Jóns í Melkoti. Fleira kemur til. Í búnaðarskýrslu Leirár- og

Melahrepps 1846 kemur fram að einungis örfáir búlausir menn í hreppnum eiga einhvern

kvikfénað. Þeir tveir sem langmest eiga voru báðir heimilismenn á Leirá, nefnilega Árni

Jónsson (30 sauðkindur og 6 hross) og Jóhannes Helgason (25 sauðkindur og 2 hross).1 Jón á

Leirá hefur því gert Jóhannesi nálega jafnhátt undir höfði og Árna elsta syni sínum og var

Árni þó tveim árum eldri en Jóhannes. En veigamestu vísbendinguna er þó að finna í

eftirfarandi orðum Steins Dofra ættfræðings (þ.e. Jósafats Jónassonar Helgasonar frá Háafelli

Guðmundssonar), í handriti varðveittu á Landsbókasafni: ,,Ég man aldrei eftir að faðir minn

minntist á þennan Jóhannes; heldur en hann væri ekki til. Mun ekki hafa talið hann bróður

sinn fremur en hvern óskyldan“.2

1 Skjalasafn stiftamtmanns, [askja] nr. 679, búnaðarskýrslur Suðuramts 1846-1847.

2 Eftir uppskrift Ásdísar kennara í Reykjavík Jóhannesdóttur bónda í Efra-Nesi í Stafholtstungum Jónssonar.

Page 3: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

2

Það er áreiðanlegt að Jóhannes ,,Helgason“ var sonur Jóns á Leirá.

Leirá var höfðingjasetur, næstfjölmennasta heimilið í Borgarfjarðarsýslu, heimilismenn á þriðja

tug talsins og heimilisfaðirinn Jón í manntölum titlaður „stúdent, hreppstjóri“ og „Hra, stúdent,

sýslufullmektugur“ og „settur sýslumaður, Dbrm“.

Nú kemur til sögunnar Sigríður Vigfúsdóttir, vinnukona á Leirá í manntalinu 1845, f.

11.1.1812 á Heiðarbæ í Þingvallasókn, d. 1846 á Leirá, dóttir prestshjónanna í Heiðarbæ og

síðar á Reynivöllum í Kjós, Ingibjargar Guðmundsdóttur og séra Vigfúsar Eyjólfssonar. Sigríður

hafði áður verið vinnukona á Hofsstöðum í Hálsasveit hjá Rannveigu systur sinni og manni

hennar Kolbeini Árnasyni, yngri bróður Jóns á Leirá. Kolbeinn var ,,álitsmaður og auðugur“,

hreppstjóri í Hálsasveit alla sína búskapartíð og alþingismaður Borgfirðinga 1856-1858 (Borgf.

æviskrár VII:70). Nú vildi samt ekki betur til en svo að Sigríður féll í hrösun með Kolbeini

systurmanni sínum og eignuðust þau saman dreng, Gest Kolbeinsson, f. 2.7.1840 á Hofsstöðum,

d. þar aðeins vikugamall, 9.7.1840.3

Eftir þetta fór Sigríður til Jóns á Leirá og þar er hún sem sagt í manntalinu 1845, sögð 34 ára

ógift vinnukona. Náin kynni tókust með þeim Jóhannesi „Helgasyni“ og leiddu til þess að þeim

fæddist sonur þann 19. október 1846. Drengurinn dó samdægurs og náðist ekki að skíra hann.

Um Sigríði segir svo í þætti Vigfúsar föður hennar í Íslenzkum æviskrám (V:47): „Sigríður átti

barn með Kolbeini systurmanni sínum, síðar annað með öðrum manni, og dóu bæði nýfædd og

hún sjálf rétt eftir hið síðara“.

Jóhannes var áfram undir handarjaðri föður síns á Leirá, er skráður þar í manntalinu 1850 sem

26 ára vinnumaður. Þann 25. október 1851 kvæntist hann Sigríði Guðmundsdóttur, f.

4.2.1825, dóttur Ragnhildar Jónsdóttur á Hesti í Andakíl og manns hennar Guðmundar

Jónssonar, en hann varð bráðkvaddur í sjóróðri frá Akranesi vorið 1827, þegar Sigríður var

aðeins tveggja ára gömul.4 Sigríður „ólst upp með móður sinni, var síðan utan Skarðsheiðar og

átti börn í lausaleik“ segir í Borgfirzkum æviskrám (III:381). Þess er þó ekki getið hver þessi

3 Ekki er að sjá að gerð hafi verið nein rekistefna út af þessu „óheppilega“ hórdómsbroti hreppstjórans á

Hofsstöðum. Um það bil tveim öldum fyrr, árið 1637, var Guðmundur Jónsson „seki“ á Grýtu hálshöggvinn fyrir

hórdómsbrot með mágkonu sinni.

4 Guðmundur á Hesti og Ragnheiður móðir Jóhannesar voru þremenningar frá Gísla Ásmundssyni hreppstjóra á

Fróðastöðum en Gísli var bróðir Þorleifs hreppstjóra á Hofsstöðum í Hálsasveit, föðurföður Jóns á Leirá.

Page 4: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

3

börn hafi verið enda er þetta vísast ruglingur og um einhverja aðra Sigríði að ræða – e.t.v. Sigríði

Vigfúsdóttur, barnsmóður Jóhannesar. Ragnheiður móðir Sigríðar Guðmundsdóttur er enn

búandi á Hesti í manntalinu 1840 „ekkja, húskona, lifir af sínu“, sögð 51 árs, og Sigríður er þar

þá hjá henni, sögð 16 ára. Í manntalinu 1845 er Sigríður 21 árs vinnukona á Bæ í Andakíl.

Jóhannes og Sigríður voru í húsmennsku á Leirá fram í fardaga 1852 en hófu þá búskap á

Narfastöðum í Melasveit og komust skjótt í betri bænda tölu, höfðu fjögur vinnuhjú í manntalinu

1855. Í búnaðarskýrslum fyrir árin 1855, 1856 og 1859 koma fram eftirfarandi upplýsingar um

bústærð og Jóhannes og Sigríðar á Narfastöðum:5

1855 1856 1859

Nautgripir: 6 4 6

Sauðkindur: 97 92 102

Hross: 10 10 10

Eins og þessar tölur bera með sér hefur þeim Jóhannesi og Sigríði tekist að verjast fjárkláðanum

(1856-1860), en flestir bændur í Leirár- og Melahreppi urðu fyrir miklum búsifjum af hans

völdum. Í búnaðarskýrslunum kemur líka fram að Narfastaðahjón höfðu færikvíar – Jóhannes

hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar

fram að þau höfðu nokkra kálrækt, voru t.d. með 120 ferfaðma kálgarð 1855 og 1856, en þá var

enn fátítt að bændur stunduðu garðrækt að nokkru ráði.

Börn þeirra Jóhannesar og Sigríðar voru Guðrún húsmóðir í Kalastaðakoti og Ytri-Galtarvík, f.

1852, Jónas bóndi á Bjarteyjarsandi, f. 1855, og Ragnhildur, f. 1857, d. á fyrsta ári. Jóhannes lést

sumarið 1859, aðeins 35 ára gamall. Sigríður hafði misst föður sinn tveggja ára gömul og nú

missti hún mann sinn eftir aðeins sjö ára samvistir, en hún var samt ekki á því að gefast upp.

Eftir lát Jóhannesar bjó hún áfram á Narfastöðum 1859-1862 en giftist síðan Hallgrími Jóni

Benediktssyni Bachmann smið (f. 1835), sem þar bjó til 1871 og síðan á Geldingaá o.v. Þau

Sigríður og Hallgrímur eignuðust ekki börn saman og Sigríður lést tæplega 48 ára gömul, þann

9. janúar 1873.

5 Skjalasafn stiftamtmanns, [askja] nr. 680, búnaðarskýrslur Suðuramts 1855, Skjalasafn stiftamtmanns, [askja] nr.

681, búnaðarskýrslur Suðuramts 1856, Skjalasafn stiftamtmanns, [askja] nr. 530, Innkomin bréf (bréfadagbók stifts-

og suðuramts XV (St & SHJ), B4-B5, ár 1860.

Page 5: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

4

AFKOMENDUR

Barnsmóðir: Sigríður Vigfúsdóttir, vinnukona á Leirá í manntalinu 1845, f.

11.1.1812 á Heiðarbæ í Þingvallasókn, d. 1846 á Leirá, dóttir prestshjónanna í

Heiðarbæ og síðar á Reynivöllum í Kjós, Ingibjargar Guðmundsdóttur og séra

Vigfúsar Eyjólfssonar. Sonur þeirra: a) Óskírður drengur.

K.: 25.10.1851: Sigríður Guðmundsdóttir, f. 4.2.1825 á Hesti í Andakíl, d.

9.1.1873 á Narfastöðum í Melasveit, húsfreyja á Narfastöðum. For.: Ragnhildur

húsfreyja á Hesti, f. 1787, d. 24.9.1843, Jónsdóttir bónda á Ferstiklu og síðar í

Tungu Stefánssonar – og m.h. Guðmundur bóndi á Hesti, f. 4.9.1790, d. 8.4.1827,

bráðkvaddur í sjóróðri frá Akranesi, Jónsson bónda á Laxfossi og síðar Litlu-

Drageyri Þorbjarnarsonar. Eftir lát Jóhannesar bjó Sigríður áfram á Narfastöðum

1859-1862 en giftist síðan Hallgrími Jóni Benediktssyni Bachmann smið (f.

1835), sem þar bjó til 1871 og síðan á Geldingaá o.v. Þau Hallgrímur og Sigríður

voru barnlaus. Börn Jóhannesar og Sigríðar: b) Guðrún í Kalastaðakoti og Ytri-

Galtarvík, c) Jónas á Bjarteyjarsandi, d) Ragnhildur (dó á fyrsta ári).

1a ÓSKÍRÐUR DRENGUR, f. 19.10.1846, d. s.d.

1B GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR

1b GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR, f. 16.4.1852 á Narfastöðum í Melasveit, d. 7.

apríl 1931 í Gerði í Innri-Akraneshreppi, húsmóðir í Melkoti í Leirársveit

1880-1887, Kalastaðakoti á Hvalfjarðarströnd 1887-1903 og síðar í Ytri-

Galtarvík í Innrahólmssókn.

Page 6: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

5

M.1: óg., slitu samvistir, Jón Sigurðsson, 15.8.1852 á Fiskilæk í Melasveit,

d. 18. 7.1936 í Reykjavík, bóndi í Melkoti, bóndi og hreppstjóri í

Kalastaðakoti og síðast verslunarmaður í Reykjavík. For.: Halldóra

húsfreyja á Fiskilæk og síðan í Melkoti, f. 1823 í Kalmanstungu, d. 5.1.1880

í Melkoti, Jónssdóttir bónda og stúdents, dannebrogsmanns og lengi setts

sýslumanns á Leirá, áður bónda í Kalmanstungu, Árnasonar – og m.h.

Sigurðar bóndi, meðhjálpari, silfur- og söðlasmiður, f. 18.2.1813 á

Hofsstöðum í Hálsasveit, d. 22.5.1866 á Fiskilæk, Böðvarsson bónda og

smiðs á Hofsstöðum og síðan á Skáney í Reykholtsdal Sigurðssonar (frá

Böðvari er Skáneyjarætt). Börn þeirra: a) Hallgrímína Sigríður, b) Halldór,

c) Guðný.

Jóhannes faðir Guðrúnar og Halldóra móðir Jóns voru hálfsystkini „á laun“

að kallað var en þó ekki í neinni launung, því að öllum sveitungum þeirra

var fullkunnugt um þessi blóðbönd. Þessi bönd hafa eflaust ráðið því að

Guðrún réðst að Melkoti til Halldóru og Jóns sonar hennar um eða

skömmu fyrir 1880. Hún stóð síðan lengi fyrir búi með Jóni, fyrst í Melkoti

og síðan í Kalastaðakoti, þar til leiðir þeirra skildu árið 1903.

M.2: 18.11.1905, Jón Ólafsson, f. 17.8.1850 á Krossi í Lundarreykjadal, d.

27.2.1921, bóndi í Ytri-Galtarvík (Óðinn 1922). For.: Halldóra húsfreyja á

Krossi, f. 24.3.1824, d. 20.1.1894, Jónsdóttir í Brautartungu í

Lundarreykjadal Sigurðssonar – og m.h. Ólafur bóndi á Krossi, f. 2.7.1823,

d. 13.10.1890, Magnússon bónda á Hóli í Lundarreykjadal Björnssonar. Þau

Jón og Guðrún voru barnlaus. Fyrri kona Jóns var Sesselja Þórðardóttir af

Skáneyjaætt (dótturdóttir Böðvars á Skáney, föðurföður Jóns í Kalastaðakoti,

fyrri manns Guðrúnar). Sesselja og Jón eignuðust átta börn, þar á meðal Ólaf

Hvanndal, fyrsta prentmyndasmið á Íslandi.

Page 7: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

6

2a HALLGRÍMÍNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, f. 12.3.1880 í Melkoti, d. 5.7.1882.

2B HALLDÓR JÓNSSON

2b HALLDÓR JÓNSSON, f. 9.8.1892 í Kalastaðakoti, d. 20.10.1945 í Stokkhólmi, skipstjóri og

síðan kaupmaður í Reykjavík, „húsbóndi“ á Laugavegi 73 í manntalinu 1920, bjó síðan á

Barónsstíg 25 og síðast á Njálsgötu 96; var hjá föður sínum eftir að foreldrar hans slitu

samvistir, gekk í Hvítárbakkaskóla 1907-1908, fluttist til Reykjavíkur 1909 og var skráður

í Posthússtræti 14B í manntalinu 1910, sagður „heimilum í húsinu óviðkomandi“ en

vikapiltur hjá Nikolaj Bjarnason, sem bjó í Suðurgötu 5, og var afgreiðumaður Bergenska

skipafélagsins og taldist til heldri manna. „Etur hjá húsbónda sínum Nikulai Bjarnason“

stendur enn fremur í manntalinu. Halldór var síðan við sjómennsku í Reykjavík, lauk námi

frá Stýrimannaskólanum 1918, stýrimaður á togurum og skipstjóri á vélskipum, en sneri

sér síðan að atvinnurekstri, gerði um skeið út togara, stofnaði og rak eitt fyrsta refabúið á

Íslandi (ásamt Ólafi Hvanndal), hafði einnig saltfiskverkun í Reykjavík en var lengst

kaupmaður, átti m.a. verslunina Vögg við Laugarveg og var þekktur í bæjarlífi

millistríðsáranna sem “Halldór í Vögg(ur)”. – Ólafur Hvanndal gjörþekkti Halldór og

hefur lýst honum svo að hann hafi verið “hinn prýðilegasti maður í allri framkomu,

hvers manns hugljúfi, yfirlætislaus, grandvar og áreiðanlegur í öllum viðskiptum.

Greindur vel, athugull og ráðagóður, og drengur að sama skapi. Vakti þessi hlið hans

athygli allra, sem honum kynntust, og sem lengi munu geyma minningu um góðan

dreng, og þær yndisstundir, er þeir áttu samleið með honum” (Mbl. 29.11.1945,

9.8.1992).

Barnsmóðir: Jósefína Jósefsdóttir, f. 21.9.1890 á Steinum í Leiru, d. 28.3.1975, vinnu-

og verkakona í Reykjavík og Keflavík en síðar húsmóðir á Ólafsvík og síðast í Hágerði

59 í Reykjavík. Hún giftist Eyjólfi Ágústi Finnssyni verkamanni, f. 1.8.1901, d.

4.5.1985 (Keflavík í byrjun aldar III:275, 522, 863). For.: Danhildur Jónsdóttir, f.

21.8.1848 í Reykjavík, d. 3.4.1941, og (óg.) Jósef Oddsson sjómaður, verkamaður og

skytta í Hausthúsum í Leiru og síðan í Keflavík, f. 26.11.1856 í Vatnagörðum í Garði,

d. 11.8.1942 í Reykjavík. Sonur þeirra: a) Óskar Fífill.

Page 8: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

7

K.: 3.11.1917, Guðmunda Guðmundsdóttir, f. 17.5.1897 í Efsta-Hvammi í Dýrafirði,

d. 24.5.1985 í Reykjavík, húsmóðir. For.: Þorvaldína Rósa verkakona á Þingeyri, bjó

hjá Guðmundu dóttur sinni í Reykjavík frá 1920, f. 6.1.1869 í Efsta-Hvammi, d.

20.9.1943 í Reykjavík, Einarsdóttir bónda og rennismiðs í Hvammi í Dýrafirði

Magnússonar útvegsbónda og sáttaleitarmanns í Skáleyjum Einarssonar útvegsbónda í

Svefneyjum Sveinbjörnssonar --- og (óg.) Guðmundur bakari á Ísafirði og síðar í

Bridgeport í Connecticut, f. 6.5.1872 í Lágadal í Kirkjubólssókn við Djúp, d. 26.9.1967

í Bridgeport, Hjaltason bónda í Brekku í Laugadal og á Nauteyri við Ísafjarðardjúp

Sveinbjörnssonar bónda í Lágadal Egilssonar bónda í Kleifarkoti og Lágadal

Sigurðssonar “réttláta” í Múla í Gilsfirði Jónssonar prests í Tröllatungu Jónssonar. Börn

Halldórs og Guðmundu: b) Klara, c) Jón, d) Anna, e) Guðrún Lilja.

3a ÓSKAR FÍFILL HALLDÓRSSON, f. 4.1.1914 í Reykjavík, d. 9.9.1918 í Reykjavík úr

berklum (fremur en spönsku veikinni), var í fóstri hjá Eyjólfi Bjarnasyni kaupmanni í

Keflavík og fyrri konu hans Guðríði Einarsdsóttur (sbr. Keflavík í byrjun aldar I:233).

Seinni kona Eyjólfs var Þorgerður Jósefsdóttir, hálfsystir Jósefínu móður Óskars Fífils

(Keflavík í byrjun aldar III:861). Sonur Eyjólfs og Þorgerðar er Gunnar H. Eyjólfsson

leikari og skátahöfðingi.

3b KLARA HALLDÓRSDÓTTIR, f. 14.9.1917 í Reykjavík, d. þar 25.12.1972, húsmóðir í

Reykjavík, síðast í Hamrahlíð 9.

M.: 1939, Ingólfur Sveinsson, f. 3.7.1914 í Reykjavík, d. 1.11.2004, lögreglumaður; var

við nám í rafvirkjun, stundaði myndlistarnám í skóla Finns Jónssonar Briem 1934-35,

lærði í Lögregluskólanum 1937, lögreglumaður í Reykjavík 1937-84, hafði eftirlit með

samkomuhúsum í aldarfjórðung, söngmaður og lagasmiður, gaf út hljómplötu með Rósu

dóttur sinni 1970 og ljóðabókina Dægurmál 1985, ritstjóri Lögreglublaðsins 1977-80, fékk

tvívegis verðlaun Ríkisútvarpsins í sönglagakeppni Félags íslenskra dægurlagahöfunda.

For.: Helga Ólafsdóttir húsmóðir, f. 17.9.1878 í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, d. 4.6.1953 í

Reykjavík, og m.h. Sveinn Jón Einarsson steinsmiður, bóndi og kaupmaður í Bráðræði í

Reykjavík, einn af stofnendum Múr- og steinsmiðafélagsins 1901, um skeið mikill

athafna- og efnamaður, bjó síðar í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit, f. 9.11.1872 á Kirkjulæk í

Fljótshlíð, d. 23.10.1960 í Reykjavík. Börn þeirra: a) Halldór, b) Þorsteinn Örn, c)

Guðmunda Rósa.

Page 9: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

8

4a Halldór Ingólfsson, f. 14.4.1940 í Reykjavík, d. 24.10.2004, flugstjóri á Seltjarnarnesi.

K.: 6.6.1964, Álfrún Edda Sæm Ágústsdóttir, f. 20.1.1942, d. 20.2.2006, húsmóðir og

læknaritari.

4b Þorsteinn Örn Ingólfsson, f. 5.1.1945 í Reykjavík, d. 28.2.1964 í Reykjavík.

4c Guðmunda Rósa Ingólfsdóttir, f. 5.8.1947 í Reykjavík, auglýsingateiknari,

myndlistarmaður og leikari í Reykjavík. Barnsfaðir: Geir Rögnvaldsson, f. 22.3.1949,

sölumaður. Dóttir þeirra: a) Klara Egilson. Barnsfaðir: Þráinn Hafsteinsson, f. 8.10.1962,

flugstjóri. Dóttir þeirra: b) Heiðveig.

5a Klara Egilson Geirsdóttir, f. 11.3.1971 í Reykjavík, blaðamaður í Noregi.

Barnsfaðir: Hermann Hjartarson, f. 23.8.1969, bifreiðarstjóri. Sonur þeirra: a)

Ingólfur Máni. Barnsfaðir: Snorri Valur Einarsson, f. 5.2.1980, d. 8.8.2009. Sonur

þeirra: b) Guðmundur Galdur.

6a Ingólfur Máni Hermannsson, f. 31.10.1992 í Reykjavík.

6b Guðmundur Galdur Egilson, f. 5.7.2008 í Reykjavík.

5b Heiðveig Þráinsdóttir Riber Madsen, f. 3.11.1985 í Reykjavík, hárgreiðslumeistari

í Kaupmannahöfn. M.: Dirch Riber Madsen. Sonur þeirra:

6a Thor Riber Madsen, f. 7.2.2011 í Danmörku.

3c JÓN HALLDÓRSSON, f. 25.7.1919 í Reykjavík, d. 28.6.1999, loftskeytamaður í Reykjavík;

lauk prófi loftskeytamanna 1941, loftskeytamaður á togurum til 1950 en síðan hjá

Eimskipafélagi Íslands hf, lengst á Dettifossi og Mánafossi en síðast á Goðafossi.

K.: 1.8.1950, Guðný Bjarnadóttir, f. 23.12.1923 í Knarrarnesi á Mýrum, húsmóðir. For.:

Ásta Jónsdóttir húsmóðir, stúdent frá M.R. 1915, f. 20.9.1895 í Reykjavík, d. 26.4.1977,

og m.h. Bjarni Ásgeirsson bóndi, alþingismaður og ráðherra á Reykjum í Mosfellssveit,

Page 10: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

9

síðast sendiherra í Noregi, f. 1.8.1891 í Knarrarnesi á Mýrum, d. 15.6.1956 í Osló. Dóttir

þeirra: a) Rósa Guðný.

4a Rósa Guðný Jónsdóttir, f. 7.2.1951 í Reykjavík, fulltrúi í Reykjavík. Barnsfaðir: Snorri

Hjaltason, f. 30.9.1952, byggingameistari. M., skildu, Guðmundur Erlendsson, f.

10.2.1951, matreiðslumaður. Börn þeirra: b) Jón Halldór, c) Guðrún Ágústa.

Sambýlismaður: Árni Helgason.

5a Guðný Ásta Snorradóttir, f. 11.4.1973 í Reykjavík, kennari. Barnsfaðir: Þengill

Sævar Halldórsson, f. 19.7.1970. Dóttir þeirra: a) Karen Rósa. M.: Steinþór

Viggó Eggertsson, f. 24.7.1971, smiður. Synir þeirra: b) Eggert Þór, c) Arnar

Daði.

6a Karen Rósa Þengilsdóttir, f. 15.5.1992 í Reykjavík.

6b Eggert Þór Steinþórsson, f. 15.9.1995 í Reykjavík.

6c Arnar Daði Steinþórsson, f. 30.1.1999 í Reykjavík.

5b Jón Halldór Guðmundsson, f. 18.5.1975 í Reykjavík.

5c Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, f. 17.10.1983 í Reykjavík.

3d ANNA HALLDÓRSDÓTTIR, f. 7.9.1921 í Reykjavík, húsmóðir í Flórída; lauk námi frá

Verslunarskóla Íslands, fluttist til Ameríku og bjó lengi á Long Island, síðan í Florida.

M. 1: 3.5.1944, Morley M. Zobler, f. 16.12.1916 í Brooklyn í New York, d. 30.6.1967,

sérfræðingur í líftryggingum og rak eigið líftryggingafyrirtæki. For.: Ethel Zobler, f.

Michaels 19.8.1893 í Brooklyn, d. 1986 --- og m.h. Nathaniel Zobler, f. í Brooklyn 1893,

d. 1945, sölumaður hjá fyrirtæki sem seldi pappírsvörur, átti einnig bensínstöð. Nathaniel

og Ethel Zobler bjuggu í Brooklyn og á Long Island; hann var af austurrískum ættum.

Synir Önnu og Morely: a) Niel Halldór, b) Jon Allan, c) Erik Sandford.

Page 11: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

10

M. 2: 24.5.1972, Arthur E. Ferris, f. 30.9.1910 í New York, d. 9.3.1993, lögfræðingur og

lengi forstjóri skipafélags í New York, síðast búsettur í Florida. For.: Julia Ferris, f. 1880 í

Rússlandi, d. 1939 --- og m.h. Morris Ferris, f. 1880 í Rússlandi, d. 1954, starfaði við

fataframleiðslu. Julia og Morris Ferris bjuggu í New York.

4a Neil Halldór Zobler, f. 23.6.1946 í Brooklyn, viðskiptafræðingur og forstjóri í

Connecticut. K.: 13.9.1978, Ana Zobler, f. Celci 20.1.1955, spænskukennari. Synir

þeirra:

5a Christopher Morley Zobler, f. 20.7.1980 á Long Island.

5b Nicholas Benjamin Zobler, f. 18.2.1983 í Danbury í Connecticut.

5c Alexander Niels Zobler, f. 27.4.1986 í Danbury.

4b Jon Allan Zobler, f. 8.8.1949 á Long Island, kaupmaður í Carmel, California. K.:

24.4.1982, Lori Zobler, f. Singleton 20.2.1956, húsmóðir og sjúkraþjálfari. Dætur þeirra:

5a Lily Rose Zobler, f. 10.8.1990 í Carmel í Kaliforníu.

5b Jessica Elizabeth Zobler, f. 12.3.1994 í Carmel.

4c Erik Sandford Zobler, f. 31.3.1953 á Long Island, hljóðversverkfræðingur í Northridge,

California. K.: skildu, Susan Ann Zobler, f. Soderbergh 17.1.1954. Synir þeirra:

5a Derek Andrew Zobler, f. 10.5.1986 í Los Angeles.

5b Sven Erik Zobler, f. 31.10.1988 í Los Angeles.

3f GUÐRÚN LILJA HALLDÓRSDÓTTIR, f. 17.2.1923 í Reykjavík, íþróttakennari, d. 17.3.2008,

fimleikaþjálfari og húsmóðir á Seltjarnarnesi; lærði við Kvennaskólann í Reykjavík 1936-

38 og íþróttaskólann í Snoghøj í Danmörku 1946-47, lauk prófi frá Íþróttakennaraskóla

Íslands 1948, æfði og sýndi fimleika, kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar og víðar,

prófdómari í íþróttum, fimleikaþjálfari og fimleikasýningastjóri.

Page 12: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

11

M.: 22.8.1948, Sigurður Ármann Magnússon, f. 26.3.1917 í Ketu á Skaga, d. 24.4.1987

Torrevieja í Alicante á Spáni, stórkaupmaður; lauk námi frá Héraðsskólanum á Reykjum í

Hrútafirði 1938 og frá Samvinnuskólanum 1940, vann við netagerð, sjómennsku og fleira

í Reykjavík og á Siglufirði til 1940, lögreglumaður í Reykjavík 1940-42, starfsmaður

tollstjóra 1942-45, framkvæmdastjóri 1945-56 og um skeið útgerðarstjóri,

matvörukaupmaður 1956-61 og síðan stórkaupmaður, stofnaði ásamt öðrum Byggi hf

1945 og var framkvæmdastjóri þess um árabil, stofnaði Kjörbúð Laugarness 1956 og rak

hana til 1961, heildverslunina S. Ármann Magnússon 1961 og rak hana til 1976, Nýborg

sf 1965 og rak hana til 1972, stofnaði Bílaborg hf ásamt öðrum og vann við það fyrirtæki

til dauðadags. For.: Sigurbjörg Kristín Sveinsdóttir húsmóðir, f. 28.2.1890 á Krákustöðum

í Hrolleifsdal í Skagafirði, d. 15.2.1959 á Sólvangi í Hafnarfirði, og m.h. Magnús

Antoníus Árnason bóndi í Ketu á Skaga og síðar fisksali í Reykjavík, f. 6.8.1891 í Lundi í

Fljótum, d. 10.2.1975 í Reykjavík. Börn þeirra: a) Örn Ármann, b) Halldór Ármann, c)

Anna Sigurbjörg, d) Magnús Ármann.

4a Örn Ármann Sigurðsson, f. 12.11.1948 í Reykjavík, framkvæmdastjóri. K 1: skildu,

Kristín Gunnarsdóttir, f. 18.12.1948, verlsunarmaður. Börn þeirra: a) Jónína Guðrún, b)

Kristín Arna, c) Benedikt Ármann. Sambýliskona: slitu samv., Edda Jóhannsdóttir, f.

21.6.1956, blaðamaður. Sambýliskona: Ingeborg Linda Mogensen, f. 22.4.1955, ráðgjafi.

5a Jónína Guðrún Arnardóttir, f. 16.2.1968 í Reykjavík, viðskiptafræðingur í Tel

Aviv. M.: Yaakov Ohayon, f. 29.1.1963 í Matzlia í Ísrael, umboðssali. Börn

þeirra:

6a Daniel Moshe Ohayon, f. 14.7.1996 í Tel Aviv.

6b Karen Lilja Ohayon, f. 3.6.2000 í Tel Aviv.

5b Kristín Arna Arnardóttir, f. 5.12.1978 í Reykjavík, d. 19.8.2007.

5c Benedikt Ármann Arnarson, f. 14.5.1980 í Reykjavík, verkamaður. Barnsmóðir:

Viktoría Jónasdóttir, f. 26.2.1980. Sonur þeirra:

Page 13: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

12

6a Theodór Fannar Benediktsson, f. 30.6.1998 í Reykjavík

4b Halldór Ármann Sigurðsson, f. 30.6.1950 í Reykjavík, prófessor í Lundi í Svíþjóð. K. 1:

skildu, Margrét Örnólfsdóttir, f. 2.10.1941, ritari. Börn þeirra: a) Sigurður Ármann, b)

Anna Ragnhildur. K. 2: skildu, Hólmfríður Valdimarsdóttir, f. 22.11.1947,

auglýsingateiknari. Dætur þeirra: c) Guðrún Lilja, d) Soffía Sólveig. Sambýliskona: slitu

samv., Ragnheiður Kristiansen, f. 16.2.1952, starfsmannastjóri. Sérbýliskona frá 2006:

Gunilla Lindholm, f. 15.9.1954, landslagsarkitekt, lektor, búsett í Lundi.

5a Sigurður Ármann Halldórsson, f. 9.7.1973 í Reykjavík, d. 25.5.2010,

tónlistarmaður í Kópavogi.

5b Anna Ragnhildur Halldórsdóttir, f. 3.8.1974 í Reykjavík, lögmaður í Garðabæ. M.:

Friðbjörn Eiríkur Garðarsson, f. 3.9.1973, lögmaður. Börn þeirra:

6a Margrét Anna Friðbjarnardóttir, f. 9.2.2005 í Reykjavík.

6b Garðar Þorri Friðbjarnarson, f. 25.1.2008 í Reykjavík.

6c Kári Friðbjarnarson, f. 13.9.2011 í Reykjavík.

5c Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir, f. 25.5.1979 í Reykjavík, húsmóðir á Akranesi.

Barnsfaðir: Bjarni Þór Finnbjörnsson, f. 6.10.1974. Dóttir þeirra: a) Tanja Sif. M.:

Hákon Valsson, f. 22.10.1968, sjómaður. Börn þeirra: b) Aðalheiður Fríða, c)

Birgitta Sól, d) Sólbjört Lilja, e) Valdimar Örn.

6a Tanja Sif Bjarnadóttir, f. 5.1.1998 í Reykjavík.

6b Aðalheiður Fríða Hákonardóttir, f. 5.6.2001 í Reykjavík.

6c Birgitta Sól Hákonardóttir, f. f. 6.8.2003 á Akranesi (tvíb.).

6d Sólbjört Lilja Hákonardóttir, f. 6.8.2003 á Akranesi (tvíb.).

Page 14: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

13

6e Valdimar Örn Hákonarson, f. 26.9.2005 á Akranesi.

5d Soffía Sólveig Halldórsdóttir, f. 4.8.1989 í Reykjavík, háskólanemi. M.: Arnar

Marvin Kristjánsson, f. 8.12.1988, nemi. Dóttir þeirra:

6a Freyja Sif Arnardóttir, f. 1.4.2010 í Reykjavík.

4c Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 21.5.1952 í Reykjavík, sálfræðingur í Reykjavík. M.:

skildu, Páll Kristjánsson, f. 1.3.1951, verslunar- og handverksmaður. Börn þeirra: a)

Sigurður Ingi, b) Guðný, c) Helga Lára.

5a Sigurður Ingi Pálsson, f. 14.9.1970 í Reykjavík, kerfisfræðingur. K.: óg., slitu

samv. 1992, Kristín Þóra Vöggsdóttir, f. 30.5.1967 á Selfossi, tölvufræðingur.

Dóttir þeirra: a) Rakel Dögg. K. 2: 4.5.2014 í Nairobi: Judy Neru.

6a Rakel Dögg Sigurðardóttir, f. 20.11.1990 í Reykjavík. Sonur hennar:

7a Anton Máni Bergþórsson, f. 11.10.2011 í Reykjavík.

5b Guðný Pálsdóttir, f. 4.2.1972 í Reykjavík, skrifstofumaður. Barnsfaðir: Óskar Þór

Hallgrímsson, f. 30.3.1970 í Reykjavík, stýrimaður. Sonur Þeirra: a) Elías Andri.

M.: skildu, Júlíus Sigurjónsson, f. 2.5.1959 í Reykjavík, ljósmyndari. Dóttir þeirra:

b) Diljá Anna.

6a Elías Andri Óskarsson, f. 31.7.1989 í Reykjvík.

6b Diljá Anna Júlíusdóttir, f. 28.10.1992 í Reykjavík.

5c Helga Lára Pálsdóttir, f. 18.2.1975 á Akranesi, verkakona og bílstjóri. M.: Óskar

Steinn Gunnarsson, f. 13.8.1978. Börn þeirra:

6a Anna María Óskarsdóttir, f. 1.12.1999 í Reykjavík.

6b Kári Freyr Óskarsson, f. 9.6.2005 í Reykjavík.

Page 15: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

14

4d Magnús Ármann Sigurðarson, f. 18.4.1959 í Reykjavík, tónlistarmaður í Reykjavík.

2c JÓHANNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, f. 19.10.1895 í Kalastaðakoti, d. 25.5.1897.

1C JÓNAS JÓHANNESSON

1c JÓNAS JÓHANNESSON, f. 27.4.1855 á Narfastöðum, d. 5.2.1929, bóndi í

Steinsholti í Leirársveit 1882–1887 og síðan á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði

(Borgf. Æviskrár VI:372). Í minningargrein um Ragnheiði dóttur hans segir

svo í Morgunblaðinu 15.1.1984: „Jónas, langafi minn, var mikill

dugnaðarmaður, sem lagði stolt sitt í að standa í skilum. Hann var skapstór

og nokkuð harður húsbóndi en kannski veitti ekki af því munnarnir voru

margir og jörðin ekki stór. En sökum dugnaðar síns naut hann virðingar allra

sveitunga sinna, mitt í allri fátæktinni.“

K. 1: 1885, Guðríður Daníelsdóttir, f. 17.5.1859 í Miklaholtssókn, d.

22.9.1901, húsmóðir. „Hinn 22. septbr. þ. á druknaði húsfrú Guðríður

Daníelsdóttir frá Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd. Var á heimleið frá

Þyrli. Hafði farið að heiman um miðjan dag, varð síðbúin að kveldi, og

ætlaði, svo sem altítt er, að stytta sér leið með því að ríða framan við hamar,

er gengur þar í sjó fram, stuttan veg, en yfir stórgrýtta urð. En aðfall var og

farið að dimma. Hesturinn fanst um kveldið hinum megin hamarsins, alvotur,

með öllum reiðtýgjum. Líkið ófundið, þrátt fyrir ítrekaðar leitir á firðinum og

meðfram honum víðs vegar. Guðríður sál. var ástrík eiginkona og móðir,

umhyggjusöm húsmóðir, lézt frá manni sínum Jónasi bónda Jóhannessyni og

5 börnum, flestum ósjálfbjarga. Hún var fædd að Syðra-Lágholti í

Hnappadalssýslu 19. maí 1858 [svo]; fluttist 2 ára að Miklaholti til frænda

Page 16: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

15

síns síra Geirs Bachmann, og var þar fram yfir tvítugsaldur; fluttist síðan

suður í Borgarfjörð og giftist eftirlifandi manni sínum 1885“ (Ísafold 1901,

79:314). For.: Margrét húsmóðir á Lágafelli á Snæfellsnesi, f. 1828 í

Miklaholtssókn, Jónsdóttir bónda í Straumfjarðartungu Sturlaugssonar – og

m.h. Daníel bóndi á Lágafelli, f. 1819 í Setbergssókn, d. 27.9.1872, Illugason

vinnumans í Krossnesi í Sebergssókn 1816 Bárðarsonar.

Börn þeirra: a) Stefán Ólafur, b) Sigríður, c) Jóhannes Benedikt, d) Guðgeir

Ágúst, e) Engilbert.

K. 2: óg., Guðfinna Jósefsdóttir, f. 23.6.1869, d. 31.7. 1957, húsmóðir.

For.: Vigdís Þorgerður húsfreyja á Hávarsstöðum í Leirársveit, f. 11.9.1842,

d. 1.12.1930, Vigfúsdóttir bónda á Kaðalsstöðum Hanssonar – og m.h. Jósef

bóndi á Hávarsstöðum, f. 3.7.1807, d. 25.2.1873, Sigurðsson í

Núpsdalstungu í Miðfirði Björnssonar.

Börn þeirra: f) Ragnheiður, g) Guðmundur, h) Anna, i) Vigdís, j) Valgeir, k)

Sigurður.

2A STEFÁN ÓLAFUR JÓNASSON

2a STEFÁN ÓLAFUR JÓNASSON, f. 18.5.1884 í Steinsholti, d. 11.6.1927 í Skipanesi, bóndi í

Skipanesi.

K.: 30.5.1908, Guðríður Ólafía Jóhannsdóttir, f. 13.6.1888 á Indriðastöðum í Skorradal,

d. 21.3.1947, ljósmóðir; tók ljósmæðrapróf í Reykjavík 1907, starfandi ljósmóðir lengst af

1907–40, bjó í Bakkakoti á Akranesi frá 1941 (Ljósmæður á Íslandi I:161–2; Fremra-

Page 17: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

16

Hálsætt I:134). For.: Guðlaug húsmóðir, f. 17.2.1848 í Hrísakoti í Brynjudal, d. 12.3.1933

í Skipanesi, Ottadóttir bónda í Hrísakoti Gíslasonar – og m.h. Jóhann bóndi á

Indriðastöðum í Skorradal o.v. í Borgarfirði, f. 22.11.1831 á Valdastöðum í Kjós, d.

7.7.1910 (varð bráðkvaddur á ferð í Kornahlíð), Torfason bónda á Valdastöðum

Guðlaugssonar (Borgf. æviskrár V:181–82). Börn þeirra: a) Jónas, b) Jóhann, c) Þorsteinn,

d) Guðlaug, e) Guðmunda.

3a JÓNAS STEFÁNSSON, f. 28.8.1909 á Hlíðarfæti í Strandarhreppi, d. 1.4.1933 í Skipanesi,

bústjóri í Skipanesi, búsettur á Akranesi. ,,Var bráðduglegur og efnilegur maður“ (Borgf.

æviskrár VI:387). Ókvæntur og barnlaus.

3b JÓHANN STEFÁNSSON, f. 31.10.1912 í Kjalardal í Skilmannahreppi, skipasmiður á

Akranesi (Æviskrár Akurnesinga III:25).

K.: 19.11.1960, Guðbjörg Ellertsdóttir, f. 8.9.1925 á Sólmundarhöfða í Innri-

Akraneshreppi, húsmóðir á Sólmundarhöfða og í Akrakoti og Teigi í Innri-Akraneshreppi

(Æviskrár Akurnesinga II:37; Hallgr. Pét. II:424; sonur hennar: Hörður Magnússon, f.

21.3.1954, d. 17.2.1973). For.: Ólafía Guðrún húsmóðir, f. 16.6.1899 í Reykjavík, d.

16.6.1981, Björnsdóttir bónda og sjómanns í Vindheimum í Reykjavík ("Vindheima-

Björns") og síðar í Steinsholti o.v. Guðmundssonar – og m.h. Ellert búfræðingur og bóndi

á Sólmundarhöfða og í Akrakoti og Teigi, f. 18.5.1903 á Vatnshömrum í Andakíl, d.

16.11.1985, Jónsson bónda á Vatnshömrum í Guðmundssonar (Borgf. æviskrár II:228).

Dætur þeirra: a) Guðríður Ólafía, b) Ólafía Guðrún.

4a Guðríður Ólafía Jóhannsdóttir, f. 13.9.1961 á Akranesi, d. 10.10.2001, sjúkraliði á

Akranesi. M.: 16.5.1981, Ægir Magnússon, f. 1.8.1957 á Akranesi, vélvirki. Börn þeirra:

5a Hörður Ægisson, f. 19.2.1982 á Akranesi.

5b Magnús Ægisson, f. 14.7.1985 á Akranesi.

5c Guðbjörg Ægisdóttir, f. 9.9.1993 á Akranesi.

Page 18: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

17

4b Ólafía Guðrún Jóhannsdóttir, f. 17.11.1964, húsmóðir á Akranesi. M.: óg., Ragnar Már

Knútsson, f. 15.3.1955, bólstrari (Tröllatunguætt III:1252). Börn þeirra: a) Jóhann, b)

Kristín.

5a Jóhann Ragnarsson, f. 18.2.1984 á Akranesi. K.: óg., Ragnheiður Rún

Gísladóttir, f. 29.3.1985 á Akranesi. Synir þeirra:

6a Emil Már Jóhannsson, f. 8.7.2009 á Akranesi.

6b Ísleifur Gísli Jóhannsson, 18.7.2011 á Akranesi.

5b Kristín Ragnarsdóttir, f. 25.3.1991 á Akranesi.

3c ÞORSTEINN STEFÁNSSON, f. 9.10.1914 á Skipanesi, d. 25.11.1997 á Ósi í

Skilmannahreppi, bóndi og vinnuvélastjóri á Ósi; sjómaður og síðan vinnuvélastjóri á

Akranesi til 1953, stofnaði árið 1946 hlutafélagið Þrótt um rekstur jarðýtu, seldi Helga

syni sínum það 1984, bóndi á Ósi frá 1953 til 1984 þegar hann seldi Ólafi syni sínum

jörðina, vann eftir það að búskapnum með Ólafi, ,,góður bóndi, mikill ræktunarmaður og

fór ákaflega vel með allan bústofn“, ,,meðalmaður á hæð, grannvaxinn, skjótur í

hreyfingum, brosmildur, greiðvikinn og duglegur“ (Æviskrár Akurnesinga IV:324; Mbl.

30.11.1997).

K.: 20.11.1948, Valdís Sigurðardóttir, f. 11.6.1925 í Kjalardal í Skilmannahreppi, d.

24.11.1982, húsmóðir (Æviskrár Akurnesinga IV:267; Bergsætt I:15; Vigfús Árnason

lögréttumaður, 72). For.: Helga húsmóðir á Arkarlæk í Skilmannahreppi, f. 24.3.1903 á

Arkarlæk, d. 29.3.2004, Jónsdóttir bónda á Arkarlæk Þorlákssonar bónda á Ósi

Ásmundssonar – og m.h. Sigurður bóndi í Kjalardal, f. 8.10.1889 á Klöpp á Akranesi, d.

3.2.1980, Oddsson sjómanns og bónda í Presthúsum á Akranesi Guðmundssonar í Tungu í

Hörðudal Hannessonar (Borgf. æviskrár X:235–6). Börn þeirra: a) Stefán Jónas, b)

Sigurður, c) Engilbert, d) Helgi Ómar, e) Ólafur, f) Sigríður.

4a Stefán Jónas Þorsteinsson, f. 30.5.1948 á Akranesi, bifreiðarstjóri á Akranesi. K.:

27.10.1973, Fanney Valdís Guðbjörnsdóttir, f. 30.12.1950 í Reykjavík, húsmóðir

(Víkingslækjarætt VI:124). Dætur hennar, og stjúpdætur Stefáns: Sigríður Þórdís, f.

Page 19: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

18

18.2.1968, Reynisdóttir minkabústjóra á Sauðárkróki Ólasonar Barðdal, og Rósa Guðrún,

f. 30.3.1971, Gunnarsdóttir (Hans Gunnars) símvirkja í Borgarnesi Emilssonar. Börn

Stefáns og Fanneyjar: a) Þorsteinn Sævar, b) Valdís María, c) Helga Hallfríður.

5a Þorsteinn Sævar Stefánsson, f. 18.2.1973 á Akranesi. K.: Halldóra María

Elíasdóttir, f. 30.12.1974 á Siglufirði. Dætur þeirra:

6a Guðný Rós Þorsteinsdóttir, f. 14.11.1995 í Reykjavík.

6b Sara Lind Þorsteinsdóttir, f. 24.12.1997 á Siglufirði.

6c Thelma Dögg Þorsteinsdóttir, f. 14.2.2002 á Akureyri.

5b Valdís María Stefánsdóttir, f. 12.3.1974 á Akranesi, búsett á Siglufirði. M.: Grétar

Guðfinnsson, f. 9.12.1967 í Reykjavík. Börn þeirra:

6a Stefanía Þórdís Grétarsdóttir, f. 22.4.1997 á Akranesi.

6b Helgi Rafn Grétarsson, f. 5.4.2000 á Akranesi.

6c Róberta Dís Grétarsdóttir, f. 1.3.2002 á Akranesi.

5c Helga Hallfríður Stefánsdóttir, f. 5.6.1980 á Akranesi. M.: Sigþór Ingi

Hreiðarsson, f. 11.3.1977 á Siglufirði. Dætur þeirra:

6a Dísa María Sigþórsdóttir, f. 7.3.2004 á Akranesi.

6b Eyja Rós Sigþórsdóttir, f. 13.2..2008 á Akranesi.

4b Sigurður Þorsteinsson, f. 12.2.1951 á Akranesi, smiður og verkstjóri á Akranesi. K. 1:

15.12.1973, skildu, Ásgerður Hjálmsdóttir, f. 21.9.1952 í Reykjavík

(Hjarðarfellsætt:164). Börn þeirra: a) Ragnheiður, b) Hjálmur Þorsteinn, c) Valdís, d)

Bjargey Halla. K. 2: Erla Lind Þorvaldsdóttir, f. 4.5.1956 á Akranesi.

Page 20: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

19

5a Ragnheiður Sigurðardóttir, f. 13.5.1973 á Akranesi. M. 1: óg., Sigurjón

Ólafsson, f. 27.11.1965 á Akranesi. Sonur þeirra: a) Sigurður Ýmir. M. 2: óg.

Símon Hreinsson, f. 25.7.1973 á Akranesi. Sonur þeirra: b) Sólon Ívar. M. 3: óg.,

Sigurjón Jónsson, f. 1.4.1978 í Bolungarvík. Sonur þeirra: c) Arnar Óli.

6a Sigurður Ýmir Sigurjónsson, f. 14.2.1991 á Akranesi.

6b Sólon Ívar Sómonarson, f. 19.5.2000 á Akranesi.

6c Arnar Óli Sigurjónsson, f. 9.7.2012 á Akranesi.

5b Hjálmur Þorsteinn Sigurðsson, f. 24.11.1974 á Akranesi. K.: Eyrún Sigríður

Kristínardóttir, f. 17.3.1975 á Akranesi. Börn þeirra:

6a Hafþór Freyr Hjálmsson, f. 1.3.1993 á Akranesi.

6b Kristín Ása Hjálmsdóttir, f. 7.7.1995 á Akranesi.

6c Sóley Rut Hjálmsdóttir, f. 16.9.2001 á Akranesi.

5c Valdís Sigurðardóttir, f. 20.9.1977 á Akranesi. Barnsfaðir: Júlíus Valdimar

Finnbogason, f. 5.3.1975 á Akranesi. Sonur þeirra: a) Kristófer Arnar. M.: Sveinn

Ragnar Jörundsson, f. 19.6.1977 á Akureyri. Börn þeirra: b) Antonía Líf, c) Ísak

Emil, d) Heiður Lena.

6a Kristófer Arnar Júlíusson, f. 29.6.1993 á Akranesi.

6b Antonía Líf Sveinsdóttir, f. 6.5.2002 á Akranesi.

6c Ísak Emil Sveinsson, f. 22.6.2005 á Akranesi.

6d Heiður Lena Sveinsdóttir, f. 30.11.2011 í Reykjavík..

5d Bjargey Halla Sigurðardóttir, f. 3.2.1984 á Akranesi. M.: Svanberg Júlíus

Page 21: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

20

Eyþórsson, f. 18.1.1975 á Akranesi. Synir þeirra:

6a Elmar Stanley Svanbergsson, f. 13.3.2007 á Akranesi.

6a Tóbías Elí Svanbergsson, f. 15.5.2008 á Akranesi.

6a Sebastían Pétur Svanbergsson, f. 6.10.2010 á Akranesi.

4c Engilbert Þorsteinsson, f. 7.4.1953 á Akranesi, vinnuvélstjóri á Akranesi. K.: 11.4.1981,

Anna Lóa Geirsdóttir, f. 12.8.1959. Dætur þeirra: a) Berglind Erla, b) Belinda Eir.

5a Berglind Erla Engilbertsdóttir, f. 17.4.1981 á Akranesi.

5b Belinda Eir Engilbertsdóttir, f. 24.2.1983 á Akranesi. M.: óg., Ársæll Þór

Jóhannsson, f. 4.6.1982 á Akranesi. Dóttir þeirra:

6a Anna Rósa Ársælsdóttir, f. 22.3.2012.

4d Helgi Ómar Þorsteinsson, f. 25.8.1955 á Ósi, vinnuvélastjóri á Ósi. K.: Olga

Magnúsdóttir, f. 8.1.1959 á Akranesi, húsmóðir. Synir þeirra: a) Magnús Þórður, b)

Fannar Freyr, c) Ómar Örn, d) Þorsteinn.

5a Magnús Þórður Helgason, f. 14.4.1983 á Akranesi.

5b Fannar Freyr Helgason, f. 11.7.1984 á Akranesi. K.: óg., Sigríður Rún

Steinarsdóttir, f. 5.11.1984 í Reykjavík. Dóttir þeirra:

6a Guðrún Klara Fannarsdóttir, f. 9.2.2011 í Reykjavík.

5c Ómar Örn Helgason, f. 24.1.1990 á Akranesi. K.: óg., Ásta Björg Arngrímsdóttir,

f. 7.1.1964 á Blönduósi. Sonur þeirra:

6a Helgi Freyr Ómarsson, f. 6.6.2009 á Akranesi.

Page 22: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

21

5d Þorsteinn Helgason, f.8.1.1992 á Akranesi.

4e Ólafur Þorsteinsson, f. 3.1.1961 á Ósi, bóndi á Ósi. K.: 11.8.1984, Sigríður Helgadóttir,

f. 23.8.1964 í Reykjavík, húsmóðir. Börn þeirra:

5a Helgi Már Ólafsson, f. 20.5.1984 á Akranesi.

5b Valdís Ýr Ólafsdóttir, f. 29.4.1989 á Akranesi.

5c Þorsteinn Már Ólafsson, 16.12.1997 á Akranesi.

4f Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 24.7.1967 á Akranesi. M.: óg., slitu samvistir, Einar

Gíslason, f. 21.3.1967 á Akranesi, verkamaður. Synir þeirra: a) Heimir, b) Einar Logi.

5a Heimir Einarsson, f. 20.4.1987 á Akranesi. K.: óg., Inga María Sigurðardóttir, f.

1.3.1988 á Akranesi. Dóttir þeirra:

6a Veronkia Jara Heimisdóttir, f. 24.6.2010 á Akranesi.

5b Einar Logi Einarsson, f. 24.11.1991 á Akranesi.

3d GUÐLAUG STEFÁNSDÓTTIR, f. 11.2.1918 á Skipanesi, d. 30.4.2011, húsmóðir og

matráðskona á Akranesi og síðar í Keflavík.

M.: 15.12.1945, Helgi Nikulás Vestmann, f. 12.6.1915 á Gimli í Manitoba, d. 5.10.1992,

sjómaður á Akranesi og síðar lögregluþjónn í Keflavík. For.: Guðríður Nikulásdóttir og

m.h. Einar Bjarnason Vestmann járnsmiður í Kanada og síðar forstjóri á Akranesi. Börn

þeirra: a) Guðríður Ólafía, b) Alma, c) Stefán.

4a Guðríður Ólafía Vestmann, f. 26.9.1946 á Akranesi, húsmóðir á Sauðárkróki. M.:

22.4.1971, Bragi Þór Jóhannsson, f. 24.6.1936 í Litladal í Blönduhlíð í Skagafirði, d.

9.5.2012, verkamaður (Mbl 21.5.2012). Dóttir þeirra:

5a Guðný María Bragadóttir, f. 19.1.1980 á Sauðárkróki, leikskólakennari.

Page 23: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

22

4b Alma Vestmann, f. 26.3.1949 á Akranesi, kennari í Keflavík. M.: 14.11.1970, Ægir

Sigurðsson, f. 16.12.1948, kennari og aðstoðarskólameistari við Fjölbrautaskólann í

Keflavík; B.S. í jarðfræði frá Háskóla Íslands 1977 (Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á

Litlulaugum, ættir þeirra og niðjatal, 61). Börn þeirra: a) Ægir Karl, b) Nikulás, c) Hauku

Viðar, d) Lóa Mjöll.

5a Ægir Karl Ægisson, f. 14.11.1968 í Keflavík, kennari og áfangastjóri við

Fjölbrautarskóla Suðurnesja. K.: skildu, Hafdís Björg Kjartansdóttir, f. 21.8.1966

í Reykjavík. Börn þeirra:

6a Ægir Ragnar Ægisson, f. 23.6.1997 í Danmörku.

6b Vigdís Alma Ægisdóttir, f. 30.6.1999 í Danmörku.

5b Nikulás Ægisson, f. 11.9.1970 í Keflavík.

5c Haukur Viðar Ægisson, f. 15.4.1972 í Keflavík.

5d Lóa Mjöll Ægisdóttir, f. 20.6.1973 í Keflavík. M.: Ólafur Már Guðmundsson, f.

3.11.1973 í Keflavík. Dætur þeirra:

6a Alma Þöll Ólafsdóttir, f. 13.7.1998 í Reykjavík.

6a Hulda Björk Ólafsdóttir, f. 24.6.2003 í Reykjanesbæ

6a Guðmunda Ösp Ólafsdóttir, f.19.5.2006 í Reykjanesbæ.

4c Stefán Vestmann, f. 22.3.1957 í Keflavík, verkamaður í Keflavík. K.: Saengduan

Sinpru, f. 5.5.1972 í Taílandi. Börn þeirra:

4a Helgi Nikulás Vestmann, f. 2.3.1993 í Keflavík.

4b Guðlaug Sirung Vestmann, f. 18.5.1994 í Keflavík.

Page 24: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

23

4c Lotta Namfhon Vestmann, f. 25.6.1999 í Reykjanesbæ.

3e GUÐMUNDA STEFÁNSDÓTTIR, f. 20.10.1926 á Skipanesi, húsmóðir á Akranesi.

M.: 14.12.1946, Magnús Magnússon, f. 18.2.1909 á Akranesi, skipasmiður (Hallgr. Pét.

II:223; Klingebergsætt II:578). For.: Guðrún húsmóðir, f. 23.10.1888 á Akranesi, d. þar

29.12.1965, Símonardóttir bónda á Mið-Söndum (Miðsandi) á Akranesi Pálssonar – og

m.h. Magnús bóndi, sjómaður og síðar bátasmiður á Söndum á Akranesi, f. 26.5.1876 á

Söndum, d. 17.4.1949 á Akranesi, Magnússon bónda á Söndum Jörgenssonar. Börn

þeirra: a) Magnús, b) Guðmunda Magnea, c) Guðríður Ólafía.

4a Magnús Magnússon, f. 31.7.1948 á Akranesi, skipasmiður á Akranesi. K.: óg., slitu

samv., Margrét Markúsdóttir, f. 13.9.1957 í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Dætur þeirra:

a) Berglin, b) Þóra.

5a Berglind Magnúsdóttir, f. 28.9.1976 á Akranesi. M.: Jónas Ríkharð Jónsson, f.

19.9.1975 í Reykjavík. Börn þeirra:

6a Natalía Ýr Jónasdóttir, f. 30.6.2004 í Reykjavík.

6b Nína Margrét Jónasdóttir, f. 11.12.2006 í Reykjavík.

6c Ríkharð Andri Jónasson, f. 13.3.2012 í Reykjavík.

5b Þóra Magnúsdóttir, f. 27.3.1980 á Akranesi. M.: Björn Ingi Björnsson, f.

18.8.1974 í Reykjavík. Synir þeirra:

6a Bjarki Hreinn Björnsson, f. 16.11.2005 á Akranesi.

6b Ari Magnús Björnsson, f, 6.5.2009 á Akranesi.

Page 25: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

24

4b Guðmunda Magnea Magnúsdóttir, f. 30.8.1950 á Akranesi, kennari í Vík í Mýrdal; B.A.

í íslensku og sögu frá Háskóla Íslands, vann um skeið við Orðabók Háskólans. M.:

7.7.1973, Sæmundur Hafsteinn Jóhannesson, f. 28.12.1950 í Reykjavík, sveitarstjóri.

Börn þeirra: a) Magnús Orri, b) Jóhanna Friðrika, c) Guðmudur Óli.

5a Magnús Orri Sæmundsson, f. 26.8.1974 í Reykjavík. K.: Guðrún Gísladóttir,

28.3.1979 í Reykjavík. Börn þeirra:

6a Katla Magnea Magnúsdóttir, f. 18.8.2007 í Reykjavík.

6b Stígur Magnússon, f. 30.1.2010 í Reykjavík.

5b Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, f. 4.5.1980 í Reykjavík, leikkona.

5c Guðmundur Óli Sæmundsson, f. 6.7.1987 í Reykjavík, d. 13.6.1988.

4c Guðríður Ólafía Magnúsdóttir, f. 13.1.1955 á Akranesi, skrifstofumaður í Reykjavík.

Óg. og bl.

2B SIGRÍÐUR JÓNASDÓTTIR

2b SIGRÍÐUR JÓNASDÓTTIR, f. 20.2.1888 á Bjarteyjarsandi., d. 20.1.1983, fluttist til

Reykjavíkur 1910, húsmóðir þar (Borgf. ævirkskrár IX:399-400).

M.: Ólafur Guðmundsson, f. 25.4.1884 á Hvaleyri í Hafnarfirði, d. 19.12.1956,

trésmiður. For.: Guðný húsmóðir á Óttarstöðum og síðar á Hvaleyri, f. 26.8.1843 í

Lambhaga í Mosfellssveit, d. 27.9.1904, Jónsdóttir bónda í Lambhaga Jónssonar – og

s.m.h. Guðmundur rokkasmiður á Hvaleyri, f. 20.9.1840 í Miðhúsum í Gnúpverjahreppi,

d. 27.9.1908 í Hafnarfirði, Halldórsson sjómanns í Reykjavík Kristjánssonar. Sigríður og

Ólafur voru barnlaus.

Page 26: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

25

2C JÓHANNES BENDEDIKT JÓNASSON

2c JÓHANNES BENEDIKT JÓNASSON, f. 11.4.1890, fórst í Reykjavík 3.1.1942, fluttist til

Engeyjar 1906, vann við fiskverkun, verkstjóri frá 1919 til dd.

K.: 18.7.1891, Jóna Guðrún Sigurðardóttir, f. 18.7.1891, d. 13.5.1975, húsmóðir. For.:

Sigríður, f. 8.9.1849, d. 14.2.1903, Níelsdóttir vinnumanns á Reykhólum og víðar

Klemenssonar – og m.h. Sigurður húsmaður og sjómaður á á Ísafirði, f. 27.9.1846 í

Ingjaldshólssókn á Snæfellsnesi, drukknaði 13.2.1894, Vermundsson bónda í Bjarnabúð í

Ingjaldshólssókn Sigurðssonar. Benedikt og Jóna voru barnlaus.

Barnsmóðir: Helga Magnúsdóttir, f. 1.8.1885 á Geldingaá í Leirársveit, d. 16.12.1932

(Klingenbergsætt I:23). For.: Ragnheiður, f. 12.1.1855 á Bjarteyjarsandi, d. 4.12.1933 á

Ferjubakka, Híeronymusdóttir bónda á Bjarteyjarsandi Gíslasonar – og m.h. Magnús

bóndi og vinnumaður víða á Akranesi,, f. 3.8.1852, d. 2.2.1928, Guðmundsson í

Lambhúsum Sveinssonar. Helga var vinnukona víða og mörg síðustu árin í Vogatungu,

átti áður (1909) dreng með Ólafi bónda á Geldingaá Jónssyni (stúdents á Leirá Árnasonar)

og síðar stúlku (1924) með Guðjóni Jónssyni í Vogatungu. Sonur Benedikts og Helgu:

3a GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON, f. 4.7.1914 á Brekku í Strandarhreppi, d. 13.7.1966,

verkamaður í Reykjavík.

K.: 21.7.1938, Margrét Einarsdóttir, f. 17.7.1917 á Vötnum í Ölfusi, d. 17.1.1985,

húsmóðir. For.: María Gísladóttir og m.h. Einar Bjarnason verkamaður í Reykjavík. Synir

þeirra: a) Benedikt, b) Einar, c) Birgir.

4a Benedikt Guðmundsson, f. 7.8.1938 í Reykjavík, d. 2.12.2012 í Kópavogi,

viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri í Reykjavík og um skeið í Hamborg í

Þúskalandi. K.: 6.8.1960, Bergdís Pálína Ottósdóttir, f. 14.1.1941 á Skálafelli í

Suðursveit. Dætur þeirra: a) Helga Jóna, b) Margrét.

Page 27: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

26

5a Helga Jóna Benediktsdóttir, f. 13.12.1960 í Reykjavík, lögfræðingur í Reykjavík.

M.: Guðmundur Björgvin Helgason, f. 3.12.1964 í Reykjavík. Synir þeirra:

6a Benedikt Haukur Guðmundsson, f. 7.3.1995 í Sviss.

6b Jóhannes Hrafn Guðmundsson, f. 16.2.1998 í Sviss.

5b Margrét Benendiktsdóttir, f. 4.8.1965 í Kópavogi, kennari í Reykjavík. Sonur

hennar:

6a Hjalti Stefánsson, f. 15.10.2007 í Reykjavík.

4b Einar Guðmundsson, f. 19.10.1942, kennari í Kópavogi; stúdent 1963, B.A. frá Háskóla

Íslands, 1966, kennari við Réttarholtsskóla frá 1967. K.: 1.6.1973, Erla Dóróthea

Magnúsdóttir, f. 20.5.1936 í Reykjavík, d. 25.8.1988, heildsali. Börn Erlu og fósturbörn

Einars: Jón Gunarsson, f. 21.9.1956, Unnur Helga Gunnarsdóttir, f. 15.8.1963. Dóttir

Einars og Erlu: a) Margrét. K. 2: Guðrún Árnadóttir, f. 28.3.1952 á Bíldudal. Dætur

hennar og Guðlaugs Friðþjófssonar (d. 1999): Guðrún Jóna, Valborg Hlín og Guðlaug

Helga.

5a Margrét Einarsdóttir, f. 30.6.1974 í Reykjavík. M.: Valur Fannar Gíslason, f.

8.9.1977 á Selfossi, knattspyrnumaður. Börn þeirra:

6a Einar Fannar Valsson, f. 29.7.2001 í Reykjavík

6b Erla Dóróthea Valsdóttir, f. 8.5.2006 í Reykjavík

6c Eva Guðrún Valsdóttir, f. 22.11.2010 í Reykjavík.

4c Birgir Guðmundsson, f. 17.6.1947 í Reykjavík, bókbindari þar. Ókv. og bl.

Page 28: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

27

2D GUÐGEIR ÁGÚST JÓNASSON

2d GUÐGEIR ÁGÚST JÓNASSON, f. 6.8.1892 á Bjarteyjarsandi, d. 3.5.1981, verkamaður, í

Reykjavík.

K. 1: 20.12.1919, Stefanía Hafliðadóttir, f. 6.4.1898, d. 10.9.1920. For.: Guðrún

Runólfsdóttir og m.h. Hafliði Sæmundsson bóndi á Fossi á Rangárvöllum. Sonur þeirra: a)

Sigurgeir.

K. 2: 22.12.1923, Solveig Jónsdóttir, f. 10.5.1899 í Alviðru í Dýrafirði, d. 22.12.1967.

For.: Matthildur Sigmundsdóttir og m.h. Jón Matthíasson bóndi í Alviðru. Kjörsonur

þeirra: b) Hreggviður Eyfjörð. For. hans: Sigurpálína Jóhannsdóttir og Kristján Valdemar

Kristjánsson.

Barnsmóðir: Sigurpálína Jóhannsdóttir, f. 20.8.1910 í Eyjafjarðarsýslu, d. 11.5.1988,

síðast búsett á Akureyri. For.: Jónína María Sigurðardóttir og m.h. Jóhann Sigurður

Jónsson sjómaður í Hrísey og á Hinriksmýri í Árskógshreppi. Sonur þeirra, kjörsonur

Solveigar: c) Geir Sævar. Hreggviður Eyfjörð og Geir Sævar voru sammæðra.

3a SIGURGEIR GUÐGEIRSSON, f. 17.6.1920, d. 3.8.1920.

3a HREGGVIÐUR EYFJÖRÐ GUÐGEIRSSON, f. 10.1.1931 í Hafnarfirði, d. 23.11.2004,

byggingameistari og byggingafulltrúi í Borgarnesi, á Eskifirði og í Garði, síðast

verslunarmaður í Kópavogi. Hreggviður var tvíkvæntur og eignaðist sex börn með konum

sínum en bjó síðast með Ólafíu Sigríði Jensdóttur frá Selárdal, kaupmanni í Kópavogi

(Mbl. 30.11.2004).

3b GEIR SÆVAR GUÐGEIRSSON, f. 25.8.1933 á Akureyri, trésmiður í Reykjavík.

K.: 17.3.1962, Sigríður Guðný Jónsdóttir, f. 31.7.1935 í Borgarnesi, húsmóðir

(Reykjaætt V:1539). For.: Ingigerður, f. 22.5.1898 í Háholti í Gnúpverjahreppi, d.

3.3.1990, Þorsteinsdóttir bónda og bókbindara í Háholti Bjarnasonar – og m.h. Jón bóndi í

Page 29: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

28

Fíflholti á Mýrum, f. 30.3.1875 í Hjörsey, d. 27.7.1961, Guðjónsson bónda á Árnabrekku í

Borgarhreppi o.v. Jónssonar. Dætur þeirra: a) Stefanía Sigríður, b) Erla Hrönn.

4a Stefanía Sigríður Geirsdóttir, f. 4.10.1961 í Reykjavík, húsmóðir í Hamarshjáleigu í

Gaulverjabæ. M.: Hilmar Elís Árnason, f. 6.7.1959 í Reykjavík, bóndi í Hamarshjáleigu.

Börn þeirra:

5a Fanney Hrund Hilmarsdóttir, f. 23.12.1987 í Reykjavík. M.: skildu barnlaus,

Eyþór Hilmarsson, f. 21.4.1988 í Reykjavík.

5b Árni Geir Hilmarsson, f. 18.4.1993 á Selfossi.

4b Erla Hrönn Geirsdóttir, f. 17.1.1975 í Reykjavík. M.: Halldór Þovaldur Halldórsson, f.

30.4.1975 í Rykjavík. Börn þeirra:

5a Halldór Hrannar Halldórsson, f. 11.4.1994 í Reykjavík.

5b Guðný Björk Halldórsdóttir, f. 12.6.2001 í Reykjavík.

5c Sara Líf Halldórsdóttir, f. 16.1.2006 í Reykjavík.

2E ENGILBERT JÓNASSON

2e ENGILBERT JÓNASSON, f. 24.4.1896 á Bjarteyjarsandi, d. 9.3.1951, verkamaður í

Reykjavík.

K.: 21.11.1925, Magnúsína Sigríður Jónsdóttir, f. 15.11.1893 á Gemlufalli í Dýrafirði,

húsmóðir. For.: Guðrún Pálína Jónsdóttir húsmóðir á Gemlufalli og m.h. Jón Magnússon

bóndi þar (Arnardalsætt I:96). Kjörsonur þeirra:

Page 30: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

29

3a Gunnar Ólaf Engilbertsson, f. 14.12.1937 í Reykjavík, d. 28.7.1997, kennari í

Reykjavík. For.: Jóna Sigurveig Guðmundsdóttir og Sæmundur Svanberg

Albertsson sjómaður frá Ísafirði. Gunnar eignaðist tvö börn með fyrri konu sinni en

bjó síðan með Arnfríði Helgu Ríkharðsdóttur kennara.

2F RAGNHEIÐUR JÓNASDÓTTIR

2f RAGNHEIÐUR JÓNASDÓTTIR, f. 29.6.1895 á Bjarteyjarsandi, d. 3.1.1984, húsmóðir í

Keflavík og síðan á Ægisgötu 26 í Reykjavík (Mbl. 15.1.1984).

M.: 18.7.1925, Magnús Magnússon, f. 7.5.1892 í Sandgerði, d. 13.11.1958, verkstjóri.

For.: Vilborg Berentsdóttir frá Mörtutungu og Nykhóli í Mýrdal og m.h. Magnús

Eyjólfsson bóndi Ytri-Sólheimum í Mýrdal og síðar í Krókskoti í Sandgerði (DV

10.6.1992). Dætur þeirra: a) Lilja, b) Svana, c) Sigrún.

3a LILJA MAGNÚSDÓTTIR, f. 12.4.1926 í Reykjavík, d. 31.12.2004, ritari í Reykjavík;

starfaði hjá Flugleiðum.

M.: Guðmundur Ástráðsson, f. 13.11.1922 í Reykjavík, d. 7.10.2010, fulltrúi hjá

Eimskipafélagi Íslands (Hallgr. Pét. I:452, Mbl. 19.10.2010). For.: Lilja, f. 4.3.1898, d.

6.11.1965, Guðmundsdóttir á Eyrarbakka Sigurðssonar – og m.h. Ástráður verkstjóri hjá

Eimskip, f. 29.3.1894, d. 29.9.1980, Jónsson bónda og sjómanns á Vallá o.v. á Kjalarnesi

og síðan í Reykjavík Jónssonar bónda á Hofi á Kjalarnesi Runólfssonar. Synir þeirra: a)

Magnús, b) Guðmundur Örn, c) Ástráður Karl.

4a Magnús Guðmundsson, f. 30.10.1949 í Reykjavík, læknir. K.: 7.10.1972, Jónína

Pálsdóttir, f. 14.12.1949 í Reykjavík, tannlæknir. Börn þeira: a) Guðrún Lilja, b) Atli

Páll.

5a Guðrún Lilja Magnúsdóttir, f. 21.9.1974 í Reykjavík, viðskiptafræðingur. M.:

skildu, Geirlaugur Blöndal Jónsson, f. 17.5.1971 í Reykjavík. Börn þeirra:

Page 31: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

30

6a Magnús Garðar Geirlaugsson, f. 6.1.2000 í Reykjavík.

6b Nína Dögg Geirlaugsdóttir, f. 19.9.2002 í Reykjavík

5b Atli Páll Magnússon, f. 11.2.1981 í Svíþjóð, tölvunarfræðingur í Stokkhólmi. K.:

Marlen Magnússon, f. 16.9.1980. Þau áttu einn son 2010 (Mbl. 19.10.2010).

4b Guðmundur Örn Guðmundsson, f. 17.6.1954 í Reykjavík, lyfjafræðingur Reykjavík. K.:

11.9.1976, Auður Inga Einarsdóttir, f. 29.9.1953 í Reykjavík, prestur. Börn þeirra: a)

Árni Kristján, b) Einar Örn, c) Lilja Björk.

5a Árni Kristján Guðmundsson, f. 5.7.1978 í Reykjavík, margmiðlunarfræðingur.

5b Einar Örn Guðmundsson, f. 16.1.1980 í Reykjavík. Barnsmóðir: Hulda Rún

Jóhannesdóttir, f. 24.12.1982 í Reykjavík. Dóttir þeirra:

6a Viktoría Mörk Einarsdóttir, f. 6.9.2003 í Reykjavík.

5c Lilja Björk Guðmundsdóttir, f. 23.6.1981 í Svíþjóð, kennari. M.: Brynjólfur

Guðmundsson, f. 28.5.1980 í Reykjavík. Börn þeirra:

6a Auður Harpa Brynjólfsdóttir, f. 20.12.2010 í Reykjavík.

6b Guðmundur Ari Brynjólfsson, f. 6.11.2012 í Reykjavík.

4c Ástráður Karl Guðmundsson, f. 19.10.1959 í Reykjavík, rekstrarhagfræðingur og

forstöðumaður. K.: Hrefna Guðmundsdóttir, f. 13.11.1966 í Reykjavík,

félagssálfræðingur og kennari. Sonur hennar: Jóhannes Hrefnuson Pálsson, f. 25.9.2002.

3b SVANA MAGNÚSDÓTTIR, f. 15.10.1929 í Reykjavík, húsmóðir í Stokkhólmi.

M.: Jón Karlsson, 29.3.1925 í Þingeyjarsýslu, innanhússarkitekt. For.: Karíats

Sigurðardóttir og Karn Kristján Arngrímsson. Dætur þeirra:

Page 32: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

31

4a Ragnheiður Anna Karítas Jónsdóttir.

4b Helga Jónsdóttir.

3c SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR, f. 10.6.1932 í Reykjavík, fjölbrautarskólakennari í Reykjavík;

B.A. í sagnfræði og dönsku 1974, kennari við Fjölbrautarskólann Flensborg í Hafnarfirði

frá 1974, deildarstjóri þar í dönsku og sögu um skeið (Kennaratal V:133).

M.: 6.8.1955, Sigurður Jón Sigvaldason, f. 28.6.1926 í Ærlækjarseli í Öxarfirði,

byggingaverkfræðingur; stúdent frá M.A. 1948, lauk prófi í byggingaverkfræði frá NTH í

Þrándheimi 1954, verkfræðingur hjá Byggingastofnun landbúnaðarins, áður hjá Landnámi

ríkisins og Reykjavíkurbæ (Æviskrár MA-stúdenta II:213-14; Verkfræðingatal, 437; DV

28.6.1996; Reykjahlíðarætt III:1056). For.: Solveig húsmóðir, f. 29.7.1897 í Ærlækjarseli,

d. 6.12.1982 í Klifshaga í Öxarfirði, Jónsdóttir Gauta bónda, hreppstjóra,

kaupfélagsformanns og ættfræðings í Ærlækjarseli og víðar Jónssonar – og m.h. Sigvaldi

bóndi og söðlasmiður í Klifshaga, f. 2.12.1886 í Hafrafellstungu í Öxarfirði, d. 5.11.1968

á Akureyri, Jónsson bónda í Hafrafellstungu og Klifshaga Sigvaldasonar. Börn þeirra: a)

Sigurður, b) Ragnheiður, c) Solveig, d) Magnús.

4a Sigurður Sigurðarson, f. 12.7.1956 í Reykjavík, byggingaverkfræðingur

(Verkfræðingatal, 436). K.: 12.7.1980, Hrönn Sævarsdóttir, f. 5.12.1958 í Reykjavík,

innanhússarkitekt. Börn þeirra:

5a Brynjar Sigurðarson, f. 15.6.1986 í Reykjavík.

5b Auður Ýr Sigurðardóttir., f. 27.3.1991 í Reykjavík.

5c Sigvaldi Sigurðarson, f. 7.4.1993 í Reykjavík.

4b Ragnheiður Sigurðardóttir, f. 22.3.1959 í Reykjavík, geðlæknir. M.: Ulf Anders

Torsten Josephsson, f. 2.5.1958 í Lundi, prestur í Uddevalla. Börn þeirra:

5a Ásdís Dögg Andersdóttir, f. 8.3.1985 í Reykjavík.

Page 33: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

32

5b Sigrún Rut Andersdóttir, f. 10.10.1988 í Reykjavík.

5c Karl Magnús Andersson, f. 7.3.1991 í Uddevalla.

4c Solveig Sigurðardóttir, f. 8.5.1963 í Reykjavík, læknir. M.: óg., Sigurður Jóhannesson,

f. 26.10.1961 í Reykjavík, hagfræðingur. Synir þeirra:

5a Magnús Sigurðarson, f. 13.8.1992 í Reykjavík.

5b Sveinn Sigurðarson, f. 2.9.1997 í Bandaríkjunum.

5c Oddur Sigurðarson, f. 7.11.2003 í Reykjavík.

4d Magnús Sigurðarson, f. 27.10.1966 í Reykjavík, myndlistarmaður. K. 1: óg., Margrét

Blöndal, f. 28.1.1970 í Reykjavík, myndlistarmaður. Sonur þeirra: a) Sölvi. K. 2:

Mariangela Capuzzo, f. 9.6.1968 í Bandaríkjunum. Sonur þeirra: b) Agnar Franco.

5a Sölvi Magnússon, f. 8.11.1991 í Reykjavík.

5b Agnar Franco Magnússon, f. 27.9.2004 í Reykjavík.

2G GUÐMUNDUR JÓNASSON

2g GUÐMUNDUR JÓNASSON, f. 16.5.1903 á Bjarteyjarsandi, d. 25.3.1991, bóndi á

Bjarteyjarsandi, lengi hrepps- og sýslunefndarmaður (Mbl. 3.4.1991).

K.: 2.6.1934, Guðbjörg Guðjónsdóttir, f. 15.3.1909 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 10.5.2004,

húsmóðir (Mbl. 20.5.2004). For.: Guðrún húsmóðir, f. 30.1.1872 í Hlíðarendasókn, d.

10.6.1956, Magnúsdóttir bónda í Teig Guðmundssonar – og m.h. Guðjón bóndi og

söðlasmiður í Vatnsdal, f. 25.7.1868 í Hlíðarendakoti, d. 28.2.1962, Jónsson bónda í

Page 34: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

33

Hlíðarendakoti Sveinssonar. Fósturdóttir þeirra: Guðbjörg Dúfa Stefánsdóttir húsmóðir á

Ferstiklu, f. 7.11.1934. Synir þeirra: a) Guðjón, b) Jónas, c) Hallgrímur, d) Óttar, e)

Sigurjón.

3a GUÐJÓN GUÐMUNDSSON, f. 29.10.1939 á Bjarteyjarsandi, drukknaði 7.7.1973, vélstjóri á

Akranesi. Ókv. og bl.

3b JÓNAS GUÐMUNDSSON, f. 1.2.1944 á Bjarteyjarsandi, vinnuvélastjóri og verktaki á

Bjarteyjarsandi; lærður bifvélavirki og vélsmiður, var lengi starfsmaður Olíustöðvarinnar í

Hvalfirði, Ræktunarsambands Hvalfjarðar og Íslenskra aðalverktaka, stofnaði eigin

verktakafyrirtæki 1973 og hefur rekið það síðan (Borgf. æviskrár VI:366; DV 1.2.1994).

K.: 12.12.1971, Guðrún Bjarney Samsonardóttir, f. 25.12.1949 í Reykjavík, húsmóðir.

For.: Guðlaug Helga húsmóðir, f. 2.5.1929 á Mosfelli í Mosfellssveit, Guðbjörnsdóttir

bónda í Hvammsvík í Kjós Guðlaugssonar – og m.h. Samson bóndi í Hvammsvík, f.

30.8.1917 í Ísafjarðarsýslu, d. 14.11.1978, Samsonarson verkamanns á Þingeyri

Jóhannssonar (Kjósarmenn, 92). Börn þeirra: a) Guðbjörg Elfa, b) Guðlaug Helga, c)

Arnfinnur, d) Guðjón, e) Samson Bjarni, f) Dofri.

4a Guðbjörg Elfa Jónasdóttir, f. 3.2.1970 á Akranesi, húsasmiður í Kristiansand í Noregi.

4b Guðlaug Helga Jónasdóttir, f. 29.8.1971 á Akranesi. M. 1: óg., Pálmi Sigurður

Jónasson, 7.6.1972 í Reykjavík. Sonu þeirra: a) Fannar Örn. M. 2: Unnar Karl

Halldórsson, f. 12.10.1973 í Reykjavík. Synir þeirra: b) Fjölnir Máni, c) Sölvi Freyr.

5a Fannar Örn Helguson, f. 23.12.1994 á Akranesi,

5b Fjölnir Máni Unnarsson, f. 26.11.1998 í Reykjavík (tvíb.).

5c Sölvi Freyr Unnarsson, f. 26.11.1998 í Reykjavík (tvíb.).

4c Arnfinnur Jónasson, f. 5.3.1973 á Akranesi, verktaki á Bjarteyjarsandi (Mbl. 5.3.2013).

K.: Inga Lára Sigurðardóttir, f. 6.5.1978 í Reykjavík, viðskiptafræðingur. Börn þeirra:

Page 35: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

34

5a Sunna Arnfinnsdóttir, f. 14.8.2007 í Reykjavík.

5a Orri Arnfinnsson, f. 4.9.2011 í Reykjavík.

4d Guðjón Jónasson, f. 26.2.1975 á Akranesi. K.: óg., Þórdís Þórisdóttir, f. 12.8.1974 á

Akranesi. Börn þeirra:

5a Elvar Þór Guðjónsson, 8.1.2005 í Reykjavík.

5b Arna Rún Guðjónsdóttir, f. 17.2.2008 á Akranesi.

4e Samson Bjarni Jónasson, f. 19.10.1983 á Akranesi. K.: óg., Jóhanna Stardal

Jóhannsdóttir, f. 20.2.1981 í Reykjavík. Synir þeirra:

5a Jóhann Eldór Samsonarson, 30.11.2011 í Reykjavík (tvíb.).

5a Jónas Bjartur Samsonarson, 30.11.2011 í Reykjavík (tvíb.).

4f Dofri Jónasson, f. 3.3.1987 á Akranesi.

3c HALLGRÍMUR GUÐMUNDSSON, f. 27.8.1945 á Bjarteyjarsandi, húsasmíðameistari í

Hafnarfirði.

K., 21.8.1965: Rebekka Gunnarsdóttir, f. 19.2.1947 á Sauðárkróki. For.: Kristín Harða

Stefánsdóttir og Gunnar Axel Davíðsson. Synir þeirra: a) Guðmundur Gunnar, b) Hafþór,

c) Hallgrímur Már.

4a Guðmundur Gunnar Hallgrímsson, f. 22.6.1965 á Akranesi. K.: Guðrún Heiður

Óladóttir, f. 16.4.1965 í Reykjavík. Börn þeirra:

5a Arnór Már Guðmundsson, f. 14.5.1989 í Reykjavík.

5b Rebekka Björg Guðmundsdóttir, f. 130.9.1993 í Danmörku.

Page 36: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

35

4b Hafþór Hallgrímsson, f. 28.4.1967 í Hafnarfirði. K.: Soffía Jóhannesdóttir, f. 8.7.1967 í

Patrekshreppi. Börn þeirra:

5a Júlía Ósk Hafþórsdóttir, f. 20.3.1994 í Reykjavík.

5b Sandra Dís Hafþórsdóttir, f. 20.11.1998 í Reykjavík.

5c Bergþór Páll Hafþórsson, f. 5.8.2000 í Reykjavík.

4c Hallgrímur Már Hallgrímsson, f. 26.9.1976 í Reykjavík. K.: Aðalbjörg Jóna

Jóhannsdóttir, f. 13.6.1976 í Reykjavík. Börn þeirra:

5a Hildur Sif Hallgrímsdóttir, f. 31.7.2004 í Reykjavík.

5b Arnar Freyr Hallgrímsson, f. 6.8.2006 í Reykjavík.

3d ÓTTAR GUÐMUNDSSON, f. 28.2.1947 á Bjarteyjarsandi, vélstjóri í Reykjavík.

K.: 26.12.1972, skildu, Anna Guðrún Jónsdóttir, f. 12.5.1948 á Akureyri, sjúkraliði.

For.: Gyða Bjarnadóttir og m.h. Jón Baldvin Björnson húsgagnasmiður á Akureyri. Börn

þeirra: a) Guðjón, b) Jóna Björk, c) Sóley Ósk.

4a Guðjón Óttarsson, f. 24.4.1973 í Reykjavík. K.: óg., Hólmfríður Júlíana Pétursdóttir, f.

7.2.1977 í Reykjavík. Börn þeirra:

5a Valgerður Alda Guðjónsdóttir, f. 7.9.1996 í Reykjavík.

5b Arnar Logi Guðjónsson, f. 26.4.1999 í Reykjavík.

4b Jóna Björk Óttarsdóttir, f. 5.11.1974 í Reykjavík. M.: óg., slitu samv.: Eggert

Unnsteinsson, f. 17.4.1973 í Reykjavík. Börn þeirra:

5a Steinunn Ósk Eggertsdóttir, f. 10.11.1994 í Reykjavík.

Page 37: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

36

5b Aron Ingi Eggertsson, f. 17.5.1998 í Reykjavík.

4c Sóley Ósk Óttarsdóttir, f. 21.7.1982 í Reykjavík, framkvæmdastjóri. Barnsfaðir:

Hafsteinn Már Másson, f. 16.3.1984 í Reykjavík, framkvæmdastjóri. Sonur þeirra: a)

Alexander Leó. Dóttir hennar: b) Indíana Íris.

5a Alexander Leó Hafsteinsson, f. 29.10.2000 í Reykjavík.

5b Indíana Íris Hafsteinsdóttir, f. 24.11.2008 í Reykjavík.

3e SIGURJÓN GUÐMUNDSSON, f. 5.8.1948 á Bjarteyjarsandi, bóndi þar. K.: Kolbrún Ríkey

Carter Eiríksdóttir, f. 26.3.1953 á Akranesi. For.: Agnes Jeppesen húsmóðir í Danmörku,

f. 23.3.1932 á Akranesi, Eiríksdóttir Tómasar bílstjóra á Akranesi Jónssonar – og John L.

Carter frá Indiapolis (Æviskrár Akurnesinga I:23; sbr. Borgf. æviskrár II210-11). Synir

þeirra: a) Guðmundur, b) Sigurður Víðir.

4a Guðmundur Sigurjónsson, f. 8.10.1974 á Akranesi, bóndi á Bjarteyjarsandi. K.:

Arnheiður Hjörleifsdóttir, f. 25.3.1975 í Reykjavík. Dóttir þeirra:

5a Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir, f. 22.8.2005 í Reykjavík.

4b Sigurður Víðir Sigurjónsson, f. 14.8.1982 á Akranesi. K.: óg., Auður Geirsdóttir, f.

10.2.1985 í Reykjavík. Dóttir hennar: Emma Ýrr Hlyndóttir, f. 2004. Sonur þeirra:

5a Sigurjón Geir Sigurðsson, f. 10.12.2012 í Reykjavík.

2H ANNA JÓNASDÓTTIR

2h ANNA JÓNASDÓTTIR, f. 23.6.1904 á Bjarteyjarsandi, d. 2.12.1992 (Mbl. 9.12.1992);

fluttist til Reykjavíkur um 1930 og vann við saumaskap hjá Andrési Andréssyni

klæðskera.

Page 38: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

37

M.: 1944, Edward J. Velek, klæðskeri, f. í Chicago, sonur innflytjenda frá Bæheimi í

Tékkóslóvakíu, d. 1980. Anna fluttist vestur um haf árið 1945. Þau Edward bjuggu í

Dallas í Texas í um áratug en fluttust svo til Lawton í Oklahoma og stofnuðu

klæðskeraverslun þar. Anna fluttist aftur heim til Íslands 1887. Bl.

2I VIGDÍS JÓNASDÓTTIR

2i VIGDÍS JÓNASDÓTTIR, f. 10.12.1905 á Bjarteyjarsandi, d. 24.2.1993. Vigdís fluttist til

Reykjavíkur 1931 og var eftir það til heimilis hjá Ragnheiði systur sinnig og síðan Lilju

dóttur hennar (Mbl. 6.3.1993). Óg. og bl.

2J VALGEIR JÓNASSON

2j VALGEIR JÓNASSON, f. 28.1.1908 á Bjarteyjarsandi, d. 19.1.2001, bóndi á Neðra-Skarði í

Leirársveit 1939-72 og síðan vaktmaður á Akranesi; byggði nánast öll hús að nýju á

Neðra-Skarði og réðist í miklar ræktunarframkvæmdir þar; tók einnig þátt í ýmiss konar

félagsmálum (Mbl. 26.1.2001).

K.: 26.5.1939, Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 26.6.1909 á Vöglum í Vatnsdal, d. 10.1.1994,

húsmóðir; gekk í húsmæðraskólann á Blönduósi og lauk síðan námi frá Ljósmæðraskóla

Íslands 1938, ljósmóðir á fæðingadeild Landspítalans 1938–1939 (Ljósmæður á Íslandi

I:319; Mbl. 19.1.1994). For.: Pálína Þorbjörg húsmóðir, f. 29.4.1877 á Litlu-Ásgeirsá í

Víðidal, d. 20.6.1963, Jósafatsdóttir bónda á Litlu-Ásgeirsá Guðmundssonar – og m.h.

Sigurður bóndi á Hamri í Svínavatnshreppi, f. 22.10.1877 í Holti í Svínadal, d.

15.10.1944, Jónsson ynra bónda Kárdalstungu í Húnavatnssýslu of síðar í Vesturheimi

Jónssonar. Börn þeirra: a) Svala, b) Guðfinna, c) Sigurður, d) Ragnar.

Page 39: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

38

3a SVALA VALGEIRSDÓTTIR, f. 1.7.1939 á Neðraskarði í Leirársveit, skrifstofumaður og

húsmóðir í Hafnarfirði. M.: 15.1.1966, Einar Sturlaugsson, f. 1.3.1944 í Árnessýslu,

skipasmiður. For.: Aðalheiður Eyjólfsdóttir húsmóðir á Stokkseyri og m.h. Sturlaugur

Guðnason sjómaður. Börn þeirra: a) Valur, b) Ingibjörg, c) Arndís Heiða.

4a Valur Einarsson, f. 22.1.1967 í Hafnarfirði (þríb.). Ókv.

4b Ingibjörg Einarsdóttir, f. 22.1.1967 í Hafnarfirði (þríb.). M.: Sindri Örn Garðarsson, f.

24.10.1978 í Reykjavík, sölufulltrúi. Dóttir hans: Sunneva Líf Sindradóttir, f. 1998. Synir

Ingibjargar or Sindra:

5a Einar Örn Sindrason, f. 10.8.2001 í Reykjavík.

5b Garðar Infi Sindrason, f. í 1.8.2007 Reykjavík.

4c Arndís Heiða Einarsdóttir, f. 22.1.1967 í Hafnarfirði (þríb.). M.: Pálmar Sigurðsson, f.

7.2.1963 í Reykjavík, framkvæmdastjóri. Börn þeirra:

5a Aron Pálmarsson, f. 19.7.1990 í Reykjavík.

5b Svava Pálmarsdóttir, f. 25.2.2001 í Reykjavík.

3b GUÐFINNA VALGEIRSDÓTTIR, f. 5.4.1941 í Borgarfirði, skrifstofumaður í Kópavogi, áður

símavörður í Reykjavík.

M.: Steindór Berg Gunnarsson, f. 12.10.1935 á Siglufirði, húsasmiðameistari. For.:

Sigrún Rósa Þorsteinsdóttir og Gunnar Berg Andreasen. Börn þeirra: a) Valgeir Berg, b)

Sigrún Rósa, c) Grétar Már.

4a Valgeir Berg Steindórsson, f. 25.4.1964 í Reykjavík, húsamíðameistari og

byggingatæknifræðingur. Barnsmóðir: Júlíana Þorvaldsdóttir, f. 5.6.1964 í Reykjavík.

Dóttir þeirra: a) Rut. K.: Valdís Sigrún Larsdóttir, f. 10.8.1958 í Hafnarfirði, ráðgjafi.

Börn þeirra: b) Guðfinna Birna, c) Orri Grétar.

Page 40: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

39

5a Rut Embla Valgeirsdóttir, f. 17.8.1988 í Reykjavík.

5b Guðfinna Birta Valgeirsdóttir, f. 7.3.1992 í Reykjavík.

5c Orri Grétar Valgeirsson, f. 18.4.2001 í Reykjavík.

4b Sigrún Rósa Steindórsdóttir, f. 12.10.1966 í Reykjavík, hjúkrunarfræðingur. M.: slitu

samvistir, Jón Þórir Jónsson, f. 31.1.1966 í Reykjavík. Sonur þeirra:

5a Guðjón Berg Jónsson, f. 2.10.1993 í Reykjavík.

4c Grétar Már Steindórsson, f. 28.9.1969 í Reykjavík, framkvæmdastjóri. K.: Nanna

Hákonardóttir, f. 26.6.1971 í Reykjavík, leikskólakennari. Börn þeirra:

5a Darri Már Grétarsson, f. 19.1.1994 í Reykjavík.

5b Valgerður Embla Grétarsdóttir, f. 14.8.1998 á Akureyri.

3c SIGURÐUR VALGEIRSSON, f. 14.6.1944 á Neðra-Skarði, bóndi og oddviti á Neðra-Skarði.

K.: Petrína Selma Ólafsdóttir, f. 16.6.1940 á Efra-Skarði í Svínadal, húsmóðir; átti áður

Einar Sigurðsson bónda á Sleggjulæk í Stafholtstungum, d. 8.11.1967. For.: Hjörtína

Guðrún húsmóðir, f. 20.10.1900 í Hrappsey á Breiðafirði, d. 6.1.1988, Jónsdóttir þá

ókvænts vinnumans við Breiðafjörð Jónssonar (og Kristínar Tómasdóttur frá Steinadal í

Strandasýslu) – og m.h. Ólafur bóndi í Efra-Skarði í Svínadal, f. 14.3.1905 í Efra-Skarði,

d. 22.8.1999 á Akranesi, Magnússon bónda í Efra-Skarði Magnússonar bónda þar frá 1854

Ólafssonar (DV 14.3.1995; Mbl. 28.8.1999). Börn Sigurðar og Selmu: a) Einar Sigurdór,

b) Bjarki, c) Ingibjörg Elfa, d) Sigurður Arnar, e) Berglind.

4a Einar Sigurdór Sigurðsson, f. 8.4.1970 á Akranesi, kennari. K.: skildu, Margrét Þóra

Jónsdóttir, f. 9.2.1970 á Akranesi. Börn þeirra:

5a Gísli Rúnar Einarsson, f. 12.5.1993 á Akranesi.

Page 41: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

40

5b Jón Ingi Einarsson, f. 9.2.2001 á Akranesi.

5c Helga Dóra Einarsdóttir, f. 3.1.2010 á Akranesi

4b Bjarki Sigurðsson, f. 28.6.1971 á Akranesi. K.: Andrea Anna Guðjónsdóttir, f.

29.8.1972 á Akranesi, kennari. Börn þeirra: a) Thelma Björk, b) Guðjón Valgeir.

5a Thelma Björk Bjarkadóttir, f. 31.8.1991 á Akranesi.

5b Guðjón Valgeir Bjarkason, f. 24.10.1994 á Akranesi.

4c Ingibjörg Elfa Sigurðardóttir, f. 10.6.1972 á Akranesi. Banrsfaðir: Alexander

Högnason, f. 7.8.1968 á Akranesi, verkamaður á Akranesi. Dóttir þeirra: a) Anna Gurðún.

M.: Þorsteinn Vilhjálmsson, f. 30.6.1957 á Akranesi, málari. Börn þeirra: b) Steinar, c)

Sigurður Hrannar, d) Selma Dögg.

5a Anna Guðrún Alexandersdóttir, f. 30.10.1992 á Akranesi.

5b Steinar Þorsteinsson, f. 6.12.1997 á Akranesi.

5c Sigurður Hrannar Þorsteinsson, f. 19.4.2000 á Akranesi.

5d Selma Dögg Þorsteinsdóttir, f. 9.8.2002 á Akranesi.

4d Sigurður Arnar Sigurðsson, f. 23.8.1973 á Akranesi. K. 1: skildu, Edda Kristrún

Andrésdóttir, f. 6.12.1970 í Hafnarfirði, lögfræðingur og viðskiptafræðingur. Sonur

þeirra: a) Dagur Valgeir. Barnsmóðir: Kristrún Lísa Garðarsdóttir, f. 21.5.1975 í

Keflavík. Dóttir þeirra: b) Selma Rún. K. 2: Lilja Björk Eiríksdóttir, f. 15.12.1980 á

Akranesi. Börn þeirra: c) Símon Bjarki, d) Silja Rós.

5a Dagur Valgeir E. Sigurðsson, f. 23.6.1998 í Reykjavík.

5b Selma Rún Sigurðardóttir, f. 17.9.2005 í Reykjavík.

Page 42: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

41

5c Símon Bjaki Sigurðsson, f. 5.11.2010 í Reykjavík.

5d Silja Rós Sigurðardóttir, f. 16.4.2012 á Akranesi.

4e Berglind Sigurðardóttir, f. 3.4.1978 á Akranesi. M.: skildu, Daði Freyr Kristjánsson, f.

1.12.1976 í Reykjavík. Dætur þeirra:

5a Elsa Dís Daðadóttir, f. 4.12.1999 á Akranesi.

5b Rakel Ásta Daðadóttir, f. 22.8.2005 á Akranesi.

3d RAGNAR VALGEIRSSON, f. 13.9.1949 á Neðarskarði í Leirársveit, vörubílstjóri á Akranesi;

lærður trésmiður (Æviskrár Akurnesinga III:398).

K.: 29.12.1973, Sigurbjörg Svanhvít Sveinsdóttir (Svana), f. 7.10.1952 á Sauðárkróki,

húsmóðir (Æviskrár Akurnesinga IV:212). For.: Sigurbjörg, f. 6.5.1933 á Bjarnastöðum í

Blönduhlíð í Skagafirði, Márusdóttir á Bjarnastöðum Guðmundssonar – og m.h. Sveinn

bóndi í Kalastaðakoti (frá 1966), f. 5.4.1918 á Grímsstöðum í Svartárdal í Skagafirði,

Hjálmarsson bónda á Grímsstöðum Jóhannessonar (Æviskrár Akurnesinga IV:83, 229).

Dætur þeirra: a) Margrét Ósk, b) Sigurbjörg Ragna.

4a Margrét Ósk Ragnarsdóttir, f. 8.6.1972 á Akranesi, ræstingakona hjá Landmælingum

Íslands. Sambýlism.: Lárus Jóhann Guðmundsson, f. 6.2.1959 í Vestmannaeyjum,

málarameistari. Dætur hans með Höllu Böðvasdóttur frá Vogatungu: Linda Björk, Svava

Björk, Birna Björk. Börn Margrétar og Lárusar:

5a Ragnar Már Lárusson, f. á 9.6.1997 Akranesi.

5b Una Lára Lárusdóttir, f. 5.11.1999 á Akranesi.

5c Anna Lilja Lárusdóttir, f. 21.4.2004 á Akranesi.

4b Sigurbjörg Ragna Ragnarsdóttir, f. 9.10.1974 á Akranesi, kennari á Akranesi.

Sambýlism.: Vigfús Þór Árnason, f. 24.1.1977 í Reykjavík. Dóttir þeirra:

Page 43: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

42

5a Ína Karen Vigfúsdóttir, f. 4.4.2012 á Akranesi.

2K SIGURÐUR JÓNASSON

2k SIGURÐUR JÓNASSON, f. 29.1.1910 á Bjarteyjarsandi, d. 11.4.1978, skógarvörður í

Varmahlíð.

K.: 14.7.1940, Sigrún Jóhannsdóttir, f. 18.3.1914 á Úlfsstöðum í Blönduhlíð, d.

20.9.1997 í Reykjavík, húsmóðir og saumakona, síðast í Reykjavík (Mbl. 26.9.1997).

For.: Ingibjörg húsmóðir á Úlfsstöðum, f. 25.12.1885, d. 3.3.1976, Gunnlaugsdóttir Péturs

bónda á Miðgrund í Blönduhlíð Torfasonar --- og m.h. Jóhann bóndi, f. 5.6.1883, d.

14.3.1970, Sigurðsson bónda á Ystu-Grund í Blönduhlíð Jónssonar. Börn þeirra: a)

Ingibjörg, b) Jóhann, c) Svanhildur, d) Sigurður.

3a INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, f. 4.2.1941 í Skagafjarðarsýslu, húsmóðir í Reykjavík.

M.: 6.11.1965, Jón Adólf Guðjónsson, f. 17.3.1939 á Stokkseyri, viðskiptafræðingur og

bankastjóri. For.: Ingveldur husmóðir í Móhúsum á Stokkseyri, f. 13.8.1902, d.

13.3.1968, Jónsdóttir kaupmanns í Móhúsum Adólfssonar – og m.h. Guðjón bóndi og

sjómaður í Móhúsum Jónsson sjómanns í Íragerði á Stokkseyri Jónssonar. Börn þeirra: a)

Sigurður Atli, b) Inga Sigrún.

4a Sigurður Atli Jónsson, f. 4.2.1968 í Reykjavík, bankaforstjóri í Reykjavík. K. 1: skildu,

Sigríður Laufey Jónsdóttir, f. 24.8.1968 í Reykjavík, lögmaður. Sonur þeirra: a) Jón

Alfreð. K.2: Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, f. 9.4.1978 í Reykjavík. Dætur þeirra: b)

Sigríður Lilja, c) Ingibbjörg Sóley.

5a Jón Alfreð Sigurðsson, f. 20.5.2000 í Reykjavík.

5b Sigríður Lilja Sigurðardóttir, f. 16.2.2006 í Reykjavík,

Page 44: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

43

5c Ingibjörg Sóley Sigurðardóttir, f. 6.8.2010 í Reykjavík.

4b Inga Sigrún Jónsdóttir, f. 11.4.1971 í Reykjavík. M.: Svali Hrannar Björgvinsson, f.

24.5.1967 í Reykjavík, sálfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Icelandair. Börn þeirra:

5a Ástþór Atli Svalason, f. 1.3.2002 í Reykjavík

5b Hrannar Davíð Svalason, f. 20.2.2005 í Reykjavík

5c Ingibjörg Sigrún Svaladóttir, f. 4.6.2008 í Reykjavík.

3b JÓHANN SIGURÐSSON, f. 26.12.1944 á Sauðárkróki, rafvélavirki í Reykjavík.

K.: 27.5.1968, Margrét Valdimarsdóttir, f. 8.11.1944 í Keflavík, meinatæknir

(Reykjaætt VI:1306). For.: Sigríður Kristín, 31.8.1911 í Skagafirði, Sigurðardóttir

vinnumanns á Frostastöðum o.v. Hannessonar – og m.h. Valdimar sjómaður í Grindavík,

f. 8.5.1903 á Húsatóftum í Grindavík, Einarsson bónda, útgerðarmanns og hreppstjóra á

Húsatóftum Jónssonar.

4a Einar Jóhannsson, f. 4.5.1969 í Reykjavík, rafmagnsverkfræðingur í Reykjavík. K.:

14.3.1998, Sigrún Jónsdóttir, f. 1.4.1969 í Reykjavík, tannlæknir. Börn þeirra:

5a Ásta Margrét Einarsdóttir, f. 29.10.1998 í Reykjavík.

5b Jón Ingi Einarsson, f. 9.4.2001 í Reykjavík.

5c Guðrún Einarsdóttir, f. 30.10.2008 í Reykjavík.

4b Hekla Jóhannsdóttir, f. 20.2.1975 í Reykjavík, ritari á Selfossi. Sonur hennar:

5a Einar Haukstein Knútsson, f. 8.4.1996 í Reykjavík.

3c SVANHILDUR SIGURÐARDÓTTIR, f. 1.7.1946 í Skagafirði.

Page 45: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

44

M.: Hilmar Þór Björnsson, f. 28.8.1945 í Reykjavík, arkitekt. For.: Jóhanna María

Hafliðadóttir og Björn Jónsson. a) María Sigrún, b) Sigurður Örn.

4a María Sigrún Hilmarsdóttir, f. 30.6.1979 í Reykjavík, fréttamaður hjá Rikissjónvarpinu.

M.: 2012, Pétur Árni Jónsson, f. 7.4.1978 í Reykjavík, útgefandi Viðskiptablaðsins.

Sonur þeirra:

5a Hilmar Árni Pétursson, f. 10.4.2012 í Reykjavík.

4b Sigurður Örn Hilmarsson, f. 7.6.1983 í Reykjavík, lögmaður í Reykjavík. K.: Helga

Lára Hauksdóttir, f. 1.1.1983 í Reykjavík, lögmaður. Dóttir þeirra:

5a Svanhildur Ásta Sigurðardóttir, f. 31.8.2011 í Reykjavík.

3d SIGURÐUR J. SIGURÐSSON, f. 15.9.1948 í Skagafirði.

K.: Ásdís Erla Kristjónsdóttir, f. 27.12.1947 í Rangárvallasýslu. For.: Helga húsmóðir í

Tjörn í Þykkvabæ, f. 30.9.1925 í Vesti-Tungu í Landeyjum, d. 12.3.1007 á Hellu,

Tryfingsdóttir í Vestri-Tungu Einarssonar – og m.h. Kristjón bóndi í Tjörn, f. 6.3.1919 í

Búð í Þykkvabæ, d. 7.3.2007 á Hellu, Hafliðason í Búð Guðmundssonar (Mbl. 17.3.2007).

Synir þeirra: a) Hlynur, b) Bjarki, c) Sigurður.

4a Hlynur Sigurðsson, f. 27.9.1971 í Reykjavík, löggiltur endurskoðandi. K.: Elva Möller,

f. 16.11.1971 á Siglufirði. Dætur þeirra:

5a Sigrún Birta Hlynsdóttir, f. 24.1.2001 í Reykjavík.

5b Unnur Eva Hlynsdóttir, f. 20.1.2004 í Reykjavík.

5c Þórey Helga Hlynsdóttir, f. 11.2.2007 í Reykjavík.

4b Bjarki Sigurðsson, f. 8.4.1974 í Reykjavík. K.: Guðrún Óla Jónsdóttir, f. 25.8.1974 í

Reykjavík, B.Ed. Synir þeirra:

Page 46: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

45

5a Aron Freyr Bjarkason, f. 1.7.2004 í Reykjavík (tvíb.).

5b Aron Freyr Bjarkason, f. 1.7.2004 í Reykjavík (tvíb.).

4c Sigurður Sigurðsson, f. 21.9.1982 í Reykjavík. K., óg.: Sigríður Bríet Smáradóttir, f.

22.9.1983 í Vestmannaeyjum, Cand.psych frá HÍ. Dóttir þeirra:

5a Steinunn Erla Sigurðardóttir, f. 14.10.2010 í Reykjavík.

1D RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR

1d RAGNHILDUR JÓHANNESDÓTTIR, f. 30.11.1857 á Narfastöðum, d. 4.12. s.á.

Page 47: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

46

Framættir

Jóhannesar á Narfastöðum

í fjórum megingreinum

Grein 1

Leirárætt

frá Geitlendingum

Jóhannes á Narfasstöðum; faðir hans:

Jón Árnason

0 Jóhannes, f. 1824, d. 20.6.1859.

1 Jón Árnason, f. 7.2.1797 í Kalmanstungu, d. 5.9.1862 á Leirá, stúdent og bóndi í

Kalmanstungu og síðar bóndi, hreppstjóri, dannebrogsmaður og margoft settur

sýslumaður á Leirá; stúdent frá Bessastaðaskóla 1820, bóndi í Kalmanstungu,

landmestu jörð Íslands, til 1839 og síðan á Leirá, sem hann hafði þá keypt af Stefáni

Scheving í skiptum fyrir Kalmanstungu og fleiri jarðir, sáttamaður Hvítsíðinga 1837-39,

hreppstjóri í Leirár- og Melahreppi 1843-57, dannebrogsmaður 1854 og settur

sýslumaður í Borgarfjarðarsýslu sex sinnum á árunum 1837-62, þar af nær samfellt

síðustu þrjú æviárin. Árið 1845 eru heimilismenn á Leirá 22 og þar er þá næststærsta

heimilið í Borgarfjarðar- og Mýrarsýslum báðum. Árið 1855 eru heimilismenn á Leirá

enn 22, þar af 13 vinnuhjú, og 1860 er 21 heimilsmaður á Leirá. Jón var sannkallaður

héraðshöfðingi, mestur bóndi í Borgarfjarðarhéraði um sína daga, annálaður krafta- og

glímumaður (“Árnasonur iljaslægur, einkanlega klofbragðsfrægur” í Bændaglímunni

eftir Grím Thomsen), fjörmikill, glaðvær og gáskafullur, búsýslumaður mikill, auðugur

og mikilhæfur, vinsæll meðal nágranna og hjálpsamur en kvenhollur og vínhneigður að

höfðingjahætti fyrri tíðar. Í Dægradvöl Benedikts Gröndals er að finna þessa lýsingu á

Jóni: “Jón á Leirá var ekki hár, en þrekinn og sterklegur að sjá; höfuðið og svipurinn var

ægilegur, eins og eitthvert caput mortuum eða memento mori” [þ.e. „höfuð dauðans eða

mundu dauðann“]. Jón mun hafa komist allra manna lengst inn í Surtshelli og hefur

mönnum ekki tekist að leika afrek hans eftir (sjá Íslandsferð Konrads Maurers, bls. 349).

Frá honum er mikill ættbogi, svokölluð LEIRÁRÆTT. Járnkross allmikill stendur enn á

Page 48: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

47

leiði Jóns í Leirárkirkjugarði. – Þar er fæðingardagur Jóns réttur, sem vonlegt er,

7.2.1797, en hann er rangur í mörgum öðrum heimildum (29.9.1798, þá fæddist yngri

bróðir Jóns og alnafni en hann dó aðeins rúmlega vikugamall, 7.10.1798).6

Barnsmóðir: Ragnhildur Þorbjarnardóttir, sjá grein 3.

2 Árni Þorleifsson, f. um 1734, d. 1814, bóndi í Kalmanstungu, ,,héraðshöfðingi, vel

efnaður og mikils virtur“, ,,sæmdarmaður sem faðir hans og frændur“ (Úr byggðum

Borgarfjarðar). Árni var við róðra á Suðurnesjum á yngri árum. Hann er orðinn bóndi í

Kalmanstungu 1778 því að það ár skrifar hann Thodal stiftamtmanni og biður um

undanþágu frá reglum um niðurskurð vegna fjárkláðans, hafði fengið frískt fé frá

Melum í Hrútafirði strax eftir niðurskurð, en það var þá harðbannað (Snorri á Húsafelli,

247). Árni keypti Kalmanstunguna þegar jarðir Skálholtsstóls voru boðnar upp (á

árunum 1785-91). Heimilismenn í Kalmanstungu eru 11 árið 1801, þar af fimm

vinnuhjú. Fyrri kona Árna, gift nál. 1777, var Ingibjörg Bjarnadóttir, f. um 1712, d.

26.2.1791, sem áður hafði verið gift Jóni Magnússyni í Kalmanstungu. Ætt Ingibjargar

hafði búið nær óslitið í Kalmanstungu frá 1655.

Kona 2: um 1793, Halldóra Kolbeinsdóttir, sjá grein 2.

3 Þorleifur Ásmundsson, f. um 1686, d. 1773, bóndi á Hofsstöðum í Hálsasveit 1723-73

og lengi hreppstjóri Hálssveitunga, ,,þótti hinn mesti sæmdarmaður, svo sem síðar þótti

Árni sonur hans“ (Úr byggðum Borgarfjarðar).

Kona: Guðríður Auðunsdóttir, f. um 1698, húsmóðir, dóttir Ingveldar

Geirmundsdóttur frá Hamraendum og manns hennar Auðuns Eysteinssonar bónda og

hreppstjóra á Hofsstöðum.

4 Ásmundur Ólafsson, f. um 1641, bóndi á Bjarnastöðum í Hvítársíðu 1681-1708 og

líklega bæði fyrir og eftir þann tíma (Borgf. æviskrár I:225–6).

6 Þetta er skilmerkilega skráð í kirkjubók. Jón er jafnan réttilega sagður f. 7.2.1797 í 19. aldar heimildum.

Ruglinginn má rekja til ,,leiðréttingar“ Hannesar Þorsteinssonar í Æfum lærðra manna (hann hefur talið að

yngri bróðirinn væri sá sem lifði án þess þó að ganga úr skugga um það). Líklegt má telja að Jón hafi verið

pasturslítill og foreldrar hans hafi því gefið yngri bróður hans Jónsnafnið ,,til öryggis“, en allt fór þetta

öðruvísi en á horfðist, yngri bróðirinn dó en sá eldri lifði.

Page 49: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

48

Kona: Halla Halldórsdóttir, f. um 1641. Í mannatalinu 1703 er hún sögð ,,svo veik, að

hvergi kemst nema borin sé``. Þau Ásmundur áttu 11 börn sem komust til fullorðinsára

og urðu því einhverjir mestu ættforeldrar Borgfirðinga.

Foreldrar Höllu voru Þorbjörg Gísladóttir og m.h. Halldór bóndi á Hofsstöðum á fyrri

hluta 17. aldar Helgason eða Ólafsson.

Foreldrar Ásmundar: Ragnheiður Helgadóttir og m.h. Ólafur bóndi Ásmundsson Jökla-

Helgasonar, síðasta bónda í Geitlandi, uppi undir Langjökli og Eiríksjökli, Ólafssonar.

Grein 2

Kobeinsætt og Gilsbekkingar

Jóhannes á Narfastöðum; faðir hans:

Jón Árnason á Leirá; móðir Jóns:

Halldóra Kolbeinsdóttir

0 Jóhannes, f. 1824, d. d. 20.6.1859.

1 Jón Árnason, f. 7.2.1797, d. 5.9.1862, bóndi og stúdent á Leirá.

2 Halldóra Kolbeinsdóttir, f. 1767, d. 1807, húsmóðir, seinni kona Árna Þorleifssonar í

Kalmanstungu.

3 Sr. Kolbeinn Þorsteinsson, f. 1731, d. í júní 1783 í Miðdal í Laugardal úr holdsveiki,

prestur og skáld í Miðdal; stúdent frá Skálholtsskóla 1750 með ágætum vitnisburði,

kennari á Setbergi í eitt ár og á Gilsbakka í fjögur ár, sjákn á Staðastað 1744-45, fékk

Sandafell 1757 án þess að sækja um það, varð með leyfi biskups aðstoðarprestur sr.

Jóns Jónssonar á Gilsbakka 1759, fékk Miðdal 1765 og hélt til æviloka, ,,gáfumaður,

skarpvitur og iðjusamur“ samkvæmt vitnisburði Finns biskups Jónssonar, smiður og

listamaður, hugvitssamur og skáld gott, orti latínukvæði og sneri Passíusálmuunum á

latínu undir bragarhætti Hallgríms sjálfs, höfundur Gilsbakkaþulu – „Kátt er um jólin,

koma þau senn ...“ (Ísl. æviskrár III:367-8).

Page 50: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

49

Kona: Arndís Jónsdóttir, f. um 1732 á Gilsbakka, d. 1.9.1814 í Stykkishólmi.

Foreldrar hennar voru Guðrún Þórðardóttir húsfreyja á Gilsbakka og m.h. Jón prestur á

Gilsbakka Jónsson prests á Gilsbakka Eyjolfssonar prests í Lundi í Lundarreykjadal

Jónssonar formanns í Grímsey Hallssonar. Foreldrar Guðrúnar voru Margrét Jónsdóttir

sýslumanns í Einarsnesi Sigurðssonar lögmanns í Einarsnesi Jónssonar

(EINARSNESÆTTIN) og m.h. Þórður hreppstjóri á Grund í Eyrararsveit og síðar bóndi í

Hvalgröfum á Skarðströnd Guðlaugssonar nefndarmanns á Grund Þórðarsonar

spítalahaldara á Hallbjarnareyri Guðmundssonar.

Frá sr. Kolbeini og Arndsísi er geysilegt fjölmenni, svokölluð Kolbeinsætt (sjá

Kolbeinsættar-þátt í Íslenzkum sagnaþáttum Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi). Eru

þar í m.a. Leirárætt, Galtarætt og stærstur hluti Reykjaættar.

4 Þorsteinn Kolbeinsson, f. um 1685, á lífi 1756, bóndi og silfursmiður í Tungufelli í

Ytri-Hrepp (Hrunamannahreppi), ,,vel viti borinn og heldur skapmikill“, er bóndi á

Tungufelli í manntalinu 1729, sagður 43 ára. Lenti í allsögulegum útistöðum árin 1736-

37 við Magnús lögmann Gíslason, síðar amtmann, vegna illyrða sem hann hafði um

lögmann. Af þessu málastappi er þjóðsagnakennd frásögn í Íslenskum sagnaþáttum

Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi.

Kona: Guðrún Hallvarðsdóttir, f. um 1685, ,,varð mjög gömul“, dóttir Gðrúnar

Loftsdóttur og m.h. Hallvarðs bónda í Jötu 1703 og í Efra-Seli í Ytri-Hrepp 1729

Halldórssonar Hallvarðssonar bónda á Seli í Grímsnesi Jónssonar bónda á Seli

Hallvarðssonar.

Ættir Þorsteins í Tungufelli eru óvissar en nú orðið mun alennt talið líklegast að

foreldrar hans hafi verið Guðný Einarsdóttir og m.h. Kolbeinn Einarsson bóndi í

Holtsmúla á Landi.

Grein 3

Ætt Ragnhildar Þorbjarnardóttur

frá Arngrími heimska á Brennistöðum

Jóhannes á Narfastöðum; móðir hans:

Ragnhildur Þorbjarnardóttir

Page 51: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

50

0 Jóhannes, f. 1824, d. d. 20.6.1859.

1 Ragnhildur Þorbjarnardóttir, f. um 1796 í Norðtungusókn, barnsmóðir Jóns

Árnasonar í Kalmanstungu og síðar á Leirá. Jóhannes sonur þeirra var kenndur Helga

Guðmundssyni þá vinnumanni í Kalmanstungu en ólst að einhverjur leyti upp hjá Jóni

föður sínum. Maður Ragnhildar: 16.9.1827, Þorlákur Gestsson, f. 7.9.1799 í

Hvammssókn í Norðurárdal, sá sem deyr 23.4.1855 í Garðasókn, 56 ára, bóndi á

Kaðalsstöðum, sonur Gests húsmanns á Akranesi Sæmundssonar í Sveinatungu

Þórðarsonar. Þau Ragnhildur búa á Króki í Hvammssókn 1835 en 1845 búa þau á

Kaðalsstöðum, hún sögð 52 ára en hann 47 ára. Hjá þeim eru þá þessi börn þeirra:

Benedikt 16 ára, Hólmfríður 12 ára og Hólmfríður önnur 10 ára.

2 Þorbjörn Ólafsson, f. 6.11.1757 í Reykholtssókn, bóndi á Hömrum og Hurðarbaki í

Reykholtsdal og síðast í Kvíum í Þverárhlíð, er þar 1801.

Kona: Guðrún Brandsdóttir, f. um 1757, sjá grein 4. Þau búa í Kvíum 1801 og hafa

þá hjá sér þessi börn sín: Brand 14 ára, Kristínu 9 ára, Helgu 8 ára, Ragnhildi 5 ára og

Guðrúnu 4 ára. Annað heimilisfólk er þá: Ragnhildur móðir Þorbjarnar, Ásbjörn

Arnþórsson 51 árs vinnumaður og Sigríður Þorsteinsdóttir 48 ára vinnukona.

3 Ólafur Halldórsson, f. um 1705, d. 23.7.1779, hreppstjóri á Hömrum í Reykholtsdal;

hann var bóndi á Hömrum frá því um 1750 til æviloka, einn af hreppstjórum í

Reykholtsdal 1756-70, efna- og álitsmaður (Borgf. æviskrár VIII:192).

Kona: kaupmáli á Stórakroppi 29.10.1755, Ragnhildur Þorvaldsdóttir, f. um 1729, d.

eftir 1801. Hún var seinni kona Ólafs. Ekki er kunnugt um afkomendur frá öðrum

börnum Ólafs en Þorbirni.

Ættir Ólafs eru ókunnar en Ragnhildur kona hans var dóttir Sigríðar Sigurðardóttur

bónda á Stórakroppi Jónssonar Marteinssonar og m.h. Þorvaldar bónda

Breiðabólsstöðum o.v. í Reykholtsdal Arngrímssonar heimska bónda á Brennistöðum í

Flókadal Grímssonar. Ragnhildur var systir Jóns Þorvaldssonar dannebrogsmanns í

Deildartungu, ættföður Deildartunguættar.

Page 52: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

51

Grein 4

Fróðastaðaætt

Jóhannes á Narfastöðum; móðir hans:

Ragnhildur Þorbjarnardóttir; móðir hennar:

Guðrún Brandsdóttir

0 Jóhannes, f. 1824, d. d. 20.6.1859.

1 Ragnhildur Þorbjarnardóttir, f. um 1796, vinnukona í Kalmanstungu og síðar húsfreyja

á Kaðalsstöðum.

2 Guðrún Brandsdóttir, f. 1757, d. 3.3.1811, húsfreyja í Kvíum, kona Þorbjarnar

Ólafssonar.

3 Brandur Gíslason, f. 1723 á Fróðastöðum í Hvítársíðu, varð úti 15.11.1776 við túnið í

Síðumúla, bóndi á Fróðastöðum frá því um 1750 til æviloka (Borgf. æviskrár I:476).

Kona: Kristín Einarsdóttir, f. um 1722, d. 1789, dóttir Sólveigar Árnadóttur og m.h.

Einars bónda í Síðumúla o.v. Bjarnasonar hreppstjóra á Fróðastöðum og bónda víðar

Sveinssonar.

4 Gísli Ásmundsson, f. um 1670, d. 1746, bóndi og hreppstjóri á Fróðastöðum í

Hvítársíðu; bóndi á Hermundarstöðum í Þverárhlíð 1703 en er kominn að Fróðastöðum

1709 og hefur líklega búið þar til æviloka, hreppstjóri í Hvítársíðu 1720 og bæði fyrr og

síðar (Borgf. æviskrár II:400-401).

Kona: Guðrún Brandsdóttir, f. um 1679, d. eftir 1723. Foreldrar hennar voru Ástríður

Þorsteinsdóttir og m.h. Brandur bóndi á Fróðastöðum Torfason Ólafssonar.

Gísli var bróðir Þorleifs á Hofsstöðum, sjá grein 1 hér að framan.

Page 53: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

52

Framættir

Sigríðar á Narfastöðum

í fjórum megingreinum

Grein 1

Fróðastaðaætt

Sigríður Guðmundsdóttir á Narfastöðum; faðir hennar:

Guðmundur Jónsson

0 Sigríður Guðmundóttir, f. 4.2.1825, d. 9.1.1873.

1 Guðmundur Jónsson, f. 4.9.1790 á Laxfossi í Stafholtstungum, varð bráðkvaddur

8.4.1827 á sjó í róðri frá Akranesi, bóndi á Hesti í Andakíl 1823-27, áður vinnumaður

hjá foreldrum sínum á Litlu-Drageyri og síðan um skeið lausamaður (Borgf. æviskrár

III:330-31).

Kona: 19.11.1823, Ragnhildur Jónsdóttir, f. um 1788, d. 24.9.1843, sjá grein 3.

2 Jón Þorbjarnarson, f. um 1752 á Sigmundarstöðum í Þverárhlíð, d. 10.6.1819, bóndi á

Laxfossi í Stafholtstungum 1783–1806 og á Litlu-Drageyri í Skorradal frá 1813 til

æviloka, en ekki er vitað hvar hann var 1806–13 (Borgf. æviskrár VI:297).

Kona: Valgerður Bjarnadóttir, f. um 1756, d. 6.8.1821, sjá grein 2.

3 Þorbjörn Gíslason, fæddur 1716, dáinn 24.4.1792 á Laxfossi hjá Jóni syni sínum,

bóndi á Sigmundarstöðum í Þverárhlíð 1746, 1753 og 1756 en mun lengst hafa búið á

Skarðshömrum í Norðurárdal, því að við þann bæ er hann kenndur í ættartölum.

Hreppstjóri. Átti í málaferlum og var kallaður „Mála-Tobbi“ (Borgf. ævisrkrár

XII:168).

Kona 1: Sigríður Snorradóttir, f. 1725, d. fyrir 1767. Foreldrar hennar voru Hallbera

Ólafsdóttir frá Gljúfurá og m.h. Snorri bóndi á Haugum og Guðnabakka í

Stafholtstungum Guðmundsson.

Þorbjörn kvæntist síðar Guðrúnu Árnadóttur nokkurri og gerði við hana erfðasamning

sem staðfestur var á Alþingi 1767 – sjá Borgf. æviskrár XII:168.

Page 54: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

53

4 Gísli Ásmundsson, f. um 1670, d. 1746, hreppstjóri á Fróðastöðum í Hvítársíðu

Kona: Guðrún Brandsdóttir, f. um 1679.

Sjá grein 4.4. hér fyrr í framætt Jóhannesar á Narfastöðum.

Grein 2

Ætt Valgerðar Bjarnadóttur á Liltu-Drageyri

Sigríður Guðmundsdóttir á Narfassöðum; faðir hennar:

Guðmundur Jónsson; móðir hans:

Valgerður Bjarnadóttir

0 Sigríður Guðmundóttir, f. 4.2.1825, d. 9.1.1873.

1 Guðmundur Jónsson, f. 4.9.1790, d. 8.4.1827, bóndi á Hesti í Andakíl,

2 Valgerður Bjarnadóttir, f. um 1756, d. 6.8.1821, kona Jóns Þorbjarnarsonar á

Laxfossi og á Litlu-Drageyri. Valgerður bjó áfram á Litlu-Drageyri eftir lát Jóns.

3 Bjarni Sigurðsson, f. um 1716 sennilega á Harrastöðum í Miðdölum, d. 1786 í

Tóftarhring í Hvítársíðu, bóndi lengst í Blönduhlíð í Hörðudal en síðast í Tóftarhring;

hann var á Harrastöðum fram yfir 1750 og er búlaus þar um 1754, bóndi í Miðskógi

fyrir 1760 og líklega til 1770-71, síðan bóndi í Blönduhlíð til 1785 en var þó í Stafholts-

tungum 1783-84, bóndi í Tóftarhring 1785-86, ,,mikið skikkanlegur og vel að sér``

(Dalamenn I:42; Borgf. æviskrár I:370; Ólafur Snóksdalín, 167 (leiðrétting), 187).

Kona: Ingunn Ólafsdóttir, f. um 1723, d. 7.12.1788 á Laxfossi, ,,röggsamleg og væn

kona“ (Dalamenn I:42). Foreldrar hennar voru Guðrún Vigfúsdóttir bónda á Litla-

Vatnshorni í Haukadal Ívarssonar og m.h. Ólafur Guðmundsson hreppstjóri, bóndi á

Gillastöðum í Laxárdal í Dölum 1732 og fyrr, Hornsstöðum í Laxárdal 1732-38 eða

lengur og á Harrastöðum í Miðdölum um og eftir 1752.

4 Sigurður Halldórsson, f. 1671, bóndi á Harrastöðum í Miðdölum 1703 og bæði fyrr og

síðar (Ólafur Snóksdalín 186–187; Dalamenn I:258); bróðir hans var Þórður

Halldórsson bóndi í Villingadal í Haukadal 1703 og til æviloka 1734 (Dalamenn I:288).

Kona: Margrét Bjarnadóttir, f. um 1673, d. 1753.

Page 55: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

54

Ekki er kunnugt om foreldra Margrétar en foreldrar Sigurðar voru Halla Þórðardóttir og

m.h. Halldór bóndi á Hólum í Hvammssveit, hyllti konung á Blönduhlíðarþingi í Dölum

1649, Þórðarson á Narfeyri á Skógarströnd Árnasonar á Narfeyri Narfasonar.

Grein 3

Elífsætt og Hjaltalíns

Sigríður Guðmundsdóttir á Narfastöðum; móðir hennar:

Ragnhildur Jónsdóttir

0 Sigríður Guðmundóttir, f. 4.2.1825, d. 9.1.1873.

1 Ragnhildur Jónsdóttir, f. 1787, d. 24.9.1843 á Hesti í Andakíl, kona Guðmundar

Jónssonar á Hesti frá 1823. Þetta hlýtur að vera Ragnhildur sú Jónsdóttir sem árið 1816

var vinnukona hjá séra Þórði Jónssyni á Lundi í Lundarreykjadal, sögð 30 ára og fædd á

Kvíavöllum í Gullbringusýslu. Sigríður á Narfastöðum var einkabarn þeirra

Guðmundar, en sonur Ragnhildar áður en hún giftist, með Sigurði Magnússyni í

Fosskoti, var Jón, f. 18.10.1822, d. 1844 (Borgf. æviskrár III:331). Eftir drukknun

Guðmundar, 1827, var Ragnhildur húskona á Hesti til æviloka.

2 Jón Stefánsson, f. um 1750, d. 1811 í Tungu í Svínadal, bóndi á Ferstiklu 1797-1804

og í Tungu frá 1804 til æviloka, bóndi m.a. á Hvalsnesi syðra áður en hann fluttist í

Borgarfjörð (Borgf. æviskrár VI:261).

Kona: Guðlaug Hafliðadóttir, f. um 1758, d. 2.5.1843, sjá grein 4. Dætur þeirra auk

Ragnhildar voru Guðný kona Jóns Guðmundssonar á Vatnshömrum og Gunnhildur

kona Jóns Þórðarsonar á Staðarhóli. Þær eru allar hjá foreldrum sínum á Ferstiklu 1801

og aðrir heimilsmenn þar eru þá Jón Guðmundsson 26 ára vinnumaður, síðar bóndi á

Vatnshömrum, og Vigfús Jónsson 74 ára húsmaður.

3 Stefán Eilífsson, f. um 1709, d. 3.3.1789 í Hvalsnessókn.

Kona: Jóhanna Jónsdóttir, f. nál. 1715, húsfreyja, Foreldrar hennar voru Metta María

Hansdóttir bormeistaradóttir frá Jólandi og m.h. Jón Hjaltalín sýslumaður í Reykjavík.

Sjá Lesbók Morgunblaðsins 7.2.1998

Page 56: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

55

og http://halldorsigurdsson.files.wordpress.com/2012/09/metta-2.pdf

4 Eilífur Eyjólfsson, f. um 1687.

Aðeins tveir menn bera Eilífsnafnið í manntali 1703, Eilífur Sigmundsson 6 ára í

Innstavogi í Akrneshreppi og Eilífur Eyjólfsson og er langlíklegast að hinn síðarnefndi

(fremur en einhver enn annar ókunnur Eilífur) hafi verið faðir Stefáns. Árið 1703 er

hann 16 ára í hjáleigu frá Lauganesi í Seltjarnarneshreppi hinum forna sem nefndist Á

Fitinni. Húsráðendur þar eru þá Halldóra Eyjólfsdóttir systir Eilífs, 30 ára, og maður

hennar Jón Þórðarson, 29 ára ábúandi.

Grein 4

Ætt Guðlaugar Hafliðadóttur í Tungu

Sigríður Guðmundsdóttir á Narfastöðum; móðir hennar:

Ragnhildur Jónsdóttir; móðir hennar:

Guðlaug Hafliðadóttir

0 Sigríður Guðmundóttir, f. 4.2.1825, d. 9.1.1873.

1 Ragnhildur Jónsdóttir, f. 1787, d. 24.9.1843 á Hesti í Andakíl, húsfreyja á Hesti.

2 Guðlaug Hafliðadóttir, f. um 1758, d. 2.5.1843, í Borgarfriði, sennilega Hestssókn,

húsfreyja í Tungu, kona Jóns Stefánssonar bónda þar. Eftir lát Jóns bjó hún áfram í

Tungu til 1814. ,,Lenti í sérkennilegum málaferlum sem lesa má um í dómsskjölum``

(Borgf. æviskrár VI:261).

3 Hafliði Pétursson, f. 1723, d. 14.4.1802 í Saurbæjarsókn í Borgarfjarðarsýslu, bóndi á

Hafurbjarnarstöðum í Rosmhvalsneshreppi í Gullbringusýslu 1789.

Kona: Guðný Guðmundsdóttir, sennilega dáin fyrir 1801. Foreldrar hennar voru

Sigríður Ketilsdóttir, systir Þorbjargar, konu Jóns Húnasonar á Fitjum (Espólín 6920),

og m.h. Guðmundur Jónsson ,,sem seinast var í Höfnum ... týndist sá Guðmundur með

öllum hásetum 1756, sama ár sem síra Þorgeir Markússon hraktist, en lék þó orð á að

Page 57: JÓHANNES OG SIGRÍÐUR Á NARFASTÖÐUM · hefur líklega tekið þann hátt eftir Jóni á Leirá, sem ævinlega færði frá. Enn fremur kemur þar fram að þau höfðu nokkra

56

komist hefði undan til Hjaltlands og seinna komið á dönsku skipi án þess að gera vart

við sig“ (Espólín 6915).

4 Pétur Jónsson, f. 1697, bóndi í Bakkakoti við Sandgerði. K.: Margrét Einarsdóttir.

Börn þeirra: Þórdís, Sigríður, Ísleikur, Jón, Hafliði, Ingjaldur.

5 Jón ,,hét maður suður á Nesjum fyrir og um 1700“ (Espólín 6911), e.t.v. Jón

Þorsteinsson í Grindavík eða Jón Ísleiksson í Stafnesi.