heilsa 24 10 2014

12
Heilsa móðir & barn Kynningarblað Helgin 24.-26. janúar 2014 Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar. Þær eru afar rakadrægar og ofnæmisprófaðar auk þess sem gott snið og teygjur í hliðum gera það að verkum að þær passa barninu fullkomlega. Sölustaðir Bambo Nature PIPAR\TBWA SÍA 142616 Að verða foreldri er einn mest spennandi tíminn í lífi fólks. Það hefði líklega ekki mörgum dottið í hug að svona lítil mannvera gæti þurft svona mikla umönnun. En á meðan þú hugsar um nýja barnið þitt skaltu gefa þér tíma til að hugsa um sjálfa þig líka. Ef þú gefur þér tíma til að hugsa um sjálfa þig ertu betur í stakk búin til að hugsa um barnið þitt. Það er mikilvægt að nýta þá að- stoð sem býðst frá fjölskyldu og vinum. Athugaðu hvort þú getur beðið þau um aðstoð við þrifin, eldamennskuna, þvottinn eða hvort þau geti passað barnið. Hugsaðu vel um þig eftir fæðingu Svefn Þú munt líklega ekki fá mikinn svefn fyrstu vikurnar og mánuði eftir að barnið fæðist. Reyndu að leggja þig á meðan barnið sefur. Reyndu að vera virk yfir daginn og ekki reykja eða drekka. Fæðingarþunglyndi Suma daga gætir þú verið pirruð, uppstökk og niðurdregin en það er eðlilegur partur af því að takast á við nýtt hlutverk. Ef þér líður hins vegar illa flesta daga skaltu tala við lækni eða ljósmóður. Hreyfing Nýttu tækifærið og reyndu að ganga eins mikið og þú getur. Áfengi Ekki drekka áfengi ef þú ert með barn á brjósti því áfengið gæti farið í brjósta- mjólkina. Forðastu að nota áfengi til að slaka á og reyndu frekar að fara í bað, spjalla við vin eða eyða tíma með makanum. 5 á dag Reyndu að borða að minnsta kosti fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. Forðastu salt Ekki innbyrða meira en 6 g, eða u.þ.b. teskeið, af salti á dag. Næringarríkur matur Það er sérstaklega mikilvægt að borða hollan og næringarríkan mat þegar þú ert með barn á brjósti. Vítamín Mundu að taka D-vítamín ef þú ert með barn á brjósti. Nokkur heilræði: Mynd/Getty Images

Upload: frettatiminn

Post on 06-Apr-2016

315 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Health magazine, Iceland

TRANSCRIPT

Page 1: Heilsa 24 10 2014

Heilsa móðir & barnKynningarblað Helgin 24.-26. janúar 2014

Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar. Þær eru afar rakadrægar og ofnæmisprófaðar auk þess sem gott snið og teygjur í hliðum gera það að verkum að þær passa barninu fullkomlega.

Sölustaðir Bambo Nature

PIPA

R\TB

WA

• SÍ

A •

1426

16

Að verða foreldri er einn mest spennandi tíminn í lífi fólks. Það hefði líklega ekki mörgum dottið í hug að svona lítil mannvera gæti þurft svona mikla umönnun. En á meðan þú hugsar um nýja barnið þitt skaltu gefa þér tíma til að hugsa um sjálfa þig líka. Ef þú gefur þér tíma til að hugsa um sjálfa þig ertu betur í stakk búin til að hugsa um barnið þitt. Það er mikilvægt að nýta þá að-stoð sem býðst frá fjölskyldu og vinum. Athugaðu hvort þú getur beðið þau um aðstoð við þrifin, eldamennskuna, þvottinn eða hvort þau geti passað barnið.

Hugsaðu vel um þig eftir fæðingu

SvefnÞú munt líklega ekki fá mikinn svefn fyrstu vikurnar og mánuði eftir að barnið fæðist. Reyndu að leggja þig á meðan barnið sefur. Reyndu að vera virk yfir daginn og ekki reykja eða drekka.

FæðingarþunglyndiSuma daga gætir þú verið pirruð, uppstökk og niðurdregin en það er eðlilegur partur af því að takast á við nýtt hlutverk. Ef þér líður hins vegar illa flesta daga skaltu tala við lækni eða ljósmóður.

HreyfingNýttu tækifærið og reyndu að ganga eins mikið og þú getur.

ÁfengiEkki drekka áfengi ef þú ert með barn á brjósti því áfengið gæti farið í brjósta-mjólkina. Forðastu að nota áfengi til að slaka á og reyndu frekar að fara í bað, spjalla við vin eða eyða tíma með makanum.

5 á dagReyndu að borða að minnsta kosti fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag.

Forðastu saltEkki innbyrða meira en 6 g, eða u.þ.b. teskeið, af salti á dag.

Næringarríkur maturÞað er sérstaklega mikilvægt að borða hollan og næringarríkan mat þegar þú ert með barn á brjósti.

VítamínMundu að taka D-vítamín ef þú ert með barn á brjósti.

Nokkur heilræði:

Mynd/Getty Images

Page 2: Heilsa 24 10 2014

heilsa Helgin 24.—26. október 20142

Holtasmára 1(Hjartarverndarhúsinu)

Sími 517 8500

Opið virka daga 11-18 og laugard. 12-17

facebook.com/barnshafandi

Ný sending frá

Tvö Líf er verslun fyrir verðandi og nýbakaða foreldra, hjá okkur færðu fatnað fyrir meðgöngu og brjóstag-jöf, nauðsynlega fylgihluti fyrir móður og barn, ásamt fallegri gjafavöru!

www.tvolif.is

geggjuð föt á frábæru verði

Jakobína Jónsdóttir

Grunnpakki kvenna

NOW er breið lína hágæða fæðubótarefna sem er án allra óæskilegra aukefna, svo sem litar-, bragð- og rotvarnarefna og ódýrra uppfylliefna.

ww

w.n

ow

foo

ds.is

www.facebook.com/nowfoodsiceland

G æ ð i • H r e i n l e i k i • V i r k n i

Í grunnpakka NOW eru hágæða fjölvítamín með steinefnum, D3 vítamín og omega-3 fiskolía en það eru þau lykil næringarefni sem eru líkamanum nauðsynleg til að starfa eðlilega og viðhalda heilbrigði.

S nufflebabe Vapour Rub og olía hafa reynst vel til þess að draga úr einkennum

kvefs hjá ungbörnum. Olíuna má nota frá fæðingu og smyrslið frá þriggja mánaða aldri. Smyrslið er eina varan sinnar tegundar sem nota má á svo ung börn. Það inni-heldur blöndu af róandi, náttúru-legu eucalyptus og timjan olíu með mentóli. Markmiðið er að hreinsa öndunarveg barnins til að auðvelda því að nærast við brjóstagjöf og sofa betur. Vapour Rub er milt smyrsli sem bera má beint á bringu og háls barna til að auðvelda öndun. Einnig er hægt að setja efnið í klút og festa við rúm barnsins.

Vapour olían virkar á svipaðan hátt. Hún hreinsar öndunarveginn með náttúrulegum efnum sem hafa sótt-

hreinsandi og bakteríueyðandi áhrif. Mild blanda af sítrónu, furu- og te tré olíu virkar losandi fyrir öndunarveg-inn og hefur róandi áhrif á barnið.

Allt frá fæðingu má nota olíuna þannig að hún er sett út í skál af heitu vatni sem komið er fyrir í barnaherberginu eða með því að væta klút með olíunni og setja á ofn.

Olíuna má nota með Snufflebabe snuði frá því að barnið er þriggja mánaða. Snufflebabe snuðið er sér-hannað til að geyma olíuna án þess að hætta sé á að hún komist í snert-ingu við barnið. Einnig er í línunni nefsuga sem hjálpar til við að losa um stíflur í nefgöngum. Ef hor hefur náð að þorna og stíflar nefgöng þá er mælt með að nota Stérimar Baby til að mýkja og leysa upp horið áður en það er sogið upp í nefsuguna.

Virk innihaldsefni í Vapour Rub:n Eucalyptus Olía 2%n Mentól 1.5%n Timjan olía 0.5%n Öll innihaldsefni eru náttúruleg og hafa sótthreinsandi áhrif á bakteríur í öndunarvegin Burðarefni: Vaselín

Snufflebabe Vapour rub SmyrSl og Snufflebabe Vapour olía

Má nota Snufflebabe Vapour Rub fyrir nýfædd börn ?Mælst er til þess að nota Vapour Rub fyrir börn eldri en 3ja mánaða. Sé ætlunin að nota það á yngri börn þá er æskilegt að ráðfæra sig við lækni, lyfja-fræðing eða annað heilbrigðismenntað fólk.

Hver eru virk innihaldsefni Vapour Rub ?Eucalyptus olía, mentól og timjan olía. Burðarefnið er paraffin. Allt náttúruleg

efni sem hafa verið notuð í gegnum aldirnar til að losa stíflur í efri öndunar-vegi og létta þannig öndun.

Má nota Vapour Rub með öðrum lyfjum/meðferðum ?Ef viðkomandi barn er í einhverskonar lyfjameðferð er mælst til þess að ráð-færa sig við lækni áður en notkun hefst.

Eru einhverjar aukaverkanir af notkun Vapour RubGetur hugsanlega valdið ofnæmi/út-brotum eða roða þar sem það er borið

á bera húð. Ef slíkt gerist þá er mælst til þess að ráðfæra sig við lækni eða heil-brigðismenntað fólk.

Er Vapour Rub framleitt úr einhverj-um dýraafurðum ?Nei, einungis framleitt úr náttúrulegum efnum.

Er alkahól í Vapour Rub ?Nei, Vapour Rub inniheldur ekkert alkahól.

Unnið í samvinnu við

ÝMUS

Spurningar og svör

Snufflebabe er náttúruleg og mild vörulína sem losar stífluð nef og auð-veldar öndun fyrir börn frá þriggja mánaða aldri. Vörurnar hafa verið lengi á markaði erlendis og njóta virðingar hjá heilbrigðisstarfsmönnum og foreldrum þar sem þær þykja mikil-væg stuðningsmeðferð fyrir stífluð nef og erfiðleika við öndun vegna kvefs eða annarra kvilla í efra nefholi.

Lausn fyrir ungabörn með stíflað nef og kvef

Ekki ofgera þér. Þú gætir þurft að fara aðeins hægar í sakirnar eftir því sem líður á meðgönguna. Ef þú ert í vafa skaltu hafa samband við ljósmóður eða lækni. Almenna reglan er að þú ættir að geta átt samtal á meðan þú æfir þegar þú ert ólétt. Ef þú stundaðir ekki reglulega hreyfingu áður en þú varðst ólétt skaltu ekki rjúka af stað á erfiða æfingu. Mundu að mýkri æfingar bera líka árangur.

Hitaðu alltaf upp áður en þú byrjar að æfa og slakaðu á eftir æfingunaReyndu að hreyfa þig eitthvað á hverjum degi. Hálftíma göngutúr á hverjum degi gæti verið nóg en eitt-hvað er betra en ekkert.Forðastu mikla áreynslu í heitu veðri.Drekktu nóg af vatni.Ef þú ferð í hóptíma skaltu láta kennarann vita að þú sért ólétt og hvað þú ert langt gengin.Prófaðu að fara í sund.

Æfingar sem ætti að forðast Ekki liggja flöt á bakinu, sérstaklega eftir 16 vikur. Bumban ýtir þá á æð sem ýtir blóði aftur í hjartað sem gæti látið þér líða eins og þú sért að falla í yfirlið.Forðastu íþróttir sem fela í sér mikla snertingu þar sem líkur eru á að þú verðir fyrir höggi, eins og bardagaí-þróttir.

Styrkjandi æfingar fyrir kviðÆfingar sem miða að því að styrkja kviðinn hjálpa til við að lina bakverki.Byrjaðu á fjórum fótum með hné undir mjöðmum, hendur undir öxlum með fingurna fram og kvið spenntan til að halda bakinu beinu.Togaðu inn kviðarvöðvana og lyftu bakinu upp í átt að lofti og leyfðu höfðinu að slaka á fram á við. Ekki læsa olnbogunum. Haltu þessari stöðu í smá stund og farðu svo aftur í stöðuna sem þú byrjaðir í. Endurtaktu þetta hægt og rólega 10 sinnum

Æfingar fyrir grindarbotninnGrindarbotnsæfingar hjálpa til við að styrkja grindarbotnsvöðvana sem gætu orðið slappir á meðgöngu. Allar óléttar konur ættu að gera grindarbotnsæf-ingar, sama á hvaða aldri þær eru.

Til að gera æfinguna skaltu nota vöðvana til að loka endaþarminum, eins og til að koma í veg fyrir hægðir.Á sama tíma skaltu spenna vöðvana í leghálsinum, eins og til að stoppa þvag.Fyrst um sinn skaltu gera æfinguna hratt en svo skaltu gera hana hægar.Reyndu að gera þrjú sett af 8 æfingum á dag.

e ftir því sem þú hreyfir þig meira og ert í betra formi, því auðveldara verður það

fyrir þig að aðlagast breytingum á líkamslögun og þyngd. Ef þú ert í góðu formi munt þú eiga auðveldara með að takast á við fæðinguna og að komast aftur í form eftir fæðingu. Haltu áfram að stunda þína reglu-legu hreyfingu svo lengi sem þér líður vel með það. Hreyfing er ekki hættuleg fóstrinu.

Heilræði um hreyfingu á meðgöngu

Styrkjandi æfingar á meðgöngu

Page 3: Heilsa 24 10 2014
Page 4: Heilsa 24 10 2014

heilsa Helgin 24.—26. október 20144

Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010 www.heilsuborg.is

Heilsulausnir• Hefst 27. október

kl. 7:20, 12:00 og 17:30

• Kennt þrisvar í viku

• Á námskeiðinu er unnið

með hreyfingu,

næringu, skipulag

daglegs lífs og hugarfar

Að námskeiðinu standa m.a.

hjúkrunarfræðingar, íþrótta-

fræðingar, læknir, næringar-

fræðingur, sálfræðingar og

sjúkraþjálfarar.

offitu?

verki?

háan blóðþrýsting?

orkuleysi?

depurð eða kvíða?

Lausnina finnur þú í Heilsuborg

Heilsulausnir

Stoðkerfislausnir

Orkulausnir

Hugarlausnir

Ert þú að kljást við? Ert þú óviss með næstu skref?Pantaðu tíma í Heilsumat og

hjúkrunarfræðingur fer yfir stöðuna

á þinni heilsu og aðstoðar með

næstu skref.

12 mánaða námskeið að léttara lífi

Léttara líf í HeilsuborgHeilsuborg er líkamsrækt þar sem boðið er upp á heildstæða þjónustu í átt að betri heilsu og líðan.

Upplýsingar í síma 560 1010

eða á [email protected]

Kynningarfundur mánudaginn 27. október kl. 20.00.

Þ egar efri öndunarvegur ung-barna stíflast þá geta foreldrar búist við ýmsum vandamálum,

s.s. truflun á svefni, vandamál við að nærast, drekka og almennum pirringi barnsins. Málið er nefnilega að lítil börn kunna ekki að snýta sér. Hnerri er náttúrulegt viðbragð barns til þess

að hreinsa á sér nefið en ef það er alveg stíflað þá virkar hnerrinn ekki sem skyldi. Ungbörn eiga mjög erfitt með að næra sig með stíflað nef, því þau kunna ekki að anda í gegnum munn. Því er mjög mikilvægt að nef barns sé hreint við hverja næringargjöf svo barnið geti nært sig án erfiðleika.

Mælt er með því að nota Stérimar:Tvisvar sinnum á dag kvölds og morgna. Ef öndun um nef er erfið er mælt með notkun á þriggja tíma fresti. Einnig ef mikil slím-myndun er í nefinu.Mælt er með Stérimar fyrir mæður með barn á brjósti og þær sem geta ekki notað sýklalyf, t.d. á meðgöngu.Þegar verðandi mæður og þær sem nýorðnar eru mæður fá mikið kvef þá er ekki um marga meðferðarmöguleika að ræða. Stérimar fyrir fullorðna er þá besti kosturinn í stöðunni. Stérimar má nota á meðgöngu og á meðan brjóstagjöf stendur. Aukaverkanirnar eru engar og Stérimar er fullkomnlega skaðlaust bæði móður og barni. Stérimar fyrir fullorðna má fá í bæði 50 ml og 100 ml pakkningum. Stérimar hefur áunnið sér sess sem nauð-synlegt meðferðarúrræði gegn sýkingum í efri öndunarvegi. Sem dæmi má nefna að í mörgum löndum Evrópu mælast læknar til þess við sjúklinga sína að þeir noti ávallt Stérimar sem stuðningsmeðferð ef sjúk-lingum eru gefin sýklalyf vegna sýkinga í öndunarvegi.

Umboð og dreifing:Ýmus ehf. / Dalbrekku 28 / 200 Kópavogi / Sími 564-3607 / [email protected] / www.ymus.is

Nefið á að vinna líkt og lofthreinsi-kerfi og hreinsa innandað loft og koma því í rétt rakastig. Draga má úr líkum á sýkingum með því að halda nefinu hreinu. Þess vegna mæla svo margir háls nef og eyrnalæknar með Stérimar til hreinsunar á stífluðu nefi. Stérimar fyrir börn er tvennskonar. Stérimar Baby (Isotoniskt) er mild jafngild lausn sem nota má frá fæðingu og eins oft og þurfa þykir. Veldur ekki þurrki eða ójafnvægi í slímhúð og efri öndunarvegi. Stérimar Baby flaskan er sérhönnuð með þarfir ungabarns í huga. Minni þrýstingur og sérhannaður stútur, sem kemur í veg fyrir að honum

sé stungið of lang inn í nef barnsins, gera það að verkum að nú ætti ekkert barn að þurfa að þjást vegna stíflaðs nefs eða verða af þeirri mikilvægu nær-ingu sem fylgir brjóstagjöfinni.Stérimar Baby (Hypertoniskt) er byggð upp á sama hátt og Isotoniska lausnin en hefur meira saltinnihald. Stérimar Baby Hypertoniskt má nota frá þriggja mánaða aldri og takmarka skal notkun við 5-6 skipti á sólarhring. Um leið og búið er að losa stíflurnar í efri öndunarveginum er mælt með að skipt sé yfir í Stérimar Baby Isotoniskt til áframhaldandi og fyrirbyggjandi meðferðar.

Alveg eins og börn læra að ganga þurfa þau að læra að snýta sérHreinsun með Stérimar baby kennir barninu smám saman mikilvægi þess að snýta sér. Eitt púst í hvora nösina af Stérimar. Þegar vökvinn streymir aftur út úr nösinni þá tekur hann með sér slím og óhreinindi þannig að léttara verður fyrir barnið að anda. Stérimar baby fer mjög mildum höndum um barnið en það er ísó-tónisk lausn sem ertir hvorki né skemmir viðkvæma slímhimnu.

Hvernig á að hreinsa nef ungabarns:n Láttu barnið liggja á bakinu og snúðu höfði þess að þér.n Haltu barninu kyrru með annarri hendinni.n Úðaðu nú vel í nösina.n Lokaðu með fingri fyrir hina nösina og leyfðu vökvanum að virka.n Strjúktu í burtu slím og óhreinindi með hreinum pappír.n Ef þörf er, snúðu þá barninu yfir á hina hliðina og endurtaktu.n Taktu stútinn af brúsanum, þvoðu hann og þurrkaðu.n Ekki sveigja höfuð barns aftur.

Þegar barnið er kvefað eða þegar ryk eða óhreinindi hindra innöndun barnsins

Stérimar gegn stífluðum ungbarnanösum

É g hef alltaf haft mikinn áhuga á hreyfingu og verið frekar mikið virk. Þegar ég gekk

með fyrsta barn mitt árið 2004 vildi ég hreyfa mig áfram og fór að afla mér upplýsinga um hvort og hvaða hreyfing væri góð fyrir mig og barnið mitt. Á þessum tíma var ég að ljúka námi í hjúkrunarfræði við HÍ og nýtti tækifærið og skrifaði B.S. ritgerð um líkamsrækt á meðgöngu,“ segir Guð-rún Lovísa Ólafsdóttir, hjúkrunar-fræðingur og þjálfari hjá World Class.

„Frá 2007 hef ég kennt meðgöngu-tíma. Stuttu seinna bættust svo við mömmutímar en þá voru mömmurn-

ar farnar að mæta aftur í meðgöngu-tíma eftir barnsburð með barnið og ég áttaði mig á að það væri svo sann-arlega eftirspurn og þörf á slíkum námskeiðum líka.“

Meðgönguþjálfunin hjá Guðrúnu Lovísu er líkamsræktarnámskeið fyrir barnshafandi konur sem vilja stunda markvissa og örugga líkamsrækt á meðgöngu. Æfingarnar taka mið af þeim líkamlegu breytingum sem kon-ur ganga í gegnum á meðgöngu og hve langt komnar þær eru. Námskeið-ið byggist á þol- og styrktarþjálfun og er mikil áhersla lögð á að styrkja kvið-, grindarbotns- og bakvöðva.

Mömmuþjálfunin er 6 vikna lík-amsræktarnámskeið fyrir konur sem vilja stunda markvissa og örugga lík-amsrækt eftir barnsburð. Hægt er að taka börnin með sér í tíma. Líkt og meðgönguþjálfunin byggist nám-skeiðið á þol- og styrktarþjálfun og er mikil áhersla lögð á að styrkja kvið-, grindarbotns- og bakvöðva. Mikil áhersla er lögð á að konan fái sem mest út úr tímanum en hafi á sama tíma svigrúm til þess að sinna barninu, hvort sem er að gefa því að drekka eða sinna því á annan hátt.

Guðrún leggur áherslu á að barns-hafandi konur ættu að hreyfa sig af

sömu ástæðum og þær sem ekki eru barnshafandi. „Rannsóknir hafa sýnt að barnshafandi konur sem eru heilsuhraustar eiga að geta stundað líkamsrækt í a.m.k. 30 mínútur á dag, flesta ef ekki alla daga vikunnar, eins og ráðlagt er fyrir konur sem ekki eru barnshafandi. Það er óumdeilan-legt að líkamsrækt á meðgöngu hef-ur margvísleg jákvæð áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu,“ segir Guðrún.

Unnið í samstarfi við

World Class.

Mikilvægi líkamsræktar á meðgöngu óumdeilt

Page 5: Heilsa 24 10 2014

Helgin 24.—26. október 2014 5

1. Hittu ljósmóður eða lækni sem fyrstHafðu samband við heilsugæsluna um leið og þú kemst að því að þú átt von á barni. Þannig færðu stuðning og góð ráð alveg frá byrjun. Heilsugæslan sér um mæðravernd sem stendur öllum verðandi foreldrum til boða að kostnaðarlausu.

2. Borðaðu næringarríkan matReyndu að borða eins fjölbreyttan og næringarríkan mat og hægt er. Hafðu í huga að þú þarft ekki að innbyrða auka kaloríur fyrstu sex mánuði meðgöngunnar. Seinustu þrjá mánuðina þarftu um það bil 200 auka kaloríur á dag.

3. Íhugaðu að taka fæðubótarefniFæðubótarefni koma aldrei í staðinn fyrir hollan og næringarríkan mat. En þau geta komið til góðs ef þú ert hrædd um að borða ekki nógu fjölbreytt eða ef þú hefur ekki mikla lyst. Vertu viss um að fæðubótar-efnin innihaldi 400 mcg af fólínsýru. Auk þess er D-vítamín mikilvægt fyrir beinvöxt. Hafðu samband við ljósmóður eða lækni áður en þú byrjar að taka fæðubótarefni.

4. Forðastu ákveðnar fæðutegundirPassaðu að elda allt kjöt vel og ekki borða hráa fæðu. Sumar fæðutegundir gætu valdið skaða á meðgöngu og því best að forðast þær. Dæmi um slíkar fæðutegundir eru: kæfa, ógerilsneydd mjólk, ákveðnir ostar og hrá egg.

5. Hreyfðu þig reglulegaVerðandi mæður ættu að reyna að hreyfa sig reglulega eins og hægt er á meðgöngu. Regluleg hreyfing á meðgöngu: byggir upp styrk og þol, hjálpar þér að komast í form eftir meðgöngu, er góð fyrir andlega heilsu og gagnast í baráttunni við þunglyndi.

6. Prófaðu grindarbotnsæfingarGrindarbotnsvöðvarnir gætu orðið slappari á meðgöngu vegna álagsins sem fylgir. Grindarbotnsæfingar hjálpa til við að styrkja grindarbotninn.

7. Taktu út áfengi

Allt áfengi sem þú drekkur fer hratt til barnsins í gegnum blóðrásina og fylgjuna. Ekki er vitað með vissu hversu mikið áfengi er öruggt að drekka á meðgöngu og því er mælt með að sleppa því alveg.

8. Minnkaðu koffínneysluKaffi, te, gos og sumir orkudrykkir inni-halda koffín og hafa örvandi áhrif. Sumir halda því fram að of mikið koffín auki hættuna á fósturláti. Þó er talið að allt að 200 mg af koffíni á dag hafi ekki skaðleg áhrif á fóstur. Það eru um það bil tveir bollar af kaffi á dag. Það er öruggur val-kostur að taka út koffín fyrstu þrjá mánuði meðgöngunnar.

9. Ekki reykjaReykingar á meðgöngu gætu aukið hættu

á fósturláti, fyrirburafæðingu oglágri fæðingarþyngd.

10. Fáðu næga hvíldÞú gætir fundið fyrir mikilli þreytu í byrjun meðgöngu vegna hormónanna sem fara af stað þegar þú verður ólétt. Ef þú finnur fyrir mikilli þreytu í gegnum alla með-gönguna er líkaminn að reyna að segja þér að slaka á. Ef þú getur ekki sofið á nóttunni skaltu reyna að leggja þig á daginn. Ef það gengur ekki skaltu reyna að hvíla þig í allavega 30 mínútur á dag.

10 skref í átt að heilbrigðri meðgönguMeðganga er góður tími til að hugsa vel um andlega og líkam-lega heilsu. Fylgdu ráðunum hér að neðan til að huga sem best að heilsu þinni og barnsins á meðgöngunni.

Fylgstu með okkur á Facebook / www.gamlaapotekid.is Fást í öllum helstu apótekum um land allt VELJUM ÍSLENSKT

Barnalínan frá Gamla apótekinu inniheldur engin viðbætt ilm-

og litarefni. Vörurnar í Barnalínunni eru íslenskar vörur þróaðar

í samstarfi við lækna og lyfjafræðinga.

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

3103

2

/ BARNIÐ

Verndar og nærirdýrmæta húð

MeðgöngusundSundleikfimi hjá sjúkraþjálfurum

®

GrensáslaugÍ meðgöngusundi er lögð áhersla á æfingar sem minnka bjúg og verki og bæta þar með svefn og almenna líðan. bjúg og verki og bæta þar með svefn og almenna líðan.

Stöðugleikaþjálfun baks og mjaðmagrindar

Lögð er áhersla á þjálfun dýpstu kvið- og bakvöðvanna til að styrkja mjóbak og mjaðmagrind. Æfingar sem undirbúa verðandi móður undir komandi álag eftir meðgönguna ásamt liðkandi, þolaukandi og almennt styrkjandi æfingum.Fræðslu er blandað við æfingar í tímunum.Hægt er að byrja hvenær sem er meðgöngunnar. Æfingarnar henta öllum þunguðum konum.

Grensásvegi 62, 108 ReykjavíkGrensásvegi 62, 108 Reykjavík

[email protected]ími: 859-2440

Opnir tímarMánudagar kl. 20.00Þriðjudagar kl. 12.05

Miðvikudagar kl. 20.00

Fimmtudagar kl. 12.05

Föstudagar kl. 12.05

Page 6: Heilsa 24 10 2014

heilsa Helgin 24.—26. október 20146

Pantanir í síma: 588 [email protected]

skírnarterturað hætti Jóa Fel– nýr stíll frá París

Stofnað

Gotitas de OroAnti-Lice ShapooAnti-Lice hair LotionKemur í veg fyrir lúsasmitVirk samsetning innihaldsefna ver háriðog hársvörðinn og kemur í veg fyrir lúsasmit í 90% tilfella án þess að valda óþægindum né ertingu.

Notið eins og hvert annað sjampó fyrir venjulegan hárþvott og/eða spreyið daglega í þurrt háriðInniheldur ekki eitur- né skordýraefni

Fyrirbyggjandi

lúsasjampólúsaspreyÖflug tvenna fyrir börn sem fyrirbyggir lúsasmit

Nýtt

Um

bo

ð: w

ww

.vit

ex.is

Útsölustaðir flest apótek og heilsu búðir.

Stofnað

Fjáröflun fyrir FMB teymi LSH

BARNAVÖRUMARKAÐURINN SALASKÓLA

Húfur Leikföng

Slefsmekkir Ilmkjarnaolíur

Burðapokar og sjöl Margnota tíðarvörur

Húð – og hreinlætisvörur Grænt og umhverfisvænt Taubleyjur og fylgihlutir

Íslensk hönnun Fagleg ráðgjöf

Barnaföt Bækur Tilboð O.fl.

VERSÖLUM 5, KÓPAVOGI 1. - 2. nóvember

Kl. 12 - 16

VERIÐ VELKOMIN !

A f skiljanlegum ástæðum, ef til vill, fær konan mestu athyglina af foreldrunum

þegar von er á barni. Það er þó ekki þar með sagt að verðandi feð-ur finni ekki fyrir miklum breyt-ingum á líðan sinni í tengslum við hið nýja hlutverk sem hann er að fara að takast á við – og sannar-lega nauðsynlegt að huga að líðan verðandi feðra á þessum miklu tímamótum.

Margir verðandi feður fara nefnilega líka í gegnum tilfinn-ingarússíbana eins og mæðurnar. Þeir verða jafnvel spenntir, hrædd-ir og óöruggir. Stundum allt í senn. Rannsóknir hafa að auki sýnt að karlmenn eiga erfiðara með að tjá tilfinningar sínar en konur.

Flestir feður óttast um heilsu móðurinnar og barnsins á með-göngunni. Þeim finnst þeir einnig ef til vill lítils megnugir því þeir geta lítið gert til þess að bæta líðan móðurinnar nema að veita henni stuðning. Verðandi feður geta þó fundið styrk í því að langflestar meðgöngur enda vel og langflest börn fæðast heilbrigð og án nokk-urra vandkvæða.

Það eru samt sem áður nokkur atriði sem faðirinn getur haft í huga til að auðvelda barnsmóður sinni meðgönguna. Í fyrsta lagi að veita henni stuðning og mæta með henni í meðgönguskoðun. Þannig verður faðirinn strax meiri þátt-takandi í ferlinu og getur sjálfur spurt heilbrigðisstarfsfólk þeirra spurninga sem á honum brenna.

Faðirinn getur veitt konu sinni stuðning við að borða hollan mat – helst með því að borða sjálfur holl-an mat. Best er að sneiða hjá þeim fæðutegundum sem hún þarf að sneiða hjá, svo sem áfengi, söltum mat og öðru því sem mælt er með að sniðganga.

Föðurnum gæti fundist hann verða útundan á meðgöngunni. Það eru ekki óþekktar tilfinningar en mælt er með því að grípa inn í svo þær þróist ekki yfir í eitthvað meira, eins og afbrýði. Feður geta tekið meiri þátt í meðgöngunni með því að lesa meðgöngubæk-urnar sem móðirin er að lesa og ræða við hana um efni þeirra.

Hormónabreytingar kvenna á meðgöngu geta oft haft áhrif á líð-an henna og orsakað skapsveifl-ur. Sumum feðrum finnst erfitt að takast á við þær. Gott er að reyna að forðast að reiðast eða pirrast og sýna frekar skilning. Verðandi feður finna oft sjálfir fyrir áhyggj-um og því er mikilvægt fyrir þá að eiga vin sem þeir geta rætt málin við.

Pabbarnir eiga líka von á barni

Page 7: Heilsa 24 10 2014

heilsaHelgin 24.—26. október 2014 7

Hollar, bragðgóðar og skemmtilegar skvísurE lla’s Kitchen barnamatur á rætur

sínar að rekja til pabba sem vildi að dóttir sín, Ella, fengi eins næringar-

ríkan mat og hægt væri og vildi ala hana upp við að hollur matur getur líka verið skemmtilegur og bragðgóður. Í dag er Ella orðin táningur og Ella’s Kitchen barnamatur orðinn þekktur um allan heim fyrir bragð og gæði. Maturinn er eingöngu unninn úr líf-rænum innihaldsefnum og inniheldur engin aukefni. Þessar skemmtilegu skvísur höfða til allra skilningarvita barnsins með litrík-um umbúðum sem gaman er að koma við, viðeigandi áferð matarins miðað við hvert

aldursskeið og frábærum bragðtegundum. Úrvalið er breitt og fer sístækkandi - það nýj-asta eru kvöldverðarskvísur sem innihalda ýmist grænmetis- eða kjötrétti. Ekki er þörf á að hita skvísurnar upp en vilji maður gera það er auðvelt að láta þær standa í smá stund í heitu vatni. Ella’s Kitchen er 100% líf-rænn barnamatur í hæsta gæðaflokki fyrir litla sæta matgæðinga. Fæst í matvöru- og heilsuverslunum

Kynning

Nathan & Olsen

Ella‘s Kitchen býður upp á margar tegundir af ávaxta- og grænmetismauki fyrir 4 mánaða og eldri. Gott er að gefa barninu þær eintómar eða blanda við þær graut eða jafn-vel kjöti þegar kynna á barnið fyrir fastri fæðu.

Sveskjumaukið frá Ella‘s Kitchen er einstakt þar sem það inniheldur 100% sveskjur og engu vatni bætt við. Það er nauð-synlegt að eiga svona til að losa eða koma í veg fyrir stíflur í litlum mallakútum.

Kvöldverðar-skvísurnar fást í 4 tegundum. Þessar skvísur eru matar-miklar, einstaklega bragðgóðar og henta börnum frá 7 mánaða aldri. Það hefur aldrei verið svona auðvelt að framreiða 100% lífrænan og næringarríkan kvöldverð!

Rís-skvísurnar innihalda blöndu af ávöxtum og hýðishrísgrjónum. Morg-unskvísurnar eru ljúffeng blanda af ávöxtum, jógúrt og hýðishrísgrjónum. Þessar skvísur eru fullkomnar sem saðsamur morgunmatur, snarl eða jafnvel eftirréttur fyrir litlu krúttin.

Þessar skvísur jafngilda einum ávexti hver og eru upplagðar sem millimál eða hluti af nestispakka fyrir fjöruga krakka!

Ella‘s Kitchen býður líka upp á bragðgóða þurr-grauta með þurrkuðum ávöxtum sem blanda á saman við mjólk barnsins.

100% lífrænn barnamatur í hæsta gæðaflokki fyrir litla sæta matgæðinga

Page 8: Heilsa 24 10 2014

heilsa Helgin 24.—26. október 20148

Ert þú að reyna að eignast barn?Pregnacare vörurnar frá Vitabiotics eru vítamín fyrir konur á barneignar-aldri. Pregnacare Conception inniheldur nauðsynleg næringarefni fyrir kon-ur sem eru að reyna að eignast barn. Pregnacare Original er hannað fyrir barnshafandi konur og Pregnacare Breast-feeding hentar öllum mæðrum hvort sem þær eru með barn á brjósti eða ekki.

Pregnacare conception, vítamíntöflurnar, eru sér-staklega hannaðar fyrir konur sem eru að reyna að verða barnshafandi. Eftir að ákvörðunin um að reyna að eignast barn hefur verið tekin er nauðsynlegt að undirbúa líkamann til að hámarka líkurnar á þungun. Slíkur undirbúningur felst meðal annars í því að sjá til þess að líkaminn fái alla þá næringu sem hann þarf. Samsetning Pregnacare conception taflnanna taka mið af alþjóð-legum rannsóknum sem sýna fram á að ákveðin vítamín og steinefni gegna mikil-vægu hlutverki fyrir frjósemi kvenna. Töflurnar innihalda 400 mcg af fólinsýru en mikil-vægt er fyrir allar konur sem

hyggjast verða þungaðar að taka inn fólinsýru. Þær inni-halda einnig sink sem stuðlar að eðlilegri frjósemi og B6 sem stuðlar að eðlilegu horm-ónaflæði. Auk þess innihalda þær B12, járn, magnesíum

og D-vítamín sem skipta máli fyrir eðlilega frumuskiptingu. Önnur lykil næringarefni semi Pregnacare conception inniheldur eru L-Arginine, Inositol, N-Acetyl Cysteine og Beta karótín.

Það er mikilvægt að þú fáir 10 mcg af D-vítamíni á dag í gegnum með-gönguna, og ef þú ert með barn á brjósti, og 400 mcg af fólinsýru á dag áður en þú verður barnshafandi og fram á 12. viku meðgöngu. Fólin-sýra minnkar hættuna á ákveðnum fæðingargöll-um. Ef þú tókst ekki fólin-

sýru áður en þú varðst barnshafandi skaltu byrja að taka hana þegar þú kemst að því að þú ert barnshafandi. Varastu að taka A-vítamín en það gæti verið skaðlegt fóstrinu. D-vítamín örvar frásog kalks og fosfórs í meltingarvegi sem er nauðsynlegt fyrir heil-brigðar tennur og bein.

Mikilvægt er að taka D-vítamín fyrir heilsu barnsins fyrstu mánuði ævi þess. C-vítamín verndar frumur og heldur þeim heilbrigð-um. Kalk er mikilvægt fyrir tennur og bein barnsins þíns.

Unnið í samstarfi við

Icepharma

Pregnacare originalPregnacare original hentar öllum konur sem eru nú þegar barns-hafandi. Þær innihalda 19 mikilvæg vítamín og steinefni fyrir barns-hafandi konur og ófædd börn þeirra. Í töflunum eru 400 mcg af fólínsýru en það er magnið sem mælt er með að taka frá getnaði og til 12. viku meðgöngu. Auk þess er 10 mcg af D3 vítamíni. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að taka inn rétt magn af vítamínum og steinefnum á meðgöngu en Pregnacare original hefur séð til þess að hvert hylki innihaldi hæfilega mikið magn af næringarefnum. Hvert hylki inniheldur vítamín eins og B12 vítamín, D-, E-, C- og K-vítamín og steinefni á borð við magnesíum, sink og kopar. Pregnacare inniheldur hóflegan skammt af járni en ekki er mælt með að taka mikið af járni á meðgöngu. Óhætt er að byrja að taka Pregnacare Original hvenær sem er á meðgöngu.

Mælt er með brjóstagjöf allavega fyrstu 6 mánuðina. Það er mikilvægt fyrir mjólkandi mæður að fá öll nauðsynleg vítamín og steinefni til að framleiða næringarríka mjólk og viðhalda eigin heilsu. Pregnacare breast-feeding er búið til af sérfræð-ingum og inniheldur nauðsynleg vítamín, steinefni og fitusýrur til að fyrirbyggja næringarskort. Bæði hjá mæðrum með barn á brjósti og þeim sem eru það ekki. Samsetning taflanna tekur mið af alþjóðlegum rannsóknum og innihalda hóflega skammta af næringarefnum. Hver tafla inni-

heldur 700 mcg af kalki, K- og D-vítamíni og magnesíum. Auk þess inniheldur hver tafla 300 mg af DHA fitusýrum en þær stuðla að heilbrigðri heila- og augnstarf-semi hjá ungbörnum.

Pregnacare Conception auka líkurnar á þungun til muna samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Hún var unnin af University College London og The Royal Free Hospital yfir sex mánaða tímabil árið 2009 og náði til 58 kvenna á

aldrinum 19-40 ára sem voru í hefðbundinni ófrjósemis-meðferð. Þeim var skipt á tilviljunarkenndan hátt í tvo hópa. Annar hópurinn tók Pregnacare Conception daglega en hinn hópurinn tók 400 mcg af fólínsýru daglega.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að konurnar sem tóku Pregnacare voru líklegri til þess að verða barnshafandi en 67% kvennanna í Preg-nacare hópnum urðu barns-hafandi á móti 39% kvenna í hinum hópnum

Pregnacare conception

Mikilvægi fólinsýru og D-vítamíns

Hvaða vítamín eru nauðsynleg barns-hafandi konum?D-vítamínÞað er mikilvægt að þú fáir 10 mcg af D-vítamíni á dag í gegnum meðgönguna og ef þú ert með barn á brjósti. D-vítamín örvar frásog kalks og fosfórs í meltingarvegi sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigðar tennur og bein. Mikilvægt er að taka D-vítamín fyrir heilsu barnsins fyrstu mánuði ævi þess.

FólínsýraMikilvægt er að fá 400 mcg af fólinsýru á dag áður en þú verður barnshafandi og fram á 12. viku meðgöngu. Fólin-sýra minnkar hættuna á ákveðnum fæð-ingargöllum. Ef þú tókst ekki fólinsýru áður en þú varðst barnshafandi skaltu byrja að taka hana þegar þú kemst að því að þú ert barnshafandi.

C-vítamínC-vítamín verndar frumur og heldur þeim heilbrigðum.

KalkKalk er mikilvægt fyrir tennur og bein barnsins þíns.

Pregnacare breast-feeding

Page 9: Heilsa 24 10 2014

heilsaHelgin 24.—26. október 2014 9

K onur eru almennt að hreyfa sig meira á meðgöngu. Þær þora að gera meira.

Það virðist vera almenn vitundar-vakning í samfélaginu um það að hreyfing á meðgöngu sé góð fyrir andlega og líkamlega heilsu,“ segir Dagmar Heiða Reynisdóttir, hjúkr-unarfræðingur og þjálfari hjá Full-frísk. Þar er boðið upp á meðgöngu-tíma og mömmuleikfimi en Dagmar hefur sjö ára reynslu af því að kenna slíka tíma. „Í meðgönguleikfimina koma óléttar konur allt frá 12. viku og jafnvel á 40. viku. Sumar vilja koma fyrr og þær eru velkomnar,“ segir Dagmar. Hún leggur áherslu á að konurnar geta komið í tímana í hvernig formi sem er. „Þú þarft ekki endilega að vera í góðu formi. Ég býð upp á einstaklingsmiðaða þjálfun þar sem konurnar ráða álag-inu sjálfar. Ég er mikið með styrkt-aræfingar þar sem konurnar stjórna álaginu sjálfar en einnig þolæfingar sem henta þunguðum konum.“

Mömmuleikfimin hjá Fullfrísk hefur notið mikilla vinsælda en þar mega konurnar taka börnin með sér í tímana. „Þetta hefur reynst mjög vel og það er mjög mikil aðsókn í mömmutímana. Konum finnst gott að geta komið með barnið með sér frekar en að setja það í gæslu,“ seg-ir Dagmar, en konur hafa verið að koma með börnin sín í tímana þegar þau eru 4-6 vikna og uppúr.

Dagmar útskrifaðist úr hjúkr-unarfræði við Háskóla Íslands árið 2004 en B.S. verkefnið henn-ar fjallaði um líkamsrækt á með-göngu. Þá hefur hún sjálft glímt við grindargliðnun og nýtir sína eigin reynslu í þjálfunina. Hún segir það alveg óþarfi að forðast hreyfingu á meðgöngu nema sérstakar ástæð-ur séu til og að konur eigi um-fram allt að hlusta á líkama sinn. „Konur sem eru vanar að hreyfa sig mega yfirleitt halda áfram að gera það sem þær eru að gera. Á meðan konurnar eru hraustar þá finna þær sjálfar hvað þær geta gert. Á þessu eru þó undantekn-ingar því það eru ákveðnar æfingar sem henta ekki vel á meðgöngu.“ Dagmar segir mikilvægt að fara

hægt í sakirnar og hlusta vel á líkamann. Hún ráðleggur konum þó að stunda einhverja hreyfingu á meðgöngu, vegna þess hve góð hún er fyrir heilsuna. „Líkamsrækt á meðgöngu getur komið í veg fyrir stoðkerfisverki og þvagleka. Hún er líka góð fyrir andlegu hliðina því hún getur komið í veg fyrir með-göngu- og fæðingarþunglyndi og hefur jákvæð áhrif á svefn. Hóp-tímar veita manni líka félagsskap. Það er gaman að koma og hitta aðr-ar mömmur og spjalla og hreyfa sig saman.“

Nánari upplýsingar á www.full-frisk.com

Unnið í samstarfi við

Fullfrísk

Einstaklingsmiðuð þjálfun á meðgöngu

tíma rakadrægniAllt aðPampers leggur mikla áherslu á vöruþróun, með það að markmiði að bjóða bestu bleiu sem foreldrar geta valið fyrir börnin sín. Pampers hefur þróað nýtt og stærra yfirlag á bleiurnar sem dregur bleytu hraðar frá viðkvæmri húð barnsins. Húðin helst þurr og barnið getur sofið ótruflað lengur.

Pampers bleiur hafa nú fengið viðurkenningu fyrir gæði frá Skin Health Alliance, óháðum samtökum húðlækna sérfræðinga og vísindamanna á því sviði.

R annsóknir sýna að and-leg heilsa móður á með-göngu hefur áhrif á heilsu

barnsins. Álag og mikil streita á meðgöngu getur skaðað þroska barnsins. Hér eru fimm ráð sem verðandi mæður geta gripið til, til að stuðla að bættri heilsu barns og móður.

Talaðu við barniðFinnst þér skrýtið að tala við bumbuna? Það er alveg óþarfi því það er ein leið til að mynda tilfinningaleg tengsl við barnið þótt það sé enn í móðurkviði. Sumir halda því fram að það stuðli að friðsælli meðgöngu.

Leggðu þig oftVel úthvíldar mæður eru betur í stakk búnar til að takast á við álagið sem fylgir

meðgöngu en of mikið álag getur haft nei-kvæði áhrif á barnið.

Myndaðu tengslAthugaðu hvort það eru einhverjir mömmuklúbbar í grennd við þig. Margar mæður hópa sig saman á netinu og mynda mömmuklúbba til að sýna hvor annarri stuðning.

Syngdu fyrir barniðHeyrn þróast á 18. viku meðgöngu. Söngur hjálpar þér og barninu að slaka á og þannig lærir barnið að þekkja röddina þína.

Vertu skapandiFarðu í mömmuleikfimi eða meðgöngu-jóga, skrifaðu í dagbók, teiknaðu eða eldaðu eitthvað nýtt. Nýttu meðgönguna til að gera eitthvað sem nærir sálina.

5 leiðir að bættri heilsu barns og móður á meðgöngu

Andleg og líkamleg heilsa móður hefur

áhrif á barnið.

Mömmutímarnir hjá Fullfrísk hafa notið mikilla vinsælda. Mynd/Hari

Page 10: Heilsa 24 10 2014

heilsa Helgin 24.—26. október 201410

ElectroRice kemur á efnajafnvægi eftir niðurgangN iðurgangur er algengt

vandamál, sérstaklega hjá börnum. Við niðurgang

missir líkaminn mjög hratt vökva og elektrólíta sem eru honum lífsnauð-synlegir til þess að geta starfað. Til að koma á eðlilegri starfsemi í lík-amanum er grunnmeðferð við nið-urgangi að koma á vökvajafnvægi. Þetta á sérstaklega við hjá börnum. ElectroRice er bragðgóð lausn sem leyst er upp í vatni og er auðveld inn-töku þannig að auðvelt er að fá börn til að drekka hana.

ElectroRice er efni til inntöku vegna ofþornunar sökum niður-gangs „Oral Rehydration Solution“ (ORS). Lausnin er unnin úr hrís-grjónum samkvæmt stöðlum Al-þjóða heilbrigðismálastofnunarinn-ar (WHO).

ElectroRice tryggir hámarks upp-töku á vökva til að bæta fyrir það vökvatap sem verður vegna niður-gangs. Lausnina má nota fyrir börn frá þriggja mánaða aldri. Leita skal ráðlegginga hjá lækni ef gefa á ElectroRice börnum yngri en þriggja mánaða.

ElectroRice má nota hvort sem er fyrir börn eða fullorðna. Fullorðnir einstaklingar sem verða fyrir miklu vökvatapi vegna niðurgangspesta eða matareitrunar geta flýtt fyrir bata með því að taka inn Electro-Rice í ráðlögðum skömmtum. Þann-ig kemst vökvajafnvægi fyrr í rétt horf og líkaminn jafnar sig betur.

ElectroRice fæst í apótekum.

Unnið í samstarfi við

Ýmus ehf.

Kostir:Hrísgrjónalausnin dregur úr niðurgangi og hægir á vökvatapi.

Sterkjugrunnurinn (í stað glúkósu) hefur þau áhrif að það verður hæg losun á glukósumólikúlum. Lág osmósuþéttni (140 mosm/L) eykur upptöku á natríum, glúkósu og vatni.

Bragðgóð lausn er lykill-inn að því að barn fáist til að drekka hana.

Lausnin er einnig næring.

Þægilegt, pakkað í hæfi-lega skammta.

Guli miðinn Með barni og FólinsýraNauðsynlegir bakhjarlar þegar hugað er að barneignum og á meðgöngu.

A llar þungaðar konur vilja tryggja ófæddu barni sínu það besta. Því er nauðsynlegt að fá þau vítamín

og steinefni sem barnið þarfnast. Einnig vilja þær láta sér líða vel, huga að eigin heilsu og tryggja að líkami þeirra sjálfra fái það sem hann þarf á þessu skemmti-lega tímabili lífsins.

Guli miðinn, Með barni inniheldur öll þau vítamín og steinefni sem þunguð kona og ófætt barn hennar þarfnast, auk lífsnauðsynlegra fitusýra og fleiri mikil-vægra efna. Í blöndunni er beta karótín í stað A-vítamíns, sem hentar þunguðum konum betur og veldur ekki ofskömmt-un. Líkaminn umbreytir beta karótíni í virkt A-vítamín, en aðeins þeim skammti sem líkaminn þarfnast í hvert sinn.

Fólinsýran er nauðsynleg fyrir eðli-legan þroska fósturs og til að koma í veg fyrir alvarlega galla í taugakerfi þess.

Þessi tvenna er hverri barnshafandi konu nauðsynleg og gott að byrja inn-töku bætiefnanna um leið og hugað er að barneignum.

Guli miðinn fæst í matvöruverslunum, stórmörkuðum, apótekum og heilsubúð-um.

Unnið í samstarfi við

Heilsu ehf.

V erðandi foreldra gera sér yfirleitt grein fyrir því að það verður erfitt

að ná góðum nætursvefni eftir að barnið fæðist. En ekki all-ir gera sér grein fyrir að það getur verið erfitt að festa svefn á meðgöngunni. Það er venju-lega á seinni stigum meðgöng-unnar sem konur eiga erfiðara með svefninn.

Svefnleysi á meðgöngu má yfirleitt rekja til erfiðleika með að finna góða stellingu til að sofna. Aðrar ástæður gætu verið tíð þvaglát, hraður hjart-sláttur, erfiðleikar með andar-drátt, verkir í fótum og baki, brjóstsviði og hægðatregða.

Ráð fyrir góðan svefn á meðgöngu

Hér eru nokkur ráð sem má reyna til að ná betri svefni á meðgöngun Reyndu að venja þig á að sofa á hliðinni með hnén upp strax við upp-haf meðgöngu. Sumir læknar mæla sérstaklega með því að barnshafandi konur sofi á vinstri hliðinni til að hlífa lifrinni og auka blóðflæði til hjartans.

n Taktu út drykki sem innihalda koffín.

n Komdu þér í rútínu þar sem þú ferð að sofa og vaknar á sama tíma.

n Farðu í meðgöngujóga og kynntu þér slökunaraðferðir.

n Aflaðu þér upplýsinga um foreldra-hlutverkið og farðu á foreldranámskeið ef þú átt kost á því ef kvíðinn er mjög mikill.

n Ekki hafa of miklar áhyggjur ef þú nærð ekki að sofna. Stattu frekar upp og lestu bók, hlustaðu á tónlist eða horfðu á sjónvarpið þangað til þú finnur fyrir þreytu aftur.

Sumir læknar mæla með því að sofa á vinstri hliðinni á meðgöngu

Vantar þig gistingu í útlöndum?Gerðu Verðsamanburð á hóteltilboðum út um allan

heim oG bókaðu haGstæðasta kostinn á túristi.is.

T Ú R I S T I

Page 11: Heilsa 24 10 2014

heilsaHelgin 24.—26. október 2014 11

HUSK er 100% náttúrulegt „þarma

stillandi“ efni. HUSK er hreins

uð fræskurn indversku lækninga

jurtarinnar Plantago Psyllium.

HUSK er án sykurs eða bragðefna og

HUSK FÆST Í APÓTEKUM OG HEILSUVERSLUNUM

bætir starfsemi þarmanna á vægan hátt.

Náttúrulegar trefjar sem halda meltingunni í góðu formi

.geliksæ ure nusolaðgæh dlevðua go riðgæh rakújm mes raþ ruðætsða ðiv ranukton lit ;uðgertaðgæh irtálárþ ðiv raðrefðem lit fylurúttáN :ragnidnebÁ .ksuh aluhgapsI :infe tkriV :ukötnni lit tfud ksuH mu ragnisýlppUViðbótarmeðferð við einkennum niðurgangs af ýmsum orsökum og meðferð þegar þörf er á aukinni neyslu trefja, t.d. við iðraólgu. Skammtar og lyfjagjöf: Dagsskammtur fyrir fullorðna, aldraða og börn eldri en 12 ára: 2-3 mæliskeiðar (3-5 g) kvölds og morgna. Blanda skal u.þ.b. 5 g með 150 ml af köldu vatni, mjólk, ávaxtasafa eða öðrum drykkjum, hræra rösklega og drekka svo fljótt sem mögulegt er. Drekka skal að auki nægilegan vökva. Taka skal náttúrulyfið inn að deginum a.m.k. hálfri til einni klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Frábendingar: Ispaghula husk er ekki ætlað sjúklingum með hægðateppu eða einkenni frá kviðarholi af ógreindum orsökum, kviðverki, ógleði eða uppköst, nema að ráði læknis. Ispaghula husk er heldur ekki ætlað sjúklingum sem hafa þrengingar í meltingarvegi, sjúkdóma í vélinda eða magaopi, þaninn ristil, sykursýki sem erfitt er að meðhöndla eða ofnæmi fyrir ispaghula eða einhverjum öðrum innihaldsefnum náttúrulyfsins.Varnaðarorð: Fyrirstaða getur myndast í meltingarvegi ef vökvaneysla er ekki nægileg samhliða notkun náttúrulyfsins. Ef kyngingarörðugleikar hafa einhvern tíma átt sér stað eða um sjúkdóma í koki er að ræða skal ekki nota náttúrulyfið. Sjúklingar með bráðan bólgusjúkdóm í melt-ingarvegi eða truflanir í saltbúskap ættu ekki að nota náttúrulyfið. Milliverkanir: Frásogi annarra lyfja sem tekin eru samhliða, t.d. kalsíums, járns, litíums og sinks, vítamína (B12), glýkósíða með verkun á hjarta og kúmarín afleiða getur seinkað. Af þessum ástæðum skal taka náttúrulyfið a.m.k. hálfri til einni klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Gæta þarf varúðar þegar lyf sem draga úr hreyfanleika maga og þarma (morfínlík lyf, lóperamíð) eru notuð samhliða vegna hættu á teppu í meltingarvegi. Aukaverkanir: Vindgangur og kviðverkir geta átt sér stað við notkun náttúrulyfsins, einkum í upphafi meðferðar. Þaninn kviður, hætta á fyrirstöðu í görnum eða vélinda og hægðateppa, sérstaklega ef vökvaneysla er ekki nægilega mikil. Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja náttúrulyfinu. 10 desember 2008.

www.ebridde.is

úrulegar trefjf ar sem halda ingunni í góðu formi

ðgæhrakújmmesraþruðætsðaðivranuktonlit;uðgertaðgæhirtálárþðivraðrefðemlitfylurúttáN:ragnidnebÁ.ksuhaluhgapsI:infetkriV:ukötnnilittfudksuHmuragnisýlppUViðbótarmeðferð við einkennum niðurgangs af ýmsum orsökum og meðferð þegar þörf er á aukinni neyslu trefja, t.d. við iðraólgu. Skammtar og lyfjagjöf: Dagsskammtur fy12 ára: 2-3 mæliskeiðar (3-5 g) kvölds og morgna. Blanda skal u.þ.b. 5 g með 150 ml af köldu vatni, mjólk, ávaxtasafa eða öðrum drykkjum, hræra rösklega og drekka svo fljóttnægilegan vökva. TakaTT skal náttúrulyfið inn að deginum a.m.k. hálfri til einni klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Frábendingar: Ispaghula husk er ekeða einkenni frá kviðarholi af ógreindum orsökum, kviðverki, ógleði eða uppköst, nema að ráði læknis. Ispaghula husk er heldur ekki ætlað sjúklingum sem hafa þrengingar ímagaopi, þaninn ristil, sykursýki sem erfitt er að meðhöndla eða ofnæmi fyrir ispaghula eða einhverjum öðrum innihaldsefnum náttúrulyfsins.Varnaðarorð: Fyrirstaða getur mer ekki nægileg samhliða notkun náttúrulyfsins. Ef kyngingarörðugleikar hafa einhvern tíma átt sér stað eða um sjúkdóma í koki er að ræða skal ekki nota náttúrulyfið. Sjúkliningarvegi eða truflanir í saltbúskap ættu ekki að nota náttúrulyfið Milliverkanir: Frásogi annarra lyfja sem tekin eru samhliða t d kalsíums járns litíums og sinks vítamína (B

HUSK eK r 100% náttúrulegt „þarmastillandi“ efni. HUSK eK r hreinsuð fræskurn indversku lækningajurtarinnar Plantago Psyllium.

HUSK eK r án sykurs eða bragðefna og

HUSK FÆST Í APÓTEKUM OG HEILSUVERSLUNUM

bætir starfsemi þarmanna á vægan hátt.

www.ebridde.is

g g

LÆKNAR

MÆLA MEÐ

HUSK!

Á www.nmb.is getur þú kannað mataræði þitt og fengið einstaklingsmiðaða endurgjöf sem byggir á nýjustu þekkingu.

Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á vöxt, þroska og heilsu barnsins til æviloka.

Færð þú nóg af næringarefnum sem nauðsynleg eru fyrir fósturþroska?

Hreyfing hefur góð áhrif á þroska og vöxt barna. Þú getur hjálpað barninu að hreyfa sig með því að leika við það og sjá til þess að það geti hreyft sig frjálslega og örugglega. Þegar barnið byrjar að geta gengið, án þess að styðja sig við, skaltu reyna að halda því á hreyfingu í samtals þrjá tíma á dag. Börn sem horfa mikið á sjón-varpið eru ekki jafn virk.

Öll börn þurfa hreyfingu

Reyndu að auka virkni barna með ráðunum hér að neðan:

Að ganga umÆfingin skapar meistarann. Þegar barnið byrjar að ganga skaltu leyfa því að ganga með þér, frekar en að nota kerru.

UngbarnasundÞað er gott fyrir ungabörn að hreyfa sig í vatninu.

Að liggja á maganumAð setja börn á magann kennir þeim að velta sér og skríða í átt að hlutum sem fangar auga þeirra.

Knús og nuddJafnvel ungabörn geta verið mjög virk. Taktu barnið úr vögg-unni og knúsaðu það eða nuddaðu. Það er góð leið til að mynda tengsl við barnið. Börnum finnst gaman að sparka og rugga sér til og vertu því viss um að þau hafi nóg pláss til að hreyfa sig.

Söngur og spjallBörn hafa gaman af söng og spjalli. Klapp-aðu saman höndunum þeirra þegar þú syngur fyrir þau.

LeiktímiHvers konar leikir hjálpa börnum að eiga samskipti, líka þegar þau eru mjög lítil. Dót og hlutir sem börn geta togað í og ýtt á eru einfaldar leiðir til að örva barnið og bæta samhæfingu þeirra.

Pláss til að skríðaPassaðu að barnið hafi nægilegt pláss í stofunni þegar það byrjar að skríða.

Börn þurfa hreyfingu og því er mikilvægt að þau séu frjáls til að hreyfa sig. Stundum geta þau ekki hreyft sig af því þau eru spennt niður eða eru í of þröngum fötum. Reyndu að taka eftir merkjum þess að barnið vilji hreyfa sig en geti það ekki.

Page 12: Heilsa 24 10 2014

heilsa Helgin 24.—26. október 201412

S toðmjólk er mjólk sem ætluð er börnum frá sex mánaða til tveggja ára aldurs. Hún var

þróuð af MS að beiðni og í samvinnu við samstarfshóp um næringu ung-barna á vegum Manneldisráðs, Land-læknisembættisins, barnalækna við Landspítala-háskólasjúkrahús, félags

barnahjúkrunarfræðinga og félags heilsugæsluhjúkrunarfræðinga.

Stoðmjólk er unnin úr íslenskri kúa-mjólk og mælt er með notkun hennar í stað nýmjólkur fyrir börn frá sex mán-aða til tveggja ára aldurs. Við fram-leiðslu hennar er tekið sérstakt tillit til næringarþarfa ungra barna og hún er

líkari móðurmjólk að samsetningu en venjuleg kúamjólk. Stoðmjólk hefur lægra próteininnihald en kúamjólk en það, ásamt járnbætingu Stoðmjólkur, hefur jákvæð áhrif á járnbúskap barna sem er viðkvæmur á þessu aldurs-skeiði. Einnig er bætt í Stoðmjólk C-vítamíni sem örvar járnupptöku.

Stoðmjólk hentar vel til notkunar samhliða brjóstagjöf en mælt er með áframhaldandi brjóstagjöf svo lengi sem hugur stendur til hjá móður. Sam-kvæmt nýjustu rannsóknum hafa þess-ar breyttu ráðleggingar haft jákvæð áhrif á járnbúskap þessa aldurshóps, hann mælist nú mun betri en áður.

MS-Stoðmjólk er seld í 500 ml fernu sem talin er hæfilegur dagskammtur af mjólk og mjólkurmat þegar barnið er farið að borða úr öllum fæðuflokk-um.

Kynning

MS

Stoðmjólk - fyrir börn frá 6 mánaða til 2 ára aldurs