góðgerðadaganotabene

12
GÓÐGERÐADAGA NOTA BENE RÉTTU HJÁLPARHÖND - TAKTU ÞÁTT 1. tbl. skolaársins 2012-2013

Upload: lilja-gudbjoerns

Post on 18-Mar-2016

215 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Skólablað NFSu

TRANSCRIPT

Page 1: GóðgerðadagaNotaBene

GÓÐGERÐADAGANOTA BENE

GÓÐGERÐADAGA

NOTA BENE

RÉTTU HJÁLPARHÖND - TAKTU ÞÁTT

1. tbl. skolaársins 2012-2013

Page 2: GóðgerðadagaNotaBene

NOTA BENE1. tölublað skólaársins2012-2013Október 2012Útgefandi:Nemendafélag FjölbrautaskólaSuðurlands

Ritstjóri:Lilja Viktoría

Ritstjórn:Hildur RóbertsRúna KristinsUna RósMagnús ÁgústLea BirnaGuðrún BínaÞuríður Elva

Umbrot & hönnun:Lilja Viktoría

LjósmyndirNemendaráð FSuRitstjórnVeraldavefurinn

Þar sem þetta blað er tileinkað

góðgerðadögum Fjölbrautaskóla

Suðurlands er það náttúrulega sjálfsagt

að skrifa aðeins um þá sem minna

mega sín og reyna að hvetja sem flesta

til þess að gera eitthvað sem í þeirra

veldi stendur til að gera eitthvað gott

fyir þau. Þó það sé ekki nema að borga

smá klink í bauk sem rennur til barna í

neyð eða borga smá upphæð á mánuði í

SOS-barnaþorpin. Það skiptir allt máli.

Dagsdaglega hugsar maður ekki mikið

um hversu bágt sumt fólk í heiminum á.

Maður lifir sínu lífi, eins og eðlilegt er,

án þess að hugsa út i það hversu

ótrúlega gott við höfum það hér á

Íslandi. Við vælum oft yfir þvi að við

komumst ekki i tölvu í viku eða tvær af

því að talvan okkar fór í viðgerð. Mörg

börn í heiminum vita ekki einu sinni

hvað talva er. Við nöldrum yfir þvi að

það sé sko ekkert gott í matinn heima,

bara soðinn fiskur og kartöflur. Börnin í

Afriku myndu gera svo mikið til að fá

aðeins örfáa bita af þessum mat.

Ég veit að sumum finnst þetta hljóma

rosalega klisjukennt og sumir forðast

það m.a.s. að lesa um góðgerðarmál

þegar verið er að fjalla um þetta en er

það ekki frekar sjálfselskt? Er það ekki

rétt sem mömmur okkar sögðu við

okkur þegar við vorum lítil og vildum

ekki það sem var i matinn; ,,Hugsaðu

um börnin i Afríku".?

Þetta er náttúrulega hárétt. Við ættum

alltaf að reyna að gera eitthvað sem í

okkar valdi stendur til að betrumbæta

heiminn, þó það sé ekki nema að taka

þátt i Góðgerðadögum FSu sem eru nú

í gangi.

Láttu sjá þig og taktu þátt!

Hver króna getur skipt máli.

Kær kveðja,

Lilja Viktoria

HUGLEIÐINGAR RITSTÝRU

Page 3: GóðgerðadagaNotaBene

HVAÐ ER Í BLAÐINU?Góðgerðadagar hvað? 3Rauði krossinn 4Sjálfboðarliði í Ghana 5Fatabúð Rauða Krossins 6-7KILROY 7Fræga fólkið og þróunarlöndin 8Vissir þú að...? 9Myndir segja meira en þúsund orð 10-11

GÓÐGERÐADAGAR HVAÐ?Góðgerðadagar eru haldnir í fyrsta sinn

í Fjölbrautaskóla Suðurlands dagana 3.

- 5. október. Tilgangur daganna er að

safna penings sem rennur til

góðgerðamála, eins og nafnið gefur til

kynna. Ýmislegt gengur á í skólanum

þessa dagana og þú getur lagt þitt af

mörkum til þess að styrkja þetta

málefni.

Til dæmis má nefna fatatombólu,

sketcha íþróttaráðs, tónlistaratriði,

fyrirlestur frá Kilroy og síðast en ekki

síst "Kennarar vs. Nemendur",

góðgerðaleikur sem verður haldinn í

Iðu föstudaginn 5. október.

Auk þess verður haldin kvöldvaka

fimmtudaginn 4. október og koma þar

t.d. fram Þorsteinn Guðmundsson og

Gummi Tóta ásamt ýmsu öðru

skemmtilegu sem þú ættir ekki að láta

fram hjá þér fara.

Einnig verða nemendur FÉL 313 með

ýmislegt í gangi í vikunni og má þar til

dæmis nefna kökubasar þar sem þú

getur keypt þér bakkelsi fyrir smá

pening!

Stofnuð var líka áheitasíða þar sem

nemendur skólans skora á hvort annað

til að gera eitthvað fyrir pening sem

rennur svo til Rauða Krossins. Ýmislegt

hefur gengið þar á og er hægt að skoða

það á facebook undir "Áskorun til góðs

Góðgerðardagar NFSu 2012".

Eins og áður kom fram rennur allur

peningur til Rauða Krossins og er þetta

því tilvalið tækifæri til að láta gott af

sér leiða og veita hjálparhönd.

Page 4: GóðgerðadagaNotaBene

RAUÐI KROSSINNHreyfing Rauða krossins og Rauða

hálfmánans er útbreiddasta og

fjölmennasta mannúðarhreyfing heims

með starfsemi í flestum ríkjum.

Tilgangur hreyfingarinnar er að vernda

líf og heilsu berskjaldaðra hópa og

tryggja virðingu fyrir mannlegu lífi.

Hreyfingin byggist á sjálfboðnu starfi.

Landsfélög Rauða krossins og Rauða

hálfmánans veita aðstoð og dreifa

hjálpargögnum í hverju landi fyrir sig.

Þannig tryggir Rauðakrosshreyfingin

að hjálpin komist beint til skila til

þeirra hópa sem mest þurfa á aðstoð að

halda. Landsfélög Rauða krossins og

Rauða hálfmánans eru 187. Einungis

eitt Rauða kross félag má starfa í

hverju landi. Saman mynda Alþjóðaráð

Rauða krossins, Alþjóðasambandið og

landsfélögin alþjóðahreyfingu Rauða

krossins og Rauða hálfmánans.

Stofnandi Rauða krossins var Henry

Dunant.

Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) var

stofnað 20. október 1863 og

Alþjóðasamband landsfélaga Rauða

krossins og Rauða hálfmánans var

stofnað árið 1919.

Alþjóðlegt hjálparstarfRauða kross

Íslands nær á hverju ári til þúsunda

fórnarlamba hamfara, ófriðar og

örbirgðar um allan heim.

Langar þér að vera Mannvinur? Ef já,

þá endilega farðu inná

http://raudikrossinn.is/page/rki_hvad_a

lthjodaverkefni_mannvinir og skráðu

þig! Sem mannvinur styður þú

langtímastarf í þágu einstaklinga sem

búa við miklar þrengingar.

Í Malaví styður þú alnæmissmitaða til

sjálfshjálpar og munaðarlaus börn til

mennta og þroska.

Í Síerra Lone styður þú athvarf þar sem

150 ungmenni sem upplifðu hrylling

borgarastyrjaldar læra að lesa og skrifa

og stunda iðnnám af ýmsum toga.

Í Palestínu styður þú sálrænan stuðning

við 6.600 börn, 10 - 12 ára, sem búa

við stöðuga óvissu og spennu.Í Hvíta-

Rússlandi styður þú baráttuna gegn

mansali og hjálpar Rauða krossinum

að dreifa fatnaði til barna efnalítilla

foreldra.

Mannvinir Rauða krossins gera okkur

kleift að veita von þar sem engin er

fyrir.

(Tekið af síðu Rauða Kross Íslands.

http://raudikrossinn.is)

Page 5: GóðgerðadagaNotaBene

Hvers vegna fórstu út sem

sjálfboðarliði og afhverju valdiru

Ghana ?

Ég hef haft mikla ástríðu fyrir að hjálpa

þeim sem minna mega sín og m.a. styrkt

barn í afríku síðan ég var 16 ára. Ég

ákvað að taka af skarið eitt sumarið og

láta gott afmér leiða. Ég valdi Ghana

ekki af neinni sérstakri ástæðu heldur

valdi ég bara nokkur lönd sem mér fannst

forvitnileg og varð Ghana fyrir endanlegu

vali en það skipti mig í rauninni ekki

miklu hvert ég væri að fara, bara að ég

væri að fara að hjálpa hverjum þeim sem

myndu fá hjálpina.

Er mikill menningarmunur á Íslandi

og Afríku?

Að sjálfsögðu er mikill menningarmunur,

þetta eru allt aðrir heimar. Ef ég á að

nefna eitthvað dæmi þá fann ég frekar

mikið fyrir því að það var konan sem var

heima að þrífa og elda á meðan karlinn

var úti að vinna fyrir heimilinu. Ég var á

frekar góðum stað ef svo má kalla en

samt voru margir hlutir sem við tökum

sem sjálfsögðum, ekkert svo sjálfsagðir

þar og má þar nefna t.d.hús, vatn, mat og

rúm en það voru hlutir sem þurfti að

berjast fyrir.

Hvað er það helsta sem þú lærðir af

fólkinu?

Að hamingjan kemur ekki af dauðum

hlutum heldur kemur hún af því að eiga

góða að. Þetta hljómar eins og mesta

klisja en það var eitthvað við það að vera

úti sem gerði mér grein fyrir því hvað

þessi orð virkilega þýða. Það sem sló mig

fyrst þegar ég kom var að krakkarnir

fengu stundum kex og hversu mikið sem

þau voru búin að lemja hvort annað og

rífast til að fá athygli frá okkur

sjálfboðaliðunum deildu þau kexinu

undantekningarlaus á milli sín þó það

væru ekki nema nokkrar milsnur eftir.

Þetta snart mig mjög mikið og mun ég

alltaf geyma þetta hjá mér.

Myndiru mæla með því fyrir aðra að

fara sem sjálfboðarliði út?

Já, alveg klárlega. Þetta er reynsla sem

maður verður að upplifa sjálfur til þess

að finna fyrir því sem gerist út í

heiminum, hvort sem það er að vinna á

munaðarleysingjahæli eins og ég gerði

eða eitthvað annað. Maður veit að

sjálfsögðu hversu margt slæmt er að

gerast en þú veist það í rauninni ekki

fyrir víst fyrr en þú hefur komist í

raunverulega snertingu við það.

SJÁLFBOÐARLIÐI Í GHANAVIÐTAL VIÐ SIF SIGURÐARDÓTTUR

Page 6: GóðgerðadagaNotaBene

FATABÚÐRAUÐA

KROSSINS

Í rauðakross búðinni voru allar þessar fínu flíkur á undir 3000krónunum.Búðin er neðarlega á laugarveginum, og ætti ekki að fara framhjáneinum.Allir starfsmenn búðarinnar eru sjálfboðaliðar, endilega kíkið við ogstyrkið gott málefni og á sama tíma að bæti við í fataskápinn.

Page 7: GóðgerðadagaNotaBene

KILROYEfykkur langar að vita hvað KILROY

er þá myndi ég lesa áfram. KILROY

eru samtök sem sérhæfa sig í þjónustu

og vörum sem sérsniðnar eru fyrir ungt

fólk og námsmenn. Hversu

skemmtilegt!

Ef þér langar að fara út að læra eða

bara ferðast þá er KILROY akkurat

samtökin sem hjálpa þér með allt

varðandi þína ferð. Þau bjóða upp á

bakpokaferðalög og óhefðbundin

ævintýri. Einnig er hægt að fá fría

ráðgjöf hjá eitthverjum elskulegum

starfsmanni hjá samtökunum til þess að

vita meira um námið sem þér langar að

byrja í.

Já, þið hélduð að þetta væri það ein

sem þeira bjóða upp á. En það er sko

heldur betur ekki! KILROY býður

einnig upp á frítt blogg svo að vinir og

ættingjar geti fengið að vita allt um

hvernig ferðin þín er búin að vera eða

hvernig þér gengur í náminu.

KILROY er líka með hópferðir í boði.

KILROY er með yfir 38 áfangastaði í

kringum allan heim sem þú lesandi

góður getur ferðast til.

Samtökin eru með mjög spennandi

sjálfboðaliðastarf í mörgum löndum.

Að fara út sem sjálfboðaliði getur verið

krefjandi andlega og líkamlega. Það

sem þú getur gert sem sjálfboðaliði úti í

heimi er til dæmis að kenna börnum

ensku í Bali eða vinna á

munaðarleysingjahæli í Goa í Indlandi.

Það er svo gott fyrir hjartað að gefa af

sér til þeirra sem minna mega sín. Ef

eitthvað af því sem var nefnt hér að

ofan vekur áhuga þinn. Hvortsem það

er að fara á bakpokaferðalag með kæró

eða í sjálfboðaliðastarfmeð besta

vini/vinkonu þinni þá er KILROY

akkurat samtökin sem þú ert að leita af.

Tjékkaðu á http://www.kilroy.is og fáðu

allar upplýsingarnar beint í æð!

Gefðu af þér, það er svo gott.

Page 8: GóðgerðadagaNotaBene

FRÆGA FÓLKIÐ OG ÞRÓUNARLÖNDINVinsælt er hjá fræga fólkinu að láta gott af sér leiða og þess vegna styrkja margir frægir einstaklingar ýmis málefni og láta í

sér heyra í sambandi við þróunarstörf. Einnig er mikið um það að fólk í Hollywood ættleiði börn frá þróunarlöndum sem búa

við bágstödd kjör og veita þeim betra líf.

Madonna er ein af þeim Hollywood stjörnum

sem ættleitt hefur börn frá Afríkuríkjunum,

hún ættleiddi David árið 2006 og Mercy árið

2010, en bæði eru þau frá Malavíu.

Stór frumkvöðull í góðgerðarstarfi í heiminum er Oprah Winfrey,

en hún stofnaði og heldur uppi samtökunumAngel Network. Með

þeim samtökum hefur hún látið margt gott af sér leiða. Samtökin

hafa meðal annars byggt yfir 55 skóla í 1 2 þróunarlöndum, keypt

skólabúninga og aðföng fyrir yfir 1 milljón bandaríkja dollara

fyrir börn í Suður Afríku svo eitthvað megi nefna, og þannig

mætti áfram telja.

Angelina Jolie og Brad Pitt eiga sex börn og eru þrjú af

þeim ættleidd frá þróunarlöndum, það eru þau Maddox,

Pax og Zahara.

Sandra Bullock á einnig ættleiddan son, sem hún

ættleiddi fyrir tveimur árum. Sá drengur heitir

Louis Bullock.

Page 9: GóðgerðadagaNotaBene

VISSIR ÞÚ AÐ....?» Afríka er næst fjölmennasta heimsálfa á eftir Asíu.

» Afríka er fátækasta heimsálfan.

» Afríku búa um það bil 550 milljónir manna sem eru sirka 10% íbúar jarðar en þrátt fyrir það sé einungis 1% af

iðnvarningi framleitt þar.

» Meðalfjöldi barna á hverja konu í Namibíu er 5,7 en á Íslandi er það 2,1 .

» 1 af hverjum 7 í heiminum fara að sofa svangir.

» 1 af hverjum 4 börnum í þróunarlöndunum eru alltof létt.

» Það eru fleiri svangir í heiminum heldur en saddir.

» 925 milljónir manna hafa ekki nóg að borða og að 98% af þeim búa í þróunarlöndunum.

» 925 milljónir manna erufleiri en samanlagt allir þeir sem búa í Bandaríkjunum, Kanada og Evópu.

» Að 2/3 hluta þeirra sem lifa við hungursneið búa einungis í sjö löndum; Bangladesh, Kína, Kongó, Eþíópía, Indland,

Indónesíu og Pakistan.

» Í Asíu og The Pacific eru staðan verst en þar eru 578 milljón manns sem lifa við hungurssneið.

» Í löndum sunnan Sahara í Afríku eru 239 milljón manns sem lifa við hungurssneið.

» 60% af þeim sem lifa við hungurssneið eru konur.

» Árlega deyja um það bil 300.000 konur í fæðingu í þróunarlöndunum þar sem 50% óléttra kvenna þar fá ekki rétta

umönnun

» Þriðjungur allra barna sem í löndum sunnan Sahara deyja vegna hungurs.

» 10,5 milljónir barna deyja í þróunarlöndunum áður en þau ná 5 ára aldri.

» Hverja 5 sekúndna fresti deyr barn í heiminum vegna sjúkdómum tengdum hungursneið.

» Meira en 11 milljónir barna deyja á hverju ári vegna malaríu, niðurgangs eða lungnabólgu.

» 90% allra barna og 60% allra kvenna með HIV/AIDS búa í Sub-Saharan Afríku.

» 22,000 barna deyja á hverjum degi vegna fátæktar.

» 1 ,7 billjón manns hafa ekki aðgang að hreinu vatni.

Page 10: GóðgerðadagaNotaBene

MYNDIR SEGJA MEIRA EN ÞÚSUND ORÐ

Page 11: GóðgerðadagaNotaBene

MYNDIR SEGJA MEIRA EN ÞÚSUND ORÐ

Page 12: GóðgerðadagaNotaBene

TAKK FYRIROKKUR OGSKEMMTIÐYKKUR Á

GÓÐGERÐADÖGUM! :)