framtíð háskóla á Íslandi í ljósi sögunnar framtidhaskola.pdfannarri stöðu eða verða...

20
1 JTJ / 04.11.02 Framtíð háskóla á Íslandi í ljósi sögunnar 1 Erindi flutt á málþingi menntamálaráðuneytisins um háskólastigið í Reykjavík, 19. febrúar 2000. Það er sagt að erfitt sé að spá um framtíðina. Ég er ósammála því og held að hægt sé að spá nokkuð rétt fyrir um margt sem máli skiptir. Og það getur verið gagnlegt að skyggnast inn í framtíðina. Hvernig breytist háskólamenntun næsta aldarfjórðunginn hér á landi? Um hvað verða átök? Að hverju þurfa skipuleggjendur háskóla að gefa mestan gaum? Er háskólastigið hér á landi í annarri stöðu eða verða breytingarnar aðrar en almennt gerist í nágrannalöndum okkar? Lítum aðeins til baka. Árið 1847, fyrir rúmum 150 árum, var stofnuð háskóladeild á Íslandi, – þá tók til starfa tveggja ára prestaskóli. Athugun á þessari breytingu varpar ljósi á ýmislegt sem gerðist síðan og þá þegar sáust nokkur einkenni þróunar háskóla sem verið hafa áberandi alla tíð síðan og verða líkast til áfram. Með stofnun háskóladeildarinnar var hið eiginlega hlutverk Lærða skólans viðurkennt. Þegar um miðja 19. öld var helsta verkefni hans að veita ungum mönnum almennan undirbúning undir háskólanám og þetta hlutverk ryður embættismenntuninni, starfsmenntuninni út úr skólanum (og upp um skólastig). Verið var að viðurkenna og staðfesta breytingu sem var í vissum skilningi fyrir löngu orðin. Þessi breyting átti sér allnokkurn aðdraganda. Í a.m.k. 20 ár hafði nokkuð verið rætt um þennan möguleika meðal Íslendinga og breytingar af þessu tagi verða ekki allt í einu. Að öllu samanlögðu breytist skólakerfið frekar rólega. Brautin sem stofnuð var í upphafi var stutt námsbraut og talsverður tími leið þangað til hún lengdist, en þau verða einmitt örlög flestra stuttra námsbrauta. En þrátt fyrir að nú væri til raunveruleg háskóladeild – og þrátt fyrir að hér væru síðar stofnaðar lækna- og lagadeildir þótti engum sem hér hefði verið stofnaður háskóli fyrr en bætt hafði verið við heimspekideild. Þess vegna varð ekki til Háskóli Íslands fyrr en 1911. Raunar er deilan um hvað sé raunverulegur háskóli aldagömul og hefur verið áberandi allan seinni hluta þessarar aldar víða í Evrópu. Allt eru þetta atriði sem skipta miklu máli í umræðu um þróun skólakerfisins ekki síst háskólastigsins. Fyrri hluti erindisins: Tölur og spár En hvað hefur gerst síðan? Ég ætla fyrst að draga fram hér það sem einfalt er að sýna. Skólasókn er einfaldasti mælikvarði sem ég finn og ég ætla því að nota hann í upphafi. Skólasókn ræður auðvitað miklu í umræðu um þróun háskólastigsins. 2 1 Þessi texti ber það með sér að erindið var ekki fullskrifað við flutning, heldur flutt með tilvísun í myndir sem varpað var á sýningartjald. Einstaka kaflar í síðari hluta erindisins voru ekki lesnir vegna þess tímaramma sem skammtaður var. 2 Umfjöllunin um fjöldatölur byggir að mestu leyti á Jón Torfi Jónasson (1999). The Predictability of Educational Expansion: Examples from Secondary and Higher Education. Í Higher Education at the Crossroads. Tradition or Transformation? Ritstj. I. Fägerlind, I. Holmesland, & G. Strömqvist. Stockholm: Institute of International Education. Stockholm Univeristy. [Bls. 113-131.] og Jón Torfi Jónasson (2000). Þróun háskólastigs á Íslandi. Í Rannsóknir í félagsvísindum III. Ritstj. Friðrik H. Jónsson. Reykjavík: Félagsvísindastofnun HÍ, Hagfræðistofnun HÍ, Háskólaútgáfan. [Bls. 147-169.]

Upload: others

Post on 26-Jan-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • 1 JTJ / 04.11.02

    Framtíð háskóla á Íslandi í ljósi sögunnar1

    Erindi flutt á málþingi menntamálaráðuneytisins um háskólastigið

    í Reykjavík, 19. febrúar 2000. Það er sagt að erfitt sé að spá um framtíðina. Ég er ósammála því og held að hægt sé að spá nokkuð rétt fyrir um margt sem máli skiptir. Og það getur verið gagnlegt að skyggnast inn í framtíðina. Hvernig breytist háskólamenntun næsta aldarfjórðunginn hér á landi? Um hvað verða átök? Að hverju þurfa skipuleggjendur háskóla að gefa mestan gaum? Er háskólastigið hér á landi í annarri stöðu eða verða breytingarnar aðrar en almennt gerist í nágrannalöndum okkar? Lítum aðeins til baka. Árið 1847, fyrir rúmum 150 árum, var stofnuð háskóladeild á Íslandi, – þá tók til starfa tveggja ára prestaskóli. Athugun á þessari breytingu varpar ljósi á ýmislegt sem gerðist síðan og þá þegar sáust nokkur einkenni þróunar háskóla sem verið hafa áberandi alla tíð síðan og verða líkast til áfram. Með stofnun háskóladeildarinnar var hið eiginlega hlutverk Lærða skólans viðurkennt. Þegar um miðja 19. öld var helsta verkefni hans að veita ungum mönnum almennan undirbúning undir háskólanám og þetta hlutverk ryður embættismenntuninni, starfsmenntuninni út úr skólanum (og upp um skólastig). Verið var að viðurkenna og staðfesta breytingu sem var í vissum skilningi fyrir löngu orðin.

    Þessi breyting átti sér allnokkurn aðdraganda. Í a.m.k. 20 ár hafði nokkuð verið rætt um þennan möguleika meðal Íslendinga og breytingar af þessu tagi verða ekki allt í einu. Að öllu samanlögðu breytist skólakerfið frekar rólega.

    Brautin sem stofnuð var í upphafi var stutt námsbraut og talsverður tími leið þangað til hún lengdist, en þau verða einmitt örlög flestra stuttra námsbrauta.

    En þrátt fyrir að nú væri til raunveruleg háskóladeild – og þrátt fyrir að hér væru síðar stofnaðar lækna- og lagadeildir þótti engum sem hér hefði verið stofnaður háskóli fyrr en bætt hafði verið við heimspekideild. Þess vegna varð ekki til Háskóli Íslands fyrr en 1911. Raunar er deilan um hvað sé raunverulegur háskóli aldagömul og hefur verið áberandi allan seinni hluta þessarar aldar víða í Evrópu.

    Allt eru þetta atriði sem skipta miklu máli í umræðu um þróun skólakerfisins ekki síst háskólastigsins.

    Fyrri hluti erindisins: Tölur og spár En hvað hefur gerst síðan? Ég ætla fyrst að draga fram hér það sem einfalt er að sýna. Skólasókn er einfaldasti mælikvarði sem ég finn og ég ætla því að nota hann í upphafi. Skólasókn ræður auðvitað miklu í umræðu um þróun háskólastigsins.2

    1 Þessi texti ber það með sér að erindið var ekki fullskrifað við flutning, heldur flutt með tilvísun

    í myndir sem varpað var á sýningartjald. Einstaka kaflar í síðari hluta erindisins voru ekki lesnir vegna þess tímaramma sem skammtaður var.

    2 Umfjöllunin um fjöldatölur byggir að mestu leyti á Jón Torfi Jónasson (1999). The Predictability of Educational Expansion: Examples from Secondary and Higher Education. Í Higher Education at the Crossroads. Tradition or Transformation? Ritstj. I. Fägerlind, I. Holmesland, & G. Strömqvist. Stockholm: Institute of International Education. Stockholm Univeristy. [Bls. 113-131.] og Jón Torfi Jónasson (2000). Þróun háskólastigs á Íslandi. Í Rannsóknir í félagsvísindum III. Ritstj. Friðrik H. Jónsson. Reykjavík: Félagsvísindastofnun HÍ, Hagfræðistofnun HÍ, Háskólaútgáfan. [Bls. 147-169.]

  • 2 JTJ / 04.11.02

    Ég set hér fram fjöldatölur, nánast alltaf sem hlutfall af viðeigandi árgangsstærðum til þess að spegla menntunarstigið fremur en fólksfjölgun. Ég byrja á því að setja fram tölur fram til ársins 1970 og set eins konar vörðu þar. Það er gert vegna þess að miklar breytingar hafa orðið á þeim 30 árum sem liðin eru síðan og engin ástæða til annars en að ætla að minnsta kosti jafnmiklar breytingar ættu að verða á næstu 20-30 árum. Um og uppúr 1970 telja sumir að eitthvað nýtt og dramatískt hafi gerst í íslensku háskólastarfi. Jafnframt ætla ég að biðja ykkur um að hugsa um næstu 30 ár (fram til 2030) í ljósi reynslunnar.

    Allir íslenskir háskólanemar á Íslandi. Hlutfall (%) af meðalárgangi 20-24 ára.

    0

    1020

    3040

    50

    6070

    8090

    100

    1910

    1920

    1930

    1940

    1950

    1960

    1970

    Mynd 1. Fjöldi nemenda sem skráðir eru í háskóla á Íslandi. Hér sýni ég aðeins gögn frá 1911-1970. Til þess að átta mig á þróuninni miða ég við árgangsstærð (stærð eins árgangs) og þarf þá ekki að hafa verulegar áhyggjur af fólksfjölgun. Við sjáum að miðað við einn árgang fólks um tvítugt nemur fjöldi háskólanemenda 1970 nærri 40%.

    0

    10

    20

    30

    40

    50

    60

    70

    80

    90

    100

    1910

    1920

    1930

    1940

    1950

    1960

    1970

    1980

    1990

    2000

    2010

    2020

    Allir íslenskir háskólanemar á Íslandi.Hlutfall (%) af meðalárgangi 20-24 ára.

    Linear (Allir íslenskir háskólanemar áÍslandi. Hlutfall (%) af meðalárgangi20-24 ára.)Linear

    Mynd 2. Næst set ég fram línulega spá, raunar tvær, aðra byggða á öllum gögnunum, hina aðeins á gögnum frá 1940-1970. Hún fer aðeins hærra. Við sjáum að miðað við þessar einföldu spár má búast við talsverðum vexti og um aldamótin er fjöldi þeirra sem sækja háskóla kominn nær 70% miðað við árgang og stefnir í um heilan árgang, nærri 100% um 2020.

  • 3 JTJ / 04.11.02

    0

    50

    100

    150

    200

    250

    300

    350

    400

    1910

    1920

    1930

    1940

    1950

    1960

    1970

    1980

    1990

    2000

    2010

    2020

    Allir íslenskir háskólanemar á Íslandi.Hlutfall (%) af meðalárgangi 20-24 ára.

    Linear (Allir íslenskir háskólanemar áÍslandi. Hlutfall (%) af meðalárgangi20-24 ára.)Linear

    Mynd 3. Sama myndin aftur en nú hef ég breytt kvarðanum nánast til þess að undirstrika að þessi línulegi framreikningur sé líklega ansi varfærinn. Ég er eiginlega að undirbúa aðra spá og kvarðinn á lóðrétta ásnum ræður við áttföldun, en ekki aðeins tvöföldun. Ég hef nú um nokkurra ára skeið leitt rök að því að vexti tiltekinna þátta menntunar sé best lýst með veldisvexti.

    0

    50

    100

    150

    200

    250

    300

    350

    400

    1910

    1920

    1930

    1940

    1950

    1960

    1970

    1980

    1990

    2000

    2010

    2020

    2030

    2040

    2050

    2060

    Allir íslenskir háskólanemar á Íslandi.Hlutfall (%) af meðalárgangi 20-24 ára.

    Besta veldisfall. Allir íslenskirháskólanemar á Íslandi. Hlutfall (%) afmeðalárgangi 20-24 ára. Spá byggð áárunum 1911-1970.Linear (Allir íslenskir háskólanemar áÍslandi. Hlutfall (%) af meðalárgangi20-24 ára.)

    Mynd 4. Á þeim grundvelli að um veldisfall sé að ræða athuga ég hvaða veldisfall lýsi best vexti kerfisins frá 1911 til 1970 og spyr: Hverju ætti ég að spá ef ekkert breytist, það er ef kerfið heldur áfram að vaxa eftir 1970 eins og það hefur vaxið fram að því? Hvað ef ég geri ráð fyrir að sókn nemenda á háskólastig lúti sama veldislögmáli síðustu 30 ár aldarinnar og það hefur gert fyrstu 70 árin? Getur verið að það sé verið spá því að skólasókn ungs fólks fjórfaldist frá 1970 til aldamóta?

    Líka væri hægt að spyrja sig (og munið að við erum stödd á árinu 1970): Hvað þarf að gera til þess að ráða við þennan vöxt ef áfram heldur sem horfir? Verður ekki að fjölga skólum eða háskóladeildum? Verður ekki að gefa fólki kost á ólíkum gerðum háskólanáms? Munum við flytja framhaldsnám inn í landið? Verður ekki að gera ráð fyrir að sókn í háskóla erlendis

  • 4 JTJ / 04.11.02

    minnki ef við ætlum að laða fólk í skóla í þessum mæli hér á landi. Verður ekki að stofna háskóla víðar en í Reykjavík? Verður ekki að auðvelda fólki að sinna náminu utanskóla? Verður ekki að breyta kennsluháttum? En auðvitað er ólíklegt að fjölgunin verði svona mikil! Ætli varfærna línulega spáin sé ekki nær sanni? Myndin (Mynd 4) sýnir hverju ég spái ef ekki verður nein breyting á veldisvextinum, ef aukningin heldur áfram að vera um 4,5% á ári síðasta hluta aldarinnar, eins og hún var að jafnaði þann fyrri. Skoðum nú hvað gerist á áttunda áratugnum.

    0

    50

    100

    150

    200

    250

    300

    350

    400

    1910

    1920

    1930

    1940

    1950

    1960

    1970

    1980

    1990

    2000

    2010

    2020

    2030

    2040

    2050

    2060

    Allir íslenskir háskólanemar á Íslandi.Hlutfall (%) af meðalárgangi 20-24 ára.

    Besta veldisfall. Allir íslenskirháskólanemar á Íslandi. Hlutfall (%) afmeðalárgangi 20-24 ára. Spá byggð áárunum 1911-1970.

    Mynd 5. Áttunda áratugnum er bætt við. Vöxturinn er enn sá sami. En hvað gerist á níunda áratugnum?

    0

    50

    100

    150

    200

    250

    300

    350

    400

    1910

    1920

    1930

    1940

    1950

    1960

    1970

    1980

    1990

    2000

    2010

    2020

    2030

    2040

    2050

    2060

    Allir íslenskir háskólanemar á Íslandi.Hlutfall (%) af meðalárgangi 20-24 ára.

    Besta veldisfall. Allir íslenskirháskólanemar á Íslandi. Hlutfall (%) afmeðalárgangi 20-24 ára. Spá byggð áárunum 1911-1970.

    Mynd 6. Níunda áratugnum er nú bætt við. Vöxturinn er enn sá sami. En hvað gerist á síðasta áratug aldarinnar? Hvenær linnir þessum vexti?

  • 5 JTJ / 04.11.02

    0

    50

    100

    150

    200

    250

    300

    350

    400

    1910

    1920

    1930

    1940

    1950

    1960

    1970

    1980

    1990

    2000

    2010

    2020

    2030

    2040

    2050

    2060

    Allir íslenskir háskólanemar á Íslandi.Hlutfall (%) af meðalárgangi 20-24 ára.

    Besta veldisfall. Allir íslenskirháskólanemar á Íslandi. Hlutfall (%) afmeðalárgangi 20-24 ára. Spá byggð áárunum 1911-1970.

    Mynd 7. Nú er komið fram til aldamóta, tíunda áratugnum hefur verið bætt við. Ennþá stenst spáin. Það er eins og þróunin síðasta fjórðung aldarinnar hafi fylgt fyrri hluta aldarinnar. Líklega er engin ástæða til þess að ætla annað en að sama þróunin haldi áfram enn um hríð. Í þeim skilningi varð engin breyting um 1970. En þetta er gróft yfirlit. Ekki er gerður greinarmunur á tegundum náms heldur aðeins tekið allt það nám sem Hagstofan flokkar sem nám í háskólum á Íslandi. Mér þykir eðlilegt að setja fram spá sem sýnir einhvern samdrátt, því eðli málsins samkvæmt getur þróunin ekki haldið áfram svona endalaust. Ég set fram spá sem gerir ráð fyrir minnkandi vexti og því að hámarkið sé að allir Íslendingar ljúki að jafnaði fimm ára námi frá háskóla. Til þess að þessi fjölgun geti haldið áfram verður aðgengi að menntun að aukast, margir að ljúka meira námi en fimm árum, fjölmargir skólar sem nú eru skráðir á framhaldsskólastig og aðrir sem ekki hafa stöðu háskóla fylli flokk háskóla - nám sem nú er talin óformleg starfsmenntun verði flutt inn í skólakerfið og smám saman flokkað sem háskólamenntun. Framhaldsnám mun sjálft hlíta sömu veldislögmálum og fjölgun þar verið býsna mikil. Þið áttið ykkur auðvitað á því að ég er að lýsa sókn fólks inn í kerfið. Þangað vill það fara og þangað mun það fara. Auk þess sem ég hef nefnt verður nám í auknum mæli að flytjast inn í landið en ég vík að því síðar. Það verður nóg að gera hjá stjórnvöldum við að opna og fjármagna kerfið svo það geti sinnt þessum vexti.

    0

    50

    100

    150

    200

    250

    300

    350

    400

    1910

    1920

    1930

    1940

    1950

    1960

    1970

    1980

    1990

    2000

    2010

    2020

    2030

    2040

    2050

    2060

    Allir íslenskir háskólanemar á Íslandi.Hlutfall (%) af meðalárgangi 20-24 ára.

    Besta veldisfall. Allir íslenskirháskólanemar á Íslandi. Hlutfall (%) afmeðalárgangi 20-24 ára. Spá byggð áárunum 1911-1970.Besta veldisfall. Allir íslenskirháskólanemar á Íslandi. Hlutfall (%) afmeðalárgangi 20-24 ára. Spá byggð áárunum 1911-1998.S-kúrfa / 500 %

    Mynd 8. Ég er sannfærður um að fjölgunin verður einhvers staðar á milli þessara spálína og satt að segja held ég að hún verði nær óheftu veldislínunni en línunni sem gerir ráð fyrir samdrætti í vexti, en

  • 6 JTJ / 04.11.02

    það er nú aukaatriði. En ég hef reynt að sannfæra ykkur um að vexti háskólakerfisins hafi verið vel lýst með veldisvexti í heila öld og ég geri ráð fyrir að sú lýsing eigi einnig við um þá næstu. Að þessu leyti vitum við því hvað mun gerast.

    0

    1.000

    2.000

    3.000

    4.000

    5.000

    6.00019

    77

    1979

    1981

    1983

    1985

    1987

    1989

    1991

    1993

    1995

    1997

    Fjöldi nemenda áháskólastigi á Íslandi. KonurFjöldi nemenda íháskólum á Íslandi. Konur

    Heimild : Hag s to fa Ís land s . F eb . 2 0 0 0 .

    Mynd 9. Konur. Meðal röksemda fyrir því að ætla að spáin haldi er sú að gráa svæðið á háskólastiginu hefur stækkað, þ.e. þeim fjölgar sem ekki eru taldir í háskóla en eru þó á háskólastigi. En þeir skólar verða smám saman felldir undir háskólaskilgreininguna þannig að svæðið mun dragast saman og þenjast út eins og harmoníka. Ég ætla að sýna ykkur myndir fyrir konur og karla sérstaklega. Græna línan sýnir þann hóp nemenda sem skráðir eru á háskólastigi en bláa lína þá sem skráðir eru í háskóla. Takið eftir því hve munurinn á þessum tveimur línum minnkar snögglega einkum vegna endurskil-greiningar Kennaraháskólans. Með nýjum lögum um Kennaraháskólann eru Fósturskólinn og Þroska-þjálfaskólinn færðir inn í hann og þar með verða þeir fullgildir háskólar. Nemendur þeirra eru því flokkaðir sem nemendur í háskóla, en ekki aðeins nemendur á háskólastigi. Það er eins og efri línan togi í þá neðri á Mynd 9.

    0

    1.000

    2.000

    3.000

    4.000

    5.000

    6.000

    7.000

    1977

    1979

    1981

    1983

    1985

    1987

    1989

    1991

    1993

    1995

    1997

    Fjöldi nemenda áháskólastigi á Íslandi. KarlarFjöldi nemenda íháskólum á Íslandi. Karlar

    Mynd 10. Karlar. Takið eftir því að þrátt fyrir allt tal mitt um fjölgun þá hefur lítið gerst hjá körlum í 10-15 ár, þótt aðeins sé að komast skriður á. Þróunin hjá körlum og konum er ótrúlega mismunandi.

  • 7 JTJ / 04.11.02

    Þróun háskólamenntunar árin 1900-1993.Hlutfall miðað við stærð árganga 20-24 ára fólks.

    Hltufall stúdenta er sett =1 skv. meðaltali 1911-1920.

    0

    5

    10

    15

    20

    25

    30

    35

    1900

    1905

    1910

    1915

    1920

    1925

    1930

    1935

    1940

    1945

    1950

    1955

    1960

    1965

    1970

    1975

    1980

    1985

    1990

    FinnlandFrakklandNoregurÍslandSvíþjóðBandaríkinÞýskalandHollandBretland

    Mynd 11. Hvernig kemur þetta heim og saman við það sem er að gerast í nágrannalöndum okkar? Ég sýni örfá dæmi. Aftur miða ég við stærð árgangs. Miðað er við nemendur í háskóla samkvæmt flokkun hvers lands. Þar sem ég hef mestan áhuga á að skoða hvernig hlutirnir breytast í hverju landi fyrir sig hef ég stillt tölurnar þannig að í öllum löndum er hlutfall skólasóknar sett jafnt og 1 á öðrum áratug aldarinnar. Þá er aðeins sýnd breytingin, en sneitt hjá þeim vanda hve misjafnt skipulag háskólanna er og hve misjafnar skilgreiningar eru á því hvaða skólar eru skilgreindir sem háskólar. Mér sýnist að þróunin sé víðast mjög svipuð. Finnar eru þó efstir, miklu ofar en Bretar sem eru neðstir, en líklega jafnframt tiltölulega íhaldssamir í skilgreiningum sínum á háskóla. Nú ætla ég að sýna ykkur hve þróunin er almennt regluleg með því að sýna hvert land fyrir sig.

    Einstök lönd skoðuð. Myndirnar eiga aðeins að sýna það eitt hvort þróunin hafi verið látin í friði eða ekki. Athugið • Frakkland, Finnland og Ísland annars vegar og • Svíþjóð og Noreg hins vegar.

    Þróun háskólamenntunar árin 1900-1993.Hlutfall miðað við stærð árganga 20-24 ára fólks.

    Hltufall stúdenta er sett =1 skv. meðaltali 1911-1920.

    0

    5

    10

    15

    20

    25

    30

    35

    1900

    1905

    1910

    1915

    1920

    1925

    1930

    1935

    1940

    1945

    1950

    1955

    1960

    1965

    1970

    1975

    1980

    1985

    1990

    Frakkland

    Mynd 12. Frakkland.

  • 8 JTJ / 04.11.02

    Þróun háskólamenntunar árin 1900-1993.Hlutfall miðað við stærð árganga 20-24 ára fólks.

    Hltufall stúdenta er sett =1 skv. meðaltali 1911-1920.

    0

    5

    10

    15

    20

    25

    30

    35

    1900

    1905

    1910

    1915

    1920

    1925

    1930

    1935

    1940

    1945

    1950

    1955

    1960

    1965

    1970

    1975

    1980

    1985

    1990

    Ísland

    Mynd 13. Ísland.

    Þróun háskólamenntunar árin 1900-1993.Hlutfall miðað við stærð árganga 20-24 ára fólks.

    Hltufall stúdenta er sett =1 skv. meðaltali 1911-1920.

    0

    5

    10

    15

    20

    25

    30

    35

    1900

    1905

    1910

    1915

    1920

    1925

    1930

    1935

    1940

    1945

    1950

    1955

    1960

    1965

    1970

    1975

    1980

    1985

    1990

    Finnland

    Mynd 14. Finnland. Tölurnar eru athyglisverðar vegna þess hve fjöldatakmörkunum hefur mikið verið beitt í finnsku háskólunum.

    En svo eru aðrir (svo sem Norðmenn og Svíar) sem alltaf eru að reyna að stýra kerfunum sínum, en einu áhrifin þegar til lengri tíma er litið eru þau að meiri þörf er fyrir pennastriks aðgerðir - það er - skilgreiningum er breytt. Þróunin er samt sem áður sú sama.

  • 9 JTJ / 04.11.02

    Þróun háskólamenntunar árin 1900-1993.Hlutfall miðað við stærð árganga 20-24 ára fólks.

    Hltufall stúdenta er sett =1 skv. meðaltali 1911-1920.

    0

    5

    10

    15

    20

    25

    30

    35

    1900

    1905

    1910

    1915

    1920

    1925

    1930

    1935

    1940

    1945

    1950

    1955

    1960

    1965

    1970

    1975

    1980

    1985

    1990

    Svíþjóð

    Mynd 15. Svíþjóð.

    Þróun háskólamenntunar árin 1900-1993.Hlutfall miðað við stærð árganga 20-24 ára fólks.

    Hltufall stúdenta er sett =1 skv. meðaltali 1911-1920.

    0

    5

    10

    15

    20

    25

    30

    35

    1900

    1905

    1910

    1915

    1920

    1925

    1930

    1935

    1940

    1945

    1950

    1955

    1960

    1965

    1970

    1975

    1980

    1985

    1990

    Noregur

    Mynd 16. Noregur.

    Niðurstöðurnar eru: • Þróunin er býsna lík í mörgum löndum. Ísland sker sig ekki úr jafnvel þegar litið er til

    mjög langs tíma. • Sumar þjóðir hafa reynt að stýra kerfum sínum og það hefur gengið um hríð en síðan

    hefur „náttúrulegur” vöxtur haldið sínu striki. Þetta gæti m.a. þýtt að ástæðulaust sé að styðjast við mjög íhaldssama skilgreiningu á háskólamenntun.

    Ályktun: Leyfum unga fólkinu að fá þau tækifæri sem það sækist eftir. Það virðist hafa býsna gott vit fyrir sér.

  • 10 JTJ / 04.11.02

    En athugum nú menntun á háskólastiginu almennt (ter iary education). Hér er gerður greinarmunur á háskólastigi og námi í háskóla. Í sumum löndum er munurinn mikill en í öðrum löndum, t.d á Íslandi, gerum við ekki mikið úr þessum greinarmun.

    t

    Meiningin með þessum myndum sem ég ætla nú að sýna er fyrst og fremst að benda á hve svipaðir hlutir eru alls staðar að gerast. • Skilgreiningin á háskólamenntun er vitanlega víðari og sveiflur ekki eins miklar. Í sumum

    löndum er mikill munur á því hvort aðeins er athugað háskólanámið, í öðrum minni. • Hver er þróunin á Íslandi miðað við önnur lönd? • Stuðst er við Gross enrolment ratio, þ.e. skólasókn miðað við þann aldurshóp sem „ætti”

    að vera í náminu. Gögnin eru úr gagnagrunni UNESCO.

    0

    20

    40

    60

    80

    100

    120

    1965

    1970

    1975

    1980

    1985

    1990

    1995

    2000

    %

    K anada K onurBandaríkin K onurFinnland K onurN oregur K onurFrakkland K onurSvíþjóð K onurBretland K onurDanmörk K onurHolland K onurÍsland K onurJapan K onur

    H eimild: U nesco inidcators

    Mynd 17. Konur. Sjáið hvað mynstrið er svipað alls staðar þótt hin eiginlegu hlutföll séu mjög mis-munandi. Sókn kvenna á Íslandi í nám sem flokkað er á háskólastigi, þ.e. hin víðari skilgreining, er í lægri kantinum miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar.

    0

    10

    20

    30

    40

    50

    60

    70

    80

    90

    100

    1965

    1970

    1975

    1980

    1985

    1990

    1995

    2000

    %

    K anada K arlarBandaríkin K arlarFinnland K arlarN oregur K arlarHolland K arlarBretland K arlarJapan K arlarFrakkland K arlarSvíþjóð K arlarDanmörk K arlarÍsland K arlar

    H eimild: U nesco inidcators

    Mynd 18. Karlar. Samkvæmt þesari skilgreiningu er skólasókn karla á hinu vítt skilgreinda háskólastigi tiltölulega lítil hér á landi.

  • 11 JTJ / 04.11.02

    Skoðum mynstrið með því að flokka saman nokkur ríki.

    0

    1 0

    2 0

    3 0

    4 0

    5 0

    6 0

    7 0

    8 0

    9 0

    1 0 0

    1965

    1970

    1975

    1980

    1985

    1990

    1995

    Innr

    ituna

    rhlu

    tfall

    (GER

    ). K

    onur

    .

    K a na d a , B a nd a rík in. K o nur

    D a nm ö rk , F innla nd , Ís la nd ,N o re gur, S víþ jó ð . K o nurF ra k k la nd , H o lla nd , B re tla nd .K o nur

    %

    Mynd 19. Vöxturinn í skólasókn kvenna á háskólastigi.

    Breytingin í skólasókn kvenna er alls staðar mikil og athyglisvert er hve svipuð hún er í ólíkum ríkjahópum.

    0

    1 0

    2 0

    3 0

    4 0

    5 0

    6 0

    7 0

    8 0

    9 0

    1 0 0

    1965

    1970

    1975

    1980

    1985

    1990

    1995

    Innr

    ituna

    rhlu

    tfall

    (GER

    ). K

    arla

    r

    K a na d a , B a nd a rík in . K a r la r

    F ra k k la nd , H o lla nd , B re tla nd .K a rla rD a nm ö rk , F innla nd , Ís la nd ,N o re gur , S víþ jó ð . K a rla r

    %

    Mynd 20. Vöxturinn í skólasókn karla á háskólastigi.

    Breytingin í skólasókn karla er alls staðar talsverð og það er athyglisvert hve svipuð hún er í ólíkum ríkjahópum. Sérstaklega er eftirtektarvert hve breytingin er alls staðar svipuð fyrir hvort kyn fyrir sig en jafnframt ólík á milli kynja.

  • 12 JTJ / 04.11.02

    -2 0

    -1 5

    -1 0

    -5

    0

    5

    1 0

    1 5

    2 0

    1965

    1970

    1975

    1980

    1985

    1990

    1995

    Mun

    ur á

    innr

    ituna

    rhlu

    tföllu

    m k

    venn

    a og

    kar

    la

    K a na d a , B a nd a rík in . M unur:K o nur - K a r la r

    D a nm ö rk , F innla nd , Ís la nd ,N o re gur , S víþ jó ð . M unur:K o nur - K a r la rF ra k k la nd , H o lla nd , B re tla nd .M unur: K o nur - K a r la r

    Mynd 21. Munur á skólasókn kvenna og karla fyrir ríkjahópana þrjá. Breyting er sláandi mikil á aðeins 25 árum, keimlík alls staðar og hvergi verða skil þegar jafnræði er náð. Um er að ræða háskólastig (tertiary education).

    En hvað um skólasókn? Vegna þess hve ólík þátttaka kynjanna er almennt í æðri menntun, þá hef ég sett í línurit sókn kvenna og karla í ólíkar greinar í háskóla. Sannast sagna finnast mér breytingarnar á árunum 1977-1997 þar vera miklu minni en ég átti von á. Kvennagreinarnar halda áfram að vera kvennagreinar og sókn kvenna í karlagreinarnar gengur hægar en ég hefði búist við - það á sérstaklega við um tæknigreinarnar, en einnig í viðskiptagreinunum. Skoðum nokkrar myndir og metum hvort þróunin sýnir hægar eða hraðar breytingar.

    Guðfræði, læknisfræði og lögfræði

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    60%

    1977

    1979

    1981

    1983

    1985

    1987

    1989

    1991

    1993

    1995

    1997

    JTJ /Heimild : Hags to fa Ís land s , mars 9 9 .

    Hlutfall kvenna

    Karlar: Hlutfall afkörlum sem skráðireru á háskólastigKonur: Hlutfall afkonum sem skráðareru á háskólastig

    Mynd 22. Guðfræði, læknisfræði og lögfræði.

    Blá lína: Hlutfall karla á háskólastigi sem leggur stund á þessar greinar. Rauð lína: Hlutfall kvenna á háskólastigi sem leggur stund á þessar greinar. Opnir hringir: Kynjaskipting í þeim greinum sem sýndar eru.

  • 13 JTJ / 04.11.02

    Heilbrigðisnám á háskólastigi annað en læknisfræði

    0%

    5%

    10%

    15%

    20%19

    77

    1979

    1981

    1983

    1985

    1987

    1989

    1991

    1993

    1995

    1997

    J TJ / Heimild : Hag s t o fa Ís land s , mars 9 9 .

    Konur: Hlutfall afkonum sem skráðareru á háskólastigHlutfall karla

    Karlar: Hlutfall afkörlum sem skráðireru á háskólastig

    Mynd 23. Heilbrigðisnám á háskólastigi annað en læknisfræði.

    Viðskipta- og hagfræðinám

    0%

    10%

    20%

    30%

    40%

    50%

    1977

    1979

    1981

    1983

    1985

    1987

    1989

    1991

    1993

    1995

    1997

    J TJ / Heimild : Hag s t o fa Ís land s , mars 9 9 .

    Hlutfall kvenna

    Karlar: Hlutfall afkörlum sem skráðireru á háskólastigKonur: Hlutfall afkonum sem skráðareru á háskólastig

    Mynd 24. Viðskipta og hagfræðinám.

    Tækni- og verkfræðinám +

    0%

    5%

    10%

    15%

    20%

    25%

    30%

    1977

    1979

    1981

    1983

    1985

    1987

    1989

    1991

    1993

    1995

    1997

    J TJ / He imild : Hag s t o fa Ís land s , mars 9 9 .

    Karlar: Hlutfall afkörlum sem skráðireru á háskólastigHlutfall kvenna

    Konur: Hlutfall afkonum sem skráðareru á háskólastig

    Mynd 25. Tækni og verkfræðinám.

  • 14 JTJ / 04.11.02

    Af þessu má sjá að það eru engin – alls engin merki um annað en að kvennagreinarnar haldi áfram að vera kvennagreinar um langa hríð, konur munu sækja á hægt og sígandi í nokkrum greinum (embættis- og viðskiptagreinunum), en í tæknigreinunum verður hlutur kvenna áfram rýr – eigum við að segja að þessi spá dugi fyrir næstu 30-50 ár??

    Innlend menntun eða erlend Síðasta atriðið sem ég nefni í þessum þætti um tölur í skólakerfinu er spurningin um flutning menntunarinnar inn í landið. Ætlum við að flytja háskólastarfið alfarið inn í landið? Jón Ófeigsson, menntaskólakennari segir 1922 í grein3 um utanfarir einmitt þegar sókn í HÍ er bersýnilega að aukast:

    Í þessu sambandi virðist ekki ástæðu laust að minnast á hve mikinn þátt utanfarir menntamanna hafa átt í andlegri þróun og framförum þessa lands frá upphafi (bls. 107). ... tel ég það mikla afturför ef utanförum menntamanna hnignar. (bls. 108).

    Þetta hefur alltaf verið áhyggjuefni þeirra sem létu sig menntun skipta, þótt rökin fyrir inn-lendri menntun hafi iðulega, og ég held réttilega, orðið yfirsterkari. En mér sýnist að mennta-kerfi á Vesturlöndum séu í ótrúlegum mæli að staðbindast (þ.e.e að bindast byggðarlagi nemendann) þrátt fyrir ýmis gögn og mikla umræðu um hið gagnstæða. Ég bregð upp tveimur myndum til umhugsunar, þótt það sé líklega umdeilanlegt hvað þær sýni. Fyrri myndin sýnir að lengi vel hafi um þriðjungur nemenda á háskólastigi verið skráður erlendis, ef stuðst er við gögn frá LÍN. En á síðustu árum hefur þetta breyst talsvert og innan við 20% nemenda eru erlendis miðað við þessi gögn.

    Hlutfall nemenda á háskólastigi skráðir í nám erlendis, 1927-1998. Tölur frá 1970 miða við lánþega LÍN.

    05

    1015202530354045

    1927

    1931

    1935

    1939

    1943

    1947

    1951

    1955

    1959

    1963

    1967

    1971

    1975

    1979

    1983

    1987

    1991

    1995

    %

    Mynd 26. Hlutfall nemenda á háskólastigi sem eru í námi erlendis.

    Þessi þróun er svipuð fyrir karla og konur eins og sýnt er á næstu mynd.

    3 Jón Ófeigsson, Utanfarir, Skírni 1922

  • 15 JTJ / 04.11.02

    0

    5

    10

    15

    20

    25

    30

    35

    40

    45

    1977

    1979

    1981

    1983

    1985

    1987

    1989

    1991

    1993

    1995

    1997

    H lutfall nem end a áhás kó las tigi erlend is afheild , m ið að við tö lurfrá LÍN . (% ). K arlarH lutfall nem end a áhás kó las tigi erlend is afheild , m ið að við tö lurfrá LÍN . (% ). K o nur

    H e im ild : H a g s t o fa Ís la n d s . F e b . 2 0 0 0 .

    %

    Mynd 27. Hlutfall nemenda á háskólastigi sem eru í námi erlendis, karlar (blá lína) og konur (rauð lína).

    Mér finnst þetta visst áhyggjuefni, þótt nemendaskipti vegi þarna á móti. Það er ekki vegna þess að ég haldi að sú menntun sem við veitum sé í nokkru lakari en margt af því sem fólki býðst erlendis, heldur óttast ég að hún sé fábreyttari. En vera má að bókhaldið sé vafasamt, t.d. er aukin fjarkennsla ekki tekin þarna með, því ugglaust færist það í aukana að nemendur stundi nám við erlenda háskóla en sitji hér heima, séu jafnvel jafnframt nemendur í háskólum hér. Það má vera að þeim nemendum hafi fjölgað sem stunda nám erlendis og leita ekki til LÍN. En þetta er örugglega atriði sem ætti að gefa gaum. ___ ___ ___

    Ágreiningsefni Nú hef ég vikið að nokkrum vísbendingum um breytingar í háskólaumhverfinu sem ráða miklu um umfang þess og eðli. Næst leita ég á allt önnur mið. Ég er sannfærður um að nokkur ágreiningsefni 19. og 20. aldar munu áfram vera það á þeirri næstu. Ég drep á nokkur.

    Starfsmenntun í háskóla Fyrst vík ég að hlutverkum og markmiðum háskóla, því ég tel skynsamlegt að reyna að átta sig á baksviðinu, rótunum og hugsuninni sem að baki býr. (En um þetta fjallar Kristján Kristjánsson rækilega hér á eftir.) Í umræðu um háskóla á Íslandi hafa alla tíð verið uppi mjög ólíkar hugmyndir um hvers vegna mikilvægt sé að starfrækja háskóla og þá sérstaklega hvers vegna háskóli skuli vera á Íslandi. Við kynnumst rökum fyrir sérstökum íslenskum embættismannaskólum á 19. öld sem hvíla á sterkri norður-evrópskri hefð, en starfsemi þeirra minnir um margt á frönsku sérskóla-hefðina. Slík rök lágu að baki háskóladeildunum þremur sem settar voru á stofn hér á landi fyrir 1909 og ég tel reyndar að nánast allar hugmyndir um viðbætur við íslenska háskólakerfið eftir 1911, hafi einnig verið þessarar ættar. Líklega hafa allar nýjar brautir, að undanskilinni heimspekideildinni eins og hún þróaðist á fyrstu áratugum 20. aldarinnar, í upphafi verið rökstuddar með tilvísun í einhvers konar starfsmenntun.

  • 16 JTJ / 04.11.02

    Mér virðist að hugmyndin um hreinræktaða engilsaxneska menntunarstofnun í anda Newmans (sjá erindi Kristjáns) hafi ekki átt sér ákafa málsvara í háskólaumræðunni hér á landi þótt hennar sjáist víða merki, enda er hún um margt skyld hugmyndum þýsku ný-menntastefnunnar um menntun (Bildung) eins og þær mótuðust á seinni hluta 18. aldar og í upphafi þeirra 19. Báðar þessar hugmyndir settu þroska manneskjunnar í öndvegi. Það var einmitt á grundvelli nýmenntastefnunnar sem hugmyndin um rannsóknarháskóla var útfærð í upphafi 19. aldar, stofnun sem fléttaði saman rannsóknir og kennslu. Hugmynda-smiðirnir útskýrðu hvers vegna þetta hvoru tveggja væri nauðsynlegt til þess að ná háleitum markmiðum menntunar í þágu manngildis og þar af leiðandi hvers vegna rannsóknir skyldu fara fram í háskólum; hvers vegna hugmyndin um háskóla krefðist heimspekideildar, einkum kennslu í sagnfræði, málvísindum og heimspeki (náttúruvísindin og stærðfræði voru raunar innifalin) og hvers vegna háskólastarf krefðist sjálfstjórnar og frelsis í rannsóknum, kennslu og námi. Á grundvelli þessara hugmynda ýtti Wilhelm von Humboldt úr vör nýjum háskóla í Berlín upp úr aldamótunum 1800. Þýski Humboldt háskólinn varð um margt fyrirmynd bandarísku framhaldsháskólanna upp úr miðri 19. öld - og á 20. öld hafði þessi fyrirmynd náð því að verða ráðandi í umræðu Vesturlandabúa um háskóla. Hún speglast árið 1850 í umræðu Péturs Péturssonar, forstöðumanns prestaskólans, um mun á embættisskólum og vísindaskólum, einnig í ýmsum tillögum Benedikts Sveinssonar um háskóla um og eftir 1880. - Humboldskum háskóla er skýrt lýst í setningarræðu Björns M. Olsen 1911 og á þeirri hugmynd hefur verið hamrað alla tíð síðan. Hún er skráð í lög Háskóla Íslands frá árinu 1956 og í hana er enn vísað, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar, þegar í daglegu tali er talað um „alvöru” háskóla. Hugmyndin er einföld, skýr, hún er aðlaðandi og sannfærandi og hún er (að vissu marki) skiljanleg; - hún virðist skilgreina háskóla. Ég rifja þessa sögu upp af mörgum ástæðum.

    Ég bendi á rætur þess kerfis sem við höfum, sem liggja annars vegar í hefðum forns embættisskólakerfis og hins vegar í háleitri hugsjón um menntun.

    Ég læt líka að því liggja að býsna langt kunni að vera á milli hugsjónarinnar um menntun í háskóla og velflestra hugmynda sem settar hafa verið fram um nýjar brautir hvort heldur er við Háskóla Íslands eða aðra háskóla hér á landi. Ég vil ekki láta að því liggja að háskólahugsjónin sé andstæð hugmyndinni um starfsmenntun, þvert á móti þá eiga þær sífellt meira sameiginlegt, (eins og Pétur Pétursson útskýrði skilmerkilega 1850), en tengslin þarna á milli eru flókin og mótsagnakennd, líklega mjög svipuð þeim sem eru á milli upplýsinga og þekkingar.

    Í þriðja lagi tel ég mig með þessu gefa vísi að skýringu á því hvers vegna námsbrautir og jafnvel heilir skólar, bæði hér á landi og erlendis, virðast iðulega sigla hraðbyri í átt til ímyndaðrar Humboldtskrar fyrirmyndar. Stundum hafa brautir breyst úr starfsmenntabrautum í fræðilegar brautir áður en starfræksla þeirra hófst.

    Í fjórða lagi til þess að minna á að það er nær öld síðan íslenska þjóðin sýndi þann metnað að vekja til lífs sinn eigin háskóla – stofnun sem ætlað er að gegna mjög sérstöku menningarhlutverki umfram það sem einstakir skólar eða rannsóknarstofnanir gátu gert.

    Í síðasta lagi vekur þessi saga upp spurningu um hvort róttæk endurskoðun hugmyndarinnar um háskóla kunni að vera tímabær. Sérstaklega hvort það sé eða eigi að vera ein hugmynd eða margar, og hvort umhverfi 21. aldarinnar kalli ekki á mörg ólík háskólakerfi frekar en aðeins eitt.

    Um rannsóknir í háskóla Sú spurning kemur oft upp hvort háskólaheitið á íslensku sé misvísandi að því leyti að eiginlegur háskóli sé í raun fyrst og fremst rannsóknarstofnun. Það er alveg ljóst að svo er ekki samkvæmt íslenskri starfshefð, en alveg frá upphafi stofnunar HÍ má líta svo á að það hafi aðeins verið spurning um tíma hvenær hann gæti gegnt rannsóknarhlutverki sínu með fullri reisn.

  • 17 JTJ / 04.11.02

    Nú þegar horft er fram á veg, háskólar orðnir margir og starfsemi þeirra væntanlega að sama skapi fjölþætt er mikilvægt að ræða hvers vegna rannsóknir eigi heima í háskóla, í hvaða mæli og með hvaða skipulagi.

    Í því sambandi má gefa gaum að rökum Humboldts fyrir rannsóknum í háskóla, vegna þess hve oft er vísað til Humboldska háskólans. Hann taldi að kennurum, fræðimönnunum, væri nauðsynlegt að umgangast unga fólkið, rannsóknir þeirra sjálfra og hugmyndaheimur héldu sér betur við með því móti. Þrátt fyrir reynsluleysi hinna ungu manna fylgdi þeim eldmóður og nýjabrum og rannsóknarstarf ætti einmitt að vera rauður þráður í menntuninni. En það eru fleiri rök sem hníga að því að öflugt rannsóknarstarf sé stundað í háskóla. Samkvæmt anda og eðli háskólastarfsins eiga rannsóknir að vera fræðilegar og þar að auki allsendis óbundnar tilteknum hagsmunum og eru þess vegna líklegri til þess að leiða til þekkingarleitar á því sem skiptir mestu máli heldur en rannsóknir sem ráðast af skammtíma hagsmunum.

    Þar við bætist að fólk þarf í auknum mæli að temja sér verklag og viðhorf agaðrar þekkingarleitar; þarf að hafa verið þátttakendur í virku rannsóknarumhverfi og ef samstarf kennara og nemenda er lifandi getur það verið áhrifarík leið til þess að tryggja að viðhorf og afrakstur rannsókna nái út í það samfélag sem næst stendur. En hvað um rannsóknarstofnanir? Á að byggja þær upp innan eða utan háskólakerfisins. Þetta var sérstakt umhugsunarefni Humboldts, hann lagði gífurlega áherslu á tengsl þeirra við háskólana og ég tel sérstaklega brýnt að taka þetta efni sérstaklega til umfjöllunar þegar rædd er uppbygging rannsóknarstarfs í landinu. Ég held ég sé á alveg sama máli og Humboldt og tel að nauðsynleg endurnýjun og kraftur fáist að öðru jöfnu best í rannsóknum sem tengdar eru háskólastarfi.

    Síðasta efnið sem ég drep á hér eru tengsl háskóla og atvinnulífs Varla hefur neitt umfjöllunarefni valdið eins miklum deilum um og innan háskóla eins og spurningin um tengsl háskóla við atvinnulífið. Ég ætla að víkja að þessu efni frá þremur sjónahornum. Í fyrsta lagi ræða um tengslin almennt, í öðru lagi um hagnýtar (stuttar) námsbrautir og í þriðja lagi um rannsóknarstofnanir. Þegar saga háskólastarfs á Íslandi er skoðuð er athyglisvert hve lifandi þessi umræða hefur verið alla tíð. Oft er sett fram krafa um meiri tengsl háskóla og atvinnulífs. En - hver hafa verið tengsl háskóla á Íslandi og atvinnulífs? Þau hafa alla tíð verið gríðarlega mikil. Fyrstu skólarnir voru embættismannaskólar sem höfðu löngum náið samband við sinn starfsvettvang. Prófessorar guðfræðideildar hafa lengst af verið í mjög nánum tengslum við prestastéttina. Prófessorar lagadeildar hafa löngum setið á löggjafarþinginu og eiga sæti í hæstarétti. Prófessorar læknadeildar eru flestir jafnframt starfsmenn á spítala, þeir eru læknar. Stór hluti lækna-námsins fer fram á vinnustað. Geta tengslin verið meiri? Það má þó segja að svo náin vensl eigi ekki við um nýrri deildir og skóla þótt þau séu í mörgum tilvikum ákaflega náin. Háskólakennarar hafa í seinni tíð almennt ekki verið eins bókstaflega inni á gafli starfsgreina sinna, þótt margir sinni talsverðri ráðgjöf og rannsóknum sem eru mjög samtvinnuð því starfi sem efst er á baugi í landinu og gífurlegur fjöldi verkefna nemenda eiga rætur í þjóðlífinu. Þetta á við um alla háskóla sem starfræktir eru í landinu. Það er einfaldlega rangt ef einhver telur tengslin lítil. Hins vegar má vera að tengslin séu oft of mikil. Það má vera að verkefni háskóla hér séu of bundin viðfangsefnum líðandi stundar, það má vera að afraksturinn sé of staðbundinn, það má vera að metnaðurinn eigi sér of þröng viðmið. Hvað vilja þeir sem setja fram kröfur um mikið eða nánara samband háskóla og þjóðlífs, atvinnulífs? Hvað er það bókstaflega sem þeir vilja? Er ekki mikilvægt að fjölmargir hafi það verkefni að afla nýrrar þekkingar og tengja hana því þjóðfélagi sem verið er að móta? Er ekki

  • 18 JTJ / 04.11.02

    augljóst að við eigum ekki vera eftirbátar annarra þjóða í því efni? Er ekki örugglega samkomulag um að fólk fái tækifæri til þess að öðlast djúpan skilning á viðfangsefni sínu, átti sig á samhengi hlutanna, þekki grundvöll þess sem það ætlar sér að fást við, sjái fram fyrir nefið á sér og nái tökum á hugmyndum morgundagsins. Er ekki samkomulag um að fólk venji sig við að glíma við framandi viðfangsefni og temji sér linnulausa faglega gagnrýni og öðlist þá þekkingu sem þarf til þess að skilja hismið frá kjarnanum? Vandinn er ef til vill ekki síður sá að háskólastarfið kunni stundum að vera of bundið ríkjandi hefð, verklagi, vitneskju og vandamálum líðandi stundar. Þetta ætti fólk að hafa í huga þegar það kemur til álita að háskólastarf eigi að þjóna atvinnulífinu – og m.a. þeir hagsmunahópar eða – samtök sem vilja taka háskóla í fóstur. Hinn gullni meðalvegur er vandrataður í þessu efni sem öðrum. En tengslin við atvinnulífið eiga sér fleiri hliðar í íslenskri umræðu um háskóla. Hér á ég við drauminn um stuttar hagnýtar námsbrautir. (Ég hef aldrei almennilega skilið hvers vegna þessi tvö orð eru alltaf tengd saman, mér finnst að þegar mikið liggi við eigi þau einmitt ekki saman. Eins – þá er sem hugsjónin um menntun sé ekki með miklu lífsmarki í umræðu um stuttar brautir. En hvað um það.) Eins og áður var ýjað að var fyrsta íslenska háskóladeildin, Prestaskólinn, stutt hagnýt námsbraut. Á krísuárunum í HÍ 1927-1928 var mikið rætt um offjölgun háskólanemenda (sem hefur verið umræðuefni á 10-15 ára fresti alla þessa öld) og ræddar leiðir til úrbóta. Rektor háskólans, Ágúst H. Bjarnason, gerir ítarlega grein fyrir málinu haustið 1928.4 Hann telur að allt stefni í að tvöfalt fleiri stundi nú háskólanám en „hæfilegt þykir annars staðar. Vandinn er stærstur í lækna- og lagadeild og þar er „sýnilegur voði á ferðum fyrir nemendurna sjálfa, sá, að þeir um fjölmörg ár fái lítið eða ekkert að gera að afloknu prófi″. Hann ræðir tillögur til þess að bregðast við. Nefnd sem skilaði tillögum um málið taldi skynsamlegast að

    ... stofna til nýrra hagnýtra kennslugreina við háskólann og stuttra námskeiða, er tækju svo sem 1 ár, t.d. verslunarnámskeiðs, kennaranámskeiðs o.fl. Mundi þetta einna helst draga úr aðsókninni að embættadeildunum en veita straumi menntamanna inn í aðrar stéttir, er þarfnast þess á margan hátt, að völ sé vel menntaðra manna.5

    En ekkert varð úr að sinni. Það er síðan ljóst að BA-greinarnar sem voru þróaðar í heimspekideild HÍ frá 1942 voru hugsaðar sem hagnýtar greinar, einkum tengdar kennslustörfum, þótt að þær hafi smám saman farið í hinn fræðilega farveg. Í skýrslu þróunarnefndar HÍ 1969 er rík áhersla lögð á stuttar hagnýtar námsbrautir á háskólastigi, bæði innan og utan HÍ, og það er bersýnilega hugsunin á bak við tillögur um nýjar greinar bæði í raunvísindum og þjóðfélagsvísindum á árunum 1965-1970. Og við erum ekki ein í heiminum. Bologna samþykktin frá því í júní 1999 undirstrikar að þau Evrópulönd sem ekki höfðu enn komið sér upp 3ára+2ára , eða 4ára+1árs prófgráðukerfinu, að meistarprófi ætluðu sér að gera það nú og feta þannig í fótspor okkar! Á síðustu árum hafa fjölmargar nýjar hagnýtar brautir verið stofnaðar við ýmsa háskóla hér á landi og í HÍ hefur verið gert talsvert átak til þess að koma á enn styttri og enn hagnýtari námsbrautum en fyrr. En ég býst við að það skipulag fari eðlilega smám saman í sama farið og fyrr, brautirnar verði almennar býsna fræðilegar brautir og margir nemendanna ljúki hinu lengra BA/BS námi áður en yfir lýkur.

    4 Árbók Háskóla Íslands, háskólaárið 1928-1929 (1929). Reykjavík. [Bls. 11-17] 5 Árbók Háskóla Íslands, háskólaárið 1928-1929 (1929). Reykjavík. [Bls. 13-14]

  • 19 JTJ / 04.11.02

    Enn ein hlið á tengslunum við atvinnulífið eru tilraunir til þess að tengjast rannsóknar-stofnunum. Athyglisverðasta tilraunin er án efa Rannsóknarstofnun atvinnuveganna sem stofnuð var 1935 og varð síðan formlega ein af deildum HÍ, atvinnudeild frá 1940. Alexander Jóhannesson háskólarektor mælir fyrir atvinnudeildinni í ræðu 1934 og segir:

    Kennurum háskólans er það ljóst að það er æskilegt að þessi æðsta menntastofnun þjóðar-innar geti einnig orðið miðstöð fyrir hagnýta þekking, sem atvinnurekendur í landinu geti leitað til og hefði aðstöðu til að geta leyst úr ýmsum vandamálum þjóðarinnar.6

    En þessi viðhorf sem rektor vísar til dugðu ekki. Ég held að saga atvinnudeildarinnar sé um margt mjög lærdómsrík í umræðu um tengsl háskóla og atvinnulífs. Það mistókst gjörsamlega að rækta þau í þessu tilviki og nýta eins og þurft hefði og það þarf væntanlega að skrifa á reikning allra þeirra sem málið snerti. Ég held það sé nauðsynlegt fyrir alla háskólana hér á landi að skoða þá sögu og læra af henni. En ég ætla að skilja við þessa umfjöllun um tengsl háskóla og atvinnulífs með því að rifja upp að það var læknadeildin sem best studdi við stofnun atvinnudeildarinnar. Það er eins og þar hafi ríkt bestur skilningur á þeim möguleikum sem tengsl atvinnulífs og háskóla hafi haft upp á að bjóða, ekki síst í rannsóknarstarfi. Enda bjuggu læknarnir í óvenjulegu sambýli vettvangs og fræða og mér virðist heibrigðisstéttirnar að ýmsu leyti standa öðrum starfsstéttum framar í að flétta saman fræði og starf. Ég held að við getum margt af þeim lært.

    Góðir áheyrendur, við höfum séð að vöxtur nemendahópsins er stöðugur, hann er mikill, hann er ólíkur eftir kynjum.

    Við vitum hver hann er nú og hver hann verður, spurningin er hvernig við sinnum honum. Þessi stóri og vaxandi hópur kallar á mjög fjölþætta, öfluga háskólastarfsemi. Við vitum talsvert um hvernig hún hefur þróast og vitum talsvert um hvernig hún mun þróast, en margt er ógert og við verðum að gæta þess sérstaklega að geta kerfisins til frumkvæðis, sveigjanleika og endurnýjunar verði í engu skert, – þvert á móti. Við verðum að gera upp við okkur hve mikinn metnað og alúð við ætlum að leggja í að undirbúa fólk undir 21. öldina – undir framtíð sem ræðst að miklu leyti af því hvernig þeim undirbúningi er háttað. Við getum séð fyrir sumar breytingar sem verða á háskólastarfinu. Námsbrautum mun fjölga mjög, bæði á grunnstigi og framhaldsstigi. Flestar eiginlegar nýjar brautir á báðum stigum verða svonefndar hagnýtar námsbrautir sem smám saman taka á sig fræðilegt svipmót. Brautir munu flytjast af framhaldsskólastigi á háskólastig og af grunnstigi á framhaldsstig. Endurmenntun vex hraðbyri og talsvert af henni verður metið sem háskólaeiningar. Ég ætla að fara varlega í að spá fyrir um breytta kennsluhætti og fjarkennslu, - ég hélt nú að hún væri á næsta leyti fyrir áratug, kannski er hún það núna. Við vitum að það sem hér er að gerast er nákvæmlega það sama og í öllum nágrannalöndum okkar og við glímum við sömu vandamál. (Að mörgu leyti fylgir þróunin í Evrópu á eftir því sem gerst hefur í Bandaríkjunum, þannig að auðveldara er að giska á hvað gerist.) Við erum líklega með einhæfara kerfi en flestir aðrir og ég held að á því verði í sjálfu sér ekki breyting. Okkur vantar ýmislegt hér sem nágrannar okkar hafa, m.a. nám sem hefur ekki verið flokkað sem háskólanám, en við munum bæta það upp innan tíðar - en líklega innan háskólakerfisins. Það er svolítið óljóst í hvaða mæli við erum að flytja eða viljum flytja megnið af háskólamenntuninni inn í landið. En almennt virðist ásetningur okkar vera að gera það í þeim mæli sem við frekast þorum. Við vitum hvaða hugsjónir hafa ráðið ferðinni hér á landi, en við vitum líka hvað hefur ráðið framkvæmdum. Við höfum séð hvernig námsbrautir verða til og breytast.

    6 Árbók Háskóla Íslands, háskólaárið 1934-1935 (1936). Reykjavík. [Bls. 5]

  • 20 JTJ / 04.11.02

    Rannsóknir eru að ná hér talsverðri fótfestu í háskólakerfinu, en ekki er ljóst í hvaða mæli það nái að halda þeim innan sinna vébanda. Það virðist mér eiginlega vera stærsti óvissuþátturinn og það ræðst af talsverðu leyti af lífsviðurværi framhaldsnáms. Tengsl við atvinnulífið eru býsna mikil, en rökin fyrir nánari tengslum eru óljós og þarf að skoða betur. Vafalaust ætti að byggja miklu traustari brýr á milli margra þátta þjóðlífsins og háskólastarfsins. En það er snúnara en virðist við fyrstu sýn og þess vegna er mikilvægt að læra af mistökum. Umfram allt verður að halda fast við þá sannfæringu að háskólunum, þjóðlífi og atvinnulífi í nútíð og framtíð sé best þjónað með því að allt háskólastarfið sé gjörsamlega óháð dægurflugum eða sérhagsmunum einstaklinga, fyrirtækja eða stjórnvalda. Ég tel að nú sé tímabært að setja sig í svipaðar stellingar og gert var á sjálfstæðisárunum, sem leiddi til stofnunar Háskóla Íslands 1911, og aftur var gert á sjöunda áratugnum sem leiddi til stofnunar nýrra deilda og nýrra háskóla – og ákveða að gefa háskólastarfinu enn eitt tækifærið til þess að endurnýja sig hér á landi. Mér sýnist að hvert sem litið sé finnist fólki stuttar námsbrautir á háskólastigi slík draumalausn að ekki þurfi að hafa áhyggjur af vexti þeirra og viðgangi þótt það þurfi að leggja til þeirra talsvert fé. Á þeim virðist vera feikilegur áhugi, jafnt stjórnvalda, skóla, kennara og sumra nemenda. En við verðum að hafa efni á að reka öflugt framhaldsnám sem byggir á rannsóknum. Það vantar ekki vilja fjölmargra nemenda til þess að sækja slíkt nám. Við rekum þegar ótrúlega fjölþætt framhaldsnám hér á landi sem hundruð nemenda stunda nú þegar. En það er augljóslega gert af eldhug kennara og nemenda frekar en efnum. Í þessu máli þarf sérstakan ásetning stjórnvalda og ég tel mikilvægt að þau taki höndum saman við háskólasamfélagið um að staðfesta í verki af miklu meiri krafti en þegar hefur verið gert hugsjónina frá 1911 um öfluga vísindalega rannsóknar- og fræðslustarfsemi á Íslandi. Það skiptir sköpum fyrir það þjóðfélag og umhverfi sem við viljum skapa. Um þetta verða stjórnvöld að marka sér stefnu. Hver ætti að vera stefna stjórnvalda í málefnum háskóla; stefna sem yrði framkvæmd í sam-vinnu við háskóla á Íslandi? Þau ættu að hafa -

    Stefnu um að hlúa að fjölþættri grunnmenntun á háskólastigi hér á landi með því að gefa háskólunum svigrúm til að sinna henni þannig að námstímanum sé vel varið. Þannig sé stuðlað að mjög vaxandi menntun þjóðarinnar.

    Stefnu um að hlúa að fjölþættri viðbótarmenntun (framhaldsmenntun) hér á landi, þannig að þekking og færni vinnuaflsins geti verið í stöðugri endurnýjun.

    Stefnu um að tilteknar fræðigreinar búi við lífvænlegar aðstæður. Hér er átt við fræðin um íslenskt mál, íslenska sögu, íslenska menningu, íslenskt þjóðfélag og íslenska náttúru.

    Stefnu um að nauðsynlegt nýbreytnistarf fari fram á háskólastiginu, með því að hlutast til um nýjungar og styðja við bakið á þeim sem brydda upp á þeim.

    Stefnu um að þjóðfélagsstaða, búseta eða efnahagur ráði engu um aðgengi að háskólanámi. En umfram allt, vegna þess að það kostar sérstakan ásetning og átak, að einsetja sér að fyrsti áratugur 21. aldarinnar einkennist af uppbyggingu fræðilegs framhaldsnáms og frjálsra rannsókna. Háskóli Íslands hefur sjálfur sett sér þetta meginmarkmið og óskar eftir fulltingi ríkisvaldsins til þess að vinna að því. Þökk fyrir áheyrnina.

    Framtíð háskóla á Íslandi í ljósi sögunnarFyrri hluti erindisins: Tölur og spárEn hvað um skólasókn?Innlend menntun eða erlendÁgreiningsefniStarfsmenntun í háskólaUm rannsóknir í háskólaSíðasta efnið sem ég drep á hér eru tengsl háGóðir áheyrendur, við höfum séð