framsetning deiliskipulagsdagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og...

14
Framsetning deiliskipulags Þriðji kafla skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 m.s.br. fjallar um um forsendur skipulagsgerðar og hvaða atriði skal marka stefnu um. Fjórði kafli fer yfir viðfangsefni með hliðsjón af landnotkun og fimmti kafli kveður á um framsetningu deiliskipulags og breytingar á því. Almennar upplýsingar greina frá heiti deiliskipulags, staðsetningu og sveitarfélagi, málsmeðferð, fylgigögnum o.fl. Greinargerð lýsir forsendum, valkostum, áherslum og skilmálum Deiliskipulagsuppdráttur sýnir staðhætti og fyrirliggjandi mannvirki, landnotkun, byggðamynstur, skilmála o.fl. Skýringarmyndir og líkön geta verið mikilvæg vinnugögn, auðveldað skilning, og leiðbeint, t.d. rúmmyndir, skuggavarpsteikningar eða dæmi um útfærslur og litaval Önnur gögn, s.s. skýrslur og úttektir fylgja eftir atvikum Deiliskipulagsgögn skulu vera skýr og þola vel geymslu. Þetta skjal lýsir framsetningu á nýju deiliskipulagi og deiliskipulagsbreytingum. Greinargerð Deiliskipulagsuppdráttur Skýringarmynd 1

Upload: others

Post on 13-Mar-2021

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Framsetning deiliskipulagsDagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og 20.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær. 2. Greinargerð

Framsetning deiliskipulags Þriðji kafla skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 m.s.br. fjallar um um forsendur skipulagsgerðar og hvaða atriði skal marka stefnu um. Fjórði kafli fer yfir viðfangsefni með hliðsjón af landnotkun og fimmti kafli kveður á um framsetningu deiliskipulags og breytingar á því. Almennar upplýsingar greina frá heiti deiliskipulags, staðsetningu og sveitarfélagi, málsmeðferð, fylgigögnum o.fl. Greinargerð lýsir forsendum, valkostum, áherslum og skilmálum Deiliskipulagsuppdráttur sýnir staðhætti og fyrirliggjandi mannvirki, landnotkun, byggðamynstur, skilmála o.fl. Skýringarmyndir og líkön geta verið mikilvæg vinnugögn, auðveldað skilning, og leiðbeint, t.d. rúmmyndir, skuggavarpsteikningar eða dæmi um útfærslur og litaval Önnur gögn, s.s. skýrslur og úttektir fylgja eftir atvikum Deiliskipulagsgögn skulu vera skýr og þola vel geymslu. Þetta skjal lýsir framsetningu á nýju deiliskipulagi og deiliskipulagsbreytingum. Greinargerð Deiliskipulagsuppdráttur

Skýringarmynd

1

Page 2: Framsetning deiliskipulagsDagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og 20.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær. 2. Greinargerð

Nýtt deiliskipulag

Almennar upplýsingar á gögnum • Útdráttur úr aðal- eða svæðisskipulagi á að vera á deiliskipulagsuppdrættinum ef

það liggur fyrir annars yfirlitsuppdráttur • Titill; deiliskipulagsheiti, (staðgreinir), svæði /bær og sveitarfélag. Titill skal vera

lýsandi, áberandi og sá sami á á öllum samþykktum gögnum. • Málsmeðferð og kynning tilvísun í lagagreinar, kynningarfundir og formlegur

kynningarfrestur • Upptalning á breytingum sem gerðar eru frá því tillaga er auglýst að lokasamþykkt

deiliskipulags • Dagsetning á samþykkt (skipulagsnefndar og) sveitarstjórnar og undirritun

sveitarstjóra eða starfsmanns með umboð til þess, sem vottar að allar upplýsingar séu réttar.

• Dagsetning á gildistöku – auglýsing í B-deild Stjórnartíðinda • Upptalning á samþykktum gögnum þarf að vera á öllum viðkomandi gögnum • Upptalning á skýringargögnum, t.d. líkan eða rúmmyndir • Upptalning á fylgiskjölum t.d. varðandi hljóðvist, fornleifar eða aðrar rannsóknir • Dagsetning á 1. útgáfu og síðari breytingum á samþykktum gögnum • Mælikvarði uppdrátta, framleiðandi korts og ártal • Nafn skipulagsráðgjafa

Deiliskipulag Grundarhverfis. Reitur 2.5. Brekkubær. Suðurbyggð.

Deiliskipulagstillagan var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga frá 1. febrúar – 14. mars 2006. Almennur kynningarfundur var haldinn 10. feb. 2006.

Frá því tillagan var auglýst hafa verið gerðar eftirfarandi breytingar:

• 10. mars 2006: Leiðrétting á legu núverandi göngustígs milli lóða 5 og 7 við Gunnustíg. • 20.apríl 2006. Byggingarreitir lóðanna við Urðarstíg stækkaðir sbr. afgreiðslu

bæjarstjórnar frá 2. apríl 2006.

Deiliskipulagið var samþykkt í skipulagsnefnd 1. apríl og í sveitarstjórn Suðurbyggðar 2. apríl 2006.

Sign: Jóna Jónsdóttir, bæjarstjóri

Auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins birtist í

B- deild Stjórnartíðinda...... ......2006

Deiliskipulagið er sett fram á uppdrætti, dags. 12.12.2005, br. 10.03. og 20.04.2006 og í greinargerð með sama heiti, dags. 12.12.2005 Skýringarmyndir eru á uppdráttum nr. 2-4, dags. 10.12.2006 Athugun á hljóðvist er í sérstöku fylgiskjali, dags. 10.11.2005.

Mkv. 1:5000 og 1:1000. Kort frá Landmælingum 2004, hintakerfi ISN 93. Dagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og 20.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær.

2

Page 3: Framsetning deiliskipulagsDagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og 20.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær. 2. Greinargerð

Greinargerð Greinargerð er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti eða í sérhefti (A4). Skýr skil þurfa að vera á milli bindandi skipulagsskilmála og annara umfjöllunar s.s. um forsendur eða leiðbeinandi atriði. Ef greinargerð er í sér hefti er gagnlegt að hafa þar smækkað afrit af skipulagsuppdrætti og skýringarmyndum. Skipta má greinargerð í þrjá megin hluta, og fer það eftir efni og umfangi hve ítarleg hún þarf að vera. Æskilegt er að tölusetja kafla, greinar og uppdrætti í greinargerð til að auðvelda tílvísanir.

I. Helstu forsendur – lýsing • Aðdragandi skipulagsgerðarinnar, s.s. stefna sveitarstjórnar um uppbyggingarhraða,

þróun byggðar eða áform á vegum einkaaðila • Stefna svæðis- og aðalskipulags, Staðardagskrá 21 og aðrar áætlanir s.s.

samgönguáætlun • Staðhættir, s.s. landhalli, jarðfræði, veðurfar, gróðurfar, stærð og staðsetning • Eignarhald á landi (möguleg áhrif á framfylgd skipulagsins) • Deiliskipulag aðliggjandi svæða og hvort samhliða þurfi að gera breytingar á öðrum

samþykktum sveitarstjórnar, t.a.m. á mörkum aðliggjandi deiliskipulags • Fyrirliggjandi byggð og mannvirki, notkun og nýting • Fyrirliggjandi leyfi fyrir framkvæmdum sem á eftir að hefja • Fyrirliggandi úrskurðir eða álit vegna mats á umhverfisáhrifum • Verndarákvæði, t.d. bæja- og húsakönnun, fornleifaskráning, svæði á

náttúruminjaskrá, svæði sem njóta landslagsverndar skv. 37. gr. náttúruverndarlaga, vatnsverndarsvæði

• Náttúruvá, t.d. hættumat, jarðsprungur, snjó- sjávarflóð- og aurskriðuhætta • Mengun, s.s. hávaði eða gömul förgunarsvæði • Samráð við almenning og aðra hagsmunaaðila • Samráð við opinbera aðila s.s. Umhverfisstofnun, Fornleifastofnun og Vegagerðina.

Tilgreina þarf fyrirliggjandi umsagnir og dagsetningar á þeim.

II. Umhverfismat deiliskipulagsins – umfjöllun • Skipulagskostir – samanburður m.t.t. áhrifa á umhverfið • Val á deiliskipulagsútfærslu - rökstuðningur • Áhrif einstakra markmiða, landnotkun eða ráðgerðra framkvæmda á umhverfi,

náttúruauðlindir og samfélag eftir atvikum • Framkvæmdir sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum, og hvort úrskurður

eða álit liggi fyrir. Ef ekki þarf að setja á uppdrátt fyrirvara um að tilkynna skuli hana til Skipulagsstofnunar.

Dæmi: Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna hafnarsvæðisins, dags........ Þar kemur fram að...... Eða: Stækkun hafnarinnar og landfylling eru framkvæmdir sem háðar eru lögum um mat á umhverfisáhrifum. Tilkynna skal framkvæmdirnar til Skipulagsstofnunar.

III. Stefnumörkun og skipulagsskilmálar • Ákvarðanir og markmið t.d. um landnotkun, byggðamynstur og samgöngukerfi.

Einnig skal gera skal grein fyrir hvort ráðgerðar séu breytingar á fyrirliggjandi byggð og þá settir um það skilmálar.

3

Page 4: Framsetning deiliskipulagsDagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og 20.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær. 2. Greinargerð

• Helstu áherslur sem hafa skal til hliðsjónar við hönnun mannvirkja, landmótun og aðrar framkvæmdir.

• Skipulagsskilmálar – bindandi ákvæði um staðsetningu og gerð mannvirkja og annarar umhverfismótunar, skulu settir fram bæði á deiliskipulagsuppdrætti og í greinargerð - í texta og myndmáli eftir því sem við á.

Skipulagsskilmálar Skipulagsskilmálum í greinargerð oft skipt í: • Almenna skilmála – sameiginleg ákvæði fyrir allar byggingar og framkvæmdir á

stórum hluta eða öllu svæðinu • Sérskilmála – ákvæði fyrir einstakar húsagerðir, lóðir eða svæði. Markvisst orðalag; “Hámarkshæð er Xm, 3 bílastæði skulu vera á lóð, akstursaðkoma er einungis heimil frá c-götu”. Forðast skal óljóst orðalag eins og “gera má ráð fyrir að..., hámarkshæð verður...., æskilegt er, lagt er til að.., finna þarf leið.. eða hugsanlega mætti... Dæmi um efni skilmála í greinargerð í texta og/eða skilmálateikningum. (Sumir einnig sýndir grafískt á deiliskipulagsuppdrættnum): • Áfangaskipting framkvæmda • Bindandi byggingarlínur- hvernig binding • Bílastæði, bílageymslur og reiðhjólastæði, fjöldi og frágangur • Byggingarmagn / nýtingarhlutfall lóða og svæða • Efnis- og litaval • Útivistarsvæði og lóðir; frágangur á lóðarmörkum, gróðurval • Girðingar, pallar og skjólveggir; gerð, frágangur, hæð • Hæðarsetning húsa, gatna og lóða, áherslur við ákvörðun kóta – t.d. hæð aðalhæðar

yfir jarðvegi, að útsýni náist frá tilteknum stöðum, stöllun, hámarkshalli götu eða bílastæða

• Hæðir húsa, vegghæðir og mænishæðir • Íbúðafjöldi á lóð, stærðir og tegund (fjölbýli, sérbýli atvinnuhúsnæði) • Kvaðir á lóðum, t.d. vegna umferðarréttar eða stofnlagna. • Landmótun t.d. vegna hljóðvarna, efnistöku eða efnislosun • Landnotkun einstakra svæða, lóða eða byggingarhluta, t.d. verslanir á 1. hæð og

íbúðir á efri hæðum • Landnotkun; takmarkanir –t.d. að óheimilt sé að vera með ákveðna starfssemi á

tilteknum stöðum eða vegna náttúruvár • Lýsing, gerð og staðsetning, t.d. lýsing við frístundahús eða við gönguleiðir • Mótvægisaðgerðir vegna hávaða, s.s. við hönnun húsa eða meðfram götum. • Sorp, t.d. staðsetningu íláta á lóð, kröfur um stærð geymslna vegna flokkunar sorps • Styrking mannvirkja, viðbótarkröfur t.d. vegna staðsetningar á jarðskjálftasvæðum

og vegna ofanflóða • Upplýsinga- og auglýsingaskilti, stærð, staðsetning og gerð • Verndun; ákvæði um notkun og framkvæmdir á verndarsvæðum, s.s. á

hverfisverndar-, náttúruverndar-, og þjóðminjaverndarsvæðum • Viðbyggingar eða stækkun fyrirliggjandi mannvirkja • Þakform og mænisstefna

4

Page 5: Framsetning deiliskipulagsDagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og 20.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær. 2. Greinargerð

Ekki skipulagsskilmálar Samningsatriði t.d. varðandi kostnaðarskiptingu, eignarhald, framkvæmdaaðila, félagsaðild eða úthlutunarreglur teljast ekki vera skipulagsskilmálar. Mæli- og hæðarblöð – hönnunargögn Mæli - og hæðarblöð eru unnin á grundvelli deiliskipulags, og lýsa helstu stærðum, staðsetningu byggingarreita og bílastæða, hæðarsetningum mannvirkja og lands, kvöðum o.fl. Fyrirvara má setja í skipulagsskilmála að við gerð hönnunargagna geti upplýsingar um tiltekin atriði breyst lítillega, t.d. varðandi lóðarstærðir og lóðarmörk.

Deiliskipulagsuppdráttur • Skipulagsuppdráttur sem sýnir byggingarframkvæmdir skal almennt vera í

mælikvarða 1:2.000 – 1:500. Í dreifbýli getur smærri mkv. átt við • Blaðstærð skv. ÍST 1, með norðurpílu og hnitum • Grunnkort skal sýna; hæðarlínur, strandlínu, ár og vötn, öll fyrirliggjandi mannvirki

sem mælikvarði leyfir að sýna s.s. byggingar, samgöngukerfi og veitur, sveitarfélagamörk, fyrirliggjandi jarða- og lóðamörk, helgunarsvæði gatna og veitna og örnefni

• Loftmyndir má nota, t.d. í dreifbýli þar sem ekki eru til góðir kortagrunnar og minni þörf er á nákvæmni en þá skal málsetja í þekkt kennileiti.

• Afmarka skal náttúruverndarsvæði, svæði á náttúruminjaskrá og svæði sem njóta landslagsverndar skv. 37. gr. náttúruverndarlaga e. atvikum, þjóðminjaverndarsvæði og vatnsverndarsvæði

• Merkja hús háð lögum um húsafriðun • Afmarka skal á uppdrætti takmarkanir á landnotkun vegna náttúruváar og svæði þar

sem jarðvegur er mengaður • Sýna þarf áður samþykktar framkvæmdaáætlanir og byggingarleyfi sem verða hluti

deiliskipulagsins • Afmörkun skipulagssvæðis skal vera nákvæm og ekki skarast við mörk annars

deiliskipulags, nema mörkum þess sé breytt samhliða. • Í þéttbýli skal deiliskipulag að jafnaði ekki ná til minna svæðis en eins götureits • Nái skipulagssvæðið yfir fleiri en eitt kortblað skal tryggt að engin skörun verði á

sýndum skipulagsákvæðum

Skipulagsskilmálar á uppdrætti Skipulagsskilmálar eru sýndir með afmörkun eða táknum á uppdrætti. Bæði þarf að gera grein fyrir nýjum mannvirkjum og eins hvað af fyrirliggjandi mannvirkjum, skal fjarlægja eða ekki nota áfram á sama hátt og áður, t.d. byggingar, vegi eða slóða. Tákn og skýringar fyrir deiliskipulagsákvæði á uppdráttum eru ekki lögbundin, í 1 viðauka skipulagsreglugerðar eru þó tákn fyrir veitur, náttúruvá, skipulagsmörk og fleira, sem styðjast má við. Reykjavíkurborg hefur sett eigin forskrift fyrir tákn á deiliskipulagsuppdráttum • Tákn og merkingar þarf að skýra í sérstökum dálki á uppdrætti • Skýrt þarf að vera hvað er fyrirliggjandi og hvað eru ný ákvæði • Liti, línugerðir, tákn og stafagerð þarf að velja m.t.t. að hægt sé að hægt að ljósrita

gögn án þess að upplýsingar glatist • Afmörkun reita, svæða, stíga og vega skal sýna með línulegri afmörkun. • Landnotkun og nýtingu er gott að sýna með stafatáknum

5

Page 6: Framsetning deiliskipulagsDagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og 20.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær. 2. Greinargerð

Dæmi um deiliskipulagsuppdrátt, tákn og skýringar

6

Page 7: Framsetning deiliskipulagsDagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og 20.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær. 2. Greinargerð

Dæmi um skilmála á uppdrætti • Aðgengi fatlaðra • Afmörkun mannvirkja, s.s. brýr, undigöng, stíflur, varnargarðar • Áfangaskipting framkvæmda • Bilastæði, bílageymslur og reiðhljólastæði, biðstöðvar almenningsvagna • Bindandi byggingarlínur • Byggingar sem skal fjarlægja • Byggingarreitir, ofan jarðar og neðan • Dvalarsvæði á lóðum, stærðir og staðsetning (sól, skjól) • Girðingar, skjólveggir, skilti • Gróðursvæði, trjábelti • Götur, stígar og önnur samgöngukerfi. Götuheiti og húsnúmer eru æskilegar

upplýsingar • Húsagerðir, eða auðkenni þeirra með tilvísun til greinargerðar • Hverfisverndarsvæði • Hæðarfjöldi bygginga • Íbúðarfjöldi í húsi / á lóð • Kvaðir um umferðarrétt, veitur o.fl. • Landmótun, t.d. hljóðmanir, varnargarða eða sleðabrekkur • Landnotkun einstakra svæða, lóða eða byggingarhluta • Leiksvæði og önnur útivistarsvæði • Lóðamörk og lóðarstærðir • Meginaðkoma að lóðum og mannvirkjum • Mænishæð, vegghæð, þakform og –stefna • Nýtingarhlutfall og / eða hámarksbyggingarmagn lóða / reita. • Samgöngumannvirki t.d. vegir, stígar, flugbrautir, brýr og undirgöng • Staðsetning ljósgjafa • Stofnlagnir, fjarskiptamöstur og önnur veitumannvirki; helgunarsvæði.

Skýringar- og fylgigögn Skýringargögn lýsa deiliskipulaginu nánar, oft á myndrænan hátt. Þeim er ætlað að vera til leiðbeiningar um mögulega útfærslu skipulagsákvæða, upplýsingar eða skýringar.

Dæmi: uppdráttur með þakmyndum húsa í stað byggingarreita, hönnun leiksvæða, nákvæm staðsetning bílastæða, gróður o.þ.h. Líkön, skuggavarpsmyndir og “stemningsmyndir”

Leiðbeinandi atriði má setja á deiliskipulagsuppdrátt ef skýrt er að ekki sé um bindandi ákvæði sé að ræða. Fylgiskjöl má hafa í greinargerðarhefti. Skýrt þarf að vera í greinargerð, hvað af ábendingum eða fyrirmælum í fylgiskjölum, t.d. í umsögn heilbrigðiseftirlits varðandi fráveitu, séu hluti skipulagsákvörðunarinnar.

7

Page 8: Framsetning deiliskipulagsDagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og 20.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær. 2. Greinargerð

Breyting á deiliskipulagi Sömu reglur gilda um framsetningu verulegrar og óverulegar breytingar

Breytingaruppdráttur deiliskipulags • Gildandi deiliskipulagsuppdrátt skal nota sem grunn fyrir breytingar ef hægt er til

að tryggja að önnur ákvæði en á að breyta haldist óbreytt • Mælikvarði, tákn og merkingar skulu vera þau sömu og á upprunalegu

deiliskipulagi. Bæta þarf nýjum táknum við skýringar • Afmarka skal það svæði sem breytingin nær til • Svæði umhverfis breytinguna þarf að vera nægjanlega stórt til að hagsmunaaðilar

geti áttað sig á áhrifum hennar t.d. á eigin lóðir eða rekstur

8

Page 9: Framsetning deiliskipulagsDagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og 20.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær. 2. Greinargerð

Almennar upplýsingar á breytingargögnum • Útdráttur úr aðal- eða svæðisskipulagi ef það liggur fyrir á að vera á

deiliskipulagsuppdrættinum annars Yfirlitsuppdráttur • Uppdráttur sem sýnir skipulagssvæðið “fyrir breytingu”, auk dagsetningar á upprunalegri

samþykkt sveitarstjórnar og síðustu breytingu á því • Titill skal vera sá sami og á upprunalegu deiliskipulagi, auk tilvísunar í þá lóð eða svæði

sem breytingum tekur. • Málsmeðferð og kynning tilvísun í lagagreinar, kynningarfundir og formlegur

kynningarfrestur • Upptalning á breytingum sem gerðar eru frá því tillaga er auglýst að lokasamþykkt

deiliskipulagsbreytingarinnar • Yfirlýsing sveitarstjórnar um hugsanlegar tjónabætur vegna óverulegra breytinga • Dagsetning á samþykkt (skipulagsnefndar) sveitarstjórnar og undirritun sveitarstjóra eða

starfsmanns með umboð til þess, sem vottar að allar upplýsingar séu réttar. • Dagsetning á gildistöku, birting auglýsingar í B- deild Stjórnartíðinda • Upptalning á samþykktum gögnum þarf að vera á öllum viðkomandi gögnum • Upptalning á skýringargögnum, t.d. líkan eða rúmmyndir • Upptalning á öðrum fylgiskjölum t.d. varðandi hljóðvist, fornleifar eða aðrar rannsóknir • Dagsetja þarf uppdrátt og greinargerð strax á vinnslustigi og bæta síðan við dags. við allar

breytingar á gögnum • Mælikvarði uppdrátta, framleiðandi korts og ártal • Nafn skipulagsráðgjafa

Veruleg breyting - almennar upplýsingar:

Breyting á deiliskipulagi Grundarhverfis. Sólbakki 2 - 4. Brekkubær. Suðurbyggð.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingingunni var auglýst skv. 1. mr. 26. gr. skipulags- og

byggingarlaga frá 1. júní – 12. júlí 2006.

Frá því tillagan var auglýst hefur verið gerð eftirfarandi breyting:: • 7. ágúst 2006, hámarkshæð Sólbakka 2 lækkuð um 1m sbr. afgreiðslu bæjarstjórnar 5.

ágúst 2006.

Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í sveitarstjórn Suðurbyggðar 5. ágúst 2006.

Sign: Jóna Jónsdóttir, bæjarstjóri

Auglýsing um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar birtist í B- deild Stjórnartíðinda...... ......2006

Deiliskipulagsbreytingin er sett fram á uppdrætti með greinargerð, dags. 12.05. br. 05.08.2006. Skýringarmyndir sem sýna skuggavarp eru á sé uppdrætti dags. 10.05.2006 Athugun á hljóðvist vegna breytingarinnar er í sérstöku fylgiskjali, dags. 10.05.2005.

Mkv. 1:5000 og 1:1000. Kort frá Landmælingum 2004, hintakerfi ISN 93. Dagsetning á gerð/ útgáfa uppdráttar: 10.05. br. 07.08.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær.

9

Page 10: Framsetning deiliskipulagsDagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og 20.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær. 2. Greinargerð

Óveruleg breyting – almennar upplýsingar:

Breyting á deiliskipulagi Grundarhverfis. Sólbakki 1. Brekkubær. Suðurbyggð.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingingunni var grenndarkynnt skv. 2. mr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga frá 1. maí – 30. maí 2006.

Sveitarstjórn tekur að sé að bæta sér að bæta það tjón sem einstakir

aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna.

Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í sveitarstjórn Suðurbyggðar 5. júní 2006.

Sign: Jóna Jónsdóttir, bæjarstjóri

Auglýsing um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar birtist í B- deild Stjórnartíðinda...... ......2006

Deiliskipulagsbreytingin er sett fram á uppdrætti með greinargerð, dags. 28.04 2006.

Mkv. 1:5000 og 1:1000. Kort frá Landmælingum 2004, hintakerfi ISN 93. Dagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 28.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær.

Greinargerð deiliskipulagsbreytinga Greinargerð er sett fram á uppdrættinum eða í sérhefti (A4). Nægjanlegt er að lýsa breytingunni, forsendum hennar og rökstuðningi fyrir henni, en vísa að öðru leyti til greinargerðar gildandi deiliskipulags. Miklar breytingar geta kallað á að greinargerð er endurgerð í heild sinni, en skýrt þarf samt að vera hverju er breytt, t.d. með samantekt fremst. Eftirfarandi eru atriði sem þarf að gera grein fyrir í gögnum breytts deiliskipulags e. atvikum:

I. Helstu forsendur - lýsing • Ástæða fyrir deiliskipulagsbreyingunni, rökstuðningur • Staðsetning og stærð breytingarsvæðisins ásamt núverandi landnotkun og nýtingu • Hvort samhliða þurfi að gera breytingar á öðrum samþykktum sveitarstjórnar, t.a.m.

á mörkum aðliggjandi deiliskipulags. • Niðurstöður rannsókna og skýrslna sem gerðar hafa vegna

deiliskipulagsbreytingarinnar • Samráð s.s. við almenning, hagsmunaaðila og opinbera aðila. Tilgreina þarf

fyrirliggjandi umsagnir og dagsetningar á þeim.

II. Umhverfismat – endurskoðun vegna breytingarinnar • Hvort og þá hvaða áhrif breytingin hefur á fyrirliggjandi umhverfismat gildandi

deiliskipulags • Nýjar framkvæmdir sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum, og hvort

úrskurður eða álit liggi fyrir. Ef ekki þarf að setja á uppdrátt fyrirvara um að tilkynna skuli hana til Skipulagsstofnunar.

Dæmi: Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna hafnarsvæðisins, dags........ Þar kemur fram að...... Eða: Stækkun hafnarinnar og landfylling eru framkvæmdir sem háðar eru lögum um mat á umhverfisáhrifum. Tilkynna skal framkvæmdirnar til Skipulagsstofnunar.

10

Page 11: Framsetning deiliskipulagsDagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og 20.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær. 2. Greinargerð

III. Breyting á stefnumörkun og skipulagsskilmálum • Breytingar á ákvörðunum og skipulagsskilmálum í texta og á myndmáli eftir því sem

við á. Við breytingar á skilmálateikningum, t.d. sneiðingum þar að sýna nægjanlega stórt svæði umhverfis breytinguna að hagsmunaaðilar geti áttað sig á áhrifum hennar, t.d. á útsýni eða skuggavarp

• Skýrt þarf að vera hvort önnur ákvæði en nefnd eru að breytist verði óbreytt • Nota skal sömu auðkenni (tölusetningu) greina og í gildandi greinargerð og styðjast

við sama kerfi ef bætt er við nýjum greinum.

Allt deiliskipulagssvæðið sýnt • Nái nýr uppdráttur yfir allt svæði fyrirliggjandi deiliskipulags, þarf samt sem áður að

sýna það það svæði sem breytingum tekur fyrir breytingu. Nægjanlegt er að sá uppdráttur nái aðeins yfir breytingasvæðið og næsta nágrenni. Afmarka þarf breytingarsvæðið á nýja uppdrættinum

11

Page 12: Framsetning deiliskipulagsDagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og 20.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær. 2. Greinargerð

Afmörkun deiliskipulags breytt – hluti fellur úr gildi Þegar tillaga að nýju deiliskipulagi skarast við gildandi deiliskipulag á tilteknu svæði þarf að breyta því eldra samhliða og með formlegum hætti, á þann hátt að ekki verði um neina skörun að ræða. Gera þarf breytingaruppdrátt sem sýnir annarsvegar eldri mörk og hinsvegar hin nýju. Dæmi um breytingaruppdrátt:

Page 13: Framsetning deiliskipulagsDagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og 20.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær. 2. Greinargerð

Endurnýjun gagna við breytingu á deiliskipulagi Endurnýja getur þurft gögn deiliskipulags samhliða breytingu, þótt ekki sé um gagngera endurskoðun að ræða t.d. ef kortagrunnur er úreltur, eða færa á skipulagið yfir á rafrænt form. Gæta þarf að eftirfarandi: • Afmarka skal skipulagssvæðisins sem líkast því sem áður var • Titill skal vera sá sami svo og aðrar upplýsingar • Efni fyrirliggjandi greinargerðar og öll skipulagsákvæði í hinu eldra deiliskipulagi, s.s.

byggingarheimildir, staðsetning bílastæða og lóðamörk fyrir þegar byggðar lóðir, þarf að flytja yfir í hin endurnýjuðu gögn

• Á hin nýju gögn þarf að setja eftirfarandi texta: "Þessi deiliskipulagsuppdráttur /greinargerð er breyting á og kemur í stað eldri uppdráttar dags...../ greinargerðar dags... vegna gildandi deiliskipulags XXXhverfis (m.s.br.) sem samþykkt var í sveitarstjórn ... (dags.).”

• Ef aðeins deiliskipulagsuppdrátturinn er endurnýjaður þarf að taka fram að eldri greinargerð/ skilmálar gildi áfram og vísa til hennar með heiti og dagsetningu

Heildarendurskoðun deiliskipulags Það er sett fram á sama hátt og nýtt deiliskipulag. Endurskoðun getur átt við þegar: • Notkun svæðisins er breytt í aðalskipulagi, t.d. iðnaðarhverfi er breytt í íbúðarhverfi • Byggðarmynstri og nýtingu er breytt verulega t.d. með þéttingu byggðar • Gildandi skipulag er gamalt og óskýrt eða ákvæði í því stangast á við gildandi lög

og reglugerðir • Vegna 11. tl. bráðabirgaðaákvæða skipulags- og byggingarlaga:

“Deiliskipulagsáætlanir og breytingar á þeim sem gerðar hafa verið á grundvelli aðalskipulags og samþykktar af sveitarstjórn fyrir 1. janúar 1998 gilda án tillits til þess hvort þær hafa verið auglýstar, hlotið staðfestingu ráðherra eða samþykktar af skipulagsstjóra ríkisins samkvæmt eldri lögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Þegar sótt er um byggingarleyfi í götureit eða reit þar sem framkvæmt hefur verið í verulegu ósamræmi við samþykkt deiliskipulag skal endurskoðun á deiliskipulagi fara fram áður en byggingarleyfisumsókn er afgreidd, enda sé um verulega framkvæmd að ræða. Að öðru leyti fer um málsmeðferð skv. 26. gr.”

Gæta þarf að eftirfarandi: • Í greinargerð þarf að fjalla um fyrirliggjandi deiliskipulag, rökstyðja endurskoðunina

og geta helstu breytinga • Umfjöllun og ákvæði deiliskipulagins þurfa að ná til alls skipulagssvæðisins, einnig

þá hluta sem teljast fullbyggðir og litlar eða engar breytingar eru fyrirhugaðar á. • Skipulagsskilmála sem gilda eiga áfram þarf að fella inn í nýtt skipulag • Við endurskoðun fellur fyrirliggjandi deiliskipulag úr gildi, og þarf að geta þess á

uppdrætti og í greinargerð.

12

Page 14: Framsetning deiliskipulagsDagsetning á gerð/ Útgáfa uppdráttar: 12.12.2005, br. 10.03 og 20.04.2006. Skipulagsráðgjöf og húsahönnun sf. Tangabakka 5. 300 Brekkubær. 2. Greinargerð

Deiliskipulag fellt úr gildi án þess að nýtt taki yfir Forsendur geta breyts þannig að eðlilegt er að fella úr gildi deiliskipulag án þess að nýtt taki við, t.d. þegar hætt er við framkvæmdir s.s. virkjun, sorpförgunarsvæði eða frístundabyggð. Í auglýstum gögnum þarf að koma fram, t.d. á A4 eða A3 blaði: • Titill. Deiliskipulagsheiti, (staðgreinir), svæði /bær og sveitarfélag. • Tilvísun í upphaflega samþykkt deiliskipulagsins m.s.br. • Staðsetning svæðis í texta og æskilegt er að yfirlits- og deiliskipulagsuppdráttur

fylgi með til skýringar, en þeir þurfa ekki að vera í réttum mælikvarða • Rökstuðningur fyrir niðurfellingunni • Málsmeðferð og kynning tilvísun í lagagreinar, kynningarfundir og formlegur

kynningarfrestur • Dagsetning á samþykkt (skipulagsnefndar) sveitarstjórnar og undirritun

sveitarstjóra eða annars starfsmanns með umboð til þess, sem vottar að allar upplýsingar séu réttar

• Dagsetning á gildistöku niðurfellingarinnar í B- deild Stjórnartíðinda

Niðurfelling deiliskipulags Þverárvirkjunar. Norðurbyggð.

Deiliskipulag Þverárvirkjunar sem samþykkt var af sveitarstjórn Norðurbyggðar

12. maí 2003 er fellt úr gildi.

Niðurfellingin var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga frá ......til....... 2006.

Niðurfellingin var samþykkt í í sveitarstjórn Norðurbyggðar ......... 2006.

Sign: Jóna Jónsdóttir, bæjarstjóri

Auglýsing um niðurfellinguna birtist í B- deild Stjórnartíðinda...... ......2006

Yfirlitsmynd: Deiliskipulags-uppdráttur, þarf ekki að vera í réttum mkv.:

Rökstuðningur:

13