fp 18. mars 2010 - 11. tbl. 28. árg

12
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is 11. tbl. 28. árg. Fimmtudagur 18. mars 2010 Upplag 10.200 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi TÖLVUVIÐGERÐIR STUTTUR BIÐTÍMI Helluhrauni við Bónus Opið til 18 alla virka daga www.midnet.is s: 564 0690 Firði • sími 555 6655 v/ Drangahraun • 555 3325 Matarbakki úr húsi skoðaðu matseðil vikunnar á www.millihrauna. blog.is Máltíð með súpu og kaffi í sal GOTT VERÐ! kr. 4.000 - 5.500 Ekkert loft • ending 4-8 vikur ártatuga reynsla Helga Sæunn og Arndís 699 6878 693 2272 NEGLUR Komdu í Kost og verslaðu þar sem þér líður vel áSvallalaug www.asmegin.net • 555 6644 Ungbarnasund Vatnsleikfimi - á meðgöngu - við stoðkerfisvanda Hópatímar - við stoðkerfisvanda - mömmuleikfimi Hlaupið í vatni Samstarfsaðili: HRESS Vel heppnað Gaflarakaffi Fjölmargir lögðu leið sína á þingið til að taka þátt í að móta framtíð bæjarins Um þrjú hundruð manns tóku þátt í Gaflarakaffinu í Lækjar skóla sl. laugardag. Hafnfirð ingar á öllum aldri fjölmenntu á íbúaþingið og tóku virkan þátt í dagskránni sem í boði var. Fyrirlestrarnir um miðbæinn, upplandið og Óttarsstaðahöfn ina vöktu mikla og verðskuldaða athygli . Í kjölfarið urðu frjóar og skemmtilegar umræður í Gaflarakaffinu þar sem íbúum gafst færi á að koma athuga semdum og tillögum á framfæri á umræðuborðunum. Fjölmargir skildu eftir gula miða með athugasemdum og ábendingum um það sem vel er gert eða betur má fara. Ábend ingar eins og t.d. aukið fé til forvarna , efla ferðamennsku, vernda svæðið í kringum Hval eyrarvatn, hjóla og göngustíga, skautasvell á Lækinn og skíða lyftu á Jófríðarstaði og fjöl margt annað áhugavert sem mun birtast á vefsíðu Hafnar fjarðarbæjar næstu daga. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri var að vonum ánægður með daginn og sagði það ánægjulegt hvað margir mættu á íbúa þingið. „Íbúaþing eins og þetta er mikilvægur vettvangur fyrir bæjarbúa til að koma sjónarmiðum sínum, tillögum og áherslum á framfæri. Fyrir hönd bæjarstjórnar vil ég þakka öllum bæjarbúum sem tóku þátt í Gaflarakaffinu fyrir þeirra innlegg í umræðuna. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að bæjarbúar séu virkir þátttakendur í umræðunni um bæinn okkar, samfélagið, þjón ustu og umhverfi.sagði Lúðvík. Hægt er hægt að skoða upptökur frá Gaflarakaffinu á Vefveitunni á www.hafnar fjordur.is , þar verður hægt að horfa á fyrirlestrana, fylgjast með umræðunni og heyra skoð un bæjarbúa á þinginu. Næstu daga munu helstu niðurstöður þingsins birtast á www. hafnarfjordur.is og í kjölfarið fara til úrvinnslu í stjórn sýslunni. Umræðuborðin voru flest þétt setin og margar hugmyndir komu upp á yfirborðið í þessum umræðum. Ljósm.: Smári Guðnason

Upload: fjardarposturinn

Post on 08-Apr-2016

312 views

Category:

Documents


10 download

DESCRIPTION

Fjarðarpósturinn, bæjarblað Hafnfirðinga

TRANSCRIPT

ISSN 1670-4169Vefútgáfa: ISSN 1670-4193

www. f ja rdarpos tu r inn . i s

11. tbl. 28. árg.Fimmtudagur 18. mars 2010

Upplag 10.200 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi

TÖLVUVIÐGERÐIR STUTTUR BIÐTÍMI

Helluhrauni við BónusOpið til 18 alla virka daga

www.midnet.iss: 564 0690

Firði • sími 555 6655

v/ Drangahraun • 555 3325

Matarbakkiúr húsiskoðaðu matseðilvikunnar áwww.millihrauna.blog.is

Máltíð meðsúpu og kaffií sal

GOTT VERÐ!kr. 4.000 - 5.500

Ekkert loft • ending 4-8 vikurártatuga reynsla

Helga Sæunn og Arndís 699 6878 693 2272

NEGLUR

Komdu í Kost og verslaðu þar sem þér líður vel

áSvallalaugwww.asmegin.net • 555 6644

UngbarnasundVatnsleikfimi- á meðgöngu - við stoðkerfisvanda

Hópatímar- við stoðkerfisvanda- mömmuleikfimi

Hlaupið í vatni

Sam

star

fsað

ili:

HR

ESSVel heppnað Gaflarakaffi

Fjölmargir lögðu leið sína á þingið til að taka þátt í að móta framtíð bæjarins

Um þrjú hundruð manns tóku þátt í Gaflarakaffinu í Lækjar­skóla sl. laugardag. Hafn firð­ingar á öllum aldri fjölmenntu á íbúaþingið og tóku virkan þátt í dagskránni sem í boði var. Fyrir lestrarnir um miðbæinn, upplandið og Óttarsstaða höfn­ina vöktu mikla og verðskuldaða athygli . Í kjölfarið urðu frjóar og skemmtilegar umræður í Gaflara kaffinu þar sem íbúum gafst færi á að koma athuga­semdum og tillögum á framfæri á umræðuborðunum.

Fjölmargir skildu eftir gula miða með athugasemdum og ábend ing um um það sem vel er gert eða betur má fara. Ábend­ingar eins og t.d. aukið fé til for varna , efla ferðamennsku, vernda svæðið í kringum Hval­eyrarvatn, hjóla­ og göngustíga, skauta svell á Lækinn og skíða­lyftu á Jófríðarstaði og fjöl­margt annað áhugavert sem mun birtast á vefsíðu Hafnar­fjarðarbæjar næstu daga.

Lúðvík Geirsson bæjarstjóri var að vonum ánægður með daginn og sagði það ánægjulegt hvað margir mættu á íbúa­þingið. „Íbúaþing eins og þetta er mikilvægur vettvangur fyrir bæjarbúa til að koma sjón ar miðum sínum, tillögum og áherslum á framfæri. Fyrir hönd bæjarstjórnar vil ég þakka öllum bæjarbúum sem tóku þátt í Gaflarakaffinu fyrir þeirra innlegg í umræðuna. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að bæjarbúar séu virkir þátt takendur í umræðunni um

bæinn okkar, samfélagið, þjón­ustu og umhverfi.” sagði Lúðvík.

Hægt er hægt að skoða upptökur frá Gaflarakaffinu á Vefveitunni á www.hafnar­fjord ur.is , þar verður hægt að horfa á fyrirlestrana, fylgjast með umræðunni og heyra skoð­un bæjarbúa á þinginu. Næstu daga munu helstu niðurstöður þingsins birtast á www.hafnarfjordur.is og í kjölfarið fara til úrvinnslu í stjórn­sýslunni.

Umræðuborðin voru flest þétt setin og margar hugmyndir komu upp á yfirborðið í þessum umræðum.

Ljós

m.:

Sm

ári G

uðna

son

2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. mars 2010

Gæðum lífsins er misskipt. Sama á við um veðrið sem breyst hefur mikið á stór­Hafnarfjarðarsvæðinu á undanförnum áratug. Snjórinn sem nauðsynlegur er fyrir skíðafólk sem vill nýta sér Bláfjöllin hefur verið af skornum skammti á meðan snjórinn hleðst upp á Norðurlandi. Öfgarnar í veðri hjá okkur gerir alla skipulagningu erfiða. Hér í Tékklandi, þar sem undirritaður dvelur ásamt

fleiri Hafnfirðingum í ferð með hafnfirskri ferðaskrifstofu, snjóar og snjóar og á þremur dögum hefur bæst við hátt í 70 cm snjór. Strætó ekur um með keðjur eins og fleiri bílar og snjórinn hleðst hratt upp í hóla á bröttustu skíðaleiðunum. Þetta hindrar ekki glaða Íslendinga að njóta útiverunnar með skíði á fótum. Vetraríþróttir hafa verið á hröðu undanhaldi í Hafnarfirði enda lítið gert til þess að halda þeim við eða auka við. Hvergi er sprautað á plön þegar frýs til að gera skautasvell og því síður skafið af þeim svellum sem myndast. Skíðabrekkur finnast vart og því síður skíðalyftur, jafnvel ekki fyrir yngstu kynslóðina.

Skíða­ og skautafélag Hafnarfjarðar er löngu liðið undir lok en skálinn sem félagið byggði stendur enn við þjóðveginn yfir Hellisheiði og er nú skátaskáli. Vonandi verður meiri áhersla lögð á að bæjarbúar geti stundað vetraríþróttir, gönguskíðabrautir verði lagðar, skautasvell gerð og skipulögð svæði þar sem hægt er að hafa litlar skíðalyftur og jafnvel snjóframleiðslu til að gefa kost á vetraríþróttum hér í bæ. Ég minnist ekki á skautahöll sem margir tala um enda vandfundnir peningar til að byggja slíka höll en kannski á að gera ráð fyrir slíkri í framtíðinni.

Guðni Gíslason

Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði

Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., [email protected]óri og ábm.: Guðni Gíslason

Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, [email protected]ýsingar: 565 3066, [email protected]

Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: ÍslandspósturISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193

www.fjardarposturinn.is

Orson Welles í BæjarbíóiKvikmyndasafn Íslands endursýnir á laugar daginn kl. 16 mynd Orson Welles, The Lady from Shanghai.Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd mynd Baz Luhrman, Rómeó og Júlía. Rómeó og Júlía er nútímaleg kvikmyndaaðlögun að samnefndu leikriti Williams Shakespeare og sérstaklega ætlað að ná til ungs fólks. Sögusviðið er tilbúinn bær, Verona Beach. Þar er háð stríð sem stendur á milli fyrirtækja iðnjöfranna Montague og Capulet fremur en að það byggi á beinum fjölskyldudeilum.

Opið hús hjá SVHÍ kvöld kl. 20 verður kynning hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar.Ingi Rúnar Jónsson hjá Veiði­málastofnun kemur í heimsókn og segir frá bleikjurannsóknum.Heitt verður á könnunni.

Samtal við hönnuði í HafnarborgHanna Jónsdóttir vöruhönnuður, Haraldur Civelek grafískur hönn­uður og Ragnheiður Ösp Sigurð­ardóttir vöruhönnuður kynna ný sköpunarverkefni sem unnin voru sérstaklega í tilefni sýningarinnar Í barnastærðum. Á sýningunni er íslensk og alþjóðleg hönnun fyrir börn og tókust þau á hendur það verkefni að hanna fyrir börn. Verkefnið er unnið í samstarfi við Hönnunarsjóð Auroru.

Aðalfundur Skógræktar félags HafnarfjarðarÍ kvöld kl. 20 verður aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar haldinn í Hafnarborg, Strandgötu 34. Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður Rannsóknarstöðvar skógræktar í Mógilsá flytur erindi sem hann nefnir „Rannsóknir og þróun í skógrækt“. Kaffiveitingar í boði félagsins í hléi.

Loftnets og símaþjónustaViðgerðir og uppsetningar á

loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir

Loftnetstaekni.issími 894 2460

Kaffisetur Samfylkingarinnar 60+

í Hafnarfirði alla þriðjudaga og föstudaga kl. 10-12

Strandgötu 43 Rjúkandi kaffi og meðlæti. Fjörugar og lýðræðislegar

umræður um fjölbreytt málefni.Frambjóðendur og þingmenn koma til skrafs og ráðagerða.

Allir velkomnir

ÚtfararþjónustaHafnarfjarðar

Frímann Andréssonútfararstjóri

hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSONútfararstjóri

Sími 565 9775 - ALLAN SóLARhRiNgiNN - uth.iS

Tölvuþjónusta RthorFartölvuviðgerðir

og almennar tölvuviðgerðir. Kem í heimahús

Ódýr og góð þjónustaSími: 849 2502

Sunnudagur 21. mars Messa á boðunardegi Maríu kl. 11

Guðbjörg Ágústsdóttir djákni les ritningarlestur og aðstoðar við altarisgöngu.

Barbörukórinn leiðir söng. Organisti er Guðmundur Sigurðsson.

Predikunarefni: MeyfæðinginSunnudagaskóli fer fram í safnaðarheimilinu á sama tíma.

Morgunmessa alla miðvikudaga kl. 8.15

Minnum á fund foreldra fermingarbarna kl. 20

SAUMAKONA í Hafnarfirði

- földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur

GOTT VERÐReykjavíkurvegi 22

á bak við Sjónarhól

Opið kl. 17 til 21miðvikudagar lokaðSími 867 2273

KLÆÐSKERITek að mér að stytta buxur og

annan fatnað. Vönduð vinna.Er klæðskeri og bý í Hafnarfirði.

Uppl. eftir kl. 16 í síma 866 2361

www.vidistadakirkja.is

Víðistaðakirkjasunnudagurinn 21. mars

Barnaguðsþjónusta kl. 11Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna,

fer fram í loftsal kirkjunnar.

Guðsþjónusta kl. 11Tónlistarflutningur

Lilja Björk Runólfsdóttir: SöngurSteingrímur Karl Teague: Píanó

Pétur Sigurðsson: BassiPrestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson

AðalsafnaðarfundurVerður í safnaðarheimilinu að

guðsþjónustu lokinni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.

Stífluþjónusta GeirsStíflulosun, myndun lagna, endurnýjun frárennslis- og drenalagna, gröfuþjónusta, efnisflutningar, múrbrot,

malbikssögun, kjarnaborun.Geir s. 697 3933

www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 18. mars 2010

ÁstjarnarkirkjaKirkjuvöllum 1

Sunnudaginn 21. mars

Gospelmessa kl. 11Kirkjukór Ástjarnarkirkju syngur

gospellög undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur.

Prestur er sr. Bára Friðriksdóttir

Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar Sigríðar Jónsdóttur.

Samfélag og heitt á könnunni á eftir guðsþjónustu.

Fermingarbörn eru boðin sérstaklega velkomin ásamt aðstandendum sínum.

Vertu velkomin(n) í kirkjuna þína.

www.astjarnarkirkja.is

Atvinna Heildverslun í Hafnarfirði

með nærfatnað o.fl. óskar eftir duglegum og samviskusömum

starfskrafti í sölumennsku og

útkeyrslu með vörur.

Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið [email protected]

fyrir 24. mars.

FríkirkjanSunnudagur 21. mars

Sunnudagaskóli kl. 11

Kvöldguðsþjónusta kl. 20

Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn.

Allir velkomnir í Fríkirkjuna!

www.frikirkja.is

Reykjavíkurvegi 66 - Hafnarfirði

Ég er Hafnfirðingur

Appelsínan saumastofa

rennilásaviðgerðir • fataviðgerðir • földun

í verslunarmiðstöðinni

Firði

Lokahátíð Stóru upp lestr­ar keppninnar verður haldin þriðju daginn 23. mars kl. 17:00 í Hafnarborg. Keppnin hefst árlega á degi íslenskrar tungu en það eru nemendur í 7. bekk sem taka þátt og á lokahátíðinni munu nem­endur sem valdir hafa verið sem fulltrúar sinna skóla lesa brot úr skáldverki og ljóð. Hátíðin er í raun uppskeru­hátíð mik illar vinnu sem kalla má ræktunartímabil keppn innar, upplestrarhátíð og listahátíð ungmenna þar sem auk upp lesara koma fram tónlistar nemendur úr Tónlistars kóla Hafnarfjarðar.

Við athöfnina verða einnig tilkynnt úrslit í smásagna­samkeppni 8. – 10. bekkja og veittar viðurkenningar og einnig verður veitt viður­kenning fyrir verðlaunamynd sem prýðir boðskortið.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Stóra upplestrar­

keppnin

Mánudaginn 15. mars, skrifuðu Lúðvík Geirsson, fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, og Sigr íður Björnsdóttir, fyrir hönd Blátt áfram, undir sam­komu lag um samstarf um nám­skeið fyrir starfsmenn Hafnar­fjarðarbæjar sem starfa með börnum og unglingum.

Markmið námskeiðanna er að gera starfsmenn bæjarins hæf ari í að greina einkenni kyn­ferðislegs ofbeldis hjá börnum og hæfari í að vinna að for vörn­um gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum.

Í ár munu minnst 50 starfs­menn bæjarins fara á nám skeið­ið Verndarar barnanna þar sem fjallað er um forvarnir gegn kyn ferðislegu ofbeldi. Félags­þjón ustan mun leggja til starfs­mann sem leiðbeinanda á nám­skeiðunum. Fulltrúi Blátt áfram, forvarnarfulltrúi Hafnar­fjarðar og fulltrúi félags þjónust­unnar skulu hittast minnst einu sinni á ári og meta hvernig fræðsl an gengur og stöðu verk­efnisins. Forvarnafulltrúi og

Miðstöð símenntunar munu sjá um skráningu og umsjón nám­skeiðanna.

Námskeiðið Verndarar barna er einn liður í forvarnarstarfi sam takanna Blátt áfram. Sam­tökin leggja mikið upp úr fræðslu fyrir börn og fullorðna sjá nánar á www.blattafram.is

Geir Bjarnason forvarnar­full trúi segir samkomulagið sem skrifað var undir í gær mjög mikilvægt innlegg í for­varnarmál bæjarins og væntir þess að í kjölfar námskeiðanna verði starfsmenn bæjarins hæf­ari til að vinna að forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi.

Hafnarfjarðarbæjar og Blátt áfram í samstarfMikilvægt innlegg í forvarnarmál bæjarins

Frá vinstri: Haukur Haralds­son, Geir Bjarnason, Kristín Berta Guðnadóttir , Sigríður Björns dóttir og Lúðvík Geirs son

www.fjardarposturinn.is

Í byrjun mars stóð for­varnar fulltrúi Hafnarfjarðar fyrir könnun meðal sölustaða tóbaks í Hafnarfirði. Í 32% tilfella gátu unglingarnir keypt tóbak.

Tveir unglingar úr 10. bekk fóru á sölustaði undir eftirliti starfsmanna Hafnarfjarðar­bæjar og reyndu að kaupa síga rettur. Sjö sölustaðir seldu unglingunum tóbak af 22 mögu legum. Ekki var farið inn á staði með vínveitingaleyfi þar sem tóbak er selt. Frekari upp lýsingar úr könnuninni eru sendar Heilbrigðiseftirliti Kópa vogs­ og Hafnarfjarðar­svæð is ins þar sem unnið verður úr þeim eins og lög gera ráð fyrir. Sölustöðunum

er seldu börnunum tóbak verð ur einnig send ábending frá forvarnarfulltrúa. Búast má við því að þeir staðir sem seldu börnum tóbak fái á minningu eins og kveður á um í lögum um tóbaksvarnir.

Síðustu misseri hafa sölu­aðilar sett sér stöðugt skýrari reglur sem tryggja að aldurs­tak mörk séu virt. Meirihluti sölu staða í Hafnarfirði hefur gert sérstakt samkomulag við for varnarnefnd sem miðar að því að leita allra leiða til að koma í veg fyrir sölu tóbaks til barna.

Niðurstaðan nú er sú besta síðustu þrjú ár og má ætla að fjölgun kannana haldi sölu­aðilum betur við efnið.

Færri selja unglingum tóbakBesta niðurstaðan í þrjú ár

Yfirlit yfir ólöglega tóbakssölu í Hafnarfirði ­ Kannanir ÆTH og Forvarnarnefndar 1996 ­ 2009

4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. mars 2010

Til leigu er góð aðstaða undir fótaaðgerðar-stofu/fótsnyrtistofu á Hjallabraut 33 í Hafnarfirði frá og með 1. apríl n.k.

Áhugasamir hafi samband við Kolbrúnu Odd­bergs dóttur, deildarstjóra heimaþjónustu deildar í síma 585­5700 eða Stefaníu Víglundsdóttur, húsvörð á Hjallabraut 33 í síma 565 1912.

HjallabRauT 33 ÍbúÐiR aldRaÐRa

Kvikmyndafélagið Einstefna er framleiðslufyrirtæki sem legg ur áherslu á stafræna kvik­mynda gerð, skapandi þróunar­vinnu og alþjóðlegt samstarf kvik mynda gerðar manna. Ein­stefna framleiðir kvikmyndir í fullri lengd og heimildamyndir fyrir áhorfendur á öllum aldri á al þjóðlegum markaði. Fyrir­tækið byggir vinnu sína á fram­úr stefnulegum grunni, hug­mynda kerfi sem hefur gert þeim kleift að draga úr fram­leiðslukostnaði en hámarka afköst á sama tíma.

Nú er í bígerð ný íslensk kvikmynd undir leikstjórn Helga Sverrissonar og Eyrúnar Óskar Jónsdóttur. Opnar prufur fóru fram dagana 20. og 21. febrúar sl. og mættu um 300 stelpur til þess að reyna fyrir sér

sem leikkonur. Rúmlega 60 strákar mættu og reyndu að næla sér í aukahlutverk í myndinni. Að sögn Eyrúnar gengu prufurnar mjög vel og búið er að velja aðal­ og aukaleikara í myndina.

Ný kvikmynd í bígerð í HafnarfirðiEinstefna stóð fyrir prufum fyrir aðal- og aukahlutverk í myndinni.

Sjávargatan á Álftanesi er fyrsta gatan í Sveitarfélaginu Álftanesi til að setja upp ná granna vörslu. Íbúar götunnar hafa tekið höndum saman í for­varnarskyni til þess að sporna við innbrotum og eignatjóni. Öllum íbúum hefur verið kynnt verkefnið og verk lagið. Lög­reglan í Hafn arfirði hélt kynn­ingu fyrir íbúa þar sem farið var yfir reynsluna af nágrannavörslu og komið með fjölmargar gagn­legar ábend ing ar um hvernig best er að standa að málum. Sett hafa verið upp sérstök Ná ­grannavörsluskilti á nokkr um stöðum í götunni sem gefur nágrannavörsluna til kynna. Nágrannavarslan felur í sér að íbúar séu í góðum tengslum og

hafi sýnilegt eftirlit með húsum og eignum annarra, bæði þegar þeir eru heima og að heiman. Markviss nágranna varsla hefur reynst öflugasta vörnin gegn innbrotum á heim ili, í bíla og almennum þjófn aði á eigum fólks auk þess sem hún er mikilvægur hlekkur í að fækka glæpum í íbúðahverfum.

Nágrannavarsla í Sjávargötunni á Álftanesi Í síðasta blaði var rangt farið

með svarmöguleika í könnun sem gerð var á Álftanesi um vilja til sam einingar. Spurt var hvort vilji væri fyrir sameiningu og síðan var spurt hvaða sveitar félagi fólk teldi æski­legast að sameinast ef til sam­einingar kæmi. Þar kom meðal annars í ljós að þeir sem ekki vildu sameiningu töldu þó væn­legast að sameinast Reykjavík ef til sameiningar kæmi.

Leiðrétting

Greint var frá því hér í blaðinu í síðustu viku að til umræðu væri að hagræða í skólamálum í Norðurbæ. Blaðið hafði samband við Eyjólf Þór Sæmundsson sem nýverið tók við formennsku í Fræðsluráði

„Í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 2010 kemur fram að tekjur bæjarfélagsins muni dragast umtalsvert saman og því þarf að hagræða í útgjöldum á móti. Fræðslusviðið er með rúman helming útgjalda bæjarins og

því verður ekki komist hjá því að leita hagræðingar þar sem annars staðar. Sérstakur starfshópur með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í bæjarstjórn, skólastjórnenda og foreldrafélaga hefur verið að skoða þessi mál. Engar ákvarðanir liggja fyrir en fundað verður með starfsmönnum skólanna og foreldrum nú á næstu dögum og þá m.a. kynntir valkostir sem til umræðu hafa verið“ sagði Eyjólfur Þór að lokum

Skólamálin í NorðurbæFræðsluráð fundar með starfsmönnum

skólanna og foreldrum

Mikið úrval af fermingarskartgripum

Strandgötu 37 • Hafnarfirði

OXXO designSNÖ of Sweden

Tveir Hafnfirðingar, þeir feðgar Magnús Sigurjónsson og Sigurjón Pétursson, hafa nýl okið þátttöku í hinni árlegu IRON DOG vélsleðakeppni í Alaska.

Keppnin, sem haldin er árlega, er lengsta og erfiðasta vésleðakeppni sem haldin er í veröldinni.

Árangur þeirra Magnúsar og Sigurjóns var frábær en þeir luku keppni ásamt öðru teymi á nýju meti í sínum flokki, flokki áhugamanna. Þeir voru fyrstu sleðarnir sem náðu loka­takmarkinu í Nome við Berings­hafið eftir fjögurra daga ferð frá Big Lake litlu fyrir norðan Anchorage í Alaska. Alls er vegalengdin, sem ekin var 1850 km. Ekið er yfir tvo fjallgarða,

200 km eftir Yukon fljótinu og síðan 300 km eftir sjávarís á Beringshafinu.

Nánar er hægt að lesa um keppnina og þátttöku þeirra Sig­ur jóns og Magnúsar á heima síðu þeirra www.icelandalaska.com

Hafnfirðingar gera garðinn frægan í Alaska

Kaupum þjónustu í Hafnarfirði!. . . og bygg jum upp s te rka r i bæ!

Ljós

m.:

Sm

ári G

uðna

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 18. mars 2010

Grillaður kjúklingur

+ franskar og 2 l Coke

1.198 kr.

Tilboðið gildir fimmtudag og föstudag – Samkaup úrval, Hafnarfirði

Skoðaðu matseðilinn okkar · www.castello.is · sími: 577 3333

OpnunartímiKópavogurAlla daga 11-01

HafnarfjörðurSunnud. - fimmtud. 11-22Föstud. og laugard. 11-23:30Nú býður Castello

speltpizzur með Castello bragði

20% afslátturaf sóttum pizzum og ef borðað er á staðnum

6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. mars 2010

Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is

HemlarHemlarHinn 22. mars nk. munu yfir

300 hafnfirsk grunnskólabörn sýna söngleikinn „Fjár sjóð ur­inn“ sem Ólafur Bein teinn Ólafs son fyrrverandi kenn ari við Lækjarskólann er höfundur að. Börnin koma frá öllum grunnskólum bæjarins og í samtali við blaðið sagði Ólafur að það hefði verið ævintýri líkast að starfa með krökkunum, sem vinna með söng, dans og upplestur. Starfsfólk skól anna, sem komið hefur að þessu verkefni hefur líka lagt sitt af mörkum en þar á meðal eru bæði fyrrverandi nemendur Ólafs og samstarfsmenn. Söng­leikurinn Fjársjóðurinn er sam­inn upp úr verð launa verkefni Ólafs kennara, sem gefið hefur verið út á bók sem börnin hafa unnið með. Svo skemmtilega vill til að bókin er myndskreytt af Dagnýju Emmu Magnús­dóttur sem er mörgum Hafn­firðingum að góðu kunn en hún var í fyrsta nemendahópi Ólafs 1967 og hafa þau haldið tengsl allar götur síðan þó Dagný Emma sé nú búsett á Nýja­Sjálandi. Bókinni fylgir geisla­diskur og er það dóttir Ólafs Beinteins, Ingibjörg Aldís sópran söngkona, er syngur á honum en hún hefur æft krakkana ásamt föður sínum. Það var Jónína Kristín Snorra­dóttir hjúkrunarkona við Öldutúnsskóla, sem sótti um

styrk til Menningar­ og ferða­málanefndar Hafnar fjarð ar­bæjar til þess að hrinda þessu

skemmtilega viðfangsefni í fram kvæmd og á hún bestu þakkir skilið fyrir sitt framtak. Stórsýningin verður í Víðistaða­skóla og flestir skólarnir hafa líka sínar innanhússýningar að

verkinu. Það er því óhætt að segja, að listagyðjan blómstri um þessar mundir í hafnfirsku skólalífi en auk tónlistarinnar hafa þátttakendur unnið grímur, leikmuni og leikmynd. Í tilefni sýningarinnar verður verðlaunabókin Fjársjóðurinn ásamt geisladisknum til sölu á sérstöku tilboðsverði í Fjarðar­kaupum, Samkaupum Mið­vangi og Eymundsson við Strandgötu. Ólafur Beinteinn eða Ólafur ungi eins og margir Hafnfirðingar kalla hann sagðist að lokum vilja þakka öllu því góða starfsfólki skólanna, sem hönd hefur lagt á plóginn við að færa söngleikinn upp og ekki síður var hann þakklátur grunnskólabörnunum, sem eru að hans áliti hafa verið hafnfirsku æskufólki til mikils sóma.

EJS og Microsoft Íslandi veittu Björgunarsveit Hafnar­fjarðar styrk í vikunni en fyrir­tækin færðu sveitinni tvær Dell fartölvur að verðmæti um 900.000 kr.

Tölvurnar koma sér vel og verða hluti af útkallsbúnaði sveitarinnar en eldri vélar hennar urðu fyrir skemmdum vegna ryks og hita þegar þær voru teknar með í leiðangur Íslensku alþjóða björgunar sveit­ar innar til Haiti í janúar. Fimm meðlimir BSH voru með í þeirri för.

Í nútíma þjóðfélagi spilar góður tölvukostur eitt af lykil­hlutverkum í leit og björgun og eru þessar öflugu Dell tölvur því kærkomin viðbót í tækjasafn björgunarsveitarinnar. Tölvunar eru af gerðinni Dell ATG (All Terrain Grade) sem framleiddar eru til að þola ryk, raka og hnjask betur en hefðbundnar vélar. Þær eru m.a. notaðar af bandaríska hernum og Sameinuðu þjóðunum.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar vill koma á framfæri miklu þakklæti til EJS og Microsoft Íslandi fyrir þessa veglegu gjöf. Án aðstoðar fyrirtækja stæðu

björgunarsveitir landsins ekki jafn sterkum fótum og raun ber vitni.

Stórsýning grunnskólabarna

Yfir 300 hafnfirsk grunnskólabörn í einum söngleik

EJS og Microsoft á Íslandi styðja við björgunarstarf:

Afhentu björgunarsveitinni tvær fartölvur

Ein af myndum Dagnýjar Emmu úr bókinni.

Frá vinstri: Lárus Steindór Björnsson og Bragi Reynisson frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, Magnús Norðdahl, forstjóri EJS, Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi og Páll Marcher, vörustjóri EJS.

Ólafur B. Ólafsson höfundur verksins, ásamt Önnu Ágústu Hauksdóttur deildarstjóra og þeir nemendur sem leika Tuma og Trölla í Fjársjóðnum, þau Sólbjörg og Baldur.

ÍTH og Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði óska eftir að ráða starfsfólk til sumarstarfa.

Eftirfarandi störf eru í boði:

Flokksstjórar í VinnuskólaLeiðbeinendur á íþrótta­ og leikjanámskeið Leiðbeinendur í skólagörðum Leiðbeinendur á gæsluvöllum

Lágmarksaldur umsækjenda um þessi störf er 21 ár (fæddir 1989)

Í fegrunarflokki (blómaflokki)Í sláttuflokki Í viðhaldsflokki Aðstoðarleiðbeinendur á íþrótta­ og leikjanámskeiðum Aðstoðarleiðbeinendur í skólagörðumAðstoðarleiðbeinendur á gæsluvöllum

Aldur umsækjenda um þessi störf er 17­20 ára (fæddir 1990­1993).

Tekið verður á móti umsóknum á skrifstofu Vinnuskóla Hafnarfjarðar 15.­31. mars kl. 12­16, í húsi Framkvæmdasviðs Hafnarfjarðar, Norðurhellu 2 frá kl. 7.30 til 16.30 alla virka daga nema föstudaga til kl. 15, í Þjónustuverinu að Strandgötu 6, á skrifstofu ÍTH og skrifstofu forvarnafulltrúa í Gamla bókasafninu. Umsóknareyðublöð má nálgast á öllum ofan­greindum stöðum og á hafnarfjordur.is.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 565­1899. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið [email protected]. og í síma 585­5670 og á [email protected].

umsækjendur eru hvattir til að sækja um rafrænt á hafnarfjordur.is

sumaRsTöRfLj

ósm

.: G

uðni

Gís

laso

n

www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 18. mars 2010

Karlarnir á Leikskólanum Hörðu völlum í Hafnarfirði láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að styðja gott málefni. Nú hafa þeir af sönnum íþrótta­ og keppnisanda skráð sig í liða­keppni Krabbameinsfélagsins og ætla allir sem einn að safna mottu í mars.

Það er mikilvægt að huga vel að forvörnum ekki síst þegar kemur að pungnum. Enda vita

karlarnir á Hörðuvöllum að pungurinn er gríðarlega mikil­vægur og leikskólinn má ekki við því að missa nein eistu. Karlarnir ætla því að safna mottum og skora á aðra leik­skóla að gera slíkt hið sama.

Á heimasíðu átaksins http://karlarogkrabbamein.is má fylgjast með hvernig söfnunin gengur.

Karlarnir á Hörðuvöllum safna mottu

Skora á aðra leikskóla að gera það sama

Verslum hagkvæmt... leitum ekki langt yfir skammt!

Frambjóðendur Sjálfstæðis­flokksins hafa undanfarið ritað greinar í Fjarðarpóstinn um erfiða fjárhagsstöðu Hafnar­fjarð ar bæjar og telur að komin sé tími til hreinsunarstarfa. Sam fylkingin er svo sem ekki óvön þeirri vinnu því það hreins­unarstarf sem vinna þurfti eftir meiri­hlutastarf Sjálf stæðis ­flokks og Fram sóknar­flokks í bænum sem lauk á vor mán uðum 2002 var erfitt og óþrifalegt.

Undirritaður var skoð unarmaður bæjar­sjóðs á þeim tíma og var Eftirlitsnefnd sveitarfélaga þá með verulegar athugasemdir við fjármálastjórn og stöðu sveitarfélagsins. Til að forðast ávítur Eftirlitsnefndarinnar valdi meirihlutinn að fara svokallaða einkavæðingarleið til að fjármagna framkvæmdir bæjarfélagsins. Gerðir voru samn ingar við einkafyrirtæki um byggingu skóla og íþrótta­mannvirkja og þannig búið um þá samninga að byggingarnar voru í eigu viðkomandi fyrir­tækja eftir uppgreiðslutíma bæjar ins samkvæmt samning­unum. Allt gert í þeim tilgangi að ekki þyrfti að færa skuldbindinguna í ársreikning bæjarins. Þessi aðferð sjálf­

stæðis manna við uppbyggingu í bænum var því miður margfalt dýrari en hefðbundnar aðferðir, þó svo niðurstaða ársreikninga hafi litið aðeins betur út til skamms tíma. Við hreinsunar­

störf væri helst hægt að lýsa þessari aðferð við þá lausn að sópa óhreinundunum undir teppið.

Þetta var ekki eina hreinsunar starfið sem Samfylkingin tókst á við eftir óstjórn Sjálfstæðis flokks og Framsóknar. Þáver­andi meirihluti hafði líka afhent fjárfestum

Norðurbakkann og leyfi til uppbyggingar á því svæði sem síðar varð ekkert af. Bæjarsjóður þurfti að lokum að greiða upp og leysa úr því klúðri sem kostaði bæjarfélagið um tals­verða fjármuni.

Afleiðingar efnahagshrunsins eru augljósar á stöðu sveitar­félaga um allt land. Ein af leiðing hrunsins var að þau fyrir tæki, sem þáverandi meiri­hluti samdi við um leigu skólamannvirkja og rekstur þeirra, fóru í þrot og þurfti bæjar sjóður að semja við kröfuhafa um yfirtöku á þessum byggingum. Þrátt fyrir að sú yfir taka hafi aukið skuldir bæjarsjóðs á þriðja milljarð, sem kemur fram í

Ársreikningum bæjarins 2009, er sú niðurstaða margfalt hag­kvæmari en þeir samningar sem áður höfðu verið gerðir.

Rekstur bæjarins hefur gengið vel undanfarin ár og að halds verið gætt í rekstri. Fjárhagsstaða bæjarins er aftur á móti ekki góð og má þar helst um kenna því um að ákveðið var að taka að fullu þátt í þeirri samkeppni sem skapaðist á höfuðborgarsvæðinu um upp­byggingu íbúða­ og atvinnu­lóða. Ákvörðun um það fram­boð var samþykkt samhljóða af öllum flokkum og átti ekki hvað síst rætur sínar að rekja til þess fagurgala sem þáverandi stjórnvöld prédikuðu um upp­gang og hagvöxt hér á landi, sem engin innistæða var fyrir.

Hafnfirðingar hafa ekki áhuga á að við hreinsunar­starfinu taki Sjálfstæðis flokk ur­inn, stjórn málaflokkur sem ber höfuð ábyrgð á þeirri hörmulegu efnahagsstöðu sem við búum við í dag. Sjónhverfingar og bókhaldsbrellur greiða ekki úr erfiðri fjárhagsstöðu sveitar­félaga. Kúlulánaleiðin er því miður ekki fær.

Höfundur er viðskipta­fræðingur og er á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Sporin hræða

Hörður Þorsteinsson

Ýsubitar

699 kr./kg

Tilboðið gildir fimmtudag til sunnudags – Samkaup úrval, Hafnarfirði

498 kr./kg

Súpukjöt

Karlarnir á Hörðuvöllum.

8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. mars 2010

Fólk veltir því nú fyrir sér hvað þurfi til þess að leysa Icesave­deiluna. Þrátt fyrir að það sé augljóst að okkur beri engin lagaleg skylda til þess að borga þennan brúsa fyrir Landsbankann, þá halda Hollendingar og Bretar fast við sinn keip með samþykki annarra Evrópuþjóða. Bandaríkjamenn vilja ekkert af okkur vita lengur og aðrar þjóðir sem gætu komið til hjálpar t.d. Kínverjar og Rússar telja hags­munum sínum betur borgið með því að styggja ekki ESB. Aðstaða okkar sýnist því vera nokkuð vonlítil því að þessar fyrrverandi nýlendu­þjóðir virðast tilb únar til að brjóta bæði eigin lög og al þjóða lög í því skini að brjóta okkur á bak aftur. Það gjöra þær með því að tefja fyrir afgreiðslu á lánum til Íslands frá AGS og Norðurlanda þjóð­unum, og við getum lítið við því gert án þess að það komi nið ur á lífskjörum þjóðarinnar. Þær haga sér því eins gagnvart okkur og gagnvart fyrrum nýlendum sínum, af yfirgangi, fyrirlitningu og algjöru virð­ingar leysi. Ríkisstjórnin gæti t.d.reynt þá leið að samþykkja

með fyrirvara að greiða 20 þúsund evrurnar sem trygginga­sjóðurinn ætti að greiða og bjóða Bretum og Hollendingum að fá eigur Landsbankans í

þess um löndum, bæði fasteignir og peninga strax, sem fyrstu greiðslu, og ef það dug ar ekki til, af gang­inn síðar, með löngum greiðslufresti auk af náms vaxtagreiðslna á þeirri upphæð sem Bretar og Hollendingar ákváðu sjálfir að greiða innstæðu eig­endum Icesave reikn­

ing anna og þeir vilja kalla lán til Íslendinga, en það er nokkuð sem við báðum aldrei um. Orð ráðamanna á Íslandi sem þeir kalla loforð um samþykki, eru marklaus án samþykkis Al ­þingis, forseta Íslands og ís lensku þjóðarinnar, eftir því sem málin kynnu að þróast. Þessi loforð hafa ekki verið staðfest af fyrrverandi ráð­herrum í ríkisstjórn Íslands hvort eð er. En þarna kynni einnig að vera um tungu mála­vandamál að ræða þar sem sú enska sem töluð er á Íslandi skilst betur í USA heldur en í Bretlandi, líkt og sú danska sem töluð er á Íslandi skilst betur í Noregi heldur en í Danmörku!

­Afsakið þennan útúrdúr, en ég gat bara ekki stillt mig um þetta.­ En við skulum einnig halda fast í þau skilyrði okkar að við áskiljum okkur rétt til að fara með málið fyrir dóm þótt síðar verði. Ég vona að ráðamenn þjóðarinnar, bæði ríkisstjórn og Alþingi, skoði þennan möguleika. Ef Evrópu­þjóðirnar samt sem áður standa fast við sinn keip, sé ég ekki að við eigum neitt erindi inn í Evrópusambandið og verðum því að þrauka ein um sinn, eins og við höfum gert áður og við munum lifa það af þrátt fyrir verulega skert lífskjör til að byrja með. Ég tek það samt fram að ég er á móti aðild okkar að ESB.Það var athyglisvert að hlusta á Alex Jurshevski, sér­fræðing í skuldamálum þjóða og fjárfesti í þættinum Silfri Egils á RÚV sl. sunnudag. Hann segir m.a. að við þurfum ekki að taka frekari lán, það muni aðeins auka á vanda okkar. Ef þið hafið ekki séð þáttinn þá getið þið nálgast hann á fré[email protected].

Höfundur er fv. flugumferðastjóri

ICESAVE – Hvað þarf til-að leysa deiluna?

Hermann Þórðarson

Nú er Gaflarakaffið að baki og eftir lifir fullur banki af hugmyndum frá bæjarbúum.

Við sem störfuðum í stýrihópnum erum mjög glöð yfir góðri þátttöku og vel heppnuðum degi. Sú vinna sem unnin var við undirbúning að Gaflarakaffinu er dæmi um það hvernig við, pólitískir fulltrúar, getum unnið saman þvert á flokka að verkefnum sem eru bæði skemmtileg og hægt að byggja á til framtíðar og nota við stefnumótun í ýmsum málum.

Auðvitað er rennt blint í sjóinn með hversu góð þátttaka verður á viðburði sem þessum en satt best að segja fór þátttaka íbúa fram úr björtustu vonum.

Markmið íbúaþings er að fá fram hugmyndir íbúa um málefni sveitafélagsins og nýta þær til að móta framtíðarsýn fyrir Hafnarfjörð. Með þessari aðferð eru það margir sem eiga í þeirri framtíðarsýn sem er afrakstur þingsins.

Nú þegar er hægt að horfa á upptökur af því sem fram fór á laugardaginn á Vefveitu Hafnarfjarðar. Einnig verða allar þær hugmyndir sem komu

fram skráðar og birtar á heimasíðu Hafnarfjarðar auk þess sem þær verða sendar til umfjöllunar í viðeigandi nefndum og ráðum þar sem ákveðið verður hvaða skref verða tekin í kjölfarið.

Íbúaþing eins og Gaflarakaffi er því kjörin vettvangur fyrir bæjarbúa til að koma sínum skoðunum á framfæri og til að

hafa áhrif á mótun sveitarfélagsins.

Viljum við þakka starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar fyrir frábært starf í tengslum við

íbúaþingið og öllum þeim sem komu fyrir skemmtilegan dag.

Gísli er bæjarfulltrúi Sam­fylking arinnar, Guðfinna er bæjarfulltrúi Samfylkingar­innar og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er bæjar­fulltrúi Vinstri grænna

Vel heppnað GaflarakaffiDæmi um samvinnu þvert á flokka

Gísli Ó. Valdimarsson

Guðfinna Guðmundsdóttir

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

Aðalfundur Félags eldri borgara í

HafnarfirðiVerður haldinn í Hraunseli,

Flatahrauni 3, fimmtudaginn 25. mars kl 14.00

Venjuleg aðalfundarstörfReikningar félagsinsÖnnur mál

Stjórnin

Fermingarblað 25. mars nk.!

Ég var að keyra Dreka­vellina, þegar ég kom auga á pínulitla veru ekki meira en eins til tveggja ára sem birtist allt í einu fyrir framan bílinn hjá mér og labbaði yfir götuna án þess að líta til hliðar. Ég trúði ekki mínum eigin augum og gáði hvort einhver full­orðinn væri ekki með barninu, en sá engan. Svo ég stoppaði bílinn á miðri götunni, stökk út til barnsins og spurði barnið hvar mamma þess væri. Blessað barnið horfði á mig og bablaði eitthvað á barna­máli sem ég skildi ekki. Ég

stóð hjá barninu og vonaði að einhver myndi koma að sækja það, þá sá ég að kona kom labbandi til okkar frá leik­skólanum á Hraunvöllum. Ég spurði hana hvort hún væri móðir barnsins og sagðist hún vera starfsmaður á leikskólanum. Sagði hún svo að hliðið væri þar sem starfsfólkið ætti erfitt með að sjá þegar það væri skilið eftir opið og skildi ég það þannig að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem barn léti sig hverfa.

Guðbjörg Overby

Til foreldra barna á leikskólanum í Hraunavallaskóla:

Er barnið þitt í lífshættu á leikskólalóðinni í Hraunavallaskóla?

DempararDemparar

Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is

www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 18. mars 2010

25% afsláttur AF ÖLLUM LJÓSAPERUM

Gildir fimmtudag til sunnudags

Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.

BRJÁLUÐ TILBOÐLÁTUM VERKIN TALA UM LAND ALLT!

ÞvottavélOrkunýting A, þvottahæfni A, vinduhæfni B, 1200 snúningar1805455

89.900114.900

5 ára ábyrgð

ÞurrkariBarkalaus m/rakaþétti, tekur 6 kg af blautum þvotti, krumpuvörn1805461

Barkalaus m/rakaþétti,

86.900109.900

Þrekhjól3899530

17.90025.900

5 ára ábyrgð

Aðeinsbrot af

úrvalinu!

Dúnúlpur

7.99012.990

Bakki og rúlla25 sm7014822

Inni-málning7119963-7

Vörutrilla150 kg5080150

4.999 9991.499

10 ltr

5.9997.594

SturtusettCharisma8016115

9.99019.795

Fermingartilboð

Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 555-4250.

Kveðja starfsfólk Caritu Snyrtingar

Nú fer tími ferminga að ganga í garð og þá er tilvalið fyrir fermingarbarnið og móður að láta dekra við sig og gleyma

sér í amstrinu sem fylgir fermigarundirbúningnum.

Tilboðið gildir til 12. April.

| Carita snyrting | Dalshraun 11 | 220 Hafnarfjörður | Sími: 555 4250 | [email protected] | Opið frá 09:00 til 19:00 |

Að því tilefni býður Carita Snyrting öllum viðskiptavinum:

15% afslátt af brúnkusprey

15% afslátt af Húðhreinsun

Litun, plokkun og andlitsbað á tilboði 8.900 kr.

Einnig býður Jónína Símonardóttir 15% afslátt af fótaaðgerðum

10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. mars 2010

Húsnæði í boðiTil leigu 2­3ja herb. íbúð við

Ölduslóð. Stutt í skóla og miðbæ. Sér hiti og inngangur. Leigist m/

þvottavél og ísskáp. Langtímaleiga. Uppl. í s. 899 7544

eða 862 2060.

Til leigu falleg 3ja herbergja íbúð ásamt stæði í bílakjallara og

geymslu. Íbúðin er að Kirkjuvöllum og leigist á 130.000,- á mán.

ásamt húsgjöldum. Laus strax. Upplýsingar í síma 662-6776

Til söluNýleg gönguskíði, skór og stafir

til sölu. Skórnir eru í stærð 39-40. Nánari upplýsingar veitir

Guðmunda í síma 555-3937

ÞjónustaUnglegri á aðeins 10 mínútum. Andlitsmeðferð sem dregur úr

augljósum einkennum öldrunar og glæðir húðina lífi. Bætir áferð og

útlit húðarinnar. Upplýsingar gefur Dóra Björk í síma 896-3170.

Heimilistækjaviðgerðir. Geri við þvottavélar og fl. heimilistæki. Kem í heimahús. Uppl. í s. 772 2049.

Hrukkustraujárn. Það heitasta í Hollywood í dag, hægir á öldrun

húðar. Viltu eignast þitt tæki og sjá munin eftir eina meðferð. Uppl.

Kidda 899 2708, Pétur 899 2740.

Óli smiður. Smíðaverk stór sem smá,mikil reynsla og sanngjarnt

verð. Óli smiður 698-9608

Ég er kona á fertugsaldri sem er sjúklingur og er mikið ein og út

af fyrir mig. Ef þú ert kona í sömu eða líkri stöðu , aldur

skiptir mig ekki máli þá endilega hafðu samband við mig? Hvað um spjall yfir kaffibolla? Síminn

er 899-8972. Takk.

Tapað - fundiðHjól í Suðurbæjarlaug. Þetta

„Freestyle“ hjól er búið að vera hjá Suðurbæjarlaug í nokkra daga.

Eigandi er beðinn um að vitja hjólsins

Þú getur sent

smáauglýsingar á a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n .i s e ða h r i n g t í s íma 5 6 5 3 0 6 6

A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r.

Tapað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT

Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • PresturKirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar

Flatahraun 5a • www.utfararstofa.isVaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt

Komum heim til aðstandenda ef óskað er

Bryndís Valbjarnardóttir

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför

Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason

Eldsneytisverð17. mars 2010 í Hafnarfirði:

Sölustaður 95 okt. dísilAtlantsolía, Kaplakr, 198,9 193,6Atlantsolía, Suðurhö, 197,4 191,9N1, meðalverð 208,2 202,9N1, Reykjavíkurvegi 199,0 193,7Orkan, Óseyrarbraut 197,3 191,8Orkan, Reykjavíkurvegi 197,7 192,2ÓB, Hólshrauni 197,7 192,2ÓB, Melabraut 197,4 191,9ÓB, Suðurhellu 206,6 201,3

Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur

TÖLVUHJÁLPINViðgerðir, vírushreinsanir,

uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum. Kem í heimahús.

Sanngjarnt verð

Sími 849 6827

Skattframtöl og bókhaldSkattframtalsgerð fyrir

einstaklinga og rekstraraðila. Færsla bókhalds, vsk uppgjör,

ársuppgjör ofl.

Upplýsingar: [email protected] sími 697 8771

Skattframtal 2010Skattframtöl fyrir einstaklinga og rekstraraðila.

Bókhald, uppgjör og ársreikningar.

Rekstrargreining • simi 555 [email protected] • sími 777 4090

Fjölskyldufyrirtæki í Hafnarfirði leitar að starfskrafti með reynslu af saumaskap

Fyrirtækið hefur um árabil verið í útflutningi á öryggisvörum. Vegna aukinnar eftirspurnar erum við nú að leita eftir í fullt starf, vönduðum, vandvirkum og iðjusömum starfskrafti með reynslu af saumaskap.

Umsækjandur, vinsamlegast sendið upplýsingar um reynslu og fyrri störf á netfangið [email protected]

Established family run business based in Hafnarfjörðurseeks a reliable person with significant sawing experience

The company has been producing and exporting security equipment for over 26 years and due to increased demand is

now seeking a solid, reliable and experienced person

If interested, please forward your application to [email protected] are asked to highlight their sawing experience and

other previous positions.

Þarftu að gera við bílinn? Gerðu það sjálfur, úrvalsaðstaða með öllum verkfærum og faglegri ráðgjöf.

Rennum bremsudiska og skálar.

ÍþróttirHandbolti úrslit:

Konur:KA/Þór ­ FH: 28­25HK ­ Haukar: 28­41

Haukar ­ Víkingur: 36­8Karlar:

FH ­ Haukar: 31­25

Körfubolti úrslit:Konur:

KR ­ Haukar: 78­47 Karlar:

Haukar ­ Hrunamenn: 108­57

Næstu leikir:Handbolti

18. mars kl. 19.00, Akureyri Akureyri ­ FH(úrvalsdeild karla)

18. mars kl. 19.30, Ásvellir Haukar - Grótta(úrvalsdeild kvenna)

20. mars kl. 16, KA heimili KA/Þór ­ FH (úrvalsdeild kvenna)

20. mars kl. 16, Kaplakriki FH - Fylkir(úrvalsdeild kvenna)

22. mars kl. 16, Framhús Fram ­ Haukar (úrvalsdeild karla)

22. mars kl. 19.30, Kaplakriki FH - Stjarnan(úrvalsdeild karla)

23. mars kl. 19.30, Kaplakriki FH - Fram(úrvalsdeild kvenna)

Körfubolti19. mars kl. 19.15, DHL­höllin

KR ­ Haukar(undanúrslit kvenna)

21. mars kl. 19.15, Ásvellir Haukar ­ KR (ef þarf)* (undanúrslit kvenna)

23. mars kl. 19.15, DHL­höllin KR ­ Haukar (ef þarf)* (undanúrslit kvenna)

*Leikirnir verða spilaðir ef úrslit nást ekki í fyrri leikjum liðanna

Allir vita þetta. Þegar þorp verður að bæjarfélagi þá er bæjarblað lífsnauðsynlegur fjöl­miðill. Af hverju? Góður fjöl miðill t.d. gott blað getur virkað eins og nokkurskonar fundar salur, ég undir­ritaður hef lúmsk an grun um að blaðinu okkar Fjarðar póstinum sé ekki sýnd nægileg virð ing. Af hverju? Ég auglýsti í bæjarblaðinu okkar, Fjarðar póstin­um, fimmtu daginn 18. feb. Það hefur ekki verið hringt út af aug­lýsingu þessari. Aug lýsing in höfðaði til smá bátaeigenda allra. Mér finnst að al menningur ætti að standa saman um að sýna eldri borg urum og þó sér í lagi eldri sjó mönnum sem hafa skilað þjóð inni arði af ævistarfi sínu, smá virðingarvott með því að

létta undir með það að geta látið áhugamál sín rætast. Allir vita að laun eldri borgara eru undir

fátækra mörkum. Og hvar á þá að taka fé til að standa undir áhuga­máli sem gefur þessu fólki lífsfyllingu og heilsubót. Þetta fólk verður að fá ofurlitla afla heimild úr okkar sameig inlegu sjávar­auðl in d. Munið ágæta fólk, Ísland er aðili að mann réttindasam tök­

um S ameinuðu þjóðanna sem hafa nú þegar gefið álit sitt á íslenska kvótakerfinu. Álitið var mannr éttindabrot. Það er því óþarfi að knékrjúpa fyrir stjórn­endum fisveiði stefnu sem hafa þverbrotið stjórnarskrá lýðveld­isins Íslands. Og eins og áður segir er mannréttindabrot. Ég mun fara þessa á leit af fullri

kurteisi að álit mannréttinda­nefndar verði virt. Að öðrum kosti mun ég kvarta undan íslenska kvótakerfinu og sú kvört un verður einnig send í fjölmiðla út um allan heim. Ég mun einnig beita mér fyrir því ef með þarf að beina kaupendum fiskafurða frá fiski veiddum í togveiðarfæri og krefjast eflingar náttúruvænna veiða .

Að síðustu ágætu Hafnfirð­ingar, stöndum saman um það að efla Fjarðarpóstinn okkar sem er sem að framan er sagt lífs­nauðsynlegur fjölmiðill. Ég ætla að ríða á vaðið með hugmynd sem mun verða öllum Hafn­firðingum til góðs. Hugmyndin er sú að greinarhöfundar borgi Fjarðarpóstinum fyrir birtingu greina sinna, við skulum miða sanngjarna greiðslu fyrir 300 orða grein á 1500 kr.

Höfundur er fyrrverandi bátasmiður.

Góðir Hafnfirðingar

Garðar Hafsteinn Björgvinsson

HÁRSNYRTISTOFATil sölu falleg og velbúin hársnyrtistofa,í rúmgóðu

húsnæði í Hafnarfirði. Auðveld kaup og frábært verð.

Útborgun aðeins 500 þúsund,

Uppl. í síma 824-2480 Óskar,Fyrirtækjasala íslands

Magnús Waage, viðurkenndur bókariReykjavíkurvegi 60, s. 565 2189, 863 2275

Fyrirtæki og einstaklingarFærsla á bókhaldi, launaútrreikningur, vsk-uppgjör, ársuppgjör, skattframtöl,

skattakærur, fjármálaráðgjöf.

www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 18. mars 2010

Eymundsson.is

Eigulegar gjafir

• FERMINGARSTÓLLINN

• ORÐABÆKUR

• TÖLVUORÐABÆKUR

• TÖSKUR

• PENNASETT

• GJAFAKORT

• FERMINGARKORT

• INNPÖKKUN

24.161 kr.Dealerfermingarstóllinnfrá Pennanum

19.328 kr.

Mikið úrval

Töskur

Mikið úrval

Orðabækur

12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. mars 2010

Æfingatöflur áwww.haukar.is

Stofnað 1982

Dalshrauni 24 • Sími 555 [email protected]

Reikningar • NafnspjöldUmslög • BæklingarFréttabréf Bréfsefni Og fleira

Smurstöðin Smur 54Bæjarhrauni 6, bakhús

opið kl. 8-18 og 8-17 föstudaga

Láttu okkur dekra við bílinn þinn.

Vönduð smurþjónusta og bíllinn endist lengur!Þrif og bón – smáviðgerðir Sækjum og sendum

GunnarMagnús Fj

arða

rpós

turin

n 10

02 –

© H

önnu

narh

úsið

ehf

.

sími

555 0330

Jarðvegsskemmdir við Eldborgarlund

Ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist

Við Eldborgarlund er nú hægt að sjá nokkrar skemmdir á jarð­vegi eftir að óprúttnir aðilar færðu úr vegi steypu stólpa, sem notaðir eru til þess að loka gömlum slóða, og keyrðu áfram inn í lundinn. Við þetta hafa myndast djúp og ljót hjólför. Samkvæmt heimildum Fjarðar­póstsins er þetta ekki í fyrsta skipti sem steypu stólp arnir eru færðir úr vegi og keyrt um svæðið. Ljóst er að fólk þarf að leggja á sig nokkra vinnu við þetta þar sem fjórir stólpar eru notaðir til að loka fyrir umferð.

Guðmundur góði þeytir skífur fram á nóttá föstudagskvöldinu frá kl. 23­03

ReykjavíkuRvegi 60

Tveir

kaldir á

1000 kr.Á milli 21 og 23 í

kvöld!

Boltinn

í beinniHamborgari og kaldur

á 1800 kr.

Strumpasveit Hraunbúa

Vettvangur fyrir gamla skáta með börnin sín

Síðastliðinn laugardag hittist ungskátasveitin Strumpar í Hraunbyrgi.

Strumpar er sveit innan skátafélagsins Hraun búa og er ætluð öllum Hraun búa­börnum frá fæðingu að sjö ára aldri. Sveitin var stofnuð í nóvember 2007 og hefur hist reglulega síðan þá. Þarna er kominn nýr vettvangur fyrir gamla skáta að hittast með börnin og tengjast þannig á ný inn í skátastarfið.

Sjötugasta vormót Hraun­búa verður haldið helgina 11.­13. júní í Krýsuvík á 85 ára afmælisári félagsins og ætlar ungskátasveitin Strumpar að fjölmenna þangað og eyða helginni saman í fjölskyldu­búðum mótsins.

Ef einhverjir hafa áhuga á að taka þátt í starfi sveitarinnar eru þeir hvattir til að hafa samband í gegnum netfangið [email protected].

Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar spiluðu sinn þriðja og jafnframt síðasta leik þennan veturinn síðastliðinn fimmtu­dag. Að venju mátti búast við gríðar legri spennu hér í Hafnar­firði því fyrri leikir liðanna í vetur hafa verið æsispennandi. Leikurinn fór fram á heimavelli FH­inga, Kaplakrika, og voru tæplega 2.000 áhorfendur á leiknum. Haukar hafa unnið alla leiki liðanna í vetur og því til mikils að vinna hjá FH­ ingunum. Haukar náðu sér aldrei uppá strik og var staðan í hálfleik 15:13, FH­ingum í vil. FH­ingar héldu áfram að spila vel allan seinni hálfleik og

leiknum lauk með sigri þeirra, 31:25. Markahæsti leikmaður FH var Bjarni Fritzon með 9 mörk. Hjá Haukum var það Sigurbergur Sveinsson með 8 mörk.

FH lagði Hauka í stórskemmtilegum leik

Sex marka sigur FH-inga á meisturum Hauka

Strandgötu 37 • Hafnarfirði

Áttu gull sem þú vilt breyta í peninga?

Kaupi og sel gull

Kátir leikmenn FH í leikslok.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Baráttan í leiknum var gríðarleg.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Sigurgeir var ánægður með liðið.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Sm

ári G

uðna

son

Ljós

m.:

Sm

ári G

uðna

son