forhönnun - verkís verkfræðistofa |  · sýnishorn - skýrsla. forhönnun – nýtt...

5
Verkís hf. | Ofanleiti 2 | 103 Reykjavík | Sími: 422 8000 | www.verkis.is Júní 2016 Forhönnun Nýtt þráðlaust net Sýnishorn - skýrsla

Upload: others

Post on 13-Oct-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Forhönnun - Verkís verkfræðistofa |  · Sýnishorn - skýrsla. Forhönnun – nýtt þráðlaust net Ef ætlunin er að taka í notkun nýtt þráðlaust net má gera forhönnun

Verkís hf. | Ofanleiti 2 | 103 Reykjavík | Sími: 422 8000 | www.verkis.is Júní 2016

Forhönnun Nýtt þráðlaust net Sýnishorn - skýrsla

Page 2: Forhönnun - Verkís verkfræðistofa |  · Sýnishorn - skýrsla. Forhönnun – nýtt þráðlaust net Ef ætlunin er að taka í notkun nýtt þráðlaust net má gera forhönnun

Forhönnun – nýtt þráðlaust net Ef ætlunin er að taka í notkun nýtt þráðlaust net má gera forhönnun til að sjá hvar staðsetja eigi aðgangsstaði svo þjónustan standist væntingar. Nota má grunnteikningar á PDF, JPEG eða CAD-sniði og velja má úr mjög fjölbreyttu úrvali af raunverulegum aðgangsstöðum frá leiðandi framleiðendum á þessu sviði. Stilla má staðsetningu, afl, halla og hæð, rásanotkun og bandbreidd. Þegar búið að er setja inn kröfur í forsendur má sjá útkomuna.

Með forhönnun er staðsetning aðgangsstaðanna ekki tilviljanakennd, eða „samkvæmt tilfinningu“ heldur sést fyrirfram hvernig hún muni reynast. Deyfing veggja, hurða, glugga og annars húsbúnaðar er skilgreind á teikningunum svo að myndrænu útreikningarnir taka mið af því. Þetta er raunhæfari nálgun en ágiskanir um útbreiðslu þráðlausa merkisins. Að neðan er dæmi um skrifstofu þar sem hönnunarhugbúnaðurinn ráðlagði staðsetninguna.

Page 3: Forhönnun - Verkís verkfræðistofa |  · Sýnishorn - skýrsla. Forhönnun – nýtt þráðlaust net Ef ætlunin er að taka í notkun nýtt þráðlaust net má gera forhönnun

Forhönnun á skrifstofu – yfirlit á þjónustunni Eftir að búið er að staðsetja nýja aðgangsstaði á teikningum má stilla þá á alla vegu og sjá útkomuna í styrk og hraða og alla helstu þætti í þjónustunni. Ef staðsetningu aðgangsstaðanna er breytt má umsvifalaust sjá hvaða áhrif það hefur. Mögulegt er að hanna í þrívídd og sjá heildaráhrifin í margra hæða húsi. Það gefur færi að á skipuleggja rásanotkun bæði á hverri hæð fyrir sig en líka að sjá hver áhrifin eru á milli hæða en hægt er að stilla deyfingaráhrif lofta og gólfa. Í dæminu hér hafa fjórir aðgangsstaðir verið settir til að ná um húsnæðið. Verkkaupi setti tiltekin skilyrði um útbreiðslu og hraða og forhönnunin getur sýnt fram á það sé uppfyllt. Tekið er tillit til deyfingar vegna veggja, hurða, glugga og glers.

Þar sem hver gerð af aðgangsstað hefur tiltekinn eiginleika má sjá hvaða áhrif það hefur að nota ólíkar gerðir við lausnina. Verkkaupi gæti sem dæmi hafa fengið tilboð frá nokkrum framleiðendum og vill sjá mismuninn fyrirfram. Ágiskanir og tímafrekir útreikningar verða óþarfir. Að uppsetningu lokinni mætti gera úttekt á sjálfu netinu til að sjá hvort það standist kröfur og væntingar. Myndin sýnir áætlaða útbreiðslu þráðlausa netsins.

Page 4: Forhönnun - Verkís verkfræðistofa |  · Sýnishorn - skýrsla. Forhönnun – nýtt þráðlaust net Ef ætlunin er að taka í notkun nýtt þráðlaust net má gera forhönnun

Forhönnun - Dæmi um hótelgang – aðgangsstaðir í herbergjunum Hótel er dæmi um hvernig nálgast má uppsetningu á þráðlausu neti á mismunandi hátt. Gestir gera kröfu um aðgengi í herbergjum sínum og hér eru tvær nálganir á málið.

Á myndinni að ofan sést að aðgangsstaðir eru settir inn í þriðja hvert herbergi. Með því móti næst tvennt. Þjónustan verður best við útveggina en einnig má keyra merkjastyrk aðgangsstaðanna verulega mikið niður. Tekið var tillit til þess í dæminu. Tækjabúnaður gestanna hefur líka minnstar hindranir að yfirstíga til að ná sambandi.

Græni liturinn sýnir að í herbergjunum verður þjónustan best en það dregur úr þegar innar í húsið er komið. Þau svæði sem eru í skugga eru í stigagöngum þar sem líkur eru til að þjónustan verði lítið notuð hvort eð er.

Page 5: Forhönnun - Verkís verkfræðistofa |  · Sýnishorn - skýrsla. Forhönnun – nýtt þráðlaust net Ef ætlunin er að taka í notkun nýtt þráðlaust net má gera forhönnun

Forhönnun - Dæmi um hótelgang – aðgangsstaðir á ganginum

Hér eru aðgangsstaðirnir færri og staðsettir á ganginum. Þar sem dreifingin þarf að fara gegnum hurðir og milliveggi er sendiaflið stillt mjög hátt.

Merkjastyrkurinn er mestur á ganginum (grænn litur), þar sem minnst þörf er á þjónustunni en það dregur úr þegar inn í herbergin er komið vegna deyfingar frá veggjum og hurðum (gulur litur). Tvo herbergi eru hér á bakvið steypta veggi og stigagang og eru þar af leiðandi í skugga frá sendunum á ganginum (grár litur). Ef vel ætti að vera þyrfti að staðsetja aðgangsstað þar inni til að ná um herbergin. Nokkur fleiri herbergi eru líka að hluta til í skugga. Þegar lausn sem þessi er ákveðin þarf líka að hafa í huga að hún gæti leitt til þess að tækjabúnaður gestanna, tölvur og símar, þurfi að keyra sig upp í afli til að ná út á ganginn og til aðgangsstaðanna. Það leiðir til skemmri endingar á rafhlöðum og símar sem dæmi hitna líka nokkuð við að auka aflið.