fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · fimmtudagur 14....

20
– Ingibjörg S. Guðmundsdóttir hefur stýrt Menntaskólanum á Ísafirði í vetur og snýr nú aftur til fyrri starfa sem skóla- meistari Kvennaskólans í Reykjavík. Hún tók við stjórnar- taumunum á erfiðum tíma hjá MÍ en yfirgefur nú Ísafjörð með góðar minningar í farteskinu Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. – Ingibjörg S. Guðmundsdóttir hefur stýrt Menntaskólanum á Ísafirði í vetur og snýr nú aftur til fyrri starfa sem skóla- meistari Kvennaskólans í Reykjavík. Hún tók við stjórnar- taumunum á erfiðum tíma hjá MÍ en yfirgefur nú Ísafjörð með góðar minningar í farteskinu Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins Stórlúða fékkst á stöng í Súgandafirði Þeir réðu sér vart fyrir kæti sjóstangveiðimennirnir á sjó- stangaveiðibátnum Bobby 9, þegar þeir stilltu sér upp fyrir myndatöku við hliðina á þess- ari myndarlegu stórlúðu, en lúðuna hafði einn þeirra veitt á sjóstöng fyrr um daginn grunnt út af Súgandafirði. Eft- ir myndatöku var lúðinni skellt á hafnarvogina á Suður- eyri og reyndist hún vera 71 kg. Að sögn Elíasar Guðmunds- sonar, eins eiganda Hvíldar- kletts ehf. sem gerir út 14 sjó- stangveiðibáta frá Suðureyri, er þetta ekki í fyrsta skipti sem sjóstangaveiðimenn frá honum setja í stórlúðu út af Súgandafirðinum. Áhöfn eins bátsins kom í land fyrir stuttu og sagði tröllalýsingar af stór- lúðu sem þeir misstu og segir fiskisagan að hún hafi verið vel á annað hundrað kíló. Í fyrstu var talið að um hefð- bundna ýkjusögu hafi verið að ræða, alþekkt er stærstu fiskarnir eiga það til að sleppa. Öll tvímæli um stærð lúðunn- ar voru tekin af þegar veiði- mennirnir sýndu myndbands- upptöku af slagsmálunum við lúðuna. Eftir mikil átök, hafði lúðan á endanum haft betur og sleit sig lausa. Elías segir að vertíðin hafi farið mjög vel af stað hjá sér, þrátt fyrir frekar leiðinlegt veðurfar. Stangaveiðibátarn- ir,sem eru með 4-6 menn í áhöfn, hafi verið að fiska að meðaltali 2-300 kg. á dag. Aflahæsti báturinn hafi þó landað 570 kg. eftir dags sjó- ferð. [email protected] Sjóstangaveiðimennirnir fimm kampakátir með stórlúðuna sem fékkst út af Súgandafirði. Mynd: Sturla Páll Sturluson

Upload: others

Post on 29-Mar-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

– Ingibjörg S. Guðmundsdóttir hefur stýrt Menntaskólanumá Ísafirði í vetur og snýr nú aftur til fyrri starfa sem skóla-meistari Kvennaskólans í Reykjavík. Hún tók við stjórnar-taumunum á erfiðum tíma hjá MÍ en yfirgefur nú Ísafjörð

með góðar minningar í farteskinu

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk

Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg.

– Ingibjörg S. Guðmundsdóttir hefur stýrt Menntaskólanumá Ísafirði í vetur og snýr nú aftur til fyrri starfa sem skóla-meistari Kvennaskólans í Reykjavík. Hún tók við stjórnar-taumunum á erfiðum tíma hjá MÍ en yfirgefur nú Ísafjörð

með góðar minningar í farteskinu

Ógnir skólanseru þær sömu

og samfélagsins

Ógnir skólanseru þær sömu

og samfélagsins

Stórlúða fékkst á stöng í SúgandafirðiÞeir réðu sér vart fyrir kæti

sjóstangveiðimennirnir á sjó-stangaveiðibátnum Bobby 9,þegar þeir stilltu sér upp fyrirmyndatöku við hliðina á þess-ari myndarlegu stórlúðu, enlúðuna hafði einn þeirra veittá sjóstöng fyrr um daginngrunnt út af Súgandafirði. Eft-ir myndatöku var lúðinniskellt á hafnarvogina á Suður-eyri og reyndist hún vera 71kg.

Að sögn Elíasar Guðmunds-sonar, eins eiganda Hvíldar-kletts ehf. sem gerir út 14 sjó-stangveiðibáta frá Suðureyri,er þetta ekki í fyrsta skiptisem sjóstangaveiðimenn fráhonum setja í stórlúðu út afSúgandafirðinum. Áhöfn einsbátsins kom í land fyrir stuttuog sagði tröllalýsingar af stór-lúðu sem þeir misstu og segirfiskisagan að hún hafi veriðvel á annað hundrað kíló. Ífyrstu var talið að um hefð-

bundna ýkjusögu hafi veriðað ræða, alþekkt er stærstufiskarnir eiga það til að sleppa.Öll tvímæli um stærð lúðunn-ar voru tekin af þegar veiði-mennirnir sýndu myndbands-upptöku af slagsmálunum viðlúðuna. Eftir mikil átök, hafðilúðan á endanum haft beturog sleit sig lausa.

Elías segir að vertíðin hafifarið mjög vel af stað hjá sér,þrátt fyrir frekar leiðinlegtveðurfar. Stangaveiðibátarn-ir,sem eru með 4-6 menn íáhöfn, hafi verið að fiska aðmeðaltali 2-300 kg. á dag.Aflahæsti báturinn hafi þólandað 570 kg. eftir dags sjó-ferð. – [email protected]

Sjóstangaveiðimennirnirfimm kampakátir með

stórlúðuna sem fékkst útaf Súgandafirði. Mynd:

Sturla Páll Sturluson

Page 2: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 200722222

Þennan dagÞennan dagÞennan dagÞennan dagÞennan dag árið1949 var þyrlu flogið í fyrsta sinn á Íslandi.Þetta var tveggja sæta „helicopter-flugvél“ af Bell gerð.Hún hafði verið flutt til landsins svo hægt væri að reynaslíka flugvél við björgunarstörf og strandgæslu.

Dagurinn í dagDagurinn í dagDagurinn í dagDagurinn í dagDagurinn í dag14. júní 2007 – 165. dagur ársins14. júní 2007 – 165. dagur ársins14. júní 2007 – 165. dagur ársins14. júní 2007 – 165. dagur ársins14. júní 2007 – 165. dagur ársins

Halli á rekstri SúðavíkurhreppsHalli á rekstri SúðavíkurhreppsHalli á rekstri SúðavíkurhreppsHalli á rekstri SúðavíkurhreppsHalli á rekstri SúðavíkurhreppsNeikvæð niðurstaðaer á ársreikningi Súðavíkurhrepps að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða. Ársreikningur

Súðavíkurhrepps og stofnana hans fyrir árið 2006 var tekin til seinni umræðu á fundi sveitarsjórnar hreppsinsþann 31. maí. Rekstrartekjur sveitarfélagsins, A og B hluta á árinu námu kr. 144,7 millj. Rekstrargjöld A og Bhluta voru samtals kr. 152.7 millj. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði og afskriftir var jákvæð

um kr. 1,9 millj. Afskriftir A og B hluta voru kr. 10 millj. og fjármagnstekjur umfram fjármagnsgjöld vorusamtals kr. 6,8 millj. Rekstrarniðurstaða A og B hluta að teknu tilliti til fjármagnsliða og afskrifta var því

neikvæð um kr. 1,3 millj. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2006 nam kr. 610,1 millj.

Íslendingar bætast í við-skiptahóp Fjord fishing

Fyrsti Íslendingurinnleigði sómabát hjá Fjord

fishing og Sumarbyggð hf.,í Súðavík á föstudag. Það

var Barði Ingibjartssonskipstjóri og umsjónar-

maður Fjord fishing bát-ana sem afhenti GarðariSigurgeirssyni trésmið í

Súðavík lyklana af bátn-

um. Var ferðinni heitið íVigur og síðan á sjóstöng í

Djúpinu. „Mikið hefurverið spurt um leigu á bát-unum og greinilega mikilláhugi hjá Íslendingum að

prófa sjóstöng“, segir ítilkynningu. Áður en lagt

er af stað þarf sá sem stýr-ir bátnum að fá kennslu á

bátinn og meðferð hans ogtækja um borð hjá BarðaIngibjartssyni. Einnig erfarið yfir sjókort og fleiri

atriði. Hægt er að bókabáta hjá Sumarbyggð í

Súðavík. – [email protected]ði Ingibjartsson

afhendir hér GarðariSigurgeirssyni lyklana.

Sæbjörg, skólaskip Slysa-varnaskóla sjómanna er í höfná Ísafirði. Vestfirskir sjómennsækja þar bæði grunn- og end-urmenntunarnámskeið slysa-varnafræðum sjómanna. Ný-mæli eru að sérstakt endur-menntunarnámskeið er haldiðfyrir Pólverja en þeir eru íauknum mæli farnir á sækjasjóinn á Vestfjörðum. HilmarSnorrason skóla- og skipstjórisegir að kennt sé á íslensku entúlkur er kennurum til aðstoð-ar. Þrátt fyrir að margir Pól-

verjana séu ágætir í íslenskusé það öryggisatriði að náms-efnið komist til skila og ekkihættandi á að misskilningsgæti. Námskeiðin standa yfirfram í miðja næstu viku ogheldur þá skipið til Hólmavík-ur.

Sæbjörg sem áður hét Akra-borg og sigldi milli Akranessog Reykjavíkur siglir hringinní kringum landið frá maí framí september og heldur nám-skeið fyrir sjómenn. Slysa-varnaskóli sjómanna er í eigu

Slysavarnafélagsins Lands-bjargar en hann var stofnaðurárið 1985 til að sinna öryggis-fræðslu fyrir sjómenn.

Námskeið skólans eru öll-um opin en á námskrá er aðfinna námskeið, sem hentaþeim sem vinna á sjó, viðhafnir eða dvelja við leik ogstörf við ár eða vötn. Frá upp-hafi hefur verið lögð áhersla áfjölda afmarkaðra námskeiða,sem sniðin eru með þarfir ís-lenskra sæfarenda í huga.

[email protected] Sæbjörg í höfninni á Ísafirði.

Skólaskipið Sæbjörg á Ísafirði

Frá undirritun samningsins. Athygli vakti að jafn margar konur og karlar undirrituðu samninginn. Myndir: Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

Samstarf að menningarmálumSamningur um samstarf að

menningarmálum á Vestfjörð-um var undirritaður í Sauð-fjársetrinu á Ströndum ásunnudag, af fulltrúum sveit-arfélaga á Vestfjörðum. Und-irritun samningsins er loka-punkturinn á samningsgerðmilli ríkis og sveitarfélaga áVestfjörðum um menningar-mál á Vestfjörðum.

Tilgangur menningarsamn-ingsins, sem og samstarfs-

samnings sem þegar hefur ver-ið undirritaður milli ríkis ogsveitarfélaga á Vestfjörðum,er að efla menningarstarf ásvæðinu. Einnig verður meðsamningunum stuðningi ríkisog sveitarfélaga á Vestfjörð-um við menningarstarf beint íeinn farveg og áhrif heima-manna aukin í uppbygginguog forgangsröðun verkefna ásviði menningarmála.

Að því er fram kemur á

heimasíðu Fjórðungssam-bands Vestfjarða, ríkti mikilkæti við undirritunina, en aukundirritunarinnar fluttu for-maður stjórnar Fjórðungssam-bands Vestfirðinga, AnnaGuðrún Edvardsdóttir og for-maður Menningarráðs Vest-fjarða, Gunnar Hallsson, ávörp.Einnig voru skemmtiatriði fráhverju samstarfssvæði. ElvarLogi Hannesson, leikari, fluttihluta af einleiknum Skrímsli

fyrir Vestur-Barðastrandar-sýslu, vinirnir Halldór Smára-son og Halldór Sveinssonfluttu tónlist á píanó og fiðlufyrir Ísafjarðarsýslur og Sig-urður Atlason frá Stranda-galdri kenndi gestum hvernigdraga mætti að sér fé meðgaldri fyrir Strandir og Reyk-hóla. – [email protected]

Halldór Sveinsson ogHalldór Smárason spiluðu

við undirritunina.

Page 3: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 33333

Samþykkja tillögur um byggðakvótaSamþykkja tillögur um byggðakvótaSamþykkja tillögur um byggðakvótaSamþykkja tillögur um byggðakvótaSamþykkja tillögur um byggðakvótaBæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að formaður bæjarráðs og bæjarritari geri tillögu til sjávarútvegsráðuneytis um sérstakar

reglur um úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu vegna fiskveiðiársins 2006/2007 og hafi eftirfarandi þætti til hliðsjónar: Aðþeir sem þiggi heimildir, landi a.m.k. tvöföldu því magni til vinnslu í sveitarfélaginu. Vinnsla sé skilgreind sem flatning eða

flökun. Að vinna megi afla vegna þessara heimilda hvar sem er í sveitarfélaginu, óháð byggðalagi úthlutunar. Að þau skip semsótt er um fyrir hafi verið með aflaheimildir þann 1. maí 2007. Að þeir sem fengu úthlutað byggðakvóta síðast þegar úthlutaðvar fái eingöngu úthlutað nú, geti þeir sýnt fram á að hafa staðið við kvaðir um löndun til vinnslu. Þeir sem landa umtalsverðu

magni njóti þess, með hlutdeildarmargfaldara sem hlaupi á 50 tonnum landaðs magns, en nái að hámarki gildinu 10.

Axel í Ísafjarðarhöfn.

Strandflutningar hafnir á nýStrandflutningar eru hafnar

á ný en flutningaskipið Axelkom til hafnar á Ísafirði á

sunnudag. Skipið er í eiguDregg shipping á Akureyri ogverður í siglingum um strand-

lengjuna auk þess sem þaðmun sigla til Danmerkur ogEystrarsaltslandanna.

Skipið mun koma við á Ísa-firði á 18 til 20 daga fresti ogverður hægt að flytja vörur

beint til og frá útlöndum ánþess að þeim sé skipað upp íReykjavík og segir BjarniSigurðsson, framkvæmda-stjóri Dregg shipping, að þaðsé þó nokkuð hagkvæmara.Bjarni segir það vera mikiðhagsmunamál fyrir lands-byggðina að strandsiglingarhaldist við lýði sem og milli-landasiglingar milliliðalaust

til og frá landbyggðinni.Að sögn Bjarna er ekki

komið á hreint hver verðurumboðsmaður Dregg shipp-ing á Ísafirði en unnið er í þvímáli. Axel er með frysti- ogkælilest og er skipið smíðað íDanmörku árið 1989. Skipiðhér áður Greenland Saga ogvar í siglingum á Grænlandi.

[email protected]

Bjarni Sigurðsson (tv) og Ari Jónsson,eigandi Dregg shipping.

21% ísfirskra barna í óvið-unandi öryggisbúnaði í bíl

Aðeins 79% ísfirskra leik-skólabarna er ekið til leik-skóla í viðunandi öryggis-búnaði. Þetta kemur fram íárlegri könnun Slysavarna-félagsins Landsbjargar,Sjóvá Forvarnahúss og Um-ferðarstofu um öryggi barnaí bílum. Í könnuninni kom íljós að af þeim 48 börnumsem keyrð voru í leikskólaá Ísafirði voru 38 í bílstól

eða á bílpúða, en 10 voru að-eins í bílbelti, sem þykir ekkifullnægjandi öryggisbúnaðurfyrir börn á leikskólaaldri.Könnunin var framkvæmd ífjórum bæjum og þorpum áVestfjörðum; Ísafirði, Patr-eksfirði, Bíldudal og Suður-eyri.

Á Patreksfirði var sjö af 12leikskólabörnum í viðunandiöryggisbúnaði á leiðinni í leik-

skólann, en tvö voru alvegóvarin, hvorki í bílstól/púða,né með belti. Á Suðureyri vareitt barn af sjö ekki í neinumöryggisbúnaði og á Bíldudaleitt barn af 11. Á landsvísuvoru 86,4% barna voru meðréttan öryggisbúnað. 9,2%barna voru eingöngu í bílbelt-um og 4,4% eða 86 börn vorualgerlega óvarin og þ.a.l. í lífs-hættu.

Í könnuninni kom framað beltanotkun ökumanns-ins hafði áhrif á það hvortbarnið var í verndarbúnaði.Börn þeirra sem notuðuekki bílbelti voru laus í um13% tilfella en í 1,8% til-fella hjá þeim sem voru meðbelti. Könnunin var gerð við58 leikskóla víða um landog var búnaður 1944 barnaskoðaður. – [email protected]

Framkvæmdirvið GÍ ganga vel

Viðbygging hefur risið við hlið gamla barnaskólans.

Framkvæmdir við Grunn-skólann á Ísafirði eru áætlunen síðan verkið hófst í fyrra-sumar hefur risið ný viðbygg-ing við hlið gamla barnaskól-ans. „Þeir eru búnir meðsteypuvinnu og eru nú að faraí að múra húsið að utan. Þáeru þeir líka byrjaðir á innan-húsbreytingum á gamla skól-anum sem voru innifaldar íverkinu“, segir Jóhann BirkirHelgason bæjartæknifræðing-ur Ísafjarðarbæjar en Vest-firskir verktakar hafa verkiðmeð höndum.

„Ég býst við að þeir setjikraft í að græja húsið að utaní sumar og fari svo í að setjaupp glugga og klára þakið í

haust svo ætla má að húsiðverði orðið fokhelt þá. Verk-inu á að vera lokið 1. júlí 2008og eiga nemendur næsta haustað hafa aðgang að hinu nýjaskólahúsnæði. Fyrsti, annarog þriðji bekkur grunnskólanseru nú í kennslustofum íkaupfélagshúsinu og aðrarþrjár kennslustofur eru á efrihæð Sundhallarinnar.

Verkið er það stærsta semhefur verið ráðist í á Ísafirði ímörg herrans ár. Tilboð Vest-firskra verktaka í byggingunahljóðaði upp á 370.813.369krónur er 102,7% af kostnað-aráætlun. Kostnaðaráætlunhljóðar upp á 361.217.369krónur. – [email protected]

Verkið er á áætlun.

Page 4: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 200744444

Stórsveitin á sviði í Edinborg. Myndir: Páll Önundarson.

Góður Fnykur í EdinborgarhúsinuStórsveit Samúels J.

Samúelsson átti stórleik átónleikum í Edinborgar-

húsinu á laugardagskvöld.Það er ekki á hverjum degisem Ísfirðingar fá tækifæri

til að hlusta á og sjá átjánmanna stórsveit á sviði.

Ágætis mæting var á tón-leikana og skemmtu gestir

sér hið besta. Samúel gafút geisladiskinn Fnyk ádögunum og voru tón-

leikarnir liður í að kynnaþá plötu auk þess að vera

einn viðburður í opnunar-hátíð Edinborgarhússins.

[email protected] Samúel þenur básúnuna. Góður rómur var gerður að tónleikunum.

Sólin sleikti Ísfirðinga á föstudag og tóku þá viðhefðbundin sumarverk. Eitt af þeim er að breiða úrsaltfiski á reitunum í Neðstakaupstað. Þegar ljósmynd-ara bb.is bar að garði var verið að breiða úr saltfiski,ekki er forsvaranlegt að missa af jafngóðum þurrki ogvar á föstudag. Sólþurrkaður saltfiskur frá Byggða-safninu er nokkuð vinsæll og þykir sælkeramatur.Tvö tonn voru verkuð í fyrra og seldist allt upp.

Saltfiskurþurrkaðurá reitunum

Saltfiskurinn metinn á fagmannlegan háttLísbet við búrið.

Fiskabúrí Neðsta

ur. Einnig var í búrinu skötu-selur, en hann lést langt fyriraldur fram eftir röð fólsku-legra árása stærsta þorsksbúrsins. Þorskinum atarnahefur verið sleppt aftur í sjó-inn, enda var hann með ölluóalandi. Hvort frelsið sé við-eigandi refsing fyrir ódæðiðskal ósagt látið. Fjöldi mannaaðstoðaði Lísbet við verkiðog vill hún koma á framfæriþakklæti til þeirra allra.

[email protected]

Miklu fiskabúri er búið aðkoma fyrir Neðstakaupstað áÍsafirði. Það er Lísbet Harðar-dóttir sem er konan á bakviðhugmyndina sem og smíði oguppsetningu búrsins. Lísbetsegir að hún hafi fengið hug-myndina þegar hún var í fæð-ingarorlofi og hafði ekkert aðgera. Hún tekur fram að enginhugsun sé á bak við ævintýriðönnur en sú að láta sér ekkileiðast.

Fjórar tegundir eru í búrinu,þorskur, ufsi, koli og marhnút-

Lísbet kyssir óargadýriðsem myrti skötuselinn

hinsta kossi áður en hon-um var sleppt í sjóinn.

Page 5: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 55555

Page 6: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 200766666

Drögum fánaNúps að húni á ný

Ritstjórnargrein

Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, [email protected] · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir,

símar 456 4693 og 849 8699, [email protected] – Tinna Ólafsdóttir, sími 868 5963, [email protected] – Smári Karlsson,sími 866 7604, [email protected] Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Svein-

björnsson, sími 894 6125, [email protected] · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson ·Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með

greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X

Hætta mörg frysti-hús rekstri um tíma?

Á þessum degi fyrir 27 árum

Útlit er fyrir að mörg frystihús hætti rekstri um tíma í sumarog sendi starfsfólk sitt samtímis í sumarfrí. Þegar hefur veriðtekin ákvörðun um slíkt í frystihúsi Hjálms hf. á Flateyri ogsamkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hyggjast fleiriforystumenn frystihúsa gera slíkt hið sama. Ef þessar aðgerðirnægja ekki neyðast menn til uppsagna, en eins og forstjóri einsfrystihúss sagði í gær, þá verður það ekki gert fyrr en í lengstulög. Í vikunni var hengd upp auglýsing í frystihúsinu á Flateyri,þar sem tilkynnt var um almennt sumarleyfi starfsfólks frá 14.júlí. Tekur sumarleyfi frá þessum degi til alls starfsfólksfrystihússins, nema þess sem sérstaklega verður rætt við.Áfram verður tekið við afla handfærabáta og sá afli settur ískreið eða saltaður. Einnig verður unnið við viðhald og lagfær-ingar, þannig að yfir 30 manns munu starfa hjá fyrirtækinuþennan tíma.

Öld er liðin síðan unglingaskóli var stofnaður að Núpi íDýrafirði að frumkvæði hugsjónamannsins séra SigtryggsGuðlaugssonar. Tveimur áratugum síðar varð skólinn héraðs-skóli og var sem slíkur starfræktur fram til ársins 1992. En,,,nú er hún Snorrabúð stekkur,“ eins og Jónas kvað og mennta-setrið sem í áratugi var ein af leiðum þjóðar, sem um aldirhafði búið við fátækt og kyrrstöðu, til aukinnar menntunar ogframfara, húkir nú umkomulaust og fáum til gagns í faðmiþess fagra umhverfis sem átti sinn þátt í að móta ungmenniner þangað leituðu, mörg hver eilítið ráðvillt. Og nú er svokomið að eigandinn, íslenska ríkið, vill selja allt heila góssið:heimavistarhúsnæði, kennslustofur, mötuneyti, 7 íbúðir,sundlaug, íþróttahús og þessu fylgir allt innbúi, að undanskild-um munum er tengjast sögu skólans. Að sögn hafa framsýnirmenn gert tilboð í þetta allt saman sem nemur andvirði meðalblokkaríbúðar í Reykjavík. Meiri gat niðurlægingin vart orðið.

Sem við var að búast hefur sú fyrirætlan stjórnvalda aðselja Núpssksóla farið fyrir brjóstið á öllum, sem enn viljaveg Vestfjarða sem mestan og trúa fastlega á framtíð byggðará Vestfjörðum. Þeir vilja nýta Núpsskóla til annars og veiga-meira hlutverks en greiðasölu fyrir ferðamenn yfir sumartím-ann, þegar best lætur. Meðal hugmynda að nýtingu staðarinsmá nefna að Karl V. Matthíasson, þingmaður NV-kjördæmis,hefur lagt til að þar verði komið á fót meðferðarheimli fyrirungt fólk í áfengis- og fíkniefnavanda; samþykkt bæjarstjórnarÍsafjarðarbæjar er á svipuðum nótum og í framhaldi af þvíhefur bæjarstjórnin óskað eftir því að sölunni verði frestað.

Og nú hefur enn ein hugmyndin um nýtingu hins fornaskólaseturs skotið upp kollinum. Ungmennafélag Íslands munhafa áhuga á að þar á fót lýðskóla með umhverfissniði, einsog það er kallað. Að sögn Inga Þórs Ágústssonar, svæðisfull-trúa UMFÍ á Ísafirði, yrði þetta gert í samstarfi við systursamtökUngmennafélagsins í Danmörku og hérlend stjórnvöld. IngiÞór segir að um yrði að ræða ,,nám á háskólastigi, nátengtíslensku umhverfi.“ Hann segir dönsku aðildarsamtökin öflug,þau reki átta lýðháskóla í Danmörku og hafi verið verið aðleita eftir tækifæri til að færa út kvíarnar, bæði á Íslandi og íNoregi. Ingi Þór segir að Núpur sé eins og sérsniðinn fyrirskóla sem þennan: ,,Þarna er allt til alls, stórkostlegt ogmerkilegt umhverfi, húsnæði og ekki má gleyma Skrúði.“ Oghann bætir við: ,,Ef áhugi er fyrir hugmyndinni væri jafnvelhægt að innrita fyrstu nemendur á næsta ári.“

Hver svo sem þeirra hugmynda sem hér hafa verið tíundaðaryrði fyrir valinu er eitt víst: Þær eru allar betri en greiðasalan.Drögum á ný að húni á Núpi fána mannræktar líkt og séra Sig-tryggur gerði fyrir hundrað árum.

Sláum skjaldborg um Núp.s.h.

Vilja koma að uppsetningu sparkvallarVilja koma að uppsetningu sparkvallarVilja koma að uppsetningu sparkvallarVilja koma að uppsetningu sparkvallarVilja koma að uppsetningu sparkvallarForeldrafélag Grunnskólans á Suðureyri hefur óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöldum aðkomu félagsins að sparkvelli á Suðureyri. Jafnframt óskar félagið eftir svörumum tímasetningu framkvæmda. Íþrótta - og tómstundanefnd fagnar því að foreldra-félagið vilji koma að uppbyggingu sparkvallar á Suðureyri. Þá kom fram á síðasta fundinefndarinnar að hún hefur engin svör vegna tímasetningar á sparkvöllum eða forgangs-röðun á framkvæmd þeirra. Þá leggur nefndin til að formaður íþrótta- og tómstunda-nefndar og íþrótta- og tómstundafulltrúi komi á fundi með foreldrafélaginu.

Ráðningu frestaðRáðningu frestaðRáðningu frestaðRáðningu frestaðRáðningu frestaðÁkveðið hefur verið að fresta ráðningu forstöðumanns skóla- og fjölskylduskrifstofu

Ísafjarðarbæjar. Gísli Halldór Halldórsson, forseti bæjarstjórnar, lagði fram tillöguþess efnis að fresta beri ráðningu forstöðumanns og að bæjarstjórn feli bæjarstjóra

að kanna betur hæfniskröfur umsækjenda. Tillagan var samþykkt með öllum greidd-um atkvæðum. Fræðslunefnd hafði mælt með að Margrét Geirsdóttir yrði ráðin og

var hún ein ein boðuð í viðtal vegna starfsins. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, sagðimálið ósköp einfalt, einungis Margrét uppfyllti þær kröfur sem gerðar voru.

Starf atvinnu- og ferða-málafulltrúa lagt niður

Lagt hefur verið til að staðaatvinnu- og ferðamálafulltrúaÍsafjarðarbæjar verði lögðniður og í staðinn ráðinn upp-lýsingafulltrúi bæjarins. Þettaer samkvæmt niðurstöðu nefnd-ar um endurskoðun stjórn-skipulags Ísafjarðarbæjar ogbæjarmálasamþykktar. Upp-lýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar

á að sjá um innri og ytri upp-lýsingaráðgjöf fyrir sveitarfé-lagið, þar með talið kynning-armál, umsjón með útgáfukynningarefnis, yfirumsjónmeð heimasíðu, stefnumörk-un fyrir þjónustuver og stefnu-mótun varðandi markaðssetn-ingu Ísafjarðarbæjar utansvæðisins.

Einnig skal hann hafa yfir-umsjón með viðburðastjórnunfyrir sveitarfélagið og mót-töku gesta. Önnur verkefnisem atvinnu- og ferðamála-fulltrúi hafði með höndumverði ýmist felld niður eðaflutt til. Þannig tæki bæjarrit-ari yfir sem starfsmaður menn-ingarmálanefndar, þjónusta

við atvinnumálanefnd verðifyrst um sinn keypt af At-vinnuþróunarfélagi Vestfjarða,þar til annað verður ákveðið.

Bæjarráð lagði til við bæj-arstjórn að ráðið verði í stöðuupplýsingafulltrúa Ísafjarðar-bæjar á grundvelli þessarahugmynda.

[email protected]

Leiktækin á gæsluvellinumvið Túngötu 10 á Ísafirði, svo-kölluðum Eyrargöturóló, hafaverið tekin niður og fjarlægð.Hjá tæknideild Ísafjarðarbæj-ar fengust þær upplýsingar aðleiktækin á vellinum hafi veriðorðin léleg og ástand þeirraekki ásættanlegt, jafnvel ólög-legt. Ekki er á fjárhagsáætlun

þessa árs hjá Ísafjarðarbæ aðbúa til nýjan leikvöll í efribænum, en gert er ráð fyrirþví að á næsta ári verði komiðupp leiksvæði á svipuðumslóðum.

„Við ætlum að taka þettaniður núna og nota haustið tilað teikna upp og skipuleggjasvæðið,“ segir Jóhann Birkir

Helgason hjá tæknideildinni.Sem stendur er því leikvöllur-inn við Skipagötu, Skipagötu-róló, eini leikvöllurinn á Ísa-firði. Til stendur að taka hanní gegn á næstunni, og verðurgömlum leiktækjum skipt útfyrir ný.

Ekki er enn komið á hreinthvað verður um húsið sem

stendur á gæsluvellinum, enákveðið var að selja það ífyrra. Þá bárust fjögur tilboð íeignina, það hæsta frá Frið-gerði Guðmundsdóttur. Síðanhefur kauptilboðið gengið tilbaka og verður húsið líklegaauglýst aftur til sölu, og semfyrr með því skilyrði að þaðverði fjarlægt af lóðinni.

Leiktæki fjarlægð af EyrargöturólóLeiktæki hafa verið fjarlægð af gæsluvellinum við Túngötu.

Page 7: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 77777

Page 8: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 200788888

STAKKUR SKRIFAR

Oddatá og atvinnuvandiStakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur

ritað vikulega pistla íBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins besta í mörg

ár. Skoðanir hans ámönnum og málefn-

um hafa oft veriðumdeildar og vakið

umræður. Þær þurfaalls ekki að fara

saman við skoðanirútgefenda blaðsins.Þrátt fyrir það bera

ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á

skrifum Stakks Stakks Stakks Stakks Stakks ámeðan hann notar

dulnefni sitt.

Súlur í hópum í ÍsafjarðardjúpiSúlur í hópum í ÍsafjarðardjúpiSúlur í hópum í ÍsafjarðardjúpiSúlur í hópum í ÍsafjarðardjúpiSúlur í hópum í ÍsafjarðardjúpiSúlur hafa sést víða um Ísafjarðardjúp og í Breiðafirði undanfarið og hafa tilkynningar um það hrannast upp hjá Náttúrustofu Vest-fjarða. Súlurnar hafa jafnvel sést í stórum hópum, en óvenjulegt er að þessi drottning Atlantshafsins láti sjá sig hér vestra, hvað þá ítugatali. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Böðvar Þórisson, á Náttúrustofu Vestfjarða, sjómenn hafa sagt sér að mikið sé af súlum íkringum bátana. Sjómennirnir þekki miðin vel og hafi sumir tekið fram að þeir hafi aldrei áður séð súlu á þessum slóðum en aðrir hafasagt að hún hafi ekki sést áður í svo miklum mæli. Súlurnar hafi m.a. sést í Skutulsfirði þar sem þær hafi stungið sér eftir æti, þ.e. tekiðsvokallað súlukast en þá stinga þær sér úr allt að 40 metra hæð ofan í sjóinn til að klófesta bráð. Böðvar sagði enga skýringu fundna áþessu ferðalagi súlunnar en væntanlega sé hún að elta eitthvert æti.Um 60% af íslenska súlustofninum verpir í Eldey.

Látin er Guðbjört LóaSæmundardóttir, tvítugstúlka frá Læk Dýra-firði, sem barist hefurvið krabbamein í umfjögur ár.

Fjölmargir hafa fylgstmeð hetjulegri baráttuGuðbjartar Lóu á blogg-síðu hennar og er óhættað segja að skrif hennarhafi verið mörgum inn-blástur þar sem þau ein-kenndust ætíð af já-kvæðni þrátt fyrir alvar-leg veikindi hennar. Þarvar birt eftirfarandi til-kynning:

„Hún Guðbjört Lóa,Blómarósin okkar léstsíðdegis í gær, 4. júní, írúmi sínu hér á Lindar-götunni um klukkan 16.

Við þökkum ölluminnilega fyrir þann stuðn-ing sem þið hafið veittokkur með ýmsu móti.Sá stuðningur gaf Lóumikið og styrkti okkuröll í þessari erfiðu bar-áttu.“

Guðbjört Lóa varjarðsungin frá Foss-vogskirkju í Reykjavíká mánudag.

GuðbjörtLóa látin

Héraðsdómur Vestfjarðahefur sakfellt konu fyrir tværminniháttar líkamsárásir ogeignaspjöll. Atburðirnir semkonan var ákærð fyrir áttu sérallir stað í félagsheimilinu íHnífsdal aðfaranótt fimmtu-dagsins 13. apríl 2006.

Ákærðu var gefið að sök aðhafa ráðist á konu sem stöddvar á salerni félagsheimilisins,

slegið hana með krepptumhnefa í andlitið og sparkað íhana þar sem hún lá á gólfinu,með þeim afleiðingum að húnhlaut glóðarauga á hægra augaog marbletti á báða upphand-leggi.

Seinni líkamsárásin varmeð þeim hætti að ákærða beitkonu í löngutöng og baug-fingur vinstri handar þannig

að konan hlaut sár af. Ákærðuvar að lokum gefið að sök aðhafa rifið upp hurð á kvenna-salerni félagsheimilisins, meðþeim afleiðingum að hún losn-aði af hjörunum, og sparkað íklósett staðarins með þeim af-leiðingum að það brotnaði.

Ákærða neitaði sök að fyrrilíkamsárásinni, en framburðurvitna, sem staðfesti að líkams-

árásin hafi átt sér stað, vartalinn trúarlegur, auk þess semfyrir lá vottorð læknis umáverka brotaþola. Ákærða ját-aði seinni líkamsárásina, enafleiðingar hennar voru taldarafar smávægilegar. Þá játaðihún að hafa rifið upp salernis-hurðina.

Ákærða var dæmd til aðsæta fangelsi í 30 daga, en

fresta skal fullnustu refsingar-innar og hún falla niður aðliðnum tveimur árum frá upp-sögu dómsins, haldi ákærðaalmennt skilorð.

Þá var ákærða dæmd til aðgreiða allan sakarkostnað og48.900 krónur, auk dráttar-vaxta, fyrir viðgerð á skemmd-um í félagsheimilinu.

[email protected]

Dæmd fyrir líkamsárásir og skemmdarverk

Nú kætast menn yfir framtaki Kristjáns Erlingssonar, sem ætlar að kaupaeignir Kambs og halda áfram fiskvinnslu á Flateyri. Bæjarstjórinn í Ísa-fjarðarbæ, Halldór Halldórsson fagnar í fjölmiðlum. Kristjáni er óskað allshins besta. Ekki er árennilegt að taka við atvinnufyrirtæki á Vestfjörðumnú. Hver sem niðurstaðan verður þegar kvóti verður ákveðinn er ljóst aðniðurskurður verður. Þar með aukast erfiðleikar fyrirtækja í sjávarútvegienn. Hitt er gleðiefni að fólk fær áfram vinnu í fiski.

En eitt gleymist í umræðunni. Atvinnuvandi á Vestfjörðum er ekkiskilgreindur. Rannsaka þarf miklu frekar hvað ræður búsetu fólks á Vest-fjörðum og áður hefur verið bent á það á þessum vettvangi að spyrja alla þásem flytja frá Vestfjörðum á kerfisbundin hátt hvers vegna þeir séu að flytjabrott. Það er eðlilegt að fólk flytji sig milli staða á Íslandi og að það flytji úrlandi. En afar gagnlegt væri að fá rannsókn um ástæður sem að baki búa.

Löngu er vitað um takmarkaðan áhuga Íslendinga sjálfra til að vinna ífíski. Lengi var stuðst við farandverkafólk af íslensku bergi brotið, síðanútlendinga sem komu hér til þess að vinna svo þeir gætu sinnt ævintýraþörfsinni og ferðast um heiminn. Síðustu ár hafa bæst í hópinn þeir sem setjastað á Íslandi og þjóna samfélaginu með vinnuframlagi sínu. Íslendingar meðrætur sækja í önnur og betur launuð störf og er þar vafalaust að finna ástæðu

þess hve margir flytja til þéttbýlisins á suðvesturhorni landsins. Umræðaná Vestfjörðum og vilji til þess að koma upp háskólanámi bendir ótvírætt tilþess að margir hugsi til annars konar atvinnu en þeirrar sem lengst af hefurverið tengd sjónum og Vestfjörðum, sjósókn og fiskvinnslu. Að sumu leytier mikill söknuður að því að þessar atvinnugreinar eigi undir högg aðsækja. Fyrst og fremst verða heimamenn á Vestfjörðum að skoða heildar-myndina, búsetu, menntun, atvinnu og síðast en ekki síst væntingar fólkstil búsetu á Vestfjörðum.

Það vekur grunsemdir um að stjórnmálamenn telji sig vera að losna viðvandann þegar Kristján Erlingsson ræðst í það þrekvirki við erfiðaraðstæður að færa fram hinn sögulega arf sjósóknar og fiskvinnslu. Frum-kvæði Kristjáns, sem reyndar er náfrændi Einars Odds Kristjánssonar, semlengi hefur átt sess í nútímasögu Flateyrar, er lofsvert. En þar með er ekkisagt að lausn á vanda Flateyrar sé fundin, hvað þá Vestfirðinga. Sú lausn erheldur ekki fólgin í flutningi 20 starfa í opinbera geiranum til Vestfjarða.Miklu meira þarf til að koma. Því er skorað á stjórnmálamenn að skoðamálefni Vestfjarða og Vestfirðinga í grunninn og hugsa til framtíðar. Alltannað er að pissa í skóinn sinn. Það vermir, en aðeins skamma stund og svoverður manni kaldara á eftir.

Skipulagsbreytingar standa yfir hjá Ísafjarðarhöfn og hafa uppsátur hafnarinnar verið færð. Verið er að færa til báta sem standa uppi áhafnarsvæðinu með það fyrir augum að snyrtilegara verði á höfninni. Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri segir að núverandi staðsetninguppsátranna, við suðurenda Sundahafnarinnar, verði til frambúðar. Hann segir að verið sé að reyna að koma í veg fyrir að bátar og gámarsafnist upp óskipulega og segir það valda því að oft safnist upp rusl og drasl í kringum þá. Höfnin ætlar að hafa skipulag á uppsátrum hér eftir.

Ný uppsátur ÍsafjarðarhafnarFyrstu þrír bátarnir komnir á nýjan stað.

Page 9: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 99999

StarfsfólkStarfsfólk vantar í vínbúð ÁTVR á Ísafirði

í sumar. Um er að ræða fullt starf út ágústmánuð við afgreiðslu- og lagerstörf. Vinnu-tími er frá kl. 10:00-18:30 mánudaga tilfimmtudaga og kl. 10:00-19:30 föstudagaog að jafnaði er unnið annan hvern laug-ardag frá kl. 10:30-14:30.

Umsækjendur skulu vera a.m.k. 20 áraog hafa góða almenna menntun. Við leit-um að fólki með mikla þjónustulund, gottviðmót og góða framkomu. Reynsla afafgreiðslustörfum er æskileg. Kunnátta íerlendu tungumáli er kostur.

Laun eru skv. kjarasamningum SFR ogríkisins. Sakarvottorð er krafist áður enstarf hefst.

Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri.Vínbúðin, Aðalstræti 20, Ísafirði,

sími 456 3455, netf: [email protected]

Einar Valur Kristjánsson,framkvæmdastjóri Hraðfrysti-hússins – Gunnvarar, segir aðskýrsla Hafrannsóknastofn-unar um ástand nytjastofnannasé vissulega mikil vonbrigðien segir að menn hafi vitaðþað í einhverja mánuði aðþorskkvótinn yrði skorinnniður og hafi í raun verið var-

aðir við því. Vonbrigðin snúistfyrst og fremst um hversumikið á að skera hann niður.Tillaga Hafró gerir ráð fyrirþriðjungs niðurskurði í þorsk-kvóta.

Einar Valur segir að þeimhafi borist skýrslan í síðustuviku og séu stjórnendur HGað lesa hana og meta stöðuna.

Þorskur er mikilvægasta afurðHG og segir Einar að niður-skurður þorskkvóta hafa mikiláhrif á fyrirtækið. „Nú liggjumvið undir feld en ég tel aðstóryrði í garð skýrslunnar ogHafró skili okkur engu. Reik-nilíkön Hafró virka en það erspurning með forsendurnar.“

[email protected]

Bjuggumst við niðurskurðiEinar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG

„Bæjarráð Bolungarvíkurlýsir yfir miklum vonbrigðummeð nýútkomna skýrslu Haf-rannsóknastofnunar um ástandnytjastofna á Íslandsmiðum.Þar koma m.a. fram tillögurum stórfelldan niðurskurð áleyfilegum hámarksafla íþorski á næsta fiskveiðiári.Nái tillögur stofnunarinnarfram að ganga þýðir það aðaflaheimildir Vestfirðinga afslægðum þorski skerðast um6.000 tonn og um 1.200 tonn

sé aðeins horft til Bolungar-víkur. Á ársgrundvelli má ætlaað útflutningsverðmæti fráBolungarvík dragist af þess-um völdum saman um 300milljónir króna,“ segir í álykt-un bæjarráðs Bolungarvíkursem samþykkt var fyrir stuttu.

Þar segir einnig: „Ljóst erað þessar tillögur Hafrann-sóknastofnunar munu hafagríðarleg áhrif nái þær framað ganga að hluta til eða ölluleyti. Tillögurnar eru til þess

fallnar að auka enn á sam-þjöppun sjávarútvegi þar semstærri fyrirtæki kaupa upp þauminni. Atburðir síðustu viknasýna að slík viðskipti geta auð-veldlega kippt stoðunum und-an tilvist sjávarþorpa á lands-byggðinni. Þegar lagt var uppmeð aflamarkskerfið árið1983 var markmiðið að stækkaþorskstofninn og styrkja byggð-ir í landinu. Það hefur algjör-lega brugðist.“

Grímur Atlason, bæjarstjóri

Bolungarvíkur segir að skýrslaHafró veki upp margar spurn-ingar. „Það má spyrja sig hvortþað eigi að skera jafnt niðurhjá öllum? Hafa botnvörpu-veiðar og línuveiðar sömuáhrif á lífríkið? Það er mínskoðun að það þurfi að fararækilega yfir þetta og skoðafrá öllum hliðum. Við stönd-um frammi fyrir því að viðskerum og skerum niður ogþorskurinn verður sífellt ræf-ilslegri.“ – [email protected]

Skýrsla Hafró vonbrigði

Kristján Erlingsson, for-svarsmaður Oddatáar semkeypt hefur allar fasteignir ogtæki Kambs á Flateyri segirað aðalmarkmiðið með kaup-

unum sé að tryggja atvinnu áFlateyri. Hann segir miklaóvissu enn vera ríkjandi í mál-inu en er bjartsýnn á dæmiðgangi upp. Kristján segir það

ráðast á næstu vikum hvortallir fyrrum starfsmenn Kambsfái vinni í nýja fyrirtækinu.Kristján er Flateyringur ogþað er helsta ástæða þess að

hann ákvað að fara út í þettaævintýri.

„Markmiðið er einfaldlegaað viðhalda atvinnu á þessarifallegu eyri,“ sagði Kristján í

samtali við vísir.is.Hann segist bjartsýnn á að

vel takist til. „Maður verðuralltaf að vera bjartsýnn en auð-vitað er mikil óvissa enn fyrirhendi.“ Hann sagði Oddatáhafa það að markmiði að eyðaóvissu hjá þeim íbúum Flat-eyrar sem þar hafa fest rætur,eiga þar fasteignir og fjöl-skyldu. Hann segir að hjáKambi hafi starfað gríðarlegagott starfsólk með mikla reyn-

slu og að allur tækjakostur séfyrsta flokks. „Við höfumgríðarlega afkastagetu og núþurfum við einfaldlega að fáfólk í lið með okkur.“

Aðspurður hvort hægt séað reka fyrirtæki á Flateyrivið núverandi aðstæður sagð-ist hann vona það. „Hér hefurverið stöðug vinnsla í áraraðirþrátt fyrir ýmis áföll og égheld að það sé hægt að haldahér áfram. En það mun taka á.“

„Markmiðið er að viðhalda at-vinnu á þessari fallegu eyri“

Ánægður með áframhald-andi fiskvinnslu á Flateyri

Bæjarstjórinn á Ísafirði seg-ist hæstánægður með nýja fyr-irtækið, Oddatá sem keypt hef-ur allar fasteignir Kambs áFlateyri og hyggst hefja þarfiskvinnslu. Hann segir mikil-vægt að menn leiti nýrra leiðatil að viðhalda atvinnulífinu ílitlum byggðarlögum og Ísa-fjarðarbær muni veita þeim all-an þann stuðning sem til þurfi.Eignarhaldsfélagið Oddatá

ehf., sem er í eigu Atlantsíssehf á vegum Kristjáns Erlings-sonar og fjölskyldu, tilkynntií síðustu viku að það hefðikeypt fasteignir fiskvinnlunn-ar Kambs á Flateyri og hyggsthalda þar fiskvinnslu áfram.120 starfsmönnum var sagtupp fyrir skömmu þegarKambur lagði niður vinnsl-una. Um 70 manns störfuðuvið fiskverkun á Flateyri og

búist er við að einhver hlutiþeirra starfi áfram hjá Oddatá.

Fyrirtækið á engan kvótaen forstjóri Oddatáar KristjánErlingsson segir að fiskur tilvinnslu verði að mestu keypt-ur af fiskmörkuðum og af bát-um á Flateyri. Halldór Hall-dórsson bæjarstjóri Ísafjarðar-bæjar segist ánægður með aðmenn leiti nýrra tækifæra tilað viðhalda atvinnulífinu í

byggðarlaginu. Hann segir aðÍsafjarðarbær veiti fyrirtækinustuðning ef til þess kæmi.

Kristján Erlingsson forstjóriOddatáar segist einungis verameð eigið fjármagn í fyrirtæk-inu. Hann er 45 ára og fæddurog uppalinn á Flateyri. Hannvar fjármálastjóri hjá fiskvinn-slufyrirtækinu Hjálmi árin1991- 1993 og framkvæmda-stjóri hjá kúfiskvinnslunni,

Vestfirskum Skelfiski árin1993- 1996. Hann hefur veriðbúsettur í Úganda frá 1997 ogá í dag eitt stærsta flugfragt-fyrirtæki, Icemark Africa Ltdí Úganda sem er jafnramt stær-sti útflytjandi á fersku græn-meti til Evrópu. Búist er við aðOddatá taki við eignum Kambsí byrjun september og full fisk-vinnsla hefjist um það leyti.Frá þessu var greint á visir.is.

Halldór Halldórsson, bæj-arstjóri Ísafjarðarbæjar.

Vill láta loka gámasvæðum ÍsafjarðarbæjarVill láta loka gámasvæðum ÍsafjarðarbæjarVill láta loka gámasvæðum ÍsafjarðarbæjarVill láta loka gámasvæðum ÍsafjarðarbæjarVill láta loka gámasvæðum ÍsafjarðarbæjarFramkvæmdastjóri Gámaþjónustu Vestfjarða vill láta loka gámasvæðum í Ísafjarðarbæ þar sem flokkunsorps er mjög ábótavant. Sorpið sem sett er í gáma á gámasvæðum Ísafjarðarbæjar, er urðað áruslahaugnum við Klofning í Önundarfirði. Undanfarin ár hefur ruslið úr haugnum dreifst um svæðið,íbúum Flateyrar til mikilla ama. Gámaþjónustan hefur umsjón með svæðinu og segir Ragnar ÁgústKristinsson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, að þar sem fólk virðist flokka sorp sitt illa telji hannnauðsynlegt að haft sé eftirlit með flokkuninni og það þurfi hreinlega að loka opnum gámasvæðum efekki verði verulegar umbætur á flokkun sorps. Ábyrgðin liggi því hjá íbúum Ísafjarðarbæjar.

Page 10: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 20071010101010

„Ógnanir skólans eru þær sömu og ógnanir samfélagsins en það erfólksfækkunin. Það er alls samfélagsins að glíma við það vandamál.Ég held að það sé þeim mun mikilvægara að skólinn fái stuðningtil að bjóða upp á fjölbreytt nám þegar kreppir að samfélaginu íheild. Skólinn er mjög mikilvægur þessu svæði hér.“

Skólinn er samfélaginu mikilvægurIngibjörg S. Guðmundsdóttir hefur stýrt Mennta-

skólanum á Ísafirði undanfarinn vetur og segisthafa unað sér vel í faðmi fjalla blárra þótt skamm-

degið hafi reynst henni erfitt. Ingibjörg snýr núaftur til Kvennaskólans í Reykjavík þar sem hún

hefur verið skólameistari frá árinu 1998. Hún hófkennslustörf við Kvennaskólann haustið 1973, ogvar yfirkennari frá janúar 1985-1987 og aðstoðar-skólameistari 1987-1997. Ingibjörg er stærðfræði-

og raungreinakennari að mennt og var um skeiðformaður Félags íslenskra framhaldsskóla. Er

Ingibjörg tók við stjórntaumunum í MÍ var hann ísárum eftir ósætti og leiðindi innan skólans sem

hafði haft í för með sér mikið fjölmiðlafár. Það varþví ærið verk fyrir höndum þegar skólinn var setturþann 23. ágúst sl. en þá hófu 315 nemendur nám og

þar af 71 nýnemi. Í desember voru svo útskrifaðir26 nemendur og á vorönn hófu 297 nemendur nám

og til prófs gengu 292. Þá störfuðu í vetur alls 30kennarar við skólann og átta aðrir starfsmenn auk

skólameistara og aðstoðarskólameistara. Við starfiskólameistara MÍ tekur nú Jón Reynir Sigurvins-son, aðstoðarskólameistari, en hefur hann starfaðvið skólann frá árinu 1987, sem framhaldsskóla-

kennari og síðar aðstoðarskólameistari.Bæjarins besta kíkti í heimsókn til Ingibjargar í

lok skólaársins og spjallaði við hana um liðið ár ogskólastarfið. Á móti blaðamanni tók brosmild og

hlýleg kona og það var ekki langt liðið á samtaliðþegar ljóst var að henni er annt um skólann sem

hún hefur stýrt undanfarinn vetur.

virðist skipta samfélagið miklumáli að það sé í boði hér ogfyrirtæki sýna það í verki. Mérhefur stundum fundist þegarég er að stýra mínum skóla íReykjavík að samfélaginu þarsé nokkuð sama hvort hann sétil eða ekki, því þar eru svomargir skólar og ef einstakl-ingur kemst ekki í einn skólaleitar hann bara í næsta. Hérer ekki um slíkt að ræða.“

– Þú skilur við starfið í hönd-um Jón Reynis Sigurvinsson-ar, hvernig líst þér á það?

„Mér líst mjög vel á það.Hann er fullfær í þetta starf aðmínu mati og ég er sannfærðum að skólinn verður í góðumhöndum. Hann hefur líka öfl-ugar konur sér við hlið semaðstoðarskólameistara ogáfangastjóra, þær Hildi Hall-dórsdóttur og Friðgerði Óm-arsdóttur.“

SólrisuhátíðinSólrisuhátíðinSólrisuhátíðinSólrisuhátíðinSólrisuhátíðintil eftirbreytnitil eftirbreytnitil eftirbreytnitil eftirbreytnitil eftirbreytni

– Félagslíf menntskælingahefur oft á tíðum verið í um-ræðunni, og þá sérstaklegadansleikjahald og óvissu-ferðir, hvernig finnst þér þaðvera?

„Mér finnst félagslífið að

mörgu leyti mjög gott. Sér-staklega Sólrisuhátíðin, en égtel að það sé til eftirbreytnifyrir aðra skóla að nemendurstandi fyrir menningarvikusem bæjarfélagið tekur þátt í.Aðsóknin að leikriti hátíðar-innar nær langt út fyrir skól-ann og ýmsar uppákomur íþessari viku eru sóttar af for-eldrum nemenda og öðrum íbæjarfélaginu. Á Reykjavík-ursvæðinu er félagslífið meiraeinskorðað við skólana ensamfélagið tekur ekki þátt einsog tíðkast hér.

Ég tók upp reglur um dans-leikjahald sem viðhafðar eruá höfuðborgarsvæðinu. Dans-leikir á vegum skólans eru fyr-ir nemendur hans og þeirragesti, þannig að það getur ekkihver Pétur og Páll utan úr bæsótt þá. Þetta hefur gefist vel,en tilgangurinn var að stemmastigu við því að óviðkomandisæki böllin. Nemendur hafatekið þessu mjög vel og í raun-inni unnið vel með okkur. Mérhefur samt fundist klúbbastarfog ýmislegt þess háttar ekkivera nógu blómlegt í MÍ. Égheld að það væri hægt að geramikið meira úr félagslífi jafntog þétt yfir veturinn. Kannskiað Sólrisan sé of pökkuð, að

minnsta kosti upplifði ég þaðað komast ekki á alla viðburðisem mig langaði til því éghafði ekki tíma. Að mínu mativæri betra að dreifa félagslíf-inu meira yfir allan veturinnog hafa Sólrisuvikuna aðeinsrólegri.

Almennt séð er félagslífiðfrekar gott en þó kom það mérá óvart hversu dansleikir eruilla sóttir, en einungis umhelmingur nemenda mætir.Eldri nemendur virðast flýtasér að verða fullorðnir ogkoma sér í einhverja aðra hópaen innan skólans. Ég verðmeira vör við þetta hér en íReykjavík.“

Öflugt verknám í MÍÖflugt verknám í MÍÖflugt verknám í MÍÖflugt verknám í MÍÖflugt verknám í MÍ– Nú hefur það vakið athygli

hversu öflugar verknáms-brautirnar eru í skólanum enmeðal annars var Menntaskól-inn á Ísafirði stigahæsti skól-inn í trésmíðum á Íslandsmótiiðnnema sem fram fór í Reykja-vík í mars, auk þess sem nemifrá MÍ bar sigur úr býtum íflokknum.

„Já, sem er mjög ánægjulegtþví það hefur verið í umræð-unni undanfarið í þjóðfélaginuað allir vilji fara í bóknám ogað það njóti meiri virðingar

Skólinn í örugg-Skólinn í örugg-Skólinn í örugg-Skólinn í örugg-Skólinn í örugg-um höndumum höndumum höndumum höndumum höndum

– Nú er skólaárið á enda,hvernig var að vera skóla-meistari í Menntaskólanum áÍsafirði í eitt ár?

„Mér hefur fundist mjöggaman að vera hérna og kynn-ast starfinu í þessum skóla, enMÍ er öðruvísi skóli en sá semég hef stýrt áður. Hér er fjöl-breytt nám og þetta hefur veriðvirkilega áhugavert.“

– Er mikill munur á Kvenna-skólanum og Menntaskólan-um á Ísafirði?

„Það er töluverður munur.Kvennaskólinn í Reykjavík ereingöngu bóknámsskóli tilstúdentsprófs en MÍ er fjöl-brautaskóli þar sem í boði erbóknám, verknám og starfs-nám. Menntaskólinn þjónaröllum á þessu svæði en Kvenna-skólinn velur inn nemendurog er einhæfur miðað við MÍ.Það var mjög gaman að kynn-ast þessum mun. Annað semég tók strax eftir við komumína hingað er að samfélagiðstyður svo vel við þennanskóla og hefur mikinn áhugaá því sem fer hérna fram. Ogþá sérstaklega verknámið, það

Page 11: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 1111111111

„Mér er mjög eftirminnilegt þegar Rán Höskuldsdóttir, kennari við MÍ, kom inná skrifstofu til mín daginn sem sólarkaffið var haldið og bað mig um að koma

með sér. Hún leiddi mig að glugga þar sem við sjáum sólina kíkja yfir fjalls-brúnina í Engidalnum. Mér fannst þetta alveg magnað eftir alla myrku dagana.

Þá upplifði ég þessa gleði yfir sólinni og hef eiginlega verið glöð síðan.“

en verknámið. En ég verð ekkivör við þetta viðhorf hér. Mérfinnst verknámið vera algjör-lega jafngilt bóknáminu bæðií samfélaginu og meðal nem-enda. Þau eru jafningjar ogkennararnir líka. Mér finnstþað vera til fyrirmyndar. Égtel að verknámið hér sé sterktenda eru hér mjög góðir kenn-arar. Kennararnir koma úr at-vinnulífinu og vita því út áhvað það gengur. Margirhverjir hafa verið einyrkjar ogþví þurft að vinna við alltmögulegt en slíkir kennarareru mjög fjölhæfir og getakennt nemendum á svo víðusviði. Verknámið hér á eftirað eflast enn frekar.“

Þykir væntÞykir væntÞykir væntÞykir væntÞykir væntum Ísafjörðum Ísafjörðum Ísafjörðum Ísafjörðum Ísafjörð

– Hvernig líst þér á Ísafjörð?„Mér líst vel á Ísafjörð. Ég

hafði að vísu komið hingaðtvisvar sinnum áður en hafðilitla reynslu af Ísafirði. Égverð að viðurkenna að mérleið ekkert alltof vel í skamm-deginu og fannst fjöllin færastnær í myrkrinu og þegar mað-ur er ekki vanur þeim getaþau verið yfirþyrmandi. Mérfinnst mjög fallegt hérna oglognið sem er oftast hér eryndislegt. Mér er farið aðþykja vænt um þennan stað.Mér hefur liðið alveg sérstak-lega vel hér seinni part vetrar.Ég á alveg ábyggilega eftir aðkoma oft í heimsókn því mérfinnst Ísafjörður heillandistaður.

Ég er sjálf úr Dölunum oger því sveitastelpa en hef búiðlengst af í Reykjavík, það eruað nálgast fjörutíu ár sem éghef verið borgarbúi. Það varþví kærkomin tilbreyting aðkoma til Ísafjarðar. Það rifjastupp fyrir manni að úti á landiheyrir maður í vorinu ogupplifir það mikið sterkara ení borginni, það hefur því veriðyndislegt að vera hér í vor.“

– Saknaðir þú ekkert Kvenna-skólans?

„Nei ekki get ég sagt að éghafi gert það, ég hef verið héraf heilum hug og það hefurverið gaman. Ég hlakka auð-vitað til að fara aftur í Kvenna-skólann og það er góð tilfinn-ingin að vita að hann er ásínum stað og bíður mín.“

Allir tilbúnir aðAllir tilbúnir aðAllir tilbúnir aðAllir tilbúnir aðAllir tilbúnir aðhorfa fram á veginnhorfa fram á veginnhorfa fram á veginnhorfa fram á veginnhorfa fram á veginn– Nú komst þú inn sem

skólameistari MÍ eftir fremurórólega tíma í skólanum,varstu vör við upplausn í skól-anum eða fannst þér hann veraí sárum?

„Nei ég fann lítið fyrir því,hins vegar fann ég að það voruallir af vilja gerðir að horfa

fram á veginn og láta skóla-starfið ganga vel. Mér fannstallir taka mér mjög vel ogvera tilbúnir að vinna sig út úrmálunum. Auðvitað voru ein-hver sár en ég einsetti mér aðhorfa bara fram á veginn enekki til baka og vona að mérhafi tekist það.“

– Nú að skólaári loknufinnst þér sárin vera farin aðgróa og skólastarfið vera kom-ið í fastar skorður?

„Já, já nokkurn veginn. Þaðer nú bara þannig að á svonastórum vinnustað og þar semfólk er mismunandi hafa allirsína kosti og galla. Ég hefsem stjórnandi alltaf kosið aðhorfa á kosti fólks og vinnameð þá. Ef fólk ræktar kostisína er mun auðveldara að um-bera gallana. Ég hef talað viðalla starfsmenn skólans og far-ið yfir kosti þeirra og minntþau á að rækta þá. Það er ágættað vita af göllunum sínum ogvinna með þá en fólk ætti alltafað horfa meira á kostina.“

Gleðin yfir sólinniGleðin yfir sólinniGleðin yfir sólinniGleðin yfir sólinniGleðin yfir sólinni

– Hvað er eftirminnilegastfrá dvöl þinni á Ísafirði?

„Það tengist náttúrunni.Mér er mjög eftirminnilegtþegar Rán Höskuldsdóttir,kennari við MÍ, kom inn áskrifstofu til mín daginn semsólarkaffið var haldið og baðmig um að koma með sér.Hún leiddi mig að glugga þarsem við sjáum sólina kíkjayfir fjallsbrúnina í Engidaln-um. Mér fannst þetta alvegmagnað eftir alla myrku dag-ana. Þá upplifði ég þessa gleðiyfir sólinni og hef eiginlegaverið glöð síðan.

Svo hefur mér bara liðiðmjög vel og hef haft ánægjuaf þessu starfi. Það er náttúru-lega það sem skiptir mestumáli og mun eflaust verðaeftirminnilegt.“

Ógnanir skólansÓgnanir skólansÓgnanir skólansÓgnanir skólansÓgnanir skólanseru þær sömu ogeru þær sömu ogeru þær sömu ogeru þær sömu ogeru þær sömu og

samfélagsinssamfélagsinssamfélagsinssamfélagsinssamfélagsins– Þú hefur greinilega kynnst

Menntaskólanum vel á þessuári, hvernig leggst framtíðskólans í þig?

„Mér líst vel á hana. Náms-efnið er svo fjölbreytt og veriðer að leita leiða við að útvíkkaþað enn frekar. Til dæmis áað fara lengra í verknáminuog má þar nefna að við ætlumað halda áfram í stálsmíðinnitil sveinspróf. Svo ætlum viðað stofna braut fyrir snyrti-greinar, sem er eitthvað fyrirþær stelpur sem langar í verk-nám og vilja ekki fara í þaðsem er nú svolítið karllægteins og húsa- og stálsmíðin.

Ógnanir skólans eru þærsömu og ógnanir samfélagsinsen það er fólksfækkunin. Það

er alls samfélagsins að glímavið það vandamál. Ég held aðþað sé þeim mun mikilvægaraað skólinn fái stuðning til aðbjóða upp á fjölbreytt námþegar kreppir að samfélaginuí heild. Skólinn er mjög mik-ilvægur þessu svæði hér.“

Fyrstu skrefinFyrstu skrefinFyrstu skrefinFyrstu skrefinFyrstu skrefiní dreifnáminuí dreifnáminuí dreifnáminuí dreifnáminuí dreifnáminu

– Sú nýjung var tekin uppvið Menntaskólann á Ísafirðií vetur að í stað P-áfanga ogöldungadeildarnáms var boð-ið upp á svonefnt dreifnámsem er blanda af staðbundnunámi og fjarnámi í gegnumtölvuskjáinn. Hvernig gekkþað?

„Dreifnámið fór í gang eftir

áramótin og það kom okkur áóvart hversu mikill áhugi vará því. Þarna voru fyrstu skrefintekin og ýmislegt sem við er-um að endurmeta núna og þarfað laga. Við ætlum því aðkoma á fót verkefnisstjórn ídreifnámi til að halda beturutan um nemendurna sem íþví eru þar sem nokkuð varum að þeir dyttu út. Það virðistvera þörf á slíku námi hér þvíþað eru ekki allir sem getasetið á skólabekk en vilja læraeitthvað t.d. klára stúdents-prófið. Dreifnámsnemendurlæra vel á þetta námsform.Þau geta síðar farið í háskóla-nám í dreifnámi því þau kunnaá það. Ég tel það því veraskref inn í framtíðina að þróaþetta og kenna nemendum að

nýta sér tölvutæknina og þessinámsumsjónarkerfi sem bæðiframhaldsskólar og háskólareru með á netinu.“

– Þannig að þetta er komiðtil þess að vera?

„Já ég held að það sé ör-uggt.“

– Ég get ekki sleppt þér ánþess að spyrja í bridge spila-mennsku þína þar sem ég hefheyrt að þú hafir verið mjögvirk í bridgeklúbbinum á Ísa-firði. Var þetta í fyrsta sinnsem þú spilar bridge?

„Ég hef verið í bridgeklúbbimeð fjórum viðkonum mínumí 20 ár en aldrei spilað nema íheimahúsum.

Guðni Ásmundsson um-sjónarmaður MÍ var svo elsku-legur að bjóða mér að vera

makker sinn í vetur og viðhöfum spilað með bridge-klúbbnum hér.

Kjördæmamótið sem haldiðvar hér um daginn var svofyrsta stóra keppnin sem égspila í og hafði ég mjög gamanaf því. Guðni er mjög góðurbridgespilari og hef ég lærtmikið af honum í vetur. Égkem til með að sakna spila-mennskunnar okkar.“

– Eitthvað að lokum?„Ég vil þakka fyrir að hafa

fengið að vera hérna í veturog þakka nemendum og öllustarfsfólkinu fyrir samverunaog samstarfið. Þetta er búiðað vera mjög skemmtilegt“,segir Ingibjörg Guðmunds-dóttir fráfarandi skólameistariskólans. – [email protected]

Page 12: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 20071212121212

Frá VerkmenntaskólaAusturlands í Neskaupstað

Undanfarin ár hefur VA boðið upp á fjarnám fyrir aðstoðarfólká leik- og í grunnskólum. Kennt hefur verið á laugardögum meðaðstoð fjarfundabúnaðar til margra staða á landinu.

Í haust verður einnig boðið upp á stuðningsfulltrúa- og leikskóla-brú, sem eru sérgreinar námsins, auk skilyrða um aldur og starfs-reynslu. Námið hentar vel meðfram vinnu.

Allar upplýsingar eru gefnar í síma 895 9986 eða á [email protected] til 22. júní nk.

Skólameistari.

HG kaupir húsnæði Ágúst og FlosaHG kaupir húsnæði Ágúst og FlosaHG kaupir húsnæði Ágúst og FlosaHG kaupir húsnæði Ágúst og FlosaHG kaupir húsnæði Ágúst og FlosaHraðfrystihúsið – Gunnvör Hf. í Hnífsdal hefur keypt fasteignir þrotabús Ágústs og Flosaehf. við Árnagötu á Ísafirði. HG kaupir húsnæði sem hýsti trésmíðaverkstæði fyrirtækisinsog innifalið í kaupunum eru trésmíðavélar sem þar eru, en þær hafa verið seldar nú þegar.Að sögn Einars Vals Kristjánssona, framkvæmdastjóra HG, er meiningin að húsið nýtistsem geymsla fyrir fyrirtækið við hlið verkstæðisins á HG tveggja hæða timburskemmu.Ágúst og Flosi ehf. varð gjaldþrota í vetur og segir Sigmundur Guðmundsson, skiptastjóriþrotabúsins, að lyktir málsins séu í nánd, einungis eigi eftir að greiða út launakröfum.

Viðtöl hjá náms-og starfsráðgjafaBjörn Hafberg verður til viðtals á Ísafirði

frá og með þriðjudeginum 19. júní. Ráð-gjöfin er þáttur í átaksverkefni á landsvísu.

Náms- og starfsráðgjafinn getur hjálpaðþér með upplýsingar um nám og störf, að-stoðað við að kanna áhugasvið og hæfni,veitt upplýsingar um mögulegar námsleið-ir og styrki, aðstoðað við að setja sér mark-mið og útbúa námsáætlun eða veitt ráð-gjöf um persónuleg málefni.

Notaðu tækifærið og fáðu nánari upp-lýsingar eða pantaðu viðtal hjá okkur áFræðslumiðstöðinni í síma 456 5025. Við-talið tekur um eina klukkustund og er þaðókeypis.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Fjölbreytt hátíðardagskráfer fram í Ísafjarðarbæ í tilefni17. júní. Að vanda hefsthátíðardagskrá á Eyrartúni kl.13 en að henni lokinni verðurboðið upp á skemmtiatriði áSilfurtorgi undir stjórn ElfarsLoga Hannessonar.

„Það verður sérlega vönduðdagskrá í boði fyrir alla frátveggja til 102 ára. Karíus ogBaktus ætla til dæmis að mætaá svæðið en þeir eru mjög

spenntir fyrir því þar sem þettaer einmitt sá dagur þar semkrakkarnir borða mikið sæl-gæti. Einnig er von á Bastíanbæjarfógeta frá Kardimommu-bæ, en Ísafjörður hefur einmittoft verið nefndur kardimommu-bærinn svo það verður skemm-ti-legt að fá vita hvort eitthvaðsé til í því. Svo ætlar fígúrasem kallar sig sparikallinn aðstorma hingað vestur. Hanner mjög upptekinn af því að

vera sparilega klæddur og sparapening og kemur frá plánet-unni Spari“, segir Elfar Logi.

Að auki mun Morrinn komafram og frístæl dans verðasýndur. Á plani Landsbankansverða haldnir rokktónleikarsem hefjast kl. 15 og verðursíðan framhaldið kl. 20 umkvöldið. „Þetta er rjóminn afþví sem er að gerast en þaðættu allir að finna sér eitthvaðvið sitt hæfi.“– [email protected]

Ýmsar fígúrur heim-sækja Ísafjörð 17. júní

Pétur Björnsson, umsækj-andi um stöðu forstöðumannsSkóla- og fjölskylduskrifstofu

Ísafjarðarbæjar, hefur kærtsveitarfélagið til félagsmála-ráðuneytisins. Hann telur að á

sér hafi verið brotið þegarfræðslunefnd taldi hann ekkiuppfylla skilyrði sem sett forufram í auglýsingu um starfið.Einn af þremur umsækjendumþótti uppfylla skilyrðin. Hall-dór Halldórsson, bæjarstjóriÍsafjarðarbæjar, segir að ástæðaþess að tveir umsækjendur umstöðu forstöðumanns Skóla-og fjölskylduskrifstofu hafiekki verið boðaðir í viðtal séeinföld, þeir hafi einfaldlegaekki uppfyllt skilyrði ummenntunarkröfur. Samkvæmtauglýsingu þurftu umsækj-endur að hafa háskólapróf eðasambærilega menntun, stjórn-unarhæfileika og hæfileika ímannlegum samskiptum.

Pétur Björnsson telur siguppfylla þau skilyrði. Hanner íþróttakennari að mennt oghefur starfað í lögreglu Vest-fjarða um árabil. Fræðslu-nefnd mælti með því að Mar-grét Geirsdóttir yrði ráðin ístöðuna. Fjórir sóttu um stöð-una; Margrét Geirsdóttir,Freydís Jóna Freysteinsdóttir,Pétur Björnsson og UnnarReynisson. – [email protected]

Ísafjarðarbær kærðurStjórnsýsluhúsið á Ísafirði.

Gríðarlegt magn óskila-muna er í Grunnskólanumá Ísafirði eftir veturinn.Húsvörður skólans, FriðrikStefánsson, hefur komiðóskilamununum öllum fyrirí aðal anddyri skólans viðAusturveg, og kennir þarýmissa grasa. Peysur, bux-ur, skór, íþrótta- og sundföt,úlpur, snjóbuxur, skóla-töskur, nestisbox, skóla-

bækur, auk húfa, vettlinga ogullarsokka í tugatali bíðaþarna eftir að eigendur vitjiþeirra. „Þarna eru föt í þaðheila fyrir fleiri hundruð þús-und krónur,“ segir Friðrik.

„Það er alveg með ólíkind-um að foreldrarnir skuli verasvona kærulausir gagnvartþessu.“ Friðrik segir að skól-inn verði opinn í þessari vikuþannig að eigendur, eða for-

eldrar eigendanna, geti sóttfötin sín. Það sem verðureftir í vikulokin fer í fata-söfnun Rauða krossinn. „Égfór með mikið magn af föt-um í Rauða krossinn í fyrra,og þó að þar sé verið aðstyrkja gott málefni finnstmanni það samt sárt, þvívið vitum að það eru krakk-ar hér í skólanum sem eigaþessi föt,“ segir Friðrik.

Óskilamunir fyrirhundruð þúsunda

Eins og sjá má eru stórar hrúgur af óskilamunum í grunnskólanum á Ísafirði.

Page 13: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 1313131313

Góður gangur hjá gistihúsinu Við fjörðinnGóður gangur hjá gistihúsinu Við fjörðinnGóður gangur hjá gistihúsinu Við fjörðinnGóður gangur hjá gistihúsinu Við fjörðinnGóður gangur hjá gistihúsinu Við fjörðinnGóð aðsókn er að Gistihúsinu við Fjörðinn á Þingeyri og eru bókanir þegar farnar að berast fyrir næsta ár. „Við hjáGistihúsinu við Fjörðinn og F & S hópferðabílum opnuðum nýja heimasíðu 1. júní sl. sem Snerpa á Ísafirði sá um aðhanna og setja upp. Við vonumst til þess að nýja síðan þjóni viðskiptavinum okkar og öðrum sem áhuga hafa áVestfjörðum,“ segir Sigríður Helgadóttir annar eigenda gistihússins og F & S hópferðabíla. Gistihúsið við Fjörðinnopnaði sumarið 2000. Þar eru herbergi og íbúðir fyrir ferðafólk, en einnig eru þar aðalstöðvar Skjólskóga á Vest-fjörðum. F & S hópferðabílar ehf. eiga og reka níu hópferðabíla, en nýlega keypti fyrirtækið bílaflota FMG á Ísafirðiog tók við aksturssamningum þeirra. Einnig á fyrirtækið hlut í Hópferðamiðstöð Vestfjarða.

Tattoo-stofaopnar á Ísafirði

Húðflúrstofa verður opn-uð á Ísafirði á næstunni oger það í fyrsta sinn sem slíkstofa opnar í bænum samkv.upplýsingum blaðsins. Mál-fríður Sigrúnardóttir húð-flúrari mun reka stofuna.

„Ég er fæddur teiknari ogmyndlistin er númer eitt, tvöog þrjú hjá mér. Ég sá núekki beint fram á að getalifað af málverkum og tatt-oo listin var sú atvinnugreinsem ég fann mig í, endatengist hún því sem ég hefáhuga á og gefur mér færi áað þroskast í myndlistinni“,segir Málfríður aðspurð út íástæðu þess að hún fór út íhúðflúrun.

Tattoo-stofan verður tilhúsa á Silfurtorgi, þar semHárkompaní var til húsa þar

til fyrir skömmu og Björns-búð var til margra ára.Málfríður segir viðbrögðmeðal bæjarbúa hafa veriðgóð og nú þegar sé byrjaðað panta tíma. Auk flúrunarverður þar m.a. í boði götunog úrval lokka. „Ég fór úttil Bandaríkjanna að læraað gera tattoo og það varalltaf ætlunin að flytja út ogvinna við þetta þar, en svoákvað ég að verða mér útium meiri reynslu fyrst á Ís-landi og svo varð úr að éger að opna stofu á Ísafirði“,segir Málfríður.

Málfríður segist stefna aðþví að opna stofuna ummiðjan mánuð eða jafnvelfyrr. Hún er ættuð frá Þing-eyri en hefur búið víða umland. – [email protected]

Tjón sauðfjárbænda vegnarefa hefur ekki aukist fráþví að friðun refs í Horn-strandafriðlandinu tók gildi,segir Páll Hersteinsson, pró-fessor í spendýrafræði viðHáskóla Íslands og vísar ískýrslur fjárræktarfélaga ínágrenni við friðlandið. Pállhefur skrifað um refi ogrannsakað þá í mörg ár.

Páll segir það engin tíð-indi að friðun tófu í frið-landinu valdi streymi þeirraúr og í friðlandinu, hannhafi bent á það árið 1980 aðyrði refurinn friðaður myndinettóflæði hans úr friðland-inu aukast og það sé alveg áhreinu að það hafi gerst.Páll kannaði fjölda grenjaárið 1999 og voru þá 50greni í ábúð í friðlandinu.Síðan þá hefur ekki veriðgerð heildarúttekt á fjöldagrenja, en ákveðin svæðiinnan friðlandsins hafa

verið könnuð og ekkert sembendir til að þeim hafi fjölg-að.

Fyrir skömmu skilaðivinnuhópur á vegum Fjórð-ungssambands Vestfirðingaum refa- og minkaveiðar afsé tillögum þar sem m.a.lag til að hefja á nýjan leiktófuveiðar í Hornstranda-friðlandinu. Refir hafa veriðfriðaðir á Hornströndumsíðan 1994. Vinnuhópurinnleggur til að óskað verðieftir samstarfi við Umhverf-isstofnun og umhverfis-ráðuneytið um leiðir til aðfækka refum í og við Horn-strandafriðlandið. Þá villnefndin að metið verði ávistfræðilegum forsendumásættanleg stofnstærð refa ífriðlandinu. Fjórðungssam-bandið samþykkti tillögurn-ar fyrir sitt leyti og vísaðiþeim til sveitarstjórna á Vest-fjörðum. – [email protected]

Tjón vegna refahefur ekki aukist

Vilji fyrir því hjá Fjórðungssambandinu aðhefja refaveiðar í Hornstrandafriðlandinu.

Fornleifauppgröftur verðurí Vatnsfirði við Ísafjarðardjúpí sumar líkt og síðustu þrjúsumur. „Við verðum í fjórarvikur, eins og venjulega,“ seg-ir Garðar Guðmundsson forn-leifafræðingur, en hann hefurumsjón með verkinu. „Sér-stakur fjarkönnunarbúnaðurverður notaður til að rannsakabæjarhólinn, svokallaður groundpenetrating radar, en hannskoðar niður í jörðina og stað-setur rústir. Þannig getum viðstaðsett betur og nákvæmarhvar við ætlum að opna oggrafa.“

Aðallega hefur verið grafiðá tveimur stöðum, norðan viðbæjarhólinn, fyrir ofan prests-húsið, þar sem er skáli frá 10.eða 11. öld, en einnig var byrj-að að grafa á sjálfum bæjar-

hólnum síðasta sumar. „Viðvorum komin niður á hluta afhúsi, síðasta íverustaðnum ábæjarhólnum, og munumhalda áfram að grafa á báðumstöðunum í sumar. Þá verðursvæðið í kring rannsakað nán-ar til að ná heildarmynd á bú-setu í firðinum öllum,“ segirGarðar.

Í Vatnsfirði er rekinn vett-vangsskóli fyrir fornleifafræði-nema á vegum Fornleifastofn-unar Íslands. Í ár eru 13-14nemendur við skólann, svip-að margir og síðustu ár. Skól-inn er í samstarfi við tvo há-skóla í Osló og New York. Nem-endur skólans eru frá öllumheimshornum, m.a. Ástralíu,Kanada, Evrópu og Íslandi.

Hjá Fornleifastofnun Ís-lands fengust þær upplýsingar

að einnig verða rannsóknir íHringsdal í Arnarfirði, en þarfundust tvö kuml síðasta sum-ar, annað sérlega heillegt, en

þar fannst beinagrind hávax-ins ungs manns sem hefur tókallt sitt haugfé, alvæpni, spjót,sverð og skjöld til hinstu hvíldar.

Áfram unnið að fornleifa-rannsóknum í Vatnsfirði

Athygli vekur þegar fariðer inn í Engidal að Ísafjarðar-kirkja hin eldri er enn þar.Eftir bruna kirkjunnar árið1987, fóru í hönd miklar bolla-leggingar hvort endurbyggjaætti kirkjuna eða reisa nýja.Úr varð að ný kirkja var reistá staðnum þar sem hin eldristóð. Séra Magnús Erlingsson,sóknarprestur á Ísafirði, segirað söfnuðinum hafi verið skyltað taka gömlu kirkjuna niður,spýtu fyrir spýtu, og varðveita

hana, annars hefði ekki fengistleyfi til að rífa hana.

Kirkjan var tekin niður árið1991 og hún tekin niður meðyfirumsjón Húsafriðunar-nefndar. Hver spýta var merkt,hvort sem þær voru heilar,fúnar eða brunnar. Því næstvar smíðað utan um hana tilað varðveita innviði kirkjunn-ar um ókomin ár. Enn hýrastspýturnar í Engidal, 16 árumsíðar.

Magnús segir að þessi að-

gerð hafi kostað söfnuðinnumtalsvert fé, bæði vinna iðn-aðarmanna og laun starfs-manna Húsafriðunarnefndarféllu á söfnuðinn. Ekki varundan þessum fjárútlátumkomist og sérstakt ráðherra-bréf þurfti frá menntamála-ráðherra til að leyfi fengist tilað taka kirkjuna niður.

„Ég skil vel að menn vilduvarðveita gömlu kirkjuna ogendurbyggja hana á sínumgamla stað. Það var góð hug-

mynd en hún varð ekki ofaná. Ég sé ekki fyrir mér að húnverði endurbyggð og þrátt fyr-ir að vel hafi verið gengið fráöllu á sínum tíma og byggtutan um spýturnar er éghræddur um að eitthvað séfarið að skemmast. En ég vonaað sjálfsögðu að einhverjir sjáisér fært að endurbyggja kirkj-una í framtíðinni, en það verð-ur ekki söfnuðurinn,“ sagðisr. Magnús Erlingsson.

[email protected]

Gamla kirkjan enn í EngidalGamla kirkjan á sínum stað í Engidal.

Háls-, nef- og eyrna-sérfræðingur á Ísafirði

Sigurður Júlíusson, háls-, nef- og eyrna-sérfræðingur verður með móttöku á Ísa-firði dagana 21.-23. júní nk.

Tímapantanir eru í síma 450 4500 allavirka daga frá kl. 08:00-16:00.

Page 14: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 20071414141414

Sóley ráðin framkvæmdastjóriSóley ráðin framkvæmdastjóriSóley ráðin framkvæmdastjóriSóley ráðin framkvæmdastjóriSóley ráðin framkvæmdastjóriSóley Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóraSvæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum. Sóley er mennt-aður þroskaþjálfi. Laufey Jónsdóttir, sem sinnt hefur starfi fram-kvæmdastjóra síðustu 16 ár lætur af störfum í lok mánaðarins.Hún tekur við starfi framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefnafatlaðra á Suðurlandi. Þrír umsækjendur voru um starfið, Sóley,Gísli Þór Gunnarsson og Svanlaug Guðnadóttir.

Nýtt Rannsókna- og fræðasetur á VestfjörðumUndirritaður hefur verið

samningur um nýtt Rann-sókna- og fræðasetur HáskólaÍslands á Vestfjörðum semmun taka til starfa í Bolung-arvík innan tíðar. Háskóli Ís-

lands, Náttúrustofa Vestfjarðaog Bolungarvíkurkaupstaðureru samstarfsaðilar og skipastjórn setursins ásamt fulltrúafrá Fjórðungssambandi Vest-fjarða.

Í fréttatilkynningu kemurfram að Rannsókna- og fræða-setrið er faglega sjálfstæðeining sem heyrir undir Stofn-un fræðasetra Háskóla Ís-lands. Því er ætlað að vera

vettvangur fyrir samstarf Há-skólans við sveitarfélög áVestfjörðum, stofnanir, fyrir-tæki, félagasamtök og ein-staklinga. Meginhlutverkþess er að efla rannsókna- og

fræðastarf Háskóla Íslands áVestfjörðum, í samvinnu viðrannsóknastofnanir og há-skóla, einkum rannsóknir ánáttúru atvinnu- og menning-arsögu Vestfjarða með áherslu

á ferðamál.Þá er setrinu ætlað að stuðla

að margvíslegri háskólakenn-slu eftir því sem kostur er ogstuðla að því að haldin verðinorræn og/alþjóðleg námskeið.

Frá undirritun samnings um nýtt Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Bolungarvík.

Umferð um ÞingeyraflugvöllUmferð um ÞingeyraflugvöllUmferð um ÞingeyraflugvöllUmferð um ÞingeyraflugvöllUmferð um ÞingeyraflugvöllSá fáheyrði atburður gerðist á sjómannadag að tvær Fokker

flugvélar Flugfélags Íslands voru samtímis á Þingeyrarflug-velli. Vélarnar lentu í Dýrafirði með 10 mínútna millibili ogvar önnur þeirra í leiguflugi en hin í áætlunarflugi. Á mánu-deginum lenti svo lítil flugvél á Þingeyrarvelli. „Vonandi er

þetta það sem koma skal á Þingeyrarflugvelli - meiri umferðog meiri notkun“, segir í frétt á thingeyri.is.

Page 15: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 1515151515

Afraksturinn afhentur bráðadeild HSÍAfraksturinn afhentur bráðadeild HSÍAfraksturinn afhentur bráðadeild HSÍAfraksturinn afhentur bráðadeild HSÍAfraksturinn afhentur bráðadeild HSÍÞorbjörg Finnbogadóttir og Auður Höskuldsdóttir færðu bráðadeild Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar afraksturstyrktar og minningartónleika um Magnús Frey Sveinbjörnsson, son Þorbjargar og Sveinbjörns Magnússonar ísíðustu viku. Alls söfnuðust 100 þúsund krónur, sem koma sér mjög vel fyrir deildina. Auður H. Ólafsdóttir,deildarstjóri bráðadeildar, veitti gjöfinni viðtöku. Er aðstandendum tónleikanna og flytjendum færðar hugheilarþakkir fyrir framlag þeirra í tilkynningu frá stofnuninni. Styrktartónleikarnir voru haldnir í Ísafjarðarkirkju. Dagskrátónleikanna var fjölbreytt, en meðal þeirra sem komu fram voru Alda Diljá Jónsdóttir úr Reykjavík, AuðurGuðjónsdóttir frá Ísafirði og Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, sópransöngkona á Ísafirði.

„Sverðin hanga yfir sjávar-byggðunum í orðsins fyllstumerkingu og enginn virðistvita hvar þau falla, hverjirverða fyrir þeim næst,“ sagðiIngibjörg Inga Guðmunds-dóttir, varaþingmaður Vinstri-hreyfingarinnar - græns fram-boðs, í utandagskrárumræð-um á Alþingi í síðustu vikuum vanda sjávarbyggðanna.Ingibjörg rakti bága stöðubyggðarlaga á Vestfjörðum ogþann ótta sem uppi er um aðkvóti kunni að flytjast frá

Vestmannaeyjum. Taldi húnhátt verð á kvóta eina af ástæð-um þess hvernig komið væriog sagði kvíða og óvissu ríkjameðal íbúa nokkurra byggðar-laga á Vestfjörðum.

Einar K. Guðfinnsson sjáv-arútvegsráðherra sagði vand-ann snúa sumpart að fiskveiði-stjórnuninni en öðru væri líkaum að kenna, til dæmis efna-hagsskilyrðum. Sagði hann aðvið úthlutun byggðakvóta fyr-ir næsta fiskveiðiár yrði horftsérstaklega til þeirra byggðar-

laga þar sem kvótinn er minn-stur og staðan alvarlegust. Þásagðist Einar vilja kanna hvorthægt væri að styrkja forkaups-réttarákvæði sveitarfélaga ákvóta og að fara þyrfti yfirvankanta leiguframsals.

Að auki sagði hann mikil-vægt að horfa til annarra þátta,svo sem samgangna og upp-byggingar annarra atvinnu-greina. Össur Skarphéðinssoniðnaðarráðherra greindi fráþví að þegar hefðu verið aug-lýst tíu ný opinber störf á Vest-

fjörðum og í bígerð væri aðauglýsa tíu til viðbótar. GrétarMar Jónsson, Frjálslyndaflokknum, sagði fiskveiði-stjórnunarkerfinu um að kennahvernig ástatt væri á lands-byggðinni. Öll vandamál væru„bölvuðu“ kerfinu að kenna.

Birkir Jón Jónsson, Fram-sóknarflokki, sagði mikilvægtað hluti veiðigjalds yrði látinnrenna aftur til nýsköpunar ogatvinnuuppbyggingar í byggð-unum, nægar væru hugmynd-irnar en peningana skorti. Ein-

ar Oddur Kristjánsson, Sjálf-stæðisflokki, sagði hágengis-stefnunni um að kenna. Sagð-ist hann gera ráð fyrir að reyntyrði að hefja fiskvinnslu áFlateyri á ný en það yrði ekkiauðvelt nema með nýjum for-sendum efnahagsmála.

Ný veiðiráðgjöf Hafrann-sóknastofnunar kom til um-ræðu og sagði Bjarni Harðar-son, Framsóknarflokki, mikil-vægt að fara að ráðum stofn-unarinnar. Ekki væri við neittbetra að styðjast.

Ingibjörg IngaGuðmundsdóttir.

Sverðin hanga yfir sjávarbyggðunum

Uppselt á Vovka og ErlingTónlistarhátíðin Við Djúpið

er handan við hornið á Ísafirðiog aðstandendur hennar jafntsem gestir orðnir fullir til-hlökkunar. Á þriðja tug nem-enda hafa skráð sig á nám-skeið hátíðarinnar og er þegarorðið fullt á sellómasterklassErlings Blöndal Bengtssonarog píanómasterklass VovkaStefáns Ashkenazys. „Við er-um afar ánægð með viðtök-urnar, og gaman að sjá nám-

skeiðin fyllast eitt af öðru,“segir Tinna Þorsteinsdóttir,annar skipuleggjenda hátíðar-innar.

„Enn eru pláss laus á ein-hver námskeið, t.d. námskeiðDavíðs Þórs Jónssonar áspunapíanó. Ég vil sérstaklegahvetja Ísfirðinga og nærsveita-menn til að sækja námskeiðið.Það verður án efa mjög spenn-andi og skemmtilegt ef eitt-hvað er að marka orðsporið

sem fer af Davíð, en hann ertalinn einn fremsti djasspían-isti á Íslandi í dag. Námskeiðiðer bæði fyrir fagmenn og fikt-ara, þannig að alls ekki ernauðsynlegt að vera listahá-skólagenginn til að sækjaþað.“

Á hátíðinni verður, fyrirutan masterklassa boðið uppá fjölda metnaðarfullra tón-leika við allra hæfi. „Síðansíðasta hátíð var haldin hefur

margt breyst á Ísafirði og að-staða til hátíðahalda af þessutagi hefur stórbatnað. Fyrstber að nefna nýjan flygil íHömrum sem fagmenn segjaþann besta á landinu um þess-ar mundir. Eins var hið lang-þráða Edinborgarhús tekið ínotkun á ný ásamt nýjumflygli. Þetta er mikið fagnaðar-efni, og hefur gert skipulagn-ingu og framkvæmd hátíðar-innar auðveldari,“ segir Tinna.

Súðavíkurhreppur hefursamþykkt reglur vegna úthlut-unar byggðakvóta fyrir næstafiskveiðiár. Súðavíkurhreppurfékk samkvæmt reiknireglusjávarútvegsráðuneytisins,204 tonna byggðakvóta. Regl-urnar eru til umsagnar hjáráðuneytinu. Við úthlutun tilskipa verði stuðst við reglu-gerð 439/2007 að undanskild-um eftirfarandi breytingum:

1. Við úthlutun má heildar-aflamark einstakra fiskiskipa

aukast meira en nemur 100%í þorskígildistonnum talið,miðað við úthlutun í upphafifiskveiðiárs 2006/2007 enekkert fiskiskip skal hljótameira en 80 þorskígildislestir.

2. Eigendur skipa sem erumeð fleiri en eitt skip í rekstriog fá úthlutað byggðakvótaer heimilt að færa veiðiskylduyfir á annað skip, sé skipiðsannanlega í eigu sama aðila,1. maí 2007 og að öðrum skil-yrðum samkvæmt reglugerð

439/2007 uppfylltum.3. Áður en kemur til úthlut-

unar byggðakvóta á skip skalútgerðaraðili/vinnslustöð leggjafram gögn er sýna fram á aðlandaður afli, samkvæmt 6.gr. reglugerðar nr. 439/2007hafi sannanlega verið unnin íSúðavík.

Úthluta skal byggðakvóta áskip samkvæmt eftirfarandireglum:

a. 127 þorskígildistonn skalúthluta á skip hlutfallslega

með tilliti til úthlutaðra afla-heimilda í upphafi fiskveiði-ársins 2006/2007.

b. 69 þorskígildistonn skalúthluta hlutfallslega með tillititil landaðs afla í Súðavík áfiskveiðiárinu 2006/2007.

c. 8 þorskígildistonn skuluskiptast hlutfallslega jafntmilli þeirra skipa sem fá úthlut-að minna en 1 þíg.tonni sam-kvæmt a, og b lið reglna þessaog uppfylla önnur skilyrði sam-kvæmt reglugerðar 439/2007.

Úthlutunarreglur Súða-víkur vegna byggðakvóta

Page 16: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 20071616161616

KokkarnirNýir menn í eldhúsi hótelsins

Tveir ungir kokkar taka viðrekstri veitingahluta HótelsÍsafjarðar í sumar. SKG – veit-ingar hætta rekstri á Hótelinueftir margra ára farsælt starf.Kokkarnir eru þeir EiríkurJohansson og Halldór KarlValsson. Blaðamanni lék for-vitni á að vita hvað drífur ungamenn út í hinn harða heimsem veitingahúsarekstur er oghvort þeir hafi eitthvað nýtt áprjónunum og fékk Eirík í stuttspjall. En er ekki ráð, að göml-um sveitasið, að spyrja mann-inn um uppruna og ættir?

„Ég er að sunnan en á ættirmínar að rekja vestur. Ammaer fædd og uppalin í Súganda-firði. Nánar tiltekið Botni íSúgandafirði. Ástæða þess aðég fór vestur er ættartengslin.Ég fór að vinna hjá Klofningiá Suðureyri, hjá Guðna frændamínum Einarssyni. Svo erþetta eins og gengur og gerist,ég kynnist konu og hef veriðbúsettur hér síðan 2002. Fljót-lega ákveð ég að skella mér íkokkeríið og fer að læra hjáSKG veitingum. Það er ár síð-an ég kláraði og ég hef unniðhjá SKG síðan.“

–Afhverju fórstu í kokkinn?„Ég var búinn að prófa ým-

islegt annað og meðal annarshafði ég byrjað í kokkanámi.Ég fann mig alveg í því enfannst ég vera of ungur til aðfastnegla eitthvað nám. Mérhefur alltaf fundist gaman aðelda og því ákvað ég að skellamér í þetta á endanum. Þaðvar mjög gott að læra hjá SKG.Ekki niðurnjörvað nám ogmjög fjölbreytt og maður ersettur í öll verk. Það er mjöggott þegar maður er í læri.“

–Hvað er skemmtilegast aðelda?

„Það er voðalega erfitt aðsegja. Öll matreiðsla er skemm-tileg. Þetta fag býður upp áóteljandi möguleika og maðurgetur endalaust þróað sigáfram.“

Strákarnir –Strákarnir –Strákarnir –Strákarnir –Strákarnir –veitingar ehfveitingar ehfveitingar ehfveitingar ehfveitingar ehf

–Nú ert þú að fara að takavið veitingastaðnum á hótel-inu, hvað kemur til?

„Jú, það er rétt. Við HalldórKarl Valsson náðum sam-komulagi við Hótel Ísafjörð ádögunum um að taka við veit-ingastaðnum. Við tökum viðstaðnum þann 1. ágúst. Hall-dór er Bolvíkingur, sonurValla bakara, og honum hefurlangað til að flytja heim. Viðhöfum verið með þetta í mag-anum í nokkurn tíma og þegar

tækifærið bauðst var ekkertað gera nema stökkva á það.“

–Verður reksturinn meðsama sniði og hjá SKG?

„Að mestu leyti, jú. Meðnýjum mönnum verða þó allt-af einhverjar breytingar en þærverða litlar fyrst um sinn, endahefur reksturinn verið mjöggóður“

–Er komið nafn á fyrirtæk-ið?

„Það er komið nafn á fyrir-tækið sem er Strákarnir – veit-ingar, en ekki á veitingastað-inn sjálfan.“

–Hvernig leggst þetta í ykk-ur?

„Við erum mjög spenntir.Búnir að pæla mikið í þessuog ætlum að gera þetta af al-vöru og það verður enginævintýramennska í þessu hjáokkur. Við erum ekki að faraút í þetta til að fara á hausinn.Ætlum að gera þetta heilshug-ar og reyna að þjónusta bæjar-búa eins og vel og við getum.“

–Hefur veitingabransinn ekkiþað orð á sér að vera harðurbransi?

„Jú, en á okkar svæði þurfaöll dýrin í skóginum að veravinir. Markaðurinn er ekkistór og við þurfum að vinnasaman og hver að finna sínasérstöðu.“

Blanda semBlanda semBlanda semBlanda semBlanda semgæti virkaðgæti virkaðgæti virkaðgæti virkaðgæti virkað

–Halldór hefur komið víðavið ekki satt?

„Mikið rétt. Hann lærði áHótel Sögu. Svo hefur unniðbæði í Frakklandi og í Noregiog er núna að elda í Perlunni.Hann hefur reynslu frá mis-munandi stöðum og mismun-andi menningarheimum. Éghef aftur á móti bara verið hérog tel mig vita hvað Ísfirðingarog nágrannar vilja og ég vonaað þessi blanda eigi eftir aðvirka vel.“

–Nú eruð þið ekki gamlirmenn?

„Nei, ég 24 ára og Halldórer 25 ára þannig að við fyllumekki 50 árin.“

–En hvernig er starf kokks-ins?

„Mér þykir þetta vera mjögfín vinna. Margir tala um aðvinnutíminn sé leiðinlegur,þegar aðrir skemmta sér erukokkar og þjónar í vinnunni.En það má hugsa þetta öðru-vísi. Þegar aðrir eru að skemmtasér og eiga notalega stund yfirgóðum mat ert þú líka að geraþað, nema að þú færð borgaðfyrir það og skemmtir þéröðruvísi með. En vissulega

þarf sérstaka karaktera í þettaef fólk ætlar að endast í þessu.“

–Meðal atburða sem hafaskapað sér sess hjá SKG erutd. villibráðaveislan. Verðurframhald á þeim?

„Það er komin hefð fyrirvillibráðaveislunni og ég geriráð fyrir að við höldum þeimáfram. Sem og jólahlaðborð-inu og nýársfagnaðinum.Kannski verða einhverjar aðr-ar áherslur en það verður baraað skoðast í rólegheitum. Hall-dór kemur fullur af nýjum ogferskum hugmyndum úr hin-um stóra heimi. Ég get þábremsað hann af ef hann ætlarút í einhverja ævintýramenn-sku. Ég er kannski ekki staðn-aður í kokkeríinu en þegar

maður hefur bara unnið á einueldhúsi þá verður maðurheimakær á sinni þúfu og þvígott að fá nýjan mann í eld-húsið.“

Þurfum að fyllaÞurfum að fyllaÞurfum að fyllaÞurfum að fyllaÞurfum að fyllaí stór fótsporí stór fótsporí stór fótsporí stór fótsporí stór fótspor

„Ég býst við að smurbrauð-ið danska hadli áfram. Það ereinfaldlega svo vinsælt. SKGhafa verið dugleg að skapaýmsar hefðir sem voru ekkitil staðar þegar þau tóku við.Við þurfum að fylla í stór fót-spor en við hljótum að getaþað.“

–Hefur þetta verið lengi ídeiglunni?

„Já og nei. Halldóri hefurlangað að flytja heim og hannhefur skotið því að okkur aðláta sig vita þegar þau á SKGætla að hætta þá myndi hannkoma heim. Hann er enn fyrirsunnan og kemur þegar viðtökum við.“

–Fari ekki nærri allir kokkarút í eigin rekstur fyrr eða síðar?

„Mjög margir alla vega.Sérstaklega held ég að það séalgengt á landbyggðinni. Tak-markið hjá mörgum er aðstjórna í eldhúsinu og að mat-urinn sé eftir þeirra höfði ogþví held ég að margir fari út íeigin rekstur.“

–Verðið þið harðir hús-bóndar? Munuð þið takastjörnukokkinn Gordon Ram-

sey ykkur til fyrirmyndar?„Gordon Ramsey er mjög

sérstakur maður og kokkumfinnst Ramsey og þátturinnhans, Hell´s Kitschen, vera áköflum mjög fyndinn. Þegarmikið er að gera verður oftmikill æsingur og árekstrarmilli manna en í þáttunum ernú verið að ýkja þetta verulegafyrir skemmtanagildið. EnRamsey þykir mjög klikkaðurmaður.“

–Öskur og blótsyrði munusem sagt ekki heyrast fram ísal?

„Nei, gestirnir eiga alla vegaekki að verða varir þau“, segirEiríkur kíminn á svip.

[email protected]

Eiríkur Johansson annar eigenda Strákarnir – veitingar ehf.

Page 17: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 1717171717

Page 18: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 20071818181818

Mannlífið

Netspurningin er birt vikulegaá bb.is og þar geta lesendur látiðskoðun sína í ljós. Niðurstöðurnareru síðan birtar hér.

SmáauglýsingarSmáauglýsingarSmáauglýsingarSmáauglýsingarSmáauglýsingarÉg er ungur Svisslendingur oghef mikinn áhuga á Íslandi. Égvil gjarnan eignast pennavini áaldrinum 20-40 ára frá þessufallega landi. Vinsamlegast skrif-ið á ensku eða þýsku á neðan-greint heimilisfang: Vitus Cast-elberg, Aspermontstr. 28, CH-7000 CHUR, Switzerland.

Á leikjadegi 1.-3. bekkjar GÍ semhaldinn var 30. maí sl. var her-mannagrænt vatterað vestimeð hvítri hringlaga mynd ogstórum smellum tekið í misgrip-um. Svipað vesti var skilið eftir(framl. Zara) sem ég tók meðmér heim. Vestið er sárt sakn-að af dóttur minni. Þeir semkannast við þetta vesti hafi sam-band í síma 848 2083 (Kristín).

Hef tapað gleraugunum mínumsem eru með tvískiptum glerj-um í dökkbrúnni umgjörð meðgylltum hornum. Finnandi hafisamband í síma 864 6577.

Til sölu er Remington 870 EShaglabyssa, lítið notuð. Kostarkr. 37.900 í Hlað. Selst á krónur34.500 með hreinsikitti. Frábærbyssa fyrir byrjendur. Þolir öllveður. Uppl. í síma 820 7245.

Til leigu er 3ja herb. íbúð á eyr-inni. Reglusemi áskilin. Uppl. ísíma 456 4046 eða 892 8708.

Til leigu er stór 5-6 herb. íbúð áEngjavegi. Leigist frá 1. júlí. Upp-lýsingar í símum 456 5515 og898 2596.

Til sölu Toyota Avensis árg. 06,ekinn 17.500 km. Fullt af auka-hlutum. Verð kr. 2.650 þús. Til-boðsverð kr. 2.550.- þús. Uppl.í síma 820 7245.

Til sölu er fasteignin að Fagra-holti 11. Húsið er mikið endur-nýjað, 5 herb. einbýli. Uppl. ísíma 860 7443 (Svavar) og 6952222 (Hildur).

Ég heiti Lúkas og er 4ra mán.Border Collie Labrador. Mig ogeiganda minn vantar íbúð tilleigu, jafnvel kjallaraíbúð. Mikil-vægt er að þar með vera meðhund því ég vil eiga heima hjáeiganda mínum. Uppl. í síma456 4569 og 867 7166.

Til leigu er 70m² íbúð á eyrinnifrá 1. sept. til maí loka. Eitthvaðaf húsgögnum getur fylgt. Uppl.í síma 867 6657 og 892 9282.

Til sölu er stækkanlegt borð-stofuborð + 6 stólar og skenk-ur úr eik. Sama sem nýtt. Fæstá kr. 50 þús. Uppl. í síma 8928584 og 456 5176.

Talsvert af óskilamunum eru íTónlistarskóla Ísafjarðar eftirsíðasta vetur. Hægt er að vitjaþeirra næstu daga frá kl. 11-14.Síminn í skólanum er 456 3925.

Til sölu er Mazda 323 árg. 97,ekin 111 þús. km. Upplýsingarí síma 891 7715.

Til sölu er 50cc skellinaðra árg.2005, ekinn 1500 km. Uppl. ísíma 897 6795.

Par með tvö börn vantar íbúðtil leigu frá 1. júlí. Reglusöm.Uppl. í síma 849 8699 (Thelma).

Héraðsskólinn að Núpi.

50 ára gamlar ræður öðlast nýtt lífSigurður Guðmundsson er

einn af hollvinum Núpsskóla.Hann var kennari við héraðs-skólann á Núpi í mörg ár ogkynntist við skólann fjöldamerkra manna og kvenna. Ákennsluárum sínum við Núptók Sigurður upp ræður semhaldnar voru við hátíðlegarathafnir skólans. Nú hefurhann komið upptökunum ástafrænt form og ætlar að seljaþær á Ísafirði í sumar.

„Ég var kennari í mörg ár áNúpi og á þeim tíma voru seg-ulbönd heilmikið notuð,“ seg-ir Sigurður. „Ég tók upp nokk-ra viðburði sem mér þótti at-hygli verðir. Síðan fóru upp-tökurnar niður í kassa og hálf-partinn gleymdust. Í haust fórég eitthvað að stússa í þessuog fann út að upptökurnarvoru bara í sæmilegu ástandi.Í framhaldinu fór ég að talaum þetta við Valdimar Gísla-son á Mýrum í Dýrafirði, semvar einnig lengi kennari áNúpi, en hann er mikill áhuga-maður um þessi mál. Hannhvatti mig mjög til að komaupptökunum á stafrænt formog vann ég að því í fyrrahaust.Ég hef einnig verið í sambandivið nýstofnuð félagasamtök,Hollvini Núpsskóla, þar semég var eindregið hvattur tilverksins.“

Upptökurnar eru frá hinumýmsu viðburðum, s.s. skóla-

slitum, afhendingu brjóst-myndar af Birni Guðmunds-syni og 50 ára afmæli Héraðs-sambands Vestur-Ísfirðinga.Margir góðir ræðumenn eru áupptökunum, en einnig má þarfinna skemmtiatriði, kórsöngog gamanvísur.

„Á upptöku frá skólaslitumsumarið 1965 eru það Arn-grímur Jónsson, skólastjóri,ég og Erlingur Óskarsson, for-maður skólafélagsins semflytjum ávarp. Á 50 ára afmæliHéraðssambands Vestur-Ís-firðinga flytur ávarp SveinnHjálmarsson, sem var skóla-stjóri á Flateyri, hann var mik-ill öðlingur og gott skáld. Þátalar þar líka Guðmundur IngiKristjánsson, skáld úr Önund-arfirði, auk þess sem kirkjukórÞingeyrar syngur undir stjórnBaldurs Sigurjónssonar. Fleirimerkir menn komu fram á af-mælinu, Tómas Jónsson, skóla-stjóri á Þingeyri, KristjánDavíðsson bóndi í Dýrafirðiog Jón Kristjánsson úr Súg-andafirði sem söng gaman-vísur.

Þegar Björn Guðmundssonvar kvaddur að Mýrum árið1957, hélt meðal annarra ræðuséra Sigtryggur Guðlaugsson,stofnandi skólans. Séra Sig-tryggur var þá orðinn aldraðurmaður, kominn á tíræðisaldur.Aðrir ræðumenn voru Jóhann-es Davíðsson bóndi, Þórir

Kristjánsson, séra Kári Vals-son sem var kennari á Núpi,Guðný Gilsdóttir, bóndakona,Guðmundur Hermannsson,bóndi, Björn Guðmundsson,Arngrímur Jónsson, skóla-stjóri, og kynnir var GísliVagnsson, bóndi á Mýrum.“

–Hvað fékk þig til að geraupptökurnar?

„Þetta eru allt einstaklegagóðir ræðumenn og -konur.Afar mælskir, hálfgerðir snill-ingar og miklir andans menn.Fremstir meðal jafningja voruÁsberg Sigurðsson, Arngrím-ur Jónsson og GuðmundurIngi, skáld. Sér á parti eru svoupptökurnar af séra Sigtryggi

og Birni Guðmundssyni, semeru öldungar á þeim tíma semupptökurnar eru gerðar. Sig-tryggur stofnaði auðvitaðskólann á sínum tíma og Björnkom fljótlega inn í skólastarf-ið. Þeir Björn og Sigtryggurvoru báðir miklir eldhugar,æskulýðs- og ungmennafé-lagsmenn. Björn var einnigmikið í félagsmálum, stofn-andi ungmennafélagsins oghéraðssambandsins. Þettavoru því merkilegir menn oggaman að geta hlýtt á ræðurþeirra.

Þetta er búið að taka langantíma, en verkið reyndist frekartafsamt, bæði að hlusta á allar

upptökurnar, sortera úr þeimþað áhugaverðasta og komaþví svo á diskana. Þannig aðdiskarnir voru tilbúnir í vetur,en þá vantaði mig myndirframan á þá, og fór á stúfanaeftir góðum myndum frá Núpinú í vor.

Diskunum verður fyrstkomið í sölu á aðalfundi Holl-vætta Núpsskóla, sem er fram-undan, en svo stefni ég að þvíað koma vestur um Jónsmess-una til að selja diskana þar.Dagana fyrir Jónsmessu verðég á ferðinni og sel diskana íNúpsskóla, grunnskólunum áFlateyri og Suðureyri og svoá Ísafirði.“ – [email protected]

Ungt og vaskt héraðssambandsfólk í Dýrafirði.

Alls svöruðu 517.Alls svöruðu 517.Alls svöruðu 517.Alls svöruðu 517.Alls svöruðu 517.Já sögðu 267 eða 52%Já sögðu 267 eða 52%Já sögðu 267 eða 52%Já sögðu 267 eða 52%Já sögðu 267 eða 52%

Nei sögðu 250 eða 48%Nei sögðu 250 eða 48%Nei sögðu 250 eða 48%Nei sögðu 250 eða 48%Nei sögðu 250 eða 48%

Spurning vikunnarSpurning vikunnarSpurning vikunnarSpurning vikunnarSpurning vikunnar

Hefur þú ferðastHefur þú ferðastHefur þú ferðastHefur þú ferðastHefur þú ferðastum friðlandið áum friðlandið áum friðlandið áum friðlandið áum friðlandið á

Hornströndum? Hornströndum? Hornströndum? Hornströndum? Hornströndum?

Blogg Hlyns Þórs MagnússonarBlogg Hlyns Þórs MagnússonarBlogg Hlyns Þórs MagnússonarBlogg Hlyns Þórs MagnússonarBlogg Hlyns Þórs Magnússonarhttp://maple123.blog.is/blog/maple123/http://maple123.blog.is/blog/maple123/http://maple123.blog.is/blog/maple123/http://maple123.blog.is/blog/maple123/http://maple123.blog.is/blog/maple123/

Þegar ég les meira í Morgunblaðinu um þá útreið sem landsliðið og KR fengu haustið 1967 (samtals28-3 í þremur leikjum, sjá næstu færslu á undan), þá er tvennt sem varla dylst og mér finnst nauð-synlegt að taka fram, í ljósi þess sem fram kemur í téðri færslu. Annars vegar: Þessi úrslit eru tekin

mjög alvarlega. Hins vegar: Hvergi í umfjöllun Morgunblaðsins sé ég örla á kvikindishætti eðaÞórðargleði í garð þeirra sem í þessu lentu. Ummæli íþróttafréttamanns Morgunblaðsins, sem ég

vitnaði til, hljóma að vísu nánast eins og háð. Ég veit þó mætavel að hér var ekkert slíkt á ferðinni.

Page 19: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 1919191919

Horfur á föstudag: Horfur á föstudag: Horfur á föstudag: Horfur á föstudag: Horfur á föstudag: Suðlæg átt og víða lítilsháttarrigning, síst þá á Austurlandi. Hiti breytist lítið.Horfur á laugardag: Horfur á laugardag: Horfur á laugardag: Horfur á laugardag: Horfur á laugardag: Suðaustanátt og rigning, en

þurrt á NA-landi. Hiti 10-15 stig. Horfur á Horfur á Horfur á Horfur á Horfur ásunnudag: sunnudag: sunnudag: sunnudag: sunnudag: Austlæg átt og milt veður. Dálítil vætasunnanlands, en skýjað með köflum fyrir norðan.

HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðrið

tölvupósturinn...Til: [email protected]

Sendandi: [email protected]: Hversu öflugt er starf Rauða krossins um þessar mundir?Byggjum betra

samfélagRauði kross Íslands stendur

vörð um mannréttindi og virð-ingu einstaklinga. Byggjumbetra samfélag er samheiti yfiráherslur Rauða krossins í mál-svarastarfi félagsins sem hefur

þann megintilgang að rjúfaeinangrun fólks og vinna gegnmismunun í samfélaginu.

Með slagorðinu Byggjumbetra samfélag vill Rauðikrossinn hvetja til umræðu í

samfélaginu um hvernig megigera gott samfélag betra.Byggjum betra samfélag erætlað bæði að vekja athygli áþví starfi sem Rauði krossinnvinnur að í tengslum viðmannréttindi og virðingu ein-staklinga og að leggja grunnað áframhaldandi starfi á þvísviði. Bryndís Friðgeirsdóttir.

Til: [email protected]: [email protected]

Efni: Hvernig er að stíga á svið í öðru landi?Þjóðverjarnirósparir á Bravó

Ég tók nýlega þátt í upp-setningu á Händel óperunniXerxes, í óperustúdíói skólansmíns hér í Berlín. Það er írauninni ekki svo frábrugðiðþví að stíga á svið heima.Þýskaland er nú ekki langt fráÍslandi og áheyrendur eru yfir-leitt mættir á svæðið af sömuástæðu hvar sem þeir erustaddir í heiminum, að njótaþess sem á borð verður boriðfyrir þá. Ég hef reyndar upp-lifað þýska áhorfendur sem

talsvert kröfuharðari en ís-lenska og þeir eru ófeimnir aðláta í ljós skoðanir sínar. Hefheyrt þá púa og öskra („Schei-ße!“) á tónleikum og í leikhúsief þeir eru óánægðir (sem bet-ur fer ekki þegar undirrituðstóð uppi á sviði) en einnigeru þeir ósparir á Bravó-in efþeim líkar vel.

Annars eru áheyrendur hérekki endilega mikið öðruvísien heima. Reyndar fer þaðlíka eftir því hvar maður er

staddur. Það er t.d. ekki þaðsama að syngja fyrir fagfólkniðri í skóla eða bæjarbúa íFrankfurt am Oder. Í raun þyk-ir mér yndislegra að syngjafyrir bæjarbúana í Frankfurtam Oder, það er afslappað ogáheyrendur gefa mjög mikiðaf sér á móti. En ég hef einnigþörf fyrir að syngja fyrirfagfólk sem gerir meiri kröfurum tækni og söngkunnáttu ogþað er töluvert erfiðara ogstressaðra.

Ég hef reyndar verið svoheppin hingað til að eiga alltafíslenskan fulltrúa í salnum,

ýmist fjölskyldumeðlim íheimsókn eða vini, búsetta íBerlín og það er ómetanlegtað finna straumana frá sínufólki upp á svið.

Herdís Anna Jónasdóttir.

Sjálfshjálparnám-skeið í haust

Til: [email protected]: [email protected]

Efni: Hvað er að frétta af SólstöfumVestfjarða, systursamtökum Stígamóta?

Starf Sólstafa hefur vaxiðog dafnað síðan samtökin vorustofnuð á síðasta ári. Stuðn-ingur Vestfirðinga hefur veriðómetanlegur, og margir hafalagt hönd á plóg til að hjálpaokkur við starfið. Sólstafirhafa t.d. fengið marga góðastyrki frá fyrirtækjum og ein-staklingum. Við erum afarþakklátar fyrir góð viðbrögðþeirra sem við höfum leitaðtil eftir aðstoð.

Til að bæta starfið enn frek-ar höfum við undanfarið sóttýmis námskeið, bæði hér fyrirvestan og í Reykjavík. T.d.fóru þrjár Sólstafakonur suðurum daginn á þriggja daga stíftnámskeið, hjá bandarískri val-kyrju sem þurfti að þolahroðalegt kynferðislegt, lík-amlegt og andlegt ofbeldi íæsku og langt fram á fullorð-insár. Hún heitir Dr. KathleenBrooks og er sprenglærð, ermeð mastersgráðu í mennt-unarfræðum með áherslu áyngri börn, og doktorsgráðu ísálfræði. Síðustu 25 árin hefurhún unnið með þolendum kyn-ferðislegs ofbeldis, hún vinnur

með sjálfshjálparhópa, stýrirhugleiðslu, býður upp á ýmismeðferðarúrræði og stjórnareigin útvarpsþætti í gegnumNetið.

Þá kom Thelma Ásdísar-dóttir, sem flestir Íslendingarþekkja, og heimsótti okkurSólstafakonur nú í lok maí.Fór hún vel yfir hlutverk leið-beinanda í sjálfshjálparhóp-um. Hún hefur unnið í mörgár sem leiðbeinandi í sjálfs-hjálparhópum og einstakl-ingsviðtölum og hefur þvímikla og góða reynslu semhún deildi með okkur. Þaðvar mikill heiður að fá aðkynnast og læra af þessaristerku og hugrökku konu semsagði alþjóð á hreinskilin háttfrá reynslu sinni sem þolandikynferðislegs ofbeldis af hálfuföður síns og annarra manna,í bókinni Myndin af pabba.

Til stendur að fá starfskonu/konur frá Stígamótum til þessað halda námskeið fyrir okkursvo unnt verður að fara af staðmeð nýja sjálfhjálparhópa íhaust.

Fræðslustarf Sólstafa fór af

Fljótlega eftir að Sólstafirvoru stofnaðir fórum við aðsvipast um eftir húsnæði fyrirsamtökin. Á dögunum feng-um við afhenda lykla að nýjuaðstöðunni okkar, sem er aðTúngötu 12 og mun forlegopnun fara fram innan skamms.Við erum ennþá á höttunumeftir húsgögnum, s.s. hæg-indastólum, eldhússtólum,sófum og ýmsu smálegu semgerir aðstöðuna hlýlega. Miglangar því að benda á að efeinhver á gömul ónotuð hús-gögn í geymslunni hjá sér,erum við meira en tilbúnar tilað taka þau að okkur, við mun-um hugsa vel um þau.

Eitt af því sem er ánægju-legast við starf Sólstafa eruviðbrögð bæjarbúa. Þau hafaverið vægast sagt frábær!Margir hafa gefið sig á tal viðokkur á götu úti eða jafnvelhringt eða skrifað okkur oglýst yfir ánægju sinni meðþetta framtak okkar. Einnigvirðast margir hafa öðlastkjark til þess að leita sérhjálpar því mjög margir hafaleitað til okkar.

stað í vetur og hefur SunnevaSigurðardóttir, einn forsprakkiSólstafa verið í samstarfi viðGrunnskóla Ísafjarðar. Þarhefur hún rætt við nemendur7.-10. bekkjar um reynslu sínasem þolandi kynferðisofbeld-is. Viðbrögð nemanda hafaverið vægast sagt góð. Mikilumræða hefur skapast þeirraá milli og bæði kennarar ogforeldrar nemendanna hafalýst yfir ánægju sinni meðþetta framtak. Foreldrar hafat.d. talað um að krakkarnirhafa komið heim eftir að hafahlustað á Sunnevu og rætt viðforeldra sína um þessi mál.

Harpa Oddbjörnsdóttir.

Fræðslufundurum sykursýki

Opinn fræðslufundur um sykursýki verð-ur haldinn í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísa-firði fimmtudagskvöldið 14. júní kl. 20:00.

Fundurinn verður haldinn í matsal á 1.hæð sjúkrahússins. Arna Guðmundsdótt-ir, læknir á göngudeild sykursjúkra áLandsspítala Háskólasjúkrahúsi flytur er-indi og fulltrúi samtaka sykursjúkra kynnirstarfsemi félagsins.

Fyrirspurnir, umræður og léttar kaffiveit-ingar. Allir velkomnir.

Samtök sykursjúkra.

Sælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnar er Svanhildur Garðarsdóttir á Ísafirði

Lúxus lasagna ogfrönsk súkkulaðikaka

Sælkeri vikunnar býður aðþessu sinni upp á lúxus-útgáfuaf ítalska réttinum sívinsælalasagna. Svanhildur segir aðþað sé tilvalið að hafa hvít-lauksbrauð og ferskt salat meðréttinum. Í eftirrétt er svofrönsk súkkulaðikaka semenginn súkkulaðiunnandi get-ur staðist.

Lúxus lasagna½ kg nauta/lamba hakk1 dós niðursoðnir tómatar1 dós tómatpúrraOreganoSaltPiparSósa: Bræddur rjómaostur

þynntur með mjólk

Steikið hakkið á pönnu ogtómötunum og skellið krydd-inu út á. Leggið lasagna plöturí botninn á eldföstu móti.Hellið þar ofan á hluta af hakk-inu. Næst fer í formið sósanog svo rifinn ostur. Þetta ergert þrisvar sinnum, alltaf sósaog rifinn ostur á milli laga.Hitið við 180° í 40 mínútur.

Frönsk súkkulaðikakaBotn:2 dl sykur200 g smjör200 g suðusúkkulaði1 dl hveiti4 stk egg

Þeytið eggin og sykurinnsaman. Bræðið smjörið ogsúkkulaðið saman við væganhita. Blandið hveitinu viðeggin og sykurinn og setjiðloks varlega út í súkkulaðiðog smjörið. Bakist við 170° í30 mínútur.

Hjúpur:150 g suðusúkkulaði70 g smjör2 msk síróp

Bræðið allt saman við væg-an hita. Kakan á að vera blautí miðjunni og er kjörið að hafameð henni rjóma eða ís, ogjarðaber.

Ég ætla að skora á FannýMargréti Bjarnardóttur aðkoma með uppskriftir í næstablaði.

Gerður og Ólína í Menningarráð VestfjarðaGerður og Ólína í Menningarráð VestfjarðaGerður og Ólína í Menningarráð VestfjarðaGerður og Ólína í Menningarráð VestfjarðaGerður og Ólína í Menningarráð VestfjarðaBæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur tilnefnt fulltrúa bæjarins í Menningarráð Vestfjarða. Fyrir hönd meiri-hlutans verður Gerður Eðvarsdóttir aðalfulltrúi, og Inga Ólafsdóttir varamaður hennar. Fyrir höndminnihlutans var Ólína Þorvarðardóttir tilnefnd, og varamaður hennar Jóna Benediktsdóttir. Fjórðungs-samband Vestfirðinga hefur óskað eftir því að sveitarfélög á Vestfjörðum tilnefni fulltrúa í MenningarráðVestfjarða. Hlutverk Menningarráðs að standa fyrir öflugu þróunarstarfi í menningarmálum, úthlutafjármagni til menningarverkefna og verkefna á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu, jafnframt því aðannast framkvæmd samnings og samræma aðgerðir á svið menningarmála á þeirra starfssvæði.

Page 20: Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru … · Fimmtudagur 14. júní 2007 · 24. tbl. · 24. árg. Ógnir skólans eru þær sömu og samfélagsins

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk

bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinnbb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn

Oddatá kaupir allar fasteign-ir og tæki Kambs á Flateyri

Oddatá ehf. og FiskvinnslanKambur ehf. hafa gert meðsér samning þar sem Oddatákaupir allar fasteignir og tækiKambs á Flateyri. Oddatá ehf.er félag að stærstum hluta íeigu og undir stjórn KristjánsErlingssonar. Í tilkynningukemur fram að félagið villmeð kaupunum leiða upp-byggingu á margþátta starf-semi með aðkomu sem flestraaðila. Markmið beggja samn-ingsaðila er fyrst og fremst að

viðhalda og efla blómlegabyggð á Flateyri og hafa eig-endur Kambs með aðkomusinni að samningnum lagt sittaf mörkum til að gera þaðframkvæmanlegt.

Oddatá ehf. stefnir að þvíað stofna rekstrarfélag umvinnslu á frosnum og ferskumafurðum á Flateyri. „Fyrirtæk-ið vill gera allt sem það geturtil að sem flestir starfsmennKambs haldi vinnu sinni.Þekking og reynsla starfs-

manna er lykillinn að hag-kvæmri vinnslu og því viljaeigendur Oddatáar ehf. stuðlaað því að heilindum að starfs-mönnum Kambs verði gertkleift að taka þátt í uppbygg-ingu fyrirtækisins og taki jafn-framt að sér stjórnun vinnsl-unnar að stórum hluta,“ aðþví er segir í tilkynningu.

Hráefnisöflun hins nýja fé-lags mun byggjast á kaupumá fiskmörkuðum og viðskipt-um við báta heimamanna.

„Miklar vonir eru bundnar viðþá aðstöðu sem til er í landi,m.a. beitningarplássi og frysti-klefum, þannig hægt verði aðauka umfang fiskveiða fráFlateyri. Á sama tíma stefnirOddatá ehf. að því að bjóðaupp á aðstöðu og leita eftirsamstarfi við fleiri aðila,tengdum eða ótengdum fisk-iðnaðinum, um nýting annarraeigna,“ að því er segir í til-kynningu.

Sjá einnig fréttir á bls. 9. Kambur hf. á Flateyri.

Karlmaður á sextugsaldrivar yfirbugaður eftir umsát-ursástand við heimili í Hnífs-dal aðfaranótt laugardags. Sér-sveit ríkislögreglustjóra varkölluð til og var flutt vesturmeð þyrlu Landhelgisgæsl-unnar, TF-LÍF. Þyrlan lenti áHnífsdalsbryggju á fyrsta tím-anum aðfaranótt laugardagsog á þriðja tímanum hafði sér-sveitin náð stjórn á ástandinuog aflétt viðbúnaðarstigi.

Maðurinn var fluttur í fanga-geymslur lögreglunnar á Ísa-firði. Daginn eftir var hannúrskurðaður í gæsluvarðhaldtil föstudagsins 15. júní.

Tilkynning til Neyðarlín-unnar barst um kl. 23 á föstu-dagskvöld. Samkvæmt upp-lýsingum blaðsins mun mað-urinn hafa hleypt af þremurskotum og í það minnsta einuáður en lögregla kom á vett-vang, en engan sakaði. Sam-

kvæmt heimildum blaðsinsvar eiginkona mannsins áheimilinu og í námunda viðmanninn þegar skot reið af enhún komst undan og í öruggtskjól hjá nágrönnum sínum.Sömu nágrannar hringdu íNeyðarlínuna og tilkynntu umatburðinn.

Áður en sérsveitin mætti ávettvang höfðu lögreglumennfrá Ísafirði rýmt nærliggjandihús, og beðið aðra íbúa um að

halda sig innandyra. Sjálfirhéldu þeir uppi umsáturs-ástandi en fóru ekki nærri hús-inu. Sérsveitarmenn umkring-du svo húsið og náðu fljótlegasamband við manninn. Eftirað hafa rætt við hann í umfimmtán mínútur í dyragætt-inni var hann færður í hand-járnum af vettvangi.

Ekki liggur fyrir hvers vegnamaðurinn skaut að eiginkonusinni. Samkvæmt upplýsing-

um frá lögreglu var hann mjögölvaður en ljóst er að samahvert ástand hans var á um-ræddum tíma; ekkert réttlætirnotkun skotvopna. Að sögnlögreglu bar konan að aukiáverka í andliti og þurfti aðflytja hana á sjúkrahúsið á Ísa-firði til aðhlynningar.

Óhætt er að segja að atburð-irnir hafi haft áhrift á íbúa íHnífsdal sem margir hverjirurðu afar skelkaðir.

Maður vopnaður hagla-byssu skaut að konu sinni

Sérsveitarmenn leiða manninn til bifreiðar lögreglunnar eftir umsátursástandið í Hnífsdal.

Gunnlaugur Jónasson(GÍ) sigraði í 1. flokki áVestfjarðamótinu í golfisem haldið var á Tungu-dalsvelli um helgina.Gunnlaugur fór holurnar36 á 150 höggum. Í öðrusæti var Þorsteinn ÖrnGestsson (GÍ) á 153 högg-um og í þriðja sæti varMagnús Gautur Gíslason(GÍ) með 154 högg. Íöðrum flokki karla sigr-aði Guðjón Helgi Ólafs-son (GÍ) á 170 höggum.Annar varð Jakob ÓlafurTryggvason (GÍ) á 175höggum og Einar ValurKristjánsson (GÍ) var íþriðja sæti á 178 högg-um.

Í öldungaflokki sigraðiTryggvi Guðmundsson(GÍ) á 171 höggi, annarvarð Finnur Magnússon(GÍ) á 190 högg og BirgirJónsson (GÍ) varð þriðjiá 198 höggum. Í ungl-ingaflokki sigraði ErnirSteinn Arnarsson (GBO)á 166 höggum og AntonHelgi Guðjónsson (GÍ)varð annar á 169 högg-um.

Gunnlaug-ur sigraði

Gunnlaugur Jónasson.