fermingarmyndin lifir · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum...

48
Fermingar á tímum kórónu- veirunnar Hvernig áttu að halda skemmtilega fermingarveislu? FERMINGARMYNDIN LIFIR FERMING

Upload: others

Post on 21-Aug-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

Fermingará tímumkórónu-veirunnar

Hvernigáttu að haldaskemmtilega

fermingarveislu?

FERMINGARMYNDINLIFIR

FERMING

Page 2: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

Fermingardrama og konubuxur

lengra í líkamlegum þroska ogversla hjá okkur. Það er þaðsama hjá þeim, annaðhvortjakkaföt eða samsett jakki ogbuxur. Annars sýnist mér hvítustrigaskórnir vera aðalsmerkiferminganna.“Fékkstu eitthvað töff í ferm-

ingagjöf sem þú manst eftir?„Ég fékk kassettutækisem ég var mjög

ánægður með.“Hver er uppáhalds-morgunmaturinn?

„Ég borða aldreimorgunmat og æfialltaf á fastandi

maga. Ég fæ mér þóalltaf tvo espresso áður

þannig að svarið ervæntanlega espresso.“

Áttu þér uppáhalds-hótel?

„Uppáhaldshóteliðmitt er hótel sem ég ogUna vorum á síðastþegar við fórum til Par-ísar.“ Fylgir þú einhverjum ásamfélagsmiðlum tengttískunni?

„Ég er búinn að vera íþessum bransa svo lengi

og hef unnið með mörgum.Margir fyrrverandi starfs-menn Boss hafa hætt ogopnað eigin búðir og erunokkuð duglegir á sam-félgsmiðlum. Ég fylgist velmeð þeim öllum.“Hvað ætti ekki að geratengt tískunni?

„Hneppa báðum tölunumá tveggjatölujakka.“En alltaf?

„Hneppa efri tölunni átveggjatölujakka.“

Eitthvað að lokum?„Njótið þess að vera til og

gangi ykkur vel með ferming-arnar.“

Hvernig verða ferming-arplönin?

„Fermingarplönin okkareru eins og hjá öðrum upp íloft. Okkar strákur fermist29. ágúst og verðum við meðþrjár litlar veislur þann dag.“Hverju mælirðu með fyrirfermingarpabbann?

„Ég mæli með að hannvelji sér föt sem honum líðurvel í og fermingarbarnið ersátt við. Þar komum viðsterkir inn að aðstoða viðvalið.“Hver er uppáhalds-ilmurinn þinn?

„Sjálfur nota ég allajafna ekki ilmi enbesta lykt sem ég veitum er fersk útilykt afkonunni minni þegarhún kemur heim eftirgolf.“Hvert er uppáhalds-tískumerkið?

„Það er nokkuð aug-ljóst að Boss er mittuppáhaldsfatamerki.“ Hver er uppáhaldsflíkinþín?

„Uppáhaldsflíkin ergrænn hettujakki fráBoss að sjálfsögðu. Éger búinn að nota hannallt of lengi en fæ migekki til að hætta að notahann.“Hvernig er tískan hjá feðrum á fermingardaginn?

„Fermingartíska pabbanna ermeð svipuðu sniði og síðustu ár.Það eru annaðhvort jakkaföt eðasamsett stakur jakki og buxur.Örlítið léttara en áður jafnvelþannig að pabbarnir eru í hvítumstirgaskóm eins og strákarnir.“En hjá fermingardrengjunum?

„Við erum ekki mikið að seljafermingarstrákum, þó koma allt-af þónokkrir sem eru komnir

Vonar að öllum gangivel með fermingarnar

Pétur Ívarsson, verslunarstjóri Hugo Boss Kringlunni, er með puttann á púlsinumþegar kemur að tískunni. Hann segir hvíta strigaskó vinsæla með sparifötunum í ár.

Elínrós Líndal | [email protected]

Pétur Ívarsson hefurbrennandi áhuga ogvit á tísku.

Brighton hótelið íParís er einstakt aðmati Péturs.

Pétur fær sérespresso ímorgunmat.

Pétur mæl-ir með hvít-um striga-skóm viðferming-arfatn-aðinn.Bæði fyrirfeður ogsynina.

Uppáhaldshótelið er íParís.

Út af ástandinu verða þrjár litlar veislur áfermingardaginn hjá fjölskyldu Péturs.

Ljósmynd/Baunin

Einföld ogfalleg jakka-föt frá Boss.

2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Fermist þúham-borgaralega?

WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575

PANTAÐU ÞÍNA VEISLU ÁWWW.FABRIKKAN.IS

25 borgarar á hverjum bakka!7 gómsætar tegundir í boði!

Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir [email protected], Elínrós Líndal [email protected] Halla Bára Gests-dóttir [email protected] Lilja Ósk Sigurðardóttir [email protected] Auglýsingar Katrín Theódórsdó[email protected] Prentun Landsprent ehf.

Forsíðumyndina tókKristín Þorgeirsdóttir

Sonur okkar fermdist í sumar sem er kannski ekki í frásögur fær-andi nema veislan varð aðeins öðruvísi en áætlað var. Ef móðirdrengsins hefði fengið að ráða einhverju hefði verið slegið upprisaveislu og öllum skemmtilegum vinum og ættingjum boðið.Kórónuveiran og ýmislegt annað breytti þó aðeins plönunum.Það er þó ekki hægt að kenna veirunni um allt þótt það sé hægt

að komast töluvert langt á því. Allur síðasti vetur fór í vangaveltur um hvort sonurinn ætlaði að láta ferma

sig eða ekki. Hann var harðákveðinn í að gera það ekki, en þegar skólinnbyrjaði og félagar hans fóru í ferm-ingarfræðslu kom örlítið annaðhljóð í okkar mann.

Það var svo ekki fyrr en um ára-mótin sem hann féllst á að látaferma sig hjá Siðmennt. Hann vildiþó alls ekki þurfa að mæta í Há-skólabíó þar sem athöfnin sjálf áttiað vera haldin og því varð úr aðfjölskylduvinur okkar, Björg Magn-úsdóttir athafnastjóri hjá Siðmenntog dægurstjarna, fermdi drenginnvið mjög svo hátíðlega athöfnheima í stofu.

Þar sem móðirin er fylgjandi þvíað fermingarbörn eigi að fá aðráða för þegar kemur að ferming-

unni þá þarf að taka það með í jöfnuna að 13 ára drengur og 43 ára kona eruekki alltaf með sömu hugmyndir um lífið. Hann vildi til dæmis klæðast sínumdaglega fatnaði, hettupeysu og joggingbuxum, og skildi alls ekki tilganginn íþví að kaupa spariföt sem hann myndi aldrei nokkurn tímann nota aftur. Hannfer vel með peninga og hefur stundum bent umhverfinu á hvað betur mættifara í þeim efnum. Eftir nokkur löng samtöl féllst hann á að klæðast dökk-bláum buxum og hvítri skyrtu.

Litli bróðir fermingardrengsins var ekki lengi að finna nafn á þennan klæðn-að og sagði: „Mamma, af hverju þurfum við að vera í konubuxum?“

Um er að ræða dökkbláar buxur úr bómull og örlítilli teygju með klæðileguherrasniði. Hvort þær eigi eitthvað skylt við konubuxur er ekki gott að segja tilum. Það sem skiptir máli er að við fundum föt sem pössuðu og allir vorunokkuð sáttir þennan sólríka fermingardag. Hvort buxurnar og skyrtan verðinotuð aftur er seinni tíma vandamál. Maðurinn minn kvartar líka stundum yfirþví að ég vilji að hann sé eins og sænskur millistéttarhommi til fara (það ernáttúrlega hans vandamál ekki mitt).

Þegar fötin voru komin í hús nokkrum dögum fyrirferminguna sjálfa kom að því að græja veitingarnarog ákveða hvað ætti nú að bjóða upp á. Eftir nokkrafjölskyldufundi var ákveðið að hafa bara það semokkur þykir sérlega gómsætt. Litlir kjúklingaborgarar,marengsterta, kransakaka, hvít fermingarterta, kó-kósbollur, súkkulaðikökur, franskar makkarónur ogsvo mætti lengi telja. Þessu var svo skolað niðurmeð trönuberjasafa.

Allt rann þetta ljúflega niður og var dagurinn uppá tíu fyrir utan kannski eitt. Móðirin er betri í mörguöðru en tímastjórnun og var því enn þá á sloppn-um þegar fyrstu gestir komu. Í næstu veislu munheimilisfaðirinn gera tímaplan og fylgja því eftir ásinn stórkostlega hátt.

Marta María Jónasdóttir

Page 3: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið
Page 4: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Sigríður Þóra býr í Noregi í bænum Moss.Hún hefur búið þar í átta ár með fjölskyldusinni og starfar sem hjúkrunarfæðingur íheimahjúkrun.

Hún og Símon Darri Steinarsson eigin-maður hennar eiga þrjú börn saman, þau

Söru Lind sem fermdist í fyrra, Jónínu Björk og HilmarDarra.

Fjölskyldan heldur sterka tryggð við fólkið sitt á Ís-landi.

„Við eigum frábæra fjölskyldu á Íslandi. Ég er ættuðfrá Ólafsfirði þar sem foreldrar mínir búa ennþá ásamtyngsta bróður mínum og fleiri ættingjum en ég á einnbróður á Akureyri og einn í Reykjavík. Maðurinn minner ættaður frá Dalvík og Ólafsfirði en uppalinn á Ólafs-firði og stór hluti af ættinni hans býr á Dalvík en for-eldrar hans búa í Reykjavík ásamt tveimur systrumhans. Hann á einnig tvö önnur systkini hérna í Noregi.“

Fjölskyldan heimsækir Ísland á hverju ári en á einnigstóran hóp í kringum sig í Noregi.

„Fjölskyldur okkar eru líka duglegar að heimsækjaokkur út til Noregs. Sara Lind hefur einnig farið einusinni ein til Íslands yfir sumarið til að vinna sér inn pen-ing og vera með ömmum og öfum. Það heppnaðist rosa-lega vel þannig að í sumar munu öll þrjú börnin fara ánokkar til Íslands til að vera með fjölskyldunni þar, enokkur finnst mjög mikilvægt að börnin tengist þeim ogviðhaldi tungumálinu og kynnist landinu okkar.“

Fermingin kallaði á mikið samstarf

Sigríður Þóra segir að ferming Söru í fyrra hafiheppnast einstaklega vel.

„Fermingin kallaði á mikið samstarf við fólkið okkar áÍslandi, en undirbúningurinn gekk vel enda gerðum viðallt með miklum fyrirvara. Sara Lind fékk að ákveðahvort hún vildi fermast heima á Íslandi eða bíða eitt ár

og fermast með bekkjarfélögum í Noregi. Í Noregifermast börn einu ári seinna. Það var engin spurning íhennar huga, hún vildi fermast á Íslandi. Hún sóttifermingarfræðslu í Ósló, í íslenska söfnuðinum þar. Viðvorum afar fegin þeirri ákvörðun þar sem fermingar erufrábært tækifæri til að fá ættingja og vini saman á einnstað til að fagna merkum áfanga. Hún fermdist í Ólafs-fjarðarkirkju. Presturinn okkar þar, séra Sigríður Jóns-dóttir, skírði Söru á sínum tíma. Við foreldrarnir vorumbæði fermd í Ólafsfjarðarkirkju og giftum okkur þarlíka árið 2016. Einnig eru hin börnin okkar, JónínaBjörk og Hilmar Darri, skírð í þessari kirkju. Enda erhún afar sérstök fyrir okkur og einstaklega falleg.“

Einstaklega ljúfur og yndislegur unglingur

Sigríður Þóra segist þakklát fyrir Söru Lind, ferming-arbarnið, enda sé hún einstaklega ljúf og yndislegurunglingur.

„Hún er hógvær og róleg en á sama tíma með stórt oggott skap, sem er nauðsynlegt. Hún er listræn, sam-viskusöm, vinmörg og afar heimakær.

Fermingarveislan var haldin í safnaðarheimilinu áDalvík. Okkur fannst gaman að geta tengt bæði Ólafs-fjörð og Dalvík við ferminguna en brúðkaupsveisla okk-ar hjónanna var einmitt haldin þar líka þannig að viðþekktum vel til á staðnum. Þar er æðislegur salur fyrirveislur með góðri aðstöðu og aðeins 15 mínútna keyrslafrá Ólafsfirði til Dalvíkur.

Veislan fór vel fram með góðri mætingu þó svo aðmargir kæmust ekki sem eðlilegt er enda eigum við ætt-ingja og vini frá öllum landshlutum og margir eru hér íNoregi. Fermingarbarnið fékk að ráða ferðinni í sam-bandi við veisluna og hún vildi hafa lambapottrétt semvakti mikla lukku og kaffi og kökur á eftir.

Sara valdi klæðnaðinn sjálf og fann sér kjól hjá H&Mog jakka frá New Yorker. Skóna keypti hún á Nelly-

Sara ákvað að bregða á leik í fermingarmyndatökunni.

Draumurinn aðfermast á Íslandi

Sigríður Þóra Hilmarsdóttir og fjölskylda létu draum dóttur sinnarSöru Lindar verða að veruleika þegar þau héldu skemmtilega ferm-ingarveislu á Íslandi í fyrra. Fjölskyldan býr í Noregi en náði að látaallt ganga upp með aðstoð fagfólks innan fjölskyldunnar.

Elínrós Líndal | [email protected]

Falleg lýsing, litir og góður matur er lykillinn aðgóðri veislu að margra mati.

Sara fékk að ráða þema, lit og veitingum í veislunni.

Fjölskyldan fékk mikla aðstoð frá fólkinusínu á Íslandi.

Sigríður Þóra Hilmarsdóttir og Símon Darri Steinarsson ásamt börn-um sínum þremur þeim Söru Lind,Jónínu Björk og Hilmari Darra.

WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575

ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR

Fabrikkusmáréttirí fermingarveisluna

HEITaR lundir

Heitar kjúklingalundir (1 kg.)Bornar frammeð gráðostasósu

og hotwings sósu.

BBQ lundir

BBQ kjúklingalundir (1 kg.)Bornar frammeð hvítlaukssósu

og BBQ sósu.

Page 5: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000

Sparaðu og viðhvetjum þig áframLandsbankinn leggur allt að 12.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 eða meira inn á Framtíðargrunn og verðbréfasjóð. Þannig hvetjum við til sparnaðar.

Nánari upplýsingar á landsbankinn.is/fermingar

Page 6: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Fabrikkusmáréttirí fermingarveisluna

HEITIR VÆNGIR

Heitir kjúklingavængir (Hot wings) (1 kg.)Bornir frammeð gráðostasósu

og hotwings sósu.

BBQVÆNGIR

BBQ kjúklingavængir (1 kg.)Bornir frammeð hvítlaukssósu

og BBQ sósu.

WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575

ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR

.com. Hún sá alfarið um förðun og hár sjálf enda mjöghæfileikarík á því sviði.

Hún skreytti gestabókina sjálf.“

Sáu um ljósmyndatökuna sjálf

Þau ákváðu að taka ljósmyndirnar sjálf.„Við vildum spara á því sviði og höfum ekki

séð eftir því. Náttúran á Ólafsfirði og íMúlanum á milli Ólafsfjarðar og Dal-víkur er stórkostleg og margir flott-ir staðir til að taka ljósmyndir. Viðfórum daginn eftir fermingunaog notuðum góðan tíma í að takaljósmyndir. Við fórum meðalannars í fjallgöngu í Múlanumþar sem fermingarbarnið varborið á háhest í háhæluðumskóm upp að fossi til að ná flott-um myndum þannig að þetta varðað ævintýri út af fyrir sig.“

Sigríður Þóra segir frekar erfitt aðskipuleggja veislu í öðru landi.

„Sara sá um að taka flestar ákvarðanirsjálf og við hin settum hlutina í framvæmd meðansi mörgum símtölum á milli landa.

Fjölskyldan fyrir norðan tók mikinn þátt í aðláta hlutina ganga upp. Við erum einstaklegaheppin með margt hæfileikaríkt og duglegtfólk í kringum okkur og þau stóðu með okkurfrá byrjun til enda.“

Einstakt fagfólk tók þátt í veislunni

Sigríður Þóra segir foreldra sína, þau BirnuÓskarsdóttur og Hilmar Kristjánsson, hafa tekiðvirkan þátt í undirbúningi.

„Þau sáu um innkaup á hráefni fyrir matinn ogmamma var búin að baka nokkrar kökur og frysta áðuren við komum til landsins. Bróðir minn, Hákon LeóHilmarsson, er að klára nám í bakaraiðn. Hann vann tilverðlauna sem besti bakaranemi á landinu 2019 og vinn-ur sem bakari í Aðalbakaríi á Siglufirði og mamma ereinnig starfsmaður þar þannig að það vafðist ekki fyrirþeim að sjá um allan bakstur og skreytingar á kökum ogkleinuhringjum fyrir veisluna.“

Svana Rún Símonardóttir, ömmusystir Söru Lindar,sá alfarið um skreytingarnar.

„Hún er alveg einstök þegar skreytingar eru annarsvegar og hefur svakalega gott auga fyrir fallegum hlutumog hugmyndum. Hún var ekki lengi að senda mér sirkaþúsund og eina hugmynd um skreytingar þegar ég baðhana að aðstoða. Sara átti að velja litaþema en hún valdipastelbleikan lit og þar með var boltinn farinn að rúlla.Ég viðurkenni að þegar Sara sá myndir af fyrstu hug-myndunum fra Svönu varð hún frekar stressuð og fannstþetta nú vera einum of og minna einna helst á brúðkaups-veislu. Við hlógum mikið að þessu en ég bað hana bara aðtreysta Svönu og það gerði hún og sá sko alls ekki eftirþví enda stórkostlegar skreytingar. Svana hefur skreyttfyrir margar veislur og viðburði og hún fékk hjálp frásystur sinni Kristíni Aðalheiði Símonardóttur, eða Heiðueins og hún er kölluð, sem er einnig mikill fagurkeri ogsérfræðingur í skreytingum þannig að það má segja aðvið höfum verið í góðum höndum. Svana fór til Ítalíu ný-lega á námskeið í brúðkaupsskipulagningu og -skreyt-ingum og eru þær systur að undirbúa opnun skreytinga-og skipulagsþjónustu. Svana notar mikið af gömlum hlut-um við skreytingarnar ásamt greinum, blómum og berj-um úr náttúrunni eins og sjá má á myndunum.“

Fermingarbarnið fékk að ráða flestu

Hún segir þær systur, Svönu og Heiðu, þekktar fyrirað sanka að sér alls konar hlutum, enda sjái þær fjár-sjóði út úr flestu.

„Mamma á einnig mikið af fallegum gömlum hlutum

og Svana nýtti sér það heldur betur og tæmdi nánaststofuna hennar til að nota við skreytingarnar. Svana ogHeiða eiga orðið stórt og mikið safn af fallegum hlutumog svo keypti ég mikið hérna í Noregi af því sem þurftieins og blöðrum, pappírsskrauti, kertum, servíettum ogöðru fínu en ég reyndi að fara sparlega með peningana.

Til að spara pantaði ég mikið af smáskrauti á AliExpress. Svana er þekkt fyrir að gera flotta

nammibari og ég keypti mikið af sælgætií Svíþjóð þar sem það er ódýrt og

flutti með mér heim. Hún gerði æðislegan nammibar sem varsvakalega vinsæll hjá börnum ogfullorðnum. Bróðir minn sá síðanum að skreyta kleinuhringina ogSvana bætti þeim inn í nammi-barinn ásamt vöfflubar, sem var

skemmtileg viðbót. Ég pantaðifullt af blöðrum á Ali Express og

það var gerður stór blöðrubogi semvar mjög skemtilegt og gerði

mikið fyrir salinn, enmaðurinn minn og afi

Söru Lindar, hannVignir Aðalgeirs-son, eiga heiður-inn af honum. Viðkomum svo öllsaman kvöldiðáður með stórt oggott lið með okkur

og allir hjálpuðustað við að skreyta og

Sara Lind tók virkanþátt í öllu saman. Svana

var mjög dugleg að spyrjaSöru hvað hún vildi í gegnum allt

ferlið, sem okkur fannst mikilvægt.“

Mikilvægt að fara ekki fram úr sér í kostnaði

Að hverju mælirðu með að fermingarfeður og -mæðurhugi fyrir veisluna?

„Ég mæli eindregið með að foreldrar fái fermingar-barnið til að taka virkan þátt í öllum undirbúningi oghafi veisluna eftir þess höfði. Ef kostur er á er gott að fáeinhvern til að sjá um skreytingarnar eða aðstoða viðþað. Gott skipulag og samstarf er lykillinn að vel heppn-aðri veislu og að hafa einhvern á staðnum þegar ferma áí öðru landi til að sjá um ýmsa hluti er mikilvægt. Égmæli einnig með þegar kemur að skreytingum að notahluti sem eru í kringum mann til að skreyta eins ogSvana gerði svo skemmtilega. Margir flottir hlutir leyn-ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eðaúti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið fær að njóta sín. Sniðugt er að nota Pinte-rest til að leita eftir hugmyndum og Svana er einnigmeð instagramsíðu þar sem hún setur inn mikið afmyndum úr veislum þar sem hún hefur skreytt. Mikil-vægt finnst mér að hafa hlutina létta og skemmtilega íveislunni og við sáum ekki eftir því að hafa haft einfald-an mat því það sparaði mikinn tíma og stress. Matur ogkökur sem hægt er að gera daginn áður eða jafnvel fleiridögum áður hjálpar mikið og mæli ég eindregið meðþví.“

Sigríður Þóra mælir einnig með því að fólk leyfi húm-or og gleði að vera með í för í ljósmyndatökunni.

Gott sé að forðast stress. „Ég veit það er hægara sagt en gert, en ef möguleiki

er á finnst mér mikilvægt að skipuleggja vel þannig aðsjálfur fermingardagurinn verði eins rólegur og hægter. Eins finnst mér mikilvægt að forðast að fara fram úrsér í peningaeyðslu. Fermingar eru kostnaðarsamar enhægt er að finna sparsamari leiðir til að gera veislunafallega og skemmtilega.“

Svana Rún Símonardóttir sá um skreytingarnar í veislunni.

Sara á skemmti-legar ljósmyndiraf sér í tilefnifermingarinnar.

Það er hægt að nota alls konar hluti til að skreyta með í fermingarveislunni.

Kleinuhringir hafaverið vinsælir ífermingarveislumað undanförnu.

Það er gaman að borðafallegar veitingar.

Page 7: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið
Page 8: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Litur„Þegar kemur að því að skreyta með litum fyrir ferminguna

er áhugavert að skoða leiðir sem hægt er að fara í því.Nammi, kökur og fleira getur verið í þemalitunum og haftáhrif á útlit veisluborðsins.

Eins er hægt að lita vatnið sem boðið er upp á íveislunni. Blávatn er alltaf vinsælt í veislum.

Servíettur, fánaveifur og blöðrur eru ódýrlausn sem setja svip á rýmið.

Mjó há kerti lyfta upp og setja meiri svipá borð en lág kerti og skapa minni eldhættu.Varast ber að nota óvarin lág kerti í veislum.

Að byrja tímanlegaByrjið tímanlega, þá er hægt að dunda sér í mán-

uði eða jafnvel ár fram í tímann. Það dreifir álaginuog útgjöldunum. Nú til dags er auðvelt að finnahugmyndir á netinu fyrir veisluskreytingar. Meðþví að setja DIY (e Do It Yourself) inn í leitinagetur maður fengið alls konar hugmyndir ogjafnvel sýnikennslu af skreytingum sem hægter að gera sjálfur.

Verið búin að hugsa skipulagið áveislurýminu og undirbúa allt skrautsem hægt er áður en komið er í salinn.Það sparar mikinn tíma í uppsetninguað vera búinn að brjóta servíettur, kláraað föndra allt skraut og hafa allt skipulagtog tilbúið til uppsetningar. Það er líka afartímafrekt og lýjandi að bera borð fram og til baka.

SalurinnEf leigja á sal er gott að hafa í huga að liturinn á

stólunum getur truflað litaþemað ef þeir eru í sterk-um eða ólíkum lit. Einnig er gott að fara yfir leirtau,hnífapör og hvað fylgir með salnum. Ég hef lent í aðaðstoða við að dekka upp sal fyrir brúðkaupsveisluþar sem öll hnífapör voru hvert af sínu tagi og þaðtók óratíma að sortera það til að það væri a.m.k.samstætt á hverju borði. Einnig að ganga úrskugga um að það sé nóg af öllu leirtaui. Takiðmeð málband og mælið borðin, bæði til að getateiknað upp skipulag á salnum og til að pantadúka eða renninga á.

UndirbúningsteymiðBiðjið vini og vandamenn um aðstoð. Tíminn

til að skreyta sal er oft naumur og stundumþarf að skreyta samdægurs og þaðgetur breyst með stuttum fyr-irvara. Ég hef í tvígang lent íþví að nokkrum dögum fyrirveisluna bókaðist salurinnkvöldið áður og við þurftum aðbreyta planinu og skreyta sam-dægurs. Annað skiptið var fyrirbrúðkaup systur minnar svo viðþurftum að fá mikla hjálp við aðskreyta og þá munaði öllu aðallt skraut var tilbúið. Viðdekkuðum bara eitt borð oglögðum línurnar og gátumskilið þetta verkefni eftir íöruggum höndum.

Gleði og góðarminningar

Mikilvægt er að munaað undirbúningurinn aðfermingarveislunni erhluti af því gæðaferlisem fjölskyldan muneiga saman í tilefnifermingarinnar. Ekkigleyma að njóta hverr-ar mínútu með ferm-ingarbarninu og fjöl-skyldu þess. Það geturverið gaman að halda ferm-ingarveislu.“

Fimm ómissandiráð fyrir veisluna

Myndlistarkonan Linda Óla er vön að undirbúa veislur. Hér eru fimm góð ráðfrá henni sem enginn sem er að fara að ferma ætti að láta framhjá sér fara.

Elínrós Líndal | [email protected]

Linda Óla er hrifin af þvíað skreyta með ís-

lenska fánanum.

Það getur verið gott aðföndra skrautið löngufyrir veisluna.

Ljósir litir eru hátíð-legir á fermingunni.

Kleinuhringir íþemalitunum.

Linda Óla hefurskrifað í skraut-skrift í 25 ár.

Linda Óla segir aðblávatn sé vinsælt íöllum veislum. Vatn-ið getur líka verið íþemalitunum.

Linda Óla gerireinstakar veislur.

Gull og aðrar gersem-ar á fermingardaginn.

Kökur í litaþem-anu gera veislunaáhugaverðari.

WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575

ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR

SKYRKAKA VEGAN

SÚKKULAÐIKAKA

FabrikkueftirréttirFYRIR 16 MANNS

Þegar sonur okkar fermdist um daginn tók fjölskyldan ákvörðunum að hafa smáborgara í veislunni. Við höfðum búið til alvöruk-júklingaborgara skömmu áður og vorum sammála um að þettaværi eitt það besta sem hægt væri að setja inn fyrir varnirnar ásér á hátíðisdögum. Við renndum dálítið blint í sjóinn með þetta

því það er öðruvísi að gera mat fyrir veislu en bara fyrir fjölskylduna.Við studdumst við uppskrift frá Berglindi Guðmundsdóttur á www.grgs.is

en löguðum hana að veislunni. Úr varð að við keyptum úrbeinaða kjúklingaleggi og skárum hvern legg í

um það bil þrjá bita eða þannig að bitinn væri í sömu stærð og smáborg-arabrauðið sjálft. Við tvöfölduðum þessa uppskrift því veislan var ekki svofjölmenn. Þess má þó geta aðþessir smáborgarar slógu í gegnog voru étnir upp til agna.

700 g kjúklingalæri 60 g hveiti60 g nachos-flögur40 g brauðrasp,2 tsk. chili-krydd1 tsk. cumin (ath ekki kúmen)1 tsk. salt1/2 tsk. paprikukrydd1/2 tsk. hvítlauksduftpipar1 egg60 ml safi úr jalapeno-krukkuolíasalt og pipar

Setjið hveiti í eina skál.2.Látið egg og safa frá jalapeno

í aðra skál og hrærið saman.3.Í þá þriðju setjið þið muldar

nachos-flögur, brauðrasp, chili-krydd, cumin, salt, paprikukrydd, hvítlauks-duft og pipar og blandið vel saman.

4. Dýfið kjúklingalæri fyrst í hveiti, þá eggjablönduna og að lokum í nac-hos-mulninginn. Setjið á bökunarplötu með smjörpappír og dreypið smá afólífuolíu yfir kjúklinginn. Endurtakið með hin kjúklingalærin.

5. Eldið í 210°C heitum ofni í 25-30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er full-eldaður.

Þegar kjúklingurinn var tilbúinn skárum við smáborgarabrauðin í tvennt,smurðum með majonesi, settum kjúklinginn á og lokið yfir. Til hliðar vorumvið með pikklaðan lauk, súrar agúrkur, alls konar sósur frá Hamborg-arafabrikkunni og tómata. Ég vildi hafa smáborgarana mjög ferska og þvívorum við að setja þá saman þegar fyrstu gestir komu. Næst byrjum við áþessu klukkutíma fyrr!

Smáborgari fyrir broddborgara! Smáborgarar eru ansi skemmtilegir og fallegir áveisluborð en þeir verða líka að vera gómsætir ábragðið - annars eru þeir algerlega tilgangslausir.

Marta María | [email protected]

Hér er stelpan okkar, Katrín Pála Win-kel, að leggja lokahönd á ferming-arveisluborðið. Í bakgrunni má sjásmáborgarana en í forgrunni erkransakakan sem við keyptum í NýjaKökuhúsinu. Eina skrautið var svarturglassúr sem kom mjög vel út.

Ljósmynd/Marta María

Page 9: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið
Page 10: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

„Þá var smurbrauð, tertur og fleira góðgæti borið fal-lega fram. Mér hefur alltaf fundist gaman að baka og sér-staklega að skreyta tertur og setja á brauðtertur sem varðfljótt til þess að vinir og ættingjar fóru að spyrja mig hvortég gæti gert einhverjar slíkar fyrir veislur. Óskin er alltafsú að ég noti sömu uppskriftina og svo er óskað eftir ein-hverjum ákveðnum lit – punkturinn yfir i-ið finnst mér síð-an vera að hafa þessar tertur háar og setja þær á tertudiská fæti. Mér finnst mjög gaman að halda flottar veislur ogmargir hafa haft á orði við mig í afmælum að þetta væribara eins og fermingarveisla og hvernig ég ætlaði eig-inlega að hafa fermingarveisluna fyrst afmælisveislurværu svona flottar. Ég er líka alin upp við hjálpsemi og efég get aðstoðað og glatt aðra þá er það yndislegt.“

Anna er í stórum saumaklúbb sem hjálpast að. „Við erum tíu í hópnum, þar af búa tvær af okkur úti á

landi. Þegar börnin okkar fermast, þá hefur myndast súhefð að við útbúum allar eitthvað sem við komum með áfermingarborðið. Þá er horft til þess hvar styrkleikarhverrar og einnar liggja – ein gerir alltaf perutertur, önn-ur gerir bestu rækjubrauðtertur sem um getur, ein bakarpönnukökur í stóru upplagi, ein gerir svakalega góðanheitan rétt og svo mætti lengi áfram telja. Ég er næstumalltaf beðin um rósakökur eða hangikjötsbrauðtertur.Stundum er ég líka beðin um gamaldags hnallþóru eðarjómatertu, eða marensköku. En það segir sig sjálft aðþegar komin er slík hefð um samvinnu þá léttir það heil-mikið á foreldrum fermingarbarnsins.“

Mikilvægt að æfa sig fyrir veisluna sjálfa

Anna segir það góða reglu að æfa sig fyrir ferminguna. „Ástæðan fyrir því að ég mæli með að fólk byrji að æfa

sig í bakstri fyrir ferminguna er sú að það getur veriðmjög stressvaldandi að ætla sér að prófa eitthvað í fyrstaskipti fyrir svona stóran dag. Ég hef oft prófað nýjar upp-skriftir í afmælum en þegar haldin er svona fín veisla semer eina sinnar tegundar fyrir viðkomandi einstakling þá erekki rétti tíminn fyrir tilraunir. Auk þess er miklu tíma-frekara að gera eitthvað í fyrsta sinn heldur en þegar mað-ur hefur prófað nokkrum sinnum – æfingin skapar meist-

arann. Ég mæli því með því að nota tækifærið þegar eruafmæli og prófa sig áfram fyrir þau og jafnvel bjóðast tilað koma með köku í afmæli eða aðrar veislur sem þið eruðboðin í af því að ykkur langi til að prófa nýja aðferð við aðskreyta tertu.“

Hver er listin á bak við kökuskreytingar?„Listin á bak við kökuskreytingar eru stútarnir og gott

krem. Ég skoða oft fallegar kökur á Pinterest og ef ég séeitthvað sem mér líst vel á þá athuga ég hvort það eruupplýsingar um sprautustútana og hvort það séu mynd-bönd á youtube. Rósakakan t.d. er alveg ótrúlega einföld íframkvæmd. Aðalatriðið er að eiga rétta stútinn og verameð gott krem – þá geta allir gert svona köku. Ef þúkannt ekkert að baka eða ert í tímaþröng þá er meira aðsegja lítið mál að kaupa ódýra súkkulaðiköku í Bónus,skreyta hana fallega og engum dettur annað í hug en aðþú hafir verið á fullu að baka. Þær eru hins vegar ekki einsbragðgóðar og heimabakaðar. Ég hef meira að segja gertrjómatertu með þessari aðferð.“

Gefur þekkinguna áfram

Anna segir að kökupinnar geti verið mjög fallegir ogskemmtilegir á borði.

„En þeir eru ótrúlega tímafrekir þannig að það er alvegspurning hvort þeir eigi ekki frekar heima í afmæl-isveislum heldur en fermingarveislum. Ég er hins vegarsvakalega hrifin af hugmyndinni um nammibari og súkku-laðigosbrunn með ferskum ávöxtum og við vorum meðhvorutveggja í fermingarveislunni.“

Anna er með síðuna Fermingarhandbókin á Facebook,þar sem

hægt er að finna allt milli himins og jarðar fyrir ferm-inguna.

„Ég gerði þessa síðu þar sem mig langaði að komaþessu öllu á einn stað; undirbúningnum, skipulaginu oggrunnuppskriftum. Síðan stefni ég að því að gefa út bókmeð þessu efni. Bókin færi í öll helstu grunnatriðin og Fa-cebook-síðan væri síðan ítarlegri.“

Anna segir bókina í raun að mestu tilbúna. „Mig vantar bara kjarkinn til að prenta hana út.“

Anna segir að ennþá sé talað umþegar hún skipulagði þrítugs-afmælið sitt, rúmu hálfu ári fyrirherlegheitin.

„Það er enn hlegið að því aðég byrjaði að skipuleggja þrí-

tugsafmælið mitt rúmu hálfu ári áður en þaðvar haldið. Ég pantaði veisluskraut á netinuen á þeim tíma var úrvalið mjög lítið. Ég manenn að síðan hét Partysupplies.

Mér finnst líka mjög gaman að baka ogskreyta tertur fallega og hef fengið útrás fyr-ir það í afmælum hjá dætrum mínum, vinumog ættingjum. Ég byrjaði t.d. að gera rósakökur löngu áður en þærurðu svona vinsælar. Ég sá myndir af gullfallegri rósaköku semkunningjakona mín gerði og ákvað að reyna mig viðþað. Fyrsta rósakakan sem ég gerði var fyrirskírnarveislu yngri dóttur minnar og vaktimikla hrifningu – það héldu allir að bak-arameistari hefði búið hana til. Síðanþá hef ég gert margar rósakökur íhinum ýmsu litum í stíl við þema af-mæla og ferminga og meira að segjagerði ég eina fyrir brúðkaup.“

Alltaf lagt mikið í veislur

Anna segir að hún hafi verið alinupp við þá hugsun að maður skyldileggja mikið upp úr veislum.

„Dreymir um að gera bók um fermingarundirbúninginn“

Anna Kapitola Engilbertsdóttir er áhuga-manneskja um fermingarveislur. Hún gerireinstakar veitingar og fær mikla gleði út úr þvíað gefa þekkingu sína áfram.

Elínrós Líndal | [email protected]

Anna byrjaðiað gera rósa-kökur lönguáður en þærurðu vinsælarhér á landi.

Anna bauðupp á þessakransaköku ífermingudóttur sinnar.

Anna er óhrædd við að prófa sig áfram þegar kemur að rósakökum og litum.

Ásta Leonhardsdóttir, mágkona Önnu, gerði þessar stafakökur fyrir ferminguna.

Anna KapitolaEngilbertsdóttir

morthens

Í dúnmjúku brauðimeð beikoni, hvítlauksgrilluðum sveppumog bernaise sósu .

Fabrikkusmá-borgararnirslá í gegn í

öllum veislum.

25 borgarar áhverjum bakka!

7 gómsætartegundir í boði!

fer sla

WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575

ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR

s-

Ferköntuðrmingarveis

R - VIÐ GRILLUM -

Page 11: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

Samsung spjaldtölva

siminn.is

Léttu þér kaupin með Síminn Pay

appinu og dreifðu greiðslum í allt

að 36mánuði.

295 kr. greiðslugjald bætist við þegarborgað er með Pay Léttkaup.

Með

fyrirvaraumvillurogverðbreytingar.G

ildirmeðan

birgðirendast.

*Krakkakortmeð

endalausu

taliog1GBá0kr.fylgirvöldumfarsímaleiðum.

Ferming að hausti er hin nýja ferming að vori. Játaðu trúþína á tækni og kynntu þér veisluborðið af gómsætumgræjum í verslunum Símans og á siminn.is

Stuði sé lof fyrirgræjur sem þessar

Verð frá49.990 kr.

Xioami og Xioami Pro

rafhlaupahjól

Gæðarafhlaupahjól sem koma þérfrá AC til DCog úrval af aukahlutum.

Nældu þér í talmáttugan síma:S20, S20+ eða S20 Ultra og fáðugæðaheyrnarartól sem kaupauka.

* 9.235 kr./mán. í 6 mán.

Alls: 55.408 kr.ÁHK: 37,75%

* 14.554 kr./mán. í 12 mán.

Alls: 174.650 kr.ÁHK: 18,87%

Léttkaup 9.235 kr./mán.*

Almennt verð: 59.990 kr.

Verð frá219.990 kr.SamsungGalaxy Book

Velkomin í fullorðinna manna tölvu. MacBook Air ogMacBook Pro hafa fyrir löngu sannað sig sem topp-tölvur fyrir hvers kyns heimavinnu eða heimahangs.

* 19.729 kr./mán. í 12 mán. Alls: 236.750 kr.ÁHK: 15,54%

Léttkaup 19.729 kr./mán.*

Verð frá214.990 kr.

Vörulínan Samsung Galaxy Book spannar mikla breidd,frá hinni laufléttu S upp í Ion, sem fæst með 13 eða15 tommu skjá, og loks er það flaggskipið Flex.

* 19.298 kr./mán. í 12 mán. Alls: 231.575 kr.ÁHK: 15,74%

Léttkaup 19.298 kr./mán.*

Verð frá159.990 kr.

SamsungGalaxy S20

Léttkaup 14.554 kr./mán.*

MacBook Air/Pro 13” (2020)

5%afsláttur

ef keypt er íSíminnPay appinu

29.990 kr.Almennt verð: 44.990 kr.

Samsung Tab A 4G á sérstöku tilboði.Tilvalin fyrir fermingarbörn og fyrir

aðstandendur að stelast í.

Galaxy Buds+fylgja í ágúst

Kaupaukiað andvirði29.990 kr.

30 dagaSjónvarp SímansPremium fylgir! Tilboð

Page 12: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

grísa-

samloka

Í dúnmjúku brauðimeð rifnum ogreyktum svínabóg ogjapönsku majónesi.

Fabrikkusmá-borgararnirslá í gegn í

öllum veislum.

25 borgarar áhverjum bakka!

7 gómsætartegundir í boði!

Ffer la

WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575

ÞÚ PANTAR ÞÚ SÆKIR

Ferköntuðrmingarveisl

R - VIÐ GRILLUM -

Galleri 17 hefur síðan 1983 lagt áherslu áfatnað fyrir þá viðburði sem eru í gangi ílandinu hverju sinni, eins og til dæmisfyrir fermingar en líka útskriftir, versl-unarmannahelgina, skólaföt og svo fram-vegis. Það er gaman að segja frá því að

fermingarfatnaðurinn varð strax mjög vinsæll hjá okkur,bæði fyrir stráka og stelpur. Með árunum hefur um-stangið í kringum fermingarfatnaðinn aukist og það eralltaf gaman að sinna þessu verkefni. Við höfum haft þaðvinnulag að undirbúa okkur sex mánuðum áður, ákveðaliti, efni og snið en við látum til dæmis framleiða allanherrafatnaðinn enda erfitt að finna minnstu stærðirnartilbúnar erlendis. Kvenfatnaðurinn er bæði framleiddursér fyrir okkur, enda breytist tískan hratt hjá stelpunum

milli ára, sem ogkeyptur að utanfrá okkar vinsælumerkjum,“ segirSvava og bendir áað það skipti máli aðauglýsa ferming-arfatnaðinn vel og aðþeir sem sitji fyrir séu áfermingaraldri.

Aðspurð hvernig fermingar-tískan sé í dag nefnir hún samfestingafyrir stelpur og líka ljósa sumarlega kjóla. Húnsegir að blúndukjólar séu alltaf vinsælir ásamt silkisatíni.Þegar kemur að strákafatnaði eru jakkaföt vinsæl en líkastakar buxur og jakki.

„Stelpurnar eru líka að taka buxnadragtir eða stakablazer-jakka í ljósum litum og eru þá í hvítu undir. Viðþetta er vinsælt að vera í svörtum víðum buxum. Stelp-urnar fara bæði í flotta hvíta strigaskó og fínlegribandaskó í fallegum litum. Fermingartískan hjá strákun-um hefur sennilega aldrei verið fjölbreyttari. Strákarnireru bæði að velja sér „suit“-jakkaföt í bláum tónum eðagráum og jafnvel með svörtum boðungum eða bara alvegsvört. Þeir geta valið um mjög mismunandi skyrtur og svoer misjafnt hvort þeir vilja slaufu eða bindi eða sleppa því,en eru þá með smartan vasaklút. Þeir geta valið um hvítastrigaskó eða flotta leðurskó. Það fer alveg eftir týpunnihvað viðkomandi velur sér. Við hlustum á óskir og að-stoðum við að heildarútlitið sé flott. Stakir jakkar ogsvartar eða ljósar gallabuxur eru líka mjög vinsælt samanog sumir velja röndótta boli undir eða einhvern skemmti-legan lit á skyrtu undir. Litaðir gallajakkar hafa líka veriðí boði fyrir þá sem vilja vera enn meira „casual“ og eru þáfínni stakar buxur teknar við,“ segir hún.

Hvað finnst þér skipta máli þegar fermingarföt eruannars vegar?

„Aðalatriði er að fermingarbarninu líði vel í fatnaðinumog að það finni til sín á þessum degi. Það má ekki gleymahversu ólík við erum og fataval er túlkun á hver þú ert svoþað er ekki heppilegt að foreldrar stýri of mikið hverju

ungi einstaklingurinn klæðist þennan dag.Mér finnst að við eigum leyfa þeim að ráða

sjálf ef þau hafa skoðun á því. Síðan máekki gleyma að fermingarmyndin lif-

ir og er svo oft sett upp á vegg. Viðeigum að brosa yfir góðum degi

þegar við horfum á hana. Nota-gildi skiptir líka miklu máli ogleggjum við mikla áherslu á aðkrakkar geti notað fötin sínog skó eftir ferminguna viðhversdaglegri tækifæri.“

Þegar Svava er spurð út ísinn fermingardag segir hún

að það sé orðið langt síðan húnfermdist en viðurkennir að

fermingarmyndin lifi ennþá góðulífi. „Ég var í ljósgrárri smáköflóttri

ullardragt frá Karnabæ, ljósbleikri silki-skyrtu og ljósbleikum fylltum smáhælas-

kóm. Kraginn á skyrtunni var frekar stór. Éghorfi stundum á þessa mynd og man hve vel mér leið oghvað mér fannst þetta flott, en hlæ inni í mér í dag og spáihvað var ég að pæla,“ segir hún og hlær og bætir við:

„Aðalatriðið er að mér leið vel og þetta var góður dag-ur. Ég fermdist 19. mars 1978 og var fermingarveislanhaldin heima. Mamma og pabbi að reyna að gera þettaallt svo fínt fyrir mig fermingarbarnið sem tókst heldurbetur. Það voru um 80 gestir, matur og þjónustufólk fráHótel Sögu. Vá hvað maður varð allt í einu fullorðinn ogég man enn tilfinninguna,“ segir hún.

Kórónuveiran hafði töluverð áhrif á sölu á ferming-arfatnaði. Hvernig bregðist þið við þessum skrýtnu tím-um?

„Í byrjun árs, í janúar og febrúar, var salan eðlileg en ímars stoppaði fermingarsalan alveg. Í lok mars og byrjunapríl komu foreldrar að óska eftir að leggja inn ferming-arfatnaðinn og fá innleggsnótu því þau vissu ekki hvelengi það þurfti að bíða að fermingardagurinn rynni upp.Krakkarnir stækka mjög ört á þessum tíma og skiptirhálft ár því miklu máli. Það er ekki óalgengt að krakkarvaxi upp um eina eða tvær fatastærðir á hálfu ári og þákannski sérstaklega strákarnir. Við höfum svo verið að fákrakkana aftur inn í ágúst og það er skemmtilegt að sjábreytinguna á sumum börnunum sem eru allt í einu orðinfullorðin. Þetta er svo yndislegur aldur að fylgjast með.Við vonum bara að fermingardagurinn renni upp núna íágúst eða september hjá krökkunum og að athöfnin íkirkjunni og svo veislan fái að vera ánægjuleg og eftir-minnileg fyrir krakkana.“

Svava Johansen, forstjóri NTC, sem rekur meðal annars Galleri 17,segir að þau hafi unnið mikið brautryðjandastarf þegar þau settufókusinn á fermingarföt 1983. Hún segir að börnin verði að fá aðhafa eitthvað um það að segja í hverju þau eru á fermingar-daginn og minnist sinnar eigin fermingar með mikilli hlýju enhún fór fram 19. mars 1978.

Marta María | [email protected]

Í fermingar-tískunni máfinna fallegablúndukjóla.

Svava segir aðfermingarbarniðsjálft verði aðvera ánægt meðsig því þetta sésvo stór dagur.

Svava Johansen.

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Aðalmálið er að fermingarbarniðfinni til sín á þessum degi

Stakur blazer-jakki við ljósarbuxur nýturvinsælda hjáungum herr-um sem viljaekki vera offínir á ferming-ardaginn sinn.

Page 13: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið
Page 14: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Áslaug segir aðhún vakni í mestafjörið að geraveislur á samatíma og náttúr-an.

„Þegar náttúran vaknarog þangað til hún kveður,þá get ég tínt alls konargóðgæti fyrir auga, munnog maga. En langmestauppáhaldið mitt er að vinnameð náttúrunni.

Þá set ég mat á greinar. Bý tilblómavatn, kerfilpestó og lengimætti áfram telja.

Allra mesta skemmtunin mín er aðheimsækja Mosskóga og leika mér að feg-urðinni þar. En Nonni staðarhaldari ogræktandi er ómissandi í veisluhöldunummínum.“

Sameinar alls konar listgreinar

Áslaug er ekki einvörðunguþekkt fyrir listræna mat-argerð, ljósmyndir hennarhafa einnig vakið at-hygli víða. Hún sam-einar allskonar list-form í störfumsínum og segir þaðskemmtilegast íheimi.

„Fegurð, inn-lifun og gleðilegást sameinar allarlistgreinar í full-komna hamingju, þaðsem lífið snýst í raun ogveru um. Við ættum öll aðborða meiri ást!“

Áslaug elskar að poppa upp veislur.„Í raun snýst þetta allt um fólkið sem

leitar til mín. Þannig að saman vinnum viðað því að gera ógleymanlega stund, full-komna fegurð í samvinnu.

Ég er mikið fyrir frjálst flæði, fegurð, vel-líðan og gleði. Ég er eins með mikinn áhuga áað poppa upp gömlu fermingarhefðina. Þá erbrauðtertan í einstaklingsformi með Miðjarðarhafs-

tvisti ásamt sætmetinu. Smá-skammtastíll er alltaf skemmti-

legur.“Áslaug segir mikilvægt að

gera fermingarveislur í góðrisamvinnu við fermingarbarnið.

„Það er alltaf gott að byrjaá staðsetningu og prjóna útfrá því. Það er algjört uppá-hald að finna taktinn með

fermingarbarni, krakkar erusvo sniðugir og frjóir í hugsun.“

Gott að vinna meðslökum foreldrum

Þegar kemur aðminnisstæðumveislum frá því ífyrra segir Ás-laug allar veislursem hún hafikomið að ein-stakar.

„Mig langar aðnefna ógleym-

anlega ferm-ingaveislu hjá Ernu

Maríu í Garðabæ. For-eldrarnir voru slakirsem er mikil gæfa.Mig langar þó aðleggja áherslu á aðallar veislur eru ein-

stakar. Mitt markmið eralltaf að búa til efsta

stigs fegurð og fjörsem hægt er að út-

færa án mikils til-kostnaðar.

Ég hannaðiþrjár veislur ífyrra; í heima-húsum og sal.Þær voru allar

standandi meðmöguleika að tylla

sér. Það er allurgangur á veiting-

unum, oft taka vinir þáttí að útfæra góðgæti en rest

Færir fermingarveislurí nútímalegra horf

Áslaug Snorradóttir matarævintýrakona er snillingur í að gera veisl-ur og aðra viðburði eftirminnilega. Fermingarveislur eru engarundantekningar á því. Hún segir frábært að vinna með fermingar-börnum, enda séu þau skapandi og skemmtilegt fólk.

Elínrós Líndal | [email protected]

Krakkar ágóðri stundu.

Girnilegur matursettur fram á listrænan hátt.

Bleikir oggrænirdrykkir ífermingu.

Sætt íbland viðsalt.

Tómatarmeðgrænniskreytingu.

Bleikar prins-essukökur úrIkea eru snið-ugar í veislur.

Áslaug segir fermingarbörneinstök að vinna með.

fabrikku-

borgarinn

Í dúnmjúku brauðimeð bræddum osti ogFabrikkusósu.

Fabrikkusmá-borgararnirslá í gegn í

öllum veislum.

25 borgarar áhverjum bakka!

7 gómsætartegundir í boði!

WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575

Ferköntuðfermingarveisla

ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR

Page 15: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is

SKOÐIÐ // hjahrafnhildi.is

ÚTSÖLULOK

SÍÐUSTUDAGARFöstudag: 10-18Laugardag: 10-16

Nýjar vörur

70%AFSLÁTTUR

Page 16: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

kemur frá Veislumiðstöðinni, þeir eru frá-bærir að útfæra óskir. Alls konarþema verða fyrir valinu en þaðer áhugaverðast fyrir mig aðvinna með fjölbreytni í ferm-ingum.“

Hvernig kemur þú að þessumveislum?

„Ég teikna alltaf upp hand-rit með öllum stórum ogsmáum atriðum. Síðan vinnég náið með KristínuBjörgvinsdóttur sem ermín stoð og stytta þar semfjörið er að mestu í röðunog uppsetningu.“

Fermingarfólk er skemmtilegt

Áttu góða einfalda uppskriftsem þú getur deilt með lesendum?

„Kaupa 20 box af prinsessutertum íIkea og raða upp í strýtu, eða 100 kókos-bollur og raða þeim upp.“

Áslaug segir að athygli hennar sé alltaf á að ná fram

flæðandi gleði gesta og aðboðið sé upp á góðar veit-ingar. Feimni hefur aldreiháð mér og þeir sem sækjaí mínar smiðjur hafa vana-lega styrk í það sem komaskal. Mér finnst svo frábært

að fara í hugarflug og nú-tímavæða ferminguna. Það

hvarflaði aldrei að mér að égmyndi taka að mér að plana

fermingar. Í sirka 10 ár hef ég gert skemmtilega

öðruvísi veislur. Það hefur verið fjölbreytt ogfrábært enda elska ég fermingarfólk og finnst mjöggott að vinna með því.“

Áslaug segir fallega fram-setningu og uppsetningu í

veislum skipta mikla máli.

Fallegt samspillita og forma.

Áslaug Snorra-dóttir segir ferm-ingarbörnskemmtilegt fólkað vinna með.

Börn skemmta sér kon-unglega í fermingaveisl-unum hennar Áslaugar.

Rósir eru fallegar áfermingarborðið.

Áslaug býr til fallegt sjónlistaverkúr mat og sætindum.

Áslaug Snorradóttir erlistræn og skemmtileg.

Girnilegarbollur í boðií veislu.

Dásamlegtbrauðmeti.

Hollusta og fegurðí fyrirrúmi í ferm-ingu sem Áslaughannaði í fyrra.

Fermist þúham-borgaralega?

25 borgarar á hverjum bakka!7 gómsætar tegundir í boði!

JÓI EIGANDI 13 ÁRA.

„Ég hefði verið ögn svalari ef við hefðumboðið uppá smáborgara í fermingunni minni.“

www.fabrikkan.is5 75 75 75

Page 17: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

�������

KRINGLAN l SMÁRALINDgalleri17

gallerisautjan

Page 18: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

María Krista er graf-ískur hönnuður ogrekurhönnunarfyrir-tækið Krista De-sign. Nú er hún að-

allega að sinna mataráhuga sínumþar sem hún leggur áherslu á lágkol-vetnafæði. Sjálf borðar hún einvörð-ungu þannig fæði og ætlar að fylgjaþví til framtíðar.

„Ég er mikill nautnaseggur og hefalltaf elskað mat og þá sérstaklega aðborða hann. Áhugi minn á elda-mennsku hefur loðað við mig frá því ígrunnskóla þegar ég lék mér heimaað því að elda upp úr bókinni Ungastúlkan og eldhússtörfin. Ömmurmínar eru og voru listakokkar og fjöl-skyldan öll elskar mat út af lífinu.

Ég fór að fylgja þessu lágkolvetna-mataræði sem byrjaði að ryðja sér tilrúms hér á landi í kringum 2012 ogþá undir nafninu LKL. Ég féll fyrirþessu enda búin að berjast við auka-kíló og stunda megrun allt frá því aðyngsti sonurinn fæddist árið 2003.“

María Krista segir að þetta sé einaaðferðin sem hafi virkað fyrir hana tillengri tíma.

„Ástæðan fyrir því er sú að það ermikið af góðum mat sem má neyta ogget ég fundið endalaust eitthvað aðmatreiða sem er án hveitis, glútensog sykurs. Ég mæli með að látaímyndunaraflið ráða ferðinni oghugsa í lausnum.“

Mælir þú með lágkolvetnafæði ífermingarveislum?

„Ég mæli með því að leyfa ferm-ingarbarninu að ráða að stórum hlutahvað er í boði í veislunni.

Ég mæli svo sannarlega með því aðprófa að bjóða upp á sykurlausarveitingar og jafnvel lágkolvetna oghveitilausar. Það er svo gott að veraekki uppþemdur í sykurvímu eftirveislur og eflaust margir sem yrðuþakklátir fyrir að hafa þennan mögu-leika í boði. Það eru sífellt fleiri farnirað fylgja ketó/lkl og veisluhaldararyrðu mjög vinsælir ef sykurlausar út-gáfur væru í boði. Ég hélt eitt sinnútskrift fyrir dóttur mína þegar hún

útskrifaðist úr Menntaskólanum íReykjavík þar sem við buðum upp á20 smárétti sem voru allir án glútens,enda er dóttirin með glútenóþol.Réttirnir voru allir sykurlausir ogketóvænir. Enginn kvartaði og allirvoru hressir og spakir. Enginn reifstum stjórnmál og börnin höguðu séreins og englar.“

María Krista fór á sinn fyrstakynningarfund um ketófæði hjáGunnari Má árið 2012.

„Ég hef verið á þessu fæði síðan,en hef tekið mér eitt ár í hlé frá fæð-inu, sem kom illa í bakið á mér. Égbætti á mig 10 kg og mér leið allsekki vel.

Ég hef ekki séð eftir því að hafa

hoppað aftur á ketóvagninn og það ersvo gaman sérstaklega um þessarmundir því úrvalið er orðið svo gott.“

Sjálf hefur hún fermt þrjú börn,þar sem hún hélt tvær veislur heimaog eina hjá systur sinni í sal sem heit-ir Hæðin og er sniðugur staður aðhennar mati.

„Mér finnst skemmtilegustu veisl-urnar vera þær sem eru haldnar íheimahúsi eða í huggulegum heim-ilislegum sal. Það er pínu stíft að sitjatil borðs langt frá öllum sem maðurþekkir og tala bara við sessunautsinn allan tímann. Ég skil samt vel aðþað leggja ekki allir í að taka burtrúmin úr svefnherbergjunum og um-turna öllu en það eru samt skemmti-legustu veislurnar að mínu mati.“

María Krista er á því að ferming-arbarnið eigi að vera í forgrunni ífermingarveislum.

„Það er yndislegt að sjá gamlarmyndir frá æskuárunum og sniðugtað draga fram gömul gullkorn frábörnunum, rifja upp skammarstrikog sigra í íþróttum og leik. Eitthvaðsem virkilega stendur fermingar-barninu nærri. Ekki þó nema í sam-ráði við börnin sjálf. Eitt ráð til ferm-ingarforeldra er að plata vini úrspilaklúbbnum eða saumaklúbbnumtil að hjálpa til við að taka á mótigestum, uppvarta og hjálpa til þvíþað er erfitt að vera sveitt í eldhúsinualla veisluna og ná að spjalla við allagestina. Ég mæli líka með því að út-búa lítið leikhorn fyrir yngstu börnin,t.d. með sjónvarpi, litabókum og dótihvort sem um er að ræða sal eðaheimahús svo þau geti dundað sér ámeðan fullorðna fólkið spjallar.“

María Krista myndi aldrei bjóðaupp á áfengi í fermingarveislum.

„Svo finnst mér mikilvægt að

passa upp á að ræður og myndasýn-ingar meiði ekki barnið, enda erfermingaraldur viðkvæmur aldur ogvið þurfum að taka tillit til þess.“

Hvernig var þín ferming?„Fermingin mín var haldin heima

hjá foreldrum mínum út um allt hús. Ég saumaði mér sjálf fermingar-

kjólinn á saumanámskeiði í Flens-borg og það gleymir svo náttúrlegaenginn hártískunni á þessum aldri.Ég var með risastóra hvíta silkislaufuá klemmu sem var klemmd í háriðsem var svona sítt að aftan en það varí tísku þá. Ég var eflaust pínu fram-úrstefnuleg úr því ég samþykkti aðvera í heimasaumuðu en ég var barasvo stolt af fyrsta alvöru saumaverk-efninu mínu að það var bara geggjað.Ég myndi ekki láta sjá mig í þessudressi í dag aftur á móti. Ég held aðmamma noti hann stundum samt enhún er líka léttgeggjuð og yndisleg.“

Er margt búið að breytast í þínulífi eftir að þú fórst að skoða lágkol-vetnafæði og hafa slíkt á boðstólumheima hjá þér?

„Já, það er bara allt svo miklu létt-ara. Mér finnst ég yngjast upp við aðsleppa sykri og rusli, bæði á líkamaog sál og það er allt svo miklu bjart-ara. Ég sef eins og steinn og vaknaeins og fjöður og er laus við enda-lausa þráhyggju varðandi ruslmat ogsætindi. Ég er samt algjör matarg-úru og elska að finna mér staðgenglaí mat en það er bara svo auðvelt að égsakna einskis.“

Hvað er erfiðast við þetta fæði?„Það er kannski erfiðast að geta

ekki gengið í tilbúin góð ketóbrauð áveitingastöðum og á kaffihúsum eðabakkelsi og eftirrétti þegar maðurvill gera vel við sig og fara út aðborða. Ég hefði ekkert á móti því að

opna kaffihús sem myndi sinna þess-um þörfum fólks í sömu sporum ogég. En veitingahúsaumhverfi á Ís-landi, reglugerðir og rekstrarkostn-aður stoppar mig alltaf, enda er égmjög jarðbundin steingeit og hugsaalltaf ægilega rökrétt og geri mérerfitt fyrir þegar ég dett í dagdraum-ana.“

Hún segir líðanina í líkamanum ogsjálfstjórnina gagnvart mat þaðbesta við mataræðið.

„Ef ég gæti tappað þeirri tilfinn-ingu á flöskur og selt þá væri égmilljarðamæringur. Það að getagengið fram hjá nammirekkunum íbúðunum og nýbökuðu brauði í bak-aríi og ekki einu sinni hugsað um aðsvindla er geggjað og það er auðvitaðbara tilkomið vegna þess að sykurinnsem er ekkert annað en fíkniefni erekki að stjórna lífi mínu. Ég er miklujafnari í skapi, kippi mér ekki upp viðskólatöskur í gangveginum eða skít-ugan þvott og er að ég held rólegri ogbetri í umgengni heldur en þegarsykur stýrði lífi mínu og líðan.“

María Krista segist njóta þess aðverja deginum í að vinna í verkefnumsínum sem eru að sinna heimasíðusinni og samfélagsmiðlum þar semhún þróar áhugaverðar uppskriftirog leiðir til að lifa á lágkolvetnafæði.„Þessi verkefni fá mig til að dragamig úr verslunarrekstri Systra-&Maka. En annars er ég í skemmti-legu ferli þar sem ég er að sinnaáhugamálum mínum meira en áður.Meðal annars því að vera amma, enbarnabarn mitt er að flytja til Íslandssem hefur búið alla sína ævi í Kaup-mannahöfn, en dóttir mín og tengda-sonur eru að flytja heim eftir sex áradvöl ytra.“

Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

„Enginn reifst um stjórnmálog börnin höguðu sér!“

María Krista Hreiðarsdóttir er snillingur í lágkolvetnafæði. Hún segir að ef fólk dreymi um fermingarveislur þar semenginn rífst um stjórnmál og börnin haga sér ætti það að hugleiða að bjóða upp á sykurlausa og glútenlausa rétti.

Elínrós Líndal | [email protected]

María Krista er á því aðfólki líði betur í veislumþar sem boðið er upp álágkolvetnafæði.

WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575

Fermist þúham-borgaralega?

PANTAÐU ÞÍNA VEISLU ÁWWW.FABRIKKAN.IS

25 borgarar á hverjum bakka!7 gómsætar tegundir í boði!

� SJÁ SÍÐU 20

Page 19: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

FERMINGAR

GJAFIRÍ MIKLUÚRVALIwww.home-you.is

Skeifan 11 • 105 Reykjavík • home&youiceland • homeandyou_iceland • www.home-you.is

home&you býður einstakt úrval af gjöfum fyrir fermingarbarnið.

home&you rekur yfir 150 verslanir í 10 löndum og er verslunin að Skeifunni 11

sú fyrsta á Norðurlöndunum. Við tökum vel á móti ykkur.

There’s no place like home&you

Page 20: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Súkkulaðimúffur

4 egg100 g sæta sykurlaus Good good, eða Sukrin Gold1 dl rjómi 1 dl grísk jógúrt 40 g smjör brætt1 tsk. lyftiduft1 tsk. matarsódi50 g kókoshveiti20 g kakó½ tsk. salt30 ml heitt kaffi uppáhellt eða soðið vatn1 tsk. vanilludropar

Þeytið egg og sætu saman, því næst rjóma,grísku jógúrtina, smjör og vanilludropana.

Bætið að lokum þurrefnum saman við. Látið deig-ið standa í smá tíma.

Deilið nú í 12 múffuform. Ágætt að pensla aðeinsformin að innan með kókosolíu því kókoshveitið áþað til að festast í bréfinu.

Bakið í 20 mínútur á 170 °C hita.

Innihald krems80 g sæta, t.d. Sukrin Melis125 g rjómaostur í bláu boxunum 250 ml rjómi1 tsk. skyndikaffiduft (má sleppa kaffiduftinu)1 msk. kakó

Þeytið saman sætu, kakó, kaffiduft og rjómaost-inn.

Bætið rjóma saman við og skafið vel úr hliðunumá skálinni.

Setjið nú allt á fullt og þeytið þar til toppar mynd-ast í kreminu.

Sprautið kreminu ofan á kökurnar með fallegumstút og skreytið með brómberjum og myntulaufi.

160 g rifinn kúrbítur80 g möndlumjöl60 g HUSK80 g kókoshveiti2 msk. ítalskt krydd, t.d. Pottagaldur4 egg4 msk. ólífuolía1 msk. svartur pipar1 msk. gróft sjávarsalt200 ml sódavatn1 msk. lyftiduftsvartar ólífur og rifinn ostur, valfrjálst

Blanda öllu saman í hrærivél, móta góðar bollur, stráhör- eða sesamfræjum yfir ásamt dálitlu sjávarsalti.

Bakið í 45-50 mínútur á 170 °C hita.

Kúrbítsbollur4 eggjarauður4 eggjahvítur125 g sveppasmurostur1 msk. HUSK1 tsk. lyftiduft

Þeytið eggjahvíturnar sér og setj-ið til hliðar.

Setjið rauðurnar í hrærivélinaásamt sveppaostinum og þeytiðvel, bætið Huski út í og þeytið áframásamt lyftiduftinu.

Blandið því næst eggjahvítunumvarlega saman við rauðurnar oghrærið þar til nokkuð kekkjalaust.

Smyrjið deiginu í stóran ferning ágóðan smjörpappír og bakið í 180°C í u.þ.b. 10 mínútur þar til deigiðer snertiþurrt. Takið þá bök-unarplötuna úr ofninum og leyfiðdeiginu að kólna í 2-3 mínútur Snú-ið brauðinu við og setjið svo fyllinguinn í.

Fylling1 dós aspas, um 250 g án vökva125 g sveppasmurostur100 g skinka smátt skorin2 dl rifinn ostur að eigin vali½ teningur af kjúklinga- eða

grænmetiskrafti

salt og pipar½ dl rjómi

Ofan ápaprikuduft1-2 msk. mæjó 1-2 msk. sýrður rjómirifinn ostur

Hellið vökvanum úr aspasdósinnií glas og saxið aspasinn aðeins nið-ur í smærri bita.

Bræðið svo allt hráefnið í fyll-inguna saman í potti nema skink-una. Þynnið með aspasvökva eftirþörfum.

Dreifið því næst fyllingunni ádeigið, dreifið skinkunni yfir og rúll-ið upp. Gott að nota smjörpappírinnundir til að aðstoða við að rúlla upp.Smyrjið rúlluna með mæjónesi ogsýrðum rjóma, dreifið rifnum osti yfirog paprikudufti.

Bakið í 15 mínútur á 200 °C þar tilrúllan er brúnuð og falleg.

Þetta er auðvitað bara tillaga aðeinni týpu af rúllubrauði, hægt er aðskipta út smurosti fyrir t.d. pizzusm-urost og breyta fyllingunni í pizzu-fyllingu með chorizo, pizzusmurostiog tómatpúrru.

Heit brauðrúlla meðskinku og aspas

Lágkolvetna-uppskriftir

80 g kókoshveiti2 egg3 msk. sæta, t.d. Sweet like sugar80 g kalt smjör1 msk. kókosolía brædd1 tsk. vanilludropar½ tsk. salt½ tsk. Xanthan gum

Setjið öll hráefnin í blandara eða

matvinnsluvél og „púlsið“ eða bland-ið snöggt nokkrum sinnum.

Hægt er að gera deigið daginn áð-ur og geyma í kæli en það má líkadreifa því strax í lausbotna form ognota smjörpappír til að þrýsta þvíniður og út á kantana. Smyrjið form-ið eða notið bökunarpappír í botn-inn. Ef þið geymið yfir nótt er auðveltað fletja það út á milli tveggja laga af

smjörpappír og leggja ofan í mótiðán vandræða.

Bakið botninn í um 15 mínútur á180 °C með blæstri.

Fylling2 egg60 g sæta, Sweet like sugar t.d.

fínmöluð eða Sukrin Melis2 msk. smjör við stofuhita200 g sykurlaust Fibersíróp eða

Good good, dökkt1 tsk. vanilludropar150 g pekanhnetur

Hrærið öllu saman í fyllingunanema hnetunum.

Dreifið grófhökkuðum pekanhnet-unum ofan á kaldan botninn (mik-ilvægt að botninn sé kaldur orðinn)og hellið því næst fyllingunni yfir.

Bakið í ofni á 170 °C með blæstri í30-40 mínútur.

Látið kökuna kólna áður en hún erlosuð úr forminu.

Njótið með þeyttum rjóma eða ís-kúlu

Pekanpæ

3-4 eggjahvítur300 g möndlur án hýðis eða ljóstmöndlumjöl1 tsk. möndludropar120 g Good good sætuefni fínmöluðt.d. í Thermomix eða Nutribulletsykurlaust súkkulaði til að húða með

Blandið möndlunum saman í kröft-ugri matvinnsluvél eða blandara þartil þær verða að mauki, bætið eggja-hvítum og sætu út í ásamt möndlu-dropum.

Deigið þarf að vera það mjúkt að

það sé hægt að sprauta því úrsprautupoka.

Sprautið nú toppum á bök-unarpappír og bakið í 200 °C hita í 8-10 mínútur eða þar til topparnir byrjaað gyllast.

Þeir stífna þegar þeir kólna.Bræðið nú sykurlaust súkkulaði og

dýfið botninum á toppunum ofan íþegar þeir eru orðnir kaldir. Þetta ermeð því einfaldara og slær algjörlegaá sykurþörfina.

KransatopparSTÓRI BÓ

Í dúnmjúku brauðimeð beikoni,bræddumHávartiosti og Bó sósu.

Fabrikkusmá-borgararnirslá í gegn í

öllum veislum.

25 borgarar áhverjum bakka!

7 gómsætartegundir í boði!

fe a

WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575

Ferköntuðermingarveisla

ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR

� SJÁ SÍÐU 22

Page 21: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

MEÐ ÞÉR Á FERMINGARDAGINN

www.marcinbane.is E marcinbaneiceland Q marcinbaneiceland

ÞÚ GETUR VERSLAÐ VÖRURNAR FRÁ MARC INBANE Í VEFVERSLUNINNI OKKARWWW.MARCINBANE.IS, Á HÁRGREIÐSLUSTOFUM UM LAND ALLT OG Í VÖLDUM VERSLUNUM LYFJU

Page 22: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

DUN & Fl£>UR

Glæsileg fermingartilboðá sængum, koddum og hreinsun

Laugavegur 68, 101 Rvk,sími 511 2004

dunogfidur.isLöggildur dúnmatsmaður

200 g möndlur eða möndlumjöl50 g brætt smjör½ tsk. vanilludropar½ tsk. gróft salt2 msk. Sukrin Gold

Millilag100 g makadamíuhnetur

Karamella100 g dökkt Fiber síróp gold50 g smjör2 dl rjómi½ tsk. gróft salt½ tsk. vanilludropar

Súkkulaðibráð100 g sykurlaust Cavalier súkkulaði

1 msk. Mct eða kókosolía1 tsk. síróp Fiber síróp gold

Malið möndlur, brætt smjör, SukrinGold og salt saman í deig.

Þjappið deiginu í form sem er um þaðbil álíka stórt og A4-blað.

Brytjið makadamíuhneturnar gróft ogdreifið yfir neðsta lagið.

Hitið smjör og síróp saman í potti þartil fer að krauma og dökkna, bætið þárjóma út í pottinn og sjóðið niður í um 20mínútur eða þar til liturinn er fallega kara-mellubrúnn og áferðin í þykkri kantinum.Setjið að lokum salt og vanillu saman viðog hrærið vel þar til allt er uppleyst.

Hellið karmellunni yfir hnetubotninnog frystið í 30 mínútur eða upp í 1klukkustund.

Bræðið súkkulaði í örbylgjuofni eðayfir vatnsbaði, kókosolíu og síróp oghellið svo yfir frosið nammið.

Kælið aftur og teljið niður þangað tilþið getið smakkað.

Hnetu-stykki

Blandið nú öllu vel saman ogdreifið fyllingunni á brauðið. Rúlliðþví varlega upp og færið á fat.

Blandið saman sýrðum rjóma ogmæjónesi og hyljið tertuna að utan.

Skerið paprikuna og skinku smáttog notið til að skreyta kökuna ásamtsteinselju og harðsoðnum eggjum.

4 egg aðskilin125 g sveppasmurostur1 tsk. vínsteinslyftiduft1 tsk. fínmalað HUSK eða 1 msk.gróft HUSK

Stífþeytið eggjahvítur og takið tilhliðar.

Þeytið rauðurnar saman við smur-ost, lyftiduft og HUSK þar til léttar ogljósar.

Þeytið nú varlega saman hvít-unum og dreifið úr deiginu á ferkant-aða mottu, eða bökunarplötu. Égnota Tupperware-mottuna mína þvíhún er fullkomin stærð og svo er svogott að ná brauðinu af henni.

Bakið í ofni á 180 °C í u.þ.b. 10mínútur eða þar til deigið er snerti-þurrt. Takið úr ofni og kælið.

Fylling3 harðsoðin egg1 krukka gulur aspas1 pk. skinka½ rauð paprika140 g mæjones80 g sýrður rjómi 36%½ tsk. aromatSkreyting:steinselja2 harðsoðin egg2 msk. sýrður rjómi, 1 msk. mæjó

2 sneiðar skinkaSkerið skinkuna smátt ásamt

paprikunni.Blandið aspas saman við og nið-

urbrytjuðum eggjum.Blandið sýrðum rjóma og mæjo-

nesi saman og kryddið með aro-mati.

Brauðterta köld

80 g ósaltað smjör150 g Cavalier súkku-laði 85% eða sambæri-legt sykurlaust súkku-laði, gott að blandamjólkursúkkulaði meðlíka150 g Sukrin Gold síróp¼ tsk. sjávarsalt6 dropar karamellu-stevía160 g Rice Krispies eðaQuinoa puffs

Hitið síróp, súkkulaði,smjör og salt í potti,hrærið varlega ogpassið að ekkert brennivið.

Blandið þá Rice Kri-spies eða Quinoa puffsút í pottinn og hrærið.

Setjið í sílikonform,íshringsform, bréfaformeða hvað sem hentarog kælið í dágóðastund.

Rice krispies-kökur með kínóa

einfaldur botn gott að baka tvisvar4 egg100 g sæta sykurlaus Good good,eða Sukrin Gold1 dl rjómi 1 dl grísk jógúrt 40 g smjör brætt eða 40 g kókos-olía, líka mjög gott1 tsk. lyftiduft½ tsk. matarsódi50 g kókoshveiti½ tsk. salt1 tsk. vanilludropar

Þeytið egg og sætu saman, þvínæst rjóma, grísku jógúrtina, smjörog vanilludropana.

Bætið að lokum þurrefnum samanvið. Látið deigið standa í smá tíma.

Hellið deiginu í eitt sílíkonformhringlaga, mér finnst gott að penslaaðeins botninn með kókosolíu svokakan festist ekki.

Bakið í 20-30 mínútur á 170 °Chita. Látið kökuna standa í ofninumaðeins í lok bökunartímans svo húnnái að bakast í gegn. Hún fellur að-eins í miðjunni en það er í góðulagi. Hún er mjúk og létt í sér.

JarðarberjamaukFrosin jarðarber 400 g 1 msk. sítrónusafi2 msk. fínmöluð sæta

Fylling500 ml rjómi50 g brytjað 85% súkkulaði syk-

urlaust að eigin valiFersk jarðarber til að skreyta

með

Sjóðið niður jarðarberin meðsætu og sítrónusafa. Maukið.

Þeytið rjómann og blandiðsúkkulaðibitum við helminginn árjómanum. Setjið afganginn ísprautupoka.

Stingið lítil göt í kökubotninn oghellið safanum af jarðarberjamauk-inu hér og þar á botninn.

Setjið rjómann með súkkulaðinuá botninn og svo næsta botn ofaná.

Sprautið rjómadoppum allanhringinn og hellið svo jarð-arberjamaukinu í miðjuna, skreytiðmeð rjóma og ferskum jarðar-berjum.

Jarðarberjakaka

Ostasalat1 mexico ostur½ krydd Havarti ostur3 msk. sýrður rjómi eða grísk jógúrt3 msk. mæjónes1 msk. fiber sýróp sykurlaust4 vorlaukar eða 1/3 blaðlaukur1 rauð paprikakrydd eftir smekk, ég notaði ½ tsk.Tzatziki frá Kryddhúsinu

Skerið ostana í litla kubba.Hrærið saman mæjó, sírópi, sýrð-

um/grískri jógúrt.Skerið lauk og papriku smátt og

blandið svo öllu saman í ágætlegastórri skál.

Berið fram með nýbökuðu brauði,eða hrökkkexi.

Page 23: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið
Page 24: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

Mikilvægt að byrja snemma að undirbúa

Þegar kemur að góðum ráðum fyrir ferminguna segir Berglindmikilvægt að skipulegga allt í tíma.

„Að skrifa niður á skjal og undirbúa allt sem hægt er með fyr-irvara til að geta notið dagsins betur. Ég myndi alltaf forðast þaðað vera á síðustu stundu.“

Þeir sem hafa áhuga á námskeiðum Berglindar geta fundiðupplýsingar um þau á netsíðunni hennar.

„Ég býð upp á nokkur námskeið að hausti og aftur að vori enframboðið er nokkuð fjölbreytt en dripkökunámskeiðin hafa veriðvinsælust undanfarin ár. Smjörkremsnámskeiðin eru síðan alltafklassísk og bollakökuskreytingar eru að koma mikið aftur endaeru fallegar bollakökur mikil prýði á veisluborðinu. Kökupinna-námskeið hef ég verið með stöku sinnum en kökupinnar eru eittþað allra besta sem hægt er að hugsa sér og síðan er ég alltaf með„Naked cake“-námskeið á vorin þar sem slíkar kökur eru mjögvinsælar á sumrin, í brúðkaupum og þess hátt-ar.“

Þegar kemur að kransakökunni sjálfri seg-ir Berglind mikilvægt að kæladeigið vel áður en byrjað er aðrúlla.

„Eins er mikilvægt að passa sig aðbaka hringina nógu lengi svo þeirhaldi vel. Það er allt í lagi þótt ein-hverjir hringir verði ekki fullkomnir,það er merkilegt hvað það er hægt að felamikið með skrautinu. Ég þarf samt yfirleittað baka 1-3 hringi aftur því þeir bakaststundum misjafnlega allan hringinn eða af-lagast eitthvað aðeins í ofninum svo það erekkert verra að gera smá aukadeig umleið og hitt til þess að eiga inni fyrir slík-um mistökum. Ef allt gengur 100% uppþá bý ég bara til kransakökubita úrþví sem eftir stendur.“

Berglind hefur lengi haft áhuga á flestu því sem við-kemur mat. En ekki hvaða mat sem er.

„Ég hef elskað að vera í eldhúsinu síðan ég maneftir mér og byrjaði Gotterí sem kökublogg en þró-aðist síðan yfir í almennt matarblogg. Ég býð upp ástöku kökuskreytinga-námskeið en ég sótti fjöl-

mörg námskeið hjá Wilton þegar ég bjó í Bandaríkjunum fyrirnokkrum árum og síðan er margt sjálflært. Mér finnst gaman aðmiðla þekkingu minni og hitta fólk sem hefur áhuga á að læra aðskreyta fallegar kökur.“

Byrjaði ung í eldhúsinu

Berglind hefur sinnt síðunni sinni samhliða fullu starfi. „Ég hef unnið við verkefnastýringu og mannauðsmál í á annan

tug ára og haft Gotterí á hliðarlínunni, oft einnig samhliða há-skólanámi og ýmsum félagsstörfum svo síðustu ár hafa verið ansiviðburðarík með þéttsetna dagskrá. Nú síðast kláraði ég MPM-meistaragráðu frá Háskólanum í Reykjavík og á meðan ég er aðfinna út úr því hvað ég ætla að gera þegar ég verð „stór“ þá ætlaég að njóta þess að vera heima og sinna skrifum á netsíðuna. Mérfinnst alltaf gaman að læra eitthvað nýtt.“

Berglind man eftir sér ung að aldri í eldhúsinu. „Ég var hins vegar mikill gikkur þegar ég var yngri og mamma

gerir oft grín að mér þar sem nú skrifa ég um mat og töfra framdýrindis uppskriftir eins og enginn sé morgundagurinn. Ég ætlasamt alveg að viðurkenna að ég er enn vandlát þegar það kemurað ákveðnum mat og oft hrædd við að smakka eitthvað framandien þetta er svona hægt og rólega að eldast af mér.“

Hefur alltaf elskað marsípan

Berglind er góð í að gera kransakökur og segir hún hefð-bundnar kransakökur dásamlegar.

„Ég hef elskað marsípan síðan ég var barn. Ég man eftir mér aðvelja kransakökustykki í bakaríum landsins í stað þess að fá mérsnúð svo það segir líklega það sem segja þarf um mína skoðun ákransaköku. Mér finnst sorglegt hvað hefðbundin kransakaka ogkransakökustykki virðast dottin úr tísku og ég fer án gríns í IKEAgagngert til að næla mér í slíka bita þar sem þeir eru alltaf til þarmeð eftirréttunum. Það er minna mál en margur heldur að útbúasína eigin kransaköku og miklu ódýrara en að kaupa hana tilbúna.Mér finnst mikilvægt að nota gæða hráefni og því get ég lofað aðuppskriftin sem ég nota er frábær hvað það varðar.“

Í fermingu Hörpu Karinar dóttur sinnar bauð hún upp á ýmsasmárétti og kökuhlaðborð svo eitthvað sé nefnt.

„Við keyptum hluta hlaðborðsins sem tilbúna rétti, en út-bjuggum annað sjálf og sá ég m.a. um allar kökur.

Þar gerði ég til dæmis hefðbundna kransaköku, en einnig gerðiég Rice Krispies-kransaköku og alls konar annað góðgæti. Það erhægt að sjá allt um þá veislu í Veislubókinni minni sem kom út ínóvember síðastliðnum. Þar er einnig að finna gátlista fyrir alltsem viðkemur fermingunni svo fólk ætti að geta stuðst við ýmishollráð í þeirri bók til að létta sér fermingarundirbúninginn.“

Næsta barn Berglindar mun svo fermast eftir þrjú ár og þaðyngsta eftir 11 ár.

„Það verður gaman að sjá hvernig tíðarandinn og tíska fyrirveislur mun þróast á þessu tímabili.“

Berglind Hreiðarsdóttir matarblogg-ari segir matarbloggið sitt á Gotteri.isvera afurð áhugamáls sem fór úrböndunum. Hún gefur lesendum upp-skrift að dásamlegri kransaköku.

Elínrós Líndal | [email protected]

Kökustandur úr plexíglerigerir mikið fyrir veisluborðið.

Berglind segir aðþað sé mikluódýrara að bakasjálf kransaköku.

Mælir með hefðbundinni kransaköku24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Fermingartilboð

SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS

ÍSLENSK HÖNNUN

Kransakaka (15-18 hringir)1,5 kg ODENSE Marcipan (þetta bleika)750 g sykur3 eggjahvítur

1. Brytjið marsípanið niður í nokkra hluta og setjið í hrærivél-arskál með sykrinum, blandið vel saman með K-inu.2. Hrærið eggjahvíturnar saman og setjið í nokkrumskömmtum saman við marsípanblönduna. Ef hvíturnar erustórar þarf mögulega ekki að nota þær allar, setjið því minnaí einu og passið að blandan verið ekki of blaut.3. Gott að taka síðan blönduna og hnoða aðeins í hönd-unum, plasta vel og kæla í a.m.k. 4 klst. eða yfir nótt.4. Rúllið út jafnar lengjur um 1,5 cm í þvermál, sláið meðþykkhöndinni á ská ofan á hverja lengju til að mynda örlítiðþríhyrndara lag og mælið síðan hringina út með reglustiku.Fyrst 10 cm og síðan bætið 3 cm við hvern hring (10,13,16o.s.frv). Það fer síðan aðeins eftir þykktinni hversu mörgumhringjum þið náið (ég náði 15 hringjum en hefði getað náðfleiri).5. Raðið á bökunarpappír og bakið við 200°C í um 13 mín-útur (ofnar eru misjafnir svo hér þarf bara að fylgjast vel meðog taka hringina út þegar þeir eru aðeins farnir að dökkna).6. Kælið hringina vel, sprautið glassúr yfir og raðið saman.Einnig er hægt að frysta hringina og raða þeim saman síðaren þá verður kakan seigari en ella.7. Skreytið að vild, ég bjó til súkkulaðiskraut úr af-

gangs súkkulaði, límdi slaufu, pappaprik og merktakossa, límt á með bræddu súkkulaði sem aðeinshefur fengið að þykkna.

Glassúr fyrir kransaköku

1 eggjahvíta½ tsk. sítrónusafiFlórsykur (fer eftir stærð eggjahvítu hversu mikill)

1. Þeytið allt saman og bætið flórsykri jafnt og þéttsaman við eggjahvítublönduna þar til blandan ferað þykkna og verða teygjanleg.2. Sprautið þá undir neðsta hringinn og festiðhann á disk. Því næst má sprauta boga á hvern

hring og leggja næsta ofan á áður en glassúrinnharðnar, þannig festist kakan nægilega vel saman.

Hefðbundinkransakakaskreytt fallegumgreinum, makrónumog súkkulaði.

Page 25: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

www.gilbert.iswww.arc-tic.is

FERMINGARGJÖFIN í ár?arc-tic iceland úr

VERÐ FRá:

39.900,-

Retro úr með stálól

VERÐ FRá:

39.900,-

IMT 200 metra vatnsheltúr með gúmmíól

VERÐ FRá:

29.900,-

Retro úr með leðuról

Page 26: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Ecco Melbourne Ecco Melbourne

Vagabond Zoe Platform17.995 Kr. / 36-41

17.995 Kr. / 40-47 17.995 Kr. / 40-47

Vagabond Zoe Platform17.995 Kr. / 36-41

Gabor hælaskór

19.995 Kr. / 36-41

Gabor hælaskór

19.995 Kr. / 36-4117.995 Kr. / 36-41

Gabor hælaskór Gabor hælaskór

17.995 Kr. / 36-41

Skór fyrir allafjölskylduna

Vagabond Harvey

21.995 Kr. / 40-46

Vagabond Harvey

21.995 Kr. / 40-46

Það er mikilvægt að finna farsælan milliveg þegar kemur að förðun á fermingar-daginn. Sumar stúlkur eru þegar byrjaðar að farða sig en aðrar langar að prófa sigáfram fyrir þennan hátíðlega dag. Mikilvægast er þó að förðunin ýti undir nátt-úrulega fegurð viðkomandi og ágætt er að hafa í huga að minna er meira.

Lilja Ósk Sigurðardóttir | [email protected]

Léttur og hreinn farðiÞegar ungar stúlkur byrja að farða sig er gott að

benda þeim á tiltölulega hreinar formúlur semstífla hvorki húðina né hafa skaðleg áhrif áhana. Cameleon Foundation frá GOSH er

vænlegur kostur þar sem hann veitir léttaþekju og nærir húðina. Fyrir þær sem vilja

meiri þekju er Complexion Rescue Founda-tion Stick SPF 25 frá BareMinerals góðurkostur. Þessi farði er auðveldur í notkunog hægt að nota sem hyljara einnig. Efhúðin er frekar olíukennd getur verið snið-

ugt að skoða púðurfarða en Studio FixPowder Plus Foundation frá MAC er frábær

formúla sem veitir miðlungsþekju, mattar ogendist vel á húðinni.

Ekki þekja allt andlitiðStundum koma bólur fram á unglingsárunum og

margar stúlkur byrja að nota fullþekjandi farða.Það er yfirleitt fallegra, og gefur náttúrulegriásýnd, ef léttur farði er notaður og síðan setturlangvarandi hyljari þar sem ennþá sést í bólur.Studio Fix 24-Hour Smooth Wear Concealer erhyljari sem bæði þekur vel, endist allan daginn ogkemur í fjölmörgum litum.

Brúnir tónar eru mildariÞegar fyrstu skrefin eru tekin í augnförðun er

auðveldast að nota ljósa og mjúka liti. Í stað þessað nota til dæmis svartan augnblýant veitir þaðmýkri ásýnd að nota brúnan. Naked2 Basics-augnskuggapallettan frá Urban Decay er frábær

snyrtivara fyrir þær sem eru að byrjaað farða sig en litirnir eru mjög nátt-úrulegir. Nýju Woody Eye Liner-augnblýantarnir frá GOSH eru mjúk-ir og endingargóðir en þeir koma íþremur mismunandi brúnum tónumsvo allir ættu að finna eitthvað viðhæfi. Maskari sem greiðir augnhárinvel, í stað þess að hafa of mikið áþeim, veitir gjarnan náttúrulegriásýnd. Catchy Eyes MascaraDrama frá GOSH gerir einmitt þaðog er ofnæmisprófaður svo hannhentar viðkvæmum augum.

Hlýja og ljómiSólarpúður, kinnalitur og ljómi eru allt

snyrtivörur sem er skemmtilegt og auðvelt aðnota án þess að förðunin virki of yfirdrif-in. Flushed-andlitspallettan frá UrbanDecay er góð kaup þar sem þar má finnasólarpúður, kinnalit og ljóma. Fyrir þærsem vilja meiri ljóma er um að gera aðprófa I’m Sparkling-ljómapúðrið frá GOSH.

Lituð varanæringÍ stað hefðbundins vara-

litar eru litaðar varanær-ingar góður kostur fyrirbyrjendur í förðun. Slíkarformúlur veita líka nátt-úrulegri ásýnd. Clarins erþekkt fyrir litaðar var-anæringar sínar en LipMilky Mousse er nýjastaformúlan frá merkinu.Formúlan er létt á vör-unum, nærandi og kemur ísex náttúrulegum litatón-um.

ClarinsLip MilkyMousse.

Skjáskot/Instagram @Taylor_Hill

MAC Studio FixPowder PlusFoundation.

BareMinerals Comp-lexion Rescue Founda-tion Stick SPF 25.

GOSH WoodyEye Liner (002Mahogany).

Létt förðun á fermingardaginn

MAC Studio Fix 24-Hour Smooth WearConcealer.

Skjáskot/Instagram @RomeeStrijd

Urban DecayNaked Flushed.

GOSH I’m Spark-ling Diamond Dust.

Skjáskot/Instagram @PatrickTa

Urban Decay Naked2Basics EyeshadowPalette.

GOSH Catchy EyesMascara Drama.

GOSHChameleonFoundation.

Page 27: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

FRANDSEN JOBBorðlampi

Verð 15.900,-

Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is

KARTELL BATTERYBorðlampi – fleiri litirVerð frá 21.900,-

KARTELL BOURGIEBorðlampi

Verð frá 39.900,-

KAY BOJESENApi lítill

Verð 17.990,- stk

COMPONIBILIHirslur 3ja hæða – fleiri litir

Verð frá 18.900,-

LUKKUTRÖLLMargar gerðirVerð frá 3.990,-

Fallegar gjafir ífermingarpakkann

KARTELL GHOST BUSTERNáttborð

Verð 47.900,- stk.

KARTELL LOUIS GHOSTStóll – fleiri litirVerð 39.900,- stk.

OMPONIBILIC

CUERO MARIPOSALeður Verð 159.000,-

SPECKTRUMBlómavasar – margar gerðir og litir

MR.WATTSONLED lampi

Verð 16.990,-

SPECKTRUM CRUSHKertastjaki - fleiri litirVerð 7.990,- stk.

FRANDSEN BALLBorðlampiVerð 19.900,-

STELTONTo Go ferðamál

fleiri litirVerð frá 4.590,- stk

KAY BOJESENMIDNIGHT

SPECIAL EDITIONVerð 13.900,-

Page 28: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Perlur og spennurÞað er hægt að leika sér á margan hátt með því að bæta perlum og

spennum við hárgreiðsluna. Flott getur verið að festa hárið öðrum meginmeð perluspennu eða bæta stökum perlum við fléttur og krullur. Slíkt hár-skraut fæst í verslunum á borð við Lindex, H&M, Monki og Zöru en það erlíka hægt að kíkja í næstu föndurverslun og búa til sitt eigið hárskraut áeinfaldan hátt. Kauptu einfaldar spennur eða víra, sterkt lím og perlur ognotaðu ímyndunaraflið.

Hugmyndirað hárgreiðslumÁ fermingardaginn er fátt mikilvægara en hár-greiðslan. Í ár er vinsælt að nota hárskraut á borð viðperlur, spennur og spangir í hárgreiðsluna. Hér erunokkrar hugmyndir að ýmsum greiðslum en gott erað hafa í huga að hafa útlitið tímalaust svo myndirnareldist betur.

Lilja Ósk Sigurðardóttir | [email protected]

Skrautspennurfrá Lindex.

Krullujárn HH SimonsenROD VS4 fráharland.is

Label.MTexturising Volume Spray.

Hárspennurfrá H&M.

Hárspennur frá H&M.

Kevin-.MurphyBedroom.Hair.

Skrautspennurfrá Lindex.

Krullur og liðirÞað er sígilt að setja krullur og liði í

hárið á fermingardaginn. Hægt er aðleika sér með það á marga vegu. Hægter að setja skemmtilegan svip ágreiðsluna með ferskum blómum enágætt er að halda því í lágmarki svohárgreiðslan verði ekki of væmin.

Náttúrulegt og tímalaustMeð því að lágmarka hárlakkið og greiða aðeins úr liðunum má

fá náttúrulegt og tímalaust útlit. Í stað hefðbundins hárlakks ertilvalið að prófa næstu kynslóðir hárlakka sem blanda samanhaldi, vaxi og gljáa. Þannig tekst þér að festa hárið og fá aukiðhald án þess að það verði hart. Prófaðu til dæmis Bedroom.Hairfrá Kevin.Murphy eða Texturising Volume Spray frá Label.M.

Perluspöngfrá H&M.

Nýkomið mikið úrvalaf fallegum vörum

Til fermingargjafa,tækifærisgjafa, afmælisgjafa

Litla GjafabúðinLaugaveg 8 | 101 Reykjavík | Sími 552 2413

Page 29: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið
Page 30: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Konurnar í lífi fermingarbarnsins vilja að sjálfsögðu vera upp á sittbesta á stóra deginum. Þar sem myndir frá þessum degi verðaskoðaðar um ókomna tíð er hentugt að nota náttúrulega litatóna íförðuninni í stað þess að fylgja tískubylgjum. Hér eru hugmyndirað þremur förðunum sem eru hátíðlegar en klassískar í senn.

Lilja Ósk Sigurðardóttir [email protected]

Klassísk en hátíðleg förðun

Svokölluð ,,heavy natural“-förðun er hentugtil að móta bæði andlit og augu. Hér erubrúnir tónar í aðalhlutverki en þó með örlitlubleiku ívafi. Ferskjulitaði kinnaliturinn birtirsvo upp andlitið.

Náttúruleg enmikil förðun

Skjáskot/Instagram @Hungvanngo

Skjáskot/Instagram @Hungvanngo

GuerlainParureGoldRadianceFounda-tion SPF30.

Hlýir og ferskjulitaðir tónar

Urban DecayEyeshadow(Freelove).

Með brúnum, gylltum og ferskjulituðum litatónum er auðvelt að kalla fram hlýju íandlitinu. Þó förðunin virki látlaus er húðin lýtalaus með heldur möttu yfirbragði.Augun eru mótuð með því að setja augnblýant inn á vatnslínuna og vel af maskarasem paraður er við ferskjulitaða tóna á vörum og kinnum.

Sensai LashVolumiser 38C.

Lancôme L’Ab-solu Mademois-elle Shine (322Shine Bright).

YSL All Hours Foundation.

Skjáskot/Instagram @Hungvanngo

Estée LauderDouble Wear Stay-In-Place Makeup.

Bobbi BrownLong-Wear GelEyeliner.

Listrænar gjafirFalleg hönnun og gjafavara

Ve s öld, töskur og afsteypur

HafnarhúsTryggvagata 17101 Reykjavík

ÁsmundarsafnSigtún105Reykjavík

SafnbúðirListasafns ReykjavíkurSími 4116400

KjarvalsstaðirFlókagata24105Reykjavík

Page 31: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

GOSH Eye-dentity (001Be Honest).

Það er einfalt en klassískt að parasaman svartan augnlínufarða viðljósan varalit. Í þessari förðun erhúðin örlítið ljómandi og lita-samsetningin er sérlega falleg.

Augnlínu-farði í aðal-hlutverki

ChanelPowderBlush (71Malice).

BareM-inerals Ba-reProLongwearLipstick(Bloom).

MAC PowderBlush(Melba).

Shiseido Modern MattePowder Lipstick (Jazz Den).

Borgaraleg ferming Siðmenntar

Uppbyggileg fræðsla— hátíðleg athöfn

Stefnduhærra!

Borgaraleg ferming 2021– skráning er hafin

Fermingarathafnir ognámskeið verða í boðivíðsvegar um landið.

Allar nánari upplýsingarog skráning:sidmennt.is | 899 [email protected]

Borgaraleg ferming byggist upp ávíðtækri fræðslu og athöfnum þarsem þátttaka fermingarbarna er ífyrirrúmi. Námskeiðið fjallar umsiðferði, virðingu, ábyrgð, samskipti,gagnrýna hugsun, mannréttindi ogmargt fleira sem gagnast ungu fólkisem veganesti út í lífið.

Borgaraleg ferming Siðmenntar erveraldlegur valkostur sem er opinöllum óháð trúarskoðunum.

Í dag er ekki hægt að ganga að því vísu að allir borðikjöt, mjólkurvörur, sykur og þar fram eftir götunum.Þegar kemur að veislum getur þetta vaxið fólki í aug-um. Þið þurfið þó ekki að örvænta því það er alltaf

hægt að finna lausnir á öllu. Dehli koftast-grænmetisbollurnar frá Móður nátt-

úru eru afar ljúffengar í veisluna og hægt að hafa saltog hrísgrjón til hliðar. Í grænmetisbollunum er bygg,

kartöflur, kjúklingabaunir, grænar baunir, tómatmauk, chillí,kartöflumjöl, hvítlaukur, engifer, ferskur kóríander og salt. Í bollunumer ekkert MSG, enginn sykur og engin aukaefni. Grænmetisbollurnareru fulleldaðar og þarf bara rétt að hita þær upp.

Það er líka sniðugt að búa til einhvers konar grænmetis-taco en þaðer ekki bara ljúffengt heldur líka fallegt á veisluborði. Nú eða búa til vefj-ur úr hrísgrjónablöðum. Tæri liturinn leyfir litríku grænmetinu að skína ígegn en til þess að vefjurnar verði ekki alveg goslausar skiptir máli að verameð ljúffenga sósu með.

Svona leysir þú vegan-vandann

FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 MORGUNBLAÐIÐ 31

Page 32: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi / Sími 557 4848 / www.nitro.is

FERMINGA RA IRprófja!

Fermingartilboð

F INGÞarf ekki peða tryggjj

Flottar rafmagnsvespur. 3 litir, rauð, svört og hvít.60V/900W öflugur mótor með 60 km. drægni.

Hleðsla: 6-8 tímar. Hraði: 25 km/h.

50cc bensín fjórgengisvespur. EURO4 vottaðar,minni mengun, minni eyðsla. 12 tommu felgur.

Frábær í skólann og snattið. Litir: Rautt, svart eða hvítt.

Kr. 179.000,- Kr. 234.900,-

BOXFYLGIRMEÐ!

Origins Clear Improvement Char-coal Honey Mask, 5.449 kr.

BólubaniSkin Regimen 1.0 Tea TreeBooster, 14.799 kr.

Gott er að eiga bólubana í veskinu tilað flýta fyrir því að stakar bólur hverfi.Bólubanar þurrka einnig upp húðinaog sótthreinsa. Clear-Out BlemishTargeting Cream frá My Clarins inni-heldur náttúruleg innihaldsefni sembæði hreinsa og róa húðina. SkinRegimen 1.0 Tea Tree Booster er einn-ig góð og hrein formúla sem nota má átiltekin svæði eða allt andlitið. Tea Tree-olía er þar í aðalhlutverki ásamtmandelic-sýru en formúlan róar húð-ina, hreinsar og kemur jafnvægi áhana. M5

Skjáskot/Instagram @VictoriaBeckhamBeauty

Á unglingsárunum fer að bera meira á framleiðslu húðfitu sem kann svo að stífla svita-holur og mynda bólur. Hormónabreytingar geta einnig haft þær afleiðingar að aukningverður á bólum. Huga þarf að ýmsu þegar hugsað er um unga og viðkvæma húð.

Lilja Ósk Sigurðardóttir [email protected]

Húðumhirða sem stuðlar að jafnvægi

Þó húðin virki feit og olíukennd þarf hún samt raka. Clear ImprovementPore Clearing Moisturizer frá Origins er mjög áhugaverð formúla sem inni-heldur bambuskol sem sýgur í sig óhreinindi ásamt 1% salicylic-sýru. Ann-að hentugt andlitskrem er Re-Boost Mattifying Hydrating Cream frá MyClarins en náttúruleg innihaldsefnin hjálpa húðinni að ná jafnvægi. M2

My Clarins Re-Boost MattifyingHydrating Cream, 3.879 kr.

Origins Clear Improve-ment Pore Clearing Mo-isturizer, 3.246 kr.

Léttur raki

Einu sinni til tvisvar í viku er gottað djúphreinsa húðina meðgóðum andlitsmaska. Acne Sol-utions Oil-Control Mask fráClinique byggist á leir sem sýg-ur í sig óhreinindi og olíu. ClearImprovement Charcoal HoneyMask frá Origins er bæði hreins-andi og nærandi andlitsmaski.Formúlan inniheldur bambuskol,sem dregur í sig óhreinindi,ásamt hunangi sem nærir. M4

Clinique Acne Sol-utions Oil-Control

Cleansing Mask,5.689 kr.

Hreinsandiandlitsmaski

Origins Clear Improve-ment Charcoal HoneyMask, 5.449 kr.

Mikilvægt er að hreinsa húðinakvölds og morgna en þó húðinvirki olíukennd og óhrein skalþó nota andlitshreinsi semþurrkar húðina ekki of mikið.Um leið og húðin skynjar auk-inn þurrk kann hún að fram-leiða meira af húðfitu og víta-hringur myndast. Allt snýstþetta um að koma húðinni íaukið jafnvægi.

Nip+Fab Teen SkinFix Jelly WashNight, 1.395 kr.

Clinique AcneSolutionsCleansingFoam, 4.289 kr.Hrein húð

kvölds ogmorgna

Sýrur sem losaum stíflurSalicylic-sýra er BHA-sýra semleysir upp olíu og óhreinindi í húð-holunum. Þetta er frábært inni-haldsefni til að berjast við bólurnar.Teen Skin Salicylic Acid Day Padsfrá Nip+Fab eru skífur sem búa yfirvökva með salicylic-sýru og er til-

valið að nota eftir húð-hreinsun og á undan and-litskremi. DermoPurifyerMattifying Fluid frá Euceriner mattandi andlitskremsem inniheldur meðal ann-ars salicylic-sýru og hreins-ar húðina og róar. M3

Nip+Fab Teen Skin SalicylicAcid Day Pads, 1.546 kr.

EucerinDermoP-urifyer Mat-tifying Fluid,2.567 kr.

Page 33: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 MORGUNBLAÐIÐ 33

13.800 kr.Silfureyrnalokkar með

íslenskum kalsidon steinum.JE-610

16.700 kr.Silfurhringur með hvítumcubic zirconia steinum.

UR-214-WH

18.300 kr.Silfurhjarta með hvítumcubic zirconia steinum.

UP-912-WH

13.900 kr.Hvítagullshúðaðsilfurarmband.

JB-508

Fermingargjafirnar eru hjá Jens

Jens - Kringlunni, Smáralind og Grandagarði 31

��� ����� ��� � ������ �� �������� �� ������ ��� ��� � ����� ���� �� �� ����� ��� �������� � � ������� ����� �� ����� ������� �� ������� ��������

16.200 kr.Silfurhálsmen með cubic zirconia

steinum, til í fjórum litum.UP-168

11.500 kr.Silfurhálsmen með íslenskum

múgarit steini. 8 mm að þvermáli.JP-641

11.500 kr.Silfurhálsmen með

íslenskum kalsidon steini.JP-622

18.900 kr.Silfureyrnalokkar með

íslenskum múgarit steinum.JE-604

Uppsteyt silfurhálsmen meðcubic zirconia steinum.Verð frá 9.900 kr.

Stackers skartgripaskrín, úrvalaf stærðum og litum.Verð frá 3.900 kr.

Silfurkrossar. Íslenskhönnun og smíði.

Verð frá 9.900 kr.

Stáleyrnalokkar (hoops), 8 - 20mm að þvermáli, í fjórum litum

Verð frá 3.200 kr.

Stálkrossar, margar gerðir.Verð frá 6.900 kr.

8.900 kr.Ermahnappar úrgylltu eðalstáli.

SC-02-G

6.900 - 9.900 kr.Trú, von og kærleikur -

silfurhálsmen, tvær stærðir til.

18.200 kr.Hvítagullshúðuðsilfurbindisnæla.

UT-129

9.900 kr.Leðurarmband með stálplötu.

Nokkrar tegundir til.

23.900 kr.14 k gulleyrnalokkar sem

eru 12 mm á hæð.JE-624-G

39.900 kr.Gárueyrnalokkar úr 14 k gulli.

12 mm að þvermáli.JE-616-G-NO-S

28.900 kr.Gáruhálsmen úr 14 k gulli.

22 mm að þvermáli.JP-618-G-L

89.900 kr.14 k gullhringur sem passarvel á vísifingur og löngutöng.

JR-510-G

Gárur: hannaðu þitt eigið hálsmenmeð því að raða saman ólíkum gárum.

Verð frá 5.300 kr.

Margverðlaunuð hönnun. Secridveskin eru gerð úr gegnheilu áli.

Verð frá 4.900 kr.

húðina fyrir förðun og sjálf nota ég alltaf þunn-an augnskuggagrunn sem kemur í veg fyrir aðaugnförðun renni til eða klessist yfir daginn.Brúnir og bleikir tónar á augun koma mjög velút, sérstaklega þegar við sækjumst eftir mildriog mjúkri förðun. Ég nota aðeins dekkri lit ískyggingu til að skerpa augun og til að geraeyeliner-línu við augnhárin. Léttur maskarisem greiðir vel passar vel með svo mildri förðunog til að toppa augnsvæðið nota ég mjóan blýanteða túss til að fylla upp í og móta augabrúnir.“

Uuppáhaldsvörur Bjargar fyrir andlit:� Life Plankton elixir serum frá Biotherm erstútfullt af rakagefandi og róandi eiginleikum. � Touche Éclat blur farðagrunnur frá YSL fyll-ir upp í ójöfnur og fínar línur áður en farðinn erborinn á� CellGlow farðinn frá HR gefur algjörlegalýtalausa áferð án þess að nokkuð sjáist áhúðinni� All Nighter Setting Spray frá Urban Decayer vatnshelt og gefur allt að 16 klst. endingu.

Nokkur ráð svo förðuninendist út daginn

Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarmeistari YSL, segir að móðir fermingarbarnsins megiekki verða út undan. Hún mælir með farðagrunni svo förðunin endist allan daginn.

Marta María | [email protected]

ToucheÉclat blurfarða-grunnurfrá YSL.

Ég nota farðagrunn sem bæði gefurraka og jafnar yfirborð húðarinnaráður en ég set farða sem gefur ljómaog miðlungsþekju. Það er mikilvægtað farðinn sé mjúkur svo hann legg-

ist ekki í þurrk og línur yfir daginn og það samaá við um hyljara. Mér finnst gott að nota litlaustpúður til að festa formúluna áður en ég set sól-arpúður og bjartan kinnalit til að gefa förð-uninni hreyfingu,“ segir Björg og bætir við:

„Það er mikilvægt að undirbúa augun eins og

Leikkonan KateWinslet er meðmilda förðun enandlitið er þó velskyggt og húðinvel nærð.

All NighterSettingSpray fráUrbanDecay ervatnshelt.

LifePlanktonelixir ser-um fráBiotherm.

Page 34: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

FERMINGFERMING 20202020

Converse Chuck T. All Star Hi

Vagabond Dioon

Vagabond Zoe PlatformAdidas Continental 80

Adidas Stan Smith

21.995 Kr. / 36-47

18.995 Kr. / 36-48

17.995 Kr. / 36-41

17.995 Kr. / 36-41

12.995 Kr. / 36-48

Kristín er vinsæll ljós-myndari sem sérhæfir sig íungbarna- og ferminga-myndum. Hún lærði ljós-myndun bæði hér heimasem og erlendis eða

nánar tiltekið í Arizona í Banda-ríkjunum og útskrifaðist hún þaðan2000.

Kristín er mjög kröfuhörð á sjálfasig og er því stanslaust að bæta við sigþekkingu og tileinka sér tækninýjungar.

Eins er hún þekkt fyrir að vera kát ogskemmtileg og láta hlutina ganga áreynslu-laust í ljósmyndatökum.

Kristín segir að þegar kemur að fermingar-myndatökum séu breytingarnar helst þær að nú séuljósmyndatökurnar ekki lengur inni í ljósmyndaverinu, heldurúti í dagsbirtunni. Sem gerir ljósmyndirnar afslappaðri.

„Ég hef starfað sem ljósmyndari í tuttugu ár. Í dag er ég aðfá unga foreldra til mín sem komu á sínum tíma til mín í ferm-ingarmyndatöku, sem er mjög skemmtilegt.“

Mikilvægt að barnið ráði

Kristín segir fermingartímann dásamlegan og dýrmætt aðná að festa á mynd tímamótin.

„Ég tel að allir ættu að skipuleggja ljósmyndatökuna velfyrirfram. Eins er mikilvægt að hafa á hreinu hvernig maðursér myndirnar fyrir sér. Ég mæli ekki með því að láta ljós-myndarann alfarið ráða. Heldur tel ég betra að hafa hugmyndað byggja ljósmyndirnar á. Þá er auðveldara fyrir ljósmynd-arann að uppfylla óskir fermingarbarnsins.“

Ráðleggur þú fólki að taka ljósmyndir á fermingardaginn eðaá öðrum degi?

„Vinsælast er að koma í myndatöku nokkrum vikum fyrirferminguna. Þá má sýna ljósmyndirnar í veislunni.

Ég mundi ekki mæla með myndatöku á sjálfan fermingar-daginn, þá eru allir svo uppteknir og lítill tími til að slaka á. Þaðgetur komið fram á myndunum.“

Áttu ráð fyrir þá sem eru hræddir við ljósmyndatöku?„Það er nauðsynlegt að ljósmyndarinn mæti hverjum og ein-

um þar sem hann er staddur. Það skiptir máli að það sé hlustaðá fermingarbarnið, og ekki sé verið að biðja þau um að gerahluti sem þau ekki vilja. Fermingarbarnið á að ráða sem mestuvarðandi myndatökuna, þá fáum við gleðiglampa í augun semvið viljum fanga. Ég gef mér alltaf nægan tíma með hverjum ogeinum. Það tekur þau oft tíma að slaka á og ná að treystamanni, en það er líka allt í lagi og mjög eðlilegt. En þau eru flestopin og hress og mikið að taka selfie svo þau vita oft hvor vang-inn myndast betur.“

„Þannig fáum við gleðiglampa í augu fermingarbarna“

Kristín Þorgeirsdóttir eða Krissý ljós-myndari segir að ef fermingarbarninu líðurvel í ljósmyndatökunni komi þessi gleði-glampi í augu barnanna á ljósmyndunum.

Elínrós Líndal | [email protected]

Kristín Þorgeirsdóttir

Fermingarljósmynd lifirað eilífu. Þess vegna ermikilvægt að vanda tilverksins að mati Kristínar.

Page 35: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 MORGUNBLAÐIÐ 35

HEIMILIÐOG JÓLINKíkið í vefverslun okkar á www.heimilidogjolin.is

og skoðið úrvalið eða verslun okkar á Austurvegi 65, Selfossi

færðu hjá Heimilið og jólinFalleg kertaglös,vasar, kertaluktir,veggskraut allt tilað gera herbergið

fallegra

Gjöfina fyrir fermingarbarnið

Guðný segir ákaflega gaman að starfa með Ró-berti eiginmanni sínum í fyrirtæki þeirra hjóna.Sagan á bak við fyrirtækið er einstök. Í raunframtak sprenglærðra fagmanna sem fengu ekkiatvinnu við sitt hæfi í mörg ár í landinu.

„Við hjónin höfðum sótt okkur menntun í graf-ískri hönnun og margmiðlun í Danmörku. Þegar við höfðum ekkifengið vinnu við það sem við höfðum lært, 4 árum eftir flutn-ingana til landsins, tókum við málin í okkar hendur og bjuggumtil Puha design. Upphaflega var það hugsað til að halda við þvísem við lærðum, en fljótlega vatt það upp á sig.“

Hvað getur þú sagt mér um plakötin ykkar?„Við reynum að einblína á að hafa jákvæðar fréttir á þeim. Það

er mjög mikið af upplýsingum um tónlist og kvikmyndir og svo afþví við höfum svo mikinn áhuga á Söngvakeppni evrópsku sjón-varpstöðvanna, Eurovision, þá eru alltaf upplýsingar um þaðhver keppti fyrir Ísland á viðkomandi ári, hvar keppnin var hald-in og hver sigraði. Auðvitað er ekki hægt að horfa fram hjá risa-stórum hlutum í sögunni, þrátt fyrir að þeir séu stundum nei-kvæðir, en það vill enginn mæta í fermingu eða afmæli og réttafram gjöfina og segja: Til hamingju með ferminguna, á afmælinuþínu varð mannskæð sprengjuárás, 2 hræðileg flugslys og hrika-legur jarðskjálfti!“

Voru að leita að góðri gjöf sjálf

Guðný segir fólk stundum óska eftir aukaupplýsingum á plak-ötin, sem þau reyna að verða við.

„Svo lengi sem það er ekki of mikið mál að finna þær, eða aðþær krefjist mikilla breytinga á uppsetningunni. Við höfum settinn að Siggi frændi eigi líka afmæli viðkomandi dag. Sett inn fast-

eignaverð á hinum ýmsu stöðum á landinu, auk upplýsinga umalls konar íþróttafélög, bæði innlend og erlend.

Elsti aðilinn sem við höfum gert plakat fyrir er fæddur 1930 ogsá yngsti var rétt um 2 vikna þegar við gerðum plakatið. 52%þeirra sem við höfum gert plakat fyrir eru konur og flestir eigaafmæli í maí. Við höfum gert þau á íslensku, dönsku og ensku ogauk þess á hollensku, pólsku, þýsku og norsku, en þá þýddi sásem pantaði þau yfir á viðkomandi tungumál. Þessi plaköt erugjöfin fyrir þann sem á allt. Persónulegt, án þess að þú þurfir aðþekkja viðkomandi mjög vel.“

Guðný segir gjöfina henta öllum aldurshópum að plakötin séufrábær fermingargjöf, en þau séu einnig vinsæl í útskrift, brúð-argjöf og sem gjafir í afmælisveislur.

Eins segir hún marga skreyta á fermingardaginn með plakat-inu.

Hvernig vaknaði þessi hugmynd?„Í mörg ár höfum við gert afmæliskort með gjöfum, sem eru

svona eitthvað í áttina að þessu plakötum. Þar höfum við sett uppsvona skemmtilegar upplýsingar um afmælisbarnið og stjörnu-merki og eitthvað slíkt. Við tókum líka eftir því að kortin vöktuyfirleitt meiri athygli en sjálf gjöfin.

Fyrir 2 árum var okkur svo boðið í 2 fertugsafmæli sömu

helgina. Bæði afmælin voru hjá nánum vinkonum, þar sem okkurlangaði að gefa einhverja fallega og sérstaka gjöf, þá kom þessihugmynd upp. Við köstuðum henni á milli okkar í tvo til þrjá dagaog þá voru plakötin fædd.

Strax eftir þetta fór boltinn að rúlla og við merkjum stöðugaaukningu.“

Gaman að sjá verðlagsbreytingar

Guðný segir að langflestir sem panta þessar gjafir hjá þeim séufastaviðskiptavinir.

„Fólk talar um að þau hafi vakið mikla athygli í viðkomandiveislu og þiggjandinn hafi verið mjög ánægður.

Við höfum einnig útfært þau sem paraplakat, sem hefur veriðmjög vinsælt sem brúðargjöf eða sem skraut í brúðkaupsveislu.“

Á plakatinu er vanalega nafn, fæðingardagur og ár. „Viðmerkjum inn númer hvað dagurinn er á árinu, hvenær sólarupp-rás og sólarlag var viðkomandi dag og einnig hvaða dagur þettaer. Allir dagar hafa ákveðna sérstöðu; pönnukökudagurinn, dag-urinn til að knúsa fólk, brosdagurinn og fleira í þeim dúr.

Þá kemur dálkurinn um það sem gerðist viðkomandi ár, fyrirneðan hann eru stjörnumerkjadálkarnir. Við höfum bæði stjörnu-merki í dýrahringnum og einnig kínversk stjörnumerki viðkom-andi.

Við erum svo með lista yfir nokkur þekkt afmælisbörn semdeila afmælisdegi með eiganda plakatsins og þar við hliðina áupplýsingar um Óskarsverðlaunin og hvaða bíómynd var á toppn-um í Bandaríkjunum á fæðingardegi viðkomandi.

Í neðstu dálkunum tveimur eru upplýsingar um verðlag, áriðsem viðkomandi fæddist og hvaða lög voru á toppnum á fæðing-ardegi viðkomandi.

Við erum einnig með dálk þar sem við listum upp merkilegahluti í gegnum söguna, sem gerðust á afmælisdegi viðkomandi.

Það eina sem fólk þarf að gera er að finna okkur á Facebookeða senda okkur skilaboð á netfangið okkar, senda okkur nafn ogfæðingardag viðkomandi, velja lit og þá fer pöntunin af stað.“

Guðný segir að talsverð vinna liggi á bak við hvert plakat.Guðný sér vanalega um upplýsingaöflunina en Róbert sér umuppsetningu. Þau sjá um prentunina sjálf og afhending fer fram ígegnum Litlu Hönnunar Búðina í Hafnarfirði.

Hjónin Guðný Matthíasdóttir og Róbert Hal-bergsson gera vinsæl fermingarplaköt semnotuð eru til skreytinga í veislum og sem gjafir.Hjónin höfðu verið án atvinnu í fjögur ár þegarþau ákváðu að taka málin í sínar hendur.

Elínrós Líndal | [email protected]

Fermingargjöf sem hittir í mark!Fermingar-plakat sem er notað sem skraut á fermingar-daginn.

Page 36: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

DESIGN LETTERS skartEyrnalokkar – frá 7.190,-

Keðja – frá 5.190,-Bókstafur – frá 5.190,-

KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS

Nailberrynaglalakk3.300,-

Mette Ditmer rúmteppi140x250cm 8.900,-

Kartell Take lampi12.900,- stk.

Aida Rawferðabrúsifrá 2.790,-

Klippanullarteppi14.900,-

F E R M I N G A R G J A F I R

Vorhús handklæðilítið 1.690,-mið 3.990,-stórt 6.290,-

Frandsen Ballveggljósfrá 8.900,-

Maze pythagorasHilla 6.950,- Stoðir 6.950,-

Hekla skúlptúr,-kummifrá 9.900,-

Þeir sem eru eldri eiga oft í fullu fangi meðað átta sig á hverju fermingarbarnið hefuráhuga á. Til að auðvelda gjafavalið þá eruhér hugmyndir að nokkrum skotheldumgjöfum sem munu ekki valda vonbrigðum

á fermingardaginn.

Ef það er eitthvað sem ungt fólk hefur gaman af þá erþað að fá fallega gjöf á fermingardaginn.

Elínrós Líndal | [email protected]

Happy plugs airheyrnartól. Kosta10.004 kr. Elko.

Cuero leðurstóllPolo. Kostar159.000 kr. Casa.

Hægindastóll.Kostar 6.740 kr.Søstrene Grene.

Field jakki fyrir dömur. Kost-ar 26.990 kr. Timberland.

Fallegar gjafir fyrirfermingarbarnið

Horn Pavé hálsmen.Kostar 32.900 kr.Hildur Hafstein.

Pica-Celinaspöng. Kostar3.500 kr. Andreaby Andrea.

Apple lyklaborð. Kostar21.990 kr. Epli.

Tissot Every-time Medium.Kostar 38.600kr. Michelsen.

Rúmföt. Kosta10.990 kr. LínDesign.

Dömu-gönguskór.Kosta 29.990kr. Timberland.

Page 37: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 MORGUNBLAÐIÐ 37

Sjá úrvalið á facebook síðu PartýbúðarinnarFaxafeni 11, RVK | s 534 0534 | partybudin

Glæsilegtfermingarskraut

Slow Dance ilmurinn frá Byredo. Fyrir hann og hana.Kostar 21.500 kr. Madison.

Cartell náttborð. Kost-ar 37.900 kr. Casa.

iMac 21 skjár.Kostar 239.990kr. Epli.

Hugo Boss kúlu-penni. Kostar15.300 kr. Penninn.

Vaxjakki. Kostar49.000 kr. Herra-fataverzlun Kor-máks & Skjaldar.

Vekjaraklukka. Kost-ar 13.800 kr. Epal.

Cayman taska. Kostar13.990 kr. Húrra Reykjavík.

Lífslykillinn Ég er nóg.Kostar 9.800 kr. Dóttirby Dóttir.

Blásari frá HH Sim-onsen. Kostar 21.903kr. Beauty Bar.

Pica Janet Crystalhringur. Kostar 7.500kr. Andrea by Andrea.

Hörskyrta.Kostar13.990 kr.Timberland.

Eyrnalokkar.Kosta 8.900 kr.Hildur Hafstein.

Skissubók. LibraMuti. Kostar frá 4.700 kr. NielsenSérverzlun.

Page 38: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

Lungamjúkar gerbollur og heitur ostur – góð blandameð góðri sultu. Virkilega góð uppskrift að gerboll-um sem má nota á ýmsa vegu í veisluna. Hér einnignotuð fyrir uppskrift að brauði með míní-hamborg-urum.

5 b hveiti5 msk. heilhveiti2 msk. þurrger3 msk. sykur2 tsk. salt½ l volgt vatn50 g brætt smjör1 eggjarauða

Hitið ofn í 180 gráður. Hrærið þurrefnin saman ískál. Búið til gat í miðjuna og hellið vatni og smjöriþar ofan í. Blandið saman með sleif til að byrja meðog hnoðið svo í höndunum. Athugið að þetta deig erfrekar blautt og þarf ekki að hnoða það mikið. Látiðhefast í klukkustund.

Að hefingu lokinni skal móta penar bollur. Hér þarfað hafa hveiti við höndina til að deigið klístrist ekki

allt við mann, hveitistrá hendurnar aðeins fyrir hverjabollu, en það er þess virði því þær verða mjög mjúk-ar eftir bakstur.

Takið ostinn sem þið ætlið að hafa í miðjunni ograðið bollunum í kringum hann. Hafið smá bil á millibollanna. Látið bollurnar hefa sig/taka sig aðeins aft-ur um stund. Fjarlægið ostinn. (Hér er ekki vitlaust aðnota ost sem er í tréumbúðum, Stóri-Dímon, og notaumbúðirnar allan tímann, baka bollurnar með um-búðum) Hrærið eggjarauðu og smyrjið á bollurnar.Stráið birki- eða sesamfræjum yfir þær.

Stingið í ofn og bakið í um 10 mínútur. Takið þá útog látið ostinn í miðjuna eða ofan í formið. Bakiðáfram í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til bollurnar erugullnar og osturinn mjúkur.

Ef þið viljið gera hringinn daginn áður skal nota ostmeð tréumbúðum eða nota lítið hringlaga form ístaðinn sem má fara í ofn. Baka hann þar til hann eralveg tilbúinn, um 20 mínútur. Hita þá ostinn þegar áað bera hann fram og setja hann í formið, ofan íbolluhringinn. Berið fram og hafið góða sultu og ann-að ljúfmeti með.

Bolluhringur með mjúkri ostamiðju

Ég fermdist á ósköpvenjulegum sunnudegifyrir mjög mörgum ár-um á Akureyri. Þaðvar sami dagur ogpabbi minn hafði

fermst á enn fleiri árum áður.Þetta var rólegheitaferming ogundirbúningur og ég man alvegþokkalega mikið frá þessum degi.En aðallega það að veðrið varrosalega gott og ég var smá svekktað komast ekki á skíði með vinkon-um mínum. Annars finnst mér íminningunni að mamma hafi svonaað mestu ákveðið hvernig hlutirnirættu að vera og allt runnið baramjúkt samkvæmt hennar skipu-lagi.

Mér finnst líka eins og þettahafi verið ferming og hefðbundinveisla eins og tíðkaðist á þessumtíma. Allt fullorðna fólkið í fjöl-skyldunni kom saman og fleira til,og þótt ég hafi ekki velt því mikiðfyrir mér þá hverjir hreinlegaværu þar, þá þykir mér ansi væntum það í seinni tíð að allir kæmusaman þarna heima. Það eru lík-lega til myndir af öllum semmættu og ég man hvað margirgáfu mér í fermingargjöf. Ég hafðilíka skrifað það skilmerkilega nið-ur. Það voru peningar, en svo lítiðbrot af því sem gengur og gerist,að krakkar hlæja að því. Svo fékkég Adidas-galla, beauty-box, hand-klæði, myndavél, hring o.s.frv.Húsgögn í herbergið mitt vorumeðal þess sem ég fékk frá for-eldrum mínum, sem ég valdi sjálf,voru pöntuð sérstaklega fyrir mig

og ég hafði valið af kostgæfni.Kannski voru örlög mín ráðin íkringum fermingu, án þess að égáttaði mig á því.

Það sem ég man þó ekki sér-staklega eftir að hafa ákveðið eðavelt fyrir mér voru veitingarnar.Ég var bara ánægð með þær, endakökur og sætabrauð, sem mérþótti gott. Ekkert sérstaklegahugsað fyrir börn, heldur líklegameira fyrir þá fullorðnu til að fásér með kaffibolla. Svona var þettaen er alls ekki núna. Síðustu árinhafa fermingarbörnin miklar oglíklega mestar skoðanir á því, hvaðþau vilja bjóða upp á í veislunnisinni ef ein slík er haldin. Lea,dóttir mín, vildi hafa ýmsa smá-rétti, míní-hamborgara og meiripartímat, sæta munnbita, smákök-ur og nammibar. Og þá tók égsaman uppskriftirnar sem hér birt-ast. Mér finnst svolítið gaman aðbirta þær, því ég get mælt meðþeim við hin ýmsu tilefni, alls ekkibara fermingar. Fermingarbörnársins nákomin okkur nefna sushi,pizzur og kjúklingasúpu í sínaveislu. Þetta er ansi langt frá þeimfermingarstíl sem var fermingars-unnudaginn minn árið 1987. Ég ersvo glöð með það að þau hafi skoð-anir og líti svo á að veitingarnarog það hvernig veislan og um-hverfið er sett upp endurspegliþau á einhvern hátt. Til hamingju,öll fermingarbörn!

Uppskriftirnar birtust inni áwww.gottimatinn.is og þar máfinna margar góðar hugmyndirfyrir fermingarveisluna.

Ef það er eitthvað sem fermingarbörn virðast hafaskoðanir á og snertir þeirra fermingardag, þá eru þaðveitingar sem bera á fram til að fagna áfanganum.

Halla Bára Gestsdóttir | [email protected]

Fæða og ferm-ing þá og nú!

38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Stærðir XS-XLMargir litir

Verð 10.850,-

Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14

CURVY RACERBACKBRALETTE

Úrval af gíturum og bössum

Fiðlur

Heyrnartól

Míkrafónarí úrvali

Þráðlausmíkrafónn

GÍTARINNStórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • [email protected] • www.gitarinn.is

HljómborðMEDELI MC37A

Trommusett

Söngkerfi

í úrvaliFermingargjafir

Magnarar

Page 39: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

Fallegt á borði og einfalt í matargerð. Gestirrífa sér einn og einn bita af heitu brauðimeð smjöri, kryddjurtum og mosarella-osti.

Góður og glænýr brauðhleifurMjúkt smjörSteinselja, smátt söxuðMosarellakúla, söxuðRifinn parmesanosturSjávarsaltFerskt rósmarín

Hitið ofn í 200 gráður. Skerið langsum ogþversum skurði ofan í brauðið, fjöldi skurðafer eftir stærð brauðhleifs, en þannig að

hver biti sé um 1 ½ til 2 cm. Gætið að því aðskera það ekki alveg niður svo það fari ekkií sundur! Takið undir brauðið og glenniðþað í sundur; með því er auðvelt að smyrjabrauðið með mjúku smjöri, strá steinseljuofan í það, dreifa mosarella-ostinum, stráparmesanosti yfir og ofan í ásamt smá salti.Stingið rósmaríngreinum hér og þar.

Stingið í ofn og bakið þar til brauðið ervel heitt og osturinn vel bráðinn. Berið straxfram. Athugið að þetta brauð má gera dag-inn áður og geyma í kæli þar til því erstungið í ofn.

� SJÁ SÍÐU 40

Fylltur brauðhleifur

FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 MORGUNBLAÐIÐ 39

Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is

Við búum til minningar

FERMINGARMYNDIR

Ekta amerískur draumur. Ídýfa sem gengur íöllum boðum og partýjum, jafnt sumar semvetur. Sniðug á hlaðborð þar sem fólk á öll-um aldri kemur saman.

2 msk. ólífuolía2 msk. smjör1 lítill laukur, smátt saxaður2 hvítlauksrif, smátt söxuð4 msk. hveiti1 ½ b. kjúklingasoð1 ½ b. rjómi1 b. rifinn parmesanostur1 msk. sítrónusafi1 msk. sykur1 dós sýrður rjómi1 b. rifinn cheddarostur450 g frosið spínat, þítt170 g niðursoðnir ætisþistlar¾ tsk. Tabasco-sósaNachos-flögur

Bræðið saman olíu og smjör í potti ámiðlungshita. Setjið lauk saman við og mýk-ið hann í 3-4 mínútur. Bætið þá hvítlauk

saman við og bætið við öðrum 2-3 mín-útum. Stráið hveiti yfir laukinn og hrærið í3-4 mínútur, þar til blandan er gullin ogáferðarfalleg. Hellið kjúklingasoði yfir ínokkrum hlutum og hrærið vel í á milli eðaþar til blandan tekur að þykkna og húnverður kekkjalaus.

Komið upp suðu. Hellið þá rjóma samanvið og hrærið vel svo úr verði kekkjalausjafningur. Takið af hitanum og setjið parmes-anost, sítrónusafa, sykur og sýrðan rjómasaman við og hrærið vel. Hrærið þá rifinnost út í.

Kreistið umframvökva úr spínatinu, saxiðþað meira ef ykkur þykir þörf á og hræriðsaman við blönduna. Látið renna vel af þist-ilhjörtunum og skerið þau smátt. Nú faraþau út í blönduna. Smakkið til með Ta-basco-sósunni.

Setjið hita undir ídýfuna að nýju, hræriðvel í pottinum þar til osturinn er allur bráðinnog ídýfan áferðarfalleg. Berið hana framheita með nachos flögum, heitum tortillum,bagettusneiðum eða því sem þið kjósið.

Spínat- og þistilhjörtuídýfa með nachos-flögum

Page 40: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

Amerískar smákökurÞað þarf að setja sig í spor fjórtánára barna þegar sett er samanfermingarveisla og heyra það áþeim hvað þau vilja hafa og hvaðþeim þykir gott. Amerískar smá-kökur, cookies, er eitthvað semmargir myndu nefna. Hér er einekta uppskrift sem klikkar ekki.

1 b. mjúkt smjör1 b. púðursykur1 egg1 ½ tsk. vanilludropar2 b. hveiti1 ½ tsk. lyftiduft1 tsk. salt1 ½ b. Smarties eða M&M

Hitið ofn í 180 gráður. Hrærið

saman smjör og sykur þar til léttog ljóst, bætið þá eggi saman viðog hrærið ásamt vanilludropum.Setjið þurrefnin saman við oghrærið þar til allt hefur blandastvel saman og þá Smarties eðaM&M. Hrærið varlega svo nammiðbrotni ekki allt.

Gott er að stinga deiginu í ís-skáp í um hálftíma, móta þá litlarkúlur og setja á bökunarplötu. At-hugið að deigið má geyma í ís-skáp yfir nótt. Þrýstið létt ofan ákúlurnar með fingrunum. Bakið í 8-10 mínútur ef þið viljið hafa þærmjög mjúkar að innan en 12-14mínútur ef þið viljið hafa þærstökkar.

40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Úr á mynd

Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.isGULL- OG SILFURSMIÐJAN ERNA

ERNA Skipholti

12.500

6.900

19.500

Pierre Lannierarmbandsúr í úrvali

Fermingargjöfin

fæst í ERNU

In Hoc Signo Vinces /Undir þessu merki

sigrar þú.

Stórt

Lítið

Fylgið okkur á Facebook

Skipholti 29b • S. 551 4422

GLÆSIKJÓLARÍ ÚRVALI

Ekta brownie sem öllum þykirgóð. Þessi hverfur fljótt í boðum.Einn Marsbiti fer í hvern kökubita.

250 g smjör250 g súkkulaði1 ½ b. hveiti1 ½ b. sykur1 ½ tsk. lyftiduft3 egg3 Mars-stykki

Hitið ofn í 160 gráður. Bræðiðsaman smjör og súkkulaði í potti.Látið blönduna kólna svolítið.Hrærið þurrefni saman í skál.Hellið súkkulaðiblöndunni samanvið þurrefnin og brjótið eggin eittaf öðru út í. Hrærið vel en varlegaog ekki of lengi.

Skerið Mars-stykkin í um hálfssentimetra þykka bita. Helliðkökudeiginu í aflangt form, leggiðMars-bitana í þrjár til fjórar raðirofan á deigið og alla leið niður.Bakið í um 30 mínútur eða þar tilkakan er orðin bökuð að ofan enmjög mjúk í miðjunni. Stingið íhana með bökunarprjóni og hannskal koma örlítið óhreinn út. Gæt-ið að því að baka kökuna alls ekkiof lengi þá missir hún mýktinasem skiptir öllu máli. Kælið ogskerið í litla bita þannig að einnMars-moli sé í hverri sneið. Raðiðfallega á bakka, stráið flórsykrieða kakói yfir.

Browniemeð Mars-bitum

Míní-hamborgarar

borgarann. Laukinn má gera dag-inn áður.

Bearnaise-sósa:Fyrir þá sem svo kjósa má gera

heimalagaða sósu á hamborg-arana. Hins vegar er mælt meðþví að kaupa vandaða kalda be-arnaise-sósu sem má fá víða efum mannmarga veislu er aðræða.

Samsetning:Skerið brauð í tvennt. Smyrjið

sósu á báða hluta, ekki sparahana því brauðin drekka svolítið ísig. Leggið heitan borgara á neðrihlutann, sem er með osti og beik-oni, og setjið lauk þar ofan á. Lok-ið með efra brauðinu. Gott er aðstinga tannstöngli eða pinna ígegnum borgarann og raða ábakka. Það er þægilegra fyrirgesti að þeir detti ekki í sundurþegar þeir sækja sér á disk.

í ísskáp í a.m.k. klukkustund áðuren þeir eru steiktir. Þetta má geradaginn áður og sömuleiðis másteikja þá daginn áður og geyma íkæli.

Áður er borgaranir eru bornirfram skal setja á þá þykka sneiðaf cheddar-osti og strá smátt söx-uðu og stökku beikoni yfir. Á þannhátt er gott að geyma þá ogstinga þeim svo beint inn í heitanofn sem er á grilli áður en þeir erubornir fram.

Rauðlaukur í ediki - meðlæti

1 rauðlaukur, sneiddur örþunnt1 msk. hvítvíns- eða rauðvínsedik1 tsk. sykur1 tsk. salt

Hrærið allt hráefnið saman oglátið standa í a.m.k. klukkustundáður en laukurinn er settur á ham-

Heimalagaðir míní-hamborgarareru girnilegir á vel framsettummatarbökkum og laða marga að.Þessir eru bornir fram meðcheddar-osti, stökku beikoni,ediklöguðum rauðlauk og kaldribearnaise-sósu.

Hamborgarar

500 g vandað nautahakk3 msk. steinselja, söxuð3 msk. estragon/tarragon, smáttsaxað3 msk. brauðmylsna4 msk. rifinn parmesanostur1 msk. dijon hunangssinnep1 eggSjávarsalt og svartur piparcheddar-ostur, skorinn í sneiðarstökksteikt beikon, smátt saxað

Hrærið allt hráefnið saman.Mótið litla hamborgara og geymið

Page 41: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

Það skiptir töluverðu máli að móð-ur fermingarbarnsins líði vel áfermingardegi barnsins. Til þessað það geti gerst þarf hún aðvera búin þannig að henni líðivel. Kjólar hafa notið vinsælda ígegnum tíðina og eru tísku-

straumar þannig í dag að hver ogein ætti að geta fundið draumakjólinnsinn. Mikilvægast er að kjóllinn sé velsniðinn og þannig gerður að sú sem

klæðist honum þurfi ekki stöðugtað vera að laga hann til.

FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 MORGUNBLAÐIÐ 41

"Ég varð pirraður þegar ég fékk námskeið í fermingargjöf,þangað til að ég kom á námskeiðið og fattaði að þetta varlangbesta gjöfin sem ég fékk." - Fermingarbarn 2019

Fyrir þá sem vilja gefa ævilangt sjálfstraust og upplifun í staðveraldlegra hluta er gjafakort Dale Carnegie snjöll lausn.Hægt er að kaupa gjafakort fyrir hvaða upphæð sem er oggjafakortin koma í fallegri gjafaöskju. Gefum umhverfisvænaog eflandi fermingargjöf!

Hringdu í síma5557080eðakíktu ádale.istil að fá frekari upplýsingar.

Gildistími gjafabréfs er 12 mánuðir en hægt er að skila gjafabréfinuinnan 30 daga gegn fullri endurgreiðslu.

Versta fermingargjöfin?..eðabesta fjárfestingin?

Fermingar-móðurinniþarf líkaað líða vel

Þessi kjóllfæst í Mat-hilda.

Fermingarföt á mömmuna

Þessikjóll fæstí Frk.is.

Þessi jakkifæst í Mat-hilda.

Varalitirnirfrá YSL end-ast lengi ogeru með fal-legri áferð.

Fyrir þærsem kunna

ekki að metakjóla gæti

falleg skyrtameð slaufu

og síðar bux-ur verið mál-

ið. Þessiskyrta fæst í

Hjá Hrafn-hildi.

Þessikjóll erfráH&M.

Þessi kjóllfæst í Zara.

Skórnir frá Clarkseru oft nefndir flug-freyjuskór vegnaþess að þeir erusvo þægilegir. Þeirfást í Maia.

Ljós oglátlaus

kjóll fráH&M.

Þessikjóll fæstí Maia.

Þessi kjóllfæst í versl-uninni Evu.

Hér fara sniðog efni sam-an í fallegumkjól frá Zara.

Þessikjóllfæst íH&M.

Þessikjóll fæstá Frk.is.

Page 42: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Helga Dögg Ljósmyndir

www.helgadogg.is

Bjargey heldur úti heimasíðunniBjargey & Co þar sem hún fjallarum ferðalög, matargerð, veislu-höld og heimilishald ásamt því aðdeila persónulegum hugleið-ingum.

„Ég held námskeið og fyrirlestra, en síðast-liðin ár hef ég farið með konur í endurnærandiferðir til útlanda og haldið sjálfstyrkingar-námskeið í ferðunum. Ég held fyrirlestra á Íslandi og erlendis um mína vegferð að betriheilsu ásamt því að starfa í sjálfboðaliðastarfifyrir Evrópusamtökin EASO ECPO. Síðastliðiðhaust gaf ég út Hamingjubók sem er dagbókfyrir alla sem vilja huga að andlegri og líkam-legri heilsu. Nú er ég nýbúin að gefa útDraumabók sem er fyrir alla þá sem vilja sjádrauma sína verða að veruleika og er meðDraumasmiðjur sem eru ný námskeið fyrir allan aldur.“

Skreyttu kransakökuna saman

Þegar dóttir Bjargeyjar fermdist lögðu þærmæðgur sitt að mörkum til að gera veislunaflotta.

„Við héldum fermingarveislu í Safnaðar-heimilinu Borgum við Kópavogskirkju. Viðmæðgur skemmtum okkur vel saman við aðundirbúa stóra daginn en hún vissi nákvæmlegahvernig skreytingar hún vildi hafa og svo hjálp-aði ég henni að útfæra þær og skreyta. Í veisl-unni buðum við upp á hlaðborð af margs konargómsætum snittum frá Tertugalleríi Myllunnarásamt kjúklingavængjum frá Tokyo Sushi ogheimagerðum kjötbollum. Við vorum síðan meðkökuhlaðborð, kransatertur sem við skreyttumsjálfar, fermingartertu frá Tertugalleríi ásamtmarengs, súkkulaðitertum og bollakökum.

Við notuðum mikið af persónulegum munumsem til voru heima til þess að skreyta salinn oghengdum upp skemmtilegar myndir af BryndísiIngu frá fæðingu fram að fermingu. Við létumprenta fyrir okkur kort hjá Prentagram með

myndum af henni sem við settum á borðin, eninn í kortin gátu gestirnir skrifað kveðju eðaheilræði til hennar.

Það var einlæg ósk hjá fermingarbarninu aðhafa myndavegg þar sem hægt væri að takaskemmtilegar myndir og það vakti mikla lukkumeðal gesta og skapaði skemmtilega stemn-ingu.

Fermingardagurinn og veislan voru frábæren við reyndum að hafa daginn eins afslappaðanog hægt var og njóta samverunnar með fjöl-skyldu og vinum.“

Er mikilvægt að gera kostanaðaráætlun aðþínu mati?

„Já, það skipti mig máli að setja það niðurhvernig veislu við vildum halda og hvað þaðkostaði. Við byrjuðum að spara fyrir veislunniári áður en hún var haldin. Við höfðum ekki aðstöðu heima til þess að hafa veisluna þar ogákváðum að kaupa veitingar til þess að léttaundir með okkur við veisluhöldin.“

Hvað skiptir mestu máli því tengt?„Að setja niður helstu kostnaðarliði og áætla

kostnað við þá. Það getur verið mjög misjafnthvað fermingarveislur kosta enda þarf að takaþað inn í reikninginn hvað er boðið upp á oghvar veislan er haldin. Síðan þarf auðvitað aðgera áætlun í samræmi við það fjármagn semmaður hefur til þess að halda fermingarveislu.Gott er líka að nota kostnaðaráætluninavið að forgangsraða hvað skiptir máliog hvað það er sem fermingar-barnið vill leggja áherslu á.“

Gerði Draumabók með yngstu dóttur sinni

Mælir þú með Drauma-bókinni fyrir fermingarbarniðog/eða alla fjölskylduna?

„Draumabók er hugmynd ogdraumur sem ég ákvað að láta verðaað veruleika. Draumabók varð til hjámér og yngri dóttur minni Hrafnhildi Elsu á

„Draumarnir rætastef við trúum á þá“

Bjargey Ingólfsdóttir rithöfundur, fyrirlesari og námskeiðahaldarier áhugamanneskja um heilbrigðan lífsstíl. Hún hefur nýverið gert Draumabók sem er áhugaverð gjöf í pakka fermingarbarnsins.

Elínrós Líndal | [email protected]

Bryndís Inga áfermingardaginn.

Ferming Bryndísar Ingu varhaldin í SafnaðarheimilinuBorgum við Kópavogskirkju.

Bjargey Ingólfsdóttir hefur reynslu af því að ferma sjálf.

Page 43: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

meðan hún þurfti að vera heima í veikindaleyfi ílangan tíma eftir slys og við þurftum að finnaokkur eitthvað skemmtilegt að gera heima ámeðan hún komst ekki í skólann. Í Draumabóker hægt að skrifa niður drauma og hugmyndirsem auðveldar okkur að sjá draumana fyrirokkur myndrænt með því að teikna, lita og límaí bókina ljósmyndir og úrklippur. Í Draumabókeru nokkrir listar sem hægt er að fylla út einsog til dæmis Stóri draumalistinn þar sem hægter að setja niður 100 drauma. Að mínu mati erenginn draumur of stór og ég segi það alltaf aðdraumarnir okkar rætast ef við trúum á þá.

Engar tvær Draumabækur verða eins þarsem eigandi hennar skapar myndrænt efni sjálf-ur til þess að sjá drauma sína fyrirsér og setja niður hug-myndir og markmið.Með bókinni fylgjaskemmtilegir lím-miðar sem éghannaði sjálf og áþeim eru hvetj-andi orð og setn-ingar sem hægter að líma í bók-ina. Bókin geturorðið eins konarminningabók en mittmarkmið er að hver ogeinn búi til sína persónuleguDraumabók og leyfi hug-myndafluginu og sköpunar-gleðinni að njóta sín.“

Best að sleppa tískustraumunum

Hamingjubókin kom útfyrir nokkrum mánuðumsem er dagbók fyrir fólk semvill hugsa vel um andlega oglíkamlega heilsu.

„Í Hamingjubók getur þúskrifað niður daglega hvern-ig þér líður og hvaða tilfinn-ingar þú upplifir. Þú geturskrifað niður hvað það ersem þú ert þakkát/ur fyrir oghver verkefni dagsins eru. Ídagbókina er einnig hægt aðskrifa niður hreyfingu, nær-ingu og svefn og þannig hef-ur þú yfirsýn yfir þína heilsuog getur sett þér markmið efþað er eitthvað sem þú viltbreyta eða gera betur.“

Hverju mælir þú með að

sleppa sem almennt er gert fyrir fermingar?„Ég mæli með því að fólk hafi ferminguna

eins og það vill hafa hana með sínu barni. Þettaer dagur fermingarbarnsins og það á ekki aðþurfa gera allt eins og aðrir eða fylgja ein-hverjum tískustraumum.“

Er eitthvað sem ætti að huga að á fermingar-tímabilinu sem er vanalega ekki gert?

„Ef ég ætti að gefa einhver ráð út frá minnireynslu er að fá eins mikla aðstoð og hægt er fráfjölskyldu og vinum við undirbúning eða borgafyrir þjónustu eins og aðstoð í veislunni og þrif.Þetta er stór dagur í lífi fermingarbarnsins ogfjölskyldunnar og ég held að enginn njóti sín velá fermingardeginum ef álagið hefur verið ofmikið rétt fyrir stóra daginn. Ég hef lært af

reynslunni í gegnum tíðina og mun líklega aldrei gleyma undirbúningi fyrir eins árs

afmæli frumburðarins þar sem ég var að byrjaað baka tilraun númer þrjú af afmæliskökunniklukkan tvö um nótt daginn fyrir afmælis-veisluna sjálfa. Allt átti að vera svo fullkomið ogég gerði auðvitað allt sjálf. Í dag hika ég ekki viðað kaupa tilbúnar veitingar og aðstoð til þess aðauðvelda mér lífið og njóta betur í veislunnisjálfri.“

Bestu veitingarnar fara eftir smekk hvers og eins

Atburður eins og ferming er leið fyrir fjöl-skylduna að koma saman og eiga góðar stundir.Bjargey segir miklu máli skipta að búa til um-gjörð og stemningu þar sem fermingarbarninuog gestunum líður vel.

„Í fermingu Bryndísar Ingu vorum við meðkort á borðunum með myndum af henni sem viðsettum á borðin, en inn í kortin gátu gestirnirskrifað kveðju eða heilræði til hennar.

Mér finnst það skipta miklu máli að huga aðsmáfólkinu sem kemur í veislur en við vorummeð litlar litabækur og liti fyrir krakkana til aðtaka á borðin til sín sem stytti þeim stundir íveislunni og það var mjög vinsælt hjá þeim aðkíkja á poppbarinn og sækja sér popp en þaðgetur verið erfitt fyrir börn að bíða eftir því aðmega fá sér að borða og þá er poppið snilld tilþess að stytta biðina.“

Hvernig veitingar er gaman að bjóða upp á íveislum sem þessum að þínu mati?

„Það sem fermingarbarnið og fjölskyldu þesslangar að bjóða upp á! Eitt það skemmtilegastavið fermingarveislur er hvað þær eru fjöl-breyttar og misjafnar eins og þær eru margar.Mér finnst alltaf skemmtilegt þegar fermingar-barnið hefur skoðanir á því hvað á að bjóða uppá eins og uppáhaldsmatinn sinn eða kökuna.“

Hvaðan kemur áhugi þinn á eldamennsku ogveisluréttum?

„Ætli hann komi ekki bara út frá því að ég hefmikla ástríðu fyrir góðum mat og kökum og finnákveðna útrás fyrir sköpunargleðina með því aðbúa til mínar eigin uppskriftir. Það er ákveðinhugleiðsla fyrir mig að elda og baka og mérfinnst það mjög skemmtilegt. Að halda veislurer ákveðið áhugamál og mér finnst fáttskemmtilegra en að hugsa um liti, blóm, þema,skreytingar og skipuleggja hvaða veitingar égætla að bjóða upp á í næstu veislu. Ég deiliþessu áhugamáli mínu svo með öðrum á heima-síðunni minni.“

Ég las á síðunni þinni að þú hefðir upplifaðáföll og veikindi sem hefðu fengið þig til aðhugsa lífið öðruvísi – getur þú sagt mér hvaðgerðist hjá þér?

„Já, ég hef upplifað áföll í lífinu sem höfðubæði áhrif á mína andlegu og líkamlegu heilsu.

Auk þess þá hugsaði ég ekki nógu vel um sjálfamig og setti fjölskylduna og vinnuna í fyrstasæti. Eftir langvarandi álag og veikindi þámissti ég heilsuna og þurfti að byggja mig uppfrá grunni eftir að hafa hreinlega örmagnast.“

Mikilvægt að börnin fái að tjá sig

Hvernig byggðir þú upp þína eigin heilsu oghverjir hjálpuðu þér mest í því?

„Ég fór í gegnum mikla sjálfsvinnu og endur-hæfingu. Það sem hjálpaði mér mest var aðlæra að setja sjálfa mig og heilsuna í fyrsta sætiþví ég vil vera til staðar fyrir börnin mín og fjölskylduna en það get ég ekki gert nema hafaheilsu til þess. Ég byrjaði að skrifa daglega íauða stílabók hvernig mér leið, hvaða tilfinn-ingar ég væri að upplifa og hvað ég væri þakklátfyrir. Ég veitti því athygli hvað ég borðaði,hvaða hreyfingu ég stundaði og hvernig svefn-inn væri. Ég tók alla þessa þætti í gegn hjá mér,en með því að setja lítil markmið í einu og gefamér góðan tíma til þess að breyta algjörlega umlífsstíl lærði ég að elska sjálfa mig skilyrðislaustog öðlaðist betri heilsu.

Þessi dagbók fylgdi mér í mörg ár og varð svoað Hamingjubók sem ég gaf út í fyrra. Þaðhjálpaði mér ótrúlega mikið að læra að gefasjálfri mér tíma fyrir mig og heilsuna mína, þvíá meðan ég hef heilsu get ég unnið að skapandiverkefnum, látið draumana mína rætast oghugsað vel um þá sem mér þykir vænt um. Égvildi að aðrir myndu njóta góðs af minni reynsluaf því að öðlast betri heilsu og lífsgæði meðsjálfsvinnu og því gaf því út Hamingjubók tilþess að aðrir gætu nýtt sér hana, bæði íforvarnarskyni til þess að hugsa vel um líkamaog sál og einnig fyrir þá sem þurfa að byggja sigupp og vilja betri heilsu og líðan.“

Bjargey er á því að það sé alltaf hægt að bætasig í að tala opinskátt við börnin okkar um að lífið sé allskonar.

„Það skiptir miklu máli að mínu mati, að viðleyfum börnum okkar að upplifa allar tilfinn-ingar, líka þær sem eru erfiðar eða sárar og aðþau upplifi samþykki fyrir því að tjá sig um sínalíðan og fái að vera þau sjálf.

Ég veit það sjálf sem foreldri þriggja barnaað það er auðvelt að spyrja hvernig var í skól-anum í dag? En kannski er stundum betra aðspyrja, hvernig leið þér í skólanum í dag?

Fermingarbörn eru á aldri þar sem þau eruað læra á sjálf sig, líkaminn breytist, þau upplifakannski að áhugamálin séu að breytast og þaumótast sem einstaklingar. Það er mikilvægthlutverk okkar foreldra, skóla og samfélagsins íheild sinni að leyfa þeim að vera þau sjálf, hafafrelsi til þess að tjá sig svo þeim geti liðið vel oglátið alla sína drauma rætast.“

Kransakökur og súkkulaðibollakökur.

Smáréttir íbland viðgirnilegabrauðtertu.

Ferming þarsem lagt erupp með aðskapastemningu ígegnumskreytingar.

FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 MORGUNBLAÐIÐ 43

Page 44: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Bókaskreytingar í bland við þemalitveislunnar sem notaður er í kertum,blómum og öðrum fylgihlutum.

Svava er með fyrirtækið Listræna ráðgjöf, þarsem hún starfar við að gera fallegt í kringumfólk og fyrirtæki. Hún er í fæðingarorlofi,eða að reyna að ástunda það, en hugurinnstelst öðru hverju í vinnuna. Þó hún segi aðuppáhaldsverkefnin sín séu að ala upp börnin

sín, þau Sögu Ljós sem er níu ára og Magnús Inga sem errúmlega þriggja mánaða.

„Ég á fyrirtæki sem heitir Listræn ráðgjöf ehf. semsérhæfir sig í fagurfræði verslana. Ég og mitt teymivinnum með verslunum við að skapa rétt útlit til að haldaverslunum í nútímanum og til að láta viðskiptavinum ogstarfsfólki líða betur í umhverfi sínu. Það er gert með upp-röðun á vörum, gluggaútstillingum og/eða heildarútlits-breytingum verslana. Einnig hönnum við skreytingar fyr-ir hina ýmsu viðburði, eins og fermingar, brúðkaup ográðstefnur.“

Bækur eru frábærar á fermingarborðið

Hún hyggst vera með borgaralega fermingu eftir þrjúár. Svava hefur gert einstakar skreytingar, meðal annarsmeð bókum.

„Ég hef unnið mikið með bækur við útstillingar bæði fyr-ir verslanir og við skreytingar í veislum. Mér datt í hug aðnota bækur því mér finnst mjög gaman að vinna meðákveðna hluti og gefa þeim nýtt og öðruvísi líf eða tilgang.“

Hvernig gerir maður slíkar skreytingar?„Það er mjög auðvelt að gera bókaskreytingar. Maður

byrjar á því að finna bók, síðan mæli ég með því að fólkfari á veraldavefinn og finni: „How to make folding bookart“ og þá koma upp mörg kennslumyndbönd. Þannigbyrjaði ég. Núna er ég meira að prófa mig áfram og búa til

ný form. Með þolinmæði og áhuga er allt hægt að mínumati.“

Svava segir bækur flottar fyrir fermingarveislur. „Mér datt í hug að þetta væri flott skreyting fyrir ferm-

inguna. Bækur eru einstakar, og þá er hægt að vera meðveislu sem er ekki eins og margt sem er gert í dag. Égmæli með að setja ljósmyndir af barninu inn í bókaskraut-ið, sem væri þá aðalskreytingin. Síðan væru minni bóka-skreytingar á borðum og þar væru blöð sem væri hægt aðskrifa á heilræði til fermingarbarnsins og stinga síðan inní skreytinguna. Sjálf nota ég mikið af blómum í mínarskreytingar en það er mjög fallegt að nota líka vörur/hlutisem tengjast fermingarbarninu, t.d. áhugamál eða uppá-haldsborgin. Af hverju ekki að hafa Eiffel-tertu styttu ogbjóða upp á makrónur?“

Bækur eru frábærar skreytingarSvava Halldórsdóttir hefur að at-vinnu að skreyta fyrir fyrirtæki. Húnsegir að bækur séu góðar til skreyt-inga og gefur góð ráð um það.

Elínrós Líndal | [email protected]

Svava meðyngsta barnisínu.

Bókaskreyting notuðsem blómavasi ogstaður fyrir ljósmyndaf fermingarbarninu.

Blómum stillt upp ípappírsskreytingu.

Page 45: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

og efni. Síðan stilli ég því öllu upp og sýni viðskiptavini ogút frá því gerast hlutirnir.“

Hvaða ráð gefur þú foreldrum fermingarbarna þegarkemur að skreytingum?

„Ég myndi byrja tímanlega að huga að þema, ég mælimeð að kíkja á Pinterest, að skoða hönnunarblöð ogákveða þema fyrir veisluna. Út frá þemanu myndi égákveða liti, hvernig skreytingar eiga að vera og finnahluti sem tengjast fermingarbarninu. Ef fólk er vanmátt-ugt gagnvart þessu, þá má alltaf heyra í okkur,“ segirhún og hlær.

Áttu uppáhaldsveislurétt að bjóða upp á í veislum einsog fermingu?

„Ég er mikill aðdáandi Lindu Ben og hef bakað og eld-að mikið frá henni. Það er allt gott sem kemur frá henni

að mínu mati. Þegar ég held afmæli eða veislur þá er rétt-urinn hennar – pepperóní-brauðréttur; uppskrift frámömmu í miklu uppáhaldi hjá okkur.

Auðvelt að búa til skreytingar

Svava er sérfræðingur í að búa til fallega hluti úr nánastöllu. Sem dæmi gerir hún rósir og fleira úr viskastykkjum ígluggum KOKKU svo dæmi séu tekin.

„Blómin sem við gerðum fyrir KOKKU eru gerð úrviskastykki. Það er auðvelt að gera þau. Það eina sem þarfer gaffall og viskastykki. Þú setur viskastykkið á borðið hjáþér, slettir úr því og stingur gafflinum í miðjuna og snýrðupp á, þangað til það er byrjað að myndast rós. Svo stingurþú endanum inn í og þá helst hún eins og hún á að vera. Þaðþarf ekki endilega að nota viskastykki, það er líka hægt aðnota efnisbúta eða tauservéttur.“

Hvað getum við notað heiman frá sem fáum myndi detta íhug sem skraut?

„Það er margt hægt að nota heiman frá, eins og gamlarmyndir af fermingarbarninu, blómavasa, kertastjaka,kampavínsglös ef sett er blóm ofan í þau. Brjóta samangamlar bækur og tímarit. Margir eiga fallegar diskamottur.Hægt er að setja þær hlið við hlið í miðjuna á borðinu.

Pottaplöntur eru líka flottar í skreytingar. Einnig mánota dót, hluti sem fermingarbarnið á og fleira.“

Aukavinnan var farin að taka yfir aðalvinnuna

Svava segir söguna á bak við fyrirtækið hennar veraþannig að hún hafði lengi unnið í búðarbransanum við hinýmsu störf en tók reglulega aukaverkefni við útstillingarfyrir hinar ýmsu verslanir.

„Þegar aukavinnan var orðin meiri en aðalvinnan mín þávissi ég að það væri mikil eftirspurn á markaðinum. Égákvað að stíga svo skrefið. Árið 2019 var það ár sem ég ætl-aði að láta þennan draum rætast að stofna mitt eigið skreyt-inga- og útstillingafyrirtæki. Ég var að vinna hjá H&M í út-stillingadeildinni, þegar ég ákvað að taka stökkið, sagði uppvinnunni og stofnaði Listræna ráðgjöf. Ég var ekki búin aðvinna nema í eina viku hjá sjálfri mér í draumastarfinu þeg-ar ég komst að því að ég var ólétt að mínu öðru barni. Einsog allir segja þá er ekki hægt að plana þessar barneignir.Þetta var smá áfall, en mikil gleði hér á bæ og núna erMagnús Ingi orðinn yngsti meðlimurinn í LR - teyminu.

Einstaklingar jafnt sem fyrirtæki geta ráðið mig og mittteymi til að skreyta fyrir hvaða tilefni sem er.“

Fermingarborðsskreyt-ingar að hætti Svövu.

Svava hefur skreytt fyrir margskonar veislur og erdugleg að skreyta fyrir aðra. Þegar kemur að hennar eig-in heimili þá er sagan eilítið önnur.

„Það er svolítð fyndið, þar sem ég vinn við skreytingarþá er ég ekki voða dugleg að skreyta heima. Eins og fyrirjólin, þá er svo bilað að gera hjá mér að gera bæði skreyt-ingar og gluggaútstillingar fyrir verslanir að ég set varlaupp jólatré.“

Hugmyndaborð eru góð byrjun

Notar þú hugmyndaborð áður en þú skreytir íveislum?

„Já, ég geri það fyrir öll verkefnin sem ég geri. Þáákveð ég þema fyrir verkefnið, vinn hugmyndavinnu, finnmyndir sem mér finnst passa við þemað. Finn liti, form

Hægt er að setja ljósmyndaf fermingarbarni og blóminn í bókaskreytingar.

FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 MORGUNBLAÐIÐ 45

uppskrift frá mömmu

1 bréf pepperóní2-3 beikonsneiðar½ blaðlaukur1 hvítlauksrif10 sveppir16 brauðsneiðar10 sólþurrkaðir tómatar600 ml rjómi frá Örnu1 stk. kryddostur frá Örnu mjólkurvörum með beik-oni og papriku1 stk. kryddostur frá Örnu mjólkurvörum með hvít-lauk eða svörtum piparRifinn ostur frá Örnu mjólkurvörum

Steikið beikonið þar til það er stökkt og gott, takiðaf pönnunni og skerið það í litla bita.

Steikið blaðlauk og sveppi saman á pönnu, bætiðpepperóníinu og hvítlauk á pönnuna og steikið létt.

Skerið brauðið í teninga og raðið þeim í tvö eldföstmót, hellið blöndunni af pönnunni yfir brauðið. Sker-ið sólþurrkaða tómata og bætið út á ásamt ólífum ogbeikoninu.

Skerið kryddostana niður í bita og setjið í pottásamt rjómanum, hitið þar til allt hefur bráðnað sam-an. Hellið rjómanum yfir blönduna í eldföstu mót-unum og dreifið svo rifna ostinum yfir.

Hér er hægt að geyma réttina yfir nótt, pakkiðþeim vel inn í plastfilmu og geymið inni í ísskáp.

Kveikið á ofninum, stillið á 180ºC, bakið inni í ofni íu.þ.b. 20 mín. eða þar til osturinn fer að verða gullin-brúnn. Fallegt að setja smá svartan pipar yfir þegarrétturinn kemur úr ofninum, berið strax fram.

Pepperóní-brauðréttur

KRINGLAN OG SMÁRALIND

Page 46: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020

Fermingar-myndatökur

Einstökminning

Ljósmyndir Rutar og SiljuSkipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |

Opið alla virka daga kl. 10-17

Skartgripur með táknræna merkingu, seldur tilstyrktar blindum og sjónskertum á Íslandi.Íslenskt handverk. Fæst um land allt.

Þríkrossinn

Stuðningur til sjálfstæðis

Sigrún og Elín reka saman Pastel Blómastúdíó á Baldursgötu36 í miðbæ Reykjavíkur. Þær rekja uppruna fyrirtækisins tiltilraunastarfsemi, þar sem þær hafi fyrir ári byrjað að prófasig áfram með þurrkuð lituð blóm í bland við fersk.

„Við fengum fyrst athygli á Instagram þar sem við deild-um myndum af óvenjulegum samsetningum af blómum og

héldum í kjölfarið „pop up“-markað í Granda Mathöll. Viðtökurnar fórufram úr björtustu vonum og næstu mánuði unnum við að heiman sam-hliða öðrum störfum að mörgum skemmtilegum og skapandi verkefnum.Í september síðastliðnum opnuðum við vinnustofu þar sem við getumunnið verkefni og tekið á móti viðskiptavinum.“

Leitast við að brjóta upp hið hefðbundna

Sigrún og Elín taka að sér að skreyta fyrir fermingarveislur og notaþá þurrkuð blóm í bland við fersk.

„Við leitumst við að brjóta upp hið hefðbundna. Bæði hvað varðar sam-setningar og liti, en erum ekki að stressa okkur á að fylgja reglum ogförum eftir okkar eigin innsæi,“ segja þær.

Áhugi þeirra á blómum kemur frá almennum áhuga á ýmiss konarsköpun; hönnun, myndlist og tísku svo eitthvað sé nefnt.

„Blómaskreytingar eru eitt form sköpunar sem við finnum okkur mjögvel í og gefur okkur tækifæri til að fá útrás fyrir sköpunarþörfina. Blóm

hafa líka jákvæð áhrif á fólk og okkur finnst gefandi að vinna meðþetta hráefni.“

Þegar skreyta á fyrir ferminguna er áhugavert og algengt að verameð einn stóran vönd á miðju veisluborði eða við inngang í veislunniþar sem gestabókinni er komið fyrir.

„Við erum hrifnar af því að hafa stóran móttökuvönd með áberandiblómum í bland við látlausar greinar.

Við leggjum samt alltaf áherslu á að vinna með hverjum og einumviðskiptavini til að skapa þá stemningu sem óskað er eftir. Engartvær veislur verða eins hjá okkur þar sem við leitumst eftir því aðgera skreytingarnar eins persónulegar og við getum.“

Margt hægt að gera í stað þess hefðbundna

Þær segja margt hægt að gera annað en hefðbundnarskreytingar.

„Við höfum sem dæmi verið að gera pínulitlarservíettuvendi, sem er gaman fyrir gesti aðgeta tekið með heim sem minningu. Svoköll-uð „blómaský“ í mismunandi stærðum hafalíka verið vinsæl að skreyta með.“

Þær segja áhugavert að skreyta kökurog fleira með blómum og þær taka oft aðsér að skreyta slíkt og sjá þá um veislunafrá a til ö þegar kemur að blómunum.

Þegar kemur að tískunni um þessar mund-ir segja þær áberandi hvað skreytingar eru aðverða frjálslegri.

„Það er meira verið að leika sér með liti og ekkiendilega verið að vinna með neitt ákveðið þema.

Við höfum mikið verið að vinna með þurrkuð blóm sem bjóðaupp á marga möguleika. Þurrkuð blóm endast lengi og því þarf ekkiað losa sig við skreytingarnar strax eftir veisluna.“

Hvað væruð þið til í að sjá breytast á komandi árum tengt blómumá heimilum landsmanna?

„Í nágrannalöndum okkar eru blóm ekki eins mikil munaðarvara ogþau eru hér á Íslandi. Þar grípur fólk gjarnan heim með sér vönd fyr-ir helgina án mikillar umhugsunar. Við höfum reynt að skapa þástemningu þegar það er opið hjá okkur á vinnustofunni með því aðbjóða upp á fersk búnt af ýmsum blómategundum. Við teljum þó aðblóm gætu verið aðgengilegri, tollar á innfluttum blómum þyrftu aðlækka og eins væri gaman að sjá meiri fjölbreytni í blómum rækt-uðum á Íslandi.“

Blómaskreyt-ingar eru eittform sköpunar

Sigrún og Elín segjaPatel Blómastúdíóhafa byrjað sem til-raunastarfsemi fyrirári.

Vinkonurnar Sigrún Guðmundsdóttir og Elín Jóhannsdóttir sem þekktar eru fyrir frumlega blómvendi segja óhefðbundin form og mikla liti vinsæla í fermingum á þessu ári. Þær segja þemaí veislum á undanhaldi og að allt sé leyfilegt.

Elínrós Líndal | [email protected]

Þær Sigrún og Elín eru óhræddarvið að leika sér með alls konar liti.

Að blanda saman þurrkuðumblómum og ferskum er aðals-merki Pastel Blómastúdíós.

Blóm í klassískumlitum geta haft áhrifá stemninguna líka.

Vendirnir fráPastel Blóma-stúdíó eru litríkirog fallegir.

Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Page 47: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

Þú velur upphæðina ogfermingarbarnið velur gjöfina.

Gjafabréf S4S er hægt að nota í öllum 13 verslunum okkarog þremur netverslunum, skór.is, Air.is og Ellingsen.is.

Gjafabréf er gjöf sem hittir alltaf í mark!

Gefðu glás af

möguleikum

Page 48: FERMINGARMYNDIN LIFIR · 4 hours ago  · ast heima í stofu, inni í geymslu, á nytjamörkuðum eða úti í náttúrunni. Þetta þarf ekki að kosta mikið ef hug-myndarflugið

©Inter

IKEASystem

sB.V.2020

Verslun opin 11-20 alla daga - IKEA.is