eystrahorn 33. tbl. 2015

8
Fimmtudagur 1. október 2015 www.eystrahorn.is Eystrahorn 33. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is Krabbameinsfélag Suð-Austurlands verður með fræðslukvöld fyrir konur þriðjudagskvöldið 27. október 2015 í tengslum við bleikan október. Nánar auglýst síðar. Í tengslum við bleiku slaufuna í október skorum við á öll heimili, skóla, stofnanir og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að taka þátt í verkefni sem felst í því að búa til bleika slaufu og láta hana hanga utan á húsinu allan október mánuðinn. Slaufurnar geta verið í ýmsum stærðum og gerðum. Fjölskyldan, skólar, stofnanir og starfsfólk fyrirtækja geta tekið sig saman og unnið að verkefninu saman. Hægt er að búa til slaufur úr allskonar efni, mála, prjóna, hekla, vefja, rafsjóða, smíða, leira, skera út, saga, klippa, kasta ljósi á vegg. Hægt er að nota plast, tré, járn, tau, gler, blóm, perlur, seríu, hvað sem hverjum og einum dettur í hug, bara að útkoman verði BLEIK SLAUFA. Síðan takið þið mynd af slaufunni og sendi okkur á netfangið [email protected]. Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna. Krabbameinsfélags Suð-Austurlands. Uppskeruhátíð Knattspyrnu- deildar Sindra var haldin 19 september. Um morguninn mættu yngri flokkarnir í Báruna, farið var í leiki, veittar viðurkynningar og að lokum voru svo grillaðar pylsur. Um kvöldið gerðu svo meistaraflokkar Sindra upp sumarið og bauð stjórnin upp á veislu í Slysavarnahúsinu. Viðurkenningar Fyrsti meistaraflokksleikur: Aðalheiður Ármannsdóttir Freyja Sól Kristinsdóttir Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir Regielly Oliveira Rodrigues Thelma Ýr Sigurðardóttir Ylfa Beatrix N. Stephensdóttir Ási Þórhallsson Guðjón Bjarni Stefánsson Ísar Svan Gautason Róbert Marvin Gunnarsson 100 leikir með mfl.: Ingvi Ingólfsson. Efnilegustu leikmennirnir: Ólöf María Arnardóttir og Ívar Örn Valgeirsson. Mikilvægasti leikmaður meistaraflokks kvenna: Inga Kristín Aðalsteinsdóttir. Bestu leikmennirnir: Ingibjörg Valgeirsdóttir og Einar Smári Þorsteinsson. Uppskeruhátíð fótboltans Bleika slaufan

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 23-Jul-2016

263 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 33. tbl. 2015

Fimmtudagur 1. október 2015 www.eystrahorn.is

Eystrahorn33. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

Krabbameinsfélag Suð-Austurlands verður með fræðslukvöld fyrir konur þriðjudagskvöldið 27. október

2015 í tengslum við bleikan október. Nánar auglýst síðar.

Í tengslum við bleiku slaufuna í október skorum við á öll heimili, skóla, stofnanir og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að taka þátt í verkefni sem felst í því að búa til bleika slaufu og láta hana hanga utan á húsinu allan október mánuðinn. Slaufurnar geta verið í ýmsum stærðum og gerðum. Fjölskyldan, skólar, stofnanir og starfsfólk fyrirtækja geta tekið sig saman og unnið að verkefninu saman. Hægt er að búa til slaufur úr allskonar efni, mála, prjóna, hekla, vefja, rafsjóða, smíða, leira, skera út, saga, klippa, kasta ljósi á vegg. Hægt er að nota plast, tré, járn, tau, gler, blóm, perlur, seríu, hvað sem hverjum og einum dettur í hug, bara að útkoman verði BLEIK SLAUFA. Síðan takið þið mynd af slaufunni og sendi okkur á netfangið [email protected]. Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna. Krabbameinsfélags Suð-Austurlands.

Uppskeruhátíð Knattspyrnu-deildar Sindra var haldin 19 september. Um morguninn mættu yngri flokkarnir í Báruna, farið var í leiki, veittar viðurkynningar og að lokum voru svo grillaðar pylsur. Um kvöldið gerðu svo meistaraflokkar Sindra upp sumarið og bauð stjórnin upp á veislu í Slysavarnahúsinu.

Viðurkenningar Fyrsti meistaraflokksleikur:Aðalheiður Ármannsdóttir Freyja Sól KristinsdóttirGuðrún Ása Aðalsteinsdóttir Regielly Oliveira RodriguesThelma Ýr SigurðardóttirYlfa Beatrix N. StephensdóttirÁsi Þórhallsson

Guðjón Bjarni StefánssonÍsar Svan GautasonRóbert Marvin Gunnarsson

100 leikir með mfl.:Ingvi Ingólfsson.

Efnilegustu leikmennirnir: Ólöf María Arnardóttir og Ívar Örn Valgeirsson.

Mikilvægasti leikmaður meistaraflokks kvenna: Inga Kristín Aðalsteinsdóttir.

Bestu leikmennirnir:Ingibjörg Valgeirsdóttir og Einar Smári Þorsteinsson.

Uppskeruhátíð fótboltans

Bleika slaufan

Page 2: Eystrahorn 33. tbl. 2015

2 EystrahornFimmtudagur 1. október 2015

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

EystrahornEystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

FrjálsAr íþróttIrÆfingar í frjálsum íþróttum: - Mánudaga klukkan 18:00

- Miðvikudaga klukkan 19:30- Fimmtudaga klukkan 18:00

Mæting á æfingar er fyrir aftan íþróttahúsið. Þjálfari er Hilmar Kárason.

Helgina 9.-11. október verða haldnar æfingabúðir í frjálsum íþróttum á Höfn og mun Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari ÍR koma til okkar og sjá um þær. Við fáum einnig gesti frá ÚÍA til að vera með okkur í æfingabúðunum. Nánari dagskrá helgarinnar verður auglýst síðar.

Helgi Björnsson fæddist á Kvískerjum í Öræfum 2. febrúar 1925. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu á Höfn sunnudaginn 27. september 2015. Foreldrar hans voru Björn Pálsson f. 22. 3. 1879, d.14.5.1953 og Þrúður Aradóttir f. 11.5.1883 d. 5.2.1968. Helgi var næst yngstur þrettán systkina. Þau eru Flosi Þorlákur f. 1906, d. 1993. Guðrún f. 1908, d. 1991. Ari f. 1909, d.1982. Guðrún f. 1910, d. 1999. Páll f. 1913, d. 1913. Páll f. 1914, d. 1993. Óskírður drengur f. 1916, d. 1916. Sigurður f. 1917, d. 2008. Jón Arnljótur f. 1919, d. 1919. Ingimundur f. 1921, d. 1962. Óskírð stúlka f. 1922, d. 1922. Hálfdán f. 1927. Einnig ólst upp á Kvískerjum Finnbjörg Guðmundsdóttir f. 1941, d. 2002. Helgi ólst upp á Kvískerjum og bjó þar alla tíð. Snemma komu í ljós hæfileikar hans á mörgum sviðum. Hann var laghentur á flestum sviðum, góður smiður, hönnuður og teiknari og liggja eftir hann margir gripir og uppfinningar. Þeir bræður á Kvískerjum í félagi við móðurbróðir sinn Helga Arason keyptu fyrsta vörubílinn sem kom í Öræfin 1942. Helgi Björnsson var mjög áhugasamur um bílinn, fannst gaman að keyra og var hrifinn af þeim möguleikum sem bíllinn veitti. Hann vann á skurðgröfu í Öræfum þegar farið var að ræsa fram mýrar og rækta tún og var mikill áhugamaður um virkjanir og raflýsingu. Fyrsta rafstöðin var sett upp á Kvískerjum 1927, síðar var hún bæði flutt og endurbætt að hætti Helga og var stöðin hans áhugamál fram á síðasta dag. Hann var í eðli sínu mikill náttúruunnandi og hafði glöggt auga fyrir jarðfræði. Það var hans líf og yndi að fara í fjallgöngur og njóta náttúrunnar. Helgi dvaldi síðustu tvö ár á Hjúkrunarheimilinu og naut þar góðrar umönnunar. Útför Helga fer fram frá Hofskirkju laugardaginn 3. október kl 14:00.

Andlát

Helgi Björnsson

Austur-Skaftfellingar athugið!

Frá 1. október nk. mun opnunartími umboðs Tryggingastofnunar ríkisins og Sjúkratrygginga

Íslands hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi á Höfn, breytast og mun umboðið vera opið frá

þriðjudegi-fimmtudags, kl. 9:00-14:00.

Vakin er athygli á að þetta er breyting frá fyrri opnunartíma umboðsins.

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

tIppstoFAN sINdrAHúsINu Opin alla laugardaga kl. 11:00 – 13:00.- Heitt á könnunni.- Leikir á skjánum.- Milljónir í boð.Styrkjum Sindra! Getraunarnúmerið er 780.

Frá Samkór HornafjarðarNýir söngfélagar eru velkomnir í

Samkór Hornafjarðar. Framundan eru spennandi verkefni á afmælisári Hafnarkirkju

og Bjarnaneskirkju:Aðventutónleikar við upphaf afmælisársins

á 1. sunnudegi í aðventu, 29. nóvember, afmælistónleikar laugard. 28. maí

og annað tengt afmælisárinu.Ókeypis raddþjálfun er í boði fyrir kórfélaga. Æfingar eru á þriðjudögum kl. 20:00 - 22:00

í Hafnarkirkju. Áhugasamir hafi samband við Stefaníu í síma 661-7525 eða

Kristínu í síma 860-2814 eða mæti á æfingu.

Page 3: Eystrahorn 33. tbl. 2015

3Eystrahorn Fimmtudagur 1. október 2015

Leitið upplýsinga á www.gardar.infoGarðar byrjaði að mæla rafbylgjur úr jörðu og rafbylgjur sem kom úr tenglum,tölvum, gsm símum og ljósum.Allar þessar bylgjur hafa áhrif á fólk og skepnurog geta valdið ýmsum kvillum, svo sem:

- Mígreni - Höfuðverk- Svefntruflunum - Vöðvabólgu - Exemi - Þurrk í húð vegna tölvu

Lamba- og ærdauðigæti verið út frá rafmagni.

- Fótverkjum - Júgurbólgu - Myglusvepp - Skepnudauða- Fósturskaða í dýrum

RAFBYLGJUMÆLINGAR OG VARNIR!Kem á staðinn og framkvæmi fyrstu mælingu ókeypis.

Upplýsingar gefurGarðar Bergendalí síma 892 3341

Verð á Egilsstöðum

næstu daga

BlAk – BlAk - BlAk

Nú eru blakæfingar komnar á fullt í íþróttahúsinu.

Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum.• 4.-7. bekkur, þriðjudaga kl. 17:00

og fimmtudaga kl. 16:10 kk. og kvk.• 8. bekk - 1. FAS, þriðjudaga kl. 18:00

og fimmtudaga kl. 17:10 kk. og kvk.• Mfl. kk. þriðjudaga kl. 19:00 og fimmtudaga kl. 19:15.• Mfl. kvk. þriðjudaga kl. 20:30 og fimmtudaga kl. 18:00.

Allir velkomnir í blak.Blakdeild Sindra.

Hundaeigendur athugið

Hundaeigendum er bent á að í gildi eru reglur um hundahald í sveitarfélaginu, þar kemur fram að;

Hundur skal ávallt bera ól um hálsinn með plötu sem er skráningarnúmer dýrsins og símanúmer eiganda hans.

Óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa nema á afmörkuðum svæðum t.d. á Höfn í Lyngey.

Hundar skulu ávallt vera í taumi utanhúss

Þegar hundur er í festi á lóð skal lengd festarinnar vera í hæfilegri fjarlægð frá aðaldyrum hússins

Hundaeiganda ber ávallt að fjarlægja saur eftir hundinn

Eigendum hunda sem fluttir er í hundageymslu skal greiða gjald skv. gjaldskrá sveitarfélagsins áður en hundurinn er afhentur.

Sé hundur ekki örmerktur skal eigandi hans greiða fyrir örmerkingu og skráningu áður en hundurinn er afhentur.

Dagforeldrar í Suðursveit og Öræfum

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem vilja gerast dagforeldrar í Öræfum eða Suðursveit. Um er að ræða daggæslu í heimahúsi, en heimilt er að rækja starfið í öðru húsnæði eftir samkomulagi og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Dagforeldrar geta verið með 4-5 börn í gæslu í einu og er dvalartími alla virka daga allt að 9 tímar á dag, sveitarfélagið niðurgreiðir til foreldra allt að 8 tíma á dag. Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi. Félagsmálanefnd Hornafjarðar veitir starfsleyfi til dagforeldra og sinnir lögbundnu eftirliti með starfseminni en býður einnig fram stuðning til að uppfylla ákvæði laga og reglna um daggæslu í heimahúsum og útvega faglega ráðgjöf við dagforeldrana.

Í dag vantar vistun fyrir þrjú börn í Öræfum og fjögur börn í Suðursveit, öll börnin eru á leikskólaaldri.

Áhugasamir vinsamlega hafi samband við Jón Kristján Rögnvaldsson, félagsmálastjóra í s. 470-8000 eða í netfangið [email protected]

Page 4: Eystrahorn 33. tbl. 2015

4 EystrahornFimmtudagur 1. október 2015

Opinn fundurSjálfstæðisfélag A-Skaft. heldur almennan opinn fund mánudaginn 5. október kl. 17:30 á Hótel Höfn.

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður ræðir um hagræðingu í ríkisrekstri

Skapti Örn Ólafsson upplýsingafulltrúi Samtaka í ferðaþjónustu ræðir málefni ferðaþjónustunnar.

Allir velkomnir

Stjórnin

Nú er bútasaumsfélagið Ræmurnar að hefja sitt 17. starfsár. Stefnt að því að fara á handavinnusýningu til útlanda og læra þar ýmislegt nýtt, sem við getum svo miðlað með hverri annarri. Einnig ætlum við að hitta konurnar sem búa austan við okkur eftir áramót og eyða með þeim helgi. Sá hittingur verður líklega á Breiðdalsvík. Félagið er með aðstöðu á efri hæð í Verkalýðshúsinu og hittast ýmist á fimmtudögum frá kl. 18:00 og sunnudögum frá kl. 9:00. Áætlað er að hittast 4. og 22. október svo mánaðarmótin 30. október til 1. nóvember, löng saumahelgi frá föstudagskvöldi fram á sunnudag, svo 19. nóvember og 3. desember. Við ætlum að vera með opinn handavinnu hitting sunnudaginn 4. okt. þar sem þeir sem eru að gera annarskonar handavinnu en bútasaum eru boðnir velkomnir með sína handavinnu. Svo tökum við glaðar á móti nýjum félögum.

Nanna Gunnarsdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir og Valdís Kjartansdóttir

Laugardaginn 10. október kl. 19:30 verður haldið góðgerðarkvöld á Hótel Smyrlabjörgum. Þar verður borðað til góðs og skemmtiatriði í þágu góðs málefnis. Allur hagnaður af kvöldinu rennur til verkefna í þágu fatlaðra í sveitarfélaginu að höfðu samráð við félagsmálayfirvöld. Styrkirnir verða afhentir í lok dagskrárinnar um kvöldið, að öllum gestum viðstöddum. Það verður boðið upp á glæsilegan matseðil; Kótilettur, saltfisku og meðlæti, ís í eftirrétt. Glæsileg skemmtidagskrá verður í boði og þar koma m.a. fram:• Atriði frá Tónskóla A-Skaftafellssýslu.• Hagyrðingar• Páll Rúnar Pálsson söngvari frá Heiði í Mýrdal.• Harmonikkubræður• Hilmar og fuglarnir• Andri Páll Guðmundsson ungur söngvari• Hermann Árnason eftirhermaBrottfluttir Hornfirðingar eru hvattir til að mæta. Tryggið miða með því að greiða 4,000 kr. á mann inn á reikning 0172-26-526 kt. 301052-2279. Tilboð; Matur, gisting og morgunmatur 8,000- kr. á mann, 16,000.- kr. fyrir hjón. Nánari upplýsingar á Smyrlabjörgum í síma 478 1074. Matur, skemmtikraftar og öll vinna er framlag fyrirtækja og einstaklinga til góðs málstaðar. Helstu stuðningsaðilar góðgerðakvöldsins eru:

Bútasaumur og önnur handavinna

Til sjós og landsDúett í þágu góðs málefnis

að Smyrlabjörgum 10. október 2015

EystrahornSeljavellir - kartöflur

Almennur félagsfundur Boðað er til almenns félagsfundar í

Framsóknarfélagi A.- Skaft. fimmtudaginn 1. okt. kl. 20:00 í húsnæði félagsins við

Álaugarveg.Dagskrá:1. Bæjarmálin.2. Kjör fulltrúa á

Kjördæmisþing.3. Önnur mál.

Stjórnin

Page 5: Eystrahorn 33. tbl. 2015

5Eystrahorn Fimmtudagur 1. október 2015

Nú er kominn nýr farvegur fyrir blandað umbúðaplast til endurvinnslu. Þessi breyting byggir m.a. á breyttri gjaldskrá/endurgreiðslu frá Úrvinnslusjóði.Ný flokkun:• Við getum núna leyft allt umbúðaplast frá heimilum í þennan

flokk, blandað umbúðaplast.• Þetta plast verður að vera umbúðaplast frá heimilum, ekki

iðnaðarplast.• Flokkum því ekki lengur í mjúkt og hart umbúðaplast.• Nýjar umbúðir sem núna eru leyfðar eru t.d. áleggsbréf

(samsettar plastfilmur) og kaffipokar úr plasti. • Best að láta litaða plastfilmu fara með þessum flokk.• Plastumbúðirnar verða áfram að vera skolaðar og/eða lausar við

óhreinindi. • Má ekki fara með:• Iðnaðarplast• Heimilisplast sem ekki eru umbúðir, t.d. garðstólar og

garðhúsgögn, vatnsrör o.fl.ATH. PIZZAKASSAR á að tæma og þeir mega vera með fitu. Sveitarfélagið Hornafjörður

Endurvinnum meira

Kæfisvefn var fyrir örfáum áratugum talinn sjaldgæfur enda var tækjabúnaður til greiningar fágætur og vanþróaður. Með aðgengilegri greiningu finnst sjúkdómurinn nú æ oftar og ekki síður vegna sterkra tengsla við sykursýki og offitu sem herja á vestræn þjóðfélög af vaxandi þunga.Kæfisvefn einkennist af hrotum, svefnröskunum, og öndunarhléum sem talin eru marktæk ef þau vara í 10 sekúndur eða lengur, þótt oftast séu þau lengri. Öndunarhléunum fylgir svo fall í súrefnismettun blóðrauðans, aukinn hjartsláttur og hækkun blóðþrýstings enda er kæfisvefn algeng ástæða hjartsláttartruflana svo sem gáttatifs auk háþrýstingsÞegar öndunartruflanir koma fyrir 5 sinnum eða oftar á klukkustund telst kæfisvefn vera til staðar. Þegar öndunartruflanir eru 15-30 á klukkustund er kæfisvefn á meðalháu stigi og á háu stigi þegar öndunartruflanirnar fara yfir 30 á klukkustund. Öndunarhléin í kæfisvefni stafa oftast af þrengslum eða lokun einhvers staðar í efri hluta öndunarvegarins frá koki að nefi. Algengi kæfisvefns er um 4% meðal karla en 2% meðal kvenna í vestrænum þjóðfélögum en rannsóknir benda þó til að algengið sé hærra hérlendis. Helstu áhættuþættir eru offita, óeðlilegir mjúkvefir efri loftvega, erfðir og reykingar. Helmingur þeirra sem hafa líkamsþyngdarstuðul yfir 30 hafa kæfisvefn. Sjúklingar með kæfisvefn sofa illa vegna endurtekinna svefnraskana og eru þar af leiðandi sjaldnast úthvíldir þegar þeir vakna og auk þess gjarnan mjög syfjaðir þreyttir að degi til.Dánarlíkur fullorðinna með kæfisvefn eru tvö til þrefaldar á við jafnaldra sem ekki eru með sjúkdóminn vegna blóðrásartengdra vandamála, slysahættu og annarra ástæðna. Svefnrannsóknir í heimahúsum voru hafnar haustið 2013 á vegum sjúkrasviðs HSU. Til þessa hafa verið framkvæmdar 120 rannsóknir sem lesið er úr á sjúkrahúsinu á Selfossi. Áttatíu einstaklingar hafa greinst með kæfisvefn þar af 15 með sjúkdóminn á háu stigi og 28 á meðalháu stigi. Flestir þeirra hafa nú fengið svefnöndunartæki sem kemur í veg fyrir öndunarhléin og skaðlegar afleiðingar sjúkdómsins.

Fh. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Björn Magnússon yfirlæknir sjúkrasviðs HSU á Selfossi

Kæfisvefn

FöstudagshádegiMargrét Gauja Magnúsdóttir mun vera með fyrirlestur

n.k. föstudag 2.október kl. 12:15 í Nýheimum um Plastlaust Ísland!

Allir hjartanlega velkomnir!!

Afmælisboð Í tilefni 50 ára afmælis Björgunarfélags

Hornafjarðar ætla meðlimir sveitarinnar að bjóða íbúum í heimsókn

sunnudaginn 18. október nk.

Hvetjum við Hornfirðinga til að líta við hjá okkur í húsnæði félagsins og

kynna sér starfsemina, aðstöðu og tæki sveitarinnar.

Björgunarsveitarfólkið

Page 6: Eystrahorn 33. tbl. 2015

ÓMAR GUÐJÓNSSON TÓMAS R. EINARSSONBRÆÐRALAG

Sunnudagskvöld 27. sept.Garðabær - GARÐAHOLT kl. 20.30

Mánudagskvöld 28. sept. reykjanesbær -BERG/HLJÓMAHÖLLIN kl. 20.30

Þriðjudagskvöld 29. sept. Grindavík - BRYGGJAN kl. 21.00Miðvikudagskvöld 30. sept. Þorlákshöfn - RÁÐHÚS kl. 20.30

Fimmtudagskvöld 1. okt. Kirkjubæjarklaustur - SYSTRAKAFFI kl. 20.30

Föstudagskvöld 2.okt. Höfn - PAKKHÚSIÐ kl. 21.00

Laugardagskvöld 3. okt. Djúpivogur - langabúð kl. 21.00

Sunnudagskvöld 4. okt. Neskaupsstaður - BRJÁN kl. 20.30

Mánudagskvöld 5. okt. Vopnafjörður - KAUPVANGSKAFFI kl. 20.30

Þriðjudagskvöld 6. okt. Þórshöfn - EYRIN kl. 20.30

Miðvikudagskvöld 7. okt. mývatnssveit - reykjahlíðarkirkja kl. 20.30

Fimmtudagskvöld 8. okt. Húsavík - GAMLI BAUKUR kl. 20.30

Föstudagskvöld 9. okt. Akureyri - DEIGLAN kl. 21.00

Laugardagskvöld 10. okt. Siglufjörður - alþýðuhúsið kl. 21.00

Sunnudagskvöld 11. okt. Skagaströnd - BORGIN kl. 20.30

Mánudagskvöld 12. okt. Hólmavík - RIIS kl. 20.30

Þriðjudagskvöld 13.okt. Ísafjörður - EDINBORGARHÚSIÐ kl. 20.30

Miðvikudagskvöld 14. okt. Búðardalur - DALAKOT kl. 20.30

Fimmtudagskvöld 15. okt. Reykjavík - IÐNÓ kl. 20.30

Tónleikaferðalag - Ný plata

MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI

Þar sem smiðjan okkar er orðin fullgild Fab Labsmiðja, viljum við fagna þeim áfanga og opna hanameð formlegum hætti miðvikudaginn 30. septemberkl. 16:20 til kl. 17:00 í Vöruhúsinu. Haldin verða fjörleg erindi um verkefnið og helstu markmið þess.

Boðið verður upp á kaffi, kökur og leiser- rastaðar lummur. Verið öll hjartanlega velkomin ungir sem aldnir.

FORMLEG OPNUN FAB LAB SMIÐJUNNARFORMLEG OPNUN FAB LAB SMIÐJUNNAR

Vöruhúsið Hafnarbraut 30 - www.voruhushofn.is - [email protected]

Föstudagskvöld 2. október

HöFn - PakkHúsið kl. 21:00

Page 7: Eystrahorn 33. tbl. 2015

N1 HöfnSími: 478 1940

Veitingatilboð2.995 kr.

Fjölskyldutilboðfjórir ostborgarar og franskar

1.495 kr.

Bearnaise-borgarifranskar, lítið Prins Póló og 0,5 l Coke í dós

695 kr.

Mozzarella ostastangirog sósa

25% afsláttur af ís úr vél

Örfá sæti laus!

Page 8: Eystrahorn 33. tbl. 2015

paprikarauð

299 Áður 598 kr/kg

-50%

kræsingar & kostakjör

Tilboðin gilda 1. okt – 4. okt 2015Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

bayonneskinkakjötsel

998 KR/KG

Verðsprengja!

grísasnitsel ferskt

1.598 Áður 1.998 kr/kg

nautgripaHakkferskt

1.189Áður 1.450 kr/kg

Ferskt alla daga!

kjúklingbringaí appelsínumarineringu

1.907 Áður 2.384 kr/kg

illy kafficapsules, 2 teg

1.899 Áður 1.999 kr/stk

Frábært verð!

emmess skafís 3 teg, 1 l

398 kr/stk

Namminamm!

berlínarbolla65 gr

100 Áður 199 kr/stk

-50%gulrótabrauð

nammi namm

389 Áður 598 kr/stk

-35%wc pappír

16 rúllur, coop

998 Áður 1.239 kr/pk