em 2012 web

32
EM 2012 Serbía

Upload: media-group-ehf

Post on 24-Mar-2016

227 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

EM bladid 2012 Handbolti

TRANSCRIPT

Page 1: EM 2012 WEB

EM 2012Serbía

Page 2: EM 2012 WEB
Page 3: EM 2012 WEB

EM 2012 | 03

Áfram Ísland!Fiðringur fer um margan handboltaáugamanninn þegar áramót eru um garð gengin, en árlegri flugeldasýningu landsmanna fylgja oftar en ekki fjörið og spennan sem umlykja stórmótin í handknatteik. Strákarnir okkar láta undantekningalítið til sín taka á þessum stórtmótum, skunda nú til Serbíu til leiks á EM 2012 og árangur undanfarinna ára fyllir alla hlutaðeigandi eldmóði og bjartsýni.

Íslenska karlalandsliðið sýndi það og sannaði á EM í Austurríki fyrir tveimur árum að silfurpeningurinn á Ólympíuleikunum í Peking 2008 vannst ekki af tilviljun. Ísland hafði um margra ára skeið nartað í hæla verðlaunahafanna á stórmótunum, lenti í fjórða sæti bæði á ÓL í Barcelona 1992 og EM í Svíþjóð 2002, en vantaði herslumuninn til að vippa sér upp á verðlaunapallinn. Það gerðist loksins, með látum, í austurvegi og silfurpeningurinn færði liðinu festu og tiltrú.

Ísland varð í sjötta sæti á HM í Svíþjóð í fyrra og ætlar sér stóra hluti á EM í Serbíu. Einhverjir kunna að hafa áhyggur af breytingum á leikmannahópnum og líta þá til þess að jafnbesti og reyndasti leikmaður liðsins er fjarverandi, en maður kemur í manns stað og liðsheild er sterk. Það hafa strákarnir okkar sýnt og sannað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ísland á fleiri þátttakendur en íslenska landsliðið á EM í Serbíu. Dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæma á mótinu en þeir eru meðal bestu dómara heims í dag.

Framundan er áhugaverð keppni sem lofar góðu. Ísland mætir Króatíu, Noregi og Slóveníu í riðlakeppninni og ætti að öllu eðlilegu að berjast um sigur í riðlinum. Í milliriðli bætast í hópinn einráðir Frakkar, Spánverjar og Rússar, nema óvæntir hlutir gerist í þeirra riðli, og þá fer heldur að þyngjast róðurinn. Ísland getur unnið allar þessar sterku þjóðir á góðum degi og því er engin ástæða til annars en að nálgast EM í Serbíu með bjartsýni og baráttuhug að leiðarljósi. Íslenska liðinu eru allir vegir færir.

Góða skemmtun...áfram Ísland!

Samstarfsaðilar Handknattleikssambands Íslands

ÚtgefandiMedia Group ehfHSÍ

RitstjórnSnorri SturlusonHilmar Þór Guðmundsson

EfnisvinnslaSnorri Sturluson

MyndirSport.is

PrentunÍsafoldarprentsmiðja

EM Í SERBÍU EM í Serbíu hefst 15. janúar og mun Sport.is fjalla ítarlega um keppnina.Umfjallanir, viðtöl, myndir, þættir og allt um mótið á EM 2012-vef Sport.is

Riðlakeppni 15-20. jan. 16. jan. kl. 19.10 | Ísland - Króatía 22-25. jan. | Milliriðlar 18. jan. kl. 19.10 | Ísland - Noregur 27. jan. | Undanúrslit20. jan. kl. 17.10 | Ísland - Slóvenía 29. jan. | Úrslitaleikur

Page 4: EM 2012 WEB

Meira í leiðinniWWW.N1.IS

ÁFRAMÍSLAND! Stjörnurnar verða

til í N1 deildinni

STÖNDUM SAMAN OG SENDUM STRÁKUNUM OKKAR GÓÐA STRAUMA TIL SERBÍU.

Page 5: EM 2012 WEB

EM 2012 | 05

Leikirnir í A-riðli fara fram í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Rúmlega 1.1 milljón

manna búa í Belgrad, rúmlega 1.6 milljónir ef nærliggjandi byggðarkjarnar

eru reiknaðir með, og nafn borgarinnar þýðir „Hvíta borgin“. Hún varð höfuðborg

Serbíu árið 1841 og var höfuðborg Júgóslavíu frá stofnun þess árið 1918 til upp-

lausnarinnar árið 1992. Belgrad er ein mikilvægasta og merkilegasta borg Evrópu

í sögulegu samhengi og um hana hafa háðar óteljandi orustur.

Belgrad var hringiða frelsisbaráttu Serba, bæði þegar þeir öðluðust sjálfstæði og

ekki síður þegar þeir hrundu á bak aftur ógnarstjórn Slobodan Milosevic.

Belgrad hreinlega iðar af lífi, enda er þar urmull leikhúsa, safna og sögufrægra

bygginga. Næturlífið er annálað og vinsælt, ekki síst klúbbarnir sem reknir eru

í prömmum sem liggja meðfram ánum Sava og Danube og eru velflestir opnir

fram undir morgun.

Leikið er í Pionir Hall í Palilula-hverfinu, rúmlega 8 þúsund manna höll sem vígð

var árið 1973. Höllin hefur hýst óteljandi handbolta- og körfuboltaleiki, marga

hverja sögulega, og erlendar hljómsveitir hafa haldið þar eftirminnilega tónleika.

Deep Purple reið á vaðið árið 1975 og meðal þeirra sem fylgt hafa í kjölfarið

má nefna Eric Clapton, Weather Report, Ian Gillan, Talking Heads, Motörhead,

Dire Straits, Iron Maiden, Spandau Ballet, The Stranglers, The Prodigy, Luciano

Pavarotti, Simply Red, Tool og 50 Cent.

15. janúar

Kl. 17.15 Pólland – Serbía

Kl. 19.15 Danmörk – Slóvakía

17. janúar

Kl. 17.15 Slóvakía – Pólland

Kl. 19.15 Serbía – Danmörk

19. janúar

Kl. 17.15 Pólland – Danmörk

Kl. 19.15 Serbía – Slóvakía

A-riðillBelgrad

Pólland

Danmörk

Serbía

Slóvakía

Meira í leiðinniWWW.N1.IS

ÁFRAMÍSLAND! Stjörnurnar verða

til í N1 deildinni

STÖNDUM SAMAN OG SENDUM STRÁKUNUM OKKAR GÓÐA STRAUMA TIL SERBÍU.

Page 6: EM 2012 WEB

Eitt á ég alltaf til... þegar góða gesti ber að garði

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

102

269

Page 7: EM 2012 WEB

EM 2012 | 07

Pólland Pólverjar hafa á að skipa frábæru handboltaliði sem reis upp úr öskustónni með því að hirða silfurverðlaunin á HM 2007. Eitt þeirra atriða sem spekingar telja hafa

talsverð áhrif á gengi liðsins undanfarin ár er sú staðreynd að lykilmenn landsliðsins eru margir hverjir farnir að spila í heimalandinu og Wenta þjálfara hefur tekist að stilla til friðar innan leikmannahópsins.

Pólverjar hafa fjórum sinnum unnið til verðlauna á HM og Ólympíuleikum, en aldrei á EM. Þeir unnu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976, unnu brons-ið á HM í V-Þýskalandi 1982 og aftur í Króatíu 2009 og urðu í öðru sæti á HM 2007 í Þýskalandi, töpuðu þá fyrir heimamönnum í úrslitaleik.

Pólverjar fóru með nokkuð sannfærandi hætti í gegnum undankeppni EM, töpuðu að-eins einum leik gegn Slóveníu og gerðu jafntefli við Portúgali, sem skilaði þeim toppsæti undanriðilsins. Úkraína var fjórða liðið í riðlinum.

Áhugaverðir leikmenn Meðal áhugaverðra leikmanna pólska liðsins má nefna Jurecki-bræðurna Bartosz og Michal og Krzysztof Lijewski. Marcin bróðir hans missir af EM vegna meiðsla og skilur eftir sig skarð sem erfitt verður að fylla. Þá eru ótaldir Karol Bielecki, sem þrátt fyrir augnskaða getur látið talsvert til sín taka og félagi Þóris Ólafssonar hjá Vive Targi Kielce, Mariusz Jurasik sem enn er í hópi bestu handknattleiksmanna heims þótt hann verði 36 ára í maí.

Þjálfarinn Þjálfari Pólverja er goðsögnin Bogdan Wenta, einn besti handboltamaður allra tíma. Wenta lék á sínum tíma 185 landsleiki fyrir Pólland en tók á sig skell þegar Pólverjum mistókst að tryggja sér sæti á EM 1994 og var nánast útskúfaðir þegar hann fékk þýskt ríkisfang tveimur árum síðar. Hann hefur nú verið tekinn í fulla sátt heima fyrir, tók við þjálfun pólska landsliðsins 2004 og hefur stýrt því til silfurverðlauna á HM 2007, fimmta sætis á ÓL 2008 og bronsverðlauna á HM 2009.

A-riðill

Danmörk Danir eiga sterkt handboltalandslið sem löngum hefur nagað í hælana á verðlauna-höfum á stórmótum og þeir upplifðu gullaldartímabil á fyrsta áratug þessarar

aldar. Þeir unnu þá þrisvar í röð til bronsverðlauna á EM; 2002, 2004 og 2006 og unnu Evrópumeistaratitilinn með eftirminnilegum hætti í Austurríki árið 2008. Þessum árangri fylgdu þeir eftir með sóma á HM, unnu bronsverðlaunin þar 2007, urðu í fjórða sæti 2009 og töpuðu framlengdum úrslitaleik gegn Frökkum í Svíþjóð í fyrra. Danir hafa litla áherslu lagt á Ólympíuleika, voru ekki meðal þátttakenda þar frá 1998 til 2008, en urðu í sjöunda sæti í leikunum í Peking 2008. Danmörk var sannarlega aðsópsmesta handknattleiksþjóð álfunnar á síðasta ári, en þá komust fimm dönsk landslið á stórmót.

Áhugaverðir leikmenn Mikkel Hansen er óumdeilanlega í hópi bestu handknattleiksmanna heims og hreinlega sá besti að margra mati. Framlag hans kemur til með að ráða miklu um gengi Dana. Markvörðurinn Niklas Landin er annar lykilmaður liðsins. Kasper Söndergaard, Mads Christiansen, Michael Knudsen, Anders Eggert, Hans Lindberg og gamla brýnið Lars Christiansen eru allir toppleikmenn. Bo Spellerberg hefur átt við meiðsli að stríða og óvíst er um þátttöku hans á EM, sem skiptir miklu fyrir Dani, og þá koma þeir til með að sakna Jesper Nöddesbø, sem ætlar að einbeita sér að því að ná fullri heilsu fyrir undankeppni Ólympíuleikanna.

Þjálfarinn Ulrik Wilbek tók við danska karlalandsliðinu árið 2005 eftir að hafa reist kvennaliðið úr öskustónni nánast upp á sitt einsdæmi og fáir efast um hæfileika þessa dagfarsprúða Dana. Undir stjórn Wilbeks náði danska kvennalandsliðið þeim einstaka árangri árið 1997 að hampa öllum stóru titlunum sem í boði eru; heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar og það er afrek sem aðeins Norðmönnum hefur tekist að jafna. Wilbek er kennaramenntaður og duflaði svolítið við pólítík fyrir fáeinum árum. Hann er í dag einn eftirsóttasti fyrirlesari Dana, enda hefur hann alla tíð lagt áherslu á sterka liðsheild og einingu innan liðsins; að liðsheildin sé sterkari en einstaklingarnir.

A-riðill

Page 8: EM 2012 WEB

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

25 félög

Alls eru 25 íþróttafélög og jafn mörg mál efni um land allt þátt tak endur í verk efn inu. Þau eru A� ur-elding og Bleika slaufan, Akur eyri hand bolta-félag og Hetjurnar, BÍ/Bolungar vík og Krabba-meins félagið Sigur von, Björninn og MS-félagið, Breiða blik og Hringur inn, Fjölnir og Vímu laus æska, Fram og Ljósið, Grinda-vík og Björgunar sveitin Þorbjörn, ÍR og Hjarta-heill, KA og Krabba meins-félag Akur eyrar, Kefl avík (körfubolti) og Krabba-meins félag Suður nesja, Kefl a vík (knatt spyrna) og Þroska hjálp á Suður -nesj um, KR og Fjöl skyldu-hjálp Íslands, Njarðvík (knattspyrna) og Vel-ferðar sjóður Suður nesja, Njarðvík (körfubolti) og Stöðvum einelti, Reynir Sand gerði og Hjarta-vernd, Sel foss og Ein stök

börn, Sindri á Horna fi rði og Krabba meins félag Suð-Austur lands, Tinda-stóll á Sauð ár króki og Björg unar sveitin Skag-fi rð inga sveit, Víðir og Mottu mars, Vík ingur Ólafs vík og Björg unar-sveitin Lífs björg, Völs-ungur á Húsa vík og Vel ferðar sjóður Þing ey-inga, Þór á Akur eyri og Þroska hjálp á Norður landi og Þróttur í Reykja vík og Sjálfs björg á höfuð borgar-svæðinu, Einherji og Björgunarsveitin Vopni.

Áheitasjóðir

Stofnaðir hafa verið áheita sjóðir fyrir hvert mál efni og greiðir bank-inn fyrir hvern sigur meist ara fl okka kvenna og karla á Íslands mótum. Fyrir tækj um og einstak-ling um er frjálst að heita á sín lið og leggja góðu mál efni lið. Lands bank-inn hefur fært hverju mál efni 500.000 kr. styrk – eða samtals 11 milljónir króna.

Samfélag í nýjan búning er stefna Landsbankans um stuðning við íþróttafélög. Markmiðið er að tengja saman stuðning bankans við íþróttir og mannúðarmál. Bankinn afsalar sér öllum merkingum á búningum og býður félögum að velja gott málefni til að setja á búninga sína í staðinn. Samhliða því er stofnaður áheitasjóður fyrir málefnið og félagið.

Landsbankinn færði Kvenfélaginu Hringnum 500.000 kr. styrk vegna samstarfs við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Samfélag í nýjan búning

25 íþróttafélög25 málefni

Samfélag í nýjan búning

Merki Sjálfsbjargar prýðir nú búning Þróttar.

Page 9: EM 2012 WEB

EM 2012 | 09

Serbía Serbar hafa undanfarin ár gengið í gegnum nokkurs konar þurrkatímabil og eru enn að reyna að fóta sig eftir gullaldartímabil þar sem þeir léku undir merkjum hins

ógnarsterka og sigursæla liðs Júgóslava sem sankaði að sér titlum og viðurkenningum á sínum tíma. Serbar urðu í þriðja sæti Evrópumótsins á Spáni árið 1996, en hafa ekki komist upp úr milliriðli síðan og reyndar voru þeir ekki meðal þátttakenda árin 2000 og 2008. Síðustu afrek sín í alþjóðahandboltanum unnu þeir á HM 1999 og 2001, en á báðum þessum mótum unnu þeir til bronsverðlauna, sem Serbía og Svarfjallaland.

Eitt af vandamálunum sem Vukovic þjálfari hefur þurft að glíma við er að leikmenn liðsins leika allir utan Serbíu og hafa því þurft að leggja á sig ferðalög til að æfa og spila landsleiki, nokkuð sem fjölmargir þeirra neituðu að gera fyrir fáeinum misserum. Stuðn-ingur áhorfenda á eflaust eftir að hvetja liðið til dáða, en serbneskir handboltaunnendur eru bæði ástríðufullir og misskunalausir þegar það á við. Serbar þurftu ekki að fara í gegnum undankeppni fyrir EM þar sem þeir eru gestgjafar.

Áhugaverðir leikmenn Leikmenn serbneska landsliðsins spila allir sem einn á erlendri grundu, flestir í Þýskalandi og á Spáni. Momir Ilic og Marko Vujin eru lykilmenn sem draga vagninn og geta á góðum degi gert ótrúlega hluti. Zarko Sesum, Mladen Bojinovic, Nemanja Pribak og Alem Toskic eru allt leikmenn sem vert er að gefa gætur og Serbar verða að treysta á sterkan kjarna þar sem breiddin í leikmannahópnum er ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Þjálfarinn Veselin Vukovic tók við þjálfun serbneska landsliðsins um mitt ár 2010 og þykir hafa staðið sig með sóma. Hann kom Serbum inn á HM í Svíþjóð í fyrra þar sem liðið endaði í tíunda sæti. Vukovic var í sigurliði Júgóslava á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984 og lék með Metaloplastika, sem varð Evrópumeistari 1985 og 1986. Eftir að hann lagði skóna á hilluna þjálfaði hann Metaloplastika.

A-riðill

Slóvakía Slóvakar hafa ekki riðið feitum hesti frá stórmótunum í handbolta, en hafa verð-ur í huga að saga þjóðarinnar og þar með landsliðsins nær í raun aðeins aftur til

ársins 1993, þótt slóvenskt ríki hafi reyndar verið til á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Slóvakar hafa verið meðal þátttakenda á fjórum stórmótum; þeir urðu í 16.sæti á EM bæði 2006 og 2008, í tíunda sæti á HM 2009 og í 17.sæti á HM í Svíþjóð í fyrra. Þeir hafa, með öðrum orðum, aldrei komist upp úr riðli á stórmóti og mæta til Serbíu að þessu sinni í hlutverki lítilmagnans

Slóvakar þóttu nokkuð sannfærandi í undankeppninni, en þeir voru í riðli með Svíum, Svartfellingum og Ísraelsmönnum. Slóvakar unnu alla leiki sína þar nema einn, útileikinn gegn Svíum, og urðu því jafnir þeim sænsku á toppi riðilsins.

Áhugaverðir leikmenn Landsliðsmenn Slóvaka spila margir hverjir utan heimalandsins og Richard Stochl verður að teljast lykilmaður liðsins. Stranovsky-bræðurnir Tomás og Martin leika stór hlutverk og vert að fylgjast með hinum margreynda Rado Antl. Frantisek Sulc bindur vörnina saman og framlag hans kemur til með að ráða miklu um gengi Slóvaka.

Þjálfarinn Zoltan Heister lék á sínum tíma með liðinu sem í dag heitir SKP Bratislava, en settist á skólabekk eftir að hann lagði skóna á hilluna og lærði viðskiptafræði. Hann var um stund framkvæmdastjóri ónefnds byggingafyrirtækis, en settist aftur á skólabekk til að læra íþróttafræði. Heister tók til við þjálfun árið 1997 og tók við þjálfun handboltalandsliðsins árið 2006, hefur reyndar þjálfað það samhliða yngri landsliðum um nokkurra ára skeið. Slóvenska liðið hefur tekið ágætum framförum undir stjórn Heisters og besti árangur þess er tíunda sætið á HM 2009.

A-riðill

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

25 félög

Alls eru 25 íþróttafélög og jafn mörg mál efni um land allt þátt tak endur í verk efn inu. Þau eru A� ur-elding og Bleika slaufan, Akur eyri hand bolta-félag og Hetjurnar, BÍ/Bolungar vík og Krabba-meins félagið Sigur von, Björninn og MS-félagið, Breiða blik og Hringur inn, Fjölnir og Vímu laus æska, Fram og Ljósið, Grinda-vík og Björgunar sveitin Þorbjörn, ÍR og Hjarta-heill, KA og Krabba meins-félag Akur eyrar, Kefl avík (körfubolti) og Krabba-meins félag Suður nesja, Kefl a vík (knatt spyrna) og Þroska hjálp á Suður -nesj um, KR og Fjöl skyldu-hjálp Íslands, Njarðvík (knattspyrna) og Vel-ferðar sjóður Suður nesja, Njarðvík (körfubolti) og Stöðvum einelti, Reynir Sand gerði og Hjarta-vernd, Sel foss og Ein stök

börn, Sindri á Horna fi rði og Krabba meins félag Suð-Austur lands, Tinda-stóll á Sauð ár króki og Björg unar sveitin Skag-fi rð inga sveit, Víðir og Mottu mars, Vík ingur Ólafs vík og Björg unar-sveitin Lífs björg, Völs-ungur á Húsa vík og Vel ferðar sjóður Þing ey-inga, Þór á Akur eyri og Þroska hjálp á Norður landi og Þróttur í Reykja vík og Sjálfs björg á höfuð borgar-svæðinu, Einherji og Björgunarsveitin Vopni.

Áheitasjóðir

Stofnaðir hafa verið áheita sjóðir fyrir hvert mál efni og greiðir bank-inn fyrir hvern sigur meist ara fl okka kvenna og karla á Íslands mótum. Fyrir tækj um og einstak-ling um er frjálst að heita á sín lið og leggja góðu mál efni lið. Lands bank-inn hefur fært hverju mál efni 500.000 kr. styrk – eða samtals 11 milljónir króna.

Samfélag í nýjan búning er stefna Landsbankans um stuðning við íþróttafélög. Markmiðið er að tengja saman stuðning bankans við íþróttir og mannúðarmál. Bankinn afsalar sér öllum merkingum á búningum og býður félögum að velja gott málefni til að setja á búninga sína í staðinn. Samhliða því er stofnaður áheitasjóður fyrir málefnið og félagið.

Landsbankinn færði Kvenfélaginu Hringnum 500.000 kr. styrk vegna samstarfs við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Samfélag í nýjan búning

25 íþróttafélög25 málefni

Samfélag í nýjan búning

Merki Sjálfsbjargar prýðir nú búning Þróttar.

Page 10: EM 2012 WEB

Hafnarfjörður

Turninn

Háskólinn í Reykjavík

Kringlan

Laugar

Seltjarnarnes

Spöngin

Ögurhvarf

Mosfellsbær

www.worldclass.is

World Class alltaf nálægt þér

Reiknaðu dæmið til enda

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

EM blai 2012.pdf 1 1/5/12 5:14 PM

Page 11: EM 2012 WEB

EM 2012 | 11

Leikirnir í B-riðli fara fram í Nis, sem er þriðja stærsta borgin í Serbíu, næst

á eftir Belgrad og Novi Sad. Nis er ein elsta borgin á Balkanskaga og var á

sínum tíma nokkurs konar tengibrú milli austurs og vesturs. Nis er mikil iðnað-

arborg, en þar er að finna raftækjaverksmiðjur, gúmmívinnslur, vélaverksmiðjur,

textílsmiðjur og öfluga matvælaframleiðendur, svo fátt eitt sé talið. Háskólinn

í Nis telur 30 þúsund nemendur. Borgin skipar stóran sess í sögu álfunnar og

þeir sem hana heimsækja hafa nóg að skoða. Einn þekktasti sonur borgarinnar

er Konstantín hinn mikli, fyrsti rómverski keisarinn sem tók kristna trú, reisti

borgina Byzantium upp úr rústum og nefndi hana Konstantínópel. Borgin heitir í

dag Istanbul.

Leikið er í Cair-íþróttahöllinni, sem gengur undir nafninu Hala Cair meðal borg-

arbúa. Höllin var tekin í notkun árið 1974 og hýsir 5 þúsund manns á íþrótta-

kappleikjum. Ástand hennar var orðið heldur bágborið fyrir fáeinum árum og til

þess að standast kröfur EHF fyrir Evrópumótið í ár var ráðist í gagngerar endur-

bætur. Þeim lauk í fyrra og Cair-höllin er nú nýtískulegasta íþróttahöllin í Serbíu.

Cair-höllin er vinsæll tónleikastaður serbneskra hljómsveita, en þar gerðist þó sá

leiði atburður árið 1975 að Predrag Jovicic, söngvari rokksveitarinnar San, fékk

raflost og lést.

15. janúar

Kl. 16.30 Þýskaland – Tékkland

Kl. 17.30 Svíþjóð – Makedónía

17. janúar

Kl. 17.15 Makedónía – Þýskaland

Kl. 19.15 Tékkland – Svíþjóð

19. janúar

Kl. 17.15 Þýskaland – Svíþjóð

Kl. 19.15 Tékkland – Makedónía

B-riðillNis

Þýskaland

Svíþjóð

Tékkland

Makedónía

Page 12: EM 2012 WEB
Page 13: EM 2012 WEB

EM 2012 | 13

Þýskaland Þjóðverjar hafa verið í fremstu röð handboltaþjóða meira og minna síðan þeir stóðu uppi sem sigurvegarar á fyrsta heimsmeistaramótinu, sem einmitt fór fram í Þýska-

landi árið 1938. Þeir hafa náð betri árangri á HM heldur en á EM; þeir urðu heimsmeist-arar 1938 eins og áður segir, 1978 og 2007 auk þess sem þeir unnu til bronsverðlauna árið 1958, en eina Evrópumeistaratitil sinn unnu þeir í Slóveníu árið 2004. Gengið hefur ekki verið upp á það allra besta undanfarin ár, Þjóðverjar urðu í 4.sæti á EM 2008, 5.sæti á HM 2009, 10.sæti á EM 2010 og 11.sæti á HM í fyrra.

Þjóðverjar stóðu í harðri baráttu við okkur Íslendinga og Austurríkismenn í undankeppninni, en Lettar létu af því að blanda sér í þá baráttu. Úrslitin í riðlinum réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni og svo fór að lokum að Þjóðverjar stóðu uppi sem sigurvegarar, unnu fjóra leiki, gerðu jafntefli við Austurríkismenn og töpuðu einu sinni fyrir Íslendingum.

Áhugaverðir leikmenn Þjóðverjar eiga sterka leikmenn, en mörgum þykir þó sem reynslumeiri leikmenn liðsins hafi verið full hlédrægir á síðustu stórmótum. Mikið mun mæða á hinum litríka mark-verði Silvio Heinevetter sem og Uwe Gensheimer, sem líklega er mikilvægasti leikmaður liðsins, Michael Haas, Holger Glandorf og varnartröllinu Oliver Roggisch. Þjóðverjar sakna nokkurra sterkra leikmanna, t.d. Sebastian Preiss, Michael Krauss og Johannes Bitter.

Þjálfarinn Martin Heuberger tókst á við það erfiða verkefni að leysa hinn aðsópsmikla Heiner Brand af hólmi sem þjálfari þýska landsliðsins. Heuberger býr reyndar að því að hafa verið aðstoðarþjálfari Brands um nokkurra ára skeið auk þess sem hann þjálfaði þýska U20-ára landsliðið og skilaði þar heimsmeistaratitlum bæði 2009 og 2011. Heuberger, sem var línumaður, lék á sínum tíma með Schutterwald í þýska boltanum og á að baki 23 landsleiki fyrir Þjóðverja.

B-riðill

Svíþjóð Sænska landsliðið í handknattleik var fyrir fáeinum árum algjörlega óvinnandi vígi og sópaði til sín titlum nánast án þess að svitna. Ekkert lið hefur unnið EM jafnoft og

Svíar, eða fjórum sinnum, en þeir hafa þó ekki unnið Evrópumeistaratitilinn síðan 2002. Svíum hefur ekkert vegnað neitt sérlega vel á stórmótunum undanfarin ár, þeir komust ekki á EM 2006, urðu í fimmta sæti tveimur árum síðar og í 15.sæti árið 2010. Sólar-geislinn þeirra er þó árangurinn á HM á heimavelli í fyrra, en þar urðu þeir þó að láta sér fjórða sætið lynda eftir að hafa tapað fyrir verðandi heimsmeisturum Frakka í undanúr-slitum og Spánverjum í leiknum um bronsið.

Svíar voru í riðli með Slóvökum, Svartfellingum og Ísraelsmönnum og rúlluðu í gegnum hann af nokkru öryggi. Svíar unnu fimm af sex leikjum sínum, töpuðu útileiknum gegn Slóvökum og luku leik í toppsæti riðilsins.

Áhugaverðir leikmenn Kim Anderson er algjör lykilmaður í liði Svía og ætlar sér stóra hluti eftir að hafa hrist af sér erfið meiðsli í annað sinn á ferlinum. Johan Sjöstrand er afar áhugaverður mark-vörður sem getur ráðið úrslitum leikja. Dalibor Doder ætlar að spila á EM þrátt fyrir veikindi nýfædds barns og framlag hans er dýrmætt. Þá mun mæða talsvert á Magnúsi Jernemyr. Svíar eiga líklega eftir að finna fyrir fjarveru Óskars Carlén, Jónasar Källman og Markúsar Ahlm.

Þjálfararnir Staffan Olson og Ola Lindgren eru í hópi dáðustu handknattleiksmanna Svíaríkis, mátt-arstólpar í gullaldarliði Svía og þeir eru á góðri leið með að vekja sofandi risa. Saman unnu þeir félagar fjóra Evrópumeistaratitla og tvo heimsmeistaratitla með Svíum, en náðu þó aldrei því langþráða takmarki að vinna gull á Ólympíuleikum. Olsson og Lind-gren tóku við landsliðinu árið 2008 og hafa hægt og bítandi innleitt sænska baráttuand-ann og tiltrúna, sem líklega munu einkenna sænska liðið á EM.

B-riðill

Page 14: EM 2012 WEB
Page 15: EM 2012 WEB

EM 2012 | 15

Tékkland Tékkneska handknattleiksliðið naut nokkurrar velgengni fljótlega eftir að Tékkland hlaut sjálfstæði árið 1993; liðið varð í sjötta sæti á EM 1996 og vann

eftirminnilegan sigur á silfurliði Króata á HM á Íslandi árið áður, en síðan hafa Tékkar átt í hinum stökustu vandræðum með að smokra sér inn á stórmót. Tékkar eiga merka handboltasögu, en Tékkóslóvakía varð heimsmeistari árið 1967 eftir að hafa unnið brons, silfur, silfur og brons á næstu heimsmeistaramótum þar á undan og liðið var með á öllum heimsmeistaramótunum frá 1954 til 1993.

Tékkar voru í riðli með Norðmönnum, Grikkjum og Hollendingum í undankeppni EM og urðu í öðru sæti riðilsins á eftir Norðmönnum. Tékkar unnu Norðmenn á heimavelli, en töpuðu hins vegar fyrir þeim úti og töpuðu einnig fyrir Grikkjum í næstsíðustu um-ferðinni. Það kom þó ekki að sök þar sem Tékkar unnu Hollendinga og Grikkir töpuðu fyrir Norðmönnum í lokaumferðinni.

Áhugaverðir leikmenn Segja má að þrír leikmenn beri tékkneska liðið á herðum sínum og þar ber fyrstan að nefna Filip Jicha, einn öflugasta handboltamann í heimi í dag. Jicha er ógnarsterkur sóknarmaður og finni hann fjölina sína eiga Tékkar möguleika. Markmaðurinn Martin Galia er mikilvægur hlekkur í liðinu og það sama má segja um varnartröllið Daniel Kubles.

Þjálfarinn Martin Liptak, þjálfari Tékka, er Slóvaki og þjálfar því grannana og sambýlingana fyrr-verandi. Liptak lék með landsliði Tékkóslóvakíu á sínum tíma og var í liðinu sem varð í sjöunda sæti á HM 1990, en hann hóf þjálfaraferilinn árið 1998. Liptak stýrði bæði heimaliðinu Kosice og Tatran Presov til meistaratignar og lék þennan leik eftir með Bystica nokkrum árum síðar. Hann tók við þjálfun tékkneska landsliðsins árið 2008 og stýrir einnig austurríska liðinu Bregenz.

B-riðill

Makedónía Makedóníumenn verða seint taldir til stórþjóða í handboltanum, en þeir hafa þó átt það til á góðum degi að stríða sigursælli andstæðingum. Afrekaskrá

þeirra er frekar stutt, tveir leikmenn bera í raun leik þess uppi og eitt af því fáa sem hugsanlega gæti unnið með Makdóníumönnum er stuðningur áhorfenda, sem líklega setja það ekki fyrir sig að leggja í stutt ferðalag til að styðja við bakið á sínum mönnum. Makedóníumenn eru nú með á EM í fyrsta sinn í rúman áratug.

Makedóníumenn voru í riðli með Ungverjum, Eistum og Bosníumönnum í undankeppn-inni. Ungverjar voru í sérflokki, unnu alla sína leiki, en Makedóníumenn töpuðu auk þess stigi þegar þeir gerðu jafntefli við Bosníumenn. Makedóníumenn voru nokkuð öruggir í öðru sæti.

Áhugaverðir leikmenn Tveir menn bera höfuð og herðar yfir aðra í leikmannahópi Makedóníumanna; Kiril Laz-arov er langbesti útileikmaður þeirra og frammistaða hans hverju sinni ræður því hvort þeir sjá til sólar og Borko Ristovski ver markið eins og enginn sé morgundagurinn. Aðrir leikmenn liðsins eru sannast sagna ólíklegir til afreka.

Þjálfarinn Zvonko Sundovski stýrir nú landsliði Makedóníu öðru sinni, en hann stýrði á sínum tíma bæði karlalandsliðinu og unglingalandsliðinu, en lét af störfum eftir HM 2009. Hann hefur náð ágætum árangri sem félagsliðaþjálfari og gerði m.a. Pelister Bitola að tvö-földum meistara í heimalandinu árið 2003. Sundovski stýrði liði Metalurg Skopje fyrir þremur árum og liðið lét þá að sér kveða bæði í Meistaradeild Evrópu og EHF-keppninni. Sundovski hefur lýst því yfir að takmarkið á EM í Serbíu sé að komast í milliriðil.

B-riðill

Page 16: EM 2012 WEB

VerslunÁrmúla 26

522 3000

hataekni.is

Opið:virka daga9.30–18laugardaga12–17

Restio er ný upplifun í

hljóði og hönnun frá

Yamaha. Restio vekur

fyrst athygli fyrir flott

útlit og síðan fyrir

frábæran hjómburð þegar

tónlistin er sett í gang.

Fæst í fjórum litum:

· iPod / iPhone vagga

· Geislaspilari

· FM útvarp

· Vekjaraklukka

· Hægt að tengja MP3 spilara

· USb 2.0 tengi

Restio getur staðið á gólfi eða hangið á vegg.

Verð: kr. 149.995

– Einstök hljómfegurðYAMAHA RESTIO

PIPAR\TBW

A · SÍA

· 11

30

34

Page 17: EM 2012 WEB

EM 2012 | 17

Leikirnir í C-riðli fara fram í Novi Sad, næststærstu borg Serbíu. Novi Sad var

stofnuð árið 1694, hefur leikið stórt hlutverk í verslunar-, framleiðslu- og

menningarsögu landsins og er í dag miðstöð iðnaðar og fjármála. Novi Sad var í

sína tíð kölluð „Aþena Serbíu“, en borgin skemmdist illa í byltingunni árið 1848

og var endurbyggð að stórum hluta. Novi Sad er fjölþjóðleg menningarborg, en

Serbar, Ungverjar og Þjóðverjar hafa þar verið áberandi í gegnum tíðina.

Novi Sad er, eins og aðrar EM-borgir í Serbíu, stútfull af menningu og sögulegum

byggingum. Fjölmiðlaflóran í borginni er sömuleiðis áhugaverð, en þar eru gefin

út tvö stór dagblöð auk þess sem reknar eru þar nokkrar sjónvarps- og útvarps-

stöðvar. Fram til ársins 2006 var þar gefið út dagblað á ungversku. Novi Sad er

íþróttaborg, en þar eru starfsrækt um 220 íþróttafélög.

Leikið er í Spens-höllinni í Novi Sad, en þessi 11.500 sæta fjölnotahöll var tekin

í notkun árið 1981. Höllin var tekin í gegn fyrir riðlakeppni Evrópukeppninar í

körfuknattleik árið 2005 og þykir hin glæsilegasta í alla staði. Í Spens-höllinni

eru tveir íþróttasalir, skautasvell, keiluhöll, skotbakki, sundlaug, þrír æfingasalir,

ellefu tennisvellir, tvær fjölmiðlastúkur, tveir ráðstefnusalir auk álmu sem hýsir

verslunar- og þjónustufyrirtæki af ýmsum toga.

16. janúar

Kl. 17.15 Frakkland – Spánn

Kl. 19.15 Ungverjaland – Rússland

18. janúar

Kl. 17.15 Rússland – Frakkland

Kl. 19.15 Spánn – Ungverjaland

20. janúar

Kl. 17.15 Spánn – Rússland

Kl. 19.15 Frakkland – Ungverjaland

C-riðillNovi Sad

Frakkland

Ungverjaland

Spánn

Rússland

Page 18: EM 2012 WEB
Page 19: EM 2012 WEB

EM 2012 | 19

Frakkland Besta handboltalið álfunnar, ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar, stefnir á að vinna Evrópumeistaratitilinn í þriðja sinn á síðustu fjórum mótum. Frakkar hafa

verið algjörlega óviðráðanlegir undanfarin ár, þeir urðu heimsmeistarar 1995, 2001, 2009 og 2011, Evrópumeistarar 2006 og 2010 og Ólympíumeistarar í Peking fyrir fjórum árum. Mannabreytingar virðast ekki veikja liðið mikið, en þó verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að þeir þurftu framlengingu til að leggja Dani að velli í úrslitaleik HM í Svíþjóð í fyrra. Á franska liðinu er hreinlega ekki veikan blett að finna. Frakkar þurftu ekki að taka þátt í undankeppni EM þar sem þeir eru ríkjandi Evrópumeistarar.

Áhugaverðir leikmenn Leikmannalisti Frakka er í raun áhugaverður eins og hann leggur sig, en þó má tína til stórsnilling á borð við Nicola Karabatic sem að margra mati er besti handboltamaður í heimi og er frábær á báðum endum vallarins. Karabatic, sem er af serbneskum ættum, hefur verið valinn í öll úrvalslið stórmóta allar götur síðan 2006. Thierry Omeyer er talinn besti markvörður í heimi, gríðarlegur keppnis- og fagmaður. Didier Dinart er maðurinn sem bindur saman óviðráðanlega franska vörn, er alment talinn einn albesti varnarmaður handboltasögunnar og siglir í gegnum hvert stórmótið á fætur öðru án þess að fá svo mikið sem áminningu. Frakkar fengu þær gleðifregnir skömmu fyrir mót að stórskyttan unga William Accambray yrði með á EM, en útlit var fyrri að hann yrði fjarverandi vegna meiðsla.

Þjálfarinn Claude Onesta er í raun maðurinn á bak við velgengni Frakka undanfarin ár, en engum landsliðsþjálfara hefur tekist að sanka að sér jafnmörgum titlum á jafn skömmum tíma og Onesta. Onesta, sem á sínum tíma bæði lék með og þjálfaði Toulouse, tók við franska landsliðinu af Daniel Constantini eftir HM 2001 og mörgum þótti sem ólíklegt væri að hann jafnaði árangur forvera síns, hvað þá slægi honum við. Það hefur Onesta hins vegar tekist með glæsibrag og franska landsliðið hefur verið ósigrandi allar götur síðan það vann Ólympíutitilinn í Peking árið 2008.

C-riðill

Ungverjaland Ungverjar hafa verið í þeirri stöðu nánast frá upphafi að narta í hæla sigursælustu liðanna á stórmótum, þeir hafa staðið á þröskuldi sigursældar og verðlaunapen-

inga en aðeins einu sinni náð á verðlaunapall. Ungverjar unnu til silfuverðlauna á HM 1986 og það er besti árangur þeirra á stórmóti. Ungverjum hefur alla jafna gengið betur á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum en Evrópumótum, þar sem þeir hafa hafnað í fjórtánda, áttunda, þrettánda og níunda sæti á undanförnum misserum. Besti árangur Ungverja á EM er sjötta sæti árið 1998, en þeir mæta þó alla jafna til leiks með töskurn-ar fullar af vonum og væntingum.

Ungverjar voru með Makedóníumönnum, Eistum og Bosníumönnum í riðli í undankeppninni og ruku í gegnum hann með fullt hús stiga. Ungverjar unnu flesta leiki undanriðilsins með sannfærandi hætti.

Áhugaverðir leikmenn Ferenc Ilyes og markvörðurinn Nandor Fazekas eru tveir af áhugaverðustu leikmönnum Ungverja, en þeir leika báðir með Veszprem. Tamas Mocsai, sonur þjálfarans, fellur í þennan sama flokk. Eitt þeirra atriða sem styrkir lið Ungverja er að æ fleiri lykilmenn landsliðsins hafa snúið heim eftir að hafa spilað á erlendri grundu.

Þjálfarinn Lajos Mocsai er afar sigursæll þjálfari en hann stýrir nú karlaliði Ungverja öðru sinni. Mocsai var sjálfur dugandi leikmaður, snéri sér að þjálfun árið 1985 og stýrði ungverska liðinu til silfurverðlauna á HM 1986. Hann þjálfaði um nokkurra ára skeið í Þýskalandi, tók við ungverska kvennalandsliðinu árið 1997 og stýrði því til Evróputignar árið 2000 og silfurverðlauna á HM þremur árum síðar. Enn hélt Mocsai til Þýskalands áður en hann tók við liði Veszprem í heimalandinu. Sumarið 2010 var hann ráðinn landsliðsþjálfari karla öðru sinni og þykir hafa staðið sig með miklum sóma á þeim vettvangi.

C-riðill

Page 20: EM 2012 WEB

Rússland Rússneski björninn hefur verið býsna veiklulegur undanfarin ár og segja má að síðan um aldamót hafi Rússar í raun aðeins getað fagnað árangri sínum á

Ólympíuleikum. Þessi sigursælasta handboltaþjóð allra tíma hefur ekki unnið titil síðan í Sydney árið 2000, en Rússar eiga á afrekaskránni þrjá heimsmeistaratitla, fjóra Ólympíumeistaratitla og einn Evrópumeistaratitil. Þeim mistókst að tryggja sér sæti á HM í Svíþjóð í fyrra og það var í fyrsta sinn í 55 ár sem þeir voru ekki með á stórmóti.

Rússar voru í undanriðli EM með Dönum, Hvít-Rússum og Svisslendingum og eini tap-leikurinn þeirra þar var útileikurinn gegn Dönum. Danir og Rússar fóru nokkuð auðveld-lega upp úr riðlinum.

Áhugaverðir leikmenn Rússar þykja spila nokkuð gamaldags handbolta, mjög kerfisbundinn, en styrkur þeirra liggur að nokkru leyti í því að langflestir leikmenn liðsins leika með Chehkovskie Medvedi og eru þar undir handleiðsli landsliðsþjálfarans, Vladimir Maximov. Örfáir leikmenn leika með öðrum rússneskum liðum og helsta sóknarvopn þeirra, Konstantin Igropoulo, leikur utan Rússlands. Markvarsla og vörn hafa löngum verið í ágætu lagi hjá Rússum og Timur Dibirov er mikilvægur hlekkur í vörninni.

Þjálfarinn Vladimir Maximov er goðsögn í handboltaheiminum, skapstór og skoðanafastur þjálf-ari sem mótaði rússneska liðið á velmektarárum þess. Maximov var sjálfur sigursæll leikmaður og hann hefur stýrt rússneska liðið allar götur síðan 1992, ef frá er talið tveggja ára frí sem hann tók sér frá 2008 til 2010. Þá var hann kallaður til starfa aftur til að bjarga því sem bjargað varð og fingraför hans eru auðsjáanleg. Á afrekaskrá Maximovs eru m.a. Ólympíutitlar 1992 og 2000, Evróputitill 1996 og heimsmeist-aratitlar 1993 og 1997.

C-riðill

Page 21: EM 2012 WEB

Spánn Spánn er sannkallað handboltastórveldi, en spænska landsliðið hefur undantekninga-lítið barist um titla á stórmótum mörg undanfarin ár. Brons- og silfurhillur Spánverja

eru þéttsetnar; þeir unnu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum 1996, 2000 og 2008, unnu silfur á EM 1996, 1998 og 2006 og brons á EM 2000. Einu gullverðlaun sín unnu þeir á heimsmeistaramótinu í Túnis árið 2005, en þeir eiga líka í verðlaunaskápnum bronsverðlaun frá heimsmeistaramótinu í Svíþjóð í fyrra. Spánverjum hefur stundum verið legið á hálsi fyrir að kikna undan álaginu á stórmótum, lið þeirra eru alla jafna vel mönnuð en ná einhverra hluta vegna ekki að kreista fram sitt besta þegar mest á reynir.

Spánverjar voru í riðli með Króötum, Litháum og Rúmenum í undankeppninni og þótt þeir hafi í raun ekki lent í teljandi vandræðum með að tryggja sér sæti á EM höfðu spek-ingar eilitlar áhyggjur af því að þeir skyldu tapa báðum leikjunum sínum gegn Króötum. Spánverjar urðu í öðru sæti riðilsins, en Króatar flugu í gegnum hann með fullt hús stiga.

Áhugaverðir leikmenn Spánverjar hafa í gegnum tíðina notið góðs af góðum markvörðum og þeir þurfa í raun ekki að hafa miklar áhyggjur af fjarveru Arpad Sterbik. Jose Hombrados er í hópi bestu markvarða heims og Jose Sierra gefur honum lítið eftir. Enterrios-bræðurnir, Raul og Alberto, gegna mikilvægum hlutverkum í spænska liðinu, Juan Garcia er frábær horna-maður og Iker Romero getur gert frábæra hluti þegar hann vill svo við hafa.

Þjálfarinn Valero Rivera er afar sigursæll þjálfari og að margra mati sá færasti í bransanum. Rivera tók við þjálfun Barcelona um leið og hann lagði skóna á hilluna árið 1985 og hann hrein-lega bjó til gullaldarlið í Katalóníu. Rivera stýrði Barcelona um 21 árs skeið og vann á þeim tíma 71 titil, afrek sem seint verður jafnað. Undir stjórn Rivera vann Barcelona m.a. fimm Meistaradeildarsigra, sex Evróputitla, tólf spænska meistaratitla og sextán bikarmeist-aratitla á Spáni. Rivera tók við þjálfun spænska landsliðsins árið 2008 og undir hans stjórn hefur liðið tekið býsna öruggum framförum.

C-riðill

Page 22: EM 2012 WEB
Page 23: EM 2012 WEB

EM 2012 | 23

Leikirnir í D-riðli fara fram í Vrsac, litlum bæ í suð-austurhluta Serbíu.

Vrsac er lista-, viðskipta- og íþróttabær og er þekktur fyrir iðnað af ýmsu

tagi. Lyf, vín og bjór og textíll eru þar í stórum hlutverkum. Bærinn og svæðið

í kring er eitt gjöfulasta landbúnaðarsvæði Serbíu og stór hluti íbúanna starfar

innan þess geira. Vínekrurnar á svæðinu þykja í fremsta flokki. Ferðamönn-

um er ráðlegt að skoða þessar vínekrur, kastalann í Vrsac sem reistur var um

miðja sextándu öld og sveipaður er dýrðarljóma og tvö áhugaverð klaustur

sem prýða bæinn.

Leikið er í Þúsaldarhöllinni í Vrsac, Millenium Center, sem reist var árið 2001.

Höllin tekur 5 þúsund manns í sæti og hýsti einn riðlanna í Evrópukeppninni í

körfuknattleik árið 2005. Þúsaldarhöllin þykir öll hin glæsilegasta og þægileg-

asta og þar eru reglulega haldnir tónleikar af öllum stærðum og gerðum.

16.janúar:

Kl. 17.10 Noregur – Slóvenía

Kl. 19.10 Króatía – Ísland

18.janúar:

Kl. 17.10 Slóvenía – Króatía

Kl. 19.10 Ísland – Noregur

20.janúar:

Kl. 17.10 Ísland – Slóvenía

K. 19.10 Króatía – Noregur

D-riðillVrsac

Króatía

Noregur

Ísland

Slóvenía

Page 24: EM 2012 WEB

EM 2012 | 24

Page 25: EM 2012 WEB

EM 2012 | 25

Ísland Um ágæti og árangur íslenska lands-liðsins þarf líklega ekki að fjölyrða.

B-heimsmeistaratitillinn sem vannst árið 1989 var lengi vel krúnudjásn íslensks hand-knattleiks, en liðið hampaði fjórða sætinu á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. Eftir að Ísland sveigði naumlega framhjá verðlauna-sæti á EM í Svíþjóð 2002 hefur leiðin legið upp á við. Ísland vann silfurverðlaun á Ólympíuleik-unum í Peking 2008 og fylgdi þeirri velgengni eftir með því að hirða bronsið á EM tveimur árum síðar.

Ísland, Þýskaland, Austurríki og Lettland voru saman í riðli í undankeppni EM og buðu upp á spennu og drama fram á síðustu stundu. Fyrir lokaumferð undankeppninnar börðust Ísland og Austurríki um að fylgja Þjóðverjum inn á EM og fimmtán marka sigur í uppgjöri þessara liða tryggði íslenskan farseðil til Serbíu. Ísland vann fjóra af sex leikjum sínum, tapaði útileikjunum gegn Þýskalandi og Austurríki, og hafnaði í öðru sæti riðilsins.

D-riðill

Page 26: EM 2012 WEB

EM 2012 | 26

Erfitt og verðugtverkefniGuðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, er eldri en tvævetur í boltanum og reynsla hans, bæði sem leikmaður og þjálfari, kemur íslenska liðinu vel á EM í Serbíu. „Strákarnir okkar“ hafa náð frábærum árangri undir stjórn Guðmundar og vita að hverju þeir ganga þegar flautað verður til leiks í Serbíu.

Page 27: EM 2012 WEB

EM 2012 | 27

„Þessu fylgir fyrst og síðast tilhlökkun,” segir Guðmundur landsliðsþjálfari. „Aðdragandi þessa móts hefur verið mjög svipaður aðdraganda undanfarinna móta. Okkur reyndist síður en svo auðvelt að tryggja okkur inn á EM, það gekk á ýmsu í forkeppninni og úrslitin þar réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni eins og flestir líklega muna. Við spiluðum stundum frábærlega í forkeppninni, en áttum líka daga þar sem hlutirnir rúlluðu ekki alveg með okkur. Ég var sérstaklega ánægður með leikinn gegn Austurríkismönnum hérna heima, lokaleikinn sem réði því hvort liðanna færi til Serbíu, og leikinn gegn Þjóðverjum hérna heima. Það mætti kannski segja að það eitt að tryggja EM-sætið hafi verið ákveðinn áfangasigur fyrir okkur, þetta er alls ekki sjálfgefið. Við erum orðin svolítið góðu vön og eigum auðvitað alltaf að stefna hátt, en það að komast í lokakeppni stórmóts er fjarri því að vera sjálfgefið.“

Hvernig er staðan á liðinu nokkrum dögum fyrir EM, er takturinn í því þér að skapi? „Já hann er það svo sem þótt það sé alltaf erfitt að meta slíkt. Við spiluðum

bæði vel og illa á æfingamótinu í Danmörku, en svona þegar allt er talið var ég nokkuð sáttur við fjóra og hálfan hálfleik af sex. Síðari hálfleikurinn á móti Pólverjum var ekki nógu góður, ég var ánægður með vörn og markvörslu í leiknum gegn Slóvenunum og við stóðum okkur býsna vel á móti Dönum, ekki síst þegar tekið er tillit til þess hvernig við stilltum upp. Leikmenn eins og t.d. Guðjón Valur, Alexander og Ingimundur fengu hvíld og aðrir létu ljós sitt skína.“

„Það er svo sem ekkert óeðlilegt að menn velti fyrir sér fjarveru Ólafs Stefánssonar, þetta er eitthvað sem ekki hefur gerst í háa herrans tíð,“ svarar Guðmundur þegar hann er spurður út í leikmannahópinn og vangaveltur spekinga um styrk og stöðu liðsins. „Hann er fyrirliði og mikil leiðtogi og við þurfum að sýna það og sanna að liðið getur staðið sig án hans. Aðrir leikmenn þurfa að taka við hlutverki Ólafs og þeir gera það, þetta er sterkur hópur reynslumikilla leikmanna.“

Hvernig hugnast þér andstæðingarnir í riðlinum? „Þetta er erfitt og verðugt verkefni og það er vitað mál að í lokakeppni

EM er ekkert til sem heitir auðveldur andstæðingur. Króatarnir eru frábærir og það gerir þá enn erfiðari viðureignar að þeir eru næstum því á heimavelli. Þeir fá eflaust mikinn og góðan stuðning og þetta eru fyrrverandi heimsmeistarar, þaulvanir því að berjast um titla. Norðmenn hafa yfirleitt reynst okkur erfiðir og við göngum ekki að neinu vísu þar þótt við höfum unnið þá á tveimur síðustu stórmótum. Það hefur gengið á ýmsu í viðureignum þessara liða og þetta verður hörkuleikur. Slóvenarnir eru með öflugt lið, þeir sýndu það á æfingamótinu í Danmörku að þeir eru til alls líklegir. Þeir voru t.d. sex mörkum yfir í hálfleik á móti Pólverjum en hvíldu þó sterka menn. Slóvenar eru mjög hættulegir andstæðingar og við göngum ekki að neinu vísu gegn þeim frekar en hinum liðunum í riðlinum,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari.

Page 28: EM 2012 WEB

Nú klæðum við áleggið okkar í gull...því það á það svo sannarlega skilið

Page 29: EM 2012 WEB

EM 2012 | 29

Íslenski æfingahópurinn fyrir EM 2012

Alexander Peterson

Arnór Atlason

AronPálmarsson

Aron RafnEðvarðsson

Ásgeir ÖrnHallgrímsson

Björgvin PállGústavsson

Guðjón ValurSigurðsson

Hreiðar LevíGuðmundsson

IngimundurIngimundarson

Kári KristjánKristjánsson

Oddur Grétarsson

Ólafur BjarkiRagnarsson

ÓlafurGuðmundsson

RóbertGunnarsson

RúnarKárason

SverreJakobsson

VignirSvavarsson

ÞórirÓlafsson

Guðmundur Guðmundsson

Óskar BjarniÓskarsson

EinarÞorvarðarson

IngibjörgRagnarsdóttir

Snorri SteinnGuðjónsson

Arnór ÞórGunnarsson

Fannar Friðgeirsson

Page 30: EM 2012 WEB

EM 2012 | 30

Króatía Króatar hafa komið sér þægilega fyrir í hópi bestu handboltaþjóða álfunnar og berjast undantekningalítið um verðlaunasæti á stórmótum. Þeir standa langbest

í samanburði gömlu júgóslavnesku ríkjanna, unnu brons á EM 1994, tveimur árum eftir að þeir hlutu sjálfstæði, urðu í öðru sæti á HM ári síðar og urðu Ólympíumeistarar í Atlanta 1996. Króatar urðu heimsmeistarar 2003 og Ólympíumeistarar 2004, en hafa síðan tapað fjórum úrslitaleikjum á stórmótum og aldrei endað neðar en í fimmta sæti. Þeir unnu silfur á HM 2005 og 2009 og á EM 2008 og 2010.

Króatar léku í riðli með Spánverjum, Litháum og Rúmenum í undankeppni EM og þóttu afar sannfærandi. Þeir unnu alla leikina sína, þar af báða leikina gegn Spánverjum með tveggja marka mun.

Áhugaverðir leikmenn Ivano Balic er höfuð, herðar, hné og tær króatíska liðsins, magnaður handboltamaður sem á það til að vinna leiki upp á sitt einsdæmi og býr yfir þeim ágæta kosti að ná fram því besta í liðsfélögum sínum. Igor Vori er frábær varnarmaður og einn öflugasti línumaður síðari tíma og Domagoj Duvnjak á fáa sína líka. Ivan Cupic stefnir í að verða einn besti handboltamaður Evrópu og Jakub Gojun er mikilvægur hlekkur í vörninni. Þá er ótalinn markvörðurinn Mirko Allilovic.

Þjálfarinn Slavko Goluza, sem í sína tíð var hörkugóður leikmaður og vann fjölda titla með króat-íska landsliðinu, tók við þjálfun þess af goðsagnarpersónunni Lino Cervar árið 2010. Goluza nýtur góðs af því að hafa verið aðstoðarþjálfari Cervars um fjögurra ára skeið og hann þekkir kerfi og hugarfar liðsins eins og lófann á sér. Goluza þreytti þjálfara-frumraun sína á HM í Svíþjóð í fyrra og skilaði Króötum þar í fimmta sæti.

D-riðill

Við hvetjum íslenska liðið til afreka á EM

Gjögur HFKringlan 7S: 561 9950

FjarðargrjótFuruhlíð 4HafnarfirðiS: 893 9510

Þvottahúsið Höfði hfHafnarstræti 34 S: 462 2580Akureyri

Page 31: EM 2012 WEB

EM 2012 | 31

Noregur Norðmenn hafa látið að sér kveða á nokkrum stórmótum á undanförnum árum, hafa strítt verðandi verðlaunahöfum en lítið blandað sér í titilbaráttuna sjálfa.

Sterkustu leikmenn Norðmanna hafa látið til sín taka í Danmörku, Þýskalandi og á Spáni, en þeir eiga líka frambærilega menn sem stunda iðn sína á heimaslóðum. Nokk-ur skörð eru hoggin í norska liðið að þessu sinni, sterkir og mikilvægir leikmenn eru fjarverandi og verkefnið í Serbíu er ærið.

Norðmenn léku í riðli með Tékkum, Grikkjum og Hollendingum í undankeppni EM. Þeir unnu alla leikina nema einn, útileikinn gegn Tékkum og flugu nokkuð auðvelda inn í lokakeppnina sem sigurvegarar riðilsins.

Áhugaverðir leikmenn Harvard Tvedten, Bjarte Myrhol, sem náð hefur undraverðum bata eftir krabba-meinsmeðferð, og Espen Lie Hansen verða í stórum hlutverkum hjá Norðmönnum í Serbíu og þurfa að vinna upp fjarveru mana á borð við Kristian Kjelling, Kjetil Strand og Steinar Ege. Ole Erevik hefur sýnt ljómandi góða takta í markinu og áhugavert verður að sjá hvernig hann stendur sig án stuðnings og samkeppni frá Steinari Ege.

Þjálfarinn Svíinn Robert Hedin tók við þjálfun norska landsliðsins árið 2009 og það svíður margan norskan handboltaáhugamanninn að sjá Svía stýra landsliðinu sínu. Hedin var ágætur leikmaður á sínum tíma, varð m.a. Evrópumeistari með Svíum og vann silfurverðlaun á Ólympíuleikum bæði 1992 og 1996. Hann var ekki ókunnur norskum handbolta þegar hann tók við landsliðinu, lék með Víking frá Stavangri fyrir fáeinum árum og hann bæði spilaði og þjálfaði í Sviss og Þýskalandi. Mörgum þykir sem Hedin hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar þegar hann var ráðinn landsliðsþjálfari norskra.

D-riðill

Slóvenía Slóvenar náðu sínum langbesta árangri á stórmóti þegar þeir unnu til silfurverð-launa á EM 2004 á heimavelli, en afrekaskráin er að öðru leyti stutt og tíðindalítil.

Slóvenum hefur gengið bölvanlega að koma sér inn á stórmót undanfarin misseri, hafa aðeins verið með á tveimur af fimm síðustu stórmótum og þegar þeir eru með ná þeir sjaldnast að vinna sig upp fyrir tíunda sætið. Slóvenar eru ólíklegastir til afreka í þess-um riðli.

Slóvenar voru með Pólverjum, Portúgölum og Úkraínumönnum í riðli í undankeppni EM og það sem líklega kom einna mest á óvart var að þeir töpuðu tveimur leikjum í riðlinum og síðara tapið var gegn Portúgölum. Sigur Portúgala hleypti nokkurri spennu í lokaumferð riðlakeppninnar, en Slóvenar tryggðu sér farseðilinn til Serbíu með nokkuð sannfærandi sigri á Úkraínu. Slóvenía varð í öðru sæti riðilsins, á eftir Pólverjum, og voru þeir einu sem tókst að leggja Pólverja að velli í riðlakeppninni.

Áhugaverðir leikmenn Leikstjórnandinn Uros Zorman er mikilvægur hlekkur í liði Slóvena, þegar hann leikur vel eru Slóvenar mun líklegri til afreka en ella. Dragan Gajic er nýstirnið í hópnum og vert er að fylgjast með Zvizej-bræðrunum Luka og Miha, sem og Jure Natek.

Þjálfarinn Boris Denic tók við slóvenska landsliðinu af goðsögninni Noka Serdarusic í desember 2010, en ráðningin kom fáum á óvart. Denic var aðstoðarþjálfari Serdarusic og þegar hann tók við landsliðinu lét hann af starfi sínu sem þjálfari RK Celje Lasko til að forðast hagsmunaárekstra. Eitt af fyrstu verkum hans í nýju starfi var að fjölga í þjálfarateym-inu og það skilaði sér í farmiða til Serbíu.

D-riðill

Page 32: EM 2012 WEB

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA -

90

25

- A

cta

vis

70

80

03

Paratabs®– Öflugur verkjabani!Notkunarsvið: Paratabs®-Parasetamól 500 mg er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Paratabs® er m.a. notað við höfuðverk, tannverk og tíðaverk. Paratabs® er einnig notað við sótthita, t.d. af völdum inflúensu og umgangspesta. Skömmtun: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (>40 kg) 1–2 töflur á 4–6 klst. fresti, mest 8 töflur á sólarhring eða 4000 mg. Börn, 7–12 ára (25–40 kg), ½–1 tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 töflur á sólarhring eða 2000 mg. Börn, 3–7 ára (15–25 kg), ½ tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 sinnum á sólarhring eða 1000 mg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota Paratabs®. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi. Einstaklingar með áfengisvandamál skulu ekki nota Paratabs® án samráðs við lækni og alls ekki samhliða neyslu áfengis. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarks- skammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Lyfið má ekki nota ef um lifrarsjúkdóm er að ræða. Meðganga og brjóstagjöf: Engin þekkt áhætta er af notkun parasetamóls á meðgöngu. Parasetamól skilst út í brjóstamjólk en hættan á áhrifum á barnið er ólíkleg við ráðlagða skammta. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt, helst er að nefna ofnæmi, útbrot og lifrarskemmdir. Lifrarskemmdir við notkun parasetamóls hafa komið fram í tengslum við misnotkun áfengis, eins getur langvarandi notkun parasetamóls valdið nýrnaskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið ávallt þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. júní 2007.

Ræðst gegn verkjum