efling á réttri braut góðir andar á arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar...

64
JÚNÍ • 2002 • 4. TÖLUBLA‹ • 7. ÁRGANGUR Landnemarnir okkar Bls. 38 Rekin á stundinni Bls. 9 Góðir andar á Arnarstapa Bls. 26 Náttúruvænir krakkar Bls. 42 Efling á réttri braut Bls. 3 Stórhækkun sjúkradagpeninga Bls. 20

Upload: others

Post on 13-Oct-2019

7 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

JÚNÍ • 2002 • 4. TÖLUBLA‹ • 7. ÁRGANGUR

Landnemarnir okkarBls. 38

Rekin á stundinniBls. 9

Góðir andar á ArnarstapaBls. 26

Náttúruvænir krakkarBls. 42

Efling á réttri brautBls. 3

Stórhækkun sjúkradagpeningaBls. 20

Page 2: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í
Page 3: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

Efling á réttri braut

3F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

E F N I S Y F I R L I T

Hér í blaðinu má sjá ýmsan þann árangur af starfi Eflingar-stéttarfélags sem erafrakstur af uppbyggingarstarfi í félaginu á síðustu árum. Það er ánægjulegt fyrirforystu og félagsmenn Eflingar að sjá að ákvarðanir sem teknar voru af félags-mönnum á nokkru árabili eru nú allar að skila sér í betra og öflugra félagi.

Þannig er 23% hækkun sjúkradagpeninga til félagsmanna ekki tilviljun. Þessimikla hækkun er m.a. afleiðing af stækkun félagsins og hagræðingu sem fylgirstærra félagi. Svo er einnig um hækkun úr Sjúkrasjóði til fjölskyldna langveikrabarna og til fjölskyldna þeirra félagsmanna sem látast í starfi. Fullyrða má að ekk-ert af þessu hefði komið til framkvæmda án þess mikla starfs í umhverfi Eflingarsem unnið hefur verið til að styrkja og efla sjóði með sameiningu félaga og um-breyta hagræðingunni í réttindi fyrir félagsmenn.

Það er einnig ánægjulegt að sjá þá sprengingu sem orðið hefur í menntamálumá vegum Eflingar og Starfsafls, starfsmenntasjóðs Flóabandalagsins og annarrasjóða með atvinnurekendum. Það er ljóst að bjartsýnustu áætlanir félagsins umstóraukna starfsmenntun fyrir félagsmenn eru að rætast með stofnun nýrrafræðslusjóða, eigin félagslegum námskeiðum, góðri aðstöðu og virku samstarfi viðfjölmarga fræðsluaðila og atvinnurekendur. Fullyrða má að þessi þróun hefði ekkiátt sér stað án þeirra ákvarðana að sameina félög og sameinast með Flóabandalag-inu í samningunum árið 2000 um stórátak í menntamálum fyrir ófaglært fólk.

Í orlofsmálum getur Efling vel við unað. Annar hver félagsmaður sem sækir umsumarhús á háannatíma fær sumarhús á þeim tíma sem hann hefur skipulagt und-ir frí fyrir sig og fjölskyldu sína. Gera má ráð fyrir að stór hópur hinna fái ýmsafyrirgreiðslu varðandi orlofshúsin utan háannatíma. Þannig er félagið að fullnægjaað mestu þeirri þörf sem félagsmenn hafa fyrir dvöl í orlofshúsum fyrir fjölskyld-una. Sameining félaganna á sínum tíma er forsenda fyrir þeirri fjölbreytni og miklaframboði um 50 sumarhúsa víðsvegar um landið sem raun ber vitni.

Eflingarblaðið og vefur Eflingar ásamt annarri skilvirkri upplýsingamiðlun tilfélagsmanna Eflingar er ef til vill skýrasta dæmið um þá gífurlegu breytingu semorðið hefur gagnvart félagsmönnum með auknum fjölda félagsmanna og virkarastarfi. Fram kemur í blaðinu hér að allt að 90% félagsmanna lesa blaðið reglu-lega. Forsendan er það fjölmenna félag sem leggur grunninn að dugmiklu starfi.

Það er ekki tilviljun að í Gallup könnun á dögunum kom í ljós að afgerandi hlutifélagsmanna Eflingar er ánægður með þá þjónustu sem Efling býður félagsmönn-um sínum. Stéttarfélag sem sýnir að 9 af hverjum 10 sem notar þjónustuna eránægður með hana, má vera stolt af þeim árangri. Þennan árangur þökkum viðvirkum forystustörfum og dugmiklu starfsfólki.

En allt þetta segir okkur að góður árangur byggist á réttum ákvörðunum og öfl-ugu starfi liðinna ára. Mikilvægast af öllu er að samkvæmt Gallupkönnuninni erufélagsmenn Eflingar sammála forystu félagsins um þá stefnu sem tekin hefur ver-ið undanfarin ár í kjara- og samningamálum félagsins. Það segir okkur að Efling erá réttri braut.

Sigurður BessasonFormaður

Uppáhaldið gæsalifur . . . . . . . . . . . . . . . . . 4

Rekin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9

Moldin gerir okkur að betri mönnum . . . . . . 10

Til Albufeira . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14

90% lesa blaðið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16

Ari Trausti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18

Stórhækkun sjúkradagpeninga . . . . . . . . . . . . 20

Góðir andar á Arnarstapa . . . . . . . . . . . . . . . 26

Rauðu strikin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29

Sex af tíu úthlutað . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30

Landnemarnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38

Í Lindaskóla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44

Nói Síríus . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46

AMMA, AMMA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48

Kátur hópur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52

Netklúbburinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 59

Viltu mennta þig . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62

JÚNÍ 2002 4. TÖLUBLA‹ • 7. ÁRGANGUR

Útgefandi:Efling-stéttarfélag Sætúni 1

ÁbyrgðarmaðurSigurður Bessason

RitstjóriÞráinn Hallgrímsson

BlaðamennRóbert Ágústsson

RitstjórnGuðmundur Þ JónssonSigurður BessasonÞórunn Sveinbjörnsdóttir

Starfsmenn á skrifstofuFjóla JónsdóttirGarðar VilhjálmssonGuðmundur Þ. JónssonGuðrún Kr. ÓladóttirHildur KjartansdóttirHjálmfríður ÞórðardóttirHjördís BaldursdóttirHjördís ÞorsteinsdóttirHulda HafsteinsdóttirIngunn ÞorsteinsdóttirKristjana ValgeirsdóttirMargrét DavíðsdóttirSigurður BessasonSigurlaug GröndalSigríður ÓlafsdóttirSveinn IngvasonTryggvi MarteinssonViktoría JensdóttirÞórdís AndrésdóttirÞórir GuðjónssonÞórunn SveinbjörnsdóttirÞráinn Hallgrímsson

Úthlutunarnefnd atvinnuleysisbótaBjörk StefánsdóttirElín BaldursdóttirHallsteinn Friðþjófsson

StarfsaflMaríanna Traustadóttir

Útlit og umbrotEinn, tveir og þrír, auglýsingastofa

Prentun og bókbandOddi hf.

AuglýsingarHænir sf

Ljósmyndir og aðstoð við útgáfuRóbert Ágústsson

ForsíðumyndRóbert Ágústsson

Aðsetur Efling-stéttarfélagSætún 1sími 510 7500/fax 510 7501

ÚthlutunarnefndÚtborgun atvinnuleysisbóta er annan hvern fimmtu-dag. Atvinnuleysisbætur eru greiddar inn á bankareikn-ing viðkomandi.Sími úthlutunarnefndar er 510 7510myndsendir: 510 7511

L E I Ð A R I

Page 4: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

4 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Í S U M A R S K A P I

bjó og hún fékk. Uppáhaldsmaturinn minn ergæsalifur. En af grillinu er innfeit nautasteikvel brúnuð að utan það sem ég mundi helstkjósa mér með kartöflum soðnum í góðunautasoði og salat eða grænmeti með. Svo máekki gleyma soðsósuni og bragðmiklu rauðvíni,sagði Ingvar að lokum.

Réttirnir sem Ingvar býður lesendum Frétta-blaðsins að prófa fara hér á eftir:

Nauta Entrécote með kaldri graslauks pipar-sósu

Fyrir 4

4 stk Entrecoté steikur (250 gr. stk.) vel verk-aðar og fitusprengdar

1 msk grófmulinn svartur pipar1 msk grófmulinn grænn pipar1 msk grófmulinn rósapipar

Penslið steikurnar með olíu. Blandið samanpipartegundunum og nuddið á steikurnar,grillið við snarpan hita í 3-4 mínútur á hvorrihlið fyrir léttsteikt.

Graslauks piparsósa

100 gr sýrður rjómi200 gr majones2 msk sætt sinnep1 tsk púðursykur1 tsk af hverjum pipar grófmulinn: svartur, grænn, rósa

Nú er runninn upp sá árstími þegar grillineru tekin fram og fólk fer að leita að nýjumuppskriftum að góðum grillmat. Til að koma tilmóts við þessa þörf hefur Fréttablað Eflingarleitað til meistarakokka á þekktum veitinga-húsum og fengið hjá þeim uppskriftir til aðbirta í blaðinu. Að þessu sinni leituðum við tilIngvars Sigurðssonar, matreiðslumeistara áArgentínu Steikhúsi og spurðum hann fyrst umferil hans í matreiðslunni.....

Ég byrjaði í faginu fyrir 16 árum þegar éghóf nám í matreiðslu á Hótel Sögu og útskrif-aðist svo frá Hótel og veitingaskólanum. Ensíðustu 11 ár hef ég matreitt á Argentínu Steik-húsi sem tók til starfa í febrúar 1989. Frá upp-hafi hefur staðurinn verið þekktur fyrir grillað-ar steikur af bestu gerð og í seinni tíð höfumvið boðið upp á súkkulaðitertu í eftirrétt semer sérbökuð fyrir hvern og einn og hefur náðmjög miklum vinsældum.

Viðskiptavinir okkar eru mest Íslendingarsem koma frá öllum landshornum og eru úröllum þjóðfélagshópum. Þó ótrúlegt sé þá ermeira að gera yfir vetrarmánuðina en sumar-tímann hjá okkur. Stundum koma þekktir ein-staklingar bæði íslenskir og erlendir í mat ogþá skráum við nöfn þeirra í sérstakan reit ídagbókina okkar.

Frægasti einstalkingur sem ég hef matreittfyrir er Elísabet Englandsdrottning. Það var áþeim tíma þegar ég var að læra á Hótel Söguog ég á ljósmynd af mér með réttinn sem ég út-

Ingvar Sigurðsson

Uppáhaldiðer gæsalifurUppáhaldiðer gæsalifur

Ingvar Sigurðsson, matreiðslumeisti á Argentínu Steikhús

Page 5: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í
Page 6: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

6 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Í S U M A R S K A P I

smátt og setjið saman við tómatana. Setjið rest-ina út í og smakkið til með salti og pipar.

Grillað grænmeti með austurlenskum blæ

Fyrir 4 (Hentar einnig sem meðlæti)

1 stk grænn kúrbítur (zucchini)1 stk rauð paprika2 stk litlir rauðlaukar2 stk tómatar4 stk sveppir4 stk vorlaukarHvítlauksolía

Skerið kúrbítinn í tvennt eftir endilöngu og svoaftur í tvennt, skerið paprikuna í fernt og fjar-lægið kjarnann, skerið tómatana og rauðlauk-inn í tvennt. Penslið grænmetið með hvít-lauksolíunni og grillið við meðalhita í u.þ.b. 10mín, þó vorlaukinn skemur. Snúið öðru hvoruog penslið með sesam-soya leginum, kryddiðmeð salti og pipar.

Sesam-soya lögur á grænmeti

1 dl soya olía2 msk sesam olía1 msk soya sósa1 msk ostru soya1 tsk fínt saxaður engifer1 tsk fínt saxaður hvítlaukur1 tsk dijon sinnep1 msk rauðvínsedik

Setjið allt saman í ílát með þéttu loki og hristiðduglega saman.Setjið grænmetið á grænt salat sem búið er aðbæta í baunaspírum. Stráið ristuðum sesam-fræjum og söxuðum kóríander yfir grænmetiðásamt restinni af leginum.

Grillaður Lamba hryggvöðvi með rósmarín,engifer og sítrónu

Fyrir 4

1 kg lamba hryggvöðvi með fiturönd1 tsk hunangRifinn börkur af 1 sítrónuSafi úr 2 sítrónum 11/2 dl. extra virgin ólífuolía3 tsk grófmulið þurrkað rósmarín1 tsk engifer, fínt saxaður

Setjið börkinn, hunangið og sítrónusafann ískál og í örbylgjuofn og látið suðuna koma uppá hæsta styrk. Takið skálina út og bætið rest-inni í og látið kólna. Setjið á fat og veltið kjöt-inu upp úr vökvanum. Setjið í kæli í 2 tíma,snúið kjötinu öðru hvoru. Takið fatið úr kæli 1klst. áður en grillað er. Grillið við meðalhita í10-12 mín. Kryddið með salti og pipar á meðaná eldun stendur.

ögn season all2 msk vatnsalt og pipar1 msk saxaður graslaukur

Öllu blandað saman og látið standa í kæli í 2tíma til að sósan samlagist

Salatskál með suðrænni salsa:

1 skál með blönduðu salati

Suðræn salsa:

4 stk tómatar1/4 agúrka1 stk rauðlaukur1 stk sellerístilkur1/2 poki ferskur kóríandersafi úr 1/2 sítrónu1/2 dl extra virgin ólífuolíasalt og pipar úr kvörn

Skerið tómatana í fernt og fjarlægið kjarnann,skerið tómatkjötið í teninga og setjið í skál.Saxið gúrkuna, rauðlaukinn og sellerístilkinn

Vissir þú?Að 84% Eflingarfélaga telja að fræðsla ognámskeið skili sér í betri kjörum og 68%félagsmanna telja að það sé beinlínisnauðsynlegt að sækja námskeið til að

þróast áfram í starfi.- Þekkir þú rétt þinn hjá fræðslusjóðum

Eflingar. Smelltu á www.efling.is og kann-aðu rétt þinn.

Page 7: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

Lífeyr Framsýn

Page 8: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

Klip

pið

hér

Page 9: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

9F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

L A U N A M Á L

Ég varð strax vör við að vinnufélögum mín-um leið ekkert sérstaklega vel í vinnunni ogþegar að var gáð reyndust ástæðurnar veramargar. Aðalástæðan var samt sú að launinkomu sjaldan á réttum tíma. Ég heyrði fólktala um að oft væru greiddar einhverjar litlarupphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svokæmu greiðslur í smáskömmtum fram að næstaútborgunardegi. Ég lét þetta ekki hafa áhrif ámig en hélt áfram að vinna störf mín samvisku-samlega.

Svo komu mánaðarmótin sem ég hafði beðið

Anna Lilja Karelsdóttir er 19 ára. Hún komá skrifstofu Eflingar-stéttarfélags um miðjanmaí til að fá upplýsingar um rétt sinn því húnhafði ekki fengið greidd launin fyrir vinnu íaprílmánuði. Hún hafði ítrekað gert tilraun tilað fá laun sín greidd. Anna sendi SMS-skila-boð til hótelsins um að hún væri stödd á skrif-stofu Eflingar til að leita aðstoðar félagsins ogfékk samstundis símhringingu frá Cabin Hótelum að hún væri fyrirvaralaust rekin úr starfi.Anna Lilja segir hér söguna af þessum ófor-svaranlegu vinnubrögðum LYKILHÓTELSCABIN.

Ég var á atvinnuleysisskrá hjá vinnumiðlunþegar mér bauðst starf sem þerna á Lykilhót-eli Cabin í Borgartúni í byrjun apríl. Starfiðfólst aðalega í að þrífa herbergi og skipta árúmum en fljótlega var bætt við ýmsum öðrumstörfum sem ekki höfðu verið í starfslýsingusem kynnt var fyrir mér í upphafi.

Anna Lilja Karelsdóttir

Leitaði til Eflingar - rekin á stundinni!Leitaði til Eflingar - rekin á stundinni!

Lykilhótel Cabin

Ég varð strax vör við að vinnufélögum mínum leið ekkertsérstaklega vel í vinnunni

Framhald á bls. 12

Page 10: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

10 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

R Æ K T U N A R F Ó L K

Laugardaginn 25. maí fór hópur Eflingarfé-laga í árlega gróðrursetningarferð í Heiðmörk.Hópurinn safnaðist saman við bæinn Elliða-vatn og hélt svo áfram að útivistarsvæði semEfling hefur til umráða og er við Hjallabraut.Starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkurvoru mættir á staðinn með 200 plöntur bæðifurutré og blágreni og fulla kerru af skít.Einnig voru þeir með öll nauðsynleg verkfæri.Veðrið var mjög gott, sól, logn og sæmilegaheitt. Þegar bílunum hafði verið lagt og mann-skapurinn hafði skipt með sér verkum var haf-ist handa við gróðursetninguna.

Börnin , pabbar og mömmur, afar og ömmur - ræktunarfólk nútíðar og framtíðar

Erna Gunnarsdóttir og amma henna,r Þuríður Ingimundardóttir, að gróðursetja

Moldin gerir okkur að betri manni

Gróðursetning í Heiðmörk

Það er líka gaman að sjá hvað fólk erduglegt að mæta. Nú lærir það að rata

hingað og getur þá komið með fjölskyld-una og sest niður í fallegum lundi

Page 11: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

11F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

R Æ K T U N A R F Ó L K

(Að ofan) Hannes Ólafsson starfsmaður á Reykjalundi svaraði ját-andi þegar hann var spurður hvort hann hefði áður komið á þenn-an stað. En ég held að ég hafi ekki verið í svona djúpum skít þá,sagði hann og leit niður á föturnar sem hann bar í sitt hvorrihendi.

Sigurður Bessason, formaður Eflingar kom gangandi út úr stórurjóðri og þaðan heyrðist mikill hávaði frá vélsög. Hann hélt ástunguskóflu í annari hendi og skimaði í kringum sig greinilega íleit að stað til að beita henni á. Ef þú ætlar að spyrja hvað ég er aðgera hér úti í náttúrunni skal ég sagt þér að það allra besta semmaður gerir er að komast í moldina vegna þess að þá kemst mað-ur í meiri snertingu við landið og það gerir okkur að betri manni.Svo eru margir félagar okkar mættir til að taka þátt í að byggjaþetta svæði upp og þannig er þetta í öllu starfi innan félagsins..

Page 12: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

12 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

R Æ K T U N A R F Ó L K

(Að ofan) Guðmundur Guðbjarnason starfsmaður hjá Landssím-anum var með fullt fangið af greinum. Við erum að grisja þvísumstaðar vaxa tréin svo þétt að þau skyggja á hvort annað ogverða frekar ljót að sjá. En að öðru leyti er þetta fínt og ég á ör-ugglega eftir að koma hingað aftur.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir 1. varaformaður Eflingar gekk rösklegatil verka ásamt bræðrunum Róberti Ragnarssyn og Bjarka Þór.Þetta er í þriðja sinn sem ég kem hingað og mér finnst afskap-lega skemmtilegt að sjá hvað svæðið er að breytast mikið, sagðihún. Það er líka gaman að sjá hvað fólk er duglegt að mæta. Núlærir það að rata hingað og getur þá komið með fjölskylduna ogsest niður í fallegum lundi með nestið sitt og notið útivistar íþessu yndislega umhverfi.

Pix

vinnunni. Stúlka í afgreiðslunni tók á móti mérog bauð mér til sætis meðan hún athugði hvortstarfsmaðurinn sem sér um málefni starfsfólksá hótelum væri laus. Ég settist niður og allt íeinu fékk ég þá hugdettu að senda hótelstýruniSMS skilaboð þar sem ég sagðist vera stödd áskrifstofu Eflingar til að leita ráða varðandilaunin og að svona framkoma við starfsmennværi ekki forsvaranleg. Þegar ég var í miðjusamtali við starfsmann Eflingar hringdi GSMsíminn minn og var þar komin hótelstýran tilað tilkynna mér að búið væri að leggja launinmín inn á reikning og ennfremur sagði hún aðég þyrfti ekkert að hafa fyrir því að mæta afturtil vinnu. Og nú er ég aftur komin á atvinnu-leysisskrá.

Þannig lauk þessum samskiptum mínum viðhótelstýruna sem er líka einn af rekstraraðilumhótelsins, sagði Anna að lokum.

eftir með mikilli eftirvæntingu vegna þess að égvar peningalaus. Það er ekki hægt að greiða útlaun 1. maí sem er frídagur verkalýðsins þannigað ég vonaðist til að fá þau greidd inn á reikn-ing daginn eftir. En það stóðst ekki og ekkiheldur næsta dag sem var föstudagur og síðankom helgin og ég var ennþá peningalaus. Ámánudeginum hafði ég samband við hótel-stýruna og óskaði eftir að fá launin greidd.Svarið sem ég fékk var að þau yrðu greidd inná reikninginn minn þann sama dag. Enn gerðistekkert.

Næsta morgun var ég í fríi en mætti samt áskrifstofu hótelstýrunar til að fá einhver svören þá var hún ekki við. Eftir langa bið á skrif-stofunni ákvað ég að leita ráða hjá stéttarfélagimínu þó ég hefði heyrt vinnufélagana tala umað það borgaði sig ekki ef maður vildi halda

Framhald af bls. 9

Page 13: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í
Page 14: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

14 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Á F E R Ð M E Ð E F L I N G U

baði og allskonar tækjum sem hægt var að faraí sér til heilsubótar. Það var líka stutt að fara ínæstu matvöruverslun og okkur fannst mjög

Efling stéttarfélag hefur staðið fyrir utan-landsferðum fyrir eldri félagsmenn um nokk-urra ára skeið og hafa þær orðið vinsælar meðárunum. Í apríl síðastliðnum var farið í einaslíka ferð til Albufeira í Portúgal. Hjónin Guð-ný Hjartardóttir og Halldór Guðnason sembæði eru félagar í Eflingu voru með í för ogsegja að þau hafi verið mjög ánægð með ferð-ina í alla staði. Þau höfðu ekki komið til Portú-gal áður, en verið nokkrum sinnum á Beni-dorm á Spáni.

Við vorum á mjög góðu hóteli og fengumíbúð með útsýni yfir yndislegan garð meðsundlaug og öllu tilheyrandi. Okkur fannst af-skaplega gott að sitja þar í sólinni vegna þessað það kom alltaf kaldur andvari frá sjónumsem gerði manni lífið bærilegra í hitanum. Viðhöfðum líka aðgang að innisundlaug og gufu-

Örugglega aftur til AlbufeiraÖrugglega aftur til AlbufeiraEfling í Portúgal

- segja hjónin Guðný Hjartardóttir og Halldór Guðnason

Það var alltaf eitthvað um að vera áhverjum degi og gott að hafa sérstakan

skemmtanastjóra

Guðný Hjartardóttir á Albufeira

Page 15: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

Á F E R Ð M E Ð E F L I N G U

gott að versla þar. Svo var líka hægt að kaupatilbúinn mat til að fara með heim.

Það var alltaf eitthvað um að vera á hverjumdegi og gott að hafa sérstakan skemmtana-stjóra sem var í fyrsta sinn í þessum ferðum.Við spiluðum á spil eða bingó og svo voruhaldnar kvöldvökur þar sem Sigríður Hannes-dóttir fararstjóri og aðrir starfsmenn skemmtuvið mikin fögnuð. Þá var sungið og dansað ogSiffi lék undir á harmoniku. Hann var líka meðkennslu í línudansi og við tókum þátt í því einsog öllu öðru sem stóð til boða. Stundum fórumvið saman út að borða eða á pöbbarölt og svofórum við í skoðunarferðir.

Undirbúningur og skipulag ferðarinnar var ígóðu lagi hjá Úrval Útsýn og allt stóðst semlofað var. Það var líka mikið öryggi að hafahjúkrunarfræðing með í för því hún virtist hafanóg að gera.

Aðspurð hvort þau ætli í aðra svona ferð,standi þeim það til boða segja þau að þau séuörugglega tilbúin að fara aftur til Albufeira þvíað ferðin hafi tekist einstaklega vel í alla staði.

Við erum afskaplega þakklát Eflingu fyrir aðstanda að þessum ferðum og líka fyrir ferðir-nar innanlands. Í fyrrasumar fórum við hring-veginn en í sumar ætlum við að fara í fjögurradaga ferð til Mývatns og í Ásbyrgi og við bíð-um spennt eftir að lagt verði af stað, sögðuGuðný og Halldór að lokum.

Page 16: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

16 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

B L A Ð I Ð O K K A R

fréttir af félaginu eru í fyrirrúmi. Eflingarblaðið leggur mikið upp úr allri um-

fjöllun um félagsmenn, hvort sem er á vinnu-stöðum félagsmanna eða í daglegu lífi þeirraog áhugamálum. Blaðið hefur t.a.m. fylgt for-ystumönnum á vinnustaði undanfarna mánuðiog átt viðtöl við fjölmarga félagsmenn umvinnustaði þeirra, kjör og annað sem viðkemurstarfi þeirra.

Meginefnisþættir blaðsins eru settir á forsíðuá vef Eflingar (www.efling.is) um leið og blaðiðkemur út, ásamt því sem hægt að sækja blaðiðí heild sinni á pdf formi inn á vefinn á undirsíð-unni útgáfa - fréttablöð. Þar er einnig hægt aðnálgast fyrri fréttablöð í tímaröð.

Fréttablaðið er mikilvægasti upplýsingamið-ill félagsins til félagsmanna og ásamt með frétt-um úr félagsstarfinu og umfjöllun um daglegtlíf félagsmanna birtast í blaðinu upplýsingarum réttindi í sjúkrasjóði, orlofssjóði og fræðslu-sjóðum félagsins.

Fréttablað Eflingar er gefið úr reglulega 6sinnum á ári og er 48 - 60 síður að stærð í tíma-ritsbroti. Auk þess er gefið út veglegt orlofs-blað sem kemur út á hverju vori.

Gallup könnun sem framkvæmd var fyrirEflingu nýlega sýndi að Fréttablað Eflingar ermjög mikið lesið. Samkvæmt könnuninni lesa70% félagsmenn Eflingar fréttablaðið reglu-lega og í efri aldurshópum félagsmanna erþetta hlutfall um 90%. Áhugasamir blaðales-endur haft samband við Eflingu til að spyrjastfyrir um þetta háa hlutfall sem les Fréttablaðið.Einnig taka aðstandendur blaðsins eftir greini-legri notkun blaðsins þegar kemur að nám-skeiðum og skólum, bókunum í sumarbústaðifélagsins, fréttum frá sjúkrasjóði og fleira. Fyr-ir þetta fólk og aðra lesendur birtum við hérhelstu atriði um Eflingarblaðið.

Fréttablað Eflingar - stéttarfélags er gefið útí 17.000 eintökum og sent heim til allra félaga íEflingu - stéttarfélagi. Einnig er blaðið sent áalla vinnustaði þar sem Eflingarfélagar starfa á(um 2000 fyrirtæki), annarra stéttarfélaga,stofnana og félagasamtaka. Þá er blaðið sentöllum fjölmiðlum og ýmsum áhugasömumsamskiptaaðilum sem óska eftir því að fá blað-ið sent.

Gallup könnun sem framkvæmd var fyrirEflingu nýlega sýndi að Fréttablaðið er mjögmikið lesið. Samkvæmt könnuninni lesa 70%félagsmenn Eflingar Fréttablaðið reglulega ogí efri aldurshópum félagsmanna er þetta hlut-fall um 90%.

Efnisval Fréttablaðs Eflingar tekur mið afhelstu hagsmunamálum félagsmanna Eflinga ílauna-, kjara- og réttindamálum en auk þess erblaðið opinn vettvangur fyrir breiða umfjöllunum hvaðeina sem snýr að félagsmönnum s.s.málefni neytenda, heilbrigði og lífstíl, tóm-stundir og áhugamál auk þess sem almennar

Allt upp í 90% lesa blaðiðFréttablað Eflingar

Blaðið hefur t.a.m. fylgt forystumönnumá vinnustaði undanfarna mánuði og átt

viðtöl við fjölmarga félagsmenn umvinnustaði þeirra

Page 17: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í
Page 18: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

18 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Á F E R Ð U M L A N D I Ð

fleira því skylt frekar dreifðar og sums staðaraf skornum skammti. Þó eru til bækur um þessiefni t.d. árbækur ferðafélaganna, bækur eftirEinar Þ. Guðjohnsen og Pál Ásgeirsson oga.m.k. ein bók sem ég hef samið ásamt PétriÞorleifssyni. Hún fjallar að vísu eingöngu umgönguleiðir á fjöll og tinda en þar er þó aðfinna bæði léttar leiðir, þungar leiðir og allt þará milli. Svo hafa ferðamálasamtök, héraðssam-tök, stofnanir eða einkaaðilar tekið samanbæklinga um gönguleiðir í sumum landshlutumeða á tilteknum svæðum. Efnið er yfirleittókeypis og fæst í upplýsingamiðstöðvum umferðaþjónustu og víða á áningarstöðum. Til erefni um þjóðgarðana gefið út af Náttúruverndríkisins og göngukort hafa verið gefin út afLandmælingum og Máli og menningu.

Á Vesturlandi eru margar gönguleiðir, fáarmerktar í landslaginu en allmargar ýmistmerktar á kort eða þeim lýst í einhverju af þvíefni sem ég nefndi. Yfirleitt dvelur fólk í sum-arbústöðum með bílinn sinn innan seilingar ogþess vegna engin fyrirstaða þótt aka þurfi spölað gönguleið. Í Borgarfirði eru fínar leiðir viðHúsafell, bæði á fjöll eins og Stút, Húsafell eðaOk, leiðir í gil og með ám eða t.d. að hellum íHallmundarhrauni. Gaman er að fara á vél-sleða á Langjökul og bæði Hafnarfjall ogSkarðsheiði eru skemmtilega fjöll að skoða.Svo eru vötnin og umhverfi þeirra, t.d. Skorra-dalsvatn og Hreðavatn og fossar eins ogGlanni í Norðurá. Mikið hálendi er frá Baulu

Nú er orlofstímabilið hafið og margir félags-menn Eflingar lagðir af stað í sumarfríið. Sum-ir aka hringveginn en aðrir dvelja í orlofshús-um stéttarfélagsins víða um land. Fyrstu dag-arnir líða hratt í glensi og leik en svo kemur aðþví að það þarf að fara að huga að einhverjuuppbyggilegu og þá er tilvalið að fara í göngu-ferðir. Til að fræðast um gönguleiðir nálægt or-lofsbyggðum Eflingar á Vesturlandi leitaðifréttablaðið til Ara Trausta Guðmundssonarjarðeðlisfræðings og bað hann að fara yfirhelstu gönguleiðir á Vesturlandi og Snæfells-nesi, þar sem Efling á orlofshús í Svignaskarði,Húsafelli og svo á Nesinu.

Hann var fyrst spurður hvernig fólk semdveldi í sumarbústað í sumarfríinu ætti að berasig að við öflun upplýsinga um gönguleiðir ínæsta umhverfi?

Því miður eru upplýsingar um gönguleiðir og

Ari Trausti Guðmundsson fræðir lesendur um markverðar gönguleiðir á Vesturlandi

Skemmtilegar gönguleiðirá VesturlandiSkemmtilegar gönguleiðirá Vesturlandi- rætt við Ara Trausta Guðmundsson, jarðfræðing

Í venjulegar gönguferðir þarf þjálar buxur eða stutt-buxur ef veður er mjög gott, auk þess eina peysu,

skjólflík, þunna vettlinga og svo léttan bakpoka þvíoft þarf ekki að nota nema hluta af fatnaðinum

Page 19: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

19F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Á F E R Ð U M L A N D I Ð

eða stuttbuxur ef veður er mjög gott, auk þesseina peysu, skjólflík, þunna vettlinga og svoléttan bakpoka því oft þarf ekki að nota nemahluta af fatnaðinum. Skór eiga að vera uppháir,úr leðri og með mynstursóla nema ef um er aðræða mjög góða stíga og stuttar göngur, þánægja strigaskór. Regn á ekki að aftra fólki enþá þarf auðvitað regnfatnað úr öndunarefni. Íbratta hjálpa göngustafir (par af stöfum semmá stytta og lengja) mjög mikið. Ef gengið ermeira en í 1 klst. þarf vökva með í pokann ogsvo nesti, allt eftir lengd ferðar. Margar fjall-göngur útheimta ekki flóknari búnað en þetta.Meðan fólk er að venjast því að velja búnaðvið hæfi er gott að leita ráða hjá vönu fólki. Af-greiðslufólk í útivistarverslunum er margt velað sér um búnað.

Eru einhverjar spennandi gönguferðir í und-irbúningi hjá þér sjálfum?

Ýmislegt er á döfinni hjá mér og sumt ertengt vinnu. Líklega förum við í fjölskylduferðá Snæfellsnes í júní og svo aðra norður í land,nokkra daga í senn.

Sennilega þarf ég að skreppa fáeina daga áVatnajökul og svo er fyrirhuguð klifurferð íAlpana í 6 daga, til ítalska hlutans í Suður-Tíról. Í október fer ég svo með íslenskan ferða-hóp og með konunni og yngstu dótturinni tilEkvador. Næsta ár er reyndar líka komið ískipulagsdeigluna.

að telja (sem er fremur auðvelt að ganga á afveginum um Dalsmynni) og yfir um dalinavestur að Hnappadal er mjög forvitnilegt. Svoeru stuttar leiðir nálægt Munaðarnesi og fjör-ur á Mýrum má skoða í samvinnu við landeig-endur.

Á Snæfellsnesi eru leiðir í Hnappadal, t.d. aðEldborg og inn um hraunin ofar í dalnum.Fjörurnar sunnan á Nesinu eru skemmtilegarog þar er líka unnt að ganga upp með Bláfeld-arhrauni eða skoða Rauðfeldargjá. Jökulinnmá ýmist ganga eða aka á (á vélsleðum) ogströndin frá Arnarstapa út með öllu nesinu erfrábær. Góð gönguleið er að Búðarkletti og svoá milli Stapa og Hellna eða á Þúfubjarg og það-an að Lóndröngum og svo aftur af Djúplaóns-sandi til Dritvíkur. Gönguleiðir eru við Rif ogHellissand, út með Kirkjufelli í Grundarfirðiog upp á lægri fjöllin austur eftir öllu nesinu aðnorðanverðu. Í Berserkjahrauni er gaman aðganga með gígum og vötnum og enginn ermaður með mönnum nema að ganga á Helga-fell og óska sér eða öðrum einhvers góðs.Stuttar leiðir eru margar og þær henta óvönufólki. Oftast er best að spyrja kunnuga umhvað henti til 1-3 klst. göngu án mikils brattaen slíkar leiðir eru fyrir flesta. Göngur viðvötnin í Borgarfirði, við Húsafell og svo yst áSnæfellsnesi eru dæmi um slíkt.

Hvernig er best að vera útbúinn? Í venjulegar gönguferðir þarf þjálar buxur

Page 20: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

20 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

um sem orðið hafa á vinnumarkaði en ekki síð-ur þar sem hagkvæmni í rekstri er nú að komafram af fullum þunga, segir Guðrún Óladóttir,forstöðumaður Sjúkrasjóðsins.

Á síðasta ári voru greiddir styrkir úr Sjúkra-sjóði Eflingar rétt tæpar 100 milljónir króna.Þar af voru sjúkradagpeningar tæplega 80milljónir króna eða um 80% af styrkjum enaðrir styrkir námu um 19,4 milljónum króna.

Útgjöld sjúkrasjóðs milli áranna 2000 og2001 lækkuðu um liðlega 38 milljónir sem eink-um skýrist af fjórum ástæðum. Ekki er um þaðað ræða lengur að sjúkradagpeningar séugreiddir sjálfkrafa í allt að 300 virka daga sam-anber breytingu á reglugerð á aðalfundi árið2000. Nýr sjóður Fjölskyldu og styrktarsjóðshefur einnig mikil áhrif og í þriðja lagi virðistsem stöðuleiki á vinnumarkaði minnki ásókn ísjúkradagpeninga, en mikil þennsla á vinnu-markaði eins og var á árunum 1999 og 2000virðist hafa áhrif til aukningar sjúkradagpen-inga. Þá er engin spurning um það í okkar hugaað sú hagræðing sem átti sér stað með samein-ingu félaganna fimm sem stóðu að stofnun Efl-ingar-stéttarfélags er að skila sér í aukningu áréttindum til félagsmanna, segir Guðrún Óla-dóttir.

Vegna góðrar afkomu sjúkrasjóðs samþykktiaðalfundur Eflingar eftirfarandi breytingar áupphæðum til greiðslu úr sjóðnum.

• Sjúkradagpeningar hækka úr kr. 3.400.- pr.dag í kr. 4.154.- eða um liðlega 23%, sem þýð-ir að meðal greiðsla á mánuði til sjóðfélagasem var í 100% starfi fyrir veikindi/slyss hækk-ar úr kr. 78.678.- í kr. 90.017.- eða því sem sam-svarar lágmarkslaunum eftir 4 mánaða starf.Því til viðbótar greiðir Tryggingastofnun um kr.23.800.- fyrir fullan mánuð vegna veikinda, enhærra ef um slys var að ræða .

•Fjölgun daga vegna veikinda barna umhelming, eða úr 75 virkum dögum í 150 virkadaga

• Dánarbætur vegna félagsmanns sem deyr ístarfi hækka úr kr. 170.000,- að hámarki í kr.300.000.- enda oft um ungt fók að ræða meðmiklar fjárhagslegar skuldbindingar. Dánar-bætur til maka vegna sjóðfélaga sem var hætturá vinnumarkaði en var sjóðfélagi við starfslokeru óbreyttar eða að hámarki kr. 67.500.- enaðrir erfingjar fá kr. 50.000.- að hámarki.

Fjölskyldu- og styrktarsjóður

Réttur veikra barna úr45 dögum í 3 mánuði

Fjölskyldu- og styrktarsjóður Eflingar stétt-arfélags tók til starfa 1. maí 2001 í kjölfar kjara-samnings við Reykjavíkurborg þar sem samiðvar um sama veikindarétt og opinberir starfs-menn hafa eða allt að eitt ár á fullum launum.Á móti auknum veikindarétti félagsmanna er

Sjúkradagpeningar hækka um 23%, dögumtil veikra barna fjölgar um helming og dánar-bætur til þeirra sem látast í starfi nærri tvöfald-ast frá Sjúkrasjóði Eflingar frá og með 1. maísl. Allar þessar breytingar sem eru mjög jávæð-ar fyrir félagsmenn, byggjast á þeim breyting-

R É T T I N D I A U K A S T

Stórhækkun sjúkradagpeninga

Guðrún Óladóttir

Sameiningin skilar sér í auknum réttindinum - segir Guðrún Óladóttir, forstöðumaður sjóðsins

Page 21: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

R É T T I N D I A U K A S T

greitt minna í þennan sjóð en sjúkrasjóð félags-ins eða 0,30% af heildarlaunum í stað 1% afheildarlaunum sjóðfélaga áður. Þá var ljóst aðá árinu 2000 fengu félagsmenn Eflingar hjáReykjavíkurborg meira út úr sjóðnum en lagthafði verið til hans þannig að farið var varlegaí styrkveitingar til að byrja með, samanberbráðabirgðarreglugerð sjóðsins sem samþykktvar á aðalfundi 2001. Þó hefur berlega komið íljós að lenging veikindaréttar skilar sér vel tilfélagsmanna enda umsóknir um sjúkradagpen-inga fækkað umtalsvert frá þessum hópi félgs-manna.

Styrkir sjóðsins fyrstu 8 mánuði starfstímahans námu alls kr. 2.760.077.- Þar af námusjúkradagpeningar kr. 1.230.075.- eða 44,6%en aðrir styrkir kr. 1.530.002.- eða 55,4% .Fjöldi styrkþega var 384. Auk félagsmannaEflingar hjá Reykjavíkurborg eru félagsmennhjá Sorpu, Orkuveitu, Foldabæ og 12 einka-reknum leikskólum nú aðilar að þessum sjóði.Þrátt fyrir að ekki sé komin nema 8 mánaðareynsla á þennan sjóð er ljóst að betur má geraþótt varlega sé farið af stað, og var lagt til viðaðalfundinn að reglur vegna sjúkradagpeningaverði nokkuð rýmri en bráðabigðareglugerðinkvað um.

Eftirfarandi breytingar voru samþykktarvarðandi Fjölskyldu- og styrktarsjóðinn:

• Dagpeningum sem greiddir eru vegnaþeirra sem hafa skemmri veikindarétt hjá at-vinnurekanda en 118 daga var fjölgað úr 45virkum dögum í 3 mánuði.

• Dagpeningar vegna þeirra sem hafa lengriveikindarétt en 119 verður nú 1 mánuður envar enginn áður.

• Fjölgun daga vegna veikra barna: Úr 45dögum í 3 mánuði.

Að meðtöldum desemberstyrkjum fengu lið-lega 3.300 manns styrki úr sjúkrasjóðum fé-lagsins.

Page 22: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

Á síðasta stjórnarfundi fyrir aðalfund brá fráfarandi stjórn Eflingar sér út á grasflötina við glæ

silegt hús Eflingar að Sæ

tún 1 þar sem þessi m

ynd var tekin.

Stjórnarmenn eru frá vinstri: Hjördís Baldursdóttir,

Vilhjálmur Bragason, Þuríður Ingim

undardóttir, Ragnar Ólason, Rannveig Gunnlaugsdóttir, Jónína Sigurðardóttir, Guðm

undur Þ Jónsson, Viðar Ottesen, Ingibjörg B. Sveinsdóttir, Jón S. Pétursson, Sigríður Einarsdóttir, Sím

on Gunnarsson, Kristín Jónatansdóttir, Hannes Ólafsson, Ingunn Þorsteinsdóttir, Hildur Kjartansdóttir, Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, Snorri Ársæ

lsson, Þorbjörg Kristjánsdóttir, Þorsteinn M

. Kristjánsson og Sigurður Bessason.

Fráfarandi stjórn Eflingar

Page 23: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í
Page 24: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

24 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

A Ð V I N N A M E Ð E L D R A F Ó L K I

Nú í vor fór af stað kynningarátak um bættaímynd umönnunar og heimaþjónustustarfa þarsem vakin er athygli fólks á hversu gefandi þaðer að vinna með eldri borgurum. Aldraðir erunú um 32.000 og mun fjölga um helming ánæstu 25 árum. Það er því ljóst að mikil fjölgunstarfa á sviði umönnunar og þjónustu við þenn-an aldurshóp mun eiga sér stað á næstu árum.Það er því mikilvægt að allir sem að því komaað meta þessi störf leggist á eitt um að gera þauverðmætari og einnig að auka virðingu fyrirþessum störfum.

Á næstu misserum gefst félagsmönnum í Efl-ingu-stéttarfélagi sem eru í umönnun tækifæritil að auka menntun sína til að ná félagsliða-réttindum. Unnið hefur verið að því að kynnaþetta námsframboð og hafa starfsmenntasjóð-irnir veitt félagsmönnum endurgreiðslu náms-gjalda ef þeir eru að ná sér í einingar til að náfélagsliðarréttindum. Þá er einnig hægt að öðl-ast þessi réttindi með námi í framhaldsskóla og

mun Borgarholtsskóli útskrifa 11 einstaklingaí vor sem félagsliða.

Það er staðreynd að flestir aldraðir búa áhöfuðborgarsvæðinu en það eru um 60% semþað gera. Um 10% búa á Norðurlandi eystra.Það er sérstakt verkefni stjónvalda að koma tilmóts við aukna þörf eldri borgara fyrir hverskonar þjónustu, tryggja hana í sessi og búa íhaginn fyrir vaxandi eftirspurn á komandiárum.

Þetta eru meginrökin fyrir því að auka þurfivirðingu og mat á umönnunarstörfum til þessað ekki komi til vandræða á komandi árum.

Það er margendurtekin reynsla að þegargóðæri er fækkar í umönnunarstörfum vegnaþess að þau eru ekki samkeppnishæf umlaunin. Sveigjanleiki í launakerfum til aðbregðast við hefur verið allt of lítill. Starfsfólk íumönnunarstörfum á að geta verið stolt af sín-um verkum því þau eru svo mikilvæg fyrirþjóðfélagið.

Breytt viðhorf til umönnunarstarfa

Mikilvæg störf í framtíðinni

Sveigjanleiki hefur verið allt oflítill í launakerfum

Smelltu á www.ellismellir.is

eftir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir

Page 25: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

25F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

V E F U R I N N

Þjónusta Eflingar í gegnum heimasíðu fé-lagsins www.efling.is er stöðugt að aukast.Fjöldi umsókna sem barst vegna orlofshúsa2002 um vefsíðuna hefur aldrei verið jafnmikill.Af um 1400 umsóknum sem bárust um orlofs-hús í sumar voru nærri 500 um netið.

Starfsmenn á skrifstofu Eflingar sem sinnaorlofshúsum segja að mikil aukning hafi orðiðá síðastliðnu sumri varðandi rafræna pöntunsumarhúsa hjá Eflingu og í ár eru rafrænarpantanir orðnar þriðjungur af heildarfjöldapantana.

Í framhaldi af talsverðum fjölda um netið ásíðasta ári var vefsíðan uppfærð og kynnt og erþað ef til vill liður í því að félagsmenn nýta sérþennan möguleika í auknum mæli. Síðan yfirlaus hús er uppfærð daglega þannig að félags-menn geta nú séð hvar laus hús eru á landinuog sett fram óskir sínar með hliðsjón af því.

Sótt var um á tölvupósti í gegnum netið fyrirsumarúthlutun en eftir að úthlutun lauk var

jafnframt hægt að senda inn tölvupóst eðahringja á skrifstofuna til að fá nánari upplýs-ingar um laus hús. Eins og staðan er nú er nýt-ing húsa yfir sumarið mjög mikil þannig að ein-ungis er laust á jaðartímum að vori og hausti ínokkrum húsum.

Í skoðun er að þróa heimasíðuna enn frekarþannig að hægt sé að skoða eigin punktastöðuog sækja um með beinum hætti gegnum heima-síðuna.

Það léttir mjög störfin við orlofssjóðsúthlut-unina að fá tölvupóst í gegnum heimasíðuna ístað hefðbundinnar aðferðar með umsóknumá eyðublöðum í pósti eða faxi, en þetta spararfélagsmönnum einnig ferðir, vinnu og peninga.

Smelltu á www.efling.is

Nærri 500 umsóknir bárust beintHeimasíða Eflingar

Vissir þú?Að 89% félagsmanna Eflingar eru sam-mála þvi meginmarkmiði að vilja leggjaáherslu á hækkun lægstu launa í kjara-

samningum.

Page 26: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

26 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

H Ú S A N D A N N A

að vinna fyrir Starfsmannafélagið Sókn.Nokkrum árum seinna sameinaðist SóknDagsbrún og Verkakvennafélaginu Framsóknog til varð nýtt stéttarfélag sem hlaut nafniðEfling. Ég tók þátt í undirbúningsstarfinu fyrirSókn og hélt svo áfram að vinna fyrir nýjastéttarfélagið.

Hverskonar mál eru það helst sem þú færðtil úrlausnar?

Það eru aðallega mál sem tengjast innheimtuá launum og stór þáttur í því er innheimta hjáfyrirtækjum sem eru gjaldþrota. Ef svo illa ferþá er Ábyrgðasjóður launa ábyrgur fyrir launa-greiðslum þannig að yfirleitt verður launþeg-inn ekki fyrir skaða. Einnig tengist hluti þess-ara mála veikindarétti, vinnuslysum og fæðing-arorlofi. Það má kannski segja að ég tengistmeira einstaklingsbundnum málum en málumfyrir hópa.

Bregst fólk nógu fljótt við ef það telur sighafa verið beitt órétti?

Um það er dálítið erfitt að fullyrða en égverð ekki vör við annað en að þeir sem eru að

Lögmenn gegna stóru hlutverki í réttinda-vörslu fyrir launþega sem verða fyrir þeirrióskemmtilegu reynslu að réttur samkvæmtkjarasamningi er á þeim brotinn. Hjá Eflinguer Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaðureinn af þeim. En hún hefur líka aðra hlið semfærri þekkja en það er mikill áhugi á útivist ogtil að njóta hennar fer hún vestur á Arnarstapaá Snæfellsnesi þar sem þau hjónin eru meðeig-endur í mjög merku húsi. Lára tók vel í aðsegja lesendum fréttablaðsins frá starfi sínu fyr-ir Eflingu og dvölinni á Arnarstapa með fjöl-skyldunni.

Ég kynntist fyrst málefnum launafólks þeg-ar ég hóf störf hjá Aþýðusambandi Íslandsárið 1982. Fyrstu árin vann ég við lögmanns-störf sem snéru að launþegahreyfingunni ensíðan tók ég við starfi framkvæmdarstjóra oggengdi því til ársins 1994 að ég ákvað að opnaeigin lögmannsstofu. Í framhaldi af því fór ég

Góðir andar í húsi skáldsins á Arnarstapa

Hin hliðin á Láru V. Júlíusdóttur, lögmanni Eflingar-stéttafélags

En okkur þykir skemmtilegastað ganga á jökulinn

Page 27: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

27F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

H Ú S A N D A N N A

sem ég hef skrifað fór ég vestur og vann þær aðhluta þar. Svo er ég að kenna í Háskóla Íslandsog á vorin þegar ég er að fara yfir prófin fer égí húsið vegna þess að þar er algjört næði oggott að ná einbeitingu.

Góðir andar í húsinu

Það eru líka mjög góðir andar í húsinu. Fólksem er næmt fyrir svoleiðis talar um það. Svoer náttúrulega mikil saga í húsinu sem hrópar ámann úr hverju horni jafnvel þó að það hafiverið tekið allt í sundur og sett saman aftur ogsé eitthvað mest viðgerða hús á landinu.

Mikill fjöldi af herskáum kríum safnast sam-an á Stapanum á hverju vori til að verpa.

Hvernig gengur sambúðin við þær? Ég læti mig alveg hafa það að ganga í gegn-

um varpsvæðið en sambúðin við kríuna ræðstmikið af afstöðu til hennar. Það er hægt að látahana fara óskaplega mikið í taugarnar á sér ogkrakkarnir eru stundum dálítið smeik við aðhlaupa út á tún þegar hún er sem grimmust. Enþað er líka hægt að forðast hana með því aðvera með prik í hendi og húfu eða hettu á höfðiþegar maður gengur í gegnum mesta varpið.

Oft er talað um að það sé mikil orka undirjökli sem hafi mannbætandi áhrif.

Hefur þú orðið vör við slíka strauma? Nei, ég get ekki sagt neinar reynslusögur af

slíkum straumum en stundum gantast maðurmeð þetta í góðra vina hópi. Aftur á móti ermjög endurnærandi að fara vestur og vera ínánd við jökulinn og anda að sér friðsæld ogorku sem þarna býr.

leita réttar síns geri það nokkuð fljótt. Það erekki mikið um að fólk beinlínis glati rétti sín-um vegna þess að það bregðist ekki nógu fljóttvið. Það er þá helst ef fólk vaknar upp viðvondan draum þegar því hefur verið sagt uppstörfum og uppgötvar að réttur hafi verið á þvíbrotinn allan tímann sem það var í starfi.

Snúum okkur þá að öðru. Ég frétti að þiðhjónin hefðuð gerst meðeigendur í stórmerkuhúsi vestur á Snæfellsnesi fyrir nokkrum árum?

Hús skáldsins

Já, það er rétt. Forsaga málsins er að vina-fólk okkar, Hjörleifur Stefánsson og SigrúnEldjárn eignuðust þetta hús fyrir nokkuðmörgum árum. Það var upphaflega byggt áArnarstapa líklega um 1785 til 1790 fyrir kaup-mann einokunarverslunarinnar á staðnum.Seinna eignaðist Bjarni Þorsteinsson amtmað-ur faðir Steingríms Thorsteinssonar sem er eittaf þjóðskáldum þjóðarinnar húsið og þar fædd-ist Steingrímur og ólst upp. Margar af perlumSteingríms eru ortar í þessu húsi og í umhverfiþess. Húsið stóð á Arnarstapa til ársins 1851.Þá var það tekið í sundur og flutt á skipi aðVogi á Mýrum. Þar var það sett saman aftur ogvar íbúðarhús að Vogi allt til ársins 1961 aðnýtt íbúðarhús reis. En gamla húsið stóðáfram. Árið 1980 var Málarafélag Reykjavíkurorðið eigandi að jörðinni að Vogi og þá var far-ið að skoða húsið sem var komið í algjöra nið-urníðslu. Leitað var til Þjóðmynjasafnsins ogHjörleifur var fenginn til að fara vestur aðmæla húsið upp. Hann fékk mikinn áhuga áhúsinu sem varð síðan til þess að hann fékk aðkaupa það til flutnings fyrir lítinn pening.Væntanlega fékk hann svo sömu lóð á Arnar-stapa og húsið stóð á upphaflega og reisti þaðað nýju.

Hjörleifur og Sigrún unnu í þessu hörðumhöndum í nokkur ár. Árið 1993 ákváðu þau aðstækka hópinn og við vorum svo heppin aðvera ein af fjölskyldunum sem duttum í lukku-pottinn og nú eiga 5 fjölskyldur Amtmanns-húsið á Arnarstapa.

Hvað hefur fjölskyldan fyrir stafni þegar þiðdveljið á Arnarstapa?

Við förum mikið í gönguferðir. Ég segistundum að skemmtilegasta gönguleið á Ís-landi sé á milli Arnarstapa og Hellna. Húnliggur með fram ströndinni þar sem sjórinn er áaðra hönd með fjölbreyttu fuglalífi og tígulegurjökullinn á hina með úfið hraunið á milliþannig að andstæðurnar í landslaginu og nátt-úrunni eru alveg hrikalegar. Síðan eru ýmsaraðra gönguleiðir mjög skemmtilegar. Svo höf-um við jökullinn. Þar er hægt að fara í vélsleða-ferðir og á skíði en okkur þykir skemmtilegastað ganga á jökulinn. Það er kannski það erfið-asta en líka eitthvað það skemmtilegasta semvið gerum á góðum degi.

Svo er dálítil lóð í kringum húsið þar sem viðerum með ræktun en það er ekkert sem orð erá gerandi. Þegar ég var að vinna við bækurnar

Lára og Sigrún Eldjárn sleikja sólina á góðviðrisdegi við húsið

Page 28: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

28 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M A R K V E R Ð I R S T A Ð I R

Nánari upplýsingar eru á vesturland.is

Hafnarfjall í Borgarfirði séð yfir ósa Hvítár

VesturlandVesturland

Orlofshús: Hvammur, Húsafell,Svignaskarð, Arnarstapi ogStykkishólmur

Meðal áhugaverða staða eru Glymur í Botnsá, Saurbær

á Hvalfjarðarströnd, Deildartunguhver í Reykholtsdal,

Reykholt, Hraunfossar, hraunhellirinn Víðgelmir í

Fljótstungulandi, Surtshellir í Hallmundarhrauni, Grá-

brók í Norðurárdal og Borg á Mýrum.

Í Borgarnesi eru Skallagrímsgarður og Safnahús.

Ullarselið, Hvanneyri (safn), s: 437 0000

K.M. Föndur, Kleppjárnsr. (safn), s: 435 1262 / 435 1162

Bjarnastaðir, hvítarsíðu (safn, hestaferðir), s: 435 1486

Bjarteyjarsandur, Hvalfj.str. (safn), s: 433 8851 / 891 6626

Langholt Bæjarsveit (safn), s: 435 1255

Steinasafn, Kaðalstöðum, Stafholtst., s: 435 1294

Snorrastofa, Reykholti, s: 435 1491

Surtshellir, Húsafell, s: 435 1550

Jafnaskarð, Stafholtstungum (hestaleiga), s: 545 0028

Oddsstaðir, Lundarreykjadal (hestaleiga), s: 435 1413

BorgarfjörðurBorgarfjörður

Page 29: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

29F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

K J A R A M Á L I N

manns án framlags af hálfu launamanns.Áfram gildir reglan um 2% mótframlag gegn2% viðbótarsparnaði launamanns og leiðirþessi viðbót ekki til hækkunar á því. Framlagþetta greiðist til séreignadeildar þess lífeyris-sjóðs sem launamaður á aðild að nema hannákveði annað.

Almenn launahækkun 1. janúar 2003

Gert var jafnframt samkomulag um almennaviðbótarlaunahækkun þann 1.janúar árið 2003sem verði 0,40% hærri en ella.

Samkvæmt niðurstöðum verðbólgumælingaí maímánuði hafa forsendur samnings þess semgerður var í desember mánuði staðist. Megin-markmið þess samkomulags var að ná verð-bólgunni hratt niður og byggja upp gengi ís-lensku krónunar að nýju. Samhliða var gerðkrafa á bankana að þeir lækkuðu hratt vextina.Unnið var ötullega í því að fá fyrirtæki, sveita-stjórnir og ríkisvald að taka þátt í þessari nið-urstöðu og er ljóst að þessi árangur hefði ekkináðst nema vegna þess frumkvæðis sem ASÍog verkalýðsfélögin tóku í þessu máli. Í fram-haldinu þurfa allir aðilar að gæta þess að fyrir-tækin og þeir sem hafa áhrif á verðlagsmálinhlaupist ekki undan merkum heldur tryggiáframhaldandi lága verðbólgu.

Viðbótar framlag í séreignasjóð

Þar sem niðurstaða verðbólgumælingar ímaímánuði var að rauðu strikin héldu þá kem-ur til framkvæmdar frá og með 1.júlí viðbótar-framlag atvinnurekanda í séreignasjóð launa-

Rauðu strikin héldu

Veistu?að Efling-stéttarfélag býður félagsmönn-

um sínum upp á lögfræðiaðstoð?

Þar sem niður-staða verðbólgu-mælingar í maí-mánuði var aðrauðu strikin

héldu þá kemurtil framkvæmdarfrá og með 1.júlíviðbótarframlagatvinnurekanda í

séreignasjóðlaunamanns án

framlags af hálfulaunamanns

Page 30: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

30 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

O R L O F S H Ú S I N

Fyrstur kemur fyrstur fær!

Þann 15. maí sl. gátu félagsmenn mætt áskrifstofuna og valið úr því sem eftir var. Mestvar um vikur á jaðartíma, í maí og fyrri hlutajúní og svo seinni hluta ágúst og september.Alltaf eru þó einhverjir sem ekki geta nýtt sérúthlutun sína og koma þær vikur þá einnig inntil úthlutunar.

Fjöldi félagsmanna var mættur kl. 08.00 þann15. maí en skemmst er frá því að segja að umhádegi höfðu um 100 manns fengið afgreiðsla.Segja má með sanni að mikið hafi gengið á engreiðlega gekk þó að leysa málin og fengulangflestir einhverja úrlausn.

Eitt og annað gagnlegt

Í sumar verður staða útleigu orlofshúsa upp-færð daglega á heimasíðu Eflingar, www.efl-ing.is. Þannig verður einfalt að fylgjast með þvíþar hvað laust er á hverjum tíma. Það semlosnar verður sett jafnharðan inn á síðuna.

Þá viljum við ítreka það að félagsmaður(samningshafi) verður alltaf sjálfur að sækjalykla af húsum og nýta þau. Jafnan er fylgstmeð því að aðrir séu ekki að nota húsin.

Einnig leggjum við áherslu á að félagsmennkynni sér vel umgengnis- og húsreglur á hverj-um stað. Eftirlitsmenn eru með öllum okkarhúsum sem fara í þau eftir hverja leigjendur ogskrá athugasemdir ef einhverjar eru. Ábyrgð áhúsum, húsbúnaði og umgengni bera í öllumtilfellum þeir sem hafa samning um viðkom-andi orlofshús.

Miklar annir voru á skrifstofu Eflingar í maí-mánuði þegar sumarúthlutanir orlofshúsa fórufram. Alls sóttu um 1370 félagsmenn um orlofs-hús í sumar. Í fyrstu umferð fengu nærri 600manns úthlutað en í seinni úthlutun um 140þannig að um 740 félagsmenn fengu úthlutaðorlofshúsi á mesta annatíma orlofstímans ísumar. Að auki fengu 53 elli- og örorkulífeyris-þegar úthlutað á sérstöku tilboði sem þeimstóð til boða. Alls fengu því um 783 úthlutunsem þýðir að um 57% þeirra sem sóttu umfengu jákvætt svar sem verður að teljast gotthlutfall.

Á hverju ári er ásóknin töluvert meiri en þaðframboð sem er af húsum til útleigu svo ein-hverjir lenda í því að fá synjun. Til að stýra út-hlutun og utanumhald um málaflokkinn ernotað sérstakt kerfi sem skráir alla sögu félags-manna varðandi punktasöfnun og úthlutanir.Þannig er hægt að fletta hverjum einstaklingiupp og sjá á fljótlegan hátt allar fyrri úthlutan-ir og stöðu félagsmanna. Kerfið raðar svo um-sækjendum eftir punktafjölda og úthlutar al-gerlega sjálfvirkt eftir réttindum hvers og eins.Nýbreytni í ár var að þeir sem hafa fengið út-hlutun sl. tvö ár lentu á bið í fyrstu umferð út-hlutunar.

Nærri sex af hverjumtíu fengu úthlutað

Sumarúthlutun orlofshúsa

Page 31: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

Efnið sem hér fer á eftir er ágætt vegarnesti í sumarhúsið eðahelgarferðina. Þetta eru nokkrar myndagátur, krossgátur, skákþrautir

og annað sem skemmtilegt er að glíma við í sumarleyfinu eða árólegri kvöldstund með pabba og mömmu heima.

Flestar eru þrautirnar auðleystar, en síðan eru aðrar þyngri.

Góða skemmtun!!!

Efni fyrir hressa krakka!

Page 32: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í
Page 33: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í
Page 34: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í
Page 35: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

35F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

S U M A R G E T R A U N

Ágústa Guðmundsdóttir var dregin úr stórum hópi sem reyndi við sumargetraun Fréttablaðs Eflingar. Ágústa starfar í Hjallaskóla. Sigríður Óllafsdóttir starfsmaður Eflingaróskar henni til hamingju með vinninginn

Ágústa Guðmundsdóttir fékk vinninginnÁgústa Guðmundsdóttir fékk vinninginnSumargetraunin

Page 36: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

Snæfellsbær — Arnarstapi - Stykkishólmur

Á F E R Ð O G F L U G I

Lóndrangar á Snæfellsnesi

VesturlandVesturland

Nánari upplýsingar eru á snb.is og á Stykkisholmur.is

Snæfellsbær — Arnarstapi - Stykkishólmur• Meðal áhugaverðra staða eru Snæfellsjökull, Búð-

ir, Hellnar, bærinn Elliði, bærinn Ölkelda, kirkju-

staðurinn Staðarstaður, Lýsuhóll, Bjarnarfoss, bær-

inn Öxl, Ingjaldshóll og Gufuskálar.

• Sjóminjasafn er á Hellissandi og verslunar- og

verksháttasafn í Ólafsvík.

• Skipulagðar göngu- og hjólaferðir, ferðir á Snæfells-

jökul, hvalaskoðun, sjóstangaveiði, sigling um Breiða-

fjörð, hestaferðir og aðstaða til fuglaskoðunar á Rifi.

Page 37: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

37F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Vissir þú?Að aðeins 46% félagsmanna í Eflingu

telja að þeir verði í sama starfi og í dageftir þrjú ár.

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

Hafðu samband á skrifstofuna 510 7500Félagar- fylgist með réttindum ykkar!!!!

Samkvæmt gildandi kjarasamningum ervinnuveitenda skylt frá 1. janúar 2002 að greiða2% mótframlag í séreignarsjóð (eða eftiratvikum sameignarsjóð) gegn 2% viðbótar-framlagi launamanns. Samkomulag er umbreytingu á þessu ákvæði þannig að frá og með1. júlí 2002 munu vinnuveitendur greiða 1%framlag í séreignarsjóð launamanns án fram-lags af hálfu launamanns. Áfram gildir reglanum 2% mótframlag gegn 2% viðbótarsparnaðilaunamanns og leiðir þess viðbót ekki tilhækkunar á því. Framangreind breyting gildirþó ekki í þeim tilvikum þar sem lög- og samn-ingsbundin lífeyrisframlög vinnuveitenda erusamtals 7% eða hærri. Framlag þetta greiðisttil séreignardeildar þess lífeyrissjóðs semviðkomandi launamaður á aðild að, nemalaunamaður ákveði annað.

Samkvæmt framansögðu skal launagreiðan-di frá og með 1. júlí 2002 greiða 1% mótfram-lag af launum fyrir þá starfsmenn sem hafafram til þessa ekki tekið þátt í séreignarspar-naði.

Framlag þetta greiðist til séreignardeildarþess lífeyrissjóðs sem viðkomandi launamaðurá aðild að, nema launamaður ákveði sérstakle-ga eftir að framlagið verði greitt til annarsvörsluaðila lífeyrissparnaðar.

Eitt prósent 1. júlíSéreignarsparnaður

- fyrir þá sem fram að þessu hafa ekki tekið þátt í séreignarsparnaði

Page 38: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

38 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

L A N D N E M A R

Landnemaskólanum sem fór af stað í febrúará vegum Eflingar - stéttarfélags og Menningar-og fræðslusambands alþýðu var slitið á dögun-um. Tilgangur skólans er að kenna félags-mönnum sem eru af erlendu bergi brotnir ís-lensku og ýmislegt um réttindi og skyldur í ís-lensku samfélagi. Mikil ánægja var með skól-ann bæði hjá nemendum og aðstandendummeð þann árangur sem náðist. Nemendahóp-urinn heimsótti Eflingu og skemmtileg útskrift-arhátíð var haldin í Gamla Stýrimannaskólan-um þegar skólanum lauk.

Útskrift skólans fór fram 30 maí s.l. en íapríl kom hópurinn í heimsókn á skrifstofurEflingar til að kynna sér starfsemi félagsins ogþá þjónustu sem má nálgast þar. Í heimsókn-inni til Eflingar ræddu Sigurður Bessason for-maður félagsins og Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Fríður hópur landnemanna með kennurum sínum á útskriftardegi

Erlendir félagsmenn læra um land og þjóðÚtskrift Landnemaskólans

Erfiði námsins að baki og létt spjall við útskriftina

Page 39: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

39F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

L A N D N E M A R

Vilborg Einarsdóttir þakkar veturinn og óskar nemendum til hamingju

Formaður Eflingar ávarpar hópinn

Kennararnir Hólmfríður, Vilborg, Ásmundur og Priscilla

Page 40: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

40 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

L A N D N E M A R

varaformaður almennt um félagið, tilgang þessog markmið. Þá útskýrði Guðrún Óladóttirréttindi í sjúkrasjóð og Garðar Vilhjálmssonfór yfir möguleika félagsmanna til starfsmennt-unar á vegum félagsins. Einnig var farið yfirstarfsemi orlofssjóðs og lífeyrissjóðs, útskýrðþjónusta vegna kjarasamninga og skrifstofa út-hlutunarnefndar atvinnuleysisbóta kynnt. Aðlokum fóru Landnemarnir í vettvangsskoðunum skrifstofurnar og heilsuðu upp á starfsfólk.

Meðfylgjandi myndir eru frá heimsókninnitil Eflingar og útskrift skólans.

Landnemarnir heimsóttu Eflingu og spjölluðu við formenn og starfsfólk

Heimsókn landnema á EflinguHeimsókn landnema á Eflingu

Page 41: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

41F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

S T A R F E F T I R S T A R F S L O K

Þegar sá tími kemur í lífi fólks að það þarf aðhætta störfum vegna aldurs verða sumir ósáttir.Einn þeirra er Ólafur Kristjánsson. Hann varmjög ósáttur við að láta af störfum hjá Eim-skipum á sínum tíma um sjötugt og ákvað aðhalda áfram að vinna en nú á nýjum og gjöró-líkum vettvangi. Saga Ólafs er fróðleg og umleið sýnir hún margbreytileika lífsins hjá þess-um 87 ára einstaklingi sem hélt ótrauður áframað vinna í mörg ár eftir starfslok hjá Eimskip-um!!!!

Hann fæddist í Stykkishólmi 29. desember1914 og ólst þar upp. Seinna gerðist hannbóndi við Breiðafjörð en eftir að hafa orðiðfyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að féð hjáhonum var skorið niður í tvígang með 10 áramillibili vegna mæðuveiki ákvað hann flytjasttil Reykjavíkur.

Það var um vorið 1961 sem við hjónin flutt-um suður, sagði Ólafur þar sem við sátum í eld-húsinu á heimili hans í Rauðalæk með rjúkandikaffibolla og spjölluðum saman. Fljótlega fékk

Ólafur Kristjánsson

Hélt áfram að vinnaeftir starfslok!!!Hélt áfram að vinnaeftir starfslok!!!

Ólafur Kristjánsson (87)

Erfiðasta málið sem ég þurfti að takast ávið sem trúnaðarmaður var þegar

ákveðið var að fólk mætti ekki vinnalengur en til sjötugs

Framhald á bls. 49

Page 42: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

42 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

B Ö R N I N O G N Á T T Ú R A N

Þróunarverkefni í umhverfismennt fyrir leik-skólabörn með áherslu á miðborgarleikskólavar unnið í leikskólanum Lindarborg frá sum-arinu 1998 og fram á sumarið 2000. Aðaláherslan var lögð á að börnin fengju að kynn-ast náttúrunni og upplifa hana af eigin raun sértil gleði og aukins þroska. Eftir að verkefninulauk hafa Ragnheiður Halldórsdóttir, leik-skólastjóri og aðrir starfsmenn leikskólans,haldið fræðslustarfinu áfram og til að forvitn-ast um hvernig gengi heimsótti Fréttablað Efl-ingar Ragnheiði og spurði hvar hugmyndin aðumhverfisfræðsluni hefði fyrst komið upp.

Upphafið var að margir starfsmenn semunnu hér eru miklir náttúruunendur og vegnaþess að leikskólinn er í Skuggahverfinu svo-kallaða þar sem meira ber á malbiki en óspilltrináttúru fórum við að ræða hvort börn á leik-skólum sem kæmu úr þessu hverfi gætu ekkihreinlega misst af tengslum við náttúruna efekkert væri að gert. Eftir að hafa rætt við ýmsaaðila og fengið mjög jákvæð viðbrögð meðalannars hjá Þróunarsjóði leikskóla Reykjavíkurvar ákveðið að hrinda þessu þróunarverkefni íframkvæmd. Næsta skref var að fá verkefna-stjóra og tók Sigrún Helgadóttir náttúrufræð-ingur og kennari það að sér. Hún hélt m.a.

Kátir og náttúruvænir krakkar í Lindaborg

Verða miklir náttúruunnendurVerða miklir náttúruunnendurUmhverfisfræðsla barnanna á Lindarborg:

- segir Ragnheiður Halldórsdóttir, leikskólastjóri- segir Ragnheiður Halldórsdóttir, leikskólastjóri

Ánamöðkunum var greinilega alvegsama hvort þeir byggju í görðum

á Lindargötunni eða austur í Ölfusi

Page 43: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

43F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

B Ö R N I N O G N Á T T Ú R A N

garði sem var gefið nafnið Molda við sérstakaathöfn. Þangað fer líka allur lífrænn garðúr-gangur sem til fellur hjá okkur.

Við höfum tvisvar fengið mold úr kassanumog hún var notuð á trén, blómin og í kartöflu-garðinn og ýmsa aðra ræktun sem börnin takaþátt í hér.

Þau læra líka að flokka pappír og það semvið getum ekki notað fer í endurvinnslu.

Þessi vinna hefur verið ákaflega skemmtilegog börnin hafa tekið verkefnunum sem þauhafa fengið mjög vel og það er greinilegt aðþau hafa rosalega gaman að þessu. Við verð-um líka vör við að börnin taka meira eftir þvísem er í kringum þau eins og gróðrinum, fugl-unum og skuggunum þegar sólin skín og viðerum viss um að þessi börn verða miklir nátt-úruunnendur sem munu alltaf ganga vel umjörðina, sagði Ragnheiður Halldórsdóttir aðlokum.

nokkra fræðslufundi fyrir starfsmenn um und-ur náttúrunnar og kynnti leiðir sem farnarhöfðu verið í umhverfisfræðslu barna og síðanvar verkefnið skipulagt.

Náttúran í Skuggahverfinu

Við lögðum strax áherslu á að börnin lærðuað upplifa náttúruna og njóta hennar. Fljót-lega komumst við að því þrátt fyrir allt malbik-ið í Skuggahverfinu að hér var heilmikil nátt-úra og við þurftum ekki endilega að leita henn-ar austur í Flóa eða uppi í Borgarfirði. Ána-möðkunum var greinilega alveg sama hvortþeir byggju í görðum á Lindargötunni eðaaustur í Ölfusi. Þannig að í fyrstu einbeittumvið okkur að því að nota nánasta umhverfileikskólans til fræðslu sérstaklega fyrir yngstubörnin.

Á Lindarborg er turnherbergi með gluggumí allar áttir þar sem hægt er að fylgjast meðveðri og skoða útsýnið. Rík áhersla var lögð áað börnin fylgdust með ákveðnu svæði og upp-lifðu breytingarnar sem verða samfara breyt-ingum í náttúrunni. Þá var vatnið tekið sér-staklega fyrir og þeim leyft að upplifa það íleik.

Eldri börnin fylgdust líka með veðrinu ogbreytilegri náttúru í nánasta umhverfi leikskól-ans en þau fóru einnig í ferðir m.a. í Nauthóls-vík til að skoða lífríkið í fjörunni. Þá var fariðupp í Öskjuhlíð og fjölbreyttur gróðurinnskoðaður og svo höfðum við aðgang að kart-öflugarði í borginni.

Eftir að þróunarverkefninu lauk héldum viðáfram á sömu braut og vinnum núna mikiðmeð skapandi efnivið úr náttúrunni eins ogpappa, blöð, steina, trjágreinar og ýmislegtfleira sem annars færi beint í ruslatunnunaheima. Á deildunum eru sérstakar fötur þarsem börnin henda öllum matarafgöngum nemafiski og kjöti. Síðan er þessu safnað í kassa úti í

Á deildunum eru sérstakar fötur þar sem börnin henda öllum matarafgöngum nema fiski og kjöti

Þau læra líkaað flokka papp-ír og það semvið getum ekki

notað fer íendurvinnslu

Page 44: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

44 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Í V I N N U N N I

Valgerður Aðalsteinsdóttir er gangavörðurog ræstir og jafnframt trúnaðarmaður fyrir Efl-ingarfélaga sem starfa í skólanum. Ég hef starf-að hér í Lindaskóla hér síðan í september 1999og vinn við gæslu á göngum og á útisvæði, viðræstingar, skömmtun á mat og ýmislegt fleirasem snýr að samskiptum við börnin.

Nú leita börnin mikið til gangavarða meðvandamál sem upp koma í skólanum. Hvaðavandamál eru það helst?

Það eru ýmis vandamál sem skapast vegnastríðni og þá þarf oft að miðla málum og huggaþau. Svo þurfa þau stundum að fá plástur ogfleira þannig að það er reynt að sýna börnun-um eins mikla umhyggju og hægt er meðan þaueru í skólanum.

Hvernig er vinnutíminn? Ég mæti í vinnuna korter fyrir átta og er til

klukkan tvö. Dagurinn byrjar á því að taka ámóti yngstu börnunum þegar þau mæta í skól-ann. Eftir það fer ég í ræstingar og síðan þegarfrímínúturnar hefjast fer ég í gæslu og svo að-stoða ég við matarskömmtun í hádeginu.

Ertu sátt við launin? Er nokkur ástæða tilþess?

Hefur þú þurft sem trúnaðarmaður að takastá við erfið mál fyrir félagsmenn?

Eflingarblaðið hefur heimsótt fjölmargavinnustaði á undanförnum mánuðum og nú erkomið að Lindaskóla í Kópavogi, þar sem fé-lagsmenn Eflingar eru í gangavörslu, ræsting-um og mötuneyti. Við hittum fyrir AðalheiðiBjarnadóttur, Auðbjörgu Jónínu Sigurðardótt-ur og Hrönn Hreiðarsdóttur þar sem þær voruað störfum í skólanum.

Valgerður Aðalsteinsdóttir hugsar vel um börnin

Aðalheiður Bjarnadóttir skammtar á diskana

Í Lindaskóla í KópavogiÍ Lindaskóla í Kópavogi

Vinnustaðaheimsókn

Page 45: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

Já, það hefur komið fyrir varðandi launamálog réttindamál en það leystist allt friðsamlega.

Hvað tekur við þegar skólinn er búinn ogbörnin fara í sumarfrí?

Gangaverðir hér eru ráðnar allt árið þannigað vinnan heldur áfram í sumar. Svo fer ég ísumarfrí austur á Egilsstaði þar sem heimsslóð-ir mínar eru og kem svo vonandi hress og end-urnærð aftur til starfa.

Góð aðstaða

- segir Aðalheiður BjarnadóttirAðalheiður Bjarnadóttir var stödd við eina

kennslustofuna ásamt öðrum gangaverði ogskammtaði heitum mat á disk sem börnin tókumeð sér inn í stofu. Hún sagði að yngstu börn-in fengju að borða í stofunum en eldri börnin ímatsalnum. Ég er búin að vera í þessu starfisíðan í ágúst í fyrra og líkar mjög vel, segir hún.Allur aðbúnaður sem viðkemur starfinu ermjög góður og svo höfum við líka ágætis að-stöðu á kennarastofunni með öðru starfsliðiskólans.

Auðbjörg Jónína Sigurðardóttir, matráður ímötuneyti nemenda, hafði nýlokið við matar-gerð í eldhúsinu. Hún sér um að allar pantan-ir fyrir mötuneytið og að setja saman matseðlafyrir hvern dag. Svo þarf að elda matinn og sjáum að hann komist til barnanna.

Dagurinn byrjar með morgunhressingu semsamanstendur af ávöxtum og jógúrt. Síðankemur hádegismatur og þá erum við með heit-an mat og svo skyr súrmjólk og ýmislegtbrauðmeti. Yngstu börnin fá matinn í stofun-um en eldri börnin koma í matsalinn. Svo þarfað vaska upp og ganga frá. Ætli við séum ekkiað elda fyrir c.a. 200 börn í hádeginu fyrir utanunglingastigið. Fyrir fjórum árum þegar égbyrjaði í þessu komu 50 börn í hádegismat ogfengu eingöngu brauðmeti, jógúrt og ávextiþannig að hér hafa orðið miklar breytingar.Vinnuaðstaðan er orðin mjög góð og tækinsem við vinnum með eru ofsalega flott. En þaðsegir ekki allt t.d mættu launin vera betri mið-að við ábyrgðina sem fylgir starfinu sagði Auð-björg að lokum.

Hrönn Hreiðarsdóttir var að ræsta í einnikennslustofuni. Hún sagði að ræstingin værihluti af starfinu. Í morgun var ég í gangavörslu

45F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Í V I N N U N N I

og svo í matarskömmtun og nú í ræstingumþannig að þú sérð að starfið er fjölbreytt, sagðihún.

Hrönn Hreiðarsdóttir að ræsta í kennslustofu

Auðbjörg Jónína að starfi í eldhúsinu

Page 46: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

46 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Í V I N N U N N I

Ólafur Haraldsson trúnaðarmaður sagði aðfundur með starfsfólki Nóa Sýríus hefði veriðfínn. Þetta framlag forystumanna félagsins aðmæta á vinnustaðinn og útskýra fyrir fólkistöðu kjaramála og ýmis önnur mál mælistmjög vel fyrir vegna þess að fólk gefur sér ekkitíma til að mæta á fundi, sagði Ólafur. Ég heldlíka að þetta fyrirkomulag komi sér sérstaklegavel fyrir erlendu starfsmennina því ég held aðþeir hafi ekki vitað mikið um réttindi sín t.d. ísambandi við sjúkrasjóðinn, orlofssjóðinn,fræðslumál, ferðamál og ýmislegt fleira semkom fram á fundinum.

Maríanna Traustadóttir frá Starfsafli, segir frá fræðslustarfinu

Athyglin skín úr andlitum starfsmanna

Sigurður Bessason og Guðmundur Þ fara yfir félagsstarfið Ólafur Haraldsson trúnaðarmaður

Vinnustaðafundar hjá Nóa-SiríusVinnustaðafundar hjá Nóa-Siríus

Page 47: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

47F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Í V I N N U N N I

Anna Heidi Hilmarsdóttir hefur unnið viðsælgætisgerð hjá Góu-Lindu í 8 mánuði Húnsagði eftir vinnustaðafund sem haldinn varmeð starfsfólki fyrirtækisins og formanna Efl-ingar-stéttarfélags að fundurinn hefði veriðmjög tímabær og gagnlegur.

Ég fékk á þessum fundi ýmsar greinargóðarupplýsingar ásamt félögum mínum um kjörokkar og réttindi sem ég vissi ekki áður. Éggæti nefnt sem dæmi Sjúkrasjóð Eflingar ogstuðninginn sem hægt er að fá hjá félaginu tilað sækja ýmis námskeið. Það kom mér líka áóvart hvað félagið stendur fyrir mörgumáhugaverðum ferðum sem gaman væri að fara íbæði innanlands og utan og virðast vera við-ráðanlegar fyrir fólk sem hefur ekki mikla pen-inga milli handanna.

Anna Heidi fékk góðar upplýsingar á fundinum

Áhugasamir starfsmenn Góu Lindu með Guðmundi Þ og Maríönnu Traustadóttur frá Starfsafli

Tímabær og gagnlegur fundurTímabær og gagnlegur fundurRætt við starfsfólk Góu-Lindu

- segir Anna Heidi Hilmarsdóttir

Page 48: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

48 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Í V I N N U N N I

Sólveig Grímsdóttir gangavörður í Kársnes-skóla sem fyrir sameiningu skólanna hét Þing-hólsskóli hætti störfum í byrjun júní vegna

starfsloka eftir 27 farsæl ár í starfi. Í tilefni afþessum tímamótum heimsótti fréttablaðið Sól-veigu þar sem hún var við gæslu í löngu frí-mínútum og spurði hana fyrst hvort ekki hefðuorðið töluverðar breytingar á starfi hennar ískólanum í árana rás.

Jú, það finnst mér. Fyrstu árin var skólinntvísetinn og ég vann eingöngu við ræstingar. Þávar mætt klukkan 17.00 og unnið eitthvað frameftir kvöldi. En síðustu 12 árin hef ég veriðgangavörður og núna mæti ég í vinnuna klukk-an 08.00 og tek á móti börnunum í andyrinu ogaðstoða þau eftir þörfum.

Oft er mikið fjör því þau hafa hvert sinnskáp og vilja gjarnan gleyma lyklinum heima.Þá er kallað á ömmu til að opna. Og ef kennar-ar veikjast þarf að líta eftir börnunum í stofun-um. Stundum meiða þau sig og þá gefum viðþeim plástur. Einstaka sinnum þarf aðeins aðhirta þau sem er ósköp eðlilegt því þetta erufjörugir krakkar með mikla orku. Ég er oftastdauðþreytt þegar ég kem heim í hádeginu.Fyrir kemur að börnin kalla mig ömmu þegarég hitti þau úti á götu eða annars staðar.

Ég var einu sinni stödd í banka og heyrði þáallt í einu kallað amma, amma. Ég leit í kring-um mig og þekkti þá dreng úr skólanum semvar með föður sínum og aftur kallaði hannamma, amma. Þá heyrði ég föðurinn segja,hvaða vitleysa er þetta drengur, þetta er ekkiamma. Jú, víst sagði drengurinn, þetta er húnamma í skólanum.

Ég hef kunnað afskaplega vel við þetta starfog á eftir að sakna barnana minna mjög mikið.En svona er lífið og nú ætla ég að fara að ferð-ast og leika mér. En ég á áreiðanlega eftir aðheimsækja þau oft í skólann.

Sólveig í glaðværum hópi barnanna í Kársnesskóla

Amma, Amma!!!!Amma, Amma!!!!Sólveig Grímsdóttir, gangavörður í Kársnesskóla

Page 49: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

49F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

S T A R F E F T I R S T A R F S L O K

ég vinnu við að byggja Borgarskálann sem reisá milli Borgartúns og Sigtúns. Næsta vetur hófég svo störf við útskipun hjá Ríkisskip og vannþar í 12 ár sem verkamaður. Eftir það fór ég aðvinna hjá Eimskipum í Faxaskála og svo íSundahöfn þegar starfsemin fluttist þangað. Éghætti svo hjá þeim þegar ég varð sjötugur. Égvar lengi trúnaðarmaður fyrir Dagsbrún ogþað gekk stundum á ýmsu þegar menn töldusig vera beitta órétti og þá var gott að geta leit-að til Guðmundar Jaka eða annarra starfs-manna félagsins með vandamálin.

Erfiðasta málið sem ég þurfti að takast á viðsem trúnaðarmaður var þegar ákveðið var aðfólk mætti ekki vinna lengur en til sjötugs.Margir starfsmenn voru búnir að ná þessumaldri og nokkrir voru meira að segja komnirvel yfir áttrætt. Mig minnir að sá elsti hafi ver-ið 85 ára. Nú áttu þeir að hætta að vinna jafn-vel eftir margra áratuga starf hjá fyrirtækinu.Eðlilega brugðust sumir ókvæða við og úr varðmikil rimma en ákvörðunin stóðst allar mót-bárur. Eftir á held ég að yfirmönnunum hafibrugðið þegar þeir gerðu sér ljóst hversu marg-ir hættu störfum samtímis.

Skömmu eftir þetta var komið að starfslok-um hjá mér en ég var ekki tilbúinn að hætta al-veg að vinna þannig að ég ákvað að sækja umvinnu við heimilishjálp hjá Reykjavíkurborg.Mér var vel tekið og í mörg ár vann ég við aðfara heim til fólks sem vegna veikinda eða ann-ara ástæðna gat lítið gert. Oft voru aðstæðurmjög erfiðar og ég þurfti að ganga nánast í öllverk. Ég skúraði, ryksugaði og þvoði þvotta,svo þurrkaði ég stundum af og eldaði mat ef áþurfti að halda. Oftast var ég mættur til vinnuklukkan átta á morgnana og vann til klukkan

þrjú og stundum lengur ef á þurfti að halda.Fyrsta verkefnið sem ég fékk var að aðstoðaSigurð Guðmundsson myndhöggvara sem bjóþá í Hátúni 12 og hjá honum var ég í tvo vetur.

Oft lenti maður í aðstæðum sem gat veriðerfitt að eiga við og stundum gerði maðurmeira en tilheyrði starfinu. Eitt sinn var égsendur á heimili þar sem veikur maður vareinn heima. Hann reyndist lítið fyrir viðræðurþannig að ég skellti mér í þrifin því af nógu varað taka. Ég hafði nýlokið verkinu þegar eigin-konan kom heim. Hún gekk um íbúðina ogskoða handbragðið. Í eldhúsinu nam hún stað-ar og horðfi lengi á eldavélina sem ég hafði eittlöngum tíma í að þrífa og spurði svo loksinshvort ég kynni að elda. Já, ég kann það, svar-aði ég. Þá ætla ég að hringja út í búð og fá eitt-hvað heimsent sem þú getur útbúið fyrir okkurí kvöldmatinn. Það gengur ekki. Ég er hætturað vinna í dag og er á heimleið, sagði ég. Enhún neitaði að gefa sig og enduðu þessar þræt-ur með því að ég fór inn í eldhús og útbjókvöldmat og hélt því áfram næsta hálfa mán-uðinn.

Svo skeði það eftir að ég var búinn að vera íþessari vinnu í nokkur ár að tekjutrygginginvar tekin af mér og þar með brást grundvöllur-inn fyrir þessu starfi mínu hjá heimilisþjónust-unni.

En nú verð ég að hætta þessu spjalli og drífamig af stað því ég fer alltaf á sama tíma á hverj-um degi að heimsækja eiginkonu mina Guð-laugu Elínmundardóttur sem er ættuð úr Döl-unum og hefur dvalið á HjúkrunarheimilinuSkjóli um hríð því hún er áreiðanlega farin aðbíða eftir mér sagði Ólafur að lokum.

Oft lenti maður í aðstæðum sem gatverið erfitt að eiga við og stundum gerði

maður meira en tilheyrði starfinu

Vissir þú?Vissir þú að 65% félagsmanna í Eflingu

vilja leggja áherslu á vinnutímabreyting-ar í kjarasamningum og 74% vilja að fé-

lagið leggi áherslu á húsnæðismál íkjarasamningum. Fleiri konur eru sam-

mála þessu en karlar.

Vissir þú?Að fjórir af hverjum fimm félagsmönnum íEflingu vilja leggja áherslu á verðlags- og

vaxta- og skattamál í kjarasamningum.

Framhald af bls. 41

Page 50: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

50 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Í V I N N U N N I

Fréttablað Eflingar hefur fylgst með þeimfjölmörgu fundum sem formenn Eflingar hafahaldið á undanförnum mánuðum með félags-mönnum Eflingar á vinnustöðum. Á dögunumvar fundað með starfsmönnum Mjólkursamsöl-unnar og Emmessís og þar var rætt við HlynFinnbogason bílstjóra, nýkjörinn öryggistrún-aðamann að fundinum loknum.

Hann sagði að fundurinn hefði verið gagn-legur.

Það er mjög þægilegt að fá fulltrúa stéttarfé-lagsins á vinnustaðinn til að útskýra ýmis málog leysa úr ágreiningi sem uppi hefur verið. Þákom það mér töluvert á óvart hvað félagiðstendur vel við bakið á félagsmönnum sínumvarðandi símenntun með styrkjum og jafnvelbeinni þátttöku í uppbyggingu allskonar nám-skeiða. Einnig kom margt áhugavert fram umsjúkrasjóðinn eins og t.d. hvernig hann tekurþátt í kaupum á gleraugum og ýmsum öðrumsjúkrakostnaði. Í umfjölluninni um orlofs- ogferðamál kom fram að framboð á orlofshúsumer mjög mikið og einnig er boðið upp á margaráhugaverðar ferðir bæði innanlands og utan.Ég gæti alveg hugsað mér að fara í eina eðafleiri slíkar ferðir, sagði Hlynur að lokum íþessu stutta spjalli.

Fræðslumálin voru vinsælt umræðuefni

Það er mjög þægilegt að fá fulltrúastéttarfélagsins á vinnustaðinn til að út-skýra ýmis mál og leysa úr ágreiningi

sem uppi hefur verið

Mjög gagnlegur fundur Vinnustaðafundur hjá MS

- segir Hlynur Finnbogason, öryggistrúnaðarmaður

Page 51: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

51F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Á F E R Ð M E Ð E F L I N G U

Um 70 manns fóru í júní til Beneluxland-anna en tvær ferðir voru farnar til Hollands ogBelgíu.

Góð bókunarstaða er í ferðina norður aðLaugum í Reykjadal og um Mývatnssvæðið enþar eru örfá sæti laus. Alls eru um 75 mannsbókaðir.

Vinsælasta ferð sumarsins var ferð til Vest-manneyja sem farin verður fyrstu helgina í júlíen hún er fullbókuð.

Innritun í dagsferð er síðan að hefjast við út-komu blaðsins.

Nálægt 300 manns eru bókaðir nú þegar enþá eru ótaldir þeir sem fara í dagsferðina.

Vindmyllurnar í Hollandi laða ferðamenn að

Um 300 mannsbókaðir nú þegar

Vinsælar sumarferðir Eflingar

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

Hafðu samband á skrifstofuna 510 7500Félagar- fylgist með réttindum ykkar!!!!

Page 52: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

52 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Á F A N G A R

Föstudaginn 31. maí úrskrifuðust af Fagnám-skeiðið II, 37 starfsmenn af leikskólum íReykjavík og nágrenni og 3 starfsmenn afgæsluvöllum borgarinnar. Námskeiðið stóð frá13. maí til 31. maí og var 123 tímar. Þetta nám-skeið er lokanámskeiðið í röðum starfstengdranámskeiða á vegum Eflingar-stéttarfélags,Leikskóla Reykjavíkur og Námsflokka Reyk-javíkur.

Að vonum var mikil stemmning eins og leik-skólafólki einu er lagið og þar fór saman hóp-ur af hressu og skemmtilegu fólki. Mikill áhugier fyrir frekara námi og renna starfsmenn hýruauga til hinnar nýju starfsmenntabrautar fyrirstarfsmenn í leik- og grunnskólum sem reikn-að er með að byrjað verði að kenna á næsta ári.

Við útskriftina afhenti Anna Hermannsdótt-ir, starfsþróunarstjóri hjá Leikskólum Reykja-víkur, öllum nemendum fallega rós með ham-ingjuóskum og óskum um velfarnað í starfi.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir varaformaður Efl-ingar upplýsti nemendur um stöðu starfs-menntabrautarinnar og hvernig námskeiðin

Kátur hópur í sumarblíðunni við útskrift

Góðri vinkonu, Guðrúnu Halldórsdóttur skólastjóra þökkuð samveran á námskeiðinu

Útskrift hjá starfsmönnum leikskólaÚtskrift hjá starfsmönnum leikskólaMikil stemmningMikil stemmning

Page 53: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

Á F A N G A R

vönd í lokin með innilegu þakklæti fyrir góðarstundir og þátt hennar í að gera námskeiðið ogveruna í þessum aldna skóla bæði skemmtilegaog einstæða.

hafa í gegnum tíðina ýtt undir frekara nám hjáfélagsmönnum.

Nemendur færðu síðan Guðrúnu Halldórs-dóttir, skólastjóra Námsflokkana stóran blóm-

Áfanga lokið og haldið út í vorið með rós í hendi

Anna Hermannsdóttir hjá Leikskólum Reykjavíkur færir starfsmanni rós

Þórunn afhendir viðurkenningarskjal

Page 54: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

54 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

P Æ L I N G A R

vart ofbeldisverkum samhliða harðri fíkniefna-löggjöf — sem tíðkast hérlendis — haft mjögalvarlegar afleiðingarnar. Ástæðan er einfald-lega sú að fíkniefnasalar, handrukkarar, fíklarog aðrir aðilar á fíkniefnamarkaði fá nær fríttspil til þess að beita ofbeldi samhliða viðskipt-um sínum — og til þess að koma í veg fyrir aðþau komist upp. Enda eru dómar fyrir limlest-ingar og líkamsmeiðingar mun vægari en fyrirfíkniefnaviðskiptin sjálf. Hér verður fjallaðstuttlega um glæpi og refsingar frá sjónarhólihagfræðinnar.

Fælingarmáttur refsinga

Aðalreglan er vitaskuld sú að þyngri refsing-ar hafa áhrif — en upp að ákveðnu marki.Þynging vægra refsinga hefur töluverð meiriáhrif en að bæta ofan á þunga dóma. Þannigvirðist lítill munur á fælingarmætti langra fang-elsisdóma og lífláts, samkvæmt þeim rannsókn-um sem unnar hafa verið í Bandaríkjunum,enda er ævilangt fangelsi ekki ýkja fjarri því aðvera dauðadómur í hugum flestra.

Ef þeir einstaklingar sem fremja glæpi látastjórnast af skynsemi ættu þrír þættir að stjórnaglæpahneigð þeirra. A) ábati af glæpnum, B)líkur á því að verða handtekinn og C) sú refs-ing sem mæld er út. Auðvitað má deila um

Á síðustu misserum hafa efasemdir heyrstum það misvægi sem margir telja að ríki á milliþyngdar dóma fyrir fíkniefnaviðskipti saman-borið við ofbeldisglæpi. Harðari dómar gegnfíkniefnabrotum geta dregið úr fíkniefna-neyslu, s.s. vegna þessa að verð fíkniefnahækkar, en jafnframt verða fíklar að leggjaharðar að sér til þess að fjármagna neyslu sína.Ennfremur verða harðari dómar til þess aðfíkniefnaviðskipti verða áhættusamari, gróða-vænlegri og örþrifaráðum fjölgar. Þetta eruaukaverkanir strangrar fíkniefnalöggjafarinnar— sem verða mun verri vegna þess væga refsir-amma sem á við um ofbeldisbrot hérlendis.Þetta segir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjáHagfræðistofnun m.a. í forvitnilegri grein semhann ritar fyrir Eflingarblaðið að þessu sinni.Tekið skal fram að skoðanir sem Ásgeir seturfram hér í blaðinu eru hans eigin viðhorf tilmálsins. En gefum Ásgeiri orðið.

Margir hérlendis virðist telja umburðarlyndigagnvart glæpum eitt af aðalsmerkjum Íslend-inga. Að hluta til er þetta vegna þess að refsiá-kvæði í íslenskum hegningarlögum eru fremurvæg. En einnig er ljóst að íslenskir dómararhafa yfirleitt skirrst við að beita fullum refsi-ákvæðum nema þegar fíkniefnasalar sitja fyrirdómi. Hins vegar getur umburðarlyndi gagn-

Glæpur og refsingGlæpur og refsingGlæpahagfræði

- eftir Ásgeir Jónsson, hagfræðing

MYNDSKREYTING: ÞORFINNUR SIGURGEIRSSON

Page 55: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

55F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

P Æ L I N G A R

Framtíð afbrota á Íslandi

Telja má líklegt að glæpum fari fjölgandi hér-lendis í framtíðinni— að óbreyttum refsiram-ma. Hér leggst margt á eina sveif. Aukinniþéttbýlismyndun fylgir oft aukning glæpa eneftir því sem mannfjöldi er meiri á einum staðog kunnugleiki hverfur á milli manna er erfið-ara með eftirlit og glæpamenn geta bundistsamtökum með hægari hætti án þess að vekjaathygli. Aukið þéttbýli verður einnig til þess aðsamfélagið greinist niður í undirhópa sem hafaekki samskipti sín í milli, og góð almenn lífs-gildi eru líklegri til þess að hverfa af sumumheimilum.

Ennfremur gæti aukin alþjóðavæðing orðiðtil þess að íslenskir glæpamenn komast í betritengsl við starfsbræður sína erlendis. Þá sýnireinnig reynsla annarra ríkja að fjölgun nýbúaleiðir til árekstra á milli ólíkra menningar-heima. Til að mynda hafa árásir heimamannaá innflytjendur færst í vöxt og hefur vægurrefsirammi oft skilið þá eftir nær varnarlausa.

Samantekt

Reynslan sýnir að hvenær sem lög og reglabrotna niður, s.s. vegna styrjaldar, er nægtframboð af mönnum til þess að ræna ognauðga. En því fer þó fjarri að beint sambandsé á milli þyngri dóma og aukins fælingarmátt-ar. Ef hegningar hafa náð ákveðnu stigi er óvístum að frekari þynging skili meiri fælingar-mætti, en hvar þessi mörk liggja er erfitt um aðsegja. Lengri fangelsisdómar draga einnig úrglæpum með því að taka hættulega menn úrumferð, en eftir því sem síbrotamenn dveljastærri hluta af ævi sinni innan rimla þeim munfærri glæpum koma þeir í framkvæmd. Miðaðvið hve refsingar eru vægar hérlendis er líklegtað draga megi úr ýmiss konar ofbeldisbrotummeð þyngri refsingum. Hér er þó ekki við lög-gjafarvaldið að sakast því yfirleitt eru rúmarlagaheimildir fyrir hendi til þess að dæma fólk ífangelsi. Það er aftur á móti dómsvaldið semkýs að nýta ekki þann refsiramma sem er fyrirhendi. Til að mynda skilar nauðgun aðeins 1-2tveggja ára dómi í flestum tilvikum — þráttfyrir að hámarksrefsing geti miðast við 10-12 ársamkvæmt lögum.

Vægni í dómum hefur sína kosti og galla semverður að meta. Mestu skiptir þó að gæta sam-ræmis. Fíkniefnasala og neysla tengist mörgumöðrum afbrotum og ef ráðist er gegn henni ein-hliða — eins hefur verið gert hérlendis — getaþað leitt til mikillar aukningar ofbeldisverkainnan sem utan fíkniefnaheimsins.

hversu mikil skynsemi kemst að í huga margraþeirra sem gerast brotlegir við lög og rétt, ogt.d. fremja glæpi sína í stundarbrjálæði eðaundir áhrifum vímuefna. En þetta bendir á þástaðreynd hve fælingarmáttur refsinga er háðurskilvirkni í löggæslu. Á þeim stöðum þar semlöggæsla er auðveld vegna þess að fólkið er fáttog erfitt er að komast burt á flótta — úr landieða milli héraða — geta vægar refsingar náðsama fælingarmætti og í löndum þar sem lög-gæsla er óhæg en dómar þyngri. Þetta verðurt.d. að hafa í huga þegar réttarkerfið á Íslandier borið samið við Bandaríkin þar sem fólkiðer þúsund sinnum fleira, vítt er til allra átt ogekkert eftirlit er með ferðum á milli fylkja.

Rimlaáhrifin

Fangelsisvist kemur einnig veg fyrir aðglæpamenn geti framið fleiri glæpi á meðanrefsingu stendur. Í flestum samfélögum er til-tölulega fámennur hópur sem fremur alvarleglögbrot og örfáir síbrotamenn bera ábyrgð áþeim flestum. Í nýlegri skýrslu Dómsmálaráða-neytisins kemur fram að á árunum 1994-1998hafi lögreglan haft afskipti af 50% þeirra semhlotið höfðu refsidóma innan tveggja ára eftirað fullnustu dómsins lauk og á þeim tíma hafði25% hlotið nýjan dóm. Það er því mjög einföldstærðfræði — sem kannski er ekki öllum geð-felld — að því lengur sem síbrotamenn sitjabak við lás og slá, þeim mun meira fækkar af-

brotum. Auðvitað felur fangelsisvist í sér kostnað fyr-

ir þjóðfélagið. Uppihald og gæsla kostar sitt.Sumir einstaklingar kunna að forherðast í fé-lagsskap harðsvíraðra glæpamanna og snúa aft-ur úr fangelsi með einlægari afbrotavilja enáður. Á þetta bendir rannsókn dómsmálayfir-valda sem áður er á minnst. Þar kemur fram aðítrekunartíðni minnkar ef refsingin er t.d. tekinút sem samfélagsþjónusta. Það sýnir kannskihelst hversu réttarkerfið sjálft er mikilvægt, ogþá sérstaklega dómgreind þeirra dómara semmæla út refsingarnar að gefnu tilliti til að-stæðna sakbornings. En lögin gefa töluvertsvigrúm að þessu leyti. Ennfremur, að nauðsynsé til þess að hugsa um afplánun refsingar semendurhæfingu — tækifæri til þess að færa menntil betri vegar.

Margir hérlendis virðist telja umburðar-lyndi gagnvart glæpum eitt af aðals-

merkjum Íslendinga

Ásgeir Jónsson

Page 56: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

56 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Alþýðusamband Íslands, Starfsgreinasam-band Íslands og Sjómannasambandið eru flutt íSætún 1 og er starfsemi þessara sambanda á 1.hæð hússins, Lífeyrissjóðurinn Framsýn á 2.hæð og Efling-stéttarfélag á 3. hæð hússins.Myndin er tekin þegar starfsmenn Eflingarsamfögnuðu nýjum félögum í húsinu þegarASÍ bauð til hófs í tilefni af þessum tímamót-

um. Það er Tryggvi Marteinsson, starfsmaðurEflingar sem er svo vinsæll í hópi kvenna, ElínBaldursdóttir, Viktoría Jensdóttir, Fjóla Jóns-dóttir, Hjördís Baldursdóttir, Tryggvi, SigríðurÓlafsdóttir, Ingunn Þorsteinsdóttir, Hulda Haf-steinsdóttir, Hildur Kjartansdóttir og BjörkStefánsdóttir hjá Úthlutunarnefnd.

Dagsferð Eflingar-stéttarfélags í ár verðurum Snæfellsnes. Farið er frá Sætúni 1 kl. 8.15laugardaginn 31.ágúst og ekið sem leið liggurvestur á Snæfellsnes. Áningarstaðir á leiðinniverða að Búðum, á Arnarstapa, Öndverðanesi,Ólafsvík og Bjarnarhöfn.

Þessi ferð tekur heilan dag og er gert ráð fyr-ir heimkomu milli kl.19:00-20:00. Ferðafélagarþurfa að taka með sér hádegisnesti en boðið eruppá síðdegishressingu á leiðinni. Ef þátttakaverður umfram 150 manns mun verða farinaukaferð laugardaginn 7.september.

Ferðin kostar kr. 2500.-Innritun hjá Eflingu-stéttarfélagi síma

5107500 hjá Hildi eða Huldu

Tryggvi Marteinsson í skemmtilegum hópi kvenna hjá Eflingu að fagna komu ASÍ í húsið

ASÍ flytur í SætúnASÍ flytur í Sætún

Spennandi dagsferð um Snæfellsnes

Jökullinn heillar

Frá Dritvík, Snæfellsjökull í baksýn

Page 57: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

57F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

Á síðasta skóladegi fyrir sumarfrí í Granda-skóla afhenti Sigurður Bessason, formaðurEflingar börnum í 3. bekk sumargjöf fráfélaginu. Fyrir valinu varð verðlaunabókinKýrin sem hvarf eftir Þorgrím Þráinsson meðteikningum Þórarins Gylfasonar. Við það tæki-færi bauð Sigurður börnunum og kennurum aðkoma í heimsókn á skrifstofur Eflingar næstavetur og kynnast starfsemi félagsins. Velunn-arar Æskunnar stóðu að undirbúningi sumarg-jafarinnar og segja að með því að gefa börnumvandaða og áhugaverða bók sé lestraráhuginnörvaður og grunnur lagðu að hvers konarnámi.

Börnin í 3. S. stilltu sér upp og tóku lagið fyrir gestina

Efling gefur Kúna sem hvarfEfling gefur Kúna sem hvarf

Sigurður Bessason afhendir sumargjöfina

Page 58: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

58 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

N Ý M Æ L I

eftir mismunandi jarðlögum. Í lok ferðarinnarvar siglt eftir neðanjarðar á til baka aðhellisopinu.

Í Hollandi voru skoðaðir varnargarðar ogöflug hlið sem loka fyrir Norðursjóinn en hannhefur á undanförnum öldum tekið toll af land-inu og margflætt yfir borgir og bæi og þúsundirmanna farist. Þessi mannvirki eru stórkostlegog segja Hollendingar að þau séu áttunda und-ur veraldar. Ef ekki hefði verið ráðist í þessarlandvarnir þá væri Holland um 1/3 minna enþað er í dag. Starfandi myllur voru skoðaðarog þar mátti sjá malaðar hnetur og úr varðhnetuolía. Á því svæði voru mörg safnhús semfólk fór og skoðaði svo sem gamall bóndabærþar sem ferðalangar fengu að sjá hvernig ostarverða til.

Het Loo, sumarhöll Hollandsdrottninga, varskoðuð á leið frá Hollandi en hún hefur veriðgerð upp og er opin almenningi. Þar er hægt aðrekja sögu Hollendinga til Vilhjálms af Oraníuí gegnum herbergi og málverk. Garðarnir viðhöllina eru svokallaðir enskir garðar en þeireru hreint listaverk. Kölnardómkirkja varskoðuð á leið um Þýskaland en hún slapp ótrú-lega í síðustu heimstyrjöld og er ægifögur.Ferðalangarnir áttu síðan góða daga í Rudes-heim við Rín og flaug svo heim frá Frankfurteftir vel heppnaða ferð þar sem allir lögðust áeitt um að gera ferðina ánægjulega.

Ferð Eflingar-stéttarfélags um Beneluxlöndtókst afar vel og komu 70 ferðalangar heimglaðir og ánægðir helgina 9-10 júní. Farið varum Luxemburg, Belgíu, Holland og Þýskaland.Klaustrið í Clervaux í Belgíu var með því fyrstasem var skoðað en þar var Halldór Laxnesungur. Ferðalangar Eflingar fengu þar að lítamunkana við messugjörð í kirkju klaustursins.Uppúr stendur ferð í dropasteinshella í Belgíuþar sem farið var um 20 metra niður í jörðinaeftir hellaleið og á leiðinni skoðaðir lifandidropasteinar. Hellarnir mynduðust fyrir millj-ónum ára er neðanjarðar vatnsfall rann um þá

Holland og Belgíaheillandi

Eflingarfélagar á ferð um Beneluxlöndin

Í ferðinni voru skoðaðar myllur í Zaanse Schans

Ragnar Ólason, Marsibil Harðardóttir og Elvar Þorvaldsson í enska garðinum við Het Loo höllina

Smelltu á www.efling.is

Page 59: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

59F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

N Ý M Æ L I

Efling - stéttarfélag hefur ákveðið að setjaupp netklúbb tengdan heimasíðu félagsins fyr-ir félagsmenn. Netklúbburinn virkar þannig aðfélagsmenn geta skráð sitt tölvupóstfang ogfengið upplýsingar og fréttir frá félaginu sendará póstfangið.

Með því að gerast félagi í netklúbbnumtryggir viðkomandi félagi að hann fái alltafbestu og nýjustu upplýsingar um þau tilboðeða viðburði sem félagið stendur að. Má hérnefna upplýsingar um laus orlofshús, ferðir ávegum ferðanefndar eða sérstök ferðatilboðsem Eflingarfélögum standa til boða vegnasamninga Alþýðusambands Íslands. Einnig mánefna upplýsingar og áminningar vegna fundaeða annarra viðburða sem Efling - stéttarfélagkemur að.

Þá verða sendar út tilkynningar og stuttarfréttir til netklúbbsfélaga um það sem mark-verðast er hverju sinni hjá félaginu s.s. umbreytingar á reglugerðum sjóða félagsins,breytingar á samningum félagsins, eða upplýs-ingar um aðra þá þætti í samfélaginu semkunna að hafa áhrif á kjör og hag félagsmanna.

Fyrst um sinn verður hægt að skrá sig í net-klúbbinn með því að senda tölvupóst á[email protected] en í framtíðinni verður hægtað skrá sig beint á heimasíðu félagsinswww.efling.is.

Netklúbbur Eflingar- stéttarfélags- fáið nýjustu fréttir og upplýsingarbeint á eigið tölvupóstfang

Ef þér er sagt upp störfum —hafðu samband strax!!!

Efling-stéttarfélag vill benda félagsmönn-um sínum á að hringja til félagsins ef þeim

er sagt upp störfum.Uppsögn á alltaf að vera skrifleg og dag-

sett því annars er hætta á að fyrirtæki leikiþann leik að þræta fyrir að uppsögnin hafi

átt sér stað.Þannig geta tapast launakröfur. Starfs-mönnum er sagt upp munnlega en geta

ekki sannað það að þeir eigi laun inni hjáfyrirtækinu.

Það er mjög áríðandi að starfsmenn hafialltaf samband við félagið strax og upp-

sögn hefur átt sér stað.

Page 60: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

VerðlaunakrossgátaVeitt verða verðlaun fyrir lausn á krossgátunni. Verðlaunin nema 8.000,- krónumLausnir sendist til: Efling-stéttarfélag /Krossgátan • Sætún 1 • 105 ReykjavíkSvar þarf að berast fyrir 10. ágúst nk.

Nafn: Vinnustaður: Sími:

Lausnarorð:

Heimili: Kennitala:

Page 61: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

61F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

K R O S S G Á T A N

Lausn síðustukrossgátu

Sólrún Helgadóttir var sú heppna sem dreginvar út sem vinningshafi í krossgátunni í þettasinn. Sólrún er mjög indæl kona sem sagðistarfsmönnum á skrifstofu Eflingar að hún værioft búin að reyna við krossgátuna og þetta værií fyrsta sinn sem hún hefði unnið. Hún er aðfara til Tyrol um miðjan júní og var mjög glöðað fá smá auka gjaldeyri í þá ferð.

Og hún gaf starfsmönnum Eflingar súkku-laði með kaffinu.

Á leið til Tyrol - með aukagjaldeyriÁ leið til Tyrol - með aukagjaldeyriVinningshafinn

Viktoría Jensdóttir óskar Sólrúnu til hamingju með vinninginn

Page 62: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í

62 F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S

M E N N T U N

• Að auka sjálfsþekkingu með tilliti tilstarfsvals

• Að undirbúa og auka færni í starfsleit

Skipulag og inntak

Skólinn er 350 kennslustundir og fer kennsl-an fram virka daga frá klukkan 9:00 - 12:45.Allt starf MFA-skólans og verkefni nemendamiða að því að þeim gefist kostur á að efla ogbæta við þekkingu sína og færni og aukaþannig bæði lífsleikni og starfshæfni og um leiðmöguleika á starfi. Mikil áhersla er lögð ástuðning, hvatningu og ráðgjöf sem stuðla aðaukinni sjálfsþekkingu og að nemendur læri aðlæra. Í lok skólans setja nemendur sér mark-mið til lengri og skemmri tíma um hvert þeirvilja stefna. Þeir útbúa atvinnuumsókn ogstarfsleitaráætlun og fá þjálfun og undirbúningfyrir atvinnuviðtöl. Í skólanum eru kenndargrunngreinar, þ.e. íslenska, stærðfræði, enskaog tölvur. Lögð er áhersla á sjálfsstyrkingu,samskipti og samvinnu auk starfsráðgjafar.

Sjálfsstyrkingarnámskeið

Atvinnumissir og atvinnuleysi ógna verulegasjálfstrausti okkar. Fyrir okkur Íslendinga erþetta um margt meiri ógn en fyrir margar aðrarþjóðir. Við lítum á okkur sem vinnusama þjóðog sjálfsmynd okkar virðist mjög samofin hlut-verki okkar í atvinnulífinu. Að vera hafnað ogupplifa sig gagnslausan vekur kvíða og von-leysi. MFA hefur skipulagt 20 kennslustundasjálfsstyrkingarnámskeið sem hafa það aðmarkmiði að hjálpa fólki að takast á við þessartilfinningar, taka ábyrgð á þeim og leita leiðatil að bregðast við.

Starfsleitarnámskeið - Starfsráðgjöf og at-vinnuumsóknir

Markmið þessara 20 kennslustunda nám-skeiða er að stuðla að aukinni sjálfsþekkingumeð tilliti til starfsvals. Að þátttakendur verðimeðvitaðri um hæfni sína og áhugasvið og íhvernig störfum þeir njóti sín best. Lögð eráhersla á ákvarðanatöku og markmiðssetn-ingu. Sömuleiðis er lögð áhersla á hvernig á aðbera sig að í starfsleitinni, koma sér á framfæri,setja upp atvinnuumsókn og búa sig undir at-vinnuviðtöl.

Höfundur er Náms- og starfsráðgjafi og Verk-efnastjóri MFA

Það að geta lagað sig fljótt og vel að nýjumaðstæðum - tileinkað sér nýja þekkingu er aðverða einn eftirsóknarverðasti eiginleiki ávinnumarkaðnum. Mikilvægt er að því fólkisem hefur misst atvinnu bjóðist endurmennt-un. MFA hefur í samstarfi við Vinnumiðlunhöfuðborgarsvæðisins boðið atvinnulausu fólkiupp á endurmenntun. Námskeiðin sem MFAhefur umsjón með eru:

MFA-skólinn, sjálfsstyrkingarnámskeið,starfsleitarnámskeið og tölvunámskeið. Kynn-ing og skráning á námskeiðin fara fram hjáVinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins.

Námstilboð MFA

MFA - skólinnMFA-skólinn er verkefni sem hefur verið í

þróun hjá MFA frá 1993. Í könnun sem gerð var þar sem nemendur

mátu árangur af náminu, kom í ljós að um70% fengu vinnu eftir að skólanum lauk ogþökkuðu það veru sinni í skólanum. Sömuleið-is töldu nemendur skólann góðan undibúningfyrir frekara nám en um 10% nemenda hafahaldið áfram námi. Árangur skólans hefur sýntokkur að hann er nýtt tækifæri til náms fyrirfólk með stutta skólagöngu.

Markmið skólans eru:

• Að efla sjálfstraust og lífsleikni• Að byggja upp færni fyrir vinnumarkaðinn• Að auka almenna þekkingu og færni í ís-

lensku, ensku, stærðfræði og tölvunotkun • Að þátttakendur læri að læra - séu opnir

fyrir því að tileinka sér nýjungar• Að þjálfa sjálfstæð og skipulögð vinnu-

brögð• Að þjálfa samstarf og lausn verkefna

Hrafnhildir Tómasdóttir

Ert þú ekkií vinnu?Ert þú ekkií vinnu?Viltu nota tímann tilað mennta þig???? eftir Hrafnhildur Tómasdóttir

Við lítum á okkur sem vinnusama þjóðog sjálfsmynd okkar virðist mjög samof-

in hlutverki okkar í atvinnulífinu. Aðvera hafnað og upplifa sig gagnslausan

vekur kvíða og vonleysi

Page 63: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í
Page 64: Efling á réttri braut Góðir andar á Arnarstapa ... · tala um að oft væru greiddar einhverjar litlar upphæðir upp í launin í byrjun mánaðar og svo kæmu greiðslur í