drekinn í fjósinu · að viðhalda sama vinnulagi og fá tilfinningu fyrir framförum....

12
Drekinn í fjósinu Eitt skref í einu – stig 3 Arndís Þórarinsdóttir |2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3| 24 Gott ráð fyrir snjalla lesara Góðir lesarar eru mjög hrifnir af nýjum orðum. Þegar þeir rekast á nýtt orð sem þeir skilja ekki… lesa þeir áfram til að athuga hvort það komi skýring á því seinna í textanum. skoða þeir myndirnar vel og vandlega. spyrja einhvern sem gæti vitað hvað orðið þýðir. fletta því upp í orðabók. skrifa orðið niður og rifja það upp. Orðafjársjóður Hér máttu skrifa þau orð sem þér finnst áhugaverð eða þig langar til að vita meira um. ___________________ ___________________ ___________________ ___________________ ___________________ ___________________ ___________________ ___________________ ___________________ ___________________

Upload: others

Post on 21-Jul-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Drekinn í fjósinu · að viðhalda sama vinnulagi og fá tilfinningu fyrir framförum. Heildarþjálfunartími er 15 mínútur; fyrst lesfimiþjálfunin samkvæmt ... svo ég gaf

Drekinn í fjósinu

Eitt skref í einu – stig 3

Arndís Þórarinsdóttir

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3|24

Gott ráð fyrir snjalla lesaraGóðir lesarar eru mjög hrifnir af nýjum orðum.

Þegar þeir rekast á nýtt orð sem þeir skilja ekki…

• lesa þeir áfram til að athuga hvort það komi skýring á því seinna í textanum.

• skoða þeir myndirnar vel og vandlega.• spyrja einhvern sem gæti vitað hvað

orðið þýðir.• fletta því upp í orðabók.• skrifa orðið niður og rifja það upp.

OrðafjársjóðurHér máttu skrifa þau orð sem þér finnst

áhugaverð eða þig langar til að vita meira um.

___________________ ___________________

___________________ ___________________

___________________ ___________________

___________________ ___________________

___________________ ___________________

Page 2: Drekinn í fjósinu · að viðhalda sama vinnulagi og fá tilfinningu fyrir framförum. Heildarþjálfunartími er 15 mínútur; fyrst lesfimiþjálfunin samkvæmt ... svo ég gaf

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3|2

Til lestrarþjálfara

Um þjálfuninaÆskilegt er að sami aðilinn sjái um þjálfunina á þjálfunartímabilinu til að viðhalda sama vinnulagi og fá tilfinningu fyrir framförum.

Heildarþjálfunartími er 15 mínútur; fyrst lesfimiþjálfunin samkvæmt þjálfunarfyrirkomulagi og svo í heimalestrarbók að 15 mínútunum.

Nemandinn les alltaf upphátt til að lestrarþjálfarinn fái innsýn í lestrar-ferlið hjá nemandanum.

Sjáið til þess að nemandinn hafi fingurinn undir því orði sem lesið er hverju sinni eða notið blýant til að styðja hann í lestrinum.

Lesskilningsspurningarnar eru leystar munnlega eftir síðustu tímatökuna.

Gott hljómfall við lestur næst þegar nemandinn hikar á kommum og stoppar á punkti.

Erfiðleikar við lestur orðs?Ekki hleypa barninu áfram í lestri nema orð sé alveg rétt lesið.

Í tímatökunni skaltu bíða í tvær sekúndur en svo máttu segja barninu hvert orðið er svo það geti haldið áfram lestrinum.

Þegar nemandinn þjálfar textann milli tímatöku og lendir í vanda við umskráningu orðs, getur þú nýtt þér eftirfarandi ráð:

• Láttu barnið glíma sjálft við orðið í um það bil fimm sekúndur.

• Spurðu „Hvaða orð heldur þú að þetta sé?“

• Hvettu barnið til að lesa máls- greinina til enda og nýta sér samhengið til að ráða í orðið.

• Lestu orðið fyrir barnið, skoðaðu það vel með því og láttu það þjálfa lestur orðsins nokkrum sinnum.

Hagnýt ráðÞjálfið eins snemma dags og kostur er.

Gætið þess að barnið sé ekki svangt og sé búið að fara á salernið.

Veljið stað þar sem næði er gott og engin truflun.

Sitjið við hlið barnsins og veitið lestri þess góða athygli.

Hvetjið og hrósið.

Hvatning og hrósVel lesið!

Þú last öll orðin rétt!

Þér tókst að leysa orðið!

Þér hefur virkilega farið fram í …

Þú stendur þig vel í þjálfuninni!

Þú lest skýrt og fallega.

Frábært viðhorf!

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3| 23

víkingagullið altarisklæðin predikunarstólinn

– Sástu mig í fréttunum? spurði Lára

skólabílstjóri á mánudagsmorgni.

– Nei, sagði ég. Hvað?

– Nú, víkingagullið! Það borgar sig sko

að vera bjartsýnn!

Og að freista gæfunnar! Fara í fjársjóðsleitina!

Öðruvísi finnur maður ekki fjársjóð.

– Ha? Fann hún í alvöru fjársjóð?

Eftir drekavandræðin hafði ég hugsað með mér

að kannski ætti ég að hætta öllum ævintýrum.

En alvöru fjársjóður …

– Veistu annars á hvaða bæ eru hvolpar?

spurði Lára.

Séra Karen er öskuill. Það er víst búið að éta

altarisklæðin og míga í predikunarstólinn.

– Úps!

Ég sagði ykkur það – alveg svakalega óheppinn!

Hver var skýringin á því að skólabíllinn hafði horfið?

Hvaða afleiðingar hafði það að loka hundana inni í kirkju?

6

9

13

19

22

29

34

40

47

55

58

65

67

77

82

83

90

Page 3: Drekinn í fjósinu · að viðhalda sama vinnulagi og fá tilfinningu fyrir framförum. Heildarþjálfunartími er 15 mínútur; fyrst lesfimiþjálfunin samkvæmt ... svo ég gaf

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3|22

hnakkadrambið skóflu

Drekamamma leit undan.

Eins og hún hefði skilið að ég hafði gefið

unganum hennar lifur og rúsínur

og lánað honum peysuna mína.

Hún greip í hnakkadrambið

á litla drekanum og þandi út

risavaxna vængina.

Svo voru þau horfin.

Við pabbi stóðum eftir á hlaðinu.

Skammt frá logaði í gamla sandkassanum mínum.

Mamma kom út úr hesthúsinu og

hélt á stórri skóflu eins og hún væri spjót.

Snati baulaði hátt inni í fjósi.

Við horfðum hvert á annað.

– Já, ég hefði kannski átt að segja ykkur

frá drekanum, sagði ég lágt.

Hvers vegna slapp strákurinn undan reiði drekamömmunnar?

Hvar er hnakkadrambið á manneskjum?

3

12

17

22

26

32

34

38

44

51

57

66

72

77

85

90

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3| 3

SkráningSkipti Dagsetning Tímataka 1

orð 1Tímataka 2

orð 2Tímataka 3

orð 3 Lestrarþjálfari Skóli

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

19

20

Page 4: Drekinn í fjósinu · að viðhalda sama vinnulagi og fá tilfinningu fyrir framförum. Heildarþjálfunartími er 15 mínútur; fyrst lesfimiþjálfunin samkvæmt ... svo ég gaf

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3|4

fjársjóðsleit klandur mjólkurkýrin

Þetta endaði allt saman þegar pabbi

fann drekann í fjósinu heima.

Það var eftir að skólabíllinn stakk af

í fjársjóðsleit og ég breytti

kirkjunni óvart í hundahótel.

Vandinn er að ég er mjög óheppinn.

Það kemst enginn

í svona klandur öðruvísi.

En, sem sagt …

Besta mjólkurkýrin okkar heitir Snati.

(Ég fékk að velja nafnið.

Öllum hinum finnst það asnalegt

en okkur Snata finnst það flott.)

Og nú var dreki á næsta bás við Snata.

Hvers konar dýr heita yfirleitt Snati?

Hvað þýðir orðið „klandur“? Hefur þú komið þér í klandur?

6

11

18

23

27

34

37

41

44

49

54

59

65

74

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3| 21

viðeigandi íhuga reiðskjóta rýndi

– FÁFNIR! hvæsti pabbi sem stóð fyrir aftan mig.

Honum fannst greinilega ekki viðeigandi

að skamma skrímsli sem var enn

að íhuga að brenna bæinn.

Ég horfði á hana.

Ef drekaunginn yrði svona stór og

skapvondur var sennilega ómögulegt

að ætla að temja hann og

nota hann sem reiðskjóta.

Drekarnir ráku saman nefin

og mömmudrekinn sleikti hausinn

á litla drekanum.

Svo horfði hún á mig.

Næstum eins og hún væri að reyna að ákveða

hvort hún ætti að grilla mig eins og pylsu.

Ég titraði á meðan hún hvessti á mig augum.

Hvað fannst pabba óviðeigandi?

Hvernig leið Fáfni á meðan drekamamman horfði á hann?

8

13

19

24

28

34

38

44

48

52

56

59

64

73

82

91

Page 5: Drekinn í fjósinu · að viðhalda sama vinnulagi og fá tilfinningu fyrir framförum. Heildarþjálfunartími er 15 mínútur; fyrst lesfimiþjálfunin samkvæmt ... svo ég gaf

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3|20

tröllvaxinn prúður

Pabbi sagði ekkert.

Hann starði gapandi af undrun

á litla drekann minn.

Hann var miklu sætari en mamman

sem orgaði enn af öllum kröftum á hlaðinu.

Smádrekinn minn hljóp og

flögraði í átt til mömmu sinnar.

Hún varð strax rólegri þegar hún sá hann.

– Gjörðu svo vel, sagði ég

við tröllvaxinn drekann

þegar við komum til hans.

– Hann var mjög prúður, bætti ég við.

En hann er bara óviti – þú hefðir átt

að passa hann betur!

Það þýðir ekkert að vera reið við okkur.

Það varst þú sem týndir honum!

Hvernig brást drekamamman við þegar hún sá ungann sinn?

Hvers vegna skammar strákurinn drekamömmuna?

3

8

12

18

26

30

36

44

49

52

57

64

72

76

84

90

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3| 5

yfirleitt ævintýri þvælast

Ég átti auðvitað að vera

að gera eitthvað annað

þegar ég fann hann.

Yfirleitt finnst fólki að ég eigi

að vera að gera eitthvað annað

en ég vil gera.

Taka til. Lesa heima.

Hjálpa pabba og mömmu.

Æfa mig á fiðluna.

Mér finnst meira gaman

að lenda í ævintýrum.

Stundum þarf ég að bjarga einhverjum,

stundum þarf ég að berjast,

stundum að rannsaka

og stundum þarf ég bara

að þvælast um og verða rosalega skítugur.

Hvað vilja aðrir að strákurinn í sögunni geri?

Hvað þarf hann stundum að gera?

5

9

13

19

25

29

33

37

41

45

49

55

60

63

68

75

Page 6: Drekinn í fjósinu · að viðhalda sama vinnulagi og fá tilfinningu fyrir framförum. Heildarþjálfunartími er 15 mínútur; fyrst lesfimiþjálfunin samkvæmt ... svo ég gaf

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3|6

pínulítill grindhoraður

Yfirleitt eru drekar eitthvað

sem maður þarf að berjast við.

Yfirleitt eru drekar eitthvað

sem maður þarf að bjarga fólki frá.

Ekki drekinn minn.

Ég þurfti að bjarga honum.

Sko. Þegar ég kom í hellinn minn

í síðustu viku var drekinn þar.

Þannig byrjaði þetta.

Hann var pínulítill – á stærð við rollu

– og grindhoraður.

Næstum því sætur.

Þó það kæmi reykur úr nösunum

og tennurnar væru beittar.

Ég varð ekkert hræddur.

Það er kannski skrýtið?

Hvar fann strákurinn litla drekann?

Lýstu litla drekanum.

4

10

14

21

24

29

36

42

45

52

54

57

63

67

71

75

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3| 19

stjarfur vængjastubbunum ótt og títt

Pabbi stóð stjarfur og horfði á drekann.

Hann var staðinn upp

og blakaði vængjastubbunum sínum ótt og títt.

Hann heyrði greinilega í mömmu sinni og

vildi komast út.

– Komdu karlinn, sagði ég. Við skulum koma

til mömmu þinnar áður en

hún kveikir í húsinu.

– Fáfnir? spurði pabbi lágri röddu.

– Já, ég skal segja þér betur

frá þessu seinna, sagði ég þegar ég

opnaði básinn og teymdi drekann út.

Ég vissi alveg að ég var í vandræðum.

Maður tapar örugglega nokkrum vikum

af vasapeningum fyrir að hleypa dreka inn í fjós.

Hvernig sýndi litli drekinn það að hann vildi komast út?

Finnst þér sanngjarnt að missa vasapeninga fyrir að geyma drekaunga í fjósi?

7

11

18

25

28

35

40

44

49

55

62

68

76

81

90

Page 7: Drekinn í fjósinu · að viðhalda sama vinnulagi og fá tilfinningu fyrir framförum. Heildarþjálfunartími er 15 mínútur; fyrst lesfimiþjálfunin samkvæmt ... svo ég gaf

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3|18

mömmudrekinn

Mamma og pabbi hlupu út á náttfötunum

þegar við vöknuðum við lætin.

Pabbi í fjósið, mamma í hesthúsið.

Ég er ekki viss hvað þau ætluðu að gera.

Kannski hleypa skepnunum út

áður en drekinn kveikti í?

– Vertu inni! kallaði mamma til mín.

Hringdu í 112!

Ég gerði það auðvitað ekki.

Pabbi og mamma vissu ekkert hvað drekinn vildi.

Það gerði ég.

Svo ég hljóp eins hratt og ég gat

á eftir pabba inn í fjós.

Og vonaði að mömmudrekinn

myndi ekki éta mig á leiðinni.

Hvers vegna hljóp pabbinn í fjósið en mamman í hesthúsið?

Hvers vegna hringdi strákurinn ekki í 112?

7

12

18

27

31

36

42

45

50

58

61

69

75

79

85

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3| 7

vísindamenn laumaðist frystikistuna

Hann var greinilega svangur

svo ég gaf honum banana og kleinu.

Hann var ánægður með það.

Ég breiddi peysuna mína yfir hann

og söng fyrir hann.

Svo fór ég heim að hugsa málið.

Mig langaði ekki að sýna neinum drekann.

Ef ég segði frá kæmu örugglega

vísindamenn sem færu með hann burt.

Var ekki best að segja ekkert?

Ég laumaðist í frystikistuna

og sótti svolítið af lifur.

Hún yrði fín í morgunmat

fyrir drekann minn.

Hvers vegna vildi strákurinn ekki segja neinum frá drekanum?

Hvað fékk drekinn að borða?

4

11

16

22

26

33

40

46

52

58

62

57

72

75

Page 8: Drekinn í fjósinu · að viðhalda sama vinnulagi og fá tilfinningu fyrir framförum. Heildarþjálfunartími er 15 mínútur; fyrst lesfimiþjálfunin samkvæmt ... svo ég gaf

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3|8

vandræðakafli fjársjóð

Þetta var – veit ég núna – slæm hugmynd.

Ég vaknaði eldsnemma

og skaust í hellinn.

Ég gaf drekanum lifrina

og lék aðeins við hann.

Ég var aðeins of lengi að þessu

og missti næstum því af skólabílnum.

Lára bílstjóri var ekki kát þegar ég kom,

móður og másandi.

– Hvar hefur þú verið? urraði hún.

Þá byrjaði næsti vandræðakafli.

Stundum tala ég hraðar en ég hugsa.

Eins og þá.

Af hverju fór ég að bulla um fjársjóð?

Hvers vegna missti strákurinn næstum því af skólabílnum?

Hvernig getur það komið manni í klandur að tala hraðar en maður hugsar?

7

10

14

18

23

30

36

44

47

53

57

64

67

75

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3| 17

farið í vaskinn hlaðinu eldtungurnar

Ég sagði að þetta hefði allt

farið í vaskinn þegar

pabbi fann drekann í fjósinu.

Þið haldið kannski að ég hafi sofið

yfir mig og pabbi hafi mætt á undan mér

í fjósið þegar hann fór að mjólka?

Nei. Þetta gerðist ekki um morguninn

heldur um nóttina.

Þegar mamma drekans kom að sækja hann.

Hún var stærri en jeppinn.

Hún var stærri en húsið.

Og hún var alveg bálreið.

Sko, bókstaflega.

Hún stóð á hlaðinu og grenjaði af bræði

svo eldtungurnar stóðu út úr henni.

Hvaða atburður á sér stað um nóttina?

Segðu frá drekamömmunni? Hvernig leit hún út og hvernig hegðaði hún sér?

6

10

15

22

31

38

44

47

54

59

64

69

71

79

85

Page 9: Drekinn í fjósinu · að viðhalda sama vinnulagi og fá tilfinningu fyrir framförum. Heildarþjálfunartími er 15 mínútur; fyrst lesfimiþjálfunin samkvæmt ... svo ég gaf

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3|16

hneyksluð tjóðraði ásökunaraugum

Við laumuðumst saman inn í fjósið.

Snati var greinilega hneyksluð.

Ég skammaðist mín svolítið

en fjósið var samt heppilegur staður.

Ég gaf drekanum alla lifrina

sem var til í frystinum

svo hann yrði ekki svangur um nóttina.

– Reyndu svo bara að sofa, sagði ég

þegar ég tjóðraði hann.

Þá líður tíminn hraðar! Ég sæki þig eldsnemma

í fyrramálið.

Drekinn vældi.

– Ef þú verður góður við Snata

verður Snati góð við þig, sagði ég

áður en ég fór inn.

Snati og drekinn horfðu ásökunaraugum á mig.

Hvernig leist drekanum á að þurfa að dveljast í fjósinu?

Strákurinn tjóðraði drekann. Hvað þýðir það að tjóðra einhvern?

6

10

14

20

25

30

37

44

48

56

58

60

66

73

78

85

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3| 9

lottómiða leiðbeiningum áhugaverðar

Lára kaupir alltaf lottómiða.

Hún er alltaf að bíða

eftir stóra vinningnum.

Svo þegar ég fór að tala um fjársjóð

þá gat þetta ekkert endað öðruvísi.

Ég sagðist hafa fundið gamla bók

með skrýtnum leiðbeiningum

sem væru mjög áhugaverðar.

– Þegar tunglið er í áttunda húsi vatnsberans …

– Þegar sólina ber við hæsta tindinn,

þá vísar skugginn á …

– Liggur falinn á sex faðma dýpi …

Eitthvað svona rugl.

Lára hætti alveg að skamma mig

og hlustaði mjög spennt á allt sem ég sagði.

Hvers vegna kaupir Lára alltaf lottómiða?

Hvers vegna hlustaði Lára mjög spennt á allt sem strákurinn sagði?

4

9

12

20

26

32

35

39

46

52

56

62

65

71

80

Page 10: Drekinn í fjósinu · að viðhalda sama vinnulagi og fá tilfinningu fyrir framförum. Heildarþjálfunartími er 15 mínútur; fyrst lesfimiþjálfunin samkvæmt ... svo ég gaf

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3|10

órólegar skepnurnar

Mamma sótti mig í skólann

þegar var alveg ljóst

að skólabíllinn væri týndur.

– Það er svo skrýtið, sagði hún

skepnurnar eru búnar að vera

mjög órólegar í dag. Ég er líka viss um

að tíkin er með sviðið skott.

– Æ, nei.

Ég þóttist vera mjög hissa

og dreif mig svo beint í hellinn

þegar ég var búinn að borða.

Þar var enginn. Bara peysan mín.

Hvar var drekinn?

Ég hljóp út að leita.

Ég var ekki lengi að finna hann.

Hvers vegna ætli skólabíllinn hafi verið týndur?

Hvers vegna var tíkin með sviðið skott?

5

9

13

19

24

33

39

41

46

53

59

65

68

73

80

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3| 15

bás angra ljúf

Þá datt mér þetta í hug með fjósið.

Hann gæti að minnsta kosti verið þar á nóttunni.

Ég gæti sett hann á bás þar sem hann

næði ekki í hey.

Þá myndi hann vonandi ekki kveikja í.

Hann var varla svo vitlaus að hann

myndi reyna að éta kú?

Kýrnar voru miklu stærri en hann.

Ég vonaði að hann væri ekki svo vitlaus

að hann færi að angra kýrnar.

Snati var mjög ljúf

en hún tæki því ekki vel

ef einhver reyndi að éta hana.

Hvað þurfti strákurinn að passa sérstaklega vel ef hann geymdi drekann í fjósinu?

Hvers vegna væri það slæm hugmynd hjá litla drekanum að reyna að éta kú?

8

17

26

30

37

44

49

55

63

69

73

79

85

Page 11: Drekinn í fjósinu · að viðhalda sama vinnulagi og fá tilfinningu fyrir framförum. Heildarþjálfunartími er 15 mínútur; fyrst lesfimiþjálfunin samkvæmt ... svo ég gaf

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3|14

hreistrið útrýmingarhættu

Drekinn var blágrænn og glansandi.

Hreistrið var mjúkt og þykkt.

Hann var það fallegasta

sem ég hafði séð.

Ég hafði aldrei séð dreka áður.

Þeir voru örugglega í útrýmingarhættu.

Ég varð að passa hann vel.

Kannski gæti ég smíðað búr fyrir hann?

Svo hann lenti ekki í vandræðum

áður en hann væri taminn.

Hvernig átti annars að temja dreka?

Þeir voru varla mjög ólíkir hestum

eða hundum, var það?

Vonandi voru þeir ekki eins og kettir

– þá væri sjálfsagt alls ekkert hægt að temja þá!

Í þessum texta er drekanum lýst nánar. Hvað fáum við að vita meira um útlit hans?

Hvað þýðir orðið „útrýmingarhætta“?

4

9

13

17

23

28

34

41

47

52

58

64

68

75

84

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3| 11

eldibrandur hallaði undir flatt

Hann kunni ekki enn að fljúga.

En hann var ansi fljótur að hlaupa.

Það sá ég þegar hann elti hvolpana

eins og eldibrandur

og spúði eldi á eftir þeim.

Ég var samt með lengri lappir

svo ég náði honum.

– Skamm, dreki! Maður étur

ekki hunda! sagði ég og

greip skjálfandi hvolpinn í fangið.

Drekinn hallaði undir flatt.

Mér fannst eins og hann

skildi mig en honum stæði

bara alveg á sama.

Við skildum báðir að hann

myndi reyna þetta aftur.

Sýndi lestrarþjálfaranum þínum hvernig maður hallar undir flatt.

Hvað var það sem drekinn myndi örugglega reyna aftur?

6

13

20

23

29

35

39

43

48

53

57

62

67

71

76

80

Page 12: Drekinn í fjósinu · að viðhalda sama vinnulagi og fá tilfinningu fyrir framförum. Heildarþjálfunartími er 15 mínútur; fyrst lesfimiþjálfunin samkvæmt ... svo ég gaf

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3|12

eldspúandi timburkirkja

Það hljóta allir að vera sammála

um að það var mjög gott hjá mér

að loka drekann ekki

inni í kirkjunni!

Það var sko það sem mér

datt fyrst í hug: Að stinga honum

þar inn á meðan ég hugsaði málið.

En svo fattaði ég

að eldspúandi dreki og gömul timburkirkja

– það væri kannski ekki góð blanda.

Svo ég safnaði tíkinni og hvolpunum saman

og læddi þeim inn í kirkjuna.

Bara rétt á meðan ég var

að leysa úr þessu.

Hvers vegna er það slæm hugmynd að setja dreka inn í gamla timburkirkju?

Hvort heldur þú að það hafi verið góð eða slæm hugmynd að geyma tík og hvolpa inni í kirkju? Hvers vegna?

6

14

18

21

27

34

41

45

51

57

64

70

76

80

|2104|© Menntamálastofnun 2018|Stig 3| 13

teymdi óviti

Svo teymdi ég litla drekann

aftur í hellinn.

Hann leyfði mér að strjúka sér

um hnakkann á meðan hann

gæddi sér á rúsínum sem ég

var með í vasanum.

Hann virtist bara vera ungi.

Kannski gæti ég tamið hann?

Ég yrði örugglega heimsfrægur

þegar myndband af mér

að koma í skólann

fljúgandi á drekanum mínum

færi á netið!

En hvað átti ég að gera við hann þangað til?

Hann var greinilega óttalegur óviti.

Ég þurfti öruggan stað fyrir hann.

Hvaða gagn gæti strákurinn haft af drekanum ef hann gæti tamið hann?

Hvar gæti hann geymt drekann á meðan hann væri í skólanum?

5

8

14

19

25

29

34

39

43

47

51

55

58

68

73

79