bls. 10 bls. 20 bls. 26 - ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til...

32
2. tölublað 7. árgangur Júní 2005 Baráttudagur verkalýðsins Bls. 10 Bls. 26 Bls. 20 „Gefandi starf en tók oft mikinn tíma frá fjöl- skyldunni“ Einn réttur - ekkert svindl!

Upload: others

Post on 05-Aug-2020

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

2. tölublað

7. árgangur

Júní 2005

Baráttudagurverkalýðsins

Bls. 10 Bls. 26Bls. 20„Gefandistarf en tókoft mikinntíma frá fjöl-skyldunni“

Einn réttur- ekkert svindl!

Page 2: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,
Page 3: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,
Page 4: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

4

6 Átt þú rétt á orlofsuppbót?

6 Láttu ekki plata þig!

7 Skrifað undir kjarasamning við Launanefnd

sveitarfélaga

8 Aðalfundur Einingar-Iðju

9 Viðurkenningar á aðalfundi Einingar-Iðju

10 Baráttudagur verkalýðsins

12 Margs konar styrkir veittir úr sjúkrasjóði

12 Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs

14 Gómsætir réttir frá Suður-Taílandi

16 Saltfiskvinnsla á Grenivík

17 Lausar vikur í orlofshúsum

17 Afsláttur hjá Edduhótelum

18 Aðalfundir deilda Einingar-Iðju

20 Gefandi starf en tók oft mikinn tíma

frá fjölskyldunni

23 Setja hér inn fyrirsögn á taílensku

24 To Eining-Iðja Union Members

25 Enn meiri afsláttur í Hvalfjarðargöngin

26 Einn réttur - ekkert svindl!

28 Stjórnir og nefndir starfsárið 2005-2006

29 Réttur launþega á því að fá launaseðla

30 Krossgátan

Útgefandi: Eining-IðjaSkipagötu 14600 Akureyri

Sími 460 3600Bréfasími 460 3601

www.ein.is

Ábyrgðarmaður: Björn Snæbjörnsson

Umsjón, textagerð og prófarkalestur:Fremri kynningarþjónusta,

Þórsstíg 4, Akureyri.Sími: 461 3666 - Bréfasími: 461 3667.

Netfang: [email protected]

Þýðingar:Andrea Sompit Siengboon og

Rafn Kjartansson

Auglýsingar: P. J. auglýsinga- og markaðs-

þjónusta. Símar 566 8262 & 861 8262.Bréfasími 566 8236.

Netfang: [email protected]

Forsíðumynd: Í sól og sumaryl á Ráðhústorginu á Akureyri.

Mynd: Ásgrímur Örn Hallgrímsson.

Prentvinnsla:Ásprent ehf.

Frjálst er að nota efni úr blaðinu, í heild eðahluta, þó þannig að heimildar sé getið.

Skrifstofa Einingar-Iðju á Dalvík:Ráðhúsinu. Sími: 466 1340

Bréfasími: 466 1041Starfsmaður á skrifstofu er Guðrún

Skarphéðinsdóttir. [email protected]ð kl. 10-14 mánudaga, þriðjudaga,

fimmtudaga og föstudaga og kl. 10-16 á miðvikudögum.

Skrifstofa Einingar-Iðju í Ólafsfirði:Múlavegi 1. Sími 466 2318

Bréfasími 466 2681Starfsmaður á skrifstofunni er Ágúst

Sigurlaugsson. [email protected]ð kl. 9-12 þriðjudaga, miðvikudaga

og fimmtudaga.

Fulltrúi Einingar-Iðju í Hrísey er Elísabet Jóhannsdóttir, sími 466 1744.

Fulltrúi Einingar-Iðju í Grýtubakkahreppi

er Marsibil E, Kristjánsdóttir, sími 463 3204.

Efnisyfirlit

Hafnarstræti 92Sími 462 1818w w w . b a u t i n n . i s

Page 5: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

– Kröftugt ofnæmislyfLóritín®Notkunarsvi›: Lóritín inniheldur virka efni› lóratadín sem hefur kröftuga og langvarandi verkun vi›

algengustu tegundum ofnæmis. Lyfi› er ætla› vi› frjókorna- og d‡raofnæmi, sem og ofnæmi afvöldum rykmaura. Varú›arreglur: Gæta flarf sérstakrar varú›ar hjá börnum me› alvarlega

n‡rna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar me› skerta lifrarstarfsemi flurfa minni skammta.Aukaverkanir: Lóritín flolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar erumunnflurrkur og höfu›verkur. Svimi getur einnig komi› fyrir. Skömmtun: Ein taflaaf Lóritíni er tekin daglega. Börnum 2-14 ára sem eru undir 30 kg a› flyngd nægir

hálf tafla á dag. Lyfi› er ekki ætla› börnum yngri en 2ja ára.Lesi› vandlega lei›beiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA /

AC

TAV

IS 5

05

03

1

Page 6: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Eining-Iðja vill minna félagsmenn sína á rétt sinn tilað fá greidda svokallaða orlofsuppbót. Samkvæmtkjarasamningum skal starfsfólk, sem hefur áunniðsér fullan orlofsrétt með starfi hjá sama vinnuveit-anda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og var ístarfi í síðustu viku apríl eða fyrstu viku í maí, fá greidda sérstaka eingreiðslu, svokallaða orlofsupp-bót. Jafnframt skal hér vakin athygli á því að upphæðorlofsuppbótar er mismunandi eftir samningum.

Samningar við Samtök atvinnulífsinsStarfsfólk, sem hefur áunnið sér fullan orlofsrétt, meðstarfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu vikumaí, skal við upphaf orlofstöku eða eigi síðar en 15.ágúst fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót,21.800 krónur á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2005, mið-að við fullt starf, en hlutfallslega miðað við starfshlutfallog starfstíma. Fullt starf telst í þessu sambandi 45 unnarvikur eða meira fyrir utan orlof.

Láti starfsmaður af störfum vegna aldurs eða eftir 12vikna samfellt starf á orlofsárinu, skal hann við starfslokfá greidda orlofsuppbót vegna áunnins tíma miðað viðstarfshlutfall og starfstíma. Hið sama gildir þótt starfs-maður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðslu-skyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs. Áorlofsuppbót greiðist ekki orlof.

Samningur við Samninganefnd ríkisinsHinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður, sem er í starfi til30. apríl næst á undan, fá greidda sérstaka eingreiðslu,

orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár.Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfs-tíma. Orlofsuppbót á árinu 2005 er 21.800 krónur efmiðað er við fullt starf.

Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegnaaldurs eða eftir a.m.k. 3ja mánaða/13 vikna samfellt starfá orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfalls-lega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gild-ir ef starfsmaður var lengur frá störfum vegna veikindaeftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæð-ingarorlofs allt að sex mánuðum. Orlofsuppbót er föstfjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðumsamningsins. Á orlofsuppbót reiknast ekki orlofsfé.

Orlofsuppbót í flatarmældri ræstingu ákvarðast af fer-metrafjölda sem greiddur er tímabilið 1. júní til 30. aprílþannig að 833,33 fermetrar á mánuði teljast fullt starfog færri fermetrar reiknast hlutfallslega.

Samningur við Launanefnd sveitarfélagaÁ miðnætti sunnudagskvöldið 29. maí sl. var undirritað-ur nýr kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Ís-lands og Launanefndar sveitarfélaga. Nýi samningurinngildir frá 1. maí 2005 til 30. nóvember 2008. Um þess-ar mundir fer fram póstatkvæðagreiðsla og hvetur Eining-Iðja alla félagsmenn sína til þess að nýta sér réttsinn til að greiða atkvæði um þennan samning og eftirhana kemur í ljós hvort hann verður samþykktur. Ef félagsmenn samþykkja samninginn þýðir það m.a. aðorlofsuppbótin rúmlega tvöfaldast eða í kr. 21.800 í ár,en í fyrra var upphæðin kr. 10.400.

6

Átt þú rétt á orlofsuppbót?

?

Að undanförnu hefur Matthildur Sigurjónsdóttir, vara-formaður Einingar-Iðju, farið í alla tíundu bekki á Eyja-fjarðarvæðinu, dreift bæklingnum „Láttu ekki plata þig!“og kynnt fyrir nemendum í hverju starf verkalýðsfélagaer fólgið. Það er Starfsgreinasambandið sem gefur út

bæklinginn, en hann er sérstak-lega ætlaður ungu fólki sem erað stíga sín fyrstu skref á vinnu-markaði. Í honum er í stuttu málifjallað um réttindi og skyldurfólks á vinnumarkaði.

Með rauða kverinu býðurverkalýðshreyfingin allt ungt fólkvelkomið í hóp félaga sinna ogheitir því liðsinni sínu og væntireinnig þátttöku ungs fólks í fé-lagslegu starfi hreyfingarinnar.Meðal þess sem er að finna íbæklingnum er einfaldur minnis-listi um réttindi og skyldur:

• Upplýsingar um kjaramál færðu á www.rettindi.is.• Geymdu launaseðla þína. Með þeim getur þú sannað

réttindi þín.• Á launaseðlum kemur fram hvaða kaup þú hefur, hvaða

orlofsfé þú átt og hvað hefur verið dregið af laununum í skatta,lífeyrissjóð og félagsgjöld.

• Kjarasamningar tryggja þér lágmarksrétt.• Allir nýir starfsmenn eiga að gera skriflegan ráðningarsamning.• Fyrir félagsgjaldið færðu þjónustu frá

stéttarfélaginu.• Þú getur sótt um að leigja orlofshús.• Þú getur sótt um fræðslustyrk.• Þú getur fengið aðstoð í veikindum.• Þú átt að fá yfirlit um greiðslur í

lífeyrissjóð.• Jafnaðarkaup er ekki til í kjara-

samningum.• Verktakar njóta ekki sama réttar

og launafólk.• Ef þú ert atvinnulaus mundu

eftir að skrá þig.

Láttu ekki plata þig!

Matthildur er hér í Oddeyrarskóla, að dreifabæklingnum og pennum til krakkanna, áður en

hún hóf kynninguna á starfi verkalýðsfélaga.

Page 7: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Á miðnætti sunnudagskvöldið 29. maí sl. var undir-ritaður nýr kjarasamningur milli Starfsgreinasam-bands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga eftir 13daga samfelldar kjaraviðræður í húsakynnum ríkis-sáttasemjara. Nýi samningurinn gildir frá 1. maí2005 til 30. nóvember 2008. Um þessar mundir ferfram póstatkvæðagreiðsla og hvetur Eining-Iðja allafélagsmenn sína til þess að nýta sér rétt sinn til aðgreiða atkvæði um þennan samning. Samninginn íheild er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins og áheimasíðunni, www.ein.is. Frestur til að greiða atkvæði er til kl. 17:00 fimmtudaginn 16. júní nk. ogverða úrslit kunngjörð í síðasta lagi kl. 15:00 föstu-daginn 24. júní nk.

Mælir með að hann verði samþykkturBjörn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir aðþað sé samdóma álit þeirra, sem unnið hafa að gerðþessa kjarasamnings og undirritað hann fyrir hönd Ein-ingar-Iðju, að rétt hafi verið að skrifa undir samninginnog mælir með því að hann verði samþykktur. „Það erumjög mörg góð atriði í þessum kjarasamningi og viðteljum að við höfum náð mjög góðum samningi miðaðvið það sem menn hafa verið að gera í kringum okkur,“segir Björn og segir jafnframt að vert væri að benda á,að fátítt væri að gildistími nýs samnings byrji við endaþess gamla. „Gamli samningurinn rann út þann 30.

apríl sl. en nýi samningurinn gildir frá 1. maísl. til 30. nóvember 2008.“

Ýmsar nýjungarÍ samningnum er kveðið á um fjórar launa-hækkanir. Upphafshækkun 1. maí 2005 er4,24%, þá hækka laun 1. janúar 2006,2007 og 2008 um 3% í hvert sinn. Aukþess hækka laun í júní 2006 að meðaltalium ríflega 2% vegna breytinga á tengingustarfsmats í launatöflu. Framlag launagreið-anda í lífeyrissjóð fer í 11,5% og framlagstarfsmanna lækkar úr 5% í 4%. Þá munlaunagreiðandi greiða 2% í séreignarsjóð ámóti 2% framlagi launamanns. Framlaglaunagreiðanda í fræðslusjóð rúmlega tvö-faldast og verður komið í 0,72% 1. janúar2007.

KerfisbreytingarNokkrar kerfisbreytingar felast í þessumsamningum og er m.a. dregið úr vægilífaldurshækkana í launatöflu en mikilvægistarfsaldurs hjá sveitarfélögum aukið. Einniger lögð meiri áhersla á sí- og endurmennt-un starfsmanna. Það starfsmatskerfi sem samningsaðilartóku upp á síðasta samningstímabili verður áfram notaðog það þróað á samningstímanum.

Skrifað undir kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga

Það getur tekið á að semja um kaupog kjör.

Sigríður K. Bjarkadóttir, formaðurOpinberu deildar Einingar-Iðju,

skrifar undir samninginn.

Page 8: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Sjötti aðalfundur Einingar-Iðju var haldinn á Akur-eyri miðvikudagskvöldið 27. apríl sl. Félagsmennfjölmenntu á fundinn og í máli Björns Snæbjörnsson-ar, formanns félagsins, kom m.a. fram að miklar

breytingar til betri vegar væru í rekstri félagsins, enafkoma félagsins á síðasta ári var sú besta frá upp-hafi.

„Nú er enn komið að aðalfundi Einingar-Iðju. Mérfinnst samt mjög stutt síðan við héldum síðasta aðalfundfélagsins, líklega líður tíminn svona fljótt vegna þess aðþað er svo margt að gerast hjá okkur. Það er bjart yfirhjá okkur og við höfum væntingar til þess að næsta ármuni færa okkur meiri birtu og vonandi næga atvinnuþví það er jú það sem við viljum,“ sagði Björn áður enhann fór yfir skýrslu stjórnar.

Hann nefndi einnig þá staðreynd að mjög væri horfttil Einingar-Iðju sem langtum stærsta félagsins á lands-byggðinni ef um mál innan Alþýðusambandsins (ASÍ)eða Starfsgreinasambandsins (SGS) væri að ræða. „Þarmeð hefur ábyrgð okkar aukist og er það orðinn stórhluti af starfi formanns félagsins að taka þátt í því starfisem því fylgir,“ sagði Björn, sem minntist jafnframt á þaðað í ár verða liðin 60 ár frá því að fyrsta skrifstofa verka-lýðsfélaga á Akureyri var opnuð og einnig að á næsta árihefur verið samfelld starfsemi hjá stéttarfélögum á Akureyri í hundrað ár.

Afkoma félagsins á síðasta ári var sú besta í sögu Ein-ingar-Iðju, eins og áður segir. Hagnaður af reglulegristarfsemi félagsins varð tæplega 43 milljónir króna árið2004 en árið á undan var hann rúmar 19 milljónirkróna. Þá fengu 2.152 félagsmenn, sem er 43,7% allrafélagsmanna, greiðslu úr einhverjum sjóðum félagsins,sem verður að teljast mjög gott.

Sjálfkjörið í stjórn og trúnaðarráðSjálfkjörið var í stjórn og trúnaðarráð félagsins þar semaðeins einn listi barst með tilnefningum. Þó urðu breyt-ingar á tólf manna stjórn félagsins, vegna þess að for-mannskipti urðu í stjórn Svæðisráðs Ólafsfjarðar á árinu.

Stjórn Einingar-Iðju skipa nú: Björn Snæbjörnsson for-maður, Matthildur Sigurjónsdóttir varaformaður, Hall-dóra H. Höskuldsdóttir ritari og síðan formenn svæðis-ráðanna fjögurra, þær Elísabet Jóhannsdóttir, GuðrúnSkarphéðinsdóttir, Hafdís Kristjánsdóttir og Marzibil E.Kristjánsdóttir, og formenn deildanna fimm, þau AnnaJúlíusdóttir, Eyþór Karlsson, Sigríður K. Bjarkadóttir,Valdimar Gunnarsson og Þorsteinn J. Haraldsson.

Á heimasíðu Einingar-Iðju, www.ein.is, er hægt aðnálgast ársskýrsluna í heild sinni, sem inniheldur skýrslustjórnar sem og ársreikning félagsins.

8

Aðalfundur Einingar-Iðju

Miklar breytingar til betri vegarí rekstri félagsins

Félagsmenn Einingar-Iðju fjölmenntu á aðalfund félagsins sem haldinn var 27. apríl sl.

Page 9: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Á aðalfundi Einingar-Iðju, sem haldinn var miðvikudags-kvöldið 27. apríl sl., voru sjö félagar sæmdir gullmerkiEiningar-Iðju og tveir voru gerðir að heiðursfélögum.Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, sagði við tilefn-ið að allir sem hlutu viðurkenningu hafi unnið starf sittaf trúmennsku og óeigingirni. „Það hefur ekki verið sjálftað hæla sér af verkum sínum sem það þó hefði auðveld-lega getað gert. Í þeirra huga var samstarfsfólkið og fé-lagið ofar á blaði. Eyfirskt verkafólk á ykkur mikið aðþakka fyrir ykkar óeigingjarna starf og viðurkenning súsem ykkur er veitt í dag er mjög smá miðað við það semþið hafið lagt af mörkum,“ sagði Björn.

Þeir sem hlutu gullmerki félagsinseru eftirtaldir:

Aðalheiður ÞorleifsdóttirVar lengi trúnaðarmaður hjá ÚA, sat í stjórn Verkalýðsfé-lagsins Einingar til fjölda ára og gegndi fjölmörgum öðrumtrúnaðarstörfum fyrir félagið í gegnum tíðina.

Auður GuðjónsdóttirVar lengi trúnaðarmaður hjá ÚA, sat í trúnaðarráði í fjölda-mörg ár og sinnti ótal trúnaðarstörfum fyrir félagið í gegn-um tíðina.

Guðrún BenediktsdóttirVar lengi trúnaðarmaður hjá Frystihúsi Dalvíkur og var einaf máttarstoðunum í starfi Dalvíkurdeildar Einingar, sat einnig í trúnaðarráði félagsins og sinnti fjölmörgum störf-um í þágu félagsins.

Jón Laxdal JónssonVar lengi trúnaðarmaður hjá Mjólkursamlagi KEA, var ístjórn Iðju félags verksmiðjufólks í mörg ár og sinnti einnigöðrum störfum í þágu félagsins.

Karl ÁsgeirssonVar lengi trúnaðarmaður hjá Slippstöðinni, var í trúnaðar-ráði Verkalýðsfélagsins Einingar og sinnti einnig fjölmörg-um öðrum störfum í þágu félagsins.

Kjartan SumarliðasonVar lengi trúnaðarmaður á verksmiðjum Sambandsins, satí stjórn Iðju félags verksmiðjufólks og sinnti einnig mörgumöðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið.

Unnur BjörnsdóttirVar trúnaðarmaður, sat í stjórn Verkalýðsfélagsins Einingarí mörg ár, var lengi formaður ferðanefndar félagsins og sáum þann þátt í mörg ár ásamt því að gegna öðrum trún-aðarstörfum fyrir félagið.

Þeir sem gerðir voru að heiðursfélögum

í Einingu-Iðju eru:

Jóna Berta JónsdóttirVar lengi trúnaðarmaður bæði á verksmiðjum Sambands-ins og á FSA. Hefur setið lengi í trúnaðarmannaráði ogýmsum nefndum og ráðum. Hún hefur verið fulltrúi félags-ins í Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og verið þar formaðurum langt skeið. Hún hefur unnið þar mjög óeigingjarntstarf og hlotið mikla aðdáun samborgara sinna fyrir það.

Þorsteinn JónatanssonVar starfsmaður stéttarfélaga á Akureyri í 25 ár og sat ístjórnum fjölmargra félaga sem tengjast Einingu-Iðju. Hef-ur tekið saman mikil gögn er varða sögu allra stéttarfélagasem eru undanfarar núverandi félags. Hann hefur veriðmanna fróðastur um málefni verkalýðsfélaga í Eyjafirði ogmeð réttu verið uppfræðari þeirra sem nú eru í forustu félaga á svæðinu. Einnig hefur hann gegnt fjölmörgumöðrum trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna.

Hér eru samankomnirþeir sem heiðraðir voruá aðalfundi Einingar-Iðju, ásamt formanni

og varaformanni félagsins. Efri röð frá

vinstri: Aðalheiður Þor-leifsdóttir, Auður Guð-

jónsdóttir, GuðrúnBenediktsdóttir, JónaBerta Jónsdóttir, Þor-

steinn Jónatansson, JónLaxdal Jónsson, Karl

Ásgeirsson og KjartanSumarliðason. Unnur

Björnsdóttir var stödd íBandaríkjunum og gatþví ekki veitt gullmerkisínu viðtöku. MatthildurSigurjónsdóttir, varafor-

maður félagsins, ogBjörn Snæbjörnsson,formaður félagsins,krjúpa fyrir framan

þau sem heiðruð voru.

Viðurkenningar á aðalfundi Einingar-IðjuViðurkenningar á aðalfundi Einingar-Iðju

Page 10: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Fjölmargir tóku þátt í hátíðarhöldum stéttarfélag-anna á Akureyri þann 1. maí sl. sem fóru fram meðhefðbundnu sniði. Safnast var saman við Alþýðuhús-ið í Skipagötu, en þaðan var lagt upp í kröfugönguyfir að Borgarbíói undir leik Lúðrasveitar Akureyrar.Þar fór fram hátíðardagskrá að göngu lokinni ogjafnframt var kvikmyndasýning í boði fyrir börnin.Að lokum var haldið í Alþýðuhúsið þar sem í boðivoru kaffiveitingar.

Í Borgarbíói fluttu eftirfarandi ávarp: Hákon Hákonar-son, formaður Félags málmiðnaðarmanna, flutti sameig-inlegt ávarp verkalýðsfélaganna í Eyjafirði, sem í ár baryfirskriftina: Einn réttur - ekkert svindl. Magnús Þór Ás-geirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyja-fjarðar, flutti ávarp þar sem hann fjallaði um atvinnu viðEyjafjörð. Bryndís Arnarsdóttir, forvarnafulltrúi Akureyr-arbæjar, flutti ávarp þar sem hún fjallaði um heilsuefl-ingu og átakið Einn, tveir og nú. Aðalræðu dagsins flutti Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, en umfjöllunar-efni hans var samkeppnishæfni Íslands og réttlæti í sam-félaginu.

Að venju var boðið upp á glæsileg skemmtiatriði.Stúlknakór Akureyrarkirkju söng fyrir gesti sem mættu íBorgarbíó og Álftagerðisbræður tóku lagið, bæði í Borg-arbíói og eins fyrir gesti sem komu í kaffi í Alþýðu-húsið.

1. maí ávarp stéttarfélaganna í Eyjafirði „Stéttarfélög hafa sjaldan haft mikilvægara hlutverki aðgegna en í dag, né hafa verkefni þeirra verið víðfeðmari.

Mikil brögð hafa verið að því að atvinnurekendur hafinotað ólöglegt erlent vinnuafl á undanförnum misserumog er það í beinu framhaldi af framkvæmdunum viðKárahnjúka.

Brýnt er að lög um útlendinga og réttindi þeirra verðisamræmd um leið og sett verði lög um starfsmannaleig-ur. Í þessum lögum verði kveðið á um að starfsfólk, semráðið er til vinnu hér á landi, taki laun eftir íslenskumkjarasamningum og njóti þeirra réttinda sem ríkja hér.

Ítalska verktakafyrirtækið Impreglio hefur sótt að kjör-um, réttindum og aðbúnaði verkafólks á Kárahnjúka-svæðinu. Áhrifin frá Austurlandi breiðast síðan út og hef-ur fyrsta bylgjan þegar borist vítt um landið. Áhrifinkoma fram í lækkun á kaupi og kjörum í byggingariðn-aði og víðar. Ef orrustan við Kárahnjúka tapast, þá er

10

Baráttudagur verkalýðsins

Einn réttur - ekkert svindl

Samstaða færir sigur.Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðar-manna, flutti sameiginlegt ávarp verkalýðsfélaganna

í Eyjafirði.

Page 11: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

brautin rudd fyrir erlend stórfyrirtæki gegn veikburðastjórnkerfi hér á landi. Erlend stórfyrirtæki geta þá fariðsínu fram gegn verkalýðshreyfingunni. Þess vegna mávarnargarðurinn við Kárahnjúka ekki bresta.

Gera verður þá kröfu til ríkisstjórnar landsins að húnsýni gott fordæmi þegar ríkið stendur í framkvæmdumog hafi ávallt hagsmuni þjóðarinnar í heild að leiðarljósiþegar ákvarðanir um framkvæmdir eru teknar, en látiekki undirlægjuhátt gagnvart erlendu valdi endurtakasig aftur og aftur eins og glögglega kom fram viðákvörðun um viðgerð á varðskipunum sl. vetur, og þóttiþá fyrir löngu nóg komið af slíkum vinnnubrögðum áþeim vettvangi.

Einnig verður að gera þá kröfu til stjórnenda Akureyr-arbæjar að þeir fari eftir sínum eigin reglum sem byggj-ast á landslögum en brjóti þær ekki vísvitandi ef þeirhalda að þeir geti grætt einhverjar krónur á því. Nærværi að skipta við það fólk sem vill búa hér og greiðaskatta til bæjarins.

Það eru ekki bara erlendir aðilar sem ber að varast.Hætturnar leynast víða.

Jafn réttur og jöfn tækifæri kvenna og karla til launaog starfa eru grundvallarmannréttindi.

Mikilvægt er að réttarstaða eldra fólks á vinnumarkaðiverði bætt og tryggt að því verði ekki mismunað.Tryggja þarf réttindi og möguleika eldra fólks til starfs-menntunar og starfsþjálfunar til samræmis við aðrastarfsmenn.

Hörð atlaga bankanna að undanförnu gegn Íbúða-lánasjóði og þær raddir að hann eigi eingöngu að þjónadreifbýlinu og þeim sem eiga undir högg að sækja, enláta bankana sjá alfarið um höfuðborgarsvæðið og önn-ur þéttbýlissvæði þar sem íbúðaverð er hátt, er hættuleg.Íbúðalánasjóður er sjálfbær sjóður sem aflar lánsfjár-magns á markaði eins og bankarnir. Hann fær hagstæðlán í krafti stærðar. Verði honum gert að þjóna einvörð-ungu svæðum þar sem veð eru ótrygg þá munu vextirhans hækka og verða hærri en aðrir bjóða á markaði.

Tryggjum stöðu Íbúðalánasjóðs. Hann er í raun einatryggingin fyrir því að vextir af íbúðalánum þjóti ekkiupp því hann tryggir samkeppni á þessum markaði.

Þá ber að fagna því að réttur foreldra langveikrabarna til launa var lagfærður í vetur en betur má ef dugaskal. Stefna ber að því að réttur foreldra langveikrabarna verði færður til samræmis við það sem best ger-ist á hinum Norðurlöndunum og að rétturinn nái til for-eldra barna allt að átján ára aldri.

Til að takast á við mikilvæg verkefni hreyfingar launa-fólks verður hún að eiga sér sameiginleg sjónarmið ogvettvang til að takast á við atvinnurekendur og stjórn-völd um stórmál okkar tíma. Við höfum á síðustu miss-erum hvað eftir annað staðið frammi fyrir slíkum stór-málum. Samþjöppun valds og fákeppni í íslensku at-vinnulífi er orðin slík að hinn almenni neytandi og launa-maður stendur mjög höllum fæti gegn stórfyrir-tækjunum.

Góðir félagar.Þó okkur greini á í ýmsum málum eigum við þó svo

margfalt fleira sameiginlegt.Tryggjum með órofa samstöðu að Íslandi verði aldrei

stjórnað í andstöðu við íslenskt launafólk.“

11

Fjölmargir kíktu í kaffi í Alþýðuhúsið.

Álftagerðisbræður tóku lagið, bæði í Borgarbíói og eins fyrir gesti sem komu í Alþýðuhúsið í kaffi.

Gengið var fylktu liði frá Alþýðuhúsinu að Borgarbíói þar sem hátíðardagskráin fór fram.

Page 12: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Eitthvað hefur borið á því að félagsmenn átti sig ekki al-mennilega á því hvenær og eftir hvaða reglum þeir eigarétt á greiðslu úr sjúkrasjóði félagsins. Því þykir rétt aðupplýsa hér lauslega um reglurnar en að öðru leyti erfólki bent á að reglurnar er að finna í heild sinni áheimasíðu félagsins, www.ein.is. Einnig er hægt að fánánari upplýsingar á skrifstofu Einingar-Iðju.

Markmið sjóðsins er að veita sjóðsfélögum Sjúkra-sjóðs Einingar-Iðju fjárhagsaðstoð í veikinda- og slysatil-vikum, ennfremur að taka þátt í útfararkostnaði. Sjóðsfé-lagar eru þeir sem greitt hafa, eða fyrir þá hafa veriðgreidd, iðgjöld til sjóðsins. Markmið sjóðsins er ennfrem-ur að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta ör-yggi og heilsufar.

DagpeningagreiðslurUpphæð dagpeninga miðast við lágmarkslaun, eins ogþau eru á hverjum tíma, í allt að sex mánuði. Til að njótafullra bóta þarf viðkomandi bótaþegi að hafa unnið aðminnsta kosti 1.800 klukkustundir samkvæmt viðmiðun-artaxta dagvinnu á síðustu 12 mánuðum fyrir veikindineða slysið. Bætur fara stiglækkandi, sé um minni vinnuað ræða, og lækka um 2,5% fyrir hverjar 50 vinnu-stundir, sem skortir á 1.800, þar til komið er niður í 200klst., en þá greiðast lágmarksbætur eða 20% af fullumbótum.

Rétt er að benda fólki á að sækja einnig um sjúkra-

dagpeninga til Tryggingastofnunar ríkisins en þó getasameiginlegar greiðslur frá Einingu-Iðju og Trygginga-stofnun aldrei numið hærri upphæð en viðkomandihafði í laun.

Margs konar meðferðir endurgreiddarÞeir félagar sem dvelja á endurhæfingarstöðvum SÁÁeða sambærilegum stofnunum skulu fá greidda dag-peninga samkvæmt tilheyrandi vottorðum í allt að sexvikur á hverjum þremur árum miðað við almanaksárið.Þá er stjórn sjúkrasjóðsins heimilt að veita félagsmönn-um styrk vegna sjúkraþjálfunar (50%) og/eða sjúkra-nudds (50%). Að hámarki er greitt fyrir 18 skipti á hverjualmanaksári. Einnig má nefna að sjúkrasjóðurinn endur-greiðir skoðunargjald við krabbameinsleit að hámarki2.000 krónur á ári.

ÚtfararstyrkurVið andlát félagsmanns er stjórn sjóðsins heimilt aðgreiða nánasta ættingja hans útfararstyrk að upphæð80.000 krónur samkvæmt fyrirliggjandi umsókn þarum, til að standa straum af útfararkostnaði. Vegna sjóð-félaga sem var í starfi fyrir andlát og greitt hafði verið aftil sjúkrasjóðs félagsins, í að minnsta kosti síðustu sjö ár,eiga erfingjar rétt á fullum útfararstyrk. Hafi sjóðfélags-aðild verið skemmri, greiðist 1/7 af fullum styrk fyrirhvert ár, að sjö árum. Þá er heimilt að greiða útfararstyrkvegna sjóðfélaga sem ekki var á vinnumarkaði en varsjóðfélagi við starfslok og í að minnsta kosti sjö ár þar áundan.

Aðrir styrkirÞegar alvarleg veikindi, slys eða dauðsfall ber að hönd-um eða aðrar óviðráðanlegar orsakir sem sjóðsstjórnmetur til fjárhagslegs eða atvinnulegs tjóns fyrir heimilifélagsmanns, skal sjóðsstjórn heimilt að veita viðkom-andi heimili sérstakan styrk eftir nánari reglum hverjusinni að teknu tilliti til fjölskyldustærðar, aðstæðna ogtekna eða bóta sem heimilið hefur frá öðrum. Til dæm-is hafa verið veittir styrkir vegna veikinda barna, tækni-frjóvgunar og augnaðgerða. Einnig hafa verið veittirstyrkir vegna ferðakostnaðar til annarra landa.

SjúkraíbúðEining-Iðja á eina sjúkraíbúð við Ljósheima í Reykjavík.Hún er ætluð til leigu fyrir félagsmenn sem þurfa aðdvelja í höfuðborginni á meðan þeir leita sér lækninga.Íbúðin er leigð eftir því sem félagsmönnum hentar og erfólk þannig ekki bundið við að leigja í eina viku í sennheldur er hægt að leigja í tiltekinn dagafjölda.

12

Margs konar styrkir veittir úr sjúkrasjóði

Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs

Á aðalfundi Einingar-Iðju var sagt frá því að sjúkrasjóður hefði verið rekinn með rúmlega 10 milljón króna hagnaði á árinu 2004. Þetta ermikill viðsnúningur frá því árið 2002, en þá var hann rekinn með tapiupp á sjö og hálfa milljón króna. Alls fengu 1.083 félagar bætur og styrki úr sjúkrasjóði á síðasta ári, að upphæð rúmlega 36,5 milljón króna.Þetta þýðir að um 22% félagsmanna hafi fengið einhverja greiðslu úrsjúkrasjóði félagsins.

Á fundinum voru samþykktar breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs félagsins, m.a. þær að dagpeningar, miðað við 100% vinnu, hækka úrkrónum 4.243 á dag í krónur 4.777 og að mánaðarlaun verða krónur103.500. Um næstu áramót munu lágmarkslaun hækka í krónur106.000 eða krónur 4.892 á dag. Þetta er með því besta sem gerist inn-an Starfsgreinasambands Íslands í dag, en með þessu eru félagsmönn-um Einingar-Iðju alltaf tryggð lágmarkslaun úr sjúkrasjóði.

Breytingar þessar tóku gildi frá og með 1. maí sl.

Page 13: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

13

www.husasmidjan.isLónsbakka, 601 Akureyri

AKUREYRIVÉLA- & STÁLSMIÐJAN

Fiskmarkaður Dalvíkur ehf.Sími 466 1140 • Fax 466 3114

[email protected] • www.sba.is

SECURITASSECURITAS

SECURITAS AKUREYRI HF.

5045

VÉLSMIÐJAN ÁSVERK EHF.

P A Draupnisgötu 7m • 603 AkureyriSími 462 3248

P. Alfreðsson ehf.

Skeljungur hf.www.shell.is

www.kjoris.is

www.iskraft.is

akureyriwww.brimborg.is

Sími 462-3524 - Fax 461-1325

Gullsmiðir

Sigtryggur & Pétur sf.

Óseyri 1a • 603 AkureyriSími: 461-2977

r a n d b u r g . c o m / i s / g l o f i . h t m l

HYRNA ehfBYGGINGAVERKTAKI · TRÉSMIÐJADalsbraut 1 · 600 AkureyriSími 461 2603 · Fax 461 2604

www.saeplast.com

www.iss.is

form ARKITEKTAR HÖNNUÐIR

KAUPANGI v/MÝRARVEG . 600 AKUREYRI . SÍMI 462-6099

Sími 462 3811 • www.deloitte.is

Endurskoðun - Ráðgjöf

Grundargata 9, 620 DalvíkSími: 466 1199 & 899 6218

Daltré ehf.

Sími 462 1909

Óskum félagsmönnumfarsældar í leik og starfi

Sími 461 1172

www.siminn.is

Fjölnisgötu 2b • 603 AkureyriSími 462 5800 • Fax 461 2571

Kartöflusa

Símar 461 1172 & 892 3762

Page 14: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Patcharee Srikongkaew, kölluð Pat, er frá Thaílandi enhefur búið á Íslandi í 14 ár. Hún starfar hjá Brimi, er fé-lagi í Einingu-Iðju og segist líka mjög vel að búa á Akur-eyri. „Það er að vísu mun kaldara hér en heima, þar semer alltaf gott veður,“ segir hún. „Ég kom hingað í janúar1991 og þá var alveg brjálað veður. Ég hugsaði meðmér, hvar er ég eiginlega? En þetta venst og hér ermjög gott að vera.

Brim er mjög góður vinnustaður og þar á ég margamjög góða samstarfsmenn. Ég er oft að gefa þeim upp-skriftir, því það kemur oft fyrir að einhverjir koma til mínog spyrja hvort ég væri til í að gefa þeim uppskriftir afeinhverjum góðum réttum.“

Pat var svo vinsamleg að deilda með lesendum blaðs-ins þremur uppskriftum frá heimalandi sínu. „Ég ákvaðað velja rétti sem ekki eru mjög sterkir og því er þettaeitthvað sem allir eiga að geta borðað. Ég er frá Suður-Taílandi og uppskriftirnar eru þaðan, en matargerðin ermjög misjöfn á milli landssvæða í Taílandi.“

Svínasteik með grænni papriku

400 g svínakjöt2 msk. olía1/2 tsk. saxaður hvítlaukur2 grænar paprikur, skornar í þunna strimla1 tsk. vínedik2 msk. kjúklingasoð2 msk. hoisinsósasalt og pipar1 msk. kornsterkja, hrærð út í ofurlitlu af vatni

Aðferð:1. Skerið svínakjötið í þunnar sneiðar og svo í mjóar

ræmur. Hitið olíu á pönnu og setjið hvítlauk, paprikuog kjötið á pönnuna. Steikið í eina mínútu og hræriðvel um leið eða hristið pönnuna af og til.

2. Hrærið út á pönnuna vínedikinu, kjúklingasoðinu oghoisinsósunni. Kryddið með salti og pipar eftir smekkog sjóðið í þrjár mínútur.

3. Hrærið kornsterkju saman við og látið sjóða. Um leiðer hrært af og til þangað til æskilegri þykkt sósunnarer náð.

Steikt nautakjöt með mangóávexti

300 g nautakjöt1 msk. þurrt sérrí1 msk. sojasósa

1 tsk. kornsterkja1/4 tsk. sykur1/4 tsk. pipar1 stór mangóávöxtur4 msk. olía1msk. rifin engiferrót1 msk. rifinn vorlaukur

Aðferð:1. Skerið kjötið í þunna bita. Blandið saman víni, soja-

sósu, kornsterkju, sykri og pipar. Veltið kjötinu upp úrblöndunni og látið það liggja í henni í 20 mínútur.

2. Flysjið mangóávöxtinn og skerið í 5 til 6 mm þykkarsneiðar.

3. Hitið pönnu við háan hita og setjið olíu á pönnunaþegar hún er orðin heit og látið hana hitna þar til húnfer að rjúka. Lækkið þá hitann og steikið kjötið ásamtengiferrótinni í 1 til 2 mínútur. Takið síðan kjötið afpönnunni.

4. Veltið mangósneiðunum upp úr heitri olíunni á pönn-unni í örfáar sekúndur og setjið síðan kjötið á pönn-una. Hrærið í nokkrar sekúndur. Berið fram strax.

Kjúklingasalat

Þetta er mjög sérstakur réttur sem upplagt er að bjóðasem forrétt.

2 kjúklingabringur1 meðalstór agúrka

Sósa4 msk. hnetusmjör2 tsk. sesamolía1 tsk. sykursalt1 msk. kjúklingasoð

Aðferð1. Sjóðið kjúklingabringurnar í vatni á pönnu í 30 mín-

útur. Skerið þær svo í strimla.2. Skerið agúrkuna í sambærilega strimla eins og gert

var við kjúklinginn og dreifið agúrkustrimlunum ástóran disk. Leggið kjúklingastrimlana ofan á.

3. Hrærið saman hnetusmjöri, sesamolíu, sykri, salti ogsoði af kjúklingabringunum. Hellið sósunni jafnt yfirkjúklingakjötið og berið fram.

14

Gómsætir réttir frá Suður-Thaílandi

Patcharee Srikongkaew.

Page 15: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

15

samskip.is

www.frost.is

AKURKAUPANGI V/MÝRARVEG

www.kjarnafaedi.is

spólspol. is

SPARISJÓÐUR ÓLAFSFJARÐAR

w w w. p e n n i n n . i s

Glerárgötu 3b • Símar: 461 2545

&

Sími 462 4017

Frostagötu 2a, 603 Akureyri, sími 462 3280 & 461 1155

ÁSBYRGI -

s a m h e r j i . i sSAMHERJI HF

VerkfræðistofaNorðurlands ehf.w w w . n m . i s

w w w . n a t i o n a l . i s

www.flytjandi.is

Óseyri 16, Akureyri

Sparisj ur Svarfd la - Dalv kR h si ¥ S mi: 460 1800 ¥ www.spar.is/dalvik/

Óskum félagsmönnumfarsældar í leik og starfi

Gránufélagsgötu 4Sími 462 6200

Óseyri 2Sími 460 4477

– þar sem tryggingar snúast um fólk – þar sem tryggingar snúast um fólkwww.vis.is

Page 16: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Þann 18. október 2004 hóf Brim saltfiskvinnslu ífrystihúsinu á Grenivík, sem starfrækt hefur verið fráþví um 1990. Tíðindamaður Einingar-Iðjublaðsinsleit við á Grenivík nýlega og settist niður með trún-aðarmanni starfsmanna í saltfiskvinnslunni, Guð-björgu Herberts, og tók hana tali.

Guðbjörg flutti til Grenivíkur árið 1989 og er búin aðvinna af og til í frystihúsinu frá því á árinu 1990. „Þaðhafa átt sér stað gríðarlegar breytingar frá því að þettavar starfrækt sem frystihús,“ segir Guðbjörg. „Hér var

snyrting, pökkun og svoleiðis, en nú vinnum við barasaltfisk. Þetta er allt annað, vinnan er erfiðari en mérfinnst samt ekkert síðra að vinna hérna eftir breytingarn-ar. Hér er yfirleitt góður andi og gott samstarfsfólk semég er að vinna með. Það þekkjast líka allir svo vel hérna,þannig að hér er gott að vinna og menn virðast almenntvera sáttir. Ég vona bara að þetta gangi svona áfram þvíþað hefur verið stöðug vinna um tíma.“

Í dag vinna um 20 manns í saltfiskvinnslunni, en viðbreytinguna fækkaði starfsmönnum um sex. „Það vorusex útlendingar sem unnu hérna í frystihúsinu en viðbreytinguna fluttust þeir allir til Akureyrar og fenguvinnu hjá Brimi. Þau bjuggu á Grenivík og fyrst um sinnkeyrðu þau á milli en svo fengu þau íbúð í bænum. Viðfórum líka sjö konur og unnum í landvinnslunni á Akur-eyri um tíma, alveg fram að jólum, á meðan vinnslan varað fara í gang hérna.“

Það hefur gengið mjög vel síðan breytingin varð, enGuðbjörg segir að það komi nú stundum fyrir að hrá-efnið mætti vera meira. „Það er ekki alltaf alveg fullvinna, því þegar það veiðist enginn stór fiskur þá skort-ir auðvitað hráefni. Fiskarnir verða að vera í vissri stærðtil að þeir séu nýtanlegir í vinnsluna hjá okkur. Hráefniðsem við erum að vinna kemur auðvitað af Brim-skipun-um, en einnig er verið að kaupa fisk á markaði. Sá salt-fiskur sem við erum að vinna er aðallega seldur á Portú-gal,“ segir Guðbjörg og bætir því við aðspurð að húnhafi alla tíð verið sólgin í saltfisk. „Ég hef alltaf verið gráð-ug í saltfisk. Ég vandist því í æsku að fá bollur úr saltfiskiog saltfiskbúðing, nú eða þá bara að fá hann soðinn íbitum og þar sem maðurinn minn gerir út trillu þá á égalltaf fisk. Ég hef nú ekki enn prufað að elda hann áportúgalska vísu, en það er aldrei að vita hvað verður.“

Fés„Við höfum líka verið að vinna svokölluð fés, sem er gertúr hausunum, svona til að fylla upp í vinnsluna. Þetta ersaltað og víst herramannsmatur, þó ég hafi ekki smakk-að þau ennþá.“

Á Grenivík hafa loðnuhrogn verið unnin í gegnumárin og segir Guðbjörg að í ár hafi saltfiskurinn verið„settur í salt“ á meðan! „Í byrjun mars vorum við aðvinna loðnuhrogn sem koma frá Krossanesi. Hér erþeim pakkað og svo eru þau fryst. Þetta er búið að veraí gangi í nokkur ár og ég held að þeir fái svo mikið fyr-ir hrognin að við munum sennilega vinna þau umókomin ár á þessum tíma.“

Lítið leitað til mínAðspurð um það hvort mikið væri leitað til hennar semtrúnaðarmanns sagði Guðbjörg að það væri alveg voða-lega lítið gert af því. „Það er bara hið besta mál og sýn-ir að starfsfólkið hér er ánægt.“

16

Saltfiskvinnsla á Grenivík

Um 20 manns vinna í saltfiskvinnslu Brims á Grenivík.

Guðbjörg , sem er lengst til vinstri á myndinni, segir að góður andi sé í saltfiskvinnsl-unni og greinilega er hægt að gefa sér tíma til að brosa.

Vinnslustöð Brims á Grenivík.

Page 17: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Nú er lokið síðari úthlutun orlofshúsa hér innanlands á vegum Einingar-Iðju og enn eru lausar vikur á flestumsvæðum sem í boði eru. Í ár er boðið upp á fleiri orlofshús en áður á Illugastöðum og því eru flestar vikurnar sem enn eru lausar á því svæði, en einnig erutil stakar vikur víðsvegar um landið.

Eining-Iðja vill hvetja félagsmenn sína til að kanna hvaðenn er laust og skella sér í orlofshús í sumarfríinu.

DanmörkEinnig eru nokkrar vikur lausar í orlofshúsinu sem Ein-ing-Iðja og Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almanna-þjónustu, hafa á leigu í Danmörku. Þegar þetta er ritað

er laust fram til 18.júní og vikurnar25. júní til 2. júlíog 20. ágúst til 27.ágúst.

Nánari upplýs-ingar um lausarvikur eru veittar áskrifstofu Eining-ar-Iðju, Skipagötu14 á Akureyri, ísíma 460 3600eða í [email protected]

Lausar vikur í orlofshúsum

Á skrifstofu Einingar-Iðju er hægt að kaupa miða semgilda í gistingu á Edduhótelunum nú í sumar, að and-virði kr. 4.200. Hver miði gildir fyrir tvo í gistingu ítveggja manna herbergi með handlaug í eina nótt. Ekkier innifalinn morgunverður.

Ekki verður dregið frá punktainneign félagsmannavegna þessara greiðslumiða og því er hér um að ræðaágæta kjarabót því samkvæmt verðlista Edduhótelanna

fyrir sumarið 2005 á slíkt herbergi að kosta kr. 6.800. Greiðslumiðana má nota á öllum Edduhótelunum

sem eru 15 hringinn í kring um landið. Gestir sjá sjálfirum að bóka gistingu, en hótelin bjóða gistingu ýmist íherbergjum með handlaug eða með baði og sumhvorutveggja. Á Edduhótelunum er boðið upp á fjöl-breyttar veitingar.

Afsláttur hjá Edduhótelum

Page 18: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Aðalfundir allra deilda Einingar-Iðju voru haldnirfyrrihluta mars sl. Fimm deildir eru innan félagsinsog verður hér á eftir sagt lítillega frá hverjum fundifyrir sig. Á bls. 28 og 29 eru birtir listar yfir allarstjórnir og nefndir starfsárið 2005-2006 og því er héraðeins sagt frá breytingum sem urðu í stjórnumdeildanna, en ekki frá því hverjir eiga sæti í stjórnumþeirra.

Opinbera deildinSigríður K. Bjarkadóttir, formaður deildarinnar, fór yfirþað helsta sem gerðist á liðnu starfsári. Í máli hennarkom m.a. fram að haldnir voru tveir stjórnarfundir frásíðasta aðalfundi deildarinnar. „Aðalástæðan fyrir því aðekki voru haldnir fleiri stjórnarfundir er sú að mjögmargir fundir hafa verið haldnir í tengslum við kjara-samningagerð og hreinlega ekki gefist tími til að haldafleiri fundi,“ sagði Sigríður.

Fjölmennasta deildinÍ Einingu-Iðju eru 4.925 aðalfélagar, þar af eru um þaðbil 1.330 í Opinberu deildinni. Fram undir þetta hefurmatvæladeildin verið fjölmennasta deildin í félaginu, ennú er hins vegar svo komið að Opinbera deildin er orð-in stærri. Umsvif sveitarfélaganna á svæðinu eru alltaf aðaukast og þá fjölgar í Opinberu deildinni.

Sigurlaug Rögnvaldsdóttir gaf ekki kost á sér í stjórnfyrir næsta ár og voru henni þökkuð vel unnin störf íþágu deildarinnar og félagsins í heild. Í stað hennar semvaramaður kom inn Laufey Kristjánsdóttir sem starfar íValsárskóla.

Haukur Þorsteinsson hjá Vinnueftirliti ríkisins flutti er-indi um einelti. Hann fór yfir reglugerð sem tók gildi ílok árs 2004. Miklar umræður urðu um erindið og hvaðeinelti getur gert mikinn skaða þeim sem í því lenda ogeinnig kom fram að það kemur öllum við ef einelti er ávinnustað viðkomandi.

MatvæladeildFormaður deildarinnar, Anna Júlíusdóttir, flutti skýrslustjórnar þar sem kom m.a. fram að ýmis mál voru tekintil umfjöllunar á þeim fimm stjórnarfundunum sem voruhaldnir frá síðasta aðalfundi. Til dæmis varð mikil um-ræða um námskeiðahald og fyrirtækjabreytingar, svosem þegar Útgerðarfélag Akureyringa varð að Brimi ehf.

Ekki lengur stærstNú eru um það bil 1.200 félagar í Matvæladeildinni. Einsog fram kom hér á undan þá hefur matvæladeildin ver-ið fjölmennasta deildin í félaginu, en nú er Opinberadeildin orðin stærri en með um það bil 1.330 félaga.„Þetta er þó ekki vegna þess að það sé fækkun í mat-vælageiranum, heldur eru umsvif sveitarfélaganna ásvæðinu alltaf að aukast,“ sagði Anna.

Fjölbreytt starfsemiAnna fór aðeins yfir starfsemina í matvælaiðnaðinum í

Eyjafirði og fjallaði í stuttu máli um nokkra vinnustaði áhverjum stað fyrir sig, þ.e. í Ólafsfirði, í Dalvíkurbyggð, íHrísey, á Grenivík og á Akureyri. Hún sagði í lokin aðallt mögulegt annað mætti telja upp og vildi taka framað bjart virðist vera framundan í hennar deild.

Þrír stjórnarmenn gefa ekki kost á sér í stjórn fyrirnæsta ár, það eru þau Ingibjörg Torfadóttir, IngimarHarðarson og Stefán Benjamínsson og þakkaði Annaþeim sérstaklega fyrir vel unnin störf í þágu deildarinn-ar og félagsins í heild. Í stað þeirra komu ný inn í stjórn-ina þau Geir Óskarsson, Birna Harðardóttir og SigríðurJósepsdóttir.

Ólafur Darri Andrason, hag-fræðingur ASÍ, fjallaði ítarlega umnýjar leiðir í fjármögnun húsnæð-is og afleiðingar breyttrar stefnubankanna í lánamálum. Einnig fórhann yfir skattbreytingar þær semríkistjórnin hefur verið að boða ogsumar komnar til framkvæmda.Þá fór hann líka yfir áhrif jaðar-skatta.

Mjög góður rómur var gerðurað erindinu og töldu menn aðþær upplýsingar sem Ólafur kommeð væru öllum nauðsynlegar ogí raun ætti að upplýsa fólk betur ífjölmiðlum um þá kosti og gallasem eru í tilboði bankana. Einnigvoru menn sammála því aðÍbúðalánasjóður væri kjölfestan í lánakerfum til íbúðar-kaupa, sérstaklega á landsbyggðinni.

ÞjónustudeildFormaður deildarinnar, Valdimar Gunnarsson, fluttiskýrslu stjórnar þar sem kom m.a fram að haldnir voruþrír stjórnarfundir frá síðasta aðalfundi deildarinnar. Umþað bil 660 félagar eru í Þjónustudeildinni og sagðiValdimar að þjónustugeirinn væri erfiður af ýmsumástæðum. Til dæmis vegna þess að þar viðgengst heil-mikill verktakabransi og einnig vegna þess að fólkstoppar oft mjög stuttan tíma á vinnustaðnum, þar semvinnan er oft á kvöldin og um helgar þegar fólk vill veraheima með fjölskyldunni. „Þannig má segja að ungt fólkveljist frekast í þessa vinnu áður en það stofnar heimiliog fjölskyldu. Þetta unga fólk er ekki farið að læra ávinnumarkaðinn og finnst það oft ekki skipta svo miklumáli,“ sagði Valdimar.

StjórnarkjörStjórn deildarinnar er óbreytt frá fyrra ári með þeirri einuundantekningu að Snorri Kristjánsson kom inn semvaramaður í stað Elínar Skarphéðinsdóttur.

Þorsteinn Pétursson lögreglumaður og Valur Magnús-son rannsóknarlögreglumaður fjölluðu um fíkniefna-vandann. Erindi þeirra var mjög fróðlegt og var almenn

Haukur Þorsteinssonhjá Vinnueftirliti ríkisinsflutti erindi um einelti á

aðalfundi Opinberudeildarinnar og lagðimikla áherslu á hvemiklum skaða einelti

getur valdið.

18

Aðalfundir deilda Einingar-Iðju

Mjög góður rómurvar gerður að erindi

Ólafs Darra, hag-fræðings ASÍ,

sem hann flutti áaðalfundi Matvæla-

deildar.

Page 19: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

ánægja með það.Fram kom að fíkni-efnaneysla er sístminni á Eyjafjarðar-svæðinu en á öðrumstöðum á landinu ogað það dragi ekki úrhenni. Einnig komfram í máli þeirra aðyngri krakkar væruað leiðast út í neyslu.Þeir töluðu um aðnauðsynlegt væri aðstarfsfólk á veitinga-húsum fengi meirifræðslu um þessi málog rætt var um að

það þyrfti að koma slíku í gang. Að erindi loknu urðumiklar og líflegar umræður um þessi mál á meðal fund-argesta.

IðnaðardeildEyþór Karlsson, formaður Iðnaðardeildarinnar, fluttiskýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár þar sem m.a. komfram að þrír stjórnarfundir voru haldnir frá síðasta aðal-fundi Iðnaðardeildarinnar. 575 félagar eru í Iðnaðar-deildinni og sagði Eyþór að deildin mætti muna sinn fíf-il fegri. „Það eru auðvitað fleiri en ein skýring á því, ensú veigamesta er að hluti af okkar fólki er nú í öðrumdeildum félagsins, svo sem í Matvæladeildinni. Hún fékkallt okkar fólk í Norðlenska, Norðurmjólk og Vífilfelli.Önnur aðalástæðan er að eins og allir muna hefur ekkiorðið nein smá fækkun á fólki í „verksmiðjunum“ á Gler-áreyrum,“ sagði Eyþór.

StjórnarkjörTveir stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér í stjórn fyrirnæsta ár. Það voru Mónika Steingrímsdóttir, og varhenni þakkað fyrir vel unnið starf í þágu deildarinnar, og

svo var Þórhildur Sigurjónsdóttirað hætta á starfsvettvangi deildar-innar og gaf því ekki kost á séráfram. Hún hefur verið í deildar-stjórninni alveg frá upphafi ognotaði Eyþór tækifærið og þakk-aði henni alveg sérstaklega fyrirhennar störf í þágu deildarinnarog félagsins í heild og færðihenni fallegan blómvönd. Í staðþeirra komu Friðrik Þór Valssonog Björn Jónsson inn í stjórnina.

Magnús Þór Ásgeirsson, fram-kvæmdastjóri Atvinnuþróunarfé-lags Eyjafjarðar, fór yfir stöðumála varðandi stóriðju á Norður-landi. Fram kom að horfur áálmarkaði væru góðar og þaðværi mikill áhugi hjá álfyrirtækj-um að koma og reisa álver, þetta

væri alvöru áhugi ekki sýndarmennska. Hann fór yfirkosti hinna ýmsu staða á Norðurlandi og ræddi sérstak-lega um lóðina á Dysnesi. Hann fór einnig yfir stöðumála varðandi álþynnuverksmiðjuna, þar sem slagurinnstendur um hvort verður reist í Kanada eða á Akureyri.Það mun ráðast nú í vor. Ef af verður gæti verksmiðjanverið komin í gagnið eftir rúmt ár og gæti skapað allt að100 manns atvinnu.

Mjög fjörugar umræður urðu um erindið og vorufundarmenn sammála um að það væri ekkert vit í því aðef álver kæmi á Norðurlandi, sem góðar líkur eru á, aðþað kæmi annars staðar en við Eyjafjörð. Deilur um aðrastaði en Eyjafjörð væri einungis til að skemma fyrir þvíað það kæmi. Fjöldinn væri hér og þjónustan.

Tækja,- flutninga- og byggingadeildÞorsteinn J. Haraldsson, formaður deildarinnar, fluttiskýrslu stjórnarinnar fyrir síðasta starfsár, þar sem m.a.kom fram að um það bil 550 félagar væru í deildinni ogað þrír stjórnarfundir voru haldnir frá síðasta aðalfundideildarinnar.

Kjarasamningar voru undirritaðir fyrir síðasta aðal-fund. Ýmsir sérkjara- og vinnustaðasamningar vorugerðir á vinnustöðum innan deildarinnar eftir samning-ana. Frekar dauft var yfir mönnum til fundahalds eftir þá,þó má geta þess að haldinn var svokallaður „öðruvísifundur“ þann 5. nóvember. Fjallaði hann um samskipti ívíðum skilningi og í framhaldi af því var farið í kynnis-ferð í Víking-brugg. Mjög góð mæting var á þennanfund. Ýmis mál hafa þó verið til umfjöllunar á stjórnar-fundunum, svo sem þungaskattsmál, tryggingamál, stór-iðjuframkvæmdir og fleira.

StjórnarkjörAllir nema einn gáfu kost á sér til setu í stjórn fyrir næstastarfsár. Haraldur Ævarsson tilheyrir nú Þjónustudeild-inni og því tók Einir V. Björnsson, SBA Norðurleið, sætihans sem varamaður.

Hilmir Helgason benti á að nýkjörin stjórn deildarinn-ar væri full einlit og þyrfti að fá stjórnarmenn frá fleirigreinum og fyrirtækjum. Þorsteinn svaraði aðþað hefði ekki gengið of vel að fá menn til aðgefa kost á sér í stjórn en hann sagðist skoðamálið fyrir næsta aðalfund.

Andri Teitsson kaupfélagsstjóri og Birgir Guð-mundsson, umdæmisstjóri vegagerðarinnar,fluttu mjög fróðleg erindi um möguleikana semeru í stöðunni að stytta leiðina á milli Akureyrarog Reykjavíkur. Fram kom að veðurathuganireru hafnar á hálendinu þar sem menn eru aðathuga vegastæðið um Stórasand. Fram komað allar hugmyndir um veg sem kæmi nálægt Þingvöll-um yrðu mjög erfiðar í framkvæmd vegna þess að Þing-vellir eru á náttúruminjaskrá. Miklar umræður urðu umerindin og svöruðu þeir fjölda fyrirspurna frá fundar-mönnum meðal annars um göngin gegnum Vaðlaheiðiog fleira.

19

Þorsteinn Pétursson lögreglu-maður og Valur Magnússon

rannsóknarlögreglumaður fluttuerindi um fíkniefnavandann á

aðalfundi Þjónustudeildar.

Magnús ÞórÁsgeirsson, fram-

kvæmdastjóri Atvinnuþróunar-

félags Eyjafjarðar,fór yfir stöðu málavarðandi stóriðju á Norðurlandi á

aðalfundi Iðnaðar-deildar.

Birgir Guðmundssonog Andri Teitsson fluttu

fróðleg erindi ummöguleikana sem eru ístöðunni að stytta leið-ina á milli Akureyrar

og Reykjavíkur á aðal-fundi Tækja,- flutninga-

og byggingadeildar.

Page 20: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Jón Helgason er í viðtali Einingar-Iðju blaðsins aðþessu sinni og hefur frá mörgu að segja. Jón starfaðilengi á skrifstofu Einingar og sat einnig sem formað-ur félagsins í 12 ár. Hann er ættaður að vestan, nán-ar tiltekið frá Unastað á Snæfjallaströnd, en kom tilAkureyrar um tvítugt er hann réð sig á bát er gerð-ur var út frá Akureyri og eins og Jón segir sjálfur þá„ánetjaðist“ hann Norðurlandi og hefur búið á Akur-eyri upp frá því.

Á þeim árum er Jón sat sem formaður Einingar gekkoft mikið á, til dæmis áttu sér stað mikil sameiningverkalýðsfélaga á svæðinu og félagið tók þátt í bygginguAlþýðuhússins þar sem Eining-Iðja er nú til húsa.

„Í raun má segja að ég hafi ánetjast Norðurlandi þeg-ar ég var um tvítugt,“ segir Jón. „Á þessum tíma var égstaddur á Ísafirði í atvinnuleit. Ég frétti að það vantaðivélstjóra á bátinn Gylfa frá Rauðuvík sem gerður var útfrá Akureyri, en hann var við síldveiðar í Ísafjarðardjúpiog á leið á síldveiðar í Hvalfirði, og réð mig á hann. Áhonum var ég einn vetur á síldveiðum í Hvalfirði en sum-arið eftir var ég á bát frá Grindavík. Taugin norður varalltaf sterk og því réð ég mig aftur á Gylfa frá Rauðuvíkog hef svo að segja átt heimili á Akureyri upp frá því.“

Sjómaður í verkalýðsbaráttuAðspurður um það hvernig sjómaðurinn hefði lent íverkalýðsbaráttunni þá segir Jón að fljótlega eftir aðhann kom norður hafi hann orðið varaformaður Sjó-mannafélags Eyjafjarðar. „Ég gegndi þessu embætti til1974, þegar ég fór í framboð sem formannsefni Eining-ar á móti Jóni Ásgeirssyni og hafði betur. Áður en ég fórí þann slag hafði ég starfað á skrifstofu verkalýðsfélag-anna í tíu ár.“

Jón segir að hann hafi aldrei ætlað sér að verða starfs-maður verkalýðsfélaganna á sínum tíma, en hlutirnir hafinú bara æxlast á þann veg sem raunin varð. „Svoleiðisvar, að þegar ég var búinn að vera nær samfellt í 16 ártil sjós, stofnaði ég ásamt fjórum félögum mínum út-gerðarfélag um 28 tonna bát sem bar nafnið Orri. Égvar með hann í tvö ár, en svo slitnaði upp úr samstarf-inu. Eftir þetta fór ég að vinna á sláturhúsinu og eittkvöldið, rétt fyrir miðnætti um miðjan október 1964,fékk ég hringingu frá Birni Jónssyni, formanni Einingar,sem sagðist verða að tala við mig. Ég var lagstur til hvíluog ætlaði að tala við hann morguninn eftir, en hannsagði að erindi mætti ekki bíða og að hann þyrfti aðkoma strax og tala við mig, sem og hann gerði. Erindiðvar það að hann og Tryggvi Helgason, formaður Sjó-mannafélags Akureyrar voru að koma af fundi þar semverið var að ræða um skrifstofu verkalýðsfélaganna semvar búin að vera án starfsmanns í lengri tíma. Tryggvihafði sagt honum að ég væri maðurinn sem gæti tekiðvið skrifstofunni, en ég hafði nú litla trú á því vegna þessað ég hafði ekkert verið í bókhaldi eða öðru slíku. Ég varekki tilbúinn að svara þessu á stundinni en Björn varákafur maður og sat yfir mér langt fram á nótt, en éggaf honum ekki jákvætt svar fyrr en daginn eftir.“

Ekkert til nema ein reiknivélÁ þessum árum var skrifstofa verkalýðsfélaganna rekinaf Sjómannafélaginu, Einingu, Alþýðusambandi Norður-lands og fulltrúaráði verkalýðsfélaganna. Jón segir að að-koman að skrifstofunni hafi ekki verið glæsileg. „Það var

20

Gefandi starf en tók oft mikinntíma frá fjölskyldunni

Jón Helgason, f.v. formaður Einingar.

Jón í ræðustól í Alþýðuhúsinu á einni af fjölmörgum fjöl-mennum ráðstefnum sem haldnar voru í fundarsalnum á

fjórðu hæð hússins.

Page 21: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

ekkert til, nema ein reiknivél. Ég þurfti að fá lánaða vélfrá Vinnumiðluninni þegar ég var að reikna út kaupið,því við gáfum alltaf út launatöflur. Sú vél var handsnúin,“segir Jón.

„Aðkoman var nú ekki glæsileg. Það hafði ekki veriðfært bókhald í langan tíma, því enginn starfsmaður hafðiverið starfandi á skrifstofunni lengi vel. Félagsgjöldhöfðu sömuleiðis lítið verið innheimt og það litla semhafði verið innheimt var ekki fært inn í spjaldskrána.Skrifstofan hafði verið rekin af sjóðum félaganna, aðal-lega Sjómannafélaginu. En mér tókst á tímanum fram tiláramóta að koma þessu á réttan kjöl og skila félagssjóðimeð rúmlega 20.000 króna hagnaði og eins sjóðumannarra félaga.

Þegar lífeyrissjóðurinn kom til sögunnar um 1970 þátók skrifstofa verkalýðsfélaganna að sér að innheimtafyrir hann. Þarna var um að ræða algjöra byltingu vegnaþess að við breyttum allri innheimtunni og fórum út íprósentugjöld af félagsgjöldunum. Áður voru þau baraföst krónutala og kostaði miklu meira vinnu. Þetta var líkabylting hvað fjáröflun varðar vegna þess að útreikningursá sem hafði verið notaður til að reikna út gjöld til sjúkra-og orlofssjóðs var ekki í samræmi við raunveruleikann.Eftir þetta fóru önnur félög að taka upp þetta form og viðvorum brautryðjendur, að minnsta kosti á Akureyri, aðtaka upp prósentugjöld af launum í félagssjóð.

Fyrst um sinn var ég einn starfandi á skrifstofunni ensíðar kom Jón Thoroddsen þarna inn með mér í hálftstarf. Okkur tókst að koma reglu á þá hluti sem lengihöfðu ekki verið í lagi, fjárhagurinn batnaði ár frá ári ogstarfsmönnum fjölgaði. Allt saman alveg úrvalsfólk.“

Formannsslagur„Það var svo árið 1974 sem skorað var á mig til að bjóðamig fram sem formann Einingar. Ég var nú efins um þaðþví þá þurfti ég að breyta um félag, en á þessum tímavar ég enn varaformaður Sjómannafélags Eyjafjarðar. Áendanum lét ég til leiðast, skipti um félag og skellti mérí slaginn og svo fór að ég bar sigurorð af Jóni Ásgeirs-syni, sitjandi formanni.

Stóra verkefnið hjá mér, svona fyrstu árin, var þegarvið fórum í uppbyggingu orlofshúsanna, en ´66 og ´67var kominn grundvöllur til að gera eitthvað. Í kringumþetta verkefni var unnin mikil vinna, aðallega sjálfboða-vinna. Fjárhagur félaganna sem stóðu að þessu var núekki beysinn og því var mikið afrek að koma þessu upp.Fyrstu orlofshúsin risu á Illugastöðum, í fyrsta áfangavoru byggð tíu hús og átti Eining þrjú þeirra.“

Mikil sameining„Það var ekki síður fjör í kringum það þegar við yfirtók-um félögin sem voru á Dalvík og Hrísey og svo seinnaá Ólafsfirði, þar sem má segja að allt hafi verið í rúst. ÍÓlafsfirði voru starfandi tvö félög og frá upphafi hafðialdrei verið innheimt í sjúkrasjóð. Menn sögðu við migað það yrði aldrei hægt að innheimta þetta og að ekkiværi hægt að eiga við þessa menn í Ólafsfirði, en reynd-

in varð nú önnur og þar kynntist ég mörgu góðu fólki.Auðvitað fór töluverð vinna í þessa innheimtu, á fjórðaár aftur í tímann, en þetta gekk allt að lokum.

Félagið á Grenivík sameinaðist svo Einingu og ég hefalltaf sagt að eftir að okkur tókst að sameina öll þessi fé-lög þá hafi Eining verið orðin sterk heild sem gat gertstóra hluti. Ég beitti mér til dæmis fyrir því, eftir að félag-ið á Dalvík kom inn í Einingu, að taka þátt í uppbygg-ingu Stjórnsýsluhússins á Dalvík. Við áttum ein 13% í þvíog mér var sagt að bygging þess hefði ekki hafist ef Ein-ing hefði ekki tekið þátt í verkefninu. Þannig að óhætt erað segja að félagið hafi komið að ýmsum málum á þess-um árum.“

Alþýðuhúsið„Ég var lengi búinn að beita mér fyrir því að verkalýðs-félögin myndu sameinast um að byggja húsnæði undirrekstur sinn. Við vorum meira að segja búin að sækjaum leyfi til bæjarins um að byggja nýtt hús vestan viðgamla verkalýðshúsið, en það leyfi fékkst ekki. Það varsvo árið 1982 sem tekin var ákvörðun um að verkalýðs-félögin og Alþýðubankinn myndu standa sameiginlega

21

Skipagata 14 eins og hún leit út árið 1983, áður en framkvæmdir við Alþýðuhúsiðhófust. - Mynd: Minjasafnið á Akureyri/Dagur. GEJ.

Jón þurfti að taka á alls kyns málum sem formaður. Hér eru Jón og krakkar úrvinnuskóla Akureyrar á skrifstofu hans að funda árið 1984, en krakkarnir fóru í verk-fall vegna þess að þeir vildu fá útborgað fyrir verslunarmannahelgi. Frá Jóni var svo

stormað á fund bæjaryfirvalda. - Mynd: Minjasafnið á Akureyri/Dagur. KGA.

Page 22: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

að byggingu stórhýsis að Skipagötu 14, þar sem banka-starfsemi yrði á jarðhæðinni en á hæðunum þar fyrir ofanátti að vera félagsheimili og skrifstofur verkalýðsfélag-anna. Ég, sem formaður Einingar, tók svo að mér að veraformaður framkvæmdanefndar á byggingartímanum.“

Í ágripi af sögu Einingar-Iðju og annarra verkalýðsfé-laga á Akureyri og við Eyjafjörð sem Þorsteinn Jónatans-son hefur tekið saman segir m.a: „Næst á eftir Alþýðu-bankanum var Eining stærsti eigandi að húsinu, og for-maður félagsins, Jón Helgason, var formaður fram-kvæmdanefndar á byggingartímanum auk þess sem hannátti sæti í samstarfsnefnd eigenda og átti manna mestanþátt í því að svo myndarleg bygging félaganna reis, ensamastaður og miðstöð fyrir starfsemi þeirra var nauðsyn.“

Þátttaka félagsmannaJón nefnir að oft sé verið að tala um að þátttaka félags-manna í hinum ýmsu þáttum verkalýðsfélaga sé alltaf aðminnka og vill hann kenna tækninni um það. „Eftir aðtölvurnar komu þá urðu mannleg samskipti mun minnien áður. Nú senda menn tölvupóst og hringja í staðþessa að fara á staðinn, sem er reyndar fullkomlega eðli-legt. Fyrstu árin mín sem formaður var ég stöðugt út ávinnustöðunum, til dæmis að fylgjast með bónuskerfinueftir að það var tekið upp, fylgjast með einstökum vinnu-stöðum, hvort kaupið væri rétt fært og allt eftir því.

Eftir sameiningarnar, sem áður var minnst á, þurfti égað fara margar ferðirnar til Dalvíkur og Ólafsfjarðar, enþá var ekki hægt að skreppa þangað eins og gert er ídag. Í Ólafsfirði þurfti ég til dæmis stundum að stoppa ítvo til þrjá daga í einu til að hafa þau samskipti sem égtaldi þurfa á meðan verið var að koma þessu á réttankjöl.“

Á ferð og flugi„Það sem gerði útslagið með það að ég hætti sem for-maður Einingar var það að starf mitt hjá lífeyrissjóðnumvar orðið svo mikið. Ég hafði verið með hann alveg fráupphafi, fyrst sá skrifstofa Einingar um hann en síðar varég ráðinn framkvæmdastjóri hans.

Þetta var skemmtilegur tími og mikið að gera og segjamá að maður hafi vanrækt fjölskyldu sína mikið á þessutímabili. Ég var kosinn í miðstjórn Alþýðusambandsinsog Verkamannasambandsins á meðan ég var formaðurþannig að ferðirnar til Reykjavíkur urðu margar.Snjólaug Þorsteinsdóttir, konan mín, hélt dagbók á þess-um tíma og sagði mér að eitt árið hefði ég farið 56 ferð-ir suður. Það er frekar mikið, en það var á því tímabilisem ég sat líka í húsnæðisnefndinni. Það var ekki alltafhægt að nota ferðina til að fara á marga fundi. Konansagði við mig að þetta hefði verið ennþá verra en þegarég var á sjónum vegna þess að þá var ég að minnsta kostistundum heima á milli túra.

Eftirá sér maður nú samt ekki eftir þessu tímabili,vegna þess að ég eignaðist marga vini og kunningja ogég fékk mikið út úr því að standa í þessari baráttu. Enbaráttan er eilíf og má aldrei bresta, síst af öllu þegarsamofinn auður og völd safnast sífellt á færri hendur.“

Sestur í helgan stein„Það var auðvitað viðbrigði þegar ég lét alfarið af störf-um, skildi við vinnuna eins og ég hef stundum sagt, enég hef haft nóg fyrir stafni. Áður en ég hætti vorum viðhjónin búin að kaupa okkur sumarhús í landi Skóga íFnjóskadal, og þar erum við á fullu á hverju sumri.

Ég var svo djarfur að ég tók stórt land í fóstur til aðrækta upp en á móts við bústaðinn var bara melur ogeilíft sandfok. Eitthvað varð að gera og í gegnum árinhöfum við náð að græða þetta alveg upp. Svo þarf aðdytta að bústaðnum, þannig að ég hef haft meira ennóg fyrir stafni eftir að ég lét af störfum,“ segir Jón, enþau hjónin voru einmitt að fara að skella sér í bústaðinnþegar tíðindamaður Einingar-Iðju blaðsins kíkti í kaffi tilþeirra.

22

Mynd þessi er tekin í sumarbústað þeirra hjóna stuttu eftir að þau eignuðust hann.Melur sem þau eru búin að græða upp sést vel bak við bústaðinn, sem nú er búið

að byggja við og lagfæra

Strandgötu 3 • 600 Akureyri

Sími 440 2370

sjova.is

Page 23: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

23

Eining-Iðja

9

Eining-Iðja Skipagata 14

Akureyri

Björn Snæbjörnsson Eining-

Iðja “

Eining-Iðja

460 3600 ( ) [email protected]

Eining-Iðja

(Aðalfundur Einingar-Iðju) 6 Eining-Iðja

27 Akureyri

Björn Snæbjörnsson

2004

43

19 43,7%

Ólafsvík

12

5.471

4.925

123 28 95

1 30

1 2005

21.800

3 /

13

6

(Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs) 2000

10

1.083 36,5

22%

100 %

4.243

4.777 103.500

4.892

106.000

1

(Átt þú rétt á orlofsuppbót)

( 1

30 )

(Samningar við Samtök atvinnulífsins)

( 1

30 )

15

1 2005

21.800

48

12

(Samningur við Samninganefnd ríkisins)

1

30

833,33

(Samningur við Launanefnd sveitarfélaga)

30

10.400

Page 24: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Currently, a campaign is under way against wagedumping in violation of collective agreements andillegal employment practices, with regard to bothIcelandic and foreign employees. The objective is todefend the employment terms and rights of all wor-kers on the labour market. The campaign takes theform of multiple measures, e.g. the publication of in-formation material in nine languages intended forworkers from abroad. The materials can be obtainedin the Eining- Iðja office, at 14 Skipagata, Akureyriand union members are urged to make use of thisopportunity to familiarise themselves with the cam-paign.

"Wage dumping and illegal employment practicescause losses to everyone. The campaign is directed aga-inst companies that abuse workers from abroad. It doesnot target employees from other countries who havecome to work in Iceland in good faith", says Björn Snæ-björnsson, president of Eining-Iðja Union.

Eining- Iðja urges all those who believe they have in-formation on employees who practise wage dumping orillegal activities with regard to workers from abroad topass such information to Eining-Iðja, tel. 460 3600 orsend email to the address [email protected]

As a matter of course, all such information, whetherpresented by telephone or email, will be treated in thestrictest confidence.

The General Meeting of Eining-IðjaThe sixth General Meeting of Eining-Iðja was held in Ak-ureyri 27 April. A large number of union membersattended the meeting where the president of the Eining-Iðja, Björn Snæbjörnsson indicated that there had beendramatic changes for the better in the operation of theunion with the best economic performance in the historyof Eining-Iðja so far. Profits from regular operations werejust under 43 million krónur in 2004 compared to justover 19 million krónur in the previous year. Furthermore,43,7% of union members received payments fromunion funds of one kind or another which must be reg-arded as excellent performance.

The union's board of directors and council of shopstewards were chosen without election since only one listof candidates was submitted. There were changes in theunion's board of directors, however, due to change ofchairman in the board of Ólafsvík Area Council duringthe year. Pages 28 and 29 contain lists of the union'scommittees and its board of directors for the comingoperational year.

The number of full members of Eining-Iðja grew by123 during the past year of operation and they are now4,925. The total membership is 5,471, an increase of 28.

The number of associate members, however, was red-uced by 95 and these are now 546 in all.

Changes in the regulations of the sickness fund.The sickness fund was operated at a profit of over 10million krónur last year which is a significant turnaroundfrom 2002 when the fund was operated at a loss ofseven and a half million krónur.

A total of 1,083 union members received compensa-tion and grants from the sickness fund last year, amount-ing to more than 36,5 million krónur. This means thatabout 22% of members have received payment of onekind or another from the union's sickness fund.

At the meeting, changes to the sickness fund wereagreed upon, for example daily rates, based on 100%employment, were increased from 4,243 krónur per dayto 4,777 krónur and monthly pay was raised to 103,000krónur. These changes took effect from and including 1May this year. At the end of the year, minimum pay isgoing to increase to 106,000 krónur, or 4,892 krónurper day. This is among the best rates currently found wit-hin the Federation of General and Special Workers.

Are you entitled to a holiday bonus?Eining-Iðja wishes to remind members of their right toreceive a so-called holiday bonus. According to terms ofemployment, employees who have earned full right toholiday allowance by working for the same employerduring the past holiday allowance period (1 May to 30April) and were in employment during the last week ofApril or the first week of May shall receive a speciallump-sum payment, a so-called holiday bonus. Attentionis also drawn to the fact that the amount of the holidaybonus varies from one employment contract to another.

Agreements with the SA-Confederation of IcelandicEmployersEmployees who have earned full right to holiday all-owance by working for the same employer during thepast holiday allowance period (1 May to 30 April) andare in employment during the last week of April or thefirst week of May shall at the beginning of their holidayperiod, or not later than 15 August, receive a speciallump-sum payment, a holiday bonus, 21,800 krónur dur-ing the holiday allowance period which begins 1 May2005, based on full employment, or proportionally onthe basis of employment ratio and period of work. Fullemployment in this regard is defined as 45 workedweeks or more, apart from holiday period.

In the event that an employee terminates employmentdue to age, or after uninterrupted employment of 12weeks during the holiday allowance period, the said

24

To Eining-Iðja Union Members

Page 25: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

employee shall, upon termination of employmentreceive a holiday bonus with regard to the period ear-ned, based on employment ratio and period of work.The same applies in the event that a worker is absentfrom work due to illness after the employer's sick payobligation has expired or due to a paternal/maternal all-owance period. Holiday allowance is not added to theamount of holiday bonus.

Contract with the State Labour Relations CommissionOn 1 June each year, an employee who is in employ-ment the previous 30 April shall receive a special lump-sum payment, a holiday bonus based on full employ-ment during the past holiday allowance period. The pay-ment shall be proportional to employment ratio and per-iod of work. The holiday bonus is 21,800 krónur during2005, on the basis of full employment.

In the event that an employee has terminated employ-ment during the holiday allowance period due to age orafter a period of at least 3 months/13 weeks of uninterr-upted employment, the said employee shall receive aholiday bonus proportional to period of work and ratioof employment. The same applies in the event that anemployee was absent from work due to illness after thesick pay obligation of the establishment had expired or

due to maternal/paternal allowance of up to six months.The holiday bonus is a fixed amount and does notchange in step with other provisions of the contract. Holi-day allowance is not added to the amount of holidaybonus. Holiday bonus in cleaning operations paid on thebasis of area calculation is determined with regard to thenumber of square metres paid for during the period 1June to 30 April, in such a way that 833,33 squaremetres per month are defined as full employment andfewer square metres are calculated proportionally.

Contract with the Regional Wages and SalariesCommission

At midnight Sunday 29 May inst., a new employmentcontract was signed between the SA-Confederation ofIcelandic Employers and the Regional Wages and Sal-aries Commission. The new contract is valid from 1 May2005 until 30 November 2008. Currently a mail vote isongoing and Iðja-Eining Union encourages all its mem-bers to make use of their right to vote on this contract;when the voting is over it will become clear whether thecontract has been accepted or not. If union membersagree to the contract it means that the holiday bonus willincrease more than twofold to kr. 21,800 whereas lastyear the amount was kr. 10,400.

25

Félagsmenn Einingar-Iðju sem eru að fara að leggja leið sína á höfuð-borgarsvæðið og ætla sér að aka í gegnum Hvalfjarðargöngin eru hérenn og aftur minntir á, að þeir geta sparað sér dágóðar upphæðirmeð því að koma við á skrifstofu félagsins áður en farið er af stað.

Á skrifstofunni eru til sölu miðar í Hvalfjarðargöngin á lægra verðien greiða þarf þegar borgað er við göngin. Óhætt er að segja að mál-tækið „safnast þegar saman kemur“ eigi svo sannarlega við hér, því áárinu 2004 keyptu félagsmenn um 5.000 miða á skrifstofunni ogspöruðu sér þannig samtals um eina og hálfa milljón króna.

Nú er enn meiri ástæða til að kaupa miða hjá Einingu-Iðju, því þeireru orðnir 100 krónum ódýrari en áður. Sá sem kaupir miða í göng-in hjá Einingu-Iðju sparar nú 400 krónur á hverri ferð, því hægt er aðkaupa miða á skrifstofunni á 600 krónur í stað þess að borga 1.000krónur við sjálf göngin. Hægt er að spara 800 krónur ef farið er framog tilbaka og því hvetur Eining-Iðja félagsmenn sína til að nýta sérþessa einföldu sparnaðarleið, sem er sannkölluð kjarabót.

Enn meiri afsláttur íHvalfjarðargöngin

Page 26: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Þann 2. maí sl. hleypti Alþýðusamband Íslands,ásamt aðildarsamtökum sínum, af stokkunum átakigegn félagslegum undirboðum og ólöglegri atvinnu-starfsemi, með erlendu jafnt og innlendu vinnafli.Markmiðið er að verja kjör og réttindi á vinnumark-aði fyrir allt launafólk.

Átakið byggir á fjölþættum aðgerðum, m.a. útgáfuupplýsingaefnis fyrir útlendinga á níu tungumálum, út-gáfu fræðsluefnis fyrir atvinnurekendur, auk þess semgefið hefur verið út upplýsingarit fyrir atvinnurekendur.Einnig er búið að setja upp sérstakt svæði á vef ASÍ helg-að þessu átaki (www.asi.is)

Eining-Iðja hvetur alla sem telja sig hafa upplýsingarum atvinnurekendur sem stunda undirboð eða ólöglega

starfsemi með erlendu verkafólki að koma þeim á fram-færi við starfsmenn átaksins í síma 53 55 629 eða 5355 630. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið[email protected].

Þá er líka hægt að hafa samband við Einingu-Iðju ísíma 460 3600 eða senda tölvupóst á netfangið[email protected]. Að sjálfsögðu er fullum trúnaði heitið viðhvern þann sem hringir inn eða sendir tölvupóst meðslíkar upplýsingar. „Nú þegar er búið að taka aðila hér áAkureyri og eins út með firði vegna þessa og því verð-um við að hafa varann á,“ segir Björn Snæbjörnsson, for-maður Einingar-Iðju.

Kynningarfundur á átakinu Einn réttur - ekkert svindlEining-Iðja stóð fyrir kynningarfundi á átakinu Einn rétt-ur - ekkert svindl, þriðjudagskvöldið 24. maí sl. í funda-salnum á 4. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Fundurinnsjálfur tókst mjög vel, það eina sem vantaði voru fleirifundargestir og það þrátt fyrir að Eining-Iðja hefði boð-ið félagsmönnum úr fjórum öðrum félögum á svæðinuað sitja fundinn.

Á fundinum var dreift bæklingum sem búið er aðgefa út á níu tungumálum til að upplýsa erlent verkafólkum réttindi sín og þeir Halldór Grönvold, aðstoðarfram-kvæmdastjóri ASÍ, og Sigurður Magnússon, starfsmaðurátaksins, sögðu frá átakinu og öllu því tengdu.

26

Einn réttur - ekkert svindl!

Eining-Iðja bauð félagsmönnum úr fjórum öðrum félögum á svæðinu að sitjafundinn.

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, fór mjög vel yfir ýmsa þætti ervarða undirboð á íslenskum vinnumarkaði og ólöglega atvinnustarfsemi sem byggir

á notkun á erlendu vinnuafli.

Sigurður Magnússon, starfsmaður átaksins, sagði m.a.frá vinnu sem unnin hefur verið við átakið.

Page 27: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,
Page 28: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Stjórn Einingar-IðjuFormaður: Björn SnæbjörnssonVaraformaður: Matthildur SigurjónsdóttirRitari: Halldóra H. HöskuldsdóttirIðnaðardeild: Eyþór KarlssonMatvæladeild: Anna JúlíusdóttirOpinbera deild: Sigríður K. BjarkadóttirTækja-, flutninga- og byggingadeild:

Þorsteinn J. HaraldssonÞjónustudeild: Valdimar GunnarssonSvæðisráð Dalvík: Guðrún SkarphéðinsdóttirSvæðisráð Grenivík: Marzibil E. KristjánsdóttirSvæðisráð Hrísey: Elísabet JóhannsdóttirSvæðisráð Ólafsfirði: Hafdís Kristjánsdóttir

Svæðisráð í DalvíkurbyggðFormaður: Guðrún SkarphéðinsdóttirVaraformaður: Ingigerður JónsdóttirRitari: Hafdís HafliðadóttirVarastjórn: Jón Arnar Helgason

Stefán Hólm Þorsteinsson

Svæðisráð í ÓlafsfirðiFormaður: Hafdís KristjánsdóttirVaraformaður: Sæbjörg ÁgústsdóttirRitari: Kristín Anna GunnólfsdóttirVarastjórn: Ágúst Sigurlaugsson

Svanborg Jóhannsdóttir

Svæðisráð í HríseyFormaður: Elísabet JóhannsdóttirVaraformaður: Helena HilmarsdóttirRitari: Matthildur Eva AntonsdóttirVarastjórn: Steinar Kjartansson

Baldur Sigþórsson

Svæðisráð GrýtubakkahreppiFormaður: Marzibil E. KristjánsdóttirVaraformaður: Þórey AðalsteinsdóttirRitari: Gunnhildur GarðarsdóttirVarastjórn: Guðbjörg Herbertsdóttir

Anita Lind Björnsdóttir

Stjórn iðnaðardeildarFormaður: Eyþór KarlssonVaraformaður: Jón Kristinn ArngrímssonRitari: Sigrún Ásdís JónsdóttirMeðstjórnendur: Áslaug Kristjánsdóttir

Valborg AðalgeirsdóttirVaramenn: Garðar Vésteinsson

Friðrik Þór ValssonBjörn Jónsson

Stjórn matvæladeildarFormaður: Anna Júlíusdóttir

Varaformaður: Margrét H. MarvinsdóttirRitari: Magnús BjörnssonMeðstjórnendur: Stefán Aðalsteinsson

Egill RagnarssonVaramenn: Geir Óskarsson

Birna HarðardóttirSigríður Jósepsdóttir

Stjórn opinberu deildarFormaður: Sigríður K. BjarkadóttirVaraformaður: Guðmundur KarlssonRitari: Svanhildur SigtryggsdóttirMeðstjórnendur: Ásrún Ásgeirsdóttir

Marzibil E. KristjánsdóttirVaramenn: Erla Hrund Friðfinnsdóttir

Geir GuðmundssonLaufey Kristjánsdóttir

Stjórn tækja-, flutninga- og byggingadeildarFormaður: Þorsteinn J. HaraldssonVaraformaður: Guðmundur BjörnssonRitari: Sigurður S. IngólfssonMeðstjórnendur: Brynjólfur Magnússon

Ingvar KristjánssonVaramenn: Einir V. Björnsson

Reynir HelgasonTryggvi Kristjánsson

Stjórn þjónustudeildarFormaður: Valdimar GunnarssonVaraformaður: Jakob TryggvasonRitari: Aðalbjörg SigvaldadóttirMeðstjórnendur: Júlíana G. Kristjánsdóttir

Halldóra H. HöskuldsdóttirVaramenn: Sigurður Þ. Karlsson

Erna FriðriksdóttirSnorri Kristjánsson

Fulltrúar í stjórn TjarnagerðisAðalmenn: Guðmundur Björnsson

Ingvar KristjánssonSigurður Randversson

Varamenn: Geir GuðmundssonSigurður Sv. Ingólfsson

Stjórn sjúkrasjóðsAðalmenn: Sigrún Lárusdóttir

Aðalbjörg SigvaldadóttirGeirlaug Sigurjónsdóttir

Varamenn: Geir GuðmundssonGuðrún Helgadóttir Lára Einarsdóttir

Stjórn VinnudeilusjóðsAðalmenn: Erna Friðriksdóttir

Tryggvi KristjánssonSigurður Sv. Ingólfsson

Varamenn: Stefán BenjamínssonEgill RagnarssonSigríður Jóna Gísladóttir

Stjórn FræðslusjóðsGuðrún SkarphéðinsdóttirHafdís KristjánsdóttirMatthildur SigurjónsdóttirSteinþór LútherssonGunnar ÓlafssonSigurður KarlssonGísli ArnarssonUnnur María Hjálmarsdóttir

28

Stjórnir og nefndir starfsárið 2005-2006

Félagsmenn Einingar-Iðju fjölmenntu á kynningarfund um nýgerðan kjarasamning á milliLaunanefndar sveitarfélaga og SGS, sem haldinn var í Alþýðuhúsinu þann 2. júní sl.

Page 29: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

RitnefndErla Hrund FriðfinnsdóttirHalldóra HöskuldsdóttirKristín Anna GunnólfsdóttirAnna JúlíusdóttirValborg Aðalgeirsdóttir

FerðanefndBjörn SnæbjörnssonFanney JónsdóttirHólmfríður HelgadóttirJakob TryggvasonMargrét H. Marvinsdóttir

MæðrastyrksnefndAðalmaður: Jóna Berta JónsdóttirVaramaður: Björg Hansen

KjörstjórnAðalmenn: Sigurlaug Guðmundsdóttir

Karl GuðmundssonVaramenn: Sigurður Randversson

Steinunn Rögnvaldsdóttir

SkoðunarmennPáll VatnsdalInga Vestmann

VaraskoðunarmaðurHallfríður Árnadóttir

Trúnaðarráð(Auk eftirtalinna eru fulltrúar í stjórn félagsins, for-menn og varaformenn deilda og svæðisráðasjálfkjörnir í trúnaðarráðið)

MatvæladeildAnna M. Leósdóttir, Samherja DalvíkÁsa Ragnarsdóttir, Stíganda ÓlafsfirðiBirna Harðardóttir, NorðlenskaBrynja Júlíusdóttir, Rípli Ólafsfirði

Egill Ragnarsson, Samherja HjalteyriGeir Óskarsson, Samherja/StrýtuGuðjón Birgisson, Samherja/StrýtuGunnar Stefánsson, Brimi GrenivíkHanna Eyrún Antonsdóttir,

Íslensku sjávarfangi HríseyHeiðar Ólason, Samherja/StrýtuHrefna Þorbergsdóttir, BrimiHreinn Vignisson, Samherja DalvíkJóna Jónasdóttir, BrimiLára Einarsdóttir, NorðurmjólkMagnús Björnsson, VífilfelliRagnhildur Haraldsdóttir, Samherja DalvíkSigríður Gísladóttir, BrimiSigríður Jósepsdóttir, Samherja DalvíkStefán Aðalsteinsson, KjarnafæðiSteinþór Lúthersson, Brimi

Opinbera deildinÁslaug Kristjánsdóttir, Sambýlinu Skútagili Ásrún Ásgeirsdóttir, Hjúkrunarheimilinu HlíðBirna Jónasdóttir, Hjúkrunarheimilinu Hlíð Dóra Herbertsdóttir, Félagsstarfinu VíðilundiElísabet Skarphéðinsdóttir,

Hrafnagilsskóla EyjafjarðarsveitErla Hrund Friðfinnsdóttir,

Leikskólanum LundarseliGeir Guðmundsson, VegagerðGuðríður Þorsteinsdóttir, GlerárskólaGuðrún Jóhannsdóttir,

Dvalarheimilinu KjarnalundiHanna Dóra Ingadóttir,

Leiksk. Álfaborg Svalbarðsströnd.Hólmfríður Hreinsdóttir,

Heimaþjónustu AkureyrarInga Sigrún Ólafsdóttir,

Félagsstarfinu KjarnalundiJóhanna M. Antonsdóttir, OddeyrarskólaKarítas Jónsdóttir, Síðuskóla

Kristín Hjaltadóttir, Húsabakkaskóla SvarfaðardalKristrún Hallgrímsdóttir, AkureyriSigríður Dóra Friðjónsdóttir,

Fagrahvammi DalvíkSigurbjörg Snorradóttir, ÁrskógarskólaSigurlaug Ólafsdóttir, Leikskólanum

TröllaborgumSólveig Jónasdóttir, Félagsstarfi aldraðra Hlíð Svanhildur Sigtryggsdóttir, BrekkuskólaValgerður Davíðsdóttir, Lundarskóla

ÞjónustudeildinAðalbjörg Sigvaldadóttir, SkinnaiðnaðiErna Friðriksdóttir, VeisluþjónustunniHaraldur B. Ævarsson, ISS ÍslandJúlíana Kristjánsdóttir, ISS ÍslandKristbjörg Ingólfsdóttir, LandsbankanumKristín H. Skúladóttir, OddvitanumSigríður Aradóttir, ISS Ísland KjarnalundiSigurður Þ. Karlsson, SecuritasSnorri Kristjánsson, Greifanum

IðnaðardeildinÁsa Margrét Birgisdóttir, SkinnaiðnaðiGarðar Vésteinsson, DekkjahöllinniGísli Arnarsson, Sandblæstri og málmhúðun Gunnar Ólafsson, SkinnaiðnaðiHulda G. Jónsdóttir, ÓlafsfirðiSigrún Ásdís Jónsdóttir, SkinnaiðnaðiValborg Aðalgeirsdóttir, Glófa

Tækja-flutninga- og byggingardeildEinir Björnsson, SBA NorðurleiðGuðmundur Guðmundsson, SS. ByggiHilmir Helgason, BM ValláÓlafur Theódórsson, SBA Norðurleið Reynir Helgason, EimskipSigurður Sveinn Ingólfsson, NorðurmjólkTryggvi Kristjánsson, Suðurverki

29

Stundum verður misbrestur á því að fólk fái full-nægjandi launaseðla frá vinnuveitendum sínum ogsumir eiga jafnvel í erfiðleikum með að fá launa-seðla yfirleitt.

Að gefnu tilefni vill Eining-Iðja vekja athygli félags-manna á því að þeir eiga rétt á því að fá launaseðla þarsem fram kemur tímafjöldi, tímalaun, heildarlaun, orlof,frádráttur í lífeyrissjóð, félagsgjald, staðgreiðsla skatta ogannar frádráttur.

Einstaka sinnum kemur það líka fyrir að fólk sem ræð-

ur sig til vinnu fær ekki það sem þvíber samkvæmt lögum og kjarasamn-ingum. Reynslan sýnir að meginástæð-an fyrir slíkum brotum er oftast nærvanþekking atvinnurekenda og launa-manna á réttindum launafólks.

Hafðu endilega samband við skrif-stofu Einingar-Iðju ef þú telur aðlaunaseðillinn sé ekki fullnægjandi ogeins ef þú telur að þú fáir ekki það semþér ber!

Réttur launþega á því að fá launaseðla

Page 30: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Krossgátan

Page 31: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,
Page 32: Bls. 10 Bls. 20 Bls. 26 - Ein · starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár (1. maí til 30. apríl) og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí,

Lyklar að áhyggjulausu fríi

Kreditkort- traustar ferðatryggingar og auðveldur aðgangur að peningum hvar sem er

Greiðsluþjónusta- láttu okkur sjá um reikningana meðan þú slappar af með fjölskyldunni

Reglulegur sparnaður- núna er tíminn til að leggja grunn að næsta fríi

Netbankinn- þú getur sinnt öllum þínum bankamálum á fljótlegan og öruggan hátt um allan heim

sumar

Þegar þú kaupir gjaldeyri fyrir 20.000 kr. eða færð þér kreditkort

fylgir fallegt ferðahandklæði!Gildir meðan birgðir endast.

Hafðu það gott í sumar ...

Íslandsbanki hvetur fólk til að njóta sumarsins og hafa ekki áhyggjur af fjármálunum. Við bjóðum fjölmargar leiðir sem stuðla að þægilegu og áhyggjulausu sumarfríi.

Þú færð nánari upplýsingar hjá þjónustufulltrúum í útibúum Íslandsbanka,í þjónustuveri í síma 440 4000 og á isb.is.

... og mundu eftir handklæðinu!

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA -

28

61