blöndulína 3 (220 kv) · blöndulína 3 tillaga að matsáætlun 3 1 inngangur landsnet hf. hefur...

83
Blöndulína 3 (220 kV) Frá Blöndustöð til Akureyrar Tillaga að matsáætlun Október 2008 Landsnet 08029

Upload: others

Post on 11-May-2020

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Blöndulína 3 (220 kV) Frá Blöndustöð til Akureyrar

Tillaga að matsáætlun

Október 2008

Landsnet 08029

Október 2008

Blöndulína 3 (220 kV)

Frá Blöndustöð til Akureyrar Húnavatnshreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður,

Akrahreppur, Hörgárbyggð og Akureyrarkaupstaður

MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM

Tillaga að matsáætlun

Forsíðumynd: Mynd tekin til austurs við Giljareit á Öxnadalsheiði. Á myndinni sést byggðalínan og þjóðvegur 1. Þarna er áætlað að nýja línan verði í núverandi línustæði en færa þarf eldri línuna 40 m ofar í brekkuna.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

SAMANTEKT

Landsnet hf. hefur hafið undirbúning að lagningu 220 kV háspennulínu frá Blöndustöð til Akureyrar (Blöndulínu 3) til styrkingar flutningsleiða raforku á Norðurlandi. Verkefnið er jafnframt fyrsti áfanginn í að styrkja byggðalínuhringinn um landið, með því að byggja nýja 220 kV línu eða spennuhækka núverandi línu, þar sem því verður við komið. Byggðalínan mætir ekki lengur þeim kröfum sem gerðar eru til Landsnets varðandi rafmagnsgæði og afhendingaröryggi og frekari álagsaukning er ekki möguleg nema að mjög takmörkuðu leyti. Einnig þarfnast hún víða endurnýjunar sökum aldurs. Því er nauðsynlegt að bæta afhendingu og auka flutningsgetu til þeirra afhendingarstaða er tengjast byggðalínunni.

Gert er ráð fyrir að Blöndulína 3 liggi frá Blöndustöð í Húnavatnshreppi yfir í Sveitarfélagið Skagafjörð um Vatnsskarð sunnan Valadals og meðfram norðurhlíð Valadalshnjúks. Þaðan eru tveir valkostir til skoðunar með legu línunnar, annars vegar svokölluð Efribyggðarleið frá eyðibýlinu Kirkjuhóli og áleiðis inn að Mælifelli og þaðan yfir Tungusveit og Eggjar, yfir Héraðsvötn og inn Norðurárdal, og hins vegar í farvegi Héraðsvatna á mörkum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Þaðan liggur línan áfram inn Norðurárdal og upp á Öxnadalsheiði. Í Hörgárbyggð liggur línan af Öxnadalsheiði, niður Öxnadal og yfir Moldhaugaháls, áleiðis að núverandi tengivirki við Rangárvelli ofan Akureyrar.

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 22. tl. í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.

Í þessari tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst í stuttu máli. Kynnt er áætlun um á hvaða þætti framkvæmdarinnar og umhverfis verður lögð mest áhersla í frummatsskýrslu. Einnig er fjallað um hvaða rannsóknir fara fram á vegum framkvæmdaraðila vegna mats á umhverfisáhrifum. Að lokum er fjallað um undirbúning framkvæmdarinnar og um kynningar og samráð við umsagnar- og hagsmunaaðila við gerð tillögunnar og við gerð frummatsskýrslunnar sem unnin verður í kjölfarið.

Flutningsleið raforku á svæðinu hefur verið skilgreind í stórum dráttum og hlutaðeigandi sveitarfélögum verið kynnt þau áform. Landsnet hefur sent sveitarfélögunum formleg erindi þar sem óskað hefur verið eftir því að þau taki tillögurnar til skipulagslegrar meðferðar.

Ráðgert er að framkvæmdatími byggingar háspennulínunnar sé um 2 ár og að framkvæmdir hefjist að undirbúningsvinnu lokinni.

Kynning og samráð við gerð þessarar tillögu að matsáætlun hefur verið í samræmi við það sem lög um mat á umhverfisáhrifum kveða á um. Þannig voru drög að matsáætluninni aðgengileg á heimasíðum Landsnets og Mannvits hf. og frá 18. júlí 2008 til 8. ágúst 2008. Almenningi gafst því kostur á að kynna sér fyrirhugaðar framkvæmdir og að koma athugasemdum á framfæri við framkvæmdaraðila. Drög að tillögu að matsáætlun voru einnig send Skipulagsstofnun til yfirlestrar. Tillaga þessi að matsáætlun er einnig aðgengileg á framangreindum vefsíðum.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

1

EFNISYFIRLIT 1  INNGANGUR ................................................................................................................... 3 

1.1  TILGANGUR ..................................................................................................................... 3 1.2  MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM OG LEYFISVEITINGAR ......................................................... 3 1.3  VERKEFNISSTJÓRN .......................................................................................................... 4 1.4  TÍMAÁÆTLUN .................................................................................................................. 4 

2  LÝSING FRAMKVÆMDA OG STAÐHÆTTIR ........................................................ 5 

2.1  LÍNULEIÐIR ..................................................................................................................... 5 2.1.1  Frá Blöndustöð að Kirkjuhóli í Skagafirði ............................................................ 7 2.1.2  Kirkjuhóll - Herpistangi ......................................................................................... 7 2.1.3  Herpistangi – Öxnadalur ..................................................................................... 11 2.1.4  Öxnadalur - Moldhaugaháls ................................................................................ 11 2.1.5  Moldhaugaháls – Akureyri ................................................................................... 11 

2.2  SLÓÐIR OG VEGIR .......................................................................................................... 16 2.3  LÍNUGERÐ OG MÖSTUR .................................................................................................. 16 2.4  TENGIVIRKI ................................................................................................................... 17 2.5  EFNISÞÖRF OG EFNISFLUTNINGAR ................................................................................. 18 2.6  MANNAFLAÞÖRF OG VINNUBÚÐIR ................................................................................. 18 2.7  FRÁGANGUR Í VERKLOK ................................................................................................ 18 2.8  NÁTTÚRUVÁ .................................................................................................................. 18 2.9  AÐRIR KOSTIR ............................................................................................................... 18 

2.9.1  Aðrar línuleiðir .................................................................................................... 18 2.9.2  Jarðstrengir .......................................................................................................... 19 2.9.3  Núllkostur – Óbreytt ástand ................................................................................. 20 

3  SKIPULAGSMÁL OG FRAMKVÆMDASVÆÐI .................................................... 21 

3.1  SKIPULAG - LANDNÝTING - VERND ................................................................................ 21 3.1.1  Húnavatnshreppur ................................................................................................ 21 3.1.2  Sveitarfélagið Skagafjörður ................................................................................. 21 3.1.3  Akrahreppur ......................................................................................................... 22 3.1.4  Hörgárbyggð ........................................................................................................ 22 3.1.5  Akureyrarkaupstaður ........................................................................................... 22 3.1.6  Framkvæmdasvæði ............................................................................................... 22 3.1.7  Áhrifasvæði ........................................................................................................... 23 

4  MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM – VINSUN ............................................................ 24 

4.1  VINSUN ÁHRIFAÞÁTTA ................................................................................................... 24 4.2  HELSTU UMHVERFISÞÆTTIR .......................................................................................... 25 4.3  ÁSÝND - LANDSLAG - SJÓNRÆN ÁHRIF .......................................................................... 25 4.4  LANDNOTKUN ............................................................................................................... 25 4.5  SAMFÉLAG .................................................................................................................... 26 

4.5.1  Útivist – ferðaþjónusta ......................................................................................... 26 4.5.2  Raf- og segulsvið .................................................................................................. 26 4.5.3  Hljóðvist ............................................................................................................... 26 4.5.4  Samgöngur ........................................................................................................... 26 

4.6  JARÐFRÆÐI- OG JARÐMYNDANIR ................................................................................... 26 

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

2

4.7  LÍFRÍKI - NÁTTÚRUVERND ............................................................................................. 26 4.8  FORNMINJAR - ÖNNUR MENNINGARVERÐMÆTI .............................................................. 27 

5  GÖGN OG HEIMILDIR ............................................................................................... 28 

5.1  FYRIRLIGGJANDI GÖGN ................................................................................................. 28 5.2  VIÐBÓTAR RANNSÓKNIR ............................................................................................... 28 

5.2.1  Könnun á sjónrænum áhrifum Blöndulínu 3 og annarra mannvirkja .................. 28 5.2.2  Könnun á jarðfræði og jarðmyndunum ................................................................ 28 5.2.3  Könnun á lífríki .................................................................................................... 28 5.2.4  Könnun á fornminjum og menningaminjum ......................................................... 29 5.2.5  Ferðamennska ...................................................................................................... 29 5.2.6  Náttúruvá .............................................................................................................. 29 

6  KYNNING OG SAMRÁÐ ............................................................................................. 30 

6.1  TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN ........................................................................................... 30 6.2  FRUMMATSSKÝRSLA ..................................................................................................... 30 

7  HEIMILDIR ................................................................................................................... 32 

VIÐAUKI ................................................................................................................................ 35 

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

3

1 INNGANGUR

Landsnet hf. hefur hafið undirbúning að lagningu 220 kV háspennulínu frá Blöndu-stöð til Akureyrar (Blöndulínu 3) eins og fram kemur á mynd 2.1. Í frummats-skýrslu verður fjallað nánar um framtíðaráform varðandi flutningskerfi raforku á Norðurlandi, þar á meðal hlutverk núverandi byggðalínu.

Landsnet hf. verður framkvæmdaraðili, eigandi og rekstraraðili fyrirhugaðrar háspennulínu.

Í þessari tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst í stuttu máli. Kynnt er áætlun um á hvaða þætti framkvæmdarinnar og umhverfis verður lögð mest áhersla í frummatsskýrslu. Einnig er fjallað um hvaða rannsóknir fara fram á vegum framkvæmdaraðila vegna mats á umhverfisáhrifum. Að lokum er fjallað um undirbúning framkvæmdarinnar og um kynningar og samráð við umsagnar- og hagsmunaaðila við gerð þessarar tillögu að matsáætlun og við gerð frummatsskýrslunnar sem unnin verður í kjölfarið.

1.1 TILGANGUR

Tilgangur með lagningu 220 kV háspennulínu frá Blöndustöð til Akureyrar er að styrkja megin flutningsleiðir raforku á Norðurlandi. Verkefnið er jafnframt fyrsti áfanginn í að auka flutningsgetu byggðalínuhringsins um landið. Leiðin milli Varmahlíðar og Akureyrar er elsti hluti núverandi byggðalínu (Rangárvallalínu 1) með takmarkaða flutningsgetu og er að verða flöskuháls í flutningskerfinu. Yfirstandandi uppbygging iðnaðar í Eyjafirði kallar á að hraða byggingu línunnar.

1.2 MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM OG LEYFISVEITINGAR

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 22. tl. í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.

Sveitarfélög: Línulögnin er háð framkvæmdaleyfi sveitarfélaganna Húnavatnshrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps, Hörgárbyggðar og Akureyrarkaupstaðar samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Leyfið þarf að vera í sam-ræmi við skipulagsáætlanir og álit um mat á umhverfisáhrifum. Tengivirki eru háð byggingarleyfi sveitarfélaga.

Gerð skipulagsáætlana sveitarfélaga eða breytingar á þeim eru háðar lögum um umhverfismat áætlana.

Iðnaðarráðherra: Til byggingar háspennulína sem reknar eru á 66 kV spennu eða hærri, þarf Landsnet leyfi iðnaðarráðherra, sbr. 9. grein raforkulaga nr. 65/2003.

Heilbrigðiseftirlit: Sækja þarf um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra/eystra vegna nokkurra þátta framkvæmdarinnar, svo sem tengivirkja, vinnubúða, efnistökusvæða o.fl. Einnig eru framkvæmdirnar að nokkru leyti innan vatnsverndarsvæða og eru því háðar skilyrðum sem sett eru af heilbrigðiseftirlitum um umgengni, ástand tækjabúnaðar o.fl.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

4

Fornleifavernd ríkisins: Ekki má raska fornminjum nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins.

1.3 VERKEFNISSTJÓRN

Verkefnisstjóri með undirbúningi og mati á umhverfisáhrifum er Axel Valur Birgisson hjá Mannvit verkfræðistofu. Verkefnisstjóri fyrir hönd framkvæmdaraðila er Árni Jón Elíasson hjá Landsneti.

1.4 TÍMAÁÆTLUN

Eftirfarandi er tímaáætlun matsferlisins í grófum dráttum:

• Júlí-ágúst 2008 - Drög að tillögu að matsáætlun kynnt á Netinu. • Október 2008 - Tillaga að matsáætlun send Skipulagsstofnun. • Nóvember 2008 - Niðurstaða Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun. • Mars 2009 - Frummatsskýrsla send Skipulagsstofnun. • Maí 2009 - Matsskýrsla send Skipulagsstofnun. • Júlí 2009 - Álit Skipulagsstofnunar.

Í frummatsskýrslu verður tímaáætlun uppfærð.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

5

2 LÝSING FRAMKVÆMDA OG STAÐHÆTTIR

2.1 LÍNULEIÐIR

Flutningsleiðir raforku á svæðinu hafa verið skilgreindar í stórum dráttum og hefur hlutaðeigandi sveitarfélögum verið kynnt þau áform.

Hér á eftir verður fyrirhugaðri línuleið lýst í grófum dráttum, en ítarleg lýsing á leiðinni og staðháttum verður í frummatsskýrslu. Leiðin verður að minnsta kosti 110 km löng.

Á mynd 2.1 kemur fram fyrirhuguð línuleið. Mörk athugunarsvæða fyrir náttúru-farsrannsóknir má sjá á myndum 2.2-2.8. Frá Blöndustöð liggur línuleiðin um Húnavatnshrepp yfir í Sveitarfélagið Skagafjörð, um Vatnsskarð sunnan Valadals og meðfram norðurhlíð Valadalshnjúks, og áfram að eyðibýlinu Kirkjuhóli. Þaðan eru tveir valkostir til skoðunar: Annars vegar svokölluð Efribyggðarleið frá Kirkjuhóli að Mælifelli, þaðan yfir Tungusveit og Eggjar, og yfir Héraðsvötn að Herpistanga í landi Flatatungu, þar sem komið er í Akrahrepp. Hins vegar svonefnd Héraðsvatnaleið frá Kirkjuhóli austur að Stokkhólma og suðaustur eftir farvegi Héraðsvatna, nálægt mörkum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, og yfir Héraðsvötn að Herpistanga. Þaðan liggur leiðin inn Norðurárdal og yfir Öxnadalsheiði, þar sem hún kemur inn í Hörgárbyggð. Framhaldið liggur niður Öxnadal og Hörgárdal og yfir Moldhaugaháls til Akureyrar. Í köflum 2.1.1-2.1.5 hér á eftir er leiðinni lýst frekar.

6

Mynd 2.1 Yfirlitskort af fyrirhugaðri línuleið Blöndulínu 3. Hvít lína táknar sveitarfélagamörk.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

7

2.1.1 FRÁ BLÖNDUSTÖÐ AÐ KIRKJUHÓLI Í SKAGAFIRÐI

Frá Blöndustöð er fyrirhugað að fara yfir Blöndudal milli Eyvindarstaða og Bolla-staða, og þaðan upp á hálsinn milli Blöndudals og Svartárdals og út hálsinn að Torfa-stöðum. Farið er yfir Svartárdal utan við Torfastaði, í stefnu syðst í Vatnsskarð, og komið inn í Sveitarfélagið Skagafjörð hjá Valabjörgum. Þaðan er farið um Vatns-skarð, sunnan Valadals, meðfram norðurhlíð Valadalshnjúks og austur úr skarðinu að eyðibýlinu Kirkjuhóli (sjá myndir 2.2 og 2.3). Fyrir utan þveranir á Blöndudal og Svartárdal er þessi leið lítið áberandi frá alfaraleið. Leiðin er að mestu um gróið svæði en hálendissvæði austan Svartárdals er hrjóstrugt með köflum.

2.1.2 KIRKJUHÓLL - HERPISTANGI

Héðan eru tveir valkostir til skoðunar (sjá myndir 2.3 og 2.4).

Efribyggðarleið

Í þessum valkosti er farið frá Kirkjuhóli, ofan bæja í Efribyggð, í beinni línu að Mælifellsá, og þaðan ofan Mælifells og Starrastaða. Frá Starrastöðum er farið milli bæjanna Hafgrímsstaða og Brúnastaða, yfir Tungusveit og Eggjar og Héraðsvötn, að Herpistanga í landi Flatatungu, að Rangárvallalínu 1 í mynni Norðurárdals. Þar er komið inn í Akrahrepp. Þessi leið liggur víðast hvar um vel gróið land og að hluta um ræktanlegt land og tún.

Héraðsvatnaleið

Í þessum valkosti er farið frá Kirkjuhóli austur að býlinu Stokkhólma. Sá kafli er í grennd við Rangárvallalínu 1 á kafla milli Syðra-Vallholts og Vindheima. Frá Stokkhólma yrði farið suðaustur eftir farvegi Héraðsvatna, skammt frá mörkum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps og síðan eftir vesturbakka Héraðsvatna, sunnan Laugardals þar sem leiðin kemur saman við Efribyggðarleið. Héraðsvatna-leið liggur að hluta um ræktanlegt land og tún, en annars um hólma og lítt grónar eyrar hjá Héraðsvötnum. Leiðin er nær alfaravegum en Efribyggðarleið.

8

Mynd 2.2 Fyrirhuguð línuleið frá Blöndustöð til Skagafjarðar.

9

Mynd 2.3 Hugsanlegar línuleiðir í Skagafirði vestanverðum.

10

Mynd 2.4 Hugsanlegar línuleiðir í Skagafirði austanverðum.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

11

2.1.3 HERPISTANGI – ÖXNADALUR

Frá Herpistanga er farið inn Norðurárdal, neðan núverandi byggðalínu. Innarlega í dalnum er línan í grennd við þjóðveg 1 og þverar Rangárvallalínu 1 hjá eyðibýlinu Krókárgerði (sjá myndir 2.5 og 2.6). Farið er um Öxnadalsheiði (hæst um 540 my.s.) og þarf að færa Rangárvallalínu 1 til á tveimur stöðum til þess að fá rými fyrir nýju línuna. Annars vegar á 2,2 km kafla í Giljareit, og hins vegar á 1,8 km kafla við Grjótá, þar sem gamla línan færist um 40 m til norðurs. Á heiðinni er farið úr Akrahreppi og komið inn í Hörgárbyggð. Frá Bakkaseli og áleiðis út Öxnadalinn er byggðalínunni fylgt í stórum dráttum. Þessi leið er að miklum hluta utan byggðar. Leiðin er víða vel gróin í fyrirhuguðu línustæði nema þar sem heiðin er hæst. Í Öxnadal verður ræktað eða ræktanlegt land meira áberandi og er skógrækt nokkur utar í dalnum.

2.1.4 ÖXNADALUR - MOLDHAUGAHÁLS

Eftir Öxnadalnum liggur fyrirhuguð línuleið sem fyrr samhliða Rangárvallalínu 1. Á kaflanum frá Engimýri að Þverá þarf að fara nokkru ofar en byggðalínan vegna nálægðar við bæi. Sama er að segja um kaflann frá Syðri-Bægisá að Garðshorni á Þelamörk, en þar er komið í Hörgárdal Línuleiðin er alls staðar ofan við bæi (sjá myndir 2.7 og 2.8). Hér liggur línuleiðin víða um vel gróið land, ræktanlegt land eða skógræktarsvæði.

2.1.5 MOLDHAUGAHÁLS – AKUREYRI

Gert var ráð fyrir línan gæti farið yfir Moldhaugaháls nokkru neðar en Rangárvalla-lína 1, að Dalvíkurlínu 1, og henni fylgt að bæjarmörkum Akureyrar (sjá mynd 2.8). Hins vegar er beltið sem sýnt er á myndinni um Moldhaugaháls allt til skoðunar sem línuleið, þ.e. milli Dalvíkurlínu 1 og Rangárvallalínu 1.

Ekki hefur verið ákveðið hvar framtíðar tengivirki við Akureyri verður staðsett en greint verður frá því í frummatsskýrslu.

12

Mynd 2.5 Fyrirhuguð línuleið um Öxnadalsheiði.

13

Mynd 2.6 Fyrirhuguð línuleið um innanverðan Öxnadal.

14

Mynd 2.7 Fyrirhuguð línuleið um utanverðan Öxnadal.

15

Mynd 2.8 Fyrirhuguð línuleið um Hörgárdal, Kræklingahlíð og ofan Akureyrar.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

16

2.2 SLÓÐIR OG VEGIR

Útbúa þarf vegslóðir meðfram fyrirhugaðri háspennulínu sem fær er þungaflutninga-bílum að sumarlagi. Leitast verður við að hafa slóðagerð í lágmarki, þ.e. ekki umfram þarfir. Frá þessum slóðum þarf að leggja afleggjara eða hliðaslóðir að möstrum. Jafnframt þarf að gera plan við flest möstur. Núverandi slóðir og vegir verða nýttar eftir því sem kostur er í þessu sambandi. Þetta á sérstaklega við um hluta línuleiðarinnar um Norðurárdal, Öxnadalsheiði og áleiðis inn Hörgárbyggð þar sem þjóðvegur 1 liggur nánast samsíða leiðinni.

Breidd slóða sem leggja þarf verður að jafnaði um 4,5 m og eru þær lagðar með þeim hætti að flutt er fyllingarefni í slóðir og þar sem svæði er blautt er dúkur lagður undir. Gróflega er áætlað að um 80.000 m3 þurfi af efni í slóðir og vegi. Gerð verður nánari grein fyrir lengd og útfærslu slóða og vega í frummatsskýrslu.

Að öðru leyti verður staðsetningu núverandi slóða og lega nýrra slóða og vega gerð skil í frummatsskýrslu. Þar verða einnig sýndar myndir af mismunandi aðstæðum við fyrirhugaðar slóðir og efnistökustaðir skilgreindir.

2.3 LÍNUGERÐ OG MÖSTUR

Framkvæmdum við byggingu háspennulína má skipta í aðstöðusköpun, slóðagerð, vinnu við undirstöður og stagfestur, reisingu mastra, strengingu leiðara og frágang í verklok.

Á mynd 2.9 eru sýndar algengustu tegundir og gerðir mastra fyrir 220 kV háspennulínur, sem notaðar hafa verið hérlendis. Um er að ræða stöguð og óstöguð stálgrindarmöstur, með og án svokallaðra jarðvírseyrna. Möstur eru sett saman á staðnum eða flutt á staðinn í einingum. Hæð mastra er á bilinu 17-32 m eftir aðstæðum en flest þeirra verða á bilinu 20-26 m. Möstur standa á steyptum undirstöðum og leiðarar hanga í einangrunarkeðjum sem festar eru neðan í stálgrindarslá. Við jörð tengjast stögin við stagfestur, ýmist steyptar staghellur eða bergbolta.

Endamöstur hjá tengivirkjum eru gjarnan frístandandi stálgrindarmöstur, svokallaðir fjórfótungar (sjá mynd 2.9). Hornmöstur eru oft annað hvort fjórfótungar eða þrjár stagaðar stálgrindarsúlur, sem standa á steyptum undirstöðum (sjá mynd 2.9). Grafið er fyrir undirstöðum mastra og stagfestum eða eftir aðstæðum steyptir berg-boltar. Við flest möstur er gert plan sem nýtt er við frágang undirstaða, reisingu mastra og aðra vinnu við möstrin.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

17

Mynd 2.9 Stagað mastur án jarðvírseyrna (efst til vinstri) og með jarðvírseyrum (efst til hægri), frístandandi mastur, fjórfótungur (neðst til vinstri) og stagað súluhorn (neðst til hægri). Hæð mastra er algeng á bilinu 20-26 m.

Framangreindar mastragerðir eru eins og fyrr segir þær sem algengastar eru hér á landi fyrir 220 kV spennu, en fleiri mastragerðir koma jafnframt til greina. Á fundi Landsnets með sveitarstjórnarmönnum í Skagafirði í september sl. kom fram hvort hugsanlega væri hægt að hafa tréstauralínu um Efribyggðarleið. Niðurstaða ákvörðunar um veðurfarslegar álagsforsendur mun hafa afgerandi áhrif á um hvort trémöstur séu valkostur.

Unnið er að endanlegri tillögugerð um val á möstrum í Blöndulínu 3 og verður nánar gerð grein fyrir niðurstöðum í frummatsskýrslu.

2.4 TENGIVIRKI

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvar framtíðar tengivirki verða staðsett á fyrirhugaðri Blöndulínu 3. Til að byrja með verður línan eingöngu tengd í núverandi tengivirki við Blöndustöð og á Rangárvöllum við Akureyri. Nánar verður fjallað um tengivirki í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

18

2.5 EFNISÞÖRF OG EFNISFLUTNINGAR

Fyllingarefni þarf í línuslóðir, plön við möstur, að undirstöðum mastra og stag-festum, og við tengivirki. Í frummatsskýrslu verður gerð nánari grein fyrir efnis-magni og hvaðan efnið verður fengið. Efnistökustaðir verða kortlagðir auk þess sem skráð verður magn og tegund efnis á hverjum stað.

Í frummatsskýrslu verður ítarlega gerð grein fyrir efnistöku en úttekt á núverandi efnistökustöðum stendur yfir. Efnisþörf verkefnisins ræðst einnig af niðurstöðu verkhönnunar sem nú stendur yfir og mun ljúka í vetur.

Ítarlega verður fjallað um þessa þætti í frummatsskýrslu þar sem gerð verður grein fyrir hugsanlegum efnistökustöðum og því magni sem ráðgert er að taka á hverjum stað. Einnig verður gerð grein fyrir núverandi efnistökustöðum.

2.6 MANNAFLAÞÖRF OG VINNUBÚÐIR

Reiknað er með að bygging fyrirhugaðrar háspennulínu og tengivirkja taki 2 ár og er mannaflaþörf áætluð 60–80 ársverk. Líklegt er að við byggingu línunnar muni starfsmannaaðstaða að hluta til verða í vinnubúðum á framkvæmdasvæðinu. Í frum-matsskýrslu verður fjallað nánar um staðsetningu og umfang starfsmannaaðstöðu.

2.7 FRÁGANGUR Í VERKLOK

Að lokinni byggingu fyrirhugaðrar háspennulínu verður yfirborð við möstrin jafnað, jarðrask lagfært, og sáð eða borið í valin svæði. Haft verður samráð við Land-græðslu ríkisins um hentugar uppgræðsluaðferðir. Nánar verður gerð grein fyrir frá-gangi í frummatsskýrslu.

2.8 NÁTTÚRUVÁ

Nánar verður fjallað um náttúruvá, s.s. snjóflóðahættu, aurskriður og óveður á fyrir-hugaðri línuleið í frummatsskýrslu.

2.9 AÐRIR KOSTIR

2.9.1 AÐRAR LÍNULEIÐIR

Fyrirhugaðar línuleiðir hafa verið kynntar hlutaðeigandi sveitarfélögum. Gert er ráð fyrir að á tveimur stöðum sé um valkosti á línuleið að ræða eins og fram kemur í kafla 2.1 hér að framan.

Á þessu stigi málsins hefur Landsnet ekki gert upp á milli þeirra valkosta í Skagafirði sem fram koma í kafla 2.1. Efribyggðarleið er um 700 m lengri. Flóðavarnir verða dýrar á Héraðsvatnaleið, en slóðagerð verður líklega dýrari á Efribyggðarleið. Héraðsvatnaleið liggur um mitt héraðið og er þar að hluta nær núverandi byggðalínu og meginstraumum ferðamanna. Efribyggðarleið er betur falin gagnvart fjölförnustu ferðaleiðum og er þar einkum átt við um þjóðveg 1. Eins og fram kemur í kafla 2.1 er gert ráð fyrir að línan liggi um Vatnsskarð meðfram Valadalshnjúki. Við

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

19

undirbúning málsins hafa einnig verið skoðaðar línuleiðir um Hróðmundarskarð og Kiðaskarð. Þær línuleiðir eru styttri, en á móti kemur að framtíðar tengimöguleikar út á Sauðárkrók lengjast að sama skapi. Mikil þrengsli eru í þessum fjallaskörðum og mjög erfitt til línulagnar. Aðgengi að línunni til byggingar og viðhalds, einkum að vetrarlagi, yrði þar mun erfiðara en á línuleiðinni um Vatnsskarð. Þá yrði þar farið inn á minna snortið svæði og lítt raskaðar landslagsheildir skertar. Þessi skörð liggja 200-300 m hærra en Vatnsskarð og má búast við meira vindálagi og meiri ísingarhættu þar, einkum austast í Hróðmundarskarði. Í ljósi þessa, og fleiri óvissuþátta svo sem um snjósöfnun og snjóflóðahættu, telur Landsnet að línulögn um Hróðmundarskarð og Kiðaskarð sé ekki fýsilegur kostur með tilliti til rekstraröryggis svo mikilvægrar línu.

Um stóran hluta leiðarinnar, um Norðurárdal, Öxnadalsheiði og Öxnadal, eru aðrir valmöguleikar takmarkaðir vegna staðhátta. Um aðra kosti varðandi línuleiðir verður fjallað í frummatsskýrslu.

2.9.2 JARÐSTRENGIR

Umræða hefur verið um það hér á landi að leggja flutningslínur sem jarðstrengi í stað loftlína í þeim tilgangi að minnka sjónræn áhrif háspennulína. Háspennulínur með yfir 100 kV spennu eru almennt lagðar sem loftlínur og er ein ástæðan sú að þær eru verulega ódýrari en jarðstrengir. Landsneti hf. eru settar þær skyldur skv. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003, að byggja flutningskerfið upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar og gæða raforku. Ávallt er reynt að halda kostnaði við uppbyggingu og rekstur flutningsnetsins sem lægstum því að aukinn kostnaður lendir á rafmagnsnotendum.

Stofnkostnaður við lagningu jarðstrengja á hárri spennu er margfaldur á við loftlínur og er munurinn því meiri eftir því sem flutningsþörfin vex. Gerð hefur verið kostnaðaráætlun fyrir byggingu Blöndulínu 3 sem loftlínu. Sé miðað við að línan sé lögð samkvæmt þeim valkostum sem kynntir eru í tillögu að matsáætlun er framkvæmdakostnaður línunnar áætlaður 5 - 5,6 milljarðar. Til samanburðar hefur verið gerð kostnaðaráætlun fyrir jarðstreng með sömu flutningsgetu í stað línunnar. Ef gert er ráð fyrir að jarðstrengurinn fylgi þjóðvegi alla leiðina frá Blöndu til Akureyrar er vegalengdin, samtals um 133 km. Áætlaður kostnaður vegna jarðstrengsins yrði 25 - 28 milljarðar. Munur á stofnkostnaði yrði því u.þ.b. fimmfaldur á allri leiðinni milli Blöndu og Akureyrar. Mismunur kostnaðar á jarðstrengslausn og loftlínulausn yrði þannig sem nemur kostnaði við þrenn Héðinsfjarðargöng.

Væri sá kostur valinn að byggja flutningskerfið að verulegu leyti upp með jarðstrengjum, er ljóst að það myndi hafa gríðarleg áhrif til hækkunar á gjaldskrá fyrir flutning raforku og þar með á raforkuverð til stórnotenda og almennings. Þar sem raforka er stór liður í aðfangakostnaði atvinnulífs er augljóst að breytingin gæti haft víðtæk áhrif til hins verra á þróun og uppbyggingu atvinnulífs, einkum á landsbyggðinni. Hún gæti einnig haft áhrif á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs gagnvart erlendum keppinautum.

Jarðstrengir með 220 kV spennu eru tæknilega óhagkvæmari lausn en loftlínur með sömu spennu með tilliti til rekstrarvandamála og afhendingaröryggis. Umfjöllun um

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

20

þessi atriði verða í frummatsskýrslu. Líftími jarðstrengja er minni en loftlína svo og sveigjanleiki til breytinga og aðlögunar flutningskerfisins að breyttum þörfum. Einnig tekur mun lengri tíma að gera við jarðstrengi en loftlínur sem hefur áhrif á afhendingaröryggi raforku. Að lokum má þess geta að jarðstrengir hafa meira jarðrask í för með sér en loftlínur, sem eru í flestum tilvikum afturkræfar framkvæmdir.

Í frummatsskýrslu verður gerð nánari grein fyrir jarðstrengjalögnum (á allri línuleiðinni eða að hluta til), kostnaði, rekstri og umhverfisáhrifum í samanburði við loftlínur.

2.9.3 NÚLLKOSTUR – ÓBREYTT ÁSTAND

Í frummatsskýrslu verður fjallað um núllkost, þ.e. þann kost að ekki verði af byggingu Blöndulínu 3.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

21

3 SKIPULAGSMÁL OG FRAMKVÆMDASVÆÐI

3.1 SKIPULAG - LANDNÝTING - VERND

Í frummatsskýrslu verður gerð ítarleg grein fyrir stöðu skipulagsmála á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði og umhverfismati skipulagsáætlana. Einnig verður gerð grein fyrir vernd fornleifa innan og í nágrenni fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis sem og hugsanlegum náttúruverndarsvæðum.

Ýmsar jarðmyndanir njóta sérstakrar verndar samkvæmt 37. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd og skal forðast röskun þeirra eins og kostur er. Umfjöllun um þennan þátt verður í frummatsskýrslu.

Óskað hefur verið eftir því við hlutaðeigandi sveitarfélög að gerð verði breyting á gildandi skipulagi eða skipulagi í vinnslu og gert verði ráð fyrir fyrirhugaðri lagna-leið á skipulagsuppdrætti.

Staða skipulags sveitarfélaganna á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði er eftirfarandi:

3.1.1 HÚNAVATNSHREPPUR

Í gildi er Svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu 2004-2016.

• Fyrirhuguð lína mun ekki fara yfir náttúruverndarsvæði, vatnsverndarsvæði, hverfisverndarsvæði né svæði undir náttúruvá.

• Rétt norðan við fyrirhugaða línu er hverfisverndað svæði, Brattahlíð og skógræktarreitur (Fjósar).

• Línan mun fara yfir Svartá. • Ekki eru neinar fornleifar í grennd við fyrirhugaða línu skráðar á svæðis-

skipulagsuppdráttinn.

Vinna við aðalskipulag fyrir Húnavatnshrepp er hafin og er gert ráð fyrir að ný lína verði á skipulagsuppdrætti sveitarfélagsins.

3.1.2 SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR

Vinna stendur yfir við gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið.

• Tvær friðlýstar menningarminjar eru rétt sunnan við Varmahlíð. • Suður af Varmahlíð, vestan Efribyggðar, er vatnsverndarsvæði, grannsvæði

vatnsbóls og brunnsvæði. Fyrirhugað línustæði er utan brunnsvæðis. • Útivistarsvæði er austan Neðribyggðar. • Reiðleiðir eru í grennd við möguleg línustæði.

Gert er ráð fyrir að ný lína verði á skipulagsuppdrætti sveitarfélagsins.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

22

3.1.3 AKRAHREPPUR

Vinna stendur yfir við gerð aðalskipulags.

• Nýi vegurinn í Norðurárdal er inni á drögum að aðalskipulagi. • Hálendið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, norðan þjóðvegar, er á náttúru-

minjaskrá og er Vatnsdalur friðlýst svæði skv. náttúruverndarlögum.

Gert er ráð fyrir að ný lína verði á skipulagsuppdrætti sveitarfélagsins.

3.1.4 HÖRGÁRBYGGÐ

Í gildi er Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018.

Verið er að vinna aðalskipulag fyrir Hörgárbyggð 2006-2026. Tillaga að aðalskipulagi var auglýst til kynningar til 1. september sl. og er þar gert ráð fyrir fyrirhugaðri háspennulínu.

• Hálendið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, norðan þjóðvegar, er á náttúru-minjaskrá og er Vatnsdalur friðlýst svæði skv. náttúruverndarlögum.

• Allt nágrenni Hörgár, sem er vatnsból, er innan vatnsverndarsvæðis II, svo og grannsvæði vatnsbóls, þar á meðal alveg upp að hluta núverandi línu.

• Allt sveitarfélagið er innan vatnsverndarsvæðis III, fjarsvæði vatnsbóla. • Fornleifar í nágrenni núverandi línu í Öxnadal. • Tvær friðlýstar fornleifar eru norðaustan við Bakkasel. • Hverfisvernd vegna fornleifa, Bakkasel, Gloppa, Geirhildargarðar og Fagra-

nes.

3.1.5 AKUREYRARKAUPSTAÐUR

Í gildi er Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018.

Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 tók gildi í desember 2007. Fyrirliggjandi eru bæði sveitarfélagsuppdráttur og þéttbýlisuppdráttur. Gert er ráð fyrir að ný lína verði afgreidd á skipulagsuppdrætti sveitarfélagsins.

3.1.6 FRAMKVÆMDASVÆÐI

Fyrirhugað framkvæmdasvæði er bundið við háspennulínustæðið, svæði undir vegi og slóðir við línurnar og efnistökusvæði. Framkvæmdinni fylgir jarðrask, truflun vegna umferðar vinnuvéla og helgunarsvæða háspennulína (það svæði þar sem byggingarbann gildir). Helgunarsvæði 220 kV raflínu er 65-85 m breitt skv. 1. gr. reglugerðar nr. 586/2004 sem vísar til staðals um ákvörðun helgunarsvæðis.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

23

3.1.7 ÁHRIFASVÆÐI

Áhrifasvæði framkvæmdar er það svæði þar sem áhrifa vegna fyrirhugaðrar fram-kvæmdar mun gæta, bæði á framkvæmdatíma og á rekstrartíma háspennulínanna. Eftirfarandi þættir ráða einkum afmörkun áhrifasvæðis:

• Bein áhrif á umhverfið. Áhrif á gróður, jarðmyndanir, búsvæði fugla og áhrif vegna áflugshættu. Í frummatsskýrslu verður áhrifasvæðið afmarkað.

• Áhrif á ásýnd og landslag – sjónræn áhrif. Í frummatsskýrslu verður sýnileiki háspennulínunnar og tengivirkja sýndur á myndum og kortum þar sem því verður við komið.

• Áhrif á samfélag, útivist og ferðamennsku. Í frummatsskýrslu verður hugsanlegum áhrifum á þessa þætti lýst.

• Áhrif vegna rafsegulsviðs og hljóðs frá háspennulínum. Í frummatsskýrslu verða áhrif rafsegulsviðs og hljóðs frá háspennulínum metið.

Rannsóknarsvæðið hefur verið skilgreint út frá svæði beinna áhrifa eða um 150 m í hvora átt út frá háspennulínunni en það eru þau mörk sem talið var að línustæðið gæti hnikast til eftir endanlega útfærslu línuleiðar. Áhrifasvæðið er þó talsvert stærra vegna óbeinna áhrifa. Ekki er ljóst á þessu stigi málsins hversu víðfeðmt fyrirhugað áhrifasvæði verður en það verður skilgreint í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

24

4 MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM – VINSUN

Við gerð tillögu að matsáætlun sem og frummatsskýrslu sem unnin verður í kjölfarið er stuðst við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. og reglugerð um mat á umhverfisáhrifum nr. 1123/2005. Auk þess verður stuðst við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum og um flokkun, viðmið, einkenni og vægi umhverfisþátta. Við mat á vægi áhrifa á einstaka umhverfisþætti verður stuðst við ýmis viðmið, einkum stefnumörkun stjórnvalda, lög og reglugerðir og gildandi alþjóðasamninga.

Með vinsun eru skilgreindir helstu þættir framkvæmdarinnar sem hafa munu áhrif á umhverfið, bæði á framkvæmda- og rekstrartíma fyrirhugaðra háspennulína og tengdra mannvirkja. Út frá þessum þáttum eru skilgreindir þeir umhverfisþættir sem hugsanlega verða fyrir umhverfisáhrifum. Í ljósi reynslunnar af lagningu háspennu-lína hér á landi má leiða líkum að því að á framkvæmdatíma muni helstu umhverfis-áhrif tengjast slóðagerð, efnisflutningum og aukinni umferð en á rekstartíma Blöndu-línu 3 vegi sjónræn áhrif þyngst.

Í tengslum við framangreinda þætti stendur framkvæmdaraðili fyrir ýmsum rann-sóknum og er þeim lýst stuttlega í kafla 5.

Í frummatsskýrslu verður farið nánar í flokkun áhrifa fyrir hvern umhverfisþátt fyrir sig og metið hvort áhrifin komi til með að verða t.d. jákvæð, neikvæð, bein, óbein, sammögnuð eða afturkræf í samræmi við lög nr. 106/2000 m.s.br.

4.1 VINSUN ÁHRIFAÞÁTTA

Þeir framkvæmdaþættir sem einkum koma til með að hafa í för með sér umhverfisáhrif eru eftirfarandi:

Bygging háspennulínu og tengivirkja

Reising mastra og strenging leiðara mun hafa rask í för með sér. Hér er aðallega um að ræða rask á framkvæmdatíma með reisingu mastra, gerð undirstaða, plana og stag-festa og sjónræn áhrif á rekstrartíma.

Gerð vegslóða

Nauðsynlegt er að gera vegslóðir við háspennulínur. Reynt verður að nýta þær slóðir sem fyrir eru á svæðinu sem mest en þar sem þær eru ekki fyrir hendi þarf að leggja nýjar slóðir.

Efnistaka

Til þessara framkvæmda þarf fyllingarefni (malarefni) í slóðir og plön og til að fylla að undirstöðum og stagfestum. Reynt verður að nýta námur sem fyrir eru á svæðinu, en hugsanlega þarf að opna nýjar námur.

Umferð

Gera má ráð fyrir talsverðri umferð þungaflutningabíla og annarra ökutækja á fram-kvæmdatíma. Hér er um að ræða efnisflutninga til og frá línuleiðum sem og umferð

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

25

á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Umferð þungaflutningabíla og annarra tækja eykst á vegum í nágrenni línunnar.

4.2 HELSTU UMHVERFISÞÆTTIR

Framangreindir framkvæmdaþættir munu hugsanlega hafa áhrif á ýmsa umhverfis-þætti sem jafnframt verða áhersluþættir í frummatsskýrslu.

Helstu umhverfisþættir fyrirhugaðrar háspennulínu og tengdra framkvæmda eru eftir-farandi:

• Ásýnd - landslag (sjónræn áhrif) • Landnotkun • Samfélag

o Útivist – ferðamennska o Hljóðvist o Samgöngur

• Jarðfræði - jarðmyndanir • Lífríki - náttúruvernd • Fornminjar – önnur menningarverðmæti

Þessum þáttum er lýst sérstaklega í köflum 4.3-4.11 hér á eftir.

4.3 ÁSÝND - LANDSLAG - SJÓNRÆN ÁHRIF

Fyrirhuguð framkvæmd getur haft áhrif á ásýnd lands, landslag og sjónræna þætti innan áhrifasvæðis. Unnin verður landslagsgreining á línuleiðinni og mat lagt á áhrif framkvæmda á landslagsheildir auk sjónrænna áhrifa til að meta vægi áhrifa. Landslagsheildirnar verða greindar út frá þeim gögnum sem liggja fyrir og hefur verið aflað um gróður, fuglalíf og jarðmyndanir og þeim lýst í frummatsskýrslu. Við mat á landslagi verður nýttur ArcGIS hugbúnaður þar sem landslagsheildir og sýnileiki verða greind í tví- og þrívíðu umhverfi. Í frummatsskýrslu verður fjallað um á hvaða hátt fyrirhugaðar framkvæmdir geta haft áhrif á landslag og sjónræna þætti og hugsanlegar mótvægisaðgerðir. Í því sambandi má nefna að gerð verða kort sem sýna útbreiðslu ósnortinna víðerna eins og þau eru skilgreind í lögum nr. 44/1999 um náttúruvernd. Umfjöllun verður í frummatsskýrslu um hvernig landslagsgreining mun hafa áhrif á línuleið innan skilgreinds áhrifasvæðis og til að meta vægi áhrifa.

4.4 LANDNOTKUN

Fyrirhugaðar framkvæmdir geta haft áhrif á núverandi landnotkun og skipulag innan og í nágrenni áhrifasvæðis. Í frummatsskýrslu verður fjallað um áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á landnotkun og yfirlit gefið yfir þær jarðir sem fyrirhuguð lína mun liggja um. Í frummatsskýrslu verður einnig fjallað um stöðu skipulagsmála á svæðinu og hvort fyrirhugaðar framkvæmdir séu í samræmi við skipulagsáætlanir.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

26

4.5 SAMFÉLAG

4.5.1 ÚTIVIST – FERÐAÞJÓNUSTA

Fyrirhugaðar framkvæmdir geta haft áhrif á útivist og ferðaþjónustu innan áhrifa-svæðis. Í frummatsskýrslu verður fjallað um á hvaða hátt fyrirhugaðar framkvæmdir geta haft áhrif á útivist og ferðaþjónustu og lagðar til hugsanlegar mótvægisaðgerðir.

4.5.2 RAF- OG SEGULSVIÐ

Í frummatsskýrslu verður fjallað um áætluð gildi raf- og segulsviðs fyrirhugaðrar háspennulínu. Einnig verður fjallað um innlenda reynslu er varðar þessa þætti sem og niðurstöður innlendra/erlendra rannsókna á áhrifum þeirra á fólk og aðrar lífverur.

4.5.3 HLJÓÐVIST

Í frummatsskýrslu verður hljóðstig við fyrirhugaða háspennulínu áætlað. Í skýrslunni verður fjallað um hljóðstig og það borið saman við viðmiðunarmörk í reglugerð nr. 933/1999 um hávaða.

4.5.4 SAMGÖNGUR

Í frummatsskýrslu verður fjallað um umferð á framkvæmdatíma og rekstrartíma.

4.6 JARÐFRÆÐI- OG JARÐMYNDANIR

Fyrirhugaðar framkvæmdir geta haft áhrif á jarðmyndanir innan áhrifasvæðis. Slóða-gerð, jarðvinna og efnistaka geta raskað jarðmyndunum sem þykja sérstæðar. Til að leggja mat á áhrif á þennan þátt mun fara fram könnun á jarðfræði og jarðmyndunum innan rannsóknarsvæðisins haustið 2008 (sjá kafla 5). Í frummatsskýrslu verður fjallað um jarðmyndanir, um verndargildi og á hvaða hátt fyrirhugaðar framkvæmdir geta haft áhrif á þær sem og hvernig tekið verður tillit til þeirra við útfærslu fram-kvæmdar. Stuðst verður m.a. við lög nr. 44/1999 um náttúruvernd og flokkunarkerfi Vegagerðarinnar.

4.7 LÍFRÍKI - NÁTTÚRUVERND

Fyrirhugaðar framkvæmdir geta haft áhrif á lífríki innan áhrifasvæðis. Til að leggja mat á áhrif á landdýr er hafin könnun á búsvæðum fugla innan rannsóknarsvæðis, auk heimildasöfnunar um önnur landdýr (sjá kafla 5). Áætlað er að vinnunni ljúki um áramótin 2008/2009. Til að leggja mat á áhrif á gróður er ráðgert að gera gróðurkönnun innan rannsóknarsvæðis og er áætlað að henni ljúki um áramótin 2008/2009 (sjá kafla 5).

Í frummatsskýrslu verður greint frá niðurstöðum framangreindra athugana og fjallað um á hvaða hátt fyrirhugaðar framkvæmdir geta haft áhrif á lífríki og hugsanlegar mótvægisaðgerðir settar fram. M.a. verður umfjöllun um áflugshættu í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

27

Ekki er gert ráð fyrir að fyrirhugaðar framkvæmdir komi til með að hafa áhrif á lífríki straumvatna en ef framkvæmdir verða innan100 metra frá bakka straumvatna mun verða leitað leyfis hjá Fiskistofu, sbr. 33. gr. laga nr. 61/2006.

Fyrirhugaðar framkvæmdir geta haft áhrif á friðlýst svæði, svæði á náttúruminjaskrá eða á náttúruverndaráætlun, svæði sem sérstök vernd gildir um eða aðrar náttúru-minjar. Í frummatsskýrslu verður umfjöllun um slík svæði auk þess sem fjallað verður um stefnu viðkomandi sveitarfélaga um náttúruvernd á áhrifasvæðinu, meðal annars með umfjöllun um fyrirhugaða hverfisvernd. Í frummatsskýrslu verður fjallað um á hvaða hátt fyrirhugaðar framkvæmdir geta haft áhrif á framangreind svæði og hvernig tekið verður tillit til þeirra við útfærslu framkvæmdar.

4.8 FORNMINJAR - ÖNNUR MENNINGARVERÐMÆTI

Ef fornminjar og önnur menningarverðmæti eru á áhrifasvæði fyrirhugaðra fram-kvæmda geta þær eyðilagst eða raskast. Til að leggja mat á áhrif á þá þætti er hafin skráning fornleifa- og menningarminja á rannsóknarsvæðinu og er áætlað að henni ljúki um áramótin 2008/2009 (sjá kafla 5). Í frummatsskýrslu verður fjallað um hvort og á hvaða hátt fyrirhugaðar framkvæmdir geta haft áhrif á fornminjar og önnur menningarverðmæti og hvernig tekið verður tillit til þeirra við útfærslu fram-kvæmdar.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

28

5 GÖGN OG HEIMILDIR

5.1 FYRIRLIGGJANDI GÖGN

Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði í gegnum tíðina. Þær snúa helst að þáttum eins og gróðurfari, fornleifum og veðurfari. Í frum-matsskýrslu verður gerð ítarlega grein fyrir stöðu rannsókna á svæðinu en hluti þeirra upplýsinga er í kafla 7 um heimildir. Stuðst verður m.a. við þær heimildir sem þar koma fram við gerð frummatsskýrslu.

5.2 VIÐBÓTAR RANNSÓKNIR

Helstu rannsóknir vegna fyrirhugaðra framkvæmda eru taldar upp hér á eftir. Eins og fram kom í kafla 4 er hluti rannsóknanna hafinn og er áætlað að þeim ljúki seint á þessu ári og í byrjun næsta árs.

5.2.1 KÖNNUN Á SJÓNRÆNUM ÁHRIFUM BLÖNDULÍNU 3 OG ANNARRA MANNVIRKJA

Vettvangsferðir verða farnar á valda staði (fjölfarna vegi, íbúðabyggð og markverða staði sem tengjast ferðamennsku og útivist) og ljósmyndir teknar í átt að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Fyrirhuguð lína verður sett inn á ljósmyndir og á nýjustu loft-myndagrunna sem nýtast við mat á landslagi og sjónrænum áhrifum.

Umsjón: Mannvit hf.

5.2.2 KÖNNUN Á JARÐFRÆÐI OG JARÐMYNDUNUM

Vettvangsferðir verða farnar á fyrirhugað framkvæmdasvæði og jarðfræði og jarð-myndanir skoðaðar.

Umsjón: Mannvit hf.

5.2.3 KÖNNUN Á LÍFRÍKI

Fuglar: Búsvæði fugla, varpsvæði og tegundir varpfugla á áhrifasvæðum verða skoðuð. Varpsvæði fugla verða kortlögð og fjölbreytileiki varpfugla athugaður og hvort einhverjar válistategundir finnist sem og lykil- og ábyrgðartegundir. Heimildum verður safnað um landdýr.

Umsjón: Náttúrustofa Norðausturlands

Gróður: Gróðursamfélög og plöntutegundir á áhrifasvæðum verða skoðuð. Í skýrslu verður gefið yfirlit yfir gróðurfar á öllu línustæðinu. Gerð verður grein fyrir sérstæðum gróðursamfélögum og gerð verður grein fyrir tegundum háplantna sem teljast sjaldgæfar og eru á válista.

Umsjón: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

29

5.2.4 KÖNNUN Á FORNMINJUM OG MENNINGAMINJUM

Fornminjar og aðrar menningarminjar á áhrifasvæðum verða skoðaðar. Þekktar fornleifar og áður óþekktar minjar verða skráðar og kortlagðar. Heimildum verður safnað um friðlýstar fornleifar á svæðinu.

Umsjón: Fornleifastofnun Íslands.

5.2.5 FERÐAMENNSKA

Fyrirhugaðar framkvæmdir geta haft áhrif á útivist og ferðamennsku innan áhrifasvæðis. Til að leggja mat á þessa þætti verður gerð könnun meðal ferðaþjónustuaðila og ferðafélaga sem standa fyrir ferðum um svæðið. Könnuð verða viðhorf þeirra ferðaþjónustuaðila sem nýta svæðið og jafnframt þeirra ferðaþjónustuaðila sem næstir því búa.

Umsjón: Ferðamálasetur Íslands.

5.2.6 NÁTTÚRUVÁ

Úttekt verður gerð á hugsanlegri náttúruvá við línurnar, s.s. hættum vegna veðurfars, flóða og skriðufalla.

Umsjón: Landsnet og Veðurstofa Íslands.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

30

6 KYNNING OG SAMRÁÐ

6.1 TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN

Fundað hefur verið með Skipulagsstofnun um fyrirhugaða framkvæmd og ráðgerðar rannsóknir. Einnig hafa verið haldnir fundir með fulltrúum allra hlutaðeigandi sveitarfélaga og fyrirhugaðar framkvæmdaáætlanir kynntar.

Kynning og samráð við gerð þessarar tillögu að matsáætlun hefur verið í samræmi við það sem lög um mat á umhverfisáhrifum kveða á um. Þetta felur í sér að drög að matsáætluninni voru gerð aðgengileg á heimasíðum Landsnets (www.landsnet.is) og Mannvits hf (www.mannvit.is) í 3 vikur eða frá 18. júlí 2008 til 8. ágúst 2008. Auglýsing þess efnis birtist í dagblöðum Með opinberri birtingu sem þessari var almenningi gert kleift að kynna sér fyrirhugaðar framkvæmdir og að koma athugasemdum á framfæri við framkvæmdaraðila áður en endanleg tillaga að matsáætlun og frummatsskýrsla verður til.

Við kynningu og yfirlestur á drögum að tillögu að matsáætlun bárust athugasemdir og ábendingar frá allmörgum aðilum sem fjallað er um hér á eftir. Tekið hefur verið tillit til athugasemda og ábendinga þar sem við á í tillögunni. Í töflu í viðauka hér á eftir koma fram helstu athugasemdir og ábendingar og viðbrögð framkvæmdaraðila. Alls bárust 57 bréf við drög að tillögu að matsáætlun.

Drög að tillögu að matsáætlun voru einnig send Skipulagsstofnun til yfirlestrar.

6.2 FRUMMATSSKÝRSLA

Við gerð frummatsskýrslu verður áfram öllum heimilt að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum auk þess sem framkvæmdaraðili mun leita álits hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun ef þörf krefur. Helstu umsagnar- og samráðs-aðilar Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar eru eftirtaldir:

• Viðkomandi sveitarfélög, sveitarstjórn og nefndir • Umhverfisstofnun • Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra og eystra • Orkustofnun • Fornleifavernd ríkisins • Vegagerðin • Ferðamálastofa • Landeigendur • Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti • Landgræðsla ríkisins

• Norðurlandsskógar

Aðrir sem hugsanlega láta sig málið varða vegna beinna hagsmuna eða náttúru-verndar eru ferðaþjónustuaðilar og útivistarfélög og náttúruverndarsamtök.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

31

Á athugunartíma Skipulagsstofnunar mun frummatsskýrslan liggja frammi á aðgengilegum stað nærri framkvæmdasvæði og hjá Skipulagsstofnun í sex vikur, sem jafnframt er sá frestur sem almenningi gefst til að koma skriflegum athuga-semdum á framfæri við stofnunina. Niðurstöður frummatsskýrslunnar verða kynntar almenningi í samráði við Skipulagsstofnun.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

32

7 HEIMILDIR

Skýrslur um náttúrufar

Náttúruverndaráætlun UST 2004-2008: http://www.ust.is/media/skyrslur2003/3-4kafli.pdf

Á ferð um ísland: http://www.heimur.is/heimur/upload/files/a_ferd_um_island/aferd08-n-vestra.pdf

Í norðlenskri vist, um gróður, jarðveg, búskaparlög og sögu (Húnavatssýsla, Skagafjarðarsýsla og Eyjafjarðarsýsla). Grétar Guðbergsson, 1996.

Fuglar norðurlands á vef: http://www.nat.is/Fuglar/Fuglar%20nordurland.htm

Húnavatnshreppur Sædís Gunnarsdóttir: Menningarminjar í Austur-Húnavatnssýslu. Svæðisskráning hefti 1-5. Fornleifastofnun Íslands. FS148-01131. Rv. 2001.

Helgi Torfason & Magnús Ólafsson. 1990. Rannsókn á jarðhita í Torfalækjar-, Svínavatns- og Engihlíðarhreppum, Austur-Húnavatnssýslu. Reykjavík. Orkustofnun. OST OS-90041/JHD-22 B, 13 bls.

Skagafjörður Lífríki

NÍ 98-016: Fuglalíf og gróður við Efribyggðarveg, Skagafirði. Höf: Ólafur Einarsson og Hörður Kristinsson, 1998. Unnið fyrir Vegagerðina á Sauðárkróki. 10 bls.

Þórdís Bragadóttir 2002: Fuglalíf og staðhættir á óshólmasvæðum Héraðsvatna í Skagafirði: Frumathuganir og tillögur að rannsóknum. Náttúrustofa Norðurlands vestra. Greinargerð NNV-2002-006.

Kristinn H. Skarphéðinsson & Guðmundur A. Guðmundsson 1990. Fuglalíf í Skógum, Skagafirði, og nágrenni, 1987. – Bliki 9: 49-66.

Helgi Thorarensen 2000: Dýralíf á Kolkuósmelum, í Skagafirði. Úttekt vegna umhverfismats. Náttúrustofa Norðurlands vestra. Greinargerð NNV-2000-003.

Hjalti Þórðarson og Valgeir Bjarnason 2000: Gróðurfar á Kolkuósmelum, í Skagafirði. Úttekt vegna umhverfismats. Náttúrustofa Norðurlands vestra. Greinargerð NNV-2000-002.

Helgi Hallgrímsson (ritstj.) 1982. Náttúrufarskönnun á virkjunarsvæði Héraðsvatna við Villinganes í Skagafirði. Orkustofnun OS 82047/VOD 08, maí 1982.

Trausti Baldursson & Þorsteinn Sæmundsson 2002: Forsendur fyrir Ramsarsvæði í Skagafirði. Náttúrustofa Norðurlands vestra. Greinargerð NNV-2002-004.

Fornleifar

Helgi Hallgrímsson: Náttúrufarskönnun á virkjunarsvæði Héraðsvatna við Villinganes í Skagafirði. (Kafli um söguminjar). 1982.

Guðmundur Ólafsson: Efribyggðavegur í Skagafirði. Mat á umhverfisáhrifum. Rannsóknarskýrslur fornleifadeildar 9, 1998. Þjóðminjasafn Íslands.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

33

Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Skagafjarðar. Greinargerð. Apríl 1998. Heildarsamantekt í janúar 1999. Ráðgjafar: Lendis, Árni Ragnarsson og Páll Zóphóníasson. (Kafli þar um menningarminjar, unninn af Bjarna Jónssyni og Haraldi Sigurðssyni).

Katrín Gunnarsdóttir: Villinganesvirkjun. Mat á umhverfisáhrifum. Fornleifaskráning í hluta lands Tyrfingsstaða, Keldulands, Stekkjarflata og Villinganess. Rannsóknarskýrslur Byggðasafns Skagfirðinga 1, 1999.

Orri Vésteinsson: Fornleifakönnun. Hringvegur í Norðurárdal í Skagafirði. Fornleifastofnun Íslands. FS123-00081. Rv. 2000.

Katrín Gunnarsdóttir: Víðimelur í Skagafirði. Fornleifaskráning. Rannsóknarskýrslur Byggðasafns Skagfirðinga 6, 2001.

Katrín Gunnarsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir: Fornleifaskráning fyrir aðalskipulag. Varmahlíð, Reykjarhóll með Barði, Brún og Laugarbrekku. Einnig Hof, Fagrihvoll og Reykjarhólssel í Brekkulandi. Rannsóknarskýrslur Byggðasafns Skagfirðinga 19, 2003.

Katrín Gunnarsdóttir: Steinsstaðir (þéttbýli suðaustan Varmahlíðar) í Skagafirði. Fornleifaskráning. Rannsóknarskýrslur Byggðasafns Skagfirðinga 4, 2000.

Byggðasaga Skagafjarðar, í ritstjórn Hjalta Pálssonar. Þar er að finna uppdrætti og GPS staðsetningar á rústum.

Sögulegir staðir í Skagafirði: http://www.northwest.is/sogulegirstadir2.asp

Aðrir þættir

Helgi Páll Jónsson 2002: Kortlagning berghlaupa í Skagafirði. Nýsköpunarsjóðsverkefni. Náttúrustofa Norðurlands vestra, Greinargerð NNV-2002-005.

Helgi Torfason & Magnús Ólafsson. 1988. Athugun á jarðhita á Varmalandi í Skagafirði. Reykjavík. Orkustofnun. OS-88044/JHD-23 B, 15 bls.

Stefán Arnórsson & A. E. Sveinbjörnsdóttir. 2000. Age and chemical evolution of groundwaters in Skagafjordur, Iceland. Journal of Geochemical Exploration, 69. 459-463.

Gunnar Rögnvaldsson 2000. Áhrif væntanlegrar Villinganesvirkjunar á ferðaþjónustu í sunnanverðum Skagafirði. Ferðamálabraut Hólaskóla, 2000.

Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen 2001. Villinganesvirkjun í Skagafirði - Mat áumhverfisáhrifum 33MW virkjunar og 132 kV tengingar við landskerfið. Unnið fyrir Héraðsvötn ehf., júní 2001.

Ferðamannavefur: http://www.varmahlidarskoli.is/eldri_verkefni/baklingur/baklingur.html

Akrahreppur

NÍ 00-017. Náttúrufar í Norðurárdal í Skagafirði. Höf: Kristinn J. Albertsson (ritstj.), Elín Gunnlaugsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Halldór G. Pétursson, Sóley Jóhannsdóttir og Sverrir Thorstensen, 2000. Unnið fyrir Vegagerðina á Akureyri. 35 s.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

34

Um Norðurárdal vegna vegagerðar nýs vegar: http://vgwww.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Nordurardalur-fylgiskjal1/$file/fylgiskjal-1.pdf

Um Silfrastaði vegna ákvörðunar um MÁU skógræktar: http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/5ed2a07393fec5fa002569b300397c5a/d675a23356e3336600256f7e004da058/$FILE/2004060023.PDF

Hörgárbyggð Um Öxnadalsheiði: http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_heidar_nordurl.htm

Um norðurland eystra: http://www.heimur.is/heimur/upload/files/around_iceland_3_mal/neystra_1.pdf

Akureyrarkaupstaður Fornleifar

Adolf Friðriksson, Birna Gunnarsdóttir og Orri Vésteinsson. Fornleifar og ferðamál í Eyjafirði: Rannsóknir og Kynning á Gásakaupstað. Fornleifastofnun Íslands 1995.*

Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson. Fornleifaskráning í Eyjafirði VIII. Fornleifar í landi Stóra - Eyrarlands og Kotár. Fornleifastofnun Íslands 1997.

Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson. Fornleifar á Akureyri. Stefna um friðun, rannsóknir og kynningu. Fornleifastofnun Íslands og Minjasafnið á Akureyri 1997.

Orri Vésteinsson & Sædís Gunnarsdóttir. Fornleifaskráning í Eyjafirði X. Fornleifar í landi Akureyrar norðan Glerár. Fornleifastofnun Íslands 1998.

Bjarni F. Einarsson. Fornleifaskráning í Eyjafirði vegna mats á umhverfisáhrifum tveggja valkosta fyrirhugaðrar sorpurðunar og eins efnistökusvæðis. Fornleifafræðistofan 2002.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

35

VIÐAUKI

Samantekt helstu athugasemda og ábendinga sem bárust á kynningartíma draga að tillögu að matsáætlun sem og viðbrögð framkvæmdaraðila má finna í meðfylgjandi töflu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

36

Aðili Efni athugasemdar/umsagnar Viðbrögð framkvæmdaraðila Bjarni Jónsson Bendir á að sú fullyrðing sé röng að flutningsleið raforku hafi verið

skilgreind í stórum dráttum og hlutaðeigandi sveitarfélögum kynnt þau áform. Gerir alvarlega athugasemd við að drögin hafi verið auglýst áður en fjallað var um málið í sveitarstjórn. Fer fram á að drögin verði dregin til baka.

Flutningsleiðir hafa verið skilgreindar í stórum dráttum og kortlagðar. Landsnet fundaði með fulltrúum allra sveitarfélaganna í aððdraganda verkefnisins. Fundað var með fulltrúum frá sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þ. 29. apríl og 4.júní 2008 þar sem áform um línuleiðir voru kynntar. Einnig var fundað með sveitarstjórn og umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 17. september sl. Drög að tillögu að matsáætlun voru kynnt skv. lögum. Auk þess var landeigendum þeirra jarða, þar sem fyrirhuguð lína fer yfir, kynnt áformin með bréfi 10. júlí 2008.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson E. Kristján Gissurarson Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Jón Gissurarson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson

Benda á að æskilegt sé að Norðurlandsskógar verði umsagnaraðilar. Skipulagsstofnun ákveður hverjir eru umsagnaraðilar í mati á umhverfisáhrifum hverju sinni. Norðurlandsskógum hefur verið bætt við í kafla 6.2, sem aðila sem hugsanlega láta sig málið varða vegna beinna hagsmuna eða náttúruverndar.

Bjarni Jónsson B. Pálsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Rakel Heiðmarsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson

Benda á að nettenging á hlutaðeigandi landssvæði bjóði ekki upp á að skoða svo stórt skjal, drögin, með góðu móti. Benda á að drögin voru ekki aðgengileg á heimasíðu Landsnets um tíma/langan tíma tók að finna þau á heimasíðu Mannvits/þykir tími til athugasemda hafa verið of stuttur.

Drögin voru ekki óeðlilega stór til að skoða á heimasíðum en bætt hefur verið úr þessu með betra aðgengi gagna og eintaka í lægri upplausn. Tími til athugasemda var viku lengur en lög kveða á um, þ.e. 3 vikur í stað 2ja vikna.

Gísli Rúnar Konnráðsson og Arna Björg Bjarnadóttir Gagnrýnir að drögin hafi verið mjög illa kynnt fyrir íbúum sem dregur úr möguleikum fólks á að koma athugasemdum á framfæri, sem og að

Þegar drögin voru tilbúin voru þau auglýst við fyrsta tækifæri, en það var í samræmi við

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

37

kynningin hafi farið fram á háannatíma bænda/sumarleyfistíma annarra. ábendingar Skipulagsstofnunar sem fram komu á fundi síðastliðið vor. Stofnunin taldi æskilegt að setja drögin sem fyrst í kynningu m.a. til að matsgögnin nýttust við skipulagsgerð sveitarfélaganna. Gefin var viðbótarvika til athugasemda. Einnig var öllum landeigendum sent kynningarbréf þann 10. júlí.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gísli Rúnar Konnráðsson og Arna Björg Bjarnadóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón Gissurarson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Þ. Hallgrímsson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson

Óska eftir því að framkvæmdaraðili haldi almennan kynningarfund um tillögu að matsáætlun og auglýsi hann í dagblöðum/héraðsfréttablöðum.

Eftir kynningu á drögum að tillögu að matsáætlun á Netinu verður endanleg tillaga að matsáætlun send Skipulagsstofnun sem auglýsir tillöguna. Gert er ráð fyrir að endanleg tillaga muni liggja frammi á opinberum stöðum í Skagafirði . Auglýst verður í héraðsblöðum og dagblöðum hvar hana verði að finna á heimasíðum. Aðgengi verður aukið og víðar auglýst en þegar drög að tillögu að matsáætlun voru auglýst. Ekki er gert ráð fyrir að tillagan sjálf verði kynnt á opnum fundi enhaldinn verður almennur kynningarfundur þegar frummatsskýrsla liggur fyrir.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

38

Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Kristinn Stefánsson og Sigurborg Rögnvaldsdóttir Telja tímaáætlun matsferlisins nokkuð knappa, einkum þegar horft er til

rannsókna. Spyrja hvernig eðlilegum kröfum um náttúrufarsrannsóknir verði mætt innan hins þrönga tímaramma.

Náttúrufarsrannsóknir hafa staðið yfir í sumar og haust og er áætlað að niðurstöður liggi fyrir í lok þessa árs og í byrjun árs 2009. Fyrirhugaðar rannsóknir eru skilgreindar með hefðbundnum hætti í verkefni sem þessu, m.a.í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd, Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón Gissurarson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason

Telja æskilegt að greint verði frá mögulegri áfangaskiptingu framkvæmdar.

Hugsanlegri áfangaskiptingu á lagningu háspennulínunnar verður lýst í frummatsskýrslu.

B. Pálsson Bendir á að ekki sé gert ráð fyrir fyrirhugaðri línu í aðalskipulagi og að breyting á því kunni að skapa Sveitarfélaginu Skagafirði bótaskyldu.

Óskað hefur verið formlega eftir að undirbúningur verði hafinn á aðalskipulagsbreytingum viðkomandi sveitarfélaga líkt og fram kemur í kafla 3.1.2.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

39

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón Gissurarson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson

Telja þörf á að í tillögu að matsáætlun verði upplýsingar um efnislega afstöðu aðila sem hafa tjáð sig um framkvæmdina.

Sjá viðauka. Einnig er gert ráð fyrir að allar athugasemdir liggi frammi á sömu stöðum og endanleg tillaga.

Árni Richard Árnason Ásta Þorsteinsdóttir Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Einar Gunnarsson og Íris Olga Lúðvíksdóttir Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gísli Rúnar Konnráðsson og Arna Björg Bjarnadóttir Gíslíana Guðmundsd, Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Guðný S. Hreiðarsdóttir Hanna K. Pétursdóttir Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir

Hafna alfarið línuleiðum/valkostum í drögunum, þá einkum svokallaðri Efribyggðaleið. Telja sjónræn áhrif verða mikil og að landkostir minnki/verðgildi lands lækki/neikvæð áhrif verði á landnotkun, ferðamenn, hlunnindi, heilsu o.fl. Leggja til að aðrir kostir verði skoðaðir fyrir lagnaleiðina og að gengið verði út frá lagningu jarðstrengs hluta leiðarinnar/alla leiðina.

Í tillögu að matsáætlun eru lagðir upp tveir leiðakostir um Skagafjörð. Efribyggðarleið er önnur þeirra. Ítarleg umfjöllun um samanburð á loftlínum og jarðstrengjum verður í frummatsskýrslu. Jafnframt verður fjallað um sjónræn áhrif, áhrif á fuglalíf, landnotkun og fleira. Sjá einnig kafla 2.9.1.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

40

Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jóhannes Jóhannsson og Þóra Jóhannesdóttir Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón Gissurarson Jón H. Arnljótsson Kristinn Stefánsson og Sigurborg Rögnvaldsdóttir Magnea K. Guðmundsdóttir Margeir Björnsson María Reykdal Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Margrét Ingvarsdóttir Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Ólafur Margeirsson Ólafur Þ. Hallgrímsson Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sigurður Sigurðsson Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þorsteinn Björnsson Þórhildur B. Jakobsdóttir Þórunn Eyjólfsdóttir Þórunn Rakel Gylfadóttir Þórunn Sólveig Ólafsdóttir Jón H. Arnljótsson Telur að sú fullyrðing að Efribyggðaleið sé lítt áberandi og fjarri aðal

ferðaleiðum sé röng. Fer fram á að fullyrðingin verði dregin til baka. Með þessari lýsingu í drögum að tillögu að matsáætlun er átt við að meginþungi umferðar um héraðið sé á þjóðvegi 1 en ekki um Efribyggð. Í

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

41

frummatsskýrslu verður nánari greining á leiðakostunum m.t.t. útivistar og ferðamennsku.

Íbúar í Akrahreppi: Agnar H. Gunnarsson Anna Sigríður Sigmundsdóttir Árni Bjarnason Einar Ólafsson Eymundur Þórarinsson B. Pálsson Bjarni Leifs Friðriksson Bryndís Pétursdóttir Dana Þórðardóttir Drífa Árnadóttir Einar Halldórsson Helgi Berþórsson Jóhann Gíslason Kolbrún Erla Grétarsdóttir Halldór Jóhann Einarsson Hrefna Þórarinsdóttir Magnús Pétursson María Jóhannsdóttir Pétur Sigmundsson Sigmundur Magnússon Sigurður Sigmundsson Sigurlína H. Einarsdóttir Sólborg Þórarinsdóttir Vigfús Þorsteinsson Þorkell Gíslason

Mótmæla lagningu línunnar skv. Héraðsvatnaleið. Telja betri kost að fara með línuna svokallaða Efribyggðarleið. Lagning línunnar í héraði myndi valda mikilli sjónmengun við Héraðsvötn, kljúfa héraðið í tvennt og spilla stórlega gæsavarpi. Einkum á þetta við um Stokkhólma þar sem línur kæmu til með að liggja þrjá vegu um bæinn, þar á meðal núverandi lína.

Í tillögu að matsáætlun eru lagðir upp tveir leiðakostir um Skagafjörð, Efribyggðarleið og Héraðsvatnaleið. Ítarleg umfjöllun um samanburð á loftlínum og jarðstrengjum verður í frummatsskýrslu. Jafnframt verður fjallað um sjónræn áhrif, áhrif á fuglalíf, landnotkun og fleira.

Hreppsnefnd Akrahrepps Tekur undir og skilur áhyggjur íbúa Akrahrepps vegna fyrirhugaðrar línu. Telja fyrirhugaða leið yfir Hólminn óásættanlega fyrir íbúa Stokkhólma. Vill láta skoða hvort hægt er að leggja línuna í jörð á viðkvæmum svæðum .

Ítarleg umfjöllun um samanburð á loftlínum og jarðstrengjum verður í frummatsskýrslu. Jafnframt verður fjallað um sjónræn áhrif, áhrif á fuglalíf, landnotkun og fleira.

Valdimar Gunnarsson Mótmælir harðlega áformum um lagningu línunnar um Norðurárdal, myndi valda mikilli sjónmengun. Borgargerði yrði innan helgunarsvæðis tveggja samhliða lína sem myndi eyðileggja öll landnot og gera jörðina

Ítarleg umfjöllun um sjónræn áhrif verða í frummatsskýrslu. Þá verður einnig fjallað um áhrif á landnotkun.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

42

verðlausa. Einar Gunnarsson og Íris Olga Lúðvíksdóttir Fara fram á að línan verði lögð í jörð frá brú yfir Norðurá á Kjálka

(Flatatungu) að Mælifelli. Sjá kafla 2.9.2.

Hanna K. Pétursdóttir Mun ekki láta land sitt, Syðri-Mælifellsá í Skagafirði,, af hendi undir línu.

Ekki er tekin afstaða til framkominna staðsetningarkosta í tillögu að matsáætlun. Frekari umfjöllun um staðsetningarkosti verður í frummatsskýrslu.

Einar Gunnarsson og Íris Olga Lúðvíksdóttir Hafna alfarið að tengivirki verði reist í sínu landi, Flatatungu. Ekki hefur verið ákveðið hvar fyrirhuguð tengivirki verða á leið Blöndulínu 3.

Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Hafna alfarið loftlínu um land sitt, Krithól í Skagafirði. Ekki er tekin afstaða til framkominna staðsetningarkosta í tillögu að matsáætlun. Frekari umfjöllun um staðsetningarkosti verður í frummatsskýrslu.

Sigurjón Benediktsson og Hulda Benediktsdóttir Mótmæla lagningu línu um land sitt, Bitrugerði í Hörgárbyggð, þar sem nú þegar liggja fjórar raflínu um tún og bithaga.

Ekki er tekin afstaða til framkominna staðsetningarkosta í tillögu að matsáætlun. Frekari umfjöllun um staðsetningarkosti verður í frummatsskýrslu.

Rósa María Stefánsdóttir og Hjalti Páll Þórarinsson Hafna alfarið lagningu línu þvert yfir land sitt, Hesjuvelli við Akureyri. Ekki er tekin afstaða til framkominna staðsetningarkosta í tillögu að matsáætlun. Frekari umfjöllun um staðsetningarkosti verður í frummatsskýrslu.

Guðsteinn Guðjónsson og Björk Sigurðardóttir Taka fram að ofanjarðarlína með 8 möstrum verður ekki með neinu móti leyfð í landi sínu, Laugardal í Skagafirði..

Ekki er tekin afstaða til framkominna staðsetningarkosta í tillögu að matsáætlun. Frekari umfjöllun um staðsetningarkosti verður í frummatsskýrslu.

B. Pálsson Metur svo að til að verja möstur fyrir ágangi Héraðsvatna þurfi að ráðast í stórkostlegar framkvæmdir við að hefta vötnin með fyrirhleðslum og görðum. Nauðsynlegt sé að fyrir liggi hversu viðamiklar þær framkvæmdri þurfi að vera áður en ákvörðun um línustæðið er tekin.

Tæknilegar útfærslur á Héraðsvatnaleiðinni verða skýrðar í frummatsskýrslu.

Jón H. Arnljótsson Fer fram á að jarðir sem fyrirhuguð lína gæti farið um verði taldar upp og sundurliðuð þau áhrif sem yrðu á einstökum jörðum og á aðliggjandi jörðum.

Ekki er gert ráð fyrir að þessi sundurliðun fari fram við mat á umhverfisáhrifum.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson

Fara fram á áhættumat vegna hugsanlegra hryðjuverka/spellvirkja við uppsetningu og rekstur línunnar/hugsanlegum skaðabótakröfum vegna heilsufarsástæðna og verðfalls eigna.

Ekki viðfangsefni mats á umhverfisáhrifum.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

43

Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd, Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhannes Jóhannsson og Þóra Jóhannesdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Margeir Björnsson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Rakel Ingólfsdóttir Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Gíslíana Guðmundsd, Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón Gissurarson

Benda á að æskilegt sé að meta áhrif framkvæmdar á efnisleg verðmæti landssvæðis sem línan mun liggja um.

Ekki er gert ráð fyrir að kostnaðargreina verðmæti lands í mati á umhverfisáhrifum. Slíkt heyrir til samninga milli landeigenda og Landsnets.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

44

Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Gísli Rúnar Konnráðsson og Arna Björg Bjarnadóttir Jón H. Arnljótsson

Telja að meta þurfi heildarkostnað sem allir hlutaðeigandi verða fyrir vegna skaða af framkvæmdinni/tjóni á búsetuskilyrðum/ímynd héraðsins/lækkun á verðmati jarða. Fara fram á samanburð á loftlínum og jarðlínum hvað tjón varðar sem jarðeigendur og atvinnurekendur verða fyrir.

Ekki er gert ráð fyrir að kostnaðargreina verðmæti lands í mati á umhverfisáhrifum. Slíkt heyrir til samninga milli landeigenda og Landsnets.Gerður verður samanburður á loftlínum og jarðstrengjum í frummatsskýrslu.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gísli Rúnar Konnráðsson og Arna Björg Bjarnadóttir Gíslíana Guðmundsd, Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón Gissurarson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad.

Athugasemd gerð við að í tímaáætlun er ekki gerð grein fyrir framkvæmdaleyfi sveitastjórnar, kærufresti til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og upphafi framkvæmdar.

Uppfærð og nákvæmari tímaáætlun verður í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

45

Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd, Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón H. Arnljótsson Margeir Björnsson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Unnar Már Pétursson Sveinn Margeirsson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir

Telja æskilegt að metin verði heildaráhrif lagnar byggðalínu hringinn í kringum landið (ekki eingöngu fyrsta áfangann, 110 km langa Blöndulínu 3) með áherslu á mat á sjónrænum áhrifum nýrra lína við hlið eldri lína.

Endurnýjun einstakra hluta byggðalínuhringsins mun ekki fara saman í tíma. Grundvöllur fyrir slíkt heildstætt mat er því ekki fyrir hendi.

Kristinn Stefánsson og Sigurborg Rögnvaldsdóttir Geta ekki séð að hugsanleg framtíðaráform varðandi flutningsgetu raforku á Norðurlandi í víðu samhengi eigi erindi sem hluti af frummatsskýrslu.

Hugsanleg áform um framtíðarnotkun er ekki í sjálfu sér hluti mats á umhverfisáhrifum heldur frekar sem almenn umfjöllun sem skýri fyrirhugaða stærð línu.

Árni Richard Árnason B. Pálsson

Óska eftir rökum fyrir því af hverju styttri línuleiðir eru ekki valdar. Setja fram eftirfarandi tillögur:

Sjá umfjöllun í kafla 2.9.1.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

46

Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gísli Rúnar Konnráðsson og Arna Björg Bjarnadóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jóhannes Jóhannsson og Þóra Jóhannesdóttir Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón Gissurarson Margeir Björnsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Þ. Hallgrímsson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Ólafur Margeirsson Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir Þórunn Sólveig Ólafsdóttir

Um Kiðaskarð og þaðan í átt að Flatatungu í stað Efribyggðarleiðar og/eða Héraðsvatnsleiðar. Meðfram þjóðvegi 1, frá Vatnsskarði og inn í Norðurárdal. Stysta leið frá Blöndustöð að Norðurárdal. Óska eftir því að umhverfisáhrif fleiri línuleiða verði metin og rökstuðnings á því af hverju lagning jarðstrengs í helgunarsvæði þjóðvegar 1 sé ekki talin vænlegur kostur eins og frá Nesjavöllum að Geithálsi.

Ítarleg umfjöllun um samanburð á loftlínum og jarðstrengjum verður í frummatsskýrslu. Væntanleg tenging frá Nesjavöllum að Geithálsi verður gerð fyrir 132 kV spennu, en Blöndulína 3 verður byggð fyrir 220 kV spennu. Þar skilur verulega á milli, bæði vegna kostnaðar og tæknilegra þátta.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

47

Jón H. Arnljótsson Fer fram á að ástæður fyrir því séu skýrar af hverju hluti línunnar muni liggja meðfram þjóðvegi 1 (aðrar leiðir ekki taldar koma til greina) en áhersla sé lögð á annars staðar að línan liggi utan sjónlínu helstu ferðaleiða.

Ekki er um mikið val að ræða vegna landþrengsla á línuleiðinni frá Norðurárdal og inn Öxnadal meðfram þjóðvegi 1. Í Skagafirði eru settir upp valkostir sem eru mismunandi hvað þetta varðar. Frekari ástæðum leiðavals verða gerð nánari skil í frummatsskýrslu.

Björn Margeirsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson

Óska skýringar á því hvers vegna Efribyggðarleið er valkostur en stærstur hluti línunnar annars staðar er fyrirhugaður meðfram þjóðvegi 1. Efribyggðarleið hljóti að vera dýrari og erfiðari kostur.

Ekki er um mikið val að ræða vegna landþrengsla á línuleiðinni frá Norðurárdal og inn Öxnadal meðfram þjóðvegi 1. Í Skagafirði er rýmra um og þar eru settir upp valkostir sem eru mismunandi langt frá þjóðvegi 1. Sjá einnig kafla 2.9.1. Frekari ástæðum leiðavals verða gerð nánari skil í frummatsskýrslu.

Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Rakel Heiðmarsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson

Óska lagfæringar á lýsingu í kafla 2.1 um staðhætti á Efribyggðarleið, það er breyta Reykjatungu í Eggjar og Tungusveit.

Hefur verið lagað.

Jón H. Arnljótsson Gerir athugasemd við þá fullyrðingu að möguleg línuleið sé yfir Reykjatungu. Slíkt verður ekki séð af kortum eða lýsingum.

Hefur verið lagað.

Sveinn Margeirsson Óskar eftir því að línustæðið fari um framhluta Skagafjarðar, það er fjarri Mælifellshnjúk.

Línuleiðir eru til skoðunar og verður þeim gerð nánari skil í frummatsskýrslu.

Björn Þorsteinsson Óskar eftir því að í stað þess að línan verði lögð norður fyrir Mælifellshnjúk fari hún beint austur Hróðmundarskarð, sem liggur lítið eitt hærra en Vatnsskarð, og þaðan beint í beygjuna hjá Mælifellsá.

Sjá kafla 2.9.1.

Árni Richard Árnason Ásta Þorsteinsdóttir Rakel Ingólfsdóttir Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gísli Rúnar Konnráðsson og Arna Björg Bjarnadóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds.

Þykja vafi leika á að um eiginlega byggðalínu sé að ræða. Óska eftir upplýsingum um hvort hugmyndir um stóriðju/verksmiðju á Sauðárkróki eða annars staðar hafi áhrif á tillögu um línuleið. Spurt er hvað það er sem knýr á línulagninguna svo fljótt?

Um er að ræða styrkingu/tvöföldun á megin orkuflutningskerfi landsins, sem í daglegu tali hefur verið nefnt byggðalína. Við val á línuleið er haft í huga möguleg tenging frá hugsanlegu tengivirki í Skagafirði að Varmahlíð og á Sauðárkrók. Yfirstandandi uppbygging iðnaðar í Eyjafirði kallar á að hraða byggingu línunnar, en þörfin fyrir línunar er þó til staðar óháð þeim áformum.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

48

Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón Gissurarson Jón H. Arnljótsson Magnea K. Guðmundsdóttir Margeir Björnsson Margrét Ingvarsdóttir María Reykdal Ólafur Þ. Hallgrímsson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Ólafur Margeirsson Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir Sigurður Sigurðarson Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þorsteinn Björnsson Þórunn Eyjólfsdóttir Benedikt Benediktsson Björn Margeirsson Gísli Rúnar Konnráðsson og Arna Björg Bjarnadóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir

Fara fram á áætlanir um notkun á strengjum/línum og því svarað hvort nota eigi Blöndulínu 3 til flutnings á orku frá óbyggðum virkjunum, s.s. í Jökulsá Austari og /eða Jökulsá Vestari. Spurt er hvaðan sú orka á að koma sem upp á vantar ef fóðra á stóriðju.

Ítarleg umfjöllun um samanburð á loftlínum og jarðstrengjum verður í frummatsskýrslu. Um er að ræða 1. áfanga í styrkingu/tvöföldun á meginorkuflutningskerfi landsins, en núverandi byggðalína mætir ekki lengur þeim kröfum sem gerðar eru til Landsnets varðandi rafmagnsgæði og afhendingaröryggi. Blöndulína 3 verður einn hlekkur í framtíðarkerfinu, sem hannað verður til að hafa sveigjanleika til flutnings á raforku í báðar

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

49

Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Margeir Björnsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Þ. Hallgrímsson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir

áttir, óháð því hvernig uppbyggingu raforkuframleiðslu og staðsetningu orkunotenda verður háttað.

Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Margeir Björnsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson

Fara fram á arðsemismat fyrirhugaðrar línu og annarra línuleiða. Upplýsingar verði veittar um forsendur, niðurstöður, aðferðarfræði, fjármögnun, eiginfjárhlutfall, lántöku o.s.frv.

Er almennt ekki viðfangsefni mats á umhverfisáhrifum.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

50

Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir Unnar Már Pétursson Fer fram á að arðsemismat framkvæmdar verði metið með fleiri

aðferðum en hefðbundnum núvirðisútreikningum. Er almennt ekki viðfangsefni mats á umhverfisáhrifum. .

Kristinn Stefánsson og Sigurborg Rögnvaldsdóttir Telja að erfitt sé að finna í lögum að kostnaður framkvæmdaraðila eigi heima í frummatskýrslu sem rök með eða á móti tiltekinni tilhögun framkvæmdar.

Það má að hluta til að taka undir að umræða um kostnað sé ekki hluti af mati á umhverfisáhrifum en kostnaður við mismunandi útfærslu framkvæmdarinnar er þó settur fram til skýringar á vali kosta.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jóhannes Jóhannsson og Þóra Jóhannesdóttir Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón Gissurarson Margeir Björnsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Ólafur Margeirsson Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir

Óska skýringa á því hvaða gögn liggja að baki því að jarðstrengur sé 3 x dýrari en loftlína, það er í hverju kostnaðaraukinn felst.

Ítarleg umfjöllun um kostnað við lagningu jarðstrengja í samanburði við loftlínur verður í frummatsskýrslu. Sjá ennfremur kafla 2.9.2.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

51

Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir Þórunn Sólveig Ólafsdóttir

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Jón Gissurarson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Starri Heiðmarsson Þórhildur B. Jakobsdóttir

Vilja vita hvort gert hafi verið kostnaðarmat á línu valkostum og hvernig það og umhverfismat verði nýtt til að styðja ákvörðun um val á kostum og hvernig valið verði milli loftlínu og jarðstrengs.

Gert verður kostnaðarmat á annars vegar loftlínu að hluta eða öllu leyti og hins vegar lagningu jarðstrengs að hluta eða öllu leyti. Umfjöllun um þetta verður í frummatsskýrslu.

B. Pálsson Benedikt Benediktsson Björn Margeirsson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Hrafn Margeirsson Indriði Stefánsson

Fara fram á rannsókn á muninum á kostnaði við lagningu loftlínu og jarðstrengs, ásamt athugun á kostnaðarmismun á mismunandi leiðum. Fara fram á að gert verði nýtt kostnaðarmat af óháðum aðilum á lagningu jarðstrengs.

Gert verður kostnaðarmat á annars vegar loftlínu að hluta eða öllu leyti og hins vegar lagningu jarðstrengs að hluta eða öllu leyti. Umfjöllun um þetta verður í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

52

Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jóhannes Jóhannsson og Þóra Jóhannesdóttir Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Margeir Björnsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Ólafur Margeirsson Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón Gissurarson Jón H. Arnljótsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad.

Misræmi er í hæð mastra í texta, kafla 2.3, og við mynd 2.9. Óska eftir GPS staðsetningu og hæð hvers masturs.

Hefur verið lagað. Hæð mastra er áætluð á bilinu 17-32 m en flest eru um 20-26 m. Við verkhönnun eru möstrin mæld og staðsett nákvæmar. Niðurstöður verða í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

53

Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Starri Heiðmarsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Jón H. Arnljótsson Fer fram á að gerð verði grein fyrir stærð plana við möstur. Gerð verður grein fyrir þessu í frummatsskýrslu. Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Margeir Björnsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir

Gera athugasemd við að í drögum er ekki gerð grein fyrir valkostum á staðsetningu tengivirkja. Spurt hvort eigi að gera sérstakt umhverfismat vegna þeirra.

Endanleg staðsetning tengivirkja liggur ekki fyrir. Þau eru ekki matsskyld sem slík. Fjallað verður nánar um tengivirki í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

54

Rakel Heiðmarsdóttir Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson

Óska eftir því að umhverfisáhrif lagningar jarðstrengs verði metin og samanburður gerður á lagningu jarðstrengs og loftlínu.

Verður fjallað um í frummatsskýrslu.

B. Pálsson Fer fram á að metnir verði kostir þess að leggja línu í jörð, einkum á viðkvæmum svæðum.

Verður fjallað um í frummatsskýrslu.

Ólafur Margeirsson Fer fram á skýringar á því hvernig og hve hátt umhverfisáhrif eru verðlögð við gerð kostnaðar- og ábatagreiningar og samanburð við aðra þætti og mögulegar leiðir eða lagningaraðferðir við flutning á raforku.

Umfjöllun um mismunandi kostnað vegna jarðstrengs og loftlínu verður í frummatsskýrslu.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón Gissurarson Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Kristinn Stefánsson og Sigurborg Rögnvaldsdóttir Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Starri Heiðmarsson

Óskar eftir gögnum sem styðja það að jarðstrengur hafi mun meira jarðrask í för með sér en loftlína.

Ítarleg umfjöllun um jarðrask við lagningu jarðstrengja í samanburði við loftlínur verður í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

55

Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón Gissurarson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir

Óskar eftir gögnum sem styðja þá fullyrðingu að jarðstrengur sé tæknilega óhagkvæmari lausn en loftlína m.t.t. rekstrar- og afhendingaröryggis.

Ítarleg umfjöllun um lagningu jarðstrengja í samanburði við loftlínur m.t.t. rekstrar- og afhendingaröryggis verður í frummatsskýrslu.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson

Óska eftir upplýsingum um áætlaðan rekstrartíma línunnar í ljósi þess að líftími jarðstrengja sé minni en loftlína.

Áætlaður rekstrartími háspennulínu er áætlaður yfir 50 ár.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

56

Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Jóhannes Jóhannsson og Þóra Jóhannesdóttir Jón Gissurarson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Þórhildur B. Jakobsdóttir

Óskar eftir upplýsingum sem styðja þá fullyrðingu að mun lengri tíma taki að finna og gera við jarðstreng en loftlínu sem hafi áhrif á afhendingaröryggi raforku.

Viðkomandi upplýsingar um bilanaleit og viðgerðartíma byggja á rekstrarreynslu innan lands og utan.

Benedikt Benediktsson Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Margeir Björnsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Ólafur Margeirsson Óli Sigurjón Pétursson Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Þórhildur B. Jakobsdóttir Þórunn Sólveig Ólafsdóttir

Gera athugasemd við að í drögum er hvergi minnst á þingsályktunartillögu sem lögð var fyrir 135. löggjafarþing 2007-2008 sem kvað á um skipan nefndar sem móti stefnu um hvernig megi leggja raflínur í jörð í framtíðinni.

Umfjöllun um lagningu jarðstrengja m.t.t stefnu stjórnvalda verður í frummatsskýrslu.

Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Sveinsson

Óska skýringa á því að í drögum er hvergi minnst á að reka eigi línuna með hálfum afköstum, eins og fjallað var um í Mbl 9/8 2008, og hvers vegna sjálfsagt þykir að byggja meiri mannvirki en þörf er á.

Blöndulína 3 verður fyrst um sinn rekin á 132 kV spennu, en línan sjálf verður byggð fyrir 220 kV spennu, til að geta lengur fullnægt flutningsþörf

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

57

E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gísli Rúnar Konnráðsson og Arna Björg Bjarnadóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jóhannes Jóhannsson og Þóra Jóhannesdóttir Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Margeir Björnsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir

Ekki kemur fram í drögum hvenær fullnýta á línuna. Óska eftir upplýsingum um hvort þörf fyrir breytingar og aðlögun á flutningskerfinu hafi verið metin til framtíðar.

meginkerfis raforku á Norðurlandi. Nánari umfjöllun um flutningsgetu línunnar og rekstrarspennu verður í frummatsskýrslu.

Einar Gunnarsson og Íris Olga Lúðvíksdóttir Hreppsnefnd Akrahrepps

Benda á að ekki komi fram hvort eða hvenær á að fjarlægja eldri byggðalínu.

Gert er ráð fyrir að núverandi byggðalína muni þjóna hlutverki sínu enn um sinn. Nánari umfjöllun um framtíð núverandi byggðalínu verður í frummatsskýrslu.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson

Telja ástæða til að bæta umfjöllun um líftíma framkvæmdar og frágang raskaðra svæða.

Umfjöllun um líftíma framkvæmdar verður í frummatsskýrslu. Nánar verður gerð grein fyrir frágangi í frummatsskýrslu sbr. kafla 2.7.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

58

E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Jón Gissurarson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Þórhildur B. Jakobsdóttir Jón H. Arnljótsson Fer fram á að gerð verði grein fyrir röskun á uppgræðslu og framræslu

vegna framkvæmdarinnar. Nánar verður gerð grein fyrir frágangi í frummatsskýrslu sbr. kafla 2.7.

Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Rakel Heiðmarsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson

Óska eftir lýsingu á því með hvaða hætti val fari fram á svæðum sem sáð eða borið verður í ( kafli 2.7, Frágangur).

Nánar verður gerð grein fyrir frágangi í frummatsskýrslu sbr. kafla 2.7.Einnig verður gerð grein fyrir samráði við hlutaðeigandi stofnanir.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Jón Gissurarson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson

Óska eftir umfjöllun um að með byggingarbanni á helgunarsvæði háspennulína sé gengið á möguleika til byggingar sumarhúsa o.fl. (telja fælingarmátt háspennulína verulegan).

Byggingarbannsvæði er ákveðið með lögum og er að jafnaði 65-85 metrar fyrir 220 kV línu. Umfjöllun um takmarkanir á landnotkun vegna byggingabannssvæðis verður í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

59

Unnar Már Pétursson Þórhildur B. Jakobsdóttir Jón H. Arnljótsson Fer fram á að greint verði frá því hvort byggingarbann á helgunarsvæði

línu leiði til niðurrifs núv. mannvirkja. Þessu atriði verður gerð skil í frummatsskýrslu.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Hrafn Margeirsson Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Helga Þórðardóttir Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jóhannes Jóhannsson og Þóra Jóhannesdóttir Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón Gissurarson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir

Gera athugasemd við að ekki er gerð grein fyrir slóða- og vegagerð í drögum, eingöngu sagt að slóðagerð verði í lágmarki. Benda á að gera þurfi grein fyrir hliðarslóðum að möstrum, fjölda þeirra og staðsetningu (mynd 2.2 og 2.8). Óska eftir upplýsingum um hvort slóðagerð meðfram línu fari í sérstakt mat á umhverfisáhrifum/hvort matsskylda hafi verið athuguð. Óska eftir að athugunarsvæði verði skilgreint á ný m.t.t. hliðarslóða.

Í frummatsskýrslu verður ítarleg umfjöllun og kortlagning vegslóða. Ekki er búið að svo stöddu að velja slóðir og því ekki hægt að fjalla um þær enda hluti verkhönnunar sem gerð verður grein fyrir í frummatsskýrslu. Slóðir eru ekki matsskyldar heldur eru þær hluti af framkvæmd. Gert er ráð fyrir að 300 m athugunarsvæði dugi vegna slóðagerðar.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

60

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Þórhildur B. Jakobsdóttir

Gera athugasemd við að efnistökustaðir eru ekki skilgreindir í drögunum og hvort hefja þurfi efnistöku á nýjum stöðum.

Upplýsingar um þetta liggja eðlilega ekki fyrir þar sem slíkt er unnið að við verkhönnun. Gerð verður grein fyrir efnistöku í frummatskýrslu með ítarlegum hætti.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Jón Gissurarson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Unnar Már Pétursson

Telja að skilgreina þurfi hvort línuvegur verði opinn/lokaður almenningi og að meta þurfi áhrif á umhverfið ef hann verður opinn.

Verður gert í frummatsskýrslu. Gert er ráð fyrir að það verði samkomulagsatriði milli Landsnets og landeigenda í hverju tilviki.

Margeir Björnsson Starri Heiðmarsson

Telja að við mat á umhverfisáhrifum þurfi að fjalla um hvort slóðagerð opni leið fyrir mótorkross hjól/fjórhjól/veiðiþjófa á nýja staði.

Umfjöllun um vegslóðir, takmörkun aðgengis um þær milli jarða og lokun þeirra verður í frummatsskýrslu.

Óli Sigurjón Pétursson Hefur miklar áhyggjur af því að umferð um vegslóða, rafmagn, eldingar Umfjöllun um vegslóðir, takmörkun aðgengis um

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

61

og fleiri þættir muni hafa mikil áhrif á uppeldissvæði hrossa í sínu landi. Spyr hvernig á að koma í veg fyrir óæskilega umferð um land sitt eftir vegalagningu og hver eigi að passa upp á að skepnur fari ekki burt.

þær milli jarða og lokun þeirra verður í frummatsskýrslu.

Jón H. Arnljótsson Fer fram á að gerð verði grein fyrir því hvernig vegslóðum meðfram línum verði lokað á mörkum jarða. Gerir kröfu um að hlið verði búfjárheld og hættulaus búfénaði. Fer fram á að lýst verði hvernig búfé verði hindrað í að fara á milli jarða á framkvæmdatíma.

Umfjöllun um vegslóðir, takmörkun aðgengis um þær milli jarða og lokun þeirra verður í frummatsskýrslu.

Kristinn Stefánsson og Sigurborg Rögnvaldsdóttir Leggja til að í umfjöllun um bein áhrif framkvæmdar á umhverfið verði metnir allir valkostir, einnig jarðstrengir.

Áhrif jarðstrengja verða metin í frummatsskýrslu.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslína Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón Gissurarson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Starri Heiðmarsson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir

Óska eftir að fjallað verði um helstu umhverfisáhrif að loknum rekstrartíma.

Áhrif greinast í áhrif á framkvæmdatíma og áhrif á rekstrartíma. Gert er ráð fyrir að rekstrartími verði tugir ára þannig að umfjöllun um hann yrði ekki markviss að mati framkvæmdaraðila.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson

Fara fram á mat á afturkræfni vegslóða með línu og hliðarvega að möstrum sem og lagningu jarðstrengja.

Umfjöllun um afturkræfni slóða og línu í jörð verður í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

62

Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón Gissurarson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Anna Sigríður Sigmundsdóttir Árni Richard Árnason B. Pálsson Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Einar Ólafsson Eymundur Þórarinsson Hanna K. Pétursdóttir Helga Þórðardóttir Helgi Bergþórsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Hrefna Þórarinsdóttir Jón Gissurarson Jón H. Arnljótsson

Benda á að mannvirkjalaus svæði séu mjög viðkvæm, að við val á staðsetningu línu þurfi að athuga hversu viðkvæmur viðtakinn er. Telja að meta þurfi áhrif framkvæmdar á núv. eða fyrirhugaða landnotkun, s.s. á skógrækt, kornrækt, sumarhúsabyggð, ferðaþjónustu, landbúnað og hrossarækt.

Umfjöllun um sjónræn áhrif verður í frummatsskýrslu, sjá kafla 4.3. Umfjöllun um áhrif á aðra þætti, s.s. landnotkun , verður í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

63

Magnús Pétursson Margeir Björnsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. María Reykdal Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Ólafur Margeirsson Óli Sigurjón Pétursson Pétur Sigmundsson Rakel Ingólfsdóttir Sigmundur Magnússon Sigurður Sigmundsson Sólborg Þórarinsdóttir Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Unnar Már Pétursson Þórunn Sólveig Ólafsdóttir Ólafur Margeirsson Bendir á að samkvæmt lögum skuli takmarka sem mest allan óþarfa

hávaða og rask í sumarhúsabyggðum og að skipulögð sé slík byggð þar sem fyrirhuguð Efribyggðarleið liggur um.

Lýsing á áhrifum á framkvæmdatíma verður í frummatsskýrslu.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad.

Telja að gera þurfi grein fyrir valkostum er varðar útlit mastra og efnisnotkun og meta sjónræn áhrif mismunandi gerða.

Sjá kafla 2.3.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

64

Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Jón Gissurarson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson

Telja að við mat á sjónrænum áhrifum verði ekki eingöngu metin áhrif mannvirkja á landslag heldur einnig hvaða áhrif landslagsgreining muni hafa á línuleið og staðsetningu mannvirkja.

Umfjöllun verður í frummatsskýrslu um hvernig landslagsgreining mun hafa áhrif á línuleið innan skilgreinds áhrifasvæðis og til að meta vægi áhrifa. Nánari umfjöllun um sjónræn áhrif verður í frummatsskýrslu, sjá kafla 4.3.

Jóhannes Jóhannsson og Þóra Jóhannesdóttir Jón H. Arnljótsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Þ. Hallgrímsson Ólafur Margeirsson Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson Þórunn Sólveig Ólafsdóttir

Telja að fyrirhuguð framkvæmd muni hafa gríðarlega neikvæð áhrif á útlit Mælifellshnjúks og spilla útsýni af tindi hans.

Umfjöllun um sjónræn áhrif verður í frummatsskýrslu, sjá kafla 4.3.

Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Margeirsson

Spyrja hvað felist í því að sýnileiki línunnar og tengivirkja verði sýndur á myndum og kortum þar sem því verður við komið? Óska eftir því að sjónræn áhrif línunnar verði metin bæði að sumri og

Umfjöllun um sjónræn áhrif verður í frummatsskýrslu, sjá kafla 4.3. Með sýnileika er m.a. átt við hversu mörg möstur sjást frá ákveðnum

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

65

Rakel Heiðmarsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson

vetri. stað.

Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Margeirsson Rakel Heiðmarsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson

Óska eftir nánari skilgreiningu á hvaða völdu staði verður farið á í vettvangsferðir við mat á sjónrænum áhrifum, er listinn sem vísað er til í heimildum tæmandi/til viðmiðunar? Einnig í hve mikilli fjarlægð markverðir staðir eru sem farið verður á, verður t.d. farið í Drangey eða upp á Mælifellshnjúk?

Reynt verður að velja m.a. staði frá þjóðvegum og heimtröðum bæja auk annarra staða þar sem líkur eru á að línan muni sjást. Algeng viðmiðun við sýnileikakannanir er 5 km radius.

Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Margeirsson Rakel Heiðmarsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson

Spyrja hvort að við mat á samfélagslegum áhrifum verði gerð viðhorfskönnun meðal íbúa Skagafjarðar og Akrahrepps, og eigenda sumarhúsa til sjónrænna áhrifa vegna framkvæmdarinnar.

Ekki er fyrirhugað að gera sérstakar samfélagslegar athuganir. Hins vegar verður lögð áhersla á að gera ítarlega grein fyrir sjónrænum áhrifum eins og fram kemur í kafla 4.3.

Kristinn Stefánsson og Sigurborg Rögnvaldsdóttir Fara fram á að stuðst verði við athuganir á upplifun heimamanna sem og ferðamanna á ásýnd landslags á fjölförnum leiðum. Þar verði einnig núllkostur sem og jarðstrengir bornir saman við áhrif sem fylgdu allt að 32 m möstrum.

Áhrifum á ferðamennsku verður gerð skil í frummatsskýrslu. Ýmsir kostir verða athugaðir í frummatsskýrslu, þ.á m. núll kostur.

Árni Richard Árnason B. Pálsson Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Gísli Rúnar Konnráðsson og Arna Björg Bjarnadóttir Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Jón Gissurarson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Unnar Már Pétursson Þórunn Rakel Gylfadóttir

Telja að meta eigi áhrif framkvæmdar á ferðamennsku og útivist, s.s. á skíðasvæði ofan við Akureyri og reiðleiðir og flúðasiglingar í Skagafirði. Spurt er hvernig meta á tekjumissi bænda af ferðamennsku.

Áhrifum á ferðamennsku verður gerð skil í frummatsskýrslu.

Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad.

Óska eftir skilgreiningu á því hvað telst vera fjölfarinn vegur, bent á að Mælifellsdalur er fjölfarin leið hestamanna.

Þjóðvegir milli landshluta eru taldir fjölfarnir.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

66

Ólafur Margeirsson Rakel Heiðmarsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson

Óska eftir könnun á fjölda ferðamanna í skipulögðum ferðum um Mælifellsdal, þeirra sem gengið hafa á Mælifellshnjúk, fjölda ferðamanna sem fer um Tungusveit á leið í siglingar á Jökulsám.

Áhrif á ferðamennsku verður gerð skil í frummatsskýrslu.

Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Rakel Heiðmarsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson

Finnst óljóst hvort inni í skilgreiningu á íbúðabyggð sé bæði heilsársbyggð og sumarhúsabyggð eða eingöngu heilsárbyggð.

Umfjöllun um þetta verður í frummatsskýrslu.

Jón H. Arnljótsson Fer fram á að lýst verði áhrifum á ræktað land og möguleikum til ræktunar á áhrifasvæði línunnar.

Umfjöllun um þetta verður í frummatsskýrslu.

Margeir Björnsson Þórunn Rakel Gylfadóttir Þórunn Sólveig Ólafsdóttir

Telja að meta þurfi áhrif framkvæmdar (rafsegulgeislunar) á lífræna ræktun/lífrænan búskap. Hafa áhyggjur af tekjumissi og ímyndunarhnekki. Spurt er hvernig lagt verði upp með verðmat fyrir jarðir sem stundað hafa lífrænan búskap sem og tekjumissi.

Umfjöllun um þetta verður í frummatsskýrslu.

Sveinn Margeirsson Vill meina að fyrirhuguð lína muni hefta þróun á svæðinu og verða þess valdandi að atvinnutækifæri tapist.

Erfitt að áætla um þennan þátt, aukinn raforkuflutningur gæti haft þau áhrif að fleiri fyrirtæki sæki inn á svæðið. Um þetta verður fjallað í frummatsskýrslu.

Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Hrafn Margeirsson Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón H. Arnljótsson Ólafur Þ. Hallgrímsson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir

Fara fram á mat á heilsufarsáhrifum línunnar á menn, einkum börn og þungaðar konur, og skepnur, bæði hesta og villt dýr. Telja að heilsufarsleg áhætta fylgi svo stórum raflínum.

Sjá hér að neðan.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

67

Óli Sigurjón Pétursson Sveinn Margeirsson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir Þórunn Rakel Gylfadóttir Þórunn Sólveig Ólafsdóttir Brynjólfur Snorrason Einar Gunnarsson og Íris Olga Lúðvíksdóttir

Spyrja afhverju ekki sé vitnað í nein gögn eða heimildir um raf- og segulsvið í drögunum/fara fram á rannsóknir á áhrifum þess á gróður og dýralíf.

Gagnasöfnun vegna þessara atriða fyrir umfjöllun í frummatsskýrslu stendur yfir.

Jón H. Arnljótsson Fer fram á að mat á áhrifum línunnar á göngu og heilsufar búpenings á framkvæmdatíma og rekstrartíma og það tjón sem búfjáreigendur verða fyrir vegna þessa.

Sjá kafla 4.5.2.

Jón H. Arnljótsson Gerir þá kröfu að a.m.k. ein sláturtíð líði áður en framkvæmd hefst svo að tóm gefist til að aðlaga búfjárhald að breytingunum.

Ráðgert er að framkvæmdatími byggingar háspennulínunnar sé um 2 ár og að framkvæmdir hefjist að lokinni undirbúningsvinnu, s.s. afgreiðslu skipulagsáætlana og mati á umhverfisáhrifum.

Ingibjörg E. Björnsdóttir Valgeir Bjarnason

Fara fram á rannsókn á sinkmengun, þ.e. mat á áhættu vegna sinkmengunar frá háspennumöstrum.

Gerð verður grein fyrir þessu atriði í frummatsskýrslu og stuðst við innlendar rannsóknir.

Ingibjörg E. Björnsdóttir Ólafur Margeirsson Valgeir Bjarnason

Fara fram á að gert verði hættumat línu fyrir fugla á flugi, hversu margir kunna að farast árlega.

Umfjöllun um áflugshættu verður í frummatsskýrslu.

Þórunn Rakel Gylfadóttir Spyr hvort segulsvið hafi áhrif á ratvísi og varpval fugla. Umfjöllun um áhrif segulsviðs verður í frummatsskýrslu.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir

Benda á að rannsóknarsvæði fyrir jarðfræði, lífríki, náttúruvernd og fornminjar og mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar nái ekki yfir lagnaleið að Rangárvöllum ofan við Akureyri, mynd 2.8. Skilgreina þarf áhrifasvæðið þangað.

Ekki er enn ljóst hvernig tengingu Blöndulínu 3 við tengivirki ofan Akureyrar verður hátta. Gerð verður grein fyrir áformaðri tengingu í frummatsskýrslu og áhrifasvæðið skilgreint að nýju ef þörf krefur þannig að það nái yfir lagnaleiðina.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

68

Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón Gissurarson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Rakel Ingólfsdóttir Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir Jón H. Arnljótsson Fer fram á að rannsóknarsvæðið verði stækkað. Gert er ráð fyrir að rannsóknarsvæðið vegna

náttúrufarsrannsókna og fornleifaúttektar sé á 300 m belti. Ekki er talið að það sé of þröngt.

Jón H. Arnljótsson Gerir athugasemd við að rannsóknir frá einu sumri séu taldar nægjanlegar til að kortleggja varpsvæði fugla. Gerir einnig athugasemd við að fram komi að heimildum verði safnað um landdýr en ekki hvaða heimildir sé um að ræða, hvernig þeim verði safnað eða hvaða dýr sé um að ræða.

Umfjöllun um fugla og önnur dýr verður í frummatsskýrslu. Þar mun einnig verða fjallað um áreiðanleika rannsóknanna.

Benedikt Benediktsson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gísli Rúnar Konnráðsson og Arna Björg Bjarnadóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón H. Arnljótsson Margeir Björnsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind

Fara fram á ýtarlegri athuganir á gróðri og dýrum, að athuganir verði gerðar á lágplöntum (mosum og fléttum), á kólfsveppum, á varpþéttleika fugla, einkum rjúpu, á tegundafjölbreytni skordýra og áttfættlna.

Umfjöllun um fugla og önnur dýr verður í frummatsskýrslu líkt og fram kemur í kafla 5.2.3. Ekki er talin þörf á að skoða lágplöntur eða smádýralíf.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

69

Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir Þórunn Rakel Gylfadóttir Fer fram á rannsókn á berjalyngi og lækningajurtum á helgunarsvæði

línunnar. Í frummatsskýrslu verður kannað hvaða áhrif lagning háspennulínanna hefur á almenna landnotkun.

Ólafur Margeirsson Fer fram á ýtarlegt mat á stofnstærð tófu á framkvæmdasvæðinu. Almennt er ekki talið að lagning háspennulínu hafi áhrif á stofnstærð tófu. Umfjöllun um áhrif á dýralíf verður í frummatsskýrslu.

Jón H. Arnljótsson Fer fram á mat á áhrifum línunnar á aðsækni refs á rekstrartíma. Ekki er talin þörf á rannsókn á þessu atriði. Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Margeirsson Rakel Heiðmarsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson

Óska eftir fornleifarannsókn á hinum forna Kjalvegi, sem talinn er hefjast milli kirkju og bæjar á Mælifelli. Fyrirhuguð lína mun liggja þvert yfir þetta svæði.

Fornleifaathugun stendur yfir á línuleiðum og verða niðurstöður birtar í frummatsskýrslu.

Jón H. Arnljótsson Gerir athugasemd við að ekki sé fyrirhuguð athugun á jarðhita og mögulegri röskun á nýtingu hans.

Lagning háspennulína hefur ekki áhrif á nýtingu jarðhita á svæðinu.

Hrafn Margeirsson Fer fram á ítarlegar rannsóknir á vatnsbólum á allri línuleiðinni. Áhrif lagningar háspennulínanna á vatnsból verða gerð skil í frummatsskýrslu.

E. Kristján Gissurarson Jón Gissurarson

Óskar eftir að tillit verði tekið til varplands smyrils og fálka, mikils rjúpnalands og friðlands fugla í landi Valadals í Skörðum, sem og skógræktar við hlið línustæðis.

Gerð verður grein fyrir hugsanlegum áhrifum á lífríki í frummatsskýrslu.

Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gísli Rúnar Konnráðsson og Arna Björg Bjarnadóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og

Óska eftir mati á áhrifum línunnar á nytjar fugla og fiska. Mat verði gert á áhrifum línunnar á fiskgengd í allar veiðiár innan áhrifasvæðis hennar með áherslu á þekkta veiðistaði. Spurt hvort segulsvið hafi áhrif á göngu seiða í ám. Kynna þarf framkvæmdina fyrir veiðifélögum.

Gerð verður grein fyrir hugsanlegum áhrifum á lífríki í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

70

Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón Gissurarson Margeir Björnsson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þórunn Rakel Gylfadóttir Þórhildur B. Jakobsdóttir Jón H. Arnljótsson Þórunn Rakel Gylfadóttir Þórunn Sólveig Ólafsdóttir

Óska eftir mati á áhrifum línunnar á nytjar berjalands og annarra íslenskra nytjajurta, sem og verðmati berjalands og annarra nytjajurta, sem og mati á kjaraskerðingu bænda og annarra vegna minnkunar berja- og nytjajurtalands. Spurt er hvernig berjaland án áburðar sé metið til móts við berjaland þar sem miklum áburði hefur verið dreift (telst þá ekki lífrænt).

Gerð verður grein fyrir áhrifum fyrirhugaðrar háspennulínu á landnoktun, s.s. almennrar nýtingar landssvæða við línurnar.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og

Óska eftir mati á áhrifum línuleiðar á öflun neysluvatns og brunnsvæði. Vegaslóðagerð getur raskað brunnsvæðum.

Gerð verður grein fyrir árifum á þessa þætti í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

71

Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Jón Gissurarson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason María Reykdal Bendir á að fyrirhuguð lína fer þvert yfir Svartá og mun raska lífríki

hennar. Ekki þarf að koma til að lagning háspennulínu hafi áhrif á vatnsföll þar sem unnið er sitt hvorum megin við. Gerð verður grein fyrir hugsanlegum áhrifum á þennan þátt í frummatsskýrslu.

María Reykdal Bendir á að fyrirhuguð lína muni m.a. liggja yfir heitavatnslindir sem eru nýttar til upphitunar og gróðurhúsaræktunar.

Gerð verður grein fyrir hvort vænta megi áhrifa á þessa þætti í frummatsskýrslu.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Helga Þórðardóttir Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Jón Gissurarson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir

Telja að áætla þurfi hljóðstig á framkvæmdatíma og rekstrartíma. Hafa áhyggjur af hávaða frá rafmagnsvírum þar sem það hvíni í þeim.

Gerð verður grein fyrir þessum þáttum í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

72

Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Unnar Már Pétursson Þórhildur B. Jakobsdóttir Jón H. Arnljótsson Fer fram á að áhrif línulagnar á fjarskipti og útsendingar fjölmiðla verði

metin svo og áhrif á framtíðaruppbyggingu slíkra hluta. Ekki fæst séð hvað fyrirhugaðar framkvæmir hafi með áhrif á þessa hluti að gera.

Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Margeir Björnsson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Þórhildur B. Jakobsdóttir

Fara fram á mat á losun gróðurhúsalofttegunda, bæði á framkvæmdatíma og rekstrartíma línunnar.

Við lagningu háspennulína er losun gróðurhúsalofttegunda ekki minni eða meiri en við aðrar verklegar framkvæmdir hér á landi, hvort sem um er að ræða matsskyldar framkvæmdir eður ei. . Ekki er talin þörf á að athuga þennan þátt sérstaklega.

Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson Hrafn Margeirsson Jóhannes Jóhannsson og Þóra Jóhannesdóttir Margeir Björnsson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Ólafur Margeirsson Óli Sigurjón Pétursson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Þórhildur B. Jakobsdóttir

Fara fram á gögn/áhættumat m.t.t. loftlínu sem sýnir að veðurfar (vindálag, ísing og eldingar) á línuleið ógni ekki afhendingaröryggi raforku, vilja sérfræðiálit.

Gögn um þessa þætti eru unnin í tengslum við frumhönnun línunnar og verður fjallað um þau í frummatsskýrslu.

Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Indriði Stefánsson Ingibjörg E. Björnsdóttir

Fara fram á áhættumat vegna skriðufalla, áhrif skriðufalla á afhendingaröryggi raforku og hvort vegalagning og/eða uppsetning mastra geti aukið líkur á skriðuföllum.

Gögn um þessa þætti eru unnin í tengslum við frumhönnun línunnar og verður fjallað um þau í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

73

Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jóhannes Jóhannsson og Þóra Jóhannesdóttir Jón E. Indriðason, Sig. Þóra Stormsd. og Bjarni Þór W. Álfsson Margeir Björnsson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Þórhildur B. Jakobsdóttir Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Eymundur Þorsteinsson og Ásta Þorsteinsdóttir Gíslíana Guðmundsd., Jóhannes Guðmunds. og Magnús Guðmunds. Helga Þórðardóttir Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Ingibjörg E. Björnsdóttir Jóhann Hjálmarsson, Guðný S. Hreiðarsdóttir og Sigurður Jóhannsson Jón Gissurarson Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Starri Heiðmarsson Sveinn Margeirsson

Benda á nauðsyn þess að á kortum með gróðurlendum, búsvæðum og jarðfræði sé mælikvarði stærri, það er á bilinu 1:25.000-1:5.000 (skv. leiðbeiningum Skipulagsstofnunar). Óska eftir að á korti verði sýnd búsvæði sjaldgæfra tegunda/á válista.

Gróðursamfélög og plöntutegundir á áhrifasvæðum verða skoðuð. Í skýrslu verður gefið yfirlit yfir gróðurfar á öllu línustæðinu. Gerð verður grein fyrir sérstæðum gróðursamfélögum og gerð verður grein fyrir tegundum háplantna sem teljast sjaldgæfar og eru á válista. Niðurstöður verða birtar í frummatsskýrslu.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

74

Unnar Már Pétursson Valgeir Bjarnason Jón H. Arnljótsson Gerir athugasemd við hve kort eru ónákvæm auk þess sem villur eru í

kortum þar sem landamerki eru ekki rétt og bæjarnöfn á röngum stað Unnið er með gagnagrunna eins og þeir koma frá opinberum aðilum. Notast verður við nýjustu upplýsingar um þessi atriði í frummatsskýrslu.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Margrét H. Indriðad., Helga R. Indriðad. og Berglind Indriðad. Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Ingólfsdóttir Rósa Björnsdóttir og Indriði Sigurjónsson Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson Þórhildur B. Jakobsdóttir

Gera athugasemd við að á myndum 2.3 og 2.8 er sama tákn notað fyrir línuleið valkosts 2 og fyrir jarðamörk, getur valdið ruglingi.

Hefur verið lagað.

Benedikt Benediktsson Björn Margeirsson Hrafn Margeirsson Margeir Björnsson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Starri Heiðmarsson Unnar Már Pétursson Þórhildur B. Jakobsdóttir

Gera athugasemd við notkun heimilda, geta ekki séð hvar heimildir í heimildalista eru notaðar í skýrslunni.

Í heimildalista eru helstu heimildir sem notaðar verða við gerð frummatsskýrslu. Í frummatsskýrslu verður betur gerð grein fyrir notkun heimilda eftir því sem við á.

Árni Richard Árnason Benedikt Benediktsson Birgir Hauksson Björn Margeirsson Björn Sveinsson E. Kristján Gissurarson Helga Þórðardóttir

Telja æskilegt að skýra betur hvernig fyrirhugað er að setja fram niðurstöður matsins í frummatsskýrslu, hvar, hvenær og hvernig.

Tekið er á þessum atriðum í kafla 4.

Blöndulína 3

Tillaga að matsáætlun

75

Hrafn Margeirsson Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Jón Gissurarson Ólafur Björnsson og Anna Ragnarsdóttir Óli Sigurjón Pétursson Rakel Heiðmarsdóttir Rakel Ingólfsdóttir Sveinn Margeirsson Unnar Már Pétursson

Landsnet Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík Sími 567 9300 Fax 563 9309 [email protected] www.landsnet.is

Landsnet Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík Sími 563 9300 Fax 563 9309 [email protected] www.landsnet.is