barnabæjarblaðið - atvinnuauglýsingar 2013

10
„Verkefnið er vel útfært og gert spennandi fyrir ungmenni og gerir þau færari að takast á við hugtök framtíðarinnar i efnahagsmálum sem vonandi skilar sér í hagsæld þeim til handa í framtíðinni,“ sagði Brian Daniel Marshall, formaður dómnefndar. Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 18. sinn miðvikudaginn 15. maí við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir afhenti verðlaunin. Verðlaununum veittu viðtöku fulltrúar skólans, foreldra, kennara, nemenda og nærsamfélagsins. „Þetta er mikill gleðidagur í sögu Barnabæjar,” sagði Ragnar bæjarfógeti og brosti út að eyrum. Vordagar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 28.—31. maí 2013 B ARNABÆR B ES Allir aðildarfulltrúar Barnabæjar samankomnir með Katrínu Jakobsdóttur og Katli Berg Magnússyni, formanni Heimilis og skóla. Barnabæjarblaðið Sérblað—Atvinnuauglýsingar Barnabær verðlaunaður Fríríkið Barnabær—þversnið þjóðfélags fékk hvatningarverðlaun Heimils og skóla 2013, sem afhent voru í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík 15. maí síðastliðinn. S KOÐIÐ AUGLÝSINGAR BLAÐSINS VEL H EIMA . F YLLIÐ SVO ÚT UMSÓKNINA Á BAKSÍÐU BLAÐSINS OG SKILIÐ TIL UMSJÓNAKENNARA MÁNUDAGINN 20. MAÍ . S LÍKA : BARNABAER . BARNASKOLINN . IS

Upload: frida-gardarsdottir

Post on 27-Jan-2016

223 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Atvinnuauglýsingar fyrir Barnabæ maí 2013.

TRANSCRIPT

Page 1: Barnabæjarblaðið - Atvinnuauglýsingar 2013

„Verkefnið er vel útfært og gert spennandi fyrir ungmenni og gerir þau færari að takast á við hugtök framtíðarinnar i efnahagsmálum sem vonandi skilar sér í hagsæld þeim til handa í framtíðinni,“ sagði Brian Daniel Marshall, formaður dómnefndar.

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 18. sinn miðvikudaginn 15. maí við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir afhenti verðlaunin.

Verðlaununum veittu viðtöku fulltrúar skólans, foreldra, kennara, nemenda og nærsamfélagsins. „Þetta er mikill gleðidagur í sögu Barnabæjar,” sagði Ragnar bæjarfógeti og brosti út að eyrum.

FÖSTUDAGUR 17 . MAÍ 2013 ÁRG. 3 . TLBL. 1

Vordagar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 28.—31. maí 2013 BARNABÆR BES

Allir aðildarfulltrúar Barnabæjar samankomnir með Katrínu Jakobsdóttur og Katli Berg Magnússyni, formanni Heimilis og skóla.

Barnabæjarblaðið

Sérblað—Atvinnuauglýsingar

Barnabær verðlaunaður Fríríkið Barnabær—þversnið þjóðfélags fékk hvatningarverðlaun Heimils og skóla 2013, sem afhent voru í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík 15. maí síðastliðinn.

SKOÐIÐ AUGLÝSINGAR BLAÐSINS VEL HEIMA.

FYLLIÐ SVO ÚT UMSÓKNINA Á BAKSÍÐU

BLAÐSINS OG SKILIÐ TIL UMSJÓNAKENNARA MÁNUDAGINN 20. MAÍ. S JÁ LÍKA : BARNABAER .BARNASKOLINN . IS

Page 2: Barnabæjarblaðið - Atvinnuauglýsingar 2013

2

Fimmtudaginn, 2. maí kom Birgir Smári Ársælsson frá lýðræðisfélaginu Öldu og ræddi við bæjarstjórnina.

Hann ræddi um nokkrar stoðir lýðræðisins. Birgir Smári hvatti Barnabæ til að setja form lýðræðis og fylgja því. Að ganga fremur lengra en skemur.

Hann sagði frá því formi fundarstjórnar sem Alda notar. Þar er kosinn fundarstjóri sem hefur það verkefni að sjá til að allir komist að og sá sem talar hverju sinni fái að tala óáreittur. Í staðin

fyrir frammíköll nota fundarmenn handatákn á fundum, t.d. þýðir upprétt hönd að sá vilji komast að og tjá sig. Ef notað er handartáknið „lítið“ vill sá rétt skjóta athugsemd að. Í stað þess að láta gleði sína í ljós með frammíköllum

er höndunum veifað. Fundarritari skráir niður allar ákvarðanir og þau mál sem um var rætt.

Hann sagði líka frá skólum sem hafa reynt sig í beinu lýðræði. T.d. hinn þekkti Summerhills í Bretlandi.

Meðal þess sem bæjarstjórn ræddi við Birgi Smára frá lýðræðisfélaginu Öldu var:

• Hringurinn er form lýðræðis – í hringborðsumræðum sitja allir jafn nálægt og allir geta horft framan hvern annan.

• Aðgengi upplýsinga verður að vera gott, faldar upplýsingar vinna gegn lýðræði.

• Gagnsæi er mikilvægt, að allir skilji hvernig ákvarðanir eru teknar.

• Mikilvægt er að hægt sé að fylgja ferli ákvarðana skref fyrir skref.

• Þeir sem taka ákvarðanir verða að geta rökstutt og kynnt hugmyndir sínar áður en ákvarðanir eru teknar.

• Gagnkvæmt traust verður að ríkja.

• Lýðræði má ekki vera valið heldur virkt – í lýðræði má ekki bara leyfa að taka valdar ákvarðanir heldur allar.

Lýðræðisleg bæjarstjórn Barnabæjar Í Barnabæ fundar lýðræðislega kjörin bæjarstjórn með reglulegu millibili vikurnar fram að Barnabæjardögunum, skipuleggur fríríkið og tekur mikilvægar ákvarðanir varðandi hagstjórn og málefnavinnu.

Bæjarstjórnin fundar með Birgi Smára.

Bæjarstjórn Barnabæjar:

• Hrafn Arnarson

• Linda Rut Long Björnsdóttir

• Linda Ósk Valdimarsdóttir

• Signý Ósk Vernharðsdóttir,

• Úlfur Þór Böðvarsson

• Halldóra S. Kristjánsdóttir

• James Hrafn Bichard

• Hjördís Rún Gísladóttir

Page 3: Barnabæjarblaðið - Atvinnuauglýsingar 2013

3 Barnabæjarblaðið

Page 4: Barnabæjarblaðið - Atvinnuauglýsingar 2013

4 Árg. 3. Tlbl. 1

BÍLAVIÐGERÐIR JÚLLA

óska eftir þremur áhugasömum

og ábyrgum krökkum í 7.-9.

bekk til starfa á verkstæðið.

Áhugasamir merki umsóknina: “Bílaviðgerðir”

Page 5: Barnabæjarblaðið - Atvinnuauglýsingar 2013

5 Barnabæjarblaðið

Page 6: Barnabæjarblaðið - Atvinnuauglýsingar 2013

4 Árg. 3. Tlbl. 1

Page 7: Barnabæjarblaðið - Atvinnuauglýsingar 2013

Gallerí Guys and teens óskar eftir allt að tíu

myndlistarkrökkum og -unglingum á öllum aldri til

að mála, sýna og selja í galleríinu.

Við vinnum með ýmsar myndlistarstefnur Merkið umsóknina: “Gallerí”

Barnabæjarblaðið 7 Barnabæjarblaðið

Page 8: Barnabæjarblaðið - Atvinnuauglýsingar 2013

VILTU VINNA Í HESTHÚSI? Elskarðu hesta?

Viltu vinna við að hirða hesta og vinna útivinnu? Viltu læra að teyma hesta? Hesthús Jessicu óskar eftir fjórum duglegum krökkum í 4.—6. bekk. Merkið umsóknina: “Hesthús”

Merkið umsóknina: “Pappamassi”

6

Page 9: Barnabæjarblaðið - Atvinnuauglýsingar 2013

9 Barnabæjarblaðið

Barnabæjarpressan ehf. — fjölmiðlasamsteypa Barnabæjar &

leitar að 7-8 öflugum blaðamönnum úr 1.-9. bekk til starfa. Umsækjendur verða að vera forvitnir, vinnusamir, sjálfstæðir og hugmyndaríkir. Áhugi á myndvinnslu og/eða ritun nauðsynlegur. Tölvukunnátta æskileg.

Merkið umsóknina: “Blaðamaður”

Barnabæjarblaðið B-TÚBAN

ÞRAUTIR OG SPRELL MEÐ LEIKSSKÓLUNUM!

2-4 hressum krökkum úr 2.-5. bekk er boðið að sækja um vinnu með

krökkunum sem koma í fyrsta bekk á næsta ári og verða með eigin

spennandi starfsstöð í Barnabæ!

Fjölbreytt og skemmtileg vinna :)

Merkið umsóknina: “Leikskóli”

Page 10: Barnabæjarblaðið - Atvinnuauglýsingar 2013

Vordagar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 28.—31. maí 2013 BARNABÆR BES

Barnabæjarblaðið

Sérblað—Atvinnuauglýsingar

BÓKAMARKAÐUR BARNABÆJAR! - Bókamarkaður Barnabæjar auglýsir eftir 12 góðum, traustum og hugmyndaríkum bókaormum/starfsmönnum á aldrinum 8 til 11 ára. Starfskröfur eru: hafa áhuga á bókum og öllu sem við kemur þeim, ásamt því að kunna stafrófið. Starfið felst í hreinsun, flokkun og verðlagningu á bókum ásamt fleira sem snýr að bókum, eins og gerð bókamerkja, auglýsinga og lógó fyrir bókamarkað. Bókamarkaðurinn verður með aðstöðu á skólabókasafninu á Stokkseyri.

Merkið umsóknina: “Bókamarkaður”