arsskyrsla isor 2008 2 - jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns umsvifin í orkugeiranum á...

32
ÁRSSKÝRSLA 2007 á vit verðmæta

Upload: trinhminh

Post on 27-Mar-2019

221 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

Á R S S K Ý R S L A 2 0 0 7á vit verðmæta

Page 2: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

Efnisyfirlit

Ávarp stjórnarformanns 3

Starfsemi ÍSOR 2007 4

Reikningar ÍSOR 2007 6

Yfirlit um verkefni 8

Sjálfbær jarðhitanýting 12

Affallsvatn frá jarðhitavirkjun 14

Torfajökull - megineldstöð og jarðhiti 16

Binding koltvísýrings í bergi - tilraunaverkefni 18

Sundagöng - jarðfræði og berggæði 20

Níkaragva - þróunarsamvinna 22

Hverastrýtur - jarðhiti á hafsbotni 24

ÍSOR activities in 2007 26

Skrá yfir skýrslur og greinar 28

Atburðir ársins 31

ÍSLENSKAR ORKURANNSÓKNIR

Reykjavík: Orkugarður, Grensásvegi 9, 108 Rvk., Sími: 528 1500 - Fax: 528 1699

Akureyri: Rangárvöllum, P.O. Box 30, 602 Ak.Sími: 528 1500 - Fax: 528 1599

[email protected] - www.isor.is

Ritnefnd: Páll, Jón Örn, Hrafnhildur og Brynja. Umbrot: Brynja Jónsdóttir. Prentun og myndvinnsla: Svansprent.

Forsíðumynd: Hverir sem komu í ljós þegar vatnsborð lækkaði í Kleifarvatni í kjölfar jarðskjálfta árið 2000. Ljósm.: Haukur Jóhannesson

ISBN: 978-9979-780-70-0

Page 3: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

3

Ávarp stjórnarformanns

Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varlafarið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafainnan þessa málaflokks hafa þó ekki stöðvaðfarsæla framgöngu ÍSOR því umfang starfseminnarhefur aukist framar björtustu vonum. Verkefna-staðan er góð og fyrirsjáanlegt er að mikill ogjákvæður vöxtur verður í nánustu framtíð.

Í ljósi almennrar umræðu um einkavæðingu, ogjafnframt meðal starfsmanna ÍSOR, setti stjórn ogyfirstjórn ÍSOR af stað greiningarvinnu um kosti oggalla hlutafélagsvæðingar og sölu á hlutafé í ÍSOR.Þá var einnig gerð skoðanakönnun meðal starfs-manna um breytta eignaraðild að fyrirtækinu.Niðurstöður þessarar umfjöllunar voru afhentareigandanum, iðnaðarráðuneytinu, og bíða þarnánari umfjöllunar ráðuneytis og ákvörðunarstjórnvalda. Rök falla bæði með og á móti breyttrieignaraðild. Í því máli er ekkert einhlítt og sittsýnist hverjum. Óumdeilt er að ríkisvaldið – ríkis-stjórn og Alþingi hvers tíma – hefur forræði ogforystu um hvernig eignaraðild ÍSOR er háttað.

Mikilvægt er að umræða og átök um eignaraðild trufliekki daglega starfsemi ÍSOR. Reksturinn frá degi tildags er það sem skiptir sköpum fyrir starfsemina.Eigandinn, hver svo sem hann er hverju sinni, hlýturað krefjast góðra verka og ætlast til ásættanlegrarafkomu af hverju verkefni og allri starfseminni. Skýrframtíðarsýn og stefnufesta í bland við opinn huga ogeinbeitingu við að leysa verkefnin hverju sinni erhverju fyrirtæki lífsnauðsyn.

Ein af umfangsmestu breytingunum sem urðu áíslensku þjóðfélagi á síðustu öld var nýting orku-auðlindarinnar. Sú þróun varð ein aðalundirstaðabættra lífskjara í landinu og hafði áhrif á öllumsviðum atvinnulífsins. Við erum svo lánssöm að eiga endurnýjanlegar og umhverfisvænar orkulindir -forréttindi sem ekki hlotnast öllum þjóðum heims.Okkur ber skylda til að halda vel á málum ogumgangast þetta fjöregg okkar með virðingu ogvarfærni, og sýna öðrum þjóðum gott fordæmi.Samtímis ber okkur að nýta þau sóknarfæri semfelast í þekkingunni sem við búum yfir á þessu sviði.Eins og umræða nýliðins árs ber með sér er þekkingá auðlindinni jafnvel verðmætari en auðlindin sjálf.

Styrkur ÍSOR er þekking á eðli orkuauðlindarinnar ognýtingu hennar. Á ÍSOR er til staðar yfirsýn, faglegþekking og sérhæfing sem aðeins verður til við ára-langa söfnun í gagnabanka reynslunnar.

Stjórn ÍSOR þakkar starfsmönnum og viðskiptavinumgott samstarf og horfir til þess með bjartsýni aðtakast á við krefjandi verkefni með starfsmönnumfyrirtækisins næstu árin.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir

Page 4: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

Starfsemi ÍSOR 2007

Deildir og fagsvið

Allmiklar hræringar urðu í rekstrarumhverfiinnlendra orkufyrirtækja á árinu. Stofnuð vorufyrirtækin Geysir Green Energy (GGE), Reykja-vik Energy Invest (REI) , Hydrokraft Invest ogLandsvirkjun Power, sem öll hafa það að mark-miði að fjárfesta og selja erlendis íslenskaþekkingu á sviði endurnýjanlegrar orku. Jafn-framt var ákveðið að auka verulega hlutafé íEnex hf. sem var í eigu helstu orkufyrirtækja ogverkfræðistofa landsins, þar á meðal ÍSOR.Ákvað ÍSOR að notfæra sér forkaupsrétt sinn oghalda hlut sínum í félaginu. Um haustið varákveðið að sameina GGE og REI og þá ljóst aðhið nýja fyrirtæki yrði með yfirgnæfandi meiri-hluta hlutafjár í Enex. Í kjölfarið seldi ÍSOR öllhlutabréf sín í Enex hf. til GGE á ágætu verði.

Mælingar í borholum eru það starfssvið ÍSORsem vaxið hefur hvað hraðast undanfarin ár.Það stafar af þeirri gífurlegu aukningu semverið hefur í borun háhitaholna síðustu ár. Til aðmæta þessari eftirspurn hefur ÍSOR nú keypttvo nýja og vel útbúna mælingabíla og einnminni ásamt fjölda tækja sem þarf til að mælahinar ýmsu stærðir varðandi eðli og ástandborholna. Rekur ÍSOR nú þrjá mælingabíla afstærstu gerð og tvo minni. Í árslok 2006 hófÍSOR að veita Jarðborunum hf. þjónustu viðhalla- og stefnumælingar í borholum sam-kvæmt samningi. Notuð er svokölluð gíró-tækni, sem gefur nákvæmar upplýsingar umhalla og stefnu borholna og eru mæliniður-stöður notaðar til að stýra borun holna í réttaátt. Flestar holur, sem eru nú boraðar á háhita-svæðum, eru stefnuboraðar, þ.e. þær eru ekkilóðréttar heldur er þeim stefnt að ákveðnumarki neðanjarðar. Alls hefur ÍSOR keypt sexsett af tækjum til gíró-hallamælinga frá tveimurframleiðendum. Jafnframt þessu hefur

Árið 2007 var afar farsælt hjá ÍSOR og umfangstafseminnar jókst verulega. Tekjur jukust úr716 Mkr árið 2006 í 1201 Mkr eða um tæp 68%.Hagnaður eftir greiðslu afkomutengdraárangurslauna nam 130 Mkr og ríflegaþrefaldaðist frá fyrra ári. Í samræmi viðreglugerð og eðli starfseminnar er hagnaðivarið til að efla rannsóknarfærni ÍSOR og bætaeiginfjárstöðu. Eigið fé ÍSOR var í árslok 2007332 Mkr og eiginfjárhlutfall um 55%. Handbærtfé í árslok var um 75 Mkr og veltufé frá rekstrinam 197 Mkr og EBITA var 18%. Á árinu varfjárfest í tækjum og búnaði fyrir 152 Mkr. Þettaer besti rekstrarárangur ÍSOR fram til þessa.

Í lok mars rann út skipunartími fyrstu stjórnarÍSOR, sem setið hefur óbreytt frá 2003.Iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, endurskipaðisömu stjórn áfram til næstu fjögurra ára. Í lokmaí urðu ríkisstjórnarskipti í landinu og nýriðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, tókvið af Jóni Sigurðssyni. Hann kom í heimsókntil ÍSOR í september, gaf sér góðan tíma til aðkynna sér starfsemina og átti ágætan fundmeð starfsfólki ÍSOR um orkumál.

Guðni Axelsson, deildarstjóri eðlisfræðideildar

JarðeðlisfræðiForðafræðiHafsbotnsrannsóknir

BorholujarðfræðiJarðfræðikortlagningJarðefna- og umhverfisfræðiRannsóknarstofa

BorholumælingarTækjaþjónustaRauntímavöktun

Útgáfu- og kynningarmálSkjalavarslaGagnagrunnsmálLandupplýsingakerfi ogkortaþjónusta

Ingibjörg Kaldal, deildarstjóri jarðfræðideildar

Sverrir Þórhallssondeildarstjóri verkfræðideildar

Hörður Halldórssondeildarstjóri tæknideildar

Steinunn Hauksdóttirdeildarstjóri upplýsingatæknideildar

4

JarðhitanýtingBorverkfræði

Page 5: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

starfsfólki sem vinnur við mælingarnar fjölgað verulega. Þannig voru íárslok 14 manns á tæknideild við þessa þjónustu auk 8 starfsmannaannarra deilda ÍSOR. Þessi hraða aukning hefur í heildina tekið gengið velþótt vissulega hafi ýmsir verkir fylgt svo örum vexti og þjálfun nýrrastarfsmanna, en starfsmenn hafa staðið sig afar vel undir mikluvinnuálagi.

Vegna þessara auknu umsvifa var sú skipulagsbreyting gerð á ÍSOR íseptember að stofnuð var ný deild, upplýsingatæknideild. Hlutverkhennar er að sjá um útgáfu- og kynningarmál, skjalavörslu og gagna-grunnsmál, landupplýsingakerfi og kortaþjónustu, hugbúnaðarþróun ogvefumsjón og gæðamál.

Í ársbyrjun hófst vinna við að setja upp gæðakerfi samkvæmt ISO-9001staðlinum. Til að byrja með er ætlunin að kerfið nái yfir þjónustu ÍSOR ásviði borholumælinga. Fyrirtækið 7.is var ráðið til að aðstoða við gerðgæðakerfisins. Stefnt er að því að vottun borholumælinga ÍSOR verðilokið fyrir árslok 2008. Í framhaldi af því verður gæðakerfið einnig látiðná yfir aðra hluta starfseminnar. Á árinu var skipuð öryggisnefnd á ÍSOR ísamræmi við lög um öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum.

Mikil umræða hefur orðið á árinu meðal starfsmanna um framtíðarstöðuog hlutverk ÍSOR, sem nú er svokölluð B-hlutastofnun ríkissjóðs. Þaðþýðir að ÍSOR er að fullu í eigu og á ábyrgð ríkisins og starfsmenn eruríkisstarfsmenn með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. ÍSOR færhins vegar engar fjárveitingar úr ríkissjóði heldur vinnur öll sín verk ágrundvelli verksölusamninga við aðila á frjálsum markaði, en orkufyrir-tæki eru langstærstu viðskiptavinirnir. ÍSOR starfar því eins og hvertannað fyrirtæki á samkeppnismarkaði. Vegna mikilvægis ÍSOR semþekkingarfyrirtækis á sviði jarðhita hefur verið umtalsverður áhugifyrirtækja á íslenskum orkumarkaði að eignast ÍSOR að hluta eða ölluleyti. Hefur stjórn Orkuveitu Reykjavíkur meðal annars ályktað í þá veru.Um haustið var sett í gang, að tilhlutan stjórnar ÍSOR og starfsmanna,könnun á kostum þess og göllum að breyta ÍSOR í hlutafélag. Í kjölfarþeirrar vinnu samþykktu starfsmenn með 94% greiddra atkvæða íleynilegri atkvæðagreiðslu að óska eftir því við ráðherra að ÍSOR yrðibreytt í hlutafélag á tilteknum forsendum. Þegar þetta er ritað er óljóstum lyktir málsins en það er til meðferðar í iðnaðarráðuneytinu.

Ólafur G. Flóvenz, forstjóri

Orkurannsóknir ogumhverfismál

Bjarni Gautasonútibússtjóri

Fjöldi starfsmanna ÍSOR á árunum 2003-2007.

Menntun starfsmanna ÍSOR 31.12.2007.

70

80

60

50

40

30

20

10

2003 2004 2005 2006 2007

30

25

20

15

10

5

0

5

Jarð

fræ

ðing

ar

Efna

- og

jarð

efna

fræ

ðing

ar

Verk

- og

tækn

ifræ

ðing

ar

Önnu

r hás

kóla

men

ntun

Iðnm

ennt

un

Önnu

r men

ntun

Fjöldi starfsmanna

í árslok 2007

79

67

10

85

17

26

Útibú á Akureyri

Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir,skrifstofustjóri.

Ljósm. Fríður Eggertsdóttir.

Eðlis

- og

jarð

eðlis

fræ

ðing

ar

Page 6: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

6

Reikningar ÍSOR 2007

Staðfesting ársreiknings

Ársreikningur Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, fyrir árið 2007 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og reglugerð um framsetningu oginnihald ársreikninga og er gerður eftir sömu aðferðum og árið áður.

Um Íslenskar orkurannsóknir gilda ákvæði laga nr. 86/2003. Hlutverk þeirra er að vinna að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars,orkumála og annarra auðlindamála.

Samkvæmt rekstrarreikningi varð hagnaður af rekstri fyrirtækisins á árinu 2007 að fjárhæð 130,1 m.kr. Á árinu námu fjárfestingarfyrirtækisins í varanlegum rekstrarfjármunum 152,1 m.kr. Eignir Íslenskra orkurannsókna námu 598,4 m.kr., skuldir 266,5 m.kr. og eigið fénam 332,2 m.kr. í árslok 2007 samkvæmt efnahagsreikningi. Að öðru leyti vísast til ársreiknings um rekstur stofnunarinnar á árinu ogfjárhagsstöðu í lok þess.

Stjórn Íslenskra orkurannsókna og forstjóri staðfesta hér með ársreikning stofnunarinnar fyrir árið 2007 með undirritun sinni.

Reykjavík, 10. mars 2008.

Guðrún Helga Brynleifsdóttirformaður

Svanfríður Inga Jónasdóttir Hákon Björnsson

Þórarinn Egill Sveinsson Jóhannes Pálsson

Ólafur G. Flóvenzforstjóri

Áritun endurskoðenda

Til stjórnar Íslenskra orkurannsókna

Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Íslenskra orkurannsókna fyrir árið 2007. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar,rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Ábyrgð sstjórnenda áá áársreikningnum

Sjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Samkvæmt því ber þeim að skipuleggjaog innleiða og viðhalda innra eftirliti sem varðar gerð og framsetningu ársreiknings þannig að hann sé í meginatriðum án verulegra annmarka.Ábyrgð stjórnenda nær einnig til þess að beitt sé viðeigandi reikningsskilaaðferðum og mati miðað við aðstæður.

Ábyrgð eendurskoðenda

Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við góðaendurskoðunarvenju og ákvæði laga um Ríkisendurskoðun. Samkvæmt því ber okkur að fara eftir settum siðareglum og skipuleggja og hagaendurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka.

Endurskoðunin felur í sér aðgerðir til að staðfesta fjárhæðir og aðrar upplýsingar í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggir á faglegumati endurskoðandans, meðal annars á þeirri áhættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum. Endurskoðunin felur einnig í sér mat áþeim reikningsskila- og matsaðferðum sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu hans í heild.

Við teljum að við endurskoðunina hafi verið aflað nægjanlegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Álit

Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu Íslenskra orkurannsókna á árinu 2007, efnahag þess 31. desember 2007 ogbreytingu á handbæru fé á árinu 2007, í samræmi við lög um ársreikninga.

Ríkisendurskoðun, 10. mars 2008.

Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi

Sveinn Arasonendurskoðandi

Page 7: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

Efnahagsreikningur 31. desember 2007

Skýr 2007 2006Eignir

FastafjármunirVaranlegir rrekstrarfjármunirVaranlegir rekstrarfjármunir 4 216.194.285 143.462.315

ÁhættufjármunirHlutabréf 5 1.000.000 9.422.121

Fastafjármunir 217.194.285 152.884.436VeltufjármunirÓreikningsfærð verk 13.359.847 11.273.275Skammtímakröfur 292.682.101 215.372.461Sjóður og bankareikningar 75.411.669 116.483.444

Veltufjármunir 381.453.617 343.129.180

Eignir aalls 598.647.902 496.013.616

Eigið ffé oog sskuldirEigið fféHöfuðstóll 6 332.186.345 196.326.922

Eigið ffé aalls 332.186.345 196.326.922SkuldirSkammtímaskuldirSkammtímaskuldir 266.461.557 299.686.694

Skuldir aalls 266.461.557 299.686.694

Eigið ffé oog sskuldir aalls 598.647.902 496.013.616

Rekstrarreikningur árið 2007

Skýr 2007 2006Rekstrartekjur

Rekstrartekjur 1.182.541.495 716.091.060Aðrar tekjur 18.611.716 60.000

Rekstrartekjur 1 1.201.153.211 716.151.060

Rekstrargjöld

Laun og launatengd gjöld 2 628.253.384 430.542.144Önnur rekstrargjöld 7 360.373.642 220.224.376Afskriftir 4 85.750.835 30.819.924

Rekstrargjöld 1.074.377.861 681.586.444

Rekstrarhagnaður 126.775.350 34.564.616

Fjármunatekjur oog ((fjármagnsgjöld) 3 3.305.077 5.128.962

Hagnaður áársins 130.080.427 39.693.578

SkýringarReikningsskilaaðferðirGrundvöllur rreikningsskilaÁrsreikningur Íslenskra orkurannsókna er gerður í samræmi við lög umársreikninga og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga ogsamstæðureikninga. Hann byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er ííslenskum krónum. Að öðru leyti er hann í meginatriðum gerður eftir sömureikningsskilaaðferðum og notaðar voru árið áður.TekjurTekjur eru færðar við útgáfu reikninga. Í árslok eru áunnar óreikningsfærðartekjur bókfærðar.GjöldGjöld eru bókfærð eftir að reikningar hafa verið samþykktir. Í árslok eru ógreiddgjöld ársins bókfærð.Varanlegir rrekstrarfjármunirVaranlegir rekstrarfjármunir eru færðir til eignar á kostnaðarverði að frádregnumafskriftum. Afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti miðað viðáætlaðan endingartíma eignanna þar til niðurlagsverði er náð. Eignarhlutir íí ööðrum ffélögumEignarhlutir í öðrum félögum eru færðir á kaupverði.SkammtímakröfurSkammtímakröfur eru færðar á nafnverði án niðurfærslu.Handbært fféHandbært fé eru óbundnar innistæður á bankareikningum.LífeyrisskuldbindingarLífeyrisskuldbindingar vegna núverandi og fyrrverandi starfsmanna Íslenskraorkurannsókna hafa verið gerðar upp.SkammtímaskuldirSkammtímaskuldir eru færðar á nafnverði.SkattarFélagið er undanþegið álagningu tekjuskatts.

Sjóðstreymi árið 2007

Skýr 2007 2006

Rekstrarhreyfingar

Veltufé frá rekstriHagnaður ársins 130.080.427 39.693.578Söluhagnaður af eignasölu (18.611.716) 0Afskriftir 4 85.750.835 30.819.924

Veltufé frá rekstri 197.219.546 70.513.502

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldumSkammtímakröfur, (hækkun) (79.396.212) (46.404.373)Skammtímaskuldir, hækkun (33.225.137) 151.178.117

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum (112.621.349) 104.773.744

Handbært ffé ffrá rrekstri 84.598.197 175.287.246

Fjárfestingahreyfingar

Tæki og búnaður 4 (152.703.809) (80.653.642)Seldir áhættufjármunir 36.945.972 0Áhættufjármunir, innlausn (9.912.135) (2.610.470)

Fjárfestingahreyfingar (125.669.972) (83.264.112)

Hækkun ((lækkun) áá hhandbæru ffé (41.071.775) 92.023.134

Handbært ffé íí uupphafi rrekstrar 116.483.444 24.460.310

Handbært ffé íí llok áársins 75.411.669 116.483.444

7

Page 8: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

8

Yfirlit um verkefni

Rannsóknir og þjónusta í tengslum við undir-búning, uppbyggingu og rekstur háhita-virkjana var þungamiðjan í starfi ÍSOR áárinu. Viðamestu verkefnin tengdust upp-byggingu háhitavirkjana á Hellisheiði fyrirOrkuveitu Reykjavíkur. ÍSOR kemur þar aðflestum verkþáttum er lúta að hinum jarð-vísindalega hluta viðfangsefnanna og með-höndlun vökvans sem upp kemur ásamtþjónustu við boranir. Umfangsmiklar rann-sóknir voru einnig gerðar í tengslum viðfyrirhugaðar virkjanir á Þeistareykjum, í Gjástykki, í Kröflu og í Bjarnarflagi fyrirÞeistareyki ehf. og Landsvirkjun. Útibú ÍSOR á Akureyri gegnir þar veigamiklu hlutverki.

Vinna við mælingartopp á Skarðsmýrarfjalli, Hellisheiði. Ljósm. Elfar J. Eiríksson.

Á HHengilssvæðinu voru boraðar alls 17 háhita-holur og þar af þrjár djúpar niðurrennslisholurauk sjö grynnri holna niður í grunnvatnskerfið.Þar að auki voru boraðar þrjár holur niður ívinnslufóðringardýpi. Lokið verður við borunþeirra á árinu 2008. Áhersla var lögð á boranir ásvæðinu sunnanverðu. Af holunum eru fjórar áHellisheiði og fimm á Skarðsmýrarfjalli, boraðarí rannsóknarskyni til að kanna betur útmörkjarðhitasvæðisins. Á NNesjavöllum beindustboranir einnig að því að víkka út vinnslusvæðið.

Hugmyndir eru um að nýta svæðið norðanGráuhnúka sem vinnslusvæði í framtíðinnivegna hás hita í jarðhitakerfinu þar, en í dag erþað nýtt til niðurrennslis.

Landsvirkjun stendur að rannsóknunum áKröflusvæðinu en Þeistareykir ehf. standa fyrirrannsóknum á samnefndu svæði. Sex háhita-

Page 9: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

holur voru boraðar árið 2007, fjórar í Kröflu og tvær á Þeista-reykjum. Jafnframt hefur áfram verið unnið að hefðbundnumrannsóknum til að fá fyllri heildarmynd af svæðunum til grund-vallar ákvarðana um nýtingu. Í tengslum við fyrirhugaða djúp-borun hafa jafnframt vaknað áleitnar spurningar og út frá þvíþróast smærri rannsóknarþættir.

Fyrir Reykjanesvirkjun voru boraðar tvær nýjar vinnsluholur áárinu og lokið við að skábora út úr tveimur eldri holum.

Á síðustu árum hefur verið lögð höfuðáhersla á stefnuboranir. ÍSOR hefur nú m.a. tekið við öllum stefnumælingum í borholum,sem erlendir aðilar höfðu áður séð um, en miklu máli skiptir aðvita nákvæmlega um legu hverrar holu í landi og hvort forsendurfyrir stefnuboruninni hafi staðist. Ein leið sem valin hefur verið tilað kynna niðurstöður er að sýna holuferla á korti með meginsprungu- og höggunarstefnum ásamt dreifingu á yfirborðsjarðhita.

27háhitaholur

boraðar árið 2007

Alls boraðir

63108 márið 2007

Fjöldi háhitaholna 2007

Hengill 17Krafla 4Þeistareykir 2Reykjanes 4

1985198019751970

50

60

70

40

30

20

0

10

5

15

10

0

1990 1995 2000

Fjöl

di

Leng

d (k

m)

2005 1985198019751970 1990 1995 2000 2005

25

30

Úrvinnsla og túlkun borholumælinga fer að einhverjumhluta fram á borstað. Hér er starfsmaður í vinnubúðumí Kröflu. Ljósm. Alice Tschöke.

Dæmi um stefnuborun holuKJ-36, sem var boruð austanvið Víti í stefnu 325° með um30° halla. Borað dýpi var2501 m, raundýpi 2265 m oglárétt færsla í stefnuholunnar er 940 m. Skyggðufletirnir á myndinni sýnasvæðið vestan við meintarsprungur sem holan skar.

Fjöldi borholna og boraðir metrar árið 2007.

99

20

Page 10: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

Yfirlit um verkefni

Unnið var að rannsóknum á lághitasvæðum ogborað á nokkrum stöðum. Ágætur árangur varðaf borunum í Ósabotnum fyrir Selfossveitur, viðÖndverðarnes í Grímsnesi fyrir OrkuveituReykjavíkur og við Grafarlaug í Dölum fyrirRARIK. Þá var unnið áfram að rannsóknum viðBerserkseyri fyrir Orkuveitu Reykjavíkur vegnaáforma um hitaveitu í Grundarfjörð. Tekin varsaman skýrsla um stöðu rannsókna þar ogsettar fram tillögur um næstu skref. Tvær nnýjarhitaveitur tóku til starfa á árinu, á Hofsósi ávegum Skagafjarðarveitna og í Grenivík ávegum Norðurorku, en báðar þessar veiturbyggja á árangri rannsókna ÍSOR.

Auk jarðhitaverkefna vann ÍSOR að fjölmörgumverkefnum á öðrum sviðum jarðvísinda. Hæstber þar hafréttarmál, en þar vinnur ÍSOR fyrirstjórnvöld að verkefnum er tengjast kröfugerðÍslands til hafsbotnsréttinda utan 200 mílnaefnahagslögsögunnar.

Unnið var að fjölmörgum verkefnumallt frá forrannsóknum á óvirkjuðumjarðhitasvæðum til vinnslueftirlits ávirkjuðum svæðum.

Unnið var að forrannsóknum áá ýýmsum hháhita-svæðum. Þar má nefna fyrsta áfanga viðnáms-mælinga í Kerlingarfjöllum og í Vonarskarðifyrir Orkustofnun. Viðnámsmælingum var framhaldið í Köldukvíslarbotnum fyrir Landsvirkjun.Tekin voru saman gögn um megineldstöðina,jarðfræðina og jarðhitann í Torfajökli og þausamtúlkuð eins og lýst er í miðopnu. Þá varunnið að kappi við forrannsóknir vegnahugsanlegra virkjana á rannsóknasvæði Hita-veitu Suðurnesja á Krýsuvíkur- og Trölladyngju-svæði, bæði með jarðfræðikortlagningu ogjarðeðlisfræðilegum mælingum. Einnig vargert reiknilíkan af jarðhitakerfinu á Reykjanesi.

Endurnýjuð rannsóknarstofa. Ljósm. Fríður Eggertsdóttir.

10

Page 11: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

11

Á sviði mannvirkjajarðfræði fólst helsta verk-efnið í undirbúningsrannsóknum vegnahugsanlegrar lagningar Sundabrautar í jarð-göngum.

Jarðlögin við Héraðsvötn voru kortlögð fyrirLandsvirkjun og Héraðsvötn ehf. vegnaáætlana um Skatastaðavirkjun. Einnig var gert jarðfræðikort með jarðlagalýsingum afsvæðinu Ölfus - Selvogur í kvarða 1:25.000 og berggrunnskort með lýsingum af Kjalarnesi -Botnsdal í sama mælikvarða. Jarðlögin áÞeistareykjum voru kortlögð og þeim lýst.

Grunnvatnsrannsóknir skipuðu verðugan sessí starfi ÍSOR að venju. Ný vatnsveita var tekinformlega í notkun í Borgarbyggð og áttu starfs-menn ÍSOR drjúgan þátt í undirbúningi hennar.Fylgst var með losun affallsvatns frá jarðhita-virkjunum í rekstri svo sem á Nesjavöllum og íBjarnarflagi.

Rannsóknarstofa ÍSOR hefur tekið miklumbreytingum, en unnið hefur verið að endurbót-um á henni undanfarin tvö ár. Rannsóknar-stofan er vel búin tækjum til efnagreininga ájarðhitavatni, köldu vatni, gasi, gufu, borsvarfi,útfellingum og bergi.

Reglubundið vvinnslueftirlit er haft með orku- oghitaveitum víðsvegar um land. Fylgst er meðvinnslunni úr jarðhitakerfunum og sýni tekin tilefnagreininga á efnafræðistofu ÍSOR.

7 3 efnasýni voru

tekin og

6639 efni voru greind

úr þeim árið 2007

Frá Djibouti í Afríku. Fljóttá litið er jarðfræðin lík ogá Íslandi. Hér er horft yfirAsalvatn, hraunbreiðurog misgengi. Ljósm.Maryam Khodayar.

Ástríður Harðardóttir,rannsóknarmaður. Ljósm.

Fríður Eggertsdóttir.

Einn liður í rannsóknum og eftirliti er gerðreiknilíkana aaf jjarðhitakerfum. Í ár var m.a. gertreiknilíkan af jarðhitageyminum á Reykjanesiog það notað til að spá um viðbrögð kerfisinsvið 100 MW rafmagnsframleiðslu. Einnig varmetin líkleg afkastageta jarðhitasvæðisins áYtri Reykjum við Laugabakka í Miðfirði fyrirHúnaþing vestra.

Af eerlendum jjarðhitaverkefnum má nefna jarð-fræðirannsóknir og viðnámsmælingar í Djiboutifyrir REI og aðstoð við uppbyggingu stjórn-sýslu kringum jarðhita í Níkaragva. Ennfremurkom ÍSOR að ýmsum verkefnum erlendis fyririnnlend útrásarfyrirtæki, svo sem í Kaliforníu,Þýskalandi, Ungverjalandi og Kína. Þá var Hydroí Noregi veitt ýmis þjónusta á sviði jarðhita.

Page 12: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

12

Konur þvo þvott í Þvottalaugunum í Laugardal. Ljósm. Magnús Ólafsson (Ljósmyndasafn Reykjavíkur).

Sjálfbær jarðhitanýting

vettvangi, einkum vegna þess að hugtakið„sjálfbær“ er mjög í tísku um þessar mundir.Samræmda skilgreiningu fyrir jarðhitann hefurþó alveg vantað og menn hafa notað hugtök aðeigin geðþótta. Þá má nefna að hugtökunumendurnýjanleika og sjálfbærni er oft ruglaðsaman, en endurnýjanleiki lýsir eiginleikumorkulindar meðan hugtakið sjálfbær lýsir þvíhvernig nýtingu hennar er háttað.

Jarðhitinn er ein af þeim orkulindum sem hægter að nýta á sjálfbæran hátt. Reynslan afnýtingu fjölmargra jarðhitakerfa síðustuáratugi hefur sýnt að jarðhitavinnslu má hagaþannig að jarðhitakerfi, sem áður voru íótrufluðu, náttúrulegu ástandi, ná nýjujafnvægisástandi eftir að stórfelld vinnslahefst og að henni megi halda í langan tíma.Þrýstingslækkun í jarðhitakerfum vegnavinnslu getur valdið því að innstreymi í kerfinaukist nokkurn veginn í hlutfalli við það magnsem upp er tekið. Laugarnessvæðið ííReykjavík er gott dæmi um þetta, en úr því

Hugtakið sjálfbær þþróun kom fyrst fram ásjónarsviðið í svokallaðri Brundtland-skýrsluWorld Commission on Environment andDevelopment árið 1987. Þar er sjálfbær þróunskilgreind svo að þörfum okkar á líðandi stundsé fullnægt þannig að ekki verði gengið ámöguleika komandi kynslóða til að uppfyllasínar þarfir. Nokkuð hefur verið fjallað umsjálfbæra nýtingu jarðhitans á undanförnumárum, bæði á innlendum og erlendum

Sjálfbær þróun hefur verið mikið íumræðunni og mikilvægi sjálfbærrarnýtingar auðlinda jarðarinnar, þ.á m.orkulinda, verður mönnum stöðugtljósara. Jarðhitinn er ein af þeim orku-lindum, sem hægt er að nýta á sjálf-bæran hátt, en eðlilegt er að skilgreinasjálfbæra nýtingu jarðhitans semvinnslu, sem á einn eða annan hátt erhægt að viðhalda í mjög langan tíma.

Page 13: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

13

hefur verið dælt um 5 milljónum m3 að jafnaðiárlega síðustu fjóra áratugina án þess aðþrýstingur í jarðhitakerfinu hafi lækkað veru-lega, ef undan eru skilin fyrstu árin. Þannig ertalið að innstreymi í jarðhitakerfið sé nú umtífalt það sem það var áður en vinnslan hófst.Önnur dæmi eru til um víða veröld. Í öðrumtilfellum hefur jarðhitavinnslan þó verið ofágeng og ekki verið hægt að viðhalda henni tillangframa. Nýting Geysers-svæðisins í Kali-forníu er gott dæmi um ágenga vinnslu en þarvar á tímabili meira en 2000 MW raforku-vinnsla, sem síðan hefur orðið að minnka ummeira en helming vegna lækkunar þrýstings íjarðhitakerfinu.

Sjálfbær nýting jarðhitans hefur verið skil-greind sem vinnsla sem á einn eða annan hátter hægt að viðhalda í mjög langan tíma. Hér áálandi hhefur vverið llagt ttil aað mmiða vvið 1100–300ára nnýtingu og á Nýja-Sjálandi miða mennorðið við a.m.k. 100 ára vinnslu. Þarna ermiðað við mun lengri tímakvarða en afskriftar-tíma jarðhitavirkjana (oft um 30 ár), semoftast er stuðst við sem tímakvarða þegarvinnslugeta jarðhitakerfa er metin. Lengri tíma-kvarðar, t.d. frá því Ísland byggðist eða frálokum síðustu ísaldar (10.000 ár), eru taldiróraunhæfir miðað við tímakvarða mannlegraathafna. Sjálfbær vinnslugeta jarðhitakerfis erþar af leiðandi töluvert meiri en náttúrulegtinnstreymi í viðkomandi kerfi.

Sjálfbær vvinnslugeta er háð eðli viðkomandijarðhitakerfis auk þess að vera háð tækni-þróun. T.d. má búast við því að sjálfbær

vinnslugeta vaxi með dýpri borunum og bættumvinnsluaðferðum eins og niðurdælingu. Sjálfbærvinnslugeta jarðhitakerfa getur bæði takmarkastaf orkuinnihaldi kerfis eða þrýstingslækkun vegnatakmarkaðs aðstreymis. Í seinna tilfellinu geturniðurdæling aukið sjálfbæru vinnslugetunaverulega. Þá sýna líkanreikningar að áhrif tíma-bundinnar, ágengrar vinnslu ættu að veraafturkræf að verulegu leyti.

Benda má á að skoða þarf sjálfbæra þróun orku-mála í víðara samhengi en fyrir einstök jarðhita-svæði óháð öðrum. Þetta er vegna þess að viðlangtímavinnslu má reikna með töluverðumáhrifum milli aðliggjandi vinnslusvæða, jafnvel yfir töluverðar vegalengdir (tugi km). Ef einstökjarðhitakerfi eru nýtt á ágengan hátt um tímaþyrftu helst að vera tiltæk önnur kerfi í samalandshluta, sem nýta mætti meðan þau fyrr-nefndu eru hvíld, ef miðað er við sjálfbæra vinnslu jarðhita í landshlutanum sem heild.

Það ætti að vera mögulegt aðnýta jarðhita á sjálfbæran hátt í100–300 ár með (1) stöðugrivinnslu undir sjálfbæru mörkun-um, (2) þrepauppbygginguvinnslunnar, (3) ágengri vinnsluog hléum á víxl og (4) skertrivinnslu eftir styttra tímabilágengrar vinnslu.

Árbæjarsundlaug. Ljósm. Oddur Sigurðsson.

Page 14: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

14

Affallsvatn frá jarðhitavirkjun

Boraðar hafa verið níu nniðurrennslisholur ítengslum við virkjunina og ná þær niður á1000–2000 m dýpi. Tvær af holunum erubeinar en aðrar voru skáboraðar. Affallsvatninuer skilað ofan í sex af þessum holum er liggjavið vesturjaðar sprungukerfis Hengilseld-stöðvarinnar norðan Gráuhnúka. Nú þegarvirkjunin framleiðir um 120 MWe er skiljuvatnum 350 til 370 kg/s og taka niðurrennslis-holurnar við því. Þrjár holur, er liggja vestur afnúverandi niðurrennslissvæði, reyndust fremurilla lekar og því lítt hæfar sem niðurrennslis-holur. Þær eru hins vegar nýttar vegnasvokallaðs CO2 verkefnis, en um það er fjallaðannars staðar í ársskýrslunni.

Úr háhitaborholum á Hellisheiði kemurgufa og vatn, svokallað skiljuvatn.Gufan er notuð til rafmagnsframleiðsluen skiljuvatnið hitar upp kalt grunnvatntil heitavatnsmiðlunar. Hluti skilju-vatnsins er þó einnig notaður tilraforkuframleiðslu í lágþrýstihverflum.Þegar skiljuvatnið, sem er mettað upp-leystum efnum, hefur þjónað hlutverkisínu kallast það affallsvatn og er þvískilað aftur ofan í jörðina um niður-rennslisholur.

Borun á niðurrennslissvæðinu norðan Gráuhnúka.Ljósm. Björn Harðarson.

Page 15: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

15

Í ljós hefur komið að núverandi niðurrennslis-holur eru það heitar að þær myndu í framtíð-inni nýtast mun betur til orkuframleiðslu enförgunar affallsvatns. Orkuveita Reykjavíkur erþví að kanna með borunum nýtt, hugsanlegtniðurrennslissvæði undir Húsmúla, norð-vestan við Kolviðarhól, í tengslum við misgengisem þar er að finna.

Staðsetningu nniðurrennslissvæðis þarf aðvelja með það í huga að grunnvatn mengistekki, og jafnframt þarf svæðið að vera lekt.Forsendur staðsetningar niðurrennslissvæðis-ins við Gráuhnúka voru þær að skila á affalls-vatni niður á að minnsta kosti 400 m dýpi,með það að markmiði að koma í veg fyrir áhrifþess á ferskan grunnvatnsstraum, sem fellurtil suðurs um Þrengsli í Selvog. Þá var talið aðvesturjaðar sprungukerfis Hengilsins austanGráuhnúka væri vel lekur. Annað markmiðniðurrennslisholna er að koma skiljuvatninu áný í samband við háhitakerfi Hengilsins og áþann hátt að viðhalda þrýstingi innan þess.Niðurstöður reiknilíkana hafa sýnt að í flestumtilvikum bætir niðurrennsli afkomu jarðhita-kerfa með því að lengja endingartíma þeirra oghalda uppi hærra vinnslustigi. Að skila affalls-vatninu niður í jarðhitageyminn minnkar einnigumhverfisáhrif, t.d. á yfirborð hverasvæða.

ÍSOR hefur verið aðalráðgjafi Orkuveitu Reykja-víkur í rannsóknum á grunnvatns- og háhita-kerfum.

Þrívíddarlíkan af Hengilssvæðinu.Niðurrennslisholur eru sýndar meðbláum lit en háhitaholur með rauðum.Mynd: SPOT Image.

Þrívíddarlíkan afrennslisholu HE-9 skammtfrá Kolviðarhól. Bláir ograuðir hringir er liggja áholuferlinum sýnalektarsvæði, sem framkomu við borun holunnar.Bleikir skyggðir fletir sýnalegu lekra misgengja semholan skar. Mynd: SPOT Image.

Oddur Óskar Kjartansson,borholumælingamaður.

Ljósm. Hermann Hafsteinsson

Page 16: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

16

öskjunnar. Þriðji sprungusveimurinn liggur yfir Rauð-fossafjöll vestan öskjunnar. Hann tengist líklegaVatnafjöllum. Í Torfajökli er fjörug smáskjálftavirkni,líkt og vel er þekkt um eldfjöll af þessari gerð, og ertil marks um að þar er sjálfstæð, virk megineldstöð.Skjálftamælingar greina heitan bergmassa undirvestanverðri öskjunni. Í jarðfræðinni greinist hannsem kvikuskuggi undir Austur-Reykjadölum þar semekki hefur gosið basalti.

Torfajökull sem eldfjall á sér ekki hlið-stæðu á Íslandi. Það er af sömu gerð ogsum af stærstu eldfjöllum jarðar. Þaugjósa aðallega líparíti, oft í stórgosum átugþúsunda til hundruð þúsunda árafresti. Síðasta stórgos í Torfajökli varðfyrir um 70. 000 árum.

Torfajökull óx upp til hliðar við rekbeltin. Í Torfajöklier stærsta askja landsins, 18 x 12 km, lítil þó ísamanburði við Yellowstone-öskjuna. Seint á ísöldbrutust sprungusveimar fjarlægra eldstöðvakerfainn í Torfajökul. Sá austasti nær frá Vatnajökli suð-vestur milli Tungnár og Skaftár og suður á Mæli-

fellssand. Hann hefur ekki verið virkur eftir ísöld.Miðsveimurinn nær frá Bárðarbungu suð-

vestur fyrir Laufafell. Í honum hefurgosið margsinnis eftir ísöld, þar af

sex sinnum líparíthraunum innan

Torfajökull - megineldstöð og jarðhiti

Rannsóknirnar hafa verið unnar fyrirOrkustofnun á undanförnum árum.

Kristján Sæmundsson jarðfræðingurhefur haft yfirumsjón

með verkinu. Ljósm.Fríður Eggertsdóttir.

Gosvirkni í Bárðarbungusveimnum ogTorfajökli hefur verið samstíga, endaveldur innrás kviku frá Bárðarbungu íkvikuhólf Torfajökuls gosunum þar.Fylgni er milli umbrota í Eystra ogVestra gosbeltinu. Spenna safnast áþau bæði milli þess sem slaknar á í um-brotum. Liðin eru 150 ár frá því aðspennu tók úr þessum gosbeltum, meðSkaftáreldum 1783, Suðurlandsskjálfta1784, Þingvallasiginu (kvikuhlaupi)1789 og Tröllahrauni 1863. Skyldu vera 150-200 ár í næstu goslotu í rekbeltunum sunnan jökla?

Page 17: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

17

Hverasvæðið er um 140 km², allt innan öskjunnar (dökkgrænar skellur á kortinu). Virkasti hluti þess er í Austur-Reykjadölum á belti sem nær frá Vestur-Reykjadölum til suðausturs ofan í Ljósártungur. Miklir hverir eru einnigaustan til í öskjunni (Háuhverir) og kringum Landmannalaugar. Kortið sýnir viðnám í 200 m hæð y.s. Rauðbleikirborðar sýna rúmlega 1 km breitt lágviðnámsbelti kringum háviðnámskjarna (rúðustrikaða og bláa þar sem við-námið er hæst). Þar er eða hefur hiti einhvern tímann verið um eða yfir 240°C (hátt viðnám helst þótt síðar kólni).Háviðnámskjarnarnir ná út fyrir öskjuna og hverasvæðið. Vafasamt er um virkan háhita þar. Háviðnám vestan viðlíkleg takmörk öskjunnar er á svæði þar sem eru aðallega laugar. Gas í hveralofti bendir til að jarðhitakerfið þarundir sé minna en 200°C heitt. Annars staðar benda hlutföll gastegunda til um eða yfir 300°C hita.

Þverskurður af Torfajökulseldstöðinnifrá vestri til austurs. Dregnir eru samaní hugmyndalíkan megindrættirnir í dýprigerð eldstöðvarinnar. Rennsli umjarðhitakerfið er sýnt með örvum.Hitagjafi í rótum öskjunnar hitar grunn-vatn, það leitar upp og kalt vatn dregstað úr umhverfinu (bláar örvar). Næstyfirborði fer jarðhitavatnið í suðu. Gufaog gas stígur upp en vatnið leitar frá,sumt út af svæðinu en sumt niður afturog blandast hringrásinni (grænarörvar). Innskotsmassi úr gabbrói er írótum öskjunnar (ljósblátt). Hann hefurorðið að þykkildi og sigið niður eftir þvísem ný basaltkvika bætist í kvikuhólfofan hans. Súr kvika (líparít) safnastefst í kvikuhólfið. Grunnur bergeitill(rauðbleikur) olli uppþembu í austuröskjunni. Úr kvikuhólfinu dreifist kvikan þannig: 1) Súra kvikan kemur upp í gosum. 2) Basaltkvikan leitar í ganga og gossprungur utan miðsvæðis eldfjallsins. Hærri eðlisþyngd varnar

því að hún komi upp í gegnum súra kvikuhólfið. 3) Mikið af basaltkvikunni kemur ekki upp en situr eftir, storknar sem gabbró og sígur niður.

Trö

llah

rau

n (

1862

-186

4)Ey

stra

go

sbel

tið

Torf

ajö

kuls

svæ

ði

Ves

tra

go

sbel

tið

Bár

ðar

bu

ng

usv

eim

ur

hlið

læg

sp

run

gu

go

s

lípar

ít-

og

bla

nd

hra

un

hra

un

go

s

kvik

uh

lau

p

Laka

gíg

ar (

1783

)

0

1000

2000

3000

G O

S Á

RA

L D

U R

Þin

gva

llasi

gið

(17

89)

Hra

fnti

nn

uh

rau

nD

óm

adal

shra

un

3D

óm

adal

shra

un

2

Svín

ahra

un

sbru

ni (

1000

)

Hal

lmu

nd

arh

rau

n (

~90

0)

Nes

jah

rau

n (

~19

00)

Þjó

fah

rau

n (

~36

00 á

ra)

Lau

gah

rau

nN

ámsh

rau

n

Vei

ðiv

ötn

(14

77)

Vat

naö

ldu

r (8

71)

Hn

ausa

hra

un

~20

00 á

raB

úrf

ells

hra

un

~32

00 á

raEl

dg

já (

934)

Page 18: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

18

CO2

Binding koltvísýrings í bergi - tilraunaverkefni

Viðamikið tilraunaverkefni sem beinist að því aðkanna möguleikana á að binda koltvísýring (CO2)úr jarðhitagufu á Hellisheiði varanlega í bergi, semkalsít, er um þessar mundir í undirbúningi hjáOrkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Columbia-háskóla í Bandaríkjunum og RannsóknarráðiFrakklands í Toulouse. Þeir ferlar sem eru að verkieru vel þekktir á jarðhitasvæðum og með því aðlíkja eftir þeim er leitast við að þróa aðferð semgagnast má við að draga úr losun gróðurhúsloft-tegunda í andrúmslofti.

1 kg/s af CO 2frá

virkjun

Niðurrennsli(gas leyst upp í vatni)

Kalt vatn

HN-2HN-4

HN-1

Hellisheiðarvirkjun

Eftirlitsholur

Niðurrennslissvæði

Koltvísýringur verður leiddur frá Hellisheiðarvirkjun að borholu íÞrengslum þar sem honum verður dælt niður ásamt köldu vatnisem fæst úr borholu á svæðinu. Myndkort: Hnit 2006.

Page 19: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

19

Upphaf málsins má rekja til þess að forsetiÍslands bauð prófessor WWallace BBroecker viðColumbia-háskóla til Íslands til að hittaíslenska vísindamenn í janúar 2006. Á opnumfundi í Háskóla Íslands viðraði prófessorBroecker hugmyndir um að fanga koltvísýringúr andrúmslofti og binda hann í bergi. Þessarhugmyndir ýttu af stað fjörugri umræðu oginnan fárra daga var málið komið í þann farvegað ákveðið var að hefja þegar í stað undir-búning stórrar tilraunar. Strax varð ljóst aðaðferðir til að vinna koltvísýring úr andrúms-lofti eiga nokkuð í land og því var snemmahorft til þess að nota gas úr jarðhitagufu semfellur til í töluverðu magni í gufuaflsvirkjunum,eins og til dæmis Hellisheiðarvirkjun OrkuveituReykjavíkur.

Orkuveitan hefur lagt landsvæði og búnað viðHellisheiðarvirkjun til verkefnisins auk þesssem allir samstarfsaðilarnir leggja fjármagn ogsérfræðiþekkingu til þess. Sérfræðingar ÍSORhafa tekið þátt í undirbúningi verksins fráupphafi og annast afmarkaða rannsóknar-þætti. Að auki koma sérfræðingar frá fleiriaðilum að verkinu, s.s. frá VGK-Hönnun ogLawrence Berkeley National Laboratories íKaliforníu.

Grunnhugmynd verkefnisins byggist á því aðferskt bbasalt eer hhvarfgjarnt oog lleysist ttiltölu-lega hhratt uupp íí ssúru vvatni. Þegar koltvísýring-ur leysist upp í vatni myndar hann kolsýru semleysir upp frumsteindir basaltsins. Við þettagerist tvennt; sýran hlutleysist, þ.e. taparprótónum sínum og myndar karbónatjón, ogkatjónir eins og Ca++ losna úr Ca-silikötum ívatnið. Með tímanum hækkar pH-gildi vatnsinssem og styrkur HCO3

- og Ca++. Á endanummettast vvatnið mmeð ttilliti ttil kkalsíts ((CaCO33) oogþá ffellur þþað úút íí hholrými bbergsins. Karbónatsem myndast með hlutleysingu á kolsýru áþennan hátt er varanlega bundið og þar meðtekið endanlega úr umferð.

Koltvísýringur verður leiddur frá Hellisheiðar-virkjun að borholu í Þrengslum þar sem honumverður dælt niður ásamt köldu vatni sem fæstúr borholu á svæðinu. Kolsýrðu vatninu verðurdælt niður í lek jarðlög á 400–800 m dýpi þarsem það mun berast með grunnvatnsstraumitil suðurs og hvarfast við það berg sem verðurá leið þess. Ætlunin er að dæla niður veruleg-um hluta þess koltvísýrings, sem annars yrði

losaður frá virkjuninni, eða um 30.000 tonnumá ári miðað við núverandi stærð hennar.

Eins og fyrr segir hafa sérfræðingar ÍSORkomið að undirbúningi tilraunarinnar frá upp-hafi og unnið að forrannsóknum vegna hennar.Þar á meðal eru ítarlegar grunnvatnsrannsókn-ir, borholujarðfræði, athuganir á leysni gas-tegunda í vatni, ferilprófanir og mælingar álosun koltvísýrings um yfirborð á því svæðisem fyrirhugað er að dæla gasinu niður. Aðauki hafa sérfræðingar ÍSOR gert rannsóknir ábindingu koltvísýrings í þakbergi háhitasvæða.

Undirbúningur tilraunarinnar er nú í fullumgangi og er gert ráð fyrir að niðurdæling koltví-sýrings hefjist í Þrengslum á árinu 2009. Ef veltekst til getur verið að fundin sé raunhæfaðferð til að binda koltvísýring sem annarsmyndi losna í andrúmsloftið. Hún gæti m.a.nýst koltvísýringslosandi stóriðju á Íslandi ená mörgum stöðum má finna nægt vatn ogheppilegan berggrunn. Þá eru víðáttumikilbasaltsvæði á yfirborði víða um heim semgætu hentað fyrir koltvísýringsbindingu afþessu tagi.

Myndin sýnir niðurstöðurmælinga ÍSOR á magnikoltvísýrings sem bundiðer í bergi í jarðhitakefinu áHellisheiði. Styrkur C02 varákvarðaður í sýnum afborsvarfi. Staðsetningeinstakra sýna eru táknuðmeð svörtum punktum.

Dýp

i (m

y.s

.)

kgC02/m3

S N

Flæði koltvísýrings umjarðveg hefur verið mæltá nokkrum stöðum álandinu. Hér er ÞráinnFriðriksson, jarðefna-fræðingur við mælingar.Ljósm. Bjarni Richter.

Page 20: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

20

Sundagöng

Jarðlögum áá jjarðgangaleið SSundabrautar mmáskipta íí ffjóra aaðalflokka:

Laust yyfirborðsset oog ffyllingar eru víðast 3–6 mþykkar á landi en 10–15 m á fyllingum við sjó ogúti á Elliðavogi. Við fyrirhugaða jarðgangamunnaer þykktin 3–6 m.

Reykjavíkurgrágrýtið er um 200.000 ára dyngju-hraun. Jarðgöngin liggja einungis í því á stuttrivegalengd í Laugarnesi og hjá Sæbraut/Holtavegi.Alls eru 11% af gangalengdinni í grágrýti.

Elliðavogssetið liggur undir Reykjavíkurgrá-grýtinu og er afar misþykkt. Í Laugarnesi vantarþað alveg en upp af Gelgjutanga er það yfir 30 m

Rannsóknir á jarðgangaleið Sundabrautar vorugerðar á tímabilinu maí til júlí 2007. Rannsóknir-nar fólust í borunum, lektarprófunum, hita- ogvatnsborðsmælingum, kjarnagreiningu, berg-gæðamati, hljóðhraðamælingum og bylgjubrots-mælingum. Jarðgangaleiðin liggur frá Laugarnes-tanga og inn undir Laugarnes og Laugarás, sveigirsvo að ströndinni við Klepp, þverar Elliðavog ogendar í Gufunesi. Hliðargöng koma til yfirborðs ígrennd við Holtagarða og önnur við Klettagarða.Um er að ræða tvöföld tveggja akreina göng meðeinstefnu í hvorum hluta fyrir sig, sem sagtallmikið gatnakerfi neðanjarðar.

Einfaldað jarðfræðikort. Jarðgangaleiðin er sýndog rannsóknarholur eru merktar inn.

- jarðfræði og berggæði

Page 21: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

21

þykkt. Setið er hálfharðnað, hrungjarnt ogvont jarðgangaberg. Gangaleiðin liggureinungis í gegnum það í hliðarálmum í grenndvið Miklagarð, þar sem það er um eða innanvið 5 m þykkt. Einungis 2% af leiðinni verður í Elliðavogsseti.

Viðeyjarbergið er mikilvægasta jarðmynduniná svæðinu. Það er tveggja til þriggja milljónaára. Jarðgangaleiðin er að langmestu leyti íþví, eða 87% af heildarlengd. Viðeyjarberginuer skipt í tvo meginflokka, móberg og inn-skotsberg. Innskotsbergið er ráðandi berggerðundir Laugarásnum og í grennd við Sunda-höfn. Í Gufunesi er staflinn hins vegar aðmestu úr móbergi. Þetta er allgott jarðganga-berg, stendur vel og er þétt og illa vatns-leiðandi.

Talsvert sést af sprungum í Viðeyjarberginu.Þær virðast flestar vera gamlar og hafamyndast um leið eða skömmu eftir að jarð-lögin hlóðust upp. Þær eru víðast fylltar meðsprungufyllingum. Yngri sprungur eru einnig íþessu bergi en þær virðast þó fágætar og ekkier vitað um neinar virkar sprungur. Þó er ljóstað jarðhitinn undir svæðinu tengist opnumsprungum með einhverjum hætti.

Lektarmælingar gáfu til kynna að bergið væritiltölulega þétt. Hvergi varð vart við áberandisprungulekt. Hitamælingar sýndu að berg-hitinn er tiltölulega lágur á gangaleiðinni.

Á grundvelli hljóðhraða- oog bbylgjubrots-mælinga voru gerð nákvæm dýptar- og set-þykktarkort af Elliðavogi. Setlögin myndaeinskonar dalfyllu sem nær yfir 30 m þykktþar sem mest er. Þar er meira en 40 metradýpi á klöppina frá sjávarmáli.

Berggæðamat sýnir að innskotsberg og mó-berg á gangaleið (Viðeyjarbergið) fær aðjafnaði gildið „sæmilegt“. Elliðavogsset ermjög veiksamlímt og „lélegt“. Reykjavíkur-grágrýti fær yfirleitt gildið „sæmilegt“ enlægra gildi á munnasvæðum þar sem berg-þekja er lítil. Aðstæður til jarðgangagerðar erutaldar heldur lakari en í Hvalfjarðargöngum.Stæðni bergs í jarðgöngum má að jafnaðitryggja með sprautusteypu og bergboltun íþekju. Á veikleikasvæðum verður að auki þörfá sérstökum styrkingum, t.d. járnbentumsprautusteypubogum.

Snið úr skáholunni SG-6 áfyllingunni við Sundahöfnaustur af Kleppi.

Guðrún SigríðurJónsdóttirkortahönnuður og Árni Hjartarson

jarðfræðingur. Ljósm. Fríður Eggertsdóttir.

Verkið var unnið fyrir Vegagerðina en var íumsjá ÍSOR. Þar hélt Árni Hjartarson umverkið. Boraðar voru 16 holur á landi og sjó,20–80 m djúpar. Alvarr ehf. sá um boranir.

Jarðfræðistofa Kjartans Thors sá um hljóð-hraðamælingar á Elliðavogi og bylgjubrots-mælingarnar, sem ÍSOR annaðist, vorugerðar á mælingabáti Kjartans.

VGK-Hönnun gerði athuganir á berggæðum,þ.e. mat hæfi berglaga til jarðgangagerðar.Kjarnar voru mældir og metnir og prófanirgerðar á völdum sýnum, s.s. punktálags-próf, einásabrotpróf, rúmþyngdarmælingarog mælingar á gropuhlutfalli. Síðan var bergi skipt í styrkingaflokka.

Page 22: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

22

Jarðhitavirkjunin í Momotombo og samnefnteldfjall í bakgrunni. Ljósm. Þráinn Friðriksson.

Níkaragva

Íslenskir jarðhitasérfræðingar hafa íáratugi unnið mikið starf á sviði þróun-araðstoðar, framan af einkum í gegnumalþjóðastofnanir og síðar JarðhitaskólaHáskóla Sameinuðu þjóðanna. Áundanförnum árum hefur Þróunar-samvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) lagtaukna áherslu á þróunarsamvinnu-verkefni á sviði jarðhita og hafa sér-fræðingar ÍSOR verið ráðgjafar ÞSSÍ íýmsum slíkum verkum. Í nýjasta sam-starfslandi ÞSSÍ, Níkaragva, mun jarð-hiti verða mjög fyrirferðarmikill í starfistofnunarinnar og sérfræðingar ÍSORverða í burðarhlutverki í því verkefni.

Níkaragva er stærsta land Mið-Ameríku, um130.000 km2 að flatarmáli og þar búa rúmar 5milljónir manna. Fátækt er mikil enda er þjóðar-framleiðsla á mann hvergi lægri í allri Vesturálfuef frá er talið Haítí. Vandamál Níkaragva eru afmargvíslegum toga en meðal þeirra er algjörtófremdarástand í orkumálum. Þrátt fyrir aðuppsett afl í landinu sé að nafninu til umtals-vert meira en hámarksnotkun (760 MW saman-borðið við um 500 MW) er viðvarandi orku-skortur í landinu svo skammta þarf rafmagn íum sex mánuði á ári. Stafar þetta m.a. af lang-varandi vanrækslu við viðhald og endurnýjunorkuvera.

Níkaragva er mjög aauðugt aaf eendurnýjanlegumorkugjöfum; virkjanleg orka í vatnsföllum erálitin nema rúmum 3.000 MW og talið er að fá

- þróunarsamvinna

Page 23: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

23

megi 1.200 MW með virkjun jarðhita. Þessiauðlegð þjóðarinnar er að mestu vannýtt þvínú eru meira en tveir þriðju hlutar af öllu raf-magni í landinu framleiddir með innfluttu jarð-efnaeldsneyti. Af þessum sökum er landiðsérstaklega viðkvæmt fyrir þeim miklu olíu-verðshækkunum sem orðið hafa að undan-förnu. Árið 2006 var svo komið að kostnaðurvegna innfluttrar olíu nam um 65% afútflutningstekjum þjóðarinnar.

Mikill vilji er hjá núverandi yfirvöldum íNíkaragva til að styrkja orkugeirann og þáeinkum á sviði jarðhita og vatnsafls. Margirþröskuldar eru þó í veginum, m.a. gengur illaað laða fjárfesta að landinu vegna storma-samrar sögu og óstöðugleika. Þá er einnigtilfinnanlegur skortur á sérfræðiþekkingu áþessum sviðum innan stjórnsýslunnar og þvítæknilega erfitt að vinna að samningum viðfjárfesta og sinna lögboðnu eftirliti með fram-kvæmdum. Þetta á m.a. við mat á umhverfis-áhrifum vegna jarðhitavirkjana. Lög um um-hverfismat eru sambærileg við það sem geristhér á landi, en þar sem nánast engin þekkinger til staðar á umhverfisáhrifum jarðhita-nýtingar sitja leyfisumsóknir fastar í kerfinu.

Markmið jjarðhitaverkefnis ÞSSÍ í Níkaragva erað byggja upp kunnáttu innan opinberrastofnana í landinu þannig að skortur á sér-fræðiþekkingu verði ekki dragbítur á fram-þróun jarðhitanýtingar. Þetta verður gert meðýmsum hætti, t.d. með beinum stofnana-stuðningi. Í stofnanastuðningi felst að sér-fræðingar frá ÍSOR og öðrum stofnunum, svosem Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun,

vinna að ákveðnum verkefnum í samstarfi viðkollega sína í Níkaragva. Markmið stofnana-stuðnings er tvíþætt, annars vegar að vinnaþau verk sem fyrir liggja og hins vegar að miðlareynslu til heimamanna. Auk stofnanastuð-nings mun verkefnið fela í sér mikla þjálfun,bæði við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðuþjóðanna og eins með skemmri námskeiðumsem munu fara fram í Níkaragva. Jarðhitaverk-efni ÞSSÍ í Níkaragva hefst í ársbyrjun 2008 ogmun standa í fimm ár. Gert er ráð fyrir að vinnasérfræðinga ÍSOR nemi tæpum fimm mann-árum á þessu tímabili og að a.m.k. tíu sér-fræðingar komi að verkinu.

Olíureikningur Níkaragva sem hlutfallaf útflutningsverðmætum.

Þáttakendur á málþingi Þróunar-samvinnustofnunar í Níkaragva.

Page 24: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

24

Hverastrýtur

Í þessum jarðhitakerfum fara fram efnaskiptimilli ungrar jarðskorpu annars vegar og kaldssjávar hins vegar og má gefa sér að sambæri-leg ferli hafi verið að verki mest alla jarð-söguna. Hverasvæðin standa jafnframt undireinstökum vistkerfum fjarri öllu sólarljósi, enþessi vistkerfi byggjast á örverum sem efna-tillífa orku úr efnasamböndum úr hverunum.

Nokkur hverasvæði tengd úthafshryggjum viðÍsland eru þekkt, svo sem við Kolbeinsey,Grímsey og Steinhól á Reykjaneshrygg. Slíkhverasvæði eru helst sambærileg við háhita-svæði landsins, s.s. Kröflu og Nesjavelli, enþau eru bundin við eldvirku beltin. Lengi hafa

Fyrir rúmlega 30 árum fundustneðansjávarhverir, á um 2500 mdýpi, skammt frá Galapagos-eyjum íKyrrahafi. Síðan þá hafa fjölmörgneðansjávarhverasvæði fundist áhafsbotni, flest í tengslum viðeldvirka úthafshryggi. Vísindamennhafa rannsakað þessi hverasvæðiítarlega undanfarin ár og eru þauáhugaverð fyrir margra hluta sakir.Hverasvæðin eru yfirborðsummerkium virk og mjög öflug jarðhitakerfi íefsta hluta úthafsskorpunnar.

Strýturnar mynda ákjósanlegt undirlag fyrir þörunga,samlokur og sæfífla. Fyrir miðri mynd er sæfífill (Metridiumsenile) en á myndinni má einnig sjá hveldýr (ljóslit) ograuðþörunga (rauðleitir). Ljósm. Erlendur Bogason.

- jarðhiti á hafsbotni

Page 25: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

Á síðasta ári var m.a. unnið að segulkortlagningu viðArnarnesstrýtur og á Arnarnesinu sjálfu. Á myndinni erGísli Jóhann Grétarsson að huga að mælitækjunum. Ljósm. Bjarni Gautason.

Kort af hafsbotni Eyjafjarðar, gert eftir fjölgeislamælingum.Hverastrýturnar sjást lengst til vinstri.

vísindamenn talið líklegt að lághitasvæðifyndust einnig á grunnsævi við landið, sbr.fjölda hvera og lauga í flæðarmálinu og all-margar vísbendingar úr dýptarmælum smá-báta um möguleg uppstreymi á grunnsævi.

Arnarnesstrýtur, í vestanverðum Eyjafirði,fundust í ágústmánuði árið 2004. ÍSOR áAkureyri lagði til við Norðurorku að hafsbotnEyjafjarðar, norðan og austan við Arnarnes,ásamt Laufásgrunni, yrði kortlagður meðfjölgeisladýptarmælingum og hafði ÍSORjafnframt milligöngu um að fá Baldur, rann-sóknarskip Landhelgisgæslunnar til verksins.Á þessum tíma var til skoðunar að Norðurorkaþjónustaði Grenivík með heitt vatn frá öflugujarðhitakerfi sem það nýtir á Arnarnesi.Hugmyndin var m.a. að finna heppilega leiðfyrir stofnlögn yfir Eyjafjörð.

VIð þessa kortlagningu fundust allmörg strýtu-laga fyrirbæri á hafsbotninum skammt norðuraf Arnarnesnöfum og nefnast þau Arnarnes-strýtur einu nafni. Strýturnar vvirðast ttengjastmisgengi eeða bberggangi íí bberggrunninum semhefur stefnu rétt austan við norður, en það eralgeng stefna á sprungum og göngum ínorðanverðum Eyjafirði. Strýtur hafa myndastá um 500 m löngum kafla og eru þær semgrynnst standa á um 25 m dýpi, en þær semdýpst standa á um 50 m dýpi. Strýturnar eruallt að 10 m háar en líklegt er að hæð þeirratakmarkist af ölduróti. Fáeinum dögum síðarfóru vísindamenn frá ÍSOR og Háskólanum áAkureyri í könnunarleiðangur ásamt kafara ogfékkst þá staðfest að strýturnar vværu mmynd-aðar vvegna uuppstreymis jjarðhitavökva, aðvirkt uppstreymi væri í strýtunum og að vatniðsem þar kemur upp er ferskt.

ÍSOR, Háskólinn á Akureyri og Hafrannsóknar-stofnun standa saman að þverfaglegum rann-sóknum við Arnarnesstrýtur. Rannsóknirnarlúta að jarðfræði, líffræði, vistfræði og lífefna-leit. Rannsóknirnar hafa m.a falið í sér kort-lagningu á plöntu- og dýralífi við strýturnar ogumfangsmikla lífefnaleit en markmið meðhenni er að finna lífvirk efni sem hafa áhrif álíffræðilega ferla. Jarðfræðirannsóknirnarbeinast ekki síst að mögulegum tengslumjarðhitakerfisins sem fæðir Arnarnesstrýturvið jarðhitakerfið á Arnarnesi sem Norðurorkanýtir, en það er eitt öflugasta lághitakerfilandsins. Jafnframt má láta þess getið að í

samstarfi við vísindamenn frá Geimrannsóknar-stofnun Bandaríkjanna (NASA) var prófaðursérhæfður sýnatökubúnaður við strýturnarsem ætlaður er til sýnatöku við háan þrýsting ámiklu dýpi í djúpsjávarhverum. Auk strýtannanorður af Arnarnesi eru í Eyjafirði þekktarstrýtur út af Ystuvík en þær fundust árið 1996.

HverastrýturArnarnes

Page 26: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

26

ÍSOR activities in 2007

Although established just five years ago, ÍSORis based on 60 years of continuous experiencein the field of geothermal and hydropowerresearch and development. It is organized intofive departments, Geology, Geophysics,Technical, Engineering, and Informationtechnology. ÍSOR also runs an affiliated branchoffice in Akureyri.

ÍSOR conducts wide-ranging studies of geo-thermal fields, including surface explorationand interpretation of data from drillholes. ÍSORsites exploration and production wells, andevaluates their geothermal characteristics andproduction capacity. The results are integratedinto a conceptual model of the geothermalreservoir, which forms a basis for numericalmodeling of the reservoir to assess thegenerating capacity of the field. We also advisedevelopers on groundwater supplies and onthe disposal of effluent water.

Iceland GeoSurvey (ÍSOR) is a state-owned non-profit research companyproviding a wide spectrum of energyresearch, exploration, and developmentservices in Iceland and abroad. Ourexpertise is particularly strong in fieldsrelated to geothermal sciences andutilization, but we are also wellequipped to tackle related projects andassignments. Such activities demandexpert knowledge in various fields ofearth and engineering sciences. ÍSOR isself-financing and operates on free-market principles on a contract andproject basis.

Measuring natural C02 emissions in the Reykjanesgeothermal area. Photo Bjarni Reyr Kristjánsson.

Page 27: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

only erupted rhyolite during most of its lifetime, which makes it unique among Icelandic volcanoes.

Sundagöng tunnel route

ÍSOR has recently completed a program of geologicalstudies and geophysical surveys along the proposedSundagöng road tunnel route in Reykjavík. The projectincluded a seismic refraction survey and an analysis ofdrill cores as well as water level monitoring andtemperature measurements in boreholes. The rockformations of interest are on the whole rather dense andfairly well suited for tunneling. The work was carried out onbehalf of the Icelandic Road Administration.

CO2 fixation into basalt

The CarbFix project, a joint effort of Reykjavik Energy, theUniversity of Iceland, Columbia University, USA, and CNRS-Toulouse, France, is a large-scale experimental projectaimed at permanently fixing CO2 in basaltic rocks. The CO2

from the geothermal steam of the Hellisheidi Power Plantwill be dissolved in water and injected into suitable rockformations. The carbonic acid will react with the basalt andform calcium carbonate in the rock. The CO2 is thuspermanently removed from the atmospheric geochemicalcycle. ÍSOR has participated in preparations for the CarbFixproject by conducting specific studies.

Offshore projects

ÍSOR continued to provide advice to the Ministry of ForeignAffairs in connection with negotiations with neighbouringcountries on overlapping claims to continental shelf rights.We furthermore assisted the Ministry of Industry andCommerce with ongoing preparations for the issuing ofexploration and production licences for oil and gas in theJan Mayen area.

Overseas projects

ÍSOR scientists carried out geological studies andresistivity surveys in Djibouti for Reykjavík Energy Invest,consulted on the administrativeinfrastructure of the geothermal sectorin Nicaragua, and provided advice toHydro in Norway on geothermaldevelopment and utilization. ÍSORalso provided services abroad toIcelandic investment companiesin California, Germany, Hungary,and China.

Main activities in 2007

A significant part of the work of ÍSOR in 2007 wasconnected to production drilling in the high-temperature geothermal fields of Hengill andReykjanes, and to exploratory drilling in the high-temperature fields of Krafla and Þeistareykir. A largeproportion of boreholes is now directionally drilled.Various exploration studies, including geologicalmapping, chemical sampling and analysis, andgeophysical surveying were conducted in these andother geothermal fields. ÍSOR on-site services relatedto high-temperature drilling have increased markedlyin the last few years.

A number of low-temperature geothermal areas werealso studied. Successful drilling in some of these hasidentified prospects for several district heatingservices. Several geological and geophysical surveysof proposed road tunnel routes were carried out.

ÍSOR maintains service contracts with electric utilitiesand district heating services around the country.These involve monitoring of the temperature, pressure,and chemical composition of geothermal reservoirfluids.

Environmental aspects

ÍSOR emphasizes the importance of environmentalprotection in all aspects of energy development. Tosupport this commitment we offer a variety ofservices. These include the monitoring of changes insurface manifestations in geothermal areas, ground-water studies, point measurements and monitoring ofgases in the atmosphere, studies of the feasibility ofdisposing of spent geothermal fluids by reinjection,and gravity and leveling surveys to monitor groundsubsidence. ÍSOR carries out both environmentalbaseline surveys and long-term monitoring programs.

Torfajökull central volcano

The extensive Torfajökull central volcanic area is apossible site for a major geothermal development. Atthe same time it is also a popular hiking and outdoorrecreation area. ÍSOR has prepared a comprehensivereport on the complex geological structure of the areaand a map showing the distribution of geothermalmanifestations. An integrated interpretation of geologi-cal, geochemical, and geophysical data indicates thatthe high-temperature area may be divided into severalsub-areas, mostly located within the Torfajökullcaldera, which extends over 180 km2, of which geo-thermal activity covers approximately 140 km2. The volcanic and geothermal activity is most intense in the southwestern part of the area. Torfajökull has

27

Sigurður G. Kristinsson,geologist. Photo Fríður

Eggertsdóttir.

Page 28: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

28

Skrá yfir skýrslur og greinar

Anett Blischke og Bjarni Richter (2007). Polling –Geological Feasibility Study. Geological know-ledge and data assessment of the Malm reservoirwithin the geothermal concession of Polling,Bavaria, Germany. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/039. Unnið fyrir ENEX hf. ISBN 978-9979-780-64-9. 42 s.

Anett Blischke, Hjalti Steinn Gunnarsson, BjarniGautason, Sigurður Sveinn Jónsson, Bjarni Richter,Þorsteinn Egilson, Oddur Óskar Kjartansson ogRagnar Bjarni Jónsson (2007). Rannsóknarborun áÞeistareykjum – Hola ÞG-5. 3. áfangi: Borunvinnsluhluta frá 848 m í 1910 m. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/056. Unnið fyrir Þeistareykiehf. 75 s.

Anette K. Mortensen, Ásgrímur Guðmundsson, EgillJúlíusson, Páll Jónsson, Oddur Óskar Kjartanssonog Sveinbjörn Bjarnason (2007). Krafla – Hola KJ-35. 3. áfangi: Borun vinnsluhluta fyrir 7” leiðarafrá 1296 m í 2508 m dýpi. Íslenskar orkurannsókn-ir, ÍSOR-2007/044. Unnið fyrir Landsvirkjun – LV-2007/088. 104 s.

Anette K. Mortensen, Bjarni Gautason, ÞorsteinnEgilson, Oddur Óskar Kjartansson, Páll Jónsson,Ragnar Bjarni Jónsson og Ólafur Guðnason (2007).Krafla – Hola KJ-35. 2. áfangi: Borun fyrir 95/8”vinnslufóðringu í 1296 m dýpi. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/029. Unnið fyrirLandsvirkjun – LV-2007/078. 85 s.

Anette K. Mortensen, Helga Margrét Helgadóttir,Ásgrímur Guðmundsson, Egill Júlíusson og BaldvinSigurðsson (2007). Reykjanes – Hola RN-13b.Útúrborun vinnsluhluta RN-13b í 2530 m dýpi.Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/066. Unniðfyrir Hitaveitu Suðurnesja. 151 s.

Anette K. Mortensen, Helga Margrét Helgadóttir,Ómar Sigurðsson, Þorsteinn Egilson, HaraldurJónasson, Bjarni Kristinsson og Jón Árni Jónsson(2007). Reykjanes – Hola RN-25. Forborun, 1. og2. áfangi: Borun fyrir 22½” yfirborðsfóðringu í 86m, 185/8” öryggisfóðringu í 309 m og 133/8”vinnslufóðringu í 707 m dýpi. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/027. Unnið fyrir HitaveituSuðurnesja. 73 s.

Anette K. Mortensen, Oddur Óskar Kjartansson, PállJónsson og Ólafur Guðnason (2007). Krafla – HolaKJ-35. 1. áfangi: Borun fyrir 133/8” öryggisfóðringufrá 50 m í 270 m dýpi. Íslenskar orkurannsóknir,ÍSOR-2007/023. Unnið fyrir Landsvirkjun – LV-2007/072. 39 s.

Arnar Hjartarson og Egill Júlíusson (2007).Reiknilíkan af jarðhitakerfinu á Reykjanesi ogspár um viðbrögð þess við 100 MW rafmagns-framleiðslu. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/025. Unnið fyrir Hitaveitu Suðurnesja hf. ISBN978-9979-780-60-1. 145 s.

Árni Hjartarson (2007). Kjalarnes – Botnsdalur.Berggrunnskort 1:25.000 og jarðlagalýsingar.Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/064. Unniðfyrir Orkuveitu Reykjavíkur. ISBN 978-9979-780-69-4

Árni Hjartarson (2007). Skagafjarðardalir –Jarðfræði. Aðstæður til jarðgangagerðar fyrirvirkjun við Skatastaði. Íslenskar orkurannsóknir,ÍSOR-2007/012. Unnið fyrir Landsvirkjun ogHéraðsvötn ehf. ISBN 978-9979-780-58-8

Árni Hjartarson (2007). Ölfus – Selvogur. Jarð-fræðikort 1:25.000, jarðlagalýsing, myndun ogmótun lands. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/063. Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. ISBN978-9979-780-68-7

Árni Hjartarson og Ingibjörg Kaldal (2007).

Friðgeir Pétursson, Ragnar B. Jónsson, HalldórIngólfsson, Elfar J. Eiríksson og Kristján Haraldsson.(2007). Krafla - Víti. Hola KJ-36. 2. áfangi: Borunfyrir 95/8 vinnslufóðringu í 1111 m dýpi. Íslenskarorkurannsóknir, ÍSOR-2007/060. Unnið fyrir Lands-virkjun – LV-2007/118. 84 s.

Bjarni Gautason, Þorsteinn Egilson, Bjarni Richter,Sigvaldi Thordarson, Páll Jónsson og Páll H. Jónsson(2007). Krafla – Hola KS-01. 3. áfangi: Borunvinnsluhluta fyrir 7“ leiðara frá 899 m í 2502 mdýpi. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/024.Unnið fyrir Landsvirkjun – LV-2007/071. 117 s.

Bjarni Reyr Kristjánsson, Sigurður Sveinn Jónsson,Snorri Guðbrandsson, Gunnlaugur M. Einarsson,Ómar Sigurðsson, Sigvaldi Thordarson og Peter EricDanielsen (2007). Reykjanes – Hola RN-14.Forborun, 1., 2. og 3. áfangi. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/020. Unnið fyrir HitaveituSuðurnesja hf. 117 s.

Bjarni Reyr Kristjánsson, Þráinn Friðriksson,Kristján Sæmundsson, Guðni Axelsson, AnettBlischke og Niels Giroud (2007). Berserkseyri.Staða rannsókna á haustmánuðum 2007 og til-lögur um næstu skref. Íslenskar orkurannsóknir,ÍSOR-2007/062. Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.72 s.

Bjarni Richter og Steinar Þór Guðlaugsson (2007).Yfirlit um jarðfræði Jan Mayen svæðisins oghugsanlegar kolvetnislindir. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/004. Unnið fyrir iðnaðar-ráðuneytið. ISBN 978-9979-780-51-9. 33 s.

Bjarni Richter, Þorsteinn Egilson, Anette K.Mortensen, Ragnar Bjarni Jónsson, SigvaldiThordarson, Friðgeir Pétursson, Oddur Kjartansson,Robert Stacy og Kristján Haraldsson (2007).Rannsóknarborun á Þeistareykjum – Hola ÞG-4. 3.áfangi: Borun vinnsluhluta fyrir 7” leiðara frá 839m í 2240 m dýpi. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/054. Unnið fyrir Þeistareyki ehf. 106 s.

Björn S. Harðarson, Benedikt Steingrímsson,Friðgeir Pétursson, Guðmundur Sigurðsson,Hermann Hafsteinsson, Hjalti Franzson, KjartanBirgisson, Oddur Kjartansson, Sigurður SveinnJónsson, Þorsteinn Egilson og Óskar Tryggvason(2007). Nesjavellir – Hola NJ-25. Borun, rannsókn-ir og einkenni holunnar. Íslenskar orkurannsóknir,ÍSOR-2007/031. Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.ISBN 978-9979-780-62-5. 123 s.

Björn S. Harðarson, Egill Júlíusson, Gunnlaugur M.Einarsson, Sigurður Sveinn Jónsson og Snorri Guð-brandsson (2007). Hellisheiði – Hola HE-30. 3.áfangi: Borun vinnsluhluta frá 707 m í 2318 mdýpi fyrir 95/8” leiðara. Íslenskar orkurannsóknir,ÍSOR-2007/037. Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. 118 s.

Björn S. Harðarson, Helga M. Helgadóttir og HjaltiFranzson (2007). Hellisheiðarvirkjun. Niður-rennslissvæðið við Gráuhnúka. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/001. Unnið fyrir OrkuveituReykjavíkur. ISBN 978-9979-780-49-6. 29 s.

Björn S. Harðarson, Hjalti Franzson, Snorri Guð-brandsson, Friðgeir Pétursson, GuðmundurSigurðsson, Oddur Ó. Kjartansson, Ómar Sigurðs-son, Páll Jónsson, Peter E. Danielsen og TobíasBrynleifsson (2007). Hellisheiði – Hola HE-30. For-borun, 1. og 2. áfangi: Borun fyrir 22½” yfirborðs-fóðringu í 90 m, 185/8” öryggisfóðringu í 300 m og133/8” vinnslufóðringu í 707 m dýpi. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/033. Unnið fyrir OrkuveituReykjavíkur. 81 s.

Halldór Ármannsson (2007). Djibouti. Collectionand chemical analysis of geothermal fluids fromnew wells – Apparatus. Iceland GeoSurvey, ÍSOR-

Urriðavöllur. Verndargildi jarðminja í Urriðavatns-dölum. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/007.Unnið fyrir Styrktar- og líknarsjóð Oddfellow-reglunnar. ISBN 978-9979-780-53-3. 24 s. + kort.

Árni Hjartarson, Eiríkur Freyr Einarsson, KjartanThors, Kristján Ágústsson, Matthías Loftsson ogÞorsteinn Egilson (2007). Sundagöng. Rannsóknirá jarðgangaleið Sundabrautar árið 2007. Áfanga-skýrsla. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/034.Unnið fyrir Vegagerðina. 53 s. + 3 kort.

Árni Hjartarson, Eiríkur Freyr Einarsson, KjartanThors, Kristján Ágústsson, Matthías Loftsson og Þor-steinn Egilson (2007). Sundagöng. Jarðfræði ogberggæði á jarðgangaleið Sundabrautar. Íslenskarorkurannsóknir, ÍSOR-2007/052. Unnið fyrir Vega-gerðina. ISBN 978-9979-780-66-3. 110 s. + 3 kort.

Ásgrímur Guðmundsson (2007). Rannsóknarbor-anir í Kröflu 2007. Tillögur um staðsetningu bor-holna. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/013.Unnið fyrir Landsvirkjun – LV-2007/041. 51 s.

Ásgrímur Guðmundsson, Anett Blischke, SigvaldiThordarson, Ragnar Bjarni Jónsson og KristjánHaraldsson (2007). Krafla – Hola KJ-36. 1. áfangi:Borun fyrir 133/8” öryggisfóðringu frá 75 m í 301 mdýpi. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/048.Unnið fyrir Landsvirkjun – LV-2007/090. 46 s.

Ásgrímur Guðmundsson, Bjarni Gautason, ÞorsteinnEgilson, Sigvaldi Thordarson og Ólafur Guðnason(2006). Rannsóknarborun á Þeistareykjum – HolaÞG-4. Forborun og 1. áfangi: Borun fyrir 185/8”yfirborðsfóðringu í 83 m og 133/8” öryggisfóðringuí 287 m dýpi. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/041. Unnið fyrir Þeistareyki ehf. 89 s.

Ásgrímur Guðmundsson, Þorsteinn Egilson ogKristján Haraldsson (2007). Krafla – Hola KS-01.Forborun og 1. áfangi: Borun fyrir 185/8” yfirborðs-fóðringu í 99 m og 133/8” öryggisfóðringu í 279 mdýpi. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/015.Unnið fyrir Landsvirkjun – LV-2007/055. 84 s.

Ásgrímur Guðmundsson, Þorsteinn Egilson, BjarniGautason, Sigvaldi Thordarson, Páll Jónsson ogKristján Haraldsson (2007). Krafla – Hola KS-01. 2.áfangi: Borun fyrir 95/8” vinnslufóðringu frá 279 mí 899 m dýpi. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007-/022. Unnið fyrir Landsvirkjun – LV-2007/070. 51 s.

Bjarni Gautason, Björn S. Harðarson Hjalti Franzson,Ómar Sigurðsson, Hilmar Sigvaldason, Anette K.Mortensen, Þorsteinn Egilson, Haraldur Jónasson,Bjarni Kristinsson og Jón Árni Jónsson (2007).Skarðsmýrarfjall – Hola HE-27. Forborun, 1. og 2.áfangi: Borun fyrir 22½” yfirborðsfóðringu í 89 m,185/8” öryggisfóðringu í 313 m og 133/8” vinnslufóð-ringu í 753 m dýpi. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/026. Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. 71 s.

Bjarni Gautason, Sigvaldi Thordarson, Bjarni Richter,Þorsteinn Egilson, Páll Jónsson, Hjalti SteinnGunnarsson, Friðgeir Pétursson, Oddur Kjartanssonog Kristján Haraldsson (2007). Rannsóknarboruná Þeistareykjum – Hola ÞG-4 – 2. áfangi: Borunfyrir 95/8” vinnslufóðringu frá 287 m í 839 m dýpi.Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/047. Unniðfyrir Þeistareyki ehf. 52 s.

Bjarni Gautason, Sigvaldi Thordarson, Bjarni Richter,Þorsteinn Egilson, Páll Jónsson, Hjalti SteinnGunnarsson, Friðgeir Pétursson, Oddur Kjartanssonog Kristján Haraldsson (2007). Þeistareykir – HolaÞG-5. Forborun og 1. áfangi: Borun fyriryfirborðsfóðringu í 110 m og öryggisfóðringu á315 m dýpi. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/055. Unnið fyrir Þeistareyki ehf. 84 s.

Bjarni Gautason, Þorsteinn Egilson, Anett Blischke,

Page 29: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

29

2007/008. Unnið fyrir ÞróunarsamvinnustofnunÍslands (ICEIDA). 15 s.

Halldór Ármannsson og Magnús Ólafsson (2007).Eftirlit með áhrifum af losun affallsvatns fráKröflustöð og Bjarnarflagsstöð – Vöktun og niður-stöður 2006. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/003. Unnið fyrir Landsvirkjun – LV-2007/007. 16 s.

Halldór Ármannsson, Sigurrós Fridriksdóttir ogThóroddur F. Thóroddsson (2007). Support toMARENA, Nicaragua under the ICEIDA geothermalprogram. Expert visit May 2007. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/035. Unnið fyrir Þróunar-samvinnustofnun Íslands (ICEIDA). 17 s. + viðaukar.

Haukur Jóhannesson (2007). Hitastigulsboranir ílandi Svarfhóls í Álftafirði vestra. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/002. Unnið fyrir Súðavíkur-hrepp og Orkubú Vestfjarða. ISBN 978-9979-780-50-2. 26 s. + 2 kort.

Haukur Jóhannesson (2007). Jarðhiti í Hólahreppihinum forna. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/038. Unnið fyrir Skagafjarðarveitur ehf. ISBN978-9979-780-63-2. 59 s.

Helga Margrét Helgadóttir, Anette K. Mortensen,Steinþór Níelsson, Sigurður Sveinn Jónsson,Þorsteinn Egilson, Benedikt Steingrímsson, Peter E.Danielsen, Egill Júlíusson og Sigurjón Sigurðsson(2007). Reykjanes – Hola RN-14b. Útúrborunvinnsluhluta frá 844 m í 2426 m dýpi. Íslenskarorkurannsóknir, ÍSOR-2007/021. Unnið fyrirHitaveitu Suðurnesja hf. 134 s.

Helga Margrét Helgadóttir, Björn S. Harðarson, HjaltiFranzson, Ómar Sigurðsson, Bjarni Kristinsson ogSigurjón Sigurðsson (2007). Hellisheiði – Hola HN-6. 1. – 3. áfangi: Borun fyrir 185/8” öryggisfóðringuí 100 m, 133/8” vinnslufóðringu í 828 m og 12¼”vinnsluhluta í 2121 m dýpi. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/016. Unnið fyrir OrkuveituReykjavíkur. 96 s.

Helga Margrét Helgadóttir, Steinþór Níelsson,Sigurður Sveinn Jónsson, Svanbjörg Helga Haralds-dóttir og Bjarni Kristinsson (2007). Skarðsmýrar-fjall – Hola HE-31. Forborun, 1. og 2. áfangi: Borunfyrir 22½” yfirborðsfóðringu í 92 m, 185/8”öryggisfóðringu í 301 m og 133/8” vinnslufóðringuí 727 m dýpi. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/036. Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. 84 s.

Helgi Arnar Alfreðssson, Björn S. Harðarson og HjaltiFranzson (2007). Hola HK-31 í Þrengslum, Hellis-heiði. Jarðlög, ummyndun og lekt. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/030. Unnið fyrir OrkuveituReykjavíkur. 26 s.

Knútur Árnason (2007). TEM-viðnámsmælingar áHengilssvæði 2006 og tillaga að rannsóknarbor-unum við Eldborg. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/005. Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. 34 s.

Kristján Sæmundsson (2007). Torfajökull. Megin-eldstöð og jarðhiti. Samtúlkun gagna. Íslenskarorkurannsóknir, ÍSOR-2007/057. Unnið fyrir Orku-stofnun. ISBN 978-9979-780-56-4

Kristján Sæmundsson og Þórólfur H. Hafstað(2007). Norðausturgosbelti. Grunnvatn, berg-skrokkar og misleitni. Framlag til grunnvatns-líkans af gosbeltinu norðan við Kröflu. Íslenskarorkurannsóknir, ÍSOR-2007/009. Unnið fyrir Lands-virkjun, LV-2007/028. ISBN 978-9979-780-54-0. 19 s.

Líney Halla Kristinsdóttir, Ólafur G. Flóvenz, DavidBruhn, Harald Milsch og Erik Spangenberg (2007).Electrical Conductivity and Sonic Velocity ofIcelandic Rock Core Samples Measured at HighTemperature and Pressure. Íslenskar orkurann-sóknir, ÍSOR-2007/065. Skýrslan er liður í I-GET

sóknir, ÍSOR-2007/042. Unnið fyrir OrkuveituReykjavíkur. 102 s.

Skúli Víkingsson (2007). Hálslón. Rofnæmi jarð-vegs – Er uppfokshætta úr Hálslóni? Íslenskarorkurannsóknir, ÍSOR-2007/006. Unnið fyrir Lands-virkjun. ISBN 978-9979-780-52-6. 27 s.

Skúli Víkingsson (2007). Stapafell. Útreikningur áefnistöku 1945 til 2006. Íslenskar orkurannsóknir,ÍSOR-2007/061. Unnið fyrir landeigendur Yrti-Njarð-víkurhverfis með Vatnsnesi. 18 s.

Snorri Guðbrandsson, Anette K. Mortensen, BjarniKristinsson, Peter Eric Danielsen, Ómar Sigurðssonog Jón Árni Jónsson (2007). Reykjanes – Hola RN-26. Forborun, 1. og 2. áfangi: Borun fyrir yfirborðs-fóðringu í 102 m, öryggisfóðringu í 320 m ogvinnslufóðringu á 693 m dýpi. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/059. Unnið fyrir Lands-virkjun. 58 s.

Steinþór Níelsson, Svanbjörg Helga Haraldsdóttir ogSandra Ósk Snæbjörnsdóttir (2007). Skarðsmýrar-fjall – Hola HE-34. Forborun, 1. og 2. áfangi: Borunfyrir 22½” yfirborðsfóðringu í 97 m, 185/8”öryggisfóðringu í 301 m og 133/8” vinnslufóðringuí 723 m dýpi. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/053. Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. 63 s.

Steinþór Níelsson, Svanbjörg Helga Haraldsdóttir,Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, Anett Blischke, SnorriGuðbrandsson, Christa Feucht, Gunnlaugur M.Einarsson, Helga Margrét Helgadóttir, Hjalti Franz-son og Egill Júlíusson (2007). Skarðsmýrarfjall –Hola HE-31. 3. áfangi: Borun vinnsluhluta fyrir95/8” leiðara frá 727 m í 2703 dýpi. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/050. Unnið fyrir OrkuveituReykjavíkur. 109 s.

Steinunn Hauksdóttir, Ingibjörg Kaldal og SigvaldiThordarson (2007). Þarfagreining gagna á ÍSOR.Niðurstöður hópstarfs og verkefnatillögur.Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/028. 109 s.

Sverrir Thórhallsson, Árni Ragnarsson, BenediktSteingrímsson, Einar Tjörfi Elíasson, Gudni Axelsson,Gudmundur Ómar Fridleifsson, Hjalti Franzson ogÓlafur G. Flóvenz (2007). Geothermal Energy Over-view. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/049.Unnið fyrir Hydro and StatoilHydro. 131 s.

Sæunn Halldórsdóttir, Guðni Axelsson og MagnúsÓlafsson (2007). Afkastageta holu SK-28 á jarð-hitasvæðinu á Bræðrá í Hrolleifsdal. Íslenskarorkurannsóknir, ÍSOR-2007/045. Unnið fyrir Skaga-fjarðarveitur ehf. 31 s.

Þórhildur Björnsdóttir og Guðni Axelsson (2007).Jarðhitasvæðið á Ytri Reykjum við Laugabakka íMiðfirði. Um nýtingu svæðisins og líklega afkasta-getu. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/011. Unniðfyrir Húnaþing vestra. ISBN 978-9979-780-57-1. 26 s.

Þórólfur H. Hafstað og Sigurður G. Kristinsson(2007). Reykjanesvirkjun – Sjóholur við Sandvík.Jarðlagaskipan og afkastamælingar. Íslenskarorkurannsóknir, ÍSOR-2007/051. Unnið fyrirHitaveitu Suðurnesja hf. 106 s.

Þórólfur H. Hafstað, Elsa G. Vilmundardóttir og BjarniReyr Kristjánsson (2007). Nesjavellir. Rannsókn-arborholur í hraununum á affallssvæði virkjunar-innar. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/058.Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. ISBN 978-9979-780-67-0. 65 s.

Þráinn Friðriksson, Magnús Ólafsson og Niels Giroud(2007). Jarðefnafræðilegt vinnslueftirlit árið2006. Svartsengi og Hafnir. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/040. Unnið fyrir HitaveituSuðurnesja hf. 69 s.

verkefninu. 40 s.

Magnús Ólafsson (2007). Orkuveita Húsavíkur.Efnavöktun 2005 og 2006. Íslenskar orkurann-sóknir, ÍSOR-2007/043. Unnið fyrir Orkuveitu Húsa-víkur. 19 s.

Maryam Khodayar (ÍSOR), Hjalti Franzson (ÍSOR),Páll Einarsson (Jarðvísindastofnun HáskólaÍslands) og Sveinbjörn Björnsson (Orkustofnun)(2007). Hvammsvirkjun. Geological investigationof Skarðsfjall in the South Iceland Seismic Zone.Basement tectonics, Holocene surface ruptures,leakage, and stratigraphy. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/017. Unnið fyrir Landsvirkjun(The National Power Company) og Orkustofnun(National Energy Authority) sem liður í samvinnu-verkefninu Bergsprungur. LV-2007/065. ISBN 978-9979-780-61-8. 39 s. + 8 kort.

Maryam Khodayar (ÍSOR), Páll Einarsson (Jarð-vísindastofnun Háskóla Íslands), Sveinbjörn Björns-son (Orkustofnun) og Hjalti Franzson (ÍSOR)(2007). Holtavirkjun – Memorandum: Preliminarymap of fractures and leakages in Akbraut in Holtand Laugar in Landsveit. Íslenskar orkurannsóknir,ÍSOR-2007/010. Unnið fyrir Landsvirkjun (TheNational Power Company) og Orkustofnun (TheNational Energy Authority). 9 s. + 5 kort.

Ómar Sigurðsson, Kristín Kröyer og Magnús Ólafs-son (2007). Hitaveita RARIK á Siglufirði. Vinnslu-eftirlit 2005–2007. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/067. Unnið fyrir RARIK. 19 s.

Ragna Karlsdóttir og Arnar Már Vilhjálmsson(2007). Kerlingarfjöll. TEM-mælingar 2004–2005.Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/014. Unniðfyrir Orkustofnun. ISBN 978-9979-780-59-5. 60 s.

Ragna Karlsdóttir, Hjálmar Eysteinsson, Arnar MárVilhjálmsson og Knútur Árnason (2007). Köldu-kvíslarbotnar. TEM-mælingar 2007. Íslenskar orku-rannsóknir, ÍSOR-2007/046. Unnið fyrir Lands-virkjun og Orkustofnun. ISBN 978-9979-780-65-6. 62 s.

Sigurjón Böðvar Þórarinsson, Anette K. Mortensen,Björn S. Harðarson, Þorsteinn Egilson, KjartanBirgisson, Bjarni Kristinsson, Steinþór Níelsson ogHaraldur Jónasson (2007). Skarðsmýrarfjall –Hola HE-25. Forborun, 1. og 2. áfangi: Borun fyrir22½” yfirborðsfóðringu í 96 m, 185/8”öryggisfóðringu í 280 m og 133/8” vinnslufóðringuí 709 m dýpi. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/019. Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. 64 s.

Sigurjón Böðvar Þórarinsson, Anette K. Mortensen,Steinþór Níelsson, Hjalti Franzson, Peter Eric Daniel-sen, Guðmundur Sigurðsson, Haraldur Jónasson,Svanbjörg Helga Haraldsdóttir og Oddur ÓskarKjartansson (2007). Hellisheiði – Hola HE-29. For-borun, 1. og 2. áfangi: Borun fyrir 22½” yfirborðs-fóðringu í 106 m, 185/8” öryggisfóðringu í 317 mog 133/8” vinnslufóðringu í 954 m dýpi. Íslenskarorkurannsóknir, ÍSOR-2007/018. Unnið fyrir Orku-veitu Reykjavíkur. 75 s.

Sigurjón Böðvar Þórarinsson, Björn S. Harðarson,Peter E. Danielsen, Egill Júlíusson, Steinþór Níels-son, Kjartan Birgisson, Bjarni Kristinsson, Arann T.Karim Mahmood, Svanbjörg Helga Haraldsdóttir ogAnette K. Mortensen (2007). Skarðsmýrarfjall –Hola HE-25. 3. áfangi: Borun vinnsluhluta frá 709m í 2155 m dýpi. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR-2007/032. Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. 80 s.

Sigurjón Böðvar Þórarinsson, Sigurður Sveinn Jóns-son, Steinþór Níelsson, Svanbjörg Helga Haralds-dóttir og Egill Júlíusson (2007). Hellisheiði – HolaHE-29. 3. áfangi: Borun vinnsluhluta frá 954 m í2502 m dýpi fyrir 95/8” leiðara. Íslenskar orkurann-

Page 30: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

30

Ritrýndar greinarBrandon, A. D., Graham, D. W., Waight, T. og Gautason,B. (2007). 186Os and 187Os enrichments and high-3He/4He sources in the Earth‘s mantle: Evidencefrom Icelandic picrites. Geochimica et Cosmo-chimica Acta 71 (18), 4570–4591.

Árni Hjartarson (2007). Norðurheimskautsbaugur-inn í Grímsey. Náttúrufræðingurinn 76 (1–2),70–72.

Árni Hjartarson og Droplaug Ólafsdóttir (2007).Náttúrufarsannáll 2006. Náttúrufræðingurinn 76(1–2), 73–76.

Lacasse, C., Sigurdsson, H., Carey, S. N., Jóhannes-son, H., Thomas, L. E. og Rogers, N .W. (2007).Bimodal volcanism at the Katla subglacial caldera,Iceland: insight into the geochemistry andpetrogenesis of rhyolitic magmas. Bulletin ofVolcanology 69 (4), 373–399.

Fridleifsson, G. Ó. og Elders, W. A. (2007). ProgressReport on the Iceland Deep Drilling Project (IDDP).Scientific Drilling (4), 26–29.

Khodayar, M. og Franzson, H. (2007). Fracturepattern of Thjórsárdalur central volcano with respectto rift-jump and a migrating transform zone in SouthIceland. Journal of Structural Geology 29 (5),898–912.

Arnórsson, S., Stefánsson, A. og Bjarnason, J. Ö.(2007). Fluid-Fluid Interactions in GeothermalSystems. Reviews in Mineralogy and Geochemis-try, 65 (1), 259–312.

Ráðstefnur og fagrit Brandon, A. D., Graham, D. W., Waight, T. og Gautason,B. (2007). Os-He isotope systematics of Icelandpicrites: Evidence for a deep origin of the Icelandplume. Geochimica et Cosmochimica Acta 71,A119.

Pope, E. C., Bird, D. K., Arnórsson, S., Fridriksson, Th.,Elders, W. A. og Fridleifsson, G. Ó. (2007). TheIceland Deep Drilling Project (IDDP): (II) Fluid Originand Evolution in the Reykjanes Geothermal System- A Stable Isotope Study of Hydrothermal Epidote.V41A-0390. Abstract and poster, AGU Fall meeting,San Francisco, California, USA.

Bruhn, D., Milsch, H., Spangenberg, E., Flóvenz, Ó.,Kristinsdóttir, L. H. og Jaya, M. S. (2007). Petro-physical Signatures of the Liquid-Steam PhaseTransition in Geothermal Resevoir Rocks. Í: ManzellaA. og Mayorga C. (ritstj.) Proceedings of the EngineWorkshop 2 “Exploring high temperature reser-voirs: new challenges for geothermal energy”, 1–4April 2007, Volterra, Italy, 26.

Fridleifsson, G., Albertsson, A., Stefánsson, B.,Gunnlaugsson, E. og Adalsteinsson, H. (2007). DeepUnconventional Geothermal Resources: a majoropportunity to harness new sources of sustainableenergy. 20th World Energy Conference, Rome2007. 21.

Fridleifsson, G. Ó. (2007). IDDP Deep Drilling, StatusApril 2007. Í: Manzella A. & Mayorga C. (ritstj.)Proceedings of the Engine Workshop 2 “Exploringhigh temperature reservoirs: new challenges forgeothermal energy”, 1–4 April 2007, Volterra,Italy, 55.

Fridleifsson, G. Ó. og Elders, W. (2007) Iceland DeepDrilling Project. Í: Thórhallsson, S. og Schulte, T.(ritstj.) Workshop Abstracts of the Engine Work-shop 4 “Drilling cost effectiveness and feasibilityof high-temperature drilling”, 2–5 July 2007,

Pezard, P., Gibert, B., Ásmundsson, R., Fridleifsson, G.Ó., Sanjuan, B., Henninges, J., Halladay, N. ogDeltombe, J-L. (2007). Probing of high temperaturegeothermal reservoirs from electrical methods : HiTIEC project and the IDDP. Í: Manzella A. og Mayorga C.(ritstj.) Proceedings of the Engine Workshop 2“Exploring high temperature reservoirs: newchallenges for geothermal energy”, 1–4 April2007, Volterra, Italy, 56.

Troyer, R., Reed, M. H., Elders, W. A. og Fridleifsson, G.Ó. (2007). Iceland Deep Drilling Project (IDDP): (IV)Fluid Inclusion Microthermometry of the GeitafellHydrothermal System. A Possible Analog of theActive Krafla System? V41A-0392. Abstract andposter, AGU Fall meeting, San Francisco, California,USA.

Ásmundsson, R. (2007). High temperature logging.Í: Thórhallsson, S. og Schulte, T. (ritstj.) WorkshopAbstracts of the Engine Workshop 4 “Drilling costeffectiveness and feasibility of high-temperaturedrilling”, 2–5 July 2007, Reykjavík, Iceland, 50.

Birkisson, S. og Thórhallsson, S. (2007) Top-downcementing of geothermal wells in Iceland. Í:Thórhallsson, S. og Schulte, T. (ritstj.) WorkshopAbstracts of the Engine Workshop 4 “Drilling costeffectiveness and feasibility of high-temperaturedrilling”, 2–5 July 2007, Reykjavík, Iceland,36–37.

Thórhallsson. S. (2007). Challenges faced in drillinghigh-temperature geothermal wells in Iceland. Í:Thórhallsson, S. og Schulte, T. (ritstj.) WorkshopAbstracts of the Engine Workshop 4 “Drilling costeffectiveness and feasibility of high-temperaturedrilling”, 2–5 July 2007, Reykjavík, Iceland, 33.

Thórhallsson, S. (2007). Developments in Geother-mal Drilling Í: Huenges, E. og Ledru, P. (ritstj.)Proceedings of the ENGINE Mid-Term Conference,9–12 January 2007, Potsdam, Germany, 47.

Waight, T., Brandon, A. D., Graham, D. W. og Gautason,B. (2007). Isotopic constraints on picritic magma-tism, Iceland. Geochimica et Cosmochimica Acta71, A1078.

Fridriksson, Th. og Ármannsson, H. (2007). Applica-tion of geochemistry in geothermal resourceassessment. Short Course on Geothermal Develop-ment in Central America - Resource Assessmentand Environmental Management, UNU-GTP,LaGeoSanta Tecla, El Savador, 25th Novem-ber–2nd December 2007, 11 s.

Fridriksson, Th., Ármannsson, H., Wiese, F.,Hernández, P. og Pérez, N. (2007). CO2 budget ofthe Reykjanes and the Krafla geothermal systemsin Iceland. Í: Manzella A. og Mayorga C. (ritstj.)Proceedings of the Engine Workshop 2 “Exploringhigh temperature reservoirs: new challenges forgeothermal energy”, 1–4 April 2007, Volterra,Italy, 22.

Elders, W. A., Fridleifsson, G. Ó., Bird, D. K., Reed, M.H., Schiffman, P. og Zierenberg, R. (2007). TheIceland Deep Drilling Project (IDDP): (I) A New Era inGeothermal Development? V41A-0389. Abstractand poster, AGU Fall meeting, San Francisco,California, USA.

Aðrar greinarÁrni Hjartarson (2007). Hekla og heilagur Brendan.Saga 45 (1), 161–171.

Árni Hjartarson (2007).Tíðarfarið 2006. Norður-slóð, janúar 2006, 2.

Reykjavík, Iceland, 19–20.

Axelsson, G. og Thórhallsson, S. (2007). Stimulationof geothermal wells in basaltic rock in Iceland. Í:Huenges E. og Ledru, P. (ritstj.) Proceedings of theENGINE Mid-Term Conference, 9–12 January2007, Potsdam, Germany, 52.

Ármannsson, H. (2007). Application of geochemicalmethods in geothermal exploration. Short Courseon Surface Exploration for Geothermal Resources.UNU-GTP, KenGen, Lake Naivasha Simba Lodge,Kenya November 2–17, 9 s.

Ármannsson, H., Fridriksson, Th., Wiese, F.,Hernández, P. og Pérez, N. (2007). CO2 budget ofthe Krafla geothermal system, NE-Iceland. Í: Water-Rock Interaction, Bullen, T. D. og Wang, Y. (ritstj.),189–192.

Ármannsson, H. (2007). EIA - Example fromBjarnarflag in Iceland. Short Course on SurfaceExploration for Geothermal Resources. UNU-GTP,KenGen, Lake Naivasha Simba Lodge, KenyaNovember 2–17, 10 s.

Ármannsson, H. og Ólafsson, M. (2007). Geothermalsampling and analysis. Short Course on SurfaceExploration for Geothermal Resources. UNU-GTP,KenGen, Lake Naivasha Simba Lodge, KenyaNovember 2–17, 10 s.

Ólafsson, M. (2007). Geochemical methods ingeothermal exploration and exploitation. Í: Huenges,E. og Ledru, P. (ritstj.) Proceedings of the ENGINEMid-Term Conference, 9–12 January 2007,Potsdam, Germany, 66.

Jaya, M. S., Bruhn, D., Milsch, H., Flóvenz, Ó.,Kristinsdóttir, L. H., Ciz, R. og Shapiro, S. (2007).Seismo-Acoustic Signatures Analysis of Tempera-ture and Pressure Dependence of Porous Rocks. Í:Manzella A. og Mayorga C. (ritstj.) Proceedings ofthe Engine Workshop 2 “Exploring hightemperature reservoirs: new challenges forgeothermal energy”, 1–4 April 2007, Volterra,Italy, 32.

Khodayar, M., Franzson, H., Einarsson, P. ogBjörnsson, S. (2007). Faults and Dykes ofSkarðsfjall in the South Iceland Seismic Zone. Í:Vorráðstefna Jarðfræðafélags Íslands, 36.

Reed, M. H., Palandri, J. L., Elders, W. A. og Fridleifs-son, G. Ó. (2007). The Iceland Deep Drilling Project(IDDP): (III) Hydrothermal Fluid Geobarometry.V41A-0391. Abstract and poster, AGU Fall meeting,San Francisco, California, USA.

Flóvenz, Ó. og Jónsdóttir, B. (2007). Disseminationof geothermal knowledge at ISOR. Í: Huenges, E. ogLedru, P. (ritstj.) Proceedings of the ENGINE Mid-Term Conference, 9–12 January 2007, Potsdam,Germany, 76.

Ledru, P., Bruhn, D., Calcagno, P., Genter, A., Huenges,E., Kaltschmitt, M., Kohl, T., le Bel, L., Manzella, A. ogThórhallsson, S. (2007). Developments in Geother-mal Drilling. Proceedings of the ENGINE Mid-TermConference, 9–12 January 2007, Potsdam,Germany, 11–13.

Ledru, P., Huenges, E. og Flóvenz, Ó. (2007). Froman ENhanced Geothermal Innovative Network forEurope to an European Geothermal DrillingProgram? Í: Thórhallsson, S. og Schulte, T. (ritstj.)Workshop Abstracts of the Engine Workshop 4“Drilling cost effectiveness and feasibility of high-temperature drilling”, 2–5 July 2007, Reykjavík,Iceland, 16–17.

Page 31: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

Atburðir ársins

31

Ársfundur ÍÍSOR2007 var haldinn30. mars sl. á Hótel Selfossi. Um 90manns sóttu fundinn. Meginefnifundarins var ítarleg umfjöllun umverkefni á sviði landgrunnsrannsóknaog hafréttarmála sem staðið hafa yfir áÍSOR um nokkurra ára skeið.

Kristján SSæmundsson,jarðfræðingur var sæmdur

riddarakrossi FFálkaorðunnarfyrir framlag sitt tiljarðhitarannsókna.

Meginþungi starfsemi ÍSORsnýst um að bæta umhverfi

á veraldarvísu með því að stuðla aðvaxandi notkun endurnýjanlegra

orkugjafa, einkum jarðhita. Í samræmivið það ákvað ÍSOR að kolefnisjafna úútblástur bbifreiða

sinna með því að taka þátt í skógræktaverkefni Kolviðar.

ÍSOR hefur verið þátttakandi í nokkrum samevrópskumrannsóknarverkefnum á sviði jarðhita sem njóta stuðnings úr

rannsóknarsjóðum Evrópusambandsins. ENGINE er eitt slíkt og lýtur aðsamhæfingu rannsóknarstarfsemi áá ssviði jjarðhitatækni íí EEvrópu.

Í júlí var haldin ráðstefna á vegum ENGINE í aðalstöðvum ÍSOR. Ráðstefnanfjallaði um bortækni. Alls tók 67 manns þátt í ráðstefnunni, þar af 53 frá

útlöndum. Heppnaðist ráðstefnan prýðilega.

Alexander KKarsner,aðstoðarorkumálaráðherra

Bandaríkjanna kom til Íslands íboði forseta Íslands til að kynna

sér íslensk orkumál.

Nýr Scania í bílaflota ÍSOR

Halldór ÁÁrmannsson var kjörinn formaðurframkvæmdanefndar WWater RRockInteraction ráðstefnunnar, sem er einhelsta ráðstefna jarðefnafræðinga.

ÍSOR hhlaut vviðurkenningu áinnkauparáðstefnu Ríkiskaupa fyrirað tileinka sér rafrænt innkaupaferli

með notkun á Innkaupakortiríkisins og færslusíðu MasterCard á

framúrskarandi hátt.

ÍSOR tók þátt í vísindavöku RRANNÍSsem haldin var í ListasafniReykjavíkur.

Heimsókn ÖssurarSkarphéðinssonar,

iðnaðarráðherra.

Benedikt SSteingrímsson,eðlisfræðingur, kjörinn í stjórn

Alþjóðajarðhitasambandsins (IGA).

Aukið ssamstarf vvið HHáskóla ÍÍslands. Samningur um aðÓlafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, og dr. Guðni Axelsson,

deildarstjóri eðlisfræðideildar, gegni starfigestaprófessors við verkfræði- og raunvísindadeildir HÍ.

Endurnýjuð rannsóknarstofa.

Ólafur G. Flóvenz, forstjóri, tók sæti ístjórn jjarðhitaráðs EEvrópu (European

Geothermal Energy Council).

Sérfræðingar ÍSOR tóku þátt í skipulagningu og kennsluá tveimur námskeiðum í jarðhitafræðum á vegum

Jarðhitaskóla HHáskóla SSameinuðu þþjóðanna (UNU-GTP). Annað var haldið í Kenýa fyrir sérfræðinga frá

Austur-Afríku: „Short Course II on Surface Exploration forGeothermal Resources”. Hitt var haldið í El Salvador og

fjallaði um jarðhitamat og umhverfisstjórnun ájarðhitasvæðum: „Short Course on Geothermal

Development in Central America - Resource Assessmentand Environmental Management”.

Janúar

Mars

Maí

JúníJúlí

Ágúst

September

Október

Nóvember

Desember

Page 32: arsskyrsla isor 2008 2 - Jarðvísindi · 3 Ávarp stjórnarformanns Umsvifin í orkugeiranum á síðasta ári hafa varla farið fram hjá landsmönnum. Átök sem orðið hafa innan

ÍSLENSKAR ORKURANNSÓKNIR

Reykjavík: Orkugarður, Grensásvegi 9, 108 Rvk. Sími: 528 1500 Fax: 528 1699

Akureyri: Rangárvöllum, P.O. Box 30, 602 Ak. Sími: 528 1500 Fax: 528 1599

[email protected] www.isor.is