Áreiðanleiki heimilda af veraldarvefnum

11
ÁREIÐANLEIKI HEIMILDA AF VERALDARVEFNUM. Hér eru 9 atriði sem hafa ber í huga þegar heimildirnar eru metnar. Ingveldur Guðný 2010

Upload: georgio-betagh

Post on 30-Dec-2015

38 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Áreiðanleiki heimilda af veraldarvefnum. Hér eru 9 atriði sem hafa ber í huga þegar heimildirnar eru metnar. Höfundaraðild. Standa opinberir aðilar, stofnun eða sérfræðingur á bak við upplýsingarnar? Er höfundurinn viðurkenndur á sínu fræðasviði? - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Áreiðanleiki heimilda af veraldarvefnum

Ingveldur Guðný 2010

ÁREIÐANLEIKI HEIMILDA AF

VERALDARVEFNUM.

Hér eru 9 atriði sem hafa ber í huga þegar heimildirnar eru metnar.

Page 2: Áreiðanleiki heimilda af veraldarvefnum

Ingveldur Guðný 2010

HÖFUNDARAÐILD

Standa opinberir aðilar, stofnun eða sérfræðingur á bak við upplýsingarnar?

Er höfundurinn viðurkenndur á sínu fræðasviði?

Er netfang höfundar (e. e-mail) eða stofnunar á síðunni eða er annar möguleiki á að komast í samband við ábyrgðaraðila?

Page 3: Áreiðanleiki heimilda af veraldarvefnum

Ingveldur Guðný 2010

INNIHALD Eru upplýsingarnar skrifaðar á hlutlausan

eða huglægan hátt? Innihalda upplýsingarnar staðreyndir eða

koma skoðanir höfundarins þar fram? Það er mikilvægt að skilja á milli vefs

með staðreyndum og vefs með umræðum, sjónarmiðum, áróðri o.s.frv.

Eru viðkomandi upplýsingar þær einu sinnar tegundar eða er um að ræða svipaðar upplýsingar eða betri annars staðar?

Page 4: Áreiðanleiki heimilda af veraldarvefnum

Ingveldur Guðný 2010

UMFANG UPPLÝSINGA Er fjallað um allar hliðar efnisins eða

hvert umfang upplýsinganna er? Hversu nákvæmlega er fjallað um efnið

eða hve ítarlegar eru upplýsingarnar? Takmarkast upplýsingarnar við tiltekið

tímabil?

Page 5: Áreiðanleiki heimilda af veraldarvefnum

Ingveldur Guðný 2010

ÁREIÐANLEIKI Er hægt að bera upplýsingarnar saman

við aðrar heimildir um sama efni? Ber upplýsingunum saman við þær

heimildir eða eru þær mismunandi? Eru heimildalistar? Athugið fyrstu

heimildina eða kannið frumheimildirnar almennt.

Page 6: Áreiðanleiki heimilda af veraldarvefnum

Ingveldur Guðný 2010

MARKMIÐ MEÐ ÚTGÁFUNNI Hvers vegna birti

höfundurinn/útgefandinn efnið á Netinu? Er t.d. um að ræða upplýsingar,

auglýsingar eða áróður?

Page 7: Áreiðanleiki heimilda af veraldarvefnum

Ingveldur Guðný 2010

MARKHÓPUR Hverjum eru upplýsingarnar ætlaðar? Henta þær í raun og veru því verkefni

sem unnið er að?

Page 8: Áreiðanleiki heimilda af veraldarvefnum

Ingveldur Guðný 2010

AÐRIR VALKOSTIR Eru viðkomandi upplýsingar

aðgengilegar á einhvern annan hátt, t.d. í bók, tímariti eða á öðru formi?

Page 9: Áreiðanleiki heimilda af veraldarvefnum

Ingveldur Guðný 2010

ENDURSKOÐUN/UPPFÆRSLA Athugið hver er útgáfudagur

upplýsinganna. Útgáfudagur eða dagsetning síðustu uppfærslu eru oftast tilgreind efst eða neðst á vefsíðum.

Þarf að endurskoða upplýsingarnar og ef svo er hversu oft eru þær uppfærðar?

Athugið jafnframt hvort þær séu úreltar

Page 10: Áreiðanleiki heimilda af veraldarvefnum

Ingveldur Guðný 2010

NOTENDAVIÐMÓT Eru upplýsingarnar vel skipulagðar? Er um efnisyfirlit eða veftré að ræða? Eru myndir á síðunni? Veita myndirnar

viðbótarupplýsingar? Er auðvelt að skoða og lesa textann?

Page 11: Áreiðanleiki heimilda af veraldarvefnum

Ingveldur Guðný 2010