akureyri desember 2014

64
Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári! Geymið blaðið Eflum norðlenska jólaverslun Desember 2014

Upload: athygli

Post on 06-Apr-2016

318 views

Category:

Documents


13 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Akureyri  Desember 2014

Við óskum landsmönnum öllumgleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Geymiðblaðið

Eflum norðlenska jólaverslun

Desember 2014

Page 2: Akureyri  Desember 2014

2 | AKUREYRI // jól 2014

Útgefandi:

Athygli ehf. í samvinnu við Kaupmannafélag Akureyrar og Akureyrarstofu.

Textavinnsla:

Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét Þóra Þórsdóttir, Óskar Þór Halldórsson og Sólveig Baldursdóttir.

Forsíðumynd:

Þórhallur Jónsson / Pedromyndir

Ljósmyndir:

Auðunn Níelsson, Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét Þóra Þórsdóttir, Óskar Þór Halldórsson og fleiri.

Prentun og dreifing:Prentað í Landsprenti. Dreift með Morgunblaðinu til áskrifenda um allt land. Einnig til allra heimila á Akureyri og í nágrenni, fimmtudaginn 4. desember 2014.

„Mikill meirihluti þeirra Íslendinga sem gista hjá okkur er fjölskyldufólk og margir koma hér ár eftir ár,“ segir Örn Árnason Amin, rekstrarstjóri Sæluhúsanna á Akureyri, sem bjóða upp á gistingu í þrjátíu og þremur 32ja fermetra stúdíóíbúðum og sjö 78 fermetra húsum. Samtals geta Sæluhús tekið við um 160 manns í gistingu.

Þessa dagana er frekar rólegt í gistingunni; nóvember og desember eru alltaf rólegustu mánuðir ársins og eru þeir nýttir til viðhalds. Þetta er lognið á undan storminum því fljótlega eftir áramót eykst eftir-spurnin verulega frá fólki sem kem-ur til Akureyrar til þess að bregða sér á skíði. „Skíðafólkið er mikið hjá okkur á veturna, enda getum við boðið því góða aðstöðu hér, heita potta, skíðageymslu og þurrkað-stöðu. Við finnum að skíðafólkið kann mjög vel að meta þessa að-stöðu og þess vegna bókar það sig hér ár eftir ár,“ segir Örn.

Breyting með tilkomu HofsYfir sumarmánuðina – frá miðjum maí og fram í miðjan október – er yfirleitt fullbókað hjá Sæluhúsum, að sögn Arnar. „Þá fáum við bæði Íslendinga og erlenda gesti. Það kom mér á óvart þegar ég fór að skoða það að á milli 30 og 40% af okkar gestum á sumrin eru Íslendingar,“ segir Örn og bætir við að frá því að Sæluhúsin voru opnuð fyrir fimm árum hafi verið stöðug aukning í nýtingu gistirýmis þar. „Auðvitað er allur gangur á því hversu lengi fólk gistir hjá okkur í einu en algengt er að það stoppi þrjá til fjóra daga á veturna og tvo á sumrin. Ég heyri á gestum okkar að það kemur þeim

töluvert á óvart, bæði Íslendingum og útlendingum, hversu menningar-legur bær Akureyri er á ýmsan hátt – t.d. hvað varðar matsölustaði og af-þreyingu. Það varð auðvitað mikil og jákvæð breyting með tilkomu Menningarhússins Hofs og allt spil-ar þetta saman. Oft kemur það fyrir að útlendingar, sem hafa bókað eina nótt hjá okkur, vilja vera aðra nótt því þeir vilja gefa sér meiri tíma til þess að njóta þess sem Akureyri og nágrenni hefur upp á að bjóða,“ seg-ir Örn.

saeluhus.is

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga sem kaupir gistingu hjá Sæluhúsum er fjölskyldufólk.

Í stúdíóíbúðum og húsum er samtals gistirými fyrir um 160 manns.

Í startholunum fyrir skíðavertíðina

Jólagjöfina finnur þú í Kistu í Hofi

K i s t a · M e n n i n g a r h ú s i n u H o fi · S í m i 8 9 7 0 5 5 5 / 8 5 2 4 5 5 5 · K i s t a . i s · k i s t a @ k i s t a . i s

Omaggio frá Kähler,Vasi

kr. 3.990

Heico Lampikr. 10.900

Maybenot púðikr. 15.900

Hring eftir hring,Eyrnalokkar

kr. 3.990

Scintilla,Veggspjaldkr. 9.900

NOX, jólaórói 2014kr. 7.900

Pyropet kertikr. 4.900

Bambusúr,Bamboo Revolution

kr. 17.990

GlerupsInniskór

kr. 12.900

Við óskum landsmönnum öllumgleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Geymiðblaðið

Eflum norðlenska jólaverslun

Desember 2014

Page 3: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 3

ALLT TIL JÓLANNA

Hagkaup býður upp á yfir 50.000 vörutegundir og því er auðvelt að

finna gjöf við allra hæfi. Munið að biðja um skilamiða.

Skilafrestur bóka er 7. jan. 2015

Skilafrestur bóka er 7. jan. 2015

EINFALT AÐ SKILA EÐA SKIPTA

Page 4: Akureyri  Desember 2014

4 | AKUREYRI // jól 2014

„Ég segi frúnni að þetta sé lífeyrissjóður fram-tíðarinnar. Hún er samt ekki alveg að kaupa það ennþá,“ segir Sigurvin Jónsson á Akureyri sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Eyrinni í harla venjulegu húsi miðað við það að innan-dyra eru nokkur hundruð bílar! Sigurvin á sér nefnilega það skemmtilega tómstundagaman að safna leikfangabílum og má segja að hann hafi tekið áhugamálið verulega föstum tökum síðustu ár. Öllum frístundum dundar hann sér við að gera bílana eins og nýja, tekur þá í sundur stykki fyrir stykki, málar upp á nýtt og skiptir um það sem bilað er og þegar bílarnir eru orðnir gljáfægðir fara þeir upp í glerskápa - enda hrein stofustáss.

„Ég fæ samt ekki ennþá að leggja undir mig stofuna á heimilinu en væri alveg til í að skipta út einhverju af bókahillum í húsinu fyrir bíla-skápa,“ segir Sigurvin glottandi þegar hann er spurður út í þessa iðju.

„Ég hef alltaf haft gaman af leikfangabílum og átti mikið af þeim þegar ég var strákur í Svarfaðardal og á Dalvík. Pabbi vann um tíma á Svalbarðseyri á þessum árum og hafði fyrir reglu þegar hann kom heim í frí að koma við í leikfangabúðinni hjá Sigga Gúmm við Hafnar-strætið á Akureyri og kaup handa mér leik-fangabíl. Marga þeirra á ég enn, en hef líka keypt nokkra en vantar þó einn í safnið sem er mjög sjaldgæfur. En ég finn hann á endanum - engin hætta á öðru,“ segir Sigurvin.

Eðalvagnar á sjöunda áratugnumÞó Sigurvin segist hafa haldið upp á leikfanga-bíla í mörg ár þá er stutt síðan hann fór af al-vöru að safna þeim og þá kom netið í góðar þarfir. Hann segist aðallega sækjast eftir bílum frá Matchbox og Corgi en einnig eigi hann nokkra bíla frá framleiðandanum Dinky. Allt eru þetta bresk fyrirtæki og stærstan hluta af bílunum kaupir Sigurvin frá Bretlandi, „mest frá svona furðufuglum eins og mér sem eiga þetta sama áhugamál. Það er hægt að finna allt mögulegt á ebay uppboðsvefnum, bæði af leik-fangabílum en ekki síður er ég að finna vara-hluti, bæði nýja og notaða. Það er tiltölulega nýtilkomið hjá mér að gera bílana upp, sem mér finnst mjög skemmtilegt, sérstaklega með þessa eldri bíla. Meira að segja er ég farinn að fá fyrirspurnir frá mönnum um að gera fyrir þá við uppáhalds leikfangabílana þeirra. Þetta er að verða eins og alvöru verkstæðisrekstur.“

Elsti bíllinn sem Sigurvin á er frá því um 1920-1930 en hann segist ekki tíma að eiga neitt við þann bíl. „Flestir bílarnir mínir eru frá tímabilinu 1960-1970. Þá var þetta alvöru framleiðsla, eðalsteinar notaðar í ljós og sterkt í öllu. Þessir bílar voru ekki að brotna í spón þó krakkarnir lentu í árekstrum við borðfætur eins og gerist með mörg leikföng í dag. Mér finnst leikfangabílar í dag ekki svipur hjá sjón miðað við það sem var á þessum árum. Miklu meira úr plasti og sjarminn ekki sá sami yfir þeim,“ segir Sigurvin.

Brellubílar og kvikmyndastjörnurOft segir bílasafnarinn hægt að finna góða varahluti á netinu en í sumum tilfellum þarf að gera eins og í alvöru bílum; verða sér úti um nokkur „hræ“ og púsla svo saman. Þó ósann-gjarnt sé að spyrja hvort ákveðnir bílar séu í uppáhaldi hjá honum öðrum fremur segist Sigurvin hafa mjög gaman af Corgi-bílunum. „Þetta voru bílar með einhverjum tæknibrell-um, gátu skotið út vængjum, eldflaugum eða einhverju slíku. Ég er með einn slíkan á borð-inu hjá mér núna og eyddi drjúgum tíma að fá þetta til að virka,“ segir Sigurvin og talið berst að bílum James Bond sem leikfangaframleið-endur gerðu sínar útgáfur af. Þá er auðvitað að finna í safninu hjá Sigurvin.

„Já ég á nokkra James Bond bíla sem eru mjög skemmtilegir, t.d. bíl sem getur skotið farþeganum út og gert ýmislegt annað skemmtilegt. Einn af uppáhaldsbílunum mín-um er bíll sem notaður var í atriðið í einni James Bond myndinni sem tekið var upp hér á

landi. Svo á ég KittyKitty bangbang, bílana úr Cars og fleiri sem tengjast kvikmyndum en það hafa alltaf verið mikil tengsl á milli kvik-myndaframleiðslunnar og leikfangabíla.“

Enginn bíll ónýturFyrir Sigurvini er hugtakið ónýtur leikfangabíll ekki til. „Það má alltaf finna varahluti, sameina úr nokkrum illa förnum bílum í einn eða at-huga hvort einhver er að leita að varahlutum. Ég er kominn í gott samband við marga sem eru í þessum bransa, bæði hér á landi og er-lendis, og þegar ég fer suður þá reyni ég yfir-

leitt að heimsækja einhverja í „skúrinn“ og fer líka í Kolaportið til að athuga hvort eitthvað leynist þar skemmtilegt. Og síðan tek ég við öllu ef fólk vill losa sig við, hvort heldur eru heilir eða bilaðir bílar,“ segir Sigurvin en hann bæði landskunnur fyrir grín og uppistand sem Fíllinn, auk þess að vera með þekktari hænsna-bændum í þéttbýli. Allt fer þetta ágætlega sam-an. „Þegar ég fer suður að skemmta þá nota ég ferðirnar í bílaáhugamálið og svo kom einu sinni fyrir að ég þurfti að leita að hænu sem hvarf frá mér að nóttu til og þegar ég kom úr þeirri leit notaði ég tækifærið og vaktaði upp-

boð á bíl á ebay! Maður verður nefnilega að vera mjög séður í innkaupunum og bjóða ekki fyrr en á allra síðustu sekúndunum áður en uppboðið rennur út. Og stundum kemur fyrir að það þarf að selja úr safninu til að kaupa eitt-hvað sjaldgæft sem rekur á fjörurnar. Maður verður nefnilega að fjármagna neysluna sjálfur - það þýðir ekkert að ganga bara á mjólkur-penginn!“

Sigurvin Jónsson með brot af leikfangabílasafni sínu.

VW rúgbrauð, sem gjarnan var kallaður svo, nýkominn og gljáfægður af „verkstæðinu“ hjá Sigurvin en vörubíllinn er hins vegar sá elsti í safninu, frá 1920-1930. Hann fær að halda upprunalega útlitinu.

Rússneskir bílar eru sérstök deild í safninu. Þar má finna Lödur, Moskvich, Volgur og margt fleira. Sigurvin í bílaviðgerðunum.

Nokkur hundruð bílar á heimilinuen engir bensínreikningar!

Page 5: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 5

Njóttu ljúfra vetrarstunda

Nánari upplýsingar og bókanir: www.icelandairhotels.is eða í síma 518 1000.

Meistarakokkar veitingastaðarins aurora töfra fram ævintýralegan smáréttaseðil alla daga frá 12-21, safaríkt steikarhlaðborð á laugardagskvöldum og ómótstæðilegan brunch á sunnudögum frá 11.30-14.00. Eigðu frábæra matarupplifun í góðra vina hópi í notalegu umhverfi á Icelandair hótel Akureyri.

Happy hour er daglega milli kl. 16 og 18, og á laugardögum lengjum við til kl. 19.

REYKJAVÍK NATURA í KEFLAVÍKREYKJAVÍK MARINA FLÚÐIR VÍK KLAUSTUR HÉRAÐ AKUREYRI HAMAR

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

53

84

7

Page 6: Akureyri  Desember 2014

6 | AKUREYRI // jól 2014

5. desember Kl. 12:00. Föstudagsfreistingar í Hofi. Lára og Hjalti leika hugljúfa aðventutónlist sem allir þekkja.

Kl. 19:30. Kertakvöld í miðbænum. Kósy stemning í miðbænum þar sem götur og verslanir verða upplýstar með kertum.

Kl. 22:00. Hljómsveitin Mammút heldur tónleika á Græna hattinum.

6. desember Lifandi tónlistaratriði í göngugötu. Sala jólatrjáa hjá Blómabúð Akureyrar. Ljósmyndasýning frá Minjasafninu á Akureyri utanhúss, sýnd á stóru tjaldi við verslun Eymundsson.

Kl. 11:00-17.00. Jólamarkaður í Grasrót við Hjalteyrargötu.

Kl. 14:00-16.00. Kakó og smákökur í boði fyrir gesti og gangandi.

Kl. 14:00-16.00. Jólakaffi á Iðnaðarsafninu.

Kl. 22:00. Dægurlagapönkhljómsveitin Húfa heldur tónleika á Græna hattinum.

7. desemberJólakveðjur til Akureyringa. Hægt að senda „persónulegt jólakort“ eða kveðju með ljósmynd af þér og/eða fjölskyldunni. Myndirnar verða birtar á stóru tjaldi við verslun Eymundsson á Þorláksmessu.

Kl. 11.00-17.00. Jólamarkaður í Grasrót við Hjalteyrargötu.

Kl. 17.00 og 20.00. Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju.

Kl. 20.00. Jólatónleikar Gospelkórs Akureyrar í Hofi.

10. desemberLeikurinn Jólapeysan 2014 í fullum gangi.

Kl. 16:00. Upplestur á Icelandair hótelinu. Vilhjálmur Bergmann leikskáld les söguna Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson.

11. desember Kl. 20:00. Jólatónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis í Akureyrarkirkju.

12. desember Kl. 21:00. Jólatónleikarnir Norðurljós í Hofi.

13. desemberLifandi tónlistaratriði í göngugötu. Sala jólatrjáa hjá Blómabúð Akureyrar. Jólabíó barnanna. Skemmtilegar myndir fyrir börn á öllum aldri. Ljósmyndasýning frá Minjasafninu á Akureyri utanhúss, sýnd á stóru tjaldi við verslun Eymundsson.

Kl. 14:00-16:00. Kakó og smákökur í boði fyrir gesti og gangandi.

Kl. 14:00. Jólasveinar heimsækja miðbæinn og gleðja gesti og gangandi með söng og sprelli. Boðið verður upp á fría myndatöku með jólasveininum.

Kl. 17:00 og 20:00. Jólatónleikarnir Norðurljós í Hofi.

Kl. 22:00. Blues Brothers halda tónleika á Græna hattinum.

14. desemberKl. 20:00. Aðventutónleikar Kórs Glerárkirkju og Karlakórs Eyjafjarðar í Glerárkirkju.

19. desemberJólakveðjur til Akureyringa. Hægt að senda „persónulegt jólakort“ eða kveðju með ljósmynd af þér og/eða fjölskyldunni. Myndirnar verða birtar á stóru tjaldi við verslun Eymundsson á Þorláksmessu.

Kl. 22:00. Hljómsveitin AmabAdama heldur tónleika á Græna hattinum.

20. desember Lifandi tónlistaratriði í göngugötu. Sala jólatrjáa hjá Blómabúð Akureyrar. Ljósmyndasýning frá Minjasafninu á Akureyri utanhúss, sýnd á stóru tjaldi við verslun Eymundsson. Jólabíó barnanna. Skemmtilegar myndir fyrir börn á öllum aldri.

Kl. 14:00-16.00. Kakó og smákökur í boði fyrir gesti og gangandi.

Kl. 22:00. Jól með Brother Grass og vinum á Græna hattinum.

21. desember Leikurinn Jólapeysan 2014 í fullum gangi.

Kl. 20:30. Þorláksmessutónleikar Bubba í Hofi.

Kl. 21:00. 3 raddir og Beatur halda jólatónleika á Græna hattinum.

22. desember Jólakveðjur til Akureyringa. Hægt að senda „persónulegt jólakort“ eða kveðju með ljósmynd af þér og/eða fjölskyldunni. Myndirnar verða birtar á stóru tjaldi við verslun Eymundsson á Þorláksmessu.

Kl. 21:00. Jólatónleikar Kammerkórsins Hymnodiu í Akureyrarkirkju.

VIÐBURÐADAGATAL

upplifðu

á Akureyri

Menningarhúsið Hof.

Kór Akureyrarkirkju.

Akureyrarkirkja. Glerárkirkja.

Karlakór Akureyrar-Geysir.

Page 7: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 7

Page 8: Akureyri  Desember 2014

Akureyrski tónlistarmaðurinn Stony er án efa sá Íslendingur sem hefur komið fyrir augu flestra íbúa heimsins á þessu ári. Stórfyrirtækið Pepsi blés til mikillar auglýsingaherferðar í tengslum við heimsmeistaramótið í Brasilíu þar sem lífsgleðin ræður ríkjum hjá aðal- persónu auglýsingarinnar sem heillar heims-þekktar stórstjörnur í knattspyrnu og tónlist. Hugmyndina og aðalleikarann sótti Pepsi alla leið til Akureyrar, Þorstein Sindra Baldvins-son, sem starfar undir listamannsnafninu Stony. Ef svo má segja kolféll Pepsi-fyrirtækið fyrir Stony og þeir sem þar ráða ríkjum sjá varla eftir því þar sem auglýsingin hefur slegið í gegn og mun verða í sýningu fram á næsta ár.

Fyrst Ryan Seacrest – svo Pepsi!„Þetta er búið að vera ævintýri líkast og örugg-lega mitt besta ár hingað til,“ segir Þorsteinn Sindri þegar hann er beðinn að rifja upp hvernig sú atburðarrás hófst sem leiddi til þess að hann varð nokkurs konar vörumerki Pepsi í kringum heimsmeistarakeppnina í Brasilíu. Tónlistin hefur alla tíð átt huga Þorsteins Sindra. Þegar hann var í Hrafnagilsskóla á sín-um tíma lærði hann á trommur og hefur síðan þá unnið að eigin tónsmíðum og „cover“-lög-um og gefið út myndbönd á Youtube og fleiri tónlistartengdum síðum á netinu.

„Ég gaf fyrsta myndbandið út á Youtube árið 2010 og það fékk ágæta athygli. Síðan tók ég upp „loop“-myndband árið 2013 heima hjá pabba í Giljahverfinu á Akureyri, gaf það út á netinu og áður en ég vissi af var það komið inn á allar mögulegar síður. Í kjölfarið á þessu fékk ég skilaboð á Twitter frá Ryan Seacrest, stjórn-anda og fremleiðanda Idol þáttanna í Banda-ríkjunum sem bað um leyfi til að deila mynd-bandinu á sína eigin síðu sem ég að sjálfsögðu samþykkti. Þá fékk þetta enn meiri athygli og um haustið 2013 hafði Pepsi samband um að fá mig í auglýsingu sem yrði byggð á þessum hugmyndum sem ég var að nota í mínu mynd-bandi. Og í byrjun desember í fyrra var ég allt í einu kominn til New York og upptökurnar á auglýsingunni hófust.“

Hver stórstjarnan af annnariÞað var ekki fyrr en komið var í höfuðstöðvar Pepsi í Bandaríkjunum sem Þorsteinn Sindri vissi hvernig auglýsingin var nákvæmlega hugsuð. „Mér fannst þetta strax spennandi en auðvitað var skrýtið að koma þarna og hitta hóp af alls kyns fagfólki í kvikmynda- og aug-lýsingagerð sem var búið að stúdera mynd-bandið mitt. En kannski var líka bara gott fyrir

mig að vita ekki alltof mikið fyrirfram hvað beið mín þegar ég kæmi út,“ segir Þorsteinn Sindri hlæjandi.

Á vikunum fram til jóla var auglýsingin tekin upp í Bandaríkjunum, Bretlandi, á Spáni og loks í Brasilíu, heimavelli heimsmeistara-keppninnar í fótbolta. Með Stony eru í auglýs-ingunni stórstjörnur knattspyrnuheimsins á borð við galdramanninn Lionel Messi hjá Barcelona, Robin van Persie, framherja Manc-hester United, David Luiz, þáverandi varnar-mann Chelsea og núverandi leikmann PSG í Frakklandi, varnarjaxlinn Sergio Ramos hjá Real Madrid, markaskorarann Sergio Agüero hjá Manchester City og Jack Wilshere, stjörnu

Arsenalliðsins. Og einnig bregður fyrir í aug-lýsingunni bandarísku söngkonunni Janelle Monáe.

„Við fórum m.a. til London og Spánar til að taka upp atriðin þar sem knattspyrnukapp-arnir koma fram en þeir voru aldrei allir í einu, komu yfirleitt einn og einn, klukkutíma í senn. Það var auðvitað mikil upplifun að hitta þetta fólk,“ segir Stony en hugmyndafræðin í auglýsingunni gengur út á að tengja saman rythmann, fótboltann, stjörnur knattspyrnu-heimsins, við hina rómuðu lífsgleði og sam-badans Brasilíubúa. Og tengja síðan að sjálf-sögðu allt saman í eitt með Pepsi.

Lítil hugmynd úr Giljahverfi „Allt gerðist þetta á mjög skömmum tíma og ég rétt náði heim fyrir síðustu jól,“ segir Þor-steinn Sindri. Myndbandið var fyrst sýnt opin-berlega í apríl síðstliðnum og aðalleikarinn sá það þá í fyrsta sinn, líkt og flestir aðrir. „Já, það var svolítið skrýtið að horfa bara á þetta með mömmu,“ segir hann og bætir við að til-finningin hafi verið sérstök. „Myndbandið mitt var á sínum tíma tekið upp með hálftíma fyrirvara í Giljahverfinu og það var einhvern veginn súrrealískt að sjá þessa litlu hugmynd vera orðna að þessu risavaxna dæmi á sjón-varpsskjám út um allan heim.“

Allt hægt með netinuÞorsteinn Sindri nýtir netið til fulls til að koma sér og sinni tónlist á framfæri. „Netið á sér engin takmörk og það er eiginlega fáránlegt hvað er hægt að gera með því. Ef maður kann að nýta sér möguleikana þá er hugakið „ekki mögulegt“ óþekkt. Netið er alveg eins og hljóðfæri; ef maður æfir sig og lærir þá er sífellt hægt að gera meira, ná til fleira fólks og koma sér á framfæri,“ segir tónlistarmaðurinn Stony sem segir Pepsi-ævintýrið hafa opnað margar nýjar dyr. „Já, ég hef orðið þekktari hér á landi í kjölfarið og nú á ég auðveldara með að koma minni tónlist á framfæri. Ég hef líka fengið beiðnir um að koma að ýmsum verkefnið í kjölfarið á þessu en í framtíðinni sé ég fyrir mér að starfa í tónlist. Það er nóg af tækifær-um.“

stony.is

Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur um heimsbyggðina sem Stony í Pepsi auglýsingunni fyrir HM í Brasilíu.

Þannig kom Stony fyrir sjónir milljóna sjón-varpsáhorfenda út um allan heim í auglýsing-unni.

Spáð í tökurnar með knattspyrnustjörnunni Lio-nel Messi.

Þorsteinn Sindri heilsar bandarísku söngkon-unni Janelle Monáe sem var ein af mörgum þekktum andlitum í auglýsingunni.

Stony ætlar sér að starfa að tónlist í framtíðinni og segir engin takmörk fyrir því hvernig hægt sé að nota netið til að koma sér á framfæri.

Stony heillaði heimsbyggðina fyrir Pepsi

8 | AKUREYRI // Jól 2014

Page 9: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 9

Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050

Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • [email protected]

fínt fyrir jólin

Gæði, þjónusta oG ábyrGð - það er tenGi

Jólatilboð frá 1.12- 13.12

almar springsturtuhaus 20 cmáður kr: 9.450,-tilboð kr. 6.900,-

teKa Calm sport sturtusettáður kr: 8.500,-tilboð kr. 6.900,-

almar onda Handsturtuhausáður kr: 2.490,-tilboð kr. 1.990,-

sturtubarki 150 cmáður kr: 1.910,- tilboð kr. 1.490,-

almar skinnyHandsturtuhausáður kr: 1.990,-tilboð kr. 1.490,-

almar emotionsturtuhaus 10 cmáður kr: 3.990,-tilboð kr. 2.990,-

Page 10: Akureyri  Desember 2014

10 | AKUREYRI // jól 2014

jmj_joes_jólaopna_20141201_10x39.indd 1 2. 12. 2014. 14:22:20

Page 11: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 11

jmj_joes_jólaopna_20141201_10x39.indd 1 2. 12. 2014. 14:22:20

Page 12: Akureyri  Desember 2014

12 | AKUREYRI // jól 2014

Akureyri og Sjallinn hafa verið eitt í áratugi og því er sérkennilegt að hugsa til þess að þetta sögufræga danshús endi sína lífdaga sem slíkt nú um áramótin. Það er engu að síður stað-reyndin því húsið hefur verið selt og er áform-að að í stað dansmenningarinnar komi hótel-rekstur. Í um þrjá áratugi hefur Sjallinn verið stór hluti lífs Davíðs Rúnars Gunnarssonar skemmtanastjóra sem byrjaði 16 ára gamall að vinna við tæknimál í Sjallanum, hefur verið plötusnúður á fleiri dansleikjum en tölu festir á og varð síðan skemmtanastjóri. Hann biður bæjarbúa og landsmenn að skjóta upp flugeld-um um áramótin, Sjallanum til heiðurs. Það kvöld verður „stóra kveðjuballið í Sjallanum,“ segir Davíð án þess að upplýsa frekar hvað í vændum sé.

Fleiri en ein gullöld„Ég náði í skottið á gullöld Ingimars Eydal og

hljómsveita hans í Sjallanum. Ingimar hélt uppi mikilli stemningu og ég man t.d. frá þess-um árum eftir því þegar einn gestanna tók sig til og stökk ofan af svölum niður á eitt borðið við dansgólfið. Maðurinn mölbraut auðvitað borðið og slasaði sjálfan sig en ekki hætti Ingi-mar að spila. Hann hélt sínu fólki við efnið á dansgólfinu, sama á hverju gekk,“ segir Davíð Rúnar.

„Með fullri virðingu fyrir Ingimari og tíma-bili hljómsveita hans þá átti Sjallinn líka mikið blómaskeið á árabilinu 1980 til 1995. Gróskan í danshljómsveitunum var ævintýraleg á þess-um árum og enn eru margar þessara hljóm-sveita að. Ég nefni t.d. Sálina, Síðan skein Sól, Greifana, Rickshaw, Todmobile, Skítamóral, Reggae On Ice og margar fleiri. Að ógleymd-um Páli Óskari sem alltaf hefur troðfyllt hús-ið.“

Sveitaböllin horfinDavíð Rúnar segir dansleikjahúsin hafa orðið undir á uppgangsárunum frægu á Íslandi. „Þá stóðum við frammi fyrir því að hljómsveitirnar gátu valið úr verkefnum, spilað fyrir einhverja banka fyrir milljónir í stað þess að harka á sveitaballamarkaðnum. Þarna datt úr ákveðið tímabil og nokkrir árgangar unga fólksins fundu sér aðrar leiðir í skemmtunum. Okkar svar var að keyra meira á plötusnúðum í kjöl-farið og gekk nokkuð vel en engu að síður urðu þarna ákveðnar breytingar á menning-unni og hljómsveitir fóru að gera meira út á tónleika í stað þess að spila á böllum. Margt af unga fólkinu skilur bara ekki hvað þetta fyrir-bæri er; sveitaböll. Á blómaskeiðum Sjallans voru kannski stórdansleikir á sama kvöldinu í Sjallanum, Dalvík, Freyvangi, Ídölum og Varmahlíð. Og alls staðar fullt af fólki. Þetta er löngu liðið,“ segir Davíð Rúnar og rifjar upp dæmi um stórdansleik í Sjallanum fyrir ekki svo ýkja löngu síðan þegar 1200 manns mættu á ball með Utangarðsmönnum! Og þakið ætl-aði af kofanum!

Hefur stuðlað að fjölda hjónabanda!„En því þarf líka að halda til haga að Sjallinn er í sögunni svo miklu meira en danshús. Hér voru miklar matarveislur, stór „show“, fegurð-arsamkeppnir, stúdentahátíðar áratugum sam-an og ekki má gleyma rekstri skemmtistaðarins Dátans í húsinu sem t.d. skapaði svo öfluga skemmtanamenningu á fimmtudagskvöldum að þau urðu stundum stærri en helgarnar í Sjallanum. Ég held að það hafi ekki alltaf verið vel mætt í framhaldsskólana á föstudögum,“ segir Davíð Rúnar hlæjgandi og segist varla enn getað hugsað þá hugsun til enda að eiga leið framhjá húsinu eftir áramót þegar Sjalla-merkið verði horfið.

„Ég á mikið af frábærum minningum úr Sjallanum og segi stundum í gríni að ég hafi stuðlað að fjöldanum öllum af hjónaböndum og barneignum – já og kannski líka einhverj-um skilnuðum! Vonandi hugsa margir hlýtt til staðarins þegar hann hverfur af sjónarsviðinu en Akureyri verður sannarlega öðruvísi án Sjallans.“

Davíð Rúnar Gunnarsson, skemmtanastjóri Sjallans. Þessi sögufrægi skemmtistaður hverfur af sjónvarsviðinu um næstu áramót og skemmtanastjórinn biður bæjarbúa og landsmenn um að skjóta upp flug-eldum Sjallanum til heiðurs.

Greifarnir á sviði Sjallans á upphafsárum sínum. Sú hljómsveit átti aldrei í vandræðum með að troð-fylla dansgólfið.

Karl Örvarsson tekur á því með hljómsveitinni Hunangi.

Matti Matt leiddi stuðhljómsveitina Reggae on Ice.

Skrýtið að kveðja Sjallann fyrir fullt og allt

Page 13: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 13

Page 14: Akureyri  Desember 2014

14 | AKUREYRI // jól 2014

Um liðna helgi voru ljósin tendruð á jólatré Akureyrar á Ráðhústorgi við hátíðlega athöfn. Með því hófst samstarfsverkefni Miðbæjarsam-takanna, Kaupmannafélags Akureyrar, Við-burðastofu Norðurlands og Akureyrarstofu um skipulagningu dagskrár og viðburða í miðbæn-um allt fram á Þorláksmessu.

„Við efnum til samstarfs við verslanir og fyrirtæki í miðbænum um þátttöku í dag-skránni og sköpum saman skemmtilega jóla-stemningu sem laðar fólk í miðbæinn alla að-ventuna. Það verður margt áhugavert í boði,“ segir Erik Newman hjá Viðburðastofu Norð-urlands sem vinnur að verkefninu en þetta er í fyrsta sinn sem áðurnefndir fjórir aðilar taka höndum saman um að leiða dagskrá aðvent-unnar í miðbænum.

Flottar og fyndnar jólapeysur!Og sannarlega er af nógu að taka. Nú þegar er hafinn leikur sem allir bæjarbúar geta tekið þátt í. Hann snýst um að þeir taki fram sína jólalegustu peysu, bregði sér í miðbæinn og taki af sér mynd í henni á góðum stað og sendi á síðu Miðbæjarsamtakanna á Facebook. Verð-laun verða veitt laugardaginn 13. desember fyrir fallegustu jólapeysuna, fyndnustu jóla-peysuna og frumlegustu jólapeysuna.

Kakó, kökur og jólasveinar!Þann 5. desember veitir bæjarstjóri Akureyrar, Eiríkur Björn Björgvinsson, viðurkenningu til fyrirtækis í miðbænum fyrir best skreytta gluggann 2014. Allar helgar til jóla verða jóla-sveinar á ferð og flugi um miðbæinn og kíkja í verslanir. Næstkomandi laugardag, 6. desemb-er, gefst tækifæri á að fá myndatöku með þeim sveinkum og verða myndirnar síðan birtar á Facebooksíðu Miðbæjarsamtakanna auk þess þeim verður varpað á stóra tjaldið í göngugöt-unni á Þorláksmessu. Borgarbíó mun að auki sýna jólamyndir fyrir börnin laugardagana 13. og 20. desember.

„Alla laugardaga verða lifandi tónlistaratriði í göngugötunni og boðið upp á kakó og smá-kökur kl. 14-16. Og innandyra í verslunum munu margar verslanir líka bjóða eitthvað gómsætt þannig að það er um að gera að flýta sér virkilega hægt í jólainnkaupunum og njóta þess sem í boði verður,“ segir Erik og bætir við að í ár verður jólatrjáasala á nýjan leik í mið-bænum líkt og var um áratuga skeið.

Akureyrarmyndir og jólakveðjur á risatjaldi„Við munum líka rifja upp jólin áður fyrr með ljósmyndasýningu frá Minjasafninu á Akureyri sem tekið hefur saman 30 mínútna skyggnu-sýningu sem varpað verður á stórt tjald á húsi Eymundson. Þar munu eflaust margir bæj-

arbúar ylja sér við gamlar jólaminningar þegar þeir sjá svipmyndir frá jólunum í gamla daga,“ segir Erik en sýningin verður laugardagana þrjá til jóla frá kl. 14 þar til verslanir loka.

Hverjum þeim sem gera persónuleg jóla-kort með ljósmyndum verður boðið að senda jólakveðju til Akureyringa. Jólakveðjurnar verða birtar á stóru tjaldi utanhúss við verslun Eymundsson á Þorláksmessu. Myndunum verður raðað í skyggnusýningu og sýndar fram að lokun verslana í miðbænum á Þorláksmessu undir ljúfri jólatónlist.

facebook.com/Akmidbaer

Erik Newman hjá Viðburðastofu Norðurlands. „Jólin verða í miðbænum alla aðventuna.“

Skemmtileg útstilling á ávöxtum og fleiru í matvörudeild KEA í upphafi sjöunda áratugarins. Mynd: Ljósmyndasafn Minjasafnsins á Akureyri.

Stemning á aðventunni í miðbænum

Jólastemning í Hafnarstræti. Mynd: Ljósmyndasafn Minjasafnsins á Akureyr

Page 15: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 15

vildarafsláttur

af jólapappír og

jólapokum

30%

John Green -Allar bækurnarVerð : 6.999.-

The Maze Runner -Allar bækurnarVerð : 5.999.-

Alex Ferguson -SjálfsævisagaVerð : 1.999.-

JÓLIN KOMA

Gildistími vildartilboða er frá 5.desember til og með 7.desember, aðeins fyrir vildarklúbbsmeðlimi í verslun okkar Akureyri. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Page 16: Akureyri  Desember 2014

16 | AKUREYRI // jól 2014

Laugardagur 6. des. 10-18Laugardagur 13. des. 10-22Sunnudagur 14. des. 13-17Mánudagur 15. des. 10-18Þriðjudagur 16. des. 10-18Miðvikudagur 17. des. 10-18Fimmtudagur 18. des. 10-22

Föstudagur 19. des. 10-22Laugardagur 20. des. 10-22Sunnudagur 21. des. 10-22Mánudagur 22. des. 10-22Þorláksmessa 23. des. 10-23Aðfangadagur 24. des. 10-12

Opnunartímar miðbæjarverslanaÞegar nær dregur jólum lengist opnunartími verslana í miðbæ Akureyrar. Eftirfarandi er yfirlit sem sýnir opnunartímana til jóla.

Verslunum má líkja við söfn. Þær eru opnar allt árið, allir velkomnir og frítt inn. Þannig kemst kaupmaðurinn Vilborg Jóhannsdóttir að orði, en hún er öllum hnútum kunnug þeg-ar kemur að verslunarrekstri, sölu- og mark-aðsstarfi. Undanfarna tvo áratugi hefur hún ásamt eiginmanni sínum, Úlfari Gunnarssyni, rekið fataverslanir á Akureyri. Þær heita Centro og er önnur þeirra í Krónunni í mið-bænum, hin á Glerártorgi.

Vilborg hefur víða komið við, hún situr í stjórn Kaupmannafélags Akureyrar, kenndi markaðsfræði við Háskólann á Akureyri, er ein upphafskvenna Dömulegra dekurdaga, hún plantaði á yngri árum trjám í Noregi og starf-aði á fjallahóteli í sama landi. Vilborg er stúd-ent frá Flensborgarskóla, viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk námi í fatahönnun frá Köbenhavns Mode og Designskole í Kaup-mannahöfn. Rætur sínar rekur hún til Hafnar-fjarðar, þar fæddist hún, ólst upp, og bjó til 25 ára aldurs í húsi foreldra sinna við Herjólfs-götu. Tengsl við Akureyri voru sáralítil, tvær sumarferðir á æskuárum með fjölskyldunni og eitt ferðalag með hafnfirskum ungmennum. Og svo þekkti hún konu sem var að norðan. Myndin af Akureyri í huga Vilborgar var já-kvæð; sól, ís og gott fólk. Sú mynd fylgdi henni þegar hún í fyrsta sinn á ævinni ók sjálf þjóðveg 1 frá Reykjavík til Akureyrar, að áliðnu hausti árið 1987. Hún hafði ráðið sig í starf sölustjóra hjá Skinnaiðnaði sem þá var og hét.

Heimsborgir heilluðu en Akureyri varð fyrir valinuEftir tveggja ára námsdvöl í Kaupmannahöfn skilaði Vilborg lokaverkefni sínu í fatahönnun, skemmtilegri barnafatalínu, splæsti að því loknu í Morgunblaðið á lestarstöðinni og rakst á atvinnuauglýsingu sem vakti áhuga hennar; óskað var eftir sölustjóra hjá Skinnaiðnaði á Akureyri.

„Ég var opin fyrir öllu en hafði augastað á að koma mér fyrir í einhverri heimsborginni, París, New York, London, jafnvel halda áfram að búa í Danmörku, en sótti samt um þetta starf. Og það er skemmst frá því að segja að

framkvæmdastjóri Skinnaiðnaðar hitti mig í Kaupmannahöfn og réð mig á staðnum. Ég er honum ævinlega þakklát fyrir það traust sem hann sýndi mér með því og einnig það tæki-færi sem ég fékk í kjölfarið. Ég var 27 ára göm-ul, nýútskrifuð og þetta var fyrsta heilsárs starfið mitt. Vissulega var þetta mjög krefjandi starf, en um leið afskaplega skemmtilegt og lærdómsríkt fyrir mig að takast á við það,“ seg-ir Vilborg. Á þessum tíma voru áherslur Skinnaiðnaðar að breytast, Rússlandsmarkaður sem áður hafði verið ríkjandi var á undanhaldi og vörur í meira mæli seldar til Norðurlanda sem og Evrópu. Ný lönd eins og Ítalía voru að bætast í viðskiptahópinn.

Ævintýralegt tækifæri„Ég var í miklum samskiptum við okkar við-skiptavini og starfinu fylgdu tíð ferðalög,“ segir Vilborg, en fjarskiptatækni var á þeim tíma frumstæð þegar miðað er við okkar tíma, svo-nefnd telexvél var notuð til að byrja með, „og svo kom faxtækið sem þótti þvílíkur undra-gripur að enginn mátti koma nærri nema ritar-inn á skrifstofunni,“ rifjar Vilborg upp. Samn-ingar voru gerðir víða um heim og oft var Vil-borg ein á ferð í slíkum erindagjörðum. Sat þá fundi með viðskiptavinum löngu fyrir tíma gemsanna, „og hafði ekki tök á að ráðfæra mig við neinn, ég stóð oft frammi fyrir því að taka ákvarðanir á staðnum og standa svo og falla með þeim. Það var ekki annað í boði. Á þess-um árum öðlaðist ég dýrmæta reynslu sem ég bý að alla tíð, þetta var gott vegarnesti út í líf-ið. Tækifærið sem ég fékk var ævintýri líkast,“ segir Vilborg. Og bætir við að ekki síst þyki sér vænt um allt það öndvegisfólk sem hún kynnt-ist og starfaði með á þessum árum.

Fjölskyldan og fyrirtækiðVilborg fór svo til starfa í fyrirtæki og verslun-um þeirra hjóna. „Ég hafði unnið með skóla í verslunum í Hafnarfirði; í Kaupfélaginu, í sjoppu og blómabúð og verslunarstörf hafa alltaf átt vel við mig,“ segir Vilborg. Á þessum árum var verslunarmiðstöðin Krónan í Hafn-arstræti tekin í notkun, hjónin festu þar kaup á

verslunarhúsnæði og eru þar með Centro fata-verslunina og ráku gjafavöruverslunina Zolo í nokkur ár. Centro verslun þeirra hefur einnig verið á Glerártorgi frá upphafi.

„Það hefur gengið vel hjá okkur, auðvitað hefur verið mikið að gera og í mörg horn að líta varðandi fjölskylduna og fyrirtækið. Við hjónin höfum unnið vel saman og mikið af góðu starfsfólki hefur unnið hjá okkur á þess-um árum. Þá eru tengdaforeldrar mínir ein-stakir og hafa í gegnum árin verið boðin og búin að aðstoða af fremsta megni með börnin okkar, þegar við höfum verið á ferð og flugi. Þetta hefði ekki gengið án þeirra hjálpar,“ segir Vilborg.

Snýst um að taka vel á móti fólkiVilborg hefur stundað verslunarrekstur í ríflega 20 ár á Akureyri. Hún kveðst þakklát fyrir þá tryggð og það traust sem viðskiptavinir hafi sýnt starfsemi þeirra í tímans rás. Samkeppni í verslun er mikil og verslnarmynstur hefur breytst með aukinni tækni. „Það er sífelld þró-un í þessum geira og við bregðumst við henni, það þarf að fylgjast grannt með straumum og stefnum og hlusta á viðskiptavini, veita góða þjónustu og láta fólki líða vel. Þetta snýst um að taka vel á móti fólki og senda það frá sér með gleði í hjarta,“ segir Vilborg.

Vilborg Jóhannsdóttir kaupmaður í Centro:

Hefur staðið vaktina í verslun á Akureyri í ríflega tvo áratugi

Skiptir mestu að komast í markVilborg hefur skokkað sér til ánægju og heilsubótar í mörg ár. Hún setti sér það markmið að hlaupa maraþon fyrir 50 ára afmælisdaginn sinn. Hún viðaði að sér fróðleik um undir-búning „og svo byrjaði ég hlaupaprógrammið á jóladag 2006, það hentaði mér ágætlega eftir jólatörnina í búðunum.“ Hún náði settu marki 4 mánuðum síðar, hljóp kílómetrana 42 í Lundúnamaraþoni í 27 stiga hita. Var í sæluvímu í mánuð og ákvað að maraþonin yrðu 5 fyrir fimmtugsafmælið. Síðustu átta ár hefur hún hlaupið maraþon í London, Reykjavík, New York, Edinborg, Berlín, Florence, Kaupmannahöfn, Akureyri og Lauga-veginn. „Ég keppi bara við sjálfa mig. Tíminn sem það tekur að hlaupa skiptir engu, heldur að komast í mark,“ segir hún.

Nú eru maraþonin orðin tíu og Vilborg 55 ára.

Fylgjast þarf grannt með straumum og stefnum, hlusta á viðskiptavini, veita góða þjónustu þannig að fólki líði vel, segir Vilborg Jóhannsdóttir, kaup-maður á Akureyri. Mynd: Auðunn Níelsson

Page 17: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 17

Page 18: Akureyri  Desember 2014

18 | AKUREYRI // jól 2014

„Akureyringar og nærsveitamenn hafa tekið okkur opnum örmum, fólk er mjög ánægt með þær vörur sem við bjóðum upp á, enda eru þær mjög góðar, flottar og verðið er hag-stætt,“ segir Aðalsteinn Árnason, rekstrarstjóri hjá Icewear sem er við Hafnarstræti 106 í miðbæ Akureyrar. „Icewear er útivistar- og ferðamannaverslun og það hefur gengið ævin-týralega vel frá því við byrjuðum,“ segir Aðal-steinn, en verslunin á Akureyri var opnuð í lok júní sl.

Fyrirtækið hefur vaxið mjög hin síðari ár, sala hefur aukist og til að mæta aukinni eftir-spurn voru á árinu opnaðar tvær nýjar verslan-ir, önnur á Akureyri og hin við Skarfabakka í Reykjavík. Sú á Akureyri er í rúmlega 160 fer-metra plássi en nokkrar endurbætur hafa þegar verið gerðar á húsnæðinu. Aðalsteinn segir að nú standi heilmiklar framkvæmdir yfir og stefnt að því að þeim verði lokið í byrjun næsta sumars. „Við tökum allt húsið í gegn, það verður ekki ein einasta spýta í húsinu óhreyfð þegar endurbótum verður lokið á komandi vori,“ segir hann.

Markaðsstemning í portinu Húsið verður fært til upprunalegs horfs, glugg-um breytt og ný klæðning sett á. „Þetta er eitt af þeim húsum sem ekki hefur verið nægilega vel við haldið í tímans rás og það var svo sann-arlega kominn tími til að gera það upp,“ segir Aðalsteinn. Arkitektastofan Kollgáta hefur séð um vinnu við útlitsbreytingar, en auk þess sem húsið mun fá andlitslyftingu Hafnarstrætis-megin verður einnig útbúin aðstaða í porti að baki þess. Þar fylgja húsinu um 200 fermetrar sem einkum hafa verið nýttir undir rusl og sem bílastæði. Næsta vor verður framkvæmd-um við smíði trépalla lokið og segir Aðalsteinn að þar verði settur upp útimarkaður. „Hér verður líf og fjör þegar sól hækkar á lofti, við ætlum okkur að skapa lifandi markaðsstemn-ingu hér í þessu sólríka og skjólgóða porti, bjóða upp á okkar vörur og eins mun hand-verksfólki gefast kostur á að vera hér með sinn varning, léttar veitingar verða í boði þannig að hér á fólk að geta notið lífsins, skoðað úrvalið og slakað á.“

Gatan Örtröð í gegnum versluninaEins konar gata verður lögð í gegnum verslun-arrýmið, frá Hafnarstræti og út í portið áleiðis að Skipagötu og segir Aðalsteinn að hún muni fá nafnið Örtröð. Öll neðri hæð hússins verður

tekin undir verslunarrými og gefst þá kostur á að auka úrvalið enn frekar en nú er. Á efri hæð þess er unnið að því að útbúa þrjár 40 til 50 fermetra íbúðir til útleigu.

Öll framleiðsla innanlandsÖll framleiðsla fyrirtækisins á íslenskum lopa-vörum fer fram hér á landi, að stórum hluta hjá Víkurprjóni. Félagið er með starfsemi í Ásbrú auk þess að eiga í viðskiptum við einka-aðila. Það framleiðir útivistarfatalínu, allt frá ullarpeysum og upp í hátæknilegar dúnúlpur. „Ice wear leggur metnað sinn í að bjóða vörur í góðum gæðum, þar sem efni, litir og snið fylgja nýjustu tískustraumum. Einnig er rík áhersla lögð á að bjóða okkar vörur á sann-gjörnu verði. Það skilar sér í ánægðum við-skiptavinum,“ segir Aðalsteinn.

Jólaverslun fer vel af stað, fjölmargir á ferð-inni að skoða sig um, kanna úrvalið og hug-leiða jólagjafakaup. Aðalsteinn nefnir að mikið úrval sé af smávöru af ýmsu tagi, vettlingar, húfur, eyrnabönd og fleira sem hentar vel í jólapakka. „Hér er hægt að finna allt til jóla-gjafa, allt frá vettlingum og upp í veglegar dúnúlpur, eftir því sem hverjum og einum hentar.“

icewear.is

Aðalsteinn Árnason, rekstrarstjóri Icewear á Akureyri. Myndir: Auðunn Níelsson

Icewear framleiðir útivistarfatalínu, allt frá ullarpeysum og upp í hátækni-legar dúnúlpur.

Mikil andlitslyfting verður á húsinu við Hafnarstræti 106 á næstu mán-uðum.

Icewear byggir upp í miðbæ Akureyrar

Húsið ríflega aldargamaltHúsið við Hafnarstræti 106 var byggt árið 1908 og stóð fyrstu árin í Hrísey. Þar var það notað sem fiskgeymslu- og fiskþurrkunarhús og bar nafnið Sæborg. Þaðan var húsið flutt í heilu lagi til Akureyrar, var fleytt inn Eyjafjörð á tunnufleka. Það var árið 1915 og var húsið þá nyrsta hús á uppfyllingu norður af Torfunefi. Verslunarrekstur hefur um langt árabil verið stundaður í húsinu og þar var lengi vel Ljósmyndastofa Vigfúsar Sigurgeirssonar og síðar Eðvarðs bróður hans. Í eina tíð var Filmuhúsið þar með starfsemi og ýmis annar rekstur.

Page 19: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 19

siminn.is/thjonusta/sjonvarp

EN

NE

MM

/ N

M6

33

27

Settu saman jóladagskrána

með Sjónvarpi Símans

Þú átt frábæra fjölskylduskemmtun í vændumSjónvarp Símans er þægileg leið til að njóta alls þess besta í sjónvarpinu

þínu um jólin. Þú stjórnar dagskránni heima í stofu og með Sjónvarp

Símans appinu geturðu nýtt Frelsi, Tímaflakk og ABC Studios hvar og

hvenær sem er. Hægt er að hafa appið í gangi í allt að fimm snjalltækjum

í einu á sama þráðlausa netinu.

Þú getur meira með Símanum

Ath. að skilmálar Apple heimila ekki leigu á myndefni með smáforriti í Apple tækjum. Unnt er að leigja myndefni gegnum önnur tæki (Android eða myndlykil) og nálgast síðan efnið í Apple tæki. Sjá nánar um skilmála þjónustunnar á siminn.is

Page 20: Akureyri  Desember 2014

20 | AKUREYRI // jól 2014

Smákökur Kexsmiðjunnar á Akur-eyri eru augljóslega orðnar fastur lið-ur jólahaldsins á íslenskum heimil-um en fyrirtækið framleiðir 8 teg-undir af jólasmákökum sem seldar eru í matvöruverslunum um allt land. Ingólfur Gíslason hjá Kex-smiðjunni segir fjölda tegunda þann sama og í fyrra en hins vegar hafi verið aukið við magnið fyrir þessi jólin.

„Við lukum framleiðslu á jólasmákökunum fyrir mánaðamót-in og stærstur hluti er þegar farinn út til verslana. Ef við sjáum fram á að einhverjar tegundir stefni í að verða uppseldar þá framleiðum við meira en það má segja að kúfurinn í smákökuframleiðslunni gangi yfir í október og nóvember. Neyslan á

jólasmákökum virðist svolítið að breytast frá því sem áður var. Þá setti fólk ekki smákökur á borð fyrr en jólin voru gengin í garð og þar af leiðandi voru þær á borðum langt fram á nýár. Núna eru jólasmákökur komnar á borð hjá mörgum löngu fyrir upphaf aðventunnar,“ segir Ingólfur.

Aukin framleiðsla fyrir veitinga-staðiReglulega kemur Kexsmiðjan með nýjungar í framleiðslu sinni á mark-að en að undanförnu hefur fyrirtæk-ið einnig bætt við sig nýrri fram-leiðslu fyrir veitingastaði. „Við erum til að mynda alfarið farin að fram-leiða kexkökur fyrir tvo landsþekkta veitingastaði, auk þess sem við erum komin með sérstaka framleiðslulínu á pizzadeigi fyrir stórt veitingahús. Þetta er nokkuð stórt verkefni fyrir okkur og hefur kallað á fleira starfs-fólk þannig að það er nóg að gera hjá okkur þessa dagana,“ segir Ing-ólfur.

kexsmidjan.is.

„Við verðum með alls konar jólatil-boð í gangi núna í desember þannig að að er bara um að gera að líta við hjá okkur út á Lónsbakka og skoða hvað við bjóðum,“ segir Ellert Gunnsteinsson, verslunarstjóri hjá Líflandi á Akureyri. Jólaverslun þar á bæ fer ágætlega af stað og vex þunginn eftir því sem nær dregur jólum.

Ellert segir að Lífland bjóði fjöl-breytt úrval af vörum fyrir hesta-menn og sé verslunin vinsæll við-komustaður þeirra. „Við höfum ver-ið að taka upp nýjan og flottan fatn-að síðustu daga, búðin er stútfull af varningi sem hentar hestafólki,“ seg-ir Ellert. Nefnir hann í því sambandi úlpur, jakka og peysur frá Mountain Horse, Horka og Topreiter. Gott úrval er einnig af reiðbuxum, „en það er nokkuð algengt að fatnaður af því tagi rati í jólapakka hesta-mannsins.“

Gjafabréfin vinsælAuk fatnaðar er fjölbreytt úrval af vörum sem tengjast hestamennsku, hvort heldur það er til tamninga eða útreiða. Þá segir Ellert að tilboð séu í gangi um þessar mundir á járn-ingaáhöldum frá Ariex, beislabún-aði, hnökkum og skóm.

Landsmót hestamanna var sem kunnugt er haldið á liðnu sumri og eru nú komnir út DVD diskar frá mótinu þar sem farið er yfir kyn-bótasýningar og aðra hápunkta mótsins. Diskarnir eru að sögn Ell-ert mikið keyptir í jólapakkann.

„Sumir kjósa að kaupa hjá okkur gjafabréf, það er raunar mikið um það, bæði til jólagjafa en einnig til tækifærisgjafa af öllu tagi. Þiggjand-inn getur þá sjálfur ráðið hvernig hann ver andvirðinu, keypt það sem hann langar í eða notað upp í dýrari hluti,“ segir Ellert.

Gæludýrin gleymast ekkiÞá nefnir Ellert að Lífland bjóði gott úrval af gæludýravörum, fóður, búr, leikföng og fleira. „Fólk sem heldur gæludýr gleymir þeim ekki á jólun-um,“ segir hann. Vinsælast sé að kaupa eitthvað sælgæti, gott nammi til að japla á yfir jólin, „og svo eru leikföngin líka ómissandi í jólapakka gæludýranna.“

Lífland býður mikið úrval af vörum, tengdum landbúnaði s.s. fóður og aðrar rekstrarvörur fyrir kúa,- svína,- hænsna,- og sauðfjár-rækt. „Við erum mjög umsvifamiklir á þessu sviði og bjóðum upp á nán-ast allt sem bændur þurfa í sinn rekstur þannig að hér er fjölbreytt úrval af ýmsum vörum, stórum og smáum.“

lifland.is

Ellert Gunnsteinsson, verslunarstjóri Líflands við Lónsbakka á Akureyri þar sem má fá hnakka frá sjö framleiðendum, beisli, tauma og aðrar vörur fyrir hestamenn.

Lífland við Lónsbakka:

Mikið úrval af nýjum fatnaði fyrir hestamenn

Karlakór Akureyrar-Geysir heldur jólatónleika sína í Akureyrarkirkju fimmtudagskvöldið 11. desember kl. 20. Kórinn efndi einnig til tónleika í jólamánuðinum í fyrra og þá í sam-starfi við Stúlknakór Akureyrar-kirkju og voru þeir fjölsóttir og há-tíðleg stemning.

Á tónleikunum í ár verða jóla-söngvar úr ýmsum áttum, bæði inn-lendir og erlendir. Rólegir og hátíð-legir söngvar en einnig léttir og fjör-ugir. Allt flutt í þeim tilgangi að skapa aðventu- og jólastemmningu eins og hún best getur orðið.

Karlakór Akureyrar-Geysir.

Jólatónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis

Kornflexkökur eru ein af 8 tegundum af jólasmákökum sem Kexsmiðjan framleiðir.

Aukning í jólasmákökunum hjá Kexsmiðjunni

upplifðu

á Akureyri

Page 21: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 21

Page 22: Akureyri  Desember 2014

22 | AKUREYRI // jól 2014

Húsgagnahöllin opnaði verslun við Dalsbraut á Akureyri fyrir hálfu öðru ári og er hún með vörur frá samnefndu fyrirtæki í Reykjavík auk þess sem hún selur húsgögn og rúm frá Dorma og Betra baki. Verslunarstjórar Húsgagnahall-arinnar á Akureyri, Sigurður Magnússon og Kristinn Þórir Ingibjörnsson, segja að rekstur-inn hafi gengið framar öllum vonum.

„Þetta gerir sig mjög vel saman,“ segir Sig-urður. „Með því að hafa vörur frá öllum þess-um þremur fyrirtækjum undir einu þaki höf-um við mjög breitt vöruval og að sama skapi erum við með vörur í öllum verðflokkum. Þetta er húsgagnaverslun en jafnframt erum við með breitt úrval í smávörum,“ segir Sig-urður og Kristinn Þórir bætir við að fyrir vikið séu fyrirtækin ekki í innbyrðis samkeppni.

Þeir segja að ekki sé um að ræða ákveðna tísku í húsgögnum. „Það er allt í tísku. Fólk kaupir húsgögn út frá því hvernig það vill inn-rétta heimili sín. Til þess að koma betur til móts við fólk getur það sérpantað liti á áklæði á margar tegundir sófa. Við eigum ýmsa liti á lager en ef við eigum þá ekki til getum við sér-pantað þá,“ segir Kristinn Þór.

Jólaverslunin í fullan gangÞeir eru sammála um að jólaverslunin sé kom-in vel af stað og hún dreifist á lengri tíma en hér áður fyrr. Jöfn og stígandi sala sé í hús-gögnum frá október og fram að jólum en núna, þegar fáar vikur eru til jóla, aukist sala á gjafavörum. „Það er ekki annað hægt að segja en að það sé stemning í fólki og salan er meiri en í fyrra. Fyrir ári síðan sáust vart raðgreiðslu-samningar en nú eru þeir komnir aftur,“ segir Sigurður og Kristinn Þórir bætir við að það tengist því væntanlega að vinnumarkaðurinn standi styrkari fótum núna en fyrir ári og fólk sé bjartsýnna á framtíðina.

Það stendur ekki á svari þegar spurt er hvort einhver smávara öðrum fremur sé vinsæl fyrir þessi jól: Finnsku glervörurnar frá iittala. „Á konukvöldi nýverið, þar sem við buðum gjafvörur á 20% afslætti, voru um 90% af söl-unni hjá okkur vörur frá iittala. Þetta gengur allt í hringi og nú er svo komið að unga fólkið er farið að gramsa í skápunum hjá afa og ömmu og draga fram gömlu iittala vörurnar. Mér sýnist þetta verða iittala-jól í ár,“ segir Sigurður.

Húsgagnahöllin á Akureyri er opin alla virka daga og sömuleiðis á laugardögum. Einnig verður opið tvo síðustu sunnudagana fyrir jól.

husgagnahollin.isFinnsku glervörurnar frá iittala eru heldur betur að rjúka upp vinsældalistana hjá unga fólkinu.

iittala-jól í ár!

Verslunarstjórarnir Sigurður Magnússon og Kristinn Þórir Ingibjörnsson ásamt Fjólu Kristjónssdóttur, starfsmanni Húsgagnahallarinnar. Myndir: Auðunn Níelsson.

Page 23: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 23

Hótel Kea | Hafnarstræti 87 - 89 | Sími 460 2000 | [email protected]

Múlaberg Bistro & Bar | Hótel Kea | Sími 460 2020

Kíkið á tilboðin á www.keahotels.is

ÞRIGGJA NÁTTA SKÍÐATILBOÐÁ HÓTEL KEA, AKUREYRI

Gisting í þrjár nætur með morgunverðiog tveir tveggja rétta kvöldverðir að eigin vali

á Múlaberg, bistro & bar

Verð aðeins 30.600.- kr. á mann í tveggja manna herbergi

Page 24: Akureyri  Desember 2014

24 | AKUREYRI // jól 2014

Fimmtudagur 4. des. 10-18:30Föstudagur 5. des. 10-18:30Laugardagur 6. des. 10-18Sunnudagur 7. des. 13-18Mánudagur 8. des. 10-18:30Þriðjudagur 9. des. 10-18:30Miðvikudagur 10. des. 10-18:30Fimmtudagur 11. des. 10-18:30Föstudagur 12. des. 10-22Laugardagur 13. des. 10-22Sunnudagur 14. des. 13-18Mánudagur 15. des. 10-22Þriðjudagur 16. des. 10-22Miðvikudagur 17. des. 10-22Fimmtudagur 18. des. 10-22

Föstudagur 19. des. 10-22Laugardagur 20. des. 10-22Sunnudagur 21. des. 10-22Mánudagur 22. des. 10-22Þorláksmessa 23. des. (þriðjud.) 10-23Aðfangadagur 24. des. (miðvikud.) 10-12Jóladagur 25. des. (fimmtud.) LOKAÐAnnar jóladagur 26. des. (föstud.) LOKAÐLaugardagur 27. des. 10-17Sunnudagur 28. des. 13-17Mánudagur 29. des. 10:00-18:30Þriðjudagur 30. des. 10:00-18:30Gamlársdagur 31. des. (miðvikud.) 10-12Nýársdagur 1. janúar 2015 LOKAÐFöstudagur 2. janúar 2015 10-18:30

Jólamánuðurinn á Glerártorgi- opnunartímar verslana til jóla og um hátíðarnar

„Móttökurnar hafa verið framar björtustu von-um okkar. Við fengum yfir 6000 gesti á opn-unardegi Lindex á Glerártorgi í ágúst og á fyrstu vikunni samsvaraði gestafjöldinn öllum bæjarbúum. Við getum ekki annað en verið Akureyringum og öðrum viðskiptavinum úr nágrannabyggðum þakklát fyrir veljviljann í okkar garð. Þó við værum vongóð fyrirfram þá óraði engan fyrir þessu,“ segir Albert Þór Magnússon sem ásamt eiginkonu sinni, Lóu D. Kristjánsdóttur, opnuðu stórverslun Lindex á Glerártorgi síðsumars.

Viðkiptavinir kunna að meta metnaðinnLindex hefur farið sannkallaða sigurför um ís-lenska verslun síðustu ár. Að meðtöldum versl-unum sem opnaðar hafa verið á höfuðborgar-svæðinu nú í haust eru þær orðnar fimm hér á landi. Þessi heimsþekkta verslunarkeðja sér-hæfir sig í fatnaði fyrir konur og börn og end-urspeglar verslunin á Glerártorgi þessar vöru-línur.

„Okkur stóðu til boða nokkrir kostir í hús-næði á Glerártorgi og niðurstaðan var að stíga skrefið til fulls, opna stóra og rúmgóða verslun sem hafi fram að færa allt það besta frá Lindex. Við sjáum ekki eftir því og að mínu mati er sú ákvörðun hluti af skýringunni á frábærum við-tökum. Viðskiptavinirnir kunna að meta þennan metnað,“ segir Albert og bendir á að innan Lindexkeðjunnar á heimsvísu hafi ár-angurinn á Akureyri vakið eftirtekt því Lindex á Glerártorgi var ein þeirra verslana sem fengu vörur Jean Paul Gaultier sem seldar voru til stuðnings baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Allt lagðist á eittAlbert segir að þau Lóa hafi haft augastað á opnun Lindexverslunar á Akureyri í nokkurn tíma. Í kjölfar eigendaskipta á Glerártorgi hafi hugmyndin fengið byr undir báða vængi. „Ný-ir eigendur verslunarmiðstöðvarinnar sýndu mikinn metnað með því að vera tilbúnir að sameina rými fyrir okkur og jafnframt fengum við liðs við okkur frábæra verktaka á Akureyri sem skiluðu vinnubrögðum sem eru til mikill-ar fyrirmyndar. Suma hverja höfum við líka fengið hingað suður til að vinna fyrir okkur þannig að margt hefur jákvætt gerst í þessu ferli. Loks má ekki gleyma verslunarhönnuð-um Lindex sem komu til Akureyrar, kynntust rýminu á staðnum og hönnuðu verslunina út frá rýminu og sinni upplifun. Allt hefur þetta, og síðast en ekki síst starfsfólk Lindex, lagst á eitt að láta þetta takast sem best,“ segir Albert.

Tískuupplifun á heimsmælikvarða„Við einsetjum okkur að skapa tískuupplifun á heimsmælikvarða, allt frá upplifun viðskipta-vinanna hvað varðar vörurnar sjálfar, framsetn-ingu þeirra, þjónustuna eða verslunarumhverf-

ið. Og við erum með tískufatnað sem er hag-kvæmur í verði, enda er markmið okkar að bjóða verð sem eru sambærileg við það sem gerist erlendis. Þannig fáum við viðskiptavin-ina aftur og aftur til okkar,“ segir Albert.

Lindex byggir á þremur aðal stoðum í vöru-úrvali, þ.a. tískufatnaði fyrir konur, undirfatn-aði og barnafötum. Þessu til viðbótar er versl-unin á Glerártorgi önnur tveggja hér á landi, og raunar á heimsvísu, sem býður vörur fyrir verðandi mæður. „Við hlökkum til jólaversl-unarinnar á Glerártorgi sem fór í gang snemma í nóvember og finnum að Akureyri og Glerártorg draga að sér viðskiptavini langt að, bæði af Norðurlandi og Austurlandi,“ segir Al-bert.

lindex.is

Eigendur Lindex alsælir með viðtökur við versluninni á Glerártorgi:

Móttökur framar björtustu vonum

„Við getum ekki annað en verið Akureyringum og öðrum viðskiptavinum þakklát fyrir rmóttökurnar,“ segir Albert Þór Magnússon sem ásamt eiginkonu sinni, Lóu D. Kristjánsdóttur, opnaði Lindex á Glerártorgi í ágúst sl. Myndir: Auðunn Níelsson

Jólafötin eru í úrvali í Lindex.

Page 25: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 25

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956

hluti af Bygma

Jólin eru í húsAsmiðJunni AKureYri

Page 26: Akureyri  Desember 2014

26 | AKUREYRI // jól 2014

„Þetta er mikil törn en jafnframt skemmtilegur tími. Það má segja að hin eiginlega jólaversl-unin hafi hafist um miðjan nóvember og raun-ar hófst hún fyrr því strax í lok október fór fólk að huga að jólaseríunum ,“ segir Sigurður Harðarson, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals á Akureyri.

Einn af toppunum„Þessi tími er töluvert frábrugðinn því sem gengur og gerist hjá okkur. Jólaverslunin er einn af toppunum á árinu í svokallaðri einstak-lingsverslun en hinir topparnir eru í kringum páskana og á sumrin. Fólk fór að huga að jóla-seríunum í lok október og síðan færir það sig æ meira yfir í gjafavörurnar þegar nær dregur,“ segir Sigurður. Hann nefnir í þessu sambandi að þróunin í jólaseríunum sé á þann veg að glóperuseríurnar víki fyrir LED-séríunum – hvort sem er úti- eða inniseríur

Sigurður segir að í nóvember hafi hluti af jólaundirbúningi Húsa smiðj unnar /Blómavals falist í að efna til annars vegar kvennakvölds og hins vegar skreytingakvölds og hafi þau bæði verið mjög vel sótt.

„Yfirleitt eru hér nítján starfsmenn að lág-marki í Húsasmiðjunni og Blómavali en með sumarafleysingafólki erum við allt að þrjátíu yfir sumarmánuðina. Í desember, síðustu dag-ana fyrir jól, fjölgum við fólki hér og leitum þá til sumarafleysingafólksins okkar,“ segir Sig-urður.

Sigurður hóf störf hjá Húsa smiðjunni/Blómavali sumarið 2013 en áður hafði hann verið í „tryggingabransanum“, eins og hann orðar það, í þrjátíu ár og síðan starfaði hann í bankageiranum í sjö ár. Hann segist kunna verslunarstörfum vel. „Mér hefur alltaf fundist gaman í vinnunni, sama hvaða starfi ég hef gegnt. Og þetta starf er mjög líflegt og skemmtilegt. Eðli málsins samkvæmt er ég í miklum og góðum samskiptum við bæði starfsfólkið okkar og viðskiptavini og það á vel við mig,“ segir Sigurður.

Svo til hrár kalkúnn!Almennt eru Íslendingar vanafastir þegar kem-ur að jólunum. Fólk heldur í hefðir frá ári til árs. Það segist Sigurður einnig gera innan ákveðinna marka. „Mér líður ágætlega með að hafa einhverja hluti í lífinu hefðbundna og án mikilla breytinga frá ári til árs. En jafnframt er ég líka alveg meira en til í breytingar. Ætli ég sé ekki hóflegur hefðamaður. Fjölskyldan var lengi með hangikjöt á borðum á aðfangadags-

kvöld en fyrir þónokkrum árum breyttum við því og höfum núna kalkún á borðum. Þessi breyting kom þannig til að bróðir minn sendi mér forláta kalkún frá Danmörku. Við ákváð-um að hafa hann á gamlárskvöld. Höfðum aldrei áður eldað svona ferlíki og vissum því ekki hversu langan tíma hann þyrfti í steik-ingu. Settum hann inn í ofninn um kaffileytið og ætluðum að snæða hann um klukkan sjö. Okkur til furðu var fuglinn meira og minna hrár. Þetta gamlárskvöld var kalkúnn því mið-næturmatur á okkar heimili en hann bragðað-ist hins vegar prýðilega og svo vel að eftir þetta höfum við haft kalkún á borðum á aðfanga-dagskvöld,“ segir Sigurður Harðarson.

husasmidjan.is

blomaval.is

Sigurður Harðarson, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals á Akureyri. Myndir: Auðunn Níelsson

Jólin eru gengin í garð fyrir nokkru í Blómavali á Lónsbakka. Hvort heldur er skrautið, seríurnar eða gjafavaran þá er úrvalið fjölbreytt í Húsasmiðjunni.

Blóm og skreytingar fást hjá þeim Jóni Arnari Sverrissyni, deildarstjóra í Blómavali og Soffíu Frið-riksdóttur.

Hæfilegur hefðamaður!

Page 27: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 27

„Ég hef þá trú að fallegar hönnunar-vörur, handverk eða nytjalist verði áberandi í jólapökkum landsmanna í ár,“ segir Katrín Káradóttir, eigandi verslunarinnar Kistu í Menningar-húsinu Hofi. „Í Kistu er eitt mesta úrval landsins af íslenskum hönnun-arvörum, vara sem myndi sóma sér vel í hvað borg sem er. Við leggjum líka mikið upp úr góðri þjónustu, aðstoðum við val á jólagjöfum og pökkum þeim fallega inn, sé þess óskað.“

Katrín segir að í boði sé vönduð og falleg gjafavara eftir hátt í eitt-hundrað hönnuði. Kronkron, Andr-ea, Vík Prjónsdóttir, Sveinbjörg, Laufabrauðssetrið, Scintilla, Hring-eftirhring, Hlín Reykdal eru allt dæmi um framúrskarandi hönnuði sem hafa viðkomu í Kistu. „Hug-myndin að baki þessari verslun er að vanda vel valið á þeim vörum sem hér eru til sölu, en hafa úrvalið það fjölbreytilegt að fólki þurfi ekki að fara á milli margra búða til að finna það sem leitað er að,“ segir Katrín.

Gróska í handverkinuKatrín segir að fólk hafi gaman af að gefa fallegar gjafir sem nýtist þeim sem þiggur. „Mér finnst mikil stemning vera í samfélaginu fyrir ís-lenskri hönnun og handverki. Fólk vill gjarnan gefa sínum nánustu eitt-hvað eigulegt sem skapað hefur verið af lista- og handverksmönnum hér á landi og ekki er verra ef það er búið til í heimabyggð. Fólk um land allt er að búa til fallega og nytsamlega hluti. Við erum stolt af því að styðja við þá þróun með því að bjóða upp á vörur frá fjöldanum öllum af ís-lenskum handverks- og listamönn-

um. Við njótum líka góðs af því að þetta fólk vill gjarnan selja sínar vörur í Kistu,“ segir Katrín.

Bambusúr og EngilbertshönnunKista hóf að selja hin vinsælu bamb-usúr frá Bamboo Revolution í Suð-ur-Afríku fyrir jólin í fyrra. Fram-leiðsla á þeim hófst sem verkefni nokkurra nemenda í Háskólanum í Höfðaborg sumarið 2012. Hópnum tókst vel til, skólaverkefnið þróaðist út í alvöru framleiðslu og urðu úrin fljótt vinsæl í Suður-Afríku. Nú eru þau seld víða um heim, en fást ein-göngu í Kistu í Hofi á Akureyri og á vefslóðinni kista.is.

„Við vorum að fá inn frábæra

vörur undir heitinu Engilbertshönn-un, en dótturdóttir Jóns Engilberts heitins listmálara, Greta Engilberts, hefur hannað m.a. klúta, púða og buff með listaverkum afa síns. Þetta eru mjög vandaðar og fallegar vörur sem við erum ánægð með að bjóða Akureyringum og gestum þeirra,“ segir Katrín. Hugmyndin er sú að listaverk afa hennar lifi áfram, hún gefi þeim nýtt líf þannig að sem flestir fái að njóti þeirra.

Vaxandi vefverslunÞeir sem ekki eiga heimangengt eða búa víðsfjarri versluninni þurfa ekki að örvænta, vefverslun Kistu á slóð-inni kista.is hefur stækkað ört und-anfarna mánuði. Þar getur fólk skoðað úrvalið í rólegheitum heima-við áður en ákvörðun um kaup er tekin. „Við erum alltaf að bæta við úrvalið í vefverslun okkar,“ segir Katrín.

kista.is

Jólasveinarnir hafa smekk fyrir góðri íslenskri hönnun og heimsóttu Katrínu í Kistu á dögunum!

„Mér finnst mikil stemning vera í samfélaginu fyrir íslenskri hönnun og handverki,“ segir Katrín Káradóttir, eigandi Kistu.

Verslunin Kista í Hofi:

Úrval af íslenskri hönnunarvöru

Hjá Bókaútgáfunni Hólum er komin út bókin Skagfirsk-ar skemmtisögur 4 – Miklu meira fjör! Eins og nafnið gefur til kynna er hér á ferð-inni 4. bindið með gaman-sögum úr Skagafirði og sem fyrr var það blaðamaðurinn og Skagfirðingurinn Björn Jóhann Björnsson sem safn-aði sögunum saman. Bók-unum hefur verið vel tekið um land allt og samanlagt eru sög-urnar orðnar hátt í eitt þúsund tals-ins. Fyrsta bindið er löngu uppselt og ófáanlegt hjá útgefanda og tak-markað upplag eftir af 2. og 3. bindi.

Að þessu sinni eru enn fleiri sög-

ur af Lýtingum, Fljótamönnum, Króksurum og Blöndhlíðingum, sem og Skaga-mönnum, Seyl-hreppingum, Hofs-ósingum og Hjalt-dælingum. Skag-firskum valkyrjum eru gerð sérstök skil. Má þar nefna Gullu

í Gröf, Helgu á Silfrastöðum, Helgu Bjarna frá Frostastöðum, Diddu í Litlu-Brekku, Ásu Öfjörð og margar fleiri. Sögur eru af skagfirskum stjórnmálamönnum og m.a. upp-ljóstrað hvernig Villa Egils, Páli á Höllustöðum og Eykon tókst að afla fylgis við EES-samninginn á sínum tíma.

Hilmir Jóhannesson, lífskúnstner á Sauðárkróki, lætur gamminn geisa. Einnig koma við sögu söng- og spéfuglinn Óskar Pétursson frá Álftagerði, þýðandinn Helgi Hálf-danar, vörubílstjórarnir Maron Sig og Árni á Brúnastöðum, ostameist-arinn Haukur Pálsson, kaupmaður-inn Bjarni Har, bankastjórinn Biggi Rafns, hrossaræktandinn Dúddi á Skörðugili og oddvitinn Agnar á Miklabæ.

Skopteikning á bókarkápu er líkt og áður eftir Andrés Andrésson. Bókin fæst í öllum helstu bókaversl-unum og stórmörkuðum landsins og að sjálfsögðu í heimabyggð í Skagafirði.

holabok.is

Álftagerðis-bróðirinn Óskar- gluggaði í Skag-firskar skemmtisögurÓskar Pétursson frá Álftagerði var gestur á tónleikum Þuríðar Sigurðardóttur og fór að vanda á kostum. Þau spjölluðu og grínuðust heilmikið á milli laga og meðal annars kom Jesú Kristur til tals. Þá sagði Óskar:

„Ég skil nú ekkert í mönn-um að kalla það kraftaverk þeg-ar hann breytti vatni í vín, hérna á sínum tíma. Heima í Skagafirði kallast þetta nú bara að brugga landa!“

Skagfirskar skemmtisögur nálgast þúsundið

Page 28: Akureyri  Desember 2014

28 | AKUREYRI // jól 2014

400 ára verslunarsaga Verslun og viðskipti hafa verið einn helsti drifkraftur Akureyrar

allt frá því að danskur kaupmaður fékk leyfi konungs í upphafi 17. aldar til að reka einokunarverslun á lítilli eyri sem þá var hluti jarðanna Eyrarlands og Nausta og fljótt var farið að kenna við akur. Þar með varð Akureyri til sem verslunarstaður og efldist svo frá þeim tíma að nú má kalla bæinn miðstöð viðskipta á Norðurlandi. Í tilefni af því að nú eru rösk 400 ár síðan verslun hófst á Akureyri er við hæfi að rifja upp sögu þessarar merku atvinnugreinar og þýðingu hennar fyrir bæinn og Norðurland allt.

Fyrsta verslunin á Akureyri, sem áður er getið um, var aðeins opin yfir sumarið og lokuð á vetrum. Dönsku kaupmennirnir fóru heim til sín með haustskipunum til að sinna þarfari verkum en að þjóna Íslendingum enda kalt á Íslandi og allra veðra von. Þeir íslensku urðu bara að bjarga sér sjálfir með öllum tiltækum ráðum því kóngurinn lagði blátt bann við að hafa búðir hér á landi opnar nema yfir sumarið. Það breytti ekki því að þegar veturnir gerðust mjög harðir og hungur svarf að mannfólkinu kom fyrir að sýslumaðurinn í plássinu opnaði innsiglaða búðina til að ná í nauðþurftir fyrir sveltandi fólk. Þetta þótti þeim dönsku firn mikil – að yfirvaldið væri að aðstoða við þjófnað og gripdeildir! Hvar gæti það gerst nema á Íslandi?

Opið allt árið Þannig gekk þetta fyrir sig í hálfa aðra öld og óánægja jókst jafnt og þétt meðal íbúanna að þurfa að búa við þetta fáránlega fyrirkomulag. Það var þó ekki fyrr en árið 1776 að blessaður kóngurinn gaf af mildi sinni út tilskipun um að verslanir á þessu volaða landi skyldu vera opnar allt árið; vetur, sumar vor og haust. Hvorki meira né minna. Þetta þóttu mikil tíðindi og til marks um hvað við höfðum eignast góðan og tillitssaman kóng sem hlustaði á þegna sína enda þótt þeir byggju á útnára eins og Íslandi. Svo bætti hann blessaður um betur ellefu árum síðar þegar hann lagði svæðisskipta einokun niður. Þar með leyfðist öllum þegnum hans að stunda verslun við Íslendinga hvar sem þeir byggju á landinu. Því gat fólk utan Eyjafjarðar loks komið til Akureyrar og verslað þar án þess að verða dæmt og hýtt opinberlega eða varpað í fangelsi á Brimarhólmi í Kaupmannahöfn fyrir að hafa verslan utan síns svæðis.

Selstöðuverslun Þetta nýja fyrirkomulag þótti töluverð framför og við tók hin svonefnda „selstöðuverslun“ danskra kaupmanna, sem ráku útibú eða „sel“ víða um land en aðalstöðvarnar voru í Kaupmannahöfn. Þeir höfðu svo kaupstjóra yfir þessum selum sínum á Íslandi eða „faktora“ eins og þeir voru oftast kallaðir manna á milli. Það þótti töluverð virðingarstaða að vera faktor enda höfðu þeir tekið sér mikil völd og orð lék á að þeir misnotuðu þau eftir eigin þörfum og geðþótta. Hver man ekki eftir því þegar einn faktorinn sagði við afgreiðslupiltinn „að vikta rétt“, sem þýddi ekkert annað en að vikta selstöðukaupmanninum í vil og láta halla á viðskiptavinina.

Megineinkenni þessara selstöðuverslana var að allur arður var fluttur til Danmerkur og ekkert varð eftir til að byggja upp innviði íslenska þjóðfélagsins. Þetta voru gríðarlegir fjármunir þegar allt var talið. Margir Íslendingar sáu eftir þessum peningaaustri úr landinu og vildu gera eitthvað til að breyta því. Auðvitað vissu allir að við ramman reip var að draga því dönsku kaupmennirnir vildu ekki fyrir nokkurn mun missa þessa gjöfulu verslun úr höndunum.

GránufélagiðEftir sem áður hófust nokkrir Eyfirðingar og Þingeyingar handa um að gera sjálfir eitthvað í málinu enda svo sem ekkert sem bannaði það; þeir voru líka danskir þegnar og þurftu einasta að taka sig saman og hefjast handa.

Þá gerðist það að nokkrir galvaskir menn tóku sig til og keyptu skipshræ sem lá strandað á Pollinum við Akureyri. Það var grátt á lit og allt hið óálitlegasta. Þeir félagar létu það ekki á sig fá og hófust handa um að gera það upp í haffært stand. Þegar dönsku kaupmennirnir sáu þessa athafnasemi fór um þá skálfti því þeir

vissu að þeir myndu missa spón úr aski sínum ef tilraun Íslendingana tækist. Til þess að hæðast að þeim uppnefndu þeir skipið „Gránu“ og vonuðu að bæjarbúar myndu grípa þá gæs og leggjast gegn þessari viðleitni landa sinna með hlátrasköllum. En athafnamennirnir íslensku sáu sér leik á borði og skýrðu skipið þá bara Gránu og síðan var félagið sem þeir stofnuðu um þennan nýja rekstur nefnt Gránufélagið.

Þar með hófst nýtt tímabil í verslunarsögu þjóðarinnar því Grána sigldi ótal ferðir til Danmerkur næstu árin og Gránufélagið hafði viðskipta um allt Norður- og Austurland og rak verslanir víða á þessu svæði. Árangurinn lét ekki á sér standa því nú varð hagnaðurinn eftir í landinu og í kjölfarið hófst uppbygging sem á sér fáar hliðstæður. Fleiri slíkar innlendar verslanir eins og Gránufélagið voru í kjölfarið settar á stofn annars staðar á landinu eins og verslun Ásgeirs Ásgeirssonar á Ísafirði. Svo komu kaupfélögin en það fyrsta var stofnað í Suður-Þingeyjarsýslu og svo Kaupfélag Eyfirðinga sem lét aldeilis til sín taka á Akureyri.

LokasigurEn þrátt fyrir alla þessa sigra halda margir því fram að Íslendingar hafi ekki náð fullum tökum á verslun í eigin landi fyrr en í upphafi 20. aldarinnar þegar þeir stofnuðu eigin heildverslanir sem gátu útvegað smásöluverslunum fjölbreyttar vörur á hagkvæmara og samkeppnishæfara verði en áður þekktist. Þar með tókst Íslendingum loks að ná tökum á öllum þáttum þessarar atvinnugreinar og nýta afraksturinn til uppbyggingar þjóðfélagsins og til hagsbóta fyrir allan almenning; allt í anda Jóns Sigurðssonar sem lagði alltaf mikla áherslu á frjáls viðskipti og að Íslendingar tækju þennan mikilvæga málaflokk í eigin hendur. Í kjölfar þessarar atburðarásar sáu Danir sitt óvænna, drógu sig í hlé og héldu heim við svo búið. Tími dönsku selstöðuverslananna á Íslandi var liðinn.

Akureyri tekur forystuAf verslun á Akureyri í öllum þessum sviptingum er það að segja að um miðja 19. öldina var byggðin orðin svo þétt á gömlu eyrinni að leita varð útrásar. Hófust þá miklar umræður í bænum hvort þróa ætti byggðina til suðurs eða norður á Oddeyrina og kaupa þar land. Loks var ákveðið að halda í norður og árið 1866 varð Oddeyrin hluti af Akureyri. Var þá ekki að sökum að spyrja; upp þutu íbúðarhús, hótel, iðnfyrirtæki og verslanir af öllum stærðum og gerðum fyrir ofan Torfunef og við suðurströnd Oddeyrar þar sem nú heitir Strandgata. Bryggjan á Torfunefi tók að mestu við af Höfnersbryggjunni og skipakomum fjölgaði mikið. Sú undirstaða sem lögð hafði verið með danskri verslun í bænum og svo starfi Gránufélagsins reyndist góður grunnur fyrir þá sem á eftir komu, hvort sem það voru kaupmenn eða samvinnufélög. Um aldamótin 1900 voru 22 verslanir í bænum en tíu árum síðar voru þær orðnar 46. Var það til marks um gróskuna í þessari atvinnugrein strax í upphafi aldarinnar sem auðvitað var ein afleiðing þess að Íslendingar höfðu sjálfir lært að reka verslun og voru hættir að treysta á útlendinga í þeim efnum.

Þegar leið á öldina komu sérverslanir af ýmsu tagi fram í dagsljósið, skó-, fata- og matvöruverslanir ásamt nýlenduvöruverslunum og bóka- og ritfangaverslunum svo eitthvað sé nefnt. Nöfn þessara verslana voru fjölbreytt og oft kennd við eigendur sína og svo auðvitað lögð áhersla á alþjóðlegar tengingar með nöfnum stórborga eins og París, Hamborg, Liverpool og Edinborg. Enginn sveitabragur á hlutunum enda Akureyri orðin stærsti verslunarstaður utan Reykjavíkur. Svo var Kaupfélag Eyfirðinga (KEA) með fjölbreytta og öfluga verslun auk þess að standa fyrir ýmiskonar iðnaðarstarfsemi. Það er því ekki nokkur vafi að verslun og þjónusta var einn veigamesti liðurinn í því að gera Akureyri að þeim öfluga bæ sem hann varð á síðustu öld og er enn.

FramtíðinVið upphaf fimmtu aldar verslunarreksturs á Akureyri er ástæða til að horfa björtum augum til framtíðar. Traust fyrirtæki í greininni - og úrvals starfsfólk á öllum sviðum þessarar fjölbreyttu atvinnugreinar - hafa alla burði til að stækka og eflast enn frekar í nánustu framtíð og veita viðskiptavinum sínum áfram góða og hagkvæma þjónustu. Sú þjónusta fer nú fram með ýmsum hætti; í litlum búðum, stórum verslunum og verslunarmiðstöðvum sem verða um leið eins konar félagsmiðstöðvar bæjarbúa og gesta þeirra ekki ólíkt því sem gerðist í krambúðunum fyrr á tímum.

En umfram allt verður að reka fyrirtæki í greininni vel og þau að standast samkeppni sem kemur úr öllum áttum meðal annars frá erlendum netverslunum og innkaupum landans á ferðalögum utanlands. Við því er ekki nema eitt svar; að þjóna viðskiptavinum okkar enn betur og bjóða verðlag sem þeir eru ánægðir með enda þótt okkur þyki stundum sem aðstaða innlendrar verslunar sé að mörgu leyti lakari en erlendir keppinautar búa við. Í dag eru þessir útlendu keppinautar að því leyti í sömu aðstöðu og selstöðukaupmenn fyrri tíma að hvorki arður af starfsemi þeirra né skattar nýtast hér á landi til að styrkja velferð, heilbrigði, öryggi og menntun landsmanna. Afrakstur þeirra fer eitthvað allt annað á sama tíma og íslensk verslun fagnar því að geta lagt fram sinn stóra skerf til þjóðfélagsins um leið og hún kostar kapps um að þjóna viðskiptavinum sínum eins vel og kostur er. Á þeim grunni mun verslun og viðskipti á Akureyri dafna áfram og viðskiptavini drífa að af Norður- og Austurlandi og stuðla um leið að öflugu mótvægi við höfuðborgarsvæðið.

Ragnar Sverrissonformaður Kaupmannafélags Akureyrar

Allar götur frá því að verslun hófst á Akureyri þurfti að selflytja varning úr hafskipunum í land á litlum bátum enda bryggjur smáar og veikburða. Þetta breyttist með tilkomu Höfnersbryggju. - Mynd: Minjasafnið á Akureyri.

Dæmigerð krambúð þar sem öllu ægði saman og afgreiðslumenn þurftu að afhenda viðskiptavinunum hvern hlut yfir borðið. Á meðan biðu aðrir þolinmóðir eftir að röðin kæmi að þeim. - Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson/ Minjasafnið á Akureyri.

Aukin verslun á Akureyri laðaði að sér viðskiptavini frá öllu Norðurlandi. Þá var oft fjöldi gesta í bænum með „farartæki“ síns tíma og nýttu hótel og veitingastaði bæjarins. - Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson/ Minjasafnið á Akureyri.

Ragnar Sverrisson, greinarhöfundur.

Þegar líða tók á 20. öldina voru vörurnar færðar nær viðskiptavinunum eins og álnavaran í Amaró er gott dæmi um.- Ljósmynd: Gísli Ólafsson/ Minjasafnið á Akureyri.

Nú kosta kaupmenn kapps um að gera verslanir sínar aðlaðandi fyrir viðskiptavinina um leið og veitt er góð þjónusta og boðið vöruverð sem stenst samkeppni.

rs_400_verslunarsaga_20141201_10x39.indd 1 2. 12. 2014. 08:49:40

Page 29: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 29

400 ára verslunarsaga Verslun og viðskipti hafa verið einn helsti drifkraftur Akureyrar

allt frá því að danskur kaupmaður fékk leyfi konungs í upphafi 17. aldar til að reka einokunarverslun á lítilli eyri sem þá var hluti jarðanna Eyrarlands og Nausta og fljótt var farið að kenna við akur. Þar með varð Akureyri til sem verslunarstaður og efldist svo frá þeim tíma að nú má kalla bæinn miðstöð viðskipta á Norðurlandi. Í tilefni af því að nú eru rösk 400 ár síðan verslun hófst á Akureyri er við hæfi að rifja upp sögu þessarar merku atvinnugreinar og þýðingu hennar fyrir bæinn og Norðurland allt.

Fyrsta verslunin á Akureyri, sem áður er getið um, var aðeins opin yfir sumarið og lokuð á vetrum. Dönsku kaupmennirnir fóru heim til sín með haustskipunum til að sinna þarfari verkum en að þjóna Íslendingum enda kalt á Íslandi og allra veðra von. Þeir íslensku urðu bara að bjarga sér sjálfir með öllum tiltækum ráðum því kóngurinn lagði blátt bann við að hafa búðir hér á landi opnar nema yfir sumarið. Það breytti ekki því að þegar veturnir gerðust mjög harðir og hungur svarf að mannfólkinu kom fyrir að sýslumaðurinn í plássinu opnaði innsiglaða búðina til að ná í nauðþurftir fyrir sveltandi fólk. Þetta þótti þeim dönsku firn mikil – að yfirvaldið væri að aðstoða við þjófnað og gripdeildir! Hvar gæti það gerst nema á Íslandi?

Opið allt árið Þannig gekk þetta fyrir sig í hálfa aðra öld og óánægja jókst jafnt og þétt meðal íbúanna að þurfa að búa við þetta fáránlega fyrirkomulag. Það var þó ekki fyrr en árið 1776 að blessaður kóngurinn gaf af mildi sinni út tilskipun um að verslanir á þessu volaða landi skyldu vera opnar allt árið; vetur, sumar vor og haust. Hvorki meira né minna. Þetta þóttu mikil tíðindi og til marks um hvað við höfðum eignast góðan og tillitssaman kóng sem hlustaði á þegna sína enda þótt þeir byggju á útnára eins og Íslandi. Svo bætti hann blessaður um betur ellefu árum síðar þegar hann lagði svæðisskipta einokun niður. Þar með leyfðist öllum þegnum hans að stunda verslun við Íslendinga hvar sem þeir byggju á landinu. Því gat fólk utan Eyjafjarðar loks komið til Akureyrar og verslað þar án þess að verða dæmt og hýtt opinberlega eða varpað í fangelsi á Brimarhólmi í Kaupmannahöfn fyrir að hafa verslan utan síns svæðis.

Selstöðuverslun Þetta nýja fyrirkomulag þótti töluverð framför og við tók hin svonefnda „selstöðuverslun“ danskra kaupmanna, sem ráku útibú eða „sel“ víða um land en aðalstöðvarnar voru í Kaupmannahöfn. Þeir höfðu svo kaupstjóra yfir þessum selum sínum á Íslandi eða „faktora“ eins og þeir voru oftast kallaðir manna á milli. Það þótti töluverð virðingarstaða að vera faktor enda höfðu þeir tekið sér mikil völd og orð lék á að þeir misnotuðu þau eftir eigin þörfum og geðþótta. Hver man ekki eftir því þegar einn faktorinn sagði við afgreiðslupiltinn „að vikta rétt“, sem þýddi ekkert annað en að vikta selstöðukaupmanninum í vil og láta halla á viðskiptavinina.

Megineinkenni þessara selstöðuverslana var að allur arður var fluttur til Danmerkur og ekkert varð eftir til að byggja upp innviði íslenska þjóðfélagsins. Þetta voru gríðarlegir fjármunir þegar allt var talið. Margir Íslendingar sáu eftir þessum peningaaustri úr landinu og vildu gera eitthvað til að breyta því. Auðvitað vissu allir að við ramman reip var að draga því dönsku kaupmennirnir vildu ekki fyrir nokkurn mun missa þessa gjöfulu verslun úr höndunum.

GránufélagiðEftir sem áður hófust nokkrir Eyfirðingar og Þingeyingar handa um að gera sjálfir eitthvað í málinu enda svo sem ekkert sem bannaði það; þeir voru líka danskir þegnar og þurftu einasta að taka sig saman og hefjast handa.

Þá gerðist það að nokkrir galvaskir menn tóku sig til og keyptu skipshræ sem lá strandað á Pollinum við Akureyri. Það var grátt á lit og allt hið óálitlegasta. Þeir félagar létu það ekki á sig fá og hófust handa um að gera það upp í haffært stand. Þegar dönsku kaupmennirnir sáu þessa athafnasemi fór um þá skálfti því þeir

vissu að þeir myndu missa spón úr aski sínum ef tilraun Íslendingana tækist. Til þess að hæðast að þeim uppnefndu þeir skipið „Gránu“ og vonuðu að bæjarbúar myndu grípa þá gæs og leggjast gegn þessari viðleitni landa sinna með hlátrasköllum. En athafnamennirnir íslensku sáu sér leik á borði og skýrðu skipið þá bara Gránu og síðan var félagið sem þeir stofnuðu um þennan nýja rekstur nefnt Gránufélagið.

Þar með hófst nýtt tímabil í verslunarsögu þjóðarinnar því Grána sigldi ótal ferðir til Danmerkur næstu árin og Gránufélagið hafði viðskipta um allt Norður- og Austurland og rak verslanir víða á þessu svæði. Árangurinn lét ekki á sér standa því nú varð hagnaðurinn eftir í landinu og í kjölfarið hófst uppbygging sem á sér fáar hliðstæður. Fleiri slíkar innlendar verslanir eins og Gránufélagið voru í kjölfarið settar á stofn annars staðar á landinu eins og verslun Ásgeirs Ásgeirssonar á Ísafirði. Svo komu kaupfélögin en það fyrsta var stofnað í Suður-Þingeyjarsýslu og svo Kaupfélag Eyfirðinga sem lét aldeilis til sín taka á Akureyri.

LokasigurEn þrátt fyrir alla þessa sigra halda margir því fram að Íslendingar hafi ekki náð fullum tökum á verslun í eigin landi fyrr en í upphafi 20. aldarinnar þegar þeir stofnuðu eigin heildverslanir sem gátu útvegað smásöluverslunum fjölbreyttar vörur á hagkvæmara og samkeppnishæfara verði en áður þekktist. Þar með tókst Íslendingum loks að ná tökum á öllum þáttum þessarar atvinnugreinar og nýta afraksturinn til uppbyggingar þjóðfélagsins og til hagsbóta fyrir allan almenning; allt í anda Jóns Sigurðssonar sem lagði alltaf mikla áherslu á frjáls viðskipti og að Íslendingar tækju þennan mikilvæga málaflokk í eigin hendur. Í kjölfar þessarar atburðarásar sáu Danir sitt óvænna, drógu sig í hlé og héldu heim við svo búið. Tími dönsku selstöðuverslananna á Íslandi var liðinn.

Akureyri tekur forystuAf verslun á Akureyri í öllum þessum sviptingum er það að segja að um miðja 19. öldina var byggðin orðin svo þétt á gömlu eyrinni að leita varð útrásar. Hófust þá miklar umræður í bænum hvort þróa ætti byggðina til suðurs eða norður á Oddeyrina og kaupa þar land. Loks var ákveðið að halda í norður og árið 1866 varð Oddeyrin hluti af Akureyri. Var þá ekki að sökum að spyrja; upp þutu íbúðarhús, hótel, iðnfyrirtæki og verslanir af öllum stærðum og gerðum fyrir ofan Torfunef og við suðurströnd Oddeyrar þar sem nú heitir Strandgata. Bryggjan á Torfunefi tók að mestu við af Höfnersbryggjunni og skipakomum fjölgaði mikið. Sú undirstaða sem lögð hafði verið með danskri verslun í bænum og svo starfi Gránufélagsins reyndist góður grunnur fyrir þá sem á eftir komu, hvort sem það voru kaupmenn eða samvinnufélög. Um aldamótin 1900 voru 22 verslanir í bænum en tíu árum síðar voru þær orðnar 46. Var það til marks um gróskuna í þessari atvinnugrein strax í upphafi aldarinnar sem auðvitað var ein afleiðing þess að Íslendingar höfðu sjálfir lært að reka verslun og voru hættir að treysta á útlendinga í þeim efnum.

Þegar leið á öldina komu sérverslanir af ýmsu tagi fram í dagsljósið, skó-, fata- og matvöruverslanir ásamt nýlenduvöruverslunum og bóka- og ritfangaverslunum svo eitthvað sé nefnt. Nöfn þessara verslana voru fjölbreytt og oft kennd við eigendur sína og svo auðvitað lögð áhersla á alþjóðlegar tengingar með nöfnum stórborga eins og París, Hamborg, Liverpool og Edinborg. Enginn sveitabragur á hlutunum enda Akureyri orðin stærsti verslunarstaður utan Reykjavíkur. Svo var Kaupfélag Eyfirðinga (KEA) með fjölbreytta og öfluga verslun auk þess að standa fyrir ýmiskonar iðnaðarstarfsemi. Það er því ekki nokkur vafi að verslun og þjónusta var einn veigamesti liðurinn í því að gera Akureyri að þeim öfluga bæ sem hann varð á síðustu öld og er enn.

FramtíðinVið upphaf fimmtu aldar verslunarreksturs á Akureyri er ástæða til að horfa björtum augum til framtíðar. Traust fyrirtæki í greininni - og úrvals starfsfólk á öllum sviðum þessarar fjölbreyttu atvinnugreinar - hafa alla burði til að stækka og eflast enn frekar í nánustu framtíð og veita viðskiptavinum sínum áfram góða og hagkvæma þjónustu. Sú þjónusta fer nú fram með ýmsum hætti; í litlum búðum, stórum verslunum og verslunarmiðstöðvum sem verða um leið eins konar félagsmiðstöðvar bæjarbúa og gesta þeirra ekki ólíkt því sem gerðist í krambúðunum fyrr á tímum.

En umfram allt verður að reka fyrirtæki í greininni vel og þau að standast samkeppni sem kemur úr öllum áttum meðal annars frá erlendum netverslunum og innkaupum landans á ferðalögum utanlands. Við því er ekki nema eitt svar; að þjóna viðskiptavinum okkar enn betur og bjóða verðlag sem þeir eru ánægðir með enda þótt okkur þyki stundum sem aðstaða innlendrar verslunar sé að mörgu leyti lakari en erlendir keppinautar búa við. Í dag eru þessir útlendu keppinautar að því leyti í sömu aðstöðu og selstöðukaupmenn fyrri tíma að hvorki arður af starfsemi þeirra né skattar nýtast hér á landi til að styrkja velferð, heilbrigði, öryggi og menntun landsmanna. Afrakstur þeirra fer eitthvað allt annað á sama tíma og íslensk verslun fagnar því að geta lagt fram sinn stóra skerf til þjóðfélagsins um leið og hún kostar kapps um að þjóna viðskiptavinum sínum eins vel og kostur er. Á þeim grunni mun verslun og viðskipti á Akureyri dafna áfram og viðskiptavini drífa að af Norður- og Austurlandi og stuðla um leið að öflugu mótvægi við höfuðborgarsvæðið.

Ragnar Sverrissonformaður Kaupmannafélags Akureyrar

Allar götur frá því að verslun hófst á Akureyri þurfti að selflytja varning úr hafskipunum í land á litlum bátum enda bryggjur smáar og veikburða. Þetta breyttist með tilkomu Höfnersbryggju. - Mynd: Minjasafnið á Akureyri.

Dæmigerð krambúð þar sem öllu ægði saman og afgreiðslumenn þurftu að afhenda viðskiptavinunum hvern hlut yfir borðið. Á meðan biðu aðrir þolinmóðir eftir að röðin kæmi að þeim. - Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson/ Minjasafnið á Akureyri.

Aukin verslun á Akureyri laðaði að sér viðskiptavini frá öllu Norðurlandi. Þá var oft fjöldi gesta í bænum með „farartæki“ síns tíma og nýttu hótel og veitingastaði bæjarins. - Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson/ Minjasafnið á Akureyri.

Ragnar Sverrisson, greinarhöfundur.

Þegar líða tók á 20. öldina voru vörurnar færðar nær viðskiptavinunum eins og álnavaran í Amaró er gott dæmi um.- Ljósmynd: Gísli Ólafsson/ Minjasafnið á Akureyri.

Nú kosta kaupmenn kapps um að gera verslanir sínar aðlaðandi fyrir viðskiptavinina um leið og veitt er góð þjónusta og boðið vöruverð sem stenst samkeppni.

rs_400_verslunarsaga_20141201_10x39.indd 1 2. 12. 2014. 08:49:40

Page 30: Akureyri  Desember 2014

30 | AKUREYRI // jól 2014

Mikil uppsveifla er í hjólreiðamenn-ingunni á Akureyri og líður varla sá dagur að ekki bætist nýr félagi í Hjólreiðafélag Akureyrar. Í eina tíð hefði þótt næsta fráleit hugmynd að hægt sé að stunda hjólreiðar að vetr-

arlagi á Akureyri en samt er það svo að margir nota reiðhjólið til að kom-ast í og úr vinnu, fyrir utan æ stækk-andi hóp fólks sem stundar hjólreið-arnar sér til heilsubótar. Hjólreiða-félag Akureyrar stendur fyrir reglu-

legum æfingum í hverri viku og hyggur á skipulag á reiðhjólakeppn-um á komandi árum, jafnframt því að stuðla að vexti hjólreiða sem al-menningssports.

Sprenging síðan í sumar„Félagið var stofnað árið 2012 en það má segja að virknin í félaginu hafi tekið stökkbreytingum síðastlið-ið sumar þegar við stóðum fyrir hjólahelgi og keppni þar sem m.a. annars var hjólað frá Siglufirði til Akureyrar. Eftir það hefur boltinn rúllað af miklum krafti og áhuginn er stöðugt vaxandi,“ segir Vilberg sem hefur stundað hjólreiðar um margra ára skeið, bæði á Akureyri og áður í Reykjavík. Hann segir hjól-reiðarnar frábært sport „svo ekki sé minnst á hvaða áhrif það hefur á fjárhagslegu hliðina að velja hjólið í ferðir innanbæjar umfram bílinn,“ bætir hann við.

„Hjólreiðarnar eru alhliða sport

og til að mynda sjáum við marga í þessum hópi sem áður hafa stundað hlaup eða aðrar greinar sem reyna mjög á hnjáliði og ökkla. Margt íþróttafólk sem orðið hefur fyrir slæmum meiðslum snýr sér að hjól-reiðum í kjölfarið en stærsti hópur-inn er einfaldlega almenningur sem „uppgötvar“ þetta form íþrótta og útivistar. Það er einhver galdur við það að fara út að hjóla, hugurinn hreinsast og maður kemur hreinlega til baka eins og nýr maður bæði á sál og líkama.“

Nagladekk og ljós Vilberg segir að til að stunda vetrar-hjólreiðar þurfi fyrst og fremst að huga að tveimur þáttum hvað annan búnað en fatnað snertir. „Fólk þarf að vera á góðum nagladekkjum og með góðan ljósa- og endurskins-búnað. Við höfðum samstarf við verslunina Sportver um að bjóða hagstæð nagladekk og þau hafa

einnig verið í boði bæði hjá Skíða-þjónustunni og Jötunn Vélum. Nagladekk kosta á bilinu 18.000-30.000 er þar er líka um að ræða margra ára fjárfestingu því þau slitna mjög lítið. Ljósabúnað höfum við einnig geta boðið á góðu verði þannig að það þarf ekki að leggja í mikinn kostnað til að geta hjólað í vetur. Á góðum nagladekkjum er fólk mjög öruggt ef það heldur sig á gangstígum og fer varlega,“ segir Vilberg.

Metnaður í stígagerðSamanlag hafa um 200 manns kom-ið á reiðhjólaæfingar í haust sem fé-lagið stendur fyrir og boðaðar eru í gegnum heimasíðu þess. Hjólað er innanbæjar á Akureyri og einnig út fyrir bæinn enda hafa aðstæður verið einstaklega góðar í haust.

„Við höfum frábærar aðstæður hér á Akureyri til hjólreiða, mikið af leiðum bæði innanbæjar og utan. Í Kjarnaskógi er kjörlendi fjallahjólara með braut upp á tugi kílómetra og hjá bæjaryfirvöldum er mikill metn-aður að bæta stöðugt við stígakerfið, nú síðast með stíg frá miðbænum, meðfram Pollinum að Akureyrar-velli. Við eigum mjög gott samstarf við Akureyrarbæ og horfum m.a. til þess að bæta merkingar á götum og stígum til koma í veg fyrir mögulega árekstra milli hjólandi, gangandi eða hlaupandi umferðar. Síðan eru kom-in af stað umræða milli sveitarfélaga og þingmanna um möguleika á stíg-um út frá Akureyri, þ.e. í suður að Hrafnagili og í norður að Þelamörk og áhugi hjá öllum þessum aðilum um verkefnið. Það yrði frábær við-bót fyrir okkur hjólafólk þannig að óhætt er að segja að það sé mikil uppsveifla og spennandi tímar í hjólreiðum hér fyrir norðan.“

hjolak.is

M A N D A R Í N A

S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A

Sölutímabil 5. – 19. desember

Casa - Kringlunni og Skeifunni

Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð

Hafnarborg - Hafnarfirði

Húsgagnahöllin - Reykjavík og Akureyri

Kokka - Laugavegi

Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu

Litla jólabúðin – Laugavegi

Líf og list - Smáralind

Módern - Hlíðarsmára

Þjóðminjasafnið - Suðurgötu

Blómaval - um allt land

Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki

Póley - Vestmannaeyjum

Valrós - Akureyri

Netverslun - www.kaerleikskulan.is

Markmiðið með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra

barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þágu þeirra.

Hópur félagsmanna leggur vel búinn upp í hjólaferð um bæinn. Negld dekk eru lykilatriði í vetrarhjólreiðum.

Vilberg Helgason, formaður Hjólreiðafélags Akureyrar, á fullri ferð í haustblíð-unni.

Hjólreiðar í mikilli uppsveiflu á Akureyri

Page 31: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 31

Glæsilegar dúnúlpur fyrir dömur og herra

ÞÍN ÚTIVIST ÞÍN ÁNÆGJA

ESJA | Dúnúlpa með hettuKr. 21.890

EGILL | Dúnúlpa með hettuKr. 21.890

ICEWEAR • HAFNARSTRÆTI 106 • SÍMI 460 7450 • WWW.ICEWEAR.IS

Page 32: Akureyri  Desember 2014

32 | AKUREYRI // jól 2014

R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I

DraumahöllinFULL BÚÐ AF NÝRRI OG SPENNANDI SMÁVÖRU

BODUM Chambord sett 8 bolla kanna + Thermo ferðamál

JÓLATILBOÐ 11.990 KR.

BODUM Columbia kaffikanna 8 bolla 17.990 KR.

BY NORD púði 60x60 cm 21.990 KR.

VIDIVI Emozioni vasi 5.990 KR.

IITTALA KASTEHELMI skálar 3.990 STK.

ALESSI upptakari 12.990 KR.

VIDIVI Doge sett, skál og vasi JÓLATILBOÐ 7.990 KR.

VIDIVI Concerto sett, kanna + 6 glös 41cl. JÓLATILBOÐ 5.990 KR. BROSTE lukt 9.990 KR.

IITTALA Aalto 3.490 KR. JÓLATILBOÐ

NIELSEN koparljós 18 cm 13.990 KR.

IITTALA Taika diskur 22 cm 4.990 KR.

H Ú S G AG N A H Ö L L I N • D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i O P I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 O G B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • O P I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0

IT’S ABOUT ROMI Prague ljós 24 cm. 29.990 KR.

BROSTE jólakerti 22,5 cm 2.990 kr.

18 cm 1.990 kr.

COPENHAGEN CANDLE COMPANY ilmkerti 3.990 KR

IVV kertastjaki 30 cm. JÓLATILBOÐ 9.990 KR.

VIDIVI skálasett 2 hjörtu JÓLATILBOÐ 4.490 KR.

VIDIVI Stella stjörnuskálasett JÓLATILBOÐ 4.990 KR.

VIDIVI Amaryllis vasi 45cm. 9.990 KR.

Fullt af fallegum gjafavörum

Allt á hátíðarborðið

SPEEDTSBERG bretti 10.990 KR.

POMAX diskar 2.190 KR. og 2.390 KR.

SÖDAHLviskastykki 1.490 KR.

IVV skál, 4 hólf5.490 KR.

HUBSCH tréugla 9.990/ 6.990 KR.

HUBSCH kertastjakar

5.990 kr.

Úrval af COPENHAGEN CANDLE COMPANY ilmvörum

Mikið úrval af flottum vestum

og poncho-um frá Natures Collection

VIDIVI GALASSIA skálasett 5.990 KR.

IITTALA Festivo kertastjakar, frá 5.990 KR. (80 mm)

by nord Salt&Pepper

… og því fallegasta í jólapakkannIITTALA KASTEHELMI kertastjaki 2.490 STK.

IITTALA Ulthima Thule glös 38 cl. 2 stk. 6.490 KR.28 cl. 2 stk. 5.990 KR.

IITTALA Ulthima kanna 1,5 l. 17.990 KR.

IITTALA Kastehelmi kökudiskur Ø 31,5cm. 8.490 KR.

IITTALA MARIBOWL skál 120 mm, rauð 6.990 STK.

ÚRVAL AF FALLEGU

JÓLA-SKRAUTI

Gingerbread 100 ml. 3.990 KR.

Page 33: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 33

R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I

DraumahöllinFULL BÚÐ AF NÝRRI OG SPENNANDI SMÁVÖRU

BODUM Chambord sett 8 bolla kanna + Thermo ferðamál

JÓLATILBOÐ 11.990 KR.

BODUM Columbia kaffikanna 8 bolla 17.990 KR.

BY NORD púði 60x60 cm 21.990 KR.

VIDIVI Emozioni vasi 5.990 KR.

IITTALA KASTEHELMI skálar 3.990 STK.

ALESSI upptakari 12.990 KR.

VIDIVI Doge sett, skál og vasi JÓLATILBOÐ 7.990 KR.

VIDIVI Concerto sett, kanna + 6 glös 41cl. JÓLATILBOÐ 5.990 KR. BROSTE lukt 9.990 KR.

IITTALA Aalto 3.490 KR. JÓLATILBOÐ

NIELSEN koparljós 18 cm 13.990 KR.

IITTALA Taika diskur 22 cm 4.990 KR.

H Ú S G AG N A H Ö L L I N • D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i O P I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 O G B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • O P I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0

IT’S ABOUT ROMI Prague ljós 24 cm. 29.990 KR.

BROSTE jólakerti 22,5 cm 2.990 kr.

18 cm 1.990 kr.

COPENHAGEN CANDLE COMPANY ilmkerti 3.990 KR

IVV kertastjaki 30 cm. JÓLATILBOÐ 9.990 KR.

VIDIVI skálasett 2 hjörtu JÓLATILBOÐ 4.490 KR.

VIDIVI Stella stjörnuskálasett JÓLATILBOÐ 4.990 KR.

VIDIVI Amaryllis vasi 45cm. 9.990 KR.

Fullt af fallegum gjafavörum

Allt á hátíðarborðið

SPEEDTSBERG bretti 10.990 KR.

POMAX diskar 2.190 KR. og 2.390 KR.

SÖDAHLviskastykki 1.490 KR.

IVV skál, 4 hólf5.490 KR.

HUBSCH tréugla 9.990/ 6.990 KR.

HUBSCH kertastjakar

5.990 kr.

Úrval af COPENHAGEN CANDLE COMPANY ilmvörum

Mikið úrval af flottum vestum

og poncho-um frá Natures Collection

VIDIVI GALASSIA skálasett 5.990 KR.

IITTALA Festivo kertastjakar, frá 5.990 KR. (80 mm)

by nord Salt&Pepper

… og því fallegasta í jólapakkannIITTALA KASTEHELMI kertastjaki 2.490 STK.

IITTALA Ulthima Thule glös 38 cl. 2 stk. 6.490 KR.28 cl. 2 stk. 5.990 KR.

IITTALA Ulthima kanna 1,5 l. 17.990 KR.

IITTALA Kastehelmi kökudiskur Ø 31,5cm. 8.490 KR.

IITTALA MARIBOWL skál 120 mm, rauð 6.990 STK.

ÚRVAL AF FALLEGU

JÓLA-SKRAUTI

Gingerbread 100 ml. 3.990 KR.

Page 34: Akureyri  Desember 2014

34 | AKUREYRI // jól 2014

Á dögunum var því fagnað með við-eigandi hætti að á morgun, föstu-daginn 5. desember, verða 60 ár lið-in frá því Akureyrarflugvöllur var vígður. Af þessu tilefni efndu Flug-safn Íslands, Hollvinir Flugsafnsins og Isavia til hátíðardagskrár á flug-vellinum, flugrekstraraðilar á vellin-um buðu almenningi að skoða starf-semi sína og m.a. sýndi Flugfélag Ís-lands eina af Fokker vélum félagsins og Twin Otter vél Norlandair.

„Í heild starfa hér á flugvellinum um 100 manns. Þetta er því nokkuð stór vinnustaður á mælikvarða Norðurlands,“ segir Ari Fossdal, stöðvarstjóri Flugfélags Íslands en hjá félaginu fer í hönd hefðbundinn annatími jóla og áramóta í farþega- og fraktflutningum. Margir treysta á innanlandsflugið þegar þeir þurfa að komast heim eða að heiman í að-draganda jóla og á mestu annríkis-dögunum þarf að bæta við flugferð-um á sumum leiðum umfram hefð-bundna áætlun.

Erum hluti af almennings-samgöngunum„Við erum og höfum alltaf verið hluti almenningssamgöngukerfisins á Íslandi. Sá hópur hefur alltaf verið

stór sem þarf að treysta á flug, bæði vegna atvinnu sinnar, þjónustusókn-ar, lækninga eða þess háttar. Það hafa alltaf verið sveiflur í innan-landsflugi í gegnum tíðina og má segja að til lengri tíma litið sjáist vel að flugið sveiflast í sama takti og efnahagslífið,“ segir Ari en toppun-um í innanlandsfluginu var náð í kringum efnahagshrunið haustið 2008. Þá fór fjöldi farþega í gegnum Akureyrarflugvöll upp undir 210 þúsund á ári en farþegarfjöldinn var um 178 þúsund á árinu 2013 og hafði þá fækkað úr 205 þúsundum árið 2011.

„Við verðum vör við það þegar fólk hefur almennt ferðast minna. En að sama skapi merkjum við það líka núna að það er að rofa til og hjólin að byrja að snúast hraðar á nýjan leik. Það sjáum við á farþega-tölum nú á haustmánuðum,“ segir Ari.

Best að bóka með fyrirvaraAri segir að mörg verð séu í boði á hvert flug. „Flugið hefur fylgt eftir almennu verðlagi í samfélaginu. Flugfélag Íslands hefur lagt áherslu á að bjóða hagstæðari verð til þeirra sem geta skipulagt sínar ferðir og

keypt flugmiða á vefsíðu Flugfélags Íslands með góðum fyrirvara. Þeim sem það geta stendur því til boða að fara fram og til baka milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir um 20 þúsund krónur. En vissulega getur flugið kostað meira þegar fólk þarf fyrir-varalaust að fara milli staða og þessi stutti fyrirvari er mjög mikilvæg þjónusta fyrir marga. Í því felst þessi staða okkar sem ég nefndi áðan sem hluta almenningssamgöngukerfisins og krafa á okkur um að eiga sæti í boði með stuttum fyrirvara. Sú þjónustu hefur óneitanlega í för með sér annað verð en að eiga sæti fyrir þá sem bóka með góðum fyrirvara,“ segir Ari.

Markaðssetja NorðurlandMarkaðsetning og sala á Norður-landi til erlendra ferðamanna er stór hluti af starfsemi Flugfélags Íslands. Félagið tekur þátt í ferðasýningum um allan heim og er með öflugt net af ferðaskrifstofum sem eru að selja vörur og þjónustu Flugfélags Íslands og áfangastaði eins og Akureyri/Norðurland. Flugfélag Ísland er líka í miklu og góðu samstarfi við inn-lenda sem erlenda ferðaþjónustuað-ila að selja pakkaferðir þar sem sam-göngumáti FÍ er hluti af pakkanum. Gott dæmi um þetta eru t.d. norð-urljósaferðir fyrir bandaríska og breska ferðamenn á Norðurlandið yfir vetrarmánuðina.

„Erlendir ferðamenn hafa verið um 10-12% farþega á okkar áfanga-staði. Flugfélag Íslands hefur verið að ná góðum árangri í að auka hlut-deild erlendra ferðamanna í farþega-hópi félagsins á undanförnum árum og eru væntingar og markmið um að auka enn meira vægi þeirra því sam-félögin hafa mikinn hag og bera góðan ávöxt af erlendum ferða-mönnum,“ segir Ari Fossdal.

flugfelag.is

Ari Fossdal við eina af Fokker vélum Flugfélags Íslands sem sýnd var almenningi á dögunum í tilefni af 60 ára afmæli Akureyrarflugvallar.

Gyða Erlingsdóttir og Kári Valsson voru meðal þeirra gesta í afmælisveislunni á Akureyrarflugvelli sem brugðu sér í flugstjórnarklefann á Fokker og mátuðu flugmannastólana. Hér virðist allt klárt í flugtak!

Farþegatölur í fluginu fara hækkandi á ný

Gleðidrengirnir í hljómsveitinni Hundi í Óskilum efna til aukasýn-inga á leikverki sínu Öldinni okkar í Samkomuhúsinu á Akureyri á morg-un og laugardag, 5. og 6. desember. Sýningin hefur fengið góða aðsókn frá frumsýningu 31. október en upphaflega var áformað að sýna ein-ungis í nóvember. „Vegna aðsóknar ákváðum við að bæta þessum tveim-ur aukasýningum við nú um helgina og því verða sýningarnar á Akureyri tólf talsins. Þetta verða síðustu tæki-

færin til að sjá sýninguna í Sam-komuhúsinu,“ segir Hjörleifur Hjartarson en þeir félagar Eiríkur Stephensen eru höfundar verksins, leika og syngja. Sýningin er í anda fyrri sýningar þeirra félaga á Sögu þjóðar sem fékk góða aðsókn bæði sunnan og norðan heiða á sínum tíma. Að þessu sinni horfa þeir sín-um augum á atburði áranna frá alda-mótum, greina stjórnmálaviðburði og annað sem farið hefur hátt í þjóð-lífinu.

Hjörleifur segist ánægður með aðsóknina á Akureyri en eftir áramót halda Hundarnir í för til Reykjavík-ur með Öldina okkar í farteskinu. „Við förum með sýninguna í Borg-arleikhúsið og sýnum fyrst þann 9. janúar. Áætlanir gera ráð fyrir að sýnt verði frameftir febrúarmánuði – jafnvel fram í mars ef á þarf að halda. Það ræðst af aðsókn,“ segir Hjörleifur.

Það er hreint enginn hundur í þeim félögum Hundi í óskilum, Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen, sem ætla að kitla hláturtaugar höfuðborgarbúa og nærsveitamanna eftir áramót með sýningu sinni, Öldinni okkar.

Aukasýningar á Öldinni okkar- sýningar hefjast í Borgarleikhúsinu í janúar

Hér er fjallað um 18 gönguleiðir í landi nafnkunnustu og fegurstu bújarðar á landinu, auk þess sem náttúru staðarins og jarðfræði eru gerð góð skil.Fjöldi mynda prýðir þessa eigulegu bók sem útivistar- og áhugafólk um Ísland lætur ekki framhjá

sér fara.

HRAUN Í ÖXNADAL

[email protected]

Page 35: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 35

Page 36: Akureyri  Desember 2014

36 | AKUREYRI // jól 2014

Í síðustu viku náði íslenska kokkalandsliðið besta árangri sínum hingað til þegar liðið varð í 5. sæti heimsmeistaramóts matreiðslumanna sem fram fer á fjögurra ára fresti í Lúxemborg. Liðið náði gullverðlaunum í báðum stærstu flokkum keppninnar, annars vegar fyrir kalt borð og hins vegar fyrir þriggja rétta heita mál-tíð. Eini landsliðsmaðurinn utan höfuðborgar-svæðisins er Garðar Kári Garðarsson, yfirkokk-ur á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri, sem hefur verið í landsliðinu frá ársbyrjun 2012. Þetta var hans fyrsta heimsmeistaramót en hann segir gríðarlegan undirbúning og æfingar hafa skilað sér í þessum árangri.

„Í aðdraganda keppninnar fórum við aðra leið en áður í samsetningu á landsliðinu og röðuðum í kringum sex manna kjarna liðsins fólki með mismunandi styrkleika og áherslur, hvert á sínu sviði. Það má líkja þessu við knatt-spyrnulið sem nær framúrskarandi árangri með öflugri liðsheild. Þannig var það einmitt hjá okkur,“ segir Garðar Kári, nýlentur á Akureyri eftir keppnisferðina til Lúxemborgar. Sjálfur hafði hann með höndum konfektgerðina, súkkulaðið og sykurskrautið í keppnunum.

Keppa við landsliðsmenn í fullu starfiAlls voru 13 manns í íslenska kokkalandslið-inu, allt fólk sem er í fullri vinnu á veitinga-stöðum líkt og Garðar Kári sem stýrir mat-reiðslunni á Strikinu. Árangur kokkalandsliðs-ins á heimsmeistaramótinu er einmitt athyglis-verður í ljósi þess að landslið samkeppnisþjóðanna eru í flestum tilvikum skipuð kokkum sem eru á fullum launum sem landsliðsmenn.

„Og sem dæmi þá getur lið á borð við Singapúr, sem sigraði í heildarstigakeppninni, komið með marga tugi af konfektmolum og skrauti og valið úr það besta til að nota í keppnina á meðan ég kemst kannski í mesta lagi yfir að gera 12 konfektmola með blóma-skrauti. Aðstaðan er mjög ólík og við getum þess vegna verið mjög stolt af því að ná svona langt í keppninni,“ segir Garðar Kári.

Öll smáatriði undir smásjá dómarannaKeppnisfyrirkomulagið í heims meistara mótinu er þannig að eftir því sem mínusstigum fjölgar, því neðar færast liðin. Fleiri en eitt lið fá því gull-, silfur- og bronspeninga en heildarstiga-fjöldi raðar síðan liðunum endanlega í sæti. Garðar Kári segir bókstaflega alla þætti þurfa að ganga upp.

„Í keppninni með heitu réttunum þá eldum við fyrir 110 manns og þetta er raunar eins og mjög krefjandi keyrsla á veitingahúsi. Við fáum 6 klukkutíma til undirbúnings og 3 klukkutíma í keyrslunni þar sem koma mis-margar pantanir inn í einu. Vægi eldhússins hefur verið aukið og þannig eru dómarar yfir okkur allan tímann í eldhúsinu og skrá mínus-stig á allt sem þeir sjá athugavert, hvort sem er hitastig á hráefninu, vinnubrögðin við mat-reiðsluna, hvort hreinlætið er í lagi og t.d. standa þeir með skeiðklukku yfir okkur þegar við þvoum okkur um hendurnar. Svo eru aðrir dómarar sem dæma diskana og matinn og við vitum aldrei hvaða diskar fara fyrir dómarana. Það geta verið bæði fyrstu diskarnir og þeir síðustu og þannig má t.d. enginn munur vera á diskunum,“ lýsir Garðar Kári.

Hinn hluti keppninnar, þ.e. kalda borðið, er með 30 réttum í heild og það þarf að geta staðið óbreytt í að lágmarki fjórar klukku-stundir. Eldamennskan þarf að vera mjög fjöl-breytt og gefin eru mínusstig ef sama eldunar-aðferð er á tveimur eða fleiri réttum.

„Í þessum hluta keppninnar eru engin tak-mörk á undirbúningstíma og sumt erum við því búin að vinna hér heima en höldum síðan áfram á keppnisstaðnum. Við vorum með sal

út af fyrir okkur til að vinna í og fluttum með okkur um 5 tonn af búnaði. Settum í raun upp fullbúið eldhús,“ segir Garðar Kári en hann vann samfleytt í hátt í tvo sólarhringa á meðan á keppnishaldinu stóð og segist enn dreyma að hann sé á keppnisstað og eitthvað sé að fara úrskeiðis! „Þetta er mikið álag meðan á stendur en líka mjög gaman. Og lærdóms-ríkt,“ segir hann.

Stefndi á verkfræði en fór í kokkinnGarðar Kári fór á samning á Strikinu árið 2007 eftir að hafa byrjað að vinna í eldhúsi á hótelinu á Húsavík árið áður. Hann fór suður yfir heiðar árið 2010 til að ljúka kokkanáminu og var síðan annar tveggja yfirkokka hjá Fisk-félaginu þar til hann fluttist á ný norður til Akureyrar í mars síðastliðnum.

„Ég ætlaði mér aldrei að verða kokkur, stefndi á verkfræði eða eitthvað álíka því ég hef alltaf verið góður í stærðfræði og raungreinum.

Svo áttaði ég mig á því að í kokknum er þetta krefjandi umhverfi sem best á við mig; engar tvær vaktir eins og alltaf eitthvað nýtt að ger-ast. Þá líður mér best,“ segir Garðar Kári sem tók tilboði eigenda Striksins um á koma norð-ur á nýjan leik. Hann segist hafa gert að skil-yrði að geta áfram keppt með kokkalandslið-inu og segir mikilvægt að undirstrika þátt veit-ingastaða landsliðsfólksins í þessum árangri liðsins. „Ég er mjög þakklátur eigendum Striksins fyrir að hafa gert mér þetta kleyft og stutt við bakið á mér.“

Gullverðlaunamatseðillinn eftir áramót á StrikinuNú tekur daglega rútínan við og Garðar Kári er mættur í eldhúsið á Strikinu. Hann segir reynsluna úr landsliðsvinnunni og heims-meistarakeppninni nýtast beint í starfinu. „Ég hlakka til að komast aftur á „gólfið“ og elda með kokkunum mínum fyrir viðskiptavini. Reynslu mína síðustu vikur og mánuði mun-um við nota sem hvatningu á öllum sviðum í eldamennsku og þróun matseðlisins hjá okkur. Eftir áramót stefni ég síðan á að bjóða gull-verðlaunamatseðilinn frá landsliðinu og þá geta viðskiptavinir okkar á Strikinu fengið að upplifa það sem við vorum að gera í Lúxem-borg.“

strikid.is

Garðar Kári Garðarsson vinnur einbeittur á svip að verkefnum sínum á heimsmeistaramóti matreiðslumanna í síðustu viku.

Garðar Kári leggur lokahönd á sinn hluta á kalda borðinu í keppninni. Fyrir bæði kalda borðið og heitu réttina fékk landsliðið gullverðlaun.

Gullmedalíukokkurinn Garðar Kári á Strikinu

Súkkulaðimolar með blómaskrauti.

Page 37: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 37

5. des. kl. 12 Föstudagsfreistingar í Hofi, Lára og Hjalti

5. des. kl. 19:30 Kertakvöld í miðbænum

5. des. kl. 22 Mammút á Græna hattinum

6. des. kl. 22 Húfa á Græna hattinum

6. & 7. des. Jólamarkaður í Grasrót

7. des. kl. 20 Gospelkór Akureyrar í Hofi

7. des. kl. 17 & 20 Kór Akureyrarkirkju í kirkjunni

10. des. kl. 16 Sagan Aðventa lesin á Icelandair hóteli

11. des. kl. 20 Karlakór Akureyrar–Geysir í Akureyrarkirkju

12. & 13. des. Jólatónleikarnir Norðurljós í Hofi

13. des. kl. 14 Jólasveinar á svölunum yfir Eymundsson

13. des. kl. 22 Blues Brothers á Græna hattinum

14. des. kl. 17 Christian Schmitt í Akureyrarkirkju

19. des. kl. 22 AmabAdama á Græna hattinum

20. des. kl. 22 Brother Grass og vinir á Græna hattinum

21. des. kl. 20:30 Þorláksmessutónleikar Bubba í Hofi

21. des. kl. 21 3 raddir og Beatur á Græna hattinum

22. des. kl. 21 Hymnodia í Akureyrarkirkju

Viltu vita meira? Kíktu á www.visitakureyri.is!

Sendu upplýsingar um viðburði á [email protected].

Page 38: Akureyri  Desember 2014

38 | AKUREYRI // jól 2014

„Nú í haust höfum við orðið vör við mikla uppsveiflu og aukna bjartsýni, sem er jákvætt, því það var heldur minna um að vera á liðnu sumri en vonir stóðu til. Með haustinu höf-um við merkt aukningu og það er nóg að gera hjá pípulagningamönn-um,“ segir Jóhann Björn Jóhannsson verslunarstjóri hjá Tengi á Akureyri. Um land allt er verið að reisa ný gistiheimili og hótel sem vitaskuld þurfa hreinlætistæki, en Tengi býður upp á vönduð og endingargóð tæki af því tagi, bæði fyrir baðherbergið og eldhúsið.

Lagnaefnin skipa æ stærri sessTengi sérhæfir sig í innflutningi og sölu á blöndunar- og hreinlætistækj-um auk þess að bjóða upp á pípu-lagningaefni, en lagnaefni hafa und-anfarin ár skipað æ stærri sess í vöruúrvali fyrirtækisins. „Við höf-um lagt ríka áherslu á að eiga sem best samstarf við hönnuði, arki-tekta, pípulagningamenn sem og aðra fagmenn í byggingaiðnaði og það hefur skilað sér. Starfsmenn Tengis leggja líka kapp á að fylgjast vel með því sem er að gerast í lagna-geiranum hverju sinni, bæði hvað

varðar ný efni og aðferðir við lagn-ingu þeirra. Við höfum metnað til

að tileinka okkur það nýjasta sem er að gerast á okkar starfssviði, þannig

að við séum ávallt í fremstu röð,“ segir Jóhann Björn.

Rúmgóð verslun með góðu aðgengiTengi hefur starfrækt verslun við Baldursnes 6 á Akureyri undanfarin ár, í iðnaðarhverfi í norðurhluta

bæjarins. Þar hefur fyrirtækið um 600 fermetra húsnæði til umráða með góðri aðkomu. „Þetta er rúm-gott og þægilegt húsnæði, enda þurf-um við talsvert lagerpláss, þær vörur sem við seljum eru töluvert fyrir-ferðarmiklar,“ segir hann. Í boði er allt sem til þarf hvort heldur sem er í eldhús eða baðherbergi, allt frá handlaugum upp í baðker og sturtu-klefa, þá má þar einnig finna nudd-potta, hina bandarísku Sundance Spas, sem eru stórir um sig og ríku-lega búnir.

Þekkt vörumerki og vönduð varaJóhann Björn segir að áhersla sé lögð á þekkt vörumerki og vandaða vöru, nefnir t.d. Mora blöndunartæki og Ifö hreinlætistæki í þeim efnum. „Fólk þarf reglulega að laga til og endurnýja heima við og eins hefur nú undanfarin ár verið talsverður vöxtur í byggingageiranum, m.a. hefur ferðaþjónustan blómstrað og ný hótel og gistiheimili hafa risið víða um land. Það hefur gengið vel hjá okkur, síðasta ár var mjög fínt, en almennt hefur verið stígandi upp á við frá því þessi verslun var opnuð á Akureyri,“ segir Jóhann Björn. Viðskiptavinir koma eðli málsins samkvæmt margir úr bænum, en einnig víðar að, frá öllu mið-Norð-urlandi og allt austur á firði.

tengi.is

Guðmundur Stefánsson og Jóhann Björn Jóhannsson verslunarstjóri hjá Tengi á Akureyri. Tengi sérhæfir sig í innflutningi og sölu á blöndunar- og hreinlætistækjum auk þess að bjóða upp á pípulagningaefni, en lagnaefni hafa undanfarin ár skipað æ stærri sess í vöruúrvali fyrirtækisins.

Tengi býður vönduð hreinlætistæki og þekkt vörumerki:

Uppsveifla í bygginga-bransanum með haustinu

Leikfangasafn Guðbjargar Ringsted í Friðbjarnarhúsi í Innbænum á Ak-ureyri klæðist eins og vera ber jóla-búningi á aðventunni. Þar má sjá mikið úrval leikfanga frá liðinni öld og mörg þeirra tengjast jólahátíð-inni. Yfirskrift sýningarinnar nú í desember er „Leikföng í jólagjöf - í

heila öld!“. Þar má finna leikföng frá ýmsum tímum sem hafa verið gefin sem jólagjafir til þakklátra barna t.d. brúður, bílar, lest, rugguhestar, bátar, spil, bækur og svona mætti lengi telja.

Safnið verður opið laugardagana 6., 13. og 20. desember kl. 13-15.

upplifðu

á Akureyri

Börn og leikföng hafa alla tíð verið rauður þráður jólahátíðarinnar.

Leikföng í jólagjöf

Page 39: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 39

Njóttu aðventunnar með góðgæti frá Kexsmiðjunni.Smakkaðu jólasmákökurnar frá Kexsmiðjunni.

Jólasmákökur frá Kexsmiðjunnifást nú í helstu verslunum

Gleðileg íslensk jól

Page 40: Akureyri  Desember 2014

Akureyringurinn Birkir Bjarnason hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í knattspyrnu-landsliðstreyju Íslands. Í síðasta útileik gegn Tékkum í Plzen átti hann eftirminnilegan þátt í marki Íslands sem því miður dugði þó ekki til í þeim leik. En það koma dagar og Ísland á eftir sem áður ágæta möguleika á að komast alla leið í lokamót Evrópu mótsins. Birkir hefur atvinnu af því að spila fótbolta, núna er hann hjá Pescara í næstefstu deild ítalska boltans og kann því hlutskipti vel.

Þó svo að Birkir, sem er fæddur árið 1988 og því 26 ára gamall, hafi lengstaf búið utan

landssteinanna segist hann vera fyrst og fremst Akureyringur og Íslendingur. „Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri og var þar til ellefu ára aldurs. Ég bjó með foreldrum mínum í stóru gulu blokkinni við Hjallalund á Brekkunni og þess vegna fór ég að æfa fótbolta með KA,“ segir Birkir þegar hann rifjar upp fyrstu skrefin í fótboltanum. Foreldrar hans eru Bjarni Sveinbjörnsson og Halla Halldórsdóttir. Bjarni er sem kunnugt er mikill Þórsari og einn mesti markaskorari sem Þór hefur alið. En vegna þess að fjölskyldan bjó nánast við hliðina á KA-svæðinu á Brekkunni kom ekkert annað til

greina fyrir Birki en að fara í KA og hann seg-ist að sjálfsögðu vera KA-maður. „Nei, nei þetta var ekkert erfitt á heimilinu,“ svarar Birkir og hlær. „Ég var strax ákveðinn í því sem smá polli að verða fótboltamaður. Þegar ekki voru æfingar vorum við alltaf að leika okkur í fótbolta á KA-svæðinu. Ég held að það hafi ekki margir af þeim strákum sem ég var að æfa með á þessum tíma haldið áfram í fótbolta, það væri helst Almarr Ormarsson,“ segir Birk-ir.

Ellefu ára til NoregsFrá Akureyri lá leið fjölskyldunnar til Noregs. Næstu tólf árin bjó hann þar í landi með for-eldrum sínum. Birkir á tvö systkini í Noregi, systurina Björgu, sem er einu ári eldri, en hún spilaði um tíma með norska liðinu Klepp Elite, og nítjan ára bróður, Kristófer Atla, sem spilar með þriðjudeildarliðinu Ålgård FK, skammt frá Sandnes, rétt sunnan við Stavanger þar sem fjölskyldan býr.

Á sínum tíma spilaði Birkir með Figgjo FK eitt tímabil í þriðju deildinni og síðan lá leið hans til Vikings í Stavanger þar sem hann spil-

Glókollurinn af Brekkunni

40 | AKUREYRI // jól 2014

Birkir Bjarnason á fullri ferð með liði sínu, Pescara á Ítalíu. Mynd: Getty Image

Page 41: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 41

„Við erum með nýjum tönkum og öðrum breytingum í verksmiðjunni að auka við fram-leiðsluna sem nemur um 12.000 lítrum á mánuði. Þá aukningu nýtum við bæði til að tryggja nægt framboð á okkar framleiðsluvör-um sem seldar eru á flöskum til almennings í verslunum ÁTVR árið um kring en einnig til að geta þjónustað betur veitingahús og bari með Kalda á kútum. Þetta gefur okkur líka færi á að bjóða veitingahúsum mánaðarbjóra eða einhverjar slíkar séráherslur,“ segir Agnes Sigurðardóttir í Bruggsmiðjunni á Árskógs-sandi. Þessa dagana fer Jóla-Kaldi í bílförmum á markað en fyrirtækið framleiðir um 300 þús-und flöskur af jólabjórnum. Sala á Jóla-Kalda stendur yfir frá byrjun nóvember fram á Þrett-ándann.

Jólabjórinn sífellt vinsælliJólabjór nýtur æ meiri vinsælda og enginn árs-tíðabjóra Bruggsmiðjunnar kemst nálægt Jóla-Kalda í vinsældum. Bjórinn hefur í smökkun-um fengið góðar umsagnir og segir Agnes að í ár sé í öllum meginatriðum haldið tryggð við uppskrift sem féll neytendum mjög vel í geð í fyrra.

„Við jukum í fyrra við framleiðsluna frá ár-unum áður og Jóla-Kaldi var þá fáanlegur allt fram á hátíðarnar en hafði árin á undan selst upp nokkru fyrir jól. Hér á landi er sama þró-un og annars staðar að fólk sækist eftir tilbreyt-ingu á hátíðum og margir bíða spenntir eftir því að jólabjórinn komi á markað,“ segir Ag-nes.

Bjórböð að tékkneskri fyrirmyndFramkvæmdir við stækkun verksmiðju Brugg-smiðjunnar eru áformaðar í litlum skrefum í ár

og næstu tvö árin en Agnes og eiginmaður hennar, Ólafur Sigurðsson, sem stofnuðu fyrir-tækið árið 2005 láta ekki þar við sitja. Um skeið hafa þau velt fyrir sér hugmynd um að byggja á Árskógssandi ferðaþjónustu þar sem Kaldi yrði að sjálfsögðu í stóru hlutverki. Ekki aðeins innvortis heldur líka útvortis!

„Frá upphafi höfum við sótt fyrirmyndir í hefð fyrir bjórframleiðslu í Tékklandi og erum að skoða þá hugmynd að setja á fót svokallað bjórspa hér á Ársskógssandi líkt og þar er þekkt. Þetta byggist á bjórböðum en í bjórinn

er þá búið að blanda saltvatni og humlum en í bjórnum er mikið B-vítamín auk þess sem húðin verður silkimjúk eftir bjórbaðið,“ segir Agnes en þau eigendur Bruggverksmiðjunnar ætla að nýta árið 2015 til að útfæra hugmynd-irnar til enda, skoða fyrirmyndir í Tékklandi, vinna að skipulagsmálum og öðrum þáttum framkvæmdanna.

„Gangi allt eftir eins og við vonum þá ættu framkvæmdir að geta hafist árið 2016 en við sjáum þá fyrir okkur ferðaþjónstufyrirtæki þar sem yrði veitingasala og gisting í kringum

heilsustöðina þar sem bjórspa yrði aðalatriðið. Til okkar hér í Bruggsmiðjuna koma þúsundir gesta árið um kring, bæði innlendir og erlendir og við sjáum tækifæri í að bjóða þessu fólki upp á enn meiri þjónustu í kringum okkar starfsemi. Þetta er að okkar mati tækifæri til atvinnuuppbyggingar hér á staðnum,“ segir Agnes.

bruggsmidjan.is

aði með unglingaliðinu og síðan aðalliðinu. Í eitt tímabil, árið 2008, var Birkir lánaður til Bodö Glimt en árið 2011 lá leiðin til Standard Liege í Belgíu þar sem hann var í hálft ár áður en hann var lánaður til Pescara, sem þá var í efstu deild á Ítalíu. Liðið féll síðan og spilar nú í næstefstu deildinn – Seríu B. Pescara keypti síðan Birki á síðasta ári, lánaði hann í fyrstu til Sampdoria en á þessu tímabili er hann aftur í röðum Pescara. Síðustu vikurnar hefur hann ekki getað beitt sér sem skyldi vegna þess að hann varð fyrir hnjaski á ökkla á fyrstu æfingu hjá Pescara eftir landsleikjahléð í nóvember en var fljótur að ná sér og var í hópnum á nýjan leik sl. föstudagskvöld þegar Pescara tók á móti Virtus Lanciano. Þetta var sannkallaður „Derby“-leikur nágrannaliða sem lauk með 1-1 jafntefli. Birki var skipt inn á á 57. mínútu leiksins.

Líður vel á Ítalíu„Núna er ég að gera það sem mig langaði alltaf til þess að gera þegar ég var lítill. Pescara er strandbær á austurströnd Ítalíu. Róm er hin-

um megin hérna á Ítalíuskaganum og það tek-ur einn og hálfan tíma að keyra þangað. Alveg frá því ég kom hingað fyrst hefur mér liðið vel hér. Menningin hér er þó töluvert frábrugðin því sem ég þekki í Noregi og á Íslandi en ég kann þessu vel. Vissulega eru margir Ítalar blóðheitir og þeir gera kröfur í fótboltanum, hjá mörgum er fótboltinn eins og trúarbrögð. Þegar illa gengur hjá okkur er maður ekkert of mikið að sýna sig úti á götu! Það hefur gengið upp og ofan á þessu tímabili. Við byrjuðum mjög illa en réttum svo aðeins úr kútnum,“ segir Birkir en Pescara er sem stendur í neðri hluta deildarinnar, í 15. sæti af 22 liðum í deildinni.

Í eldlínunni á aðfangadag!Birkir segist ekki getað neitað því að líf at-vinnumannsins geti stundum verið einmana-legt því utan við æfingar og leiki sé mikill frí-tími. „Það er eiginlega alltof mikill frítími. Stundum nýti ég hann til þess að spila golf,“ segir Birkir. Hann segir að almennt sé ensku-kunnátta Ítala ekki upp á marga fiska og því

hafi verið sjálfgefið að hella sér í ítölskunám. „Þetta var svolítið erfitt til að byrja með en núna er ég að ná betri tökum á ítölskunni.“ Í liði Pescara er nálægt því til helminga Ítalir og útlendingar. Birkir er einn þrettán erlendra leikmanna hjá félaginu.

Ítalarnir halda sínu striki í fótboltanum um jólin. Birkir verður í eldlínunni með Pescara þegar liðið mætir Varese á aðfangadag og síðan verður útileikur gegn Livorno 28. desember. Að þeirri umferð lokinni verður gert hlé á deildinni til 17. janúar og hyggst Birkir þá bregða sér af bæ og fara annað hvort til Noregs eða Íslands í stutt frí.

„Ég kem heim til Íslands á hverju ári, bæði vegna landsleikjanna og einnig til þess að heimsækja ættingja og vini. Ég reyni að vera í smá tíma á hverju sumri á Akureyri.“

Tékkaleikurinn var vonbrigðiBirkir dregur ekki dul á að landsleikurinn gegn Tékklandi í Plzen hafi verið vonbrigði. „Við vorum bara ekki nógu góðir,“ segir hann, „en það má ekki taka af Tékkum að þeir eru með

mjög gott lið. En við erum þó með níu stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar og það er nóg eftir. Ég er ekkert hræddur um að þetta tap í Tékklandi hafi slegið okkur útaf laginu. Við þjöppum okkur bara saman fyrir næsta leik og gerum betur þá. Það er mér mikils virði og heiður að spila fyrir Íslands hönd. Það er kjarni í þessum hópi sem hefur spilað lengi saman og við þekkjum vel inn á hver annan.“

Það má líta svo á að núna þegar Birkir er 26 ára gamall sé hann á hátindi síns ferils sem fótboltamaður. „Jú, það má kannski segja það, en hins vegar get ég klárlega ennþá bætt mig mjög mikið. Ég er á eins árs samningi hér hjá Pescara þannig að það verður að koma í ljós hvar ég verð eftir þetta tímabil. Ég er opinn fyrir því að vera áfram hér á Ítalíu en það kem-ur bara í ljós síðar. Ég tel mig kláran í atvinnu-mennsku í mörg ár til viðbótar. Ég sé ekki fyrir mér að ljúka ferlinum á Íslandi, ég hygg að ég myndi frekar gera það í Noregi. Svona fót-boltalega séð er ég tengdari Noregi en Íslandi,“ segir Birkir Bjarnason.

Agnes Sigurðardóttir og Anna Guðrún Snorradóttir með Jóla-Kalda í átöppunarsalnum í Brugg-smiðjunni.

Jólabjórinn nýtur stöðugt vaxandi vinsælda.

Bruggsmiðjan á Árskógssandi:

Framleiðsluaukning og áform um bjórböð

Kominn í atvinnumennsku með Viking í Stavanger. Roy Hodgson, núverandi landsliðsþjálfari Eng-lendinga og þáverandi þjálfari Viking, gefur Birki góð ráð.

Hressir strákar í c-liði 6. flokks KA (yngra ár) á Shellmótinu í Vestmannaeyjum 27. júní 1997. Birkir er lengst til hægri í miðröð (með húfuna).

Page 42: Akureyri  Desember 2014

42 | AKUREYRI // jól 2014

„Þetta hefur gengið vonum framar, það er ekk-ert hægt að orða það öðruvísi. Við erum kom-in í 6000-7000 gistinætur á ári og það hefur að jafnaði verið 10-15% aukning milli ára,“ segir Stefán Tryggvason, ferðaþjónustubóndi á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd sem hefur rekið þar gistiþjónustuna Hotel Natur í tíu ár ásamt eiginkonu sinni, Ingu Margréti Árnadóttur, og sonum þeirra. Áður ráku þau kúabú og voru með 140 þúsund lítra mjólkurkvóta en hættu búskap árið 2004 og sneru sér að ferðaþjónust-unni.

Tíu ár í ferðaþjónustuÁ árunum 2004-2005 var hlöðunni á Þóris-stöðum breytt í gistiaðstöðu og tíu herbergi útbúin til útleigu. Önnur tólf bættust við sum-arið 2006 og fóru þá fyrstu hópar erlendra ferðamanna að láta sjá sig á Þórisstöðum. Æ síðan hefur uppistaða gesta á Hotel Natur ver-ið hópar á vegum ferðaskrifstofa, mest þýsku-mælandi fólk. Síðar var vélageymslan einnig innréttuð fyrir gistingu og sömuleiðis voru útbúin nokkur herbergi í gamla fjósinu. Í það heila eru núna 36 herbergi á Þórisstöðum fyrir um 70 gesti. Og fyrir fjórum árum var byggð viðbygging til vesturs þar sem er matsalur á efri hæðinni og í kjallaranum er rými fyrir hverskonar afþreyingu sem verður tekið í notkun næsta sumar. Fyrir næsta sumar er einnig stefnt að því að opna sögusýningu í gamla súrheysturninum. Nú er verið að smíða fimm hæðir í turninn og þar verður sögu Þór-isstaða gerð skil í máli og myndum, frá því að landnámsmaðurinn Þórir snepill setti sig þar niður og til vorra daga.

Gott orðspor er besta auglýsinginStefán segir að álagstíminn sé frá apríl og fram í október og þá séu gestirnir nær eingöngu út-lendingar. Aðra mánuði sé mun rólegra og þá fyrst og fremst gisting Íslendinga. „Sumarið er bókað hjá okkur langt fram fram í tímann. Þannig er sumarið 2015 alveg orðið fullt og nú þegar er mikið bókað fyrir sumarið 2016,“ seg-ir Stefán. „Eðlismunurinn á kúabúskapnum og ferðaþjónustunni er sá að áður stunduðum við framleiðslu en núna erum við í þjónustu og launin eru ekki síst ánægðir viðskiptavinir. Við höfum aldrei auglýst en engu að síður hefur þetta byggst hratt upp. Orðsporið hefur fyrst og fremst auglýst okkur og til lengri tíma litið er það best. Í þessari uppbyggingu höfum við alltaf gætt þess að fara ekki of geyst og fjárfesta í takti við fjárhagslega getu. Það hefur reynst okkur farsælt,“ segir Stefán og er bjartsýnn á framtíð íslenskrar ferðaþjónustu. „Ég sé ekkert nema vaxtartækifæri en við þurfum að fara varlega og vanda okkur. Þá vegnar okkur áfram vel,“ segir Stefán Tryggvason.

Gistirými Hotels Natur er fyrir um 70 gesti. Nú er verið að breyta gamla súrheysturninum á Þórisstöðum í fimm hæða rými fyrir sögusýn-ingu.

Stefán Tryggvason: Ég sé ekkert nema vaxtartækifæri en við þurfum að fara varlega og vanda okkur.

Ferðamenn í stað kúa

er hlutverk þitt að sjá um bókhaldið?- snjallar lausnir

Kynntu þér lausnina á www.navaskrift.is

545 3200 navaskrift.is [email protected] Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, Akureyrisími: 545 3200 » [email protected] » www.wise.is

Fullbúin viðskiptalausn í áskrift- Microsoft Dynamics NAVMánaðarlegt gjald veitir aðgang að einu mest selda bókhaldskerfi landsins ásamt kostnaði við uppfærslu- og þjónustugjöld, hýsingu, afritun á gögnum, öryggisvarnir og SQL gagnagrunn.

Breytilegur �öldi notenda eftir mánuðum sem lágmarkar kostnað.

Kerfinu fylgir rafræn sending reikninga, samskipti við RSK og fleira.

Fjöldi sérlausna í boði fyrir þá sem þurfa aukna virkni.

Verð frá kr.

pr. mán. án vsk11.900-

Page 43: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 43

Urtasmiðjan á Svalbarðsströnd fagn-ar um þessar mundir 23 ára afmæli. Gígja Kjartansdóttir Kvam stofnaði fyrirtækið með það að leiðarljósi að nýta íslenskar heilsujurtir í fram-leiðslu á húðvörum/snyrtivörum. Á þessum árum var ekkert úrval af líf-rænum íslenskum snyrtivörum í verslunum svo segja má að Gígja hafi verið frumkvöðull í framleiðslu á náttúrulegri snyrtivöru hér á landi.

„Ég þekkti til nokkurra sem ekki gátu notað neinar snyrtivörur vegna ofnæmis fyrir ýmsum efnum í þeim og fannst mér nauðsynlegt að fólk hefði val á náttúlegum snyrtivörum án þessara aukaefna. Ég hafði vanist því að jurtir væru notaðar á æsku-heimili mínu svo það var ekki nýtt fyrir mig að umgangast jurtir og nota þær til heilsubótar.“

Jurtaleiðangrar með fjölskyldu og vinum„Á góðviðrisdögum, þegar jurtirnar eru fullar af sól og orku, förum við í fjölskyldunni og nokkrar góðar vin-konur í jurtaleiðangra upp um fjöll og heiðar þar sem jurtirnar vaxa í sínu náttúrulega umhverfi, fjarri allri umferð eða mengun. Mikilvægt er að umgangast landið af nærgætni og virðingu og oftína aldrei á hverjum stað. Uppáhalds jurtirnar sem við tínum eru m.a. blágresi, blóðberg, einir, fjallagrös, fjóla, rauðsmári og vallhumall en auk þess flytjum við inn nokkrar sem ekki vaxa hér. Allt eru þetta áhrifaríkar jurtir sem við veljum fyrir hverja og eina tegund, hvort sem er til að endurnæra og styrkja húðina og gefa henni heil-brigðara útlit, græða sár, lina bólgur eða verki, til að hressa og auka orku, til slökunar eða bara til að auka vel-líðan okkar,“ segir Gígja.

Nýjungar fyrir jólinEkki síður er mikilvægt að vanda til alls annars hráefnis því það stjórnar gæðum vörunnar. Lögð er áhersla á að allt hráefnið sé einnig upprunnið úr náttúrunni og lífrænt vottað. „Vörurnar innihalda ekki erfða-breytt efni né dýraafurðir, engin gervi- eða kemísk efni, s.s. ilm-eða litarefni. Öll þróun og framleiðsla fer fram hér í í Urtasmiðjunni og er handunnin frá A-Ö. Það er ánægju-legt að finna hvað fólk er orðið upp-lýst og meðvitað um muninn á líf-rænum vörum og kemískum, hvort sem um er að ræða matvörur, hrein-lætisvörur eða snyrtivörur og kýs náttúrulegar og lífrænar vörur. Því það gildir það sama um hvað við borðum og það sem við setjum á húðina; hvort tveggja fer inn í lík-amann.“

Í dag framleiðir Urtasmiðjan rúmlega 20 vörutegundir, ýmis kon-ar andlitskrem og vítamín olíu/ser-

um. „Dásamlegar húðolíur og nudd-olíur fyrir líkamann, t.d. Vöðva- og gigtarolíuna sem notuð er á fjöl-mörgum nuddstofum bæði hér heima og erlendis. Græðismyrslið okkar, þetta eina sanna, fyrir allt sem þarf að græða, s.s. sár og bruna, hefur sannað sig með 20 ára reynslu. Fyrir hver jól höfum við alltaf eitt-hvað nýtt og spennandi og nú í ár erum við með þrjár nýjar vöruteg-undir, þ.e. kremkubba fyrir húð og varir, jurtasápur í gjafadós og ilm-

andi sturtugel/sjampó. Nú fyrir jól-in, eins og allan ársins hring, er hér í Urtasmiðjunni opið eftir samkomu-lagi og vel tekið á móti öllum. Vör-urnar fást einnig í helstu náttúru- og heilsuvöruverslunum og í netverslun okkar. Við sendum um allt land.“

urtasmidjan.is

Græðismyrsl er ein af elstu vörum Urtasmiðjunnar.

Rósakrem og -andlitsvatn. Sápukubbar eru meðal nýjunga nú fyrir jólin.

Urtasmiðjan í 23 ár:

Þrjár nýjar vörutegundir fyrir jólin

Þriggja hólfa bakkinn er aðeins ein af �ölmörgum vörum sem Papco býður fyrirtækjum í matvælaiðnaðinum. Hreinsivörur, pappír, einnota umbúðir – úrvalið er frábært. Hafðu samband við sölufulltrúa okkar og við setjumst niður og finnum bestu lausnirnar fyrir þinn rekstur.

FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA

– Hrein snilld fyrir reksturinn

PAPCO AKUREYRIAustursíðu 2 603 AkureyriSími: 462 6706

PAPCO REYKJAVÍKStórhöfða 42 110 ReykjavíkSími: 587 7788

[email protected] • www.papco.is

HUGSAÐU ÚT FYRIR BOXIÐ

FÍT

ON

/ S

ÍA

Page 44: Akureyri  Desember 2014

44 | AKUREYRI // jól 2014

Verslunin Kauptúnið við Glerárgötu á Akureyri hefur aukið rými undir starfsemi sína og ræður nú yfir um 500 fermetra húsnæði undir rekstur sinn. Það gefur færi á að bæta við nýjum vörum og auka enn við það úrval sem fyrir var í búðinni, að sögn Svölu Fanneyjar Njálsdóttur sem ásamt eiginmanni sínum, Árna Páli Jóhannssyni á og rekur Kaup-túnið. Markmiðið með rekstrinum er að bjóða upp á fallega hönnunar-vöru og vönduð heimilistæki.

Svala Fanney segir að hún hafi um langt skeið haft áhuga fyrir inn-anhúshönnun og lagt sig eftir að fylgjast grannt með því sem efst er á baugi í þeim efnum og hafi í því skyni einkum horft til Skandinavíu. „Stór hluti af þeim vörum sem við seljum í Kauptúninu eru danskar og þær virðast falla vel í kramið hjá landsmönnum, við erum alsæl með þær viðtökur sem við höfum fengið á því rúmlega ári sem liðið er frá því við opnuðum verslunina,“ segir hún.

Kúrt undir teppi við kertaljósVerslunin hefur nú fengið auka rými og sá Svala þá möguleika á að bæta við vöruúrvalið. „Það hefur gengið vel og við höfum bætt við okkur vörum og nýjum merkjum sem okk-ar viðskiptavinum líkar vel,“ segir hún. „Við bjóðum upp á flotta lífs-stílsvörur fyrir herra eins og t.d. úr, bakpoka og hátalara frá Marley, LEGO leikfangahirslur fyrir börn og vorum að fá falleg og hlý ullarteppi frá Tinu Ratzer í öllum regnbogans litum. Þá erum við með fjölbreytt úrval af púðum og kertastjökum en fátt er betra á þessum árstíma en að kúra undir teppi við kertaljós, við finnum það greinilega því þessar vörur eru mjög vinsælar og þær henta líka vel til jólagjafa. Við erum einnig með mikið úrval af fallegum sængurfötum fyrir börn og fullorðna sem hafa verið vinsæl.“

Endingargóð heimilistækiKauptúnið er umboðsaðili fyrir Sie-

mens og Bosch. „Við erum með úr-val af bæði stórum og smáum heim-ilistækjum, þetta eru þýsk gæða-merki og margir sem ekki vilja sjá neitt annað þegar kemur að því að kaupa eða endurnýja heimilistækin. Það þykir líka kostur hversu ending-argóð þessi tæki eru,“ segir Svala.

Stór hluti af þeirri gjafavöru sem í boði er í Kauptúninu kemur frá Skandinavíu, en finna má merki eins og ferm LIVING, Kähler, House

Doctor og by nord. Auk þess býður verslunin upp á gourmet matvöru frá franska matreiðslumeistaranum Nicolas Vahé, jólalakkrísinn frá Joh-an Bülow og íslenska súkkulaðið frá omNom. Þá er einnig að finna vandaða íslenska hönnun í Kaup-túninu. Verslunin hefur jafnt og þétt aukið vöruúrval sitt í bús-áhöldum og hefur nú tekið til sölu eldhúsáhöld frá Joseph Joseph.

„Jólaverslun er lífleg, mér finnst

fólk byrja fyrr en áður að huga að jólagjöfum, það var fleira fólk á ferli t.d. í nýliðnum nóvember heldur en í sama mánuði í fyrra,“ segir Svala. Fyrir þá sem búa utan Akureyrar er hægur vandi að skoða vöruúrvalið á facebook síðu Kauptúnsins en hún segir að í bígerð sé einnig að opna netverslun.

kauptunid.is

Opnunartímimán - fös 9 - 18

lau 10 - 16sun 12 - 16

Sjálfstæð í hjarta bæjarins-AkureyrarapótekBjört og rúmgóð verslun. Gott aðgengi

„Jólaverslun er lífleg, mér finnst fólk byrja fyrr en áður að huga að jólagjöfum, það var fleira fólk á ferli t.d. í nýliðnum nóvember heldur en í sama mánuði í fyrra,“ segir Svala Fanney Njálsdóttir sem rekur Kauptúnið við Glerárgötu. Myndir: Auðunn Níelsson.

Kauptúnið við Glerárgötu eykurverslunarrými sitt:

Tækifæri til að bæta við nýjum vörum og auka úrvalið

Sala vetrarkorta á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er hafin og er fyrirkomu-lagið með svipuðu sniði og í fyrra. Í boði er kort sem heitir Séra Jón sem skráð er á nafn en fleiri geta nýtt kortið en eigandinn. Stakt árskort kostar 41.500 kr. en ef keypt eru fjögur árskort í einu kostar hvert þeirra 31.500. Síðasta vetur var í fyrsta sinn boðið upp á svokallað Norðurlandskort, þ.e. vetrarkorts-

hafar í Hlíðarfjalli gátu farið tvo daga á skíði á hverju skíðasvæðanna á Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Þessari nýjung fékk mjög góðar viðtökur en í ár verður sú við-bót við þessa þjónustu að vetrar-kortshafar í Hlíðarfjalli geta einnig skíðað að vild í Tindastóli við Sauð-árkrók. Loks fylgja þau fríðindi að vetrarkortshafar geta skíðað þrjá daga frítt og fjóra daga á tilboðsverði á skíðasvæði Winter Park í Banda-ríkjunum en ferðaskrifstofan GB ferðir skipuleggur vikulegar ferðir þangað.

„Stóra nýjungin hjá okkur í ár er síðan kort sem heitir Skíðasund, þ.e. árskort í Hlíðarfjall og Sundlaug Ak-ureyrar. Mörgum skíðaunnendum þykir einmitt ómissandi að fara í sund eftir góðan dag í fjallinu,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðu-maður Skíðastaða í Hlíðarfjalli en Skíðasundið kostar 50.000 kr.

Sala árskorta verður í afgreiðslu Akureyri Backpackers við göngu-

götuna á Akureyri þar til opnað verður í Hlíðarfjalli.

Opið á gamlársdag og nýársdagÞrátt fyrir að snjórinn hafi aðeins lát-ið bíða eftir sér í haust segist Guð-mundur Karl engar áhyggjur hafa af skíðavertíðinni. „Það þarf ekki mikið að gerast til að við getum opnað og af margra ára reynslu veit ég að þó lítið sem ekkert snjói í nóvember þá segir það ekkert til um hvernig snjóalögin verða þegar líður á vetur-inn. Veðrið er eins og spilastokkur, bara spurning hvað við fáum úr stokknum til að spila með. Það kem-ur nægur snjór í vetur, engin hætta á öðru,“ segir Guðmundur Karl.

Opið verður í Hlíðarfjalli á gaml-ársdag og nýársdag en margir hafa þá skemmtilegu hefð að kveðja gamla árið og fagna nýju með því að bregða sér í brekkurnar og stíga á skíði þessa daga.

hlidarfjall.is

Aðstæður eins og best verður á kosið í Hlíðarfjalli. Myndin var tekin síðastliðinn vetur.

Áramótum fagnað á skíðum

Opnunartímimán - fös 9 - 18

lau 10 - 16sun 12 - 16

Sjálfstæð í hjarta bæjarins-AkureyrarapótekBjört og rúmgóð verslun. Gott aðgengi

Page 45: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 45

Starfsemi Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði hefur allt frá upphafi lagt áherslu á fyrirbyggjandi með-ferðir ásamt fræðslu og verið í farar-broddi á Íslandi á sviði endurhæf-ingar, forvarna og fræðslu um heil-brigða lífshætti. 1.600-2.000 ein-staklingar njóta þjónustunnar á ári hverju og er meðaldvöl um fjórar vikur hjá þeim sem koma í læknis-fræðilega endurhæfingu með beiðni frá lækni. Lágmarksdvöl er 3 vikur og hámarksdvöl er 6 vikur.

Yfir 500 læknar senda beiðni um dvöl fyrir sína skjólstæðinga og er biðtími allt frá fjórum vikum upp í 4-5 mánuði. Þverfagleg nálgun sem unnið er eftir hefur skilað einstak-lega góðum árangri þar sem lögð er bæði áhersla á líkamlegar og andleg-ar þarfir dvalargesta. Samningur er um þjónustuna við Sjúkratryggingar Íslands, sem greiðir fyrir meðferðar-hlutann, en dvalargestir greiða sjálfir fyrir gistingu. Verð fyrir gistingu er u.þ.b. frá 36.000-68.000 kr. fyrir vikuna, allt eftir því hvernig herbergi er valið.

Heilsuþjónusta án beiðniEftirspurn eftir heilsuþjónustu hefur aukist verulega á síðustu árum og getur almenningur nú komið í dvöl á eigin vegum og eru ýmsir valkostir í boði. Má þar nefna 5, 7 og 14 daga heilsudvöl með dagskrá sem sett er saman eftir óskum okkar gesta.

„Komdu með“ – námskeið í janúar „Komdu með“ er nýtt námskeið sem verður 11.-18. janúar en þar er þema námskeiðsins „Bætt heilsa – betra líf ársins hring.“ Á námskeið-inu er lögð áhersla á hressilega hreyf-ingu, hollt mataræði, fræðslu, slök-un og útivist í fallegu umhverfi. Far-ið verður í markmiðasetningu í heilsueflingu og mikilvægi þess að horfa lengra fram í tímann.

60 ára afmæli Heilsustofnunar og 10 ára afmæli HollvinaÁrið 1955 hófst starfsemi Heilsu-hælis Náttúrulækningafélags Íslands

en Náttúrulækningafélag Akureyrar og nágrennis er eitt aðildarfélaga þess. Á næsta ári verður haldið veg-lega upp á 60 ára afmæli Heilsu-stofnunar með ýmsum hætti, t.a.m. með útgáfu blaðs, ráðstefnuhalds auk afmælishátíðar í Hveragerði. Hollvinasamtök Heilsustofnunar fagna einnig 10 ára afmæli sínu á næsta ári en samtökin hafa stutt vel við starfsemina í Hveragerði.

heilsustofnun.is

Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Hátt í 2000 einstaklingar njóta þjónustunnar á Heilsu-stofnuninni ár hvert.

Hreyfing, hollt mataræði, fræðsla, slökun og útivist eru allt áhersluþættir í námskeiðum sem í boði eru.

Heilsustofnun allra landsmanna í 60 ár

Jólagjöf sem vermirFrábært úrval af ullarfatnaði á stóra sem smáa

Hafnarstræti 99-101AKUREYRI

Laugavegi 25REYKJAVÍKwww.ullarkistan.is

Page 46: Akureyri  Desember 2014

46 | AKUREYRI // jól 2014

Styrkur Akureyrar sem ferðamanna-bæjar hefur aukist ár frá ári. Innvið-irnir hafa styrkst á allan hátt; í gisti-rými, matsölu, afþreyingu, verslun og ótal mörgum öðrum þáttum. Allt þetta hefur orðið til þess að ferða-fólki til bæjarins hefur fjölgað um-talsvert undanfarin ár og að mati Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, hót-elstýru á Icelandair Hótel á Akur-eyri, er ekkert sem bendir til annars en að þessi þróun haldi áfram.

Akureyri kemur mörgum á óvartIcelandair Hótel á Akureyri var opn-að í júní 2011 og því var sl. sumar það fjórða sem það hefur verið í rekstri. Í byrjun voru herbergin 63 en árið 2012 bættust 37 herbergi við og er hótelið því nú með 100 her-bergi. „Þetta er á margan hátt heppi-leg stærð á hóteli,“ segir Sigrún Björk og bætir við að frá opnun þess hafi verið stöðugur stígandi í að-sókn. „Á þessum tíma fáum við út-lendinga, fyrst og fremst Bandaríkja-menn, í svokallaðar norðurljósaferð-ir og svo erum við auðvitað einnig með Íslendinga í gistingu. Þegar kemur fram á veturinn fáum við í

auknum mæli hópa innlendra gesta í t.d. árshátíðarferðir til Akureyrar,“ segir Sigrún Björk. Hún rifjar upp að þegar hún hafi á árabilinu 1992 til 1995 starfað í innanlandsdeild Úrvals-Útsýnar við sölu á Íslands-ferðum hafi ekki verið inni í mynd-inni að erlendir gestir í stuttum Ís-landsheimsóknum færu út á land, t.d. til Akureyrar, vegna þess m.a. að sú þjónusta sem til þarf hafi hrein-lega ekki verið þá til staðar í bænum. Í dag sé hins vegar allt annað uppi á teningnum.

„Sem áfangastaður ferðamanna hefur Akureyri breyst gríðarlega til hins betra á undanförnum árum. Ég heyri á erlendum ferðamönnum að þeir eru mjög hrifnir af bænum og Norðurlandi og það kemur fólki á óvart hversu mikið þessi litli bær hefur upp á að bjóða, t.d. í menn-ingarlífi. Og erlendir ferðamenn sem stoppa hér í nokkra daga og gefa sér tíma til að sjá sig um eru orðlausir yfir að geta hoppað upp í næsta strætó og séð sig um í bænum, án þess að borga krónu fyrir. Staðsetn-ing bæjarins er honum mikill styrk-ur. Frá Akureyri er hægt að fara í

mjög skemmtilegar dagsferðir, bæði í vestur og austur,“ segir Sigrún Björk.

Tækifæri í ráðstefnum á AkureyriHún spáir áframhaldandi vexti í ferðaþjónustunni. „Við getum tekið við fleiri ferðamönnum með því að dreifa þeim betur um landið. Nýt-

ingin á hótelum á höfuðborgarsvæð-inu er orðin mjög góð allt árið og í því felast tækifæri fyrir ferðaþjón-ustuna utan höfuðborgarsvæðisins. Annað hvort þyrfti beint flug til Ak-ureyrar erlendis frá eða að efla mjög tengiflug við Keflavík. Og ég sé líka heilmikil tækifæri í að fjölga hér ráð-stefnum. Við Akureyringar erum á mörgum vígstöðvum í alþjóðlegu

samstarfi og við eigum að nota öll tækifæri til þess að bjóða bæinn okk-ar sem valkost fyrir ráðstefnur. Við höfum allt upp á að bjóða hér á Ak-ureyri í þessum efnum,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir.

icelandairhotels.is

„Við höfðum velt þessu fyrir okkur í dálítinn tíma áður en við létum verða af því að opna þetta apótek þann 13. nóvember 2010,“ segir Jónína Freydís Jóhannesdóttir lyfja-fræðingur en hún á og rekur Akur-eyrarapótek í verslunarmiðstöðinni Kaupangi með Gauta Einarssyni lyfjafræðingi.

Akureyskt fyrirtækiÞað eru semsagt liðin rétt um fjögur ár síðan apótekið var opnað og segir Jónína Freydís að reksturinn hafi gengið vel. Þau Gauti hafi alltaf haft trú á því að rými væri á markaðnum við hlið stóru lyfsölukeðjanna og það hafi reynst vera rétt. „Þetta er vissulega akureyrskt fyrirtæki og því viljum við halda til haga. Varðandi nafnið á apótekinu vildum við tengja það við bæinn. Hér var lengi á árum áður apótek í miðbænum með þessu nafni og Böðvar Jónsson, sem síðast var apótekari í Akureyr-arapóteki við Hafnarstræti, hafði síður en svo á móti því að við not-uðum þetta nafn á apótekið okkar,“ segir Jónína Freydís og er mjög ánægð með staðsetninguna í Kaup-angi, næst Þingvallstræti. „Þetta er mjög góð staðsetning hér á Brekk-

unni. Fólki finnst gott að hafa þessa þjónustu á leið sinni til dæmis upp í Naustahverfi eða út í Þorp.“

Ný lyf – ný þekkingAkureyrarapótek er ekki aðeins lyfja-verslun, það hefur líka á boðstólum breiða flóru heilsutengdra vara sem taka alltaf töluverðum breytingum frá ári til árs. Það sama gildir um lyf-in, þar eru alltaf miklar breytingar. Lyf hverfa af markaðnum og önnur

ný koma í staðinn. „Þetta þýðir að við lyfjafræðingarnir erum í stöðugri endurmenntun. Við þurfum reglu-lega að uppfæra þekkingu okkar til þess að kunna góð skil á þeim nýju lyfjum sem koma á markaðinn. Okkar er að upplýsa viðskiptavinina sem allra best um virkni lyfja og annarra vara og til þess að geta það verðum við stöðugt að uppfæra okk-ar þekkingargrunn. Það eru engir tveir dagar eins og því er þetta lif-andi og skemmtilegt starf,“ segir Jónína Freydís. Hún segir að í þann aldarfjórðung eða svo sem hún hafi starfað í lyfjageiranum hafi orðið miklar breytingar, þær helstar að nú sé mun meira en áður á markaðnum af ýmsum fyrirbyggjandi lyfjum. Einnig hafi orðið umtalsverð aukn-ing í sölu hverskonar geðlyfja. „Al-mennt má segja að í þessu eins og öðru skipti góð og persónuleg þjón-usta öllu máli og við leggjum mikla áherslu á hana,“ segir Jónína Freydís en í upphafi voru starfsmennirnir fjórir en nú eru þeir tólf í átta stöðu-gildum, þar af eru fjórir lyfjafræð-ingar.

akureyrarapotek.is

Akureyri hefur upp á allt að bjóða!Jólaleg stemning í móttökusalnum. „Sem áfangastaður ferðamanna hefur Akureyri breyst gríðarlega til hins betra á undanförnum árumm,“ segir Sigrún Björk

Jakobsdóttir, hótelstjóri Icelandair Hótels. Myndir: Auðunn Níelsson

Engir tveir dagar eins

Jónína Freydís Jóhannesdóttir, apótekari í Akureyrarapóteki.

Akureyrarapótek er staðsett í Kaupangi, næst Þingvallastræti.

Kjarnagata 2 • við hliðina á BÓNUS • Sími 571 8080www.facebook.com/fiskkompani

Jólin byrja í Fisk Kompaní

Verið velkomin

Humarveisla – 3900-7900 kr./kg

Skötuveisla – Saltfiskur

Sjón er sögu ríkari

Page 47: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 47

Keila er vaxandi íþrótt á Akureyri ef marka má að keppnislið í Íslands-móti í keilu eru nú orðin fjögur tals-ins frá Akureyri; þrjú karlalið og eitt kvennalið. Þorgeir Jónsson, fram-kvæmdastjóri Keilunnar, segir þessa þróun ánægjulega en fastar æfingar eru nú þrisvar í viku í sal Keilunnar við Hafnarstræti. Keppnisliðin fjög-ur keppa undir merkjum keiludeild-ar íþróttafélagsins Þórs á Akureyri.

Fjölskyldu- og keppnissport„Það er um 25 manna hópur að baki þessum keppnisliðum og sem æfir hér reglubundið. Stærsti hópur okk-ar gesta eru hins vegar einstaklingar og hópar sem spila keilu sér til ánægju og yndisauka. Keilan er ein-staklega skemmtilegt fjölskyldusport sem hentar bæði þeim eldri og yngri og allir keppa á jafnræðisgrundvelli. Hingað koma stórfjölskyldur, vinnufélaga, skólahópar og svo mætti áfram telja,“ segir Þorgeir en í húsi Keilunnar við Hafnarstræti eru 8 brautir.

Jólaboltinn í beinniVeitingastaðurinn Kaffi Jónsson í

sama húsi býður fjölbreyttan mat-seðil og tilboð á réttum. Húsið er opnað kl. 11 og opið er virka daga og laugardaga til kl. 23:30 en á sunnudögum er opið kl. 11-22. Í veitingasölunum tveimur eru breið-tjöld og nýir skjávarpar og þar eru sýndir helstu hápunktar í ensku knattspyrnunni og meistaradeild Evrópu.

„Enska knattspyrnan verður á fullri ferð um jólin og margir spenn-andi leikir sem við sýnum á tjöldun-um hjá okkur. Það er því kjörið fyrir knattspyrnuáhugamenn að koma hingað og fylgjast með sínum mönnum á breiðtjaldi í góðra vina hópi og njóta veitinga í leiðinni,“ segir Þorgeir.

keilan.is

Brautirnar í Keilunni eru 8 talsins.

Keila og boltinn í beinni um jólin

upplifðu

á Akureyri

Jólatónleikar í Glerárkirkju Sunnudagskvöldið 14. desember nk. efnir kór Kór Glerárkirkju til hefð-bundinna jólatónleika í kirkjunni. Að þessu sinni fær kórinn til liðs við sig Karlakór Eyjafjarðar og munu kórarnir létta lundina í jólamánuð-inum, flytja bæði íslensk og erlend jólalög, jafnframt því sem félagar úr Kór Glerárkirkju syngja einsöng. Stjórnandi Kórs Glerárkirkju er Val-mar Valjaots en Petra Björk Páls-dóttir stjórnar Karlakór Eyjafjarðar.

Tónleikarnir hefjast kl. 20.

GLERÁRGATA 34 600 AKUREYRIs. 464-1990 WWW.KAUPTUNID.IS

OPIð mÁN-föS: KL. 11-18 LAU: KL. 11-16

/KAUPTUNID

Verið velkomin!

Mikið úrVal af fallegri

og Vandaðri gjafaVöru

fyrir alla fjölskylduna

skoðaðu úrvalið á facebook

vIð SENDUm hvERT Á LAND SEm ER!

Page 48: Akureyri  Desember 2014

48 | AKUREYRI // jól 2014

„Glerártorg er komið í glænýjan jólabúning og verslunareigendur eru tilbúnir fyrir jólamánuðinn. Við hlökkum til komandi vikna,“ segir Edda Rún Ragnarsdóttir, formaður markaðsráðs verslunarmiðstöðvar-innar Glerártorgs á Akureyri. Kveikt var á jólatré verslunarmiðstöðvarinn-ar með viðhöfn í lok síðustu viku og segir Edda Rún að jólaverslunin sé komin í fullan gang.

Nýjar verslanir styrkja Glerártorg„Eftir að EIK Fasteignarfélag eign-aðist Glerártorg fyrir um einu ári höfum við unnið eftir langtímaáætl-un um eflingu verslunarmiðstöðvar-innar á öllum sviðum. Fyrsta verk-efni þeirrar áætlunar var að endur-skipuleggja verslunarrýmin og fá inn nýjar verslanir í rými sem voru laus.

Það verkefni hefur gengið mjög vel hingað til og við höfum fengið til liðs við okkur spennandi verslanir; Imperial stækkaði, Mohawks, Jara & Make Up Store og Rexín komu inn, sem og stórverslun Lindex sem laðar gesti að Glerártorgi.

Við tókum líka ákvörðun um að endurskipuleggja allt útlit Glerár-torgs fyrir jólin, fá nýtt jólaskraut og ég er mjög ánægð með hvernig til hefur tekist. Það skipir miklu máli að skapa fallega umgjörð í jólamán-uðinum og virkilega jólalega stemn-ingu innanhúss. Á næsta ári munum við leggja áherslu á skreytingar utan húss. Við erum líka búin að frum-sýna nýjar auglýsingar þar sem við settum saman Glerártorgsfjölskyldu en það var einmitt Karen Þorgeirs-dóttir, yngsti meðlimur þeirrar fjöl-skyldu, sem kveikti ljósin á jólatré

verslunarmiðstöðvarinnar í síðustu viku og fékk til þess hjálp jólasvein-anna,“ segir Edda Rún.

Full nýting á næsta ári?Nokkurt verslunarrými er enn laust á Glerártorgi en Edda Rún er bjart-sýn á að á nýju ári takist samningar

um útleigu þess alls. Verslunareig-endum á Glerártorgi verði kynntar eftir áramót breytingar og hug-myndir sem unnið er að.

„Það er ekki tímabært að upplýsa um þetta nánar en ég get þó sagt að við eigum í viðræðum við verslunar-eigendur um að opna á Glerártorgi og hvað þetta varðar hugum við allt-af að heildarmyndinni og veljum að-ila inn sem falla að henni. Sömuleið-is erum við í viðræðum um útleigu á efri hæðinni sem er 1730 fermetrar nettó að stærð og gangi áætlanir eftir mun þar bætast við þjónusta sem styrkja mun Glerártorg enn frekar. Það er því ekki aðeins spennandi jólamánuður framundan heldur ekki síður spennandi nýtt ár.“

glerartorg.is

Karen Þorgeirsdóttir naut aðstoðar jólasveins þegar hún kveikti ljósin á jóla-trénu.

Edda Rún Ragnarsdóttir, formaður markaðsráðs Glerártorgs.

Veglegt jólatré er miðpunktur nýrra skreytinga verslunar-miðstöðvarinnar.

Glerártorg í nýjum jólabúningi

„Ó, þú hljóða tíð“ er heiti á nýjum hljómdiski sem Kór Akureyrarkirkju hefur gefið út og hefur hann að geyma innlend og erlend jólalög. Þetta er fyrsti jóladiskur kórsins en síðast sendi kórinn frá sér diskinn „Dýrð, vald, virðing“ árið 1997.

Sem fyrr segir hefur diskurinn, sem var tekinn upp í Akureyrar-kirkju snemma á þessu ári, að geyma sautján jólalög, bæði innlend og er-lend. Sum laganna eru vel þekkt en önnur heyrast sjaldnar. Nefna má

Aðfangadagskvöld jóla, Hátíð fer að höndum ein, Stafa frá stjörnu, Fög-ur er foldin, Guðs kristni í heimi, Betlehemsstjarnan, Það aldin út er sprungið, Sjá himins opnast hlið, Jesú, þú ert vort jólaljós og Kom englafjöld.

Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi Kórs Akureyrarkirkju og organisti við Akureyrarkirkju, segir starf fólks-ins mjög fjölbreytt. „Aðal hlutverk kórsins er að sjá um söng í helgi-haldi kirkjunnar, en undanfarin ár hefur meiri áhersla verið lögð á tón-leikahald en áður. Jólasöngvar kórs-ins hafa verið haldnir í desember í fjölda ára. Sá andi sem þar ríkir er nú kominn á plötu. Falleg kórlög án undirleiks í bland við kraftmikil lög með orgelundirspili, þar sem söfn-uðurinn fær að syngja með,“ segir Eyþór Ingi.

Mörg laganna á diskinum eru á undirleiks en í nokkrum laganna spilar Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti við Akureyrarkirkju, undir á orgel kirkjunnar. Á diskinum eru einnig þrjú orgelverk sem Sigrún Magna spilar.

Kór Akureyrarkirkju er í hópi stærstu blandaðra kóra á Íslandi en í honum eru um sjötíu félagar. Kór-inn hefur tekist á við stór og krefj-andi verkefni í gegnum tíðina og auðgað tónlistarlíf á Akureyri og víð-ar með tónleikum, bæði hér á landi og erlendis. Síðustu tónleikar kórs-ins voru 16. nóvember sl. þegar hann flutti negrasálma ásamt hljóm-sveit við frábærar undirtektir. Auk þess að syngja við hefðbundið helgihald í Akureyrarkirkju hefur Kór Akur-

eyrarkirkju haldið fjölda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð.

Á þessum nýja hljómdiski Kórs Akur-eyrarkirkju er fjöldi jólalaga sem kór-inn hefur sungið í gegnum tíðina.

„Ó, þú hljóða tíð“ Kórs Akureyrarkirkju

BIBLÍUMATUR

[email protected]

Girnilegar og hollar mataruppskriftir frá landi mjólkur og hunangs, s.s. Spínatsúpa faraós, Baunasalat Hebreams, Kvöldskattur tollheimtumannsinsog Lambakjötsréttur Rebekku. Úr ritdómi í Akureyri vikublað:„Syndsamlega góður biblíumatur.“

Björn Þorláksson

Page 49: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 49

Berum ábyrgð á eigin heilsu

Gjafabréf á Heilsustofnun

Allar nánari upplýsingar í síma 483 0300 eða á www.heilsustofnun.is

Gjafabréf með upphæð að eigin valiGjafabréfin er hægt að nýta sem innborgun fyrir dvöl í læknisfræðilega endurhæfingu, heilsudvöl, námskeið eða stakar meðferðir.

Gjafabréf fyrir heilsudvölHentar vel fyrir þá sem vilja gefa t.d. heilsudvöl, helgardvöl, námskeið, 5 daga heilsudvöl og heilsuviku.

Gjafabréf á Heilsustofnun er góður kostur fyrir þá sem vilja styðja við sína nánustu sem koma til dvalar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði til lengri eða skemmri tíma.

Heilsusamleg og góð gjöf fyrir þann sem þér þykir vænt um

„Brimborg hefur aukið hlutdeild sína í sölu nýrra bíla á Norðurlandi og er hún það sem af er ári 20% en söluaukning fyrirtækisins á öllu landinu er 55%. Markaðurinn er að lifna við á nýjan leik, mikil þróun í framleiðslu bíla og margt spennandi sem við munum kynna viðskiptavin-um okkar á nýju ári,“ segir Jón Árel-íus Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Brimborgar á Akureyri en Brimborg fagnar því í ár að vera fjölskyldufyr-irtæki sem hefur verið í bílgreinum hér á landi í 50 ár.

Endurbættur sýningarsalur og verslunBrimborg er til húsa við Tryggva-braut 5, í því húsi sem margir Norð-lendingar þekkja sem Þórshamars-húsið frá fornu fari. Auk sölu á nýj-um og notuðum bílum hefur Brim-borg á síðustu árum rekið samhliða í húsinu verkstæði fyrir bifreiðar og atvinnutæki. Í lok árs 2013 var sam-ið við Kraftbíla á Akureyri um þjón-ustu við atvinnutækin og fyrr á þessu ári tók nýtt bifreiðaverkstæði Hölds við þjónustu við fólksbif-reiðar frá Brimborg. Í kjölfarið voru gerðar umtalsverðar breytingar á sýningarsal Brimborgar við Tryggva-braut sem er um 300 fermetrar að stærð.

„Þessar breytingar hafa komið mjög vel út og hér höfum við gott gólfrými til að sýna samtímis bíla frá þeim fjórum framleiðendum sem Brimborg er með umboð fyrir, þ.e. Volvo, Ford, Citroen og Mazda. Allt

eru þetta traust merki í bílum sem landsmenn þekkja af langri og góðri reynslu,“ segir Jón.

Sala nýrra bíla að aukast veru-legaBrimborg á Akureyri selur varahluti

í allar áðurnefndar bifreiðategundir sem fyrirtækið er með umboð fyrir og býður auk þess fjölbreytt úrval af bílatengdum vörum, s.s. rafgeyma, þurrkublöð, perur, bónvörur, rúðus-köfur, barnabílstóla og margt fleira.

„Einn af stóru þáttunum í versl-uninni er sala á hjólbörðum frá finnska framleiðandanum Nokian og hefur sala á þeim aldrei verið jafn mikil og nú í haust. Einnig er versl-un Brimborgar með mjög breiða línu af Bellad hreinsi-, smur- og bætiefnum fyrir bensín og díselvélar. Þessu til viðbótar rekum við bíla-leigu og önnumst afgreiðslu fyrir hana hér á Akureyri en í heild erum við með um 550 bíla í útleigu, allt frá smábílum upp í lúxuxbíla frá Volvo. Þetta er ört vaxandi þjónusta hjá Brimborg,“ segir Jón og er bjart-sýnn á komandi mánuði í sölu bæði nýrra og notaðra bíla.

„Sala á notuðum bílum hefur verið góð en það er áberandi að sala nýrra bíla er verulega að taka við sér. Mér finnst fólk vera mjög yfirvegað og skynsamt í kaupum á nýjum bíl-um, það veltir fyrir sér hvað það raunverulega þarf í nýjum bíl, horfir á eyðslutölur og marga aðra þætti. Og í öllum bílunum hjá okkur er mjög mikil þróun, vélarnar eru sí-fellt að verða sparneytnari og mikil framþróun í t.d. öryggisbúnaði. Í öllum okkar merkjum eru að koma nýir og spennandi bílar á næsta ári sem við munum að sjálfsögðu kynna viðskiptavinum á Norðurlandi jafn-óðum með sýningum og prófun-um,“ segir Jón.

brimborg.is

Brimborg á Akureyri:

Nýir og spennandi bílar í endurbættum sýningarsal

Jón Árelíus Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Brimborgar á Akureyri við eitt af flaggskipunum frá Brimborg, Volvo C-60.

Mazda 2, Citroen C3 og Ford Fiesta í sýningarsalnum.

Í verslun Brimborgar á Akureyri má fá varahluti í allar gerðir bifreiða sem Brim-borg selur en auk þess ýmsar bílatengdar vörur.

Page 50: Akureyri  Desember 2014

50 | AKUREYRI // jól 2014

„Fólk virðist fara snemma í jólaskap í ár. Mér þykir sem heldur fleiri séu fyrr á ferðinni en vant er, bæði að kaupa jólagjafir og eins að skoða og versla jólaföt,“ segir Anna Freyja Guðmundsdóttir verslunarstjóri í tískuvöruversluninni Imperial á Glerártorgi. Í versluninni geta við-skiptavinir hæglega fylgst með tísku-straumum og stefnum, því þar má finna allt það nýjasta í fatnaði og fylgihlutum á hverjum tíma.

Anna Freyja segir að í ár sé mikið

um pallíettur, loðkragar og pelsar séu vinsælir um þessar mundir og þá nefnir hún að allt köflótt, t.d. í fatn-aði, þyki mjög fallegt. „Og við erum með gott úrval af köflóttum vörum fyrir jólin,“ segir hún.

Í þremur samliggjandi rýmumÁhersla er lögð á að bjóða viðskipta-vinum góða þjónustu og gott verð og það kunna þeir að meta að sögn verslunarstjórans. Á liðnu sumri var verslunin stækkuð og er nú í þremur

samliggjandi rýmum á góðum stað í verslunarmiðstöðinni. Imperial er bæði með dömu- og herradeild og í kjölfar þess að plássið var aukið gafst kostur á að auka við úrvalið í herra-deildinni. „Það hefur mælst vel fyrir hjá strákunum, við bættum við merkjum og jukum þar með úrval-ið,“ segir Anna Freyja. „Við erum með enn meira úrval en áður, fínar skyrtur, staka jakka og þá erum við líka með jakkaföt og það besta er auðvitað að verðið er afar hagstætt.“

Einnig skapaðist möguleiki á að auka við úrvalið í dömudeildinni. „Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á fjölbreytt úrval fallegra kjóla fyrir jólin og áramótin, erum

líka með aukið úrval af skóm, bæði fínum skóm til að nota við hátíð-legri tækifæri og eins hversdags,“ segir Anna Freyja.

Netverslunin favor.is Imperial stendur á bak við netversl-unina Favor sem opnuð var ekki alls fyrir löngu en um hana sér Eva Björk Benediktsdóttir. Anna Freyja segir að fólk víða að af landinu hafi verslað við Imperial og markmiðið með því að bjóða upp á netverslun sé að auðvelda fólki búsettu utan Akureyrar að kaupa fatnað sinn og fylgihluti. „Við erum einnig með netversluninni að bæta okkar þjón-ustu en sem stendur erum við með

kvenfatnað fyrir konur á öllum aldri í netverslun okkar og stefnum að því að bæta herravörunum inn síðar,“ segir hún. Vörurnar má finna á heimasíðunni favor.is og einnig er búið að skrá netverslunina á Facebo-ok og Instragram.

„Við viljum vera í góðu sam-bandi við okkar viðskiptavini auk þess sem þeim gefst kostur á að fylgjast með þegar við bætum við nýjum vörum. Nú gefst fólki færi á að panta vörur frá okkur um netið á auðveldan og öruggan hátt,“ segir Anna Freyja.

favor.is

Anna Freyja Guðmundsdóttir verslunarstjóri í Imperial (t.h.) og Eva Björk Benediktsdóttir sem umsjón hefur með net-versluninni favor.is. Myndir: Auðunn Níelsson.

Fataverslunin er lífleg í upphafi jólamánaðarins.

Dömur og herrar finna jólafötin hjá Imperial

Stjarnanna fjöld er nafn á nýjum jóladiski með söngkonunni Krist-jönu Arngrímsdóttur. Á diskinum eru ellefu jólalög, bæði innlend og erlend, eins og t.d. Hvít jól, Jólin allsstaðar, Það aldin út er sprungið og Í dag er glatt í döprum hjörtum. Titillag disksins er eftir Kristjönu, bæði lag og texti.

„Ég hafði lengi hugsað um að gefa út slíkan jóladisk og læt loks verða af því núna,“ segir Kristjana en þetta er fjórði diskur hennar.

Stjarnanna fjöld var að stærstum hluta tekinn upp í Dalvíkurkirkju í júlí sl. „Við tókum grunninn, þar á meðal sönginn, upp um hábjargræð-istímann en síðan bættum við við nokkrum hljóðfærum í október. Og núna er diskurinn sem sagt að koma út og ég er mjög ánægð með útkom-una,“ segir Kristjana.

Börn Kristjönu og Kristjáns E. Hjartarsonar á Tjörn í Svarfaðardal, Ösp og Örn, leggja móður sinni lið á diskinum. Ösp syngur með Krist-jönu í nokkrum lögum og Örn út-setti lögin á diskinum og spilar auk þess á gítar. Soffía Björg Óðinsdóttir útsetur með honum tvö lög.

Aðrir tónlistarmenn sem spila með Kristjönu eru Jón Rafnsson á kontrabassa, Ella Vala Ármannsdótt-ir á horn, Lára Sóley Jóhannsdóttir á fiðlu, Ásdís Arnardóttir á selló, Pet-rea Óskarsdóttir á þverflautu, Páll Barna Szabó á fagott, Daníel Þor-steinsson á harmoniku og orgel, Magnús Trygvason Eliassen á trommur og Frank Aarnink á slag-verk.

Þráinn Óskarsson stjórnaði upp-tökum og eftirvinnslu en JR Music ehf. gefur út.

Kristjana mun fylgja diskinum eftir núna í desember með tvennum

útgáfutónleikum, annars vegar í Frí-kirkjunni í Reykjavík þann 17. des-ember og hins vegar í Dalvíkur-kirkju 19. desember.

Gestaboð KristjönuÍ fyrrahaust og síðan aftur á liðnu

hausti hefur Kristjana verið með „Gestaboð Kristjönu“ á Rósenberg í Reykjavik sem er tónleikaþrenna þar sem Jóni Rafnsson og Örn Eldjárn hafa lagt henni lið. „Þessi gestaboð hafa farið þannig fram að ég býð til mín öðrum söngvurum að taka lagið og þeir sem hafa komið fram eru t.d. Andrea Gylfa, Diddú, Guðrún Gunnars, Steindór Andersen, Soffia Björg Óðinsdóttir og nú síðast Egill Ólafsson. Á þessum tónleikum, sem ég mun halda áfram með næsta haust, leikum við allskonar lög, m.a. mörg lög af fyrri diskum mínum. Einnig höfum við verið að flytja ný lög sem ég hef samið og þau munu koma út á diski næsta vor,“ segir Kristjana.

Kristjana Arngrímsdóttir gefur nú út sinn fyrsta jóladisk, Stjarnanna fjöld. Kristjana hefur til þessa sungið lög eftir aðra en nú hljóðritar hún í fyrsta skipti lag sem hún hefur samið, bæði lag og texta. Þetta er titillagið, Stjarnanna fjöld.

Hluti af einum glugganum í Tjarnar-kirkju í Svarfaðardal, þar sem Krist-jana býr, prýðir framhliðina á nýja jóladiskinum.

Nýr jóladiskur Kristjönu Arngrímsdóttur

Page 51: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 51

„Ég lít fyrst og fremst á netverslun og útlönd sem stærstu samkeppnis-aðilana þó vissulega þurfum við líka að keppa við Reykjavík í verslun. Þannig er veruleikinn í dag en mestu skiptir að bjóða viðskiptavinum okkar bæði góðar vörur á samkeppn-isfæru verði og góða þjónustu,“ segir Bjarni Jónsson í JB úr&skart við Kaupvangsstræti á Akureyri. Eins og jafnan áður er stígandi í verslun með úr og skartgripi síðustu vikurnar fyr-ir jól og nær eiginlega hámarki þegar líður að kvöldi Þorláksmessu.

Settu saman þinn eigin hring „Svona hefur þetta alltaf verið og engin leið að sjá fyrirfram í hvað stefnir í verslun í jólamánuðinum. Það er eiginlega ekki fyrr en maður heyrir í klukkunum í fjarska hringja inn jólin sem hægt er að meta hvernig verslun hefur verið. En þetta er skemmtilegur tími, margt fólk á ferðinni og eftir því sem nær dregur jólum tekur hlutfall karlanna í við-skiptavinahópnum að hækka. Enda höfum við mikið úrval af fallegum skartgripum í boði, allt upp í hina mestu dýrgripi úr gulli og silfri,“ segir Bjarni.

Flaggskipið í úrvali úra hjá JB úr&skart eru Tissot-úrin, mest seldu svissnesku úr í heimi og mikið úrval í boði fyrir bæði karla og konur. „Síðan erum við með dönsku Bering úrin sem eru mjög vinsæl núna og á mjög hagstæðu verði. Flott dönsk hönnun og einfaldleiki í fyrirrúmi.“

Frá Bering er JB úr&skart einnig með hringa úr stáli og keramik þar sem kaupandinn hefur val um hvernig hann vill raða hringnum saman. „Þetta er skemmtileg lausn og engir tveir hringar eru eins. Fólk getur með þessum hætti verið sinn eigin skartgripahönnuður og sett saman þá útfærslu sem því líkar best.“

Aðgengið skiptir öllu máliÚrsmíðaverslun Jóns Bjarnasonar hefur verið á sama stað allt frá árinu 1975 og var þar áður tveimur húsum ofar, þ.e. á horni Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis. Fáar verslanir hafa verið jafn lengi á sama stað í miðbæ Akureyrar. Aðspurður segir Bjarni miklu skipta að flóra verslana á mið-bæjarsvæðinu verði ekki einsleit.

„Við sjáum þá þróun vel við Laugaveginn í Reykjavík þar sem sí-

fellt er að aukast verslun sem bein-tengist auknum straumi ferða-manna. Sama þróun er hér á Akur-eyri. Við þurfum hins vegar fjöl-breytileikann til að fólk eigi erindi í miðbæinn. Hér þarf að vera líf árið um kring,“ segir Bjarni og bætir við að gott aðgengi sé lykilatriði.

„Fólk þarf að geta lagt hér í ná-grenni verslana í miðbænum. Við finnum vel fyrir því. Verði farið út í breytingar á skipulagi hér í miðbæn-um og framkvæmdir sem skerða bílastæði í nágrenni miðbæjarins má það ekki bitna á aðgenginu.“

Bjarni Jónsson í JB úr&skart. Tissot eru mest seldu svissnesku úrin í heimi en dönsku Bering úrin hafa verið að koma sterk inn á markaðinn.

Myndir: Auðunn Níelsson.

Skemmtileg dönsk hönnun. Frá Bering koma hringar sem bjóða upp á möguleika á mismunandi samsetn-ingum.

Klukkur tifa og glitrar á gull!

Kertaljósakvöldí miðbænum Annað kvöld, föstudaginn 5. des-ember, verður kertakvöld í miðbæ Akureyrar. Þá verður slökkt á öllum götuljósum miðbæjarins og kaup-menn lýsa götur og verslanir með kertaljósum. Göngugötunni verður lokað fyrir bílaumferð og uppákom-ur verða víðsvegar um miðbæinn.

Rökkurró og hugguleg stemning verður allsráðandi og verður auka-sýning á ljósmyndasýningu Minja-safnsins og Eymundsson þar sem kvæðamannafélagið Gefjun mætir einnig og kveður gömul kvæði og jólavísur í jólaanda fortíðar.

Fornbílaklúbbur Akureyrar verð-ur með bíla til sýnis á Ráðhústorgi.

upplifðu

á Akureyri

Lífland verslanir | Lynghálsi, Reykjavík | Lónsbakka, Akureyri

Ráðgjöf | Sími 540 1100 | [email protected] | www.lifland.is

Jólagjöfin fæst í LíflandiMikið úrval af útivistarvörum

Conrad hlý vetrarúlpafyrir herra

Heritage vatns- og vindheld úlpa sem andar vel. Frábær á köldum

vetrardögum. Unisex.

Windsor falleg dömuúlpa

Lancaster softshell herrajakki

Shelburn falleg og hlý dömuúlpa

Stanford falleg unisex úlpa á góðu verði

54.990 kr. 34.990 kr. 34.990 kr.

17.990 kr.

17.990 kr.

25.990 kr.

Page 52: Akureyri  Desember 2014

52 | AKUREYRI // jól 2014

Page 53: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 53

„Ég vil skilgreina okkur sem alhliða verslun og samkomustað á einu besta verslunarhorni landsins. Það er ekki ónýtt. Þessi tími ársins er af-skaplega skemmtilegur og líflegur, þetta er tíminn sem Íslendingar bíða eftir. Ég er á því að bókin lifi áfram, ég sé ekki að rafbókin sé að taka yfir,“ segir Guðrún Karítas Garðars-dóttir, verslunarstjóri Pennans-Ey-mundssonar á Akureyri.

Þó svo að bókaútgefendur haldi ennþá í þann rótgróna sið að gefa bróðurpart bóka út fyrir jólin hefur bókaútgáfan engu að síður verið að dreifast meira en áður yfir allt árið – einkum útgáfa kilja. Það hefur hins vegar ekki breyst að langflestar harð-spjaldabækurnar koma út síðustu vikurnar fyrir jólin – klárar í jóla-pakkana. „Við seljum bókstaflega allar bækur sem koma út. Allir sem gefa út bækur geta komið með hug-verk sín til okkar og við tökum þau í sölu. Fólk getur því verið nokkuð öruggt um að fá allar nýútgefnar bækur hjá okkur,“ segir Guðrún.

Reynum að þjóna öllumAð jafnaði starfa í það heila um 25 manns á vöktum í versluninni, auk starfsfólks í Te & Kaffi sem er á sín-um stað við hlið bókanna. „Þetta gerir sig mjög vel saman,“ segir Guðrún og bætir við að hlutur gjafa-vörunnar hafi verið að aukast. „Við höfum verið að breikka vöruúrvalið í gjafavörunni og í því sambandi get ég nefnt að við leggjum töluverða áherslu á akureyrskar vörur – t.d.

vörur frá prjónafyrirtækinu Glófa og listakonunni Sveinbjörgu. Almennt má segja að við reynum að þjóna öll-um – fjölskyldum, fyrirtækjum, skólum og stofnunum. Auk þess er-um við með heildsölu og dreifum vörum til annarra fyrirtækja.“

Úr endurskoðun í Pennann-EymundssonGuðrún Karítas er viðskiptafræðing-ur að mennt og starfaði við endur-skoðun hjá Pricewaterhouse Coop-ers. „Ég vann hjá PwC í Reykjavík en fékk mig flutta til Akureyrar. Síð-an sá ég þetta starf auglýst árið 2011, sótti um og datt í lukkupott-inn. Þetta er mjög skemmtilegt og fjölbreytt starf. Engir tveir dagar eru eins,“ segir Guðrún og er bjartsýn á jólaverslunina í ár. „Já, ég er það.

Við ætlum að gera miðbæinn aðlað-andi og þess vegna hafa Miðbæjar-samtökin og Viðburðastofa Norður-lands tekið höndum saman um að setja upp veglega dagskrá í miðbæn-um í desember.“

Guðrún segist lesa mikið. „Ég hef þegar lesið nokkrar af jólabókunum í ár og þarna má finna prýðilegar bækur. Ég vil t.d. nefna Stundarfró eftir Orra Harðarson og Vonarland-ið eftir Kristínu Steinsdóttur. Einnig var ný bók að koma út eftir einn af mínum uppáhalds höfundum, Mil-an Kundera,“ segir Guðrún Karítas Garðarsdóttir.

eymundsson.is

penninn.is

Guðrún Karítas Garðarsdóttir, verslunarstjóri Pennans-Eymundssonar á Akur-eyri. Myndir: Auðunn Níelsson

„Við seljum bókstaflega allar bækur sem koma út. Allir sem gefa út bækur geta komið með hugverk sín til okkar og við tökum þau í sölu,“ segir versl-unarstjóri Pennans-Eymundssonar.

Reynslan hefur sýnt að kaffihús Te&kaffi og bókaverslun Eymunds-son er blanda sem viðskiptavinir kunna að meta.

Á landsins besta verslunarhorni

citroen.is

C3

KYNNTU ÞÉR NÝJAN CITROËN C3

Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Eldsneytisnotkun er miðað við blandaðan akstur. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

Nýir og notaðir bílar: Söludeild er opin alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050

CRÉATIVE TECHNOLOGIE

NÝR CITROËN C3GLÆSILEG HÖNNUN

ÖRYGGISPARNEYTNI

Nýr C3 sameinar allt sem Citroën hefur upp á að bjóða. Glæsilegan stíl, fyrsta flokks öryggi, framúrskarandi tækni og sparneytni. C3 eyðir einungis frá 3,8 l/100 km. Citroën C3 er fyrir kröfuharða kaupendur sem kunna að meta sönn gæði og fallega hönnun. Komdu í reynsluakstur og kynntu þér málið.

Beinskiptur frá 2.250.000 kr.Sjálfskiptur frá 2.620.000 kr.

Page 54: Akureyri  Desember 2014

54 | AKUREYRI // jól 2014

Fjölbreytnin er í fyrirrúmi í dagskrá menningarhússins Hofs á Akureyri á aðventunni; allt frá hádegistónleik-um upp í stórsýningar og -tónleika. Jólaveislan er raunar þegar hafin í Hofi, m.a. með jólamarkaði verslun-arinnar Kistu í samstarfi við Hof sem haldinn var síðastliðinn laugar-dag og verður endurtekinn þann 13. desember. Við það tækifæri mun Stúlknakór Akureyrar koma fram.

En eins og vera ber er tónlistin í hávegum höfð í Hofi á aðventunni. Í hádeginu á morgun munu tónlist-arhjónin Hjalti og Lára skemmta á Föstudagsfreistingum, sem er reglu-bundin dagskrá í samstarfi við Tón-listarfélag Akureyrar.

Á sunnudaginn kl. 20 verða jóla-tónleikar Gospelkórs Akureyrar. Að þessu sinni verður dagskráin með glæsilegasta móti en kórinn fagnar nú 10 ára afmæli. Með kórnum syngja á tónleikunum þau Sigurður Ingimarsson, Rannvá Olsen og Magni Ásgeirsson. Meðal laga sem sungin verða eru Joy to the world, Have your self a merry little Christ-mas, Don’t save it all, Hin fyrstu jól og Ó helga nótt, svo fáein séu nefnd.

Norðurljósin slá í gegnStórtónleikar aðventunnar í Hofi

verða dagana 12. og 13. desember þegar Norðurljósin halda þrenna jólatónleika. „Okkur langaði að halda stóra jólatónleika og nýta mannauðinn hér fyrir norðan. Við eigum svo frábært tónlistarfólk hér á svæðinu,“ segir Magni Ásgeirsson, einn skipuleggjenda tónleikanna. Hann syngur á tónleikunum ásamt Óskari Péturssyni, Birgittu Haukdal og Helgu Möller. Stúlknakór Akur-eyrar kemur einnig fram og Pálmi Gunnarsson er sérstakur gestur. Miðar á tónleikana hafa rokið út og aðstandendur vildu leyfa fleirum að njóta. Þess vegna hafa Menningar-húsið Hof og Norðurljósin ákveðið að bjóða öllum nemendum í 1. bekk í grunnskólum Akureyrar á sérstaka skólatónleika að morgni 12. des-ember. Þar verður sett upp styttri útgáfa af tónleikunum, miðuð að litlum eyrum.

„Það má kannski segja að við sé-um með þessu að þjálfa upp tón-leikagesti framtíðarinnar,“ segir Magni. „Svona ungir krakkar fá sjaldan tækifæri til að koma á stóra tónleika. Okkur langar að leyfa þeim að kynnast töfrum tónlistarinnar og göldrunum sem hægt er að fram-kvæma í Hofi.“

Bubbi og stórtenórarnir þrírLíkt og undanfarin ár heimsækir Bubbi Morthens Akureyri laust fyrir jól með sína Þorláksmessutónleika-

dagskrá en tónleikar hans í Hofi verða þann 21. desember. Þar segist listamaðurinn ætla að spila nokkur af lögum sínum sem lítið hafa verið

spiluð en komið út á plötum hans. Til fjölda ára var Bubbi með Þor-láksmessutónleika sína á Hótel Borg en verður nú þann dag í Hörpu.

Fyrsti viðburður í Hofi á nýju ári verður hreint ekki af lakara taginu en þann 3. janúar mæta til leiks Óperudraugarnir, þ.e. stórtenórarnir Kristján Jóhannsson, Garðar Thor Cortes og Gissur Páll Gissurarson. ,,Söngdagskráin inniheldur mikið af okkar uppáhalds aríum og klassísku sönglögum. Við tökum smá Kalda-lóns og jafnvel einhver söngleikja-lög,“ segir Gissur Páll. „Þetta er spennandi verkefni. Við höfum áður sungið saman sem Óperudraugarnir og það heppnaðist afar vel. Nú snú-um við aftur eða eigum við að segja göngum aftur.“

menningarhus.is

RAFEYRI EHFNORÐURTANGA 5600 AKUREYRISÍMI 460 [email protected]

Starfsmenn Rafeyrar óska Akureyringum, sem og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Óperudraugarnir fagna nýju norð-lensku ári í Hofi þann 3. janúar.

Óskar Pétursson, Birgitta Haukdal, Helga Möller og Magni eru Norður-ljósin í Hofi í ár.

Þorláksmessa Bubba verður á Akur-eyri þann 21. desember.

Menningarhúsið Hof.

Menningarhúsið Hof á komandi vikum:

Norðurljós, Bubbi og Óperudraugar

Vinnudagurinn hefst kl. 05:30 að morgni hjá eigendum og starfs-mönnum í Fisk Kompaníinu í Bón-ushúsinu í Naustahverfi. Upp úr kl. 06 taka handflakararnir til óspilltra málanna við að flaka fiskinn sem keyptur var á uppboði á fiskmörk-uðum daginn áður og komið hefur í hús um nóttina. Það þarf ekki að horfa lengi á handbragðið hjá flök-urunum til að sjá að þar er nostrað við hvert flak áður en það fer fram í búðarborðið.

„Með því að stýra á þennan hátt sjálf hráefniskaupum frá fiskmörk-uðunum og vinna fiskinn hér innan-húss vitum við nákvæmlega hvað við erum að bjóða viðskiptavinum okk-ar og getum verið fullviss um að þeir

fái þá gæðavöru í fiski og fjölbreytni sem við leggjum höfuðáherslu á,“ segir Ragnar Hauksson, sem er eig-andi Fiskkompaní ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Salmannsdóttur. Bæði eru þau fædd og uppalin á Siglufirði, hafa í gegnum tíðina lifað og hrærst í fiski og þekkja því af reynslunni hvað þarf til að gera fiskbúð jafn góða og raun ber vitni í Fisk Komp-aníinu. Verslunin var opnuð fyrir hálfu öðru ári og er stærsta sérversl-un í ferskum fiski sem verið hefur á Akureyri.

Alltaf eitthvað nýttNýjasta viðbótin í Fisk kompaníinu er hinn sívinsæli réttur fish&chips; steiktur fiskur og franskar kartöflur eða sætar franskar „Þessi nýjung verður flott viðbót við allt annað sem Fisk kompaní gerir,“ segir Ragnar. „Nærfellt allt sem fer í fisk-borðið hjá okkur er unnið hér á staðnum, enda okkar markmið að vinna sem flestar vörur sem við bjóðum upp á eins og t.d. söltum við allan fisk, gellum, kinnum og

allt þar á milli, segir Ragnar en auk eigin smásölu selur Fiskkompaníið í heildsölu til veitingastaða og mötu-neyta.

Tilbúnu réttirnir njóta mikilla vinsælda og sumir þeirra eiga sér stóran aðdáendahóp og eru því alltaf í boði. „Við leggjum upp úr fjöl-breyttu úrvali, bæði í fisktegundum og samsetningum í réttunum. Og svo erum við að sjálfsögðu klár með skötuna, saltfiskinn og humarinn fyrir jólin,“ segir Ragnar.

facebook.com/fiskompani

Ólöf Ásta Salmannsdóttir og Ragnar Hauksson, eigendur Fisk Kompanís sæl-keraverslunar.

Alltaf glænýr fiskur í borðinu og fyrir jólin verður humarinn, skatan og salt-fiskurinn á sínum stað.

Spriklandi nýr fiskur á diskinn þinn hjá Fisk Kompaní

Page 55: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 55

Frá því að Papco opnaði útibú á Ak-ureyri 1. janúar 2009 hefur orðið mikill vöxtur þar. Í byrjun var einn starfsmaður ráðinn og til stóð að hann ynni aðra hvora viku á Akur-eyri og hina í Reykjavík. Það varð þó aldrei og hann starfaði alfarið nyrðra. Síðan hefur verið stöðugur vöxtur á Akureyri og nágrenni og nú eru þar fimm starfsmenn, þar af fjórir sem starfa á fyrirtækjasviði og einn í fjár-málum og bókhaldi.

Höfuðstöðvar Papco eru í Reykjavík. Fyrirtækið, sem fyrst og fremst framleiðir og selur hverskyns pappírsvörur, er 31 árs gamalt, stofn-að árið 1983. Núverandi eigendur tóku við því fyrir tíu árum, 2004. Þá var veltan um 180 milljónir en nú er hún um 1 milljarður króna. Núver-andi eigendur ráku áður prentsmiðj-una Ásprent á Akureyri en hafa und-anfarin tíu ár rekið Papco.

Þrjú megin sviðÞórður Kárason framkvæmdastjóri segir að skipta megi starfsemi Papco upp í þrjú svið – fyrirtækja-, neyt-enda- og styrktarsvið. Neytendasvið-ið tekur vitaskuld til neytendamark-aðarins og á fyrirtækjasviði er áhersl-an lögð á þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Á styrktarsviði er áherslan á sölu hverskyns pappírsvara til fjár-öflunar fyrir t.d. íþrótta- og líknar-félög. Einnig býður Papco upp á aðr-ar vörur til fjáröflunar, sem önnur fyrirtæki framleiða fyrir Papco, t.d. harðfisk og lakkrís og þessa dagana er mikil sala á jólapappír. „Vöxturinn hefur verið áberandi mestur hjá okk-ur á fyrirtækjasviði. Þar erum við með sextán starfsmenn, þar af fjóra á Akureyri. Við fórum þá leið í hruninu að efla okkur á þessum markaði sem hefur gengið mjög vel og ég sé þennan vöxt halda áfram, jafnhliða því sem við leggjum eftir sem áður mikla áherslu á neytenda-markaðinn,“ segir Þórður og bætir við að til að mæta aukinni eftirspurn sé ætlunin að ná fram auknum af-köstum á næsta ári með fjárfestingu á fullkomnari og betri vélbúnaði.

Áframhaldandi vöxtur fyrir norðanSem fyrr segir var útibú Papco á Ak-ureyri opnað í ársbyrjun 2009 til þess að styrkja stöðu fyrirtækisins á lands-byggðinni. „Okkur hefur gengið mjög vel á Akureyri og fyrirtæki þar hafa séð sér hag í því að skipta við okkur og fá þannig betri verð og

betri þjónustu en áður. Það var greinilega þörf fyrir fyrirtæki eins og Papco fyrir norðan. Ég sé þennan vöxt áfram á Akureyri og það gæti al-veg verið möguleiki á því að einhver hluti framleiðslunnar fari norður,“ segir Þórður en fyrirtækið flytur vörur daglega til Akureyrar og þaðan er allt svæðið frá Blönduósi til Hafn-ar í Hornafirði þjónustað. Á Egils-stöðum er einn starfsmaður Papco sem annast sölu og þjónustu á aust-ursvæðinu.

papco.isStöðugur vöxtur hefur verið hjá Papco á Akureyri.

Starfsfólk Papco á Akureyri fyrir utan starfsstöð fyrirtækisns að Austursíðu 2 (gamla Sjafnarhúsið). Frá vinstri: Friðbjörn Jónsson, Fannar Geir Ásgeirsson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Lísbet Vala Snorradóttir og Erlendur Haraldsson.

Papco:

Mikill vöxtur á Akureyri

Aðventa Gunnars lesinMiðvikudaginn 10. desember kl. 16 bjóða Icelandair hótel Akureyri og Amtsbókasafnið á Akureyri fólki að hlusta á lestur á Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson. Bókin kom út árið 1939 og er eitt þekktasta verk Gunnars og segir af svaðilförum vinnumannsins Benedikts sem fer til fjalla í vetraríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið. Hans köllun var að koma þessum eftirlegukindum til byggða fyrir hátíðirnar.

Upplesturinn verður á Icelandair hótel Akureyri við Þingvallastræti og lesari verður Vilhjálmur Bergmann Bragason leikskáld. Boðið verður upp á kakó og smákökur.

upplifðu

á Akureyri

Page 56: Akureyri  Desember 2014

56 | AKUREYRI // jól 2014

Fatnaður úr gæðaull er allsráðandi í verslun Ullarkistunnar í Amarohús-inu við göngugötuna á Akureyri en þar eru seldur fatnaður frá norska framleiðandanum Janus. Hún er önnur tveggja verslana Ullarkistunn-ar hér á landi en hin er við Lauga-veginn í Reykjavík. Verslanirnar hafa verið starfandi um nokkurra ára skeið undir nafninu Janusbúðin en í fyrra var nafninu breytt í Ullarkistan til samræmis við nafn rekstrarfyrir-tækisins að baki þeim en eigendur þeirra hafa nú einnig opnað verslun í Noregi.

Eina barnafatabúðin í miðbænumJanus framleiðandinn sérhæfir sig í framleiðslu á gæða ullarnærfötum úr Merinoull, sem eru einstaklega mjúk og hlý og valda ekki kláðatilfinn-ingu. Um er að ræða línur fyrir bæði kynin, ungbörn og unglinga. Með öðrum orðum; hlýjan fatnað fyrir alla aldurshópa.

„Við erum með mjög fjölbreytta barnalínu, allt fá samfellum, húfum sokkum og bolum fyrir þau allra yngstu upp í kjóla, boli og nærbuxur fyrir eldri börnin. Og það best ég veit þá er Ullarkistan eina barnafata-verslunin í miðbæ Akureyrar,“ segir Eydís Jóhannesdóttir í Ullarkist-unni.

Litríkar flíkur og skemmtileg hönnunLíkt og í barnafötunum er úrvalið fjölbreytt í nærfatnaði fyrir þá full-orðnu en sokkar og húfur frá Janus

njóta líka mikilla vinsælda. „Hönn-unin á flíkunum er alltaf að verða skemmtilegri og litadýrðin að aukast fyrir bæði kynin. Þannig má segja að

Janusflíkurnar séu miklu meira en nærföt því við erum með þunna og þéttofna boli og jakka sem eru klæðilegir við hvaða flíkur sem er.

En leiðarljós fatnaðarins frá Janus er hversu hlýr hann er og sem slíkur hentar hann mjög vel í íslenskri veðráttu. Það eru allir glaðir sem fá

hlýja flík frá Janus úr jólapakkan-um,“ segir Eydís.

ullarkistan.is

Bókaútgáfan Hólar gefur nú fyrir jólin út bókina Tuddinn frá Skalpa-flóa eftir Magnús Þór Hafsteinsson. Hér á eftir fer kafli úr bókinni þar sem þýski kafbátsforinginn Günther Prien og menn hans hafa komist inn á breska herskipalægið á Skalpaflóa á Orkneyjum. Það er norðan við Pen-tilinn svokallaða, siglingaleiðina um sundið norður af meginlandi Skot-lands sem flestir íslenskir sjómenn kannast við. Kafbáturinn U47 hefur að nýju komist í skotstöðu gegn orr-ustuskipinu Royal Oak eftir að fyrsta atlagan mistókst. Günther Prien og menn hans gera aðra árás:

„Á meðan áhöfn Royal Oak reyndi að komast að niðurstöðu um hvað hafði hent skip þeirra, héldu Prien og menn hans áfram ráðstöf-unum til að skjóta fleiri tundur-skeytum.

Prien stóð á stjórnpalli og horfði enn gegnum sjónauka sinn í átt að bresku skipunum. Hann var bæði

ráðvilltur og hissa. Skipherrann undraðist mjög að engin viðbrögð voru sjáanleg um borð í þeim eða í landi við því að tundurskeyti hefði hæft annað skipið. Hann hafði búist við miklu uppnámi eftir spreng-inguna en allt var með kyrrum kjör-um. Engir varðbátar eða tundur-spillar sáust. Ekkert benti til að Breta grunaði að óvinakafbátur léki nú lausum hala inni á skipalæginu. Prien velti fyrir sér skamma stund hvort rétt væri að láta sig hverfa nú á meðan allt væri enn rólegt. Það var freistandi að nota tækifærið og fara aftur út sömu leið og þeir hefðu komið. U47 hafði verið stefnt í átt-ina að Kirkjusundi eftir að tundur-skeytunum var hleypt af. Þeir voru að höfra frá vettvangi því áhöfnin bjóst við því að Bretar hæfu strax kafbátaleit. Þeir fengju því ekki ann-að tækifæri til að skjóta tundurskeyt-um.

Þegar Prien varð ekki var við

nein viðbrögð Breta, ýtti hann þeirri hugsun frá sér að draga kafbát sinn í hlé. Fyrst þeir væru komnir inn á sjálfan Skalpaflóa bæri þeim skylda til að reka smiðshöggið á það sem þeir hefðu þegar hafist handa við. Niðri í kafbátnum höfðu menn unnið hratt og fumlaust þrátt fyrir alla óvissuna sem ríkti uppi á stjórn-palli. Þaðan barst nú tilkynning um að ný tundurskeyti væru tilbúin í rörunum. Ekkert væri því til fyrir-stöðu að skjóta þeim. Prien tók ákvörðun.

„Við snúum við. Stefna þrír–einn–fimm,“ sagði skipherrann stuttlega. Skipunin var framkvæmd án hiks. U47 beygði snöggt á stjórn-borða og sneri við. Brátt var kafbát-urinn kominn á norðvesturstefnu, aftur inn á skipalægið. Nú ætlaði Prien ekki að láta skeika að sköpuðu á neinn hátt. Hann var búinn að ákveða að ráðast í þessari atlögu ein-göngu á það skip sem var nær og hann var viss um að væri Royal Oak. Kafbáturinn nálgaðist orrustuskipið

og þrjú tundurskeyti voru tilbúin í stefni hans. Prien lét hleypa þeim öllum af í enn meira dauðafæri en þegar hann gerði fyrri atlöguna. Strax á eftir var kafbátnum snúið við á stefnu frá skotmarkinu svo hann mætti leynast í rökkrinu.

Þjóðverjarnir á stjórnpalli U47 horfðu á dökkan skugga þessa mikla herskips sem lá þarna 180 metra langt í öllu sínu veldi. Kafbátsmenn-irnir héldu nánast niðri í sér andan-um á meðan tundurskeytin æddu að marki. Þeir mundu vel hvaða tor-tímingarmáttur bjó í þessum vopn-um frá því höfðu horft á eitt tundur-skeyti nánast rífa Bosniu í tvennt á Biskajaflóa réttum fimm vikum fyrr. Þjóðverjarir þurftu ekki að bíða lengi. Ógurlegar sprengingar kváðu við þegar að minnsta kosti tvö tund-urskeytanna hæfðu risann stjórn-borðsmegin rétt framan við miðju. Annað þeirra sprakk undir fremra mastrinu og yfirbyggingunni á með-an hitt hæfði undir næst fremsta fall-byssuturninum framan við brú skipsins.

Tundurskeytið, sem hæfði undir yfirbyggingunni, reif gat á einn af helstu olíutönkum Royal Oak. Svartolían streymdi út og breiddist yfir hafflötinn. Sjór fossaði inn í vél-arrúm orrustuskipsins. Eldhaf kviknaði í skotfærageymslu. Spreng-ing þeytti braki hátt til lofts. Margir af þeim mönnum sem höfðu nú lagst aftur til svefns eftir að fyrsta tundurskeytið hafnaði á stafni skips-ins fórust á nokkrum augnablikum í sprengingum og eldunum sem kviknuðu í kjölfar þess að tundur-skeytin hæfðu og rifu skipið á hol. Öllu rafmagni sló út í Royal Oak. Ljós slokknuðu og vígdrekinn myrkvaðist. Þar með varð hvorki hægt að koma skilaboðum um kall-kerfi skipsins né senda ljósmerki í land. Risinn var lamaður. Konungs-eikin riðaði til falls.“

holarbok.is

Forsíða bókarinnar Tuddinn frá Skalpaflóa.

Tuddinn frá Skalpaflóa

Eydís Jóhannesdóttir í Ullarkistunni við prinsessufötin frá Janus.

Hlý flík í jólapakkann

Janus framleiðir litskrúðugur og nota-drjúgan fatnað fyrir bæði kyn.

Samfellur, sokkar og húfur fyrir þau allra yngstu.

Urtasmiðjan SólaFjallagrasakrem, létt rakagefandi andlits-krem úr mýkjandi fjallagrösum, ilmandi blóðbergi og róandi kamillu.Gefur góðan raka.

Morgunfrúarkrem, 24 klst. silkikrem með granateplaolíu, sem er full af nærandi vítamínum. Morgunfrú og gulmaðra gefa húðinni frísklegan gullinn blæ.

Silki-andlitsolía, djúpnærandi serum, meðblágresi, rauðsmára og vítamínríkum apríkósu og arganolíum, sem þekktar eru fyrir yngjandi áhrif á húðina.

Húðnæring-augnsalvi, gefur húðinni viðbótar næringu á augnsvæðinu og þar sem hún er viðkvæmust. Inniheldur rósa- og granateplaolíu, A og E vítamín.

Lífrænar snyrtivörur án allra aukaefna, sem gaman er að gefa og gott að þiggja.Fást hjá: Akureyrarapótek, KaupangiFlóra, Hafnarstræti Heilsuhúsið, Glerártorgi Víkingur, Hafnarstrætiog framleiðanda, [email protected] sími 462 4769

Page 57: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 57

„Það er alltaf nóg að gera hjá okkur og framundan er mjög annasamur tími,“ segja þeir Pétur Ingi Kolbeins verkstjóri og Einar P. Egilsson af-greiðslustjóri á lager MS-Akureyri. Umtalsvert vörumagn fer um lager-inn á hverjum degi og er í mörg horn að líta hjá strákunum og þeirra starfsmönnum. Alls fara um lagerinn hjá MS-Akureyri um 20% þess vörumagns sem fyrirtækið framleið-ir. Dreifingin nær yfir stórt svæði, en um það bil helmingur alls landsins er undir, svæði frá Hrútafirði, um allt Norður- og Austurland að Höfn í Hornafirði.

„Þetta er ansi stórt svæði og heil-miklir flutningar alla virka daga,“ segir Pétur. Flutningabíll fer fjórum sinnum í viku frá samlaginu á Akur-eyri austur á Egilsstaði, fullhlaðinn af mjólkurvörum af ýmsu tagi. Það-an er vörunum dreift vítt og breitt um Austfirði og suður í Hornafjörð. Þá er stór flutningabíll á ferðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar alla daga vikunnar. Reynt er að hagræða sem kostur er í akstri.

Allir glaðir þegar tíðin er góðTíð hefur verið einstaklega góð í allt haust og engar tafir orðið á vöru-flutningum. „Og við erum alveg hæstánægðir með það,“ segja þeir Pétur og Einar og hugsa með hryll-ingi til tveggja síðustu vetra þegar vetur settist snemma að með gríðar-legu fannfergi og tilheyrandi ófærð. „Það urðu oft mikil vandræði með flutninga, Möðrudalsöræfi voru ansi oft lokuð og ekki bætti úr skák þegar dregið var úr snjómokstri á þeirri leið. Eins var Öxnadalsheiðin iðu-lega til trafala. Þetta var mjög erfitt og kallaði á mikið púsluspil hér á lagernum. En við höfum öfluga bíl-stjóra í okkar röðum, vana menn sem kunna sitt fag. Þeir hafa á stundum komist í hann krappann, en sem betur fer hefur aksturinn gengið áfallalaust fyrir sig. Nú í vet-ur hefur veður verið gott og engar tafir orðið vegna veðurs, allt gengið smurt og þá eru allir glaðir.“

50 til 60 tonn send út daglegaAð jafnaði berast á milli 150 til 200 pantanir inn á lager MS á Akureyri á hverjum degi og þaðan eru send út

um 50 til 60 tonn af vörum daglega. Nú er runninn upp annatími, jólin framundan með aukinni notkun á mjólkurvörum, einkum rjóma og smjöri. „Það er alltaf mikið um að vera hér fyrir jólin,“ segja félagarnir. „Pantanir aukast verulega á þessum tíma, það þurfa allir að fá meira magn en vanalega. Þetta er skemmtilegur tími, líflegur og stemningin er góð.“

Þeir segja að líka megi mánaða-mótum nóvember/desember við sprengingu. Á þeim tíma vilji versl-anir fá inn meira magn og auka við pantanir sínar. Yfir sumartímann er það sama uppi á teningnum þegar ferðalangar eru hvað mest á ferðinni. „Magnið sem sent er austur eykst töluvert yfir sumarið, við sjáum það t.d. ef veðurspá fyrir Austurland er góð eru pantanir mun ríflegri en á öðrum tíma. Og sem dæmi þá send-um við allt að því þrefalt meira magn í Mývatnssveit á sumrin mið-að við veturna,“ segja Pétur og Ein-ar.

ms.is

Annasamur tími er framundan hjá starfsfólki á lagernum hjá MS-Akureyri, en fyrir jólin eykst mjög sala á ýmsum mjólkurvörum, einkum smjöri og rjóma. Hér eru þeir Einar P. Egilsson afgreiðslustjóri og Pétur Ingi Kolbeins verkstjóri á lager MS-Akureyri með rjóma á bretti.

Strákarnir með jólarjómann!

Gjafabréffyrir sælkera

Gefðu góða gjöf

Gjafabréfin gilda bæði á Strikinu og á Bryggjunni

og réttur dagsins fylgir með öllum gjafabréfum fram að jólum

S k i p a g a t a 1 4 | 5 . h æ ð | 6 0 2 A k u r e y r i | S í m i 4 6 2 7 1 0 0 | w w w. s t r i k i d . i s

og félagar í landsliðinu með frábæran árangur

á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. Þið eruð snillingar!

Til hamingju Garðar

Page 58: Akureyri  Desember 2014

58 | AKUREYRI // jól 2014

„Okkar leiðarljós er að koma til móts við þarfir okkar viðskiptavina, þær eru síbreytilegar og því þarf á hverjum tíma að fylgjast grannt með öllum hræringum sem verða í þess-um geira,“ segir Egill Einarsson sem rekur íþróttavöruverslunina Sportver á Glerártorgi á Akureyri ásamt Sig-urði bróður sínum. Þar hafa þeir verið frá því verslunarmiðstöðin var opnuð. Verslunin á sér þó lengri sögu, hún fagnar 20 ára afmæli sínu á næsta ári, þannig að bræðurnir eru öllum hnútum kunnugir í bransan-um. Þeir láta þó engan bilbug á sér finna „og erum við bara í fantagóðu formi. „Still going strong“, eins og þeir segja.“

Egill segir að unnið hafi verið að því á dögunum að setja upp nýjar innréttingar á svæði fyrir vörumerk-in Under Armour og Nike og hafi vörur frá þeim fyrirtækjum nú nýtt og gott svæði í versluninni, en bæði njóti vinsælda viðskiptavina. „Við höfum verið að taka upp fullt af nýj-um vörum síðustu daga og vikur og úrvalið er mikið og fjölbreytt en við sinnum nánast öllum þeim íþrótta-greinum sem landsmenn stunda, þannig að það er í mörg horn að líta.“

Aukinn áhugi fyrir hjólreiðumEgill nefnir að sala á hjólum hafi gengið vel og mikil aukning hafi orðið norðan heiða á vetrarhjólreið-um sem vissulega sé ánægjuleg þró-un. Í tengslum við aukinn áhuga hefur sala á Craft hlaupa- og hjóla-fatnaði líka aukist. „Við höfum selt heilmikið af nagladekkjum, m.a. í samvinnu við Hjólreiðafélag Akur-eyrar, enda er vaxandi áhugi fyrir hjólreiðum almennt í samfélaginu. Við viljum hvetja alla sem eiga hjól að mæta á hjólaæfingar hjá HFA, þetta eru hjólreiðar fyrir alla, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, virkilega skemmtilegur hópur.“

Skíðatíð handan hornsinsSkíðatíð er handan hornsins og að venju býður Sportver upp á flestar þær vörur sem tilheyra skíða- og brettaiðkun. „Við erum t.d. með mjög flottar vörur fyrir brettafólk; Lobster snjóbretti, Switchback brettabindingar, Hoppipolla húfur og 7-9-13 beltin sem þeir bræður Halldór og Eiríkur Helgasynir eiga heiðurinn af. Við erum einnig með Billabong/Element og 686 fatnað í úrvali. Stór lína er í boði frá fram-leiðendanum Helly Hansen, það eru vandaðar og flottar vörur á góðu verði, enda eru þær alltaf vinsælar,“ segir Egill.

Bræðurnir reka einnig Cinta-maní búðina til hliðar við Sportver og segir Egill að hún fái gott rými innan fyrirtækisins. „Það þekkja flestir fatnaðinn frá Cintamani, gæð-in eru frábær, sniðin falleg og hann hefur reynst mjög vel. Það er bara um að gera að líta við og skoða úr-valið, af nægu er að taka.“

facebook.com/sportverEigendur Sportvers, bræðurnir Egill og Sigurður Einarssynir ásamt starfsfólki sínu, Sillu, Atla og Arndísi. Myndir: Auðunn Níelsson.

Sportver á Glerártorgi:

Alltaf að breyta og bæta

upplifðu

á Akureyri

Sérverslun með Cintamani vörumerkið er hluti af verslun Sportvers. Vörur í úrvali frá heimsþekktum framleiðendum á borð við Under Armour, Nike og Helly Hansen er að finna í Sportveri.

Næstkomandi sunnudag, 7. des-ember, syngur Kór Akureyrarkirkju árlega Jólasöngva sína. Kórinn verð-ur með tvenna tónleika, fyrst klukk-an 17 og síðan klukkan 20. Aðgang-ur er ókeypis.

Jólasöngvar Akureyrarkirkju hafa skapað sér fastan sess í jólaundirbún-ingi Akureyringa og nærsveitamanna

og þykir mörgum þeir vera ómiss-andi liður á aðventunni. Í ár eru Jólasöngvarnir jafnframt útgáfutón-leikar nýs jóladisks kórsins, „Ó, þú hljóða tíð“, sem var að koma út og má lesa um annars staðar í blaðinu. Mun kórinn að þessu sinni flytja efni af nýja diskinum.

Í Kór Akureyrarkirkju eru um 70 söngfélagar. Hér er hluti kórsins á æfingu fyrir árlega Jólasöngva nk. sunnudag kl. 17 og 20.

Jólasöngvar í Akureyrarkirkju

Page 59: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 59

TÍSKUVÖRUVERSLUN GLERÁRTORGI Opnunartími: Mán til föstud. 10-18.30, laugard. 10-18, sunnud. 12-17

Akureyri

Mikið úrval af flottum fötum...

Akureyri

favor.iswww.facebook.com/favorverslun

Þessa dagana eru Keahótel ehf. að opna nýtt fjögurra stjörnu hótel í Reykjavík sem ber nafnið Apotek Hotel og er á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Hótelið er í því húsi sem Guðjón Samúelsson, húsameist-ari, teiknaði og hýsti lengstum Reykjavíkur Apótek en það var byggt snemma á síðustu öld. Nafn hótelsins er dregið af þessari sögu hússins en hún er höfð í hávegum við alla hönnun innanhúss jafnt á hótelinu sem á veitingastaðnum, Apotek Restaurant, sem opnar sam-hliða hótelinu á jarðhæð þess

Á Apotek Hotel eru 45 vel búin og vönduð herbergi. Ester Björns-dóttir, markaðsstjóri Keahótela, seg-ir staðsetninguna góða með tilliti til afþreyingar, veitingastaða og annarr-ar þjónustu í miðborg Reykjavíkur. Fyrirtækið rekur einnig Hótel Borg við hlið Apotek Hotel en þessa dag-ana er unnið að stækkun þess úr 56 herbergjum í 99 með smíði bygging-ar vestan við hótelið sem tengist gömlu byggingunni á jarðhæð. Kea-hótelin eru með öðrum orðum að bæta við 88 herbergjum í miðborg-inni.

Fjögur hótel í Reykjavík„Hótelgestir sækja í miðborgina og við erum að svara eftirspurn með þessari aukningu. Með stækkuninni á Hótel Borg erum við, auk her-bergja, að bæta við líkamsræktarað-

stöðu og spa ásamt fundaraðstöðu sem við sjáum fyrir okkur að bæði hótelin geti nýtt. Við erum að horfa til hins almenna hótelgests með auknu gistirými en sjáum líka mikil tækifæri í þjónustu við hópa, ekki síst í tengslum við ráðstefnur og fundi enda hótelin tvö staðsett stein-snar frá bestu ráðstefnuaðstöðu landsins í Hörpu,“ segir Ester.

Auk áðurnefndra tveggja hótela reka Keahótel tvö önnur í Reykja-vík, þ.e. Hótel Björk við Brautarholt og Reykjavík Lights við Suðurlands-braut. Samanlagður herbergjafjöldi er rösklega 300 á hótelunum fjórum en félagið er einnig með í byggingu 105 herbergja hótel við Hverfisgötu sem kemur til með að opna í júní 2015.

Skíði og menningarviðburðir draga gesti til AkureyrarEster segir vel ganga í rekstri Hótel Kea á Akureyri og breytingarnar sem gerðar voru á veitinga- og móttöku-hæð þess árið 2013 hafi komið vel út. „Hótelið er mjög vel bókað allt sumarið og erlendir ferðamenn stærstur hluti gesta á þeim árstíma. Innlendir ferðamenn eru hins vegar mun fleiri yfir vetrarmánuðina og þá laðar Akureyri fólk til sín vegna skíðasvæðisins, menningarviðburða og annarrar afþreyingar. Einnig er-um við að bjóða uppá mjög fjöl-breytta og góða ráðstefnu- og fund-

araðstöðu þannig að við erum með mikið af fyrirtækjahópum hérna hjá okkur líka. Einmitt núna er vetrar-tilboðið okkar í fullum gangi með góðum verðum á gistingu og upplif-un í mat á veitingastaðnum okkar, Múlabergi,“ segir Ester.

keahotel.isEster Björnsdóttir, markaðsstjóri Keahótela ehf. Mynd: Auðunn Níelsson.

Nýjasta hótel keðjunnar er Apotek Hotel á horni Austurstrætis og Póst-hússtrætis í Reykjavík sem er þessa dagana að fara í fullan rekstur.

Keahótel opna nýtt hótel í miðborg Reykjavíkur

Page 60: Akureyri  Desember 2014

Óskum Akureyringum og landsmönnum öllum gleðlegra jóla og farsældar á nýju ári

60 | AKUREYRI // jól 2014

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni

Gleráreyrum 2, 600 Akureyri - Sími 461 2700, netfang: [email protected]

Opnunartími: Virka daga 7-18. Helgar 7-16

I C E L A N D I C B U S C O M P A N Y

HJALTEYRARGÖTU 10 • 600 AKUREYRI Sími: 5 500 700 • Fax: 5 500 701

HJALLAHRAUNI 2 • 220 HAFNARFIRÐI Sími: 5 500 770 • Fax: 5 500 771

[email protected] • www.sba.is

Page 61: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 61

„Við höfum aldrei haft meira að gera í framleiðslu á persónulegum jólakortum en síðustu ár þannig að okkar upplifun er hreint ekki sú að jólakortið sé á útleið. Þvert á móti,“ segir Þórhallur Jónsson í Pedro-myndum á Akureyri en einmitt þessa dagana er hápunktur jóla-kortatímabilsins í versluninni. Fyrir-tækið Pedromyndir stofnaði Friðrik Vestmann fyrir 49 árum og hóf strax að bjóða almenningi þá þjónustu að prenta kveðjur inn á ljósmyndir sem jólakort. Jólakortaframleiðslan í Pedromyndum á sér með öðrum örðum tæplega hálfrar aldar sögu.

„Friðrik er menntaður prentari og kunni þá tækni sem þurfti til að gera þetta en síðan hefur framleiðsl-an að sjálfsögðu þróast mikið í takti við tímann og tækniþróunina. Í dag bjóðum við fólki bæði fyrirfram út-færð kort með mynd eða myndum eða útfærum kortin eftir séróskum hvers og eins hvað varðar texta og útlit. Það eina sem fólk þarf að gera er að panta kortin í gegnum heima-síðu okkar, pedromyndir.is, senda okkur myndir í gegnum síðuna og texta. Jólakortið er síðan tilbúið eftir 2-3 daga,“ segir Þórhallur en umslög eru meðfylgjandi kortunum þegar þau eru afgreidd. Þórhallur segir al-gengt magn í kringum 60 stykki en aðrir eru stórtækari og dæmi eru um einstaklinga sem panta um og yfir 200 kort.

Hryðjuverkin 11. september höfðu áhrif „Margir vilja hafa formið þannig að þeir geti skrifað á kortin og aðrir ekki. Það er allur gangur á þessu. Fyrstu pantanir í jólakortum koma yfirleitt í lok október og mest er að gera á þessum tíma, þ.e. í byrjun desember. Þau síðustu fara út skömmu fyrir jól,“ segir Þórhallur en athyglisvert er að svo virðist sem uppsveifla hafi orðið í jólakortahefð-inni í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjanna 11. september 2001.

„Það ár og fyrstu árin á eftir varð mikil aukning í jólakortaframleiðsl-unni og það er í samræmi við breyt-ingar sem urðu vel merkjanlegar um allan heim. Þessi atburður hafði mikil áhrif og jók samkennd fólks og kom með þessum hætti fram hér

hjá okkur,“ segir Þórhallur og bætir við að tilkoma snjallsímanna hafi líka haft áhrif á sínum tíma.

„Þá fórum við að fá miklu meira af tækifærismyndum sem teknar eru

á síma og það er líka athyglisvert að þrátt fyrir mikla notkun samfélags-miðla á borð við Facebook halda jólakortin sínum hlut. Margir nota Facebook til að senda sínum vina-hópi jólakveðju en senda engu að síður líka persónulegt jólakort. Þetta er jólahefð sem fólk vill halda í,“ segir Þórhallur.

pedromyndir.is

„Kassagítar er og hefur verið klassísk jólagjöf. Við seljum jafnan mikið af kassagítörum fyrir jólin og ég reikna með að svo verði einnig nú,“ segir Trausti Már Ingólfsson, verslunar-stjóri í Tónabúðinni í Glerárgötu 7. Þar má fá allt sem nöfnum tjáir að nefna sem tengist tónlistarflutningi; hljóðfæri stór og smá, alls kyns aukahluti, hljóð- og ljósakerfi, nótnabækur, hugbúnað og hljóðkort fyrir upptökur og tónlistarsmíð og þannig má lengi telja. Og það sem ekki kann að vera til í búðinni er pantað og komið á staðinn um hæl.

Úkúlele höfðar til allra„Annað hljóðfæri sem vert er að minnast sérstaklega á er úkúlele sem við byrjuðum að selja í Tónabúðinni laust upp úr 2000. Það má segja að vinsældir þess hafi varað alla tíð síð-an og það skemmtilega við úkúlele er að það höfðar til allra aldurshópa; barna jafnt sem eldri borgara. Eitt-hvað við þetta hljóðfæri kallar fram gleðina í fólki og í raun er stór-merkilegt að þetta hljóðfæri frá Hawai skuli njóta svona mikilla vin-sælda uppi á Íslandi. Staðir sem eiga

fátt samaneiginlegt – nema þá helst að vera eldfjallaeyjar,“ segir Trausti.

Hljóðupptökubúnaður fyrir atvinnu- og áhugamanninnEins og sjá má í Tónabúðinni við Gránufélagsgötu er mikið lagt upp úr vöruúrvalinu og geta viðskipta-vinir í mörgum tilfellum valið úr

mismunandi gerðum, t.d. í strengja-hljóðfærum, slagverkshljóðfærum, hljómborðum og fleiru.

„Við leggjum líka áherslu á hljóð- og ljósakerfi og allan búnað sem þeim tengjast. Þetta geta verið allt frá kerfum fyrir litla sali upp í kerfi fyrir stærstu byggingar eða stórtón-leikahald,“ segir Trausti en Tóna-

búðin selur einnig allan þann búnað sem þarf til að taka upp tónlist í heimahúsum eða hljóðverum. „Áhuginn á hljóðupptökum er mik-ill og hefur bæði birst í góðri sölu á búnaði af þessu tagi og aðsókn að námskeiðum í hljóðupptökum sem hafa verið haldin hér í bænum á veg-um Hljóðheima og fleiri aðila. Nú getur nánast getur hver sem er náð mjög góðum upptökum heima í herbergi hjá sér,“ segir Trausti.

Æfingahúsnæði vantar Í takti við tíðarandann þróast tón-listarheimurinn; tónleikahald og t.d. sveitaballamenningin sem er með talsvert öðrum hætti en á árum áður. Eitt atriði segir Trausti þó ekki taka breytingum og þar geti Akureyrar-bær komið að málum. Þetta er þörf-in fyrir æfingahúsnæði fyrir hljóm-sveitir.

„Staðreyndin er sú að því miður er of lítið af æfingahúsnæði á lausu fyrir hljómsveitir og það sem stend-ur til boða er alltof dýrt fyrir ung-linga sem eru að fikra sig áfram á þessari braut. Þetta stendur grasrót-arþróuninni fyrir dyrum og ég bara hvet Akureyrarbæ til að skoða hvort ekki sé mögulegt að finna húsnæði til að bjóða ungu fólki til afnota fyr-ir hljómsveitaræfingar. Þetta verðist bara verða erfiðara og erfiðara með hverju árinu. Við hérna í Tónabúð-inni fáum símtöl og heimsóknir í hverjum mánuði þar sem verið er að spyrjast fyrir um æfingahúsnæði. Ég er sannfærður um að það yrði lyfti-stöng fyrir tónlistarlífið á svæðinu. Ef á sínum tíma hefði ekki verið til æfingahúsnæði fyrir þá hefðum við kannski aldrei fengið Sykurmolana og Björk, SigurRós eða Baraflokk-inn, svo dæmi séu tekin,“ segir Trausti.

tonabudin.is

Tónabúðin við Gránufélagsgötu:

Gítar eða úkúlele í jólapakkanum

Mandarínan einkennandi fyrir jólinDavíð Örn Halldórsson útskrifaðist frá myndlistadeild Listaháskóla Ís-lands árið 2002 og hefur unnið að listinni síðan. Hann er nú í fremstu röð íslenskra listmálara, hefur haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis. Segja má að einn af hápunktunum á ferli hans hingað til séu hin merku Carnegie verðlaun sem hann hlaut í 2013.

Verk Davíðs hafa sterka skírskot-un til grafítverka og götulistar en falla um leið að myndlistarhefðinni. Verk hans eru gjarnan unnin á óhefðbundin efni og einkennast af kraftmikilli litanotkun og óvenjuleg-um samruna forma og mynstra. Davíð var á skrá yfir listamenn sem var farið yfir þegar velja átti fulltrúa til að búa til jólakúluna 2014 fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og er mjög stoltur yfir að hafa orðið fyrir valinu í þetta verkefni.

„Það tók mig svolítinn tíma að detta niður á hugmyndina sem ég vildi vinna út frá við hönnun jóla-kúlunnar en eftir nokkra umhugsun fann ég út að mandarínan væri það

sem fyrir mér væri einna mest ein-kennandi fyrir jólin,“ segir Davíð sem er fæddur 1976. „Eftir því sem ég kemst næst er ég líklegast af mandarínukynslóðinni sem kynntist þeirri hefð fyrst að allir keyptu mandarínur fyrir jólin. Mandarínan er því jólatengingin mín. Þegar ég hafði dottið niður á þá hugmynd var eftirleikurinn auðveldari og niður-staðan varð þessi kúla sem nú er fædd.“

Davíð hannaði mynstrið, litinn og línubilið og svo er kúlan hand-máluð af flinku fólki. Davíð orti ljóðið Mandarína í tilefni hönnunar-innar:

Mandarína Appelsínugul kringlasem brotnar í báta.Börkur sem ilmar,appelsínugulur eða grænn.Innihaldið ríkt,minningin um síðustu sterk.Þessi mandarína bragðast ekki vel,en hún brotnar í báta.

Trausti Már Ingólfsson, verslunarstjóri í Tónabúðinni við hluta af úrvali ásláttarhljóðfæra sem verslunin selur.

Úkúlele er hljóðfæri sem höfðar til allra kynslóða.

Davíð Örn Halldórsson með Kærleikskúluna.

Pedromyndir:

Persónuleg jólakort í tæplega hálfa öldSkemmtilegt jólakort Friðriks Vest-mann í Pedromyndum, líkast til frá árinu 1969. Hér eru börn hans, Rúnar, Inga og Ragnhildur – og heimiliskötturinn fylgist með!

Jólakort frá Pedromyndum 2014.

Page 62: Akureyri  Desember 2014

62 | AKUREYRI // jól 2014

Minjasafnið á Akureyri hefur nú sett upp sína árlegu jólasýningu um jólin fyrr á tímum og jólasveinana. Á safninu gefst gestum kostur á að fræðast um undirbúning jólanna áð-ur fyrr, skoða gamalt jólaskraut og kynnast jólasveinunum – öllum 89, eins og er. „Við erum alltaf að heyra um fleiri og fleiri jólasveina. Suma þekkjum við og vitum nokkuð um það hvernig þeir hegða sér. Aðra vit-um við lítið eða ekkert um en við er-um að reyna að kynnast þeim öllum betur,“ segir Ragna Gestsdóttir safn-fræðslufulltrúi. Sýningin verður op-in alla daga til jóla milli kl. 13-16 og er 50% afsláttur af verði aðgöngu-miða, en frítt er fyrir gesti 18 ára og yngri. Á sýningunni gætir ýmissa grasa um jólahald og siði fyrr á tím-um þar sem gestum gefst færi á að prófa og upplifa verk sem þurfti að vinna í aðdraganda jólanna og tengdust t.d. matargerð og ullar-vinnslu.

Að upplifa jólaspenninginn„Á sýningunni er einskonar fjallasal-ur þar sem mögulegt er að gægjast inn í smáveröld jólasveinanna. Í öðr-um sal eru hlutir sem tengjast bað-stofulífi og undirbúningi jólanna fyrr á tímum og að lokum er rann-sóknarstofa þar sem gestir geta kafað enn dýpra í eðli jólasveinanna. Í ár fjöllum við sérstaklega um þann sið að gefa í skóinn. Hegðun og atferli jólasveinanna er uppspretta okkar jólarannsókna og skógjafirnar eru einn liður í þeim. Gestir okkar geta ekki bara fræðst um jólasveinana 13 sem eru hvað þekktastir og koma til byggða fyrir jólin heldur fjöllum við einnig um bræður þeirra og systur sem halda sig á fjöllum allt árið. Kannski sem betur fer vegna þess að við höfum fundið nöfn á 89 jóla-sveinum og það yrði ekki lítið mál að fá þá alla til byggða. Það er held-ur alls ekki víst að þeir hafi allir lært að haga sér almennilega líkt og bræðurnir 13 sem eru núna mjög velkomnir á íslenskum heimilum,“ segir Ragna í léttum tón en bætir við að mörg þau jólasveinanöfn sem rekið hafi á fjörur hennar og starfs-manna Minjasafnsins gefi hreint ekki fögur fyrirheit um hegðun þeirra.

„Nei, ég held að við kærum okk-ur ekkert um að fá í heimsókn jóla-sveina sem heita nöfnum á borð við Lungnaslettir og Flórsleikir, að ég nú ekki tali um jólasveininn Barna-þef. Við vitum misjafnlega mikið um hegðun þessara sveina en það sem við vitum lofar alls ekki góðu. Við höfum séð þessi nöfn í ýmsum rituðum heimildum og heyrt þau í frásögnum fólks. Nöfnin eru oft lýs-andi fyrir daglegt líf fyrr á öldum og þann raunveruleika sem fólk bjó við. Þau vísa til búskaparhátta og matar-menningar sem við þekkjum að sumu leyti enn í dag en annað er okkur framandi. Við skiljum hvað það er sem Skyrgámur og Rjóma-sleikir eru að sækjast eftir – en fyrir yngri kynslóðina er oft erfitt að átta sig á hvað Askasleikir, Flautaþyrill og Flórsleikir voru eiginlega að gera.“

Gjöf í skóinn gleðurRagna segir margt á jólasýningunni

höfða til ungu kynslóðarinnar enda nýta grunnskólar sér óspart að fara með nemendur í safnið og fræða þá um gamla jólasiði og hefðir. „Við er-um með sýni í krukkum sem má þefa af og reyna að tengja við rétta sveina t.d. skyr, kjöt og tólg. Gestir geta reynt sig við að krækja í hangi-læri og aðstoðað við sokkaprjón. Þetta er því sýning sem höfðar til allra aldurshópa.“

Á safninu eru skór í stóru hlut-verki og hafa þeir vafalaust einhvern tímann á sinni lífsleið gegnt því hlutverki fyrir eigendur sína að lokka að jólasveina með gjafir. Lesa má á sýningunni minningar Íslend-inga um gjafir sem þeir fengu á sín-um tíma í skóinn. En hversu gamall er þessi siður hér á landi?

„Þessi siður kom fyrst til landsins upp úr 1930 og þá frá Evrópu þar sem Nikulás gaf börnum í skóinn aðfaranótt 6. desember. Lengi vel var þessi siður þó ekki útbreiddur hér á landi og í raun ekki fyrr en um og upp úr 1980 sem hann tók á sig þá mynd sem við þekkjum í dag, þ.e. að börn fái almennt gjafir í skó-inn í 13 nætur fyrir jól. Reyndar voru jólasveinarnir framan af svolítið óskipulagðir, gleymdu mörgum heimilum og gáfu stundum bara á laugardögum. Aðrir fengu mögulega í skóinn allan desember og svona var þetta misjafnt. En í dag er þessi sið-ur mjög útbreiddur hér á landi og almennur. Og er hreint ekki á und-anhaldi – nema síður væri. Við er-um reyndar að leita eftir frásögnum og heimildum frá fólki um þennan sið síðustu áratugina og í desember verður aðgengileg spurningaskrá á heimasíðu Minjasafnsins þar sem fólk getur lagt sitt af mörkum og sagt frá skógjöfum æsku sinnar – eða því að þau hafa ekki fengið í skóinn. Allar sögur eru áhugaverðar og allir hvattir til að segja frá,“ segir Ragna.

minjasafnid.is

Ragna Gestsdóttir, safnfræðslufulltrúi Minjasafnsins á Akureyri. „Jólasveinarnir voru framan af svolítið óskipulagðir, gleymdu mörgum heimilum og gáfu stundum bara á laugardögum. Aðrir fengu mögulega í skóinn allan desember og svona var þetta misjafnt.“ Myndir: Auðunn Níelsson.

Jólasýningin miðlar ýmsum fróðleik um jólasveinana og jólasiði.

Ekta norðlenskt laufabrauð frá Brauðgerð Kristjáns- með rétta jólabragðið!

Laufabrauðið góða frá Kristjáni er komið í verslanir ásamt steikingarfeitinni!

Frábær steikingar-feiti frá Brauðgerð Kristjáns.100% plöntufeiti sem freyðir ekki.Góð til steikingar á laufabrauði.

Gott í skóinn og 89 jólasveinar!Jólasýning Minjasafnsins á Akureyri geymir margan fróðleik um jólin

Page 63: Akureyri  Desember 2014

AKUREYRI // jól 2014 | 63

Page 64: Akureyri  Desember 2014

Jólagjafabréfið er ferðalag í hlýjan faðm og dekur og er fullkomin gjöf fyrir ferðaglaða ættingja og vini á öllum aldri. Hvern viltu knúsa núna? Eftir áramót? Í vor? Jólagjöfina í ár er einungis hægt að kaupa og bóka á flugfelag.is

Fullorðinsbréf: 19.100 kr.* Barnabréf: 10.850 kr.**

STYTTRI FERÐALÖG, LENGRI FAÐMLÖG UM JÓLIN

* Flug fram og til baka og flugvallarskattar. ** Fyrir börn á aldrinum 2-11 ára.

JÓLAGJAFABRÉF FLUGFÉLAGS ÍSLANDS

Jólag jafaflug er hægt að bóka frá 29. des. 2014 til 28. feb. 2015 fyrir ferðatímabilið: 6. jan. til 31. maí 2015. Takmarkað sætaframboð. Frá 1. júní til 1. des. 2015 gildir jólapakkinn sem inneign upp í önnur farg jöld. Nánar um skilmála á flugfelag.is