notendur.hi.isadg11/almenn salfraedi/15. kafli.do…  · web viewað skilgreina afbrigðileika...

33
15. KAFLI – PSYCHOLOGICAL DISORDERS AFBRIGÐASÁLFRÆÐI

Upload: others

Post on 21-Aug-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

15. KAFLI – PSYCHOLOGICAL DISORDERS

AFBRIGÐASÁLFRÆÐI

AÐ SKILGREINA AFBRIGÐILEIKA (DEFINING ABNORMALITY) BLS. 538

Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara eftir vissum viðmiðum. Ekki er til eitthvað eitt próf sem

Page 2: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

við getum notað til þess að komast að því hvort einstaklingur hafi einhverja röskun eða þá hvaða

röskun það væri. Nokkur viðmið sem við nýtum okkur eru t.d.:

1. FRÁVIK FRÁ MENNINGARLEGUM VIÐMIÐUM (DEVIATION FROM CULTURAL NORMS)

Öll samfélög hafa viss viðmið og vissa skilgreiningu á því hvað sé venjulegt, þegar það kemur að

hegðun og hugsun. Ef einstaklingur bregður út fyrir þessi viðmið má telja hann afbrigðilegan.

Menningarlegir afstæðishyggjusinnar segja að við þurfum að virða skilgreiningu menningar á

afbrigðileika fyrir meðlimi þeirrar menningar. Þannig erum við ekki að þvinga okkar viðmiðum á þá

menningu (cultural relivist perspective). Þeir segja að það sem gildi í okkar samfélagi þurfi ekki

endilega að gilda í öðrum samfélögum. Hins vegar geta verið vandamál við þessa kenningu; sum

samfélög geta nýtt sér hana til þess að segja einhern þjóðfélagshóp afbrigðilegan og með því móti

haldið honum niðri (sbr. Hitler og gyðingarnir). Annað vandamál er að skilgreining á afbrigðileika

getur breyst í sama samfélaginu yfir tíma. Eitthvað sem kannski taldist afbrigðilegt í samfélagi gæti

þótt venjulegt í hinu sama samfélagi nokkrum árum eða áratugum síðar (einu sinni var samkynhneigð

talin afbrigðileg í mörgum vestrænum samfélögum en telst það ekki í dag).

2. FRÁVIK FRÁ TÖLFRÆÐILEGUM VIÐMIÐUM (DEVIATION FROM STATISTICAL NORMS)

Afbrigðilegt þýðir frávik frá viðmiðum. Ýmsir eiginleikar á borð við hæð, þyngd, greind og fleira á við

ýmsar breytur sem má skoða á tölfræðilegan hátt. Flestir falla í meðaltalið og því þurfum við að skoða

tölfræðileg frávik þegar við ætlum að skilgreina afbrigðileika. Hins vegar dugir tölfræðilegt frávik ekki

eitt og sér til að skilgreina eitthvað sem afbrigðilegt, því þá myndu mjög greindir eða mjög

hamingjusamir einstaklingar skilgreinast sem afbrigðilegir.

3. ILLA AÐLÖGUÐ HEGÐUN (MALADAPTIVE BEHAVIOR)

Margir segja að það mikilvægasta þegar skilgreina á afbrigðileika sé að skoða hvernig hegðun, hugsun

og tilfinningar hafa áhrif á vellíðan einstaklingsins eða þjóðfélagshópsins. Ef hegðun, hugsun og

tilfinningar hafa skæð (adverse) áhrif á einstaklinginn eða þjóðfélagshópinn, þá bendir það til þess að

eitthvað þarf að athuga.

4. PERSÓNULEG KVÖL (PERSONAL DISTRESS)

Page 3: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

Fjórða viðmiðið snýst að einstaklingnum og huglægri upplifun hans á tilfinningum sínum, t.d. kvíða,

þunglyndis- og reiðitilfinningum. Flestir sem eru greindir með sálfræðilega röskun líður illa að

einhverju leyti og stundum getur sú vanlíðan verið eina einkenni raskarinnar, því hegðun

einstaklingsins getur að öðru leyti verið eðlileg.

Þegar einstaklingur er greindur með geðröskun er oft skoðað öll fjögur viðmið en ekki alltaf.

HVAÐ ER VENJULEGT? BLS. 539

Erfiðara hefur reynst að skilgreina hvað sé venjulegt heldur en hvað sé það ekki, en flestir

sálfræðingar eru sammála um að eftirfarandi listi inniheldur einkenni andlegs heilbrigðis:

1. VIÐEIGANDI SKYNJUN Á RAUNVERULEIKA (APPROPRIATE PERCEPTION OF REALITY)

Heilbrigðir einstaklingar eru almennt séð raunsæir í að meta viðbrögð sín og hæfileika, og eru hæfir

um að túlka á raunsæan hátt hvað sé að gerast í kringum þá. Þeir hvorki ofmeta né vanmeta hæfni

sína og eru ekki stöðugt að misskilja aðra .

2. GETA TIL ÞESS AÐ STJÓRNA HEGÐUN (ABILITY TO EXERCISE VOLUNTARY CONTROL OVER BEHAVIOR)

Heilbrigðir einstaklingar eru almennt öruggir um getu sína til þess að hafa stjórn á hegðun sinni. Þeir

geta verið hvatvísir af og til en almennt geta þeir stjórnað hvötum sínum á borð við kynhvöt og ýgi

(aggression). Stundum geta þeir brugðið frá félagslegum viðmiðum en er það vegna vilja þeirra og

ákvarðanna en ekki vegna óstjórnanlegra hvata (uncontrollable impulses).

3. SJÁLFSMAT OG SAMÞYKKT (SELF-ESTEEM AND ACCEPTANCE)

Heilbrigðir einstaklingar meta virði sitt og finna fyrir samþykkt frá fólkinu í kringum sig. Þeir hafa gott

sjálfsmat, þora að tjá skoðanir sínar og geta brugðist vel við í félagslegum aðstæðum.

Gagnsleysistilfinningar, einangrun og samþykktarleysi eru algeng vandamál á meðal þeirra sem hafa

verið greindir sem afbrigðilegir.

4. GETA TIL AÐ MYNDA HEILBRIGÐ SAMBÖND (ABILITY TO FORM AFFECTIONATE RELATIONSHIPS)

Heilbrigðir einstaklingar eru hæfir um að mynda náin og fullnægjandi sambönd við annað fólk. Þeir

Page 4: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

leggja ekki of miklar kröfur á aðra og geta opnað sig fyrir tilfinningum annarra. Þeir geta treyst

öðrum. Margir sem hafa verið greindir sem afbrigðilegir eiga mjög erfitt með að treysta öðrum og

mynda sambönd og geta oft ekki opnað sig fyrir tilfinningum annara vegna þess að þeir eru svo

uppteknir af eigin tilfinningum og vandamálum.

5. FRAMLEIÐSLUGETA (PRODUCTIVITY)

Heilbrigðir einstaklingar geta notað hæfileika sína í uppbyggilegar athafnir. Þeir eru spenntir fyrir

lífinu og þurfa ekki að þræla sér í gegnum hversdagslegt líf. Krónískt orkuleysi og viðkvæmni fyrir

slappleika eru oft merki um sálfræðilega spennu (psychological tension) vegna óleystra vandamála.

FLOKKUN ANDLEGRA HEILSUVANDAMÁLA (CLASSIFYING MENTAL HEALTH PROBLEMS)

Sálfræðileg vandamál eru bæði mörg og fjölbreytileg. Engum tveimur einstaklingum líður alveg eins,

hafa sömu lífsreynslur eða viðhorf. En til þess að geta greint fólk og veitt þeim meðferð eru til kerfi

sem flokka einkenni sálfræðilegra raskana. Gott flokkunarkerfi hefur marga kosti. Með því að flokka

fólk eftir einkennum þeirra getum við líka skoðað hvort þeir eigi eitthvað fleira en einkennin

sameiginlegt og á þann hátt mögulega flett ofan af orsökum vandamálanna. Flokkun gerir það

auðveldara fyrir meðferðaraðila að ákveða hvaða meðferð einstaklingurinn þarf á að halda. Gallar

koma þó fram ef við leyfum flokkuninni og „merkimiðanum“ (label) að hafa of vegamikla merkingu.

Þá gætum við óvart yfirséð einstöku einkenni hvers einstaklings og búist við því að einstaklingurinn

falli fullkomlega undir greininguna. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf út flokkunarkerfi fyrir

sjúkdóma, ICD-10 (International classification of diseases). Í kerfinu er sérstakur kafli sem á við um

sálfræðilegar raskanir og kemur kerfið ágætlega heim og saman við það sem notað er í

Bandaríkjunum, DSM-IV (Diagnostic and statistical manual of mental disorders, 4. Útgáfa).

Hefðbundin aðgreining sem gerð er við flokkun geðrænna vandamála er greinarmunurinn á milli

taugaveiklunnar (neurosis) og geðtruflunnar (psychosis) (ath að oft tala íslenskir sálfræðingar

einfaldlega um „njúrósa“ og „psýkósa“). Taugaveiklun er einkennd af kvíða, óhamingju og illa

Page 5: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

aðlagaðari hegðun sem eru þó sjaldan nægjanleg ienkenni til þess að leggja einstakling inn.

Taugaveikur einstaklingur getur lifað tiltölulega eðlilegu lífi og verið virkur meðlimur samfélagsins en

þó ekki að fullu. Geðtruflun á við alvarlegari geðraskanir. Hegðun og hugsanaferli einstaklings eru svo

trufluð að hann er ekki í fullu sambandi við raunveruleikann, getur ekki staðist undir kröfum daglegs

lífs, og þarf stundum á innlögn að halda. Eldri flokkunarkerfi notuðu hugtökin taugaveiklun og

geðtruflun yfir fjölda raskana en ný kerfi flokka þetta betur og leyfa nákvæmari greiningu að eiga sér

stað.

Konur og karlar virðast vera viðkvæm fyrir mismunandi tegundum vandamála. Sem dæmi eru karlar

líklegri en konur til þess að misnota áfengi og önnur efni en konur eru líklegri til þess að fá lyndis- og

kvíðaraskanir.

Sumir geðrænir kvillar eru sérstakir fyrir þá menningu sem þeir eiga sér stað í. Þetta styður það

sjónarhorn að við getum ekki skilgreint afbrigðileika án tillits til þeirrar menningar sem hann á sér

stað í.

Sjónarhorn á geðræn vandamál (perspectives on mental health problems) bls. 541

Líffræðilega sjónarhornið eða lækna-líkanið (biological perspective / medical model): segir að geðræn

vandamál eru vegna heilaskaða/sjúkdóms, það er að segja, frávika í heilastrúktúr, starfsemi, ásamt

frávikum í lífefnafræðilegri starfsemi (taugaboðefni).

Sálgreiningarsjónarhornið (psychoanalytic perspective): einblínir á innri, stundum ómeðvitaða

togstreitu einstaklings sem á sér oft rætur í barnæsku. Þeir skoða líka notkun einstaklinga á

varnarháttum (defense mechanisms) til að minnka eða takast á við kvíða.

Atferlissjónarmiðið (behavioral perspective): skoðar hvernig ótti verður skilyrtur við sérstakar

aðstæður og hlutverk styrkingar í viðheldni hegðunar. Þeir ganga út frá því að hegðun sé lærð, líka illa

aðlöguð hegðun.

Page 6: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

Hugræna sjónarmiðið (cognitive perpective): segja að geðræn vandamál eigi rætur sínar í illa

aðlöguðum hugrænum ferlum og hægt sé að fá bata með því að breyta þessum hugrænu ferlum.

Menningarlega/félagslega sjónarmiðið (cultural or sociological perspective): Geðræn vandamál eiga

sér ekki stað í heila né huga einstaklings heldur í því félagslega samhengi sem einstaklingurinn býr í.

Þeir skoða streituvaldandi atburði og aðstæður sem geta haft áhrif á virkni fólks.

Ein leið til þess að sameina þessi sjónarmið er viðkvæmni-streitu líkanið (vulnerability-stress model)

en það segir að geðröskin komi fram bæði vegna meðfæddrar tilhneigingar og streituvaldandi

aðstæðna eða atburða. Að einstaklingur sé erfðafræðilega tilhneigður gagnvart geðröskun þýðir ekki

endilega að hann fái hana. Lykilatriði við viðkvæmni-streitu líkanið er að báðir þættir þurfa að vera til

staðar. Það útskýrir hvers vegna sumir einstaklingar þróa ýmis sálræn vandamál við litla streitu á

meðan aðrir þola merkilega mikla streitu án þess að fá neina röskun (viðkvæmnin er ekki til staðar hjá

þeim).

Kvíðaraskanir

Hópur raskana þar sem kvíði er megin einkenni eða sjúklingurinn upplifir kvíða þegar hann er að

reyna að stjórna vissum hegðunum eða aðstæðum (t.d. árátta-þráhyggja, fælni).

Kvíða fylgja fjórar tegundir einkenna:

1. Líkamleg, t.d. örari hjartsláttur og öndun, aukin svitaframleiðsla o.s.frv.

2. Hugræn, þegar einstaklingurinn metur aðstæðurnar hugrænt, t.d. þegar fólk fær kvíðakast þá meta

sumir aðstæðurnar þannig að þau halda t.d. að þau séu að deyja.

3. Atferlis, t.d. að frjósa, geta ekkert gert, standa kyrr eða ráfa um í ruglingi.

4. Tilfinningaleg, t.d. hafa tilfinningu af því að eitthvað hrikalegt muni gerast, hræðsla, ótti, o.s.frv.

Allir einstaklingar finna fyrir kvíða einhvern tímann á lífsleiðinni en hann er skilgreindur sem

Page 7: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

óheilbrigður þegar hann er farinn að eiga sér stað í aðstæðum sem flestir einstaklingar geta tekist á

við án erfiðleika. Hann er líka talinn óheilbrigður ef hann er orðinn hluti af daglegu lífi einstaklings.

Almenn kvíðaröskun (generalized anxiety)

Þegar einstaklingur er með krónískt háan kvíða og finnur

fyrir honum næstum því daglega. Önnur einkenni

almennrar kvíðaraskanar eru einbeitingarskortur,

hausverkur, svimi, erfiðleiki með að slaka á, svefntruflanir

o.fl.

Kvíðakast (panic attack): þegar einstaklingur upplifir

kvíðakast á hann erfitt með að anda, titrar og skelfur,

finnur fyrir örum hjartslætti og jafnvel verkjum í hjarta,

svima, ógleði o.fl. Einstaklingur í kvíðakasti er handviss

um að eitthvað slæmt eigi eftir að gerast. Í mjög slæmu

kasti er einstaklingur viss um að hann sé að deyja.

28% fullorðna hafa upplifað kvíðakast eða upplifa það af og til, oft á tímabili mikils álags. Fyrir flesta

eru þetta einangraðir og pirrandi atburðir sem eiga sér þó ekki stað reglulega. Þegar kvíðaköst verða

að reglulegum atburðum og einstaklingurinn er farinn að hafa áhyggjur af þeim, þá getur

einstaklingurinn verið greindur með felmturröskun (panic disorder), sem er tiltölulega sjaldgæf

röskun, sirka 2.1% af Evrópubúum munu þróa hana á lífsleiðinni. Án meðferðar verður röskunin

krónísk. 20% af fólki með felmturröskun munu líka þróa með sér víðáttufælni (agoraphobia) en þá er

einstaklingurinn hræddur við að vera á stað þar sem engin leið er að flýja eða fá hjálp ef kvíðakast

skyldi koma upp. Þessir einstaklingar fara að forðast staði eins og verslunarmiðstöðvar, stór svæði þar

sem mikið fólk er, eða stór, opin svæði þar sem enginn er. Fólk með slæma víðáttufælni þorir varla út

úr húsi. Af augljósum ástæðum þarf einstaklingur með víðáttufælni á meðferð að halda af því að hún

Page 8: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

getur haft skæð áhrif á daglegt líf og félagsleg samskipti einstaklingsins.

Ljóst er að felmturröskun á sér einhverjar líffræðilegar orsakir og gengur í erfðir. Eineggja tvíburar eru

tvisvar sinnum líklegri til að fá röskunina ef annar þeirra er með hana, heldur en t.d. tvíeggja tvíburar

eða venjuleg systkini.

Fólk með röskunina gæti verið með ofvirkt baráttu-eða-flótta viðbragð (fight or flight response) og

gæti það verið vegna frávika í heilanum. Sumar rannsóknir hafa sýnt fram á að einstaklingar með

röskunina hafa minnkaða brennslu (metabolism) í möndlu, dreka, stúku og heilastofnssvæðinu, sem

eru allt mikilvægir strúktúrar þegar það kemur að því að stjórna ótta. Einnig eru frávik í virkni GABA

og serótóníni. Þessi frávik eru ekki endilega nóg til þess að þróa með sér röskunina, einhver skilyrðing

a´sér stað; einstaklingurinn tengir líkamlegu einkenni kvíðakasts við kvíðakastið og ef hann upplifir

þessi líkamlegu einkenni þá fer ferlið sjálfvirkt af stað og einstaklingurinn upplifir kvíðakast, og hefði

jafnvel geta sloppið við kastið hefði hann ekki verið búin að tengja líkamlegu einkennin við það

(skilyrðing). Líka benda rannsóknir til þess að fólk með felmturröskun mistúlkar líkamlegar breytingar

á neikvæðan hátt og hugsa almennt á neikvæðari hátt en flestir (búast við kvíðakastinu eða hafa lágar

væntingar um að sleppa frá því). Út af þessu hugsanaferli er taugakerfið í stöðugri örvun sem gerir

einstaklinginn líklegari til þess að upplifa annað kvíðakast.

Rannsóknir sýna fram á að hugræn starfsemi hafi áhrif á hvort að víðáttufælni þróist meðfram

felmturröskun. Einstaklingar muna vel eftir hvar þeir hafa fengið kvíðakast og fara að forðast þá staði.

Síðan fara þeir að færa þetta yfir á aðra staði sem líkjast stöðunum sem kvíðakastið átti sér

upphaflega stað. Við það að forðast þessa staði finnur sjúklingurinn fyrir minni kvíða sem styrkir svo

þessa forðunarhegðun. Þá fara einstaklingarnir einnig að finna fyrir minni kvíða á „öruggum“ stöðum

(„safe places“), t.d. eins og heima hjá sér og þá styrkist hegðunin enn frekar og þeir fara að eyða

meiri tíma þar. Í gegnum þetta hegðunarmynstur mótast víðáttufælnin.

Page 9: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

Í einni rannsókn var fólk látið anda að sér litlu magni koltvísýrings. Þeim var sagt að hann hefði engin

slæm áhrif á heilsu þeirra en gæti hins vegar kallað fram kvíðakast. Einum hópi var sagt að þeir fengu

ekki stjórnað hve miklum koltvísýringu þeir önduðu að sér en öðrum hóp var sagt að þeir gætu snúið

takka til þess að stjórna magninu. Í raun og veru fengu allir þátttakendur sama magn koltvísýrings.

80% þeirra sem héldu að þeir hefðu enga stjórn fengu kvíðakast en aðeins 20% þeirra sem héldu að

þeir gætu stjórnað magninu fengu kvíðakast. Þetta sýnir fram á að ef einstaklingur heldur að hann

hafi stjórn á kvíðanum þá verða líkurnar á kasti töluvert minni.

Í annari tilraun þar sem skoðað var víðáttufælni var athugað hvort að þrátt fyrir að hafa andað að sér

koltvísýringu að manneskja gæti komist hjá því að fá kvíðakast ef þeir væru með „örugga manneskju“

(„safe person“), sem þeir þekktu og treystu vel, hjá sér. Þeir sem höfðu manneskjuna voru töluvert

ólíklegri til þess að upplifa kvíðakast heldur en þeir sem höfðu ekki manneskjuna með sér. Þessar

niðurstöður sýna að einkenni kvíða geta verið tengd við vissar aðstæður og að minnkaður kvíði gæti

styrkt vissar hegðanir (t.d. að einstaklingur finnur fyrir minni kvíða í kringum fjölskyldumeðlimi og fer

þá að verja öllum stundum með þeim).

Því má setja felmturröskun og víðáttufælni inn í viðkvæmni-streitu líkanið. Fólk með felmturröskun

geta verið með erfðafræðilega eða lífefnafræðilega

tilhneigingu til ofvirks baráttu-eða-flótta viðbragðs, þannig að

bara vægt áreiti getur komið líkamlegu einkennum kvíðakasts

af stað. Til þess að röskunin þróist almennilega gæti hins vegar

verið nauðsynlegt að manneskjan þrói hræðslu við þessi

líkamlegu einkenni í gegnum skilyrðingu, og hafa tilhneigingu til

þess að ýkja einkennin og hafa miklar áhyggjur af því að fá

kvíðakast. Skilyrðing og mistúlkanir einstaklingsins hækka svo

lífeðlisfræðilegu viðbrögð þeirra og gerir það enn líklegara að

hann upplifi baráttu-eða-flótta viðbragð. Víðáttufælnin þróast

Page 10: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

svo þegar einstaklingur tengir staði og aðstæður við þessi kvíðaeinkenni og fara þá að halda sig á

stöðum þar sem þau finna fyrir minni kvíða. Þetta viðkvæmni-streitu líkan hefur leitt til spennandi

uppgötvana í meðferðum við felmturröskun og víðáttufælni.

Fælni (phobias)

Fælni er mikill ótti við áreiti eða aðstæður sem flestum þykir ekki mjög hættulegt né óþægilegt.

Einstaklingur með fælni gerir sér yfirleitt grein fyrir því að öðrum þykir áreitið eða aðstæðurnar ekki

óþægilegt en það minnkar þó ekki hræðslu eða óþægindi einstaklingsins með fælnina. Eina leiðin til

þess að komast hjá kvíðanum er að forðast áreitið eða aðstæðurnar og þannig myndast fælnin. Flestir

eru hræddir við eitthvað, t.d. snáka eða pöddur, en óttinn er ekki talinn vera fælni fyrr en hann er

farinn að hafa töluverð áhrif á daglegt líf og vellíðan einstaklings. Fælni má flokka í þrennt skv. ICD-10

og DSM-IV:

1. Víðáttufælni (agoraphobia): útskýrð hér að ofan.

2. Einfalda fælni (simple phobia): mikil hræðsla við tiltekið áreiti eða aðstæður, t.d. pöddur, þröng

rými, o.s.frv. Einfaldar fælnir eru tiltölulega algengar, í kring um 8% Evrópubúa munu einhvern

tímann á ævinni upplifa fælni. Stundum getur einföld fælni verið tiltölulega óalvarleg og hefur ekki

áhrif á daglegt líf. T.d. myndi Reykvíkingur með mikla snákafælni eflaust sjaldan eða aldrei upplifa

aðstæður þar sem hann þyrfti að takast á við snáka. Hins vegar gæti hinn sá sami einstaklingur verið

með umferðarfælni sem myndi eflaust hafa töluverð áhrif á daglegt líf hans. Stundum getur einn

einstaklingur verið með fleiri en eina fælni.

3. Félagsfælni (social phobia): Þegar einstaklingur er mjög óöruggur í félagslegum aðstæðum og er

með ýktan ótta við að gera sjálfan sig að fífli. Hann er oft hræddur um að geta ekki falið kvíðann sinn,

t.d. með því að skjálfa, roðna, eða tala skringilega. Oft eru þessir óttar óraunhæfir og einstaklingarnir

sýna í raun ekki fram á skjálfta, ofl. Að tala fyrir framan aðra, t.d. að halda fyrirlestur, eða að borða

fyrir framan aðra eru algengir óttar hjá félagsfælnum einstaklingum. Fólk með félagsfælni vandar sig

mikið við að forðast aðstæður þar sem aðrir gætu metið það. Það tekur t.d. oft atvinnu þar sem það

Page 11: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

þarf ekki að vinna mikið með öðru fólki. Ef þau lenda í félagslegum aðstæðum þar sem þeim líður illa

fara kvíðaeinkennin að birtast og sumir upplifa kvíðakast. Þeir eru handvissir um að aðrir dæmi þá

fyrir að vera „aumingjar, heimskir eða klikkaðir“. Félagsfælni er sjaldgæfari en aðrar fælnir, um 2.4%

Evrópubúa munu einhvern tímann á lífsleiðinni fá félagsfælni. Hún byrjar oft á unglingsárunum og

verður að krónísku vandamáli ef engin meðferð á sér stað.

Freud hélt því fram að fælni væri afleiðing þess að einstaklingurinn yfirfærir kvíða sem er vegna

ómeðvitaðra hvata eða þráa yfir á hluti sem tákna þær hvatir (áreitið sem fælnin beinist að). Klassíska

dæmi Freuds um þetta var Hans litli (sjá bls. 547).

Atferlissinnar gagnrýndu Freud harkalega og sögðu að fælni væri ekki afleiðing ómeðvitaðra hvata

heldur mynduðust einfaldlega vegna klassískrar og virkrar skilyrðingar. Margar fælnir myndast eftir

sálrænt áfall, t.d. barn sem drukknar næstum því og þróar síðan vatnsfælni, o.s.frv. Fyrrum hlutlaust

áreiti verður skilyrt og framkallar skilyrt svar (kvíða). Svo vegna þess að einstaklingurinn upplifir

minnkaðan kvíða við að forðast áreitið þá styrkist forðunarhegðunin og fælnin myndast að fullu. Þó

svo að sum fælni á rætur sínar í reynslu þá geta fælnir líka lærst í gegnum herminám (observational

learning; vicarious learning). Foreldrar geta yfirfært fælni sína yfir á börn sín. Atferlismeðferð hefur

reynst á meðal þeirra áreiðanlegustu til þess að laga fælni, sem gefur kenningum þeirra meiri

stuðning. Sálgreiningarmeðferðir virðast ekki gagnast mikið, og lyf létta aðeins af einkennum í styttri

tíma.

Tvíburarannsóknir benda til þess að fælni gæti að hluta til verið arfgeng. Líklegara er þó að það sem

sé arfgengt sé viðkvæmni fyrir óttaskilyrðingu fremur en fælnin sjálf. Að fælni gangi í ættir þýðir að

fælni lærist eða yfirfærist frekar en að hún sé erfðafræðileg. Þegar barn sér foreldra sína bregðast við

áreiti á ýktan hátt, er barnið líklegra til þess að sýna sömu viðbrögð við áreitinu.

Árátta-þráhyggja (Obsessive compulsive disorder)

Page 12: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

Einstaklingi með áráttu-þráhyggju er stjórnað af endurteknum hugsunum eða h egðunum. Þráhyggjur

(obsessions) eru viðvarandi óvelkomnar og óþægilegar hugsanir, ímyndir eða hvatir sem koma af stað

kvíða. Áráttur (compulsions) eru ómótstæðilegar hvatir til þess að fremja vissar gjörðir, hegðanir eða

ritúala sem minnka kvíðann. Áráttur eru oft tengdar þráhyggjunum: t.d. getur þráhyggjan verið að

maður sé allur út í sýklum og bakteríum og þá verður áráttan að þrífa sig margoft með spritti og sápu.

Aðaleinkenni raskarinnar er kvíði og upplifunin um að hafa enga stjórn. Sjúklingar reyna sitt allra

besta til þess að losa sig við óþægilegu hugsanirnar eða ímyndirnar. Flestir heilbrigðir einstaklingar

upplifa bæði óþægilegar hugsanir og hvatir til þess að endurtaka hegðanir en það er ekki skilgreint

sem árátta-þráhyggja fyrr en þessar hugsanir og hegðanir eru farnar að taka mikinn tíma úr daglegu

lífi einstaklings og farið að hafa áhrif á virkni hans og líðan.

Einstaklingar með áráttu-þráhyggju gera sér vel grein fyrir því að hugsanir þeirra eru órökréttar en

eru óhæfir um að hunsa eða bæla þær. Þeir gera sér grein fyrir tilgangsleysi áráttuhegðunnar sinnar

en ef þeir sleppa henni finna þeir fyrir miklum og óþægilegum kvíða og finna fyrir létti þegar þeir láta

undan áráttum sínum.

Þráhyggjuhugsanir eru fjölbreytilegar en algengt er að þær tengist skaða gagnvart sjálfum sér eða

öðrum, ótti um að smitast af einhverju, og efi um að verkefni hafi verið klárað á fullnægjandi hátt.

Innihald þráhyggja breytist með tímanum, t.d. voru eitt sinn hugsanir tengdar trú, guðlastshugsanir

eða hvatir til þess að öskra eitthvað óviðeigand í kirkju, algengar þráhyggjur. Slíkar þráhyggjur eru

sjaldgæfari í dag. Einu sinni snérist ótti um smit aðallega að sárasótt en í dag myndi það frekar vera

eyðni.

Sumir einstaklingar upplifa óvelkomnar hugsanir án þess að sýna fram á áráttukennda, endurtekta

hegðun, en afgerandi meirihluti sjúklinga með áráttu-þráhyggju sýna fram á slíka hegðun. Áráttur eins

og þráhyggjur eru af ýmsu tagi en algengast er að þær snúist um þvott og hreinlæti eða athugun

(washing & checking). Fólk með hreinlætisáráttu getur eytt mörgum klukkustundum í að þvo og þrífa.

Page 13: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

„Athugendur“ („checkers“) geta eytt gríðarlega miklum tíma í að athuga hurðir, ljós, raftæki,

heimilistæki og hvort að tiltekið verkefni sé leyst að fullu.

Sameiginlega einkenni þessara hegðana er efi. Fólk með áráttu-þráhyggju efast um allt, getur ekki

treyst dómgreind sinni eða skynfærum (t.d. sjá þeir engin óhreinindi en geta samt ekki verið viss um

hvort þau séu til staðar eða ekki).

Árátta-þráhyggja tengist fælni að því leyti að í báðum röskunum er mikill kvíði til staðar og báðar

raskanir geta komið fram í sama sjúklingnum. Það er þó mikilvægur munur til staðar: fólk með fælni

„rúminerar“ (ruminate) ekki, og sýna ekki fram á ritúalíska áráttuhegðun.

Árátta-þráhyggja byrjar oft á ungum aldri og verður krónískt ef engin meðferð á sér stað.

Þráhyggjuhugsanir geta valdið mikilli kvöl og tekið mikinn tíma frá einstaklingi og áráttuhegðun getur

einnig verið mjög tímafrek og stundum jafnvel skaðleg (t.d. handþvottur þangað til að það blæðir úr

höndunum). 1 – 3% fólks munu fá þessa röskun.

Að skilja áráttu-þráhyggju (understanding OCD)

Hugrænar og atferliskenningar segja að fólk með áráttu-þráhyggju eigi erfiðara með að slökkva á

óvelkomnum hugsunum vegna þess að þeir hafa tilhneiginu gagnvart strangri, siðferðiskenndri

hugsun. Þeir finna fyrir ábyrgðartilfinningu gagnvart því að koma í veg fyrir slæma atburði. Þeir eru

líklegri en aðrir til þess að dæma sig fyrir þessar óvelkomnu hugsanir og sjá þær sem óásættanlegar

og finna fyrir meiri kvíða og sektarkennd gagnvart hugsununum. Kvíðinn gerir það svo erfiðara fyrir

einstaklinginn að losa sig við hugsunina. Fólk með áráttu-þráhyggju trúir því að það eigi að vera fært

um að stjórna öllum hugsunum sínum og eiga mjög erfitt með að samþykkja það að þau fái slæmar

hugsanir af og til.

Page 14: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

Áráttur gætu þróast þegar einstaklingur uppgötvar að sum hegðum minnkar kvíðann og þráhyggjuna

tímabundið. Þessi minnkaði kvíði styrkir hegðunina og út frá því myndast áráttan.

Árátta-þráhyggja hefur mögulega líffræðilegar rætur. Fjölskyldurannsóknir benda til þess að erfðir

spili eitthvað hlutverk í að ákvarða hver fær röskunina og hver ekki. Fólk með áráttu-þráhyggju gæti

haft serótóninskort í þeim hlutum heilans sem stjórna eðlishvötum sem snúast að ofbeldi, kynlífi og

hreinleiti (algeng þemu árátta).

Lyndisraskanir (mood disorders) bls. 551

Einstaklingar með lyndisraskanir geta verið djúpt sokknir í þunglyndi eða verið örlyndir (manískir),

eða upplifað bæði tímabil þunglyndis og örlyndis til skiptis. Lyndisraskanir eru flokkaðar í

þunglyndisraskanir, þar sem einstaklingur upplifir 1 eða fleiri tímabil þunglyndis, og geðhvörf, þar

sem einstaklingur upplifir tímabil þunglyndis og örlyndis, yfirleitt með venjulegu skapi á milli. Örlyndi

án nokkurar sögu um þunglyndi er sjaldgæft.

Þunglyndi (depression)

„Frá því að ég vaknaði á morgnana þangað til ég fór að sofa á kvöldin leið mér hörmulega og eins og

ég væri gjörsamlega óhæfur um einhvers konar gleði eða spennu (enthusiasm). Hvert einasta orð,

hreyfing og hugsun var erfið. Allt var flatt. Ég var leiðinlegur, óhæfur, ekki nógu góður, ós varandi. Allt

var vonlaust“ – útdráttur úr Jamison, 1995, p. 119 (bls. 551)

Flestir lenda einhvern tímann í tímabili þar sem þeir eru sorgmæddir, áhugalausir o.s.frv. Þunglyndi

verður hins vegar að röskun þegar einkenni verða svo alvarleg að þau trufla venjulega virkni

einstaklingsins og standa yfir í lengri tíma. Þunglyndi er tiltölulega algent, en um það bil 13%

einstaklinga munu einhvern tímann greinast með svipað þunglyndi og Jamison lýsir hér að ofan.

Þunglyndi er skilgreint sem lyndisröskun (mood disorder) en er í raun röskun á manneskjunni í heild

Page 15: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

sinni og hefur líkamleg, tilfinningaleg, atferlistengt og hugræn áhrif á þann sem þjáist. Einstaklingur

þarf ekki að hafa öll einkenni raskarinnar til þess að greinast með hana, en því fleiri einkenni sem eru

til staðar, því vissari getum við verið um að manneskjan sé þunglynd. Þunglyndi er ekki sambærilegt

við venkjuleg tímabil sorgar sem flestir upplifa, heldur einkennist það af alvarlegri sorg og

örvæntingu. Sumir lýsa því að þeir hafi misst hæfileikann til þess að finna fyrir gleði, einkenni sem

kallast anhedonia. Hugrænu einkennin samanstanda aðallega af neikvæðum hugsunum, sem

innihalda oft sektarkennd, gagnsleysistilfinningu, vonleysi og jafnvel sjálfsvígshugsanir. Þunglyndir

einstaklingar finna einnig fyrir ýmsum líkamlegum einkennum, t.d. geta þeir misst matarlyst, sofið

óeðlilega mikið eða lítið, orkuleysi og slappleika. Af því að hugsanir þunglyndra snúast yfirleitt inn á

við frekar en út á við, þá eiga þunglyndir það til að einbeita sér að minni verkjum og ýkja þá og fara að

hafa áhyggjur af heilsu sinni.

Alvarlegt þunglyndi er mjög hamlandi og getur verið langvarandi. Það má bregðast við þunglyndi með

sálfræðimeðferð og lyfjagjöf.

Geðhvarfasýki (bipolar disorder eða manic depression)

Flestir með þunglyndi finna ekki fyrir örlyndi (maníu) en sumir gera það og geta þá verið greindir með

geðhvarfasýki, stundum kallað tvískauta þunglyndi. Einstaklingur með geðhvarfasýki upplifir bæði

tímabil þunglyndis og örlyndis. Fólk í örlyndi (maníu) hegðar sér á hátt sem virðist vera andstæðan við

þunglyndi; þeir eru orkumiklir, spenntir, sjálfsöryggir, þeir tala mikið og eru uppfullir af hugmyndum

og framkvæmdavilja. Þeir fara oft úr einu í annað, þurfa lítið á svefn að halda og gera hinar ýmsu

áætlanir án þess að hugsa um hagkvæmni þeirra. Þessi orka, sjálfstraust og öryggi gætu virkað sem

aðlaðandi ástand og sumir í maníukasti vilja ekki að einkennin fari, en á vissum tímapunkti breytist

þessu orkumikla gleði yfir í fjandsamlegt uppnám. Fólk getur orðið auðveldlega pirrað, t.d. ef þeim

finnst aðrir vera að koma í veg fyrir áætlanir sínar. Í maníu á einstaklingurinn erfitt með að stjórna

hvötum sínum, þ.m.t. kynferðislegum hvötum og tjá þær oft samstundis í gjörðum eða orðum.

Page 16: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

Endanlega verða maníuköst að þunglyndisköstum, stundum mjög alvarlegum. Geðhvörft eru

tiltölulega sjaldgæf, en minna en 2% fólks munu fá geðhvarfasýki. Geðhvarfasýki skilur sig að frá

öðrum lyndisröskunum að því leyti að hún er líklegri til þess að vera erfðafræðileg, svarar við

mismunandi lyfjum og kemur nánast alltaf aftur upp ef engin meðferð á sér stað.

Að skilja lyndisraskanir (understanding mood disorders)

Eins og með kvíðaraskanir er líklega best að útskýra lyndisraskanir með sameiningu líffræðilegra og

sálfræðilegra sjónarmiða. Margir sem fá lyndisraskanir – sérstaklega geðhvarfasýki – geta verið með

líffræðilegar tilhneigingar til þeirra. En ýmsar lífsreynslur, ásamt neikvæðum hugsunarhætti, eykur

líkurnar á því að einstaklingur fái lyndisröskun.

Líffræðilega sjónarmiðið (the biological perspective)

Tilhneiging gagnvart því að þróa lyndisraskanir, sérstaklega geðhvarfasýki, virðist vera erfðatengt.

Fjölskyldu- og tvíburarannsóknir benda til þess að geðhvarfasýki hljóti að vera að einhverju leyti

genetísk. Það eru einnig nýlegar sannanir fyrir því að þunglyndi sé erfðatengt. Ættingjar þunglynds

einstaklings eru þó ekki líklegri til þess að fá geðhvarfasýki sem bendir til þess að þunglyndi og

geðhvarfasýki hafi mismunandi erfðafræðilegan grunn. Nákvæmlega hvernig erfðir eiga þátt í

lyndisröskunum er ekki alveg ljóst, en líklegt er að lífefnafræðileg frávik séu til staðar. Hópur

taugamoðefna sem kallast „monoamines“ (noradrenalín, serótónín og dópamín) eru talin spila

mikilvægt hlutverk í lyndisröskunum. Það gæti verið óviðeigandi magn boðefna sleppt frá einum

taugung til annars, fjöldi eða næmni viðtakanema (receptors) gæti verið vitlaust eða það gæti verið

frávik í boðefnaflutningsferlinu. Margar rannsóknir benda til þess að frávik gætu verið á hvaða stigi

ferlisins sem er, sérstaklega í þeim svæðum heilans sem stjórna tilfinningum, t.d. undirstúku. Strúktúr

og virkni heilans virðist líka vera frábrugðin í fólki með lyndisraskanir. CT og MRI heilamyndir sýna

hrörnun í fremri heilabörki (prefrontal cortex) hjá fólki með alvarlegt þunglyndi eða geðhvörf. Fólk

með þunglyndi sýna frávik í virkni fremri heilabörks, ásamt stúku, undirstúku, möndlu og dreka, sem

Page 17: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

eru allt mikilvægir strúktúrar í að stjórna svörun við t.d. streitu, svefn, matarlyst, kynhvöt, minni og

áhugahvöt. Þessi frávik í virkni og strúktúr heilans gætu verið orsakir lyndisraskanna eða þá

afleiðingar lífefnafræðilegra ferla sem eiga sér stað í lyndisröskunum og hafa skæð áhrif á heilann.

Hugræna sjónarmiðið (the cognitive perspective)

Hugrænar kenningar beinast aðallega að þunglyndi. Samkvæmt þeim verður einstaklingur

þunglyndur af því hann hefur tilhneiginu til þess að túlka atburði á lífi sínu á neikvæðan og

vonlausaun hátt. Einn af aðal hugrænu kenningarsinnum er Aaron Beck, sem flokkaði neikvæðar

hugsanir í þunglyndum einstaklingum í þrjá flokka: 1) neikvæðar hugsanir um sjálfið, 2) neikvæðar

hugsanir um reynslur og upplifanir og 3) neikvæðar hugsanir um framtíðina. Þessa þrjá flokka kallaði

hann hugrænu þrenninguna (the cognitive triad). Neikvæðar hugsanir einstaklings um sjálfið

innihalda m.a. þær skoðanir að hann sé gagnslaus og vanhæfur. Einstaklingurinn hefur enga von né

trú fyrir sína eigin framtíð og túlkar flestar reynslur og upplifanir á neikvæðan hátt, hefur enga trú á

að aðstæður sínar muni batna. Beck heldur því fram að þessi neikvæði hugsanaháttur myndist í

barnæsku eða á unglingsárunum, t.d. vegna reynslna á borð við foreldrismissi, félagslega afneitun frá

jafnöldrum, gagnrýni frá foreldrum eða kennurum, eða röð sálrænna áfalla. Þessi hugsanaháttur

vaknar svo aftur til lífs þegar einstaklingurinn mætir aðstæðum sem minna hann á einhvern hátt á

upphaflegu reynslur hans. Beck talaði líka um að þunglyndir einstaklingar gera kerfisbundnar villur í

hugsun sem geta leitt til þess að þeir mistúlki raunveruleikann á hátt sem fær þá til þess að viðhalda

neikvæðum hugsunum um sjálfan sig. Þessum hugrænu brenglunum er lýst í töflu 15.4:

Page 18: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

Overgeneralization: Manneskja dregur ályktanir út frá einungruðum atburði. Dæmi: nemandi stendur

sig illa í tíma einu sinni og ákveður út frá því að hann er vanhæfur og heimskur.

Selective abstraction: að einblína á mikilvægt smáatriði og hunsa mikilvægari hliðar aðstæðna. T.d.

starfsmaður á samtal við yfirmann sem var að öllu nema einu leyti jákvætt en einblínir á þetta eina

neikvæða smáatriði og gleymir því jákvæða.

Magnification & Minimization: Að stækka og ýkja neikvæða atburði en gera lítið úr jákvæðum

atburðum. Dæmi: kona bakkar á bíl og fær litla beyglu í bílinn sinn. Hún lítur á þetta sem hörmung og

lætur það hafa áhrif á tilfinningar sínar en fær engar tilfinningar né sjálfsöryggi þó svo að hún hafi

staðið sig merkilega vel í fyrirlestri í tíma sama dag.

Personalization: Ranglega taka á sig ábyrgð fyrir slæma atburði, dæmi: kona heldur veislu utandyra

og kennir sjálfri sér um að rigningin skemmir veitingar, kennir ekki veðrinu um.

Arbitrary inference: Draga ályktun þegar það er mjög lítið til þess að styðja hana. Dæmi: maður

ákveður út frá andlitssvip konu sinnar að hún er vonsvikin yfir honum, þegar hún er í raun stressuð

yfir veikindum vinkonu sinnar.

Önnur hugræn nálgun á þunglyndi beinist að eignunarstíl fólks (attributional style), það er að segja

útskýringar einstaklinga á orsakasambandi atburða. Þessi kenning segir að fólk sem tileinkar slæmum

atburðum innri þáttum er líklegra til þess að verða þunglynt. Dæmi: manneskja stendur sig illa á prófi

og tileinkar það innri þáttum („ég er heimsk og get aldrei gert neitt rétt“), frekar en ytri þáttum („ég

var ekki nógu vel lesin fyrir prófið“). Stuðningur fyrir hugrænu kenningunum varðandi þunglyndi

fékkst í rannsókn á háskólanemum þar sem fylgst var með þeim yfir námsferil þeirra. Þeir nemendur

sem sýndu í upphafi náms fram á hugrænu þrenninguna og neikvæðan eignunarstíl voru næstum því

7 sinnum líklegri til þess að upplifa þunglyndistímabil á meðan námsferli þeirra stóð yfir, heldur en

þeir nemendur sem sýndu ekki fram á þessi hugrænu einkenni.

Þunglynt fólk sýnir ekki aðeins fram á vissar tilhneigingar í innihaldi hugsunar heldur einnig ferli

hugsana. Þeir eiga það til að „rúminera“ (ruminate) – að einbeita sér að vandamálum sínum og

Page 19: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

tilfinningum á hringlaga, endurtekinn hátt, án þess að leysa vandamálið (t.d. hugsa aftur og aftur um

eitthvað slæmt sem gerðist kannski fyrir mörgum vikum síðan og getur ekki hætt að hugsa um það).

Þessi tilhneiging er ekki bara einkenni þunglyndis heldur getur líka ýtt því af stað. Þunglynt fólk sýnir

líka fram á vissar tilhneigingar 8bias) í minni og athyglisferlum. Þeir eru líklegri en heilbrigðir

einstaklingar til þess að leggja áherslu á neikvæð áreiti, t.d. sorgleg andlit, og eiga erfitt með að beina

athygli sinni frá neikvæðum áreitum. Ef þau fá orðalista til þess að leggja á minnið eru þau líklegri til

þess að rifja upp neikvæðu orðin fremur en þau jákvæðu. Þessi tilhneiging til þess að taka eftir

neikvæðum áreitum og muna frekar eftir þeim getur ýtt undir hugrænu þrenninguna, og

tilhneiginguna til þess að „rúminera“.

Understanding suicide bls. 557

Alvarlegasta afleiðing þunglyndis er sjálfsvíg. Ekki allir sem reyna sjálfsvíg eru þunglyndir,

sjálfsvígshugsanir og tilraunir eru sláandi algangar. Talið er að 1 milljón manns deyji árlega í

heiminum af eigin völdum, eða 1 manneskja á 40 sekúndna fresti. Konur sýna fram á fleiri

sjálfsvígstilraunir en karlmenn, en karlmönnum tekst sjálfsvígið hins vegar oftar. Þunglyndi er

algengara hjá konum sem útskýrir líklega fjölda sjálfsvígstilrauna á meðal þeirra, en körlum tekst það

oftar vegna aðferðanna sem þeir kjósa. Konur eiga það til að nota hættuminni aðferðir, t.d. að taka of

stóran skammt af svefnlyfjum eða skera á slagæðar sínar, en karlmenn eru líklegri til þess að nota

skotvopn, kolsýring eða að hengja sig.

90% eða fleiri þeirra sem fremja sjálfsvíg hafa líklega verið með greinanlega geðröskun af einhverju

tagi, lyndisraskanir eru algengastar. Eiturlyfjamisnotkun er líka þáttur í sjálfsvígi. Líkurnar á að

manneskja sem er háð áfengi fremji sjálfsvíg er allt að 7 sinnum hærri en líkurnar hjá einstaklingi sem

er ekki með drykkjuvandamál. Þegar bæði mikil áfengisneysla og þunglyndi eru til staðar í sama

einstaklingnum eru líkurnar á sjálfsvígstilraun enn hærri. Áfengi lækkar takmarkanir (inhibitions) fólks

og gerir fólk líklegra til þess að fylgja hvötum sínum eftir, jafnvel sjálfsskaðandi hvötum. Nýlegar

Page 20: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

rannsóknir sýna fram á það að sjálfsvíg getur verið smitandi, sérstaklega á meðal fólks sem er þegar

með sálræn vandmál. T.d. í Taiwan varð mjög opinbert og umfjallað sjálfsvíg vinsællar

sjónvarpsstjörnu til þess að 38,8% viðmælanda (af 438 þunglyndum einstaklingum) hugsuðu meira

um sjálfsvíg og 5.5% viðmælanda sögðu að það hafði leitt til sjálfsvígstilrauna hjá þeim. Þegar vel

þekktur einstaklingur innan samfélags fremur sjálfsvíg er fólk í samfélaginu, og sérstaklega þeir sem

samsvara sig einstaklingnum (identify with the individual), líklegara til þess að líta á sjálfsvíg sem

ásættanlegan kost. Talað er um sjálfsvígsþyrpingu (suicide clusters) þegar 2 eða fleiri sjálfsvíg eða

sjálfsvígstilraunir liggja saman í tíma og rúmi, t.d. eru til dæmi um mörg sjálfsmorð innan sama

skólans á tiltölulega stuttu tímabili. Slíkar þyrpingar birtast aðalleag hjá unglingum og ungu fólki.

Geðklofi (skizophrenia)

Fólk með geðklofa á erfitt með að skilja hið raunverulega frá því óraunverulega. Skynjun þeirra á

raunveruleikanum er svo brengluð að það hefur hamlandi áhrif á félagslega virkni einstaklingsins.

Geðklofa má finna í öllum samfélögum, jafnvel þeim sem eru langt frá streitu vestræns samfélags.

Geðklofi virðist hafa fylgt mannkyninu í að minnsta kosti 200 ár. Stundum þróast geðklofi hægt og

rólega, en stundum birtast einkennin fyrirvaralaust, yfirleitt eftir mjög streitufyllt tímabil í lífi

einstaklings. Einkenni geðklofa má flokka í eftirfarandi flokka:

1. HUGRÆNAR TRUFLANIR

Truflun á hugsun og athygli. Einstaklingurinn fer að mynda merkingarlausar setningar og virðist

mynda skrýtin eða óútskýranleg tengsl á milli orða, t.d. tengja orð frekar við eitthvað sem hljómar

svipað heldur en eitthvað sem tengist merkingu þeirra (sjá samtal á bls. 559). Þetta kallast „clang

associations“. Tal verður óskiljanlegt og kaotískt og oft einkennist það af handahófskenndum og

ótengdum orðum, setningar mynda enga skiljanlega heild. Þetta kallast „orða salat“ eða word salad.

Einstaklingar með geðklofa eiga erfitt með að stjórna eigin hugsunum og einbeitingu, geta illa lokað á

ómerkilegt áreiti, t.d. hljóð. Truflun virðist því vera bæði á innihaldi (content) hugsanar sem og

hugsana ferlum (thought processes). Flestir með geðklofa sýna skort á innsæi og geta ekki útskýrt né

Page 21: notendur.hi.isadg11/Almenn salfraedi/15. kafli.do…  · Web viewAð skilgreina afbrigðileika (defining abnormality) bls. 538Til þess að skilgreina afbrigðileika þarf að fara

skilið að hegðun þeirra er óviðeigandi eða afbrigðileg. Einstaklingar með geðklofa upplifa

ranghugmyndir af ýmsu tagi, algengt er að þeir upplifi ofsóknaræði (paranoia), halda að fólk, ýmis

samtök eða jafnveld yfirvöld séu á eftir sér og sendi þeim skilaboð, t.d. í gegnum sjónvarpið eða

dagblöð. Þeir halda þá stundum að þeirra eigin hugsanir séu „teknar upp“ eða að aðrir heyri þær, og

að skrýtnar hugsanir séu settar í huga þeirra, eða að hugsun og hegðun þeirra sé stjórnað af ytri

öflum. Sumir fá ranghugmyndir um virði sitt, halda að þeir séu mikilvægir og máttugir, þessar

ranghugmyndir eru þó sjaldgæfari heldur en ofsóknarhugmyndir. Þeir með ofsóknarhugmyndir kvarta

undan því að fólk sé að elta þá, fylgjast með þeim eða tala um þá. Slíkar hugmyndir beinast þá oft að

yfirvöldum eða opinberum manneskjum í samfélaginu. Bandarískir geðklofasjúklingar hvarta t.d.

undan því að CIA sé að elta þá.

2. Truflanir á skynjun

Fólk í geðklofakasti segja frá því að heimurinn virðist vera öðruvísi. Hljóð eru háværari, og litir ýktari.

Líkami þeirra virðist stundum hafa breyst, hendur þeirra virðast stærri eða augun á vitlausum stað á

andlitinu. Þeir þekkja þjálfan sig þá ekki í spegli (ekki alltaf). Ýktasta dæmið um truflun á skynjun eru

ofskynjanir, skynjanir á áreiti sem er ekki til staðar. Algengustu ofskynjanirnar eru hljóðrænar, oft

heyrir fólk raddir, sem eru annað hvort að segja þeim hvað það á að gera, eða einfaldlega tala sín á

milli. Ofsjónir eru sjaldgæfari en þá sér fólk t.d. illar eða himneskar verur. Sjaldgæfari eru ofskynjanir

á lyktar- eða bragðskyni.

Hljóðrænar ofskynjanir gætu átt sér mjög eðlilega skýringu. Við erum oft með innra samtal í gangi

(internal dialog), t.d. við okkur sjálf eða ímynduð samtöl við annað fólk. Munurinn á því og

hljóðrænum ofskynjunum er að einstaklingurinn upplifir enga stjórn eða ábyrgð á ofskynjunum,

heldur ekki að þær séu frá sjálfum sér komnar, en við stjórnum og eignum okkur innri samtöl okkar

(heilbrigt fólk).