20100525 oraunhaefir raunvextir

2
Óraunhæfir raunvextir Samkvæmt reglugerð um starfsemi lífeyrissjóða frá 1998 þarf árleg raunávöxtun þeirra að vera í það minnsta 3,5% og er sú tala notuð sem mat við núvirðingu lífeyris. Þetta viðmið var e.t.v. ekki óraunhæft á þeim tíma; ávöxtunarkrafa ríkistryggðra bréfa hér á landi var töluvert hærri og um 2/3 hlutar lífeyrissjóða var í verðbréfum með föstum tekjum. Þó fólst í þeirri einslitnu fjárfestingarstefnu lítil áhættudreifing sem gerði ekki ráð fyrir afföllum að slíkum skuldabréfum, sem í dag eru ekki óhugsandi. Þessi ávöxtunarkrafa til fjárfestinga gengur hins vegar ekki upp. Eðlileg raunávöxtun hlutabréfa helst í hendur við hagvöxt. Sé hún til lengri tíma hærri verður ávöxtunin að endanum hærri en verg þjóðarframleiðsla. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var meðaltal hagvaxtar 3,1% síðasta áratug, en sé miðað við magnbreytingu á mann er sú tala aðeins 1,6%. Árleg ávöxtun lífeyrissjóða frá árinu 1999 til 2008 var um 3,0%. Miðað við hagvöxt á sama tímabili var sú ávöxtun þolanleg, en hálfu prósenti undir 3,5% viðmiðunarmörkunum. Í upphafi þess tímabils var auk þess miklu hærri ávöxtunarkrafa á ríkistryggðum verðbréfum, það þótti tíðindum sætta þegar að krafan fór niður fyrir 5% múrinn árið 2003. Raunávöxtun skuldabréfa er almennt lægri en hjá hlutabréfum. Ávöxtunarkrafa Íbúðabréfa í dag er í flestum flokkum í kringum 3,7%. Miðað við 0,2% rekstarkostnaði sjóða sem hlutfall af eigum og eðlilegum viðskiptakostnaði og öðrum gjöldum geta lífeyrissjóðir nú þegar ekki reitt sig á slíkum kaupum, ávöxtunin færi niður fyrir 3,5%. Sjóðsstjórar þeirra geta því vart undir núverandi kringumstæðum fjárfest í slíkum bréfum á núverandi kjörum. Því þarf að lækka þessa ávöxtunarkröfu á núvirðingu lífeyris. Slæmu fréttirnar eru að það leiðir óhjákvæmilega

Upload: mar-wolfgang-mixa

Post on 14-Jan-2015

820 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: 20100525 oraunhaefir raunvextir

Óraunhæfir raunvextir

Samkvæmt reglugerð um starfsemi lífeyrissjóða frá 1998 þarf árleg raunávöxtun þeirra að vera í það minnsta 3,5% og er sú tala notuð sem mat við núvirðingu lífeyris. Þetta viðmið var e.t.v. ekki óraunhæft á þeim tíma; ávöxtunarkrafa ríkistryggðra bréfa hér á landi var töluvert hærri og um 2/3 hlutar lífeyrissjóða var í verðbréfum með föstum tekjum. Þó fólst í þeirri einslitnu fjárfestingarstefnu lítil áhættudreifing sem gerði ekki ráð fyrir afföllum að slíkum skuldabréfum, sem í dag eru ekki óhugsandi. Þessi ávöxtunarkrafa til fjárfestinga gengur hins vegar ekki upp.

Eðlileg raunávöxtun hlutabréfa helst í hendur við hagvöxt. Sé hún til lengri tíma hærri verður ávöxtunin að endanum hærri en verg þjóðarframleiðsla. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var meðaltal hagvaxtar 3,1% síðasta áratug, en sé miðað við magnbreytingu á mann er sú tala aðeins 1,6%.

Árleg ávöxtun lífeyrissjóða frá árinu 1999 til 2008 var um 3,0%. Miðað við hagvöxt á sama tímabili var sú ávöxtun þolanleg, en hálfu prósenti undir 3,5% viðmiðunarmörkunum. Í upphafi þess tímabils var auk þess miklu hærri ávöxtunarkrafa á ríkistryggðum verðbréfum, það þótti tíðindum sætta þegar að krafan fór niður fyrir 5% múrinn árið 2003.

Raunávöxtun skuldabréfa er almennt lægri en hjá hlutabréfum. Ávöxtunarkrafa Íbúðabréfa í dag er í flestum flokkum í kringum 3,7%. Miðað við 0,2% rekstarkostnaði sjóða sem hlutfall af eigum og eðlilegum viðskiptakostnaði og öðrum gjöldum geta lífeyrissjóðir nú þegar ekki reitt sig á slíkum kaupum, ávöxtunin færi niður fyrir 3,5%. Sjóðsstjórar þeirra geta því vart undir núverandi kringumstæðum fjárfest í slíkum bréfum á núverandi kjörum.

Því þarf að lækka þessa ávöxtunarkröfu á núvirðingu lífeyris. Slæmu fréttirnar eru að það leiðir óhjákvæmilega til enn frekari skerðingar á lífeyri landsmanna. Á móti kemur að það veitir sjóðsstjórum lífeyrissjóða rými til að fjárfesta í Íbúðabréfum með lægri ávöxtunarkröfu. Slíkt veitir rými til lækkunar raunvaxta, sem í dag eru óraunhæfir.

Birtist í Fréttablaðinu 25. maí, 2010