2. tbl. febrúar 2018 - klúbburinn geysir2. tbl. febrúar 2018 skipholti 29, 105 reykjavík sími:...

8
2. tbl. febrúar 2018 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is Facebook: Klúbburinn Geysir Svipmyndir af fiskalífi. Þessi fjörugi gullfiskur (fjörfiskur) heitir Einnfiskur og er nú að synda inn í þriðja ár sinnar fiskaævi. Hann hefur verið skrifstofudeildinni stuðningur og gleðigjafi þessi ár og er mikill klúbbhúsafiskur. Hann er mjög heilsteyptur persónuleiki, sem bæði má klappa og mata á góðum degi.

Upload: others

Post on 26-Feb-2021

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 2. tbl. febrúar 2018 - Klúbburinn Geysir2. tbl. febrúar 2018 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: Facebook: Klúbburinn

2. tbl. febrúar 2018

Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: [email protected] Veffang: www.kgeysir.is

Facebook: Klúbburinn Geysir

Svipmyndir af fiskalífi. Þessi fjörugi gullfiskur (fjörfiskur) heitir Einnfiskur og er nú að synda inn í þriðja ár sinnar fiskaævi. Hann hefur verið skrifstofudeildinni stuðningur og gleðigjafi þessi ár og er mikill klúbbhúsafiskur. Hann er mjög heilsteyptur persónuleiki, sem bæði má klappa og mata á góðum degi.

Page 2: 2. tbl. febrúar 2018 - Klúbburinn Geysir2. tbl. febrúar 2018 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: Facebook: Klúbburinn

2

Finnst að Íslendingar eigi að hugsa um náttúruna segir Alexander Valdimarsson félagi í Klúbbnum Geysi

Þennan mánuðinn er viðtalið við Alexander Valdimarsson sem hefur verið félagi í Klúbbnum Geysi síðan um haustið 2016. Alexander kom í klúbbinn eftir að hafa verið í Hugarafli um tíma. Alexander finnst Geysir vera góður félagsskapur og líkar vel. Alexander á sér uppáhalds bók en það er bókin Umhverfis jörðina á 80 dögum eftir Jules Verne. Einnig heldur Alexander upp á Tónlistarsöguna eftir Árna Heimi Ingólfsson og finnst gaman að lesa um vitræna hugsun og sagnfræði. Góður matur eins og fiskur með salati (steinbítur) er í miklum metum og uppáhaldslitur Alexanders er grænn. Alexander varð fyrir þeirri lukku að verða sjötugur 22. desember á seinasta ári. Afmælisveislan hans var mögnuð og hann stefnir á að vera glaður og hamingjusamur á nýju ári. Alexander missti son sinn vegna alkahólisma og skrifaði sjálfævisöguna AEV Junior árið 2008 í kjölfarið. Bókin seldist fyrst í 500 eintökum en svo var prentað annað upplag (um 400

bækur. Alexander hóf nám í læknisfræði og lauk svo BS prófi í líffræði og vann sem kennari í 13 ár. Fyrst í Keflavík og síðan á Vestfjörðum. Skemmtilegast finnst Alexander að ganga í Klúbbinn Geysi, en hann á marga vini í Hugarafli og kemur stundum við þar. „Ég er mjög hrifinn af útivist,“ segir Alexander og bætir við að hann voni að Íslendingar hugsi um að draga úr mengun og rækta upp gróðurinn í landinu . Að lokum er Alexander spurður að því hvort hann sé á facebook. Svarið er stutt og laggott. „Nei, ég er ekki á facebook.“ Viðtal Arnar Laufeyjarson

Alexander Valdimarsson í Geysi.

Page 3: 2. tbl. febrúar 2018 - Klúbburinn Geysir2. tbl. febrúar 2018 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: Facebook: Klúbburinn

3

Árlegt Þorrablót Klúbbsins Geysis

verður haldið fimmtudaginn 1.

febrúar 2018.

Húsið opnað kl. 18:00, borðhald hefst kl. 19:00. Söngur, matur og önnur skemmtan til kl. 21:00.

Þjóðlegt, gleði, gaman, söngur

Þorrablótið 2018 verður 1. febrúar

Bolludagurinn verður 12. febrúar og að vanda verður haldið upp á daginn með bollubakstri og svo smakkað á kræsingunum í bollukaffi síðar um daginn. Allir hvattir til að mæta og taka þátt í bakstrinum sem fer fram 8. febrúar.

Sprengidagur verður 13 febrúar, en þá er venja að búa til svokallaða baunasúpu sem fær að malla í saltkjöti að mjög svo þjóðlegum sið.

Öskudagur fylgir svo síðastur í þessari fjölskyldu daganna þann 14. febrúar, en þá er margt til gamans gert. Til dæmis er sungið fyrir sælgæti og mjög forn börn læðast aftan að fólki að hengja á það öskupoka. Á efri myndinni má sjá fallega útsaumaðann öskupoka frá árinu 1945. Neðri myndin sýnir óhollt sælgæti.

Þjóðleg viðhengi í febrúar

Page 4: 2. tbl. febrúar 2018 - Klúbburinn Geysir2. tbl. febrúar 2018 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: Facebook: Klúbburinn

4

Matseðill birtur með fyrirvara um breytingar

Matseðill fyrir febrúar 2018

Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Lau.

1.

Pastaréttur

2.

Lambakjöt

3.

5.

Grjóna-

grautur

6.

Fiskur gratín

7.

Spaghetti

bolognese

8.

Hlaðborð

9.

Súrsætur

svínakjöts-

pottréttur

10.

12.

Fiskibollur

13.

Saltkjöt og

baunir

14.

Steiktar kjötfars-bollur

15.

Hlaðborð

16.

Kjúklingur

og franskar

17.

19.

Grænmetis-

súpa

20.

Saltfiskur

21. Appelsínu-kjúklingur með sætum kartöflum

22.

Hlaðborð

23.

Svikinn héri

24.

26.

Aspassúpa

27.

Steiktur

fiskur

28. Lamba-pottréttur

Hefur þú tillögur að skemmtilegri matseld og hugmyndir um að fjörga matseðil Klúbbsins Geysis. Mættu þá á eldhúsfund kl. 10.30

síðasta mánudag hvers mánaðar og taktu þátt í að móta heilsusamlegan og fjölbreyttan matseðil.

Page 5: 2. tbl. febrúar 2018 - Klúbburinn Geysir2. tbl. febrúar 2018 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: Facebook: Klúbburinn

5

Lausar stöður í RTR á Bakka: Áhugasamir hafi samband við Benna í síma 551-5166.

Tölvuver er í boði fyrir félaga í Klúbbnum Geysi á þriðjudögum frá kl. 11:15 til 12:15. Þar geta félagar

fengið aðstoð og leiðbeiningar í notkun ýmissa forrita, eins og

Word, Publisher, interneti og öðru sem félagar hafa áhuga á. Félagar

eru hvattir til að kynna sér aðstöðuna og taka þátt.

Tölvuverið

RTR-fréttir

Dregið hefur verið úr innsendum lausnum í jólagetraun Litla-Hvers. Getraunin fólst í því að telja hreindýr sem komið hafði verið fyrir á víð og dreif í blaðinu. Alls voru hreindýrin 20 og bárust 4 réttar lausnir og var dregið úr þeim. Sá sem dreginn var út var hinn ástsæli framkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis, Þórunn Ósk Sölvadóttir. Hún fékk geisladisk með Gylfa Ægissyni og Gerði, boðsmiða fyrir tvo á Hamborgarabúllu Tómasar. Við óskum henni til hamingju með vinninginn.

Vinningshafi jólagetraunar

Litla Hvers

Afmælisveislan fyrir félaga sem eiga afmæli í febrúar

verður þriðjudaginn 27. febrúar

Helgi Halldórsson afhendir Þórunni Ósk framkvæmdastjóra

Klúbbsins Geysis verðlaunin

Konudagskaffi föstudaginn 16. febrúar

Þorri rennur sitt skeið fimmtudaginn 15. febrúar, en í kjölfarið kemur vor kæra Góa þrýstin og færandi okkur nær vorþanka og hækkandi sól. Í tilefni dagsins ætlum við að taka daginn með gleði eins og reyndar alla aðra daga og fóðra félaga með næringarmiklu bakkelsi með sérstakri tilhöfðun til vorra glæsilegu kvenna.

Page 6: 2. tbl. febrúar 2018 - Klúbburinn Geysir2. tbl. febrúar 2018 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: Facebook: Klúbburinn

6

Sitthvað um sögu Lýðveldisins Slóvakíu

Góðan daginn allir saman. Ég var beðinn að segja ykkur eitthvað um sögu um lands míns. Hér kemur hún. Landið mitt heitir Lýðveldið Slóvakía og varð sjálfstætt ríki árið 1993, fjórum árum eftir Flauelsbyltinguna 1989 sem var, ólíkt flestum byltingum, án blóðsúthellinga og mannfórna.

Atburðir ársins 1989, marka endalok hernáms Sovétríkjanna, sem hófst 1968, og var kölluð Dónáraðgerðin. Nokkrar kenningar eru um ástæður

þessara atburða, en samkvæmt einni þeirra voru Tékkar orðinir of ákafir í að losna undan yfirráðum Sovétríkjanna. Þessi viðleitni Tékka gekk undir heitinu Vorið í Prag og yfirvöld sem réðu ríkjum í Tékkóslavíku þá reyndu að halda stöðu sinni svo þeir buðu sovéska hernum að halda uppi röð og reglu.

Óljóst er hver sannleikurinn er, en hernámið varaði í meira en tuttugu ár. Á þessum tíma varð ljóst að þetta ástand gæti ekki viðgengist lengur vegna þess að ríkið fór að líkjast stóru Potemkin þorpi. Andmælin vegna þessa ástands urðu æ háværari þar til 1989, þegar Flauelsbyltingin brast á. Ekki er þó allt sem sýnist. Um það bil tíu árum seinna fór ýmislegt að koma í ljós sem valdhafar höfðu verið að reyna að fela. Til dæmis kom upp úr kafinu að háskólastúdent átti að hafa verið myrtur 1989, þegar fólkið fór að mótmæla á götum úti. Myrti stúdentinn átti að hafa verið njósnari tékknesku leyniþjónustunnar, en dráp hans hafði verið sett á svið. Mig langar ekki til að trúa þessu en það væri samt í samræmi við ástandið, en friðsælar byltingar eru afar sjaldgjæfar. Þeir sem fóru með

Herir Varsjárbandalagsríkjanna ráðast inn í Tékkóslóvakíu 1968.

Myndin er frá Prag.

Myndin sýnir fólk á götum úti í Flauelsbyltingunni 1989.

Ján Jakub Ilavský höfundur greinarinnar

Page 7: 2. tbl. febrúar 2018 - Klúbburinn Geysir2. tbl. febrúar 2018 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: Facebook: Klúbburinn

7

Í ljósi óheyrilegs kostnaðar við dreifingu Litla-Hvers með póstinum, hefur verið ákveðið að hætta að senda Litla-Hver til félaga og annarra velunnara klúbbsins. Fyrsta tölublað þessa árs var því síðasta tölublaðið sem berst með hefðbundinni póst-dreifingu. Í staðinn verður Litli-Hver sendur rafrænt til þeirra sem þess óska og að sjálfsögðu verður hann aðgengilegur á heimasíðu klúbbsins. Okkur þykir þetta miður, en verðum að láta á þetta reyna. Þetta hefur verið rætt á húsfundum og verið jákvæður skilningur á stöðunni. Litli-Hver verður þó prentaður áfram í litlu upplagi og félagar sem það vilja geta nálgast blaðið í klúbbnum. Takk fyrir skilninginn.

Breyting á dreifingu

völdin töldu ástandið ekki við hæfi og að það myndi sennilega vera einfaldara að breyta ásýndinni og viðhalda ástandinu. Á seinni árum hefur það sýnt sig. Eftir að Tékkóslóvakíu var skipt upp á árunum milli 1993-2003 minnir ástandið dálítið á Palermo. Stjórnmálamenn í háum stöðum fóru að kaupa rándýrar villur, syni forsetans var rænt og farið með hann til Austurríkis og mafíunni óx ásmegin. Einn frægasti stjórnmálafræðingur Slóvakíu, Ján Baránek sagði fyrir nokkrum árum að það væri opinbert leyndarmál að Tékkóslóvakíu hafi verið skipt upp á milli 10 fjölskyldna. Vonandi áttið þið ykkur aðeins á brjálæðinu í landinu mínu en tæknilega er landið mitt ennþá að slíta barnsskónum. Ján Jakub Ilavský er sjálfboðaliði í Klúbbnum Geysi Þýðandi: Guðbjörg

Að margra mati verður maður auraapi Begga

Til umhugsunar.

Page 8: 2. tbl. febrúar 2018 - Klúbburinn Geysir2. tbl. febrúar 2018 Skipholti 29, 105 Reykjavík Sími: 551-5166, fax: 551-5136 Netfang: kgeysir@kgeysir.is Veffang: Facebook: Klúbburinn

8

Fimmtudagur 1. feb. Þorrablót Klúbbsins Geysis. Matur fjör og skemmtun.

Kl. 18:00 til 21:00

Fimmtudagur 8. feb. Bessastaðaheimsókn. Lagt af stað frá Klúbbnum Geysi kl.

13:30

Fimmtudagur 15. feb. Bíóferð

Nánar auglýst síðar

Laugardagur 17. feb. Opið Hús

Nánar auglýst síðar

Fimmtudagur 22. feb. Opið hús

Kl. 16:00 til 19:00

Félagsleg dagskrá í febrúar 2018

Deildarfundir Fundir í deildum eru haldnir á hverjum degi kl. 9:15 og 13:15. Þar er farið yfir verkefni sem liggja fyrir hverju

sinni.

Æskilegt er að félagar mæti á deildarfundina. Tökum ábyrgð og ræktum

vináttuböndin.

Klúbburinn Geysir er opinn alla virka daga frá kl. 8:30 - 16:00,

nema föstudaga er opið frá 8:30 - 15:00.

Húsfundir Húsfundir eru miðvikudaga kl. 14:30. Þar er rétti staðurinn fyrir félaga til að koma skoðunum sínum á framfæri og

taka þátt í opnum umræðum. Allir að mæta!

Minnum á Þorrablótið 1. febrúar.

Þjóðleg stemning, söngur,

gleði og gaman. Verð kr. 3.000 fyrir

manninn.

Samstarf Fjölmenntar og Klúbbsins Geysis heldur áfram á vorönninni. Saga dægurtónlistar verður á fimmtudögum kl. 13.00 til 15.00. Nýtt námskeið,Tölvur og snjalltæki fer af stað á vorönninni. Fyrir páska verður kennt 2x í viku og dagsetningarnar þessar: Miðvikudagur 31. janúar Mánudagur 5. febrúar Miðvikudagur 7. febrúar Mánudagur 12. febrúar Eftir páska yrði kennt 1x í viku, á sama tíma en bara á miðvikudögum í 4 vikur með eftirtöldum dagsetningum: Miðvikudagur 4. apríl Miðvikudagur 11. apríl Miðvikudagur 18. apríl Miðvikudagur 25. apríl Nánari upplýsingar á fjolmennt.is