leikur að lifa 1 fjölskylda og vinir eru fjársjóður

41
Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður.

Post on 18-Dec-2015

227 views

Category:

Documents


4 download

TRANSCRIPT

Page 1: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 1

Fjölskylda og vinir eru fjársjóður.

Page 2: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 2

5. Fjölskylda, vinir og félagslíf

Lykilspurningar– Hvað er fjölskylda?– Hvernig tengjumst við fjölskyldunni?– Hvernig breytast fjölskyldutengslin með aldrinum?– Hvers vegna er mikilvægt að rækta

fjölskyldutengslin?– Hvað er vinátta? – Hvernig er góður vinur?– Eftir hverju förum við þegar við veljum okkur vini?– Hvers virði er félagslíf?

Page 3: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 3

Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins– undirstaðan sem annað hvílir á

Page 4: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 4

Fjölskylda er

hópur einstaklinga sem deila saman heimili og:

• tómstundum• hvíld• tilfinningum• efnahag• ábyrgð• verkefnum

Page 5: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 5

Hverjir eru í fjölskyldu?

Fullorðinn/fullorðnir– Bæði kynin

• Karl og kona/faðir og móðir• Eða foreldri (móðir eða faðir) og stjúpforeldri – eða

fósturforeldrar

– Annað kynið• Karl/faðir eða kona/móðir

– Sama kynið• Karlar/feður• Konur/mæður

Barn/börn þeirra eða engin börn

Page 6: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 6

Engar tvær fjölskyldur eru eins ...

Page 7: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 7

Fjölskylda sér fyrir

– líkamlegum– tilfinningalegum – félagslegum

… þörfum okkar fyrstu skrefin í lífinu og smám saman þroskumst við til að taka meiri ábyrgð og öðlast sjálfstæði.

Page 8: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 8

Tenging

Við tengjumst öðrum daginn sem við fæðumst.– Fyrst er það fjölskyldan.– Þá eignumst við vini.– Síðan þróum við mismunandi sambönd og

þroskum þau.

Betri tengsl við fólk - meiri ánægja í lífinu.

Page 9: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 9

Fjölskyldan

Innan fjölskyldu er fólk skuldbundið hvert öðru– siðferðislegar skyldur– gagnkvæm hollusta

Fjölskyldan hjálpast að og sýnir stuðning í sorg og í gleði

Page 10: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 10

Hlutverk foreldra

Leiðbeina börnum sínum.

Styðja þau í áföllum.

Gleðjast með þeim.

Sjá fyrir líkamlegum þörfum, eins og fæði, klæðum og húsnæði.

O.fl.

Page 11: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 11

Mikilvægi foreldra og fjölskyldunnar

Stuðningur þeirra, vinátta, leiðbeiningar og aðhald skipta miklu máli, eru nauðsynleg.

Ekki gleyma að rækta tengslin við fjölskylduna og sinna skyldum gagnvart henni.

Page 12: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 12

Fjölskyldan er fjölbreyttari en áður

Barnlaust fólk

Einstæðir foreldrar

Hjón með börn sín

Samkynhneigðir með börn sín

Stjúpfjölskyldur

Áður var venjan: karl sem vann úti, kona sem var heimavinnandi og börn þeirra.

Page 13: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 13

Jafnrétti og fjölskyldan

•Samkvæmt lögum er bannað að mismuna fólki á grundvelli kynferðis.

•Jafn réttur og jöfn tækifæri kvenna og karla til launa og starfa eru grundvallar mannréttindi.

•Unnið er að því að afhjúpa og uppræta kynbundinn launamun á vinnumarkaði.

•Hvernig gengur það?

•Lögð er áhersla á að bæði konur og karlar geti samræmt fjölskylduábyrgð og þátttöku á vinnumarkaði.

•Hvernig gengur það?

http://www.asi.is/displayer.asp?cat_id=10

Page 14: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 14

Samkynhneigð pör

Sýslumenn annast vígslu í staðfesta samvist.

Fólk í staðfestri samvist nýtur sömu réttinda og gagnkynhneigðir í hjónabandi.

Samkynhneigðir í skráðri sambúð njóta sömu réttinda og gagnkynhneigðir í skráðri sambúð.

Page 15: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 15

Sambærileg réttindi hjóna og fólks í staðfestri samvist

Sami erfðaréttur og réttur í sambandi við lífeyri o.þ.h.

Réttur til að fara með sameiginlega forsjá barna á heimilinu.

Réttur til stjúpættleiðingar.

Sami réttur til ættleiðingar og tæknifrjóvgunar.

Page 16: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 16

Stórfjölskyldan

Hver fjölskylda á sér bakgrunn og sögu.

Fjölskyldur eru misjafnlega frændræknar.

Stundum tengja stórfjölskyldur sig við forföður eða formóður á sveitabæ.– Ætt– Ættaróðal

Page 17: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 17

Ættarmót

Ættingjar sem eiga sameiginlegan forföður eða -móður hittast– rækta fjölskyldutengslin– skemmta sér– frétta af áður ókunnum ættingjum – viðhalda ættarsögunni.

Oft eru gefnar út bækur með slíkum ættrakningum, svokölluð niðjatöl. Íslendingabók á netinu – hægt að rekja saman ættir – átta sig á tengslum og skyldleika.

Page 18: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 18

Hver fjölskylda á sína sögu ...

Page 19: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 19

Fjölskyldusagan

Hvernig er þín?

Page 20: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 20

Fjölskyldu tré - ættartré

Page 21: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 21

Gerðu þitt eigið ættartré!

Ég

Mamma Pabbi

Inga amma Ögmundur afi Sigga amma Einar afi

Helgi Kristín

Page 22: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 22

Vinátta og félagslíf

Vinátta er gulls ígildi.

Page 23: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 23

Vinir eru margs konar Til að eiga vin þurfum við að vera vinir

Trúnaðarvinir

Æskuvinir

Kunningjar

Vinir innan fjölskyldu– Foreldrar– Systkin– Frændsystkin

Kærasta/kærasti – maki

Mismunandi vinahópar– Áhugamál og

félagslíf– Skólinn– Vinnan

Page 24: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 24

Vinir

Við eyðum tíma með vinum okkar.– Sambandið við þá er misjafnt.– Þeir þekkja okkur misvel.– Við þekkjum þá misvel.

Hvað er góður vinur?

Page 25: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 25

Vinátta

Notið næstu 2 mínútur til að skrifa niður það sem ykkur finnst mikilvægast í fari vina.

Getið þið komist að sameiginlegri niðurstöðu?

Page 26: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 26

Góðir vinir

Eitt það mikilvægasta sem við eigum, þeir:– eiga þátt í að móta sjálfsmynd okkar. – styðja okkur, hvetja og styrkja. – leiða okkur í gegnum ýmis vandamál og

erfiðleika.– gagnrýna okkur á heiðarlegan hátt. – leiða okkur á rétta braut.– taka þátt í gleði okkar og sigrum. – eru alltaf til staðar.

Við treystum á vini okkar.

Page 27: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 27

Hvernig er góður vinur

Samþykkir mig eins og ég er.Leyfir mér að vera ég sjálf(ur).Þykir vænt um mig og ber hag minn fyrir brjósti.Hjálpar mér við að leysa vandamál.Er heiðarlegur.Stendur með mér.Er tryggur og traustur.Þegir yfir leyndarmálum.Leiðbeinir mér á réttar brautir.

Hlustar á mig.Hvetur mig áfram.Virðir mig í orðum og gjörðum.Deilir hugsunum sínum og tilfinningum með mér.Hæðist ekki að mér.Skilur mig.Kann að biðjast afsökunar.Er til staðar þegar ég þarf á að halda.Er hreinskilinn varðandi vinskap og ræðir hlutina.

Og þannig er ég við vini mína!

Page 28: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 28

Bestu vinir – trúnaðarvinir

Þekkja okkur og viðurkenna okkur eins og við erum.Mikið traust er á milli bestu vina.Við deilum hugsunum og tilfinningum með þessum vinum og gagnkvæmur skilningur ríkir.Þeir hlusta á okkur. Þeir deila hugsunum sínum og tilfinningum með okkur. Þeir sýna skilning.Þeir eru traustir og traustsins verðir.

Page 29: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 29

Kunningjarnir

Þetta er fólkið sem við tengjumst í:– skólanum– nágrenninu– vinnunni – og víðar ...

Við þekkjum þá ekki vel og þeir þekkja okkur ekki vel. Við segjum halló og ræðum um daginn og veginn.

Page 30: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 30

Foreldrar

Eru leiðbeinendur barna sinna.

Styðja þau í áföllum og gleðjast með þeim.

Hafa yfirleitt ómælda trú á börnum sínum.

Eru oft miklir og mikilvægir vinir barna sinna.

Elska flestir börn sín óumræðilega mikið og meta þau eins og þau eru.

Page 31: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 31

Kærastar/kærustur

Þekkjast vel.

Eru oftast bestu vinir auk þess að vera elskendur.

Gagnkvæmt traust og virðing.

Page 32: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 32

Vinátta þróast

samhliða því sem við – þroskumst– breytumst – eignumst ný áhugamál– menntum okkur– tökum til starfa á vinnumarkaði – stofnum fjölskyldu

Page 33: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 33

Sönn vinátta

Verður til hjá þeim– sem finna til samkenndar – hafa svipuð áhugamál– hafa svipaðar skoðanir– hafa svipaðan húmor– hafa líkan lífsstíl – eða finna samhljóm þrátt fyrir að vera ólíkir

Page 34: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 34

Sönn vinátta

Það þarf að gefa sjálfum sér og öðrum tækifæri og tíma til að kynnast, gefa af sér og kunna að þiggja.

Vinir þróa með sér sögu með mörgum góðum og slæmum minningum.

Vinátta er samband sem þróast og styrkist á löngum tíma.

Page 35: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 35

Feimni

Flestir finna einhvern tíma fyrir feimni

Við erum feimin m.a. því við óttumst– að öðrum líki ekki við okkur– að aðrir særi okkur– að aðrir hafni okkur

Til hvers?

Page 36: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 36

Sjálfshvatning

Ég er vinaleg(ur) og get þetta.

Jafnvel þótt þessum líki ekki við mig þá mun öðrum líka við mig.

Ef þeim líkar ekki við mig þá er það þeirra missir!

Page 37: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 37

Félagslíf- maður er manns gaman

Öllum mikilvægt.

Félagslíf snýst um samskipti.

Félagslíf og áhugamál fara oft saman.– Hvaða áhugamál hafið þið?– Tengjast þau einhverjum félagsskap sem þið

tilheyrið?

Það að umgangast annað fólk og njóta okkar í félagsskap annarra gefur lífinu aukið gildi og gerir það skemmtilegra.

Page 38: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 38

Hvaða áhugamál hafið þið?

Page 39: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 39

Hvaða félagslíf stundið þið?

Af hverju ættum við að stunda félagslíf?

Page 40: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 40

Hvernig er félagslífið í skólanum?

Kynning

Page 41: Leikur að lifa 1 Fjölskylda og vinir eru fjársjóður

Leikur að lifa 41

Hafðu í huga

Við getum ekki ætlast til að einhver vilji vera vinur ef við erum ekki sjálf vinaleg.

Alls staðar er einhver sem vill vera vinur og deila vinskap.

Að læra að deila með öðrum er lykillinn að vinskap.