í finnlandi - european commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/ssrineu/your social...

33
í Finnlandi Félagsleg réttindi þín

Upload: others

Post on 05-Aug-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

í Finnlandi

Félagsleg réttindi þín

Page 2: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 2

Þær upplýsingar sem fram koma í þessari handbók hafa verið samdar og uppfærðar í

náinni samvinnu við innlenda hliðstæðu Hins Gagnkvæma upplýsingakerfis ESB um

félagslega vernd (Mutual Information System on Social Protection - MISSOC).

Frekari upplýsingar um MISSOC tengslanetið má nálgast hjá:

http://ec.europa.eu/social/main.jsp?langId=en&catId=815

Handbókin er almenn lýsing á almannatryggingakerfum viðkomandi landa. Frekari

upplýsingar fást í öðru efni sem MISSOC hefur gefið út og er allt fáanlegt gegnum

framangreindan tengil. Þér er einnig heimilt að hafa samband við til þess bær yfirvöld

og stofnanir sem taldar eru upp í Viðauka við þessa handbók.

Hvorki framkvæmdastjórn Evrópusambandsins né nokkur fulltrúi á vegum hennar

verður gerður ábyrgur fyrir notkun upplýsinga sem fram koma í riti þessu.

© Evrópusambandið, 2012 Afritun er leyfð sé heimildar getið.

Page 3: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 3

Efnisyfirlit

I. Kafli: Inngangur, skipulag og fjármögnun .......................................................... 4 Inngangur ...................................................................................................... 4 Skipulag félagslegrar verndar ........................................................................... 4 Fjármögnun ................................................................................................... 5

II. Kafli: Heilsugæsla ......................................................................................... 6 Hvenær átt þú rétt á heilsugæslu? .................................................................... 6 Hvaða þættir eru tryggðir? ............................................................................... 6 Hvernig fær maður heilsugæslu?....................................................................... 6

III. Kafli: Sjúkrabætur í peningum ....................................................................... 9 Hvenær átt þú rétt á sjúkrabótum í peningum? .................................................. 9 Hvaða þættir eru tryggðir? ............................................................................... 9 Hvernig fást sjúkrabætur í peningum? ............................................................... 9

IV. Kafli: Bætur til mæðra og feðra vegna meðgöngu og fæðingar ..........................11 Hvenær átt þú rétt á bótum til mæðra og feðra vegna meðgöngu og fæðingar? .....11 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................11 Hvernig á að fá bætur vegna mæðraorlofs og feðraorlofs? ..................................12

V. Kafli: Örorkubætur ........................................................................................13 Hvenær átt þú rétt á örorkubótum? ..................................................................13 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................13 Hvernig fær maður örorkubætur? ....................................................................15

VI. Kafli: Ellilífeyrir og bætur til aldraðra ..............................................................16 Hvenær átt þú rétt á bótum til aldraðra? ...........................................................16 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................16 Hvernig fást bætur aldraðra? ...........................................................................17

VII. Kafli: Bætur fyrir eftirlifendur .......................................................................19 Hvenær átt þú rétt á bótum fyrir eftirlifendur? ...................................................19 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................19 Hvernig á að fá bætur fyrir eftirlifendur? ...........................................................20

VIII. Kafli: Bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma .......................................21 Hvenær átt þú rétt á bótum vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma? ....................21 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................21 Hvernig fást bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma? .................................22

IX. Kafli: Fjölskyldubætur ..................................................................................23 Hvenær átt þú rétt á fjölskyldubótum? .............................................................23 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................23 Hvernig á að fá fjölskyldubætur? .....................................................................23

X. Kafli: Atvinnuleysi .........................................................................................25 Hvenær átt þú rétt á atvinnuleysisbótum? .........................................................25 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................25 Hvernig á að fá atvinnuleysisbætur? .................................................................26

XI. Kafli: Lágmarksframfærsla ............................................................................27 Hvenær átt þú rétt á bótum vegna lágmarksframfærslu? ....................................27 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................27 Hvernig er hægt að fá bætur vegna lágmarksframfærslu? ...................................28

XII. Kafli: Langtíma umönnun ............................................................................29 Hvenær átt þú rétt á langtíma umönnun? .........................................................29 Hvaða þættir eru tryggðir? ..............................................................................29 Hvernig er langtíma umönnun metin? ...............................................................30

Viðauki: Hagnýt póstföng og vefsíður ..................................................................31

Page 4: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 4

I. Kafli: Inngangur, skipulag og fjármögnun

Inngangur

Allir þeir sem eru heimilisfastir í Finnlandi eru tryggðir samkvæmt

almannatryggingakerfi en grunnlífeyrir lýtur stjórn kerfisins (almennur lífeyrir og

viðbótarlífeyrissparnaður), sjúkrabætur og bætur vegna meðgöngu og fæðingar og

fjölskyldubætur. Að auki eiga allir þeir sem eru í launuðu starfi rétt á atvinnutengdum

bótum eins og lögbundnum tekjutengdum lífeyri og bótum vegna vinnuslysa og

atvinnusjúkdóma sem og vegna atvinnuleysis. Allir íbúar sveitarfélaga hafa aðgang

að heilsugæslu og félagsþjónustu.

Hið lögboðna lífeyriskerfi í Finnlandi samanstendur af tekjutengdum lífeyri og

almennum lífeyri. Bætur sem fást samkvæmt þessum kerfum eru m.a. örorkubætur,

bætur handa eftirlifendum og ellilífeyrir.

Tekjutengdum lífeyri er ætlað að tryggja að starfsmenn geti haldið þeim lífskjörum

sem þeir voru með þegar þeir voru vinnandi þegar þeir fara á eftirlaun. Tekjutengt

lífeyriskerfi er byggt á nokkrum mismunandi lögum en helstu lögin eru Lög um lífeyri

launþega (TyEL), sem tryggir alla þá sem stunduðu launaða vinnu í einkageiranum,

þ.e.a.s. 60% allra starfsmanna. sjálfstætt starfandi einstaklingar, sjómen, bændur og

opinberir starfsmenn eru með eigin lífeyriskerfi.

Almennur lífeyrir og viðbótarlífeyrir veitir lágmarks framfærslutekjur fyrir lífeyrisþega

sem ekki eru með neinn annan lífeyri eða önnur lífeyristrygging er ófullnægjandi.

Fjárhæð almenns lífeyris lækkar eftir því sem tekjutengdar lífeyristekjur hækka, og

lífeyrir hættir alfarið fari tekjutengdur lífeyrir yfir ákveðna fjárhæð. Einnig hafa aðrar

lífeyristekjur áhrif á fjárhæð viðbótarlífeyri.

Um er að ræða tiltölulega fá viðbótarlífeyriskerfi í Finnlandi þar eð allir launþegar og

sjálfstætt starfandi einstaklingar falla undir tekjutengd lífeyriskerfi. Engin efri mörk

eru fyrir hendi varðandi tekjur sem veita lífeyrisréttindi samkvæmt þessu kerfi, og ekki

eru nein efri mörk varðandi fjárhæð lífeyris.

Hægt er að áfrýja ákvörðunum varðandi almannatryggingar. Greint er frá

áfrýjunarferlinu og áfrýjunaryfirvöldum að því er varðar mismunandi bætur hér á eftir.

Skipulag félagslegrar verndar

Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö) annast

félagslegt öryggi í Finnlandi.

Kerfinu er stýrt af ýmsum stofnunum. Eitt ákveðið einkenni finnska félagslega

tryggingakerfisins er að (viðurkennd) einkatryggingafélög annast ákveðna þætti þess.

Bætur almannatrygginga sem miðast við heimilisfesti eru undir yfirstjórn

Tryggingastofnunar (Kansaneläkelaitos, eða Kela), sjálfstæðum opinberum aðila sem

er undir beinni yfirstjórn finnska þingsins. Staðaryfirvöld annast heilsugæslu.

Sérstaklega viðurkennd lífeyristryggingafélög, lífeyrissjóðir og lífeyrisstofnanir annast

tekjutengdar lífeyristryggingar handa starfsmönnum í einkageiranum. Aðalskrifstofa

lífeyris (Eläketurvakeskus, eða ETK) er stofnun sem sér um samhæfingu tekjutengdra

lífeyriskerfa; valdsvið hennar nær einnig yfir mál á sviði alþjóðlegra trygginga og

lífeyrismál. Stofnanir á sviði trygginga og lífeyris eru undir eftirliti fjármálaeftirlitsins.

Page 5: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 5

Lífeyriskerfi ríkisstarfsmanna og lífeyriskerfi starfsmanna staðaryfirvalda eru undir

stjórn Keva.

Slysatryggingastofnanir annast vinnuslysatryggingar og tryggingar atvinnusjúkdóma

þeirra sem starfa í einkageiranum en Skrifstofa ríkissjóðs annast slysatryggingar

opinberra starfsmanna. Samtök slysatryggingastofnana eru regnhlífarsamtök. Hlutverk

samtakanna er m.a. að koma fram sem stofnun á búsetustað eða dvalarstað

samkvæmt alþjóðaskuldbindingum Finnlands.

Almannatryggingastofnunin annast grunnframlög vegna atvinnuleysis.

Atvinnuleysistryggingasjóðir sem starfa aðallega í tengslum við verkalýðsfélög annast

umsjón tekjutengdra atvinnuleysisbóta. Aðild að slíkum sjóði er valfrjáls.

Fjármögnun

Fjölskyldubætur eru fjármagnaðar af ríkinu. Vinnumarkaðsstuðningur er fjármagnaður

til helminga af ríkinu og til helminga af staðaryfirvöldum. Atvinnuleysisbætur eru

fjármagnaðar að hluta með opinberu fé og að hluta með framlögum til

atvinnuleysistrygginga sem greidd eru af starfsmönnum, vinnuveitendum og þeim sem

eru þátttakendur í atvinnuleysistryggingasjóðum; Ríkið fjármagnar undirstöðuhlutann.

Lýðheilsuþjónusta er fjármögnuð af sveitarstjórnum á grundvelli útsvara og

notendagjalda; ríkið millifærir einnig fjármuni til staðaryfirvalda til að veita aðstoð við

greiðslu félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Tekjutengdur lífeyrir er fjármagnaður

af framlögum sem greidd eru af vinnuveitendum og starfsmönnum. Ríkið niðurgreiðir

lífeyriskerfi fyrir bændur, sjómenn og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Almennur

lífeyrir og viðbótarlífeyrir er fjármagnaður af ríkinu. Sjúkratryggingakerfið er haldið

uppi af vinnuaflinu (launþegum og sjálfstætt starfandi), vinnuveitendum, þeim sem

eru tryggðir og af ríkinu. Slysatryggingar byggjast á framlögum vinnuveitenda.

Page 6: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 6

II. Kafli: Heilsugæsla

Hvenær átt þú rétt á heilsugæslu?

Það er fyrst og fremst í verkahring staðaryfirvalda að sjá um heilbrigðisþjónustu. Allir

íbúar sveitarfélaga eiga rétt á heilsugæslu. Opinber heilsugæsla er bætt upp með

einkarekinni heilsugæslu.

Sjálfstætt starfandi einstaklingar og launþegar sem ekki eru með fasta búsetu eru

einnig tryggðir að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Hvaða þættir eru tryggðir?

Opinber heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisþjónustan er skipulögð af hálfu staðaryfirvalda sem kunna að bjóða upp á

lögbundna þjónustu á eigin vegum í samstarfi við önnur staðaryfirvöld eða með því að

kaupa þjónustuna af öðrum staðaryfirvöldum eða frá opinberum eða einkareknum

þjónustuveitendum. Þessi þjónusta tekur til heilsufræðslu og ráðgjafarviðtala,

læknishjálpar, endurmenntunar (séu þessir þættir ekki tryggðir samkvæmt öðru kerfi),

geðheilsu, sjúkraflutninga, tannlækningar, kynningarþjónusta, heilsugæsla fyrir skóla,

námsmenn og atvinnulífið, og reglubundnar læknisskoðanir og skimunarpróf.

Sjúkratryggingar

Sjúkratryggingakerfið endurgreiðir lyf samkvæmt tilvísun handa

göngudeildarsjúklingum og kostnað við flutninga sem þörf er á vegna sjúkdóma;

kerfið greiðir einnig sjúkrabætur í peningum, bætur vegna meðgöngu og fæðingar í

peningum og fæðingarorlof feðra í peningum.

Sjúkratryggingakerfið endurgreiðir einnig heilbrigðisþjónustu einkageira, sérstaklega

hluta gjalda á vegum lækna sem ekki eru aðilar, kostnað vegna læknisþjónustu

einkasjúkrahúsa, þ.m.t. tannlæknaþjónustu, meðferð og sjúkraþjálfun, geðrannsóknir

og prófanir á rannsóknarstofum.

Sérstakar sérfæðublöndur samkvæmt tilvísun vegna alvarlegra veikinda og áburður

samkvæmt tilvísun vegna húðsjúkdóma er hvorutveggja endurgreitt.

Flutningskostnaður sem er umfram fastagjald fyrir notendur er endurgreiddur miðað

við hverja ferð. Þetta tekur m.a. til læknisheimsókna vegna meðferðar og vitjana

sérfræðinga til sjúklings. Flutningskostnaður sem er umfram ákveðna fjárhæð á ári er

endurgreiddur að fullu.

Hvernig fær maður heilsugæslu?

Opinber heilbrigðisþjónusta

Læknishjálp er aðallega veitt á heilsugæslustöðvum og á sjúkrahúsum.

Grundvallarheilbrigðisþjónusta miðast fyrst og fremst við íbúa á staðnum.

Heilsugæslustöðvar eru aðallega mannaðar starfandi heimilislæknum. Gerist þess þörf

að sjúklingur hitti sérfræðing fær sjúklingur tilvísun frá starfandi heimilislækni (sem

Page 7: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 7

starfar sjálfstætt eða á heilsugæslustöð) til sjúkrahúslæknis. Í neyðartilvikum getur

sjúklingur farið beint á sjúkrahús, án þess að fá tilvísun frá starandi heimilislækni.

Sjúklingar geta fengið aðgang að þjónustu heilsugæslustöðva jafnvel utan

sveitarfélags þar sem þeir eru búsettir dveljist þeir í öðru sveitarfélagi reglulega eða til

lengri tíma, t.d. vegna atvinnu, í frístundaskyni, með nánum ættingja eða af annarri

sambærilegri ástæðu. Sjúklingur verður að tilkynna heilsugæslustöð í hinu

sveitarfélaginu um þjónustuþarfir sínar a.m.k. þremur vikum fyrir fyrstu heimsókn.

Enn fremur verður sjúklingur að vera með áætlun um eftirlit með heilsu(gæslu) sem

gerð er hjá heilsugæslustöð sveitarfélags þar sem við komandi er búsettur: í

áætluninni eru þeir þjónustuþættir sem sjúklingur á rétt á hjá öðrum

heilsugæslustöðvum. Áætlunin þarf að vera til staðar varðandi heilsugæsluþjónustu á

öðrum sviðum en neyðarþjónustu. Í bráðatilvikum er ennþá hægt að njóta þjónustu

hvaða sveitarfélags sem er.

Að auki getur sjúklingur breytt um heilsustöð innan sveitarfélags eða á

samstarfssvæði einu sinni á ári. Sjúklingur verður að tilkynna bæði nýju heilsustöðinni

og gömlu heilsustöðinni um breytingu þrjár vikur fyrir fyrstu heimsókn. Einnig er

möguleiki á að velja sérfræðieiningu innan heilsugæslu á svonefndu umsjónarsviði

sem nálæg sjúkrahúsumdæmi standa að. Sjúklingur velur sérfræðieiningu innan

heilsugæslu í samvinnu við lækni sem gefur út tilvísun til heilsugæslu.

Neyðarmeðferð er veitt umsvifalaust. Þegar um er að ræða meðferð vegna þjónustu

annarrar en neyðarþjónustu er mælt fyrir um hámarks biðtíma. Sjúklingar verða að

geta átt þess kost að hafa samband við heilsugæslustöðvar milliliðalaust á

opnunartíma. Oft er hægt að skilgreina þá meðferð sem þörf er á gegnum síma af

hálfu heilbrigðisstarfsfólks öðru en læknum. Virðist svo að heimsókn á

heilsugæslustöð sé nauðsynleg verður að skipuleggja slíka heimsókn innan þriggja

daga frá því símaviðtal átti sér stað. Meðferð sem heilsugæsla veitti hefst venjulega

við fyrstu heimsókn sjúklings. Sé það ekki hægt verðu að gera það innan þriggja

mánaða. Sjúklingar sem er vísað á sjúkrahús verða að fá viðtal innan þriggja vikna frá

því þeim var vísað á sjúkrahús. Leiði læknisskoðun í ljós að leggja þurfi þá inn til

meðferðar verður að leggja þá inn á sjúkrahús innan sex mánaða. Börn og ungmenni

sem þurfa á geðsjúkdómameðferð að halda verða að fá slíka meðferð innan þriggja

mánaða. Alla tannlæknameðferð sem metin er nauðsynleg verður að gefa án óþarfa

dráttar og hvað sem öðru viðvíkur innan sex mánaða.

Sjúklingur mun venjulega krafinn greiðslu á fastagjaldi vegna meðferðar á

heilsugæslustöð. Göngudeildarsjúklingar greiða fastagjald fyrir viðtal; legusjúklingar

greiða fastadaggjald. Gjald fyrir göngudeildarsjúklinga er einnig fastagjald. Þegar um

er að ræða langtímasjúkdóma eru gjöld aðallega miðaðar við tekjur.

Þjónusta sem sjúklingur er þegar búinn að greiða ákveðið gjald innan 12 mánaða

tímabils eru gjaldfrjálsar eftir það. Þegar um er að ræða skammtíma legu sjúklings

(minna en þrír mánuðir) getur stofnun innheimt fastagjald.

Reikningar vegna lyfjameðferðar má taka til endurskoðunar sæki sjúklingur skriflega

um það hjá heilbrigðisnefnd staðaryfirvalda eða hjá samsvarandi stofnun, eða hjá

aðila sem mælti fyrir um meðferð innan 14 daga frá því hann fékk reikning.

Sjúklingur getur beint umkvörtun varðandi öll önnur atriði er snerta læknishjálp eða

umönnun á sjúkrahúsi eða tengda meðferð til forstjóra heilsugæslustöðvar eða

sjúkrahús sem málið varðar sem og til þess bærra eftirlitsyfirvalda.

Page 8: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 8

Sjúkratryggingar

Endurgreiðsla fer fram á grundvelli gjaldflokka og gjaldskrár sem ákveðin er af

almannatryggingastofnuninni. Varðandi gjöld til lækna nemur endurgreiðsla 60% af

almennu gjaldi. Kostnaður vegna læknisskoðana og meðferðar er endurgreiddur miðað

við fjárhæð sem nemur meira en 75% af kostnaði yfir greiðsluþátttöku samkvæmt

gjaldskrá. Í raun eru endurgreiðslur minni hluti af raunverulegum kostnaði.

Tannlæknagjöld, rannsóknir, lyfseðlar og ferðakostnaður er endurgreiddur með sama

hætti og varðandi lækna.

Sjúkratryggingar ná yfir hluta eða allan kostnað skráðra lyfja sem ávísað er af lækni í

sambandi við meðferð. Um er að ræða þrenns konar endurgreiðsluflokka.

Endurgreiðsla er reiknuð fyrir hvern lið sem hundraðshluti lyfjakostnaðar. Sjúklingur

greiðir þann hluta lyfjakostnaðar í efsta flokki sem mælt er fyrir um; ekki er neitt

notendagjald varðandi lyf í grunnflokki eða í sérstökum lægri flokki.

Grunnendurgreiðsla vegna ávísaðra lyfja nemur 42% af verði. Varðandi ákveðna

alvarlega langtíma sjúkdóma nemur endurgreiðsla 72 eða 100%, eftir að búið er að

draga frá notendagjald. Árlegt hámark lyfjakostnaðar sem notandi greiðir nemur.

Umfram það greiðir einstaklingur aðeins notendagjald fyrir hvern lið.

Umsóknir vegna endurgreiðslu sjúkrakostnaðar þarf að leggja fram innan sex mánaða

frá greiðslu reiknings eða frá meðferð.

Komi upp ágreiningur varðandi einhverja þætti sjúkratrygginga getur umsækjandi

skotið málinu til almannatryggingastofnunar eða til þess bærs atvinnutryggingasjóðs,

sem mun skoða hvort hægt sé að framkvæma leiðréttingu. Sé slíkt ekki hægt á þessu

stigi er umkvörtunarefni skotið til áfrýjunarnefndar almannatrygginga; ákvörðunum

nefndarinnar er einnig hægt að áfrýja til dómstóls almannatrygginga.

Page 9: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 9

III. Kafli: Sjúkrabætur í peningum

Hvenær átt þú rétt á sjúkrabótum í peningum?

Allir heimilisfastir einstaklingar milli 16 og 67 ára að aldri og þeir sem ekki eru

heimilisfastir og eru í launuðu starfi eða sjálfstætt starfandi einstaklingar´sem starfa í

Finnlandi í a.m.k fjóra mánuði eru tryggðir. Réttur til þessara bóta verður virkur níu

almennum vinnudögum eftir að sjúkdómur byrjar (ekki talinn sá dagur þegar

sjúkdómur hófst). Þessar bætur í daggreiðsluformi eru greiddar í að hámarki 300

vinnudaga.

Hvaða þættir eru tryggðir?

Sjúkrabætur

Vinnuveitandi greiðir full laun í níu daga hafi vinnusamband staði lengur en í a.m.k.

einn mánuð. Hafi vinnusamband staðið skemur en í einn mánuð eru 50% launa

greidd. Flestir vinnuveitendur greiða full fastalaun samkvæmt kjarasamningum fyrsta

einn eða tvo mánuðina.

Sjúkrabætur í peningum

Dagleg fjárhæð sjúkrabóta í peningum veltur á framtöldum og sannreyndum árlegum

tekjum einstaklings eða á grundvelli hálfárs tekna viðkomandi. Daggreiðslubætur

hækka í samræmi við árstekjur viðkomandi einstaklings.

Sérstakar sjúkrabætur í peningum koma til greiðslu til foreldris sem fer með umönnun

og endurhæfingu barns síns sem er undir 16 ára aldri og sem hefur verið vistað á

sjúkrahúsi.

Sjúkrabætur eru skattskyldar tekjur. Við athugun á þörf er tekið tillit til sameiginlegs

heildarfjármagns beggja maka.

Greiðsla vegna endurhæfingar

Greiðsla vegna endurhæfingar er greidd þann tíma sem meðferð varir sé meðferð

ætlað að gefa sjúklingum kost á að halda áfram í eða byrja aftur á starfi sínu eða að

fara inn á vinnumarkað. Venjulega er fjárhæð þessarar greiðslu fastákveðin á sama

hátt og sjúkradagpeningar.

Hvernig fást sjúkrabætur í peningum?

Umsóknir um sjúkrabætur skulu sendar staðarskrifstofu almannatryggingastofnunar

eða til atvinnutryggingasjóðs.

Umsóknir um endurhæfingu og greiðslur vegna endurhæfingar skulu sendar

staðarskrifstofu almannatryggingastofnunar. Að undanskilinni valkvæðri þjónustu er

hægt að vefengja ákvarðanir er snerta endurmenntun og endurhæfingu með því að

Page 10: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 10

senda erindi til áfrýjunarnefndar almannatrygginga; áfrýjanir úrskurða

áfrýjunarnefndar er hægt að senda dómstóli almannatrygginga.

Page 11: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 11

IV. Kafli: Bætur til mæðra og feðra vegna meðgöngu og fæðingar

Hvenær átt þú rétt á bótum til mæðra og feðra vegna meðgöngu og fæðingar?

Allir þeir sem eru heimilisfastir eiga rétt. Að auki eru þeir sem ekki eru heimilisfastir og

eru í launuðu starfi eða þeir sem eru sjálfstætt starfandi og vinna í Finnlandi eru

umsvifalaust tryggðir.

Bæði móðir (greiðsla í mæðraorlofi, äitiysraha, greiðslur til foreldra, vanhempainraha)

og faðir (greiðsla í fæðingarorlofi feðra, isyysraha, greiðsla til foreldra,

vanhempainraha) verða að hafa verið heimilisföst Finnlandi í a.m.k. 180 daga á undan

væntanlegri sængurlegu.

Varðandi réttindi til bóta í fríðu þá er ekki krafist neins réttindaávinnslutímabils.

Hvaða þættir eru tryggðir?

Greiðslur í mæðraorlofi eru inntar af hendi til móður í fyrstu 105 daga. Réttur til

greiðslu í mæðraorlofi er virkur frá 30-50 vinnudaga fyrir væntanlegan fæðingardag.

Greiðsla til foreldra er greidd í næstu 158 vinnudaga. Þessar greiðslur geta farið annað

hvort til móður eða til föður kjósi hann að vera heima til að annast barnið en ekki til

beggja samtímis. Ættleiðingarforeldrar eiga einnig rétt á greiðslum til foreldra sé hið

ættleidda barn undir sjö ára aldri.

Konur eiga rétt á sérstökum bótagreiðslum á meðgöngu tengist efni eða geislavirkni

eða smitsjúkdómur starfi þeirra eða vinnustað þeirra sem er hættulegur þroska fósturs

eða skapi slíkt hættu meðan á meðgöngu stendur. Þetta á ekki við sé möguleiki á því

að flytja einstakling yfir í aðra stöðu.

Eftir fæðingu getur faðir sótt um greiðslu í fæðingarorlofi feðraorlof í allt að 18

vinnudaga sem tekið skal í fjórum lotum meðan greiðslur í mæðraorlofi og í feðraorlofi

eru greiddar. Réttur til greiðslna í fæðingarorlofi feðra er framlengt frekar í 1-12

vinnudaga hafi faðir tekið greiðslur til foreldra á síðustu 12 vinnudögum tímabils

greiðslna til foreldra.

Greiðslur í mæðraorlofi og greiðslur til foreldra greiddar út með sömu fjárhæð og

sjúkradagpeningar. Foreldrar barns sem er undir 16 ára aldri sem undirgengst

meðferð eða fylgir endurmenntunaráætlun á sjúkrahúsi, eða í ákveðnum tilvikum

heima hjá sér, kunna að eiga rétt á að fá sérstakar greiðslur vegna umönnunar barns.

Þessi greiðsla er venjulega greidd um tímabil sem nemur 60 vinnudögum fyrir hvert

barn og vegna almanaksárs. Fjárhæð þessara sérstöku greiðslna vegna

barnaumönnunar er sú sama og dagpeningagreiðslur.

Fjárhæð bóta

Daggreiðslur aukast í samræmi við árstekjur einstaklingsins. Lágmarks bætur í

peningum eru fastsettar.

Bætur í fríðu

Page 12: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 12

Læknisskoðanir á heilsugæslustöðvum fyrir konur og börn fyrir og eftir meðgöngu eru

gjaldfrjálsar.

Hvernig á að fá bætur vegna mæðraorlofs og feðraorlofs?

Umsóknir um þessar bætur skulu sendar almannatryggingastofnun á viðkomandi stað

eða til skrifstofu atvinnutryggingasjóðs. Þegar um er að ræða greiðslur í mæðraorlofi

þarf að ganga frá umsókn tveimur mánuðum fyrir ætlaðan fæðingardag og varðandi

greiðslur í fæðingarorlofi feðra þarf að ganga frá umsókn tveimur mánuðum fyrir

væntanlegan gangsetningardag. Umsóknir um foreldragreiðslur skulu lagðar fram

einum mánuði fyrir æskilegan gangsetningardag.

Komi upp ágreiningur varðandi einhver atriði varðandi greiðslur til foreldra getur

umsækjandi skotið málinu til almannatryggingastofnunar eða til þess bærs

atvinnutryggingasjóðs, sem mun skoða hvort hægt sé að framkvæma leiðréttingu. Sé

slíkt ekki hægt á þessu stigi er umkvörtunarefni skotið til áfrýjunarnefndar

almannatrygginga; ákvörðunum nefndarinnar er einnig hægt að áfrýja til dómstóls

almannatrygginga.

Page 13: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 13

V. Kafli: Örorkubætur

Hvenær átt þú rétt á örorkubótum?

Örorkubætur eru aðallega hluti lífeyriskerfis.

Um er að ræða tvíþætt kerfi í Finnlandi:

Tryggingakerfi (lögboðinn tekjutengdur lífeyrir, Työeläke) sem fjármagnaður er

með framlögum sem taka til allra einstaklinga sem eru þátttakendur í atvinnulífi

(launþegar, sjálfstætt starfandi einstaklingar, bændur) sem eru 18 til 68 ára að

aldri;

Algilt kerfi sem fjármagnað er með sköttum (lífeyrir almannatrygginga,

Kansaneläke og viðbótarlífeyrissparnaður, Takuueläke) sem tryggir lágmarkslífeyri

handa öllum þeim sem eru með fasta búsetu á aldrinum 16 ára til 65 ára.

Lífeyriskerfin eru samþætt og þegar lögboðinn tekjutengdur lífeyrir fer yfir tilekin mörk

er ekki greiddur neinn almennur lífeyrir eða viðbótarlífeyrissparnaður.

Til þess að geta átt rétt á lífeyri almannatrygginga eða viðbótarlífeyrissparnaði er það

krafa að fyrir hendi sé þriggja ára búseta eftir að 16 ára aldri hefur verið náð. Hafi

einstaklingur ekki haft búsetu í Finnlandi í þrjú ár er einnig tekið tillit til búsetutímabils

í öðrum aðildarríkjum ESB, Íslandi, Liechtenstein, Noregi og Sviss. Samt sem áður er

ávallt krafa um búsetu í Finnlandi í eitt ár.

Varðandi launþega lúta réttindi til að fá lögboðinn tekjutengdan lífeyri ekki

réttindaávinnslutímabili. Sjálfstætt starfandi einstaklingar verða að haf lokið tímabili

þar sem þeir voru sjálfstætt starfandi í a.m.k. fjóra mánuði.

Bætur geta tekið á sig mismunandi myndir bæði samkvæmt kerfum almannatrygginga

og hinu tekjutengda kerfi:

Örorkubætur eru veittar tryggðum einstaklingi sem er búinn að missa starfsgetu

annað hvort vegna veikinda þar sem óvinnufærni er áætluð geta enst í a.m.k. eitt

ár eða vegna varanlegs galla eða líkamstjóns. Til að fá örorkulífeyri samkvæmt

tekjutengda kerfinu veður maður að hafa misst a.m.k 3/5 hluta starfsgetu (2/5

hluta þegar um er að ræða lífeyri vegna örorku að hluta). Þegar um er að ræða

almannatryggingakerfið eru þær kröfur gerðar að um sé að ræða missi starfsgetu

sem nemur a.m.k. 3/5 hluta (ekki er greiddur lífeyrir að hluta). Frá 60 ára aldri eru

sveigjanlegri skilyrði notuð varðandi örorkubætur. Einstaklingar sem eru undir 20

ára aldri geta ekki fengið lífeyri þangað til endurhæfingarlíkur hafa verið metnar.

Örorkubætur eru almennt greiddar eftir að einstaklingur hefur fengið

sjúkrabætur´um tímabil sem nemur u.þ.b. 300 daga;

Greiðslur vegna endurhæfingar eru greiddar þegar líklegt þykir að ástand

starfsmanns, vegna skerðingar eða sjúkdóms muni batna með umönnun eða

endurmenntun. Þessar bætur byggjast á því að bótaþegi fylgi meðferð og

endurmenntunaráætlun.

Hvaða þættir eru tryggðir?

Örorkubætur

Page 14: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 14

Örorkulífeyrir kemur til greiðslu frá þeim tíma þegar hámarkstímabil greiðslu

sjúkrabóta lýkur (300 dagar) allan þann tíma sem skilyrðum er fullnægt fram til þess

er ellilífeyrir fæst (63ja ára aldur varðandi tekjutengt lífeyriskerfi og 65 ára varðandi

lífeyri almannatrygging).

Þegar um er að ræða tekjutengt kerfi er örorkulífeyrir reiknaður þannig að við vissar

aðstæður sé tekið tillit til tímabilsins milli þess að áhætta kom til og aldur við töku

eftirlauna. Þær bótagreiðslur sem greiddar eru vegna þess framtíðatímabils eru

venjulega ákveðnar á grundvelli launa og fastlauna á þeim fimm árum sem koma á

undan þessum áhættuatburði (viðmiðunartímabil). Viðmiðunartímabilið tekur aðeins

tillit til þess tekjugrundvallar sem notast er við samkvæmt finnskum lögum um lífeyri.

Lífeyrir vegna örorku að hluta nemur 50% af fullum örorkulífeyri.

Samkvæmt almannatryggingakerfinu fer fjárhæð bóta eftir lengd tímabils búsetu í

Finnlandi, hjúskaparstöðu og fjárhæð annars lífeyris sem skapast vegna launavinnu.

Full fjárhæð er greidd hafi einstaklingur haft fasta búsetu í Finnlandi um 80% þess

tíma sem liðinn er eftir að hafa náð 16 ára aldri og áður en lífeyrir hefst. Að öðrum

kosti er lífeyrir leiðréttur miðað við tímalengd búsetu. Þegar um er að ræða ákveðið

hámarksþak er fjárhæð bóta lækkuð um 50% fjárhæðar lögboðins tekjutengds lífeyris

og annars finnsks og útlensks lífeyris.

Viðbótarlífeyrissparnaður

Heimilisfastur einstaklingur sem fær fullar örorkubætur á rétt á

viðbótarlífeyrissparnaði séu brúttólífeyristekjur hans í heild minni en full fjárhæð

viðbótarlífeyristekna. Einnig geta innflytjendur (þ.e. þeir sem eru með fasta búsetu

sem ekki eiga rétt á lífeyri almannatrygginga) sem ekki fá lífeyri almannatrygginga

geta fengið viðbótarlífeyrisgreiðslu séu þeir 16 ára að aldri eða eldri og eru fatlaðir í

merkingu laga um lífeyri almannatrygginga.

Fjárhæð viðbótarlífeyrissparnaðar fer eftir öllum öðrum lífeyristekjum sem viðkomandi

kann að fá frá Finnlandi eða erlendis frá. Aðrar ellilífeyristekjur eru dregnar frá fullri

fjárhæð viðbótarlífeyristekna. Viðbótarlífeyrissparnaður lækkar ekki vegna tekna

einstaklings, fjármagnstekna eða eigna. Umönnunargreiðslur handa lífeyrisþegum,

húsnæðisgreiðslur handa lífeyrisþegum eða greiðslur vegna óformlegrar umönnunar

hafa ekki áhrif á fjárhæð viðbótarlífeyrissparnað.

Greiðsla vegna endurhæfingar

Áður en veittur er örorkulífeyrir verður sá aðili sem annast greiðslu lífeyris að ganga úr

skugga um að horfur umsækjanda á endurhæfingu hafa varið rannsakaðar.

Sá aðili sem annast greiðslu lífeyris lætur í té greiðslu vegna endurhæfingar fyrir þá

mánuði sem tryggðir einstaklingar geta ekki verið í launaðri vinnu vegna þess að þeir

eru að gangast undir starfstengda endurhæfingu. Þeir sem nú þegar taka lífeyri fá

hækkaða fjárhæð lífeyris á endurhæfingartímabili.

Greiðsla vegna endurhæfingar er innt af hendi vegna ákveðins tímabils.

Samkvæmt tekjutengda kerfinu nemur greiðsla vegna endurhæfingar fullum lífeyri

vegna örorku auk hækkunar sem nemur 33% vegna tímabila þar sem um var að ræða

virk endurhæfing.

Page 15: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 15

Greiðsla vegna endurhæfingar samkvæmt almenna lífeyristryggingakerfisins

samsvarar 75% tekna og kemur til greiðslu eftir biðtíma sem nemur 1 eða 1 + 9

dögum. Hún kemur til greiðslu þegar tímabil endurhæfingar endist í meir en 30 daga.

Greiðsla vegna endurhæfingar nemur 10% ofan á greiðsluna sem lífeyrisþegi lífeyris

almannatrygginga fær og kostnaður af endurhæfingarþjónustu er að fullu greiddur.

Aðrar örorkubætur

Þau eru meðal annars:

Greiðsla vegna umönnunar (Eläkettä saavan hoitotuki), sem eru bætur greiddar

lífeyrisþegum með þremur mismunandi fjárhæðum, og fer það eftir þörf á aðstoð

eða til þess að bæta upp vegna kostnaðar sem stafar af heimahlynningar eða

vegna annarra sérstakra útgjalda sem orsakast af sjúkdómi eða líkamstjóni;

Greiðsla vegna örorku (16 vuotta täyttäneen vammaistuki), sem greidd er 16-64

ára gömlum einstaklingum sem ekki hafa fengið lífeyri og sem eru með skerta

heilsu vegna veikinda eða líkamstjóns og sem ætlað er að bæta upp fyrir

erfiðleika, nauðsynlega þjónustu o.s.frv. Fjárhæðin veltur á örorkustigi, þörfinni á

aðstoð og viðbótarútgjöldum.

Húsnæðisgreiðslur til lífeyrisþega (Eläkkeensaajan asumistuki), sem gætu fallið í

hlut lífeyrisþega sem hafa búsetu í Finnlandi. Fjárhæðin er í hlutfalli við tekjur

lífeyrisþega og húsnæðiskostnað, sem og ákveðna aðra þætti.

Hvernig fær maður örorkubætur?

Senda þarf umsóknir til viðeigandi aðila sem annað greiðslu lífeyris.

Örorkustig er ákvarðað í tengslum við heilbrigðisástand þitt. Matið tekur ekki aðeins

tillit til læknaskýrslna en m.a. einnig menntunarstigs, faglegrar reynslu, aldur og líkur

á því að fá vinnu.

Greiðslu vegna endurhæfingar er hægt að stöðva verði breyting á starfsgetu þinni eða

ef þú neitar meðferð vegna endurhæfingar án skynsamlegrar ástæðu.

Samkvæmt tekjutengda kerfinu er hægt að yfirfæra fullar örorkubætur og fulla

greiðslu vegna endurmenntunar yfir í örorkulífeyri og í greiðslu vegna endurmenntunar

að hluta verði breyting á starfsgetu þinni og tekjum.

Ef upp kemur ágreiningur varðandi atriði er tengjast örorkubótum getur

umsækjandinn lagt fram áfrýjun til þess aðila sem annast greiðslu lífeyris, sem mun

sem finna úrlausn á slíku. Ef slíkt er ekki mögulegt á þessu stigi er kvörtuninni vísað til

áfrýjunarnefndar almannatrygginga eða áfrýjunarnefndar tekjutengds lífeyris.

Ákvörðun áfrýjunarnefndanna má áfrýja frekar til dómstóls almannatrygginga.

Page 16: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 16

VI. Kafli: Ellilífeyrir og bætur til aldraðra

Hvenær átt þú rétt á bótum til aldraðra?

Í Finnlandi eru tvenns konar lífeyriskerfi: lögbundna tekjutengda lífeyriskerfið og

lífeyrir almannatryggingakerfisins (þ.m.t. viðbótarlífeyrissparnaður, Takuueläke).

Tekjutengda lífeyriskerfið býður upp á tekjutengdan og tryggingabundinn lífeyri, en

lífeyrir almannatryggingakerfisins úthlutar lágmarkslífeyri á grundvelli búsetu.

Saman mynda þessi tvö lífeyriskerfi heildarkerfi lögboðins lífeyris. Þau eru samþætt

og þegar lögboðinn tekjutengdur lífeyrir fer yfir tilekin mörk er ekki greiddur neinn

lífeyrir almanntrygginga eða viðbótarlífeyrissparnaður.

Mögulegt er að hætta launuðu starfi milli 63ja og 68 ára aldurs samkvæmt

tekjutengdum lífeyris kerfum.

Tekjutengdum lífeyri í einkageiranum er stjórnað af um 30 aðilum sem bjóða upp á

lífeyristöku. Hafi einstaklingur verið tryggður samkvæmt fleiri en einum lögum um

lífeyri (þ.e. hefur verið með mismunandi aðila sem bjóða upp á töku lífeyris úthlutar

og greiðir síðasti aðili sem býður upp á töku lífeyris allan lífeyrinn.

Einstaklingar sem eru yfir 65 ára að aldri og eru heimilisfastir í Finnlandi eða í öðru

landi ESB eiga rétt á almennum ellilífeyri og viðbótarlífeyrissparnaði. Finnskir

þegnar og ríkisborgarar annarra landa ESB verða að hafa búið í Finnlandi í a.m.k. þrjú

ár eftir 16 ára aldur. Hafi einstaklingur ekki haft búsetu í Finnlandi í þrjú ár er einnig

tekið tillit til búsetutímabils í öðrum aðildarríkjum ESB, Íslandi, Liechtenstein, Noregi

og Sviss. Samt sem áður er ávallt krafa um búsetu í Finnlandi í eitt ár.

Bótaþegar geta sótt um uppgjör vegna snemmtekins lífeyris bæði samkvæmt

tekjutengdum kerfum og kerfum almannatrygginga, hvenær sem er eftir þeir ná 62ja

ára aldri en þá er fjárhæð lífeyris lækkuð um annars vegar 0,6% eða hins vegar 0,4%

fyrir hvern mánuð milli raunverulegra starfsloka og lögboðins eftirlaunaaldurs. Uppgjör

ellilífeyris má einnig fresta framyfir venjulegan lífeyrisaldur en þá er sá lífeyrir sem að

lokum er greiddur hækkaður hlutfallslega.

Hvaða þættir eru tryggðir?

Lögboðinn tekjutengdur lífeyrir

Samkvæmt tekjutengda lífeyriskerfinu eru þau aldurstímabil sem veita réttindi til

ellilífeyris starfstímabilin milli 18 ára aldurs og 68 ára.

Lífeyrir er reiknaður á grundvelli árslauna, eða að því er varðar sjálfstætt starfandi

einstaklinga, sameinaðar árstekjur. Réttindin hækka eftir aldri á grundvelli eftirfarandi

stuðla:

1,5% frá 18 til 52ja ára aldurs;

1,9% frá 53 til 62ja ára aldurs;

4,5% frá 63 til 68ja ára aldurs;

Ef þú heldur áfram að vinna eftir að þú færð lífeyrir eða byrjar aftur í starfi eru

lífeyrisréttindin af þessari vinnu 1,5% á ári. Lífeyrisréttindi aukast einnig vegna bóta

sem greiddar eru í formi almannatryggingabóta byggðum á framlögum launþega og

vinnuveitenda (t.d. sjúkrabætur).

Page 17: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 17

Nám sem leiðir til prófskírteinis og tímabil umönnunar barna sem eru undir 3ja ára

aldri mynda hækkun í tekjutengdum lífeyri sem er fjármagnaður af ríkinu.

Lífeyrir almannatrygginga

Ellilífeyrir almannatrygginga er lífeyristengdur: þegar komið er yfir ákveðna fjárhæð

lífeyristekna er lífeyrir ekki greiddur. Þetta á að hluta til við um lífeyri sem greiddur er

af Finnlandi eða hvaða öðru landi sem er og myndar varanlegar bótagreiðslur sem

metnar eru til lífeyris. Lífeyrir sem greiddur er samkvæmt reglugerð EB nr. 883/2004

sem byggjast á tryggingu sama einstaklings og greidd að öðru aðildarríki eru ekki

skoðaðar sem tekjur.

Fjárhæð lífeyris almannatrygginga veltur einnig á lengd tímabils búsetu í Finnlandi milli

16 og 65 ára aldurs. Til að fá fullr bætur, er 40 ára búseta nauðsynleg. Nemi fjöldi

dvalarára minna en 80% af tíma milli 16 ára og 65 ára aldurs er lífeyrir leiðréttur í

hlutfalli við búsetutíma.

Lífeyrinn getur innifalið viðbót vegna barns á framfæri.

Að auki eru nokkrar aðrar sérstakar bætur fyrir ellilífeyrisþega:

Greiðsla vegna umönnunar (Eläkettä saavan hoitotuki), sem eru bætur greiddar

lífeyrisþegum með þremur mismunandi fjárhæðum, og fer það eftir þörf á aðstoð

eða til þess að bæta upp vegna kostnaðar sem stafar af heimahlynningar eða

vegna annarra sérstakra útgjalda sem orsakast af sjúkdómi eða líkamstjóni;

Húsnæðisgreiðslur til lífeyrisþega (Eläkkeensaajan asumistuki), sem hægt era ð

úthluta lífeyrisþegum sem eru búsettir í Finnlandi og þar sem fjárhæðin er í hlutfalli

við tekjur lífeyrisþega og húsnæðiskostnað sem og við aðra þætti.

Viðbótarlífeyrissparnaður

Heimilisfastur einstaklingur sem fær ellilífeyri á rétt á viðbótarlífeyrissparnaði séu

brúttólífeyristekjur hans í heild minni en full fjárhæð viðbótarlífeyristekna. Einnig

innflytjendur sem ekki fá lífeyri almannatrygginga (þ.e. heimilisfastir einstaklingar sem

ekki eiga rétt á lífeyri almannatrygginga) eiga rétt á þessum lífeyri frá 65 ára aldri.

Fjárhæð viðbótarlífeyrissparnaðar fer eftir öllum öðrum lífeyristekjum sem viðkomandi

kann að fá frá Finnlandi eða erlendis frá. Aðrar ellilífeyristekjur eru dregnar frá fullri

fjárhæð viðbótarlífeyristekna. Viðbótarlífeyrissparnaður lækkar ekki vegna tekna

einstaklings, fjármagnstekna eða eigna. Umönnunargreiðslur handa lífeyrisþegum,

húsnæðisgreiðslur handa lífeyrisþegum eða greiðslur vegna óformlegrar umönnunar

hafa ekki áhrif á fjárhæð viðbótarlífeyrissparnað.

Hvernig fást bætur aldraðra?

Senda þarf umsóknir til viðeigandi aðila sem annað greiðslu lífeyris. Finnska

lífeyrismiðstöðin (Eläketurvakeskus, ETK) er miðlæg stofnun tekjutengda kerfisins.

Opinberi geirinn er með eigin aðila sem bjóða upp á lífeyristöku, Keva. Lífeyrir

almannatrygginga og viðbótarlífeyrissparnaður lýtur stjórn almannatryggingastofnunar

(Kansaneläkelaitos, Kela).

Page 18: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 18

Ef upp kemur ágreiningur varðandi atriði er tengjast ellilífeyri getur umsækjandinn

lagt fram áfrýjun til þess aðila sem annast greiðslu lífeyris, sem mun sem finna

úrlausn á slíku. Ef slíkt er ekki mögulegt á þessu stigi er kvörtuninni vísað til

áfrýjunarnefndar almannatrygginga eða áfrýjunarnefndar tekjutengds lífeyris.

Ákvörðun áfrýjunarnefndanna má áfrýja frekar til dómstóls almannatrygginga.

Page 19: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 19

VII. Kafli: Bætur fyrir eftirlifendur

Hvenær átt þú rétt á bótum fyrir eftirlifendur?

Varðandi aðrar tegundir bóta (elli lífeyrir og örorkulífeyrir), þá er um að ræða tvöfalt

kerfi í Finnlandi: annars vegar tekjutengdur lífeyrir sem byggist á tryggingu, og hins

vegar algilt kerfi sem er fjármagnað með skatttekjum og byggist á framlögum og veitir

lágmarkslífeyri.

Eftirlifandi maki (þ.m.t. eftirlifandi sambýlisaðili í skráðri samvist), fráskilinn maki hafi

hann átt rétt á meðlagi fyrir andlát (þetta snertir einungis lögboðinn tekjutengdan

lífeyri) og börn (eigið barn; fósturbarn þess látna eða eftirlifandi maka; barn sem hinn

látni greiddi meðlag með; barn sem bjó á sama heimili og hinn látni einstaklingur hafi

hann verið giftur foreldri barnsins) eiga allir rétt á bótum.

Samkvæmt báðum kerfum stöðvast lífeyrisgreiðslur til ekkju/ekkils giftist eftirlifandi

maki fyrir 50 ára aldur. Í slíkum tilvikum fær einstaklingur bætur með fastákveðinni

fjárhæð sem er jöfn lífeyri í þrjú ár.

Tekjutengdur lífeyrir

Eftirlifandi maki á hvað sem öðru líður rétt á ekkjulífeyri/ekkilslífeyri hafi hjónaband

þetta getið af sér barn. Séu hjón barnlaus:

Þá verður eftirlifandi maki að vera a.m.k. 50 ára gamall við andlát, eða

Eftirlifandi maki verður að hafa tekið örorkubætur í a.m.k. þrjú ár.

Gifting verður einnig að hafa átt sér stað áður en eftirlifandi maki náði 50 ára aldri og

hafa varað í a.m.k. fimm ár. Skilyrði eru ekki eins ströng varðandi eftirlifandi maka

sem er barnlaus og fæddist fyrir 1. júlí 1950.

Lífeyrir almannatrygginga

Ekkjulífeyrir/ekklalífeyrir kemur til greiðslu hafi:

Gifting farið fram áður en hinn látni varð 65 ára að aldri;

Eftirlifandi maki verið undir 65 ára að aldri og er ekki að taka lífeyri

almannatrygginga;

Hinn látni verið búsettur í Finnlandi í þrjú ár eftir 16 ára aldur;

Hinn látni maki verið búsettur í Finnlandi eða í öðru ESB landi;

Hinn eftirlifandi maki eignast barn með hinum látna. Hafi hjónaband ekki getið af

sér barn verður lífeyrir aðeins greiddur hafi hinn eftirlifandi ekki verið meir en 50

að aldri við andlát og undir 50 ára aldri við giftingu og gisting hefur varað í a.m.k.

fimm ár.

Lífeyrisþegi verður að fullnægja öllum þessum skilyrðum til að öðlast réttindi.

Hvaða þættir eru tryggðir?

Lögboðinn tekjutengdur lífeyrir

Page 20: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 20

Ekkjulífeyrir/ekklalífeyrir nemur 17-50% lífeyris hins látna og fer hlutfall eftir því

hversu mörg börn eiga rétt á barnalífeyri . Lífeyririnn er jafn lífeyri frá hinum látna

þegar bótaþegar er ekkja/ekkill og tvö börn. Hafi hinn látni ekki verið farinn á eftirlaun

við andlát reiknast lífeyrir handa eftirlifanda á grundvelli örorkulífeyris sem hinn látni

hefði átt rétt á við andlát. Ekkjulífeyrir/ekklalífeyrir er samþættur eigin (eða ætluðum)

lífeyri. Sé þetta hærri fjárhæð en ákveðin fjárhæð er ekkjulífeyrir/ekklalífeyrir

lækkaður til samræmis. Lífeyrir eftirlifanda sem kemur til greiðslu er því næst

reiknaður samkvæmt eftirfarandi formúlu: 50% af lífeyrir hins látna – 50% (eigin

lífeyris ekkju/ekkils – grunnfjárhæð).

Þegar um er að ræða fráskilinn fyrri maka er lífeyri maka skipt upp. Sá hluti sem

greiddur er fyrri maka fer eftir þeirri fjárhæð meðlags sem hann fær sem hluti

skilnaðaruppgjörs.

Lífeyrir barna sem misst hafa foreldri/foreldra má greiða börnum undir 18 ára

aldri. Lífeyrir nemur 33-83% lífeyris hins látna og fer hlutfall eftir því hversu mörg

börn eiga rétt á barnalífeyri .

Lífeyrir almannatrygginga

Fyrstu sex mánuði fær maki upphafslífeyri sem er föst mánaðargreiðsla (leiðrétt miðað

við lengd búsetu hins látna einstaklings í Finnlandi). Að loknu þessu sex mánaða

tímabili heldur greiðsla ekkjulífeyris/ekklalífeyris áfram hafi eftirlifandi maki barn á

framfæri sínu sem er undir 18 ára að aldri, með grunnfjárhæð og tekjutengda viðbót.

Sé engu barni fyrir að dreifa er ekki hægt að greiða grunnfjárhæðina.

Lífeyrir barns sem hefur misst foreldri/foreldra greiðist sé barn undir 18 ára að

aldri og heimilisfast í Finnlandi eða í öðru ESB landi. Lífeyri barns sem misst hefur

foreldri/foreldra má greiða fram til 21 árs aldurs sé bótaþegi í fullu námi. Börn sem

misst hafa báða foreldra fá tvennar aðgreindar lífeyrisgreiðslur.

Lífeyrir barns sem misst hefur foreldri/foreldra fela í sér grunnfjárhæð og geta einnig

náð yfir viðbótargreiðslur. Fjárhæð þessarar viðbótar fer eftir öðrum lífeyri handa

eftirlifendum sem greiddur er börnunum. Börn sem eru á aldrinum 18 og 20 fá

einungis grunnfjárhæðina.

Hvernig á að fá bætur fyrir eftirlifendur?

Senda þarf umsóknir til viðeigandi aðila sem annað greiðslu lífeyris. Finnska

lífeyrismiðstöðin (Eläketurvakeskus, ETK) er miðlæg stofnun tekjutengda kerfisins.

Opinberi geirinn er með eigin aðila sem bjóða upp á lífeyristöku, Keva. Lífeyrir

almannatrygginga lýtur stjórn almannatryggingastofnunar (Kansaneläkelaitos, Kela).

Ef upp kemur ágreiningur varðandi atriði er tengjast bætur fyrir eftirlifendur getur

umsækjandinn lagt fram áfrýjun til þess aðila sem annast greiðslu lífeyris, sem mun

sem finna úrlausn á slíku. Ef slíkt er ekki mögulegt á þessu stigi er kvörtuninni vísað til

áfrýjunarnefndar almannatrygginga eða áfrýjunarnefndar tekjutengds lífeyris.

Ákvörðun áfrýjunarnefndanna má áfrýja frekar til dómstóls almannatrygginga.

Page 21: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 21

VIII. Kafli: Bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma

Hvenær átt þú rétt á bótum vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma?

Bótagreiðslur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma eru aðallega inntar af hendi

gegnum skyldutryggingar vegna starfstengds líkamstjóns. Tryggðir einstaklingar eiga

rétt á bótagreiðslum vegna fjárhagslegs tjóns af völdum starfstengds líkamstjóns eða

sjúkdóms. Tryggingar vegna starfstengds líkamstjóns eru á vegum einkarekinna

tryggingarfélaga. Tryggingarfélög mega ekki hafna því að gefa út og viðhalda

tryggingum vegna starfstengds líkamstjóns sem réttilega er sótt um.

Óháðir landbúnaðarverkamenn eru tryggðir gegn starfstengdu líkamstjóni hjá

félagstryggingastofnun bænda. Bætur til opinberra starfsmanna og ríkisstarfsmanna

eru greiddar úr ríkissjóði.

Vinnuveitendum er skylt að tryggja alla starfsmenn sem þeir ráða til starfa í meir en

12 daga á hvaða almanaksári sem er. Starfsmenn sem verða fyrir líkamstjóni eiga

samt sem áður rétt á lögmætum bótagreiðslum vegna starfstengds líkamstjóns jafnvel

þótt vinnuveitandi hafi látið hjá líða að fara eftir eða er ekki bundinn af þessari skyldu.

Það fellur í verkahring samtaka slysatryggingastofnana (FAII) að forkanna umsóknir

og að greiða út bætur.

Samkvæmt lögum um tryggingar vegna starfstengds líkamstjóns, tengjast réttindi til

bótagreiðslna tilvist vinnusambands í opinbera eða í einkageiranum. Trygging þessi

veitir tryggingarvernd gegn vinnuslysum og atvinnusjúkdómum. Vinnuslys er slys af

hvaða tagi sem er sem starfsmenn verða fyrir við framkvæmd starfs síns eða við

kringumstæður sem tengjast starfi þeirra á ferð sinni til eða frá vinnu, eða í tengslum

við verkþátt eða verkefni sem vinnuveitandi hefur úthlutað þeim. Atvinnusjúkdómur

vísar til sjúkdóms sem á einkum rætur sínar að rekja líkamlegra, efnafræðilegra eða

líffræðilegra þátta sem tengjast unnu starfi á atvinnutímabili.

Allir starfsmenn sem eru með ráðningarsamning í einkageiranum eða opinbera

geiranum eru tryggðir nema fjölskyldumeðlimir vinnuveitanda og stjórnendur

fyrirtækis sem eitt og sér eða í sameiningu við fjölskyldumeðlimi eiga meir en helming

fyrirtækisins. Almennt eru nemar sem eru í vinnunámi einnig tryggðir. Að öllu jöfnu

tryggir trygging starfstengds líkamstjóns einnig starfsmenn sem sendir hafa verið til

útlanda.

Þó svo skyldutrygging vinnutengds líkamstjóns tryggir ekki vinnuveitendur og

fjölskyldur þeirra eða stjórnendur eins og lýst er að framan eiga þeir allir lagalegan

rétt á að taka út frjálsa slysatryggingu sem veitir sömu bætur og skyldutryggingin.

Hvaða þættir eru tryggðir?

Skyldutrygging vegna starfstengds líkamstjóns tryggir bótagreiðslur vegna

nauðsynlegrar læknishjálpar og tekjumissis. Þegar um er að ræða tímabundna

óvinnufærni eru daggreiðslur greiddar að hámarki í eitt ár Fyrstu fjárar vikurnar eftir

slys er fjárhæðin jöfn sjúkrabótum og eftir það nemur hún 1/360 hluta árslauna

einstaklingsins. Árslaun eru ákvörðuð almennt á grundvelli tekna a´þeim tíma þegar

slys varð.

Page 22: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 22

Leiði slysið til þess að starfsgeta skerðist og vari þessi skerðing í meir en ár er

starfsmanni greiddur lífeyrir vegna starfstengds líkamstjóns. Þegar um er að ræða

algera örorku er fjárhæð þessa lífeyris 85% árslauna þangað til 65 ára aldri er náð og

70% árstekna eftir það.

Heimilt er að greiða lækkaðar dagpeningagreiðslur og lífeyri vegna starfstengds

líkamstjóns þegar um er að ræða óvinnufærni að hluta. þessar bótagreiðslur og þessi

lífeyrir eru skattskyldar tekjur. Endurgreiðslur vegna læknisþjónustu eru ekki

skattskyldar.

Leiði slys eða sjúkdómur Vegna vinnuslyss eða atvinnusjúkdóms til varanlegrar

almennrar fötlunar á starfsmaður rétt á greiðslu vegna óþæginda. Mismunandi slys og

sjúkdómar eru flokkaðir í 20 fötlunarflokka í samræmi við alvarleika þeirra á grundvelli

úrskurðar ráðuneytis félagsmála og heilbrigðismála. Þetta eru skattfrjálsar bætur. Sé

um andlát að ræða er greiðsla vegna útfararkostnaðar innt af hendi til bús þess látna

eða þeirra sem greiða jarðarfararkostnað og arftökulífeyrir er greiddur eftirlifandi

maka og öllum börnum undir 18 ára að aldri eða fram til 25 ára aldurs séu þeir

námsmenn í fullu námi. Lífeyrir til eftirlifenda eru skattskyldar tekjur.

Tryggingar vegna starfstengds líkamstjóns tryggir einnig kostnað við læknisfræðilega

endurhæfingu og starfsendurhæfingu. Endurmenntunarnám er í meginatriðum ætlað

að gera starfsmönnum kleift að framkvæma viðeigandi launað starf og að hlúa að

sjálfstæði þeirra í daglegu lífi. Framlög eru veitt til endurgreiðslu lögmæts kostnaðar

vegna endurmenntunarnáms eða endurhæfingar og tekjumissi almennt í formi lífeyris

vegna starfstengds líkamstjóns.

Hvernig fást bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma?

Þegar um er að ræða slys verða starfsmenn umsvifalaust að tilkynna vinnuveitanda frá

því og mun hann gefa þeim tryggingavottorð sem vátryggjandi atvinnustarfsemi krefst

og sem síðan tekur að sér að greiða kostnað vegna læknismeðferðar og lyf sem

læknirinn ávísar. Vinnuveitandi verður að tilkynna vátryggjanda um slys þannig að

bótaferli getur hafist.

Ef upp kemur ágreiningur varðandi atriði er tengjast bótum hvað varðar vinnuslys eða

atvinnusjúkdóma getur umsækjandinn lagt fram áfrýjun til þess aðila sem annast

greiðslu lífeyris, sem mun sem finna úrlausn á slíku. Ef slíkt er ekki mögulegt á þessu

stigi er kvörtuninni vísað til áfrýjunarnefndar vinnuslysa. Ákvörðun

áfrýjunarnefndanna má áfrýja frekar til dómstóls almannatrygginga.

Page 23: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 23

IX. Kafli: Fjölskyldubætur

Hvenær átt þú rétt á fjölskyldubótum?

Barnabætur eru greiddar öllum börnum sem eru heimilisföst í Finnlandi þangað til þau

verða 17 ára að aldri.

Allar konur sem eru heimilisfastar í Finnlandi og hafa verið þungaðar í a.m.k. 154 daga

og eru búnar að fara í læknisskoðun á fyrstu fjórum mánuðum meðgöngu eiga rétt á

mæðrastyrk. Foreldrar sem ættleiða barn undir 18 ára aldri eiga einnig rétt á þessum

bótum.

Annar valkostur að því er varðar dagheimili sem staðaryfirvöld bjóða er að fjölskylda

sem er með barn undir þriggja ára aldri getur valið greiðslu vegna umönnunar barns. Í

slíku tilviki þá eiga öll önnur börn í fjölskyldunni sem eru á forskólaaldri i fjölskyldunni

einnig rétt á bótunum.

Hvaða þættir eru tryggðir?

Barnabætur

Fjárhæð barnabóta ákvarðast af fjölda hæfra barna í fjölskyldunni. Barnabætur aukast

fyrir hvert barn í fjölskyldu með eitt foreldri. Barnabætur eru ekki skattskyldar.

Fæðingarstyrkur móður

Fæðingarstyrkur móður er veittur samkvæmt ósk móður í formi greiðslu í peningum

eða í fríðu í formi körfu með barnafötum og vörum til umönnunar barna.

Fæðingarstyrkur móður telst vera skattfrjálsar tekjur.

Greiðslur vegna umönnunar barna

Greiðslur vegna umönnunar barna eru í boði handa fjölskyldum sem í stað þess að

nota dagvistun sem er veitt af hálfu sveitarfélaga annast börn sín undir þriggja ára

aldri heima hjá sér eða með annars konar hætti. Greiðslan felur í sér grunnþátt,

systkinahækkun og tekjutengda viðbót.

Greiðsla vegna einkabarns er greidd þegar fjölskylda sér um umönnun vegna barns á

eigin vegum. Grunnfjárhæð er í gildi. Fyrir utan grunnfjárhæðina má greiða

tekjutengda viðbót. Greiðsla fer milliliðalaust til umönnunaraðila.

Greiðsla að hluta til barnaumönnunar er greidd foreldri sem er með barn undir þriggja

ára aldri eða meðan á fyrstu tveimur skólaárum barns stendur og sem dregur úr

vinnustundafjölda niður í að hámarki 30 klukkustundir á viku.

Hvernig á að fá fjölskyldubætur?

Umsóknir um barnabætur skulu sendar staðarskrifstofu almannatrygginga-

stofnunarinnar. Málskot úrskurða almannatryggingastofnunar má beina til

áfrýjunarnefndar almannatrygginga; áfrýjunum gegn úrskurðum hennar er hægt að

senda til dómstóls almannatrygginga.

Page 24: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 24

Umsóknir um mæðrastyrk þarf að leggja fram til staðarskrifstofu almannatrygginga-

stofnunar a.m.k. tvo mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Ættleiðingarforeldrar verða

að leggja fram umsókn áður en barn verður eins árs gamalt.

Umsókn um mæðrastyrk er gerð á sama tíma og umsókn um greiðslur vegna

meðgöngu og fæðingar, greiðslur í fæðingarorlofi, foreldragreiðslur og barnabætur.

Page 25: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 25

X. Kafli: Atvinnuleysi

Hvenær átt þú rétt á atvinnuleysisbótum?

Atvinnuleysisbætur samanstanda af tekjutengdum greiðslum, grunngreiðslu og

stuðningsaðgerðir á vinnumarkaði. Flestir starfsmenn eru tryggðir gegnum

atvinnuleysissjóð í eigin atvinnugeira, en í slíkum tilvikum eiga þeir rétt á

tekjutengdum greiðslum. Greiðsla er innt af hendi úr atvinnuleysissjóði.

Grunngreiðsla og stuðningsaðgerðir á vinnumarkaði eru greiddar af

almannatryggingastofnun (Kansaneläkelaitos, Kela).

Til að eiga rétt á atvinnuleysisbætur af hvaða tagi sem er verður þú:

Að hafa orðið atvinnulaus nauðugur;

Vera ekki í starfi;

Vinnufær;

Skrá þig sem verandi í atvinnuleit;

Tilbúin/n að taka starfi sem vinnumiðlunin býður þér; og

Vera heimilisfastur/heimilisföst í Finnlandi.

Atvinnuleysistryggingar

Grunngreiðslur eru greiddar atvinnulausum einstaklingum sem eru milli 17 og 64 ára

að aldri, sem eru í atvinnuleit og sem hafa verið í vinnu í samtals 34 vikur á 28

mánaða tímabili áður en þeir urðu atvinnulausir. Sjálfstætt starfandi einstaklingar

verða að hafa verið í vinnu í 18 af 48 mánuðum rétt fyrir atvinnuleysið og þessi

starfsemi verður að hafa haft visst umfang.

Sömu aldurstakmörk og réttindaávinnslutímabil gilda um tekjutengdar greiðslur, en

hið síðarnefnda skilyrði verður að vera fullnægt samtímis því að vera aðili að

atvinnuleysistryggingasjóði. Aðild að atvinnuleysistryggingasjóði er frjáls.

Vinnumarkaðsaðgerðir

Einstaklingar sem eru á milli 17 og 64 ára að aldri sem eru heimilisfastir í Finnlandi

sem eru atvinnulausir og sem annað hvort eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum eða eru

búnir að tæma rétt sinn eiga rétt að vinnumarkaðsaðgerðum, Einstaklingar sem eru

17 – 24 ára að aldri eiga rétt á þessum bótum meðan þeir taka þátt í atvinnueflandi

úrræðum (vinnuhæfnispróf, nám á námssamningi, aðgerðir og fræðsla til að auka

vinnufærni eða endurhæfing).

Einstaklingar sem koma inn á vinnumarkaðinn í fyrsta sinn þurfa að gangast undir

fimm mánaða fræðslu. Þetta á ekki við um þá sem eru í verknámi.

Hvaða þættir eru tryggðir?

Atvinnuleysistryggingar

Page 26: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 26

Grunngreiðslur og tekjutengdar atvinnuleysisgreiðslur eru inntar af hendi til

atvinnulausra starfsmanna sem skráðir hafa verið hjá vinnumiðlun í a.m.k. sjö daga í

átta samfelldar vikur.

Greiðslur eru greiddar fimm daga á viku í að hámarki 500 vinnudaga.

Atvinnulausir einstaklingar sem eru að eldast og sem fullnægja skilyrði varðandi fyrri

atvinnu eiga rétt á framlengdum atvinnuleysisgreiðslum.

Bótafjárhæðir

Grunnatvinnuleysisbætur (peruspäiväraha) eru greiddar með fastri fjárhæð bóta.

Fjárhæð tekjutengdra greiðslna samsvarar heildarfjárhæð grunngreiðslu og 45%

mismunar milli daglegra launa og grunngreiðslna. Séu mánaðarleg laun meir en 105

sinnum grunnfjárhæð, nemur fjárhæð 20% þess sem umfram er. Við sérstakar

aðstæður er tekjutengdur þáttur hækkaður.

Greiðslur frá vinnumarkaði

Greiðslur frá vinnumarkaði eru inntar af hendi til atvinnulausra starfsmanna sem

skráðir hafa verið hjá vinnumiðlun í a.m.k. fimm daga í átta samfelldar vikur.

Greiðslur frá vinnumarkaði eru launatengdar úthlutanir sem eru jafnar grunnbótum

atvinnuleysisbóta. Athugun á þörfinni tekur tillit til eigin heildartekna einstaklings og

hluta af tekjum maka eða foreldra umfram ákveðin mörk.

Greiðslur frá vinnumarkaði eru inntar af hendi án tekjutengingar í 180 daga eftir að

atvinnuleysisbætur hafa verið greiddar í að hámarki 500 daga meðan tekið var þátt í

atvinnuörvandi úrræðum og varðandi ákveðna eldri atvinnulausa einstaklinga.

Greiðslur frá vinnumarkaði geta farið fram án tímamarka.

Hvernig á að fá atvinnuleysisbætur?

Umsóknir vegna grunngreiðslna og um greiðslur frá vinnumarkaði skulu stílaðar á

staðarskrifstofu almannatryggingastofnunar og umsóknir um tekjutengdar greiðslur

skulu stílaðar á atvinnuleysistryggingasjóð einstaklings. Atvinnumiðlunin tilkynnir

almannatryggingastofnun eða atvinnuleysistryggingasjóði með bindandi áliti um

takmarkanir atvinnumálastefnu sem stýrir úthlutun bótanna.

Komi upp ágreiningur varðandi einhverja þætti sjúkratrygginga getur umsækjandi

skotið málinu til almannatryggingastofnunar eða til þess bærs atvinnutryggingasjóðs,

sem mun skoða hvort hægt sé að framkvæma leiðréttingu. Sé slíkt ekki hægt á þessu

stigi er umkvörtunarefni skotið til áfrýjunarnefndar atvinnuleysistrygginga; áfrýjun á

ákvörðunum nefndarinnar er hægt að beina til dómstóls almannatrygginga.

Page 27: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 27

XI. Kafli: Lágmarksframfærsla

Hvenær átt þú rétt á bótum vegna lágmarksframfærslu?

Almenn félagsaðstoð

Félagsaðstoð er tegund síðasta úrræðis aðstoðar sem ætlað er að tryggja lágmarks

lífsviðurværi einstaklings (fjölskyldu). Aðstoð er veitt þegar einstaklingur (fjölskylda)

er tímabundið, um lengri eða skemmri tíma, án fullnægjandi fjármuna til þess að geta

staðið undir nauðsynlegum framfærslukostnaði. Bæturnar eru greiddar út hjá

sveitarfélagi á því svæði þar sem einstaklingur (fjölskylda) er heimilisföst.

Réttur til félagsaðstoðar er í boði fyrir alla einstaklinga sem hafa fasta búsetu. Réttur

þessi er ekki háður skilyrðum um aldur eða þjóðerni.

Sérstök lágmarksframfærsla

Greiðsla vegna umönnunar eru bætur sem greiddar eru til lífeyrisþega eftir þremur

mismunandi stigum, slíkt veltur á stigi aðstoðar sem þörf er á eða til að bæta upp

kostnað sem verður til vegna heimaumönnunar eða annars sérstaks kostnaðar vegna

sjúkdóms eða slyss.

Greiðsla vegna hreyfihömlunar er greiðsla í peningum sem ætluð er til að aðstoða

fatlaða einstaklinga milli 16 og 64 ára að aldri í daglegu lífi þeirra vegna náms og

daglegs starfs. Þetta eru stighækkandi (þriggja þrepa) bætur og eru þær eingöngu

greiddar einstaklingum sem ekki fá neinn annan lífeyri.

Húsnæðisgreiðslur handa lífeyrisþegum eru greiddar einstaklingum sem eru yfir

65 ára að aldri og búa varanlega í Finnlandi eða lífeyrisþegum milli 16 og 64 ára að

aldri. þessar bætur eru greiddar vegna eðlilegs húsnæðiskostnaðar sem nemur meir

en 85% af ákveðnum mörkum. Hámarksþak er ákveðið árlega sem tekur tillit til

kostnaðar vegna húsnæðis sem fer eftir sveitarfélagi og stærð fjölskyldu. Fjárhæð

greiðslu fer einnig eftir samsetningu fjölskyldu og hversu miklar tekjur og eignir

bótaþega eru.

Almennar húsnæðisgreiðslur ná yfir 80% af eðlilegum húsnæðiskostnaði sem er

umfram grundvallar frádráttarbærar fjárhæðar (fjárhæðin sem heimilið greiðir sjálft).

Frádráttarbæra fjárhæðin breytist eftir staðsetningu heimilisins, stærð heimilisins og

brúttóárstekjur heimilisins. Hlutfallið er árlega fastsett. Heimili hvers tekjur uppfylla

skilyrði fullrar húsnæðisgreiðslu eru undanskilin grundvallar frádráttarbærri fjárhæð.

Greiðslur frá vinnumarkaði

Sjá kaflann um atvinnuleysi.

Hvaða þættir eru tryggðir?

Almenn félagsaðstoð

Þessar bætur samanstanda af fastri grunnfjárhæð og viðbótaraðstoð sem er breytileg

eftir þörfum. Fjárhæðin fer eftir samsetningu fjölskyldu eins og skilgreint er hér á eftir:

Page 28: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 28

Einstaklingar og einstæðir foreldrar: grunnfjárhæð á mánuði;

Aðrir einstaklingar sem eru minnst 18 ára; 85% af grunnfjárhæð;

Börn sem eru undir 18 ára að aldri og búa með foreldrum sínum: 73% af

grunnfjárhæð;

Börn sem eru frá 10 til 17 ára: 70% af grunnfjárhæð;

Börn undir 10 ára aldri: 63% af grunnfjárhæð;

Fjölskyldur með börn undir 17 ára að aldri: grunnfjárhæðin lækkar um 5% frá öðru

barni og um 10% vegna hvers barns frá þriðja barni og áfram.

Höfð er hliðsjón af verulegum sjúkrakostnaði við umfjöllun um hvert einstakt mál

þegar tekin er ákvörðun um fjárhæð félagsaðstoðar.

Annar kostnaður sem heimilt er að úthluta viðbótar félagsaðstoð vegna tekur m.a. til

100% eðlilegs húsnæðiskostnaðar, dagheimiliskostnaður barna og annar kostnaður

sem er álitinn vera mjög nauðsynlegur.

Hvernig er hægt að fá bætur vegna lágmarksframfærslu?

Félagsaðstoð er veitt af hálfu sveitarfélags um fast tímabil, venjulega um einn mánuð í

einu. Ferlið lýtur lagaákvæðum um sveitarstjórnir og fylgir venjulegum

stjórnsýslureglum.

Bótaþega ber að upplýsa til þess bærum yfirvöldum um allar breytingar á þeim

aðstæðum sem ákvörðun byggist á. Þörf á aðstoð er endurmetin í slíkum tilvikum.

Page 29: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 29

XII. Kafli: Langtíma umönnun

Hvenær átt þú rétt á langtíma umönnun?

Allir heimilisfastir einstaklingar eiga rétt á langtíma umönnun án nokkurs

réttindaávinnslutíma og aldurstakmarkana.

Einstaklingar sem eru í stöðugri og reglulegri þörf á aðstoð eða umönnun (venjulega

a.m.k. einu sinni í viku) eru tryggðir.

Ekki er nein allsherjar skilgreining á réttindum þar eð fer eftir því hvaða kerfi er um að

ræða og sveitarfélaginu sem í hlut á.

Hvaða þættir eru tryggðir?

Bætur í fríðu

Heimilisþjónusta og þjónusta fyrir hreyfihamlaða (flutningar, persónulegur

þjónustufulltrúi, breytingar á húsnæði) er í boði sem og stuðningur við óformlega

umönnun (umönnunargreiðslur, lögboðið orlof handa umönnunaraðila, stuðningur og

ráðgjöf).

Framlög eru einnig látin í té vegna þjónustuíbúða handa öldruðum og fólki með fötlun

sem þurfa utanaðfenginn stuðning og aðstoð sem ekki er hægt að veita í venjulegu

húsnæði.

Lögboðin umönnunarþjónusta á stofnunum felur í sér stofnanaþjónustu sem veitt er á

heimilum fyrir aldraða, á legudeildum heilsugæslustöðva sveitarfélaga og á sérhæfðum

umönnunardeildum fyrir fólk sem er geðfatlað. Langtímaumönnun á stofnunum er látin

í té í mismunandi tegundum hjúkrunarheimila og á heimilum fyrir fatlaða hermenn úr

styrjöldum. Frjáls félagasamtök og einkafyrirtæki bjóða einnig upp á

stofnanaumönnun á elliheimilum og á einkasjúkrahúsum.

Einstaklingsbundin þátttaka í langtímaumönnun sem er á hendi opinberra aðila (meir

en þrjá mánuði) er tekjutengd. Gjald má ekki nema meir en 85% af hreinum

mánaðartekjum einstaklings. Óháð þessu verður að vera lágmarksfjárhæð á mánuði

eftir til ráðstöfunar fyrir einkanot einstaklingsins.

Bótagreiðslur í peningum

Umönnunargreiðsla einstaklings (Eläkkeensaajien hoitotuki) er raðað niður í þrjá

flokka og fer það eftir þörf á aðstoð:

Grunnfjárhæð: sem kemur til greiðslu þegar um er að ræða veikindi eða líkamstjón

sem leiðir til þarfar á a.m.k. vikulegrar aðstoðar vegna persónulegra athafna

daglegs lífs eða leiðbeiningar eða eftirlits með þær;

Hækkuð fjárhæð: sem kemur til greiðslu þegar um er að ræða veikindi eða

líkamstjón sem leiðir til þarfar á daglegri aðstoð við nokkrar persónulegar athafnir

eða þarfar á reglubundinni leiðsögn og eftirliti;

Sérstök fjárhæð: sem kemur til greiðslu þegar um er að ræða veikindi eða

líkamstjón sem leiðir til þarfar á sólarhringsaðstoð og leiðsagnar af hálfu annars

aðila.

Page 30: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 30

Aðrar greiðslur í peningum vegna langtímaumönnunar fela í sér:

Greiðsla vegna fötlunar barns og greiðsla vegna hreyfihömlunar: Báðar tegundir

bóta eru með þrjá flokka fjárhæða sem fara eftir álagsstigi: Fyrsti greiðsluflokkur

greiðist vegna umönnunar barns sem vegna ástands síns, sem vegna sjúkdóms,

skerðingar eða líkamstjóns þarfnast umönnunar og endurmenntunar um tímabil

sem nemur a.m.k. sex mánuði og sem líklegt er að feli í sér sérstaka byrði, sem er

fjárhagsleg eða önnur. Síðari greiðsluflokki er ætlað að aðstoða fatlaða

einstaklinga milli 16 og 64 ára að aldri í daglegu lífi þeirra vegna náms og daglegs

starfs. Þessi flokkur bóta er eingöngu greiddur einstaklingum sem ekki fá neinn

annan lífeyri;

Greiðslur til umönnunaraðila: Þessar greiðslur fara eftir því hvaða sveitarfélag um

er að ræða. Þeir umönnunaraðilar sem hafa gert samning við sveitarfélag eiga rétt

á þremur frídögum á mánuði.

Hvernig er langtíma umönnun metin?

Þjónustan er veitt af hálfu sveitarfélaga og umsóknum ber að senda þangað.

Sveitarfélögin annast þá þjónustu sem sveitarfélaga getur sjálft annast, með samstarfi

sveitarfélaga eða sem grundvallast á samningi við einkaþjónustuveitanda.

Page 31: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 31

Viðauki: Hagnýt póstföng og vefsíður

Nákvæmari upplýsingar um skilyrði sem fullnægja þarf og einstakar bætur

almannatrygginga í Finnlandi er hægt að fá frá opinberum stofnunum sem fara með

stjórn félagslega kerfisins.

Fyrirspurnir sem snerta áhrif á tryggingabætur í tveimur eða fleiri aðildarríkjum á að

póstsenda á eftirfarandi póstföng:

Kansaneläkelaitos

(Almannatryggingastofnun)

Upplýsingar um einstaklinga:

Viðkomandi skrifstofa á staðnum (lögheimili eða dvalarstaður) Aðrar upplýsingar:

Nordenskiöldinkatu 12

PL 450

00101 Helsinki

Sími: 020 434 11

Bréfsími: 020 434 5058

Tölvupóstur: [email protected]

http://www.kela.fi

Eläketurvakeskus

(Finnska lífeyrismiðstöðin)

00065 Eläketurvakeskus

Tel.: 010 7511

http://www.etk.fi

Tapaturmavakuutuslaitosten liitto

(Samtök slysatryggingastofnana)

Bulevardi 28

00120 Helsinki

Sími: (09) 680 401

Tölvupóstur: mailto:[email protected]

http://www.tvl.fi

Työttömyyskassojen Yhteisjärjestö ry (TYJ)

(Samtök atvinnuleysissjóða í Finnlandi)

Mäkelänkatu 2 C

00500 Helsinki

http://www.tyj.fi

Starfstengdar lífeyrisstofnanir

Eläke-Fennia

00041 Eläke-Fennia

Sími: 010 5031

Page 32: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 32

Tapiola

PL 9

02010 Tapiola

Sími: (09) 4531

Varma

PL 1

00098 Varma

Sími: 010 51513

Ilmarinen

00018 Ilmarinen

Sími: (09) 1841

Pensions-Alandia

PB 121

22101 Mariehamn

Sími: (018) 29 000

Varma

PL 133

20101 Turku

Sími: 010 55 010

Etera

PL 20

00241 Helsinki

Sími: 010 553 300

Lífeyrissjóðir og tryggingasjóðir fyrirtækja eru reknir á vegum fyrirtækisins og

heimilisfang þeirra er heimilisfang vinnuveitanda.

Maatalousyrittäjien eläkelaitos (Almannatryggingastofnun bænda)

PL 16

02101 Espoo

Sími: (09) 43 511

Merimieseläkekassa

(Lífeyrissjóður sjómanna)

PL 327

00121 Helsinki

Sími: 010 633 990

Page 33: í Finnlandi - European Commissionec.europa.eu/employment_social/empl_portal/SSRinEU/Your social se… · Ráðuneyti félagamála og heilbrigðismála (Sosiaali-ja terveysministeriö)

Atvinnu, félagsmál og nám án aðgreiningar Félagsleg réttindi þín í Finnlandi

júlí 2012 33

Keva

PL 425

00101 Helsinki

Sími: 010 3141

Finanssivalvonta

(Fjármálaeftirlitið)

PL 449

00101 Helsinki

Sími: (09) 415 5950