Download - Skoda Superb

Transcript
Page 1: Skoda Superb

SIMPLY CLEVER

SKODA Superb

Page 2: Skoda Superb

Hönnun og hagkvæmni mætast í SKODA Superb.

Page 3: Skoda Superb

TwinDoor – Afturhurðina má opna á fleiri en einn máta en þessi hönnunareiginleiki er einkaleyfisvarin SKODA hönnun.Þessi snjalla hönnunarlausn setur Superb í afburðastöðu, ekki aðeins í sínum flokki heldur á meðal bíla almennt. Superb er glæsilegur eðalfólksbíll með miklu farþegarými sem er aðskilið frá farangursrýminu. Ef þú ýtir á Softtouch-hnappinn á miðri afturhurðinni opnast aðeins aftasti hlutinn sem er í raun hurðin að farangursrýminu. Svo er Superb einnig mjög hagnýtur hlaðbakur með aðgengilegu farangursrými sem auðveldar hleðslu stórra hluta þegar báðum einingum afturhurðarinnar er lyft upp, þ.e. afturrúðunni líka.

Page 4: Skoda Superb

Í hönnuninni er lögð áhersla á fágun og heildarsamræmi, auk nýtileika. Til dæmis eru Bi-Xenon aðalljósin með AFS (Adaptive Frontlight System, Sjálfvirk ljósalækkun/hækkun við mætingu.) ekki aðeins falleg heldur eru þau einstök hvað varðar tæknilegt hugvit. Sterklegt grillið og krómuð umgjörðin sem umlykur eru á meðal sérkenna SKODA.

Krómaðir hlutar, eins og listarnir í kringum hliðarrúðurnar (sjá mynd) eða hlífðarlistarnir fyrir hurðirnar, gefa bílnum auðkennandi útlit.

Tvöfaldur púströrsendinn er til marks um að fágun getur líka verið sportleg. Púströrið

er úr ryðfríu stáli og þar af leiðandi endingargóður.

Einn sterkasti útlitsþáttur

Superb Combi eru samþætt afturljósin

sem skarta hinni hefðbundnu C-lögun.

Samþætt afturljósin ná yfir á hliðar bílsins og auka þannig sýnileika hans frá hlið. C-laga

mynstrið sem birtist þegar kveikt er á ljósunum gefur Superb

auðkennandi SKODA útlit.

Alltumlykjandi fágunina er ekki síst að finna í þakloftnet-inu sem er í laginu eins og uggi.

Page 5: Skoda Superb
Page 6: Skoda Superb

Afturhurðin er rafstýrð og opnast og lokast sjálfkrafa. Hægt er stjórna henni frá fjórum mismunandi stöðum; með takka á fjarstýrðum bíllykli, takka á miðstokki, takka á innanverðri afturhurðinni og Softtouch-takka utan á hurðinni. Hægt er að stilla hæð aftari hurðar sérstaklega eftir þörfum.

Takkinn í hurðarklæðningunni auðveldar þér að loka afturhurðinni.

Sjálfvirk rennihlíf í farangursrýminu færist inn að

miðju þegar rafstýrð afturhurðin opnast og veitir gott aðgengi að

farangrinum.

Page 7: Skoda Superb

Þróun krefst reynslu - SKODA Superb Combi.

Page 8: Skoda Superb

Nýjar tæknilausnir gera aksturinn ekki aðeins ánægjulegri heldur bæta þær

almennt aksturseiginleika bílsins. Sem dæmi má nefna fjölvirkt þriggja arma stýri en það er hægt að fá með stjórnbúnaði fyrir útvarp,

síma og DSG-sjálfskiptingu (Direct Shift Gearbox). Fjölvirkt fjögurra arma stýri er

einnig fáanlegt sem gerir þér kleift að stjórna útvarpi og síma.

Sjö gíra DSG-sjálfskipting, sem er aðeins fáanleg með 1.8 TSI/118kW vélinni, gerir gírskiptingarnar mjúkar og liprar og hámarkar snúningsvægi vélarinnar.

Með leiðsögukerfinu Columbus , sem er með 6,5" snertiskjá í lit og raddskipunareiginleikum, geturðu horft á sjónvarpsútsendingar og leitað á síðum textavarps með hjálp sjónvarpsmóttakarans.GSM II símastillingarnar eru hannaðar fyrir Bluetooth-tæki. GSM III pakkinn styður einnig við síma með rSAP (remote SIM Access Profile).

Bolero-útvarpið er hljóðkerfi sem býður upp á marga eiginleika. Það getur t.d. lesið SD eða MMC geymslukort og spilað MP3- og WMA-skráarsnið og er auk þess með minni fyrir umferðarfréttir (TIM), 6 diska geislaspilara og margt fleira.

Í bílum sem eru með KESSY-búnað (Keyless Entry, Start and exit SYstem, með lykillausu aðgengi) má finna Start/Stop hnapp á stýristönginni sem ræsir eða slekkur á vélinni án lykla.

Ráðlagðar gírskiptingar

birtast í horninu hægra megin

á Maxi DOT skjánum eða á

skjá innbyggðu tölvunnar.

Page 9: Skoda Superb

Hljómtæki með tíu rása magnara og stafrænan tónjafnara og tíu hátölurum veita hágæða hljóm.

MDI-búnaðurinn (Mobile Device Interface) gerir þér kleift að stjórna utanaðkomandi tækjum, sem búið er að tengja við kerfi bílsins, í gegnum útvarp, leiðsögukerfi eða fjölvirkt stýri.

Page 10: Skoda Superb

Loftpúðar fyrir ökumann og farþega

eru áhrifarík vörn við

framanákeyrslu. Þegar barnabílstól er komið fyrir í framsæti

farþega þarf að aftengja loftpúðann

þeim megin.

Loftpúðar í fram- og aftursætum vernda

mjaðmir og bringu farþega við hliðarárekstur.

Hnéloftpúðar sem eru staðsettir undir

stýrisstönginni verja hné og sköflunga ökumanns.

Í öllum Superb-útgáfunum geturðu reitt þig á öryggisbúnað sem er útbúinn nýjustu tækni. Bi-Xenon aðalljós með AFS (Adaptive Frontlight System), sem geta stillt framlýsingu bílsins í samræmi við akstursskilyrði hverju sinni, auka öryggi þitt undir stýri. AFS-búnaðurinn er með nokkrum ólíkum stillingum; fyrir blandaðan akstur, innanbæjarakstur og akstur á hraðbraut. Auk þess er AFS-búnaðurinn með „rigningar“-eiginleika sem nýtist vel þegar skyggnið er slæmt. Bi-Xenon aðalljósin eru enn fremur stefnuvirk með snúanlegum einingum sem beina ljósinu í þá átt sem beygt er. Þokuljósin (einnig notuð sem beygjuljós) stuðla að auknu öryggi, sérstaklega þegar beygt er inn á illa lýst svæði, og sömuleiðis dagljósabúnaðurinn.

Page 11: Skoda Superb

Regnskynjari kveikir sjálfvirkt á rúðuþurrkunum á framrúðunni í samræmi við hve mikið rignir og þær þurrka jafnt af rúðunum yfir allan flötinn. Combi-útfærslan er einnig með Aero-rúðuþurrku fyrir afturrúðuna.

Höfuðloftpúðar mynda hlífðarvegg þegar þeir blásast upp og verja þá sem sitja í fram- og aftursætum fyrir höfuðmeiðslum.

Öryggisljós í klæðningu fram- og afturhurða gera ökumönnum, sem leið eiga hjá, viðvart um að hurðirnar á kyrrstæða bílnum eru opnar.

Bílastæðahjálpin notast við fjarlægðanema að framan og aftan, auk tveggja aukanema, og auðveldar þannig ekki aðeins aksturinn heldur er bílnum nánast lagt fyrir þig. Það virkar þannig að bílastæðahjálpin stjórnar stýrishjólinu á meðan að ökumaðurinn notar aðeins bensíngjöfina og fótbremsuna.

Rendur með endurskini aftan á bílnum, „kattaraugun“, auka sýnileika Superb Combi útgáfunnar að aftan.

Page 12: Skoda Superb
Page 13: Skoda Superb

Mælaborðið er bæði þægilegt ásýndar og viðkomu. Allur stjórnbúnaður er haganlega staðsettur og er ökumaður því fljótur að aðlagast bílnum. Stjórntækin eru öll innan seilingar á þeim stöðum sem þú býst við að finna þau. Stýri fyrir Superb og Superb Combi eru fáanleg í mörgum útfærslum sem eru ólík í lögun, úr ólíku efni og hafa ólíka eiginleika en öll gera þau aksturinn þægilegri og betri.

Upphitun framrúðunnar eyðir fljótt hrími og móðu þannig að þú getur reitt þig á gott útsýni hvernig sem viðrar.

Sæti ökumanns er rafstýrt og er með minni sem getur geymt þrjár mismunandi stillingar fyrir sætið og hliðarspegla.

Upphitun í aftursætum er stjórnað með aðskildum stjórnbúnaði aftan á Jumbo-boxinu. Þessi þægilegi eiginleiki, sem kemur sérlega vel að notum þegar kalt er í veðri, er aðeins fáanlegur ef bíllinn er líka með upphitun í framsætum.

Loftkæling fyrir framsæti er aðeins fáanleg með upphituðum framsætum með gataðri leðurklæðningu. Loftræstingin er með tvær styrkleikastillingar.

Bílastæðahjálpin, sem hönnuð er til að auðvelda þér að leggja í bílastæðaröð, er virkjuð með takka hægra megin við gírstöngina. Bílastæðaferlið, þ.m.t. leitin að álitlegu bílastæði, birtist á Maxi DOT-skjánum.

Það getur reynst gagnlegt að slökkva á fjarlægðaskynjurunum, eða öllu heldur hljóðmerkinu, til dæmis í umferðarteppu.

TPM (Tyre Pressure Monitoring) er kerfi sem notar upplýsingar frá ABS (Anti-lock Braking System) skynjurunum. Ef loftþrýstingur dekkja lækkar, að vissu marki, birtist viðvörun á mælaborðinu.

Hægt er að slökkva á ASR-búnaðinum (Spólvörn), ef þörf krefur, án þess að aftengja ESP (Stöðugleikastýring).

Page 14: Skoda Superb

CatVision dreifir mjúkri birtu yfir innanrýmið með tveimur hvítum ljósdíóðum og þær lýsa, ásamt ljósunum við handföngin, þegar kveikt er á lágu ljósunum.

Lýsing farangursrýmisins í Superb Combi útgáfunni er útfærð á nytsamlegan máta. Tvö lítil ljós eru á innanverðri afturhurðinni og lýsa ekki aðeins upp stórt farangursrýmið heldur líka svæðið aftan við bílinn.

Lýsing fyrir fótarými aftursæta kviknar þegar afturhurðin er opnuð.

Lýsing fyrir handföngin að innan kemur sér vel þegar stigið er úr bílnum í myrkri.

Lítið og handhægt LED-vasaljós má finna vinstra megin í farangursrýminu í Superb Combi sem hleðst sjálfkrafa þegar það er sett aftur á sinn stað (þegar bíllinn er í gangi). Vasaljósið er með segli og þannig má festa það t.d. utan á bílinn þegar skipta þarf um dekk.

Leiðarljósin, sem hönnuð eru til að lýsa upp svæðið þar sem gengið er inn í bílinn, eru staðsett í hliðarspeglum og hjálpa þér að forðast polla í myrkri.

Page 15: Skoda Superb

Ljósið dreifist um Superb Combi í gegnum rafdrifnu sóllúguna eykur akstursánægjuna enn frekar. Fjölmargir og ólíkir lýsingarvalkostir, að innan sem utan, koma sér mjög vel þegar ekið er að næturlagi.

Page 16: Skoda Superb

Glasahaldari með rennihlíf er

staðsettur á miðstokki á milli ökumanns og farþega í framsæti.

Hólf fyrir sólgleraugu er að finna fyrir ofan baksýnisspegilinn (með glýjuvörn) og er innan seilingar fyrir ökumann og farþega í framsæti.

Þægindi er lykilþáttur hvers ferðalags og því bjóðum við upp á mikið úrval þægindabúnaðar. Vel er hugsað um ökumann sem og alla farþega þannig að þú getur notið ferðarinnar hvar sem þú situr í bílnum.

Geymslunetið farþegamegin á miðstokknum getur geymt alls konar smáhluti.

Fjölnota pokann er hægt að losa og hann kemur vel að notum þegar skíði eða snjóbretti eru með í för.

Loftkælt geymsluhólf í mælaborði er staðsett á móti framsæti farþega.

Glasahaldarar ofan á armhvílunni nýtast vel fyrir

farþega í aftursætum.

Page 17: Skoda Superb

Climatronic, tvískipt loftkæling með rafstýringu gerir þér kleift að stilla mismunandi hitastig fyrir vinstri og hægri helming innanrýmisins.

Upplýsingaskjár er staðsettur aftan á Jumbo-boxinu og sýnir klukku og hitastigið fyrir utan. Einnig er hægt að fá 12V úttak og stjórnbúnað fyrir upphitun aftursæta.

Loftinntök fyrir miðju innanrýmisins gera hitastigið þægilegt fyrir farþega í aftur-sætum.

Loftræst framsætin, með gataðri leðurklæðningu, stuðla að enn meiri þægindum og akstursánægju. Loftræstingin er með tveimur blásurum á sætum og sætisbökum.

Tvískipt sólskyggnið ver þig fyrir blindandi sólinni sem skín inn um framrúðuna og frá hliðum og kemur sér mjög vel þegar vegurinn skiptir oft um stefnu.

Lausar gólfmottur með fóthvílu gera löng ferðalög þægilegri.

Stálhlífar á fótstigum eru fáanlegar með sportpakkanum sem inniheldur jafnframt sportlegan undirvagn, vindskeið að aftan í sama lit og bíllinn, þriggja arma leðurklætt stýri, leðurklæddan gírstangarhnúð og handbremsuhandfang.

Rúllugardínur fyrir hliðarrúður aftursæta og rúllugardína fyrir afturrúðu (aðeins í Superb) eru dregnar niður handvirkt og koma sér vel þegar sólin skín skært.

SunSet-vörnin, þ.e. rúður með þéttari skyggingu í bakrúðum bílsins, veitir einfalda en jafnframt áhrifaríka vörn gegn sterkum sólargeislum. Fyrir vikið geta farþegar í aftursætum einnig notið meiri þæginda.

Page 18: Skoda Superb

Superb-útgáfan er mjög rúmgóð fyrir bæði farangur og farþega. Superb Combi er með 633 lítra farangursrými þegar sætin eru upprétt en það má stækka upp í 1.865 lítra með því að fella niður aftursætin. Í bílum með farangurshillu má útbúa slétt 1.916 mm hleðslurými .

Page 19: Skoda Superb

Aftursætin eru hönnuð með áherslu á þægindi og

nýtileika. Þar af leiðandi eru ekki aðeins sætisbökin í Superb Combi aðskilin og

niðurfellanleg heldur líka sætin sjálf.

Með netabúnaðinum er hægt að auka nýtileika farangursrýmisins og koma í veg fyrir að hlutir renni til. Netið má setja upp fyrir miðju farangursrýmisins í Superb Combi bílunum með því að nota innbyggðu állistana.

Til að þess að koma farangrinum tryggilega fyrir er hægt að nota innbyggða állista með festingum sem er fáanlegt í Superb Combi. Með því að nota útdraganlegt skilrúm, sem er hluti af búnaðinum, geturðu til dæmi skipt farangursrýminu niður í tvö rými á meðan að festiólin er notuð til að koma í veg fyrir að farangurinn renni til.

Farangurshilluna er hægt að framlengja og þannig má nota hana til að jafna undirlag gólfflatarins með því að láta hana nema að hleðslubrúninni og þannig myndast jafnframt geymslupláss undir hillunni. Með því að draga út farangurshilluna fram yfir hleðslubrúnina verður auðveldara að eiga við stóran eða þungan farangur.

Á bak við hjólaskálarnar að aftan má finna lokuð geymsluhólf. Fyrir ofan þau eru síðan niðurfellanlegar krækjur sem koma vel að notum í innkaupaferðum.

Page 20: Skoda Superb

Með 4x4 útfærslunni fyrir bæði Superb og Superb Combi færðu að njóta alls þess sem fjórhjóladrifinn akstur hefur fram að færa og auk þess færðu notið þeirra stórkostlegu eiginleika sem er að finna í þessari útgáfu. Ber þar helst að nefna rýmið, þægindin og hagkvæmnina. Hvað varðar aksturseiginleikana sjálfa þá bætir 4x4 útfærslan skemmtilegum og sportlegum áhrifum við allan þann lúxus sem fyrir er í Superb. Þegar þú ekur 4x4 útfærslunni muntu finna til meira öryggis á óbundnu undirlagi.

Fjórar vélar eru fáanlegar fyrir fjórhjóladrifna útgáfu - tvær bensínvélar og tvær dísilvélar. 1.8 TSI/118kW bensínvélar og 2.0 TDI CR DPF/125kW dísilvélar eru fáanlegar með þrautreyndri 6 gíra bein skipt ingu. 2.0 TDI CR DPF/103kW dísilvélarnar og 3.6 FSI V6/191kW 6-strokka bensínvélarnar eru eingöngu seldar með 6 gíra DSG-sjálfskiptingu.

Hægt er að velja um innréttingar og felgur fyrir fjórhjóladrifna bílinn úr öllum þremur búnaðarútfærslunum okkar auk fjölda aukabúnaðar sem við eigum í miklu úrvali.

Afturdrifi fjórhjóladrifnu út-færslunnar er stjórnað með stjórneiningu Haldex-kúplingar-innar sem bregst fljótt við breyttum akstursskilyrðum og kemur í veg fyrir að framhjólin missi veggrip.

Fjórhjóladrifið og 6gíra DSG sjálfskiptingin eru dæmi um háþróaðar tæknilausnir sem veita enn betri akstursupplifun.

Page 21: Skoda Superb

Við kynnum sérstakan L&K hönnunar-pakka fyrir Superb og Superb Combi útgáfurnar í aðal Elegance búnaðarútfærslunni. Með pakkanum færðu meðal annars krómað grill, silfurlitaða/svarta L&K hönnun fyrir 18" Sirius-álfelgurnar (einnig fáanlegar silfurlitaðar) og fallegt Laurin & Klement merki á frambrettunum..

Með brúnu Executive-innréttingunni fylgir gerviviðar-útlitspakki eða svartur Piano Lack-útlitspakki. Rafstýrð leðurframsætin eru merkt Laurin & Klement. Fjölnýtilegt fjögurra arma leðurstýrið gerir þér kleift að stjórna útvarpi og síma. Handbremsu, gírstangarhnúð og -slíf má einnig klæða í leður.

Afturljósin á eðalfólksbíls-/hlaðbaks útgáfunni eru með orkusparandi ljósdíóðum.

Sílsahlífar með merkingu tilheyra

sömuleiðis L&K pakkanum.

Page 22: Skoda Superb

Elegance útfærslan uppfyllir væntingar þínar. Hún er klædd Felicity-innréttingu í svörtu eða fílabeinslit sem er staðalbúnaður. Fílabeinslitaði kosturinn er annað hvort með ljósri eða dökkri klæðningu á gólfinu og gólfmottum. Mælaborðið, í svartri/svartri litasamsetningu eða svartri/fílabeinslitaðri, og hurðirnar, svartar eða fílabeinslitaðar, eru prýddar Noblesse-hönnuninni (gerviviður). Innréttingin inniheldur fjölda svartra gljáfægðra skrauteininga og krómaðra íhluta. Hægt er að panta sérstaklega Emory (Alcantara) eða Glamour (leður) áklæði fyrir innanrýmið og Mirage (gervimálmur) útlitspakka með Elegance-útfærslunni. Framsætin eru löguð sérstaklega til að veita hámarksþægindi.

Page 23: Skoda Superb

Ambition útfærslan einkennist af kraftmiklu yfirbragði. Grunnútfærslan er með svartri eða grárri Rubicon-innréttingu, fjögurra arma leðurstýri, leðurklæddum gírstangarhnúð og handbremsuhandfangi. Mælaborðið, í svartri/svartri litasamsetningu eða svartri/grárri, og hurðirnar, svartar eða gráar, er allt prýtt Mirage-útlitspakkanum (gervimálmur). Innréttingunni fylgja líka svartar, gljáfægðar skrauteiningar og krómaðir íhlutir. Hægt er að panta sérstaklega Emory (Alcantara) eða Glamour (leður) áklæði fyrir innanrýmið og Noblesse útlitspakka (gerviviður) með Ambition útfærslunni.

Page 24: Skoda Superb

Ray-innréttingin – ActiveSvart áklæði

Executive-innréttingin – Aðeins með L&K pakkanum Brúnt leður

Rubicon-innréttingin – AmbitionGrátt/svart tauáklæði

Felicity-innrétting – EleganceFílabeinslitað tauáklæði

Felicity-innrétting – EleganceSvart tauáklæði

Emory-innrétting* – EleganceAlcantara/Vachette leður/fílabein gervileður

Emory-innrétting* – Ambition, EleganceAlcantara/Vachette leður/svart gervileður

Glamour-innrétting* – EleganceFeinnappa leður/fílabein gervileður

Glamour-innrétting* – Ambition, EleganceFeinnappa leður/svart gervileður

* Aukabúnaður.

Litur Litakóði Innanrými

svart grátt/svart fílabeinslitað

Candy White uni 9P9P

Pacific Blue uni Z5Z5

Brilliant Silver metallic 8E8E

Amethyst Purple metallic 3X3X

Rosso Brunello metallic X7X7

Cappuccino Beige metallic 4K4K

Aqua Blue metallic 3U3U

Lava Blue metallic 0F0F

Storm Blue metallic 8D8D

Malachite Green metallic 0G0G

Platin Grey metallic 2G2G

Magnetic Brown metallic 0J0J

Black Magic pearl effect 1Z1Z

Samsetning lakks yfirbyggingar og innanrýmis: mjög góð góð ekki er mælt með þessari samsetningu

Page 25: Skoda Superb

7.0J x 16" Moon álfelgur fyrir 205/55 R16 dekk.

7.0J x 17" Venus álfelgur fyrir 225/45 R17 dekk.

7.5J x 17" Laurel álfelgur fyrir 225/45 R17 dekk.

7.5J x 17" Trifid álfelgur fyrir 225/45 R17 dekk.

7.0J x 16" stálfelgur fyrir 205/55 R16 dekk með Tempel hjólkoppum.

7.0J x 16" Spectrum álfelgur fyrir 205/55 R16 dekk.

7.5J x 18" Sirius álfelgur*fyrir 225/40 R18 dekk; silfurlituð/svört hönnun.

7.5J x 18" Themisto álfelgur með gljáfægðu yfirborði fyrir 225/40 R18 dekk.

7.5J x 18" Sirius álfelgur*fyrir 225/40 R18 dekk; silfurlituð hönnun.

7.5J x 18" Luxon álfelgur með gljáfægðu yfirborði fyrir 225/40 R18 dekk.

* Eingöngu fáanlegar með L&K pakkanum.

Page 26: Skoda Superb

Tæknilýsingar - Superb

Yfirbygging 5 sæta, 5 dyra, 2ja rýma Ytri mál

Loftviðnámsstuðull Cw 0,29–0,32 samkvæmt vélarútfærslu; GreenLine: 0.29 Lengd (mm) 4,838

Breidd (mm) 1,817

Undirvagn Hæð (mm) 1,462

Framöxull McPherson fjöðrun með þríhyrndum neðri tengjum og jafnvægisstöng Hjólhaf (mm) 2,761

Afturöxull Samsettur öxull með tenglum þversum og langsum og jafnvægisstöng Sporvídd að framan/aftan (mm) 1,545/1,518

Bremsukerfi Tvöfalt skáskipt vökvabremsukerfi með undirþrýstingi og mismunandi hreyfingum Hæð frá jörðu (mm) 139

– frambremsur Diskabremsur með innri kælingu og lausum eins stimpla klafa

– afturbremsur Diskabremsur Innri mál

Stýring Bein tannstangarstýring með rafvélrænu aflstýrikerfi Hliðarrými að framan/aftan (mm) 1,468/1,451

Felgur 7.0J x 16"; 7.0J x 17"; GreenLine og Green tec: 7.0J x 16" Höfuðrými að framan/aftan (mm) 988/956

Dekk 175/70 R14; 195/55 R15; GreenLine og Green tec: 205/55 R16 Farangursgeymsla (hám. l)

– án varadekks, með aftursæti upprétt/niðurfelld 595/1,700

Rúmmál tanks (l) 60 – með varadekkjum lækka gildin um 30 l

Vél 1.4 TSI/92 kW 1.4 TSI/92 kW Green tec 1.8 TSI/118 kW 1.8 TSI/118 kW 4x4 2.0 TSI/147 kW 3.6 FSI V6/191 kW 1.6 TDI CR DPF/77 kW 1.6 TDI CR DPF/77 kW GreenLine 2.0 TDI CR DPF/103 kW 2.0 TDI CR DPF/103 kW Green tec 2.0 TDI CR DPF/103 kW 4x4 2.0 TDI CR DPF/125 kW 2.0 TDI CR DPF/125 kW 4x4

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

V6 bensínvél Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Strokkar/rúmtak vélar (cc) 4/1,390 4/1,390 4/1,798 4/1,798 4/1,984 6/3,597 4/1,598 4/1,598 4/1,968 4/1,968 4/1,968 4/1,968 4/1,968

Hámarks afköst/sn. (kW/mín.-1) 92/5,000 92/5,000 118/4,500–6,200 118/4,500–6,200 147/5,100–6,000 191/6,000 77/4,400 77/4,400 103/4,200 103/4,200 103/4,200 125/4,200 125/4,200

Hámarkstog/sn. (Nm/mín.-1) 200/1,500–4,000 200/1,500–4,000 250/1,500–4,500 250/1,500–4,500 280/1,700–5,000 350/2,500–5,000 250/1,500–2,500 250/1,500–2,500 320/1,750–2,500 320/1,750–2,500 320/1,750–2,500 350/1,750–2,500 350/1,750–2,500

Reglugerð um loftmengunarvarnir EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5

Eldsneyti Blýlaust bensín, RON min. 95

Blýlaust bensín, RON min. 95

Blýlaust bensín, RON 95/91**

Blýlaust bensín, RON 95/91**

Blýlaust bensín, RON min. 95

Blýlaust bensín, RON min. 95

Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía

Afköst

Hámarkshraði (km/klst.) 201 204 220 (220) 217 236 250 189 192 208 (206) 211 204 222 (220) 219

Hröðun 0-100 km/klst. 10.5 10.6 8.6 (8.5) 8.7 7.8 6.5 12.5 12.5 10.1 (10.2) 10.1 10.7 8.8 (8.8) 9.0

Eldsneytisnotkun 99/100 (l/100 km)

– innanbæjarakstur 9.0 7.8 9.4 (9.4) 10.6 10.6 14.7 6.2/6.0** 5.4 6.9 (7.5) 6.1 7.8 7.5 (7.6) 8.0

– utanbæjarakstur 5.4 4.9 5.9 (5.7) 6.6 6.3 7.4 4.4/4.1** 3.8 4.6 (5.0) 4.2 5.2 4.7 (5.1) 5.2

– blandaður akstur 6.8 5.9 7.2 (7.1) 8.1 7.9 10.1 5.0/4.8** 4.4 5.4 (5.9) 4.9 6.2 5.7 (6.0) 6.2

CO2 útblástur (g/km) 157 139 169 (168) 189 178 235 130/124** 114 143 (154) 128 162 149 (157) 163

Þvermál beygjuhrings (m) 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5

Aflflutningur

Gerð Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif 4x4 Framhjóladrif 4x4 Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif 4x4 Framhjóladrif 4x4

Kúpling Vökvakúpling með einum diski Vökvakúpling með einum diski Vökvakúpling með einum diski (Tvöföld samása kúpling,

raf-vökvaknúin)

Haldex-kúpling Tvöföld samása kúpling, raf-vökvaknúin

Haldex-kúpling Þurrkúpling með einum diski Þurrkúpling með einum diski Þurrkúpling með einum diski (Tvöföld samása kúpling,

raf-vökvaknúin)

Þurrkúpling með einum diski Haldex-kúpling Þurrkúpling með einum diski(Tvöföld samása kúpling,

raf-vökvaknúin)

Haldex-kúpling

Gírskipting 6 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting (7 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra beinskipting 6 gíra DSG-sjálfskipting 6 gíra DSG-sjálfskipting 5 gíra beinskipting 5 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting(6 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra DSG-sjálfskipting 6 gíra DSG-sjálfskipting 6 gíra beinskipting(6 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra beinskipting

Þyngd

Eigin þyngd – venjulegrar útgáfu með 75kg ökumanni (kg)

1,477 1,482 1,511 (1,523) 1,602 1,555 1,714 1,517 1,524 1,547 (1,569) 1,551 1,645 1,555 (1,572) 1,632

Farmþungi – með ökumanni og aukabúnaði (kg) 638 638 638 638 638 636 638 638 638 638 638 638 638

Heildarþyngd (kg) 2,040 2,045 2,074 (2,086) 2,165 2,118 2,275 2,080 2,087 2,110 (2,132) 2,114 2,208 2,118 (2,135) 2,195

Kerruþungi án bremsa (hám. kg) 730 740 750 750 750 750 750 750 750 750 750 750 750

Kerruþungi með bremsum - 12% (hám. kg) 1,400 1,400 1,500 1,600 1,600 2,000 1,500 1,500 1,800 1,800 2,000 1,800 2,000

* Notkun eldsneytis með lágri oktantölu getur haft áhrif á vélarafköst.

** Eigin þyngd með aukabúnaði allt að 1.505 kg.

( ) Á við um útfærslur með sjálfskiptingu.

Page 27: Skoda Superb

1,545

1,817

1,4

62

1,518

2,009964 2,761

4,838

1,113

2,112

98

8

95

6

157

861

1,075595 l

11.5°14

.5°

1,451

1,010

1,468

Vél 1.4 TSI/92 kW 1.4 TSI/92 kW Green tec 1.8 TSI/118 kW 1.8 TSI/118 kW 4x4 2.0 TSI/147 kW 3.6 FSI V6/191 kW 1.6 TDI CR DPF/77 kW 1.6 TDI CR DPF/77 kW GreenLine 2.0 TDI CR DPF/103 kW 2.0 TDI CR DPF/103 kW Green tec 2.0 TDI CR DPF/103 kW 4x4 2.0 TDI CR DPF/125 kW 2.0 TDI CR DPF/125 kW 4x4

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

V6 bensínvél Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Strokkar/rúmtak vélar (cc) 4/1,390 4/1,390 4/1,798 4/1,798 4/1,984 6/3,597 4/1,598 4/1,598 4/1,968 4/1,968 4/1,968 4/1,968 4/1,968

Hámarks afköst/sn. (kW/mín.-1) 92/5,000 92/5,000 118/4,500–6,200 118/4,500–6,200 147/5,100–6,000 191/6,000 77/4,400 77/4,400 103/4,200 103/4,200 103/4,200 125/4,200 125/4,200

Hámarkstog/sn. (Nm/mín.-1) 200/1,500–4,000 200/1,500–4,000 250/1,500–4,500 250/1,500–4,500 280/1,700–5,000 350/2,500–5,000 250/1,500–2,500 250/1,500–2,500 320/1,750–2,500 320/1,750–2,500 320/1,750–2,500 350/1,750–2,500 350/1,750–2,500

Reglugerð um loftmengunarvarnir EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5

Eldsneyti Blýlaust bensín, RON min. 95

Blýlaust bensín, RON min. 95

Blýlaust bensín, RON 95/91**

Blýlaust bensín, RON 95/91**

Blýlaust bensín, RON min. 95

Blýlaust bensín, RON min. 95

Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía

Afköst

Hámarkshraði (km/klst.) 201 204 220 (220) 217 236 250 189 192 208 (206) 211 204 222 (220) 219

Hröðun 0-100 km/klst. 10.5 10.6 8.6 (8.5) 8.7 7.8 6.5 12.5 12.5 10.1 (10.2) 10.1 10.7 8.8 (8.8) 9.0

Eldsneytisnotkun 99/100 (l/100 km)

– innanbæjarakstur 9.0 7.8 9.4 (9.4) 10.6 10.6 14.7 6.2/6.0** 5.4 6.9 (7.5) 6.1 7.8 7.5 (7.6) 8.0

– utanbæjarakstur 5.4 4.9 5.9 (5.7) 6.6 6.3 7.4 4.4/4.1** 3.8 4.6 (5.0) 4.2 5.2 4.7 (5.1) 5.2

– blandaður akstur 6.8 5.9 7.2 (7.1) 8.1 7.9 10.1 5.0/4.8** 4.4 5.4 (5.9) 4.9 6.2 5.7 (6.0) 6.2

CO2 útblástur (g/km) 157 139 169 (168) 189 178 235 130/124** 114 143 (154) 128 162 149 (157) 163

Þvermál beygjuhrings (m) 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5

Aflflutningur

Gerð Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif 4x4 Framhjóladrif 4x4 Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif 4x4 Framhjóladrif 4x4

Kúpling Vökvakúpling með einum diski Vökvakúpling með einum diski Vökvakúpling með einum diski (Tvöföld samása kúpling,

raf-vökvaknúin)

Haldex-kúpling Tvöföld samása kúpling, raf-vökvaknúin

Haldex-kúpling Þurrkúpling með einum diski Þurrkúpling með einum diski Þurrkúpling með einum diski (Tvöföld samása kúpling,

raf-vökvaknúin)

Þurrkúpling með einum diski Haldex-kúpling Þurrkúpling með einum diski(Tvöföld samása kúpling,

raf-vökvaknúin)

Haldex-kúpling

Gírskipting 6 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting (7 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra beinskipting 6 gíra DSG-sjálfskipting 6 gíra DSG-sjálfskipting 5 gíra beinskipting 5 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting(6 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra DSG-sjálfskipting 6 gíra DSG-sjálfskipting 6 gíra beinskipting(6 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra beinskipting

Þyngd

Eigin þyngd – venjulegrar útgáfu með 75kg ökumanni (kg)

1,477 1,482 1,511 (1,523) 1,602 1,555 1,714 1,517 1,524 1,547 (1,569) 1,551 1,645 1,555 (1,572) 1,632

Farmþungi – með ökumanni og aukabúnaði (kg) 638 638 638 638 638 636 638 638 638 638 638 638 638

Heildarþyngd (kg) 2,040 2,045 2,074 (2,086) 2,165 2,118 2,275 2,080 2,087 2,110 (2,132) 2,114 2,208 2,118 (2,135) 2,195

Kerruþungi án bremsa (hám. kg) 730 740 750 750 750 750 750 750 750 750 750 750 750

Kerruþungi með bremsum - 12% (hám. kg) 1,400 1,400 1,500 1,600 1,600 2,000 1,500 1,500 1,800 1,800 2,000 1,800 2,000

Page 28: Skoda Superb

Tæknilýsingar - Superb Combi

Yfirbygging 5 sæta, 5 dyra, 2ja rýma Ytri mál

Loftviðnámsstuðull Cw 0,29–0,32 samkvæmt vélarútfærslu; GreenLine: 0.29 Lengd (mm) 4,838

Breidd (mm) 1,817

Undirvagn Hæð (mm) 1,510

Framöxull McPherson fjöðrun með þríhyrndum neðri tengjum og jafnvægisstöng Hjólhaf (mm) 2,761

Afturöxull Samsettur öxull með tenglum þversum og langsum og jafnvægisstöng Sporvídd að framan/aftan (mm) 1,545/1,517

Bremsukerfi Tvöfalt skáskipt vökvabremsukerfi með undirþrýstingi og mismunandi hreyfingum Hæð frá jörðu (mm) 141

– frambremsur Diskabremsur með innri kælingu og lausum eins stimpla kaliper

– afturbremsur Diskabremsur Innri mál

Stýring Bein tannstangarstýring með rafvélrænu aflstýrikerfi Hliðarrými að framan/aftan (mm) 1,468/1,451

Felgur 7.0J x 16"; 7.0J x 17"; GreenLine og Green tec: 7.0J x 16" Höfuðrými að framan/aftan (mm) 1,001/986

Dekk 175/70 R14; 195/55 R15; GreenLine og Green tec: 205/55 R16 Farangursgeymsla (hám. l)

– án varadekks, með aftursæti upprétt/niðurfelld 633/1,865

Rúmmál tanks (l) 60 – með varadekkjum lækka gildin um 30 l

Vél 1.4 TSI/92 kW 1.4 TSI/92 kW Green tec 1.8 TSI/118 kW 1.8 TSI/118 kW 4x4 2.0 TSI/147 kW 3.6 FSI V6/191 kW 1.6 TDI CR DPF/77 kW 1.6 TDI CR DPF/77 kW GreenLine 2.0 TDI CR DPF/103 kW 2.0 TDI CR DPF/103 kW Green tec 2.0 TDI CR DPF/103 kW 4x4 2.0 TDI CR DPF/125 kW 2.0 TDI CR DPF/125 kW 4x4

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

V6 bensínvél Túrbódísilvél, beint háþrýsti-

samrása innsprautunarkerfi

Túrbódísilvél, beint háþrýsti-

samrása innsprautunarkerfi

Túrbódísilvél, beint háþrýsti-

samrása innsprautunarkerfi

Túrbódísilvél, beint háþrýsti-

samrása innsprautunarkerfi

Túrbódísilvél, beint háþrýsti-

samrása innsprautunarkerfi

Túrbódísilvél, beint háþrýsti-

samrása innsprautunarkerfi

Túrbódísilvél, beint háþrýsti-

samrása innsprautunarkerfi

Strokkar/rúmtak vélar (cc) 4/1,390 4/1,390 4/1,798 4/1,798 4/1,984 6/3,597 4/1,598 4/1,598 4/1,968 4/1,968 4/1,968 4/1,968 4/1,968

Hámarks afköst/sn. (kW/mín.-1) 92/5,000 92/5,000 118/4,500–6,200 118/4,500–6,200 147/5,100–6,000 191/6,000 77/4,400 77/4,400 103/4,200 103/4,200 103/4,200 125/4,200 125/4,200

Hámarkstog/sn. (Nm/mín.-1) 200/1,500–4,000 200/1,500–4,000 250/1,500–4,500 250/1,500–4,500 280/1,700–5,000 350/2,500–5,000 250/1,500–2,500 250/1,500–2,500 320/1,750–2,500 320/1,750–2,500 320/1,750–2,500 350/1,750–2,500 350/1,750–2,500

Reglugerð um loftmengunarvarnir EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5

Eldsneyti Blýlaust bensín, RON min. 95

Blýlaust bensín, RON min. 95

Blýlaust bensín, RON 95/91**

Blýlaust bensín, RON 95/91**

Blýlaust bensín, RON min. 95

Blýlaust bensín, RON min. 95

Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía

Afköst

Hámarkshraði (km/klst.) 199 202 218 (218) 215 234 247 187 190 205 (203) 209 201 220 (218) 217

Hröðun 0-100 km/klst. 10.6 10.7 8.7 (8.6) 8.8 7.9 6.6 12.6 12.6 10.2 (10.3) 10.2 10.8 8.9 (8.9) 9.1

Eldsneytisnotkun 99/100 (l/100 km)

– innanbæjarakstur 9.0 7.8 9.5 (9.5) 10.7 10.7 14.4 6.3/6.1** 5.4 6.9 (7.7) 6.1 7.8 7.5 (7.5) 8.0

– utanbæjarakstur 5.6 5.1 6.0 (5.9) 6.7 6.4 7.8 4.6/4.2** 3.8 4.7 (5.1) 4.2 5.5 4.8 (5.2) 5.3

– blandaður akstur 6.9 6.1 7.3 (7.3) 8.2 8.0 10.2 5.2/4.9** 4.4 5.5 (6.0) 4.9 6.3 5.8 (6.1) 6.3

CO2 útblástur (g/km) 159 141 171 (170) 191 180 237 133/126** 114 145 (158) 128 166 151 (159) 165

Þvermál beygjuhrings (m) 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5

Aflflutningur

Gerð Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif 4x4 Framhjóladrif 4x4 Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif 4x4 Framhjóladrif 4x4

Kúpling Þurrkúpling með einum diski Þurrkúpling með einum diski Þurrkúpling með einum diski (Tvöföld samása kúpling,

raf-vökvaknúin)

Haldex-kúpling Tvöföld samása kúpling, raf-vökvaknúin

Haldex-kúpling Þurrkúpling með einum diski Þurrkúpling með einum diski Vökvakúpling með einum diski (Tvöföld samása kúpling,

raf-vökvaknúin)

Þurrkúpling með einum diski Haldex-kúpling Vökvakúpling með einum diski(Tvöföld samása kúpling,

raf-vökvaknúin)

Haldex-kúpling

Gírskipting 6 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting (7 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra beinskipting 6 gíra DSG-sjálfskipting 6 gíra DSG-sjálfskipting 5 gíra beinskipting 5 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting(6 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra DSG-sjálfskipting 6 gíra DSG-sjálfskipting 6 gíra beinskipting(6 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra beinskipting

Þyngd

Eigin þyngd – venjulegrar útgáfu með 75kg ökumanni (kg)

1,499 1,504 1,533 (1,545) 1,624 1,577 1,736 1,539 1,546 1,569 (1,591) 1,573 1,667 1,577 (1,594) 1,654

Farmþungi – með ökumanni og aukabúnaði (kg) 638 638 638 638 638 636 638 638 638 638 638 638 638

Heildarþyngd (kg) 2,062 2,067 2,096 (2,108) 2,187 2,140 2,297 2,102 2,109 2,132 (2,154) 2,136 2,230 2,140 (2,157) 2,217

Kerruþungi án bremsa (hám. kg) 740 750 750 750 750 750 750 750 750 750 750 750 750

Kerruþungi með bremsum - 12% (hám. kg) 1,400 1,400 1,500 1,600 1,600 2,000 1,500 1,500 1,800 1,800 2,000 1,800 2,000

* Notkun eldsneytis með lágri oktantölu getur haft áhrif á vélarafköst.

** Eigin þyngd með aukabúnaði allt að 1.540 kg.

( ) Á við um útfærslur með sjálfskiptingu.

Page 29: Skoda Superb

1,545

1,5

10

1,8171,517 2,009

1,0

01

633 l

1,1132,7619644,838

14.1°

12.2°

1,058

98

6

1,468

1,451

1,010

1,55

2

Vél 1.4 TSI/92 kW 1.4 TSI/92 kW Green tec 1.8 TSI/118 kW 1.8 TSI/118 kW 4x4 2.0 TSI/147 kW 3.6 FSI V6/191 kW 1.6 TDI CR DPF/77 kW 1.6 TDI CR DPF/77 kW GreenLine 2.0 TDI CR DPF/103 kW 2.0 TDI CR DPF/103 kW Green tec 2.0 TDI CR DPF/103 kW 4x4 2.0 TDI CR DPF/125 kW 2.0 TDI CR DPF/125 kW 4x4

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni

innsprautun

V6 bensínvél Túrbódísilvél, beint háþrýsti-

samrása innsprautunarkerfi

Túrbódísilvél, beint háþrýsti-

samrása innsprautunarkerfi

Túrbódísilvél, beint háþrýsti-

samrása innsprautunarkerfi

Túrbódísilvél, beint háþrýsti-

samrása innsprautunarkerfi

Túrbódísilvél, beint háþrýsti-

samrása innsprautunarkerfi

Túrbódísilvél, beint háþrýsti-

samrása innsprautunarkerfi

Túrbódísilvél, beint háþrýsti-

samrása innsprautunarkerfi

Strokkar/rúmtak vélar (cc) 4/1,390 4/1,390 4/1,798 4/1,798 4/1,984 6/3,597 4/1,598 4/1,598 4/1,968 4/1,968 4/1,968 4/1,968 4/1,968

Hámarks afköst/sn. (kW/mín.-1) 92/5,000 92/5,000 118/4,500–6,200 118/4,500–6,200 147/5,100–6,000 191/6,000 77/4,400 77/4,400 103/4,200 103/4,200 103/4,200 125/4,200 125/4,200

Hámarkstog/sn. (Nm/mín.-1) 200/1,500–4,000 200/1,500–4,000 250/1,500–4,500 250/1,500–4,500 280/1,700–5,000 350/2,500–5,000 250/1,500–2,500 250/1,500–2,500 320/1,750–2,500 320/1,750–2,500 320/1,750–2,500 350/1,750–2,500 350/1,750–2,500

Reglugerð um loftmengunarvarnir EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5 EU5

Eldsneyti Blýlaust bensín, RON min. 95

Blýlaust bensín, RON min. 95

Blýlaust bensín, RON 95/91**

Blýlaust bensín, RON 95/91**

Blýlaust bensín, RON min. 95

Blýlaust bensín, RON min. 95

Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía Dísilolía

Afköst

Hámarkshraði (km/klst.) 199 202 218 (218) 215 234 247 187 190 205 (203) 209 201 220 (218) 217

Hröðun 0-100 km/klst. 10.6 10.7 8.7 (8.6) 8.8 7.9 6.6 12.6 12.6 10.2 (10.3) 10.2 10.8 8.9 (8.9) 9.1

Eldsneytisnotkun 99/100 (l/100 km)

– innanbæjarakstur 9.0 7.8 9.5 (9.5) 10.7 10.7 14.4 6.3/6.1** 5.4 6.9 (7.7) 6.1 7.8 7.5 (7.5) 8.0

– utanbæjarakstur 5.6 5.1 6.0 (5.9) 6.7 6.4 7.8 4.6/4.2** 3.8 4.7 (5.1) 4.2 5.5 4.8 (5.2) 5.3

– blandaður akstur 6.9 6.1 7.3 (7.3) 8.2 8.0 10.2 5.2/4.9** 4.4 5.5 (6.0) 4.9 6.3 5.8 (6.1) 6.3

CO2 útblástur (g/km) 159 141 171 (170) 191 180 237 133/126** 114 145 (158) 128 166 151 (159) 165

Þvermál beygjuhrings (m) 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5

Aflflutningur

Gerð Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif 4x4 Framhjóladrif 4x4 Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif Framhjóladrif 4x4 Framhjóladrif 4x4

Kúpling Þurrkúpling með einum diski Þurrkúpling með einum diski Þurrkúpling með einum diski (Tvöföld samása kúpling,

raf-vökvaknúin)

Haldex-kúpling Tvöföld samása kúpling, raf-vökvaknúin

Haldex-kúpling Þurrkúpling með einum diski Þurrkúpling með einum diski Vökvakúpling með einum diski (Tvöföld samása kúpling,

raf-vökvaknúin)

Þurrkúpling með einum diski Haldex-kúpling Vökvakúpling með einum diski(Tvöföld samása kúpling,

raf-vökvaknúin)

Haldex-kúpling

Gírskipting 6 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting (7 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra beinskipting 6 gíra DSG-sjálfskipting 6 gíra DSG-sjálfskipting 5 gíra beinskipting 5 gíra beinskipting 6 gíra beinskipting(6 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra DSG-sjálfskipting 6 gíra DSG-sjálfskipting 6 gíra beinskipting(6 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra beinskipting

Þyngd

Eigin þyngd – venjulegrar útgáfu með 75kg ökumanni (kg)

1,499 1,504 1,533 (1,545) 1,624 1,577 1,736 1,539 1,546 1,569 (1,591) 1,573 1,667 1,577 (1,594) 1,654

Farmþungi – með ökumanni og aukabúnaði (kg) 638 638 638 638 638 636 638 638 638 638 638 638 638

Heildarþyngd (kg) 2,062 2,067 2,096 (2,108) 2,187 2,140 2,297 2,102 2,109 2,132 (2,154) 2,136 2,230 2,140 (2,157) 2,217

Kerruþungi án bremsa (hám. kg) 740 750 750 750 750 750 750 750 750 750 750 750 750

Kerruþungi með bremsum - 12% (hám. kg) 1,400 1,400 1,500 1,600 1,600 2,000 1,500 1,500 1,800 1,800 2,000 1,800 2,000

Page 30: Skoda Superb

* Fáanlegir á fyrri hluta 2012.

Candy White uni Pacific Blue uni Brilliant Silver metallic

Amethyst Purple metallic Rosso Brunello metallic Cappuccino Beige metallic

Aqua Blue metallic Lava Blue metallic Storm Blue metallic*

Malachite Green metallic

Black Magic pearl effect

Platin Grey metallic Magnetic Brown metallic

Page 31: Skoda Superb

Almennar upplýsingar

SKODA viðhaldsþjónusta

Settu bílinn þinn í góðar hendur. Það er bílnum þínum fyrir bestu að þú látir viðurkenndan SKODA þjónustuaðila annast bílinn þinn.

Hjá okkur færðu aðeins það besta Bíllinn þinn þarf háþróaðar tæknilausnir. Þess vegna hafa allir viðurkenndir þjónustuaðilar SKODA öll nauðsynleg verkfæri og ástandsgreiningakerfi til taks, sem ásamt tæknilegum ferlum frá framleiðanda, tryggja fulla virkni og áreiðanleika bílsins.

Við tryggjum starfsfólki okkar faglega þjálfunMeð stöðugri þróun tæknilausna í bílnum aukast samsvarandihæfniskröfur til starfsfólksins. Til að mæta þessum kröfumstöndum við fyrir reglulegri þjálfun fyrir starfsfólk viðurkenndraþjónustuaðila þar sem það fær allar þær leiðbeiningar semþað þarf til að geta sinnt starfi sínu á fullnægjandi hátt.

Einkunnarorð okkar eru: Verum sanngjörn og heiðarleg við okkar viðskiptavini Við leggjum áherslu á varkára, faglega og vinsamlega ráðgjöf til viðskiptavina við afgreiðslu fyrirspurna og ennfremur gerum við kröfur um áreiðanleika og nákvæmni hvað varðar viðgerðir og viðhaldsvinnu. Allir þessir þættir eru undir stöðugu eftirliti innrigæðastjórnunar.

Alhliða þjónusta:› Viðhaldsskoðun

Ef þú vilt að bíllinn þinn sé í góðu ástandi og endist lengi og ef þú vilt ekki tapa ábyrgðinni er nauðsynlegt að viður kenndur þjónustuaðili SKODA framkvæmi reglulega viðhaldskoðun á bílnum. Viðhaldssáætlunin segir til um hvenær framkvæma þarf viðhaldsskoðunina og umfang hennar.

› Réttingar og sprautun Hægt er að láta laga skemmdir á yfirbyggingu og lökkuðum svæðum í kjölfar óhapps hjá viðurkenndum þjónustuaðila SKODA, þar sem slíkar viðgerðir eru meðhöndlaðar af kunnáttu, í samræmi við fyrirmæli framleiðanda, með SKODA varahlutum. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir öryggi þitt og þinna heldur einnig fyrir notagildi bílsins og til að halda uppi verðgildi hans.

› Skiptibíll Viðurkenndur þjónustuaðili SKODA getur útvegað þér skipti bíl á meðan gert er við bílinn eða á meðan hann er í viðhaldsskoðun.

› Við sækjum og sendum fyrir þig Ef þú kemst ekki með bílinn til þjónustuaðila SKODA mun viðurkenndur þjónustuaðili SKODA finna tíma, í samráði við þig, til að sækja hann. Bílnum þínum verður skilað aftur þegar viðhaldsskoðun er lokið.

Þjónustan sem hér er nefnd er aðeins hluti þeirrar þjónustu sem SKODA býður upp á og hún getur verið ólík eftir löndum. Hafðu samband við þjónustuaðila SKODA til að fá frekari upplýsingar um það sem í boði er og um sérstök skilyrði þeirra þjónustuþátta sem eru í boði.

SKODA aukahlutir

SKODA aukahlutir bjóða upp á barnabílstóla, þakboga, álfelgur, sólhlífar og fleira. Frekari upplýsingar um SKODA aukahluti er að finna í vörulista SKODA fyrir einstakar gerðir SKODA bíla.

SKODA varahlutir

ÖryggiSKODA varahlutir eru þeir sömu og notaðir eru við uppruna-lega samsetningu ökutækja SKODA .Hágæðaefni og tækni-lausnir tryggja öruggan og áhyggjulausan akstur.

FramboðSKODA AUTO býður upp á úrval varahluta og búnaðar sem notaður er við framleiðslu ökutækjanna; úrvalið einskorðast ekki aðeins við algengustu varahluti. SKODA tryggir framboð upprunalegra varahluta jafnvel eftir að hætt er að framleiða viðkomandi tegund.

Langur endingartímiHágæðaefni og framleiðslutækni sem notuð er við framleiðsluSKODA tryggja áreiðanleika og langan endingartíma.

UmhverfisverndÁ meðal SKODA varahluta eru skiptihlutir sem framleiddir eru með lágmarks umhverfisáhrifum hvað varðar úrgang, umframhita og vatnsmengun.

Upplýsingar á netinu

Á www.skoda-auto.com færðu upplýsingar sem auðvelda þér að velja þá tegund sem uppfyllir þínar þarfir með hjálp nákvæmra tæknilýsinga og ljósmynda af öllum gerðum SKODA.

Page 32: Skoda Superb

B10

220

09

/11

Sumar gerðir í þessum bæklingi eru sýndar með valfrjálsum búnaði eða aukabúnaði sem tilheyrir ekki endilega staðalbúnaðinum. Allar tæknilýsingar og upplýsingar um útlit, búnað, efni, ábyrgðir og útlit voru réttar þegar þessi bæklingur fór í prentun. Aftur á móti áskilur framleiðandi sér rétt til breytinga án fyrirvara. Upplýsingar í þessum bæklingi eiga aðeins að vera leiðbeinandi. Vegna þeirra takmarka sem fylgja prentuninni geta litir á bílum í þessum bæklingi verið öðruvísi en í veruleikanum. Vinsamlega hafðu samband við söluaðila SKODA til að fá nýjustu upplýsingar um staðal- og valfrjálsan búnað, nýjustu verð og afhendingarskilmála. Bæklingurinn var prentaður á sellulósapappír sem bleiktur var án klórs. Pappírinn er 100% endurvinnanlegur.

www.skoda-auto.com

Eitt helsta markmið SKODA AUTO er að þróa og framleiða vörur með eins litlum umhverfisáhrifum og hægt er í gegnum allan líftímann með því að leggja sérstaka áherslu á endurvinnanleg hráefni. SKODA bifreiðarnar eru framleiddar með háþróaðri tækni í nútímalegum verksmiðjum sem standast ströngustu skilyrði. Ryðvörnin á lökkuðum hlutum bílsins er alfarið gerð með blýlausu KTL og vatnsleysanlegri málningu.

Stefna okkar er að lágmarka eldsneytiseyðslu og útblástur en þess má geta að vélarnar okkar standast alla nýjustu mengunarstaðla. Öll framleiðsla SKODA AUTO er í samræmi við lög og reglugerðir varðandi verndun jarðvegs og vatns. Afrakstur þessarar stefnu er sá að SKODA bílarnir standast tækni-, öryggis-, gæða- og umhverfiskröfur. SKODA AUTO leggur sitt af mörkum við að halda umhverfinu hreinu og veitir jafnframt viðskiptavinum sínum þægilegan ferðamáta.

Umhverfismerkið er til marks um vitund og umhverfislega ábyrgð SKODA AUTO og viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að sjálfbærri þróun og tillitsemi gagnvart lífi og náttúru.

www.skoda.is SKODA sölu- og þjónustuaðilinn þinn:


Top Related