02 07 2016

32
frettatiminn.is [email protected] [email protected] 35. tölublað 7. árgangur Laugardagur 02.07.2016 Sumar ástarinnar á Ströndum Fjögur brúkaup og vonandi engin jarðarför Segja Erró skemma íþróttahúsið Aomendur arkitektsins stefna borginni 22 2 Hátíð og hálendi UNGFRÚ ÍSLAND VINNUR Í SKEMMTIGARÐI Í ÞÝSKALANDI ÞARF AÐ HLAUPA Á KLUKKUTÍMA TIL AÐ NÁ FLUGINU HINSEIGINLEIKINN VINSÆLL Á SNAPCHAT FERÐAMENN ORÐLAUSIR YFIR FEGURÐ ÖRÆFANNA 12 SÍÐNA FERÐABLAÐ UM HÁLENDIÐ LAUGARDAGUR 02.07.16 HELD AÐ KYNLÍF GETI SAMEINAÐ OKKUR ÖLL GERÐUR ARINBJARNARDÓTTIR Mynd | Rut Þeir sem þekkja landsliðsmanninn Jón Daða Böðvarsson segja sögu hans líkjast Öskubuskuævintýri. Móðir hans, Ingibjörg Erna Sveinsdóttir, segir mótlætið sem hann hefur tekist á við hafa gert hann að þeim fótboltamanni sem hann er í dag. Hann stendur alltaf upp aftur eftir áföll Helgin sem allir segja ... ... húh! 18 Mynd | Rut 18 milljarða skatta- afsláttur til útgerðar Ríkisstjórnin stendur með sínum 2

Upload: frettatiminn

Post on 04-Aug-2016

240 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

News, newspaper, Fréttatíminn, Iceland

TRANSCRIPT

Page 1: 02 07 2016

frettatiminn.is [email protected]@frettatiminn.is

35. tölublað7. árgangur

Laugardagur 02.07.2016

Sumar ástarinnar á StröndumFjögur brúkaup og vonandi engin jarðarför

Segja Erró skemma íþróttahúsiðAfkomendur arkitektsinsstefna borginni

22

2

Hátíð og hálendi

UNGFRÚ ÍSLAND VINNUR Í SKEMMTIGARÐI

Í ÞÝSKALANDI

ÞARF AÐ HLAUPA Á KLUKKUTÍMA

TIL AÐ NÁ FLUGINU

HINSEIGINLEIKINNVINSÆLL Á SNAPCHAT

FERÐAMENN ORÐLAUSIRYFIR FEGURÐ ÖRÆFANNA

12 SÍÐNA FERÐABLAÐ UM HÁLENDIÐ

LAUGARDAGUR 02.07.16

HELD AÐ KYNLÍF GETI SAMEINAÐ OKKUR ÖLL

GERÐUR ARINBJARNARDÓTTIR

Mynd | Rut

Þeir sem þekkja landsliðsmanninn Jón Daða Böðvarsson segja sögu hans líkjast Öskubuskuævintýri. Móðir hans, Ingibjörg Erna Sveinsdóttir, segir mótlætið sem hann hefur tekist á við hafa gert hann að þeim fótboltamanni sem hann er í dag.

Hann stendur alltaf upp aftur eftir áföll

Helgin sem allir segja ...

... húh!

18Mynd | Rut

18 milljarða skatta- afsláttur til útgerðarRíkisstjórnin stendur meðsínum 2

Page 2: 02 07 2016

2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016

Hafa stefnt Reykjavíkurborg fyrir brot á sæmdarrétti

Afkomendurnir vilja Frumskógardrottningu Errós burt af veggnum

Frumskógardrottningin er áberandi á norðurhluta hússins. Mynd | Rut

Dómsmál Erfingjar Guð-mundar Þórs Pálssonar eru ósáttir við breytingar á húsi föður þeirra.Valur [email protected]

Afkomendur arkitektsins Guð-mundar Þórs Pálssonar hafa stefnt Reykjavíkurborg fyrir brot á sæmdarrétti vegna framkvæmda við hús í eigu borgarinnar. Um er að ræða tvær stefnur sem snúa að sundlauginni og íþróttahúsinu í Breiðholti, Austurbergi 3. Erfingj-arnir eru annarsvegar ósáttir við mósaíkverk eftir listamanninn Erró, sem borgin samþykkti að setja upp á vegg hússins árið 2014, en einnig eru erfingjarnir ósáttir við fyrirhugaða viðbyggingu sem verið er að reisa – og á að hýsa lík-amsræktarstöð.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en borgin bað um frest til þess að skila inn greinar-gerð vegna málsins. Guðmund-ur Þór teiknaði og hannaði húsið upphaflega fyrir borgina, en hann hefur einnig hannað fjölda skóla í Reykjavík, svo sem Seljaskóla, Selásskóla og Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Engar fjárkröfur eru settar fram í stefnu aðstandenda, aðeins er far-ið fram á að fallist verði á sjónar-mið fjölskyldunnar. Verði það gert

er þeim frjálst að stefna borginni og krefjast skaðabóta úr hennar hendi ef tilefni er til auk þess sem borgin myndi þá þurfa að fjarlægja lista-verkið.

„Þetta er auðvitað mjög sérstakt,“ segir Hjálmar Sveinsson, formað-ur umhverfis- og skipulagsráðs og varaborgarfulltrúi Samfylkingar-innar. Ráðið var á meðal umsagnar-aðila sem fóru yfir þá framkvæmd að setja mósaíkverk Errós á húsið, sem og fleiri hús í hverfinu, eins og þekkt er. Meðal annars má finna stóra veggmynd á blokk í Álftahól-um.

Verkið á vegg íþróttamiðstöðv-arinnar í Austurbergi ber nafnið Frumskógardrottningin og var af-hjúpað árið 2014. Markmiðið var að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti en verkefninu var einnig ætlað að breiða út list í opinberu rými utan miðborgarinnar, fegra hverfið og skapa umræðu.

„Það var auðvitað gert í góðri trú að fá þennan heimsfræga myndlist-armann til þess að skreyta húsið,“ segir Hjálmar og bætir við: „Hvað viðbygginguna varðar, þá er það langþráð líkamsræktarstöð.“

Hann segist ekki hafa hugmynd hvort að brotið hafi verði á sæmdar-réttinum, „enda er sæmdarréttur og höfundarmál flókið mál,“ seg-ir Hjálmar. Aðspurður segist hann ekki vita til þess að aðstandend-

ur Guðmundar Þórs hafi sett sig í samband við ráðið. Þá segist hann ekki vita til þess að haft hafi ver-ið samband við fjölskylduna vegna breytinga á húsinu.

„Borgin telur sig hafa ákveðinn umráðarétt yfir húsi sem hún á og rekur,“ segir Hjálmar og mun borgin líklega leggja fram greinar-gerð í málinu á þeim forsendum.

Formaður Félags arkitekta, Aðal-heiður Atladóttir, segir mál er varða sæmdarrétt alltaf koma upp af og til hjá félaginu.

„Svona hefur komið fyrir, en línurnar eru ekki alltaf skýrar hvað þetta varðar,“ segir hún og bendir ennfremur á að ef miklar breytingar eru gerðar á húsnæði, þá sé arkitektum oft skylt að leita til fyrri arkitekts, eða, ef svo ber við, afkomenda, vegna breytinga. Þetta sé þó ekki endilega einhlítt.

„Það mætti þó alveg vekja fólk til umhugsunar, og ekki síst okk-ur sjálf, arkitektana, að almennt mættu menn tala betur saman þegar breytingar eru gerðar á hús-næði,“ segir Aðalheiður.

Hjálmar Sveinsson segir málið óneitan-lega sérstakt.

Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400

50 áraAFMÆLISTILBOÐ

Nr. 12961

Á R A

gasgrill 4ra brennara

AFMÆLISTILBOÐ

99.900 VERÐ ÁÐUR 124.900

Grillbúðin

• 4 brennarar úr ryðfríu stáli• Postulínsemalerað eldhólf• Grillgrindur úr pottjárni• PTS hitajöfnunarkerfi• Kveiking í öllum tökkum• Gashella í hliðarborði• Tvöfalt einangrað lok• Postulínsemaleruð efri grind• Hitamælir• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu• Einnig til svart

• Afl 14,8 KW

www.grillbudin.is

Hú! komið út á veggspjaldiÍslensk tónlistarmiðstöð hefur gefið út á veggspjaldi íslenska stuðningskallið Hú! sem fer nú um heimsbyggðina með hjálp samfélagsmiðla. Tónverkið, sem einnig hefur verið kallað Íslenska hakan (samanborið við nýsjálensku hökuna) skýt-ur andstæðingum Íslands á EM í knattspyrnu skelk í bringu. Samkvæmt nótunum er það skrifað fyrir 10% íslensku þjóðarinnar.

Innan tónlistarheimsins hefur hafist hæfilega nördaleg umræða um nótnaritunina á verkinu sem Valgerður Halldórsdóttir, fram-kvæmdastýra Íslenskrar tónverkamiðstöðvar, tók að sér. „Tilfinn-ing tónlistarfólks í klassíska geiranum og t.d. djassi fyrir hrynj-andi er dálítið ólík,“ segir Valgerður, sem er menntuð söngkona. „Þetta er bara fyndin og skemmtileg „deila,“ en tónverkið er gott og svínvirkar.“ | gt

Ef útgerðarmaður tekur lán til að auka hlutafé í Morgunblaðinu fær hann

afslátt af veiðigjaldinu, þarf að borga minna fyrir auðlindina sem sögð er

sameign allrar þjóðarinnar.

18,4 milljarðar til útgerðarmannaLækkun ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum færir útgerðar-mönnum 18,4 milljarða króna á þremur árum.Gunnar Smári [email protected]

Eitt fyrsta verk núverandi ríkis-stjórnar var að lækka veiðigjöld á útgerðarmenn. Fyrsta árið nam lækkunin um 4 milljörðum króna á núvirði frá því sem verið hafði 2013. Ári síðar lækkuðu veiðigjöldin enn, þá um 5,6 milljarða króna frá því sem verið hafði 2013. Og í ár hef-ur verið boðuð enn frekari lækkun, upp á næstum 8,8 milljarða króna á núvirði miðað við það sem var 2013.

Samanlögð lækkun veiðigjalda á valdatíma ríkisstjórnar Framsókn-ar- og Sjálfstæðisflokksins er því um 18,4 milljarðar króna á núvirði.

Engin atvinnugrein nýtur viðlíka fyrirgreiðslu. Afslátturinn á næsta veiðiári, 8,8 milljarðar króna, er mun meiri en 6,6 milljarða stuðn-ingur ríkisins við mjólkurfram-leiðslu og 5,1 milljarðs króna stuðn-ingur við sauðfjárrækt.

Sem kunnugt er eru útgerðarfé-lög helstu styrktaraðilar stjórnar-flokkana tveggja. Stærstu útgerðar-félögin halda úti Morgunblaðinu, málgagni Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar. Skattaafsláttur

stjórnarf lokkanna til útgerðar-manna, þvert á margframkominn vilja meirihluta landsmanna til að leggja á hærri veiðigjöld, sýnir því hvernig sérhagsmunir hafa mótað stjórnarstefnuna gegn hagsmunum og vilja almennings.

Ástæða lækkunarinnar er ekki versnandi afkoma útgerðarinnar. Hún er þvert á móti að koma úr mesta góðæri sem hún hefur upp-lifað áratugum saman. Lágt gengi krónunnar, lágt olíuverð og krónísk láglaunastefna á Íslandi hefur stór-bætt hag útgerðarinnar undanfar-in ár. Frá 2009 má áætla að eigið fé útgerðarfélaga að viðbættum

útgreiddum arði til eigenda hafi numið um 230 milljörðum króna.

Það er margfalt betri afkoma en í öðrum atvinnugreinum.

Ríkisstjórn Jóhönnu lagði jafnt veiðigjald á alla og síðan sérstakt veiðigjald, þar sem heimilt var að draga frá vaxtakostnað. Ríkisstjórn Sigmundar sameinaði gjöldin og lækkaði og heimilaði frádrátt vegna vaxtakostnaðar frá öllu gjaldinu. Mikil lækkun á næsta veiðiári má að hluta skýra með þessum vaxtafrá-drætti. Aukin fjárfesting útgerðarfé-laga í óskyldum atvinnurekstri get-ur því lækkað gjaldið sem þau borga fyrir auðlindina. Útgerðarfélag sem fær lán til að kaupa heildsölu þarf að borga minni veiðigjöld.

Hinsegin fólk

BDSM er ekki í Samtökunum 78Sátt hefur náðst í deilum um Samtökin 78 sem risu upp eftir aðild BDSM samtak-anna var samþykkt á aðal-fundi .

Stór hópur gekk úr félaginu og 128 skrifuðu undir áskorun til stjórnar um nýjan aðalfund.

Í lögfræðiáliti, sem nokkrir fé-lagsmenn í Samtökunum létu vinna, kom fram að aðalfundur Samtakanna ‘78 þar sem BDSM--samtökin fengu inngöngu hafi ver-ið ólöglegur.

Sátt hefur nú náðst um að lýsa að-alfundinn ógildan og hefja undir-búning nýs aðalfundar. Þetta þýðir með öðrum orðum að BDSM félagið er ekki hluti af Samtökunum nema nýr aðalfundur fallist á það, en hann verður haldinn 11. september. | þká

Stjórnmál

Fjölmiðlamenn í framboðFjölmiðlamennirnir Gunnar Hrafn Jónsson og Kolbeinn Óttarson Proppé hyggja á pólitískan frama, þó ekki í sama flokknum.

Þannig upplýsti Gunnar Hrafn í gær að hann hefði sagt upp störfum hjá RÚV, þar sem hann hefur starfað sem fréttamaður í átta ár, og ætlaði að ganga til liðs við Pírata.

Eins ýjaði Kolbeinn að því að hann yrði á lista VG í Reykjavík eft-ir að hann tilkynnti um gjaldþrot sitt. Fréttamenn RÚV mega ekki tjá sig um álitamál. Gunnar Hrafn var frelsinu feginn og skrifaði á Face-book: „Þessi ríkisstjórn sökkar. Tortóla er skattaskjól. Piparfyllt-ar lakkrísreimar eru ekki alveg að gera sig. Guðni verður flottur for-seti.“ | vg

Íþróttir

Page 3: 02 07 2016
Page 4: 02 07 2016

4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016

Uppfinning Úrræðagóður bóndi í Galtarholti í Hvalfjarðarsveit vorkenndi sauðfé sínu að klæja á bakinu og hannaði græju til að þær gætu klórað sér. Mikil aðsókn er í klóruna og fara kindurnar í beina röð á meðan þær bíða eftir að komast að. Þóra Tómasdó[email protected]

Jón Þór Guðmundsson, bóndi í Galtarholti, hefur verið með kindaklórur á víð og dreif um jörð sína undanfar-in tvö sumur. „Upphaflega var hugmyndin að reyna að koma í veg að þær yrðu afvelta. Þær klæjar á bakinu og reyna ýmislegt til að klóra sér. Stundum liggja þær milli þúfna og reyna að nudda sér upp við þær og þá endar oft með því að þær fara á bakið og geta ekki staðið upp. Ég var að missa nokkrar kindur vegna þessa. En síðan ég setti upp klóruna hefur enginn orðið afvelta þannig að ég hef komið þessu upp á nokkrum stöðum um hag-ann. Þetta er ódýr og góð lausn.“

Aðspurður um verkfræðina á bak við klóruna seg-

ir Jón Þór; „Þetta eru nú ekki mikil vísindi. Tveir girðingarstaurar eru reknir niður og svo set ég slá yfir og strákústshaus undir. Svo er bara að hafa þetta í hæfi-legri hæð.“

Skildu kindurnar til hvers græjan var? „Já, þær voru ekki lengi að fatta það. Það getur verið gaman að fylgj-ast með þeim. Eitt kvöldið sá ég að það voru fjórar komnar í beina röð að bíða eftir að komast að. Verst ég náði ekki mynd af því. Ég hélt að þær myndu troðast eins og venjan er þegar þær langar að gera eitthvað, en þær biðu rólegar.“

Nýtt hjálpartæki fyrir sauðfé

Fann upp kindaklóru Kindaklóran er gerð úr girðingarstaurum

og strákústi.

Suður England 12. – 17. ágúst

Sjö daga ferð um Suður EnglandEin af vinsælustu ferðunum okkar

Ekið um borgir og þorp í hjarta Englands og komið víða við. Skemmtileg og fræðandi ferð. Skoðunarferðir alla daga og hálft fæði innifalið. Flogið með Icelandair. Fararstjóri er Emil Örn KristjánssonVerð frá 174.200,-

Ferðaskrifstofa Guðmundar JónassonarBorgartún 34, 105 Reykjavík, S: 511 1515 • [email protected] • www.ferdir.is

Velferð „Ég fæ um 70 þúsund krónur á mánuði hjá félags-þjónustunni meðan verið er að afgreiða málið mitt í kerfinu,“ segir Dagný Björk Egilsdóttir sem veiktist þegar hún var í námi í Danmörku og þurfti að snúa heim til að hefja langtíma endurhæf-ingu.“Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

Á Íslandi var Dagnýju Björk Egils-dóttir tekið eins og útlendingi í al-mannatryggingakerfinu, þegar hún veiktist og þurfti að snúa heim úr námi. Henni var sagt að bíða í þrjú ár eftir endurhæfingarlífeyri.

Dagný kærði niðurstöðu Tryggingastofnunar en hún greindist með tauga- og verkjasjúk-dóminn vefjagigt fljótlega eftir að hún byrjaði í námi í rannsóknar-læknisfræði og þurfti í fyrstu að taka sér hlé frá námi og síðan hætta alveg.

„Ég hafði verið í rúmlega eitt og hálft ár í Danmörku þegar ég kom aftur heim og Tryggingastofnun synjar mér um endurhæfingarlíf-eyri á þeim forsendum að ég hafi ekki búið hérlendis síðastliðin þrjú ár,“ segir hún.

Námsmenn sem fara í nám á Norð-urlöndum þurfa að flytja lögheimili sitt þangað meðan á námi stendur. Án lögheimilis er ekki hægt að leigja húsnæði og erfitt að sækja læknis-þjónustu auk annarrar þjónustu. „Fólk veit ekki hverju það er að fórna þegar það breytir um lögheimili. Það eru fleiri í þeirri stöðu að hafa lent í þessari glufu milli reglugerða á Norðurlöndum. Norðurlandasamn-

ingurinn virðist heldur ekki tryggja samstarf milli landanna og grunn-réttindi í almannatryggingum eins og hann á að gera,“ segir hún. „Þá gætir misræmis í reglum sem snúa að rétti til endurhæfingarlífeyris. Endurhæfingarlífeyrinn fellur und-ir lög um félagslega aðstoð. Réttur til félagslegrar aðstoðar er sam-kvæmt þeim ekki áunninn og ætti því í raun ekki að vera neinn biðtími til að öðlast hann. Einnig má benda á samlagningarreglu EES–landanna en samkvæmt henni er möguleiki að stytta biðtímann niður í eitt ár. „Þetta misræmi þarf að laga,“ seg-ir Dagný.

Í síðustu viku ræddi Fréttatíminn við Jóhönnu Þorsteinsdóttur sem fær einungis 40 þúsund á mánuði í örorkubætur þrátt fyrir 75 prósenta örorku en hún var búsett um skeið í Danmörku. Formaður ÖBI segir þetta eina ástæðu þess að fólk býr við sára fátækt á Íslandi.

„Endurhæfingarlífeyrir er skamm-tímaúrræði, sem ætlað er að gera þeim sem á þurfa að halda fjárhags-lega kleift að stunda endurhæfingu og ná heilsu og jafnvel starfsorku á ný eftir sjúkdóma eða slys. Ef fólk hefur ekki endurhæfingu fyrr en að þremur árum liðnum aukast lík-urnar á því að það þurfi að búa við varanlega örorku.“ Vegna þessara reglna þyrfti Dagný að bíða í þrjú ár áður en hún öðlaðist rétt á endur-hæfingarlífeyri hér á landi en í henn-ar tilfelli yrði hann á bilinu 212.000 kr. og 247.000 kr.

„Það var í rauninni ekkert annað í stöðunni en að flytja aftur heim því í Kaupmannahöfn stóð mér ekki til boða endurhæfing þrátt fyrir mikla leit né virtist ég hafa rétt á neinni

framfærslu, ég var því tekjulaus í rúmt ár eftir að ég missti námslán-in,“ segir Dagný. Úrskurðarnefnd almannatrygginga, sem fór með slík mál þar til í fyrra, hefur áður úrskurðað í svipuðu máli árið 2014, eftir að lögum var breytt og staðfesti synjunina. „Ég er því ekki bjartsýn á jákvæða niðurstöðu í mínu máli,“ segir Dagný. „Næsta skref er þá að fara með málið til umboðsmanns Al-þingis,“ segir hún. „Ég viðurkenni að

þetta mál hefur tekið mikið á mig. Ég er með síþreytu á háu stigi sem fylgir mikið orkuleysi og finnst skítt að þurfa að eyða minni litlu orku í standa í baráttu við kerfið. Ég þarf á allri minni orku að halda til að stunda þá endurhæfingu sem ég er í svo ég komist vonandi sem fyrst aftur í nám,“ segir Dagný Björk sem hefur bæði rætt við alþingismenn og velferðarvaktina um málið en ekki fengið mikil viðbrögð.

Á ekki rétt á endurhæfingarlífeyri vegna náms í Danmörku

„Endurhæfingarlífeyrir er skammtímaúrræði, sem ætlað er að gera þeim sem á þurfa að halda fjárhagslega kleift að stunda endurhæfingu og ná heilsu.“ Mynd | Rut

Borgarfulltrúar

Breyttu skráningu eftir PanamaskjölinBorgarfulltrúar Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíð-ar breyttu hags-munaskráningu á vef borgarinnar, en skrifstofa borgarinn-ar neitaði að upplýsa um breytingarnar þegar eftir því var leitað.

Að minnsta kosti tveir borgarfull-trúar hjá Reykjavíkurborg upp-færðu hagsmunaskráningu sína á vef Reykjavíkurborgar eftir að Panamaskjölin komust í hámæli í vor. Það eru þeir Skúli Helgason, fulltrúi Samfylkingarinnar, og S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörns-dóttir, borgarfulltrú Framsóknar og flugvallarvina, er gagnrýnd í minnisblaði um fjárhagslega hags-muni borgarfulltrúa en hún braut gegn reglum borgarstjórnar um skráningu á fjárhagslegum hags-munum borgarfulltrúa og trún-aðarstörfum utan borgarstjórnar. Hún var með þrjú félög en ekkert þeirra var skráð í hagsmunaskrán-ingu þannig almenningur hefði að-gang að þeim.

Í svari Skúla og Björns kem-ur fram að umræðan um Panamaskjölin hafi verið áminn-ing fyrir þá að fara yfir hagsmuna-skráninguna. Þannig skráði Skúli félagið Ráðalind slf., sem hann á með eiginkonu sinni, en sjálfur segist hann ekki hafa haft tekur af félaginu á síðasta ári, sem voru um sex milljónir króna. Björn skráði fé-lagið Skyn ehf., sem hann notaðist við áður en hann varð borgarfull-trúi. | vg

Félag Skúla Helgasonar

þénaði 6 milljónir árið

2014.

Hælisleitendur „Ég vil frekar deyja hér heldur en að vera pyntaður í Írak,“ segir hælisleitandinn Raisan Al-Shimani, sem býr ásamt fleiri flóttamönnum í Stiga-hlíð í Reykjavík, en hann hefur verið í hungurverk-falli í þrjá daga.Valur [email protected]

Raisan er einn af flóttamönnun-um sem hafa tekið kristna trú hjá Toshiki Toma og var hann meðal annars staddur í Laugarneskirkju þegar lögreglan rauf kirkjugrið í vikunni.

Raisan er 39 ára gamall sex barna faðir, en fjölskylda hans er enn úti í Írak. Sjálfur starfaði hann fyrir írösku leyniþjónustuna, fyrst und-ir stjórn einræðisherrans Saddam Hussein. Raisan flúði hinsvegar Írak árið 1995 og fór þá til Írans. Hann ákvað hinsvegar að snúa aftur heim árið 2003, þegar innrásarlið Breta

og Bandaríkjamanna réðust inn í landið, og hóf hann þá aftur störf sem hermaður.

Hann flúði hinsvegar Suður-Írak árið 2015, eftir að hafa lent í átök-um við sjálfstæðar hersveitir sem hann segir að hafi tekið tvo aldraða menn af lífi fyrir framan sig. „Þeir afhöfðuðu annan þeirra fyrir fram-

an mig og brenndu lík þeirra,“ segir hann. Raisan er því liðhlaupi og var dæmdur í fangelsi af herdómstóli þar í landi í fjarveru hans. Hann má því búast við að verða handtekinn og fangelsaður snúi hann aftur. Í versta falli verður hann drepinn af hersveitunum sem hann segir að leiti sín.

Raisan segir viðbúið að hann verði sendur aftur til Írak, verði honum vísað frá Íslandi til Noregs. Því ætlar hann að svelta sig þar til lausn fæst í hans málum. | vg

„Þeir afhöfðuðu annan þeirra fyrir framan mig og brenndu lík þeirra.“

Raisan Al-Shimani starfaði lengst af í leyniþjónustu íraska hersins

Liðhlaupi í hungurverkfalliRaisan Al-Shimani er 39 ára gamall Íraki. Hans bíður fang-elsisvist verði hann sendur aftur til Íraks. Mynd | Hari

Page 5: 02 07 2016

Brú til NÝRRA tíma

Sjóðurinn heitir nú Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga. Nafnið er lýsandi fyrir hlutverk lífeyrissjóðsins sem er að tryggja örugga a�omu og lé�a leiðina milli æviskeiða. Brúin í merkinu endurspeglar þessa tengingu æviskeiðanna, en litirnir lýsa lífsgleði og hinum  ölbrey�u verkefnum sem sjóðfélagar sinna í samfélaginu. Aðild að Brú eiga þeir starfsmenn sveitarfélaga sem hafa kjarasamningsbundna aðild að BSRB, BHM og KÍ. Sjóðurinn starfrækir einnig deild sem er opin öðrum launþegum.

Kynntu þér Brú á vefsíðunni okkar www.li�ru.is

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga hefur fengið ný� nafn og nýja ásýnd

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

6-20

01

Sigtúni 42 I 105 Reykjavík I sími 540 0700 I bru@li�ru.is

Page 6: 02 07 2016

6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016

Sú athygli sem þátttaka og framganga íslenska lands-liðsins í Evrópukeppninni í fótbolta hefur dregið að hefur nægt til að færa leit að Íslandi á google upp í fjórða sætið á lista yfir leit að nöfnum Norðurlandaþjóð-anna síðustu tólf árin. Það hefur aðeins gerst þrisvar að fleira fólk hafi í einum mánuði slegið inn nafn ein-hvers af Norðurlöndunum. Aðeins fjöldamorðin í Útey, Múhammeðs-teikningar Jyllands-Posten og gosið í Eyjafjallajökli hafi hreyft við fleira fólki.

Almennt hefur áhugi fólks á Ís-landi aukist á nýliðnum árum, ef marka má þennan mælikvarða; það er leit á google. Árið 2004 sló fólk inn nafn hinna Norðurlandanna um fjórum sinnum oftar að með-altali en nafn Íslands. Í fyrra var Ís-lands leitað um helmingi sjaldnar en hinna Norðurlandanna. Áhugi fólks á Íslandi hafði því tvöfaldast frá 2004 til 2015, ef nota má Norð-urlöndin sem viðmiðun.

Síðustu mánuði hefur áhuginn á Íslandi vaxið jafnt og þétt, líklega vegna aukins ferðamannastraums. Í júní sprakk hann síðan út. Ef tekn-ir eru síðustu tólf mánuðir þá hefur Ísland verið slegið inn í leitarvélina aðeins 25 prósent sjaldnar en með-altal hinna Norðurlandanna. Ef við viljum taka mið af hinni mögnuðu höfðatölu þá er áhuginn á Íslandi fimmtánfalt meiri en áhuginn á hin-um Norðurlöndunum að meðaltali.

Stóra sviðiðMikill áhugi á Íslandi í tengslum við Evrópukeppnina segir nokk-uð til um hversu stórt svið þessi

keppni er. Sví-ar hafa ekki mælst hærri í google leit en þegar þeir keppa á HM eða EM. Þetta sést líka þegar

skoðuð er leit að nöfnum lands-liðsmannanna. Þeir hafa allir ver-ið undir radar síðustu mánuði en rjúka síðan upp í júní. Aðeins félagaskipti Gylfa Sigurðssonar 2012, þegar hann skrifaði undir hjá Tottenham, vöktu meiri athygli.

En liðið er stærra en leik-mennirnir. Nafn Gylfa er oftast sleg-ið inn þessa dagana, næstir koma Ragnar, Aron Einar og Hannes. Landsliðið sjálft er hins vegar slegið fjórum sinnum oftar inn í leitarvél-arnar og nafn landsins sjálfs marg-falt oftar en það.

Björk er eldfjall og EvrópumótEkkert íslenskt fyrirbrigði hef-ur vakið viðlíka forvitni og Björk Guðmundsdóttir. Mánuðinn sem Medúlla kom út slógu fleiri inn nafn

Bjarkar á google en slógu inn nafn Eyjafjallajökuls þegar það fjall gaus. Áhuginn á Eyjafjallajökli féll hratt þegar gosinu lauk en áhuginn á Björk hefur alla tíð verið mikill þótt hann hafi vissulega dregist saman undanfarin ár.

Það segir nokkuð um stærð Bjark-ar að það var ekki fyrr en í byrjun síðasta árs að fleiri slógu inn Reykja-

vík í leitarvélarnar en nafn Bjarkar. Það komast engin íslensk fyrir-

brigði önnur nálægt Björk á google, nema þá Sigur Rós og Of Monsters and Men. Toppur Bjarkar var 1,28 Eyjafjallajökull, toppur Sigur Rós-ar 0,61 og toppur Of Monsters and Men 0,40. Hátindur tölvuleiksins Eve Online var 0,94 Eyjafjallajökull og QuizUp 0,13.

Ísland nýtur þessa mánuðina næstum sömu athygli í Netheimum og hinar Norður-landaþjóðirnar þótt þær séu fimmtán sinn-um fjölmennari.

Kári Árnason og strákarnir í landsliðinu hafa sogað athygli heimsins að Íslandi. Mynd | Getty

„HÚH!“Boltinn í fyrstu Evrópukeppninni í Frakklandi 1960Þessi bolti var notaður í fyrstu Evrópukeppninni sem fór fram á tveimur völlum, Parc des Princes í París og Stade Vélodrome í Marseillie. Fimm leikmenn deildu með sér markakóngstitilinum á mótinu, en þeir komu boltanum í netið tvisvar sinnum hver. Leðurboltarnir voru þungir og erfitt að skalla þá. Áhugavert væri að skipta einum slíkum inn á völlinn í dag, t.d. ef einhver þarf að taka langt innkast.

Flestir leita að ÍslandiÖll athygli er á Íslandi vegna árangurs landsliðsins í Frakklandi

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

50%afsláttur

Jacques Lemans

30%afsláttur

Skagen

30%afsláttur

Michael Kors

20%afsláttur

Rodania30%afsláttur

Casio

30%afsláttur

Silfurskart

40%afsláttur

asa jewelery25%afsláttur

Armani

60%afsláttur

Rosendahl

20%afsláttur

Hugo Boss

20%afsláttur

Tissot

20%afsláttur

Movado

50%afsláttur

Seculus

20%afsláttur

Daniel Wellington

20%afsláttur

Nomination

30%afsláttur

Kenneth Cole

50%afsláttur

Henry London

50%afsláttur

Zeitner

30%afsláttur

Fossil

Laugavegi 15 og Kringlunni - sími 511 1900 - www.michelsen.is

Stórafsláttur af öllum úrum og skartgripum frá þessum vörumerkjum í verslunum okkar á Laugavegi 15, Kringlunniog á michelsen.is

Hátoppar athygli á Norðurlöndunum í 12 ár1.00Ísland apríl 2010 – Eyjafjallajökull

0.84Danmörk febrúar 2006 –Múhammeðs-teikningar

0.73Noregur júlí 2011 – Brevik

0.69Ísland júní 2016 – EM í fótbolta

0.66Svíþjóð júní 2006 – HM í fótbolta

Leit að nöfnum landanna á google. Mælieiningin er sú athygli sem Ísland dró að sér við gosið í Eyjafjallajökli.

Page 7: 02 07 2016

| 7FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016

Nokkrir Parísarbúar hafa boðið Íslendingum sem eru að fara á EM leikinn gegn Frökkum gistingu á heim-ilum sínum. Ein af þeim er Anne Buquet sem býður gistingu í húsi í útjaðri borg-arinnar.Kristin Jónsdóttir/Parí[email protected]

Þrátt fyrir að ákveðinn hópur berj-ist enn hart gegn nýrri vinnulöggjöf í Frakklandi, hefur Evrópumótið í fótbolta verið mál málanna undan-farnar vikur hjá stærstum hluta þjóðarinnar. Um leið og ljóst var að „Tumi þumall“, eins og íslenska liðið var kallað í upphafi, yrði ekki sleginn út jafn auðveldlega og flest-ir töldu líklega fyrirfram, fór að bera á sérlega jákvæðri umfjöllun um íslenska áhorfendur.

Fjölskyldum og börnum úr ís-lensku stúkunni hefur verið sýnd mikil athygli, en í öðrum stuðn-ingsliðum eru konur í áberandi minnihluta og börn afar sjaldséð. Þetta hefur heillað fólk, sem og fádæma góðar undirtektir Íslendinganna þegar sung-ið er og trommað liðinu til hvatningar.

Íslenskir íbúar Parísar hafa ekki farið varhluta af þessari hrifningu og ham-ingjuóskunum rignir yfir þá.

Eftir leikinn gegn E ng le nd i ng u m á m á nu d a g b a r nokkuð á þv í að Parísarbúar byðu Íslending-um g ist ingu, þar sem erfitt er að finna hót-el á góðu verði með skömm-um fyrirvara, en það er þó engan veginn

sjálfsagt í franskri menningu að bjóða ókunnugu fólki gistingu á heimili sínu. Ein af þeim er Anne Buquet sem býður gistingu í húsi í útjaðri borgarinnar. Hún sagð-ist engin tengsl hafa við Ísland, né hafa sérstakan áhuga á fótbolta, en datt í hug að það gæti verið gam-an að bjóða Íslendingum heim til sín, henni litist vel á það sem hún hefði heyrt af þjóðinni undanfarna daga og vikur. Anne býður tveim-ur ungum stúlkum tvíbreitt rúm í gestaherbergi sínu, en þegar hún fékk svo aðra beiðni, ákvað hún að bjóða því fólki gistingu í hlöð-unni, sem er með útbúnu herbergi, en þar er ekkert baðherbergi. Þeir gestir munu því þurfa að koma inn í hús til að fara í bað.

Dóttur hennar þótti firra að bjóða svona lélegar aðstæður, en fólkið samþykkti með glöðu geði að búa við hálfgerðar tjald-aðstæður eina helgi, eins og Anne orðaði það. Þetta sýnir hversu djúpt okkur hef-ur tekið að rista í franska þjóðar-

sál, svo ég leyfi mér smá skáld-legheit!

Þessi velvild í garð Ís-lendinga heldur áfram þrátt fyrir að næsti leikur sé einmitt á móti Frökkum. Þvert á það sem við var að búast, hafa margir

Frakkar lýst því yfir við mig að þeir haldi frekar

með Íslending-um en sínu

eigin liði á sunnu-daginn kemur. Skýr-ingar á þ v í hvers vegna Frakk-ar eru

farnir að svíkja lit eru ekki einhlít-ar. Vissulega er til staðar ákveðin tilhneiging til að halda með „litla liðinu“ sem etur kappi við stærra lið og þar sem Íslendingar hafa orðið svona vinsælir fyrir skemmti-legheit er eðlilegt að fólk haldi áfram með okkur. Einnig virðist enn sitja í fólki að í nokkur ár varð franska liðið óneitanlega dálítið hrokafullt þótt nú teljist það bara frekar hógvært og lágstemmdara en oft áður.

En Frakkar standa líka frammi fyrir því að margir telja liðið ekki „nógu franskt“, að leikmennirn-ir séu aðkeyptir og tilheyri ekki frönsku þjóðinni. Þessi afstaða getur jafnvel verið sprottin af kyn-þáttahatri og þá læðist að manni uggur um að kannski sé auðvelt fyr-ir „hvíta víkinga“ að höfða til fólks nú um mundir. Ekki þykir öllum fýsilegt að vera hluti af ranghug-myndum um hinn „hreina stofn“

en undirrituð huggar sig við að á armbandi fyrirliðans stóð skýrum stöfum „No to Racism“.

Hvernig sem leikurinn á morgun, sunnudag, fer, virðast allir sam-mála um eitt: Ísland gersigraði á Evrópumótinu 2016, ekkert annað land mun ná sömu vinsældum og velgengni og við gerðum óforvar-endis á þessu móti.

Björk er það fyrirbrigði íslenskt sem oftast og mest hefur verið leitað að á internetinu. Aðeins landið sjálft nær

að skáka Björk.

Anne Buquet bíður stuðningsmenn íslenska landsliðsins velkomna á heimili sitt og út í notalegan garðinn.

Íslenska landsliðið vinsælt í Frakklandi þótt það eigi að mæta Frökkum

Anne Buquet býður Íslendingum gistingu í París

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

50%afsláttur

Jacques Lemans

30%afsláttur

Skagen

30%afsláttur

Michael Kors

20%afsláttur

Rodania30%afsláttur

Casio

30%afsláttur

Silfurskart

40%afsláttur

asa jewelery25%afsláttur

Armani

60%afsláttur

Rosendahl

20%afsláttur

Hugo Boss

20%afsláttur

Tissot

20%afsláttur

Movado

50%afsláttur

Seculus

20%afsláttur

Daniel Wellington

20%afsláttur

Nomination

30%afsláttur

Kenneth Cole

50%afsláttur

Henry London

50%afsláttur

Zeitner

30%afsláttur

Fossil

Laugavegi 15 og Kringlunni - sími 511 1900 - www.michelsen.is

Stórafsláttur af öllum úrum og skartgripum frá þessum vörumerkjum í verslunum okkar á Laugavegi 15, Kringlunniog á michelsen.is

„Þvert á það sem við var að búast, hafa margir Frakkar lýst því yfir við mig að þeir haldi frekar með Íslendingum en sínu eigin liði á sunnudaginn kem-ur.“

Til samanburðar mældist leitin að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, táknmynd pólitískrar spillingar í Panamaskjölunum, aðeins sem 0,02 í apríl síðastliðnum.

Athygli er auðlindAthygli á netinu er raunveruleg verðmæti á upplýsingaöld. Athygl-in sem Ísland fékk vegna gossins í Eyjafjallajökli hefur, með öðrum þáttum, skilað sprengingu í ferða-mannastraumi.

Margt fólk sem hefur leitað að Íslandi á netinu síðustu vikur hef-ur aðeins verið að leita að því hvar leikir eru sýndir eða viljað fletta upp fyrri árangri liðsins. En það sama má segja um Eyjafjallajök-ul á sínum tíma. Festir voru bara að athuga hvort gosið væri búið og hvort reikna mætti með ótrufluðum flugsamgöngum.

En hluti af athyglinni smyrst á landið sjálft og okkur Íslendinga. Frammistaða Íslands á EM og öll sú athygli sem litla liðið hefur fengið síðustu vikur mun örugglega skila sér í auknum áhuga á Íslandi og Ís-lendingum.

EM er næstum því Eyjafjallajök-ull og næstum því söluhá Bjarkar--plata. | gse

Page 8: 02 07 2016

8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016

Fjölmargir hafa spurt af hverju Íslendingar séu allt í einu orðnir svona góðir í fótbolta. Eitt af svörunum í hvert sinn hefur verið tilkoma knattspyrnuhalla á Íslandi. En er það rétt? Skiptir bygging þeirra tíu halla sem risið hafa á Íslandi frá árinu 2000 sköpum í ferli okkar bestu knattspyrn-umanna sem vinna nú hvern sigurinn á fætur öðrum á Evrópumótinu i Frakklandi? Óskar Hrafn Þ[email protected]

Einfalda svarið væri já því rökrétt er að halda fram að leikmenn taki framförum í takt við betri æfingaað-stæður. Þegar litið er á þá þrett-án leikmenn sem komu við sögu í sigrinum magnaða á Englendingum í Nice á mánudagskvöldið er svarið hins vegar nei. Aðeins einn af þess-um þrettán leikmönnum er skilgetið afkvæmi knattspyrnuhallar og hann spilaði fæstar mínútur í leiknum, kom inn á þegar ein mínúta var eft-ir af venjulegum leiktíma.

Sá er Keflvíkingurinn Arnór Yngvi Traustason sem var aðeins sjö ára þegar Reykjaneshöllin var opnuð, fyrst íslenskra knattspyrnuhalla, árið 2000. Arnór Ingvi lék með Keflavík upp alla yngri flokkanna og fór út í atvinnumennsku árið 2014, þá tuttugu og eins árs, þegar hann gekk til liðs við sænska liðið Norrköping. Segja má því að hann hafi fengið allt sitt knattspyrnulega uppeldi inni í knattspyrnuhöll.

Gylfi var þrjú ár í FífunniAðrir leikmenn íslenska liðsins höfðu í besta falli stutta viðkomu í höllunum eða hreinlega æfðu aldrei þar. Blikinn Jóhann Berg Guðmund-son náði fimm árum, frá tólf til fimmtán ára aldurs og síðan þegar hann var átján ára, í Fífunni áður en hann fór til hollenska liðsins AZ Alk-maar, og Gylfi Sigurðsson, sem fór sérstaklega frá FH yfir Breiðablik til að æfa í Fífunni, náði þremur árum áður en hann fór sextán ára gamall

Sérfræðingar telja byggingu knattspyrnuhalla eina af ástæðunum fyrir því að Ísland er með svona gott fótboltalandslið. Fréttatíminn skoðar hversu miklu máli knattspyrnuhallavæðing landsins skipti í uppeldi leikmanna Íslands í sigrinum frækna á Englendingum.

Skilgetið afkvæmi knattspyrnuhalla

Fimm ár í höllum

Þrjú ár í höllum

Sáu hallir fyrir 16 ára aldur, fóru ungir út og höfðu ekki reglulegt aðgengi að höllum

Sáu aldrei hallir á Íslandi

Sáu hallir fyrst eftir 16 ára aldur og höfðu ekki reglu-legt aðgengi að höllum

Sáu hallir fyrst eftir 16 ára aldur, fóru ungir út og höfðu ekki reglulegt aðgengi

Arnór Ingvi TraustasonKeflavík

Jóhann Berg GuðmundssonBreiðabliki

Aron Einar GunnarssonÞór Akureyri

Kolbeinn Sigþórsson

HK og Víkingi

Jón Daði Böðvarsson

Selfossi*

Birkir Már Sævarsson

Val

Kári ÁrnasonVíkingi

Gylfi Sigurðsson

FH, Breiðabliki

Ari Freyr Skúlason

Val

Birkir BjarnasonKA (flutti til

Noregs 15 ára)

Hannes Þór Halldórsson

Leikni, Aftur eldingu, Stjörn., Fram og KR

Ragnar Sigurðsson

Fylki

Theódór Elmar

BjarnasonKR

*Engin knattspyrnuhöll á Suðurlandi á meðan Jón Daði spilaði á Íslandi. Ljóst er þó að hann fór á landsliðsæf-ingar í höllum á höfuðborgarsvæðinu og spilaði leiki með meistaraflokki í höllum.

Fáar af hetjunum í Nice ólust upp í knattspyrnuhöllum. Mynd | Nordic Photos/Getty

„HÚH!“Adidas Tango Mundial. Evrópukeppnin í Frakklandi 1984Þetta er boltinn sem Michel Platini klappaði svo fagurlega með sokkana niðri og leiddi franska lands-liðið til sigurs. Á hinum mögnuðu fótum Platini voru síðan Copa Mundial leðurskór, mjúkir og sígildir. Mundial boltinn er stílhreinn. Hvítur og svartur eins og í heimsmeistarakeppninni á Spáni tveimur árum fyrr, en rauðu stafirnir setja punktinn yfir i-ið. Einhver flottasti fótbolti allra tíma.

til enska liðsins Reading. Akureyringurinn Aron Einar Gunnars-s on n áð i líka þremur árum í Bogan-um á Akureyri áður en hann fór 17 ára til A Z A lkma-ar. Sveitungi hans, Birkir Bjarnason, var hins vegar f luttur til Noregs þegar Boginn reis á Ak-ureyri árið 2003 og æfði því aldrei í knattspyrnuhöll og Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson bjó við það að engin knattspyrnuhöll var til staðar á Suður-landi fyrr en Hamars-húsið reis í Hveragerði 2012 – sama ár og hann flutti til Noregs.

Reykvíkingar sjaldan inniEgilshöllin í Reykjavík reis árið 2002 og Reyk-víkingarnir Hannes Halldórsson, Birk-ir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason, Theódór Elmar Bjarnason og Kol-beinn Sigþórsson æfðu

allir með sínum uppeldisfélögum í Reykjavík eftir að Egilshöllin

reis. Yngri flokkar Reykja-víkurfélaganna hafa hins vegar aldrei fengið marga tíma í Egilshöllinni né heldur meistaraf lokkar

því mörg lið og margir iðk-endur eru um tímana og því er ljóst að þessir strák-ar hafa allir sennilega spil-

að fleiri leiki en æfingar í höllunum á höfuð-

borgar-svæð-inu. Í tilfelli

sumra, eins og Ara Freys, þá var hann eitt ár á Ís-

landi eftir að Egilshöllin var opnuð. Ragnar og Kári fóru báðir út tveimur árum eftir að höllin var byggð og voru orðn-ir átján og tuttugu ára þegar hægt var að komast inn í Eg-ilshöllina.

Af þessu má ljóst vera að knattspyrnuhallir hafa ekki

spilað stórt hlutverk í þróun fer-ils flestra þeirra leikmanna sem spil-uðu leikinn gegn Englendingum. Það verður leita eftir einhverju öðru til að skýra út af hverju í fjáranum þeir eru svona góðir.

Aðeins einn af þessum þrettán leikmönnum er skilgetið afkvæmi knattspyrnuhallar og hann spilaði fæstar mínútur í leiknum: Arnór Yngvi Traustason.

Hetjan úr leiknum gegn Austurríki æfði inni í Reykjaneshöllinni nær allan sinn knattspyrnuferil.

Gerðu hallirnar Frakklandshetjurnar virkilega svona góðar?

Page 9: 02 07 2016

HAMINGJA & FALLEG HEIMILI

Vitra - Ball clock VeggklukkaTILBOÐSVERÐ: 32.900.-Verð: 47.900.-

Vitra - Hang It All snagiTILBOÐSVERÐ: 37.900.-Verð: 46.900.-

Korktappi -Fugl/Naut/fætur á hvolfi Verð: 2.490.-

IXXI pappaflísar - LocoVerð: 19.499.-

IXXI pappaflísar - StarwarsVerð: 19.499.-

IXXI pappaflísar - Heimskort, lítið/stórtVerð: 12.899.- / 29.999.-

Paperblanks hulstur - Ipad Mini/AirVerð: 11.999.-/14.999.-

Vitra - Wooden Doll TILBOÐSVERÐ: 10.900.-Verð: 12.900.-

Vitra - Eames House BirdTILBOÐSVERÐ: 19.900.-Verð: 21.900.-

Austurstræti 18Skólavörðustíg 11Laugavegi 77Hallarmúla 4

Álfabakka 16, MjóddKringlunni norðurKringlunni suðurSmáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31Keflavík - Sólvallagötu 2Akureyri - Hafnarstræti 91-93Akranesi - Dalbraut 1

Ísafirði - Hafnarstræti 2Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Húsavík - Garðarsbraut Flugstöð Leifs Eiríkssonar 540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildarverð gilda 1 júlí, til og með 15. júlí. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Page 10: 02 07 2016

10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016

Brokkgeng stórþjóð í lægð

Sigursæld franskra landsliða hefur byggt á þremur snillingum: Just Fontaine, Zinedine Zidane og Michel Platini.

Frakkar hafa unnið mikil afrek á stórmótum á tímabilum sem kenna má við þrjá snillinga; Fontaine, Platini og Zidane. Þess á milli hafa þeir fallið niður á plan Englendinga og jafnvel neðar en það.Gunnar Smári [email protected]

Frakkar eiga ekki viðlíka sögu af stórmótum og Þjóðverjar, Ítalir og Brasilíumenn. Frakkar sveifluðust lengst af á milli þess að vera utan allra móta upp í að vera einskonar Hollendingar, bestir í að vera næst bestir. Þar til að landslið þeirra sprakk út á tímabili sem kenna má við Zinedine Zidane. Þá vann liðið allt og alla.

Þegar horft er á árangur Frakka í útsláttarkeppni í öllum heimsmeistara- og Evrópumótum frá stríði er listinn tilkomumik-ill og allt annar en Englendinga. Frakkar hafa spilað 26 útslátt-arleiki og unnið ellefu þeirra í venjulegum leiktíma og þrjá til viðbótar í framlengingu. Sex leikir hafa endað jafnir þrátt fyr-ir framlengingu og Frakkar hafa unnið þrjá þeirra í vítaspyrn-ukeppni. Samanlagt hafa þeir því unnið 17 leiki en tapað 9. Þeir hafa tapað þriðja hverjum leik.

Það eru engar smáþjóðir sem Frakkar hafa unnið. Þeir hafa þrí-vegis lagt Spán og Brasilíu, tvívegis Ítalíu og Portúgal og einu sinni Holland, Króatíu, Paragvæ, Nígeríu og Norður-Írland.

En við höfum takmarkaðan áhuga á þessum leikjum. Við vilj-um vita fyrir hverjum Frakkar hafa tapað. Þeir töpuðu í útslátt-arkeppni fyrir Brasilíu og Tékkóslóvakíu fyrir margt löngu en á síðari árum þrívegis fyrir Þjóðverjum og einu sinni fyrir Ítalíu, Tékklandi, Spáni og Grikklandi.

Sögu Frakka í stórkeppnum má skipta í kafla. Fyrst komust þeir á fáar keppnir. Þá eignuðust þeir Just Fontaine, fæddan og upp-alinn í Marokkó, og liðið sem hann var í komst á tvær keppnir, vann einu sinni en tapaði tvívegis í útsláttarkeppni. Eftir Fontaine liðu mörg ár áður en Frakkar komust í keppni eða upp úr riðli í útsláttarkeppni. Það gerðist ekki fyrr en Frakkar eignuðust annan snilling; hinn ítalskættaða Michel Platini. Platini fór með Frökk-um á þrjú stórmót, vann þrjá leiki í útsláttarkeppni, gerði tvíveg-is jafntefli og vann annan í vítaspyrnukeppni en tapaði einum í venjulegum leiktíma. Lið Platini varð Evrópumeistari á heimavelli 1984.

Á eftir Platini fylgdi þurrð í tíu ár. Þá hófst glæsta tímabil franskrar knattspyrnu, sem kenna má við hinn alsírskættaða Zi-dane. Í sex keppnum fór liðið, sem smíðað var í kringum hann, í fjórtán útsláttarleiki, vann níu, gerði fjórum sinnum jafntefli og sigraði tvo þeirra í vítaspyrnukeppni en tapaði aðeins einum leik í venjulegum leiktíma. Þessu fylgdi Evróputitilll, heimsmeistaratit-ill, úrslitaleikir og undanúrslit. Landsliðið hans Zidane er eitt allra glæsilegasta landslið allra tíma. Í nýliðinni sögu má aðeins líkja því við lið Spánar, sem nú lifir hnignunarskeið sitt.

Keppnin í Frakklandi er fimmta keppnin sem Frakkar taka þátt í eftir Zidane. Tvívegis hafa þeir ekki komist upp úr riðli. Þeir hafa leikið fjóra útsláttarleiki, tapað fyrir Þýskalandi og Spáni en unnið Nígeríu og Norður-Írland nú um daginn.

Það franska landslið sem mætir Íslendingum á sunnudaginn býr því að glæstri sigursögu, en sú saga er gömul og tilheyrir öðrum en þeim sem eru í liðinu nú. Í riðlunum unnu Frakkar Rúmena og Albani en gerðu jafntefli við Sviss. Það hefur því ekki enn reynt mikið á hversu gott liðið er.

Síðast mætti Ísland Frökkum á Stade de France í október 1999 í mögnuð-um leik í undankeppni Evrópumóts-ins, sem fram fór í Hollandi og Belgíu árið 2000. Þá þurftu Íslendingar stig úr leiknum til að komast í umspil.

Ísland hafði þá ári fyrr náð fræknu 1:1 jafntefli við ný-krýndum heimsmeisturum Frakka á Laugardalsvelli. Rík-arður Daðason kom Íslandi yfir á 32. mínútu með því að skalla boltann af fingur-gómum Fabien Barthez við vítateigslínuna og í fallegum boga í markið. Þremur mínútum síð-ar jafnaði Christophe Dugarry, leikmaður Marseille. Og þar við sat.

Þetta var fyrsti leikur Frakka eftir að þeir hömpuðu heimsmeistaratitli og jafntefli gegn

litla Íslandi vakti því mikla athygli og kallaði á mikið fuss og svei í öllum sveitum Frakklands.

Á Stade de France skoraði Ríkarð-ur sjálfsmark snemma leiks og stuttu síðan bætti Youri Djorkaeff við öðru marki. Staðan var 2:0 fyrir Frakka í hálfleik.

En í upphafi þess síðari skor-aði Eyjólfur Sverrisson glæsi-

mark beint úr aukaspyrnu og stuttu síðar bætti Brynjar Björn Gunnarsson öðru við af miklu harðfylgi. Staðan var skyndilega orðin 2:2 og íslenskir áhorfendur

trylltust, bæði á vellinum og fyr-ir framan sjónvarpsskjáinn. Ísland stóð upp á hárinu á heimsmeisturun-um, einu besta landsliði allra tíma, á þjóðarvelli Frakka.

David Trezeguet, einn magnað-asti ofurvaramaður sögunnar, kom hins vegar inn á 64. mínútu og skall-aði boltann í netið eftir hornspyrnu Zinedine Zidane sjö mínútum síðar. Leikurinn fór 3:2 fyrir Frakka, sem urðu efstir í riðlinum, en Íslendingar náðu ekki að tylla sér fyrir ofan Úkra-ínu í riðlunum og ávinna sér rétt á umspilsleik við Slóveníu um sæti á Evrópumótinu í Hollandi og Belgíu.

Þetta franska landslið var eitt besta knattspyrnulið sögunnar; varð heimsmeistari 1998 og Evrópumeist-ari 2000. Meðal þeirra sem voru í liðinu voru Thuram, Lizerazu, Blanc, Djorkaeff, Deschamps, Vieira, Des-ailly, Wiltord og Trezeguet. Og svo náttúrlega heilagur Zidane. Þetta voru ekki aðeins magnaðir einstak-lingar heldur frábært lið.

Íslenska liðið var líka gott, vann Rússa á heimavelli og náði jafntefli við heimsmeistara Frakka á heima-velli og Úkraínu úti, var, eins og áður sagði, hársbreidd frá því að komast í umspil um sæti á sjálfu mótinu. Birk-ir Kristinsson var í markinu; Auðun Helgason, Hermann Hreiðarsson, Lárus Sigurðsson og Pétur Marteins-son í vörninni; Rúnar Kristinsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Eyjólf-ur Sverrisson og Þórður Guðjónsson á miðjunni og Helgi Sigurðsson og Ríkarður Daðason frammi. Helgi Kol-viðsson, Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen komu inn á.

Þetta var gott íslenskt lið, en án efa er íslenska liðið í dag bæði betra og á betri stað andlega. Franska liðið í dag stenst hins vegar engan saman-burð við það franska lið sem hljóp inn á Stade de France fyrir sautján árum. | gse

David Trezeguet skoraði sigurmark gegn Íslending-

um á Stade de France í mögnuðum og merkilega

jöfnum leik Íslands gegn besta landsliði sem Frakk-

ar hafa átt.

Þjóðarleikvangur Frakka er einu orði sagt ótrúlegt mann-virki. Völlurinn rís upp úr St. Denis hverfinu norðan við París eins og nýlent geimskip. Sætin eru víst 81.338 talsins sem gerir völlinn að þeim sjötta stærsta í Evrópu. Völlurinn var tekinn í notkun 28. janúar 1998, árið sem Frakkar lyftu síðast heimsmeistaratitlinum í fótbolta á vellinum.Leikvöllurinn þykir mjög vel hannaður, ekki síst hvað varðar aðkomu að honum og hve snöggur hann er að tæmast eftir leik. Gangar eru t.d. breiðastir við útganga en þrengstir fjærst þeim, þannig að mannfjöldinn streym-ir út á miklum hraða. Hægt er að draga inn stúkur vallarins að hluta og þá koma í ljós hlaupabrautir sem annars eru

huldar þegar fótbolta- og rúgbíleikir fara fram. Þakið á vellinum er sporöskjulaga og það kostaði 45 milljónir evra eitt og sér á sínum tíma, sem jafngildir 7,3 milljörðum króna. Heildarkostnaður við bygginguna var tæpir 40 miljarðar króna. Þakið þykir mikið verkfræðiafrek, það er hangandi og sex hektarar að stærð og vegur lítil 13 þúsund tonn. Á vellinum eru 172 stúkur fyrir fyrirmenni en allir gestir sjá

vel, ekki síst með hjálp tveggja risaskjáa sem eru tæplega 200 fermetrar hvor og

geyma tæpa 4 og hálfa miljón af LED ljósadíóðum. -gt

„HÚH!“Adidas Beau Jeu. Evrópukeppnin í Frakklandi 2016Fyrsti boltinn sem íslenska landsliðið sendir á milli sín í lokakeppni stórmóts og stendur því hjartanu nær. Hann er skilgetið afkvæmi Brazuca boltans sem notaður var í Brasilíu fyrir tveimur árum. Yfirborð boltans var hins vegar endurhannað en því er ætlað að auka gripið, sem kemur Hannesi okkar vel. Boltinn er kenndur við „fallega leikinn“ og hefur leikurinn einhvern tímann verið fallegri?

Saga Frakka á stórmótum er brokkgeng, sveiflast á milli sigursælla liða sem byggð voru kringum mikla snillinga og lakari liða sem einkennast af ósamheldni og skipulagsleysi

Stade de France, þjóðar-leikvangur Frakka, er ótrúlegt mannvirki.

Stade de France í borg draumanna

Spennuþrunginn baráttuleikurÍsland þurfti stig gegn heimsmeisturum Frakka á Stade de France í undankeppni EM 2000 til að komast í umspil.

Page 11: 02 07 2016

LágmúLa 8 · sími 530 2800 · ormsson.is

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

ORMSSON KEFLAVÍK

SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI

SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI

SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI

SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK

SÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK -EGILSSTÖÐUM

SÍMI 4712038

ORMSSON PAN-NESKAUPSSTAÐ

SÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSI

SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM

SÍMI 481 3333

TÆKNIBORGBORGARNESI SÍMI 422 2211

OMNISAKRANESI

SÍMI 433 0300

25% afsláttur af öllum vörum í nokkra daga

GreiðslukjörVaxtalaust

í allt að 12 mánuði

TILBOÐSDAGAR

OfnarHáfar

Kæliskápar

Helluborð

Frystikistur

RyksugurUppþvottavélar

Þvottavélar

Þurrkarar

Page 12: 02 07 2016

Byggjum á betra verði w w w. h u s a . i s

BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILboð

20% - 30% - 40% - 50% - 40% - 30% - 20% - 30% - 40% - 50% - 20% - 30% - 40% - 50% - 40% - 50% - 40% - 30%

Allt að 50% afslátturTrjáplöntur og runnar 50% afslátturSumarblóm 20-40% afslátturBensín sláttuvélar 20% afslátturRafmagnssláttuvélar 25% afslátturGarðverkfæri 25% afslátturHekkklippur 30% afslátturKeðjusagir 30% afslátturPanill og vatnsklæðning 20-30% afslátturGarðleikföng 30% afslátturÁlstigar og tröppur 25% afslátturBlack & Decker rafmangsverkfæri 30% afslátturHitachi rafmagnsverkfæri 20% afslátturÚðarar og slönguhjól 30% afslátturHandlaugar og blöndunartæki, valdar vörur allt að 40% afslátturSkjólgirðingar 30% afsláttur

Inni og útimálning 25% afslátturViðarvörn og pallaolía 20% afslátturÚtipottar 30% afslátturGarðstyttur 30% afslátturGarðálfar 30% afslátturReiðhjól 30% afslátturGarðhúsgögn 25% afslátturFerðahúsgögn 25% afslátturInnihurðir 20-30% afslátturÚtiljós 25% afslátturBúsáhöld Aida og Beka 20-25% afslátturDeWalt rafmagnsverkfæri 20% afsláttur

... og margt fleira!

Heimilistæki valdar vörur á lækkuðu verði.Hreinlætis- og blöndunartæki valdar vörur á lækkuðu verði.Harpa Sjöfn málning (Skútuvogur) 40% afsláttur

*Gildir ekki af tilboðum og „Lægsta lága verði Húsasmiðjunnar“. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið misjafnt milli verslanna.

1.743kr2.490

Tóbakshorn

1.883kr2.690

Lavatera

BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILboð

ÓTRÚLEGT ÚRVAL • MIKIL VERÐLÆKKUN • ÓTRÚLEGT ÚRVAL • MIKIL VERÐLÆKKUN • ÓTRÚLEGT ÚRVAL • MIKIL VERÐLÆKKUN • ÓTRÚLEGT ÚRVAL • MIKIL

2.490kr4.990

Birki 40 stk

999kr1.990

Birki 70-100 cm

Baron 3203 ryðfríir brennarar3000611

59.990kr79.990

Garðstóll Chamonix 3899590

HleðsluborvélHöggborvél, 18V, 2 stk. Li-ionrafhlöður5245557

Garðstóll úr áli3899678

38%afsláttur

25%afsláttur

25%afsláttur

EldhústækiDamixa Jupiter Trend.8000094

19.885kr29.695 kr

10.429kr14.895 kr

Blöndunartæki fylgir ekki

VegghandlaugLaufen Pro-N 50x36 cm.7920100

33%afsláttur30%

afsláttur

30%afsláttur

40%afsláttur

30%afsláttur

Reiðhjól 26" TROPHY, 19".3901313

30%afsláttur

30%afsláttur

50%afsláttur

50%afsláttur

30%afsláttur

Hekkklippur HTE 620620W, 60 cm blað, klippigeta 22 mm.5083686

Glasasett 30 stkRautt, hvítt og vatn.2201165

19.597kr27.995 kr

Keðjusög CS18351800W, 35 cm blað, þynd 4,6 kg, sjálfvirk smurning.5083681

11.197kr15.995 kr 5.399kr

8.999 kr

27.930kr39.900

Pallaolía Jotun TreoljePallaolía á gagnvarið efni.7049123-27

3 ltr

Flettu blaðinu á husa.is

19.795kr28.995 kr

7.493kr9.990

8.900kr14.590 kr

32%afsláttur

1.908kr2.385 kr

20%afsláttur

ÖLL MÁLNING OG VIÐARVÖRN 20-25% afsláttur

Jotun innimálning fyrir veggi og loft.3 ltr.7119781-83

2.246kr2.995 kr

3 ltr

25%afsláttur

ÓTRÚLEGT ÚRVAL • MIKIL VERÐLÆKKUN • ÓTRÚLEGT ÚRVAL • MIKIL VERÐLÆKKUN • ÓTRÚLEGT ÚRVAL • MIKIL

Page 13: 02 07 2016

Byggjum á betra verði w w w. h u s a . i s

BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILboð

20% - 30% - 40% - 50% - 40% - 30% - 20% - 30% - 40% - 50% - 20% - 30% - 40% - 50% - 40% - 50% - 40% - 30%

Allt að 50% afslátturTrjáplöntur og runnar 50% afslátturSumarblóm 20-40% afslátturBensín sláttuvélar 20% afslátturRafmagnssláttuvélar 25% afslátturGarðverkfæri 25% afslátturHekkklippur 30% afslátturKeðjusagir 30% afslátturPanill og vatnsklæðning 20-30% afslátturGarðleikföng 30% afslátturÁlstigar og tröppur 25% afslátturBlack & Decker rafmangsverkfæri 30% afslátturHitachi rafmagnsverkfæri 20% afslátturÚðarar og slönguhjól 30% afslátturHandlaugar og blöndunartæki, valdar vörur allt að 40% afslátturSkjólgirðingar 30% afsláttur

Inni og útimálning 25% afslátturViðarvörn og pallaolía 20% afslátturÚtipottar 30% afslátturGarðstyttur 30% afslátturGarðálfar 30% afslátturReiðhjól 30% afslátturGarðhúsgögn 25% afslátturFerðahúsgögn 25% afslátturInnihurðir 20-30% afslátturÚtiljós 25% afslátturBúsáhöld Aida og Beka 20-25% afslátturDeWalt rafmagnsverkfæri 20% afsláttur

... og margt fleira!

Heimilistæki valdar vörur á lækkuðu verði.Hreinlætis- og blöndunartæki valdar vörur á lækkuðu verði.Harpa Sjöfn málning (Skútuvogur) 40% afsláttur

*Gildir ekki af tilboðum og „Lægsta lága verði Húsasmiðjunnar“. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið misjafnt milli verslanna.

1.743kr2.490

Tóbakshorn

1.883kr2.690

Lavatera

BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILBOÐ - BRJÁLUÐ TILboð

ÓTRÚLEGT ÚRVAL • MIKIL VERÐLÆKKUN • ÓTRÚLEGT ÚRVAL • MIKIL VERÐLÆKKUN • ÓTRÚLEGT ÚRVAL • MIKIL VERÐLÆKKUN • ÓTRÚLEGT ÚRVAL • MIKIL

2.490kr4.990

Birki 40 stk

999kr1.990

Birki 70-100 cm

Baron 3203 ryðfríir brennarar3000611

59.990kr79.990

Garðstóll Chamonix 3899590

HleðsluborvélHöggborvél, 18V, 2 stk. Li-ionrafhlöður5245557

Garðstóll úr áli3899678

38%afsláttur

25%afsláttur

25%afsláttur

EldhústækiDamixa Jupiter Trend.8000094

19.885kr29.695 kr

10.429kr14.895 kr

Blöndunartæki fylgir ekki

VegghandlaugLaufen Pro-N 50x36 cm.7920100

33%afsláttur30%

afsláttur

30%afsláttur

40%afsláttur

30%afsláttur

Reiðhjól 26" TROPHY, 19".3901313

30%afsláttur

30%afsláttur

50%afsláttur

50%afsláttur

30%afsláttur

Hekkklippur HTE 620620W, 60 cm blað, klippigeta 22 mm.5083686

Glasasett 30 stkRautt, hvítt og vatn.2201165

19.597kr27.995 kr

Keðjusög CS18351800W, 35 cm blað, þynd 4,6 kg, sjálfvirk smurning.5083681

11.197kr15.995 kr 5.399kr

8.999 kr

27.930kr39.900

Pallaolía Jotun TreoljePallaolía á gagnvarið efni.7049123-27

3 ltr

Flettu blaðinu á husa.is

19.795kr28.995 kr

7.493kr9.990

8.900kr14.590 kr

32%afsláttur

1.908kr2.385 kr

20%afsláttur

ÖLL MÁLNING OG VIÐARVÖRN 20-25% afsláttur

Jotun innimálning fyrir veggi og loft.3 ltr.7119781-83

2.246kr2.995 kr

3 ltr

25%afsláttur

ÓTRÚLEGT ÚRVAL • MIKIL VERÐLÆKKUN • ÓTRÚLEGT ÚRVAL • MIKIL VERÐLÆKKUN • ÓTRÚLEGT ÚRVAL • MIKIL

Page 14: 02 07 2016

14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016

Ekki höfðu sigurópin þagn-að eða flugeldarnir kólnað, glösin voru sum hver ekki tæmd, eftir stórkostlegan

sigur á Englendingum, stórþjóð-inni sjálfri, þegar lögreglumenn ruddust að skipan yfirvalda inn í Laugarneskirkju til að handtaka tvo unga hælisleitendur, annan vart af barnsaldri, og draga þá út með valdi úr kirkjunni og flytja til Noregs þar sem þeim var varpað í fangelsi.

Einhversstaðar í Frakklandi undir sömu himnasænginni og afreks-mennirnir, strákarnir okkar sem við erum öll svo stolt af, sefur móðir frá Alsír, með syni sínum, kannski eru þau á bekk eða ef til vill hafa þau fundið afdrep á lest-arstöð. Henni var vísað frá landinu í nóvember á grundvelli Dyflinar-reglugerðarinnar.

Ætli þau mæðginin haldi með Ís-landi í fótbolta, eins og öll heims-byggðin?

Í Frakklandi, sem og öðrum lönd-um Evrópu, eigum við okkur sí-stækkandi hóp Íslandsvina, fólk sem hefur barið hér dyra og beðið um skjól en við höfum synjað um hæli og dvalarleyfi af mannúðar-ástæðum. Þeirra bíður stundum ekkert nema fangaklefi eða gatan og fátæktin, ömurleiki hins hund-elta fólks sem hefur misst sitt heimaland.

Fjölskyldur með börn, unglingar, gamalt fólk, einstæðingar í ver-öldinni. Þótt við séum að uppgötva sannkallað efnahagsundur vegna allra hinna ferðamannanna sem borga með sér. Og þótt við þurfum tíu þúsund vinnufúsa einstaklinga til að leggja hönd á plóginn. Bara ekki þetta fólk sem til okkar biðlar í neyð sinni.

Hælisleitendur koma ekki fljúg-andi til landsins á Saga Class með pottþétt skilríki og eyðslufé til að spandera í lundabúðum. Þetta fólk er oft með fölsuð vegabréf eða stolin, oftast peningalaust, stund-um veikt, jafnvel þunglynt, biturt og reitt. Það lyktar af svita og ör-væntingu fólks sem á engan griða-stað í veröldinni. Sumt kemur við hjartað í okkur, annað ekki, eins og gengur í samfélagi fólks. Allt hefur það sögu að segja og verðskuldar að á það sé hlustað og því sé mætt af virðingu.

Ekki bara þeirra vegna heldur líka okkar vegna. Við getum ekki ein og sjálf gert allan heiminn betri en við getum mjög auðveldlega orðið verri manneskjur ef við sitjum að-gerðalaus hjá meðan það er brotið á fólki sem til okkar leitar í neyð sinni.

Um alla Evrópu vex hatrinu ásmegin, og hatrið nærist á ótta og fáfræði. Það sem áður þótti mann-fyrirlitning og jafnvel mannvonska er orðin stjórnmálastefna sem fólk

er óhrætt við að leggja nafn sitt við. Á Íslandi eru heilu fjölmiðl-arnir lagðir undir áróður til að ýta undir ótta og ala á óbeit. Ýmsar ákvarðanir yfirvalda stuðla einnig að því að einangra hælisleitendur frá samfélaginu og mála þá upp sem þriðja flokks manneskjur svo auðveldara sé að senda þá burt á færibandi án þess að almenningur rísi upp þeim til varnar.

Dönsk yfirvöld hófu að framfylgja svokölluðum skartgripalögum um síðustu helgi og gera eignir flótta-manna upptækar þegar þeir koma til landsins. Danir höfðu þannig um eina og hálfa milljón upp úr krafsinu eða aleiguna út úr fimm Írökum sem voru stöðvaðir á flug-vellinum.

Það vakti heimsathygli í vetur sem leið, þegar lögin voru samþykkt, að barnabarn konu sem hafði komist naumlega hjá helför Gyðinga og sest að í Danmörku, sendi dönsku ríkisstjórninni giftingarhring ömmu sinnar. Hringurinn hafði verið aleiga hennar þegar hún kom til landsins skömmu eftir stríð. Barnabarninu fannst réttast, í anda nýju laganna, að dönsk stjórnvöld létu bræða hringinn og bæta hon-um við gullforðann.

Hinn vestræni heimur skipar sér í tvær fylkingar, þá sem vilja hjálpa og þá sem vilja líta undan.

Þjóðkirkjan hefur nú tekið afstöðu með flóttamönnum og brotið blað í sögunni. Þögn stjórnmálamanna er hinsvegar æpandi eftir að mesta kærleiksvíman rann af þjóðinni. Það er vissulega búið að samþykkja örlítið mannúðlegri útlendingalög en er til of mikils mælst að þeim sé framfylgt á þann hátt að hælisleit-endur njóti vafans og eigi í það minnsta möguleika á dvalarleyfi af mannúðarástæðum, ef þeir vilja vera hér og vinna?

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

ÍSLANDSVINIR

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.

Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.

SVÍNVIRKARFYRIR HÓPA

SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is

ELDHÚSIÐER OPIÐ

11.30–23.30

KJALLARINN á Sæta svíninu er ný og skemmtileg aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. KJALLARINN er frábær fyrir alls konar tilefni; hádegis- eða kvöldverð, veislur, vinnufundi, kokteilboð, bjórkvöld eða fyrir „Happy Hour“ eftir vinnu.

FYRSTA FLOKKS AÐSTAÐA Í NOTALEGUM SAL• Sæti fyrir allt 60 manns – hægt er að taka á móti fleirum í standandi veislu • Skjávarpi og tjald• Tilvalið er að koma með eigin tónlist og/eða skemmtiatriði• Bar• Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur

Í boði eru fjölbreyttar veitingar; girnilegir hópmatseðlar, spennandi veitingar fyrir standandi veislur og auðvitað fljótandi veigar.

Við hlökkum til að taka á móti þínum hóp!

GASTROPUB

845Ragnar loðbrók situr um París. Snýr aftur með buxurnar á hælunum.

1075Sæmundur fróði situr á skólabekk í Svartaskóla.

1946Albert Guðmundsson kennir Frökkum að spila fótbolta. Þeir læra seint og um síðir.

1789-1799Frakkar gera byltingu út af baguettum og finna upp sæmileg hugtök: frelsi, jafnrétti og bræðralag.

1980Útlendinga­stofnun vís­ar Patrick Gervasoni frá Íslandi.

1999Frakkar, dálítið góðir í fótbolta, slysast til að vinna Íslendinga á Stade de France, nýja fína vellinum sínum.

1973Pompidou forseti fær að hitta banda­rískan kall á Kjarvals­stöðum.

1864Jules Verne skríð­ur með lesendur sína ofan í Snæfells jökul.

2016Íslendingar snúa aftur

til Parísar að hefna ófara

Ragnars loðbrókar.

1783-1785Íslensk eldfjöll puðra yfir Frakka, þeir fá engar baguettur og verða pirraðir.

19. öldinFrakkar veiða eins mikinn þorsk og þeir geta torgað á Íslands­miðum, án þess að borga veiðigjöld.

Page 15: 02 07 2016

GRANDOIS TUNGUSÓFIStærð: 305X175cmVerð: 239.000,-

JERSEY HORNTUNGUSÓFIStærð: 316X210/165cmVerð: 277.000,-

Opið mán - fös: 10.00 - 18.00Opið um helgina: Lau 10.00 - 16.00

Ego Dekor - Bæjarlind 12

JESSIE STÓLLVerð: 16.900,-

MORRIS STÓLLVerð: 19.700,-

TYLER STÓLLVerð: 19.900,-

MIKA ARMSTÓLLVerð: 35.000,-

GLERSÓFABORÐ 3 STK SAMANStærð: 110X60cmVerð: 79.000,-

VEGGBORÐ –hnotaStærð: 120X40X H: 80cmVerð: 49.000,-

STÆKKANEGT BORÐ -hnota160(248)X100cm -Verð: 189.000,-200(288)X110cm - Verð: 209.000,-

MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM HÚSGÖGNUM

NÝ HEIMASÍÐA: egodekor.is

SIDNEY TV SKENKURHnota/hvítt háglansBreidd: 197,5cmVerð: 129.000,-

Page 16: 02 07 2016

v

Smáratorgi 522 7860 • Korputorgi 522 7870 • Glerártorgi 522 7880

Takk fyrir allt. Áfram Ísland!

Myn

d | N

ordi

cPho

tos/

Get

tyim

ages

Page 17: 02 07 2016
Page 18: 02 07 2016

18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016

Móðir Jóns Daða Böðvars-sonar segir árangur sonar síns með landsliðinu ekki vera sér að þakka. „Hann hefur komist áfram á eins-tökum metnaði og sjálfsaga. En hann hefur kannski lært af mér að halda áfram eftir mótbyr.“Þóra Tómasdó[email protected]

Þeir sem þekkja Jón Daða Böðvars-son segja sögu hans líkjast Ösku-buskuævintýri. Selfyssingurinn sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með frammistöðu sinni á Evrópumeistaramótinu í fótbolta, hefur kynnst hæðum og lægðum í lífinu.

Ingibjörg Erna Sveinsdóttir féllst á að segja Fréttatímanum frá syni

sínum, áður en hún stígur upp í flugvél til Frakklands. Ekki til að eigna sér heiðurinn af afrekum hans, heldur til skýra frá því sem hún telur að hafi gert hann að þeim einstaka leikmanni sem fólk sér í dag.

„Hann vill vera fyrirmynd barna sem eiga erfitt uppdráttar því það hefur haft mótandi áhrif á hann að hafa þurft að yfirstíga fjölmargar hindranir.“

Af þeim sem þekkja til Jóns Daða er honum lýst sem baráttujaxli með einstakt hugarfar. Hann hefur alltaf haft óþrjótandi metnað til að standa sig í fótbolta. En hann var líka dæmigerður ofvirkur strák-ur. Hann gat ekki verið kyrr. Hann var hvatís og með athyglisbrest og kannski enginn draumur að eiga við í skólastofu. Keppnisskapið var

Skapið kom honum áfram

svo mikið að krakkarnir fundu fljótt leiðir til að æsa hann upp. Fyrir það fékk hann oft á tíðum skammir og neikvæða athygli. Móðir hans fékk líka, eins og sumir foreldrar of-virkra barna, að heyra að hún hefði veitt syni sínum lélegt uppeldi.

„Svona var þetta bara þá og þetta er liðin tíð.“ Hún brosir og hristir höfuðið.

„En hann hefur gefið mér fullt leyfi til að segja frá sér, í þeirri von að horft verði á styrkleika barna sem eru svipaðri stöðu og hann var einu sinni,“ segir hún. „Eins og ann-ar landsliðsmaður sagði um daginn, þá eru þeir eiginlega allir ofvirkir í þessu liði.“

Ingibjörg segir að þegar sonur hennar var að alast upp hafi skiln-ingur á ofvirkni verið takmarkað-ur og stöðugt verið einblínt á nei-kvæða hegðun. „Það var hringt í mig úr skólanum þegar hann hljóp út á sokkunum, eða til að láta mig vita hvað hann hefði verið erfið-ur. Sjálf datt ég stundum í þá gryf-ju að hundskamma hann. Ég var ekki með neinar kennslubækur í þessu og hef stundum þurft að biðja hann fyrirgefningar á minni frammistöðu. En hann var ekk-ert vandamálabarn. Þegar hann var kominn á unglingsaldur var mér orðið ljóst hvað er mikilvægt að horfa ekki á það neikvæða við greininguna. Það verður að taka plúsana fram yfir mínusana. Ein-blína á styrkleikana og rækta þá. Fótboltinn var leið Jóns Daða til

að virkja sína sterkustu hliðar og ef hann hefði ekki alltaf haft þetta keppnisskap sem stundum kom honum í vesen, væri hann ekki á þessum stað í dag.“

Í kvikmyndinni um landsliðið, Jökullinn logar, segir Jón Daði sjálf-ur frá þessu. Hann lýsir því að hann hafi oft verið sendur til skólastjór-ans og verið settur á róandi lyf gegn ofvirkninni. Og hvernig keppnis-skapið hafi stundum orðið til þess að hann strunsaði heim af æfingum í bræði. Hann er sannfærður um að fótboltinn hafi hjálpað sér að lifa með ofvirkninni.

„Hann hefur alltaf gert svakalega miklar kröfur til sjálfs sín og rifið sig niður ef hann nær ekki því sem hann ætlar sér. Hann er harkalega sjálfsgagnrýninn og það hefur líka gert það að verkum að hann hefur æft meira til að verða betri. Jafnvel eftir sigur fer hann yfir hvað hann hefði getað gert betur og er alltaf kominn með hugann við næsta leik. Það er partur af hans karakter. Að einhverju leyti er það svipað og Lars er að gera með landsliðinu. Þeir virðast jarðbundnir liðsmennirnir, þó þeir vinni leiki, og leggjast yfir hvað þeir geta gert betur næst. Það er rosalega flott. Mér finnst líka já-kvætt að þeir fái mikla hvatningu, eins og þessi vídeó sem þeir horfa á fyrir leiki. Andlega hliðin skiptir svo miklu máli. Ég mæli með því að fólk með mikið keppnisskap noti íþróttasálfræði. Hún hjálpar strák-um á þessari braut mikið.“

Móðir Jóns Daða Böðvarssonar

Ingibjörg Erna Sveinsdóttir er á leið til Frakklands til að sjá son-inn spila við Frakkland. Hún segir að í sinni fjölskyldu sé bleikur

litur happalitur á svona stundum.

Mynd | Rut

„Fólk áttar sig kannski ekki á því hve mikil vinna liggur að baki. Öll árin sem fóru í að undirbúa að komast á þennan stað. Hann er tuttugu og fjögurra ára og í sautján ár hefur hann varla gert annað.“

Page 19: 02 07 2016

ÚTSALAAFSLÁTTUR

Kringlan, Skeifan, Spöng, Garðabær, Smáralind Borgarnes, Njarðvík, Selfoss og Akureyri.

30 70

Page 20: 02 07 2016

20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016

Lífsglaður og jafnréttissinnaður leikskólakennari

Leikskólarnir Hjalli í Hafnarfirði og Ásar í Garðabæ auglýsa eftir körlum og konum til starfa, leikskólakennurum eða fólki með aðra uppeldismenntun.

Við leitum að jákvæðum einstaklingum sem eru tilbúnir að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af metnaði, gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa brennandi áhuga á jafnrétti og lýðræði í leikskólastarfi.

Skólar Hjallastefnunnar starfa að sameiginlegum markmiðum eftir sömu hugmyndafræði en sjálfstæði hvers skóla er mikið. Jafnréttisuppeldi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir hugmyndafræðinnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska komandi kynslóða.

Um er að ræða framtíðarstörf. Áhugasamir hafi samband við Gróu M. Finnsdóttur á

[email protected] eða í síma 869-5426.

En mömmusálfræðin, skipt-ir hún ekki jafn miklu máli og íþróttasálfræðin?

„Ég var kannski ekki manna best í því og þurfti mikið að biðja vina-fólk mitt um að sinna honum á leikj-um. Ég var í vaktavinnu og komst ekki mikið burtu. Ég hafði heldur ekki mikinn áhuga á fótbolta svo hann sá oft um þetta sjálfur. Systk-ini hans eiga líka mikið í honum. Auðun, stóri bróðir hans, lék hálf-gert föðurhlutverk í lífi hans og þeir hafa verið mjög nánir. Auðun er duglegur að ræða keppnishliðina við hann. Hann hefur alltaf verið mikill klettur í lífi Jóns Daða og veitt honum mikla hvatningu og styrk. Þó ég hafi ekki verið með honum á leikjum fólst stuðningur minn kannski í öðrum þáttum. Ég ræddi við hann um að gera ekki mikið úr tapi, og að maður getur ekki alltaf unnið. Að hann mætti ekki brjóta sig niður eftir tap. Eins reyndi ég að passa upp á að hann fengi næga hvíld. Hann var mjög ungur þegar hann fékk áhuga á hollu matarræði og við ræðum mikið saman um hleðslu og heilsunammi og svoleið-is hluti. Menn í svona mikilli hreyf-ingu þurfa að borða reglulega og hugsa vel um hvað þeir setja ofan í sig.“

Ofsaþjálfun liðsmannaNú vilja allir vita hvað skóp þessa einstöku fótboltamenn okkar. Liðs-mennina sem hafa unnið þjóðina alla á sitt band og fengið ólíklegasta fólk til að fylgjast með heilum fót-boltaleikjum í fyrsta sinn.

„Að baki þessum árangri er ofsa-þjálfun. Ég held að Jón Daði hlaupi um það bil tólf kílómetra í svona leik og þú getur rétt ímyndað þér hvað það er mikil brennsla. Ég held að það séu um sex þúsund kalórí-ur bara í einum leik. Hann hefur ofboðslegan sjálfsaga og til að geta þetta hefur hann lagt á sig óteljandi æfingar, allskonar líkamsrækt og sjálfsrækt. Sjúkraþjálfun, tækniæf-ingar og stífar keppnisferðir. Fólk áttar sig kannski ekki á því hve mikil vinna liggur að baki. Öll árin sem fóru í að undirbúa að komast á þennan stað. Hann er tuttugu og fjögurra ára og í sautján ár hefur hann varla gert annað. Fólk sem nú vill tína til hvað landsliðsmennirnir fá mikið fyrir að spila á EM, má líka líta til þessara hluta.“

Hún rekur upphafið á fótboltaá-huga sonarins til þess tíma þegar hann var sex ára gamall í sveita-skóla á Varmalandi í Borgarfirði. „Þar fékk hann að spila fótbolta með miklu eldri strákum. Þeir leyfðu honum bara að vera með. Ári síðar fluttum við á Selfoss og þá

uð mikið af fólki hefur því miður of bágan fjárhag til þess að börnin þeirra geti fengið að æfa og það er búið að vera þannig í mörg ár.“

Ingibjörg segir Jón Daða hafa komið heim til sín eftir að hann hlaut viðurkenninguna og sagðist vilja láta gott af sér leiða fyrir pen-ingana. „Í sameiningu fundum við það út, að það vantaði slíkan sjóð. Hann vann svo hugmyndina áfram og fleiri komu inn í þetta. Það eiga ekki allir fyrir æfingagjöldum eða takkaskóm og það er ekkert gaman fyrir þessa krakka að skera sig úr af því að efnin eru ekki fyrir hendi.“ Jón Daði sagðist vona að styrkurinn yrði til þess að fleiri klúbbar kæmu slíku á legg.

Fótboltinn meðal við stríðniÞeir sem þekkja Jón Daða, og Fréttatíminn hefur rætt við, lýsa þrautseigju hans og baráttu sem einstakri. Hann sé harður við sjálf-an sig og keppnisskapið hafi fleytt honum áfram. Um tíma hafi hann af þeim sökum mætt mótlæti í skóla. „Hann átti erfitt uppdráttar því hann var hvatvís og fljótur að skipta skapi. Á tímabili tók ég eftir því að hann varð fyrir stríðni í skólanum og það var ákveðið einelti að byrja. Það varð svo slæmt að ég talaði við skólann á Selfossi, sem greip strax inn í. Ég held það hafi komið honum sjálfum á óvart að þá fóru hlutirnir að snúast við. Það sem enn og aft-ur hjálpað honum var fótboltinn og sú virðing sem hann vann sér inn meðal sumra, fyrir að vera góður í honum. Fólk fór að taka eftir styrk-leikum hans. Málin snerust við og drengirnir sem byrjuðu á að stríða honum fóru að styðja hann. Hvat-vísir krakkar verða oft fyrir aðkasti og það þarf að hjálpa þeim að gefast ekki upp þó þeir reki sig á.“

Ingibjörg segist einna helst hafa tekist að miðla því til sonar síns að læra af reynslunni. Hún hafi sjálf hafa fengið sinn skerf af mótlæti. „Ég hef það viðmót að líta á mót-byr sem ákveðna kennslustund. Ég hef kannski verið honum fyrir-mynd í því og hann stendur alltaf upp aftur eftir áföll. Hann fylgdist með mér vinna mig út úr erfiðleik-um og veikindum og það kom aldrei til greina að gefast upp. Hann held-ur alltaf áfram og hefur þessvegna náð svona langt. Ég hef ekki unnið neina sigra fyrir hann, hann hef-ur gert það sjálfur og við erum öll í fjölskyldunni að rifna úr stolti af honum.“

hann hafði steingleymt sér í leikn-um og vissi ekkert hvað klukkunni leið. Svo fylgdist hann með enska boltanum og átti þar margar fyrir-myndir. Þannig hefur þetta alltaf verið.“

Stofnaði styrktarsjóð fyrir fót-boltabörnIngibjörg á þrjú börn og var lengi vel einstæð móðir. Hún vann fyrir sér sem hjúkrunarfræðingur og segir að stundum hafi verið erfitt að ná end-um saman. Sjálfur hefur Jón Daði sagt að hann þekki það af eigin raun hvað kostnaðurinn við íþróttina geti verið íþyngjandi.

„Honum er mjög umhugað um að fótbolti sé fyrir alla, ekki bara þá sem koma úr réttu fjölskyldun-um eða eiga peninga. Hann vill vera hvatning fyrir stráka með svipaðan bakgrunn og hann, og minna þá á að halda í drauminn sinn, styrkja það sem þeir eru góðir í. Gefast ekki upp. Ekki velta sér of mikið upp úr því þó þeir hafa verið reknir úr tíma.“

Árið 2012, þegar Jón Daði var valinn íþróttamaður Árborgar í annað sinn, gaf hann allt verð-launafé sitt, þá 200 þúsund krón-ur, og stofnaði styrktarsjóð fyrir fótboltakrakka. Í samtali við Sunn-lenska á þeim tíma sagði hann; „Ég veit það með vissu að þónokk-

kom ekkert annað til greina en að setja hann í íþróttir.“

Á þessum tíma var orðið ljóst að Jón Daði glímdi við ofvirkni en þá helltist líka fótboltadellan yfir hann af fullum þunga og hefur hann verið heltekinn af íþróttinni síðan. Barn-æskunni varði hann því að mestu við íþróttaaðstöðuna á Selfossi og þjálfararnir þar höfðu mikil áhrif á hann. „Ef hann var ekki á æfingu eða úti að leika sér í fótbolta þá var hann heima að spila fótboltaleiki í tölvunni. Ég veit ekki hversu oft ég fann hann seint um kvöld á ein-hverjum fótboltavellinum, þar sem

„Ef hann hefði ekki alltaf haft þetta keppnisskap, sem stundum kom hon-um í vesen, væri hann ekki á þessum stað í dag.“

Jón Daði í leiknum á

móti Portúgal.

Jón Daði fékk ungur áhuga á fótbolta.

Page 21: 02 07 2016

| 21FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016

Bankastræti • Borgartúni • Kringlunni • Smáralind • Reykjanesbæ • Safnahúsinu • Þjóðminjasafni • Kruðerí

Kíktu í KaffitárHver einasta kaffibaun og ferðalag hennar í bollann skiptir máli. Hjá Kaffitár verkum við kaffið af þekkingu og berum fram með alúð.

Stóri bróðir segir Jón Daða hafa svo einstakt hugarfar að hann hefði getað orðið ólýsanlega góður í hverju sem hann vildi.

Auðun Daníelsson á ótal falleg orð um bróður sinn, Jón Daða. „Hann hefði getað notað orkuna sína í hvað sem var og orðið hvað sem hann vildi. Eins og algengt er með fólk með athyglisbrest þá á það sér gjarnan eitthvert sérsvið. Sem dæmi þá byrjaði Jón Daði að spila á gítar fyrir fimm árum. Síð-an hefur allur hans frítími farið í það og hann er auðvitað orðinn algjör atvinnumaður á hljóðfær-ið. Ef þú skoðar fjölskyldusöguna hans þá voru líka engir smá lista-menn í kringum hann. Þorsteinn frá Hamri er afi hans og Ásta Sig-urðardóttir amma hans.”

Auðun passaði yngri bróður sinn mikið og fannst hann hrika-lega skemmtilegur krakki. „En ferillinn hans sem leikmaður hefur einkennst af miklu harki. Hvert sem hann hefur farið hefur hann þurft að byrja á að sanna sig og mér hefur alltaf fundist hann hafa verið vanmetinn leikmaður. Á Selfossi féll hann algjörlega í skuggann af öðrum leikmanni og það var ekki fyrr en í þriðja flokki að fólk fór að fatta hvað hann var góður. Þjálfarinn hans, Halldór Björnsson, barðist fyrir því í að honum yrði gefið tækifæri í ung-lingalandsliðinu. Alltaf hélt hann áfram og við sjáum hvar hann er nú.“

Auðun segir að þó hann sé ný-leg stjarna á Íslandi, hafi hæfileik-ar hans ekki dulist þeim sem fylgst hafa með fótbolta undanfar-in ár. Jón Daði var algjör lykilmað-ur á Selfossi þegar liðið klifraði upp um deild og var valinn efni-legasti leikmaður Pepsí-deildar-innar árið 2012. „Sjálfsgagnrýnin er hans helsti ókostur og hon-um er algjörlega fyrirmunað að dæma sjálfan sig með sanngjörn-um hætti. Ef hann gerir ein lítil mistök í leik, þá einblínir hann á þau þó frammistaða hans hafi að öðru leyti verið frábær. Hugar-far hans er svo einstakt. Allur þessi tími og orka sem hann hef-ur varið í komast á þennan stað. Vinnusemi hans er ótrúleg. Þeir sem venjulega hlaupa mest á vell-inum eru miðjumenn. Tölfræði Jóns Daða sýnir að hann hleypur eins og miðjumaður þó hann sé framherji. Þar að auki er hann óeigingjarn á vellinum og ekki þessi ýkti framherjakarakter eins og kannski Ronaldo eða Zlatan. Hann hugsar fyrst og fremst um liðið.“

Hann ítrekar að Jón Daði hafi fært miklar fórnir í fótbolta og agi hans og einbeiting á unglingsár-um hafi kostað ýmislegt. Til dæm-is félagslíf, þegar aðrir byrjuðu að drekka og reykja. „Það er óhætt að segja að hann hafi verið mjög sjálfstæður og einn að berjast í sínum fótboltaferli. Hann fékk ekki mikinn stuðning í fótbolta fyrr en á unglingsárum og hefur því unnið fyrir allri sinni vel-gengni sjálfur.“ | þt

Daníel Auðunsson, stóri bróðir

Jón Daði alltaf vanmetinn

Auðun Daníelsson, stóri bróðir Jóns Daða, stendur þétt við bakið á lands-

liðsmanninum.

Jón Daði Böðvarsson Fæddur 25. maí 1992.Ólst upp og lék með liði Sel-

foss. Lék með meistaraflokki 2008-12.

Í láni hjá unglingaliði í Árósum.Fór til Víkings FK í Noregi

2013-15.Fór í þýska stórliðið

Keiserslautern fyrr á þessu ári. Leikur í treyju nr. 15.

Valinn fyrst í unglingalandslið 2009, fyrsti A-landsliðsleikur 2012.

Hefur leikið í 319 mínútur af 360 á EM.

Hefur skorað eitt mark, fyrra markið gegn Austurríki, og lagt upp annað.

Page 22: 02 07 2016

22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016

FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG?

HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIР[email protected]

„Við Gunnsi hittumst fyrir 47 árum síðan,“ segir Kristin Einarsdótt-ir þjóðfræðingur sem mun giftast Gunnari Jóhannssyni á heimili þeirra í Hveravík á Ströndum í júlí. Kristín er ættuð úr Borgarfirði en Gunnar er fæddur og uppalinn á Hólmavík. „Við vorum saman í skóla á Reykjum í Hrútafirði einn vetur sem unglingar og urðum mjög góðir vinir þá. Við vorum aldrei par en mér fannst hann alltaf svo ofboðslega frábær og fyndinn. Svo vorum við saman í Versló einn vetur en urðum aldrei skotin. Svo fór hann bara norður að gera sitt,

Ástin sameinar á Ströndum

Fjögur brúðkaup og (vonandi) engin jarðarför

Fjögur ólík pör gifta sig í einni afskekktustu sveit landsins í sumar. Tenging þeirra við sveitina er ólík en það er að sjálfsögðu ástin sem sameinar þau öll.Halla Harðardó[email protected]

Tók á að verða ástfanginKristín Einarsdóttir og Gunnar höfðu þekkst í 45 ár þegar þau urðu skyndilega brjálæðislega ástfangin fyrir tveimur árum. Þau gifta sig í Hveravík í júlí.

byggja sér hús og eignast fyrirtæki, fór í Sjálfstæðisflokkinn og sveitar-stjórn. Ég var á allt öðrum stað í líf-inu. Var meiri hippi, bjó í Reykjavík og vann við hitt og þetta, eignaðist börn og gifti mig.“

„Svo hittumst við á „reunioni“ á Reykjum fyrir tveimur árum, þá 63 og 64 ára, og urðum þetta kvöld svona ofboðslega ástfangin, bara um leið! Og ég hef bara aldrei lent í öðru eins, að verða allt í einu svona ástfangin af manni sem ég hef þekkt alla ævi. Það er stórkostlegt að upplifa það en líka dálítið erfitt. Þetta eru svo miklar tilfinninga-sveiflur. Þetta tók eiginlega dálítið á,“ segir Kristín og hlær. „Kannski er maður komin með stærri tilfinn-ingaskala þegar maður er komin á þennan aldur, ég veit það ekki.“

Kristín og Gunnar fóru að búa í Reykjavík stuttu síðar en fluttu svo á Strandir í vor. „Gunnsi og vinur hans keyptu sér þessa jörð fyrir nokkrum árum en ég keypti vin hans út svo nú eigum við jörðina saman. Það er ekki hægt að lýsa því hvað það er dásamlegt að búa

hér. Ég er alin upp í sveit en lang-aði samt aldrei nokkurn tíma til að búa í sveit. En í fyrsta skipti sem ég kom hingað með Gunnsa langaði mig til að vera hérna alltaf. Það er auðvitað ótrúlega fallegt hérna en það er eitthvað meira. Mér finnst eins og ég finni hér einhverjar ræt-ur, ég get ekki lýst þessu almenni-lega með orðum. Ég bara á heima hérna,“ segir Kristín sem var að kenna þjóðfræði í Háskóla Íslands þegar hún ákvað að rífa sig upp með rótum og setjast að á Strönd-um. „Kannski var ég innst inni orðin þreytt á kennslunni því ég var algjörlega tilbúin að fórna öllu til að vera hér.“

Tilvonandi hjónin vita ekkert hvert nýja lífið mun leiða þau en Kristín segist ekki hafa neinar áhyggjur af því. Næsta mál á dag-skrá sé að halda veislu og fagna ástinni. „Það eru 242 á gesta-lista svo þetta verður fjölmennt. Presturinn á Hólmavík, sem er heimilisvinur, mun gifta okkur hér í Hveravík og svo verður bara opið hús.“

Braut allar reglur á fyrsta deitinuUnnsteinn og Hafþór eru mikil partídýr og hafa safnað fyrir almennilegri veislu í þrjú ár. Veislan verður haldin í félagsheimilinu á Drangsnesi í júlí.

„Við Hafþór kynntumst á frekar nútímalegan hátt, í gegnum facebook. Ég hafði séð honum bregða fyrir á skemmtistaðnum Barböru og ákvað að senda hon-um skilaboð og bjóða honum á deit. Hann mætti á deitið og sex árum síðar erum við enn saman svo þetta gekk upp, segir Unn-steinn Jóhannsson. Unnsteinn og Hafþór Óskarsson munu gifta sig á Drangsnesi í sumar.

„Ég braut í raun allar reglur í bókinni á fyrsta deitinu, talaði um barnanöfn, tók hann frá um verslunarmannahelgi og áramót og talaði um fyrri sambönd og allt sem maður á ekki að tala um. En talandi um ástarsam-bönd þá heyrði ég um daginn að maður á alltaf að koma heiðar-lega fram frá upphafi ef sam-bönd eiga að endast. Maður á alltaf að vera maður sjálfur því það vill gerast að fólk gifti sig of snemma og svo kemur kannski í ljós eftir eitt til tvö ár að mann-eskjan er bara einhver allt önn-ur. Enda erum við enn saman!“

Eftir þriggja ára samband bað Hafþór Unnsteins á Þorláksmes-su. „Við sátum heima og vorum að horfa á þátt í tölvunni og drekka rauðvín og borða frosna pítsu þegar ég fékk skógjöf, sem er hefð hjá okkur því ég er svo spenntur yfir gjöfum. Þá fæ ég gamalt kort frá Hafþóri sem ég hafði gefið honum þegar við vorum að byrja saman og hann hafði greinilega geymt í þessi ár. Í kortinu stóðu voðalega krúttleg skilaboð frá mér: „Viltu byrja með mér?“ en Hafþór var búinn að breyta því í „giftast mér“ og svo var hann með hringa í boxi. Þetta var bara yndislegt.“

Unnsteinn er úr Reykjavík en Hafþór er ættaður að Strönd-um og alinn upp á Drangsnesi og segir Unnsteinn aldrei hafa komið neitt annað til greina en að gifta sig á Ströndum. „Drangsnes er magnaður stað-ur. Við erum mikil partídýr og viljum gera allt mjög „grand“ svo við erum búnir að vera að safna fyrir þessu brúðkaupi í þrjú ár. Athöfnin verður úti undir berum himni og vinkona mín, sem er í Siðmennt, mun gefa okkur saman að húmanísk-um sið. Það er að koma fólk allsstaðar að, meðal annars átta manns frá Nýja Sjálandi, en á gestalistanum eru um 250 manns. Við erum með félags-heimilið og fullt af tónlistarfólki svo þetta verður eiginlega meira eins og festival en hefðbundið brúðkaup.“

Mynd | Anna Roström

Page 23: 02 07 2016

ÉG MÆLI MEÐ BIO-KULT CANDÉA FYRIR SKJÓLSTÆÐINGA MÍNA

Sigríður Jónsdóttir, ADHD markþjálfiog fíkniefnaráðgjafi (ICADC)

„Síðustu ár hef ég lagt mikla áherslu á að vera í

jafnvægi, með góða orku og ein beitingu í lífi og

starfi. Eitt af því sem ég tel skipta miklu máli í því

samhengi er jafn vægi í líkamanum og góð flóra.“

„Í gegnum tíðina hef ég því lagt áherslu á að taka inn góða gerla til að viðhalda jafnvæginu og orkunni og

hef prufað þá allra bestu hér á markaðnum

hverju sinni.“

„Meltingarstarfsemi er mitt hjartans mál og mér finnst sér stak lega mikil vægt að meltingar færin starfi eins og þau eiga að gera. Ef litið er til matarvenja þá hafa flest lönd ákveðna rétti sem innhalda gerjaðan mat eða eru til þess fallnir að við­halda náttúrulegri bakteríu­flóru líkamans. Fyrir þá sem ekki borða slíkan mat eru bakteríur í hylkjum það sem kemur næst. Ég mæli heils­hugar með Bio­Kult Candéa og Bio­Kult Original, báðar teg undirnar hafa reynst mér vel.“

Margrét Alice Birgisdóttir, heilsumark þjálfi, mælir alltaf með því við viðskipta vini sína í upphafi þjálf­

unar að þeir þurfi að hafa meltinguna í góðu lagi.

MELTINGIN MUN BETRI MEÐ BIO-KULT

Bio-Kult er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmakaða. Nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.is.

Bio-Kult er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmakaða. Nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.is.

Inniheldurblönduafvinveittumgerlumsemstyrkjaþarmaflóruna

ÞarfekkiaðgeymaíkæliHentarbarnshafandikonum,mjólkandimæðrumogbörnum

Fólkmeðmjólkur-ogsojaóþolmánotavöruna

InniheldurblönduafvinveittumgerlumásamthvítlaukogGrapeSeedExtract

Öflugvörnviðmeltingaróþægindumogtilaðviðhaldaogbætaflórulíkamans

Hentarbarnshafandikonum,mjólkandimæðrumogbörnum

Mæltermeðaðtaka2hylkiádag

Page 24: 02 07 2016

24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016

„Við giftum okkur fyrst að íslömskum sið fyrir rúmum tveimur árum í Þýskalandi. Svo giftum við okkur í Pakistan um jólin og þriðja giftingin verður núna í sumar í Ing-ólfsfirði,“ segir Ásdís Sigtryggsdóttir en þau Usman Ghani Virk kynntust í Kessel í Þýska-landi þar sem þau stunduðu bæði meistara-nám. „Við vorum bæði að læra alþjóðastjórn-málahagfræði og vorum saman í litlum bekk og það leið ekki á löngu þar til við felldum hugi saman. Við erum búin að vera saman í rúm þrjú ár, eigum saman soninn Karl Salman og ætlum að flytja til Íslands í haust.“

„Við fórum til Pakistan síðustu jól þar sem haldin var veisla með fjölskyldu Usmans og þegar við mættum var mamma hans búin að láta sérsauma á mig tíu mismunandi kjóla og ofboðslega fallegan brúðarkjól sem var allur útsaumaður með perlum. Og Usmann var í hefðbundnum klæðum með túrban og allt. Þetta var rosalega skemmtilegt, segir Ásdís sem er alin upp á Akranesi. „Ég eyddi samt öllum mínum sumrum á Ströndum því mamma er alin upp á Eyri við Ingólfsfjörð. Þetta er auðvitað algjört ævintýraland fyrir krakka og ég á ótrúlegar minningar frá þess-um stað, hvort sem það er úr gömlu verk-smiðjunni, af bátnum hans afa, sundlauginni á Krossnesi eða úr Kaupfélaginu á Norður-firði. Ég á alls ekki erfitt með að kalla staði heimili og hef búið um allan heim, bý í sjötta landinu núna á síðustu tíu árum, en þetta er staðurinn þar sem mér finnst ég hafa rætur.“

„Ussmann kom til Íslands um síðustu jól og þá ætluðum við að kíkja í Ingólfsfjörð en það

var ekki fært svo þetta verður í fyrsta sinn sem hann sér staðinn. Það verður örugglega skrítið fyrir hann að upplifa þennan stað því hann er frá lítilli borg í Pakistan, sem telur 6 milljónir. Að það sé til svona staður þar sem er enginn og ekkert er eitthvað sem hann skilur ekki alveg.“

„Það verður pakistanskur stíll yfir athöfn-inni í Ingólfsfirði. Við, og litli strákurinn okkar og öll mín fjölskylda, munum klæðast pakistönskum hátíðarklæðum í veislunni sem verður haldin í gamla bænum sem afi byggði. Þetta verður örugglega í fyrsta sinn sem borinn er túrban á Eyri.“

Fyrsti túrbaninn í IngólfsfirðiÁsdís og Usman giftu sig fyrst að íslömskum sið í Þýskalandi en munu í júlí fagna á Eyri við Ingólfsfjörð í pakistönskum hátíðarklæðum.

Mikið leynimakk í byrjunEsther og Eiríkur fluttu til Hólmavíkur stuttu eftir að hafa opinberað leynilegt ástarsamband. Þau giftu sig í Djúpuvík um síðustu helgi.„Við Eiríkur hittumst fyrst fyrir rúmum fjórum árum í Háskóla Íslands,“ segir Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafulltrúi á Hólmavík, en þau Eiríkur Valdimarsson giftu sig á Djúpuvík á Ströndum um síðustu helgi. „Við vorum að vinna þar saman sem stunda-kennarar og heilluðumst fljótlega hvort af öðru. Til að byrja með var þetta ægilega mikið leynimakk því við vildum ekki að sam-starfsfólk okkar vissi neitt á meðan við vor-um ekki viss hvað myndi verða. Við vorum saman allan daginn en enginn vissi hversu vel við þekktumst, sem var mjög gaman.“

Stuttu eftir að hafa opinberað sambandið fyrir umheiminum ákvað ástfangna parið að flytja á Hólmavík. „Ég er úr Kópavogi en Eiríkur er frá Skagafirði og okkur langaði til að prófa að búa úti á landi. Við vorum búin að skoða okkur um hér og þar en svo bauðst mér þessi skemmtilega vinna á Hólmavík og við ákváðum að prófa. Það var ekkert lang-tímaplan og við bjuggumst alveg við því að þetta yrði skelfilegt og að við kæmum strax aftur heim. En svo höfum við heldur betur fest rætur hérna, erum búin að kaupa okk-ur hús og erum hvergi á förum. Það er líka algjörlega dásamlegt að ala upp börn hérna, bara algjör snilld,“ segir Esther en þau Eirík-ur áttu bæði eitt barn þegar þau felldu hugi saman og í dag hefur lítil stúlka bæst í fjöl-skylduna.

„Við höfum hvorugt nokkra fjölskyldu-tengingu við staðinn en ákváðum að gifta okkur hér því við höfum fest rætur hér. Upphaflega planið var að gifta okkur í litlu

kirkjunni í Trékyllisvík en vegna allskonar ófyrirsjáanlegra aðstæðna enduðum við á að gifta okkur í Djúpuvík, þar sem veislan var plönuð. Það gekk allt á afturfótunum á síðustu stundu og við enduðum á að hafa athöfnina úti undir berum himni. Veðrið var æðislegt og staðurinn, við fossinn fyrir ofan gömlu síldarverksmiðjuna, ótrúlega fallegur. Svo þetta endaði eins og best verður á kosið.

Page 25: 02 07 2016

RÚM

Svíf þú inn í svefninn...í rúmi frá okkur!

Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | [email protected] | rbrum.is

Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara! ...við erum með þetta allt og meira til!

Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllumstærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum.

Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin.Við bjóðum mismunandi stí�eika á dýnum, allt eftir þyngd þeirra sem á

dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr.

ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Page 26: 02 07 2016

26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016

GOTT

UM

HELGINA

FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG?

HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIР[email protected]

Bíó til að hita upp

fyrir leikinn

Heimildamyndin Jökullinn logar, um vegferð strák-

anna okkar á EM, hefur verið sýnd í kvikmynda-

húsum um nokkurt skeið, en í tilefni af velgengni íslenska landsliðsins mun Bíó Paradís sýna myndina klukkan 18 í dag og á morgun með enskum texta fyrir erlenda aðdáendur liðsins.Hvar? Bíó Paradís á Hverfisgötu

Hvenær? Klukkan 18 í dag, laugar-

dag og á sama tíma á morgun,

sunnudag

Keppni um rauðhærðasta Íslendinginn árið 2015.

Stuð á Akranesi

Nú eru Írskir dagar á Akranesi með tilheyrandi skemmtidagskrá sem stendur fram á sunnudag. Dagskráin í dag hefst snemma morguns og stendur fram eftir nóttu. Í dag verður til dæmis rauð-hærðasti Íslendingurinn krýnd-ur, synt sjósund frá bryggjunni að Merkjaklöpp á Langasandi, og endar kvöldið á sveitaballinu Lopapeysunni á hafnarsvæðinu.Dagskrá? Dagskrá Írskra daga í

heild má finna á Facebook-síðu

Írskra daga.

Vesturbæingar selja eigur sínar

Flóamarkaður Vesturbæjar verður haldinn á morgun og kennir þar ým-issa grasa. Hver sem er má vera með bás á markaðnum og verður jafnt nýr og notaður varningur til sölu. Kaffisala, góð stemning og hverfisfjör!Hvar? Fyrir utan Haga á Hofsvallagötu (við hliðina á Kaffi Vest)

Hvenær? Milli 12 og 17 á morgun, sunnudag

Reyðfirðingar minnast hernámsins og skemmta sér

Bryggjuhátíðin verður haldin í annað sinn í núverandi mynd um helgina á Reyðarfirði, og verða meðal annars markaður og tónleikar á dagskránni. Á morgun er svo Hernámsdagurinn haldinn hátíðleg-ur á Reyðarfirði, en þann 3. júlí árið 1940 komu breskir hermenn fyrst til Reyðarfjarðar. Í tilefni dagsins verður boðið upp á fisk og franskar, auk þess sem margir verða íklæddir hermannsklæðum og fötum í anda stríðsáranna.Hvar? Víða um Reyðarfjörð

Hvenær? Hernámsdagurinn er á morgun en Bryggjuhátíðin stendur

alla helgina

Englar og partí

morgundagsins

Ætlaðir þú að sjá Angel Olsen og The Oh Sees á ATP-hátíðinni? Ör-væntu ekki þó hátíðinni hafi verið aflýst, Húrra tekur við boltan-um og troða atriðin tvö þar upp í kvöld. Auk þess mun grínistinn Anna Seregina hita fólk upp fyrir tónlistina.Hvar? Húrra

Hvenær? Frá klukkan 20

Hvað kostar? 5.000 krónur

Órafmagnaður hávaði

á Gauknum

Hljómsveitin Noise var að gefa út nýja plötu sem þó passar ekki endilega við nafn sveitarinnar. Hljóðheimur plötunnar er óraf-magnaður og er strengjasveit í nokkrum laganna. Hljómsveitin býður aðdáendum sínum nú á tón-leika í tilefni útgáfunnar, þar sem platan verður spiluð í heild. Hvar? Gauknum

Hvenær? Klukkan 22 í kvöld

Hvað kostar? Frítt er inn á

tónleikana

Bílar sem eldast

eins og vín

Fornbílaklúbburinn heldur sína árlegu sýningu á fornbílum í Ár-bæjarsafni á morgun. Tilvalið tækifæri til að fara á Árbæjarsafn og upplifa ferðalag aftur í tímann. Heitt á könnunni og þjóðlegar veitingar á boðstólum.Hvar? Árbæjarsafni

Hvenær? Klukkan 13 til 17 á

morgun, sunnudag

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS

ALLT AÐ

60% AFSLÁTTUR

ÚTSALAN ER HAFIN

Page 27: 02 07 2016

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2 KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

ÚTSALAN ER HAFIN

20-50% AF ÖLLUM

HÚSGÖGNUM

40% AF ÖLLUMPÚÐUM OG

TEPPUM

40% AF VÖLDUM

STELLUM OG GLÖSUM

3 FYRIR 2 AF ÖLLUM

HANDKLÆÐUM

20-40% AF ÖLLUMMOTTUM

Page 28: 02 07 2016

STRÁKAR, ÞAÐ SEM ÞIÐ GERIÐ

Á SUNNUDAGINNBERGMÁLAR UM

HEIMSBYGGÐINA

ÁFRAMÍSLAND

Page 29: 02 07 2016

STRÁKAR, ÞAÐ SEM ÞIÐ GERIÐ

Á SUNNUDAGINNBERGMÁLAR UM

HEIMSBYGGÐINA

ÁFRAMÍSLAND

Page 30: 02 07 2016

30 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016

BIRTINGARÁÐGJAFAR Á BETRI STOFUHefur þú góða þekkingu á markaðsfræðum?

Hefur þú menntun og reynslu af vinnu við nýmiðla og aðra miðla?

Við leitum að öflugu fólki til að vinna við framúrskarandi

birtingaráðgjöf; skemmtilegum starfsfélögum með góðan skilning

á tölfræði, markahópagreiningu og þekkingu á helstu forritum þar

að lútandi. Hafðu samband sem fyrst því við göngum hratt frá málum.

Umsóknarfrestur til 23. júlí.

Netfangið er: [email protected]

www.bestun.is

562 2700

101 reykjavík

bankastræti 9

Með hækkandi leigu-verði og minnkandi framboði á hús-næði fyrir ungt fólk í startholum lífsins

fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Í fyrsta sinn í 130 ár er líklegra að Bandaríkjamenn á aldrinum 18-34 ára búi á heimili foreldra sinna, en að þeir búi í eig-in húsnæði með maka. Eru þetta ósjálfstæðir eilífðarunglingar eða er þetta bara það sem koma skal ef leigumarkaðurinn breytist ekki?

Steinunn og Þorsteinn búa raunar ekki í foreldrahúsum – heldur í ömmuhúsum hjá Sigur-veigu ömmu Steinunnar, sem er á tíræðisaldri.

„Við bjuggum í Kaupmanna-höfn þar sem leigumarkaðurinn var frekar vonlaus fyrir okkur sem par, svo við enduðum á að leigja íbúð með mörgum, sem var fínt,“ segir Þorsteinn. Þegar þau sneru aftur til Íslands síðasta sumar langaði þau að búa saman frekar en í sitt hvoru foreldrahúsi, en vissu að leigumarkaðurinn hér væri heldur ekki upp á marga fiska fyrir ungt fólk.

Þegar þau komust að því að þau gætu búið í kjallaranum hjá Sigur-veigu stukku þau því á tækifærið: „Amma hefur leigt plássið í gegn-

um árin en það er svolítið síðan hún var síðast með leigjanda, svo þegar við komum til landsins var þetta orðið að geymslu fyrir alla fjölskylduna,“ segir Steinunn. „Þetta var orðið algjört greni en við gerðum þetta bara fínt aftur.“

Sigurveig er ánægð að hafa parið niðri í kjallara og fer Steinunn marga morgna upp í kaffi til ömmu. „Þetta er bæði gott fyrir hana og okkur. Afi dó fyrir þrem-ur árum og ég held henni finnist gott að hafa félagsskap í húsinu,“ segir Steinunn og Þorsteinn tekur í sama streng: „Hún var hikandi fyrst þegar við fluttum inn, en nú hefur hún oft orð á því hvað hún sé ánægð að hafa okkur hérna.“

Þorsteinn kláraði hagfræði í Danmörku og vinnur nú í banka, en Steinunn er í listfræði í Háskóla Íslands. „Ég hef það líklega betra en hinn almenni námsmaður því ég get búið hér í kjallaranum og amma er örlát með leiguna.“ seg-ir Steinunn, en Sigurveig bætir við: „Þú vinnur samt svo mikið, Steinunn mín,“ en Steinunn er í tveim vinnum, á kaffihúsi og á Listasafni Reykjavíkur.

Við sambúðina í kjallaranum segir Steinunn samskiptin við ömmu Sigurveigu hafa aukist með tímanum. Kaffistundirnar með

ömmu og Gunna, gömlum vini afa Hjalta heitins sem kíkir oft í heim-sókn, séu dýrmætar.

„Hún er líka alveg einstakur karakter, hún ólst upp í húsi með moldargólfi, þar sem var sjálfs-þurftarbúskapur og engin verslun við neinn.

Hún hefur sagt að þegar lögð var brú yfir Markarfljótið, sem hún bjó við, opnaðist nýr heimur. Bylting, segir hún. Þessar sögur mynd-um við ekki endilega heyra ef við byggjum ekki í kjallaranum hjá henni,“ segir Þorsteinn.

Parið er sátt með sitt rými í húsinu og segjast hafa nægt næði í kjallaranum: „Þegar ég var lítil í heimsókn hjá ömmu fannst mér kjallarinn alltaf svolítið ógnvekj-andi og þorði ekki hingað niður, ég veit ekki hvort ég hef sagt þér það, amma“ segir Steinunn hlæj-andi. „Ég þurfti greinilega að flytja í hann til að yfirstíga óttann, nú finnst mér þetta bara yndislegt.“

Steinunn og Þorsteinn búa í kjallaranum hjá Sigurveigu, ömmu Steinunnar, og kíkja oft upp til hennar í kaffi. Mynd | Rut

Fullorðin í ömmuhúsum

„Hún var hikandi fyrst

þegar við fluttum inn,

en nú hefur hún oft

orð á því hvað hún sé

ánægð að hafa okkur

hérna.“

Kaffistundirnar með ömmu dýrmætar

Mynd | Rut

Morgunstundin Byrjar daginn á íbúðaleit í Danmörku„Ég er mest á kvöldvöktum svo mínar morgunstundir eru yfirleitt um hálffjögur,“ segir Guð-rún Andrea Maríudóttir, en hún tekur alltaf strætó frá Vesturbænum í vinnu sína á sambýli í Kópavogi.

„Ég vakna samt yfirleitt snemma á morgnana og stússa ýmislegt. Þessa dagana byrja ég daginn oftast á að leita að íbúð í Danmörku á netinu,“ segir Guðrún, en hún og Máni, kærast-inn hennar, flytja til Danmerkur í haust þar sem hann er að fara í meistaranám í efnafræði.

Guðrún vinnur á sambýli í sumar, en hættir í vinnunni í ágúst og fer í fæðingarorlof. Þegar þau Máni fljúga út til Danmerkur verður hún komin 33 vikur á leið: „Hjá Icelandair má fljúga þangað til maður er kominn 36 vikur á leið ef maður er hraustur. Ég hef verið svo hraust á meðgöngunni að ég hef engar áhyggjur af því.“

Þegar komið er út hyggst Guðrún taka upp kúrs úr háskólanámi sínu í félagsráðgjöf í fæðingarorlofinu: „Svona til að hafa eitthvað að gera. Ég hef nefnilega aldrei eignast barn áður þannig ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvort það verði kannski bara allt of mikið að gera í því,“ segir hún og brosir.

Innsæi sýnd í 30 þýskum kvikmyndahúsum

Að vera samferða sér í hraðanum

Leikstýrurnar, Hrund og Kristín, á frumsýningu Innsæis.

Fólki liggur mikið á hjarta þegar þeir sjá myndina, það er eins og flestir tengi við hana, sem er frábært,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir, sem er stödd á götuhorni í Berlín þegar Fréttatíminn nær tali af henni. Heimildarmynd hennar og Kristínar Ólafsdóttur, Innsæi, var frumsýnd á miðvikudagskvöld þar í borg fyrir yfirfullu húsi.

Innsæi tekur fyrir getu nútíma-fólks til að tengja inn á við í hraða samtímans, efni sem Kristín og Hrund hafa rannsakað í sex ár.

„Á tímum þar sem er vaxandi kvíði og þunglyndi í heiminum, margvísleg átök eiga sér stað og tæknin þróast svo hratt að enginn veit hvernig heimurinn verður eft-ir fimm ár, getur verið erfitt að funkera. Að tengja inn á við þýðir í raun að vera samferða sjálfum sér í þessum hraða.“ Myndin komst að raun um að ýmislegt benti til að fólk eigi sífellt erfiðara með að tengjast innsæi sínu, sem valdi einbeitingar-leysi og vanlíðan, og dragi úr hæfni

okkar til að þróa samkennd og sköp-unarkraft.

„Það var auðvitað klikkuð hug-mynd að gera mynd um eitthvað jafn óáþreifanlegt og innsæið, en þess vegna erum við í skýjunum yfir að hún veki áhugaverðar samræður og veki athygli í fjölmiðlum hér.“

Myndin er á ensku og verður sýnd í 30 kvikmyndahúsum um allt Þýskaland, en verður frumsýnd hér á landi í haust: „Að erlend heimilda-mynd sé sýnd í svo mörgum kvik-myndahúsum er óvenjulegt en þýðir bara að fólk hefur sýnt efni myndar-innar áhuga og kallað eftir að hún verði sýnd,“ segir Hrund. | sgþ

Góðir gestir á frumsýningu Innsæis í Berlín á miðvikudagskvöld.

Page 31: 02 07 2016

ÁRNASYNIR

ÁR

NA

SY

NIR

Einstakt bragð sem þú verður að prófa!Síríus súkkulaði hefur fylgt íslensku þjóðinni í gegnum súrt og sætt - og auðvitað sérstaklega sætt - síðan 1933. Þannig hafa Íslendingar notið Síríus súkkulaðis lengur en þeir hafa notið sjálfstæðis og gripið til þess við hátíðleg tilefni jafnt og hversdagsleg. Síríus súkkulaði hefur

því átt þátt í að sameina ólíkar kynslóðir og skapa ljúfar minningar sem lifa með þjóðinni.

Síríus Pralín súkkulaði er einstaklega ljúf viðbót við Síríus súkkulaði línuna. Þegar létt og lungamjúkt súkkulaðið blandast gómsætri myntu fyllingu verður til einstök bragðupplifun

sem þú munt njóta í hverjum einasta bita. Því Síríus súkkulaði er svo gott.

... svo gott

Page 32: 02 07 2016

ÁFRAM ÍSLAND!

Nýtt í tónlistAlex Somers, sem margir þekkja sem annan hluta dúósins Jónsi & Alex með Jónsa í Sigur Rós, var að gefa út lagið „Funeral Pyre“ og ljá þeir Jónsi og tónlistar-maðurinn Sin Fang laginu raddir sínar.

Nýtt í bíóVið höfum beðið þolinmóð í þrettán ár síðan Leitin að Nemó kom út eftir að sjá gleymna fiskinn Dóru aftur, en nú er Leitin að Dóru loksins komin í bíó. Pollslakar skjaldbök-ur og óþolandi mávar eru á sínum stað, auk Dóru sem hlýtur að teljast geðþekkasti fiskur heims.

Nýtt í karókíiNú hefur fyrsta karókíherbergi lands-ins verið opnað, en það er á Oddsson hótelinu í JL-húsinu. Herbergið má leigja fyrir afmæli, vinnu-staðapartí, eða bara fyrir sjálfan sig, og þykir herbergið glæsilega útbúið. Ráðlegt er að panta herbergið tímanlega.

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

Útsala

Link-stóll. Svartur eða hvítur með svörtum fótum. 12.900 kr. Nú 7.900 kr.

Lissabon-hornsófi. Ljósgrátt eða dökkgrátt áklæði. 363 x 257 cm. 279.900 kr. Nú 189.900 kr.

25%

BÆTUM VIÐ VÖRUM OG AUKUM AFSLÁTT

Panama-stóll. Hvítur, gulur eða appelsínugulur. 14.900 kr. Nú 9.900 kr.

Austin-sófi. Tveggja sæta með opnum enda. 234 x 204 cm. 119.900 kr. Nú 89.900 kr.

Sparaðu allt að

50%AF VÖLDUMSUMARVÖRUM

Quebec-borð og 4 Link-stólar. Fallegt hvítt borðstofuborð með krómfótum og 4 stólar með hvítri setu og krómfótum. 121.400 kr. Nú 81.500 kr.

25%

Nyhavn-stóll. Plastseta með viðarfótum. 19.900 kr. Nú 11.900 kr. Einnig til hvítur.

Lunel-sófaborð. Endurunninn viður. 150 x 150 cm. 149.900 kr. Nú 49.900 kr.

Cohen-loftljós. Kopar. 32 cm. 49.995 kr. Nú 37.495 kr.

40%

Sparaðu

30%AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM

Sparaðu

30%AF ÖLLUM SÁPUM

30%

65%25%

35%

LANGVIRK SÓLARVÖRN

Sölustaði má finna á celsus.is

bakhlid.indd 1 11.5.2016 13:10:35

Anna Jóna Dungal„Ég horfi aldrei á íþróttir nema þegar það eru landsleikir og ég hef auðvitað fylgst með íslenska landsliðinu á EM. Það kemur alveg á óvart hvað ég öskra mikið á sjónvarpið því ég veit ekkert hvað ég er að tala um eða hvað reglurnar þýða. Þegar það er dæmt eitthvað á okkur þá er ég bara „hey! dómari!,“ en veit samt ekki neitt. Í gær horfði ég síðan á greiningarþátt um leikinn okkar við England. Það er greinilega meira á bak við þetta en maður heldur.“

Elísabet Indra Ragnarsdóttir„Ég sónaði alltaf út þegar íþróttafréttir voru í útvarpi og sjónvarpi, en svo vorum við úti í Lissabon á fótbolta-bar þegar leikurinn við Portúgal fór fram. Það var skemmtileg reynsla að vera sífellt í andstöðu við lætin í Portúgöl-um. Síðan hef ég horft á hvern leik landsliðsins og heimildamyndina Jökullinn logar. Ég get ekki beðið eftir sunnudeginum. Ég er meira að segja smám saman að átta mig á hvað rangstæður þýðir!“

Svavar Örn Svavarsson„Ég hef aldrei skilið þessa ofboðslegu dýrkun á fótbolta, hvernig göngulag manna breytist eftir því hvernig leikur fór. Alltaf sagt að þetta sé bara leikur. En þetta hefur snúist við eftir EM og þar sem ég vinn náið með Svala á K100 þá er merkilegt að sjá hvernig vinur manns verður alveg heltekinn af þessu og ég náttúrulega smitast eitthvað af því. Viðurkenni að ef ég væri einn á eyðieyju með sjónvarp þá væri ég orðinn alveg „spinnegal“. Sjálfur fer ég á Arnarhól á morgun, sunnudag, þar sem K100 sér um stemninguna.“

Tölum um...nýbakaðar fótboltabullur

NÝTT Í

BÆNUM